Skinfaxi 1 2010

Page 1Formaður UMFÍ: Helga Guðrún Guðjónsdóttir

Ungmennaráð og UMFÍ Íslendingar eru heppin þjóð að búa í lýðræðisríki þar sem almenningur, sem náð hefur ákveðnum aldri, hefur rétt til að kjósa sér fulltrúa til að fara með stjórn landsins og hafa þannig áhrif á samfélagið. Börn og unglingar hafa ekki kosningarétt en þátttaka þeirra í lýðræðinu er mikilvæg eigi þau að verða ábyrgir borgarar í samfélaginu. Einnig er gott fyrir okkur, sem eldri erum, að hlusta á sjónarmið þeirra og fá framtíðarsýn þeirra á nánasta umhverfi sitt. Samkvæmt 12. gr. barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna eiga börn og unglingar rétt á að láta skoðanir sínar í ljós í öllum málum sem þau varða, s.s. skólastarf, æskulýðs- og tómstundastarf, forvarnastarf og skipulags- og umhverfismál. Stjórnvöldum og öðrum, sem koma að málefnum barna og unglinga, ber því að hlusta á skoðanir þeirra og virða þær. Ungmennaráð er góður vettvangur fyrir ungt fólk til að koma skoðunum sínum á framfæri. Í 11. gr. æskulýðslaganna, sem samþykkt voru á Alþingi í mars 2007, eru sveitarstjórnir hvattar til þess að hlutast til um að stofnuð séu ungmennaráð. Í 1. gr. sömu laga segir að með æskulýðsstarfi sé átt við skipulagða félags- og tómstundastarfsemi þar sem börn og ung-

Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ.

menni starfa saman í frístundum sínum að hugsjónum, markmiðum og áhugamálum sem þau sjálf meta að verðleikum. „Í skipulögðu æskulýðsstarfi skal hafa í huga félags-, forvarna-, uppeldis- og menntunarlegt gildi þess sem miðar að því að auka mannkosti og lýðræðisvitund þátttakenda.“ Stjórn UMFÍ ákvað í ársbyrjun 2004 að stofna ungmennaráð UMFÍ með það að leiðarljósi að gera Ungmennafélag Íslands aðgengilegra ungu fólki á aldrinum 18– 25 ára. Hlutverk ráðsins fram til ársins 2007 fólst einkum í því að opna augu ungmenna fyrir þeim möguleikum sem UMFÍ hafði upp á að bjóða fyrir ungt fólk, hvort sem það var í erlendu samstarfi, íþróttum eða styrkingu einstaklingsins. Frá því að ný æskulýðslög tóku gildi hefur hlutverk ungmennaráðs UMFÍ breyst þannig að UMFÍ vill virkja ungt fólk sem mest til þátttöku í starfi hreyfingarinnar til viðbótar við það hlutverk sem það hafði áður. Ráðinu er ætlað að vera til ráðgjafar og umsagnar fyrir störf hreyfingarinnar og taka jafnframt að sér ákveðin verkefni. Þannig hefur ungmennaráðið komið að forvarnamálum hreyfingarinnar og staðið fyrir skemmtihelgum fyrir 16–20 ára ungmenni sem

virða áfengis- og tóbakslögin. Ungmennaráðið hefur einnig komið að ýmsum námskeiðum og ráðstefnum, bæði innanlands og utan, og ráðið á fulltrúa sína í ýmsum nefndum á vegum hreyfingarinnar. Á síðasta ári stóð UMFÍ fyrir ráðstefnu sem bar yfirskriftina „Ungt fólk og lýðræði“ fyrir ungmennaráð af öllu landinu hvort sem þau voru aðilar að UMFÍ eða ekki. Þar skapaðist vettvangur og tækifæri fyrir ungmenni til skrafs og ráðagerða ásamt því að læra ýmislegt gagnlegt sem nýttist þegar heim var komið. UMFÍ hefur ákveðið að standa fyrir svona ráðstefnu árlega og er sú næsta í fullum undirbúningi. Næsta ráðstefna verður haldin á Laugum í Dalasýslu dagana 7.–9. apríl nk. Það fer ekki á milli mála að ungmennaráð UMFÍ hefur með vinnu sinni og hugmyndum náð að hleypa ferskum vindum um Ungmennafélag Íslands og aukið þátttöku ungs fólks í hreyfingunni og mótun þess starfs sem hún stendur fyrir. Það er tilhlökkunarefni að fylgjast áfram með störfum þessa unga fólks. Íslandi allt!

UMFÍ flytur höfuðstöðvar sínar í Sigtún 42

„Það á eftir að fara vel um alla í þessu húsi“

Ungmennafélag Íslands flutti í nýjar höfuðstöðvar hreyfingarinnar í Sigtúni 42 þann 15. febrúar sl. Síðan í byrjun árs 2007 hefur hreyfingin verið í leiguhúsnæði að Laugavegi 170. Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, sagði þennan flutning og kaup á húsnæðinu að Sigtúni 42 marka viss spor í sögu hreyfingarinnar. Það væri ánægjulegt að hreyfingin væri aftur komin í eigið húsnæði.

„Þetta er glæsilegt húsnæði sem býður upp á ýmsa möguleika. Sambandsfélagar geta komið hér og haldið fundi og kynnst um leið starfsfólkinu í Þjónustumiðstöðinni. Staðsetningin er frábær en héðan er stutt í allar áttir. Ég er viss að í þessu húsi á eftir að fara vel um alla. Ég hvet félaga í hreyfingunni til að koma í nýja húsnæðið og nýta sér þá þjónustu sem við bjóðum upp á,“ sagði Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ.

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

3


13. Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið í Borgarnesi í sumar Stjórn Ungmennafélags Íslands ákvað á fundi sínum 20. janúar sl. að úthluta 13. Unglingalandsmóti UMFÍ til Ungmennasambands Borgarfjarðar. Unglingalandsmót hefur aldrei áður verið haldið í Borgarnesi en Landsmót var haldið þar 1997. Á stjórnarfundi UMFÍ, sem haldinn var 5. desember sl., lá frammi bréf frá HSH um að mótið færi fram í Grundarfirði og Stykkishólmi. Stjórn UMFÍ féllst ekki á það og var ákveðið að auglýsa eftir nýjum mótshaldara. Því var leitað til sambandsaðila og þeim gefinn kostur á að taka að sér framkvæmd Unglingalandsmótsins 2010. Fimm aðilar sóttu um að halda mótið: Ungmennasamband Borgarfjarðar, UMSB, Ungmennasamband Vestur-Skaftafellssýslu, USVS, Héraðssambandið Skarphéðinn, HSK, Héraðssamband Þingeyinga, HSÞ, og Ungmennafélag Akureyrar, UFA, og Ungmennasamband Eyjafjarðar, UMSE, sem sóttu í sameiningu um að halda mótið. „Það var samdóma niðurstaða stjórnar UMFÍ að mótið yrði í Borgarnesi, m.a. vegna þess að mótið hefur aldrei áður verið haldið þar. Ennfremur er öll aðstaða

Unglingalandsmótsnefnd 2010 ásamt framkvæmdastjóra mótsins. Á myndina vantar Garðar Svansson.

til fyrirmyndar í Borgarnesi. Við hlökkum mikið til að vinna með Borgnesingum að undirbúningi mótsins,“ sagði Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ. Fyrsti fundur unglingalandsmótsnefndar var haldinn þann í Borgarnesi 18. febrúar. Eftirtaldið fólk eru í unglingalandsmótsnefndinni: Björn Bjarki Þor-

steinsson, formaður, Veronika Sigurvinsdóttir, Guðmundur Sigurðsson, Ásdís Helga Bjarnadóttir, Álfheiður Marinósdóttir, Friðrik Aspelund, Sæmundur Runólfsson, Helga Guðrún Guðjónsdóttir og Garðar Svansson. Framkvæmdastjóri mótsins er Ómar Bragi Stefánsson.

Friðrik Aspelund, formaður UMSB:

Mikill áhugi heimamanna „Við vorum afar kát með að fá að halda Unglingalandsmótið í sumar. Við erum í raun í sjöunda himni með þessa niðurstöðu. Það var mikill áhugi meðal heimamanna að fá mótið og eftir ákvörðun stjórnar UMFÍ lá beinast við að hefja undirbúninginn. Við höfum áður sótt um að halda mótið og því var mjög ánægjulegt að fá mótið núna,“ sagði Friðrik Aspelund, formaður Ungmennasambands Borgarfjarðar, eftir að niðurstaða stjórnar UMFÍ lá fyrir um hvar 13. Unglingalandsmót UMFÍ yrði haldið í sumar. Friðrik sagði að öll aðstaða í Borgarnesi væri meira eða minna tilbúin og það þyrfti að ráðast í litlar framkvæmdir. „Fjárútlát sveitarfélagsins verða lítil,“ sagði Friðrik. „Okkur var ekki til setunnar boðið þegar ákvörðun lá fyrir og við hófum undirbúning fyrir mótið af fullum krafti. Það eru spennandi tímar fram undan,” sagði Friðrik Aspelund.

4

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

www.ellingsen.is

A I B M U L CO Í ELLINGSEN FÆST

DASKA PASS Herraskór

DASKA PASS Dömuskór

34.990 kr.

34.990 kr.

REYKJAVÍK Fiskislóð 1 Sími 580 8500 AKUREYRI Tryggvabraut 1–3 Sími 460 3630


6G<JH $ %-"%'*+

<A¡H>A:< HJC9A6J< =^c cÅjee\ZgÂV HjcYaVj\ @ eVkd\h Zg aa ]^c \a¨h^aZ\VhiV d\ aZ^ijc V Âgj =^c cÅjee\ZgÂV HjcYaVj\ @ eVkd\h Zg aa ]^c \a¨h^aZ\VhiV d\ aZ^ijc V Âgj Z^ch# = c Zg W ^c cÅ_jhij i¨`c^ d\ gn\\^h`Zg[^ Zg ÄV WZhiV hZb k a Zg {# Ï HjcYaVj\ @ eVkd\h Zg g c \j V kZa_V! _V[ci [ng^g jc\V hZb VaYcV/ ;g{W¨gVg i^" d\ ^cc^aVj\Vg! ]j\\jaZ\^g ]Z^i^g ediiVg! Ĩ\^aZ\ kVÂaVj\! heZccVcY^ gZcc^WgVji^g d\ ]kZgh `nch ccjg VÂhiVÂV i^a \ ÂgVg ]gZn[^c\Vg! ha `jcVg d\ h`ZbbijcVg# :g ]¨\i V ]j\hV h g ÄV Y{hVbaZ\gV4

@DB9J Ï HJC9 HJC9A6J< @ÓE6KD<H k$ 7dg\Vg]daihWgVji h# *,% %),% De^Â k^g`V YV\V `a# +/(%"''/(% d\ jb ]Za\Vg `a# -/%%"''/%%

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

5


Árangur sem færði þjóðinni gleði og styrk Mörg spennandi og áhugaverð verkefni blasa við á þessu ári. 13. Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið í Borgarnesi um verslunarmannahelgina og mun það draga til sín þúsundir keppenda og gesta. Í Borgarnesi eru allar aðstæður til fyrirmyndar en uppbygging íþróttamannvirkja fór þar fram í tengslum við Landsmótið sem þar var haldið 1997. Framkvæmdaaðilar þurfa því að ráðast í litlar framkvæmdir vegna Unglingalandsmótsins núna. Undirbúningur fyrir mótið er þegar hafinn og munu Borgfirðingar eflaust halda mótið af miklum myndarbrag. Eins og endranær stendur ungmennafélagshreyfingin fyrir ýmsum verkefnum og má í því sambandi nefna Frjálsíþróttaskóla UMFÍ sem rekinn er í samvinnu við FRÍ. Verkefnið Fjölskyldan á fjallið og Göngum um Ísland hefur verið endurskipulagt og verður rekið af miklum krafti á þessu ári. Þátttakan í þessu verkefni hefur verið mikil frá upphafi en nú hefur vefsíða verkefnisins verið

uppfærð og færð í betri búning sem og allar gönguleiðir. Ungmennafélag Íslands hefur ákveðið að gefa verkefnum á sviði almenningsíþrótta aukið vægi í starfsemi hreyfingarinnar í því augnamiði að vekja fólk til umhugsunar um mikilvægi hreyfingar og hollra lifnaðarhátta. Ástundun almenningsíþrótta höfðar til allra aldurshópa og tekur mið af sérhverjum einstaklingi, hver stundar sína íþrótt á eigin forsendum. Allra brýnast er að sérhver einstaklingur finni íþrótt

sem hann getur stundað sér til heilsubótar og ánægju. Íslenska landsliðið í handknattleik bætti enn einni rósinni í hnappagatið þegar það tryggði sér bronsverðlaun á Evrópumótinu sem fram fór í Austurríki í janúar. Þessi árangur undirstrikar að landsliðið er komið í hóp bestu landsliða í heiminum í dag. Þetta er í annað sinn í röð sem liðið vinnur til verðlauna á stórmóti í handknattleik, silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í Peking 2008 og nú á Evrópumótinu í Austurríki. Íslenska landsliðið hefur gegnum tíðina oft glatt hjörtu íslensku þjóðarinnar og miðað við aldurssamsetningu liðsins má víst telja að svo verði áfram ef rétt verður á spilum haldið. Það árar ekki vel í íslensku efnahagslífi um þessar mundir en árangur strákanna okkar í Austurríki færði þjóðinni gleði og kannski styrk og eflingu í þeim erfiðleikum sem hún stendur í.

Jón Kristján Sigurðsson ritstjóri

Frjálsíþróttaskóli UMFÍ starfræktur þriðja sumarið í röð Ungmennafélag Íslands mun í sumar starfrækja frjálsíþróttaskóla þriðja sumarið í röð. Aðsóknin að skólanum í fyrra var mjög góð. Mest var hún í Borgarnesi, en það námskeið sóttu yfir 40 krakkar. UMFÍ starfrækir skólann í samvinnu við Frjálsíþróttasamband Íslands. Litið er á skólann sem góðan undirbúning fyrir þátttöku á Unglingalandsmóti. Krakkar, sem sótt hafa skólann, hafa lýst yfir mikilli ánægju með það

6

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

sem skólinn býður upp á, en mjög hæfir og þekktir frjálsíþróttamenn hafa leiðbeint eða komið við og kennt krökkunum við góðan orðstír. Í sumar verða námskeiðin níu, víðs vegar um landið, í Borgarnesi, á Laugum í Reykjadal, Laugarvatni, Sauðárkróki, Egilsstöðum, í Mosfellsbæ, á Höfn í Hornafirði og tvö námskeið verða haldin á Akureyri.

Skinfaxi 1. tbl. 2010 Ritstjóri: Jón Kristján Sigurðsson. Ábyrgðarmaður: Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ. Ljósmyndir: Jón Kristján Sigurðsson, Ómar Bragi Stefánsson, Hafsteinn Óskarsson, Kristinn Ingvarsson o.fl. Umbrot og hönnun: Indígó. Prentun: Prentmet. Prófarkalestur: Helgi Magnússon. Auglýsingar: Miðlun ehf. og Gunnar Bender. Ritnefnd: Gunnar Gunnarsson, Kristín Hálfdánardóttir og Óskar Þór Halldórsson. Skrifstofa UMFÍ/Skinfaxa: Þjónustumiðstöð UMFÍ, Sigtúni 42, 105 Reykjavík. Sími: 568-2929 Netfang: umfi@umfi.is Heimasíða: www.umfi.is Starfsmenn UMFÍ: Sæmundur Runólfsson, framkv.stjóri, Alda Pálsdóttir, skrifstofustjóri, Helgi Gunnarsson, fjármálastjóri, Jón Kristján Sigurðsson, ritstjóri Skinfaxa og kynningarfulltrúi, Guðrún Snorradóttir, landsfulltrúi og verkefnisstjóri forvarna, Sigurður Guðmundsson, landsfulltrúi, Ómar Bragi Stefánsson, landsfulltrúi, með aðsetur á Sauðárkróki Kristín Sigurðardóttir, verkefnið Göngum um Ísland Stjórn UMFÍ: Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður, Björg Jakobsdóttir, varaformaður, Björn Ármann Ólafsson, gjaldkeri, Örn Guðnason, ritari, Einar Haraldsson, meðstjórnandi, Eyrún Harpa Hlynsdóttir, meðstjórnandi, Garðar Svansson, meðstjórnandi, Ragnhildur Einarsdóttir, varastjórn, Haraldur Þór Jóhannsson, varastjórn, Gunnar Gunnarsson, varastjórn, Einar Kristján Jónsson, varastjórn. Forsíða: Arnór Atlason lék stórkostlega með íslenska landsliðinu í handknattleik á Evrópumótinu sem fram fór í Austurríki. Arnór skoraði 41 mark í átta leikjum í keppninni og vakti framganga hans mikla athygli. Árangur íslenska liðsins var stórkostlegur, en liðið vann til bronsverðlauna á mótinu. Á bls. 39 er rætt við Arnór Atlason. Forsíðuljósmynd: Kristinn Ingvarsson.


KZa`db^c { Jc\a^c\VaVcYhb i JB;Ï

jb kZghajcVgbVccV]Za\^cV 7dg\VgcZh^ K bjaVjh Äg iiV" d\ [_ ah`naYj]{i  Jc\a^c\VaVcYhb i^c Zgj bZ hi¨ghij Äg iiV]{i Âjb aVcYh^ch# Jc\a^c\VaVcYhb i^c Zgj k bjZ[cVaVjh [_ ah`naYj]{i Â#

@Zeec^h\gZ^cVg 9Vch ;g_{ah Äg ii^g <a bV <da[ =ZhiV Äg ii^g @cViihengcV @ g[jWdai^ BdidXgdhh H`{` HjcY

9V\h`g{ ÏÄg iiV`Zeec^c hiZcYjg n[^g [g{ bdg\c^ i^a `k aYh VaaV b ihYV\VcV# < c\j[ZgÂ^g! hÅc^c\Vg! aZ^`^g d\ aZ^`i¨`^ kZgÂV WdÂ^ [ng^g VaaV [_ ah`naYjcV {hVbi `k aYk `jb d\ VccVgg^ V[ÄgZn^c\j# B ihZic^c\ kZgÂjg { [ hijYZ\^ Zc b i^cj Zg ha^i^Â bZÂ [aj\ZaYVhÅc^c\j { hjccjYV\h`k aY^#

6aa^g iV`V Ä{ii 6aa^g { VaYg^cjb && ¶ &- {gV \ZiV iZ`^Â Ä{ii Äg iiV`Zeec^ { Jc\a^c\VaVcYhb i^cj# @ZeeZcYjg \gZ^ÂV Z^ii b ih\_VaY! `g# +#%%%#" d\ [{ bZÂ Äk Ä{iii `jg ii aajb `Zeec^h\gZ^cjb# 6Âg^g [{ [g ii Zc \ZiV hVbi iZ`^Â Ä{ii [_ aWgZniig^ V[ÄgZn^c\j d\ h`Zbbi^aZ\g^ YV\h`g{#

@ `ij { ]Z^bVh ÂjcV d``Vg0 lll#jab#^h Zc ÄVg [¨gÂj [gZ`Vg^ jeeaÅh^c\Vg jb b i^Â#

=^iijbhi 7dg\VgcZh^

Borgarbyggð

maggi@12og3.is/ 248.121

=Z^bVh ÂV


8

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands


Vakning á meðal almennings fyrir hreyfingu almennt komið hafa að verkefninu, eru mjög jákvæðir. Ég er mjög bjartsýnn á sumarið og vona að við fáum þjóðina til að standa upp og hreyfa sig enn frekar en hún hefur gert fram að þessu. Verkefnið sem slíkt fer af stað í lok maí og stendur fram í september. Helstu upplýsingar um það verður hægt að sækja inn á gönguvefinn og svo verður gefin út göngubók og henni dreift um land allt. Þar verður hægt að finna helstu gönguleiðir á landinu og ég hvet fólk til að nálgast þessa bók þegar hún kemur út. Það er tilvalið að nota hana í ferðalaginu og finna hentugar gönguleiðir. Bókin mun liggja frammi á sundstöðum víðs vegar um landið og fleiri stöðum og munum við greina frá því þegar nær dregur,“ sagði Sigurður.

Viðurkenningar fyrir 30, 60 og 80 skipti

Sigurður Guðmundsson, landsfulltrúi UMFÍ, segir að verið sé að efla almenningsíþróttir af því að sá hópur fólks sem stundar almenningsíþróttir fari ört stækkandi. Haldið verður vel utan um gönguvefinn ganga.is og Fjölskyldan á fjallið og þessir þættir útfærðir enn frekar. „Farið verður út í einstaklings- og fyrirtækjakeppni um það hverjir ganga á flest fjöll, en grunnurinn er að almenningur hreyfi sig sem mest og fái ánægju út

úr verkefninu. Fólk getur hlaupið, hjólað og synt, en aðalatriðið er hreyfing með einhverjum hætti,“ sagði Sigurður.

Sigurður sagði að þátttakendur muni fá sérstaka viðurkenningu. Brons fyrir 30 skipti, silfur fyrir 60 skipti og gullmerki fyrir 80 skipti og fleiri. Verkefnið mun standa í yfir í 103 daga. Þeir sem ganga á flest fjöll eiga von á glaðningi en dregið verður úr sérstökum potti. Vinningar verða tengdir útivist.

Sigurður Guðmundsson, landsfulltrúi UMFÍ.

Leggjum mikið upp úr að fjölskyldan taki þátt

Vona að við fáum þjóðina til að standa upp og hreyfa sig

„Ég er mjög bjartsýnn á góða þátttöku en það er mikil vakning á meðal almennings fyrir hreyfingu almennt. Því leggjum mikið upp úr því að fjölskyldan taki þátt,“ sagði Sigurður Guðmundsson, landsfulltrúi UMFÍ, í samtali við Skinfaxa.

– Hvernig hefur undirbúningur verkefnisins gengið? „Undirbúningur hefur staðið yfir í nokkra mánuði og styrktaraðilar, sem

isnic Internet á Íslandi hf.

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

9


eða N1). Sú hreyfing sem skrá má er að ganga eða skokka 3 kílómetra, ganga á fjöll, hjóla 5 kílómetra eða synda 300 metra. Sérstök viðurkenning verður veitt þeim sem hreyfa sig í 30, 60 eða 80 skipti. Fyrir að hreyfa sig í 30 skipti fá þátttakendur bronsmerki, silfurmerki fyrir 60 skipti og gullmerki fyrir 80 skipti. Þeim fimm sem hreyfa sig mest verða veitt sérstök verðlaun. Sambandsaðilar hafa stungið upp á fjöllum um allt land sem hægt verður að ganga á. Þeir sem ganga á 5 fjöll fá bronsmerki, silfurmerki fyrir 10 fjöll og gullmerki fyrir 20. Einnig verða 10 nöfn þeirra sem skráð hafa nöfn sín í gestabækurnar dregin af handahófi úr sérstökum potti og þeim aðilum veitt sérstök verðlaun.

Fyrirtækjakeppni

Verkefnum á sviði almenningsíþrótta gefið aukið vægi Ungmennafélag Íslands hefur ákveðið að gefa verkefnum á sviði almenningsíþrótta aukið vægi í starfsemi hreyfingarinnar, í því augnamiði að vekja fólk til umhugsunar um mikilvægi hreyfingar og hollra lifnaðarhátta. Ástundun almenningsíþrótta höfðar til allra aldurshópa og tekur mið af sérhverjum einstaklingi, hver stundar sína íþrótt á eigin forsendum. Allra brýnast er að sérhver einstaklingur finni íþrótt sem hann getur stundað sér til heilsubótar og ánægju.

Ganga.is Vefsíðan ganga.is hefur að geyma upplýsingar um fjölda stutta og langra gönguleiða. Þar gefur einnig að líta fjöll sem sambandsaðilar hafa stungið upp á í verkefninu „Fjölskyldan á fjallið“. Töluverðar endurbætur á vefsíðunni hafa staðið yfir að undanförnu. Helstu sundlaugum landsins hefur verið bætt inn á síðuna ásamt mynd og helstu upplýsingum um starfsemina, s.s. opnunartíma. Þá hefur flestum golfvöllum landsins og upplýsingum um þá verið bætt á vefinn. Sem stendur er unnið að því að setja inn myndir af göngum sambandsaðila inn á vefinn.

10

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

Fyrirtækjakeppnin fer fram á sama tíma og einstaklingskeppnin. Öll fyrirtæki og/ eða hópar geta tekið þátt í verkefninu. Fyrirtækið/hópurinn skráir sig til leiks inn á vefinn ganga.is. Fyrirtækið/hópurinn þarf að setja hópinn sinn í réttan flokk eftir fjölda meðlima í hópnum. Fyrirtækið/hópurinn skráir niður þegar einhver úr hópnum gengur eða skokkar 3 kílómetra, gengur á fjöll, hjólar 5 kílómetra eða syndir 300 metra. Þeir þrír hópar sem hreyfa sig mest og í flesta daga fá svo verðlaun.

Útfærsla á ganga.is „Hættu að hanga! komdu að synda, hjóla eða ganga!“ fer fram dagana 29. maí til 8. september 2010 og stendur því yfir í 103 daga sem er jafnt og aldur UMFÍ. Allir geta tekið þátt í verkefninu óháð aldri. Hægt er að taka þátt í einstaklingskeppni og/eða fyrirtækjakeppni. Hugmyndin er að útfæra verkefnið í anda „Lýðveldishlaupsins“ og „Landshreyfingarinnar“ – verkefna sem gengu mjög vel á sínum tíma. Tilgangur verkefnisins er að hvetja almenning til að stunda heilbrigða hreyfingu sem og að ýta undir fleiri samverustundir fjölskyldunnar.

Einstaklingskeppni Til að taka þátt í einstaklingskeppninni geta þátttakendur skráð sig inn á vefslóðina ganga.is eða fengið göngubók á þátttökustöðum. Þátttakendur skrá inn upplýsingar um þá hreyfingu sem þeir hafa stundað á ganga.is eða fá stimpil í göngubók sem hægt verður að nálgast í Þjónustumiðstöð UMFÍ, hjá sambandsaðilum, í sundlaugum, íþróttahúsum, líkamsræktarstöðum og á bensínstöðvum (Olís, Shell

Einnig keppa fyrirtæki í því hvaða þátttakendur hvers fyrirtækis hafa gengið á flest fjöll. Hægt er að skrá fjallgönguna ýmist þegar hópurinn fer saman eða þegar einstaklingar úr hópnum fara einir eða í öðrum hópi í ferðir á fjöll. Sambandsaðilar hafa stungið upp á fjöllum sem verða sérstaklega auglýst til að ganga á en vitaskuld er leyfilegt að skrá inn önnur fjöll til keppni en þau sem tilgreind hafa verið sérstaklega. Fyrirtækin/hóparnir geta síðan skráð stutta lýsingu á ferðinni og sett myndir inn á ganga.is síðuna. Þau fyrirtæki/hópar sem fara flestar ferðir á fjöll fá verðlaun.


Ferðafélag Íslands FJÖLBREYTT STARFSEMI Í YFIR 80 ÁR

www.fi.is

Ferðafélag Íslands er áhugamannafélag sem hefur það markmið að hvetja landsmenn til að ferðast og fræðast um landið. Áhugi á gönguferðum, fjallgöngum og útiveru hefur aldrei verið meiri og er mikið líf og fjör í starfseminni. Ferðafélagið leggur sig fram við að mæta þörfum breiðs hóps með miklu úrvali ferða. Í ferðaflóru félagsins er að finna allt frá söguferðum um grösugar sveitir til erfiðra jöklaferða. Í ferðaáætlun félagsins geta flestir fundið eitthvað við sitt hæfi. Á 82 árum hefur Ferðafélagið efnt til meira en 8.500 ferða með yfir 200.000 þátttakendum. Það eru allir velkomnir í Ferðafélagið og njóta félagsmenn sérkjara, bæði í ferðum, skálum og í fjölda verslana. Auk þess fá allir félagsmenn árbókina senda heim á hverju ári og er það hluti af árgjaldinu. Árbókin er einstæður bókaflokkur um land og náttúru. Auk árbókanna hefur Ferðafélag Íslands staðið að útgáfu handhægra fræðslu- og upplýsingarita um ferðamál, þjóðfræði og sögu landshluta. Félagsstarfið hefur í gegnum tíðina einkennst af miklu sjálfboðastarfi. Félagar hafa unnið að byggingaframkvæmdum, farið vinnuferðir í skála eða í frágangsferðir, stikað og unnið að uppbyggingu gönguleiða, unnið við brúargerð og margt fleira. Í staðinn hafa þeir fengið fríar ferðir, fæði og félagsskap. Félagið hefur unnið markvisst að samgöngubótum, lagt akvegi og brúað ár. Það hefur haft samstarf við sveitarfélög um landgræðslu, náttúruvernd og uppbyggingu svæða eins og t.d. í Landmannalaugum, á Þórsmörk og Emstrum. Sæluhús Ferðafélags Íslands og deilda félagsins úti um land eru þægilegir áningarstaðir á ferðalagi um óbyggðir Íslands. Þau eru á 37 stöðum víðsvegar um landið og getur allur almenningur nýtt þau óháð aðild að félaginu.

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

11


Frjálsar íþróttir: MÍ 15–22 ára í frjálsum íþróttum innanhúss:

Miklar framfarir og áhugi einkenndu mótið

Meistaramót Íslands 15–22 ára innanhúss fór fram í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal 30.–31. janúar sl. ÍR-ingar urðu Íslandsmeistarar, sjöunda árið í röð, með 378 stig. Í öðru sæti var Breiðablik með 180 stig og í þriðja sæti var sameiginlegt lið HSK og Umf. Selfoss með 153,5 stig. Alls kepptu 17 lið á mótinu og var mikið um nýja keppendur í nokkrum flokkum. ÍR sigraði stigakeppnina í öllum aldursflokkum, að undanskildum sveinaflokki, 15–16 ára, þar sem lið HSK/Selfoss sigraði. Hörkukeppni var á mótinu báða keppnisdagana og mátti sjá mikið af efnilegu frjálsíþróttafólki sem mun vafalaust láta til sín taka á næstu mótum FRÍ. Í einstaklingsgreinum voru margir öflugir keppendur mættir til leiks. Stefanía

Valdimarsdóttir úr Breiðabliki gerði sér lítið fyrir og sigraði í sex keppnisgreinum á mótinu. Hún hljóp 60 metra hlaup á 8,06 sek., 200 metra hlaup á 26,18 sek., 800 metra hlaup á 2:19,19 mín. og 60 metra grindarhlaup á 9,32 sek. Hún stökk síðan 5,57 m í langstökki og kastaði kúlu 10,22 me. Bjarki Gíslason frá UFA vann þrefalt þegar hann sigraði í stangarstökki, fór yfir 4,50 m, stökk 13,56 m. í þrí-

stökki og hljóp 60 metra grindahlaup á 8,73 sek. Fleiri keppendur unnu þrefalt á mótinu. Dóróthea Jóhannesdóttir úr ÍR sigraði í 200 metra hlaupi á 25,78 sek., fór yfir 1,62 m. í hástökki og stökk í 5,20 m. í langstökki. Helga Margrét Þorsteinsdóttir úr Ármanni vann sigur í kúluvarpi þegar hún varpaði kúlunni 13,36 m., stökk 5,34 m. í langstökki og hljóp 800 metra hlaup á 2:13,81 mín.

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum innanhúss:

Sjá mátti mörg glæst afrek ÍR-ingum tókst að verja Íslandsmeistaratitil sinn innanhúss með glæstum sigri á Meistaramóti Íslands sem fram fór dagana 6.–7. febrúar sl. í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. Liðið hlaut 25.995 stig, en það er þó nokkru meira en lið Fjölnis sem lenti í öðru sæti með 16.895 stig. Lið FH var svo í þriðja sæti með 13.334 stig. Lið ÍR sigraði einnig í kvennaflokki, en það var lið FH sem sigraði í karlaflokki. Keppni gekk vel í höllinni í dag og mátti sjá mörg glæst afrek. Arndís Ýr Hafþórsdóttir úr Fjölni bætti Íslandsmet í ungkvennaflokki í 3000 m hlaupi þegar hún hljóp á tímanum 9:54,45 mín. Gamla metið átti Íris Anna Skúladóttir, einnig úr Fjölni, frá árinu 2006 (10:01,70 mín.). Íris Anna hljóp einnig undir metinu eða á 10:01,69 mín. Hin unga og efnilega Aníta Hinriksdóttir úr ÍR setti nýtt telpna- og meyjamet í 3000 m hlaupi þegar hún hljóp á tímanum 10:29,15 mín., sem dugði henni í 3. sæti. Hún setti einnig nýtt telpnamet í 1500 m hlaupi en hún hljóp á 4:47,30 mín. og endaði í fjórða sæti. Mikil spenna var í 200 metra hlaupi kvenna þar sem félagssysturnar úr ÍR,

12

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

Arna Stefanía Guðmundsdóttir og Dóróthea Jóhannesdóttir, komu nánast jafnar í mark, en það var Arna sem sigraði á tímanum 25,55 sek. og Dóróthea varð önnur á tímanum 25,80 sek. Arna Stefanía keppti einnig í 400 metra hlaupi þar sem hún endaði í öðru sæti, á tímanum 57,20 sek., en það er nýtt meyja- og stúlknamet. Helga Margrét Þorsteinsdóttir sigraði í 400 metra hlaupinu og setti um leið ungkvennamet, á tímanum 55,52 sek. Linda Björk Lárusdóttir úr Breiðabliki sigraði í bæði 60 metra (7,93 sek.) og 60 metra grindahlaupi (8,90 sek.) á mótinu. Önnur í 60 metra grindahlaupi (9,06 sek.) varð Jóhanna Ingadóttir frá ÍR en hún sigraði einnig tvöfalt á leikunum, í langstökki (5,82 m) og í þrístökki (11,95 m). Örn Davíðsson úr FH vippaði sér yfir 1,97 metra í hástökki karla, sem veitti honum 1. sætið. Annar var Steinn Orri Erlendsson úr Breiðabliki sem stökk yfir 1,91 metra. Langstökk án atrennu var sérstök aukagrein á mótinu og var fjöldi keppenda skráður til leiks í greinina. Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir úr Ármanni sigraði í

kvennaflokki, með stökk upp á 2,49 m. Í flokki karla sigraði Gunnar Páll Halldórsson frá Breiðabliki, hann stökk 3,08 m., en Örn Dúi Kristjánsson frá Ungmennafélagi Akureyrar kom í humátt á eftir honum með stökk upp á 3,03 m.


Helga Margrét setti Íslandsmet í fimmtarþraut Frjálsíþróttakonan Helga Margrét Þorsteinsdóttir setti nýtt Íslandsmet í fimmtarþraut innanhúss á sænska meistaramótinu í Stokkhólmi 6. mars sl. Helga Margrét hlaut samtals 4205 stig en gamla metið, sem hún átti einnig, var 4018 stig. Helga Margrét, sem er aðeins 19 ára, varð önnur í þrautinni. Sigurvegari varð Jessica Samuelsson frá Svíþjóð en hún er sex árum eldri en Helga Margrét. Jessica hlaut alls 4476 stig. Þessi árangur Helgu Margrétar undirstrikar styrk hennar í frjálsíþróttaheiminum og verður spennandi að fylgjast með henni á mótum sem fram undan eru í vor og í sumar. Árangur hennar í einstökum greinum í fimmtarþrautinni í Stokkhólmi var þessi: 60 metra hlaup 8,86 sek., hástökk 1,71 m., kúluvarp 13,86 m., langstökk 5,63 m. og 800 m. hlaup hljóp hún á 2:15,31 mín.

Vinnum saman

MÍ í fjölþrautum innanhúss:

Bjarki og Stefanía meistarar Bjarki Gíslason frá Ungmennafélagi Akureyrar sigraði í karlaflokki á Meistaramóti Íslands í fjölþrautum en keppnin fór fram í Laugardalshöllinni helgina 20.–21. febrúar sl. Sigur Bjarka var nokkuð öruggur. Hann hlaut alls 4882 stig en félagi hans að norðan, Elvar Örn Sigurðsson, lenti í öðru sæti með 4181 stig. Sölvi Guðmundsson úr Breiðabliki hafnaði síðan í þriðja sæti með 4057 stig. Bjarki, sem er tvítugur að aldri, hefur skipað sér á bekk meðal efnilegustu frjálsíþróttamanna landsins. Hér er á ferð mikið efni sem á eftir að láta að sér kveða í framtíðinni. Nokkrir aðrir efnilegir frjálsíþróttamenn eru að koma fram svo það er óhætt að segja að bjart sé yfir frjálsum íþróttum hér á landi um þessar mundir. Í kvennaflokki bar Stefanía Valdimarsdóttir úr Breiðabliki sigur úr býtum en hún hlaut alls 3537 stig. Fjóla Signý Hannesdóttir, HSK/Selfoss, lenti í öðru sæti með 3474 stig og Agnes Þórarinsdóttir, UFA, varð í þriðja sæti með 3211 stig.

Græðum Ísland

Landgræðslufræ Ef þú þarft að græða mela og rofabörð eða rækta fallega grasflöt eigum við fræið handa þér. Ráðgjöf um val á fræi við mismunandi aðstæður.

Landgræðsla ríkisins Gunnarsholti, 851 Hellu Sími 488-3000, símbréf 488-3010, land@land.is, www.land.is SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

13


Frjálsar íþróttir: Bjarki Gíslason, frjálsíþróttamaður úr UFA:

Maður þarf að leggja ýmislegt á sig til að ná árangri „Ég byrjaði í frjálsum íþróttum þegar ég var sex ára gamall. Í byrjun var þetta meira leikur og gaman en eftir því sem ofar dró fór alvaran að verða meiri. Ég hef eingöngu helgað mig frjálsum íþróttum og aðrar íþróttir hafa ekki komist að. Það má því segja að ég hafi æft frjálsar í um 14 ár,“ sagði Bjarki Gíslason, frjálsíþróttamaður úr Ungmennafélagi Akureyrar, í samtali við Skinfaxa á dögunum. Bjarki, sem verður tvítugur í sumar og útskrifast frá Menntaskólanum á Akureyri, hefur getið sér gott orð í frjálsum íþróttum síðustu misseri. Hann hefur sýnt miklar framfarir og hefur nú skipað sér á bekk á meðal fremstu frjálsíþróttamanna landsins. Bjarki veit ekki hvað taki við hjá sér þegar náminu við MA lýkur í vor. Hann hyggur á framhaldsnám en hefur ekki enn ákveðið hvar það verður. Bjarki sagðist í spjallinu við Skinfaxa ennþá vera í öllum greinum en nú sé komið að því að einbeita sér að ákveðinni grein. Hann hafi verið töluvert í tugþrautinni og stangarstökkinu og það gæti allt eins farið svo að hann einbeitti sér að stönginni í framtíðinni. – Hvert stefnir þú sem frjálsíþróttamaður? „Ég ætla að stefna hátt, í það minnsta að bæta mig og verða enn betri. Það skiptir öllu að æfa vel og þá kemur í ljós hvað það fleytir manni langt,“ sagði Bjarki. Bjarki sagði ánægjulega þróun eiga sér stað um þessar mundir hvað varðar umfjöllun um frjálsar íþróttir. Honum finnst hún meiri og jákvæðari. „Það hefur margt hjálpað til í þessu sambandi. Aðstaðan hefur gjörbreyst víðs vegar um land með lagningu gerviefnis á hlaupabrautir. Á Akureyri, þar sem ég bý, tók aðstaðan stakkaskiptum með íþróttavellinum sem gerður var í tengslum við Landsmót UMFÍ í fyrrasumar. Uppbygging í kringum Unglingalands-

14

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

mótin hefur einnig verið jákvæð fyrir íþróttina. Ennfremur eru að koma fram mjög efnilegir einstaklingar og það skapar að sjálfsögðu umræðu og umfjöllun.“ Bjarki sagðist ekki vera búinn að fá atvinnu í sumar en hann stefnir að þátttöku í mörgum mótum á þessu ári. „Þau mál skýrast vonandi fljótlega og þá getur maður farið að skipuleggja sig betur,“ sagði Bjarki. Aðspurður hvort hann ætti sér einhverjar fyrirmyndir í frjálsum íþróttum sagði Bjarki svo vera. Tugþrautarmaðurinn

Erki Nool og stangarstökkvarinn Sergei Bubka hefðu alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá honum. – Fer ekki mikill tími í æfingar hjá þér? „Það er mjög misjafnt og fer líka eftir því hvaða tími árs er. Stundum æfi ég tvisvar á dag, 2–3 tíma í senn. Maður æfir öðruvísi á veturna, en allan jafna fer auðvitað nokkur tími í æfingar. Maður þarf að leggja ýmislegt á sig til að ná árangri. Ég á helling inni og er bjartsýnn á framtíðina,“ sagði Bjarki Gíslason hress í bragði í spjallinu við Skinfaxa.


;g_{ah Äg iiVh` a^ Ungmennafélags Íslands

Ungmennafélag Íslands starfrækir frjálsíþróttaskóla víðsvegar í sumar fyrir ungmenni 11 til 18 ára. ;g_{ah Äg iiVh` a^cc Zg heZccVcY^ i¨`^[¨g^ [ng^g jc\bZcc^ hZb k^a_V gZncV h^\ [nghiV h^cc ZÂV Z[aV h^\ [g_{ahjb Äg iijb# KZaYj ÄVcc hiVÂ hZb ]ZciVg Ä g d\ iV`ij Ä{ii \ Âjb [ aV\hh`Ve# 6j` Äg iiV¨[^c\V kZgÂV `k aYk `jg!

maggi@12og3.is-248.123

\ c\j[ZgÂ^g d\ ÅbhVg k¨ciVg jee{`dbjg# C{cVg^ jeeaÅh^c\Vg b{ [^ccV { ]Z^bVh Âj JB;Ï lll#jb[^#^h d\ h bV *+-"'.'.# ;g_{ah Äg iiVh` a^cc Zg hVbk^ccj k^Â ;g_{ah Äg iiVhVbWVcY ÏhaVcYh d\ ] gVÂhhVbW cY^c ^ccVc JB;Ï

9V\hZic^c\Vg [ng^g [g_{ah Äg iiVh` aV '%&% 7dg\VgcZh AVj\Vg GZn`_VYVa :\^ahhiVÂ^g 6`jgZng^ AVj\VgkVic HVjÂ{g`g `jg Bdh[ZaahW¨g = [c =dgcV[^gÂ^

JBH7 '&#%+ ¶ '*#%+ =HÃ '&#%+ ¶ '*#%+ JÏ6 '&#%+ ¶ '*#%+ JBH: "J;6 &'#%, ¶ &+#%, =H@ &.#%, ¶ '+#%, JBHH &.#%, ¶ '(#%, JBH@ &.#%, ¶ '(#%, JHÖ &.#%, ¶ '(#%, SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

15


ÏHA:CH@6 $ H>6#>H $ >8: ).),. %'$&%

HUGURINN BER ÞIG AÐEINS HÁLFA LEIÐ

„Ég held að fátt jafnist á við það að sitja við gluggann í Barnes & Noble bókabúðinni, horfa yfir Union Square, kíkja í nýjustu bækurnar og drekka kaffi.“ Arnaldur Sigurðsson. Uppáhaldsborgin hans er New York.

New York frá 29.580 kr.* Arnaldur man enn eftir fyrsta skiptinu sem hann borðaði á Pastis. Alla tíð síðan hefur hann sótt í ys og þys litla franska veitingahússins. Samt er það eitthvað svo amerískt. Og eftir góða máltíð leiðir göngutúr um Meatpacking-hverfið alltaf eitthvað skemmtilegt í ljós. + Bókaðu flug á www.icelandair.is

*Flug aðra leiðina með sköttum.

16

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands


Frjálsar íþróttir:

Stefanía Valdimarsdóttir, frjálsíþróttakona úr Breiðabliki:

Markmið mín eru að bæta mig og verða enn betri Árangur á innanhússmótum í vetur er mjög athyglisverður og nokkrir ungir frjálsíþróttamenn eru að koma fram í sviðsljósið. Það er deginum ljósara að uppbygging frjálsíþróttaaðstöðu víðs vegar um landið skilar nú þegar bættum árangri. Stefanía Valdimarsdóttir, frjálsíþróttastúlka úr Breiðabliki, hefur heldur betur látið að sér kveða. Hún sigraði í sex greinum á meistaramótinu 15–22 ára og bar síðan sigur úr býtum í fjölþrautum á meistaramótinu. Það verður spennandi að fylgjast með þessari efnilegu stúlku en þarna er á ferðinni mikið efni sem á eflaust eftir að láta mikið að sér kveða í framtíðinni. „Ég er að vinna að því að koma mér í gott form fyrir sumarið. Ég er nýstigin upp úr meiðslum en mér sýnist þetta allt á réttri leið. Ég get því ekki annað en verið bjartsýn fyrir komandi sumar,“ sagði Stefanía í viðtali við Skinfaxa en hún er að verða 17 ára gömul. Stefanía segist hafa verið níu ára gömul þegar hún hóf að æfa frjálsar íþróttir. Hún var í fótbolta áður en hún segir mikla

íþróttahefð í fjölskyldunni. Einnig tók hún fram að Unnur Stefánsdóttir frjálsíþróttakona hefði haft mikil áhrif á hana að hún fór að æfa frjálsar íþróttir. „Mér líst mjög vel á stöðuna í frjálsum íþróttum í dag. Það eru að koma fram mjög efnilegir krakkar. Ég er viss um að frjálsíþróttahöllin í Laugardal er stærsta ástæðan fyrir því hvað íþróttinni hefur fleytt fram á síðustu árum. Einnig hefur aðstaðan almennt batnað mikið hjá flestum félögum. Allt þetta hefur haft mikið að segja, flestir eru að bæta sig og margir hafa líka tekið ákvörðun að fara að æfa frjálsar íþróttir,“ sagði Stefanía. Stefanía sagði vakningu vera töluverða í frjálsum íþróttum. Þetta væri skemmtileg íþrótt og góður félagsskapur. – Nú ert þú ung að árum en hver eru markmið þín? „Ég á mínar fyrirmyndir. Fyrst skal nefna Helgu Margréti Þorsteinsdóttur og hina sænsku Carolinu Kluft. Markmið mín eru að halda áfram á sömu braut, bæta mig og verða enn betri,“ sagði Stefanía. Millivegalengdir eru helstu greinar

Stefaníu en sigurinn í fjölþrautum á dögunum kom henni sjálfri á óvart því að hún var að keppa í þeim í fyrsta skipti. „Ég sé fyrir mér að ég eigi eftir að æfa og keppa í frjálsum íþróttum í framtíðinni. Stefnan er að verða einhvern tímann þátttakandi á ólympíuleikum. Til að það gangi eftir verður maður að æfa af fullum krafti, það má aldrei slá slöku við.“ – Hvað fer mikill tími í æfingar hjá þér? „Ég æfi nánast daglega, í kringum 2–3 tíma á dag, en tek mér frí á sunnudögum. Ég þarf að skipuleggja tímann vel, svo fer einnig töluverður tími í námið en ég stunda nám við Menntaskólann við Hamrahlíð. Þetta er allt undir góðri skipulagningu komið, lífið snýst um námið og frjálsar íþróttir.“ – Hvað sérðu fyrir þér í nánustu framtíð? „Ég hlakka alveg ofsalega til tímabilsins í vor og sumar. Ég mun taka þátt í mörgum mótum hér innanlands og eitthvað á erlendri grundu. Ég keppi jafnvel í Svíþjóð og svo er stefnan að vinna sér sæti í landsliðinu og keppa í Evrópubikarnum,“ sagði Stefanía Valdimarsdóttir í samtali við Skinfaxa.

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

17


=¨iij VÂ ]Vc\V

<Vc\V#^h @dbYj VÂ hncYV! ]_ aV ZÂV \Vc\V

IV`ij Ä{ii

ÃZ^g hZb ]gZn[V h^\ d[iVg Zc -% h`^ei^ ZÂV bZ^gV `dbVhi edii hZb YgZ\^Â kZgÂjg g ad` `Zeec^ccVg

18

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Allar

upplýsingar á www.ganga.is og umfi.is

bV\\^5&'d\(#^h ')-#&''

&%( YV\V {iV` JB;Ï VabZcc^c\h Äg iijb '.# bV ¶ -# hZeiZbWZg# H`g{Âj Ä^\! Ä^ii [ng^gi¨`^ ZÂV ] e i^a aZ^`h { \Vc\V#^h#


Glæsilegur íþróttadagur eldri borgara

Íþróttadagur Félags áhugafólks um íþróttir eldri borgara var haldinn í Austurbergi í Breiðholti 17. febrúar sl. Þetta var í 25. sinn sem þessi dagur er haldinn og var mikil og góð stemning á hátíðinni. Á þriðja hundrað manns komu á hátíðina en þess má geta að þetta er jafnframt 25. starfsár félagsins. Á íþrótta- og leikdeginum komu fram nokkrir hópar af Reykjavíkursvæðinu og sýndu atriði við góðar undirtektir áhorfenda. Við upphaf íþróttadagsins minntist Guðrún Nielsen, formaður FÁÍA, Gunnars Haukssonar, fyrrum forstöðumanns í Austurbergi, en hann féll frá í ágúst sl. aðeins 58 ára gamall. Guðrún sagði hann velgjörðamann félagsins sem hefði notið greiðasemi hans um 15 ára skeið. Þess má geta að fyrsti íþróttadagur aldraðra var haldinn 1987 en fyrstu sex árin var hann haldinn á gervigrasvellinum í Laugardal. Mikil vakning hefur orðið í hreyfingu meðal eldri borgara hin síðustu ár og er ljóst að hún mun aðeins vaxa enn frekar á næstum árum.

Skaftárhreppur Markmið lyfjafyrirtækisins GlaxoSmithKline er að gera fólki kleift að áorka meiru, líða betur og lifa lengur.

Lindi ehf. Ketilsbraut 13 640 Húsavík

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

19


Námskeið í félagsmálafræðslu – Sýndu hvað í þér býr:

Námskeiðin fara vel af stað og áhuginn mikill Námskeiðið Sýndu hvað í þér býr fór á nýju af stað eftir áramótin og hafa nú þegar verið haldin nokkur námskeið við góðar undirtektir. Námskeið var haldið á Vopnafirði 11. febrúar sl. og fór það fram í safnaðarheimili kirkjunnar. Þátttakendur sem voru átján, á aldrinum 14 til 50 ára, voru mjög áhugasamir og unnu vel saman. Undirbúningur á námskeiðinu var í höndum Þórunnar Egilsdóttur hjá Þekkingarmiðstöð Austurlands og Stefán Más Gunnlaugssonar sóknarprests og var allur aðbúnaður til fyrirmyndar. Að sögn Guðrúnar Snorradóttur, landsfulltrúa UMFÍ og leiðbeinanda á námskeiðinu, var gaman að koma og halda námskeiðið og finna jafnmikla gestrisni og jákvæðni eins og Vopnfirðingar sýndu námskeiðshaldara. Sömu sögu er að segja frá námskeiði sem haldið var í Vestmannaeyjum 23. febrúar sl. Þátttakendur voru 22 og tengdust allir félagsstarfinu í bænum. Þátttakendur komu frá nemendaráði, unglingaráði og ungmennaráði sem tengjast grunnskólanum, framhaldsskólanum og félagsmiðstöðinni. Starfsmenn þessara ráða voru einnig á námskeiðinu. Mikil gleði og kraftur einkennir ungt fólk í Eyjum. Kynning á Flott án fíknar var fyrr um

20

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

daginn fyrir 7. til 9. bekk og var mikill áhugi hjá þeim yngri að stofna klúbb. Ungmennafélag Íslands, Bændasamtökin og Kvenfélagasamband Íslands bjóða félagsmönnum sínum félagsmálafræðslu með námskeiðum um allt land undir yfirskriftinni „Sýndu hvað í þér býr“. Markmiðið með námskeiðunum er að efla starf aðildarfélaganna og þjálfa ein-

staklinga til starfa. Þátttakendur fá þjálfun í ræðumennsku og fundarsköpum. Námskeiðin eru öllum opin og án þátttökugjalds. Þann 18. mars sl. var haldið námskeið í Hveragerði og þann 30. mars nk. verður námskeið haldið í Húnaveri. Skráning fer fram í síma 568 2929 eða gudrun@umfi.is.

Mynd að ofan: Þátttakendur á námskeiði í Vestmannaeyjum. Mynd að neðan: Þátttakendur á námskeiði í Vopnafirði.


Vel sótt námskeið í notkun Kompáss Frábær þátttaka var á námskeiði sem Evrópa unga fólksins, EUF, stóð fyrir í Þjónustumiðstöð UMFÍ 11. og 12. janúar sl. Evrópa unga fólksins bauð fólki til námskeiðsins til að kynnast og hvernig nota á Kompás í verkefnum EUF. Kompás er handbók um mannréttindi fyrir ungt fólk. Á námskeiðinu var ennfremur farið yfir nýjar áherslur hjá EUF fyrir árin 2010–2011. Fyrirlesarar á námskeiðinu voru Aldís Yngvadóttir frá Námsgagnastofnun sem var með Kompásskynningu, Guðrún D. Guðmundsdóttir frá Mannréttindaskrifstofu sagði frá mannréttindum og aðgerðum og Pétur Björgvin Þorsteinsson hélt fyrirlestur um aðferðafræði óformlegs náms og í verkefnanotkun úr Kompási. Þess má geta að Kompás kom fyrst út hjá Evrópuráðinu árið 2002. Hér er um ræða handbók í mannréttindafræðslu sem er ætluð þeim sem starfa í skólum með börnum og unglingum á vettvangi félags-, æskulýðs- og tómstundastarfs. Bókin nýtist bæði fagfólki, forystufólki í félagsstarfi og sjálfboðaliðum. Í handbókinni er að finna raunhæfar hugmyndir og hagnýt verkefni sem ætlað er að virkja og vekja jákvæða vitund ungs fólks um mannréttindi. Áhersla er á markmið

Frá námskeiðinu sem haldið voru í Þjónustumiðstöð UMFÍ.

sem snúa að þekkingu og skilningi, færni, viðhorfum og gildum. Kompás er nú til á 28 tungumálum og eru flestar útgáfurnar aðgengilegar á vefnum, sem þýðir að þegar unnið er í fjölþjóðlegu samhengi á íslenskum vettvangi getur hver þátttakandi fengið verkefnin á sínu tungumáli. Hér er á ferðinni verkfæri sem nýtist öllum þeim sem vilja efla vitund um mannréttindi og er fólk hvatt til að kynna sér efni bókarinnar frekar. Æskulýðsvettvangurinn hélt námskeið á Akureyri í notkun bókarinnar Kompáss 13.–14. mars sl. Ungmennafélag Íslands, Bandalag íslenskra skáta og KFUM og KFUK standa að Æskulýðsvettvanginum og hefur þeim verið falið að kynna Kompás, sem er handbók um mannréttindafræðslu, fyrir æskulýðs- og félagasamtökum. Námskeiðið gekk mjög vel og var vel sótt af ungu fólki. Almenn ánægja er með Kompás og munu fulltrúar ungmennaráðs UMFÍ kynna verkefni bókarinnar á ráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði sem verður haldinn í annað sinn á Laugum í Dalbyggð 7.–9. apríl n.k. Kompás er í rafrænu formi og hægt er að skoða bókina á heimasíðu UMFÍ www.umfi.is.

– Bros með Hummel

ÞÚ FÆRÐ ÍÞRÓTTAGALLANA OG MERKINGUNA Á SAMA STAÐ BROS býður þessar þekktu vörur frá Hummel International á mjög hagstæðum kjörum – og sér um merkinguna í leiðinni

Norðlingabraut 14 • 110 Reykjavík Sími 569 9000 • www.bros.is

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

21


HEIMSÓKN

Mennta- og menningarmálaráðherra í heimsókn í Þjónustumiðstöð UMFÍ Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, ásamt nokkrum starfsmönnum úr ráðuneytinu, kom í heimsókn í Þjónustumiðstöð UMFÍ þann 19. janúar. Tilgangur heimsóknarinnar var að kynnast starfsemi ungmennafélagshreyfingar-

innar og þeim ótal verkefnum sem hún stendur fyrir vítt og breitt um landið. Mikil ánægja var með heimsóknina en samstarf og samskipti milli UMFÍ og ráðuneytisins hefur alla tíð verið mikið og gott.

Frá vinstri: Berglind Rós Magnúsdóttir, ráðgjafi ráðherra, Auður B. Árnadóttir, á fjármálasviði, Anna R. Möller, forstöðumaður Evrópu unga fólksins, Erlendur Kristjánsson, deildarstjóri í íþrótta- og æskulýðsdeild, Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Sæmundur Runólfsson, framkvæmdastjóri UMFÍ, Björg Jakobsdóttir, varaformaður UMFÍ, Einar Haraldsson, í stjórn UMFÍ, og Guðni Olgeirsson, sérfræðingur í ráðuneytinu.

Fékk gullpening afhentan eftir 58 ár Árið 1952 keppti 15 ára gömul stúlka úr Reykjavík á Landsmóti UMFÍ á Eiðum. Þetta var Margrét Hallgrímsdóttir sem keppti fyrir Ungmennafélag Reykjavíkur. Margrét sló í gegn á mótinu og sigraði með geysilegum yfirburðum í 80 metra hlaupi og langstökki. Árangur hennar í langstökkinu, 5,23 metrar, var glæsilegt Íslandsmet sem stóð í 20 ár. Forráðamenn UMFÍ létu útbúa gullpening handa Margréti til minja um afrekið. Á honum stendur: 1. verðlaun. Langstökk. Íslandsmet. Eiðar 1952. Af óþekktum ástæðum komst pening-

22

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

urinn ekki í hendur Margrétar. Þegar verið var að pakka niður fyrir búferlaflutninga UMFÍ í Sigtún 42, fyrir stuttu síðan, kom peningurinn í ljós. Margrét var boðuð í Þjónustumiðstöð UMFÍ og henni afhentur peningurinn ásamt bókinni Vormenn Íslands þar sem m. a. er fjallað um afrek Margrétar. Hún varð glöð við og þakkaði innilega fyrir. Margrét starfaði lengi sem íþróttakennari við Álftamýrarskóla en er nú hætt störfum vegna aldurs. Nú eru liðin 58 ár frá því að hún vann afrek sitt á Eiðum og loksins hefur verðlaunapeningurinn hennar ratað á réttan stað.

Margrét Hallgrímsdóttir með gullpeninginn sem hún hlaut á Eiðum 1952.


Úr hreyfingunni Héraðsþing HSH í Stykkishólmi:

Öflugt starf unnið innan héraðssambandsins Frá héraðsþingi HSH sem haldið var í Stykkishólmi.

Héraðsþing Héraðssambands Snæfellsness og Hnappadalssýslu, HSH, var haldið í Grunnskóla Stykkishólms 24. febrúar sl. og sóttu þingið um 30 þingfulltrúar. Dagný Þórisdóttir var þingforseti og Hjörleifur Hjörleifsson varaþingforseti. Umræður voru líflegar en ljóst er að mikið og gott starf er unnið innan héraðssambandsins. Niðurstaða reikninga var neikvæð en í máli formanns kom fram að stjórnin hyggst grípa til aðgerða svo að niðurstaða þessa árs verði jákvæð.

Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, og Sæmundur Runólfsson, framkvæmdastjóri UMFÍ, sóttu þingið. Helga Guðrún sæmdi þær Dagnýju Þórisdóttur og Sesselju Pálsdóttur starfsmerki UMFÍ. Dagný hefur gegnt ýmsum störfum fyrir Snæfell. Hún sat m.a. í aðalstjórn og var formaður félagsins á árunum 1997–1999. Dagný hefur einnig verið í foreldrafélagi yngri flokka Snæfells í körfuknattleik í nokkur ár og verið formaður foreldrafélagsins.

Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, sæmdi Sesselju Pálsdóttur og Dagnýju Þórisdóttur starfsmerki UMFÍ á héraðsþingi HSH í Stykkishólmi.

Sesselja Pálsdóttir var formaður HSH á árunum 1986–1987. Hún hefur verið dugleg að fylgja börnum sínum í keppni og á æfingar. Sesselja stundaði körfuknattleik og frjálsar íþróttir á yngri árum. Hún hefur einnig verið virk í starfi Snæfells.

Ársþing UMSK í Kirkjulundi í Garðabæ:

Valdimar Leó endurkjörinn formaður UMSK

Valdimar Leó Friðriksson, formaður UMSK, ásamt Helgu Guðrúnu Guðjónsdóttur, formanni UMFÍ, og Björgu Jakobsdóttur, varaformanni UMFÍ.

86. ársþing UMSK var haldið 25. febrúar sl. í Kirkjulundi í Garðabæ. Góð mæting var á þingið og umræður góðar. Tíu tillögur lágu fyrir þinginu og voru átta þeirra frá naflaskoðunarnefnd UMSK. Nefndin var sett á laggirnar eftir síðasta þing til að skoða hlutverk og starfsemi sambandsins og koma með tillögur til úrbóta. Meðal annars var samþykkt ný reglugerð fyrir Afreksmannasjóð, stofnuð var nefnd til að fjalla um íþróttir 50 ára og eldri og stofnuð unglingalandsmótsnefnd. Valdimar Leó Friðriksson var endurkjörinn formaður. Vilborg Guðmundsdóttir gaf ekki kost á sér til endurkjörs og var Halldór Valdimarsson, HK, kosinn í hennar stað. Aðrir í stjórn eru Ester Jónsdóttir, Albert H. N. Valdimarsson, Margrét Björnsdóttir og Einar Jóhannsson. Í varastjórn eru Svanur M. Gestsson, Alda Kolbrún Helgadóttir og Halldór Valdimarsson.

Arnar Grétarsson með afreksbikar UMSK.

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

23


Glæsilegt afmælishóf hjá Ungmennafélag Grindavíkur fagnaði 75 ára afmæli sínu þann 3. febrúar sl. Haldið var upp á afmælið með stærsta afmælishófi í sögu Grindavíkur. Rúmlega 400 manns mættu í sannkallaða þorraog afmælishátíð UMFG þar sem var glatt á hjalla. Afmælishátíðin tókst í alla staði ljómandi vel undir röggsamri stjórn veislustjórans skemmtilega, Freys Eyjólfssonar. Búið var að gera íþróttahúsið að glæsilegum veislusal þar sem knattspyrnu- og körfuknattleiksdeildir félagsins tóku sig saman um að halda afmælið og lá ómæld sjálfboðavinna þar á bak við. Gunnlaugur Hreinsson, formaður UMFG, veitti viðurkenningar. Sex einstaklingar fengu silfurmerki UMFG og sjö fengu gullmerki félagsins. Þá fengu traustir bakhjarlar félagsins í gegnum tíðina viðurkenningu UMFG. Tveir voru gerðir að heiðursfélögum UMFG, þeir Halldór Ingvason og Jón Leósson.

24

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

Ólafur Örn Ólafsson bæjarstjóri færði UMFG afmæliskveðjur frá Grindavíkurbæ og afhenti 250.000 kr. að gjöf frá bænum til forvarnamála, en UMFG hefur nýlega stofnað forvarnasjóð. Helga G. Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, færði UMFG afmæliskveðju Ungmennafélags Íslands. Skemmtiatriðin voru flest hver heimagerð og þau voru hvert öðru betra. Stigamenn tóku lagið með sínum hætti og fluttu m.a. nýja útgáfu af Gestalistanum. Sæbjörg Vilmundsdóttir og Birna Óladóttir fluttu bæjarbrag eftir Dædu með sínu nefi, en bæði þessi atriði voru á heimsmælikvarða. Þá sýndu stelpurnar á leikskólanum Laut á sér glænýja hlið með afar skemmtilegu söngatriði í anda ABBA og tenórarnir tveir, Davíð og Stefán, tóku lagið. Það var svo hljómsveitin Í svörtum fötum sem lék fyrir dansi fram eftir nóttu. Þar sem hátíðin þóttist takast með eindæmum vel er stefnt að því að gera risaþorrablót UMFG að árlegum viðburði.


Eftirtaldir aðilar styðja starfsemi Ungmennafélags Íslands: Reykjavík

Umf. Grindavíkur

Alþýðusamband Íslands, Sætúni 1 Arkþing ehf., Bolholti 8 Árni Reynisson ehf., Laugavegi 170 Ásbjörn Ólafsson ehf., Skútuvogi 11a Bílasmiðurinn hf., Bíldshöfða 16 Blaðamannafélag Íslands, Síðumúla 23 BSRB, Grettisgötu 89 Bændasamtök Íslands, Bændahöllinni Hagatorgi Danica sjávarafurðir ehf., Suðurgötu 10 Endurvinnslan hf., Knarrarvogi 4 Ernst & Young hf., Borgartúni 30 Fanntófell ehf., Bíldshöfða 12 G.S.varahlutir ehf., Bíldshöfða 14 Gáski sjúkraþjálfun ehf., Bolholti 8 og Þönglabakka 1 Gjögur hf., Kringlunni 7 Henson hf., Brautarholti 24 HGK ehf., Laugavegi 13 Hjálpræðisherinn á Íslandi, Kirkjustræti 2 Höfðakaffi ehf., Vagnhöfða 11 Kjaran ehf., Síðumúla 12-14 Knattspyrnusamband Íslands, Laugardal Landsnet hf., Gylfaflöt 9 Lindin, kristið útvarp FM 102,9, Krókhálsi 4 Lögmannsstofa Jóns Höskuldssonar hdl., Suðurlandsbraut 16 Mannvit ehf., Grensásvegi 1 Raftíðni ehf., Grandagarði 16 Rimaskóli, Rósarima 11 SÍBS, Síðumúla 6 Sjálfstæðisflokkurinn, Háaleitisbraut 1 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bs, Skógarhlíð 14 Suzuki bílar hf., Skeifunni 17 T. ark Teiknistofan ehf., Brautarholti 6 Tannréttingar sf., Snorrabraut 29 Tryggingamiðlun Íslands ehf., Síðumúla 21 Túnþökuþjónustan ehf., s. 897 6651, Lindarvaði 2 Útfararstofa Kirkjugarðanna ehf., Vesturhlíð 2 Útflutningsráð Íslands, Borgartúni 35 Vélaverkstæðið Kistufell ehf., Tangarhöfða 13 Vilhjálmsson sf., Sundaborg 1 Öskjuhlíðarskóli, Suðurhlíð 9

Seltjarnarnes About Fish Íslandi ehf., Austurströnd 3

Kópavogur dk hugbúnaður ehf., www.dk.is, Hlíðasmára 17 Gæðaflutningar ehf., Krossalind 19 Kópavogsbær, Fannborg 2 Kríunes ehf., Kríunesi við Vatnsenda Lyfja hf., Bæjarlind 2 Rafmiðlun hf., Ögurhvarfi 8 Réttingaverkstæði Jóa ehf., Dalvegi 16a Suðurverk hf., Hlíðarsmára 11 Söluturninn Smári, Dalsvegi 16c

Garðabær AH Pípulagnir ehf., Suðurhrauni 12c Flotgólf ehf., Miðhrauni 13 H. Filipsson sf., Miðhrauni 22 Raftækniþjónusta Trausta ehf., Lyngási 14 Samhentir – Kassagerð ehf., Suðurhrauni 4 Vistor hf, Hörgatúni 2

Hafnarfjörður Fínpússning ehf., Rauðhellu 13 PON – Pétur O. Nikulásson ehf., Melabraut 23 Verkalýðsfélagið Hlíf, Reykjavíkurvegi 64

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

25


ULM 2011

Undirbúningsstarf fyrir Unglingalandsmót á Egilsstöðum 2011 hafið Unglingalandsmótsnefnd ULM 2011 á Egilsstöðum kom saman til fyrsta fundar síns 28. janúar sl. Á fundinum var farið yfir vinnuna fram undan og nefndinni kjörinn formaður og varaformaður. Unglingalandsmótið á Egilsstöðum verður það 14. í röðinni en mótin eru haldin árlega sem kunnugt er og ætíð um verslunarmannahelgina. Í ár verður mótið haldið í Borgarnesi. Verkefnið er stórt og því ákvað nefndin að hefja starfið með góðum fyrirvara. Í unglingalandsmótsnefnd 2011 eru, frá UÍA Björn Hafþór Guðmundsson, Elín Rán Björnsdóttir, Jónas Þór Jóhannsson, Sigurbjörg Kristjánsdóttir og Olga Lísa Garðarsdóttir, frá UMFÍ Björn Ármann Ólafsson, Helga Guðrún Guðjónsdóttir og Sæmundur Runólfsson og frá Sveitarfélaginu Fljótsdalshéraði Eiríkur Björn Björgvinsson.

26

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

Á fundinum var Eiríkur Björn kjörinn formaður nefndarinnar og Björn Ármann varaformaður. Næsti fundur nefndarinnar verður í maí, en þá er stefnt að því að nefndin skipti með sér verkum og tilnefndir verði

Frá fyrsta fundi unglingalandsmótsnefndar UMFÍ 2011: Frá vinstri: Björn Ármann Ólafsson, Sæmundur Runólfsson, Helga Guðrún Guðjónsdóttir, Eiríkur Björn Björgvinsson, Olga Lísa Garðarsdóttir, Elín Rán Björnsdóttir og Jónas Þór Jóhannsson. Á myndina vantar Björn Hafþór Guðmundsson og Sigurbjörgu Kristjánsdóttur.

greinastjórar fyrir keppnisgreinar. Þeir sem hafa áhuga á að aðstoða með einum eða öðrum hætti við undirbúning og framkvæmd keppni í einstökum greinum eru hvattir til að hafa samband við skrifstofu UÍA.


Úr hreyfingunni Keflavík, íþrótta- og ungmennafélag:

Formaður og stjórn endurkjörin Á aðalfundi Keflavíkur, íþrótta- og ungmennafélags, sem haldinn var 25. febrúar sl., voru formaður og stjórn endurkjörin. Fundarstjóri aðalfundarins var Ellert Eiríksson og ritari Sigurvin Guðfinnsson. Fyrstu stjórnarmenn Knattspyrnufélags Keflavíkur (KFK) voru heiðraðir með gullheiðursmerki félagsins. Það var Kári Gunnlaugsson, varaformaður Keflavíkur, sem nældi í þessa heiðursmenn, en Kári var síðasti formaður KFK. KFK var eitt af sex félögum sem sameinuðust undir merkjum Keflavíkur 1994. Starfsmerki voru veitt nokkrum félögum. Silfur, fyrir tíu ára stjórnarsetu, var veitt Lilju Dögg Karlsdóttur, en Lilja var veðurteppt á Patreksfirði. Fjögur brons voru veitt fyrir fimm ára stjórnarsetu þeim Bjarna Sigurðssyni, Júlíusi Friðrikssyni, sund, Rannveigu Ævarsdóttur og Sigrúnu Ómarsdóttur, taekwondo. Starfsbikar félagsins var veittur Rúnari H. Georgssyni. „Starf í öllum deildum stendur með blóma og við getum ekki annað en verið ánægðir. Fimleikarnir fengu nýja aðstöðu fyrir starfsemi sína sem mun skipta sköpum fyrir deildina til framtíðar litið,“ sagði Einar Haraldsson, formaður Keflavíkur, íþrótta- og ungmennafélags.

Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður, og Björk Jakobsdóttir, varaformaður UMFÍ, sæmdu þá Smára Helgason og Andrés Hjaltason starfsmerki UMFÍ.

Formenn og varaformenn Keflavíkur og Ungmennafélags Íslands. Frá vinstri: Einar Haraldsson, Helga Guðrún Guðjónsdóttir, Björk Jakobsdóttir og Kári Gunnlaugsson.

Þuríður S. Árnadóttir, nýr formaður Ungmennafélags Akureyrar:

Fékk bakteríuna aftur á Landsmótinu Aðalfundur Ungmennafélags Akureyrar, UFA, var haldinn 25. febrúar sl. Guðmundur Víðir Gunnlaugsson, sem hafði gegnt formennsku sl. fjögur ár, gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Þuríður S. Árnadóttir tók við formennskunni af Guðmundi Víði. „Það gerðist nokkuð óvænt að ég varð formaður UFA. Svona gerast hlutirnir en þetta leggst bara vel í mig. Mitt áhugasvið er frjálsar íþróttir sem UFA leggur mikið upp úr. Ég fékk bakteríuna á ný eftir vinnu mína á Landsmótinu í fyrra og ferð mína á Unglingalandsmótið,“ sagði Þuríður Árnadóttir, nýkjörinn formaður UFA, í samtali við Skinfaxa. Þuríður hefur starfandi lengi innan ungmennafélagshreyfingarinnar. Hún var um árabil í frjálsíþróttanefnd UMSE og framkvæmdastjóri sambandsins 1984 og 1987 í sumarstarfi. Fulltrúar UMFÍ á fundinum voru Haraldur Þór Jóhannsson í varastjórn UMFÍ og Ómar Bragi Stefánsson landsfulltrúi.

Þuríður S. Árnadóttir, nýr formaður UFA. Til hægri: Bjarki Gíslason, íþróttamaður UFA.

Íþróttamaður UFA var kjörinn Bjarki Gíslason en hann hefur skipað sér á bekk á meðal efnilegustu frjálsíþróttamanna landsins.

„Þegar maður lítur yfir farinn veg held ég að það hafi bara gengið vel. Það var mikil búbót fyrir okkur að fá að halda Landsmót sem gekk mjög vel í alla staði. Frá því að félagið var stofnað hefur það alltaf verið réttum megin við strikið og vonandi verður svo áfram. Það hefur alltaf verið lagt upp með að hafa góða þjálfara hjá félaginu. Við eigum innan okkar raða mjög efnilega íþróttamenn sem eiga eflaust eftir að láta að sér kveða í framtíðinni. UFA á bjarta framtíð fyrir sér og það er ánægjulegt að fá nýtt og öflugt fólk inn í stjórnina,“ sagði Guðmundur Víðir Gunnlaugsson, fráfarandi formaður Ungmennafélags Akureyrar. Á stjórnarfundi 10. febrúar skipti ný stjórn með sér verkum: Formaður Þuríður S. Árnadóttir, varaformaður Svanhildur Karlsdóttir, gjaldkeri Hulda Ólafsdóttir, ritari Una Kr. Jónatansdóttir, meðstjórnandi Gunnar Gíslason. Í varastjórn sitja María Aldís Sverrisdóttir og Rannveig Oddsdóttir (form. langhlauparadeildar).

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

27


Úr hreyfingunni Skjaldarglíma Skarphéðins 100 ára:

Samhygð sigraði tvöfalt 86. skjaldarglíma Skarphéðins fór fram að Laugarvatni 20. febrúar sl. Í tilefni þess að heil öld er liðin frá því að fyrsta skjaldarglíman fór fram í Þjórsártúni sumarið 1910 var eldri skjaldarhöfum boðið og voru margir þeirra viðstaddir. Þarna fór fram keppni sjö yngri flokka ásamt skjaldarglímum bæði karla og kvenna. Keppendur voru 46 talsins frá sjö félögum. Hápunktur mótsins var sjálf skjaldarglíman en þar mættu til leiks sex glímugarpar með Ólaf Sigurðsson, Laugdælum, og Stefán Geirsson, Samhygð, fremsta í flokki. Báðir eru meðal sterkustu glímumanna landsins, Ólafur er þrefaldur skjaldarhafi en Stefán hafði sex sinnum borið skjöldinn á undanförnum 11 árum. Úrslitaglíma þeirra var löng, tvísýn og spennandi. Báðir glímdu af varfærni en sífellt viðbúnir í sókn og vörn. Um síðir náði Stefán Ólafi upp í sitt fræga vinstri fótar klofbragð og lagði hann hreinni byltu. Aðrir keppendur stóðu lítt fyrir Stefáni og lagði hann flesta á fyrsta bragði hátt og glæsilega. Svipað var að segja um Ólaf sem varð annar enda standa þessir hávöxnu, stæltu garpar nú á hátindi ferils síns. Það var vel við hæfi að einn af glímuköppum Samhygðar, Sigurður Steindórsson frá Haugi, afhenti köppunum verðlaun sín og krýndi skjaldarhafann. Sigurður er sigursælasti glímumaður skjaldarglímunnar frá upphafi en hann sigraði samfleytt tíu sinnum í röð árin 1961 til 1970. Í 9. skjaldarglímu Bergþóru var líka tals-

Skjaldarhafar 2010: Stefán Geirsson, Samhygð, og Marín Laufey Davíðsdóttir, Samhygð.

verð spenna enda ljóst að nýr skjaldarhafi yrði krýndur því að enginn af fyrri skjaldarhöfum var viðstaddur. Samhygð átti fjóra keppendur af fimm og hlutskörpust varð hin geysisterka glímukona Marín Laufey Davíðsdóttir sem er aðeins 14 ára gömul og langyngst skjaldarhafa. Úrslitaglíman var á milli hennar og Hugrúnar Geirsdóttur sem glímdi af mikilli snerpu en féll fyrir hinni öflugu sniðglímu Marínar. Í þriðja sæti var Halldóra Markúsdóttir sem glímdi af mikilli lipurð að vanda. Ingibjörg Markúsdóttir meidd-

ist á olnboga og gat ekki lokið glímunni. Allar kepptu þær fyrir Samhygð. Í heild sinni var þetta mikill sigurdagur fyrir Samhygð. Glímukappar félagsins unnu fjögur verðlaun af fjórum mögulegum og sigruðu tvöfalt í skjaldarglímunum en það hefur ekki áður gerst. Þetta er ávöxtur af góðu starfi Stefáns Geirssonar sem stjórnar glímuæfingum í Félagslundi. Að loknu móti bauð glímuráð HSK viðstöddum til veislu í Menntaskólanum og þar var meðal annars rifjuð upp saga skjaldarglímunnar síðustu 100 árin.

Ungmennafélag Eyrarbakka:

Hugur í nýrri stjórn félagsins Ívar Örn Gíslason var kosinn formaður Ungmennafélags Eyrarbakka á aðalfundi þess 13. desember sl. Þó nokkrar breytingar urðu á stjórn félagsins. Ívar Örn tók við af Jóni Ólafssyni sem verið hafði formaður undanfarin ár. Helga Böðvarsdóttir var kosin gjaldkeri og tekur við af Bjarna Jóhannssyni og Karen Hafþórsdóttir var endurkjörin ritari. Mikill hugur er í nýrri forystu félagsins og ýmis verkefni í gangi eða eru farin af stað, s.s. badmintonæfingar, handboltaæfingar, íþróttaskóli fyrir börn á leikskólaaldri og hópgítarkennsla.

28

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

„Það eru bara spennandi tímar hér fram undan hjá ungmennafélaginu. Það er ætlunin að rífa starfsemina upp og fá fólk í lið með okkur svo það megi takast. Það er aldrei mikilvægara en einmitt á þessum tíma að vinna vel saman,” sagði Ívar Örn Gíslason.

Stjórn Ungmennafélags Eyrarbakka, en í henni eru Helga Böðvarsdóttir, Karen Hafþórsdóttir og Ívar Örn Gíslason.


Úr hreyfingunni 100 ára afmælisþing HSK í Þingborg:

Guðríður Aadnegard kjörin formaður HSK Á héraðsþingi HSK, sem haldið var í Þingborg 13. febrúar sl., var Guðríður Aadnegard kosin formaður HSK. Er hún fyrsta konan til að gegna þessu embætti í 100 ára sögu HSK. Gísli Páll Pálsson, sem verið hefur formaður frá 2003, gaf ekki kost á sér til endurkjörs. „Starfið leggst vel í mig, en það er alveg ljóst að það fer enginn í sporin hans Gísla Páls. Ég er viss um að stjórnin mun vinna vel saman og álaginu verður dreift á fleiri í stjórninni. Það er blómlegt íþrótta- og menningarlíf innan héraðssambandsins og gott fólk sem gaman verður að vinna með. Það er mikil virkni í öllu starfi hér á svæðinu,“ sagði Guðríður Aadnegard, nýkjörinn formaður HSK, í samtali við Skinfaxa. Um 100 manns sóttu þingið sem tókst í alla staði mjög vel, enda móttökur heimamanna frábærar. Þingið var jafnframt 100 ára afmælisþing, en HSK var stofnað í Hjálmholti 14. maí árið 1910. Á þinginu var gefin út glæsileg 88 blaðsíðna ársskýrsla um starfsemi héraðssambandsins á liðnu ári, skreytt með 130 myndum. Í skýrslunni kemur fram að starfið var þróttmikið, bæði innan HSK og aðildarfélaga þess. Helga G. Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, og Örn Guðnason, ritari UMFÍ, veittu Guðmundi Kr. Jónssyni, fyrrverandi formanni HSK, gullmerki UMFÍ og Helga S. Haraldssyni, Umf. Selfoss, starfsmerki UMFÍ. Miklar og góðar umræður fóru fram í fjórum starfsnefndum þingsins. Fjöldi tillagna varð til í nefndum, en alls var 31 tillaga samþykkt á þinginu. Sigurður Sigurðarson, hestaíþróttamaður úr Geysi, var kosinn Íþróttamaður HSK árið 2009, en kjörið fór nú fram í 44. sinn. Gísla Páli, fráfarandi formanni, voru þökkuð frábær störf fyrir sambandið. Fékk hann jafnframt mikið lof fyrir það sem hann hefur áorkað fyrir ungmennafélagshreyfinguna. Helga Fjóla Guðnadóttir úr Geysi gaf ekki kost á sér til endurkjörs í varastjórn. Stjórn HSK skipa: Guðríður Aadnegard, formaður, Hansína Kristjánsdóttir, gjaldkeri, Bergur Guðmundsson, ritari, Ragnar Sigurðsson, varaformaður og Fanney Ólafsdóttir, meðstjórnandi. Varamenn eru Helgi Kjartansson, Ásta Laufey Sigurðardóttir og Lára Bergljót Jónsdóttir.

Gísli Páll Pálsson, fráfarandi formaður HSK, ásamt Guðríði Aadnegard, nýkjörnum formanni.

Valgerður Auðunsdóttir, Karl Gunnlaugsson, Jóhannes Sigmundsson og Hafsteinn Þorvaldsson fengu gullmerki HSK, en það var afhent var í fyrsta skipti á þinginu. Til hægri: Sigurður Sigurðarson, íþróttamaður HSK 2009. Sigurður Sigurðarson, Hestamannafélaginu Sleipni, var kjörinn íþróttamaður HSK 2009.

Gísli Páll ásamt fulltrúum þeirra félaga sem fengu viðurkenningar fyrir foreldrastarf, unglingastarf og stigahæsta félag innan HSK 2009.

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

29


Úr hreyfingunni Ársþing USAH á Blönduósi:

Góð starfsemi innan félaga í USAH

Ársþing USAH var haldið 13. febrúar sl. á Blönduósi. Góð mæting var á þingið frá félögum innan sambandsins. Á þinginu voru á dagskrá hefðbundin aðalfundarstörf; skýrsla stjórnar, reikningar sambandsins og samþykktar tillögur vegna næsta starfsárs. Gestir frá UMFÍ voru Haraldur Þór Jóhannsson, varastjórnarmaður, og Ómar Bragi Stefánsson, landsfulltrúi UMFÍ. UMFÍ veitti þeim Jóhanni Guðmundssyni, Unnari Agnarssyni, Páli Ingþóri Kristinssyni og Magnúsi B. Jónssyni starfsmerki UMFÍ fyrir störf þeirra, en þeir hafa setið í ritnefnd Húnavöku í kringum 30 ár ásamt Ingibergi Guðmundsyni, en hann hafði fengið starfsmerki áður. Húnavaka er héraðsrit sem USAH gefur út. Í vor kemur út 50. árgangur af Húnavökuritinu. Mikil og góð starfsemi er innan félaga USAH.

Íþróttamaður USAH 2009 var kjörinn Stefán Hafsteinsson, en hann hefur staðið sig frábærlega í fótbolta, þótt ungur sé. Jófríður Jónsdóttir hætti í stjórn USAH, en í hennar stað kom Greta Björg Lárusdóttir. Í stjórn USAH eru nú: Aðalbjörg Valdimarsdóttir, formaður, Greta Björg Lárusdóttir, varaformaður, Þórhalla Guðbjartsdóttir, gjaldkeri, Sigrún Líndal, ritari og Guðrún Sigurjónsdóttir, meðstjórnandi. Til vinstri að ofan: Haraldur Þór Jóhannsson, varastjórnarmaður UMFÍ, lengst til vinstri, og Aðalbjörg Valdimarsdóttir, formaður USAH, ásamt þremur af fjórum sem fengu starfsmerki UMFÍ. Til hægri að ofan: Nýkjörin stjórn USAH. Til vinstri: Stefán Hafsteinsson, íþróttamaður USAH, ásamt Ingibjörgu Valdimarsdóttur, formanni USAH.

Þing UDN haldið í Tjarnarlundi:

Finnbogi endurkjörinn formaður UDN Þing UDN var haldið að Tjarnarlundi 16. mars sl. UDN bauð nágrönnum sínum, HSH, UMSB og HSS, að sitja þingið. Þingið var ágætlega sótt. Góður rekstur er hjá UDN og var sambandið rekið með hagnaði. Stjórn UDN lagði til að starfsmaður yrði hjá sambandinu allt árið en núna er einungis starfsmaður hluta úr ári. Góðar umræður voru um hlutverk UDN, starfsmanns UDN og hlutverk sambandsaðila. Samþykkt var að fela stjórn að endurskoða lög sambandsins og lottóreglugerð og leggja fyrir næsta sambandsþing. Garðar Svansson frá UMFÍ og HSH flutti kveðjur frá, formanni og stjórn UMFÍ, og

30

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

Frá þingi UDN í Tjarnarlundi.

sagði frá því helsta sem er að gerast hjá samtökunum. Guðmundur Sigurðsson og Kristján Guðmundsson frá UMSB greindu frá því helsta sem er að gerast í undirbúningi

vegna Unglingalandsmóts 2010 sem haldið verður í Borgarnesi. Finnbogi Harðarson var endurkjörinn formaður. Herdís Reynisdóttir var kjörin í stjórn fyrir Herdísi Ernu Matthíasdóttir sem gaf ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Aðrir í stjórn eru Svanborg Guðbjörnsdóttir, Eygló Kristjánsdóttir og Baldur Gíslason. „Starfsemin hjá okkur er með svipuðum hætti og áður. Íþróttastarf er meira á vorin og sumrin og nú fer að styttast í að það fari á fulla ferð. Samt sem áður er mikið að gerast hjá börnum og unglingum hér á sambandssvæðinu á veturna. Við getum ekki annað en verið bjartsýn á framhaldið hjá okkur,“ sagði Finnbogi Harðarson, formaður UDN.


Úr hreyfingunni Ársþing UMSE að Hrafnagili:

Landsmótssjóður UMSE stofnaður Ársþing Ungmennasambands Eyjafjarðar, UMSE, var haldið að Hrafnagili laugardaginn 20. mars sl. Óskar Þór Vilhjálmsson var kjörinn formaður UMSE, en fráfarandi formaður, Sigurður H. Kristjánsson, gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Þingið gekk vel fyrir sig, var fjölsótt og umræður góðar. Björg Jakobsdóttir, varaformaður Ungmennafélags Íslands, sæmdi Kristínu Hermannsdóttur starfsmerki UMFÍ. Ýmsar tillögur voru samþykktar á þinginu. Ber þar helst að nefna að samþykkt var að stofna verkefnasjóð fyrir hluta af hagnaði af Landsmótinu. Þessi sjóður mun bera nafnið Landsmótssjóður UMSE 2009. Þá voru samþykktar tvær reglugerðir, önnur um veitingu heiðursviðurkenninga og hin um lottóúthlutun. Samþykktar voru einnig breytingar á tilhögun knattspyrnumóta UMSE og stjórn

Björg Jakobsdóttir, varaformaður UMFÍ, til vinstri, veitti Kristínu Hermannsdóttur starfsmerki UMFÍ.

falið að endurskoða reglur um Aldursflokkamót UMSE í frjálsum íþróttum. Eitt stærsta verkefnið á þessu ári verður framkvæmd Norðurlandamóts 19 ára og yngri á Akureyri í samvinnu við UFA,

en mótið verður haldið í ágúst. Þá verður Frjálsíþróttaskóli UMFÍ haldinn á Akureyri. Stjórn UMSE skipa: Óskar Þór Vilhjálmsson, formaður, Kristín Hermannsdóttir, varaformaður, Anna Kristín Árnadóttir, gjaldkeri, Kristlaug María Valdimarsdóttir, ritari, og Jóhanna Gunnlaugsdóttir, meðstjórnandi. Í varastjórn eru Sigurður Bjarni Sigurðsson, Þorgerður Guðmundsdóttir og Birkir Stefánsson. „Ég fékk hvatningu til að gefa kost á mér til formennsku, en fram að því hafði ég ekki komið nálægt starfinu hjá UMSE. Aðkoma mín innan ungmennafélagshreyfingarinnar var áður innan ungmennafélagsins Þorsteins Svarfaðar. Mér líst rosalega vel á þetta nýja starf og er í raun mjög spenntur að takast á við það,“ sagði Óskar Þór Vilhjálmsson, nýkjörinn formaður UMSE, í samtali við Skinfaxa.

Bjarki Bjarnason Magnús Guðmundsson

DAGRENNINGUR Aldarsaga Ungmennafélagsins Aftureldingar

Bók sem geymir sögu Aftureldingar í 100 ár Í tilefni af útgáfu Dagrennings, aldarsögu Ungmennafélagsins Aftureldingar, var félagið með kvöldvöku að gömlum sið. Þetta var önnur kvöldvakan af sex sem félagið hyggst halda í vetur. Fjölmenni var mætt í hátíðarsal Lágafellsskóla þar sem lesið var úr bókini og tónlist flutt. Í anda ungmennafélaganna var boðið upp á pönnukökur og kakó. Bókin er hin glæsilegasta. Þeir sem áhuga hafa á að nálgast bókina geta snúið sér til Gyðu, framkvæmdastjóra Aftureldingar, í síma 566 7089 eða umfa@afturelding.is

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

31


Úr hreyfingunni

Ísafjarðarbær endurnýjar verkefnasamning við HSV Ísafjarðarbær hefur endurnýjað verkefnasamning við Héraðssamband Vestfirðinga. Í samningnum kemur fram að Ísafjarðarbær felur HSV að taka að sér skilgreind verkefni á vegum bæjarfélagsins. Markmiðið með samningnum er að renna enn styrkari stoðum undir íþróttaog æskulýðsstarfsemi á vegum HSV. Verkefnin, sem héraðssambandinu eru falin, eru af ýmsum toga, svo sem þrif á fjörum, þrif eftir áramót, umsjón með ýmsum verkefnum á Skíðaviku, umsjón með knattspyrnusvæði, umsjón með golfvöllum, vinna við 17. júní og fleira.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, og Jón Páll Hreinsson, formaður Héraðssambands Vestfirðinga, við undirritunina. Mynd BB.

Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands og Alcoa Fjarðaál:

Úthlutað úr styrktarsjóðnum Spretti Úthlutað hefur verið 900 þúsund krónum úr Spretti, styrktarsjóði Alcoa Fjarðaáls og Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands (UÍA), til þrettán umsækjenda. Tveir afreksstyrkir voru veittir til einstaklinga upp á 100.000 krónur. Bjarni Jens Kristinsson, skákmaður, og Helena Kristín Gunnarsdóttir, blakkona, fengu þá. Að auki var úthlutað iðkendastyrkjum, þjálfarastyrkjum og félagsstyrkjum. Úthlutað var í tvennu lagi, annars vegar á Egilsstöðum fyrir jól en vegna veðurs komst hluti styrkþega ekki þangað. Því var önnur úthlutun á Reyðarfirði í lok Fjórðungsglímu Austurlands. Bjarni Jens Kristinsson er 18 ára skákmaður, búsettur á Hallormsstað. Hann varð nýverið Norðurlandameistari framhaldsskóla með sveit Menntaskólans í Reykjavík og náði ágætum árangri á heimsmeistaramóti unglinga í skák sem fram fór í Tyrklandi í nóvember. „Það má segja að styrkurinn úr Spretti

hafi komið mér til Tyrklands. Við þurftum sjálf að borga stóran hluta ferðarinnar, sem stóð í tvær vikur. Ég lít líka á styrkinn sem hrós og það er gaman að vita að aðrir taki eftir því sem maður er að gera,“ sagði Bjarni Jens Kristinsson. Helena Kristín Gunnarsdóttir er 17 ára og spilar blak með Þrótti í Neskaupstað. Á árinu var hún valin efnilegasta blakkona ársins fyrir utan að spila með þremur landsliðum, U-17, U-19 og Alandsliðinu, meðal annars á Smáþjóðaleikunum. Seinasta verkefni Helenu á árinu var með U-17 ára landsliðinu í Danmörku í vikunni fyrir jól en hún kom heim til Neskaupstaðar á aðfangadag. „Styrkurinn hjálpar mér að taka þátt í fleiri verkefnum. Ég hef tekið þátt í þremur landsliðsverkefnum í ár og þetta kostar mikið. Fjölskyldan hefur stutt mig og án hennar hefði ég alls ekki getað þetta. Styrkurinn gerir það að verkum að ég þarf kannski ekki að leita alveg jafn mikið

til þeirra á næstunni,“ sagði Helena Kristín Gunnarsdóttir. Í sumar var endurnýjað samkomulag Alcoa Fjarðaáls og UÍA um styrktarsjóðinn Sprett. Gerðar voru ákveðnar breytingar á forsendum sjóðsins. Hann er nú einkum ætlaður til að styrkja íþróttaiðkun barna og unglinga með einkunnarorð Alcoa um afburði (excellence) að leiðarljósi. Alcoa Fjarðaál sér um fjármögnun sjóðsins en UÍA um skipulag og utanumhald. Aðilar skipa sameiginlega úthlutunarnefnd sem fer yfir umsóknir og úthlutar úr sjóðnum. Úr sjóðnum er úthlutað fjórum gerðum styrkja sem nánar er gerð grein fyrir í úthlutunarreglum. Þetta eru afreksstyrkir, iðkendastyrkir, þjálfarastyrkir og félagastyrkir. Stefnt er að því að til framtíðar verði úthlutað úr sjóðnum tvisvar á ári en í ár var aðeins ein úthlutun.

Stafrænar myndir af öllum tölublöðum Skinfaxa Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn og Ungmennafélag Íslands skrifuðu 25. febrúar sl. undir samstarfssamning sem miðar að því að vinna stafrænar myndir af öllum tölublöðum Skinfaxa. Nú þegar er hægt að nálgast öll tölublöð Skinfaxa frá 1909 til 2008 með því að fara inn á www.timarit.is. Í tilefni af 100 ára afmæli Skinfaxa um síðustu áramót ákvað stjórn UMFÍ að farið yrði í samstarf við Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn um að skanna inn öll tölublöð Skinfaxa frá upphafi og til þessa dags. Þannig varðveitum við

32

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

þennan sögulega fjársjóð ungmennafélagshreyfingarinnar. Skinfaxi er rödd hreyfingarinnar úti í þjóðfélaginu og því nauðsynlegt að blaðið sjáist sem víðast.

Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, og Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir, landsbókavörður, handsala samstarfssamninginn í Þjóðarbókhlöðu.


Úr hreyfingunni Jóhanna Kristjánsdóttir, nýkjörinn formaður HSÞ:

Spennandi tímar fram undan hjá HSÞ Ársþing HSÞ var haldið 13. febrúar sl. í Sólvangi á Tjörnesi. Var þingið nokkuð fjölmennt en um 50 manns sóttu það. Björn Ármann Ólafsson, gjaldkeri UMFÍ, bar þinginu kveðjur frá formanni, stjórn og skrifstofu UMFÍ. Veitti hann tveimur einstaklingum starfsmerki UMFÍ, þeim Hermanni Aðalsteinssyni og Lindu Margréti Baldursdóttur. Hermann hefur starfað mikið hjá skákfélaginu Goðanum sem hefur staðið fyrir mikilli uppbyggingu skáklistarinnar með góðum árangri á undanförnum árum. Linda Margrét var formaður Völsungs um langt árabil og hefur stýrt starfinu með góðum árangri. Jóhanna Kristjánsdóttir var kjörin nýr formaður HSÞ og tók við formennskunni af Arnóri Benónýssyni, sem gaf ekki kost á sér áfram. Stjórn HSÞ skipa eftirtaldir: Ágústa Ágústsdóttir, Gunnar Sigfússon, Ingvar Helgi Kristjánsson, Halldóra Gunnarsdóttir, Birkir Jónasson og Erla Bjarnadóttir. Bjarni Þór Gunnarsson frá Baldursheimi var kjörinn íþróttamaður HSÞ 2009.

„Þetta starf leggst mjög vel í mig. Reyndar var ég búinn að lofa því að taka það að mér fyrir allnokkru síðan. Ég hef verið tengd ungmennafélagshreyfingunni lengi með ýmsum hætti. Ég var lengi sjálf í íþróttum og eftir það hef ég unnið þó nokkuð í hreyfingunni, innan Mývetnings og Úlfljóts og var þar reyndar í stjórn þegar Unglingalandsmótið

Jóhanna Kristjánsdóttir, nýkjörinn formaður HSÞ, og Arnór Benónýsson, fráfarandi formaður. Til hægri: Bjarni Þór Gunnarsson, íþróttamaður HSÞ 2009.

var haldið á Hornafirði. Ég á eftir að setja mig inn í starfið en það eru tvímælalaust spennandi tímar fram undan hjá HSÞ,“ sagði Jóhanna Kristjánsdóttir, nýkjörinn formaður HSÞ, í samtali við Skinfaxa.

NÝPRENT

LEIGJUM ÚT OG ÞJÓNUSTUM VATNSSALERNI á íþróttamót og hverskyns mannamót

Borgarflöt 15 550 Sauðárkrókur Sími: 891 9181 Fax: 453 5778 Netfang: okgam@simnet.is

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

33


Eftirtaldir aðilar styðja starfsemi Ungmennafélags Íslands: Álftanes GP – arkitektar ehf., Litlubæjarvör 4

Reykjanesbær Íslenska félagið ehf., Iðavellir 7a Tannlæknastofa Einars Magnússonar ehf., Skólavegi 10 Verkfræðistofa Suðurnesja hf., Víkurbraut 13 Verslunarmannafélag Suðurnesja, Vatnsnesvegi 14

Úr hreyfingunni

Ungmennafélagið Snæfell bikarmeistari í körfuknattleik

Sandgerði Sandgerðisbær, Miðnestorgi 3

Mosfellsbær Garðyrkjustöðin Gróandi, Grásteinum Rögn ehf., Súluhöfða 29

Akranes Byggðasafn Akraness, að Görðum Ehf., Álmskógum 1 GT Tækni ehf., Grundartanga Íþróttabandalag Akraness, Jaðarbökkum Straumnes rafverktakar, Krókatúni 22–24

Borgarnes Bókhalds- og tölvuþjónustan sf., Böðvarsgötu 11 Golfklúbbur Borgarness, Hamri Samtök sveitarfélaga í Vesturlandskjördæmi, Bjarnarbraut 8 Sæmundur Sigmundsson ehf., Brákarey Þjónustumiðstöðin Húsafelli ehf., Húsafelli 3

Stykkishólmur Grunnskólinn í Stykkishólmi, v/Borgarbraut Narfeyrarstofa, Aðalgötu 3 Rauði kross Íslands, Stykkishólmsdeild, Sundabakka 1 Tindur ehf., Hjallatanga 10 Þ.B. Borg – Trésmiðja, Silfurgötu 36

Grundarfjörður Ragnar og Ásgeir ehf., Sólvöllum 7

Ólafsvík

Ungmennafélagið Snæfell í Stykkishólmi tryggði sér bikarmeistaratitilinn í körfuknattleik í annað sinn á þremur árum með því að leggja Grindavík í úrslitaleik í Laugardalshöllinni 20. febrúar sl. Það var sannkölluð bikarstemming þennan dag í Höllinni og stór hópur stuðningsmanna fylgdi liðunum í leikinn. Snæfellingar höfðu yfirhöndina lengstum og sigruðu að lokum nokkuð örugglega 91:82. Snæfellingar hafa jöfnu liði á að skipa og það öðru fremur skilaði liðinu alla leið í þessari keppni. Það verður fróðlegt að sjá hvort Snæfellingar nái að fylgja þess-

um sigri eftir inn í Íslandsmótið en liðið hefur þar alla burði til að fara langt. Ingi Þór Steinþórsson er þjálfari Snæfells. Aftari röð frá vinstri: Rafn Jóhannsson, Martins Berkins, Hlynur Elías Bæringsson, Birgir Pétursson, Guðni Sumarliðason, Egill Egilsson, Þorbergur Sæþórsson, Kristján Pétur Andrésson, Pálmi Snær Skjaldarson, Sigurður Ágúst Þorvaldsson, Jón Ólafur Jónsson, Emil Þór Jóhannsson, Sveinn Arnar Davíðsson, Ingi Þór Steinþórsson þjálfari. Fremri röð frá vinstri: Páll Fannar Helgason, Gunnlaugur Smárason, Sean Burton, Pálmi Freyr Sigurgeirsson, Snjólfur Björnsson.

Fiskiðjan Bylgja hf., Bankastræti 1

Hellissandur KG Fiskverkun ehf., Melnesi 1 Kristinn J. Friðþjófsson ehf., Háarifi 5, Rifi

Ísafjörður Ísblikk ehf., Árnagötu 1 Útgerðarfélagið Kjölur ehf., Urðarvegi 37

Bolungarvík Bolungarvíkurkaupstaður, Aðalstræti 12 Fiskmarkaður Bolungarvíkur og Suðureyrar ehf., Hafnargötu 12

Súðavík VÁ VEST, félag um vímuefnaforvarnir, Grund Súðavíkurhreppur, Grundarstræti 3

Patreksfjörður Bára Pálsdóttir, Hjöllum 13 Oddi hf., fiskverkun, Eyrargötu 1 Vestri hf. – Oddi, Eyrargötu Vesturbyggð, Aðalstræti 63

Tálknafjörður Þórberg hf., Strandgötu

34

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

Ungmennafélag Svarfdæla 100 ára:

Kristján Ólafsson sæmdur starfsmerki UMFÍ Ungmennafélag Svarfdæla fagnaði 100 ára afmæli sínu í safnaðarheimilinu á Dalvík 30. desember sl. Umf. Svarfdæla var stofnað 28. desember 1909. Við það tækifæri var Kristján Ólafsson, formaður félagsins, sæmdur starfsmerki Ungmennafélags Íslands. Þess má geta að Kristján átti stórafmæli þennan dag en þá hélt hann upp á 70 ára afmæli sitt. Ungmennafélagið hélt upp á daginn m.a. með veglegri veislu í safnaðarheimilinu þar sem mikið fjölmenni var samankomið. Á þessum tímamótum bárust félaginu ýmsar gjafir. Ómar Bragi Stefánsson, landsfulltrúi UMFÍ, fagnaði þessum tímamótum með félaginu og færði því kveðjur frá UMFÍ og afhenti áritaðan skjöld.

Kristján Ólafsson, formaður Umf. Svarfdæla.


Glæsilegar íþróttasýningar í Borgarleikhúsinu

að sjá hvað íþróttasýningar hafa alltaf verið stór þáttur í íþrótta- og menningarlífi á Íslandi. Með sýningunni Krafturinn knýr var reynt að færa íþróttirnar nær lista- og menningarheiminum sem þær eitt sinn tilheyrðu. Markmið sýningarinnar var að taka íþróttaiðkandann úr sínu hefðbundna umhverfi og setja hann í hlutverk skemmtikraftsins og listamannsins. Annað markmið með verkefninu var að sýningin vekti áhuga hjá fólki til að sækja og halda íþróttasýningar um land allt. Þær spurningar sem höfundar lokaverkefnisins spurðu sig að við gerð verkefnisins var hvort hægt væri að vekja upp sýningargildi íþrótta hérlendis með sýningunni Krafturinn knýr. Tilgátan var sú að fólk hafi jafn gaman af því að sjá og sýna íþróttir og það gerði hér áður fyrr. Hugmyndin var að fá með sér listafólk, leikara og aðra áhuga- og atvinnumenn til að vinna að sýningunni. Lagt var upp með tvær sýningar á einum degi. Uppbygging sýningarinnar var tvenns konar, annars vegar listagallerí sem hafði að geyma ljósmyndir, ljóðalestur, gjörninga og muni. Hins vegar sviðslistasýning þar sem á dagskrá var dans, fimleikar, bolta- og bardagalistir og sirkus svo eitthvað sé nefnt. Sýnendur voru ungir sem og aldnir, heilbrigðir sem og fatlaðir, afreksíþróttafólk sem og annað íþrótta- og listafólk. Það var eindregin von höfunda að sýningin myndi aftur færa lista- og íþróttaheimana hvorn nær öðrum, að sýningin lifi og verði til í mynd, og minningum fólks sem á hana komu. Jafnframt að hún teljist til framtaks hinnar líðandi stundar og verði öðrum innblástur til að koma af stað íþróttasýningum um land allt.

Þann 21. febrúar sl. voru haldnar tvær íþróttasýningar sem báru heitið Krafturinn knýr í Borgarleikhúsinu í Reykjavík. Þessi uppákoma var í senn sýning og gjörningur og í henni tóku þátt m.a. börn og eldri borgarar. Sýningin var lokaverkefni Önnu Grétu Ólafsdóttir og Kolbrúnar Fjólu Arnardóttur, nemenda í íþrótta- og heilsufræði við Háskóla Íslands. Í anddyri Borgarleikhússins var sett upp sýning þar sem sýndir voru m.a. merkilegir verðlaunagripir í gegnum tíðina og lagði Ungmennafélag Íslands til hluti sem notaðir voru á sögusýningunni í tengslum við Landsmótið á Akureyri sl. sumar.Sýningarnar voru vel sóttar en um 400 manns komu á þær og virtust skemmta sér hið besta. Anna Gréta Ólafsdóttir sagðist í samtali við Skinfaxa vera mjög ánægð með sýningarnar og góðar undirtektir áhorfenda. „Það gekk allt eins og í sögu og mig langar að setja upp aðra sýningu að ári með öðruvísi sniði. Við sjáum hvað setur í þeim efnum en hvað vel gekk núna kveikir í manni að gera þetta aftur. Sýning af þessu tagi hefur ekki verið sett upp lengi en margir foreldrar höfðu á orði eftir að hafa séð hana að þeir sæju eftir því að hafa ekki tekið börnin sín með. Sýningin hefði ekki síður höfðað til þeirra yngri. Þegar upp er staðið erum við alsæl með hvernig til tókst,“ sagði Anna Gréta Ólafsdóttir, annar aðstandenda sýningarinnar Krafturinn knýr, í samtali við Skinfaxa eftir sýningarinnar. Hér áður fyrr voru íþróttasýningar haldnar um land allt, dans- og fimleikasýningar voru jafnvel árlegur viðburður víða. Nútíminn hefur fært okkur fjær hugtakinu sýning og nær hugtakinu keppni. Það þarf ekki að leita víða til

UMFÍ í samstarf við íþróttalýðháskólann í Bosei í Danmörku Ungmennafélag Íslands og íþróttalýðháskólinn í Bosei í Danmörku hafa gert með sér samkomulag um samstarf og eru dönsku íþróttaskólarnir, sem UMFÍ á samstarf við, orðnir sjö talsins. Erling Joensen, skólastjóri íþróttalýðháskólans í Bosei, kom í heimsókn í Þjónustumiðstöð UMFÍ, átti fund með formanni UMFÍ og framkvæmdastjóra og hélt kynningu á skólanum. Þessi skóli gerir út á bardagaíþróttir og er sá eini sinnar tegundar í Danmörku.

Skólinn er ennfremur í samstarfi við Glímusamband Íslands og mun framkvæmdastjóri þess, Ólafur Oddur Sigurðsson, kenna glímu í formi námskeiða við skólann. Íslensk ungmenni hafa í miklum mæli stundað nám við danska íþróttalýðháskóla á síðustu árum og hafa þau verið mjög ánægð með veruna þar ytra. Nánari upplýsingar um skólann er að finna á heimasíðu hans á www.bosei.dk

Frá vinstri, Sæmundur Runólfsson, framkvæmdastjóri UMFÍ, Ólafur Oddur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Glímusambands Íslands, Erling Joensen, skólastjóri Íþróttalýðháskólans í Bosei, Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, og Ómar Bragi Stefánsson, landsfulltrúi UMFÍ.

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

35


Eftirtaldir aðilar styðja starfsemi Ungmennafélags Íslands: Norðurfjörður Árneshreppur, Norðurfirði Hótel Djúpavík ehf., Árneshreppi

Hvammstangi Forsvar ehf., Höfðabraut 6 Húnaþing vestra, Hvammstangabraut 5

Blönduós Húnavatnshreppur, Húnavöllum Samstaða, skrifstofa verkalýðsfélaga, Þverholti 1

Skagaströnd Elfa ehf., Oddagötu 22 Kvenfélagið Hekla

Sauðárkrókur Guðrún Kristín Kristófersdóttir, Borgarflöt 1 Hólaskóli, Háskólinn á Hólum, Hólum í Hjaltadal K – Tak ehf., Borgartúni 1 Sjúkraþjálfun Sigurveigar ehf., Aðalgötu 20b Steinull hf., Skarðseyri 5 Tannlæknastofa Páls Ragnarssonar ehf., Sæmundargötu 31 Verslun Haraldar Júlíussonar, Aðalgötu 22 Vinnuvélar Guðmundar og Skúla sf., Borgarröst 4

Varmahlíð Akrahreppur Skagafirði Álftagerðisbræður ehf., Álftagerði

Akureyri Blikkrás ehf., Óseyri 16 Byggingarfélagið Hyrna ehf., Sjafnargötu 3 Eggjabúið Gerði ehf., Þórsmörk Gámaþjónusta Norðurlands ehf., Fjölnisgötu 4a Haukur og Bessi tannlæknar Ísgát ehf., Lónsbakka Kjarnafæði hf., Fjölnisgötu 1b Raftákn ehf., Glerárgötu 34 Samvirkni ehf., Hafnarstræti 97 Tannlæknastofa Árna Páls Halldórssonar, Mýrarvegi Teikn á lofti ehf. teiknistofa, Skipagötu12

Húsavík Fjallasýn Rúnars Óskarssonar ehf., Hrísateigi 5 Hóll ehf., Höfða 11 Jarðverk ehf., Birkimel

Mývatn Jarðböðin við Mývatn Skútustaðahreppur, Hlíðavegi 6

Þórshöfn Langanesbyggð, Fjarðarvegi 3 Trésmiðjan Brú hf., Brúarlandi

Bakkafjörður Skeggjastaðakirkja

Vopnafjörður Hólmi NS – 56 ehf., Hafnarbyggð 23

Egilsstaðir Hitaveita Egilsstaða og Fella ehf., Einhleypingi 1

Seyðisfjörður Seyðisfjarðarkaupstaður, Hafnargötu 44

36

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

Íþróttafólk ársins – 2009: Hörður Axel Vilhjálmsson íþróttamaður Keflavíkur Körfuknattleiksmaðurinn Hörður Axel Vilhjálmsson var kjörinn íþróttamaður Keflavíkur 2009. Áður hafði hann verið kosinn körfuknattleiksmaður Keflavíkur 2009. Fyrir vikið hlaut Hörður eignar- og farandbikar, ásamt því að fá eintak af 80 ára sögu Keflavíkur, íþrótta- og ungmennafélags, sem kom út fyrir stuttu. Eftirfarandi umsögn um Hörð Axel kom fram á afhendingunni: Hörður Axel var byrjunarliðsmaður í sterku liði Keflavíkur sem slegið var út af Íslandsmeisturum KR í fjögurra liða úrslitum tímabilsins 2008–2009. Hann er gríðarleg fyrirmynd íþróttamanna í líkamlegu atgervi, leggur mikið á sig við æfingar, er með gríðarlegan sprengikraft og hraða, er ósérhlífinn og mikill liðsmaður. Hefur sýnt mikinn vilja til að ná langt og á að baki leiki sem atvinnumaður þrátt fyrir ungan aldur. Á að baki 16 A landsliðsleiki fyrir Íslands hönd á árunum 2007–2009 og mun eflaust vera framtíðar landsliðsmaður Íslands. Eftir útnefninguna var Hörður spurður hvort hann hefði búist við þessu, og svaraði hann: „Alls ekki, mér fannst ótrúlegur heiður að vera kosinn körfuknattleiksmaður Keflavíkur 2009, þetta er alveg frábært.”

Bjarni Jónasson íþróttamaður Skagafjarðar Bjarni Jónasson, hestamaður úr Léttfeta, var valinn íþróttamaður Skagafjarðar 27. desember sl. Athöfnin fór fram við hátíðlega athöfn í Húsi frítímans á Sauðárkróki að viðstöddum fjölda manns. Fjölda ungs og efnilegs íþróttafólks var veitt viðurkenning fyrir dugnað og árangur í greinum sínum en UMSS á fjöldann allan af hæfileikafólki í öllum greinum íþrótta. Þrennt fékk viðurkenningu fyrir það afrek að synda Drangeyjar- og Grettissund. Tilnefnd til íþróttamanns Skagafjarðar voru: Bjarni Jónasson, Gunnar S. Reynaldsson, Oddur Valsson, Líney Hjálmarsdóttir, Sunneva Jónsdóttir og Aðalsteinn Arnarson. En það var Bjarni Jónasson, félagi í hestamannafélaginu Léttfeta, sem bar sigur úr býtum í kjörinu. Hann stóð sig með miklum ágætum á árinu 2009, keppti og sýndi hross víða, bæði hérlendis og erlendis. Alls staðar komst hann í úrslit og hafði oftar en ekki sigur.

Helga Margrét Þorsteinsdóttir íþróttamaður USVH Kjöri íþróttamanns USVH (Ungmennasambands Vestur-Húnavatnssýslu) var lýst í íþróttamiðstöðinni á Hvammstanga þann 28. desember sl. Íþróttamaður USVH árið 2009 var kjörin Helga Margrét Þorsteinsdóttir, frjálsíþróttakona frá Reykjum í Hrútafirði, en hún hlaut 72 stig í kjörinu. Í öðru sæti varð Tryggvi Björnsson hestaíþróttamaður með 29 stig og jafnar í þriðja sæti urðu Helga Una Björnsdóttir hestaíþróttakona og Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir körfuknattleikskona með 14 stig. Helstu afrek Helgu Margrétar á árinu eru sem hér segir: Í byrjun júní varð Helga Norðurlandameistari í sjöþraut kvenna í flokki 18–19 ára á Norðurlandameistaramóti unglinga sem haldið var á Kópavogsvelli. Hún hlaut 5721 stig og bætti Íslandsmet sitt um 197 stig. Þann 24. júní, á alþjóðlegu fjölþrautarmóti í Tékklandi, náði Helga besta árangri ársins í sjöþraut 19 ára og yngri með alls 5878 stig. Hún er því efst á

heimslistanum í þessum aldursflokki og aðeins 22 stigum frá lágmarkinu fyrir Heimsmeistaramóti fullorðinna. 23.–26. júlí keppti Helga í sjöþraut á Evrópumeistaramóti 19 ára og yngri í Novi Sad í Króatíu. Þar hafði hún forystu þegar hún meiddist í langstökkskeppninni og varð að hætta keppni þegar aðeins tvær greinar voru eftir. Helga Margrét var ein af 10 efstu sem tilnefnd voru til íþróttamanns ársins í kjöri íþróttafréttamanna sem lýst var í upphafi ársins. Íþróttamenn USVH geta orðið þeir íþróttamenn 16 ára og eldri sem lögheimili eiga í Húnaþingi vestra eða keppa undir merkjum félaga innan USVH. Það eru stjórnarmenn í aðildarfélögum USVH og stjórn USVH sem kjósa íþróttamanninn.

Elínborg og Þorleifur íþróttamenn Grindavíkur Elínborg Ingvarsdóttir, knattspyrnukona, og Þorleifur Ólafsson, körfuknattleiksmaður, voru um áramótin kjörin íþróttamenn Ungmennafélags Grindavíkur en athöfnin fór fram í Saltfisksetrinu. Ólafur Örn Bjarnason, miðvörður Brann í Noregi og fyrrverandi landsliðsmaður Íslands sem á árum áður lék með Grindavík, veitti viðurkenningarnar á hófinu. 28 aðilar höfðu atkvæðisrétt og urðu tveir íþróttamenn efstir eftir fyrstu umferð í bæði kvenna- og karlaflokki. Með seinni kosningu stóðu Elínborg og Þorleifur uppi sem sigurvegarar.

Emil Pálsson íþróttamaður Ísafjarðarbæjar Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2009 var kjörinn í hófi sem fram fór á Ísafirði þann 24. janúar sl. Flottur hópur af frábæru íþróttafólki var tilnefndur frá níu íþróttafélögum. Emil Pálsson, knattspyrnumaður úr Boltafélagi Ísafjarðar, var kjörinn íþróttamaður ársins 2009. Þrátt fyrir ungan aldur er Emil einn allra besti knattspyrnumaður sem Vestfirðingar hafa átt. Hann spilaði á tveimur stórmótum í haust, Norðurlandamóti og Evrópumóti, þar sem hann var byrjunarliðsmaður í U-17 liði Íslands og skoraði tvö mörk í erfiðum leikjum. Þrátt fyrir ungan aldur er hann burðarstólpi í meistaraflokki BÍ88. Emil hefur verið fastamaður í unglingalandsliðum KSÍ og stundar nú æfingar með U-17 ára landsliði Íslands. Hann leggur hart að sér við æfingar jafnt sem leiki og er fyrirmynd allra íþróttamanna, yngri sem eldri.

Björgvin valinn íþróttamaður Dalvíkurbyggðar tíunda árið í röð Björgvin Björgvinsson, fremsti skíðamaður landsins, var útnefndur íþróttamaður Dalvíkurbyggðar 2009 og er þetta í tíunda skiptið í röð sem hann hreppir þann titil. Björgvin varð m.a. þrefaldur Íslandsmeistari á árinu og vann Eysteinsbikarinn í fjórða sinn, fyrir besta samanlagða árangur íslensks skíðamanns á árinu. Erlendis náði hann best 25. sæti í heimsbikarkeppni í svigi í Zagreb, en það er besti árangur Íslendings í heimsbikarnum í níu ár. Hann er nú í 75. sæti heimslistans í svigi karla.


Ungmenna- og tómstundabúðirnar að Laugum:

Starfið er alltaf að eflast Ungmenna- og tómstundabúðirnar að Laugum í Dalasýslu hófu formlega starfsemi í byrjun árs 2005 en búðirnar eru samstarfsverkefni Ungmennafélags Íslands og Dalabyggðar. Ungmennabúðirnar eru í stöðugri þróun og mikil og almenn ánægja er hjá nemendum og kennurum grunnskólanna með dvöl ungmennanna að Laugum. Koma flestir skólarnir ár eftir ár. Ekki verður því annað sagt en að framtíð búðanna sé björt og spennandi. Að Laugum er aðstaða öll hin glæsilegasta fyrir það verkefni sem Ungmennaog tómstundabúðirnar eru; heimavist sem nú rúmar um 70 nemendur, fullbúið mötuneyti, íþróttahús, glæsileg 25 metra sundlaug með heitum potti, kennslustofur og rými fyrir afþreyingu og klúbbastarf auk þess að á staðnum er staðsett Byggðasafn Dalamanna. Innangengt er um allt húsnæðið á Laugum þannig að enginn þarf að fara út nema til útivistar og annarra sérstakra viðburða utandyra.

Frábært svæði til útivistar Allt umhverfi Lauga er sem sniðið að þörfum búðanna. Þar er frábært svæði til útivistar og náttúruskoðunar frá fjöru til fjalls. Staðsetningin er einn af mikilvægum kostum búðanna. Nefna má að Laugar eru í aðeins um 170 km fjarlægð frá Reykjavík þegar Brattabrekka er ekin og tæplega 300 km frá Akureyri ef ekið er um Laxárdal. Tilgátuhús Eiríks rauða er að Eiríksstöðum í Haukadal sem er í 35 km fjarlægð frá Laugum. Á Laugum er næði og friður frá ýmsum áreiti sem nemendur verða sífellt fyrir í umhverfi sínu dags daglega og ættu að gefast gott tækifæri til að sinna þeim verkefnum sem á Laugum eru lögð fyrir þá. Þeim sem hafa áhuga á skráningu er ráðlagt að hafa samband við Önnu Margrétu Tómasdóttur forstöðumann í síma búðanna 434-1600 eða gsm-síma 861-2660. Netfang búðanna er: laugar@umfi.is.

Foreldrafélög taka þátt „Það hefur gengið vel í vetur. Haustið fór rólega af stað en eftir áramótin tóku bókanir mikinn kipp upp á við. Starfið í búðunum er alltaf að eflast og verða betra. Foreldrafélög skólanna taka í auknum mæli þátt í kostnaðinum fyrir dvölina með ýmsum fjáröflunum. Svo hafa foreldrar komið með sínum skólum og verið við gæslu. Þetta samstarf hefur gengið mjög vel. Við erum þegar byrjuð að taka niður bókanir fyrir næsta vetur

og ég er mjög bjartsýn á framhaldið,“ sagði Anna Margrét Tómasdóttir, forstöðumaður ungmenna- og tómstundabúðanna, í samtali við Skinfaxa.

Súper kúl hús Leifs heppna Nemendur í Borgarhólsskóla á Húsavík dvöldu í búðunum í febrúar og þær Karítas og Elísabet, nemendur í skólanum, lýstu því hvernig fimmtudagurinn 11. febrúar hefði gengið fyrir sig. „Dagurinn í dag var eins og dagurinn í gær nema að hópar 1 & 2 fóru í sveitaferð. Fórum með rútu út í fjós (sem er nálægt svona engu!) og kikkuðum á beljurnar. Þetta var svona slatti af beljum og Þorgrímur, bóndinn á bænum, sýndi okkur hvernig ætti að mjólka þetta (agalegt „græju system“). Þorgrímur gaf okkur svo „awesome“ ís og það var rosalega margt að skoða. Þegar við vorum búin í fjósinu var hoppað aftur upp í rútu og

við skelltum okkur á eitt stykki víkingabæ. Húsið var svona eftirlíking af húsinu sem Leifur heppni fæddist í, „súper kúl“, sko. Grilluðum brauð og klæddum okkur í víkingabúninga. Svo var förinni heitið niður í fjárhús. Bóndinn þar gaf okkur banana að borða og svo fórum við að tékka á blessuðum rollunum. Hittum svala kind með 4 horn og svo nokkrar bara með 1! Síðan bíluðum við heim (Laugar= „our new home“) þar sem beið okkar matur og heit sturta ... Eftir hádegismat var svo val í íþróttir. Þar voru hringir til að kasta, diskar til að snúa á priki og trúðahjól til að spreyta sig á. (Þeir bestu verða svo seldir í sirkusinn). Svo kom kvöldmatur og svo frjálst. Eftir það komu Laugaleikarnir. Leikar sem maður er dæmdur til að verða sér til skammar en samt svoooo „awesome“. Strumparnir voru í 1. sæti, 1 stigi á undan Gleðigosunum og Broskarlasamfélagið rak lestina. Voru veitt verðlaun fyrir leikana og ýmislegt annað og svo var sýnt glæsilegt myndbrot af dvöl okkar hér. Eftir leikana var svo sundlaugarpartý og það vantaði aðeins 4 til að bæta laugarmetið í pottaruðningi! En þetta var geðveikt lokakvöld og við eigum eftir að sakna þessa „pleis“ rosa mikið. Svo er það bara að pakka og fara á morgun. „See you then, mom and dad!““

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

37


Eftirtaldir aðilar styðja starfsemi Ungmennafélags Íslands: Eskifjörður Eskja hf., Strandgötu 39

Neskaupstaður Rafgeisli Tómas R. Zöega ehf., Hafnarbraut 10

Stöðvarfjörður Steinasafn Petru, Sunnuhlíð

Höfn í Hornafirði Sveitafélagið Hornafjörður, Hafnarbraut 27

Selfoss Árvirkinn ehf., Eyravegi 32 Búnaðarfélag Grafningshrepps, Villingavatni Búnaðarsamband Suðurlands, Austurvegi 1 Dýralæknaþjónusta Suðurlands, s. 482-3060, Stuðlum Fossvélar ehf., Hellismýri 7 Framsóknarfélag Árnessýslu, Heiði Grímsneshreppur og Grafningshreppur, Stjórnsýsluhúsinu Borg Kvenfélag Gaulverjabæjarhrepps, Vorsabæjarhjáleigu Kvenfélag Hraungerðishrepps Ræktunarsamband Flóa og Skeiða, Gagnheiði 35 Samtök sunnlenskra sveitarfélaga, Austurvegi 56 Suðurlandsskógar, Austurvegi 3 Veitingastaðurinn Menam, Eyrarvegi 8

Hveragerði Dvalarheimilið Ás, Hverahlíð 20 Eldhestar ehf., Völlum Sport –Tæki ehf., Austurmörk 4

Þorlákshöfn Fiskmark ehf., Hafnarskeiði 21 Grunnskólinn í Þorlákshöfn Járnkarlinn ehf., Hafnarskeiði 28 Sveitarfélagið Ölfus, Hafnarbergi 1

Stokkseyri Kvenfélag Stokkseyrar

Laugarvatn Menntaskólinn að Laugarvatni

Hella Fannberg ehf., Þrúðvangi 18 Suðurprófastsdæmi, Fellsmúla 1

Hvolsvöllur Búaðföng Hvolsvelli, Bakkakoti 1 Krappi ehf., byggingaverktakar, Ormsvöllum 5 Kvenfélagið Hallgerður, Eystri–Torfastöðum I Rauði kross Íslands, Litlagerði 16 Upplýsingamiðstöðin Hvolsvelli, Hlíðarvegi 14

Vík Mýrdalshreppur, Austurvegi 17

Íþróttafólk ársins – 2009: Kjör íþróttakarls og íþróttakonu ársins í Kópavogi

Ásdís Hjálmsdóttir íþróttamaður Reykjavíkur

Alfreð Finnbogason, knattspyrnumaður úr Breiðabliki, og Erna Björk Sigurðardóttir, knattspyrnukona úr Breiðabliki, voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2009. Gunnsteinn Sigurðsson bæjarstjóri og Ómar Stefánsson, formaður bæjarráðs, afhentu viðurkenningarnar. Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum þann 5. janúar sl. Fengu íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs að launum farandbikar og eignarbikar jafnframt því sem þeim var hvoru um sig afhent 150.000 kr. ávísun í viðurkenningarskyni frá bæjarstjórn Kópavogs. Alfreð og Erna Björk voru valin úr hópi 38 íþróttamanna sem fengu viðurkenningu ÍTK eftir tilnefningar frá íþróttafélögunum í bænum. Alfreð sló rækilega í gegn á síðastliðnu sumri. Hann lék átján leiki í Pepsídeildinni, skoraði þrettán mörk og varð þriðji markahæsti leikmaður deildarinnar. Á lokahófi KSÍ völdu leikmenn og þjálfarar Pepsídeildarinnar hann efnilegasta leikmann ársins. Erna Björk átti frábært tímabil með meistaraflokki Breiðabliks árið 2009. Hún lék alla leiki liðsins í Pepsídeildinni og VISA-bikarkeppninni. Hún var fyrirliði liðsins sem varð í öðru sæti bæði í Íslandsmótinu og bikarkeppninni. Erna Björk var valinn besti leikmaður Pepsídeildarinnar af fjölmiðlum og KSÍ fyrir umferðir 1 til 6 og 7 til 12.

Íþróttamaður Reykjavíkur 2009 er frjálsíþróttakonan Ásdís Hjálmsdóttir í Glímufélaginu Ármanni. Borgarstjórinn í Reykjavík, Hanna Birna Kristjánsdóttir, afhenti Ásdísi farandbikar, sem gefinn er af Reykjavíkurborg, við hátíðlega athöfn af þessu tilefni í Höfða þann 18. febrúar sl. Ásdís bætti Íslandsmet sitt á árinu og er í 22. sæti á heimslistanum í spjótkasti. Allt frá árinu 1979 hefur stjórn Íþróttabandalags Reykjavíkur staðið fyrir vali á íþróttamanni Reykjavíkur og er þetta því í 31. sinn sem íþróttamaður Reykjavíkur er kjörinn.

Bjarki Gíslason er íþróttamaður ársins 2009 hjá UFA. Hann var valinn í A-landslið Íslands í frjálsum íþróttum og fór tvisvar erlendis til keppni fyrir Íslands hönd á sl. sumri. Bjarki er fjölhæfur frjálsíþróttamaður og er stangarstökk hans aðalgrein, en hann hefur einnig verið valinn í landsliðið til keppni í langstökki og þrístökki. Einnig er hann í úrvalshópi ungmenna hjá Frjálsíþróttasambandi Íslands. Hann er langstigahæsti íþróttamaður UFA og á gildandi Íslandsmet í þremur aldurflokkum í stangarstökki, þ.e. í flokki 17–18 ára drengja, flokki 18–19 ára unglinga og flokki unglinga 20–22 ára, bæði utan- og innanhúss; 4,65 metra innanhúss og 4,68 metra utanhúss. Bjarki stundar íþrótt sína af kappi og áhuga og slær aldrei slöku við. Síðast en ekki síst má nefna að Bjarki er einstaklega góður félagi, eflir liðsandann og er fyrirmynd annarra ungmenna, utan vallar sem innan.

ar og Sævar Þór Gíslason íþróttamaður Árborgar á uppskeruhátíð ÍTÁ þann 29. desember s.l. Ágústa Tryggvadóttir náði glæsilegum árangri á frjálsíþróttavellinum á árinu. Hún bætti árangur sinn í átta greinum utanhúss og sjö greinum innanhúss. Ágústa varð Íslandsmeistari í hástökki og fimmtarþraut innanhúss og í sjöþraut utanhúss. Þá varð hún bikarmeistari í hástökki og stigahæst kvenna á Landsmóti UMFÍ á Akureyri. Alls vann Ágústa til tuttugu verðlauna á fimm stærstu mótum ársins sem sýnir vel hve fjölhæf hún er. Á sumarafrekalista FRÍ er Ágústa með næst besta árangur á landinu í hástökki, þrístökki og sjöþraut. Innanhúss var hún með bestan árangur í fimmtarþraut, langstökki og þrístökki án átrennu og næst bestan í hástökki og þrístökki. Ágústa keppti með landsliði Íslands á Smáþjóðaleikunum á Kýpur og í Evrópukeppni landsliða í Sarajevo. Hún hefur einnig verið valin í landsliðshóp Íslands 2010. Sævar Þór Gíslason fór fyrir meistaraflokki Selfoss sem náði því langþráða markmiði að vinna sér sæti í úrvalsdeild karla í fyrsta skipti í sögu félagsins. Liðið átti frábært tímabil og varð Íslandsmeistari í 1. deild 2009. Allt frá því er Sævar Þór gekk aftur til liðs við Selfoss 2007 hefur hann dregið vagninn og átt hvað stærstan þátt í uppbyggingu liðsins og góðum árangri þess. Hann ber heitið markakóngur með sæmd, enda hlaut hann þá nafnbót í 2. deild 2007 og 1. deild 2008 og 2009. Sævar Þór var valinn í lið ársins í 1. deild 2009 ásamt þremur félögum sínum. Auk þess var hann valinn besti leikmaður deildarinnar af þjálfurum og fyrirliðum annarra liða.

Trausti Eiríksson íþróttamaður Borgarfjarðar Trausti Eiríksson, körfuboltamaður, hlaut þann 27. febrúar sl., á íþróttahátíð UMSB, titilinn íþróttamaður Borgarfjarðar. Trausti er afar vel að þessum titli kominn og hlaut fyrr í vetur titilinn íþróttamaður Borgarbyggðar. Jón Ingi Sigurðsson, sundmaður, var í öðru sæti og Sigurður Þórarinsson, körfuboltamaður, í þriðja sæti.

Ágústa og Sævar Þór íþróttakona og íþróttamaður Bjarki Gíslason íþróttamaður Árborgar ársins hjá UFA Ágústa Tryggvadóttir var valin íþróttakona Árborg-

Stefán Jón Sigurgeirsson íþróttamaður Húsavíkur Kiwanisklúburinn Skjálfandi lýsti kjöri íþróttamanns Húsavíkur árið 2009 þann 20. febrúar sl. Fyrir valinu varð skíðakappinn Stefán Jón Sigurgeirsson sem tók m.a. þátt í vetrarólympíuleikunum í Vancouver. Í öðru sæti í kjörinu varð Arnþór Hermannsson, unglingalandsliðsmaður í knattspyrnu og einnig frábær golfleikari. Í 3. sæti varð svo Þóra Kristín Sigurðardóttir, fimleikastúlka.

Vestmannaeyjar Hamarskóli Ísfélag Vestmannaeyja hf., Strandvegi 28 Vestmannaeyjabær, Ráðhúsinu Vinnslustöðin hf., Hafnargötu 2

38

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

www.ganga.is


Arnór Atlason sló rækilega í gegn á EM:

Vissum alveg hvað við vorum góðir Íslenska landsliðið í handknattleik náði frábærum árangri á Evrópumótinu sem fór fram í Austurríki í janúar á þessu ári. Eftir rólega byrjun í fyrstu leikjunum sýndi liðið mikinn styrk, lagði hverja stórþjóðina af annarri að velli, og áður en yfir lauk stóð liðið á verðlaunapalli með bronsverðlaun. Evrópumótið er sterkasta mótið sem haldið er og því er árangur landsliðsins einhver sá besti sem liðið hefur náð. Árangur liðsins í Evrópukeppninni er ekki síðri en silfurverðlaunin á Ólympíuleikunum í Peking 2008. Landsliðið okkar virðist vaxa með hverri raun og ljóst að gífurleg undirbúningsvinna skilar þessum árangri. Nær allir leikmenn liðsins leika í sterkustu deildum Evrópu og á það eflaust stóran þátt í frábærum árangri á síðustu árum. Óhætt er því að segja að bjart sé fram undan í íslenskum handknattleik. Stór hluti leikmanna er á besta aldri og yngri leikmenn eru svo sannarlega farnir að banka á dyrnar. Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari og aðstoðarfólk hans hafa lagt gríðarlega mikið á sig til að ná þessum árangri. Guðmundur er klókur og ekki síður vel skipulagður þjálfari og þessir tveir þættir gera hann að einum færasta þjálfara í heiminum í dag. Á EM í Austurríki var það öðru fremur sterk liðsheild sem lagði grunninn að

Íslenska handknattleikslandsliðið með bronsverðlaun á Evrópumótinu í Austurríki.

bronsverðlaunum íslenska liðsins. Nokkrir leikmenn liðsins náðu sér einkar vel upp á mótinu. Í þeim hópi var Arnór Atlason sem skoraði 41 mark í átta leikjum og var þriðji markahæsti leikmaður keppninnar. Arnór átti framúrskarandi mót og á svo sannarlega glæsta framtíð fyrir höndum. Hann verður 26 ára gamall í sumar og á að baki 89 landsleiki. Frammistaða hans á EM vakti mikla athygli en nokkur félög hafa lýst yfir áhuga á að fá þennan snjalla leikmann í sínar raðir. Arnór þarf ekki að fara langt til að sækja hæfileikana en faðir hans, Atli Hilmarsson, er í hópi bestu handknattleiksmanna sem Ísland hefur átt. Atli lék um árabil sem atvinnumaður í Þýskalandi og á Spáni. Aðspurður hvort árangur landsliðsins á EM hefði komið honum á óvart var svarið einfalt: „Nei, það kom okkur í liðinu alls ekki á óvart. Við vissum alveg hvað við vorum góðir og ef við næðum okkur á strik gæti allt gerst. Við sýndum með frammistöðu okkur á Evrópumótinu að silfurverðlaunin á Ólympíuleikunum í Peking voru engin heppni,“ sagði Arnór Atlason í spjalli við Skinfaxa. Arnór vissi vel fyrir mótið að það myndi mæða mikið á honum því Logi Geirsson hafði verið lengi frá vegna meiðsla. „Já, ég náði mér vel á strik í mótinu. Ég

var heill í mótinu og það hafði ekki lítið að segja. Læknar og annað teymi íslenska liðsins vinna geysilega gott starf og eiga ekki síður þátt í góðum árangri liðsins síðustu misseri,“ sagði Arnór. Arnór sagði það ekki sjálfsagðan hlut að ná toppárangri á stórmóti þótt liðið sé sterkt. Það yrði rosalega margt að ganga upp svo að það gengi eftir. Það hefði orðið reyndin á EM í Austurríki og það skilaði liðinu bronsverðlaunum. „Við erum langflestir á góðum aldri og því tel ég að liðið taki ekki miklum breytingum fyrir heimsmeistaramótið í Svíþjóð á næsta ári. Það var gríðarlega mikilvægt að við tryggðum okkur þangað inn í kjölfar góðs árangurs í Austurríki.“ Þegar Arnór var inntur eftir því hvað hann teldi vera lykilinn að þessum frábæra árangri liðsins í síðustu tveimur mótum sagði hann stóran þátt vera hve margir leikmenn liðsins leika í sterkustu deildum Evrópu. „Það hefur mikið að segja að nær allir leikmenn liðsins eru á mála hjá mjög sterkum liðum í sterkum deildum í Evrópu. Svo má ekki gleyma þætti þjálfarans. Hann hefur unnið geysilega vel og afraksturinn er eftir því.“ Skömmu fyrir páska samdi Arnór við danska liðið AG København sem varð til við sameiningu FCK og AG. Snorri Steinn Guðjónsson mun einnig leika með liðinu. Arnór hafði úr tilboðum frá Þýskalandi, Spáni og Frakklandi að velja, en ákvað að lokum að skrifa undir samning við AG København. Þess má og geta að Guðmundur Þ. Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, verður yfirmaður íþróttamála hjá þessu nýja liði. Arnór er aðeins 26 ára gamall og hefur því ekki náð hátindi sínum sem handknattleiksmaður. „Ég á mikið eftir ef allt gengur upp hjá mér og ég á eftir að bæta mig enn frekar. Það er ofsalega gaman í handboltanum þegar vel gengur. Landsliðinu gengur flest í haginn um þessar mundir. Þegar vel gengur með því er þetta rosalega gaman,“ sagði Arnór Atlason landsliðsmaður að lokum í spjallinu við Skinfaxa.

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

39