Skinfaxi 1 2011

Page 1


HV E R E R EFTIRLÆTIS TALAN ÞÍN? Le

F í t o n / S Í A

yfðu þér smá Lottó!


Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ:

Náttúruperla UMFÍ Á þessu ári á Þrastaskógur, sem stendur á Öndverðarnestorfunni við Sogið í Árnessýslu, eitt hundrað ára afmæli. Það var 18. október 1911, á 76 ára afmælisdegi sínum, sem athafnamaðurinn Tryggvi Gunnarsson afhenti UMFÍ gjafabréf þar sem fram kom að landsvæðið væri 140 ½ vallardagslátta og álitið hentugt til skógræktar. Ástæða þess að Tryggvi gefur hreyfingunni landsvæðið er sú að hann hafði frétt af þeim áhuga ungmennafélaga að vilja leggja stund á skógrækt. Það fylgdi gjafabréfinu að landspilduna megi Ungmennafélag Íslands hvorki selja né veðsetja. Þessi gjöf Tryggva var stór og höfðingleg og um leið mikil viðurkenning í garð Ungmennafélags Íslands. Frá upphafi hefur ungmennafélagshreyfingin lagt mikla rækt við svæðið sem í dag er óneitanlega ein af dýrmætustu gróðurperlum landsins og dýrasta eign í eigu Ungmennafélags Íslands. Nafn sitt, Þrastaskógur, fékk skógurinn árið 1913 en hugmyndina að nafninu átti Guðmundur Davíðsson sem varð formaður UMFÍ 1914 og var mikill aðdáandi og vel-

gjörðarmaður skógarins. Rökstuddi Guðmundur nafngiftina með því að skógarþrestirnir kynnu einstaklega vel við sig í skóginum og gæfu honum mikið líf. Keyptu menn þessi rök og nafnið Þrastaskógur var tekið gilt. Þrastaskógur sker sig úr að því leyti að þar er engin byggð fyrir utan veitingastaðinn Þrastalund sem er einnig í eigu Ungmennafélags Íslands. Mikil ásókn hefur verið í að fá að byggja sumarhús í skóginum en stjórn UMFÍ hefur þvertekið fyrir slíkt hvort sem í hlut hafa átt menn innan hreyfingarinnar eða utan hennar. Ungmennafélagar víða af landinu hafa verið duglegir við að gróðursetja í skóginum frá upphafi. Í dag er skógurinn orðinn mjög þéttur og er hann grisjaður reglulega. Búið er að leggja merkta göngustíga um skóginn sem nýtast til gönguferða hvort heldur er á sumrin eða veturna, m.a. fyrir skíðagöngu. Stór grasflöt er inni í skóginum. Flötinni var í upphafi ætlað það hlutverk að vera íþróttavöllur en í dag er hún nýtt sem tjaldsvæði og til leikja.

Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ.

Ungmennafélag Íslands mun halda upp á 100 ára afmæli skógarins með ýmsum hætti sem verður kynnt á réttum tímapunkti. Afmælisnefnd er að störfum og vitað er að hún hefur t.d. hugmyndir um að í haustblaði Skinfaxa verði umfjöllun um Þrastaskóg og sögu hans gerð skil. Þrastaskógur er mikil náttúruperla sem á sér langa og merkilega sögu sem vert er að minnast og um leið að þakka öllu því frábæra fólki sem hefur unnið margar stundir í sjálfboðaliðavinnu við að gera skóginn að slíku djásni sem hann er. Öllu þessu ágæta fólki verður ungmennafélagshreyfingin ævinlega þakklát. Ég óska ungmennafélögum til hamingju með afmæli Þrastaskógar og vil hvetja alla þá sem ekki hafa notið þess að upplifa Þrastaskóg að gera það hið fyrsta. Ganga um skóginn og enda síðan góða útivist með því að fá sér kakó og meðlæti í Þrastalundi. Íslandi allt!

Þriðja úthlutun úr Umhverfissjóði UMFÍ Þriðja úthlutun styrkja úr Umhverfissjóði UMFÍ, Minningarsjóði Pálma Gíslasonar – formanns UMFÍ 1979 –1993, fór fram 10. mars sl. í þjónustumiðstöð Ungmennafélags Íslands við Sigtún í Reykjavík. Við athöfnina flutti formaður UMFÍ, Helga Guðrún Guðjónsdóttir, ávarp og Stella Guðmundsdóttir, ekkja Pálma Gíslasonar, afhenti styrkina. Stjórn sjóðsins komst að þeirri niðurstöðu að veita tvo styrki úr sjóðnum að þessu sinni: Héraðssamband Vestfirðinga fékk kr. 175.000 í verkefni sem unnið er í tilefni af 10 ára afmæli HSV, að koma upp svokölluðum HSV-skógarlundi. Hugmyndin með

lundinum er að gera framtíðarútivistarsvæði fyrir almenning og íþróttafélög í Ísafjarðarbæ þar sem verði gönguleiðir ásamt opnum svæðum til leikja og til að grilla o.s.frv. Einnig á að vera markmið að auka vitund aðildarfélaga HSV hvað varðar umhverfissjónarmið og nærumhverfið. Ungmennasambandið Úlfljótur – Umf. Sindri fékk kr. 175.000 í verkefni til að undirbúa gróðurbelti kringum gervigrasvöll til að skapa skjól fyrir vetraráttum. Frá vinstri: Sædís Valdemarsdóttir, fulltrúi USÚ, Ari Hólmsteinsson, fulltrúi HSV, Stella Guðmundsdóttir, ekkja Pálma Gíslasonar, og Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ.

þjónustumiðstöð UMFÍ og sóttu hann, auk fulltrúa frá UMFÍ, fulltrúar frá FUR í Færeyjum og Sorlak í Grænlandi. Skrifað var undir nýjan samstarfssamning þessara aðila á fundinum og samstarf og verkefni fyrir ungt fólk rædd. Líkur eru á að hópar frá bæði Grænlandi og Færeyjum komi til Íslands í sumar og taki þátt í verkefni með UMFÍ. Fundinn sátu frá UMFÍ Garðar Svansson, Haukur Valtýsson og Ómar Bragi Stefánsson. Frá FUR í Færeyjum sátu fundinn Hans Anfinnson Norðfoss og Asta Abrahamsen og frá Sorlak á Grænlandi Kaalinnguaq Siegstad og Asiarpak Frederiksen Lund.

Aðalfundur Vest Nordisk Ungdomsforum, VNU:

Skrifað undir nýjan samstarfssamning Aðalfundur VNU, Vest Nordisk Ungdomsforum, var haldinn á Íslandi um helgina 19.–20. mars. VNU er samstarfsvettvangur Íslands, Grænlands og Færeyja á sviði æskulýðsmála. Fundurinn var haldinn í

Frá undirritun samstarfssamnings VNU. Frá vinstri: Kaalinnguaq Siegstad (Sorlak), Helga Guðrún Guðjónsdóttir (formaður UMFÍ), og Hans Anfinnson Norðfoss (FUR).

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

3


Fyrsta Landsmót UMFÍ 50+ verður haldið á Hvammstanga Á stjórnarfundi Ungmennafélags Íslands, sem haldinn var 25. mars sl. í þjónustumiðstöð UMFÍ í Reykjavík, var samþykkt að fyrsta Landsmót UMFÍ 50+ verði haldið á Hvammstanga í umsjá Ungmennasambands VesturHúnvetninga dagana 24.–26. júní í sumar. UMFÍ auglýsti eftir mótshaldara til að sjá um undirbúning og framkvæmd á fyrsta Landsmóti UMFÍ 50+ og bárust tvær umsóknir, frá USVH og HSK. Mótið er sérstaklega ætlað einstaklingum 50 ára og eldri. Framkvæmd mótsins verður í höndum Ungmennafélags Íslands og USVH í samstarfi við sveitarfélagið Húnaþing vestra. Samstarfsaðilar eru Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra, FÁÍA, og Landssamband eldri borgara. Landsmót UMFÍ hafa alla tíð notið óskiptra athygli og vinsælda. Landsmót UMFÍ eru ein fjölmennustu íþróttamót sem haldin eru hér á landi. Fyrsta mótið var haldið árið 1909 og næsta mót verður haldið á Selfossi 2013. Á Landsmótum er keppt í mörgum greinum íþrótta auk ýmissa starfsíþrótta eins og dráttarvélaakstri, starfshlaupi auk annarra greina. Fjöldi keppenda hefur oft verið í kringum 2000 og þeir sem koma og fylgjast með eru frá 12 til 20.000, en hefur mest farið upp í 25.000 manns árið 1965 á Laugarvatni. Unglingalandsmót UMFÍ hafa heldur betur slegið í gegn, en 14. Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Egilsstöðum í sumar. Fyrsta Unglingalandsmót UMFÍ var haldið á Dalvík 1992. Unglingalandsmótin hafa svo

4

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

sannarlega sannað gildi sitt sem glæsilegar fjölskyldu- og íþróttahátíðir þar sem saman koma þúsundir barna og unglinga ásamt fjölskyldum sínum og taka þátt í fjölbreyttri dagskrá. Frá árinu 2002 hafa Unglingalandsmótin verið haldin á hverju ári og hefur þátttakendum fjölgað jafnt og þétt með hverju árinu.

Húnaþing vestra

Myndirnar hér á síðunni eru frá Hvammstanga.

Nú hefur verið ákveðið að blása til fyrsta Landsmóts UMFÍ 50+ á Hvammstanga dagana 24.–26. júní nk. sem fyrr segir. Þó nokkur umræða hefur verið í gangi um að ýta úr vör Landsmóti UMFÍ fyrir þennan aldurshóp enda hefur vakning um hreyfingu ýmiss konar í þjóðfélaginu aldrei verið meiri. Nú er svo komið að allir þeir sem eru orðnir 50 ára og eldri fá tækifæri til að etja kappi saman í þeim greinum sem í boði eru á mótinu. Allir geta verið með og aðalatriðið er að fólk hittist og eigi góða stund saman. Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, sagði það einkar ánægjulegt að þetta mót skuli vera komið á en það sé búið að vera áhugamál hennar og annarra í nokkurn tíma. Landsmót UMFÍ 50+ verði því skemmtileg viðbót við þá flóru sem hreyfingin er með. Helga Guðrún sagði ennfremur að þarna væri verið að mæta ákveðnum aldurshópi sem hefur verið að óska eftir að vera virkari innan hreyfingarinnar. Hún taldi að þetta Landsmót ætti að gera það. „Við vitum að í þessum aldursflokki hefur

orðið ákveðin vakning á undanförnum árum. Á stóru Landsmótunum okkar hafa alltaf einhverjir verið að keppa á þessum aldri og ennfremur í almenningsíþróttum sem við höfum haldið úti. Með Landsmóti UMFÍ 50+ skapast vettvangur til að koma saman og taka þátt í mörgum íþróttagreinum. Ég held að þetta nýja mót sé kall tímans. Þarna á sér ekki bara keppni heldur skiptir þátttakan máli og vera saman í öllu mögulegu. Maður er manns gaman er lykilþema í Landsmótunum og það verður óneitanlega spennandi að sjá hvernig til tekst. Mér líst sérlega vel á Hvammstanga sem mótsstað og ég tel að staðsetningin sé góð. Það er skemmtilegt fyrir USVH að fá þetta mót en sambandið er 70 ára og þetta er um leið góð kynning fyrir svæðið í heild sinni. Í þessu felast mörg tækifæri, bæði fyrir heimamenn og fyrir landsmenn sem eru að koma og taka þátt,“ sagði Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, í samtali við Skinfaxa. – Verður ekki spennandi að sjá hvernig til tekst? „Jú, það verður það. Ég hlakka mikið til og vona að það verði góð þátttaka. Við rennum svolítið blint í sjóinn með þátttökuna en vonandi er að þetta mót festi sig í sessi eins og hin mótin tvö. Verkefnið er mjög spennandi og þarft og ég held að þetta sé góð viðbót og stuðningur við íþróttastarfið í landinu og þennan aldurshóp,“ sagði Helga Guðrún.


Hvað sem á bjátar og hvað sem á dynur hvernig sem veröldin dæsir og stynur skaltu aðstoð okkar þiggja því alla þá sem landið byggja – okkar hlutverk er að tryggja.

Vátryggingafélag Íslands hf. | Ármúla 3

| 108 Reykjavík | Sími 560 5000

| vis.is

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

5


Jón Kristján Sigurðsson – ritstjóraspjall:

Viðburðaríkt sumar fram undan Eins og endranær blasir við viðburðaríkt sumar en Ungmennafélag Íslands stendur fyrir áhugaverðum verkefnum sem mörg hver hafa slegið í gegn á undanförnum árum. Unglingalandsmótið verður á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina en þau mót hafa vakið mikla athygli og dregið til sín fjölda keppenda og gesta. Undirbúningur fyrir mótið stendur sem hæst en aðstæður til keppni og útivistar verða mjög góðar. Fjölskyldan á fjallið verður á sínum stað en í því verkefni tóku þátt yfir 15 þúsund manns á síðasta sumri. Frjálsíþróttaskólinn verður rekinn með svipuðu sniði og áður en þetta verður fjórða sumarið í röð sem hann er starfræktur. Mjög góð þátttaka var í skólanum í fyrrasumar og greinilegt er að þetta verkefni er komið til að vera. Ungmennafélag Íslands ákvað í

fyrra að gefa verkefnum á sviði almenningsíþrótta aukið vægi í starfseminni. Með því er verið að vekja almenning til umhugsunar um mikilvægi hreyfingar og hollra lifnaðarhátta. Verkefnið ber heitið Hættu að hanga! – Komdu að synda, hjóla eða ganga. Góð þátttaka var í þessu verkefni í fyrra og er búist við að hún verði enn meiri í ár því

að mikil vakning er fyrir hreyfingu almennt um þessar mundir. Í sumar verður haldið fyrsta Landsmót UMFÍ 50+. Mótið er sérstaklega ætlað fólki 50 ára og eldra. Mótið verður haldið á Hvammstanga dagana 24.–26. júní. Framkvæmd mótsins verður í höndum UMFÍ, Ungmennasambands Vestur Húnvetninga og Sveitarfélagsins Húnaþings vestra. Fyrirhugaðar keppnisgreinar eru golf, pútt, sund, frjálsar, blak, hestaíþróttir, þríþraut, brids, boccia, skák, línudans, hjólreiðar og starfsíþróttir. Ásamt keppni verður ýmislegt fleira í boði eins og fræðsluerindi og fyrirlestrar um hreyfingu og næringu. Vorið er ekki langt undan og oft er sagt að sumarið sé tíminn. Á þessum tímum í þjóðfélaginu er brýnt að við stöndum saman og nýtum tímann vel með börnunum okkar og fjölskyldunum. Sá tími er vel nýttur og hann skilar sér margfalt til baka þegar upp er staðið.

Nýr starfsmaður til UMFÍ Guðbirna Kristín Þórðardóttir hóf störf nú um áramótin sem ritari í þjónustumiðstöð Ungmennafélags Íslands. Tók hún við starfi Öldu Pálsdóttur. „Starfið leggst vel í mig og ég er full tilhlökkunar. Ungmennafélagshreyfingin er stór og það er spennandi að fá að vinna í henni,“ sagði Guðbirna Kristín Þórðardóttir.

Nemendur af íþróttabraut FB kynntu sér starfsemi UMFÍ Á þriðja tug nemenda við Fjölbrautaskólann í Breiðholti kom í heimsókn í þjónustumiðstöð UMFÍ 16. febrúar sl. til að kynnast starfsemi hreyfingarinnar. Nemendurnir voru flestir af íþróttabraut skólans og komu í fylgd Torfa Magnússonar íþróttakennara. Nemendurnir fræddust um verkefni sem UMFÍ stendur fyrir og sýndu heimsókninni mikinn áhuga. Anna R. Möller, forstöðumaður Evrópu unga fólksins, fræddi nemendurna um verkefnið og það sem er í boði fyrir þá í Evrópu. Nemendur af íþróttabraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti hafa komið reglulega í heimsókn í þjónustumiðstöðina hin síðustu ár. Þó nokkuð er um það að hópar komi og fræðist um starfsemina innan UMFÍ.

6

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

Skinfaxi 1. tbl. 2011 Ritstjóri: Jón Kristján Sigurðsson. Ábyrgðarmaður: Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ. Ljósmyndir: Jón Kristján Sigurðsson, Ómar Bragi Stefánsson, Gunnar Gunnarsson, Sigurður Guðmundsson, Þorsteinn Eyþórsson o.fl. Umbrot og hönnun: Indígó. Prentun: Ísafoldarprentsmiðja. Prófarkalestur: Helgi Magnússon. Auglýsingar: Miðlun ehf. og Gunnar Bender. Ritnefnd: Gunnar Gunnarsson, Kristín Hálfdánardóttir og Óskar Þór Halldórsson. Skrifstofa UMFÍ/Skinfaxa: Þjónustumiðstöð UMFÍ, Sigtúni 42, 105 Reykjavík. Sími: 568-2929 Netfang: umfi@umfi.is Heimasíða: www.umfi.is Starfsmenn UMFÍ: Sæmundur Runólfsson, framkv.stjóri, Alda Pálsdóttir, skrifstofustjóri, Helgi Gunnarsson, fjármálastjóri, Jón Kristján Sigurðsson, ritstjóri Skinfaxa og kynningarfulltrúi, Sigurður Guðmundsson, landsfulltrúi, Ómar Bragi Stefánsson, landsfulltrúi, með aðsetur á Sauðárkróki, Guðbirna Kristín Þórðardóttir, ritari. Stjórn UMFÍ: Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður, Björg Jakobsdóttir, varaformaður, Björn Ármann Ólafsson, gjaldkeri, Örn Guðnason, ritari, Einar Haraldsson, meðstjórnandi, Eyrún Harpa Hlynsdóttir, meðstjórnandi, Garðar Svansson, meðstjórnandi, Ragnhildur Einarsdóttir, varastjórn, Haraldur Þór Jóhannsson, varastjórn, Gunnar Gunnarsson, varastjórn, Einar Kristján Jónsson, varastjórn. Forsíða: Keppendur frá Ungmennasambandi VesturHúnvetninga ganga inn á íþróttavöllinn við upphaf Unglingalandsmóts UMFÍ sem haldið var í Borgarnesi 2010.

Nemendur Fjölbrautaskólans í Breiðholti í heimsókn í þjónustumiðstöð UMFÍ.Öryggisbelti Beltin bjarga. Þetta er gullvægt slagorð eins og dæmin sanna. Við spennum beltið án umhugsunar í upphafi ökuferðar enda er farþegum best borgið spenntir í sæti sínu við óhapp. Þá verða öryggisbelti að virka rétt. Til viðbótar við öryggisbelti skoðar Frumherji 166 önnur öryggisatriði í almennri skoðun.

ENNEMM / SÍA / NM42116

Frumherji – örugg bifrei›asko›un.

Frumherji hf - sími 570 9000 - fijónustuver og tímapantanir 570 9090 - www.frumherji.is

8

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands


„Ferillinn skemmtilegur, gefandi, en jafnframt erfiður“

Bryndís Ólafsdóttir Sundferill Bryndísar Ólafsdóttur stóð sem hæst seint á níunda áratug síðustu aldar. Bryndís setti nokkur glæsileg Íslandsmet á ferlinum sem hafa staðist tímans tönn. Það var ekki fyrr en fyrir tveimur árum sem það síðasta féll. Bryndís tók þátt í nokkrum stórmótum á erlendri grund en þar ber hæst þátttöku á Ólympíuleikunum í Seoul 1988. Hún tók auk þess þátt í nokkrum Evrópumótum. Bryndís keppti undir merkjum Ungmennafélags Selfoss, Ungmennafélagsins Þórs í Þorlákshöfn, Sundfélagsins Ægis og Keflavíkur.

Setti nokkur met fyrir Ólympíuleikana í Seoul „Það má segja að mesti uppgangstími minn í sundinu hafi verið fyrir Ólympíuleikana í Seoul. Þá setti ég nokkur met og eitt þeirra tryggði mig inn á Ólympíuleikana,“ sagði Bryndís í spjalli við Skinfaxa. „Þegar ferlinum lauk settist ég á skólabekk í Íþróttakennaraskólanum á Laugarvatni og í kjölfarið fór ég út í kraftlyftingar. Ég fluttist búferlum til Þýskalands og bjó þar um tíu ára skeið og kom heim

HVAR ERU ÞAU

Í DAG?

Bryndís Ólafsdóttir var ein sterkasta sundkona landsins um árabil. Hún setti fjölda Íslandsmeta á glæsilegum ferli sínum.

2005. Í dag er ég sjúkraþjálfari í Mætti sem ég á með öðrum. Ég lærði sjúkraþjálfunina í einkaháskóla í Þýskalandi. Þá sé ég um þrekþjálfun hjá handboltaakademíunni við Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi og hef verið sundþjálfari hjá sunddeild Ungmennafélags Selfoss í fimm ár. Ég keppi í dag í kraftlyftingum og setti á dögunum Íslandsmet í mínum aldursflokki,“ sagði Bryndís.

Reynsla og þekking hafa hjálpað mér – Það er greinilegt á öllu að íþróttirnar hafa gefið þér mikið. „Íþróttirnar hafa leikið stórt hlutverk í lífi mínu. Reynslan og þekkingin, sem ég hef aflað mér, hefur hjálpað mér mikið í þeim störfum sem ég er að vinna í dag. Þegar ég lít til baka var keppnisferillinn í sundinu mjög skemmtilegur, gefandi og jafnframt erfiður. Ég hefði ekki fyrir mitt litla líf vilja missa af þessum tíma. Þessi reynsla nýtist manni mest persónulega en maður temur sér mikinn sjálfsaga. Íþróttirnar toga mikið í mann og ég fór í sjúkraþjálfun því ég vildi ekki vera þjálfari með litla menntun. Ég vildi afla mér eins mikillar menntunar og ég gæti,“ sagði Bryndís.

Sundið gengur í bylgjum eins og allt annað – Hvernig finnst þér sundið standa í dag? „Mér finnst framfarirnar hafa orðið minni en maður átti von á. Í kringum 1980–1980 voru miklar framfarir en þetta gengur í bylgjum eins og allt annað,“ sagði Bryndís Ólafsdóttir.

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

9


„Get ekki hugsað mér betri hluti til að hafa í minningunni“

Eðvarð Þór Eðvarðsson Eðvarð Þór Eðvarðsson skipar sér á bekk á meðal sterkustu sundmanna sögunnar hér á landi. Eðvarð Þór var á sínum tíma í hópi sterkustu baksundsmanna í heiminum en hann komst meðal annars í úrslit í 200 metra baksundi á heimsmeistaramótinu í Madríd 1986. Þetta var á þeim tíma besti árangur sem íslenskur sundmaður hafði náð. Hann setti auk þess Norðurlandamet og varð þá annar Íslendingurinn til að setja Norðurlandamet í sundi. Hann bætti það síðan á Evrópumótinu í Strassborg 1987 og það met stóð í fimm ár. Sama ár hafnaði Eðvarð Þór í þriðja sæti í 200 metra baksundi í Evrópubikarkeppni innanhúss í Malmö. Eðvarð Þór synti alla tíð fyrir Ungmennafélagið Njarðvík.

Fór upp úr lauginni til að þjálfa „Ég menntaði mig sem kennara og fór síðan í framhaldsnám í stjórnun menntastofnana. Í dag er ég aðstoðarskólastjóri Holtaskóla í Reykjanesbæ og sundþjálfari hjá Íþróttabandalagi Reykjanesbæjar. Ég er búinn að starfa við sundþjálfun alveg frá því að mínum sundferli lauk. Við getum sagt að ég hafi farið upp úr lauginni

10

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

HVAR ERU ÞAU

Í DAG? Að ofan: Eðvarð Þór ásamt tveimur barna sinna. Að neðan: Eðvarð Þór Eðvarðsson, íþróttamaður ársins 1986.

til að þjálfa. Ég hef afskaplega gaman af því að þjálfa og alltaf eru nýir vinklar á þjálfunina eftir því sem maður eldist og þroskast. Ég er íþróttakennari í grunninn og hef lokið öllum þjálfarastigum sem viðkoma sundinu. Ég fór m.a. til Danmerkur á sínum tíma og var þar um tveggja ára skeið og þjálfaði þar félagslið,“ sagði Eðvarð Þór í spjalli við Skinfaxa.

Sundið hefur gefið mér mikið – Þegar þú lítur yfir farinn veg, hefur keppnisferillinn og þjálfunin gefið þér mikið? „Þetta var frábær tími. Ég get ekki hugsað mér betri hluti til að hafa í minningunni. Það sem stendur upp úr á ferli mínum er að komast í úrslit á Heimsmeistaramótinu í Madríd 1986 og þriðja sæti á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð sama ár. Norðurlandametið er líka ofarlega í minningunni og ég var síðan oft í úrslitum á Evrópumeistaramótum. Það var síðan ofsalega gaman að vera kjörinn íþróttamaður ársins 1986. Ég komst svo í undanúrslit á Ólympíuleikunum í Seoul 1988. Sundið hefur gefið mér mikið og ég nýt þess enn í dag. Sundið hefur kennt manni margt í frábærum félagsskap, hvernig maður vill haga lífinu varðandi taktík og skipulag,“ sagði Eðvarð Þór. – Á hvaða vegi finnst þér sundíþróttin vera í dag? „Góðum að mörgu leyti. Þetta er harður heimur og það er svo margt annað sem glepur. Þetta er erfið íþrótt sem krefst mikils sjálfsaga. Ég held því fram fullum fetum að einstaklingsbundinn ávinningur sé gríðarlega mikill. Sem dæmi vil ég nefna að ég er að hitta krakka sem ég þjálfaði fyrir 15 árum og maður nýtur þess að sjá hvar þau eru stödd í lífinu og hvað þau hafa getað tamið sér,“ sagði Eðvarð Þór Eðvarðsson í spjallinu við Skinfaxa.


ÍSLENSK A SI A .IS ICE 53923 03/11

HUGURINN BER ÞIG AÐEINS HÁLFA LEIÐ

150 KLUKKUSTUNDIR AF EFNI Í AFÞREYINGARKERFI ICELANDAIR + Bókaðu ferð á www.icelandair.is

SEATTLE FRÁ 39.900 *

KR.

GEFUR 2.700 TIL 8.100 VILDARPUNKTA**

PARÍS 19.900

*

KR. FRÁ GEFUR 1.800 TIL 5.400 VILDARPUNKTA**

ICELANDAIR Í FYRSTA SÆTI Í EVRÓPU ÞEGAR KEMUR AÐ STUNDVÍSI Áreiðanleiki í áætlunarflugi er mikilvægur þáttur í þjónustu við fólk í viðskiptaferðum. Árið 2010 var Icelandair áreiðanlegast af öllum flugfélögum í Evrópusambandi flugfélaga (AEA). Það merkir að Icelandair hefur sjaldnar aflýst flugi en önnur evrópsk flugfélög.

KÖBEN 18.900

* KR. FRÁ GEFUR 1.500 TIL 4.500 VILDARPUNKTA**

SKEMMTU ÞÉR Í BÍÓ Hver farþegi hefur sinn sérstaka skjá á sætisbakinu fyrir framan sig. Í gegnum þennan snertisjá er hægt að velja á milli ýmiss konar afþreyingar, allt eftir smekk og áhugasviði hvers og eins. Í boði er gott úrval af nýlegum kvikmyndum, erlendum og íslenskum, barnaefni með íslensku tali, stuttum sjónvarpsþáttum úr vinsælum seríum, fræðsluefni og fjöldi tónlistarrása. Skemmtiefnið er öllum farþegum að kostnaðarlausu.

ECONOMY COMFORT I MEIRI ÞÆGINDI FYRIR ALLA I SNIÐIÐ FYRIR FÓLK Í VIÐSKIPTAFERÐUM I RAFMAGNSINNSTUNGA FYRIR TÖLVU * Innfalið: Flug aðra leiðina og flugvallarskattar. ** Punktasöfnun fyrir aðra leiðina. SKINFAXI Vinsamlegast athugið: Einstaka sinnum kemur fyrir að viðskiptavinir Icelandair fljúgi með vél sem ekki er búið að setja í ný sæti og nýtt afþreyingarkerfi.

– tímarit Ungmennafélags Íslands

11


AFSKAPLEGA GEFANDI AÐ STARFA INNAN HREYFINGARINNAR Elín Rán Björnsdóttir, formaður Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands: Starfsemin innan Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands hefur sjaldan verið í eins miklum blóma og nú. Starfið er þróttmikið á öllum sviðum og fram undan er Unglingalandsmótið sem haldið verður á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina í sumar. Það má því segja með sanni að héraðssambandið hafi í nógu að snúast og verkefnin verði ærin á næstu mánuðum. „Laugardaginn 28. júní 1941 var haldinn fundur að Eiðum og þar rædd og ákveðin stofnun ungmennasambands fyrir Austurland. Undirbúning að fundinum hafði annast nefnd, kosin af sambandi Eiðamanna. Nefndina skipuðu þrír menn, skólastjóri og kennarar Eiðaskóla, þeir Þórarinn Þórarinsson, Þóroddur Guðmundsson og Þórarinn Sveinsson. Á fundi þessum voru mættir fulltrúar frá sex félögum, auk fundarboðenda og Ingólfs Kristjánssonar tollvarðar, en hann mætti fyrir hönd Íþróttaráðs Austurlands. Stofnað var Ungmennasamband Austurlands – U.M.S.A. – og samin lög fyrir það. Flestir fundarmanna skrifuðu þó undir lög sambandsins með fyrirvara, þar sem þeir töldu sig ekki hafa nægilega traust umboð frá viðkomandi félögum. Sambandssvæðið var Múlasýslur báðar. Sambandinu var valið lögheimili að Eiðum. Kosin var fimm manna stjórn og jafnmargir til vara. Skólastjóri Eiðaskóla, Þórarinn Þórarinsson, sagði við þetta tækifæri, að allar dyr Eiðaskóla skyldu standa opnar fyrir starfsemi ungmennasambands á Austurlandi. Var þeim orðum vel fagnað og þótti af vinsemd mælt.“ Svo hljóðar lýsing Skúla Þorsteinssonar á stofnfundi héraðssambands á Austurlandi sem hann ritaði í Snæfell á fimm ára afmæli UÍA. Á sambandsþingi árið eftir var nafni sambandsins breytt í Ungmennaog íþróttasamband Austurlands og gekk

12

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

Elín Rán Björnsdóttir, formaður UÍA.

sambandið til liðs við bæði UMFÍ og ÍSÍ, fyrst héraðssambanda. Alla tíð síðan hefur UÍA skapað kjölfestuna í austfirsku æskulýðs- og íþróttastarfi ásamt ungmenna- og íþróttafélögunum og staðið fyrir ótal samkomum, mótum, námskeiðum en síðast en ekki síst verið ötull talsmaður austfirskrar æsku á landsvísu. Elín Rán Björnsdóttir, formaður UÍA, segir að starfsemin innan UÍA í dag snúist að mestu leyti um að hvetja aðildarfélög til að starfa saman að því að bæta íþróttastarfsemina á Austurlandi, vinna saman að mótahaldi, keppa saman undir merkjum UÍA út á við og vinna saman að því sem snýr að félagsmálafræðslu og tengingu við UMFÍ og ÍSÍ. – Nú virðist sem mikill kraftur sé í starfi ykkar hvert sem litið er. Var ákveðið að blása til sóknar? „Já, það var ákveðið árið 2008 að gera það. Okkur fannst hafa verið svolítil lægð í starfseminni. Við vorum því farin að sjá

verulega þörf fyrir að héraðssambandið yrði sterkt og aðildarfélögin fundu að eitthvað þurfti að gerast. Ný stjórn kom til starfa 2008, afskaplega virk, og um leið komu inn einstaklingar sem voru tilbúnir að leiða starfið. Þá stóð ekki á því að aðildarfélögin væru tilbúin að vera með. Við settum í gírinn og unnum markvisst að því að færa héraðssambandið til nútímans. Mikill tími var búinn að fara í stefnumótun og vinnu í því hvernig við vildum sjá héraðssambandið. Um leið og stefnan lá fyrir var miklu auðveldara að vinna að henni. Árangurinn af þessu starfi hefur hægt og bítandi verið að koma í ljós. Greinaráðin eru mun virkari en áður, þeim fjölgar og fólk er farið að koma til okkar í mjög mörgum tilfellum og biðja um að stofnuð verði greinaráð í fleiri greinum til að standa saman að mótahaldi. Við finnum fyrir mun meiri vilja en áður til að hrinda af stað fleiri hlutum. Núna nýlega var stofnað körfuboltaráð, sem aldrei hefur verið til innan UÍA, og einnig er komin í gang keppni um Bolholtsbikarinn í utandeildarkörfubolta.


mjög sterk, og hafa haldið sér stöðugt áfram í hópi þeirra bestu. Ef tekst að ná upp hefð í ákveðinni grein fylgir árangurinn með. Ég er bara bjartsýn í þessum efnum,“ sagði Elín Rán. UÍA er framkvæmdaaðilinn að 14. Unglingalandsmóti UMFÍ í sumar en það verður haldið á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina. Undirbúningur stendur yfir af fullum krafti en þessi mót hafa slegið rækilega í gegn. Elín Rán var innt eftir því hvort ekki ríkti mikil eftirvænting vegna mótsins í sumar. „Það er mikil tilhlökkun vegna mótsins í stjórninni og aðildarfélögunum. Ég er handviss um að það verður metþátttaka af hálfu UÍA í Unglingalandsmótinu í sumar og er þess fullviss að vel verði staðið að mótinu. Mikill fjöldi fólks er kominn til okkar til að skipuleggja hlutina og vinna með okkur. Greinastjórar eru komnir á fullt í undirbúningi þannig að vinnan er komin af stað á öllum vígstöðvum í þeim þáttum sem lúta að mótinu. Öll aðstaða er til fyrirmyndar en það eina sem vantar upp á núna er mótokrossbrautin og hún er í bígerð.“

Austfirsk ungmenni ganga inn á leikvanginn á Unglingalandsmótinu í Borgarnesi s.l. sumar.

Svo er stefnan sett á mót þeirra yngri í körfuboltanum en ekkert slíkt hefur verið í gangi. Það hefur verið sérlega gaman og upplífgandi að sjá starfsemina lifna við. Þessi umsnúningur gefur manni kraft til að halda áfram. Árangurinn lætur ekki á sér standa sem segir manni að við erum að gera rétta hluti,“ sagði Elín Rán í viðtali við Skinfaxa. Elín Rán segir ennfremur engum blöðum um það að fletta að hún finni fyrir miklum meðbyr. „Meðbyrinn kom greinilega á sambandsþinginu þar sem umræður voru mjög góðar. Lottóreglurnar hjá okkur voru endurskoðaðar og samþykktar. Þá voru settar nýjar reglur um afrekssjóðinn og reglur um val á íþróttamanni UÍA. Á þinginu voru 25 tillögur samþykktar og ég held að þinggerðin sé um 20 blaðsíður,“ sagði Elín Rán. Elín Rán sagði að aðildarfélögin væru orðin 35 en nýtt félag var tekið inn á þinginu á dögunum. Hún sagði að þeim

hefði farið fjölgandi á síðustu árum og hún veit um stofnun nýs félags sem er í vinnslu sem kæmi þá inn á næsta þingi. – Sérðu fyrir þér á næstu árum að Austfirðingar eigi lið í efstu deildum boltaíþrótta? „Að mínu mati gæti það alveg gerst. Það er unnið mjög gott starf í mörgum aðildarfélögum. Fjarðabyggð var komin ansi langt í knattspyrnunni og þeir stefna ótrauðir upp á við. Stefnan hjá Hetti í körfuboltanum hefur lengi verið að komast upp í úrvalsdeild en það tókst ekki að þessu sinni. Það gengur vonandi eftir á næsta ári. Ef starfið heldur áfram að vaxa og dafna og hlúð verður að starfi yngri flokkanna er ég ekki í nokkrum vafa um að það muni skila okkur upp í efstu deildir. Hér hefur ekki verið mikil hefð fyrir handboltanum en handboltadeildin hjá Hetti er að reyna að klóra sig áfram. Um síðustu áramót hóf hópur æfingar í handbolta og það er vonandi að uppbyggingin haldi áfram. Norðfirðingar hafa átt topplið í blakinu um árabil, en þar er hefðin orðin

– Búist þið við miklum fjölda keppenda og gesta á mótið í sumar? „Í áætlunum okkar gerum við ráð fyrir tólf hundruð keppendum eða nokkru færri en voru á síðasta móti í Borgarnesi. Það gætu allt eins orðið fleiri keppendur en margar fjölskyldur eru með þetta mót orðið fast í skipulaginu hjá sér. Krakkarnir gera orðið kröfur um að mæta á mótið, alveg sama hvar þau búa á landinu. Unglingalandsmótin eru í dag partur af útilegu fjölskyldunnar,“ sagði Elín Rán. – Ert þú búin að vera lengi í ungmennafélagshreyfingunni? „Já, ég er búin að lifa og hrærast í henni lengi. Ég byrjaði í henni sem keppandi ung að árum innan UÍA. Faðir minn var formaður UÍA í nokkur ár og ýtti það sjálfsögðu undir áhugann. Þegar ég var unglingur var ég farin að starfa í frjálsíþróttaráðinu og þá farin að þjálfa. Síðan kom smápása þegar ég fór burt í skóla en þegar ég kom aftur á svæðið þá fór ég á fullt í starfinu á nýjan leik.“ – Sýnist þér ekki að ungmennafélagshreyfingin eigi bjarta framtíð? „Jú, ekki nokkur spurning. Það er afskaplega gefandi að starfa innan hennar og hún er stór hluti af menningu okkar. Ég get ekki séð annað en að hreyfingin muni blómstra um ókomna framtíð. Það eru tækifæri í öllum hornum og ef ríki og sveitarfélög halda áfram að styðja við bakið á hreyfingunni þurfum við engu að kvíða,“ sagði Elín Rán Björnsdóttir, formaður Ungmenna- og Íþróttasambands Austurlands, í samtalinu við Skinfaxa.

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

13


Borgarafundur vegna Unglingalandsmóts á Egilsstöðum:

Mótið orðið fastur liður í sumarferðum hjá fjölskyldum „Ég finn fyrir krafti meðal mótshaldara Unglingalandsmótsins sem verður á Fljótsdalshéraði í sumar og mótshaldarar eru staðráðnir í að halda besta Unglingalandsmót sem haldið hefur verið“. Þetta sagði Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, á borgarafundi á Egilsstöðum þar sem mótið var kynnt 3. mars sl. Á fundinum var meðal annars undirritaður samningur milli sveitarfélagsins Fljótsdalshéraðs, UMFÍ og UÍA um mótið. Fljótsdalshérað leggur til aðstöðu og ýmsa þjónustu en UÍA heldur mótið. Áætlað er að um 3–400 sjálfboðaliðar komi að mótinu um verslunarmannahelgina. Á fundi undirbúningsnefndar mótsins var gengið frá ráðningu verkefnisstjóra, Heiðar Vigfúsdóttur, sem þegar hefur hafið störf. Enn hafa keppnissvæði í knattspyrnu og mótokrossi ekki verið staðfest en þau mál eru í vinnslu. Búist er við að um 8000–10.000 gestir sæki mótið. Gert er ráð fyrir 1200–1700 keppendum en metþátttaka, 1700

Heiður Vigfúsdóttir, verkefnastjóri Unglingalandsmótsins á Egilsstöðum:

Spennandi starf sem ég hlakka til að takast á við Heiður Vigfúsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri 14. Unglingalandsmóts UMFÍ og hóf hún störf nú í mars. Heiður er fædd í Reykjavík, bjó síðan í fjögur ár á Neskaupstað en lauk mennta- og háskólanámi í Reykjavík. Síðan bjó hún á Spáni í þrjú ár og var þar við skíðaþjálfun. Heiður fór eftir það með eiginmanni til Ástralíu í frekara nám og endaði að því búnu aftur á Austurlandi.

14

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

manns, var í Borgarnesi í fyrra. Mótshaldarar óttast ekki að fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu dragi úr áhuga gesta. Þvert á móti er mótið orðið fastur liður í sumarferðum margra fjölskyldna og starfi héraðssambanda. Margir hlakka til að heimsækja Fljótsdalshérað í fyrsta sinn. Nýjar keppnisgreinar hafa bæst við en í ár verður í fyrsta sinn keppt í fimleikum. Nýir samstarfsaðilar hafa verið kynntir til sögunnar en þeir eru Eimskip og Alcoa. Auglýst hefur verið eftir félagasamtökum sem áhuga hafa á veitingasölu á mótinu en hún hefur oft reynst þeim drjúg.

Frá borgarafundinum á Egilsstöðum, en við það tækifæri var undirritaður samningur á milli sveitarfélagsins Fljótsdalshéraðs, UMFÍ og UÍA um mótið.

Ungmennafélagsandinn kemur að góðum notum „Ég var og er mikil íþróttamanneskja og æfði flestar íþróttagreinar á Húsavík og keppti í þeim. Ég man vel eftir Landsmótum og Unglingalandsmótum í gegnum tíðina en aðallega keppti ég í frjálsum íþróttum undir hatti HSÞ. Ég þekki vel ungmennafélagsandann sem kemur mér eflaust að góðum notum í starfinu fyrir Unglingalandsmótið. Ég starfaði um tíma hjá fyrirtæki í viðburðastjórnun þannig að ég hef skipulagt ferðir, stóra viðburði og fjölskylduskemmtanir. Þessi reynsla á eftir að nýtast mér í verkefnastjórastarfinu. Þetta er mjög spennandi starf sem ég hlakka til að takast á við. Ég er að fara að starfa með skemmtilegu fólki sem verður líka spennandi,“ sagði Heiður Vigfúsdóttir, verkefnastjóri Unglingalandsmótsins á Egilsstöðum í sumar, í spjalli við Skinfaxa.


Nú klæðum við áleggið okkar í gull ...því það á það svo sannarlega skilið

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

15


;g_{ah Äg iiVh` a^ Ungmennafélags Íslands Ungmennafélag Íslands starfrækir frjálsíþróttaskóla víðsvegar í sumar fyrir ungmenni 11 til 18 ára. ;g_{ah Äg iiVh` a^cc Zg heZccVcY^ i¨`^[¨g^ [ng^g jc\bZcc^ hZb k^a_V gZncV h^\ [nghiV h^cc ZÂV Z[aV h^\ [g_{ahjb Äg iijb# KZaYj ÄVcc hiVÂ hZb ]ZciVg Ä g d\ iV`ij Ä{ii \ Âjb [ aV\hh`Ve# 6j` Äg iiV¨[^c\V kZgÂV `k aYk `jg! \ c\j[ZgÂ^g d\ ÅbhVg k¨ciVg jee{`dbjg#

maggi@12og3.is-248.170

;g_{ah Äg iiVh` a^cc kZgÂjg { Z[i^gi aYjb hi Âjb '%# " ')# ? c #/ JBH7 " 7dg\VgcZh JÏ6 " :\^ahhiVÂ^g =HK " ÏhV[_ gÂjg =H@ " HZa[dhh J;6 " 6`jgZng^ JHÖ " = [c =dgcV[^gÂ^ JBH@ " Bdh[ZaahW¨g JBHH " HVjÂ{g`g `jg C{cVg^ jeeaÅh^c\Vg b{ [^ccV { ]Z^bVh Âj JB;Ï lll#jb[^#^h d\ h bV *+-"'.'.# ;g_{ah Äg iiVh` a^cc Zg hVbk^ccj k^Â ;g_{ah Äg iiVhVbWVcY ÏhaVcYh d\ ] gVÂhhVbW cY^c ^ccVc JB;Ï

16

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands


Frjálsar: Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum:

Merkjum mikla grósku í íþróttinni – segir Jónas Egilsson, framkvæmdastjóri FRÍ. „Það er koma fram ungt og efnilegt frjálsíþróttafólk sem á eftir að láta að sér kveða í framtíðinni. Við merkjum mikla grósku í íþróttinni, ennfremur er umfjöllun fjölmiðla mun meiri en áður og allt hefur þetta áhrif. Við eigum góðar fyrirmyndir sem er afar mikilvægt fyrir þau yngri sem eru að stíga sín fyrstu skref. Aðstæður hafa batnað mikið á síðustu árum og það hefur óneitanlega mikil áhrif. Við getum ekki annað en horft björtum augum til framtíðar,“ sagði Jónas Egilsson, framkvæmdastjóri Frjálsíþróttasambands Íslands, í samtali við Skinfaxa.

Lið ÍR-inga vann heildarstigakeppnina Þorsteinn Ingvarsson, HSÞ, var ekki langt frá því að ná lágmörkunum fyrir EM innanhúss í París í mars á Meistaramóti Íslands sem haldið var í Laugardalnum 5.–6. febrúar sl. Þorsteinn stökk 7,55 metra en lágmarkið er 7,75 metrar. Hann var nálægt því að ná lágmarkinu í lokastökkinu en stökkið var ógilt. ÍR-ingar voru sigursælir á Meistaramótinu. Þeir urðu stigahæstir í karla- og kvennakeppninni. ÍR hlaut samtals 30.696 stig í heildarstigakeppninni en sameinað lið HSK/Selfoss kom næst með 14.102 stig, FH varð í 3. sæti með 13.951 stig og UFA í 4. sæti með 13.630 stig. ÍR-ingar hlutu 11.391 stig í stigakeppni karla en Breiðablik kom þar næst með 9.190 stig. FH-ingar voru skammt undan með 9.131 stig. Í stigakeppni kvenna hafði ÍR mikla yfirburði og náði í 19.305 stig. HSK/Selfoss kom næst með 8.456 stig og UFA náði í 6.887 stig.

Kristín Birna með besta afrek mótsins Besta afrek mótsins samkvæmt stigakerfinu vann Kristín Birna Ólafsdóttir, ÍR, sem fékk 1.033 stig fyrir að koma í mark á 8,60 sekúndum í 60 m grindahlaupi þar sem hún bætti besta árangur sinn. Einar Daði Lárusson setti Íslandsmet í sínum aldursflokki (20–22 ára) í 60 m grindahlaupi þegar hann hljóp á 8,18 sekúndum. Af öðrum helstu úrslitum má nefna að Óli Tómas Freysson, FH, reyndist fljótastur allra en hann kom í mark á 7 sekúndum sléttum í 60 m spretthlaupi. Arna Stefanía Guðmundsdóttir, ÍR, vann í kvennaflokki á 7,86 sekúndum en hún varð einnig í

Sveinn Elías Sveinsson, Fjölni, kemur í mark í 60 m hlaupi.

öðru sæti í langstökkskeppni þar sem Sveinbjörg Zophoníasdóttir, USÚ, vann sigur með 5,98 metra stökki. Kolbeinn Hörður Gunnarsson, Ungmennafélagi Akureyrar, varð Íslandsmeistari í 400 m hlaupi karla á 50,47 sekúndum og Stefanía Valdimarsdóttir, Breiðabliki, í flokki kvenna á 57,02 sekúndum. Helga Margrét Þorsteinsdóttir, Ármanni, vann kúluvarpskeppnina með því að varpa kúlunni 13,90 metra og varð í öðru sæti í hástökki. Þar vann Helga Þráinsdóttir en báðar stukku yfir 1,64 metra. Óðinn Björn Þorsteinsson, FH, varð Íslandsmeistari í kúluvarpi með 18,31 metra. FH vann þrefaldan sigur í kúluvarpi karla.

Ungmennafélagar Íslandsmeistarar í fjölþrautum Fjóla Signý Hannesdóttir, HSK/Selfoss, og Sölvi Guðmundsson, Breiðabliki, urðu Íslandsmeistarar í fjölþrautum sem fram fór helgina 12.–13. febrúar sl. Fjóla Signý fékk 3377 stig í fimmtarþraut en Kristín Birna Ólafsdóttir, ÍR, sem var sigurstranglegust, gerði öll stökk ógild í langstökki og hætti keppni. Sölvi fékk 4362 stig í sjöþraut karla en Einar Daði Lárusson, ÍR, sem einnig var talinn sigurstranglegur í karlaflokki, felldi byrjunarhæð í stangarstökki og hætti keppni. Ingi Rúnar Kristinsson, Breiðabliki, sigraði í flokki 17–18 ára með 5110 stigum, Sindri Hrafn Guðmundsson, einnig úr Breiðabliki, sigraði í flokki pilta 17 ára og yngri með 3511 stigum. Arna Stefanía Guðmundsdóttir, ÍR, sigraði í flokki 17 ára og yngri og fékk 3594 stig.

Fjóla Signý Hannesdóttir, HSK/Selfoss, Íslandsmeistari í fjölþrautum kvenna.

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

17


Frjálsar: Meistaramót Íslands 15–22 ára:

Góður árangur í mörgum greinum Meistaramót Íslands 15–22 ára fór fram helgina 29.–30 janúar sl. í Frjálsíþróttahöllinni og náðist frábær árangur í mörgum greinum. ÍR sigraði með yfirburðum, fékk 491,3 stig eða 326,6 stigum fleira en það félag sem lenti í öðru sæti sem var HSK/Selfoss og í því þriðja varð UFA með 153,5 stig.

Helga Margrét Þorsteinsdóttir, Ármanni, bætti sig í þeim tveim greinum sem hún keppti í og setti Íslandsmet í sínum aldursflokki (20–22 ára) í kúluvarpi. Helga Margrét kastaði kúlunni 14,99 metra og

Helga Margrét Þorsteinsdóttir setti Íslandsmet í sínum aldursflokki (20–22 ára) í kúluvarpi á MÍ 15–22 ára.

USÚ með fimm keppendur á Meistaramóti Íslands 11–14 ára:

„Mjög stolt af stelpunum á mótinu“ – segir Jóhanna Íris Ingólfsdóttir, þjálfari USÚ. ÍR-ingar hlutu flest stig á Meistaramóti Íslands 11–14 ára sem fram fór í Laugardalshöll 26.–27. febrúar sl., með 500,5 stig. Lið FH varð í öðru sæti, eftir jafna keppni við ÍR, með 470 stig og lið HSK/Selfoss í 3. sæti með 352 stig. Lið FH varð stigahæst í fjórum aldursflokkum á mótinu af átta, ÍR í tveimur en Skagfirðingar og HSK/Selfoss í sitthvorum aldurshópnum. Góð þátttaka var í mótinu en alls hlutu stig 18 lið, víða að af landinu. 337 keppendur voru skráðir til leiks en fyrir tveimur árum tóku um 280 keppendur þátt í þessu móti. Af þátttöku í mótinu má sjá að frjálsar íþróttir njóta vaxandi vinsælda víða um land. Fjölmennustu greinarnar

18

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

hljóp 60 m grindahlaup á 8,69 sekúndum sem lofar góðu fyrir framhaldið. Arna Stefanía Guðmundsdóttir, ÍR, varð fimmfaldur Íslandsmeistari í sínum aldursflokki (16–17 ára) og bætti Íslandsmetið í 200 m hlaupi í aldursflokknum þegar hún hljóp á 24,92 sekúndum. Hún sigraði ennfremur í 60 m grindahlaupi, langstökki, 200 m hlaupi og var í sigursveit meyja í 4x200 m boðhlaupi. Sveinbjörg Zophoníasdóttir, USÚ, hreppti þrenn gull og tvenn silfurverðlaun en hún sigraði í langstökki, kúluvarpi og hástökki og varð í öðru sæti í 60 m grindahlaupi og 200 m hlaupi í sínum aldursflokki (18–19 ára). Stefanía Valdimarsdóttir, Breiðabliki, varð einnig þrefaldur Íslandsmeistari í sínum aldursflokki (18–19 ára) og sigraði í 60 m hlaupi, 60 m grindahlaupi og 200 m hlaupi. Þá varð Kolbeinn Höður Gunnarsson, UFA, einnig þrefaldur Íslandsmeistari í sínum aldursflokki (16–17 ára) en hann sigraði í 60 m hlaupi, 60 m grindahlaupi og 200 m hlaupi. Bjarki Gíslason, UFA, setti Íslandsmet í stangarstökki í sínum aldursflokki (20–22 ára) og stökk 4,83 metra en hann hefur verið að bæta sig að undanförnu. mjög góðar en byggður var frjálsíþróttavöllur í tengslum við Unglingalandsmótið á Hornafirði 2007. Við bíðum alltaf eftir því að komast út á vorin til að æfa. Keppendur frá okkur stóðu sig vel á mótinu og miðað við að við höfum litla aðstöðu innandyra voru stelpurnar að gera góða hluti á meistaramótinu. Þær voru að stökkva í gryfju í fyrsta sinn síðan í ágúst í fyrrasumar. Ég var mjög stolt af þeim á mótinu,“ sagði Jóhanna Íris Ingólfsdóttir, frjálsíþróttaþjálfari hjá USÚ, í spjalli við Skinfaxa.

Stefnum á öll mót í sumar Frá vinstri: Áróra Dröfn Ívarsdóttir, Anna Soffía Ingólfsdóttir, Alrún Iren Stevensdóttir, Sigrún Salka Hermannsdóttir og Jóhanna Íris Ingólfsdóttir, þjálfari. Á myndina vantar Elínu Ásu Heiðarsdóttur.

voru 60 m hlaup 13 ára stúlkna þar sem 52 keppendur mættu til leiks og 12 ára stúlkna og 13 ára pilta en 42 keppendur mættu til leiks í þessum greinum. Fimm stúlkur frá Ungmennasambandinu Úlfljóti kepptu á mótinu og stóðu sig með prýði. Greinilega eru þarna á ferð upprennandi stúlkur í frjálsum íþróttum. Jóhanna Íris Ingólfsdóttir er þjálfari stúlknanna. Hún sagði þær mjög áhugasamar og það væri alltaf spennandi að koma til Reykjavíkur og keppa við toppaðstæður.

Aðstæður góðar eystra „Það er alltaf ákveðinn hópur sem æfir frjálsar innan USÚ og aðstæður eystra eru

„Við eigum efnilegt frjálsíþróttafólk og svo hafa þær góða fyrirmynd en frjálsíþróttakonan Sveinbjörg Zophoníasdóttir, sem er í fremstu röð, er héðan frá Hornafirði. Aðstæður hér eystra voru ekki sérstakar þegar hún byrjaði að æfa en ef viljinn er fyrir hendi er allt hægt. Ég hef ofsalega gaman af því að vinna með krökkunum. Þetta er gefandi starf en getur stundum verið mjög krefjandi. Við ætlum að stefna að því að fara á öll mót í sumar sem hægt verður að komast á. Foreldrar krakkanna eru mjög virkir og áhugasamir sem hefur mikið að segja. Þeir standa þétt við bakið á krökkunum sínum,“ sagði Jóhanna Íris Ingólfsdóttir.


&)# Jc\a^c\VaVcYhb i JB;Ï '.# _ a ¶(&# _ a '%&& jb kZghajcVgbVccV]Za\^cV { :\^ahhi Âjb Vímuefnalaus íþrótta- og fjölskylduhátíð Jc\a^c\VaVcYhb i^c Zgj [g{W¨g `dhijg [ng^g VaaV Ä{ hZb kZa_V ]Z^aWg^\i d\ k bjZ[cVaVjhi jb]kZg[^ hVb]a^ÂV Äk VÂ iV`V Ä{ii [_ aWgZniig^ Äg iiV`Zeec^#

Þátttaka 6aa^g `gV``Vg { VaYg^cjb &&"&- {gV \ZiV iZ`^Â Ä{ii Äg iiV`Zeec^ b ih^ch# @ZeeZcYjg \gZ^ÂV Z^ii b ih\_VaY `g# +#%%%#" d\ [{ bZÂ Äk Ä{iii `jg ii aajb `Zeec^h\gZ^cjb#

Keppnisgreinar á Egilsstöðum 9Vch! [^baZ^`Vg! [g_{ah Äg ii^g! \a bV! ]ZhiV Äg ii^g! `cViihengcV! ` g[jWdai^! bdidXgdhh! h`{`! hjcY d\ \da[# ; iajÂjb Z^chiV`a^c\jb kZgÂjg WdÂ^Â jee { `Zeec^ hjcY^ d\ [g_{ah Äg iijb#

Dagskrá @Zeec^hYV\h`g{^c ]Z[hi { [ hijYV\hbdg\c^! '.# _ a # HZic^c\VgVi] [c^c kZgÂjg Ä{ jb `k aY^Â Zc hiZ[ci Zg { VÂ ]V[V ]VcV Z^c`Vg \a¨h^aZ\V# ÏÄg iiV`Zeec^c kZgÂjg jee^hiVÂVc Vaag^ YV\h`g{ Zc ]Zcc^ aÅ`jg { hjccjYV\# @k aYk `jg kZgÂV aa `k aY^c d\ [_ aWgZnii V[ÄgZn^c\VgYV\h`g{ [g{ bdg\c^ i^a `k aYh#

Heimasíða

BV\\^5&'d\(#^h ')-#&+(

=Z^bVh ÂV b ih^ch Zg lll#jab#^h

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

19


EINBEITUM OKKUR AÐ STARFINU MEÐ BÖRNUM OG UNGLINGUM Guðmundur Haukur Sigurðsson, formaður Ungmennasambands Vestur–Húnvetninga: Ungmennasamband Vestur–Húnvetninga, USVH, var stofnað 28. júní 1931 og fagnar því 80 ára afmæli á þessu ári. Svæði ungmennasambandsins nær yfir alla Vestur–Húnavatnssýslu eða sveitarfélagið Húnaþing vestra. Félögin innan sambandsins eru sex talsins og félagar rúmlega eitt þúsund. Guðmundur Haukur Sigurðsson, formaður USVH, segir starfsemina ganga vel. Starfið fer að mestu fram úti í einstökum félögum og skipta þau íþróttagreinunum á milli sín. „Kormákur hefur að mestu séð um körfubolta og fótbolta, sund og frjálsar íþróttir hafa verið hjá Sundfélaginu Húnum og Hestamannafélagið Þytur hefur haldið úti miklu og öflugu barna- og unglingastarfi. Hestamannafélagið var sérstaklega verðlaunað fyrir tveimur árum af Landssambandi hestamanna fyrir gott starf með unglingum,“ sagði Guðmundur Haukur. „Héraðssambandið hefur staðið að útgáfu Húna allar götur síðan 1976. Í blaðinu eru fréttir úr sýslunni, frásagnir af ýmsu tagi, ljóð og annar fróðleikur. Þá er sagt frá því hverjir eru að fermast og látinna minnst. Ritnefnd innan héraðssambandsins sér um efni blaðsins sem hefur alla tíð notið mikilla vinsælda.“ – Þegar þú lítur yfir farinn veg, finnst þér starfið hjá ykkur hafa tekið breytingum? „Mér finnst inntakið vera að mörgu leyti það sama. Íþróttastarfið er alltaf mikið en samt sem áður hefur líka verið unnið gott starf á öðrum sviðum. Félögin standa fyrir ýmsum atburðum og má í því sambandi nefna þorrablót, atburði í kringum sumardaginn fyrsta, leiklist og svo eru félagsvistir og ýmsar aðrar uppá-

20

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

Guðmundur Haukur Sigurðsson, formaður USVH, og Anna María Elíasdóttir, framkvæmdastjóri USVH.

komur. Síðan eru félögin eignaraðilar að öllum þremur félagsheimilunum í sveitarfélaginu. Ég sé svona í fljótu bragði ekki mikla breytingu á starfinu í gegnum tíðina,“ sagði Guðmundur Haukur. Aðspurður segist Guðmundur Haukur hafa verið tengdur ungmennafélagshreyfingunni í nálægt 45 ár. Hann hefur verið formaður USVH í þrjú ár en starfaði með USAH þegar hann bjó á Skagaströnd á sínum yngri árum. Hann var ennfremur í stjórn UMFÍ um átta ára skeið á níunda áratug síðustu aldar. Hann segist hafa orðið faðir á seinni árum og á 16 ára stúlku sem hann hefur fylgt eftir og það er

ástæða þess að hann fór að koma aftur að starfinu innan hreyfingarinnar. – Hvernig hefur gengið að fá fólk til starfa hjá USVH? „Það gengur yfirleitt nokkuð vel. Maður heyrir samt úti í félögunum að stundum sé erfitt að fá fólk í stjórnir og ráð. Fólk vill fá þjónustuna en er ekki endilega tilbúið til starfa. Það er ekki hægt að kvarta undan ungmennasambandinu því að þar höfum við verið með öfluga stjórn. Maður heyrir frá sumum félögum að það gangi svolítið illa að endurnýja í stjórnum.“


– Öll aðstaða er til fyrirmyndar hjá ykkur. Það hlýtur að ýta undir að starfið verði enn öflugra? „Já, það hefur gert það og miðað við fólksfjölda höfum við ágæta aðstöðu. Á Hvammstanga eru gott íþróttahús, sundlaug og reiðhöll. Í sumar á að sá í knattspyrnuvöllinn hjá okkur og þá verður aðstaðan orðin fín á þeim vettvangi. Við höfum átt ágætis samstarf við sveitarfélagið, erum með samning upp á verulegar fjárupphæðir sem við deilum algjörlega út til aðildarfélaga í samræmi við magnið í starfinu hjá hverju og einu,“ sagði Guðmundur. Aðspurður hvort Ungmennasambandið verði í stakk búið til að halda Unglingalandsmót á næstu árum sagði Guðmundur Haukur þá tæpast treysta sér til þess að því leyti til að þeir hafi ekki þá aðstöðu til frjálsra íþrótta sem til þarf. „Við sóttum um að fá að halda Landsmót 50+ í sumar og fengum það. Það verður gaman að fá að takast á við það verkefni. Þegar ástandið í þjóðfélaginu skríður aðeins upp á við er aldrei að vita hvað við gerum hvað Unglingalandsmót áhrærir. Auðvitað er það draumurinn að geta tekið slíkt mót að sér. Okkur vantar til þess eitt stykki keppnisvöll í frjálsum íþróttum þar sem krafist er gerviefnis á hlaupabrautum. En auðvitað höfum við látið okkur dreyma um að taka þetta að okkur,“ sagði Guðmundur Haukur. – Starfið hjá ykkur virðist hafa verið gott en frá ykkur hefur komið keppnisfólk í fremstu röð. „Það hefur verið ágætisstarf og þá alveg sérstaklega í Hrútafirðinum þaðan sem Helga Margrét og þær systur koma. Þær eru afreksmanneskjur á landsvísu og þó að lengra væri leitað. Það hafa komið hér upp ágætir íþróttamenn í fleiri greinum. Meðal annars hafa stúlkur héðan verið að leika með liðum eins og Keflavík og KR í kvennaflokkum í körfubolta þegar þær hafa þurft að sækja lengra nám í framhaldsskóla. Við höfum haft ágæta þjálfara á okkar snærum.“ – Hvernig sérðu þú framtíð ungmennasambandsins? „Ég reikna með að við reynum að sigla svipaða línu og við höfum gert. Við reynum fyrst og fremst að einbeita okkur að starfinu með börnum og unglingum. Það er sú kynslóð sem tekur við og þegar komið er heim eftir framhaldsskóla vonum við að þau taki við keflinu og haldi starfinu áfram. Það verður gaman að fá að byrja á því að halda Landsmótið 50+ og síðan á næstu 5–10 árum að láta sig

Brugðið á leik í köðlunum í íþróttahúsinu á Hvammstanga.

– Hver er framtíð ungmennafélagshreyfingarinnar í þínum huga? „Ungmennafélagshreyfingin á erindi nú sem aldrei fyrr og mér finnst hún jafnöflug ef ekki öflugri en hún var áður. Sami krafturinn og baráttuandinn er enn til

staðar í störfum hennar hvert sem litið er. Hreyfingin hefur fært út kvíarnar á fjölmennari svæðum landsins eins og StórReykjavíkursvæðinu. Mér finnst eðlilegt að UMFÍ haldi áfram að starfa sem sjálfstæð heildarsamtök og viðhalda því góða starfi sem sambandið hefur gegnt í gegnum tíðina,“ sagði Guðmundur Haukur Sigurðsson, formaður USVH.

Fulltrúar nemendaráðs Grunnskóla Húnaþings vestra, þau Eygló Hrund Guðmundsdóttir, Iðunn Berta Bjarnadóttir og Guðrún Helga Magnúsdóttir, ásamt Sveini Benónýssyni, íþrótta-og tómstundafulltrúa, mættu til viðræðna við

byggðaráð til að kynna helstu niðurstöður frá ungmennaráðstefnu sem haldin var í grunnskólanum. Fulltrúarnir hittu sveitarstjórn og kynntu niðurstöður vinnu um ungmennalýðræði í þremur efstu bekkjum skólans.

dreyma um að fá Unglingalandsmótið á svæðið.“

isnic Internet á Íslandi hf.

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

21


UMFÍ: Nú styttist óðfluga í sumarið og margir hugsa sér til hreyfings. Ungmennafélag Íslands stendur fyrir nokkrum áhugaverðum verkefnum eins og undanfarin ár. Mjög góð þátttaka var í verkefnum sem UMFÍ bauð upp á sl. sumar og má í því sambandi nefna að yfir 15 þúsund manns tóku þátt í verkefninu Fjölskyldan á fjallið. „Ég er mjög bjartsýnn á þátttöku almennings í þeim verkefnum sem við bjóðum upp á í sumar. Þátttakan var einstaklega góð í fyrrasumar. Eins og áður verður hægt að nálgast helstu upplýsingar á gönguvefnum ganga.is. Eins og endranær verður gefin út göngubók og henni dreift um land allt. Ég hvet fólk til þátttöku og við leggjum mikið upp úr því að fjölskyldan taki þátt,“ sagði Sigurður Guðmundsson, landsfulltrúi UMFÍ, í samtali við Skinfaxa.

Hér hefur verið tekið saman hvaða verkefni standa almenningi til boða í sumar.

Ganga.is Flott heimasíða sem er alltaf verið að bæta. Á vefnum ganga.is gefur að líta ýmsan fróðleik um hvað beri að hafa í huga þegar farið er af stað í gönguferð eða fjallgöngu. Á vefnum má finna fjölda stuttra og langra gönguleiða um allt land sem og upplýsingar um þau fjöll sem sambandsaðilar mæla sérstaklega með að þátttakendur í verkefninu Fjölskyldan á fjallið gangi upp á. Lagt er upp með að fjölskyldan hreyfi sig saman í fallegri náttúru. Inni á vefnum ganga.is er einnig hægt að finna upplýsingar um ýmislegt, m.a. helstu sundlaugar og golfvelli landsins sem gefur góða yfirsýn yfir þá þjónustu sem er fyrir hendi á hverjum stað. Ganga.is-heimasíðan mun áfram halda utan um skráningarkerfið sem tengist verkefninu Hættu að hanga! – Komdu að hjóla synda eða ganga! sem verður sett í annað skiptið nú í sumar.

Göngubókin Göngubókin Göngum um Ísland kemur út í vor. Bókin hefur að geyma 278 stuttar gönguleiðir og 24 fjöll sem í boði eru í verkefninu Fjölskyldan á fjallið. Í bókinni er að finna ýmsar upplýsingar sem gott er að hafa í huga áður en lagt er af stað í gönguferð, hvort sem um er að ræða stutta eða langa. Bókin er prentuð í 20 þúsund eintökum og verður henni dreift á allar N1-stöðvar á landinu, allar sundlaugar og á helstu ferðamannastaði.

Fjölskyldan á fjallið Verkefnið Fjölskyldan á fjallið verður áfram í sumar en síðasta sumar var gríðarlega góð þátttaka í því og um 15 þúsund manns skrifuðu nöfn sín í gestabækur sem voru á 24 fjöllum. Flest þessara fjalla eiga það sam-

22

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

Verkefni sumarsins eiginlegt að vera tiltölulega létt að ganga á. Markmiðið er að fá fjölskyldur í létta fjallgönguferð og stuðla þannig að aukinni samveru, útivist og um leið líkamsrækt innan fjölskyldunnar. Göngugarpar voru hvattir til að skrifa nöfn sín í gestabækurnar á fjöllum. Á hverju hausti er síðan dregið úr hópi þátttakenda og hljóta hinir heppnu sérstök verðlaun. Hægt er að sjá þau fjöll sem eru í verkefninu á ganga.is eða í göngubókinni Göngum um Ísland.

Hættu að hanga! – Komdu að hjóla, synda eða ganga! Hættu að hanga! – Komdu að hjóla, synda eða ganga! er verkefni sem fór fram í fyrsta skipti síðastliðið sumar. Megintilgangur verkefnisins er að hvetja einstaklinga, fyrirtæki, fjölskyldur og hópa til að hreyfa sig og stunda heilbrigða lifnaðarhætti. Þátttakendur skrá þá hreyfingu sem þeir stunda inn á vefinn ganga.is, ef þeir hjóla 5 km, synda 500 m, ganga eða skokka 3 km og fyrir að ganga á fjöll. Fyrir að hreyfa sig í 30 skipti fá þátttakendur bronsmerki, silfurmerki fyrir 60 skipti og gullmerki fyrir 80 skipti. Einnig eiga þátttakendur kost á öðrum veglegum verðlaunum fyrir þátttöku sína. Öllum er heimil þátttaka, óháð aldri, en hægt er að velja milli þátttöku í einstaklingskeppni, hópakeppni eða fyrirtækjakeppni. UMFÍ hvetur alla til að taka þátt í verkefninu Hættu að hanga! – Komdu að hjóla, synda eða ganga! í sumar.

Frjálsíþróttaskóli UMFÍ Frjálsíþróttaskóli UMFÍ hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár. Skólinn verður haldinn í sumar á nokkrum stöðum á landinu og þeir staðir hafa verið auglýstir á heimasíðu UMFÍ. Frjálsíþróttaskólinn er ætlaður ungmennum á aldrinum 11–18 ára. Komið er saman á hádegi á mánudegi en skólanum lýkur á hádegi á föstudegi í sömu viku. Aðaláhersla er lögð á kennslu í frjálsum íþróttum. Auk frjálsra íþrótta er farið í sund, leiki, óvissuferðir og haldnar kvöldvökur. Ungmennafélag Íslands hefur yfirumsjón með framkvæmd skólans og annast sameiginlega kynningu á starfseminni. Sambandsaðilar á því svæði þar sem skólinn er haldinn hverju sinni sjá um að finna kennara og aðstoðarmenn til starfa við skólann. Lagt er upp með að hafa fagmenntaða kennara í kennslu á hverjum stað til að tryggja sem besta kennslu fyrir ungmennin. Þátttaka ungmenna hefur aukist umtalsvert milli ára. Góð þátttaka undirstrikar að skólinn er ákjósanlegur vettvangur til að kynna og breiða út frjálsar íþróttir á Íslandi. Þannig gegnir skólinn mikilvægu hlutverki í að opna augu ungmenna fyrir ágæti íþróttaiðkunar og styðja fjölmargar rannsóknir þá fullyrðingu að ungmenni, sem stunda íþróttir, leiðast síður út í óreglu síðar á lífsleiðinni. Síðast en ekki síst öðlast ungmennin tækifæri til að kynnast hvert öðru og mynda tengslanet og auka hæfni sína í mannlegum samskiptum.


Fundir á Egilsstöðum og á Hvammstanga Ungmennafélag Íslands hefur í vetur heimsótt ungmenna- og héraðssambönd og sveitarstjórnir í þeim tilgangi m.a. að efla samstarf er varðar hagsmuni fólks í samfélaginu í íþrótta- og æskulýðsmálum. Starfsmenn UMFÍ sóttu fundina ásamt Sæmundi Runólfssyni, framkvæmdastjóra UMFÍ. Ungmennafélag Íslands hélt fund 26. janúar sl. með sveitarstjórnum Fljótsdalshéraðs, Fjarðabyggðar og stjórn UÍA. Á fundunum fór fram kynning á starfsemi UMFÍ og einnig var UÍA með kynningu á starfsemi sinni. Þá var rætt um aukið

Til vinstri: Frá fundinum á Egilsstöðum. Til hægri: Frá fundinum á Hvammstanga.

samstarf á milli UÍA og sveitarfélaga á Austurlandi en hugmyndin er að efla samstarf er varðar hagsmuni allra í samfélaginu. Þá fóru fram umræður um 14. Unglingalandsmót UMFÍ sem haldið verður á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina í sumar. Undirbúningur fyrir mótið gengur vel en allar aðstæður til íþróttaiðkana á Egilsstöðum eru fyrsta flokks. Þann 31. janúar sl. var Ungmennasamband Vestur–Húnvetninga heimsótt og var fundur með heimamönnum haldinn á Hvammstanga. Ásamt starfsmönnum UMFÍ sátu fundinn stjórnarfólk í USVH og

sveitarstjórnarfólk í Húnaþingi vestra. Á fundinum fór fyrst fram kynning á starfsemi UMFÍ en að henni lokinni kynntu heimamenn starfsemi USVH. Þá var rætt aukið samstarf á milli USVH og Húnaþings vestra auk annarra mála. Þá voru íþróttamannvirki á Hvammstanga skoðuð. Starfið hjá USVH er líflegt og öflugt á mörgum sviðum og íþróttaáhugi mikill. Fundirnir voru afar gagnlegir og umræður góðar.

NÝPRENT

LEIGJUM ÚT OG ÞJÓNUSTUM VATNSSALERNI á íþróttamót og hverskyns mannamót mannamót

Borgarflöt 15 :: 550 Sauðárkrókur Sími: 891 9181 :: Fax: 453 5778 Netfang: okgam@simnet.is

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

23


STÖNDUM ÞÉTT SAMAN Örn Guðnason, ungmennafélagi í stjórn UMFÍ og framkvæmdastjóri Umf. Selfoss: Mikilvægi ungmennafélagshreyfingarinnar hefur sjaldan verið meira en í dag. Á tímum kreppu og samdráttar er nauðsynlegt að styðja með öllum ráðum við grasrótarstarfið í hreyfingunni, en það er undirstaðan fyrir allt íþróttastarf félaganna. Ungmennafélag Íslands og héraðssamböndin hafa í gegnum árin veitt félögunum styrk og kraft á mörgum sviðum. Mikilvægt er að menn standi þétt við bakið hver á öðrum og vinni sameiginlega að baráttu- og hagsmunamálum hreyfingarinnar. Á það ekki síst við þegar sótt er að mikilvægum tekjustofnum hreyfingarinnar og niðurskurður er á flestum sviðum hjá ríkisvaldinu. Á HSK-þingi, sem haldið var fyrir skömmu, bar málefni heildarsamtaka íþróttahreyfingarinnar á góma. Þar var m.a. rætt um hugsanlegt samstarf og/eða sameiningu UMFÍ og ÍSÍ. Við umræður í allsherjarnefnd kom fram að margir fulltrúar aðildarfélaga sögðust ekki hafa skýra mynd af því fyrir hvað hreyfingarnar standa. Í ljósi þess er ekki úr vegi að tæpa á því helsta sem UMFÍ stendur fyrir.

þessar mundir er unnið að undirbúningi nýs verkefnis undir kjörorðinu Hreint land, fagurt land.

Sýndu hvað í þér býr Félagsmálafræðsla er ein af grunneiningum ungmennafélagshreyfingarinnar og hafa margir einstaklingar fengið þekkingu og reynslu af félagsmálastörfum innan hennar. UMFÍ stofnsetti Leiðtogaskólann 2001 til að halda utan um fræðslustarf hreyfingarinnar. Leiðtogaskólinn býður upp á vönduð námskeið með góðum leiðbeinendum hvar sem er á landinu. UMFÍ hefur m.a. í samvinnu við Kvenfélagasamband Íslands og Búnaðarsamband Íslands staðið fyrir félagsmálafræðslu um land allt undir yfirskriftinni ,,Sýndu hvað í þér býr“.

Ungt fólk í UMFÍ

Ungmennafélag Íslands UMFÍ er landssamband ungmennafélaga. Innan hreyfingarinnar eru nítján héraðssambönd og tíu félög með beina aðild. Alls eru 263 félög innan UMFÍ með um 100 þúsund félagsmenn. Markmið samtakanna er „ræktun lýðs og lands“, en í því felst að rækta það besta hjá hverjum einstaklingi og einnig að leggja rækt við íslenska tungu og menningu. Ennfremur að vernda náttúru landsins. UMFÍ leggur áherslu á að allir geti verið með og að þátttaka sé lífsstíll. Hlutverk UMFÍ er að samræma starfsemi ungmennafélaga á Íslandi og veita þjónustu við aðildarfélög og félagsmenn. UMFÍ kemur fram út á við fyrir hönd ungmennafélaganna, til dæmis gagnvart stjórnvöldum og í erlendum samskiptum. UMFÍ rekur þjónustumiðstöðvar í Reykjavík og á Sauðárkróki. Þangað geta sambandsaðilar, félög eða einstakir ungmennafélagar leitað eftir þjónustu og aðstoð við ýmis verkefni.

Örn Guðnason, stjórnarmaður UMFÍ og framkvæmdastjóri Umf. Selfoss.

Ólympíuleikar Íslands. Landsmót UMFÍ á Akureyri 2009 var hið 26. í röðinni og jafnframt 100 ára afmælismót. Þar var keppt í um 30 greinum, flestum hefðbundnum íþróttagreinum, ásamt svokölluðum starfsíþróttum sem hafa notið mikilla vinsælda. Rúmlega 1500 keppendur tóku þátt í mótinu. Ef saman er talin þátttaka í kynningargreinum, ráðstefnum og öðru því sem boðið var upp á voru þátttakendur yfir 2.700. Næsta Landsmót UMFÍ verður haldið á Selfossi 2013. Fyrsta Landsmót UMFÍ 50+ verður haldið á Hvammstanga 24.–26. júní n.k. Þar gefst eldri ungmennafélögum tækifæri á að etja kappi í völdum íþróttagreinum og eiga góðar stundir saman. UMFÍ hefur verið í góðu samstarfi við Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra, FÍÁA, og Landssamtök eldri borgara við undirbúning þessa nýja verkefnis.

Fjöregg hreyfingarinnar

Vinsæl almenningsíþróttaverkefni

Eitt af fjöreggjum ungmennafélagshreyfingarinnar er Unglingalandsmót UMFÍ. Mótið er vímuefnalaus íþrótta- og fjölskylduhátíð fyrir unglinga 11 til 18 ára og er haldin um verslunarmannahelgina ár hvert. Þau eru frábær kostur fyrir alla þá sem velja heilbrigt og vímuefnalaust umhverfi samhliða því að taka þátt í fjölbreyttri íþróttakeppni. Mótin hafa notið gífurlegra vinsælda og hafa þátttakendur og gestir á mótunum verið á bilinu 10 til 12 þúsund. Á þessu ári verður 13. ULM haldið á Egilsstöðum og næsta mót þar á eftir verður á Selfossi 2012. Landsmót UMFÍ hafa í gegnum tíðina verið stórviðburðir í íslenskri íþróttasögu. Þau eru fjölmennustu íþróttahátíðir sem haldnar eru hér á landi og hafa oft verið nefnd

UMFÍ hefur staðið fyrir mörgum vinsælum almenningsíþróttaverkefnum undanfarin ár. Hefur það verið gert til að vekja fólk til umhugsunar um mikilvægi hreyfingar og hollra lifnaðarhátta. Á síðasta ári fór af stað verkefnið Hættu að hanga! – Komdu að synda, hjóla eða ganga! Þar var höfðað til allra aldurshópa þannig að hver og einn gæti stundað sína íþrótt á eigin forsendum. Gönguverkefni UMFÍ og Fjölskyldan á fjallið eru verkefni sem hafa verið starfrækt árum saman og notið mikilla vinsælda. Þá hefur UMFÍ komið að vefnum ganga.is en þar er að finna upplýsingar um göngu og gönguleiðir um land allt. Umhverfismál skipa stóran sess í starfi UMFÍ og hefur hreyfingin oft farið í landsátak til að hreinsa og fegra umhverfið. Um

24

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

Í gegnum árin hefur stefna UMFÍ verið að virkja ungt fólk sem mest til þátttöku í starfi innan hreyfingarinnar. Starfandi er ungmennaráð UMFÍ, en í því eru ungmenni á aldrinum 15–25 ára. Ráðinu er ætlað að vera til umsagnar fyrir störf hreyfingarinnar og taka að sér ákveðin verkefni. Ungmennaráðið hefur komið að forvarnamálum hreyfingarinnar og staðið fyrir skemmtihelgum fyrir ungmenni 16–20 ára sem virða áfengisog tóbakslögin. Ungmennaráðið hefur einnig tengst ýmsum námskeiðum og ráðstefnum, bæði innanlands og utan. Norræn ungmennaskipti eru meðal þeirra verkefna sem fara fram á vegum UMFÍ á hverju ári. UMFÍ á einnig samstarf við sex lýðháskóla í Danmörku og árlega fara nokkur ungmenni til námsdvalar í tengslum við það samstarf.

Öflugar forvarnir UMFÍ hefur ávallt haft forvarnir á stefnuskrá sinni. Á síðasta sambandsþingi var samþykkt ný forvarnastefna UMFÍ. Í nokkur ár hefur verkefnið Flott án fíknar verið rekið undir hatti UMFÍ. Verkefnið tekur einkum til þriggja þátta, þ.e. neyslu tóbaks, áfengis og ólöglegra fíkniefna. Verkefnið byggist á samningsbundnu klúbbastarfi og viðburðadagskrá þar sem unglingar skemmta sér saman á heilbrigðan og uppbyggilegan hátt. Markmiðið með klúbbastarfinu er að unglingum finnist eftirsóknarvert að eyða æskunni á heilbrigðan hátt, án tóbaks og vímuefna. Þá hefur UMFÍ undanfarin ár tekið þátt í árlegum Forvarnadegi Forseta Íslands.

Þrastaskógur Ein fallegasta skógarperla landsins er Þrastaskógur í Grímsnesi, skammt austan við Ingólfsfjall. Tryggvi Gunnarsson gaf Ungmennafélagi Íslands svæðið til skógræktar fyrir 100 árum. Þar er nú falleg útivistarparadís með merktum gönguleiðum sem margir nota. Í Þrastalundi er rekinn veitingastaður.


hreyfingarinnar. Þar rúmast þó ýmsir fleiri málaflokkar eins og menning og listir, umhverfismál o.fl.

Fjöldi verkefna Innan vébanda Ungmennafélags Íslands er haldið utan um fjölda verkefna á flestum sviðum er spanna starfsemi ungmenna- og íþróttahreyfingarinnar. Auk þess sem nefnt hefur verið hér að framan má nefna Frjálsíþróttaskóla UMFÍ sem rekinn er á sumrin, rekstur íþrótta- og tómstundabúða að Laugum í Sælingsdal, útgáfu Skinfaxa sem verið hefur málgagn hreyfingarinnar og komið út samfellt í yfir 100 ár, rekstur skrifstofu Evrópu unga fólksins og heimasíðu UMFÍ, þar sem er fjöldi upplýsinga, m.a. um styrktarsjóði UMFÍ, en þeir eru Fræðslusjóður, Verkefnasjóður og Umhverfissjóður. Í þá sjóði geta öll félög innan UMFÍ sótt um styrki. Eins og gefur að skilja eru íþróttir og íþróttastarf stærsti pósturinn innan vébanda ungmennafélags-

UMFÍ í stöðugri sókn Þó að Ungmennafélag Íslands sé orðið yfir 100 ára gamalt er það síungt og hefur undanfarinn áratug verið í stöðugri sókn. Undirstöður samtakanna hafa verið treystar, bæði félagslega og fjárhagslega, m.a. með auknum fjárframlögum frá hinu opinbera. Starf samtakanna hefur aldrei verið fjölbreyttara. Hreyfingin hefur átt mikið og gott samstarf við hið opinbera í ýmsum málaflokkum er tengjast forvörnum og íþrótta- og æskulýðsstarfi í landinu. Einnig hefur samstarf við sveitarfélög verið gott, til að mynda þar sem Unglingalandsmót og Landsmót hafa verið

haldin. Mótahaldinu hefur á mörgum stöðum fylgt öflug uppbygging íþróttamannvirkja. Á tímum þegar kreppir að í þjóðfélaginu er mikilvægt að staðið sé þétt við bakið á allri starfsemi íþrótta- og ungmennafélaga í landinu. UMFÍ gegnir þar mikilvægu hlutverki. UMFÍ hefur þurft að taka á sig lækkun framlaga frá hinu opinbera eins og flestar stofnanir í landinu. Því hefur verið mætt með hagræðingu og sparnaði í rekstri samtakanna sem skilað hefur góðum árangri og þannig tryggt að þjónusta og stuðningur við sambandsaðila og aðildarfélög haldist. Ungmennafélag Íslands er hornsteinn sem ávallt hefur verið til staðar fyrir íþrótta- og ungmennafélögin í landinu. Um hann verðum við öll að standa vörð og tryggja að svo verði áfram um ókomin ár.

Námskeiðið VERNDUM ÞAU: Námskeiðið Verndum þau var haldið í Framhaldsskóla Snæfellinga í Grundarfirði 11. janúar sl. Ungmennafélag Íslands, Héraðssamband Snæfellsness og Hnappadalssýslu og mennta- og menningarmálaráðuneytið stóðu að námskeiðinu. Frábær þátttaka var og mættu 50 fulltrúar frá grunnskólum, leikskólum, félagasamtökum, íþróttahreyfingunni, FSN, FSSF, sem og foreldrar. Námskeiðið var í höndum Ólafar Ástu Farestveit. Nokkur námskeið undir yfirskriftinni Verndum þau hafa verið haldin í vetur. Flest börn búa við öruggt og friðsælt umhverfi heima, í skóla og í leik- og frístundastarfi. Því miður á þetta ekki við um öll börn; sum eiga undir högg að sækja, eru beitt ofbeldi – líkamlegu, kynferðislegu eða andlegu – eða eru vanrækt á einhvern hátt. Það er mikilvægt fyrir alla þá sem starfa með börnum og unglingum að vera meðvitaðir um skyldur sínar og

Vel sótt námskeið í Grundarfirði

ábyrgð og geta lesið í vísbendingar um að vanræksla eða ofbeldi eigi sér stað gegn börnum heima fyrir, í skóla eða annars staðar og viti hvernig bregðast á við ef slík mál skjóta upp kollinum. Námskeiðið er byggt á efni bókarinnar

Verndum þau og það er ætlað þeim sem koma að uppeldi barna og ungmenna. Á námskeiðunum er farið yfir hvernig bregðast eigi við vanrækslu og/eða ofbeldi gegn börnum og unglingum. Námskeiðið var frítt og öllum opið.

Frá námskeiðinu Verndum þau sem haldið var í Grundarfirði.

Námskeið í félagsmálafræðslu:

Sýndu hvað í þér býr Námskeið í félagsmálafræðslu, undir yfirskriftinni Sýndu hvað í þér býr, voru haldin í Klé bergsskóla á Kjalarnesi og í Versölum í Kópavogi í febrúar sl. Í mars voru námskeið haldin á Hólmavík, Egilsstöðum og Neskaupstað. Námskeiðin voru ágætlega sótt og nefna má að þátttakendur á námskeiðinu á Kjalarnesi voru frá Ungmennafélagi Kjalnesinga og björgunarsveitinni á svæðinu. Námskeiðið tókst í alla staði mjög vel. Þátttakendurnir tóku virkan þátt í því og stóðu sig með prýði.

Hlutverk námskeiðsins, Sýndu hvað í þér býr, er að sjá þátttakendum fyrir fræðslu í ræðumennsku og fundarsköpum. Ennfremur er farið í ýmsa þætti er tengjast ræðumennsku, s.s. að taka til máls, framkomu, ræðuflutning og raddbeitingu, svo að eitthvað sé nefnt. Sigurður Guðmundsson, landsfulltrúi UMFÍ, kennir á þessum námskeiðum. Geta áhugasamir snúið sér til hans og fengið frekari upplýsingar í þjónustumiðstöð UMFÍ eða sent tölvupóst á netfangið sigurdur@umfi.is.

Þátttakendur á námskeiðinu í Klébergsskóla.

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

25


Úr hreyfingunni Ársþing Ungmennasambands Kjalarnesþings, UMSK:

Félögum fjölgar og fjölbreytnin eykst Ársþing Ungmennasambands Kjalarnesþings, UMSK, var haldið í Versölum í Kópavogi 10. janúar sl. Yfir 140 fulltrúar frá 38 félögum sátu þingið sem fór vel fram. Valdimar Leó Friðriksson var endurkjörinn formaður UMSK. Engin breyting varð í stjórn sambandsins. Fyrir þinginu lágu tillögur um breytingu á úthlutun úr afreksmannasjóði og tillaga um að stjórn verði heimilt að hefjast handa við undirbúning að ritun sögu sambandsins, en árið 2012 verður sambandið 90 ára. Báðar tillögurnar voru samþykktar. Frá HK kom tillaga um að skipa nefnd til að yfirfara Lottóúthlutunarreglur sambandsins og var hún samþykkt. Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður Ungmennafélags Íslands, flutti þinginu kveðjur frá UMFÍ og sæmdi Hildigunni Gunnarsdóttur starfsmerki hreyfingarinnar. Einnig sat Sæmundur Runólfsson, framkvæmdastjóri UMFÍ, þingið. Í þinghléi leiddi Jón Finnbogason, formaður Gerplu, þingfulltrúa um húsakynni Gerplu í Versölum sem eru afar glæsileg. „Þetta var gott þing en um 85 þingfulltrúar sóttu það. Það kom fram á þinginu að við höfum aldrei veitt eins miklu úr afrekssjóðnum, við gengum á varasjóð sem er mjög gott að gera gert á þeim

Frá ársþingi UMSK sem haldið var í Versölum í Kópavogi. Neðri mynd: Fimleikafélagið Gerpla hlaut UMFÍ-bikarinn fyrir frábæran árangur á Evrópumótinu. Hluti hópsins er hér ásamt Helgu Guðrúnu Guðjónsdóttur, formanni UMFÍ.

tímum sem nú eru í þjóðfélaginu. Það var nánast engum umsóknum hafnað. Við getum ekki annað en verið ánægð með starfsemina innan UMSK. Það er bjart fram undan, félögum fjölgar og fjölbreytnin eykst. Við höfum verið að taka inn nýjar greinar á borð við bandí, rugby og kraftlyftingar. Einnig merkjum við meiri þátttöku eldri félaga í starfsemina sem er mjög jákvæð þróun,“ sagði Valdimar Leó Friðriksson, formaður Ungmennasambands Kjalarnesþings, í samtali við Skinfaxa.

Aðalfundur Ungmennafélags Akureyrar, UFA:

Horfum björtum augum fram á veginn Aðalfundur Ungmennafélags Akureyrar, UFA, var haldinn 16. febrúar sl. í kaffiteríu Íþróttahallarinnar. Tæplega 40 manns mættu á fundinn. Fundarstjóri var Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, og fundarritari Una Jónatansdóttir. Gestir fundarins voru Ómar Bragi Stefánsson frá UMFÍ, Óskar Þór Vilhjálmsson frá UMSE og Haukur Valtýsson frá ÍBA. Þuríður Árnadóttir formaður flutti skýrslu stjórnar, Hulda Ólafsdóttir gjaldkeri fór yfir reikninga félagsins og Gunnar Gíslason útskýrði fjárhagsáætlun. Gestir ávörpuðu fundinn og önnur mál voru rædd. Að lokum var samþykkt stofnun nýs sjóðs sem ber heitið Styrktarsjóður UFA.

26

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

Að þessu sinni gengu fjórir úr stjórn; Þuríður Árnadóttir formaður, Una Jónatansdóttir ritari, Svanhildur Karlsdóttir varaformaður og María Aldís Sverrisdóttir varamaður. Nýir stjórnarmenn eru

Frá aðalfundi UFA sem haldinn var í kaffiteríu Íþróttahallarinnar á Akureyri.

Fjalar Freyr Einarsson, Elfar Eiðsson, Helgi Þorbjörn Svavarsson og Sigurður Hrafn Þorkelsson. Nýja stjórnin kom síðan saman til fundar og var Gunnar Gíslason kjörinn formaður. „Ég kom inn í stjórn UFA fyrir ári svo þetta er annað starfsárið mitt innan ungmennafélagsins. Annars hef ég verið viðhangandi UFA sem foreldri í 2–3 ár, en krakkarnir mínir æfa með ungmennafélaginu. Ég get ekki sagt annað en að þetta sé spennandi verkefni og við erum að vaxa og eflast. Við erum smám saman að komast upp að hlið þeirra bestu í frjálsum íþróttum svo við getum ekki annað en horft björtum augum fram á veginn,“ sagði Gunnar Gíslason, nýkjörinn formaður Ungmennafélags Akureyrar, í samtali við Skinfaxa.


Sjáðu lífið í lit Flottir tískubolir og umhverfisvænir taupokar frá Continental sérmerktir með þínu merki.

Norðlingabraut 14 | 110 Reykjavík Sími 569 9000 | sala@bros.is

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

27


ÍÞRÓTTAFÓLK ÁRSINS

2010 Valdís Þóra íþróttamaður Akraness

Valdís Þóra Jónsdóttir var kjörin íþróttamaður Akraness fyrir árið 2010 og var það tilkynnt eftir þrettándagleði í Íþróttahúsinu á Akranesi. Hún varð m.a. Íslandsmeistari kvenna í holukeppni sem fram fór á Garðavelli sl. sumar. Þetta er fjórða árið í röð sem hún hlýtur nafnbótina íþróttamaður Akraness. Hún varð einnig stigameistari kvenna í Eimskipsmótaröð GSÍ og vann til verðlauna á mörgum mótum sumarsins. Valdís Þóra gerði það líka gott í Bandaríkjunum þar sem hún er við nám. Hún var í sigurliði síns skóla og jafnaði skólametið hjá Texas State fyrir lægsta skor einstaklings í keppni. Meðalskor hennar er með því lægsta sem nýliði á háskólamótaröðinni hefur leikið og var hún valin í lið ársins. Valdís Þóra tók þátt í Evrópumóti kvenna fyrir Íslands hönd á La Manga á Spáni. Hún var einnig valin til að taka þátt í Heimsmeistaramótinu í Argentínu fyrir Íslands hönd en varð fyrir því óláni að fótbrotna í haust og komst því ekki með á HM. Önnur í kjörinu varð sundkonan Inga Elín Cryer og Aðalheiður Rósa Harðardóttir karatekona í þriðja sæti. Athygli vekur að konur eru í þremur efstu sætunum í kjörinu. Þess má geta svona, til gamans, að Valdís Þóra og Aðalheiður Rósa eru bræðradætur.

Ragnar og Guðmunda íþróttakarl og íþróttakona Árborgar Ragnar Jóhannsson, handknattleiksmaður frá Umf. Selfoss, og Guðmunda Brynja Óladóttir, knattspyrnukona frá Umf. Selfoss, voru útnefnd íþróttakarl og íþróttakona Árborgar 2010 á uppskeruhátíð íþrótta- og tómstundanefndar Árborgar 28. desember sl. Þau eru vel að þessum titlum komin en þau stóðu sig einstaklega vel á þessu ári, Ragnar með handknattleiksliðinu sem komst upp í efstu deild sl. vor og landsliði Íslands í sínum flokki og Guðmunda með knattspyrnuliði Umf. Selfoss sem og U17- og U19-landsliðum Íslands. Þeim íþróttamönnum sem náðu afburða árangri á árinu var veitt viðurkenning og er greinilegt að efniviðurinn er til staðar í Árborg. Einnig var úthlutað peningastyrkjum til þeirra sem náðu afburða

28

árangri í meistaraflokki. Handknattleiksdeild Umf. Selfoss og Knattpyrnufélag Árborgar voru heiðruð sérstaklega fyrir þann frábæra árangur að komast upp um deild og fimleikadeild Umf. Selfoss fékk viðurkenningu fyrir að komast á Evrópumót í hópfimleikum.

Emil Pálsson íþróttamaður Ísafjarðarbæjar Knattspyrnumaðurinn Emil Pálsson frá Boltafélagi Ísafjarðar var 23. janúar sl. valinn íþróttamaður Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2010. Þrátt fyrir ungan aldur er Emil einn allra besti knattspyrnumaður sem Vestfirðingar hafa átt. Hann spilaði á æfingamóti í Svíþjóð með U18-landsliði Íslands þar sem hann var byrjunarmaður í öllum leikjum. Þrátt fyrir ungan aldur er hann burðarstólpi í meistaraflokki BÍ og var fyrirliði þess árið 2010. Hann hefur verið fastamaður í unglingalandsliðum KSÍ og stundar nú æfingar með U19-landsliði Íslands. Emil leggur hart að sér við æfingar jafnt sem leiki og er fyrirmynd allra íþróttamanna, yngri sem eldri.

Kristján Helgi íþróttamaður og Nína Björk og Sigríður Þóra íþróttakonur Mosfellsbæjar Kjör íþróttamanns og íþróttakonu Mosfellsbæjar fór fram í Íþróttamiðstöðinni að Varmá 17. janúar sl. Ásamt því að heiðra íþróttakarl og -konu Mosfellsbæjar voru veittar viðurkenningar fyrir Íslandsmeistaratitla, bikarmeistara, landmótsmeistara og fyrir þátttöku í æfingum eða keppni með landsliði. Einnig voru veittar viðurkenningar fyrir efnilegasta dreng og stúlku yngri en 16 ára í hverri íþróttagrein. Heiðursverðlaun fékk Sveinbjörn Sævar Ragnarsson, markvörður og handboltakappi úr Aftureldingu, sem hefur æft og keppt með félaginu í 33 ár og er enn að keppa, 67 ára gamall. Fimm fulltrúar voru í kjöri til íþróttamanns Mosfellsbæjar frá fimm félögum en íþróttamaður Mosfellsbæjar 2010 var kjörinn Kristján Helgi Carrasco með 93 stig. Kristján var í 1. sæti á Bikarmeistaramóti Íslands KAÍ og í 1. sæti á Grand Prix-meistaramóti Kata á vegum KAÍ. Bæði mótin eru haldin þrisvar á keppnistímabilinu og eru stigin talin saman. Karatesamband Íslands

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

útnefndi hann sem karatemann Íslands 2010. Hann var kjörinn íþróttamaður Aftureldingar 2010. Fjórir fulltrúar voru í kjöri til íþróttakonu Mosfellsbæjar frá fjórum félögum. Íþróttakonur Mosfellsbæjar 2010 voru kjörnar þær Nína Björk Geirsdóttir, golfíþróttakona úr Golfklúbbnum Kili, og Sigríður Þóra Birgisdóttir, knattspyrnukona úr Aftureldingu. Þær urðu jafnar í kjörinu með 93 stig. Nína sýndi frábæran árangur á árinu og fór meðal annars holu í höggi á Íslandsmótinu í holukeppni og lenti í fjórða sæti á Landsmóti GSÍ. Hún spilaði fyrir Íslands hönd í Evrópukeppni landsliða þar sem hún stóð sig best af íslensku keppendunum í mótinu. Nína var kosin íþróttakona Golfklúbbsins 2010. Sigríður Þóra hefur keppt með U17- og U19-landsliðum Íslands, í samtals 11 leikjum. Þótt Sigríður Þóra sé ung að árum hefur hún verið ein af lykilleikmönnum í meistaraflokki Aftureldingar síðustu fjögur ár og verið fyrirliði liðsins í nokkrum leikjum. Hún var jafnframt kjörin íþróttakona Aftureldingar 2010.

Jón Guðni íþróttamaður Ölfuss Knattspyrnumaðurinn Jón Guðni Fjóluson, leikmaður Fram og U-21 landsliðs Íslands, var valinn íþróttamaður ársins 2010 í Sveitarfélaginu Ölfusi og fór fram verðlaunaafhending af því tilefni í Versölum í Þorlákshöfn 17. janúar sl. Jón Guðni átti frábært sumar árið 2010 og var einn af lykilmönnum Fram í Pepsídeildinni. Þar spilaði hann 17 leiki og skoraði 5 mörk. Jón Guðni spilaði sinn fyrsta A-landsleik í mars en alls urðu þeir fjórir á árinu. Þá spilaði Jón Guðni með U21-landsliði Íslands sem náði þeim frábæra árangri að komast í úrslit Evrópumeistaramótsins í knattspyrnu 2011. Jón Guðni var valinn í lið ársins hjá KSÍ og hlaut ýmsar fleiri viðurkenningar á árinu. Ellefu íþróttamenn voru tilnefndir í kjörinu um íþróttamann ársins en íþrótta- og æskulýðsnefnd Ölfuss velur hver hlýtur titilinn og er þetta í tólfta sinn sem valið fer fram.

Alfreð og Íris Mist íþróttafólk Kópavogs Alfreð Finnbogason, knattspyrnumaður úr Breiðabliki, og Íris Mist Magnúsdóttir, fimleikakona úr Gerplu, voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2010. Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum 5. janúar sl. Fengu þau að launum farandbikar og eignarbikar jafnframt því sem Hafsteinn Karlsson, forseti bæjarstjórnar Kópavogs, afhenti þeim hvoru um sig 150 þúsund króna ávísun í viðurkenningarskyni frá bæjarstjórn Kópavogs.

Alfreð og Íris Mist voru valin úr hópi 39 íþróttamanna sem fengu viðurkenningu íþrótta- og tómstundaráðs Kópavogs (ÍTK) eftir tilnefningar frá íþróttafélögunum í bænum. Alfreð var einn af lykilmönnum í meistaraliði Breiðabliks sem á árinu vann fyrsta Íslandsmeistaratitil félagsins í karlaknattspyrnu. Hann lék 21 leik í Pepsídeildinni, skoraði 14 mörk og var í hópi markahæstu leikmanna deildarinnar. Hann var valinn besti leikmaður ársins í lokahófi KSÍ af leikmönnum og þjálfurum Pepsídeildarinnar. Sömu útnefningu hlaut hann hjá Morgunblaðinu, Fréttablaðinu og á fótbolti.net. Hann spilaði sinn fyrsta A-landsleik á árinu og var fastamaður í U21-landsliðinu sem vann sér þátttökurétt á EM í Danmörku á komandi sumri. Alfreð hefur verið gríðarlega einbeittur í að ná markmiðum sínum og heldur nú til Lokeren í Belgíu þar sem hann tekst á við ný verkefni sem atvinnumaður í knattspyrnu. Íris Mist varð á árinu Íslands- og bikarmeistari í hópfimleikum ásamt stöllum sínum í liði Gerplu. Hápunktinum var hins vegar náð í október síðastliðnum þegar hún ásamt liðsfélögum sínum varð Evrópumeistari í hópfimleikum. Íris Mist er einn af burðarstólpunum í Evrópumeistaraliðinu bæði félagslega og getulega. Hún hefur vakið sérstaka athygli fyrir að framkvæma ný og erfið stökk á trampolíni. Á EM framkvæmdi hún m.a. erfiðustu æfingar á trampolíni sem sýndar voru á mótinu. Árangur Írisar Mistar og liðsfélaga hennar er einstakur í íþróttasögu landsins þar sem þetta er fyrsta liðið sem vinnur til gullverðlauna í hópíþrótt á Evrópumóti.

Hörður Axel íþróttamaður Keflavíkur Hörður Axel Vilhjálmsson var kjörinn íþróttamaður Keflavíkur fyrir árið 2010 en þetta var annað árið í röð sem Hörður Axel hlýtur þessa viðurkenningu. Í umsögn um Hörð Axel segir að hann hafi tekið miklum breytingum frá því að hann lék fyrst með Keflavík. Hann er fyrirmynd ungu kynslóðarinnar, utan vallar sem innan. Hann var lykilleikmaður Keflavíkurliðsins á síðasta tímabili og var liðið hársbreidd frá Íslandsmeistaratitli. Oddaleikur í úrslitaeinvíginu var háður í Keflavík en hann tapaðist eins og frægt er orðið. Hörður Axel leggur mikið á sig til að bæta sig sem leikmaður og stundar morgunæfingar af fullum krafti, oft eins síns liðs. Þrátt fyrir að liðið hafi ekki halað inn titla á leiktíðinni er Hörður Axel verðugur handhafi þessarar tilnefningar segir í umsögninni. Hann var valinn í Stjörnulið KKÍ í netkosningu á dögunum fyrir hönd landsbyggðarinnar. Það er enn ein sönnun þess að strákurinn hefur


stimplað sig inn sem einn af sterkustu körfuknattleikmönnum Íslands. Þá var Jóna Helena Bjarnadóttir kjörinn sundmaður Keflavíkur, Haraldur Freyr Guðmundsson knattspyrnumaður Keflavíkur og Helena Rós Gunnarsdóttir fimleikamaður Keflavíkur.

Jósef Kristinn og Helga íþróttafólks ársins í Grindavík Jósef Kristinn Jósefsson knattspyrnumaður og körfuknattleikskonan Helga Hallgrímsdóttir voru kjörin íþróttamaður og íþróttakona Grindavíkur 2010 á glæsilegu hófi sem haldið var í Saltfisksetrinu á gamlársdag 2010. Jósef var lykilmaður í knattspyrnuliði Grindavíkur í sumar og lék með U21-landsliði Íslands sem tryggði sér sæti í úrslitum EM næsta sumar. Helga er fyrirliði körfuknattleiksliðs Grindavíkur og burðarás liðsins. Þetta er annað árið í röð sem kjörið er kynjaskipt. Starf UMFG var í miklum blóma á árinu enda kraftmiklar deildir sem þar eru. Fimm Íslandsmeistaratitlar komu í hús á árinu, þar af þrír í einstaklingsíþróttum, og einn bikarmeistaratitill. UMFG og afrekssjóður Grindavíkur stóðu fyrir kjörinu. Fjölmenni var við afhendinguna. Róbert Ragnarsson bæjarstjóri afhenti íþróttafólki ársins verðlaunin að þessu sinni en Kristinn Reimarsson, frístunda- og menningarfulltrúi, stýrði samkomunni. Ýmis önnur verðlaun voru veitt, eins og hvatningarverðlaun ungmenna, fyrir fyrstu landsleikina, fyrir Íslands- og bikarmeistaratitla ársins og svo fengu tvær hlaupadrottningar, þær Anna S. Sigurjónsdóttir og Christine Buchholz, sérstök verðlaun.

Helgi Rafn íþróttamaður Tindastóls Helgi Rafn Viggósson, körfuknattleiksmaður og fyrirliði úrvalsdeildarliðs Tindastóls, var þann 29. desember sl. útnefndur íþróttamaður Tindastóls fyrir árið 2010. Helgi Rafn er fyrirliði úrvalsdeildarliðs Tindastóls í körfuknattleik og lék besta keppnistímabil sitt til þessa 2009–2010. Var hann valinn besti leikmaður liðsins af félögum sínum á lokahófi körfuknattleiksdeildar sl. vor. Helgi átti stóran þátt í því að liðið komst í úrslitakeppnina í fyrsta skipti í mörg ár. Hann er þekktur fyrir að leggja sig fram bæði innan vallar og utan. Hann tekur virkan þátt í þeim fjáröflunum sem körfuknattleiksdeildin stendur fyrir og inni á vellinum er hann sannur leiðtogi og drífur samherja sína áfram með baráttuanda og fórnfýsi fyrir félag sitt. Þrátt fyrir erfiða byrjun Tindastóls í úrvalsdeildinni í haust hefur Helgi hvergi slegið af og átt stóran þátt í þeim jákvæðu breytingum sem orðið hafa á leik liðsins undanfarið. Þá fengu þau Pétur Rúnar Birgisson og Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir

sérstakar viðurkenningar sem ungt og efnilegt körfuknattleiksfólk, en þau voru bæði valin í æfingahópa U15-landsliða Íslands auk þess sem Þóranna var einnig valin til æfinga hjá U16-landsliðinu. Bæði eru lykilmenn með liðum sínum í Íslandsmótinu, hafa leikið vel í vetur og eru í mikilli framför.

Sveinn Fannar íþróttamaður Fjarðabyggðar Sveinn Fannar Sæmundsson, knattspyrnumaður í Neskaupstað, var útnefndur íþróttamaður Fjarðabyggðar árið 2010. Fékk hann afhenta viðurkenningu í Kirkju- og menningarmiðstöðinni á Eskifirði þann 29. desember 2010. Sveinn Fannar er fæddur árið 1993 en á að baki verkefni með U19- landsliði Íslands. Í rökstuðningi fyrir valinu segir að Sveinn hafi verið fastamaður og fyrirliði 2. flokks Knattspyrnufélags Fjarðabyggðar (KFF) sem varð Íslandsmeistari í C-deild í sumar og vann sér því sæti í B-deild auk þess sem hann spilaði 14 leiki fyrir meistaraflokk liðsins í 1. deild. Í rökstuðningnum segir ennfremur að Sveinn Fannar hafi mikinn metnað fyrir íþróttinni og mæti á allar æfingar með það að leiðarljósi að bæta sig. Hann leggi mikla áherslu á heiðarleika, jafnt innan vallar sem utan, og sé fyrirmynd ungra leikmanna.

Aron afreksmaður Fjölnis Knattspyrnumaðurinn Aron Jóhannsson var valinn afreksmaður Fjölnis 2010 í lok desember á síðasta ári. Aron sló rækilega í gegn á árinu og var m.a. valinn besti leikmaður 1. deildar af fyrirliðum og þjálfurum deildarinnar. Hann var einnig valinn efnilegasti leikmaður deildarinnar og er þetta í fyrsta og eina sinn sem sami leikmaðurinn hefur hlotið báðar þessar viðurkenningar. Að auki var Aron markahæstur í 1. deildinni með 12 mörk og skoraði einnig 4 mörk í Visa-bikarkeppninni. Undir lok tímabilsins var Aron svo seldur til danska stórliðsins AGF sem gerir hann að fyrsta atvinnumanni Fjölnis sem seldur er beint frá félaginu. Aron hefur nú þegar tekið þátt í 5 leikjum með aðalliði félagsins sem trónir langefst á toppi næstefstu deildar í Danmörku og er væntanlega á leiðinni í úrvalsdeildina þar á ný.

Bjarki Pétursson íþróttamaður Borgarfjarðar Bjarki Pétursson golfari var kjörinn íþróttamaður Borgarfjarðar fyrir árið 2010 en kjörinu var lýst á íþróttahátíð UMSB sem haldin var 19. febrúar sl. Bjarki vann mörg afrek á árinu

og er kominn í hóp bestu kylfinga landsins, þrátt fyrir ungan aldur. Í öðru sæti varð Jón Ingi Sigurðsson sundmaður, í þriðja sæti Tinna Kristín Finnbogadóttir skákkona, fjórða var Sigrún Rós Helgadóttir knapi og í fimmta sæti Björk Lárusdóttir fótboltakona. Auk þeirra voru tilnefnd Arnór Tumi Finnsson, Birgir Þór Sverrisson, Fanney Guðjónsdóttir, Guðrún Ingadóttir, Gunnar Halldórsson, Hafþór Ingi Gunnarsson, Harpa Bjarnadóttir, Ísfold Grétarsdóttir, Orri Jónsson, Sigmar Aron Ómarsson og Sölvi Gylfason.

Jón Ingi íþróttamaður Borgarbyggðar Jón Ingi Sigurðsson, sundmaður úr Skallagrími, var kjörinn íþróttamaður Borgarbyggðar 2010 við hátíðlega athöfn í Hjálmakletti 19. febrúar sl. Tómstundanefnd Borgarbyggðar kýs árlega íþróttamann ársins úr tilnefningum frá ungmenna- og íþróttafélögum í sveitarfélaginu. Kjörið fór nú fram í tuttugasta sinn og voru tíu íþróttamenn tilnefndir að þessu sinni. Í tilnefningu frá sunddeild Skallagríms segir um Jón Inga að hann sé ákaflega duglegur og efnilegur sundmaður. Jón Ingi bætti 37 Borgarfjarðarmet á árinu í pilta- og karlaflokki. Hann á nú 60 Borgarfjarðarmet.

Helga Margrét íþróttamaður HSVH Helga Margrét Þorsteinsdóttir, frjálsíþróttakona frá Reykjum í Hrútafirði, er íþróttamaður Ungmennasambands Vestur-Húnvetninga árið 2010 en kjörinu var lýst í Íþróttamiðstöðinni á Hvammstanga 27. desember sl. Helga Margrét hlaut 50 stig í kjörinu. Í öðru sæti varð Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir, körfuknattleikskona og systir Helgu Margrétar, með 24 stig og í þriðja sæti varð Fríða Mary Halldórsdóttir hestaíþróttakona með 7 stig. Aðrir, sem hlutu tilnefningar í kjöri íþróttamanns USVH, voru Tryggvi Björnsson og Ísólfur Líndal Þórisson hestaíþróttamenn og Ólafur Ingi Skúlason frjálsíþróttamaður. Íþróttamenn USVH geta orðið þeir íþróttamenn 16 ára og eldri sem lögheimili eiga í Húnaþingi vestra eða keppa undir merkjum félaga innan USVH. Það eru stjórnarmenn í aðildarfélögum USVH og stjórn USVH sem kjósa íþróttamanninn. Þetta er í fjórða skiptið í röð sem Helga Margrét er kjörin íþróttamaður ársins hjá USVH og hlaut hún farandbikar til varðveislu auk eignarbikars. Helga Margrét vann góð afrek á árinu sem er að líða og stendur þar hæst árangur hennar í sjöþraut á heimsmeistaramóti 19 ára og yngri í Kanada þar sem hún vann til bronsverðlauna.

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

29


KÖRFUBOLTI: Ungmennafélögin hafa gert það gott í körfuboltanum í vetur.

Keflavík bikarmeistari kvenna – Snæfell og Hamar deildarmeistarar Kvennalið Keflvíkinga varð bikarmeistari þegar liðið lagði KR, 72-62, í úrslitaleik sem fram fór í Laugardalshöllinni 19. febrúar sl. Staðan í hálfleik var 33-30 fyrir KR en í síðari hálfleik sýndu stelpurnar úr Keflavík mátt sinn og megin og tryggðu sér tíu stiga sigur, 72-62.

Keflavík, bikarmeistarar kvenna 2011.

Snæfell í Stykkishólmi og Hamar í Hveragerði urðu deildarmeistarar í körfuknattleik á dögunum. Kvennalið Hamars vann þennan titil í fyrsta sinn í sögu félagsins. Stúlkurnar í Hamri léku sérlega vel fram af vetri og eru vel að þessum titli komnar. Karlalið Snæfells bætti enn einni rósinni í hnappagatið þegar liðið tryggði sér deildarmeistaratitilinn eftir sigur á Hamri á heimavelli. Árangur Snæfellinga hefur verið einstakur hin síðustu ár.

Snæfell, deildarmeistarar karla 2011.

Hamar, deildarmeistarar kvenna 2011.

30

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands


Þróttur í Neskaupstað bikarmeistari kvenna

Kvennalið Þróttar í Neskaupstað varð bikarmeistari kvenna í blaki þegar liðið lagði HK í sannkölluðum háspennuleik sem fram fór í Laugardalshöllinni 20. mars sl. Þróttur byrjaði mikið mun betur en HK og

Leikdeild Eflingar sýndi Sögu úr Vesturbænum fyrir fullu húsi Uppfærsla leikdeildar Eflingar í Þingeyjarsýslu á Sögu úr Vesturbænum, West Side Story, var frumsýnd á Breiðumýri fyrir fullu húsi þann 18. mars sl. Sýningin tókst í alla staði frábærlega og var hún enn ein rós í hnappagat leikdeildar Eflingar og Arnórs Benónýssonar leikstjóra. Flest burðarhlutverk eru í höndum ungra leikara sem stunda nám við Framhaldsskólann á Laugum og Litlulaugaskóla og sum hver eru að stíga sín fyrstu skref á sviði. Öll skiluðu þau hlutverkum sínum með sóma og hnökralaust.

Reyndari leikarar leikdeildarinnar voru í minni hlutverkum að þessu sinni og skiluðu sínu með sóma eins og við var að búast. Alls taka 35 leikarar þátt í sýningunni, auk vel á fjórða tug fólks sem unnið hefur hörðum höndum að tjaldabaki við förðun, búninga, hárgreiðslu, lýsingu og uppsetningu á sviðinu sem er mjög stórt. Tónlistarstjórn er í höndum Jaan Alavere. „Frumsýningin gekk gríðarlega vel en stund sem þessi er alltaf spennandi. Viðtökurnar voru mjög góðar og allir sem

Blak:

sigraði í tveimur fyrstu hrinunum. Þá tók HK við sér og náði að jafna í 2-2 og því varð að grípa til oddahrinu. Í oddahrinunni varð að framlengja til að knýja fram úrslit en Þróttur sigraði með 19 stigum gegn 1.7

komu að sýningunni stóðu sig með prýði. Undirbúningur er búinn að standa yfir meira og minna síðan í nóvember en aðalkrafturinn byrjaði í janúar og fram að frumsýningu,“ sagði Arnór Benónýsson, leikstjóri sýningarinnar Sögu úr Vesturbænum, í samtali við Skinfaxa. „Það fer mikill tími í uppfærslu á svona stykki. Það fara svona 6–8 vikur og fimm daga vikunnar í undirbúning. Það er gaman þegar gengur vel, þetta gefur mikið og félagsskapurinn er skemmtilegur. Við erum búin að auglýsa níu sýningar en aðsókn ræður að sjálfsögðu hve margar sýningar verða þegar upp er staðið. Við erum nánast búin að vera með einhverja uppfærslu á hverjum vetri síðustu 15 árin og aðsóknin alltaf verið góð,“ sagði Arnór Benónýsson.

Frá frumsýningu á verkinu West Side Story hjá Eflingu í Þingeyjarsýslu.

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

31


Úr hreyfingunni Ársþing Ungmennasambands Eyjafjarðar, UMSE:

Þrjár nýjar deildir verða stofnaðar Ársþing UMSE fór fram í Þelamerkurskóla 5. mars sl. Þingið fór vel fram og umræður um þær tillögur sem fram voru lagðar voru með líflegra móti. Þingfulltrúar voru frá 10 af 12 aðildarfélögum og var um það rætt á þinginu að aðildarfélögin yrðu að gera betur í þátttöku sinni en einungis voru 28 af 54 mögulegum fulltrúum mættir. Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, sat ársþingið. Heitastar umræður urðu um Lottóúthlutun sambandsins til aðildarfélaga en tillaga um reglugerðarbreytingu þess efnis lá fyrir þinginu. Var hún samþykkt með þeirri breytingu að hún yrði tekin til endurskoðunar og yrði lögð fram á þingi á næsta ári. Þá var samþykkt að stofna þrjár nýjar nefndir innan UMSE og eru þær fræðslunefnd, almenningsíþróttanefnd og afreksíþróttanefnd. Nefndunum verður falið það hlutverk að móta stefnu í þeim viðfangsefnum sem þær varða. Helga G. Guðjónsdóttir sæmdi Gest Hauksson, gjaldkera Umf. Smárans, starfsmerki UMFÍ. Haukur Valtýsson var sæmdur starfsmerki UMSE fyrir störf sín í þágu sambandsins. Kosið var til varaformanns, gjaldkera og þriggja í varastjórn UMSE. Kristín Hermannsdóttir var endurkjörin varaformaður. Gjaldkeri sambandsins, Anna Kristín Árnadóttir, lét af störfum eftir fjögurra ára starf og í hennar stað var kjörinn Einar

Efti mynd: Óskar Þór Vilhjálmsson, formaður UMSE, í ræðustóli á ársþinginu. Neðri mynd: Björgvin Björgvinsson, íþróttamaður UMSE 2010.

Hafliðason. Í varastjórn gáfu kost á sér til áframhaldandi setu Þorgerður Guðmundsdóttir og Birkir Örn Stefánsson en Sigurður Bjarni Sigurðsson ekki. Þau Birkir og Þorgerður voru endurkjörin en í stað Sigurðar Bjarna tók Edda Kamilla Örnólfsdóttir sæti í varastjórn. Voru fráfarandi stjórnarmönnum þökkuð vel unnin störf í þágu sambandsins. Í kaffisamsæti á þinginu voru veittar viðurkenningar að venju. Kjörinn var Íþróttamaður ársins 2010 og kom sá titill í hlut Björgvins Björgvinssonar, skíðamanns frá Skíðafélagi Dalvíkur. Þá voru veittar um 35 viðurkenningar til íþróttamanna sem höfðu unnið Íslands-, Landsmóts- eða bikarmeistaratitla, komist í úrvals- eða afrekshópa hjá sérsamböndum eða sett Íslandsmet á árinu 2010. Félagsmálabikar UMSE kom í hlut Umf. Samherja en sitjandi stjórn UMSE úthlutar þeim bikar til þess félags sem talið er að hafi starfað hvað best í þágu félagsog íþróttamála á hverju ári. Þá var Þóri Áskelssyni veitt starfsmerki UMSE, fyrir vel unnin störf í þágu íþrótta á sambandssvæðinu. „Starfið hjá okkur gengur vel en er mest í frjálsum íþróttum. Við ræddum um það á þinginu að koma til móts við fleiri félaga með fræðslu og innra starfi og að því munum við vinna á næstunni,“ sagði Óskar Þór Vilhjálmsson, formaður Ungmennasambands Eyjafjarðar í samtali við Skinfaxa.

Ársþing Ungmennasambands Austur Húnvetninga, USAH:

Mikil og góð starfsemi innan USAH 94. ársþing USAH var haldið 5. mars sl. á Blönduósi. Góð mæting var á þingið frá félögum innan sambandsins. Á þinginu voru tekin fyrir hefðbundin aðalfundarstörf; skýrsla stjórnar, reikningar sambandsins og samþykktar tillögur vegna næsta starfsárs. Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, sótti þingið. Mikil og góð starfsemi er innan félaga USAH. Íþróttamaður USAH 2010 var kjörinn Stefán Valimer en hann stendur sig frábærlega í kúluvarpi í 15–16 ára flokki og er í þriðja sæti á afrekaskrá FRÍ í þeirri grein í sínum aldurflokki. Þórhalla Guðbjartsdóttir hætti í stjórn USAH og í hennar stað kom Bergþór Páls-

32

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

son inn, þannig að í stjórn USAH eru nú: Aðalbjörg Valdimarsdóttir formaður, Greta Björg Lárusdóttir varaformaður, Bergþór Pálsson gjaldkeri, Sigrún Líndal

Frá ársþingi Ungmennasambands Austur Húnvetninga sem haldið var á Blönduósi.

ritari og Guðrún Sigurjónsdóttir meðstjórnandi. „Þingið hjá okkur gekk vel en á því var meðal annars kosin nefnd til að annast undirbúning fyrir 100 ára afmælið sem verður 2012. Starfið innan Ungmennasambandsins gengur vel. Æfingar hafa verið innandyra í frjálsum íþróttum í vetur og 35 keppendur fóru á okkar vegum á mót á Akureyri. Krakkarnir hafa líka verið dugleg við að sækja stóru mótin fyrir sunnan í vetur. Í sumar mun starfið að mestu leyti fara fram úti í félögunum,“ sagði Aðalbjörg Valdimarsdóttir, formaður Ungmennasambands Austur Húnvetninga, í samtali við Skinfaxa.


Velkomin í sundlaugar Árborgar Frítt inn fyrir 17 ára og yngri Sundhöll Selfoss Opin allt árið Virka daga: kl. 6.45–20.45 Helgar: kl. 9.00–19.00

Sundlaug Stokkseyrar Sumaropnun: 1. júní –15. ágúst Virka daga: kl. 13.00–21.00 Helgar: kl. 10.00 –17.00

Vetraropnun: 16. ágúst–31. maí Mán–fös: kl. 17.30 –20.30 Helgar: kl. 10.00–15.00 Sun: lokað

Gjaldskrá Fullorðnir (18-66 ára): Einstakt skipti 450 kr. 10 skipta kort 2.900 kr. 30 skipta kort 6.900 kr. Árskort 25.900 kr. 67 ára og eldri fá frían aðgang gegn framvísun skilríkja. Öryrkjar fá frían aðgang en verða að framvísa korti.

Vinnum saman

Græðum Ísland

Landgræðslufræ Ef þú þarft að græða mela og rofabörð eða rækta fallega grasflöt eigum við fræið handa þér. Ráðgjöf um val á fræi við mismunandi aðstæður.

Landgræðsla ríkisins Gunnarsholti, 851 Hellu Sími 488-3000, símbréf 488-3010, land@land.is, www.land.is

Eftirtaldir aðilar styðja starfsemi Ungmennafélags Íslands: Reykjavík Bakkavör Group hf., Tjarnargötu 35 Arkþing ehf., Bolholti 8 Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins, Stuðlahálsi 2 Árni Reynisson ehf., Laugavegi 170 B.K. flutningar ehf., Krosshömrum 2 Bílasmiðurinn hf., Bíldshöfða 16 Blaðamannafélag Íslands, Síðumúla 23 BSRB, Grettisgötu 89 Danica sjávarafurðir ehf., Suðurgötu 10 Efling stéttarfélag, Sætúni 1 Eignamiðlun, Síðumúla 21 Endurvinnslan hf., Knarrarvogi 4 Ernst & Young hf., Borgartúni 30 Félagsbústaðir hf., Hallveigarstíg 1 Gjögur hf., Kringlunni 7 Grillhúsin, Tryggvagötu 20 Henson Sports Europe á Íslandi hf., Brautarholti 24 HGK ehf., Laugavegi 13 Hjálpræðisherinn á Íslandi, Kirkjustræti 2 Höfðakaffi ehf., Vagnhöfða 11 Íslandsstofa, Borgartúni 35 Jón Ásbjörnsson hf., Fiskislóð 34 Kaþólska kirkjan á Íslandi, Hávallagötu 14–16 Kemis ehf., Breiðhöfða 15 Kjaran ehf., Síðumúla 12-14 Knattspyrnusamband Íslands, Laugardal Landsnet hf., Gylfaflöt 9 Mannvit ehf., Grensásvegi 1 Markaðsráð kindakjöts, Bændahöllinni við Hagatorg MD vélar ehf., Vagnhöfða 12 Mirage slf., Lyngrima 3 NM ehf., Brautarholti 10 Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins, Kringlunni 7, 3. hæð Pétursbúð, Ránargötu 15 Raftíðni ehf., Grandagarði 16 Seljakirkja, Hagaseli 40 Sigurborg ehf., Grandagarði 11 SÍBS, Síðumúla 6 Sjálfstæðisflokkurinn, Háaleitisbraut 1 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bs., Skógarhlíð 14 Stólpi ehf., Klettagörðum 5 Talnakönnun hf., Borgartúni 23 Tannlæknastofa Helga Magnússonar, Skipholti 33 Tryggingamiðlun Íslands ehf., Síðumúla 21 Tölvu- og tækniþjónustan ehf., Grensásvegi 8 Útfararstofa Kirkjugarðanna ehf., Vesturhlíð 2 Vilhjálmsson sf., Sundaborg 1 Ögurvík hf., Týsgötu 1

Kjalarnes Matfugl ehf., Völuteigi 2

Kópavogur Bifreiðaverkstæði Friðriks Ólafssonar ehf., Smiðjuvegi 22 Bílhúsið ehf., Smiðjuvegi 60 Gæðaflutningar ehf., Krossalind 19 Kríunes ehf., Kríunesi við Vatnsenda

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

33


Eftirtaldir aðilar styðja starfsemi Ungmennafélags Íslands: Kópavogur Marás ehf., Akralind 2 Rafmiðlun hf., Ögurhvarfi 8 Snælandsskóli, Víðigrund Söluturninn Smári, Dalsvegi 16c

Garðabær H. Filipsson sf., Miðhrauni 22 Kompan ehf., Skeiðarási 12 Raftækniþjónusta Trausta ehf., Lyngási 14 Samhentir - umbúðalausnir ehf., Suðurhrauni 4 Vistor hf., Hörgatúni 2

Hafnarfjörður Hagtak hf., Fjarðargötu 13–15 PON–Pétur O. Nikulásson ehf., Melabraut 23 Rafal ehf., Hringhellu 9 Varma & Vélaverk, Dalshrauni 5 Verkalýðsfélagið Hlíf, Reykjavíkurvegi 64

Reykjanesbær DMM Lausnir ehf., Iðavöllum 9b ÍAV þjónusta ehf., Klettatröð bygging 2314 Reykjanesbær, Tjarnargötu 12 Tannlæknastofa Einars Magnússonar ehf., Skólavegi 10 Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis, Krossmóa 4 Verslunarmannafélag Suðurnesja, Vatnsnesvegi 14

Grindavík Vísir hf., Hafnargötu 16 Þorbjörn hf., Hafnargötu 12

Mosfellsbær Garðyrkjustöðin Gróandi, Grásteinum Kjósarhreppur, www.kjos.is, Ásgarði

Akranes Bifreiðastöð Þórðar Þ. Þórðarsonar, Dalbraut 6 Ehf., Álmskógum 1, Álmskógum 1 G.T. Tækni ehf., Grundartanga Íþróttabandalag Akraness, Jaðarbökkum Straumnes rafverktakar, Krókatúni 22–24 Vignir G. Jónsson hf., Smiðjuvöllum 4

Borgarnes Golfklúbbur Borgarness, Hamri Gistiheimilið Milli vina, s: 435 1530, www.millivina.is Gösli ehf., Kveldúlfsgötu 15 Hótel Borgarnes hf., Egilsgötu 14–16 Sæmundur Sigmundsson ehf., Brákarey Ungmennafélag Stafholtstungna, Þjónustumiðstöðin Húsafelli ehf., Húsafelli 3

Stykkishólmur Sæfell Sæmundarpakkhús, Stykkishólmi, Hafnargötu 9 Tindur ehf., Hjallatanga 10 Þ.B. Borg – Trésmiðja, Silfurgötu 36

Grundarfjörður Hótel Framnes, Ragnar og Ásgeir ehf., Sólvöllum 7

Ólafsvík Fiskiðjan Bylgja hf., Bankastræti 1

34

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

Úr hreyfingunni Ársþing Ungmennasambands Skagafjarðar, UMSS:

Félagar hvattir til að mæta á Unglingalandsmótið á Egilsstöðum Ársþing Ungmennasambands Skagafjarðar var haldið á Hótel Mælifelli á Sauðárkróki 17. mars sl. og sóttu það um 50 manns. Sæmundur Runólfsson, framkvæmdastjóri UMFÍ, sat þingið. Hjónin Rannveig Helgadóttir og Viggó Jónsson voru sæmd starfsmerki UMFÍ en þau hafa unnið mikið starf fyrir fjölda deilda innan sambandsins. Á þinginu var meðal annars rætt um skiptingu fjármuna frá sveitarfélaginu til íþrótta í Skagafirði. Þá var samþykkt að sækja um Landsmót 50+ sem verður haldið í fyrsta skiptið í sumar. Einnig var samþykkt að sækja um Unglingalandsmótin 2013 og 2014. Keppendur voru hvattir til að sækja Unglingalandsmótið á Egilsstöðum í sumar en sambandið ætlar að styrkja þá keppendur sem þangað fara. Hrefna Gerður Björnsdóttir gaf ekki kost á sér til endurkjörs sem formaður UMSS og mun stjórn sambandsins koma

Sæmundur Runólfsson, framkvæmdastjóri UMFÍ, sæmir hjónin Rannveigu Helgadóttur og Viggó Jónsson starfsmerki UMFÍ á ársþingi UMSS.

saman á næstunni til að velja formann. Úr stjórn gengu Sigmundur Jóhannesson og Sigurgeir Þorsteinsson. Í þeirra stað koma inn Elisabeth Jansen og Þröstur Erlingsson. Sigurjón Leifsson varaformaður og Hjalti Þórðarson sitja áfram í stjórninni.

Ungmennasamband Dalamanna og Norður–Breiðfirðinga: UDN:

Hugað að meira samstarfi við nágrannana 90. sambandsþing Ungmennasambands Dalamanna og Norður-Breiðfirðinga, UDN, var haldið í Reykhólaskóla á Reykhólum 21. mars sl. Þingstörf voru hefðbundin og gengu vel. Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, og Sæmundur Runólfsson, framkvæmdastjóri UMFÍ, sátu þingið. Guðbjört Lóa Þorgrímsdóttir glímukona var kjörin íþróttamaður ársins hjá UDN og var þetta annað árið í röð sem hún hlýtur þessa nafnbót. Að sögn Finnboga Harðarsonar, formanns UDN, er sambandið farið að huga að verkefnum sumarsins og þá meðal annars verið að kanna samstarf við nágrannasamböndin. „Við ætlum að setjast niður með nágrönnunum í HSS, HSH og UMSB og ræða samstarf í sumar og vonandi mun það leiða eitthvað gott í ljós,“ sagði Finnbogi Harðarson, formaður UDN. Á þinginu urðu breytingar á stjórninni. Eygló Kristjánsdóttir, Svanborg Guðbjörnsdóttir og Baldur Gíslason ganga úr stjórn. Í þeirra stað inn í stjórnina koma þau Rebekka Eiríksdóttir, Hjalti Viðarsson og Eyjólfur Sturlaugsson.

Frá sambandsþingi UDN sem haldið var á Reykhólum.


Úr hreyfingunni Héraðsþing Héraðssambandsins Skarphéðins, HSK:

Jóhannes kosinn heiðursformaður HSK Héraðsþing HSK var haldið á Hellu 12. mars sl. og gengu þingstörf mjög vel enda móttökur heimamanna frábærar. Á þinginu var gefin út vegleg 80 blaðsíðna ársskýrsla um starfsemi héraðssambandsins á liðnu ári. Björg Jakobsdóttir, varaformaður UMFÍ, og Örn Guðnason, ritari UMFÍ, sátu þingið. Jóhannes Sigmundsson var kosinn heiðursformaður HSK. Þetta er í annað sinn í 100 ára sögu sambandsins sem kosinn er heiðursformaður HSK. Fyrst var það árið 1966, þegar Sigurður Greipsson hlaut þann heiður, en það ár lét hann af formennsku. Þegar Guðríður Aadnegard hafði lesið upp tillögu og greinargerð um kjörið risu fulltrúar og gestir úr sætum og hylltu Jóhannes með dynjandi lófataki. Guðmundur Kr. Jónsson var sæmdur gullmerki HSK og Olga Bjarnadóttir silfurmerki. Þá fengu hjónin Ásta Laufey Sigurðardóttir og Ólafur Elí Magnússon úr Dímon starfsmerki UMFÍ. Björg Jakobs-

Guðríður Aadnegard, formaður HSK, og Jóhannes Sigmundsson, heiðursformaður HSK.

dóttir, varaformaður UMFÍ, og Örn Guðnason, ritari UMFÍ, afhentu þau. Umf. Selfoss sigraði í heildarstigakeppni HSK. Selfoss hafði nokkra yfirburði með 245 stig, Hamar varð í 2. sæti með 177,5

Björg Jakobsdóttir, varaformaður UMFÍ, (t.v.) og Örn Guðnason, ritari UMFÍ (t.h.), ásamt Ólafi Elí Magnússyni og Ástu Laufey Sigurðardóttur, sem fengu starfsmerki UMFÍ.

stig og skákaði þar með Dímon sem varð í 3. sæti með 174 stig. Fimleikadeild Umf. Selfoss hlaut unglingabikar HSK fyrir fjölbreytt unglingastarf og Íþróttafélagið Dímon fékk foreldrastarfsbikarinn fyrir öflugt foreldrastarf. Handboltamaðurinn Ragnar Jóhannsson á Selfossi var valinn Íþróttamaður HSK árið 2010 úr hópi tuttugu tilnefndra íþróttamanna. Árni Einarsson, Umf. Selfoss, var valinn öðlingur ársins 2010. Árni verður áttræður í ár og keppti á árum áður í frjálsum íþróttum. Á efri árum hefur hann hafið iðkun aftur og m.a. keppt á Norðurlandameistaramóti og Evrópumeistaramóti öldunga í frjálsum. Miklar og góðar umræður fóru fram í fjórum starfsnefndum þingsins og nokkrar tillögur urðu til í nefndum. Guðríður Aadnegard var endurkjörin formaður HSK og aðrir stjórnarmenn voru endurkjörnir, utan Helga Kjartanssonar sem gaf ekki kost á sér til endurkjörs í varastjórn. Anný Ingimarsdóttir kemur ný inn í varastjórn, í stað Helga.

Íþróttafólk ársins innan HSK ásamt formanni HSK, Guðríði Aadnegard (lengst til vinstri).

HSV og Ísafjarðarbær skrifa undir samstarfs- og verkefnasamning Bæjarráð Ísafjarðarbæjar og Jón Páll Hreinsson, formaður Héraðssambands Vestfirðinga, hafa skrifað undir samstarfssamning og verkefnasamning. Samningar sem þessir hafa verið í gildi undanfarin ár og hafa vakið athygli og eftirtekt á landsvísu. Samstarfssamningurinn hljóðar alls upp á 10,2 m.kr. og felur í sér framlag bæjarins vegna skrifstofuhúsnæðis, þjálfarastyrkja, húsaleigu- og æfingastyrkja og framlög í afreksmannasjóð. Verkefnasamningurinn felur í sér rekstrarstyrk frá Ísafjarðarbæ að fjárhæð 6,7 m.kr. sem verður ráðstafað sem rekstrar-

Frá undirritun samstarfssamnings HSV og Ísafjarðarbæjar.

framlagi til aðildarfélaga HSV. Stjórn HSV sér um að ráðstafa rekstrarframlaginu milli félaga með tilliti til umfangs barnaog unglingastarfs þeirra. Aðildarfélög

HSV taka á móti að sér einstaka verkefni, svo sem þrif á fjörum, umsjón með golfvöllum, vinnu við Skíðaviku og 17. júní, þrif eftir áramót og fleira.

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

35


Úr hreyfingunni Aðalfundur Keflavíkur, íþrótta- og ungmennafélags:

Sigurður sæmdur gullheiðursmerki Aðalfundur Keflavíkur íþrótta- og ungmennafélags var haldinn 28. mars sl. Góð mæting var á fundinn og sóttu hann um 60 manns. Meðal fundargesta voru Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, og Björg Jakobsdóttir, varaformaður UMFÍ, Jóhann B. Magnússon, formaður Íþróttabandalags Reykjanesbæjar, bæjarfulltrúarnir Friðjón Einarsson og Kristinn Jakobsson, Stefán Bjarkason, framkvæmdastjóri íþrótta- og tómstundasviðs, og íþróttaog tómstundaráðsmennirnir Rúnar Arnarsson og Björg Hafsteinsdóttir. Ellert Eiríksson var kjörinn fundarstjóri og Sigurvin Guðfinnsson ritari. Aðalfundurinn samþykkti breytingar á lögum félagsins. Formaður og stjórn voru endurkjörin. Kosið var eftir nýjum lögum. Kosið var um meðstjórnendur til eins árs þar sem um mótframboð var að ræða. „Við áttum góðan aðalfund, en fundurinn samþykkti breytingar á lögum félagsins. Það er á brattann að sækja fjárhagslega en samt sem áður horfum við alltaf björtum augum fram á veginn. Það er unnið gjöfult og gott starf innan deildanna sem skiptir miklu máli,“ sagði Einar Haraldsson, formaður Keflavíkur, íþróttaog ungmennafélags, í samtali við Skinfaxa. Á aðalfundinum var Sigurður Steindórsson sæmdur gullheiðursmerki Keflavíkur. Sigurður var formaður Knattspyrnufélags Keflavíkur KFK og vallarstjóri á íþróttavellinum í Keflavík, auk þess sem hann þjálfaði handbolta- og knattspyrnumenn og -konur. Með sanni má segja að hann hafi verið einn af merkari íþróttafrömuðum í Keflavík. Sigurður studdi vel við yngri íþróttaiðkendur og var þeim ávallt innan

Kári Gunnlaugsson varaformaður, Sigurður Steindórsson og Einar Haraldsson formaður.

Frá afhendingu silfurheiðursmerkja. Frá vinstri: Einar Haraldsson formaður, Björn Jóhannsson, Hörður Ragnarsson, Jón Ólafur Jónsson og Kári Gunnlaugsson,1. varaformaður.

handar. Hann var einnig í miklum tengslum við meistaraflokk ÍBK og gekk þar í öll störf, meðal annars að nudda leikmenn, stundum svo hressilega að menn æptu undan honum. Það hefur verið mikill fengur í því fyrir íþróttalífið í Keflavík að hafa mann eins og Sigurð innanborðs.

Aðalfundur Ungmennafélags Kjalarness, UMFK:

Öflugu starfi viðhaldið Svanhvít Jóhannsdóttir var endurkjörin formaður Umf. Kjalarness á aðalfundi félagsins sem haldinn var 17. mars sl. Ný stjórn tók við fyrir um ári síðan. Innra skipulag félagsins hefur verið tekið í gegn og öflugu starfi viðhaldið. Um þrjú hundruð félagar eru skráðir í félagið í dag. Meðal verkefna þess í fyrra voru sundnámskeið, knattspyrnuæfingar, fimleikaæfingar og öflugt sumarstarf. Sigurður Guðmundsson, landsfulltrúi UMFÍ, og Gunnar Gunnarsson, varamaður í stjórn UMFÍ, mættu á þingið fyrir hönd UMFÍ og kynntu starf hreyfingarinnar. Miklar umræður spunnust á þinginu um þá möguleika sem Umf. Kjalarness getur nýtt sér í gegnum UMFÍ.

36

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

Svanhvít G. Jóhannsdóttir, formaður Umf. Kjalnesinga á aðalfundinum.

Ein breyting varð á stjórn. Hafsteinn Friðfinnsson gaf ekki kost á sér áfram sem varaformaður en verður varamaður í stjórn. Magnús Ingi Magnússon tekur við varaformennskunni og Birna Ragnars-

Hörður Ragnarsson, Jón Ólafur Jónsson og Björn Jóhannsson hlutu silfurheiðursmerki félagsins. Starfsmerki voru veitt fyrir stjórnarsetu. Árni Pálsson, Sigurvin Guðfinnsson og Þórður Magni Kjartansson fengu gullmerki fyrir 15 ár, Geir Gunnarsson, Hermann Helgason og Þorsteinn Magnússon silfurmerki fyrir 10 ár og Ásdís Júlíusdóttir, Halldóra B. Guðmundsdóttir, Helga H. Snorradóttir og Hjördís Baldursdóttir fengu bronsmerki fyrir 5 ár. Starfsbikarinn var veittur Jóni Örvari Arasyni. Björn Jóhannsson, Sigmar Björnsson og Baldvin Sigmarsson voru heiðraðir fyrir að þeir urðu allir Íslandsmeistarar á árinu 2010, þrír ættliðir. Formaður og varaformaður UMFÍ heiðruðu þá Ólaf Birgi Bjarnason og Guðsvein Ólaf Gestsson með starfsmerki UMFÍ. dóttir kemur ný inn sem meðstjórnandi. Auk þeirra og Svanhvítar eru í stjórninni Íris Fjóla Bjarnadóttir, ritari, og Davor Karlsson, gjaldkeri. „Það er óhætt að segja að starfið í heild sinni gangi bara nokkuð vel. Starfið er að mestu leyti byggt upp í kringum fótboltann og svo hafa fimleikarnir svolítið verið að koma inn. Við byrjuðum með sund sl. haust með námskeiðum og æfingum. Þetta fór vel af stað þannig að við héldum áfram með sundið eftir áramót. Við höfum verið með kynningu á körfubolta og badminton en skráningar hafa ekki verið nógu margar til að hægt sé að ráða þjálfara að svo stöddu. Síðan hefur verið ákveðið að auglýsa eftir íþróttafulltrúa sem myndi starfa 50% með ungmennafélaginu og 50% með Klébergsskóla,“ sagði Svanhvít G. Jóhannsdóttir, formaður Umf. Kjalnesinga.


Úr hreyfingunni

Ungmennafélags Íslands:

Ársþing Héraðssambands Þingeyinga, HSÞ:

Næg verkefni fram undan Ársþing HSÞ var haldið í Ljósvetningabúð 12. mars sl. Þingið sóttu 50 fulltrúar frá 19 aðildarfélögum. Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, sat þingið. Þóra Fríður Björnsdóttir, fyrrverandi formaður Eflingar, var sæmd starfsmerki UMFÍ. Þingið var starfsamt og ýmis málefni sambandsins rædd. Meðal annars var samþykkt að stefna að því að sækja um Unglingalandsmót UMFÍ árið 2014, en þá eru 100 ár liðin frá stofnun gamla HSÞ. Jóhanna Kristjánsdóttir var endurkjörin formaður HSÞ. Aðrir í stjórn eru þau Birkir Jónasson, Völsungi, Erla Bjarnadóttir, Völsungi, Halldóra Gunnarsdóttir, UMFL, Hermann Aðalsteinsson, Goðanum, Birna Davíðsdóttir, Bjarma, og Olga Friðriksdóttir, Austra. Í varastjórn eru Andri Hnikarr Jónsson, Snerti, Hörður Þór Benónýsson, Eflingu, og Sigurfljóð Sveinbjörnsdóttir, Leifi heppna. Þrjár nýjar nefndir voru kjörnar á ársþinginu en þær eru sögu- og minjanefnd, almenningsíþróttanefnd og landsmótsnefnd fyrir Landsmót UMFÍ á Selfossi 2013. Á ársþinginu fór fram kjör íþróttamanns HSÞ árið 2010 og hlaut Þorsteinn Ingvarsson titilinn. Hann var einnig kjörinn frjálsíþróttamaður HSÞ 2010. Pétur Þórir Gunnarsson var kjörinn glímumaður HSÞ, Aron Bjarki Jósepsson var kjörinn knattspyrnumaður HSÞ og Valdís Jósefsdóttir var kjörin sundmaður HSÞ. „Það fóru fram miklar og góðar umræður í nefndum og fólk skiptist á skoðunum. Þetta var í heild sinni létt og skemmtilegt þing. Stjórnin hittist einu sinni í mánuði og vinnur vel þess á milli. Starfið hjá okk-

Eftirtaldir aðilar styðja starfsemi Hellissandur K.G. Fiskverkun ehf., Melnesi 1

Ísafjörður Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Suðurgötu 12 Ferðaþjónustan í Heydal, s: 456 4824 www.heydalur.is, Mjóafjörður Kjölur ehf., Urðarvegi 37

Bolungarvík Bolungarvíkurkaupstaður, Aðalstræti 12 Jakob Valgeir ehf., Grundarstíg 5 Sparisjóður Bolungarvíkur, Aðalstræti 14

Súðavík VÁ VEST, félag um vímuefnaforvarnir, Grund Víkurbúðin ehf., Grundarstræti 1–3

Verðlaunahafar á ársþingi HSÞ.

Patreksfjörður Albína verslun, Aðalstræti 89 Hafbáran ehf., Hjöllum 13 Oddi hf., fiskverkun, Eyrargötu 1 Vestri hf. – Oddi, Eyrargötu

Tálknafjörður Þórberg hf., Strandgötu

Hólmavík Kaupfélag Steingrímsfjarðar, Höfðagötu 3

Þóra Fríður Björnsdóttir, fyrrverandi formaður Eflingar, sem var sæmd starfsmerki UMFÍ, ásamt Helgu Guðrúnu Guðjónsdóttur, formanni UMFÍ.

Norðurfjörður Hótel Djúpavík ehf., Árneshreppi

Blönduós

ur er orðið markvisst og það eru næg verkefni fram undan. Stofnaðar voru nýjar nefndir á þinginu og við erum farin að huga að 100 ára afmælinu sem verður 2014,“ sagði Jóhanna Kristjánsdóttir, formaður HSÞ, í samtali við Skinfaxa.

Glaðheimar, sumarhús, s: 820 1300, Melabraut 21 Hótel Blönduós, s: 452 4403, 898 1832, Aðalgötu 6 Samstaða, skrifstofa verkalýðsfélaga, Þverholti 1 Húnavatnshreppur, Húnavöllum

Skagaströnd Árný Hjaltadóttir, Steinnýjarstöðum Vélaverkstæði Skagastrandar, Strandgötu 30

Sauðárkrókur

Tvær í vettvangsnámi hjá UMFÍ og EUF Þær Gyða Kristjánsdóttir og Vala Hrönn Margeirsdóttir, nemar í tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands, voru í vettvangsnámi hjá Ungmennafélagi Íslands og Evrópu unga fólksins í þrjár vikur. Þær fengu að kynnast allri starfseminni, sitja ýmsa fundi og skoða þau verkefni sem eru í gangi ásamt því að fá að snerta á nokkrum þeirra. Þær Gyða og Vala Hrönn eru báðar úr ungmennafélagsgeiranum, önnur úr UMSS og hin úr HSH, en sögðust samt sem áður hafa lært margt nýtt um UMFÍ og enn þá meira um EUF. Þær voru mjög ánægðar með veru sína, segjast hafa fengið góðar móttökur og mæla eindregið með því að fólk kynni sér það flotta og metnaðarfulla starf sem unnið er hjá UMFÍ og EUF. Þær

Doddi málari ehf., Raftahlíð 73 K–Tak ehf., Borgartúni 1 Verslun Haraldar Júlíussonar, Aðalgötu 22 Vinnuvélar Guðmundar og Skúla sf., Borgarröst 4

Varmahlíð Akrahreppur, Skagafirði

Hofsós Vesturfarasetrið

Fljót Ferðaþjónustan Bjarnargili ehf., Bjarnargili

Akureyri

sjá fyrir sér að þær geti vel nýtt þá reynslu og þekkingu sem þær hafa öðlast á veru sinni þessar þrjár vikur á starfsvettvangi sínum í komandi framtíð.

Gyða Kristjánsdóttir og Vala Hrönn Margeirsdóttir, nemar í Háskóla Íslands.

Endurhæfingarstöðin, Glerárgötu 20 Blikkrás ehf., Óseyri 16 Gámaþjónusta Norðurlands ehf., Fjölnisgötu 4a Haukur og Bessi tannlæknar, Hlíð hf., Kotárgerði 30 Ísgát ehf., Laufásgötu 9 Kjarnafæði hf., Fjölnisgötu 1b

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

37


Eftirtaldir aðilar styðja starfsemi

Fjölþjóðlegt fjör í Reykjanesbæ:

Ungmennafélags Íslands: Akureyri Raftákn ehf., Glerárgötu 34 Samvirkni ehf., Hafnarstræti 97

Grenivík Brattás ehf., Ægissíðu 11

Dalvík O. Jakobsson ehf., Ránarbraut 4, Dalvík

Húsavík Jarðverk ehf., Birkimel, Þingeyjarsveit

Laugar Framhaldsskólinn á Laugum, Laugum, Reykjadal Sparisjóður Suður-Þingeyinga, Kjarna, Laugum

Mývatn Eldá ehf., Helluhrauni 15

Þátttakendur í nafnaleik. Námskeiðið byrjaði á því að fara í ýmsa leiki til að muna nöfnin hvert á öðru.

Þórshöfn Geir ehf., Sunnuvegi 3

Vopnafjörður Hólmi NS–56 ehf., Hafnarbyggð 23

Egilsstaðir Birta ehf., Egilsstöðum og Reyðarfirði, Miðvangi 2–4 Fljótsdalshérað, Lyngási 12 Héraðsprent ehf., Miðvangi 1 Hitaveita Egilsstaða og Fella ehf., Einhleypingi 1 Rafteymi ehf., Þverkletti 3

Seyðisfjörður Seyðisfjarðarkaupstaður,Hafnargötu 44

Reyðarfjörður Á.S. bókhald ehf., Austurvegi 20 Skólaskrifstofa Austurlands, Búðareyri 4 Verkstjórafélag Austurlands, Austurvegi 20

Eskifjörður Eskja hf., Strandgötu 39

Neskaupstaður Rafgeisli Tómas R. Zöéga ehf., Hafnarbraut 10 Síldarvinnslan hf., útgerð, Hafnarbraut 6

Fáskrúðsfjörður Loðnuvinnslan hf., Skólavegi 59

Höfn í Hornafirði Mikael ehf., Norðurbraut 7 Skinney–Þinganes hf., Krossey

Selfoss AB–skálinn ehf., Gagnheiði 11 Árvirkinn ehf., Eyravegi 32 Búnaðarfélag Grafningshrepps, Villingavatni Búnaðarsamband Suðurlands, Austurvegi 1 Dýralæknaþjónusta Suðurlands, Stuðlum Fjölbrautaskóli Suðurlands, Tryggvagötu 25 Guðmundur Tyrfingsson ehf., Fossnesi C Kvenfélag Gaulverjabæjarhrepps, Galtastöðum Kvenfélag Hraungerðishrepps, Kökugerð H.P. ehf., Gagnheiði 15 Veitingastaðurinn Menam, Eyrarvegi 8

38

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

Æskulýðsstarfsmenn frá 19 löndum Dagana 8.–13. mars sl. hélt Landsskrifstofa Evrópu unga fólksins fjölþjóðlegt námskeið á Hótel Keflavík í Reykjanesbæ. Leiðbeinendur á námskeiðinu komu frá Frakklandi, Portúgal og Rúmeníu, en alls voru þátttakendur á námskeiðinu frá 19 Evrópulöndum og í heild taldi hópurinn 35 manns. Þátttakendur á námskeiðinu voru starfsmenn úr æskulýðsgeiranum í sínum löndum og komu m.a. frá skátafélagi í Tyrklandi, Rauða Krossinum í Noregi og KFUM í Finnlandi. Námskeiðið hét ATOQ sem stendur fyrir Advanced Training on Quality of Youth Exchanges. Þar var lögð áhersla á að þjálfa þá sem þegar hafa tekið þátt í ungmennaskiptum sem styrkt hafa verið af ungmennaáætlun ESB í að bæta gæði verkefna. Þátttakendur voru m.a. látnir miðla af reynslu sinni af skipulagningu ungmennaskipta og gátu þannig lært hver af öðrum. Á námskeiðinu var stuðst við óformlegar námsaðferðir sem eru einn af hornsteinum allra verkefna sem styrkt eru af Evrópu unga fólksins. Þátttakendur voru mjög ánægðir með námskeiðið í heild sinni og héldu vart vatni yfir fegurð íslenskrar náttúru. Evrópa unga fólksins bauð þátttakendum í ferð um Reykjanes sem endaði í baði og kvöldverði í Bláa lóninu. Evrópa unga fólksins mun halda annað fjölþjóðlegt námskeið í Reykjanesbæ í byrjun apríl. Það námskeið verður hið fyrsta sem skipulagt er eingöngu af íslenskum leiðbeinendum og haldið að frumkvæði landsskrifstofu EUF.


Íþróttanefnd ríkisins og sérsambönd í heimsókn

Eftirtaldir aðilar styðja starfsemi Ungmennafélags Íslands: Hveragerði Eldhestar ehf., Völlum Hveragerðisprestakall, Bröttuhlíð 5 Sport–Tæki ehf., Austurmörk 4

Þorlákshöfn Fiskmark ehf., Hafnarskeiði 21 Grunnskólinn í Þorlákshöfn, Hafnarnes VER hf., Óseyrarbraut 16 b Járnkarlinn ehf., Hafnarskeiði 28 Sveitarfélagið Ölfus, Hafnarbergi 1

Stokkseyri Kvenfélag Stokkseyrar

Laugarvatn Menntaskólinn að Laugarvatni

Hella Fannberg ehf., Þrúðvangi 18

Hvolsvöllur Frá vinstri: Sæmundur Runólfsson, framkvæmdastjóri UMFÍ, Guðbjörg Norðfjörð, varaformaður KKÍ, Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, Ólafur Oddur Sigurðsson, framkvæmdastjóri GLÍ, Jónas Dalberg, formaður DSÍ, Hrund Þorgeirsdóttir, framkvæmdastjóri FSÍ, Guðlaugur Gunnarsson, KSÍ, Heiðrún Vigfúsdóttir, verkefnastjóri Unglingalandsmótsins, Þorvarður Helgason, Landssambandi hestamannafélaga, og Ómar Bragi Stefánsson framkvæmdastjóri Unglingalandsmótsins.

Héraðsbókasafn Rangæinga, Vallarbraut 16 Krappi ehf., byggingaverktakar, Ormsvöllum 5 Kvenfélagið Bergþóra, Vestur - Landeyjum Búaðföng, Hvolsvelli, Bakkakoti 1 Kvenfélagið Hallgerður, Eystri - Torfastöðum I

Vík í Mýrdal Íþróttanefnd ríkisins. Frá vinstri: Óskar Ármannsson, starfsmaður nefndarinnar, Hafþór Guðmundsson, Hermann Valsson, formaður nefndarinnar, Björg Jakobsdóttir, Sigríður Jónsdóttir og Ingvar Jónsson.

Íþróttanefnd ríkisins og fulltrúar nokkurra sérsambanda áttu fund með starfsfólki UMFÍ á dögunum í Þjónustumiðstöð UMFÍ við Sigtún. Þar var m.a. kynnt starfsemi hreyfingarinnar og verkefni sem hún stendur fyrir. Sæmundur Runólfsson,

framkvæmdastjóri UMFÍ, fór yfir starfsemina með íþróttanefnd ríkisins en Ómar Bragi Stefánsson, framkvæmdastjóri Unglingalandsmótsins, kynnti fulltrúum þeirra sérsambanda, sem eiga greinar sem keppt er í mótinu, sögu þeirra í stórum dráttum.

Dyrhólaeyjarferðir, www.dyrholaey.com, Vatnsskarðshólum

Kirkjubæjarklaustur Skaftárhreppur, Klausturvegi 15

Vestmannaeyjar Hamarskóli, Huginn ehf., Kirkjuvegi 23 Ísfélag Vestmannaeyja hf., Strandvegi 28 Skýlið, Friðarhöfn Suðurprófastsdæmi, Búhamri 11 Vöruval ehf., Vesturvegi 18

Góð þátttaka í verkefninu Fjölskyldan á fjallið Í verkefninu Fjölskyldan á fjallið rituðu um 15 þúsund manns nöfn sín í gestabækur sem voru á 24 fjöllum sl. sumar. Flest þessara fjalla eiga það sameiginlegt að vera tiltölulega létt að ganga á. Markmiðið er að fá fjölskyldur í létta fjallgönguferð og stuðla þannig að aukinni samveru, útivist og um leið líkamsrækt innan fjölskyldunnar. Göngugarpar hafa verið hvattir til að skrifa nöfn sín í gestabækur á fjöllum. Á hverju hausti er síðan dregið úr hópi þátttakenda og hljóta hinir heppnu sérstök verðlaun. Í ár voru nöfn fimm göngugarpa dregin út og hljóta þeir verðlaun frá UMFÍ. Verðlaunahafar fyrir Fjölskyldan á fjallið voru Ragnhildur Sara Arnarsdóttir sem gekk á Úlfarsfell, fjall UMSK, Ingunn Lilja Arnórsdóttir sem gekk á Miðfell, fjall HSK, Guðjón Halldórsson

Frá heimsókn í leikskólann Undraland þar sem Ingunn Lilja Arnórsdóttir var verðlaunuð en hún var dregin úr pottinum fyrir að ganga á Miðfell.

sem gekk á Þyril, fjall UMSB, Helga Gísladóttir sem gekk á Geirseyrarmúla, fjall HHF, og Aldís Þyrí Pálsdóttir sem gekk á Þingmannaveg yfir Vaðlaheiði, fjall UFA. Verkefnið heldur áfram á næsta sumri

og verður auglýst nánar þegar nær dregur. Ungmennafélag Íslands þakkar öllum sem tóku þátt í verkefninu og vonast til að sjá sem flesta taka þátt í verkefnum UMFÍ á næsta ári.

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

39


Úr hreyfingunni Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands, UÍA:

Líflegt og málefnalegt þing á Eskifirði

Frá afhendingu starfsmerkja á sambandsþingi UÍA.

Sambandsþing UÍA var haldið á Eskifirði 5. mars sl. Þingið gekk vel í alla staði og fóru fram líflegar umræður um starfsemi sambandsins. Á þinginu var kjörin ný stjórn og er hún skipuð sem hér segir: Formaður er Elín Rán Björnsdóttir. Aðalstjórn: Vilborg Stefánsdóttir, Neskaupstað, Jósef Auðunn Friðriksson, Stöðvarfirði, Gunnlaugur Aðalbjarnarson, Egilsstöðum, og Gunnar Gunnarsson, Fljótsdal. Varastjórn Stefán Bogi Sveinsson, Böðvar Bjarnason og Jóhann Atli Hafliðason. Úr aðalstjórn gengu Gunnar Jónsson, Eskifirði, Berglind Agnarsdóttir, Fáskrúðsfirði,

Hjálmar Jónsson, íþróttamaður UÍA 2010.

og Jónas Þór Jóhannsson, Egilsstöðum. Úr varastjórn gengu Steinn Jónsson og Björn Heiðar Sigurbjörnssoni. Þeim voru þökkuð vel unnin störf í þágu UÍA. Seyðfirðingarnir Adolf Guðmundsson og Þorvaldur Jóhannsson voru sæmdir starfsmerkjum UMFÍ. Adolf var formaður UÍA um skeið á níunda áratugnum. Hann starfaði lengi að knattspyrnumálum hjá Hugin og þjálfaði handknattleikslið UÍA sem náði góðum árangri á Landsmótinu í Keflavík. Adolf er að auki með dómararéttindi í boccia og hefur oft reynst ungmennafélagshreyfingunni öflugur bakhjarl.

Þorvaldur var einn af framámönnum skíðaiðkunar á Seyðisfirði. Hann hefur starfað og stutt ungmennahreyfinguna í áratugi, meðal annars sem skólastjóri, sveitarstjórnarmaður og framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Austurlandi. Hann varði mark knattspyrnuliðs Hugins um tíma og lætur enn vel í sér heyra á vellinum. Gunnar Gunnarsson, varamaður í stjórn UMFÍ, sæmdi Seyðfirðingana heiðursmerkjum sínum. Þá var Hjálmar Jónsson úr akstursíþróttaklúbbnum Start kjörinn íþróttamaður UÍA.

KAUPFÉLAG SKAGFIRÐINGA 40

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands


&# AVcYhb i JB;Ï *%

=kVbbhiVc\V ')#¶'+# _ c '%&& B i^Â Zg h ghiV`aZ\V ¨iaVÂ Z^chiV`a^c\jb *% {gV d\ ZaYg^#

@Zeec^h\gZ^cVg/

bV\\^5&'d\(#^h ')-#&+,

<da[! e ii! hjcY! [g_{ahVg! WaV`! ]ZhiV Äg ii^g! Wg^Yh! WdXX^V! h`{`! a cjYVch! ]_ agZ^ÂVg d\ hiVg[h Äg ii^g

lll#jb[^#^h

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

41


Úr hreyfingunni Ársþing Ungmennasambands Vestur-Skaftafellssýslu, USVS:

Ragnheiður og Petra sæmdar starfsmerki UMFÍ 41. ársþing USVS var haldið á Hótel Vík 26. mars sl. Við það tækifæri var tilkynnt um val á íþróttamanni USVS 2010. Fyrir valinu varð Arnar Snær Ágústsson, Umf. Kötlu. Efnilegasti íþróttamaður USVS 2010 varkjörinn Þorsteinn Björn Einarsson, Umf. Kötlu. Petru K. Kristinsdóttur og Ragnheiði Högnadóttur, báðum frá Umf. Kötlu, var veitt starfsmerki UMFÍ fyrir störf sín í þágu hreyfingarinnar. Þingið var starfsamt og skemmtilegt og voru lagðar línur að spennandi starfsári hjá USVS sem fram undan er. Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, og Sæmundur Runólfsson, framkvæmdastjóri UMFÍ, sátu þingið. Ný stjórn var kosin og er hún þannig skipuð: Ragnheiður Högnadóttir, Umf. Kötlu, formaður, Harpa Ósk Jóhannesdóttir, Umf. Skafta, Linda Agnarsdóttir, Umf. Ármanni,

Pálmi Kristjánsson, Golfklúbbnum Vík, Salóme Þóra Valdimarsdóttir, Umf. Kötlu. Í varastjórn eru Ármann Daði Gíslason, Umf. Skafta, Kristín Ásgeirsdóttir, Kóp, og Sigurður Elías Guðmundsson, Umf. Kötlu.

Verðlaunahafar á ársþingi USVS.

Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, sæmdi þær Petru K. Kristinsdóttur og Ragnheiði Högnadóttir starfsmerki UMFÍ.

Íþróttadagur FÁÍA haldinn í Austurbergi:

Allir glaðir og kátir og skemmtu sér hið besta Íþróttadagur Félags áhugafólks um íþróttir eldri borgara, FÁÍA, var haldinn í íþróttahúsinu í Austurbergi 9. mars sl. Þetta var í 26. sinn sem þessi dagur er haldinn og var mikil og góð stemning á hátíðinni. Vel var mætt á hátíðina og skein gleði og ánægja úr hverju andliti. Á íþrótta- og leikjadeginum komu fram nokkrir hópar af Reykjavíkursvæðinu og sýndu atriði við góðar undirtektir áhorfenda. Þess má geta að fyrsti íþróttadagur aldraðra var haldinn árið 1987 en fyrstu sex árin komu eldri borgarar saman og gerðu sér glaðan dag á gervigrasvellinum í Laugardal. Mikil vakning hefur orðið í íþróttum og hreyfingu almennt meðal eldri borgara hin síðustu ár og er ljóst að hún mun aðeins vaxa enn frekar á næstu árum. „Íþróttadagurinn gekk afskaplega vel. Allir voru glaðir og kátir og skemmtu sér hið besta. Það er orðin mikil hefð fyrir þessum degi og þetta sinn mættu á annað hundrað manns. Það er gróska í félaginu og atburðir eru yfirleitt vel sóttir. Við munum í fyrsta sinn fara með bocciamótið út fyrir borgarmörkin en það verður í ár haldið í Borgarnesi,“ sagði Þórey S. Guðmundsdóttir, formaður FÁÍA, í samtali við Skinfaxa. Aðalfundur Félags áhugafólks um íþróttir aldraðra, FÁÍA, var haldinn 25. febrúar sl. í þjónustumiðstöð Ungmennafélags Íslands, UMFÍ, við Sigtún. Ungmennafélag Íslands hefur verið í samstarfi

42

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

Frá íþróttadegi FÁÍA sem haldinn var í Austurbergi.

Stjórn Félags áhugafólks um íþróttir aldraðra.

við FÁÍA síðustu ár og hefur félagið haft aðstöðu í þjónustumiðstöð UMFÍ þar sem stjórn þess hittist á vikulegum fundum. Stjórn FÁÍA er þannig skipuð: Þórey S. Guðmundsdóttir, formaður, Hjörtur Þórarinsson, varaformaður, Flemming Jessen, gjaldkeri, Hörður S. Óskarsson, ritari, Guðmundur Magnússon, vararitari, Sigmundur Hermundsson, meðstjórnandi, Sigurrós Ottósdóttir, meðstjórnandi. Borghildur Sigurbergsdóttir næringarfræðingur flutti á aðalfundinum afar athyglisvert erindi um næringu eldra fólks.


4

5

2

3

Súrt

pH

500 ml

pH ≈ 4,3

43

250 ml

pH ≈ 2,9

*

pH ≈ 3,4

500 ml

pH ≈ 3,5

~9 g af náttúrulegum ávaxtasykri í 250 ml og með sætuefni

Hætta á eyðingu tannglerungs

500 ml

pH ≈ 2,9

pH ≈ 2,9

*

Með sætuefni – 500 ml

*

500 ml

pH ≈ 3,7

pH ≈ 3,9

pH ≈ 3,5

pH ≈ 4,0

Með sætuefni – 500 ml

~28 g af náttúrulegum ávaxtasykri í 250 ml

~28 g af náttúrulegum ávaxtasykri í 250 ml

Lítil hætta á eyðingu tannglerungs

500 ml

pH ≈ 4,3

500 ml

pH > 5

Engin hætta á eyðingu tannglerungs

Sýrustig

5,5

6

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands pH ≈ 2,7

250 ml

*

pH ≈ 3,9

og með sætuefni – 500 ml

500 ml

*

500 ml

pH ≈ 2,5

250 ml

*

pH ≈ 3,5

500 ml

pH ≈ 3,0

*

pH ≈ 2,7

500 ml

*

= Vara inniheldur koffín sem er ekki æskilegt fyrir börn

Allur sykur gefur orku: 1g = 4 kcal.

= 2 g af viðbættum ávaxtasykri eða ávaxtaþykkni/safa

= 2 g af viðbættum hvítum sykri

Stöldrum við og kynnum okkur innihaldið áður en við svölum þorstanum!

Sýrustig (pH) mælt af rannsóknarstofu Tannlæknadeildar Háskóla Íslands, 2010. Sykurinnihald lesið af innihaldslýsingu og næringargildismerkingu sem og frá ÍSGEM gagnagrunninum, eftir því sem við á. Janúar 2011.

pH ≈ 2,7

500 ml

pH ≈ 3,3

*

pH ≈ 3,4

pH ≈ 3,5

pH ≈ 3,5

*

og ~2 g af náttúrulegum ávaxtasykri í 200 ml

og ~9 g af náttúrulegum ávaxtasykri í 250 ml

og ~9 g af náttúrulegum ávaxtasykri í 250 ml

Hvað er í drykknum?

Vatn er best því sýrustig (pH) þess er yfir 5,5 en það er viðmið fyrir hættu á glerungseyðingu. Því lægra sem sýrustigið er í drykknum og því meiri viðbættur hvítur sykur – því verra fyrir tennurnar! Með sífelldri drykkju getur sýran í drykknum leyst upp glerung tannanna og hvítur sykur skemmir tennurnar. Veggspjaldið sýnir nokkra algengustu drykkina á markaðnum hér á landi.

Þitt er valið

www.lydheilsustod.isIssuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.