Sjávarafl júní 2021 2.tbl 8.árg

Page 1

SJÁVARAFL Júní 2021 2. tölublað 8. árgangur

Til hamingju með daginn sjómenn!

Gosið er léttir

Með sjómennsku í blóðinu

Framtíðin liggur í gervigreindinni

Hjónaband Curio og Marel

Nýsköpunarlandið Ísland


Efnisyfirlit BLAÐSÍÐA

4 Grunnurinn var lagður af íslenskum sjómönnum 6 Frá verbúðum til vottaðrar vinnslu 10 Störfin í fiskeldinu – fjölbreytt og eftirsótt 14 Draumaveröld framtíðar 18 Vinnuslys sjómanna 22 Hönnun og hátækni í Hafnarfirði 26 Vinnslustöðin kaupir fjölskyldufyrirtækið Huginn ehf 28 Fjarðabyggðarhafnir – Miðstöð sjávarútvegs 31 Nýsköpun í Háskólasetri Vestfjarða 36 Hvað er handan við hornið? 38 Skaginn 3X og Baader í eina sæng 42 Hátíð hafsins 44 Óhefðbundnir próteingjafar í fiskeldisfóður 48 Stefndi á gullsmíði en féll fyrir netagerðinni 49 Óþrjótandi möguleikar í fiskeldinu

Þekking í sjávarútvegi er nauðsynleg

Í

slenskt efhnahagslíf skapast af auðlegð í landinu okkar og fólkinu sem það byggir, hvort sem um er að ræða náttúruauðlindir eða þann auð sem býr í þekkingu og færni landsmanna. Óspillt náttúra er verðmætasta auðlind íslensku þjóðarinnar.

Sjávarútvegurinn reiðir sig stanslaust sig á rannsóknir og vöruþróun en reynslan hefur sýnt að aukin verðmætasköpun í greininni byggir á hugviti sem við megum vera stolt af. Allt þetta byggir á þeim stoðum sem við þekkjum svo vel. Við höfum starfað við fiskveiðar og vinnslu og búum yfir mikilli þekkingu. Sú þekking er okkar auður og innsýn inn í frekari nýsköpun. Í dag eins og á öðrum tímum eru sjávarútvegsvörur mikilvægastu útflutningsvörur okkar landsmanna. Því má segja að kórónuveiran hafi verið rothögg á efnahagslífið, svo ekki sé nú talað um þá sem hafi veikst og látist. Átti engin von á hversu lengi faraldurinn hefði áhrif á umheiminn og hversu illa. Nú þegar komið er nánast hjarðónæmi hér á landi, eftir að bólusetningar fóru að ganga hraðar, verður allt aðeins líkara eins og fyrir kórónuverufaraldurinn. Þá munu veitingastaðir geta haft opið lengur og fleiri mega koma saman. Mun þá meðal annars vera hægt að gæða sér á spennandi fiskréttum og hlutur verg landsframleiðslu mun aukast til muna. Allri skipulagðri skemmtidagskrá Hátíðar hafsins verður aflýst þetta árið vegna faraldursins en stefnt er að því að gefa sjómannadeginum þann verðuga sess sem honum ber. Markmiðin með þessum hátíðsdegi eru meðal annars að heiðra minningu látinna sjómanna, þeirra sem slasast hafa í starfi og huga að öryggismálum til sjós og lands ásamt slysavörnum. Einnig er Sjómannadagurinn baráttudegur sjómanna. Sjómenn og ykkar aðstandendur, gleðilega hátíð og hjartanlegar hamingjuóskir með daginn ykkar. Megi sjósókn og glíman við Ægi sem hefur markað þjóðarsálina frá örófi alda, verða ávalt ykkur í hag.

Útgefandi: Tímaritið Sjávarafl ehf Sími: 6622 600 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Elín Bragadóttir

Elín Bragadóttir ritstjóri

Alda Áskelsdóttir, blaðamaður

Anna Helgadóttir, umbrot og hönnun

Ásgerður Jóhannsdóttir, blaðamaður

Snorri Rafn Hallsson, blaðamaður

Bergþóra Jónsdóttir, blaðamaður

Sigrún Erna Geirsdóttir, blaðamaður

Vefsíða: www.sjavarafl.is Netfang: elin@sjavarafl.is Umbrot og hönnun: Anna Helgadóttir anna.helgadottir55@gmail.com Forsíðumynd: Anna Helgadóttir Prentun: Prentmet Oddi ehf

2

SJÁVARAFL JÚNÍ 2021


Sjómenn Sendum ykkur og ykkar fjölskyldum, hamingjuóskir í tilefni sjómannadagsins.

Þeir kröfuhörðu velja

ísþykknibúnað og forkæla

Nýtt heimilisfang Turnahvarf 8 · 203 Kópavogi · 587 1300 · kapp@kapp.is · www.kapp.is


Grunnurinn var lagður af íslenskum sjómönnum

Þ

að er óumdeilt að starf sjómannsins er um margt gjörólíkt öðrum önnum í lífi fólks. Starfið krefst mikillar fjarveru frá fjölskyldu og vinum, er í senn einmannalegt, erfitt og hart. Frá því sjómennskan var mitt aðalstarf hefur starfið tekið gríðarmiklum breytingum að öllu því er snýr að ytri umgjörð þess en inntakið er enn það sama - hæfni, þolgæði og æðruleysi. Starfið er því í eðli sínu enn hið sama og þegar að ég fór fyrst til sjós 16 ára gamall á skuttogaranum Björgvin EA 311. Vissulega hafa orðið stórstígar framfarir til góðs á liðnum árum og í dag er aðbúnaður þeirra sem starfa til sjós allt annar og betri en var fyrir ekki svo löngu síðan. Með sama hætti hafa kröfur til starfsins breyst á undra skömmum tíma. Nægir í því sambandi að nefna aukna afkastagetu skipastóls Íslendinga í ljósi þeirra framfara sem orðið hafa í smíði skipa og sömuleiðis þeirrar tækni sem nýtt er hvort heldur er við fiskveiðar eða sjóflutninga. Á sama tíma hafa kröfur um öryggi og bættan aðbúnað íslenskra sjómanna tekið stórstígum framförum. Þar munar að minni hyggju mest um Slysavarnaskóla sjómanna sem á stærstan þátt í þeim langþráðu breytingum til góðs sem snúa að öryggismálum sjómanna. Hilmar Snorrason og samstarfsfólk hans hafa á undanförnum árum unnið gríðarlega gott starf í þágu öryggismála um borð í íslenskum skipum. Ég leyfi mér að fullyrða að þeirra góða starf á einna stærstan þátt í þeirri hugarfarsbreytingu meðal starfstéttarinnar sem hefur skilað fleiri sjómönnum heilum í heimahöfn en ella hefði verið. Okkur Íslendingum hefur á undanförnum þremur til fjórum áratugum auðnast að skapa forsendur fyrir þeirri öflugu atvinnugrein sem íslenskur sjávarútvegur er í dag. Atvinnugrein sem er í fararbroddi á heimsvísu en um leið hryggjarstykkið í hinum dreifðu byggðum hringinn í kringum landið. Þar eru að verki margir samverkandi þættir, meðal annars sjálfbær nýting auðlinda hafsins á grundvelli vísindalegra rannsókna, skynsamlegt fiskveiðistjórnunarkerfi og öflugt samspil hefðbundinna sjávarútvegsfyrirtækja og tækni- og þekkingarfyrirtækja. Grunnurinn að þessum frábæra árangri, og um leið stórbættum lífskjörum okkar Íslendinga, var hins vegar lagður fyrir margt löngu af íslenskum sjómönnum sem öðrum stéttum fremur hafa hætt lífi sínu við vökur, vosbúð og kulda. Sjómannadagurinn er í senn táknrænn fyrir þann hlýhug og þá virðingu sem íslenska þjóðin ber til íslenskra sjómanna en einnig mikilvægur minnisvarði um þýðingarmikið og öflugt framlag sjómanna í áranna rás. Dagurinn er fyrir mig persónulega einn merkasti dagur ársins þó vægi hans í þjóðlífi Íslands sé allt annað en áður var þegar fábreytni í atvinnu og afþreyingu var til muna minni. Ég óska sjómönnum og fjölskyldum farsældar og hamingju í tilefni dagsins. Með virðingu og þakklæti. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra

4

SJÁVARAFL JÚNÍ 2021


GLORÍAN sem bylti flottrollsveiðum

Gloríu flottroll Hampiðjunnar voru þróuð í nánu samstarfi við íslenskar útgerðir, skipstjórnarmenn og sjómenn. Á síðustu 32 árum hefur Hampiðjan framleitt og selt yfir þúsund Gloríur til útgerða í 28 löndum.

– veiðarfæri eru okkar fag


Frá verbúðum til vottaðrar vinnslu Þjóðin hefur ekki farið varhluta af þeim hræringum sem hér hafa átt sér stað undanfarið. Jarðskjálftar skuku suðvesturhornið vikum saman og fann fólk svo sannarlega fyrir því. Sjávarútvegsfyrirtækið Vísir er staðsett í Grindavík, skammt frá upptökum skjálftana. Sjávarafl tók framkvæmdastjórann Pétur Hafstein Pálsson tali. Gosið er léttir Vísir hf var eitt þeirra fyrirtækja sem glímdi við rafmagnsleysi þegar sló út í orkuveri HS Orku á Svartsengi vegna skjálfta í byrjun mars, en orkuverið sér bæjarfélaginu fyrir rafmagni. Jarðskjálftarnir sjálfir höfðu einnig áhrif á daglegt líf og líðan fólks á svæðinu. Pétur Hafsteinn segir að starfsfólk fyrirtækisins hafi heldur betur fundið fyrir því. „Jarðskjálftarnir voru erfiðir og taugatrekkjandi, fólk missti bæði svefn og hvíld vegna þeirra. Þetta byrjaði með látum í fyrra í kringum Þorbjörn, og þá var ekki á hreinu hvort það væri vegna niðurdælingar á heitu vatni eða kvikuinnskots. Nú sjá menn hvað er um að vera og þakka sínum sæla fyrir að þetta kom ekki upp hjá Þorbirni heldur þar sem það er núna.“ Það var ákveðinn léttir þegar eldgos braust út við Fagradalsfjall og viðstöðulausri skjálftahrinu linnti. „Við erum sæmilega róleg yfir eldgosinu. Þetta er eins mikið túristagos og það getur verið og það verður sífellt tignarlegra og fallegra,“ segir Pétur Hafsteinn, og bætir við: „Við erum vön svona skjálftahrinum, ég hef upplifað tvær stórar áður, 1967 og 1973, og svo alltaf af og til einhverja skjálfta en þetta var þannig að það hlaut eitthvað að gerast.“

Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf. Mynd aðsend.

Bjuggu á verbúðunum

Snorri Rafn Hallsson

Við erum vön svona skjálftahrinum, ég hef upplifað tvær stórar áður, 1967 og 1973, og svo alltaf af og til einhverja skjálfta en þetta var þannig að það hlaut eitthvað að gerast. 6

SJÁVARAFL JÚNÍ 2021

Í gegnum tíðina hafa ýmsir aðilar verið meðeigendur Vísis, en þó hefur fjölskyldan ávallt farið með meirihluta í fyrirtækinu og er Vísir hreinræktað fjölskyldufyrirtæki í dag sem leggur áherslu á hátæknivinnslu og ábyrgar veiðar. Fjölskylda Péturs flutti til Grindavíkur árið 1965 þegar faðir hans, Páll H. Pálsson stofnaði Vísi ásamt tveimur öðrum. Fyrstu árin í Grindavík hafðist fjölskyldan við þar sem nú eru skrifstofur fyrirtækisins. „Þetta voru verbúðir, sem almennt gengu undir nafninu „braggi“ eins og aðrar verbúðir í bænum en voru náttúruleg ekki braggar í þess orðs merkingu, þegar pabbi keypti fyrirtækið. Við bjuggum hérna fyrstu árin og það fór bara vel um okkur. Á veturna


Það eru engin skip betri en línuskipin yfir hávetur í vitlausum veðrum að skaffa fisk í húsin.

Skurðarvélar og róbótar frá Marel eru undirstaðan í glæsilegu frystihúsi sem Vísir reisti nýlega. Mynd aðsend.

voru með okkur Húnvetningar og Færeyingar og annað gott fólk á vertíð,” segir Pétur og bætir við: „Svo fluttum við upp í bæ í einni jarðskjálftahrinunni, en það hafði staðið lengi til. Og það hefur einhvern veginn æxlast þannig að hér erum við búin að vera síðan ýmist búandi eða vinnandi meira og minna síðan við komum.“ Skjálftahrinan sem Pétur minnist gekk yfir dagana 28.-30. september 1967. Alls voru skjálftar yfir 4,0 á Richterkvarðanum 14 talsins og sá stærsti 4,9: „Við gátum borið saman hljóðin í gömlu Sævíkinni og í nýja húsinu uppi í Mánagerði. Það var talsverður munur á hljóðunum í húsunum þegar skjálftarnir riðu yfir. Þau voru talsvert þyngri og drungalegri hérna í húsunum heldur en upp frá. Hér í bragganum var hitað upp með gömlum þungum pottofnum og þeir létu alveg vita af sér þegar það var jarðskjálfti.“

Sveigjanleg vinnsla og markaðssetning Undanfarin misseri hefur Vísir lagt áherslu á uppbyggingu innviða. Skipaflotinn hefur að miklu leyti verið endurnýjaður og endurbyggður og í fyrra hófst tilraun með rekstri á trollbát samhliða línuskipunum sem eru uppistaðan í flota Vísis. Kristínu hefur verið lagt og er Bylgja á leigu í hennar stað. Að sögn Péturs hefur tilraunin gengið vel, en henni fylgja vissulega áskoranir: „Við erum enn að meta hvernig trollfiskur passar inn í okkar vinnslu og markaðssetningu, en gefum okkur bara góðan tíma í það. Helsta áskorunin í svona samrekstri snýr að markaðnum, en okkur hefur tekist að halda þessu aðgreindu. Þeir viðskiptavinir sem kjósa línufisk fá hann auðvitað áfram, en nú bjóðum við einnig upp á trollfisk fyrir þá sem hafa áhuga á því.“ Markmiðið er þannig annars vegar að breikka hóp viðskiptavina Vísis og hins vegar að jafna út veiðina yfir árið segir Pétur: „Það eru engin skip betri en

Framtíðin er þannig að það þarf miklu fjölbreyttari reynslu og nám inn í þessi fyrirtæki en hefur verið hingað til.

Starfsmenn Vísis landa afla úr línubátnum Sighvati í heimahöfninni Grindavík. Mynd aðsend SJÁVARAFL JÚN´´Í 2021

7


Vísir gerir aðallega út á þorsk og ýsu en nýlega byggði fyrirtækið nýtt hátæknifrystihús

línuskipin yfir hávetur í vitlausum veðrum að skaffa fisk í húsin en að sama skapi geta línuskipin verið örlítið erfiðari yfir sumartímann. Vísir gerir aðallega út á þorsk og ýsu en nýlega byggði fyrirtækið nýtt hátæknifrystihús. Vinnslan er í gömlu húsi en byggðir voru glænýir salir með skurðarvélum og róbótum frá Marel. Þetta eykur á sveigjanleika vinnslunnar og fjölbreytni afurða sem Pétur segir að sé einn lykillinn að velgengni Vísis: „Línufisk má nota í hvernig vinnslu sem er: saltfisk, léttsaltað, ferskt, frosið, bita, heilflök og hvað eina. Þess vegna erum við með sérhæfðar veiðar en sveigjanlega vinnslu, þegar eftirspurn eftir einni afurð minnkar þá getum við brugðist með því og framleitt það sem markaðurinn kallar eftir hverju sinni.“ Markaðsstarfið tekur eðli málsins samkvæmt mið af þessu og markast starfið af því að skapa útgönguleiðir fyrir þær ýmsu vöru sem Vísir býður upp á og stilla enn betur saman ólíka þætti virðiskeðjunnar. Pétur segir að stefnan sé skýr: „Við komum hlutunum þannig fyrir að þegar einar dyr lokast þá getum við opnað aðrar. Við erum í eðli okkar langhlauparar og tökum okkur tíma í þetta. Það ærið verkefni núna. Á tímabili fór allt í að kaupa sér veiðiheimildir jafnóðum og þær voru teknar af okkur en vonandi heyrir það nú sögunni til svo við getum nýtt orkuna í að búa sem mest til úr því sem við höfum í höndunum.“

Faraldur og fjölbreytileiki Þetta fyrirkomulag reyndist Vísi einstaklega vel þegar heimsfaraldurinn skall á í byrjun síðasta árs. Helmingurinn af afurðunum úr frystihúsinu eru ferskar, en hinn helmingurinn frystur. Vægi léttsöltunar hefur aukist en söltunin fer enn fram í sama húsi og vinnslan hófst í árið 1965, þar sem fjölskyldan bjó á efri hæðinni. Fjölbreytt vöruúrval og vinnsluleiðir hefur gert Vísi kleift að takast á við sveiflur á mörkuðum og flutningsleiðum. En það er ýmislegt annað sem faraldurinn hefur sett mark sitt á. Í ljósi faraldursins og annarra aðstæðna hefur farið fram kortlagning á þjóðhagslega mikilvægum fyrirtækjum. Vegna stærðar sinnar og eðli starfseminnar flokkast Vísir sem eitt þeirra og hefur því fengið að halda starfseminni gangandi í gegnum faraldurinn með ströngum skilyrðum: „Eins og flest fyrirtæki og Íslendingar almennt höfum við náð að stilla okkur mjög vel inn á þau. Við settum upp mjög strangar aðskilnaðarog umgengnisreglur í landi og á haustmánuðunum tókum við upp skimanir á bátunum. Allir sem mæta um borð úr fríum eru skimaðir

8

SJÁVARAFL JÚNÍ 2021

fyrir veirunni,“ segir Pétur og bætir við að starfsfólkið hafi tekið vel í nýtt skipulag sem fylgir breyttum aðstæðum: „Það kom okkur svolítið á óvart að þegar við vorum búin að setja upp strangar aðgengisreglur þá var það frekar það að starfsfólk væri að benda okkur á eitthvað sem gætum gert til viðbótar frekar en hitt. Starfsfólkinu er mjög annt um að þetta sé í lagi.“

Vottanir og vinnustaðamenning Samhliða sóttvarnaraðgerðum er einnig gerð sterk krafa um opna upplýsingagjöf vegna þjóðhagslega mikilvægrar stöðu fyrirtækisins. „Það er eins og hvert annað verkefni sem krefst mannafla og fyrirhafnar, en við erum vel undirbúin undir það,“ segir Pétur og þakkar góðri vinnustaðamenningu og starfsanda fyrir hvernig hefur tekist til. Breyttir tímar kalla á breyttar áherslur og síðastliðin ár hefur Vísir lagt kapp sitt á að fá starfsemi sína vottaða meðal annars út frá sjálfbærnis- og jafnréttissjónarmiðum. Til þess þarf að taka tillit til ýmissa þátta sem snúa að því hvernig fyrirtækið vinnur í sínu umhverfi og með sínu starfsfólki: „Við erum komin með jafnlaunavottun og vinnslan er vottuð út frá matvælaöryggi, sjálfbærni og rekjanleika. Við getum verið nokkuð brött með hvernig við stöndum að þessum málum,“ segir Pétur og leggur áherslu á það sem hann nefnir fernuna: öryggi, umhverfi, gæði og mannauð: „Þetta hangir allt saman. Þú þarft að falla vel inn í umhverfið og samfélagið og í dag er ætlast til þess að menn vinni með þessum hætti.“ Vísi hefur tekist vel til að svara því kalli og ítrekar Pétur að menningin innan fyrirtækisins geri það að verkum að auðvelt sé að takast á við slík verkefni. Það sama á við um að taka inn nýjar tæknilausnir og þróa þær. Þar leikur ungt fólk með mikla reynslu veigamikið hlutverk. „Ég kalla það ungt fólk sem er undir fertugu, það er af því að maður er sjálfur yfir sextugt. Þegar mín kynslóð tók til starfa var hún með allt annan bakgrunn en fólk í dag. Við erum alin up á sjó og í vinnslunum og bárum því snemma mikla ábyrgð. Ungt fólk sem kemur inn í þetta núna var kannski í skóla og öðrum störfum fram undir þrítugt og er því með alls konar öðruvísi reynslu og þekkingu til dæmis úr iðnnámi, tölvuheimum og hagfræðiskólum,“ segir Pétur. „Þegar þetta fólk er búið að vinna og bera ábyrgð í 10 ár ásamt sínu námi og sínum bakgrunni þá er yfirleitt komið það fóður inn í fyrirtækin sem þarf til að horfa fram á veginn. Án þess að gera neitt lítið úr reynslu okkar kynslóðar, hún er öðruvísi og dugði í það sem við vorum að gera, en ég held að framtíðin sé þannig að það þarf miklu fjölbreyttari reynslu og nám inn í þessi fyrirtæki en hefur verið hingað til.“


Að sjá verðmæti… þar sem aðrir sjá þau ekki er einn dýrmætasti hæfileiki sem fólk býr yfir. Okkar hlutverk er að auðvelda þeim sem hafa þennan hæfileika að þroska og framkvæma hugmyndir sínar, samfélaginu öllu til hagsbóta.

Matís er öflugt þekkingarfyrirtæki sem sinnir fjölbreyttu rannsókna-, þjónustu- og nýsköpunarstarfi í matvæla- og líftækniiðnaði. www.matis.is


Störfin í fiskeldinu – fjölbreytt og eftirsótt Lítil frétt í fjölmiðlum á dögunum varpaði athyglisverðu ljósi á þá fjölþættu atvinnusköpun sem á sér stað á degi hverjum vegna uppbyggingu laxeldis. Í fréttinni var frá því greint að hafin væri bygging umbúðaverksmiðju á Djúpavogi. Fjárfestingin næmi um 1,5 milljarði króna og myndi fjölga störfum í byggðalaginu. Umbúðirnar verða notaðar undir laxaframleiðslu sem fyrir er á staðnum og er undirstöðugrein þessa litla en vaxandi byggðalags. Þetta er enn eitt dæmið um hin jákvæðu áhrif sem við höfum kynnst á Vestfjörðum og Austfjörðum vegna laxeldis. Það hefur vaxið verulega á undanförnum árum og er nú orðið markverður hluti vöruútflutningsins og mikilvægur þáttur í þjóðarbúskapnum og atvinnusköpun. Ekki síst á landsbyggðinni.

10

SJÁVARAFL JÚNÍ 2021

Þróunin er bara rétt að byrja Núna er fiskeldi sem óðast að slíta barnsskónum. Við höfum séð störfin verða til, byggðirnar eflast sem njóta góðs af uppbyggingunni og þar sem áður var hnignun eða varnarbarátta er núna vöxtur, fjólksfjölgun og bjartsýni ríkjandi. Það hlýtur að teljast afar jákvætt að störf sem verða til eru ótrúlega fjölbreytt og kalla á fjölþætta reynslu, þekkingu og sérhæfingu. Enda hefur reynslan sýnt að karlar jafnt og konur sækjast eftir þessum störfum. Ungt fólk sest að í byggðum þar sem meðalaldurinn var áður hærri að jafnaði, en á landinu í heild. Aukin framleiðsla eldisfyrirtækja skapar forsendur fyrir nýrri starfsemi, eins og dæmið af kassaverksmiðjunni á Djúpavogi er gott dæmi um. Óteljandi störf hafa þegar orðið til í margvíslegri þjónustu. Með meira framleiðslumagni mun sú þróun halda áfram. Fóðurframleiðsla flyst inn í landið, en fóðrið hefur hingað til að mestu verið innflutt. Aukin framleiðsla skapar einnig möguleika á frekari úrvinnslu á afurðum, þar sem beitt verður tækni sem íslensk hátæknifyrirtæki hafa þróað. Fyrirtæki á borð við Marel, Skaginn 3X, Valka og fleiri munu koma sterk inn. Á komandi árum munum við því sjá enn frekari og fjölbreyttari atvinnusköpun.


Einar K. Guðfinnsson.

Seiðaeldisstöðvar hafa risið, jafnt sunnanlands og norðan og auðvitað einnig í nágrenni fiskeldisstöðva og er ekkert lát á þeirri uppbyggingu. Skólastarf á öllum námsstigum, sem þjónar fiskeldinu, blómstrar sem aldrei fyrr. Vísindamenn vinna að margvíslegum verkefnum sem tengjast fiskeldi og áfram mætti lengi telja.

Góð laun – eftirsótt störf En það er ekki nóg að skapa störf. Mikilvægt er að þau séu fjölþætt og vel borguð og veki áhuga sem flestra. Í athyglisverðri grein sem Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri SFS skrifaði nýlega eru birtar opinberar tölur um staðgreiðsluskyldar launagreiðslur á mánuði

eftir atvinnugreinum. Þar kemur í ljós að fiskeldið er í flokki þeirra atvinnugreina sem greiða hvað hæstu launin. Þetta er auðvitað afar ánægjulegt og skýrir meðal annars að störfin í greininni eru eftirsótt og jafnan fleiri en færri um hvert starf.

Staðreyndirnar frá Vestfjörðum Í nýrri skýrslu endurskoðunarfyrirtækisins KPMG, sem unnin var fyrir Vestfjarðastofu um áhrif fiskeldis á Vestfirði, er lagt mat á framtíðarmöguleikana miðað við fyrirliggjandi áhættumat sem gerir ráð fyrir 64.500 tonna lífmassa. Engin ástæða er til annars en að ætla að áhrifin yrðu sams konar á Austfjörðum, en þar gerir áhættumatið ráð fyrir um 42 þúsund tonna lífmassa. Í skýrslunni kemur ma eftirfarandi fram:

SJÁVARAFL JÚN´´Í 2021

11


1. Áætlað er að fjöldi beinna starfa á Vestfjörðum verði allt að 640

Fiskeldið verður ein af meginstoðum hagkerfisins

2. Áætlað er að fjöldi óbeinna/afleiddra starfa á Vestfjörðum verði allt að 390

Ljóst er að fiskeldi, einkanlega laxeldi, mun vaxa á næstu árum. Eftir tvö ár verður laxeldisframleiðslan orðin um 55 þúsund tonn, sem er átjánföldun á einum áratug. Innan fárra ára verður framleiðslan væntanlega komin að þeim mörkum sem áhættumatið setur, 106 þúsund tonnum af lífmassa. Ætla má að eldi á regnbogasilungi muni aukast eftir mikinn samdrátt á síðustu árum. Þá hefur bleikjueldi allar forsendur til þess að vaxa með svipuðum hætti og verið hefur á næstu árum.

3. Áætlað er að allt að 1.850 íbúar gætu byggt afkomu sína á fiskeldi að einhverju leyti 4. Áætlað söluverðmæti afurða er um 46 milljarðar króna 5. Áætlað skattaspor þegar framleiðsla er í hámarki yrði 2,2 milljarðar króna, þar af nema greiðslur til sveitarfélaga 1,1 milljarði króna

Viltu hætta að handstýra kerfinu?

Við stillum loftræstikerfi

Það er því ljóst að fiskeldi á Íslandi verður á næstu árum ný meginstoð í íslenskri sjávartengdri framleiðslu og þýðingarmikill þáttur í efnahagslegri hagsæld Íslands, líkt og við þekkjum hjá öðrum þjóðum við Norður–Atlantshaf. Einar K. Guðfinnsson Starfar að fiskeldismálum hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi

Sjóferðabæn Það var siður að fara með sjóferðabæn áður en haldið var til veiða. Sjómennirnir tóku ofan höfuðföt meðan bænin var lesin og signdu sig eftir lesturinn. Stundum var bætt við „Faðir vor“. Misjafnt er eftir landshlutum hve lengi þessum sið var haldið en lestur sjóferðabæna lagðist niður á Norðurlandi um 1915.

Virkni loftræstikerfa er okkar fag! www.rafstjorn.is

12

SJÁVARAFL JÚNÍ 2021

„Guð gefi okkur góðar Stundir, skipi og mönnum Í Jesú nafni – amen“


Innilegar hátíðarkveðjur í tilefni sjómannadagsins


Jón Heiðar Pálsson, framkvæmdastjóri sölu hjá Wise. Ljósmynd: Wise.

Draumaveröld framtíðar Það ætti öllum að vera ljóst að sá frábæri árangur sem náðst hefur í íslenskum sjávarútvegi síðustu áratugina má ekki síst þakka öflugri nýsköpun og virkri tækniþróun innan iðnaðarins. Nú hefur fjórða iðnbyltingin hafið innreið sína og sú stafræna umbreyting sem á sér stað á öllum sviðum samfélagsins og viðskiptalífsins mótar sífellt fleiri hlekki í virðiskeðju sjávarfangs. Blaðamaður Sjávarafls leit í heimsókn til Jóns Heiðars Pálssonar, framkvæmdastjóra sölusviðs hugbúnaðar- og viðskiptalausnafyrirtækisins Wise, til að ræða framtíðina í þessum efnum.

Snorri Rafn Hallsson

Allar upplýsingar á einum stað Wise, sem áður hét Maritech, hefur getið sér gott orð hér á landi og víðar fyrir alhliða hugbúnaðarlausnir sem gera notendum kleift að taka góðar og vel upplýstar viðskiptaákvarðanir. Lausnir Wise byggja á bókhalds- og viðskiptahugbúnaðinum Microsoft Dynamics 365 Business Central en Wise er einnig einn stærsti endursöluaðili kerfisins hér á landi. Wise hefur um árabil boðið upp á sérhannaða lausn fyrir sjávarútvegsfyrirtæki sem kallast WiseFish og segir Jón Heiðar að á bilinu 80-90 prósent alls kvóta á Íslandi fari í gegnum kerfið með einum eða öðrum hætti. 20 ár eru síðan Wisefish kom fyrst á markað og var það mikil bylting fyrir iðnaðinn segir Jón Heiðar: „Grundvallarmunurinn á Wisefish og öðrum kerfum er að í nánast öllum tilvikum var þetta þannig að menn

14

SJÁVARAFL JÚNÍ 2021

voru með sérstakt bókhaldskerfi, sérstakt birgðakerfi, sölukerfi frá þriðja aðila og sjómannalaunakerfi frá einhverjum öðrum. Kerfin töluðu ekki saman og þetta var ekki heild eins og WiseFish er í dag. Í WiseFish er öllum gögnum um virðiskeðju sjávarafurða safnað saman á einn stað sem veitir einstaka innsýn inn í ferlið frá veiðum og vinnslu til sölu og dreifingar.“ Upplýsingarnar voru því svo að segja á rúi og stúi hér og þar í virðiskeðjunni, en með tilkomu WiseFish var hægur leikur að safna öllu saman í miðlægan gagnagrunn þar sem ekki lengur þarf að skrá hlutina á mörgum stöðum heldur flæða gögnin á milli. Þegar Navision, sem nú heitir Business Central kom fram á sjónarsviðið var kominn grunnur að því að samkeyra gögnin og auðvelda alla ferla. „Það sem við gerum er að búa til viðmótið „fiskur” fyrir þetta kerfi sem er notað af 150.000 fyrirtækjum um allan heim. Við þurfum ekki að útfæra grunnþróun á viðskipta- og birgðabókhaldi, heldur einbeitum okkur að sérhönnuðum aðlögunum og viðbótum til að mæta kröfum sjávarútvegsins. Wisefish var þannig fyrsta kerfið sem sameinaði alla þessa þætti sjávarútvegsfyrirtækja á einn stað. Þannig getur hver og einn einbeitt sér að sínu hlutverki,“ segir Jón Heiðar og bætir kíminn við: „Sölumaður þarf ekki að hafa neitt vit á bókhaldi, hann þarf bara að kunna að selja fisk!“

Góðar upplýsingar - góðar ákvarðanir Líkt og segir í upphafi greinar hafa tækniframfarir síðustu ára og áratuga sett mark sitt á sjávarútveginn. Undir lok síðustu aldar hófst hin svokallaða stafræna umbreyting (e. digital transformation) sem lagði grunninn til að mynd að samtengdum vinnslulínum og þeirri þróun í samskiptatækni sem býr að baki nýjungum dagsins í dag. Til þess að taka góðar ákvarðanir þarf góðar upplýsingar. Með tengingu við ýmis


Í WiseFish er öllum gögnum um virðiskeðju sjávarafurða safnað saman á einn stað sem veitir einstaka innsýn inn í ferlið frá veiðum og vinnslu til sölu og dreifingar. Sölugreining.

jaðartæki svo sem vogir og snjallsíma og samþættingu við til dæmis Innova hugbúnað Marel geta notendur WiseFish haft yfirsýn yfir veiðar, vinnslu, birgðir, sölu og dreifingu betur en nokkurn tímann áður og hagað starfseminni eftir því hvað er besta ákvörðunin hverju sinni. Jón Heiðar minnist þess hvernig ástandið var fyrr á tímum: „Ég man alltaf eftir því, ég held að ég hafi verið 11 ára þegar ég var kallaður í frystihúsið fyrir vestan og þegar ég gekk inn þá voru að minnsta kosti 20 tonn af steinbít á gólfinu. Þarna vorum við tveir strákar með einn gogg og það varð að vinna þetta strax og allir sem vettlingi gátu valdið voru kallaðir frá skólanum til að bjarga aflanum. Það var ekki sama skynsemin í þessum veiðum þá. Í dag er hægt að standa mun betur að þessu því gögnin styðja undir miklu betra skipulag.“

Framtíðin liggur í gervigreindinni Stór hluti vinnslu og framleiðslu á sjávarfangi hefur nú þegar verið sjálfvirknivæddur, en brátt líður að því að stíga næsta skref og nýta gervigreind til að styðja við ákvarðanatöku. Það er draumur Jóns Heiðars: „Hugsum okkur framleiðslustjóra sem fær 20 tonn af fiski inn, og úr honum er hægt að framleiða 100 mismunandi afurðir. Sú ákvörðun veltur á ótal þáttum eins og stærð og aldurs afla, hvaða pakkning er hagstæðust, hvaða söluverð fæst fyrir ólíkar afurðir eftir hvaða vöru kaupendur bíða og svo framvegis. Það eru á bilinu 30 til 40 vísar sem þú þarft að geta lesið úr á augabragði til að skilja hver er besta

Jón Heiðar Pálsson á humri á Höfn á Ólafi Tryggvasyni SF. Ljósmynd: Aðsend.

leiðin til að vinna úr aflanum.“ Jón Heiðar sér fyrir sér að gervigreind muni í framtíðinni koma að því að ákvarða vinnsluleiðir til að ná sem mestri hagkvæmni og framleiðni út úr þeirri takmörkuðu auðlind sem

Jón Heiðar minnist þess hvernig ástandið var fyrr á tímum: „Ég man alltaf eftir því, ég held að ég hafi verið 11 ára þegar ég var kallaður í frystihúsið fyrir vestan og þegar ég gekk inn þá voru að minnsta kosti 20 tonn af steinbít á gólfinu. Þarna vorum við tveir strákar með einn gogg og það varð að vinna þetta strax og allir sem vettlingi gátu valdið voru kallaðir frá skólanum til að bjarga aflanum. Það var ekki sama skynsemin í þessum veiðum þá. Í dag er hægt að standa mun betur að þessu því gögnin styðja undir miklu betra skipulag.“

Aldursgreining birgða SJÁVARAFL JÚN´´Í 2021

15


„Í þessum stafræna heimi sem við búum í væri hægt að sækja gögn úr sölu-, veiði-, vinnslu-, og viðskiptasögunni úr 100 stöðum í kerfinu til að sameina á einn stað til að hjálpa þér að taka bestu hugsanlegu ákvörðunina. Þetta er draumurinn sem við erum að vinna okkur í áttina að.” Framleiðslugreining heildartölur.

við höfum til ráðstöfunar: „Í þessum stafræna heimi sem við búum í væri hægt að sækja gögn úr sölu-, veiði-, vinnslu-, og viðskiptasögunni úr 100 stöðum í kerfinu til að sameina á einn stað til að hjálpa þér að taka bestu hugsanlegu ákvörðunina. Þetta er draumurinn sem við erum að vinna okkur í áttina að.“ En er þetta raunhæft? Hver er staðan í dag? „Hægt og rólega erum við komin með alls konar gagnastrauma og allar upplýsingar í kerfinu sem í raun myndu gera það mögulegt að reikna þetta út,“ svarar Jón Heiðar bjartsýnn. „Veiðiferðir eru skráðar í WiseFish, afli, hitastig, staðsetning og svo framvegis og þannig getur þú fylgst með hráefninu og vitað hvað er í lestinni, í hvaða körum, stærð, aldur og þar fram eftir götunum. Þegar skipið kemur í höfn er framleiðslustjórinn búinn að gera áætlun um hvað hann ætlar að gera við þennan afla því hann veit nákvæmlega hver hann er og hann ráðstafar aflanum í ýmsar vinnsluleiðir. Þá viljum við hafa gervigreindina til að hjálpa honum að velja vinnsluleiðirnar miðað við stöðuna á því augnabliki varðandi hvað markaðurinn er að biðja um og hvað eru sölumennirnir að selja.“ Gervigreind býður einnig upp á forspárgildi sem nýst getur í sölu og markaðssetningu á vörum segir Jón Heiðar: „ Sölumaður getur þá séð á einum stað hvað er til á lager og hvað mun vera til, því framleiðslan er gagnsæ og hægt að stýra henni miðað við eftirspurn og aðstæður. Þar með getur hann verið mun fyrri til bjóða sínum viðskiptavinum vöruna mögulegt er í dag því hann sér hvað er í vinnslu, hvers konar afli er að koma inn og hann veit hvaða vörur hann getur boðið upp á á meðan varan er enn úti á sjó sem nýveitt hráefni.”

Bónuskerfi fyrir öll frystihúsin voru keyrð í sama kerfinu. Þá var hægt að bera sig saman við hin fyrirtækin án þess að vita endilega hver var hvað. Okkur langar að taka þessa hugmynd upp á næsta stig, svo allir notendur WiseFish geti hlaðið tilteknum gögnum nafnlaust upp í skýið og fengið aðgang að ítarlegum samanburði sem hjálpar til við að finna bestu lausnirnar hverju sinni.“ Slíkur samanburður og aðstoð gervigreindar við ákvarðanatöku hefur ekki einungis fjárhagslegan ávinning í för með sér. Auk þess sem má hagræða og straumlínulaga með hjálp tækninnar er einnig hægt að vinna að aukinni sjálfbærni og grænum markmiðum. Kolefnisfótspor vöru spilar til dæmis sífellt stærra hlutverk í vali neytenda og með þeirri yfirsýn og innsýn sem WiseFish veitir er hægt að stýra betur því ferðalagi sem afli þarf að fara allt frá löndun og upp á matardisk. Með því að koma í veg fyrir óþarfa ferðalög er kolefnislosun minnkuð og dregið er úr líkum á óvæntum hitastigsbreytingum sem geta haft áhrif á gæði og geymsluþol vörunnar. Það er ljóst að þegar kemur að skipulagningu hvar svo sem er í virðiskeðju sjávarafurða skiptir öllu máli að geta tekið upplýstar ákvarðanir miðað við bestu upplýsingar hverju sinni. „Með því að nýta okkur heildarlausnir og gervigreind getum við farið enn lengra en við gerum í dag. Öll gögnin liggja fyrir til að taka allar þessar ákvarðanir, en það er ofboðslega erfitt að vinna úr þeim því þetta er svo mikið. Nú er bara að hjálpa betur til við ákvarðanatökur, svo þær verði markvissari og hægt sé að velja rétt í hvert skipti,“ segir Jón Heiðar að lokum.

Næstu skref Undir lok árs verður ný útgáfa af WiseFish tilbúin. Um þessar mundir vinnur Wise hörðum höndum að því ásamt ráðgjafafyrirtækinu Itera að gera nýju útgáfuna enn betri og notendavænni en þær fyrri. Ætlunin er að koma lausnum Wise á sölutorg Microsoft en til þess þarf kerfið að uppfylla stranga staðla hvað varðar gæði, virkni og stuðning. Nýja útgáfan verður viðbót við Business Central, fremur en innbyggð í kerfið og auðveldar það uppsetningu og uppfærslur fyrir notendur og samstarfsaðila. Á sama tíma verður tekin í notkun skýjalausn Microsoft en samkvæmt Jóni Heiðari er það lykilbreyting sem opnar á ýmsa tæknilega möguleika, meðal annars nýtingu gervigreindar: „Í fornöld þegar ég var að byrja í þessu, þá var ein tölva niðri í Síðumúla sem keyrði 30 fyrirtæki, svo gott sem öll sjávarútvegsfyrirtæki á landinu þá. Lykiltölur fjárhagur, áætlun og árið á undan.

16

SJÁVARAFL JÚNÍ 2021


Héraðsprent

við gerum út á góða þjónustu

fjarðabyggðarhafnir Mjóafjarðarhöfn Norðfjarðarhöfn Eskifjarðarhöfn Mjóeyrarhöfn Reyðarfjarðarhöfn Fáskrúðsfjarðarhöfn Stöðvarfjarðarhöfn

FJARÐABYGGÐ

Breiðdalsvíkurhöfn

www.fjardabyggd.is


Vinnuslys sjómanna 18

SJÁVARAFL JÚNÍ 2021


rennur á bleytu eða glussa og dettur og meiðir sig eða skipverji sem slasast við að vír slæst utan í hann, hann er slysatryggður samkvæmt slysatryggingu sjómanna. Hins vegar skipverji sem meiðist í baki við ofreynslu eða að beita sér vitlaust til dæmis við að lyfta eða ýta einhverju þungu hann er ekki slysatryggður samkvæmt slysatryggingunni, því þeim meiðslum er þá ekki valdið af skyndilegum utanaðkomandi atburði, heldur af röngu átaki skipverjans sjálfs. Er því mikilvægt láta skrá slys tafarlaust, með skilmerkilegum hætti í skipsbók, því hér getur eitt smáatriði skipt sköpum fyrir bótarétt viðkomandi skipverja, sérstaklega þegar um alvarleg meiðsli er að ræða eða meiðsli sem skerða starfsgetu viðkomandi skipverja til lengri tíma litið.

Strangar reglur um tilkynningu vinnuslysa – bótarétturinn getur glatast.

Jónas Þór Jónasson, lögmaður Sjómannafélags Íslands

Vinnuslys sjómanna – slys eru ekki alltaf slys og bótarétturinn getur glatast. Með breytingum sem gerðar voru á kjarasamningum sjómanna á fiskiskipum og farskipum fyrir um 20 árum fólst ein mesta réttarbót sem gerð hefur verið í kjaramálum sjómanna, þegar samið var um hina svokölluðu kaskótryggingu, sem þýddi að sjómenn sem slösuðust um borð við vinnu sína voru undantekningalaust slysatryggðir samkvæmt ákvæðum skaðabótalaga nr. 50/1993, án tillits til þess hvernig slysið bar að höndum og hverjum það var um að kenna. En þetta er ekki svona einfalt, því þó svo að sjómaður meiðist við vinnu sína um borð eru þeir ekki í öllum tilvikum slysatryggðir. Þá getur sú staða einnig komið upp að bótaréttur sjómanna sem slasast um borð falli niður sé ekki rétt staðið að málum í kjölfar slyssins.

Um slysatryggingu sjómanna gilda ákvæði laga um vátryggingarsamninga. Hafi sjómaður hlotið varanleg mein í sjóvinnuslysi er honum skylt samkvæmt lögunum tilkynna um slysið til viðkomandi tryggingafélags innan eins árs frá því honum mátti vera það ljóst að um varanlegar afleiðingar væri að ræða. Með öðrum orðum hafa sjómenn aðeins eitt ár til að tilkynna um slysið til tryggingafélagsins frá því þeim varð þetta ljóst. Berist tryggingafélaginu ekki tilkynning innan þess tíma fellur bótaréttur sjómannsins niður að öllu leyti og á hann enga kröfu lengur á hendur félaginu, jafnvel þó svo að afleiðingar slyssins sé alvarlegar. Er það því mikilvægt að sjóvinnuslys séu tilkynnt sem fyrst til viðkomandi tryggingafélags eigi síðar en að ári liðnu. Margir halda að útgerðirnar tilkynni öll skráð vinnuslys til tryggingafélaganna er raunin er alls ekki sú. Hefur það allt of oft gerst hin síðustu ár að sjómenn hafi glatað bótarétti sínum með því að bótaskyld slys hafi ekki verið tilkynnt fyrr en það var orðið of seint. Þegar sjóvinnuslys ber að höndum er því að mörgu að huga. Skulu sjómenn sem slasast í sjóvinnuslysi því ganga sem fyrst úr skugga um það gengið sé frá málum með öruggum og nákvæmum hætti, þannig að tryggt sé að hagsmunir og bótaréttur þeirra sé frá upphafi tryggður, þannig að þeir eigi það ekki á hættu að glata sínum bótarétti.

Slys eru ekki alltaf slys – hvaða slys eru bótaskyld? Þegar skipverjar meiðast við vinnu sína um borð í skipi þá halda flestir að þeir séu sjálfkrafa tryggðir samkvæmt hinni góðu slysatryggingu sjómanna. Af þessum ástæðum hafa menn til dæmis ekki vandað nægjanlega til verka þegar verið er að skrá upplýsingar um slys í skipsdagbók og slysatilkynningar. Raunin er hins vegar sú að það skiptir máli hvernig slys ber að, til þess að það falli undir slysatryggingu sjómanna og að menn njóti bótaréttar samkvæmt tryggingunni. Það að slasast um borð þýðir ekki endilega að viðkomandi skipverji sé tryggður samkvæmt slysatryggingunni, því samkvæmt skilmálum tryggingarinnar þarf slysi að hafa verið valdið af skyndilegum utanaðkomandi atburði, án vilja þess sem meiðist, til þess að um bótaskylt slys sé að ræða. Séu þessi skilyrði ekki fyrir hendi telst skipverjinn ekki vera slysatryggður, þrátt fyrir að hafa hlotið meiðsli við vinnu sína um borð, og er óvinnufærnin þá flokkuð sem veikindi eða sjúkdómur og er þá enginn bótaréttur fyrir hendi leiði meiðslin til varanlegs líkamstjóns. Taka má dæmi um þennan mun á slysi og veikindum með því að skipverji sem SJÁVARAFL JÚN´´Í 2021

19


Við óskum sjómönnum, smábátaeigendum og

Vopnafjarðahreppur

20

SJÁVARAFL JÚNÍ 2021

Snæfellsbær


starfsfólki í sjávarútvegi til hamingju með daginn

SJÁVARAFL JÚN´´Í 2021

21


Hönnun og hátækni í Hafnarfirði

Snorri Rafn Hallsson

Curio er hátækni- og nýsköpunarfyrirtæki með höfuðstöðvar í Hafnarfirði. Elliði Hreinsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Curio er brattur þrátt fyrir heimsfaraldurinn. Curio keppist nú við að sækja á ný mið með tilkomu Marel í eigendahópinn og þróunarstarfið á nýjum fiskvinnsluvélum gengur betur en nokkru sinni fyrr. Óvænt áhrif heimsfaraldurs Óvæntur fylgifiskur heimsfaraldursins er hversu mikill tími hefur skapast hjá Curio til að þróa ný tæki og vélar. Elliði er þaulvanur því að flakka á milli sýninga og ferðast í starfi sínu og undanfarin ár hefur hann verið að heiman 40 til 50 daga á ári. „Eitt af afsprengjum Covid er að við erum að koma með mikið af nýjum tækjum á markað. Tæknideildin hefur haft

22

SJÁVARAFL JÚNÍ 2021

mun meiri frið til þess sinna þróunarstarfi því það er minna um ferðalög og sýningar. Afraksturinn er nú þegar farinn að líta dagsins ljós með nýja sjóhausaranum okkar og roðflettivélinni fyrir frystitogarana,“ segir Elliði og ekkert lát virðist vera á nýjum tækjum frá Curio: „Það á bara eftir að bætast við með haustinu. Þetta eru vörur sem við höfum náð að klára hraðar en við reiknuðum með og hönnunarlega séð er árið í fyrra um það bil tvöfalt stærra en árið áður.“

Hjónaband Curio og Marel Það er ekki bara faraldurinn sem hefur sett mark sit á starfsemi Curio heldur hefur náið samstarf með Marel, sem í fyrra keypti helmings hlut í fyrirtækinu opnað á ný og spennandi tækifæri fyrir Curio. „Við vorum trúlofuð í fyrra og urðum hlutdeildarfélag Marel og svo núna um áramótin giftum við okkur og urðum dótturfélag. Þetta fer mjög vel af stað,“ segir Elliði sem telur að mikill akkur sé í samstarfinu við Marel: „Það sem hefur helst háð okkur er að vera lítið fyrirtæki á hjara veraldar hér á Íslandi, þessi tenging við alþjóðlegt fyrirtæki skapar því öryggistilfinningu hjá


Elliði Hreinsson, framkvæmdastjóri Curio. Mynd aðsend

Við erum með okkar eigin rafmagnsmótora í öllum vélunum okkar í dag. Við prófuðum alla mótora sem voru í boði og fengum hvergi þau gæði sem við sættum okkur við. Þannig að við réðumst í það verkefni að hanna og smíða mótor sem er ryðfrír, vatnsheldur og vatnskældur. Flökunarvélarnar frá Curio eru víðfrægar. Mynd aðsend

Eitt af afsprengjum Covid er að við erum að koma með mikið af nýjum tækjum á markað. Tæknideildin hefur haft mun meiri frið til þess sinna þróunarstarfi því það er minna um ferðalög og sýningar. viðskiptavinum okkar hvað varðar aðgengi að þjónustu og eftirfylgni.“ Með kaupum Marel á hlut í Curio er áralangt samstarf formgert, segir Elliði: „Áður komum við oft að stórum verkefnum með öðrum, og þá sérstaklega með Marel. Við seldum þá stök tæki sem viðbót við stærri lausnir, en nú erum við orðin hluti af lausninni. Þessa dagana vinnum við til að mynda að því að gera tækin okkar Innova samhæfð svo þau smellpassi inn í tölvukerfi Marel,“ segir Elliði. Samstarfið hefur gengið vonum framar og ljóst er að fyrirtækin eiga mikla samleið. „Saman erum við komin með heildarlausn í hvítfiski, við klárum verkefnið. Þeir sjá um uppstillingu og heildarmyndina og við sköffum

okkar tæki inn í þessa heildarlausn. Curio er helst í því að skera fisk, hausa, flaka og roðfletta. Marel er fyrir framan okkur í vinnsluflæðinu þar sem hráefnisflokkarar þeirra sinna móttökunni. Svo koma þeir aftur strax á eftir okkur með hraðsnyrtilínurnar, FleXicut og pökkunarróbotana,“ segir Elliði

Nýsmíði og nýjar tegundir Curio nýtur einnig góðs af því víðtæka sölu-, markaðs- og þjónustukerfi sem Marel hefur byggt upp: „Við erum á fullu að þjálfa upp þjónustumenn út um allt og bæta við okkur mönnum. Núna er Marel orðið okkar stærsti viðskiptavinur og okkar verkefni er að fá þeirra fólk til að trúa jafn mikið á vélarnar okkar og við gerum. Það er heilmikil vinna að sýna vélarnar og kenna á þær, auk þess að veita söluteyminu stuðning og fylgja eftir verkefnum. Svo það er nóg að gera hjá okkur, verkefnin eru aðeins og öðruvísi og það er skemmtilegt. Með Marel þá förum við víðar og tökum þátt í nýjum og spennandi verkefnum, þróum tæki fyrir nýjar fisktegundir og ætlum okkur ótrúlegustu hluti.“ Ásamt Marel hefur fyrirtækið gert ýmsa þróunarsamninga við viðskiptavini fyrir ný verkefni og nú bætast við ýmsar eldistegundir í flóruna: „Við erum að koma með ný tæki inn í laxinn, tílapíu, túnfisk og ýmsar aðrar tegundir sem við höfum ekki verið að horfa á fram að þessu.“ Þátttaka í nýsmíði skipa, bæði hérlendis og í Færeyjum og á Grænlandi er einnig eitt af þeim nýju verkefnum sem Curio tekur tekur sér nú fyrir hendur: „Við vorum að klára fullnaðarlínu fyrir frystiskip, hausara, SJÁVARAFL JÚN´´Í 2021

23


Ef allir eru að hanna eitthvað og taka bara það sem er til í hillunni fara allir af stað með sama dótið í sandkassann. Þú mokar ekkert meira en hinir ef allir eru með eins skóflu. Þá verður þú að smíða þína eigin skóflu til að hafa eitthvað betra en hinir. smíða íhluti í sínar vélar frá grunni, segir Elliði: “Við erum með okkar eigin rafmagnsmótora í öllum vélunum okkar í dag. Við prófuðum alla mótora sem voru í boði og fengum hvergi þau gæði sem við sættum okkur við. Þannig að við réðumst í það verkefni að hanna og smíða mótor sem er ryðfrír, vatnsheldur og vatnskældur.“ Í mótornum er engin vifta, svo loft og bakteríur berast ekki um vinnsluna. Að sama skapi er vatnskælingin mun skilvirkari en loftkæling sem aftur veldur því að mótorinn hitnar ekki og það heldur vélarhita og bakteríuflórunni í skefjum eins og hægt er.

Nýr mótor í dótakassann

Vélum frá Curio fjölgar jafnt og þétt í frystiskipum. Tvö þessara skipa eru í smíðum, Baldvin Njálsson GK og færeyski togarinn Gadus og verða vélar frá Curio settar í skipin. Þriðja skipið er grænlenski togarinn Sisimut þar sem hefur verið Curio vél í tvö ár. Þessi skemmtilegu skilaboð sendi skipverjinn Trondur Trondesen til Curio nú í febrúar: „Við erum mjög ánægðir með vélina sem við höfum nú notað í tvö ár án þess að nokkuð hafi komið uppá. Ég hef unnið við flökunarvélar í 30 ár og kynnst ýmsu en í stuttu máli þá er þetta frábær vél.“

flökunarvél og roðflettingu ásamt búnaði frá Marel á borð við flokkara og annað sem til þarf. Fram að þessu höfum við ekki lagt áherslu á þetta heldur verið algjörlega í landvinnslu á hvítfiski.“

Ekkert hálfkák Hver er spekin á bak við þróunarstarf og vöruhönnun Curio? Elliði segir að áherslan hafi ávallt verið á nýtingu, útlit og gæði vöru en einnig að smíða sterkar vélar sem eru öruggar í rekstri. Í einsflæðis vinnslum nútímans er mikilvægt að lágmarka ganghlé og tryggja flæði vinnslunnar: „Þegar það er verið að vinna ferskt hráefni beint í flug skiptir þetta gríðarlega miklu máli. Það er verið að hausa og flaka, skera með vatnskurði og pakka í kassa sem bruna svo sama dag út á flugvöll. Þá má ekkert klikka hjá okkur í framlínunni því þá sveltur allt sem kemur á eftir. Það er því stórt atriði hjá okkur að hægt sé að vera með fyrirbyggjandi viðhald, að tækin séu öflug og standi undir því að halda rekstrarörygginu í lagi og vinnslunni gangandi,“ segir Elliði. Curio hefur því einsett sér að bjóða upp á tæki í allra hæsta gæðaflokki og þýðir það að stundum þarf að fara óhefðbundnar leiðir til að ná settum markmiðum. Curio hefur þannig ekki veigrað fyrir sér að hanna og

24

SJÁVARAFL JÚNÍ 2021

Nú stendur yfir vinna hjá Curio við að þróa nýjan tölvustýrðan mótor, svokallaðan servómótor án gíra sem sameinar bæði afl og hraða: „Það sem svona servó kerfi eiga erfiðast með er að finna ná fram bæði afli og hraða. Yfirleitt eru svona mótorar búnir gírum sem þýðir að þegar þú eykur aflið þá minnkar hraðinn, og öfugt. Þetta er algengt vandamál og menn dansa þarna á milli, reyna að komast eins langt og hægt er þangað til þeir lenda á vegg,“ segir Elliði. Við hönnun nýrra tölvustýrðra véla lenti Curio á sama vegg: „Okkur vantaði bæði afl og hraða, en gátum aldrei haft hvort tveggja. Við fórum lengri leiðina, ákváðum að skoða hvað væri í boði, fórum víðreist um heiminn og heimsóttum fyrirtæki í þessum geira og enduðum á að draga nokkur erlend fyrirtæki í samstarf með okkur um að hanna servódrif sem gæti boðið upp á hvort tveggja.“ Með þessu leitar Curio dýpra í iðnaðinn segir Elliði: „Við erum ekki að taka tilbúna íhluti heldur förum við inn á íhlutaframleiðendamarkaðinn. Við höfum gert þetta í nokkrum tilfellum og það hefur reynst okkur vel og komið vel út.“ Ástæðan fyrir þessum æfingum er einföld. „Ef allir eru að hanna eitthvað og taka bara það sem er til í hillunni fara allir af stað með sama dótið í sandkassann. Þú mokar ekkert meira en hinir ef allir eru með eins skóflu. Þá verður þú að smíða þína eigin skóflu til að hafa eitthvað betra en hinir. Það er þannig sem maður lítur á þetta, að sætta sig ekki bara við það sem er til í dótabúðinni, smíða þá nýtt dót ef það sem þú vilt fá er ekki til,“ segir Elliði kátur í bragði. Fyrsta „barnið“ í þessari línu eins og hann orðar það er nú á leið í prófanir á tilraunastofu erlendis þar sem það verður látið púla og mælt og skoðað í bak og fyrir. Nú þegar eru fjórar vélar tilbúnar hjá Curio sem bíða eftir þessum íhlut svo hægt sé að setja þær í sölu.

Spennandi tímar Það er því margt spennandi fram undan hjá Curio og sér Elliði fyrir sér að hægt verði að bæta við starfsfólki í tímabundin verkefni en þannig geti fyrirtækið einnig sinnt samfélagslegri ábyrgð sinni þegar atvinnuleysi á landinu mælist 11%: „Við erum að skilgreina verkefni sem hægt væri að leysa með þessum hætti og út úr því gætu skapast 5-6 tímabundnar stöður. Svo er aldrei að vita nema fólk ílengist hjá okkur. Margt smátt gerir eitt stórt og ef allir sem geta leggja sitt af mörkum þá er hægt að hafa mikil áhrif. Það þarf ekki nema 10 fyrirtæki eins og okkur til að skapa 50 störf sem koma fólki í vinnu og gefa þeim ómetanlega reynslu.“


Netagerð

Verk- og faggreinar netagerðar

Starfstengt nám Nám í Veiðarfæratækni

Fisktækniskóli Íslands bíður upp á nám í netagerð (veiðarfæratækni). í veiðarfærðargerð og þjónustuaðila á Íslandi.

Fisktækniskóli Íslands hefur umsjón með kennslu faggreina í veiðarfæratækni sem hægt

Upplýsingar um innritun og frekari upplýsingar um námið má sjá á heimsíðu skólans www


SKOÐUN

Vinnslustöðin kaupir fjölskyldufyrirtækið Huginn ehf V

innslustöðin hf. í Vestmannaeyjum keypti nýverið útgerðarfélagið og fjölskyldufyrirtækið Huginn ehf. Eins og fram kemur á vef Vinnslustöðvarinnar keypti félagið fjölveiðiskipið Huginn VE 55 ásamt veiðiheimildum Hugins ehf. í makríl, loðnu, kolmunna og síld. Kaupsamningurinn var undirritaður 29. janúar síðastliðinn. Fyrir átti Vinnslustöðin 48% hlut í Hugin en á nú fyrirtækið allt. Vinnslustöðin hf. hyggst starfrækja fyrirtækið í óbreyttri mynd. Eins og fram kemur á vef Vinnslustöðvarinnar eru seljendur Hugins ehf. ein dóttir og þrír synir hjónanna Guðmundar Inga Guðmundssonar og Kristínar Pálsdóttur. Tveir ættliðir Hugins munu vinna hjá Vinnslustöðinni og eru það bræðurnir Guðmundur Huginn og Gylfi Viðar Guðmundssynir ásamt syni Guðmundar Hugins og alnafna afa síns Guðmundi Inga Guðmundssyni. Ákveðið hefur verið að þeir muni deila skipstjórasætinu á Hugin VE 55. Páll Þór Guðmundsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Hugins ehf, er skipstjórnarmenntaður eins og bræður hans og tók við framkvæmdarstjórn fyrirtækisins árið 2001 en lætur nú af störfum. Á vef Vinnslustöðvarinnar kemur einnig fram að Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdarstjóri Vinnslustöðvarinnar, telur að kaup fyrirtækisins á Hugin ehf séu góðar fréttir fyrir Vinnslustöðina sem og Vestmannaeyjar: ,,Það var ekki sjálfgefið að kaupandi meirihluta Hugins væri félag í Eyjum en systkinin eru trú og trygg byggðarlaginu sínu og lögðu áherslu á að félagið, skipið og aflaheimildirnar yrðu hér áfram. Við erum afar ánægð með þá afstöðu þeirra,” segir Sigurgeir Brynjar. Útgerðarfélagið Huginn ehf. var stofnað árið 1959 af þeim Guðmundi Inga Guðmundssyni og Óskari Sigurðssyni. Guðmundur Ingi Guðmundsson fæddist í Hafnarfirði 22. október 1932. Hann útskrifaðist sem stýrimaður frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík árið 1954 og flutti til Vestmannaeyja árið 1955 og varð þar farsæll skipstjóri og útgerðarmaður. Óskar Sigurðsson fæddist í Vestmannaeyjum þann 1. júní 1910. Hann útskrifaðist úr Verslunarskóla Íslands árið 1929 og fór þá út fyrir landsteinana til frekara náms í Þýskalandi. Varð hann síðar gjaldkeri og sá um bókhald fyrir Vinnslustöðina í Vestmannaeyjum og varð seinna meir forstjóri Vinnslustöðvarinnar. Fyrsti báturinn sem þeir Guðmundur Ingi og Óskar keyptu saman var 62 tonna trébátur sem silgdi í höfn í Vestmannaeyjum 22. október árið 1959, á 27 ára afmælisdegi Guðmundar Inga. Fékk báturinn nafnið Huginn VE 65. Það var svo árið 1963 sem fyrirtækið keypti Huginn II VE 55, 216 tonna stálskip sem var smíðað í Þrándheimi í Noregi. Var það skip afar aflasælt. Árið 1968 urðu miklar vendingar í málum Hugins ehf. en þá keyptu Guðmundur Ingi og kona hans, Kristín Pálsdóttir, hlut Óskars í fyrirtækinu.

26

SJÁVARAFL JÚNÍ 2021

Huginn VE-55 kemur til heimahafnar eftir lengingu í Póllandi. Ljósmynd, Sigurgeir Jónasson.

Árið 1972 stofna útgerðir Hugins VE 55 og Bergs VE 44 nýtt útgerðarfélag saman sem fékk nafnið Bergur-Hugin ehf. og, eins og fram kemur á vef Síldarvinnslunnar, gerði Bergur-Huginn fyrst út skuttogarann Vestmannaey. Síldarvinnslan keypti Berg-Hugin ehf. árið 2012 og gerir tvö skip félagsins, Vestmannaey og Bergey, út frá Vestmannaeyjum. Árið 1975 fær Huginn ehf. nýtt skip smíðað fyrir sig í Mandal í Noregi og var það skip afhent sama ár. Það skip fékk nafnið Huginn VE 55 og var það selt til Rússlands árið 2003. Það var svo í desember árið 1998 sem ákveðið var að smíða nýtt skip í Chile. Smíðin á því skipi dróst um eitt ár en í júní árið 2001 kom skipið loksins í heimahöfn í Vestmannaeyjum. Sama ár gerist SR-mjöl meðeigandi í Hugin ehf. en Síldarvinnslan kaupir nokkru síðar þann hlut. Síldarvinnslan og SR-mjöl sameinuðust í eitt fyrirtæki 1. janúar 2003 undir nafni Síldarvinnslunnar. Árið 2005 kaupa Guðmundur Ingi og fjölskylda hlut Síldarvinnslunnar í fyrirtækinu. Sama ár selja þau Vinnslustöðinni 48% hlut í Hugin ehf. Fjölveiðiskipið Huginn VE 55 kom til Vestmannaeyja 2001 og er það öflugt og vel búið skip sem er að mestu hugsað sem síldar- og kolmunnaveiðiskip. Það veiðir uppsjávarfisk í nót eða flottroll. Eins og stendur á vef Vinnslustöðvarinnar var útgerðarfélagið Huginn ehf frumkvöðull í makrílveiðum á Íslandi. Árið 2002 hófst makrílævintýri Hugins ehf. Í fyrstu var árangurinn misjafn en það var svo um sumarið 2007 sem Huginn VE 55 veiddi 3000 tonn af makríl; 2500 í íslenskri lögsögu og 500 komu úr færeysku lögsöginni. Hófust þar með beinar makrílveiðar í lögsögu Íslands.


Aflann og vörur í örugga höfn Faxaflóahafnir óska sjómönnum, fjölskyldum sjómanna, útgerðum og öðrum þeim sem tengjast sjávarútvegi gleðilegan sjómannadag.

Ljósmynd: Pétur Þór Lárusson.

Ljósmynd: Gunnlaugur Rögnvaldsson.

Ljósmynd: Pétur Þór Lárusson.

Ljósmynd: Pétur Kristjánsson.

Ljósmynd: Pétur Þór Lárusson.

Ljósmynd: Pétur Þór Lárusson.

Ljósmynd: Pétur Þór Lárusson.


Reyðarfjarðarhöfn

Fjarðabyggðarhafnir – Miðstöð sjávarútvegs Í Fjarðabyggð eru alls átta hafnir í rekstri; í Mjóafirði, Norðfirði, Eskifirði, Fáskrúðsfirði, Stöðvarfirði, Breiðdalsvík og tvær í Reyðarfirði. Hvergi á landinu eru jafn margar hafnir á forræði eins sveitarfélags eins og í Fjarðabyggð. Og starfseminn er fjölbreytt; spannar allt frá Norðfjarðarhöfn og Mjóeyrarhöfn, sem eru með stærstu höfnum landsins, að Mjóafjarðarhöfn, sem er með þeim minnstu á landinu.

Elín Bragadóttir

Fjölbreytt og öflug starfsemi Fjarðabyggðarhafna Fjarðabyggð byggir á sterkum grunni hvað atvinnu- og verðmætasköpun varðar. Gjöful fiskimið eru undan ströndum Austfjarða og er útgerð og vinnsla sjávarafurða ein af meginstoðum atvinnulífsins í Fjarðabyggð eru staðsett þrjú af stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins, Síldarvinnslan h/f, Eskja hf. og Loðnuvinnslan hf. Árlega eru gríðarlegu magni af afla landað við hafnir Fjarðabyggðarhafna, og eru þær sannköllið miðstöð sjávarútvegs. Önnur meginstoðinn í atvinnulífi Fjarðabyggðar og starfsemi Fjarðabyggðarhafna er starfsemi Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði. Í tenglsum við það fara fram miklir flutningar við stærstu höfn Fjarðabyggðar á Mjóeyri við Reyðarfjörð. Þá hefur fiskeldi vaxið fiskur

28

SJÁVARAFL JÚNÍ 2021

Þórður Vilberg Guðmundsson, upplýsingafulltrúi Fjarðabyggðar.


Fáskrúðsfjarðarhöfn

um hrygg í Fjarðabyggð undanfarinn ár, og aukið enn á fjölbreytileika í starfsemi Fjarðabyggðarhafna.

Þjónusta veitt allan sólarhringinn „Í Fjarðabyggðahöfnum er alla almenna þjónustu að fá og sífellt unnið að því að bæta hana enn frekar,“ segir Þórður Vilberg Guðmundsson, upplýsingafulltrúi Fjarðabyggðar. „ Við leggjum áherslu á að þjónusta hafnanna sé framúrskarandi, og komi sem best til móts við þarfir notenda“

Horft til framtíðar Fjarðabyggðarhafnir hafa framkvæmd mikið undanfarinn ár, og framundan eru verkefni sem miða að því að bæta þjónustu hafnanna og mannvirki til framtíðar og koma til móts við auknar kröfur notenda. Þannig er um þessar mundir unnið að því að taka fyrstu skref við rafvæðingu Mjóeyrarhafnar, en þar verður sett upp ný spennistöð sem nýtast mun í framtíðinni við landtengingu skipa.

Fjarðabyggðarhafnir þjóna skipum, bátum og öðrum sem leið eiga um hafnir Fjarðabyggðar eða hafnarsvæðin. Þjónusta hafnanna er ætluð útgerðum, fyrirtækjum og einstaklingum. Starfsstöðvar hafna eru opnar kl. 8:00-17:00 virka daga, en þjónusta er veitt allan sólarhringinn. Utan vinnutíma er þjónustu sinnt með útköllum í vaktsíma viðkomandi hafna.

Síðasta sumar var unnið að því að dæla upp efni við Mjóeyrarhöfn sem lið í undirbúningi annars áfanga hafnarinnar. „Þá er einnig að hefjast vinna við stækkun Eskifjarðarhafnar þar sem gerður verður nýr hafnarkantur við nýtt uppsjávarfrystihús og rísandi frystigeymslu Eskju. Við Stöðvarfjarðarhöfn er nýbúið að taka í notkun nýjan viðlegukant, og vinna er hafin við uppsetningu á svipuðum kanti við höfnina á Breiðdalsvík,“ segir Þórður.

Fjarðabyggðarhafnir eru með einn dráttarbát í rekstri og er togkraftur hans 27,8 tonn. Einnig er vatnsbyssa um borð sem afkastar 300 m3 / klst. Um gjald fyrir þjónustu dráttarbátsins fer skv. gjaldskrá hafnarsjóðs Fjarðabyggðar.

„Framtíðin Fjarðabyggðarhafna er björt, og framundan eru mörg spennandi verkefni til framtíðar. Fjarðabyggðarhafnir munu halda áfram að vaxa og dafna og veita notendum sínum nútímalega og góða þjónustu“ bætir Þórður við að lokum.

Mjóeyrarhöfn SJÁVARAFL JÚN´´Í 2021

29


Til hamingju með daginn!

Sendum sjómönnum, fiskvinnslufólki og öðrum landsmönnum heillaóskir á sjómannadaginn 30

SJÁVARAFL JÚNÍ 2021


Nemendur Háskólaseturs sem urðu hlutskarpastir í Makeathon, sem Matís og fyrirtæki í sjávarútvegi fiskeldi stóðu fyrir í haust. Ljósmynd aðsend

Nýsköpun í Háskólasetri Vestfjarða Nýsköpun hefur fylgt Háskólasetri Vestfjarða frá byrjun. Það eitt að setja á laggirnar stofnun sem starfar á háskólastigi á upptökusvæði með innan við fimm þúsund manns krefst nýsköpunar, enda eru slíkar aðstæður sjaldgæfar. Vegna fámennis á Vestfjörðum var horft til alls heimsins og boðið upp á alþjóðlegt nám á meistarastigi í samvinnu við Háskólann á Akureyri. Tekist hefur að byggja upp samfélag meistaranema, kennara og rannsóknarfólks sem kalla má „krítískan massa“ fólks sem stundar rannsóknir og þekkingarsköpun sem iðulega taldist vanta á svæðið. Í haust er von á um 40 nemendum í meistaranámsleiðirnar Haf- og strandsvæðastjórnun og Sjávarbyggðafræði. Upp undir tuttugu annars árs nemendur, sem skrifa lokaritgerð og vinna að rannsóknum í því sambandi, eru auk þess búsettir á Vestfjörðum. Þetta hlutfall fer hækkandi með tilheyrandi húsnæðisþörf og auglýsir Háskólasetrið stíft eftir nemendahúsnæði þessa dagana. Auk þess eru gestarannsóknarmenn, doktorsnemar, styrkþegar, starfsmenn samstarfsskóla og stundakennarar sem koma til Háskólaseturs. Sjö fastráðin stöðugildi Háskólasetursins draga því til sín talsverðan fjölda einstaklinga sem starfa á þessu sviði. Og þessir

Peter Weiss, forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða..

einstaklingar skapa einmitt eitthvað nýtt sem að öðrum kosti hefði ekki orðið til.

Nemendur drífa áfram nýsköpun Á síðasta ári fengu þrír nemendur hjá Háskólasetrinu styrk úr sjóðnum Hafsjór af hugmyndum til að vinna lokaverkefni, sem þóttu nýmæli. Verkefni Martyns Jones, Dry Shed Kombucha, er þar á meðal en það gengur út á að nýta þara í komboucha-drykki, og er viðskiptaáætlun fyrir verkefnið m.a. hluti af lokaritgerð hans. Annað verkefni felst í nýstárlegum, og um leið hagstæðum, lausnum til að minnka áhrif skólps sem rennur í sjóinn, verkefni sem Ívan Nikonov vinnur að. Einn nemandi, Jake Maruli Thompsson, var í hópi nemenda sem varð SJÁVARAFL JÚN´´Í 2021

31


hlutskarpastur í Makeathon, sem Matís og fyrirtæki í sjávarútvegi fiskeldi stóðu fyrir í haust. Jake er langt kominn með þróun vörunnar Salmami sem er laxasalami unnið úr hágæða afskurði sem fellur til þegar lax er flakaður og snyrtur. Nemendur í Sjávarbyggðafræði velja sér líka verkefni sem tengjast byggðunum sjálfum en ekki sjáarfangi. Sumir veiða ferðamenn sem ferðast hægar en aðrir: Tyler Wacker, sem komst í íslenska fjölmiðla þegar hann hjólaði frá heimahögunum í Bandríkjunum alla leið til Vestfjarða í nám, mun taka út hjólaleiðir á Vestfjörðum. Úttektin mun beinast að innviðum fyrir hjólaferðamennsku á svæðinu meðal annars m.t.t. vega, tjaldstæða og viðgerðarþjónustu. Sumir nemendur setjast að á Vestfjörðum eða á Íslandi. Úttekt hefur sýnt að tveimur árum eftir námslok voru 12% nemenda enn búsettir á Vestfjörðum og aukalega 8% annnars staðar á Íslandi. Á tólf árum hefur 171 nemandi útskrifast úr námsleiðunum og af þeim hafa 6% stofnað eigið fyrirtæki. Þar á meðal eru nemendur sem búsettir eru á Vestfjörðum. Jamie Lee lauk námi fyrir nokkrum árum og ræktar nú þara í Reykhólasveit, en sjónvarpsþátturinn Landinn fjallaði einmitt um starf hennar fyrir nokkru. Ef slíkt fólk vill fá starf á Vestfjörðum gildir að sitja ekki aðgerðarlaust og bíða – „Make a job, don‘t take a job.“ Djúpið frumkvöðlasetur sem var stofnað í Bolungarvík fyrir nokkrum hefur verið vettvangur margra nemenda Háskólaseturs. Djúpið er nú að flytja starfsemi sína í Vestrahúsið á Ísafirði, þar sem Háskólasetrið er staðsett, og munu samvinnan án efa aukast fyrir vikið. Með Dýrafjarðargöngum opnast nýr heimur sem var áður í 460 km fjarlægð landleiðina. Háskólasetur horfir til allra Vestfjarða og ekki síst til fyrirtækja á svæðinu þegar kemur að nýsköpunarverkefnum. Einmitt þessvegna eru heimsóknir og vettvangsferðir í fyrirtæki um alla Vestfirði mikilvægur þáttur í námsleiðunum tveimur sem í boði eru við Háskólasetrið.

Rannsóknir og kennslu tengdar nýsköpun Háskólasetrið starfar einnig í rannsóknum sem tengjast nýsköpun. Arnar Sigurðsson, eigandi frumkvöðlafyrirtækisins Austan mána og

32

SJÁVARAFL JÚNÍ 2021

fyrrverandi framkvæmdastjóri samfélagsverkefnisins Blábankans á Þingeyri, ásamt fagstjóra sjávarbyggðafræði við Háskólasetrið, Matthías Kokorsch, fengu eftirsóttan Rannís-styrk fyrir verkefni sem leitir leiða til að rækta vistkerfi nýsköpunar í dreifðum byggðum á Íslandi. Það er einmitt þetta sem þarf að fá betri upplýsingar um: Hvað þarf til að nýsköpun þrífist og hvernig á að stilla forsendunum rétt upp? Það er vitað að fjármagn og styrkir séu mikilvægur liður en það er ekki það eina sem þarf. Það þarf ekki síst fólk. Sjaldan á lífsleiðinni er fólk jafn drífandi og skapandi og að loknu námi. Þetta er tímabil sem þarf að nýta. Það eru þessir nýútskrifuðu nemendur sem hleypa kraft í háskólaborgir. Hingað til hefur Háskólasetrið lagt sig fram um að fá fólk á staðinn. Þeim tölulegu markmiðum hefur Háskólasetrið því sem næst náð. Nú þarf að bæta jarðveginn svo þessi „krítíski massi“ geti vaxið, dafnað og hleypt lífi í nýsköpun. Með tilkomu nýrrar námsleiðar í Sjávarbyggðafræði bættist við töluverður fjöldi námskeiða og eru nú um 350 ECTS einingar í boði. Þar af er talsvert af námskeiðum með skýra tenginu við nýsköpun, enda markmiðið að sá nýsköpunarfræjum á meðan nemendur eru í námi. Sem dæmi stendur nemendum beggja námsleiða til boða að taka valnamskeiðið „Innovation and Entrepreneurship“ og svo geta þeir haldið beint áfram í „Business Incubator“ námskeiðið, þar sem þeir þróa eigin viðskiptahugmynd og setja upp viðskiptaáætlun. Bæði námskeiðin eru kennd af aðilum sem hafa reynslu af stoðkerfi nýsköpunar og af stofnun og rekstri nýsköpunarfyrirtækja. Öll námskeið hjá Háskólasetri eru kennd í lotum og eru aðgengileg þátttakendum úr atvinnulífinu. Nýsköpunarloturnar eru kenndar í kringum páska og upplagt að lengja Skíðaviku og Aldrei fór ég suður og taka eins eða tveggja vikna lotunám á Ísafirði tengd sjávartengdri nýsköpun. Innritun í fullt nám er enn opin til 05.06.2021 og þó önnur námsleiðin sé því sem næst fullbókuð, þá er enn pláss í námsleiðinni Sávarbyggðafræði.


Til hamingju með daginn sjómenn!

Staðan í afla einstakra tegunda innan kvótans ÞORSKUR Aflamark: 217.141.216 kg Veitt hlutfall: 77,3%

KARFI Aflamark: 38.162.310 kg Veitt hlutfall: 77,3%

UFSI Aflamark: 77.372.002 kg Veitt hlutfall: 41,8%

ÝSA Aflamark: 44.908.121 kg Veitt hlutfall: 82,3% Teikningar: Jón Baldur Hlíðberg


Við óskum sjómönnum, smábátaeigendum og

Seyðisfjarðarhöfn

Vestmannaeyjahöfn

34

SJÁVARAFL JÚNÍ 2021


starfsfólki í sjávarútvegi til hamingju með daginn

R E YK JA N E S BÆ R

RE YK JA N E S BÆ R Héðinn Stærð: 29 x 4 sm

Hvítur

Kongsberg Stærð: 18,5 x 3,5 sm

Hvítur

Pantone 485 Pantone 116

hedinn.com Stærð: 7,5 x 2 sm

Hvítur

SJÁVARAFL JÚN´´Í 2021

35


Helga Kristín Kolbeins skólameistari Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum

Hvað er handan við hornið? Í Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum er lagt kapp á að mennta einstaklinga til að takast á við framhaldsnám og störf framtíðarinnar. Í Vestmannaeyjum þar sem við lifum og hrærumst í sjávarútvegi er þörf fyrir einstaklinga sem eru menntaðir í störfum er lúta beint að sjávarútvegi. Einstaklinga er koma með nýjar hugmyndir og nýjar lausnir er leiða til betri nýtingar á afurðum ásamt því að auka verðmæti þess sem þegar er framleitt. Við vitum að störfin sem eru handan við hornið verða að mörgu leyti ólík því sem við þekkjum í dag. Sjálfvirkni leysir af hólmi mörg störf og í skólanum er búið að bæta við fullkomnum tölvustýrðum tækjum og notaðir eru vélahermar til að leysa flókin verkefni. En þó að margt sé að breytast þá er skólinn meðvitaður og undirbýr nemendur einnig fyrir það sem ekki breytist, allavega ekki næsta áratuginn. Við fáum mikið af upplýsingum um hvað tæknidrifin atvinnusköpun mun hafa mikil áhrif á samfélag okkar. Við fáum mikið af spádómum um hvað framtíðin ber í skauti sér, en það er auðvelt að villast af leið. Því spárnar eru stundum byggðar á gölluðum forsendum, notuð eru hugtök sem eru okkur ekki töm og við jafnvel skiljum ekki.

Auðvitað á að horfa fram á veginn og mikilvægt fyrir okkur öll, ekki einungis unga fólkið sem er í námi, að hugsa um hvað er framundan til að undirbúa okkur fyrir framtíðina. Það er gagnlegt að skilja hvernig sú starfsgrein sem einstaklingur velur sér og hvernig atvinnugreinar geta breyst á næstu árum. Hins vegar er mikilvægara að vera sveigjanlegur, sýna seiglu og aðlögunarhæfni og vera þannig tilbúinn fyrir það sem kemur næst. Framtíðin er óútreiknanleg eins og hefur komið hvað best fram í þessum heimsfaraldri, jafnvel vönduðustu spár gátu ekki reiknað út þá stöðu sem heimurinn er í. Til að ná þeirri hæfni sem sveigjanleiki, seigla og aðlögunarhæfni þarfnast þarf að tileinka sér nokkra lykilþætti sem eru ekki síður mikilvægir í náminu en að læra beinlínis á nýjustu tæknina. Einstaklingar þurfa að tileinka sér að halda ekki of fast í það sem fyrir er. Þeir þurfa að temja sér það lífviðhorf að fagna breytingum og láta tækifærin ekki líða hjá. Allir hafa ákveðna færni og það eru margar leiðir til að sinna þeim störfum sem við tökum að okkur. Við þurfum að þekkja gildin sem við stöndum fyrir og hvernig við getum best ræktað þau. Með þeirri þekkingu náum við að gera sem mest verðmæti fyrir okkur sjálf og okkar samfélag. Árangur í starfi krefst stöðugrar endurmenntunar. Einstaklingur þarf að vera vakandi fyrir nýjum vinnubrögðum og vera opinn fyrir að prófa nýtt verklag og kanna nýjar hugmyndir. Gott tengslanet verður seint ofmetið, það er mikilvægt að byggja upp sambönd og slíkt tekur tíma. Öll samskipti skipta gífurlegu máli og við þurfum að vera meðvituð um að heimurinn er ekki stór. Við þurfum að gæta að því að vera ekki of upptekinn við það sem skiptir ekki máli. Tímastjórnun er mikilvæg við þurfum að skipuleggja okkur og við þurfum að verja tíma okkar vel. Við þurfum að vera varkár að fórna ekki langtíma ávinningi fyrir stundargróða. Í skólanum er unnið með hugarfar grósku og lögð er áhersla á seiglu og að gefast ekki upp sem er bráðnauðsynlegt á tímum breytinga. Stundum fara hlutirnir ekki eins og við ætluðum en þá er mikilvægt að einblína ekki á vonbrigðin heldur vaxa í gegnum áskorunina og læra af mistökunum. Í skólanum ræktum við þessa þætti og vitum að við getum ætíð gert betur og að hver dagur býður upp á tækifæri til að gera eitthvað nýtt.

Nemendur á vélstjórnarbraut að störfum. Ljósmynd aðsend

36

SJÁVARAFL JÚNÍ 2021

Sjómenn til hamingju með daginn.Samningur Skagans 3X og Loðnuvinnslunnar undirritaður. Frá vinstri: Þorri Magnússon - framleiðslustjóri (LVF), Friðrik Mar Guðmundsson - framkvæmdastjóri (LVF), Ingvar Vilhjálmsson - svæðissölustjóri (Skaginn 3X), Steinþór Pétursson - skrifstofustjóri (LVF), Einar Brandsson - söluhönnuður (Skaginn 3X), Rúnar Björn Reynisson - vélahönnuður (Skaginn 3X). Myndir aðsendar

Skaginn 3X og Baader í eina sæng Í október í fyrra var tilkynnt um kaup þýska fyrirtækisins Baader á meirihluta í Skaganum 3X. Kaupin gengu í gegn nú í febrúar og nú stendur yfir vinna við samþættingu starfseminnar. Samstarfið felur í sér mörg spennandi tækifæri fyrir bæði fyrirtæki að sögn Ingvars Vilhjálmssonar, svæðissölustjóra Skagans 3X í Evrópu, en blaðamaður Sjávarafls sló á þráðinn og tók á honum stöðuna.

Snorri Rafn Hallsson

Öflugt samstarf Mál málanna hjá Skaganum 3X þessa dagana er innkoma Baader í rekstur fyrirtækisins, sem er með fimm starfsstöðvar, fjórar á Íslandi og eina í Noregi. „Við þetta verða talsverðar breytingar innan Skagans 3X,“ segir Ingvar. „Við göngum inn í það víðtæka sölukerfi sem Baader býr yfir. Það hefur byggst upp á tugum ára, enda Baader 100 ára gamalt fjölskyldufyrirtæki með söluskrifstofur og þjónustuaðila um allan heim. Vörur Skagans 3X verða þannig fáanlegar á mun fleiri stöðum og það má segja að með svona breytingum séum við að stimpla okkur inn á stærri markaði.“ Talsverð endurskipulagning fylgir samruna sem þessum. Fyrsta skrefið er sameiginlegt alþjóðlegt sölunet þar sem sölufólk Skagans 3X og Baader munu samræma sölu tæknilausna fyrirtækjanna og leiða saman krafta sína til að sækja enn lengra, ásamt því að viðhalda tengslum fyrirtækjanna við viðskiptavini sína. Framleiðsla og vöruþróun hér á landi fer þó enn fram undir merkjum Skagans 3X en

38

SJÁVARAFL JÚNÍ 2021

Ingvar segir það spennandi að vera komin undir hatt Baader: „Þetta er náttúrulega mjög rótgróið og gamalt fyrirtæki. Baader hefur lagt áherslu á flökunarvélar í gegnum tíði na og er mjög sterkt í heildarlausnum fyrir lax í dag. Aðalsmerki Skagans 3X hefur svo verið í heildarkerfum fyrir uppsjávarvinnslu og í kælilausnum.“ Fyrirtækin eiga því góða samleið og ljóst að fyrirtækin geta stutt hvort við annað með fjölbreyttu vöruúrvali og samnýtingu þekkingar.

Loðnuvinnslan Uppsjávarvinnslukerfi Skagans 3X hafa notið mikilla vinsælda og þá sérstaklega í loðnuvinnslu. „Skaginn 3X hefur sett upp töluvert af slíkum verksmiðjum, til dæmis í Eskju hérna á Íslandi, Síldarvinnsluna í Vestmannaeyjum og svo hafa verið settar upp nokkrar stórar verksmiðjur í Færeyjum en einnig í Rússlandi,“ segir Ingvar. Fyrr í þessum mánuði undirrituðu Skaginn 3X og Loðnuvinnslan samning um nýtt uppsjávarvinnslukerfi fyrir starfsemi fyrirtækisins á Fáskrúðsfirði, sem Ingvar segir góð tíðindi fyrir Loðnuvinnsluna:„Við höfum átt gott samstarf

Frysting er orkufrek en ef við berum saman okkar lausnir í plötu- og kassafrystingu við hefðbundna blástursfrystingu þá nota þær allt að 40% minni orku. Þetta er eitt af því sem horft ert til þegar ábatinn af nýjum lausnum er reiknaður út.


Við búum svo vel að vera mjög nálægt upprunanum. Báðar okkar verksmiðjur eru nálægt höfnum og því höfum við auðvelt aðgengi að fiski og erum nálægt framleiðslunni, en það skiptir sköpum þegar verið er að gera tilraunir með ný tæki og tól. um árabil, og í fyrrasumar settum við upp sjálfvirkt karaþvottakerfi hjá þeim. Loðnuvinnslan hefur staðið í miklum framkvæmdum og endurbótum á húsnæði og tækjabúnaði undanfarið, og nýja vinnslan er liður í því verkefni.“ Í ljósi góðs árangurs undanfarið var ákveðið að flýta uppfærslu uppsjávarverksmiðjunnar: „Það var á fimm ára áætlun hjá þeim, en þar sem síðasta loðnuvertíð gekk vel heilt yfir var ákveðið að taka þetta í tveimur skrefum og sjálfvirknivæða bakendann á vinnslunni núna. Nýja kerfið er alsjálfvirkt og mun það meðal annars búa yfir þremur sjálfvirkum plötufrystum. Í gamla kerfinu hjá þeim var allt gert á höndina, handraðað í frysta og á bretti. Flökun og annað slíkt er í öðru húsnæði hjá þeim. Nú munu þeir koma með körin þegar búið er að flaka fiskinn, skammtarnir koma þá inn í vigtarkerfi, ofan í pokavélar og sjálfvirkt inn á frystana. Þaðan fer fiskurinn frosinn inn á kassavélar og þjarkar raða svo öllu saman á bretti. Það eina sem þarf að gera handvirkt er að taka við brettunum á lyftara og færa inn í frystigeymslu,“ segir Ingvar, en auk þess að útvega pokavélar og frysta hefur Skaginn 3X umsjón með uppsetningu og uppstillingu á verksmiðjunni. Hönnun og framleiðsla er þegar hafin en stefnt er á að gangsetja verksmiðjuna fyrir næstu loðnuvertíð: „Þeir klára makrílvertíðina í sumar, taka svo niður tækin og nýju vélarnar koma inn.“

Sjálfvirknin efst á dagskrá Breytingar á framleiðsluferlum á alheimsvísu hafa aukið eftirspurn eftir sjálfvirkum vinnslulausnum. Í Bandaríkjunum hefur stór hluti sjávarútvegs byggt á því að vinna á vertíðum með innfluttu vinnuafli og flytja hráefnið óunnið til Asíu. Þar er aflinn unnin og fluttur aftur til baka. Flutningskeðjur heimsins og hreyfanleiki vinnuafls hefur þó tekið breytingum í kjölfar Covid-19 faraldursins. „Veiran hefur gert það að verkum að þessi fiskur er ekki að fara til Asíu heldar leitar hann inn á meginlandið til frekari vinnslu. Fyrirtæki þar hafa ekki jafn greiðan aðgang að vinnuafli og undir venjulegum kringumstæðum. Þetta ýtir því við þeim að sjálfvirknivæða sig til að halda sömu framleiðslugetu,“ segir Ingvar.

Uppsjávarvinnslukerfið sem sett verður upp hjá Loðnuvinnslunni.

Samkvæmt honum felur þessi þróun í sér ýmis tækifæri fyrir Skagann 3X og Baader: „Með því að leggja saman krafta okkar og Baader eigum við miklu meira erindi inn á þessa markaði, við erum með breiðara vöruúrval og sterkara sölu- og þjónustunet. Baader hefur alltaf haft það að leiðarljósi að selja engar vörur inn á markaði án þess að geta boðið upp á þjónustu á staðnum, það er gríðarlega mikilvægt að geta þjónustað

Ingvar Vilhjálmsson, svæðissölustjóri Skagans 3X í Evrópu.

viðskiptavini eftir að búnaður hefur verið settur upp. Við ætlum því að byggja á þeim góða grunni sem Baader hefur skapað til að koma vörum frá Skaganum 3X inn á þessa markaði.“ Skert ferðageta í kjölfar Covid hefur tafið ýmis verkefni, en nú þegar birta tekur til er kapp lagt á að svara uppsafnaðri þörf: „Það skiptir gríðarlega miklu máli að fólk geti hist og farið yfir málin. Þessi stærri verkefni taka oft mörg ár þar sem verið er að smíða stórar lausnir með flóknum hugbúnaði. Það sem hefur verið erfiðast í þessu er að við höfum ekki átt auðvelt með að koma uppsetningarmönnum út í heim til að setja upp kerfin,“ segir Ingvar en bætir kíminn við að menn muni hlaupa beint á flugvöllinn eftir bólusetningu í Laugardalshöllinni til að sinna því verkefni að sjálfvirknivæða heiminn.

Frystilausnir í breytilegum heimi Það er ærið verkefni að laga sig að breyttum aðstæðum í breyttum heimi. Undanfarin ár hefur eftirspurn eftir ferskum fiskvörum aukist. Faraldurinn hefur hins vegar gert það að verkum að veitingahús, fiskbúðir og fiskborð í stórmörkuðum víða um heim hafa þurft að skella í lás. Aftur á móti hafa aðrir geirar komið inn sterkir og fiskneysla sem slík hefur haldist í horfinu. Framleiðendur hafa þó tekið eftir auknu kalli eftir frystum fiski og kanna því margir möguleikann á því að bjóða upp á hvoru tveggja. „Þar getur Skaginn 3X komið sterkur inn. Við höfum lagt mikla áherslu á frystilausnir, bæði í fiski og kjöti,“ segir Ingvar en lausnir Skagans 3X eru tvíþættar: „Við bjóðum upp á sjálfvirka lausfrysta sem hafa verið að ryðja sér til rúms og svo erum við með hefðbundna plötu- og kassafrysta eins og þá sem við munum setja upp hjá Loðnuvinnslunni. Þar erum við með þrýstingslausa tækni svo gæði vörunnar haldast betur í gegn, og í lausfrystingu notum við áldropa sem auka virknina og spara tíma og orku.“ Síðustu ár hefur átt sér stað vitundarvakning hvað varðar sjálfbærni og hliðarafurðir. „Frysting er orkufrek en ef við berum saman okkar lausnir í

Það eru stórar fréttir að svona stórt alþjóðlegt fyrirtæki kaupi lítið fyrirtæki á Íslandi og það sýnir hversu framarlega við stöndum í tækni og þróun. Við vekjum athygli um allan heim fyrir hugvit og nýsköpun. SJÁVARAFL JÚN´´Í 2021

39


Plötufrystar Skagans 3X í nýrri verksmiðju Eskju.

plötu- og kassafrystingu við hefðbundna blástursfrystingu þá nota þær allt að 40% minni orku,“ segir Ingvar og bætir við: „Þetta er eitt af því sem horft ert til þegar ábatinn af nýjum lausnum er reiknaður út. Hagkvæmni er lykilhugtak þegar kemur að því að nýta takmarkaðar auðlindir eins vel og hægt er. Við höfum einnig lagt áherslu á vinnslu hliðarafurða, sem menn gáfu kannski ekki mikinn gaum áður fyrr.“

Nýsköpunarlandið Ísland Stór hluti af starfsemi Skagans 3X snýr að þróun og nýsköpun, og hefur fyrirtækið staði framarlega í þeim efnum um árabil. Í kaupum Baader á meirihluta í Skaganum 3X vegur sá þáttur ansi þungt að sögn Ingvars: „Við búum svo vel að vera mjög nálægt upprunanum. Báðar okkar verksmiðjur eru nálægt höfnum og því höfum við auðvelt aðgengi að fiski og erum nálægt framleiðslunni, en það skiptir sköpum þegar verið er að gera tilraunir með ný tæki og tól. Við erum líka með fullt af hæfu

Sjálfvirkt pökkunar- og brettakerfi frá Skaganum 3X.

40

SJÁVARAFL JÚNÍ 2021

fólki og það eru hvatar hjá ríkisstjórninni í dag að laða að vel menntað fólk til Íslands og allt þetta leggst á sömu árinu, að það er verið að búa til umhverfi til þess að skapa eitthvað nýtt.“ Laxaframleiðsla fer vaxandi í heiminum og fyrir vestan hafa skotið upp kollinum ný fyrirtæki síðustu ár sem stækka ört. Þá kemur sér vel fyrir Skagann 3X og Baader að vera með framleiðslu á Ísafirði: „Baader er mjög framarlega í laxavinnslu þannig að ef þeir eru að þróa ný tæki og nýja tækni þá er nærtækast að vera við markaðinn og við upprunann, til að fá eins ferskt hráefni og mögulegt er. Það eru stórar fréttir að svona stórt alþjóðlegt fyrirtæki kaupi lítið fyrirtæki á Íslandi og það sýnir hversu framarlega við stöndum í tækni og þróun. Við vekjum athygli um allan heim fyrir hugvit og nýsköpun og það hefur verið gefið út að menn ætli frekar að gefa í hvað þetta varðar heldur en hitt. Þetta mun styðja við bæjarfélögin þar sem Skaginn 3X starfar á, bæði á Akranesi og á Ísafirði og það er fullur vilji að efla það enn frekar,“ segir Ingvar að lokum.


VIÐ ÓSKUM SJÓMÖNNUM TIL N IN G A D A N N A M Ó J S Ð E M U J HAMING

ÞÚ FINNUR VERSLANIR NETTÓ Á 18 STÖÐUM VÍÐS VEGAR UM LANDIÐ VERSLAÐU Á NETINU WWW.NETTO.IS

Lægra verð – léttari innkaup

Mjódd • Salavegur • Grandi • Búðakór • Lágmúli • Sunnukriki • Krossmói • Grindavík • Glerártorg • Hrísalundur • Borgarnes • Höfn • Egilsstaðir • Selfoss • Húsavík • Iðavellir • Hafnarfjörður • Ísafjörður


Hátíð hafsins H

átíð hafsins hefur verið haldin hátíðleg í Reykjavík fyrstu helgina í júní ár hvert. Allri skipulagðri skemmtidagskrá Hátíðar hafsins, helgina 5.-6. júní, verður aflýst þetta árið við Grandann og hafnarsvæðið í Reykjavík. Á Hátíð hafsins hafa verið að mæta í kringum 40.000 manns ár hvert um sjómannadagshelgina til að upplifa skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Boðið hefur verið upp á ýmsa fræðslu sem tengist lífríki sjávarins, sjómennsku, verðmætasköpun og öðru er við kemur mikilvægi sjávarog hafnarstarfsemi. Þar að auki hefur verið skemmtidagskrá með söng og leik fyrir börn á svæðinu. Vegna takmarkana sem nú gilda af heilbrigðisástæðum um návígi fólks verður ekki af hátíðinni, en aðstandendur hennar eru staðráðnir í að taka upp þráðinn á ný að ári með veglegri dagskrá á hafnarsvæðinu.

42

SJÁVARAFL JÚNÍ 2021

Sjómannadagsráð höfuðborgarsvæðisins hefur allt frá árinu 1938 gengist fyrir skipulagðri dagskrá á sjómannadaginn með ýmsum föstum dagskrárliðum. Áfram verður stefnt að því að gefa sjómannadeginum þann verðuga sess sem honum ber. Engu að síður er stefnt að því að halda minningarathöfn um drukknaða sjómenn og árlega sjómannamessu í Dómkirkjunni. Meiri óvissa er hinsvegar um hátíðalega athöfn þar sem fram fer heiðrun sjómanna. Reykjavík 23. apríl 2021 Ægir Páll Friðbertsson, framkvæmdarstjóri Brims Magnús Þór Ásmundsson, hafnarstjóri Faxaflóahafna Sigurður Garðarsson, framkvæmdarstjóri Sjómannadagsráðs Nánari upplýsingar veitir Sigurður Garðarsson, framkvæmdastjóri Sjómannadagsráðs í síma 892 1771 og Dagmar Haraldsdóttir verkefnastjóri Hátíðar hafsins í síma 698 8899.


SJÁVARAFL JÚN´´Í 2021

43


Birgir Örn Smárason verkefnastjóri MATÍS Þang og þari við Íslandsstrendur.

Óhefðbundnir próteingjafar í fiskeldisfóður A

ðgengi að hágæða, sjálfbært framleiddum próteinum verður sífellt takmarkaðra vegna fólksfjölgunar, aukins þrýstings á náttúruauðlindir og loftslagsbreytinga. Á sama tíma hefur eftirspurn eftir próteini á heimsvísu aldrei verið meiri. Til að mæta aukinni eftirspurn verður núverandi próteinframleiðsla að tvöfaldast fyrir árið 2050. Evrópa er ekki sjálfbær þegar kemur að próteinframleiðslu, en 70-80% af fóðurpróteinum álfunnar er innflutt, að mestu frá Suður-Ameríku. Þessi staðreynd hefur beint sjónum að fæðuöryggi og almennri samkeppnishæfni Evrópu. Neikvæð áhrif próteinframleiðslu nútímans eru að mestu leyti tengd verksmiðjubúskap sem orsakar víðtæka losun gróðurhúsalofttegunda, óhóflegri notkun lands og vatns og tapi á líffræðilegum fjölbreytileika. Til þess að mæta áætlaðri framtíðareftirspurn eftir próteini munu núverandi framleiðsluaðferðir setja aukinn þrýsting á auðlindir heimsins og leiða til frekari losunar gróðurhúsalofttegunda. Það er því afar mikilvægt að finna og þróa sjálfbæra próteingjafa sem hægt er að framleiða í magni sem mætir vaxandi eftirspurn matvæla- og fóðuriðnaðarins. En hvernig skilgreinum við nýja eða óhefðbundna próteingjafa (e. alternative proteins)? Hvað er það sem gæti talist til þessara próteina? Mikilvægt er að auka það val sem við höfum þegar kemur að sjálfbærum matvælum og fóðurhráefnum. Eins og fram hefur komið er eitt af stærstu verkefnum vísindasamfélagsins að þróa prótein sem framleitt er á sjálfbæran hátt, þar sem við göngum ekki á auðlindirnar og þar sem við nýtum að megninu til efni sem nú er vannýtt. Sem

44

SJÁVARAFL JÚNÍ 2021

dæmi má nefna framleiðslu á skordýrum, en það er iðnaður í örum vexti. Skordýrin eru alin á lífrænum úrgangi sem í flestum tilfellum kemst ekki aftur inn í næringaefnahringrásina. Þannig er mögulegt að framleiða hágæða prótein úr þeim úrgangi sem nýtist lítið eða ekkert, með litlum umhverfislegum tilkostnaði. Matís hefur á undanförnum árum komið að og leitt töluverðan fjölda af rannsóknarverkefnum sem tengjast þessu málefni á einn eða annan hátt. Hlutverk Matís er margþætt en snýr meðal annars að því að tryggja matvælaöryggi og sjálfbæra nýtingu umhverfisins með rannsóknum, nýsköpun og þjónustu en einnig að efla samkeppnishæfni íslenskra afurða og atvinnulífs. Fiskeldi sem ein grein matvælaframleiðslu hefur vaxið mikið á undanförnum árum innanlands sem erlendis og eru vaxtarmöguleikarnir gríðarlegir. Til þess að mögulegt sé að stækka greinina enn frekar er mikilvægt að rannsaka gæði og eiginleika fjölbreyttra próteingjafa og prótein-framleiðsluaðferða. Rannsóknir síðustu ára hjá Matís hafa gefið vísbendingar um notkunarmöguleika fjölbreytts efniviðs og hér á eftir verður farið yfir hvers kyns prótein og hvaða framleiðsluferlar hafa helst verið í deiglunni og hvers vegna þau hafa orðið fyrir valinu.

Skordýr Skordýr sem fæða handa mönnum komust almennilega á dagskrá í hinum vestræna heimi eftir útgáfu skýrslu Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO), Edible Insects: Future prospects of food and feed security, árið 2013. Skýrslan vakti gríðarlega athygli og með


henni komust skordýr til fóður- og fæðuframleiðslu inn í meginstraum vísinda og fjölmiðlaumfjöllunar. Í skýrslunni er bent á að skordýr hafi verið hluti af næringaruppsprettu mannkyns um langa hríð. Í dag er talið að skordýr séu hluti af fæðu tveggja milljarða manna. Í flestum þjóðfélögum hins vestræna og norðlæga heims ríkir hins vegar andúð á neyslu þeirra, og jafnvel tilvist. Skýrsla FAO bendir einmitt á að ræktun skordýra stendur annarri kjötframleiðslu framar hvað varðar áhrif á umhverfi og auðlindir, þó ýmislegt sé enn órannsakað þar. Ræktun skordýra þarfnast almennt minna landsvæðis, minna af vatni og orku. Ef fæða skordýranna er lífrænn úrgangur eða hliðarstraumar annarrar matvælaframleiðslu sem annars ekki nýtist, er losun gróðurhúsalofttegunda að auki töluvert minni. Óvíst er hvernig margir Vesturlandabúar munu bregðast við þessari þróun en ljóst er að einhvers staðar verður að byrja. Skordýr er hægt að nota sem uppsprettu næringar fyrir dýr sem alla jafna eru ræktuð fyrir framleiðslu á hefðbundnara próteini eins og fisk, eða sem innihaldsefni í önnur matvæli eins og brauð, súpur, pestó og fleira. Sú skordýrategund hefur verið einna mest rannsökuð á undanförnum árum í Evrópu og Norður-Ameríku til ræktunar í fóður og matvæli er hin svokallaða svarta hermannafluga (Hermetia illucens). Þessi fluga, eða lirfa flugunnar öllu heldur, hefur gríðarlegan vaxtarhraða, getur nýtt margvíslegt hráefni til vaxtar og hefur heppilegt næringarinnihald. Flugan sjálf neytir ekki matar og er hún því ekki smitberi, sem er stór kostur. Þessi tegund þrífst eingöngu við hátt hita- og rakastig og mundi því ekki þrífast í íslenskri náttúru, en gæti verið heppileg til ræktunar innanhúss. Þetta er sú tegund sem hefur verið mest rannsökuð á Íslandi hvað varðar ræktun á skordýrum í fóður eða matvæli. Matís hefur stundað rannsóknir á skordýrum í fóður eða fæðu frá

árinu 2012. Fyrirtækið flutti inn svörtu hermannafluguna og gerði allnokkrar tilraunir á mismunandi æti fyrir lirfuna, kannaði vaxtarhraða og næringarinnihald. Niðurstöður leiddu í ljós að hægt er að hafa mikil áhrif á næringarinnihald lirfanna með mismunandi æti ásamt því að lirfan er gríðarlega öflug í niðurbroti úrgangs og umbreytir hún ætinu í hágæða prótín og fitu. Hún hentar því vel sem hráefni í fóður fyrir dýr og í matseld. Matís hefur síðan þá tekið þátt í og leitt nokkur norræn og evrópsk rannsóknarverkefni með það að markmiði að þróa og prófa skordýr sem hráefni í fóður fyrir eldisfisk og í matvæli.

Örþörungar Örþörungar eru ljóstillífandi einfrumu lífverur sem að vaxa í vatni og sjó og búa með því til lífræn efni úr ólífrænum með hjálp sólarljóss. Til þess þurfa þeir einungis koltvísýring, sólarljós, vatn og nokkur næringarefni. Það eru til margar tegundir af örþörungum, þeir eru hluti af fæðukeðjunni og eru mjög næringarríkir. Mikil aukning er í ræktun örþörunga á heimsvísu og á Íslandi en afurðirnar eru að mestu notaðar í snyrtivörur eða fæðubótarefni en einnig í fiskafóður. Margir örþörungar eru ríkir af Omega-3 fitusýrum, sem eru mikilvægar fyrir heilbrigðan vöxt og lifun á frumvaxtarstigi fiska, krabbadýra og lindýra. Til viðbótar eru margar tegundir ríkar af próteinum sem nýta má í fóður fyrir fisk. Matís hefur undanfarin 6 ár stundað rannsóknir á nýtingu örþörunga í fóður fyrir eldisfisk með innlendum og erlendum aðilum. Bæði hefur nýting Omega-3 fitusýra og próteins verið skoðuð en einnig framleiðsluferli og eftirvinnsla afurðanna til að bæta ferla og efnainnihald. Framleiðsla hefur verið dýr í sögulegu samhengi og hefur þetta því ekki þótt hagkvæmt til notkunar í fiskeldi. Með nýjum aðferðum og bættri tækni má framleiða þessa þörunga á hagkvæmari hátt. Matís hefur meðal annars starfað með VAXA frá stofnun fyrirtækisins

Bóluþang í fjöru (mynd: Páll Gunnar Pálsson). SJÁVARAFL JÚN´´Í 2021

45


Lirfur svörtu hermannaflugunnar henta vel til fóðurgerðar (mynd: Shutterstock.com).

en þar eru framleiddir prótein- og fituríkir örþörungar. Fyrirtækið er staðsett á Hellisheiði og verksmiðjan nýtir til framleiðslunnar útblástur koltvísýrings frá virkjuninni sem og heitt vatn og kalt vatn á lóðréttum einingum, og sparar þar með notkun á landi og aðrar auðlindir.

Einfrumuprótein (e. single cell protein) Einfrumuprótein verður til þegar bakteríur eða sveppir brjóta niður og gerja lífrænt hráefni sem svo er þurrkað og úr verður próteinríkur massi. Ferlið gengur út á að nota líftæknilegar aðferðir og efnaaðferðir til að brjóta niður ýmsa þætti í vannýttum auðlindum, og búa þar með til verðmætari afurðir. Matís og evrópskir samstarfsaðilar hafa komist að því að mikið er af vannýttum afurðum í skógrækt. Einkum er um að ræða við sem fellur til við grisjun, greinar, afhögg, kurl og spæni, og timbur sem af einhverjum ástæðum er ekki nýtanlegt. Í einfaldri mynd er sellulósi, hemí-sellulósi og lignín í timbrinu brotið niður í frumeindir þess í efnaferli; sexsykrur og fimmsykrur. Eftir stendur lignínið sem hliðarafurð og er ekki búið að finna leiðir til að nýta það fyllilega, en unnið er að því í þessum verkefnum og öðrum sambærilegum. Niðurbrotssykrurnar eru notaðar sem orkugjafi fyrir sveppi og/eða bakteríur. Með gerjuninni fæst einfrumungur sem nota má við framleiðslu á fiskafóðri. Í verkefnum Matís hefur gersveppurinn Torula verið prófaður með góðum árangri. Afurðin er próteinrík og með mjög góða amínósýru samsetningu. Þetta hráefni hefur verið reynt í fóðri fyrir lax, bleikju og tilapíu með góðum árangri. Þessi nýja tegund sem unnin er úr timbur­ afurðum gæti í fyllingu tímans skipt miklu máli ef rækta má tré og vinna úr hliðarafurðum nýtingu skóga hráefni í fiskafóður og gæti það dregið úr umhverfisálagi vegna fóðurframleiðslu og fiskeldis í heiminum. Einnig má nefna að Matís tekur nú þátt í verkefnum þar sem einfrumuprótein fyrir fiskafóður sem byggja á gersveppum (yeast) og þráðasveppum (fungi) verða framleidd úr afgangs sterkju og beta-glúkonum úr hliðarafurðum kornræktar. Þetta er mikilvægt í því samhengi að með hlýnandi loftslagi er auðveldara að rækta korn hér á Íslandi og búist er við að kornrækt muni stóraukast á næstu árum og þar með úrgangur og hliðarafurðir sem henni fylgir. Framleiðsla próteingjafa í fiskeldisfóður úr hliðarafurðum kornræktar verður því hluti af lífhagkerfi framtíðarinnar.

46

SJÁVARAFL JÚNÍ 2021

Fiskeldiskví á vestfjörðum (Mynd: Arctic fish)

Þang Þang hefur verið notað sem bætiefni í fóður fyrir búfé, m.a. fyrir kindur og alifugla. Hlutfall próteina í þangi og þara er mismunandi eftir fylkingum og tegundum. Brúnþörungar, sem algengastir eru við Íslandsstrendur, eru með tiltölulega lágt hlutfall próteina og henta því ekki vel sem próteingjafar í fóður. Hlutfall próteina í sumum tegundum rauðþörunga getur verið nokkuð hátt og svipar prótein magn t.d. Porphyra tegunda því sem gerist í soyamjöli. Matís hefur rannsakað prótein magn og vinnslu próteina í sölvum (P. palmata) og sýnt fram á að unnt er að hagnýta próteinin úr þeim. Matís hefur einnig rannsakað og þróað afurð úr gerjuðu þangi, súrþangi (brúnþörungum), sem notuð var sem fæðubótarefni í fóður fyrir fiskeldi. Sýnt var fram á að súrþangið hefur prebiotic eiginleika sem kemur fiskinum að gagni. Niðurstöðum verkefnisins var lýst í Sjávarafli, desember 2020 4.tbl 7.árg. Áframhaldandi rannsóknarvinna á nýjum eða óhefðbundnum próteingjöfum er afar mikilvæg fyrir matvælaöryggi, sjálfbærni og minnkun umhverfisáhrifa á Íslandi og í heiminum öllum. Nýsköpun er undirstaða framþróunar í þessum efnum og athyglisvert verður að fylgjast með þegar notkunin fer að ryðja sér til rúms á almennum mörkuðum.


SJÁVARAFL JÚN´´Í 2021

47


Stefndi á gullsmíði en féll fyrir netagerðinni segir Elísabet Finnbjörnsdóttir, netagerðarnemi og starfsmaður hjá Hampiðjunni „Netagerð er starfsvettvangur sem ég mæli hiklaust með fyrir alla því þetta er að mínu mati fjölbreytt og skemmtilegt starf,“ segir Elísabet Finnbjörnsdóttir sem starfar í netagerð Hampiðjunnar í Reykjavík. Áður starfaði hún í Hampiðjunni á Ísafirði. Elísabet er í námi í veiðarfæragerð í Fisktækniskóla Íslands en um er að ræða fjarnám. Raunar lætur hún ekki þar við sitja því hún er einnig í skipstjórnarnámi hjá Skipstjórnarskólanum og hefur því mörg járn í eldinum. En hvernig rataði hún inn í vinnu við netagerð? „Þetta kom upphaflega þannig til að ég fór á sínum tíma í heimsókn með vinkonu minni í Hampiðjuna á Ísafirði þar sem pabbi hennar er yfirmaður og þegar við gengum út var ég komin með vinnu í netagerðinni. Það var því eiginlega tilviljun að ég fór að vinna í þessu og ég sé ekki eftir því,“ segir Elísabet. Hún segist ekki hafa haft tengingar við netagerðina sem slíka en vera komin af sjómönnum og sé því vön umræðu um sjómennsku og veiðarfæri. Elísabet segir lítið um konur í netagerðinni, þær hafi stundum verið fleiri meðan hún starfaði hjá Hampiðjunni á Ísafirði en hún er í augnablikinu eina konan í netagerðarvinnunni hjá Hampiðjunni í Reykjavík.

Lærir skipstjórn og veiðarfæragerð á sama tíma „Þetta er hiklaust starf sem konur mættu velta fyrir sér. Mér finnst starfið fjölbreytt, það er ekki líkamlegt erfiði og alltaf eitthvað nýtt að læra,“ segir Elísabet sem ákvað, eftir að hafa kynnst starfinu, að grípa tækifærið og skrá sig í fjarnám í netagerð hjá Fisktækniskólanum.

Elín Bragadóttir

„Ég fæ starfstíma minn í netagerðinni metinn og læri á mínum vinnustað að vinna með veiðarfærin. Með náminu fæ ég innsýn í ólíkar gerðir veiðarfæra, læri um útreikning á veiðarfærum, geri módel af veiðarfærum og ýmislegt fleira. Þetta er mjög gagnlegt,“ segir Elísabet og bætir því við að hún hafi haft augastað á gullsmíðanámi áður en hún kynntist netagerðinni. „En eftir að ég kynntist netagerðinni þá vissi ég að þetta var eitthvað sem mig langaði að læra alveg óháð því hvað ég ætlaði að gera við þessa þekkingu.“ Aðspurð segist Elísabet vonast til að fá tækifæri til að nýta þá skipstjórnarþekkinguna þegar þar að kemur og þá komi netagerðarkunnáttan henni vafalítið til góða. „Fyrir skipstjórnendur er gott að hafa líka innsýn og þekkingu á veiðarfæragerðinni þannig að þetta tvennt nýtist saman. En markmiðið með því að læra bæði skipstjórnina og netagerðina er að skapa mér atvinnutækifæri í framtíðinni bæði á sjó og landi,“ segir hún.

Elísabet Finnbjörnsdóttir. Ljósmynd aðsend

Heimasíðu Sjávarafls – www.sjavarafl.is 48

SJÁVARAFL JÚNÍ 2021


Óþrjótandi möguleikar í fiskeldinu Valdimar Bernódus Ottósson var einn af fjórum fyrstu starfsmönnum fiskeldisfyrirtækisins Arnarlax á Bíldudal sem setti fyrstu laxana út í eldiskvíar í Arnarfirði árið 2014 „Ég vann hjá fyrirtækinu á þessum tíma í átta mánuði en þá flutti fjölskyldan frá Bíldudal í Grundarfjörð. Þar staldraði ég reyndar stutt við og sneri aftur á Bíldudal og tók við vörubílaútgerð tengdaforeldra minna og vann auk þess sem verktaki hjá Arnarlaxi milli verka á vörubílnum. Ég fór síðan aftur að vinna í fastri vinnu hjá Arnarlaxi árið 2016 og hef starfað þar síðan við ýmis störf; til að byrja með sem almennur starfsmaður, svo var ég vélstjóri og skipstjóri um tíma, síðan vaktstjóri og svæðisstjóri og nú er ég samhæfingarstjóri í framleiðslu sjódeildar,“ segir Valdimar.

Með sjómennsku í blóðinu Valdimar er fæddur og uppalinn Bílddælingur. Hann lauk þar grunnskóla á sínum tíma, var einn vetur í framhaldsskóla í Reykholti í Borgarfirði, þar sem hann tók tvær annir í kokkanámi, en fór að því loknu á sjóinn. „Ég var til fjölda ára til sjós. Á fjórtánda ári byrjaði ég á skaki og dragnót með pabba heima á Bíldudal og síðar var ég á vertíðarbátum og stærri skipum, mest fyrir vestan en einnig m.a. á Hornafirði og í Reykjavík. Sjómennskan er í blóðinu og ég ólst upp við sjávarsíðuna. Sjórinn togaði því í,“ segir Valdimar og bætir við að hann hafi aflað sér skipstjóra- og vélstjórnarréttinda í fjarnámi og verið um tíma skipstjóri á línubáti. „Ég hef unnið ýmis önnur störf. Árið 2004 hóf ég störf hjá verktakafyrirtæki á Ísafirði og var þar í fjögur ár sem gröfustjóri í vegavinnu um allt land. Einnig hef ég verið trukkabílstjóri, gröfumaður, ýtumaður og hefilstjóri,“ segir Valdimar. Hann sótti nám hjá Isavia og er með diplóma sem flugradíómaður og starfaði í afleysingum í flugturninum á Bíldudal. Einnig er Valdimar löggildur slökkviliðsmaður og hóf að starfa í slökkviliðinu á Bíldudal árið 1997 en hefur verið varðstjóri þess síðan 2003.

Fjölmörg ný störf á Bíldudal „Ég kann mjög vel við mig í fiskeldinu. Það eru óþrjótandi möguleikar í þessari nýju atvinnugrein og það er gaman að taka þátt í uppbyggingarstarfinu í laxeldinu og sjá það eflast og dafna. Það má eiginlega orða það svo að við séum að læra eitthvað nýtt á hverjum degi og það er mjög skemmtilegt. Það segir sitt um mikinn vöxt og hraða þróun í greininni að árið 2014 voru fjórir starfsmenn hjá Arnarlaxi en núna eru þeir sem næst 120 og að óbreyttu mun þeim halda áfram að fjölga á næstunni. Fiskeldið hefur gjörbreytt Bíldudal og Vesturbyggð ég hygg að bróðurpartur þeirra starfsmanna Arnarlax sem búa á Bíldudal hefðu ekki búsetu þar nema vegna atvinnutækifæra sem Arnarlax hefur skapað,“ segir Valdimar.

Mikilvægt að taka grunnnám í fiskeldi Fisktækniskólinn bauð starfsmönnum Arnarlax upp á grunnnám í fiskeldi og luku tíu starfsmenn náminu með formlegri útskrift á Bíldudal í febrúar sl. Valdimar var einn þeirra.„Þetta nám er skemmtilegt og fræðandi og það er mjög vel sett upp af Fisktækniskólanum til hliðar við daglega vinnu. Covid setti smá strik í reikninginn en skólinn leysti það mjög vel og færði námið að öllu leyti á netið. Það er ekki

Valdimar Bernódus Ottósson. Ljósmynd aðsend

nokkur spurning að þetta er góður grunnur til þess að fara í frekara nám í fiskeldi. Við sem lukum grunnnáminu í fiskeldi í febrúar höldum öll áfram námi núna á vorönn í hagfræði í Fisktækniskólanum og ljúkum í kjölfarið námi í fisktækni. Einnig er annar hópur starfsmanna Arnarlax í grunnnámi í fiskeldi núna á vorönninni. Að mínu mati er mikilvægt að sem flestir starfsmenn í fiskeldi fari í þetta nám því það eykur skilning þeirra á atvinnugreininni og ýmsum þáttum sem hana snerta. Ég og margir starfsmanna okkar í Arnarlaxi hafa reynslu af því að vinna með hvítfisk sem sjómenn en í fiskeldinu er um allt aðra hluti að ræða og því afar brýnt að byggja upp sem mesta þekkingu hjá þeim sem í því starfa,“ segir Valdimar Bernódus Ottósson. SJÁVARAFL JÚN´´Í 2021

49


Til lukku með ykkur WISE óskar sjómönnum til hamingju með daginn.

WiseFish — sérsniðin lausn fyrir sjávarútveginn WiseFish er hugbúnaðarlausn, sérsniðin að þörfum sjávarútvegsfyrirtækja. Fjölbreyttir eiginleikar hennar ná til allrar virðiskeðju sjávarfangsins, allt frá veiðum og framleiðslu til sölu og dreifingar. Sérfræðingar okkar búa yfir mikilli þekkingu og reynslu af þjónustu og hugbúnaðarþróun fyrir sjávarútveginn.

„Lykillinn að góðum árangri er hugbúnaður sem gefur okkur lykilupplýsingar í rauntíma.“

Guðmundur Smári Guðmundsson, G.RUN Grundarfirði

wise.isPRISTINE WATERS PRISTINE WATERS

VIÐ FÆRUM ÞÉR VIÐ FÆRUM ÞÉR FAGURBLEIKA LAXINN FAGURBLEIKA LAXINN SEM ÞIG DREYMIR UM SEM ÞIG DREYMIR UM FYRSTA FLOKKS LAX SEM HLÚÐ ER AÐ Í SJÁLFBÆRU FISKELDI FYRSTA FLOKKS LAX SEM HLÚÐ ER AÐ Í SJÁLFBÆRU FISKELDI OG SAMHLJÓMI VIÐ NÁTTÚRU AUSTFJARÐA. OG SAMHLJÓMI VIÐ NÁTTÚRU AUSTFJARÐA. Prótínríkur Auðugur af Omega 3 Prótínríkur Íslensk náttúrugæði Auðugur af Omega 3 Öruggt og gott eftirlit Íslensk náttúrugæði Ábyrgtog fiskeldi Öruggt gott eftirlit Umhyggja fyrir náttúru Ábyrgt fiskeldi – sjálfbærni til framtíðar Umhyggja fyrir náttúru – sjálfbærni til framtíðar

Fagurbleika laxinn frá Berufirði færðu í helstu fiskbúðum og á veitingastöðum landsins. Fagurbleika laxinn frá Berufirði færðu í helstu fiskbúðum og á veitingastöðum landsins.

FISKELDI AUSTFJARÐA HF. FISKELDI AUSTFJARÐA HF.


Articles inside

Óþrjótandi möguleikar í fiskeldinu

3min
pages 49-52

Óhefðbundnir próteingjafar í fiskeldisfóður

8min
pages 44-47

Stefndi á gullsmíði en féll fyrir netagerðinni

2min
page 48

Hátíð hafsins

1min
pages 42-43

Skaginn 3X og Baader í eina sæng

8min
pages 38-41

Hönnun og hátækni í Hafnarfirði

8min
pages 22-25

Fjarðabyggðarhafnir – Miðstöð sjávarútvegs

2min
pages 28-30

Draumaveröld framtíðar

8min
pages 14-17

Hvað er handan við hornið?

3min
pages 36-37

Vinnslustöðin kaupir fjölskyldufyrirtækið Huginn ehf

3min
pages 26-27

Vinnuslys sjómanna

3min
pages 18-21

Störfin í fiskeldinu – fjölbreytt og eftirsótt

4min
pages 10-13

Frá verbúðum til vottaðrar vinnslu

8min
pages 6-9
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.