RIFF 2006 - PROGRAM BROCHURE

Page 64

64

Heimildarmyndir | Documentaries

Dæmdir heim Sentenced Home David Grabias and Nicole Newnham (US) 2006 76 mín, Digital Beta

Iðnó kl. 16 | 28.9 kl. 22 | 4.10 kl. 14 | 5.10

Á áttunda áratugnum var nokkrum fjölda flóttamanna frá Kambódíu veitt hæli í Bandaríkjunum. Þeim var þó ekki veittur ríkisborgararéttur heldur einungis heimild til „varanlegrar búsetu“ (e. permanent residency) sem reyndist þó villandi nafngift svo ekki sé meira sagt. Með öllu eignalausir enduðu flestir flóttamannanna í sumum af verstu stórborgarhverfum Bandaríkjanna og þegar þeir komust á táningsaldur mynduðu margir drengjanna glæpagengi og komust í kast við lögin. Við sakfellingu glæps (e. felony) töpuðu þeir lagalega séð búseturéttinum en það var fyrst eftir þær markvissu stefnubreytingar sem fylgdu í kjölfar 11. september 2001 að farið var að vísa þeim markvisst úr landi – og gilti þá engu þótt þeir væru fyrir löngu orðnir heiðvirðir fjöldskyldufeður. Hér er rakin saga þriggja af 1500 Kambódíu-könum

sem þurfa nú að yfirgefa fjölskyldu og vini og halda til landsins sem þeir yfirgáfu sem ungabörn fyrir þremur áratugum. In the seventies numerous refugees from Cambodia arrived in the United States. Instead of citizenship they were granted “permanent residency” which turned out to be quite a misnomer. Most of the refugees ended up in some of the most impoverished and crime-ridden neighbourhoods, and as teenagers many of the boys received felony-sentences. In doing so they lost their legal right to stay, but it was only after September 11th 2001 that they began to be systematically deported – and then it mattered little if they had become respectable “citizens”. Sentenced Home tells the story of three of the 1500 Cambodian-Americans that must now leave family and friends for the country they left as infants three decades ago.

Brosað á stríðssvæði

– og listin að fljúga til Kabúl

Smiling in a War Zone – and the Art of Flying to Kabul Simone Aaberg Kærn og Magnus Bejmar (DK) 2005 78 mín, SP Beta

Iðnó kl. 20 | 28.9 kl. 22 | 2.10 kl. 16 | 3.10

Eftir að hafa lesið um draum afgönsku stúlkunnar Farial ákveður danska lista- og flugkonan Simone Aaberg Kærn að kaupa sér flugvél og fljúga til Kabúl í von um að mega láta draum Farial rætast. Hún lætur það ekki stöðva sig þótt dýrasta flugvélin sem hún hefur efni á sé fjörutíu ára gömul Piper-Colt og leggur ótrauð af stað í þessa sex þúsund kílómetra löngu ferð. Þegar hún loks kemur að landamærum Afganistan gefur Bandaríkjaher henni ekki leyfi til að fljúga inn í lofthelgi landsins en Simone slær hvergi af í baráttu sinni fyrir frelsi „skýjum ofar.“ Þessi skemmtilega mynd er ekki einungis einstök ferðasaga heldur veitir hún jafnframt innsýn í ólíka stöðu kvenna víða um heim. Danish artist Simone Aaberg Kærn reads in a newspaper about a teenage girl from Afghanistan whose dream is to become a pilot. Being a pilot herself

Simone identifies with the girl and decides to make her dream come true. She buys a plane – although the most expensive one she can afford is a forty year old Piper-Colt – and begins the six thousand kilometre journey to Kabul. When she finally arrives at the border of Afghanistan the US military refuses her entry, but Simone is not willing to give up her fight for the freedom of the skies. This enjoyable film is not only a remarkable travelogue but also one that sheds light on the different status of women around the world.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.