SHADOWBOX + YOUTUBE MYNDSKEIÐ Í WORDPRESS Shadowbox er svo kallað “lightbox”, þ.e. hugbúnaður sem notaður er til að birta efni innan vefs án þessa að kalla fram nýjan glugga í vefskoðaranum. Shadowbox má m.a. nota til þess að birta myndir eða myndskeið frá YouTube eins og hér verður sýnt.
1)
Fyrst þarf að sækja og setja upp Shadowbox viðbótina (e. plugin) í Wordpress. Til þess er valið [Plugins] og smellt á [Add New]. Í leitarreitinn er slegið „Shadowbox“ og síðan [Search Plugins] hnappinn.
Birtist þá listi af viðbótum og nefnist ein þeirra Shadowbox JS. Hægt er að smella á [Details] til að fá frekari upplýsingar eða [Install Now] til að setja upp. Hér verður látið duga að smella á [Install Now].
Sækir þá Wordpress viðkomandi skrár og setur upp. Smellt er á [Activate Plugin] til að virkja viðbótina sem í kjölfarið verður tilbúin til notkunar.