Skinfaxi 1 2013

Page 1


ands Íslands, Íslensk getspá er í eigu Íþrótta- og Ólympíusamb . Íslands gs nnaféla Ungme og Íslands ags Öryrkjabandal

SUMT MÁ HELST EKKI VANTA!

r bakhjarl Íslensk getspá er öflugu eyfingarinnar shr lag afé íþrótta- og ungmenn og öryrkja á Íslandi. ur þátt. Allir vinna þegar þú tek . ttó Lo á Leyfðu þér sm

FÍTON / SÍA

FI042061

>> > 36;;6 0

:


Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ:

Að vera leiðandi Ungmennafélag Íslands er öflug hreyfing sem horfir til framtíðar. Þannig hefur hreyfingin starfað í þau 106 ár sem hún hefur verið við lýði. Starfsemin hefur jafnan tekið mið af þeim vettvangi þar sem hennar hefur verið þörf hverju sinni. Til að ná fram markmiðum sínum, sem finna má í lögum UMFÍ, hefur hreyfingin aðlagað sig tíðarandanum og lagt sig fram um að finna leiðir að þessum markmiðum. Allt er þetta gert með það að leiðarljósi að koma til móts við væntingar fólks til hreyfingarinnar og til að koma til móts við það traust sem henni er sýnt við að vera leiðandi í æskulýðs- og íþróttastarfi í landinu. Ef við horfum til þess tíma þegar UMFÍ var stofnað og tilgangsins með stofnun þess sem var 1. Að reyna af alefli að vekja löngun hjá ungdómnum til þess að starfa fyrir sjálfan sig, land sitt og þjóð. 2. Að temja sér að beita starfskröftum sínum í félagi og utan félags. 3. Að reyna af fremsta megni að styðja, viðhalda og efla allt það sem er þjóðlegt og rammíslenskt, er horfir til gagns og sóma fyrir hina íslensku þjóð. getum við sagt að markmið og gildi hreyfingarinnar séu í raun tímalaus því að þau geta átt við á okkar tímum á sama hátt og þau áttu við 1907. Ungmennafélagshreyfingin stendur fyrir mörgum verkefnum sem bjóðast ungu fólki til sjálfseflingar, bæði félagslega og íþróttalega. Einstaklingar eru hvattir til þess að leggja sitt af mörkum til félagsstarfsins bæði innan og utan félags og þeim er skapaður vettvangur til þess. Hjá ungmennafélagshreyfingunni hefur áherslan á frumkvæði, samskipti og samstarf við aðra skipað ríkan sess alla tíð. Um það ber

sagan okkar, sem lesa má um í Vormenn Íslands, glöggt vitni. Ég ætla sérstaklega að gera hér að umtalsefni samstarf UMFÍ við Æskulýðsvettvanginn, skammstafað ÆV. Hann var formlega stofnaður árið 2012 af Ungmennafélagi Íslands, Bandalagi íslenskra skáta, KFUM og KFUK og Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Fram að þeim tíma hafði verið heilmikið samstarf á milli samtakanna sem leiddi til þess að ÆV var stofnað með formlegum hætti. Markmiðið með stofnun ÆV var fyrst og fremst að stuðla að samræðu og samstarfi aðildarfélaganna á sviði leiðtogaþjálfunar, fræðslumála, útbreiðslu og kynningar og öðrum sviðum sem henta þykir. Tilgangi sínum hyggst ÆV ná með því að standa fyrir námskeiðum, ráðstefnum og öðrum sameiginlegum verkefnum sem lúta að hagsmunum barna og ungmenna. Öll eiga þessi samtök sem mynda ÆV það sameiginlegt að vera æskulýðshreyfingar og starfa samkvæmt æskulýðslögum ríkisins. Samstarfið innan Æskulýðsvettvangsins hefur verið öflugt og gott frá fyrsta degi. Meðal þess sem vettvangurinn vinnur að eru eftirtalin verkefni: Námskeið sem eru byggð á efni bókarinnar Verndum þau og fjalla um hvernig bregðast eigi við grun um ofbeldi og vanrækslu gegn börnum og unglingum. Námskeiðin eru ætluð öllum þeim sem starfa með börnum og unglingum hjá sveitarfélögum, íþróttafélögum, æskulýðsfélögum og öðrum þeim sem áhuga hafa. Æskulýðsvettvangurinn gerir kröfu um að allir starfsmenn og sjálfboðaliðar innan Æskulýðsvettvangsins sæki námskeiðið. Flest börn búa við öruggt og friðsælt umhverfi, heima, í skóla og í leik- og frístunda-

Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ.

starfi. Því miður á þetta ekki við um öll börn. Á Íslandi eru börn sem eiga undir högg að sækja, búa við vanrækslu eða eru beitt ofbeldi - líkamlegu, kynferðislegu eða andlegu. Það er mikilvægt að þeir sem starfa með börnum og unglingum séu meðvitaðir um skyldur sínar og ábyrgð og geti lesið í vísbendingar um að vanræksla eða ofbeldi gegn börnum eigi sér stað. Það eru höfundar bókarinnar Verndum þau, þær Ólöf Ásta Farestveit og Þorbjörg Sveinsdóttir, sem kenna á námskeiðunum. Ólöf Ásta er uppeldis- og afbrotafræðingur og Þorbjörg er með MS í sálfræði. Báðar starfa þær í Barnahúsi og hafa mikla reynslu af barnaverndarmálum. Á námskeiðunum er farið yfir: - tilkynningarskyldu starfsmanna sem vinna með börnum og unglingum. - líkamlegt, andlegt og kynferðislegt ofbeldi og vanrækslu hvers konar. - úrræði sem í boði eru í samfélaginu fyrir börn og unglinga sem eru þolendur ofbeldis. Æskulýðsvettvangurinn hefur boðið reglulega upp á námskeið í notkun á Kompás. Kompás er handbók í mannréttindafræðslu, ætluð þeim sem starfa í skólum eða með börnum og unglingum á vettvangi félags-, æskulýðs- og tómstundastarfs. Bókin nýtist bæði fagfólki, forystufólki í félagsstarfi og sjálfboðaliðum. Í bókinni er að finna hugmyndir og verkefni sem byggð eru upp á leikjum og leikjafræði. Bókin tryggir þannig að efnið sé áhugavert, skemmtilegt og veki þátttakendur til umhugsunar um mannréttindi og mismunandi aðstæður fólks. Kompás hefur nú verið þýdd á íslensku en hún kom fyrst út hjá Evrópuráðinu árið 2002. Framhald á bls. 18.

UMFÍ fékk viðurkenningu fyrir grasrótarviðburð ársins Ungmennafélag Íslands hefur fengið sérstök verðlaun KSÍ og UEFA fyrir grasrótarviðburð ársins. Viðurkenningin er fyrir knattspyrnumót á Unglingalandsmóti UMFÍ. Þetta knattspyrnumót fellur vel að hugmyndum um grasrótarknattspyrnu. Þar geta allir þeir, sem áhuga hafa og aldur, tekið þátt í knattspyrnumóti, hvort sem þeir tilheyra einhverju félagi eða ekki, segir í umsögninni með viðurkenningunni. Það var Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, sem veitti viðurkenningunni viðtöku á ársþingi KSÍ sem fram fór í Reykjavík 9. febrúar sl. Helga Guðrún ávarpaði einnig þingið. „Ég er afar stolt af þessari viðurkenningu sem er enn ein staðfestingin á því góða starfi sem unnið er innan Unglingalandsmótanna. Það er gaman fyrir hreyfinguna að fá þessa viðurkenningu frá stærsta sérsambandinu innan Íþrótta- og Ólympíusambandsins. Þetta undirstrikar það að Unglingalandsmótin eru á réttri leið og vinna um leið mikið og gott starf í forvörnum,“ sagði Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður Ungmennafélags Íslands.

Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, og Ómar Bragi Stefánsson, framkvæmdastjóri Unglingalandsmóta UMFÍ, við afhendingu viðurkenningar á ársþingi KSÍ.

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

3


Vík í Mýrdal Þann 1. mars sl. voru undirritaðir samningar í Vík í Mýrdal vegna 3. Landsmóts UMFÍ 50+ á milli landsmótsnefndar og Mýrdalshrepps og Ungmennafélags Íslands og Ungmennasambands Vestur-Skaftafellssýslu. Aðstaða til að halda Landsmót UMFÍ 50+ í Vík í Mýrdal er mjög góð. Þar er íþróttahús sem er sambyggt við sundlaugina á staðnum. Góð frjálsíþróttaaðstaða er þar einnig, með gerviefni, sem komið var upp fyrir Unglingalandsmótið sem þar var haldið 2005. Sparkvöllur er á staðnum sem og tveir reiðvellir. Ennfremur er þar glæsilegur 9 holu golfvöllur. Keppnisgreinar á Landsmóti 50+ verða: Almenningshlaup, frjálsar íþróttir, boccia, golf, bridds, hestaíþróttir, hjólreiðar, leikfimi/dans, línudans, pútt, ringó, skák, sund, starfsíþróttir, hringdansar, sýningar/leikfimi og þríþraut.

r i ð a t i r r i d n u r a g Samnin i ð r i f a n r o H á g o í Vík

Efri mynd: Frá undirritun samningsins í Vík í Mýrdal. Frá vinstri: Elín Einarsdóttir, oddviti Mýrdalshrepps, Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, og Ragnheiður Högnadóttir, formaður USVS.

4

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

Neðri mynd: Frá undirritun samningsins á Hornafirði. Frá vinstri: Hjalti Þór Vignisson, bæjarstjóri, Matthildur Ásmundardóttir, formaður USÚ, og Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ.

Höfn í Hornafirði 16. Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Höfn í Hornafirði dagana 2.–4. ágúst í sumar. Þann 28. febrúar voru undirritaðir samningar á Hornafirði vegna mótsins, á milli unglingalandsmótsnefndar og Sveitarfélagsins Hornafjarðar annars vegar og Ungmennafélags Íslands og Ungmennasambandsins Úlfljóts hins vegar. Þetta verður í annað sinn sem mótið er haldið á Höfn en síðast var það haldið þar árið 2007. Þar varð veruleg uppbygging íþróttamannvirkja fyrir mótið 2007 og hún hefur haldið áfram eftir það. Stórglæsileg sundlaug og stórt knattspyrnuhús hafa verið tekin í notkun. Tjaldsvæðið, sem verður vel útbúið, verður í göngufæri við aðalkeppnissvæðið. Unnið er að dagskrá mótsins og mun hún birtast á heimasíðu þess þegar nær dregur. Eftirtaldar keppnisgreinar verða á dagskrá á mótinu á Höfn: Fimleikar, frjálsar íþróttir, glíma, golf, hestaíþróttir, íþróttir fatlaðra, knattspyrna, körfuknattleikur, mótokross, skák, starfsíþróttir, sund og karate.


SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

5


Jón Kristján Sigurðsson – ritstjóraspjall:

Nýtum tímann vel með börnunum okkar – honum er vel varið Á þessu ári blasa við mörg spennandi og áhugaverð verkefni hjá Ungmennafélagi Íslands. Þrjú stórmót verða haldin í sumar, 3. Landsmót UMFÍ 50+ í Vík í Mýrdal, 27. Landsmót UMFÍ á Selfossi og 16. Unglingalandsmót UMFÍ á Höfn í Hornafirði. Undirbúningur fyrir þessi mót hefur staðið yfir um nokkurt skeið en á viðkomandi stöðum hefur risið glæsileg aðstaða á undanförnum árum sem mun sannarlega nýtast vel við mótshaldið. Landsmenn verða örugglega meira á faraldsfæri um landið sitt í sumar og því má búast við góðri þátttöku á mótin enda eru þau tilvalin vettvangur fyrir fjölskylduna til að verja tímanum saman. Eins og endranær stendur hreyfingin fyrir ýmsum verkefnum í sumar. Má í því sambandi nefna frjálsíþróttaskólann sem hefur verið starfræktur undanfarin fimm sumur í samvinnu við Frjálsíþróttasamband Íslands. Verkefnið Fjölskyldan á fjallið og Göngum um Ísland á sinn fasta stað og hefur þátttakan í þessu verkefni ávallt verið mikil í gegnum árin. Verkefnið Hættu að hanga! Komdu að hjóla, synda eða ganga heldur áfram í sumar en góð þátttaka hefur verið í verkefninu síðustu ár. Sennilega hefur gott aðgengi barna og unglinga að iðkun íþrótta og þátttaka í æskulýðsstarfi aldrei skipt meira máli en á þeim tímum sem við lifum nú. Við megum aldrei

gefa eftir hvað þennan þátt áhrærir því það getur skipt sköpum að allir, óháð efnahag, geti stundað íþróttir sér til hressingar og heilsubótar. Töluverð umræða hefur verið um þetta á síðustu misserum í kjölfar kreppunnar og ekki er annað að skilja en að allir séu sammála um að við megum aldrei slaka á klónni í þessum efnum. Gott aðgengi er það sem skiptir öllu máli. Sú uppbygging íþróttamannvirkja, sem orðið hefur á síðastliðnum árum, tengd Unglingalandsmótum og Landsmótum, er greinilega farin að bera ríkulegan ávöxt. Það var nú tilgangurinn í upphafi að þessi uppbygging myndi skila sér með tíð og tíma og efla íþróttastarfið í þeim byggðum þar sem þessi mót eru haldin. Þetta hefur gengið eftir og iðkendum hefur fjölgað til muna. Góður árangur keppenda af lands-

byggðinni hefur komið berlega í ljós á mótum sem haldin hafa verið á vegum Frjálsíþróttasambandsins í nýju Frjálsíþróttahöllinni í Laugardalnum í vetur. Íþróttafólkið frá þessum stöðum hefur sýnt þar umtalsverðar framfarir. Það er ánægjulegt fyrir framkvæmdaaðila þessara móta að sjá þetta gerast. Árangurinn á mótunum er glæsilegur og á ekki síst ríkisvaldið þakkir skilið, sem komið hefur myndarlega að uppbyggingunni víðs vegar um land. Það er vonandi að þegar þjóðarskútan verður komin á lygnan sjó verði uppbyggingunni haldið áfram. Fjármunum ríkisins er vel varið með þessum hætti og þeir skila sér alla leið. Byggðirnar kringum keppnisstaðina standa sterkari eftir og börn, unglingar og fullorðið fólk geta æft íþróttir og stundað þær sér til heilsubótar við aðstæður eins og þær gerast bestar. Staðreyndir tala líka sínu máli í þessu sambandi en rannsóknir hafa leitt í ljós að eftir því sem aðgengi til að stunda íþróttir verður betra fyrir börn og unglinga skilar það þeim sem sterkari einstaklingum í námi og starfi. Á þessum vettvangi er einnig unnið öflugt forvarnastarf. Vorið er ekki langt undan og oft er sagt að sumarið sé tíminn. Nýtum tímann vel með börnunum okkar og fjölskyldum. Þeim tíma er vel varið og hann skilar sér margfalt til baka þegar upp er staðið.

Vík í Mýrdal 7.–9. júní 2013

6

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

Skinfaxi 1. tbl. 2013 Ritstjóri: Jón Kristján Sigurðsson. Ábyrgðarmaður: Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ. Ljósmyndir: Jón Kristján Sigurðsson, Jóhann G. Kristinsson, karfan.is, Þórólfur Sveinsson, Ásbjörg Jónsdóttir, Sigurður Guðmundsson o.fl. Umbrot og hönnun: Indígó. Prentun: Ísafoldarprentsmiðja. Prófarkalestur: Helgi Magnússon. Auglýsingar: Miðlun ehf. og Gunnar Bender. Ritnefnd: Stefán Skafti Steinólfsson, Gunnar Gunnarsson, Ester Jónsdóttir, Bryndís Gunnlaugsdóttir og Óskar Þór Halldórsson. Skrifstofa UMFÍ/Skinfaxa: Þjónustumiðstöð UMFÍ, Sigtúni 42, 105 Reykjavík. Sími: 568-2929 Netfang: umfi@umfi.is Heimasíða: www.umfi.is Starfsmenn UMFÍ: Sæmundur Runólfsson, framkvæmdastjóri, Helgi Gunnarsson, fjármálastjóri, Jón Kristján Sigurðsson, ritstjóri Skinfaxa og kynningarfulltrúi, Sigurður Guðmundsson, landsfulltrúi, Ómar Bragi Stefánsson, landsfulltrúi, með aðsetur á Sauðárkróki, Sabína Steinunn Halldórsdóttir, landsfulltrúi, Guðbirna Kristín Þórðardóttir, ritari. Stjórn UMFÍ: Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður, Haukur Valtýsson, varaformaður, Jón Pálsson, gjaldkeri, Eyrún Harpa Hlynsdóttir, ritari, Björg Jakobsdóttir, meðstjórnandi, Bolli Gunnarsson, meðstjórnandi, Stefán Skafti Steinólfsson, meðstjórnandi, Baldur Daníelsson, varastjórn, Matthildur Ásmundardóttir, varastjórn, Anna María Elíasdóttir, varastjórn, Einar Kristján Jónsson, varastjórn. Forsíðumynd: Íþróttalíf á Siglufirði hefur verið blómlegt í gegnum tíðina. Krakkarnir í Ungmennafélaginu Glóa hafa staðið sig vel á mótum sem þau hafa tekið þátt í. Á dögunum gerðu þau góða ferð til Reykjavíkur. Þau náðu afbragðsárangri á Meistaramóti Íslands 11–14 ára í frjálsum íþróttum. Á myndinni eru þau Björgvin Daði Sigurbergsson, Elín Helga Þórarinsdóttir og Unnur Hrefna Elínardóttir, ásamt þjálfara sínum, Þórarni Hannessyni.


7.500 kr.

Fylgir hverj u

rúmi

RB RÚM

RB rúm hlau t á dögunu m alþjóðleg á Internatio verðlaun na í London,fy l Quality Crown Awar ds rir vandað a framleiðslu markaðsse og tningu. Þe tta eru stór það er bara verðla eit þessi verðla t fyrirtæki í hverri grein un en un ár hvert. sem fær

FERMINGARGJÖF BETRI STOFAN

Í áraraðir hefur Ragnar Björnsson ehf. framleitt rúm af öllum stærðum og gerðum, allt eftir óskum viðskiptavina. Mismunandi stífleika er hægt að

Kistill

velja allt eftir þyngd þeirra sem á dýnunum hvíla. Þú velur rétta hæð á rúmið þitt og stígur létt framúr. Mikið úrval af öllum tegundum rúma. Hafið samband við sölumenn okkar fyrir frekari upplýsingar.

Kistill

32.000 kr.

49.000 kr.

Rúm 90x200 - Verð frá

59.900 kr.

OPIÐ ALLA VIRKA DAGA FRÁ 8 - 18 OG Á LAUGARDÖGUM FRÁ 10 - 14

RB RÚM

DALSHRAUN 8

220 HAFNARFIRÐI

WWW.RBRUM.IS

SÍMI 555 0397


FRJÁLSAR

–14 ára: Meistaramót Íslands 11

Lið HSK/Selfoss hlaut flest stig í stigakeppni Meistaramóts Íslands 11–14 ára, sem fram fór í Laugardalshöll 23. –24. mars sl., eftir jafna keppni við lið ÍR. Sunnlendingar hlutu samtals 517,7 stig en ÍR 494,6 stig. Ekki langt á eftir var FH með 441 stig. Mjög góð þátttaka var í mótinu en hátt í fjögur hundruð keppendur voru skráðir til leiks. Þórdís Eva Steinsdóttir, hin unga og efnilega íþróttakona í FH, setti met í 60 m grindahlaupi í sínum aldurs-

–22 ára: Meistaramót Íslands 15 ÍR sigraði örugglega í heildarstigakeppni Meistaramóts 15–22 ára innanhúss sem fram fór 2.–3. febrúar sl. í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. ÍR-ingar hlutu samtals 390 stig. Breiðablik var í öðru sæti með 267 stig og FH í því þriðja með 188 stig. ÍR sigraði auk þess í stigakeppni í þremur aldursflokkum, Breiðablik og FH í sitthvorum tveimur aldursflokkunum og UMSS í einum. Alls voru 232 keppendur skráðir til leiks, frá 15 félögum og samböndum. ÍR var með fjölmennastan hóp keppenda eða 58 en FH og Breiðablik voru með 35 og 29 keppendur hvort lið. Árangur keppenda frá héraðssamböndunum var sérlega góður og miklar framfarir hjá mörgum keppendum. Í flokki 15 ára stúlkna sigraði UMSS með 50 stig en í öðru sæti varð Breiðablik með 48 stig og Akureyringar urðu í þriðja sæti með 37 stig. Í flokki 16–17 ára stúlkna sigraði ÍR sannfærandi með 95 stig. Í öðru sæti var lið FH með 35 stig. ÍR sigraði einnig með yfirburðum í flokki 18–19 ára stúlkna með 54 stig en USÚ var í öðru sæti með 15 stig. Í flokki 20–22 ára kvenna sigraði lið FH örugglega með 60 stig en ÍR-ingar urðu í öðru sæti með 35 stig. Í flokki 15 ára pilta bar FH sigur úr býtum með 40 stig en lið Aftureldingar var aðeins stigi á eftir með 49 stig. Breiðablik var í þriðja sæti með 32 stig. Breiðabliksmenn sigruðu í flokki 16–17 ára pilta með 69 stig en í öðru

8

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

Lið HSK/Selfoss bar sigur úr býtum

flokki þegar hún kom í mark á tímanum 9,65 sek. Þátttaka í mótinu og góður árangur bæði einstaklinga og liða sýnir að frjálsíþróttir njóta vaxandi vinsælda víða um land en alls voru 20 lið með skráða keppendur á mótinu. Í flokki 11 ára stúlkna bar lið Breiðabliks sigur úr býtum með 77,5 stig. Í flokkum 12 og 13 ára stúlkna var ÍR stigahæst með 86 stig í þeim fyrrnefnda en 116,5 stig í þeim síðarnefnda. Í 11 ára flokki pilta bar HSK/Selfoss

sigur úr býtum með 124 stig en ÍR í 12 ára flokki með 78 stig. UÍA hlaut flest stig í 13 ára piltaflokki með 83,6 stig og í 14 ára piltaflokki Breiðablik með 84 stig. Ljóst er að efniviður er nægur og verður tilhlökkunarefni að fylgjast með þessu unga og upprennandi frjálsíþróttafólki í framtíðinni.

Góður árangur héraðssambanda

sæti var ÍR með 63,5 stig. Blikar sigruðu einnig í flokki 18–19 ára pilta með 51 stig en Skagfirðingar (UMSS) og ÍR-ingar urðu jafnir í öðru sæti með 33 stig hvort lið. ÍR hlaut flest stig í flokki karla 20–22 ára eða samtals 85, en þar urðu Breiðabliksmenn í öðru sæti með 37 stig. Eitt stærsta afrek mótsins var árangur Anítu Hinriksdóttur þegar hún setti Íslandsmet í 800 metra hlaupi, hljóp á 2:03,27 mín.


Bikarkeppni FRÍ innanh úss:

Sameiginlegt lið Norðurlands sigraði í karlaflokki ÍR bar sigur úr býtum í jafnri og spennandi 7. bikarkeppni FRÍ innanhúss sem fram fór í Laugardalshöll helgina 16.–17. febrúar sl. ÍR hlaut 119 stig en í öðru sæti var lið Norðurlands (UMSS, UMSE, UFA og HSÞ) með 109,5 stig og FH, bikarmeistarar síðasta árs, urðu í þriðja sæti með 90 stig. Norðlendingar sigruðu í karlakeppninni með 58 stig eða 3 stigum umfram ÍR sem var með 55 stig. ÍR-konur fengu flest stig í kvennakeppninni eða 64 en Norðlendingar urðu í 2. sæti með 51,5 stig. FH varð í þriðja sæti, bæði í karla- og kvennakeppninni. Mikið var um góðan árangur sem gerist ekki oft í stigakeppni. Í stangarstökki bar helst til tíðinda að tveir keppendur stukku

Meistaramót Íslands: Lið ÍR hafði nokkuð öruggan sigur í stigakeppni Meistaramóts Íslands innanhúss sem fram fór í Laugardalshöll 9.–10. febrúar sl. ÍR sigraði bæði í karla- og kvennaflokki. Í karlaflokki hlaut ÍR 16.741 stig en í öðru sæti var lið Breiðabliks með 11.326 stig og FH í því þriðja með 9.346 stig. ÍR-konurnar hlutu samtals 16.520 stig en UFA varð í öðru sæti með 11.201 stig og FH í þriðja sæti með 8.731 stig. Samanlagt hlaut ÍR 33.261 stig. FH varð í öðru sæti með 18.077 stig og UFA í því þriðja með 15.733 stig. Góður árangur náðist í mörgum greinum. Aníta Hinriksdóttir, ÍR, setti nýtt Íslandsmet í 400 m hlaupi, 54,42 sek., í flokkum 16–17 ára, 18–19 ára og 20–22 ára en sjálf er Aníta á sautjánda ári. Með þessum árangri náði Aníta einnig lágmarki á Evrópumeistaramót innanhúss sem fram fór í Gautaborg í byrjun mars. Þá má geta þess að Kolbeinn Höður Gunnarsson, UFA, sigraði í 400 m hlaupi karla á

yfir 5 metra þegar þeir Bjarki Gíslason, Norðurlandi/UFA, og Mark Winston stukku báðir 5 metra en Bjarki hafði sigur þar sem hann fór yfir þá hæð í fyrstu tilraun. Nokkuð óvænt sigraði Bjarki í þrístökki líka. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt gerist hér á landi síðan 1982, á 75 ára afmælismóti ÍR, en þá fóru tveir íslenskir stökkvarar yfir fimm metra, Sigurður T. Sigurðsson og Kristján Gissurarson. Hafdís Sigurðardóttir sigraði tvöfalt, í langstökki með 6,16 m og í 60 m hlaupi á 7,70 sek. sem er besti árangur hennar í greininni, og jafn árangri Hrafnhildar Eir, ÍR, sem varð 1/100 úr sek. á eftir Hafdísi að þessu sinni. Hrafnhildur sigraði nokkuð sannfærandi í 200 m hlaupinu. Kolbeinn Höður Gunnars-

son, Norðurlandi, sigraði bæði í 60 og 400 m hlaupi. Í 60 m hlaupi kom hann í mark á 7,09 sek. sem er næstbesti tími hans og ársins innanhúss í ár, og í 400 m hlaupi á tímanum 48,26 sek., eftir harða keppni við Trausta Stefánsson, FH. Þorsteinn Ingvarsson og Kristinn Torfason urðu í 1. og 2. sæti í langstökkinu með 7,48 m og 7,11 m. Þórdís Steinsdóttir, FH, setti met bæði í flokki 13 ára og 14 ára stúlkna í 800 m hlaupi, þegar hún kom í mark á tímanum 2:16,46 mín., en Björg Gunnarsdóttir, ÍR, sigraði á 2:15,28 mín. sem er persónulegt met hjá henni í greininni.

Kvennasveit UFA í öðru sæti

tímanum 48,58 sek. Sigurvegarinn í 60 m hlaupi kvenna var Hrafnhildur Eir Hermóðsdóttir, ÍR, á 7,70 sek. Sigurvegari í 60 m hlaupi karla var Haraldur Einarsson, HSK/Selfoss, á tímanum 7,08 sek. Kúluvarpið unnu FH-ingarnir Óðinn Björn Þorsteinsson með 17,78 m og Sveinbjörg Zophoníasdóttir með 13,31 m. Stefán Þór Jósefsson úr UFA hafði sigur í þrístökki karla með stökki upp á 12,59 m og

Hafdís Sigurðardóttir, UFA, sigraði í langstökki kvenna með 6,17 m. ÍR-ingarnir Hlynur Andrésson og Fríða Rún Þórðardóttir unnu í 1.500 m hlaupi. Hlynur hljóp vegalengdina á 4:10,23 mín. og Fríða Rún á 5:14,16 mín. Í hástökki kvenna sigraði María Rún Gunnlaugsdóttir, Ármanni, en hún stökk 1,73 m.

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

9


3. Landsmót UMFÍ 50+ Vík í Mýrdal 7.–9. júní 2013

Ungmennasamband Vestur-Skaftafellssýslu (USVS) er mótshaldari 3. Landsmóts UMFÍ 50+ í Vík í Mýrdal en mótið fer fram dagana 7.–9. júní í sumar. USVS heldur mótið í samstarfi við Mýrdalshrepp. Aðstaðan í Vík í Mýrdal er góð til að halda Landsmót UMFÍ 50+. Íþróttahús er í Vík sem er sambyggt við sundlaugina á staðnum. Góður frjálsíþróttavöllur er á staðnum með gerviefni en honum var komið upp fyrir Unglingalandsmótið sem fram fór í Vík 2005. Sparkvöllur er á staðnum

sem og tveir reiðvellir. Glæsilegur 9 holu golfvöllur er í Vík. Fyrir utan þessa góðu aðstöðu í Vík er náttúran einstök.

Umgjörðin verður góð „Undirbúningur fyrir mótið gengur vel og ákveðnar hafa verið greinar sem keppt verður í á mótinu. Drög að dagskránni, með fyrirvara um breytingar, má finna á heimasíðu UMFÍ. Eins og á mótinu í Mosfellsbæ í fyrra verður boðið upp á heilsufars-

mælingar, zumba og sundleikfimi. Þá verður farin söguganga um Vík svo að eitthvað sé nefnt. Tjaldsvæðið í Vík er einstaklega gott og því tilvalið fyrir keppendur og gesti að nýta þessa þjónustu alla mótsdagana og hitta um leið gamla kunningja. Aðstæður allar í Vík eru mjög góðar þannig að öll umgjörðin í kringum mótið er góð,“ sagði Sigurður Guðmundsson, framkvæmdastjóri 3. Landsmóts UMFÍ 50+, í samtali við Skinfaxa.

27. Landsmót UMFÍ Selfossi 4.–7. júlí 2013

Héraðssambandið Skarphéðinn heldu r 27. Landsmót UMFÍ á Selfossi 4.–7. júlí í su mar. Undirbúningu r fyrir mótið gengur vel. Glæsile gur frjálsíþróttavöll ur hefur verið gerður á Selfossi en á honum var kepp t á Unglingalandsmótinu sem haldið var þar í fyr rasumar. Hvert sem litið er eru allar aðrar aðstæður til íþróttaiðkana fyrsta flokks á Selfo ssi. „Undirbúningur fyr ir mótið er kominn í fullan gang og gengur samkvæm t áætlun. Við erum að vinna dagskrána og tímase tningar fyrir keppnis greinar í íþróttahúsinu. Við erum ennfremur að vinna að fjármögnun og því að fá samstarfsaðila að mótinu. Sama framkvæmdanefn d er að störfum og vann á Unglingalandsmótinu í fyrra svo að við eru m með vant fólk sem er mikilvæ gt. Það er tilhlökku n í herbúðum okkar og við munu m hvetja samband saðila til góðrar þátttöku á mótinu, “ sagði Engilbert Ol geirsson, framkvæmdastjór i HSK, í samtali við Skinfaxa.

10

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands


FÍTON / SÍA

Einn af ótal kostum N1 kortsins

ALLT FYRIR HESTAFERÐINA Á BETRA VERÐI WWW.N1.IS

Sæktu um kort á n1.is

11

SKINFAXI – tímarit UngmennafélagsMeira Íslands ííleiðinni Meira leiðinni


ÍSLENSKA SIA.IS ICE 63351 03/13

BÆTTU SMÁ NEW YORK Í LÍF ÞITT Verð frá

33.600* kr.

Þessi ferð gefur frá 2.100 til 6.300 Vildarpunkta aðra leiðina.

Það eru turnlaga byggingar á fleiri stöðum en í Skuggahverfinu Auðvitað er hægt að njóta þess á lygnu kvöldi að rölta eftir Sæbrautinni, horfa út á Sundin eða virða fyrir sér Hörpu í öllum regnbogans litum. En Manhattan er líka freistandi, þessi magnaði staður í milljónaborg þar sem gefst tækifæri til að kynnast lífinu í öllum þess margbreytileik. Ingólfur hefði örugglega hugsað sig um tvisvar ef honum hefði boðist að velja á milli árið 874.

+ Bókaðu núna á icelandair.is

* Innifalið: Flug aðra leiðina og flugvallarskattar.

12

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

Vertu með okkur


16. Unglingalandsmót UMFÍ Höfn í Hornafirði 2.–4. ágúst 2013

Ungmennasamb andið Úlfljótur (U SÚ) heldur 16. Ungli landsmót UMFÍ á Hö ngafn í Hornafirði um verslunarmannahe Þetta er í annað sin lgina. n sem mótið er ha ldið á Höfn en síðast haldið þar árið 2007 var það . Veruleg uppbyggin g íþróttamannvirk fyrir mótið 2007 og ja var hún hefur haldið áfr am síðan. Stórglæs sundlaug og stórt ileg knattspyrnuhús ha fa verið tekin í notku koma að góðum no n og munu tum á mótinu. Tjalds væðið, sem verður verður í göngufæri vel útbúið, við aðalkeppnissvæ ðið.

Fólk býr yfir dýrm

ætri reynslu frá m „Það er ekki hægt ótinu 2007 að segja annað en að undirbúningi mi fyrirmyndar og í rau ði vel áfram. Aðsta n er allt til staðar. Þa ðan á Höfn er til ð er búið að ráða sér að undirbúningur greinastjóra í allar er á góðu róli. Það greinar svo vant fólk, sem kemu dýrmætri reynslu frá r að undirbúningn Unglingalandsmóti um, sem býr yfir nu sem haldið var sama og 2007 og þa á Höfn 2007. Tjalds r er aðstaðan góð og væðið er það umhverfið sjálft frá verða tilbúin og ha bært. Drög að dags na verður hægt að kránni eru að nálgast á heimasíðu son, framkvæmdast mótsins,“ sagði Óm jóri 16. Unglingala ar Bragi Stefánsndsmóts UMFÍ á Hö fn í Hornafirði.

Maður getur alltaf orðið Flott fyrirmynd Flott fyrirmynd er forvarnaverkefni sem unnið er upp úr verkefninu Local Hero. Local Hero er sænskt forvarnaefni sem CAN (Centralförbundet för alkohol- och narkotikaupplysning) í Svíþjóð hefur nýtt undanfarin ár við góðan orðstír. Tilgangurinn með Local Hero er að gefa unglingum tækifæri til að vinna eigin verkefni og velta fyrir sér spurningum varðandi lyfjaneyslu og ræða áhættuna og hvað sé til varnar. Samkvæmt hugmyndafræði Local Hero getur hver sem er orðið flott fyrirmynd. Það skiptir engu máli hvaða áhugamál maður hefur eða hvað maður vill gera við frítímann sinn, maður getur alltaf orðið Flott fyrirmynd. Hvort sem manni finnst gaman í billjard eða bara að hanga í félagsmiðstöðinni, hvort sem maður stundar íþróttir í einhverju félagi eða gerir lítið sem ekkert fyrir utan skólann. Eina takmörkunin er áhugi þátttakenda á því að lifa heilsusamlegu lífi án vímuefna. Námsefni til að nýta við klúbbastarfsemi hefur verið þýtt ásamt leiðbeiningabók fyrir klúbbstjóra sem á að halda utan um klúbbinn hverju sinni. UMFÍ fékk, í samstarfi við SAMFÉS, þær Stinu Hähnert og Ninu Dahlman frá CAN í Svíþjóð til að

Frá námskeiðinu um notkun leiðbeiningabókar Local Hero. Það tókst vel og virtust þátttakendur njóta sín vel. Samkvæmt hugmyndafræði Local Hero getur hver sem er orðið Flott fyrirmynd.

koma til landsins af þessu tilefni. Þær leiddu tveggja daga námskeið, sem haldið var 6.–8. febrúar sl., um notkun bókanna, til að koma þátttakendum af stað til að nýta sér efnið í félagsmiðstöðvum. Hugmyndin er svo sú að hópur sá sem tók þátt í námskeiðinu muni leggja mat á efnið og hvernig það nýtist í starfi. Tíu þátttakendur voru á námskeiðinu og starfa þeir allir í félagsmiðstöðvum. Skemmtileg dreifing var meðal þátttak-

endanna og komu þeir alls úr sjö félagsmiðstöðvum og einu íþróttafélagi. Eftir námskeiðið fóru allir til síns heima með meiri þekkingu á Flottri fyrirmynd í farteskinu og eru byrjaðir að starfa í félagsmiðstöðvum sínum. Vinsamlega hafið samband við Sabínu Steinunni Halldórsdóttur landsfulltrúa, sem sér um verkefnið fyrir UMFÍ, ef frekari upplýsinga er óskað.

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

13


Stjarnan og Keflavík bikarmeistarar Ungmennafélögin Stjarnan og Keflavík unnu bikarmeistaratitla í körfuknattleik í úrslitaleikjum sem fram fóru í Laugardalshöll 16. febrúar sl.

Stjarnan – Grindavík 91:79 Í karlaflokki lagði Stjarnan lið Grindvíkinga með sannfærandi hætti, 91–79. Staðan í hálfleik var 47–39 fyrir Stjörnuna. Garðbæingar stóðu sig betur allan tímann og voru vel hvattir áfram af stuðningsmönnum sem fjölmenntu á leikinn. Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, stýrði liðinu þarna í annað sinn til sigurs í bikarkeppninni. Þess má geta að Teitur, sem var á sínum tíma einn fremsti körfuboltamaður landsins, vann á sínum tíma bikarmeistaratitilinn sjö sinnum sem leikmaður Njarðvíkinga.

Keflavík – Valur

68:60

Sigurður Ingimundarson, þjálfari kvennaliðs Keflvíkinga, stýrði liði sínu til sigurs gegn Val, 68–60, eftir að staðan í hálfleik var 38–17 fyrir Keflavík. Fátt benti til annars en að Keflavík myndi vinna öruggan sigur en Valsstúlkur voru ekki af baki dottnar og komu tvíefldar til leiks í síðari hálfleik. Suðurnesjaliðið náði afgerandi forystu í fyrri hálfleik en Valsstúlkur voru langt frá sínu besta. Hlíðarendaliðið sneri dæminu við í síðari hálfleik og saxaði jafnt og þétt á forskot Keflvíkinga. Spenna hljóp í leikinn en það voru Keflvíkingar sem reyndust sterkari og tryggðu sér átta stiga sigur. Þetta var 8. bikarsigur Sigurðar Ingimundarsonar sem þjálfara.

Velkomin á

16. Unglingalandsmót UMFÍ Höfn í Hornafirði verslunarmannahelgina 2.–4. ágúst 2013 14

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands


Öryggisbelti Beltin bjarga. Þetta er gullvægt slagorð eins og dæmin sanna. Við spennum beltið án umhugsunar í upphafi ökuferðar enda er farþegum best borgið spenntir í sæti sínu við óhapp. Þá verða öryggisbelti að virka rétt. Til viðbótar við öryggisbelti skoðar Frumherji 166 önnur öryggisatriði í almennri skoðun.

ENNEMM / SÍA / NM42116

Frumherji – örugg bifrei›asko›un.

Frumherji hf - sími 570 9000 - fijónustuver og tímapantanir 570 9090 - www.frumherji.is

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

15


Velkomin í sundlaugar Árborgar Frítt inn fyrir 17 ára og yngri Sundhöll Selfoss Opin allt árið Virka daga: kl. 6.30–21.30 Helgar: kl. 9.00–19.00

Sundlaug Stokkseyrar Sumaropnun: 1. júní –15. ágúst Virka daga: kl. 13.00–21.00 Helgar: kl. 10.00 –17.00

Vetraropnun: 16. ágúst–31. maí Virka daga: kl. 17.00 –20.30 Lau: kl. 10.00–15.00 Sun: lokað

Gjaldskrá Fullorðnir (18-66 ára): Einstakt skipti 550 kr. 10 skipta kort 3.400 kr. 30 skipta kort 7.400 kr. Árskort 25.900 kr. Leigutilboð: handklæði, sundföt og aðgangseyrir 1000 kr. 67 ára og eldri fá frían aðgang gegn framvísun skilríkja. Öryrkjar og atvinnulausir fá frían aðgang en verða að framvísa korti til staðfestingar.

www.arborg.is

16

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands


Þórarinn Hannesson, frjálsíþróttaþjálfari hjá Ungmennafélaginu Glóa:

Ég er stoltur af krökkunum Keppendur frá Ungmennafélaginu Glóa á Siglufirði á Meistaramóti Íslands 11–14 ára náðu frábærum árangri og komu heim með fern verðlaun, þrjú brons og eitt silfur. Mótið er ekki aðeins einstaklingskeppni heldur einnig stigakeppni milli félaga og varð Glói í 11. sæti af 20 félögum og héraðssamböndum sem áttu keppendur á mótinu. Keppendur frá Glóa kepptu alls í 14 greinum og í níu þeirra höfnuðu þau meðal tíu efstu og komust á pall í fjórum þeirra. Ekki slæm tölfræði það. Björgvin Daði Sigurbergsson stóð sig sérstaklega vel á mótinu, keppti í sex greinum, vann til þriggja bronsverðlauna og bætti afrek sín í nokkrum greinum. Unnur Hrefna Elínardóttir kom skemmtilega á óvart með því að kasta til silfurverðlauna í kúluvarpi í flokki 11 ára stúlkna og Elín Helga náði best 6. sæti í kúluvarpi í sínum aldursflokki.

Með tilkomu Menntaskólans á Tröllaskaga ætlum við að bæta við æfingum og koma þannig í meira mæli til móts við eldri iðkendur hjá okkur. ugir aðilar hér hafa búið vel um hnútana og hlúð vel að starfinu. Svo erum við með golf og hestaíþróttir. Í eldri flokknum erum við með öldungablak sem er mjög öflugt og mikið stundað.“

Ótrúlegir hlutir með nánast enga aðstöðu Hvað aðstöðuna áhrærir segir Þórarinn að á Siglufirði sé ágætt íþróttahús sem boltahús. Svo er minni íþróttasalur sem er góður til að kenna í og leiðbeina yngri börnunum. Þokkalegur knattspyrnuvöllur er í bænum en engin frjálsíþróttaaðstaða. „Unnið er að því að gera frjálsíþróttasvæði þar sem sett yrði upp almennileg langstökksbraut og betri kasthringir en annað er ekki í bígerð. Það má því segja að við séum að gera ótrúlega hluti í frjálsum íþróttum með nánast enga aðstöðu. Við notumst við inniaðstöðu og svo á túnum á sumrin en það er samt ekki allt unnið með góðri aðstöðu í öllum tilfellum. Krakkarnir eru ótrúlega duglegir og eru að gera flotta hluti á mótum sem þau taka þátt í,“ sagði Þórarinn.

Þórarinn Hannesson, íþróttakennari við Grunnskóla Fjallabyggðar og frjálsíþróttaþjálfari hjá Ungmennafélaginu Glóa, segir krakkana vera mjög áhugasama og að þeir leggi mikið á sig til að ná árangri. Þórarinn er jafnframt formaður Glóa.

Stofnuðum Glóa 1994 „Ég kom hingað til Siglufjarðar haustið 1993 og vorið eftir stofnuðum við nokkrir saman Ungmennafélagið Glóa. Við höfðum áhuga á því að auka fjölbreytnina í íþróttalífinu á Siglufirði og vorum þá aðallega með í huga körfubolta og frjálsar íþróttir. Við hófum frjálsíþróttaæfingar hér strax 1995, héldum út í nokkur ár en svo datt þetta niður um tíma. En við höfum haldið úti æfingum í frjálsum íþróttum óslitið frá 2004. Við höfum í gegnum tíðina gert töluvert að því að taka þátt í mótum, minna á sumrin, því að þá fara krakkarnir í fótboltann, en þess meira á veturna. Þátttaka í Stórmóti ÍR hefur verið fastur liður, Íslandsmótin og nokkur Unglingalandsmót UMFÍ. Það hittir þannig á að mikið er að gerast á Siglufirði um verslunarmannahelgar en við reynum eins og kostur er að fara á Unglingalandsmótin. Við förum líka mikið á mót hér í kringum okkur, inn á Akureyri, Sauðárkrók og á minni mót sem passar vel fyrir okkar hóp,“ sagði Þórarinn Hannesson.

Nú eru krakkarnir lengur heima Aðspurður hvort krakkarnir haldi áfram frjálsíþróttaiðkun þegar þau þurfa að heiman vegna náms sagði Þórarinn svo vera í einhverjum tilfella. Þórarinn sagði að nú væru krakkarnir lengur heima með tilkomu Menntaskólans á Tröllaskaga og það væri virkilega gaman.

„Við ætlum í kjölfar þessa að fara að bæta við æfingum og koma þannig í meira mæli til móts við eldri iðkendur hjá okkur. Við höfum fram að þessu verið með iðkendur í einum hóp en á næsta ári er markmiðið að tvískipta þeim og fylgja þeim lengur en gert hefur verið til þessa. Það verður mjög spennandi,“ sagði Þórarinn.

Mörg félög og margar greinar stundaðar – Hefur ekki alltaf verið mikill íþróttaáhugi á Siglufirði? „Jú, því er ekki að neita. Hér eru mörg félög og margar greinar stundaðar en knattspyrnan hefur alltaf verið sterk. Skíðin voru það lengi, döluðu um tíma, en eru á uppleið aftur. Badmintonstarfið hefur alltaf verið gott og stundað mikið í gegnum tíðina. Það hefur alltaf verið sterk hefð fyrir badminton en öfl-

Þórarinn Hannesson, íþróttakennari við Grunnskóla Fjallabyggðar og frjálsíþróttaþjálfari hjá Ungmennafélaginu Glóa.

Þórarinn sagði það mikið ævintýri fyrir krakkana að koma suður og keppa við jafnaldra sína í Frjálsíþróttahöllinni. Hann segir óneitanlega langt að fara og að mikill tími fari í að undirbúa keppnisferðir. „Ég var afskaplega ánægður með frammistöðu þeirra á meistaramótinu 11–14 ára. Þau hafa alltaf staðið sig vel þegar maður hefur farið með þau í æfinga- og keppnisferðir. Flestallir krakkarnir æfa fleiri en eina grein svo að það er nóg að gera hjá þeim. Það þarf stundum að velja og hafna. Ég mjög stoltur af þeim,“ sagði Þórarinn. Aðspurður hvað sé fram undan sagði Þórarinn á dagskránni að halda innanfélagsmót í mars og svo verði farið á mót inn á Akureyri í apríl. „Ég sé bara framtíðina bjarta í íþróttamálum á Siglufirði. Það er loksins að verða viðsnúningur hvað fólksfjölgun varðar en eftir henni erum við búin að bíða lengi. Það er heilmikil uppbygging í ferðaþjónustu og fjölbreytnin í atvinnulífinu er að aukast þannig að mikið af ungu fólki snýr aftur. Krakkar, sem ég var að kenna fyrst eftir að ég kom hingað, eru nú að koma heim með börnin sín. Ég held því að óhætt sé að segja að bjart sé fram undan hjá okkur á Siglufirði. Við erum búin að fá Héðinsfjarðargöngin og Menntaskólann á Tröllaskaga og mannlífið er gott,“ sagði Þórarinn Hannesson.

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

17


KANNABIS OG ÍÞRÓTTIR Kannabis er eitt þeirra efna sem er á bannlista lyfjaeftirlits ÍSÍ og þannig bannað í öllum íþróttum á Íslandi. Greinist kannabisefni á lyfjaprófi íþróttamanns hefur það í för með sér keppnis- og æfingabann. Af hverju skyldi kannabis vera á bannlista? Umræða á Íslandi gagnvart kannabisnotkun er frekar á jákvæðu nótunum í dag. Er ekki bara allt í lagi að neyta kannabis? Kannabis er unnið úr plöntunni Cannabis sativa. Virka efnið í henni er tetrahýdrókannabínól (THC). THC er það efni í kannabisplöntunni sem veldur vímu. Helstu tegundir kannabis eru hass og maríjúana en einnig hassolía. Maríjúana er venjulega reykt í heimatilbúnum sígarettum og oftar en ekki drýgt með tóbaki. Hassið er oftast reykt mulið í pípum eða ýmsum öðrum reykingatólum (plastflöskum, áldósum). Hassolían er oftast notuð þannig að nokkrir dropar eru settir í tóbak sem er síðan reykt. Ljóst er að mikið er ræktað af þessari plöntu á Íslandi og við fáum reglulega fregnir í fjölmiðlum af því þegar lögreglan hefur gert upptækt „gróðurhús“ kannabisræktenda. Sumir vilja meina að Íslendingar séu búnir að eignast mjög öfluga garðyrkjufræðinga sem hafi náð ótrúlegum árangri með ræktun kannabisplöntunnar þannig að hún er mun öflugri heldur en áður fyrr. Þannig sé THC-styrkleikinn í plöntunni orðinn mun meiri en áður og því um mun öflugri vímugjafa að ræða. Þegar kannabis er reykt berast um 20–50% af THC-efninu niður í lungu og fara þaðan inn í blóðrásina. THC berst síðan með blóðinu á örfáum sekúndum frá lungum og upp í heila. THC er lengi að eyðast í líkamanum og því safnast efnið fyrir í líkamanum við áframhaldandi neyslu. THC finnst í þvagi í tvær vikur eða lengur eftir kannabisneyslu. Því er mjög erfitt fyrir íþróttamenn að fela kannabisneyslu í lyfjaprófum. Í kannabis eru fjölmörg önnur efni en THC og hafa greinst nokkur hundruð efna sem einnig er að finna í tóbaksplöntunni. Í kannabis er m.a. tjara og kolmónoxíð og áætlað hefur verið að 5 maríjúanavindlingar hafi jafnskaðleg áhrif á lungun og 20 sígarettur. Þegar kannabis er neytt eykst hjartsláttur, þurrkur kemur í augu, nef og munn og lítils háttar óþægindi verða í öndunarfærum. Einnig getur komið fram svimi, doði í útlim-

Jóhanna S. Kristjánsdóttir

um, skjálfti í höndum og sviti. Kvíði og ótti geta komið fram áður en hin eiginlega víma byrjar. Í vímunni kemur fram sljóleiki og syfja, einnig hlátur og kátína. Tíma- og fjarlægðarskyn brenglast, tónnæmi eykst og hlutir í umhverfinu geta tekið á sig annað form. Við stóra skammta af THC getur m.a. komið fram víxlskynjun, en þá skynjar fólk fyrirbæri með öðru skynfæri en venjulega, t.d. sér tóna og heyrir liti. Við smáa skammta af THC minnkar getan til að greina ljósmerki og fylgja hlutum á hreyfingu eftir og líkamshreyfingar verða ónákvæmari. Samhæfing og viðbragðstími minnkar því og hefur neikvæð áhrif á frammistöðu. Í kjölfarið kemur svo hætta á slysum í íþróttum þar sem úthald og hraði skipta máli. Þessi neikvæðu áhrif geta varað í allt að sólarhring eftir notkun. Nýminni skerðist verulega í kannabisvímu og neytandinn á erfiðara með að muna atriði sem hann hefur lært nýlega. Litlir skammtar af THC draga úr námsgetu og hafa áhrif á munnlega tjáningu. Þannig á sá sem er undir áhrifum kannabis erfiðara með að tjá sig og finna orð. Þessi truflun á tjáningu og skerðingu á nýminni líkist mjög Alzheimersjúkdómnum nema að ástandið er yfirleitt tímabundið. Þol gegn THC myndast ef mikið er reykt og við langvarandi neyslu safnast vökvi fyrir í líkamanum. Hjá körlum, sem reykja kannabis, getur magn karlkynshormóna í blóði minnkað. Færri sæðisfrumur eru í sáðfalli þeirra og hreyfingar sæðisfrumna minni en hjá þeim sem reykja ekki kannabis. Kannabisreykingar geta leitt til getuleysis og ófrjósemi meðal karlmanna. Kannabisnotkun hefur einnig neikvæð áhrif á frjósemi og hormónabúskap kvenna. Kannabisnotkun á meðgöngu getur leitt til fyrirburafæðingar og minni fæðingarþyngdar. THC kemst auðveldlega yfir fylgju og í brjóstamjólk og getur haft skaðleg áhrif á þroska fósturs og barns. Rannsóknir sýna fram á að unglingum, sem byrja snemma að nota kannabis, gengur illa í skóla og þeir hætta fyrr skólagöngu. Sýnt hefur verið fram á að kannabisnotkun getur leitt til þunglyndis, kvíða og síðar geðklofa. Kannabisneysla tengist einnig sjálfsmorðshugleiðingum og almennri vansæld. Vitsmunaskerðing verður meiri eftir því sem kannabis er lengur neytt. Þessi skerðing og breytingar á

heilastarfsemi í kjölfar kannabisneyslu auka líkur á að fólk nái ekki árangri í starfi og hætti frekar í skóla. Þannig truflar kannabisneysla daglegt líf, bæði í starfi og einkalífi. Sumir trúa því að kannabis láti þá hvílast betur, þeir nái betri svefni, verði slakari og finni minna fyrir streitu sem tengist íþróttakeppni. Þetta er hinn mesti misskilningur því að kannabis dregur úr frammistöðu íþróttamanna, gerir þá sljóa og minnkar samhæfingu. Rannsóknir síðustu ára hafa aukið skilning manna á að kannabisfíkn er alvarlegur heilasjúkdómur sem hefur í för með sér slæma fylgikvilla, sérstaklega hjá ungu fólki. Geðheilsa ungmenna er í húfi en ungmenni, sem hefja kannabisneyslu, geta átt erfitt með að mynda trausta sjálfsmynd og vinna skipulega að markmiðum sínum til skemmri eða lengri tíma og hætta jafnvel í skóla og íþróttum. Kannabisreykingar fylgja jafnframt aðrir líkamlegir kvillar og þeir geta leitt til lungnasjúkdóma og krabbameina, m.a. í lungum, höfði og hálsi. Ljóst er að kannabis er ekki eins skaðlaust og margir halda. Mikilvægt er að íþróttmenn geri sér grein fyrir áhrifum kannabis og afleiðingum þess. Kannabisneysla samræmist ekki anda íþróttanna og hefur verulega neikvæð áhrif á heilsu íþróttamanna. Íþróttaog ungmennafélögin í landinu geta með sínu góða forvarnastarfi unnið gegn kannabisneyslu í íþróttum en mikilvægt er að við stöndum saman sem einn maður í átakinu gegn ávana- og fíkniefnum. F.h. forvarnanefndar UMFÍ Jóhanna S. Kristjánsdóttir

ur verður fyrir einelti og/eða annarri óæskilegri hegðun. Jafnframt er að finna leiðbeinandi verklagsreglur sem æskulýðsfélög geta tileinkað sér. Æskulýðsvettvangurinn samþykkti árið 2012 siðareglur sem gilda fyrir allt starfsfólk og sjálfboðaliða Æskulýðsvettvangsins. Siðareglurnar er hægt að nálgast á heimasíðunni aeskulydsvettvangurinn.is. Síðast en ekki síst má geta þess að á vegum ÆV er starfandi fagráð um meðferð kynferðisbrota. ÆV líður ekki ofbeldi af neinu tagi innan starfs síns. Fagráðinu er sérstaklega ætlað að taka á kynferðisbrotum sem upp kunna að koma innan samtakanna. Hægt er að hafa samband við fagráðið ef fólk vill leggja fram kvörtun vegna kynferðis-

brots/áreitni í leik og/eða starfi innan samtakanna í gegnum tölvupóstinn aeskulydsvettvangurinn@aeskulydsvettvangurinn.is. Fagráðið mun í kjölfarið hafa samband. Það er mat undirritaðrar að með stofnun Æskulýðsvettvangsins hafi orðið til öflugur málsvari æskulýðsstarfs á Íslandi. Það er mjög mikilvægt að vinna að eflingu æskulýðsstarfs samhliða eflingu íþróttastarfs nú og á komandi árum. Þar er Ungmennafélag Íslands með sterka stöðu sem stærsta æskulýðs- og íþróttahreyfing á Íslandi.

Heimildir: Þorkell Jóhannesson. (2001). Tetrahýdrókannabínól – kannabis. Í: Árni Einarsson og Guðni R. Björnsson (ritstj.), Fíkniefni og forvarnir. Handbók fyrir heimili og skóla. Reykjavík: Fræðslumiðstöð í fíknivörnum Skúli Skúlason og Áslaug Sigurjónsdóttir. (2009). Lyfjaeftirlit í íþróttum og kannabis. www.mbl.is Embætti landlæknis. (2012). Kannabis, efnaeiginleikar og vímuáhrif. www.landlaeknir.is Vilhjálmur Rafnsson. (2003). Langtímaáhrif kannabisneyslu. Læknablaðið 89, 291–292. NCPIC. (2011). Cannabis and sport. www.ncpic.org.au

Framhald af bls. 3

Að vera leiðandi Æskulýðsvettvangurinn hóf sumarið 2012 vinnu við gerð og útgáfu á Aðgerðaáætlun ÆV gegn einelti og annarri óæskilegri hegðun. Samhliða útgáfu áætlunarinnar var eineltisplakat gefið út. Tilgangurinn með gerð og útgáfu Aðgerðaáætlunarinnar er að stuðla að því að öllum geti liðið vel í leik og starfi innan ÆV. Allir sem starfa innan ÆV eiga að þekkja þessa áætlun og þeim ber að virða hana þannig að þeir sem taka þátt í starfi ÆV geti notið sín á jákvæðan hátt. Markmið áætlunarinnar er því að auka gæði þess góða starfs sem nú er þegar unnið innan ÆV. Í áætluninni má meðal annars finna upplýsingar um fyrirbyggjandi aðgerðir, skilgreiningu og helstu birtingarmyndir eineltis. Einnig er að finna aðferðir sem gripið verður til hjá Æskulýðsvettvanginum ef einstakling-

18

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ.

Íslandi allt! Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ


ENNEMM / SÍA / NM51392

Ð Æ ðÍ

Í ðÍá ðÍ Í ý Í ðÍ ð ó Í ú Í ðÍ ðÍ ö Í úÍáÍ íð Í Í ö þá ÍíÍ Í í Í Í ð æ ö

ý ÍÍ ð

ÍÍ

íðÍ Í ÍáÍÍ

fiÍ

Í

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

19


Gefandi og skemmtilegt að vinna með svo mörgu og ólíku fólki Ásbjörg Jónsdóttir sótti ungmennaráðstefnu um áhuga á íþróttum, lýðheilsu og sjálfboðaliðastarfi Ráðstefnan The European Youth and Sport Forum 2012 (EYSF 2012) var haldin í Larnaca, ríflega 50.000 manna bæ á suðurströnd Kýpur (í gríska hluta eyjarinnar). Ráðstefnan fór fram dagana 25. nóvember til 1. desember 2012. Þar komu saman 83 þátttakendur ásamt 11 leiðbeinendum frá 28 mismunandi löndum í Evrópu. Þátttakendur voru á aldrinum 18–30 ára og áttu það sameiginlegt að hafa áhuga á íþróttum, lýðheilsu og sjálfboðaliðastarfi en umfjöllunarefni ráðstefnunnar voru heilsa, þátttaka og sjálfboðaliðastarf (health, participation, volunteering). Undirrituð fór fyrir hönd Ungmennafélags Íslands á þessa ráðstefnu og hafði af henni mikið gagn og gaman.

Mjög þétt dagskrá Ég kom til Larnaca seint á sunnudagskvöldi eftir langt ferðalag, fluginu hafði seinkað töluvert svo að ég varð enn seinni en við hefði mátt búast og missti af hópnum sem ég ætlaði að vera samferða af flugvellinum. Fyrsti hluti ráðstefnunnar fólst í að hrista hópinn saman en því missti ég af – það kom þó ekki að sök þar sem ég fékk fleiri tækifæri til að kynnast fólkinu. Ráðstefnan fór fram á hóteli við ströndina en dagskráin var mjög þétt svo að við sáum ekki mikið af sólinni né bænum.

Byrjað á morgunleikfimi Dagarnir byrjuðu yfirleitt á morgunleikfimi sem var breytileg dag frá degi en hún hófst stundvíslega kl. 7 og kl. 9 þurfti maður að vera búinn að fara í sturtu, fá sér morgunmat og vera klár til að byrja að vinna. Yfirleitt voru fyrirlestrar, þar sem allur hópurinn kom saman, kl. 9–11. Eftir það var hópvinna til kl. 18 en þá tóku við svokallaðir „comfy groups” eða þægindahópar sem voru litlir hópar með einum leiðbeinanda. Þá var farið yfir daginn og maður gat tjáð sig um hvað manni fyndist að mætti fara betur sem og það sem manni fannst jákvætt.

Valdi að fjalla um heilsu Fyrsta daginn áttum við að velja okkur það viðfangsefni sem við vildum vinna með alla ráðstefnuna. Eftir það var öllum hópnum skipt í þrjá minni hópa sem unnu að hinum þremur umfjöllunarefnum ráðstefnunnar. Innan hvers hóps var okkur svo oft skipt í enn minni hópa. Ég valdi að fjalla um heilsu og í þeim hópi fengum við ýtarlegri fyrirlestra um efnið, m.a. kom læknir auk þess sem þrír leiðbeinendur stýrðu hópnum og komu með fleiri innlegg. Vinnutarnirnar í hópunum skiptust í þankahríð, umræður og kynningar og þess á milli voru svokallaðir „energizers” eða stuttir hreyfileikir til að hvíla hugann og brjóta upp daginn.

20

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

Ásbjörg Jónsdóttir sótti ungmennaráðstefnu um áhuga á íþróttum, lýðheilsu og sjálfboðaliðastarfi á Kýpur. Hér á myndinni er hún að kynna fyrir Tommy frá ISCA starfsemi UMFÍ.

Vinnutarnirnar í hópunum skiptust í þankahríð, umræður og kynningar og þess á milli voru svokallaðir „energizers“ eða stuttir hreyfileikir til að hvíla hugann og brjóta upp daginn. Dagarnir voru, eins og áður sagði, þaulskipulagðir og ekki veitti af því þar sem útkoman átti að vera veigamikil og tíminn var naumur. Eftir ráðstefnuna var ætlunin að fyrir lægju fréttabréf, opinber yfirlýsing og safn góðra hugmyndum að verkefnum sem hefðu þegar verið framkvæmd. Skipaðir voru hópar til að sjá til þess að þetta gengi eftir. Hóparnir urðu þrír talsins og hver þeirra sá um eitt viðfangsefni. Þessir hópar hittust eftir kvöldmat og héldu áfram vinnunni – það var valfrjálst að taka þátt í þessu.

Sendi inn tillögu um Unglingalandsmót Ég kaus að starfa í hópnum sem tæki saman góðar hugmyndir að verkefnum. Þessi vinna fór öll fram út frá þeirri vinnu sem hafði verið unnin í hópunum yfir daginn. Hver og einn þátttakandi hafði lagt til hugmynd að góðu verkefni sem félag hans hafði staðið að og verkefni okkar var að lesa yfir allar tillögurnar og velja úr þær bestu. Til gamans má geta að ég sendi inn tillögu um Unglingalandsmót og var sú tillaga valin ein af 26 bestu verkefnunum. Hin opinbera yfirlýsing (declaration) var hugsuð sem ráðlegging og tillögur fyrir framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, Evrópuráðið og óopinberar stofnanir svo sem sjálfboðaliðasamtök og aðra hagaðila meðal ungs fólks innan íþróttahreyfinga í Evrópu. Þá verður hægt að hafa þessa yfirlýsingu til hliðsjónar þegar framtíðarákvarðanir verða teknar sem varða íþróttir og lýðheilsu. Þá var


„Það virðist vera sameiginlegt vandamál allra landanna hve mikið brottfall verður úr íþróttum um menntaskólaaldurinn og hvað erfitt er að sporna gegn því.“ tekið saman hver staðan væri núna á sviði heilsu, þátttöku og sjálfboðaliðastarfs og á eftir komu almennar tillögur/ráðleggingar um hvað væri hægt að gera betur í þeim efnum. Að lokum var valin besta tillagan að verkefni sem snerti sérstaklega hvert og eitt þema. Evrópa er stór og löndin ansi fjölbreytt og staðan því mjög mismunandi í þessum málum og því gefur að skilja að ýmislegt átti alls ekki við um Ísland.

Erfitt að sporna gegn brottfalli úr íþróttum Að sumu leyti stöndum við mjög vel en að öðru leyti miður. Það virðist hins vegar vera sameiginlegt vandamál allra landanna hve mikið brottfall verður úr íþróttum um menntaskólaaldurinn og hvað erfitt er að sporna gegn því. Enn erfiðara er þó að fá þá til að hreyfa sig sem aldrei hafa gert það. Það þarf að koma því inn sem lífsstíl en ekki sem kvöð að fara í ræktina eða út að hlaupa. Margir telja sig ekki hafa tíma til að stunda líkamsrækt og átta sig ekki á að það er hægt að gera ýmislegt með breyttum lífsvenjum og taka stutt skref í áttina að bættri heilsu. Það eru þó mörg frábær verkefni í gangi hér á Íslandi sem hvetja fólk til að hreyfa sig undir formerkjum fjölskyldusamveru, útivistar og fleiru. Almenningsíþróttaverkefni UMFÍ og ÍSÍ, svo sem Hættu að hanga! og Lífshlaupið, eru góð dæmi um að fólk á heimilum og vinnustöðum sé hvatt til að hreyfa sig og slíkt er frábært framtak. Ýmislegt er í boði en ekki er víst að þessi tilmæli nái til þeirra sem hreyfa sig ekki nú þegar – þetta er oft hvatning fyrir þá sem eru almennt virkir, sem er svo sem alls ekki slæmt. Margar rannsóknir sýna fram á að lífslíkur aukast ef fólk hreyfir sig reglulega auk þess sem það hefur margt annað gott í för með sér.

Styttri lífslíkur barna í dag Við sáum myndband á ráðstefnunni sem var mjög áhrifaríkt en þar var fjallað um að 10 ára gömul börn í dag séu fyrsta kynslóðin með 5 árum styttri lífslíkur en foreldrar þeirra. Á síðunni www.designedtomove.org eru margar mjög gagnlegar upplýsingar og þar er hægt að sjá myndbandið. Þetta er mjög athyglisvert, leikir hjá börnum snúast orðið allt of mikið um að spila tölvuleiki eða horfa á bíómyndir. Okkur var einnig kynnt rannsókn sem var gerð í grunnskóla í Bandaríkjunum á börnum sem áttu erfitt með stærðfræðinám. Það var sett inn í stundatöfluna þeirra aukalega að fara í hreyfingu undir leiðsögn þjálfara áður en þau fóru í stærðfræðitíma og þau bættu sig öll til muna. Margar aðrar rannsóknir sýna fram á að það hafi góð áhrif á heilann á öllum aldri að stunda reglulega hreyfingu.

Efri mynd: Allur hópurinn sem tók þátt í ráðstefnunni. Neðri mynd: Ásbjörg ræðir við þátttakanda frá Búlgaríu.

Trúi því að Ísland standi framarlega í forvörnum Það vakti undrun mína að á þessari ráðstefnu, þar sem ungmenni hittust til að ræða um lýðheilsuverkefni, skyldu reykingar og áfengisneysla vera eins áberandi og ég varð vitni að. Ég vona og trúi því að Ísland standi framar í forvörnum gegn vímuefnum en önnur Evrópulönd, þökk sé því starfi sem er unnið innan íþróttahreyfingarinnar og því forvarnastarfi sem UMFÍ stendur að.

Skemmtilegt og gefandi Það var mjög gefandi og skemmtilegt að vinna með svo mörgu og ólíku fólki, að heyra hugmyndir þess og sjá eldmóðinn. Ráðstefnan var mjög hvetjandi fyrir ungt fólk til að

láta til sín taka. Skilaboðin voru í raun þau að við ættum ekki að vera hrædd við að láta í okkur heyra og að við vitum ekkert síður hvað þarf að gera en fullorðna fólkið. Þá vitum við eflaust betur hvernig er hægt að ná til okkar eigin kynslóðar og fá hana til að hreyfa sig reglulega og gera hreyfingu að lífsstíl. Það var gaman að verða vitni að því hve mikið og gott starf er unnið nú þegar innan Evrópu og hversu margir láta sig þetta varða. Vonandi eiga þessi fræ sem þarna urðu til og sáð var víða um Evrópu eftir að leiða af sér bætta lýðheilsu. Opinberu yfirlýsinguna (kallaða Declaration/Pink Paper), fréttabréfið og samansafn góðra verkefna má finna á heimasíðu ISCA (International Sport and Culture Association) undir EYSF 2012. Ásbjörg Jónsdóttir

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

21


Íþróttafólk ársins Fjóla Signý og Jón Daði íþróttafólk Árborgar Frjálsíþróttakonan Fjóla Signý Hannesdóttir og knattspyrnumaðurinn Jón Daði Böðvarsson, bæði í Umf. Selfoss, voru kjörin íþróttakona og íþróttakarl Sveitarfélagsins Árborgar árið 2012. Kjörinu var lýst á uppskeruhátíð íþrótta- og tómstundanefndar Árborgar í hátíðarsal Fjölbrautaskóla Suðurlands. Mjótt var á mununum hjá konunum en Fjóla Signý sigraði með 178 stig. Önnur varð fimleika- og handknattleikskonan Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, Umf. Selfoss, með 174 stig og þriðja varð knattspyrnukonan Guðmunda Brynja Óladóttir, Umf. Selfoss, með 97 stig. Hjá körlunum sigraði Jón Daði með yfirburðum annað árið í röð en hann fékk 246 stig. Kylfingurinn Hlynur Geir Hjartarson, GOS, varð annar með 127 stig og taekwondomaðurinn Daníel Jens Pétursson, Umf. Selfoss, þriðji með 78 stig.

Björn Lúkas og Christine íþróttafólk Grindavíkur Júdókappinn Björn Lúkas Haraldsson og hlaupakonan Christine Bucholtz voru kjörin íþróttamaður og íþróttakona Grindavíkur 2012. Var það gert við hátíðlega athöfn í Hópsskóla. Björn Lúkas er einstaklega hæfileikaríkur íþróttamaður og skaraði fram úr í þremur íþróttum samtímis, þ.e. taekwondo, júdó og brasilísku jiu jitsu, þar sem hann keppir bæði í unglinga- og fullorðinsflokki. Björn Lúkas stefnir á að taka svarta beltið í bæði júdó og taekwondo á næstunni. En fyrir þá sem ekki vita þá eru þessar tvær íþróttir mjög ólíkar. Christine Bucholtz er í félagi 100 km hlaupara. Hún hefur verið að færa sig yfir í lengri vegalengdir eftir að hún lauk 100 km hlaupi á Spáni haustið 2010. Hún hljóp 100 mílna hlaup á Spáni 22. og 23. október 2011 á tímanum 23 klst. og 30 mín. Hún lauk áfangahlaupinu GORE-TEX® TRANSALPINE-RUN í september 2012. Það var hlaupið á átta dögum um Þýskaland, Austurríki og Ítalíu. Hlaupið var 320 km langt og samanlögð heildarhækkun var 15.000 metrar.

Jón Margeir og Íris Mist íþróttafólk Kópavogs Jón Margeir Sverrisson, sundmaður úr Fjölni/ Ösp, og Íris Mist Magnúsdóttir, fimleikakona úr Gerplu, voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2012. Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum. Fengu þau að launum farandbikar og eignarbikar jafnframt því sem Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, afhenti þeim hvoru um sig 150 þúsund króna ávísun í viðurkenningarskyni frá bæjarstjórn Kópavogs. Íris Mist varð á árinu fjórfaldur Íslandsmeistari í hópfimleikum ásamt stöllum sínum í liði Gerplu. Bikarmeistaratitillinn fór einnig til Írisar og félaga hennar í Gerplu sem sigraði reyndar á öllum mótum sem liðið tók þátt í á árinu. Íris Mist hefur um árabil verið lykilmanneskja í íslenskum fimleikum og frammistaða hennar í landsliði Íslands í hópfimleikum hefur verið til mikillar fyrirmyndar.

22

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

Íris Mist var einn af máttarstólpum landsliðsins sem varði Evrópumeistaratitil Íslands í kvennaflokki á Evrópumeistaramótinu í hópfimleikum, sem fór fram í Árósum í Danmörku í október.

Mette Mannseth íþróttamaður Skagafjarðar Mette Mannseth, hestakona í Léttfeta, var valin íþróttamaður Skagafjarðar 2012. Var það gert í hófi UMSS í Húsi frítímans, að viðstöddu fjölmenni. Mette er mikil keppnismanneskja, metnaðarfull, fjölhæf, skipulögð og ákaflega vinnusöm, segir í greinargerð um Íþróttamann Skagafjarðar 2012. Helgi Rafn Viggósson lenti í öðru sæti í kjörinu og Árný Lilja Árnadóttir í þriðja sæti.

Elvar Þór íþróttamaður Hattar Knattspyrnumaðurinn Elvar Þór Ægisson var útnefndur íþróttamaður Hattar á Egilsstöðum fyrir árið 2012 og fékk viðurkenningu sína á þrettándagleði Fljótsdalshéraðs og Hattar. Elvar var einn af betri leikmönnum 1. deildarinnar í sumar og sýndi á köflum hreint ótrúleg tilþrif. Hann spilaði nánast allar mínútur sumarsins, lék 25 leiki í deild og bikar og var markahæstur með 8 mörk í deild og 2 í bikar. Elvar er góð fyrirmynd innan vallar sem utan en hann fékk enga áminningu í sumar þrátt fyrir að spila alla leikina.

Inga Elín íþróttamaður Akraness Sundkonan Inga Elín Cryer var kjörin íþróttamaður Akraness fyrir árið 2012. Inga Elín átti mjög gott sundár og vann til margra verðlauna bæði á alþjóðlegum vettvangi og hér heima. Hún varð þrefaldur Íslandsmeistari auk þess sem hún setti nokkur Íslandsmet á árinu. Hún var í landsliði Íslands á Sundmóti smáþjóða sem haldnir voru í Andorra í sumar en þar sigraði hún í þrem greinum.

Jakob Helgi íþróttamaður Dalvíkurbyggðar Jakob Helgi Bjarnason, skíðamaður úr Skíðafélagi Dalvíkur, var kjörinn íþróttamaður Dalvíkurbyggðar 2012. Jakob Helgi hefur lagt mikið á sig til að ná langt í skíðaíþróttinni og er hann í fremstu röð í heiminum í sínum aldursflokki. Árið 2012 varð Jakob Helgi tvöfaldur Íslandsmeistari í karlaflokki, þá 16 ára. Hann varð einnig bikarmeistari SKÍ í 15–16 ára flokki og unglingameistari í svigi, alpatvíkeppni og samhliðasvigi.

Ísólfur Líndal íþróttamaður USVH Ísólfur Líndal Þórisson, hestamaður, var kjörinn íþróttamaður Ungmennasambands Vestur-Húnavatnssýslu 2012. Varð það gert í hófi sem haldið var í íþróttamiðstöðinni á Hvammstanga. Ísólfur hlaut 37 stig. Ísólfur hefur á undanförnum árum skipað sér í raðir bestu hestamanna landsins. Árið 2012 varð honum farsælt á keppnisbrautinni og hann keppti á mörgum mótum með flottum árangri. Sökum þessa góða árangurs var hann valinn knapi ársins hjá Hestamannafélaginu Þyt.

Andrea Sif og Justin íþróttafólk Garðabæjar Andrea Sif Pétursdóttir og Justin Christopher Shouse eru íþróttamenn Garðabæjar 2012. Valið fór fram með netkosningu bæjarbúa auk valnefndar íþrótta- og tómstundaráðs bæjarins. Andrea Sif er 16 ára fimleikakona sem setur æfingar og lið sitt framar öllu öðru. Hún er góð fyrirmynd allra í Stjörnunni, hvort sem er fyrir yngri flokka eða eldri, fimleikafélaga, vini, þjálfara og foreldra. Helsti árangur Andreu á árinu var Evrópumeistaratitill í hópfimleikum í Árósum í Danmörku í október sl. Að auki varð hún Íslandsmeistari unglinga í febrúar, Íslandsmeistari yngri flokks í mars, náði öðru sæti á Íslandsmóti eldri flokks í apríl, fimmta sæti á NM unglinga og öðru sæti á bikarmóti eldri hóps í nóvember. Justin Shouse er 31 árs körfuknattleiksmaður sem er að spila fimmta tímabil sitt með Stjörnunni. Hann hefur vaxið jafnt og þétt sem leikmaður og leiðtogi liðsins og á nú sitt besta tímabil með Stjörnunni. Justin er leikmaður sem aðrir leita til þegar illa gengur og oftar en ekki er hann sá sem tekur til hendinni þegar á þarf að halda. Í lok síðasta keppnistímabils var Justin valinn besti íslenski leikmaður úrvalsdeildarinnar í körfuknattleik fyrir tímabilið 2011–12.

Ásgeir íþróttamaður Húsavíkur Knattspyrnumaðurinn Ásgeir Sigurgeirsson úr Völsungi var valinn Íþróttamaður Húsavíkur fyrir árið 2012. Árangur Ásgeirs á knattspyrnuvellinum í íþrótt sinni á liðnu ári er frábær og slíkur metnaður og sigrar ættu að vera mikil hvatning fyrir annað ungt íþróttafólk á Húsavík. Ásgeir Sigurgeirsson var valinn Íþróttamaður Húsavíkur 2012 fyrir frábæran árangur á knattspyrnuvellinum, bæði með meistaraflokki Völsungs og með u17 ára landsliði Íslands sem hann spilaði með á Norðurlandamóti í Færeyjum og í undankeppni EM 2013 á Möltu.

isnic Internet á Íslandi hf.


Davíð Hildiberg íþróttamaður Keflavíkur Davíð Hildiberg Aðalsteinsson var valinn íþróttamaður Keflavíkur 2012 en hann vann þrjá Íslandsmeistaratitla á árinu í flokki karla, í 50 m, 100 m og 200 m baksundi. Davíð átti gott ár í ár þar sem besta frammistaða hans var í 100 m baksundi á ÍM 50 þar sem hann vann gullverðlaun. Fékk hann fyrir það sund 748 FINA-stig sem er frábær árangur og þetta var einnig besti tími hans. Hann var valinn fyrir Íslands hönd til að keppa á meistaramóti smáþjóða en gat ekki mætt á það mót. Hann keppti á Evrópumótinu, sem haldið var í Chateres í Frakklandi nú í nóvember, í 25 m laug þar sem hann náði sínum bestu tímum í 50 m, 100 m og 200 m baksundi. Fyrir 100 m baksundið fékk hann 698 FINAstig. Davíð æfir nú í Arizona í Bandaríkjunum þar sem hann stundar háskólanám.

Rannveig íþróttamaður UFA Íþróttamaður Ungmennafélags Akureyrar árið 2012 er Rannveig Oddsdóttir langhlaupari. Rannveig er götuhlaupari ársins á Íslandi í kvennaflokki. Hún hefur bætt árangur sinn jafnt og þétt undanfarin ár. Rannveig náði besta árangri sínum í 10 km hlaupi í sumar en þá hljóp hún á tímanum 37:11 í Akureyrarhlaupinu. Hún tók þátt í Berlínarmaraþoninu í október þar sem hún náði öðrum besta tíma Íslendings frá upphafi 2:52,3. Þessi árangur fleytti henni inn í Ólympíuhóp FRÍ 2016.

Ingibjörg íþróttamaður Strandabyggðar Ingibjörg Emilsdóttir, hlaupakona, var valin íþróttamaður Strandabyggðar fyrir árið 2012. Ingibjörg er fædd árið 1975. Hún hefur unnið mikið og gott starf í þágu hlaupaíþróttarinnar í Strandabyggð. Í umsögn um hana segir að hún sé dugleg, hvetjandi og frábær fyrir-

mynd. Auk þess að æfa og keppa hefur Ingibjörg smitað marga af hlaupabakteríunni og m.a. haft umsjón með hlaupahópi fólks á öllum aldri sem æfir í viku hverri. Ingibjörg hljóp m.a. hálfmaraþon í Reykjavíkurmaraþoninu og 17 km í Hamingjuhlaupinu svo að fátt eitt sé nefnt.

Bjarki íþróttamaður Borgarbyggðar Kylfingurinn Bjarki Pétursson úr Golfklúbbi Borgarness var valinn Íþróttamaður Borgarbyggðar fyrir árið 2012. Að valinu stendur tómstundanefnd Borgarbyggðar á grundvelli tillagna íþróttafélaga í sveitarfélaginu og var þetta í 22. sinn sem verðlaunin eru afhent. Einnig valdi UMSB Bjarka íþróttamann Borgarfjarðar 2012 og hann er því verðlaunum klyfjaður um þessar mundir. Það ætti ekki að koma á óvart því að hann náði á síðasta ári frábærum árangri í íþrótt sinni.

Vel sótt málþing Almannaheilla

Frá málþingi Almannaheilla sem haldið var í Háskólanum í Reykjavík.

kennd og framlag þeirra til íslensks samfélags metið á sýnilegan hátt. Una María Óskarsdóttir, MA í lýðheilsufræðum, flutti erindi og sagði frá áhrif félagsstarfs á heilsufar. Þá flutti Björn Þorsteinsson, doktor í heimspeki og sérfræðingur við Heimspekistofnun Háskóla Íslands, erindi um þátt frjálsra félagasamtaka í lýðræði og loks flutti Ketill B. Magnússon, framkvæmdastjóri Festu – miðstöðvar um samfélagsábyrgð, erindi og fjallaði um hvert væri framlag frjálsra félagasamtaka.

FM

Almannaheill, samtök þriðja geirans, efndu þann 12. febrúar sl. til málþings í Háskólanum í Reykjavík undir yfirskriftinni „Hvaða gagn gera frjáls félagasamtök?“ Málþingið var vel sótt. Flutt voru þrjú erindi og eftir hvert þeirra voru teknar fyrir spurningar úr sal og umræður um þær. Ragna Árnadóttir, formaður Almannaheilla, flutti ávarp við upphaf málþingsins og sagði þar m.a. frá gerð lagafrumvarps um frjáls félagasamtök þar sem unnið er að því að tilvist félaga, sem vinna án hagnaðarvonar í þágu almennings, verði viður-

Almannaheill – samtök þriðja geirans – voru stofnuð sumarið 2008 til að vinna að sameiginlegum hagsmunamálum frjálsra félagasamtaka er starfa í almannaþágu og að vera málsvari þeirra gagnvart opinberum aðilum og fjölmiðlum. Samtökin ætla að vinna að því að heildarlöggjöf verði sett um starfsemi frjálsra félagasamtaka, að skattaleg staða þeirra verði bætt og að þriðji geirinn verði sýnilegri í þjóðfélaginu. Tilgangur félagsins er að vinna að sameiginlegum hagsmunamálum fyrir almannaheillasamtök og sjálfseignarstofnanir sem starfa í almannaþágu, að skapa þessum aðilum hagfellt starfsumhverfi, styrkja ímynd þeirra og efla stöðu þeirra í samfélaginu. Einnig á félagið að vera málsvari almannaheillasamtaka gagnvart opinberum aðilum og samfélaginu, stuðla að umræðu um hagsmunamál meðal almannaheillasamtaka og á opinberum vettvangi og þrýsta á aðgerðir stjórnvalda í málefnum þeirra. Aðilar að Almannaheillum eiga AFA, SKB, Blindrafélagið, Bandalag íslenskra skáta, Geðhjálp, Gróður fyrir fólk, Heimili og skóli, Hjartavernd, Hjálparstarf kirkjunnar, Landvernd, Krabbameinsfélagið, Kvenréttindafélag Íslands, Neytendasamtökin, Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra, Umhyggja, UMFÍ, Þroskahjálp og Öryrkjabandalag Íslands.

BS

BVaVg] [ÂV - Æ &&% GZn`_Vk ` H b^ *,, ',', Æ ;Vm *,, ',(, lll#Wa^``#^h

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

23


Styrkur íþrótta – Fundir víðs vegar um landið

Ungmennafélag Íslands og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands stóðu sameiginlega fyrir fundum víðs vegar um landið í janúar og febrúar sl. undir yfirskriftinni „Styrkur íþrótta“. Þar var farið yfir niðurstöður rannsókna og settar fram hugleiðingar

um skipulagt íþróttastarf fyrir börn og ungmenni. Fyrsti fundurinn var haldinn í húsakynnum KSÍ í Laugardal og síðan voru haldnir fundir á Akureyri, Egilsstöðum, Blönduósi, Ísafirði, Selfossi og í Borgarnesi.

Á fundi sem haldinn var í húsakynnum Knattspyrnusambands Íslands í Laugardal.

Dr. Viðar Halldórsson hjá Háskólanum í Reykjavík ræddi í erindi um hvort að íþróttahreyfingin standist áskoranir nútímasamfélags eða hvort eingöngu sé verið að þjálfa til árangurs. Studdist hann við niðurstöður rannsókna hjá Rannsóknum & greiningu sl. 20 ár. Íris Mist Magnúsdóttir, Evrópumeistari í hópfimleikum, hélt erindi í Reykjavík um það, hvað íþróttaiðkun hefur gefið henni. Þá sagði Daði Rafnsson, yfirþjálfari í knattspyrnu hjá Breiðabliki, frá því hvernig félagið vinnur að íþróttalegu uppeldi með stórum hópum bæði innan og utan vallar. Rannsóknirnar undirstrika í rauninni það sem lengi hefur verið vitað, hvað forvarnagildi íþrótta er mikið. Þær sýna að ungmenni, sem taka þátt í íþróttastarfi, eru almennt miklu betur sett en þau sem gera það ekki. Þau standa sig betur í skóla, þeim líður betur, þau nota síður vímuefni, þannig að tengslin eru endalaust jákvæð þarna á milli. Fundirnir voru fróðlegir og gagnlegir og þátttakendur lýstu ánægju sinni með fundina og þetta framtak.

Niðurstöður rannsókna og hugleiðingar um skipulagt íþróttastarf fyrir börn og ungmenni:

Íþróttahreyfingin er að ná umtalsverðum árangri „Öll gögn og kannanir sýna að íþróttahreyfingin nær umtalsverðum árangri. Fleiri taka þátt og iðkendur eru ánægðir í því sem þeir eru að gera. Jákvæð gildi eflast í íþróttafélögunum þar sem krakkar innan íþróttahreyfingarinnar standa sig vel á ýmsum sviðum og eru ólíklegri til að nota vímuefni. Þeim líður vel sem skiptir afskaplega miklu máli. Hreyfingin sýnir að hún er að gera góða hluti. Ég hef skoðað þetta í um 20 ára skeið og maður sér þróunina, fleiri taka þátt og núna vorum við að mæla ánægjuna í fyrsta skipti. Þar kemur fram að 85% af öllum iðkendum eru ánægðir í því sem þeir eru að gera og með þjálfara sinn,“ sagði dr. Viðar Halldórsson við Háskólann í Reykjavík sem kom að rannsóknunum. Viðar sagði niðurstöðurnar afar jákvæðar en aðeins 5–6% eru að einhverju leyti óánægð. Langflestir, sem æfa, eru því ánægðir í því sem þeir eru að taka sér fyrir hendur. Íþróttahreyfingin nær til fleira fólks og margir taka þátt í íþróttum oft í viku. „Við höfum ekki sérstakar upplýsingar um brottfall en slíkt gefur til kynna að þeir sem eru óánægðir hreinlega hætti. Að þátttakan skuli hafa aukist á þessum árum í röðum 8. –10. bekkinga segir til um minna brottfall en var fyrir 10 eða 20 árum. Þetta er mælikvarði sem segir að íþróttahreyfingin sé á réttri leið og að hún þjóni iðkendum frekar vel. Varðandi vímuefni þurfum við að greina á milli skipulegs íþróttastarfs sem á sér sögu og hefðir og annarrar þjálfunar.

24

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

Hið skipulega íþróttastarf skilar forvarnaáhrifum til unga fólksins. Þegar iðkendur eru á eigin vegum eða á líkamsræktarstöðvum og eru þá utan hins skipulega íþróttastarfs virðist það ekki hafa forvarnaáhrif í för með sér. Það sem ég hef fundið og séð í þessum könnunum er þessi jákvæðu gildi skipulegs íþróttastarfs fyrir iðkendurna. Þetta eru aðalniðurstöðurnar,“ sagði Viðar. Hann sagði að þau 40% allra ungmenna í 8. –10. bekk, sem stunda íþróttir í íþrótta-

Dr. Viðar Halldórsson, Háskólanum í Reykjavík.

félögum fjórum sinnum eða oftar í viku, yrðu fyrir afar miklum jákvæðum áhrifum á lífstíl sinn og gildin sem þau færu eftir. „Við höfum svo mörg tækifæri til að hafa áhrif á þetta unga fólk sem kemur í íþróttirnar af fúsum og frjálsum vilja. Það lítur upp til þjálfarans og því skiptir máli að við vöndum okkur í því sem við erum að gera. Gerum hlutina vel, það skilar sér til samfélagsins í því að iðkendurnir læra jákvæð gildi sem þeir taka síðan með sér inn í samfélagið,“ sagði dr. Viðar Halldórsson.


SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

25


INGIMUNDUR INGIMUNDARSON „Íþróttir og félagsmál hafa gefið mér mikla lífsfyllingu“ Vann minn fyrsta bikar í göngu og tvíkeppni „Þegar ég var á Ströndum byrjaði ég að keppa á skíðum og þá vann ég minn fyrsta bikar í göngu og tvíkeppni í barnaskólanum. Ég fór í Reykjaskóla þegar ég var 17 ára gamall, fór í Íþróttakennaraskólann á Laugarvatni 19 ára og útskrifaðist þaðan þegar ég er tvítugur. Ég var síðan heima það sumar en eftir það lá leiðin í Kennaraskólann og þar var í tvö ár. Réði mig svo norður í Skagafjörð 1966 og var þar til 1972. Á Ströndum 1973 og á Snæfellsnesi 1974–75 en 1976 flutti ég í Borgarfjörð og hef verið þar allar götur síðan. Á öllum stöðum var maður auk kennslunnar á kafi í frjálsíþróttaþjálfun í nokkra áratugi en í Borgarnesi fór ég að þjálfa sund. Ég reyni hvað ég get að synda á hverjum morgni sem er allra meina bót og gott fyrir heilsuna. Ég fylgist almennt séð mikið með íþróttum í dag,“ segir Ingimundur og er ekki laust við að hann ljómi í framan þegar hann rennir yfir ferilinn.Það er langt frá því að Ingimundur hafi látið staðar numið í þjálfuninni. Hann þjálfar í dag boccia og pútt hjá eldri borgurum og segir að þeir séu álíka áhugasamir og krakkarnir voru í gamla daga. Ingimundur segir að eldra fólkið sýni ótrúlegar framfarir, fólk sem er komið á áttræðisaldur og hefur aldrei komið nálægt íþróttum en finnur æskuna á ný.

Kynnir á mótum

Ingimundur Ingimundarson hefur lifað og hrærst í íþróttahreyfingunni síðan 1956 eða frá því að hann var 12 ára gamall. Ingimundur er fæddur og uppalinn norður í Bjarnarfirði, á bænum Svanshóli. Honum er það minnisstætt þegar kennari hans tilkynnti honum einn nóvembermorgun að Vilhjálmur Einarsson hefði orðið annar í þrístökki á Ólympíuleikunum en þá hafði hann ekki hugmynd um hver þessi Vilhjálmur var og hvað hann hefði verið að gera. Það má segja að frá þessari stundu hafi Ingimundur verið á kafi í íþróttum. Þannig kemst Ingimundur að orði þegar við hittum hann á dögunum og vildum fá að kynnast honum aðeins betur. Ingimundur

26

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

„Eldra fólkið sýnir ótrúlegar framfarir, fólk sem er komið á áttræðisaldur og hefur aldrei komið nálægt íþróttum en finnur æskuna á ný.“ keppti lengi í íþróttum en eftir að hinum hefðbundna keppnisferli lauk fór hann að keppa í hinum svonefndum garpamótum í sundi og til gamans má geta þess að hann synti 50 metra flugsund í fyrsta skipti þegar hann var sextugur að aldri og setti Íslandsmet í sínum flokki.

– Þú hefur alltaf unnið mikið á íþróttamótum í gegnum tíðina? „Já, mikið rétt. Ég hef náð góðum tökum á því að vera kynnir á mótum og það hefur töluvert verið leitað til mín til að taka það hlutverk að mér. Magnús Jakobsson, vinur minn í Kópavogi, hefur oft leitað til mín og hann er einn af þeim mönnum sem maður getur ekki sagt nei við enda verið „lordinn“ í frjálsum íþróttum á Íslandi. Svo hef ég verið beðinn um að vera þulur á sundinu á Landsmóti UMFÍ á Selfossi í sumar. Maður er ennþá með mörg járn í eldinum,“ segir Ingimundur sem verður sjötugur á næsta ári.

Myndi hreinlega deyja ef ég væri ekki í félagsmálum „Ég myndi hreinlega deyja ef ég væri ekki í félagsmálum. Það eru margir sem skilja ekkert í því hvernig ég nenni þessu en allir mínir bestu vinir og kunningjar eru þeir sem ég hef kynnst í gegnum íþróttir og félagsmál. Þetta hefur gefið mér gríðarlega mikla lífsfyllingu,“ sagði Ingimundur. Þess má geta að


Að koma Unglingalandsmótunum á laggirnar er eitt það besta sem ungmennafélagshreyfingin hefur gert Ingimundur situr í stjórn Félags áhugafólks um íþróttir aldraðra. – Hvernig finnst þér staðið að íþróttamálum í dag? „Misjafnlega vel. Mér finnst vel staðið að handboltanum og þá sérstaklega landsliðinu sem náð hefur framúrskarandi árangri. Knattspyrnan ræður yfir meiri fjármunum en aðrar greinar og er að því leytinu til á öðrum stalli hvað það varðar. Það eru aftur á móti margar íþróttagreinar sem líða fyrir það hvað litlir peningar eru til. Ég fylgist vel með því hvað er að gerast í íþróttum en án þeirra og aðkomu minnar að félagsmálum myndi ég ekki lifa. Það er mitt mottó að þegar ég verð átt-

ræður segi fólk: Mikið helvíti er karlinn ennþá hress. Aldurinn er afstæður, það er bara hugarfarið sem skiptir máli,“ sagði Ingimundur. Ingimundur segir að Unglingalandsmót UMFÍ sé eitt af þeim mótum sem hafa tekist sérlega vel. Hann hafi komið að þeim nokkrum og það sé gaman að sjá krakkana taka þátt í þeim ár eftir ár, upp að 18 ára aldri. „Að koma Unglingalandsmótunum á laggirnar er eitt það besta sem ungmennafélagshreyfingin hefur gert,“ segir Ingimundur. – Íþróttirnar eru líf þitt og yndi og þú sérð fram á að vera viðloðandi þær í framtíðinni eins og áður? „Ég breytti um stíl eftir að ég hætti að kenna. Maður fann að það var ekki leitað eins til okkar eftir að aldurinn færðist yfir. Þá flutti maður sig yfir á þann aldursflokk sem hefur ekki verið sinnt eins mikið og á ég þar við eldri borgara. Þeir eru þakklátir og mjög gaman að vinna með þeim og margir á sama aldri og maður sjálfur. Það er það versta sem kem-

„Aldurinn er afstæður, það er bara hugarfarið sem skiptir máli.“ ur fyrir fólk, sem hætt er að vinna, að vera bara heima og láta sér leiðast. Það verður að vera með öðrum enda stendur einhvers staðar að maður sé manns gaman. Viðhorfið er allt annað en það var í áður fyrr. Það er margt sem glepur, sjónvarp, internet og ég veit ekki hvað. Norður á Ströndum voru menn í gamla daga að keyra 300 km fram og til baka til að komast á æfingar í knattspyrnu. Tímarnir eru bara breyttir. Ég ætla bara hins vegar að vona að ungmennafélagshreyfingin eigi bjarta framtíð fyrir höndum og hún megi vaxa og dafna og sem flestir taki þátt í íþrótta- og æskulýðsstarfi,“ sagði Ingimundur Ingimundarson.

Ævintýraleg saga og verkefnaskrá Félags áhugafólks um íþróttir aldraðra Afmælisrit Félags áhugafólks um íþróttir aldraðra er komið út og segir brot af sögu félagsins fyrstu 25 árin. Það var stofnað árið 1985 af miklum hugsjónamönnum og eldhugum, m.a. þeim Guðrúnu Nielsen, Elísabetu Hannesdóttur, Þorgerði M. Gísladóttur og Þorsteini Einarssyni, sem sátu í undirbúningsnefnd, og var Guðrún Nielsen formaður félagsins fyrstu 25 árin. Núverandi formaður er Þórey S. Guðmundsdóttir og varaformaður er Hjörtur Þórarinsson. Afmælisritið Aldrei of seint er veglegt rit, 200 blaðsíður að stærð, með um 160 litmyndum sem prýða bókina og gefa sögu félagsins mikið vægi. Bókin fæst á skrifstofu Ungmennafélags Íslands, Sigtúni 42, Reykjavík (s. 588 2929), og kostar þar aðeins 3.000 krónur. Með jákvæðum og einlægum huga hafa stjórnarmenn og félagar bryddað upp á mörgum nýjungum í heilsurækt og lífsstíl aldraðra og lagt áherslu á að það sé aldrei of seint að hefja reglulega hreyfingu og spyrna á móti ellihrörnun. Sérstakir

„útidagar“ og „ratleikir“ voru strax í upphafi á dagskrá, árlega voru haldnir sunddagar og sæluvikur á Laugarvatni voru afar eftirsóttar þar sem íþróttir, söngur og leikir voru í fyrirrúmi. Félagið hefur haldið sívinsælar „öskudagshátíðir“ í Breiðholti þar sem mörg hundruð manns hafa safnast saman á hverju ári til að gleðjast, dansa saman og syngja. Fjölmörg mót í boccia og pútti hafa verið haldin, en síðast en ekki síst hafa starfsmenn félagsins haldið námskeið fyrir kennara og leiðbeinendur í íþróttum aldraðra annað hvert ár og ferðast um allt land til að halda námskeið fyrir kennara og áhugasamt fólk um hreyfingu, lífsstíl og íþróttir. Árið 2000 urðu tímamót hjá félaginu þegar UMFÍ léði því skrifstofuaðstöðu og hófst þá regluleg og formleg samvinna við ungmennahreyfinguna. Höfundur bókarinnar, Þórir S. Guðbergsson, félagsráðgjafi og kennari, fléttar inn í sögu félagsins áhugaverðar sögur og hugleiðingar úr daglega lífinu.

Líf og fjör á leikjadegi Félags áhugafólks um íþróttir aldraðra Íþrótta- og leikjadagur Félags áhugafólks um íþróttir aldraðra, FÁÍA, var haldinn í íþróttahúsinu í Austurbergi í Breiðholti 13. febrúar sl. Sýningarflokkar frá ýmsum félögum, samtökum og félagsmiðstöðvum í Reykjavík og nágrenni komu fram og sýndu dansatriði og er óhætt að segja að gleðin hafi skinið úr hverju andliti. Íþróttaog leikjadagur FÁÍA var haldinn í fyrsta skipti að vori til 1987 og hefur verið árviss atburður allar götur eftir það. Íþrótta- og leikjadagurinn hófst með

setningu Þóreyjar S. Guðmundsdóttur en fjölmörg sýningar- og dansatriði fylgdu í kjölfarið. Kynnir á hátíðinni var Hjörtur Þórarinsson, varaformaður FÁÍA, og stjórnandi tónlistar Flemming Jessen. UMFÍ hefur átt samstarf við FÁÍA, Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra, síðustu ár. Félagið hefur aðstöðu í þjónustumiðstöð UMFÍ þar sem stjórn félagsins hittist á vikulegum fundum. Markmið félagsins er að fá aldraða til aukinnar hreyfingar.

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

27


Gunnar Gíslason, formaður Ungmennafélags Akureyrar:

Þýðir ekkert annað en að vera bjartsýnn Aðalfundur Ungmennafélags Akureyrar, UFA, var haldinn í Brekkuskóla 28. febrúar sl. Fundurinn var ágætlega sóttur og mikill hugur í UFA-fólki. Á fundinum kom fram að undirbúningur er þegar hafinn fyrir Unglingalandsmótið sem verður haldið á Akureyri 2015. Gunnar Gíslason var endurkjörinn formaður UFA. Í dag eru 505 skráðir félagsmenn í UFA, þar af 215 iðkendur í þremur deildum félagsins.

mikill tími í að afla meira fjár til starfseminnar en það þýðir ekkert annað en að vera bjartsýnn í þeim efnum, við munum halda okkar striki,“ sagði Gunnar Gíslason, formaður Ungmennafélags Akureyrar.

Aðalbjörg Hafsteinsdóttir sæmd starfsmerki UMFÍ

Starfið hjá okkur er á blússandi siglingu „Fundurinn gekk í alla staði vel. Ég get ekki sagt annað en að starfið hjá okkur sé á blússandi siglingu. Það hefur verið sérlega gaman að fylgjast með frjálsíþróttafólkinu okkar sem hefur staðið sig frábærlega vel. Annað starf gengur líka vel og það er bjart fram undan hjá okkur. Það fer alltaf

Baldur Daníelsson sæmir Aðalbjörgu Hafsteinsdóttur starfsmerki UMFÍ á aðalfundi Ungmennafélags Akureyrar.

Baldur Daníelsson, sem á sæti í varastjórn UMFÍ, ávarpaði fundinn og flutti kveðjur frá stjórn og starfsfólki UMFÍ. Baldur benti á helstu verkefni á vegum UMFÍ og ræddi um það að gildi ungmennafélagshreyfingarinnar ættu svo sannarlega erindi til fólks í dag. Einnig kynnti Baldur stuttlega starfsemi Ungmenna- og tómstundabúðanna á Laugum í Sælingsdal. Baldur sæmdi Aðalbjörgu Hafsteinsdóttur starfsmerki UMFÍ fyrir frábær störf.

Guðrún Dögg Gunnarsdóttir, nýkjörin formaður UMFK:

Iðkendum hefur fjölgað jafnt og þétt Aðalfundur Ungmennafélags Kjalnesinga var haldinn í Fólkvangi á Kjalarnesi 7. mars sl. Stefán Skafti Steinólfsson, stjórnarmaður í UMFÍ, flutti ávarp á fundinum. Magnús Ingi Magnússon gaf ekki kost á sér áfram til formennsku og var Guðrún Dögg Gunnarsdóttir kosin í hans stað. Reyndar hafði Guðrún Dögg gegnt formennsku frá því í september. „Þetta var málefnalegur fundur og ný stjórn kosin. Starfsemin hjá okkur gengur vel en iðkendur í dag eru komnir yfir eitt hundrað og þeim hefur fjölgað jafnt og þétt á síðustu tveimur árum. Hjá félaginu eru stundaðar frjálsar íþróttir, íþróttaskóli fyrir yngstu iðkendurna, sund og svokölluð heilsurækt fyrir unglingana. Við vorum áður með knattspyrnu en tókum hana af dagskrá á sl. hausti vegna þess hve

iðkendur voru orðnir fáir. Við ætlum að halda áfram því starfi sem unnið hefur verið á undanförnum árum en reyna jafnframt að fá fleira fólk til að taka þátt í starfinu. Hér er starfandi íþróttafulltrúi, sem vinnur afar gott og drífandi starf. Í vor verður félagið 75 ára og þeirra tímamóta verður minnst með einhverjum hætti,“ sagði Guðrún Dögg Gunnarsdóttir, nýkjörin formaður UMFK. Núverandi stjórn félagsins er þannig skipuð: Guðrún Dögg Gunnarsdóttir, formaður, Birna Ragnarsdóttir, varaformaður, Íris Fjóla Bjarnadóttir, gjaldkeri, Sigrún Jóhannsdóttir ritari. Meðstjórnandi er Arnar Grétarsson. Varamenn eru Soffía Sóley Þráinsdóttir, Málfríður Kristín Ólafsdóttir og Svanhvít Jóhannsdóttir. Guðrún Dögg Gunnarsdóttir, formaður UMFK, á Meistaramóti Íslands í frjálsum 11–14 ára.

Nýr framkvæmdastjóri hjá HSV Stjórn Héraðssambands Vestfjarða, HSV, ákvað á fundi sínum síðla í janúar að ráða Pétur Georg Markan sem framkvæmdastjóra HSV. Pétur Georg er með B.A. próf í guðfræði ásamt því að vera í meistaranámi í opinberri stjórnsýslu við HÍ. Pétur hefur mikla reynslu og áhuga á íþróttum, en þekktastur er hann eflaust þessa dagana fyrir að

28

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

vera fyrirliði meistaraflokks BÍ/Bolungarvíkur í knattspyrnu. Pétur Georg hefur alla þá eiginleika sem stjórn óskaði eftir í nýjum framkvæmdastjóra og býður hann velkominn til starfa. Pétur Georg hóf störf 1. febrúar sl. Pétur Georg starfar sem umsjónarkennari í Súðavík og mun hann sinna kennslu samhliða störfum sem framkvæmdastjóri fram á vor.

Pétur Georg Markan, framkvæmdastjóri Héraðssambands Vestfjarða.


Aðalfundur Keflavíkur, íþrótta- og ungmennafélags:

Gunnar og Sigurbjörn sæmdir gullheiðursmerkjum

Aðalfundur Keflavíkur íþrótta- og ungmennafélags var haldinn 25. febrúar sl. í félagsheimili Keflavíkur að Sunnubraut 34. Fjölmenni var á fundinum og gengu þingstörf vel. Ellert Eiríksson var fundarstjóri og Sigurvin Guðfinnsson ritari. Formaður var endurkjörinn sem og stjórn félagsins. Sæmundur Runólfsson, fram-

kvæmdastjóri UMFÍ, flutti ávarp á fundinum og sæmdi þá Hermann Helgason, körfuknattleiksdeild, og Þorstein Magnússon, knattspyrnudeild, starfsmerki UMFÍ. Á fundinum var Bjarney S. Sævarsdóttir, aðalstjórn, sæmd gullmerki Keflavíkur. Jón S. Ólafsson, knattspyrnudeild, og Ásgeir S. Vagnsson, skotdeild, voru sæmdir

Mynd til hægri: Sigurbjörn Gunnarsson og Gunnar Sveinsson sem sæmdir voru gullheiðursmerkjum, ásamt Einari Haraldssyni, formanni Keflavíkur, íþrótta- og ungmennafélags. Mynd til vinstri: Hermann Helgason og Þorsteinn Magnússon en þeir voru sæmdir starfsmerkjum UMFÍ.

silfurmerki. Birna Petrína Sigurgeirsdóttir, badmintondeild, Falur Helgi Daðason, sunddeild, og Jens Magnússon, skotdeild, voru sæmd bronsmerki. Þá sæmdi aðalstjórn Fal Harðarson og Elís Kristjánsson silfurheiðursmerki félagsins.

NÝPRENT

LEIGJUM ÚT OG ÞJÓNUSTUM VATNSSALERNI á íþróttamót og hverskyns mannamót mannamót

Borgarflöt 15 :: 550 Sauðárkrókur Sími: 891 9181 :: Fax: 453 5778 Netfang: okgam@simnet.is

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

29


96. ársþing Ungmennasambands Austur-Húnvetninga:

Ætla að skoða hvert stefna skuli með USAH 96. ársþing Ungmennasambands Austur-Húnvetninga var haldið á Blönduósi 2. mars sl. Um 30–40 fulltrúar voru mættir frá aðildarfélögum sambandsins. Þingið var starfsamt og komu fjölmargar tillögur fram, m.a. tillögur um breytingu á núverandi lögum sambandsins og breytingu á kjöri íþróttamanns USAH sem nú verður valinn ár hvert á milli jóla og nýárs. Þá var reglum um lottóúthlutun sambandsins breytt og þingið samþykkti að fela stjórn að skipa þriggja manna nefnd sem taki að sér að skoða hvert stefna skuli með USAH og hver framtíðarsýn sambandsins eigi að vera. Íþróttamaður ársins hjá USAH var valinn Ólafur Magnússon, hestamaður í Hestamannafélaginu Neista, en Ólafur stóð sig afskaplega vel á síðastliðnu ári. Hvatningarverðlaun USAH, sem eru ný viðurkenning frá sambandinu, hlaut ritnefnd Húnavöku fyrir óeigingjarnt starf fyrir sambandið en ritnefndarmenn ritstýra Húnavökunni í sjálfboðavinnu og hafa verið liðlega 200 ár samtals í ritnefnd. Gefend-

30

ur hvatningarverðlaunagripsins voru fyrrum formenn sambandsins en bikarinn var gefinn á 100 ára afmæli USAH sem var á síðasta ári.

Mikil og góð vinna fer fram innan aðildarfélaga okkar

Mynd að ofan: Til vinstri: Ingiberg Guðmundsson,tók við hvatningarverðlaunum USAH fyrir hönd ritnefndar Húnavöku. Til hægri: Aðalbjörg Valdimarsdóttir, formaður USAH. Mynd til hægri: Ólafur Magnússon, íþróttamaður USAH 2012.

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

Að sögn Aðalbjargar Valdimarsdóttur, formanns USAH, voru góðar umræður á þinginu um mörg málefni. „Það er mikil og góð vinna sem fer fram innan aðildarfélaga okkar. Við réðum framkvæmdastjóra í hlutastarf sem hefur reynst okkur afar vel. Við getum ekki annað en verið ánægð og bjartsýn,” sagði Aðalbjörg Valdimarsdóttir, formaður USAH. Þess má geta að USAH fagnaði eitt hundrað ára afmæli á síðasta ári. Stjórn USAH skipa nú þau Aðalbjörg Valdimarsdóttir, formaður, Hafdís Vilhjálmsdóttir, varaformaður, Jóhanna Guðrún S. Magnúsdóttir, gjaldkeri, Sigrún Líndal, ritari, og Guðrún Sigurjónsdóttir, meðstjórnandi.


Valdimar Leó Friðriksson endurkjörinn formaður á ársþingi UMSK:

Ákveðið að breyta skiptingu lottótekna 89. ársþing UMSK var haldið í Félagsheimili Seltjarnarness 28. febrúar sl. Fulltrúar frá 21 aðildarfélagi mættu á þingið en félögin innan UMSK eru 43. Innganga fjögurra nýrra félaga var staðfest á þinginu en það eru Knattspyrnufélagið Stígandi, Knattspyrnufélagið Vatnaliljur, Bogfimifélagið Boginn og Hestamannafélagið Sprettur. Valdimar Leó Friðriksson, Aftureldingu, var endurkjörinn formaður. Aðrir í stjórn eru Ester Jónsdóttir, Breiðabliki, Albert Valdimarsson, HK, Margrét Björnsdóttir, Ými, Magnús Gíslason, HK, Alda Helgadóttir, Stjörnunni, Guðmundur Sigurbergsson, Breiðabliki, og Helga Jóhannesdóttir, Aftureldingu. Jón Pálsson, gjaldkeri UMFÍ, ávarpaði þingið. Formaður UMSK, Valdimar Leó Friðriksson, færði Svani M. Gestssyni blómvönd en Svanur hætti í stjórn UMSK eftir 25 ára starf. Svanur hefur setið í stjórn UMSK frá 1987 og var þar af formaður í sjö ár.

Líflegar umræður „Aðalumræðuefni þingsins var lottóreglugerðin sem tók gildi fyrir 20 árum. Menn voru að rökræða breytingar á henni þar sem meira tillit væri tekið til iðkenda en félagsmanna. Mjög líflegar umræður urðu um reglugerðina, það var tekist heiðarlega á en því lauk síðan með ákveðinni niðurstöðu. Ákveðið var að gera breytingar á skiptingu lottótekna. Þingið gekk vel og reksturinn er og hefur verið í jafnvægi í áratugi. Nokkrar breytingar urðu á stjórn en þrír nýir einstaklingar komu inn í hana og það stefnir síðan aftur í breytingar á næsta ári. Annars er bara bjart fram undan. Á þinginu voru fjögur ný félög tekin inn.

Fimleikabikar: Meistaraflokkur kvenna, Gerplu Dansbikar: Andri Fannar Pétursson og Aníta Lóa Hauksdóttir, HK Frjálsíþróttabikar: Kári Steinn Karlsson, Breiðabliki Skíðabikar: Erla Ásgeirsdóttir, Breiðabliki

Silfurmerki UMSK: Bjarki Már Sverrisson, Aftureldingu Hallur Birgisson, Aftureldingu Kristinn Jóhannesson, Breiðabliki Kristín Finnbogadóttir, Gróttu Sverrir Hauksson, Breiðabliki Valdimar Valdimarsson, Breiðabliki Þorsteinn Ragnarsson, Gusti

Starfsmerki UMSK:

Orri Hlöðversson, formaður Breiðabliks, tók við viðurkenningu fyrir hönd Erlu Ásgeirsdóttur skíðakonu.

Auðunn Jónsson, afreksmaður UMSK 2012.

Þannig að sambandið stækkar ár frá ári, félögum fjölgar sem og félagsmönnum og iðkendum,“ sagði Valdimar Leó Friðriksson, formaður UMSK.

Valdimar Leó Friðriksson, formaður UMSK, færði Svani M. Gestssyni blómvönd en Svanur hætti í stjórn UMSK eftir 25 ára starf.

Veittar voru eftirfarandi viðurkenningar á þinginu: Félagsmálaskjöldur: Magnús Örn Helgason, Gróttu Sundbikar: Guðný Erna Bjarnadóttir, Breiðabliki Afreksmaður: Auðunn Jónsson, Breiðabliki UMFÍ-bikar: Meistaraflokkur kvenna, Gerplu

Fjölmennt boccia-mót haldið í Mosfellsbæ:

Mikil vakning í íþróttinni víða um land UMSK-mótið í boccia fór fram í Íþróttahúsinu að Varmá í Mosfellsbæ 23. febrúar sl. Alls tóku 42 lið frá tíu félögum þátt í mótinu. Úrslit urðu þau að Kópavogsbúarnir Margrét Hjálmarsdóttir og Freyr Bjartmarz höfðu sigur. Í öðru sæti urðu Jón H. Einarsson og Valur Snæbjörnsson í Borgarnesi og þriðju urðu Böðvar Jóhannesson

Valdimar Leó Friðriksson, formaður UMSK, setti mótið og afhenti verðlaun í mótslok. Hér er hann ásamt sigurvegurunum.

Aðalsteinn Jens Loftsson, Ými Almar Guðmundsson, Stjörnunni Benedikt Guðmundsson, Breiðabliki Einar Ingvarsson, Breiðabliki Guðni Friðgeirsson, Motomos Hafdís Ebba Guðjónsdóttir, HK Hannes Sveinbjörnsson, Ými Heiðar Bergmann Heiðarsson, Breiðabliki Helga Jóhannesdóttir, Aftureldingu Hilmar Rafn Kristinsson, HK Hörður Már Magnússon, HK Jóhann Steinar Ingimundarson, Stjörnunni Jón Magnússon, Breiðabliki Jón Pálsson, Aftureldingu Kristinn Guðmundsson, HK Kristín Reynisdóttir, Aftureldingu Magnús Skúlason, Breiðabliki Magnús Orri Sæmundsson, HK Ólafur Óskarsson, Aftureldingu Pétur Ómar Ágústsson, Breiðabliki Sigríður Bjarnadóttir, Glóð Sigurður S. Þórðarson, Stjörnunni Steini Þorvalds, Breiðabliki Þorsteinn Þorbergsson, Stjörnunni Örn Jónsson, Breiðabliki

og Þorvaldur Valgarðsson frá Akranesi. Þetta var í fyrsta sinn sem keppt er með þessu fyrirkomulagi, en héraðssambandið réði félagana Flemming Jessen og Ingimund Ingimundarson til að undirbúa mótið og sjá um framkvæmd þess. Mótið þótti takast svo vel að forráðamenn UMSK hafa ákveðið að halda slíkt mót aftur að ári. „Við vorum mjög ánægð með hvað mótið gekk í alla staði vel og þátttakan var einstaklega góð. Það virðist vera töluverð vakning á meðal eldra fólks fyrir boccia víðs vegar um land. Fyrir næsta mót að ári er ljóst að við verðum að fjölga völlum og það verður enginn vandi í Mosfellsbæ,“ sagði Flemming Jessen.

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

31


Héraðsþing Héraðssambandsins Skarphéðins:

Starf sambandsins mjög blómlegt á síðasta ári Héraðssambandið Skarphéðinn hélt 91. héraðsþing sitt í félagsheimilinu Aratungu í Bláskógabyggð 9. mars sl. Um 100 fulltrúar mættu á þingið. Að vanda var lögð fram yfirgripsmikil og vönduð ársskýrsla þar sem fram kom að starf sambandsins var mjög blómlegt á síðasta ári. Hagnaður varð af rekstri sambandsins og er eiginfjárstaða þess er mjög góð. Þá kom einnig fram að meginhluti hagnaðar Unglingalandsmótsins 2012 var greiddur út til aðildarfélaga sambandsins og í verkefnasjóð HSK og fór þannig beint í grasrótarstarf hreyfingarinnar. Margar tillögur voru lagðar fyrir þingið. Voru þær ræddar í starfsnefndum þingsins ásamt fleiri atriðum og síðan afgreiddar. Á meðal þeirra voru nýjar siðareglur HSK og tillaga um að sérráð HSK fái hlutdeild í lottótekjum sambandsins. Einnig var samþykkt tillaga þar sem þingið hafnaði alfarið að aðrir en ÍSÍ, UMFÍ og ÖBÍ fengju hlutdeild í hagnaði af lottói. Nokkrar umræður urðu um fyrirhugaða skattlagningu lottósins af hálfu ríkisins og fannst þingfulltrúum út í hött að skerða þannig fjárframlög til íþróttastarfs í landinu. Á þinginu voru afhent verðlaun til íþróttafólks ársins og sérverðlaun til félaga. Alls fengu íþróttamenn í 21 grein afhentar viðurkenningar. Úr hópi þeirra var Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, fimleikakona í Umf. Selfoss, valin íþróttamaður HSK 2012. Ungmennafélag Selfoss

vann stigabikarinn sjötta árið í röð, Hestamannafélagið Sleipnir fékk unglingabikar HSK, handknattleiksdeild Umf. Selfoss foreldrastarfsbikar HSK og öðlingur ársins var valinn Vilhjálmur Þór Pálsson, Umf. Selfoss. Á meðal gesta þingsins voru Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, sem ávarpaði þingið, og Stefán Skafti Steinólfsson, stjórnarmaður UMFÍ. Afhentu þau Bergi Guðmundssyni, Umf. Selfoss, og Ólafi Guðmundssyni, frjálsíþróttaþjálfara, starfsmerki UMFÍ. Þá var Markús Ívarsson, Umf. Samhygð, sæmdur gullmerki HSK. Ólafur Elí Magnússon og Ásta Laufey Sigurðardóttir, Íþróttafélaginu Dímoni, fengu silfurmerki ÍSÍ. Stjórn HSK var öll endurkjörin, en hana skipa: Guðríður Aadnegard, formaður, Bergur Guðmundsson, ritari,

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, íþróttamaður HSK 2012.

Stefán Skafti og Helga Guðrún, formaður UMFÍ, afhentu Ólafi Guðmundssyni og Bergi Guðmundssyni starfsmerki UMFÍ. Til hægri: Markús Ívarsson, sem fékk gullmerki HSK, og Guðríður Aadnegard, formaður HSK.

Hansína Kristjánsdóttir, gjaldkeri, Örn Guðnason, varaformaður, og Fanney Ólafsdóttir, meðstjórnandi. Í varastjórn eru Lára Bergljót Jónsdóttir, Anný Ingimarsdóttir og Guðmundur Jónasson.

Ársþing Héraðssambands Þingeyinga:

Birni Ingólfssyni veitt starfsmerki UMFÍ Þing Héraðssambands Þingeyinga, HSÞ, var haldið á Grenivík 3. mars sl. Þingið sóttu 48 fulltrúar frá 19 aðildarfélögum. Bolli Gunnarsson í stjórn UMFÍ ávarpaði þingið og sæmdi Björn Ingólfsson starfsmerki UMFÍ. Jóhanna Kristjánsdóttir var endurkjörin formaður HSÞ. Þingið gekk átakalítið, reikningar og skýrsla stjórnar samþykkt og tillögur runnu ljúft í gegn. Mikil og góð umræða var í nefndum og oft og tíðum þörf. Heiðraðir voru íþróttamenn HSÞ og var Signý Stefánsdóttir akstursíþróttakona valin íþróttamaður HSÞ.

32

Frá afhendingu viðurkenninga á þingi HSÞ sem haldið var á Grenivík. Til hægri: Signý Stefánsdóttir, íþróttamaður HSÞ 2012.

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands


Landsmótasumarið 2013

maggi@12og3.is-248.254

3. Landsmót UMFÍ 50+ haldið í Vík í Mýrdal dagana 7.–9. júní 2013.

27. Landsmót UMFÍ haldið á Selfossi dagana 4.–7. júlí 2013.

16. Unglingalandsmót UMFÍ haldið á Höfn í Hornafirði dagana 2.–4. ágúst.

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Skannið kóðana eða finnið allar nánari upplýsingar á www.umfi.is

33


1877 2012

Þann 16. júní 1877 var prentað fyrsta eintakið af blaðinu Ísafold og markar það upphaf Ísafoldarprentsmiðju. Í ár fögnum við 135 ára afmæli og erum stolt af því að vera elsta starfandi prentsmiðja landsins og eitt elsta starfandi fyrirtæki á Íslandi. Ísafoldarprentsmiðja býður heildarlausnir í prentþjónustu, er leiðandi í hagkvæmum lausnum, hefur vaxið og styrkst í kreppunni og stendur sterkari en nokkru sinni fyrr.

Við höfum prentað í 135 ár

M

HV

ERFISME

141

825

Prentgripur

34

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

R

KI

U

Gildin okkar eru: ÁREIÐANLEIKI - METNAÐUR - HAGKVÆMNI

Suðurhraun 1 Garðabæ Sími: 595 0300 www.isafold.is


Sambandsþing Ungmennasambands Borgarfjarðar:

Samningar og framtíðarstefna samþykkt

91. sambandsþing UMSB fór fram í Þinghamri á Varmalandi laugardaginn 9. mars sl. Þingið var vel sótt og mættu 33 þingfulltrúar frá 12 aðildarfélögum sambandsins. Einnig sat þingið Sæmundur Runólfsson, framkvæmdastjóri UMFÍ. Tvö ný félög óskuðu eftir inngöngu í Ungmennasambandið, Golfklúbbur Húsafells og Frjálsíþróttafélag Borgarfjarðar. Voru bæði félögin tekin inn í sambandið með fyrirvara um að lög þeirra hljóti samþykki laganefnda UMFÍ og ÍSÍ.

Mynd að ofan: Sigurður Guðmundsson, sambandsstjóri UMSB í ræðustóli. Mynd til vinstri: Sæmundur Runólfsson, framkvæmdastjóri UMFÍ, Sigurður Guðmundsson, sambandsstjóri UMSB, og Ólafur Rafnsson, forseti ÍSÍ.

Mörg og stór mál lágu fyrir þinginu en þar ber helst að nefna framtíðarstefnu UMSB og samstarfssamning við Borgarbyggð. Samningurinn felur í sér náið samstarf UMSB og Borgar-

byggðar sem breytir að nokkru leyti rekstrargrundvelli UMSB sem með samningnum tekur að sér umsjón allra íþróttatengdra mála fyrir sveitarfélagið. Samningurinn kemur til út frá

vinnu við framtíðarstefnu sambandsins en við þá vinnu kom bersýnilega í ljós vilji almennings til að UMSB starfi sem samnefnari ólíkra íþróttagreina í héraðinu og samstarfsvettvangur. Bæði samningurinn og stefna UMSB voru samþykkt samhljóða. Í ljósi samstarfsvilja ætti því ekki að koma á óvart að einnig var samþykkt samhljóða að sækja um að halda þau Landsmót sem í boði verða á næstu árum, en það eru Unglingalandsmót UMFÍ 2016, Landsmót UMFÍ 2017 og/ eða 2021 og Landsmót 50+ 2015. Einnig var samþykkt að koma upp heimasíðu þar sem hægt væri að nálgast 100 ára sögu sambandsins á rafrænu formi ásamt þeim fjölda mynda sem sambandið á frá starfi sínu í héraðinu síðustu áratugi. Kjósa átti að þessu sinni um þrjá í stjórn, þau Aðalstein Símonarson, meðstjórnanda, Maríu Hlín Eggertsdóttur, ritara, og Sigurð Guðmundsson, sambandsstjóra. Þeir Aðalsteinn og Sigurður gáfu kost á sér áfram og voru þeir endurkjörnir en í stað Maríu var Þórhildur María Kristinsdóttir, Umf. Reykdæla, kosin nýr ritari sambandsins. Ný inn í varastjórn sambandsins komu þau Sólrún Halla Bjarnadóttir, Umf. Íslendingi, Bjarni Johansen, Golfklúbbi Borgarness, og Jón Eiríkur Einarsson, Umf. Íslendingi.

KAUPFÉLAG SKAGFIRÐINGA SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

35


Vísnaþáttur „Sýndu hvað í þér býr“ Ferskeytlan er Frónbúans fyrsta barnaglingur. En verður seinna í höndum hans hvöss sem byssustingur. Hér verður hleypt af stokkunum vísnaþætti og eins og með flesta vísnaþætti er það vísa Andrésar Björnssonar um ferskeytluna sem fleytir þættinum af stað. Lesendur Höskuldur Búi Jónsson muna sumir hverjir eftir vísnaþætti sem birtist hér á síðum Skinfaxa fyrir rúmum þrjátíu árum og gekk meira eða minna óslitið í um fimmtán ár, en þraut þá þrek og leið undir lok. Að yrkja góða vísu er íþrótt og hér verða haldin íþróttamót í formi vísnaþátta, árfjórðungslega. Ætlunin er að sjá hvort liðugir hagyrðingar leynist meðal lesenda Skinfaxa. Þar sem langt er á milli tölublaða þarf snerpan ekki endilega að vera mikil en því mikilvægara er að kunna grunntæknina og að hafa vilja og þrek til að æfa og slípa þá tækni. Þar sem það er að mestu liðin tíð að fólk fæðist inn í fjölskyldur þar sem uppeldið snýst meðal annars um að kenna fólki vísnagerð og rétta bragfræði, þá er rétt að benda lesendum á að kíkja á bókasafnið og lesa bókina Bragfræði og háttatal eftir Sveinbjörn heitinn Beinteinsson (þær bragfræðireglur má einnig finna á rimur.is). Heimasíðan bragur.is er einnig góður staður fyrir áhugasama um bragfræði.

Lærdómsrík og skemmtileg námskeið Námskeiðið Sýndu hvað í þér býr hefur verið mjög vinsælt undanfarin ár. Á námskeiðinu er farið yfir ýmsa þætti er tengjast ræðumennsku, s.s. að taka til máls, framkomu, ræðuflutning, raddbeitingu, skipan ræðu o.fl. Einnig er kennt ýmislegt sem við kemur fundarsköpum, m.a. fundarreglur, boðun fundar, fundarskipan, dagskrá fundar, umræður, meðferð tillagna, kosningar o.fl. Þátttakendur hafa almennt verið ánægðir með námskeiðin og segja þau hafa verið lærdómsrík og skemmtileg. Þeir eru sammála um að þeir hafi lært að verða öruggari í framkomu og ræðuhöldum auk þess sem þeir telja gagnlegt að fá svör við mörgum þeim spurningum um fundarsköp sem nauðsynlegt er að kunna skil á.

Auk þess sem þátttakendur læra ræðumennsku og fundarsköp er lögð áhersla á að þeir kynnist vel og eigi auðveldara með að mynda tengslanet með hópeflisleikjum og hópverkefnum af ýmsu tagi. Undanfarnar vikur hefur Sabína Steinunn Halldórsdóttir, landsfulltrúi UMFÍ, verið á ferðinni og haldið námskeið, m.a. á Húsavík og fyrir nemendur framhaldsskólans í Mosfellsbæ. UMFÍ hvetur sem flesta til þess að sýna hvað í þeim býr og sækja námskeiðið. Allir eru velkomnir á námskeið hvort sem þeir eru í félagi eður ei og hvetjum við eindregið áhugasama (ungmennafélög, kvenfélög, búnaðarfélög, fyrirtæki, skóla, vinahópa o.fl.) til að hafa samband við Sabínu í síma 568-2929 eða á sabina@umfi.is.

Hér eru þrír fyrripartar: Viltu liðka vísnatá vöðva styrkja bögu? Mikið vísnamaraþon mætir vilja yrkja. Sífellt hærra sólin rís syngur nærri spóinn. Til að koma þessum vísnaþætti af stað hvet ég eindregið sem flesta til að botna þessa fyrriparta og senda þættinum, auk frumortra vísna. Reynt verður að birta sem mest af efni frá lesendum og þá sérstaklega það efni sem skarar fram úr að gæðum. Hægt er að senda efni á Skinfaxa, Sigtúni 42, 105 Reykjavík, eða með tölvupósti á hoskibui@gmail.com. Kvæðakveðja Höskuldur Búi Jónsson

36

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

Velkomin á Selfoss Mætum með bros á vör á Selfossi 4.–7. júlí 2013


Ríki Vatnajökuls - ferðaþjónustu-, matvæla- og menningarklasi Suðausturlands býður upp á einstaka upplifun allan ársins hring. t (JSOJMFHVS NBUVS ÞS IÏSB§J t .JLJ§ ÞSWBM HJTUJOHBS t 'KÚMCSFZUUJS BG¢SFZJOHBSNÚHVMFJLBS t (FTUSJTOJ IFJNBNBOOB

Nánari upplýsingar á www.visitvatnajokull.is

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

37


38

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands


Víkingur Ólafsvík Íslandsmeistari í innanhússknattspyrnu í Karlalið Ungmennafélagsins Víkings l futsa í ri Ólafsvík varð Íslandsmeista í (innanhússknattspyrnu), í fyrsta sinn í 5–2, Val, i sögu félagsins er liðið lagð úrslitaleik, sem fram fór í Laugardalshöllinni 6. janúar sl. Þess má geta að Ólafsvíkingar höfðuað tapa úrslitaleiknum í þessari keppni sl. tvö ár og því var sigurinn sætur og honum fagnað innilega. Af mörkum liðsins í leiknum skoraði Eyþór Helgi Birgisson tvö en hin skor inik Dom uðu þeir Alfreð Már Hjaltalín, Bajda og Brynjar Kristmundsson. Víkingar í Ólafsvík tryggðu sér sæti í Pepsídeildinni á sl. hausti og munu leika á meðal þeirra bestu á komandi tímabili.

Viðurkenningar fyrir þátttöku í almenningsíþróttaverkefnum Góð þátttaka var í almenningsíþróttaverkefnum UMFÍ sl. sumar og nýtti fólk sér skráningarkerfið á ganga.is til að halda utan um hreyfingu sína í Hættu að hanga! Komdu að synda, hjóla eða ganga! Á annan tug þúsunda einstaklinga skráðu nöfn sín í gestabækur í verkefninu Fjölskyldan á fjallið. Fjallgöngur eru mjög vinsælar á meðal útivistarfólks og eru dæmi um einstaklinga sem hafa gengið á yfir hundrað fjöll og fjölmargir sem gengið hafa á um 30–40 fjöll. Æ fleiri nýta sér efni sem er að finna á www.ganga.is en þar er greint frá fjölmörgum gönguleiðum um allt land. Einnig má finna þar fróðleik um ýmislegt sem þarf að hafa í huga áður en lagt er af stað í gönguferð.

Aukin samvera og útivist Markmiðið er fyrst og fremst að fá einstaklinga og fjölskyldur í léttar fjallagönguferðir og stuðla þannig að aukinni samveru og útivist og um leið að góðri líkamsrækt. Á dögunum fengu þeir einstaklingar viðurkenningar sem voru hvað duglegastir að hreyfa sig. Þeir sem tóku þátt í verkefninu Hættu að hanga! Komdu að synda, hjóla eða ganga fengu veglegar gjafir frá Fjallakofanum og Zo-on. Þeir sem voru dregnir út í verkefninu Fjölskyldan og fjallið fengu bók að gjöf.

Verðlaunahafar í almenningsíþróttaverkefnum UMFÍ: Einstaklingar, sem gengu á flest fjöll, voru Birna Steingrímsdóttir, 114 fjöll, Ástríður Helga Sigurðardóttir, 57 fjöll, og Guðbjartur Guðbjartsson sem gekk á 53 fjöll. Þá voru dregnir út einstaklingar fyrir að hafa hreyft sig í 30, 60, 80, og 103 daga. Þeir voru Sigurður Hauksson eftir 30 daga.

Guðbjartur Guðbjartsson gekk á 53 fjöll sl. sumar og Ástríður Helga Sigurðardóttir á 57 fjöll.

Eftir 60 daga var það Þóra Jónsdóttir, Guðrún Halldórsdóttir eftir 80 daga og Ástríður Helga Sigurðardóttir eftir 103 daga. Í verkefninu Fjölskyldan á fjallið fengu viðurkenningu Axel Bjarkar Sigurjónsson, HSK – Skarðsmýrarfjall, Magnús Valgeir Gíslason, UMSB – Foxufell, og Hanna B. Kjartansdóttir, Keflavík – Keilir.

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

39


Eftirtaldir aðilar styðja starfsemi Ungmennafélags Íslands: Akranes Bifreiðastöð Þórðar Þ. Þórðarsonar, Dalbraut 6 GT Tækni ehf., Grundartanga Straumnes ehf, Krókatúni 22-24

Akureyri Blikkrás ehf., Óseyri 16 Framtal sf., Kaupangi, Mýrarvegi Hnjúkar ehf., Kaupvangi, Mýrarvegi Ísgát ehf., Laufásgötu 9 Kjarnafæði hf., Fjölnisgötu 1b Netkerfi og tölvur ehf., Steinahlíð 7c Orlofsbyggðin Illugastaðir, Fnjóksdal Raftákn ehf., Glerárgötu 34 Samvirkni ehf., Hafnarstræti 97

Blönduós Blanda ehf., Melabraut 21 Glaðheimar - Hótel Blönduós, Blöndubyggð 10 Húnavatnshreppur, Húnavöllum

Bolungarvík Bolungarvíkurkaupstaður, Aðalstræti 12

Borgarnes Matstofan ehf., Kjartansgötu 22 Samtök sveitarfélaga Vesturlands, Bjarnarbraut 8 Sæmundur Sigmundsson ehf., Brákarbraut 18–20

Frá heimsókn nemenda Fjölbrautaskólans í Breiðholti.

Nemendur íþróttabrautar FB og Grindvíkingar í heimsókn hjá UMFÍ

Egilsstaðir Bílamálun Egilsstöðum ehf., Fagradalsbraut 21–23 Bókráð, bókhald og ráðgjöf ehf., Miðvangi 2–4 Farfuglaheimilið Húsey, Fljótsdalshérað, Lyngási 12

Eskifjörður Eskja hf., Strandgötu 39 Fjarðaþrif ehf., Strandgötu 46

Fáskrúðsfjörður Loðnuvinnslan hf., Skólavegur 59

Garðabær Garðabær, Garðatorgi 7 Raftækniþjónusta Trausta ehf., Lyngási 14

Grindavík Ungmennafélag Grindavíkur, Vesturhópi 34

Frá heimsókn fulltrúa Grindavíkurbæjar og Umf. Grindavíkur.

Grundarfjörður Ragnar og Ásgeir ehf., Sólvöllum 7

Hafnarfjörður Hlaðbær-Colas hf., Gullhellu 1 Umbúðamiðlun ehf., Fornubúðum 3 Verkalýðsfélagið Hlíf, Reykjavíkurvegi 64

Hellissandur Kristinn J. Friðþjófsson ehf., Háarifi 5, Rifi

Hofsós Vesturfarasetrið, Suðurbraut 8

Hvammstangi Húnaþing vestra, Hvammstangabraut 5

Hveragerði Eldhestar ehf., Völlum Hveragerðiskirkja

40

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

Um 20 nemendur við Fjölbrautaskólann í Breiðholti komu í heimsókn í þjónustumiðstöð UMFÍ 21. febrúar sl. til að kynnast starfsemi hreyfingarinnar. Nemendurnir voru af íþróttabraut skólans og komu í fylgd Torfa Magnússonar, íþróttakennara og fagstjóra við skólann. Nemendurnir fræddust um verkefni sem UMFÍ stendur fyrir og voru mjög áhugasamir. Nemendur af íþróttabraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti hafa komið reglulega hin síðustu ár í heimsókn í þjónustumiðstöðina. Þó nokkuð er um það að hópar komi og fræðist um starfsemina innan UMFÍ.

Þá komu fulltrúar frá Grindavíkurbæ og Ungmennafélagi Grindavíkur í heimsókn í þjónustumiðstöð UMFÍ þann 22. febrúar sl. og var starfsemi ungmennafélagshreyfingarinnar kynnt fyrir þeim. Þeir voru sömuleiðis hinir áhugasömustu um það sem bar á góma. Landsfulltrúarnir Sigurður Guðmundsson og Sabína Steinunn Halldórsdóttir fræddu gestina um starfsemina og verkefni sem standa til boða.


Ferðir við allra hæfi

S

u ð á r k

in g þi

d – n

t! ú g i þ u ð f rí

Hornstrandir – Laugavegurinn – Fimmvörðuháls Héðinsfjörður – Fjörður – Víknaslóðir – Kjalvegur hinn forni – Arnarvatnsheiði – Sunnanverðir Vestfirðir Vonarskarð – Jarlhettuslóðir – Þjórsárver – Lónsöræfi Þórsmörk – Landmannalaugar

Ferðafélag Íslands

Sögumiðlun ehf

Dagsferðir – Helgarferðir – Sumarleyfisferðir

www.fi.is SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

41


Stefán Skafti Steinólfsson, formaður ritnefndar Skinfaxa:

Eftirtaldir aðilar styðja starfsemi Ungmennafélags Íslands: Hvolsvöllur Bu.is ehf., Stórólfsvelli Héraðsbókasafn Rangæinga, Vallarbraut 16 Jón Guðmundsson, Berjanesi V-Landeyjum Krappi ehf., Ormsvöllum 5

Höfn í Hornafirði Sveitarfélagið Hornafjörður, Hafnarbraut 27

Ísafjörður Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Suðurgötu 12 Útgerðarfélagið Kjölur ehf., Urðarvegi 37 Ævíntýradalurinn ehf., Heydal

Kirkjubæjarklaustur Ferðaþjónustan Efri-Vík ehf., Efri-Vík Kirkjubæjarstofa, Klausturvegi 2 Kvenfélag Skaftártungu, Ljótarstöðum

Kópavogur

Góupistill Kæru ungmennafélagar. Ég heilsa öllum á góunni með góðum kveðjum frá ritnefnd. Nú heilsar okkur sannkallað landsmótaár, Landsmót 50+, Unglingalandsmót og flaggskipið okkar stóra, Landsmótið sem hefur fylgt hreyfingunni lengi, okkar „Ólympíuleikar“ hér norður við heimskautsbaug. Skinfaxi, blaðið okkar, mun fylgjast vel með, flytja fréttir og færa okkur ungmennafélagsandann í hús og á netinu því að Skinfaxi er síungur öldungur og fylgist með. Gleymum ekki þeim sem eiga ekki heimangengt vegna fötlunar, slysa eða annarra ástæðna. Sannir ungmennafélagar vilja einnig hafa blaðið sitt í höndunum og tilfinningin er líkt og hjá bóndanum þegar hann fær nýja hrútaskrá, ólýsanleg. Verum dugleg að greiða árgjaldið og söfnum nýjum áskrifendum. Skinfaxi á erindi við alla, alls staðar.

Stefán Skafti Steinólfsson.

Á Facebook (sveitasímanum) færa okkar góðu starfsmenn, Jón Kristján, Sabína og Siggi, fréttir úr starfinu og hreyfingunni, ekki síst skemmtileg skot úr vinnunni og frá menningarviðburðum í starfi. Verum dugleg að gauka að ritstjóra vorum efni og myndum hvaðanæva að. Og endilega deilið Facebook-síðunni sem víðast og breiðið út fagnaðarerindið. Í þessu tölublaði er gleðilegt að geta sagt frá því að búið er að endurvekja vísnaþátt Skinfaxa. Gaman er að geta þess að Pálmi heitinn Gíslason, fyrrverandi formaður UMFÍ, var umsjónarmaður vísnaþáttar á sínum tíma. Hann skrifaði undir dulnefninu Ásgrímur Gíslason. Að þessu sinni er það ungur Strandamaður sem góðfúslega hefur tekið þetta hlutverk að sér. Hann heitir Höskuldur Búi Jónsson og bjóðum við hann velkominn á síðurnar og hvetjum alla til að senda honum botna og vísur. Lifi rímið og Skinfaxi. Íslandi allt, Stefán Skafti Steinólfsson

Rafmiðlun hf., Ögurhvarfi 8 Söluturninn Smári, Dalsvegi 16c

Laugar Framhaldsskólinn á Laugum, Laugum í Reykjadal Þingeyjarsveit, Kjarna

Mývatn Jarðböðin við Mývatn, Jarðbaðshólum

Neskaupstaður Rafgeisli Tómas R. Zoëga ehf., Hafnarbraut 10

Sagnagarður Landgræðslunnar Saga landgræðslu í máli og myndum. Fróðleg og lifandi fræðsla um gróðursögu, landeyðingu og endurheimt landgæða á Íslandi.

Patreksfjörður Oddi hf., Eyrargötu 1

Reyðarfjörður Launafl ehf., Hrauni 3 Stjórnendafélag Austurlands, Austurvegi 20

Reykjanesbær DMM Lausnir ehf., Hafnargötu 91 Reykjanesbær, Tjarnargötu 12 Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur, Krossmóa 4 Verkfræðistofa Suðurnesja hf., Víkurbraut 13 Verslunarmannafélag Suðurnesja, Vatnsvegi 14

Reykjavík Arkþing ehf., Bolholti 8 Bílasmiðurinn hf., Bíldshöfða 16 Blaðamannafélag Íslands, Síðumúla 23 Danica sjávarafurðir ehf., Suðurgötu 10 Efling stéttarfélag, Sætúni 1 Ernst & Young ehf., Borgartún 30 Gáski ehf., Bolholti 8

Upplýsingar um opnunartíma í síma 488-3000 og á land.is Landgræðsla ríkisins

Breiðdalur °Wgdh^g k^Â Ä g

Göngum um Ísland Fjölskyldan á fjallið 42

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands


Eftirtaldir aðilar styðja starfsemi Ungmennafélags Íslands: Reykjavík Gissur og Pálmi ehf., Álfabakka 14a Gjögur hf., Kringlunni 7 Gull- og silfursmiðjan ehf., Álfabakka 14b Iceland Seafood ehf., Köllunarklettsvegi 2 Kjaran ehf, Síðumúla 12–14 Landsnet hf., Gylfaflöt 9 Lögmannafélag Íslands, Álftamýri 9 Mennta- og menningarmálaráðuneytið, Sölvhólsgötu 4 Seðlabanki Íslands, Kalkofnsvegi 1 Seljakirkja, Hagaseli 40 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bs, Skógarhlíð 14 Stólpi ehf., Klettagörðum 5 Útfararstofa Kirkjugarðanna ehf., Vesturhlíð 2

Sandgerði Þensla ehf., Strandgötu 26

Sauðárkrókur Doddi málari ehf., Raftahlíð 73 Kaupfélag Skagfirðinga, Ártorgi 1 K-Tak ehf., Borgartúni 1 Verslun Haraldar Júlíussonar, Aðalgötu 22 Vinnuvélar Guðmundar/Skúla sf., Borgarröst 4

Selfoss Árvirkinn ehf., Eyravegi 32 Dýralæknaþjónusta Suðurlands, Stuðlum Gufuhlíð ehf., Gufuhlíð Kvenfélag Guðlverjabæjarhrepps, Galtastöðum Veitingastaðurinn Fljótið ehf., Eyrarvegi 8

Seyðisfjörður Seyðisfjarðarkaupstaður, Hafnargötu 44

Skagaströnd Kvenfélagið Hekla, Ytra-Hóli Skagabyggð, Höfnum Sveitarfélagið Skagaströnd, Túnbraut 1–3

Stokkseyri Gistiheimili Stokkseyri ehf., Stjörnusteinum 9

Stykkishólmur Þ.B. Borg - steypustöð ehf., Silfurgötu 36

Súðavík Súðavíkurhreppur, Grundarstræti 3 Víkurbúðin ehf, Grundarstræti 1–3

Eitt kort 35 vötn 6.900 kr

Tálknafjörður Gistiheimilið Bjarmalandi ehf., Bugatúni 8 Þórsberg ehf., Strandgötu 25

Varmahlíð Akrahreppur, Miklabæ, Skagafirði

Vestmannaeyjar Suðurprófastsdæmi, Búhamri 11

Vík Mýrdælingur ehf., Suðurvíkurvegi 5

Vopnafjörður 00000

Hólmi NS-56 ehf., Hafnarbyggð 23

Þorlákshöfn Frábær jólagjöf!

w w w. v e i d i k o r t i d . i s

Fiskmark ehf., Hafnarskeiði 21 Sveitarfélagið Ölfus, Hafnarbergi 1

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

43


ott!

Brakandi snilld!


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.