RIFF 2019 - PROGRAM BROCHURE

Page 1


UPPLÝSINGAR / GENERAL INFORMATION 3 5 6 8

Sýningarstaðir / Venues Miðasala / Ticket Sales Ávörp / Addresses Viðtöl / Interviews

KVIKMYNDIR / FILMS 27 31 35 40 45 47 53 54 56 58 61 65 69 76

Vitranir / New Visions Fyrir opnu hafi / Open Seas Önnur framtíð / A Different Tomorrow Heimildarmyndir / Documentaries LUX verðlaunin / LUX Awards Ísland í brennidepli / Icelandic Panorama Meistarar og heiðursgestir / Masters and Honorary Guests Claire Denis John Hawkes Katja Adomeit Sjónarrönd: Austurríki / In Focus: Austria Norðlægur hryllingur / Horror highlights and Arctic Chills. Erlendar stuttmyndir / International Shorts Gullna eggið / The Golden Egg

VIÐBURÐIR / EVENTS 83 86 92 96 99

Sérviðburðir / Special Events Sundbíó / Swim-in-Cinema Fræðsla og meistaraspjöll / Education and Masterclasses UngRIFF / YoungRIFF RIFF um alla borg / RIFF around town

FREKARI UPPLÝSINGAR / FURTHER INFORMATION 102 106 108

2

Verðlaun og dómnefndir / Awards and Juries Starfsfólk / Staff Atriðisorðaskrá / Index


SÝNINGARSTAÐIR / VENUES AÐALSÝNINGARSTAÐUR / MAIN VENUE Bíó Paradís Hverfisgata 54, 101 Reykjavík 412 7711

SÉRVIÐBURÐIR / SPECIAL EVENTS: Norræna húsið Sturlugata 5, 101 Reykjavík 551 7030

Sundhöll Reykjavíkur Barónsstígur 45a, 101 Reykjavík 411 5350

Center Hotel Plaza Aðalstræti 4, 101 Reykjavík 595 8550

Háskólabíó Hagatorgi, 107 Reykjavík 591 5145

Loft Bankastræti 7a, 101 Reykjavík 553 8140

Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Múlavegi 2, 104 Reykjavík 411 5900

3


MIÐAVERÐ / TICKET PRICES STAKUR DAGMIÐI / SINGLE DAY TICKET (Gildir til kl 17:00 / Valid until 5 pm) 1.300 kr. miðasala/box office 1.200 kr. www.riff.is

STAKUR KVÖLDMIÐI / SINGLE EVENING TICKET (Gildir frá kl 17:00 / Valid from 5 pm) 1.700 kr. miðasala/box office 1.600 kr. www.riff.is

KLIPPIKORT / CLIP CARD Með klippikortinu færðu 8 miða á lægra verði! Þú getur notað kortið bara fyrir þig eða deilt því með öðrum. With the coupon card you get 8 tickets at a discount! You can use it all by yourself or share it with others.

KLIPPIKORT / CLIP CARD: 8 MIÐAR /8 TICKETS 9.900 kr. miðasala/box office 9.600 kr. rafrænt klippikort/digital Clip Card from www.riff.is 9.600 kr. eldri borgarar & öryrkjar/seniors & disabled (miðasala/box office)

HÁTÍÐARPASSI / FESTIVAL PASS Gildir á allar myndirnar á hátíðinni, þannig að hann er að sjálfsögðu langbesti kosturinn fyrir duglegt bíófólk! Valid for all the films at the festival, so if you plan on seeing a lot of films, the Festival Pass is the best option by far!

HÁTÍÐARPASSI / FESTIVAL PASS 17.900 kr. miðasala/box office 16.900 kr. rafrænn hátíðarpassi/digital Festival Pass from www.riff.is 14.500 kr. nemapassi/student pass (miðasala/box office) 13.500 kr. rafrænn nemapassi/digital student pass from www.riff.is 13.500 kr. rafrænn passi & miðasala: eldri borgarar, öryrkjar og Menningarkorts hafar/ digital pass & box office: seniors, people with disabilities and Reykjavik Culture Pass holders

4


MIÐASALA / TICKET SALES MIÐAR, PASSAR & KLIPPIKORT www.riff.is opið alla daga, alltaf. Miðar, klippikort og passar sem eru keyptir á vefnum eru á lægra verði. Bíó Paradís - opnar 26. september kl 12:00. Á meðan á hátíð stendur opnar miðasala hálftíma fyrir fyrstu sýningu dagsins til miðnættis. RIFF upplýsinga- og gestastofa - staðsett á Center Hotel Plaza, Aðalstræti 4-6, 101 Reykjavík. Hún er opin frá 24. september til 4. október milli kl. 11:00 og 18:00. Frekari upplýsingar má finna á www.riff.is

WHERE TO GET TICKETS, PASSES & CLIP CARDS www.riff.is - open all day every day. We offer discounted prices online. Bíó Paradís - opens September 26th at 12 pm and is open during the festival from half an hour before the first screening of the day until midnight. RIFF information & guest office - located at Center Hotel Plaza, Aðalstræti 4-6, 101 Reykjavík. It is open from September 24th to October 4th from 11:00-18:00. For more information please visit our website www.riff.is

ALLT UM PASSANN / ALL ABOUT THE PASS Handhafar hátíðarpassa geta sótt miða á stakar sýningar í Bíó Paradís frá kl. 16:00 daginn fyrir sýningu og tekið út 1 miða á 4 sýningar í einu. Ef þér snýst hugur geturðu skipt miðunum út í miðasölunni. Passinn gildir á eina sýningu á hverri mynd og gildir ekki á sérviðburði. Þú þarft að sýna passa, skilríki og miða þegar þú ferð inn í bíósalinn. Handhafar rafrænna hátíðarpassa geta einnig tekið út 4 miða í einu, rafrænt, 24 stundum til 5 mínútum fyrir hverja sýningu. Vinsamlegast athugið að ekki er hægt að fá miða á myndir þar sem sýningartímarnir skarast og að miðar eru háðir framboði hverju sinni. Hátíðarpassi er fyrir handhafa hans eingöngu, ekki er hægt að framselja hann öðrum. Handhafar hátíðarpassa skulu ætíð hafa hann uppi við og vera tilbúnir að framvísa skilríkjum. A Festival Pass entitles you to reserve tickets for one screening of each film of your choice, excluding special events. With our digital Festival Pass you can reserve and withdraw tickets online for up to 4 screenings at once, from 24 hours up to 5 minutes in advance via our website. If you prefer a pass from the box office, you can alternatively visit Bíó Paradís from 4 pm to reserve tickets for screenings for the next day. Please note that you can not reserve tickets for overlapping screenings, that tickets are subject to availability and that your pass is tied to your person. Upon entering the screening room you simply display your Festival Pass and may be asked for your ID.

5


ÁVÖ R P

A D D R ESSES STARF SFÓLK RIFF / RIF F STA FF Á hverju hausti færir RIFF okkur það ferskasta í alþjóðlegri kvikmyndagerð og stræti borgarinnar fyllast af ástríðufullum kvikmyndaunnendum. Á RIFF er heimsóknin í kvikmyndahúsið síður en svo hefðbundin því gestir geta spjallað við leikstjóra og sótt málþing og fyrirlestra. Það eru alltaf fastir liðir, eins og sundbíó, sem gestir geta gengið að ár frá ári en núna verður í fyrsta skipti boðið upp á RIFF SPJALL þar sem reynsluboltar úr bransanum ausa úr sínum viskubrunni. Auk þess verða umhverfisverðlaunin Græni lundinn veitt fyrir náttúrukvikmyndagerð í samstarfi við Landvernd. Þetta árið fá myndir frá Austurríki sérstaka athygli en þaðan fáum við fjölbreytta flóru leikinna bíómynda og heimildarmynda. Við viljum láta hræða okkur og við fáum svo sannarlega tækifæri til þess þar sem bæði alþjóðlegar hryllingsmyndir og hrollur frá norðlægum slóðum verða í forgrunni. Heimildarmyndir eru í mikilli sókn og verða margar mjög áhugaverðar myndir á dagskrá sem fjalla um brýn málefni sem varða okkur öll. Þar koma við sögu loftslagsmál, staðan á húsnæðismarkaði, óleyst glæpamál, stríðsátök, aðstæður jaðarhópa og kvenfrelsi svo eitthvað sé nefnt. Stuttmyndir fá alltaf mikla athygli á RIFF og myndirnar sem keppa um Gullna eggið koma frá nýjum og upprennandi leikstjórum. RIFF einkennist af spennandi blöndu: við blöndum saman gömlum myndum og nýjum, reyndum leikstjórum og óreyndum, skemmtun og fræðslu, hryllingi og hamingju og öllu þar á milli. Myndirnar spanna allan tilfinningaskalann. Að hátíðinni koma fjölmargir samstarfsaðilar og án þeirra yrði hún vart að veruleika, við erum einstaklega þakklát fyrir þeirra þátttöku og viljum í því samhengi nefna sérstaklega Bíó Paradís og Norræna húsið sem skapa hátíðinni góða og skemmtilega umgjörð. Það er heldur betur veisla framundan. Við bjóðum ykkur velkomin á RIFF 2019 og sjáumst í bíó!

6


Each autumn RIFF brings us all the most current international films and film-lovers fill the streets of the capital. At RIFF a visit to the cinema becomes much more than a regular trip to the cinema: guests can have a chat with directors, attend panels and masterclasses. As always we present staples of the program, such as the swimin cinema, but this year we also have some fresh additions, namely the RIFF TALKS where experienced people from the film industry share their thoughts. This year we will also premiere The Green Puffin, an award for environmentalism through film. The Green Puffin is presented in cooperation with Landvernd (The Icelandic Environment Association). This year we focus on Austrian films, giving us a great variety of feature films and documentaries. Fans of horror have plenty of options at this years RIFF as we showcase horror films from all over the world, with a special focus on horrors from the arctic. Documentaries are blooming and we have many this year, dealing with important issues which are of concern to us all. Topics include climate change, status of the housing market, unsolved criminal cases, war conflicts, conditions of marginal groups and women’s liberation to name a few. Shorts are always an important part of our program and the ones competing for the Golden Egg are all directed by up-andcoming directors. RIFF is an exciting cocktail: we mix together the new and the old, experienced directors and newcomers, amusement and education, terror and elation and everything in between. The films span the whole emotional spectrum. We have many fantastic collaborators making the festival a reality and we are especially grateful for the contribution of our main venues, Bíó Paradís and The Nordic House. We sure have a great festival coming. We would like to welcome you to RIFF 2019, see you at the movies!

7


DAGUR B .

L ILJA

E G G E RT S SON

A LFR E Ð S DÓT T I R

Velkomin í viðtal, Lilja Alfreðsdóttir, menntaog menningarmálaráðherra og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur. Nú er alþjóðlega kvikmyndhátíðin, RIFF, að hefjast í 16. skipti. Er eitthvað sem þið mynduð vilja segja í tilefni þess? Dagur: Fyrst af öllu: Til hamingju með frábæra hátíð! Dagskráin er mjög spennandi og RIFF gerir borgina okkar betri og ýtir undir áhuga á kvikmyndum og kvikmyndagerð.

Hver var uppáhalds kvikmyndahetjan ykkar þegar þið voruð börn? Dagur: Superman. Lilja: Hetja barnæsku minnar var Lína langsokkur og ég held raunar ennþá mikið upp á hana. Eigið þið ykkur uppáhalds bíómynd? Hvað er það við þessa mynd sem gerir hana svona góða? Dagur: Með allt á hreinu. Hefur allt.

Lilja: RIFF gegnir mikilvægu hlutverki í að miðla kvikmyndalistinni til fólks. Aðstandendur hátíðarinnar leggja mikinn metnað í að gera hátíðina sem glæsilegasta á ári hverju og gera upplifun gesta hennar sem eftirminnilegasta. Munið þið eftir fyrstu bíóferðinni? Hvaða mynd sáuð þið? Dagur: Ég man sérstaklega eftir því hvað ég var stoltur að komast inn á mynd sem var bönnuð innan sex ára þegar ég var 5 ára í Osló. Gauti bróðir komst því miður ekki inn. Þetta var kappakstursmynd sem var æsispennandi, en ég hef oft velt því fyrir mér hvers vegna hún var bönnuð því hvorki var um ofbeldi eða kelerí að ræða í henni. Lilja: Mig minnir að fyrsta myndin sem ég sá hafi verið Jaws. 8

Lilja: Ég hef miklar mætur á myndinni Punktur, punktur, komma, strik – það er svo falleg saga. Fyrsti kossinn? Staður og stund? (þið þurfið ekki að taka fram hver sú heppna/sá heppni var, bara koma með stað og stund, svo má líka segja „pass!“) Dagur: Undir brekkunni við Árbæjarsafn. Við vorum kornungir krakkar að stelast. Mér fannst ég eldast um mörg ár og gekk á loftskóm heim í Hraunbæjarblokkirnar um kvöldið. Lilja: Hann var ekki í bíó. Eigið þið ykkur einhverjar hefðir þegar kemur að því að fara í bíó eða horfa almennt á bíómyndir? Dagur: Nei, get ekki sagt það. Lilja: Ég elska popp og kók í bíó.


Hafið þið sérstakan áhuga umfram annan þegar kemur að ólíkum gerðum kvikmynda? Hryllingsmyndir, splatterar, rómantískar gamanmyndir, söngvamyndir, heimildarmyndir o.s.frv.? Dagur: Það er breytilegt og hefur verið eftir aldri og tímabilum. Lilja: Ég hef sérstakan áhuga á heimildamyndum. Hvað finnst ykkur einkenna íslenska kvikmyndagerð í dag? Dagur: Það er ótrúleg sókn, fagmennska og frásagnargleði. Frábært að sjá sífellt nýtt kvikmyndagerðarfólk stíga fram og sigra hjörtu og sjálfan heiminn. Kvikmyndagerð er nýr máttarstólpi og kjölfesta í efnahagslífi skapandi greina auk þess að vera risastór atvinnugrein. Ég er mjög spenntur fyrir því að við erum að skapa henni kjöraðstæður í nýja kvikmyndaþorpinu í Gufunesi þar sem Rvk Studios er að koma sér fyrir ásamt ótal litlum og meðalstórum fyrirtækjum í bransanum en þar er að verða til sannkölluð draumaverksmiðja í gömlu áburðarverksmiðjunni. Lilja: Gæði, þrautseigja og metnaður eru allt orð sem lýsa íslenskri kvikmyndagerð með réttu.

Lilja: Íslenskri kvikmyndagerð hefur vaxið fiskur um hrygg á undanförnum árum. Stjórnvöld vilja halda áfram að styðja myndarlega við íslenskan kvikmyndaiðnað og innan mennta- og menningarmálaráðuneytisins fer nú fram vinna við stefnumótun í kvikmyndamálum til ársins 2030 þar sem hagsmunaaðilar kvikmyndageirans eru leiddir saman í samstarfi við stjórnvöld til að móta heildstæða stefnu og aðgerðaáætlun á grunni hennar sem nær yfir hlut kvikmynda í menningu þjóðarinnar, menntun í kvikmyndagerð á öllum skólastigum, miðlun íslensks kvikmyndaefnis og stuðning við framleiðslu kvikmynda. Ég bind vonir við að afrakstur þeirrar vinnu verði til þess að efla umhverfi íslenskrar kvikmyndagerðar enn frekar. Hver er besta myndin sem þið hafið séð sem fjallar um stjórnmál? Dagur: Það er erfitt að gera góðar myndir um stjórnmál! Lilja: Það eru vissulega nokkrar sem koma til greina en mig langar sérstaklega að nefna Kona fer í stríð sem er einstaklega skemmtileg og vel gerð kvikmynd. Eitthvað sem þið vilduð segja að lokum? Dagur: Gleðilega kvikmyndahátíð. Munum að njóta.

Er eitthvað í starfsumhverfi íslenskrar kvikmyndagerðar sem þyrfti að breyta eða bæta?

Lilja: Ég óska skipuleggjendum hátíðarinnar til hamingju og gestum hennar góðrar skemmtunar.

Dagur: Já það mætti passa upp á að endurgreiðsluhlutfallið nái til allra gerða sjónvarps og kvikmynda. 9


Welcome to this interview, Lilja Alfreðsdóttir, minister of culture and education and Dagur B. Eggertsson, the major of Reykjavík. The 16th Reykjavík International Film Festival RIFF is about to start. Is there anything you would like to say concerning that? Dagur: First of all: Congratulations on creating a great festival! The program looks very exciting and RIFF always has such a good influence on the city’s cultural life and enhances interest in films and film-making. Lilja: RIFF plays an important role in raising public awareness of filmmaking. Each year festival organizers aim high in their desire to create a magnificent event for film-lovers, and each year they succeed in creating a memorable experience for those attending.

Do you have a favourite film? What makes that film so good? Dagur: The Icelandic film Með allt á hreinu. It has it all. Lilja: I have always admired the Icelandic film Punktur, punktur, komma, strik – such a beautiful story. First kiss? Time and place? (You don‘t need to give the name of the lucky ones, just time and place and you can always just say „pass!“) Dagur: Under the slope at Árbær outdoor museum. We were very young children sneaking about. I felt a few years older as I returned home, walking on air, that evening. Lilja: It was not at the cinema.

Can you remember your first visit to the cinema? What film did you see? Dagur: I remember being particularly proud when I was 5 years old in Oslo to be able to sneak into a screening of a film forbidden for children under 6. My brother Gauti unfortunately could not get in. It was an exciting car racing film but I have often since wondered why it was forbidden because there was no violence or sex in it.

Do you have any traditions when it comes to going to the cinema or watching films in general? Dagur: No, I can’t say that I do. Lilja: I love popcorn and coke at the cinema. Are there any specific film genres that interest you? Horror movies, splatters, romantic films, musicals, documentaries etc?

Lilja: I think the first film I saw was Jaws. Who was your favourite film hero when you were young?

Dagur: That has varied at different ages and periods in my life. Lilja: I have a particular interest in documentaries.

Dagur: Superman. Lilja: My childhood hero was Pippi Longstocking, and she is still my hero.

10

What do you think characterizes modern Icelandic films?


DAG U R B .

LILJA

EG G E RT S S O N

A L FR E Ð S DÓT T I R

Dagur: There is an unbelievable expansion underway, characterized by professionalism and a real joy in storytelling. It is great to see new film-makers stepping forward and winning over the hearts of their audiences and of the world itself. Filmmaking has become a new pillar and foundation of the creative arts economy as well as being a huge industry in itself. I find it very exciting that we are creating the ideal conditions for filmmaking with the new studios being built in Gufunes where Rvk Studios are settling up shop along with numerous other small and medium size companies. The old fertilizer plant there is going to become an absolute dream factory for filmmaking. Lilja: Quality, perseverance and ambition are all words that describe the Icelandic film industry. Is there anything in the environment of the Icelandic film industry that needs changing or improvement? Dagur: Yes, we have to make sure that the refundrate reaches all types of television and cinema productions. Lilja: Filmmaking has been growing by leaps and bounds in Iceland for the last few years. The government wants to continue supporting the

Icelandic film industry and we at the ministry of culture and education are now working on a film-funding strategy that will last until the year 2030. Stakeholders in the film industry are invited to cooperate with the government to create a comprehensive policy and an implementation plan that will recognize the role of films in the nations culture, promote education in filmmaking at all school levels, and support the production and distribution of films. I have high hopes that the results of that work will further strengthen the cultural and business environment of the film industry in Iceland. What is the best film you have seen that discusses politics? Dagur: It is difficult to produce good films about politics! Lilja: I could certainly name a few but I would like to mention the Icelandic film Kona fer í stríð (Woman at War) which is an exceptionally fun and well-made film. Do you have any final words? Dagur: Happy film festival. Don’t forget to enjoy it. Lilja: To the organizers I wish to say congratulations and to the guests — have fun! 11


[ PROUD SPONSOR OF RIFF 2019 ]

Stay like a local [ 7 FAMILY RUN HOTELS IN REYKJAVÍK CITY CENTER ]

12

W W W. C E N T E R H O T E L S . C O M


FLUTNINGSMIÐLUN

RIFF 2019 STOLTUR BAKHJARL

13


HRYLLINGUR Á RIFF HORROR AT RIFF

Í ár beinir RIFF athyglinni sérstaklega að hryllingsmyndum í fyrsta skipti. Gunnar Theodór Eggertsson hefur umsjón með dagskrárliðnum en hann er rithöfundur með doktorsgráðu í bókmenntum og meistarapróf í kvikmyndafræði. Hann hefur hlotið verðlaun og viðurkenningar fyrir barnabækur sínar. Svo elskar hann líka hryllingsmyndir. Afhverju eru hryllingsmyndir í brennidepli á RIFF? Hryllingsmyndir hafa sjarma. Það er eitthvað frumstætt við óttann og góður hrollur getur verið bæði hressandi og heilandi. Hrollvekjutaugarnar ná langt aftur í mannkynssöguna, óttinn við myrkrið, sögurnar við varðeldinn og nautnin sem fylgir því að daðra við dauðann án þess að setja sig í raunverulega hættu. Allar almennilegar kvikmyndahátíðir hafa hryllingsmyndir sem hluta af sinni dagskrá. Hvernig kom þessi áhugi þinn á hryllingsmyndum til? Ég hef alltaf haft áhuga á tegundamyndum, sci-fi, fantasíumyndum, hryllingi. Lokaritgerðin mín í mastersnáminu í Amsterdam var um hryllingsmyndir. Í henni rannsakaði ég hvernig fórnarlömbin í mjög hörðum hryllingsmyndum eru markvisst dýrgerð. Ég fór í gegnum mikið af sláturmyndum, pyntingamyndum og mannátsmyndum, þar sem öllu máli skiptir að dýrgera fórnarlambið, og blandaði þannig saman dýrasiðfræði og hrollvekjufræðum. Leiðbeinandinn þurfti að berjast fyrir ritgerðinni innan skólans, hún var mjög hrifin af henni en það voru ekki allir 14

prófessorarnir, þessi dýrafræði fór eitthvað fyrir fræðilega brjóstið. Leiðbeinandinn játaði fyrir mér seinna að hún hefði alltaf haft meiri áhuga á dýralækningum en kvikmyndafræði, enda hætti hún síðar meir háskólakennslu og fór í dýralækningar. Segðu okkur aðeins frá því sem við er að búast af hrollvekjudagskránni í ár. Hlutverk kvikmyndahátíðar er að upphefja og sýna myndir sem eiga ekki greiðan aðgang að meginstraumnum og það á rétt eins við um tegundamyndir eins og listrænar raunsæismyndir. RIFF hefur áður verið með miðnæturmyndir en nú ætlum við að gefa þeim enn rýmra pláss með sérstökum dagskrárlið, sem fær vonandi að vaxa á komandi árum. Dagskráin leggur áherslu á norrænar myndir, við sýnum bæði splunkunýja danskan sálfræðihrylli og gamla sænska költ splattermynd. Við verðum líka með hrollvekju frá Túnis, þá fyrstu sem gerð hefur verið þar í landi. Þar að auki höfum við púslað saman mjög spennandi stuttmyndadagskrá með afar fjölbreytilegum myndum. Ég hef lagt mig fram við að velja ólíkar myndir fyrir þessa dagskrá, sem glíma við hugmyndina um „hrylling“ á ýmsa vegu, og vonandi að einhverjar komi áhorfendum á óvart.


„Það er eitthvað frumstætt við óttann og góður hrollur getur verið bæði hressandi og heilandi“ „There is something primal about fear and a good horror flick can be both refreshing and cathartic“ Horror movies will be especially tended to for the first time at this year’s RIFF. Author Gunnar Theodór Eggertsson, who holds a PhD in literature and a master’s degree in film theory, curates the program. He has written award-winning young adult novels. And he loves horror movies.

Why are horror films in focus at this years RIFF? Horror has a certain charm. There is something primal about fear and a good horror flick can be both refreshing and cathartic. Our relationship with horror reaches way back in history, our fear of the dark, the stories by the fire and the pleasure that comes from flirting with death without really putting oneself in harm’s way. All proper film festivals should include a horror program. Where does your love of horror come from? I’ve always enjoyed genre films, sci-fi, fantasy, horror. When I did my masters in Amsterdam my thesis was about horror films. I researched how victims in really violent horror movies are systematically „animalized“. Treated like animals. I went through a bunch of slasher movies, torture films and cannibal movies, where the animalization of the victim is central, and so I combined animal ethics with horror studies. My tutor had to fight for the thesis, she liked it but not all the professors did, the animal element got under their academic skin, I guess. My tutor confessed to me later that she had always been more interested in veterinary medicine than film theory, and later she actually quit teaching to become a vet.

Tell us a little about what to expect from this year’s horror film program. It is a film festival’s duty to celebrate and screen films that don’t confirm to the mainstream, and that applies to genre film as well as art-house realist film. RIFF has regularly included a midnight movie night but now we will give horror even more space with a special program that will hopefully grow in coming years. The program emphasises nordic film, we will screen both a brand new Danish thriller and an old Swedish cult splatter flick. We also have a Tunisian horror film, the first one ever made. Furthermore, we have assembled an exiting short film program, with a varied selection of films. For this program I have done my best to choose diverse films that deal with the concept of „horror“ in many different ways, and hopefully some of them will surprise the audience.

GUNNAR THEODÓR 15


YRSA ROCA

Ljósmynd: Magnús Karl Magnússon

Yrsa Roca Fannberg fæddist á Íslandi en ólst upp í Svíþjóð og á rætur að rekja til Katalóníu. Nýjasta heimildarmyndin hennar, Síðasta haustið (2019), var nýlega heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni Karlovy Vary og við erum stolt af því að sýna þá mynd í keppnisflokki RIFF hátíðarinnar. Fyrsta heimildarmynd hennar, Salóme (2014), hlaut bæði verðlaun og lofsamlega dóma. Þú ert að kortleggja síðasta haustið hjá ábúendum á Krossnesi á Ströndum, hver er hugmyndin að baki myndinni? Ég þekkti Úlfar og Oddnýju og þegar ég frétti að þau ætluðu að bregða búi bar ég hugmyndina undir þau. Þau samþykktu og undirbúningur fór af stað. Það sem mér fannst heillandi, er hversu hversdagslega Úlfar tekst á við þetta haust, hann sinnir haustverkunum nákvæmlega eins og hvert annað haust, það segir svo margt um hvernig hann er. Þetta er mynd um hringrás árstíða og umbreytingu, hvernig eitt tekur við af öðru. Þessari umbreytingu sem þau ganga í gegnum fylgja alls konar tilfinningar en ég dvel ekki í þeirra persónulegum tilfinningum, heldur er það heildarupplifunin sem skiptir máli. Þetta er þeirra einstaka saga en á sama tíma saga allra bænda sem hafa þurft að tæma fjárhúsin sín. Það felast átök í þessu tvennu: fullt fjárhús eða tómt fjárhús. Hvernig gekk samvinnan við Úlfar og fjölskyldu hans? Ég játa því að ég var pínu smeik hvernig það 16

myndi ganga að skipa bændum fyrir, en þetta gekk ótrúlega vel. Ég var með handrit, sem auðvitað breyttist, og þetta hafði ég rætt við Úlfar. Þó svo að myndin sé um Úlfar, þá er fjölskyldan mjög mikilvæg, því hún táknar framtíðina að vissu leyti. Hundurinn er líka persóna og maður skynjar sterkt tengslin við hann. Þetta er mynd um sambandið milli dýranna, náttúrunnar og manneskjunnar í því landslagi sem hún býr í. Mér fannst samt mjög mikilvægt að landslagið væri ekki yfirþyrmandi, heldur að það gegndi hlutverki. Myndin er mjög sjónræn en á sama tíma hljóðræn, hvernig er hún unnin? Hún er tekin á filmu sem er einmitt deyjandi form. Það var ótrúlega gefandi að vinna með hljóðheiminn, enda er myndin nokkuð þögul og ekki mikið sagt. Myndavélin er kölluð Bolex vél sem er mjög hávær, en það sem það gerði er að það gaf okkur mikið frelsi (en líka höfuðverk) að skapa okkar eigin hljóðheim, þar á ég mikið að þakka Birni Viktorssyni, sem ég kalla „töframann“. Maður fær raunverulega tilfinningu fyrir staðnum í gegnum hljóðheiminn.


Íslensk mynd í keppnisflokki RIFF 2019 Icelandic film in RIFF New Visions 2019 Yrsa Roca Fannberg is born in Iceland, brought up in Sweden with Catalan heritage. Her latest documentary, The Last Autumn (2019), was recently world premiered at the Karlovy Vary International Film Festival and we at RIFF are proud to have that film in New Visions. Her first documentary, Salóme (2014), won several awards and was critically acclaimed. You’re studying the last autumn of the farmers at Krossnes on Strandir, what was the idea behind the film? I knew Úlfar and Oddný, and when I heard that they were going to retire from farming, I approached them with this idea. They consented and we started preparations. What I found interesting was how Úlfar handles this, as if it were any other autumn, it says so much about him. This is a film about the circle of the seasons and metamorphosis, how one thing follows another. There are all sorts of emotions related to this kind of metamorphosis, but I choose not to dive into their personal emotions, the overall experience matters more here. This is their personal story but it is also the story of all farmers that have had to empty out their sheepcot. A full sheepcot or an empty one: both options present challenges. How was it working with Úlfar and his family? I must confess I was a little intimidated by having to order farmers around, but it went really well. I had

a script, that obviously wound up changing, and I had consulted with Úlfar beforehand. Even though the film is about Úlfar, his family plays a very important part, because they represent the future in a way. The family dog is also a big character and you feel a sense of connection to him. This is a film about man’s connection with animals, nature and the landscape he lives in. It was important to me though that the landscape was not too overpowering, I wanted it to serve a purpose. The film is highly visual but the soundscape is also very prominent, how did you approach these factors? We shot on film, which is of course a dying medium. It was very rewarding to work on the soundscape, the film is largely silent and the dialogue is minimal. We used a Bolex camera, which is very loud, and that gave us a great deal of freedom (but also a mild headache) to create our own soundscape. I’m extremely thankful for Björn Viktorsson’s sound work, he is a true magician. You really get the feel of the place through the sound.

17


Fรถstudaga รก Rร V

18



RIFFARAR / RIFFERS Sumir fá bara ekki nóg af RIFF. Við slógum á tölvuþráðinn til tveggja sjóðheitra Riffara og spurðum þau nokkurra spurninga. Some people just can’t get enough of RIFF. We called two experienced Riffers and asked them a few questions.

20

1

Hvenær byrjaðirðu að fara á RIFF? When did you start going to RIFF?

2

Ferðu á hverju ári? Do you go every year?

3

Hvað ferðu á margar myndir? How many films do you see?

4

Hver er eftirminnilegasti heiðursgesturinn? The most memorable guest of honor?

5

Hver er eftirminnilegasta myndin? The most memorable film?

6

Hvað er svona heillandi við RIFF? What is so captivating about RIFF?


Hann sá í umbúðahönnun Royal skyndibúðingsins einhverja tímalausa fegurð - sem kom reyndar ekki á óvart enda var þeim stillt upp sem skrautmunum heima - en þetta einstaka sjónarhorn hans hefur samt lifað með mér. Béla Tarr was a pretty remarkable fellow. Aki Kaurismäki also attended one year and came to an afterparty at my place. He saw some profound beauty in boxes of “Royal” instant pudding - not surprising maybe as they were displayed as decorations at home - but his special point of view stays in my memory. 5. Hesturinn frá Tórínó eftir Béla Tarr er einhver sú almagnaðasta kvikmyndaupplifun sem ég hef átt. Öðru eins myrkri og vonleysi hef ég varla kynnst. En Starlet eftir Sean Baker situr líka í mér og Drengurinn sem borðar fuglamat eftir Ektoras Lygizos var ógleymanleg sýn á fátækt í nútímanum - svo maður nefni eitthvað af gríðarlega löngum lista af góðum myndum.

ATLI BOLLASON

The Turin Horse by Béla Tarr is one of the most intense film experiences of my life. Seldom have I seen such darkness and despair. Starlet by Sean Baker also stays with me and Boy Eating the Bird’s Food by Ektoras Lygizos was an unforgettable study of modern poverty, to name just a few films out of an extremely long list of great movies.

1. Ég fór fyrst árið 2005, þegar hátíðin var haldin í annað sinn.

6. Dagskráin auðvitað. En líka stemningin, fólk eyðir heilu og hálfu dögunum inni í sal og ber svo saman bækur sínar, mælir með þessu, harmar að hafa misst af hinu, og kryfur svo ræmurnar yfir bjórglasi í lok kvöldsins.

LISTAMAÐUR / MULTI-DISCIPLANARY ARTIST

I first went in 2005, the second time the festival was held. 2. Ef ég er á annað borð á landinu þá fer ég alltaf eitthvað. Annað væri glatað tækifæri. If I’m in the country I always go see something. I wouldn’t miss the opportunity.

The program of course. But also the atmosphere, people spending whole days in the theatre and comparing stuff they’ve seen, recommending this, regretting they missed that, and analysing the films over a beer at the end of the night.

3. Mest hef ég séð svona 30-35 myndir yfir eina hátíð en algengara eru svona fjórar, fimm, sex. Sérstaklega eftir því sem aldurinn og ansans ábyrgðin hefur færst yfir. The most I’ve seen is about 30-35 films during a single festival but most often I see something like four, five or six films. Especially now as I’m older, with more obligations. 4. Béla Tarr var ansi magnaður náungi. Ég fékk líka Aki Kaurismäki í eftirpartí heim til mín eitt árið.

MIÐASALA TICKETS www.riff.is

21


NANNA KRISTÍN MAGNÚSDÓTTIR LEIKKONA OG KVIKMYNDALEIKSTJÓRI. STUTTMYND HENNAR CUBS VAR VALIN BESTA STUTTMYNDIN Á RIFF 2016. ÞANN 4. OTKÓBER VERÐUR NANNA MEÐ RIFF SPJALL Í NORRÆNA HÚSINU OG SJÓNVARPSÞÆTTIR HENNAR PABBAHELGAR VERÐA SÝNDIR Á RIFF Í FLOKKNUM ÍSLAND Í BRENNIDEPLI. ACTRESS AND FILM DIRECTOR. HER SHORT FILM CUBS WON BEST ICELANDIC SHORTS AT RIFF 2016. ON 4TH OCTOBER SHE WILL HAVE RIFF TALK IN THE NORDIC HOUSE AND HER TV SERIES HAPPILY NEVER AFTER IS SCREENED AT RIFF UNDER ICELANDIC PANORAMA. 1. 2006 minnir mig. In 2006 I believe.

5. Beasts of the Southern Wild. Og svo hellingur af stuttmyndum!

2. Hef örugglega ekki alltaf komist. En alla vega síðustu ár.

Beasts of the Southern Wild. And a bunch of shorts!

I haven’t been able to make it every year. But the last few years I have. 3. Eins margar og tími gefst til. Stuttmyndahlutinn er í forgangi hjá mér. Elska að sjá íslenskar og erlendar stuttmyndir. As many as I can. The short film section is a priority for me. I love seeing both Icelandic and foreign shorts. 4. Mike Leigh

22

6. Tækifæri til að sjá mýmargar myndir eftir ólíkt kvikmyndagerðarfólk um alls konar persónur sem eru að díla við allt milli himins og jarðar, þarna eru bæði þrusugóðar myndir og ekkert svo góðar. Fjölbreytnin, það er það sem heillar mig. It’s an opportunity to see a myriad of films by various filmmakers, about all sorts of characters dealing with all sorts of matters. Some films are excellent and others are not so excellent. The diversity, that is what captivated me.


23


24


25


26


VITRANIR NEW VISIONS Í Vitrunum tefla níu nýir leikstjórar fram sinni fyrstu eða annarri mynd og keppa um aðalverðlaun hátíðarinnar, Gullna lundann. Þessar myndir ögra viðteknum gildum í kvikmyndagerð og vísa veg kvikmyndalistarinnar til framtíðar. In New Visions, Nine up-and-coming directors present their first or second feature films and compete for our main prize, the Golden Puffin. These films challenge cinematic conventions and pave the way for tomorrow’s cinema.

27


ING

E ÝN IER UMS REM FR IC P ANDA D R L NO ÐUR R NO

CÉSAR DÍAZ GTM, BEL, FRA 2019 / 77 min

IVANA MLADENOVIĆ ROU, SRB 2019 / 89 min

OUR MOTHERS

IVANA THE TERRIBLE

MÆÐUR OKKAR / NUESTRAS MADRES 26.09 BÍÓ PARADÍS 1 29.09 BÍÓ PARADÍS 2

21.00 13.15

05.10 BÍÓ PARADÍS 3

HRÆÐILEGA ÍVANA / IVANA CEA GROAZNICĂ 20.30

Gvatemala er undirlagt af réttarhöldum yfir herforingjunum sem komu borgarastyrjöldinni af stað. Vitnisburðir fórnarlamba streyma inn. Ernesto er ungur mannfræðingur sem starfar hjá Réttarmeinastofnuninni við að bera kennsl á þá sem týndust. Einn daginn heyrir hann frásögn gamallar konu sem gefur vísbendingu um föður hans sem var skæruliði og týndist í stríðinu. Þvert á óskir móður sinnar einhendir hann sér í rannsókn málsins í leit að sannleika. Myndin fékk verðlaun fyrir bestu kvikmyndatökuna á kvikmyndahátíðinni Cannes í ár. Guatemala, 2018. The whole country is immersed in the trial of the soldiers who sparked the civil war. Victim statements come one after another. Ernesto is a young anthropologist working for the Forensic Foundation; his job is to identify the missing. One day, while hearing the account of an old woman, he thinks he has found a lead that might guide him to his father, a guerrillero who went missing during the war. Against his mother’s wishes, he flings himself body and soul into the case, looking for truth and resilience. Award: Caméra d’Or at the Cannes film festival. NG

27.09 BÍÓ PARADÍS 2 28.09 BÍÓ PARADÍS 1

17.00 +QA 05.10 BÍÓ PARADÍS 2 19.00 +QA

17.15

Ívana býður vinum, fjölskyldumeðlimum og fyrrum elskhugum að leika sjálfa sig og tilfinningar sínar í handritsútgáfu af sögu um konu sem er á barmi taugaáfalls. Við landamæri Dónár verður drama að gamanleik. Ivana Mladenović skrifar, leikstýrir og leikur aðalhlutverkið í þessari beittu kómedíu, sem inniheldur raunverulega fjölskyldumeðlimi hennar og gerist í bænum þar sem hún ólst upp. Sérstök verðlaun dómnefndar á kvikmyndahátíð í Locarno í ár. Ivana invites friends, family and former lovers to play themselves & their emotions in a scripted version of the story of a woman on the verge of a nervous breakdown. On the Danube border, drama becomes a comedy. Ivana Mladenović writes, directs and stars in this biting comedy, which features her real family and takes place in her hometown. Filmmakers of the present special jury award at Locarno Film awards.

ING

N RE SÝ MIE RUM PRE AF DIC LAND R NO ÐUR R NO

I E ÝN IER UMS REM DAFR P C I RD LAN NO ÐUR R NO

PHILLIP YOUMANS USA 2019 / 78 min

BURNING CANE BRENNANDI REYR

MAURA DELPERO ITA, ARG 2019 / 91 min

MATERNAL

26.09 BÍÓ PARADÍS 2 03.10 BÍÓ PARADÍS 2

Í MÓÐURÆTT

28.09 BÍÓ PARADÍS 3 02.10 BÍÓ PARADÍS 1

13.00 03.10 BÍÓ PARADÍS 1 19.00 +QA

19.30+QA

Lu og Fati eru barnungar mæður sem búa í kristnu athvarfi í Buenos Aires. Systir Paola kemur frá Ítalíu til að ganga í klausturregluna. Þegar önnur stúlkan stingur af tekur hin unga nunna barnið að sér. Lu and Fati are teen mums living in a religious shelter in Buenos Aires. Sister Paola arrives from Italy to take her final vows. When one of the girls runs away, the young nun takes care of her baby.

28

19.15 04.10 BÍÓ PARADÍS 1 21.45 +QA

17.00 +QA

Sögusviðið eru reyrakrar í sveitum Louisiana þar sem trúuð móðir reynir að samræma trúarsannfæringu sína og ástina á þjökuðum syni sínum. Phillip Youmans var 17 ára þegar hann skrifaði, leikstýrði og tók upp myndina. Myndin hlaut Founders Award á Tribeca kvikmyndahátíðinni. Set among the cane fields of rural Louisiana, Burning Cane follows a deeply religious mother as she struggles to reconcile her convictions of faith with the love she has for her troubled son. Phillip Youmans wrote, directed and shot the film at the age of 17. The film received Founders Award for best U.S. narrative feature at the Tribeca Film Festival.


ING

E ÝN IER UMS REM FR IC P ANDA D R L NO ÐUR R NO

SHAHRBANOO SADAT DNK, DEU, FRA, LUX, AFG, 2019 / 90 min

YRSA ROCA FANNBERG ICE 2019 / 78 min

THE ORPHANAGE

THE LAST AUTUMN

MUNAÐARLEYSINGJAHÆLIÐ / PARWARESHGAH 26.09 BÍÓ PARADÍS 2 29.09 BÍÓ PARADÍS 3

15.15 19.00

05.10 BÍÓ PARADÍS 2

15.15 +QA

Á seinni hluta níunda áratugarins býr hinn fimmtán ára Qodrat á götum Kabúls og selur bíómiða á svörtum markaði. Hann er mikill aðdáandi Bollywood mynda og lifir sig sterkt inn í uppáhalds atriðin úr myndunum. Dag einn fer lögreglan með hann á sovéska munaðarleysingjahælið. En stjórnmálaástandið er að breytast í Kabúl. Qodrat og öll börnin vilja verja heimili sitt. In the late 1980s, 15-year-old Qodrat lives in the streets of Kabul and sells cinema tickets on the black market. He is a big Bollywood fan and he daydreams himself into some of his favorite movie scenes. One day the Police bring him to the Soviet orphanage. But in Kabul the political situation is changing. Qodrat and all the children want to defend their home.

SÍÐASTA HAUSTIÐ 30.09 BÍÓ PARADÍS 1

19.00 +QA 06.10 BÍÓ PARADÍS 2

17.15 +QA

Það húmar að hausti þar sem vegurinn endar að Krossnesi í Árneshreppi. Þar er sveitabær Úlfars og eiginkonu hans og fjölskyldan kemur til þeirra til að aðstoða við smölun. Barnabörnin koma úr borginni til að taka þátt en hjónin hafa ákveðið að bregða búi svo þetta er síðasta haustið sem þau smala. Hér er á ferðinni einstök innsýn inn í samband mannsins við náttúruna og dýrin. Í þessari heimildarmynd verðum við vitni að umbreytingu sem kallast á við söguna og alla bændurna sem standa í sömu sporum í fortíð og framtíð. More than a thousand autumns ago, humans arrived with their animals to a land pushed up against the Arctic Ocean. Autumns came and autumns went. Where the road ends, Úlfar, the last in a long line of farmers, lives with his wife. As autumn returns their grandchildren arrive from the city to attend the last herding of the flock. Next autumn farming will cease and all the sheep will be gone, but the landscape pushed up against the Arctic Ocean will continue to tell about that one Last Autumn. ING

N RE SÝ MIE RUM PRE AF DIC LAND R NO ÐUR R NO

ROBERT EGGERS USA 2019 / 90 min

THE LIGHTHOUSE VITINN

JAN KOMASA POL, FRA 2019 / 116 min

28.09 BÍÓ PARADÍS 1

21.00

04.10 BÍÓ PARADÍS 2

21.00

Ný sálræn hrollvekja frá Robert Eggers, sem sló eftirminnilega í gegn með hinni frábæru mynd The Witch. Vitinn er tekin á 35mm svarthvíta filmu og fylgir tveimur vitavörðum (Willem Dafoe og Robert Pattinson) hægt og bítandi á vit sturlunar á afskekktri eyju á Nýja Englandi í byrjun 19. aldar. Enginn sannur hrollvekjuunnandi má láta þessa framhjá sér fara! Myndin fékk verðlaun sem besta myndin á kvikmyndahátíðinni í Cannes í flokkunum Critics Week og Directors Fortnight. A new film from director Robert Eggers, who won worldwide acclaim for his magnificent debut film The Witch. Shot on 35mm black-and-white film, this psychological thriller follows the slow descent into madness of two lighthouse keepers (Willem Dafoe and Robert Pattinson) on a remote New England island at the turn of the 19th century. A must-see for horror fans! Named best movie at Cannes, Critics Week and Director’s Fortnight.

CORPUS CHRISTI

LÍKAMI KRISTS / BOŻE CIAŁO 02.10 BÍÓ PARADÍS 2

19.00

06.10 BÍÓ PARADÍS 1

14.45

Hér er sögð saga hins tvítuga Daníels, sem verður fyrir trúarlegri vakningu þegar hann dvelur í unglingafangelsi. Hann vill verða prestur en sakaferill hans kemur í veg fyrir það. Þegar hann er sendur til að starfa á trésmíðaverkstæði í litlum bæ mætir hann á svæðið í prestshempu og tekur af slysni við söfnuðinum. Corpus Christi is the story of a 20-year-old Daniel who experiences a spiritual transformation while living in a Youth Detention Center. He wants to become a priest but this is impossible because of his criminal record. When he is sent to work at a carpenter’s workshop in a small town, on arrival he dresses up as a priest and accidentally takes over the local parish.

29


Árið er 1994 í Alsír. Æskuvinirnir S. og Lotfi fara yfir eyðimörkina í leit að Abou Leila sem er hættulegur hryðjuverkamaður. Þessi áætlun virðist fráleit, þar sem að Sahara eyðimörkin hefur sloppið undan árásum. Í raun hefur Lotfi aðeins eitt markmið, að tryggja öryggi S., þar sem hann veit að vinur sinn er of brothættur til að höndla frekari blóðsúthellingar. Hér er á ferðinni kraftmikið sálfræðidrama um samfélagsleg áhrif ofbeldis.

ING

E ÝN IER UMS REM FR IC P ANDA D R L NO ÐUR R NO

AMIN SIDI-BOUMÉDIÈNE DZA, FRA, QAT 2019 / 139 min

ABOU LEILA 30.09 BÍÓ PARADÍS 2

16.45

03.10 BÍÓ PARADÍS 1

17.00

Algeria, 1994. S. and Lotfi, two friends from childhood, travel through the desert looking for Abou Leila, a dangerous terrorist on the run. Their quest seems absurd, given that the Sahara has not been affected by the wave of attacks. In reality Lofti has only one priority : to keep S. as far from the capital as possible, knowing his friend is too fragile to face more bloodshed. A powerful psychological drama about the effects of violence on society.

World famous hot dogs

Our Locations

Bæjarins Beztu pylsur wishes the guests of RIFF a fantastic time 30


F YRI R O PNU HA FI O P E N SE AS Á hverju ári þyrla sömu myndirnar upp ryki á kvikmyndahátíðum víða um heim. Þetta eru meistarastykki sem sum hver eru úr smiðju þekktra kvikmyndagerðarmanna en önnur koma áhorfendum algerlega í opna skjöldu. Every year a few distinct films make the headlines on the festival circuit. These are exciting – and sometimes masterful – works, some by established filmmakers, others by newcomers. Here we have the cream of this past year’s crop.

31


ING

N RE SÝ MIE RUM PRE NDAF C I RD LA NO ÐUR R NO

ROY ANDERSSON SWE, DEU, NOR 2019 / 76 min

PEMA TSEDEN CHN , 2019 / 102 min

ABOUT ENDLESSNESS

BALLOON

UM ÓENDANLEIKAN / OM DET OÄNDLIGA 03.10 BÍÓ PARADÍS 1

21.30

06.10 BÍÓ PARADÍS 1

BLAÐRA / QIQIU 21.30

Við líðum áfram líkt og í draumi, teymd áfram af sögumanninum okkar. Hversdagsleg augnablik fá sama vægi og sögulegir viðburðir. Par flýtur í gegnum stríðshrjáða Kölnarborg á leið í afmæli. Faðir dokar við til að hnýta skóreimar dóttur sinnar í hellidembu. Unglingar dansa úti á götu. Gjörsigraður her marserar inn í fangabúðir. Í Um óendanleikan fer hinn sögufrægi verðlaunaleikstjóri Roy Anderson með okkur í ferðalag í gegnum allt sem er eilíflega mannlegt. We wander, dreamlike, gently guided by our narrator. Inconsequential moments take on the same significance as historical events. A couple floats over a war-torn Cologne, on the way to a birthday. A father stops to tie his daughter’s shoelaces in the pouring rain. Teenagers dance on the street. A defeated army marches to a prisoner of war camp. In ABOUT ENDLESSNESS, the legendary Roy Andersson presents us a kaleidoscope of all that is eternally human.

26.09 BÍÓ PARADÍS 1 28.09 BÍÓ PARADÍS 1

17.00 23.00

05.10 BÍÓ PARADÍS 1

15.15

Darje og Drolkar lifa friðsælu og hversdagslegu lífi á gresjum Tíbets ásamt þremur sonum og einum afa. Smokkur setur af stað hrinu vandræðagangs og sundrungar innan fjölskyldunnar. Hvort skiptir meira máli í hringrás lífs og dauða, sálin eða áþreifanlegar staðreyndir? On the Tibetan grasslands, Darje and Drolkar live a serene and ordinary life with their three sons and the grandfather. A condom sparks a series of embarrassment and dilemma, breaking the harmony of the family. What matters more in the circle of life and death, soul or reality?

ING

E ÝN IER UMS REM FR IC P ANDA D R L NO ÐUR R NO

JUKKA-PEKKA VALKEAPÄÄ FIN 2019 / 105 min

BRUNO DUMONT FRA 2019 / 138 min

DOGS DON’T WEAR PANTS

JOAN OF ARC

HUNDAR KLÆÐAST EKKI BUXUM KOIRAT EIVÄT KÄYTÄ HOUSUJA 26.09 BÍÓ PARADÍS 1 02.10 BÍÓ PARADÍS 2

22.30 21.15

06.10 BÍÓ PARADÍS 3

JÓHANNA AF ÖRK / JEANNE

20.30

Juha glatar öllu þegar eiginkona hans drukknar í stöðuvatni. Árin líða og hann er ennþá dofinn og ófær um að tengjast öðru fólki. Þegar hann hittir Monu sem er BDSM drottnari breytist allt. Hundar klæðast ekki buxum er saga með svörtum húmor um missi, ást og dísætan sársauka tilverunnar. Juha loses everything when his wife dies in a drowning accident. Years after he still feels numb and unable to connect with people. Meeting Mona, a dominatrix, changes everything. Dogs Don’t Wear Pants is a darkly humorous story of loss, love and the sweet pain of being.

32

26.09 BÍÓ PARADÍS 3 03.10 BÍÓ PARADÍS 2

20.30 17.00

05.10 BÍÓ PARADÍS 2

19.00

Á 15. öld gera bæði Frakkar og Englendingar tilkall til frönsku krúnunnar. Hin unga Jóhanna trúir því að hún sé útvalin af Guði og leiðir her franska kóngsins. Þegar hún er tekin til fanga leiðir kirkjan hana fyrir rétt og sakar hana um trúvillu. Jóhanna neitar þessum ásökunum og stendur af reisn með köllun sinni. Sú ákvörðun Bruno Dumonts að láta tíu ára stelpu leika hlutverkið gefur sígildum málstað og hugmyndafræði söguhetjunnar nýja innspýtingu. In the 15th century, both France and England stake a blood claim for the French throne. Believing that God had chosen her, the young Joan leads the army of the King of France. When she is captured, the Church sends her for trial on charges of heresy. Refusing to accept the accusations, the graceful Joan of Arc will stay true to her mission. Bruno Dumont’s decision to work with a ten-year-old actress reinjects this heroine’s timeless cause and ideology.


NG

I E ÝN IER UMS REM DAFR P C I RD LAN NO ÐUR R NO

VALÉRIE DONZELLI FRA, BEL 2019 / 89 min

BONG JOON-HO KOR 2019 / 131 min

NOTRE DAME

PARASITE

29.09 BÍÓ PARADÍS 3 04.10 BÍÓ PARADÍS 2

SNÍKJUDÝR / GISAENGCHUNG 20.45 17.15

06.10 BÍÓ PARADÍS 2

19.00

Maud Crayon, arkítekt og tveggja barna móðir, á erfitt með að samræma starfsframann og tilfinningalífið. Þetta skrifast að hluta til á veiklundaðan fyrrverandi eiginmann hennar, sem er enn þá inni í myndinni. Þegar hún er líkt og fyrir kraftaverk valin til að stjórna endurbótum á Notre Dame kirkjunni í París, sem ætti að skjóta henni uppá stjörnuhimininn í arkitektúrsenunni, gengur ekkert samkvæmt áætlun. Myndin var tilnefnd til Piazza Grande verðlaunanna á Locarno hátíðinni. Maud Crayon, architect and single mother of two, can’t find the right balance between her career and sentimental life thanks to a weak ex-husband who’s still in the picture. When she’s miraculously chosen to lead the restorations of Notre-Dame de Paris, which should make her the rising star of the architectural scene, nothing goes as planned. The film was nominated for the Piazza Grande award at Locarno Film Festival.

05.10 BÍÓ PARADÍS 1

17.15

Kim fjölskyldan er í stöðugum fjárhagskröggum og býr í lítilli niðurníddri íbúð. Sonurinn Ki-Woo fær tækifæri til að starfa á lúxusvillu sem kennari dóttur hinnar ríku Park fjölskyldu og hann byrjar að leggja drög að stórri áætlun… Eftir tveggja ára hlé hefur kóreski leikstjórinn Bong Joon-ho komið með mynd sem er kölluð ,,kómedía án trúða, harmsaga án glæpamanns.” Myndin hlaut Gullpálmann þetta árið á Cannes kvikmyndahátíðinni. The four-member Kim family lives in a small, run-down flat and is constantly struggling with money. Recommended by a friend, son Ki-Woo gets a chance to work at a luxurious villa as a tutor for the daughter of the rich Park family, and he starts putting together a grand plan… After two years, Korean director Bong Joon-ho returned to the competition at Cannes with a film that he called “a comedy without clowns, a tragedy without villains.” The film received the Palme d’Or at this year’s Cannes IFF. NG

I E ÝN IER UMS REM FR IC P ANDA D R L NO ÐUR R NO

JIM JARMUSCH USA 2019 / 105 min

KRISTINA GROZEVA, PETAR VALCHANOV BGR, GRC 2019 / 90 min

THE DEAD DON’T DIE

THE FATHER

HINIR DAUÐU DEYJA EKKI 27.09 BÍÓ PARADÍS 1 30.09 BÍÓ PARADÍS 1

21.00 21.00

05.10 BÍÓ PARADÍS 1

FAÐIRINN / BASHTATA

19.45

Hinn friðsæli bær Centerville þarf að takast á við mikla uppvakningaóværu þegar hinir dauðu taka að rísa úr gröfinni. Nýjasta mynd indý-stórleikstjórans Jim Jarmusch skartar stjörnuleikurum á borð við Bill Murray, Adam Driver, Tom Waits, Cloë Sevigny, Tildu Swinton og Iggy Pop. Og glás af uppvakningum. Þarf að segja meira? The peaceful town of Centerville finds itself battling a zombie horde as the dead start rising from their graves. Indysuperstar-director Jim Jarmusch returnes with a new film that stars actors such as Bill Murray, Adam Driver, Tom Waits, Cloë Sevigny, Tilda Swinton and Iggy Pop. And a bunch of zombies. Need I say more?

28.09 BÍÓ PARADÍS 3 03.10 BÍÓ PARADÍS 1

20.30 23.00

06.10 BÍÓ PARADÍS 1

13.00

Vassil hefur misst eiginkonu sína, Ivönku, og trúir því að hún sé að reyna að ná til sín frá handanheimum í gegnum síma. Vassil er heillaður af hinu yfirnáttúrulega og heldur af stað í leiðangur til að hitta frægan miðil. Óvinveittur sonur hans, Pavel, neyðist til að koma með til að halda klikkuðum föður sínum í skefjum. Þessi óvænti leiðangur fær þá til að horfast í augu við sektarkennd sína gagnvart Ivönku og enduruppgötva samband sitt. After losing his wife Ivanka, Vassil believes that she is using his phone to reach him from beyond the grave. A sucker for the supernatural, Vassil sets out on a trip to meet a famous medium, forcing his estranged son Pavel to tag along and make sure his nutty old dad stays out of harm’s way. The unhinged journey that follows will make them face the guilt they feel towards the one they lost and rediscover their relationship.

33


Agnès Varda er atvinnuljósmyndari, innsetningarlistamaður og frumkvöðull frönsku nýbylgjunnar. Innan franskrar kvikmyndagerðar er hún stofnun út af fyrir sig en um leið eldheitur andstæðingur allrar stofnanahugsunar. Í myndinni veitir hún innsýn í feril sinn og sýnir brot úr verkum sínum til að varpa ljósi á listræna sýn sína og hugmyndir. Hvort sem Agnès er fyrir framan eða aftan myndavélina er hún sjónrænn sögumaður sem forðast að festast í hinu hefðbundna. Þessi heimildarmynd reyndist hennar síðasta en Agnès lést fyrr á þessu ári.

AGNÈS VARDA FRA, 2019 / 115 min

VARDA BY AGNÈS VARDA PAR AGNÈS 27.09 BÍÓ PARADÍS 2 29.09 BÍÓ PARADÍS 2

19.00 17.00

06.10 BÍÓ PARADÍS 2

KRINGLUTORG

34

13.15

Agnès Varda, a photographer, installation artist, pioneer of the Nouvelle Vague and an institution of French cinema but a fierce opponent of any kind of institutional thinking. In this film, she offers insights into her oeuvre, using excerpts from her work to illustrate her artistic visions and ideas. Whether in front of the camera or behind it, Agnès Varda is a visual storyteller who eschews convention. This documentary was to be her last as Agnès Varda passed away earlier this year.

GRANDI MATHÖLL


Ö NNU R F RAMTÍ Ð A DIFFERENT TOMORROW Getum við haldið í það lífsmynstur sem við erum vön eða er kominn tími til að breyta til? Ræður plánetan við ágang mannsins? Komum við vel fram hvert við annað? Í flokknum Önnur framtíð er að finna áhrifamiklar kvikmyndir um mannréttinda- og umhverfismál. Bíó getur breytt heiminum. Can we sustain our way of living indefinitely or must we change our lifestyles? Can our planet handle prolonged maltreatment? Do we behave ethically towards one another? The films in A Different Tomorrow shed light on environmental and humanitarian topics because, sometimes, the right film can change the world.

35


FREDRIK GERTTEN SWE 2019 / 92 min

MADS BRÜGGER DEN, NOR, SWE, BEL 2019 / 128 min

PUSH

COLD CASE HAMMARSKJÖLD

ÞVINGUN 28.09 BÍÓ PARADÍS 1 01.10 BÍÓ PARADÍS 1

ÓLEYST MÁL HAMMARSKJÖLDS 14.45 +QA 05.10 BÍÓ PARADÍS 2 23.15

13.15

Að hafa þak yfir höfuðið er eitt af grundvallarréttindum okkar, forsenda öryggis og heilbrigðs lífs. Húsnæðisverð er að hækka upp úr öllu valdi í borgum heimsins en tekjur fólks hækka ekki. PUSH varpar ljósi á ósýnilega leigusala, borgir sem við getum ekki lengur búið í og þá stigvaxandi erfiðleika sem þessu fylgja. Þetta er ekki miðstéttarvæðing heldur eitthvað allt annað skrímsli. Housing is a fundamental human right, a precondition to a safe and healthy life. Housing prices are skyrocketing in cities around the world. Incomes are not. PUSH sheds light on a new kind of faceless landlord, our increasingly unliveable cities and an escalating crisis that has an effect on us all. This is not gentrification, it’s a different kind of monster.

29.09 BÍÓ PARADÍS 2 30.09 BÍÓ PARADÍS 3

14.45 20.45

06.10 BÍÓ PARADÍS 3

13.00

Árið 1961 hrapaði flugvél Dags Hammarskjöld, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, á dularfullan hátt og Hammarskjöld fórst ásamt allri áhöfninnni. Danski leikstjórinn Mads Brügger (The Red Chapel, The Ambassador) og sænski einkaspæjarinn Göran Björkdahl reyna að leysa gátuna um dularfullan dauðdaga Dags Hammarskjöld. Þegar hringurinn fer að þrengjast uppgötva þeir enn verri glæp en morðið á aðalritara Sameinuðu þjóðanna. Margverðlaunuð heimildarmynd. In 1961, United Nations Secretary-General Dag Hammarskjöld’s plane mysteriously crashed, killing Hammarskjöld and the crew. Danish director Mads Brügger (The Red Chapel, The Ambassador) and Swedish private investigator Göran Björkdahl are trying to solve the mysterious death of Dag Hammarskjöld. As their investigation closes in, they discover a crime far worse than killing the Secretary-General of the United Nations. Award winning documentary.

VALENTINA PRIMAVERA AUT, ITA, DEU 2019 / 80 min

UNA PRIMAVERA

REETTA HUHTANEN FIN, BEL, DEU 2019 / 73 min

VORIÐ

29.09 BÍÓ PARADÍS 3 01.10 BÍÓ PARADÍS 3

GODS OF MOLENBEEK 13.00 19.15

06.10 BÍÓ PARADÍS 3

19.00

Eftir enn eitt skiptið sem Fiorella, þriggja barna móðir, er beitt ofbeldi á heimili sínu ákveður hún að yfirgefa eiginmann sinn eftir 40 ára hjónaband. Hún er 58 ára og sækir loksins um lögskilnað í leit að frelsi og nýrri fótfestu. Dóttir hennar, Valentina, fylgir henni eftir með handheldri myndavél og fangar fyrstu skref hennar í átt að nýrri framtíð. Flókin leiðangur hefst þar sem þær þurfa að horfast í augu við sig sjálfar og það feðraveldi sem þær búa við. Following the latest episode of domestic violence, Fiorella - mother of three- decides to leave her husband, their house and life to free herself after 40 years of marriage. At 58 she finally applies for legal separation in search of freedom and new ways of being. Equipt with a handheld camera her daughter Valentina follows her first steps into the unknown future. A complex journey begins, leading both to confront themselves and the community with its patriarchal structures.

36

AATOS OG AMINE / AATOS JA AMINE 28.09 BÍÓ PARADÍS 2 30.09 BÍÓ PARADÍS 2

13.15 15.15

06.10 BÍÓ PARADÍS 3

17.30

Molenbeek er eitt fátækasta hverfið í Brussel og hefur orð á sér fyrir að vera afdrep hryðjuverkamanna. Hverfið er jafnframt heimkynni tveggja sex ára drengja. Aatos, sem er af chileönsku og finnsku bergi brotinn, og Amine, sem er múslimi, tilheyra ólíkum heimum en það kemur ekki í veg fyrir að þeir leiki sér saman af gleði. Í myndinni er reynt að skilja aðstæður í hverfinu og svara spurningunni um tilvist Guðs. Molenbeek, one of the poorest districts of Brussels is struggling with the reputation of a terrorist nest. At the same time, it is the place of residence of two six-year-old boys. Aatos, having Chilean and Finnish roots, and Amine, who is Muslim, come from two different worlds, which does not prevent them from playing blithely together. The movie attempts to understand the current events in the district and answer the question about the existence of God.


NIKOLAUS GEYRHALTER AUT 2019 / 115 min

PHILIPPE BELLAÏCHE, RACHEL LEAH JONES ISR, CAN, CHE 2019 / 108 min

EARTH

ADVOCATE

JÖRÐ/ ERDE 27.09 BÍÓ PARADÍS 2 01.10 BÍÓ PARADÍS 3

LÖGMAÐUR 14.45 17.00

03.10 BÍÓ PARADÍS 2

14.45

Á hverju ári eru milljarðar tonna af jarðvegi færðar úr stað með skóflum, skurðgröfum eða dýnamíti. Nikolaus Geyrhalter skoðar fólk í námum, grjótnámum og á stórum byggingasvæðum sem erfiðar stöðugt við að slá eign sinni á jörðina. Þið hafið heyrt af loftslagbreytingum en þessi heimildarmynd fjallar um landslagsbreytingar af manna völdum. Margverðlaunuð mynd. Several billion tons of earth are moved annually by humans - with shovels, excavators or dynamite. Nikolaus Geyrhalter observes people, in mines, quarries and at large construction sites, engaged in a constant struggle to take possession of the planet. You’ve heard of climate change but this documentary is about landscape change. Award winning film.

26.09 BÍÓ PARADÍS 2 30.09 BÍÓ PARADÍS 1

20.45 23.00

04.10 BÍÓ PARADÍS 2

15.15

Lea Tsemel heldur uppi vörnum fyrir Palestínumenn: allt frá femínistum til bókstafstrúarfólks, frá friðsælum mótmælendum til vopnaðra stríðsmanna. Tsemel er lögfræðingur af ísraelskum gyðingaættum sem hefur haldið uppi vörnum fyrir pólitíska fanga í næstum 50 ár. Tsemel fer út að ystu mörkum í starfi sínu sem mannréttindalögfræðingur í þrotlausri leit að réttlæti. Margverðlaunuð mynd. Lea Tsemel defends Palestinians: from feminists to fundamentalists, from non-violent demonstrators to armed militants. As a Jewish-Israeli lawyer who has represented political prisoners for nearly 50 years, Tsemel, in her tireless quest for justice, pushes the praxis of a human rights defender to its limits. Award winning film.

NG

I E ÝN IER UMS REM FR IC P ANDA D R L NO ÐUR R NO

HASSAN FAZILI USA, GBR, CAN, QAT 2019 / 90 min

JARED P. SCOTT GBR 2019 / 90 min

MIDNIGHT TRAVELER

THE GREAT GREEN WALL

FERÐALANGUR AÐ NÓTTU 30.09 BÍÓ PARADÍS 1

17.00

03.10 BÍÓ PARADÍS 3

STÓRI GRÆNI VEGGURINN 20.45

Þegar talíbanar setja fé til höfuðs afganska leikstjóranum Hassan Fazili neyðist hann til að flýja ásamt eiginkonu og tveimur dætrum. Fazili fangar frá fyrstu hendi þá hættu sem mætir hælisleitendum og ástina sem ríkir í fjölskyldu á flótta. Myndin hefur unnið til fjölmargra virtra verðlauna það sem af er árinu. When the Taliban puts a bounty on Afghan director Hassan Fazili’s head, he is forced to flee with his wife and two young daughters. Capturing their uncertain journey, Fazili shows firsthand the dangers facing refugees seeking asylum and the love shared between a family on the run. The film has recieved many awards this year.

29.09 BÍÓ PARADÍS 2

21.15

06.10 BÍÓ PARADÍS 2

15.30

Framleiðandinn Fernando Meirelles (City of God) og malíska tónlistarkonan Inna Modja taka okkur í ógleymanlegan leiðangur um Stóra græna vegginn í Afríku. Veggurinn er metnaðargjörn draumsýn um að rækta 8000 km langan vegg yfir þvera heimsálfuna til að berjast gegn auknum loftslagsbreytingum sem ýta undir átök og fólksflutninga í stórum stíl. Executive Producer Fernando Meirelles (Academy AwardNominated Director of “City of God”) and Malian musician Inna Modja take us on an epic journey along Africa’s Great Green Wall - an ambitious vision to grow an 8,000km wall of trees stretching across the entire continent to fight back against runaway climate change, increasing conflict and mass migration.

37


Kínverska eins barns stefnan, hin öfgakennda stjórnun á fólksfjölda sem hindraði með lögum rétt foreldra til að eiga fleiri en eitt barn, var lögð niður árið 2015 en úrvinnsla hinna sálrænu áfalla sem þessi harða stefnan olli er rétt að byrja. Í myndinni eru könnuð áhrif hinnar átakanlegu þjóðfélagstilraunar og hvert mannréttindabrotið af öðru afhjúpað ー frá yfirgefnum nýburum til nauðugra ófrjósemisaðgerða og fóstureyðinga og brottnám af hálfu stjórnvalda. Hefur unnið til fjölda verðlauna meðal annars sem besta heimildamyndin á kvikmyndahátíðinni í Sheffield og Sundance kvikmyndahátíðinni.

NANFU WANG, JIALING ZHANG CHN, USA 2019 / 85 min

ONE CHILD NATION EINS BARNS ÞJÓÐ 26.09 BÍÓ PARADÍS 3 27.09 BÍÓ PARADÍS 1

23.00 15.00

30.09 BÍÓ PARADÍS 3

17.00

China’s One Child Policy, the extreme population control measure that made it illegal for couples to have more than one child, may have ended in 2015, but the process of dealing with the trauma of its brutal enforcement is only just beginning. One Child Nation explores the ripple effect of this devastating social experiment, uncovering one shocking human rights violation after another - from abandoned newborns, to forced sterilizations and abortions, and government abductions. Received US Grand Jury Prize: Documentary at Sundance Film Festival 2019.

101 | ÓÐINSTORG | REYKJAVÍK | ÍSLAND | SNAPSBISTRO.IS

38


ENN

EINFALDARA! Borgaðu fyrirfram um leið og þú pantar með appi eða á netinu.


HEIM I L DAM Y N D I R DOCUMENTARIES Heimildarmyndadagskrá RIFF miðar að því að fræða og upplýsa áhorfendur, en ekki síður að miðla þekkingu með óhefðbundnum leiðum. Góð heimildarmynd kveikir í ímyndunaraflinu og getur haft sterk áhrif á áhorfendur og samfélagið með óvæntu sjónarhorni eða nýjum upplýsingum. Our documentary programme aims to educate and inform, but also to mediate knowledge in new and exciting ways. A great documentary ignites our imaginations and can have a profound impact on its viewer and society by presenting unexpected viewpoints or new information.

40


ING

E ÝN IER UMS REM FR IC P ANDA D R L NO ÐUR R NO

Waad Al-Khateab, Edward Watts GBR, USA, SYR 2019 / 100 min DAVID EBERSOLE, TODD HUGHES USA 2019 / 95 min

FOR SAMA

HOUSE OF CARDIN

FYRIR SÖMU

04.10 BÍÓ PARADÍS 2

CARDIN TÍSKUHÚSIÐ 19.00

Nærgöngul og epísk sýn á reynslu kvenna af stríði. Hér er á ferðinni ástarbréf frá ungri móður til dóttur sinnar. Myndin segir sögu Waad al-Kateabs gegnum fimm ára tímabil þegar uppreisnin í Aleppo í Sýrlandi á sér stað. Hún verður ástfangin, giftir sig og eignast Sömu, og á sama tíma magnast hörmuleg átök allt í kringum hana. Myndavélin fangar ótrúlegar sögur af missi, hlátri og lífsbaráttu um leið og Waad er tilneydd til að taka erfiða ákvörðun. Myndin hefur unnið til fjölda verðlauna á ýmsum kvikmyndahátíðum þ.á.m. fyrir bestu heimildarmyndina á kvikmyndahátiðinni Cannes 2019. FOR SAMA is both an intimate and epic journey into the female experience of war. A love letter from a young mother to her daughter, the film tells the story of Waad alKateab’s life through five years of the uprising in Aleppo, Syria as she falls in love, gets married and gives birth to Sama, all while cataclysmic conflict rises around her. Her camera captures incredible stories of loss, laughter and survival as Waad wrestles with an impossible choice. The film has won many prices at various festivals including Best Documentary at Cannes 2019.

29.09 BÍÓ PARADÍS 1 01.10 BÍÓ PARADÍS 1

19.00 +QA 06.10 BÍÓ PARADÍS 3 17.00 +QA

15.30

Milljónir þekkja vörumerkið fræga en fáir vita hver maðurinn er sem býr að baki hinu gríðarlega þekkta tískufatamerki. Við leitum svara við spurningunni: Hver er Pierre Cardin? Hver er sagan að baki goðsögninni? Hér fáum við að gægjast inn í huga snillingsins í heimildamynd sem greinir frá lífi og hönnun Cardins. Cardin er sannur frumkvöðull og hefur gefið leikstjórunum einkaaðgang að safni sínu og veldi og lofar fordómalausum viðtölum við lok síns glæsta ferils. Millions know the iconic logo but few know the man behind the larger than life label. Ultimately we seek to answer the question: Who is Pierre Cardin? What is the story behind this legendary icon? House of Cardin is a rare peek into the mind of a genius, an authorized feature documentary chronicling the life and design of Cardin. A true original, Mr. Cardin has granted the directors the exclusive access to his archives and his empire and promises unprecedented interviews at the sunset of a glorious career.

ANNA EBORN SWE, DEN, BEL 2019 / 96 min

TRANSNISTRA TRANSNISTRA

28.09 BÍÓ PARADÍS 3 01.10 BÍÓ PARADÍS 3

15.00 21.00

05.10 BÍÓ PARADÍS 3

17.00

Þessi nýjasta mynd frá verðlaunaleikstjóranum Önnu Eborn (Pine Ridge, Lida) gerist í sjálfsstjórnarríkinu Transnistríu (Priednestrovia), sem er mjó landrönd sem liggur að Úkraínu. Í hrjóstrugu landslagi kemur hópur af 16 ára krökkum saman í leit að öryggi, frelsi og tilgangi. Myndin er tekin á 16mm filmu á árunum 2017 og 2018 sem skapar sérstakt andrúmsloft. Transnistra gerir nærgöngula og mikilvæga grein fyrir ungu fólki á jaðrinum auk þess að vera alþjóðleg saga um ástina, unglingamenningu og því að fullorðnast í flóknum, mótsagnakenndum heimi. Myndin hlaut verðlaun á kvikmyndahátíðunum í Gautaborg og Rotterdam. The latest film from award-winning director Anna Eborn (Pine Ridge, Lida), TRANSNISTRA is set in the self-appointed nation Transnistria (Priednestrovia), a narrow strip of land adjacent to Ukraine, where, against an unforgiving landscape of Soviet heritage, a group of 16-year olds search for safety, freedom and meaning. Atmospherically shot on 16mm film throughout 2017 and 2018, TRANSNISTRA is an intimate and vital account of young people on the margins, as well as a universal story of love, youth culture and coming-of-age in a complex, contradictory world. The film received awards at the film festivals in Gothenburg and Rotterdam.

41


NICK BROOMFIELD USA 2019 / 97 min

MARIANNE AND LEONARD — WORDS OF LOVE MARIANNE OG LEONARD — ÁSTARORÐ 27.09 BÍÓ PARADÍS 1

17.00

02.10 BÍÓ PARADÍS 1

21.00

Fögur og harmræn ástarsaga tónlistarmannsins Leonard Cohen og norsku músunnar hans Marianne Ihlen. Myndin fylgir sambandi þeirra allt frá fyrstu dögum þess á grísku eyjunni Hýdru, gegnum tímabil „frjálsra ásta“ og opins hjónabands, og í gegnum þær breytingar sem urðu á sambandinu þegar Leonard varð frægur. Þrátt fyrir að samband þeirra hafi verið óvenjulegt deildu Marianne og Leonard ást sem entist út ævi þeirra. Arfleið sambandsins er fjöldi sígildra laga, stór hjartasár og þrúgandi tilfinning fyrir sköpunarmætti ástarinnar. A beautiful yet tragic love story between Leonard Cohen and his Norwegian muse Marianne Ihlen. The film follows their relationship from the early days on the Greek island of Hydra, a humble time of ‘free love’ and open marriage, to how their love evolved when Cohen became a success. Even though their relationship was an unusual one, Marianne and Leonard’s shared a kind of love that would continue for the rest of their lives. The relationship’s legacy is a catalogue of classic songs, a great deal of heartache, and a lasting sense of the creative power of love.

SIDSE TORSTHOLM LARSEN, STURLA PILSKOG NOR, DEN, GRL 2019 / 78 min

TIM TRAVERS HAWKINS GBR 2019 / 92 min

WINTER’S YEARNING

XY CHELSEA

VINTERENS LENGSEL / VETRARÞRÁ 28.09 BÍÓ PARADÍS 3 30.09 BÍÓ PARADÍS 3

19.00 15.00

03.10 BÍÓ PARADÍS 2

XY CHELSEA 13.15

Þegar ameríski álrisinn ALCOA ákveður að byggja næsta álver sitt í Maniitsoq á Grænlandi vaxa vonir íbúanna í hinu litla sjávarþorpi. Gæti þetta orðið fyrsta skrefið í átt að sjálfstæði Grænlands? En árin líða, ALCOA sést hvergi og íbúar Maniitsoq verða biðinni að bráð. Framtíðinni hefur verið slegið á frest, en hve lengi? Vetrarþrá er kvikmynd um drauma, líf í biðstöðu og færni mannsins til að byrja upp á nýtt. When the American aluminium giant ALCOA decides to build their next aluminium plant in Maniitsoq, Greenland, the citizens of the small fishing town have high hopes. Could this be the first major step towards Greenlands independence? But as years go by and ALCOA is nowhere to be seen, the people of Maniitsoq fall into a state of waiting. The future has been postponed, but for how long? «Winter’s Yearning» is a cinematic film about dreams, lives on hold and the human capacity to rise again.

42

26.09 BÍÓ PARADÍS 2 30.09 BÍÓ PARADÍS 3

17.15 19.00

02.10 BÍÓ PARADÍS 2

23.15

Við skyggnumst inn í líf og feril Chelsea Manning, trans konu sem var hermaður í bandaríska hernum og dæmd í 35 ára fangelsi, þar sem einungis karlar afplána, fyrir að leka upplýsingum um stríð Bandaríkjanna í Írak og Afganistan. Myndin sýnir lífsbaráttu hennar og umskiptin frá því að vera fangi yfir í frjálsa konu. A look at the life and career of Chelsea Manning, a trans woman soldier in the United States Army, who was sentenced to serve 35 years at an all-male military prison for leaking information about the country’s wars in Iraq and Afghanistan. XY CHELSEA is the journey of her fight for survival and dignity, and her transition from prisoner to a free woman.


ING

ING

E ÝN IER UMS REM FR IC P ANDA D R L NO ÐUR R NO

E ÝN IER UMS REM FR IC P ANDA D R L NO ÐUR R NO

FABRIZIO MALTESE LUX 2019 / 104 min

PANAYOTIS EVANGELIDIS GRC 2019 / 117 min

CALIFORNIA DREAMING

IRVING PARK

KALIFORNÍUDRAUMUR 29.09 BÍÓ PARADÍS 3 01.10 BÍÓ PARADÍS 3

17.00 22.45

IRVING PARK 04.10 BÍÓ PARADÍS 2

13.15

Kaliforníudraumur kannar hina óvenjulegu Kaliforníuborg. Hún er þriðja stærsta borgin í Kaliforníuríki en þar búa þó einungis um 14.000 manns. Hún var stofnuð á sjötta áratugnum sem ný stórborg sem átti að jafnast á við Los Angeles en í dag er Kaliforníuborg einungis smábær. Í myndinni kynnumst við sögu hinnar takmarkalausu bjartsýni ameríska draumsins sem ríkti þegar borgin var stofnuð og hógværum draumum þeirra sem núna byggja borgina. California Dreaming explores the unusual town of California City, CA. It is the third- largest city by area in the state of California, though only about 14,000 people live there today. It was conceived in the 1950s as a new metropolis to rival Los Angeles though nowadays California City is just a small town. In the film we learn the story of the boundlessly optimistic American Dream of the 1950s, when the city was founded, and the much more modest dreams of those living there today.

27.09 BÍÓ PARADÍS 2 03.10 BÍÓ PARADÍS 3

23.15 22.30

04.10 BÍÓ PARADÍS 3

21.00

Saga fjögurra samkynhneigðra manna á sjötugsaldri sem búa saman í Chicago. Þeir lifa óhefðbundnum lífstíl sem byggir á húsbónda- og þrælasambandi. Í fjölskyldunni er eigin frelsi fórnað af frjálsum vilja fyrir langanir hins aðilans. Irving Park is the story of four gay men in their 60s who live together in Chicago, exploring an unconventional lifestyle of master/slave relationships. A family based on free choice and the consent to lose one’s personal freedom in favor of the desire of the Other.

AGOSTINO FERRENTE FRA, ITA 2019 / 76 min

SELFIE SJÁLFA

28.09 BÍÓ PARADÍS 3 01.10 BÍÓ PARADÍS 2

22.15 15.15

05.10 BÍÓ PARADÍS 3

19.00

Hinir 16 ára Alessandro og Pietro búa í Napolí og eru óaðskiljanlegir vinir. Alessandro vinnur á bar og Pietro dreymir um að verða hárgreiðslumaður. Leikstjórinn, Agostinos Ferrente, fær piltana til kortleggja sjálfa sig og umhverfi sitt með snjallsímum sínum. En myndin fjallar ekki bara um hversdagslíf tveggja ítalskra ungmenna, heldur um lögregluofbeldi og þann stóra skugga sem Mafían varpar ennþá yfir Ítalíu nútímans. Tilnefnd til hinna evrópsku EFA kvikmyndaverðlauna 2019 í flokki heimildamynda. The 16-year-old Alessandro and Pietro in Naples and are inseparable friends, Alessandro works as a waiter in a bar, Pietro dreams to become a hairdresser. Director Agostinos Ferrente Alessandro gets the boys to portray themselves and their surroundings with their smartphones. But this film is not simply about the daily life of two Italian adolescents, it deals with police violence and the long shadow the Mafia still casts over today’s Italy. Nominated for EFA film awards 2019 in documentaries.

43



LUX VERÐLAUNIN

LU X AWA R D S RIFF sýnir myndirnar þrjár sem keppa um LUX verðlaunin í ár. Frá árinu 2007 hafa LUX verðlaun Evrópuþingsins beint sjónum að myndum sem fjalla sérstaklega um málefni almennings í Evrópu. Þingið trúir því að kvikmyndir, miðill sem nær til fjöldans, séu gott tæki til rökræðna og umhugsunar um Evrópu og framtíð hennar. Sérstakur LUX-dagur verður haldinn sunnudaginn 29. september. Að lokinni sýningu á myndinni Guð er til, hún heitir Petrunya þann dag kl. 18:45 verður móttaka með léttum veitingum í Bíó Paradís í boði sendinefndar ESB á Íslandi.

RODRIGO SOROGOYEN ESP, FRA 2018 / 122 min

THE REALM

EL REINO/ YFIRRÁÐASVÆÐIÐ 27.09 BÍÓ PARADÍS 3 29.09 BÍÓ PARADÍS 1

22.45 21.00

06.10 BÍÓ PARADÍS 2

20.45

Manuel López-Vidal er virtur stjórnmálamaður í sínu umdæmi: hann hefur sterka félagslega stöðu, á kærleiksríka fjölskyldu, vini í öllum hornum og er gæddur miklum persónutöfrum. Hann er líka spilltur einstaklingur sem hefur auðgast á almannafé í áraraðir. Í kjölfar þess að hann reynir að hylma yfir með flokksfélaga sínum er Manuel afhjúpaður. Hversu mikið er manneskja tilbúin að leggja á sig til að halda völdum?

RIFF screens the three films that compete for the LUX prize this year. Since 2007, the European Parliament LUX FILM PRIZE casts an annual spotlight on films that hit the heart of European public debate. The Parliament believes that cinema, a mass cultural medium, can be an ideal vehicle for debate and reflection on Europe and its future. We will celebrate a special LUX-day at Sunday 29th September. Following the screening of the film God exists, her name is Petrunya the same day at 18:45 there will be a reception at Bíó Paradís offered by the Delegation of the European Union to Iceland.

Manuel López-Vidal is a beloved politician in his region: he enjoys a good social position, has a loving family, friends everywhere and plenty of natural charisma. He is also a corrupt man who has been enriching himself with public funds for years. After attempting to cover up for an associate, Manuel is left exposed. How far is a person willing to go in order to hold on to power?

MADS BRÜGGER DNK, NOR, SWE, BEL 2019 / 128 min

TEONA STRUGAR MITEVSKA MKD, BEL, SVN, HRV, FRA 2019 / 100 min

COLD CASE HAMMARSKJÖLD

GOD EXISTS, HER NAME IS PETRUNYA

ÓLEYST MÁL HAMMARSKJÖLDS 29.09 BÍÓ PARADÍS 2 30.09 BÍÓ PARADÍS 3

14.45 20.45

06.10 BÍÓ PARADÍS 3

GUÐ ER TIL, HÚN HEITIR PETRUNYA 13.00

Árið 1961 hrapaði flugvél Dags Hammarskjöld, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, á dularfullan hátt og Hammarskjöld fórst ásamt allri áhöfninni. Danski leikstjórinn Mads Brügger (The Red Chapel, The Ambassador) og sænski einkaspæjarinn Göran Björkdahl reyna að leysa gátuna um dularfullan dauðdaga Dags Hammarskjöld. Þegar hringurinn fer að þrengjast uppgötva þeir enn verri glæp en morðið á aðalritara Sameinuðu þjóðanna. In 1961, United Nations Secretary-General Dag Hammarskjöld’s plane mysteriously crashed, killing Hammarskjöld and the crew. Danish director Mads Brügger (The Red Chapel, The Ambassador) and Swedish private investigator Göran Björkdahl are trying to solve the mysterious death of Dag Hammarskjöld. As their investigation closes in, they discover a crime far worse than killing the Secretary-General of the United Nations.

26.09 BÍÓ PARADÍS 1 29.09 BÍÓ PARADÍS 1

19.00 04.10 BÍÓ PARADÍS 1 16.50 +QA

15.00

Það er árviss viðburður í bænum Stip í Makedóníu að presturinn hendi krossi í ána og hundruð karla dýfi sér eftir honum. Gæfa og gjörvileiki fylgir hverjum þeim sem nær honum. Þetta árið tekur Petrunya upp á því að dýfa sér líka og nær krossinum. Karlarnir verða ævareiðir - hvernig vogar kona sér að taka þátt í þeirra helgiathöfn? Allt fer til fjandans en Petrunya stendur föst á sínu. Hún náði krossinum og skilar honum ekki. In Stip, a small town in Macedonia, every January the local priest throws a wooden cross into the river and hundreds of men dive after it. Good fortune and prosperity are guaranteed to the man who retrieves it. This time, Petrunya dives into the water on a whim and manages to grab the cross before the others. Her competitors are furious - how dare a woman take part in their ritual? All hell breaks loose, but Petrunya holds her ground. She won her cross and will not give it up.

45


HAPPY-HO UR

15.00-19.00 HOUSE BEER

ISK 700

GRANDAGARÐI 8 101 REYKJAVÍK * 00354 456 4040 * WWW.BRYGGJANBRUGGHUS.IS


ÍSLAND Í BRENNIDEPLI

ICELANDIC PANORAMA RIFF er skurðpunktur íslenskrar og erlendrar kvikmyndalistar. Hér eru sýndar nýjar myndir sem Íslendingar hafa komið að svo eftir er tekið. RIFF is the meeting point of Icelandic and international cinema. Icelandic Panorama presents new films that have strong Icelandic connections.

47


ÍSLAND Í BRENNIDEPLI ICELANDIC PANORAMA

OPNUNARMYND / OPENING FILM:

ING

E ÝN IER UMS REM DAFR IC P RD RLAN O U N RÐ NO

Elfar Aðalsteins ICE, IRL, USA 2019 / 94 min

END OF SENTENCE LOK AFPLÁNUNAR 27.09 BÍÓ PARADÍS 1

18.50 +QA

Lok afplánunar segir sögu feðga sem leggja land undir fót með semingi til að heiðra minningu móður og eiginkonu, en hennar hinsta ósk var að ösku hennar yrði dreift í vatn á æskuslóðunum á Írlandi. Samband feðganna er vægast sagt stirt og á vegferð þeirra um landið kemur margt upp úr kafinu. Myndin er í senn ljúfsár og kómísk en umfram allt hjartnæm. Myndin var nýlega frumsýnd á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Edinborg. End of Sentence tells the story of father and son who reluctantly embark on a journey to honor the memory of wife and mother. Her last wish was that her ashes would be spread in a remote lake in her native Ireland. The relationship of father and son is very stiff but during their travel around the country much is revealed. The film is both bitter sweet and comic but not least touching. End of Sentence was recently premiered at the Edinburgh International Film Festival.

HAPPY HOUR EVERYDAY FROM 4PM TO 8PM

HVERFISGATA 33

48


Sara Dosa ICE, USA 2019 / 80 min

THE SEER AND THE UNSEEN SJÁANDINN OG HIÐ ÓSÝNILEGA 28.09 BÍÓ PARADÍS 2

16.45 +QA

30.09 BÍÓ PARADÍS 3

23.00

05.10 BÍÓ PARADÍS 3

15.00 +QA

Sjáandinn og hið ósýnilega er nýstárleg umhverfisheimildarmynd sem segir sögu Ragnhildar, íslenskrar ömmu og sjáanda sem talar fyrir hönd berskjaldaðrar náttúru. Sagan er sögð út frá hennar sjónarhorni og ferðalag hennar verður að allegóríu fyrir samband mannsins við náttúru og framþróun í skugga alheimsfjármálakreppu. The Seer and the Unseen is an unexpected environmental documentary that tells the story of Ragnhildur, an Icelandic grandmother and seer who speaks on behalf of nature under threat. Told from her perspective, her journey becomes an allegory for the human relationship to nature and development in the wake of the global financial collapse.

RE MIE NG PRE SÝNI RLD RUM O F W MS HEI

ÓLAFUR SVEINSSON DNK, ICE 2019 / 76 min

NANNA KRISTÍN MAGNÚSDÓTTIR, MARTEINN THORSSON ICE, 2018 / 90 min

THE LAST TOUR

HAPPILY NEVER AFTER

VERÖLD SEM VAR 28.09 BÍÓ PARADÍS 1

13.00 +QA 30.09 NORDIC HOUSE / PANEL 17.00

Hópi ferðalanga er fylgt í fimm daga gönguferð um áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar sumarið 2006 skömmu áður en byrjað var að safna vatni í Hálsinn, dalinn sem Hálslón er kennt við. Einnig er fjallað um byggingu Kárahnjúkavirkjunar. Hér má sjá einstakar myndir af þessu lítt þekkta landssvæði, sem áður var stærsta ósnortna víðerni Evrópu og sameinaði allt í senn, stórbrotið landslag, gróskumikinn gróður og fjölbreytt dýralíf. Í Norræna húsinu og á Lækjartorgi verða ljósmyndasýningar sem tengjast efni myndarinnar. We follow a group of travellers on a five day hiking trip in 2006 around a landcape soon to be flooded for the power plant Kárahnjúkar. We also follow the construction of the power plant. Unique collection of scenes from a landscape that used to be the biggest untouched vastness in Europe with magnificent scenery, fertile vegetation and a diverse animal life. In The Nordic House and at Lækjartorg there will be photographic exhibitions connected to the theme of the film.

PABBAHELGAR

02.10 BÍÓ PARADÍS 1

17.00

03.10 BÍÓ PARADÍS 3

17.00

Karen, 38 ára hjónabandsráðgjafi og þriggja barna móðir, stendur frammi fyrir erfiðum ákvörðunum um hvert hún vill stefna með líf sitt þegar hún kemst að því að eiginmaður hennar hefur verið henni ótrúr. Það versta sem hún getur hugsað sér eru svokallaðar pabbahelgar. Nanna Kristín skrifar, leikur, framleiðir og leikstýrir þáttunum. Þessir nýju sjónvarpsþættir eru sýndir í samstarfi við RÚV og sýndir verða fyrstu tveir þættirnir. Karen, a 38-year-old couples counselor and mother of three, has her life turned upside down when she discovers her husband’s infidelity. Every other weekend, the socalled “daddy weekends”, are what Karen now fears most. Nanna Kristín writes, produces, directs and acts in the programs. Happily never after is screened in collaboration with RÚV, The Icelandic National Broadcasting Service and here we have the first two episodes.

49


ÍSLENSKAR STUTTMYNDIR I ICELANDIC SHORTS I

SAMTALS / TOTAL 91 MIN 29.09 BÍÓ PARADÍS 1 03.10 BÍÓ PARADÍS 3

13.00 +QA 18.45 +QA

THE NOTE SKILABOÐIN

Ingrid er víðáttufælin kona sem fer með eiginmanni sínum í viðskiptaferð. Hún er ein í hótelherberginu þegar hún fær óvænt nafnlaus skilaboð. Samskiptin sem fylgja hjálpa Ingrid að brjótast úr skelinni – en þegar ókunni maðurinn vill fá að hitta hana vandast málin. The agoraphobic Ingrid, joins her husband on a business trip. Left alone in their hotel room, a note from an anonymous stranger takes her by surprise. Their correspondence brings Ingrid out of her shell – but when the stranger asks to meet, she is faced with a dilemma.

Malcolm Roy Greenhill USA, GBR, CHE, ICE 2018 / 12 min

SILENCE OF THE FISH ÞÖGN SILUNGSINS

Unglingsstelpan Saga býr ásamt Hildi móður sinni á silungaeldisstöð í afskekktum firði á Íslandi . Sumarið er á enda og þegar dagarnir verða kaldir og dimmir fylgist Saga með svartnættinu hellast yfir móður sína. Eina stormasama nótt dynur ógæfan yfir. Teenager Saga lives with her mother Hildur on a remote trout farm in the Icelandic Fjords lives. Summer has come to an end and, as the days become colder and darker, Saga observes her mother drifting deeper into her own darkness. One stormy night tragedy strikes.

HILKE RÖNNFELDT ICE, DEU, DEN 2019 / 19 min

CARROTS GULRÆTUR

Byggð á smásögunni Siggi eftir Harald D. Thorvaldsson. Hinn ungi Siggi reynir að takast á við heim sem er ekki sniðinn að honum, heim þar semog allir virðast vera helteknir af gulrótum og vilja troða þeim upp á hann. Based on a short story by Haraldur D Thorvaldsson, Siggi, a young man, tries to deal with a world where he does not fit in and where everyone around him seems to be obsessed with carrots, forcing them upon him.

BERGUR ÁRNASON ICE 2019 / 15 min

CLAY LEIR

Hin unga Agnes þykist hafa fundið hinn fullkomna stað til að enduruppgötva sjálfa sig þegar hún fær vinnu sem au-pair tveggja tvíburastúlkna á Íslandi. En þegar þangað er komið tekur myrkari sannleikur sárra þjáninga á móti henni. With a promising job as an au pair for two twin girls in Iceland, 20-something Agnes seems to have found the perfect base for her personal reinvention. But once arriving, Agnes quickly meets a darker truth as she is thrown into a world of distress.

LEONARD RÄÄF DEN, ICE 2019 / 34 min

PAPERBOY BLAÐBERINN

Í litlu þorpi gægist ungur blaðberi inn um glugga hjá nágranna sínum og myndar tengsl við konu í sálarangist. A small town paper delivery boy peers into his neighbor’s window and connects with a traumatized woman. NINNA PÁLMADÓTTIR ICE, USA 2 019 / 10 min

50


ÍSLENSKAR STUTTMYNDIR II ICELANDIC SHORTS II

SAMTALS / TOTAL 82 MIN 29.09 BÍÓ PARADÍS 1 04.10 BÍÓ PARADÍS 3

15.00 +QA 19.00 +QA

REALMS

RÍKI/ VALTAKUNNAT Ferð í gegnum tímann, þróunina og lífríkin í átt að þeirri náttúrueyðingu sem mannkynið hefur kallað yfir jörðina. A voyage through time, evolution and the kingdoms of life towards the environmental destruction wrought upon the planet by the human species. PATRIK SÖDERLUND FIN, ICE 2018 21 min

WITH THE ARRIVAL OF SPRING AÐ VORI

Íslenska vorið vekur upp flóknar tilfinningar í brjóstum tveggja kórstúlkna. The desolate Icelandic spring awakens complicated feelings in the hearts of two choir girls. KATLA SÓLNES ICE 2018 / 11 min

HONOUR ABOVE ALL

HEIÐUR ÞEIM SEM HEIÐUR BER Kona kemur að eiginmanni sínum myrtum en þar eð börn þeirra eru of ung til að leita hefnda fellur það í hennar hlut að ríða á bæ morðingjans og drepa hann. A woman finds her husband murdered, but since their children are too young to take revenge, she must ride to the murderers’ farm and kill him herself. MAGNÚS ANDERSEN ICE 2019 / 4 min

DOVETAIL

NÝR DAGUR Í EYJAFIRÐI Aron stælar karlmennskuímyndir og tileinkar sér allar klisjur hins efnislega heims. Að baki árangrinum og fullkomnu útlitinu leynist hins vegar óvæntur harmur. Aron imitates male stereotypes and dives into all the clichés of the material world. However, underneath his success and perfect appearance, lies something tragic and unexpected.

MAGNÚS LEIFSSON ICE 2018 / 14 min

SCALING ICELAND SKALAR ÍSLANDS

Heimildarmynd sem kannar á hnitmiðaðan hátt jarðfræðilega, líffræðilega og menningarlega sögu landsins. Margvíslegir, allt frá jarðeðlisfræðingum til tónlistarmanna, þjóðfræðingum til sjómanna og erfðafræðingum til barna á leikvelli, ljá frásögninni raddir sínar. A documentary that succinctly explores the country’s geological, biological, and cultural histories. Driven by voices ranging from geophysicists to musicians, folklorists to fishermen, and geneticists to children on a playground.

ADAM HERSKO-RONATAS ICE, USA 2019 / 32 min

51


FLEST IR B E ST U B A RI R HEI MS VE L JA FE V E R T REE TONI C*

* Í fjögur ár í röð hefur FeverTree verið mest selda tonic á betri börum heimsins, samkvæmt könnun tímaritsins Drinks International.

52


MEISTARAR OG HEIÐURSGESTIR MASTERS A ND H ONO RA RY G U E ST S Listrænar kvikmyndir eru oftar en ekki afsprengi eins huga, kvikmyndahöfundar með einstaka sýn og ótrúlega hæfileika. Í þessum flokki fögnum við slíkum meisturum og sýnum verk þeirra. Art films are often auteur-driven projects by visionary individuals with extreme talent. In this section we celebrate a few of these masters and screen their work.

53


Claire denis

CLAIRE DENIS

VERÐLAUN FYRIR FRAMÚRSKARANDI LISTRÆNA SÝN CREATIVE EXCELLENCE AWARD

“Fyrir mér er kvikmyndagerð fyrst og fremst ferðalag inn í hið ómögulega.” - Claire Denis Claire Denis fæddist í París árið 1946. Hún ólst hins vegar upp í frönskum nýlendum Vestur-Afríku, þar sem foreldrar hennar störfuðu. Æskuárin höfðu mjög mótandi áhrif á verk hennar, líkt og sjá má í hennar fyrstu mynd, Chocolat (1988), sem fjallar á persónulegan hátt um franska konu sem snýr aftur á æskuslóðir í Kamerún. Myndin var valin til þátttöku á kvikmyndahátíðinni í Cannes og þótti framúrskarandi frumraun. Á farsælum ferli sínum hefur Denis sent frá sér þrettán myndir í fullri lengd og teljast margar þeirra til sígildra verka listabíósins. Hennar þekktasta mynd er líkast til Beau Travail frá 1999, sem af mörgum er talin besta mynd tíunda áratugarins. Nýjasta mynd hennar, High Life, fékk ljómandi viðtökur um allan heim og hlaut meðal annars hin virtu FIPRESCI verðlaun á San Sebastián kvikmyndahátíðinni 2018. Í myndum sínum tekst Claire Denis með áhrifamiklum hætti á við útskúfun, innflytjendamál, eyðingarmátt nýlendustefnunnar og leyndardóma ástarinnar. Hún er stórkostlegur listamaður sem sannar með hverju verki að hún er einn magnaðasti leikstjóri samtímans. Þann 2. október kl. 12:30 verður Claire Denis með meistaraspjall í Norræna húsinu.

“Most of all for me, film-making is a journey into the impossible.” - Claire Denis Claire Denis was born in Paris in 1946. However, she spent most of her childhood in the French colonies of West-Africa, where her parents worked. Her childhood had a great influence on her art, as is apparent in her first feature film, Chocolat (1988), a very personal piece about a French woman that returns to her childhood home in Cameroon. The film was selected for the Cannes film festival and was praised as a remarkable debut film. In her successful carrier, Denis has made thirteen feature films, many of which are considered classics of art-cinema. Beau Travail, perhaps her best known film, is regarded by many as the best film of the nineties. Her most recent film, High Life, received praise all over the world and was awarded the prestigious FIPRESCI award at the San Sebastián film festival 2018. In her films Claire Denis grapples with issues of immigration and ostracism, the ravages of colonialism, and the mysteries of love in a profound manner. She is a magnificent artist who proves with each new work that she is one of the world’s greatest living filmmakers. On 2nd October at 12:30 Claire Denis will have a masterclass in the Nordic House. 54


CLAIRE DENIS FRA 1988 / 105 min

CLAIRE DENIS FRA 1996 / 103 min

CHOCOLAT

NÉNETTE AND BONI

CHOCOLAT / SÚKKULAÐI 29.09 BÍÓ PARADÍS 3 03.10 BÍÓ PARADÍS 1

15.00 15.00

NÉNETTE ET BONI / NÉNETTE OG BONI 05.10 BÍÓ PARADÍS 1

13.00 +QA

CHOCOLAT, fyrsta mynd Claire Denis í fullri lengd, var frumsýnd á Cannes kvikmyndahátíðinni 1988. Hér er á ferðinni hálf-sjálfsævisöguleg saga sem gerist í frönsku nýlendunni Kamerún á sjötta áratugnum. Þar býr hin átta ára France ásamt ungri móður sinni, Aimée, föður sínum, nýlendustjóranum Marc, og besta vini sínum, Protée, innfæddum vikapilti fjölskyldunnar. Þegar franskir flugmenn brotlenda í næsta nágrenni og Marc býður þeim heim í afskekkt híbýli fjölskyldunnar ógnar það viðkvæmu jafnvægi heimilisins.

26.09 BÍÓ PARADÍS 1 28.09 BÍÓ PARADÍS 3

15.00 17.00

04.10 BÍÓ PARADÍS 2

23.00

Boni býr í húsi látinnar móður sinnar og vinnur á pizzavagni á meðan hann lætur sig dreyma um eiginkonu bakarans. Systir hans Nénette, 15 ára og ólétt, birtist á heimilinu eftir að hafa hlaupist á brott úr skólanum en þarf þá að takast á við gremju Boni yfir sambandi hennar og föður þeirra. Boni lives in the house of his deceased mother and works at a pizza truck while fantasizing about the local baker’s wife. Boni’s sister Nénette, 15, is pregnant and comes to their mother’s home after running away from school, where she faces Boni’s resentment over her relationship with their father.

Premiering in competition at Cannes in 1988, Denis’ semiautobiographical debut feature is set in 1950s French Cameroon, where eight-year-old France lives with her young mother Aimée, her colonial administrator father Marc, and her closest companion, the native “houseboy” Protée. When a group of French airmen crash-land nearby and Marc invites them to share the family’s remote residence, it soon upsets the delicate balance of the household.

CLAIRE DENIS FRA 2017 / 104 min

CLAIRE DENIS FRA, DEU, USA, GBR, POL 2018 / 110 min

LET THE SUNSHINE IN

HIGH LIFE

UN BEAU SOLEIL INTÉRIEUR / HLEYPTU SÓL Í HJARTA 28.09 BÍÓ PARADÍS 2

20.45

02.10 BÍÓ PARADÍS 1

22.45

Listakonan Isabelle (Juliette Binoche), fráskilin móðir í París, er í stöðugri leit að hinni einu sönnu ást. Kvikmyndin sækir innblástur sinn í texta Roland Barthes, A Lover´s Discourse: Fragments, frá 1977. Hleyptu sól í hjarta var opnunarmynd Director´s Fortnight hluta kvikmyndahátíðar Cannes 2017 þar sem hún hlaut SACD verðlaunin. Isabelle (Juliette Binoche), Parisian artist and divorced mother, is looking for true love. The film is inspired by Roland Barthes’s 1977 text A Lover’s Discourse: Fragments. It opened the Directors’ Fortnight section of the 2017 Cannes Film Festival where it won the SACD Award.

HÁTT UPPI

01.10 BÍÓ PARADÍS 1

19.00 +QA 04.10 BÍÓ PARADÍS 1

18.45 +QA

Lengst úti í geimi, langt handan sólkerfis okkar, búa Monte og barnung dóttir hans, Willow, í algjörri einangrun um borð í geimfari. Saman nálgast feðginin áfangastað sinn – svartholið þar sem hvorki er tími né rúm. Deep space. Beyond our solar system. Monte and his infant daughter Willow live together aboard a spacecraft, in complete isolation. Together, father and daughter approach their destination – the black hole in which all time and space cease to exist.

55


HEIÐURSGESTUR HONORARY GUEST John Hawkes (f. 1959) er margverðlaunaður bandarískur leikari. Hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í myndinni Winter´s Bone og hefur leikið mikilvæg hlutverk í bíómyndum eins og Three Billboards Outside Ebbing, Missouri sem fékk Óskarsverðlaun, Golden Globe og BAFTA verðlaunin. Hann lék aukahlutverk í American Gangster, The Sessions, Everest (sem Baltasar Kormákur leikstýrði), Lincoln (Spielberg) og Life of Crime að ógleymdu stóru hlutverki í sjónvarpsþáttunum Deadwood. John býr í Los Angeles þar sem hann semur, tekur upp og flytur tónlist með hljómsveitinni sinni „King Straggler“. John Hawkes leikur aðalhlutverkið í End of Sentence, opnunarmynd RIFF, sem leikstýrt er af Elfari Aðalsteinssyni. Hann verður viðstaddur frumsýningu á myndinni fimmtudaginn 26. september og daginn eftir, föstudaginn 27. september, mun leikstjórinn Elfar spjalla við John í Norræna húsinu um feril hans. John Hawkes (b.1959) is an award-winning American actor. He was nominated for the Oscar Academy Award for his act in Winter’s Bone and he has played important parts in films such as Three Billboards Outside Ebbing, Missouri which won the Oscar, Golden Globe and BAFTA award. He was supporting actor in American Gangster, The Sessions, Everest (directed by Baltasar Kormákur), Lincoln (Spielberg) and Life of Crime and first and foremost he had a leading role in the TV series Deadwood. John lives in Los Angeles, where he writes, records and performs music with his band, “King Straggler”. John Hawkes has a leading role in End of Sentence, which is the opening film at RIFF this year and directed by Elfar Aðalsteins. He will be present at the premier of the film on Thursday the 26th of September and the next day, Friday the 27th of September, the director Elfar will have a conversation with John at the Nordic House about his career. 56


DEBRA GRANIK USA 2010 / 100 min

WINTER’S BONE

28.09 BÍÓ PARADÍS 2

18.45

30.09 BÍÓ PARADÍS 1

15.00

VETRARMEIN

Vetrarmein er byggð á samnefndri skáldsögu eftir Daniel Woodrell frá árinu 2006. Langt inni í Ozark-fjallgarðinum eru ættbálkasamfélög sem fylgja siðum og venjum sem enginn hefur dregið í efa svo langt sem menn muna. Það kemur þó að því að táningsstúlkan Ree Dolly (Jennifer Lawrence) á ekki annarra kosta völ. Hún þarf að standa vörð um heimilið þegar faðir hennar, sem er eiturlyfjaframleiðandi, brýtur skilorð og týnist. Ef hann kemur ekki í leitirnar verða Ree Dolly, systkini hennar og fötluð móðir heimilislaus. Myndin vann til margra kvikmyndaverðlauna og heiðursgestur RIFF í ár, John Hawkes, var tilnefndur til Óskarverðlauna fyrir leik sinn í myndinni ásamt Jennifer Lawrence. Winter’s bone is based on a novel by Daniel Woodrell from 2006. Ree Dolly’s (Jennifer Lawrence) family home is in danger of being repossessed after her dad skips bail and disappears and she breaks the local code of conduct by confronting her kin about their conspiracy of silence. Should she fail to track her father down, Ree Dolly, her younger siblings, and their disabled mother will soon be rendered homeless. The film got many nominations and awards and the honorary guest at RIFF this year, John Hawkes, was nominated for the Oscar awards for this film along with Jennifer Lawrence.

HAPPY HOUR EVERY DAY 17:00 - 19:00 57


UPPRENNANDI MEISTARI EMERGING MASTER Katja Adomeit er þýskur framleiðandi sem býr í Danmörku og Þýskalandi. Hún hefur sérstakt dálæti á þeirri hlið framleiðslunnar sem snýr að sköpun og fjármögnun. Katja er stöðugt á höttunum eftir nýjum hugmyndum og ólíkum aðferðum við þróun og framleiðslu, sem gefa nýja og óvænta niðurstöðu. Katja er meðal annars þekkt fyrir myndirnar The Orphanage, Force Majeure, The Square, Wolf and Sheep, The Weight of Elephants, Pine Ridge, Loving Pia, Team Hurricane og margar fleiri. Hún hefur starfað víða um lönd, þar á meðal í Afganistan, Tadsíkistan, Þýskalandi, Frakklandi, Rússlandi, Úkraínu og á Nýja Sjálandi. Hún stofnaði sitt eigið framleiðslufyrirtæki, Adomeit Film, í Danmörku og Þýskalandi þar sem hún framleiðir alþjóðlegar leiknar kvikmyndir með sérstaka áherslu á listrænar myndir eftir ungt kvikmyndagerðarfólk frá öllum heimshornum. Markmið Kötju er að sameina list og afþreyingu. Á RIFF verða sýndar þrjár myndir úr fórum hennar: The Orphanage (Munaðarleysingjahælið) sem keppir í Vitrunum, Team Hurricane (Stormsystur) og Resin (Kvoða) sem sýnd var nýverið á kvikmyndahátíðinni í Toronto. Katja mun taka til máls á RIFF spjallinu sem verður á dagskrá 4. október kl. 16:00-19:00 í Norræna húsinu Katja Adomeit is a German producer, based in Denmark and Germany. She loves the creative and financial side of producing and is in a constant search for new ideas that matter and different processes during development and production that allow for new and different results. Katja is known for The Orphanage, Force Majeure, The Square, Wolf and Sheep, The Weight of Elephants, Pine Ridge, Loving Piaand Team Hurricanse, to name a few and has worked in numerous countries including Afghanistan, Tajikistan, Germany, France, Russia, Ukraine and New Zealand. She established and owns Adomeit Film in Denmark and in Germany, where she produces international fiction films, focusing on arthouse projects by young filmmakers from all over the world. For the future, Katja wants to combine arthouse with entertainment. RIFF audience will be able to enjoy her work in the screenings of The Orphanage (competing in New Visions), Team Hurricane and Resin. Katja will be one of the speakers at RIFF talk on 4th October at 16:0019:00 at the Nordic House.

58


ANNIKA BERG DEN 2017 / 96 min

TEAM HURRICANE STORMSYSTUR

28.09 BÍÓ PARADÍS 1 01.10 BÍÓ PARADÍS 1

17.00 04.10 BÍÓ PARADÍS 1 15.00

13.00 +QA

Stormsystur eru átta unglingsstelpur sem neita að gera það sem heimurinn ætlast til af þeim. Þær sigla inn í fullorðinsárin í litríkum fötum með löngutöng á lofti. Á einu sumri átta þær sig á því að þær þurfa hver á annarri að halda til að komast í gegnum stormsveip unglingsáranna.. In Team Hurricane a group of eight teen girls refuses to conform to the world’s demands. They steer a course for adulthood with brightly coloured leggings and a raised middle finger. Over the course of one summer they come to realise that they need each other in order to ride out the storm of hurricane season that is adolescence.

SHAHRBANOO SADAT DEN, DEU, FRA, LUX, AFG, 2019 / 90 min

DANIEL BORGMAN DEN 2020 / 94 min

THE ORPHANAGE

RESIN

MUNAÐARLEYSINGJAHÆLIÐ / PARWARESHGAH 26.09 BÍÓ PARADÍS 2 29.09 BÍÓ PARADÍS 3

15.15 19.00

05.10 BÍÓ PARADÍS 2

15.15 +QA

KVOÐA / HARPIKS 26.09 BÍÓ PARADÍS 2 30.09 BÍÓ PARADÍS 2

22.45 21.15

05.10 BÍÓ PARADÍS 1

21.45

Á seinni hluta níunda áratugarins býr hinn fimmtán ára Qodrat á götum Kabúls og selur bíómiða á svarta markaðinum. Hann er mikill unnandi Bollywood mynda og lifir sig sterkt inn í uppáhalds atriðin úr myndunum. Dag einn fer lögreglan með hann á sovéska munaðarleysingjahælið. En stjórnmálaástandið er að breytast í Kabúl. Qodrat og börnin vilja verja heimili sitt.

Hér er á ferðinni hryllingsævintýri um Jens, einfeldningslegan föður, sem elskar dóttur sína Liv út af lífinu. Jens, Liv og risavaxin, rúmföst móðir hennar, Maria, búa í einangrun í fallegum skógi sem er þeirra eigin paradís. Jens á sér myrkari hliðar sem honum reynist erfitt að halda í skefjum þegar Liv leggur af stað út í heiminn og hinn ytri heimur lekur inn í líf fjölskyldunnar..

In the late 1980s, 15-year-old Qodrat lives in the streets of Kabul and sells cinema tickets on the black market. He is a big Bollywood fan and he daydreams himself into some of his favorite movie scenes. One day the Police brings him to the Soviet orphanage. But in Kabul the political situation is changing and Qodrat and all the children want to defend their home.

The film is a nightmare fairy-tale about a simple father, Jens, and his overwhelming love for his daughter, Liv. Jens, Liv and her gigantic bedridden mother, Maria, live an isolated life in a beautiful forest, a paradise of their own invention. Jens, however, carries a dark side which becomes increasingly hard to contain as Liv ventures out into the world, and the outside world encroaches in on the family.

59


60


SJÓNARRÖND IN FOCUS Austurríki er í brennidepli í ár. Við sýnum frábært úrval fjölbreyttra mynda sem spanna vítt svið. Austria is in focus this year. We will screen a great variety of different films with a broad focus.

61


,,Austurríski fókusinn á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík þetta árið er kærkomið tækifæri til að sýna fram á að myndirnar okkar eru af öllum stærðum og gerðum. Dramamyndir og heimildarmyndir, greinamyndir, esseyjur og gamanmyndir, sumar lauma inn beiskleika, aðrar eru efnilegar költ-myndir. Það sem meira er, þá tel ég að töluvert margar þeirra teljist vera rétta myndin á réttum tíma – og ég vil ekki að þetta sé misskilið sem enn annar úr sér genginn frasi, eða lágkúruleg tilraun til að fanga athygli ykkar. Meirihluti þess innihaldsríka úrvals af austurrískum myndum sem RIFF sýnir er sannarlega að reyna að lokka ykkur út fyrir þægindarammann, að reyna að koma ykkur á óvart og bjóða ykkur birginn. Í öllu falli, búið ykkur undir að leggja höfuðið í bleyti. Ég vona að ykkur gefist tækifæri til að sjá einhverjar af myndum okkar, finna fyrir innblæstri og samsinnast því að sumir þessara kvikmyndagerðarmanna hittu naglann á höfuðið, eða með öðrum orðum: gerðu réttu myndina á réttum tíma.“ ,,The Austrian Focus at this year's Reykjavik International Film Festival is a very welcome opportunity to demonstrate that our films come in all shapes and sizes. As dramas and documentaries, as genre films, essays and comedies, some add a bitter twist with relish, others clearly signal cult potential. What's more, though: I think quite a few of them qualify as the right films for the right time - and this should certainly not be misunderstood as another stale phrase or as some cheap excuse to grab your attention. The majority of RIFF's rich sample of Austrian films are clearly trying to lure you out of your comfort zone, to surprise and challenge you. At any rate, expect to be served some serious food for thought. I hope you get a chance to watch one or the other of our films, feel inspired and will agree that some of these filmmakers nailed it, or in other words: that they made the right films for the right time.“ Martin Schweighofer Executive director of AFC Austrian Films

Þann 1. október kl. 18:30 verður móttaka í Bíó Paradís í boði austurríska sendiráðsins. On 1st October at 18:30 there will be a reception at Bíó Paradís on behalf of the Austrian Embassy in Iceland.

62


NIKOLAUS GEYRHALTER AUT 2019 / 115 min

SARA FATTAHI AUT, SYR, LBN, QAT 2018 / 100 min

EARTH

CHAOS

GLUNDROÐI

JÖRÐ/ ERDE 27.09 BÍÓ PARADÍS 2 01.10 BÍÓ PARADÍS 3

14.45 17.00

03.10 BÍÓ PARADÍS 2

14.45

Á hverju ári eru milljarðar tonna af jarðvegi færðar úr stað með skóflum, skurðgröfum eða dýnamíti. Nikolaus Geyrhalter skoðar fólk í námum, grjótnámum og á stórum byggingasvæðum sem erfiðar stöðugt við að slá eign sinni á jörðina. Þið hafið heyrt af loftslagbreytingum en þessi heimildarmynd fjallar um landslagsbreytingar af manna völdum. Myndin er einnig sýnd í flokknum önnur framtíð. Several billion tons of earth are moved annually by humans - with shovels, excavators or dynamite. Nikolaus Geyrhalter observes people, in mines, quarries and at large construction sites, engaged in a constant struggle to take possession of the planet. You’ve heard of climate change but this documentary is about landscape change. Also in the category A different tomorrow. NG

I E ÝN IER UMS REM DAFR P C I RD LAN NO ÐUR R NO

27.09 BÍÓ PARADÍS 3 01.10 BÍÓ PARADÍS 2

15.00 02.10 BÍÓ PARADÍS 3 16.45 +QA

20.45 +QA

GLUNDROÐI segir frá þremur konum í þremur ólíkum löndum. Ein býr í Damaskus, hún hefur skorið á öll mannleg samskipti og einangrar sig í íbúðinni sinni. Önnur hefur yfirgefið Damaskus vegna stríðsins og farið til Svíþjóðar, þar sem hún sekkur sér ofan í málverk sín í von um að losa sig undan áföllum fortíðar. Sú þriðja endar í Vín, þar sem framtíð hennar er óviss. Saga af þremur sýrlenskum konum sem er sundrað af því sem sameinar þær - óttanum og áföllunum. Hlaut verðlaun á Locarno kvikmyndahátíðinni. CHAOS tells of three women in three different countries. One lives in Damascus, she has stopped speaking to others entirely, isolating herself in her flat. The other has left Damascus as a result of the war and went to Sweden, where she imprisons herself in her paintings, hoping through them to rid herself of the torments of the past. The third winds up in Vienna and faces an unknown future. The story of three Syrian women separated by the very thing that unites them – fear itself and trauma itself. Awarded at Locarno film festival. ING

N RE SÝ MIE RUM PRE AF DIC LAND R NO ÐUR R NO

KARL MARKOVICS AUT 2019 / 89 min

NOBADI

SEBASTIAN BRAMESHUBER AUT, FRA 2019 / 85 min

NOBADI

29.09 BÍÓ PARADÍS 2 01.10 BÍÓ PARADÍS 2

23.00 23.15

MOVEMENTS OF A NEARBY MOUNTAIN 05.10 BÍÓ PARADÍS 2

21.30

Önugur gamall maður (Senft), dauður hundur og flóttamaður frá Afganistan (Adib) sem grefur holu fyrir gamla manninn fyrir fjórar evrur á tímann. Hér er sögð saga af tveimur manneskjum sem eiga ekkert sameiginlegt en líf þeirra skarast í nokkra klukkutíma. Senft kemur að Adib meðvitundarlausum á næstu stætóstoppistöð og neyðist til að koma unga manninum til hjálpar. A cranky old man (Senft), a dead dog and a refugee from Afghanistan (Adib) who is digging a hole for four Euro an hour. Nobadi tells the story of two people who have nothing in common but share everything for just a few hours. When Senft finds Adib unconscious at the bus stop, he knows he must help the young man.

HREYFINGAR NÁLÆGS FJALLS / BEWEGUNGEN EINES NAHEN BERGS 29.09 BÍÓ PARADÍS 2 01.10 BÍÓ PARADÍS 2

19.15 +QA 05.10 BÍÓ PARADÍS 3 19.15 +QA

13.00

Á afskekktu og yfirgefnu iðnaðarsvæði nálægt aldargömlum málmgrýtisnámum í austurrísku ölpunum er sjálflærður bifvélavirki sem vinnur við að flytja notaða bíla til heimalands síns Nígeríu. Hann leggur stund á hversdagslega og einmanalega iðju sína af aðdáunarverðu æðruleysi en svo byrja fortíð, nútíð og framtíð að skarast. In a remote, abandoned industrial site near a centuries-old ore mine in the Austrian Alps, a self-taught mechanic runs a business exporting used cars to his native Nigeria. As he pursues his lonely day-to-day activities with wondrous serenity, past, present and future begin to overlap. Awarded grand Prix at Cinéma du Réel.

63


Alice er einstæð móðir og ákafur plönturæktandi hjá stofnun sem sérhæfir sig í þróun nýrra tegunda. Hún hefur ræktað fagurrautt blóm sem er merkilegt fyrir þær sakir að það hefur lækningamátt: við rétt hitastig, rétta næringu og samtal færir blómið eiganda sínum hamingju. Þvert á reglur stofnunarinnar tekur Alice blómið með sér heim og færir unglingssyni sínum að gjöf. Þau gefa því nafnið ,,Jói litli” en þegar það tekur að stækka vaxa grunsemdir Alice um að sköpunarverk hennar sé kannski ekki eins saklaust og ætla mætti. Emily Beecham hlaut verðlaun sem besta leikkonan á Cannes 2019.

JESSICA HAUSNER AUT, SYR, LBN, QAT 2019 / 105 min

LITTLE JOE JÓI LITLI

27.09 BÍÓ PARADÍS 2 30.09 BÍÓ PARADÍS 2

21.15 19.15

04.10 BÍÓ PARADÍS 1

23.15

Alice, a single mother, is a dedicated senior plant breeder at a corporation engaged in developing new species. She has engineered a very special crimson flower, remarkable not only for its beauty but also for its therapeutic value: if kept at the ideal temperature, fed properly and spoken to regularly, this plant makes its owner happy. Against company policy, Alice takes one home as a gift for her teenage son, Joe. They christen it ‘Little Joe’ but as it grows, so too does Alice’s suspicion that her new creations may not be as harmless as their nickname suggests. Emily Beecham got the Best Actress Award at Cannes 2019.

ING

N RE SÝ MIE RUM PRE NDAF C I RD LA NO ÐUR R NO

KELLY COPPER, PAVOL LIŠKA AUT 2019 / 90 min

ELSA KREMSER, LEVIN PETER AUT, DEU 2019 / 91 min

DIE KINDER DER TOTEN

SPACE DOGS

BÖRN HINNA DAUÐU / THE CHILDREN OF THE DEAD 28.09 BÍÓ PARADÍS 2 01.10 BÍÓ PARADÍS 1

22.45 04.10 BÍÓ PARADÍS 1 21.20 +QA

21.15 +QA

Hin mikilsvirta skáldsaga ,,Die Kinder der Toten” eftir nóbelsverðlaunaskáldið Elfriede Jelinek, sem var mikilvægasta verk hennar að eigin sögn, er hér notuð sem sniðmát fyrir frjálsa kvikmyndaaðlögun sem er framleidd á upprunalegum stað nálægt æskuslóðum skáldsins. Mynd frá efri Styríu, sem er tekin á SUPER 8 (8 mm) filmu, breytist smám saman í upprisu ,,ódauðlegra” drauga. Kvikmyndagagnrýnendur í Berlín veittu myndinni FIPRESCI verðlaunin. Elfriede Jelinek’s monumental novel “Die Kinder der Toten”, her most important one according to her own assessment, served as the template for a free movie adaptation produced in the original locations near the places where the Nobel Prize Laureate grew up. A SUPER 8 holiday film from Upper Styria slowly turns into the resurrection of “undead” spooks. Berlinale film critics awarded it the FIPRESCI Prize 2019.

64

GEIMHUNDAR

29.09 BÍÓ PARADÍS 3 01.10 BÍÓ PARADÍS 2

22.30 +QA 05.10 BÍÓ PARADÍS 3 21.15 +QA

22.00

Flækingshundurinn Laika var fyrst lífvera send út í geim og þar með í vísan dauðann. Þjóðsagan segir að hún hafi snúið aftur til jarðar sem draugur og ráfi um stræti Moskvuborgar. Í myndinni eru spor hennar rakin út frá sjónarhorni hundsins og afkomendum hennar fylgt eftir: tveimur flækingshundum sem búa í Moskvu samtímans. Laika, a stray dog, was the first living being to be sent into space and thus to a certain death. According to a legend, she returned to Earth as a ghost and has roamed the streets of Moscow ever since. Following her trace, and filmed from a dog’s perspective, SPACE DOGS accompanies the adventures of her descendants: two street dogs living in today’s Moscow.


NORÐLÆGUR HRYLLINGUR HORROR HIGHLIGHTS & ARCTIC CHILLS Hrollvekjur og furðusögur hafa fyrir löngu fest sig í sessi sem hluti af kvikmyndahátíðum víða um veröld og slíkar kvikmyndir eru hér í sérstöku kastljósi. Áhersla er lögð á norðlægan hroll í bland við verk frá ólíkum heimshornum sem draga fram fjölbreytileika hrollvekjunnar í allri sinni blóðugu dýrð. Horror movies and genre cinema has long since become a regular part of festival programming all over the world and now RIFF puts this genre into spotlight. We emphasize on arctic chills mixed with horror from different parts of the world to exhibit the variety of horror in its bloodspitten glory.

65


HRYLLINGS MYNDIR HORROR FILMS

JOHANNES NYHOLM SWE, DEN 2019 / 86 min

KOKO-DI KOKO-DA 29.09 BÍÓ PARADÍS 1

23.15

05.10 BÍÓ PARADÍS 2

23.15

Par fer í skógarferð til að reyna að bjarga sambandinu eftir að hafa upplifað mikið áfall. Þau festast í súrrealískri martröð með blóðþenkjandi fjöllistamanni og skuggalegu fylgdarliði hans.. A couple, traumatised by a recent tragedy, goes on a trip to the woods trying to save their relationship, instead they get trapped in a surreal nightmare with a bloody-minded variety artist and his shady entourage.

ABDELHAMID BOUCHNAK TUN 2018 / 113 min

ANDERS JACOBSSON SWE 1995 / 102 min

EVIL ED

DACHRA 27.09 BÍÓ PARADÍS 1

ILLI ED 23.00

02.10 BÍÓ PARADÍS 3

22.45

Yasmin er nemi í blaðamennsku sem ákveður ásamt tveimur vinum að gera skólaverkefni um dularfulla konu sem fannst limlest fyrir 25 árum en er núna læst inni á hæli og grunuð um galdur. Á meðan á rannsókn þeirra stendur rata þau inn á fornar og ógnvænlegar slóðir í einangruðu þorpi, fullu af geitum, þöglum konum, dularfullu þurru kjöti og sjóðandi pottum. Dachra er fyrsta hrollvekjan sem Túnis getur af sér. Yasmin, a Tunisian journalism student, and her two male friends set out on a university assignment to solve the cold case of Mongia, a woman found mutilated 25 years ago, now imprisoned in an asylum and suspected of witchcraft. As they pursue their investigation, the three friends stumble into the archaic and ominous world of an isolated countryside compound filled with goats, silent women, mysterious drying meat and steaming pots. Dachra is the first Tunisian made horror film.

66

28.09 BÍÓ PARADÍS 1

01.15

30.09 BÍÓ PARADÍS 2

23.00

Ed er ljúfur og listrænn klippari í þægilegu starfi. Þegar hann er færður yfir í hryllingsdeildina og látinn ritskoða hrollvekjur daginn út og inn byrjar hann smátt og smátt að missa vitið. Sænsk költmynd sem er í senn óður til subbumynda níunda áratugarins og glettin ádeila á sænska ritskoðunarkerfið. The film tells the story of Ed the editor, a mild-mannered film editor with a wife, child, and a comfortable job editing art and drama films for a major studio. Ed is transferred to the Splatter & Gore Department, to finish the censoring of the hyper-violent Loose Limbs series. The constant exposure to the violent nature and content of the films he’s editing start to drive Ed insane.

THE DEAD DON’T DIE LITTLE JOE DIE KINDER DER TOTEN

bls./page 33 bls./page 64 bls./page 64


HRYLLINGS-STUTTMYNDIR HORROR SHORTS

SAMTALS / TOTAL 91 MIN 27.09 BÍÓ PARADÍS 3 04.10 BÍÓ PARADÍS 3

20.45 +QA 23.15

HAND IN HAND HÖND Í HÖND Það eina sem er eftir til að innsigla samkomulag er formlegt handband tveggja stjórnmálamanna. Þegar báðir reyna að ná yfirhöndinni við þá athöfn vaknar grimmdarleg þvermóðska þeirra til lífsins. Only a formal handshake separates two politicians from a sealed contract. But as both stubbornly try to gain the upper hand within the gesture, their grim intransigence takes on a monstrous life of its own.

ENNIO RUSCHETTI CHE / 2019 / 4 min

MILK MJÓLK Síðla kvölds heldur táningur niður í eldhús að sækja sér mjólkurglas. Þegar hann rekst á svefnvana móður sína kemur fljótlega í ljós að ekki er allt sem sýnist í rökkrinu. On a late night, a young teen goes into the kitchen for a glass of milk. Upon encountering his sleepless mother, he quickly realizes things are not as they seem.

SANTIAGO MENGHINI CAN / 2018 / 10 min

LA NORIA PARÍSARHJÓLIÐ / FERRIS WHEEL Ungur drengur sem nýtur þess að teikna og byggja parísarhjól rekst óvænt á skepnur sem setur líf hans á hvolf. A young boy who loves to draw and build ferris wheels encounters strange creatures that turn his life upside down. CARLOS BAENA ESP / 2018 / 12 min

HELSINKI MANSPLAINING MASSACRE HRÚTSKÝRINGABLÓÐBAÐIÐ Í HELSINKI

Hryllingskómedía um örvæntingarfullan flótta einnar konu undan hópi manna sem vilja útskýra (þ.e. hrútskýra) allt fyrir henni. Myndin hefur hlotið fjölda viðurkenninga á hryllingsmyndahátíðum víða um heim. A horror comedy about one woman’s desperate struggle to survive a pack of men who just want to explain (i.e. mansplain) everything to her. The film has received numerous awards in various horror film festivals around the world.

ILJA RAUTSI FIN / 2018 / 15 min

THE NIGHT OF THE PLASTIC BAGS

NÓTT PLASTPOKANNA / LA NUIT DES SACS PLASTIQUES Agathe er 39 og er með þráhyggju: hún vill eignast barn. Hún rekst á fyrrverandi og á meðan hún reynir að sannfæra hann um að byrja saman aftur vakna plastpokar til lífsins og gera árás á borgina. Agathe, 39, has but one obsession: to have a child. She finds her ex, as she tries to talk to him into getting back together, plastic bags come to life and attack the city.

GABRIEL HAREL / FRA 2018 / 18 min

LULLABY ÞULA Þula er rómantísk vísindafantasía þar sem ótrúleg þrautseigja manns fléttast inn í heim vísindaskáldskapar. Tíminn leysist upp og víddir beygjast á meðan hann glímir við örlögin. Myndin keppir í flokki íslenskra stuttmynda um stuttmyndaverðlaunin. A romantic science fantasy where one man’s unbelievable endurance interlaces the world of science fiction where time rips apart and dimensions bend as he fights his destiny. The film is competing in the Icelandic Shorts competition.

HAUKUR M. HRAFNSSON ICE, POL / 2019 / 32 min

67


Experience Nordic Culture Events — Design — Nordic Library Event calendar at nordichouse.is

Free Audio Guide

Available in lobby

Sæmundargötu 11, 101 Reykjavík — tel +354 551 7030 — www.nordichouse.is

68


ERLENDAR STUT TMYNDIR INTERNATIONAL SHORTS Sýnishorn af hugrökkum, listrænum og næmum röddum sem eru valdar af kostgæfni. Hér er á ferðinni hæfileikaríkt kvikmyndagerðarfólk sem með eldmóði sínum kemur okkur á ystu nöf, víkkar ímyndarafl okkar og veitir ferska sýn á kvikmyndaformið með hverjum ramma. A finely curated selection of brave, artistic and delicate voices. With urgency and determination, these talented filmmakers make us travel beyond the borders of reality, expanding the scope of our imagination, reinventing cinema within every frame. demonstrated in this section.

69


ERLENDAR STUTTMYNDIR I INTERNATIONAL SHORTS I

SAMTALS / TOTAL 94 MIN 26.09 BÍÓ PARADÍS 3 02.10 BÍÓ PARADÍS 3

17.00 18.45 +QA

INVISIBLE HERO

HULIN HETJA / INVISÍVEL HERÓI Blindur miðaldra maður hefur leit að vini sínum frá Grænhöfðaeyjum sem hefur horfið á dularfullan hátt. En sama hvert hann fer þá man enginn eftir honum. A blind man in his 50’s starts to look for his immigrant friend who has mysteriously disappeared. But no one seems to have seen him, nor remembers him. CRISTÉLE ALVES MEIRA PRT, FRA 2019 / 28 min

LASTING MARKS VARANLEG ÖR

Þegar sextán menn voru dregnir fyrir dóm fyrir sadómasókisma undir lok valdatíðar Thatchers var umræðunni alfarið stýrt af lögreglu, ákæruvaldinu og slúðurpressunni - enginn gaf sakborningunum orðið. The story of sixteen men put on trial for sadomasochism in the dying days of Thatcher’s Britain was told by the police, the prosecution and the tabloid press — but not by those in the dock.

CHARLIE LYNE GBR 2018 / 15 min

BETWEEN RELATING AND USE Á MILLI TENGSLA OG BRÚKS

Mynd, skotin á 16mm filmu, þar sem horft er til þess hvernig við notum elskhuga okkar. We turn and explore inwards – on how we use our lovers. NAZLI DINÇEL ARG/USA 2018 / 9 min

16 DECEMBER

16. DESEMBER / 16 DE DECEMBRO Það er laugardagskvöld. Boltinn þýtur yfir völlinn, leikmennirnir sækja hart að andstæðingum sínum. Hin tuttugu og fimm ára gamla Lucía leggur af stað af handboltaæfingu til að sækja litla bróður sinn í borginni sem hún heldur að hún þekki. Saturday. Nightfall. The ball travels quickly across the court as the players try to find gaps in the defense. Lucía, twenty-five, leaves handball training and sets off to pick up her brother under the lights of a city she thinks she knows.

ÁLVARO GAGO ESP 2019 / 14 min

THEN COMES THE EVENING

SVO KEMUR KVÖLDIÐ / A SAD SE SPUŠTA VEČE Heimildarmynd sem sýnir hversdagslíf tveggja nágranna í Austur Bosníu, nánd þeirra og væntumþykju bæði gagnvart hvor öðrum og náttúrunni. Bitter poetry of everyday life in the isolated hills of Eastern Bosnia shows the care and intimacy of the grannies, both in their mutual relations and in relationship with nature. MAJA NOVAKOVIÇ SRB 2019 / 28 min

70


ERLENDAR STUTTMYNDIR II INTERNATIONAL SHORTS II

SAMTALS / TOTAL 91 MIN 26.09 BÍÓ PARADÍS 3 02.10 BÍÓ PARADÍS 3

18.45 17.00

BLUE BOY

BLÁR DRENGUR Hvað á að gera í kvöld? Viltu fá mig? Við gætum skemmt okkur saman … Sjö rúmenskir karlar sem þjóna kynlífslöngunum annarra karla í Berlín eru myndaðir á meðan þeir hlusta á og bregðast við upptökum af reynslu sinni. What are you up to tonight? Do you want me? We could have fun together... Seven Romanian male-to-male sex workers in Berlin have their portraits taken as they listen and react to recordings of their own experiences.

MANUEL ABRAMOVICH ARG, GER 2019 / 18 min

NO ILL WILL

EKKI ILLA MEINT / IKKI ILLA MEINT Fyrir tilviljun rekst Elínborg á Marítu vinkonu sína í búðinni. Samtal þeirra er vinsamlegt en örlítið stirt þar sem Elínborg hefur gleymt því að Marita á afmæli. Maríta ákveður hinsvegar að króa vinkonu sína af og spyrja hvort Elínborg hafi lokað á hana á Facebook? Elinborg accidentally runs into her friend Marita at the grocery store. The conversation is civil yet slightly awkward, as Elinborg has forgotten Marita’s birthday. Marita decides to corner her friend and ask if Elinborg has blocked her on Facebook?

ANDRIAS HØGENNI DEN, FRO 2018 / 21 min

STILL LIVES

KYRRALÍF / KIIREHESSÄ LIKKUU MATOIN Hugmyndin um hreyfanlega kyrrstöðu er skoðuð frá ólíkum sjónarhornum þegar safnmunir víðsvegar að úr heiminum velta fyrir sér hversdagslegum áskorunum nútímans. The concept of busy stillness is explored from various standpoints as museum artefacts from all around the world reflect on the mundane challenges of modern life.

ELLI VUORINEN FIN 2019 / 6 min

ABOVE 592 METERS

OFAN VIÐ 592 METRA / 592 METROZ GOITI Þegar Itoiz stíflan var reist í hlíðum Pýreneafjalla í Navarra á tíunda áratugnum sökkti hún sjö þorpum og þremur friðlöndum. Í dag markar berangurssvæði í 592 metra hæð línu í landslag dalsins. Fyrir neðan línuna er vatn, fyrir ofan heldur lífið áfram sinn vanagang. On the slopes of the Navarrese Pyrenees, the construction of the Itoiz dam in the 1990s flooded seven towns and three nature reserves. A strip of bare land at the height of elevation 592 today marks a dividing line in the landscape of the valley. Below the level, the water; above, life goes on.

MADDI BARBER ESP 2018 / 24 min

BLACK SUN

SVÖRT SÓL / SIYAH GÜNEŞ Í kjölfar hundadaga nálgast yfirvofandi stormur ferðahóp á leið í jarðarför á afskekktri eyju. Á meðan hinn látni er jarðsettur í flýti tekur maður á sig krók um Kyrrahafshluta Tyrklands. After the dog days, a coming storm approaches during a road trip to a distant island for a funeral. While the deceased is buried in haste, a man makes detour through Aegean Turkey.

ARDA ÇILTEPE GER, TUR 2019 / 20 min

71


ERLENDAR STUTTMYNDIR III INTERNATIONAL SHORTS III

SAMTALS / TOTAL 103 MIN 27.09 BÍÓ PARADÍS 3 04.10 BÍÓ PARADÍS 3

18.45 17.00

ELECTRIC SWAN SVANAFIÐRINGURINN

Byggingar eiga ekki að hreyfast. En á Avenida Libertador 2050 hreyfist byggingin og loftið skelfur svo viðstaddir verða undirlagðir af dularfullum flökurleika. Buildings are not supposed to move. But on Avenida Libertador 2050, a building moves and the ceiling shivers, causing a strange nausea that devours its residents.

KONSTANTINA KOTZAMANI FRA, GRC, ARG 2019 / 40 min

ALL THE FIRES THE FIRE BÁL BÁLANNA

Menn gefa fuglum frelsi á fjallstoppi. Ósamlyndir bræður í sorg láta reyna á skotfimi sína með sonum sínum. Nú er veiðitímabilið. Getur fuglshjarta stöðvast í loftinu án þess að kúla hafi hæft það? Men set birds free on the mountains. Two grieving, estranged brothers try their marksmanship together with their sons. It’ s the hunting season. Can a bird’ s heart stop in the sky with no bullets coming through its body?

EFTHIMIS KOSEMUND SANIDIS GRC 2019 / 24 min

MONSTER GOD

SKRÍMSLADROTTINN / MONSTRUO DIOS Núna er guð orkuver. God is now a Power Plant. AGUSTINA SAN MARTÍN ARG 2019 / 10 min

RISE

AÐ RÍSA UPP Svört ungmenni af fyrstu og annarri kynslóð innflytjenda frá Karíbahafi, koma saman til sjálfseflingar og taka yfir neðanjarðarsvæði í Toronto fyrir fræðiskemmtandi listagjörning. In an act of self-empowerment, a group of young Black people, mainly first and second generation immigrants from the Caribbean, have occupied the public space of the Toronto underground to perform their agitprop concept of edutainment.

BÁRBARA WAGNER, BENJAMIN DE BURCA BRA, USA, CAN 2018 / 20 min

THE DISTANCE BETWEEN US AND THE SKY FJARLÆGÐIN Á MILLI OKKAR OG HIMINSINS

Tveir ókunnugir menn mætast á gamalli bensínstöð. Annar hefur stoppað til að fylla á hjólið sitt á meðan hinn er algjörlega strand. Hann á ekki pening til að komast heim en reynir að selja hinum fjarlægðina sem aðskilur þá frá himninum. Myndin hlaut Gullpálmann í flokki stuttmynda á kvikmyndahátíðinni í Cannes 2019. Two strangers meet for the first time at an old gas station. One has stopped to gas up his bike, while the other is just stranded. Lacking the 22.50€ he needs to get home, he will try to sell the other the distance that separates them from the sky. The film won Palme D’or for best short film at Cannes 2019.

72

VASILIS KEKATOS GRC, FRA 2019 / 9 min


ERLENDAR STUTTMYNDIR UNGMENNI IV INTERNATIONAL SHORTS YOUTH PROGRAM IV

SAMTALS / TOTAL 85 MIN 27.09 BÍÓ PARADÍS 3 03.10 BÍÓ PARADÍS 1

17.00 13.00

THE MARVELOUS MISADVENTURES OF THE STONE LADY HIN STÓRKOSTLEGA ÓHEPPNA STYTTA / LES EXTRAORDINAIRES MÉSAVENTURES DE LA JEUNE FILLE DE PIERRE

Á kvöldin um leið og Louvre safnið lokar og síðustu gestirnir yfirgefa svæðið vakna listmunirnir til lífsins. Stytta stingur af úr Louvre til að takast á við flækjur og mótsagnir hversdagslífsins.

GABRIEL ABRANTES FRA, PRT 2019 / 20 min

At night, as soon as the Louvre Museum’s doors close and the last visitors leave, the works of art come to life. A sculpture runs from the Louvre to confront real life’s complexities and contradictions.

ARENAL SANDUR

Tveir unglingsvinir eyða sumrinu í Madrid en geta ekki hist. Two teenage friends spend their summer in Madrid but they can’t see each other. RAFA ALBEROLA ESP 2019 / 22 min

SHADOW BOXING SKUGGABOX

Fatia gerir allt til að ná framförum í hnefaleikahringnum. Hún talar ekki um sársauka sinn, sérstaklega ekki um andlát föður síns. Whatever it takes, Fatia advances in the boxing ring. She doesn’t speak about her pain. Especially about the pain of losing her father. TALIA LUMBROSO FRA 2019 / 25 min

LAS FUERZAS

THE FORCES / KRAFTAR Í knapaskólanum eru reiðmennirnir smávaxnir og grannir - svo knapinn henti gæðingnum. At the jockey school the bodies trained remain lightweight and small – to complement the equine body. PAOLA BUONTEMPO ARG 2018 / 17 min

73


YOUR AIRPORT TRANSFER IN ICELAND

ECONOMY, PREMIUM, PRIVATE AND LUXURY TRANSFER 497 8000 74

www.AirportDirect.is

info@airportdirect.is


REPAIR FROM WITHIN Try REPAIR - 100% Pure Silica supplement from Icelandic geothermal water. With added manganese for healthy maintainance of joints and bones. Visit our webstore www.GeoSilica.com 75


GULLNA EGGIÐ I

THE GOLDEN EGG I SAMTALS / TOTAL 98 MIN

02.10 BÍÓ PARADÍS 2 14.45 +QA 05.10 NORDIC HOUSE 13.00 +QA

Myndirnar sem keppa um Gullna eggið eru myndir eftir unga leikstjóra sem eru þátttakendur í kvikmyndasmiðjunni RIFF Talent lab. The Golden Egg Competition is a selection of films from up-and-coming directors participating in the 2019 RIFF Talent Lab.

FIFTEEN (QUINCE) FIMMTÁN

Persónulegt myndband með Maríu fer í dreifingu í blaktíma í skóla í Líma. Private video of Maria goes viral during a volleyball class in a school in Lima.

PEIMAN ZEKAVAT GBR, PER 2018 / 10 min

THE ROCKETSHIP GEIMFLAUGIN

Hinn ellefu ára Shaun og bróðir hans Joe smíða geimflaug í bakgarðinum til að flýja ringulreiðina sem fylgir fjárhagskröggum móðurinnar. Eleven year old Shaun and his brother Joe build a space-rocket in the back garden, to escape the turmoil of their Mum’s financial struggles.

CHRIS BOGLE GBR 2018 / 13 min

ANTIFEMINIST ANDFEMÍNISTI

Leia er feminískur bloggari. Hún fær boðskort í leynilegt kvöldboð. Í boðinu eru bara konur og karlar þjóna til borðs. Leia is a feminist blogger. She receives a package, with an invitation to a secret soiree. It turns out to be an all-female event with all-male servants.

SOFIJA SZTEPANOV HUN 2019 / 28 min

CUCKOO!

KÚKÚ! KOEKOEK! Einmana maður býr í gauksklukku. Á klukkutíma fresti er honum skotið út úr litla húsinu sínu til að hrópa „Kúkú“. In a Cuckoo Clock lives a lonely man. Each hour he gets catapulted out of his little house to yell ‘Cuckoo’.

JÖRGEN SCHOLTENS NLD 2019 /7 min

SOMEBODY’S DAUGHTER DÓTTIR EINHVERS

Dóttir fylgir föður sínum í starfsviðtal. A daughter follows her dad to a job interview. SHALINI ADNANI GBR, IND 2019 / 11 min

NIGHT SONG

LES HOMARDS IMMORTELS, ÓDAUÐLEGUR HUMAR Alba og Max hittast eftir grimman skilnað. Þau enduruppgötva hvort annað um leið og þau afhjúpa eigin vonir og þrár, með óþekkta borg í bakgrunni.. Alba and Max meet after a brutal separation, rediscovering each other while uncovering their motivations and desires against the backdrop of an anonymous, foreign city.

KATE VOET BEL 2017 / 13 min

IN THE FALL AÐ HAUSTI

Þegar maður nokkur stendur frammi fyrir öldrun tryggs dráttarhests neyðist hann til að horfast í augu við eigin dauðleika og hugleiða að færa fórn til að tryggja að fjölskyldan lifi af. Faced with the ageing of his faithful workhorse, a man is forced to confront his own mortality and consider a sacrifice to ensure his family’s survival.

76

TOM GENTLE GBR, IND 2018 / 16 min


GULLNA EGGIÐ I I

THE GOLDEN EGG I I

SAMTALS / TOTAL 89 MIN 02.10 BÍÓ PARADÍS 2 05.10 NORDIC HOUSE

16.50 +QA 15.30 +QA

MAYA Eftir að hafa fundið þann rétta er Maya tilbúin að festa ráð sitt en bara með einu óhagganlegu skilyrði: að móðir hennar verði hluti af heimilinu. Having found someone she likes, Maya is ready to commit to marriage under one non-negotiable condition: that her mother join the household. VIKAS CHANDRA IND 2019 / 20 min

DYING TO COME BACK

DAUÐLANGAR AÐ KOMA AFTUR, MUERO POR VOLVER Hin 78 ára Manuela kaupir sér myndavél og sýndarveruleikagleraugu. Langt úti á sjó byrjar farsími sem flýtur í loftþéttum poka að hringja. At 78 years old, Manuela buys a camera and augmented reality glasses. Far out at sea, a cell phone floating inside an air-tight bag starts to ring.

JAVIER MARCO ESP 2019 / 15 min

WILMA Ungur drengur hittir í fyrsta skipti brottfluttan föður sinn sem býr í hjólhýsahverfi. Faðir hans veit þó ekki að núna skilgreinir hann sig sem stelpu. A young boy meets her estranged trailer park father for the first time. What his father doesn’t know is that he now identifies as a girl. HAUKUR BJÖRGVINSSON ICE 2018 / 11 min

BAD ASSISTANT

LÉLEG AÐSTOÐARKONA Trygg aðstoðarkona í Hollywood mætir stórri áskorun þegar stjórnsamur yfirmaður hennar biður hana um að flytja fyrir sig lík. A devoted Hollywood assistant is pushed to the limits of what she’ll do for her manipulative boss, when he seeks her help in moving a dead body.

PAIGE KLONE USA 2019 / 26 min

THE FOURTH PARCAE FJÓRÐA ÖRLAGAGYÐJAN

Heimildarmynd sem gerist í Genf í Sviss. Aðalpersónan, Sabina Cervoni, tilheyrir „Exit“ sem býður þeim aðstoð sem vilja enda líf sitt á löglegan hátt. A film documentary that takes place in Geneva, in Switzerland. The main character, Sabina Cervoni, member of Exit, provides assistance to whoever chooses to take its own life legally.

ANGELICA GALLO ITA 2019 / 15 min

LIEUTENANT AT ARMS UNDIRLIÐSFORINGI

Blind ung stúlka í Englandi á tímum kalda stríðsins kynnist flugstjóra í breska flughernum sem óviljandi elur á vænisýki hennar um ógn kommúnista. A young blind girl in Cold War England befriends a Royal Air Force pilot who unwittingly indulges her paranoia about the communist threat.

KERRI ANN FOWERAKER AUS 2018 / 12 min

77


Í STUT TU MÁLI! SHORT MAT TERS! Í STUTTU MÁLI! er kvikmyndaferðalag evrópsku kvikmyndaakademíunnar sem færir áhorfendum í Evrópu og víðar tilnefndar stuttmyndir. Myndirnar sem voru tilnefndar 2018 af fimmtán (stutt)myndahátíðum gefa marglaga yfirlit yfir kvikmyndagerð ungs fólks í dag. Meðlimir evrópsku kvikmyndaakademíunnar – yfir 3.500 manns úr evrópska kvikmyndaiðnaðinum – völdu verðlaunamyndina, The Year (Árin), við 31. evrópsku kvikmyndaverðlaunahátíðina í Seville þann 15. desember síðastliðinn. SHORT MATTERS is the European Film Academy’s short film tour which brings award-nominated short films to audiences across Europe – and beyond. The current program, featuring films nominated in 2018 by fifteen European (short) film festivals, is a diverse panorama of young contemporary European filmmaking. The members of the European Film Academy – more than 3,500 European film professionals − selected the winner, The Years, at the 31st European Film Awards ceremony in Seville on 15 December 2018.

78


Í STUTTU MÁLI / SHORT MATTERS! I

SAMTALS / TOTAL 92 MIN 30.09 BÍÓ PARADÍS 2

13.15

AQUAPARQUE Í yfirgefnum vatnagarði eru stelpa og strákur í felum frá umheiminum. Innan um veggjakrot í rústum sundlauga og rennibrauta finna þau athvarf til að syrgja brostnar vonir og þrár. In an abandoned waterpark, a girl and a boy hide from the outside world. Amid the graffiti-covered ruins of the old swimming pools and water slides, they find a shelter in which to grieve the loss of their hopes and dreams.

ANA MOREIRA PRT / 17 min

KONTENER GÁMURINN

Maryna og Tava skipta með sér vöktum á kúabúi í Austur-Þýskalandi. Þær hunsa hvor aðra en eina nóttina vaknar Maryna í gámnum sínum og eitthvað dularfullt hefur átt sér stað, við hlið hennar liggur Tava. Maryna and Tava are working shifts on a milk farm in Eastern Germany. They ignore each others’ existence but one night Maryna wakes up in her container and something mysterious has happened. She is not alone: Tava is lying next to her.

SEBASTIAN LANG DEU / 30 min

THE ESCAPE FLÓTTINN

Alice syngur, málar sig og lyftir sér upp. Hún er hamingjusöm. Samt er hún á spítalanum, nýkomin úr skurðaðgerð. Alice sings, wears make-up and cracks herself up. She is happy. Yet she is at the hospital, just out of surgery.

LAËTITIA MARTINONI FRA / 10 min

THOSE WHO DESIRE

ÞEIR SEM ÞRÁ / LOS QUE DESEAN Á suðurhluta Spánar sjáum við litskrúðugan vængjaþyt skærmálaðra karldúfna í harðri keppni um athygli kvenfugls. In the south of Spain we witness the colourful beating of wings as brightly painted male pigeons compete to seduce a lone female. ELENA LÓPEZ RIERA CHE, ESP / 24 min

I SIGNED THE PETITION ÉG SKRIFAÐI UNDIR

Um leið og palestínskur maður er búinn að skrifa undir áskorun á netinu hellist yfir hann ótti og efasemdir. Immediately after a Palestinian man signs an online petition, he is thrown into a panic-inducing spiral of self-doubt. MAHDI FLEIFEL GBR, DEU, CHE / 11 min

79


Í STUTTU MÁLI / SHORT MATTERS! II

SAMTALS / TOTAL 87 MIN 01.10 BÍÓ PARADÍS 2

RELEASE THE DOGS

SLEPPIÐ HUNDUNUM LAUSUM Anouck er auðsveip stúlka sem er á milli steins og sleggju. Hún togast á milli tveggja ásta; ástarinnar á manni sínum, sem er myndarlegur varðhundur, og ástarinnar á bróður sínum, sem er villtur hvolpur. Anouck is a determined girl, torn between two loves: her man (a seductive watchdog), and her little brother (a young mad pup). MANUE FLEYTOUX FRA, BEL / 21 min

THE YEARS

GLI ANNI / ÁRIN Kona ljær bókinni The Years eftir Annie Ernaux rödd sína, í samsafni nokkurra brota við strendur hinnar tímalausu Sardiníu. Myndin bar sigur úr býtum í evrópsku stuttmyndakeppninni 2018. A woman reads from Annie Ernaux’s memoir The Years, a few fragments picked up on the shores of a timeless Sardinia. Winner of the European Short Film prize 2018. SARA FGAIER ITA, FRA / 20 min

SHAME

SKÖMM / CPAM Macho er fátækur strákur sem skrópar í skólann til að vinna við byggingarvinnu. Kærastan er eini ljósgeislinn í lífi hans en hún skammast sín fyrir móður hans sem starfar sem húsvörður í skólanum þeirra. Macho is a poor boy, who skips school to work on a construction site. The only ray of light for him is his girlfriend, Donna, but she is ashamed of his mother, who works as a janitor in their school. PETAR KRUMOV BGR / 24 min

WHAT‘S THE DAMAGE HVER ER SKAÐINN

Yfirlýsing og ögrun, andsvar gegn þeim raunum sem hið hvíta feðraveldi veldur. A proposition and a provocation, answering back to ongoing crises under white patriarchy.

HEATHER PHILLIPSON GBR / 7 min

PRISONER OF SOCIETY FANGI SAMFÉLAGSINS

Persónulegur leiðangur um heim og hugsanir ungrar transkonu sem er föst á milli frelsisþrár sinnar og gamalgróinna væntinga foreldra sinna sem ógnar samheldni þeirra. An intimate journey into the world and mind of a young transgender woman, trapped between her personal desire for freedom and the traditional expectations of her parents that threatens the family’s unity. RATI TSITELADZE GEO, LVA / 15 min

80

13.15


Í STUTTU MÁLI / SHORT MATTERS! III

SAMTALS / TOTAL 88 MIN 02.10 BÍÓ PARADÍS 2

13.00

KAPITALISTIS KAPÍTALISTI

„Jólasveinninn er kapítalisti. Hann gefur ríku krökkunum dót en fátæku börnunum peysur.“ Nikos, 5 ára. “Santa is a capitalist. He brings toys to the rich kids and sweaters to the poor ones.” - Nikos, 5 years old. PABLO MUÑOZ GÓMEZ BEL / 15 min

BURKINA BRANDENBURG KOMPLEX Höfundur vefur ímyndað landslag úr hugmyndum „okkar“ af Afríku og lætur reyna á það með ýmsum aðskotahlutum sem falla ekki inn í staðalímyndina. Burkina Brandenburg Komplex describes the geographical construct created by ‘our’ media-driven collective image of Africa and puts its inaccuracies to the test. ULU BRAUN DEU / 19 min

GRADUATION ‘97 ÚTSKRIFTIN ‘97

Roman býr einsamall í afskekktri borg og starfar sem tæknimaður. Í fyrsta skipti frá útskrift kemur fyrrverandi bekkjarsystir hans, Luida, í bæinn. Roman lives a lonely life in a provincial city and works as a technician. For the first time since graduation, Liuda, his ex-classmate, comes back to town. PAVLO OSTRIKOV UKR / 19 min

MERYEM Myndin var tekin á meðan orrustan um Kobani átti sér stað og sýnir konurnar í innsta hring baráttunnar gegn IS. Filmed during the battle of Kobani, this film reveals the women at the heart of the fight against IS. REBER DOSKY NLD / 16 min

WILDEBEEST

VILLIDÝR

Marga dreymir um að fara í safarí. Draumurinn breytist hins vegar í martröð fyrir miðaldra hjónin Lindu og Troyer þegar þau gleymast í óbyggðum. Going on a safari is a dream for many. For middle-aged couple Linda and Troyer, it turns into a horribly real adventure when they get left behind in the wilderness. NICOLAS KEPPENS, MATTHIAS PHLIPS BEL / 19 min

81


Reykjavík´s Thermal Pools

A sensational feeling

Therm al swi m m ing pools

Hot t ubs and jacuzz i

Saunas, steambat hs and showers

Se ve n loc at i on s ope n ea rly un t i l lat e

Thermal pools and baths in Reykjavik are a source of health, relaxation and pureness. All of the city´s swimming pools have several hot tubs with temperatures ranging from 37˚ to 42˚C (98˚–111˚F). The pools are kept at an average temperature of 29˚ C (84˚ F)

82

Tel: +354 411 5000 www.spacity.is


SÉRVIÐBURÐIR SPECIAL EVENTS Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, snýst um upplifun og þó það jafnist fátt á við hefðbundna bíóferð þá finnst okkur mikilvægt að hrista upp í dagskrá hátíðarinnar með fjölbreyttum sérviðburðum. Á meðal sérviðburða á RIFF 2019 eru bíósýningar á óhefðbundnum stöðum á borð við sundlaugar og elliheimili, málstofur og RIFF Spjall. Sjá einnig viðburði fyrir börn og ungmenni undir Ung RIFF. Reykjavík International Film Festival, RIFF, is all about experience, and while few things measure up to watching a good film at the movies, we feel that it is important to spice our program up with a few special events. Among Special Events at RIFF 2019 are movies shown in unconventional venues such as pools and homes for the elderly, panels and RIFF Talk. Please see events for children and teenagers under Young RIFF.

83


STÍGÐU INN Í HRYLLINGINN STEP INTO HORROR CENTER HÓTEL PLAZA

2.000 KR.

FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER VIÐBURÐUR BYRJAR 20:00

Þorir þú að stíga inn í hryllingsmyndina Reykjavik Whale Watching Massacre (leikstjóri Júlíus Kemp) á þessum sérviðburði RIFF? Óhugnalegir karakterar taka á móti þér við innkomu og leiða þig að bryggjunni. Skelltu í þig nokkrum köldum áður en þú ferð svo um borð í hvalaskoðunar “bátinn” okkar – í öðrum orðum, áður en að kvikmyndasýningin byrjar. En þetta er enging venjuleg sýning! Með því að stíga um borð í hrottalegu hvalaskoðunarferðina okkar ert þú orðin virkur áhorfandi ásamt ýmsum undarlegum karakterum. Þú munt skála með áhöfninni fyrir hverjum dauða og ýmislegt fleira! Þú skalt búast við hryllingi, hrottaleika og viðbjóð á þessari sérstöku sýningu á íslensku cult myndinni Reykjavík Whale Watching Massacre. Hurðin opnar kl. 20:00 og sýningin byrjar kl. 20:45 – við mælum með að mæta snemma! Það verður afsláttur á barnum í anddyrinu frá kl. 17:00-20:00. Dare to step into the cult horror film Reykjavik Whale Watching Massacre (dir. Júlíus Kemp) at this one-off unique RIFF event. On arrival you will be greeted by some scary characters and ushered into the shipping port. Enjoy a beer or three at the bar before boarding your whale watching “tour” – in other words the screening of the film. But this is no ordinary screening! As a passenger on board our deadly tour, you will become an active participant in the film along with some dubious characters. Raising a glass with the crew members whenever someone is killed will be one of the activities you will partake in! Expect to be frightened, grossed out and more than a little bit scared in this unique screening of Kemp’s cult classic Reykjavik Whale Watching Massacre. Doors open at 20:00 and the film begins at 20:45 – we recommend arriving early! There will be a happy hour in the foyer from 17:00-20:00.

HRYLLINGSMARAÞON HORROR MARATHON

FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER KL. 21:00-03:00 Búðu þig undir hræðilega skemmtilegt kvöld þar sem hver gæsahúðin rekur aðra í maraþonröð af hryllingsmyndum. Við lofum skelfilegri skemmtun bæði innan og utan sýningartjaldsins. Það verða aðdáendur hryllings upp um alla veggi svo ekki missa af þessu! Prepare for a terribly fun evening where there is lots of goose bumps in a marathon series of horror films. We promise a frightening good time both inside and outside the screen. The cinema will be filled with horror fans, so don’t miss out!

84

Þessar myndir verða sýndar: These films will be screened: • The Dead Don’t Die Jー im Jarmusch • ● Little Joe ー Jessica Hausner •Þ ● ula, (Haukur Q&A), og fleiri hrollvekjustuttmyndir / Thula (Haukur Q&A) and other horror short films •E ● vil Ed ー Anders Jacobsson


GRÆNI LUNDINN

OG LJÓSMYNDASÝNING LANDVERNDAR

THE GREEN PUFFIN AWARD AND LANDVERND PHOTO EXHIBITION

NORRÆNA HÚSIÐ / NORDIC HOUSE FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER KL. 18:00 RIFF heiðrar Ómar Ragnarsson fyrir ævistarf sitt við kvikmyndun á náttúru landsins með því að veita honum heiðursverðlaunin Græna lundann. Verðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn í tengslum við opnun ljósmyndasýningar Landverndar „Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur“ sem haldin er í tilefni af 50 ára afmæli félagsins. Ómar Ragnarsson þekkja flestir Íslendingar af sjónvarpsskjánum þar sem hann hefur í marga áratugi fjallað um náttúru landsins með einstökum myndum sem hann tekur úr flugvélinni sinni. Hann er líka þekktur sem skemmtikraftur og hefur ósjaldan kitlað hláturtaugar landsmanna með söng og sprelli. Til fjölda ára hefur hann helgað sig baráttunni fyrir verndun náttúrunnar og hefur af fórnfýsi lagt á sig ómælda vinnu í þeirri baráttu. Þjóðin á Ómari mikið að þakka því án hans er ekki víst að við áttuðum okkur á þeirri auðlind sem felst í ósnortinni náttúru. RIFF honours Ómar Ragnarsson with its Green Puffin Award in recognition of his lifelong dedication to defending the natural environment of Iceland through film. The award will be presented at a ceremony in connection with the opening of the Landvernd (Icelandic Environment Association) photo exhibition “You don’t know what you’ve got till it’s gone” in honour of the organization’s 50th anniversary. Ómar Ragnarsson is well known in Iceland as a prominent television figure. For decades he has filmed nature from his airplane for material to include in his television series. He is also well known as a comedian and has often made the nation laugh with his singing and comedy. For many years he has dedicated himself to the fight for environmental protection and has generously volunteered countless hours of his time to the cause. Icelanders are much indebted to Ómar, because without his work Iceland’s pristine natural environment might not be valued as it is today. Sérstök aukasýning á heimildarmyndinni Veröld sem var eftir Ólaf Sveinsson, sem frumsýnd er á RIFF, verður í Norræna húsinu 30. september kl. 17. Í kjölfar sýningarinnar standa Ólafur og Landvernd fyrir pallborðsumræðum um efni myndarinnar. The documentary The Last Tour by Ólafur Sveinsson, which is part of RIFF Icelandic Panorama, will be screened at the Nordic House on the 30th of September at 17:00 followed by an open panel discussion hosted by the director and members of Landvernd.

85


SUNDBÍÓ

SWIM-IN-CINEMA SUNDHÖLLIN LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER KL. 19:30 SÝNING HEFST KL. 20:00

2.006 KR. Hið árlega sundlaugarbíó fer fram í Sundhöllinni í Reykjavík. Á boðstólum verður The Host (Skrímslið, 2006), hin fræga skrímslamynd suður-kóreska leikstjórans Bong Joon-ho. Kvikmyndinni verður varpað á tjald í gömlu innilauginni, sem verður hituð upp. Heilmikið havarí verður í öllum krókum og kimum Sundhallarinnar þar sem andrúmsloftið verður tileinkað þessari sérstöku mynd. RIFF kann Sundhöllinni bestu þakkir fyrir frábært samstarf. The yearly Swim-in-Cinema will be held at Sundhöllin swimming pool in Reykjavik. This time, we screen THE HOST (2006), the famous monster movie from the South-Korean director Bong Joon-ho. The film will be projected in the indoor pool, which will be slightly warmer than usual. All kinds of happenings inspired by the film’s atmosphere will go on around the swimming pool area.

86


FLY ME TO THE MOON TUNGLIÐ, TUNGLIÐ TAKTU MIG NORRÆNA HÚSIÐ / NORDIC HOUSE LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER KL. 15:00

Í ár eru 50 ár liðin frá fyrstu tungllendingunni og við fögnum því með sýningu á stuttmyndum sem allar hylla tunglið á einn eða annan hátt. Myndirnar á dagskránni munu flytja okkur til tunglsins þar sem við uppgötvum hinar stórkostlegu myndir teknar frá Apollo 8, kynnumst menningarlegri togstreitu milli NASA og íslenskra bænda og stingum okkur á kaf í ljóðrænar myndir af himintunglinu. Myndirnar eru sýndar í samstarfi við sendiráð Bandaríkjanna á Íslandi, Hors Pistes kvikmyndhátíðina og UniFrance. Aðgangur ókeypis. This year we celebrate the 50th Anniversary of the Historic Moon Landing, showcasing a cinematic homage to the Moon. Throughout the films in this program, we will travel to the Moon, discovering the astonishing first images ever taken by Apollo 8, the cultural frictions between NASA and Icelandic farmers, and diving into the poetic imagery of planet moon. The films are screened in collaboration with the U.S. Embassy in Iceland, Hors Pistes Film Festival by Centre Pompidou, and UniFrance. Free entrance.

EARTHRISE

UPPRISA JARÐAR Geimfararnir úr Apollo 8 rifja það upp þegar þeir náðu árið 1968 fyrstu ljósmyndinni í lit af jörðinni séðri frá geimnum og minnast hvernig þeir fylltust lotningu við að sjá jörðina rammaða inn í svartnætti geimsins. The Apollo 8 astronauts recount their memories of capturing the first color image of Earth from space in 1968 and evoke the awe of seeing Earth framed against the blackness of space.

EMMANUEL VAUGHN-LEE USA 2018 / 29 min

SPACE INVADERS

GEIMFARAR / ENVAHISSEURS DE L’ESPACE Árið 2019 eru liðin 50 ár síðan Neil Armstrong tók skrefið á tunglinu en þar að auki eru 100 ár síðan tilraunir á geimflaugaskotum hófust í kjölfar fyrri heimstyrjaldarinnar. Þessi mynd sem byggir á efni úr skjalasöfnum sýnir margar hringferðir milli fyrstu og annarrar lendingar á tunglið. EWEN CHARDRONNET FRA 2019 / 44 min

2019 marks 50 years since Neil Amstrong’s step, but also 100 years since the first rocket tests in the aftermath of World War I. This “all-archive” film offers multiple round trips between the first and second conquest of the Moon.

TO PLANT A FLAG AÐ SETJA NIÐUR FÁNA

Til að undirbúa tungllendinguna 1969 sendi NASA hóp geimfara til Íslands vegna hins tungllíka landslags sem þar er að finna. Hinn hátæknivæddi hópur uppgötvar fljótt þær hindranir sem geta orðið á vegi þeirra þegar þeir koma augliti til auglitis við íslenskan sauðfjárbónda. In preparation for the moon landing in 1969, NASA sent a team of astronauts to the lunar landscapes of Iceland. Their hi-tech training mission soon discovers what obstacles one can meet when facing an Icelandic sheep farmer.

BOBBIE PEERS NOR, ICE 2018 / 15 min

87


DAWSON CITY: FROZEN TIME TÝNDAR MYNDIR FINNAST AFTUR

DAWSON CITY: FROZEN TIME LOST FILMS FOUND AGAIN

BILL MORRISON USA, 2016 / 100 MIN

FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER KL. 19:15 Dawson City: Frozen Time segir sérstaka en sanna sögu 533 kvikmynda frá 20. og 30. áratug síðustu aldar sem fundust fyrir tilviljun niðurgrafnar í kaldtempraðri sundlaug í Yukon í Kanada eftir að hafa verið týndar í meira en hálfa öld. Þessar fágætu þöglu kvik- og fréttamyndir sem sífrerinn hafði verndað, eru ásamt skjalfestum myndskeiðum, viðtölum og ljósmyndum notaðar til að koma einstakri sögu þessa kanadíska gullæðisbæjar til skila með því að rekja lífsferil kvikmyndasafnsins í gegnum útlegð, greftrun, enduruppgötvun og björgun Samhliða verðum við vitni að þeim breytingum og tilfærslum sem þröngvuðu að veiðibúðum frumbyggja. Draumkennd tónlist Alex Somers, samstarfsmanns Sigur Rósar, gegnir mikilvægu hlutverki í myndinni. Myndin er í leikstjórn Bill Morrison. Dawson City: Frozen Time tells the bizarre but true history of a collection of 533 films dating from the 1910s to 1920s, which were discovered buried in a sub-arctic swimming pool deep in the Yukon Territory, after being lost for 50 years. These permafrost protected, rare silent films and newsreels, along with archival footage, interviews and historical photographs are used to tell the unique history of a Canadian gold rush town by chronicling the life cycle of a singular film collection through its exile, burial, rediscovery, and salvation. Simultaneously we witness how a First Nation hunting camp was transformed and displaced. The enigmatic score by Sigur Rós collaborator and composer Alex Somers (Captain Fantastic) plays a special role in the film. Directed by Bill Morrison.

88


KVIKMYNDAKNÆPUGÁTA MOVIE PUB QUIZ LOFT

FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER KL 20:00

GÁTUSTJÓRAR / QUIZ MASTER HUGLEIKUR DAGSSON & JONATHAN DUFFY Skrípateiknarinn og uppistandarinn Hugleikur Dagsson og ástralski uppistandarinn Jonathan Duffy færa ykkur öðruvísi kvikmyndaknæpugátu en gengur og gerist. Áhersla er lögð á flipp frekar en þekkingu. En taktu nördalegasta vin þinn með til vonar og vara. Frábært RIFF verðlaun í boði fyrir sigurvegara kvöldsins. The cartoonist and comedian Hugleikur Dagsson and the Australian born comedian Jonathan Duffy bring you a very special movie pub quiz. Focusing on fun and silliness rather than actual knowledge. But bring your nerdiest friend, just in case. Some great RIFF prizes go to the winners of the night.

KÖLD SÝNISHORN FRÁ DEAD NORTH KVIKMYNDAHÁTÍÐINNI

COLD SAMPLES FROM THE DEAD NORTH FESTIVAL

LOFT FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER KL 21:00 RIFF kynnir með stolti samstarf við heimskautahátíðina Dead North sem haldin er ár hvert í Yellow Knife í norðvesturhluta Kanada. Dead North er stuttmyndahátíð sem er opin öllu því góða kvikmyndagerðarfólki sem byggir kaldan klakann norðan sextugustu breiddargráðu. Þátttakendur fá tvo mánuði til að framleiða stuttmyndir á nokkrum af köldustu svæðum heims. Hátíðin virkjar íbúa þessa litla norðurskautsbæjar, þeir gera myndir og mæta síðan í búningum á sýningarnar. Forsvarsmenn hátíðarinnar hafa tekið saman brot af því besta frá hátíðum síðustu ára og munu bera dauðkalt góðgætið á borð fyrir hátíðargesti í sérstakri dagskrá á LOFT hostel. Stjórnendur hátíðarinnar, kvikmyndagerðarmennirnir Jay Bulckaert og Pablo Saravanja, verða á staðnum. Sjón er sögu ríkari. RIFF is proud to present its cooperation with the annual short genre film-making festival DEAD NORTH in Yellow Knife, Canada. The festival is open to all the good people freezing their faces off North of 60. Over the course of two months, filmmakers from the circumpolar world produce original films in some of the world’s coldest climates. The festival is an incentive for the inhabitants of the small arctic town who make films and dress up in costumes for the screenings. Representatives of the festival have gathered the best fragments from recent years and will present the deadcold goodies to the festival guests at a special screening at LOFT. The conductors of the festival, film makers Jay Bulckaert and Pablo Saravanja, will be present. Seeing is believing.

MÁNAÐARLEGAR SÝNINGAR Í ALLAN VETUR MONTHLY SCREENINGS THIS WINTER LOFT Loft mun, í samvinnu við RIFF, standa fyrir kvikmyndasýningum einu sinni í mánuði í allan vetur. Sýnt verður úrval íslenskra kvikmynda í bland við myndir sem hafa hlotið Gyllta Lundann. RIFF hátíðin nær ekki bara yfir 11 haustdaga heldur breiðir út vængi sína yfir allan veturinn. Sýningatímar verða auglýstir á www.riff.is. Loft Hostel will, in collaboration with RIFF, have monthly screenings throughout the whole winter. The program will feature a selection of Icelandic films as well as films that have received the RIFF Golden Puffin Award. The RIFF festival is not limited to just 11 days in autumn but spreads its wings throughout the whole winter. Screening times will be announced on www.riff.is. 89


IMPROV ÍSLAND IMPROV ICELAND

ÞJÓÐLEIKHÚSKJALLARINN MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER KL. 20:00 Improv Ísland setur saman sýningu sem vísar á bráðskemmtilegan hátt í kvikmyndahefðir og klisjur. Hópurinn spinnur á staðnum fyndnar leiksýningar þar sem allt getur gerst. Sýningin fer fram á íslensku. An improvised comedy show from Improv Iceland. In the spirit of RIFF, the show is inspired by cinema. Everything is made up on the spot and no two shows are the same. The show is in Icelandic.

1.500 KR. MEÐ RIFF PASSA ANNARS 2.500 KR. VIÐ INNGANG

1.500 KR. FOR RIFF PASS HOLDERS, NON-RIFF 2.500 KR. AT THE ENTRANCE

RIFF DANS Í HLJÓÐI RIFF SILENT DISCO

PABLO DISCOBAR, VELTUSUND 1, 101 REYKJAVÍK MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER KL. 21:00 Á hljóðlausu diskói hlusta þátttakendur á tónlist í sérstökum hljóðeinangruðum heyrnartólum. Úr þessu verður partý þar sem fólk sleppir fram af sér beislinu og syngur og dansar eins og enginn sé að horfa. At a silent disco participants listen to music wearing special noise-cancelling headphones. It’s a party where people dance and sing like nobody’s watching, letting their freak flag fly.

RIFF UPPISTAND RIFF STAND UP CENTER HOTEL PLAZA FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER KL. 19:00-21:00 Uppistandari mætir á sérstakan Happy Hour á Center Hótel Plaza. Komdu með í drykk og hlátur í góðum félagsskap. A stand up comedian will visit us at an extended Happy hour at Center Hotel Plaza. Come join us for drinks and some laughs in great company. 90


Kramhúsið ORKUSTÖÐ Í MIÐBÆNUM

SKRÁNING HAFIN Á NÝ NÁMSKEIÐ

Tr y g gð u þ é r p l á s s ! ORKA

Y Pilates Y Hatha Y Vinyasa Y Scaravelli Y Herra Yoga Y Hádegisleikfimi Y Zumba Y Músíkleikfimi Y Freestyle fusion

DANS

Y Afró Y Ballett Y Beyoncé Y Burlesque Y Bollywood Y Balkan Y Contemporary Y Flamenco Y Magadans Y Nostalgía Y Jallabína Y Tangó

BÖRN & UNGLINGAR Breikdans Y Fortnite Y Leikur og skapandi hreyfing Y

GLEÐI–GLEÐI–GLEÐI

KV I K A

Sérsniðnir einkatímar í hópefli og dansstuði fyrir vina- og vinnuhópa, steggi og gæsir – og allt þar á milli. Gengið inn frá Bergstaðastæti – Litríkt port við hliðina á Rauða Kross búðinni.

Sími 551 5103 · kramhusid.is 91


FRÆÐSLA OG MEISTARASPJÖLL EDUCATION AND MASTERCLASSES

YFIRLIT YFIR LISTAMANNSFERIL JOHN HAWKES A RETROSPECTIVE OF THE ARTIST JOHN HAWKES FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER KL. 16:00-17:30 NORRÆNA HÚSIÐ / NORDIC HOUSE Listamaðurinn John Hawkes á að baki langan og farsælan feril sem leikari. Hér stiklar hann á stóru yfir ferilinn, sýnir brot úr kvikmyndum sínum og deilir einstakri reynslu sinni í spjalli við leikstjórann Elfar Aðalsteins. The artist John Hawkes has a long and successful acting career. He will give an overview over his journey, showing clips from films and sharing his unique experience in a conversation with the director Elfar Aðalsteins.

92

CLAIRE DENIS MEISTARASPJALL CLAIRE DENIS MASTERCLASS MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER KL. 12:30-14:00 NORRÆNA HÚSIÐ / NORDIC HOUSE Meistaraspjall með hinum nafntogaða franska kvikmyndaleikstjóra og höfundi, Claire Denis, sem er heiðursgestur RIFF í ár og viðtakandi verðlauna fyrir framúrskarandi listræna sýn. Auður Ava Ólafsdóttir, rithöfundur, ræðir við hana. A masterclass with Claire Denis, the acclaimed French auteur director. Claire Denis is an honorary guest at RIFF and the recipient of the Creative Excellence Award. Moderated by the Icelandic author Auður Ava Ólafsdóttir.


NANCY BISHOP ALÞJÓÐLEG MARKAÐSMÁLSTOFA FYRIR LEIKARA NANCY BISHOP INTERNATIONAL MARKETING SEMINAR FOR ACTORS SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER KL. 12:00-13:30 NORRÆNA HÚSIÐ / NORDIC HOUSE Málstofa með Nancy Bishop sem stýrir leikaravali og hefur notið alþjóðlegrar velgengni á því sviði, m.a. verið tilnefnd til Emmy verðlauna (Mission Impossible IV, Oliver, Child 44, Anne Frank: The Whole Story o.fl.). Áhersla verður lögð á þær aðferðir sem leikarar geta nýtt sér til að markaðssetja sig og tryggja sér störf á alþjóðlegum vettvangi. Málstofan er í samstarfi við FÍL, Félag íslenskra leikara og skráning fer fram á fil@fil.is. Ath. takmarkaður sætafjöldi. Seminar with Nancy Bishop who is a successful Emmy Award nominated international casting director (Mission Impossible IV, Oliver, Child 44, Anne Frank: The Whole Story etc.). The seminar will focus on strategies for actors to promote themselves and procure work in the international market. The seminar is in cooperation with FÍL, The Association of Icelandic Actors. Registration: fil@fil.is. Please note, limited availability.

KVIKMYNDAGERÐ Á NORÐURSLÓÐUM FILMMAKING IN THE HIGH NORTH PALLBORÐSUMRÆÐUR UM FRAMSETNINGU MENNINGAR Á NORÐURSLÓÐUM PANEL DISCUSSION ON CULTURAL PRESENTATIONS OF THE ARCTIC REGION

MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER KL. 16:00 NORRÆNA HÚSIÐ / NORDIC HOUSE Umræður um norðurslóðamálefni þar sem sýnd verður stuttmyndin The Yukon Kings í leikstjórn Emmanuel Vaughan-Lee. Sögusvið myndarinnar er hið afskekkta óseyrarsvæði Yukon Delta í Alaska þar sem við fylgjum veiðimanninum Ray Waska eftir þar sem hann kennir barnabörnum sínum að veiða lax. Emmanuel Vaughan-Lee, leikstjóri myndarinnar, Adam Baldwin sem er dagskrárstjóri hjá Anchorage safninu í Alaska, Pablo Saravanja og Jay Bulckaert frá Dead North hátíðinni munu ræða framsetningu menningar á norðurslóðum. Panel discussion about the Arctic north where there will be a screening of the short film The Yukon Kings directed by Emmanuel Vaughan-Lee. The film is set in the remote Alaskan Yukon Delta and follows Yup’ik fisherman Ray Waska as he teaches his grandkids how to fish during the summer salmon run. Emmanuel Vaughan-Lee, the director of the film, Adam Baldwin which is the Chief Programs Officer and Director at the Anchorage Museum in Alaska, Pablo Saravanja and Jay Bulckaert from the Dead North festival will have a discussion about the cultural presentations of the Arctic region.

93


MÁLÞING: AÐ BRJÓTAST INN Í HEIM KVIKMYNDATÓNSMÍÐA BREAKING & ENTERING: A FILM SCORING SYMPOSIUM FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 2019 KL. 13:00-16:00 NORRÆNA HÚSIÐ / NORDIC HOUSE Fagfólk á sviði kvikmyndatónlistar deilir þekkingu sinni varðandi það að hasla sér völl í greininni. Starfandi tónskáld ásamt áhrifafólki í kvikmyndageiranum deila reynslu sinni og spjalla við gesti málþingsins. Frábært tækifæri fyrir þá sem hafa áhuga á að semja fyrir kvikmyndir og þætti. Aðalfyrirlesari er Annette Gentz, umboðsmaður hjá Annette Gentz Music and Film Arts, Þýskalandi. Haldið í samstarfi við STEF, ÚTÓN og Tónverkamiðstöðina. Takmarkað sætapláss. A symposium with professionals in the film scoring industry. Established composers as well as agents in the business share their advice and chat with guests during the event. A fantastic opportunity for anyone interested in expanding into the field of film scoring. Keynote speaker: Annette Gentz, agent, Annette Gentz Music and Film Arts, Germany. The event is a collaboration with Iceland Music (ÚTÓN), STEF (Composers Rights Society of Iceland) and Iceland Music Information Center. Limited seating.

RIFF SPJALL / RIFF TALKS

FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 2019 KL. 16:00-19:00 NORRÆNA HÚSIÐ / NORDIC HOUSE

RIFF TALKS eru erindi frá fólki sem hefur náð árangri í kvikmyndagerð og er tilbúið að deila því með öðrum hvað þarf til þess. RIFF Talks er í anda TED Talks, en einangrað við kvikmyndagerð. Hvert spjall er flutt af sérfræðingum sem eru með yfirsýn yfir málefnið, puttann á púlsinum og átta sig á nýjustu straumum og stefnum í kvikmyndagerð samtímans. Fyrirlestrunum er ætlað að fræða og örva skapandi fólk til athafna og aðgerða, hvetja ráðandi fólk til að hugsa og vonandi virka þeir sem innblástur fyrir fólk í bransanum. Til viðbótar við RIFF TALKS verða opnar umræður. RIFF TALKS are a series of concise and polished presentations by established creative film professionals who are willing to share their knowledge of how to break through. RIFF Talks are held in the spirit of TED Talks, but focus on filmmaking. Each talk is given by speakers who have oversight on the issues and realize the current trends in the world of films. The talks aim to educate, inspire and motivate creatives, as well as challenge decision makers and those in power to rethink and reflect. The RIFF Talks will end with an open discussion. Fyrirlesarar/ Speakers: Katja Adomeit (framleiðandi / film producer), Zeina Abi Assy (höfundur og listamaður / writer and multi-disciplinary artist), Nanna Kristín Magnúsdóttir (leikkona og kvikmyndagerðarmaður / actress and filmmaker) og Gosetti Giorgio (listrænn stjórnandi/artistic director Venice film festival og/and dagskrárstjóri/main programmer at RIFF) Davíð Óskar Ólafsson (leikstjóri og framleiðandi/director and producer), Þórður Pálsson (leikstjóri/director). Opnar umræður/Open discussion: Gabor Greiner (söluaðili/sales agent) og Jakub Duszynki (einn af forsetum/co-president Europa Distribution). Takmarkað sætapláss / limited seating - skráning / registration @ riff.is/rifftalks Boðið verður uppá léttar veitingar í lok spjallsins fyrir gesti og þátttakendur. An industry drinks reception will be held after the talks for guests and participants. 94


Síminn VOD sýnir í samvinnu við RIFF þær þrjár myndir sem voru tilnefndar til Evrópskra kvikmyndaverðlauna ungra áhorfenda (EFA Young Audience Award). Myndirnar verða tiltækar á VOD Símans að lokinni Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík.

BARDAGASTELPA

MENNTASKÓLAPILTAR

(FIGHT GIRL)

(OLD BOYS)

LOS BANDO

Sjá nánar um myndirnar á næstu blaðsíðu For more information see the next page.

95


RIFF sýnir þær þrjár myndir sem kepptu um EFA Young Audience Award (evrópsk verðlaun ungra áhorfenda) í ár. Myndirnar voru sýndar í 34 löndum fyrr á þessu ári og völdu áhorfendur, 12-14 ára ungmenni, sigurmyndina. Myndirnar verða sýndar í Bíó Paradís fyrir grunnskólanemendur af höfuðborgarsvæðinu á unglingastigi. RIFF screens the three films that competed for the EFA Young Audience Award 2019. Previously this year the films were screened in 34 countries and the audience of 12-14 year olds selected the winner. The films will be screened at Bíó Paradís for teenage students in Reykjavik.

FIGHT GIRL

BARDAGASTELPA/VECHTMEISJE SKÓLASÝNINGAR / SCHOOL SCREENINGS Hin þrjóska og hviklynda Bo (12 ára) flytur í úthverfi Amsterdam með móður sinni og bróður eftir hatramman skilnað foreldra sinna. Bo sýnir óvænta hæfileika í sparkboxi og er fljótlega farin að taka þátt í hollensku meistarakeppninni. Myndin var valin sigurmynd evrópsku verðlauna ungra áhorfenda (EFA Young Audience Award) 2019.

JOHAN TIMMERS NLD, BEL 2019 / 84 min

When her parents end up in an acrimonious divorce, the headstrong, highly volatile Bo (12) moves to an Amsterdam suburb with her mother and brother. She demonstrates natural talent in kickbox and is very soon taking part in the Dutch championships. The film was elected the winner of EFA Young Audience Award 2019.

OLD BOYS

MENNTASKÓLAPILTAR SKÓLASÝNINGAR / SCHOOL SCREENINGS Þegar Agnes, leiftrandi dóttir frönskukennarans, mætir á svæðið umturnast líf Ambersons. Allt í einu er hann orðinn hjúskaparmiðlari Winchester, myndarlegu en einstaklega sljóu hetju skólans. Útlitslega séð stendur Winchester sannarlega sterkari að vígi þegar kemur að því að vinna hug Agnesar en Amberson hefur vitsmunina.

TOBY MACDONALD GBR, SWE 2018 / 96 min

When the French teacher’s fiery daughter Agnes arrives, Amberson’s life is turned upside down. He suddenly finds himself playing matchmaker for Winchester, the school’s handsome but spectacularly dim school-hero. Winchester definitely has the looks to win over Agnes but it’s Amberson who has the wits.

LOS BANDO LOS BANDO

28.09 BÍÓ PARADÍS 2 02.10 BÍÓ PARADÍS 1

14.45 +QA 15.00

Skemmtileg vegamynd um unga hljómsveit sem í kapphlaupi við tímann og á flótta undan lögreglu og foreldrum leggur í brjálæðislega ferð um þveran Noreg til að komast á landskeppni í rokktónlist.

CHRISTIAN LO NOR, SWE 2019 / 94 min

96

Los Bando is a feel-good road movie about a young band who embark on a crazy journey across Norway to attend the National Championships of Rock ­in a race against time, the police and their parents.


HLJÓMLEIKABÍÓ — LÓI, ÞÚ FLÝGUR ALDREI EINN MOVIE CONCERT — PLOEY, YOU NEVER FLY ALONE SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER KL. 16:00 HOF, AKUREYRI Alvöru íslenskt hljómleikabíó. Á tónleikunum verður teiknimyndin LÓI – Þú flýgur aldrei einn sýnd við lifandi flutning Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands sem hljóðritaði margrómaða kvikmyndatónlist Atla Örvarssonar við þessa vinsælu teiknimynd. Tónskáldið sjálft stjórnar. Fjölskyldutónleikar sem enginn kvikmyndaunnandi má missa af. Samstarfsverkefni RIFF og SinfoniaNord. Miðasala á www.tix.is! A real Icelandic movie concert. The music from the animated feature Ploey – You Never Fly Alone will be performed live to projection by SinfoniaNord symphony orchestra, which recorded the score of Atli Örvarsson to this popular film. Conducted by the composer himself. A family concert not to be missed by any filmlover. Held in collaboration with SinfoniaNord. Ticket sales: www.tix.is!

FJÖLSKYLDUBÍÓ Í HÚSDÝRAGARÐINUM MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER KL. 18:00 HÚSDÝRAGARÐURINN

FAMILY CINEMA IN THE REYKJAVIK PARK AND ZOO

Barnamyndin Emil í Kattholti verður sýnd í veitingatjaldinu í Húsdýragarðinum. Kjörið tækifæri fyrir fjölskyldur til að njóta kvikmyndasýningar saman. Húsið opnar kl. 18:00 og sýningin hefst kl. 18:30. The children’s movie Emil of Lonneberga will be screened in the catering tent at Reykjavik park and zoo (Husdyragardur). Great opportunity for families to enjoy a film together. The house opens at 18:00 and the screening starts at 18:30. 97


W W W. L O A . C O M

L A U G AV E G U R 9 5 - 9 9 , 1 0 1 R E Y K J AV Í K

+354 595 8575


RIFF UM ALLA BORG RIFF A RO UND TOWN Við trúum því að bíó breyti heiminum og leggjum okkur fram um að fara til þeirra sem ekki eiga heimangengt á RIFF. Við teygjum okkur út í samfélagið og sýnum áhrifaríkar myndir á bókasöfnum, hjúkrunarheimilum og fangelsum svo fáeinir staðir séu nefndir. RIFF setur unga kvikmyndagerðarmenn og framsækna kvikmyndagerð á oddinn. Kvikmyndir sem ýta við fólki, fræða og gefa nýja sýn. Það er okkur keppikefli að sem flestir unnendur kvikmynda geti notið þeirra á meðan á hátíðinni stendur og undir þeim merkjum vinnum við með RIFF um alla borg. We believe that films can change the world and we exert to reach out to those who can’t attend RIFF. We spread out and screen influential films at libraries, nursing homes and prisons to name a few locations. RIFF focuses on young filmmakers and progressive film productions. Films that touch people, educate and enlighten. It is our desired goal that most film-lovers can enjoy these films during the festival and therefore we have RIFF Around Town.


RIFF UM ALLA BORG er sérstakt átak RIFF til þess að koma kvikmyndum til þeirra sem eiga erfitt með að sækja sjálfa hátíðina.

RIFF AROUND TOWN is a special RIFF initiative which aims to connect audiences that may find it difficult to attend the festival with great films.

FANGELSISBÍÓ / PRISON CINEMA RIFF bíður vistmönnum Litla Hrauns og Hólmsheiði uppá sérstaka sýningu á heimildarmyndinni Lögmaður. Myndin fjallar um Leu Tsemel sem er af íslraelskum gyðingsættum og hefur haldið uppi vörnum fyrir bæði Ísraela og pólitíska fanga frá palestínu í næstum 50 ár. (bls. 37) RIFF will host a special screening of the documentary Advocate for inmates of Iceland’s largest prisons Litla Hraun and Hólmsheiði. The film follows the Jewish-Israeli lawyer Lea Tsemel who has worked to defend both people from Israel and Palestine for nearly 50 years. (pg. 37)

HJÚKRUNARHEIMILI / NURSING HOMES Heimildarmyndin Síðasta haustið eftir Yrsu Roch Fannberg verður sýnd á dvalar- og hjúkrunarheimilunum Grund og Mörk fyrir dvalargesti. Hér er á ferðinni einstök innsýn inn í samband mannsins við náttúruna og dýrin. (bls. 29) The documentary The Last Autumn by Yrsa Roch Fannberg will be screened for the senior citizens at the nursing homes Grund and Mörk. The film is a unique look into the special relationship between man, nature and livestock. (pg. 29)

Í STUTTU MÁLI! / SHORTS MATTERS! Í STUTTU MÁLI! er kvikmyndaferðalag evrópsku kvikmyndaakademíunnar sem færir áhorfendum í Evrópu og víðar tilnefndar stuttmyndir. Á íslandi verða myndirnar sýndar í hinum ýmsu bókasöfnum, félagsmiðstöðvum og víðar á höfðuborgarsvæðinu. Einnig eru myndirnar sýndar í Bíó Paradís sem hluti af dagskrá RIFF (sjá bls. 79-81). SHORTS MATTERS! is the European Film Academy’s short film tour which brings award-nominated short films to audiences across Europe – and beyond. In Iceland the films will be screening at libraries, youth centres and other venues around town. The shorts are also a part of the official RIFF program (see page 79-81). 100


ÁTTU EINA MÍNÚTU? DO YOU HAVE A MINUTE? ARTIFICIAL SCARCITY Mínútumyndir (The One Minutes) er alþjóðlegt tengslanet helgað kvikmyndum. Frá árinu 1998 hafa The One Minutes framleitt og dreift yfir 17.000 vídeóverkum eftir listamenn frá yfir 120 löndum. RIFF er þakklátt fyrir hið skapandi samstarf sem það hefur átt við The One Minutes síðustu árin. Mínútumyndirnar verða sýndar á bókasöfnum og í versluninni Fischer við Fischersund 3 á meðan RIFF hátíðin stendur yfir. Í ár bjóðum við upp á myndaseríu frá Hollandi sem var stýrt af Harm van den Dorpel og ber heitið „Gerviskortur“ („Artificial Scarcity“). Fjallað er um hugtakið gerviskort, félagsleg og pólitísk áhrif algrímstilveru og myndir sem búnar eru til af gervigreind. The One Minutes is a global network devoted to the moving image. Since 1998, The One Minutes has produced and distributed more than 17.000 video works by artists from more than 120 countries. RIFF is grateful for its creative collaboration with The One Minutes these last few years. During the festival The One Minute films will be screened in libraries

and the store Fischer at Fischersund 3, 101 Reykjavik. This year we bring you a new series from the Netherlands called ‘Artificial Scarcity’, curated by Harm van den Dorpel. They address the concept of artificial scarcity, the social and political implications of algorithmic modes of existence, and artificial intelligence-generated compositions. Margarethe Kollmer, The Thing Is, 2019 Culturesport, Rotterdam, 2019 Dario Ricciardi, Summer, 2014 Chris Furby, Invisible Boundaries, 2019 Maria Montesi, Red sky at night, 2017 Margarethe Kollmer, The Thing Is, 2019 Mary Helena Clark, Valves, 2017 Habib William Kherbek, You Touch, You Buy, 2016 Brian Tessler, Destiny/Fate (Keep Going), 2018 Michael Guidetti, excerpt from “Likeness”, 2017 Jessey de Nijs, Without Memory, 2019 Margarita Maximova, Tritone, 2019 Holly Childs, Untitled, 2019 Sara Daniel, Just a matter of, 2019 Alfie Dwyer, Free Entry, 2017

101


VERÐLAUN AWARDS UPPGÖTVUN ÁRSINS: GULLNI LUNDINN DISCOVERY OF THE YEAR: THE GOLDEN PUFFIN Myndirnar í keppnisflokknum Vitranir eru allar fyrsta eða annað verk leikstjóra. Ein verður útnefnd Uppgötvun ársins og hlýtur að launum aðalverðlaun RIFF, Gyllta Lundann. The films in our competitive category New Visions are all debut or sophomore efforts. One will be named Discovery of the Year and receive the Golden Puffin.

DÓMNEFND / JURY JAKUB DUSZYNSKI Jakub Duszynski sér um dreifingu kvikmynda, er dagskrárstjóri og fyrrverandi forseti Europa Distribution. Jakub Duszynski is a film distributor, festival programmer and former co-president of Europa Distribution.

STEINUNN ÓLÍNA ÞORSTEINSDÓTTIR Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir er íslensk leikkona. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir is an Icelandic actress.

NICK DAVIS Davis er kvikmyndagagnrýnandi hjá Film Comment og dósent í kvikmyndafræðum við Northwestern háskólann í Bandaríkjunum. Davis is a film critic at Film Comment and an Associate Professor of film studies at Northwestern University in the United States.

102


VERÐLAUNIN ÖNNUR FRAMTÍÐ A DIFFERENT TOMORROW AWARD DÓMNEFND / JURY GABOR GREINER Gabor Greiner er yfirmaður aðfanga og meðframleiðslu hjá Films Boutique. Gabor Greiner is head of Acquisitions & Coproductions at Films Boutique.

HANNA BJÖRK VALSDÓTTIR Hanna Björk Valsdóttir er íslenskur framleiðandi heimildarmynda og leikstjóri. Hanna Björk Valsdóttir is an Icelandic documentary producer & director.

HRAFNHILDUR GUNNARSDÓTTIR Hrafnhildur Gunnarsdóttir er íslensk kvikmyndagerðarkona. Hrafnhildur Gunnarsdóttir is an Icelandic filmmaker.

STUTTMYNDAVERÐLAUN SHORT FILM AWARDS DÓMNEFND / JURY ZEINA ABI ASSY Zeina Abi Assy er margmiðlunarlistamaður frá Líbanon. Hún sér um gagnvirka dagskrá hjá Tribeca kvikmyndahátíðinni. Zeina Abi Assy is a media artist from Lebanon. She is Director of Interactive Programs at the Tribeca Film Institute.

HEATHER MILLARD Heather Millard er kvikmyndaframleiðandi sem býr á Íslandi. Heather Millard is an Iceland based film producer.

ADAM BALDWIN Adam Baldwin er dagskrárstjóri hjá Anchorage safninu í Alaska. Adam Baldwin is the Chief Programs Officer and Director at the Anchorage Museum in Alaska. 103


GULLNA EGGIÐ / THE GOLDEN EGG DÓMNEFND / JURY ÁRNI ÓLAFUR ÁSGEIRSSON Árni Ólafur Ásgeirsson er íslenskur handritshöfundur og kvikmyndaleikstjóri. Árni Ólafur Ásgeirsson is an Icelandic screenwriter and film director.

HLÍN JÓHANNESDÓTTIR Hlín Jóhannesdóttir er kvikmyndaframleiðandi frá Reykjavík. Hlín Jóhannesdóttir is a Reykjavík based film producer.

ÁSA HJÖRLEIFSDÓTTIR Ása Hjörleifsdóttir er íslenskur handritshöfundur og kvikmyndaleikstjóri. Ása Hjörleifsdóttir is an Icelandic screenwriter and film director.

MIÐASALA / TICKETS

www.riff.is 104


Take care of your skin and your environment. Founder Sóley Elíasdóttir

CLEAN BEAUTY empowered by Icelandic nature

soleyorganics.com 105


STARFSFÓLK / STAFF Stjórnandi/Festival Director Hrönn Marinósdóttir Heiðursformaður/Chairman Helga Stephenson Dagskrárstjóri/Program Director Giorgio Gosetti Dagskrárstjóri/Programmer Ana Catalá Dagskrárstjóri heimildamynda/Documentary Programmer Guðrún Helga Jónasdóttir Dagskrárstjóri hryllingsmynda/Horrorfilm Programmer Gunnar T. Eggertsson Dagskrárdeild/Program Department Umsjón/Coordinators Ana Catalá Aðstoð/Assistant Carolina Betancourt Ritstjóri/Editor Sigurlín Bjarney Gísladóttir Framleiðsla/Production Management Framleiðandi/Festival Producer Ingibjörg Gréta Gísladóttir Aðstoð/Festival assistants Rachel Farrugia Sihan Yang Irina Maksimoska Umsjón sjálfboðaliða/Volunteers Coordinator Amanda Barron Bílstjóraumsjón/Drivers Coordinator Malwina Bieniawska Umsjón með sýningareintökum/ Print Traffic Coordinator Julia Garbe Aðstoð/Assistant Rachel Farrugia Markaðs- og kynningarmál Markaðsmál/Marketing Jenný Kristín Sigurðardóttir Kynningarmál/PR Börkur Gunnarsson Samfélagsmiðlar/Social Media Aldeilis auglýsingastofa Ólafur Daði Eggertsson Hönnun og uppsetning/Graphic Design Aldeilis auglýsingastofa Sérviðburðir/Special Events Umsjón sérviðburða/Events Producer Eva Sigurðardóttir Aðstoð/Assistant Sjafnar Björgvinsson Umsjón með sundbíói/Swim-in-cinema coordinator Ólafur Ásgeirsson Bransadagar / Industry Days Program Carolina Salas Aðstoð/Assistant Malwina Bieniawska

106

RIFF Talent Lab Listræn umsjón/Artistic Director Hilmar Oddsson Verkefnastjóri/Project Manager Carolina Salas Gestastofa/Guest Office Umsjón/Guest coordinator Juan Mateo Menendez Aðstoð/Assistant Gummi Gudmundsson Tækni- og sýningamál/Tech and Projection Jónatli Guðjónsson Aðstoð/Assistant Gunnar Anton Guðmundsson Weronika Buzuk Natalia Ratajczyk Piotr Kudrewicz Sýningarstjóri Bíó Paradís/Projection Bíó Paradís Ioannis Syrogiannis Vefhönnun/Web Ólafur Daði Eggertsson Aðstoð/Assistant Sihan Yang Miðasala/Ticket Sales Alexandra Thiele Aðstoð/Assistant Jenn Raptor Spurt og svarað/Q&A Guðrún Helga Jónasdóttir RIFF around town / RIFF around country Guðrún Elísa Ragnarsdóttir Ljósmyndarar / Photographers Donald Garth Gislason Juliette Rowland Upptökur/Videographer Arnie Rodriguez Ráðgjöf/Consulting Ottó Tynes Pennar/Writers Brynja Hjálmsdóttir Börkur Gunnarsson Prófarkalestur/Proof Reading Brynja Hjálmsdóttir Donald Gíslason Tumi Árnason Æsa Strand Viðarsdóttir RIFF Student TV Borgarholtsskóli Fjölbrautaskólinn í Ármúla Stjórn RIFF 2019/RIFF Board Baltasar Kormákur Elísabet Ronaldsdóttir Hrönn Marinósdóttir Pétur Einarsson

Að auki starfa á hátíðinni rúmlega eitt hundrað sjálfboðaliðar og erum við þeim ævinlega þakklát fyrir þeirra framlag. There are over one hundred volunteers that work at the festival. We are forever thankful for their contribution to the project.


LEIKSTJÓRAR / DIRECTORS Abramovich, Manuel Abrantes, Gabriel Adalsteins, Elfar Adnani, Shalini Alberola, Rafa Andersen, Magnús Andersson, Roy Árnason, Bergur Meira, Cristèle Alves Baena, Carlos Barber, Maddi Bellaiche, Philippe Berg, Annika Björgvinsson, Haukur Bogle, Chris Bouchnak, Abdelhamid Brameshuber, Sebastian Braun, Ulu Broomfield, Nick Brügger, Mads Buontempo, Paola Chandra, Vikas Chardronnet, Ewen Çiltepe, Arda Copper, Kelly de Burca, Benjamin Delpero, Maura Denis, Claire Diaz, César Dincel, Nazli Donzelli, Valérie Dosa, Sara Dosky, Reber Dumont, Bruno Ebersole, David Eborn, Anna Eggers, Robert Evangelidis, Panayotis Fannberg, Yrsa Roca Fattahi, Sara Fazili, Hassan Ferrente, Agostino Fgaier, Sara Fleifel, Mahdi Foweraker, Kerri Ann Gago, Álvaro Gallo, Angelica Gertten, Fredrik Geyrhalter, Nikolaus Granik, Debra Greenhill, Malcolm Roy Grozeva, Kristina Harel, Gabriel Hausner, Jessica Hawkins, Tim Travers Hersko-Ronatas, Adam Høgenni, Andrias Hrafnsson, Haukur M Hughes, Todd Huhtanen, Reetta Jacobsson, Anders Jarmusch, Jim Jones, Rachel Leah Joon Ho, Bong Borgman, Daniel Joseph Kekatos, Vasilis Kemp, Júlíus

71 73 48, 56, 92 76 73 51 32 50 70 67 71 37 59 77 76 66 63 81 42 45, 36 73 77 87 71 64 72 28 54, 55, 92 28 70 33 49 81 33 41 41 29 43 16, 17, 29 63 37 43 80 79 77 70 77 36 37, 63 57 50 33 67 64 42 51 71 67 41 36 66 33 37 33, 86 59 72 84

Keppens, Nicolas Klone, Paige Komasa, Jan Kotzamani, Konstantina Kremser, Elsa Krumov, Petar Lang, Sebastian Leifsson, Magnús Liška, Pavol Lo, Christian Riera, Elena López Lumbroso, Talia Lyne, Charlie MacDonald, Toby Magnúsdóttir, Nanna Kristín Maltese, Fabrizio Marco, Javier Markovics, Karl Martinoni, Laëtitia Menghini, Santiago Mladenović, Ivana Moreira, Ana Morrison, Bill Gomez, Pablo Munoz Novaković, Maja Nyholm, Johannes Ostrikov, Pavlo Pálmadóttir, Ninna Peers, Bobbie Peter, Levin Phillipson, Heather Phlips, Matthias Pilskog, Sturla Primavera, Valentina Rääf, Leonard Rautsi, Ilja Rönnfeldt, Hilke Ruschetti, Ennio Sadat, Shahrbanoo San Martín, Agustina Sanidis, Efthimis Kosemund Scholtens, Jörgen Scott, Jared P. Sidi-Boumédiène, Amin Söderlund, Patrik Sólnes, Katla Sorogoyen, Rodrigo Mitevska, Teona Strugar Sztepanov, Sofija Thorsson, Marteinn Larsen, Sidse Thorstholm Timmers, Johan Tom, Gentle Tseden, Pema Tsiteladze, Rati Valchanov, Petar Valkeapää, J-P Varda, Agnés Vaughan-Lee, Emmanuel Voet, Kate Vuorinen, Elli Waad, Al-Khateab Wagner, Bárbara Wang, Nanfu Youmans, Phillip Zekavat, Peiman Zhang, Jialing

81 77 29 72 64 80 79 51 64 96 79 73 70 96 22, 49, 94 43 77 63 79 67 28 79 88 81 70 66 81 50 87 64 80 81 42 36 50 67 50 67 29 72 72 76 37 30 51 51 45 45 76 49 42 96 76 32 80 33 32 34 87 76 71 41 72 38 28 76 38

107


TITLASKRÁ / FILM INDEX 16 December 16. desember Á milli tengsla og brúks Aatos og Amine Abou Leila About Endlessness Above 592 Meters Að hausti Að rísa upp Að setja niður fána Að vori Advocate All The Fires The Fire Andfemínisti Antifeminist AQUAPARQUE Arenal Árin Bad Assistant Bál bálanna Balloon Bardagastelpa Between Relating and Use Black Sun Blaðberinn Blaðra Blár drengur Blue Boy Börn hinna dauðu Brennandi reyr Burkina Brandenburg Komplex Burning Cane California Dreaming Cardin tískuhúsið Carrots Chaos Chocolat Clay Cold Case Hammarskjöld Corpus Christi Cuckoo Dachra Dauðlangar að koma aftur Dawson City: Frozen Time Die Kinder der Toten Dogs Don’t Wear Pants Dóttir einhvers Dovetail Dying to come back Earth Earthrise Ég skrifaði undir Eins barns þjóð Ekki illa meint Electric Swan End of Sentence Evil Ed Faðirinn Fangi samfélagsins Ferðalangur að nóttu Fifteen

108

70 70 70 36 30 32 71 76 72 87 51 37 72 76 76 79 73 80 77 72 32 96 70 71 50 32 71 71 64 28 81 28 43 41 50 63 55 50 37 & 45 29 76 66 77 88 64 32 76 51 77 37 87 79 38 71 72 48 66 33 80 37 76

Fight Girl Fimmtán Fjarlægðin milli okkar og himinsins Fjórða örlagagyðjan Flóttinn For Sama Fyrir Sömu Gámurinn Geimfarar Geimflaugin Geimhundar God Exists, Her Name is Petrunya Gods of Molenbeek Graduation ‘97 Guð er til, hún heitir Petrunya Gulrætur Hand in Hand Happily Never After Hátt uppi Heiður þeim sem heiður ber Helsinki Mansplaining Massacre High Life Hin stórkostlega óheppna stytta Hinir dauðu deyja ekki Hleyptu sól í hjarta Hönd í hönd Honour above all House of Cardin Hreyfingar nálægs fjalls Hræðilega Ivana Hrútskýringarblóðbaðið í Helsinki Hulin hetja Hundar klæðast ekki buxum Hver er skaðinn Í móðurætt I Signed the Petition Illi ed In the Fall Invisible Hero Irving Park Ivana the Terrible Joan of Arc Jóhanna af Örk Jói litli Jörð Kaliforníudraumur Glundroði Kapítalisti Kapitalistis Koko-di Koko-da Kontener Kraftar Kúkú! Kvoða Kyrralíf La Noria Lasting Marks Leir Léleg aðstoðarkona Let The Sunshine In Lieutenant at Arms

96 76 72 77 76 41 41 79 87 76 64 42 36 81 42 50 67 49 55 51 67 55 73 33 55 67 51 41 63 28 67 70 32 80 28 79 66 76 70 43 28 32 32 64 37 43 63 81 81 66 79 73 76 59 71 67 70 50 77 55 77


TITLASKRÁ / FILM INDEX Líkami Krists Little Joe Lögmaður Lok afplánunar Los Bando Lullaby Mæður okkar Marianne & Leonard: Ástarorð Marianne & Leonard: Words of Love Maternal Maya Menntaskólapiltar Meryem Midnight Traveller Milk Mínútumyndir Mjólk Monster God Movements of a Nearby Mountain Munaðarleysingjahælið Nénette and Boni Nenette og Boni Night Song No Ill Will Nobadi Notre Dame Nótt plastpokanna Nýr dagur í Eyjafirði Ofan við 592 metra Old Boys Ódauðlegur humar Óleyst mál Hammarskjölds One Child Nation Our Mothers Pabbahelgar Paperboy Parasite Parísarhjólið Prisoner of Society Push Realms Resin Ríki Rise Sandur Scaling Iceland Selfie Shadow Boxing Shame Síðasta haustið Silence of the Fish Sjáandinn og hið ósýnilega Sjálfa Skalar Íslands Skilaboðin Skömm Skrímsladrottinn Skuggabox Sníkjudýr Somebody’s Daughter Space Dogs

29 64 37 48 96 67 28 42 42 28 77 96 81 37 67 101 67 72 63 29 & 59 55 55 76 71 63 33 67 51 71 96 76 45 38 28 49 50 33 29 80 36 51 59 51 72 73 51 43 73 80 29 50 49 43 51 50 80 72 73 33 76 64

87 Space Invaders 71 Still Lives 37 Stóri græni veggurinn 59 Stormsystur 55 Súkkulaði 86 Sundbíó: Skrímslið 72 Svanafiðringurinn 70 Svo kemur kvöldið 71 Svört sól 86 Swim-in Cinema: The Host 59 Team Hurricane 64 The Children of the Dead 33 The Dead Don’t Die 72 The Distance Between Us and The Sky 79 The Escape 33 The Father 73 The Forces 77 The Fourth Parcae 37 The Great Green Wall 29 The Last Autumn 49 The Last Tour 29 The Lighthouse 73 The Marvelous Misadventures of the Stone Lady 67 The Night of the Plastic Bags 50 The Note 101 The One Minutes Collection 29 & 59 The Orphanage 45 The Realm 76 The Rocketship 49 The Seer and the Unseen 80 The Years 79 Þeir sem þrá 70 Then comes the evening 50 Þögn Silungur 79 Those who Desire 67 Þula 36 Þvingun 87 To Plant a Flag 41 Transnistra 32 Um óendanleikan 36 Una Primavera 77 Undirliðsforingi 87 Upprisa jarðar 81 Útskriftin ‘97 70 Varanleg ör 34 Varda by Agnès 49 Veröld sem var 57 Vetrarmein 42 Vetrarþrá 81 Villidýr 29 Vitinn 36 Vorið 80 What’s the Damage 81 Wildebeest 77 Wilma 42 Winter’s Yearning 57 Winter’s Bone 51 With the Arrival of Spring 42 XY Chelsea 45 Yfirráðasvæðið

109



111


112


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.