Skinfaxi 1 2012

Page 1


VISSIR ÞÚ að hagnaður Íslenskrar getspár rennur til um 1000 starfseininga íþrótta- og ungmennafélaga, íþróttabandalaga, héraðsambanda og sérsambanda?

VISSIR ÞÚ að árlega kaupir Brynja Hússjóður Öryrkjabandalagsins 6–8 íbúðir fyrir hagnað frá Íslenskri getspá og að Hússjóðurinn á í dag rúmlega 700 íbúðir fyrir öryrkja?

Íslensk getspá er í eigu Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Öryrkjabandalags Íslands og Ungmennafélags Íslands.

> > > 3

6; ;6 0

:


Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ:

Þátttakan gefur lífinu lit Þorrinn er liðinn og góan er tekin við. Á þessum árstíma standa ungmennafélög vítt og breitt um landið fyrir þorra- og góublótum. Skemmtilegum samkomum sem aldagömul hefð er fyrir og skipa stóran sess í samkomuhaldi Íslendinga. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að taka þátt í að undirbúa og framkvæma mörg þorrablót með félögum mínum í ungmennafélaginu Geisla í Súðavík fyrir nokkuð mörgum árum. Í minningunni er þetta óborganlegur tími sem kemur reglulega upp í hugann þegar þessi árstími nálgast. Undirbúningurinn fyrir blótið var jafnvel enn skemmtilegri en blótið sjálft. Skemmtinefndin hafði það hlutverk að sjá alfarið um þorrablótið en í því fólst að undirbúa dagskrána, semja skemmtiatriði, taka þátt í skemmtiatriðunum, undirbúa félagsheimilið fyrir stóra kvöldið, panta hljómsveit fyrir ballið, semja auglýsingar, selja aðgöngumiða og ganga síðan frá daginn eftir. Skemmtiatriðin samanstóðu af leikþáttum og söngatriðum úr þorpslífinu sem skemmtinefndin lagði mikinn metnað í að gera sem best úr garði. Það var mikið hlegið og fólk skemmti sér vel meðan á þessu undirbúningsferli stóð. Æft var í margar vikur og þeir sem ekki tóku þátt í að leika eða syngja bjuggu til leikmyndir og gerðu búninga eða sinntu einhverju af þeim störfum sem til féllu.

Mikil spenna myndaðist meðal þorpsbúa vegna þess hvað skyldi nú verða tekið fyrir og hverjir yrðu teknir fyrir í skemmtidagskrá blótsins. Það þótti nefnilega mikil upphefð að vera tekinn fyrir á þorrablóti. Fastir liðir voru sveitarstjórnin, slysavarnafélagið, kvenfélagið, stærsti atvinnurekandinn á staðnum og litríkir persónuleikar meðal þorpsbúa. Þess var gætt að enginn yrði sár eða reiður yfir því að hafa verið „tekinn fyrir“. Marga daga á eftir var fólk síðan að skemmta sér yfir atriðunum sem voru á dagskrá þorrablótsins og tala um þau. Þannig hafði þessi eina samkoma heilmikið að segja í lífi fólks í þorpinu, bæði fyrir þá sem tóku þátt í að undirbúa hana og hjá þeim sem svo eingöngu nutu hennar. Það sem eftir stóð var að það höfðu allir gaman saman. Það var heilmikil lífsreynsla fyrir mig að taka þátt í að undirbúa svona samkomu. Að fá tækifæri til að taka þátt í að frumsemja leikþætti og söngtexta, að leika og syngja á sviði er eitthvað sem maður gleymir aldrei og býr að enn þann dag í dag þótt á öðru sviði sé. Það eru liðin tuttugu ár frá því að ég flutti úr Súðavík en þegar ég fer á þorrablótin þar, sem ungmennafélagið sér enn um að halda, þá upplifi ég þorpslífið og mannlífið þar með því að horfa á skemmtidagskrána, allt heimatilbúin atriði.

Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ.

Ég veit að þeir eru margir sem hafa svipaða sögu að segja og ég. Það að taka þátt í að undirbúa menningarsamkomu eins og þorrablót tilheyrir því að vera félagi í ungmennafélaginu ásamt öllu hinu sem verið er að gera frá degi til dags og gerir þennan félagsskap svo eftirsóknarverðan. En góan verður búin áður en við vitum af og komið vor. Þá lifnar náttúran við og undirbúningur fyrir störf sumarsins verður í fullum gangi hjá ungmennafélögum. Fram undan eru mörg spennandi verkefni hjá hreyfingunni. Haldið verður Unglingalandsmót á Selfossi um verslunarmannahelgina og dagana 8.–10. júní verður annað Landsmót UMFÍ 50+ haldið í Mosfellsbæ. Hluti af vorinu og sumrinu hjá mörgum er að taka þátt í almenningsíþróttaverkefnum UMFÍ. Allt eru þetta góð verkefni sem ég hvet þig, ágæti lesandi, til að taka þátt í ef þú hefur ekki þegar ákveðið að gera það. Æskulýðs- og íþróttastarf er göfugt starf og hefur aldrei verið mikilvægara en nú. Ágætu félagar og vinir, ég óska ykkur alls hins besta í störfum ykkar fram undan og hlakka til að hitta sem flest ykkar á vettvangi ungmennafélagshreyfingarinnar við leik og störf. Íslandi allt! Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ

Þórir Haraldsson, formaður unglingalandsmótsnefndar á Selfossi:

Viðbúnir því að taka á móti miklum fjölda keppenda við að þetta mót verði það fjölmennasta sem haldið hefur verið. Við verðum að vera viðbúin því að taka á móti miklum fjölda keppenda og gesta. Aðstæður og allt skipulag okkar miðast við að geta tekið á móti tvöföldum keppendafjölda, miðað við það sem var á síðasta móti, og jafnvel fleirum. Þetta er mjög spennandi verkefni og það er kominn andi í samfélagið að taka vel á móti fólki og gera þetta með bros á vör og það ætlum við okkur að gera. Við ætlum að sýna góðum gestum Selfoss og nágrenni í sparifötunum.“

Undirbúningi miðar vel 15. Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Selfossi um verslunarmannahelgina. Að sögn Þóris Haraldssonar, formanns unglingalandsmótsnefndar, miðar undirbúningi vel áfram, en öll keppnisaðstaða er í raun tilbúin. Mannvirkin eru klár en unnið verður að þökulagningu og öðrum frágangi í kringum nýju vellina í vor. Þess er nú beðið að vellirnir komi undan vetri. „Við erum búnir að fá alla sérgreinastjóra til starfa. Keppnisreglur eru á lokastigi og verða sendar út og gerðar aðgengilegar á vefnum fyrir páska. Þá getur fólk séð allan rammann um mótið og keppendur geta farið að skoða betur hvernig þessu öllu verður háttað. Öllum þáttum, sem viðkoma mótinu, miðar vel áfram. Það er verið að loka samningum við styrktaraðila og við erum nýbúnir að gefa út kynningarbækling sem farið er í dreifingu. Kynningarstarf hefur verið í fullum gangi og mótið kynnt innan héraðssambanda og í hreyfingunni allri,“ sagði Þórir.

Reiðhjólið með í för

Með bros á vör – Eigið þið ekki von á góðri aðsókn á mótið? „Við eigum von á góðri aðsókn og eftir því sem við höfum heyrt úr einstökum greinum getur stefnt í mjög góða aðsókn. Við búumst

Þórir Haraldsson kynnti Unglingalandsmótið á héraðsþingi HSK.

– Þið hafið margt með ykkur í þessum efnum, góða aðstöðu og fleira. Ykkur er líklega ekkert að vanbúnaði að halda svona mót? „Það er alveg rétt. Það er full ástæða til að benda fólki á að það gæti verið valkostur að taka með sér reiðhjól á mótið. Það eru innan við tveir km á milli vallarsvæðanna og tjaldsvæða og marflatt með malbikuðum göngustígum. Hvar eiga reiðhjól betur heima en einmitt við slíkar aðstæður?“ sagði Þórir Haraldsson, formaður unglingalandsmótsnefndar, í samtali við Skinfaxa.

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

3


Ungmennaráð UMFÍ:

Ætlum að koma okkur vel á framfæri Ungmennaráð Ungmennafélags Íslands kom saman til fundar í þjónustumiðstöð UMFÍ þann 27. febrúar sl. Ráðið átti þar góðan vinnufund þar sem fjallað var um ýmis mál. Drög að starfinu fyrir næsta vetur voru lögð fyrir á fundinum. „Það eru áhugaverð viðfangsefni fram undan og við í ráðinu erum spennt að byrja. Í mars ætlum við að hafa skemmtihelgi en við ætlum að vinna vel með ungu

Í ungmennaráði UMFÍ eru Sigríður Etna Marinósdóttir, formaður, Tálknafirði, Eyjólfur Darri Runólfsson, Reykjavík, Eygló Hrund Guðmundsdóttir, Hvammstanga, Egill Gunnarsson, Fljótsdal, Ásmundur Pálsson, Mosfellsbæ, Björn Grétar Baldursson, Laugum, Kolbrún Lára Kjartansdóttir, Hvammstanga, og Harpa Hreinsdóttir, Reykjavík.

fólki og koma okkur vel á framfæri. Í lok mars verður haldin ráðstefnan Ungt fólk og lýðræði og við komum að undirbúningi hennar. Síðan hefur stefnan alltaf verið sú að fara inn í grunnskólana og kynna ungmennaráðið og við erum að vinna að bæklingi sem ætti að fara í prentun fljótlega. Við ætlum líka að kynna forvarnastarf svo að verkefnin eru næg,“ sagði Sigríður Etna Marinósdóttir, formaður ráðsins.

Vettvangsnám hjá UMFÍ:

Spennandi að kynnast starfsemi hreyfingarinnar Þórleif Guðjónsdóttir hefur undanfarnar vikur verið í vettvangsnámi hjá Ungmennafélagi Íslands og Evrópu unga fólksins. Þó nokkuð hefur verið um að nemendur í tómstunda- og félagsmálafræðum í Háskóla Íslands komi og kynnist starfsemi UMFÍ. Þórleif útskrifast frá HÍ núna í vor en er að skrifa BA-ritgerðina að afloknu þriggja ára námi. Þórleif býst við því að fara að vinna í 100% starfi næsta haust og vonandi við félagsmiðstöðina Fókus í Grafarholti. Síðan væri stefnan að fara í eins árs reisu um Asíu á næsta ári og jafnvel að setjast aftur á skólabekk eftir ferðina. „Ástæðan fyrir því að ég fór í þetta nám var að mér fannst það mjög spenn-

4

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

andi. Ég hef alltaf verið viðloðandi tómstunda- og íþróttastarf og var lengi í fótbolta á Selfossi þaðan sem ég er. Ég hef verið í alls konar félagsstarfi heima á Selfossi,“ sagði Þórleif. Ástæðan fyrir því að hún valdi UMFÍ í vettvangsnáminu er að henni fannst UMFÍ vera spennandi staður.

Anna Möller, forstöðumaður EUF, Þórleif Guðjónsdóttir, Sæmundur Runólfsson, framkvæmdastjóri UMFÍ, og Sigurður Guðmundsson, landsfulltrúi UMFÍ.

„Starfsemi UMFÍ er mjög umfangsmikil og því þótti mér mjög spennandi kostur að kynnast starfsemi hreyfingarinnar enn betur. Fram að þessu hefur þetta verið afskaplega lærdómsríkur og spennandi tími,“ sagði Þórleif Guðjónsdóttir í spjalli við Skinfaxa.


AKUREYRI ALLTAF ÓDÝRARI Á NETINU

FLUGFELAG.IS

Nú er

NETTILBOÐ G PA N TA Ð U Í D A N EKKI Á MORGU S Á F LU G F E L A G .I

FLUGFÉLAG ÍSLANDS MÆLIR MEÐ því að borða nesti í Lystigarðinum á fallegum sumardegi eða renna sér niður Hlíðarfjall í púðursnjó á fallegum vetrardegi. Á Akureyri er hver dagur öðrum fegurri og framburður innfæddra er einstaklega fagur. Prófaðu að panta bauk af kóki á akureysku og hlauptu svo í hláturskasti upp kirkjutröppurnar. SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

5


Jón Kristján Sigurðsson – ritstjóraspjall:

Uppbygging íþróttamannvirkja hefur sannað gildi sitt Með hækkandi sól blasir við nýtt starfsár með nýjum og spennandi verkefnum. Undirbúningur fyrir Unglingalandsmótið á Selfossi er í fullum gangi en það verður að vanda haldið um komandi verslunarmannahelgi. Þúsundir keppenda og gesta munu streyma þangað og eiga góða stund saman í heilbrigðu umhverfi. Mótið á Selfossi verður glæsilegt í alla staði enda er metnaður heimamanna mikill og ljóst að umgjörðin öll í kringum mótið og aðstaða verður frábær. Landsmót UMFÍ 50+ verður haldið í Mosfellsbæ og þar er metnaður mikill í hvívetna að vinna að góðu og skemmtilegu móti. Þar er öll aðstaða fyrsta flokks og keppendur munu eflaust ekki liggja á liði sínu og fjölmenna í Mosfellsbæ. Uppsveiflan í frjálsum íþróttum hjá ungu fólki hefur vakið mikla athygli í vetur. Frá áramótum hefur hvert mótið rekið annað í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal og hefur árangurinn vakið mikla eftirtekt. Ljóst er að uppbygging íþróttamannvirkja víða um landið er að sanna gildi sitt á áþreifanlegan hátt. Uppbyggingin í tengslum við Unglingalandsmótin á þar stóran hlut að máli. Fleiri unglingar stunda frjálsar íþróttir en áður og með bættri aðstöðu lætur árangurinn ekki á sér standa. Gleðilegt er að sjá þetta gerast og ljóst að fjármunum, sem

farið hafa í alla uppbyggingu, hefur verið vel varið. Bygging knattspyrnuhalla hlýtur ennfremur, þegar fram í sækir, að gera okkur enn öflugri á knattspyrnusviðinu. Merki þess eru þegar farin að sjást en yngri landsliðin í knattspyrnu eru alltaf að ná betri árangri í keppni við jafnaldra sína á erlendum vettvangi. Keppnistímabilið er orðið lengra og markvissara og það getur ekki annað en eflt og styrkt knattspyrnuna. Gaman hefur verið að fylgjast með því hvað hvað íþróttafólk af landsbyggðinni hefur náð góðum árangri í einstaklingsgreinum og flokkaíþróttum í vetur. Ungmennafélögin í Keflavík og Njarðvík tryggðu sér bikarmeistaratitla í karla- og kvennaflokkum. Þar öttu þau kappi við Tindastól

og Snæfell í fjörugum og skemmtilegum viðureignum. Körfuboltinn er í örum vexti á Ísafirði en karlalið Ísfirðinga bar sigur úr býtum í 1. deild á dögunum og tryggði sér sæti í úrvalsdeild. Tindastóll og Höttur leika í 1. deild í knattspyrnu í sumar og verður spennandi að fylgjast með framgangi þeirra. Selfyssingar tefla fram liðum í karla- og kvennaflokki í efstu deildum og er aðdáunarvert að lið frá ekki stærra sveitarfélagi skuli eiga lið í báðum þessum flokkum á meðal þeirra bestu. Eins og endranær stendur hreyfingin fyrir ýmsum verkefnum í sumar og má í því sambandi nefna Frjálsíþróttaskóla UMFÍ sem hefur verið starfræktur undanfarin ár við góðan orðstír. Verkefnið Fjölskyldan á fjallið og Göngum um Ísland á sinn fasta stað og hefur þátttakan í þessu verkefni ávallt verið mikil í gegnum árin. Almenningsíþróttaverkefninu Hættu að hanga! Komdu að synda, hjóla eða ganga! verður haldið úti þriðja sumarið í röð. Markmið með því er að vekja almenning til umhugsunar um mikilvægi hreyfingar og hollra lifnaðarhátta. Góðir möguleikar almennings, en einkum þó barna og unglinga, til iðkunar íþrótta og þátttaka í æskulýðsstarfi hefur sennilega aldrei skipt meira máli en á þeim tímum sem við lifum í dag.

Heimsóknir í þjónustumiðstöð UMFÍ

Skinfaxi 1. tbl. 2012 Ritstjóri: Jón Kristján Sigurðsson. Ábyrgðarmaður: Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ. Ljósmyndir: Jón Kristján Sigurðsson, Ómar Bragi Stefánsson, Gunnar Gunnarsson, Sigurður Guðmundsson, Hermann Aðalsteinsson, Helgi Björnsson, Gunnlaugur Júlíusson, Halldór Sveinbjörnsson, Eyþór Sæmundsson, Víkurfréttir o.fl. Umbrot og hönnun: Indígó. Prentun: Ísafoldarprentsmiðja. Prófarkalestur: Helgi Magnússon. Auglýsingar: Miðlun ehf. og Gunnar Bender. Ritnefnd: Stefán Skafti Steinólfsson, Gunnar Gunnarsson, Ester Jónsdóttir, Bryndís Gunnlaugsdóttir og Óskar Þór Halldórsson. Skrifstofa UMFÍ/Skinfaxa: Þjónustumiðstöð UMFÍ, Sigtúni 42, 105 Reykjavík. Sími: 568-2929 Netfang: umfi@umfi.is Heimasíða: www.umfi.is Starfsmenn UMFÍ: Sæmundur Runólfsson, framkv.stjóri, Helgi Gunnarsson, fjármálastjóri, Jón Kristján Sigurðsson, ritstjóri Skinfaxa og kynningarfulltrúi, Sigurður Guðmundsson, landsfulltrúi, Ómar Bragi Stefánsson, landsfulltrúi, með aðsetur á Sauðárkróki, Guðbirna Kristín Þórðardóttir, ritari. Stjórn UMFÍ: Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður, Haukur Valtýsson, varaformaður, Jón Pálsson, gjaldkeri, Eyrún Harpa Hlynsdóttir, ritari, Björg Jakobsdóttir, meðstjórnandi, Bolli Gunnarsson, meðstjórnandi, Stefán Skafti Steinólfsson, meðstjórnandi, Baldur Daníelsson, varastjórn, Matthildur Ásmundardóttir, varastjórn, Anna María Elíasdóttir, varastjórn, Einar Kristján Jónsson, varastjórn.

Nokkuð er um að skólar komi í heimsókn í þjónustumiðstöð UMFÍ. Á þriðja tug nemenda Íþróttakennaraháskólans á Laugarvatni kom í heimsókn 2. febrúar sl. til að kynnast starfsemi hreyfingarinnar. Nemendurnir eru á þriðja ári við skólann og útskrifast

6

á vori komanda. Þeir komu í fylgd Hafþórs Guðmundssonar, kennara við skólann, fræddust um verkefni sem UMFÍ stendur fyrir og voru mjög áhugasamir. Á myndinni hér fyrir ofan má sjá nokkra af nemendum Íþróttakennaraháskólans í heimsókninni.

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

Stór hópur nemenda af íþróttabraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti kom í þjónustumiðstöðina 13. febrúar sl. Það er árviss atburður hjá nemendum skólans að heimsækja höfuðstöðvar UMFÍ og fræðast um starfsemina.

Forsíðumynd: Elvar Baldvinsson, 14 ára piltur úr HSÞ, var á meðal keppenda á Meistaramóti Íslands 15–22 ára og náði þar ágætum árangri. Elvar þykir efnilegur hástökkvari, en hann stökk á dögunum á Húsavík yfir 1,76 metra sem er hans besti árangur. Forsíðumyndina tók Gunnlaugur Júlíusson.



Ungmenna- og tómstundabúðir UMFÍ að Laugum í Sælingsdal:

svæðinu og af Vesturlandi en Hornfirðingarnir hafa komið frá upphafi. Vestfirðingar eru núna að detta inn og má í því sambandi nefna Patreksfirðinga og Tálknfirðinga,“ sagði Anna Margrét.

Aðstaðan er alltaf að batna

Innra starfið verður öflugra og betra með hverju árinu Ungmenna- og tómstundabúðir Ungmennafélags Íslands að Laugum í Sælingsdal hafa verið starfræktar frá 2005 og hefur aðsókn að búðunum vaxið jafnt og þétt frá upphafi. Það eru nemendur í 9. bekk í grunnskólum landsins sem sótt hafa búðirnar og hin síðustu ár hafa vel á annað þúsund nemendur komið þangað á hverju ári. Anna Margrét Tómasdóttir, sem er forstöðumaður ungmennabúðanna, segir búðirnar hafa fest sig í sessi og að mikil og góð reynslan sé nú þegar komin á þetta starf.

Sömu skólarnir koma aftur og aftur „Þátttakan er góð og hefur tekið kipp upp á við eftir hrun. Mér sýnist á öllu að um 1600 nemendur muni koma til okkar á þessum vetri. Langflestar vikur í vetur eru bókaðar en aðeins er eitthvað óbókað í maí. Það fer mjög gott orð af þessu starfi og skólarnir eru mjög ánægðir með veruna. Sömu skólarnir koma aftur og aftur. Svo eru alltaf nýir skólar að mæta en Álfhólsskóli í Kópavogi var að koma til okkar núna í fyrsta skipti. Nokkrir skólar hafa komið hingað árlega frá stofnun búðanna. Stærstu hóparnir koma af Stór-Reykjavíkur-

Nemendur úr Álfhólsskóla í Kópavogi sem dvöldu í Ungmenna- og tómstundabúðunum að Laugum.

Anna Margrét Tómasdóttir, forstöðumaður ungmenna- og tómstundabúðanna, Sveinn Pálsson, sveitarstjóri Dalabyggðar, Sæmundur Runólfsson, framkvæmdastjóri UMFÍ, og Erlendur Kristjánsson, deildarstjóri í menntaog menningarmálaráðuneytinu, á fundi sem haldinn var að Laugum.

isnic Internet á Íslandi hf.

8

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

– Nú hafa búðirnar verið starfræktar í sjö ár. Hvað finnst þér hafa breyst á þessum tíma? „Innra starfið verður öflugra og betra með hverju árinu. Krakkarnir vita betur út á hvað þetta gengur þegar þau koma og aðstaðan er alltaf að batna. Við settum upp leikjagarð utandyra á síðasta ári og hann nýtur mikilla vinsælda. Við getum fyrir vikið kennt meira úti við og verið með verkefni því samfara í frjálsa tímanum. Þegar snjór er yfir öllu gagnast leikjagarðurinn ekki sem skyldi en alla jafna hefur hann nýst okkur vel.“ Þegar Anna Margrét er spurð hvort ekki hafi verið full þörf fyrir svona búðir segir hún þær sannarlega eiga fullan rétt á sér. „Búðirnar eru mikil styrking fyrir nemendurna á allan hátt. Þær bjóða upp á svo margt uppbyggilegt efni þannig að þetta gerir bara öllum gott sem hingað koma. Krakkar í dag verða sífellt háðari tölvum og símum og það hefur svo sannarlega færst í vöxt eftir að búðirnar hófu göngu sína. Á meðan krakkarnir dvelja í ungmennabúðunum eru þau algjörlega laus við þetta. Mér finnst mikill kostur að þau geti alveg kúplað sig frá því og í staðinn átt mannleg samskipti hvert við annað,“ segir Anna Margrét. Hún sagði að þegar væru farnar að berast pantanir frá skólum fyrir næsta vetur. „Við erum nú þegar búin að taka niður fimm hundruð pantanir fyrir næsta vetur. Það er um að gera fyrir skólana að panta tímanlega,“ sagði Anna Margrét Tómasdóttir í samtalinu við Skinfaxa.


2. Landsmót UMFÍ 50+ Mosfellsbæ 8.–10. júní 2012 @Zeec^h\gZ^cVg/

')-#'&* = ccjc d\ bncYh`g# BV\c h Óh`Vghhdc " bV\\^5&'d\(#^h

;g ÂaZ^`jg jb ]daajhij d\ ]Z^aWg^\ÂVc a [hhi a

6abZcc^c\h]aVje 7VYb^cidc 7aV` 7dXX^V 7g^YYh ;g_{ahVg <da[ =ZhiV Äg ii^g =g^c\YVchVg @cViihengcV @gV[ian[i^c\Vg A cjYVch E ii G^c\ H`{` HiVg[h Äg ii^g HigVcYWaV` HjcY HÅc^c\Vg Ãg ÄgVji

Nánari upplýsingar á www.landsmotumfi50.is

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

9


Skynsamur kostur á ferðalögum um Ísland

Kópasker

Ísafjörður

Velkomin í Mosfellsbæ

Ytra Lón

Siglufjörður Þórshöfn

Korpudalur Húsavík

Berg Ásbyrgi Árbót

Dalvík Bíldudalur

Sauðárkrókur

Broddanes

Mývatn

Ósar

Reykhólar

Húsey

Akureyri

Blönduós

Brjánslækur

Borgarfjörður eystri Seyðisfjörður

Sæberg

Egilsstaðir

Reyðarfjörður

Búðardalur

Grundarfjörður

Berunes

Djúpivogur

Langjökull

Borgarnes Akranes Reykjavík

Njarðvík

Vatnajökull

Gullfoss/Geysir

Laugarvatn

Keflavík airport

Árnes

Selfoss

Eyrarbakki

Höfn

Vagnsstaðir

City Hostel Downtown Hostel

Hekla

Skaftafell

Gaulverjaskóli Fljótsdalur Hella Þórsmörk

Hvoll Kirkjubæjarklaustur

Mýrdalsjökull

Skógar Vestmannaeyjar

8.–10. júní 2012

Vík

37 farfuglaheimili um allt land bjóða ykkur velkomin

Velkomin á Selfoss

Farfuglaheimili eru frábær kostur fyrir einstaklinga, fjölskyldur og hópa. Þau eru öllum opin og bjóða gestum sínum góða gistingu á hagkvæmu verði. Heimilin bjóða upp á 2–6 manna herbergi og sum þeirra einnig sumarhús. Á öllum heimilunum er gestaeldhús sem gestir geta notað án endurgjalds. Kynntu þér málin á Farfuglar vefsíðu okkar www.hostel.is

Sundlaugavegur 34 . 105 Reykjavík Sími 553 8110 . Fax 588 9201 Email: info@hostel.is . www.hostel.is

Næsta farfuglaheimili er aldrei langt undan

Verslunarmannahelgina 3.–5. ágúst 2012 Farfuglar ❚ Borgartúni 6 ❚ 105 Reykjavík ❚ Sími 575 6700 ❚ info@hostel.is ❚ www.hostel.is

Gallerí og vinnustofa SUMAROPNUN

15. júní - 20. ágúst

mánudaga - föstudaga frá kl. 13-18 laugardaga frá kl. 13-16

VETRAROPNUN

21. ágúst - 14. júní NÝPRENT ehf.

föstudaga frá kl. 13-18

Leirhús Grétu Gallerí Litla Ósi Húnaþingi vestra Sími 451 2482 og 897 2432

10

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands


2. Landsmót 50+ í Mosfellsbæ:

Málþing um allt sem viðkemur heilsunni „Við ætlum að vera með málþing á Landsmóti UMFÍ 50+. Þar verða hnitmiðaðir fyrirlestrar, u.þ.b. 10 mínútur hver. Þetta mun rúlla yfir daginn þannig að fólk getur komið og farið eftir áhuga hvers og eins. Fyrirlestrarnir munu fjalla um alla þætti heilsu, þ.e. líkamlega, andlega og félagslega heilsu. Raunar verða tveir þeirra haldnir fyrir mótið,“ sagði Ólöf Kristín Sívertsen sem er sérgreinastjóri fræðslu og fulltrúi Heilsuvinjar í landsmótsnefnd og skipuleggur fyrirlestrana. Þess má geta að Ólöf Kristín er formaður Félags lýðheilsufræðinga og er fagstjóri hjá fyrirtækinu Skólar ehf. sem rekur 5 heilsuleikskóla. Heilsuvin er heilsuklasi í Mosfellsbæ og er í eigu fyrirtækja og einstaklinga í heilsutengdri þjónustu í bænum. Markmið klasans er að efla og byggja upp starfsemi á

Ólöf Kristín Sívertsen, sérgreinastjóri fræðslu.

sviði lýðheilsu, heilsueflingar, endurhæfingar og heilsuferðaþjónustu í Mosfellsbæ. Hugmyndin að stofnun heilsuklasa í Mosfellsbæ er að hagsmunaaðilar í sveitarfélaginu taki sig saman um að móta klasa sem byggir á þeirri þekkingu og reynslu sem samfélagið í Mosfellsbæ býr yfir á sviði endurhæfingar og heilsueflingar. „Þetta nær að sjálfsögðu einnig út fyrir Mosfellsbæinn en markmiðið er að virkja fólk almennt til góðra verka. Við erum vettvangur þar sem fólk getur hist og rætt málin. Uppsprettan að stofnun þessara samtaka var að Sævar Kristinsson, þáverandi varaformaður Aftureldingar, og Jón Pálsson, þáverandi formaður félagsins, settust niður árið 2009 og settu þessa hugsjón á blað sem fór síðan af stað og úr varð þessi heilsuklasi. Starfið hefur gengið ágætlega

en við þurfum að vinna betur í því að koma okkur á kortið. Hugmyndin er sú að klasinn sem slíkur vinni ekki verkefnin fyrir fólk heldur beini því í jákvæðan farveg og tengi fólk saman. Það er frábært fyrir okkur að fá tækifæri til að koma að Landsmóti UMFÍ 50+ með þessum hætti. Það er gaman að segja frá því að árið 2012 er heilsuár í Mosfellsbæ þar sem Landsmótið er í raun hápunkturinn. Við erum með alls konar hugmyndir um hvernig við síðan fylgjum þessu eftir þegar Landsmótinu lýkur. Við verðum alla vega með fyrirlestra út árið,“ sagði Ólöf Kristín Sívertsen. Ólöf Kristín sagðist vona að keppendur og aðrir, sem hafa áhuga á heilsu, verði duglegir að koma og hlýða á áhugaverða fyrirlestra á Landsmótinu.

Sérgreinastjórar á Landsmóti UMFÍ 50+ Meðal fyrstu verka, sem ráðist var í fyrir Landsmót UMFÍ 50+ í Mosfellsbæ, var að finna sérgreinastjóra í þær greinar sem keppt verður í á mótinu. Sérgreinastjórarnir hafa síðan hist á reglulegum fundum og ráðið ráðum sínum enda hafa þeir í nógu að snúast þegar kemur að undirbúningi fyrir mótið. Allflestir þeirra eru saman komnir á myndinni hér fyrir ofan ásamt Valdimar Leó Friðrikssyni, formanni UMSK og landsmótsnefndar.

Efri röð frá vinstri: Sigurður Haraldsson, þríþraut, Guðjón Helgason, landsmótsnefnd, Hilmar Harðarson, golf/pútt, Hlynur Chadwick Guðmundsson, frjálsar íþróttir, Þormar Jónsson, skák, Hallur Birgisson, knattspyrna, Róbert Kjaran, kraftlyftingar, Helga Jóhannesdóttir, landsmótsnefnd, Ólöf Þorsteinsdóttir, bridds, Ingi Bjarnar Guðmundsson, boccia, Karl Þorsteinsson, boccia, Óli Geir Jóhannsson, línudans, Svanur M. Gestsson, starfsíþróttir, Stefán Alfreð Stefánsson, badminton.

Neðri röð frá vinstri: Margrét Bjarnadóttir, sýningar, Eva Magnúsdóttir, leikfimi, Valdimar Leó Friðriksson, formaður landsmótsnefndar, Steinunn Ingimundardóttir, sýningar, Jónas Pétur Aðalsteinsson, sund. Á myndina vantar Guðrúnu Kristínu Einarsdóttur, blak, Ragnheiði Þorvaldsdóttur, hestaíþróttir, Ástu Gylfadóttur, ringó, Rúnar Braga Guðlaugsson, landsmótsnefnd, Björgu Jakobsdóttur, landsmótsnefnd, og Ólöfu Kristínu Sívertsen, landsmótsnefnd.

BVaVg] [ÂV - Æ &&% GZn`_Vk ` H b^ *,, ',', Æ ;Vm *,, ',(, lll#Wa^``#^h

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

11


ÍÞRÓTTAFATNAÐUR

“BASE LAYER” Hentar vel í alla útivist, æfingar og keppni. Þröngt snið kemur í veg fyrir óþarfa hreyfingu á vöðvum og þannig lágmarkast orkutap á meðan æfingu stendur. Tilvalið í útiíþróttir. Flíkin dregur svita frá líkamanum og heldur honum heitum. Gæðaefni; 90% polýester og 10% Elastane. Þægilegt snið.

Selt í verslun okkar að Norðlingabraut 14. Síðermabolur; Verð, barnastærðir kr. 5.990Verð, fullorðinsstærðir kr. 6.990-

precision

training – með þínu merki www.bros.is • Norðlingabraut 14 • 110 Reykjavík • Sími 569 9000 • Fax 569 9001

12

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands


2. Landsmót 50+ í Mosfellsbæ:

Samningar undirritaðir milli landsmótsnefndar og Mosfellsbæjar 2. Landsmót UMFÍ 50+ verður haldið í Mosfellsbæ dagana 8.–10. júní í sumar. Þann 6. mars sl. voru undirritaðir samningar á milli landsmótsnefndar og Mosfellsbæjar. Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, og Valdimar Leó Friðriksson, formaður landsmótsnefndar, undirrituðu samninginn. Undirbúningur fyrir mótið er í fullum gangi og gengur vel. Aðstaða í Mosfellsbæ er öll til fyrirmyndar fyrir Landsmót UMFÍ 50+. Mosfellsbær rekur íþróttamið-

stöð að Varmá og þar eru þrír íþróttasalir, sundlaug, karatesalur, knattspyrnuvöllur í fullri stærð, gervigrasvöllur í fullri stærð, 7 manna gervigrasvöllur og hlaupabraut. Góður golfvöllur sem og aðstaða fyrir pútt er í Mosfellsbæ. Einnig er reiðhöll í Mosfellsbæ og stutt er í skólahúsnæði sem verður notað helgina sem Landsmótið fer fram. Keppnisgreinar á mótinu eru: Badminton, blak, boccia, bridds, frjálsar íþróttir, golf, almenningsíþróttahlaup, hestaíþróttir, knattspyrna, kraftlyftingar, leikfimi/dans, línudans, pútt, ringó, skák, sund, starfsíþróttir, strandblak, hringdansar og þríþraut. Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, og Valdimar Leó Friðriksson, formaður landsmótsnefndar, við undirritun samningsins.

Guðrún Kristín Einarsdóttir, sérgreinastjóri í blaki:

Blakfólk getur farið að hlakka til mótsins í Mosfellsbæ og góð hreyfing,“ sagði Guðrún Kristín Einarsdóttir í spjalli við Skinfaxa en blakið er ein þeirra íþróttagreina sem keppt verður í á Landsmóti UMFÍ 50+ í Mosfellsbænum.

Aðstæður til fyrirmyndar

FM

Guðrún Kristín Einarsdóttir, sem er sérgreinastjóri í blaki á Landsmóti UMFÍ 50+ í Mosfellsbæ, segist vera bjartsýn á góða þátttöku blakmanna á mótinu í sumar. „Við hlökkum mikið til mótsins og ég er að vona að blakmenn hvaðanæva að taki vel við sér og safni liði. Blakið er gríðarlega vinsælt hjá fólki og til marks um það er að öldungablakið er heldur betur búið að festa sig í sessi. Fjölmenn mót með hátt í þúsund keppendur segja ýmislegt í þeim efnum. Þátttakendum fjölgar jafnt og þétt en blakið er afskaplega skemmtileg íþrótt

Guðrún sagði allar aðstæður til blakiðkunar í Mosfellsbænum vera til fyrirmyndar. Gott íþróttahús og aðstæður fyrir strandblakið væru ennfremur góðar. „Það væri gaman ef þátttakan í blakinu yrði góð og ég hef ekki ástæðu til að ætla annað. Fjöldi iðkenda yngri en 50 ára er mikill á landinu en hópur eldri blakmanna fer líka ört stækkandi. Fólk hugsar meira um heilsuna en áður og því er góður valkostur að fara í blakið enda um góða og alhliða hreyfingu að ræða. Strandblakið er alltaf að verða vinsælla og ég á von á góðri þátttöku í því. Blakmenn geta farið að hlakka til og ég hvet þá til að koma og taka þátt í mótinu í Mosfellsbæ. Mér fannst vera kominn tími til að halda mót fyrir þennan aldurshóp enda stundar fólk almennt íþróttir mun lengur en áður,“ sagði Guðrún Kristín Einarsdóttir, sérgreinastjóri í blakinu á mótinu í sumar.

BS

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

13


Ragnheiður Högnadóttir, formaður USVS:

Bjartsýn og spennt á framhaldið Ungmennasamband Vestur-Skaftafellssýslu hélt árlegt innanhússmót sitt á Kirkjubæjarklaustri 25.–26. febrúar sl. Um 65 keppendur voru skráðir til leiks og kepptu í fimm aldursflokkum á aldrinum 8–18 ára og í fullorðinsflokki. Að sögn Ragnheiðar Högnadóttur, formanns USVS, tókst mótið í alla staði mjög vel. „Við höldum alltaf tvö innanfélagsmót á ári, annað innanhúss á Klaustri og utanhússmótið í Vík. Þar eru aðstæður frábærar eftir að gerður var völlur með gerviefnum í tengslum við Unglingalandsmótið sem haldið var hér 2005,” sagði Ragnheiður í samtali við Skinfaxa.

Framkvæmdastjóri í 50% starfi hjá sambandinu Hún sagði uppgang í starfinu innan USVS en framkvæmdastjóri tók til starfa þann 1. mars sl. Hann heitir Kjartan Kárason og er í 50% starfi hjá Ungmennasambandinu og á móti í 50% starfi sem íþrótta- og tómstundafulltrúi hjá Mýrdalshreppi. „Við erum búin að stefna að þessu um tíma, að ráða framkvæmdastjóra í starf til okkar og það er loksins orðið að veruleika. Um tíma var framkvæmdastjóri í 20% starfi

14

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

en við lögðum það niður fyrir tveimur árum. Fjárhagurinn var ekki góður á þeim tíma en við spýttum í lófana og söfnuðum í sjóð til að geta farið í starfið af krafti og ráðið framkvæmdastjóra. Þetta er orðið að veruleika og mun skila sér í enn beittara og betra starfi. Ég er bjartsýn og spennt á framhaldið en svo erum við ennfremur að leggja lokahönd á nýja heimasíðu,” sagði Ragnheiður.

Nýi völlurinn mikil lyftistöng fyrir íþróttastarfið Ragnheiður sagði líka að tilkoma íþróttavallarins hefði klárlega lyft íþróttastarfinu í Vík og nágrenni í hærri hæðir. „Völlurinn hefur gefið okkur tækifæri til að halda hér mót sem við vorum ekki áður í stakk búin til að halda og svo hafa komið hingað árlega íþróttahópar á vorin til æfinga og keppni. Í fyrrasumar héldum við meistaramót í frjálsum íþróttum og bikarkeppni fyrir tveimur árum. Völlurinn hefur því tvímælalaust verið mikil lyftistöng fyrir íþróttastarfið hér á svæðinu,” sagði Ragnheiður Högnadóttir, formaður USVS, í samtalinu við Skinfaxa. Myndirnar hér á síðunni voru teknar á innanhússmóti USVS sem haldið var á Kirkjubæjarklaustri 25.–26. febrúar sl.


Golf

Glíma Starfsíþróttir

Hestar

Fótbolti

15. Unglingalandsmót UMFÍ Selfossi 3.-5. ágúst Íþrótta- og fjölskylduhátíð haldin um verslunarmannahelgina

Karfa

Frjálsar

Skák

Sund

Dans Taekwondo

Fimleikar

Mótokross

Allir krakkar á aldrinum 11–18 ára geta tekið þátt í íþróttakeppni mótsins – 13 íþróttagreinar. Frábær kostur fyrir þá sem velja heilbrigt og vímuefnalaust umhverfi samhliða fjölbreyttri íþróttakeppni. Frábær aðstaða á Selfossi og stutt á milli keppnisstaða – Ókeypis tjaldstæði í göngufæri. Skráning og allar nánari upplýsingar á www.ulm.is

15

Mennta- og menningarUngmennafélag Héraðssambandið Íslands Sveitarfélagið málaráðuneytið SKINFAXI – tímarit Íslands Ungmennafélags Skarphéðinn Árborg


LEIGUKERRUR Í MIKLU ÚRVALI

N KORT 1 FÁ 10 HAFAR % AF KE AFSLÁTT ÞAR A RRULEIG U F 3% N1 PU Í FORMI NKTA

EIGUM TIL KERRUR Í MIKLU ÚRVALI FYRIR FARANGURINN, BÚSLÓÐINA, FJÓRHJÓLIÐ, MÓTÓRHJÓLIÐ EÐA HESTANA

WWW.N1.IS / Sími 440 1000

N1 verslanir: Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Akureyri, Akranesi, Ólafsvík, NÁNARI UPPLÝSINGAR Á WWW.N1.IS Egilsstöðum, Vestmannaeyjum, Keflavík, Selfossi, Reyðarfirði og Höfn.

16

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

SÍMI 440 1000

Meira í leiðinni


Karen Inga Ólafsdóttir, frjálsíþróttaþjálfari hjá Óðni:

Ég ætla að halda ótrauð áfram Töluverð vakning er í frjálsum íþróttum í Vestmannaeyjum en keppendur frá Ungmennafélaginu Óðni settu svip á meistaramótin sem haldin hafa verið núna í byrjun árs. Með tilkomu knattspyrnuhallarinnar í Eyjum opnuðust ákveðnir möguleikar til að æfa inni á veturna og það hafa Eyjamenn nýtt sér til fulls. Karen Inga Ólafsdóttir, frjálsíþróttaþjálfari í Eyjum, sagðist í spjalli við Skinfaxa hafa verið yfirþjálfari frá 18 ára aldri en hún er á 37. aldursári. Karen bjó í Danmörku og þjálfaði þar um þriggja og hálfs árs skeið, hjá klúbbi í Óðinsvéum. Svo þjálfaði hún líka um tíma í Svíþjóð og einnig hjá Breiðabliki, en fyrir þremur árum fluttist hún aftur til Eyja og tók þá aftur upp þráðinn við þjálfunina þar.

Stefnum á Unglingalandsmótið á Selfossi

Njótum þess að æfa og keppa á mótum

Hún sagði það hafa verið rætt að krakkar 13 ára og eldri færu í æfinga- og keppnisferð til Svíþjóðar í vor. Það myndu í kringum 20 krakkar fara í þessa ferð ef af yrði. „Við verðum að vera með markmið til að halda krökkunum við efnið. Við erum alltaf að spá og spekúlera og móta með því framtíðina með skýrum hætti. Að hafa á stefnuskránni að mæta á Unglingalandsmót er áskorun og spennandi verkefni,“ sagði Karen Inga. Karen Inga sagði það mikla upplifun fyrir krakkana að mæta á mótin sem haldin eru í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. „Í ár erum við að keppa við okkar eigin árangur en ekki endilega um sæti. Það eru margir krakkar að keppa í fyrsta sinn og því er spennan, tilhlökkunin og upplifunin mikil. Krökkunum finnst umgjörðin spennandi og þau læra mikið af því að taka þátt í mótum sem þessum. Þau öðlast ennfremur reynslu og svo reynum við alltaf að brjóta upp ferðirnar með því að gera eitthvað skemmtilegt saman.“

„Frjálsíþróttalíf í Eyjum er svo sannarlega að vakna til lífsins. Með bættri aðstöðu innanhúss erum við farin að standa okkur betur í tæknigreinum á mótum. Í fyrra náðum við tólf verðlaunasætum á Íslandsmótum en það hefur ekki gerst í háa herrans tíð. Við erum mjög bjartsýn og njótum þess að æfa og keppa á mótum,“ sagði Karen Inga. Um 50 krakkar æfa að staðaldri frjálsar íþróttir í Eyjum, langflestar greinar íþróttanna, og að sögn Karenar Ingu er núna verið að gera átak í því að áhugasömum verði gert kleift að æfa stangarstökk.

Þegar Inga var spurð hvort Eyjamenn ætluðu ekki að fara að skila sér í meira mæli á Unglingalandsmótin sagði hún alltaf erfitt að koma því við vegna þess að þau mót eru á sama tíma og þjóðhátíðin. „Það er stefnan hjá okkur að mæta til leiks á Unglingalandsmótið á Selfossi í sumar enda ekki langt fyrir okkur að fara. Okkur langar mikið til þess og foreldrar eru jákvæðir fyrir því. Ég ætla að leyfa mér að vera bjartsýn um að við mætum til leiks á Selfossi,“ sagði Karen Inga.

Verðum að vera með markmið til að stefna á

Krakkar úr Óðni sem tóku þátt í Meistaramóti Íslands 10–14 ára.

„Ég vinn markvisst að því sem ég tek mér fyrir hendur, krakkarnir sjá líka hvað er verið að gera fyrir þau og þetta skilar sér allt saman,“ sagði Karen Inga.

Breytingar í vændum – Sérðu fyrir þér að áfram gangi vel í Eyjum? „Það er ekki ástæða til annars og ég ætla að halda ótrauð áfram. Við höfum keppt undir merkjum Ungmennafélagsins Óðins undanfarin 20 ár en núna gæti orðið einhver breyting í þeim efnum, þegar Óðinn hefur sameinast ÍBV. Útfærslan í þessum efnum ætti að skýrast fljótlega,“ sagði Karen Inga Ólafsdóttir í spjallinu við Skinfaxa á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum.

Justin Bieber notar Proactiv® Solution

Burt með bólurnar!

- bætt útlit, betri líðan SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

17


– Félagar úr Skíðafélagi Strandamanna tóku þátt í Vasagöngunni:

Einstök umgjörð og ótrúleg upplifun SKÍÐI:

Fyrir okkur skíðagöngufólk er eins að fara í Vasagönguna og fyrir pílagríma að fara til Mekka. Þetta er ótrúleg upplifun, allt fólkið og öll umgjörðin í kringum Vasavikuna er einstök. Það er allt þaulskipulagt. Við í Skíðafélagi Strandamanna ákváðum á vormánuðum 2011 að fara í Vasagönguna og notuðum tíma til æfinga fram að göngunni. Snemma að morgni 24. febrúar vorum við sex mætt í flugstöðina í Keflavík. Það var spenna í liðinu enda sum okkar að fara í fyrsta sinn, en allt gekk vel og flugið var ágætt. Við keyrðum í 8 tíma eftir komuna til Svíþjóðar til staðarins þar sem við gistum, sem heitir Carlsborg og er í Rörbäcksnäs skammt frá norsku landamærunum. Afar notalegt, ódýrt og gott er að vera þar. Við hvíldum okkur vel og á laugardagsmorguninn keyrðum við til Mora og skoðuðum aðstæður, fengum Vallatips, leiðbeiningar fyrir sunnudaginn, en þá var svokallað UngdomsVasa sem börnin ætluðu að ganga.

Stundin rennur upp Sunnudagurinn rennur upp og það er vaknað kl. 4:30. Við borðum morgunmat og keyrum til Mora, númerin eru sótt og við skiptum liði þannig að Raggi verður eftir hjá krökkunum til að koma þeim af stað en við Sigga förum að markinu. Sigga tekur myndir og ég tek á móti krökkunum þegar þau koma í mark. Stefán fer fyrstur en hann gengur 5 km á

18

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

tímanum 00:20:51 klst. Síðan leggur Númi af stað og gengur 7 km á 00:20:19 klst, en síðust fer Branddís. Hún fer 7 km á 00:24:17 klst. Þau stóðu sig mjög vel enda vant skíðafólk.

Stefán Snær Ragnarsson, Númi Leó Rósmundsson og Branddís Ösp Ragnarsdóttir stóðu sig vel enda vant skíðafólk.

Hálf-Vasa – 45 km Þriðjudagurinn er göngudagurinn okkar Siggu en þá er Hálf-Vasa sem er 45 km. Skíðin eru höfð tilbúin kvöldið áður og allt er til reiðu. Við vöknum kl. 5:00 og gerum okkur klár. Startað er kl. 10:00 rétt hjá Oxberg. Það er sól og gott veður og gott færi, við göngum að okkur finnst góða göngu, ég á tímanum 02:58:53 klst og Sigga á 04:01:05 klst. Á miðvikudeginum bætist ein í hópinn og það er mamma hans Núma, það þarf bílstjóra fyrir sunnudaginn. Á föstudeginum er

Ragnar Bragason að koma í mark í Vasagöngunni.

Skautavasa sem er 30 km og Númi ætlar að taka þátt. Hann er ekki nema 01:38:54 klst að ganga þetta með 18 km meðalhraða.

Vasagangan – 90 km Það er hvíld á laugardeginum fyrir stóru gönguna á sunnudaginn. Þá er sjálf Vasagangan sem er 90 km, skíðin eru gerð klár og vel vandað til. Snemma er farið að sofa en maður er svo spenntur að það gengur illa. Samt er sofið smá. Við Raggi förum á fætur kl. 3:30, hliðin eru opnuð kl. 6:30 og til að komast framarlega í hópinn þarf maður að mæta snemma. Við náum báðir að setja skíðin í þriðju röð. Hann er í hópi númer 6 og ég í hópi númer 7 og svo er bara að bíða eftir að klukkan verði 8:00. Það er 10 gráðu frost og sól, það er kalt svo að við förum aftur í bílinn og síðan kemur hitt fólkið. Við fórum af stað kl. 8:00 og það gekk hægt til að byrja með eftir flatann og upp brekkuna en svo fór að ganga betur. Þetta var mjög góð ganga og Raggi var á tímanum 06:08:09 klst og ég á 06:54:57 klst. Við vorum báðir ánægðir með gönguna. Við vorum búin að panta gistingu í Rättvik og keyrðum þangað og sváfum vel eftir erfiða göngu. Í bítið um morguninn var svo keyrt til Stokkhólms og flogið heim. Þetta voru búnir að vera góðir 10 dagar og allir komu ánægðir heim. Þetta er í fimmta skiptið sem ég fer í Vasagönguna og besta gangan mín til þessa. Rósmundur Númason


NJÓTTU ÞESS TIL FULLS

F í t o n / S Í A

Þeir sem hafa dálæti á dökku súkkulaði eiga góðar stundir í vændum um páskana. Síríus Konsum páskaeggin eru úr dökku úrvals súkkulaði, bragðmikil og falla vel að smekk fullorðinna. Svo eru þau full af góðgæti sem gleðja þroskaðar sálir. Prófaðu páskaegg úr dökku Konsum súkkulaði og njóttu þess til fulls.

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

19


Miklar framfarir hjá ungu og upprennandi frjálsíþróttafólki

FRJÁLSAR: Meistaramót Íslands 15–22 ára fór fram helgina 4.–5. febrúar sl. í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. Keppt var í aldursflokkunum 15 ára, 16–17 ára, 18–19 ára og 20–22 ára. Á mótinu kepptu 242 keppendur frá 18 liðum hvaðanæva af landinu. Keppnin var mjög skemmtileg og árangur í mörgum greinum einstaklega góður. Keppt var einnig í stigakeppni á milli liða og varð lið ÍR í efsta sæti með 497,8 stig. Lið Breiðabliks lenti í öðru sæti með 209,5 stig og FH í þriðja sætinu með 187,3 stig. Lið frá HSK/Selfoss lenti í fjórða sæti. Frjálsíþróttafólk frá héraðssamböndum stóð sig með prýði á mótinu. HSK/Selfoss sendi öflugt lið til leiks og stóð það sig mjög vel. Níu Íslandsmeistaratitlar komu í hús hjá HSK/ Selfoss, þrjú silfur og átta brons. Í einstökum flokkum varð HSK/Selfoss í 2. sæti í tveimur þeirra, hjá 16–17 ára stúlkum og 20–22 ára piltum. Af einstökum keppendum stóð Sigþór Helgason, HSK/Selfoss, sig frábærlega en hann keppti í fjórum einstaklingsgreinum í 15 ára flokki pilta og sigraði í þeim öllum. Hann stökk pilta hæst í hástökki með því að vippa sér yfir 1,76 m og bæta sig um 1 cm innanhúss, varpaði kúlunni langlengst allra eða 13,56 m sem er bæting um 17 cm, bætti sig um 9 cm í langstökki með 5,77 m og stökk 11,69 m í þrístökki. Sigþór var síðan í bronssveit HSK/Selfoss í 16–17 ára flokki í 4x200 m boðhlaupi á 1:46,50 mín. Með honum í sveitinni voru Baldvin Ari Eiríksson og Arnar Einarsson og Víkingur Freyr Erlingsson. Eva Lind Elíasdóttir HSK/Selfoss, sem keppir í 16–17 ára flokki, var drjúg að vanda. Hún sigraði í kúluvarpi með 12,90 m kasti og 60 m grindahlaupi á 9,09 sek. Þá varð hún þriðja í 60 m hlaupi á fínum tíma, 8,34 sek. Í þessum sama flokki vann HSK/Selfoss bronsverðlaun í 400 m hlaupi á 63,11 sek. sem er gott fyrsta hlaup á keppnistímabilinu.

20

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

Thelma Björk Einarsdóttir, HSK/Selfoss, sigraði í kúluvarpinu er hún varpaði 11,47 m og Elínborg Anna Jóhannsdóttir, HSK/Selfoss, í þrístökki þegar hún jafnaði besta árangur sinn og stökk 10,20 m. Dagný Lísa Davíðsdóttir, HSK/Selfoss, keppti í nokkrum greinum í flokki 15 ára og meðal annars nældi hún sér í bronsverðlaun í hástökki er hún stökk 1,49 m. Í elsta flokknum hjá piltunum var HSK/Selfoss með öfluga íþróttamenn. Hreinn Heiðar Jóhannsson tók tvo titla, í langstökki þegar hann bætti sig um 18 cm og stökk 6,47 m og í 60 metra grindahlaupi er hann hljóp á 9,29 sek. Hreinn vann silfur í þrístökki með því að stökkva 12,35 m, en þar sigraði Bjarni Már Ólafsson, HSK/Selfoss, á 13,28 m stökki, og brons í kúluvarpi með 10,90 m kasti. Bjarni Már varð síðan að láta sér lynda 2. sætið í langstökki á eftir Hreini, er hann stökk 6,28 m. Keppendur frá UMSS náðu einnig góðum árangri á mótinu. Daníel Þórarinsson varð annar í hástökki í flokki 18–19 ára. Jóhann Björn Sigurbjörnsson sigraði í 60 m hlaupi, varð annar í 200 m hlaupi og þriðji í hástökki í flokki 16–17 ára. Ísak Óli Traustason keppti einnig í flokki 16–17 ára og sigraði í hástökki og varð þriðji í 60 m grindahlaupi. Þorgerður Bettína Friðriksdóttir varð önnur í flokki 16–17 ára í 200 m hlaupi. Halldór Örn Kristjánsson sigraði í hástökki í flokki 20–22 ára og í sama aldursflokki varð Guðjón Ingimundarson þriðji í 60 m hlaupi. María Rún Gunnlaugsdóttir úr Ármanni varð fjórfaldur Íslandsmeistari í aldursflokknum 18–19 ára, í kúluvarpi, langstökki, hástökki og 60 m hlaupi. Hún sigraði einnig í 200 m hlaupi og bætti árangur sjálfrar sín þegar hún hljóp á tímanum 25,65 sek. Hún átti áður tímann 26,21 sek. Sveinbjörg Zophaníasdóttir úr FH varð þrefaldur Íslandsmeistari í aldursflokknum 20–22 ára, í kúluvarpi, langstökki og hástökki. Sveinbjörg keppti áður undir merkjum USÚ en er nýgengin í raðir FH.

Esther Rós Arnarsdóttir úr Breiðabliki varð þrefaldur Íslandsmeistari í aldursflokknum 15 ára, í 60 m, 800 m og 200 m hlaupi. Gaman er að segja frá því að hin unga og efnilega Aníta Hinriksdóttir úr ÍR vann 800 m hlaupið í aldursflokki 16–17 ára á tímanum 2:08,65 mín. Hún var 25 sek. á undan næsta hlaupara. Þetta er annar besti tími kvenna í sögunni í 800 m hlaupi en hún setti sjálf Íslandsmetið á sömu vegalengd fyrir stuttu, þá hljóp hún á tímanum 2:05,96 mín. Hún bar einnig sigur úr býtum í 1500 m hlaupi. Tíu keppendur voru frá Ungmennafélagi Akureyrar. Kolbeinn Hörður Gunnarsson varð Íslandsmeistari í 60 m grindahlaupi 16– 17 ára á 8,37 sek. og einnig í 200 m hlaupi á 22,56 sek. Kolbeinn varð svo í 2. sæti í 60 m hlaupi á 7,17 sek. og einnig í 2. sæti í 400 m hlaupi á 49,13 sek. en þar keppti hann í flokki 20–22 ára. Kolbeinn setti Íslandsmet í sínum aldursflokki með þessum tíma, en eldra met átti Einar Daði Lárusson, 49,54 sek. Sunna Rós Guðbergsdóttir varð Íslandsmeistari í langstökki 15 ára en hún stökk 5,04 m. Hún varð í 2. sæti í þrístökki með 10,10 m. Heiðrún Dís Stefánsdóttir varð Íslandsmeistari í 800 m hlaupi 18–19 ára á tímanum 2:25,12 mín. Strákarnir í boðhlaupssveit 18–19 ára urðu Íslandsmeistarar í 4x200 m boðhlaupi á 1:40,41 mín. Í sveitinni voru Eiríkur Árni Árnason, Stefán Þór Jósefsson, Kolbeinn Höður Gunnarsson og Hermann K. Egilsson en þeir Kolbeinn og Hermann eru báðir 16 ára. Agnes Eva Þórarinsdóttir í flokki 18–19 ára varð í 2. sæti í langstökki með 5,50 m, 2. sæti í þrístökki með 10,72 m og 3. sæti í 60 m hlaupi á 8,30 sek. Hún varð síðan í 3. sæti í 60 m grindahlaupi á 9,79 sek. Stefán Þór Jósefsson varð í 2. sæti í stangarstökki 18–19 ára með stökki upp á 3,80 m og hann varð í 3. sæti í 60 m grindahlaupi á 9,59 sek. Ásgerður Jana Ágústsdóttir í flokki 16–17 ára varð í 3. sæti í hástökki með 1,60 m og í 3. sæti í langstökki með 5,02 m.


Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum 15–22 ára:

Eiríkur Árni Árnason varð í 2. sæti í 200 m hlaupi 18–19 ára á 24,41 sek. HSÞ átti átta keppendur á mótinu og stóðu þeir sig vel. Auður Gauksdóttir varð Íslandsmeistari í hástökki með stökki upp á 1,61 m og varð í þriðja sæti í kúluvarpi. Elvar Baldvinsson varð Íslandsmeistari í 60 m grindahlaupi en það hljóp hann á 9,01 sek. Hann varð svo annar í hástökki, annar í kúluvarpi og þriðji í langstökki.

Brynjar Örn Arnarson varð annar í 60 m, 200 m og 60 m grindahlaupi. Dagbjört Ingvarsdóttir varð önnur í langstökki og fimmta í 60 m grindahlaupi. Freyþór Hrafn Harðarson varð 3. í hástökki, 4. í langstökki og 5. í 60 m grindahlaupi. Snæþór Aðalsteinsson varð 3. af þremur keppendum í 3000 m hlaupi en þar keppti hann í flokki 20–22 ára. Hann keppti auk þess í 1500 m hlaupi þar sem hann varð í 4. sæti.

Hjörvar Gunnarsson bætti sig töluvert í 800 m hlaupi þar sem hann varð í 5. sæti. Kristín Kjartansdóttir varð í 6. sæti í langstökki. Helga Guðný Elíasdóttir og Ingvar Hjartarson úr Fjölni urðu Íslandsmeistarar í flokki 18–19 ára. Helga hljóp 1500 m á 5:07,77 mín., um 3 sek. frá besta tíma sínum, á meðan Ingvar hljóp vegalengdina á 4:32,09 mín., tæpum 2 sek. frá besta tíma sínum.

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum 11–14 ára:

Góð þátttaka í öllum greinum

Yfir 340 keppendur voru skráðir til leiks, frá 19 félögum og samböndum, á Meistaramót Íslands 11–14 ára sem fram fór í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal helgina 25.–26. febrúar sl. Fjölmennasta sveitin kom frá ÍR en hún var með yfir 60 keppendur skráða til leiks. HSK/Selfoss, Breiðablik og FH voru einnig með fjölmennar sveitir, alls um 30–40 keppendur hvert félag. Góð þátttaka var ennfrem-

ur víða af landinu, hvort sem um var að ræða að norðan, vestan, austan eða sunnan. Sem dæmi má nefna að á sjötta tug keppenda voru skráðir til leiks í langstökki 12 ára stúlkna og 46 í 60 m hlaupi í sama aldursflokki. 12 ára piltar fjölmenntu einnig og þar voru t.d. ríflega 40 þeirra skráðir til leiks í 60 m hlaupi. Gífurlega góð þátttaka var í ýmsum öðrum greinum, t.d. 800 m hlaupi og

hástökki í flestum aldursflokkum, sem ber vott um mikla grósku í greininni. Í stigakeppninni milli félagsliðanna bar FH sigur úr býtum með 432 stig, eftir harða keppni við ÍR sem endaði í öðru sæti með 422 stig og í þriðja sæti varð HSK/Selfoss með 336 stig.

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

21


LEIKLIST:

Gibb-systur. Frá vinstri: Eydís Helga Pétursdóttir, Auður Katrín Víðisdóttir, Rakel Aðalsteinsdóttir og Sóley Hulda Þórhallsdóttir.

Leikdeild Ungmennafélagsins Eflingar:

Allir eru tilbúnir að leggja hart að sér Leikdeild Ungmennafélagsins Eflingar sýndi í marsmánuði leikritið Í gegnum tíðina en frumsýning á verkinu var 9. mars sl. Höfundur og leikstjóri er Hörður Þór Benónýsson. Tónlistarstjóri er Pétur Ingólfsson. Þeir stýrðu einnig uppfærslu á Djöflaeyjunni sem sýnd var árið 2008. Stífar æfingar á leikverkinu stóðu yfir á Breiðumýri frá 20. janúar og að sögn Harðar Þórs var æft nánast upp á hvern dag fram að frumsýningu. Reykdælingurinn Hörður Þór segir mikla vinnu liggja að baki því að setja upp leiksýningu en þetta er annað leikritið sem hann leikstýrir. Í gegnum tíðina er fjölskyldusaga í léttum dúr sem gerist á árunum 1950–1980. Sagan er fléttuð í kringum vinsæl lög frá þessum tíma. Þrjátíu og tveir leikarar taka þátt í sýningunni og leika þeir 52 hlutverk, auk hljómsveitar. Flestir leikararnir eru nemendur við Framhaldsskólann á Laugum, auk eldri og reyndari leikara leikdeildar Eflingar.

Æfingar á hverjum degi „Hópurinn, sem kemur að sýningunni, kom reyndar saman fyrir áramót en æfingar hóf-

22

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

ust fyrir alvöru í kringum 20. janúar. Allir, sem koma að svona sýningu, leggja mikið á sig og við vorum oft að æfa á hverjum degi. Það er mjög skemmtileg og gefandi vinna að setja upp sýningu sem þessa og allir eru tilbúnir að leggja hart að sér. Við eigum á að skipa ungu og efnilegu fólki og reyndum leikurum og það skiptir miklu máli,“ sagði Hörður Þór í samtali við Skinfaxa, skömmu fyrir frumsýninguna.

Mynd til vinstri: Gunnar Sigfússon og Guðmunda Birta Jónsdóttir í hlutverkum sínum. Mynd til hægri: Hildur Ingólfsdótir og Daníel Smári Magnússon í hlutverkum sínum.

Leikrit á hverju ári Hörður sagði það hafa verið stefnuna mörg undanfarin ár að setja upp leikrit á hverju ári og það hefði gengið eftir. „Við ráðgerðum að sýna eingöngu á Breiðumýri og ætlunin var að sýningar yrðu um 10 talsins. Það hefur ávallt verið góð aðsókn að leikritum hjá okkur í gegnum tíðina,“ sagði Hörður Þór Benónýsson, leikstjóri og höfundur leikritsins.


Öryggisbelti Beltin bjarga. Þetta er gullvægt slagorð eins og dæmin sanna. Við spennum beltið án umhugsunar í upphafi ökuferðar enda er farþegum best borgið spenntir í sæti sínu við óhapp. Þá verða öryggisbelti að virka rétt. Til viðbótar við öryggisbelti skoðar Frumherji 166 önnur öryggisatriði í almennri skoðun.

ENNEMM / SÍA / NM42116

Frumherji – örugg bifrei›asko›un.

Frumherji hf - sími 570 9000 - fijónustuver og tímapantanir 570 9090 - www.frumherji.is

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

23


Íþróttafólk ársins Íþróttamaður Skagafjarðar Í upphafi nýs árs, við hátíðlega athöfn í Húsi frítímans á Sauðárkróki, var upplýst hver fengi að bera nafnbótina íþróttamaður Skagafjarðar 2011. Að þessu sinni var það hestamaðurinn úr Stíganda, Elvar Einarsson, sem hlaut þann heiður. Árangur Elvars á árinu 2011er einkar glæsilegur en hann hefur verið sigursæll á keppnisvöllum hestamanna, hérlendis sem erlendis.

Íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs

Íþróttamaður og íþróttakona Árborgar Á uppskeruhátíð Íþrótta- og tómstundanefndar Árborgar, sem fram fór í hátíðasal Fjölbrautaskóla Suðurlands 27. desember sl., voru þau Jón Daði Böðvarsson, knattspyrnumaður, Selfossi, og Guðmunda Brynja Óladóttir, knattspyrnukona, Selfossi, útnefnd íþróttamaður og íþróttakona Árborgar 2011. Þau stóðu sig bæði frábærlega á árinu. Jón Daði lék með U21 árs landsliðinu og átti auk þess frábært sumar með liði Selfoss sem tryggði sér sæti í Pepsi-deildinni. Guðmunda Brynja var lykilleikmaður í liði Selfoss sem tryggði sér sæti í Pepsi-deildinni í fyrsta skipti í sögu félagsins. Þá lék hún fjölda landsleikja með U17 og U19 ára landsliðum Íslands auk þess að vera valin í æfingahóp A-landsliðsins. Alls var 21 íþróttamaður tilnefndur, tíu konur og ellefu karlar.

Íþróttamaður USVH Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir, körfubolta- og kraftlyftingakona frá Reykjum í Hrútafirði, var valin íþróttamaður Ungmennasambands Vestur-Húnvetninga árið 2011 en kjörinu var lýst í Íþróttamiðstöðinni á Hvammstanga 28. desember sl. Guðrún Gróa hlaut 43 stig en í öðru sæti varð Helga Una Björnsdóttir hestaíþróttakona með 36 stig og í þriðja sæti Helga Margrét Þorsteinsdóttir frjálsíþróttakona með 29 stig. Aðrir, sem hlutu tilnefningar í kjöri íþróttamanns USVH, voru Reynir Aðalsteinsson og Tryggvi Björnsson hestaíþróttamenn og Hrund Jóhannsdóttir körfuknattleikskona. Guðrún Gróa hlaut farandbikar auk eignarbikars og einnig 50 þúsund króna gjafakort frá Landsbankanum á Hvammstanga. Guðrún Gróa hefur áður verið kjörin íþróttamaður USVH, en Helga Margrét, systir hennar, var kjörin íþróttamaður USVH síðustu fjögur ár. Guðrún Gróa kláraði keppnistímabilið í körfubolta með KR með því að vera valin besti varnarmaðurinn í Iceland Express-deild kvenna í körfubolta. Síðan sneri hún sér alfarið að kraftlyftingum og fór að keppa fyrir kraftlyftingadeild Ármanns. Hún hafði um tíma æft báðar þessar íþróttagreinar. Í mars keppti Guðrún á Íslandsmeistaramóti í kraftlyftingum sem haldið var í Njarðvík og setti þar nokkur Íslandsmet.

Guðmunda Brynja Óladóttir, íþróttakona Árborgar, og Jón Daði Böðvarsson, íþróttamaður Árborgar.

24

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

Kári Steinn Karlsson, frjálsíþróttamaður úr Breiðabliki, og Kristjana Sæunn Ólafsdóttir, fimleikakona úr Gerplu, voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2011. Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum við hátíðlega athöfn 4. janúar sl. Fengu þau að launum farandbikar og eignarbikar jafnframt því sem Guðríður Arnardóttir, formaður bæjarráðs Kópavogs, afhenti þeim hvoru um sig 150 þúsund króna ávísun í viðurkenningarskyni frá bæjarstjórn Kópavogs. Kári Steinn og Kristjana Sæunn voru valin úr hópi 38 íþróttamanna sem fengu viðurkenningu íþróttaráðs Kópavogs eftir tilnefningar frá íþróttafélögunum í bænum. Kári Steinn er orðinn einn fremsti íþróttamaður landsins og hefur öðlast keppnisrétt í maraþonhlaupi á Ólympíuleikunum í London í sumar. Kristjana Sæunn var í liði Gerplu sem vann Norðurlandameistaratitilinn í hópfimleikum.

Íþróttamaður ársins í Reykjanesbæ Óskar Pétursson og Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir, íþróttamaður og íþróttakona Grindavíkur.

Pálína María Gunnlaugsdóttir var valin íþróttamaður ársins í Reykjanesbæ. Athöfnin fór fram í Íþróttamiðstöð Njarðvíkur á gamlársdag. Pálína gekk til liðs við Keflavík árið 2007 og hefur verið einn af máttarstólpum liðsins síðan. Hún varð Íslandsmeistari með Keflavík tímabilið 2007–2008, bikarmeistari tímabilið 2010–2011 og Íslandsmeistari tímabilið 2010– 2011. Pálína var á lokahófi Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur fyrir tímabilið 2010–2011 valin besti varnarmaðurinn, besti leikmaðurinn og í Úrvalslið Keflavíkur 2010–2011. Pálína var valin besti leikmaðurinn í úrslitakeppni kvenna, ásamt því að vera valin í úrvalslið KKÍ. Pálína hefur sýnt það hjá Keflavík að hún er í fremstu röð körfuknattleikskvenna á Íslandi og er mikil fyrirmynd, bæði innan sem og utan vallar.

Íþróttamaður Fjallabyggðar Bjarki Pétursson, íþróttamaður Borgarfjarðar.

Íþróttamaður Hattar Knattspyrnumaðurinn Óttar Steinn Magnússon var útnefndur íþróttamaður Hattar á Egilsstöðum árið 2011 en verðlaunin voru afhent á þrettándagleði Fljótsdalshéraðs og Hattar. Óttar, sem er 22 ára gamall miðvörður, var fyrirliði Hattar á síðasta tímabili þegar liðið vann sig upp í 1. deild í fyrsta skipti. Óttar var um leið valinn knattspyrnumaður ársins hjá

Hetti en íþróttamenn annarra greina í félaginu voru valin blakkonan Særún Kristín Sævarsdóttir, fimleikakonan Alexandra Sigurdórsdóttir, frjálsíþróttamaðurinn Örvar Þór Guðnason, körfuboltamaðurinn Eysteinn Bjarni Ævarsson og sundkonan Jóhanna Malen Skúladóttir.

Magnús Örn Valsson, íþróttamaður USAH.

Skíðamaðurinn Sævar Birgisson var kjörinn íþróttamaður Fjallabyggðar 2011. Kjörið var kunngert við hátíðlega athöfn á Allanum á Siglufirði 28. desember sl. Þar afhenti formaður UÍF Sævari 50 þúsund króna styrk frá stjórn UÍF. Árangur Sævars á árinu var glæsilegur: Íslandsmeistaratitill í karlaflokki bæði í sprettgöngu og 10 km göngu með hefðbundinni aðferð. Sævar var einnig í öðru sæti í 15 km göngu karla með frjálsri aðferð auk þess sem hann gekk þriðja sprett í boðgöngusveit SÓ sem varð í öðru sæti á sama móti. Sævar var valinn í A-landslið SKÍ og æfir íþrótt sína af miklu kappi. Hann er mikil fyrirmynd fyrir iðkendur félagsins. Langtímamarkmið hans er að ná lágmörkum fyrir Ólympíuleikana 2014 sem fram fara í Rússlandi.


Íþróttamaður UFA Uppskeruhátíð UFA fyrir árið 2011 var haldin 17. janúar sl. Íþróttamaður ársins var heiðraður og veittar viðurkenningar fyrir afrek, framfarir og ástundun. Margir iðkendur UFA náðu góðum árangri á liðnu ári og til að mynda urðu 24 iðkendur Íslandsmeistarar í einni eða fleiri greinum. Íþróttamaður UFA 2011 var valinn Bjartmar Örnuson, 800 metra hlaupari. Bjartmar varð Íslandsmeistari í 800 metra hlaupi karla innanhúss 2011 og náði verulegri bætingu í þeirri grein á árinu en 800 m hlaupið er aðalgrein hans. Bjartmar bætti einnig árangur sinn utanhúss í 800 metra hlaupi þegar hann náði þeim glæsilega árangri að koma fjórði í mark á Evrópubikarkeppni Alandsliða, en það mót fór fram í Reykjavík síðastliðið sumar. Bjartmar hefur sýnt nokkuð stöðugar framfarir síðustu ár og er enn í framför sem afreksíþróttamaður.

Íþróttafólk ársins Mart Intercollegiate Invitational, Harold Funston Invitational og HBU Husky Invitational. Hann er í 697. sæti á heimslista áhugamanna, næstefstur Íslendinga.

Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir, íþróttamaður USVH.

Íþróttamaður Borgarfjarðar Á íþróttahátíð Ungmennasambands Borgarfjarðar (UMSB), sem fram fór 18. febrúar sl., var afreksfólk síðasta árs heiðrað auk þess sem tilkynnt var um val á íþróttamanni Borgarfjarðar. Stjórn UMSB valdi að þessu sinni Bjarka Pétursson, kylfing úr Golfklúbbi Borgarness (GB), sem íþróttamann Borgarfjarðar. Þetta er í annað sinn sem Bjarki hreppir hnossið en hann hlaut nafnbótina einnig árið á undan. Bjarki er með efnilegustu kylfingum landsins, fæddur árið 1994. Hann varð Íslandsmeistari unglinga 17–18 ára í höggleik og holukeppni á liðnu ári auk þess sem hann varð klúbbmeistari GB.

Fjóla Signý Hannesdóttir, íþróttamaður HSK.

Íþróttamaður og íþróttakona Grindavíkur Óskar Pétursson og Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir voru valin íþróttamaður og íþróttakona Grindavíkur árið 2011 við hátíðlega athöfn í Hópsskóla á gamlársdag. Óskar var fyrirliði og lykilmaður í knattspyrnuliði Grindavíkur í sumar og Ingibjörg Yrsa var lykilmaður bæði í körfubolta- og knattspyrnuliðum Grindavíkur í ár. Ingibjörg fékk 81 stig af 100 mögulegum og Óskar 79. Þetta er þriðja árið í röð sem kjörið er kynjaskipt. Sem fyrr var starf UMFG kraftmikið í ár og komu alls fjórir Íslandsmeistaratitlar í hús og einn Norðurlandameistaratitill. UMFG og afrekssjóður Grindavíkur stóðu fyrir kjörinu.

Íþróttamaður Snæfells Jón Ólafur Jónsson, eða Nonni Mæju eins og flestir þekkja hann, fékk afhent verðlaun sín sem íþróttamaður Snæfells 2011 þann 6. mars sl. Jón Ólafur hefur verið einn af burðarásum Snæfellsliðsins og er vel að þessum heiðri kominn.

Íþróttakona og íþróttamaður Mosfellsbæjar Telma Rut Frímannsdóttir, karatekona úr Aftureldingu, og Kristján Þór Einarsson, kylfingur úr golfklúbbnum Kili, voru kjörin íþróttakona og íþróttamaður Mosfellsbæjar 2011. Viður-

Íþróttamaður HSK

kenningarnar voru afhentar í hófi þann 19. janúar sl. og fengu þau 50 þúsund króna peningaverðlaun hvort, samhliða heiðurstitlinum. Telma Rut var valin Íþróttakona Aftureldingar í þriðja sinn nú í haust. Nóg hefur verið að gera hjá Telmu í ár, hún var m.a. í 1. sæti í opnum flokki í kumite og 3. sæti í kata á Bikarmóti I, 1. sæti í opnum flokki í kumite og 3. sæti í kata á Bikarmóti II og í 1. sæti í opnum flokki í kumite á Bikarmóti III. Þá sigraði hún bæði í -61 kg og í opnum flokki á Íslandsmeistaramóti fullorðinna í kumite og varði þannig þá titla frá árinu 2010. Árið hefur verið viðburðaríkt hjá Kristjáni. Hann varð í öðru sæti á Íslandsmótinu í höggleik og í þriðja sæti ásamt liði sínu í sveitakeppni GSÍ. Hann lék á Opna Luxemborgarmótinu í sumar, sem er sterkt áhugamannamót, og hafnaði þar í 6. sæti. Kristján hefur sigrað á þremur háskólamótum á árinu, Grub

Frjálsíþróttakonan Fjóla Signý Hannesdóttir, Umf. Selfoss, var valin íþróttamaður HSK árið 2011 úr hópi rúmlega tuttugu tilnefndra íþróttamanna. Meðal helstu afreka hennar má nefna að á meistaramótum og bikarkeppnum ársins varð hún þrefaldur Íslandsmeistari og fjórfaldur bikarmeistari í fullorðinsflokki í sínum sterkustu greinum, þ.e. 100 m grindahlaupi, 400 m grindahlaupi og hástökki og var í verðlaunasæti í öllum öðrum greinum sem hún keppti í á þeim mótum. Hún vann svo til átta gullverðlauna á Unglingameistaramóti Íslands, auk nokkurra silfur- og bronsverðlauna. Þá varð hún Íslandsmeistari í fimmtarþraut innanhúss og sjöþraut utanhúss með nokkur hundruð stiga bætingu í bæði skiptin. Alls vann hún 31 verðlaun á átta stærstu mótum ársins og setti átján HSKmet á árinu. Fjóla náði þeim frábæra árangri að vera valin í A-landslið Íslands, í 100 m og 400 m grindahlaupi og í 4x400 m boðhlaupi. Fjóla keppti í Evrópukeppni landsliða í Reykjavík í lok júní og stóð sig frábærlega, varð þriðja í 400 m hlaupi og hljóp lokasprettinn í 4x400 m boðhlaupi þar sem sveit Íslands landaði silfurverðlaunum.

Jófríður Ísdís hreppti brons í Svíþjóð Íslenskir frjálsíþróttamenn tóku þátt í sterku innanhússkastmóti í bænum Växjö í Svíþjóð helgina 10.–11. mars sl. Jófríður Ísdís Skaftadóttir úr Ungmennafélaginu Skipaskaga hreppti bronsverðlaun í kringlukasti í flokki 15 ára stúlkna er hún kastaði kringlunni 41,49 m. Jófríður Ísdís var að keppa í fyrsta sinn á erlendri grund en þrátt fyrir ungan aldur er ljóst að þarna er á ferð mikið efni sem spennandi verður að fylgjast með í framtíðinni. Besti árangur Jófríðar utanhúss í greininni er 47,53 m. Sjöþrautarkonan Helga Margrét Þorsteinsdóttir keppti á sama móti og bætti sig í kúluvarpi. Helga varpaði kúlunni 15,33 m en besti árangur hennar var áður 15,01 m, í fyrra. Íslandsmet Guðrúnar Ingólfsdóttur innanhúss er 15,64 m. Hilmar Örn Jónsson og Óðinn Björn Þorsteinsson voru einng á meðal keppenda.

Jófríður Ísdís Skaftadóttir til hægri ásamt Ragnheiði Önnu Þórsdóttur á MÍ fullorðinna á sl. sumri.

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

25


Í Proactiv® Solution, þriggja þrepa bólu- og húðhreinsikerfinu, eru efni sem hreinsa húð þína og eyða bólum. Með daglegri notkum koma efnin í veg fyrir að nýjar bólur nái að myndast og halda húð þinni hreinni og frískri. Vegna þess hve örugg við erum um að Proactiv® Solution sé rétta bólu- og húð-hreinsikerfið fyrir þig bjóðum við þér að prófa það án áhættu og með skilarétti í allt að 60 daga. Þannig sannfærist þú um virkni Proactiv® Solution.

Eftirtalin sjálfstæð Apótek selja einnig Proactiv Solution:

26

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

Við bjóðum þér að prófa Proactiv® Solution og erum fullviss um að þú náir sama árangri og milljónir ánægðir notendur um allan heim. Ef þú nærð ekki árangri, þá færðu endurgreitt. Við lofum því! Kynntu þér Proactiv® Solution nánar á heilsubudin.is án allrar áhættu!


Körfuknattleiksfélag Ísafjarðar komið upp í efstu deild:

Samansafn af fólki sem er mjög einbeitt í því að gera hlutina vel Karlalið Körfuknattleiksfélags Ísafjarðar hefur átt frábæru gengi að fagna í 1. deildinni í vetur. Uppskeran er eftir því, sætið á meðal þeirra bestu er tryggt og liðið leikur í efstu deild á næsta tímabili. Ísfirðingar hafa sýnt nokkra yfirburði í vetur og aðeins tapað einum leik. Kvennalið félagsins hefur einnig leikið mjög vel í vetur og á alla möguleika til að leika í efstu deild á næsta tímabili. Uppgangurinn er í körfuboltanum vestra er því ótvíræður og einkar athyglisverður.

Markmiðin voru klár Sævar Óskarsson, formaður Körfuknattleiksfélags Ísafjarðar, segir það hafa verið markmið strax að fara upp um deild. „Við lögðum mikla áherslu á að ráða Pétur Sigurðsson sem þjálfara. Við vissum að þar væri góður drengur og öflugur þjálfari í yngri kantinum. Þegar við lönduðum stráknum voru markmiðin alveg klár.“ Sævar segir að þau hefðu náðst fyllilega og í rauninni umtalsvert miklu betur en þeir hefðu þorað að vona. „Liðið er búið að leggja á sig gríðarlega

mikla vinnu til að ná þessum árangri. Við getum ekki annað en dáðst að strákunum og hrifist með, við sem erum í stjórn og stuðningsmenn,“ sagði Sævar. Sævar sagði að það yrði gaman ef stelpurnar færu upp í efstu deild, þær væru nokkurs konar rúsína í pylsuendanum. „Það er ofsalega gaman að sjá hvað þær eru orðnar öflugar og gjarnan vildum við sjá þær fara upp í úrvalsdeild. Maður fagnar samt aldrei fyrr en að leikslokum, maður er búinn að læra það í gegnum tíðina.“ – Ætlið þið að byggja á þeim mannskap sem fyrir er eða á að styrkja liðið enn frekar fyrir átökin á næsta tímabili? „Stjórnin hefur ekki rætt það sérstaklega ennþá. Við ætlum að láta þetta tímabil klárast en það liggur hins vegar alveg fyrir að við viljum halda í þann mannskap sem er. Sá sem þjálfar liðið hefur töluvert um það segja hvernig hann vill breyta og ef það er innan skynsamlegra og eðlilegra marka sem lítið félag ræður við verður það að sjálfsögðu skoðað,“ sagði Sævar.

Fáum öll bestu liðin vestur á Ísafjörð Sævar sagði það óneitanlega gaman fyrir bæjarfélag eins og Ísafjörð að eiga orðið lið í úrvalsdeild í körfubolta. „Við getum boðið bæjarbúum upp á góða skemmtun eins og körfuboltinn er og sú skemmtun felst í því að fá öll bestu lið landsins vestur á Ísafjörð í Jakann. Það er mest gaman að fá að kljást við bestu liðin. Ég er gríðarlega bjartsýnn á framhaldið hjá okkur. Við eigum gott bakland, flott lið, gott þjálfarateymi og höfum því allar forsendur til að leika á meðal þeirra bestu. Við erum með stjórn sem er gríðarlega ákveðin í því að missa ekki hlutina úr böndunum, hvort sem er skipulagslega eða fjárhagslega. Við erum með samansafn af fólki sem er mjög einbeitt í því að gera hlutina vel,“ sagði Sævar Óskarsson, formaður Körfuknattleiksfélags Ísafjarðar, í samtali við Skinfaxa.

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

27


KARFA:

Kvennalið Njarðvíkur bikarmeistari í fyrsta sinn Kvennalið Ungmennafélags Njarðvíkur varð í fyrsta skipti í sögu félagsins bikarmeistari í körfuknattleik þegar liðið lagði Snæfell að velli, 84:77, í úrslitaleik sem fram fór í Laugardalshöllinni 18. febrúar sl. Hvorugt þessara liða hafði orðið bikarmeistari áður og því var ljóst að nýtt nafn yrði letrað á bikarinn eftirsótta. Viðureign liðanna var bráðfjörug og jöfn en Suðurnesjaliðið reyndist sterkara og fagnaði glæstum sigri innilega í leikslok.

Keflvíkingar bikarmeistarar í sjötta sinn Karlalið Keflavíkur íþróttaog ungmennafélags varð bikarmeistari í körfuknattleik í sjötta sinn þegar liðið sigraði Tindastól í hörkuskemmtilegum úrslitaleik, 97:95, í úrslitaleik í Laugardalshöllinni 18. febrúar sl. Keflvíkingar höfðu frumkvæðið allan leikinn en Tindastólsmenn voru samt aldrei langt undan, gáfust aldrei upp, og undir lokin hljóp spenna í leikinn þegar norðanmenn minnkuðu forskot Keflvíkinga jafnt og þétt. Tindastólsmenn voru þarna að leika fyrsta úrslitaleik sinn og var því leikurinn mikil reynsla fyrir þá sem þeir eiga eftir að búa að. Keflvíkingar hafa á að skipa geysilega öflugu liði og voru vel að þessum sigri komnir. Þetta var í sjötta sinn sem þeir hampa bikarnum en síðast urðu þeir bikar-

meistarar 2004. Þrátt fyrir ósigurinn geta Tindastólsmenn borið höfuðið hátt, þeir

gáfust aldrei upp og voru ansi nálægt því að hafa sigur í lokin.

Á fimmta hundrað sjálfboðaliðar komu að Unglingalandsmótinu á Egilsstöðum Á fimmta hundrað sjálfboðaliða lagði á sig samtals yfir sjö þúsund stunda vinnu til að Unglingalandsmót UMFÍ yrði að veruleika. Nítján félög lögðu til sjálfboðaliða. Frá þessu var greint á uppgjörsfundi unglingalandsmótsnefndar á Egilsstöðum þann 16. febrúar sl. Sjálfboðaliðarnir voru alls 431 og vinnustundir þeirra 7176. Flestir sjálfboðaliðanna, 56%, skráðu sig til vinnu fyrir Hött á Egilsstöðum. Flestir sjálfboðaliðar voru að störfum við frjálsar íþróttir eða 100 og næstflestir við knattspyrnu, 57. Flestar vinnustundir voru einnig skráðar á frjálsíþróttirnar,

28

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

2026 eða 28%, en næstflestar á undirbúningsnefndina, 23%. Nefndin var að störfum í um tvö ár. Yfir 60% vinnustundanna voru skráðar á sjálfboðaliða Hattar en næstflestar á Akstursíþróttafélagið START (6,4%) og á Þrist (4,8%). Engin launuð störf eru inni í þessum tölum. Uppgjör mótsins verður kynnt nánar fyrir aðildarfélögum UÍA á þingi í vor. Tölurnar sýna, svo að ekki verður um villst, þau miklu verðmæti sem ungmenna- og íþróttahreyfingin skapar með sjálfboðaliðavinnu.


BLAK:

Afturelding bikarmeistari í blaki í fyrsta sinn: Söguleg stund var í Laugardalshöll þegar kvennalið Aftureldingar vann sinn fyrsta titil í blaki kvenna. Liðið bar sigur úr býtum, 3:0, í viðureign við Þrótt frá Neskaupstað í úrslitaleik sem fram fór 18. mars sl. Liðið úr Mosfellsbæ vann fyrstu hrinuna 25:18, aðra hrinuna 25:17 og þá þriðju 25:19. Þróttur átti titil að verja en Afturelding hafði verðskuldaðan sigur. Mikil stemmning var á leiknum og fékk Afturelding frábæran stuðning á áhorfendapöllunum þar sem rauður Aftureldingarliturinn var ríkjandi.

Átti ekki von á þessu í upphafi tímabilsins Velina Apostolova er ein af lykilmönnum Aftureldingar og þegar hún var spurð hvort bikarsigurinn hefði komið henni á óvart svaraði hún að þegar tímabilið hófst hefði hún ekki búist við þeim árangri sem orðinn er nú þegar. „Satt best að segja átti ég ekki von á þessu í upphafi tímabilsins. Móðir mín, sem er mikilvægur leikmaður, var þá meidd, nýbúin að fara í aðgerð, og vissi því ekki hvernig hún yrði. Það gekk hins vegar allt vel og mamma hefur leikið með okkur í vetur. Eftir því sem leið á veturinn fékk maður á tilfinninguna að þetta gæti gerst. Liðið fór smám saman að smella saman, okkur fór að ganga betur á æfingum og við fórum að vinna alla heimaleikina. Við æfum öll virk kvöld vikunnar nema þegar leikir eru og svo förum við saman í ræktina líka. Þetta er heilmikil vinna, tímafrekt en ofsalega gaman þegar vel gengur og maður sér laun erfiðisins,“ sagði Velina Apostolova.

– Sýnist þér þetta lið eiga framtíðina fyrir sér? „Já, algjörlega. Það eru rosalega efnilegar stelpur að koma upp úr þriðja flokki. Tvær ungar stelpur eru nú þegar farnar að æfa og spila með okkur og þær verða komnar inn af fullum krafti á næsta tímabili.“ Velina var spurð hvort henni fyndist blakið vera á uppleið og sagði hún svo vera og eins væri uppfjöllunin meiri en áður. „Það er mikil aukning í öldungablakinu og um leið skrá foreldarnir börnin sín í krakkablak og þannig gengur þetta koll af kolli. Mér finnst þetta allt vera að koma en við megum ekki gleyma því að blakið er ein vinsælasta íþróttagreinin í Evrópu.“ Velina Apostolova lék fyrst með Þrótti í Neskaupstað en þar bjó hún með foreldrum sínum sem eru mikið blakfólk. Hún flutti suður 16 ára til að sækja nám í menntaskóla og lék með HK, en hóf að leika með Aftureldingu sl. haust. Faðir hennar er þjálfari liðsins en hún fluttist hingað til lands 6

Veiðikortið 37 vötn Eitt kort 6.000 kr.

ára með foreldrum sínum frá Búlgaríu. „Við erum ekki hætt því að við ætlum að taka Íslandsmeistaratitilinn líka. Við eigum góða möguleika og ætlum að standa okkur eins og kostur er,“ sagði Velina Apostolova í spjallinu við Skinfaxa.

Velkomin í Mosfellsbæ

www.veidikortid.is

00000

Frábær jólagjöf! FLEIRI VÖTN ÓBREYTT VERÐ

8.–10. júní 2012

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

29


VIÐ PRENTUM

7¨`jg I bVg^i ;ng^g h`g^[hid[jcV 7¨`a^c\V @ncc^c\VgZ[c^ 9V\Wa Â

M

HV

ERFISME R

KI

U

;_ ae hijg HiV[g¨c egZcijc 6aah`dcVg

141

825

Prentgripur

Suðurhraun 1

30

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

Garðabæ

Sími: 59 50 300

www.isafold.is


Verkefni sumarsins Með hækkandi sól fara margir að hugsa sér til hreyfings. Ungmennafélag Íslands stendur fyrir nokkrum áhugaverðum verkefnum á sumri komanda eins og undanfarin ár. Mjög góð þátttaka var í verkefnum sem UMFÍ bauð upp á sl. sumar og má í því sambandi nefna að yfir 15.000 manns tóku þátt í verkefninu Fjölskyldan á fjallið.

Hvetjum fólk til þátttöku „Þátttaka almennings í verkefnum, sem við höfum boðið upp á, hefur verið góð og ég er bjartsýnn á að svo verði einnig í sumar. Vefurinn ganga.is hefur að geyma miklar upplýsingar og þangað getur almenningur sótt ýmsan fróðleik. Göngubókin verður almenningi aðgengileg eins og undanfarin ár en henni verður dreift að þessu sinni á sölustöðvum Olís vítt og breitt um landið. Hún hefur mikið upplýsingagildi og stefnt er að því að hún fari í dreifingu í maí. Eins og jafnan hvetjum við fólk til þátttöku,“ sagði Sigurður Guðmundsson, landsfulltrúi UMFÍ, í spjalli við Skinfaxa.

Hér hefur verið tekið saman hvaða verkefni standa almenningi til boða í sumar.

Ganga.is Flott heimasíða sem er alltaf verið að uppfæra og gera aðgengilegri fyrir þá sem vilja hreyfa sig og ganga á fjöll. Á ganga.is gefur að líta ýmsan fróðleik um hvað beri að hafa í huga þegar farið er af stað í gönguferð eða fjallgöngu. Þar má finna fjölda stuttra og langra gönguleiða um allt land sem og upplýsingar um þau fjöll sem sambandsaðilar mæla sérstaklega með að þátttakendur í verkefninu Fjölskyldan á fjallið gangi á. Lagt er upp með að fjölskyldan hreyfi sig saman í fallegri náttúru. Á ganga.is má einnig finna upplýsingar m.a. um helstu sundlaugar og golfvelli landsins og fá góða yfirsýn yfir þá þjónustu sem finna má á hverjum stað. Á ganga.is verður einnig áfram haldið utan um skráningarkerfið sem tengist verkefninu Hættu að hanga! Komdu að hjóla synda eða ganga! sem verður haldið úti þriðja sumarið í röð.

Göngubók Göngubókin Göngum um Ísland kemur út í vor eins og undanfarin ár. Bókin hefur að geyma 278 stuttar gönguleiðir og 24 fjöll sem í boði eru í verkefninu Fjölskyldan á fjallið. Í bókinni er að finna ýmsar upplýsingar sem gott er að hafa í huga áður en lagt er af stað í gönguferð, hvort sem um er að ræða stutta eða langa. Bókinni verður komið til dreifingar á allar Olísstöðvar á landinu, allar sundlaugar og á helstu ferðamannastaði.

Landsmót UMFÍ 50+ verður haldið í Mosfellsbæ 8.–10 júní og Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Selfossi um verslunarmannahelgina.

Fjölskyldan á fjallið Verkefnið Fjölskyldan á fjallið verður í sumar á sínum stað eins og mörg undanfarin ár. Góð þátttaka hefur verið í verkefninu og hefur hún vaxið jafnt og þétt. Hátt í 20 þúsund göngugarpar rituðu nöfn sín í gestabækur sl. sumar sem voru á 24 fjöllum. Flest þessara fjalla eiga það sameiginlegt að tiltölulega létt er að ganga á þau. Markmiðið er að fá fjölskyldur í létta fjallgönguferð og stuðla þannig að aukinni samveru, útivist og um leið líkamsrækt innan fjölskyldunnar. Göngugarpar hafa verið hvattir til að skrifa nöfn sín í gestabækurnar á fjöllum. Á hverju hausti er síðan dregið úr hópi þátttakenda og hljóta hinir heppnu sérstök verðlaun. Hægt er að kynna sér þau fjöll sem eru í verkefninu á ganga.is eða í göngubókinni Göngum um Ísland.

Hættu að hanga! Komdu að hjóla, synda eða ganga! Hættu að hanga! Komdu að hjóla, synda eða ganga! er verkefni sem verður fram haldið þriðja sumarið í röð. Megintilgangur verkefnisins er að hvetja einstaklinga, fyrirtæki, fjölskyldur og hópa til að hreyfa sig og stunda heilbrigða lifnaðarhætti. Þátttakendur skrá þá hreyfingu sem þeir stunda á vefinn ganga.is, fyrir að hjóla 5 km, synda 500 m, ganga eða skokka 3 km og fyrir að ganga á fjöll. Fyrir að hreyfa sig í 30 skipti fá þátttakendur bronsmerki, silfurmerki fyrir 60 skipti og gullmerki fyrir 80 skipti. Einnig eiga þátttakendur kost á öðrum veglegum verðlaunum fyrir þátttöku sína. Öllum er heimil þátttaka, óháð aldri, en hægt er að velja milli þátttöku í einstaklings-

keppni, hópakeppni eða fyrirtækjakeppni. UMFÍ hvetur alla til að taka þátt í verkefninu Hættu að hanga! Komdu að hjóla, synda eða ganga! í sumar.

Frjálsíþróttaskóli UMFÍ Frjálsíþróttaskóli UMFÍ hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár. Skólinn verður haldinn í sumar á nokkrum stöðum á landinu en þeir staðir hafa verið auglýstir á heimasíðu UMFÍ. Frjálsíþróttaskólinn er ætlaður ungmennum á aldrinum 11–18 ára. Ungmennin koma saman á hádegi á mánudegi en skólanum lýkur á hádegi á föstudegi í sömu viku. Aðaláhersla er lögð á kennslu í frjálsum íþróttum. Auk frjálsra íþrótta er farið í sund, leiki, óvissuferðir og haldnar kvöldvökur. Ungmennafélag Íslands hefur yfirumsjón með framkvæmd skólans og annast sameiginlega kynningu á starfseminni. Sambandsaðilar á því svæði sem skólinn er haldinn á hverju sinni sjá um að finna kennara og aðstoðarmenn til starfa við skólann. Lagt er upp með að vera með fagmenntaða kennara í kennslu á hverjum stað til að tryggja sem besta kennslu fyrir ungmennin. Þátttaka ungmenna hefur aukist umtalsvert milli ára. Góð þátttaka undirstrikar að skólinn er ákjósanlegur vettvangur til að kynna og breiða út frjálsar íþróttir á Íslandi. Þannig gegnir skólinn mikilvægu hlutverki í að opna augu ungmenna fyrir ágæti íþróttaiðkunar. Fjölmargar rannsóknir styðja þá staðhæfingu að ungmenni, sem stunda íþróttir, leiðist síður út í óreglu síðar á lífsleiðinni. Síðast en ekki síst öðlast ungmennin tækifæri til að kynnast hvert öðru og mynda tengslanet og auka hæfni sína í mannlegum samskiptum.

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

31


Ăšr hreyfingunni

PĂŠtur og MarĂ­n bikarmeistarar Ă­ opnum flokki BikarglĂ­ma Ă?slands fĂłr fram Ă­ Ă­ĂžrĂłttahĂşsi KennarahĂĄskĂłlans 28. janĂşar sl. og er ĂłhĂŚtt aĂ° segja aĂ° keppnin hafi veriĂ° jĂśfn og spennandi Ă­ flestum flokkum. Ă? opnum flokki karla sigraĂ°i PĂŠtur EyÞórsson, GlĂ­mufĂŠlaginu Ă rmanni, eftir spennandi ĂşrslitaglĂ­mur viĂ° frĂŚnda sinn, Bjarna Þór Gunnarsson, MĂ˝vetningi, en Ăžess mĂĄ geta aĂ° Ăžeir eru Ă­ 1. og 2. sĂŚti styrkleikalista glĂ­mumanna. Ă? opnum flokki kvenna var ekki sĂ­Ă°ur jĂśfn og spennandi keppni en Ăžar sigraĂ°i MarĂ­n Laufey DavĂ­Ă°sdĂłttir, HSK, eftir brĂĄĂ°fjĂśruga ĂşrslitaviĂ°ureign viĂ° GuĂ°bjĂśrtu LĂłu ĂžorgrĂ­msdĂłttur, GFD, en ÞÌr stĂśllur eru einmitt Ă­ 1. og 2. sĂŚti ĂĄ styrkleikalista kvenna. Mynd: Sigurvegarar Ă­ einstĂśkum flokkum Ă­ BikarglĂ­munni.

InfoMenWoU f\ULU tĂŹUyWWDfpO|J eU eLnfDOW oJ noWenGDY nW NeUÂż f\ULU VWMyUnenGXU tĂŹUyWWDfpODJD ĂŹMiOfDUD LèNenGXU oJ foUeOGUD *UXnnNeUÂż InfoMenWoU NePXU Peè KySDXPVMyn LnnE\JJèXP W|OYXSyVWL ~WĂ€XWnLnJL JDJnD oJ VNĂŞUVOXP InnLfDOLè t XSSVeWnLnJX eU LnnOeVWXU i J|JnXP V V LèNenGXP oJ KySXP + JW eU Dè fi efWLUfDUDnGL YLèEyWDUeLnLnJDU YLè NeU¿è ĂˆVtXnGXn og VtXnGat|Ă€Xr

6krĂĄninga og innKHimtXkHrÂż ,nIoMHntor

+ JW eU Dè VeWMD XSS  ¿nJDW|Ă€X DOOUD GeLOGD oJ Ă€oNND i eLnfDOGDn oJ VNLSXODJèDn

InfoMenWoU KefXU KD¿è ÏUyXn i nêMX VNUinLnJD oJ LnnKeLPWXNeU¿ f\ULU tÏUyWWDfpO|JLn

KiWW VeP oJ Dè VNUi P WLnJDU KMi LèNenGXP

.eU¿è JefXU JyèD \¿UVên \¿U VW|èX i JUeLèVOXP t tÏUyWWDfpO|JXP oJ JeULU foUeOGUXP NOeLfW Dè OeLWD Dè WyPVWXnGXP oJ tÏUyWWXP YLè K ¿ EDUnD VLnnD

Samskipti og dagbĂŚkur

Ăˆ WODè eU Dè NeU¿è YeUèL t EoèL f\ULU tĂŹUyWWDfpO|J t VXPDUE\UMXn

.eU¿è EêèXU XSS i |Ă€XJDU VDPVNLSWDeLnLnJDU 8P eU Dè U èD fUpWWLU EOoJJ YLèEXUèDGDJDWDO oJ NU NMXU 'DJE NXU LèNenGD JeUD ĂŹMiOfXUXP NOeLfW Dè KDOGD XWDn XP ĂŞPVDU XSSOĂŞVLnJDU XP LèNenGXU

Ă’tĂ€utningur (NNL KDfD iK\JJMXU Dè ĂŹXUfD Dè YLèKDOGD XSSOĂŞVLnJXP t WYeLPXU NeUfXP (LnfDOW eU Dè Ă€\WMD XSSOĂŞVLnJDU ~W t ([FeO oJ Ă€\WMD Lnn t )eOL[ WLO Dè VNLOD VWDUfVVNĂŞUVOX

Markmið og åÌtlanir MDUNPLè oJ i WODnLU fpODJVLnV YeUèD VênLOeJUL Peè ÏeVVXP eLnLnJXP + JW eU Dè JeUD PDWLè VênLOeJW LèNenGXP oJ foUeOGUXP ZZZ PenWoU LV UDGJMDfDU#LnfoPenWoU LV

Velkomin ĂĄ Selfoss

Sagnagarður LandgrÌðslunnar Saga landgrÌðslu í måli og myndum. Fróðleg og lifandi frÌðsla um gróðursÜgu, landeyðingu og endurheimt landgÌða å �slandi. Upplýsingar um opnunartíma í síma 488-3000 og å land.is LandgrÌðsla ríkisins

Verslunarmannahelgina 3.–5. ågúst 2012

32

SKINFAXI – tímarit UngmennafÊlags �slands


Úr hreyfingunni Héraðsþing Héraðssambandsins Skarphéðins:

Umræður góðar og 29 tillögur samþykktar Héraðsþing HSK var haldið í Brautarholti á Skeiðum 10. mars sl. Rétt til setu á þinginu áttu 117 fulltrúar frá 58 aðildarfélögum HSK og tveimur sérráðum sambandsins. Umræður voru góðar á þinginu og í nefndum en 29 tillögur voru samþykktar. Guðríður Aadnegard var endurkjörin formaður HSK og Örn Guðnason var kjörinn varaformaður. Í upphafi þings afhenti Guðríður Aadnegard körfuknattleiksdeild Hamars foreldrastarfsbikarinn, Hestamannafélaginu Geysi unglingabikarinn og Ungmennafélagi Selfoss bikar sem stigahæsta félag í heildarstigakeppni ársins. Selfyssingar sigruðu nokkuð örugglega og unnu stigabikarinn jafnframt fimmta árið í röð. Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, ávarpaði þingið, en auk hennar sat Stefán Skafti Steinólfsson, stjórnarmaður í UMFÍ, þingið. Helga Guðrún gerði starf sjálfboðaliða að umtalsefni sínu þegar hún ávarpaði þingið og í kjölfarið afhenti hún Fanneyju Ólafsdóttur, Umf. Vöku, og Anný Ingimarsdóttur, Umf. Samhygð, starfsmerki UMFÍ. Fanney situr í stjórn HSK og er formaður starfsíþróttanefndar sambandsins. Þá hefur hún setið í stjórn glímuráðs um árabil, auk þess sem hún er fyrrverandi formaður Umf. Vöku. Anný á sæti í varastjórn HSK, en hún starfaði lengi í blaknefnd sambandsins auk þess sem hún hefur sinnt stjórnarstörfum í Umf. Samhygð. Haraldur Júlíusson, Lísa Thomsen og

Efri mynd til vinstri: Anný Ingimarsdóttir og Fanney Ólafsdóttir fengu afhent starfsmerki UMFÍ. Með þeim á myndinni eru Stefán Skafti og Helga Guðrún, stjórnarmenn UMFÍ. Mynd til hægri: Magnús Gunnlaugsson, Umf. Hrunamanna, sem var útnefndur öðlingur ársins. Neðri mynd: Steinunn E. Þorsteinsdóttir, Umf. Þór, (sleifarhafi 2011), ásamt keppendum í ár, þeim Karli Hreggviðssyni, Sleipni, Vigdísi Guðjónsdóttur, Smára, Björgu Halldórsdóttur, Hamri (sleifarhafa 2012), og Ólafi Guðmundssyni, frjálsíþróttaráði HSK.

Þorgeir Vigfússon voru sæmd gullmerki HSK. Auk þeirra var Ragnar Sigurðsson, fráfarandi varaformaður og félagsmaður í Umf. Þór, sæmdur silfurmerki sambandsins. Gullmerkishafarnir hafa allir starfað

í áratugi innan sambandsins og sitja í sögu- og minjanefnd HSK. Þorgeir er að auki fyrrverandi ritari sambandsins. Öll hafa þau verið í framlínunni hjá félögum sínum, Haraldur með Umf. Njáli, Lísa með Umf. Hvöt og Þorgeir með Umf. Skeiðamanna. Frjálsíþróttakonan Fjóla Signý Hannesdóttir, Umf. Selfoss, var valin íþróttamaður HSK árið 2011 úr hópi rúmlega tuttugu tilnefndra íþróttamanna.

UÍA fékk styrk frá menningarráði Austurlands Menningarráð Austurlands styrkir á ári hverju ótal stofnanir, samtök og einstaklinga til góðra verka á sviði lista og menningar. Afhending styrkja fór fram í Snæfellsstofu 6. janúar síðastliðinn með mikilli viðhöfn. Mennta- og menningarmálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, ávarpaði samkomuna og afhenti styrkina. UÍA hlaut einn þeirra vegna verkefnisins „Á ég að segja þér sögu?“, námskeiðs í frásagnarlist fyrir börn og unglinga, sem sambandið mun halda nú á næstu mánuðum. Námskeiðið mun heimsækja að minnsta kosti sex þéttbýliskjarna á Austurlandi en Berglind Agnarsdóttir sagnaþula mun þar kenna börnum og unglingum undirstöðuatriði í frásagnarlist og segja sögur af sinni alkunnu snilld. Ráðherra, sem og fleirum, varð tíðrætt um hina miklu grósku sem er í austfirsku lista- og menningarlífi og báru verkefnin, sem hlutu styrki, henni glöggt vitni.

Hildur Bergsdóttir tekur við menningarstyrk til UÍA úr hendi Katrínar Jakobsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra.

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

33


Gleðin allsráðandi á íþrótta- og leikjadegi FÁÍA

Íþrótta- og leikjadagur Félags áhugafólks um íþróttir aldraðra, FÁÍA, var haldinn í íþróttahúsinu í Austurbergi í Breiðholti á öskudaginn 22. febrúar. Sýningarflokkar frá ýmsum félögum, samtökum og félagsmiðstöðvum í Reykjavík og nágrenni komu fram og sýndu dansatriði og er óhætt að segja að gleðin hafi skinið úr hverju andliti. Íþrótta- og leikjadagur FÁÍA var haldinn í fyrsta skipti að vori til 1987 og hefur verið árviss atburður allar götur síðan.

Íþrótta- og leikjadagurinn hófst með setningu Þóreyjar S. Guðmundsdóttur en í kjölfarið fylgdu fjölmörg sýningar- og dansatriði. Kynnir á hátíðinni var Hjörtur Þórarinsson, varaformaður FÁÍA, og stjórnandi tónlistar Flemming Jessen. UMFÍ hefur verið í samstarfi við Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra síðustu ár. Félagið hefur aðstöðu í þjónustumiðstöð UMFÍ þar sem stjórn þess hittist á vikulegum fundum. Markmið félagsins er að fá aldraða til að hreyfa sig meira.

Velkomin á Landsmót 50+ í Mosfellsbæ 10.–12. júní

KAUPFÉLAG SKAGFIRÐINGA 34

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands


Úr hreyfingunni Ársþing Héraðssambands Þingeyinga:

Heilmikið starf og rífandi gangur Ársþing HSÞ var haldið í félagsheimilinu Hnitbjörgum á Raufarhöfn 26. febrúar sl. 41 þingfulltrúi frá 20 félögum mætti á þingið. Jóhanna Kristjánsdóttir var endurkjörin formaður HSÞ. Í upphafi þingsins risu fundarmenn úr sætum og heiðruðu minningu Óskars Ágústssonar með mínútu þögn en hann var einn af helstu brautryðjendum HSÞ. Ný stjórn HSÞ var kjörin á þinginu en í henni sitja: Jóhanna Kristjánsdóttir, Geisla, formaður, Halldóra Gunnarsdóttir, Umf. Langnesinga, Hermann Aðalsteinsson, skákfélaginu Goðanum, Birna Davíðsdóttir, Bjarma, Jóakim Júlíusson, Völsungi, Pétur Þórir Gunnarsson, Umf. Mývetningi, og Olga Friðriksdóttir, Umf. Austra. Haukur Valtýsson, varaformaður UMFÍ, sæmdi Birnu Björnsdóttur starfsmerki UMFÍ fyrir vel unnin störf. Meðal tillagna,

Haukur Valtýsson, varaformaður UMFÍ, sæmir Birnu Björnsdóttur starfsmerki UMFÍ.

sem samþykktar voru á ársþinginu, var tillaga frá stjórn HSÞ um að HSÞ fái að halda Landsmót UMFÍ 50+ á árinu 2014 en það ár heldur HSÞ upp á 100 ára afmæli sitt. Gestir ársþingsins fluttu ávörp og heiðruðu tvo þingfulltrúa fyrir vel unnin störf. Hagnaður varð af rekstri HSÞ annað árið í röð og

stendur því HSÞ nokkuð vel fjárhagslega. Þingfulltrúarnir fóru í skoðunarferð í Heimskautagerðið á Raufarhöfn sem er í uppbyggingu. „Við höfum haldið stjórnarfundi einu sinni í mánuði síðustu tvö árin vítt og breitt á starfssvæðinu. Fundirnir hafa alltaf byrjað á kynningu frá aðildarfélaginu þar sem við höfum haldið stjórnarfundinn. Þetta hefur gefist vel og með þessu hefur okkur í rauninni tekist að kynnast hvert öðru miklu betur. Þingið gekk tiltölulega átakalaust fyrir sig og skipuð hefur verið afmælisnefnd en HSÞ verður 100 ára 2014 og sögu- og minjanefnd hefur hafið störf af fullum krafti. Nefndin er að taka saman gögn um gamla UNÞ og HSÞ og koma þeim öllum fyrir í varanlegri geymslu sem verið er að setja upp í húsnæði á Laugum. Það er heilmikið starf hjá okkur og bara rífandi gangur,“ sagði Jóhanna Kristjánsdóttir, formaður HSÞ, í samtali við Skinfaxa.

NÝPRENT

LEIGJUM ÚT OG ÞJÓNUSTUM VATNSSALERNI á íþróttamót og hverskyns mannamót mannamót

Borgarflöt 15 :: 550 Sauðárkrókur Sími: 891 9181 :: Fax: 453 5778 Netfang: okgam@simnet.is

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

35


Úr hreyfingunni 88. ársþing Ungmennasambands Kjalarnesþings:

Valdimar Leó endurkjörinn formaður UMSK 88. ársþing UMSK var haldið 9. febrúar sl. í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Um áttatíu þingfulltrúar sátu þingið, frá nítján aðildarfélögum. Valdimar Leó Friðriksson, Aftureldingu, var endurkjörinn formaður sambandsins ásamt allri stjórninni. Í stjórn sitja því auk Valdimars Ester Jónsdóttir, Breiðabliki, Albert Valdimarsson, HK, Alda Kolbrún Helgadóttir, Breiðabliki, Margrét Björnsdóttir, Ými, Svanur M. Gestsson, Aftureldingu, Einar Jóhannsson, Nesklúbbnum, og Halldór Valdimarsson, HK. Helga Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, ávarpaði þingið, en Jón Pálsson, gjaldkeri UMFÍ, og Björg Jakobsdóttir, stjórnarmaður í UMFÍ, sátu þingið einnig ásamt Jóni M. Ívarssyni, söguritara UMSK, en hann hefur tekið að sér að skrifa sögu fyrstu ára sambandsins. Sigurður Guðmundsson, framkvæmdastjóri Landsmóts UMFÍ 50+, kom og kynnti mótið en það verður haldið í Mosfellsbæ 8.–10. júní nk. og er í umsjón UMSK. Á þinginu voru fjögur ný félög tekin inn í UMSK, þ.e. Skautafélagið Fálkar, Kópavogi, Kraftlyftingafélag Seltjarnarness, Kraftlyftingafélag Garðabæjar og Rugbyfélagið

36

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

Valdimar Leó Friðriksson, formaður UMSK, og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir úr Stjörnunni sem fékk afreksbikar UMSK. Til hægri: Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ , flytur ávarp á þingi UMSK.

Stormur, Seltjarnarnesi. Eru aðildarfélögin þá orðin fjörutíu og tvö. Valdimar Leó Friðriksson, formaður UMSK, veitti Kára Steini Karlssyni, Breiðabliki, 500.000 kr. styrk til undirbúnings fyrir Ólympíuleikana í London en Kári er annar

tveggja Íslendinga sem hefur unnið sér rétt til þátttöku á leikunum. Starfsmerki UMSK, afreksbikarar og félagsmálaskjöldur UMSK voru veitt. Afreksbikar UMFÍ féll meistaraflokki Stjörnunnar í kvennaflokki í knattspyrnu í skaut.


Úr hreyfingunni Ársþing Ungmennasambands Austur-Húnvetninga:

Starfsamt og gott þing USAH á Blönduósi 95. ársþing Ungmennasambands Austur-Húnvetninga, USAH, fór fram á Blönduósi 10. mars sl., á 100 ára afmælisári sambandsins, en það heldur upp á þessi merku tímamót í sögu sambandsins þann 30. mars nk. Þingið var starfsamt og gekk vel. Bolli Gunnarsson, stjórnarmaður í UMFÍ, sat þingið ásamt Önnu Maríu Elíasdóttur í varastjórn UMFÍ. Aðalbjörg Valdimarsdóttir var endurkjörin formaður sambandsins. Ein breyting varð á stjórninni, Hafdís Vilhjálmsdóttir kom inn í stað Gretu Bjargar Lárusdóttur. Stjórnin er því skipuð sem hér segir: Aðalbjörg Valdimarsdóttir, formaður, Hafdís Vilhjálmsdóttir, Sigrún Líndal, Guðrún Sigurjónsdóttir og Jófríður Jónsdóttir.

Fram kom á þinginu að mikil afmælisveisla verður haldin í Íþróttamiðstöðinni á Blönduósi laugardaginn 31. mars. Auk venjulegra aðalfundarstarfa var íþróttamaður ársins valinn. Það var að þessu sinni Magnús Örn Valsson úr Geislum, en hann hefur aðallega einbeitt sér að kúluvarpi og stóð sig mjög vel á síðasta ári.

Mynd til vinstri: Nýkjörin stjórn USAH. Mynd til hægri: Magnús Örn Valsson, íþróttamaður USAH 2011.

Aðalfundur Keflavíkur, íþrótta- og ungmennafélags:

Formaður og stjórn endurkjörin hjá Keflavík Aðalfundur Keflavíkur, íþrótta- og ungmennafélags, var haldinn 27. febrúar sl. Nær fimmtíu manns sátu fundinn. Fundarstjóri var Ellert Eiríksson. Sæmundur Runólfsson, framkvæmdastjóri UMFÍ, sat fundinn og sæmdi Ólafíu Ólafsdóttur og Sigrúnu Sigvaldadóttur starfsmerki UMFÍ, en þær koma úr kvennaknattspyrnunni. Bronsmerki Keflavíkur vegna fimm ára stjórnarsetu fengu Ágúst Pedersen og Kjartan Steinarsson, knattspyrnudeild, Sigurbjörg Róbertsdóttir, sunddeild, Ingvar Gissurarson, skotfimideild, og Örn Garðarsson, taekwondodeild. Silfurmerki vegna tíu ára stjórnarsetu fengu Hjörleifur

Sæmundur Runólfsson, framkvæmdastjóri UMFÍ, sæmdi Ólafíu Ólafsdóttur og Sigrúnu Sigvaldadóttur starfsmerki UMFÍ.

Stefánsson og Ólafur Birgir Bjarnason, knattspyrnudeild. Gullmerki vegna fimmtán ára stjórnarsetu fékk Guðjón Axelsson. Starfsbikar félagsins var veittur Sigmari Björnssyni. Silfurheiðursmerki voru veitt þeim Jón Ben Einarssyni, formanni unglingaráðs körfuknattleiksdeildar, og Smára Helgasyni, formanni unglingaráðs knattspyrnudeildar. Helgi Hólm var sæmdur gullheiðursmerki félagsins. Lagabreytingar lágu fyrir fundinum en laganefndir ÍSÍ og UMFÍ höfðu gert athugasemdir við nokkrar greinar í lögum félagsins og voru breytingarnar samþykktar. Formaður og stjórn félagsins voru endurkjörin.

Aðalfundur Ungmennafélags Akureyrar:

Tveir nýir sjóðir stofnaðir Aðalfundur Ungmennafélags Akureyrar var haldinn í íþróttahöllinni á Akureyri 29. febrúar sl. Jón Pálsson, gjaldkeri UMFÍ, ávarpaði þingið og veitti þeim Gísla Sigurðssyni og Unnari Vilhjálmssyni starfsmerki UMFÍ. Á fundinum voru samþykktar nokkrar tillögur og ein þess efnis að leggja niður í núverandi mynd Afreks- og styrktarsjóð UFA sem stofnaður var á síðasta aðalfundi og láta þá fjármuni sem þar eru renna í tvo

nýja sjóði, Afreksmannasjóð og Verkefnasjóð. Þá var á fundinum ákveðið að sækja um að halda Landsmót UMFÍ 50+ 2013 og Unglingalandsmót 2015. Ný stjórn UFA var kosin á fundinum. Í henni eru: Gunnar Gíslason, Rannveig Oddsdóttir, Elfar Eiðsson, Gyða Árnadóttir og Theódóra Kristjánsdóttir. Í varastjórn voru kosnir Þórólfur Sveinsson og Þröstur Már Pálmason. Jón Pálsson, gjaldkeri UMFÍ, ásamt Unnari Vilhjálmssyni og Gísla Sigurðssyni sem fengu starfsmerki UMFÍ.

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

37


ÍSLENSKA SIA.IS ICE 58377 02/12

FLUG FRÁ AKUREYRI TIL EVRÓPU OG NORÐUR-AMERÍKU 7. JÚNÍ – 30. SEPTEMBER

Aukin þægindi fyrir Norðlendinga – ný tækifæri í ferðaþjónustu Icelandair býður í sumar flug til og frá Akureyri um Keflavíkurflugvöll til helstu áfangastaða félagsins í Evrópu og Norður-Ameríku. Flugið er hluti af leiðarkerfi Icelandair þar sem innritun alla leið á sér stað á Akureyri. Góð tenging við helstu áfangastaði Icelandair I Brottför frá Akureyri kl. 14:30. Lent í Keflavík kl. 15:20 og tenging við ýmsa áfangastaði Icelandair. I Brottför frá Keflavík til Akureyrar kl. 16:20, eftir komutíma frá helstu áfangastöðum Icelandair í Evrópu. Lent á Akureyri kl. 17:10.

+ Bókaðu á www.icelandair.is

38

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Milli Akureyrar og Keflavíkur er flogið með Fokker 50 vélum Flugfélags Íslands.


Úr hreyfingunni Kristján Árnason, nýr formaður Ungmennafélagsins Þróttar í Vogum:

Iðkendum hjá félaginu hefur fjölgað töluvert Aðalfundur Ungmennafélagsins Þróttar í Vogum var haldinn í Lionshúsinu í Vogum 20. mars sl. Á fundinum var lögð fram skýrsla og reikningar. Nýr formaður var kjörinn Kristján Árnason en hann var varaformaður í fyrri stjórn. Miklar breytingar urðu á aðalstjórn félagsins. Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, var gestur á fundinum. Fundurinn var ágætlega sóttur og voru umræður góðar. Mikil eftirvænting er eftir því að nýr knattspyrnuvöllur verði tekinn í notkun í sumarbyrjun og verður vígsluleikurinn þann 25. maí nk., þegar Þróttur mætir Víði í Garði. Mikið og gott barna- og unglingastarf er hjá félaginu og þar er markmiðið að hafa gaman saman ásamt því að stunda heilbrigt líferni. Á fundinum höfðu fulltrúar úr knattspyrnudeild og júdódeild félagsins ásamt fulltrúa meistaraflokks Þróttar í knattspyrnu framsögu um starf deilda sinna. Var það sem þeir höfðu að segja mjög áhugavert. Mikil ánægja kom fram hjá fundarmönnum vegna þeirrar ákvörðunar stjórnar Þróttar á síðasta ári að lækka æfingagjöld og bjóða börnum og unglingum að stunda fleiri en eina íþróttagrein en borga aðeins eitt æfingagjald. Félagið hélt íþróttadag í október þar sem kynntar voru þær íþróttagreinar sem iðkaðar eru hjá félaginu. Tvær vikur á ári getur unga fólkið mætt á æfingar í hvaða íþróttagrein sem er, sér að kostnaðarlausu. Ný heimasíða hefur verið tekin í notkun og á henni má m.a. finna siðareglur, agareglur og eineltisáætlun félagsins. Ungmennafélagið Þróttur verður 80 ára á árinu og er ætlunin að halda upp á þau

5. flokkur kvenna með mæðrum sínum. Þær spiluðu leik saman þar sem mömmurnar voru í ullarsokkum á móti dætrum sínum. Það er hluti af félagslega hlutanum í fótboltanum.

tímamót með margvíslegum hætti. „Ég hef verið viðloðandi starfið hjá Þrótti um eins árs skeið og þá sem varaformaður. Mér hefur fundist spennandi að starfa á þessum vettvangi og gaman skila einhverju til aftur til samfélagsins. Stjórnin hittist reglulega á fundum vikulega eða á hálfsmánaðarfresti og reynir með því að setja ákveðinn svip á starfið,“ sagði Kristján Árna-

5. flokkur Umf. Þróttar í leik á móti Reyni í Sandgerði í Íslandsmótinu 2011.

Veiðikortið 37 vötn Eitt kort 6.000 kr.

son, formaður Ungmennafélagsins Þróttar í Vogum, í spjalli við Skinfaxa. Kristján sagði starfandi deildir í knattspyrnu, júdó, sundi og líka hefur félagið verið að reyna fyrir sér með badminton. Kristján sagði að júdóstarfið hefði verið öflugt undanfarin ár undir stjórn Magnúsar Hersis Haukssonar. Svo hefur verið rekinn íþróttaskóli og meistaraflokkur í knattspyrnu verður með lið í 3. deildinni í sumar. „Miðað við stærð staðarins getum við ekki annað sagt en að starfið sé bara nokkuð líflegt og þátttakan góð. Við lækkuðum æfingagjöldin allmikið, fyrir vikið fjölgaði iðkendum töluvert og nú eru þeir orðnir um eitt hundrað talsins. Margir krakkar æfa líka að annars staðar, t.d. í borginni, í fimleikum og öðrum íþróttum sem eru ekki í boði hjá okkur. Það eru spennandi tímar fram undan og ekki ástæða til annars en að vera bjartsýnn,“ sagði Kristján Árnason, formaður ungmennafélagsins í Vogum.

Velkomin á Selfoss

www.veidikortid.is

00000

Frábær jólagjöf! FLEIRI VÖTN ÓBREYTT VERÐ

Verslunarmannahelgina 3.–5. ágúst 2012

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

39


Eftirtaldir aðilar styðja starfsemi Ungmennafélags Íslands: Reykjavík Danica sjávarafurðir ehf., Suðurgötu 10 Arkþing ehf., Bolholti 8 Árni Reynisson ehf., Skipholti 50d Ásbjörn Ólafsson ehf., Skútuvogi 11a Blaðamannafélag Íslands, Síðumúla 23 BSRB, Grettisgötu 89 Efling stéttarfélag, Sætúni 1 Eignamiðlun, Síðumúla 21 Eyrir fjárfestingafélag ehf., Skólavörðustíg 13 Fiskbúð Hólmgeirs í Mjódd, Þönglabakka 6 Forum lögmenn ehf., Aðalstræti 6 Gáski sjúkraþjálfun ehf - Bolholti og Mjódd, Bolholti 8 og Þönglabakka 1 Gjögur hf., Grenivík, Kringlunni 7 Gullsmiðurinn í Mjódd, Álfabakka 14b Heilsubrunnurinn ehf., nuddstofa, Kirkjuteigi 21 Henson, Brautarholti 24 Hjálpræðisherinn á Íslandi, Kirkjustræti 2 Höfðakaffi ehf., Vagnhöfða 11 Iceland Seafood ehf., Köllunarklettsvegi 2 Íslandspóstur hf., Stórhöfða 29 Kjaran ehf., Síðumúla 12–14 Knattspyrnusamband Íslands, Laugardal Landsnet hf., Gylfaflöt 9 Lífland, Korngörðum Pixel prentþjónusta, www.pixel.is, Brautarholti 10–14 Plúsmarkaðurinn, Hátúni 18b Rafstilling ehf., Dugguvogi 23 Raftíðni ehf., Grandagarði 16 Rolf Johansen & Co. ehf., Skútuvogi 10a Seljakirkja, Hagaseli 40 Sjómannadagsráð, Laugarási Hrafnistu Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bs, Skógarhlíð 14 Stólpi ehf., Klettagörðum 5 T. ark Teiknistofa ehf., Brautarholti 6 Útfararstofa Kirkjugarðanna ehf., Vesturhlíð 2 Verslunartækni ehf., Draghálsi 4 Vilhjálmsson sf., Sundaborg 1

Kópavogur Bifreiðaverkstæði Friðriks Ólafssonar ehf., Smiðjuvegi 22 Kjöthúsið ehf.,Smiðjuvegi 24d Kríunes ehf., Kríunesi við Vatnsenda Léttfeti ehf. - Sendibílar, Engihjalla 1 Norm X ehf., Auðbrekku 6 Rafmiðlun hf., Ögurhvarfi 8 Söluturninn Smári, Dalsvegi 16c Vídd ehf., flísaverslun, Bæjarlind 4

Hafnarfjörður Hagtak hf., Fjarðargötu 13–15 Geislatækni ehf., Laser-þjónustan, Suðurhrauni 12c J.B.G. fiskverkun ehf., Grandatröð 10 J.K. Lagnir ehf., Skipalóni 25 Raftækniþjónusta Trausta ehf., Lyngási 14 Samhentir – umbúðalausnir ehf., Suðurhrauni 4 Umbúðamiðlun ehf., Pósthólf 470 Varma & vélaverk, Dalshrauni 5 Verkalýðsfélagið Hlíf, Reykjavíkurvegi 64

40

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

„Hafi einhvern tíma verið vor í frjálsum þá er það nú“

Guðrún Ingólfsdóttir

HVAR ERU ÞAU

Í DAG?

prófi, og fór síðan í listaskólann og nú er ég starfandi listamaður á Hornafirði.“

Hef fylgt dóttur minni

,,Jú, það er rétt, Íslandsmet mitt í kringlukasti stendur enn óhaggað en það setti ég í Reykjavík 1983 þegar ég kastaði 53,86 metra. Einhvern daginn verður þetta met slegið, en hvenær veit enginn. Það hljóta samt að koma stelpur fram í sviðsljósið sem eiga eftir að kasta lengra en þetta. Svo á ég Íslandsmetið í kúluvarpi innanhúss, 15,64 metra, en það setti ég í Reykjavík 1982,“ sagði Guðrún í spjalli við Skinfaxa.

– Hefur þú ekki eitthvað verið að starfa sem þjálfari? „Ég hef aðallega verið með dóttur mína, Sigurbjörgu Zophaníasdóttur. Ég hef fylgt henni alla tíð eða allar götur frá því að hún hóf æfingar í frjálsum íþróttum 13 ára. Ég hef eiginlega eingöngu verið með hana, reyndar tók ég einu sinni hóp að mér sem var á sama aldri og Sigurbjörg fyrstu árin. Hún var síðan farin að taka það mikið pláss að ég hafði bara ekki tíma fyrir fleiri með fullri vinnu á öðrum stöðum. Nú er samstarfi okkar sem þjálfara og íþróttamanns lokið í bili en ég fæ að vera á hliðarlínunni sem foreldri. Ég er bara kát með það en hún er í mjög góðum höndum þar sem hún er í dag. Hún er núna með fjóra þjálfara fyrir sunnan og það gengur ofsalega vel hjá henni,“ sagði Guðrún. Guðrún segist alltaf fylgjast vel með því sem er að gerast í frjálsum íþróttum. Hún fór í margar keppnisferðir með dóttur sinni, bæði hér innanlands og erlendis. Hún segir bjart fram undan í frjálsum og margt bráðefnilegt fólk að koma fram.

Ferillinn hófst 1971

Ótrúlega flottir krakkar

Frjálsíþróttaferill Guðrúnar hófst þegar hún var 12 ára gömul, árið 1971. Þá sigraði hún í kringlukasti á Landsmóti UMFÍ á Sauðárkróki. Guðrún hóf ferilinn undir merki Ungmennasambandsins Úlfljóts og keppti með sambandinu í tíu ár. Svo var hún eitt ár hjá Ármanni. Síðan lá leiðin í KR sem hún keppti með allt þar til ferlinum lauk. Guðrún keppti með A-landsliði Íslands allt til ársins 1991 en frjálsíþróttaferill hennar spannaði yfir 20 ár. Fyrstu árin eftir að ferlinum lauk tók hún að sér þjálfun á Hornafirði þar sem hún er fædd. Hún opnaði líkamsræktarstöð á Hornafirði og rak hana í tæpa tvo áratugi. Guðrún segist hafa orðið að loka stöðinni 1994. Það var ekki rekstrargrundvöllur fyrir henni lengur en á þeim tíma voru allir að flytja suður eins og hún komst að orði. „Ég ákvað þá að fara í skóla, lauk stúdents-

„Ef einhvern tíma hefur verið vor í frjálsum íþróttum þá er það nú. Við erum að eignast alveg ótrúlega flotta krakka og okkur ber skylda til að hlúa vel að þessum efniviði og gera umgjörðina góða. Að 3–4 krakkar skuli komast á Heimsmeistaramót unglinga er ekkert lítið í einstaklingsgreinum fyrir litla þjóð eins og okkar. Framtíðin er björt í frjálsum íþróttum. Það er verið að vinna fagmannlega í flestöllum málum. Þjálfararnir eru orðnir meira menntaðir en áður og þeir vita hvað þeir eru að gera. Frjálsíþróttahöllin í Laugardal fyllist af keppendum og áhorfendum á öllum mótum og þetta allt er til marks um mikinn uppgang. Aðstaðan og umgjörðin er orðin allt önnur og betri en áður og allt saman hjálpar það okkur að ná lengra í íþróttinni,“ sagði Guðrún Ingólfsdóttir í spjallinu við Skinfaxa.

Guðrún Ingólfsdóttir, kringlu- og kúluvarpari, var til langs tíma ein fremsta frjálsíþróttakona landsins. Hún á enn í dag Íslandsmetið í kringlukasti og í kúluvarpi innanhúss en bæði þessi met eru komin til ára sinna. Eftir að ferli Guðrúnar lauk hefur hún fylgst náið með frjálsum íþróttum og þjálfað og stutt dóttur sína, Sigurbjörgu, sem í dag er ein fremsta frjálsíþróttakona landsins.

Á enn tvö Íslandsmet


Eftirtaldir aðilar styðja starfsemi Ungmennafélags Íslands: Reykjanesbær DMM Lausnir ehf., Iðavöllum 9b Tannlæknastofa Einars Magnúss ehf., Skólavegi 10 Verkfræðistofa Suðurnesja hf., Víkurbraut 13 ÁÁ verktakar ehf., viðhald fasteigna, Fitjabraut 4 Starfsmannafélag Suðurnesja, Krossmóum 4 Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis, Krossmóa 4

Sandgerði Þensla ehf., Strandgötu 26

Mosfellsbær Ísfugl ehf., Reykjavegi 36

Akranes Bifreiðastöð Þórðar Þ. Þórðarsonar, Dalbraut 6 Ehf., Álmskógum 1, Álmskógum 1 Íþróttabandalag Akraness, Jaðarbökkum Straumnes rafverktakar, Krókatúni 22–24 Vignir G. Jónsson hf., Smiðjuvöllum 4 GT Tækni ehf., Grundartanga

Borgarnes Bókhalds- og tölvuþjónustan sf., Böðvarsgötu 11 Hótel Borgarnes hf., Egilsgötu 14–16 Samtök sveitarfélaga í Vesturlandskjördæmi, Bjarnarbraut 8 Sæmundur Sigmundsson ehf., Brákarbraut 18–20 UMÍS, Umhverfisráðgjöf Íslands ehf., Bjarnarbraut 8 Kvenfélag Stafholtstungna Ungmennafélag Stafholtstungna

Stykkishólmur Sæfell Sæmundarpakkhús, Stykkishólmi, Hafnargötu 9 Þ.B. Borg - Trésmiðja, Silfurgötu 36

Hellissandur KG Fiskverkun ehf., Melnesi 1 Snæfellsbær, Snæfellsási 2

Ísafjörður

Sigurður Ásgeirsson var landsþekkt refaskytta og einstakt náttúrubarn. Hann þekkti lifnaðarhætti refa flestum öðrum betur, hagnýtti sér atferli fuglanna til að fylgjast með ferðum lágfótu. Margar skemmtilegar veiðisögur eru í bókinni, sagðar af Sigurði sjálfum og vinum hans. Bókin er um 200 blaðsíður, prýdd 153 ljósmyndum, gömlum og nýjum.

Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Suðurgötu 12 Ísblikk ehf., Árnagötu 1 Útgerðarfélagið Kjölur ehf., Urðarvegi 37 Ferðaþjónustan í Heydal, www.heydalur.is, Mjóafirði

Bolungarvík Bolungarvíkurkaupstaður, Aðalstræti 12

Súðavík VÁ VEST, félag um vímuefnaforvarnir, Grund Víkurbúðin ehf., Grundarstræti 1–3

Patreksfjörður Oddi hf., fiskverkun, Eyrargötu 1

Tálknafjörður

Bókin fæst hjá Landgræðslu ríkisins og í veiðibúðum og kostar 4.000 kr. Pantanasími 4883000. Netfang: land@land.is.

Þórberg hf., Strandgötu

Norðurfjörður Hótel Djúpavík ehf., Árneshreppi

Hvammstangi Húnaþing vestra, Hvammstangabraut 5

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

41


Eftirtaldir aðilar styðja starfsemi Ungmennafélags Íslands: Blönduós Glaðheimar, sumarhús, Melabraut 21 Hótel Blönduós, Aðalgötu 6 Samstaða, skrifstofa verkalýðsfélaga, Þverholti 1 Húnavatnshreppur, Húnavöllum

Skagaströnd Skagabyggð, Höfnum Sveitarfélagið Skagaströnd, Túnbraut 1–3

Sauðárkrókur Fisk - Seafood hf., Eyrarvegi 18 Hótel Tindastóll, Lindargötu 3 Kaupfélag Skagfirðinga, Ártorgi 1 K-Tak ehf., Borgartúni 1 Steinull hf., Skarðseyri 5 Vinnuvélar Guðmundar og Skúla sf., Borgarröst 4

Varmahlíð

„Íþróttirnar hafa gefið mér gríðarlega mikið“

Akrahreppur Skagafirði, Ferðaþjónustan Bakkaflöt, www.bakkaflot.com

Hofsós Vesturfarasetrið

Akureyri Haukur, Bessi og Ásta tannlæknar Hlíð hf., Kotárgerði 30 Ísgát ehf., Laufásgötu 9 Raftákn ehf., Glerárgötu 34 Lónsá ehf., Lónsá Blikkrás ehf., Óseyri 16 Kjarnafæði hf., Fjölnisgötu 1b Netkerfi og tölvur ehf., Steinahlíð 7c

Grenivík Brattás sf., Ægissíðu 11

Dalvík O. Jakobsson ehf., Dalvík, Ránarbraut 4

Ólafsfjörður Íþróttamiðstöð Ólafsfjarðar, Ólafsvegi 4

Húsavík Jarðverk ehf., Þingeyjarsveit, Birkimel

Laugar Framhaldsskólinn á Laugum, Laugum, Reykjadal Þingeyjarsveit, Kjarna

Vopnafjörður Vopnafjarðarhreppur, Hamrahlíð 15

Egilsstaðir Bílamálun Egilsstöðum ehf., Fagradalsbraut 21–23 Fljótsdalshérað, Lyngási 12 Héraðsprent ehf., Miðvangi 1 Hitaveita Egilsstaða og Fella ehf., Einhleypingi 1 Skógar ehf., Dynskógum 4

Seyðisfjörður Seyðisfjarðarkaupstaður, Hafnargötu 44

Reyðarfjörður Launafl ehf., Hrauni 3 Stjórnendafélag Austurlands, Austurvegi 20

42

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

Pétur

Guðmundsson Pétur Guðmundsson var í röð fremstu kúluvarpara í heiminum til skamms tíma. Pétur á enn í dag Íslandsmetið í greininni, 21,26 metra, sem hann setti á haustmóti í Mosfellsbæ 1990, en fyrr á því ári hafði völlurinn verið tekinn í notkun. Hann á einnig Íslandsmetið innanhúss sem er 20,66 metrar. Pétur segir í samtali við Skinfaxa að hann hefði alfarið snúið sér að kúlunni í kringum 1983 þegar honum gafst tækifæri til að fara á skólastyrk til Bandaríkjanna. Hann náði mjög góðum árangri í greininni og keppti m.a. á tveimur Ólympíuleikum, í Seoul í S-Kóreu 1988 og fjórum árum síðar þegar leikarnir voru haldnir í Barcelona 1992. Á leikunum í Seoul lenti Pétur í 14. sæti og sama sæti varð hlutskipti hans í Barcelona.

Var kallaður Pétur 14. „Ég var kallaður Pétur 14. í smátíma eftir þetta,“ segir Pétur í léttum tóni. Hann tók auk þess þátt í nokkrum Evrópu- og heimsmeistaramótum.

HVAR ERU ÞAU

Í DAG?

„Besti árangur minn er bronsverðlaun á Evrópumeistaramóti þegar ég varpaði kúlunni 20,03 metra í París 1994. Ég held að ég sé einn af fimm Íslendingum sem hafa fengið verðlaun á stórmóti,“ segir Pétur. Pétur segist hafa hafið íþróttaiðkun um tíu ára aldurinn, þá í knattspyrnu með Fylki. Síðan hafi hann flust í Árnessýsluna og gengið í Ungmennafélagið Samhygð og keppt undir merkjum HSK. Síðar á ferlinum keppti hann einnig m.a. með Ármanni og ÍR.

Uppgangur í frjálsum „Það er uppgangur í frjálsum íþróttum og margt upprennandi fólk að koma fram. Keppendum er að fjölga hjá mörgum félögum sem er spennandi þróun. Við eigum líka marga góða þjálfara og getum því ekki sagt annað en að það sé bjart fram undan,“ sagði Pétur sem er þjálfari hjá ÍR í dag. Pétur er starfandi lögregluvarðstjóri og hefur starfað í lögreglunni í hátt í 20 ár. „Íþróttirnar hafa gefið mér mikið í gegnum tíðina. Ég hef notið þess að æfa og keppa og svo ekki síður við þjálfunina í dag að miðla reynslu minni til þeirra yngri,“ sagði Pétur Guðmundsson í spjallinu við Skinfaxa.


Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands 100 ára Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, ÍSÍ, fagnaði þann 28. janúar sl. 100 ára afmæli sínu í Ráðhúsi Reykjavíkur. Sérstakur hátíðarfundur framkvæmdastjórnar var haldinn í fundarsalnum Bárubúð í Ráðhúsi Reykjavíkur fyrr um daginn. Það var einmitt í húsinu Bárubúð, þar sem Ráðhúsið stendur í dag, sem sambandið var stofnað fyrir hundrað árum. Að loknum fundinum í Bárubúð var móttaka fyrir boðsgesti þar sem ræður voru fluttar og einstaklingar heiðraðir. Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður Ungmennafélags Íslands, flutti ávarp og færði Ólafi Rafnssyni, forseta Íþrótta- og Ólympíusambandsins, gjöf frá UMFÍ í tilefni tímamótanna.

Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður Ungmennafélags Íslands, færir Ólafi Rafnssyni, forseta Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, gjöf frá UMFÍ.

Eftirtaldir aðilar styðja starfsemi Ungmennafélags Íslands: Eskifjörður Eskja hf., Strandgötu 39 Fjarðaþrif ehf., Strandgötu 46

Neskaupstaður Rafgeisli Tómas R. Zoëga ehf., Hafnarbraut 10 Síldarvinnslan hf., útgerð, Hafnarbraut 6

Fáskrúðsfjörður Loðnuvinnslan hf., Skólavegi 59

Höfn í Hornafirði Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu, Nýheimum Skinney-Þinganes hf., Krossey

Selfoss

Velkomin í sundlaugar Árborgar Frítt inn fyrir 17 ára og yngri

AB-skálinn ehf., Gagnheiði 11 Árvirkinn ehf., Eyravegi 32 Búnaðarsamband Suðurlands, Austurvegi 1 Fjölbrautaskóli Suðurlands, Tryggvagötu 25 Kvenfélag Hraungerðishrepps, Kökugerð H.P. ehf., Gagnheiði 15 Plastiðjan ehf., Gagnheiði 17 Vélaverkstæði Þóris ehf., Austurvegi 69 Búnaðarfélag Grafningshrepps, Villingavatni Gufuhlíð ehf., Gufuhlíð

Hveragerði

Sundhöll Selfoss Opin allt árið Virka daga: kl. 6.30–21.30 Helgar: kl. 9.00–19.00

Sundlaug Stokkseyrar Sumaropnun: 1. júní –15. ágúst Virka daga: kl. 13.00–21.00 Helgar: kl. 10.00 –17.00

Vetraropnun: 16. ágúst–31. maí Virka daga: kl. 17.00 –20.30 Lau: kl. 10.00–15.00 Sun: lokað

Sport-Tæki ehf., Austurmörk 4

Þorlákshöfn Fiskmark ehf., Hafnarskeiði 21 Grunnskólinn í Þorlákshöfn, Járnkarlinn ehf., Unubakka 25 Sveitarfélagið Ölfus, Hafnarbergi 1 Eldhestar ehf., Völlum

Stokkseyri Gistiheimilið Kvöldstjarnan, Stjörnusteinum 7, www.kvoldstjarnan.com, Kvenfélag Stokkseyrar

Laugarvatn Menntaskólinn að Laugarvatni

Hella

Gjaldskrá Fullorðnir (18-66 ára): Einstakt skipti 550 kr. 10 skipta kort 3.400 kr. 30 skipta kort 7.400 kr. Árskort 25.900 kr. Leigutilboð: handklæði, sundföt og aðgangseyrir 1000 kr. 67 ára og eldri fá frían aðgang gegn framvísun skilríkja. Öryrkjar og atvinnulausir fá frían aðgang en verða að framvísa korti til staðfestingar.

Fannberg ehf., Þrúðvangi 18

Hvolsvöllur Héraðsbókasafn Rangæinga, Vallarbraut 16 Krappi ehf., byggingaverktakar, Ormsvöllum 5 Kvenfélagið Bergþóra, Vestur-Landeyjum Búaðföng/bu.is, Stórólfsvelli, Hvolsvelli

Kirkjubæjarklaustur Helga Bjarnadóttir, Ljótarstöðum

Vestmannaeyjar Heimaey ehf., fasteignasala, Vesturvegi 10 Huginn ehf., Kirkjuvegi 23 Ísfélag Vestmannaeyja hf., Strandvegi 28 Skýlið, Friðarhöfn Suðurprófastsdæmi, Búhamri 11 Vöruval ehf., Vesturvegi 18

www.arborg.is

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

43



Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.