Sjávarafl 1.tölublað 2014

Page 1

Nýr búnaður í vélarrými hreinsar sveifarhús af allri gasmyndun > 50

s e p t e m b e r

2 0 1 4

1 .

t ö l u b l a ð

1 .

á r g a n g u r

Eftir áratugi á sjónum hellti Diddi sér í ferðaþjónustuna > 42

Hóflegt veiðigjald og betra launakerfi gætu hvatt til aukinnar fjárfestingar > 24

Mikil uppsveifla í fiskeldi Eldi, hvort sem það er á fiski eða skeldýrum er sá hluti matvælaframleiðslunnar sem vex einna hraðast á heimsvísu. > 28

Höskuldur Steinarsson: „Að keppa við Norðmenn á þeirra mörkuðum væri eins og við færum að keppa við Brasilíu í fótbolta.“ > 36ENNEMM / SÍA / NM64040

Persónuleg og traust þjónusta um allan heim Við hlökkum til að sjá þig á sýningarbásnum okkar, G70, á Sjávarútvegssýningunni í Kópavogi 25.-27. september.

www.samskip.is

Saman náum við árangri


STAÐAN Í AFLA EINSTAKRA TEGUNDA INNAN KVÓTANS: 3,5%

Þorskur ■ Aflamark: ■ Afli

96,5%

172.983

t/ aflamarks: 6.093

3,4%

Ýsa ■ Aflamark: ■ Afli

96,6%

26.707

t/ aflamarks: 914

2,8%

Ufsi ■ Aflamark: ■ Afli

97,2%

49.000

t/ aflamarks: 1.390

3,9%

Karfi ■ Aflamark: ■ Afli

96,1%

44.694

t/ aflamarks: 1.727

Útgefandi: Sjávarafl ehf. Grandagarði 16, 101 Rvk Sími: 8461784/8999964 Ritstjóri: Sædís Eva Birgisdóttir, seva@sjavarafl.is Ábyrgðarmaður: Hildur Sif Kristborgardóttir, hildur@sjavarafl.is

Lagó!

F

lest okkar könnumst við það að sigla á ný og óþekkt mið í lífinu. Mið, sem við þekkjum ekki vel. Í þeim aðstæðum þurfum við oft að setjast niður með sjálfum okkur og taka ákvörðun um það hvort best sé að draga saman seglin, og halda í aðra átt eða hvort eigi einfaldlega að sigla áfram á fullri ferð, með opnum hug og með jákvæðnina að leiðarljósi og sjá hvað bíður okkar þar. Ég lenti á þessum óþekktu miðum fyrir ekki svo löngu síðan ásamt samstarfskonu minni. Eftir að hafa unnið í nokkur ár hjá Útvegsblaðinu, þá tókum við stöllur þá ákvörðun að gefa allt í botn og sigla okkar eigin leið og stofna fyrirtækið Sjávarafl. Þótt það hljómi klisjukennt þá er það bara einfaldlega þannig að þegar einar dyr lokast þá opnast aðrar og í okkar tilfelli, voru þær fullar af nýjum og skemmilegum verkefnum. Á okkar árum hjá Útvegsblaðinu vorum við heppnar. Þar vorum við með frábæran skipstjóra í brúnni sem vissi svo sannarlega hvað hann var að gera. Hann leiðbeindi okkur í einu og öllu, kenndi okkur réttu tökin og þó ég segi sjálf frá þá held ég að honum hafi tekist að gera okkur að afbragðsgóðum stýrimönnum í sinni áhöfn. Fyrir þau ár verð ég ævinlega þakklát. En nú hefur því skipi verið lagt við bryggju og við siglum til út á nýju skipi með frábæra áhöfn innan borðs. Sjávarafl var stofnað af undirritaðri ásamt Hildi Sif Kristborgardóttur í apríl á þessu ári. Sjávarafl er markaðshús í sjávarútvegi sem sérhæfir sig í útgáfu og markaðsráðgjöf innan sjávarútvegsins. Við komum til með að gefa út samnefnt blað á sex vikna fresti. Tímaritið Sjávarafl mun færa ykkur fjölbreyttar fréttir af fólki og fyrirtækjum innan sjávarútvegsins. Ásamt útgáfu tímaritsins munum við þjónusta fyrirtæki við gerð heimasíðna, fréttatilkynninga, hönnunar, útlits, auglýsingagerðar, kynningarefnis, útgáfu, samfélagsmiðla og fleira. Ég legg því í þessa ferð með Sjávarafli full sjálfstrausts og spennt fyrir komandi verkefnum sem bíða okkar á miðunum. Núna er bara stefnan sett fulla ferð áfram og þá er bara eitt eftir : LAGÓ!

Vefsíða: www.sjavarafl.is Tölvupóstur: hallo@sjavarafl.is Umbrot og hönnun: J&Co ehf. Forsíðumynd: Kristján Maak Prentun: Prentmet ehf.

4

S J ÁVA R A F L

SEPTEMBER 2014

Sædís Eva Birgisdóttir Ritstjóri Sjávarafls


tm.is/sjavarutvegur

Gömul saga og ný Saga TM er samofin sögu sjávarútvegs á Íslandi TM var stofnað af aðilum sem tengjast sjávarútvegi sterkum böndum. Félagið er í dag leiðandi á sviði vátryggingaþjónustu fyrir sjávarútveg og hefur sérhæft sig í lausnum sem tryggja hagsmuni atvinnugreinarinnar, jafnt á sjó sem í landi. Hjá TM starfar sérstakt teymi sem hefur yfirgripsmikla þekkingu á sjávarútvegi og sérstökum þörfum hans á sviði vátrygginga. Ykkur er boðið á sögusýningu á Sjávarútvegssýningunni í Fífunni, 25. – 27. september. Verið velkomin.

Tryggingamiðstöðin

Síðumúla 24

Sími 515 2000

tm@tm.is

tm.is


SKOÐUN

ÁSMUNDUR FRIÐRIKSSON, alþingismaður, sjálfstæðisflokksins í suðurkjördæmi

Kvóti, ólympískar veiðar og umburðarlyndi

M

akríllinn hefur komið til okkar sem happadrættisvinningur fyrir land og þjóð. Hann kemur hingað vegna hækkandi sjávarhita í ætisleit, fitnar og verður að miklu verðmæti. Stóru uppsjávarfyrirtækin hafa bætt nýtingu uppsjávarskipa sinna og vinnslunnar, en góð afkoma þeirra síðustu ár kemur ekki síst til vegna veiða og vinnslu makríls. Þá hefur veiði smábáta og togbáta orðið lyftistöng í mörgum sjávarbyggðum og skapað fleiri fyrirtækjum mikla verðmætasköpun og atvinnu sem mikið munar um í mörgum byggðarlögum og minnkar atvinnuleysi. Á bryggjunum hafa menn áhyggjur af líffræðiþættinum, makríllinn er fullur af pokaseiðum, ýsuseiðum, grásleppu og fleiri tegundum. Við verðum að rannsaka betur á hvern hátt makríllinn getur orðið nytjastofnum landsins skaðvaldur, en menn hafa bent á að víða þar sem mikill makríl gengd hafi komið, hafi hefðbundnir nytjastofnar jafnvel hrunið. Okkur vex fiskur um hrygg Í sumar nær tvöfölduðust veiðar línubáta á makríl og voru 7000 tonn. Smábátar og togbátar með úthlutun í makríl hafa

landað afla til vinnslu hjá fleiri fiskvinnslufyrirtækjum en þeim hefðbundnu uppsjávarvinnslum sem áður sátu einar að makrílvinnslu. Þessi staðreynd hefur orðið til þess að fleiri byggðarlög, fiskvinnslufólk, fiskvinnslu- og þjónustufyrirtæki hafa notið þeirra verðmætasköpunar sem fylgir makrílnum. Fjölgun vinnslustöðva hefur sérstakleg komið skólafólki í sjávarbyggðum vel en það hefur unnið nótt sem nýtan dag og búið sér í haginn fyrir framtíðina og aflað mikilla tekna. Þrátt fyrir deilu og niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis um að makrílkvóta ætti eingöngu að úthluta á uppsjávarskip þá verður ekki litið fram hjá þeirri staðreynd að þessi þróun veiða og vinnslu hefur skapað meiri velsæld, fleiri tækifæri og minna atvinnuleysi í sjávarbyggðum víða um land sem áður byggðu á hefðbundinni bolfiskvinnslu. Það er því mikilvægt að við hugum að almennum hagsmunum og náum sátt í greininni um veiðar og nýtingu makrílsins sem komi sem

flestum til góða. Í því sambandi minni ég á að Norðmenn leggja á það áherslu að veiða sem mest af makríl en hann hefur mikil áhrif á lífríkið í sjónum og stofninn afar stór um þessar mundir. Við höfum kosið stöðuleika og standa á sannfæringu okkar um sjálfbærar veiðar. Aukið verðmæti Sú hugsun sækir á mig hvort við náum ekki sátt um áframhaldandi veiðar línu og togbáta verði samkvæmt úthlutun hvers árs og því ekki um að ræða kvótasetningu á hvern bát til framtíðar eins og stóru uppsjávarskipin. Ólympískar veiðar línubáta eða ríflegur pottur samkvæmt nánari útfærslu á ákveðnum veiðisvæðum og fjölda báta yfir það tímabil sem makríllin er í bestum holdum og verðmætið mest frá miðjum júlí til loka september er þjóðhagslega hagkvæmt og hleypir miklu lífi í fleiri fyrirtæki og sjávarbyggðir með margfeldisáhrifum og minna atvinnuleysi. Ég vil skoða þessa hugmynd á þeirri forsendu að

hagsmunir fleiri eru í húfi og á einhverjum stað verður hagræðing í sjávarútvegi að hafa endimörk, en 86% úthlutaðs kvóta er hjá 5 stærstu útgerðum landsins. Flóra smærri, meðal- og stórra fyrirtækja skapar jafnvægi í útveginum eins og annarstaðar í atvinnulífinu. Umburðarlyndi Sjávarútvegurinn er undirstöðuatvinnugrein í samfélaginu. Í skjóli öflugra fyrirtækja í sjávarútvegi vex og dafnar nýsköpun sem skapað hefur fjölda nýrra vel launaðra starfa og aukið framleiðni greinarinnar. Við verðum að halda áfram á þeirri braut og landvinnslan fylgi í kjölfarið og bjóði líka betur launuð störf. Það er því augljóst að jafn mikilvæg grein eins og uppsjávarveiðin er og stór í sniðum á öllum íslenskum mælikvörðum hafi umburðarlyndi til að sem flestir geti notið þess happafengs sem makríllinn er og færir þjóðinni mikil verðmæti með heimsókn sinni að ströndum landsins og þeir litlu og stóru geti unað hag sínum vel í sátt og samlyndi. Mér finnst vert að skoða það.

Beittur í eldhúsinu með heildarlausnum fyrir eldhús og mötuneyti

Veit á vandaða lausn

Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • Sími 580 3900 • www.fastus.is • Verslun opin mán-fös

6

S J ÁVA R A F L

SEPTEMBER 2014

8.30 -17.00


Verðmæti verða til með nýsköpun Landsbankinn er í fararbroddi þegar kemur að #ármögnun nýrra verkefna sem stuðla að framþróun í sjávarútvegi. Við styðjum frekari vöxt og fleiri verkefni sem renna styrkari stoðum undir atvinnulífið.

Árið 2012

46,8

Árið 2010

27,6 Árið 2008

21,3 Árið 2006

12,6

Aflaverðmæti uppsjávarfisks Milljarðar króna. Heimild: Hagstofa Íslands

Landsbankinn

landsbankinn.is

410 4000


SKOÐUN

STURLAUGUR STURLAUGSSON, sölu- og markaðsstjóri Skagans og Þ.& E hf.

Farsæl ákvarðanataka

H

vað skyldu vera teknar margar ákvarðanir af öllu starfsfólki þínu pr. dag, 100, 1000, 10000.... ? Hvert handbragð, hreyfing, orð, skeyti eða viðhorf er byggt á einhverri ákvörðun sem hefur áhrif á alla þætti rekstrar og efnahags. Þess vegna geri ég ráð fyrir því að takmarkið hjá öllum stjórnendum hljóti að vera að hámarka fjölda farsælla ákvarðana pr. dag. En hvað gerir það að verkum að við tökum farsæla ákvörðun ? Ég held að það sé öllum m.a. stjórnendum, starfsmönnum fyrirtækja hollt að svara þeirri spurningu til þess að ná árangri í sínum rekstri, vellíðan starfsfólks skiptir jú öllu máli. Þættir eins og sjálfs-/öryggi-/ styrkur/-þekking, fræðsla, upplýsingastreymi, stjórnunarstíll, samskipti starfsmanna hafa eðlilega sitt að segja um farsæla ákvörðunartöku starfsmannsins. Það er ekki sjálfgefið að spurðar séu opnar spurningar ( ekki já og nei svör) innan fyritækja þ.e. á meðal starfsmanna, stjórnunarstíllinn kannski leyfir það ekki. Aðstæður eru mismunandi hjá fyrirtækjum, svörin liggja því einfaldlega hjá stjórnendum og starfsfólkinu sjálfu. Það þarf enga utan aðkomandi fræðinga til að svara fyrir starfsfólkið. Leiðir að lausnum eru endalausar, bara að sækja þær með einfaldri markmiðssetningu og opnum spurningum eins og áður sagði.

Vellíðan starfsmanna Leynist fjársjóður í þínu fyrirtæki ? Ég spyr vegna þess að við erum svolítið gjörn á að tala um vandamál en ekki leiðir og við tölum líka kannski meira um galla einhvers en ekki kosti. Hvað hugsanlega gerðist ef við snerum hlutfallinu við? Hverfa „gallarnir“ kannski við jákvæðari nálgun ? Hugsanlega getum við gert eitthvað t.d. í gæðastjórnun innan fyrirtækisins til að ná meiru út úr starfsfólkinu þ.e.a.s. þannig að það njóti sín betur, líði betur í vinnunni eða fókusinn settur á gæði afurða. Sem aftur framkallar aukna framleiðni og fleiri farsælli ákvarðanir án þess í raun að kosta neinu til og lágmarka í leiðinni gæðakostnaðinn. Ég held að það sé afskaplega mikilvægt að láta sér líða vel með sjálfum sér, kostum sínum og göllum. Enginn er fullkominn en að sjálfsögðu eigum við að leggja metnað okkar í starfið. Ef tilfinningar okkar í eigin garð eru ósanngjarnar og neikvæðar þá er hætta á því að mannleg samskipti okkar mótist af því lifsviðhorfi. Jákvæðar tilfinningar í eigin garð móta e.t.v. meira umburðarlyndi og ánægaðri samskipti við aðra. Það er stundum talað um sex dyggðir í lífinu: Sköpunargleði/ forvitni/ námsvísi/víðsýni

Hugrekki Kærleik og mannúð Réttlæti Hófsemd Andlegan þroska Ég held að blanda af þessum þáttum inn á heimilinu og innan veggja fyrirtækja, sem sagt í lífinu, skapi aukna velmegun. Það er spurning um að móta meðvitað slíkt viðhorf. Tækifæri íslensks sjávarútvegs Tækifæri íslensks sjávarútvegs liggja ekki hvað síst í eigin mannauði eins og áður segir auk þess að nýta þá þekkingu sem liggur fyrir hjá hámenntuðum sérfræðingum Íslands og metnaði þeirra til að aðstoða iðnaðinn til að skara framúr á heimsvísu hvað gæði hráefnis varðar og tæknilausnir. Skaginn hf. og 3X technology hafa undanfarin ár lagt ofur áherslu á lausnir tengt gæðum hráefnis og þar með undirkælingu (-1°C) hráefnis. Ástæðan er einföld, þar sem allar rannsóknir okkar og m.a. sjálfstæðra rannsóknarstofnana eins og Matís, Iceprotein hafa komið fram með ótvíræðar niðurstöður um aukinn ávinning af slíkri meðferð hráefnis. Undanfarin ár hafa Samherji, Eskja og Skinney- Þinganess nýtt sér undirkælingaraðferðina í landi með góðum árangri. Nú ætlar Fisk- Seafood á Sauðárkróki að ráðast í nýtt

millidekk í ferskfiskskipið Málmey Sk- 1 með undirkælingu (-1°C ) hráefnis að leiðarljósi ásamt mörgum öðrum nýjungum. Þar með verður sá möguleiki til staðar að geyma fisk í lest skipsins við -1° C án íss. Síðan er ætlunin að viðhalda viðkomandi hitastigi hráefnisins í gegnum vinnsluna. Skaginn/3X hafa náð samningum við Fisk-Seafood um hönnun og smíði á viðkomandi lausn. Einfaldleikinn við það að einbeita sér að gæðum hráefnis leiðir af sér eitt og annað sem mun bæta samkeppnistöðu iðnaðarins á heimsvísu umtalsvert. Hér koma nokkur dæmi um ávinninginn: Aukin nýting hráefnis Hagstæðari afurðaskipting Aukin afköst Hærra afurðaverð Hægir á vexti skaðlegra örvera Umhverfisvænni flutningsferli án íss Umtalsverð lengin geymsluþols Með því að „nýta“ mannauðinn og auðlindina betur tryggjum við forskot íslensks sjávarútvegs á heimsvísu, bæði hvað gæði og hagkvæmni varðar.

TÆ K I Ð S E M T E M U R H A F I Ð

Bás F33 K KARL ehf

8

S J ÁVA R A F L

SEPTEMBER 2014

Grandagarði 16

101 Reykjavík

Sími 696 0008

info@karl.is

www.KARL.is


Pร KKUNARLAUSNIR ALLT ร EINUM STAร FYRIR ATVINNUMENN OG HEIMILI 4Kร VNTU ร Cร T F20 ร 4Kร WBSร UWFHTTร OJOHVOOJ

PRENTUN.IS

Aร Gร NGUMIร AR OG MARGT FLEIRRA....

r Kassar og รถskjur r Arkir og pokar r bakkar og filmur

r Aรฐgรถngumiรฐar r Lรญmmiรฐar r Plastkort

r Pรถkkunarvรฉlar r Hnรญfar og brรฝni r Einnota vรถrur o.fl.

4LPยฃBยฃV Wร SVMJTUBO PLLBS ร www.samhentir.is 4VยฃVSISBVOJ r (BSยฃBCย r 'VSVWFMMJS r "LVSFZSJ r 4รญmi: r 'BY r XXX TBNIFOUJS JT


SKOÐUN

JÓN GUNNARSSON, alþingismaður, sjálfstæðisflokksins í suðurkjördæmi

Átökum um fiskveiðistjórnunarkerfið verður að linna

Þ

eim átökum sem hafa átt sér stað um nýtt fiskveiðistjórnunarkerfi á undanförnum árum verður að linna. Það er markmið okkar, stjórnarmeirihlutans, að koma þessu máli í höfn á komandi þingvetri. Mikil vinna hefur farið fram á undanförnum árum, sem mun nýtast okkur við að ljúka þessu máli. Umræða um þessa mikilvægustu atvinnugrein okkar hefur oft á tíðum ekki verið málefnaleg og/eða byggð á staðreyndum. Umræðan hefur verið pólitísk og allt of oft í flokkspólitískum tilgangi reynt að slá ryki í augu almennings um stöðu og afkomu greinarinnar. Staðreyndin er sú að á Íslandi hefur tekist að byggja upp sjávarútveg sem skilar betri afkomu en þekkist hjá þeim löndum sem við berum okkur saman við. Það er árangur sem ekki er hægt að líta framhjá og eðlilegast að álykta sem svo að skipulag okkar við fiskveiðistjórnun hafi skilað þeim árangri sem stefnt var að í hagræðingu innan greinarinnar. Þessi staðreynd leggur þingmönnum þær skyldur á herðar að ekki verði fórnað þeim mikla árangri sem náðst hefur við breytingarnar. Útgerðarmenn stórir jafnt sem smáir hafa spilað stóra hlutverkið í þessari hagræðingu og m.a. greitt fyrir hana með gjöldum í gegnum árin. Það minnir óneitanlega oft á söguna um litlu

auðlindarentu, þ.e.a.s. einhvern hagnað sem felst í því að hafa aðgang að takmarkaðri auðlind. Hvað á að skattleggja í þeim efnum, á að skattleggja hagræðingu í vinnslu og þá miklu verðmætasköpun sem átt hefur sér stað á þeim vettvangi eða er eðlilegt að eingöngu sé litið til veiðiþáttarins þegar talað er um sérstaka gjaldtöku af greininni? Eftir að hafa legið yfir málinu lengi blasir það við að mjög erfitt er að nálgast gjald sem tekur til vinnsluþátta í greininni. Hvar á þeirri gjaldtöku að ljúka, eigum við t.d. að leggja gjald á þá sem vinna úr fiskroði, innyflum fiska og t.d. fiskbúðir? Það er stöðugt verið að efla verðmætasköpun í sjávarútvegi og stjórnvöld á hverjum tíma Staðreyndin er sú að á Íslandi hefur eiga að fagna þeirri þróun og hvetja til tekist að byggja upp sjávarútveg aukinnar verðsem skilar betri afkomu en þekkist mætasköpunar með hjá þeim löndum sem við berum aðgerðum sínum en okkur saman við. ekki að letja fyrirtæki og einstaklinga með því að gulu hænuna, þegar aðrir koma nú leggja auknar álögur á greinina. og segja; nú vil ég borða brauðið. Leitin að „rétta“ auðlindaNiðurstaðan er því sú að eðlilegast er að leggja gjaldið á við skipsgjaldinu hefur staðið í allmörg ár. hlið, þ.e.a.s. ef viðbótar gjaldMenn hafa reiknað sig út og suður taka af þessari grein telst eðlileg. með mismunandi árangri. Það er Almenn sátt virðist um það bæði því merkilegur áfangi sem felst í niðurstöðu núverandi veiðigjaldainnan sjávarútvegsgeirans og utan hans að hófleg gjaldtaka nefndar þegar sagt er að nánast sé réttlætanleg. Ágreiningurinn útilokað sé að finna út einhverja

snýst þá um það hvað telst hófleg gjaldtaka. Áform vinstri stjórnarinnar á síðasta kjörtímabili voru all svakaleg þegar í fullri alvöru voru settar fram hugmyndir um jafnvel tugmilljarða gjaldtöku. Umræðan bar alltof mikinn pólitískan keim og litið var fram hjá staðreyndum sem blasa við. Niðurstaðan var síðan sú sem sagan geymir, hugmyndir þeirra náðu ekki fram að ganga einfaldlega vegna þess hve óraunhæfar og öfgafullar þær voru. Nokkrir þingmenn þáverandi stjórnarflokka voru einfaldlega ekki tilbúnir að ganga alla leið með félögum sínum, áttuðu sig á þeim staðreyndum sem við blöstu og skildu að slík gjaldtaka hefði haft alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir íslenskt þjóðarbú. Það er von mín að þingið nálgist þessi mál í vetur á faglegri nótum en áður og að við getum átt málefnalega umræðu við afgreiðslu þessara mála. Það er mikilvægt að niðurstaðan verði þannig úr garði gerð að sjávarútvegsfyrirtæki okkar geti horft fram á veginn með vissu um það hvernig rekstrarumhverfi þeirra verði á næstu árum. Þannig munum við áfram stuðla að aukinni verðmætasköpun í þágu öflugrar atvinnugreinar og þjóðarbúsins alls.

Allur almennur útflutningur á sjávarafurðum Þar sem gæði og þjónusta mætast!

Kristmann Pálmason | 527 7740 | 897 1085 | kristmann@lavaseafood.is 10

S J ÁVA R A F L

SEPTEMBER 2014


Lykill

að bættum veiðum:

Þantroll ...breiðari opnun - bætir veiðarnar ...minni mótstaða á stærri togfleti ...heldur lögun vel á litlum hraða ...auðveld í köstun og hífingu ...minni titringur og lægri hljóðbylgur, lágmarka fiskfælni ...yfirfléttaður kaðall með núningshlíf í mismunandi litum fyrir hvert byrði Við erum á Íslensku sjávarútvegssýningunni í Smáranum. Sýningarsvæði D-50

25. - 27. september – Veiðarfæri eru okkar fag


ÍSLENSK LÍFTÆKNIFYRIRTÆKI TIL BANDARÍKJANNA

Fyrsta ráðstefnan tileinkuð flutningum hér á landi

Flutningar á Íslandi í 30 ár

Í

slenski sjávarklasinn stendur fyrir ingahóp Íslenska sjávarklasans. Hópurráðstefnunni Flutningar á Íslandi inn vinnur saman á vettvangi Íslenska til 2030 sem haldin verður í Hörpu sjávarklasans og markaði sér sameigin6. október næstkomandi. Líkt og lega stefnu um flutninga til ársins 2030 titillinn ber með sér fjallar ráðstefnan á síðasta ári. Það var í fyrsta sinn sem um tækifæri og áskoranir framtíðar í svo breiður hópur úr megingreinum flutningum hér á landi. flutningastarfsemi á Íslandi mótar Á ráðstefnunni fjallar Hanna Birna heildstæða stefnu sem miðar að því að Kristjánsdóttir innanríkisráðherra um styrkja samkeppnisstöðu landsins á Haukur Már stefnu Íslands og aðgerðir til að efla Gestsson. þessu sviði, en í hópnum starfa einnig flutninga, Gísli Gíslason, formaður Akureyrarhöfn, Ekran, Icelandic Group, Hafnasambands Íslands um nýja langtíma- Landsbankinn, Lex, Mannvit, Jónar Transport, stefnu hafna og Jens Boye, flotastjóri Royal Arc- Kadeco, TVG Zimsen, Reykjaneshöfn, Stálsmiðjtic Line um skipaflutninga á norðurslóðum. Þá an og Samskip. verða einnig erindi frá fulltrúum Eimskips, IceÍ ritinu þar sem stefnan er sett fram, sem dreift landair Cargo, Samskipum, Samgöngustofu og verður á ráðstefnunni, eru þrjú verkefni sett á oddinn til ársins 2030: 1. Ísland sem þjónustuVegagerðinni, svo dæmi séu tekin. Haukur Már Gestsson, hagfræðingur Íslenska miðstöð vegna fyrirsjáanlegrar efnahagsuppsjávarklasans segir að þetta sé í raun í fyrsta byggingar á Grænlandi, 2. Efling rannsókna, þróskiptið sem sérstök ráðstefna um flutninga er unar og menntunar á sviði flutninga og 3. Ísland haldin hér á landi. Þrátt fyrir það sé atvinnu- sem þjónustumiðstöð í flutningum á norðurslóðgreinin ein sú stærsta hér á landi og um leið ein um. Stefnan er unnin á grundvelli klasahugsunsú mikilvægasta fyrir íslenskt atvinnulíf og sam- ar þar sem þyrping ýmis konar fyrirtækja, bæði félag. „Í daglegri umræðu fer ekki mikið fyrir í einkageiranum og í eigu hins opinbera, starfa flutningum og samgöngum sem atvinnugrein en saman til að ná fram samlegðaráhrifum og auka þó er þetta grein sem 12.000 manns starfa við hér samkeppnishæfni klasans í heild. „Það er von klasans að efla megi frekar samá landi. Íslenskt atvinnulíf á gríðarlega mikið undir skilvirkum flutningum, bæði vegna land- skiptin við stjórnvöld á komandi árum, á sama fræðilegrar legu landsins og vegna mikilvægi tíma og unnið verður með markvissum hætti við að framfylgja stefnunni. Þannig má spila inn á inn- og útflutnings aðfanga, afurða og fólks.“ Ráðstefnan er haldin í samstarfi við við Sam- styrkleika íslenska flutningageirans og bæta tök atvinnulífsins, Samtök verslunar og þjón- samkeppnisstöðu Íslands til framtíðar“ segir ustu, Eimskip, Faxaflóahafnir, Hafnarfjarðar- Haukur. Skráning á ráðstefnuna er hafin á www.sjavarhöfn, Icelandair Cargo, Isavia og Íslandsbanka, en sex síðarnefndu fyrirtækin eru hluti af flutn- klasinn.is.

12

S J ÁVA R A F L

SEPTEMBER 2014

Forsvarsmenn sjö fyrirtækja innan líftæknigeira íslenska sjávarklasans munu heimsækja Nýja England á austurströnd Bandaríkjanna í október næstkomandi. Þar munu þau hitta bæði fjárfesta, frumkvöðla og fulltrúa ýmissa líftæknifyrirtækja, m.a. í Boston og Gloucester. „Markmið ferðarinnar er að tengja leiðtoga úr líftæknigeiranum á Íslandi við starfsbræður sína í Bandaríkjunum. Ísland hefur að geyma framúrskarandi hóp af haftengdum líftæknifyrirtækjum og við viljum tengja þá betur við nágranna okkar í Bandaríkjunum. Nýja England er nokkurs konar alþjóðleg miðstöð líftæknifyrirtækja og mikill fengur í því að heimsækja þetta svæði og fyrirtækin þar“ segir Þór Sigfússon, framkvæmdastjóri Íslenska sjávarklasans, sem fylgir hópnum út.

FJÁRFESTADAGUR Í HÚSI SJÁVARKLASANS Íslenski sjávarklasinn og VÍB, eignastýringarþjónusta Íslandsbanka, standa fyrir Fjárfestadegi í Húsi sjávarklasans miðvikudaginn 24. september. Þetta er í fyrsta sinn sem staðið er að slíkum viðburði í Húsi sjávarklasans en þar mun fyrirtækjum í húsinu og öðrum samstarfsfyrirtækjum Íslenska sjávarklasans gefast tækifæri til að hitta fjárfesta og kynna þeim fyrirtæki sín og framtíðaráform. Um 15 fyrirtæki munu halda kynningar fyrir áhugasama fjárfesta en meðal þátttakenda verða Kerecis, Lipid Pharmaceuticals, Polar Fishing Gear, D-SAN, Ankra og Thor Ice.

Hús Sjávarklasans er staðsett að Grandagarði 16, 101 Reykjavík.


Bjarki Vigfússon og Haukur Már Gestsson, höfundar spilsins ásamt Milja Korpola hönnuður spilsins.

Leikmenn keppast um að byggja útgerðarveldi

Hópfjármagna nýtt útvegsspil

M

argir eiga ljúfar minningar af hinu fornfræga Útvegsspili sem sló í gegn á Íslandi í 8. og 9. áratugnum. Nú er í burðarliðnum útgáfa nýs skemmtispils með sjávarútvegsþema sem ber heitið Aflakló. Bjarki Vigfússon, einn höfunda spilsins lýsir því sem einskonar blöndu af gamla Útvegsspilinu og Hættuspili, en þessi tvö spil eru sennilega vinsælustu spil Íslandssögunnar, að sögn Bjarka. „Leikmenn keppast um að byggja upp útgerðarveldi með því að sigla um landið, sækja miðin, selja afla og klekkja hvor á öðrum. Á leiðinni getur allt gerst því á hverju horni leynast óvæntir gestir og norskir útgerðarmenn, Grænfriðungar og tíð ríkisstjórnarskipti valda usla í landi aflaklónna.“ Bjarki bætir þó við að spilið sé ekki einungis fyrir þá sem hafa vit og áhuga á sjómennsku. „Þetta er fyrst og fremst hugsað sem skemmtispil fyrir fólk á öllum aldri. Eitt spil tekur rétt um klukkustund en það

má líka spila það í marga klukkutíma eins og gamla Útvegsspilið.“ Nú stendur yfir svokölluð hópfjármögnun á spilinu en í því felst að áhugasömum er boðið að kaupa spilið á netinu áður en það fer í framleiðslu. Fáist nægilega margir til að kaupa spilið verður það fé nýtt til að fjármagna framleiðslu spilsins. Fáist ekki nægilega há upphæð fá allir

endurgreitt. Því er ekki um styrka að ræða heldur er þetta eins konar forsala. „Þetta er orðin nokkuð vinsæl leið til að fjármagna verkefni sem þessi, við þurfum smá aðstoð frá áhugasömum að kaupa spilið núna en fá afhent síðar. Þetta er líka gott tækifæri fyrir þá sem á annað borð hafa áhuga á að eignast svona spil eða gefa í jólagjöf því verðið á spilinu núna í hópfjármögnuninni er mun hagstæðara heldur en verslanir munu selja það á fyrir jólin.“ Hönnuður spilins er hin finnska Milja Korpola sem er útskrifuð Lahti Institute of Design og hefur búið hér á landi í nokkra mánuði. Hún hefur m.a. starfað fyrir íslenska hönnunarfyrirtækið Scintilla og því liggur fyrir að mikið er lagt upp úr því að spilið sé fallegt og eigulegt. Stefnt er að því að gefa spilið út fyrir jól og dreifa því um allt land. Hópfjármögnunarferlið fer fram á www. karolinafund.com og stendur yfir út september.

S J ÁVA R A F L

SEPTEMBER 2014

13


Bátarnir eru yfirbyggðir Cleopatra 50 bátar með 880 hestaflavélar frá Doosan.

Fjöldi Grindvíkinga tók á móti Gísla Súrssyni og Auði Vésteins

Einhamar endurnýjar báta sína Það var mikil gleði og eftirvænting. Við fengum líka séra Elínborgu, sóknarprest í Grindavík, til að halda tölu og blessa bátana og það gaf þessu líka hátíðlegan blæ.

Sigrún Erna Geirsdóttir

T

veir nýir bátar, Gísli Súrsson og Auður Vésteins, komu til Grindavíkur nú fyrir stuttu og eru þeir í eigu Einhamar Seafood. Bátarnir eru 15 metrar og 30 tonn og eru smíðaðir af Trefjum í Hafnarfirði.

Bátar af fullkomnustu gerð Stefán Þór Kristjánsson, útgerðarmaður, segir bátana hafa verið ár í smíðum. Ákveðið hafi verið að semja við Trefjar um smíðina þar sem fyrri bátar Einhamars hafi verið frá Trefjum og þau hafi verið mjög ánægð með þá báta. Eldri bátarnir, sem nú hefur verið skipt út, voru frá 2003 og 2005 og voru 15 tonn svo nýju bátarnir eru tvöfalt stærri. Þeir eru afar vel búnir og kostaði hvor bátur milli 170 og 180 milljónir. Gísli Súrsson og Auður Vésteins, sem eru línubátar, verða gerðir út frá Stöðvarfirði frá maí þar til desember og frá Grindavík frá janúar til apríl. Fjórir eru um borð á hvorum báti og voru þeir áður á eldri bátum Einhamars. Stefán segir að bátarnir séu búnir að fara

Óskar, Alda, Sandra og Stefán Þór vorum að vonum glöð þegar bátarnir komu í heimahöfn.

í sína fyrstu róðra og þeir hafi komið prýðilega út þótt auðvitað þurfi að fínstilla nokkra hluti. Nöfnin á bátunum eru einkar íslensk, Gísli Súrsson og Auður Vésteins. Hvernig skyldi standa á því? „Þessar hetjur eru okkur alltaf ofarlega í huga, pabbi er vestan úr Dýrafirði,“ segir Stefán. Nefnir hann í því sambandi að nafn fyrirtækisins,

Einhamar, einnig komið úr Gísla sögu, þetta sé nafnið á klettinum þar sem Gísli stóð í sinni síðustu orrustu. Margt var um manninn í Grindavík þegar bátarnir komu til heimahafnar og telur Stefán að um tvö hundruð manns hafi tekið þátt í hátíðarhöldunum. „Það var mikil gleði og eftirvænting. Við fengum líka séra Elínborgu, sóknarprest í Grindavík, til að halda tölu og blessa bátana og það gaf athöfninni hátíðlegan blæ.“ Bátarnir eru yfirbyggðir Cleopatra 50 bátar með 880 hestafla vélar frá Doosan. Þá er fullkomið blóðgunar- og kælikerfi á millidekki frá 3X Technology. Haukur Einarsson er skipstjóri á Auði Vésteins og Haraldur Björnsson á Gísla Súrssyni.

Bræðraborgarstíg 1 Sími: 580-4200 www.brimhf.is

14

S J ÁVA R A F L

SEPTEMBER 2014


- snjallar lausnir

Sjávarútvegslausnir Við vonumst til að sjá þig á IceFish sjávarútvegssýningunni í Fífunni Kópavogi, 25. - 27. september. Þar munum við kynna nýjustu útgáfu af WiseFish sjávarútvegslausnum, vottaða af Microsoft fyrir Dynamics NAV, ásamt greiningartólum Wise. Líttu við á bás G19 fyrir kynningu á okkar lausnum.

TM

Gold Enterprise Resource Planning Silver Independent Software Vendor (ISV)

Wise lausnir ehf. Borgartún 26, 105 Reykjavík Hafnarstræti 93-95, 600 Akureyri sími: 545 3200 » wise@wise.is www.wise.is

545 3200

wise.is

sala@wise.is


Nýja Hoffellið siglir með fánum prýtt inn Fáskrúðsfjörð 5. júlí sl.

Rætt við Berg Einarsson skipstjóra

Nýja Hoffellið reynist vel Við eigum nú eftir um þúsund tonn af makrílnum en við höfum landað um 300-400 tonnum úr hverri ferð, sem hentar vel fyrir vinnsluna í landi. Við löndum öllu í frystihúsið á Fáskrúðsfirði. Það er mjög öflug kæling í skipinu þannig að hráefnið er ferskt þegar það kemur í vinnsluna.

Haraldur Bjarnason

L

oðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði keypti í sumar norska uppsjávarskipið Smaragd. Það kom til nýrrar heimahafnar á Fáskrúðsfirði 6. júlí sl. og hlaut nafnið Hoffell eins og uppsjávarveiðiskipið sem Loðnuvinnslan átti fyrir. Smaragd er með 5.900 hestafla MAK aðalvél og ber um 1.650 tonn. Í skipinu er öflugt kælikerfi sem hentar vel til manneldisvinnslu. „Það hefur gengið mjög vel frá því við byrjuðum af krafti, sem var eftir verslunarmannahelgi,“ sagði Bergur Einarsson skipstjóri þegar talað var við hann í byrjun september. „Við eigum nú eftir um þúsund tonn af makrílnum en við höfum landað um 300-400 tonnum úr hverri ferð, sem hentar vel fyrir vinnsluna í landi. Við löndum öllum aflanum í frystihúsið á Fáskrúðsfirði. Það er mjög öflug kæling í skipinu þannig að hráefnið er ferskt þegar það kemur í vinnsluna.“ Bergur segir ekki mikla síld hafa verið með makrílaflanum hjá þeim en þeir hafi að mestu verið austur af Hvalbak og í Litla-Dýpi. „Það vottar aðeins fyrir síld þegar við förum í kaldari sjó en þar er makríllinn líka betri.“ Hann segir að eftir makrílveiðarnar verði haldið til veiða á íslenskri sumargotssíld en Hoffelið hefur um

16

S J ÁVA R A F L

SEPTEMBER 2014

Bergur Einarsson skipstjóri með ömmu sinni, Sigurbjörgu Bergkvistsdóttur, sem gaf skipinu nafn.

2.500 tonna kvóta í hana. „Síðan reikna ég með að við tökum einhvern kolmunna fyrir áramótin.“ Nýja Hoffellið er 15 ára gamalt skip, smíðað árið 1999. „Það er alveg sama hvar litið er á þetta skip. Það er nánast eins og nýtt og mjög

vel hefur verið gengið um það. Þetta er í raun lítið notað skip því það hefur nær eingöngu verið á nótaveiðum utan einhverja 20 daga á ári sem það hefur verið með flottroll á kolmunna.“ Nokkru færri eru í áhöfn nýja Hoffelsins en voru í áhöfn þess gamla. „Við erum 9 á þessum og verðum 11 á nótinni en vorum 15 á hinum. Það er erfitt að bera þessi skip saman því þetta skip er svo allt öðru vísi og betur búið en það gamla. Togkrafturinn er miklu meiri og allur aðbúnaður um borð er betri. Við eigum að geta komið með rúm 1.600 tonn af loðnu á þessum en hinn var góður með 1.200 tonn þótt við hefðum getað rúmað allt að 1.400 tonnum á honum.“ sagði Bergur Einarsson.


ÞÝSK GÆÐI Wurth á Íslandi ehf.

Vesturhrauni 5

Bíldshöfða 16

Tryggvabraut 24

wurth@wurth.is

210 Garðabæ

110 Reykjavík

603 Akureyri

www.wurth.is

Sími: 530 2000

Sími: 530 2002

Sími 461 4800


Hörður Már Guðmundsson skipstjóri á Sigurði VE

Ánægður með nýja skipið Haraldur Bjarnason

S

igurður VE er eitt nýjasta og glæsilegasta uppsjávarskip í fiskveiðiflotans og var smíðað í Tyrklandi fyrir Ísfélag Vestmannaeyja. Skipið er smíðað eftir svipaðri teikningu og Börkur NK og nú eru tvö samskonar skip í smíðum í Tyrklandi fyrir HB Granda. „Skipið kom nýtt til Eyja helgina fyrir þjóðhátíð og við fórum svo til veiða fljótlega eftir hátíðina,“ sagði Hörður Már Guðmundsson skipstjóri á Sigurði VE þegar talað var við hann fyrir stuttu. Þetta hefur gengið ágætlega utan við einhverjar smá bilanir í spilkerfi. Við erum búnir að fara eina sex túra og ætli við séum ekki komnir með eitthvað um 2.000 tonn af makríl en vinnslan í landi vill helst ekki fá meira í einu en svona 300-500 tonn.“ Þeir á Sigurði voru nýkomnir inn til Vestmannaeyja með makríl þegar talað var við hann en 10 manna áhöfn er á skipinu og Hörður sagði að auðvitað færi vel um mannskapinn á svo glæsilegu fleyi. „Ætli það séu ekki ein 30 sæti að fá undir rassinn á sér á leiðinni úr borðsalnum og efst upp í fundarherbergið á brúarþakinu. Annars hefur það nú ekki verið mikið notað ennþá en þar eru leðurstólar og fundarborð með meiru.“ Hörður sagðist ekki reikna með að mikið fleiri yrðu í áhöfn þegar skipt yrði yfir á nótaveiðar, það fjölgi kannski um einn eða tvo. Sjálfur er Hörður Akureyringur. „Ég er fæddur og uppalinn í Ránargötunni á Eyrinni á Akureyri eins og margir aðrir góðir menn af minni kynslóð.“ Áður en hann tók við nýjum Sigurði VE var hann búinn að vera skipstjóri á Þorsteini í 19 ár. „Ég byrjaði með skipið hjá Samherja og fylgdi því yfir til Hraðfrystistöðvar Þórshafnar og fór síðan

Eyþór Harðarson útgerðarstjóri Ísfélagsins ásamt Herði Már og eiginkonu hans Kristínu Sigrúnu við heimkomu Sigurðar VE. LJÓSMYND: ÓSKAR PÉTUR FRIÐRIKSSON

með til Ísfélags Vestmannaeyja þegar það keypti Hraðfrystisstöðina. Meðan Þorsteinn var í eigu Samherja fór ég svo með nokkur önnur skip fyrirtækisins sérstakleg þegar verið var að gera breytingar á skipinu.“ Þorsteinn EA er nú sem kunn-

„ Ætli það séu ekki ein 30 sæti að fá undir rassinn á sér á leiðinni úr borðsalnum og efst upp í fundarherbergið á brúarþakinu. Annars hefur það nú ekki verið mikið notað ennþá en þar eru leðurstólar og fundarborð með meiru.“ LJÓSMYND: ÓSKAR PÉTUR FRIÐRIKSSON

18

S J ÁVA R A F L

SEPTEMBER 2014

Ég byrjaði með skipið hjá Samherja og fylgdi því yfir til Hraðfrystistöðvar Þórshafnar og fór síðan með til Ísfélags Vestmannaeyja þegar það keypti Hraðfrystisstöðina. ugt er undir grænlenskum fána og heitir Tuneq. Hörður segir þá á Sigurði hafa farið einn túr inn í grænlensku lögsöguna og þaðan hafi þeir komið með um 200 tonn. „Við vorum á veiðum þar sem grynnir upp á Dorhnbankann innan um slatta af íslenskum eða grænlenskum skipum en svo voru þarna Rússar líka.“ Hann segist ánægður með nýja skipið. „Þetta er auðvitað flott skip sem kostar mikið og auðvitað er maður sæll og ánægður með það. Þegar makrílnum lýkur er það norsk-íslenska síldin, svo íslenska sumargotssíldin og loðnan. Vonandi fara þeir að skoða hana eitthvað því það er slæmt þegar menn vita aldrei hve mikið má veiða af henni fyrr en undir lok vertíðar,“ sagði Hörður Már Guðmundsson skipstjóri á Sigurði VE-15.


11.

2014

íslenska Smáranum í Kópavogi dagana

25. - 27. september

Þriggja daga sýning og verðlaunaafhending Stærsta sjávarútvegssýningin í norðri!

Heimsækið vefsetur okkar: www.icefish.is

Þar er fjallað um allar hliðar fiskveiða í atvinnuskyni, allt frá fiskileit og veiðum, vinnslu og pökkun til markaðssetningar og dreifingar á fullunninni vöru til neytenda. Nánari upplýsingar um alla þætti, hvort sem þú vilt sýna, koma í heimsókn eða vera kostandi, veitir sýningarstjórn í síma +44 (0) 1329 825335 eða í netfanginu info@icefish.is

www.icefish.is

Skipuleggjandi

Opinbert flugfélag/ Loftflutningar & hótelkeðja

Opinber vörustjórnun

Opinber íslensk útgáfa

Alþjóðlegt tímarit

Mercator Media Ltd The Old Mill, Lower Quay, Fareham Hampshire PO16 0RA England Tel: +44 (0)1329 825335 Fax: +44 (0) 1329 825330 info@icefish.is www.icefish.is


Vilhjálmur Vilhjálmsson forstjóri HB Granda

Miklar fjárfestingar Haraldur Bjarnason

Þ

að er ekki ætlunin að hætta allri frystitogaraútgerð. Ég reikna ekki með miklum breytingum á næstu árum frá því sem þegar er búið að gera og ákveða,“ sagði Vilhjálmur Vilhjálmsson forstjóri HB Granda í spjalli sem Sjávarafl átti við hann á dögunum. Tilefnið er nýleg ákvörðun HB Granda um að láta smíða fyrir sig þrjá nýja ísfisktogara í Tyrklandi. Þar eru nú þegar tvö uppsjávarveiðiskip í smíðum fyrir fyrirtækið og fjárfestingin í allri þessari skipasmíði er samtals um 14 milljarðar króna. Vilhjálmur segir kröfur á markaði fyrir fiskafurðir ráði mestu um stefnu fyrirtækisins í veiðum og vinnslu. „Það er aukin krafa um ferskleika, uppruna- og sjálfbærnivottun fisksins. Þá þarf að nýta allt sem kemur um borð og það gerum við t.d. um borð í Þerney en þar er fiskimjölsverksmiðja sem vinnur úr því sem til fellur og fer ekki í frystingu.“ Frystitogararnir Höfrungur þriðji og Örfirisey eru hins vegar ekki með fiskimjölsverksmiðju. HB Grandi hefur fækkað frystitogurum sínum og breytt einum þeirra, Helgu Maríu AK-16, í ísfisktogara. Þetta hefur þýtt mun meiri vinnu í landi og þá sérstaklega í fiskiðjuveri fyrirtækisins á Akranesi þar sem allur þorskur er unninn. „Árið 2012 vorum við að vinna 3.500 tonn á Akranesi en á þessu ári stefnir í að 6.500 tonn verði unninn þar,“ segir Vilhjálmur. Þetta þýðir meiri mannskap við vinnslu og nú eru í fiskiðjuverinu á Akranesi milli 80 og 100 starfs-

20

S J ÁVA R A F L

SEPTEMBER 2014

menn en Vilhjálmur bendir á að þeir væru 15 fleiri ef ekki hefði komið til ný beinagarðsskurðarvél frá Völku í fiskiðjuverið. Þrjú fyrirtæki keypt á Akranesi Allur afli, sem kemur um borð í ísfisktogara HB Granda, er nýttur. Fyrirtækið á og rekur Laugafisk á Akranesi, sem þurrkar þorskhausa og dálka, það á einnig Vigni G. Jónsson sem vinnur verðmætar afurðir úr hrognum á erlenda markaði. Fiskimjölsverkmiðja HB Granda á Akranesi tók fyrr á árinu í notkun beinamjölsverksmiðju sem vinnur úr öllu beinum sem til falla í fiskiðjuverinu í Reykjavík og er þeim ekið á milli í sérhönnuðum tönkum til Akraness. Þá kaupir Akraborg hf. á Akranesi alla lifur af HB Granda. Lifrin er soðin niður og seld í dósum út um allan heim undir þekktum vörumerkjum og nýlegt fyrirtæki, sem bæði er á Akranesi og á Grandanum í Reykja-

Það er aukin krafa um ferskleika, uppruna- og sjálfbærnivottun fisksins. Þá þarf að nýta allt sem kemur um borð og það gerum við t.d. um borð í Þerney en þar er fiskimjölsverksmiðja sem vinnur úr því sem til fellur og fer ekki í frystingu.

vík kaupir allt roð sem til fellur og þurrkar fyrir erlenda gæludýramarkaði þar sem gott verð fæst fyrir roðið sem sælgæti fyrir hunda. Norðanfiskur á Akranesi er nýlega kominn í eigu HB Granda. Þar er unninn fiskur í frystar neytendaumbúðir og stærstu viðskiptavinir eru stórmarkaðir hér á landi. Með meiri áherslu á að færa fiskinn að landi með ísfisktogurum skapast meiri vinna og aukin verðmæti hjá öllu þessum fyrirtækjum en varlega áætlað vinna á þriðja hundrað manns hjá félaginu í úrvinnslu sjávarafurða á Akranesi auk allra þeirra starfa sem eru í fiskiðjuverum á Granda í Reykjavík, Vopnafirði og á skipunum. Víkingur farinn úr flotanum Sem fyrr segir eru tvö ný uppsjávarveiðiskip í smíðum fyrir HB Granda í Tyrklandi auk þess stendur til að smíða þrjá ísfisktogara. Eitt fengsælasta og reyndasta skip flotans, Víkingur AK100, hefur nú verið selt til Danmerkur þar sem hann verður rifinn og hefur endurvinnslufyritækið Fornæs, sem keypti skipið, auglýst hluti úr því til sölu. Síðutogarinn Víkingur var smíðaður árið 1960 í Bremerhaven í Þýskalandi og kom nýr til Síldar- og fiskimjölsverksmiðju Akraness þann 21. október 1960. Hann hóf nótaveiðar á síld árið 1968 eftir að hafa legið um hríð ónotaður við bryggju og árið 1974 var Víkingi breytt í nótaskip. Skipið er með farsælustu og aflasælustu skipum Íslandssögunnar en systurskipin voru Sigurður, sem upphaflega var ÍS þá RE og síðast VE. Hann fór í brotajárn á síðasta ári. Önnur systurskip voru Freyr og Maí en Freyr var fljótt seldur til


Áætlunarflug

Leiguflug

Skipulagðar ævintýraferðir

Bókaðu flugið á ernir.is alltaf ódýrara á netinu

Gjögur

Húsavík

Bíldudalur

Höfn Reykjavík

Vestmannaeyjar

Flugfélagið Ernir | Reykjavíkurflugvelli | 101 Reykjavík sími: 562 2640 | netfang: ernir@ernir.is | veffang: ernir.is


Víkingur AK-100 hefur nú lokið farsælum ferli. Vilhjálmur segir söknuð af Víkingi enda hafi það skip verið feikilega farsælt alla tíð en ekki sé margt í stöðunni þegar skip verði gömul og úreltist.

Bretlands og hét Ross Revenge. Hann var þekktur landhelgisbrjótur hér við land í þorskastríðum en síðustu árin var hann fljótandi útvarpsstöð Radio Caroline úti fyrir ströndum Bretlands. Vilhjálmur segir auðvitað söknuð af Víkingi enda hafi það skip verið feikilega farsælt alla tíð en ekki sé margt í stöðunni þegar skip verði gömul og úreld. Dýrt sé að halda þeim við og geyma þau án verkefna. Öflug uppsjávarveiðiskip Nýju uppsjávarveiðiskipin, sem HB Grandi fær frá Tyrklandi, eru smíðuð eftir sömu teikningu og Börkur nýi og Sigurður, nýtt skip Ísfélags Vestmannaeyja. Vilhjálmur segir Börk þó frábrugðin að því leiti að í hann hafi verið sett notuð vél. „Stærsti munurinn á eldri skipunum og þeim nýju er að það sést ekki borð á þeim fulllestuðum og skipverjar á nýjasta Berki NK, sem er smíðað eftir sömu teikningu, segja það mesta munin að standa þurrum fótum við vinnuna á dekkinu í stað þess að vera á kafi í sjó. Svo er hægt að dæla beint úr pokanum

frá skutnum sem er mikil munur á meðferð hráefnis frá því að draga pokann fram með síðunni. Einnig er mjög öflugt kælikerfi í þessum skipum sem auðvitað eykur gæði hráefnis og ganghraði þeirra góður.“ Umhverfismálin og húsavernd Athygli hefur vakið að HB Grandi hefur á undanförnum árum sinnt mjög vel viðhaldi og endurgerð húsa sinna en starfsemin er í Reykjavík, á Akranesi og á Vopnafirði. Fyritækið hefur hlotið umhverfisverðlaun bæði á Akranesi og í Reykjavík fyrir góða rækt við hús og umhverfi. Nýlega var gert upp svokallað vaskhús á Akranesi en það byggði Haraldur Böðvarsson árið 1916. Húsið var gert upp í samvinnu við Minjavernd ríkisins og t.d. var gerð mikil leit að upprunalegum lit og gluggar hússins einnig settir í upprunalegt horf. Á efri hæð þess húss var fyrsta skrifstofa Haraldar Böðvarssonar og Co. Nú er einnig verið að gera upp gömlu síldarverksmiðjuna á Granda í

Reykjavík. „Við köllum þetta Marshall húsið enda var það reist fyrir Marshall aðstoðina eftir heimstyrjöldina. Það var í raun orðin spurning um hvort ætti að rífa það hús eða gera eitthvað við það. Ástand hússins var svo slæmt. Við vitum í raun ekkert í hvað það verður notað en núna komum við því í upprunalegt horf að utan,“ segir Vilhjálmur Vilhjálmur forstjóri HB Granda. Aflanum er víða landað Á Akranesi hefur HB Grandi sótt um að stækka móttöku fiskiðjuversins en Vilhjálmur segir ekki enn ljóst hvernig mál þróist þar. Samræma þurfi allar framkvæmdir eftir kaup HB Granda á Laugafiski, Norðanfiski og Vigni G. Jónssyni hf. Nánast öllum bolfiski er enn landað í Reykjavík og þeim fiski sem unninn er á Akranesi ekið á milli. Þó hafa ísfisktogarar landað nokkrum sinnum upp á síðkastið og býst Vilhjálmur við framhaldi á því. Í Reykjavík er landað við hlið fiskiðjuversins og mikið hagræði af því að geta ekið aflanum með lyfturum beint í vinnsluna en vonandi verði hægt að koma því við á Akranesi líka svo auðveldara verði um vik að landa bolfiski þar líka. Uppsjávarfiskinum er að mestu landað í vinnslu fyrirtækisins á Vopnafirði en lítilsháttar af makríl og kolmunna hefur einnig verið landað á Akranesi sem og loðnu á stærri vertíðum.

VIÐ ÓSKUM

Einhamar Seafood ehf. TIL HAMINGJU MEÐ BÁTANA

GÍSLA SÚRSSON OG AUÐI VÉSTEINS

YFIRBYGGÐIR LÍNUBÁTAR MEÐ BEITNINGAVÉL 30 BRÚTTÓTONN

ÓSEYRARBRAUT 29 • 220 HAFNARFIRÐI SÍMI: 550 0100 • FAX: 550 0120 CLEOPATRA@TREFJAR.IS WWW.TREFJAR.IS

22

S J ÁVA R A F L

SEPTEMBER 2014


A PR ÍL 2013

ÚTVEGSBLAÐIÐ

STAÐAN Í AFLA EINSTAKRA TEGUNDA INNAN KVÓTANS:

74.3% »Þorskur

76% »Ýsa

■ Aflamark: 162.931

■ Aflamark: 31.000

■ Afli t/ aflamarks: 121.033

■ Afli t/ aflamarks: 23.564

Davíð Frey Jónsson hefur opnað svokallaðann matarvagn við Reykjavíkurhöfn, vagninn kallar hann Walk the Plank.

62.5%

Vinnur alltAflamark: hráefnið sjálfur 43.040 »Ufsi ■

70.2% »Karfi ■ Aflamark: 45.189

Grjótkrabbaborgarar viðEfuðust Reykjavíkurhöfn um veiðarnar ■ Afli t/ aflamarks: 26.916

■ Afli t/ aflamarks: 31.729

Krókaveiðar á makríl og veiðar á grjótkrabba í gildrur lofa góðu:

F

Jessý Friðbjarnardóttir rumkvöðullinn Davíð Freyr

vinna krabbann nánast einungis í höndunum. Jónsson hefur verið að vinna Hann sagði að það sem helst stæði í vegi í veiðum og vinnslu á makríl, fyrir frumkvöðlastarfsemi sem þessari væri og bláskel. DavíðnúFreyr hversu lítið magn af afurð væri seld í einu rölti grjótkrabba mínu um Reykjavíkurhöfn á rekur rakst útgerðarfyrirtækið Arctic og því geti verið slungið að koma svona litlu dögunum ég á frumkvöðulinn Seafood í Reykjavík, hráefni í gott verð. Hann ákvað því að fara þá Davíð Frey Jónsson. Davíðfélagið hefur rekur tvosvokallaðann báta en þ.á.m. matarvagn krókabátinnvið Fjólu leið að koma vörunni sjálfur til neytandans. opnað sem var í fyrra aflahæsti krókabátur „Þá ákvað ég að grípa til þess ráðs að koma Reykjavíkurhöfn, vagninn kallar hann Walk landsins á makríl. afurðinni sjálfur beint til neytandans, fá viðthe Plank. Mér lék forvitni á að vita meira ,,Árið Davíðs 2010 gerðum við því fyrstu um þessa starfsemi og fékk að prófbrögð hans og í kjölfarið fékk ég tilfinninguna anir á veiðum á makrílDavíð og notuðum spyrja hann nokkurra spurninga. Freyr fyrir því að þetta væri vara sem íslendingar smíðaðan að smábátur norskri fyrirá bátinn Fjólubúnað GK sem er 15 tonna væru spenntir fyrir. Ég ákvað í raun að sérmynd. efuðust um að þessar sem hann notar m.a.Flestir til veiða á grjótkrabba sníða leið til að koma vörunni minni á markað“. veiðarergætu gengið, bæði að ganga en grjótkrabbinn einmitt undirstöðuhráVið hjá Sjávarafli fengum að sjálfsögðu að makríls koma nægjanlega smakka grjótkrabbaborgarann. Það má með efni borgaranna semmyndi Davíðekki selur í vagnnærri landinu og fiskurinn myndi sanninotar, segjaFjólu. að við höfum ekki orðið fyrir voninum. Hann kveðst einnig vinna allt hráefnið » Davíð Freyr Jónsson. Að baki hans sést í bátinn „Það kemur mörgum á óvart að nýting á krabba sé sem hann ekki taka króka á þessum árstíma, sjálfur. Ég byrjaði á því að spyrja hann hve- en nýjung hér á landi þar sem erlendis sé krabbi mjög brigðum. Borgararnir eru mjög bragðgóðir allt að 400 gildrur í sjó í einu. við teljum okkur og fleiri hafa fært þekkt vara,“ segir Davíð Freyr Jónsson með sætum keimMarkog tekst Davíð vel til við nær veiði grjótkrabbans færi fram en hann Við strendur landsins aður er almennt góður fyrir krabbsönnur á að þetta sé hægt á þessari að blanda kryddinu saman við kjötið sjálft. sagði mér að hún færi fram á haustin. Því ann og fæst Við ágætis verð því fyrirhiklaust hann með að fólk geri sér stærð á bátum en báturinn er 15 tonn. landi eru margar tegundir þar sem erlendis sé krabbi mjög þekkt mælum næst spurði ég hann hvernig viðtökurnar enda vinsæll ferð matur. Því miður komSmábátarnir voru því miður seinir að vara“. Davíð hefur verið að veiða um 4-6 tonn niður á Reykjavíkurhöfn gagngert til að hefðu verið og sagði hann þær hafa verið ast aldrei krabbaveiðar af stað nema taka við sér og voru heimildir til þess- sem eru vannýttar. af grjótkrabba á ári hverju og segist hann smakka þessa dýrindis borgara. frábærar. „Þetta var framar mínum björtustu hægt sé að koma upp vinnslu. ara veiða því sífellt skornar niður, en vonum“. Hann tjáði mér einnig að hann hefði Við höfum undirbúið veiðar og nú er það sýnt að þetta gengur og þá Davíð Freyr Jónsson, þurft að loka í nokkra daga í sumar þar sem útgerðarstjóri Arctic Seafood. vinnslu á villtri bláskel í nokkur sjálfur ár virðist allt stefna í að bátar streymi Þá ákvað ég að grípa til þess ráðs að koma afurðinni beint til hann hefði ekki haft undan við að framleiða og hófum nýverið veiðar og vinnslu til veiða. Við teljum hinsvegar að neytandans, fá viðbrögð hans og í kjölfarið fékk ég tilfinninguna fyrir fyrir vagninn. Ég spurði Davíð hver væri hans frumkvöðlar að veiðum almennt eigi stærð. Hann er helst á frekar grunnu sem virðist ganga ágætlega en skelin helsti markhópur og sagði hann það aðallega að þarf þetta varaefsemeríslendingar væru spenntir hreinsuð, forsoðin og fryst og hefurfyrir. Ég ákvað í hitta réttværi á slóðina áfram eins og verið hefur í gegnum vatni enþví vera erlenda ferðamenn. „Það kemur mörgum til aðfengið koma vörunni á markað. frábæra dómaminni frá okkar helstu á að að fást.sérsníða Við höfumleið kanntíðina að njóta einhverrar viðurkenn- eitthvaðraun á óvart að nýting á krabba sé nýjung hér á ingar eða umbunar fyrir að ryðja að grjótkrabbann síðustu þrjú ár og matreiðslumönnum. Við erum albrautina, enda er þróunin hjá þeim hafa verið teknar stykkprufur allt mennt nokkuð ánægðir með hvernig sem hafa stundað veiðarnar undan- upp í Breiðafjörð en við teljum líkegt þróunarstarfið hjá okkur gengur, en S J ÁVA R A F L S E P T E M B E R 2 0 1 4 23 er liðin ár búin að vera oft þung. Til að Breiðafjörðurinn geti einnig hýst áframhaldandi þróun hjá okkur stendur að reyna að halda þróunar- hann vel í framtíðinni. Fræðimenn hinsvegar algjörlega háð því hvernig starfi með makríl áfram en við höf- telja að grjótkrabbinn fari lítið norður stjórnvöld fara með sýn mál. Virkja

Á

er hw

hlerar


Sigrún Erna Geirsdóttir

H

lutur frystitogara í þorskveiðum hefur dregist mikið saman og er þorskur eingöngu veiddur sem meðafli með karfa, ufsa og grálúðu af þessum skipum í dag. Flestir voru frystitogararnir árið 1992 en þá voru þeir 35. Í dag eru þeir hins vegar 23 og fækkar enn. Það má því segja að miklar breytingar hafi orðið í þessari útgerð. Kostnaður vegna olíu og launa er hár og óvissa vegna heimilda og veiðigjalds er vandamál.

Minnkandi hlutdeild frystitogara Í nýlegri skýrslu Matís, Fjárfestingastjórnun í frystitogararekstri, er farið yfir ástæður þessarar minnkandi hlutdeildar, ásamt því að rekstrarþættir frystitogararekstrar eru skoðaðir ofan í kjölinn. Þættir eins og launakostnaður og veiðileyfagjald eru teknir fyrir og áhrif þeirra á reksturinn metin. Skýrsluhöfundar rekja minnkandi hlutdeild frystiskipa í þorskveiðum til hækkunar olíuverðs á tímabilinu en orkukostnaður við sjófrystingu er mun meiri en frysting í landi. Þá spilar launakostnaður sömuleiðis stórt hlutverk en launakostnaður sjómanna við vinnslu er mun hærri en í fiskvinnslu á landi. Breytingar í markaðsmálum hefur einnig haft áhrif þar sem ferskur fiskur hefur verið verðmætari undanfarin ár og því hefur verið dregið úr frystingu. Þá hafa veiðigjöldin valdið óvissu líka. Ferskur fiskur skilar meiru Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, segir að það sé ekki síst þorskur sem sé mun verðmætari ferskur en frystur. „Kaupendur eru einfaldlega tilbúnir að borga hærra verð fyrir ferskan fisk en frystan.“ Hann sér þó ekki fram á að frystitogarar muni hverfa úr rekstri að óbreyttu, það séu ákveðnar fisktegundir sem hagkvæmara sé að veiða á frystitogurum, t.d grálúða, úthafskarfi og gulllax. „Einnig höfum við kosið að senda frystitogara eftir þorskheimildum okkar í Barentshafi,“ segir Vilhjálmur. „Það er hins vegar rétt að ítreka að breyting á aðstæðum, eftirspurn, stöðu fiskstofna eða ákvörðun stjórnvalda geta hæglega orðið til að fækka frystitogurum enn frekar, eða fjölga þeim aftur.“ Spurður út í rekstrarhorfur frystitogara segir Vilhjálmur að óhjákvæmilegur kostnaður eins og laun, olía, tryggingar, viðhald, veiðafæri o.fl nemi um 70-75% aflaverðmætis. Við þetta bætist síðan veiðigjöld, fjármagnskostnaður og önnur opinber gjöld. „Rekstrarhorfur eru því ekkert of góðar en þær munu að hluta til ráðast af því hvernig tilhögun veiðigjalda verður til lengri tíma,“ segir Vilhjálmur. Reglur um vinnslu aukaafurða Haustið 2012 voru reglur um vinnslu aukaafurða um borð í frystitogurum hertar og togurunum gert að koma með stærri hluta af þorskhausum að landi. Hlutfallið fer eftir rúmmáli frystilestanna og er ekki tekið tillit til þess hvort fram-

24

S J ÁVA R A F L

SEPTEMBER 2014

Erfið rekstrarskilyrði frystitogara

Ferskur f iskur skilar meiri verðmætum


Við erum íslenskur sjávarútvegur

Tökum virkan þátt í samkeppninni

I W^h Z][

Sími 552 8710

raftidni@raftidni.is

rafvélaverkstæði - vindingar skipaþjónusta - raflagnir - viðhald Grandagarður 16 · 101 Reykjavík

K6<C=y;Á6 &'! G:N@?6KÏ@ q H# *+, '-%% q bYkZaVg5bYkZaVg#^h q bYkZaVg#^h

BÁS 30

50 ára

GULLBERG EHF SEYÐISFIRÐI

!"#$%&$'()*+,-.%/+0123

Bolungarvíkurhöfn

Vopnafjarðarhöfn

S J ÁVA R A F L

SEPTEMBER 2014

25


Séu veiðigjöldin 19,5% tryggi það útgerðinni 38% hlutdeild í hagnaði, sem sé nauðsynlegt ef takist eigi að viðhalda heilbrigðum rekstri, á sama tíma og ríki og lánadrottnar fái sitt líka. leiðslan sé hagkvæm eða skili arði til útgerða eða hærri tekjum til sjómanna. Samkvæmt reglunum er frystitogurum með nýtanlegt lestarrúmmál milli 600 og 800 rúmmetrar gert að koma með að landi 30% þorskhausa sem falla til við veiðar í lögsögu landsins og fyrir frystitogara með meira en 800 m3 er þetta hlutfall 40%. Frystiskip sem hafa lestarrúmmál undir 600m3 er hins vegar undanþegin þessum reglum. Í stað hausa mega skipin þó koma með samsvarandi magn af gellum, kinnum eða öðrum afurðum sem unnar eru úr hausum um borð. Í skýrslu Matís kemur fram að þessi reglugerð auki þó ekki verðmætasköpun þar sem skipin eru ekki hönnuð fyrir hausavinnslu og sjómenn fá nánast ekkert fyrir vinnuna sem þarna er krafist af þeim. Þetta geti jafnvel orðið til þess að laun þeirra lækki við þessa auknu vinnu. Dregið úr fjárfestingarmöguleikum Höfundar Matís skýrslunnar segja að á sama tíma og frystiskipum er gert að auka vinnslu meðafla um borð sé dregið úr möguleikum útgerða til fjárfestinga, sem þó er lykilatriði svo fyrirtækin geti tekist á við vöruþróun. Í dag noti flestir frystitogarar karfahausara við hausun á öllum fisktegundum þar sem ekki sé pláss fyrir vinnslulínur fyrir aðrar fisktegundir. Það sem gerist hins vegar þegar karfahausari sé notaður við þorsk og ýsuvinnslu sé að fremsti hluti hnakkastykkisins, sem jafnframt er verðmætasti hlutinn, tapist. Þá tapist að auki hluti af lifur og þunnildum sem geri hausana erfiðari til áframvinnslu í þurrkhúsum og sé því greitt minna fyrir þá. Skýrsluhöfundar segja þó að áhrif reglugerðarinnar virðist lítil þar sem áhrifa hennar gæti helst hjá skipum sem unnu flest áður hvort eð er afurðir úr þorskhausum. Flestir íslenskir frystitogarar séu undanþegnir reglugerðinni þar sem lestar þeirra séu minni en 600m3. Búast megi við að þegar nýir frystitogarar eru hannaðir verði tekið tillit til þessara krafna. Niðurstaða höfunda er að í dag sé því verið að henda verðmætum og það sé brýnt að takast á við það. Nauðsynlegt sé að endurnýja frystitogaraflotann og það sé mikilvægt að útgerðin geti staðið undir því.

26

S J ÁVA R A F L

SEPTEMBER 2014

Hlutaskiptakerfið hamlar fjárfestingum Skýrsluhöfundar vilja einnig meina að launakerfi sjómanna standi útgerðinni í raun fyrir þrifum. Í dag sé staðan sú að hlutaskiptakerfið sem samið var um árið 1986 hvetji ekki til fjárfestinga í nýjum búnaði eða afurðum. Ef laun í sjóvinnslu miðuð við landvinnslu eru borin saman þá voru meðallaun fiskverkamanns árið 2010 5.735.000 miðað við 11 mánaða vinnuframlag en á sama tíma var t.d hásetahlutur á frystitogaranum Örfirisey rúmar 11 milljónir, miðað við 7 ½ mánaða vinnu á sjó. Staðan sé sú að ef útgerðarmaður vilji fjárfesta í nýrri tækni sem gæti t.d bætt nýtingu hráefnis verði ávinningur hans aldrei meiri en 60% af auknum tekjum. Það nægi ekki fyrir fjárfestingarkostnaðinum og auki heldur ekki framlegð í rekstri. Skýrsluhöfundar segja enn fremur að hvati til að auka framleiðni vinnuafls sé ekki fyrir hendi. Oft borgi það sig t.d ekki að fjárfesta í tækni svo hægt sé að fækka í áhöfn. Ef útgerðarmaður fjárfesti t.d í sjálfvirkum frystitækjum og pökkun fyrir um 25 milljónir mætti fækka um einn mann á hverri vakt á vinnsludekki. Hlutur áhafnar myndi þá lækka úr 31,5% í 30% en aukahlutir myndu hækka þar sem hlutur yfirmanna myndi aukast. Höfundar vilja þó benda á að útgerðarmaður getur óskað eftir viðræðum við áhöfn um lægri skiptaprósentu ef um nýsmíði er að ræða og eru fordæmi fyrir slíku. Þar að auki eru ákvæði í samningum sem gefa útgerð 10% afslátt af hlutaskiptum fyrstu 10 árin. Nauðsynlegt að eyða óvissunni Samkvæmt tölum Fiskistofu voru veiðigjöld á íslenska flotann um 10 milljarðar árið 2013 og hafa því hækkað umtalsvert frá því að þau voru lögð á fyrst, árið 2002, en þá námu þau milljarði. Skýrsluhöfundar velta fram þeirri spurningu hvort gjaldtökur af þessu tagi, umfram venjulegan tekjuskatt, geti komið í veg fyrir fjárfestingu í búnaði og þróun afurða í frystiskipum sem rýri framtíðartekjur þjóðarinnar. Telja þeir að rekstrargrundvelli frystiskipanna sé ógnað með háum veiðigjöldum og benda á fækkun frystitogara undanfarin ár máli sínu til stuðnings. Þá sé

óvissan í kringum veiðigjöldin ákaflega íþyngjandi og nauðsynlegt sé að eyða óvissunni sem ríkt hefur lengi um stjórn fiskveiða. Ómögulegt sé fyrir útgerðir að búa við starfsumhverfi sem breytist reglulega í takt við breytilega pólitíska vinda. Nauðsynlegt sé að líta til allra hagsmunaaðila og komast að niðurstöðu sem þar sem hagir sem flestra verði sem bestir. Í þessum samhengi er í skýrslu Matís fjallað um greiningu sem Sindri Magnason gerði árið 2012 þar sem hann kemst að þeirri niðurstöðu að best sé að veiðigjaldið sé 19,5% og launakostnaður 41,4%. Þessar tvær forsendur styðji best við þau markmið að hámarka hag allra hagsmunaaðila en hvetji jafnframt til fjárfestingar í búnaði og afurðum. Hvatning til vaxtar Í greiningu Sindra kemur fram að séu veiðigjöldin 19,5% tryggi það útgerðinni 38% hlutdeild í hagnaði, sem sé nauðsynlegt ef takist eigi að viðhalda heilbrigðum rekstri, á sama tíma og ríki og lánadrottnar fái sitt líka. Hærra veiðigjald en 19,5% brengli þetta og dragi úr hvata útgerðarinnar til fjárfestingar í vexti og þróun. Sindri kemur einnig með tillögu að breytingu á hlutaskiptakerfi sjómanna sem myndi annars vegar hvetja útgerðarmenn til aukinna fjárfestinga og hins vegar hvetja háseta til að sækja sér aukna menntun svo þeir hækki um launaflokk. Segir í skýrslu Matís að aukin fjárfesting og þróun búnaðar og framleiðslu myndi lækka kostnað og auka tekjur í framtíðinni, sem kæmi öllum vel. Aukin verðmætasköpun myndi hækka laun sjómanna og tekjur ríkisins, auka hagnað útgerðar og lækka áhættu lánardrottna, sem myndi svo hafa áhrif til lækkunar vaxta. Þannig gæti hóflegt veiðigjald og betra launakerfi hvatt til aukinnar fjárfestingar í vöruþróun, tækjum og búnaði um borð og nýjum skipum, ásamt því að auka áhuga fjárfesta á fjárfestingum í sjávarútvegi. Segir í niðurstöðu skýrslu Matís að þessum fjórum þáttum sé einmitt ábótavant hjá frystitogurum í dag og mikilvægt sé að bæta úr þeim. Raunar eigi þetta við um aðrar greinar sjávarútvegs líka.


GLA-Class - glænýr sportjeppi frá Mercedes-Benz

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 4 - 0 7 4 7

Mercedes-Benz GLA sportjeppinn sameinar notagildi hins lipra borgarbíls og möguleika 4MATIC aldrifsbílsins sem kemst þangað sem hann þarf. Hann er búinn öllum nýjasta öryggis - og akstursbúnaði sem Mercedes-Benz hefur kynnt undanfarið auk þess sem öll hönnun bílsins er til fyrirmyndar.

GLA 200 CDI 4MATIC með 7 þrepa 7G-TRONIC PLUS sjálfskiptingu. Verð frá 6.750.000 kr.

ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz á Íslandi

Þú finnur „Mercedes-Benz Ísland“ á Facebook


Sífellt meiri neysla fisks kallar á aukið fiskeldi

Uppsveifla í fiskeldinu FISKELDI Á ÍSLANDI Líklegt er talið að fiskeldi muni sjá fyrir tveimur þriðju af fiskmeti í heiminum í kringum árið 2030. Hefðbundnar veiðar eru taldar hafa náð hámarki á meðan vaxandi eftirspurn er eftir fiski á heimsvísu. Þrátt fyrir skin og skúri í íslensku fiskeldi hafa framleiðendur náð ágætis árangri og sjá nú fram á bjartari tíma. Sigrún Erna Geirsdóttir

28

S J ÁVA R A F L

SEPTEMBER 2014


Velkomin til okkar รก

bรกs D-20

รก ร slensku sjรกvarรบtvegssรฝningunni

25. - 27. september 2014

() 4 ' (1"! (!: %% ร LAFSFJร Rร UR Hร SAVร K

SAUร ร RKRร KUR

AKUREYRI

,,, ( ## ( ร ORLร KSHร FN HAFNARFJร Rร UR

Hafรฐu samband viรฐ sรถlumenn okkar og kynntu รพรฉr vรถruรบrvaliรฐ og รพjรณnustuna!

VESTMANNAEYJAR

) ' (();5+ ' 6( ##( & 6(% )(

. 6(% ) 3&'#8"( ; % 7( -' ' ' *)

. 6(% ) ()$ %% -! ' #;)*$ . 6(% ) <( +9" '5 <( . 6(% ) "*' -' -' ') % . 6(% ) *58'"':"*' 8 -' ,,, ( ## ( . ' () !;' 7# ( !;'5*' 8#( ' ( ) . 6( ## 6(% ) % ' !;'5*' 6( ## . 7( -' ' ' *) . % ' !;'5*' . 9$ . ( ## ( ## (


Í

ljósi vaxandi fiskneyslu og þess að veiðar á fiski hafa líklega náð hámarki hefur verið litið til fiskeldis sem uppsprettu fiskmetis. Fiskeldi er því ört vaxandi atvinnugrein og er Ísland ekki undanskilið. Í skýrslunni Fish to 2030: Prospects for Fisheries and Aquaculture sem Alþjóðabankinn gaf út á þessu ári kemur fram að fiskeldi muni sjá fyrir tveimur þriðju af fiskneyslu árið 2030. Er þetta í takti við spá Alþjóðamatvælastofnunarinnar sem gerir ráð fyrir að aukning á framboði á fiskmeti muni að mestu koma frá fiskeldi og áætlar stofnunin að framleiðslan geti orðið um 90 milljónir tonna árið 2030. Er einkum litið til þess að fiskneysla miðstéttarinnar hefur aukist mikið undanfarin ár, sérstaklega í Kína. Eldi, hvort sem það er á fiski eða skeldýrum, er sá hluti matvælaframleiðslu sem vex einna hraðast á heimsvísu og er í stöðugri þróun. Stærstu eldisframleiðendurnir eru í Asíu, með um 90% af öllu eldismagni, og er Kína þar langfremst í flokki með um 60% framleiðslunnar. Í Evrópu eru Norðmenn langstærstir og framleiddu um 1,3 milljón tonn árið 2013 meðan Chile framleiðir mest í Ameríku eða um 750 þús. tonn. Íslendingar hafa litið til fiskeldis líka en þrátt fyrir að talsvert hafi verið fjárfest í uppbyggingu eldis hérlendis hefur árangurinn oft látið á sér standa. Bleikjueldið fór þó vel af stað og eru Íslendingar í fremstu röð sem framleiðendur bleikju á heimsmarkaði. Nú hefur laxeldið tekið vel við sér líka. Mesti gangurinn í laxeldinu Í skýrslu sem Íslenski sjávarklasinn gaf út fyrir þremur árum kemur fram að mest sé framleitt af ferskvatnsfiskum í heiminum. Ferskvatnsfiskar lifa ekki á fiskiprótíni eins og flestar eldistegundir sem eru framleiddar á norðanverðum hnettinum, heldur jurtum, lífrænum leifum og dýrum. Framleiðslukostnaður þeirra er því yfirleitt lægri. Hér á landi hefur þungamiðja fiskeldis verið sjávar- og göngufiskar. Laxinn er þekktastur göngufiskanna og hefur eldi hans gengið framar vonum. Þótt lítið hafi farið fyrir eldi sjávarfiska binda menn talsverðar vonir við þorskeldi. Í skýrslunni má sjá að heildarframleiðsla í fiskeldi hérlendis hefur sveiflast talsvert í gegnum árin. Á tímabilinu 1985-1990 fór framleiðslan úr nokkur hundruð tonnum í rúmlega 3000 tonn. Frá árinu 1991-2002 hélst framleiðslan í um 3-4000 tonnum en síðan jókst hún umtalsvert og náði 10.000 tonnum. Má rekja aukninguna til vaxtar í laxeldi á árunum 2003-2006. Vegna erfiðleika, m.a vegna sjúkdóma, hættu síðan nokkrir framleiðendur og framleiðslan datt niður aftur. Framleiðsla og slátrun stóð nánast í stað 2012-13 og var slátrað

30

S J ÁVA R A F L

SEPTEMBER 2014

Í náinni framtíð gæti síðan eldið numið 80-90 þúsund tonnum ef leyfisumsóknir væru skoðaðar. Verðmæti þeirrar framleiðslu gæti numið 75-80 milljörðum króna en verðmætið sem það skilar nú er um 6 milljarðar.

Mesta aukningin er fyrirséð í laxi og er reiknað með að laxeldi verði rúmlega 50% meira árið 2014 en árið á undan. Þessi aukning þýðir að sjálfsögðu að fleiri fá atvinnu við fiskeldi en talið er að í dag starfi milli 250-260 manns beint við eldi. 6887 tonnum árið 2013. Eitthvað hefur orðið um nýliðun í greininni og nýjar tegundir hafa bæst við, og má m.a nefna flúrueldi á Reykjanesi. Bjart framundan Það sem áður ógnaði fiskeldi almennt voru miklar sveiflur á markaði, sem sköpuðust einkum vegna lítillar stærðar. Eftir því sem markaðurinn hefur stækkað hafa sveiflurnar minnkað og því er þetta orðin að stöðugri atvinnugrein. Þá hafði hrunið sem varð í fiskeldi í Chile árið 2007 vegna smitandi lungnabólgu þau áhrif að rými skapaðist fyrir aðra á markaðinum og verð á laxi hækkaði mikið. Svo virðist sem nú sé bjart framundan í fiskeldinu ef marka má leyfisumsóknir. Á ráðstefnu Landssambands fiskeldisstöðva á sl. ári kom fram í erindi Guðbergs Rúnarssonar, framkvæmdastjóra, að í dag væru rekstrarleyfi í fiskeldi fyrir 42 þúsund tonna framleiðslu. Í náinni framtíð gæti síðan eldið numið 80-90 þúsund tonnum ef leyfisumsóknir væru skoðaðar. Verðmæti þeirrar framleiðslu gæti numið 75-80 milljörðum króna en verðmætið sem það skilar nú er um 6 milljarðar. Það er því ljóst að mikill hugur er í fólki og og fiskeldi á Íslandi gæti margfaldast á næstu fimmtán árum. Mesta aukningin er fyrirséð

í laxi og er reiknað með að laxeldi verði rúmlega 50% meira árið 2014 en árið á undan. Þessi aukning þýðir að sjálfsögðu að fleiri fá atvinnu við fiskeldi en talið er að í dag starfi milli 250260 manns beint við eldi. Mikil áhrif fyrir íbúa Vestfjarða Þar sem fiskeldið hefur verið áberandi á sunnaverðum Vestfjörðum hafa fiskeldistengd störf haft mikil áhrif á byggðalagið og hefur mikil uppbygging átt sér á Patreksfirði, Bíldudal og í Tálknafirði. Öfugt við það sem margir telja fjölgaði íbúum á sunnanverðum Vestfjörðum milli áranna 2012 og 2014 og nam sú aukning 5%. Segir einn viðmælenda í skýrslu Sjávarklasans að veruleg aukning í laxeldi sé framundan og taldi hann að Íslendingar væru að fara inn í þriðju uppsveifluna í laxeldi á tuttugu árum. Í grein sem birtist í Útvegsblaðinu sl. ár kemur fram að fiskeldisskilyrði á Vestfjörðum hafi batnað til muna undanfarin ár með hlýnun sjávar og vaxandi áhugi er á fiskeldi á svæðinu, eins og víðar um land. Vetrarhitastig hafi færst upp um c.a eina gráðu og nú haldist hitastigið í kringum 1 gráðu í stað þess að fara niður í 1 stigs frost áður, sem gerði það að verkum að ógjörningur var að ala þar fisk í sjó. Í skýrslu klasans segir að nokkra aðra sögu sé að segja um þorskeldið, enn sé nokkuð í land þar til það verður orðið arðbært. Slíkt væri þó afar eftirsóknarvert þar sem mikil þekking er á vinnslu þorsks hérlendis og mikið hefur verið fjárfest í búnaði sem hentar þorski. Sölukerfi fyrir þorsk er enn fremur til staðar. Segir í skýrslu klasans að þótt ólíklegt sé að þorskeldi verði hér nokkurn tímann mikið gæti verið mögulegt að ná 50100.000 tonna framleiðslu. Mikil þörf er í heiminum á aukinni matarframleiðslu og mun sú þörf ekki minnka. Horfur í fiskeldi eru því góðar og þessi grein sjávarútvegs virðist vera komin til að vera á Íslandi.


ÍSLENSKA SIA.IS IFR 70548 09/14 ÍSLENSKA SIA.IS ICE 69196 05/14

FERSKLEIKINN ER SAMVINNA Þegar ferskleikinn skiptir höfuðmáli er helsta fyrirstaðan ekki fjarlægðin, heldur tíminn sem líður. Saman vinnum við að því að hámarka verðmæti íslenskra sjávarafurða með því að viðhalda bestu mögulegum gæðum og ferskleika.

Því tíminn flýgur


„Við erum bæði í bleikju- og silungseldi fyrir vestan, ásamt vinnslu. Fyrir sunnan erum við svo með stofnfisk og seiðaeldi á þremur á stöðum: Á Fiskalóni og Bakka í Ölfusi, og á Húsatóftum í Grindavík,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish og Dýrfisks.

Hraður vöxtur hjá Arctic Fish samstæðunni

Íslendingar selja ákveðna sögu FISKELDI Á ÍSLANDI

Sigrún Erna Geirsdóttir

A

lega grunnur að áframhaldandi velgengi hjá fyrirtækinu. „Það er mikil þörf fyrir stærri landeldisstöðvar ef það á að takast að ná þeim mikla vexti í sjóeldi sem stefnt er að, í dag eru seiðaeldisstöðvar almennt takmarkandi þáttur.“

rctic Fish samstæðan hefur farið gegnum undraverðan vöxt frá stofnun þess Eigum eftir að vaxa og dafna fyrir þremur árum. Fyrirtækið stendAðspurður um horfur fiskeldis á Íslandi segist Sigurður vera bjartsýnn. „Við hjá Dýrfiski erum ur nú fyrir nýframkvæmdum upp á „Við höfum lífrænt eldi, eigið klak, náttúrulegt fóður, enn að taka okkur fyrstu skref í fiskeldinu og við hundruðir milljóna fyrir botni Tálkafjarðar en notum jarðvarma og græna orku.“ erum ekki komin á þann stað ennþá að þetta verði uppbygging á seiðaeldisstarfsemi félagsins hefur það markmið að byggja undir frekari vöxt starf- á Íslandi fyrir Arctic Fish og dótturfélög þess; fisk- hnökralaust. Það er eitthvað sem kemur upp á seminnar. eldisstarfsemina hjá Dýrfiski og fiskvinnsluna hverjum degi enda grínaðist einhver með það að „Við erum bæði í bleikju- og silungseldi fyrir Arctic Odda, og má segja að vöxtur Arctic Fish hafi Murphy hefði sennilega verið fiskeldismaður! vestan, ásamt vinnslu. Fyrir sunnan erum við verið einstakur því þegar Sigurður stofnaði fyrir- Þetta er þó allt að þróast í rétta átt, hægt og bítandi.“ Hann segir að mistök séu hluti af lærdómsferlinu svo með stofnfisk og seiðaeldi á þremur á stöð- tækið árið 2011 var hann eini starfsmaðurinn. og það sé ýmislegt ennþá sem þau séu að læra. Það um: Á Fiskalóni og Bakka í Ölfusi, og á Húsaþurfi að læra að lifa með þeim tækifærum og hindrtóftum í Grindavík,“ segir Sigurður Pétursson, Miklar framkvæmdir framkvæmdastjóri Arctic Fish og Dýrfisks. Aðal- Arctic Fish er með eigið kynbótastarf fyrir bleikju- unum sem séu í íslensku umhverfi, enda séu þau seiðaeldisstöð fyrirtækisins fyrir silung er nú í hrogn og segir Sigurður að verið sé að skoða hið oft ólík því sem gerist í okkar nágrannalöndum. Tálknafirði meðan aðal sjóeldið er í Dýrafirði. Sótt sama fyrir silungshrogn en nú eru þau keypt í „Þótt aðstæður fyrir sjóeldi séu ekki eins góðar hjá hefur verið um fleiri sjóeldisleyfi, bæði á suður- og Danmörku. Fyrir botni Tálknafjarðar er nú verið okkur og hjá flestum okkar nágrönnum þá erum norðurfjörðum Vestfjarða. Vinnsla Arctic Fish er að byggja nýja seiðaeldisstöð á vegum Arctic Fish við með betri landeldisaðstæður og það þurfum svo á Flateyri. Hinn kröfuharði Japansmarkaður og eru þetta stærstu nýframkvæmdir í seiðaeldi á við að læra að nýta okkur enn betur,“ segir hann. Íslendingar séu að selja ákveðna sögu og upplifun fær stærstan hluta silungsframleiðslunnar og vegum eldisfyrirtækis hérlendis frá 1986. Byrjað vinnur Arctic Oddi silunginn í sushi afurðir eftir var á byggingu stöðvarinnar fyrir ári og mun fyrsti og út á það gangi þeirra eigin markaðssetning. „Við nákvæmum leiðbeiningum. Hluti framleiðslunn- áfangi verða tekinn í notkun í vetur. „Þarna verða höfum lífrænt eldi, eigið klak, náttúrulegt fóður, byggð þrjú eins hús með 3000m3 kerjarými. Þetta notum jarðvarma og græna orku. Við höfum líka ar fer líka til Frakklands, bæði sem flök og eins heill fiskur, en þar er systurfélag Arctic Fish, Novo verður því þreföldun á því sem við höfum í dag, vottun upp á að hjá okkur séu engir sjúkdómar og Food, með sölu- og dreifingarstöð sem var keypt í auk þess sem stöðin byggir á nýrri tækni endur- við notum engin lyf. Þá lítum við líka til þess að sumar. Dreifingarstöðin er í Boulogne sur Mer og nýtanlegrar vatnsnotkunar,“ segir Sigurður. Bygg- þótt sjórinn okkar sé kaldur og þýði hægari vöxt en hjá öðrum þá er hann hreinni og tærari. Vara okkar var áður í eigu laxarisans Lerøy og starfa þar tíu ing á húsi tvö er þegar hafin og stefnt að því að taka manns. Borgin er hjarta ferskfiskdreifingar í Evr- það í notkun á næsta ári. Uppbyggingin er gríðar- Íslendinga er ekki eins og annarra og það þarf að ópu og má því vænta að stöðin eigi eftir styrkja leg fjárfesting og hleypur á hundruðum milljóna byggja á því til að selja og hafa það sem markmið evrópusöluna talsvert. Í dag vinna um 80 manns en Sigurður segir að góð seiðaeldisstöð sé einfald- að koma þessari sögu áleiðis.“

32

S J ÁVA R A F L

SEPTEMBER 2014


Vélasalan Til sjávar og sveita í 70 ár

Áratuga reynsla starfsmanna Vélasölunnar og fjölbreytt vöruúrval, gerir Vélasöluna að einu öflugasta þjónustufyrirtæki við sjávarútveg og iðnað á Íslandi.

HÆLDRIFSVÉLAR

SLEÐAÞURKUR

Allar stærðir af kösturum 12 - 24 - 220 volt

TALSTÖÐVAR

Verið velkomin á sýningarbás okkar P 12 á Sjávarútvegssýningunni í Smáranum 25. – 27. september.

Dugguvogi 4 104 Reykjavík Sími, 520 0000

Til sjávar og sveita í 70 ár

www.velasalan.is


Fiskeldi á Austfjörðum í miklum vexti

Sækir um stækkun eldis FISKELDI Á ÍSLANDI Sigrún Erna Geirsdóttir

F

iskeldi Austfjarða stefnir að 13 þúsund tonna stækkun í Berufirði og Fáskrúðsfirði og áætlar að framleiða um 24 þúsund tonn árlega af laxi og regnbogasilungi. Störf geta orðið milli 150 og 200. Áætluð framleiðsla í ár verður um 1500 tonn sem er talsvert meira en sl. ár. Fiskeldi Austfjarða hefur sótt um þrettán þúsund tonna stækkun í Berufirði og Fáskrúðsfirði. Fyrirtækið áætlar því að hafa framleiðslugetu upp á 24 þúsund tonn á ári. Árleg framleiðsla á hverju eldissvæði mun verða breytileg þar sem seiði verða einungis sett á hvert svæði þriðja hvert ár og eftir slátrun á einu svæði fer það í hvíld. Segir í Tillögu að matsáætlun sem birt er á vef FA að þannig sé ráðgert að heildarslátrun af laxi og regnbogasilungi muni aukast um fimm þúsund tonn á hverju rekstrarári. Áætluð er um sjö þúsund tonna aukning á regnbogasilungi og sex þúsund tonn af laxi og ætlar fyrirtækið að hefja

Fiskeldi Austfjarða hefur sótt um þrettán þúsund tonna stækkun í Berufirði og Fáskrúðsfirði.

þessa framleiðsluaukningu vorið 2016, ef leyfi fást. Þessi framleiðsluaukning þýðir að áætlað er að setja út allt að 2 milljón laxaseiði og 2 milljón regnbogasilungsseiði á ári. Árleg slátrun er því áætluð allt að 16þ tonn. FA hefur gert samning við fyrirtækið Funa ehf. á Hornafirði um förgun lífræns úrgangs en slóg sem fellur til við slægingu er áætlað um 10-14% af þyngd á slægðum fiski. Þetta þýðir að um 1.900 tonn af slógi muni falla til og verða nýtt sem aukaafurð. Þá gerir FA ráð fyrir að dauður fiskur verði fjarlægður reglulega úr botni eldiskvía og verður hann sömuleiðis nýttur sem aukahráefni. Skemmt lífrænt hráefni verður líka sent Funa til förgunar.

Tuttugu og þrír starfsmenn vinna nú hjá FA og gert er ráð fyrir að í kjölfar stækkunarinnar muni starfsmannafjöldi vaxa umtalsvert og verða milli 150-200 manns. Þess fyrir utan megi svo gera ráð fyrir að afleidd störf vegna aðfanga og þjónustu við starfsemi félagsins verði að álíka mörg. Það er því ljóst að þessi áform FA munu hafa mikil áhrif á byggðaþróun á Austfjörðum. Þá má í þessu sambandi geta að Laxar fiskeldi mun hefja starfsemi á Reyðarfirði á næsta ári og vill stærra leyfi en gert hafði verið ráð fyrir í upphafi. Í dag hefur fyrirtækið leyfi fyrir sex þúsund tonna eldi en nú stefnir það hins vegar á stækkun um tíu þúsund tonn.

VIÐ FRAMLEIÐUM HÁGÆÐA ÞURRKAÐAR FISKAFURÐIR KYNNTU ÞÉR MÁLIÐ Á | DRYFISH.IS Langa ehf | Eiðisvegi 6 | Vestmannaeyjar | Iceland | Sími: 481 3406 | Netfang: dryfish@dryfish.is 34

S J ÁVA R A F L

SEPTEMBER 2014Miklu skiptir að lagaramminn sé góður

Landgæði nýtt til fullnustu FISKELDI Á ÍSLANDI

F

Sigrún Erna Geirsdóttir

iskeldi stefnir í að vera ein mikilvægasta stoð atvinnulífsins á sunnaverðum Vestfjörðum. Mikil þörf er á fleira íbúðarhúsnæði og betri samgöngum á svæðinu svo norður og suðursvæði verði eitt atvinnusvæði. Bjart er framundan í eldinu en fara verður að öllu með gát.

Vilja fiskeldisbrautir í framhaldsskólana Fiskeldi og afleidd störf eru ein meginstoða atvinnulífs á sunnanverðum Vestfjörðum og talið er að allt að 150 manns á svæðinu hafi beinan starfa vegna eldis. Í dag er fiskeldið í örum vexti og líklegt er talið, ef áætlanir ganga eftir, að innan fárra ára verði það jafnvel veigameira í atvinnulífi byggðafélagsins en hefðbundinn útvegur. Höskuldur Steinarsson, framkvæmdastjóri eldismála hjá Fjarðalaxi og formaður Landssambands fiskeldisstöðva, er Höskuldur einn af stofnendum laxeldisSteinarsson. fyrirtækisins Fjarðalax. Fyrirtækið er með starfsstöðvar í þremur fjörðum: Patreksfirði, Tálknafirði og Arnarfirði, og hefur framleiðsluleyfi fyrir 4500 tonnum af laxi árlega. ,,Um þessar mundir erum við svo að sækja um 6 þúsund tonn í viðbót,“ segir Höskuldur. Umsóknin er í umhverfismati, ásamt umsóknum annarra framleiðenda. ,,Þetta er mjög tímafrekt ferli og dýrt og tekur sennilega um tvö ár.“ Hjá fyrirtækinu vinna nú 60 manns og má búast við að talsvert fleiri muni bætast við eftir því sem framleiðslan eykst. „Við getum ekki fengið allt okkar starfsfólk fyrir vestan svo fólk flyst þangað til þess að vinna fyrir okkur.“ Húsnæðismálin standa þeim þó fyrir þrifum. „Á svæðinu hefur uppbygging hefur hröð undanfarin ár og nú skortir íbúðarhúsnæði. Við vonumst þó til að úr því verði leyst fljótlega því allir atvinnurekendur á svæðinu þrýsta mjög á um lausnir.“ Vegna vax-

36

S J ÁVA R A F L

SEPTEMBER 2014

andi starfsmannafjölda segir Höskuldur þá líka vera mjög áhugasama um að bæta við á svæðinu menntun í fiskeldisfræðum á framhaldsskólastigi. Til þessa hefur fyrirtækið þurft að mestu að búa til sinn eigin mannskap og innan raða þess er fólk úr öllum áttum, t.d skipstjórnarmenn, vélstjórar, fiskeldisfræðingar og kafarar. Höskuldur segir það vera bæði dýrt og tímafrekt og gott væri ef framboð af fólki með viðeigandi menntun væri meira. „Núna eru til háskólabrautir í fiskeldisfræðum en við teljum að gott væri að byrja að mennta fólk fyrr í þessum fræðum. Við viljum líka fá krakkana á svæðinu í sumarvinnu og kynna þeim þessa atvinnugrein. Það er alltaf betra að ráða fólk sem býr á staðnum. Ef það eru atvinnutækifæri á svæðinu fyrir ungt fólk er það líklegra til að vera um kyrrt og þá er gott ef það getur menntað sig þar líka.“ Höskuldur það líka vera hamlandi áframhaldandi vexti að í dag séu Vestfirðir ekki eitt atvinnusvæði sökum erfiðra l samgangna yfir veturinn. ,,Það er að sjálfsögðu afleitt að stóran hluta af árinu eru nánast engar samgöngur á milli norðanverðra og sunnanverðra fjarðanna. Það er brýn þörf á Dýrafjarðargöngum og auðvitað þyrfti Vestfjarðavegur að vera betri. Ef fólk sem býr á norðanverðum fjörðunum gæti sótt vinnu á suðurfjörðunum myndi það skipta gríðarlegu máli fyrir fyrirtækin. Ég tala ekki um það sem fiskeldi gæti þá gert til að stuðla að uppbyggingu á norðanverðu svæðinu líka.“

,,Það má segja að önnur alda sé komin af stað í fiskeldinu, þar sem Fjarðalax er einna fremst í flokki. Við erum með frábæran eldisstofn frá Stofnfiski í Vogunum og njótum góðs af þekkingu sem hefur skapast í greininni.“

Byggt á reynslunni Fyrsta bylgja íslenskra eldisfyrirtækja kom um 1980 en eins og flestir vita urðu þau fyrirtæki fyrir mörgum skakkaföllum. Höskuldur segir að ástæður þess hafi verið þríþættar: Óheppilegur stofn, slæmur búnaður og vanþekking. „Íslenski stofninn sem þá var notaður var of seinvaxta og því ekki heppilegur til eldis. Búnaðurinn sem menn völdu þoldi illa íslenskar aðstæður og þekkingin á eldissvæðunum var einfaldlega ekki næg. Hann segir að í dag sé staðan allt önnur, búnaðurinn sé miklu betri, stofninn sömuleiðis og staðsetningin rétt. ,,Það má segja að önnur alda sé komin af stað í fiskeldinu, þar er Fjarðalax einna fremst í flokki. Við erum með frábæran eldisstofn frá Stofnfiski í Vogunum og njótum góðs af þekkingu sem hefur skapast í greininni. Við sækjum líka þekkingu til Færeyinga og Norðmanna og vitum hvaða víti ber að varast. Þekkingin er líka sótt til Bandaríkjanna sem kaupir um 70% af framleiðslunni.Við erum því vel samkeppnisfær við aðrar þjóðir hvað eldi varðar,“ segir Höskuldur.

Landgæði nýtt til fullnustu Ástæður þessa uppgangar í fiskeldi á Vestfjörðum eru ekki síst að skilyrði eldis hafa batnað umtalsvert undanfarin ár með hækkandi hitastigi sjávar. „Við virðumst vera komin inn í réttan geisla,“ segir Höskuldur. „Fyrir vestan fáum við hlýtt sumar þótt veturinn sé auðvitað kaldur. Við erum með aðeins lægra hitastig en samkeppnisHágæða framleiðsla aðilar okkar í Færeyjum en með því að nota heita Laxinn frá Fjarðalaxi fer aðallega til hágæða vatnið okkar við seiðabúskapinn getum við framleitt stærri seiði . Þau eru svo tvö sumur og kaupenda eins og Whole Foods verslunarkeðjeinn vetur í eldi og vegna stærðar seiðanna get- unnar sem einungis kaupir vottaðar vörur. um við alið þau á samkeppnishæfum tíma.“ „Við ,,Þannig er okkar viðskiptamódel.Við höfum hér á Íslandi getum nýtt okkur landgæði til að sjúkdómalaust umhverfi og notum engin fúkkastytta sjótímann og minnka þannig framleiðslu- lyf. Við megum því ekki aflúsa og þess vegna er kappsmál að halda laxinum lúsarlausum. Við kostnað,“ segir Höskuldur.


STÆRSTI FRAMLEIÐANDI BLEIKJU Á HEIMSVÍSU Stærstu framleiðendur bleikju í heiminum í dag er Íslandsbleikja sem er í eigu Samherja. Fyrirtækið er með starfsstöðvar í Grindavík, Reykjanesi og í Ölfusi og fyrir eldi Samherja vinna 70 manns. Íslandsbleikja framleiðir árlega um 2200 tonn af bleikju og Silfurstjarnan í Öxarfirði um 1100 tonn af laxi og var velta fyrirtækjanna um 2500 milljónir á síðasta ári. Stærstur hluti framleiðslunnar er fluttur ferskur út, til Bandaríkjanna og Evrópu.

notum líka ímynd Íslands sem byggir á hreinu vatni úr náttúrulegum vatnsuppsprettum og leggjum áherslu á að við notum jarðhitavatn í eldisstöðvunum.“ Þá er það einnig mikilvægt fyrir kaupendur að vita að Fjarðalax notar kynslóðaskipt eldi sem þýðir að eldi fer fram í tveimur fjörðum í einu meðan sá þriðji er í hvíld. „Hvíldin gengur út á að leyfa náttúrunni að jafna sig og storka henni ekki með ofnotkun,“ segir Höskuldur. Hann segir þetta viðskiptamódel vera lykilatriði því flutningskostnaður héðan sé mikill og ekki hægt að keppa við stóra framleiðendur eins og Norðmenn. „Að keppa við Norðmenn á þeirra mörkuðum væri eins og við færum að keppa við Brasilíu í fótbolta. Við þurfum því að vera með sérstaka vöru því við fáum hærra verð fyrir þær. Við fáum kannski ekki alltaf hæsta verðið en við lendum heldur ekki í lægðum, verðið til okkar helst nokkuð stöðugt.“ Góður lagarammi er nauðsynlegur Hvað framtíðarhorfur íslensks fiskeldis varðar telur Höskuldur þær vera mjög góðar. Nú þegar er búið er að gefa út leyfi fyrir um 30 þúsund tonna ársframleiðslu til íslenskra fiskeldisfyrirtækja og sótt hefur verið um annað eins. „Fiskeldi á Íslandi er klárlega komið til að vera. Erlendir fjárfestar eru t.d mjög áhugasamir og undanfarið hefur verið merkjanleg ásókn í að koma og sjá hvað við erum að gera. Við sjáum heldur engar beinar ógnanir; við höfum mark-

aðslega sérstöðu og ímynd landsins sem matvælaframleiðsluland er mjög góð, það getum við þakkað íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum. Hér er sjúkdómaleysi og heitt vatn og við getum boðið upp á vottaða framleiðslu. Eldislega eru svæðin líka ásættanleg. Það er því vel réttlætanlegt að fara í uppbyggingu.“ Hann segir að það verði hins vegar að vanda til verka og byggja eldið skynsamlega upp. Fiskeldið sé ný grein og það sé mikilvægt að stjórnsýslan axli sína ábyrgð og tryggi góðan lagaramma. Sé það gert væri t.d hægt að sneiða hjá ýmsum vandamálum sem Norðmenn glími reglulega við, eins og laxalús. Í Noregi séu eldisstöðvar svo þéttar að erfitt sé að eiga við lús og aðra sjúkdóma sem komi upp reglulega. Sem hluti af þeirri viðleitni að hafa hemil á sjúkdómum sé líka mikilvægt að hafa kynslóðaskipt laxeldi og það hafi Landssamband Fiskeldisstöðva á sinni stefnuskrá. Hérlendis er fiskeldi einungis leyft á fáum svæðum: Á Vestfjörðum, Austfjörðum og í Eyjafirði, og segir Höskuldur það vera mikilvægt að skipuleggja þessi takmörkuðu svæði vel. ,,Ef margir ráðast í laxeldi og reglurnar eru ekki nógu góðar getur hæglega farið illa.“ Fiskeldi krefjist bæði mikilla fjárfestinga og langtímasjónarmiða og þessu verði stjórnvöld að átta sig á. ,,Við megum ekki slaka á neinum kröfum. Ef fólk fer of geyst verðum við öll fyrir tjóni og störf tapast.“ Mikil uppbygging sé framundan í fiskeldinu sem eigi eftir að skapa landinu fleiri störf og meiri tekjur. Það verði hins vegar að fara að öllu með gát.

Stækkun í pípunum Fiskeldi Samherja framleiðir bleikju og lax , allt frá seiði til fullunninnar vöru. Fiskurinn er alinn á fimm stöðum en slátrun á laxi er í Öxarfirði og slátrun og vinnsla á bleikju fer fram í fullkominni vinnslustöð í Grindavík. Fyrirtækið flytur mikið út til Bandaríkjanna en einnig til Norður Evrópulanda. ,,Við höfum hins vegar lítið verið á Asíumarkaði en erum að sjálfsögðu að skoða þau mál því sá markaður er mjög áhugaverður, ekki síst Kína,“ segir Jón Kjartan Jónsson, framkvæmdastjóri Íslandsbleikju. Meirihluti framleiðslunnar fer út með flugi og eru helstu viðskiptavinir fyrirtækisins verslanir og veitingastaðir sem sérhæfa sig í hágæðavöru. Öll framleiðsla Íslandsbleikju er t.d vottuð að kröfum verslanakeðjunnar Whole Foods. Það þýðir t.d að engin lyf eru notuð og aðeins náttúruleg litarefni eru í fóðri fisksins, fyrir utan aðrar reglur sem lúta að sjálfbærni og velferð fisks og starfsmanna. Jón Kjartan segir mikinn áhuga vera fyrir íslenskri gæðavöru í Bandaríkjunum og verið sé að skoða möguleika á stækkun, bæði hvað varðar bleikju og lax. „Við höfum alltaf áhuga á að vaxa.Við erum því að vega og meta stöðuna, bæði m.t.t markaða og möguleika á svæðunum þar sem við erum með starfsemi. Það er búið að byggja nokkur ker á þessu ári og um þessar mundir erum við að afla leyfa til frekari stækkunar, sem er langur og strangur ferill, sem stjórnar miklu um hvenær möguleg stækkun kæmi til framkvæmda.“ Ánægjulegt ef greinin stækkaði Skin og skúrir hafa skipst á hjá íslenskum fiskeldisframleiðendum í gegnum árin og Jón Kjartan segir menn vera reynslunni ríkari í dag. ,,Maður reynir auðvitað að nýta reynsluna til að gera sífellt betur. Við erum t.d í landeldi og þar hefur orðið töluverð þróun, jafnt og þétt.“ Jón Kjartan segir að áhersla sé lögð á menntað starfsfólk hjá Íslandsbleikju og í þeirra röðum séu margir með sérmenntun í fiskeldisfræðum auk annarrar iðn- og háskólamenntunar. Vöxtur greinarinnar í dag kallar hins vegar á enn fleira menntað og sérhæft starfsfólk. Aðspurður um vaxtarhorfur eldis á Íslandi segir Jón Kjartan flestar ytri aðstæður fiskeldis vera hagstæðar í dag, verð á laxi sé t.d. hátt. Ef fyrirtæki í greininni nái að komast almennilega á legg núna hafi þau mikla framtíðarmöguleika. ,,Ég vona að mönnum takist það sem þeir ætla sér, það væri ánægjulegt að sjá greinina stækka enn meira á Íslandi. Ég er því nokkuð bjartsýnn á framtíðarhorfur eldis hérlendis. Við hjá Íslandsbleikju höfum allavega mikinn metnað til að gera sífellt betur í dag en í gær, enda má aldrei sofna á verðinum.“

S J ÁVA R A F L

SEPTEMBER 2014

37


Valka kynnir

Vatnsskurðarvél

NÝ VINNSLULÍNA

Vatnsskurðarvélin notar samsettar myndir frá röntgen- og þrívíddarmyndavélum til að staðsetja beingarðinn og ákveða skurðarferilinn. Flökin eru svo skorin afar nákvæmt með vatnsskurði á þann hátt sem óskað er hverju sinni. Þannig er mögulegt að hámarka nýtingu á hverju flaki.

sem tryggir hagkvæmari flakavinnslu og meiri gæði afurðanna

Röntgenvél Forsnyrtilína Línan stýrir að flök safnist ekki upp að óþörfu hjá þeim sem snyrta og að flökin hljóti sem allra besta meðhöndlun. Þannig er stysti mögulegi tími frá flökun í kassa tryggður með lágmarks snertingu og hitastigi haldið niðri.

Röntgenvélin getur greint allra smæstu beinin, allt niður í 0,2mm að þykkt, og þannig tryggt beinlausar afurðir.

Forsnyrting

Myndvinnsla

Vatnsskurður

Fjarlæg ja blóðbletti, sníkjudýr og flökunargalla

Röntgen- og 3D myndavélar greina staðsetningu og lögun beingarðs

Beingarður og bitar skornir eftir forskrift


Endabúnaður Tékkvogir, sjálfvirk ísskömmtun og plastmillilegg sem og miðaprentunarkerfi. Allt til að spara tíma og bæta meðhöndlun afurðarinnar.

Frá viðskiptavinunum: Samvals- og pökkunarflokkari

„Nýja línan gerir okkur kleift að hámarka virði flakanna og sinna þörfum kaupendanna betur. Misstór flök eru ekki endilega skorin á sama hátt og nýja kerfið hjálpr okkur að hámarka nýtingu úr hverju flaki“

Aligner samvals- og pökkunarflokkarinn er einstaklega nákvæmur í samvali og pakkar afurðunum sjálfvirkt í kassa. Flokkarinn ræður við nokkra stærðaflokka samtímis og tryggir alg jöra lágmarks yfirvigt.

Ægir Jóhannsson frystihússtjóri hjá Gjögri.

„Þessi tækni er bylting fyrir flakavinnslu í Noregi og við erum afar ánægðir með afköstin og sveigjanleikann sem línan gefur okkur. Auk þess hefur yfirvigt batnað verulega en við erum að sjá tölur niður fyrir 0,5% yfirvigt í kassa sem var áður 3-5%.“ Gunnar Holm Grylldfjord Seafood AS

Scan to see the machine in action

Flokkun og pökkun Nákvæmt samval og sjálfvirk pökkun og frágangur á kassa Víkurhvarfi 8 203 Kópavogur

S: 519 2300 F: 519 2399

sales@valka.is www.valka.is


Fjarstýrðir hlerar verða mikil umbót fyrir skipstjórnarmenn

Toghlerar frá Pólar seldir um allan heim

P

ólar togbúnaður er fyrirtæki sem sérhæfir sig í hönnun og sölu á toghlerum. Toghlerar fyrirtækisins eru seldir um allan heim enda er úrvalið fjölbreytt. Von er á fjarstýrðum hlerum frá Pólar von bráðar. Fjölbreytt úrval er af toghlerunum frá Pólar og í hefðbundnum botntrollshlerum er t.d boðið upp á tvær gerðir: Neptún og Thor. Þá eru í boði fjölnotahlerarnir Hercules og Mercury sem hafa verið afar vinsælir hjá fyrirtækinu. Þriðja gerðin eru svo tvær gerðir flottrollshlera, Jupiter t4, sem eru hefðbundnir flottrollshlerar, og Jupiter t5 hlerarnir sem eru útbúnir slitskóm svo þeir nýtist einnig við veiðar með botntrolli. Stærð hleranna er líka afar fjölbreytt og eru stærstu hlerarnir frá fyrirtækinu 15m2 meðan þeir minnstu eru innan við einn fermetri. Toghlerarnir frá Pólar eru seldir hvarvetna þar sem togveiðar eru stundaðar að ráði, segir Atli Már Jósafatsson, framkvæmdastjóri Pólar, sem hefur áratugareynslu af hönnun og sölu á toghlerum. Hann segir að mikið sé selt til Norður-Evrópu og nokkuð til Spánar og Portúgal. „Við seljum líka töluvert af hlerum til Suður-Afríku, Namibíu, Marokkó, Máritaníu, Senegal og alveg yfir á austur-

Jupíter með toghlera frá Polar.

ströndina til Madagaskar. Við seljum einnig töluvert í Asíu en flestir þeirra hlera eru smíðaðir af verktökum okkar í Kína,“ segir Atli en Pólar vinnur með verktökum í fjölmörgum löndum. Þá má geta þess að Pólar er með yfir 60% markaðshlutdeild meðal togaraflotans í Argentínu. Toghlerar gegna mikilvægu hlutverki við stjórnun togveiðarfæra og margt getur haft áhrif á virkni þeirra. Mikið er undir því komið fyrir veiðihæfni veiðarfæranna að hlerarnir vinni rétt og eru hlerarnir oft teknir inn á þilfar skipa til að breyta stillingum þeirra. Tækni hefur fleygt mikið áfram undanfarin ár og hafa tækninýjungar náð

til toghlera líka. Hefur nemabúnaður á veiðarfærum t.d gert skipstjórnarmönnum auðveldara að fylgjast með hvernig veiðarfærin vinna í sjónum og hvort allt sé eins og það eigi að vera. Þróunarverkefni sem snýst um fjarstýranlega hlera hefur verið lengi í farvatninu hjá Pólar og er verkefnið komið vel áleiðis. „Ég er að vonast til að prófunum ljúki síðari hluta ársins 2015 og árið 2016 getum við farið að bjóða stýringu á öllum stærðum okkar toghlera,“ segir Atli. Tvær prófanir á fjarstýrðu hlerunum hafa farið fram á hafrannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni og segir Atli að þær hafi lofað mjög góðu. Hlerarnir verða prófaðir fyrir lok árs í tveimur botnfiskveiðiskipum og halda svo prófanir áfram á næsta ári. „Það verður alger nýlunda að skipstjórnarmenn geti með einföldum hætti fjarstýrt hreyfingum toghleranna og ég efast ekki um að þessi tækninýjung eigi eftir að verða mikið fagnaðarefni,“ segir Atli. Hann segir að þótt fjarstýranlegu hlerarnir verði mikil tækniframför í veiðum með flottroll eigi skipstjórar á botnvörpuskipum líka eftir að sjá mikla möguleika í þessum búnaði. Það megi eiginlega segja að um byltingu sé að ræða hvað varðar stjórnun veiðarfæra.

Hús Sjávarklasans Grandagarði 16 101 Reykjavík navis@navis.is navis.is

Skipahönnun 40

S J ÁVA R A F L

SEPTEMBER 2014

Ráðgjöf

Eftirlit


Reynsla,

gæði og

samvinna

UPPSJÁVARVEIÐITROLL OG FLOTTROLL FYRIR BOTNLÆGAR VEIÐAR | NÆTUR TOGHLERAR | BOTNTROLL FYRIR RÆKJU, HVÍTFISK OG BRÆÐSLUFISK GRANDARAR OG TENGDUR BÚNAÐUR | TOG- OG NÓTAVÍRAR

Egersund Trål AS Tel: + 47 51 46 29 00 Fax: + 47 51 46 29 01

Egersund Iceland EHF Tel: + 354 470 6700 Fax:+ 354 470 6709

Egersund Herøy AS Sales Office Reykjavik Tel: + 47 70 08 04 80 Tel: + 354 470 6710 Fax: + 47 70 08 04 81 Fax:+ 354 470 6719


Guðfinnur KE-16 eins og hann var þegar Diddi seldi bátinn. Búið að lengja hann og breikka.

Sigurður Friðriksson fyrrum skipstjóri og útgerðarmaður

Afli jókst og minna mátti veiða Haraldur Bjarnason

S

igurður Friðriksson, jafnan kallaður Diddi, fyrrum útgerðarmaður og skipstjóri hafði í nógu að snúast þegar við mæltum okkur mót á veitingastað hans á horni Laugavegs og Snorrabrautar einn morguninn. Maðurinn rekur líka umfangsmikla ferðaþjónustu og er með marga í vinnu. Þarna á horninu er 4th floor hotel í hans eigu ásamt veitingastað og bílaleigu og í sambyggðu húsi ofar við Laugaveginn eru hótelíbúðir í eigu hans, sannkallaðar lúxusíbúðir. Í Keflavík er svo útibú frá bílaleigunni og fólk á hans vegum að þjónusta ferðamenn sem þegar þeir koma til landsins og fara á brott. Hann byrjaði með þennan rekstur fyrir 8 árum en hafði þá verið á sjónum og við útgerð síðustu áratugina. Sigurður er 66 ára gamall, fæddur og uppalinn Sandgerðingur, þar sem hann hefur alið manninn mest alla tíð.

Fór 19 ára í Stýrimannaskólann „Ég byrjaði að fara á sjóinn sem lítill gutti og unglingur. Fór svona róður og róður, bæði á trillur og vertíðarbáta frá Sandgerði. Svo afrekaði ég það að fara sem messagutti á fraktara og á síðutogara sem fór í siglingu til Grimsby og Bremerhaven með rútineruðum fyllibyttum og lærði þá allt sem menn læra í svoleiðis túrum,“ segir hann og hlær. Nítján ára gamall var hann kominn í Stýrimannaskólann haustið 1967 og kláraði þá fyrsta stigið um veturinn. Síðan kom hlé í skólasetuna hjá mér og ég gerðist skipstjóri á vertíðarbátunum í Sandgerði. Var

42

S J ÁVA R A F L

SEPTEMBER 2014

Sigurður Friðriksson.

t.d. með Freyju GK 110 og gekk alveg sérstaklega vel vertíðina 1973 og átti þá oft stærstu róðrana í Sandgerði. Þessi bátur var áður Víðir annar GK og var mikið aflaskip alla tíð, ekki síst þegar Eggert Gíslason var með hann á síldinni. Eftir þetta er ég sannfærður um að bátar hafa sál. Mér gekk vel á bátunum en svo þegar skuttogarnarnir fóru að koma fór ég aftur í Stýrimannaskólann og kláraði annað stigið til að ná mér í full skipstjórnarréttindin. Eftir það fór ég á togarana, byrjaði sem stýrimaður á Aðalvíkinni og var þar meðan Markús Guðmundsson var skipstjóri. Hann var sérstakur og einstaklega góður maður að vera með. Ég hætti þarna um borð þegar hann hætti. Síðan var ég á þessum togurum á Suðurnesjunum þangað til ég fór í eigin útgerð.“

Gerði út Guðfinn og breytti honum á alla vegu Sigurður fór ekki langt að sækja sér bát. „Ég fór til Þorlákshafnar og keypti þar bát sem hér Sturlaugur annar. Þetta var lítill bátur, aðeins 30 tonn, frambyggður stálbátur smíðaður hjá Vélsmiðjunni Stáli á Seyðisfirði.“ Diddi segist hafa gert allt við þennan bát sem hægt var að gera og það hafi verið heilt ævintýri. „Ég lengdi hann tvisvar, ég breikkaði hann og ég setti í hann þrjár vélar meðan ég átti hann.“ Þessi bátur fékk nafnið Guðfinnur KE-19 hjá Didda og allar breytingarnar á honum lét hann gera í Hafnarfirði í þremur áföngum. „Á þessum árum mátti ekki fjölga bátum í flotanum hvorki nema úrelda á móti og því fór ég út í þessar breytingar og þetta var orðið heiftarlega gott skip, 25 metra langt og mældist 80 brúttótónn. Ég var með þennan bát á netum og dragnót en mest þó á rækjuveiðum. Við vorum lengst af 7 í áhöfn. Sá sem var lengst með mér var allan þann tíma frá því ég byrjaði 1980 og þar til ég hætti útgerð 2004. Ég dró þá upp netin á afmælisdeginum mínum 19. apríl með einhverjum 10 tonnum í og ákvað þá að þessum kafla í lífi mínu væri lokið.“ Guðfinnur KE var kominn með ágætan kvóta. „Ég var búinn að kaupa mikinn kvóta á honum en það fylgdi honum ekkert annað en góð hlutdeild í humarveiðum þegar ég keypti hann. Kvótakerfið var ekki komið þá en ég var pýndur til að afsala mér þessum humarkvóta af því að ég vildi veiða rækju. Ég var svo á rækju öll viðmiðunarárin fyrir kvótakerfið og fékk bara einhver 50 tonn af bolfiski. Allt sem útgerðin gaf á árunum á eftir fór í kvótakaup. Fiskiríið var þó farið að aukast svo mikið og báturinn afkasta-


Ég var búinn að kaupa mikinn kvóta á honum en það fylgdi honum ekkert annað en góð hlutdeild í humarveiðum þegar ég keypti hann. Kvótakerfið var ekki komið þá en ég var pýndur til að afsala mér þessum humarkvóta af því að ég vildi veiða rækju. meiri að við tókum okkar kvóta á mánuði eða svo. Ég sá þá að veiðin var orðin svo mikil að þetta var að verða glórulaust, búið að setja reglur um að fækka netum og við vorum komnir í land alltaf á miðjum degi. Það mátti ekkert orðið fiska. Ég seldi bát og kvóta til Nesfisks og síðan fór þessi bátur til Samherja og varð Oddeyrin og var gerður út á snurvoð. Hann er í Grundarfirði og núna og Bergur Garðarsson er með hann. Hann hefur verið á sæbjúgnaveiðum og fleiru að undanförnu og heitir núna Hannes Andrésson SH.“ Diddi segist hafa tekið þessa ákvörðun þótt erfið hafi verið. Hann fór að gera út smærri báta, stofnaði lítið fiskverkunarfyrirtæki í Sandgerði sem heitir Iceland Fresh Seafood og verkaði

Gott rækjuhal á Guðfinni. Þetta myndi duga í nokkrar samlokur.

mest ferskan fisk í flug, söltuðu einnig og seldi markað. Bátarnir voru á Siglufirði, Skagaströnd og í Ólafsvík eða Sandgerði. „Þetta var möndlað á milli staða og fyrirtækið átti bíl til að sækja fiskinn. Ég sá fljótt að ég gat ekki verið sjálfur á þessum litlu bátum og hafði bara ekki skrokk í þessa vinnu. Þetta gekk samt vel en ég stoppaði stutt í þessu. Ég sagði hingað og ekki lengra. Það var „Game over“ í þessari útgerð eins og þeirri fyrri. Svo ég hætti þessu.“ Hann segir kvótakerfið og erfitt starfsumhverfi lítilla útgerða í því hafa líka átt sinn þátt í að hann hætti útgerð. „Einu sinni var veiðieftirlitsmaður sendur út með mér á Guðfinni vegna gruns um að ég væri með of margar netatrossur. Sá var viku um borð og í skýrslu hans eftir róðrana alla vikuna sagði hann að þarna væri allt í lagi og farið eftir settum reglum. Vandinn væri bara sá að skipstjórinn fiskaði meira en aðrir á sömu slóð.“

Vænn fiskur í þorskanetin. Einu sinni var veiðieftirlitsmaður sendur út með Didda á Guðfinni vegna gruns um að hann væri með of margar netatrossur. Sá var viku um borð og í skýrslu hans eftir róðrana alla vikuna sagði hann að þarna væri allt í lagi og farið eftir settum reglum. Vandinn væri bara sá að skipstjórinn fiskaði meira en aðrir á sömu slóð.

Hótelrekstur í Reykjavík Diddi segir hugmyndina að ferðaþjónustunni hjá sér hafa kviknað í spánarferð. „Ég sá þar gömlu sjávarútvegsplássin sem orðin voru að vinsælum ferðamannastöðum og varð sannfærður um að þetta myndi gerast á Íslandi. Ég var viss um að það væri bara tímaspursmál hvenær þessi stund rynni upp.“ Hann segir að Sandgerði hafi þó ekki hvarflað að sér. „Ég byrjaði strax árið 2008 í þessu húsi á horni Laugavegs og Snorrabrautar og keypti upp það pláss í því sem ég gat í því eftir að ég seldi útgerðina. Síðan kom bílaleigan City Car Rental en hún er til húsa á fyrstu hæðinni ásamt veitingastaðnum.“ Diddi lét ekki þar við sitja

S J ÁVA R A F L

SEPTEMBER 2014

43


4th Floor Hotel ásamt bílaleigunni City Car Rental eru á horni Laugavegs og Snorrabrautar.

Diddi ásamt Evelyn konu sinni og dótturinni Amöndu sem varð 10 ára 13. ágúst sl.

heldur byggði upp gistiheimili uppi á Höfða fyrir þá sem eru nýkomnir úr áfengismeðferð og hafa ekki í nein hús að venda. „Þar eru 14 einstaklingsíbúðir og þetta er það besta sem ég hef látið af mér leiða í þessum bransa en SÁÁ hefur verið með þetta á leigu síðan 2009.“ Hótelreksturinn byrjaði á fjórðu hæðinni en svo bættist önnur hæðin við. „Í næsta húsi hér við hliðina útbjó ég svo fínar íbúðir. Þetta er þriggja stjörnu hótel og er alfarið fjölskyldufyrirtæki. Við rekum þetta ég og konan mín, enginn önnur yfirstjórn og erum svo með hóp af tryggju starfsfólki með okkur og margir eru

Það þarf að róa og þeir fiska sem róa. Þetta er bara vinna. Í stýrishúsum gömlu togarana stóð á vélsímanum: „Full ferð áfram“. Það gildir líka í þessum og þýðir ekkert að líta til baka og velkjast í fortíðinni. búnir að starfa hér í þessi átta ár.“ Í Keflavík er svo annar hluti fyrirtækisins. „Þar er alveg annað batterí sem sér um þá erlendu ferðamenn sem eru að koma til landsins. Þar tekur starfsfólk okkar á móti fólki og sér um að leigja því bíla og koma því í gistingu.“ Þeir fiska sem róa Sigurður segir að í sjálfu sér sé ekki mikill munur á því að starfa í ferðaþjónustu og að vera á

Diddi ásamt nokkrum starfsstúlkum á hótelinu. Ein þeirra hefur starfað hjá honum frá upphafi.

sjó eða gera út báta. „Þetta er svo svipað. Það þarf að róa og þeir fiska sem róa. Þetta er bara vinna. Í stýrishúsum gömlu togarana stóð á vélsímanum: „Full ferð áfram“. Það gildir líka í þessum og þýðir ekkert að líta til baka og velkjast í fortíðinni“ segir hann og bætir við að bílaleigureksturinn hafi smátt og smátt undið upp á sig. Fyrst hafi hún komið til vegna þess að hótelgesti vantaði bíla en nú væri hún orðinn heilmikill rekstur með 250-300 bíla og bílaverkstæði líka. Bílarnir eru frá litlum fólksbílum og jepplingum upp í stóra jeppa og 8-9 manna smárútur. Hann segir ekki endilega vera að stíla inn á einhverja sérstaka hópa ferðamanna, jafnt íslenska sem aðra og verðlagningu sé hófstillt. Sigurður segist hafa verið fljótur að komast inn í ferðaþjónusta. „Jú, jú, auðvitað var fullt af veggjum í veginum en ég klifraði bara yfir þá alla,“ segir þessi hressi fyrrum sjósóknari, hress í bragði.

Mánaðarlegt leigugjald frá:

99.800 kr. m/vsk

Nýlegir Audi A4 á rekstrarleigu til fyrirtækja HEKLA býður nú fyrirtækjum nýlegar Audi A4 bifreiðar í rekstrarleigu. Fyrirtæki fá nýlegar bifreiðar til umráða í 1 ár gegn föstu mánaðargjaldi og losnar leigutaki við alla fjárbindingu og endursöluáhættu. Bifreiðinni er svo einfaldlega skilað í lok leigutímans.

Laugavegi 174 | Sími 590 5040 - Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga kl. 12-16

44

S J ÁVA R A F L

SEPTEMBER 2014

Dæmi:

Audi A4 Limo Árgerð 2012, dísil Ekinn 38.000 km, sjálfskiptur Meðal búnaðar bifreiðanna eru 16“ álfelgur, bluetooth símbúnaður, leðurklætt aðgerðarstýri, hraðastillir, loftkæling og ný heilsársdekk.Ný sóknartækifæri fyrir fisk í kjölfar nýs áfangastaðar

Afhendingaröryggið er fyrir öllu

V

axandi markaður er fyrir ferskan fisk erlendis og eru flutt út í kringum 27 þúsund tonn árlega. Icelandair Cargo flýgur út með bróðurpart ferskfisksins og notar til þess bæði fraktvélar félagsins og víðfeðmt net farþegaflugs Icelandair.

Fiskur í hverri vél Tvær fraktvélar frá Icelandair Cargo fljúga á degi hverjum til helstu markaða Íslendinga í Bandaríkjunum, Bretlandi og Evrópu. Fraktvélarnar taka hvor um sig 37 tonn af farmi og er bróðurhluti farmsins ferskur fiskur. Þess fyrir utan fljúga út daglega 21 farþegavélar með allt að níu tonna burðargetu og eru hólf þeirra alltaf nýtt eins og hægt er hverju sinni. Má segja að í nánast öllum farþegavélum sé einhver fiskur um borð. Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmdastjóri Icelandair Cargo, segir mest af fiskinum fara á hefðbundna markaði í Vestur Evrópu en fraktin á Ameríkumarkað hafi vaxið mikið undanfarin ár, í takti Gunnar Már við aukna eftirspurn. „Við Sigurfinnsson. nýtum leiðarkerfi Icelandair sem gerir okkur kleyft að bjóða um 40 áfangastaði, þar af eru um 20 með heilsársáætlun með mikilli tíðni enda er það lykillinn að því að bjóða markaði fyrir ferskan fisk. Markaðir sem við höfum verið að opna, eins og í Kanada, hafa verið að koma mjög vel út og fiskurinn hefur fengið gríðarlega góðar viðtökur á þessum stöðum. Þarna hafa myndast ný sóknartækifæri fyrir íslenskan fisk í kjölfar þess að við hófum flug þangað.“ Hámarksgæði tryggð alla leið Um þessar mundir er verið að stækka vöruhús Icelandair Cargo í Keflavík og munu bætast við 1000m2 af kældu rými. „Þetta mun gjörbreyta allri aðstöðu fyrir fisk í Keflavík og tryggja enn betri gæði,“ segir Gunnar. Þetta muni hafa þau áhrif að minni líkur séu á vandamál komi upp varðandi kælingu en góð kæling sé lykilatriði ef gæði fisksins eiga að haldast á meðan á flutningi stendur. Áætlað er að nýja kælirýmið verði tekið

46

S J ÁVA R A F L

SEPTEMBER 2014

„Við nýtum leiðarkerfi Icelandair sem gerir okkur kleyft að bjóða um 40 áfangastaði, þar af eru um 20 með heilsársáætlun með mikilli tíðni enda er það lykillinn að því að bjóða markaði fyrir ferskan fisk.“

í notkun síðar í haust. „Þessi mál eru í stöðugri þróun hjá okkur og við höfum verið að vinna að því sérstaklega að tryggja að kælikeðjan haldist alla leið, sem tryggir hámarksgæði allt á leiðarenda.“ Hann segir að mikil áhersla sé lögð fyrirmyndarþjónustu hjá Icelandair Cargo enda sé fyrirtækið meðvitað um mikilvægi flutninganna fyrir íslensk fyrirtæki. „Það sem er auðvitað verðmætast við okkar þjónustu er afhendingaröryggið, við getum afhent vörur daglega á öllum lykilstöðum, jafnt og þétt, alla vikuna. Það er ekki gott ef viðskiptavinurinn þarf að geyma ferskvöru lengi og ef varan kæmi ekki til hans nema 1-2 svar í viku þyrfti hann að geyma vöruna lengur. Afhendingaröryggið er okkar styrkur,“ segir Gunnar og bendir á að sé fiskurinn sendur út með Icelandair Cargo líði ekki nema 36 og í hæsta lagi 48 tímar frá því að fiskurinn er veiddur og þar til hann geti verið kominn á disk neytandans erlendis. „Við sendum farminn þetta hratt á markað og það er enginn annar en íslenskur fiskur sem getur státað af því sama.“ Fjölgun ferða lykilatriði Gunnar segir að ekki hafi tekist að anna allri eftirspurn eftir flutningum þótt yfirleitt takist að flytja allt sem beðið sé um, enda sé reynt til hins ítrasta

að verða við öllum óskum um flutning. „Auðvitað koma þó alltaf toppar og lægðir í svona flutningum. Innflutningur varð mjög dapur eftir efnahagshrunið og við höfum ekki náð að fjölga ferðum mikið á fraktinni. Innflutningurinn er hins vegar á góðri uppleið núna og það veitir okkur svigrúm til þess að fjölga ferðum. Það er nefnilega lykill að hafa frakt í báðar áttir í fraktflugvélum því annars þyrfti að hækka verð fyrir frakt út sem væri ekki réttlætanlegt, þá yrði íslenski fiskurinn ekki lengur samkeppnishæfur,“ segir hann. Fjölgun ferða á fraktvélum sé lykilatriði núna þegar aukin eftirspurn er eftir íslenskum fiski á Bandaríkjamarkaði. Sérstaklega mikil eftirspurn er eftir plássi til Boston, New York og Toronto, og hefur ferðum á þessa staði fjölgað jafnt og þétt. Hefur þetta leyst vandann að miklu leyti og eins hefur félagið notast við rými farþegavéla með góðum árangri. Sérstök vara frá Íslandi Farþegaflug er alltaf að verða viðameira og sífellt er verið að bæta við fleiri stöðum fyrir áætlunarflug. Segir Gunnar að undanfarin ár hafi t.d verið að bætast við 1-2 staðir í Norður-Ameríku árlega. Toronto varð heilsársstaður fyrir tveimur árum og Edmonton kom nýverið inn. „Þetta gengur þannig fyrir sig að Icelandair opnar nýja leið og við fylgjum í kjölfarið. Fisksölumenn prófa síðan þessa staði og ef rétt er að verki staðið opnast þarna nýr markaður fyrir fiskinn okkar.“ Gunnar segir að sífellt sé verið að skoða nýja möguleika og í athugun séu mjög spennandi staðir sem gætu skapað mikil tækifæri fyrir fiskinn. „Hverjir þessir staðir eru nákvæmlega get ég ekki sagt um en þeir eru mjög girnilegir, ég get fullyrt það.“ Það er skemmtilegt að geta þess að Gunnar var á ferð í Edmonton sl. sumar og heimsótti þá einn af bestu veitingastöðum borgarinnar. „Ég spurði þjóninn hverju hann mælti með og hann sagði mæla með nautakjöti frá Alberta sem er heimsþekkt vara. Síðan bætti hann við að ef menn vildu síður kjöt þá gæti hann mælt með nokkru mjög sérstöku sem væri flogið með til þeirra frá Íslandi á hverjum degi. Þetta væri íslensk bleikja! Það var ótrúlega skemmtilegt að heyra þetta, svona í ljósi þess að þjónninn vissi auðvitað ekki að ég var Íslendingur og starfsmaður Icelandair Cargo að auki,“ segir Gunnar að lokum.


Sjálfvirk beinaleit og beingarðsskurður fyrir hvítfisk eru nú orðin að veruleika

FleXicut NÝSKÖPUN SPRETTUR ÚR SAMSTARFI

· · · ·

Minni afskurður - betri nýting Bætt hráefnismeðhöndlun Aukin sjálfvirkni Nýjar afurðir: Hnakkar með roði og bakflök

Velkomin á bás B30 á Íslensku Sjávarútvegssýningunni

Háupplausnar röntgenskynjari

Vatnsskurður

Sporðskurður og aðskilnaður bita

marel.is/icefish


Góð reynsla af Atlantica 1920 Guðmundur Ingi Guðmundsson, afleysingarskiptstjóri og stýrimaður á Huginn VE 55, hefur notast við trollið Atlantica 1920 bæði við vinnu sína á dekkinu og einnig við stjórn í brú og ber því góðar sögur. Hann segir trollið hafi marga kosti, það þarf styttri tíma til að ná í afla og þar af leiðandi sparar trollið um leið olíu. Trollið var fyrst tekið í notkun sem prufutroll en áður en langt um leið var árangurinn orðinn augljós og hefur Huginn notast við trollið síðust þrjár makríl- og síldarvertíðar og miklar líkur eru á að það verði einnig notað þá fjórðu. Það eru mörg skip sem notast við trollið við mismundandi veiðiskap, þar ber að nefna Vilhelm Þorsteinsson (3 troll), Beitir, Fagraberg, M.S Agapov, Pacific Hunter, Mekhanik Kovtun, Staryy Arbat. Margir mismunandi belgir eru til fyrir Atlantica trollin, sama trollið nýist t.d. á kolmuna, makríl og síld. Það tekur stuttan tíma að skipta um belg á trollinu og þannig má nýta trollið betur. Atlantica trollin fara öll í hermi áður enn þau eru útbúin, þannig er hægt að sjá virknina

Atlantica trollin fara öll í hermi áður enn þau eru útbúin, þannig er hægt að sjá virknina útreiknaða eftir öllum þáttum sem því tengjast, þ.e. hraði, flæði, teigja og aðrir þættir er tengjast veiðafærinu sjálfu.

útreiknaða eftir öllum þáttum sem því tengjast, þ.e. hraði, flæði, teigja og aðrir þættir er tengjast veiðafærinu sjálfu. Þessa vertíðina hefur Huginn notast við

stafræna upptöku í trollinu með kerfi frá iTrawl.com þjónustuaðila Fishering Service á Íslandi. Hugsunin er að meta alla þætti veiðarfæranna út frá sem flestum þáttum er því tengjast. 2015 útgáfan af Atlantica trollunum mun nýta gögnin frá iTrawl búnaðinum til að gera gott troll enn betra.

Nauðsynlegt að koma á framfæri því sem vel ert gert og setja mælanleg markmið þar sem hægt er að sýna áhrif fyrirHvað fær viðskiptavininn til að kaupa tiltekna matvöru? Í viðhorfskönnun á vegum Íslandsstofu fyrr á þessu ári í fjórum tækisins á umhverfi og samfélag. Þannig er hægt að upplýsa löndum (Danmörku, Bretlandi, Þýskalandi og Frakklandi) kom hagsmunaaðila, þar með talið neytendur og viðskiptavini um fram að uppruni fisks hafi mikilvæg áhrif á kauphegðun. Stór áhrif fyrirtækisins og framleiðsluvöru þess. hluti svarenda í löndunum nefndu heimaland sitt sem fyrsta Mörg tæki hafa verið þróuð til að bregðast við áhættum og kost sem upprunaland. Færri en 10% svarenda nefndu Ísland tækifærum sem fylgja umhverfis- og samfélagsmálum fyrirsem fyrsta kost en 20-30% svarenda nefndu Ísland sem annan tækja. Mörg erlend sjávarútvegsfyrirtæki, þar á meðal í Noregi, kost. Suður-Afríku, Danmörku og Nýja Sjálandi, hafa fléttað sjálfAð stór hluti svarenda velji fisk frá heimalandi sínu sem bærni – eða umhverfis- og samfélagsþáttum – við stefnu sína Eva Margrét Ævarsdóttir fyrsta kost getur þýtt ýmislegt, t.d. að fólk velur það sem það og vinna árlegar sjálfbærniskýrslur eftir alþjóðlega viðurkenndog Hildur Hauksdóttir. telur sig þekkja og treystir. Í upplýsingasamfélagi er orðið um viðmiðum um starfsemi sína. Í skýrslunum er fjallað um auðvelt að nálgast upplýsingar um allt milli himins og jarðar og frammistöðu fyrirtækisins á margvíslegum sviðum, t.d. rekjanleitarvélar eru í flestum tilvikum fljótar að framreiða það sem leitað er að. Það er leika vöru, aðfangakeðju, öryggismál og vinnuumhverfi starfsmanna, kolefnisfótþví litið mál fyrir viðskiptavininn að afla sér upplýsinga um fyrirtæki og eins ef spor, rannsóknar- og þróunarverkefni sem fyrirtækið tekur þátt í og efnahagslega eitthvað kemur upp á í framleiðslu á það orðið greiðan aðgang að neytendum í frammistöðu. Ástæðan fyrir því að þessi fyrirtæki sjá sér hag í þessu er jafnframt gegnum fréttaveitur. sú að það er fjárhagslega hagkvæmt. Samhliða þessu verða kröfur neytenda meiri og þeir vilja versla við fyrirtæki Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki eru í forystu á margan hátt. Svo örfáir þættir sem sýna fram á ábyrgð í rekstri og gagnvart umhverfi og samfélagi. Stórar verslséu nefndir þá er lagaumhverfið um veiðar byggt á sjálfbærni, tækniþróun mikil, tækjakostur góður, lagaumhverfi hagstætt starfsfólki og endurnýjanleg orka unarkeðjur í Evrópu, Bandaríkjunum og víðar eru farnar að svara þessum kröfum notuð í vinnslu. Lítið er hins vegar gert til að upplýsa um þessa þætti til neytenda og stór hluti af heimasíðum þeirra fer nú í að fjalla um hollustu og sjálfbærni. Hjá og annarra hagsmunaaðila. Það eru því mikil tækifæri í því að koma á framfæri Wholefoods er t.d. mikil áhersla á sjálfbæran sjávarútveg og notast við ströng því sem vel er gert. Það er mjög áhugavert fyrir fyrirtæki í sjávarútvegi til að kynna gæðaviðmið. sér betur leiðir til að sýna fram á yfirburði sína og taka þátt í samkeppninni sem Fyrirtæki í sjávarútvegi eru farin að finna fyrir þessum kröfum og ýmsar leiðir ábyrgur sjávarútvegur. hafa verið þróaðar til að bregðast við. Ein algengasta leiðin er að móta sér stefnu

48

S J ÁVA R A F L

SEPTEMBER 2014


Tækið sem temur hafið

Minnkar velting um allt að 90%

S

töðugleikabúnaður sem heldur skipi stöðugu í öldugangi er nú til sölu á Íslandi. Við minni velting dettur minna af afla af línu, slysahætta minnkar og búnaður verður síður fyrir hnjaski. Hentar bátum af öllum stærðum og gerðum.

Miklir kostir við minni velting K-KARL ehf. gerðist á dögunum umboðs – og þjónustuaðili fyrir SEAKEEPER stöðugleikabúnaðinn á Íslandi og í Færeyjum. SEAKEEPER er stöðuleikabúnaður fyrir báta og skip og hefur búnaðurinn hlotið mikla athygli. Kristján Karl Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri K-KARL, segir stöðugleikabúnaðinn minnka velting um allt að 90%. „Það hefur mikla kosti í för með sér að setja upp búnaðinn: Minna af fiski dettur af línunum við minni velting, slysahætta minnkar, mannskapnum líður betur, meðferð aflans er betri og annar búnaður um borð verður fyrir minna hnjaski.“ K-KARL ehf. er í samvinnu með KAPP Véla, kæli- og renniverkstæði með uppsetningu og þjónustu á SEAKEEPER búnaðinum hér á landi. KAPP er í fremstu röð þegar það kemur að uppsetningu og þjónustu á tækjum og búnaði og leggur áherslu á vandaða þjónustu og að sinna viðskiptavinum sínum um land allt á skjótan og hagkvæman hátt. Vinnur gegn öldunni SEAKEEPER stöðugleikabúnaðurinn hefur verið á markaði frá 2008 og gefið mjög góða raun. Stöðugleikabúnaðurinn byggir á svokallaðri gýró tækni. Þungt lóð snýst á miklum hraða í lofttæmdri kúlu þannig að þar er nánast engin mótstaða og utan um þetta er síðan grind sem er fest við skipið. Þegar alda kemur á bátinn vinnur gýróið á móti öldunni og leitast við að halda skipinu stöðugu. Stöðugleikabúnaðurinn er ræstur í brúnni með snertiskjá og hafður í gangi meðan skipið er á sjó. Kristján segir að eftir að búnaðurinn hafi verið settur í gang þurfi ekkert að spá í hann frekar, hann sé mjög viðhaldslítill. Stöðugleikabúnaðurinn hefur verið settur í báta um allan heim, allt frá 9 metrum upp í 65 metra og hentar flestum gerðum skipa og báta. Í þeim tilvikum sem skipið er mjög stórt eru sett upp fleira en eitt tæki.

K-KARL ehf. gerðist á dögunum umboðs – og þjónustuaðili fyrir SEAKEEPER stöðugleikabúnaðinn á Íslandi og í Færeyjum.

Nettur og viðhaldslítill Stöðugleikabúnaðurinn hefur Búnaðurinn er ekki fyrirferðarmikill. „Svo við tökum dæmi af 15 metra línubáti þá myndi þurfa verið settur í báta um allan búnað sem er minni en eitt vörubretti að heim, allt frá 9 metrum upp stærð: 90x80x72cm og myndi í 65 metra og hentar flestum sá búnaður ná um 70gerðum skipa og báta. 90% af veltunni,“ segir Kristján. Búnaðurinn þarf því mjög lítið pláss og hægt er að staðsetja fyrir rafmagni og er uppstartið ca. 3kw á meðan hann nánast hvar að hjólið er að ná fullum hraða. Eftir að fullum sem er í skipinu. hraða er náð notar hann um 1,5kw að jafnaði þótt Það eina sem þarf er þetta fari líka eftir stærð búnaðar. Kristján segir að pláss. „Hönnuðir sjá stöðugleikabúnaðurinn hafi t.d verið settur upp í um að finna heppilegasta línubátum, hafnsögubátum, frístundarveiðibátstaðinn um borð í skipinu og um, snekkjum, björgunarbátum, eldisbátum o.fl. það er mjög lítið mál er að koma „Hann myndi t.d henta mjög vel fyrir hvalaskoðbúnaðinum fyrir.“ Ekki er nauðsynlegt unarbáta,“ segir Kristján. Búið er að setja stöðugað báturinn sé nýsmíði og það þarf mjög leikabúnaðinn í eina snekkju hérlendis og um litlar breytingar svo hægt sé að koma þessar mundir er verið að setja hann í einn línubát. búnaðinum fyrir. Áður en komið er K-KARL verður á sjávarútvegssýningunni í með búnaðinn um borð er hægt sama bási og Thor-Ice og þar verður m.a hægt að að undirbúa nánast allt fyrirfram sjá myndbönd sem sýna virkni stöðugleikabúnáður en uppsetning hefst. Eftir aðarins. Enn fremur er hægt að fara á vef fyrirþað er komið með búnaðinn um tækisins, www.karl.is, til að skoða þessi myndborð og tekur þá skamman tíma að bönd. Á vefnum er líka að finna upplýsingar um tengja hann og festa. aðrar vörur og þjónustu sem K-KARL býður upp á fyrir sjávarútveginn. Stöðugleikabúnaðurinn gengur S J ÁVA R A F L

SEPTEMBER 2014

49


Ný olíu- og gasskiljubúnaður hreinsar olíueim og minnkar smurolíukostnað

Sjálfsögð krafa um mannsæmandi umhverf i Sigrún Erna Geirsdóttir

Í

vélarúmum skipa skapast oft talsverð mengun vegna yfirþrýstings í sveifarhúsi vélar með þeim afleiðingum að gasmyndun frá heitri smurolíu og niðurblæstri með stimplum (NOx-gös) vill þröngva sér út um samskeyti og pakkningar á vélinni og út í vélarúmið. Nú er hins vegar hægt að koma fyrir búnaði sem myndar stöðugan undirþrýsting í sveifarhúsinu. Búnaðurinn hreinsar það jafnframt af allri gasmyndun (olíueim) og skilur olíu frá gasinu. Gasið er síðan brennt í vélinni. Þannig mengast ekki loftið í vélarúminu og smurolíunotkun minnkar umtalsvert.

Olíueimur hreinsaður strax. Eitt af verkefnum síðustu ríkisstjórnar kallaðist Grænt hagkerfi og nefndist hluti af því Orkuskipti í skipum. Á vegum þess voru veittir styrkir til ýmissa verkefna sem tengdust því að minnka notkun jarðolíuafurða og -jarðeldsneytis í skipum. Fór einn styrkurinn til Guðbjarts Einarssonar hjá Véltaki hf. svo hann gæti lokið við verkefni sem hann byrjaði á árið 2005 og gekk út á að koma í veg fyrir að olíu- og gaseimur frá vélinni og niðurblæstri með stimplum bærist út í vélarúmið þar sem vélstjórarnir óhjákvæmilega anda því að sér.Fram til þessa hafa menn verið að nota síur til þess að hreinsa loftið frá sveifarhúsinu og hefur síunum síðan verið hent. Við margar aðstæður er þessi mengun þó stöðugt vandamál. Smurolíuskilja Véltaks hf., sem nefnist OGS-2 (Oil Gas Separation), gengur út á að taka eiminn/ gasið um leið og hann myndast í sveifarhúsinu. Eimurinn er svo kældur niður þannig að hann verður aftur að smurolíu og er svo skilað aftur í sveifarhúsið. Þannig nær eimurinn ekki að dreifa sér um vélarrúmið og andrúmsloftið helst því hreint. Ásamt þessu minnkar auðvitað smurolíunotkunin og smurolíukostnaður lækkar. Minnkar mengun um 95% Aðkomu Siglingastofnunar Íslands (nú Samgöngustofu) að búnaðinum má rekja til verkefnis Siglingastofnunar, Loftgæða í skipum, sem fólst í að gera mælingar í öllum rýmum skipa og ekki eingöngu í vélarúmi. ,,Við vildum athuga við hvaða aðstæður sjómenn, sem eru fjarri heimilum sínum í langan tíma, lifa. Það voru því mæld loftgæði í svefnplássi, hvíldarrýmum, eldhúsi, matsölum, brú og vélarúmi,“ segir Jón Bernódusson, fagstjóri á samhæfingarsviði Samgöngu-

50

S J ÁVA R A F L

SEPTEMBER 2014

Búnaðurinn kynntur fyrir fulltrúum í úthlutunarnefnd verkefnis innanríkisráðuneytisins um orkuskipti í skipum. Frá vinstri: Guðbjartur Einarsson, Gylfi Árnason og Jón Bernódusson.

Við vildum athuga við hvaða aðstæður sjómenn, sem eru fjarri heimilum sínum í langan tíma, lifa. Það voru því mæld loftgæði í svefnplássi, hvíldarrýmum, eldhúsi, matsölum, brú og vélarúmi. Búnaðurinn sjálfur.

Vél útötuð í smurningi frá sveifarhúsi.

stofu. „Þessar mælingar hófust árið 2007 og við horfðum sérstaklega til skipa sem eru lengi úti, kannski 3-4 vikur, og jafnvel lengur.“ Niðurstaðan var að bæði koltvísýringur (CO2), brennisteinssýra (SO2) og brennisteinsvetni (H2S) voru undir mörkum en sömuleiðis kom í ljós að vandamál var einna helst að finna í vélarúminu. ,,Þar er smurolíueimur sem vélstjórar anda að sér og berst hann niður í lungu þeirra og þaðan í blóðið.“ Áhrif þessarar mengunar geta verið mjög heilsuspillandi og vitað er að vélstjórum er t.d. hættara við að fá krabbamein en öðrum starfsstéttum til sjós. ,,Við fórum því af stað til að finna lausn á þessum vanda. Vélstjórafélag Íslands upplýsti okkur um að í þróun væri bún-


Velkomin um borð N1 býður alla velkomna um borð á Íslensku sjávarútvegssýningunni 25. til 27. september.

Kastaðu akkerum í bás B-50 þar sem við kynnum hafsjó af olíum og öðrum rekstrarvörum sem N1 hefur að bjóða sjófarendum og aðilum í sjávarútvegi. Við hlökkum til að sjá þig.

Hluti af sjávarútveginum


Búnaðurinn dregur úr smurolíu- og gasmengun í vélarúmi um 95% og minnkar smurolíunotkun um allt að 40%. Ágúst Sigurðsson eigandi Stálskipa og Guðbjartur Einarsson frá Véltaki við búnaðinn sem settur var um borð í Þór HF-4.

aður sem gæti leyst þennan mengunarvanda og höfðum við í framhaldinu samband við Guðbjart í Véltaki og fengum hann í lið með okkur.“ Gegnum verkefnið Áætlun um öryggi sjófarenda fékkst styrkur til þessa verkefnis og síðar kom til styrkur frá Orkuskiptum í skipum til að fullþróa búnaðinn. ,,Búnaðurinn dregur úr smurolíuog gasmengun í vélarúmi um 95% og minnkar smurolíunotkun um allt að 40%,“ segir Jón. Þetta sýni mælingar sem stofnunin hefur framkvæmt í skipunum, bæði loftmælingar og mælingar á sótögnum í filterum. ,,Þannig að þessi góða niðurstaða er engin óskhyggja, þetta er bara einföld niðurstaða mælinga. Búnaðurinn minnkar því

verulega kostnað og kemur sem hreinn kaupauki við hreinsun andrúmslofts í vélarúminu,“ segir Jón. Borgar sig upp á 12-18 mánuðum Búnaðurinn er ekki fyrirferðarmikil og þykir einfaldur í notkun. Hann er nú meðal annars að finna í tveimur skipum Granda; Ögurvík og Gullbergi frá Seyðisfirði, og hjá Sjólaskipum á Kanaríeyjum. Þá hefur hann verið seldur til Hollands, Noregs og Færeyja. Jón segir olíuskiljuna aðallega henta skipsvélum sem eru stærri en 1000 kW, minni vélar þurfi hana ekki og menn séu líka minna í vélarrúmum minni véla. Þar henti síur því betur. OGS-2 búnaðurinn kostar þrjár til fjórar milljónir króna eftir útfærslu og segir Jón að þegar haft sé í huga að smurolíunotkun

Búnaðurinn eins og hann er tengdur við aðalvélina.

minnki umtalsvert borgi búnaðurinn sig upp á 12 til 18 mánuðum. ,,Í raun er þetta samt bara spurning um mannréttindi. Menn eiga rétt á því að geta unnið í mannsæmandi umhverfi með hreinu lofti,“ segir Jón Bernódusson að lokum.

Við erum íslenskur sjávarútvegur

Tökum virkan þátt í samkeppninni

Lagnalagerinn

EHF

SEAFOOD GRINDAVIKURHÖFN ÖRUGG HÖFN, GÓÐ ÞJÓNUSTA

52

S J ÁVA R A F L

SEPTEMBER 2014


Marine Stewardship Council, MSC

Fleiri tegundir við Ísland fá vottun samkvæmt staðli MSC

M

SC staðallinn er annars vegar fiskveiðistaðall og hinsvegar rekjanleikastaðall. Fiskveiðistaðallinn skilgreinir sjálfbærar fiskveiðar. Afurðir úr vottuðum veiðum, sem fara í gegnum birgjakeðju vottaða samkvæmt MSC rekjanleikastaðlinum, geta borið umhverfismerki MSC. Það gefur þau skilaboð að varan eigi uppruna í sjálfbærum fiskveiðum en það eru mikilvægar upplýsingar þegar 87% af heimsveiðanna eru, að mati FAO, upprunnin úr full- eða ofnýttum fiskistofnum. Tilgangur MSC vottunar er að aukaeftirspurn á markaði eftir sjálfbærni og stuðla þannig að því að allar veiðar í heimshöfunum verði sjálfbærar. Þannig verði hafið áfram matarkista fyrir komandi kynslóðir. Ísland Árið 2011 fékk Sæmark Sjávarafurðir fyrstu fiskveiðivottun samkvæmt MSC staðli fyrir ákveðinn hluta þorsk- og ýsuveiða. Ári síðar fékk svo Icelandic Group MSC-vottun á allar þorsk- og ýsuveiðar innan íslensku efnhagslögsögunnar. Á þeim tíma hófu fleiri aðrir aðilar í sjávarútvegi að íhuga vottun samkvæmt staðli MSC. Í kjölfar þess sameinuðu margir aðilar krafta sína með stofnun sérstaks félags, Iceland Sustainable Fisheries ehf., til að halda utan um slíkar fiskveiðivottanir. Iceland Sustainable Fisheries (ISF) Það var á miðju ári 2012 sem ISF var stofnað af 19 fyrirtækjum í sjávarútvegi, mestmegnis útflutningsfyrirtækjum. Tilgangurinn var að ISF yrði skírteinishafi fyrir MSC vottaðar veiðar og myndi sækja um fleiri vottanir. Ávinningur þess er m.a. að » » » »

ISF er rekið á kostnaðargrunni og opið öllum ISF er sameiginlegur vettvangur þeirra sem þurfa á MSC vottun að halda Fiskveiðivottunarskírteinin eru hýst hjá ISF sem er ekki í samkeppnisrekstri Þegar mörg fyrirtæki sameinast um svona vinnu þá er lágmarkaður kostnaður hvers og eins

ISF setti jafnframt fljótlega af stað fiskveiðimat fyrir ufsa og karfa. Á þeim tíma hafði Samherji gengið í ISF, jafnframt því að sækja um fiskveiðivottun á síldveiðar Íslendinga. Vignir Jónsson hf. á Akranesi gerðist einnig hluthafi í ISF en hafði jafnframt að sótt um MSC vottun á grásleppuveiðar.

Við afhendingu á MSC vottunarskírteini fyrir síldveiðar Íslendinga: F.v. Rut Hermannsdóttir verkefnisstjóri Samherja, Gunnþór Ingvason forstjóri Síldarvinnslunnar, Gísli Gíslason Svæðisstjóri MSC og Valur Ásmundsson sölustjóri Samherja. LJÓSMYND: HÁKON VIÐARSSON

Í dag eru hluthafar í ISF orðnir 34. Meðal þeirra eru flest helstu sjávarútvegsfyrirtæki landsins, ýmist með beinni aðild eða í gegnum útflutningsfyrirtæki sem þau starfa með eða eiga. Faggildar vottunarstofur annast úttektir Vottunarferlið er ekki framkvæmt af MSC heldur faggildri vottunarstofu og er fiskveiðimatið einkonar umhverfismat með virkri þáttöku hagsmunaðila. Á nokkrum stigum í ferlinu geta hagsmunaðilar gert athugasemdir sem vottunarstofan metur í samræmi við staðlana. Lokaáfangi vottunarferilsins er birting lokaskýrslu og ákvörðunar um vottun fiskveiðanna. Á því stigi geta hagsmunaðilar áfrýjað niðurstöðu vottunarstofu til úrskurðar dómara (adjudicator) í samræmi við skilgreindar verklagsreglur þar um. Á þriðja tug vottunarstofa eru nú faggildar til MSC vottunar víða um heim á fiskistofnum og rekjanleika fiskafurða. Vottunarstofan Tún ehf. vottar nú þorsk-, ýsu- og ufsaveiðar hér við land og vinnur auk þess að mati á karfa- og grásleppuveiðum. Þá vottar FCI síldveiðar við Ísland. Rekjanleikavottun Nú eru 87 fyrirtæki á Íslandi með vottun samkvæmt rekjanleikastaðli MSC. Það þýðir að þau geta unnið og verslað með MSC-vottaðar sjávar-

afurðir. Ef vottaðar veiðar heyra undir ISF, þá verður varan að fara á einum stað í birgjakeðjunni í gegnum hluthafa ISF til að geta orðið MSC vara á markaði. Það eru það einkum vottunarstofan SAI Global (sem Rannsóknaþjónustan Sýni annast eftirlit fyrir)og Vottunarstofan Tún sem hafa vottað samkvæmt rekjanleikastaðli fyrir íslenskan sjávarútveg. Nýjar tegundir vottaðar á Íslandi Þann 11. september tilkynnti að Vottunarstofan Tún að búið væri að votta ufsaveiðar við Ísland samkvæmt staðli MSC. Í júní s.l. gaf vottunarstofan FCI út MSC vottun á síldveiðar Íslendinga. Þá lýkur senn úttekt á karfa- og grásleppuveiðum, en þar sem WWF í Þýskalandi áfrýjuðu mati á karfaveiðum er það nú til úrskurðar hjá dómara. Niðurstöðu er að vænta innan nokkurra vikna. Það hefur verið rætt innan ISF að bæta fleiri tegundum í vottun. Það er engin þjóð í dag sem hefur alla sína nytjastofna vottaða. Verði Íslendingar fyrstir þjóða heims til að fá alla sína helstu nytjastofna vottaða mun það skapa íslenskum uppruna ríka sérstöðu, sem getur haft mikið gildi almennt fyrir markaðssetningu íslenskra sjávarafurða og allt kynningarstarf sem framundan er á því sviði. S J ÁVA R A F L

SEPTEMBER 2014

53


Dreifing efnisins er sjálfvirk og einföld í notkun og að því gefnu að þrif á vinnslusvæðinu séu góð tryggir löng virkni efnisins að örveruvöxtur nær sér ekki á strik og geymsluþol afurða eykst umtalsvert.

Sótthreinsikerfið D-SAN eyðir örverum í matvælavinnslu

Betri gæði og hærra afurðaverð

D

-SAN sótthreinsikerfið hefur tryggt sér öflugan sess hjá íslenskum útgerðum undanfarin ár. Margar af framsæknustu útgerðum Íslands sem byggja afkomu sína á sölu á hágæða hráefni hafa tekið upp D-SAN sótthreinsikerfið með góðum árangri.

Áhersla á gæði Ein af útgerðunum sem nota D-SAN kerfið er Brimberg ehf á Seyðisfirði sem tók kerfið í notkun árið 2005 fyrir ísfisktogarann Gullver NS12. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa að mati framkvæmdastjórans, Adolfs Guðmundssonar. „Áhöfnin á Gullver hefur alla tíð haft á sér einstaklega gott orðspor varðandi veiðar og vandaða umgengni hráefnis. Sú vandvirkni sem áhöfnin hefur tamið sér leiðir til þess að ekkert annað en gæðafiskur kemur úr lestum skipsins sem er síðan unninn í frystihúsinu.“ Mikill metnaður sé hjá fyrirtækinu sem komi m.a fram í markvissu gæðaeftirliti þannig að öll vara sem frá þeim komi sé fullkomin gæða- „Áhöfnin á Gullver hefur alla tíð haft á sér einstaklega gott orðspor varðandi veiðar og vandaða umgengni hráefnis.“ vara. ,,Með þessari áherslu á mikil gæði hefur það komið sér mjög vel að nota D-SAN kerfið og vöxtur nær sér ekki á strik og geymsluþol afurða viðskiptavina og margvíslegar prófanir hafa leitt árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Það er eykst umtalsvert. D-SAN efnið hefur fengist sam- í ljós að D-SAN sótthreinsirinn vinnur á og eyðir okkar mat að D-SAN kerfið hafi bæði skilað okk- þykkt í nokkrum af okkar helstu viðskiptalönd- flestum tegundum óæskilegra örvera í matvælaur betri gæðum og ekki síst, hærra afurðaverði,“ um og er í skráningarferli í fleiri löndum, enda vinnslu, s.s. campylobacter, salmonella, listeria, segir Adolf. hefur kerfið fyrir löngu sannað gildi sitt. D-SAN e-coli ofl. Jafnframt hefur efnið langa virkni og sótthreinsikerfið samanstendur af tölvustýrðu myndar filmu á yfirborði í vinnslurýmum sem og sjálfvirku úðunarkerfi og umhverfisvænum dregur úr örverumyndun og auðveldar öll þrif Notkun D-SAN eykur geymsluþol Grunnurinn að góðum árangri með D-SAN kerf- sótthreinsivökva sem framleiddur er af D-SAN til muna. D-SAN fyrirtækið er með aðsetur í Húsi inu er samspil dreifingar og efnis um vinnslu- ehf. Með úðunarkerfinu myndast þétt þoka sem Sjávarklasans ásamt fleiri sprotafyrirtækjum þar inniheldur míkróagnir með D-SAN sótthreinsi- sem fram fer öflugt frumkvöðlastarf. Nánari upprýmið. Dreifing efnisins er sjálfvirk og einföld í notkun og að því gefnu að þrif á vinnslusvæðinu vökvanum sem leggst á öll yfirborð í því rými lýsingar um vöruna og fyrirtækið má finna á vefséu góð tryggir löng virkni efnisins að örveru- sem úðað er (þokumyndun). Reynsla fjölmargra síðu D-SAN ehf: http://www.d-san.eu.

54

S J ÁVA R A F L

SEPTEMBER 2014


S J ÁVA R A F L

SEPTEMBER 2014

55


Liturinn á Jóni Kjartanssyni passaði vel við skólabúninga Sjávarútvegsskólans. LJÓSMYND: ELVAR INGI ÞORSTEINSSON

Sjávarútvegsskóli Fjarðabyggðar

D

agana 23. júní til 11. júlí sl. starfaði Sjávarútvegsskóli Fjarðabyggðar en skólinn er samvinnuverkefni Austurbrúar, Vinnuskóla Fjarðabyggðar og sjáva r út vegsf y r i r tækja n na Eskju, Loðnuvinnslunnar og Síldarvinnslunnar. Öll ungmenni í Fjarðabyggð sem fædd voru árið 2000 stóð til boða að sækja skólann og alls útskrifuðust 55 nemendur að námi loknu eða 85% árgangsins. Það verður að teljast mjög góð þátttaka en á því tímabili sem skólinn starfaði var nokkuð um að ungmenni úr 2000-árgangnum væru í sumarleyfisferðum með fjölskyldum sínum. Meginmarkmiðið með skólahaldinu er að auka þekkingu og skilning ungmenna á þeirri undirstöðuatvinnugrein sem sjávarútvegurinn er en greinin er í reynd undirstaða allra byggðarlaganna í Fjarðabyggð og allra byggðakjarna við sjávarsíðuna á Austurlandi. Skólinn byggði á þeirri reynslu sem fékkst sumarið 2013 við starfrækslu Sjávarútvegsskóla Síldarvinnslunnar í Neskaupstað en honum var komið á fót í ljósi þeirrar staðreyndar að sjávarútvegi er gerð afar takmörkuð skil í hefðbundnu námsefni á grunnskólastigi. Í Sjávarútvegsskóla Fjarðabyggðar var kennt á þremur stöðum; Neskaupstað, Fáskrúðsfirði og Eskifirði. Þeir nemendur sem ekki bjuggu á þeim stöðum sem kennslan fór fram á var ekið til og frá kennslustað. Hverjum námshópi var kennt í eina viku og á lokadegi kennslunnar hjá hverjum hópi var farið um sveitarfélagið, fyrirtæki og stofnanir heimsóttar, efnt til uppskeruhátíðar og

56

S J ÁVA R A F L

SEPTEMBER 2014

Nemendur fengu að prófa ýmislegt í heimsókn sinni hjá Matís í Neskaupstað. LJÓSMYND: SIGURÐUR STEINN EINARSSON

útskriftarskírteini afhent. Sem dæmi má nefna að allir hóparnir heimsóttu botnfiskvinnslu Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði, fiskimjölsverksmiðju Eskju á Eskifirði og uppsjávarfrystihús Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. Eins heimsóttu allir hóparnir starfstöð Matís í Neskaupstað þar sem meðal annars fara fram efnamælingar á hráefni og framleiðsluafurðum sjávarútvegsfyrirtækjanna. Nemendur skólans voru á launum á meðan

kennsla fór fram og voru launin þau sömu og hjá Vinnuskóla Fjarðabyggðar. Í skólanum voru fluttir fyrirlestrar um eðli og sögu sjávarútvegsins og eins vakin athygli á þeim fjölmörgu störfum sem tengjast atvinnugreininni beint og óbeint. Vettvangsheimsóknirnar voru nýttar til að auka skilning nemendanna á því hve greinin býður upp á margbreytileg störf. Áhersla var lögð á heimsóknir um borð í fiskiskip og til fyrirtækja sem þjónusta sjávarútveginn eins og veiðarfæragerðir og vélsmiðjur. Í Verkmenntaskóla Austurlands kynnti skólameistari hinar ýmsu námsleiðir og sýndi kennsluaðstöðu. Vakti hann athygli nemendanna á því hve mörg störf á Austurlandi tengjast sjávarútveginum. Flest iðnfyrirtæki þjóna sjávarútvegsfyrirtækjum og stór hluti vélstjóra starfar annað hvort á fiskiskipum eða í vinnslustöðvum fyrirtækjanna. Þá þurfa sjávarútvegsfyrirtækin á að halda fólki sem hefur menntun á sviði fjármála og viðskipta. Þeir sem standa að Sjávarútvegsskóla Fjarðabyggðar telja brýnt að ungmenni í sjávarbyggðum öðlist þekkingu á greininni. Lífsskilyrði í þessum byggðarlögum ráðast að miklu leyti af gengi sjávarútvegsins á hverjum tíma og ekki má gleyma að það var sjávarútvegurinn sem lagði grunninn að því velferðarsamfélagi sem þróast hefur á Íslandi. Hér áður fyrr kynntust börn sem ólust upp í sjávarplássum útgerð og fiskvinnslu af eigin raun en það hefur breyst og í samfélagi nútímans er unnt að alast upp við sjóinn án þess að öðlast þekkingu á grunnatvinnugreininni. Fyrr á tímum var þessi starfsemi nálægt fólkinu; afla var landað


ÁHUGASAMIR NEMENDUR Skólastarfið í Sjávarútvegsskóla Fjarðabyggðar var skipulagt og undirbúið af Sigurði Steini Einarssyni sjávarútvegsfræðingi, Sylvíu Kolbrá Hákonardóttur nema í sjávarútvegsfræðum og Elvari Inga Þorsteinssyni markaðsfræðingi í samvinnu við Austurbrú. Öll voru þau sátt við árangur skólahaldsins og töldu að reynslan af því sýndi með ótvíræðum hætti að þörf væri fyrir skipulega fræðslu um sjávarútvegsmál. Sigurður Steinn Einarsson gegndi störfum skólastjóra og sagði hann eftirfarandi að skólahaldinu loknu: Í reyndinni gekk skólastarfið frábærlega vel. Nemendurnir voru langflestir áhugasamir og kom það okkur leiðbeinendunum verulega á óvart hve virk þau voru. Þau voru dugleg að spyrja spurninga um námsefnið og það má segja að bæði fjöldi og gæði spurninganna hafi komið okkur í opna skjöldu. Algengt var að nemendurnir tengdu námið fjölskyldum sínum. Oft kom fram að afi eða pabbi viðkomandi hafði verið á sjó eða að amma eða móðir hafði unnið við síldarsöltun, í frystihúsi eða í annarri fiskverkun. Þá kveikti tæknibúnaðurinn áhuga hjá mörgum. Í vinnslustöðvunum er notast við tölvustýrða hátækni og fyrir marga voru fiskileitartæki og vélar fiskiskipanna heillandi. Margir nemendanna höfðu síðan orð á því hve störfin innan sjávarútvegsins væru ótrúlega fjölbreytt. Nýting sjávaraflans var einnig fjölbreyttari en margir nemendanna höfðu gert sér grein fyrir. Flestir kannast við frystingu og fiskimjöls- og lýsisframleiðslu en nýting á fiskroði og innyflum er ekki eins þekkt. Þá kom fram að nemendurnir höfðu lítið velt fyrir sér hinum ströngu gæðakröfum sem ríkja innan vinnslunnar hvað þá að þeir hefðu þekkingu á sölustarfsemi á erlendum mörkuðum. Þeim þótti skemmtilegt að fræðast um hvernig fiskur væri fluttur til Afríku eða til Austur-Evrópu og hvernig hans væri neytt. Neysluvenjurnar eru ólíkar og vinnslan á Íslandi þarf að taka tillit til þeirra. Það er von okkar sem störfuðu í Sjávarútvegsskóla Fjarðabyggðar í sumar að skólahaldið eigi eftir að leiða til frekari uppbyggingar á sviði fræðslu um sjávarútveg. Við teljum að þörf á slíkri fræðslu sé brýn.

Nemendahópurinn frá Fáskrúðsfirði í skólabúningi Sjávarútvegsskólans. LJÓSMYND: SYLVÍA KOLBRÁ HÁKONARDÓTTIR.

úr bátunum við hverja bryggju, beitt var í fjölda skúra og vinnsla á fiski fór oft fram fyrir allra augum. Þá var algengt á fyrri tíð að börn hæfu störf sem tengdust útgerð og fiskvinnslu innan við tíu ára aldur. Þetta hefur breyst mikið. Veiðiskipin eru færri og stærri, aflanum landað á lokuðum hafnarsvæðum, og vinnslan fer fram innan dyra þar sem fylgt er ströngum reglum um hreinlæti og gæði. Þar fyrir utan starfa miklu færri við sjávarútveg nú á tímum en áður. Það er von þeirra sem standa að Sjávarútvegsskóla Fjarðabyggðar að skólinn eigi eftir að vaxa og dafna á komandi árum. Einnig er vonast til að skólinn geti orðið fyrirmynd sambærilegra skóla sem skotið gætu rótum víða um landið. Ekkert fer á milli mála að námið í skólanum í sumar breytti sýn margra nemendanna á sjávarútveginn og opnaði augu þeirra fyrir mikilvægi þátta eins og til dæmis gæða- og markaðsmálum. Þá kom nemendum á óvart hin mikla fjölbreytni starfa innan greinarinnar og að sjávarútvegurinn nú á tímum byggist á hátækni. Reynslan af skólahaldinu í sumar sýnir svart á hvítu að það er full þörf fyrir fræðslu um sjávarútveginn í íslensku samfélagi nútímans.

UMSAGNIR NEMENDA Hér á eftir fara umsagnir nokkurra nemenda sem stunduðu nám í Sjávarútvegsskóla Fjarðabyggðar sl. sumar: »

Atli Fannar Pétursson, Neskaupstað: „Það skemmtilegasta við skólann er að þetta er ekki skóli, hérna er meira líf og gaman. Skemmtilegast var að heimsækja veiðarfæragerðina Egersund og hoppa á öllum veiðarfærunum. Þau eru miklu stærri en ég bjóst við.“

»

Stefán Alex Elvarsson, Fáskrúðsfirði: „Það eru ótrúlega mörg störf sem tengjast sjónum og sjávarútveginum almennt. Mér finndist mest spennandi að vera skipstjóri á skipi eins og Berki eða Hoffelli. Þessi skip eru nánast eins og fljótandi hótel.“

»

Kristrún Thanyathon, Neskaupstað: „Það var gaman að fá að fara í alla skrýtnu sloppana í fiskvinnslustöðvunum og skoða græjurnar sem notaðar eru við vinnsluna. Svo fengum við að smakka fiskimjöl. Það var ekki gott en það er gaman að hafa smakkað það.“

»

Margrét Björgvinsdóttir, Eskifirði: „Hér hefur allt snúist um fisk og margir úr minni fjölskyldu hafa starfað í sjávarútvegi. Það var gaman að fá að læra um gömlu tímana. Afi og amma hafa verið að segja mér frá því hvernig þetta var í gamla daga og nú veit ég enn meira um það. Þá get ég núna borið saman hvernig þetta var og hvernig þetta er núna. Tæknin er orðin ótrúleg í sjávarútveginum.“

Nemendahópurinn frá Eskifirði í skólabúningi Sjávarútvegsskólans.

Farið var um borð í Börk NK þar sem skipstjóri fór yfir helstu tæki og tól sem finna má í brúnni. LJÓSMYND: SIGURÐUR STEINN EINARSSON

»

Auður Gunnarsdóttir, Reyðarfirði: „Vonda lyktin í bræðslunni og flottu fötin úr fiskroðinu. Ótrúlegt að þetta skuli allt verða til úr sama hráefninu.“

S J ÁVA R A F L

SEPTEMBER 2014

57


Þýskar gæðavörur fyrir allt fagfólk

Würth fyrir sjávarútveginn

W

ürth vörurnar hafa staðið Íslendingum til boða í 26 ár og var þeim vel tekið af landanum strax í byrjun, enda um þýskar gæðavörur að ræða. Würth á Íslandi þjónar bæði fyrirtækjum og einstaklingum í flestum greinum atvinnulífsins enda er vöruúrvalið margvíslegt. Würth á Íslandi er í dag með afgreiðslustaði á þremur stöðum: í Reykjavík, Garðabæ og á Akureyri.

Eitthvað fyrir alla Meðal viðskiptavina Würth á Íslandi eru öll helstu sjávarútvegsfyrirtæki landsins og má t.d nefna Vinnslustöðina, Brim, Samherja, Þorbjörn og Nesfisk sem öll hafa átt góð viðskipti við Würth um langa hríð. Róbert Hnífsdal Halldórsson, sölustjóri Würth á Íslandi, segir að vörur fyrirtækisins henti nánast öllum greinum iðnaðar enda sé að finna á lagernum ríflega átta þúsund vörunúmer, allt frá festingarvörum eins og boltum, róm og skinnum til efnavara, handverkfæra og vinnufata. Stöðugt bætist líka við úrvalið. „Meðal helstu nýjunga í dag eru t.d vinnuföt og vinnuskór og er sú vörulína í stöðugri þróun. Þarna má t.d finna margar gerðir af vönduðum öryggisskóm og hlífðargleraugu sem líta út eins og flottustu sólgleraugu. Þá eru þarna líka flísfóðraðir leðurvinnuvettlinga, Freezemaster, með vatnsheldri himnu sem gerir þá sérlega hentuga við alls aðstæður.“ Í vöruúrvali Würth á Íslandi er að sjálfsögðu að finna breiðar vörulínur af handverkfærum, sem og rekstrar- og efnavörum sem eru hugsaðar fyrir ýmsar atvinnugreinar. Nýleg viðbót eru líka stærri tæki eins og bílalyftur, hjólastillingatæki, umfelgunar- og jafnvægisstillingarvélar. Slagorð fyrirtækisins er Fagfólk velur Würth. „Við teljum okkur vera að bjóða góðan kost, með einstakri þjónustu og faglegum lausnum í hverjum vöruhópi,“ segir Róbert. Allt á sínum stað Eitt af því sem Würth á Íslandi býður viðskiptavinum sínum upp á eru traustar og vandaðar hillueiningar undir vörur frá fyrirtækinu. Hillurnar eru kallaðar ORSY, sem stendur fyrir Organised System. Hillurnar eru lánaðar viðskiptavinum, þeim að kostnaðarlausu, og sölufulltrúi aðstoðar svo fyrirtækið við að skipuleggja og viðhalda lagerstöðunni í þeim. „Eftir að fólk er búið að fá sér hillurnar sér sölufulltrúi frá okkur um að viðhalda réttri lagerstöðu, í nánu samstarfi við viðskiptavininn. Þetta sparar auðvitað bæði tíma og fyrirhöfn sem annars hefði farið í lagerstýringu og innkaup,“ segir Róbert. Þetta séu þó ekki einu kostir þess að hafa ORSY hillurnar. ,,Allar vöruumbúðir okkar eru hannaðar með ORSY hillukerfið í huga þannig að plássið í þeim nýtist sem allra best og að vel fari um vörurnar á sama tíma. Síðan fylgir sérstakt merkingarkerfi með hillunum þannig að auðvelt er að sjá hvað

58

S J ÁVA R A F L

SEPTEMBER 2014

Róbert Heimir Hnífsdal Halldórsson, sölustjóri Wurt á Íslandi.

eigi að vera hvar. Skipulag í hillunum er því til fyrirmyndar sem getur sparað mikinn tíma þar sem það þarf aldrei að leita að neinu. Allt er á sínum stað, hvort sem það eru borar eða tengi, smellur, splitti, rær eða efnavörur.“ Rótgróið fyrirtæki Eins og fram hefur komið hefur Würth á Íslandi þjónustað viðskiptavini sína í 26 ár, allt frá því að það var stofnað árið 1988. Würth samsteypan er rótgróið þýskt fjölskyldufyrirtæki sem í dag nær yfir 413 fyrirtæki sem starfa í 84 löndum, með ríflega 66 þúsund starfsmönnum. Würth á Íslandi byggir því á gömlum og traustum grunni. Í dag starfa ríflega 30 manns hjá fyrirtækinu sem hefur höfuðstöðvar sínum við í Garðabæ. Í fyrstu einbeitti fyrirtækið sér að þjónustu við bifreiðaverkstæði en bætti svo við tré- og málmiðnaði, ásamt almennum iðnaði. Síðar bættust viðskiptavinir í sjávarútvegi í hópinn, ásamt fjölda fyrirtækja sem tengist sjávarútvegi á einhvern hátt. Sölumenn Würth á Íslandi eru 20 talsins og sjá um að þjónusta viðskiptavini ásamt öðru vel þjálfuðu starfsfólki. ,,Við erum með eigin útkeyrslu og heimsækjum viðskiptavini út um allt land með vikulegu eða mánaðarlegu millibili,“ segir Róbert. „Svo förum við líka í sérstakar heimsóknir til fyrirtækja þar sem við kynnum ýmsar vörur eins og efnavörur, slípi- og skurðarverkfæri, persónuhlífar, rafmagnsvörur, festingar, verkfæri og fleira.“ Hann segir Würth á Íslandi leggja mikla áherslu á góða og lipra þjónustu við viðskipta-

Sölumenn Wurth á Íslandi eru ætíð boðnir og búnir að aðstoða viðskiptavini.

vininn, að gæðin nái alla leið og séu einkenni bæði vörunnar sjálfrar og þjónustunnar. „Allir okkar sölumenn búa þess vegna yfir gríðarlegri reynslu og þekkingu á okkar vörum og eru ávallt til reiðu fyrir viðskiptavininn. Það er mikilvægt að sníða lausnir að þörfum hvers og eins og að viðskiptavinurinn skynji að við erum alltaf boðnir og búnir að koma til móts við hans þarfir.“ Róbert segist mæla með því að fólk líti á úrvalið með því að líta í heimsókn. Allar verslanirnar séu í alfarleið, ein á Tryggvabraut 24 á Akureyri, önnur á Bíldshöfða í Reykjavík og að lokum í Vesturhrauni í Garðabæ. ,,Við erum líka alltaf reiðubúin að svara öllum fyrirspurnum í síma 5302000. Við bendum líka fólki eindregið á að skoða heimasíðuna okkar, www.wurth.is, fyrir utan vörulistann er þar ýmislegt gagnlegt að finna, svo sem fréttir, upplýsingar um ýmsa þjónustu og fleira.“


FLUTNINGAR Á ÍSLANDI TIL 2030 RÁÐSTEFNA OG VINNUSTOFA UM TÆKIFÆRI FRAMTÍÐAR Í EFLINGU FLUTNINGA OG SAMGANGNA UM OG VIÐ ÍSLAND

MÁNUDAGINN 6. OKTÓBER 2014 Í BJÖRTULOFTUM Í HÖRPU FRÁ 8:30 - 14:00 Samantekt: Dæmi um framúrskarandi stefnumörkun og samhæfingaraðgerðir Haukur Már Gestsson, hagfræðingur Íslenska sjávarklasans

DAGSKRÁ: Ráðstefnustjóri: Erla Ósk Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Codland

8:00

TÆKIFÆRI OG ÓGNANIR FRAMTÍÐAR

SKRÁNING OG MORGUNVERÐUR

11:00

STEFNUMÖRKUN RÍKIS OG FYRIRTÆKJA 8:30

Flutningar í nútíð og framtíð Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips Tækifæri Íslands í flugflutningum Gunnar Már Sigurfinnsson, forstjóri Icelandair Cargo

Stefna Íslands og aðgerðir til að efla flutninga Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra

Framtíðaráskoranir í flutningum Kristján M. Ólafsson, verkefnastjóri hjá KPMG

Vegakerfið og atvinnulífið Hreinn Haraldsson, vegamálastjóri

12:00 HÁDEGISVERÐUR 13:00 Öryggi á norðurhöfum:

Ný sameiginleg stefna hafna Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna

Ábyrgð og tækifæri Íslendinga Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar

Saman siglum við heim Pálmar Óli Magnússon, forstjóri Samskipa

Shipping in the Arctic Jens Boye, flotastjóri Royal Arctic Line

10:20 KAFFI Nýjar áherslur Samgöngustofu Halla Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri samhæfingarsviðs Samgöngustofu

Samantekt Heiðar Már Guðjónsson, hagfræðingur

SKRÁNING Á SJAVARKLASINN.IS


Sjávarútvegur

Traustur samstarfsaðili í sjávarútvegi Í meira en öld hafa Íslandsbanki og forverar hans þjónað íslenskum sjávarútvegi og lagt mikla áherslu á þarfir viðskiptavina sinna í þeim geira, bæði innanlands og á alþjóðavettvangi. Íslandsbanki gefur reglulega út skýrslur og greiningar um íslenskan og erlendan sjávarútveg. Íslandsbanki verður með bás á svæði, E40 og mun sjávarútvegsteymið okkar vera á staðnum og meðal annars kynna nýjasta útgáfuefni ársins; North America Seafood Market Report og skýrsluna Íslenski sjávarútvegurinn.

islandsbanki.is

Netspjall

Sími 440 4000

Facebook