Skinfaxi 2 2016

Page 1


L477U TÖLURN4R Þ1N4R 4LLT4F V3R4 M3Ð 1 4SKR1FT

ÍSLENSK GETSPÁ Engjavegi 6, 104 Reykjavík Sími 580 2500 | www.lotto.is

ENNEMM / SÍA / NM67756

Tryggðu þér áskrift á lotto.is svo þú gleymir aldrei að spila með Lottó, Eurojackpot eða Víkingalottó. Áskrift – ekkert rugl!

Íslensk getspá er í eigu Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Öryrkjabandalagsins og Ungmennafélags Íslands.


Draumaleikur Dagnýjar gekk upp Dagný Lísa Davíðsdóttir hefur síðastliðin tvö ár numið við bandarískan menntaskóla á íþróttastyrk. Nýr samningur gerir henni kleift að vera úti í fjögur ár í viðbót. Fyrrverandi námsmaður segir hætturnar margar í nýju landi.

„Ég held að fólk vanmeti hvað foreldrar eru mikilvægir börnum sem stunda íþróttir. Það kann að hljóma væmið, en er alveg satt,“ segir hin 19 ára Dagný Lísa Davíðsdóttir. Hún skrifaði nýverið undir skólasamning við Niagara-háskóla á austurströnd Bandaríkjanna. Lið skólans leikur í 1. deild bandaríska háskólakörfuboltans. Samningurinn er til fjögurra ára og dugar fyrir skólagjöldum, uppihaldi og öðru nauðsynlegu. Námið kostar sex milljónir króna á ári og má ætla að verðmæti samningsins nemi að lágmarki 24 milljónum króna.

Hefur alltaf viljað fara vestur Dagnýju hefur dreymt um það frá barnsaldri að fara í nám til Bandaríkjanna. Hún þakkar árangurinn stuðningi foreldra sinna. „Mamma segir að ég hafi verið sjö ára þegar ég sagði henni að ég ætlaði í skóla í Bandaríkjunum. Hún jánkaði því án þess að hugsa frekar út í það,“ segir Dagný, sem var sex ára þegar hún hóf að æfa körfubolta með Íþróttafélaginu Hamri í Hveragerði. Hún fór síðar í meistaraflokk og spilaði með landsliðinu –18 ára sumarið 2015. Að loknu grunnskólanámi ætlaði hún utan en fékk aðeins leyfi til að fara frá Hveragerði til Reykjavíkur. Þar gekk hún í Kvennaskólann í eitt ár og fór eftir það vestur um haf í menntaskóla – á íþróttastyrk. Dagný var eins og hvert annað barn og prófaði ýmsar íþróttir. En karfan heillaði. „Mér finnst hugmyndin á bak við körfubolta spennandi. Það þarf að hugsa út í leikkerfin og pæla í leiknum. En svo er líka gaman að horfa á og velta því fyrir sér hvers vegna sumt virkar og annað ekki,“ segir hún.

Miklar kröfur Dagný segir samninginn leggja á hana miklar kröfur. „Það er stíf dagskrá í skólanum og ég fæ lítið frí. Flestir þjálfarar krefjast þess að nemendur standi sig vel, bæði innan vallar og utan. Ég fæ stutt frí í sumar og þarf að vera komin út aftur áður en skólinn byrjar í haust til að styrkja mig,“

segir Dagný sem ætlar í viðskiptafræði og bætir við að mikið sé lagt upp úr því að leikmönnum gangi vel í skóla. Hún sé orðin vön því að læra í 3–4 tíma fyrir skólann á dag og fara síðan á körfuboltaæfingu. „Þrátt fyrir álagið er þetta frábært. Ég hef lært mikið á sjálfa mig, nýtt tungumál og eignast nýja vini,“ segir Dagný.

Sorglega fáar stelpur halda áfram „Það væri gaman ef fleiri stelpur kæmu upp úr yngri flokka starfinu. En þær eru almennt sorglega fáar,“ segir Dagný og bendir á að finna þurfi leiðir og styðja börn til að halda áfram í íþróttum. Komið var inn á brottfall barna úr íþróttum í síðasta tölublaði Skinfaxa. Þar kom fram að um 90% barna á aldrinum 11–12 ára stundi íþróttir á vegum íþróttahreyfingarinnar. Þráinn Hafsteinsson, yfirþjálfari frjálsíþróttadeildar ÍR, sagði í viðtali við blaðið að upp úr 13–14 ára aldri geri börnin sér grein fyrir því að þau verði aldrei stórstjörnur eða atvinnumenn. Íþróttahreyfingin bjóði ekki upp á næg tækifæri fyrir krakka sem vilja ekki

fara hörðustu keppnisleiðina og því hætti margir í íþróttum. Dagný segir að starf yngri flokka íþróttafélaga til að koma í veg fyrir brottfall barna úr íþróttum og að bjóða þeim fleiri tækifæri til íþróttaiðkunar sé mikilvægt. En stuðningurinn heima fyrir er líka mikilvægur. „Mamma og pabbi hafa aldrei verið mikið í íþróttum. En þau studdu mig og báða bræður mína mikið. Þau vildu alltaf að við værum í íþróttum og óku okkur á æfingar. Þau voru líka stundum komin á fætur klukkan sex á morgnana og búin að útbúa morgunmat svo ég færi ekki svöng á morgunæfingu.“

Freistingarnar eru margar í útlöndum

D

ýri Kristjánsson, sjóðsstjóri hjá Stefni og Íþróttaálfur í Latabæ, var fyrsti Íslendingurinn sem fór í háskólanám á fimleikastyrk til Bandaríkjanna. Dýri, sem er margfaldur Íslandsmeistari í fimleikum og hefur margoft keppt á stórum mótum erlendis, þar á meðal heimsmeistaramótum, fór utan árið 2001 og nam hagfræði við Minnesotaháskóla. Aðeins einn Íslendingur hefur bæst í hópinn síðan þá.

Dýri segir það hafa verið stórkostlega lífsreynslu að fara erlendis í nám. Um leið verði margar freistingar á vegi þeirra sem fari utan og því sé mikilvægt að einbeita sér að námi, sérstaklega þeir sem fái íþróttastyrk til þess. „Ég lærði mikið á þessu og varð sjálfstæðari. Það er einfaldlega ekki hægt að meta reynsluna í fáum orðum. Þeir sem eru á íþróttastyrk í námi, hvort heldur er í mennta-

skóla eða háskóla í Bandaríkjunum, þurfa að uppfylla kröfur, fá góðar einkunnir og halda stefnu í náminu. Ef viðkomandi heldur ekki vel á spöðunum þá er hægt að missa tökin á stuttum tíma og glopra öllu út úr höndunum á sér. Það er því mikilvægt að einbeita sér að því að skila góðu verki og ná árangri og falla ekki fyrir freistingunum.“

SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands

3


Leiðari Skinfaxa:

Grípum tækifærið og gerum hreyfingu að lífsstíl

Þ

að eru mikil forréttindi að ná því að verða fimmtíu ára gamall. En það er ekki sjálfgefið og það vitum við öll. Við vitum líka að það eru forréttindi að geta hreyft sig og verið við góða heilsu, hvort sem um er að ræða andlega, líkamlega eða félagslega heilsu. Við getum sem einstaklingar hlúð að okkar eigin líkama, hreyft okkur, borðað góðan og hollan mat og verið í góðum og uppbyggilegum félagsskap. Allt eru þetta þættir sem hafa áhrif á líf og heilsu okkar, sem sporna við sjúkdómum og hjálpa okkur til að takast á við verkefni dagsins. Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) hefur síðustu fimm ár haldið Landsmót 50+ sem er fyrir 50 ára og eldri. Tilgangurinn með Landsmóti 50+ er að efla íþróttir og heilbrigt líf eldri aldursflokka. Á fyrsta Landsmótinu, sem haldið var sumarið 2011 á Hvammstanga, voru þátttakendur 212 og á Landsmótinu í fyrra á Blönduósi, voru þátttakendur orðnir 378. Keppnisgreinar hafa verið margar og mjög ólíkar. Má hér nefna frjálsar íþróttir, fjallahlaup, bridds, golf, pútt, hestaíþróttir, línudans, skák, starfsíþróttir, sund, ringó og fleira.

Setjum okkur markmið Af hverju ætti einhver yfir miðjum aldri að vilja taka þátt í Landsmóti UMFÍ fyrir 50 ára og eldri? Jú, vegna þess að góð heilsa skiptir okkur öll miklu máli, ekki síst okkur sem náð hafa 50 ára aldri. Með því að ákveða að taka þátt í Landsmóti 50+ setjum við

Helga Jóhannesdóttir, UMFÍ.

okkur markmið, við undirbúum okkur fyrir mótið, mætum, tökum þátt, sjáum og kynnumst nýju bæjarfélagi og nýju fólki. Og er ekki tilvalið að hvetja maka, börn, tengdabörn og aðra ættingja og vini til að koma og taka þátt eða hvetja okkur þátttakendur? Á vefsíðu Landlæknis er að finna ýmsar góðar ábendingar um af hverju hreyfing er fullorðnum einstaklingum svo mikilvæg. Þar kemur meðal annars fram: „Regluleg hreyfing hefur fjölþættan ávinning fyrir heilsuna eins og vísindarannsóknir staðfesta. Þeir sem hreyfa sig reglulega minnka meðal annars líkurnar á að fá kransæðasjúkdóma, heilablóðfall, sykursýki af tegund 2, sumar tegundir krabbameina, stoðkerfisvandamál og geðröskun.“

Grípum tækifærið Það er aldrei of seint að byrja að hreyfa sig. Mælt er með því að fullorðnir einstaklingar hreyfi sig að minnsta kosti 30 mínútur á hverjum degi, þar af taki á því tvisvar í viku. Það viðheldur og bætir þol, vöðvastyrk, liðleika, jafnvægi og beinheilsu viðkomandi. Þetta getur verið ýmiskonar hreyfing, ganga, hlaup, sund, hjólreiðar, dans, styrktarþjálfun og hvað eina. Hver og einn verður að meta hvað hann ræður við – og hvað veitir mestu ánægjuna. Hollur og góður matur í hæfilegu magni skiptir líka miklu máli fyrir alla auk þess sem hreyfing fullorðinna hefur góð áhrif á svefn og svefnvenjur. Allt þetta skiptir máli. En það mikilvægasta er að nýta öll tækifæri sem gefast til hreyfingar.

Davíð ásamt Ragnheiði og Sabínu landsfulltrúum UMFÍ.

Sveitarfélög í lið með 50+ Tilvalið væri til dæmis að sveitarfélög landsins bjóði í samvinnu við íþróttafélögin upp á aukna hreyfingu fyrir þennan aldurshóp og þá sérstaklega þá sem hætt hafa störfum. Nýtum íþróttamannvirkin betur og þá þekkingu sem til er í sveitarfélögum landsins til að efla lýðheilsu þeirra sem eldri eru.

Fleiri þurfa að hreyfa sig Um 107 þúsund eða 32% af íbúum landsins voru 50 ára og eldri í byrjun árs, samkvæmt upplýsingum Hagstofu Íslands. Þátttaka 50 ára og eldri í íþróttum hefur aukist til muna síðustu árin. Þetta má sjá af því að fleiri stunda golf, fara út að hlaupa og hjóla. Þetta er jákvæð þróun. En við þurfum að gera betur. Í gegnum tíðina hafa þátttakendur á Landsmótum 50+ verið nokkuð hundruð talsins. Miðað við fjölda 50 ára og eldri á Íslandi ættu þeir að vera fleiri. Draumur okkar er að nokkuð þúsund manns taki þátt í Landsmótinu eftir nokkur ár. Tökum þátt í Landsmóti UMFÍ 50+ og bætum heilsu okkar. Kæru félagar, góð heilsa skiptir máli og það er aldrei of seint að byrja að að hreyfa sig á markvissan hátt. Nú skulum við gera það – og fá vini og kunningja til að spretta úr spori með okkur! Helga Jóhannesdóttir, stjórnarmaður UMFÍ

Sunna og Ólafur Þór.

Háskólanemar í vettvangsnámi hjá UMFÍ

Á

þessu vormisseri hafa þrír háskólanemar komið í vettvangsnám til UMFÍ. Sunna Ottósdóttir og Ólafur Þór Davíðsson, nemendur í Tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands, voru dagana 14. mars – 1. apríl. Davíð Svansson, nemandi í Íþróttafræðum við Háskólann í Reykjavík, var síðan dagana 25. apríl –13. maí. Á sama tíma stóð hann vaktina í marki Aftureldingar í hörðum slag liðsins um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik. Öll stóðu þau sig með stakri prýði og leystu vel úr þeim

4

SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands

verkefnum sem lögð voru fyrir þau. Sunna og Óli komu ríkulega að ungmennaráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði. Þau fengu að upplifa það beint í æð hvernig það er að undirbúa og síðan framkvæma jafn stóran viðburð og ráðstefnan er. Davíð kynntist vel undirbúningi að Hreyfiviku UMFÍ og útgáfu Skinfaxa. Að auki kynntust þau öll verkefnum og starfsemi UMFÍ og unnu ýmis verkefni sem fyrir þau voru lögð. Landsfulltrúar UMFÍ þakka þeim öllum fyrir samveruna og samvinnuna.


ENN MEIRI LÚXUS Nýjasti meðlimur Lúxus–fjölskyldunnar er ljúffengur íspinni með seigri saltkaramellu sem við þróuðum í samstarfi við Norðursalt. Bjóðum hann hjartanlega velkominn! SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands


Björn B. Jónsson:

Lítum á okkur sem foreldrana á hliðarlínunni Skinfaxi 2. tbl. 2016 Ritstjóri: Jón Aðalsteinnn Bergsveinsson Ábyrgðarmaður: Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ Ljósmyndir: Róbert Daníel Jónsson, Visit Westfjords, Steinn Ingi Einarsson, Jón Aðalsteinn Bergsveinsson o.fl. Jón Eysteinsson tók myndina af körfuboltalandsliðinu á bls. 13. Umbrot og hönnun: Indígó Prentun: Ísafoldarprentsmiðja Prófarkalestur: Helgi Magnússon Auglýsingar: Miðlun ehf. og Gunnar Bender

Hluti fyrrverandi stjórnarmanna UMFÍ hittist í þjónustumiðstöð UMFÍ í apríl. Hópurinn skoðar hvernig hann geti stutt við starf UMFÍ. „Það má líta á okkur sem foreldrana á hliðarlínunni. Okkur langar til að styðja við starf UMFÍ með einhverjum hætti,“ segir Björn B. Jónsson, framkvæmdasstjóri Suðurlandsskóga og formaður UMFÍ árin 2001 til 2007. Björn átti frumkvæði að því að halda fundinn ásamt þeim Önnu Möller, Kristjáni Ingvarssyni og Sæmundi Runólfssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra UMFÍ. Helsta markmiðið með fundinum er að hitta aðra fyrrverandi stjórnarmenn og rifja upp skemmtilega tíma í stjórn UMFÍ. Stefnt er að því að hópurinn hittist tvisvar á ári í framtíðinni, að vori og hausti. Ákveðið var að miða við þá sem sátu í stjórn UMFÍ 2005 og fyrr. Björn bendir á að í dag eru þrír fyrrverandi formenn UMFÍ á lífi og samtals 43 fyrrverandi stjórnarmenn. Reynsla þeirra sé verðmæt enda hafi sumir þeirra setið í stjórn UMFÍ í mörg ár. Ætla megi að samanlögð reynsla telji nokkuð hundruð ár. Hópurinn stefnir á að hittast aftur í haust og móta frekar hvernig hann geti komið að starfi UMFÍ og styrkt það. „Það er skemmtilegt að vera bakhjarl og því viljum við vera til aðstoðar,“ segir Björn.

Skrifstofa UMFÍ/Skinfaxa: Þjónustumiðstöð UMFÍ Sigtúni 42, 105 Reykjavík Sími: 568-2929 Netfang: umfi@umfi.is Heimasíða: www.umfi.is

Þórir Jónsson formaður (1993–2001) og Þórir Haraldsson (1987–1995).

Ólína Sveinsdóttir (1991–1997), Ásdís Helga Bjarnadóttir (2001–2009), Sæmundur Runólfsson (1985–1991), Ingi Þór Ágústsson (2003–2005) og Björn B. Jónsson (1995–2007).

Nýr kynningarfulltrúi UMFÍ Jón Aðalsteinn Bergsveinsson er nýr kynningarfulltrúi UMFÍ. Auk kynningarmála er Jón ritstjóri Skinfaxa og tengiliður UMFÍ við fjölmiðla. Jón Aðalsteinn hefur víðtæka menntun og reynslu þegar kemur að almannatengslum og blaðamennsku. Netfangið hjá Jóni Aðalsteini er jon@umfi.is og sími hans er 867 3101.

6

SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands

Ritnefnd: Gunnar Gunnarsson formaður, Örn Guðnason Birgir Örn Sigurðsson, Jón Páll Hreinsson og Vigdís Diljá Óskarsdóttir.

Starfsfólk UMFÍ: Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Helgi Gunnarsson, fjármálastjóri Jón Aðalsteinn Bergsveinsson, kynningarfulltrúi og ritstjóri Skinfaxa Ómar Bragi Stefánsson, landsfulltrúi og framkvæmdastjóri landsmóta með aðsetur á Sauðárkróki Sabína Steinunn Halldórsdóttir, landsfulltrúi og verkefnasjóri Ragnheiður Sigurðardóttir, landsfulltrúi og verkefnastjóri Guðbirna Kristín Þórðardóttir, ritari. Stjórn UMFÍ: Haukur Valtýsson, formaður Örn Guðnason, varaformaður Hrönn Jónsdóttir, ritari Helga Jóhannesdóttir, gjaldkeri Ragnheiður Högnadóttir, meðstjórnandi Gunnar Gunnarsson, meðstjórnandi Björn Grétar Baldursson, meðstjórnandi Varastjórn UMFÍ: Þorgeir Örn Tryggvason Kristinn Óskar Grétuson Sigurður Óskar Jónsson Guðmundur Sigurbergsson Forsíðumynd: Landsmót UMFÍ 50+ fer fram á Ísafirði dagana 10.–12. júní næstkomandi. Stígvélakast er með vinsælli greinum á mótinu. Síðasta Landsmót UMFÍ 50+ var haldið á Blönduósi í fyrrasumar. Þar setti stangarstökkvarinn landsþekkti Kristján Gissurarson nýtt landsmótsmet en hann kastaði þar stígvéli 29,55 metra. Róbert Daníel Jónsson tók forsíðumyndina sem prýðir Skinfaxa af mögnuðum tilþrifum eins keppanda á Landsmótinu á Blönduósi.


facebook.com/enneinn

www.n1.is/en

instagram.com/enneinn

Við tökum vel á móti þér um land allt

Pylsur Ein með öllu!

Íslensk kjötsúpa Alltaf góð

á völdum þjónustustöðvum

Kaffi og Croissant

Complimentary

Góður morgunmatur

Wi-Fi

at selected N1 service stations

Frítt Wi-Fi á völdum þjónustustöðvum

N1 sér fólki á ferð um Ísland fyrir eldsneyti, ferðavörum, gómsætum veitingum, skemmtilegri afþreyingu og framúrskarandi þjónustu.

Við erum með þétt net útsölustaða um allt land. Þú finnur hver af þessum 95 stöðvum er næst þér á www.n1.is.

Hluti af ferðalaginu


Viðtal við Birgi Jakobsson landlækni:

Sala á áfengi í matvörubúðum er stórhættulegt skref „Stjórnvöld þurfa að sýna meiri ábyrgð og beina bæði mataræði og áfengisdrykkju landsmanna á réttar brautir. En þau gera það ekki. Þvert á móti er talað fyrir því að gera mjög áhættusama og kostnaðarsama tilraun með sölu á áfengi í matvöruverslunum. Þetta er stórhættulegt. Áhrif þessarar tilraunar verður ekki hægt að draga til baka,“ segir Birgir Jakobsson landlæknir. Birgir er harðorður í garð stjórnvalda fyrir tvístíganda í lýðheilsumálum. Jafn undarlega og það hljómi þá séu stjórnvöld á Íslandi langt á eftir öðrum þjóðum. Dæmi um það er stefna stjórnvalda, sem hann segir enn í mótun. „Ég hef í raun ekki séð neina heildræna stefnu stjórnvalda. En embættið hér hefur mjög skýra og góða stefnu í þessum málum og virkjar samfélög, skóla og vinnustaði og leikskóla í heilsueflandi starfi. Það snýr bæði að hreyfingu, mataræði og líka notkun áfengis og tóbaks, ásamt öðru. Ég er mjög ánægður með stefnu Landlæknisembættisins, sem var mótuð á lýðheilsusviði embættisins og hafa sveitarfélög sóst eftir því að fá vottun um heilsueflingu sína,“ segir hann.

Stjórnvöld á rangri braut Oft hefur verið talað fyrir því á Alþingi að leggja beri niður Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) og gefa leyfi til að selja áfengi í verslunum. Þrátt fyrir talsverðan þrýsting hefur málið þó aldrei náð í gegn. Eins lögðu stjórnvöld svokallaðan sykurskatt á sykraðar vörur vorið 2013. Skatturinn átti að stuðla að heilsusamlegra mataræði landsmanna. Skatturinn var aflagður í lok árs 2014. Birgir landlæknir segir sykurskattinn hafa verið jákvætt skref sem hefði mátt standa lengur yfir og þróa betur. Eins sé

8

SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands

Birgir Jakobsson landlæknir er með árskort í sund og hugar vel að líkamlegri og andlegri heilsu sinni. Hann segir stjórnvöld ekki enn hafa mótað heildstæða stefnu í lýðheilsumálum. Afnám sykurskatts eru mistök, að hans mati. núverandi fyrirkomulag á áfengissölu af hinu góða. Íslendingar séu í því máli til fyrirmyndar ásamt Svíum og Norðmönnum. Afleikur var að afnema sykurskattinn og væri sömuleiðis að leyfa sölu á áfengi í matvöruverslunum, að mati Birgis. Þegar að þessum vöruflokkum komi sé neyslustýring mikilvæg enda lýðheilsumál.

„Stefna stjórnvalda virðist því miður ganga út á að sleppa tökunum á sykurneyslu þjóðarinnar. Svo hafa nokkrir þingmenn úr stjórn og stjórnarandstöðu talað fyrir því að auka aðgengi landsmanna að áfengi. Mér finnst þetta ekki skref í rétta átt,“ segir hann og leggur áherslu á skaðsemi varanna. En er það ekki á valdi og ábyrgð hvers og eins hvað hann eða hún setur ofan í sig? „Nei, því er ég persónulega og embættið ósammála. Þetta eru svo alvarleg mál að stjórnvöld verða að móta skýra stefnu sem dregur úr áhrifunum af þessum skaðvöldum á lýðheilsu. Þetta eru ekki bara miklar afleiðingar fyrir einstaklinga heldur er kostnaður samfélagsins gífurlegur vegna sjúkdóma af völdum áfengisnotkunar.“

Forvarnir hafa skilað árangri Opinberar tölur sýna að dregið hefur úr áfengisneyslu og er hún nú enn tiltölulega lítil miðað við nágrannalöndin, að sögn Birgis. Ljóst sé að forvarnastarf hafi skilað árangri og mikilvægt sé að halda því áfram, svo sem með því að gera íþróttir og hreyfingu að lífsstíl. Mikilvægt sé að halda áfram á sömu braut í stað þess að bæta aðgengið að skaðvöldum, ekki síst áfengi. „Það er hætt við að ef sleppa á áfengi í matvörubúðir aukist áfengisneysla á ný eins og í öðrum löndum,“ segir Birgir og bendir á að öll sú forvarnavinna sem lagt hafi verið út í og skilað góðum árangri fram til þessa geti farið forgörðum. „Það er ekki óhugsandi. Það er verið að gera hér tilraun sem er mjög áhættusöm. Ef þetta skref verður stigið þá verður aldrei hægt að snúa til baka. Það eru margar þjóðir sem öfunda okkur og hinar Norðurlandaþjóðirnar, að Dönum undanskyldum, af því að hafa aldrei gert þetta,“ segir Birgir.


Mér þykir mikilvægt að umgangast fjölskyldu mína og vini og sinna hugðarefnum mínum utan vinnutíma. Ég hlusta á tónlist og fer á tónleika. En svo er ég gamall íþróttamaður og hef alltaf haft gaman af íþróttum og hreyfi mig reglulega. Ég er með árskort í sund, reyni að fara í sund á hverjum degi, syndi 200 metra og fer í heita pottinn til að hugleiða.

SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands

9


10

SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands


718 börn og ungmenni á biðlista eftir þjónustu

T

Var í landsliðinu í körfubolta

B

irgir Jakobsson landlæknir segir íþróttahreyfinguna á Íslandi hafa staðið sig vel í forvörnum og lýðheilsumálum. „Öll þessi héraðssambönd og virkjun fólks í íþróttastarfi er til fyrirmyndar. Hún hefur borið uppi þessa fámennu þjóð. Þau hafa líka skapað góðar aðstæður fyrir ungt fólk til að stunda íþróttir og heilbrigðan lífsstíl í skóla,“ segir hann. En hvernig hugar Birgir að félagslegri og andlegri heilsu sinni? „Þetta er ekki daglegt umhugsunarefni hjá mér. Mér líður vel bæði félagslega og andlega en hugsa vel um þessi mál. Mér þykir mikilvægt að umgangast fjölskyldu mína og vini og sinna hugðarefnum mínum utan vinnutíma. Ég hlusta á tónlist og fer á tónleika. En svo er ég gamall íþróttamaður og hef alltaf haft gaman af íþróttum og hreyfi mig reglulega. Ég er með árskort í sund, reyni að fara í sund á hverjum degi, syndi 200 metra og fer í heita pottinn til að hugleiða og ræða um málefni dagsins við einhvern,“ segir Birgir. Hann fer auk þess 2–3 sinnum á sumri í stangveiði út á land ásamt félögum sínum. „Það er góð hvíld að fara úr argi og þvargi í veiðiskapinn. Það er tilhlökkun að eiga þetta í vændum.“

illaga heilbrigðisráðherra um stefnu og aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum var samþykkt á Alþingi í lok apríl. Markmiðið er að stuðla að aukinni vellíðan og betri geðheilsu landsmanna. Áhersla er meðal annars lögð á markvissa geðrækt í skólum, skimun fyrir kvíða og þunglyndi meðal grunnskólabarna og viðeigandi meðferð veitt eftir þörfum. Einkar ánægjulegt er að tillagan hafi náð fram að ganga því á ungmennaráðstefnu UMFÍ, sem fram fór á Selfossi í mars sl., var fjallað um geðheilsu ungmenna á Íslandi. Á ráðstefnunni kom fram að í lok árs 2015 hafi 718 börn og ungmenni verið á biðlista eftir sér- og ítarþjónustu geðheilbrigðiskerfisins. Biðin geti verið ansi löng. Heildarbiðtími barna og ungmenna eftir þjónustu getur því orðið allt að þrjú til fjögur ár. Vandamálið hefur verið þekkt í áraraðir og tuktaði Ríkisendurskoðun stjórnvöld fyrir að draga lappirnar í þessum málum.

Varar við sjúkdómavæðingu

Landslið Íslands sem tók þátt í Norðurlandamótinu er fram fór á Íslandi 1968. Aftari röð frá vinstri: Guðmundur Þorsteinsson þjálfari, Birgir Jakobsson, Birgir Örn Birgis, Kristinn Stefánsson, Einar Bollason, Sigurður Ingólfsson og Agnar Friðriksson. Fremri röð frá vinstri: Guttormur Ólafsson, Kolbeinn Pálsson, Þórir Magnússon, Þorsteinn Hallgrímsson, Gunnar Gunnarsson og Jón Sigurðsson.

Birgir spilaði lengi körfubolta með ÍR og var aðeins 16 ára þegar hann tryggði liðinu sigur gegn Collegians Basketball Club frá Belfast á Írlandi í Evrópubikarkeppni meistaraliða um jólaleytið 1964. ÍR var fyrst íslenskra liða til að fara í keppnina. Birgir spilaði körfu með ÍR fram á áttunda áratuginn og var jafnframt í landsliðinu. „Ég er lítið í því að keppa í íþróttum núna en villist inn á einstaka golfmót.“

Birgir Jakobsson segir tillögu ráðherra skref í rétta átt. Börn eigi ekki að þurfa að bíða eftir úrlausn sinna mála, sérstaklega geðheilbrigðismála. Á hinn bóginn varar hann við of mikilli sjúkdómavæðingu. „Ég hef tilfinningu fyrir því, án þess að ég hafi fyrir því tölur, að við séum að sjúkdómavæða of mörg fyrirbæri og skapa kerfi um að gerðar séu kröfur um sjúkdómsgreiningu einstaklinga svo að viðkomandi fái hjálp og aðstoð í skóla. Þetta setur ákveðnar kröfur á heilbrigðiskerfið sem ég er ekki viss um að séu góðar, hvorki fyrir heilbrigðiskerfið né einstaklinga. Ef fólk þarf aðstoð í skóla eða vinnu þá á það að fá hana. Það á ekki að þurfa að setja stimpil á fólk svo það fái aðstoð.“

SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands

11


ÞAÐ LIGGUR Í LOFTINU STÆRRI OG HLJÓÐLÁTARI VÉLAR

Nýju vélarnar eru stærri, hljóðlátari og taka fleiri í sæti en eldri vélar félagsins. Farþegar njóta þess að fá meira rými í þægilegra flugi og áhöfnin hefur meira svigrúm til að bjóða enn betri þjónustu með fleiri og umhverfisvænni flugsætum um borð. Taktu flugið – styttu ferðalagið og lengdu faðmlagið Þægilegra ferðalag

Fleiri sæti

Hljóðlátari vélar

Aukið rými

Umhverfisvænni flugsamgöngur

ÍSLENSKA/SIA.IS/FLU 79876 05/16

Stærri vélar

12

SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands


FLUGFELAG.IS

TIL ÞJÓNUSTU REIÐUBÚIN Tómas Tjörvi Ómarsson Eyrún B. Jóhannsdóttir Þórunn Tryggvadóttir Þorgils Rafn Þorgilsson

hlaðmaður flugfreyja flugmaður flugvirki

SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands

13


Sambandsþing UÍA:

Aldrei aftur handauppréttingar

Mikil ánægja var með breytt fyrirkomulag á sambandsþingi UÍA í vor. Hildur Bergsdóttir, framkvæmdastjóri ÚÍA, segir þingið hafa verið skemmtilegt, gestir hafi verið virkari en á fyrri þingum og hún horfir fram á nýja tíma.

14

SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands

B

oðið var upp á talsverðar nýjungar á metnaðarfullu þingi Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands (UÍA) á Vopnafirði

í byrjun apríl. Á þinginu var hefðbundnu nefndastarfi, þar sem atkvæði eru greidd með handauppréttingum, skipt út fyrir annað fyrirkomulag, sem kennt er við heimskaffi (e. World Café). Fyrirkomulagið var með þeim hætti að þinggestum var skipt upp í fimm umræðuhópa, einn hóp við hvert borð. Hver hópur fékk sitt afmarkaða umræðuefni. Rætt var um málefnið í 30 mínútur og þurfti fólk að skipta um borð eftir það. Á meðal umræðuefna var samstarfið á landsvísu, ferðakostnaður, fjármál, þjónusta UMFÍ og sérsambanda og Unglingalandsmót 2017.

Fleiri hugmyndir komu fram Hildur Bergsdóttir, framkvæmdastjóri UÍA, er mjög ánægð með hvernig til tókst á sambandsþinginu og vonast til að aldrei verði aftur farið í handauppréttingaþing eins og tíðkast hafi um áraraðir. „Við höfum verið að nota þetta fyrirkomulag í smærri hópum. En okkur langaði til að prófa þetta í stærri hópi til að fá fram fleiri hugmyndir. Á hverju borði voru blöð þar sem fólk gat skrifað niður þær hugmyndir sem komu út úr hverju spjalli. Þessum blöðum var síðan safnað saman. Þetta tókst mjög vel. Ég heyrði einungis jákvæðar raddir. Fólki fannst þetta skemmtilegt, enda gafst því þarna tækifæri til að ræða saman. Við borðin var líka fólk úr hinum ýmsu samböndum sem kannski er að vinna að svipuðum hlutum. Þarna gat það rætt málin og borið saman bækur sínar. Umræður voru meiri og líflegri og fleiri virkari en áður.

Kostir og gallar? „Ég upplifði ekki neina galla. Þetta var skemmtilegt fyrirkomulag þar sem hefðbundin þing eru ekki fyrir alla. Kostirnir voru helst þeir að margar hugmyndir komu fram frá ólíkum hópum sem annars hefðu ekki heyrst. Það skýrist af því að sumum finnst óþægilegt að stíga fram í pontu á hefðbundnum þingfundi og viðra hugmyndir sínar.“


Brot af umræðunum

• • •

• •

Ferðakostnaður og afslættir voru ofarlega á blaði. Fyrir liggur áskorun til landssambanda að taka saman afslætti á gistingu og bílaleigum fyrir hópa sem eru á ferðinni. Iðkendaskattar sérsambanda voru gagnrýndir harðlega. Unglingalandsmót er á vegum UÍA 2017. Rætt var um keppnisgreinar og afþreyingu sem miðast ekki eingöngu við ung börn heldur alla aldurshópa. Rætt um að ná til krakka í óhefðbundnum greinum og leggja áherslu á að ungmenni sem vilji keppa á Unglingalandsmóti þurfi ekki að æfa í félagi. Tala í meira mæli á jákvæðan hátt um það mikilvæga og góða starf sjálfboðaliða. Þeim þurfi að umbuna, svo sem með námskeiðum eða hópefli og með öðrum hætti. Hugmyndir um að gera lýðheilsuverkefni og almenningsíþróttir sýnilegri á Sumarhátíð UÍA.

Hvað er Heimskaffi?

En af hverju heimskaffi? „Við höfum alltaf lagt mikinn metnað í að hugsa út fyrir kassann og leita að nýjum leiðum. Við fórum sem dæmi á fund hjá UMFÍ sem heitir „Komdu þínu á framfæri“ [innskot: á vegum Æskulýðsvettvangsins]

og á ráðstefnu í Ungverjalandi. Þar hittum við fólk frá ýmsum löndum og kynntumst þessu fyrirkomulagi. Þar sáum við hvað þetta er góð leið. Allir voru virkir og raddir og hugmyndir fólks hlutu brautargengi þrátt fyrir tungumálaörðugleika. Á þinginu okkar heyrðum við fleiri raddir um fleiri málefni en á öðrum þingum.“

Kallað hefur verið eftir því að almenningur geti átt aðkomu að ákvörðunum með öðrum hætti en formlegum kosningum. Heimskaffifundur er ólíkur venjulegum umræðufundum og nefndarfundum að því leyti að hann byggir á samræðu allra þátttakenda. Fundargestum er þá skipt upp í 4–5 manna hópa og ræða þeir saman. Aðferðin er talin vel til þess fallin að ná fram skýrri niðurstöðu með lýðræðislegum hætti.

SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands

15



Landsmót UMFÍ 50+ á Ísafirði í fyrsta sinn Næstum því öld leið frá stofnun UMFÍ og þar til Landsmót var í fyrsta sinn haldið á Vestfjörðum. Það var 6. Unglingalandsmót UMFÍ sem haldið var á Ísafirði 1.–3. ágúst 2003. Var það jafnframt fyrsta í fyrsta sinn sem það mót var haldið um verslunarmannahelgina. Landsmót UMFÍ 50+ verður nú í fyrsta sinn haldið á Vestfjörðum, nánar tiltekið á Ísafirði 10.–12. júní 2016.

Aðildarfélög Héraðssambands Vestfjarða (HSV) Héraðssamband Vestfirðinga er mótshaldari 6. Landsmóts UMFÍ 50+ 2016. HSV varð til við sameiningu Íþróttabandalags Ísafjarðar og Héraðssambands Vestur-Ísfirðinga árið 2000. Virk aðildarfélög HSV eru sextán talsins og eru félagsmenn á fjórða þúsund. Formenn HSV hafa verið fimm frá stofnun sambandsins. Guðný Stefanía Stefánsdóttir er núverandi formaður HSV. Skrifstofa HSV er í Þróunarsetri Vestfjarða. Framkvæmdastjóri HSV er Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir.

Félög innan HSV Talsverðar breytingar urðu á Vestfjörðum í byrjun árs þegar Íþróttafélagið Vestri var stofnað. Að félaginu standa fimm íþróttafélög á norðanverðum Vestfjörðum. Undirbúningurinn að stofnun Vestra stóð yfir í tæpt ár. Að stofnun félagsins standa Boltafélag Ísafjarðar, Sundfélagið Vestri á Ísafirði, Blakfélagið Skellur á Ísafirði, Körfuknattleiksfélag Ísafjarðar og knattspyrnudeild Ungmennafélags Bolungarvíkur. Hjalti Karlsson, formaður íþróttafélagsins Vestra, sagði í síðasta tölublaði Skinfaxa, þar sem fjallað var um málið, að horft sé til þess að miklir möguleikar geti falist í sameiningu félaganna undir einn hatt, ekki síst hagræði í kaupum á búnaði, búningum og fleiru, á borð við ferðakostnað.

ÍSAFJÖRÐUR / Blakdeild Vestra (áður Blakfélagið Skellur) / Knattspyrnudeild Vestra (áður Boltafélag Ísafjarðar) / Golfklúbbur Ísafjarðar / Hestamannafélagið Hending / Körfuknattleiksdeild Vestra (áður KFÍ) / Skíðafélag Ísfirðinga / Skotíþróttafélag Ísafjarðar /Sundfélagið Vestri / Sæfari / Tennis- og badmintonfélag Ísafjarðar / Kraftlyftingafélagið Víkingur / Íþróttafélagið Vestri SUÐUREYRI / Íþróttafélagið Stefnir

BOLUNGARVÍK / Íþróttafélagið Ívar

FLATEYRI / Íþróttafélagið Grettir

HNÍFSDALUR / Knattspyrnufélagið Hörður

SÚÐAVÍK / Ungmennafélagið Geisli

ÞINGEYRI / Golfklúbburinn Gláma / Hestamannafélagið Stormur / Íþróttafélagið Höfrungur

Landsmótsnefnd Stefanía Ásmundsdóttir er formaður landsmótsnefndar 6. Landsmóts UMFÍ 50+ á Ísafirði og Jónas Gunnlaugsson gjaldkeri. Aðrir nefndarmenn eru Anna Lind Ragnarsdóttir, Jóhann Króknes Torfason, Gísli Halldór Halldórsson, Auður Inga Þorsteinsdóttir og Flemming Jessen. Framkvæmdastjóri mótsins er Ómar Bragi Stefánsson og verkefnastjóri Birna Jónasdóttir. Keppnisstjóri er Páll Janus Þórðarson og umsjónarmaður skráningakerfis er Ingólfur Sigfússon.

Landsmót UMFÍ 50+ á Ísafirði er opið öllum „Við höfum fengið fyrirspurnir um það frá fólki hvort það þurfi að vera í ungmennafélagi til Guðný Stefanía að geta tekið Stefánsdóttir, forþátt. En það maður HSV. þarf ekki. Allir fimmtugir og eldri geta skellt sér vestur eða skemmt sér í sínum heimabæ á Ísafirði á Landsmóti 50+,“ segir Guðný Stefanía Stefánsdóttir, formaður HSV á Ísafirði. Guðný segir undirbúning Landsmótsins ganga mjög vel og landsmótsnefndin hafi skilað frábæru starfi. Allt er á áætlun og félagar í Kubbi, íþróttafélagi eldri borgara í bænum, búnir að laga púttvöllinn. Næsta verk er að laga svæðin almennilega sem keppt verður á. „Menn eru ánægðir hvað allt kemur vel undan vetri hjá okkur,“ bætir hún við og segist bíða spennt eftir gestum Landsmótsins. Vel verði tekið á móti þeim eins og Ísfirðinga er siður.

SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands

17


Keppni og keppnisdagskrá Á Landsmóti 50+ á Ísafirði er keppt í hefðbundnum keppnisgreinum auk annarra greina sem eru svolítið öðruvísi. Þessar greinar tengjast sumar hverjar daglegum störfum þátttakenda og hafa notið mikilla vinsælda á fyrri Landsmótum. Hér má sjá í hverju verður keppt ásamt dagsetningu, tímasetningu og staðsetningu hverrar greinar fyrir sig.

18

Sund

Bogfimi

Karfa 2 á 2

Sundhöll / Föstudag kl. 14:00.

Torfnesvöllur skotaðstaða / Föstud. kl. 13:00.

Körfuboltavöllur Torfnesi / Laugard. kl. 15:00.

Bridge

Þríþraut

Kajak

Menntaskóli / Laugardag kl. 10:00.

Sundhöll / Sunnudag kl. 12:00.

Aðstaða Sæfara / Sunnudag kl. 09:30.

Skák

Badminton

Strandblak

Menntaskóli / Laugardag kl. 11:00.

Íþróttahús / Laugardag kl. 12:00.

Tungudalur / Föstudag kl. 13:00.

Frjálsíþróttir

Ringó

Pútt

Torfnesvöllur / Laugardag kl. 11:00.

Íþróttahús / Sunnudag kl. 11:30.

Púttvöllur Torfnesi/Hlíf / Sunnudag kl. 09:30.

SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands


6. Landsmóts UMFÍ 50+

DAGSKRÁ MÓTSINS (Með fyrirvara um breytingar).

Föstudagur 10. júní

Boccia

Pönnukökubakstur

Íþróttahús / Föstud. kl. 09 og laugard. kl. 09.

Grunnskólinn / Föstudag kl. 15 .

Kl. 09:00–15:00 Kl. 13:00–17:00 Kl. 13:00–16:00 Kl. 14:00–16:30 Kl. 15:00–17:00 Kl. 17:15 Kl. 19:30–20:30 Kl. 20:30 Kl. 21:00 Kl. 21:00

Boccia Íþróttahús Bogfimi Skotaðstaða Torfnesvelli Strandblak Tungudalur Sund Sundhöll Pönnukökubakstur Grunnskólinn Mótssetning Silfurtorg Söguganga Safnahús Kaffi og spjall Edinborg Línudans Edinborg Danssýning Edinborg

Laugardagur 11. júní

Skotfimi

Golf

Torfnesvöllur skotaðstaða / Laugard. kl. 10:00.

Tungudalur/ Laugardag kl. 09:00.

Kl. 08:00–08:45 Sundleikfimi Sundhöll Kl. 09:00–11:00 Boccia úrslit Íþróttahús Kl. 09:00–17:00 Golf Tungudalur Kl. 10:00–13:00 Heilsufarsmælingar Íþróttahús Kl. 10:00–14:00 Skotfimi Skotaðstaða Torfnesvelli Kl. 10:00–17:00 Bridge Menntaskóli Kl. 11:00-16:00 Skák Menntaskóli Kl. 11:00–14:30 Frjálsíþróttir Torfnesvöllur Kl. 12:00–15:00 Badminton Íþróttahús Kl. 12:30–14:00 Víðavangshlaup* Frá Torfnesi Kl. 14:00–15:00 Söguganga Safnahús Kl. 15:00–17:00 Karfa 2 á 2 Körfuboltavöllur Torfnesi Kl. 19:00–01:00 Skemmtikvöld Íþróttahús *Víðavangshlaup er öllum opið og þar eru engin aldurstakmörk. Fólk yngra en 50 ára er velkomið.

Sunnudagur 12. júní

Línudans

Netabæting

Edinborg / Föstudag kl. 21:00.

Torfnesvöllur / Sunnudag kl. 11:00.

Kl. 09:00 Morgunskokk Kl. 09:00–12:00 Pútt Kl. 09:30–10:30 Kajak Kl. 11:00–12:00 Línubeiting KL.11:00–12:00 Netabæting Kl. 11:30–14:00 Ringó Kl. 12:00–14:00 Þríþraut* Kl. 13:00–14:00 Stígvélakast Kl. 14:00 Mótsslit *Sund, hjólreiðar og hlaup.

Íþróttahús Púttvöllur Torfnesi/Hlíf Aðstaða Sæfara Torfnesvöllur Torfnesvöllur Íþróttahús Frá Sundhöll Torfnesvöllur Torfnesvöllur

Skemmtikvöld Á laugardagskvöldið verður skemmtikvöld í íþróttahúsinu við Torfnes. Hægt er að panta miða við skráningu á mótið en gengið er frá greiðslu og miðar sóttir á mótsskrifstofu.

Línubeiting

Stígvélakast

Torfnesvöllur / Sunnudag kl. 11:00.

Torfnesvöllur / Sunnudag kl. 13:00.

Kl. 19:00

Húsið opnar

Kl. 19:30

Borðhald hefst

Fiskihlaðborð og skemmtidagskrá Dansleikur BG-flokksins hefst að skemmtidagskrá og borðhaldi loknu.

SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands

19


Landsmót UMFÍ 50 +

YHUêXU KaOdLê i ÍsaÀUêL 0 M~nt 0

“Heilbrigð sál og hraustur líkami gerir lífið skemmtilegra eftir fimmtugt”

tOaU î~ HNNL aê m ta" 20

SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands

ÍSAFJARÐARBÆR í faðmi fjalla blárra


Bæjarstjórinn sem féll fyrir bogfimi

„Ég féll alveg fyrir bogfimi og ætla að keppa í henni,“ segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri á Ísafirði. Gísli fagnar fimmtugsafmæli á árinu. Það dugar honum til þátttöku á Landsmóti UMFÍ 50+.

G

ísli hefur gaman af skotfimi og rifjar upp að líklega hafi hann farið í fyrsta sinn á rjúpu árið 1991. Hann fer líka á gæs en hefur nánast ekkert skotið af boga. Stutt er síðan Gísli fékk áhuga á bogfimi. „Ég tók í boga við kynningu á skotklúbbi í Kaufering, vinabæ Ísafjarðar í Þýskalandi, í fyrra. En féll svo alveg fyrir íþróttinni þegar Skotíþróttafélag Ísafjarð-

ar opnaði aðstöðu í bænum í vetur. Þarna fann ég mína íþrótt enda hefur mér alltaf fundist gaman að skjóta í mark. Þegar ég sá að boðið er upp á keppni í bogfimi á Landsmótinu þá langaði mig til að spreyta mig,“ segir Gísli. Bæjarstjórinn á ekki sinn eigin boga, heldur fær hann lánaðan hjá Skotíþróttafélaginu. Það sama gildir um fleiri þátttakendur og þá sem æfa með Skotíþróttafélaginu.

Næstum 200 manna skotíþróttafélag Skotíþróttafélagið á Ísafirði fagnar 30 ára afmæli á næsta ári. Félagsmenn eru um 190 talsins. Langflestir þeirra stunda skotfimi. Bogfimin er svo ný af nálinni að nú um stundir er verið að kynna íþróttina um allar sveitir, bæði fyrir börnum og fullorðnum. Forsvarsmenn Skotíþróttafélags Ísafjarðar og velunnarar hafa unnið að því um nokkurt skeið að byggja upp framtíðaraðstöðu fyrir bogfimi undir áhorfendastúkunni við grasvöllinn á Torfnesi á Ísafirði og bjóða þar upp á aðstöðu allan ársins hring. Félagið leigir þeim sem vilja skotvopn, bæði byssur og boga til æfinga og er þar hægt að kaupa skot. Rifil- og haglabyssuvöllur félagsins er á Breiðadalsheiði. Þar er stórt riffilhús og svokallaður Skeet-völlur og er þar hægt að skjóta leirdúfur.

Gísli bæjarstjóri prófaði í fyrsta skipti að skjóta af boga þegar hann heimsótti vinabæ Ísafjarðar í Bæjaralandi í fyrra.

Ætlar ekki að æfa sig En býst Gísli við harðri samkeppni í bogfiminni? „Ég ætla ekkert að æfa mig fyrir mótið. Ég ætla auðvitað að gera mitt besta og hafa gaman af þessu. En þetta getur orðið erfitt fyrir mig því ég veit að nokkrir eru komnir vel áleiðis í æfingum og einhverjir komnir með eigin boga,“ segir bæjarstjóri Ísafjarðar. Gísli þarf vafalítið að taka á honum stóra sínum og vanda skotin því á meðal mótherja hans verður Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðar.

Nýgræðingur á Landsmóti Þetta er fyrsta skiptið sem Gísli keppir á Landsmóti UMFÍ 50+. Gíslir telur sig ekki íþróttamann þótt hann stundi hreyfingu, þótt ekki sé hún regluleg. „Ég skokka, hef tekið þátt í Óshlíðarhlaupinu og stunda líkamsrækt. Ég hef samt farið á Landsmót UMFÍ, börnin kepptu á Unglingalandsmótum í nokkur ár.“ SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands

21


Gangi ykkur vel á Landsmóti UMFÍ 50+ á Ísafirði

Endurskoðun Vestfjarða ehf., Aðalstræti 19, Bolungarvík Borea Adventures, Aðalstræti 22b, Ísafirði Smali ehf. bókhaldsþjónusta, Hafraholti 46, Ísafirði Særaf ehf., Silfurgötu 5, Ísafirði Bílaverkstæði SB ehf. – Lansi ehf., Sindragötu 3, Ísafirði

22

SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands


VILLTA VESTRIÐ! Vissir þú að....

- Það tekur þig rétt rúmlega tvo klukkutíma að keyra frá Reykjavík og inn á Vestfirði, það tekur um 5 tíma að keyra til Ísafjarðar. - Í Arnarfirði má finna margar tegundir sjóskrímsla og ef þú sérð þau ekki þar þá getur þú litið inn í Skrímslasafnið. - Á Vestfjörðum má finnar margar ljósar strendur. - Mesta arnarvarp Íslands er að finna í Reykhólahreppi. - Nær helmingur strandlengju Íslands er á Vestfjörðum. - Það er bundið slitlag alla leiðina frá Reykjavík til Ísafjarðar. - Það er flogið á þrjá áfangastaði á Vestfjörðum, Ísafjörð, Bíldudal og Gjögur.

KYRRÐIN Það má víða á Vestfjörðum finna alveg einstaka kyrrð. Vestfirðir hafa lengi verið paradís göngugarpa og er hægt að fara í margra daga ferðir og oft er hægt að ganga í heilan dag án þess að hitta nokkra lifandi sálu. Þurfir þú hvíld frá ys og þys hversdagslífsins gæti verið notalegt að setjast í fjöruna og slaka á og hlusta á náttúruhljóðin og ekkert annað.

FJÖLL OG FIRÐIR Þeir sem heimsækja Vestfirði taka eftir bröttu fjöllunum og löngu fjörðunum. Það er einmitt þetta landslag sem gerir Vestfirði einstaka og er einnig stór þáttur í þeirri afþreyingu sem er í boði á svæðinu. Fjöllin okkar eru fullkomin fyrir göngur að sumri og fyrir fjallaskíði að vetri og ættu flestir að gera fundið sér brekku við sitt hæfi. Firðirnir okkar veita gott skjól fyrir alls konar sjávartengda afþreyingu, bátsferðir, hvalaskoðun og kajakferðir.

Á SJÓ Á Vestfjörðum eru oft kjöraðstæður fyrir alls konar ævintýri á og við sjó. Þröngir firðir veita gott skjól og gera okkur kleift að stunda sport eins og sjókajak. Mikið er um bátsferðir á Vestfjörðum og má þar nefna meðal annars sjóstangveiði, RIB-bátaferðir og fuglaskoðunarferðir á bátum. SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands

23


OMEGA 3 LIÐAMÍN HYAL-JOINT®

SKJÓTARI EN SKUGGINN Kipptu liðunum í lag með Omega 3 liðamíni

JANÚAR

Omega 3 liðamín vinnur gegn stífum liðum og viðheldur heilbrigði þeirra. Liðamín inniheldur Hyal-Joint sem einnig má finna í liðvökva, seigfljótandi vökva sem smyr og viðheldur mýkt í liðamótum. Það hjálpar líkamanum einnig að fyrirbyggja stirða liði, sem getur skipt höfuðmáli í þjálfun og líkamsrækt.

www.lidamin.is

24

SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands


En lífið á Vestfjörðum er ekki bara saltfiskur! Það eru mörg söfn og sýningar um alla Vestfirði sem veita innsýn í lífið og menninguna á þeim slóðum. Viljirðu fræðast um sjóskrímsli, galdra, refi eða haferni, er þetta aðeins brot af þeim söfnum og sýningum sem eru í boði á Vestfjörðum.

DÝRALÍF Á Vestfjörðum má finna mikið af villtum dýrum. Þar má einnig finna stærsta fuglabjarg í Evrópu og margar skemmtilegar eyjur sem iða af lífi. Hægt er að fara í styttri ferðir í fuglaeyjurnar Vigur í Ísafjarðardjúpi og Grímsey í Steingrímsfirði. Á sumrin er töluvert mikið um hval á Vestfjörðum og er meðal annars boðið upp á hvalaskoðunarferðir með RIB-bát frá Ísafirði. Þegar ferðast er um á Vestfjörðum er ekki sjaldgæft að sjá seli á sundi eða að spóka sig í fjörunni. Í Hvítanesi í Ísafjarðardjúpi má yfirleitt finna seli, á Rauðasandi er boðið upp á skoðunarferðir niður á sandinn þar sem má finna mikið af sel. En það eru ekki bara fuglar, hvalir og selir á Vestfjörðum, þar má einnig finna refi. Þessi umdeildu dýr er að finna víða á Vestfjörðum en einnig má hitta þau á Melrakkasetrinu í Súðavík.

NÁTTÚRULAUGAR Einnig er hægt að fara með báti yfir á Hornstrandir og í Jökulfirðina, bæði frá norðanverðum Vestfjörðum og úr Árneshreppi á Ströndum. Fyrir þá sem treysta sér ekki á sjó er gaman að leika sér í fjörunni og er þar endalaus skemmtun fyrir yngstu meðlimi fjölskyldunnar. Að leika sér að gera sandkastala eða bara rölta um og safna skeljum, allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

MENNING Vestfirðir, eins og megnið af Íslandi, byggðust upp í kringum fiskveiðar og er sjávarútvegur enn stærsta atvinnugreinin þar. Það er gaman að heimsækja lítið sjávarþorp að sumri og fylgjast með lífinu í kringum hafnir þorpanna. Á stöðum eins og Suðureyri er sem dæmi hægt að fara í matarsmakksferð um bæinn og heimsækja fiskvinnslu.

Það er fátt betra en að skella sér í náttúrulaug eftir langan dag á ferðalagi, hvort sem það er að sumri eða vetri. Á Vestfjörðum má finna margar heitar laugar, allt frá algjörlega manngerðum laugum og yfir í 100% náttúrulaugar. Vegna þess hve margar laugar eru á öllum Vestfjörðum opnast einnig sá möguleiki að þræða Vestfirðina og elta uppi allar þær heitu laugar sem eru í boði.

Eitt kort 35 vötn 6.900 kr Frelsi til að veiða!

00000

www.veidikortid.is SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands

25


Sundlaugar Garðabæjar Frábær afþreying, fjör, líkamsrækt og slökun. Fjörið er í Álftaneslaug s: 550 2350 Rólegheitin ríkja í Ásgarðslaug s: 565 8066

26

SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands


ÍSAFJÖRÐUR Nafnið Ísafjörður átti forðum við um allt Ísafjarðardjúp en festist síðan við eyrina í Skutulsfirði sem var helsti verslunarstaðurinn á þessu svæði. Innst í Ísafjarðardjúpi er hins vegar fjörður sem ber nafnið Ísafjörður og veldur þetta gjarnan nokkrum heilabrotum hjá erlendu ferðafólki. Eyri í Skutulsfirði – Ísafjörður – er forn verslunarstaður, höfuðstaður Vestfjarða og tilheyrir nú hinu sameinaða sveitarfélagi Ísafjarðarbæ. Þar hefur verið stunduð verslun öldum saman en strax á 16. öld komu kaupmenn frá Hamborg sér upp aðstöðu á eyrinni. Með tilkomu dönsku einokunarverslunarinnar var eyrin svo fest enn frekar í sessi sem miðstöð fiskveiða og verslunar.

Eftir að einokuninni var aflétt störfuðu mörg gróskumikil útgerðar- og verslunarfélög á Ísafirði. Þeirra þekktast er án efa Ásgeirsverslun sem var langöflugasta einkafyrirtæki landsins á sínum tíma. Fyrirtækið var með umsvifamikla útgerð, keypti fyrstu gufuskip sem Íslendingar eignuðust, hélt uppi farþega- og vörusiglingum um Ísafjarðardjúp og sigldi með afurðir sínar beint frá Ísafirði til markaðslandanna við Miðjarðarhaf. Ásgeirsverslun stóð fyrir ýmsum öðrum nýjungum svo sem fyrsta talsíma á milli húsa á Íslandi. Saltfiskur varð verðmætasta útflutningsafurð Íslendinga á 19. öld og vinnsla hans varð undirstaða atvinnulífs á Ísafirði. Um aldamótin 1900 var Ísafjörður næststærsti bær landsins og í fararbroddi í mörgu er sneri að útgerð og sjávarútvegi. Til Ísafjarðar má m.a. rekja upphaf vélvæðingar fiskiskipaflotans sem og upphaf rækjuveiða við Ísland.

Samhliða atvinnulífinu blómstraði einnig menningin í bænum. Tónlistin á sér þar ríka hefð og var Tónlistarskóli Ísafjarðar fyrsti tónlistarskóli landsins. Bókasafn var stofnað þegar árið 1889 og um tíma áttu Ísfirðingar eitt allra glæsilegasta leikhús landsins, Templarahúsið, sem brann árið 1930. Ísafjörður hefur ótal margt að bjóða ferðafólki. Sjóminjasafnið í Neðstakaupstað, í húsum einokunarverslunarinnar frá 18. öld, þykir eitt af skemmtilegustu söfnum landsins en þar er einnig til húsa Harmonikusafn Ásgeirs Sigurðssonar. Í Gamla sjúkrahúsinu á Eyrartúni er bókasafn, skjalasafn, ljósmyndasafn og metnaðarfullt listasafn. Ganga um gamla bæinn er líka á við bestu heimsókn á safn, ekki síst ef hið ágæta húsakort er með í för. Náttúran í kringum Ísafjörð er einstök og býður upp á fjölmargar frábærar gönguleiðir við allra hæfi og ekki er verra að líða um kyrran hafflötinn á kajak. Í Tungudal er golfvöllur og fyrir þá sem leggja leið sína til Ísafjarðar að vetri er rétt að benda á skíðasvæðin í Tungudal og á Seljalandsdal. Sundhöllin á Ísafirði er gömul en vinaleg innilaug með heitum potti og gufubaði. Frá Ísafirði eru reglulegar áætlunarferðir báta yfir í Hornstrandafriðlandið, til eyjarinnar Vigur og víðar. Snæfjallaströnd tilheyrir einnig Ísafjarðarbæ en þar er rekin eina ferðaþjónustan við norðanvert Djúp, í Dalbæ og þar er Snjáfjallasetur með sögusýningar. Á hverju ári fara fram metnaðarfullar menningarhátíðir á Ísafirði. Þar ber hæst klassísku tónlistarhátíðina Við Djúpið, leiklistarhátíðina Act Alone og sjálfa rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður. Unnendur íþrótta og útivistar fá líka sitt á Skíðavikunni, Fossavatnsgöngunni og Mýrarboltanum ásamt Hlaupahátíð á Vestfjörðum sem fram fer á Ísafirði, Bolungarvík og í Dýrafirði.

SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands

27


28

SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands


Eldri borgarar 20% þjóðarinnar árið 2035

D

agur B. Eggertsson borgarstjóri skipaði starfshóp um heilsueflingu aldraðra haustið 2015. Starfshópurinn skilaði af sér skýrslu í byrjun árs 2016. Í skýrslunni kemur fram að útlit sé fyrir að eldri borgurum muni fjölga mikið á næstu árum. Í fyrra hafi fólk 65 ára og eldra verið 13,5% af þjóðinni. Eftir 20 ár, það er árið 2035, verði eldri borgarar orðnir 20% þjóðarinnar. Af þeim sökum verði fólk að tryggja heilsu sína á efri árum svo það geti sinnt hlutverkum sínum á vinnumarkaði, innan fjölskyldunnar og vinahóp og lifað bæði fullnægjandi og sjálfstæðu lífi.

Fjárfesting sem skilar sér fljótt Starfshópurinn lagði fram 25 tölusettar tillögur sem hann telur að geti bætt lýðheilsu aldraðra í Reykjavík á næstu árum. Kostnaðarmat fylgir tillögunum. Starfshópurinn vísar í skýrslu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) um öldrun og heilsu sem gerð var í fyrra. Reykjavík var hluti af umfjöllunarefni skýrslunnar. Starfshópurinn segir ríki og sveitarfélög geta litið á þann kostnað sem hlýst af heilsueflingu eldri borgara sem fjárfestingu enda geri hún öldruðum kleift að gefa meira og lengur til samfélagsins en ella. Í sumum tilvikum er kostnaður lítill sem enginn enda mælt með nýtingu á rými eða svæði sem annars væri tómt eða lítið notað utan háannatíma. Ætla má að heildarkostnaður á ári nemi 60–70 milljónum króna að lágmarki. Kostnaðurinn getur breyst talsvert og fer hann eftir útfærslum á verkefnum.

Starfshópur um heilsueflingu eldri borgara vill m.a. fjölga púttvöllum í Reykjavík. Sjálfboðaliðar eldri borgara sjái svo um púttkennslu á nokkrum völlum.

sveitarfélög muni fylgja í kjölfarið og hækka aldurinn. Bent er á að árið 2015 hafi 179 þúsund sundlaugargestir verið 70 ára og eldri. Afturhvarf til 67 ára aldurs er talið geta kostað 15 milljónir króna á ári. Starfshópurinn lagði líka til að gerð verði hreyfikort fyrir öll hverfi borgarinnar. Hugmyndin gengur út á að merkja á ýmsan hátt gönguleiðir sem taldar eru henta eldri borgurum. Lagt er til að kortin verði aðgengileg á vef Reykjavíkurborgar, í þjónustumiðstöðvum, sundlaugum og víðar.

Aðrar tillögur starfshópsins: • Samstarf við íþróttafélög um nýtingu á aðstöðu til hreyfingar og þátttaka í mótun starfs fyrir eldri borgara. • Hreyfiseðlar á heilsugæslustöðvum. • Hjól til að hjóla með eldri borgurum sem ekki hjóla sjálfir. • Tómstundabíll fyrir eldri borgara. • Líkamsræktarstöðvar bjóði öldruðum ókeypis aðgang og lækkað gjald á lágannatíma.

Of dýrt að fara í sund Á meðal tillagna starfshópsins er lækkun aldurs þeirra sem fá ókeypis í sund niður í 67 ár. Árið 2011 var aldurinn hækkaður upp í 70 ár í Reykjavík. Hann hefur ekki verið hækkaður í öðrum sveitarfélögum. Starfshópurinn telur hins vegar að fleiri

BG og Margrét stýra stuðinu „Ég spila mest á harmonikkuna þessa dagana með Harmonikkufélagi Vestfjarða. En við setjum hljómsveitina saman á tímamótum. Við gerum það fyrir Landsmótið og göngum á birgðirnar. Við eigum smálager af lögum,“ segir Baldur Geirmundsson léttur í lund. Baldur fagnar 79 ára afmæli á árinu en er feikilega hress. Hljómsveit hans spilar á lokahófi Landsmótsins á Ísafirði. Baldur er betur þekktur sem BG í BG og Ingibjörgu frá Ísafirði. Hann hefur verið einn af forkólfum í íslenskri dægurtónlist um áratugaskeið og kom Ísafirði á tónlistarkortið í kringum 1960. Ingibjörg G. Guðmunds-

dóttir er án efa ein af þekktustu söngkonum Vestfjarða. BG og Ingibjörg-hljómsveitin á marga landsþekkta slagara frá því rúmlega 1960 og fram yfir 1970. Þekktast þeirra er vafalítið Þín innsta þrá og Mín æskuást sem Svavar Gestsson gaf út undir merkjum SG Hljómplatna árið 1970. Þegar landsmenn hlusta á dægurlög frá sjöunda og áratug síðustu aldar hreinlega komast þeir ekki hjá því að heyra eitt til tvö lög og jafnvel fleiri með BG og Ingibjörgu eða öðrum samsetningum á hljómsveitinni. Fjöldi tónlistarmanna hefur spilað með Baldri í gegnum tíðina. Á Landsmóti UMFÍ 50+ verður með Baldri hljómsveit ásamt söngkonunni Margréti Geirsdóttur, sem hefur oft spilað með bandinu.

SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands

29


Þórey S. Guðmundsdóttir: Hefur titil að verja í pútti Það er eldri borgurum mikilvægt að fá upplýsingar um skipulagða hreyfingu svo þeir geti sinnt henni. Hættulegast er þegar þeir sem hafa lítið á milli handanna geta ekki sinnt reglulegri hreyfingu, segir íþróttakennarinn Þórey S. Guðmundsdóttir. Þórey er með púttkylfuna innan seilingar, við skóhorn og fótatau í anddyrinu að íbúð sinni í Ásgarðinum. Þórey var ekki lengi að ná í kylfuna og sýna tæknina sem hún beitir á stofugólfinu heima hjá sér. Hér mundar hún púttið með tvær myndir eftir listmálarann Hring Jóhannesson á bak við sig. Myndirnar fékk maður hennar, Kristján H. Ingólfsson, að launum hjá Hringi. Einhverja gæti grunað að sú vinstra megin sé golfkylfa. Það er ekki raunin. Myndin heitir Ljósbrot.

Þ

órey S. Guðmundsdóttir hefur lengi talað fyrir mikilvægi þess að fólk hreyfi sig reglulega. Eftir því sem aldurinn færðist yfir tók hún að vinna að málefnum aldraðra. Lýðheilsa eldri borgara er henni hjartans mál. Þórey er formaður Félags áhugafólks um íþróttir aldraðra (FÁÍA) og átti sæti í starfshópi sem Dagur B. Eggertsson borgarstjóri skipaði um heilsueflingu aldraðra. Við spurðum Þóreyju nokkurra spurninga. Hvernig er hægt að hvetja eldri borgara til þess að hreyfa sig? „Mér finnst mikilvægt að fólk geti fundið sér hreyfingu við hæfi. Það verður að auglýsa vel þá viðburði sem eru í boði í dagblöðum, hverfablöðum og á Netinu. Það verður að auðvelda fólki að finna skipulagða hreyfingu. En kostnaður við þátt-

töku skiptir máli og því er mikilvægt að hreyfing fyrir eldri borgara sé þeim að kostnaðarlausu. Það er nefnilega verst ef þau sem hafa lítið á milli handanna hafi ekki möguleika á að taka þátt í skipulagðri hreyfingu.“ Hver er ávinningur þess að hreyfa sig? „Ávinningurinn er helst sá að lífsgæði aukast og líðan batnar. Ég hreyfi mig til að bæta hreyfigetuna. Lífsgæðin aukast svo mikið með betri hreyfigetu. Svo skipta matarvenjur miklu máli þegar maður eldist. Það er mikilvægt að borða að minnsta kosti eina góða máltíð á dag og gæta þess að drekka nóg af vatni.“ Ætlarðu á Landsmót 50+ í ár? „Að sjálfsögðu. Ég keppi í púttmótinu enda hef ég þar titil að verja. Ég reikna líka með því að keppa í boccia.“

Íþróttakennarinn Þórey Þórey Guðmundsdóttir er fædd á Akureyri 25. nóvember árið 1934 og verður 82 ára á árinu. Hún stundaði frjálsar íþróttir á sínum yngri árum. Þórey lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1953 og prófi frá Íþróttakennaraskóla Íslands 1954. Hún lauk prófi í íþróttafræðum frá háskólanum í Liverpool í Bretlandi 1958. Hún hefur starfað sem íþróttakennari á Akureyri og í Reykjavík og kenndi einnig í fjögur ár ensku í Vestmannaeyjum en hefur auk þess kennt við Kennaraskólann og síðar Kennaraháskólann í Reykjavík.

Hefur mætt á öll 50+ mótin frá upphafi „Ég hef komið á Landsmót 50+ frá upphafi enda er þetta skemmtilegur félagsskapur,“ segir Guðmundur Haukur Sigurðsson, fyrrverandi formaður USVH. Hann var formaður fyrstu landsmótsnefndar 50+ þegar mótið var haldið á Hvammstanga sumarið 2011. Þar keppti hann í bridds og ýmsum öðrum íþróttum, pútti og fleiru. Á síðasta Landsmóti keppti hann svo í stígvélakasti í fyrsta sinn en viðurkennir að árangurinn þar hafi ekki verið neitt til að tala um. Boccia er með vinsælustu greinum Landsmóts 50+. Guðmundur Haukur þekkti ekki íþróttina og keppti því ekki í henni fyrsta árið en gerði það árið eftir og hefur ekki hætt. Guðmundur Haukur spilar iðulega bridds á Landsmótinu, oft með sama makker. En stundum bætast nýir í liðið.

30

SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands

Guðmundur Haukur og Eggert Karlsson hafnarvörður frá Hvammstanga kátir en einbeittir á svip.

En hvernig finnst Guðmundi hafa tekist til? „Mér finnst vel hafa tekist til. Það er ágætur stígandi í mótinu, sem er gott. En fyrst

og fremst er þetta skemmtilegur félagsskapur og það myndast tengsl á milli fólks víða af landinu,“ segir hann.


www.fi.is

Ferðir við allra hæfi urinn

eg Laugav

ndir

a Hornstr

lur Langida

rk

Þórsmö

- Dagsferðir

- Lengri ferðir

- Fjallaskíðaferðir

- Hjólaferðir

- Ferðafélag barnanna

- Ferðafélag unga fólksins

Samstarfsaðili FÍ

Skráðu þig inn – drífðu þig út SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands

31


Ekki klikka á skoðun! Örugg bifreið tryggir betri akstur

GÓÐ ÞJÓNUSTA OG HAGSTÆÐ KJÖR Á SKOÐUNUM

FRÍTT

WI-FI, LJÚFFENGT GÆÐAKAFFI OG LITABÆKUR FYRIR BÖRNIN Á MEÐAN ÞÚ BÍÐUR.

IS

Bifreiðaskoðanir

Á ökutækjasviði Frumherja hf. er almennum skoðunum sinnt, s.s. aðalskoðunum, endurskoðunum, breytingaskoðunum, ástandsskoðunum og tjónaskoðunum. Einnig sinnir það skráningarstarfsemi vegna ökutækja, t.d. móttöku eigendaskiptatilkynninga, og veitir tæknilega þjónustu. Starfsemin er á öllu landinu og eru starfræktar 32 skoðunarstöðvar í þeim tilgangi. Frá 2ää2 hefur Frumherji einnig sjð um framkvæmd skriyegra og verklegra ökuprófa á slandi. &kuprówn eru framkvæmd á 2ä stöðum á landinu, sjá lista ywr prófstað á vefsíðu okkar ÜÜÜ.frumherji.is

32

SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands

Sími: 570 9090 · Netfang: frumherji@frumherji.is · www.frumherji.is

OK 890

ÁGÚST SEPT. OKT.

32

SKOÐUNARSTÖÐVAR UM LAND ALLT

- örugg bifreiðaskoðun um allt land


Páll Harðarson:

Kauphallarskokk tvisvar í viku Margir bera þann draum í brjósti að fara nú að hreyfa sig en koma sér ekki út fyrir hússins dyr. Forstjóri Kauphallarinnar var rétt rúmlega fertugur þegar hann fór að stunda götuhlaup. Í fyrra tók hann þátt í um 20 götuhlaupum. „Ég byrjaði seint að hlaupa og það tók mig dálítinn tíma að finna hvaða hraði hentar mér. Nú hleyp ég orðið 4–5 sinnum í viku en ekkert óskaplega hratt,“ segir Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar. Hann spilaði fótbolta með Val á sínum yngri árum en hætti eftir 3. flokk þegar afreksmenn á borð við Guðna Bergsson og fleiri voru farnir að sýna hæfileika sína. Páll fór ekki að stunda reglubundna hreyfingu á ný fyrr en eftir fertugt. Páll hleypur nú á bretti í líkamsræktarstöð á veturna en úti á sumrin.

Best að hlaupa hægt Páll segir það hafi tekið hann svolítinn tíma að venjast því að hlaupa. Í upphafi hljóp hann stuttar vegalengdir, 3 km, um 4–5 sinnum í viku en alltof hratt. Þegar hann hafi rætt við fólk með þekkingu á hlaupum, meiðslum og næringu tóku hlaup hans stakkaskiptum. „Hröð hlaup voru ávísun á meiðsli. Nú hef ég hægt á mér og hleyp um 40–50 kílómetra á viku, að mestu á um 10,5–12 km meðalhraða á æfingum en hraðar í götuhlaupum og keppnum,“ segir Páll og bendir á að öfugt við hraða spretti styrki hæg og löng hlaup líkamann til langframa. Páll tekur spretti annað slagið í æfingahlaupum sínum, allt frá 800–1.200 metra á 16–17 km hraða.

Páll Harðarson segir kostinn við götuhlaup þann að einfalt sé að fara út að hlaupa og sér líði vel á eftir.

Páll hefur á þessum átta árum sem liðin eru tekið þátt í fjölda skipulagðra hlaupa. Hann mætir alltaf í Reykjavíkurmaraþon, Víðavangshlaup ÍR og önnur hlaup sem bjóða upp á 5–10 km vegalengdir. Páll hefur tvisvar tekið þátt í styttri götuhlaupum í Bandaríkjunum. Á síðasta ári tók hann þátt í 15–20 skipulögðum götuhlaupum. Árin eru reyndar ærið misjöfn en hann hefur sem dæmi aðeins tekið þátt í einu hlaupi á þessu ári.

Skokkhópur Kauphallarinnar Hluti af starfsfólki Kauphallarinnar myndaði skokkhóp í sumar og hefur hann farið nokkrum sinnum út að skokka í hádeginu. Af 17 starfsmönnum Kauphallarinnar eru sjö í hópnum og fara aldrei

allir í hópnum út að skokka á sama tíma. „Við hlaupum tvisvar í viku. Förum inn Laugardalinn og til baka. Þetta er stutt og þægileg leið, um 5 kílómetrar sem tekur um hálftíma að skokka. Kosturinn við svona hádegisskokk er sá að maður verður úthvíldur á eftir og vinnur miklu betur,“ segir Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar.

Keppir við sjálfan sig „Ég safna ekki verðlaunum heldur hleyp fyrir sjálfan mig. Viðhorfið skiptir máli. Það er gaman að taka þátt og keppa alltaf við sjálfan sig og vinna í því að bæta eigin tíma. Þar er stöðug keppni,“ segir Páll.

Viðurkenning Öldrunarráðs Íslands

Á

aðalfundi Öldrunarráðs Íslands 29. apríl hlaut Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra (FÁÍA) viðurkenningu ráðsins fyrir einstakt og ósérhlífið starf í þágu aldraðra. FÁÍA var stofnað fyrir 30 árum og hefur frá upphafi lagt áhersla á að aldrei sé of seint að hefja reglulega líkamsrækt sem stuðlar að góðri heilsu og bættum lífsgæðum einstaklinga. Félagið hefur staðið fyrir fræðslu- og kynningarstarfi víða um land auk þess að leggja sitt af mörkum til fjölmargra íþróttamóta um land allt, þar sem m.a. er keppt í pútti, boccia og öðrum vinsælum íþróttagreinum aldraðra. UMFÍ hefur um árabil átt farsælt samstarf við félagið vegna mótshalds víða um land. Pétrur Magnússon, formaður Öldrunarráðs Íslands, Þórey S. Guðmundsdóttir, formaður FÁÍA, og Hjörtur Þórarinsson, varaformaður FÁÍA. SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands

33


Ekki alltaf nauðsyn að æfa inni í Haukur Valtýsson tók við formennsku í stjórn UMFÍ í fyrrahaust. Hann segir UMFÍ hafa staðið sig vel í uppbyggingu aðstöðu til íþróttaiðkunar víða um landið. Hann segir þó að það virðist aldrei komið nóg af íþróttahöllum og bættri aðstöðu en hvetur til almennrar daglegrar hreyfingar.

34

SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands

„Það má eiginlega segja að ég sé fæddur inn í Ungmennafélagið,“ segir Haukur Valtýsson. Hann var lengi einn af framvörðum í blaki á Íslandi og einn af sprækari uppspilurum landsins. Haukur hefur stundað margar fleiri íþróttir. Hann tók við formennsku í UMFÍ af Helgu Guðrúnu Guðjónsdóttur haustið 2015. Haukur er fæddur árið 1956 og ól manninn að bænum Nesi nálægt Vaglaskógi í Fnjóskadal. Haukur segist hafa verið kornungur þegar hann hóf að stunda íþróttir, þrátt fyrir nánast enga aðstöðu til íþrótta-

ástundunar í dalnum. Haukur lét það ekki aftra sér frá því að spretta úr spori. „Í Fnjóskadalnum var ég mikið í sveitaíþróttum undir merkjum Ungmennafélagsins Bjarma, nánast í öllu sem hægt var að stunda þótt aðstaðan væri nánast engin. Það eina sem við þurftum var sléttur og auður melur eða nýslegið tún. Þar sem við gátum stungið upp gryfju fórum við í frjálsar. Ef við spreyttum okkur ekki á frjálsum þá fórum við í fótbolta,“ segir Haukur og rifjar upp að aðstaða hans til íþróttaiðkunar hafi tekið stakkaskiptum þegar hann fór á heimavistina að Laugum í Reykjadal.


Allir geta hreyft sig „Ég hef unnið mikið fyrir UMFÍ síðasta árið, stundum er þetta á við hálft starf. Starf UMFÍ hefur ávallt verið gott og jákvætt enda stuðlar félagið að bættri lýðheilsu venjulegs fólks. Það þarf ekki að eiga mörg þúsund króna reiðhjól eða stunda kraftsport. UMFÍ vinnur að því að gera fólk meðvitað um gildi reglulegrar hreyfingar, hvort heldur það eru daglegar gönguferðir, einn hringur á golfvellinum eða önnur hreyfing sem fólk hugsar alla jafna ekki um þar sem hún fellur ekki í flokk með afreksíþróttum. Markmið UMFÍ er gott og metnaðarfullt og því stefni ég á að virkja sem flesta með mér hjá UMFÍ og njóta þess að að veita þessum góða boðskap brautargengi.“ „Ræktun lýðs og lands er göfugt markmið og mikilvægt. Við eigum að nýta okkur það jákvæða andrúmsloft sem mér finnst ég finna innan hreyfingarinnar til að fylgja því markmiði eftir.“

um íþróttum og knattspyrnu. Á sama tíma og hann gekk menntaveginn tóku aðrar íþróttir að lúta lægra haldi fyrir blaki og fór hann á Akureyri að þjálfa kvennalið Akureyrar í blaki ásamt því að keppa sjálfur í íþróttinni. Haukur var meðal annars landsliðsmaður í blaki og á að baki 27 leiki með liðinu. Haukur er tannlæknir að mennt og starfar sem slíkur á Akureyri. Tannlækningar lærði hann í Reykjavík. Í borginni einbeitti hann sér að háskólanámi en stundaði blakæfingar og keppni í hátt í níu ár, en einnig blakþjálfun með síðari árin eða þar til hann flutti norður aftur. Þar hélt hann áfram að þjálfa og keppa í blaki með KA í fjölda ára. Í framhaldi og með æfingum var hann að fylgja börnum sínum í íþróttir. Allt þetta gerði hann þrátt fyrir að vinna fullan vinnudag.

Hægt að æfa úti Haukur segir UMFÍ mikilvæga kjölfestu í íþróttastarfi landsmanna, ekki aðeins ung-

íþróttahöllum Bjó í íþróttahúsinu Að Laugum var íþróttahús og aðstaðan miklu betri en í Fnjóskadalnum. Það líkaði Hauki hinum unga vel og var hann þar í öllum frítíma sínum frá skóla. „Þetta var frábært enda má segja að ég hafi búið í íþróttahúsinu á þessum tíma, en heimavistin var í risinu, “ segir Haukur og hlær. Þarna kynntist hann bæði glímu og blaki, greinum sem hann gerði að sínum og stundaði í mörg ár. Haukur fór í Menntaskólann á Akureyri og lagði þar stund bæði á glímu og blak. Þegar nær dró tvítugu jókst áhugi hans á fleiri íþróttum og prófaði hann sig í frjáls-

menna heldur almennt. Ungmenna- og íþróttafélög hafi staðið fyrir mikilli uppbyggingu til íþróttaiðkunar sem hafi skilað miklum árangri í gegnum tíðina. „Aðstaðan hefur batnað mikið en það virðist alltaf vera eftirspurn eftir aðstöðu. En það er hægt að gera fleira en að byggja hallir yfir alla íþróttaiðkun,“ segir Haukur og bendir á kosti þess að huga að hreyfingu í daglegu lífi, velja stiga til að fara á milli hæða í stað lyftu, hjóla eða ganga styttri leiðir í stað þess að fara á bílnum, jafnvel njóta lífsins í náttúrunni. Slíkt bæti heilsuna. Áhrifin séu ekki síður góð fyrir andlega en líkamlega heilsu. „Það er gott að fara út í náttúruna. Það geri ég, en þyrfti auðvitað að fara miklu oftar. Bæði hef ég gengið á fjöll og stundað stangveiði með góðum félögum. Það er nefnilega mikilvægt að geta snúið baki við daglegu amstri, lagt sig á milli þúfna, lokað augunum og dregið andann. Ég mæli með því, sérstaklega í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum,“ segir Haukur að lokum.

Vinnur mikið að félagsmálum Haukur hefur setið í fjölda nefnda og undirnefnda í tengslum við íþróttir og íþróttatengd mál í gegnum tíðina. Hér er lítið brot af vinnu hans. • Formaður Öldunganefndar 30. Öldungamóts Blaksambandsins sem fram fór á Akureyri 2005. Hann kom einnig að öldungamótum á Akureyri 2001 og 2014. Yfir eitt þúsund keppendur sækja þessi mót og fleiri nú á síðustu tímum. • Sat í stjórn Íþróttabandalags Akureyrar 2006–2016, þar af varaformaður í 7 ár. • Varaformaður landsmótsnefndar 26. Landsmóts UMFÍ á Akureyri 2009. Undirbúningur mótsins stóð yfir í hátt í 2 ár og mun lengur með allri vinnu við umsóknir og vinnu með og innan bæjarkerfisins á Akureyri. Keppendur voru rúmlega 2.000. • Formaður undirbúningsnefndar Norðurlandamóts unglinga 19 ára og yngri í frjálsum íþróttum árið 2010. Undirbúningur stóð yfir í 6 mánuði og keppendur voru nálægt 200. • Fjöldi nefnda og vinnuhópa á vegum ÍBA og Akureyrarbæjar sem tengjast íþróttum og íþróttastarfi. • Varaformaður UMFÍ 2011–2015. • Formaður UMFÍ 2015.

SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands

35


Finndu uppáhaldshreyfingu þína í Hreyfivikunni

H

reyfivika UMFÍ hefst 23. maí og stendur hún til 29. maí. Margir sjá vafalítið fyrir sér enn eitt átakið þar sem venjulegt fólk stendur eftir í rykinu og horfir á skósóla afreksfólksins þar sem það rýkur áfram. Hreyfivika UMFÍ snýst ekki um afreksfólk. Hún er fyrir mig og þig, fólk sem stendur stundum í anddyrinu heima hjá sér og vonast til þess hlaupaskórnir reimi sig sjálfir og að keðjan á hjólinu lagi sig sjálf. Í Hreyfiviku UMFÍ er ekkert eitt rétt eða rangt og því má segja að hver og einn geti klæðskerasniðið sína Hreyfiviku að vild. Herferðin hefur það að markmiði að hvetja fólk til að finna sína uppáhaldshreyfingu, að fólk stundi hana reglulega og hugi að heilsu sinni. Rannsóknir sýna að fólk er líklegra til að viðhalda ákveðnum lífsstíl ef það hefur gaman af því sem það tekur sér fyrir hendur. Hreyfing er nefnilega meira en íþróttir. Öll hreyfing skiptir máli í Hreyfiviku UMFÍ. Ef þú hreyfir þig af hressilegri ákefð í meira en 30 mínútur að lágmarki á dag þá er markmiði Hreyfiviku UMFÍ náð. Hressileg ákefð hreyfir við öllum. Hún hreyfir við hjartanu svo það endurnýi frumur sínar og lengi líftíma þess.

36

En Hreyfivika UMFÍ stendur fyrir svolítið meira. Í Hreyfivikunni hvetur UMFÍ fólk til að hlúa að andlegri og félagslegri heilsu sinni. Viðburðir í Hreyfiviku UMFÍ síðustu árin hafa sýnt og sannað að fjölbreytileikinn er mikill og fólk um allt land nálgast vikuna eftir sínu höfði.

En hvernig hreyfing? Jógaslökun á leikskólum þar sem foreldrar eru boðnir til þátttöku er dæmi um viðburð í Hreyfivikunni, opin fræðsluerindi um mikilvægi hreyfingar á efri árum, bækur um heilsu í forgrunni á bókasöfnum, fyrirtæki hafa hvatt starfsmenn til að hreyfa sig í hádegishléi og taka stigana, tilboð á appelsínugulum matvörum í verslunum, foreldrar boðnir á sundæfingar með börnum sínum og finna á eigin skinni hve mikið þau synda og vinaæfing í knattspyrnunni er brot af þeim viðburðum sem hafa verið síðastliðin ár. Hreyfivika UMFÍ er fyrir alla!

Hreyfing er allra hagur

Fáðu andann yfir þig

Það er gaman að hreyfa við fólki. Í Hreyfiviku UMFÍ geta allir þeir sem vilja standa fyrir viðburði og með einum eða öðrum hætti hvetja fólk til að hreyfa sig gerst boðberar hreyfingar. Þeir sem vilja hreyfa við fólki geta skráð sig á vefsíðu UMFÍ. Boðberar hreyfingar fara í happdrættispott og geta þeir unnið glæsilega vinninga frá 66°N og Ölgerðinni.

Í Þjónustumiðstöð UMFÍ er nú hægt að nálgast Ungmennafélagsandann í úðaformi. Tilvalið er að nota andann til að breiða út gleði og jákvæðni. Ungmennafélagsandinn inniheldur vatn, gleði og jákvæðni í réttum hlutföllum. Hann fer vel með húð og bætir skapið. Ef þú vilt fá Ungmennafélagsanda yfir þig hafðu þá samband við þjónustumiðstöð UMFÍ og óskaðu eftir eintökum. Við eigum nóg af Ungmennafélagsanda!

SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands


Hreyfivika UMFÍ 23.–29. maí Vesturbyggð / Patreksfjörður, Tálknafjörður og Bíldudalur/Barnavagnaganga og íþróttaæfingar fyrir mæður í fæðingarorlofi, fjölskyldudagar íþróttafélaga, leikir fyrir börn og fullorðna, opnir tímar í íþróttahúsum, blak, ringó, zumba.

Dalvík / Íþróttamiðstöð Dalvíkurbyggðar opnar alla líkamsræktartíma, frítt í ræktina, frítt í sund. Skokkhópar og gönguhópar bjóða fólki með. Raufarhöfn / Zumbakennsla

Lundur í Öxarfirði / Zumbakennsla

Búðardalur / Hreyfistöðvar á ákveðnum stöðum fyrir þá sem hlaupa um bæinn, skipulagðar fjallgöngur og sund á eftir, þemadagar í Auðarskóla.

Reykjanesbær / Sveitarfélagakeppni í sundi. Allir þeir sem synda eitthvað fara í pott og geta unnið árskort í sund.

Hvað er í boði í Hreyfiviku UMFÍ? Fleiri og fleiri taka þátt í Hreyfiviku UMFÍ, ýmist sem boðberar hreyfingar eða þátttakendur. Á síðasta ári voru þátttakendur 40.000. Hér eru dæmi um viðburði í Hreyfiviku UMFÍ um land allt. Eins og sjá má ættu allir að geta fundið sína uppáhalds hreyfingu. Þetta er aðeins lítið brot af þeim fjölmörgu viðburðum sem verða í boði á hverjum degi í Hreyfivikunni.

Seyðisfjörður / Fjallgöngur tvisvar á dag og morgunjóga undir berum himni, pæjupúl og hláturjóga fyrir fjölskylduna. Seyðfirðingar stefna á verðlaunapall í sundkeppni sveitarfélaganna.

Hvolsvöllur / Ratleikur tvisvar í viku í sumar sem byrjar í Hreyfivikunni, skipulagðir göngutúrar leikskólabarna og vatnazumba í sundlauginni. Enginn má gleyma hinni sívinsælu og geysihörðu sundkeppni sveitarfélaga.

Ölfus / Opnir hópatímar í líkamsræktinni, fullorðinsfimleikar og jóga ásamt mörgu fleiru.

Hreyfivikan er hvergi eins Gefa grunnskólum í Reykjavík snúsnú-bönd

Allir hreyfa sig í Grundarfirði

Skíðaganga og fuglaskoðun á Húsavík

„Okkur langar til þess að börnin hafi gaman af því að hreyfa sig,“ segir Frímann Ari Ferdinandsson, framkvæmdastjóri hjá Íþróttabandalagi Reykjavíkur (ÍBR) og boðberi hreyfingar. ÍBR ætlar að gefa öllum grunnskólum í Reykjavík snúsnú-bönd í Hreyfiviku UMFÍ svo börnin geti skemmt sér í góðum leik. Skólarnir eru um 40 talsins og fær hver skóli gefins fimm bönd. Ef böndin eru bundin saman ná þau einn Frímann Ari Ferdinandsson, framkvæmdastjóri hjá ÍBR og kílómetra.

„Það er ókeypis í golf á golfvellinum í Hreyfiviku UMFÍ og boðið upp á æfingagræjur fyrir byrjendur. En svo setjum við upp frisbígolfvöll, björgunarsveitin reisir klifurvegg og boðið verður í skokk og gönguferðir inn í Hrafnkelsstaðabotn og fleiri góða staði,“ segir Sigríður Hjálmarsdóttir, menningar- og markaðsfulltrúi Grundarfjarðarbæjar. Í líkamsræktinni verða opnir hit-tímar. Í þeim verða margir vöðvahópar teknir fyrir sem er víst algjör þrekraun. Boðið verður upp á hreyfingu fyrir alla Sigríður Hjálmarsdóttir, menningar- og markaðsfullaldurshópa.

„Við bjóðum upp á alls konar hreyfingu,“ segir Kjartan Páll Þórarinsson, boðberi hreyfingar á Húsavík. Líkamsræktarstöðin Töff sport ætlar að vera með opna tíma fyrir bæjarbúa, boðið verður upp á sögugöngu um bæinn, golfklúbbur Húsavíkur verður með viðburð, hægt er að fara í frisbígolf, fuglaskoðun og hreyfa sig með skokk- og hjólahópi. Þá er frítt í sund og getur gönguskíðafólk fetað spor á heiði.

boðberi hreyfingar.

trúi Grundarfjarðarbæjar.

Kjartan Páll Þórarinsson, boðberi hreyfingar á Húsavík.

SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands

37


Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra:

Stjórnvöld styðji við starf grasrótar í lýðheilsu- og forvarnamálum Kristján Þór Júlíusson hefur staðið vaktina sem heilbrigðisráðherra í þrjú ár. Hann vill efla sókn gegn tóbaksfíkn og offitu. Starfshópur mun á næstunni fara yfir stöðu þjónustu við börn með ADHD og skyldar raskanir. Stefnt er að því að hópurinn skili niðurstöðum í lok sumars. Kristján var spurður út í stöðuna í lýðheilsumálum og hvar megi gera betur.

38

Hver er staðan á stefnu stjórnvalda í lýðheilsumálum?

Finnst þér nóg gert til að bæta lýðheilsu fólks eða má gera betur?

Má að þínu mati bæta forvarnir, en hvernig?

Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar kemur fram að bætt lýðheilsa og forvarnastarf sé meðal forgangsverkefna. Þar kemur jafnframt fram að ríkisstjórnin hefur mikinn vilja til að auka almenn lífsgæði landsmanna með því að efla starf á sviði forvarna og lýðheilsu og draga þannig úr beinum og óbeinum kostnaði fyrir samfélagið allt til framtíðar. Sérstök ráðherranefnd um lýðheilsu var skipuð árið 2014 og hefur á vegum hennar verið unnið að gerð lýðheilsustefnu og aðgerðaáætlun með það að markmiði að efla og bæta lýðheilsu á öllum aldursskeiðum, með sérstaka áherslu á börn og ungmenni að 18 ára aldri. Á mínum vegum hefur jafnframt verið unnið að ýmsum stefnum er snúa að lýðheilsu og forvörnum.“

Margt gott hefur verið gert. En alltaf má gera betur. Góð heilsa er eitt af því mikilvægasta í lífi hvers manns. Fólk er almennt að verða meðvitaðri um mikilvægi góðrar heilsu. Að mínu viti er mikilvægt að stjórnvöld skapi aðstæður til þess að gera fólki kleift að efla heilsu sína óháð félagslegri eða efnahaglegri stöðu.

Offita er ört vaxandi heilbrigðisvandamál, einkum í hinum vestræna heimi, og er Ísland þar engin undantekning. Afleiðingar offitu geta verið margvíslegur heilsubrestur og þjóðfélagslegur kostnaður hennar er mikill. Ég tel að við þurfum að taka fastari tökum á þessum vanda.

SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands

Hvað má gera betur? Kannski er tímabært að fara að skoða aðra nálgun í forvarnastarfi sem miðar að því að auka þátt sértækra forvarna. Við höfum til að mynda náð gríðarlega góðum árangri í tóbaksvörnum en okkur hefur ekki tekist að jafna árangur mismunandi þjóðfélagshópa í glímunni við tóbaksfíkn. Sóknarfærin felast þá í því að tryggja vöktun og greiningu á stöðu ólíkra hópa samfélagsins og bregðast við með viðeigandi hætti.

Hvað telur þú að UMFÍ geti eða megi gera betur til að auka forvarnir og bæta lýðheilsu fólks? Ég tel mikilvægt að stefna og störf stjórnvalda ýti undir og styðji við forvarnastarf grasrótarinnar í lýðheilsu- og forvarnamálum. Slíkt samstarf er vænlegast til árangurs í forvarnastarfi. Þess vegna tel ég vera mikilvægt, við stefnumörkun stjórnvalda í lýðheilsu- og forvarnamálum, að samráð sé haft við frjálsu félagasamtökin og hef ég lagt áherslu á að það sé gert.


Minnisstætt að vinna héraðshöfðingja í Hörgárdal tapsár og tók ósigrinum þar af leiðandi ekki sérstaklega vel.

Hvernig hugar þú að félagslegri og andlegri heilsu þinni? (þar sem skilgreining á heilsu nær yfir þá þætti líka). Ég er bjartsýnn að eðlisfari og trúi á hið góða í manninum. Því geng ég glaður til verks á hverjum morgni og læt hverjum degi nægja sína þjáningu ef einhver er.

Hvaða hreyfingu stundar þú í dag? Ég fer í líkamsrækt og geng mikið úti í náttúrunni. Kjarnaskógur er í miklu uppáhaldi, það er langskemmtilegast að ganga fyrir norðan, það er eitthvað í loftinu.

Hefur þú stundað einhverjar íþróttir (reglubundna hreyfingu) í gegnum tíðina? Ef já, hverjar? Á yngri árum stundaði ég allt sem boðið var upp á, hvort heldur það var glíma, skíði, frjálsar íþróttir, fótbolti eða handbolti. Ætli ég hafi ekki verið bestur í frjálsum íþróttum og handbolta. Í handboltanum unnum við náttúrulega alltaf Ólafsfirðinga.

Hefurðu æft með sambandsaðila UMFÍ eða félagi? (ef já, hvar og hvenær?) Að sjálfsögðu æfði og keppti Dalvíkingurinn með UMFS.

Hver er þín uppáhaldshreyfing? Hún er stangveiði.

Einhverjir sigrar á mótum? Já það kom fyrir. Sérstaklega er minnisstætt þegar ég sigraði á skákmóti sem smástrákur en þá vann ég einhvern héraðshöfðingja í Hörgárdal sem var mjög

Af hverju er þetta þín uppáhaldshreyfing? Hún samhæfir huga og hönd um leið og þú samsamar þig náttúrunni. Skemmtilegast þykir mér að veiða í Fnjóská og þaðan hef ég dregið þá nokkra mjög stóra á land.

Á ráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði í mars var fjallað um geðheilbrigði ungs fólks á Íslandi. Þar kom fram að 718 börn voru á biðlista á geðheilbrigðisstofnunum. Kallað var eftir úrbótum.

geðheilbrigðisþjónustu á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Fjárframlög til Þroska- og hegðunarstöðvarinnar hafa verið aukin tímabundið. Það er verið að skipa starfshóp til að fara yfir stöðu þjónustu við börn með ADHD og skyldar raskanir. Starfshópurinn mun skila niðurstöðu í lok sumars. Loks vil ég nefna að Alþingi samþykkti einróma, í lok apríl, tillögu mína að stefnu í geðheilbrigðismálum þar sem sérstök áhersla er lögð á þjónustu við yngri aldurshópa.

Hafa eða munu stjórnvöld verða við þessum óskum? Nú þegar hafa framlög til rekstrar göngudeildar BUGLverið aukin og fyrirhugað er að auka þau enn frekar á næstu tveimur árum til þess að ná biðlistum niður. Börn fá líka

Er það reglubundið, ef já, hversu oft? Eigum við ekki að segja að þegar ég er í stuði fari ég 3–5 sinnum í viku í ræktina.

Þekkirðu einhvern sem tekur þátt í Landsmóti 50+ sem fer fram á Ísafirði í júní? Ég ætla rétt að vona að minn gamli skólabróðir og hinn frábæri tannlæknir, Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ, verði á meðal keppenda.

Hvað getur helst staðið í vegi fyrir því? Ef í ljós kemur að það fé sem ætlað er til að sinna börnum með geðraskanir dugar ekki þá þarf að útvega meira fé og getur tekið tíma. Vera kann að niðurstöður starfshópsins kalli á endurskipulagningu og breytingar. Oft koma ófyrirséðar hindranir fram sem geta tafið fyrir þegar breyta á verklagi eða skipulagi.

SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands

39


Sundhöll Selfoss

Tryggvagata 15, Selfossi Sími: 480 1960 OPNUNARTÍMI: Virka daga frá 06:30 til 21:30 Helgar 09:00 til 19:00

Komdu í sund á Selfossi og á Stokkseyri

handk föt sund d og sun r. 1.500 k

Gjaldskrá

FRÍTT fyrir öll börn að 10 ára aldri

Fullorðnir (18–66 ára) Einstakt skipti: 900 kr. 10 skipta kort: 3.800 kr. 30 skipta kort: 7.900 kr. Árskort: 27.500 kr.

Börn (10–18 ára) Stakt skipti: 150 kr. 10 skipti: 1.200 kr. 30 skipti: 3.400 kr.

40

SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands

Stjörnusteinum 1a, Stokkseyri Sími: 480 3260 OPNUNARTÍMI: Vetraropnun: miðjan ágúst–31. maí Mánudaga–föstudaga 16:30 til 20:30 Laugardaga 10:00 til 15:00 Sunnudaga lokað Sumaropnun: 1. júní–miðjan ágúst Mánudaga–föstudaga 13:00 til 21:00 Laugardaga–sunnudaga 10:00 til 17:0 0

67 ára og eldri fá frían aðgang gegn framvísun skilríkja. Öryrkjar fá frían aðgang en verða að framvísa korti til staðfestingar.

DAVIDTHOR.IS

Tilbolæðði,

Sundlaug Stokkseyrar


Þessi forrit er gott að nota Þ

að er gott að nota aðgengilegt snjallsímaforrit til að fylgjast með hreyfingu sinni, árangrinum og fá þar ráð um það sem hægt er að gera. Fjöldi slíkra forrita er til. UMFÍ á í samstarfi við tvö fyrirtæki sem hafa búið til forrit fyrir þá sem vilja fylgjast með hreyfingu sinni og fá hvatningu til að gera betur. Hvað sem tækninni líður þá skiptir mestu máli að fólk hreyfi sig. UMFÍ hvetur þátttakendur í Hreyfiviku UMFÍ til að finna sína uppáhaldshreyfingu sína og stunda hana að minnsta kosti í 30 mínútur daglega.

Erlendur Egilsson sálfræðingur er þróunarstjóri SidekickHealth.

Önnur forrit sem eru vinsæl hjá hlaupurum og hjólafólki

Endomondo Notendur geta fylgst með heilsu sinni og hreyfingu. Með forritinu er fólk hvatt til heilbrigðara lífernis. Notendur geta rakið og greint mismunandi þætti æfinga með GPS-hnitum, kílómetrafjölda, tímalengd og hversu mörgum hitaeiningum viðkomandi brennir á æfingu. Hægt er að tengja það púlsmæli. Forritið getur greint árangur og komið með ábendingar um hvernig hægt sé að bæta frammistöðu og getu. Ef keypt er áskrift geta notendur deilt árangri og æfingum með öðrum og fengið hvatningu og hrós, sett sér markmið, haldið utan um æfingadagbók, sótt upplýsingar um veður og yfirlit yfir æfingar, árangur og brennslu.

Strava Svipar til Endomondo. Til viðbótar geta notendur skorað á vini í hlaupum, borið árangurinn sinn saman við aðra. Ef keyptur er aðgangur geta notendur flokkað topplista eftir aldri, þyngd og getu. Notandi Strava getur líka séð hvort vinur eða vinkona er að hreyfa sig, hlaupa eða hjóla. Líkt og með Endomondo er auðvelt fyrir notendur að deila myndum af árangri og æfingum á samfélagsmiðlum með vinum. Hægt er að hlaða Strava endurgjaldslaust niður af internetinu.

Dæmi um önnur snjallforrit Nike+ running, RunKepper, Cyclemeter og Fitbit.

Sidekick Íslenska fyrirtækið SidekickHealth hefur búið til heilsuleikinn Sidekick fyrir snjallsíma. Þetta er skemmtilegur heilsuleikur sem hefur reynst áhrifarík leið til að virkja í margvíslegum heilsuáskorunum þar sem unnið er að bættri líkamlegri heilsu og andlegri líðan. Notendur leiksins geta með einföldum og litríkum hætti unnið að því að bæta heilsu sína. Leikjaleiðin þykir kjörin til heilsueflingar ólíkra hópa fólks. Rannsókn, sem unnin var í samstarfi við Háskóla Íslands, Landspítala, Harvardháskóla og fleiri stofnanir, sýnir að notendur Sidekick stunda meiri líkamsrækt, borða 77% sjaldnar viðbættan sykur og hafa meiri orku til daglegra athafna. Forritið þykið það gott að það er notað við rannsóknir á sykursýki við helsta kennsluspítala lækna-

deildar Harvard, Massachusetts General spítalann í Boston. Tæknitröllin í SidekickHealth bjóða upp á heilsuáskorun fyrir landsmenn alla í Hreyfiviku UMFÍ. Áskorunin felur í sér að íbúar í einu sveitarfélagi geta att kappi við íbúa í öðru sveitarfélagi. Hægt verður að skrá alla hreyfingu inn í appið hvort sem það er tiltekt í garðinum, hjólatúr, sund eða þrektími. Með Sidekick skiptir máli að hreyfa sig sem lengst. Á hverjum degi í Hreyfiviku UMFÍ verður send út staðan í hinni geysivinsælu sundkeppni sveitarfélaga. Nánari upplýsingar: http://www.sidekickhealth.com/ Netverslun: Google Play og App Store (Apple)

Wappið Wappið er íslenskt smáforrit sem Einar Skúlason hefur unnið að og komst það langt í frumkvöðlaþættinum Toppstöðin sem sýnd var á RÚV. Forritið býður upp á GPS-leiðarlýsingar með leiðsögn og hjálpar það notendum að finna gönguleiðir. Leiðarlýsingarnar eru fyrir gönguleiðir víða um land og er þeim sífellt að fjölga. Leiðarlýsingar eru bæði á ensku og íslensku. Hægt er að nýta leiðarlýsingarnar með eða án gagnasambands. Wappið kostar ekkert í niðurhali en stakar leiðarlýsingar eru til sölu fyrir smáupphæð. Wappið, í samvinnu við gönguhópinn Vesen og vergang, býður upp á daglegar göngur í Hreyfiviku UMFÍ. Göngurnar verða fjölbreyttar, í

Hér má sjá Önnu Bjarnadóttur, formann Ungmennafélagsins Skipaskaga, og Einar Skúlason handsala samkomulag um útgáfu leiðarlýsingar í Wappinu á sjálft Akrafjallið.

mismunandi sveitarfélögum og fyrir alla áhugasama. Nánari upplýsingar um stað og stund hverrar göngu fyrir sig er hægt að finna á heimasíðu UMFÍ. Nánari upplýsingar: http://wapp.is/ Fyrir hvaða stýrikerfi: Google Play og App Store (Apple)

SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands

41


Eftirtaldir aðilar styðja starfsemi Ungmennafélags Íslands: Reykjavík Happdrætti Háskóla Íslands, Tjarnargötu 4 Varma og Vélaverk ehf., Knarrarvogi 4, Stólpi-gámar ehf., Klettagörðum 5 Ásbjörn Ólafsson ehf., Köllunarklettsvegi 6 Gáski ehf., Bolholti 8 Heilsubrunnurinn ehf., Kirkjuteigi 21 Landssamband lögreglumanna, Grettisgötu 89 T.ark Arkitektar ehf., Brautarholti 6 Fastus ehf., Síðumúla 16 Blaðamannafélag Íslands, Síðumúla 23 Ennemm ehf., Grensásvegi 11 Félag skipstjórnarmanna, Grensársvegi 13 Bókhaldsstofa Haraldar slf., Síðumúla 29 Gull- og silfursmiðjan ehf., Álfabakka 14b Bílasmiðurinn hf., Bíldshöfða 16 Ölgerðin Egill Skallagrímsson, Grjóthálsi 7–11

Kópavogur Ungmennafélagið Breiðablik, Dalsmára 5 Rafmiðlun hf., Ögurhvarfi 8

Garðabær Garðabær, Garðatorgi 7 Raftækniþjónusta Trausta ehf., Lyngási 14

Reykjanesbær DMM Lausnir ehf., Hafnargötu 91 Verslunarmannafélag Suðurnesja, Vatnsnesvegi 14

Grindavík Vísir hf., Hafnargötu 16 Verkalýðs- og sjómannafélag Grindavíkur, Krossmóa 4

Mosfellsbær Nonni litli ehf., Þverholt 8, Höfðakaffi ehf., Stórakrika 10

Akranes Bifreiðastöð Þórðar Þ. Þórðarsonar, Smiðjuvöllum 15 Straumnes ehf., rafverktakar, Krókatúni 22–24

Borgarnes Kaupfélag Borgfirðinga, Egilsholti 1, Eyja- og Miklaholtshreppur, Hofsstöðum

Hellissandur Kristinn J. Friðþjófsson ehf., Háarifi 5 KG Fiskverkun ehf., Melnesi 1

Met slegið í Stjörnustríði

Ö

ldungamót Blaksambands Íslands í Garðabæ og á Álftanesi 5.–7. maí sl. var það stærsta sem nokkru sinni hefur verið haldið. Liðin hafa aldrei verið fleiri. „Það tekur á að halda svona stórt mót. En þótt ég væri þreytt þá var ég í skýjunum alla helgina, þetta gekk svo vel. Það var magnað að sjá hvað allir hjálpuðust að,“ segir Brynja María Ólafsdóttir, sem hélt um tögl og hagldir á Öldungamóti Blaksambands Íslands í Garðabæ í maí. Stjarnan var mótshaldari í annað sinn sem félagið heldur mótið. Þetta var 41. skiptið sem blakmót 30+ hefur verið haldið.

Miklu fleiri konur en karlar Hvorki fleiri né færri en 158 blaklið öldunga voru skráð til leiks, þar af hvorki fleiri né færri en 107 kvennalið og 51 karlalið. Þátttakan hefur aldrei verið betri. Spilaðir voru 490 leikir á 13 keppnisvöllum í þremur íþróttahúsum frá morgni og fram til klukkan níu á fimmtudags- og föstudagskvöld en fram að síðdegi á laugardeginum. Glæsilegt lokahóf var á laugardagskvöldinu og voru rúmlega þúsund miðar seldir. Liði Brynju gekk ekki eins vel og í fyrra og fór úr fyrsta sæti niður í það þriðja. Brynja er með ástæðuna á hreinu: „Það tekur á að halda mótið og keppa á því.“

Brynja María Ólafsdóttir.

Kirkjubæjarklaustur – Verið hjartanlega velkomin

Reykhólahreppur Reykhólahreppur, Maríutröð 5a

Ísafjörður Sjúkraþálfun Vestfjarða ehf., Eyrargötu 2,

Bolungarvík Bolungarvíkurkaupstaður, Aðalstræti 12,

Blönduós Stéttarfélagið Samstaða, Þverbraut 1,

Sauðárkrókur Tannlækningastofa Páls Ragnars ehf., Sæmundargötu 3a, K-Tak ehf., Borgartúni 1 Vinnuvélar Guðmundar/Skúla sf., Borgarröst 4 Doddi málari ehf., Raftahlíð 73

Akureyri Hnjúkar ehf., Kaupvangur Mýrarvegi, Baugsbót ehf., Frostagata 1b

Grenivík Brattás ehf., Ægissíðu 11

Húsavík Jarðverk ehf., Birkimel

42

SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands

Íþróttamiðstöð, sundlaug, upplýsingamiðstöð og sýningar.


Að hafa vit fyrir fólki – álitamál í forvörnum

Þ

að er tæpast deilt um að áfengi veldur einstaklingum og samfélögum ýmiss konar tjóni. Rannsóknir sýna að áfengi er meðal helstu heilsuskaðvalda heimsins og neikvæð félagsleg áhrif, hvort heldur vegna heilsutjónsins eða ölvunar, eru nokkuð augljós. Þar má nefna fjárhagsvanda, atvinnumissi, ofbeldi í ýmsum myndum, ölvunarakstur, fósturskaða og ýmis önnur neikvæð áhrif á samferðafólk áfengisneytenda. Samfélagið ber verulegan kostnað vegna þessa alls, fyrir utan þann sem leggst á heimili og einstaklinga. Það er einnig almennur og ríkur vilji til þess að sporna gegn þessum vanda, a.m.k. til þess að lágmarka hann með einhverjum hætti. Leiðirnar í því skyni eru hins vegar meira álitamál og stundum deiluefni.

til þess að neyta þess, s.s. í formi auglýsinga. Reynslan sýnir svo að vænlegast til árangurs er að leita í báðar þessar smiðjur.

Að vita eða vita ekki Áfengisfrumvarpið, sem verið hefur til umfjöllunar í Alþingi frá því á síðasta ári, felur í sér eina mikilvæga breytingu á áfengisstefnu Íslendinga, þ.e. að stórauka aðgengi að áfengi með því að fjölga til muna sölustöðum þess og gera þannig auðveldara að nálgast áfengi en nú er. Sú þekking sem við höfum á tengslum aðgengis að áfengi og neyslu þess leyfir okkur nokkuð óyggjandi að fullyrða að þessi breyting muni leiða til aukinnar neyslu og þar með aukins vanda og byggir á fjölmörgum rannsóknum.

Árni Einarsson, framkvæmdastjóri Fræðslu og forvarna.

Forða eða fræða Í umræðu og ákvörðunum sem varða áfengisvarnir og raunar lýðheilsu almennt er gjarnan tekist á um tvö meginsjónarmið. Annars vegar það sjónarmið að takmarka aðgengi fólks að áfengi á þeirri forsendu að áfengi sé engin venjuleg neysluvara. Þess vegna sé réttlætanlegt að setja ýmsar tálmanir eins og að takmarka fjölda sölustaða, takmarka tíma sem hægt er að verða sér úti um áfengi og hafa ákveðin aldursmörk til áfengiskaupa, svo að dæmi séu tekin. Hins vegar er það sjónarmið að fremur eigi að leggja áherslu á að draga úr áhuga fólks á að neyta áfengis, s.s. með fræðslu, háu áfengisverði og með því að takmarka eða koma í veg fyrir markaðssetningu á áfengi og hvers kyns hvatningu

Þrátt fyrir að þetta liggi nokkuð á borðinu eru ekki allir tilbúnir að viðurkenna þessi tengsl. Í greinargerðinni með áfengisfrumvarpinu stendur t.d. eftirfarandi: „Ekki hefur verið sýnt fram á það að varanlegt orsakasamhengi sé milli aukins

aðgengis og aukinnar neyslu”. Þetta er nokkuð hraustlega mælt í ábyrgu skjali eins og lagafrumvarpi, í ljósi þess hve mikið er vitað um þessi tengsl. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin er t.d. ófeimin við að halda því fram að takmarkað aðgengi að áfengi sé ein skilvirkasta leiðin til að sporna við aukinni áfengisneyslu og um leið að draga úr þeim skaða sem getur hlotist af áfengisneyslu.

Mitt frelsi og annað frelsi Meðal þess sem haldið hefur verið fram í umræðunni um áfengisfrumvarpið er að engin ástæða sé til annars en að treysta fólki til þess að sjá fótum sínum forráð og umgangast áfengi af varúð þótt aðgengi að því verði aukið. Núverandi fyrirkomulag sé frelsisskerðing. Fólk eigi að fá að hafa vit fyrir sér sjálft. Ekki er mikið deilt um að það sé sjálfsagt og æskilegt grundvallarviðmið. Hins vegar má benda á að nauðsynlegt kunni að vera að takmarka frelsi fólks ef aðrir stærri og almennari hagsmunir eru í húfi. Það má vel halda því fram að það eigi við um aðgengi að áfengi. Það er t.d. ekki ólíklegt að þeir sem veikir eru fyrir áfengi og eiga erfitt með að hemja áfengisneyslu sína, eru að kljást við áfengisfíkn eða nýlega komnir úr meðferð eða eru ungir að árum og áhrifagjarnir standi berskjaldaðri en ella vegna aukins sýnileika áfengisins og auðveldara aðgengis. Með öðrum orðum; aukið aðgengi eykur freistnivanda þessara einstaklinga. Vanda sem freistandi er fyrir okkur hin að losa þá undan.

Ætla að upplýsa ungt fólk um valkostina U ngmennaráð HSK var stofnað á dögunum. Ráðið vill fræða ungt fólk um möguleikana sem því standa til boða. „Þegar við vorum í framhaldsskóla vissum við ekki hvað okkur stóð til boða. Við viljum fræða ungt fólk um valkostina sem það hefur,“ segir Karen Óskarsdóttir í Ungmennafélaginu Heklu í Rangárþingi ytra. Hún og fjögur önnur ungmenni í félögum sem aðild eiga að Héraðssambandinu Skarphéðni hafa stofnað Ungmennaráð HSK. Ungmennaráð hefur aldrei áður starfað innan sambandsins og eru fátíð hjá héraðssamböndum. Fyrsti fundur ungmennaráðsins var á vordögum. Að honum loknum tók við prófatíð og mun þau Karen og félagar

Í Ungmennaráði HSK eru Karen Óskarsdóttir, Umf. Heklu; Axel Örn Sæmundsson Umf. Þór; Daði Geir Samúelsson, Umf. Hrunamanna; Eva Þórisdóttir, Umf. Selfoss; og Jana Lind Ellertsdóttir, Íþr.f. Garpi. Á myndina vantar Jönu Lind.

hennar halda síðar áfram með störf sín. Karen nefnir að á meðal verkefna sem þau vilji kynna sé Evrópa unga fólksins og þeir fjölmörgu möguleikar sem ungu fólki

standa þar til boða. „Ég vissi ekki af þessum valkosti þegar ég var í framhaldsskóla en vil að ungt fólk viti af þessu og mörgu fleiru,“ segir hún. SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands

43


Eftirtaldir aðilar styðja starfsemi Ungmennafélags Íslands: Vopnafjörður Hólmi NS-56 ehf., Hafnarbyggð 23

Egilsstaðir Bílamálun Egilsstöðum ehf., Fagradalsbraut 21–23 Bókráð, bókhald og ráðgjöf ehf., Miðvangi 2–4 Skrifstofuþjónusta Austurlands ehf., Fagradalsbraut 11 Fljótsdalshérað, Lyngási 12, Farfuglaheimilið Húsey, Húsey

Seyðisfjörður Seyðisfjarðarkaupstaður, Hafnargötu 44

Höfn í Hornafirði Framhaldsskólinn í A-Skaftafellssýslu, Nýheimum Sveitarfélagið Hornafjörður, Hafnarbraut 27 Skinney-Þinganes hf., Krossey,

Selfoss Fossvélar ehf., Hellismýri 7 Búnaðarsamband Suðurlands, Austurvegi 1

Flóahreppur Flóahreppur, Þingborg

Þorlákshöfn Sveitarfélagið Ölfus, Hafnarbergi 1

Bláskógabyggð Menntaskólinn að Laugarvatni Flúðasveppir, Garðastíg 8

Hvolsvöllur Héraðsbókasafn Rangæinga, Vallarbraut 16 Krappi ehf., Ormsvöllum 5

Kirkjubæjarklaustur

Framleiðum barmmerki í öllum stærðum og gerðum. Mikið úrval af bikurum og verðlaunapeningum. Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 17 eða hafið samband í

Hótel Laki ehf., Efri-Vík Geirland ehf., Geirlandi

síma 588-3244 fax 588-3246 netfang: isspor@simnet.is

44

SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands


Í faðmi fjalla blárra

Landsmót UMFÍ 50+ Ísafirði 10.-12. júní 2016

Nánari upplýsingar á www.hsv.is

Ísafjarðarbær

SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands

45


Unglingalandsmót

Gísli Páll Pálsson, formaður landsmótsnefndar, fór með landsmótsnefndina, Ómar Braga Stefánsson, framkvæmdastjóra mótsins, og Auði Ingu Þorsteinsdóttur, framkvæmdastjóra UMFÍ, um Hveragerði í apríl og sýndi þeim bæinn.

Sjáumst í Hveragerði

2017

Sjöunda Landsmót UMFÍ 50+ verður haldið í Hveragerði dagana 23.–25. júní 2017. Landsmótsnefndin er þegar komin af stað við undirbúning mótsins. Gísli Páll Pálsson, framkvæmdastjóri Dvalarheimilisins Áss í Hveragerði, er formaður Landsmótsnefndar. Hann segir mótið verða skemmtilegt eins og alltaf og boðið verði upp á fjölda líflegra og krefjandi keppnisgreina. Hann bendir á að umhverfið sé fallegt í Hveragerði og margar skemmtilegar gönguleiðir í boði. Mörg gistiheimili og hótel eru í bænum auk tjaldstæða fyrir þá sem þau kjósa.

Eins og sjá má var líf og fjör á Unglingalandsmóti UMFÍ á Akureyri verslunarmannahelgina í fyrra.

N

æsta landsmót er Unglingalandsmót UMFÍ sem haldið verður um verslunarmannahelgina. Þetta er bráðskemmtileg vímulaus íþrótta- og fjölskylduhátíð sem haldin er árlega og ætíð um verslunarmannahelgi. Mótin eru haldin á mismunandi stöðum. Í fyrra var það haldið á Akureyri en verður nú í Borgarnesi. Unglingalandsmótið er öllum opið á aldrinum 11–18 ára. Allir geta tekið þátt, óháð hvort viðkomandi sé í einhverju íþróttafélagi eða ekki. Í Borgarnesi er ljómandi góð keppnisaðstaða til staðar fyrir allar keppnisgreinar og mörg keppnissvæði liggja mjög þétt.

NÝPRENT

LEIGJUM ÚT OG ÞJÓNUSTUM VATNSSALERNI á íþróttamót og hverskyns mannamót mannamót

46

Borgarflöt 15 :: 550 Sauðárkrókur Sími: 891 9181 :: Fax: 453 5778 Netfang: okgam@simnet.is

SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands


í Borgarnesi VERIÐ VELKOMIN! Fjölbreyttar greinar fyrir alla

PORT hönnun

Skráning á mótið hefst 1. júlí 2016 og lýkur um miðnætti laugardaginn 23. júlí. Mótsgjald er kr. 7.000.- á hvern einstakling 11–18 ára sem skráir sig til keppni. Greiða þarf gjaldið til að geta klárað skráningu. Aðrir mótsgestir greiða ekkert gjald en þó geta þeir tekið þátt í fjölbreyttri afþreyingu og verkefnum sem boðið er upp á. Keppnisgreinar eru afar fjölbreyttar og fyrir alla. Sem dæmi má nefna bogfimi, frjálsar íþróttir, glímu, golf, hestaíþróttir, hjólreiðar, knattspyrnu, körfubolta, motocross, ólympískar lyftingar, skák, skotfimi, stafsetningu, strandblak, stærðfræði, sund, tölvuleiki og upplestur. Sjáumst hress og kát í Borgarnesi!

Á vefnum www.vjp.is má finna allar helstu upplýsingar um Vatnajökulsþjóðgarð BVaVg] [ÂV - Æ &&% GZn`_Vk ` H b^ *,, ',', Æ ;Vm *,, ',(, lll#Wa^``#^h

Sagnagarður Landgræðslunnar Saga landgræðslu í máli og myndum. Fróðleg og lifandi fræðsla um gróðursögu, landeyðingu og endurheimt landgæða á Íslandi. Upplýsingar um opnunartíma í síma 488-3000 og á land.is Landgræðsla ríkisins

SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands

47


GRÆNN FER ÞÉR VEL FLORIDANA GRÆNN er bragðgóður safi með spínati, fersku engifer, chili, hveitigrasi og spírulínu.

ÁVÖXTUM Á DAG*

218 g

AF SPÍNATI Í EINUM LÍTRA

FLORIDANA.IS

*Rannsóknir sýna að neysla grænmetis og ávaxta er einn af lykilþáttum góðrar heilsu.

AF ÞÍNUM


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.