Page 1

Starfar í tilraunastöð fyrir ígulkerseldi í Tromsö í Noregi > 12-14

n ó v e m b e r

2 0 1 4

2 .

t ö l u b l a ð

1 .

á r g a n g u r

Gott flutninganet er undirstaða þess að atvinnulífið hér á landi nái að vaxa

Þýðing þess að merkja og skanna makrílinn er mjög mikil > 26-27

> 8-10

Smábátaveiðar á makríl Smábátum sem fara á makrílveiðar hefur fjölgað mjög en hversu mikilvægar eru þessar veiðar? > 16-23 Viðar Garðarsson: „ Stjórnendur í íslenskum sjávarútvegi telja vitund ne ytenda litlu máli skipta .“ > 4


STAÐAN Í AFLA EINSTAKRA TEGUNDA INNAN KVÓTANS: 19%

Þorskur ■ Aflamark: ■ Afli

81%

171.516

t/ aflamarks: 32.616

15,4%

Sjómannslíf er ekkert grín!

Ýsa ■ Aflamark: ■ Afli

84,6%

26.795

t/ aflamarks: 4.137

13,2%

Ufsi ■ Aflamark: ■ Afli

86,8%

49.065

t/ aflamarks: 6.497

17,6%

Karfi ■ Aflamark:

82,4%

■ Afli

44.774

t/ aflamarks: 7.902

Útgefandi: Sjávarafl ehf. Grandagarði 16, 101 Rvk Sími: 8461783/8999964 Ritstjóri: Sædís Eva Birgisdóttir, seva@sjavarafl.is Ábyrgðarmaður: Hildur Sif Kristborgardóttir, hildur@sjavarafl.is Vefsíða: www.sjavarafl.is Tölvupóstur: hallo@sjavarafl.is Umbrot og hönnun: J&Co ehf.

S

em lítil stelpa var draumurinn alltaf að feta í fótspor pabba og verða skipstjóri. Hugsunarhátturinn var ekki flóknari en það, að pabbi færi bara til hliðar um miðjan aldur og prinsessan myndi hoppa um borð og taka við stjórnvölnum. Lítið var hugsað út í allt það sem fylgdi því að vera á sjó. Reglulega fékk ég að fylgja með í stuttar sjóferðir, en þó voru þær aldrei lengri en hálfur sólarhringur. Allar enduðu þær á svipaðan máta: ég, liggjandi út í horni, hvítari en snjókarl og full vanmáttar. Átján ára ákvað ég þó að nú skyldi ég herða mig upp og gera þetta eins og manneskja. Nú væri kominn tími til að skella sér í nokkra daga á sjó, drífa mig með strákunum í vinnsluna, kynnast aðeins starfinu um borð, fylgjast með pabba í draumastarfinu mínu og reyna að læra eitthvað af honum. Ég spurði pabba um veðrið næstu daga. Svarið var það sama og alltaf þegar maður spurði hann um sjóveðrið, sem sagt ,,fínasta veður“ framundan! Á þessum tímapunkti var þetta besta hugmynd sem ég hafði fengið í langan tíma. Þegar komið var að brottför mætti ég alsæl á bryggjuna, með tvær stærðarinnar ferðatöskur troðfullar af allskyns dressum og tilbúin í allt sem lífið myndi bjóða upp á næstu daga. Fyrsta mál á dagskrá þegar um borð var komið var að drífa sig í borðsalinn til að spjalla við karlana. Kokkurinn hafði bakað þessa girnilegu köku fyrir mig og var tilbúinn með glæsilegan matseðil fyrir næstu daga í tilefni af veru minni um borð. Við vorum ekki komin út fyrir klettsnefið í Vestmannaeyjahöfn þegar ég var farin að síga niður í sófanum og einn hafði orð á því að ég væri orðin eitthvað hvít í framan. Matarlystin var farin að minnka og þarna vissi ég svo sannarlega hvað væri í vændum. Ég hugsaði með mér: Hvernig í ósköpunum kemst ég til baka! Þetta kallast ekki fínasta veður! Bein í baki dröslaðist ég út úr borðsalnum en þegar fram var komið lagðist ég á fjóra fætur og skreið í orðsins fyllstu merkingu inn í klefa til pabba. Þar lá ég í fimm sólarhringa og sá lítið annað en þúsund millilítra mæjonesfötuna sem mér var afhent fimmtán mínútum eftir að búið var að sleppa. Ég fór ekki í vinnsluna með strákunum, kynnti mér ekki starfið um borð, opnaði ekki þessar risastóru ferðatöskur sem fylgdu mér og komst aldrei upp í brú til pabba til þess að kynnast draumastarfinu mínu. Ég rétt fór þar í gegn þegar ég var borin í land við heimkomu. Aumingja skipstjórinn svaf á dýnu á gólfinu þessa fimm daga og bað mig vinsamlegast að leita eitthvert annað ef ég ætlaði mér í fleiri sjóferðir í framtíðinni. Þarna má segja að mínum sjómennskuferli hafi lokið. Hann var stuttur en eftirminnilegur. Ég lærði þó að ,,fínasta veður“ hjá sjómanni til þrjátíu ára og fínasta veður hjá lítilli draumóramanneskju, er ekki sama veðrið. Nú hefur annað tölublað Sjávarafls litið dagsins ljós. Í blaðinu er ítarleg umfjöllun um makrílveiðar smábáta og deildar meiningar um þær, ásamt því er farið um víðan völl í sjávarútvegsmálum. Starfsfólk Sjávarafls vill nota tækifærið og þakka frábærar móttökur við fyrsta tölublaðinu sem kom út fyrir sjávarútvegssýninguna í september síðastliðnum.

Prentun: Prentmet ehf.

Sædís Eva Birgisdóttir Ritstjóri Sjávarafls


hratt og örugglega yfir hafið og heim! Lagarfoss bætist við flota Eimskipafélagsins • Stóraukinn áreiðanleiki • Hraðskreiðara skip, sérútbúið fyrir aðstæður á Norður-Atlantshafi • Fleiri frystitenglar fyrir ferskan og frosinn fisk • 21% meiri afkastageta – 150 fleiri gámaeiningar • Ísstyrkt til að mæta óvenju slæmu veðri og aðstæðum • Umhverfisvænna á hverja gámaeiningu

ÞÓRSHÖFN Færeyjar

Tvoroyri Færeyjar

Grundartangi

REYKJAVÍK

Hamburg Þýskaland

Vestmannaeyjar

Immingham England

ROTTERDAM Holland

Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | 525 7000 | www.eimskip.is


SKOÐUN

VIÐAR GARÐARSSON, markaðsráðgjafi hjá markadsmenn.is

Baráttan um vitund neytenda

H

versu miklu máli skiptir vitund neytenda um gæði og uppruna íslensks sjávarfangs? Draga má þá ályktun út frá aðgerðum síðustu ára að stjórnendur í íslenskum sjávarútvegi telji vitund neytenda litlu skipta. Þannig er sífellt dregið samasem merki milli sölustarfs sem beint er að milliliðum s.s. kaupmönnum og áframframleiðendum og þess markaðsstarfs sem beinist að neytendum. Við Íslendingar höfum fyrst og fremst notað sölumennsku eða þrýsti-aðferð (push-strategy) við að koma sjávarafurðum okkar á markað. Með þessari aðferð er vörunni þrýst inn á milliliði sem sjá síðan um að koma vörunni á neytendamarkað.  Helstu samkeppnislönd okkar nota öfugt við okkur markaðssetningu eða tog-aðferð (pullstrategy) í bland við hefðbundna þrýsti-aðferð. Tog aðferðin gengur út á það að framleiðandinn eða útflytjandinn talar beint til neytenda með markaðssamskiptum og byggir upp hjá neytendanum vitund um gæði, uppruna og fleiri eiginleika. Neytandinn telur vöruna áhugaverða og spennandi og  togar hana í gegnum milliliðina á sama tíma og vörunni er þrýst út með hefðbundnum hætti. Það er vel

þekkt úr nánast öllum vöruflokkum að bestum árangri ná þeir sem bæði þrýsta og toga á sama tíma. Með því að beita þessari blöndu af þrýsti og tog aðferð (push & pull) hafa okkar helstu samkeppnisaðilar eins og t.d. Norðmenn náð markvisst að minnka verðbilið á milli okkar sjávarafurða og þeirra eigin, jafnvel þó þekkt sé að við stöndum þeim framar hvað varðar gæði og stöðugt framboð. Vandamálið  virðist liggja í því að neytendur almennt eru ekki meðvitaðir um að við stöndum þeim framar með þessa vörutengdu eiginleika. Í grein sem birtist í Reykjavík vikublað 20. september síðastliðinn var viðtal við talsmann APTECE sem eru portúgölsk matvæla og ferðamannasamtök. Þar er haft eftir honum „fiskkaupmenn í Portúgal sjá sér almennt ekki hag í því að auglýsa íslenskan fisk sérstaklega. Það hafi einfaldlega ekkert að segja nema í hópi elstu neytenda þar í landi. Öðru máli gildi hins vegar um norskan saltfisk. Því sé íslenski fiskurinn

stundum seldur undir norskum fána.“ Ég spyr, er það vegna þess að norski saltfiskurinn taki þeim íslenska fram í gæðum, áferð, lit og bragði sem portúgalskir kaupmenn kjósa að bjóða íslenskan fisk sem norskan? Ég held ekki. Vitund portúgalskra neytenda um þessa framúrskarandi eigninleika íslenska fisksins er ekki til staðar vegna þess að engin hefur haft fyrir því að upplýsa þá. Norðmenn hafa öfugt við okkur fjárfest umtalsvert í því að auka vitund neytenda um norskan saltfisk á þessu markaðssvæði og eru að uppskera samkvæmt því.  Ýmsar vísbendingar eru um að sambærileg staða sé að koma upp með aðrar íslenskar sjávarafurðir á fjölmörgum markaðssvæðum. Sérstaklega virðist vitund um íslenskan fisk, gæði hans og einstaka eiginleika vera á undanhaldi í aldurshópnum undir 50 ára. Til þess að svara þessari þróun og snúa henni okkur í hag þurfum við að beita stefnumiðaðri mark-

aðssetningu sem beint er að neytendum. Fyrir íslenskar sjávarafurðir er þetta ein mikilvægasta fjárfesting sem íslenskir framleiðendur og útflytjendur standa frammi fyrir á næstu misserum. Fjárfesting af þeirri stærðargráðu að einsýnt er að árangur byggist á því að um verkefnið ríki samhugur og sátt. Um svo mikla framtíðarhagsmuni er að ræða fyrir þjóðfélagið okkar allt, að samræmt áttak með þátttöku allra hagsmunaaðila þarf til þess að snúa þessari þróun við. Fagleg framsetning þar sem byggt er á markaðsrannsóknum og sett eru fram mælanleg markmið fyrir hvert markaðssvæði og hvern markhóp er lykillinn að aukinni verðmætasköpun. Vitund neytenda er framleiðendum og útflytjendum íslenskra sjávarafurða gríðarlega mikilvæg. Í gegnum markvisst stefnumiðað markaðsstarf sem beint er að neytendum er hægt að auka verðmæti auðlindanna í hafinu margfalt. Staðreyndirnar blasa hér við. Það skiptir engu máli hversu góða vöru við framleiðum ef neytendur vita ekki af því.

Hlerar til allra togveiða

Júpíter hw

Júpíter t5

Herkúles t4

Neptúnus t4

www.polardoors.com 4

S J ÁVA R A F L

NÓVEMBER 2014

Merkúr t4

Júpíter t4


Sjávarútvegur

Traustur samstarfsaðili í sjávarútvegi Í meira en öld hafa Íslandsbanki og forverar hans þjónað íslenskum sjávarútvegi og lagt mikla áherslu á þarfir viðskiptavina sinna í þeim geira, bæði innanlands og á alþjóðavettvangi. Íslandsbanki gefur reglulega út skýrslur og greiningar um íslenskan og erlendan sjávarútveg. Íslandsbanki verður með bás á svæði, E40 og mun sjávarútvegsteymið okkar vera á staðnum og meðal annars kynna nýjasta útgáfuefni ársins; North America Seafood Market Report og skýrsluna Íslenski sjávarútvegurinn.

islandsbanki.is

Netspjall

Sími 440 4000

Facebook


SKOÐUN

JÓNA S. ELÍNARDÓTTIR & HULDA H. SKOGLAND, ráðgjafar/meðeigendur Evris

Hafsjór hugmynda

M

un fleiri aðilar tengdir sjávarútvegi gætu nýtt sér þær ótalmörgu alþjóðlegu samstarfsáætlanir sem Ísland á aðild að og þau tækifæri sem þar er að finna. Íslenskur sjávarútvegur hefur þróast mikið á síðustu árum og er orðinn að þekkingariðnaði og mikilvægri alþjóðlegri viðskiptagrein sem kemur inn á flest svið efnahagslífsins. Á Íslandi er orðið viðtekið að líta á alla þá sem koma að því að færa sjávarfang úr sjó og alla leið til neytandans sem mikilvæga heild. Það á við um veiðar, vinnslu, markaðssetningu, sölu, rannsóknir, vöruþróun og líka þá sem veita menntun og starfsþjálfun í greininni. Við teljum að íslenskur sjávarútvegur, sem er leiðandi í þróun virðisaukandi lausna fyrir á heimsvísu, geti nýtt sér sterka samkeppnisstöðu sem þetta skapar greininni á alþjóðavettvangi, samfélaginu öllu til heilla. Sjávarútvegur getur leikið lykilhlutverk í að fullnýta sóknartækifæri sem felast í alþjóðlegu samstarfi. Þetta á ekki síst við

Sjávarútvegurinn á að nýta sér það samkeppnisforskot sem hann hefur skapað sér og líta á forskotið sem tilefni til að gera enn betur og ná enn lengra á alþjóðavettvangi. um nýsköpunar- og frumkvöðlafyrirtæki sem vinna að þróun umhverfisvænna lausna. Sóknarfæri á alþjóðlegum miðum Staðreyndin er sú að stór hluti þess fjármagns sem íslenska ríkið leggur í rannsóknir og nýsköpun eru framlög til evrópskra, norrænna og annarra alþjóðlegra samstarfsáætlana. Það er til mikils að vinna fyrir íslenskt samfélag að þessir skattpeningar skili sér aftur til landsins með því að þeim sé veitt til verkefna með virkri þátttöku og frumkvæði frá Íslandi. Vissulega hafa fjármunir runnið hingað með þessum hætti í talsverðum mæli en svigrúm til að gera enn betur er mikið. Ýmis tækifæri sem tengjast sjávarútvegi eru t.d. vannýtt. Evrópusambandið hefur nýlokið endurskoðun sameiginlegrar sjávarútvegsstefnu sambandsins fyrir tímabilið 2014-2020. Með nýrri stefnu koma nýjar áherslur svo sem á sjálfbærni; að tekið sé tillit til vistkerfissjónarmiða; bann við brottkasti; þróun sjálfbærs fiskeldis og efldar hafrannsóknir. Í

þessum breytingum er að finna mikil tækfæri vegna þess að nýjar áherslur skila sér beint inn í kröfur styrktar- og samstarfsáætlana ESB á sviði nýsköpunar og umhverfisverndar. Ísland hefur rekið sinn sjávarútveg á þessum sömu grunngildum um áratugaskeið. Sjávarútvegurinn á að nýta sér það samkeppnisforskot sem hann hefur skapað sér og líta á forskotið sem tilefni til að gera enn betur og ná enn lengra á alþjóðavettvangi. Vegferðin er árangur í eðli sínu Þegar kemur að því að sækja um í alþjóðlega samkeppnissjóði er samkeppnin hörð og engin vissa fyrir því að fjárveiting fáist. Mörg fyrirtæki hafa hreinlega ekki krafta til þess að leggja á sig þá miklu vinnu sem umsóknir krefjast. Þetta er skiljanlegt því oftast er feikinóg að gera hjá mönnum að sinna rekstrinum sjálfum. Það má á hinn bóginn segja að það sé mikilvægur liður í starfi fyrirtækja, og holl æfing í öllum greinum og geirum, að staldra regluglega við, taka stöðuna og greina þær áherslubreytingar sem verða á alþjóðavettvangi. Þar

eru oft mikilvægustu markaðirnir og með því að greina þær, til að mynda með því að skoða alþjóðlegar samstarfsáætlanir, er hægt að koma auga á ný sóknartækifæri. Þátttaka í alþjóðasamstarfi snýst líka um annað og meira en tilfærslu fjármagns milli sjóða. Vísinda og nýsköpunarstarf er í eðli sínu alþjóðlegt. Íslendingar vita þetta vel enda lifum við og hrærumst á vettvangi hins hindrunarlausa innri markaðar þar sem flutningur fólks, afurða, hugmynda, þekkingar, fjármagns og fjárfestinga er fráls. Þátttaka í alþjóðlegum áætlunum gefur Íslendingum tækifæri til að bera sig saman við það besta sem gerist í heiminum, þróa sig áfram og skapa þannig meira aðdráttarafl fyrir fjárfesta. Það er mikilvægt að hafa í huga að hvort sem umsókn nær fram að ganga eða ekki er ávinningurinn gríðarlegur. Mikill agi og lærdómur fylgir því að skilgreina hugmynd sína eða vöru til að standast strangar kröfur umsóknar. Það er sigur og mikill ábati af því að skila inn fullbúinni umsókn í alþjóðlegan sjóð. Það vita allir sem lagt hafa á þau mið. Þeir fiska sem róa.

TÆ K I Ð S E M T E M U R H A F I Ð

Bás F33 K KARL ehf

6

S J ÁVA R A F L

NÓVEMBER 2014

Grandagarði 16

101 Reykjavík

Sími 696 0008

info@karl.is

www.KARL.is


Húsi Sjávarklasans Grandagarði 16 101 Reykjavík


ÍSLENSKA NORÐURSLÓÐANETIÐ

Grænland Kanada Alaska Finnland Rússland Sví jó Noregur (Færeyjar) ■

Flugleiðir

Siglingaleiðir

Nauðsynlegt að byggja flutningsnetið upp enn frekar

Beint flug milli Keflavíkur og Asíu innan fárra ára

G

ott flutninganet er undirstaða þess að atvinnulífið hér á landi nái að vaxa og eflast á komandi árum. Nýjar flugleiðir til Kanada, í kjölfar þess að íslensk flugfélög fengu leyfi til að fljúga þangað, hafa leitt til þess að útflutningur á ferskum sjávarafurðum hefur margfaldast á tveimur árum. Gangi spár um vöxt flugferða hingað til lands eftir er ekki ólíklegt að árið 2030 muni 4,6 milljónir manna fara um Keflavíkurflugvöll og íslensk flugfélög starfræki áætlunarferðir til 100 áfangastaða með 34.000 flugferðir yfir árið. Þá sé ekki ólíklegt að hafin verði bein áætlunarflug milli Keflavíkur og Asíu sem opni á gríðarleg tækifæri í viðskiptum. Þetta er á meðal þess sem kom fram í erindi Gunnars Más Sigurfinnssonar, framkvæmdastjóra Icelandair Cargo á ráðstefnu Íslenska sjávarklasans í Hörpu í gær, Flutningar á Íslandi til 2030. Ráðstefnan er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi, en hana sóttu ríflega 110 gestir þar „Gangi spár um vöxt flugferða hingað til lands eftir er ekki ólíklegt að árið 2030 muni 4,6 milljónir manna fara sem kafað var ofan í tækifæri og áskoranir fram- um Keflavíkurflugvöll og íslensk flugfélög starfræki áætlunarferðir til 100 áfangastaða með 34.000 flugferðir yfir árið.“ tíðar í flutningum.

8

S J ÁVA R A F L

NÓVEMBER 2014


Heilsunuddpottar frá sundance spas eru að leita sér að framtíðarstað

tilefni þess bjóðum við 100.000,- kr. afslátt af þeim til áramóta. Nokkrar gerðir í boði, komið og kynnið ykkur úrvalið

Gæði, þjónusta oG ábyrGð - það er tenGi


ÚTFLUTNINGUR Á FERSKUM 4.500 ÚTFLUTNINGUR Á FERSKUM ORSKI OG ORSKI OG SU SU TIL TIL KANADA KANADA

4.500 4.500

4.500

4.500

!"#$%&'()*#%+,-%./0-#122%3+1((%4/&*#$% !" $% &'() %+,-%./0-#12%4/&156&%78%922-,%:+#/&;$%&'(;%/<=0-#:-28%

#*$!!"

(!!"

#*!!!"

'!!"

)!!"

&!!"

A722% (!!"

%!!"

&!!"

$!!"

$!!"

#!!"

Kísilver KísilverKísilver !"

!"

$!!)"

$!!+" ■

$!#!"

$!##"

,-./01."-2"3/4"

Þorskur og ýsa

S J ÁVA R A F L

NÓVEMBER 2014

$!#%"

Flutningar í þús. tonna per 1.000 MW

2.175 2.175 2.175

2.175

2.175

1.055 1.055 1.055

1.055

1.055

0 Áliðnaður Áliðnaður Kísilver Áliðnaður Kísilver

$!#&"

561278.9:.";6"<4=4>4"

Flugferðir til Kanada

Á ráðstefnunni töluðu einnig Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna og Hreinn Haraldsson, vegamálastjóri, en í erindum þeirra kom meðal annars fram að rekstur innviða í flutningum hér á landi væri mjög kostnaðarsamur vegna fólksfæðar og til sameininga og samstarfs við einkageirann þyrfti að koma á næstu árum í áframhaldandi þróun þeirra. Halla S. Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri samhæfingarsviðs Samgöngustofu, fór að því loknu yfir tilraunir til bættrar skilvirkni gagnvart atvinnulífinu, m.a. í leyfisveitingum en benti á að um leið mætti ekki gefa afslátt af öryggi. Þá kom fram í erindi Hauks Más Gestssonar, hagfræðings Íslenska sjávarklasans, að hvergi væri starfrækt eins víðtækt net flutninga um norðurslóðir eins og hér á landi, en íslensk flutningafélög starfrækja reglubundna flutninga til og frá öllum löndum sem teljast innan Norðurheimskautsins. Þetta sé á meðal þeirra styrkleika sem flutningafyrirtæki innan Íslenska sjávarklasans horfðu til þegar kemur að því að herja á tækifæri framtíðar. Kristján M. Ólafsson, verkefnastjóri hjá KPMG, fjallaði m.a. um þær breytingar sem aukin netverslun mun hafa á flutningastarfsemi á næstu áratugum. Þá færði hann rök fyrir því að innkaupastjórnun væri óviðunandi hjá íslenskum fyrirtækjum, sem að jafnaði reiknuðu ekki með kostnaði við birgðahald í framlegðarútreikningum. Þetta orsaki óhagkvæmni í verslun og flutningum. Í erindi Gylfa Sigfússonar, forstjóra Eimskips var bent á stórar breytingar framundan í flutningum hér á landi. Alþjóðaviðskipti og flutningar myndu í stórauknum mæli færast til Asíu og íslensk fyrirtæki mættu ekki láta það framhjá sér fara. Gylfi sagði framtíðina kalla á stærri skip og hafnarmannvirki um allt land. Vegakerfið, hafnir og aðrir innviðir þurfi að taka stakkaskiptum á næstu árum gangi fyrirhuguð uppbygging í atvinnulífinu eftir. Í sama streng tók Pálmar Óli Magnússon, forstjóri Samskipa og benti m.a. á áhrifin sem uppbygging í iðnaði kann að hafa á vöruflutninga. Við nýtingu á 1000 MW af raforku skapist vöruflutningar upp á 4,5 milljón tonn fari hún öll í

10

$!#$"

>(*8:+#,1#%?(%@-2-)-%

Útflutningur á ferskum þorski og ýsu til Kanada

0

Koltrefjar Gagnaver/Sæstrengu Koltrefjar ÁliðnaðurGagnaver/Sæstrengur Koltrefjar Koltrefjar Gagnaver/Sæstrengur Áliðnaður Koltrefjar Gagnave

Innflutningur Útflutningur Innflutningur Útflutningur Innflutningur ÚtflutningurInnflutningur Innflutningur Útflutningur Útflutningur

Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, sagði framtíðina kalla á stærri skip og hafnarmannvirki um allt land.

Við nýtingu á 1000 MW af raforku skapist vöruflutningar upp á 4,5 milljón tonn fari hún öll í kísilver, 2,2 milljón tonn fari hún öll í álver og 1 milljón tonn fari hún í framleiðslu á koltrefjum.

kísilver, 2,2 milljón tonn fari hún öll í álver og 1 milljón tonn fari hún í framleiðslu á koltrefjum. Fari sama orkumagn til gagnavera verði vöruflutningarnir af reglulegri starfsemi þeirra vitaskuld engir. Í síðustu erindum ráðstefnunnar var áhersla lögð á áskoranir og tækifæri í flutningum á norðurslóðum. Þar tók til máls Ásgrímur L. Ás-

0

grímsson, framkvæmdastjóri aðgerðarsviðs Landhelgisgæslu og ræddi um tækifærin í uppbyggingu alþjóðlegrar björgunarmiðstöðvar fyrir norðurslóðir hér á landi. Þá ræddi Jens Boye, flotastjóri Royal Arctic Line, um skipasiglingar við Grænland, sem eru langt því frá lausar við stórar áskoranir, hafís á öllum tímum ársins, ekkert vegakerfi og vanþróaðar hafnir. Félagið þurfi þannig að sérsmíða smáa 5 feta gáma til að nota í flutningum til hafnlausra bæja, svo dæmi sé tekið. Að lokum færði Heiðar Már Guðjónsson, hagfræðingur, rök fyrir því að fyrr eða síðar muni Norðurheimskautið leika stórt hlutverk í alþjóðaflutningum enda stytti það fjarlægðir svo um munar. Íslendingar geti þar verið í lykilhlutverki og eigi ekki að láta smæð landsins stöðva fyrirætlanir þess efnis. Miklu skipti hins vegar að tengjast núverandi siglingakerfi heimsins þar sem Íslendingar hafi ekki bolmagn í að byggja sitt eigið frá grunni.


Audi Q5 Stílhreinn og fjórhjóladrifinn

Kröfur eiganda Audi hafa sett há viðmið hvað varðar notagildi og útlit. Audi Q5 er glæsilegur bíll og með quattro fjórhjóladrifinu er fátt sem stoppar hann. Meðal staðalbúnaðar bifreiðarinnar eru leðurklædd sæti, BI-Xenon ökuljós, LED dagljós, þrískipt sjálfvirk loftkæling, rafdrifin opnun á afturhlera, Bluetooth símabúnaður, skyggðar rúður ásamt öðrum sjálfsögðum þægindum. Audi Q5 er sérstaklega vel búinn og tilbúinn fyrir íslenskar aðstæður.

Verð frá kr. 9.040.000,-

2.0 TDI, 177 hö, sjálfskiptur – Aukabúnaður á mynd: „Offroad“- pakki

HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · sími 590 5000 · www.audi.is


„Svo vantar líka mikið upp á að fiskmóttökur hér í Norður-Noregi séu eins góðar og á Íslandi. Þar hefur þótt skorta á hreinlæti og góða meðferð hráefnisins. Eftitlitið gerði athugasemdir við 80 eða 90% fiskmóttakanna hér fyrir stuttu.“ MYND: EVA BEEKMAN

Sigmar Arnarsson nam fiskveiðistjórnun í Tromsö

Áhugaverð verkefni í Noregi

S

Haraldur Bjarnason

igmar Arnarsson er fæddur og uppalinn Akureyringur, sem starfar nú við tilraunir með ígulkeraeldi í Tromsö í Norður-Noregi. Sigmar kynntist snemma úrvinnslu sjávarafurða og var ávallt í námunda við starfsemi sjávarútvegsfyrirtækja í æsku. Faðir hans, Arnar Heiðar Jónsson starfaði í Krossanesverksmiðjunni á Akureyri en fór þaðan til Vopnafjarðar, Seyðisfjarðar og Þorlákshafnar. Alltaf starfaði hann við fiskimjölsverksmiðjur. „Við fylgdum alltaf með en síðan fór pabbi um tíma og tók þátt í smá fiskimjölsævintýri í Mexikó. Þar var

12

S J ÁVA R A F L

NÓVEMBER 2014

hann einn í fyrstu en við mamma fórum svo út til hans um tíma. Þaðan fluttum við í Garðinn en þá var hann að vinna í verksmiðjunni í Sandgerði. Þá nennti ég þessum þvælingi ekki lengur enda kominn á framhaldsskólaaldur og fór í Menntaskólann á Egilsstöðum.“ Eftir stúdentspróf frá ME fór Sigmar í Háskólann á Akureyri. Þar lagði hann stund á nám sem kallast Samfélags- og hagþróunarfræði. „Ég stalst nú til að taka að auki nokkra áfanga til að hafa gaman af eins og fiskifræði, sjávarlíffræði og fleira.“ Norðmenn leggja áherslu á byggðirnar Til Tromsö í Noregi fór Sigmar svo fljótlega eftir að hafa lokið námi sínu við Háskólann á Akur-

eyri til að stunda nám við háskólann þar. Árið 2013 lauk hann meistaranámi í alþjóða fiskveiðistjórnun við Háskólann í Tromsö. „Það eru þrír meginþræðir í þessu námi; líffræði, hagfræði og samfélagsfræði sem er aðallega um samfélagsáhrif af fiskveiðum og vinnslu. Þannig er skoðað hvaða áhrif hver og einn þáttur hefur á annan. T.d. geta hagfræðilegar ákvarðanir haft áhrif bæði á líffræðina og samfélagið og ákvörðun til góðs fyrir samfélagið getur svo haft áhrif á hagfræðina og líffræðina o.s.frv. Sem dæmi má nefna muninn á fiskveiðistjórnun í Noregi og á Íslandi. Hér í Noregi er það pólitísk ákvörðun að fiskiveiðikerfið skuli tryggja byggðir í landinu. Fiskveiðikerfið á sem sagt að vera atvinnuskapandi


fyrir dreifðar byggðir. Til dæmis er tveir þriðju af þorskkvótanum gefin út til smábáta en smábátar skiptast í tvo flokka, minni en 15 metrar og 15 – 28 metrar. Inn í minni flokknum er svo opinn pottur sem virkar svipað og strandveiðarnar. Það er þó alltaf verið að þrengja að, til dæmis voru ýsveiðar fyrir norðan opnar fyrir báta undir 15 metrum en það er búið að þrengja það núna. Heima á Íslandi er miklu meiri áhersla lögð á hagkvæmni og að útgerðin sé skilvirkari í stað tryggðar við byggðirnar. Hér í Noregi er áherslan líka á sjómennina. Þeir hafa alltaf tryggingu fyrir að fiskurinn sé keyptur af þeim. Á móti kemur að þetta kerfi er ekki eins hvetjandi til að skila inn góðu hráefni og menn freistast til að leggja áhersluna á magn-

ið en ekki gæðin. Svo vantar líka mikið upp á að fiskmóttökur hér í Norður-Noregi séu eins góðar og á Íslandi. Þar hefur þótt skorta á hreinlæti og góða meðferð hráefnisins. Eftitlitið gerði athugasemdir við 80 eða 90% fiskmóttakanna hér fyrir stuttu.“ Starfar við ígulkeraeldi Núna vinnur Sigmar í tilraunastöð fyrir ígulkeraeldi í Tromsö. „Þetta er klakstöð sem er í þróun og hefur verið það nokkuð lengi eða um áratug og hefur verið rekin af fjarfesti með mótframlagi frá ríkinu. Þarna hefur náðst ágætis árangur í að klekja út eggjunum og búa til lirfur en þær ganga síðan í gegnum nokkur stig áður en þær verða til-

búnar að fastsetja sig á botninum. Þá kemur að okkur að gera þeim það kleift og við setjum þær í ílanga tanka með plötum. Plöturnar eru þaktar með þörungum sem gefa lirfunum vísbendingu um að þær séu ákjóslanlegur staður til að fastsetja sig á og umbreytast í ígulker. Þetta ferli tekur ekki nema 30 daga og við flýtum því með stöðugu hitastigi sem er um átta gráður. Eftir fastsetninguna eru ígulkerin látin vaxa á plötunum ásamt þörungum og síðan eru þau flutt á annan stað til að stækka.“ Í stöðinni eru alltaf til staðar ígulker, sem hrogn eru tekin frá, en við stofnun stöðvarinnar voru veidd ígulker til að nota sérstaklega. „Við plötum þau talsvert og stýrum hrygningunni með ljósi og hita en það S J ÁVA R A F L

NÓVEMBER 2014

13


Frá Tromsö. „Í náminu er boðið upp á að taka námið á ensku eða norsku og ég myndi mæla með því að Íslendingar taki námið á norsku.“

ræður því hvenær þau fara af stað. Við erum með þrjá hópa dýra sem skiptast á um hrygningu.“ Sigmar segir að ágætis árangur hafi náðst í sjálfu klakinu. „Við eigum þó eftir að finna góða leið að hagkvæmum vexti dýranna. Þau eru orðin markaðsklár um 3 ára aldur og þá eru það dýr sem ná um 25% stöðugri hrogna- eða kynkyrtlafyllingu, sem er nokkuð gott, því þau ná oft ekki nema 10-15% fyllingu úti í náttúrunni. Þetta skiptir verulegu máli því hrognin, eða kynkyrtlarnir eru verðmætir, það er það sem er etið, bæði frá karlinum og kerlingunni. Ég las í blaðagrein að hrognakílóið væri selt á tólf þúsund krónur norskar eða um 215 þúsund íslenskar krónur, en það er líklega eitthvert hámarksverð.“ Norsku firðirnir þéttsetnir laxeldi Sæmilegur árangur hefði náðst að rækta ígulker í þessu verndaða umhverfi sem þau væru í en 5-6 starfsmenn vinna við þetta. Hann segir gaman að vinna við að prófa ræktun þessarar tegundar sjávardýra. Vissulega sé nóg til af ígulkerum um allan sjó en þar skorti á fyllingu, en það væru þau sem aðallega væri sóst eftir. Þetta er dýr matur sem aðallega er seldur á fínum veitingastöðum sem forréttur og markaðurinn er aðallega í Frakklandi, Japan og ýmsum Asíulöndum. Áður hafði Sigmar unnið við laxeldi í Noregi samhliða mastersnáminu. Hann segir þröngt orðið um laxeldi í Noregi vegna mikils vaxtar og bestu svæðin öll þéttsetin. Menn eru því komnir út á verri svæði á jaðrinum sem eru opnari fyrir veðri. Sigmar segist ekki vita hve lengi hann verði við ígulkeraeldið en gaman hafi verið að koma nálægt því. Hann sagðist þó reikna með að vinna í sjávarútvegi áfram.

14

S J ÁVA R A F L

NÓVEMBER 2014

MYND: BJÖRK HELLE LASSEN

Háskólinn í Tromsö Höfundur fiskveiðikafla skýrslu fyrir ESB ákjósanlegur fyrir Íslendinga Fyrir stuttu kom út mikil skýrsla um áhrif Nokkuð margir Íslendingar hafa sótt nám sitt í Evrópusambandsins á Norðurslóðum og var sjávarútvegsfræðum í Háskólann í Tromsö og Sigmar aðalhöfundur að fiskveiðikaflanum. Sigmar segir skólann mjög góðan. „Í náminu er „Það er stofnun í Finnlandi sem sér um þessa boðið upp á að taka námið á ensku eða norsku skýrslu og þar áttuðu menn sig á að einhvern og ég myndi mæla með því að Íslendingar taki vantaði sem vissi hvar sjórinn væri og hvað námið á norsku. Menn græða meira á norska væri í honum,“ segir Sigmar og hlær. „Leiðnáminu en því enska,“ segir hann en sjálfur tók beinandinn minn í háskólanum var beðinn um hann námið á ensku. Hann segir líka ýmsa fyrir- að taka þetta að sér en hann hafði ekki tíma greiðslu auðsótta. „Ég fékk til dæmis styrk til að til þess og fékk mig í þetta. Þarna voru skoðuð helstu áhrif ESB á fiskveiðar og þar er auðvitað fara heim til Íslands og vinna að lokaritgerðinni og það var ekkert mál. Helst að Norðmennirnir helst að ESB er stór markaður fyrir fiskafurðir væru hissa á hve kostnaður minn var lítill hér af Norðurslóðum og mikilvægt er að tryggja á landi. T.d. þegar ég skilaði af mér reikning- flæði sjávarafurða til ESB frá Norðurslóðum. um fyrir gistingu og fæði, skoðaði Norðmaður- T.d. ef menn ætla banna innflutning til ESB inn þá vel og sagði svo; „Já ok. En hver var svo vegna einhverra deilna getur það haft slæm heildarkostnaðurinn við uppihaldið.“ Hann var áhrif eins og t.d. gerðist með út- og innflutnundrandi á tölunum og hélt að reikningurinn ingsbann Rússa núna sem Íslendingar sluppu ætti við einn dag.“ Á Vopnafirði skoðaði Sigmar við. Þetta var verulega skemmtilegt verkefni samfélagsleg áhrif útgerðar og vinnslu á sveit- að fást við og ég fór síðan til Brussel í septemarfélagið. Síðan ræddi hann við forsvarsmenn ber að kynna fiskveiðiskafla þessarar ítarlegu sveitarfélagsins um söguna og hvernig komið skýrslu. hefði verið fyrir vinnslunni þegar samningar náðust við HB Granda um yfirtöku. Sigmar segir Heima er alltaf heima þetta gott dæmi um stað þar sem útlitið var frek- Sigmar segist ekkert viss um hvað taki við hjá honum, hvort hann verði áfram í Noregi eða ar svart en heimamenn sameinuðust um að reisa allt við og fengu til liðs við sig stöðugt fyrirtæki. komi til Íslands. Hagir hans hafa breyst en í ágúst eignuðust hann og Eva Beekman, kona Þeir hafi síðan verið heppnir að makríllinn fór að ganga inn í lögsöguna því þá hafi allt verið til- hans, soninn Arnar. Hann segir að vísu að búið að taka við honum í fullkomnu fiskiðjuveri Ísland togi í þau enda séu þau bæði fædd og sem búð var að byggja upp. Sigmar segir að nú uppalin þar. „Heima er alltaf heima og ég held hafi heimamenn selt þann hlut sem þeir fengu í að þetta sé ekki spurning um hvort heldur HB Granda við sameiningu fyrirtækjanna þann- hvenær við komum heim,“ segir Sigmar Arnig að ef illa fari ráði þeir engu um framhaldið. arsson.


Spennandi málstofur og áhugaverðir fyrirlestrar á Sjávarútvegsráðstefnunni

Fjölbreytni í fyrirrúmi

S

jávarútvegsráðstefnan verður haldinn dagana 20.-21.nóvember á Grand Hótel og er tilgangur hennar sem fyrr að stuðla að faglegri og fræðandi umræðu um sjávarútveg. Þetta verður í fimmta sinn sem Sjávarútvegsráðstefnan er haldin og hafa þátttakendur til þessa spannað allt litróf útvegsins. Er ráðstefnan því góður vettvangur fyrir aðila allt frá framleiðslu til þjónustu til þess að hittast og ræða viðfangsefni sem brenna á fólki á hverjum tíma og lúta að hagsmunum sjávarútvegsfyrirtækja og fyrirtækja sem tengjast þeim á beinan eða óbeinan hátt.

Fjölbreyttir fyrirlestrar Erla Kristinsdóttir, formaður Sjávarútvegsráðstefnunnar, segir að ætíð sé reynt að hafa dagskrá ráðstefnunnar sem fjölbreyttasta og val fyrirlesara endurspegli það. Það sé t.d reynt að hafa sem flestar nýjar raddir á hverri ráðstefnu. „Fyrirlestrarnir verða svona sitt lítið af hverju, það verður til dæmis talað um fjárfestingartækifæri, nýsköpun og menntun. Að þessu sinni verður líka meira af ungum fyrirlesurum en verið hefur og konur verða sömuleiðis fleiri

í hópi fyrirlesara og málstofustjóra,“ segir Erla. Nokkrir fyrirlesaranna koma erlendis frá og má þar nefna: Johann Williams frá norska sjávarútvegsráðuneytinu, Gunnar Knapp frá Háskólanum Í Alsaka og Hólmfríður Harðardóttir frá markaðssetningarfyrirtækinu Future Brand í New York. Spennandi málstofur Málstofur verða sem fyrr veigamikill þáttur ráðstefnunnar og snúast tvær þeirra um mikil hita-

mál, auðlindagjaldið og mismunandi fiskveiðistjórnunarkerfi (aflamark og krókaaflamark). ,,Svo verður auðvitað fjallað um klassísk mál sem eru fastur þáttur ráðstefnunnar og það er heimsframboð og markaðsmál,“ segir Erla. Á ráðstefnunni verða framúrstefnuverðlaunin líka afhent en þau eru fastur liður ráðstefnunnar. Framúrstefnuverðlaunin eru afhent fyrir hugmynd sem uppfyllir ákveðin skilyrði en þau eru: Hún verður að vera framúrstefnuleg, raunhæf, framsækin og frumleg og skapa umræðugrundvöll eða nýja hugsun. Dagskrá Sjávarútvegsráðstefnunnar byggir á því hverjir sitja í stjórn hennar hverju sinni. Þar sem hver stjórnarmaður situr eingöngu í tvö ár og helmingur stjórnar skiptist út árlega er tryggt að viðfangsefni hennar eru ætíð fjölbreytt og áhugaverð. ,,Það er bæði skemmtilegt og lærdómsríkt að sitja í stjórninni og ég hvet þess vegna eindregið áhugasama að hafa samband.“ Erla segist að endingu vilja koma á framfæri þakklæti til fjölmargra stuðningsaðila Sjávarútvegsráðstefnunnar. ,,Það kostar auðvitað sitt að halda jafn veglega ráðstefnu og Sjávarútvegsráðstefnan er og það væri ekki hægt ef fengjum ekki stuðning og fjárframlög frá fjölmörgum aðilum.“

S J ÁVA R A F L

NÓVEMBER 2014

15


Tækifærin eru til staðar. Við seljum sjálfir hluta okkar framleiðslu og stærstur hluti okkar heilfrysta makríls fer t.d á Japansmarkað. Þar hefur okkur tekist að búa til vörumerki fyrir krókaveidda hágæðavöru svo ég tel hiklaust að það mætti markaðssetja línuveiddan makríl betur. Ef við gætum stundað veiðarnar á réttan hátt og makríllinn væri veiddur þegar hann er stærstur og dýrastur þá væri möguleiki á því.

16

S J ÁVA R A F L

NÓVEMBER 2014


Deildar meiningar um makrílveiðar smábáta Sigrún Erna Geirsdóttir

Smábátaveiðar eru blómleg atvinnugrein sem hefur gengið í gegnum ýmsar breytingar undanfarin ár. Nýr kafli í smábátaveiðum hófst þegar smábátar byrjuðu að veiða makríl árið 2008 S J ÁVA R A F L

NÓVEMBER 2014

17


F

yrsta árið voru það eingöngu stærri skip sem veiddu makríl. Ári síðar hófu fyrstu smábátarnir veiðar og árið 2010 bættust frystiskip og ísfisktogarar í hópinn. Í upphafi veiða voru smábátarnir fáir og segja frumkvöðlar á þessu sviði að oft hafi verið hlegið góðlátlega að þeim þegar makríllinn var nefndur. Árið 2012 sönnuðu veiðarnar sig og ári síðar varð alger sprenging þegar fjöldi makrílbáta margfaldaðist á einu bretti. Enn eykst fjöldinn og í sumar fór 121 smábátur á makrílveiðar. Heildarkvóti smábáta í ár var í upphafi veiða 6000 tonn sem var 4,7% af heildarmakrílkvóta Íslands en í júlí var bætt við 800 tonnum eftir að íslensk stjórnvöld bættu við heildarkvótann, í kjölfar endurskoðunar IcES á heildarmakrílkvótanum í þessum heimshluta. Er veiðar voru stöðvaðar í byrjun september höfðu smábátarnir veitt 7400 tonn. Smábátamenn voru margir hverjir ósáttir við stöðvun veiðanna og fór Landssamband smábátaeigenda fram á að veiða mætti út september. Voru lögð fram ýmis rök fyrir þessu. Stjórnvöld stóðu þó við ákvörðun sína.Veiðifyrirkomulag makrílveiðanna er nokkuð á skjön við fiskveiðistjórnunarkerfið sem almennt er byggt á aflamarki. Makrílveiðarnar hafa hins vegar verið ólympískar fram að þessu og í raun verið án takmarkana þar til veiðum er lokað í enda hvers tímabils. Þetta kerfi þykir að mörgu leyti gallað. Hafa sumir nefnt að það sé til þess fallið að menn einblíni á magn en ekki gæði og þetta rýri því verðmæti aflans. Ein af afleiðingunum er að menn byrja veiðar áður en fiskurinn er hvað verðmætastur og hafa menn nefnt að slæmt hafi verið að stöðva veiðar í september þegar makríllinn var hvað feitastur. Þá var potturinn hins vegar einfaldlega búinn.

Hófanna leitað víða Við hjá Sjávarafli ákváðum að tala við fólk sem kemur að makrílveiðum á mismunandi hátt til að átta okkur á stóru myndinni. Fljótlega kom í ljós að varðandi mikilvæg atriði eins og fyrirkomulag veiða, verðmæti og aflameðferð voru ólíkir aðilar flestir sammála í grófum dráttum meðan hagsmunasamtök smábátasjómanna skáru sig nokkuð úr. Viðmælendur blaðsins eru: Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, Teitur Gylfason, sölustjóri hjá Iceland Seafood sem er einn stærsti söluaðili makríls á landinu, Þorsteinn Magnússon, framkvæmdastjóri Storms Seafood en þeir voru fyrsta vinnslan til að vinna makríl frá smábátum og eru með stærri vinnsluaðilum í dag, Unnsteinn Þráinsson, skipstjóri á Sigga Bessa og frumkvöðull í makrílveiðum, Daði Már Kristófersson, auðlindahagfræðingur og forseti félagsvísindasviðs HÍ, Guðmundur Óskarsson, sérfræðingur á nytjastofnasviði Hafrannsóknastofnunar og Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir, sviðsstjóri veiðieftirlitssviðs hjá Fiskistofu. Enn fremur var haft samband við Sigurgeir Þorgeirsson hjá sjávarútvegsráðuneytinu vegna tölulegra upplýsinga.

18

S J ÁVA R A F L

NÓVEMBER 2014

Vannýtt tækifæri krókaveidds makríls Sumir hafa haldið því fram að makríll sem veiddur er á krók sé verðmætari en sá sem er veiddur af togara. Við tókum Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, tali og spurðum hann út í þetta. ,,Það er engin spurning. Krókafisk er ekki þjappað í troll. Fiskurinn bítur á og við slítarann blóðgast hann. Síðan er hann settur í krapa. Þegar fiskurinn er blóðgaður svona um leið og hann er veiddur verða verðmætin meiri og fiskurinn eftirsóttari. Verðgildið stafar líka af því að þetta eru umhverfisvænar veiðar og stundaðar af smábátum. Ég hef heyrt að það hafi tekist að selja krókaveiddan makríl á Japansmarkað sem er dýrasti markaðurinn, og þá er það staðreynd að vinnslur greiða hærra verð fyrir krókaveiddan makríl en borgað er til útgerða stærri skipa,“ segir Örn. Þetta álit Arnar fékkst þó ekki staðfest af öðrum viðmælendum. Voru menn samróma um að mikil tækifæri væru til staðar í að markaðssetja krókamakríl sem hágæðavöru en það hefði ekki tekist fram að þessu. Nokkrar ástæður voru taldar vera fyrir því: Til þess þyrfti sérstaka markaðssetningu og hún væri ekki hafin nema að litlu leyti, erlendir viðskiptavinir horfðu fremur á magn en sérstök gæði, og gæði makríls í sumar væru mjög sambærileg hvort sem hann væri veiddur af smábáti eða togara. Makríll er makríll Teitur Gylfason, sölustjóri hjá Iceland Seafood, Ég hef heyrt að það hafi tekist segir mest af þeim krókaveidda makríl sem þeir að selja krókaveiddan makríl á hafi selt hafi verið lausfrystan. ,,Þennan makríl Japansmarkað sem er dýrasti seljum við á verslunarkeðjur í Austur-Evrópu og við höfum fengið hærra verð fyrir hann. Þessi markaðurinn, og þá er það leið er hins vegar enn í þróun og við getum ekki staðreynd að vinnslur greiða selt allan lausfrystan makríl á þennan hátt. Enn hærra verð fyrir krókaveiddan sem komið er gera menn erlendis ekki mun á því makríl en borgað er til útgerða hvort makríll er veiddur á krók eða af togara og eftirspurn eftir þeim krókaveidda hefur ekki stærri skipa. aukist. Þegar við spyrjum þá sem dreifa makríl um áhuga á krókaveiddum er svarið: Makríll er makríll.“ Teitur segir að Iceland Seafood hafi ,,Ég tel því að það væri hægt að byggja upp merki mikið verið að selja makríl í áframhaldandi fyrir krókabáta. Þetta veltur þó allt á raunveruvinnslu og þá spyrji menn meira um verð og al- legum gæðum.“ Þá þurfi að horfa til þess að í menn gæði frekar en sérstök gæði. ,,Að uppfyllt- dag sé almennt ekki skilgreint í vinnslunum um ákveðnum skilyrðum gætum við markaðs- hvað komi frá krókabátum og hvað komi frá togsett krókaveiddan makríl sem hágæðavöru. Því urum. Ef það ætti að leggjast út í markaðssetnmiður skortir hins vegar stundum virðingu fyrir ingu á krókaveiddum makríl þyrfti vinnslan að hráefninu hjá mönnum og ólympískar veiðar aðgreina fiskinn. Teitur segist í heildina vera eru aldrei gæðahvetjandi. Makríllinn verður bjartsýnn varðandi sölu á makríl. Engin önnur ekki betri af því einu að vera veiddur á krók. Í lönd séu að framleiða lausfrystan makríl og það dag er þetta pottur sem allir mega taka þátt í og gefi okkur nokkuð forskot. ég sé ekki hvernig langbestu mögulegu gæði geta komið út úr því. Makríllinn verður að vera í Veiðifyrirkomulagið er hamlandi ákveðnum gæðum strax í upphafi og svo þarf að ,,Krókamakríllinn er ekki verðmætari fiskur í dag vinna hann áfram með gæðahugsun, gegnum og við höfum ekki fundið þessa verðaðgreinvinnsluna og út á markaðinn Við erum því ekki ingu sem menn hafa talað um,“ segir Þorsteinn komnir á þann stað ennþá að við getum boðið Magnússon, framkvæmdastjóri Storms. Það sé hágæða krókamakríl. Til þess þurfa bátarnir ekki nema í undantekningartilvikum að menn líka að vera jafnir í gæðum en þeir eru mjög mis- séu tilbúnir að greiða hærra verð fyrir krókajafnir í dag,“ segir hann. Sala á hágæðakróka- veiddan makríl en annan. Það sem hamlar því makríl myndi þó ekki gerast með hefðbundnum að svo sé sé veiðifyrirkomulagið. ,,Tækifærin leiðum inn á sömu aðila og kaupa annan makríl. eru til staðar. Við seljum sjálfir hluta okkar fram-


Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda,

það skilar sér strax í betri verðum,“ segir hann. leiðslu og stærstur hluti okkar heilfrysta makríls fer t.d á Japansmarkað. Þar hefur okkur tekist ,,Meðferðin kemur hjá okkur, karlarnir eiga að að búa til vörumerki fyrir krókaveidda hágæða- geta gengið vel um aflann.“ Aðrir viðmælendur vöru svo ég tel hiklaust að það mætti markaðs- blaðsins töldu þó vanþekkingu á aflameðferð setja línuveiddan makríl betur. Ef við gætum ekki vera vandamálið heldur það að hvati fyrir stundað veiðarnar á réttan hátt og makríllinn magnhugsun frekar en gæðahugsun væri mun væri veiddur þegar hann er stærstur og dýrast- sterkari. ur þá væri möguleiki á því.“ Í ár hafi veiðarnar hins vegar stöðvast í september þegar makríll- Verðið hefur lækkað inn var af góðum gæðum. Í ágúst og september Í byrjun gekk smábátasjómönnum illa að selja væri hægt að greina milli krókamakríls og tog- aflann þar sem varan var ný og fáar vinnslur tilaramakríls en í júlí náist þessi aðgreining ekki búnar að taka aflann. Eftir að nokkrir voru farnog fiskurinn sé seldur á sama verði, hvort sem ir að stunda veiðarnar glæddist þó ástandið og hann er veiddur með trolli eða króki. Sumir telja fékkst mjög gott verð fyrir makrílinn á árabilinu jafnvel að ástæða þess að krókaveiðimenn eru 2010-2012. Eftir að sprenging varð í makrílveiðekki að fá hærra verð fyrir sinn afla gæti verið um árið 2013 hefur verð hins vegar hríðlækkað. sú að gæði aflans hafi hreinlega versnað. ,,Um- ,,Eftir því sem bátum fjölgaði lækkaði verðið. Það gengni um afla er lakari í dag en hún var,“ segir eru ekki það margir kaupendur að makrílnum Unnsteinn Þráinsson, skipstjóri á Sigga Bessa. og afkastagetan er það mikil á mörgum þessÖrn segir hins vegar að aflameðferð sé almennt ara báta,“ segir Unnsteinn sem hefur tekið þátt góð og aðstæður um borð sömuleiðis. Smábáta- í veiðunum frá upphafi. ,,Á þeim árum var líka menn hafi verið að efla sig á þessu sviði og öllum metnaður allra að koma með gott hráefni að ábendingum um aflameðferð sé vel tekið. ,,Varð- landi. Það tókst með ágætum því vinnsluaðilar andi strandveiðar þá komu t.d ábendingar á sín- sem sáu hráefnið voru mjög ánægðir.“ Þetta hafi um tíma og við unnum með Matís að því að gera því miður breyst. Það hafði sömuleiðis mikil námskeið um aflameðferð sem karlarnir sóttu áhrif til verðlækkunar að makrílkvóti á heimsvel. Enda má enginn slá slöku við. Ef ábendingar vísu í ár jókst töluvert frá fyrra ári. Ólga í Rússberast um makrílinn verðum við fyrstir manna landi og Úkraínu hafði líka talsvert að segja en til að fá Matís í lið með okkur og setja upp nám- bæði þessi lönd eru stórir kaupendur að makríl. skeið þar sem öll vinnubrögð eru samhæfð.“ Það ,,Það sem bjargaði okkur hjá Stormi var að Afríka kom sterkt inn þetta árið,“ segir Þorsteinn. sé alltaf hætta á því þegar nýjar veiðar fari af stað að meðferð hraki. Hann viðurkennir að það eimi af því í makrílveiðum að menn telji meira vera Veiðarnar voru arðbærar betra. ,,Ég geri mér grein fyrir því að þegar menn Flestir telja að upphafskostnaður þess að gera ganga 100% um aflann tekur það meiri tíma en bát út til veiða sé á milli 5 og 12 milljónir, allt eftir

því hvað menn vilja leggja mikið í þær. Við þetta bætist rekstrarkostnaður eins og olía, laun o.fl. Áhugi smábátasjómanna er greinilega mikill á þessum veiðum því bátum hefur fjölgað frá því að vera 17 árið 2012 upp í 121 sumarið 2014. Það væri því auðvelt að álykta að veiðarnar væru arðbærar og þjóðhagslega hagkvæmar. Menn eru þó ekki á einu máli um að svo sé. ,,Þetta er góð búbót,“ segir Örn. ,,Ég tala ekki um ef veiðisvæðin eru skammt frá heimahöfn og lítið þarf að sigla, fyrir nokkrar vertíðir þá borgar það sig mjög vel. Aðalkostnaðurinn liggur í að finna fisk í góðu veiðanlegu magni, það fer talsverð olía í það. Þeir sem veiða mest kvarta ekki undan afkomu en vitanlega er það alltaf svo, eins og með annan veiðiskap, að hann gengur misjafnlega vel hjá mönnum.“ Hann segist því vera sannfærður um að þegar veiðarnar verði komnar í góðan gír eigi flestir að geta haft af þeim góðan hagnað. Unnsteinn er ekki sammála því að veiðarnar hafi almennt verið góð búbót í sumar og segist telja að fáir hafi haft neitt upp úr þeim. ,,Eins og ástandið var tel ég svo ekki vera, nei. Verðið hefur lækkað það mikið frá því þegar það var sem hæst og sóknarþungi flotans aukist það mikið undanfarin tvö ár. Þegar ég byrjaði á þessum veiðum árið 2008 var afkoman slæm en svo komu mjög góð ár þar sem útlit var fyrir að við værum að leggja grunn að arðbærri búbót fyrir smábáta. Síðan mistekst að stýra veiðunum á skynsaman hátt, allir fara af stað 2013 svo varla var hægt að athafna sig á þessum litlu veiðisvæðum fyrir þrengslum. Í kjölfarið lækkaði verðið og þetta í raun hrundi.“ Kjósa að taka á sig tap Menn eru ekki á einu máli um hvort svo mikil aukning smábáta á stuttum tíma hafi verið æskileg. Örn telur að bátarnir hafi ekki verið of margir. ,,Uppi við landið er gjarnan stærsti makríllinn og um leið sá verðmætasti. Því er auðvitað með þennan veiðiskap farið eins og annan að það er ekki öllum gefið að fiska vel. Þetta er veiðiskapur sem á að byggja upp til framtíðar og það er mikill fengur fyrir þjóðina að öflugur floti smábáta taki við makrílnum þegar hann kemur inn á grunnslóð,” segir Örn. Það sé ekki spurning að smábátaveiðarnar séu þjóðhagslega hagkvæmar. Margir hafa þó áhyggjur af þessari hagkvæmni og telja að fyrirkomulagið í dag hvetji bæði til sóunar og offjárfestingar. ,,Ég tel að ríflega helmingur bátanna muni aldrei hafa fyrir sinni fjárfestingu,“ segir Þorsteinn. ,,Það er staðreynd að það eru fáir sem hafa afkomu af þeim. Bátarnir þurfa ákveðið magn og ákveðið aflaverðmæti annars tapa þeir á veiðunum. Ástæðan fyrir því að menn eru að stunda þetta er sú að á þessum tíma er einfaldlega ekki að mörgu að hverfa og menn eru að reyna að skapa sér atvinnu.“ Þorsteinn segist þó vera hlynntur krókaveiðum á makríl, þær skapi líf á landsbyggðinni og gott sé að hafa flóru í makrílveiðum sem öðrum veiðum. Það sé einungis fyrirkomulag veiðanna sem sé slæmt. ,,Kerfið er í dag sniðið að hagsmunum samtaka krókaveiðimanna en kannski síður S J ÁVA R A F L

NÓVEMBER 2014

19


Daði Már Kristófersson, auðlindahagfræðingur og forseti félagsvísindasviðs HÍ.

veiðimannanna sjálfra.“ Þá segir hann að undirliggjandi sé líka vonin að aflareynslan verði á endanum grunnur úthlutunar aflaheimilda og menn séu reiðubúnir að taka á sig tap nú vegna vonar um gróða síðar. Þannig hafi þetta verið með stóru skipin. Styður við líf á landsbyggðinni Flestir eru sammála því að veiðar smábáta á makríl styðji við atvinnulíf á landsbyggðinni. Ekki hefur þó tekist nægjanlega vel að tryggja veiðar hringinn í kringum landið. Fram að þessu hafa veiðar nær eingöngu farið fram við Snæfellsnes, Reykjanes og í Steingrímsfirði. Ástæður þessa telja flestir vera kappveiðifyrirkomulagið. Þorsteinn og Unnsteinn virðast líka báðir sammála um að veiðar smábáta gætu orðið mjög arðbærar fyrir þjóðina í framtíðinni. Hvort smábátaveiðar geti verið arðbærari en aðrar veiðar er erfitt að segja til um að mati Daða Más Kristóferssonar, auðlindahagfræðings og forseta félagsvísindasviðs HÍ. Fyrst og fremst beri að stefna að góðri afkomu í greininni og þá þurfi þrír lykilþættir að vera til staðar: a) Kvótakerfi, b) Gott upplýsingaflæði milli markaða, vinnslu og útgerðar til þess að samhæfa veiðar og vinnslu hvað varðar tímasetningar og meðferð á afla og c) Aflahlutaskiptakerfi sem skapar hvata fyrir sjómenn að vinna gæðastarf um borð í bátum. Ef launaseðillinn ræðst af því hvernig hráefni þeir skila hafi það áhrif. Kvótasetning skynsamlegust Eins og veiðifyrirkomulagið er í dag geta allir smábátar sem það vilja skráð sig á makrílveiðar á því tímabili sem þær eru leyfðar, svo fremi sem bátarnir eru ekki á strandveiðum. Enginn

20

S J ÁVA R A F L

NÓVEMBER 2014

daga í byrjun sumarmánaðanna er illa til þess fallið að skapa mestu möguleg verðmæti úr hráefninu.“ Sóunin sem tengist strandveiðunum felist í því að afkastagetan sé miklu meiri en þörf sé á, með tilheyrandi álagi á innviði og kostnaði fyrir samfélagið. Landssamband smábátaeigenda er hins vegar á öndverðum meiði við Daða og hafnar alfarið kvótasetningu. ,,Það eru góð rök fyrir því að gefa makrílveiðar smábáta frjálsar og hefta þær ekki á nokkurn hátt,“ segir Örn. ,,Við viljum að veiðileyfi til makrílveiða smábáta kvóti eða leyfi var í gildi fyrir hvern bát og var gildi í ákveðinn tíma og menn hafi vissu um að það því undir bátunum sjálfum komið hvernig veiðarnar verði ekki kvótasettar. Við förum líka kvótinn skiptist á milli þeirra. Þetta fyrirkomu- fram á að hlutdeild til færaveiða verði 18% sem leg er harðlega gagnrýnt af flestum viðmælum myndi þýða frjálsar veiðar í nokkur ár. Hvað þá okkar. Ólympískar veiðar þar sem hver og einn tæki við er kannski ekki augljóst en nærtækast keppist við að veiða sem mest sé til þess fallið að væri að líta til fyrirkomulags strandveiða.“ Bæði áherslan sé á magn en ekki gæði og ýti þannig Unnsteinn og Þorsteinn eru sammála því að hlutdeild smábáta í heildarveiðum mætti vera undir sóun á verðmætri auðlind. Flestir eru því á þeirri skoðun að kvótasetning sé skynsam- stærri, að því gefnu að fyrirkomulagi veiðanna legasta leiðin til verðmætasköpunar. ,,Ólymp- yrði breytt. Daði segir að núverandi fyrirkomuískar veiðar eru afleitar. Reynslan af afkomu lag makrílveiðanna og strandveiðikerfið sé uppstrandveiðanna og hráefninu sem þær skila skrift að sóun. ,,Þessar kröfur um að fá hærri sýnir þetta svart á hvítu. Þar til kvótakerfi er prósentu til veiða er vond hugmynd frá þjóðkomið á er áherslan á magn en ekki gæði,” segir hagslegu sjónarmiði. Það er nú þegar of mikið af Daði. ,,Mín skoðun er að það eigi að kvótasetja bátum sem stunda makrílveiðarnar,“ segir Daði. allar veiðar, líka makrílinn sem krókabátarnir eru að veiða. Ef marka má verðið sem er á þeim Skussarnir lifa makríl sem kemur frá smábátunum þá er hann Unnsteinn segist hafa veitt bæði í sóknar- og lakari en makríllinn sem frystiskipaflotinn er aflamarki og er sammála Daða um að meiri verðað skila. Nú vilja smábátamenn fá svipað fyrir- mæti verði ávallt til í aflamarkinu. Menn sem þekki til beggja kerfa kjósi því það fyrirkomulag. komulag á makrílinn og á strandveiðarnar. Væri það skynsamlegt fyrir þjóðarbúið? Ég tel að það ,,Nú er ég ekki sérstakur aðdáandi aflamarksins væri óskynsamlegt, það er auðvelt að sýna fram en það fyrirkomulag er hentugra fyrir flestar á að strandveiðar eru óarðbærar,“ segir hann og veiðar,” segir hann. Í sóknarmarkinu séu menn bendir á að gögn þess efnis liggi fyrir hjá Hag- alltaf að hugsa um magnið. Dæmin með ufsann stofu Íslands. ,,Kerfi sem hrúgar inn hráefni í fáa og þorskinn hafi sýnt fram á það; allt hafi snú-

Ólympískar veiðar eru afleitar. Reynslan af afkomu strandveiðanna og hráefninu sem þær skila sýnir þetta svart á hvítu. Þar til kvótakerfi er komið á er áherslan á magn en ekki gæði.


„Það að við skulum stunda svona veiðar á Íslandi árið 2014 er hneyksli. Við erum að berjast úti á mörkuðum við að sannfæra kúnnann að við stundum ábyrgar fiskveiðar. Það er gríðarlega mikilvægt að fá vottanir erlendra aðila á okkar fiskistofna og MSC er þar einna mikilvægast.“

ist um að veiða sem mest og ekkert hugsað um gæðin. Það sama sé uppi á teningnum núna með makrílinn. ,,Það er bara þannig að þegar mönnum er skammtað fara þeir að hugsa um hvað þeir geti gert úr því.” Vinnsluaðilar eru sömuleiðis ómyrkir í máli þegar þeir eru spurðir um fyrirkomulag veiðanna í dag. ,,Þetta pottafyrirkomulag skapar mikla óhagkvæmni og er auðvitað galið. Það hvetur til offjárfestinga og það eru miklu fleiri sem fara af stað en ella hefðu gert,” segir Þorsteinn. Hann segir gallana við kappveiðar vera þrjá: a) Í því sé innbyggð óhagkvæmni, b) Þar sé enginn hvati til að ganga vel um hráefnið og c) Góður hluti makríls sé veiddur í júlí en þá sé makríllinn smærri og fituminni en í ágúst og september og því verðminni líka. ,,Þar sem mokstur og flýtir eru innbyggðir í þetta lifa skussarnir,” segir hann. Fyrirkomulagið er hneyksli ,,Menn tala frjálslega fyrir þessu veiðifyrirkomulag og sá málflutningur hefur verið keyptur af ráðamönnum sem ekki vita betur. Það er líka mikill þrýstingur frá hagsmunasamtökum smábáta og þetta eru mörg atkvæði,” segir Þorsteinn. Óhagkvæmnin lýsi sér ekki síst í því að hann sem vinnsluaðili hafi enga stjórn yfir veiðunum heldur verði hann einfaldlega að taka þann afla sem kemur að landi. Það valdi því að þegar vel aflist flykkist allir á veiðar og allt fyllist á landi. Afkastageta á landi sé takmörkuð og vinnslur lendi í því að afurð sem hefði átt vera í a-flokki falli í b-flokk. Við það tapist verðmæti og orðspor geti orðið fyrir hnjaski. ,,Það er fáránlegt að standa svona að þessu. Í látunum stendur makríllinn kannski á bakkanum í 20 stiga hita og skemmist því hann er mjög viðkvæmt hráefni! Við náðum að vinna allt á réttum tíma í sumar en það stóð oft ansi tæpt,” segir Þorsteinn. Augljóst sé að þungi veiða ætti að vera í ágúst og september þegar makríllinn sé verðmætari. Þá vilji hann líka borga sínum bátum í samræmi við það sem hann fái fyrir sína afurð. ,,Það að við skulum stunda svona veiðar á Íslandi árið 2014 er hneyksli. Við erum að berjast úti á mörkuðum við að sannfæra kúnnann að við stundum ábyrgar fiskveiðar. Það er gríðarlega mikilvægt að fá vottanir erlendra aðila á okkar fiskistofna og MSC er þar einna mikilvægast. Menn bíða í ofvæni eftir þessum vottunum því þetta hjálpar í markaðssetningu á okkar vöru. Vottanirnar segja að við stundum sjálfbærar og ábyrgar fiskveiðar en svo er stund-

uð svona villimennska til hliðar. Það nær auðvitað engri átt.” Meira vit væri í því fólgið að deila heimildum á bátana. Þeir sem gætu ekki gert nógu hagkvæmt út gætu svo fært sínar heimildar á aðra. Þannig væri hægt að stjórna því hvenær menn fiskuðu og besta verðið tryggt. ,,Það hljómar illa í margra eyrum að tala um kvóta en slík veiðistjórnun tryggir okkur mestu verðmætin í þessari auðlind sem við höfum. Getið þið ímyndað ykkur sóknarkerfi í þorski í dag?” spyr Þorsteinn. Menn séu hreinlega ekki tengdir við nútímann og sumrin 2013 og 2014 séu skólabókardæmi um það hvernig eigi ekki að stjórna fiskveiðum. Smábátaveiðar eru óverulegar Því hefur verið haldið á lofti að hlutur smábáta í makrílveiðum sé óverulegar og að hæglega mætti gefa veiðarnar frjálsar með öllu. Talið er að um 1,6 milljón tonn af makríl hafi verið á Íslandsmiðum þetta sumarið en erfitt er að áætla hversu mikið af því magni var á grunnslóð, segir Guðmundur Óskarsson, sérfræðingur á nytjastofnasviði Hafrannsóknastofnunar. Magnið er byggt á vísitölu sem fengin er í leiðöngrum Hafrannsóknastofnunar en þeir ná sjaldan inn í firði og flóa. Makríllinn virðist vera jafndreifður og benda tog á grunnslóð til þess að dreifingin þar sé álíka og á hafinu. Þótt makríllinn þétti sig öðru hvoru virðast torfurnar ekki vera stórar. Guðmundur segir að þar sem flatarmál fjarða og flóa sé svo miklu minna en hafsvæðin fyrir utan, og fiskurinn flakki að auki út og inn, sé hægt að draga þá ályktun að magn makríls í fjörðunum sé einungis brot af heildarmagninu. ,,Það gildir þó að sjálfsögðu það sama um veiðar á makríl sem aðrar, við viljum alltaf að heildarveiðin verði innan þess sem ákveðið hefur verið hverju sinni. Skynsamleg nýting á alltaf að vera í forgrunni.” Ein af röksemdum Landssambandsins fyrir því að leyfa hefði átt smábátum að veiða út september er að þá hefði fengist mikilvæg vitneskja um göngu makríls eftir ströndinni, hversu mikið væri af honum og hvert hann færi. En skyldu veiðar gefa vísbendingu um raunverulegt magn? ,,Í rauninni ekki,” segir Guðmundur. ,,Þær geta sagt til um hvort makríll sé á ákveðnu svæði á ákveðnum tíma en hvort það var t.d makríll þarna árið á undan er ekki hægt að segja til um.” Stundum sé makríllinn heldur ekki að gefa sig á færi þótt hann sé til staðar.

Seiði eða áta? Landssambandið segir að það sem hefði líka mælt með meiri veiði sl. haust sé að taka þurfi tillit til þess hvað makríllinn sé að éta af þorskseiðum. Makríllinn þyngist um 40-60% á Íslandsmiðum og við landið sé veiðistofn þorsks 11 hundruð þúsund tonn. Þótt fiskifræðingar segi að hér éti makríllinn mest af átu og hundrað milljón tonn af henni séu við landið verði að skoða hvar hann étur átuna. Þá verði líka að skoða hvaða áhrif makríllinn hefur á seiðin við ströndina. ,,Það er mikill vísindamaður í mörgum trillukörlum og þeir skoða inn í makrílinn. Þeir hafa komist að því að þar er mun meira af seiðum en átu. Það má segja eins og formaðurinn sagði um daginn að ef 2% af því sem hann étur er þorskseiði þýði það 90 þúsund tonn af þorskseiðum,“ segir Örn. Það sé því full ástæða til að hafa áhyggjur af afráni makrílsins á nytjastofnum. Hafrannsóknastofnun er ekki á sama máli. ,,Núna höfum við verið að skoða makríl í nokkur ár, eða frá 2009, og á þessu stigi teljum við að það sé fátt sem bendi til þess að makríll sé að valda stórum skaða á öðrum nytjastofnum með afráni. Vissulega sjáum við ungviði í maga makrílsins en það er í óverulegu magni,“ segir Guðmundur. Skörun á dreifingu ungviðis og makríls sé ekki mikil. Þannig sé tiltölulega lítið af makríl á helstu uppeldissvæðum í fjörðum og á grunnslóð fyrir norðan. Verið sé að skoða þetta hjá stofnunni og í gangi sé t.d doktorsverkefni sem gengur sérstaklega út á að rannsaka þetta. Málin muni því skýrast á næstu tveimur árum eftir því sem doktorsverkefninu miðar áfram. Sjór og ís sagður vera makríll Almenna reglan við vigtun sjávarafla er sú að vigta ber afla við löndun á hafnarvog og er þá heimilt að skrá allt að 3% sem ís. Einnig er mögulegt að endurvigta afla hjá vigtunarleyfishöfum. Við endurvigtun er afli brúttó vigtaður á hafnarvog en síðan er ís skilinn frá aflanum hjá vigtunarleyfishafa og nettóvigt skilað á hafnarvog til aflaskráningar. Í kvótakerfi er það hagur fólks að afli vegi sem minnst þegar hann er vigtaður. Í pottakerfinu þar sem fólki er ekki skammtaður ákveðinn kvóti eru sömu hvatar ekki fyrir hendi. Flestir viðmælendur Sjávarafls voru sammála um að tilfelli rangvigtunar hefðu komið upp þar sem ís væri ekki dreginn frá við endurvigtun. Afleiðingarnar væru að heildarpotturinn tæmdist fyrr, þar sem hluti S J ÁVA R A F L

NÓVEMBER 2014

21


,Við viljum að veiðileyfi til makrílveiða smábáta gildi í ákveðinn tíma og menn hafi vissu um að veiðarnar verði ekki kvótasettar.“

af kvótanum væri í raun ís en ekki makríll. Ísinn væri fremur erfitt að selja og heildaraflaverðmæti fyrir þjóðarbúið væri því minna en til stóð. ,,Annar stór galli á þessi kerfi er að það hvetur menn til þess að sýna óheiðarleika,“ segir Þorsteinn. Menn vonist eftir því undir niðri að krókabátar fái makrílkvóta byggðan á aflareynslu og það hvetji menn til að þyngja aflann. ,,Við höfum orðið vitni að því að að fólk sé að vigta sjó og ís með fiskinum. Eftirlitið er greinilega ekki betra en þetta. Við erum margbúnir að tala við Fiskistofu út af því sem sé í gangi en viðbrögð hafa verið hæg úr þeirri áttinni,“ segir hann. Unnsteinn tekur undir þetta. ,,Maður hefur heyrt margar sögur um að smábátar séu að landa ís og sjó og segja að það sé makríll. Það er enginn sem trúir því að þetta verði frjálst til framtíðar og það býður upp á að menn auki vigtina.“ Þegar Örn er spurður út í þetta segir hann að nokkur leiðindamál hafi komið upp varðandi vigtun. Um leið og sambandinu hafi borist þetta til eyrna hafi verið ritað bréf til Fiskistofu þar sem óskað var eftir því að tekið yrði tekið á vigtunarmálum. ,,Við lögðum til að leyfilegt ísmagn yrði 15-19%,“ segir Örn. ,,Það var komið til móts við okkur og gefin út reglugerð sem Fiskistofa taldi að kæmi í veg fyrir teygjanleika í þessum efnum þannig að allir sætu við sama borð,“ segir hann. Viðbrögð stjórnvalda var breyting á reglugerð nr. 781/2014 þar sem gerð var krafa um að allur makríll veiddur á línu og handfæri skyldi endurvigtaður og tók sú breyting gildi 4. september síðastliðinn. Viðmælendur voru hins vegar á því að reglurnar myndu í raun engu breyta að því gefnu að fyrirkomulag veiða væri áfram sambærilegt. Eftirlit með endurvigtun mjög erfitt ,,Þessi tegund brota er mjög á skjön við fiskveiðistjórnunarkerfið okkar sem byggir almennt á því að menn hafi hagsmuni af því að vigta afla án íss fyrir aflaskráningu,“ segir Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir, sviðsstjóri veiðieftirlitssviðs hjá Fiskistofu, og staðfestir að Fiskistofu hafi borist kvartanir þess efnis að menn væru að

22

S J ÁVA R A F L

NÓVEMBER 2014

auðvitað alltaf gera betur en staðreyndin sé að það sé mjög erfitt að hafa gott eftirlit með vigtunarleyfishöfum og mannaflinn sé takmarkaður.

Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir, sviðsstjóri veiðieftirlitssviðs hjá Fiskistofu.

landa sjó og ís með makrílnum. ,,Ábendingar um brot berast okkur með ýmsum hætti. Við metum svo áreiðanleika ábendinga og hvort og þá hvaða aðgerðir eru mögulegar.“ Meðferð brotamála ljúki almennt með viðurlögum sem eftir atvikum fela í sér áminningu, veiðileyfissviptingu, afturköllun vigtunarleyfis eða kæru til lögreglu. Jafnframt er nokkuð um að málum sé lokið með leiðbeiningu á vettvangi eða með svokölluðum leiðbeiningarbréfum. ,,Á þessu ári höfum við lagt nokkra áherslu á að nota greiningar við eftirlit, í því skyni að nýta upplýsingar sem við búum yfir til þess að beina eftirliti á réttan stað og á réttum tíma. Við gerum t.d samanburð á því hvort ísprósenta lækki þegar eftirlitsmenn standa yfir endurvigtun miðað við meðaltal síðustu þriggja landana hjá þessu tiltekna skipi,“ segir hún. Fiskistofa vilji

Hvað verður ofan á? Eins og fram hefur komið eru nánast allir viðmælendur Sjávarafls þeirrar skoðunar að veiðifyrirkomulag makríls sé ekki gott í dag. Í því séu innbyggðir hvatar til slæms frágangs á afla sem leiði til verðmætaskerðingar, það ýti undir svindl og komi til þess að veiðar verði með öllu frjálsar geti það rýrt orðspor þjóðarinnar sem ábyrgrar fiskveiðiþjóðar. Um þessar mundir er verið að vinna að heildarendurskoðun fiskveiðistjórnarkerfisins og búist er við að nýtt frumvarp verði lagt fram í vetur. Gera má ráð fyrir að veiðifyrirkomulag smábátamanna á makríl verði einnig endurskoðað. Nánast allir viðmælendur blaðsins sem spurðir voru álits um hentugasta fyrirkomulag veiða voru sammála um það að setja ætti veiðarnar í kvóta. Það myndi skila þjóðinni mestum arði. Sá eini sem ekki var sammála þessu var formaður Landssambands smábátaeigenda sem sagði félagsmenn alfarið hafna kvótasetningu. Flestir viðmælendur voru þeirrar skoðunar að auka ætti veiðar smábáta, að örva þyrfti veiðar á fleiri svæðum og nýta veiðarnar betur sem byggðaúrræði. Hvað framtíðarfyrirkomulag makrílveiða varðar þá hefur ráðherra sagt að makrílveiðar verði kvótasettar í samráði við útgerðarmenn. Nægjanleg reynsla sé komin á makrílveiðarnar og hægt sé að byggja á aflareynslu skipa við kvótasetningu. Deilur um nýtingu á makríl hafa teygt sig vítt um sjávarútveginn og stærri útgerðir hafa einnig deilt um stjórn veiðanna. Þess er skemmst að minnast að Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum og Ísfélag Vestmannaeyja kærðu nýverið atvinnuvegaráðuneytið til Umboðsmanns Alþingis þar sem þeir töldu að það ætti að vera búið að kvótasetja allan makríl. Umboðsmaður ályktaði í málinu og taldi að ráðherra bæri að setja makríl í kvóta. Verður því áhugavert að sjá á komandi misserum hvernig makrílveiðar smábáta þróast.


Humarvagn á Geirsgötuplani

Humarinn gælir við bragðlaukana Sigrún Erna Geirsdóttir

Þ

eir sem eiga leið um miðbæ Reykjavíkur hafa án efa rekið augun í Lobster Hut vagninn á Geirsgötuplaninu þar sem hægt er að fá dásamlegan humar frá Hornafirði. Ilmurinn kemur svo sannarlega munnvatninu til að streyma fram og bragðlaukarnir steypa sér í kollhnís af kæti þegar krásirnar bókstaflega bráðna í munninum. Sjávarafl tók veitingastýruna, Fjólu Sigurðardóttur, tali.

Ekkert betra en Hornafjarðarhumar ,,Það var á ferðalagi fyrir fjórum árum í Asíu sem hugmyndin að vagninum kviknaði. Þar voru svona matarvagnar úti um allt og mér fannst vanta svona vagna fyrir okkur hér í norðrinu,“ segir Fjóla. Hugmyndin yfirgaf hana ekki og þegar breytingar urðu á atvinnuhögum hennar ákvað hún að láta slag standa og fjárfesta í vagni. ,,Ég keypti mér gamlan bíl með króki til að draga vagninn og lagði reiðhjólinu. Ég vissi svo sem ekkert hvað ég væri að fara út í en ákvað að hafa humarinn eins og ég vildi bjóða gestum mínum uppá, eitthvað verulega gott.“ Henni datt strax í hug humar því hvað væri betra en íslenskur Hornarfjarðarhumar með hvítlauki, sósu og salati. Þess fyrir utan býður hún líka upp á súpu til að ylja sér á. ,,Ég hugsaði með mér að þetta væri flott, ekkert of mikið en ljúffengt að grípa með sér.“ Það var svo þann 6.júní að Fjóla opnaði lúguna á vagninum á Geirsgötuplaninu í fyrsta sinn. Landinn að taka við sér Fjóla segir um 70% viðskiptavina hennar í sumar hafi verið útlendinga en landanum sé alltaf að fjölga og nú í haust sé hlutfallið komið í 60/40. ,,Meðal útlendinganna eru Asíubúar núna fremstir í flokki, það eru svo margir þaðan á ferð hér á þessum árstíma að skoða landið í vetrarbúningi og svo heilla Norðurljósin líka.“ Fjóla stendur vaktina alla daga í vagninum frá kl 11 – 18 og nýtur auk þess

dyggrar aðstoðar frá barnabörnunum um helgar. Hún segist líka taka að sér að koma með vagninn á mannamót, það sé skemmtileg

,,Það var á ferðalagi fyrir fjórum árum í Asíu sem hugmyndin að vagninum kviknaði. Þar voru svona matarvagnar úti um allt og mér fannst vanta svona vagna fyrir okkur hér í norðrinu,“ segir Fjóla Sigurðardóttir.

tilbreyting frá hversdagsrútínunni. Aðspurð um hvað fólk sé mest að kaupa segir hún súpuna vera mjög vinsæla. ,,Svo finnst mörgum æðislegt að fá sér humar „sub“ á leiðinni heim af djamminu. Því miður er ég samt ekki með nætursöluleyfi hjá borginni svo ég get ekki boðið upp á humarupplifun eftir næturbrölt nema á Hinsegin dögum og á Menningarnótt.“ Fjóla segir að fólk spyrji mikið um bjór og hvítvín með humrinum en það megi hún auðvitað ekki selja. „Ég býð upp á íslenskt vatn og kók og það rennur mjög ljúflega niður með humrinum líka,“ segir Fjóla Sigurðardóttir, veitingastýra á Lobster Hut.

24

S J ÁVA R A F L

NÓVEMBER 2014


S J ÁVA R A F L

NÓVEMBER 2014

25


Endurheimtur makrílmerkja við Ísland Guðmundur J. Óskarsson, Hafrannsóknastofnun, Reykjavík og Aril Slotte, Hafrannsóknastofnuninni í Bergen

R

annsóknir sem byggja á merkingum á fiskum eiga sér langa sögu. Markmið þeirra eru breytileg en beinast oft að því að rannsaka farleiðir, dreifingu, stofnsamsetningu og stærð stofna út frá endurheimtuhlutfalli. Norskir vísindamenn hafa stundað merkingar á makríl allt frá árinu 1968. Merkingarnar hafa að mestu leyti farið fram vestur af Írlandi og Bretlandseyjum að vori til. Fram til ársins 2011 voru eingöngu notuð númeruð stálmerki. Sams konar stálmerki voru áður fyrr mikið notuð við merkingar á síld, meðal annars hér við land. Stálmerkin eru svo endurheimt í fiskvinnslum og fiskimjölsverksmiðjum, annað hvort með seglum eða málmleitartækjum. Frá því að makríll fór að veiðast hér við land í einhverju magni hafa stálmerki verið að finnast á seglum íslenskra verksmiðja. Frá árinu 2006 hafa að minnsta kosti 68 stálmerki endurheimst. Var þar um að ræða makríl sem merktur var við Bretlandseyjar og vestur af Írlandi á árunum 1998 til 2009 og veiddur við Ísland. Annmarkar á þessum endurheimtum er að engar upplýsingar liggja fyrir um veiðitíma eða stað, eingöngu að merkin fundust á seglum í viðkomandi verksmiðju í lok vertíðar. Eins er óvíst hversu vel merkin endurheimtast í verksmiðjunum og skila sér til Hafrannsóknastofnunar.

Rafeindamerki í makríl Árið 2011 hófu Norðmenn að merkja makríl með nýjum rafeindamerkjum sem leystu af hólmi

26

S J ÁVA R A F L

NÓVEMBER 2014

Mynd 1 Rafeindamerki, um 1 cm löng, sem notuð eru fyrir makríl og merkingar um borð í norsku skipi. MYND: ARIL SLOTTE

stálmerkin. Líkt og stálmerkjunum er þeim skotið inn í kviðinn á fiskinum og eru þau svipuðu að umfangi eða um 1 cm löng hylki (1. mynd). Fyrirkomulag merkinganna er einnig með sama hætti nú og áður með þessum nýju merkjum. Makríllinn er veiddur á færi, lengdarmældur, merktur

og sleppt í sjóinn aftur á sem skemmstum tíma. Alls hafa Norðmenn merkt rúmlega 160 þúsund makríla með þessum rafeindamerkjum á árunum 2011 til 2014. Örflaga í merkinu geymir númer fisksins, skanni staðsettur yfir færiböndum eða í löndunarrörum fiskvinnsla les númer við endurheimtu og þær upplýsingar eru sendar um internetið til Noregs þar sem upplýsingunum er safnað í gagnagrunn. Hverjum merktum fisk fylgja því upplýsingar um tíma og stað merkingar


Örflaga í merkinu geymir númer fisksins, skanni staðsettur yfir færiböndum eða í löndunarrörum fiskvinnsla les númer við endurheimtu og þær upplýsingar eru sendar um internetið til Noregs þar sem upplýsingunum er safnað í gagnagrunn.

ásamt lengd fisk við merkingu. Við endurheimtu eru þær upplýsingar tengdar við afladagbók skipanna við löndun. Þannig fást viðbótarupplýsingar um endurheimtutíma og veiðistað. Endurheimtur rafeindamerkja og þýðing þeirra Síðastliðið sumar var allur makrílafli, sem fór til löndunar hjá HB-Granda á Vopnafirði, skannaður með þessum hætti, en útbúnaður til þess var settur upp síðsumars 2013. Alls voru 25 merktir makrílar endurheimtir nú í sumar úr 18.600 tonna afla sem var landað þar. Þeir voru ýmist merktir vestur af Írlandi á árunum 2011 til 2014 eða við Noreg 2011 og endurheimtust suður-, suðaustur- og austur af Íslandi 2014 (2. mynd). Markmið merkinganna og endurheimta er fyrst og fremst að afla gagna fyrir líkön til að reikna út vísitölu fyrir stærð makrílstofnsins. Við slíka útreikninga þarf að nota ýmsar forsendur, svo sem um hversu hátt hlutfall makrílsins drepst af völdum merkinganna og áreiðanleika skannana, sem hvort tveggja er jafnan ákvarðað út frá sjálfstæðum rannsóknum. Vísitölur sem fengnar eru úr merkingum Norðmanna með stálmerkjum og endurheimtum fram til ársins 2006 eru í dag notaðar, ásamt öðrum gögnum, til samstillingar stofnmatslíkans hjá Alþjóðahafrannsóknaráðinu sem ráðgjöf þess um makrílveiðar byggir á. Gögn úr rafeindamerkjum eru hins vegar ekki notuð ennþá en þess er vænst að svo verði þegar tímaröðin verður orðin lengri. Annað

Mynd 2 Staðsetning merkinga (hringir, stærð þeirra segir til um fjölda fiska og litur um merkingarár) og endurheimtur (stjörnur) makrílmerkja sem endurheimtust hjá HB-Granda á Vopnafirði 2014. Merkingar við vestur Noreg 2011 voru tilraun til að merkja eins árs makríl

2. mynd. Sta setning merkinga (hringir, stær eirra segir til um fjölda fiska og litur um merkingarár) og endurheimtur (stjörnur) makrílmerkja sem endurheimtust hjá HB-Granda á Vopnafirmerkinganna i 2014. Merkingar vi mynd vesturafNoreg voru tilraunstjórnað til a merkja eins árs markmið að fá skýrari fari 2011 þjóðlegt verkefni, frá Noregi, þarmakríl. sem og dreifingu makríls út frá vetursetustöðvunum. Framtíðarhorfur Um þessar mundir eru alls um 20 makrílvinnslur útbúnar til að skanna makrílafla fyrir rafeindamerkjum og eru þær í Noregi (9), Evrópusambands löndunum (9), Færeyjum (1) og hjá HB-Granda á Vopnafirði. Þessu til viðbótar verða skannar settir upp hjá Síldarvinnslunni á Neskaupsstað og Skinney-Þinganesi á Hornafirði í vetur. Hér á landi hafa vinnslurnar borið allan kostnað af kaupum og uppsetningu skannana, sem og daglegum rekstri þeirra sem er mikilvægt framlag til vísinda. Hafrannsóknastofnun hefur fylgt þessu verkefni eftir hér á landi og sér meðal annars um upplýsingasöfnun um veiðar og landanir skipa til þessara makrílvinnslna. Þetta er þýðingarmikið al-

útgerðir og fiskvinnslur vinna með vísindamönnum við að afla þekkingar og auka áreiðanleika vísindalegra gagna. Árið 2013 var um 14% (132 þús. tonn) af 932 þús. tonna heildarafla úr stofninum skannaður og var fjöldi endurheimtra merkja 139. Þótt fjöldi vinnslna með skanna hafi aukist síðan 2013 þá er brýnt að hvetja fleiri vinnslur og vinnsluskip til að koma sér upp slíkum skönnum því gögn sem fást úr svona verkefni verða betri og áreiðanlegri eftir því sem hærra hlutfall heildaraflans er skannaður. Þess utan mun uppsetning á þessum skönnum gera sambærilegar merkingar hér við land á makríl, og öðrum uppsjávarfiskum sem fer í gegnum þessar sömu verksmiðjur, mögulegar og fýsilegar í framtíðinni. Rannsóknarspurningar sem slíkar merkingar gætu fært svör við eru margar. S J ÁVA R A F L

NÓVEMBER 2014

27


Þ

á er komið að fiskuppskriftinni og aftur lítum við til þorsksins enda er hann frábært hráefni, í honum er lágt fituhlutfall en hann er samt svo ofsalega hollur og góður. Þessi réttur er flottur þegar maður tekur aðeins til í ísskápnum og það er um að gera að nota það sem til er og skipta út. Hráefni (svona c.a): ■ 2 þorskflök skorin í hæfileg stykki ■ 1 dl heilhveiti ■ Smjör og olía (á pönnuna) ■ 1 rauð paprika í bitum ■ Nokkrir sveppir í bitum ■ 1/2 rauðlaukur í bitum ■ 1/2 box (lítið) af hvítlauks smurosti ■ 1/2 box af chili smurosti ■ 1,5 dl rjómi ■ Salt & svartur pipar ■ 1/2 tsk turmerik (curcuma)

Fisknum er velt upp úr heilhveitinu og hann síðan steiktur á pönnu þar til hann er næstum því steiktur í gegn. Honum er svo raðað í eldfast mót og það sett til hliðar. Gott er að velgja aðeins botninn á fatinu til að fiskurinn kólni ekki alveg. Grænmetið er svo sett á pönnuna og það steikt aðeins. Stráið turmerik yfir, bætið við ostum og látið þá bráðna. Bætið við rjómanum og látið þetta sjóða saman. Svo þarf að pipra og smakka áður en þið setjið salt því það getur verið að ostarnir séu nógu saltir svo það þurfi ekki salt. Hellið þessu yfir fiskinn og berið fram. Grænt salat og blönduð brún og villihrísgrjón passa vel með þessu en villigrjón innihalda góðar fitusýrur og þar af töluvert af omega 3 sem er svo gott fyrir okkur. Njótið vel!

28

S J ÁVA R A F L

NÓVEMBER 2014

Kraftmikill f iskréttur


Skráning á www.sjavarutvegsradstefnan.is

S T Æ R S T I

V E T T V A N G U R

A L L R A

S E M

S T A R F A

Í

S J Á V A R Ú T V E G I N U M

Grand Hótel Reykjavík 20. – 21. nóvember

2014

Föstudagurinn 21. nóvember

Fimmtudagurinn 20. nóvember Afhending gagna 09:00 Málstofa - Gullteigur

Íslenskur sjávarútvegur

Málstofa A3 - Gullteigur Sjávarútvegur og menntun

Málstofa B3 - Hvammur Nýsköpun í kæli- og frystitækni Málstofa B4 - Hvammur Vinnsla á sjó eða vinnsla í landi?

Málstofa A1 - Gullteigur Eitt, tvö eða fleiri fiskveiðistjórnakerfi ?

Málstofa B1 - Hvammur Uppsjávarfiskur – Þögla byltingin

Málstofa A4 - Gullteigur Hvað er sanngjarnt auðlindagjald?

Málstofa A2 - Gullteigur Eru fjárfestingartækifæri í sjávarútvegi?

Málstofa B2 - Hvammur Tækifæri til nýsköpunar í sjávarútvegi

Málstofa - Gullteigur

Markaðir til framtíðar

Aðal styrktaraðilar Sjávarútvegsráðstefnunnar 2014

Hluthafafundur Sjávarútvegsráðstefnunnar klukkan 15:30

Eldsneyti í vinnunni Hressing býður upp á fjölbreytt úrval af kaffi- og vatnsvélum, kæliskápum, safa- og djúsvélum og sjálfsölum fyrir vinnustaði. Kíktu á hressing.is eða hafðu samband við okkur í síma 412 8100.

KAFFIVÉLAR

VATNSVÉLAR

SAFA- & DJÚSVÉLAR

KÆLISKÁPAR

SJÁLFSALAR

HRESSING

S: 412 8100 WWW.HRESSING.IS

S J ÁVA R A F L

NÓVEMBER 2014

29


Sjó Anton slær öllu við. Það sem þeim kjánanum dettur í hug er óborganlegt. Hér að neðan eru vefslóðir á ljósmynd og myndskeið af uppátækjum hans. Ljósmynd: http://bit.ly/jantonveidir Myndskeið1: http://bit.ly/jantonoghamerin Myndskeið2: http://bit.ly/jantonfri Stundar þú einhverja líkamsrækt á sjónum? Ég er með handlóð um borð sem ég gríp af og til í en hér er engin líkamsræktar aðstaða í boði. Annars fiskum við yfirleitt svo rosalega að þó að aðstaðan væri til staðar er óvíst að mannskapurinn hefði krafta til þess að nota hana. Ef þú myndir smíða þér skip/bát hvað myndir þú láta það heita? Drangey, það á vera til bátur eða skip með því nafni frá Sauðárkróki

Hin hliðin Fullt nafn: Davíð Már Sigurðsson Fæðingardagur og staður: Ég kom í heiminn á Akureyri 29. Ágúst 1983 Fjölskylduhagir: Ég á heittelskaða eiginkonu, 9 ára prinsessu, 6 ára íþróttaálf og örverpið er væntanlegt í Janúar 2015 Draumabíllinn: Audi Q7 fyrir fjölskylduna en Porsche 911 eftir að krakkarnir flytja að heiman. Besti og versti matur: Ég smakkaði hákarlauggasúpu á Spáni fyrir einhverjum árum síðan, hún var langtum verri en þorláksmessuskatan en hamborgarahryggurinn hjá eiginkonunni eftir leiðbeiningum frá mömmu gömlu er sennilega það besta sem ég fæ. Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Blönduhlíð í Skagafirði Starf: Háseti um borð í Klakk SK 5 frá Sauðárkróki og myndsmiður. Hvað er það sem heillar þig mest við sjóinn? Að leggjast upp í koju í vitlausu veðri er eins og að láta rugga sér í svefn. Það er hrikalega heillandi svo er maður alltaf að sjá og læra eitthvað nýtt sem gefur mér mikið. En það væri óheiðarlegt að taka það ekki einnig fram að auðvitað skipta tekjurnar og frítúrarnir voðalega miklu máli. Eftirminnilegasti samstarfmaðurinn á sjó og hvað er það sem gerir hann eftirminnilegri en aðra? Þeir eru nokkrir sérstakir sem standa upp úr. Björn Ævar stýrimaður var einstakur, Hann átti það til að góla “Ég er yfirmaður hér!” í tíma og ótíma (í góðu auðvitað). Einnig var Addi afleysingakokkur alger sprelligosi en Jón Anton, stundum kallaður

30

S J ÁVA R A F L

NÓVEMBER 2014

Hvað var draumastarfið þitt sem lítill strákur? Ætli mig hafi ekki alltaf langað að starfa eitthvað við tölvur. Ég prufaði það og gat ekki annað en skipt um skoðun vegna hreyfingarleysis. Sem er í rauninni magnað af því að þegar ég er heimavið er oftast hægt að ganga að mér vísum upp í sofa með tölvuna í fanginu. (Þegar heimilistörfunum er lokið að sjálfssögðu) Skemmtilegasti árstíminn á sjó? Sumarið er best, þegar dagurinn er sem lengstur. Það getur verið svo asskoti niðurdrepandi að sjá varla sólarglætu svo mánuðum skipti. Hvað finnst þér erfiðast við sjómennskuna? Að kveðja börnin venst aldrei, sama hversu oft ég geri það. Eftirminnilegasta atvikið á sjónum? Ég hef nú ekki verið sjómaður í marga áratugi en þeir sem hafa þurft að skera vel rotið hvalshræ úr veiðarfærinu gleyma því aldrei. Hvaða lið verður Englandsmeistari í ár? Því miður verður það ekki Liverpool. En… “at the end of the storm there is a golden sky” Ef þú ættir að velja eina íþrótt til þess að keppa með áhöfninni þinni í hvaða íþrótt yrði fyrir valinu? Við strákarnir tókum í fyrra þátt í Jólahraðmóti í Körfubolta og unnum auðvitað alla þá sem við kepptum við. Stolt siglir fleygið mitt með Gylfa Ægis eða Ship-o-hoj? Stolt siglir fleygið mitt. Siginn fiskur eða gellur? Pizza. Smúla eða spúla? Smúla. Eitthvað að lokum: Áhugasamir geta fylgst með amstri áhafnarinnar á Klakk SK5 á fésbókarsíðunni minni hérna: http://bit.ly/amsturahafnarinnar og séð eldri myndir hérna: http://bit.ly/klakkurinn Ég er líka á ljósmyndavefnum flickr: http://bit.ly/davidmarflickr Endilega lítið við!


Allt til togveiða Minnum á öfluga þjónustu Ísfells og gott úrval af vörum til togveiða. Hér fyrir ofan má sjá lítið brot af þeim vörum sem Ísfell býður fyrir togveiðar. Í vörulistanum á www.isfell.is er að finna ítarlegar upplýsingar um allar vörur. Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna!

-Ì>ÀvÃÃ̟sÛ>ÀÊÃviÃʜ}ÊØiÌÃ\ UÊØiÌÊ0œÀ?ŽÃ…Ÿv˜Ê‡Ê$ÃiÞÀ>ÀLÀ>ÕÌÊÓn UÊØiÌÊ6iÃ̓>˜˜>iލ>ÀʇʏŸÌՓʣ™ UÊØiÌÊÖÃ>ۉŽÊ‡Ê >Às>…ÖÈ UÊØiÌÊŽÕÀiÞÀˆÊ‡Ê"``iÞÀ>ÀÌ>˜}ˆ UÊØiÌÊ->Õs?ÀŽÀŽÕÀʇÊ?}iÞÀˆÊ£ ÜÜÜ°ˆÃvi°ˆÃ UÊÀˆÃÌLŸÀ}Ê$>vÃvŸÀsÕÀʇÊ*?ÃLiÀ}Ã}ŸÌÕÊ£ UÊÃviÊÉÊØiÌÊ>v˜>ÀvŸÀsÕÀ ÃviÊi…vÊUÊ$ÃiÞÀ>ÀLÀ>ÕÌÊÓnÊUÊÓÓäÊ>v˜>ÀvŸÀsÕÀÊUÊ-‰“ˆÊxÓääÊxääÊUʈÃviJˆÃvi°ˆÃ


H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 4 - 2 4 2 1

Upplifun Mercedes-Benz M-Class er meistarasmíð. Afburða hönnun, fjölmargar tækninýjungar, kraftur og framúrskarandi aksturseiginleikar breyta akstri í upplifun. Hann er búinn hinu háþróaða 4MATIC aldrifskerfi sem bregst strax við breyttum akstursaðstæðum, t.d. mikilli úrkomu, ísingu eða snjó. Dráttargetan er heil 3.500 kg og hann eyðir aðeins 5,8 l/100 km í blönduðum akstri.

Komdu Öskju á Krókhálsi 11 og upplifðu reynsluakstur á glæsilegum M-Class.

Mercedes-Benz M-Class 250 BlueTEC, 4MATIC og með 7 þrepa sjálfskiptingu. Verð frá 9.980.000 kr.

ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz á Íslandi

Þú finnur „Mercedes-Benz Ísland“ á Facebook

Profile for Sjávarafl

Sjávarafl 2.tölublað 2014  

Sjávarafl 2.tölublað 2014  

Profile for sjavarafl

Recommendations could not be loaded

Recommendations could not be loaded

Recommendations could not be loaded

Recommendations could not be loaded