Page 1


/ UMMÆLI ERLENDRA BLAÐAMANNA OG GESTA

“With its reputation growing every year, the Reykjavík International Film Festival is becoming an important stop on the festival circuit. Providing mostly great films with many outstanding performances and a beautiful country to see them in, there’s not really much more you can ask for.” LAWRENCE BOYCE, LITTLEWHITELIES, 07. OKTÓBER 2009

“Iceland’s annual celebration of young filmmakers is local and lowkey – but attracts some of the world’s hottest names.” ALAN EVANS, THE GUARDIAN, 3. OKTÓBER 2011

“My experience at the Reykjavik International Film Festival was fantastic. It is an unusual place (to say the least) and the people are gracious, respectful and also a little wild -- a great combination in my opinion. I am very happy to have had this experience and to have met so many cool people interested in films, music, literature, elves, and the many mysteries of human nature. Thank you!” JIM JARMUSCH, HEIÐURGESTUR RIFF, OKTÓBER 2010

“In other words, this is not a festival of Icelandic films but a festival that takes place in Iceland, and in a country that has always taken its cultural life very seriously — an imposing postmodern opera house overlooking the harbor here opened just a few months ago — the event is a sort of affirmation that life will go on.” RICHARD BERNSTEIN, THE NEW YORK TIMES, 30. SEPTEMBER 2011


/ UM ALÞJÓÐLEGA KVIKMYNDAHÁTÍÐ Í REYKJAVÍK

RIFF – Reykjavík International Film Festival – er metnaðarfull kvikmyndahátíð sem haldin er árlega að hausti, í ellefu daga í lok september. Á hátíðinni eru sýndar um 130 kvikmyndir frá yfir 40 löndum héðan og þaðan af jarðkringlunni. Í takt við alþjóðlegt orðspor Íslands sem skapandi og framsýnnar þjóðar, leggur RIFF áherslu á það allra ferskasta og mest skapandi í sjálfstæðri kvikmyndagerð. Upprennandi vonarstjörnur í kvikmyndageiranum, sérstakir viðburðir á borð við kvikmyndatónleika, sundbíó, bílabíó, ljósmyndasýningar, ráðstefnur um kvikmyndaiðnaðinn og kvikmyndalistina... allt hefur þetta átt sér heimili á RIFF.


Hátíðin starfrækir enn fremur skrifstofu kvikmyndaiðnaðarins, RIFF Industry Office, sem ætlað er að veita blaðamönnum, söluaðilum og kaupendum upplýsingar, miðla kvikmyndum í gegnum sýningarsafn (e. Video Library) sem starfrækt er meðan hátíðin stendur yfir, og hún skipuleggur einnig í samráði við fagaðila fundi og málsverði og þróar tengslanet. RIFF hefur frá stofnárinu 2004 náð ótrúlegum árangri innanlands og sem viðkomustaður fyrir áhugafólk um kvikmyndir alls staðar að. Hátt í þrjátíu þúsund Íslendingar sækja sýningar hátíðarinnar og erlendu gestirnir verða sífellt fleiri. Nú þegar hátíðin er svona sterk heima fyrir og með jafngott orðspor meðal þeirra erlendu gesta sem hafa kynnst hátíðinni undanfarin ár, þá teljum við að tími sé kominn til að taka næsta skref í þróun hátíðarinnar. Rekstur RIFF Industry Office hefur gefist vel og nú teljum við tímabært að vinna með markvissari hætti að því að koma á alþjóðlegum kvikmyndamarkaði RIFF. Einstök landfræðileg lega Íslands verður nýtt til að tengja kvikmyndamarkaði Norðurlanda við Kanada og Bandaríkin. Þótt dreifingaraðilar hafi sótt hátíðina í nokkur ár, viljum við í ár og til framtíðar stækka hlut þeirra mjög. Sýningarsafnið verður stórbætt og kaupstefnum um glænýjar kvikmyndir verður komið á. Fulltrúum frá öllum helstu dreifingaraðilum heims verður boðin þátttaka í markaðnum og í ráðstefnum sem munu fara fram samhliða honum. Þannig verður til umræðugrundvöllur og þekking sem nýtist jafnt innanlands og utan. Hátíðin hefur ekki átt í erfiðleikum með að lokka til sín mikilvægt fólk úr kvikmyndageiranum á undanförnum árum, og hafa gestir þessir haft sterk áhrif á alþjóðlega aðsókn og umfjöllun. Meðal heiðursgesta undanfarin ár má nefna Miloš Forman, Peter Greenaway, Aki Kaurismäki, Bela Tarr og Jim Jarmusch. TransAtlantic Talent Lab, sem er alþjóðleg smiðja (e. workshop) fyrir unga og upprennandi kvikmyndagerðarmenn, hefur orðið ótrúlega vinsæl á skömmum tíma, og komast færri að en vilja. Aðalverðlaun hátíðarinnar, Gullni lundinn, eru eftirsóknarverð og myndir sem þau hafa hlotið hafa oft átt farsælan feril í kjölfarið á kvikmyndahátíðum og í kvikmyndahúsum. RIFF hefur komið sér kyrfilega fyrir á kortinu; nú er að stækka punktinn.


Stjórnandi hátíðarinnar er Hrönn Marinósdóttir. Alþjóðlegir aðstandendur eru: Giorgio Gosetti, dagskrárstjóri á Feneyjarhátíð, Dimitri Eipides, dagskrárstjóri í Toronto og Þessalóniku; Helga Stephenson, fyrrum stjórnandi Toronto hátíðar en hún er heiðursformaður hátíðarinnar, Peter Wintonick, kanadískur framleiðandi og Harlan Jacobsson, bandarískur blaðamaður og dagskrárstjóri. Í kvikmyndaráði sitja: Baltasar Kormákur, Dagur Kári Pétursson, Friðrik Þór Friðriksson, Sigurjón Sighvatsson, Kristín Jóhannesdóttir, Elísabet Ronaldsdóttir og Valdís Óskardóttir. Meðal bakhjarla hátíðarinnar eru Menntamálaráðuneytið, Reykjavíkurborg, Center Hotels, Norræna húsið, Media og Iceland Express. Meðal ótal framtíðarverkefna hátíðarinnar er að færa kvikmyndir inn í fangelsi og geðsjúkrahús og yfirskrift þess verkefnis segir margt um afstöðu okkar til kvikmyndalistarinnar:

Bíó breytir heiminum.


/ UMMÆLI ERLENDRA BLAÐAMANNA OG GESTA

“Reykjavik is a fabulous film festival and a fabulous town in a fabulous country. And if you ever get a chance to visit any or all of the three, seriously go out of your way. The festival is remarkably intimate and well-organized, and gives you the perfect summer camp vibe that only the best smaller film festivals pull off.” PETER KNEGT, INDIEWIRE.COM 2010

“Despite its tiny population, Iceland is an annual host for one of the more interesting film festivals around, the Reykjavik International Film Festival.“ FILMOPHILIA, JÚLÍ 2011

“The festival is an impressively large and international event, not only for so small a country (population, 300,000) but also for one that was financially prostrate just three years ago, having suffered a national bankruptcy during the global crisis of 2008.” RICHARD BERNSTEIN, THE NEW YORK TIMES, 30 SEPTEMBER, 2011

“RIFF brings our city a colourful selection of films coming from all around the world”. JÓN GNARR, BORGARSTJÓRI REYKJAVÍKUR. OPNUNARRÆÐA RIFF 2011


Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík  
Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík  

Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík

Advertisement