Page 1

DREIFNAM.IS Handb贸k nemenda

S.Fjalar www.sfjalar.net 2005


Efnisyfirlit HVAÐ ER NÁMSSTJÓRNUNARKERFI? ......................................................................................... 3 HVERS VEGNA NÁMSSTJÓRNUNARKERFI?............................................................................... 3 HVERNIG NOTA ÉG MOODLE?....................................................................................................... 3 INNSKRÁNING ..................................................................................................................................... 4 FRAMSETNING NÁMS ....................................................................................................................... 5 NOTENDUR OG NOTENDASKILGREININGAR ........................................................................... 6 SAMSKIPTALEIÐIR ............................................................................................................................ 8 NÁMEFNI/GÖGN OPNUÐ OG SKOÐUÐ ......................................................................................... 8 VERKEFNI SÓTT OG SKILAÐ Í GEGNUM WWW.DREIFNAM.IS............................................ 9

Moodle – handbók nemenda - útg. 1.5

bls. 2


Hvað er námsstjórnunarkerfi? Á vefnum www.dreifnam.is hafa nemendur og kennarar aðgang að náms- og kennsluvef Fjölbrautaskólans í Breiðholti þar sem notað er námsstjórnunarkerfið Moodle. Í stuttu máli sagt er námsstjórnunarkerfi vefbundinn hugbúnaður sem gerir kennurum kleift að nýta margvíslega möguleika Netsins í framsetningu á námsefni og kennslugögnum, samskiptum við nemendur, kennslu og námsmati. Fjölmörg slík kerfi eru á markaðnum og er Moodle (www.moodle.org) eitt þeirra.

Hvers vegna námsstjórnunarkerfi? Námsstjórnunarkerfi gerir kennurum kleift að halda utan um nám og kennslu í heildstæðu umhverfi á Netinu. Með aðstöð fjölbreyttra verkfæra geta kennarar birt nemendum fréttir og tilkynningar, sett fyrir verkefni, stofnað til umræðna og annarra samskipta, lagt fyrir próf eða kannanir og fylgst með námsframvindu nemenda, svo fátt eitt sé nefnt. Námsstjórnunarkerfi gefur nemendum kost á ótímabundnu aðgengi að námsefni og gögnum sem tengjast kennslunni í gegnum Netið, skipulegu umhverfi til náms og öflugri samskiptaleið við kennara og aðra nemendur.

Hvernig nota ég Moodle? Forsenda þess að geta tengst Moodle námsstjórnunarkerfinu er tölva sem tengd er Netinu og vefskoðari., Því öflugri sem nettengingin er því betra. Nemendur geta tengst kerfinu heima eða að heiman, hérlendis sem og erlendis. Slóðin að námsstjórnunarkerfinu er: www.dreifnam.is.

Innskráning á vefinn.

Ýmis efni fyrir nemenur.

Nýjustu fréttirnar. Smella á meira til að lesa meira.

Viðburðir á næstu tveim vikum. Smella til að fá frekari upplýsingar.

Smelltu á braut/deild til að fá yfirlit yfir áfanga.

Á forsíðu vefsins eru birtar helstu upplýsingar sem nemendur þurfa á að halda, s.s. starfsáætlun skólans, bókalisti og próftöflur. Þar má einnig lesa fréttir sem tengjast námi og Moodle – handbók nemenda - útg. 1.5

bls. 3


skólastarfi, auk þess sem dagatalið inniheldur upplýsingar um alla helstu viðburði skólaársins. Á forsíðunni er einnig að finna yfirlit yfir brautir/deildir skólans. Skráðir notendur geta innskráð sig á vefinn á forsíðu með því að gefa upp notendanafn og lykilorð. Með því að smella á hnappinn neðarlega hægra megin á forsíðunni má senda fyrirspurn til kerfisstjóra námsstjórnunarvefsins. Fyrirspurnum sem varða sjálft námsstjórnunarkerfið verður svarað af kerfisstjóra, en öðrum fyrirspurnum er komið á framfæri til viðkomandi aðila innan skólans. Áhersla er lögð á að svara öllum fyrirspurnum fljótt og vel. Nemendur athugi að sérstök krækja er á forsíðu vefins hafi lykilorð glatast.

Innskráning Dreifnam.is er lokaður vefur og einungis ætlaður nemendum og kennurum Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Aðgangur að www.dreifnam.is er takmarkaður með notendanafni og lykilorði. Aðgengi að áföngum er takmarkað með sérstöku lykilorði sem nefnist skráningarlykill og er úthlutað af viðkomandi kennara. Heimilaður er gestaaðgangur að sumum áföngum. Nemendur þurfa fyrst að skrá sig sem notendur á www.dreifnam.is áður en þeir geta opnað einstaka áfanga í kerfinu. Aðgengi að www.dreifnam.is er virkt á meðan nemandi er skráður í skólann. Tvær leiðir eru færar til að fá aðgang að www.dreifnam.is: •

Kennari/kerfisstjóri stofnar nemanda/nemendur í kerfinu og gefur þeim upplýsingar um notendanafn og lykilorð.

Nemendur sækja sjálfir um aðgang að kerfinu og velja það notendanafn og lykilorð sem þeir kjósa að nota. Smelltu á nýskrá notanda! krækjuna til að sækja um aðgang að kerfinu. Að skráningu lokinni fá nemendur sendan tölvupóst í uppgefið tölvupóstfang þar sem farið er fram á staðfestingu á aðgangsumsókn.

Algengast er að nemendur Fjölbrautaskólans í Breiðholti sæki sjálfir um aðgang að kerfinu. Þegar sótt er um aðgang er mikilvægt að nota ekki séríslenska stafi í lykilorði og gefa upp virkt netfang sem viðkomandi skoðar reglulega.

Moodle – handbók nemenda - útg. 1.5

bls. 4


Nokkuð hefur borið á því að póstur frá www.dreifnam.is sem inniheldur viðhengi sé ekki að skila sér á netföng hjá Hotmail, því viljum við hvetja þá nemendur sem nota Hotmail netföng að fá sér annað netfang til að nota í náminu. Einfaldast er að nota þau netföng sem FB úthlutar nemendum. Upplýsingar um netföng nemenda má fá hjá kerfisstjóra og á bókasafni. Mínir áfangar Innskráning veitir nemendum yfirlit og aðgang að öllum áföngum á www.dreifnam.is sem þeir eru innritaðir í og hafa aflæst með skráningarlykli frá kennara. Til þess að opna viðkomandi áfanga er einfaldlega smellt á heiti hans. Yfirlitið yfir áfanga nemenda er birt undir liðnum „Mínir áfangar“. Nemendur geta einnig smellt á hnappinn „Allir áfangar...“ og fengið yfirlit yfir alla áfanga í kerfinu og með því að smella á áfangaheiti geta þeir innritað sig í þá áfanga sem þeir eru nemendur í og hafa skráningarlykil að.

Framsetning náms Framsetning áfanga á www.dreifnam.is byggir oftast á vikulegri skipan náms eða fyrirfram skilgreindum námslotum (á myndinni hér á eftir má sjá áfanga sem byggir á vikulegri framsetningu). Hver vika eða námslota inniheldur texta frá kennara (sjá mynd) og eitt eða fleiri viðfangsefni sem tilheyra viðkomandi viku eða námslotu.

Moodle – handbók nemenda - útg. 1.5

bls. 5


Ásamt því að birta nemendum yfirlit yfir áfangann og þau verkefni/viðfangsefni og gögn sem honum tilheyra hafa nemendur aðgang að margvíslegum upplýsingum um námið og kennsluna og aðgengi að fjölbreyttum samskiptaverkfærum. Ágætt er að hafa í huga að framsetning þessara upplýsinga getur verið mismunandi á milli áfanga þar sem kennarar geta ákveðið hvaða einingar kerfisins þeir vilja nota í kennslunni.

Notendur og notendaskilgreiningar Nýinnskráðir notendur á www.dreifnam.is ættu ætíð að byrja á því að yfirfara notendaskilgreiningar sínar í kerfinu og uppfæra til þess að tryggja að þær séu réttar og áreiðanlegar. Þetta er einfaldast að gera með því að smella á nafn nemandans efst í hægra horni vefins og velja svo flipann Breyta notendaskilgreiningum. Síðan er fyllt út í reiti formsins sem þá birtist. Athugið að ekki er nauðsynlegt að fylla út alla reiti formsins. Tekið skal fram að Fjölbrautaskólinn í Breiðholti gerir aldrei upplýsingar á www.dreifnam.is um nemendur aðgengilegar þriðja aðila. Flestir reitirnir á forminu fyrir notendaskilgreiningar skýra sig sjálfir. Hvað hina varðar (sjá mynd) þá er sjálfgefið gildi oftast heppilegast. Eftirfarandi reiti verður að fylla út eða velja gildi úr fellivallistum:

Moodle – handbók nemenda - útg. 1.5

bls. 6


Seinni hluti formsins er fyrir upplýsingar sem ekki er nauðsynlegt að gefa upp. Mælst er til þess að nemendur fylli út eftirfarandi reiti í forminu fyrir notendaskilgreiningar þrátt fyrir að þess sé ekki, strangt til tekið, krafist. •

Sími 1 Heimasími nemanda

Sími 2 GSM sími nemanda

Þessar upplýsingar geta reynst kennara mikilvægar þurfi hann að notast við aðrar leiðir en Netið til samskipta. Kjósi nemandi svo getur hann sett mynd af sér í kerfið. Mynd af nemanda í kerfinu gerir samskipti við kennara og aðra nemendur persónulegri sem er ágætt á tímum rafrænna samskiptamáta. Hér er þó mikilvægt að gæta þess að myndin sé ekki of stór, þ.e. í KB (eða MB) talið. Gott er að hafa í huga að taki mynd meira en 100kb á Netinu er hún í stærra lagi. Eins og með aðrar myndir á Netinu verður mynd af nemanda að vera annaðhvort á .jpg eða .gif sniði, almennt er .jpg sniðið notað þegar ljósmyndir eru annars vegar. Ekki gleyma að smella á hnappinn „uppfæra notendaskilgreiningu“ eftir að búið er að slá inn nýjar upplýsingar í reiti formsins. Nemendur sem hafa aðgang að áföngum í námsstjórnunarkerfi FB geta „séð“ aðra nemendur sem skráðir eru í áfangann með því að smella á hnappinn „þátttakendur“. Birtist þá listi yfir kennara áfangans (þeir geta verið fleiri en einn) og nemendur. Kjósi kennari svo eiga nemendur einnig kost á því að sjá hvaða aðrir nemendur eru innskráðir í kerfið á sama tíma og þeir sjálfir.

Skipta yfir í ítarlegri lýsingu.

Hægt er að smella á mynd eða á nafn nemanda/kennara til þess að birta frekari upplýsingar um viðkomandi. Birtast þá m.a. þær upplýsingar sem viðkomandi hefur sett í eigin notendaskilgreiningu (þ.e. í reitinn „lýsing“) og einnig nýlegar umræður sem hann hefur stofnað til. Nemendur eiga einungis kost á því að skoða almennar upplýsingar um kennara og/eða aðra nemendur en ekki breyta þeim á neinn hátt. Hins vegar birtist hnappurinn „Breyta notendaskilgreiningum“ þegar nemandi smellir á eigin mynd eða eigið nafn. Athugið að ef valið er (í forminu yfir notendaskilgreiningarnar) að birta ekki netfang, þá birtist netfang

Moodle – handbók nemenda - útg. 1.5

bls. 7


nemandans ekki þegar yfirlit yfir nemendur/kennara er kallað fram eins og hér hefur verið sýnt (ath. á einungis við þegar valið er ítarlegt yfirlit).

Samskiptaleiðir Vefurinn www.dreifnam.is gefur kost á fjölbreyttum samskiptaleiðum milli nemenda og kennara sem og milli nemenda . Þessar eru helstar: •

Umræðuþing Kennari getur sett upp eins mörg umræðuþing innan einstaka áfanga og hann telur henta áfanganum.

Skilaboð Námsstjórnunarkerfi FB inniheldur öflugt skilaboðakerfi þar sem nemendur geta ,spjallað' saman í rauntíma, ekki ósvipað og þegar notað er Messenger frá Microsoft. Athugið að hægt er að stilla skilaboðakerfið þannig að það sendi póst á notanda ef reynt er að senda honum skilaboð þegar hann er ekki innskráður í kerfið.

Tölvupóstur Nemendur geta að sjálfsögðu sent kennara tölvupóst og kennari nemendum. Kennarar geta einnig látið námsstjórnunarkerfið senda nemendum tölvupóst sjálfvirkt um leið og þeir hafa farið yfir verkefni eða þegar ný frétt hefur verið birt í áfanganum. Nemendur geta einnig gerst áskrifendur að umræðum á einstaka umræðuþingum og fá þeir þá sendan tölvupóst um leið og nýtt innlegg berst á viðkomandi umræðuþing. Kennarar geta einnig skilyrt áskrift að umræðuþingi, s.s. almennum fréttum innan áfangans. Fá þá nemendur alltaf tölvupóst þegar ný frétt er birt.

Spjall Kennari getur sett upp eins margar spjall-lotur innan einstaka áfanga og hann telur henta í áfanganum. Spjall á sér stað í rauntíma.

Ýmsar aðrar samskiptaleiðir eru mögulegar á dreifnam.is en ekki ferður frekar fjallað um þær í þessari handbók.

Námefni/Gögn opnuð og skoðuð Eitt af mikilvægum hlutverkum námsstjórnunarkerfis er að veita nemendum tryggan og ótímabundinn aðgang að hvers kyns náms- og ítarefni. Vert er að geta þess að efni frá kennara getur verið á margvíslegu sniði og ekki alltaf sjálfgefið að nemendur geti ,opnað' það án vandræða. Hér geta t.a.m. komið til ólíkar útgáfur hugbúnaðar eða ólíkur vélbúnaður. Algengt er að kennarar vísi í vefi utan dreifnam.is en einnig er mikið um hvers kyns skjöl sem nemendum eru gerð aðgengileg innan vefsins. Skrár/skjöl sem þannig eru gerð aðgengileg geta verið vistuð á margvíslegu skráarsniði. Mikilvægt er að nemendur fái upplýsingar hjá kennara ef upp koma vandræði með skráarsnið. Nemendur geta smellt á hnappinn Aðföng til þess að kalla fram yfirlit yfir allt efni sem kennari gerir aðgengilegt á viðkomandi áfanga innan dreifnam.is vefsins.

Moodle – handbók nemenda - útg. 1.5

bls. 8


Nemendum sem eiga í vandræðum með að opna skrár frá kennara er bent á að hafa samband við kerfisstjóra námsstjórnunarvefs. Einfalt er að hafa samband við kerfisstjóra með því að smella á hnappinn sem finna má á forsíðu vefsins.

Verkefni sótt og skilað í gegnum www.dreifnam.is Kennari getur sett nemendum fyrir verkefni og gert gögn og námsefni sem tengist verkefnavinnunni aðgengileg á www.dreifnam.is. Fyrirkomulag á verkefnaskilum getur verið með þrennum hætti: •

Verkefni unnið og skilað í gegnum dreifnam.is Nemendur vinna verkefnið innan dreifnam.is, t.d. með því að fylla út form eða taka könnun/próf. Endurgjöf og einkunnagjöf frá kennara fer fram í gegnum Moodle.

Verkefni skilað í gegnum dreifnam.is Nemendur vinna verkefnið á rafrænan hátt utan vefsins, s.s. í Word, PowerPoint, Excel eða öðrum hugbúnaði, en skila rafrænt í gegnum dreifnam.is. Endurgjöf og einkunnagjöf frá kennara fer fram í gegnum dreifnam.is.

Verkefni skilað beint til kennara Nemendur skila verkefni beint til kennara, s.s. útprentaðri ritgerð. Endurgjöf og einkunnagjöf frá kennara fer fram í gegnum dreifnam.is.

Kennarar ákvarða fyrirkomulag verkefnaskila í þeim áföngum sem þeir kenna og getur það verið með mismunandi hætti milli áfanga. Nemendur hafa ætíð yfirlit yfir öll verkefnaskil á dreifnam.is óháð fyrirkomulaginu, þ.e. þeir geta séð skiladag verkefna, yfirlit yfir ?? verkefni, einkunnir og endurgjöf frá kennara. Kennarar eiga kost á því að takmarka verkefnaskil við ákveðnar dagsetningar og geta lokað fyrir skil eftir að skilafrestur er runninn út. Birtingarform verkefna á dreifnam.is getur verið mismunandi þar sem kennarar hafa mikið svigrúm til uppsetninga og útlitsmótunar. Í dæminu hér að neðan er gert ráð fyrir því að nemandi sæki skrá yfir á eigin tölvu.Hann vinnur síðan í skránni (verkefni í Word ritvinnslunni) og skilar henni síðan fullunninni aftur til kennara.

Smellt er á verkefni til að sækja eða skila því.

Moodle – handbók nemenda - útg. 1.5

bls. 9


Þegar um er að ræða rafræn verkefnaskil í gegnum dreifnam.is geta skrár sem nemendur senda kennurum verið á nánast hvaða sniði sem er (s.s Word, Excel, PowerPoint) svo lengi sem stærðin fer ekki yfir ákveðið hámark (2MB). Nemandi smellir á sömu krækjuna hvort sem ætlunin er að sækja verkefni eða skila því og einnig til þess að skoða endurgjöf frá kennara. Upplýsingar um verkefnaskil, endurgjöf og einkunnir eru einnig sendar nemendum í tölvupósti.

Hér sækir nemandi skrá.

Þegar rétta skráin er fundin er smellt hér.

Moodle – handbók nemenda - útg. 1.5

Hér er smellt til að finna skrá sem á að senda kennara.

bls. 10

Moodle handbók  

Handbók um Moodle námsumhverfið

Read more
Read more
Similar to
Popular now
Just for you