EININGAR Á EINSTAKA SÍÐUM Það er þekkt vandamál með WordPress að ekki er hægt að tilgreina á hvaða síðum einingar skulu birtast heldur einungis á hvaða svæðum. Hér kemur Widget logic viðbótin til sögunnar, en leyfir þér að ákvarða á hvaða síðu, eða síðum, hver einstök eining (e. widget) í WordPress birtist.
1)
Fyrst er viðbótin “Widget logic” sótt og sett upp í WordPress. Til þess er smellt á [Plugins>Add New]. Í leitarreitinn er skráð “Widget logic”.
Widget Logic viðbótin kemur væntanlega upp sem fyrsta leitarniðurstaða. Smellt er
á [Details] til að fá frekari upplýsingar en [Install Now] til að sækja og setja upp. Smelltu á [Install Now] til að sækja og setja upp Widget Logic. Þegar uppsetningu er lokið er komið að því að virkja viðbótina.
Smelltu á [Activate Plugin] til að virkja viðbótina sem þá verður tilbúin til notkunar.
2)
Þegar Widget Logic viðbótin hefur verið virkjuð er Widgets síðan í WordPress opnuð [Appearance>Widgets]. Taktu eftir því að hver einasta viðbót hefur nú öðlast nýjan eiginleika sem auðkenndur er með Widget Logic reitnum. Í þennan reit eru sett skilyrði fyrir birtingu einingarinnar, s.s. á hvaða síðum hún á að birtast.