Page 1

SHADOWBOX + YOUTUBE MYNDSKEIÐ Í WORDPRESS Shadowbox er svo kallað “lightbox”, þ.e. hugbúnaður sem notaður er til að birta efni innan vefs án þessa að kalla fram nýjan glugga í vefskoðaranum. Shadowbox má m.a. nota til þess að birta myndir eða myndskeið frá YouTube eins og hér verður sýnt.

1)

Fyrst þarf að sækja og setja upp Shadowbox viðbótina (e. plugin) í Wordpress. Til þess er valið [Plugins] og smellt á [Add New]. Í leitarreitinn er slegið „Shadowbox“ og síðan [Search Plugins] hnappinn.

Birtist þá listi af viðbótum og nefnist ein þeirra Shadowbox JS. Hægt er að smella á [Details] til að fá frekari upplýsingar eða [Install Now] til að setja upp. Hér verður látið duga að smella á [Install Now].

Sækir þá Wordpress viðkomandi skrár og setur upp. Smellt er á [Activate Plugin] til að virkja viðbótina sem í kjölfarið verður tilbúin til notkunar.


2)

Næsta skref er að láta reyna á Shadowbox með því að búa til færslu (eða síðu) og kalla þaðan á myndskeið. Smellt er á [Posts] og þaðan [Add New] til að búa til nýja færslu.

Færslan er skrifuð eins og lög gera ráð fyrir og notast við einfaldan texta í prufuskyni. Ætlunin er að breyta textanum í krækju sem vísar á myndskeið sem opnað er með aðstoð Shadowbox.

S.Fjalar 2011

B l s |2


Áður en færslan er kláruð er nauðsynlegt að sækja slóð að myndskeiðinu sem ætlunin er að birta. Þetta má að sjálfsögðu gera áður en færslan er búin til.

3)

YouTube er opnað í nýjum flipa (til að glata ekki færslunni) og myndskeið valið. Hér verður notast við frábæran fyrirlestur Sir Ken Robinson sem aðgengilegur er á slóðinni: http://www.youtube.com/watch?v=iG9CE55wbtY.

Áður en vísað er í slóðina þarf að breyta henni lítillega eins og sjá má hér að neðan. Upprunaleg slóð http://www.youtube.com/watch?v=iG9CE55wbtY Breytt slóð http://www.youtube.com/ v/iG9CE55wbtY Watch? textinn er fjarlægður og einnig jafnt-og merkið, en í stað þess er sett skástrik. Þessi slóð er sett í ritilinn í Wordpress og textinn gerður að krækju.

S.Fjalar 2011

B l s |3


4)

Þá er um að gera að prufukeyra herlegheiti. Opna síðuna og smella á krækjuna.

5)

Hægt er að breyta slóðinni þannig að myndskeiðið spilist í háskerpu (HD) hafi það verið gert aðgengilegt í þeirri upplausn: http://www.youtube.com/ v/iG9CE55wbtY&hd=1 Hægt er að ráða sjálfgefnu stærðinni á boxinu sem birtinst með því að velja Settings > Shadowbox JS. Einnig er hægt að setja eftirfarandi í handvirkt í kóðan á krækjunni til að breyta stærðinni á boxinu sem inniheldur myndskeiðið: <a title="Sir Ken Robinson" href="http://www.youtube.com/v/iG9CE55wbtY" rel="shadowbox;width=800;height=600">Smelltu hér til að horfa á myndskeiðið</a>

6)

Loks mæli ég með því að þú lesandi góður horfir á þennan frábæra fyrirlestur. Hann er vel þess virði.

S.Fjalar 2011

B l s |4

Shadobox og YouTube  

Leiðbeiningar um uppsetningu og notkun á Shadowbox viðbótinni við Wordpress.

Read more
Read more
Similar to
Popular now
Just for you