Skinfaxi 2 2015

Page 1Ráðstefnan

Ungt fólk og lýðræði

D

agana 25.–27. mars sl. var ungmennaráðstefnan Ungt fólk og lýðræði haldin í sjötta sinn og nú í Stykkishólmi. Yfirskrift ráðstefnunnar í ár var „Margur verður af aurum api – réttindi og skyldur ungs fólks á vinnumarkaði“.

Ungmennafélag Íslands hefur ávallt lagt áherslu á lýðræðislega þátttöku ungs fólks og hefur ráðstefnan vakið mikla lukku meðal þátttakenda. Ungmennaráð UMFÍ fékk til liðs við sig VR-skóla lífsins, en tilgangur skólans er að fræða og upplýsa ungt fólk um réttindi sín og skyldur til að styrkja stöðu þess á vinnumarkaði. Hluti af VR-skóla lífsins er vinnustofur á vegum Dale Carnegie. Að þessu sinni sóttu um áttatíu þátttakendur ráðstefnuna, bæði ungmenni sem starfa í ungmennaráðum víðs vegar um landið og starfsmenn sem sjá um málefni ungmenna í sveitarfélagi sínu.

Ályktun Ungmennaráðstefna UMFÍ, Ungt fólk og lýðræði, haldin í Stykkishólmi 25.–27. mars 2015, skorar á sveitarfélög að leita meira til ungmenna og taka tillit til skoðana þeirra á málefnum samfélagsins, einkum þeim er varða ungmennin sjálf. Heiti ráðstefnunnar var „Margur verður af aurum api“ með það að markmiði að fræða og skapa umræðu um skyldur og réttindi ungs fólks í atvinnulífinu. Við skorum á atvinnurekendur að standa vörð um réttindi starfsmanna sinna og þá sérstaklega ungs fólks. Mikilvægt er að báðir aðilar séu meðvitaðir um réttindi og skyldur sínar. Þegar ráðstefnugestir fóru að bera saman bækur sínar kom í ljós að allt of algengt er að brotið sé á ungu fólki sem er að taka sín fyrstu skref á vinnumarkaði. Þetta má að vissu

leyti rekja til vanþekkingar og þarfar á meiri fræðslu. Því skorum við á stéttarfélög að koma til móts við þessa þörf og auka fræðslu til beggja aðila, atvinnurekenda og starfsmanna. Þátttaka á ráðstefnunni var bundin því skilyrði að hafa lokið námskeiði hjá VR-skóla lífsins. Það námskeið fór fram á netinu og veitir grunnskilning á reglum og hefðum atvinnulífsins og undirbýr fyrir verklegan hluta sem fram fór á ráðstefnunni undir handleiðslu þjálfara frá Dale Carnegie. Slík fræðsla er gríðarlega mikilvæg og ætti að leggja áherslu á að hún fari skipulega fram í efri bekkjum grunnskóla samhliða öðrum grunnþáttum í fjármálalæsi. Ungt fólk á ráðstefnunni vill koma á framfæri áhyggjum sínum af kynjuðum útlitsstöðlum sem gera ítrekað vart við sig innan hinna ýmsu greina atvinnulífsins. Það er ekki eðlilegt að umsækjendur um starf séu metnir vegna kyns eða útlits umfram raunverulega getu til að sinna því starfi sem sótt er um.

SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands

3


Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ:

Það er ekkert sjálfgefið

Þ

egar markmið með stofnun ungmennafélaga og íþróttafélaga eru skoðuð ber allt að sama brunni, félögin skulu stuðla að eflingu íþróttaog æskulýðsstarfs og að heilbrigðum lífsháttum í þeim samfélögum þar sem þau starfa. Sama er hvar við drepum niður fæti í sögunni, félögin hafa öll unnið af kappi að framgangi þessara markmiða og gera það enn. Það má vera öllum ljóst að áhrifin af starfsemi hreyfinganna eru mikil og skipta miklu máli í lífi einstaklinga og fjölskyldna um allt land. Með skipulögðu æskulýðs- og íþróttastarfi er lagður grunnur að heilbrigðu samfélagi þar sem heilsa og heill fólks á öllum aldri er höfð að leiðarljósi. Þetta hlutverk hafa eldhugarnir, sjálfboðaliðarnir, axlað af mikilli ábyrgð og í krafti starfa þeirra hafa orðið til verkefni af ýmsu tagi og þeir hafa komið að margs konar uppbyggingu. Þannig má segja að þeir hafi sett fingraför sín á ákvarðanir er varða uppbyggingu mannvirkja, skipulag og framkvæmd æskulýðs- og íþróttastarfs í nærsamfélagi sínu og á landsvísu og þá ekki síst lagt hönd á plóg við

Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ.

félagslegt uppeldi einstaklinga sem aftur hefur búið til þann félags- og mannauð sem hvert samfélag býr yfir. Að starfa sem sjálfboðaliði á þessum vettvangi er ein hlið en mig langar að nefna aðra hlið sem er ekki síður gefandi og mikilvæg. Það er árangurinn sem iðkendurnir ná og veita okkur sem á horfum mikla gleði og ánægju. Samtakamátturinn, sem verður til þegar íþróttamanni, félagi eða landsliði gengur vel á keppnisvellinum, er ólýsanlegur og kallar fram stolt yfir að fá að upplifa árangurinn. Ég efast um að það séu margar 330.000 manna þjóðir í heiminum sem geta státað af því að eiga landslið sem eru komin í lokakeppni Evrópu í handbolta og körfubolta, við það að komast í lokakeppni Evrópu í knattspyrnu, eru í 2. deild Evrópu í frjálsum íþróttum og lentu í verðlaunasæti á Evrópumóti landsliða í hópfimleikum. Þá er ég ekki búin að telja upp alla þá einstaklinga í öðrum íþróttagreinum sem hafa náð góðum árangri á alþjóðavísu. Við erum stolt sem þjóð yfir að eiga fulltrúa meðal þjóðanna og fylgjumst spennt með hvernig gengur.

Auður Inga Þorsteinsdóttir nýr framkvæmdastjóri UMFÍ Auður Inga Þorsteinsdóttir hefur verið ráðin nýr framkvæmdastjóri Ungmennafélags Íslands. Tók hún við starfinu 1. júní sl. Auður Inga er fædd árið 1978 og hefur undanfarin níu ár starfað sem framkvæmdastjóri Íþróttafélagsins Gerplu í Kópavogi. Áður var hún deildarstjóri á tveimur leikskólum í Noregi. Þar á undan var hún fimleikaþjálfari hjá Gerplu og hjá Kolbotn í Noregi og var m.a. yfirþjálfari hjá Gerplu. Þá hefur hún gegnt ýmsum

Fögnum þegar vel gengur og erum tilbúin að segja að það gangi betur næst ef árangurinn fer ekki eftir því sem óskað hefur verið. Grunnurinn að þessu öllu saman er öflugt íþróttastarf á Íslandi. Mikill fjöldi barna og unglinga tekur þátt í íþróttum og er þátttakan í raun með því mesta sem gerist sé hún skoðuð í samhengi við þær þjóðir sem við berum okkur saman við. Góð íþróttaaðstaða, menntaðir þjálfarar og sjálfboðaliðarnir, sem bera starfið uppi, gera afreksfólkinu okkar kleift að vera í fremstu röð. En munum að það er ekki sjálfgefið að starfsemi æskulýðs- og íþróttahreyfinganna sé alltaf til staðar. Við verðum að hlúa að henni og halda áfram að eiga góða samfylgd með íslenskri þjóð, axla samfélagslegar skyldur og standa undir þeirri miklu ábyrgð að vera stærsta fjöldahreyfing á Íslandi. Ég óska ykkur öllum gleðilegs sumars Íslandi allt! Helga Guðrún Guðjónsdóttir

trúnaðarstörfum fyrir Fimleikasamband Íslands og verið kennari og fyrirlesari á ýmsum námskeiðum, bæði hérlendis og erlendis. Auður Inga lauk B.Ed.-gráðu frá Kennaraháskóla Íslands árið 2002. Hún útskrifaðist í júní 2015 með MBA-gráðu í viðskiptum og stjórnun frá Háskólanum í Reykjavík. Auður Inga var valin úr hópi ríflega sjötíu umsækjenda en Hagvangur aðstoðaði stjórn UMFÍ við ráðningarferlið. Hún tók við af Sæmundi Runólfssyni sem verið hafði framkvæmdastjóri UMFÍ í rúm 23 ár.

Auður Inga Þorsteinsdóttir, nýr framkvæmdastjóri UMFÍ.

Hafsteinn Þorvaldsson, fyrrverandi formaður UMFÍ

Hafsteinn Þorvaldsson, fyrrverandi formaður Ungmennafélags Íslands, lést þann 26. mars síðastliðinn, á 84. aldursári. Hafsteinn fæddist í Hafnarfirði 28. apríl 1931. Hann ólst upp í Hafnarfirði til fermingaraldurs en fluttist eftir það með foreldrum sínum að Lambhúskoti í Biskupstungum og 1950 að SyðriGróf í Flóa. Þar stundaði hann búskap til ársins 1961 er hann fluttist á Selfoss þar sem hann bjó og starfaði til æviloka. Hafsteinn starfaði lengst af sem framkvæmdastjóri sjúkrahússins á Selfossi. Hann sat í bæjarstjórn Selfoss í 14 ár og var m.a. formaður bæjarráðs um tíma. Hafsteinn tók frá unga aldri mikinn þátt í störfum innan ungmennafélagshreyfingarinnar og var mikilvirkur á því sviði. Hann nam við Íþróttaskóla Sigurðar

4

SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands

Hafsteinn Þorvaldsson flytur ávarp á héraðsþingi HSK í Brautarholti á Skeiðum 2012.

Greipssonar í Haukadal og dvaldi þar árin 1946–1948. Hann var m.a. formaður Umf. Vöku í Villingaholtshreppi 1950–1961, Umf. Selfoss 1962–1963 og sat í stjórn HSK 1961–1970. Þá var hann framkvæmdastjóri Landsmóts UMFÍ á Laugarvatni 1965. Hafsteinn var kjörinn í varastjórn UMFÍ 1963 og síðan ritari 1965. Ritarastöðunni gegndi hann til 1969 er hann var kjörinn formaður UMFÍ á sambandsþingi að Laugum. Hafsteinn var formaður samtakanna á árunum 1969–1979. Eitt af fyrstu verkum Hafsteins var að ráða Sigurð Geirdal framkvæmdastjóra. Saman hrintu þeir af stað mikilli sóknarbylgju ungmennafélagshreyfingarinnar, félögum fjölgaði stórlega, félög og sambönd vöknuðu af værum blundi og starfið blómstraði. Hafsteinn var gerður að heiðursfélaga UMFÍ árið 1979.


SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands

5


Gunnar Gunnarsson – ritstjórnarspjall:

Nú held ég út

É

g hef óhikað sagt að ég hefði dregið mig út úr starfi UÍA og þar af leiðandi ekki haldið áfram inn í UMFÍ ef ég hefði ekki fengið tækifæri til að fara erlendis á vegum samtakanna. Það kom haustið 2007 þegar mér bauðst að fara til Færeyja á námskeið á vegum VNU sem að stóðu Ísland, Færeyjar og Grænland. Um var að ræða tveggja daga námskeið þar sem okkur var kennt að hrinda hugmynd í framkvæmd (sem er frekar klassískt viðfangsefni á svona námskeiðum). Þremur árum síðar skráði ég mig á leiðtoganámskeið í gegnum Evrópu unga fólksins á vegum danskra góðgerðarsamtaka. Við komum tvö frá UÍA og vorum viku í búðunum í merkilegri lífsreynslu þar sem við gistum í einu stóru herbergi, ein 20 stykki í kojum og ókynjaskipt. Haustið 2011 fór ég síðan í fyrsta sinn út á ráðstefnu NSU, sem UMFÍ hefur verið afar virkt í. Í NSU eru samtök frá öllum Norðurlöndunum með áherslu á ungmennaskipti en samtökin eru hins vegar ólík innbyrðis. Þau standa árlega fyrir ungmennaviku og leiðtogaskóla og annað hvert ár fyrir námskeiði ætluðu stjórnendum. Fyrir tveimur árum fór ég með á ráðstefnu ISCA í Barselónu þar sem við sátum fjölda fyrirlestra um framþróun og stjórnun í íþróttamálum, fyrir utan að vera í 20 stiga hita og sól um miðjan október. Að endingu langar mig að minnast á tvær ferðir til Danmerkur undanfarið ár, fyrst með stjórn UMFÍ, síðan með forsvarsmönnum sambandsaðila þar sem við fengum að kynnast

Alveg eins er áhugavert að sitja NSU-fundi með ungu norsku leiklistarfólki sem byggt hefur upp afar öflug samtök, Svíum og Dönum sem vinna með aðlögun innflytjenda og að fræða ungmenni um hollan mat á skemmtilegan hátt og dönskum minnihlutahópi í Þýskalandi sem sameinast í gegnum samtök sem byggja á íþróttum.

Fjárfesting en ekki kostnaður

vinnu DGI, þeirra samtaka sem við höfum unnið hvað nánast með alla okkar tíð.

Í allar áttir Segja má að þessi erlendu samskipti byggist öll á tengslum í gegnum DGI þar sem skrifstofur ISCA og NSU eru nánast undir þeim. UMFÍ nýtur þess að hafa verið með frá byrjun í báðum samtökunum og tekur þar alltaf virkan þátt. Þau gefa kost á tengslum í ólíkar áttir og gefa tækifæri til að fylgjast með mismunandi áskorunum, stefnum og straumum í íþróttaog æskulýðsmálum. ISCA-samtökin ná um heim allan og það er áhugavert að sitja með forsvarsmanni fimleika í Malasíu, borgaryfirvalda í Sao Paolo í Brasilíu, ráðgjafa úr stjórn Obama um hreyfingu barna og enskum lögfræðingi og tala um og skiptast á reynslu af mismunandi verkefnum til að koma fólki á hreyfingu og efla félagslega þátttöku.

Stöðugt nám er forsenda fyrir framförum og því að festast ekki í kyrrstöðu. Veröldin í kringum okkur er í stöðugri þróun og nágrannaþjóðirnar hafa sumar hverjar tekist á við verkefni sem við höfum ekki enn fengið í fangið af fullum þunga en fáum trúlega. En við getum líka miðlað lausnum og ber skylda til þess. Fyrir sjálfan mig, og ég er sannfærður um að ég tala fyrir hönd fleiri ungmenna sem farið hafa erlendis á vegum UMFÍ, hafa erlendu samskiptin veitt mér ánægju og hvatningu til að halda áfram, tækifæri til að efla mig sem einstakling en einnig verkfæri og hugmyndir sem nýst hafa mér í starfi mínu innan hreyfingarinnar. Ferðir erlendis og uppihald kosta vissulega pening en það má líka bókfæra þau gjöld sem fjárfestingar í framtíðinni sem skili sér í betra starfi og öflugra fólki. Ég er þakklátur fyrir þau tækifæri sem ég hef fengið til að fara erlendis á vegum UMFÍ, þeim sem sýndu tiltrú á mér með því að bjóða mér þau og vona að ég geti gefið öðrum kost á að upplifa það sem ég hef fengið með vinnu minni.

Ýmislegt á döfinni hjá NSU Ungmennavika NSU í Danmörku 3.–8. ágúst Ungmennavika NSU fer að þessu sinni fram í Karpenhøj í Danmörku, sem er 50 km frá Aarhus, dagana 3.–8. ágúst nk. Flogið verður til og frá Billund. UMFÍ hefur ráð á sætum fyrir fimm þátttakendur, á aldrinum 18–20 ára. Yfirskrift vikunnar er Norden redder Jorden – Play 4 the Planet. Fjallað verður um náttúru og loftslag á Norðurlöndum en einnig eru á dagskrá ævintýri og leiðtogahæfileikar ungs fólks á Norðurlöndunum. Þátttakendur fá tækifæri til að reyna sig við ýmsar aðstæður, s.s. í kajakferð, klifri og að sofa úti í náttúrunni.

Leiðtogaskóli NSU í Noregi 10.–16. ágúst Leiðtogaskóli NSU fer í ár fram í Styrn og Vågsøy í Noregi dagana 10.–16. ágúst nk. en flogið verður til og frá Bergen. UMFÍ hefur að þessu sinni ráð á sætum fyrir fjóra þátttakendur á aldrinum 18–30 ára.

6

SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands

Skinfaxi 2. tbl. 2015 Ritstjóri: Jón Kristján Sigurðsson, jonkristjan@umfi.is. Ábyrgðarmaður: Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ. Ljósmyndir: Jón Kristján Sigurðsson, Baldvin Berndsen, Sylvía Magnúsdóttir, Örn Guðnason o.fl. Umbrot og hönnun: Indígó. Prentun: Ísafoldarprentsmiðja. Prófarkalestur: Helgi Magnússon. Auglýsingar: Miðlun ehf. og Gunnar Bender. Ritnefnd: Örn Guðnason formaður, Gunnar Gunnarsson, Berglind Ósk Agnarsdóttir, Pétur Arason og Jóhanna Hreiðarsdóttir. Skrifstofa UMFÍ/Skinfaxa: Þjónustumiðstöð UMFÍ, Sigtúni 42, 105 Reykjavík. Sími: 568-2929 Netfang: umfi@umfi.is Heimasíða: www.umfi.is Starfsfólk UMFÍ: Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri, Helgi Gunnarsson, fjármálastjóri, Jón Kristján Sigurðsson, ritstjóri Skinfaxa og kynningarfulltrúi, Ómar Bragi Stefánsson, landsfulltrúi, með aðsetur á Sauðárkróki, Sabína Steinunn Halldórsdóttir, landsfulltrúi, Ragnheiður Sigurðardóttir, landsfulltrúi Guðbirna Kristín Þórðardóttir, ritari. Stjórn UMFÍ: Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður, Haukur Valtýsson, varaformaður, Örn Guðnason, ritari, Helga Jóhannesdóttir, gjaldkeri, Hrönn Jónsdóttir, meðstjórnandi, Björg Jakobsdóttir, meðstjórnandi, Gunnar Gunnarsson, meðstjórnandi. Varastjórn UMFÍ: Ragnheiður Högnadóttir, Baldur Daníelsson, Kristinn Óskar Grétuson, Eyrún Harpa Hlynsdóttir. Forsíðumynd: Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, er mikil áhugamanneskja um kajakíþróttina. Hún er formaður Kayakklúbbsins og Íslandsmeistari í greininni. Forsíðumynd: Baldvin Berndsen.

Yfirskrift leiðtogaskólans er Mountains & Fjords. Þátttakendur fá tækifæri til að efla leiðtogahæfileika sína en einnig reynslu af því að leiða fólk inn í breytta tíma og af því að vinna með öðrum og auka þekkingu sína á siðum og venjum annarra þjóða og tungumálum þeirra. Þeir fá að reyna sig við ýmsar aðstæður, s.s. á fjalli, á sjó og á jökli, við að elda mat úti í náttúrunni og fleira sem tengist náttúru okkar. Ungmennafélag Íslands á aðild að NSU – Nordisk Samorganisation for Ungdomsarbejde en samtökin standa fyrir viðburðum fyrir ungt fólk á Norðurlöndum á hverju ári.


Nýr áfangastaður 2016

CHICAGO

Chicago er þriðja stærsta borg Bandaríkjanna. Þessi glæsilega hafnarborg á bökkum Michigan-vatns í Illinois-fylki hefur ótalmargt að bjóða enda suðupottur menningarlífs, tónlistar, vísinda og verslunar. Það er ljúft að spóka sig í miðbænum innan um skýjakljúfa, skella sér á ströndina eða velja sér af hlaðborði veitingastaða á búðarápinu. Njóttu þess að versla áhyggjulaus. Nú er gott að geta haft með sér tvær töskur til Bandaríkjanna.

+ icelandair.is

Vertu með okkur


Ársþing USVH:

Unnið að stefnumótun og afreksstefnu USVS Ungmennasamband Vestur-Skaftafellssýslu hélt 45. ársþing sitt í Vík í Mýrdal laugardaginn 28. mars sl. Góð mæting var á þinginu en á það komu fulltrúar allra sex aðildarfélaga sambandsins. Á meðal samþykkta þingsins var að fara í stefnumótun og móta m.a. afreksstefnu sambandsins. Þorsteinn M. Kristinsson var endurkjörinn formaður, en aðrir í stjórn eru Erla Þórey Ólafsdóttir, Ástþór Jón Tryggvason, Sæunn Káradóttir og Kjartan Ægir Kristinsson. Í varastjórn eru Ármann Daði Gíslason, Kristín Ásgeirsdóttir og Halldóra Gylfadóttir.

Gestur þingsins, Örn Guðnason, stjórnarmaður í UMFÍ, ávarpaði þingið og sæmdi Pálma Kristjánsson starfsmerki UMFÍ. Á þinginu voru afhentar viðurkenningar fyrir góðan árangur í íþróttum. Íþróttamaður USVS 2014 var útnefndur Guðni Páll Pálsson, Umf. Kötlu, og efnilegasti unglingurinn Aron Bjartur Jóhannsson, Umf. Kötlu.

Efnilegir unglingar úr röðum USVS. Frá vinstri: Unnsteinn Jónsson, Elísabet Sigfúsdóttir, Aron Bjartur Jóhannsson, Jakob Þórir Hansen og Orri Bjarnason.

Tvö ný aðildarfélög tekin inn á sambandsþingi UÍA Sambandsþing UÍA, það 65. í röðinni, fór fram á Hallormsstað 11. apríl sl. Á þingið mættu 34 fulltrúar frá 21 aðildarfélagi UÍA. Gagnlegar umræður urðu um ýmis mál innan hreyfingarinnar og fram komu spennandi tillögur um ýmis verkefni, austfirsku íþróttastarfi til framdráttar. Nokkrar mannabreytingar urðu í stjórn sambandsins á þinginu. Gunnar Gunnarsson, Þristi, var endurkjörinn formaður UÍA, en þau Gunnlaugur Aðalbjarnarson, Hetti, og Þróttarkonurnar Guðrún Sólveig Sigurðardóttir og Sigrún Helga Snæbjörnsdóttir létu af störfum í aðalstjórn og þau Ásdís Helga Birgisdóttir, Freyfaxa, og Böðvar Bjarnason, Hetti, sögðu sig frá varastjórn. Vel tókst að manna nýja stjórn en í aðalstjórn sitja nú, ásamt Gunnari, Jósef Auðunn Friðriksson, Súlunni, Elsa Guðný Björgvinsdóttir, Ásnum, Reynir Zoëga, Brettafélagi Fjarðarbyggðar, og Pálína Margeirsdóttir,

Leikni. Í varastjórn eru þau Auður Vala Gunnarsdóttir, Hetti, Sóley Dögg Birgisdóttir, Neista, og Hlöðver Hlöðversson, Þrótti. Björg Jakobsdóttir, stjórnarmaður í UMFÍ, ávarpaði þingið og sæmdi þá Gunnlaug Aðalbjarnarson og Sigurð Aðalsteinsson starfsmerki UMFÍ.

Til vinstri: Björg Jakobsdóttir, UMFÍ, ásamt Sigurði Aðalsteinssyni og Gunnlaugi Aðalbjarnarsyni sem fengu starfsmerki UMFÍ. Til hægri: Einstaklingar sem UÍA heiðraði á sambandsþinginu.

Tvö ný aðildarfélög voru boðin formlega velkomin í UÍA, en það eru Skotmannafélag Djúpavogs og Brettafélag Norðfjarðar.

Guðný Helgadóttir endurkjörin formaður UÍF:

Rekstur sambandsins gengur vel þrátt fyrir áföll Guðný Helgadóttir var endurkjörin formaður Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar á ársþingi sambandsins sem haldið var á Ólafsfirði 13. maí sl. Baldur Daníelsson, í varastjórn UMFÍ, ávarpaði þingið og flutti kveðjur frá stjórn og starfsfólki UMFÍ. Baldur sæmdi hjónin Guðnýju Helgadóttur, formann UÍF, og Andra Stefánsson starfsmerki UMFÍ. Formaður UÍF fór yfir skýrslu stjórnar, þau verkefni sem fram undan eru og hverjum væri lokið. Stærsta verkefni stjórnar var enduruppbygging á Hóli eftir eldsvoða. Guðný

8

SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands

Guðný Helgadóttir, formaður Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar.

sagði einnig frá yfirferð stjórnar UÍF á lögum aðildarfélaganna. Sum lögin höfðu verið óbreytt í langan tíma og hvatti hún félögin til að uppfæra þau. Til að stuðla að því verður haldinn lagadagur UÍF og hvatti hún félögin til að taka þátt í honum. Hún sagði að rekstur UÍF hefði gengið vel þrátt fyrir áföllin með Hól. Stjórn UÍF skipa Guðný Helgadóttir, formaður, Sigurpáll Gunnarsson, Sigurður Gunnarsson, Þórarinn Hannesson, Óskar Þórðarson, Helga Hermannsdóttir, varamaður, og Ásgrímur Pálmason, varamaður.


ÍSLENSKA/SIA.IS ENN 74360 06/15

Náðu í Vegabréf N1 á næstu N1 stöð og byrjaðu strax að safna stimplum. Við hvern stimpil færðu skemmtilega stimpilgjöf. Þegar Vegabréfið er fullstimplað skilarðu því inn á næstu N1 stöð og getur átt von á glæsilegum vinningum.

Það rignir stimpilgjöfum á N1 í sumar! Hluti af ferðasumrinu

SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands

9


Héraðssambandið Hrafna-Flóki

Sveitarfélögin hafa stutt okkur vel

Þ

egar sagan er skoðuð kemur í ljós að sambandið hét í upphafi Ungmenna- og íþróttasamband VesturBarðastrandarsýslu. Það var stofnað árið 1944 og gekk þá í UMFÍ og ÍSÍ. Sambandið lagðist í dvala árin 1946–1950 en var endurvakið í apríl 1951. Það lagðist aftur í dá 1954. Þegar Hafsteinn Þorvaldsson og Sigurður Geirdal fóru í útbreiðsluferð um Vestfirði haustið 1970 var ákveðið að endurvekja sambandið. Endurvakning þess var undir nýju nafni: Hrafna-Flóki. Það er talið stofnað í febrúar 1971 samkvæmt bréfi HHF til ÍSÍ í janúar 1972. Héraðssambandið Hrafna-Flóki starfaði um tíma en svo fór sem fyrr að það lagðist í dvala. Það var endurvakið 15. maí 1980 og hefur starfað síðan. Á endurreisnarþinginu 1980 voru eftirtalin félög: Íþróttafélagið Hörður, Íþróttafélag Bílddælinga, Umf. Tálknafjarðar og Umf. Barðstrendinga. Um þetta má lesa í þinggerð HHF 1982 og Árbók Barðstrendinga 1975–1979, bls. 207. Nú eru átta félög starfandi innan Héraðssambandsins Hrafna-Flóka og af íþróttagreinum, sem stundaðar eru, má nefna knattspyrnu, golf, skotfimi og körfubolta.

Samvinna félaganna Að sögn Lilju Sigurðardóttur, formanns HHF, hefur starfsemin aukist á síðustu árum. Meiri áhersla er lögð á samvinnu félaganna og að þau vinni saman sem ein heild. Skotfélag var stofnað eigi alls fyrir löngu og eru félagar í því

10

SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands

Aðstaðan hefur verið bætt

þegar orðnir 50 talsins. Iðkendum er alltaf að fjölga og í júlí í sumar verður haldið mót.

Starfsemin gengur vel „Fótboltinn er vinsælastur hjá okkur en körfuboltinn er aðeins í lægð. Annars má segja að starfsemin hjá okkur gangi vel og er ekki ástæða til annars en að vera bjartsýnn á framtíðina. Til okkar hefur verið að koma fólk úr ýmsum íþróttagreinum til að halda námskeið og nú nýlega kom hingað þjálfari frá Fimleikafélaginu Gerplu og hélt námskeið í fimleikum. Það vakti áhuga hjá mörgum og aldrei er að vita hvað gerist í framhaldinu. Það er svo áformað halda hér námskeið í jassballett í haust og fleira er á döfinni,“ sagði Lilja.

Páll Vilhjálmsson íþróttafulltrúi og Lilja Sigurðardóttir, formaður HrafnaFlóka.

Lilja sagði aðstöðuna góða en á Patreksfirði og Bíldudal væru sundlaugar og íþróttahús. Á Patreksfirði hefði útiaðstaðan verið bætt, gerviefni væri á hástökks- og langstökksbrautum og fyrirhugað væri á næstu árum að leggja samslags efni á 100 metra hlaupabraut. „Samvinna sveitarfélaganna á svæðinu er góð og þau hafa verið dugleg að styðja okkur. Sveitarfélög gera sér orðið grein fyrir hvað íþrótta- og æskulýðsstarf gegnir veigamiklu hlutverki. Fólki hefur fjölgað þó nokkuð hér á svæðinu síðustu misseri og við heyrum á því hvað íþrótta- og æskulýðsmálin skipta miklu máli í búsetuákvörðuninni. Við tókum stórt skref fram á við með ráðningu íþróttafulltrúa sem ég er viss um að á eftir að vinna frábært starf. Það er fullt af fólki sem er tilbúið að vinna með okkur og gera starfið enn betra,“ sagði Lilja.

Íþróttafulltrúi ráðinn Páll Vilhjálmsson var ráðinn íþróttafulltrúi í Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppi á vormánuðum og ríkir almenn ánægja með þetta nýja starf á svæðinu. „Fram undan eru spennandi tímar hjá Hrafna-Flóka í kjölfar þess samnings sem gerður var á dögunum. Nú getum við farið af stað og horft fram á veginn. Það er skemmtilegt starf fram undan sem á vonandi eftir að skila sér til allra,“ segir Páll. Páll, sem er sjúkraþjálfari að mennt, er Austfirðingur í húð og hár en eiginkona hans er frá Patreksfirði. „Fyrir liggur ákveðin stefnumótunarvinna á svæðinu í íþróttum almennt. Verkefnin eru ærin og þetta samstarf á bara eftir að þjappa okkur saman og iðkendum á eftir að fjölga. Það er nú tilgangurinn með þessu og ég er viss um að þessi markmið eiga eftir að nást,“ sagði Páll.


Ungmennafélag Íslands

AKUREYRI 2015

Velkomin á Unglingalandsmót UMFÍ UM VERSLUNARMANNAHELGINA Unglingalandsmót UMFÍ er vímulaus íþróttaog fjölskylduhátíð sem haldin er á hverju ári og ætíð um verslunarmannahelgina. Á þessu ári verður mótið á Akureyri en þar er frábær íþróttaaðstaða og allt til alls. Keppnisrétt hafa allir á aldrinum 11 – 18 ára en einnig eru í boði ýmiss verkefni fyrir 10 ára og yngri. Foreldrar munu örugglega finna eitthvað við sitt hæfi á mótinu þannig að þetta verður sannkölluð fjölskylduhátíð. Mótsgjald er aðeins kr. 6.000.- og geta keppendur keppt í eins mörgum greinum og þeir vilja.

Keppnisgreinarnar eru: s Badminton s Boccia s Bogfimi s Borðtennis s Dans s Fimleikar s Frjálsíþróttir s Glíma s Golf s Handbolti s Hestaíþróttir s Hjólreiðar s Júdó s Keila s Knattspyrna s Körfubolti s Lyftingar s Motocross s Siglingar s Skák s Stafsetning s Strandblak s Sund s Taekwondo s Tölvuleikur s Upplestrarkeppni

www.maggioskars.com

Vímulaus íþrótta- og fjölskylduhátíð tónlist og taumlaus gleði!

Hittumst á Akureyri! Allar frekari upplýsingar eru veittar hjá UMFÍ: ÊMAR "RAGI 3TEFÕNSSON S s netfang: omar@umfi.is

www.umfi.is

SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands

11


Vel heppnuð námsferð UMFÍ til Danmerkur

Y

fir 40 manna hópur frá UMFÍ fór í námsferð til Danmerkur dagana 7.–10. maí sl. Undirbúningur fyrir ferðina hafði staðið yfir í nokkurn tíma en það voru systursamtök UMFÍ í Danmörku, DGI, Danmarks Gymnastik- og Idrætsforeninger, sem tóku á móti íslensku þátttakendunum og fræddu þá um starfsemi sína, m.a. í höfuðstöðvum þeirra í Vingsted á Jótlandi. Ferðin heppnaðist mjög vel enda tóku frændur vorir Danir vel á móti hópnum sem einnig heimsótti ISCA, International Sport and Culture Association, sem UMFÍ er aðili að. ISCA eru samtök um almenningsíþróttir og menningu hinna ýmsu landa í heiminum. Ferðin hafði mikið upplýsingagildi en hún kom að hluta til í staðinn fyrir árlegan vorfund sem haldinn er með aðildarfélögum UMFÍ ár hvert. Ungmennafélag Íslands er í samskiptum og samstarfi við ýmis samtök og aðila víðs vegar um heiminn, m.a. við Danmarks Gymnastik- og Idrætsforeninger, DGI. Samtökin eru eins konar systursamtök UMFÍ og hefur gott samstarf verið milli þessara tveggja samtaka um langt árabil.

Markmið ferðarinnar Markmið námsferðarinnar var að - heimsækja DGI og kynnast verkefnum þeirra sem miða að því að efla samfélagið til þátttöku og fræðast um hlutverk sjálfboðaliða í starfi þeirra, - fræðast um útgáfu, miðlun og framkvæmd stærri viðburða hjá DGI, - skapa umræðu um samvinnu sambandsaðila við sveitarfélögin, sjálfboðaliðastarfið og forvarnaskilyrði skipulagðs starfs fyrir ungt fólk, - skapa umræðu um hvernig virkja megi ofangreinda þætti til að efla enn frekar starf okkar og fræðast um leiðir sem DGI hefur nýtt sér í samstarfi við sveitarfélög og önnur æskulýðsfélög.

12

SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands

Frá Kaupmannahöfn til Ringsted Hópurinn hélt út snemma á fimmtudagsmorgni með flugvél frá Icelandair. Frá Kaupmannahöfn var ekið með rútu til Vingsted á Jótlandi. Eftir kvöldverð í Vingsted með stjórn DGI var hlýtt á kynningu um starfsemi DGI sem Steen Tinning, framkvæmdastjóri landsskrifstofu DGI, flutti. Var hún afar fróðleg.

Kynningar á starfsemi DGI Fyrir hádegi á föstudag sá Troels Rasmussen, framkvæmdastjóri DGI Lab, um kynningu á helstu verkefnum DGI og í framhaldinu fékk hópurinn kynningu á því hvernig Danirnir standa að landsmótum sínum sem eru mjög fjölmenn og haldin á fjögurra ára fresti. Sören Brixen, framkvæmdastjóri DGI, stýrði þessum fyrirlestri á afar uppbyggilegan hátt. Að lokum fræddi Brigit Gjöl Nielsen, sölu-, markaðs- og kynningarfulltrúi DGI, íslensku þátttakendurna um markaðs- og sölumál og útgáfu og miðlun ýmiskonar. Eftir hádegi á föstudeginum var haldið til Kaupmannahafnar. Síðdegis voru skrifstofur ISCA (International Sports and Culture Association) heimsóttar og hlýtt á Morgens Kirkeby, formann ISCA, sem sagði frá starfsemi ISCA og þar á meðal hreyfivikunni Move Week.

Hjólað á milli staða Á laugardeginum fengu þátttakendurnir kynningu á svokölluðum jaðaríþróttum sem njóta mikilla vinsælda í Danmörku og víðar. Lagt var af stað árla morguns á reiðhjólum og þegar dagskránni lauk síðdegis lét nærri að hver og einn hefði lagt að baki um 40 km vegalengd. Fyrst var haldið út á Amager Strand og þar sem þeir sem vildu gátu spreytt sig á kajökum. Öðrum bauðst að fara í leiki og í þrautir er tengdist náttúrunni. Þetta svæði nýtur vinsælda á meðal Kaupmannahafnarbúa sem flykkjast þangað á góðviðrisdögum.

Áfram var haldið og stefnan tekin á svæði sem býður upp á parkour, hjólaleikni og línuskauta, svo eitthvað sé nefnt. Margir reyndu fyrir sér í þessum greinum og höfðu gaman af. Að síðustu hlýddu þátttakendur á fyrirlestur utandyra sem fjallaði um þá einstaklinga sem sækja ekki með reglubundnum hætti í starfsemi sem stendur þeim til boða af hálfu DGI. Þarna er aðallega um að ræða fólk, í sumum tilfellum innflytjendur, sem á af einhverjum ástæðum erfitt uppdráttar félagslega. Reynt er af öllum mætti að ná til þessa hóps, byggja einstaklingana upp eins og kostur er og benda á leiðir sem í boði eru og efla þá á allan hátt. Þegar dagur var að kveldi kominn voru íslenskir þátttakendur þreyttir en sælir og í allir í skýjunum með vel heppnaðan dag. Um kvöldið var snæddur kvöldverður í DGI-byen í boði stjórnar DGI.

Gagnleg og skemmtileg ferð Fyrir hádegi á sunnudag var þátttakendum skipt niður í hópa þar sem ferðin var rædd og teknar saman helstu niðurstöður. Um kvöldið var haldið heim til Íslands að lokinni vel heppnaðri ferð sem á eftir að verða öllum bæði gagnleg og eftirminnileg.

Tilbúnar í kajakróður á Amager Strand. Frá vinstri: Hildur Bergsdóttir frá UÍA, Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir frá HSV, Auður Inga Þorsteinsdóttir frá UMFÍ og Eyrún Harpa Hlynsdóttir frá UMFÍ.


Þátttakendur í ferðinni: Þrír þátttakendur í ferðinni til Danmerkur voru spurðir hvernig þau hefðu upplifað ferðina til DGI, hvað þeim hefði fundist áhugaverðast og hvernig ferðin muni nýtast þeim í starfi.

Einar Haraldsson, formaður Keflavíkur: „Þessi ferð var mjög góð. Komnir eru nýir aðilar til starfa innan hreyfingarinnar og því ber að fagna. Í svona ferðum nær maður að kynnast þessu fólki sem síðan auðveldar öll samskipti sem á eftir koma. Dagskrá ferðarinnar var helst til stíf en mjög flott. Allt var til fyrirmyndar. Fyrirlestrar um hvað DGI er að gera í greiningarmálum og hvernig þeir standa að verkefnum sem þeir setja af stað voru mjög fróðlegir. Væri gaman ef við gætum gert slíkt hið sama hér en við ráðum ekki yfir þeim fjármunum sem DGI hefur. Gaman var að sjá og að fá að prófa hjólabrautina sem þeir eru með fyrir almenning. Ég hef kynnst nýjum starfsmönnum héraðs-

og ungmennasambanda sem á eftir að auðvelda mér öll samskipti við þá. Slíkt tengslanet er mjög mikilvægt í störfum okkar. Alltaf er gaman að sjá hvað aðrir eru að gera. Ég held að munurinn liggi í fjármagninu sem menn hafa úr að spila.“

Guðný Stefanía Stefánsdóttir, formaður HVÍ: „Mín upplifun í ferðinni var mjög góð og frábært var að fá tækifæri til að kynnast starfsemi DGI. Það var gaman að sjá og heyra að það sem við erum að gera hér á okkar svæði er ekki svo frábrugðið því sem er verið að gera þarna úti og styður við það góða starf sem er heima í héröðum víðs vegar um landið. Ýmislegt var áhugavert í þessari ferð en ég myndi segja að hjólaferðin um Kaupmannahöfn hafi staðið upp úr. Gaman var að því að fá að sjá borgina á annan hátt og mér fannst Dirt bike-svæðið vera mjög spennandi og það er eitthvað sem ég hefði mikinn áhuga á að skoða á mínum heimaslóðum. Það sem mér fannst líka áhugavert var að viðmiðunartölur þeirra eru aðrar en okkar þó svo að þeir séu með mun fleiri einstaklinga heldur en við. Þeim fannst frábær árangur að fara úr fimm krökkum, sem komu reglulega í hjólabrautina, og upp í sextíu krakka á þremur árum. Ég er ekki viss um að við Íslendingar yrðum jafnhrifin. Þetta segir mér að kannski þurfum við að líta meira inn á við og hætta að hugsa um fjöldann, vera glöð með hvern

og einn einstakling sem líður betur en áður. Fyrst og fremst finnst mér æðislegt fyrir mig, svona nýja í hreyfingunni, að fá tækifæri til að kynnast fólki sem er að vinna á bak við tjöldin í UMFÍ og hafa fengið tækifæri til að kynnast fólki víðs vegar að af landinu. Öll samskipti verða auðveldari og skemmtilegri þegar maður er andlit á bak við nöfnin. Þessi ferð mun nýtast mér á þann hátt að við vitum að við erum að vinna gott starf hérna heima og að við getum haldið því áfram.“

Ástþór Jón Tryggvason, stjórnarmaður USVS: „Ég upplifði ferðina sem mikið tækifæri. Það atvikaðist þannig að framkvæmdastjórinn okkar, hann Birgir, sem upphaflega átti að fara í ferðina, varð að boða forföll. Þá var leitað til formanns og hann leitaði til stjórnar. Mér þykir þetta gífurlega mikil viðurkenning fyrir það starf sem ég hef unnið. Það er úr mörgu að velja, enda margt sem var skoðað og kannað þarna úti, en áhugaverðast fannst mér hvernig DGI og DIF, sem eru í raun danska UMFÍ og ÍSÍ, vinna saman að ýmsum verkefnum, og eru ekki í stöðugri samkeppni. Þetta er eitthvað sem mér finnst að ÍSÍ og UMFÍ mættu taka sér til fyrirmyndar. Ferðin á eftir að nýtast mér á svo marga vegu. Fyrir mig var það mjög hvetjandi að fá tækifæri, þetta ungur, til að fara fyrir félagið mitt í þessa ferð. Í ferðinni kynntist maður síðan að sjálfsögðu mörgu fólki og fékk

innsýn inn í starfið hjá félögum þess eða samböndum, og um leið helling af hugmyndum, hvernig hægt væri að yfirfæra það og bæta til að hjálpa sínu félagi. Ég kem til baka reynslunni ríkari, uppfullur af góðum hugmyndum, og þekki nú helling af frábæru fólki sem sinnir frábæru starfi úti um allt land.“

SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands

13


Ársþing HSS:

Ársþing USAH:

Þorsteini Newton veitt starfsmerki UMFÍ

Gjafir til félaga sem eiga merkisafmæli

Héraðssamband Strandamanna hélt ársþing sitt í Félagsheimilinu á Hólmavík 30. apríl sl. Gestgjafi þingsins í ár var Skíðafélag Strandamanna. Alls mættu 28 þingfulltrúar á þingið sem var undir öruggri fundarstjórn Þorgeirs Pálssonar. Hrönn Jónsdóttir, stjórnarmaður í UMFÍ, ávarpaði þingið og sæmdi Þorstein Newton starfsmerki UMFÍ fyrir óeigingjarnt og ötult starf, meðal annars sem gjaldkeri HSS síðastliðin sjö ár. Viktor Gautason var valinn efnilegasti íþróttamaður HSS árið 2014 og Jamison Ólafur Johnson var sæmdur nafnbótinni íþróttamaður HSS árið 2014. Ingibjörg Benediktsdóttir hlaut hvatningarbikar UMFÍ fyrir öflugt starf í þágu almenningsíþrótta. Nokkrar breytingar urðu á stjórn HSS. Nýja stjórn skipa Vignir Örn Pálsson, formaður, Hrafnhildur Þorsteinsdóttir, varaformaður, Dagbjört Hildur Torfadóttir, gjaldkeri, Guðbjörg Hauksdóttir, ritari, og Ragnar Bragason, meðstjórnandi.

Stjórn USAH.

Ungmennasamband Austur-Húnvetninga hélt 98. ársþing sitt 21. mars sl. á Blönduósi. Alls mættu 33 fulltrúar á þingið. Á þinginu voru m.a. sex tillögur um ýmis málefni sambandsins teknar fyrir og ræddar og að lokum allar samþykktar. Hvatningarverðlaun USAH hlaut Júdófélagið Pardus fyrir öflugt starf og góðan árangur. Einnig fengu þau félög innan sambandsins sem eiga stórafmæli á þessu ári afmælisplatta að gjöf frá sambandinu. Ómar Bragi Stefánsson, landsfulltrúi UMFÍ, flutti ávarp og kveðjur starfsfólks og stjórnar UMFÍ. Aðalbjörg Valdimarsdóttir var kjörin formaður sambandsins. Með henni í stjórn eru Hafdís Vilhjálmsdóttir, varaformaður, Valgerður Hilmarsdóttir, gjaldkeri, Guðrún Sigurjónsdóttir, meðstjórnandi, og Sigrún Líndal, ritari.

Jamison Ólafur Johnson íþróttamaður HSS 2014.

Ársþing USÚ:

Páll Róbert Matthíasson kjörinn formaður USÚ Ungmennasambandið Úlfljótur hélt 82. ársþing sitt í Mánagarði í Nesjum þann 26. mars sl. Ýmislegt var á döfinni hjá USÚ á árinu og má þar nefna þátttöku í Unglingalandsmótinu á Sauðárkróki og verkefnunum Fjölskyldan á fjallið og Hreyfivikan (Move Week). Nokkrar tillögur og ályktanir voru samþykktar á þinginu, svo sem hvatning til ungmennafélaga til að fjölmenna á Landsmót UMFÍ 50+ á Blönduósi og á Unglingalandsmót UMFÍ á Akureyri. Þá voru stjórnir aðildarfélaga hvattar til að leita leiða til að auka samstarf yngri flokka í ólíkum íþróttagreinum. Hreinn Eiríksson var útnefndur heiðursfélagi USÚ á þinginu. María Birkisdóttir var kjörin

Ragnheiður Högnadóttir, stjórn UMFÍ, ásamt Sigrúnu Sigurgeirsdóttur sem var sæmd starfsmerki UMFÍ.

íþróttamaður USÚ 2014. Hvatningarverðlaun hlutu þau Ingibjörg Lucía Ragnarsdóttir, Ingibjörg Valgeirsdóttir og Gísli Þórarinn Hallsson. Ragnheiður Högnadóttir í varastjórn UMFÍ flutti ávarp og kveðju starfsfólks og stjórnar UMFÍ. Að lokum sæmdi hún Sigrúnu Sigurgeirsdóttur, formann Umf. Öræfa, starfsmerki UMFÍ. Matthildur Ásmundardóttir, fráfarandi formaður, gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Í hennar stað var Páll Róbert Matthíasson kjörinn formaður. Auk hans eru í stjórn Jóhanna Íris Ingvarsdóttir, ritari, og Sigurður Óskar Jónsson, gjaldkeri.

Sögulegir samningar hjá Hrafna-Flóka

Þ

ann 11. júní sl. voru undirritaðir sögulegir samningar í Fjölvali á Patreksfirði. Um er að ræða samstarfssamninga á milli Héraðssambandsins HrafnaFlóka og sveitarfélaganna Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps annars vegar og Hrafna-Flóka og sex af stærstu fyrirtækjunum á sunnanverðum Vestfjörðum hins vegar. Fyrirtækin eru Oddi hf., Patreksfirði, Þórsberg ehf., Tálknafirði, Landsbankinn, Patreksfirði, Arnarlax ehf., Fjarðalax ehf. og Íslenska Kalkþörungafélagið ehf., Bíldudal. Í byrjun febrúar 2014 var haldinn stefnumótunarfundur að tilstuðlan Hrafna-Flóka í samstarfi við Vesturbyggð og Tálknafjarðarhrepp. Á fundinum var staða íþrótta- og æskulýðsmála á svæðinu greind. Farið var yfir styrkleika og veikleika, ógnanir og tækifæri. Einnig var farið yfir hvernig væri hægt að bæta stöðuna. Að lokum voru niður-

14

SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands

stöðurnar dregnar saman og nokkur atriði sett sem forgangsverkefni. Efst á þessum forgangslista var að fá starfsmann, íþróttafulltrúa á sunnanverðum Vestfjörðum, sem ynni bæði fyrir HHF og sveitarfélögin. Þann 1. júní sl. tók til starfa á þessum vettvangi Páll Vilhjálmsson. Annað atriði á forgangslistan-

Fulltrúar aðila sem undirrituðu samninganna á Patreksfirði.

um var að fá styrk frá bæði sveitarfélögum og fyrirtækjum á svæðinu ásamt því að auka jákvæðni á svæðinu gagnvart starfseminni. Samningarnir eru í samræmi við yfirlýst markmið samstarfsaðila HHF um að styrkja það mikilvæga æskulýðs- og íþróttastarf sem HHF stendur fyrir meðal barna og unglinga á sambandssvæðinu. Við undirritunina tóku til máls, auk Lilju Sigurðardóttur, formanns HHF, og Valdimars Gunnarssonar, Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri í Vesturbyggð, Indriði Indriðason, sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps, og Einar Sveinn Ólafsson, framkvæmdastjóri Ískalks. Lýstu þau yfir ánægju með undirritun samstarfssamninganna og undirstrikuðu mikilvægi þeirra með vel völdum orðum.


Sundlaugar Garðabæjar Frábær afþreying, fjör, líkamsrækt og slökun. Fjörið er í Álftaneslaug s: 550 2350 Rólegheitin ríkja í Ásgarðslaug s: 565 8066

SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands

15


Héraðsþing HSV:

Markmiðið að styðja enn betur við unga og efnilega íþróttamenn Héraðsþing HSV var haldið þann 20. maí sl. í félagsheimilinu á Þingeyri. Um 50 manns mættu á þingið en þó vantaði fulltrúa frá nokkrum félögum. Á þinginu var kynnt og samþykkt ný reglugerð fyrir afrekssjóð HSV en markmiðið með henni er að styðja enn betur við unga og efnilega íþróttamenn. Guðný Stefanía Stefánsdóttir var endurkjörin formaður sambandsins. Tveir gengu úr stjórn og voru kosin í þeirra stað þau Hildur Elísabet Pétursdóttir og Ingi Björn Guðnason. Fyrir voru í stjórn og starfa áfram þau Pétur G. Markan og Birna Jónasdóttir. Varamennirnir Sigurður Erlingsson, Jóhann Króknes Torfason og Elín Marta Eiríks-

dóttir gáfu öll kost á sér til áframhaldandi starfs og voru kjörin með lófaklappi. Veitt voru silfurmerki HSV fyrir gott og óeigingjarnt starf innan íþróttahreyfingarinnar. Íþróttafélög innan vébanda HSV tilnefndu tíu einstaklinga og voru þeir allir heiðraðir. Frá Blakfélaginu Skelli voru tilnefndar Harpa Grímsdóttir, Sólveig Pálsdóttir og Þorgerður Karlsdóttir. Skíðafélag Ísfirðinga tilnefndi Gunnar Þór Sigurðsson, Jónas Gunnlaugsson, Sigurð Erlingsson og Þórunni Pálsdóttur. Boltafélag Ísafjarðar tilnefndi Hannes Hrafn Haraldsson, Hildi Elísabetu Pétursdóttur og Stellu Hjaltadóttur.

Guðný Stefanía Stefánsdóttir, formaður HSV, ásamt þeim sem hlutu silfurmerki HSV fyrir gott og óeigingjarnt starf í þágu íþróttahreyfingarinnar.

Aðalfundur Umf. Grindavíkur:

Sigurður Enoksson nýr formaður Umf. Grindavíkur Talsverðar breytingar urðu á stjórn Ungmennafélags Grindavíkur á aðalfundi þess sem haldinn var 9. júní sl. í nýrri og glæsilegri félagsaðstöðu í nýja íþróttamannvirkinu við Austurveg. Gunnlaugur Jón Hreinsson lét af störfum sem formaður UMFG en í hans stað var Sigurður Enoksson kjörinn nýr formaður. Gunnlaugur hefur verið ötull forystumaður í íþróttahreyfingunni í Grindavík og verið í aðalstjórn með hléum frá 1976, eða í hartnær 40 ár. Gunnlaugi voru þökkuð góð störf fyrir félagið. Auður Inga Þorsteinsdóttir, nýr framkvæmdastjóri UMFÍ, mætti á fundinn og flutti kveðju frá stjórn og starfsfólki UMFÍ. Alls buðu fimm einstaklingar sig fram í fjögur sæti í aðalstjórn og því þurfti að kjósa á milli þeirra. Kjartan Fr. Adólfsson, Guðmundur Bragason, Rúnar Sigurjónsson og Bjarni Már Svavarsson voru kjörnir í stjórnina. Í

Á aðalfundi Umf. Grindavíkur sem haldinn var í nýrri og glæsilegri félagsaðstöðu.

varastjórn voru kosnir Gunnlaugur Jón Hreinsson, Magnús Andri Hjaltason og Jón Þór Hallgrímsson. Rekstur og starfsemi UMFG á síðasta starfsári gekk vel. Unnið hefur verið að margvíslegum verkefnum til að efla innra starf félagsins. Mesta framfaraskrefið felst í nýrri og glæsilegri félagsaðstöðu sem mun án efa gjörbylta starfsemi félagsins. Þá verður ráðinn

íþróttafulltrúi í hlutastarf í haust til að efla innra starfið enn frekar. „Ég hef lifað og hrærast í íþróttum í Grindavík og þekki alla innviði vel. Mér líst vel á framhaldið og það eru spennandi tímar fram undan. Það hefur alltaf verið vel staðið að íþróttamálum í Grindavík en með nýjum mönnum koma nýjar áherslur. Hlutirnir munu gerast hægt og vel. Nýja félagsaðstað-

Sigurður Enoksson, formaður UMFG.

an er frábær í alla staði. Hún á eftir að gefa öllu starfinu meira líf, á því leikur enginn vafi, og allar deildir innan UMFG munu njóta góðs af,“ sagði Sigurður í spjalli við Skinfaxa.

Héraðsþing HHF:

Stjórn Hrafna-Flóka endurkjörin Héraðssambandið Hrafna-Flóki hélt 36. héraðsþing sitt á veitingastaðnum Hópinu á Tálknafirði þann 29. apríl sl. Mótaskrá sumarsins var samþykkt auk þess sem tilkynnt var um val á íþróttafólki ársins 2014. Nýr íþróttafulltrúi, Páll Vilhjálmsson, var kynntur til starfa en hann hóf störf 1. júní sl. Saga Ólafsdóttir, Íþróttafélaginu Herði (ÍH), var valin frjálsíþróttamaður HHF auk þess að vera íþróttamaður HHF árið 2014. Knattspyrnumaður HHF var valinn Einar Jónsson frá ÍH, sundmaður HHF var valin Guðrún Ósk Aðalsteinsdóttir frá Ungmennafélagi Tálkna-

16

Stjórn HHF: Lilja Sigurðardóttir, Sædís Eiríksdóttir og Birna Friðbjört Hannesdóttir.

SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands

fjarðar (UMFT) og Gabríel Ingi Jónsson frá UMFT var valinn körfuknattleiksmaður HHF. Ein umsókn í Minningarsjóð Stefáns Jóhannesar Sigurðssonar barst árið 2014 en tilgangur sjóðsins er að styrkja unga og efnilega íþróttamenn innan Héraðssambandsins Hrafna-Flóka til frekari þjálfunar. Hilmir Freyr Heimisson fékk styrk en hann er skákmaður og varð m.a. Íslandsmeistari í skólaskák 2013. Hilmir Freyr á glæstan feril að baki og má nefna að hann varð unglingameistari Hellis 2012, unglingameistari TR 2011 og varð barnablitzmeistari á Reykjavík Open 2012.

Engin breyting varð á stjórn HHF en stjórnina skipa Lilja Sigurðardóttir, formaður, Sædís Eiríksdóttir, meðstjórnandi, og Birna Friðbjört Hannesdóttir, meðstjórnandi. Varastjórn skipa Heiðar Jóhannsson, Kristrún A. Guðjónsdóttir og Ólafur Byron Kristjánsson.


Ungmennaráð UMFÍ Ungmennaráð UMFÍ er skipað sjö fulltrúum á aldrinum 15–25 ára. Markmið ungmennaráðs er að ungmenni fái aukna ábyrgð og tækifæri til að taka þátt í ákvarðanatöku um mótun þess félags- og tómstundastarfs sem þau eru virk í og tengja skoðanir sínar inn í starf ungmennafélagshreyfingarinnar. Ungmennaráð UMFÍ er einstakt tækifæri fyrir unga leiðtoga til þess að kljást við og bæta sig á hinum ótrúlegustu sviðum, t.a.m. í teymisvinnu, verkefnastjórnun, samskiptum og framkomu á opinberum vettvangi. Fulltrúar í ungmennaráði þurfa að geta tekist á við óvæntar og skyndilegar uppákomur sem eins og eftir lögmáli spretta upp eins og túnfíflar á viðburðum ráðsins og eins er ekki verra að hafa smá skítahúmor fyrir sjálfum sér og öllum öðrum þegar hlutirnir virðast ætla að fara allar aðrar leiðir en upphaflega stóð til. Góðlátleg illkvittni er nauðsynleg þegar kemur að skylduhrekkjum innan ráðsins og enginn hittingur er fullkomnaður nema tekist hafi að hræða og bræða Sabínu, landsfulltrúa UMFÍ, sem er bæði starfsmaður og andlegur gúrú ungmennaráðs!

Ungt fólk og lýðræði Ungmennaráð tók þátt í og skipulagði tvo stóra viðburði í vor. Fyrri viðburðurinn var árleg ungmennaráðstefna UMFÍ, Ungt fólk og lýðræði, sem að þessu sinni fékk undirheitið „Margur verður af aurum api“ og fjallaði um réttindi, stöðu og skyldur ungs fólks á vinnumarkaði. Ráðstefnan var haldin í Stykkishólmi og gekk ótrúlega vel enda fengum við góðar viðtökur hjá heimafólki og staðurinn reyndist frábær í alla staði. Að venju var ráðstefnan haldin í vikunni fyrir dymbilviku, stóð í þrjá daga og samanstóð af fyrirlestrum, vinnustofum, lýðræðisleikjum, kvöldvökum og jákvæðri samveru þátttakenda, en þeir voru allir fulltrúar í ungmennaráðum eigin sveitarfélaga. Þema ráðstefnunnar um réttindi ungs fólks á vinnumarkaði var greinilega hið þarfasta því að í ljós kom að margir þátttakendur höfðu ekki fengið fullnægjandi fræðslu um eigin skyldur og réttindi. Fyrir ráðstefnuna var öllum þátttakendum gert að klára VR-skóla lífsins sem fræðir nemendur í gegnum netið á gagnvirkan og sjónrænan máta um vinnumarkaðinn, við hverju megi búast og hvað skuli varast. Þetta reyndist vera sérlega mikilvægt í ljósi kjaraviðræðna vorsins og fróðlegt að vita hvort nýútskrifaðir ráðstefnugestir hafi nýtt sér þá fræðslu sem í boði var og kynnt sér nýja kjarasamninga á almennum vinnumarkaði sem vissulega snerta þau flest. Dale Carnegieþjálfarar heimsóttu okkur líka og komu með það markmið að efla sjálfstraust og framkomu. Vægast sagt voru viðbrögðin við ráðstefnunni verulega góð og hún vakti athygli fyrir mikilvægi og útkomu.

Snjóboltinn Hinn viðburðurinn, sem ungmennaráð kom að og skipulagði, var heimsókn „hreyfiörs“ hóps frá Milton Keynes College í Englandi. Heimsóknin var hluti af verkefni ungmennaráðs sem nefnist Snjóboltinn og miðar að því að miðla reynslu til og öðlast reynslu frá öðrum sem ef til vill deila ekki sama bakgrunni og geta því aukið við nýja færni og þekkingu þátttakenda líkt og snjóbolti sem sífellt rúllar áfram, kemst í snertingu við nýjan snjó og stækkar og stækkar. Hópurinn heimsótti okkur með aðstoð Evrópu unga fólksins og UMFÍ að Laugarvatni þar sem við héldum til í nokkra daga, skiptumst á hugmyndum, leikjum, aðferðum og upplifunum, en þau eru öll í námi þar sem þau læra að verða leiðtogar ungmenna í íþróttum og félagsstarfi. Við ræddum við þau um gildi og viðmið þegar kemur að álitamálum í íþróttum og félagsstarfi og fengum dýrmæta innsýn sem okkur gat virst framandleg, þar sem við búum í tiltölulega litlu samfélagi. Eftirtekja þess tíma sem við deildum með þeim fór fram úr okkar björtustu vonum og við gerum ráð fyrir að þegar við munum heimsækja þau í haust verði upplifunin ekki síðri og við verðum einfaldlega betur í stakk búin til að takast á við fjölbreytt verkefni okkar, UMFÍ og heiminn allan. Verkefni ungmennaráðs eru margbreytileg en ótrúlega skemmtileg og það kemur manni sífellt á óvart hversu magnaðir einstaklingarnir, sem koma að því ár hvert, eru. Fulltrúar þess eru ólíkir eins og við erum mörg. Hver fundur er uppfullur af gremju og gleði, heilaþoku og léttum misskilningi sem yfirleitt endar í magnaðri snilligáfu og hugmyndum sem okkur finnast einstakar á heimsmælikvarða. Með endalausa bjartsýni (og Sabínu) að vopni er eiginlega ekki nokkur skapaður hlutur sem ekki er mögulegur með smá samvinnu og votti af þrjósku. Það er undirrituðum því nokkuð ljóst, eftir tveggja ára setu í ungmennaráði UMFÍ, að ef einhver þarf að velta því fyrir sér hvað orðið hafi um ungmennafélagsandann þurfi hann ekki að leita lengra en í fundaherbergi UMFÍ á góðu mánudagskvöldi.

F.h. ungmennaráðs, Aðalbjörn Jóhannsson SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands

17


Nýjar íþróttir njóta vin - á dönsku landsmótunum

D

önsku landsmótin eiga sér langa sögu eða allt aftur til ársins 1862 er 103 karlar komu saman og kepptu í skotfimi. Þetta fyrsta mót stóð í sex klukkutíma og var haldið á svipuðum slóðum og DGI-byen stendur nú í Kaupmannahöfn. Sagan segir að borðhaldið eftir mótið hafi tekið lengri tíma en keppnin sjálf. Mótin voru í byrjun miklar hátíðir þar sem gleði og gaman ríktu og snerust mikið um þjóðarstolt. Fimleikar komu til sögunnar 1881 og hafa sett mark sitt á mótin síðan. Konur tóku fyrst þátt í fimleikum í Silkeborg 1908. Um aldamótin var talað um skandinavíska hátíð því að ásamt Dönum tóku Norðmenn og Svíar þátt. Á þriðja áratug 20. aldar var dregið úr vægi keppnisíþrótta og meira lagt upp úr sýningum. Á fjórða áratugnum bættust fleiri íþróttagreinar við eins og fótbolti, handbolti, frjálsar og sund. Næstu tvo áratugina var lögð meiri áhersla á þátttöku almennings og boðið upp á fleiri sýningar, viðburði o.fl. Frá 1970 og fram á tíunda áratuginn jókst

18

SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands

fjölbreytni mótanna, fleiri og fjölbreyttari íþróttagreinar bættust við og ungir sem aldnir gátu verið með. Í gegnum tíðina hafa dönsku landsmótin tekið miklum breytingum. Þátttakendum hefur fjölgað mikið sem og keppnisgreinum, alls konar sýningum, viðburðum og smiðjum. Í dag eru landsmótin sannkallaðar stórhátíðir þar sem keppni, leikur, fræðsla og samvera er það sem mestu máli skiptir. Fjölmennasta landsmótið hingað til var haldið í Silkeborg 1998. Þá voru þátttakendur 45.054 og er talið að um 80.000 manns hafi komið á mótið. Dönsku landsmótin (Landsstævne), sem nú orðið eru haldin á fjögurra ára fresti, eru stærstu íþróttahátíðir sem haldnar eru í Danmörku. Síðasta landsmót DGI, sem var það 26. í röðinni, var haldið í Esbjerg 2013. Þar voru þátttakendur 23.500. Yngri aldurshópar voru fjölmennir en um þriðjungur þátttakenda var á aldrinum 15–25 ára. Setningarhátíðin fór fram í Blue Water Arena í Esbjerg og var sjónvarpað beint á DR1 og TV-2. Talið er að um 780.000 hafi fylgst með henni.

Á mótinu í Esbjerg gátu þátttakendur í fyrsta skipti sett saman sína eigin dagskrá, t.d. tekið þátt í strandblaki og CrossGym einn daginn, fótbolta annan, fimleikum með fimleikahópi þann þriðja og svo prófað þríþraut eða farið í fitness-smiðju. Mótið var öllum opið og þurfti fólk ekkert endilega að vera skráð í félag. Aldurtakmark var 15 ár en börn voru velkomin í fylgd með fullorðnum og var boðið upp á ýmislegt sem þau gátu tekið þátt í. Fjöldinn allur af smiðjum (workshops) var í boði þar sem fólki gafst kostur á að auka innsýn sína í ýmsar íþróttir. T.d. var hægt að fara í það sem kallað var DGI Aqua Act en þar var boðið upp á stórt reipi og ýmsar þrautir í sundhöllinni. Þá var hægt að keppa í fótbolta í sjö manna liðum og öðrum boltagreinum á smærri völlum og með færri leikmönnum í miðbænum. Um 3.700 sjálfboðaliðar komu að framkvæmd landsmótsins í Esbjerg. Til gamans má geta þess að þeir elduðu 8,5 tonn af heitum mat, drösluðu íþróttatækjum til og frá, smurðu 71.000 rúgbrauðssneiðar og margt fleira.


sælda

Á landsmótinu var boðið upp á 22 fjölbreyttar íþróttagreinar og fjölda „nýrra íþrótta“ sem nutu mikilla vinsælda. Hjólreiðar og MTB voru t.d. með 544 þátttakendur, 980 tóku þátt í kajaksiglingum og um 1.200 í hlaupum. Fimleikar voru fjölmennasta greinin á þessu móti eins og lengst af hefur verið og setja þeir ávallt mikinn svip á dönsku landsmótin. Opnunarhátíðir og lokahátíðir dönsku landsmótanna eru alltaf sannkallaðir stórviðburðir. Í þeim tekur m.a. þátt fjöldi sýningarhópa frá dönskum ungmennaskólum. Sýningarnar ná gjarnan hámarki þegar heimsliðið, eða DGI Verdensholdet eins og það er kallað, sýnir en það er sérstakur sýningarhópur sem settur er saman tveimur árum fyrir mót. Hjá þeim er eitt ár tekið í að æfa upp sýningu sem síðan er farið með um heiminn. Lokasýningin er svo jafnan á landsmótinu. Á landsmótinu 2013 setti DGI af stað nýja herferð undir heitinu „Fedt du er frivillig“ þar sem lögð var áhersla á aðkomu og mikilvægi sjálfboðaliða í starfinu.

Næsta landsmót DGI verður haldið í Álaborg á Norður-Jótlandi dagana 6.–9. júlí 2017 og er þetta í fyrsta skipti sem mótið er haldið þar. Ákvörðun um mótsstaðinn var tilkynnt í desember 2012 en auk Álaborgar sóttu Vejle, Slagelse, Viborg og Holstebro um að fá að halda mótið. Yfirskrift mótsins verður „Íþróttirnar út í bæinn“ (Idretten ud í byens rum) þar sem sýningar, keppnir og fjölbreyttir viðburðir verða í hjarta bæjarins. Við höfnina í Álaborg verður reist sérstök landsmótsmiðstöð þar sem opnunarhátíð mótsins verður. Yfirvöld í Álaborg gera ráð fyrir að kostnaður borgarinnar vegna landsmótsins geti orðið um 25 milljónir danskra króna. Af þeirri upphæð koma 5 milljónir frá styrktaraðilum og öðrum utanaðkomandi aðilum. Um 20 milljónir koma frá borginni sjálfri. Örn Guðnason tók greinina saman og byggði á efni af heimasíðu DGI (www.dgi.is) og úr tímaritinu Udspil.

SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands

19


Stundum gleymast stelpurnar Fjallað um stöðu kvenna í stjórnum innan íþróttahreyfingarinnar

S

taða konunnar á heimilinu hindrar líklega að konur sæki eftir sæti í stjórnum. Svana Hrönn Jóhannsdóttir lauk nú í vor BS-prófi í íþróttafræðum við Háskólann í Reykjavík og fjallaði lokaritgerð hennar um stöðu kvenna í stjórnum innan íþróttahreyfingarinnar. Þess má geta að Svana hefur getið sér gott orð í íþróttum en hún var um tíma einn sterkasta glímukona landsins.

frekar ábyrgð á störfum innan heimilisins og gefi ekki kost á sér af þeim sökum. Ég er bjartsýn og sé fram á breytingar í þessum efnum á næstu árum. Það er nauðsynlegt að bæði kynin séu í stjórnum því að iðkendur eru af báðum kynjum. Stundum gleymast stelpurnar og hliðar þeirra á málum en oft þarf að aðlaga reglur að konum með ýmsum hætti. Það þarf umfram allt innsýn beggja kynja.“

Forgangsröðin er öðruvísi

Margt skemmtilegt kom í ljós

– Eru konur kannski að vakna í meira mæli til vitundar í þessum efnum og áhuginn að vakna? „Já, vonandi. Forgangsröðin er væntanlega öðruvísi hjá konum en körlum. Konur eru með börnin og heimilið í forgangi sem kemur síðan niður á því að þær setjist í stjórnir. Það hefur til dæmis komið fram í ritgerð einni að karlar taki frekar þátt í sjálfboðaliðastörfum en konur. Allar konurnar, sem ég talaði við, voru beðnar um að koma í stjórn, þær buðu sig ekki fram að eigin frumkvæði. Það gildir líka örugglega víða um karlmenn sem eru í stjórnum, þeir eru einnig sóttir. Auðvitað væri betra að framboðið væri meira en það er leiðinlegt að fólk sitji bara í sófanum og pirrist yfir því að ekkert sé að gerast í staðinn fyrir að bjóða fram krafta sína.“

„Ég fékk þessa hugmynd að ritgerðarefni og þá fór ég að huga að stjórnarbakgrunni mínum í íþróttahreyfingunni en ég sat um tíma í stjórn Glímusambands Íslands. Ég fór að glugga í tölur, sá þá að þetta var eitthvað sem þyrfti að skoða nánar og hellti mér síðan í ritgerðina. Það var margt skemmtilegt sem kom í ljós og allt ferlið var hið áhugaverðasta,“ sagði Svava Hrönn Jóhannsdóttir í spjalli við Skinfaxa.

Hélt að staðan væri betri Svana sagði að staða kvenna í stjórnum innan íþróttahreyfingarinnar hefði í raun ekki komið sér á óvart. Hún hefði samt haldið að hún væri aðeins betri því konur á Íslandi eru komnar langt í jafnréttisbaráttunni. Svana sagði að hún hefði átt von á 30 prósent þátttöku kvenna en hún hefði yfirleitt verið undir þeirri prósentu í stjórnum sérsambanda, í nefndum og ráðum innan ÍSÍ og í framkvæmdastjórninni. Í formennsku íþróttafélaga og bandalaga undir ÍSÍ eru hins vegar 44 prósent konur.

Staðan er ansi misjöfn – Hefur lítil breyting orðið á stöðu kvenna á síðustu 10–20 árum í þessum efnum? „Ég fór í rauninni ekki mikið ofan í þróunina en var með tölur af heimasíðu sem tekur þetta saman, sem heitir Sydneyscoreboard. Þarna er hópur sem reynir að efla konur í stjórnun í íþróttum. Þar gat ég séð stöðuna 2009 og 2010 og það hefur í rauninni engin breyting orðið. Þar gat ég einnig borið saman stöðuna á Norðurlöndunum og raunar í öll-

Svana Hrönn Jóhannsdóttir:

„Mér fannst gaman að vinna ritgerðina og ég sá tækifæri til að ég gæti haft einhver áhrif á þessa stöðu með því að skrifa hana.“

„Konur eru með börnin og heimilið í forgangi sem kemur síðan niður á því að þær setjist í stjórnir.“ um heiminum. Staðan í þessum málum er ansi misjöfn og sums staðar eru nánast engar konur í stjórnum. Í Noregi eru þær aftur á móti yfir 30%. Þar er staðan með þeim betri þegar á heildina er litið en auðvitað var ég að einblína á stöðuna hér á landi. Ritgerðin vatt upp á sig og þróaðist út í það að verða eigindleg. Ég tók viðtöl við átta konur til þess að komast að því af hverju staðan væri orðin eins og hún er. Ég vildi komast að því hvernig þær upplifðu sjálft stjórnarstarfið, bæði hvað reynslu varðar og af hverju þær væru að taka slíkt að sér enda um ólaunað starf að ræða. Hér væri einnig um kvöld- og helgarvinnu að

20

SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands

ræða. Þessar konur komu fram með ýmsar hugleiðingar eins og hvers vegna konur sæktust ekki eftir þessu starfi og hvað væri hægt að gera. Það kom í ljós, þegar ég fór að vinna úr viðtölunum við þessar átta konur, að mikil tenging var í gögnunum. Þær voru allar sammála um að þetta væri skemmtilegt starf, samt oft erfitt og tímafrekt. Þær sögðust fá tækifæri til að sjá íþróttirnar með öðrum augum. Þær sem treystu sér ekki lengur til að vera iðkendur sáu þarna tækifæri til að vinna áfram í íþróttum. Einni í þessum hópi fannst mikilvægt að sýna börnum sínum að konan gæti unnið líka utan heimilis á kvöldin,“ sagði Svana Hrönn.

– Hvað kom þér einna helst á óvart í þessari ritgerðarsmíð? „Það var að staða konunnar innan heimilisins hindraði þær líklega í að sækjast eftir sæti í stjórnum. Ég hélt satt best að segja að við værum komin lengra á Íslandi á árinu 2015. Ég varð líka fyrir vonbrigðum með stöðuna sums staðar í Evrópu. Ég get nefnt sem dæmi að í Póllandi er fjöldi kvenna í stjórnum innan við 10% en ég fjalla ekki sérstaklega um það í niðurstöðum mínum. Þegar ég var að taka saman af hverju væri nauðsynlegt að hafa konur í stjórnum kemur fram að með setu þeirra í stjórnum fylgi meiri agi, bæði í fjármálum og fundarsetu,“ sagði Svana.

Vona að konur bjóði sig fram – Berðu í brjósti von um að þessi ritgerð þín skili einhverju? „Ég vona að hún veki athygli á stöðunni og að konur bjóði sig í meira mæli fram. Ekki þurfi að sækja þær allar til starfa og þær komi þess í stað með krafti inn í stjórnir í íþróttahreyfingunni. Svo vona ég að þetta skili sér til iðkenda, að konur verði jafnar körlum í iðkendafjölda en þar eru þær enn í minnihluta.“

Tækifæri til að hafa áhrif Oft erfiðara að sækja konu – Nú hefur lengi verið rætt um það hvers vegna fleiri konur sitji ekki í stjórnum. Er vitað með vissu af hverju það stafar? „Eins og kemur fram í ritgerðinni er sterk hefð fyrir störfum karla í stjórnum og þá ekki bara í íþróttahreyfingunni. Starfið er ólaunað og þarf nánast að sækja hvern einasta einstakling en það er oft erfiðara að sækja konu. Kannski gleymist að sækjast eftir kröftum þeirra og það er bara nauðsynlegt að vekja athygli á þessu. Það kom fram að konur beri

Svana sagði að það hefði verið afskaplega gaman og gefandi að vinna þessa ritgerð. Það hefði verið gaman að taka viðtöl við þessar konur og þær hefðu í raun gefið sér hugmynd að þessu verkefni. „Mér fannst gaman að vinna ritgerðina og ég sá tækifæri til að ég gæti haft einhver áhrif á þessa stöðu með því að skrifa hana. Ég held að ég eigi eftir að fylgjast vel með þróun mála og vera dugleg að mæta á málþing. Eitt er víst, að það er hægt að breyta þessu ástandi,“ sagði Svana Hrönn.


Nýjir búnin g klefar sinnilauog g

Velkomin Í SUNDLAUGAR ÁRBORGAR Gjaldskrá

oð: Leigutilb i, ð handklæ g o t fö d sun eyrir að gangs

Fullorðnir (18–66 ára): Einstakt skipti: 650 kr. 10 skipta kort: 3.500 kr. 30 skipta kort: 7.500 kr. Árskort: 26.500 kr. Gjaldskrárbreytingar koma fram inn á www.arborg.is

. 1.250 kr

67 ára og eldri fá frían aðgang gegn framvísun skilríkja. Öryrkjar og atvinnulausir fá frían aðgang en verða að framvísa korti til staðfestingar.

SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands

21


„Maður þarf að standa á eigin fótum og treysta á sjálfan sig“

22

SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands


Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ og Íslandsmeistari á kajak:

K

ayakklúbburinn var stofnaður vorið 1981. Starfsemi klúbbsins hefur eflst mjög undanfarin ár og eru virkir félagar nú um það bil 400. Innan kajakíþróttarinnar eru nokkrar gerðir kajaka, en hér á landi er aðallega lögð stund á róður á straumvatns- og sjókajökum. Klúbburinn er með aðstöðu í sundlaugunum í Laugardal og á Geldinganesi, þar sem er geymsluaðstaða fyrir 160 báta, auk félags- og sturtuaðstöðu. Í Nauthólsvík er búnings- og sturtuaðstaða ásamt geymslu fyrir 55 kajaka. Æfingar í sundlaugunum hefjast jafnan af fullum krafti í september og eru einu sinni í viku fram í maí. Yfir veturinn hittast menn á Geldinganesinu á laugardagsmorgnum og róa saman, en á sumrin er hist á fimmtudagskvöldum. Nokkrar keppnir eru haldnar á vegum klúbbsins. Fyrst skal nefna Reykjavíkurbikarinn, 10 km kappróður fyrir vana og 3 km fyrir nýliða, sem haldinn er um mánaðamótin apríl-maí. Straumkajak-kappróður er á Tungufljóti og síðustu keppnir ársins eru Hvammsvíkurmaraþon og Þjórsár-rodeo í byrjun september. Nokkrar kajakferðir eru skipulagðar á hverju sumri, bæði á sjó og ánum. Klara Bjartmarz er formaður Kayakklúbbsins. Flestir þekkja Klöru af störfum fyrir Knattspyrnusamband Íslands þar sem hún hefur starfað í 20 ár, nú sem framkvæmdastjóri sambandsins. Skinfaxi átti stefnumót við Klöru og það lá beinast við að spyrja hana hvers vegna hún hefði farið út í kajakiðkun.

Það varð ekki aftur snúið „Ég reyndi fyrir mér í upphafi þegar ég var á ferðalagi í Stykkishólmi en þar var þá kajakfyrirtæki sem ég held að sé ekki starfandi lengur. Ég var þarna í sumarfríi og tók frí eins og túristi, fór á kajak og það varð ekki aftur snúið. Þetta var 2006 og fljótlega á eftir keypti ég mér minn fyrsta bát. Áður en ég vissi af var ég komin í stjórn hjá klúbbnum og svo var ég orðin formaður, farin að fara til útlanda í æfingabúðir og reyndi að stunda þetta af kappi eins og ég hafði tíma til. Áður en ég fór í nýja vinnu fór ég að lágmarki tvisvar í viku en því miður er það komið niður í einu sinni í viku. Hvert skipti tekur ansi góðan tíma, til dæmis fór ég á dögunum af stað klukkan tíu að morgni og var komin heim aftur klukkan þrjú. Maður er klukkutíma að koma sér af stað, rær í tvo tíma og er síðan einn tíma að ganga frá. Þetta er tímafrekt sport en eins og veðrið er búið að vera núna er þetta yndislegt. Að vera í nánd við allt fugla- og fjörulífið er dásamlegt,“ sagði Klara Bjartmarz.

Náttúran er engu lík Klara segist hafa farið nokkrum sinnum í lengri ferðir um landið, m.a. oft í Breiðafjörðinn þar sem náttúran og sagan öll séu engu lík. Hún segir það vera grundvallarreglu í kajakróðri að vera aldrei einn á ferð og því hafi hún ferð ast bæði með vinum sínum og eins í stærri ferðum. Þessar ferðir hafa meðal annars verið á Strandir, í Fjörður, í Jökulfirðina og víðar.

Sumar ferðirnar hafa tekið um vikutíma og segir Klara þetta bestu frí sem hægt sé að fara í. Ekki sé verra að vera á svæðum þar sem ekki er GSM-samband. Klara er innt eftir kostnaðinum við að stunda þetta sport. Hún segir stofnkostnað vera nokkurn ef fólk vill vera með góðar græjur en rekstrarkostnaður sé hins vegar lítill.

Mikil gróska í sportinu – Svo er að sjá að bátunum sé alltaf að fjölga. Er mikill vöxtur í þessari íþrótt hér á landi? „Já, það má segja, en það fjölgar hægt og rólega. Fjölbreytnin hefur orðið meiri hvað bátana varðar og það er mikil gróska í sportinu á mörgum sviðum. Uppbyggingin er jákvæð og fólk nálgast þetta á ólíkan hátt. Sumir hugsa þetta sem keppnisíþrótt til að halda sér í formi á meðan aðrir eru í náttúruupplifun og gera þetta á sínum hraða, njóta en ekki þjóta.“

Bjóða upp á byrjendaróðra – Stendur byrjendum kennsla eða einhvers konar fræðsla til boða? „Kayakklúbburinn er í samstarfi við lítil fyrirtæki sem sjá um byrjendanámskeið. Við leggjum mikla áherslu á að fólk fari á þessi námskeið, læri að umgangast bátinn og kunni að bregðast við ef eitthvað kemur upp á. Við tökum vel á móti byrjendum, reynum að bjóða upp á byrjendaróðra, fara gætilega í upphafi hjá hverjum og einum og koma þeim þannig áfram. Námskeiðin eru það mikilvægasta í upphafi ásamt því að vera aldrei einn á ferð,“ sagði Klara. Klara segir íþróttina flókna að því leyti að ekki sé auðhlaupið að því að halda uppi barnaog unglingastarfi hér á landi þar sem strendur eru ekki hagstæðar. Þó að hásumar sé er sjórinn ekki nema um átta gráðu heitur og því hefur barna- og unglingastarfi lítið verið sinnt. „Ef við ætluðum að fara í slíkt þarf mikinn undirbúning til þess. Ef gera ætti það vel þarf að vera með öryggisbáta og annað slíkt. Kajakróður verður aldrei fjölmennasta íþróttagreinin hér á landi. Við getum þó gert miklu betur en við gerum núna. Við þyrftum að breyta uppbyggingunni og þetta er bara spurning um hvert við viljum fara. Við fáum krakka sem koma með foreldrum sínum en þeir koma aldrei einir. Þetta er ekki hættulaust sport en það er hægt að lágmarka hættuna með góðri þjálfun. Fólk þarf að umgangast sjóinn með mikilli varúð og þeirri virðingu sem honum ber, hann gefur og tekur eins og sagt er,“ sagði Klara.

Slök mæting í keppnir Klara segir að klúbburinn standi fyrir þremur keppnum á ári en því miður hefur mætingin ekki verið upp á marga fiska undanfarin ár. Hún segir að endurskoða þurfi keppnishaldið vegna áhugaleysis. „Það eru kannski tuttugu manns sem taka þátt í fjölmennustu mótunum. Mæting í félagsróðra og styttri ferðir er hins vegar mjög góð. Hin árlega Breiðafjarðarferð klúbbsins er t.d. mjög vel sótt.“

Áhugi á Ísafirði og Norðfirði – Hvernig dreifist áhugi á íþróttinni um landið? „Áhuginn er ekki eingöngu hér á StórReykjavíkursvæðinu. Á Ísafirði er klúbbur sem heitir Sæfari sem heldur uppi myndarlegu starfi. Á Norðfirði er töluverður áhugi og hjá Nökkva á Akureyri hafa félagarnir verið að lífga upp á kajakstarfsemina. Nökkvi er að byggja upp sína aðstöðu sem er mjög flott í alla staði. Ég veit að þeir hafa mikinn áhuga á að fá þar inn sterka kajakdeild. Fólk rær um allt land þótt það sé ekki í skipulögðum félagsskap,“ sagði Klara.

Þyrfti að taka mig á – Hvað með sjálfa þig? Það er að heyra að þú sért nokkuð sleip í þessari íþrótt. „Ég varð Íslandsmeistari í fyrra en sé fram á að ég verji titilinn ekki í ár, því miður. Ég þyrfti þá að taka mig á í æfingum og öðru slíku. Gömul fótboltameiðsli eru einnig að hrjá mig sem er kannski góð afsökun fyrir því að verja ekki titilinn. Ég hef verið að sækja mér dálitla menntun í kajakfræðum er kallast BCU sem er tiltekin leiðsögumannsgráða og myndi vilja þróa mig áfram í því kerfi. Ég get alveg róið skammlaust milli svæða og ræð ágætlega við veltuna og annað slíkt og hef gaman af að vera í barningi. Ég er ekki mikið fyrir að sigla sléttan sjó og finnst mjög gaman að fara í „sörfið“ í Þorlákshöfn. Öllu, sem eru smáátök í, hef ég mjög gaman af.“

Þetta hleður batteríin – Hvernig er að fara úr fótboltaumhverfinu að loknum vinnudegi og setjast um borð í kajak? „Það er hvíld í því. Ég er búin að starfa í Knattspyrnusambandinu í meira en 20 ár. Það er vissulega vandað umhverfi en við erum stærsta sérsambandið og með stöðugan og sterkan fjárhag og rekstur í föstum skorðum. Því held ég að það sé mér ákaflega hollt að fara niður í Kayakklúbbinn þar sem ég starfa á vettvangi Siglingasambandsins og nálgast grasrótina aftur. Að sjá hvað litlu félögin og sérsamböndin eru að fást við á hverjum degi þar sem horft er í hvern tíkall. Á dögunum í kringum Tékkaleikinn var mikið að gera og það var dásamlegt að komast á sjó daginn eftir leikinn í tvo til þrjá tíma og róa í kringum Lundey og Viðey. Þetta hleður batteríin og ég mæli hiklaust með þessu.“

Fyrir fólk á öllum aldri – Þegar upp er staðið, hefur kajakíþróttin gefið þér mikið og eflt þig? „Það er ekki spurning. Ég held að ég hafi haft ákaflega gott af því að fara í þetta sport. Það eykur sjálfstraust og sjálfsöryggi. Maður þarf að standa á eigin fótum og treysta á sjálfan sig og félaga sína. Að stunda þetta sport hefur mjög jákvæð áhrif á mann, bæði líkamlega og andlega. Í klúbbnum okkar erum við með óformlega „heldri“-manna deild á öllum aldri. Aldursforsetarnir, sem enn eru að róa, eru á áttræðisældri sem sýnir að kajakróður er íþrótt fyrir fólk á öllum aldri,“ segir Klara Bjartmarz að lokum. SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands

23


Úlfur Helgi Hróbjartsson formaður Siglingasambands Íslands:

Skemmtileg upplifun hjá krökkunum að komast í tæri við sjóinn „Siglingar eru mjög gömul íþrótt með sterka hefð. Vinsældir þeirra eru töluverðar og sérstaklega hefur verið vinsælt hjá krökkum það sem boðið er upp á hjá félögunum yfir sumarmánuðina. Siglingar eru í boði í Reykjavík, á Akureyri, í Hafnarfirði, á Sauðárkróki og víðar og þátttakan frábær. Það er rosalega skemmtileg upplifun hjá krökkunum að komast í tæri við sjóinn og fá að gera það í öruggu umhverfi. Það lætur nærri að tvö þúsund krakkar sæki námskeið með ýmsum hætti á sumrin. Þessi fjöldi endist því miður ekki alltaf í sport-

24

SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands

inu en þetta er gríðarlegur hópur,“ sagði Úlfur Helgi Hróbjartsson, formaður Siglingasambands Íslands, í samtali við Skinfaxa. Þess má geta að um eitt þúsund manns stunda reglubundið siglingar hér á landi og um 500 manns kajakróðra. Um 300 manns taka þátt í keppni þar sem notaðir eru stærri bátar, svokallaðir kjölbátar. Um 5% fjölgun iðkenda hefur orðið á ári hverju síðustu 10 árin. Úlfur Helgi var spurður hvort siglingar væru ekki erfið íþrótt á Íslandi.

„Þegar ég var krakki var ekki auðvelt að verða sér úti um góðan búnað en í dag horfa málin allt öðruvísi og betur við. Það getur orðið kalt og blautt og skiptir þá miklu máli að vera vel útbúinn. Góðan klæðnað er hægt að nálgast á skaplegu verði. Íþróttin er líkamlega erfið er skemmtileg og gefandi. Að vera vélarlaus úti á sjó er einstakt og ég veit ekki um betri tilfinningu heldur en að vera staddur einhvers staðar úti á Ballarhafi á góðum bát í góðum byr,“ sagði Úlfur Helgi.


Í upphafi voru siglingar eins og aðrar íþróttagreinar barn síns tíma. Bátakostur var rýr og þekking á reglum brotakennd og keppnishald tilviljanakennt. Eftir það hefur þróunin öll verið upp á við og nú standa íslenskir siglingamenn jafnfætis félögum sínum um heim allan.

Fróðleikur um siglingar Siglingasamband Íslands var stofnað 1973 af siglingafélögum á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Siglingafélögunum Brokey og Ými var komið á fót árið 1971 af ungu og áhugasömu fólki um siglingar og keppni í þeirri grein, en Nökkvi, félag siglingamanna á Akureyri, hafði starfað nokkur ár. Á höfuðborgarsvæðinu höfðu bæjarfélögin rekið siglingaklúbba sem þátt í æskulýðsstarfsemi og þaðan komu áhugasamir einstaklingar sem ruddu brautina fyrir nútímasiglingum á Íslandi og þar með keppnishaldi. Fyrstu opinberu siglingakeppnirnar voru í tengslum við hátíðahöld Sjómannadagsins og hófust fyrir og um 1970. Kjölbátar kallast seglbátar sem að jafnaði eru sex metrar eða stærri og eru með þungan og djúpan kjöl til að vega á móti hinum háa seglabúnaði. Mikil fjölbreytni er í þessum flokki og má m.a. nefna ferðabáta sem búnir eru eins og besti sumarbústaður, keppnisbáta sem eru íburðarminni en hafa á móti mun betri siglingaeiginleika og sportbáta sem eru ákjósanlegir til styttri keppni og kennslu. Til að jafna þann mun sem er á bátum er notast við forgjöf þegar keppt er. Opnir, léttir seglbátar kallast kænur. Útbreiddust er Optimist-kænan sem notuð er til kennslu og þjálfunar fyrir börn og unglinga. Mikið úrval er af kænum í heiminum

en Siglingasambandið hefur markað stefnu um að leggja áherslu á Optimist og síðan Laser fyrir þá sem vaxnir eru upp úr Optimist. Laser er eins manns kæna sem m.a. er notuð til keppni á Ólympíuleikunum. Róður á kajak hefur aukist mikið á undanförnum árum. Kajökum má skipta í tvo meginflokka, þ.e. sjókajaka og straumvatnskajaka. Sjókajak er tilvalið að nota til styttri og lengri ferðalaga en straumvatnskajak fylg ir mikil spenna sem felst í því að sigla niður ár og flúðir.

Siglingasamband Íslands (SÍL) hefur í samráði við aðildarfélögin mótað heildarstefnu og sett reglur um öll þau málefni sem greinina varða. Þar má nefna afreksstefnu í samræmi við stefnu ÍSÍ um þátttöku í erlendum stórmótum, þ.m.t. Ólympíuleikum, reglur um samræmd markmið og leiðir í þjálfun og kennslu siglingafélaganna og viðurkenningu á barna- og unglingastarfi sem félögin reka á sumrin. Réttinda- og öryggismál eru einnig ofarlega á baugi og er það stefna SÍL og aðildarfélaganna að þau málefni séu ákvörðuð innan hreyfingarinnar en ekki af hinu opinbera. Því er kappkostað að vera leiðandi í þeim efnum og fylgja ströngustu kröfum án þess þó að hefta möguleika íþróttarinnar. SÍL hefur lagt áherslu á þátttöku í erlendu samstarfi um málefni íþróttarinnar og átt hlut að Norræna siglingasambandinu og ISAF, Alþjóðasiglingasambandinu, með þátttöku í fundum og þingum og hefur um árabil átt fulltrúa í nefndum ISAF. Þessi þátttaka hefur skilað SÍL miklum árangri á öllum sviðum og verið sambandinu ómetanleg við innri uppbyggingu og stórstígar framfarir einstaklinga og íþróttarinnar í heild.

SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands

25


Gull á Smáþjóðaleikunum í strandblaki

Þ

ær Berglind Gígja Jónsdóttir og Elísabet Einarsdóttir í HK unnu til gullverðlauna í strandblaki á Smáþjóðaleikunum sem fram fóru í Reykjavík í byrjun júní. Þær stöllur tryggðu sér gullið með sigri á Mónakó 2-0. Fyrir leikinn var möguleiki á að þær Berglind og Elísabet töpuðu gullinu með því að tapa leiknum gegn Mónakó en greinilegt var að það ætluðu þær ekki að láta gerast. Þær mættu vel stemmdar í leikinn og höfðu yfirhöndina allan tímann. Þrátt fyrir nokkrar skorpur þeirra mónakósku var sigurinn aldrei í hættu. Niðurstaðan 2-0 sigur (21-19 og 21-13). Þetta er í annað skipti sem Ísland vinnur til verðlauna á Smáþjóðaleikum í strandblaki en

Ísland vann bronsverðlaun árið 2007. Ísland varð í efsta sæti með 10 stig, fimm sigra í fimm leikjum og aðeins eina tapaða hrinu á mótinu, gegn Liechtenstein sem hafnaði í 2. sæti. Keppnin í strandblaki kvenna var afar jöfn. Fyrir lokaumferðina var sá möguleiki uppi að þrjú efstu liðin enduðu öll með 9 stig. Svo fór að lokum að Ísland varð, eins og áður sagði, með 10 stig en Liechtenstein, Mónakó og Kýpur voru öll með 8 stig og röðun þeirra réðst af hlutfalli unninna og tapaðra hrina, Liechtenstein, eins og áður sagði, í öðru sæti, Mónakó í því þriðja og Kýpur í því fjórða. Malta og Lúxemborg ráku svo restina, Malta með 6 stig og Lúxemborg með 5.

Elísabet Einarsdóttir gullhafi í strandblaki á Smáþjóðaleikum:

Stefnan tekin á Ólympíuleikana í Japan 2020

21.–27. september 2015 26

SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands

„Ætli ég hafi verið í kringum sjö ára aldurinn þegar ég byrjaði að æfa blak hjá HK. Foreldrar mínir æfðu og kepptu í blaki og léku í Danmörku um tíma. Það var ástæðan fyrir því að ég fór að æfa blak og eftir það varð ekki aftur snúið. Ég æfði fimleika í mörg ár en blakið varð ofan á og þetta er það skemmtilegasta sem ég geri,“ sagði Elísabet Einarsdóttir, gullhafi í strandblaki frá Smáþjóðaleikunum. Þegar Elísabet er innt eftir því hver ástæðan hefði verið fyrir því að hún fór í strandblak segir hún að móðir Berglindar Gígju, meðspilara hennar, hefði verið mikið í strandblaki. Það hefði ýtt þeim út í að prufa og reyna fyrir sér. Þá hefði hún verið 10 ára gömul. Elísabet sagði að hún spilaði inni með HK á veturna en strandblak á sumrin. Í sumar ætlar hún að dvelja í Danmörku við æfingar og keppni með Berglindi Gígju. Æft verði á hverjum degi og keppt um helgar. Hún komi síðan heim þegar menntaskólinn byrjar. – Kom sigurinn á Smáþjóðaleikunum ykkur á óvart? „Já, við vonuðum að við myndum lenda á palli en fyrsta sætið var ekki í huga okkar. Eftir fyrstu tvo leikina fórum við að gera okkur grein fyrir því að við ættum möguleika á gullinu. Sigurinn kom okkur skemmtilega á óvart,“ sagði Elísabet. Elísabet sagði áformin væru að ná enn lengra en þær stöllur næðu vel saman. Stefnan hefði verið tekin á Ólympíuleikana 2020. „Það er mikil vinna fram undan, en við erum staðráðnar í því að vinna vel saman og standa okkur vel. Áhugi á strandblaki fer vaxandi hér á landi en íþróttin nýtur mikilla vinsælda um allan heim,“ sagði Elísabet.


Þurfum að nýta okkur meðbyrinn

B

lak barst til Íslands á árunum 1933–1934. Iðkun þess hófst a.m.k. árið 1934 hjá Íþróttafélagi verkamanna í Reykjavík. Blak náði engum teljandi vinsældum fram undir 1970 en var þó víða iðkað, einkum á Akureyri og Laugarvatni. Fyrsta opna blakmótið fór fram á Akureyri 1969 og árið eftir var Íslandsmótið haldið í fyrsta sinn. Árið 1974 léku Íslendingar fyrsta landsleik sinn í blaki við Norðmenn á Akureyri. Sama ár hófst keppni um Íslandsmeistaratitil í kvennaflokki , og 1975 var tekin upp deildaskipting í Íslandsmótinu. Blaksamband Íslands, BLÍ, var stofnað 11. nóvember 1972. Iðkendur í dag eru alls um 3000 talsins. Í fyrra réði BLÍ erlenda þjálfara fyrir karla- og kvennalandsliðin. Í framhaldinu var sett af stað vinna með ungum og efnilegum blakmönnum á aldrinum 13–15 ára og standa vonir um að sú vinna eigi eftir að skila sér vel þegar fram í sækir.

Iðkendum hefur fjölgað „Íþróttin hefur á síðustu tíu árum verið í ágætum vexti. Iðkendum hefur fjölgað um eitt þúsund og það er ágætt. Það sem veldur fjölguninni meðal annars er aukinn áhugi vinkvenna, í saumaklúbbum, og skólafélaga. Svo eru fleiri sem byrja í íþróttinni á ungum aldri og æfa ekkert annað. Félög í Kópavogi, í Neskaupstað og í Mosfellsbæ hafa haldið vel utan um starf yngri flokka sem skiptir gríðarlega miklu máli. Fólk er líka að vakna til vitundar um hvað þetta er skemmtileg íþrótt en hún er geysilega vinsæl úti í hinum stóra heimi,“ sagði Jason Ívarsson, formaður Blaksambands Íslands, í samtali við Skinfaxa.

Víða hægt að leika blak Jason segir að það hafi hjálpað til við iðkun blaksins að víða var hægt að koma fyrir velli til að spila. Bendir hann á Neskaupstað sem lengi hafi verið uppeldisstöð og vagga blaksins, en þar hentaði íþróttahúsið vel fyrir blak.

Jason Ívarsson formaður Blaksambands Íslands:

„Fólk er að vakna til vitundar um hvað þetta er skemmtileg íþrótt en hún er geysilega vinsæl úti í hinum stóra heimi.“

Jason Ívarsson, formaður Blaksambands Íslands.

„Það er víða hægt að leika blak og það er kannski þess vegna meðal annars að fleiri eru farnir að stunda blak. Það eru nýir aðilar að koma inn eins og t.d. Haukar í Hafnarfirði sem eru búnir að stofna blakdeild. Eins er í Keflavík, á Blönduósi og á Hvammstanga sem er mikið gleðiefni. Árangur stelpnanna í strandblakinu á Smáþjóðaleikunum vakti athygli og góða kynningu. Karla- og kvennaliðin unnu einnig til verðlauna á leikunum og allt hefur þetta sitt að segja. Strandblakið er í töluverðri sókn hér á landi og vellir eru víða komnir upp, allt í kringum landið,“ sagði Jason. „Ég er mjög bjartsýnn á framhaldið og árangurinn á Smáþjóðaleikunum var framar

öllum vonum. Umgjörðin og framkvæmdin á blakinu, bæði inni og úti, vakti mikla athygli en fólk, sem hafði ekki áður komið á blakleiki, var stórhrifið af að koma í höllina hjá okkur. Það var fullt hús áhorfenda á öllum leikjum íslensku liðanna sem sýnir okkur mikinn meðbyr í garð blaksins. Við þurfum að nýta okkur þennan meðbyr og fá fleiri til starfa í hreyfingunni, það skiptir máli. Öldungablakið er einn af stærstu íþróttaviðburðum sem haldnir eru hér á land en þá koma á annað þúsund blakmenn saman langa helgi til að spila. Þessi mót bara vaxa og stundum komast færri að en vilja. Nú eru erlend lið farin að spyrjast fyrir um mótið sem segir sína sögu. Það er gaman þegar vel gengur,“ sagði Jason. SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands

27


Foreldrar – þetta er ekki bara gras!

S

amstarfsráð um forvarnir er samstarf 24 félagasamtaka sem standa fyrir forvarnaverkefnum meðal barna og unglinga. Fræðsluverkefnið „Bara gras?“ hefur það markmið að fræða foreldra og aðra, sem starfa með börnum og unglingum, um kannabis eða „gras“ (götuheiti marijuana) sem virðist nú í mikilli uppsveiflu meðal íslenskra ungmenna. Kannabis er samheiti fyrir öll fíkniefni sem eru unnin úr kannabisplöntunni sem við þekkjum flest sem hass, hassolíu og marijuana en auk þess eru ýmis efnasambönd úr plöntunni nú framleidd og markaðssett til neyslu. Fræða á fólk um skaðsemi þessara efna, einkenni neyslunnar og um mikilvægi foreldra í forvörnum. Foreldrar og forráðamenn barna og unglinga eru hvattir til að láta málið til sín taka með því að taka afstöðu gegn allri neyslu kannabis. Fræðslan er sett fram með málþingum í heimabyggð þar sem aðilar úr hverju byggðarlagi, starfsfólk frá lögreglu, heilbrigðisstofnunum, tómstundastarfi og meðferðarstofnunum miðlar upplýsingum til íbúanna. Einnig er með þessu brugðist við ýmsum rangfærslum um kannabis sem m.a. er að finna á netinu og ungmenni eiga greiðan aðgang að. Þar er gert lítið úr áhættunni sem fylgir neyslu kannabisefna, þetta er „bara

28

SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands

gras“ segja margir unglingar og trúa því að THC-fíkniefnið í kannabisplöntunni sé saklaust náttúruefni sem lækni sjúkdóma! Við megum ekki láta blekkjast af rangfærslum um kannabisefni. Unga fólkið þarf stuðning okkar gegn hópþrýstingi og það þarf réttar upplýsingar. Afstaða foreldra skiptir miklu og hefur gildi í forvörnum. Foreldrar þurfa því að vera vel á verði og ræða við börn sín og aðra foreldra um málið. Til þess þurfa þeir stuðning, meiri upplýsingar og hvatningu til að láta forvarnir til sín taka. Verkefni Samstarfsráðsins er að setja upp málþing í heimabyggð þar sem þessari þekkingu er miðlað. Það er öllum ljóst að ef barni líður ekki vel er það síður móttækilegt fyrir fræðslu um áhættuna af neyslu þessara efna. Ef börn búa við langvarandi vanlíðan þróa þau gjarnan með sér einhvers konar áhættuhegðun. Sé barnið komið í slíkar aðstæður getur það staðið berskjaldað gegn markaðssókn þeirra sem bjóða þeim vímuefni. Ólýsanleg er kvöl foreldra þegar þau þurfa að horfa á barn sitt takast á við afleiðingar vímuefnaneyslu sem barnið jafnvel hóf í fikti eða vanþekkingu í þeirri trú að um hreina náttúruafurð og skaðlaust efni væri að ræða. Efni sem sumir fullorðnir með fullri meðvitund vilja helst lögleiða.

Forvarnagildi samstarfs foreldra er óumdeilanlegt og virkt tengslanet foreldra er mikilvægt forvarnatæki sem stuðlar að auknum lífsgæðum fólks. Nauðsynlegt er að gera þennan þátt forvarna sýnilegan með einum eða öðrum hætti. Það geta foreldrar m.a. gert með því að taka upp umræður um forvarnir í vinahópi barna sinna, innan bekkjarins, í skólaráðum grunnskólanna, á vettvangi frístundastarfs og í foreldraráðum framhaldsskóla. Með því er hægt að auka áhrif foreldra í forvörnum og veita þeim um leið meira eignarhald á því sem fram fer í skólum og tómstundastarfi. Látum kannabisneysluna ekki laumast inn og ná til barnanna okkar – byrgjum brunninn! Helga Margrét Guðmundsdóttir, tómstunda- og félagsmálafræðingur. Guðni Ragnar Björnsson, uppeldis- og menntunarfræðingur.


FL JÚGÐU Í FANGIÐ Á ÞEIM SEM ÞÚ ELSKAR

Flugfélag Íslands mælir með því að fljúga til Akureyrar um verslunarmannahelgina á unglingalandsmót UMFÍ 2015. Bókaðu flugið á netinu og faðmaðu stemninguna. Góða skemmtun. flugfelag.is

SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands

29


Eftirtaldir aðilar styðja starfsemi Ungmennafélags Íslands: Reykjavík Ögurvík hf., Týsgötu 1 Faxaflóahafnir sf., Tryggvagötu 17 Gjögur hf., Kringlunni 7 Löndun ehf., Kjalarvogi 21 Stólpi-gámar ehf., Klettagörðum 5 Rafstilling ehf., Dugguvogi 23 Varma og Vélaverk ehf., Knarrarvogi 4 Landssamband lögreglumanna, Grettisgötu 89 Heilsubrunnurinn ehf., Kirkjuteigi 21 Efling stéttarfélag, Sætúni 1 Gáski ehf., Bolholti 8 Ennemm ehf., Brautarholti 10 Árni Reynisson ehf., Skipholti 50d Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bs, Skógarhlíð 14 Henson Sports Europe á Íslandi ehf. Brautarholti 24 Fastus ehf., Síðumúla 16 Tannbein ehf., Faxafeni 5 Aðalvík ehf., Ármúla 15 Bókhaldsstofa Haraldar slf., Síðumúla 29 Gull- og silfursmiðjan ehf., Álfabakka 14b Bílasmiðurinn hf., Bíldshöfða 16 Verslunartækni ehf., Draghálsi 4 Höfðakaffi ehf., Vagnhöfða 11 Landsnet hf., Gylfaflöt 9

Ársþing UMFN:

Ólafur Eyjólfsson kjörinn formaður Aðalfundur Ungmennafélags Njarðvíkur var haldinn 12. maí sl. í félagsaðstöðu félagsins í íþróttahúsinu í Njarðvík. Á fundinum var ákveðið að gera úttekt á allri aðstöðu félagsins sem er víða og hefur Björgvin Jónsson tekið það verkefni að sér. Starfsemi allra deilda er í miklum blóma þar sem unnið er mikið og gott starf. Framkvæmdastjóri félagsins, Sigríður Ragnarsdóttir, lét nú af störfum. Hún hefur einnig setið í stjórn UMFN og gaf kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Jenný L. Lárusdóttir er nýr framkvæmdastjóri. Á aðalfundinum voru veittar heiðursviðurkenningar. Gullmerki UMFN hlutu Alexander Ragnarsson, Andrés Ari Ottósson, Viðar Kristjánsson og Þórunn Friðriksdóttir. Ólafsbikarinn að þessu sinni hlutu þau Halldóra Lúthersdóttir og Valþór Söring. Ólafur Eyjólfsson var endurkjörinn formaður. Í stjórn voru kosin Einara Lilja Kristjánsdóttir, varafor-

maður, Sigríður H. Ragnarsdóttir, gjaldkeri, Anna Andrésdóttir, ritari, og Thor Hallgrímsson, meðstjórnandi.

Seltjarnarnes Vökvatæki ehf., Bygggörðum 5

Kópavogur Rafmiðlun hf., Ögurhvarfi 8

Garðabær

VERIÐ VELKOMIN!

Marás ehf., Miðhrauni 13 Geislatækni ehf., Laser-þjónustan, Suðurhrauni 12c Garðabær, Garðatorgi 7

Reykjanesbær Verslunarmannafélag Suðurnesja, Vatnsnesvegi 14 DMM Lausnir ehf., Hafnargötu 91 ÍAV þjónusta ehf., Klettatröð 8 Starfsmannafélag Suðurnesja, Krossmóum 4

Grindavík Ungmennafélag Grindavíkur, Austurvegi 1

Mosfellsbær Nonni litli ehf., Þverholti 8

Akranes Bifreiðastöð Þórðar Þ. Þórðarson, Smiðjuvöllum 15

Borgarnes

PORT hönnun

Kaupfélag Borgfirðinga, Egilsholti 1 Vélaverkstæði Kristjáns ehf., Brákarbraut 20 Eyja- og Miklaholtshreppur, Hofsstöðum

Grundarfjöður Ragnar og Ásgeir ehf., Sólvöllum 7

Reykhólahreppur Reykhólahreppur, Maríutröð 5a

30

SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands

Á vefnum www.vjp.is má finna allar helstu upplýsingar um Vatnajökulsþjóðgarð


Samstarfssamningur milli UMSB og Skorradalshrepps Undirritaður hefur verið samstarfssamningur milli Ungmennasambands Borgarfjarðar og Skorradalshrepps. Eins og kunnugt er nær starfssvæði UMSB yfir þrjú sveitarfélög: Borgarbyggð, Skorradalshrepp og Hvalfjarðarsveit. Árið 2013 var undirritaður samningur við Borgarbyggð um aðkomu UMSB að íþróttamálum og ýmsum verkefnum þeim tengdum í sveitarfélaginu og nú er búið að ganga frá sambærilegum samningi við Skorradalshrepp. Samningi þessum er fyrst og fremst ætlað að jafna stöðu allra íbúa á starfssvæði UMSB, en mikilvægt er að allir íbúar á starfssvæðinu eigi jafna möguleika á að nýta sér þjónustu UMSB, eins og t.d. að sækja styrki í afreks-

Eftirtaldir aðilar styðja starfsemi Ungmennafélags Íslands: Ísafjörður Sjúkraþálfun Vestfjarða ehf., Eyrargötu 2 Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Suðurgötu 12

Súðavík VÁ VEST, félag um vímuefnaforvarnir Innri-Grund

Tálknafjörður Þórsberg ehf., Strandgötu 25 Pálmi Blængsson, framkvæmdastjóri UMSB, og Árni Hjörleifsson, oddviti Skorradalshrepps, handsala samninginn.

mannasjóð UMSB og séu gjaldgengir í kjöri á íþróttamanni Borgarfjarðar. Fram kemur að nauðsynlegt sé að hlutverk UMSB gagnvart sveitarfélögunum á starfssvæðinu sé skýrt og vel skilgreint og eins hlutverk sveitarfélaganna gagnvart UMSB, en það er einmitt eitt af stefnumálum UMSB að þessi hlutverk séu skrifleg og skýr í samningi milli aðila.

Árneshreppur Hótel Djúpavík ehf., Djúpavík

Blönduós Stéttarfélagið Samstaða, Þverbraut 1

Sauðárkrókur Vinnuvélar Guðmundar/Skúla sf. Borgarröst 4

Samstarf Ungmennafélags Íslands og lýðháskólanna í Danmörku

U

ngmennafélag Íslands veitir ungu fólki, sem hyggur á nám við lýðháskóla í Danmörk, styrki fyrir námsárið 2015–2016. UMFÍ og Højskolernes Hus í Kaupmannahöfn hafa gert með sér samstarfssamning um verkefni tengt námsdvöl íslenskra ungmenna við lýðháskóla í Danmörku. Højskolernes Hus heldur utan um alla lýðháskólana og því er námsframboðið mjög fjölbreytt. Markmið verkefnisins er að gefa ungu fólki tækifæri til að víkka sjóndeildarhring sinn, kynnast nýju tungumáli og menningu, auka færni sína og þekkingu á völdu sviði í gegnum óformlegt nám og styrkja leiðtogatogahæfileika sína um leið. UMFÍ styrkir þátttakendur til náms og verður fyrirkomulag styrkja kynnt á kynningarfundi fimmtudaginn 20. ágúst nk., kl.16:00. Kynningarfundurinn verður haldinn fyrir þau ungmenni sem hyggjast vera í námi heilt ár og á haustönn 2015. Á kynningarfundinum verða markmið verkefnisins kynnt, farið yfir hlutverk nemenda, væntingar til námsins og skil á lokaskýrslum og samningar vegna styrkja undirritaðir. Kynningarfundur fyrir ungmenni, sem ætla sér í nám á vorönn 2016, verður auglýstur síðar. Umsóknarfrestur fyrir styrki á haustönn 2015 og heilt ár er til föstudagsins 31. júlí. Umsóknarfrestur fyrir styrki á vorönn 2016 er til föstudagsins 20. nóvember. Allar nánari upplýsingar veitir Sabína Steinunn Halldórsdóttir, landsfulltrúi UMFÍ, sabina@umfi.is eða í síma 568 2929.

Myndirnar hér til hliðar eru frá Íþróttalýðháskólanum í Sönderborg.

SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands

31


Fjölskyldan á fjallið G önguverkefni UMFÍ hefur verið starfrækt allt frá árinu 2002 er Ungmennafélag Íslands hleypti verkefninu af stokkunum í samvinnu við heilbrigðisráðuneytið. Á hverju ári eða í 14 ár hefur verið gefin út göngubók með léttum gönguleiðum um land allt. Í upphafi voru gönguleiðirnar 144 en þeim hefur fjölgað mikið með árunum. Í ár eru gönguleiðirnar jafn margar og í fyrra eða 280 talsins. Markmið verkefnisins hefur frá upphafi verið: „...að fá fólk til að ganga reglulega sér til heilsubótar og fá ferðafólk til að staldra örlítið við á ferðum sínum um landið og fara í stuttar gönguferðir,“ eins og segir í inngangi fyrstu bókarinnar.

Fjölskyldan á fjallið er landsverkefni UMFÍ og hluti af verkefninu Göngum um Ísland. Tilgangur verkefnisins er að fjölskyldur fari saman í léttar fjallgönguferðir og verji meiri tíma saman um leið og lögð er rækt við útivist og líkamsrækt. Þau fjöll sem sambandsaðilar UMFÍ hafa lagt til að þátttakendur gangi á eiga að vera tiltölulega auðveld uppgöngu. Póstkassa með gestabókum er að finna á þeim sextán fjöllum sem eru hluti af verkefninu í ár. Fjöllin eru víðs vegar um landið. Allir þátttakendur eru hvattir til að skrifa nöfn sín í gestabækurnar því heppnir göngugarpar verða í haust dregnir úr þeim hópi og verðlaunaðir.

Göngum um Ísla nd – 280 stutta r gönguleiði r Fjöl

skyldan á

fjallið – 16 fjallgön guleiðir

FRÍTT EINTAK

2015 Kast Gues thouse Lýsudal 356 Snæf ellsbæ www.kastg uesthouse.is kast@kastg GSM: 693 4769 uesthouse.is Sími: 421 5252

1göngub_15 _kápa.indd 1

HSK stóð fyrir tveimur fjölskyldugöngum á fjöll

H

éraðssambandið Skarphéðinn stóð fyrir tveimur fjölskyldugöngum í júní í tengslum við verkefnið Fjölskyldan á fjallið. Fyrri gangan, sem gengin var fimmtudaginn 4. júní, var á Arnarfell við Þingvallavatn. Göngustjóri var Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður og forseti Ferðafélags Íslands. Að göngu lokinni var ekið til Þingvalla þar sem göngugarpar skoðuðu kirkjuna og nutu gestrisni þjóðgarðsvarðar. Alls tóku fimmtán manns þátt í göngunni. Síðari gangan var á Vatnsdalsfjall í Rangárþingi en gangan var farin 18. júní. Tuttugu og fimm manns gengu á fjallið í góðu gönguveðri undir leiðsögn Engilberts Olgeirssonar, framkvæmdastjóra HSK. Lagt var af stað af bæjarhlaðinu í Vatnsdal og þegar upp var komið var póstkassa komið fyrir og allir skrifuðu nafn sitt í gestabókina. Gönguáhugafólk er hvatt til að ganga á HSK fjöllin Vatnsdalsfjall og Arnarfell við Þingvallavatn í sumar. Heppnir þátttakendur fá verðlaun fyrir þátttökuna í haust.

32

SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands

Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður ásamt hjónunum Margréti Þórðardóttur og Guðna Guðmundssyni frá Þverlæk í Holtum, en þau gengu á bæði fjöllin.

Notarlegt gistihús á Snæfells nesi 6/6/15 6:42:3 3 PM

Gönguhópur á Arnarfelli við Þingvallavatn.

Gönguhópur á Vatnsdalsfjalli í Rangárþingi.


Íþróttafélagið Gerpla

1877 2012

Þann 16. júní 1877 var prentað fyrsta eintakið af blaðinu Ísafold og markar það upphaf Ísafoldarprentsmiðju. Í ár fögnum við 135 ára afmæli og erum stolt af því að vera elsta starfandi prentsmiðja landsins og eitt elsta starfandi fyrirtæki á Íslandi. Ísafoldarprentsmiðja býður heildarlausnir í prentþjónustu, er leiðandi í hagkvæmum lausnum, hefur vaxið og styrkst í kreppunni og stendur sterkari en nokkru sinni fyrr.

Við höfum prentað í 135 ár

M

HV

ERFISME

R

KI

U

Gildin okkar eru: ÁREIÐANLEIKI - METNAÐUR - HAGKVÆMNI

141

825

Prentgripur

Suðurhraun 1 Garðabæ Sími: 595 0300 www.isafold.is SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands

33


Eftirtaldir aðilar styðja starfsemi Ungmennafélags Íslands: Akureyri Hnjúkar ehf., Kaupvangi, Mýrarvegi Leikskólinn Hlíðaból, Skarðshlíð

Grenivík Brattás ehf., Ægissíðu 11

Húsavík Jarðverk ehf., Birkimel

Laugar

Fjölnismaður Íslandsmeistari í 10 km götuhlaupi Í

slandsmeistaramót í 10 km götuhlaupi fór fram 14. maí sl. í Stjörnuhlaupinu í Garðabæ. Fjölnismaðurinn Ingvar Hjartarson varð Íslandsmeistari í karlaflokki á tímanum 32:39 mín. Keppni var spennandi í karlaflokknum þar sem Ingvar Hjartarson og Arnar Pétursson ÍR leiddu hlaupið framan af. Fór svo að Ingvar náði góðri forystu á síðasta kílómetranum og kom um hálfri mínútu á undan í mark. Hugi Harðarson í Fjölni hljóp á tímanum 37:46 og varð í 4. sæti. Íslandsmeistarar í sveitakeppni karla varð sveitin Adidas Boost, en í henni voru Fjölnismennirnir Ingvar og Hugi. Íslandsmeistaramót í 5000 metra hlaupi á braut í kvennaflokki fór fram 16. maí sl. á Selfossi. Þar lenti Helga Guðný Elíasdóttir, Fjölni, í öðru sæti á tímanum 19:27,26 mín.

Framhaldsskólinn á Laugum, Laugum Reykjadal

Mývatn Jarðböðin við Mývatn, Jarðbaðshólum

Vopnafjörður Hólmi NS-56 ehf., Hafnarbyggð 23

Egilsstaðir Miðás hf., Miðási 9 Bókráð,bókhald og ráðgjöf ehf., Miðvangi 2-4 Hitaveita Egilsstaða og Fella ehf., Einhleypingi 1 Bílamálun Egilsstöðum ehf. Fagradalsbraut 21–23

Seyðisfjörður Seyðisfjarðarkaupstaður, Hafnargötu 44

Fáskrúðsfjörður

Sagnagarður Landgræðslunnar Saga landgræðslu í máli og myndum. Fróðleg og lifandi fræðsla um gróðursögu, landeyðingu og endurheimt landgæða á Íslandi. Upplýsingar um opnunartíma í síma 488-3000 og á land.is Landgræðsla ríkisins

Loðnuvinnslan hf., Skólavegur 59

Höfn í Hornafirði Sveitarfélagið Hornafjörður, Hafnarbraut 27 Skinney-Þinganes hf., Krossey

Selfoss Gesthús Selfossi ehf., Engjavegi 56 Fossvélar ehf., Hellismýri 7 Kvenfélag Gaulverjabæjarhrepps, Galtastöðum

Hveragerði Hveragerðiskirkja, Hverahlíð

Kirkjubæjarklaustur – Verið hjartanlega velkomin

Þorlákshöfn Fiskmark ehf., Hafnarskeiði 21

Laugarvatn Menntaskólinn að Laugarvatni

Hella Fannberg, viðskiptafræðingar ehf., Þrúðvangi 18

Hvolsvöllur Bu.is ehf., Stórólfsvelli Krappi ehf., Ormsvöllum 5

Vík í Mýrdal Mýrdælingur ehf., Suðurvíkurvegi 5

Kirkjubæjarklaustur Hótel Laki, Efri-Vík

Vestmannaeyjar Ísfélag Vestmannaeyja hf., Strandvegi 28

34

SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands

Íþróttamiðstöð, sundlaug, upplýsingamiðstöð og sýningar.


Fyrsti Íslandsmeistaratitill Selfoss L

ið Selfoss varð Íslandsmeistari í blönduðum flokki á Íslandsmótinu í hópfimleikum sem fram fór í Garðabæ 18.–19. apríl sl. Var þetta jafnframt fyrsti Íslandsmeistaratitill félagsins í fullorðinsflokki. Liðið sigraði einnig í keppni á dýnu og á trampólíni. Með sigrinum varð liðið jafnframt deildarmeistari. Þar með bættist þriðji titill vetrarins í safnið, þ.e. Íslandsmeistarar, deildarmeistarar og bikarmeistarar. Selfoss átti einnig lið í kvennaflokki og hafnaði það í fimmta sæti. Þessi árangur sýnir þann mikla uppgang sem er í fimleikum á Selfossi um þessar mundir. Við heimkomuna var vel tekið á móti Íslandsmeisturunum en sveitarfélagið Árborg stóð fyrir móttöku við Tryggvatorg. Kvennalið Stjörnunnar varð Íslandsmeistari í kvennaflokki og batt enda á níu ára sigurgöngu Gerplu. B-lið Stjörnunnar hafnaði í þriðja sæti.

Spennandi keppni á Íslandsmóti FÁÍA í boccia Í

slandsmót FÁÍA – Félags áhugafólks um íþróttir aldraðra – í boccia fyrir 60 ára og eldri fór fram 18. apríl sl. í Íþróttamiðstöðinni á Álftanesi. Mótið var samvinnuverkefni Félags eldri borgara í Garðabæ og FÁÍA. Til keppni voru að þessu sinni skráð 32 lið. Keppendur voru 102 og var leikið í átta riðlum, þrír leikir á lið. Sigurvegarar riðlanna kepptu síðan í milliriðlum og sigurvegarar úr þeim til undanúrslita og loks til úrslita. Að þessu sinni kepptu liðin sem urðu í 2.–4. sæti sín á milli. Með því fyrirkomulagi fengu öll lið 5–7 leiki, en keppnistími á svona

móti verður aldrei lengri en 5 klukkustundir. Svo fór að lokum að Garðabær 2 stóð uppi sem sigurvegari en liðið var skipað þeim Gunnlaugi Stefánssyni, Jóni Sverri Dagbjartssyni og Sveini Jóhannssyni. Gjábakki 1 varð í öðru sæti og Reykjanesbær 1 í þriðja sæti. Mótið tókst vel, aðstaða var öll til fyrirmyndar og ekki var annað að finna og sjá en að keppendur væru allir mjög sáttir að keppni lokinni.

Á myndinni er sigurliðið, Garðabær 2.

Sími 470 8100 / Fax 4708101 / sth@sth.is / www.sth.is SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands

35