RIFF 2023 - PROGRAM BROCHURE

Page 1

DAGSRKÁ PROGRAM

DYNJANDI LÓFATAK STANDING OVATION

2

Dagskráin The Progam

Sýningarstaðir Venues

Miðar Tickets

Ávörp Addresses

RIFF Svipmyndir RIFF Snapshots

Hversu vel þekkir þú RIFF? How well do you know RIFF?

Riffarar Riffers

Verðlaunagripir Trophies

Listamenn Artists

Kveðja frá starfsfólki Staff Greeting

Films

Vitranir New Visions

Fyrir opnu hafi Open Seas

Önnur framtíð A Different Tomorrow

Heimildarmyndir Documentaries

Tónlistarmyndir Cinema Beats

Slava Ukraini

Sjö sniðugar Smart7

Frakkland í fókus France in Focus

Franskar stuttmyndir French Shorts

Meistarar og heiðursgestir Masters and Honorary Guests

Vicky Krieps

Luca Guadagnino

Kort Map

Isabelle Huppert

Nicolas Philibert

Luc Jacquet

Catherine Breillat

Ísland í sjónarrönd Icelandic Panorama

Íslenskar stuttmyndir Icelandic Shorts

Nemastuttmyndir Student Shorts

Íslenskar verðlaunamyndir Icelandic Winners

Myndir úr norðri Films From the North

frá Lettlandi Latvian Animation

Teiknimyndir
Miðnæturtryllar
Alþjóðlegar stuttmyndir
Shorts
Eggið Golden Egg Events Sérviðburðir Special Events Mínútumyndir The One Minutes Verðlaun og dómnefndir Awards and Juries Meistaraspjall Master Talks Leikstjórar Directors Titlaskrá Film Index 4 5 6-7 8-11 12-13 14-15 16-18 19 20-21 22 Kvikmyndir 23-25 27-30 33-35 37-39 41-43 44 45-47 49-51 52 53 54-55 56-57 58-59 60-61 62-63 64-65 66 67-68 69-70 71 72-73 75-77 79-81 82-83 84-87 89-91 Viðburðir 93-105 106-107 108 109 111 112-113 3 CONTENT EFNISYFIRLIT
Midnight Thrills
International
Gullna

DAGSKRÁIN THE PROGRAM

VELKOMIN Á RIFF

Í þessum dagskrárbæklingi eru fjölmargar kvikmyndir og mikið magn upplýsinga. Hér eru nokkrir punktar sem hjálpa þér að nýta bæklinginn sem best. Myndunum er raðað eftir flokkum. Hver flokkur hefur sinn lit.

Vitranir New Visions

WELCOME TO RIFF

This program contains a lot of films and a lot of information. Here are some tips to help you make good use of the booklet. The films are arranged by category. Each category has a color.

Fyrir opnu hafi Open Seas

Heimildamyndir Documentaries

Frakkland í fókus France in Focus

Önnur framtíð A Different Tomorrow

Tónlistarmyndir Cinema Beats

Sjö sniðugar Smart 7

Meistarar og heiðursgestir Masters and Honorary Guests

Ísland í sjónarrönd Icelandic Panorama

Teiknimyndir frá Lettlandi Latvian Animation

Alþjóðlegar stuttmyndir International Shorts

Sérviðburðir Special Events

GRÆN SKREF

Við viljum minna á verðmæti þessa bæklings, ekki taka þér eintak til að henda því strax í ruslið – gefðu það frekar einhverjum öðrum. Við hjá RIFF höfum tekið umhverfisvæn skref og markmið okkar er að vera í fararbroddi íslenskra hátíða í náttúruvernd. Við prentum svansvottað og færri eintök með færri blaðsíðum á umhverfisvænan pappír. Lestu meira á riff.is.

SÉRVIÐBURÐIR

Eftir upplýsingar um myndirnar er listi yfir sérvið burði. Sérviðburðir eru ekki hefðbundnar kvikmyndasýningar heldur annars konar viðburðir eins og hellabíó eða tónleikar. Passar og klippikort gilda ekki inn á sérviðburði.

TITLASKRÁ

Aftast í bæklingnum er titlaskrá. Þar geturðu flett upp öllum titlum á tveimur tungumálum og nöfnum allra leikstjóra.

RIFF.IS

Athugið að sýningartímar geta breyst og myndir geta færst á milli sala. Við mælum með að kíkja á riff.is áður en þú leggur af stað, bara til að vera viss!

+Q&A

Spurt og svarað sýningar eru sýningar þar sem leikstjórar eða aðrir aðstandendur myndarinnar svara spurningum áhorfenda eftir myndina.

Myndir úr norðri Films from the North

Miðnæturtryllar Midnight Thrills

Gullna eggið The Golden Egg

GREEN STEPS

We want to remind you about the value of this brochure, don’t take a copy if you intend to throw it in the trash right away – share it with some one else instead. We at RIFF have taken eco-friendly steps and our goal is to be in the lead amongst other Icelandic festivals to protect nature. We print fewer copies, with fewer pages on environmentally friendly paper. Read more at riff.is

SPECIAL EVENTS

After the films, our special events are listed. Special events aren’t traditional film screenings but different events such as cave cinema or concerts. Passes and clip cards are not valid for special events.

INDEX

At the back of this booklet you’ll find an index with all film titles in two languages and all directors.

RIFF.IS

Please be aware that screening times may change and films may move between screens. Check riff.is for the latest information, just to be sure.

+Q&A

After Q&A screenings the director or another representative of the film will discuss the film and answer questions.

4

VENUES SÝNINGARSTAÐIR

AÐALSÝNINGARSTAÐUR MAIN VENUE

Háskólabíó Hagatorg

107 Reykjavík

+354 850 3353

Í tilefni af tuttugustu RIFF hátíðinni höfum við tekið yfir hið sögufræga Háskólabíó sem er aðal sýningarstaður hátíðarinnar 2023. Með sér völdum munum frá Góða hirðinum og fleiri stöðum höfum við skapað notalegt svæði fyrir gesti til að slaka á á milli sýninga og blóma skreytingar unnar úr íslenskri náttúru prýða hátíðarsvæðið. Í veitingasölu Háskólabíós bjóðum við upp á áfenga og óáfenga drykki, kaffi og ýmislegt góðgæti auk þess sem veitingamenn verða með matar vagna á hátíðarsvæðinu þar sem gestir geta satt hungrið á milli sýninga. Þá má sjá myndlistarsýningu eftir listamanninn Margréti Hugrúnu Gústavsdóttur sem ber heitið Atriði.

On the occasion of RIFF’s twentieth edition, we have taken over the historical cinema Háskólabíó, which is the festival’s main venue. With specially chosen furniture from Góði hirðirinn and other places we have created a lounge area for guests to relax in between screenings and beautiful flower arrangements from Icelandic nature will adorn the festival area. In Háskólabíó’s cafeteria, we offer alcoholic and nonalcoholic drinks, coffee and various delicacies and in the festival area we will have various food trucks where guests can sate their hunger in between screenings. Guests can also view an art exhibition by the artist Margrét Hugrún Gústavsdóttir called Scenes.

UPPLÝSINGA- & GESTASTOFA INFO & GUEST OFFICE

Reykjavík Marina

Mýrargata 2

101 Reykjavík

riff@riff.is

+354 850 3343

SÉRVIÐBURÐIR SPECIAL EVENTS

Berjaya Reykjavik Marina

Mýrargata 2 101 Reykjavík

Norræna húsið / Nordic House

Sæmundargata 11

102 Reykjavík

Stúdentakjallarinn

Háskóli Íslands / University of Iceland

Sæmundargata 4

101 Reykjavík

Kex Hostel

Skúlagata 28

101 Reykjavík

Harpa Concert Hall

Eldborg Austurbakki 2

101 Reykjavík

Raufarhólshellir

Þrengslavegi

816 Ölfus

5

MIÐAVERÐ TICKET PRICE

Gildir á eina sýningu.

Valid for one screening.

Gildir á eina sýningu.

*Fyrir börn að 14 ára aldri

Valid for one screening.

*For children up to 14 years

KLIPPIKORT: 8 MIÐAR CLIP CARD: 8 TICKETS

Með klippikortinu færðu 8 miða á lægra verði! Þú getur notað kortið fyrir þig eða deilt því með öðrum. Enginn annar afsláttur gildir.

With the clip card you get 8 tickets at a discount! You can use it all by yourself or share it with others. No additional discounts apply.

HÁTÍÐARPASSI* FESTIVAL PASS*

Gildir á allar myndirnar á hátíðinni og þar með langbesti kosturinn fyrir duglegt bíófólk! Ath! Passinn gildir ekki á sérviðburði.

*20% afsláttur fyrir stúdenta, eldri borgara og öryrkja

Valid for all the films at the festival and therefore the best option for avid cinephiles! Please note that the pass is not valid for special events.

*20% discount for students, seniors & people with disabilities

Skannaðu kóðann til að fara á heimasíðu RIFF

Scan for RIFF website

STÖK SÝNING SINGLE TICKET BARNAMIÐI CHILDREN’S TICKET 20.790 kr. 12.540 kr. 2.090 kr. 1.045 kr.* 6

MIÐAR, PASSAR & KLIPPIKORT

Miðasalan á riff.is er opin allan sólarhringinn á meðan hátíðin stendur yfir.

Miðasalan í Háskólabíó er opin frá 18. september til 27. september frá kl. 11:00-16:00 og á sýningartímum yfir hátíðina.

Upplýsinga- og gestastofa RIFF er staðsett á Reykjavik Marina Hotel, Mýrargötu 2, 101 Reykjavík. Hún er opin frá 27. september til 8. október frá kl. 10:00-13:00.

Athugið að sýningartímar geta breyst og myndir geta færst á milli sala. Við mælum með að kíkja á riff.is áður en þú leggur af stað, bara til að vera viss!

WHERE TO GET TICKETS, PASSES & CLIP CARDS

Buy tickets on riff.is around the clock during the festival.

The ticket office in Háskólabíó will be open from September 18th to September 27th between 11:00-16:00 and during festival hours.

RIFF Information & Guest Office is located at Reykjavik Marina Hotel, Mýrargata 2, 101 Reykjavik. It is open from September 27th to October 8th from 10:00-13:00.

Please be aware that screening times may change and films may move between screens. Check riff.is for the latest information, just to be sure!

ALLT UM HÁTÍÐARPASSANN

Handhafar hátíðarpassa geta pantað miða á stakar sýningar inn á riff.is. Passinn gildir á eina sýningu á hverri mynd og gildir ekki á sér viðburði. Sýna þarf passa, skilríki og miða þegar þú ferð inn í bíósalinn.

Vinsamlegast athugið að ekki er hægt að fá miða á myndir þar sem sýningartímar skarast og að miðar eru háðir framboði hverju sinni. Hátíðarpassi er eingöngu fyrir handhafa hans, ekki er hægt að framselja hann öðrum. Handhafar hátíðarpassa skulu ætíð hafa hann uppi við og vera tilbúnir að framvísa skilríkjum.

ALL ABOUT THE FESTIVAL PASS

Festival Pass holders can order tickets for single screenings on riff.is. A Festival Pass entitles you to reserve tickets for one screening of each film, excluding special events. Upon entering the screening room you display your Festival Pass, movie ticket and ID.

Please note that you cannot reserve tickets for overlapping screenings, that tickets are subject to availability and that your Festival Pass is tied to your person. Always be prepared to show your Festival Pass and personal ID at screenings.

Skannaðu kóðann til að ná í RIFF appið Scan for RIFF app

7
OFFICE MIÐASALA
TICKET

ÁVÖRP ADDRESSES

RIFF - Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík ­ varð til sem skólaverkefni í MBA námi við Háskólann í Reykjavík. Mig óraði ekki fyrir því þegar ég gekk á fund menntamálaráðherra og full trúa menningarmála hjá Reykjavíkurborg sumarið 2004 að afraksturinn yrði þessi. RIFF var haldin í fyrsta sinn í nóvember 2004 en þar sýndum við sextán myndir og lögðum áherslu á Íslendinga sem vinna við kvikmyndagerð erlendis.

Sumir spáðu því í upphafi að RIFF yrði ekki langlíf. Það er aðallega ungt fólk sem fer í bíó og af hverju ætti það að hafa áhuga á listrænum kvikmyndum frá fjarlægum löndum? Annað kom á daginn, því fólk hefur unun af því að spegla sig í nýjum evrópskum kvikmyndum, hitta leikstjóra, taka þátt í umræðum og njóta kvikmynda frá öllum heimshornum.

Fljótlega eftir fyrsta árið fór RIFF að taka á sig þá mynd sem við þekkjum í dag. Við tókum þá ákvörðun frá upphafi að sýna myndir sem hreyfa við fólki, myndir sem skipta máli fyrir þjóð félags umræðuna en fyrst og fremst skemmtilegar og vandaðar myndir. Við höfum alla tíð lagt áherslu á að styðja við unga og framsækna kvikmyndagerðarmenn sem okkur þótti við hæfi fyrir unga kvikmyndahátíð og passa vel við menningarstefnu höfuðborgarinnar. Einkennismerki RIFF og aðalverðlaun, Gullni lundinn, og aðalflokkar hátíðarinnar; Fyrir opnu hafi og Vitranir, hafa haldið sér nánast frá upphafi.

„Við tókum þá ákvörðun frá upphafi að sýna myndir sem hreyfa við fólki, myndir sem skipta máli fyrir þjóð félags umræðuna en fyrst og fremst skemmtilegar og vandaðar myndir.“

Á þeim árum sem eru liðin frá stofnun RIFF hefur mikið vatn runnið til sjávar. Hér hefur átt sér stað góðæri og hrun, heimsfaraldur og ferðamannasprengja en í allan þann tíma hefur RIFF verið fastur liður í menningarlífi höfuðborgarinnar. Á sama tíma hefur íslenskur kvikmyndaiðnaður vaxið og dafnað og við eigum nú kvikmyndagerðarmenn á heimsmælikvarða sem myndirnar í flokknum Ísland í sjónarrönd bera vitni.

Á RIFF 2023 gætir ýmissa grasa. Kvikmyndaþjóðin Frakkland er í fókus og af því tilefni sýnum við ýmsar perlur franskrar kvikmyndagerðar. Heiðursgestir RIFF eru ekki af verri endanum en í ár tökum við meðal annars á móti franska Óskarsverðlaunaleikstjóranum Luc Jacquet, ítalska meistaranum Luca Guadagnino, og þýsk­ lúxemborgsku stórleikkonunni Vicky Krieps.

Í ár leggjum við sérstaka áherslu á yngstu áhorfendurna með hinni nýstofnuðu barnaog ungmennahátíð UngRIFF sem er haldin í fyrsta skipti. Þá sýnum við nýjan flokk á RIFF undir heitinu Sjö sniðugar sem er afrakstur samstarfsverkefnis RIFF og sex evrópskra kvikmyndahátíða.

Á svona tímamótum er vert að þakka öllum þeim tugum starfsfólks, starfsnema og sjálfboðaliða sem unnið hafa fyrir RIFF í gegnum árin, oftast óeigingjarnt starf á lágum launum. Auk þess erum við gríðarlega þakklát menningar­ og viðskiptaráðuneytinu, Reykjavíkurborg, Creative Europe, Kvikmyndamiðstöð Íslands og öllum þeim fjölda fyrirtækja og stofnana sem hafa hjálpað okkur að gera hátíðina að veruleika. Við hjá RIFF þökkum samfylgdina undanfarna tvo áratugi og hlökkum til komandi ára. Lengi lifi RIFF!

Hrönn Marinósdóttir stjórnandi RIFF festival director
8
ÁVÖRP ADDRESSES

“We made the decision from the beginning to show films that move people, films that are important for the social debate, but above all quality films that are entertaining.”

RIFF - Reykjavik International Film Festivalwas initially created as a school project in the MBA program at Reykjavik University. I never dreamed when I went to a meeting with the Minister of Education and representatives of cultural affairs at the City of Reykjavík in the summer of 2004 that the result would be this. RIFF was held for the first time in November 2004, where we showed sixteen films with a focus on Icelanders working in film production abroad.

Some initially predicted that RIFF would not be long lived. Cinema-goers are mostly young people, and why should they be interested in artistic films from foreign countries? Instead it turned out that people are delighted to reflect themselves in new European films, meet directors, participate in discussions and enjoy films from all over the world.

Soon after the first edition, RIFF began to take on the form we know today. We made the decision from the beginning to show films that move people, films that are important for the social debate, but above all quality films that are entertaining. We have always focused on supporting young and forward-thinking filmmakers, which we saw as fitting for a young film festival and compatible with Reykjavik’s cultural policy. RIFF’s mascot and main prize, the Golden Puffin, and the festival’s main categories; Open Seas and New Visions, have been present almost from the beginning.

We’ve witnessed upheavals and crises, a pandemic and tourist boom, but throughout that time, RIFF has remained a fixture in the capital’s cultural life. At the same time, the Icelandic film industry has grown and prospered, and we now have world-class filmmakers, as evidenced by the films in the category Icelandic Panorama.

The 20th edition of RIFF is more diverse than ever. This year, the film nation of France is in focus, we will be screening various gems of French cinema. RIFF’s guests of honor are not to be missed, this year we welcome, among others, the French Academy Award-winning director Luc Jacquet, the Italian emerging master Luca Guadagnino, and the brilliant German-Luxembourgish actress Vicky Krieps.

This year we are putting special emphasis on our youngest audience with the newly established children’s and youth festival YoungRIFF. We also have a new category at RIFF 2023 under the name Smart7, the result of a collaboration between RIFF and six European film festivals.

At such a turning point, it is worth thanking all the dozens of staff, interns and volunteers who have worked for RIFF over the years, most of the time doing selfless work at low wages. In addition, we are extremely grateful to the Ministry of Culture and Business Affairs, the City of Reykjavik, Creative Europe, the Icelandic Film Centre and the many companies and organizations that have helped us to make this festival a reality. We at RIFF also want to thank our audience for the companionship these past two decades and look forward to many coming years. Long live RIFF!

9 ADDRESSES ÁVÖRP

ÁVÖRP ADDRESSES

Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, skipar fastan sess í menningarlífi þjóðarinnar og er ein af birtingamyndum þess mikla krafts sem býr í kvikmyndamenningu á Íslandi. Á undanförnum árum hafa ýmsar stórstígar breytingar átt sér stað fyrir umhverfi kvik mynda gerðar í landinu sem skila sér með einum eða öðrum hætti til fólks heima í stofu, í kvik myndahúsum eða annarsstaðar bæði hér á landi og erlendis. Heimur kvikmyndanna er alþjóðlegur og margbreytilegur eins og RIFF varpar svo vel ljósi á.

Hátíðin í ár er engin undantekning en dagskrá hennar er fjölbreytt og metnaðarfull eins og venja er, þar sem innlendir og erlendir straumar mætast í hinum ýmsu flokkum og ungir og framsæknir kvikmyndagerðamenn fá tækifæri til þess að kynna myndir sínar. Ég hvet fólk til þess að kynna sér dagskrá hátíðarinnar vel og óska aðstandendum hennar, kvikmyndageiranum og öllu áhugafólki um kvikmyndagerð gleðilegrar hátíðar daganna 28. september til 8. október 2023.

„Heimur

“The world of cinema is internation al and diverse, as RIFF highlights so well.”

RIFF, Reykjavík International Film Festival, occupies a permanent place in the nation‘s cultural life and is one of the manifestations of the great power that resides in Icelandic film culture. In recent years, several major changes have taken place in Iceland’s filmmaking environment, which in one way or another benefit the people watching at home, in cinemas or elsewhere, both here in Iceland and abroad. The world of cinema is international and diverse, as RIFF highlights so well.

This year’s festival is no exception, its program is diverse and ambitious as usual, where domestic and foreign trends meet in the various categories and young and ambitious filmmakers get the opportunity to present their films. I encourage people to familiarize themselves with the festival program and wish its organizers, the film industry and all film enthusiasts a happy festival from September 28th to October 8th, 2023.

kvikmyndanna er alþjóðlegur og margbreytilegur eins og RIFF varpar svo vel ljósi á.“
10
ÁVÖRP
ADDRESSES

Haustið 2004 var RIFF kvikmyndahátíðin haldin í fyrsta sinn. Það er ótrúlegt að hugsa til þess að síðan séu liðnir tveir áratugir og að hátíðin fagni nú tuttugustu útgáfu sinni. RIFF er fyrir löngu orðin órjúfanlegur hluti af haustinu í Reykjavík og laðar að fagaðila og kvikmyndaáhugafólk í frábærri blöndu.

Kvikmyndaborgin Reykjavík nýtur sívaxandi vinsælda. Störf í kvikmyndaiðnaði hafa aldrei verið fleiri og hefur RIFF sannarlega átt sinn þátt í þeim vinsældum sem íslenskur kvikmyndaiðnaður og kvikmyndalist hefur notið á síðustu árum.

Margt hefur breyst síðan hátíðin var haldin í fyrsta sinn og gengið hefur á ýmsu í íslensku samfélagi. En í gegnum það allt hefur RIFF bara styrkst og hefur hátíðin aldrei verið glæsilegri. Aðstandendur hátíðarinnar hafa í gegnum árin verið skapandi, tekist á við áskoranir, hugsað í lausnum og skilað af sér hverri vel heppnaðri hátíðinni á fætur annarri. Það er ótrúlega dýrmætt fyrir menninguna í borginni að RIFF hafi vaxið hér og dafnað síðustu áratugi.

Ég vil óska skipuleggjendum og aðstandendum RIFF innilega til hamingju með hátíð ársins og þakka fyrir þeirra frábæra starf og framlag til menningar í Reykjavík.

Gleðilegt RIFF!

ADDRESSES ÁVÖRP

In the fall of 2004, the RIFF film festival was held for the first time. It’s amazing to think that two decades have passed since then and that the festival is now celebrating its 20th edition. RIFF has long since become an integral part of autumn in Reykjavík and attracts professionals and film enthusiasts in equal measure.

The movie city of Reykjavík continues to grow in popularity. There have never been more jobs in the film industry and RIFF has certainly played its part in the success that the Icelandic film industry and the art of cinema has enjoyed in recent years.

A lot has changed since the festival was first held and Icelandic society has gone through many changes. But through it all, RIFF has only grown stronger and the festival has never been more impressive. Through years and challenges, the people involved in the festival have remained creative, thought in terms of solutions and produced one successful festival after another. It is incredibly valuable for the capital’s culture that RIFF has grown here and prospered over the last twenty years.

I would like to sincerely congratulate the organizers and friends of RIFF on this year’s festival and thank them for their excellent work and contribution to the culture of Reykjavík.

Happy RIFF!

11
Dagur B. Eggertsson borgarstjórinn í Reykjavík mayor of Reykjavík
ADDRESSES ÁVÖRP

RIFF 20th

12
EDITION
13
20th EDITION

ÞEKKIR

1. Hvaða ár var fyrsta RIFF hátíðin haldin og hvað er hátíðin gömul? (2 stig)

2. Hvað stendur skammstöfunin RIFF fyrir? (1 stig)

3. Árið 2012 opnaði þáverandi borgarstjóri Reykjavíkur RIFF klæddur sem þekkt kvikmyndapersóna. Hvað heitir þessi fyrrverandi borgarstjóri og hvaða karakter var hann? (2 stig)

4. Árið 2016 var þetta flotta fólk heiðursgestir RIFF, hvað heita þau? (2 stig)

5. Stærsta Sundbíó RIFF var haldið í Laugardalshöll 25. ágúst síðastliðinn. Hvaða mynd var sýnd þá? (1 stig)

6. Hvað heitir hátíðarstjórnandi RIFF? (1 stig)

7. Hver er handhafi Græna lundans, umhverfisverðlauna RIFF, í ár og hvaðan er hann? (2 stig)

8. Þýsk­ lúxemborgska leikkonan Vicky Krieps er heiðursgestur RIFF í ár. Hvað heitir keisaraynjan sem hún lék í myndinni Corsage? (1 stig)

9. Einn af sérviðburðum RIFF í ár er kvikmyndasýning í jökli. Hvað heitir jökullinn og hvaða kvikmynd verður sýnd í honum? (2 stig)

10. Á RIFF 2023 sýnum við nýjan kvikmynda flokk í fyrsta sinn í samstarfi við sex evrópskar kvikmyndahátíðir. Hvað heitir flokkurinn? (1 stig)

1. What year was the first RIFF festival held and how old is the festival? (2 points)

2. What does the acronym RIFF stand for? (1 point)

3. In 2012 the mayor of Reykjavik opened RIFF dressed as a famous movie character. What was the name of the mayor at that time and what character did he appear as? (2 points)

4. In 2016 these esteemed people were RIFF’s honorary guests. What are their names? (2 points)

5. RIFF’s biggest Swim-in Cinema was held in Laugardalshöll last August. What movie was shown then? (1 point)

6. Who is the festival director of RIFF? (1 point)

7. Who is the recipient of this year’s Green Puffin, RIFF’s environmental award and where is he from? (2 points)

8. The German-Luxembourgish actress Vicky Krieps is one of RIFF’s honorary guests this year. What is the name of the Empress she played in the movie Corsage? (1 point)

9. One of RIFF’s special events this year is a film screening inside a glacier. What is the name of the glacier and what movie will be shown there? (2 points)

10. At RIFF 2023 we present a new film category in collaboration with six European film festivals. What is the name of the category? (1 point)

14
HVERSU VEL
ÞÚ RIFF? HOW WELL DO YOU KNOW RIFF?
HVERSU VEL ÞEKKIR ÞÚ RIFF? HOW WELL DO YOU KNOW RIFF?

0-4 stig: Þú ert lundaegg. Þú þráir ekkert heitar en að klekjast út og kynnast töfraheimi kvikmyndanna.

5-9 stig: Þú ert pysja. Þú ert að stíga þín fyrstu skref í hinni stóru veröld kvikmyndalistarinnar en þarft stundum smá hjálp við að takast á loft.

10-14 stig: Þú ert lundi. Þú ert nánast fullnuma kvikmyndanörd og veist ekkert betra en að gæða þér á allsnægtaborði kvikmyndanna.

15 stig: Bravó! Þú ert gullni lundinn. Stjörnur eins og þú eiga heima á rauða dreglinum.

0-4 points: You are a puffin egg. You want nothing more than to hatch and step out into the magical world of cinema.

5-9 points: You are a puffling. You’re taking your first steps into the big world of cinema, but sometimes you just need a little push to start flying.

10-14 points: You are a puffin. You’re almost a full-fledged film buff and know nothing better than feasting at the smorgasbord of cinema.

15 points: Bravo! You are a golden puffin. Stars like you belong on the red carpet.

Answers:

15
Svör: 1. 2004 and 19 ára 2. Reykjavík International Film Festival 3. Jón Gnarr og Wan­Obi Kenobi 4. Darren Aronofsky og Chloë Sevigny 5. Life of Pi 6. Hrönn Marinósdóttir 7. Luc Jacquet, Frakkland 8. Elísabet Austurríkiskeisaraynja 9. Langjökull og Into the Ice 10. Sjö sniðugar eða Smart7 1. 2004 and 19 years old 2. Reykjavík International Film Festival 3. Darren Aronofsky and Chloë Sevigny 4. Jón Gnarr and Obi-Wan Kenobi 5. Life of Pi 6. Hrönn Marinósdóttir 7. Luc Jacquet, France 8. Empress Elisabeth of Austria 9. Langjökull and Into the Ice 10. Smart7
HOW WELL DO YOU KNOW RIFF? HVERSU VEL ÞEKKIR ÞÚ RIFF?
4. 4. 3. 5.

RIFFARAR RIFFERS

Sumir fá bara ekki nóg af RIFF. Við slógum á þráðinn til tveggja þaulreyndra Riffara og spurðum þau út í upplifun þeirra af hátíðinni.

Some people just can’t get enough of RIFF. We called on two experienced Riffers and asked them a few questions about their festival experience.

1. Hvenær fórstu fyrst á RIFF?

2. Ferðu á RIFF á hverju ári?

3. Hvað ferðu vanalega á margar myndir?

4. Hver er eftirminnilegasta myndin eða viðburðurinn sem þú hefur farið á?

5. Hvað er svona heillandi við RIFF?

6. Er RIFF mikilvæg hátíð fyrir íslenskt

1. When did you first attend RIFF?

2. Do you attend RIFF every year?

3. How many films do you usually see?

4. What is the most memorable film or event you’ve attended?

5. What is so captivating about RIFF?

6. Is RIFF an important festival for Icelandic culture?

COLLAGEN CAFFEINE SUGAR-FREE
COLLAB is a hybrid that gives you both the energising benefits of natural caffeine and rejuvenating effects of pure marine collagen.

1. Fyrsta skiptið sem ég fór á RIFF var árið 2010. Ég var með brennandi áhuga á leiklist í menntaskóla og það fleytti mér einhvern veginn í aðalhlutverk á stuttmyndinni Pleisið sem var sýnd á RIFF það árið. Hafði aldrei leikið í stuttmynd áður og vissi ekkert hvað ég var að gera á svona „alvöru“ setti. En ég lærði helling af því ferli og fékk klippikort á hátíðina sem klár aðist mjög hratt.

2. Á seinustu árum hefur mér ekki gefist færi á að mæta á eins mikið af myndum og ég væri til í að sjá. Hef þó tekið allavega einn til tvo daga á hverri hátíð þar sem hversdagsleikinn verður að fá að sitja á hakanum meðan ég er í messu.

3. Þegar ég var í kvikmyndafræði þá klokkaði ég mig inn við upphaf hátíðarinnar og gerði fátt annað en að horfa á myndir alla daga. Þá var ég kominn í sirka 30 sýningar á lokadeginum.

4. Það var ótrúlegt að hlýða á David Cronenberg og fá meira að segja mynd með þeim sí ljúfa, kroppahryllingsmeistara. En sú sýning sem hefur vafið sig þétt við hjartarætur var þegar ég svaf yfir mig og ákvað að skrópa og fara í Bíó Paradís til að sjá bara eitthvað. Sá þar Starlet eftir Sean Baker og var yfir mig hrifinn. Það sem toppaði þó sýninguna var að tökustjóri myndarinnar, Radium Cheung, var á svæðinu og var meira en til í að svara öllum stórum og smáum spurningum þar til fólk var farið „jæja“ og „humma“.

5. Það eru allar líkur á því að maður uppgötvi nýju upp áhaldsmyndina sína á hátíðinni og ég get vottað fyrir það af eigin reynslu að það stendur jafn vel til boða að hitta fólkið á bak við myndina fyrir innsýn í verkið sem fæst ekki annars staðar.

6. RIFF er kjörið tækifæri til að breikka bragðskynið á allsnægtarborði kvikmynda og ef þú fílar ekki myndina sem er í sýningu, þá er alltaf valkostur að standa upp, fara og kíkja á hvað er næst á dagskrá. Hátíðin getur þannig reynst gott mótefni gegn þeirri menningarlegu meðvirkni sem einkennir of mörg hér á skerinu.

1. The first time I attend ed RIFF was in 2010. I was passionate about acting in high school and that somehow led me to play the lead role in the short film Pleisið that was shown at RIFF that year. I had never acted in a short film before and had no idea what I was doing on an “actual” film set. But I learned a lot from that process and got a clip card for the festival that I finished very quickly.

2. In recent years, I haven’t had the opportunity to attend as many films as I would have liked to see. However I’ve taken at least one or two days at each festival, when everyday life has to be put on hold while I attend mass.

3. When I was in film studies at the university, I clocked in at the start of the festival and did little else but watch films every day. Usually I had seen around 30 films by the final day.

4. It was amazing to listen to David Cronenberg and see a screening by that ever-gentle master of body horror. But the show that has wrapped itself around my heart was when I overslept and decided to go to Bíó Paradís just to see something. I saw Sean Baker’s Starlet and was very impressed. What topped the screening was that the film’s director of photography, Radium Cheung, was present and more than willing to answer all the big and small questions until people started to hum and haw.

5. There is every chance that you will discover your new favorite film at RIFF, and I can attest to that from my own experience that you can even meet the people behind the film for an insight into the work that cannot be found elsewhere.

6. RIFF is the perfect opportunity to hone your taste buds on the smorgasbord of cinema, and if you don’t like the movie that’s being shown, there’s always the option to stand up, exit and check out the next film. The festival can thus prove to be a good antidote against the cultural codependence that characterizes too many on this island.

17
RIFFERS RIFFARAR
Ólafur Björn Tómasson kvikmyndafræðingur film theorist
RIFFERS RIFFARAR

RIFFARAR RIFFERS

Þuríður Blær Jóhannsdóttir leikkona actress

1. Fyrsta minningin mín af RIFF er þegar ég fór með bekkjarbróður mínum úr Listaháskólanum á The Act of Killing. Það er mynd þar sem herforingi í Indónesíu fær að leikstýra sinni eigin útgáfu af öllum drápunum sem hann hefur framið. Það eftirminnilegasta er þögnin sem umlukti okkur þegar myndin kláraðist. Fólk svona læddist út. Og við sögðum ekki eitt orð við hvort annað eftir myndina. Það var ekki fyrr en þremur dögum seinna, eftir að hafa melt þetta, sem við gátum tjáð okkur um hana við hvort annað.

2. Já ég fer á hverju ári, ég sé mismikið eftir því hversu upptekin ég er á þessum tíma. En ég reyni alltaf að sjá eitthvað.

3. Það er mjög mismunandi eftir árum. Ég elska að fara á stuttmyndirnar. Þannig get ég séð margar myndir, á stuttum tíma. Á seinasta ári fór ég á tvo stuttmyndapakka, það voru held ég 10 stuttmyndir og allar rosalega ólíkar. Fyndnar, fallegar, ein var ógeðsleg, um mann sem er hægt og hægt að verða holóttur. Ég er með vott af trypophobiu svo ég var full af viðbjóði þarna í korter. En ég kunni að meta konseptið.

4. Í fyrra fór ég fór ég á viðburð þar sem Halldóra Geirharðsdóttir tók viðtal við leikkonuna Rossy De Palma. Það er ómetanlega lærdómsríkt sjá tvo sérfræðinga eiga í samtali um fagið sem maður hefur mestan áhuga á. Ég vil sjá meira af svoleiðis.

5. Það er svo mikil stemning. Að ræða myndina sem þú varst á við vini þína yfir vínglasi, umkringd popplykt, rétt áður en þú skýst inn á aðra mynd. Svaka bóhem en bara yndislegt. Nú á ég son, þannig ég er ekki mikið í þessari stemningu lengur, en ég er spennt að fara með honum í bíó.

6. Já svo sannarlega. Það auðgar okkur og nærir að sjá myndir frá öllum heimshornum. Ég held að við höfum öll gott af því að fara út, hitta annað fólk, horfa á myndir og ræða þær. Kynnast betur í gegnum þær. Það veitir manni svo mikinn innblástur. Annað en að sitja í sófanum og horfa á streymisveitur, sem er alveg kósý, en fyllir mann ekki sama lífi.

1. My first memory of RIFF is when I saw The Act of Killing with my classmate from acting school. It’s a movie where an Indonesian mili tary commander gets to direct his own version of all the killings he’s committed. The most memorable thing is the silence that surrounded us when the movie ended. People almost crept out. We didn’t say a word to each other after the movie and it wasn’t until three days later, after digesting the movie, that we could talk about it to each other.

2. Yes I go every year, it varies depending on how busy I am at the time. But I always try to see something.

3. It varies greatly from year to year. I love seeing short films because then I can see many films at once. Last year I went to two short film packages, I think it was around 10 short films, all very different. Funny, beautiful, and disgusting! One was about a man who slowly becomes hollow over time. I have a touch of trypophobia so I was full of disgust for that quarter of an hour. But I appreciated the concept.

4. Last year I went to an event where Halldóra Geirharðsdóttir interviewed Spanish actress Rossy De Palma. It is invaluable to see two experts have a conversation about the profession you are most passionate about. I want to see more of that.

5. It is the atmosphere. Discussing the movie you just saw with your friends over a glass of wine, surrounded by the smell of popcorn, just before you go to another screening. Very bohemian and also just lovely. Now I have a son, so I’m not much a part of this anymore, but I’m also excited to take him to the movies.

6. Yes indeed. It enriches and nourishes us to see pictures from all over the world. I think we all benefit from going out, meeting other people, seeing films and discussing them. It’s quite different from sitting on your sofa and streaming movies, which can also be cozy but doesn’t inspire you in the same way.

18
RIFFARAR RIFFERS

TROPHIES VERÐLAUNAGRIPIR

Omnom, Valdimar Reynisson og Stefán Pétur Sólveigarsson

Í tilefni af tuttugustu RIFF hátíðinni höfum við sérsmíðað einstaka verðlaunagripi í samstarfi við Omnom og Valdimar Reynisson, skógfræðing og tálguleiðbeinanda. Hinn þekkti RIFF lundi sem var upphaflega hannaður af Stefáni Pétri Sólveigarsyni verður í fyrsta sinn steyptur í gæðasúkkulaði frá Omnom og mun hvíla á viðarstöpli úr íslenskum skógi. Aldrei áður hafa slíkir verðlaunagripir verið framleiddir og fá verðlaunahafar RIFF því einstakt súkkulaðilistaverk að gjöf fyrir listræn afrek sín.

On the occasion of the 20th RIFF festival, we have custom-made a unique trophy in collaboration with Omnom and Valdimar Reynisson, forester and whittling instructor. The iconic RIFF puffin, originally designed by Stefán Pétur Sólveigarson, will be cast in artisan chocolate from Omnom for the first time and placed on a wooden pillar from Icelandic forest. Never before has such a trophy been produced, and the RIFF award-winners therefore receive a unique chocolate art piece as a gift for their cinematic achievements.

19
TROPHIES VERÐLAUNAGRIPIR

LISTAMENN RIFF RIFF ARTISTS

Alda Ægisdóttir

Alda Ægisdóttir listamaður skapaði sérstakan lundaskúlptúr fyrir RIFF 2023 sem verður til sýnis á hátíðinni. Alda hafði þetta að segja um verkið:

„Það er mikill heiður að fá að búa til lundaskúlptúrinn í tilefni af tuttugustu RIFF hátíðinni. Mér finnst mikilvægt að lundinn veiti íbúum Reykjavíkurborgar ánægju og geri hversdagslífið ævintýralegra. Þess vegna hannaði ég hann í hálfgerðum teiknimyndastíl, en ég nota þá fagurfræði gjarnan í minni eigin myndlist. Skúlptúrinn er búinn til úr málmi, hænsnaneti, gifsi, lími og epoxy og er næstum þrír metrar að hæð.“

Alda Ægisdóttir (f. 1999) býr til skúlptúra, innsetningar og notar „stop ­ motion“ hreyfimynda tæknina til að skapa ævintýraheim þar sem töfrar náttúrunnar mæta fagurfræði japanskra teiknimynda. Hún hefur sýnt víðsvegar á Íslandi, en skúlptúra hennar má til dæmis finna í búðargluggum 66° Norður á Hafnartorgi. Fyrsta stuttmynd Öldu, Sagan af bláu stúlkunni var kosin Tilraunaverk ársins á Stockfish 2023 og hefur í kjölfarið verið sýnd og unnið til verðlauna á kvikmyndahátíðum um allan heim. Alda hefur einnig starfað við leikmyndagerð hjá Stúdíó Irmu og aðstoðaði meðal annars við að hanna sviðsmynd fyrir Björk. Fleira um Öldu má finna á www. aldaaegisdottir.com.

Artist Alda Ægisdóttir created a special puffin sculpture for RIFF 2023 that will be on display at the festival. Alda had this to say about her work:

“It is a great honor to be able to create the puffin sculpture on the occasion of RIFF’s twentieth festival edition. My hope is that the puffin will give joy to the people of Reykjavík and make their everyday life more adventurous. That’s why I designed it in a cartoonish style, which is an aesthetic I like to use in my art. The sculpture is made of metal, chicken wire, plaster, glue and epoxy and is almost three meters tall.”

Alda Ægisdóttir (b. 1999) uses sculptures, installation and stop-motion animation to create a fantasy world where an alien nature is merged with an anime aesthetic. She has exhibited her artwork at various locations across Iceland, and her sculptures can for example be found in the windows display of 66° North at Hafnartorg. Alda’s first short film Story of a Blue Girl (2022) has been screened at film festivals all over the world and won multiple awards, including Best Experimental Film at Stockfish 2023. Alda has also worked for Studio Irma making props and helped make a stage set for Björk among other projects. More about Alda can be found at www.aldaaegisdottir.com.

20
LISTAMENN RIFF RIFF ARTISTS

Hugleikur Dagsson hefur unnið við að teikna kjánalegar myndasögur í rúma tvo áratugi. Hann er einnig þekktur sem grínisti, myndasöguhöfundur, handritshöfundur og leikstjóri. Hann hefur gefið út um 30 bækur, aðallega myndasögur eða teiknimyndasöfn með áherslu á svartan húmor. Hann hefur skrifað 3 leikrit, leikstýrt eigin teiknimyndaþáttum og er meðlimur í strákahljómsveit. Hann er heltekinn af kvikmyndum.

Þegar Hugleikur var beðinn um að vera listamaður RIFF í ár stökk hann á tækifærið til að teikna hinn þekkta RIFF lunda. Vegna þess að „það er eitthvað mjög ánægjulegt við að setja svona krúttlegt dýr í vafasamar aðstæður“.

www.dagsson.com

Hugleikur Dagsson has been making silly cartoons professionally for over two decades. He is also an established comedian, cartoonist, screen writer and director. He has published around 30 books, mostly comics or cartoon collections with focus on dark humor. He has written 3 plays, directed his own animated TV series and is also in a boyband. He is obsessed about movies.

When asked to be this year’s RIFF illustrator, Hugleikur jumped on the chance to draw the iconic RIFF puffin. Because “there’s something super satisfying about putting a cute animal like that into dubious positions”.

www.dagsson.com

21
LISTAMENN
RIFF ARTISTS LISTAMENN RIFF
Hugleikur Dagsson
RIFF ARTISTS
RIFF

Við sem stöndum að baki RIFF erum stolt og spennt að bjóða ykkur velkomin á tuttugustu Alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Reykjavík! Hátíð verður ekki til upp úr þurru og að þessari hátíð koma hundruð starfsmanna, starfsnema, sjálfboðaliða, listamanna, verktaka og síðast en ekki síst gesta! Ekkert jafnast á við augnablikið þegar maður sest niður í troðfullum bíósal með stóran poka af brakandi fersku poppi og leyfir töfrum kvikmyndalistarinnar að taka sig á óvæntar slóðir. Við hjá RIFF höfum gert allt sem í okkar valdi stendur til að skapa sem besta hátíðarupplifun og gefa áhorfendum tækifæri til að njóta magnaðra, dásamlegra og áhugaverðra kvikmynda á stóra tjaldinu. Gleðilega hátíð öllsömul!

E.S. Þið getið keypt þessa sérhönnuðu RIFF 2023 boli, sem við klæðumst á myndinni, á heimasíðu okkar riff.is og á aðalsýningarstað okkar Háskólabíói.

We the people of RIFF are proud and happy to welcome you to the 20th Reykjavik International Film Festival! A festival doesn’t happen out of the blue, and for this festival hundreds of employees, interns, volunteers, artists, contractors and, last but not least, guests have come together to make it happen! Nothing quite beats the moment when you sit down in a packed movie theater with a big bag of fresh popcorn and allow the magic of cinema to take you to unexpected places. We at RIFF have done everything in our power to create the best festival experience possible and give audiences the opportunity to enjoy amazing, wonderful and interesting films on the big screen. Happy RIFF everyone!

P.S. You can buy these specially designed RIFF 2023 shirts that we are wearing in the photo at our website riff.is and in our main festival venue Háskólabíó.

22
KVEÐJA FRÁ STARFSFÓLKI STAFF GREETING

NEW VISIONS VITRANIR

Í vitrunum tefla nýir leikstjórar fram sinni fyrstu eða annarri mynd og keppa um aðalverðlaun hátíðarinnar, Gullna lundann. Þessar myndir ögra viðteknum gildum í kvikmyndagerð og vísa veg kvikmyndalistarinnar til framtíðar.

In New Visions up-and-coming directors present their first or second feature films and compete for our main prize, the Golden Puffin. These films challenge cinematic conventions and pave the way for tomorrow’s cinema.

23

Family Time

Fjölskyldustund / Mummola

Berlinale Encounters: Tilnefning / Nomination

The Settlers

Landnemarnir / Los Colonos

Cannes Un Certain Regard: Tilnefning / Nomination

Tia Kouvo

FI, SE, 2023, 116 min

29.9. @ Háskólabíó 2 - 17:45 + Q&A

30.9. @ Háskólabíó 1 - 16:00 + Q&A

Á hverju ári heimsækja miðaldra systurnar Susanna og Helena heimili foreldra sinna með fjölskyldum sínum. En á hverju ári drekkur afi Lasse of mikið, amma Ella þarf að passa alla, krakkarnir eru pirraðir og systurnar rífast um tilgangslausa hluti. Eftir jólin skiljast leiðir og allir hverfa aftur til hversdagslífsins.

Every year, middle-aged sisters Susanna and Helena visit their parents’ house with their families. But just like every year, Grandpa Lasse drinks too much, Grandma Ella has to take care of everyone, the kids are fed up and the sisters argue about the most pointless things. After Christmas, everyone separates and returns to their everyday lives.

Felipe Gálvez

CL, AR, UK, TW, FR, DK, SE, DE, 2023, 97 min

3.10. @ Háskólabíó 1 - 17:00

6.10. @ Háskólabíó 2 - 13:00

Chile í byrjun 20. aldar. Auðugur landeigandi ræður þrjá hestamenn til að merkja út jaðar umfangsmikillar landareignar sinnar og opna leið til Atlantshafsins yfir hina víðáttumiklu Patagóníu. Leiðangurinn, sem samanstendur af ungum síleskum blendingi, amerískum málaliða, undir forystu kærulauss bresks undirforingja, breytist fljótlega í „siðmenntað“ áhlaup.

Chile, beginning of the 20th century. A wealthy landowner hires three horsemen to mark out the perimeter of his extensive property and open a route to the Atlantic Ocean across vast Patagonia. The expedition, composed of a young Chilean half-blood, an American mercenary, and led by a reckless British lieutenant, soon turns into a “civilizing” raid.

Ekki ætluð börnum Not suitable for children

Hægt

Sundance: Leikstjórnarverðlaun / Directing Award

Inside the Yellow Cocoon Shell

Í gula hýðinu / Bên trong vỏ kén vàng

Cannes: Gullna myndavélin / Golden Camera Winner

Marija Kavtaradzė

LT, ES, SE, 2023, 108 min

28.9. @ Háskólabíó 1 - 22:00

3.10. @ Háskólabíó 4 - 19:30 + Q&A

Samtímadansarinn Elena hittir Dovydas þegar hann kemur sem táknmálstúlkur í bekk með heyrnarlausum unglingum sem hún er að kenna. Tenging þeirra er tafarlaus, líkamleg og án hindrana. Þau dragast að hvort öðru, og á sama tíma og þau streitast á móti þeim öflum og afskiptum sem einkenna þeirra daglega líf, dýpkar samband þeirra frá platónsku yfir í rómantískt.

Contemporary dancer Elena meets Dovydas when he is assigned to interpret via sign language in a class she is teaching to deaf youth. Their connection is immediate, kinetic, and frictionless. As they gravitate toward each other, resisting the forces and interventions of their separate daily lives, their bond deepens from platonic to romantic.

Thien An Pham ES, FR, VN, SG, 2023, 182 min

30.9. @ Háskólabíó 4 - 11:00

7.10. @ Háskólabíó 4 - 11:15

Thien þarf að fara með líkamsleifar látinnar mágkonu sinnar í fjölskylduþorpið í fylgd fimm ára frænda síns. Í víetnömsku sveitinni bíða hans vofur úr æsku, minningar um bróður sem hefur yfirgefið sveitina til að byggja upp líf annars staðar, og vofa stríðsins. Dulræn pílagrímsferð til sveita landsins og hins lítt þekkta kristna minnihlutahóps sem þar býr.

Thien has to take the remains of his dead sister-in-law to the family village, accompanied by his five-year-old nephew. In the hinterland of Vietnam, spectres of his own youth, of his brother, who has left to rebuild his life elsewhere, and of the war also await him. A pilgrimage with mystical overtones, to rural parts of the country and its little-known Christian minority.

Slow
24
NEW VISIONS
VITRANIR

Solitude

Tilverur

TIFF: Heimsfrumsýning / World Premiere

The Vanishing Soldier

Hermaðurinn sem hvarf

Locarno Golden Leopard: Tilnefning / Nomination

Ninna Pálmadóttir IS, SK, FR, 2023, 77 min

28.9. @ Háskólabíó 1 - 19:00 + Q&A

28.9. @ Háskólabíó 2 - 19:45 + Q&A

Hinn sextugi Gunnar lifir einmanalegu lífi í sveitinni. Einn dag ákveður ríkið að kaupa landið hans undir virkjunarframkvæmdir og Gunnar á engra annarra kosta völ en að selja nágrannanum hestana sína og keyra til borgarinnar án þess að líta um öxl. Hann flytur í rólegt úthverfi og lifir tilbreytingarlausu lífi þar til blaðburðardrengurinn Ari ákveður að vingast við hann. Vinátta þeirra reynist afdrifarík fyrir þá báða.

Gunnar (60) lives a solitary life in the Icelandic countryside. The state decides to seize his land for a power plant, and with no other options, Gunnar gives his horses to the neighbor and drives to the capital without looking back. He moves to a quiet suburb and settles there until the paper delivery boy, Ari, decides to befriend him. Their friendship proves to be transformative for them both.

Mika Gustafson IL, 2023, 98 min

29.9. @ Háskólabíó 2 - 13:00 + Q&A

30.9. @ Háskólabíó 2 - 20:30 + Q&A

6.10. @ Háskólabíó 4 - 11:30

Shlomi, átján ára ísraelskur hermaður, flýr vígvöllinn á Gaza og heldur til kærustu sinnar í Tel Avív en uppgötvar að hernaðaryfirvöld eru sannfærð um að honum hafi verið rænt af óvininum. Upp hefst tragíkómískt ferðalag sem á sér stað á einum sólarhring á heitum og rökum götum Tel Avív og flakkar frá skelfingu til vonar, frá rómantík til martraðar.

Shlomi, an eighteen-year-old Israeli soldier, flees the Gaza battlefield and heads to his girlfriend in Tel Aviv only to discover that the IDF elite is convinced he was kidnapped in the fog of war. This is a tragi-comic journey, taking place over a period of 24 hours in the hot and humid streets of Tel Aviv, shifting from terror to hope, from romance to nightmare.

The Sweet East

Ljúfa austrið

Quinzaine: Heimsfrumsýning / World Premiere

Baan

Baan

Locarno Golden Leopard: Tilnefning / Nomination

US, 2023, 104 min

28.9. @ Háskólabíó 2 - 17:00

1.10. @ Háskólabíó 2 - 18:00

Framhaldsskólaneminn Lillian strýkur úr skólaferðalagi og í tengslum við röð óvæntra atvika ferðast hún í gegnum litróf róttækni og vitfirringar samtímans, frá fulltrúum hvítrar kynþáttahyggju til íslamskra öfgatrúarmanna, frá nútíma­pönkurum til réttsýnna framúrstefnumanna. Í hverjum áfanga ferðarinnar kemst hún í snertingu við lokaða heima, þar sem borgarar bölsótast út í hver annan, fullkomlega ómeðvitaðir um nágrannann.

High school student Lillian runs away while on a school trip and, through a series of encounters, traverses the spectrum of contemporary radicalism and madness, from white supremacists to Islamic radicals, from neo-punks to woke avant-gardists. At every leg of her journey, she comes into contact with hermetic worlds, whose citizens rant and rave to each other, blissfully ignorant of their neighbors.

Leonor Teles PT, 2023, 100 min

2.10. @ Háskólabíó 1 - 19:00

7.10. @ Háskólabíó 4 - 14:45 + Q&A

Þegar heima hættir að vera heimili, verður flökkulíf að rútínu. Tími, rúm og tilfinningar hrynja og Lissabon blandast saman við Bangkok. Fortíð, nútíð og kannski framtíð fléttast saman í þessari sögu sem hefst með fundum þeirra L og K.

When Home stops feeling like one, wandering becomes routine. Time, space and emotions implode, blurring Lisbon with Bangkok. Past, present or perhaps future intertwine in a story that begins when L meets K.

Einnig í Vitrunum : Also in New Visions:

Sean Price Williams
OPNUNARMYND OPENING FILM
83 One Night With Adela
25 NEW VISIONS VITRANIR

Kampavínsdögurður Hjá Jóni

Kampavínsglas, mimosa eða spritz af vagninum, einn klassískur réttur og ein freisting fyrir 5.900 kr.

Með sérrétti: 6.900 kr.

Verið velkomin.

Bókið borð í dögurð á dineout.is

26

Á hverju ári vekja ákveðnar myndir sérstaka athygli á kvikmyndahátíðum víða um heim. Þetta eru meistarastykki úr smiðju þekktra kvikmyndagerðarmanna jafnt sem nýgræðinga. Hér er boðið upp á rjómann af uppskeru síðasta árs.

Every year a few distinct films make the headline on the festival circuit. These are exciting and masterful works by established filmmakers and newcomers alike. Here we have the cream of this past year’s crop.

27
OPEN SEAS FYRIR OPNU HAFI

Menus Plaisirs - Les Troisgros

Smakkseðill - Les Troisgros

Norðurlandafrumsýning / Nordic premiere

Eureka

Hevreka

Cannes: Frumsýning / Premiere

Norðurlandafrumsýning / Nordic premiere

Frederick Wiseman US, FR, 2023, 240 min

8.10. @ Háskólabíó 4 - 15:00

Hinn virti heimildarmyndagerðarmaður Frederick Wiseman snýr aftur með mynd sem er gerð til að kitla bragðlaukana ­ langa skoðunarferð bak við tjöldin inn í heim franska veitingastaðarins La Maison Troisgros, sem hefur skartað þremur Michelin­stjörnum í meira en fimm áratugi.

Esteemed documentarian Frederick Wiseman’s latest is a food-lover’s heaven — a long, behind-the-scenes excursion into the world of France’s venerable restaurant La Maison Troisgros, which has held three Michelin stars for more than five decades.

Lisandro Alonso

FR, DE, PT, AR, MX, 2023, 146 min

3.10. @ Háskólabíó 2 - 17:15 + Q&A

7.10. @ Háskólabíó 4 - 20:00

Alaina er þreytt á starfi sínu sem lögreglumaður á Pine Ridge verndarsvæðinu og ákveður að hætta að svara talstöðinni. Sadie frænka hennar eyðir andvökunótt í að bíða eftir Alainu, án árangurs. Niðurbrotin, ákveður hún að fara í ferðalag með hjálp afa síns: hún mun fljúga um tíma og rúm til Suður­Ameríku og loksins mun hún hætta að horfa á gamla svarthvíta vestra sem hún tengir engan veginn við. Þá mun allt breytast.

Alaina is tired of being a police officer in the Pine Ridge Reservation, and decides to stop answering her radio. Her niece Sadie spends a long night waiting for her, to no avail. Hurt, she decides to begin her journey with the help of her grandfather: she will fly through time and space to South America, finally she will stop watching old black and white westerns that do not represent her in any way, and everything will feel different.

May December

Maí Desember

Cannes: Tilnefning / In competition

Ekki ætluð börnum Not suitable for children

Music

Tónlist

Berlinale Silver Bear: Besta handrit / Best Screenplay

Todd Haynes US, 2022, 113 min

1.10. @ Háskólabíó 1 - 21:45

5.10. @ Háskólabíó 2 - 20:45

Tuttugu árum eftir að slúðurblöðin gerðu ástarsamband þeirra þjóðþekkt, koma brestir í hjónaband Gracie og Joe þegar leikkona birtist á dyraþrepinu hjá þeim í því skyni að afla heimilda fyrir kvikmynd um fortíð þeirra.

Twenty years after their notorious tabloid romance gripped the nation, a married couple buckles under the pressure when an actress arrives to do research for a film about their past.

Angela Schanelec DE, FR, RS, 2023, 108 min

1.10. @ Háskólabíó 4 - 13:15

3.10. @ Háskólabíó 4 - 14:00

Goðsögnin um Ödipus er kjarninn í þessu meistaralega sporöskjulaga frásagnarverki þar sem hvert smáatriði, sama hversu smátt, verður að tákni – eða ekki. Þetta er mynd sem flytur okkur frá fjöllum og ströndum Grikklands til vatnanna í Berlín og ferðast í tíma frá níunda áratugnum til dagsins í dag.

The myth of Oedipus is the core of this masterful piece of elliptical storytelling in which every detail, no matter how small, becomes a sign –or not. This is a film that transports us from the mountains and beaches of Greece to the lakes of Berlin, and from sometime in the 1980s to the present day.

28 FYRIR OPNU HAFI OPEN SEAS

20,000 Species of Bees

20.000 tegundir býflugna / 20.000 especies de abejas

Estibaliz Urresola Solaguren ES, 2023, 125 min

1.10. @ Háskólabíó 4 - 10:30

7.10. @ Háskólabíó 2 - 11:00 + Q+A

8.10. @ Háskólabíó 2 - 18:30

Hrífandi uppvaxtarsaga stúlku sem kannar kynvitund sína í basknesku býflugnabónda­mæðraveldi. Hér sjáum við ótrúlega frammistöðu yngsta Silfurbjarnar verðlaunahafa sögunnar.

A stirring coming-of-age story about a girl exploring her gender identity among a Basque beekeeping matriarchy, featuring an astonishing performance from the youngest Silver Bear winner in history.

How to Have Sex

Kynlíf fyrir byrjendur

Ekki ætluð börnum Not suitable for children

The Taste of Things

Ástríðukokkurinn / La Passion de Dodin Bouffant

Molly

Walker UK, GR, 2023, 98 min

29.9. @ Háskólabíó 2 - 15:30

1.10. @ Háskólabíó 4 - 15:30

Þrjár breskar unglingsstúlkur fara saman í frí til að drekka, djamma og sofa hjá, um sumar sem ætti réttilega að vera það besta fyrr og síðar.

Three British teenage girls go on a rites-of-passage holiday – drinking, clubbing and hooking up, in what should be the best summer of their lives.

Tran Anh Hùng FR, 2023, 134 min

29.9. @ Háskólabíó 1 - 20:30

30.9. @ Háskólabíó 1 - 13:15

8.10. @ Háskólabíó 1 - 21:00

Hin óviðjafnanlega matreiðslukona Eugenie hefur unnið fyrir sælkerann Dodin síðastliðin tuttugu ár. Með tímanum þróast sameiginleg matargerðarlist og gagnkvæm aðdáun yfir í rómantískt samband. Samband þeirra verður uppspretta rétta sem gera jafnvel frægustu kokka heims agndofa. En Eugenie vill halda frelsi sínu og hefur aldrei viljað giftast Dodin. Þá ákveður hann að gera eitthvað sem hann hefur aldrei gert áður: að elda fyrir hana.

Peerless cook Eugenie has worked for the famous gourmet Dodin for the last 20 years. As time went by, the practice of gastronomy and mutual admiration turned into a romantic relationship. Their association gives rise to dishes that confound even the world’s most illustrious chefs. But Eugenie is fond of her freedom and has never wanted to marry Dodin. So, he decides to do something he has never done before: cook for her.

Do Not Expect Too Much From the End of the World

Ekki búast við of miklu frá endalokum heimsins / Nu astepta prea mult de la sfârsitul lumii

Locarno: Sérstök dómnefndarverðlaun / Special Jury Prize

7.10. @ Háskólabíó 2 - 19:30

8.10. @ Háskólabíó 2 - 15:15

Ofkeyrður og illa launaður aðstoðarmaður í framleiðslufyrirtæki þarf að taka upp öryggismyndband á vinnustað alþjóðlegs fyrirtækis. En einn viðmælandi kemur með yfirlýsingu sem neyðir hann til að endurskrifa sína eigin sögu þannig að hún hæfi frásögn fyrirtækisins.

An overworked and underpaid production assistant has to shoot a workplace safety video commissioned by a multinational company. But an interviewee makes a statement that forces him to re-invent his story to suit the company’s narrative.

Manning
29 OPEN SEAS FYRIR OPNU HAFI
Radu Jude RO, LU, FR, HR, 2023, 163 min Berlinale Silver Bear: Besti aðalleikari / Best Leading Performance Cannes: Besti leikstjórinn / Best director Cannes Un Certain Regard: Sigurvegari / Winner

Poor Things

Greyin

Myndin verður einnig sýnd í Sambíóunum Kringlunni þann 8. október. The film will also be shown in Sambíóin Kringlunni October 8th.

VEFJUR MÁLTÍÐIR SALAT HUMMUS FALAFEL HAMBORGARAR VEISLUÞJÓNUSTA

Yorgos Lanthimos

UK, IE, US, 2023, 141 min

Ótrúleg saga um hina ævintýralegu þróun Bellu Baxter, ungrar konu sem hinn snjalli og óhefðbundni vísindamaður Dr. Godwin Baxter vekur aftur til lífsins. Undir vernd Baxter er Bella fús til að læra. Æst í að kynnast heiminum sem hún þekkir ekki, flýr Bella að heiman með Duncan Wedderburn, klókum og siðspilltum lögfræðingi, og lendir í hringiðu ævintýra um víða veröld.

The incredible tale and fantastical evolution of Bella Baxter, a young woman brought back to life by the brilliant and unorthodox scientist Dr. Godwin Baxter. Under Baxter’s protection, Bella is eager to learn. Hungry for the worldliness she is lacking, Bella runs off with Duncan Wedderburn, a slick and debauched lawyer, on a whirlwind adventure across the continents.

30 FYRIR OPNU HAFI LOKAMYND CLOSING FILM
7.10. @ Háskólabíó 1 - 17:00 Ekki ætluð börnum Not suitable for children Venice: Tilnefnd sem besta mynd / Best Film Nomination
INGÓLFSTORG, SKEIFAN, HÆÐASMÁRI

YFIRBURÐAR ÍTALSKT BRAGÐ

31

RÚV okkar allra - fyrir þig

A DIFFERENT TOMORROW ÖNNUR FRAMTÍÐ

Framtíðin hefur ávallt verið okkur ókunn, en aldrei jafn óörugg. Jörðin ræður ekki lengur við ágang okkar. Við snúumst gegn hvort öðru. En við erum að læra. Flokkurinn Önnur framtíð býður upp á áhrifamiklar heimildarmyndir um mannréttinda­ og umhverfismál. Bíó getur breytt heiminum!

Our future has always been unknown, but never so unsafe. The planet will not handle our abuse any longer. We turn against one another. But we are learning. In A Different Tomorrow a light is shed on environmental and humanitarian topics. Cinema can change the world!

33

Twice Colonized

Tvínýlenduvædd

Sundance: Tilnefning / Nomination

Queendom

Drottningarríki

Motherland

Móðurland / Батьківщина

Margverðlaunuð / Multiple Awards

Theater of Thought

Leikhús hugans

Lin Alluna DK, GL, CA, 2023, 92 min

30.9. @ Háskólabíó 2 - 11:00

5.10. @ Háskólabíó 3 - 17:30 + Impact Talk

Aaju Peter, virtur lögfræðingur af inútíaættum, hefur varið ævi sinni í að berjast fyrir réttindum frumbyggja á norðurslóðum. Þegar sonur hennar tekur sitt eigið líf leggur hún af stað í persónulegan leiðangur til að draga nýlenduherra sína í Kanada og Danmörku fyrir dóm. En er hægt að breyta heiminum og lækna eigin sár á sama tíma?

Renowned Inuit lawyer Aaju Peter has led a lifelong fight for the rights of her people. When her son dies by suicide, Aaju embarks on a highly personal journey to bring her colonizers in both Canada and Denmark to justice. But is it possible to change the world and mend your own wounds at the same time?

Agniia Galdanova US, FR, 2023, 98 min

29.9. @ Háskólabíó 3 - 18:00 + Impact Talk

5.10. @ Háskólabíó 3 - 20:15

8.10. @ Háskólabíó 2 - 21:15

Gena er 21 árs gamall hinsegin listamaður frá smábæ í Rússlandi. Hún klæðist ögrandi og listrænum búningum á götum Moskvu og framkvæmir framandi gjörninga til að mótmæla meðferð á hinsegin fólki í Rússlandi Pútíns. Í blöndu af skáldskap og heimildarmynd dregur leikstjórinn Agniia Galdanova fram innri heim hins þjáða listamanns og skapar einstaka kvikmyndaupplifun.

21-year old Gena is a queer artist from a small town in Russia. She dresses in otherworldly costumes and stages otherworldly performances to protest against the way LGBTQ+ people are treated in Putin‘s Russia. In a mix of documentary and fiction, director Agniia Galdanova extends Gena‘s inner world and her struggles to create something truly unique.

Alexander Mihalkovich, Hanna Badziaka SE, UA, NO, 2023, 92 min

1.10. @ Háskólabíó 3 - 21:00

4.10. @ Háskólabíó 3 - 17:00 + Impact Talk

Sláandi sýn inn í þá grimmu menningu sem þróast hefur í her Belarús eftir fall Sovétríkjanna. Móðirin Svetlana, rannsakar dauða sonar síns. Hún hafði ekki talið það mögulegt að missa barnið sitt á friðartímum. Hún biðlar til yfirvalda að rannsaka dauða sonar síns en lendir upp á móti ráðandi öflum í landinu. Gerspilltum öflum sem virðast hafa það eina markmið að Alexander Lukashenko haldi völdum.

A harrowing look at the culture of cruelty within the Post-Soviet Belarusian army. Svetlana sets out to investigate her son’s death. She never imagined that losing her child was a possibility in peace time and is asking for fair investigation into crimes within the Belarusian army. What she comes up against is an establishment rife with corruption and cruelty that seems only intent on keeping Alexander Lukashenko in power.

Werner Herzog US, 2022, 107 min

2.10. @ Háskólabíó 1 - 21:15

6.10. @ Háskólabíó 3 - 17:15 + Impact Talk

Leikhús hugans fer með áhorfendur í ögrandi ferðalag inn í nýjustu rannsóknir á huga og meðvitund í gegnum linsu hins goðsagnarkennda kvikmyndagerðarmanns Werner Herzog. Myndin hvetur áhorfendur til að efast um hvort þeir hafi raunverulegt sjálfræði yfir hugsunum sínum, eða hvort heilinn verði óumflýjanlega yfirtekinn af hugstjórnandi tækni í nálægri framtíð.

Through the lens of legendary filmmaker Werner Herzog, Theater of Thought takes audiences on a provocative journey into the study of the mind and consciousness, daring us to question whether we truly have autonomy over our thoughts, or if our brains will inevitably become infused with mind-controlling technology in the not so distant future.

34 ÖNNUR FRAMTÍÐ A DIFFERENT TOMORROW

Youth (Spring)

Æska (Vor) / Qing Chun (Chun)

Cannes: Tilnefning / In Competition

Hérna

Berlinale Encounters: Besta mynd / Best film

Wang Bing FR, LU, NL, 2023, 212 min

Knit’s Island

Eyja Knits

Heimsfrumsýning / World Premiere

Blue Sky White Clouds

Blár himinn hvít ský / Blauer Himmel Weiße Wolken

Norðurlandafrumsýning / Nordic premiere

1.10. @ Háskólabíó 3 - 13:00 + Impact Talk

8.10. @ Háskólabíó 4 - 11:00

Zhili, 150 kílómetrum frá Shanghæ. Í þessari borg sem er miðstöð textílframleiðslu koma ungir verkamenn frá nærsveitum Jangtse­árinnar. Þau eru um tvítugt, búa saman á vist og snæða saman á göngunum. Þau vinna sleitulaust til að geta einn dag eignast börn, keypt sér hús eða komið sér upp eigin vinnustofu.

Zhili, 150 km from Shanghai. In this city dedicated to textile manufacturing, young workers come from all the rural regions crossed by the Yangtze River. They are in their early twenties, share dormitories and snack in the corridors. They work tirelessly to be able one day to raise a child, buy a house or set up their own workshop.

Bas Devos BE, 2023, 82 min

2.10. @ Háskólabíó 4 - 18:00 + Impact Talk

6.10. @ Háskólabíó 4 - 13:30

Stefan, rúmenskur byggingaverkamaður í Brussel, er að fara að flytja aftur heim. Hann eldar í stórum potti súpu úr afgöngum sem kveðjugjöf fyrir vini og fjölskyldu. Þegar hann er að fara að leggja af stað hittir hann unga belgísk­kínverska konu sem starfar á litlum veitingastað og vinnur að doktorsverkefni um mosa. Athygli hennar á hinu nánast ósýnilega fær hann til að verða um kyrrt.

Stefan, a Romanian construction worker living in Brussels, is on the verge of moving back home. He cooks up a big pot of soup with leftovers as a goodbye gift for friends and family. As he is about to leave, he meets a young Belgian-Chinese woman who is working in a little restaurant while researching her doctorate on mosses. Her attention to the near-invisible stops him in his tracks.

Ekiem Barbier, Guilhem Causse, Quentin L’Helgouac’h FR, 2023, 96 min

30.9. @ Háskólabíó 3 - 17:00 + Impact Talk

3.10. @ Háskólabíó 3 - 22:30

8.10. @ Háskólabíó 3 - 12:30

Einhvers staðar á internetinu er land þar sem samfélög þykjast lifa af náttúrunni. Holdgervingar leikstjóra Eyju Knits dvöldu þar í 963 klukkustundir og bjuggu til heillandi kvikmynd af kynnum sínum við þessi samfélög. „Leikmennirnir“ afhjúpa ótta sinn og fantasíur, og mörk raunveruleika og sýndarveruleika mást út á óþægilegan hátt.

Somewhere on the internet is a land where communities pretend to live out a survivalist fiction. The avatars of the directors of Knit’s Island spent 963 hours there, creating a fascinating film resulting from their encounter with these communities. The “players” reveal their fears and fantasies, in an at times unsettling blurring of the real and the virtual.

Astrid Menzel DE, 2022, 92 min

2.10. @ Háskólabíó 4 - 15:30 + Q&A

6.10. @ Háskólabíó 3 - 20:15 + Impact Talk

„Passaðu ömmu þegar ég er farinn“, segir afinn við 30 ára barnabarn sitt, Astrid. Stuttu eftir að hann deyr er konan hans, sem þjáist af heilabilun, send á elliheimili. Skömmu síðar segist hin 86 ára gamla amma vera einmana og Astrid ákveður að fara með hana í kanóferð til að finna út úr því hvernig hún eigi að sjá um ömmu sína í framtíðinni.

“Take care of grandma when I’m gone” says the grand father to his 30-year-old granddaughter, Astrid. Shortly after his death, the grandmother, who suffers from dementia, is sent to a retirement home. Soon the 86-year-old claims to be lonely and Astrid decides to take her on a canoe trip to find out how to take care of her grandmother in the future.

Einnig í Önnur framtíð: Also in A Different Tomorrow: 50

Here
Orlando, My Political Biography 35 A DIFFERENT TOMORROW ÖNNUR FRAMTÍÐ

DOCUMENTARIES HEIMILDARMYNDIR

Heimildarmyndadagskrá RIFF miðar að því að fræða og upplýsa áhorfendur, en ekki síður að miðla þekkingu eftir óhefðbundnum leiðum. Góð heimildarmynd kveikir í ímyndunaraflinu og getur haft sterk áhrif á áhorfendur og samfélagið með óvæntu sjónarhorni eða nýjum upplýsingum.

Our documentary programme aims to educate and inform, but also to mediate knowledge in new and exciting ways. A great documentary ignites our imagination and can have a profound impact on its viewers and society by presenting unexpected viewpoints or new information.

37

Apolonia, Apolonia

Apolonia, Apolonia

IDFA: Besta myndin / Best Film

And the King Said, What a FANTASTIC MACHINE

Og kóngurinn sagði, Hversu FRÁBÆR VÉL

Sundance: Sérstök dómnefndarverðlaun / Special Jury Award

Lynx Man

Gaupumaðurinn / Ilveskuiskaaja

CPH:DOX: Sérstakt lof / Honorable Mention

Lea Glob DK, PL, 2022, 116 min

1.10. @ Háskólabíó 3 - 18:00 + Q&A

3.10. @ Háskólabíó 3 - 20:00

Þegar danska kvikmyndagerðarkonan Lea Glob hitti Apoloniu Sokol fyrst árið 2009 virtist hún lifa hinu fullkomna listamannalífi. Lea hélt áfram að kvikmynda hina töfrandi Apoloniu í gegnum árin og niðurstaðan er heillandi heimildarmynd, tekin yfir þrettán ára tímabil, um unga konu sem reynir að fóta sig í listheiminum.

When Danish filmmaker Lea Glob first met Apolonia Sokol in 2009, she appeared to be leading a perfect bohemian existence. Over the years, Lea kept returning to film the charismatic Apolonia and the result is a fascinating portrait, spanning 13 years, of a young woman trying to find her place in the art world.

Axel Danielson, Maximilien Van Aertryck SE, DK, 2023, 88 min

27.9. @ Smárabíó + 12:00

8.10. @ Háskólabíó 3 - 10:30

Kvikmyndagerðarmennirnir Danielson og Van Aertryck snúa myndavélum sínum að samfélaginu til að kanna, útskýra og afhjúpa hvernig hömlulaus kvikmyndaþráhyggja okkar hefur umbreytt mannlegri hegðun. Frá Camera Obscura tækninni og Lumière bræðrum alla leið til YouTube og heims samfélagsmiðla, segir myndin frá því hvernig við fórum frá því að taka ljósmynd af bakgarði yfir í margra milljarða evra efnisiðnað.

Filmmakers Danielson & Van Aertryck turn their cameras directly on society to explore, explain and expose how our unchecked obsession with image has grown to change human behaviour. From Camera Obscura and the Lumière brothers all the way to YouTube and the world of social media, the film chronicles how we went from capturing the image of a backyard to a multi-billion-euro content industry.

Juha Suonpää FI, 2023, 82 min

Rock Hudson: All That Heaven Allowed

Rock Hudson: Rödd hjartans

Tribeca: Besta heimildarmynd tilnefning / Best Documentary Nomination

28.9. @ Háskólabíó 3 - 16:45

4.10. @ Háskólabíó 3 - 19:45 + Q&A

Eftir skilnað og alvarlegt slys býr Hannu einn á bóndabæ sínum í VesturFinnlandi, þar sem alls kyns dýr eiga heimkynni. Þegar Hannu finnur dauða gaupu við vegkantinn áttar hann sig á því að villikötturinn, sem var talinn nánast útdauður, er snúinn aftur. Fullur af endurnýjuðum lífskrafti setur Hannu upp myndavélar um allt svæðið og byrjar að kynnast gaupunum persónulega.

Following divorce and a serious accident Hannu lives alone on his farm in West Finland, home to all kinds of wildlife. When Hannu finds a dead lynx by the side of the road he realizes that the wildcat, until recently almost extinct, has returned. Filled with renewed vigour and lust for life, Hannu sets up trail cameras all over his land and starts to get to know the lynx personally.

Stephen Kijak UK, 2023, 105 min

29.9. @ Háskólabíó 2 - 20:45 + Q&A

3.10. @ Háskólabíó 2 - 21:00 + Q&A

8.10. @ Háskólabíó 3 - 21:00

Rock Hudson var eitt af átrúnaðargoðum gullaldar Hollywood, en hann fórnaði hluta af sjálfum sér til að geta gefið fólki þær kvikmyndir sem það þráði. Þegar fregnir bárust af því að Hudson væri að deyja úr alnæmi neyddist heimurinn til að horfast í augu við sjúkdóm sem allt of lengi var hundsaður og smánaður.

Rock Hudson was an icon in the Golden Age of Hollywood, but he sacrificed a part of himself to give the public the films they loved. When news broke that Hudson was dying from AIDS, the world was forced to sit up and pay attention to a disease too long ignored and stigmatised.

38 HEIMILDARMYNDIR DOCUMENTARIES

The Castle

Kastalinn / El Castillo

Martín Benchimol AR, FR, 2023, 78 min

Eftir að hafa starfað sem ráðskona allt sitt líf, erfir Justina höfðingjasetur eftir fyrrverandi vinnuveitanda sinn, á miðri argentínsku gresjunni. Það er aðeins eitt skilyrði: hún má aldrei yfirgefa húsið. Í þessu nútímaævintýri standa Justina og dóttir hennar frammi fyrir þeirri áskorun að standa við loforð sitt.

Having worked as a housekeeper all her life, Justina inherits from her former employer a mansion in the middle of the Argentinean pampas. Under one condition: she must never leave. In this modern fairytale, Justina and her daughter will face the challenges of keeping that promise alive.

Anselm - das rauschen der Zeit

Anselm - Kliður tímans

Cannes: Frumsýning / Premiere

Wim Wenders DE, 2023, 93 min

Þessi einstaka kvikmyndaupplifun kafar djúpt inn í verk þýska listamannsins Anselm Kiefer og afhjúpar lífsleið hans, innblástur og sköpunar ferli. Myndin kannar hrifningu hans á goðsögnum og sagnfræði. Fortíð og nútíð eru samtvinnuð svo mörkin á milli kvikmyndar og málverks mást út, sem gerir áhorfendum kleift að sökkva sér á kaf í hinn stórmerkilega heim eins merkasta listamanns samtímans.

This unique cinematic experience dives deep into an artist’s work and reveals his life path, inspiration, and creative process. It explores his fascination with myth and history. Past and present are interwoven to diffuse the line between film and painting, allowing the audience to be completely immersed in the remarkable world of one of the greatest contemporary artists, Anselm Kiefer.

Dancing on the Edge of a Volcano

Dansandi á brún eldfjalls

Karlovy Vary: Sérstakt lof / Special Mention

The Gullspång Miracle

Gullspång kraftaverkið

Tribeca: Besti klippari / Best Editing

Cyril Aris DE, LE, 2023, 87 min

Í kjölfar hinnar hræðilegu sprengingar sem átti sér stað 4. ágúst 2020 í Beirút stendur kvikmyndateymi frammi fyrir stóru vandamáli: hvort eiga þau að bjóða ringulreiðinni birginn og halda áfram upptökum á kvikmynd sinni eða gefast upp fyrir ýmsum hættum sem breiðast út um landið?

In the aftermath of the catastrophic explosion on August 4th 2020 in Beirut, a film crew is faced with a serious dilemma: should they defy the chaos and move forward with the shooting of their film or surrender to the multiple crises that are spreading all over the country?

Maria Fredriksson SE, NO, 2023, 109 min

Guðlegur fyrirboði verður til þess að tvær systur kaupa íbúð í sænska smábænum Gullspång. Þeim til mikillar furðu lítur seljandinn út eins og eldri systir þeirra sem svipti sig lífi þrjátíu árum fyrr. Það sem byrjar sem óhugnanleg saga um fjölskyldusameiningu breytist brátt í Pandóruöskju þar sem líf kvennanna þriggja fer úr skorðum.

A divine premonition leads two sisters to buy an apartment in the small Swedish town of Gullspång. To their surprise, the seller looks identical to their older sister who died by suicide 30 years earlier. What begins as an eerie story of family reunification soon becomes a Pandora’s Box as all three women’s lives spiral out of control.

+ Q&A 1.10. @ Háskólabíó 4 - 17:45 + Q&A 6.10. @ Háskólabíó 2 - 18:15 + Q&A 7.10. @ Háskólabíó 4 - 17:30 + Q&A 2.10. @ Háskólabíó 1 - 17:00 7.10. @ Háskólabíó 1 - 21:30 28.9. @ Háskólabíó 3
21:30 4.10. @ Háskólabíó 3
22:00 39 DOCUMENTARIES HEIMILDARMYNDIR
30.9. @ Háskólabíó 4 - 17:15
-
-
Berlinale Panorama Audience Award: Tilnefning / Nomination
40 AIRPORT TRANSFERS WE’RE QUICK & ON TIME 497 8000 At your reception www.AirportDirect.is FREE WIFI ON EVERY BUS 24/7 ASSISTANCE SERVICE DESK AT KEF AIRPORT CENTRALLY LOCATED TERMINAL PRICE FROM SCAN THE CODE AND BOOK NOW ECONOMY PREMIUM PRIVATE LUXURY 3.89 0 I S K ECONOMY

CINEMA BEATS TÓNLISTARMYNDIR

Tónlist gegnir lykilhlutverki í lífi og dægurmenningu okkar. Í þessum flokki er einblínt á heimildarmyndir sem veita innsýn í líf tónlistarmanna og menningarheima þeirra og færa þar að auki áhorfendur á tiltekinn stað og stund.

Music plays a key part in our lives and popular culture. Cinema Beat focuses on documentaries that provide insight into the lives of musicians and their cultures, and furthermore, transport audiences to a specific time and place.

Love to Love You, Donna Summer

Elska að elska þig, Donna Summer

Roger Ross Williams, Brooklyn Sudano US, 2023, 105 min

6.10. @ Háskólabíó 1 - 14:30

7.10. @ Háskólabíó 3 - 18:45

Margslungin mynd af konunni, listamanninum, eiginkonunni og móðurinni með rödd sem breytti tónlistarsögunni til frambúðar. Samansafn af einstökum, áður óséðum upptökum, myndböndum, ljósmyndum, listaverkum, persónulegum hljóðupptökum og ýmsu öðru myndar líflega rannsókn á lífi og list eins magnaðasta tónlistarflytjenda sem stigið hefur á stokk.

A richly complex picture of the woman, the artist, the wife and mother whose iconic voice changed music forever. An archive of exclusive, previously unseen film, home video, photographs, artwork, personal audio and other recordings form the film’s vibrant exploration of the life and career of one of the most extraordinary performers ever to shake a room to its timbers.

Max Roach: The Drum Also Waltzes

Max Roach: Tromman dansar líka

Sam Pollard, Ben Shapiro US, 2023, 82 min

2.10. @ Háskólabíó 2 - 15:30 + Panel

4.10. @ Háskólabíó 2 - 19:15 + Q&A

8.10. @ Háskólabíó 3 - 17:00

Myndin skoðar líf og tónlist hins goðsagnakennda trommuleikara, tónskálds, hljómsveitarstjóra og baráttumanns Max Roach í gegnum ótrúlega röð skapandi hátinda, mótbyrs og enduruppgötvana. Farið er með áhorfendur í ferðalag allt frá Jim Crow­tímabilinu til mannréttindabaráttu blökkumanna, með viðkomu í módernískum djassi eftirstríðsáranna, hip hop­tónlist og víðar.

Explores the life and music of the legendary drummer, composer, bandleader, and social activist through a remarkable series of creative peaks, struggles, and personal reinventions—from the Jim Crow era to the Civil Rights years, surveying the heady days of post-war modern jazz to hip hop and beyond.

Music for Black Pigeons

Tónlist fyrir svartar dúfur

Jørgen Leth, Andreas Koefoed DK, 2022, 92 min

2.10. @ Háskólabíó 3 - 18:45

5.10. @ Háskólabíó 4 - 13:00 + Q&A

8.10. @ Háskólabíó 3 - 19:00

Heimildarmyndameistararnir Jørgen Leth og Andreas Koefoed fylgdu danska tónskáldinu Jakob Bro í gegnum Norður­Ameríku, Evrópu og Japan um 14 ára skeið og urðu vitni að stefnumótum hans í tónlistinni. Afraksturinn er tónlistar­heimildarmynd sem fjallar um nokkra þekktustu og afkastamestu djasstónlistarmenn heims, þar á meðal Bill Frisell, Lee Konitz, Paul Motian og Midori Takada.

Throughout North America, Europe, and Japan, documentary masters Jørgen Leth and Andreas Koefoed followed Danish composer Jakob Bro for 14 years, witnessing his musical encounters. A cinematic documentary that explores the world’s most renowned and prolific jazz musicians including Bill Frisell, Lee Konitz, Paul Motian and Midori Takada.

42 TÓNLISTARMYNDIR CINEMA BEATS
Venice: Heimsfrumsýning / World premiere Berlinale Documentary Award: Tilnefning / Nomination

The Klezmer Project

Klezmer verkefnið / Adentro mío estoy bailando

Leandro Koch, Paloma Schachmann AR, AT, 2023, 115 min

1.10. @ Háskólabíó 4 - 20:00 + Q&A

2.10. @ Háskólabíó 2 - 18:00 + Q&A

8.10. @ Háskólabíó 3 - 14:30

Argentínski tökumaðurinn Leandro vinnur við það að kvikmynda gyðingabrúðkaup. Í einu slíku brúðkaupi verður hann ástfanginn af Palomu, klarinettuleikara Klezmer­hljómsveitar. Til að heilla hana þykist Leandro vera að gera heimildarmynd um hefðbundna jiddíska þjóðlagatónlist. En það sem Leandro veit ekki er að „falska“ kvikmyndaverkefnið hans mun fara með hann í óvænt ferðalag um Austur­Evrópu í leit að síðustu Klezmer­lögunum.

Argentinian cameraman Leandro makes a living from filming Jewish weddings. At one of his jobs, he falls in love with Paloma, the clarinetist of the Klezmer band. To sed uce her he pretends to be shooting a documentary film about traditional Yiddish folk music. What Leandro does not know is that his “fake” film project will take him on an unscripted journey throughout Eastern Europe in search of the last remaining Klezmer melodies.

Tell Me Iggy

Segðu mér Iggy

Sophie Blondy FR, 2022, 52 min

5.10. @ Háskólabíó 4 - 15:45 + Q&A

7.10. @ Háskólabíó 3 - 21:00

Persónuleg heimildarmynd um rokkgoðsögnina Iggy Pop tekin upp í Evrópu og Bandaríkjunum fyrir Canal+. Myndin býður áhorfendum að stíga í fótspor 76 ára listamannsins sem er enn að koma fram út um allan heim

43 CINEMA BEATS TÓNLISTARMYNDIR
Berlinale GWFF: Besta fyrsta mynd / Best First Feature

RIFF STENDUR MEÐ ÚKRAÍNU

RIFF STANDS WITH UKRAINE

Dýrð sé Úkraínu Slava Ukraini!

In Ukraine

Í

/

Berlinale Forum: Frumsýning / Premiere

Piotr Pawlus, Tomasz Wolski PL, DE, 82 min

Lengd Duration: 100 min

Sprengdar götur, krossviðarplötur í stað glugga, eyðilagðir rússneskir skriðdrekar. Allt augljósar afleiðingar stríðs Rússa gegn Úkraínu, yfirborðsleg ummerki sem eru birt í fjölmiðlum. Með þessa sýn í huga sem upphafspunkt lagði leikstjórateymi Tomasz Wolski og Piotr Pawlus af stað í ferðalag um Úkraínu.

Bombed out streets, plywood boards instead of windows, destroyed Russian tanks. These are the recognisable signs of the Russian war on Ukraine, outward traces that are reproduced in the mass media. With these images as their starting point, the directorial team of Tomasz Wolski and Piotr Pawlus set out on a journey through Ukraine.

Waking Up In Silence

Norðurlandafrumsýning / Nordic premiere Berlinale Generation Kplus: Besta stuttmynd / Best

Mila Zhluktenko, Daniel Asadi Faezi DE, UA, 2023, 18 min

Úkraínsk börn þurfa að horfast í augu við fortíð sína þegar þau skoða nýtt heimili sitt í Þýskalandi sem staðsett er í fyrrum herskála Þriðja ríkisins.

Ukrainian children are confronted with their past as they explore their new home in Germany: a former Wehrmacht military barracks.

29.9. @ Háskólabíó 3 - 15:30 2.10. @ Háskólabíó 3 - 20:45 44
RIFF STENDUR MEÐ ÚKRAÍNU RIFF STANDS WITH UKRAINE
Úkraínu
W Ukrainie Að vakna í þögn
Short Film
Ekki ætluð börnum Not suitable for children

Sjö sniðugar er nýr flokkur á RIFF sem er afrakstur samstarfs sjö evrópskra kvikmyndahátíða. Í þessum flokki sýnum við alþjóð legar verðlaunamyndir eftir upprennandi leikstjóra frá hverju þátttökulandi.

Kvikmyndahátíðarnar sem taka þátt í Smart7 verkefninu eru New Horizons í Póllandi, IndieLisboa í Portúgal, Kvikmyndahátíð Þessaloníku, Kvikmyndahátíð Transilvaníu, FILMADRID á Spáni, Kvikmyndahátíðin í Vilníus og RIFF, Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík.

Smart7 is a new category at RIFF that is the result of a collaboration between seven European film festivals which have joined forces in a network that connects similar goals and visions. In this category we screen award-winning films by emerging directors from each of the seven participating countries.

The film festivals participating in the network are: New Horizons in Poland, IndieLisboa in Portugal, Thessaloniki International Film Festival in Greece, Transilvania International Film Festival in Romania, FILMADRID in Spain, Vilnius International Film Festival Kino Pavasaris in Lithuania and Reykjavik International Film Festival in Iceland.

45
SMART 7 SJÖ SNIÐUGAR

Black Stone

Svarti steinn

Bread and Salt

Brauð og salt / Chleb i sól

Spiros Jacovides GR, 2022, 87 min

30.9. @Háskólabíó 3 + 14:30 + Q&A

Heimildamyndatvíeyki sem fjallar um fjarverandi opinbera starfsmenn í Grikkland rekst á móðurina Haroula sem leitar í ör væntingu að týndum syni sínum. Hópurinn tjáir konunni að sonur hennar hafi verið sakaður um svindl og hún leggur af stað ásamt fötluðum syni sínum og Grísk­Afrískum leigubílstjóra til að leita uppi týnda soninn og færa hann heim.

A documentary duo filming absent civil servants in Greece runs into Haroula, a desperate and overprotective mother that searches for her lost son. The duo tells the mother her lost son has been accused of fraud and she sets out with her other, disabled son and a Greek-African taxi driver to find him and bring him home.

Damian Kocur PL, 2022, 100 min

28.9. @ Háskólabíó 4 - 18:30

Tymek er ungur og hæfileikaríkur píanisti sem stundar nám við tónlistarháskólann í Varsjá. Þegar Tymek snýr aftur til smábæjarins sem hann ólst upp í verður hann vitni að vaxandi átökum á milli æskuvina sinna og Araba sem opnað hafa vinsælan kebabstað. Átökum sem stefna í óefni.

Tymek, a young and talented pianist studying at the Warsaw Academy of Music, returns to the small town where he grew up. At a newly opened kebab bar that has become a central meeting point for local youth a conflict is growing between the Arab kebab workers and Tymeks acquaintances. A conflict that is headed for tragedy.

India

Indland / Índia

Telmo Churro PT, 2022, 123 min

1.10. @ Háskólabíó 3 - 10:30

Þrír Portúgalskir menn af ólíkum kynslóðum (faðir, sonur og barnabarn) lifa á mörkum drauma, glataðra tækifæra og tilvistarkreppu í Lissabon. Líf þeirra flækist þegar þeir rekast á Karen, brasilíska konu sem ráfar um götur borgarinnar og skrifar bréf um líf sitt. Kvikmynd sem mótmælir miðstéttarvæðingu borga.

Three Portuguese men belonging to different generations (father, son and grandson) live somewhere between dreams, lost glories and existential crisis in Lisbon. Their lives become entangled with a Brazilian woman named Karen that wanders around the city while sending out letters that describe her experiences. A film that opposes the idea of gentrification within cities.

Tobacco Barns

Tóbakshlöður / Secaderos

Rocío Mesa ES, 2022, 98 min

30.9. @ Háskólabíó 3 - 20:00

6.10. @ Háskólabíó 4 - 18:00 + Q&A

Dularfullar tóbakshlöður standa í afskekktu sveitaþorpi sem er eins og paradís fyrir unga stúlku úr borginni en fangelsi yfir unglingsstelpu sem býr þar. Tvær sögur fléttast saman á einu sumri, þrungnu af töfraraunsæi og þykkum tóbakslaufum.

A tiny rural village filled with tobacco barns is viewed as a paradise by a city girl but is considered a prison by a local teenager. Two stories intertwine among tobacco drying rooms during one summer that is filled with mystery and magical realism.

46 SJÖ SNIÐUGAR SMART7
Margverðlaunuð / Multiple Awards
Norðurlandafrumsýning / Nordic Premiere
Venice: Sérstök dómnefndarverðlaun / Special Jury Prize San Sebastián: Dunia Ayaso Verðlaunin / Dunia Ayaso Award

Mammalia

Sebastian Mihăilescu RO, PL, DE, 2023, 88 min

29.9. @ Háskólabíó 4 - 16:00

2.10. @ Háskólabíó 4 - 20:30 + Q&A

Súrrealískt drama eftir leikstjórann Sebastian Mihăilescu sem segir frá manni á draumkenndri vegferð og leiðir áhorfendur að mörkum hins raunverulega. Á ferð sinni uppgötvar maðurinn veröld sem er uppfull af uggandi helgisiðum og óþægilegum samfélögum um leið og mörkin á milli hins raunverulega og súrrealíska byrja að mást út.

A surreal drama directed by Sebastian Mihăilescu follows a man that embarks on a dreamlike journey that will take him to the borders of reality. He discovers a world of strange rituals and unsettling communities as the borders between the real and the surreal start to blur.

Structure

Mannvirki

Gústav Geir Bollason IS, 2023, 71 min

30.9. @ Háskólabíó 2 - 18:30

5.10. @ Háskólabíó 4 - 20:30 + Q&A

Merkileg blanda af heimildarmynd, framúrstefnu og skáldskap frá leikstjóranum Gústav Geir Bollasyni, sem rannsakar yfirgefna byggingu á norðurströnd Íslands. Framvinda í rústum þar sem sjá má „verkamenn“, hlutast til um eða ýta undir hnignun byggingarinnar. Verur, dýr og gróður sem eru í snertingu við bygginguna hafa áhrif á hana, hver með sínu lagi.

A remarkable fusion of a documentary, experimental and fiction cinema by Icelandic director Gústav Geir Bollason that investigates an abandoned building on Iceland’s northern coast that has fallen subject to the natural forces of erosion and entropy.

Remember to Blink

Mundu að blikka / Per Arti

Austėja Urbaitė LT, 2022, 109 min

3.10. @ Háskólabíó 4 - 22:15

Barnlaust par frá Frakklandi ættleiðir ung systkini frá Litháen. Til að aðstoða við aðlögun barnanna ráða hinir nýju foreldrar til sín nemann Gabriele sem talar bæði litháísku og frönsku. Brátt byrja andstæð gildi og menningarmunur að valda ágreiningi á milli fullorðna fólksins sem skapar óvissu um framtíð barnanna.

A childless couple from France adopts two children, a sister and a brother from Lithuania. To help them adapt to their new surroundings the parents hire a bilingual student from Lithuania named Gabriele. But soon cultural differences and opposing values create conflicts between the adults. Bringing doubts into the children’s future.

47 SMART7 SJÖ SNIÐUGAR
Berlinale: Tilnefning / Nomination Margverðlaunuð / Multiple Awards IFFR: Heimsfrumsýning / World premiere

Dine with locals

48

Frakkland er í fókus í ár. Við sýnum frábært úrval fjölbreyttra mynda sem spanna vítt svið.

Frakkland státar af einum elsta og stærsta kvikmyndaiðnaði í heimi. Saga franskra kvikmynda er nátengd sögu kvikmyndalistarinnar sjálfrar enda voru það franskir bræður, Auguste og Louis Lumière, sem héldu fyrstu kvikmyndasýningu heims í París árið 1895. Allar götur síðan hafa Frakkar verið í fararbroddi í þróun kvik mynda og eiga þeir marga heims þekkta kvikmyndalistamenn á borð við Georges Méliès, Jean ­ Luc Godard, François Truffaut, Agnès Varda, Brigitte Bardot og Gérard Depardieu svo örfá nöfn séu nefnd.

Frakkar eru þriðji stærsti útflytjandi kvikmynda

á heimsvísu á eftir Bandaríkjunum og Bretlandi svo ljóst er að kvikmyndir eru sannkallað þjóðarsport í Frakklandi. Þá eiga Frakkar líka það sem er sennilega rótgrónasta og þekktasta kvikmyndahátíð heims, Cannes kvik myndahátíðina, en margar af kvik mynd unum sem sýndar eru á RIFF 2023 koma beint frá Cannes.

Frönsk kvikmyndagerð er í brennidepli á RIFF þetta árið og bjóðum við áhorfendum því upp á rjómann af fjölbreyttum og áhugaverðum frönskum kvikmyndum og stuttmyndum samtímans.

FRANCE IN FOCUS FRAKKLAND Í FÓKUS

France is in focus this year. We will screen a great variety of different films with a broad scope.

France has one of the oldest and largest film industries in the world. The history of French cinema is closely related to the history of cinema itself, for it was a couple of French brothers, Auguste and Louis Lumière, who held the world’s first film presentation in Paris in 1895. Ever since, the French have been at the forefront of the development of cinema and can boast of many world-renowned film artists such as Georges Méliès, Jean-Luc Godard, François Truffaut, Agnès Varda, Brigitte Bardot and Gérard Depardieu to name but a few.

France is the third largest exporter of films worldwide after USA and the UK so one can firmly say that film is a national sport in France. The French also have what is one of the oldest and most established film festivals in the world, the Cannes Film Festival, and many of the films shown at RIFF 2023 come directly from Cannes.

French cinema is in focus at RIFF this year, and at the festival we present the cream of the crop of diverse contemporary French feature films and short films.

49

Marinette

Marinette

Norðurlandafrumsýning / Nordic premiere

Orlando, My Political Biography

Orlandó, mín pólitíska ævisaga / Orlando, ma biographie politique

Berlinale: Margverðlaunuð / Multiple awards

Virginie Verrier FR, 2023, 93 min

5.10. @ Háskólabíó 4 - 17:45 + Q&A

6.10. @ Háskólabíó 4 - 15:30 + Q&A

Marinette Pichon er frumkvöðull í franskri kvennaknattspyrnu og myndin segir frá baráttu hennar fyrir réttindum kvenna í íþróttum. Leiðin er uppfull af hindrunum, allt frá æsku sem er lituð af alkóhólískum og ofbeldisfullum föður til þeirrar þungu byrði að koma út úr skápnum á tímum þar sem hinsegin réttindi eru vart til.

Marinette Pichon is a pioneer of French women’s soccer. The film follows her fight to spread awareness on women’s rights in sport. A path full of pitfalls, from a childhood ravaged by an alcoholic and violent father to the heavy burden of coming out in an era where there is no such thing as LGBTQ+ rights.

Paul B. Preciado FR, 2023, 98 min

3.10. @ Háskólabíó 3 - 17:00 + Panel

6.10. @ Háskólabíó 2 - 20:45

Franski leikstjórinn Paul B. Preciado kallar saman 26 einstaklinga sem allir eiga það sameiginlegt að vera kynsegin eða með óskilgreint kyn. Tilgangurinn er að draga fram Orlandó, titilpersónu skáldsögunnar Orlandó eftir Virginiu Woolf: Ævisaga þar sem söguhetjan skiptir um kyn um miðbik bókarinnar. Sláandi og opinská ádeila á það hvernig kyn fólks hefur orðið að pólitískri umræðu.

The French director Paul B. Preciado brings together 26 trans or nonbinary people in order to try and bring out Orlando, the titular character in Virginia Woolf‘s 1928 novel Orlando: A Biography where the main character changes genders midway through the story. A striking satire on how people’s genders have become a subject of political debate.

Ekki ætluð börnum Not suitable for children

The Goldman Case

Goldman réttarhöldin / Le procès Goldman

Quinzaine: Heimsfrumsýning / World Premiere

Last Summer

Síðasta sumar / L’été dernier

Cannes: Tilnefning / In Competition

Cédric Kahn FR, 2023, 115 min

28.9. @ Háskólabíó 2 - 22:15

30.9. @ Háskólabíó 1 - 21:45

4.10. @ Háskólabíó 2 - 21:45

Öfga­vinstri baráttumaðurinn Goldman á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi fyrir fjögur vopnuð rán, þar af eitt sem leiddi til dauða tveggja kvenna. Goldman kveðst vera saklaus og á aðeins nokkrum vikum er hann hylltur sem hetja vinstrisins. En áður en langt um líður tekur sambandið á milli Goldman og lögmanns hans, hins unga Georges Kiejman, að liðast í sundur.

Goldman, a far-left activist, faces life imprisonment for four armed robberies, one of which resulted in the death of two female pharmacists. Pleading not guilty at his trial, in a matter of weeks Goldman is transformed into a hero of the intellectual left. Before long, however, the relationship between Goldman and his attorney, the young Georges Kiejman, begins to fray.

Catherine Breillat FR, 2023, 104 min

1.10. @ Háskólabíó 1 - 16:00 + masterclass 8.10. @ Háskólabíó 2 - 13:00

Hæfileikaríki lögfræðingurinn Anne, lifir í sátt og samlyndi með eiginmanni sínum Pierre og sex og átta ára dætrum þeirra í húsi í hæðum Parísar. Dag einn flytur Theo, 17 ára gamall sonur Pierre frá fyrra hjónabandi, inn til þeirra. Anne heillast af Theo og smám saman myndast ástríðufullt samband þeirra á milli, sem stofnar ferli hennar og fjölskyldulífi í hættu.

Anne, a brilliant lawyer, lives in perfect harmony with her husband Pierre and their six and eight-year-old daughters, in a house on the heights of Paris. One day, Theo, 17, Pierre’s son from a previous marriage, moves in with them. Anne is troubled by Theo and gradually engages in a passionate relationship with him, putting her career and family life in danger.

50 FRAKKLAND Í FÓKUS FRANCE IN FOCUS

The (Ex)perience of Love

des Amours Passées

BRIFF: Tilnefning til aðalverðlauna / Grand Prix Nomination

Á Adamant / Sur l’Adamant

Berlinale Golden Bear: Besta mynd / Best Film

Ann Sirot, Raphaël Balboni FR, BE, 2023, 89 min

29.9. @ Háskólabíó 4 - 18:00 + Q&A

30.9. @ Háskólabíó 2 - 13:00 + Q&A

Rémy og Sandra geta ekki eignast barn þar sem þau þjást af „Fortíðarástar heilkenninu“. Það er aðeins ein lækning: að stunda kynlíf einu sinni enn með öllum sínum fyrrverandi elskhugum.

Rémy and Sandra cannot procreate as they are suffering from “The Past Love Syndrome”. There’s only one cure: have sex one more time with all of their exes.

Skepnan / La Bête

Venice: Tilnefnd sem besta mynd / Best Film Nomination Norðurlandafrumsýning / Nordic premiere

Nicolas Philibert FR, JP, 2023, 109 min

29.9. @ Háskólabíó 1 - 17:00 + masterclass 3.10. @ Háskólabíó 1 - 22:15

Adamant er einstakt dagvistarheimili staðsett um borð í stórum húsbáti á Signu í hjarta Parísar. Þar er fullorðnum einstaklingum sem þjást af geðröskunum boðin umönnun sem veitir þeim haldreipi í tíma og rúmi og hjálpar þeim að endurheimta og viðhalda lífsviljanum.

L’Adamant is a unique day center located on board a large houseboat on the Seine River in the heart of Paris. Adults with mental functional variations are welcomed here. The care offered anchors the users in time and space and helps them regain and maintain their will to live.

Bertrand Bonello FR, CA, 2023, 145 min

30.9. @ Háskólabíó 2 - 15:30 7.10. @ Háskólabíó 2 - 16:30

Í nálægri framtíð þar sem gervigreind ræður ríkjum eru mannlegar tilfinningar orðnar ógn. Til að losna við þær neyðist Gabrielle til að hreinsa erfðaefni sitt með því að fara aftur inn í fyrri líf. Þar hittir hún Louis, stóru ástina sína. En Gabrielle er lömuð af ótta og skelfilegum fyrirboða um að hamfarir séu yfirvofandi.

In the near future where artificial intelligence reigns supreme, human emotions have become a threat. To get rid of them, Gabrielle must purify her DNA by going back into her past lives. There, she reunites with Louis, her great love. But she is overcome by fear, a premonition that catastrophe is on the way.

Einnig í Frakkland í fókus: Also in France Focus: 60 Sidonie in Japan

Beast On the Adamant
glæður
The
Gamlar
/ Le Syndrome
51 FRANCE IN FOCUS FRAKKLAND Í FÓKUS

FRANSKAR STUTTMYNDIR

FRENCH SHORTS

Norðurlandafrumsýning / Nordic premiere

8 Átta / Huit

Berlinale: Besta stuttmyndin / Best short

Lengd Duration: 107 min

28.9. @ Háskólabíó 3 - 18:45

Norðurlandafrumsýning / Nordic premiere

Norðurlandafrumsýning / Nordic premiere

Cannes Queer Palm: Tilnefning / Nomination

Anaïs Commaret FR, 22 min

„Átta“ er saga barns sem reynir að læra hvernig á að dreyma í sofandi heimi, hægfara veruleika, þar sem jafnvel ævintýrin eru á enda. Peningar, frægð, velgengni ­ freistandi, en ekki þess virði.

“Huit” is the story of a child trying to learn how to dream in a sleeping world, a slow reality, where even fantasies are exhausted. Money, fame, successtempting, but can’t be bothered.

The Caterpillars Maðkarnir / Les Chenilles

Michelle Keserwany, Noel Keserwany FR, LB, 2022, 30 min

Tvær konur, upprunalega frá botni miðjarðarhafs, eru að vinna á sama veitingastað í borginni Lyon í Frakklandi. Þrátt fyrir að vera upphaflega á varðbergi gagnvart hvor annarri uppgötva þær brátt sameiginlegan þráð sem bindur þær saman.

Two women originally from the Levant, find themselves working in the same restaurant in the city of Lyon in France. Initially wary of each other, they gradually discover a common thread that binds them.

Our Islands Eyjarnar okkar / Nos Îles

Aliha Thalien FR, 2023, 23 min

Á eyjunni Martinique leiðir bölvun til mannshvarfa. Hópur ungra vina hittist og ræðir um samband sitt við eyjuna.

In Martinique, a curse upon men leads to their disappearance. A group of young friends meet and talk about their relationship to the island.

Full Night Niðdimm nótt / Pleine Nuit

Manon Coubia BE, 2023, 15 min

Sumar eitt finna kafarar falin vopn frá seinni heimsstyrjöld í stöðuvatni. Amma Louison er bendluð við vopnin. Ásamt félögum sínum á hún að hafa neitað að afhenda byssur sínar.

One summer, divers locate hidden weapons dating back to WWII in a lake. Louison’s grandmother is said to be involved. With some of her comrades she would have refused to surrender their guns.

I Saw The Face of The Devil Ég sá andlit djöfulsins / J’ai vu le visage du diable

Julia Kowalski FR, 2023, 36 min

Kościerzyna, lítill bær í norðurhluta Póllands. Majka, 18 ára, er sannfærð um að hún sé andsetin. Hún ákveður að hitta föður Marek Rogala, prest og særingamann.

Kościerzyna, a small town in northern Poland today. Majka, 18, is convinced that she is possessed. She decides to meet Father Marek Rogala, an exorcist priest.

52 FRANSKAR STUTTMYNDIR FRENCH SHORTS

MASTERS AND HONORARY GUESTS MEISTARAR OG HEIÐURSGESTIR

Sumir kvikmyndagerðarmenn láta sér ekki nægja að fylgja straumnum heldur ryðja braut kvikmyndalistarinnar með sinni einstöku sýn og listrænu framlagi. Í þessum flokki fögnum við slíkum meisturum og sýnum verk þeirra.

Some filmmakers are not content to follow the mainstream but pave the way forward for cinema with their unique vision and artistic talent. In this section we celebrate some of these masters and screen their work.

53

VICKY KRIEPS

Verðlaun fyrir framúrskarandi listfengi

Í desember síðastliðnum var þýsk­lúxemborgska stórleikkonan Vicky Krieps (f. 1983) heiðruð sem besta leikkonan á 35. Evrópsku kvikmyndaverðlaununum sem haldin voru í Reykjavík fyrir túlkun sína á Elísabetu Austurríkiskeisaraynju í Corsage (2022) eftir Marie Kreutzer.

Ferill Krieps byrjaði að blómstra um miðjan síðasta áratug þegar hún hreppti hvert hlutverkið á fætur öðru í ýmsum stórum kvikmyndaverkefnum. Hún sýndi hæfileika sína í The Young Karl Marx (2017) og Gutland (2019), en það var mögnuð frammistaða hennar í Óskarsverðlaunamyndinni Phantom Thread (2017) eftir Paul Thomas Anderson sem skaut henni upp á stjörnuhimininn.

Hrífandi nærvera hennar á hvíta tjaldinu sást bersýnilega í myndunum Bergman Island (2021) og More Than Ever (2022), næstsíðustu mynd Gaspard Ulliels. Í nýjustu mynd sinni leitaði Krieps aftur til þýska upprunans, þegar hún fór með titilhlutverkið í Ingeborg Bachmann – Journey into the Desert (2023), í leikstjórn hinnar goðsagnakenndu þýsku kvikmyndagerðarkonu Margarethe von Trotta.

Fyrir sína frábæru frammistöðu og meðfæddan hæfileika til að túlka ólíkar persónur hlýtur Vicky Krieps verðlaun RIFF fyrir framúrskarandi listfengi.

Creative Excellence Award

In a captivating display of talent, German-Luxembourgish actress Vicky Krieps (b. 1983) was honoured as The Best Actress at the 35th European Film Awards held in Reykjavik in December 2022 for her portrayal of Austrian Empress Elisabeth in Marie Kreutzer’s Corsage (2022).

Krieps’ career started to skyrocket in the mid-2010s when she took on significant roles in various high profile product ions. She showcased her talent in The Young Karl Marx (2017) and Gutland (2019), but it was her mesmerising performance in Paul Thomas Anderson’s Academy award-winning masterpiece Phantom Thread (2017) that propelled her into the international spotlight.

Her captivating on-screen presence continued to shine in Bergman Island (2021) and More Than Ever (2022), Gaspard Ulliel’s penultimate film. Krieps’ latest venture took her back to her German roots, as she assumed the title role in Ingeborg Bachmann – Journey into the Desert (2023), directed by legendary German filmmaker Margarethe von Trotta.

For, among other things, her diverse range of compelling performances and an innate ability to bring characters to life, Vicky Krieps receives RIFF’s Creative Excellence Award.

Draugaþráðurinn

4.10. @ Háskólabíó 1 - 17:30 + masterclass

Reynolds Woodcock er þekktur kjólameistari í Lundúnum á sjötta áratug síðustu aldar. Fastmótað líf hans fer úr skorðum þegar hann kynnist hinni ungu og viljasterku Ölmu sem verður bæði músa hans og ástkona.

Set in 1950s London, Reynolds Woodcock is a renowned dressmaker whose fastidious life is disrupted by a young, strong-willed woman, Alma, who becomes his muse and lover.

Corsage

Phantom Thread Lífsstykkið

3.10. @ Háskólabíó 4 - 16:30

4.10. @ Háskólabíó 1 - 21:15 + introduction

Keisaraynjan Elísabet af Austurríki heldur upp á 40 ára afmæli sitt og verður að viðhalda ímynd sinni með því að herða sífellt á lífstykkinu. Dregið hefur verið úr opinberum störfum hennar og hana þyrstir í fróðleik og lífsfyllingu – sem hún óttast að finna ekki í Vín.

Empress Elisabeth of Austria celebrates her 40th birthday and must fight to maintain her public image by lacing her corset tighter and tighter. While Elisabeth’s role has been reduced against her wishes and her hunger for knowledge and zest for life makes her restless in Vienna.

Marie Kreutzer AT, LU, DE, FR, 2022, 113 min Paul Thomas Anderson US, UK, CN, 2017, 130 min Óskarsverðlaun fyrir búningahönnun / Academy Award for Best Costume Design
55 MASTERS AND HONORARY GUESTS MEISTARAR OG HEIÐURSGESTIR
Margverðlaunuð / Multiple awards

Verðlaun fyrir framúrskarandi listfengi

Luca Guadagnino (f. 1971) er ítalskur kvik myndagerðarmaður þekktur fyrir einlægar, hjartnæmar og listrænar kvikmyndir. Guadagnino sló í gegn með rómantísku dramamyndinni I Am Love (2009), með Tildu Swinton í aðalhlutverki, sem hlaut alls 14 mikils metin kvikmyndaverðlaun. Þetta markaði upphafið af farsælu samstarfi þeirra tveggja, sem hélt áfram með margrómuðum myndum eins og A Bigger Splash (2015) og endurgerð á Suspiria eftir Dario Argento (2018).

Eitt af frægustu verkum Guadagnino er rómantíska klassíkin Call Me By Your Name (2017), sem hlaut Óskarsverðlaun 2018 fyrir besta aðlagaða handritið. Kvikmyndin gegndi lykilhlutverki við að skjóta aðalleikaranum Timothée Chalamet upp á stjörnuhimininn, og hélt samstarf þeirra Guadagnino áfram í nýjustu mynd hans, Bones and All (2022). Guadagnino heldur áfram að færa áhorfendum hrífandi kvikmyndafrásagnir en nýjasta mynd hans, Challengers með Zendaya í aðalhlutverki, verður frumsýnd á næsta ári. Í millitíðinni er hann að leggja lokahönd á Queer, með Daniel Craig, á Ítalíu.

Framlag Luca Guadagnino til kvikmyndalistarinnar gerir hann að eftirtektarverðum heiðursgesti á RIFF í ár og hlýtur hann verðlaun RIFF fyrir framúrskarandi listfengi.

Creative Excellence Award

Luca Guadagnino (b. 1971) is an Italian filmmaker known for his intimate, heartfelt and artistic films. Guadagnino made his mark with the romantic drama I Am Love (2009), starring Tilda Swinton, which received an impressive 14 major awards. This marked the beginning of a successful collaboration between the two, which continued with acclaimed titles like A Bigger Splash (2015) and a remake of Dario Argento’s Suspiria (2018).

One of Guadagnino’s most celebrated works is the coming-of-age romance Call Me By Your Name (2017), winner of the 2018 Academy Award for Best Adapted Screenplay. The film played a pivotal role in elevating the career of its lead actor, Timothée Chalamet, with whom Guadagnino collaborated on his latest feature, Bones and All (2022). Continuing his streak of captivating storytelling, Guadagnino’s recently completed film, Challengers, starring Zendaya, is set to be released next year. In the meantime, he is currently finalising Queer, featuring Daniel Craig, in Italy.

Luca Guadagnino’s contributions to the world of cinema make him a noteworthy honorary guest and a recipient of RIFF’s Creative Excellence Award.

Call Me by Your Name

Nefndu mig nafni þínu

Óskarsverðlaun fyrir besta aðlagaða handrit / Academy Award Winner for Best Adapted Screenplay

I Am Love

Tilnefnd til Óskarsverðlauna / Academy Award Nomination

Luca Guadagnino

IT, FR, US, BR, 2017, 130 min

Ástin blómstrar í ítölsku sveitinni á 9. áratugnum á milli hins 17 ára gamla Elio og hins 24 ára Oliver þegar sá síðarnefndi er ráðinn sem aðstoðarmaður föður Elios.

In 1980s Italy, romance blossoms between the 17 year old Elio and the 24 year old Oliver when the latter is hired as Elio’s father’s research assistant.

Luca Guadagnino

IT, 2009, 120 min

Emma yfirgaf Rússland til að búa með eiginmanni sínum á Ítalíu en þrátt fyrir að hún sé meðlimur öflugrar iðnaðarfjölskyldu og virt þriggja barna móðir er hún ekki sátt við lífið. Kynni hennar við Antonio, hæfileikaríkan kokk og vin sonar hennar, tendra bál hjá Emmu.

Emma left Russia to live with her husband in Italy. Now a member of a powerful industrial family, she is the respected mother of three, but feels unfulfilled. One day, Antonio, a talented chef and her son’s friend, makes her senses kindle.

Ég er ástin / Io sono l’amore
5.10. @ Háskólabíó 2 - 17:00 + masterclass 7.10. @ Háskólabíó 1 - 14:15
57
LUCA GUADAGNINO
MASTERS AND HONORARY GUESTS MEISTARAR OG HEIÐURSGESTIR

Sidonie in Japan

Sidonie í Japan / Sidonie au Japon

Venice: Tilnefning / Nomination

6.10. @ Háskólabíó 1 - 17:00 + masterclass

7.10. @ Háskólabíó 2 - 14:00 + Q&A

Þekktur franskur rithöfundur syrgir látinn eiginmann sinn. Henni er boðið til Japans vegna endurútgáfu fyrstu bókar sinnar þar sem ritstjórinn fer með hana til Kyoto. Er þau ferðast saman í gegnum japanska vorið opnar hún sig smám saman fyrir honum. Að lokum verður hún að sleppa tökum á fortíðinni til að leyfa sjálfri sér að elska aftur.

An established French writer mourns her deceased husband. Invited to Japan for the reedition of her first book, she is welcomed by her local editor who takes her to Kyoto. As they travel together through the Japanese spring blossoms, she slowly opens up to him but she will have to finally let go of the past to let herself love again.

Élise Girard CH, JP, DE, FR, 2023, 95 min
60 MEISTARAR OG HEIÐURSGESTIR MASTERS AND HONORARY GUESTS

ISABELLE HUPPERT

Verðlaun fyrir framúrskarandi listfengi Creative Excellence Award

Isabelle Anne Madeleine Huppert (f. 1953) er stórstjarna í franskri kvikmyndagerð en ferill hennar spannar rúm 50 ár og á hún allt að 150 hlutverk í kvikmyndum og sjónvarpi að baki.

Ferill Huppert er stjörnum prýddur af viðurkenningum sem endurspegla einstaka hæfileika hennar. Árið 1978 færði frammistaða hennar í myndinni The Lacemaker (1977) henni BAFTA­verðlaunin sem efnilegasti nýliðinn og sigurganga hennar hélt áfram með tvennum verðlaunum sem besta leikkona á kvikmyndahátíðinni í Cannes fyrir Violette Nozière (1978) og The Piano Teacher (2001). Huppert hlaut alþjóðlegt lof fyrir frammistöðu sína í Elle (2016), sem færði henni bæði Golden Globe verðlaun og Óskarsverðlaunatilnefningu.

Til marks um viðvarandi áhrif hennar, útnefndi New York Times Isabelle Huppert næstbesta leikara 21. aldarinnar og á 72. kvikmyndahátíðinni í Berlín árið 2022 hlaut hún heiðursgullbjörninn sem vitnisburð um ævilanga hollustu hennar við leiklistina. Með nafn sem er skráð á spjöld kvikmyndasögunnar, erum við spennt að fá að heiðra Isabelle Huppert, arfleifð hennar og óstöðvandi uppsprettu hæfileika hennar á RIFF 2023.

With a prolific career spanning more than 50 years and nearly 150 film and TV productions, Isabelle Anne Madeleine Huppert (b. 1953) is a luminous figure in French cinema.

Huppert’s career has been adorned with a constellation of accolades that reflect her exceptional talent. In 1978, her remarkable performance in The Lacemaker (1977) earned her the BAFTA Award for Most Promising Newcomer and her ascent continued with two Best Actress awards at the Cannes Film Festival for Violette Nozière (1978) and The Piano Teacher (2001). Huppert garnered international acclaim for her performance in Elle (2016), which earned her a Golden Globe Award and Academy Award Nomination.

As a testament to her enduring influence, in 2020 The New York Times heralded Isabelle Huppert as the secondgreatest actor of the 21st century, and at the 72nd Berlin Film Festival in 2022, she was graced with the Honorary Golden Bear, a testament to her lifelong dedication to the craft of acting. With Huppert’s name etched among the luminaries, we are excited to have her legacy and unceasing source of mastery celebrated at RIFF 2023.

30.9. @ Háskólabíó 3 - 12:15

8.10. @ Háskólabíó 1 - 11:00

Frú Géquil er sérvitur kennari sem er fyrirlitin af samstarfsmönnum sínum og nemendum. Á stormasamri nóttu verður hún fyrir eldingu og fellur í yfirlið. Þegar hún vaknar líður henni öðruvísi. En mun hún geta haldið hinni öflugu og hættulegu frú Hyde í skefjum?

Mrs. Géquil is an eccentric teacher despised by her colleagues and students. On a stormy night, she is struck by lightning and faints. When she wakes up, she feels different. Will she now be able to keep the powerful and dangerous Mrs. Hyde contained?

6.10. @ Háskólabíó 1 - 20:15 + introduction 8.10. @ Háskólabíó 4 - 19:30

Erika, píanókennari við tónlistarháskólann í Vínarborg, býr með stjórnsamri móður sinni í einangruðum heimi fullum af ást, hatri og meðvirkni. Kynlíf hennar samanstendur af gægjuþörf og masókískum sjálfsskaða. En þegar einn af nemendum Eriku ákveður að tæla hana hrynja hindranirnar í kringum hana.

Erika, a piano teacher at the Vienna Conservatory, lives with her tyrannical mother in a hermetically sealed world of love-hate and dependency. Her sex life consists of voyeurism and masochistic self-injury. But when one of Erika’s students decides to seduce her, the barriers around her collapse.

Mrs. Hyde The Piano Teacher Frú Hyde / Madame Hyde Píanókennarinn / La pianiste Serge Bozon FR, BE, 2017, 95 min Michael Haneke FR, AT, DE, 2001, 131 min Locarno: Besta leikkona / Best actress
61
Margverðlaunuð / Multiple Awards
MASTERS AND HONORARY GUESTS MEISTARAR OG HEIÐURSGESTIR

NICOLAS PHILIBERT

Verðlaun fyrir framúrskarandi listfengi Creative Excellence Award

Einn dáðasti heimildarmyndagerðarmaður Frakklands, Nicolas Philibert (f. 1951), er þekktur fyrir listrænar og næmar rannsóknir sínar á hversdagsleika mannkyns.

Philibert tók sín fyrstu skref sem kvikmyndagerðarmaður á áttunda áratug síðustu aldar þegar hann aðstoðaði virta leikstjóra á borð við René Allio og Alain Tanner. Á næstu áratugum tók hann svo stökkið frá sjónvarpsframleiðslu í heimildarmyndir í fullri lengd og vakti athygli fyrir verk sín á borð við La Ville Louvre (1990), In the Land of the Deaf (1992) og Every Little Thing (1997).

Ein af farsælustu kvikmyndum Philiberts, To Be and to Have (2002), var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes og hlaut Louis Delluc verðlaunin áður en hún náði ótrúlegum árangri á alþjóðavettvangi. Í nýjasta meistaraverki sínu, On the Adamant (2023), sem hlaut aðalverðlaunin á Berlinale í ár, veitir Philibert magnaða innsýn í líf fullorðinna með þroskahömlun.

Á tuttugustu útgáfu RIFF fögnum við mögnuðum ferli og kvikmyndum Nicolas Philiberts – sem ítrekað hafa fangað veröldina með einlægri og rannsakandi linsu.

Each and Every Moment

Hvert og eitt augnablik / De chaque instant

One of the most celebrated figures in French documentary filmmaking, Nicolas Philibert (b. 1951), is known for his artful and patient exploration of everyday humanity.

Philibert’s cinematic journey found its genesis in the 1970s, when he assisted esteemed directors such as René Allio and Alain Tanner. Over the ensuing decades, his career evolved from television productions into feature documentaries. Just before the new millennium, he crafted remarkable works such as La Ville Louvre (1990), In the Land of the Deaf (1992), and Every Little Thing (1997).

One of Philibert’s most successful films, To Be and to Have (2002), premiered at the Cannes Film Festival and won the Prix Louis Delluc before achieving remarkable success internationally. In his latest masterpiece, On the Adamant (2023), which won the top prize at this year’s Berlinale, Philibert offers an intimate glimpse into the lives of adults with intellectual disabilities.

On the 20th edition of RIFF we will be celebrating Nicolas Philibert’s remarkable career and cinematic legacy – one that has consistently portrayed the world with a sincere and inquisitive lens.

To Be and to Have

Að vera og að eiga / Être et avoir

Margverðlaunuð / Multiple Awards

Á hverju ári hefja tugir þúsunda franskra nemenda nám í hjúkrunarfræði. Við inngöngu í hjúkrunarskólann IFSI skipta þeir tíma sínum á milli bóklegra kennslustunda, verklegra æfinga og starfsnáms.

Every year there are tens of thousands of them, embarking on studies that will allow them to become nurses. Upon being admitted to the nursing school IFSI, they will divide their time between theoretical lessons, practical exercises and internships.

104 min

Í sveitum Frakklands kennir grunnskólakennarinn Georges Lopez 12 börnum. Fylgst er með Lopez yfir eitt ár þar sem hann kennir börnunum með hefðbundnum aðferðum franskar kennslu. Er árstíðirnar líða reynir Lopez, sem brátt mun hætta að vinna, að halda aga yfir nemendum sínum á meðan hann undirbýr þá eldri fyrir prófin.

In rural France, schoolteacher Georges Lopez educates 12 children. Over a year, he instructs them in one classroom with the traditional tools of French teaching. As the seasons pass, the soon-to-retire Lopez must keep his students disciplined while training the older ones for their imminent exams.

51

Nicolas Philibert FR, 2018, 105 min Nicolas Philibert FR, 2002, 1.10. @ Háskólabíó 1 - 22:30 30.9. @ Háskólabíó 4 - 15:00
MASTERS AND HONORARY GUESTS MEISTARAR OG HEIÐURSGESTIR 63
Einnig eftir Nicolas Philibert: Also by Nicolas Philibert: On the Adamant

Græni lundinn Green Puffin Award

Franski heimildarmyndagerðarmaðurinn Luc Jacquet (f. 1967) er handhafi umhverfisverðlauna RIFF, Græna lundans. Með einbeittum vilja og brennandi ástríðu fyrir undrum jarðar, fara myndir Jacquets með áhorfendur í stórkostlegt ferðalag til villtustu vistkerfa plánetunnar.

Jacquet fékk snemma áhuga á náttúrunni og dýraríkinu sem leiddi til þess að hann tók meistarapróf í dýralíffræði og vistfræði. Þessi fræðilegi bakgrunnur ruddi brautina fyrir fjölmarga leiðangra Jacquets til Suðurskautslandsins þar sem hann sökkti sér í vistfræði fámennustu heimsálfu jarðar.

Í einum af leiðöngrum sínum tók Jacquet að sér hlutverk myndatökumanns fyrir kvikmynd Hans­Ulrich Schlumpf, Þing mörgæsanna (1993). Þetta markaði upphafið að ástríðu hans fyrir heimildarmyndagerð og kveikti áhuga hans á því að sýna hinn náttúrulega heim á hvíta tjaldinu.

Síðan þá hefur einlægur áhugi Jacquets á umhverfismálum verið áberandi í margverðlaunuðum heimildarmyndum hans, þar á meðal Once Upon A Forest (2015), Ice and the Sky (2015), og March of the Penguins (2005), sem hlaut Óskarsverðlaun sem besta heimildarmyndin. Kvikmyndir Jacquet sýna ekki aðeins fegurð plánetunnar heldur ljá henni gleði og töfra og hafa varanleg áhrif á áhorfendur víða um heim.

March of the Penguins

Ferðalag keisaramörgæsanna / La marche de l’empereur

Óskarsverðlaun sem besta heimildarmynd / Academy Award for Best Documentary

French documentary filmmaker Luc Jacquet (b. 1967) is the recipient of RIFF’s Green Puffin environmental award. With an unwavering focus on showcasing the wonders of our planet, Jacquet’s films take the audience on fantastic journeys exploring nature’s wildest ecosystems.

Jacquet’s early interests in nature and animal life led him to obtain a master’s degree in animal biology and ecology. These studies paved the way for numerous expeditions to Antarctica, where he delved deep into the ecology of earth’s least populated continent.

During one of his expeditions he took on the role of a cameraman for Hans-Ulrich Schlumpf’s film The Congress of Penguins (1993). This marked the beginning of Jacquet’s passion for filmmaking, setting him on a path to bring the wonders of the natural world to the silver screen.

Since then, Jacquet’s dedication to environmental issues has been evident in his acclaimed documentaries, including Once Upon A Forest (2015), Ice and the Sky (2015), and March of the Penguins (2005), winner of the Academy Award for Best Documentary Feature. His films not only present the planet’s beauty but also illuminate it with joy and wonder, leaving a lasting impact on audiences worldwide.

Antarctica Calling

Segulmagnaða heimsálfan / Continent Magnétique

Locarno: Tilnefning / Nomination

Í þessari hrífandi heimildarmynd fylgjumst við með því hetjulega og harmræna ferðalagi sem keisaramörgæsir Suðurskautslandsins halda í á hverju ári í nístandi kulda og kröftugum snjóstormum til að fjölga sér. Líffræðingurinn og kvikmyndagerðarmaðurinn Luc Jacquet eyddi meira en ári í að skrásetja stórkostlega baráttu keisaramörgæsanna, ekki bara við að fjölga sér, heldur einnig til að lifa af.

This breathtaking documentary chronicles the heroic and harrowing journey that emperor penguins make amid subfreezing temperatures and violent snowstorms at the South Pole in order to mate. Biologist and filmmaker Luc Jacquet spent more than a year documenting the emperor penguins’ epic struggle not just to reproduce, but also to survive.

Hinir nokkur þúsund kílómetrar sem skilja að Patagóníu og Suðurpólinn eru heillandi og dáleiðandi ferðalag fyrir landkönnuði. Sumir tala jafnvel um fíkn, „Suðurskautskláðann“, sem leikstjórinn Luc Jacquet hefur upplifað í 30 ár. Nýjasta mynd hans, Segulmagnaða heimsálfan, er sjónrænt ævintýri sem býður áhorfendum upp á myndir í stað orða, og er hinn fullkomni virðingarvottur til þessarar hverfandi heimsálfu.

The few thousand kilometers that separate Patagonia from the South Pole are a fascinating and hypnotic journey for explorers. Some even speak of an addiction, ‘the Antarctic bite’. La Marche de l’empereur (2005) director Luc Jacquet has been experiencing it for 30 years. His new film is a visually striking adventure, offering us images beyond words, an ultimate tribute to a vanishing continent.

LUC JACQUET
Luc Jacquet FR, 2005, 80 min Luc Jacquet FR, 2023, 82 min 4.10. @ Háskólabíó 2 - 17:15 + Q&A 3.10. @ Háskólabíó 1 - 19:15 + masterclass 8.10. @ Háskólabíó 2 - 11:00
65 MASTERS AND HONORARY GUESTS MEISTARAR OG HEIÐURSGESTIR

Franski kvikmyndagerðarmaðurinn og rithöfundurinn Catherine Breillat (f. 1948) er þekkt fyrir næm og áleitin verk sem rannsaka kynhneigð, samskipti kynjanna, og fjölskylduátök. Á ferli sínum sem spannar 50 ár hefur hún ítrekað storkað hefðbundnum gildum með erótískum verkum sínum.

Breillat hóf kvikmyndaferil sinn með hlutverki í kvikmynd Bernardo Bertolucci Last Tango in Paris (1972). Leikstjórnarfrumraun hennar, A Real Young Girl (1975) byggð á skáldsögu Breillat, Le Soupirail, var bönnuð í mörgum löndum vegna grafískra kynlífsatriða og var ekki sýnd í kvikmyndahúsum fyrr en árið 2000. Sum síðari verka hennar, eins og Nocturnal Uproar (1979) og Romance (1999), lentu einnig í svipaðri meðferð. Leikstjórnarferill Breillat inniheldur 20 myndir, þar á meðal djarfa titla eins og Fat Girl (2001) og Anatomy of Hell (2004), en nýjasta mynd hennar eftir tíu ára hlé, Síðasta sumar (2023), var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes og er núna sýnd á RIFF.

Orðstír Catherine Breillat nær langt út fyrir einfalda ögrun. Kvikmyndir hennar rann saka gjarnan þemu sem öðrum kvikmynda gerðarmönnum yfirsést og í gegnum marglaga persónur öðlast áhorfendur innsýn í kvenlægan heim sem ögrar viðteknum gildum. Á tuttugustu RIFF hátíðinni hyllum við þennan djarfa kvikmyndalistamann sem ávallt er óhrædd við að sýna hið ósagða.

CATHERINE BREILLAT

Last Summer 50

Catherine Breillat (b. 1948), a Parisian filmmaker and accomplished novelist, is celebrated for her intimate and thought-provoking works that explore sexuality, gender dynamics, and familial conflicts.

Throughout her long-spanning career, her defiance of conventional eroticism led to frequent challenges. She embarked on her professional career with a role in Bernardo Bertolucci’s Last Tango in Paris (1972) and made her directorial debut with A Real Young Girl (1976), based on her novel Le Soupirail. The film was banned in several countries because of its depiction of sex scenes and wasn’t released in theaters until 2000. Some of Breillat’s later works, like Nocturnal Uproar (1979) and Romance (1999), underwent a similar journey too. With over 20 works, including daring ones like Fat Girl (2001) and Anatomy of Hell (2004), her most recent film, Last Summer (2023), premiered at Cannes after a ten year hiatus and is presented now at RIFF.

Catherine Breillat’s reputation extends far beyond provocation, delving into overlooked themes. Enigmatic characters illuminate women’s inner worlds, challenging norms. Fearlessly unearthing taboos and liberating desires, Breillat’s legacy is celebrated at RIFF’s 20th edition—an homage to an audacious cinematic visionary unafraid of the unspoken.

Einnig eftir Catherine Breillat: Also by Catherine Breillat:
66
Heiðursgestur Honorary Guest
MEISTARAR OG HEIÐURSGESTIR MASTERS AND HONORARY GUESTS

ICELANDIC PANORAMA ÍSLAND Í SJÓNARRÖND

RIFF er skurðpunktur íslenskrar og erlendrar kvikmyndalistar. Hér eru sýndar nýjar kvikmyndir sem hafa sterka tengingu við land og þjóð.

RIFF is the meeting point of Icelandic and international cinema. Icelandic Panorama presents new films that have strong Icelandic connections.

67

Togolisa

Tógólísa

City of Angels Women’s Film Festival: Besta heimildarmynd / Best Feature Documentary

The Day Iceland Stood Still

Dagurinn

sem Ísland stöðvaðist

Alda Lóa Leifsdóttir IS, TG, 2022, 60 min

1.10. @ Háskólabíó 1 - 13:00 + Q&A + concert

6.10. @ Háskólabíó 3 - 15:00 + Q&A

Tógó, haustið 2019. Söngkonan Mirlinda, Tatas, og kokkurinn Sisi, setja upp tónlistarsumarbúðir aftur í fjórða sinn. 40 tógóskar stúlkur taka þátt. Nokkrar af stelpunum frá síðasta ári eru að koma aftur. Fimm dagar af leik, dansi og þátttöku er fylgt eftir með tónleikum fyrir foreldrana. Um er að ræða lifandi kvikmyndasýningu með tónlist og dansi.

Togo, fall 2019. Singer Mirlinda, the Tatas, and Sisi the cook, put up a music camp again for the 4th time. 40 togolese girls are coming. Some of the girls from last year are returning. Five days of playing, dancing and engaging is followed up with a performance for the judging parents. The film is presented in a live screening with music and dance.

Pamela Hogan IS, US, 2023, 70 min

1.10. @ Háskólabíó 1 - 19:15 + Q&A

Þegar 90% íslenskra kvenna lögðu niður störf á Kvennafrídeginum 1975 lömuðu þær tímabundið íslenskt atvinnulíf og komu Íslandi í fremstu röð í alþjóðlegri jafnréttisbaráttu. Þetta er sönn saga af 12 klukkustundum sem hrundu af stað byltingu.

When 90% of Iceland’s women walked off the job and out of their homes one morning in 1975, they brought their country to its knees and catapulted Iceland to the forefront of today’s global fight for gender equality. This is the true story of 12 hours that launched a revolution.

Að tilheyra

Sævar Guðmundsson, Kreshnik Jonuzi IS, USA, 88 min

1.10. @ Háskólabíó 2 - 15:30 + Q&A

7.10. @ Háskólabíó 1 - 12:00 + Q&A

Mikel hefur búið í Bandaríkjunum síðan hann var þriggja ára en eftir að hann útskrifast úr háskóla er honum vísað úr landi. Aðskilinn frá bróður sínum og yngri systur er Mikel þvingaður aftur til upprunalands síns Albaníu. Einangraður í landi sem er allt öðruvísi en það sem hann ólst upp í, neyðist Mikel til að finna aftur leiðina heim.

Living in the U.S. since he was three years old and now graduating from college, Mikel is deported. Leaving behind his brother and younger sister, he is forced to his country of origin in Albania. Now alienated in a place where everything is very different from where he grew up, he needs to find a way back home.

Belonging
Einnig í Ísland í sjónarrönd: Also in Icelandic Panorama: 47 25 Structure Solitude 68 ÍSLAND Í SJÓNARRÖND ICELANDIC PANORAMA
Sérstök forsýning / Special Preview
Norðurlandafrumsýning / Nordic premiere

ÍSLENSKAR STUTTMYNDIR I

ICELANDIC SHORTS

I

Heimsfrumsýning / World Premiere

Stages Sorgarstig

Heimsfrumsýning / World Premiere

Lengd

: 74 min

30.9. @ Háskólabíó 1 - 11:00 + Q&A

6.10. @ Nordic House - 18:00

6.10. @ Slippbíó - 19:30

Hörður Freyr Brynjarsson, Stroud Rohde Pearce IS, 2023, 32 min

Hópur hæfileikaríkra tónlistarmanna hittist í kjölfar föðurmissis í yfirgefinni rafstöð til að spinna saman. Með hjálp tónlistarinnar takast þeir á við hin ýmsu stig sorgarinnar og nota tónlistina til að tjá tilfinningar sínar. Sérstök sýning í Háskólabíó 2. okt. kl 21:00 þar sem Pétur Tyrfingsson, tónlistarmaður og sálfræðingur, stýrir umræðum við Þorleif Gauk um verkið og stig sorgarinnar að sýningu lokinni.

A group of talented musicians gathers for an improvisational session in an abandoned power plant, using music to express the various stages of grief experienced after the loss of a father.

Special screening will be held October 2nd in Háskólabíó where Pétur Tyrfingsson, musician and psychologist, will lead a discussion in Icelandic with Þorleifur Gaukur about the film and the stages of grief.

Moon Pie Vanilla

Erlendur Sveinsson IS, US, 2023, 5 min

Taugaveiklaður ræningi kemur í afskekkta sjoppu með það í huga að ræna hana, en lendir í óþægilegum aðstæðum þegar hann áttar sig á því að hann er ekki sá eini í þeim erindagjörðum.

A nervous robber arrives at a remote convenience store with the goal to rob the place, but finds himself in an awkward situation when he realises that he’s not the only one with that intention.

Heimsfrumsýning / World Premiere

Together Sjoppa

Maður gengur inn í sjoppu og hittir stelpu.

A man walks into a shop and meets a girl.

Ísak Hinriksson IS, 2023, 7 min

Heimsfrumsýning / World Premiere

All Around Allt um kring

Birna Ketilsdóttir Schram IS, DK, 2023, 5 min

Katharina gengur frá hlutum ömmu sinnar eftir að hún deyr og upplifir minningar og leitar að nærveru hennar allt um kring. Persónuleg stuttmynd um missi og hina eilífu von um að hittast aftur.

After losing her grandmother, Katharina packs up her things as she goes through memories, searching for her presence all around. A personal short film about loss and the constant hope of meeting again.

Bookswapping (Late summer in Reykjavík)

Bókaskipti (Síðsumar í Reykjavík)

Bergur Árnason IS, 2023, 25 min

Niðurdreginn rithöfundur rekst á dularfullan miða í bók sem hún finnur í almenningsgarðinum í hverfinu. Hún byrjar að skrifa skilaboð til baka og með henni og hinum ókunnuga miðahöfundi þróast óvenjulegt samband.

A despondent writer stumbles upon a mysterious note in a book that she finds in her neighborhood park. She starts writing messages back, and begins developing an unusual rapport with the unknown note-writer.

2.10. @ Háskólabíó 2 - 21:00 + Discussion
Duration
69 ICELANDIC PANORAMA ÍSLAND Í SJÓNARRÖND

ÍSLENSKAR STUTTMYNDIR II

ICELANDIC SHORTS II

Heimsfrumsýning / World Premiere

Sorrow Eats the Heart Sorg etur hjarta

Lengd Duration: 94 min

1.10. @ Háskólabíó 2 - 11:00 + Q&A

6.10. @ Nordic House - 19:30

6.10. @ Slippbíó - 21:00

Haukur Hallsson IS, CZ, 2023, 26 min

Eftir átakanleg sambandsslit við kærustuna fer leiklistarneminn Angantýr í gegnum ýmis sorgarstig á meðan hann undirbýr sig fyrir lokaverkefnið á önninni.

After a heartbreaking split with his girlfriend, acting student Angantýr goes through various stages of grief while preparing for his final stage performance of the semester.

That Time at the Beach

Strandglöp / Huller i Sandetit

Oddur S. Hilmarsson IS, DK, 2023, 33 min

Leifur, maður sem þjáist af dularfullum ótta við sjóinn og bældum minningum um einelti, býður fyrrum kvalara sínum birginn á bekkjarmóti í tilraun til að afhjúpa sannleikann, finna frið og kannski skilja hvað gerðist í fortíðinni.

Leif, a man with a mysterious fear of the ocean and suppressed memories of bullying, confronts his former tormentor at a middle school reunion to uncover the truth, find peace and maybe understand what happened in his past.

Norðurlandafrumsýning / Nordic Premiere

Primal Instinct Frumeðli

Brynja Valdís Gísladóttir IS, 2023, 12 min

Sara er einhleyp, einmana og rótlaus blaðakona á miðjum aldri, sannfærð um að barn sé svarið við tómleikanum. Hún er að komast úr barneign en lífið er aldrei bara einfalt.

Sara is a single, lonely and rootless middle-aged journalist, convinced that a child is the answer to her emptiness. She’s on her last spin concerning childbearing age but life is never just that simple.

Norðurlandafrumsýning / Nordic Premiere

Nature Bonds Náttúrubönd

Sven Peetoom, Gríma Irmudóttir, Jonathan Damborg IS, 2023, 11 min

Náttúrubönd er ljóðræn rannsókn á breyttu sambandi okkar við íslenska náttúru og landslag. Við fylgjumst með fjórum einstaklingum; aktívista, dansara, vísindamanni og líffræðingi á ferðalagi um náttúruna. Þeir harma missi hinnar deyjandi fegurðar náttúrunnar og sinnar eigin tengingar við hana.

Náttúrubönd is a poetic inquiry in our changing relationship with nature in the Icelandic landscape. We follow four people; an activist, a dancer, a scientist and a biologist while they move through nature. They lament the loss of the dying beauty and their own connection to this landscape.

Norðurlandafrumsýning / Nordic Premiere

Vestige Ummerki

Joe Simmons UK, 2023, 12 min

Ungur drengur leitar svara eftir að pabbi hans týnist á sjó. Þegar hann finnur undarlegan steingerving á ströndinni í Yorkshire, telur drengurinn sig hafa uppgötvað hluta af ráðgátunni.

A young boy searches for answers after his dad goes missing at sea, but after discovering a strange fossil on a Yorkshire beach, he thinks it could be the missing piece of the puzzle.

70 ÍSLAND Í SJÓNARRÖND ICELANDIC PANORAMA

NEMASTUTTMYNDIR STUDENT SHORTS

Heimsfrumsýning / World Premiere

People on Fire Fólk sem brennur

Lengd Duration: 59 min

1.10. @ Háskólabíó 2 - 13:30 + Q&A

Katla Gunnlaugsdóttir IS, 2023, 16 min

Tvær ungar konur berjast við Kerfið eftir að hafa tapað í lottói þar sem sigurvegarar fá miða aðra leiðina til Mars áður en smástirni hrapar á jörðina.

Two young women fight The System after having lost in a lottery where winners receive a one way trip to Mars before an asteroid crashes into Earth.

Feelblock Fílblokk

Halldór Frank Hafsteinsson IS, 2023, 17 min

Í heimi þar sem engin manneskja hefur nokkurn tíma upplifað neikvæðar tilfinningar gerir ung kona hræðileg mistök og upplifir fyrsta slæma dag lífs síns.

In a world where no one has ever had a negative emotion. A young woman makes a terrible mistake and now has the first bad day of her life.

Make a Wish, Benóný! Hvers óskar þú þér Benóný?

Katla Sólnes IS, 2023, 12 min

Flakkarinn og fjarverandi faðirinn Benóný verður heldur betur hissa þegar leiðir hans og unglingsdóttur hans liggja óvænt saman. Dóttirin er í fríi í fámennu sjávarþorpinu þar sem hann býr, algjörlega ómeðvituð um föður sinn.

Rolling stone and absentee father, Benóný, is in for a surprise when his path unexpectedly crosses with his teenage daughter, blissfully unaware of him, on vacation in his isolated seaside village.

Heimsfrumsýning / World Premiere

Hunger Hungur

Magdalena Ólafsdóttir IS, 2023, 14 min

Einmana bóndi með óvenjulega kjötframleiðslu reynir að bæta sambandið við dóttur sína svo hann þurfi ekki að eyða aðfangadagskvöldi einn.

A lonely farmer with an unusual meat production tries to make amends with his daughter so he doesn’t have to spend Christmas Eve alone.

Tapas

Evrópufrumsýning / European Premiere
4 — 101 Reykjavík
Wine ↓ Cocktails Laugavegur

ÍSLENSKAR VERÐLAUNAMYNDIR Í GEGNUM ÁRIN

ICELANDIC WINNERS THROUGH THE YEAR

Í gegnum tíðina hafa fjölmargar kvikmyndir verið verðlaunaðar á RIFF sem sumar hverjar hafa slegið í gegn á alþjóðavísu og hlotið verðlaun á þekktum kvikmyndahátíðum. Í þessum flokki sýnum við valdar stuttmyndir sem allar eiga það sameiginlegt að hafa verið valdar Besta íslenska stuttmyndin á RIFF undanfarin tíu ár. Um er að ræða lifandi sýningu með umræðum.

Lengd Duration: 163 min

5.10. @ Háskólabíó 1 - 17:00

8.10. @ Nordic House - 16:00

Throughout the years, numerous films have received awards at RIFF, some of whom have gained international success and received accolades at well-known film festivals. In this category we screen selected short films that have all been chosen as Best Icelandic Short at RIFF over the past decade. A live screening with discussions.

Whale Valley Hvalfjörður

Guðmundur Arnar Guðmundsson IS, DK, 2013, 15 min

Myndin sýnir náið samband tveggja bræðra, sem búa á litlum sveitabæ ásamt foreldrum sínum. Við skyggnumst inn í heim þeirra frá sjónarhorni yngri bróðurins og fylgjum honum í gegnum örlagaríka daga sem marka þáttaskil í lífi bræðranna. Hlaut verðlaun sem Besta íslenska stuttmyndin á RIFF 2013.

The film shows a strong bond between two brothers who live in a remote fjord with their parents. We look into their world through the eyes of the younger brother and follow him on a journey marking a turning point in the brothers’ lives. Won Best Icelandic Short at RIFF 2013.

Danish Film Awards: Tilnefning / Nomination

A Painter Málarinn

Hlynur Pálmason IS, DK, 2013, 30 min

Ingvar E. Sigurðsson er í hlutverki sérviturs myndlistarmanns sem kýs að búa í einangrun og einbeitir sér eingöngu að vinnunni. Sonur hans birtist óvænt heima hjá honum og kemur lífi hans og listsköpun úr jafnvægi. Hlaut verðlaun sem Besta íslenska stuttmyndin á RIFF 2014.

A painter, a successful artist living alone and isolated, driven only by his work, he finds himself lost when he’s forced to deal with his unannounced son and other outsiders that stand in the way of his work and throw him out of balance. Won Best Icelandic Short at RIFF 2014.

Docyoumentory Heimildaminnd

Jón Ásgeir Karlsson IS, 2015, 4 min

Krakki gerir að gamni sínu heimildarmynd um húsið sitt. En hús er ekkert endilega heimili. Hlaut verðlaun sem Besta íslenska stuttmyndin á RIFF 2015.

A kid makes a documentary for fun about his house. But a house is not always a home. Won Best Icelandic Short at RIFF 2015.

Eddan: Stuttmynd ársins / Short Film of the Year

Rainbow Party Regnbogapartý

Eva Sigurðardóttir IS, 2015, 15 min

Soffía er 14 ára stelpa sem er lögð í einelti og þráir ekkert heitar en að falla í hópinn. Hún tekur afgerandi skref til að reyna að ná markmiði sínu en það dregur stærri dilk á eftir sér en hana hefði grunað.

Soffía is 14 years old. Being bullied at school, she wants nothing more than to fit in. She resorts to drastic measures to reach her objective, but the consequences are more dire than she could have imagined.

Margverðlaunuð / Multiple Awards
72 ÍSLAND Í SJÓNARRÖND ICELANDIC PANORAMA

SXSW Grand Jury Award: Tilnefning / Nomination

Cubs Ungar Nanna Kristín Magnúsdóttir IS, US, 2016, 18 min

Einstæður faðir vill uppfylla draum ungrar dóttur sinnar um að halda náttfatapartý fyrir vinkonur sínar, en það reynist flóknara en hann hélt vegna reglna samfélagsins. Hlaut verðlaun sem Besta íslenska stuttmyndin á RIFF 2016.

A single father wants to fulfil his young daughter’s wish to throw a slumber party for her friends, but it turns out to be more of a challenge than he thought due to the rules of modern society. Won Best Icelandic Short at RIFF 2016.

Eddan: Stuttmynd ársins / Short Film of the Year

Atelier

Elsa María Jakobsdóttir IS, DK, 2017, 30 min

Ung kona flýr óróa lífsins til listamannaútópíu. Brátt raskar hljóðlistaverk rónni og andrúmsloftið versnar. Hlaut verðlaun sem Besta íslenska stuttmyndin

RIFF 2017.

A young woman escapes life’s chaos to a modern studio utopia. When an artist’s acoustic installation disturbs the peace, tensions rise. Won Best Icelandic Short at RIFF 2017.

Jörmundur

Alex Herz, Maddie O´Hara, Nicole Stock, Jack Bushellr IS, US, 2018, 5 min

Jörmundur Hansen, fyrrum allsherjargoði og núverandi herrafataverslunareigandi, ræðir vísindi, trú og þann kraft sem felst í því að lifa í sátt við náttúruna. Hlaut verðlaun sem Besta íslenska stuttmyndin á RIFF 2018.

Jörmundur Hansen, a former pagan high priest and current owner of a vintage haberdashery, discusses science, faith, and the true power of being at one with the natural world. Won Best Icelandic Short at RIFF 2018.

Tilnefnd til Óskarsverðlauna / Academy Award Nomination

Yes-People Já-fólkið

Gísli Darri Halldórsson IS, 2020, 9 min

Íbúar í ónefndri blokk vakna einn vetrarmorgun og rútína hversdagsleikans tekur við ­ hvort sem það er vinnan, skólinn eða heimilislífið. Myndin fylgir fólkinu í einn sólarhring en þegar líða tekur á daginn fer lífsmynstur hvers og eins að kristalla persónurnar. Hlaut verðlaun sem Besta íslenska stuttmyndin á RIFF 2020.

One morning an eclectic mix of people face the everyday battle, such as work, school and dish-washing. As the day progresses, their relationships are tested and ultimately their capacity to cope. Won Best Icelandic Short at RIFF 2020.

Margverðlaunuð / Multiple Awards

Shanghai International Film Festival: Besta teiknaða stuttmynd / Best Animated Short

Free Men Frie mænd / Frjálsir menn

Óskar Kristinn Vignisson DK, IS, 2021, 29 min

Bestu vinir lenda í vandræðum í vinnunni sem leiðir annan þeirra til að velja á milli besta vinar síns og frelsis. Var frumsýnd í skólamyndaflokki kvikmyndahátíðarinnar í Cannes. Hlaut verðlaun sem Besta íslenska stuttmyndin á RIFF 2021.

Two best friends get in trouble at work which forces one of them to choose between his best friend and freedom. Part of the Cinéfondation selection at Cannes Film Festival. Won Best Icelandic Short at RIFF 2021.

Chasing Birds Að elta fugla

Una Lorenzen CA, IS, 2022, 8 min

Saga um litla stelpu sem leikur sér að því að elta fugl í gegnum óreiðukennt tímabil umbreytinga. Hlaut verðlaun sem Besta íslenska stuttmyndin á RIFF 2022.

A story about a little girl who playfully chases a bird throughout a chaotic and transformational period. Won Best Icelandic Short at RIFF 2022.

á
73 ICELANDIC PANORAMA ÍSLAND Í SJÓNARRÖND

2 fyrir 1

í Laugar Spa

Á sunnudögum bjóðum við þér og þínum upp á 2 fyrir 1 af aðgangi og drykkjum í Betri Stofu Laugar Spa. Komdu og endaðu vikuna með dekri.

*gildir ekki af Moët 74

MYNDIR ÚR NORÐRI: FRUMBYGGJAR NORÐURSLÓÐA

FILMS FROM THE NORTH: INDIGENOUS ARCTIC SPOTLIGHT

Frumbyggjar norðurheimskautsins og menning þeirra eru viðfangsefni þessa flokks sem inniheldur eina margverðlaunaða mynd í fullri lengd og sex stuttmyndir. Myndirnar eru sýndar í samstarfi við Alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Tromsø (TIFF).

The indigenous people of the arctic and their culture are the focus of this category which includes one award-winning feature film and six short films. The films are shown in collaboration with Tromsø International Film Festival (TIFF).

75

MYND Í FULLRI LENGD FEATURE FILM

Let the River Flow

Leyfðu ánni að streyma / La elva leve

Margverðlaunuð / Multiple Awards

STUTTMYNDIR SHORTS

Ole Giaever NO, 2023, 118 min

29.9. @ Háskólabíó 1 - 14:00 + Q&A

6.10. @ Háskólabíó 2 - 15:15 + Q&A

Ester er ung kona af Sama­ættum sem felur uppruna sinn til að verða ekki fyrir kynþáttafordómum. Þegar Ester lendir allt í einu í miðjum mótmælum gegn stórri stíflubyggingu í Alta, fer hún að hrista af sér skömmina sem hún hefur borið svo lengi.

Ester, a young Sámi woman, hides her identity to avoid being exposed to racism. When Ester suddenly finds herself in the middle of demonstrations against a big dam development in Alta, a personal journey out of the shame she has carried so long begins.

Ivalu Hvarf Ivalu

Lengd Duration: 77 min

28.9. @ Nordic House + 16:00

6.10. @ Nordic House + 16:00

Andres Walter, Pipaluk K. Jørgensen DK, 2023, 16 min

Ivalu er horfin. Litla systir hennar reynir í örvæntingu að finna hana en föður þeirra er alveg sama. Hin víðfeðma grænlenska náttúra geymir leyndarmál. Leitin að Ivalu er hafin.

Ivalu is gone. Her little sister is desperate to find her and her father does not care. The vast Greenlandic nature holds secrets. Where is Ivalu?

The Land of Whispering Stars

Land hinna hvíslandi stjarna / Belaya zemlya

Við strendur Laptevhafs er ekkert nema endalaus túndran og hið pínulitla Evenk­þorp Naiba. Hvernig þrífst fólk þarna og hvað gera þau?

The shores of the Laptev Sea, a place of endless tundra and nothing except the tiny Evenk village of Naiba. How do these people live there? What do they do?

Arctic Song Heimskautasöngurinn

Falleg teiknimynd sem segir sögur af því hvernig landið, hafið og himinninn urðu til. Í myndinni eru sagðar hefðbundnar Inúítasögur frá Iglulik­héraði í Nunavut í gegnum söng. Myndin blæs nýju lífi í forna þekkingu og deilir henni með komandi kynslóðum.

Arctic Song tells stories of how the land, sea and sky came to be in beautifully rendered animation. Telling traditional Inuit tales from the Iglulik region of Nunavut through song, the film revitalizes ancient knowledge and shares it with future generations.

Tilnefnd til Óskarsverðlauna / Academy Award Nomination Germaine Arnattaujuq, Neil Christopher, Louise Flaherty CA, 2021, 6 min Ayaal Adamov RU, 2022, 15 min
76 MYNDIR ÚR NORÐRI FILMS FROM THE NORTH

RIFF AT ARCTIC CIRCLE RIFF Á HRINGBORÐI NORÐURSLÓÐA

RIFF verður með sérstakan pop­up viðburð á þingi Hringborðs Norðurslóða í Hörpu dagana 19. til 21. október. Þar geta gestir þingsins komið sér fyrir í rólegheitum og horft á röð stutt mynda úr flokknum Myndir úr norðri: Frum byggjar norðurslóða. Myndirnar sem sýndar verða eru Hvarf Ivalu, Land hinna hvíslandi stjarna, Heimskautasöngurinn, Lögregla innfæddra, Snjókoma og Ófædda Biru.

RIFF will host a special pop-up event at the Arctic Circle assembly in Harpa between October 19th and 21st. There, guests of the assembly can sit down, relax and watch a series of short films from the category Films From the North: Indigenous Arctic Spotlight. The films that will be shown are Ivalu, The Land of Whispering Stars, Arctic Song, Indigenous Police, Snowfall and Unborn Biru.

Sundance: Besta stuttmynd tilnefning / Best Short Film Nomination

Indigenous Police

Lögregla innfæddra / Koftepolitiet

Egil Pedersen NO, 2021, 12 min

Þrír samískir menn ferðast til Osló. Einn þeirra klæðist gákti, samískum þjóðbúningi, til að laða að sér norskar konur. Annar þeirra telur þetta athæfi siðlaust og sá þriðji er bitur yfir því að hann laði ekki að sér konur þegar hann klæðist gákti.

Three Sámi men travel to Oslo. One of them is wearing gákti, the Sámi traditional costume, to attract Norwegian women. The second one believes it unethical to do this, and the third is bitter that he doesn’t attract women when he wears the gákti.

Snowfall Snjókoma / Muohtačalmmit

Dystópísk sýn af því hvernig Samar munu anda í framtíðinni innan um pólitísk átök um orku og steinefni. Þetta súrrealíska myndbandsverk fjallar um hinn mikla kraft vatnsins og mikilvægi þess fyrir mannkynið.

The film paints a dystopia of how Sápmi will breathe in the future in the middle of the political pressures connected with energy and minerals. This surreal video work focuses on the immense power of water and humanity’s dependence on it.

Unborn Biru Ófædda Biru

Þunguð ekkja stelur silfri frá líki til að lifa af og fæða dóttur sína. En á silfrinu hvílir bölvun sem hefur afleiðingar fyrir alla, líka þá ófæddu.

A pregnant widow steals silver from a dead body in order to survive and feed her daughter. But the silver is cursed and has consequences for all of them, including the unborn.

Inga Elin Marakatt NO, 2023, 18 min Hans Pieski, Arttu Nieminen FI, 2022, 10 min
77 FILMS FROM THE NORTH MYNDIR ÚR NORÐRI
78 scandinavian bistro Hverfisgata 6 | Reykjavik Lunch | Dinner | kastrup.is — Opið 11 : 4 5 — 00:32 — nepO 114: 5 — 23:00
MÓÐURSKIPIÐ
TALENT AGENCY

LATVIAN ANIMATION TEIKNIMYNDIR FRÁ LETTLANDI

Lettland státar af ríkri kvikmyndahefð sem teygir anga sína allt til loka 19. aldar. Í þessum flokki sýnum við úrval lettneskra teiknimynda með áherslu á stuttmyndir frá hinu þekkta kvikmyndaveri Animācijas Brigāde í Ríga sem hefur framleitt á annað hundrað hreyfimyndir frá árinu 1966.

Latvia has a rich cinema history which stretches back to the late 19th century. In this category we show a selection of Latvian animation with a focus on short films from the well-known Riga-based film studio Animācijas Brigāde, which has produced over 140 hundred stop-motion films since 1966.

79

VLADIMIR LESCHIOV STUTTMYNDADAGSKRÁ

VLADIMIR LESCHIOV SHORTFILM PROGRAM

Úrval stuttmynda eftir lettneska leikstjórann

Vladimir Leschiov (f. 1970) auk meistaraspjalls með leikstjóra eftir sýningu.

Lengd Duration: 51 min

Vladimir Leschiov + Masterclass: 4.10. @ Slippbíó - 16:00

A selection of short films by Latvian director

Vladimir Leschiov (b. 1970) as well as a masterclass with the director after the screening.

Grandad’s Honey Hunangið hans afa

Vladimir Leschiov SE, 2002, 5 min

Gamall maður býr einn í litlu þorpi með býflugunum sínum.

An old man lives alone in a small village with his bees.

Electrician’s Day Dagur rafvirkjans

Það byrjaði allt með rafmagnsleysi. It all started with a power outage.

Lost in Snow Týnd í snjónum

Vladimir Leschiov LV, 2018, 9 min

Vladimir Leschiov LV, 2007, 7 min

Á veturna fara sumir í ísveiði. Spennan magnast vegna kólnandi veðurs og drykkja leiðir til ófyrirséðra afleiðinga.

In winter some people go ice fishing. Excitement Intensified by freezing temperatures and strong drinks lead to unpredictable consequences.

Wings and Oars Vængir og árar

Vladimir Leschiov LV, 2009, 6 min

Minningar fyrrum flugmanns um flugið, hafið og konur. Former pilots memories about flying, sea and women.

Rainy Days Rigningardagar

Vladimir Leschiov LV, CA, 2014, 8 min

Á rigningardegi fer gamall japanskur maður um borð í ferju sem siglir í átt að óþekktri eyju.

During a rainy day, an old Japanese man boards a ferry heading towards an unknown island.

Waiting for the New Year Biðin eftir nýári

Vladimir Leschiov LV, 2016, 9 min

Bréf einmana götusópara til óþekkts manns, skrifað á fyrsta degi nýárs.

A lonely street cleaner’s letter to an unknown person, written on the first day of the New Year.

Comeback Endurkoma

Vladimir Leschiov LV, LT, 2021, 7 min

Löngu horfin æskuást gæti snúið aftur einn daginn. A long-lost childhood passion may return one day.

80 TEIKNIMYNDIR FRÁ LETTLANDI LATVIAN ANIMATION

HREYFIMYNDADAGSKRÁ ANIMĀCIJAS BRIGĀDE

ANIMĀCIJAS BRIGĀDE STOP MOTION PROGRAMME

Animācijas Brigāde er hreyfimynda og brúðuteiknimyndaver með aðsetur í Ríga, Lettlandi. Myndverið var stofnað árið 1966 af brúðumynda ­ og leikhúsleikstjóranum Arnolds Burovs og hefur framleitt yfir 140 teiknimyndir síðan þá.

Lengd Duration: 61 min

4.10. @ Nordic House - 18:00

Animācijas Brigāde is a stop motion puppet animation film studio based in Riga, Latvia. The studio was founded in 1966 by puppet film and theater director Arnolds Burovs and has produced over 140 films since then.

Forest Guards Skógarverðirnir / Meža sargi Māris Brinkmanis LV, 2015, 12 min

Maður einn heldur áfram að henda rusli í skóginum, skógarverðinum og dýrunum til mikillar gremju.

A man continues to throw rubbish into the forest, to the great annoyance of both the forest ranger and the forest animals.

Dace Rīdūze LV, 2014, 10 min

Litli rauði Rudy er allt of seinn úr pennaveskinu, auk þess sem hann er óyddaður. One day, red Rudy comes out of the pencil case too late and unsharpened.

Acorn Boy Hnetustrákur / Zīļuks

Dace Rīdūze LV, 2010, 10 min

Ævintýri lítils hnetustráks sem fer í ferðalag í stönglaþorpið og hittir þar frú Býflugu, herra Könguló, maurana og ýmis önnur skordýr.

The adventures of a little acorn boy in the village of stalks where he meets Mrs Bee, Mr Spider, the ants and many other insects.

Ki Ke Ri Gu Ki-ke-ri-gū

Arnolds Burovs LV, 1966, 10 min

Ríkur aðalsmaður stelur töframyllu frá fátækum bónda. Bóndanum tekst þó að endurheimta mylluna með hjálp traustra vina.

A rich gentleman steals a magic mill from a poor farmer. However, the farmer manages to recover it with the help of reliable friends.

Crispy Stökkur / Kraukšķītis

Dace Rīdūze LV, 2014, 9 min

Dvergastelpa bakar piparkökur og skapar úr þeim lítinn mann sem heitir Stökkur. Hann lifnar við og er mjög forvitinn.

A dwarf girl bakes gingerbread cookies and shapes one into a small man –Crispy. He comes alive and is very curious.

Bunnies Big Day

Stóri dagur kanínanna / Zaķu lielā diena

Dace Rīdūze LV, 2015, 10 min

Lítil löt kanína vaknar við ys og þys einn vormorgun. Til að bjarga páskunum þarf hún að sigrast á letinni og óttanum og trúa á hina dásamlegu sólkanínu.

A lazy little bunny is awakened by a sudden hustle and bustle one spring morning. In order to save Easter he has to overcome his laziness and fear, and believe in the miraculous sun bunny.

Little Rudy Litli rauði Rudy / Sārtulis Berlinale Crystal Bear: Tilnefning / Nomination
81 LATVIAN ANIMATION TEIKNIMYNDIR FRÁ LETTLANDI

MIÐNÆTURTRYLLAR MIDNIGHT THRILLS

Á næturna fara draugar, uppvakningar og ýmsar vættir á kreik. Þá hefjast líka miðnæturtryllar RIFF með mögnuðum hryllingsmyndum sem hræða úr okkur líftóruna á skemmtilegan hátt.

At night ghosts, zombies and various ghouls come out. At night we also commence RIFF’s Midnight Thrills with intense horror films that scare the life out of us in a good way.

82

One Night With Adela

Ein nótt með Adelu / Una Noche Con Adela

Hugo Ruiz

ES, 2023, 105 min

Kennedy

Kennedy

Ekki

Red Rooms

Rauð herbergi / Les chambres rouges

29.9. @ Háskólabíó 4 - 20:30 + Q&A

30.9. @ Háskólabíó 1 - 19:00 + Q&A

6.10. @ Háskólabíó 4 - 20:45

Adela, götusópari í Madríd, hefur átt erfitt og flókið líf. Hún uppgötvaði nýlega eitthvað sem varð til þess að hún brotnaði niður og sagði hingað og ekki lengra, og þá þegar byrjaði hún að undirbúa hefnd sína. Í kvöld, þegar hún klárar vaktina, mun hún gera upp við þá sem hún kennir um að hafa breytt henni í það sem hún er, mannlegar rústir.

Adela, a street sweeper in Madrid, has had a hard and complicated life. She recently discovered something that made her head snap and say stop, and right then and there she began plotting her revenge. Tonight, when she finishes her work shift, she will settle accounts with those she considers guilty of turning her into what she is, a human ruin.

Anurag Kashyap IN, 2022, 143 min

28.9. @ Háskólabíó 4 - 20:45

4.10. @ Háskólabíó 4 - 21:00

Kennedy, svefnvana fyrrum lögga hefur verið talinn af árum saman. Samt heldur hann áfram í leyni að þjóna spilltu kerfi á sama tíma og hann leitar endurlausnar. Myndin sem er mitt á milli spennu­ og rökkurmynda segir blóðuga og ofbeldisfulla hefndarsögu á dimmum götum Mumbai.

An insomniac former cop, Kennedy has been presumed dead for years. Yet, in secret, he continues to serve a corrupt system while seeking redemption. Halfway between thriller and film noir, Kennedy chronicles a violent and bloody vendetta in the dark streets of Mumbai.

Pascal Plante CA, 2023, 118 min

29.9. @ Háskólabíó 3 - 21:00

30.9. @ Háskólabíó 4 - 19:45

Réttarhöld yfir hinum alræmda raðmorðingja Ludovic Chevalier eru nýhafin og Kelly­Anne er heltekin. Þegar raunveruleikinn blandast við sjúkar fantasíur hennar fer Kelly­Anne í myrkan leiðangur í leit að síðasta púslinu: týndu myndbandi af myrtri 13 ára stúlku, sem Kelly­Anne líkist óhugnanlega mikið.

The high-profile case of serial killer Ludovic Chevalier has just gone to trial, and Kelly-Anne is obsessed. When reality blurs with her morbid fantasies, she goes down a dark path to seek the final piece of the puzzle: the missing video of a murdered 13-year-old girl, to whom Kelly-Anne bears a disturbing resemblance.

What Remains

Leifarnar

Ran Huang HK, UK, FI, 2022, 131 min

1.10. @ Háskólabíó 2 - 20:15

Á skandinavísku geðsjúkrahúsi á tíunda áratugnum játaði maður að nafni Mads Lake á sig fjölda morða og var sakfelldur. En á meðan hin óstöðuga þrenning þeirra Mads, þerapistans Önnu Rudebeck og lögreglumannsins Soren Rank grefst fyrir um sannleikann, stefnir vaxandi meðvirkni þeim öllum í hættu.

During the 1990s, at a Scandinavian psychiatric hospital, a man known as Mads Lake confessed to multiple murders and was convicted. However, the uneasy triumvirate of Mads, therapist Anna Rudebeck and policeman Soren Rank all have a vested interest in unearthing the truth, while a deepening co-dependency threatens to consume them all.

Norðurlandafrumsýning / Nordic Premiere Norðurlandafrumsýning / Nordic Premiere Karlovy Vary: Besta mynd tilnefning / Best Film Nomination
Ekki ætluð börnum Not suitable for children ætluð börnum Not suitable for children
83 MIDNIGHT THRILLS TMIÐNÆTUR TRYLLAR
Ekki ætluð börnum Not suitable for children

ALÞJÓÐLEGAR STUTTMYNDIR INTERNATIONAL SHORTS

Hér er á ferðinni úrval áræðinna, áleitinna og listrænna alþjóðlegra stuttmynda sem valdar eru af kostgæfni. Fjölbreyttar og hæfileikaríkar raddir fara með áhorfandann í ferðalag um víða veröld, víkka sjóndeildarhring hans og umbylta kvikmyndaforminu.

A finely curated selection of brave, artistic and intimate international short films chosen with care. Be prepared to witness a wide range of talented and diverse voices which will take us on a journey beyond the borders of reality, expand the scope of our imagination, and revolutionize cinema.

84

ALÞJÓÐLEGAR STUTTMYNDIR I

INTERNATIONAL SHORTS I

Acheron Akkeron / Aqueronte

Lengd Duration: 107 min

28.9. @ Nordic House - 19:30

5.10. @ Slippbíó - 17:00

7.10. @ Háskólabíó 3 - 11:00

8.10. @ Slippbíó - 12:00

Manuel Muñoz Rivas ES, 2023, 26 min

Hópur farþega stígur um borð í ferju sem ferðast frá einum árbakka til annars. Ferðin yfir ána virðist lengjast, áfangastaðnum er frestað, stærð rýmisins er óljós..

On board a ferry, passengers cross from one riverbank to the other. The journey on the waters seems to expand, the destination shore is postponed, the magnitude of space is blurred.

The Tree Tréð / A árvore

Ana Vaz BR, ES, 21 min

Myndin fjallar um föður listamannsins og tengir landafræði, tíma, hina lifandi og hina dauðu með sverði.

The film centers on the artist’s father, linking geographies, time, the living, and the dead with a metal sword.

The Daughters of Fire Dætur eldsins / A Filhas Do Fogo

Pedro Costa PT, 2023, 8 min

Þrjár ungar systur eru aðskildar vegna eldgossins í Fogo á Grænhöfðaeyjum. En þær syngja: einn dag munum við vita af hverju við lifum og hvers vegna við þjáumst.

Three young sisters are separated by the eruption of Fogo. But they sing: one day, we will know what we live and why we suffer.

The Secret Garden Leynigarðurinn

Nour Ouayda LB, 2023, 27 min

Eftir að ný tré og plöntur birtast skyndilega víðsvegar um borgina byrja undarlegir og dularfullir atburðir að eiga sér stað er tvær konur rannsaka uppruna þessara furðulegu lífvera.

After the sudden apparition of new trees and plants throughout the city, strange and mysterious events start taking place as two women investigate the origins of these peculiar creatures.

I Promise You Paradise Ég lofa þér paradís

Morad Mostafa FR, EG, QA, 2023, 25 min

Í kjölfar ofbeldisfulls atviks reynir Eissa, 17 ára afrískur farandverkamaður í Egyptalandi, að bjarga ástvinum sínum í kappi við tímann.

Following a violent incident, Eissa, a 17-year-old African migrant in Egypt, strives to beat the clock to save his loved ones whatever it takes.

Rotterdam: Sérstök dómnefndarverðlaun / KNF Award Cannes Nikon Discovery Award: Sigurvegari / Winner CPH:DOX: New Vision Verðlaun / New Vision Award
85 INTERNATIONAL SHORTS I ALÞJÓÐLEGAR STUTTMYNDIR I

ALÞJÓÐLEGAR STUTTMYNDIR II

INTERNATIONAL SHORTS II

Berlinale: Sérstakt lof / Special mention

29.9. @ Nordic House - 19:45

5.10. @ Slippbíó - 19:00

It’s A Date Nú er tíminn

7.10. @ Háskólabíó 3 - 13:15

8.10. @ Slippbíó - 14:15

Nadia Parfan UA, UK, 2023, 6 min

Kænugarður 2022. Bíll brunar á ógnarhraða í gegnum borgina í dagrenningu. Mynd tekin upp í einu samfelldu skoti sem fangar tilfinningarnar í neyðarástandi stríðsins.

Kyiv in 2022. A car races at breakneck speed through the city at dawn. Shot in a single unedited shot, this film captures the emotions in a state of emergency caused by the war.

Recordings of a Weather Camera Upptökur úr veðurmyndavél / Aufnahmen einer Wetterkamera

Bernhard Wenger AT, DE, 2023, 18 min

Skíðasvæði í tilkomumiklu austurrísku ölpunum. Veðurmyndavél sem sett er upp til að taka upp glæsilegar fjallavíðmyndir, fangar fyrir tilviljun víðmynd af svívirðingum mannsins.

A ski resort in the scenic Austrian Alps. A weather camera installed to display majestic mountain panoramas, casually captures a panorama of human abominations.

IndieLisboa: Sérstakt lof / Special Mention

A History of the World According to Getty Images Saga heimsins frá sjónarhorni Getty Images

Locarno: Margverðlaunuð / Multiple Awards

CPH:DOX: Tilnefning / Nomination

Heimsfrumsýning / World Premiere

Richard Misek NO, UK, 2022, 20 min

Samsetning nokkurra merkustu mynda síðustu aldar er grundvöllur rannsóknar á því valdi sem ljósmyndabankar hafa yfir sameiginlegu menningarminni okkar. A montage of some of the last century’s most iconic images forms the basis of an investigation into the power that commercial image archives hold over our shared cultural memory.

Been There Komið þangað

Corina Schwingruber Ilić CH, 2023, 10 min

Helgarferðir, borgarferðir, stuttur rúntur út í náttúruna eða hringinn í kringum heiminn. Varla nokkurra daga frí og þú ert þegar farinn. Aldrei áður hefur löngunin til að ferðast verið jafn útbreidd og ferðamannastaðir svo yfirfullir. Weekend trips, city breaks, a detour into nature or once around the world. Barely a few days off, you’re already gone. Never before has the desire to travel been so widespread and visited places so overloaded.

Into The Violet Belly Inn í magann fjólubláa

Thuy­Han Nguyen­Chi BE, DK, DE, IS, MT, 2022, 20 min

Myndin fangar tilraunakennt samstarf listamannsins og móður hennar sem lifði af hættulega sjóferð á flótta frá Víetnam undir lok bandaríska stríðsins. The film captures the experimental collaboration between the artist and her mother who survived a perilous sea journey while fleeing Vietnam after the end of the American War.

Ardent Other Illska hinna áköfu / Le Mal des Ardents

Alice Brygo FR, 2022, 16 min

Orðlaus mannfjöldi stendur frammi fyrir eldsvoða. Ógnin á sér ekkert nafn, angistin breiðist út. Það þarf að kveða niður ótta, breyta eldi í tákn.

A stunned crowd faces a fire. The threat has no name, a diffuse anguish spreads. Fear needs to be conjured, fire must be turned into a sign.

Extinction of the Species Útrýming tegundarinnar / Extinción de la especie

Matthew Porterfield, Nicolasa Ruiz MX, 2023, 23 min

Esther, 18 ára stúlka frá norðurhluta Mexíkó, vaknar í Mexíkóborg útkeyrð og alein. Hún ráfar um göturnar í leit að vinnu.

Esther, an 18-year-old girl from northern Mexico, wakes up in Mexico City overwhelmed and alone. She wanders through the streets looking for a job.

Lengd Duration
: 113 min
86 ALÞJÓÐLEGAR STUTTMYNDIR II INTERNATIONAL SHORTS II

ALÞJÓÐLEGAR STUTTMYNDIR III

INTERNATIONAL SHORTS III

5.10. @ Nordic House - 19:00

5.10. @ Slippbíó - 21:00

In a Nearby Field Á nálægu engi

Lengd Duration: 107 min

7.10. @ Háskólabíó 3 - 16:00 + Q&A

8.10. @ Slippbíó - 16:30

Laida Lertxundi, Ren Ebel ES, 2023, 18 min

Sameining hljóðrar athugunar og augnabliks draumóra, Á nálægu engi er kvikmynd um stuðning, erfðir og hið ósýnilega strit sem heldur okkur uppi. Combining quiet observation and moments of fantasy, In a Nearby Field is a film about support, heredity and the invisible little labors which sustain us.

Mast-del Hjarta okkar

Maryam Tafakory IR, UK, 2023, 17 min

Ástarsöngur sem myndi aldrei komast í gegnum ritskoðun, Mast­del fjallar um forboðna líkama og langanir, bæði innan sem utan íranskrar kvikmyndagerðar eftir byltingu.

A love song that would never pass through the censors, Mast-del is about forbidden bodies and desires, both inside and outside post-revolution Iranian cinema.

Dildotectonics Dildójarðfræði / Dildotectónica

Tomás Paula Marques PT, 2023, 15 min

Í nútímanum reynir Rebeca að búa til safn af ófallískum keramikdildóum. Á tímum spænska rannsóknarréttarins finnur Josefa dildó sem er notaður í forboðnu ástarsambandi þeirra Maríu. Þótt þær lifi á ólíkum tímum liggja leiðir Rebecu og Josefu saman að lokum.

In modern times, Rebeca attempts to create a collection of non-phallic ceramic dildos. During the Inquisition, Josefa finds a dildo that is used in their forbidden love relationship with Maria. Although in different timelines, the paths of Rebeca and Josefa end up crossing.

Smoke of the Fire Reykur eldsins / O Fumo Do Fogo

Daryna Mamaisur PT, UA, BE, HU, 2023, 22 min

Þegar heimilið er „ekki hér, heldur alls staðar“, hvernig getur erlent tungumál orðið leiðarvísir okkar?

When the home is ‘not here but everywhere’, how can foreign language become our guide?

Alright, Alright… Ókei, ókei… / Bueno, bueno…

Clara Rizzo AR, MX, 2023, 14 min

Rannsókn frá fyrstu hendi á flækjum minnisins og innbyrðis tengslum þriggja kynslóða kvenna. Hvað þurfum við að muna og hverju getum við sleppt sem þjónar okkur ekki lengur?

Presents a first-person exploration of the intricacies of memory and interdepend ence across three generations of women. What do we need to remember and what can we let go of that no longer serves us?

You Made Me See the Sky Þú lést mig sjá himininn / Tu Me Hiciste Ver el Cielo

Luis Esguerra Cifuentes CO, ES, 2023, 21 min

Vinahópur ákveður að fara inn í skóg í útjaðri borgarinnar, þrátt fyrir viðvaranir og hömlur sem settar hafa verið á vegna furðulegs mosa sem nýlega hefur herjað á svæðið.

A group of friends decides to visit a forest on the city’s outskirts, despite the warning and restrictions placed due to a strange moss that has recently invaded the area.

Cannes Queer Palm: Tilnefning / Nomination Heimsfrumsýning / World Premiere
87 INTERNATIONAL SHORTS II ALÞJÓÐLEGAR STUTTMYNDIR II

Tónlist fyrir sálina Matur fyrir líkamann

88 Aðalstræti 2, 101 Reykjavík | s. 558 0000 | www.matarkjallarinn.is Kíktu til okkar í góðan mat og notalegt andrúmsloft Lifandi píanótónlist öll kvöld
- Föstudaga 11:30-14:30
kvöld 17:00-22:30
á www.matarkjallarinn.is
Mánudaga
Öll
Borðapantanir

Gullna eggið er keppnisflokkur með stuttmyndum frá upprennandi leikstjórum sem taka þátt í kvikmyndasmiðju RIFF Talent Lab.

The Golden Egg Competition is a selection of films from up-and coming directors participating in the RIFF Talent Lab.

89
THE GOLDEN EGG GULLNA EGGIÐ

GULLNA EGGIÐ I - ER ÞETTA ÁST?

THE GOLDEN EGG I - IS THIS LOVE?

Mum, I’m in Love With Pamela Anderson

Mamma, ég er ástfanginn af Pamelu Anderson / Mamá, estoy enamorado de Pamela Anderson

Lengd Duration: 91 min

4.10. @ Háskólabíó 4 - 15:30 + Q&A

Greta Griniute ES, 2023, 10 min

Þegar einstæða móðirin Maria uppgötvar að sjö ára sonur hennar Jose er orðinn ástfanginn af Pamelu Anderson leitar hún allra ráða til að tryggja að Pamela svari honum. When single mother Maria discovers that her seven-year-old son Jose has fallen in love with Pamela Anderson, she summons all her powers of invention to ensure Pamela responds.

Last Night at Paris Blues

Síðasta kvöldið á Paris Blues

Fany de la Chica US, 2022, 11 min

Triana er andalúsísk innflytjendasöngkona sem flytur flamenkó­djass. Síðasta kvöldið sem hún kemur fram á Paris Blues djassklúbbnum í New York þarf hún að velja á milli ástarinnar og listarinnar.

Triana is an Andalusian flamenco-jazz immigrant singer who needs to decide between love and her career as an artist on the last day she performs at Paris Blues in New York.

Mea Culpa Sökin er mín

Eric Bizzarri CA, 2020, 10 min

Stefnumót flækist þegar umdeilt umræðuefni neyðir parið til að endurskoða langanir sínar og takmarkanir.

A date becomes complicated when a controversial subject forces the couple to examine their desires and limitations.

I Do Viltu giftast mér

Alexander Seltzer CA, 2023, 20 min

Tveir rússneskir námsmenn í Kanada standa frammi fyrir brottvísun. Þeir ákveða að þykjast vera samkynhneigt par til að geta sótt um hæli en fljótlega byrja þeir að þróa raunverulegar tilfinningar til hvor annars.

Faced with deportation two Russian students in Canada conspire to pose as a gay couple in order to seek asylum. But soon they start developing real feelings for each other.

You’re Smart Þú ert klár

Surita Parmar CA, 2023, 4 min

Tilraunakennd hugleiðing um #MeToo hreyfinguna í gegnum dans og ljóðlist, frá sjónarhóli þeldökkrar konu.

An experimental meditation on the #MeToo movement through dance and spoken word, from the perspective of a woman of color.

Heirlooms Erfðagripir

Devina Sofiyanti ID, 2022, 17 min

Kona reynir að flýja undan Pocong, draugi í líkklæðum, með því að fela sig í húsi karlmanns. Seinna áttar hún sig á því að maðurinn er skelfilegri en draugurinn.

A woman tries to escape from a wrapped ghost, Pocong, by hiding in a man’s house. Later, she realizes that the man is scarier than the Pocong itself.

3PM Thursdays Klukkan 3 á fimmtudegi

Michèle Kaye CA, 2023, 7 min

Á stíliseraðri búllu stígur kvendansari á stokk fyrir bandaríska hermenn og viðskiptamenn. Þegar dansarinn byrjar á blæðingum missa hermennirnir stjórn á sér og allt fer úr böndunum. In a stylized dive-bar a femme dancer performs for American soldiers and business men. When the dancer begins menstruating, the soldiers begin to lose control and everything turns into chaos.

Bromance Brómans

SaraKlara Hellström SE, 2022, 12 min

Räkan og Fabbe eru vinir fyrir lífstíð. En þegar Räkan er þvingaður í stelpupartý verður hann meðvitaður um útskúfunina sem hann hefur svo oft fundið fyrir en aldrei tekist á við. Þar til nú.

Räkan and Fabbe are bros 4 life. But when Räkan is forced to a girl’s party, he becomes aware of the exclusion he has so often felt but never confronted. Until now.

90 GULLNA EGGIÐ THE GOLDEN EGG

GULLNA EGGIÐ II - LÍFIÐ FLÆKIST

THE GOLDEN EGG II - LIFE GET’S COMPLICATED

Wise Woman Seiðkona / Bean Feasa

Lengd Duration: 88 min

4.10. @

Háskólabíó 4 - 18:15 + Q&A

Daniel Butler IE, 2022, 17 min

Mynd innblásin af þjóðsögum Donegal­héraðs. Tortryggin dóttir náttúrulæknis þarf að endurskoða trú sína þegar hún hittir fyrir álfa írskra þjóðsagna.

Inspired by Donegal folktales, the skeptical daughter of a traditional healer has her certainties challenged when she encounters the ‘Good People’ (fairies) of Irish folklore.

Crying Applause Grátandi lófaklapp

Souzanna Maragou US, 2023, 5 min

Kona í New York ferðast inn í áður óþekkta kima hugar síns eftir óvænt atvik. Myndir og hljóð brenglast og bjagast þar til hún getur ekki lengur greint hið raunverulega frá hinu ímyndaða.

A woman in New York City enters unknown realms of her mind after an unexpected incident. Images and sounds twist and distort until she can no longer distinguish the real from the imaginary.

Lia IRL Lia í eigin persónu

Milda Baginskaite UK, 2023, 14 min

Drengur sem glímir við námsörðugleika vingast við raddstýrða gervigreind sem undirbýr hann óafvitandi fyrir raunverulegar áskoranir lífsins.

Young boy with learning difficulties befriends a voice-activated AI assistant that unknowingly prepares him for the real challenges of life.

My Grandmother’s Dream

Draumur ömmu minnar / El Sueño de mi Abuela

Tahiel Jimenez Medina US, 2022, 6 min

Innflytjanda­ömmu dreymir fyrir hvarfi barnabarns síns.

An immigrant grandmother’s dream foretells the disappearance of her granddaughter.

Lady in Black Svartklædda konan

Gana Comagic ME, 2023, 13 min

Útfararstjóri tekst af ákafa á við mikinn fjölda nýrra viðskiptavina vegna nýs heimsfaraldurs, á sama tíma og ferill hans og föðurhlutverkið eru undir smásjá.

A conflicted funeral director enthusiastically tackles a large influx of customers during a new pandemic, along with their scrutiny of his career and fatherhood.

Recovery of the Fallen

Endurheimt hinna föllnu / Recuperación de los Caídos

Curtis Matzke US, ES, 2022, 7 min

Einmana maður reikar um hrjóstrugt landslag framandi plánetu og safnar saman verðmætum af mannslíkömum sem hafa fallið á jörðu niður.

A lone man wanders a barren landscape on a foreign planet, salvaging items off of bodies that have fallen to the surface.

This Is Ours Þetta er okkar

Á stofnun þar sem virði hvers barns er mælt og metið er ung stúlka látin efast um blinda hlýðni sína.

In a facility where the worth of each child must be measured and evaluated, a young girl is made to question her blind obedience.

Simon London UK, 2023, 26 min 91 THE GOLDEN EGG GULLNA EGGIÐ
93 SPECIAL EVENTS SÉRVIÐBURÐIR

JÖKLABÍÓ ICE CAVE CINEMA

4.10. @ Langjökull + 8:00-19:00

Jöklabíó RIFF er einstök upplifun þar sem haldið er upp á næststærsta jökul landsins, Langjökul, og ferðast inn í íshettuna sjálfa þar sem heimildarmynd Lars Ostenfeld um bráðnandi íshellu Grænlands, Inn í ísinn, verður sýnd. Áhorfendur ferðast 200 metra undir yfirborð jökulsins í gegnum stærstu manngerðu ísgöng í heimi þar sem þeim gefst tækifæri til að fræðast um jökulinn og upplifa einstaka kvikmyndasýningu sem á sér fáar fyrirmyndir. Sérþjálfað starfsfólk Arctic Adventures sér um leiðsögn hópsins og fræðir gesti um Langjökul og þá hættu sem að honum steðjar vegna hnattrænnar hlýnunar. Innifalið í miðaverði er rútuferð frá Reykjavík en gestir geta einnig hitt hópinn í Húsafelli. Nauðsynlegt er að koma vel klæddur á þessa sýningu.

Miðasala fer fram á heimasíðu Arctic Adventures, adventures.is.

Verð / Price: 38.000 ISK

RIFF Ice Cave Cinema is a unique cinema experience where we will venture up on Iceland’s second largest glacier, Langjökull, traveling deep into the ice cap itself to watch a screening of Lars Ostenfeld’s documentary about Greenland’s melting ice sheet, Into the Ice. The audience will travel 200 meters below the glacier’s surface through the largest man-made ice tunnel in the world, where they will have the opportunity to learn about the glacier and experience a unique cinema event that has few examples in the world. Arctic Adventures’ specially trained staff will guide the guests and educate them about Langjökull and the dangers it faces due to global warming. Included in the ticket price is a bus ride from Reykjavík but guests can also meet the group in Húsafell. Dressing in warm clothes for this event is essential.

Tickets sold at Arctic Adventures site, adventures.is.

Danish Film Awards: Tilnefning / Nomination

Þrátt fyrir margra ára rannsóknir veit enginn hversu hratt ísbreiða Grænlands bráðnar. Lars Ostenfeld reynir að komast að því með hjálp þriggja jöklafræðinga í fremstu röð, með því að fara 200 metra niður í ísbreiðuna – lengra en nokkur hefur farið áður.

Despite many years of research, no one knows how fast the Greenland ice sheet is melting. Lars Ostenfeld seeks to find that out with three of the world’s leading glaciologists as they descend 200 metres into the ice –further than any human has gone before.

Into the Ice Inn í ísinn Lars Ostenfeld DK, DE, 2022, 86 min
94
SÉRVIÐBURÐIR SPECIAL EVENTS

30.9. @ Raufarhólshellir + 16:30, 18:15, 20:15

RIFF snýst ekki aðeins um að sýna nýjar kvikmyndir heldur einnig að sýna þær á ferskan og frumlegan hátt. Með þetta í huga höfum við skipulagt einstakan kvikmyndaviðburð sem mun eiga sér stað djúpt í iðrum jarðar. Áhorfendur munu fylgja leiðsögumönnum niður í myrkur Raufarhólshellis þar sem komið hefur verið fyrir sýningartjaldi og horfa þar á sérvaldar kvikmyndir á æsispennandi hátt. Enda veitir algert myrkur bestu mögulegu sýningarskilyrðin. Dagurinn byrjar á fjölskyldusýningu þar sem sýnd verður mynd fyrir alla aldurshópa en síðar meir tekur alvaran við og sýnd verður mynd sem þenur taugarnar. Nauðsynlegt er að klæða sig vel fyrir þessa sýningu.

Verð / Price: 7.990 ISK (5.290 ISK fyrir börn for children)

RIFF is not only about showing new films, but also about showing them in fresh and original ways. With this in mind, we have planned a unique screening that will take place deep in the bowels of the earth. The audience will follow guides deep into the darkness of Raufarhólshellir cave, where a projection screen has been set up and experience selected films in an exciting way. After all, total darkness provides the best possible exhibition conditions. The day starts with a family screening where a movie will be shown for all age groups, but later on we will show a scary movie for the brave of heart. Dressing in warm clothes for this event is essential.

Scarygirl

Ljótastelpa

Þegar heimi hennar er ógnað vegna þverrandi sólarljóss verður ung stúlka að sigrast á ótta sínum og ferðast til ævintýralegrar borgar, bjarga föður sínum frá dularfullum vísindamanni og koma í veg fyrir tortímingu plánetunnar.

When her world is threatened by a loss of sunlight, a young girl must overcome her fears and journey to a fantastical city, save her father from a mysterious scientist and prevent the destruction of her planet.

Arachnophobia

Hættuleg tegund

Stórhættuleg suður­amerísk köngulóartegund kemur til Bandaríkjanna í líkkistu og byrjar að fjölga sér og drepa íbúa lítils smábæjar.

A species of South American killer spider hitches a lift to the US in a coffin and starts to breed and kill the residents of a small town. Ricard Cussó, Tania Vincent AU, 2023, 90 min Frank Marshall US, 1990, 109 min 30.9. @ Raufarhólshellir + 16:30 30.9. @ Raufarhólshellir + 18:15, 20:15
Ekki
Not suitable for children 95 LAVA CAVE CINEMA HELLABÍÓ SPECIAL EVENTS SÉRVIÐBURÐIR
Norðurlandafrumsýning / Nordic Premiere ætluð börnum

SJÓNRÆN MATARVEISLA CINEMATIC CULINARY EXPERIENCE

Ratatouille

Brad Bird, Jan Pinkava US, 2007, 111 min

Upplifðu samruna matargerðarlistar og kvikmynda á sérviðburði RIFF, Sjónræn matarveisla, í Norræna húsinu. Við bjóðum áhorfendum upp á sýningu á hinni klassísku Disney­teiknimynd Ratatouille (2007) á meðan þeir gæða sér á matarveislu frá SÓNÓ matseljum Norræna hússins, sem inniheldur meðal annars hinn fræga franska rétt ratatouille sem myndin dregur nafn sitt af.

Ratatouille fjallar um ævintýri Remy, lítillar rottu með stóra drauma um að verða þekktur kokkur. Remy tekur höndum saman við hinn unga Linguini sem vinnur í ruslinu á frægum veitingastað í París. Saman búa þeir til stórfenglega veislurétti sem ögra hefðum franskrar matargerðar.

Innifalið í miðaverðinu er miði á Ratatouille og máltíð á SÓNÓ matseljur með skemmtilegum lifandi uppákomum.

Embrace the synergy of gastronomy and cinema at RIFF’s Cinematic Culinary Experience at the Nordic House. We offer audiences the opportunity to watch the classic Disney animation Ratatouille (2007) and dine on a feast from the cooks of Nordic house’s SÓNÓ, including the famous French dish ratatouille which the movie derives its name from.

Ratatouille follows the adventures of Remy, a small rat with big dreams of becoming a renowned chef. Remy teams up with the unlikely hero Linguini who works as a garbage boy at a famous restaurant in Paris and together they create culinary masterpieces that challenge the conventions of haute cuisine.

Included in the ticket price is a ticket to Ratatouille and a dinner from SÓNÓ restaurant along with surprises.

30.9 @ Nordic House + 19:00 - 13.500 ISK 1.10 @ Nordic House + 18:00 - 13.500 ISK 96
SÉRVIÐBURÐIR SPECIAL EVENTS

4.10. @ Nordic House + 20:00

Verð / Price: 4.900 ISK

Á þessum einstaka tónlistarviðburði mun munnhörpuleikarinn Þorleifur Gaukur Davíðsson koma fram ásamt píanóleikaranum Davíð Þór Jónssyni og gítarleikaranum Skúla Sverrissyni og flytja tónlist innblásna af stuttmyndinni Sorgarstig. Tónlistarmyndin Sorgarstig fjallar um hóp hæfileikaríkra tónlistarmanna sem koma saman í kjölfar föðurmissis í yfirgefinni rafstöð og veita tilfinningunum útrás í lifandi spuna.

Sérstök sýning á myndinni Sorgarstig í Háskólabíó 2. október kl. 21:00 þar sem Pétur Tyrfingsson, tónlistarmaður og sálfræðingur, stýrir umræðum við Þorleif Gauk um verkið og stig sorgarinnar að sýningu lokinni.

(Sjá bls. 69)

RIFF stendur fyr ir TikTok kvik mynd asmiðju undir handleiðslu kvikmyndagerðarmannsins Brúsa Ólasonar fyrir fullorðna. Brúsi mun veita dýrmæta innsýn, ábending ar og leiðir til að hjálp a þér að nýta þennan vinsæla samfélagsmiðil sem best. Þátttakendur munu læra hvernig er best að koma hugmyndum sínum á framfæri á áhrifaríkan hátt innan marka einnar mínútu kvikmyndar. Vertu tilbúinn til að umbreyta TikTok leiknum þínum og tengjast öðrum í skemmtilegu og gagnvirku umhverfi.

At this unique concert, harmonica player Þorleifur Gaukur Davíðsson will come together with pianist Davíð Þór Jónsson and guitarist Skúli Sverrisson and perform music inspired by the short film Stages. The music performance film Stages centers on a group of talented musicians who come together following the loss of a father in an abandoned power station where they channel their emotions in live improvisation.

Special screening of Stages will be held October 2nd at 9 PM in Háskólabíó where Pétur Tyrfingsson, musician and psychologist, will lead a discussion in Icelandic with Þorleifur Gaukur about the film and the stages of grief.

(See page 69)

RIFF will host a TikTok film workshop for adults under the guidance of filmmaker Brúsi Ólason. Brúsi will provide valuable insights, tips and tricks to help you make the most of this popular social media platform. Participants will learn how to use imagery to effectively communicate their ideas within the confines of a one-minute film. Get ready to transform your TikTok game and connect with others in a fun and interactive environment.

1.10. @ Nordic House + 19:00 - ca 22:00 Verð / Price: 5.700 ISK
97 STAGES LIVE CONCERT SORGARSTIG LIFANDI TÓNLEIKAR SPECIAL EVENTS SÉRVIÐBURÐIR
TIKTOK SHORT FILM WORKSHOP TIKTOK STUTTMYNDASMIÐJA

RIFF LJÓSMYNDASÝNING RIFF PHOTO EXHIBITION

28.9.-8.10. @ Nordic House, Háskólabíó & Austurvöllur Frítt inn / Free entry

Þegar Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík var fyrst haldin árið 2004 grunaði fáa að hátíðin myndi verða að einum stærsta kvikmyndaviðburði Íslands. Í tilefni af tuttugustu útgáfu RIFF ætlum við að halda sérstaka ljósmyndasýningu sem spannar tæplega tveggja áratuga sögu hátíðarinnar. Sýningin verður haldin í Norræna húsinu, Háskólabíói og Austurvelli og verður opin á meðan á hátíðinni stendur.

When the Reykjavík International Film Festival was held for the first time in 2004, few suspected that the festival would become one of the biggest film events in Iceland. On the occasion of RIFF’s 20th edition, we will be presenting a special photo exhibition spanning the first two decades of the festival’s history. The exhibition will be held in the Nordic House, Háskólabíó and at Austurvöllur and will be open during the festival.

KVIKMYND OG TÓNLEIKAR: POST PERFORMANCE BLUES BAND

FILM & CONCERT: POST PERFORMANCE BLUES BAND

5.10. @ Kex Hostel + 19:00

Komdu á einstaka sýningu á kvikmyndinni Band (2022) ásamt tónleikum með hljómsveitinni, Post Performance Blues Band! Búðu þig undir ógleymanlega kvöldstund sem mun ögra öllum þínum væntingum ­ á skemmtilegan hátt. The Post Performance Blues Band er hljómsveit stofnuð í Reykjavík síðla árs 2016. Sem gjörninga og pönkhljómsveit leggur PPBB áherslu á hrífandi blöndu af óreiðu og skipulagi. PPBB er stemningsmótor og titrandi glamúrvél. Hún er blá, hún er Bloody Mary, hún er upphaf án endis. Band er heimildarmynd eftir Álfrúnu Örnólfsdóttur um sorgir og sigra PPBB - þær gefa sér eitt ár til að meika það eða hætta.

Band

Verð / Price: 4.500 ISK

Join us for a very special screening of the film Band (2022) followed by a performance by the band themselves, Post Performance Blues Band! Get ready for an unforgettable night that will challenge everything you know - in the best of ways. The Post Performance Blues Band was formed in Reykjavík in late 2016. As an electronic punk spectacle, The PPBB takes pleasure in the uncertain ravishing blend of chaos and clarity. It is an atmospheric motor, a vibrating glamor machine. It’s blue, it’s a bloody mary, it’s a new beginning without an end. Band is a hybrid documentary by Álfrún Örnólfsdóttir about the failures and triumphs of the PPBB - they give themselves one year to make it big or die.

Álfrún Örnólfsdóttir IS, 2022, 88 min

Þrjár konur á miðjum aldri gera allt sem þær geta til að slá í gegn sem hljómsveit.

An all female Icelandic band tries to make it big in their middle age.

99 SPECIAL EVENTS SÉRVIÐBURÐIR

SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS - JÓHANN JÓHANNSSON OG PHILIP GLASS

ICELAND SYMPHONY ORCHESTRA - JÓHANN JÓHANNSSON AND PHILIP GLASS

28.9. @ Eldborg, Harpa + 19:30

Miðasala fer fram í Hörpu og á Tix.is. 20% afsláttur fyrir RIFF passahafa. Tickets sold in Harpa and on Tix.is. 20% discount for RIFF passholders.

Jóhann Jóhannsson var eitt þekktasta kvikmyndatónskáld samtímans þegar hann féll frá langt fyrir aldur fram árið 2018. Hann hlaut meðal annars Golden Globeverðlaunin og var tvívegis tilnefndur til Óskarsverðlauna. Á þessum útgáfutónleikum fagnar Sinfóníuhljómsveit Íslands nýrri hljómplötu sveitarinnar undir merkjum þýska útgáfufyrirtækisins Deutsche Grammophon á verki Jóhanns, A Prayer to the Dynamo. Jóhann samdi verkið að beiðni tónlistarhátíðarinnar í Winnipeg 2012 og kallast það á við skrif bandaríska sagnfræðingsins Henry Adams sem varð fyrir djúpstæðri reynslu í „sal hinna miklu rafala“ á heimssýningunni í París árið 1900. Einnig verða flutt tvö minni verk úr smiðju Jóhanns: Lúðraþyturinn úr upphafi verksins Virðulegu forsetar frá 2004, og angurværi söngurinn Odi et Amo úr leikritinu Englabörnum frá 2002. Á tónleikunum hljómar einnig hin heillandi og leiðslukennda sinfónía nr. 1 eftir Philip Glass en hún byggir á hljómplötu Davids Bowie, Low, frá árinu 1977. Hljómsveitarstjóri er Daníel Bjarnason og einsöngvari er Jóna G. Kolbrúnardóttir.

Golden Globe winner and two-time Oscar nominee Jóhann Jóhannsson was one of the best-known film composers of our time when he passed away unexpectedly in 2018. This concert celebrates the release of the Icelands Symphony’s new album, produced by the German recording giant Deutsche Grammophon and featuring Jóhann’s composition A Prayer to the Dynamo. Commissioned in 2012 by the Winnipeg New Music Festival, the piece draws on the writings of American historian Henry Adams, whose visit to the Hall of Electrical Machines at the 1900 Paris Exposition had a profound impact on him. This concert also presents Philip Glass’s captivating and trance-like Symphony No. 1, which is based on David Bowie’s 1977 album Low. Two other works by Jóhann Jóhannsson round out the programme: Fanfare from the opening of his 2004 piece Honourable Presidents, and the poignant song Odi et Amo from the 2002 play Englabörn (Children of Angels).

ÞÖGLIR KVIKMYNDATÓNLEIKAR SILENT FILM CONCERT

Hyldýpið er þögul, erótísk kvikmynd sem skaut Astu Nielsen, einni stærstu leikkonu Danmerkur á tímum þöglu myndanna, upp á stjörnuhimininn. Leikstjóri myndarinnar, Urban Gad, skrifaði handritið og tileinkaði Astu myndina. Hispurslaus frammistaða Nielsens í myndinni og þá sérstak lega eggjandi dansatriði hennar varð til þess að myndin var ritskoðuð í bæði Noregi og Svíþjóð. Hyldýpið verður sýnd með lifandi tónlist í flutningi norsku raftónlistarkonunnar Charlotte Bendiks. Bendiks er þekkt nafn í norskri neðanjarðardanstónlist og hefur komið fram á tónlistarhátíðum víða um heim. Viðburðurinn er unninn í samstarfi við Alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Tromsø (TIFF).

Húsið opnar 21:00 og sýningin hefst kl. 21:30. Myndin er sýnd með dönskum millitexta og enskum texta.

The Abyss is an erotic, silent melodrama which launched the career of Denmark’s great silent film star, Asta Nielsen. Director Urban Gad wrote the script, and devoted the film to her. Due to the overt eroticism in Nielsens performance and a sensual dance scene, the film was censored in both Norway and Sweden. The Abyss will be shown with live music composed and performed by Norwegian electronica artist Charlotte Bendiks. Bendiks is a well known name in the Norwegian experimental underground dance music scene and has performed at festivals around the world. A collaboration with Tromsø International Film Festival (TIFF).

The house opens at 9 PM & the screening starts at 9:30 PM. The film is shown with Danish intertitles and English subtitles.

Píanókennari sem er trúlofuð prestssyni heillast af myndarlegum og kynþokkafullum sirkuslistamanni og ákveður að stinga af með honum.

5.10. @ Háskólabíó + 21:30 Verð / Price: 3.090 ISK A piano teacher who is engaged with a parson’s son becomes charmed by a handsome and sexy circus artist and decides to elope with him.
100
The Abyss Hyldýpið / Afgrunden Urban Gad DK, 1910, 38 min
SÉRVIÐBURÐIR SPECIAL EVENTS
Mynd/Image: Jónatan Grétarsson fyrir Deutsche Grammo phon.

VIRTUAL REALITY EXPERIENCE SÝNDARVERULEIKAUPPLIFUN

2.10.-4.10. @ Háskólabíó

Frítt inn / Free entry

Einmanaleiki er orðinn útbreiddasta plága samtímans. Gæti sífellt raunverulegri gervigreind boðið upp á lausn? Í þessu gagnvirka smáforriti kynnumst við Kya, starfsmanni hjá hinni skálduðu Alone Together umboðsskrifstofu sem leigir út fjölskyldumeðlimi í afleysingum fyrir þá sem eru einmana.

Í þessu samstarfi RIFF og A! Gjörningahátíðar getur áhorfandinn stigið í spor Kyu og tekið þátt í verkefnum hennar. Sestu niður með Söru sem hefur ekki séð dóttur sína í langan tíma. Starf þitt er að leika dótturina og hressa Söru við eins vel og þú getur í alvöru samtali. Þú munt ráfa um forvitnilega heima fjölskylduleigustofnana í fjórum gagnvirkum hlutum. Þegar sögunni lýkur er þátttakendum svo boðið í lokapartý starfsmannafélagsins.

Hægt er að horfa á stuttmyndina með því að hlaða niður smáforritinu Alone Together í App Store. Þá verður upplýsingaborð staðsett í Háskólabíói þar sem áhorfendur geta fengið leiðbeiningar frá starfsfólki RIFF.

Alone Together Alein saman

Dustin Harvey CA, UK, 2022, 10 min

Widespread loneliness has become the scourge of the modern age. Could increasingly realistic artificial intelligence offer a solution? This interactive app introduces us to Kya, an employee at the fictional Alone Together Agency who rents replacement family members for lonely people.

During (A!/RIFF), step into Kya’s shoes and handle her visits. Sit with Sara, who hasn’t seen her daughter for a long while. Your job is to play the daughter as best you can in a real conversation with Sara that lifts her spirits. You will navigate the intriguing world of Family Rental Agencies through four interactive episodes. As the story concludes, participants are invited to a final staff party event.

Download the app Alone Together in the App Store to watch the short. An information desk will also be located in Háskólabíó where guests can receive instructions from RIFF staff.

FILOMENA - EXPERIMENTAL DIPTYCH FILOMENA - GJÖRNINGAKVIKMYND

28.9.-8.10. @ Háskólabíó

Frítt inn / Free entry

Filomena - Experimental diptych Filomena - Gjörningakvikmynd

Monade Li FR, 2023, 6 min

Kvikmynd eftir franska listamanninn Monade Li þar sem hinn draumkenndi líkami, í bland við súrrealíska þætti, tekur á sig form „spenntra og bjagaðra stellinga sem tengja saman hið meðvitaða og ómeðvitaða, ytra og innra“. Listamaðurinn brýtur niður fyrirhugaða innilokun með leik samfelldra ramma sem hverfast um sjálfa sig. Fyrir augum okkar birtist hljóðræn þoka, rifin og tætt. Listamaðurinn réttir okkur setningu dregna úr sonnettu Mallarmé, holdgerðri með tónlist Rudolphs Moser úr Einstürzende Neubauten og túlkuð af íslensku listakonunni Ásdísi Sif.

A film by the French artist Monade Li where the oneiric body, confused with the surreal elements, fits the shape of “tense and twisted postures linking the conscious and the unconscious, the exterior and the interior”. The artist fragments a premeditated confinement by the play of successive frames which close in on themselves. Before your eyes, a sound mist, torn and damaged. She hands us a phrase extruded from Mallarmé’s sonnet embodied by the music of Rudolph Moser from Einstürzende Neubauten, featuring the Icelandic artist Ásdís Sif.

Skannaðu QR­kóðann hér til hliðar til að horfa á stuttmyndina í símanum þínum. Lykilorð: riff

Auk þess eru plaköt með QR ­ kóða aðgengileg í Háskólabíói meðan á hátíðinni stendur.

Scan the QR code on the right to watch the short in your phone. Password: riff

Posters with QR codes are also available in Háskólabíó during the festival.

101
SPECIAL EVENTS SÉRVIÐBURÐIR

Kamera gengur … gjörið þið svo vel!

Hjá okkur er allt tilbúið í tökur. Búið að propsa, statistar klárir og svo mætir þú með handritið og lætur allt gerast.

RIFF kokteillinn Last Bird

stefnir á verðlaun fyrir sterkasta leik í aukahlutverki

Bókið borð á dineout.is

Sérstakur RIFF matseðill

á Slippbarnum 4 smáréttir á 11.900 kr.

Gleðilega hátíð!

102

Slippbarinn er hátíðarbar RIFF í ár og stöndum við því fyrir fjölbreyttri viðburðadagskrá og sérstökum kvikmyndasýningum í Slippbíó. Slippbíó er notalegt 25 sæta kvikmyndahús á Berjaya Reykjavík Marina, í sama húsi og Slipp barinn. Slippbarinn býður upp á sérstakan RIFF kokteil á tilboði á aðeins 2000 kr. og eins verður tilboð á sérstökum RIFF duet smakkseðli fyrir tvo, 4 smáréttir og 2 kokteilar á aðeins 11.900 kr. Passahafar RIFF fá 20% afslátt á Slippbarnum meðan á hátíðinni stendur.

SLIPPBARINN & RIFF

Slippbarinn is RIFF’s festival bar this year, and we have prepared a diverse program of events and special film screenings in Slippbíó. Slippbíó is a cozy 25-seat cinema located at Berjaya Reykjavík Marina, in the same building as Slippbarinn. Slippbarinn will offer a special RIFF cocktail on offer for only 2000 ISK as well as a special RIFF duet tasting menu for two, 4 small dishes and 2 cocktails, for only ISK 11,900. RIFF passholders get a 20% discount at Slippbarinn during the festival.

Barsvar með Bent & York Underwood Pub Quiz with Bent & York Underwood

Stuttmyndadagskrá fyrir börn 6+ & 9+

Children’s Short Film Program 6+ & 9+

Short Puffin Corner

Short Puffin Corner

Uppistand með York Underwood Stand Up with York Underwood

Alþjóðlegar stuttmyndir I, II & III

International Shorts I, II & III

19:30 - 20:30

20:30 - 22:00

12:00 - 17:00

12:00 - 17:00

Mínútumyndir One Minutes

Íslenskar stuttmyndir I og II Icelandic Shorts I & II

Stuttmyndadagskrá fyrir börn 4+, 6+, 9+, 12+ og 14+

Children’s Short Film Program 4+, 6+, 9+, 12+ & 14+

Alþjóðlegar stuttmyndir I, II, og III

International Shorts I, II & III

30.9 01.10 02.10 03.10 04.10 05.10 06.10 07.10 08.10 21:00-23:00 12:00 - 14:00
- 17:00
- 17:00
14:00
14:00
21:00-22:30
17:00 - 22:00
103
SPECIAL EVENTS SÉRVIÐBURÐIR
RIFF DAGSKRÁ Í SLIPPBÍÓ RIFF PROGRAM IN SLIPPBÍÓ

RATLEIKUR RIFF RIFF SCAVENGER HUNT

Brunaðu um miðbæinn á Zolo rafskútu og finndu þekkta staði úr íslenskri kvik mynda ­ og tónlistarsögu. Leikurinn hefst á gestastofu RIFF á Reykjavík Marina. Ef þú kemst á leiðarenda, settu þá mynd inn á Instagram og fáðu frían drykk á Slippbarnum.

Ride around the city center on a Zolo scooter and discover famous places from Icelandic film and music history. The game starts in the RIFF guest lounge at Reykjavik Marina. If you finish the game, post a photo on Instagram to get a free drink at Slippbarinn.

BARSVAR RIFF RIFF PUB QUIZ

Rapparinn og leikstjórinn Ágúst Bent og uppi standarinn York Underwood verða með kvik mynda barsvar í tilefni RIFF. Fullkomið tækifæri fyrir kvikmyndanörda til að láta ljós sitt skína. Ekki missa af þessu! Allt að fjögur saman í liði og glæsileg verðlaun í boði.

Rapper and director Ágúst Bent and standup comedian York Under wood will host a film pub quiz in celebration of RIFF. A perfect opportunity for film buffs to let their light shine. Don’t miss this! Up to four people in each team and incredible prizes for the winners.

RIFF UPPISTANDSKVÖLD RIFF STAND-UP COMEDY NIGHT

Krakkinn er áfram í myndinni! Uppistandarinn York Underwood stendur fyrir uppistandskvöldi á Slippbarnum í tilefni RIFF.

Komdu og horfðu á bestu grínista Íslands þróa áfram efnið sitt og fáðu þér drykk á hátíðarbarnum okkar.

The Kid Stays In The Picture!

Comedian York Underwood will host a stand-up comedy event at RIFF at Slippbarinn.

Come watch the best comedians of Iceland work on their stuff and have a drink at our festival bar.

28.9. - 8.10. @ Reykjavik Marina 30.9. @ Slippbarinn + 21:00 4.10. @ Slippbarinn + 21:00 Frítt inn / Free entry Frítt inn / Free entry
SÉRVIÐBURÐIR SPECIAL EVENTS 104
Frítt inn / Free entry

21.9. @ Stúdentakjallarinn + 20:00 Frítt inn / Free entry

Norðlenski költkvikmyndahópurinn Filmumenn fögnuðu þrjátíu ára afmæli sínu í fyrra og koma nú saman í tilefni RIFF og sýna stuttmyndir sínar Spurning um svar, Skotinn í skónum, Negli þig næst og GAS frá árunum 1992-1996 í Stúdenta kjallaranum. Kynnir kvöldsins og spyrill verður enginn annar en hinn víðfrægi grínisti Ari Eldjárn svo búast má við rífandi stemningu.

FILMUMENN & ARI ELDJÁRN

The cult film group Filmumenn from Akureyri celebrated their 30th anniversary last year and will now come together on the occasion of RIFF and host a screening of their short films Spurning um svar, Skotinn í skónum, Negli þig næst and GAS from the years 1992-1996 in Stúdentakjallarinn restaurant. The evening’s host is the wellknown Icelandic comedian Ari Eldjárn, so guests can expect a rousing atmosphere.

RIFF býður upp á ókeypis sýningar á vel völdum myndum hér og þar í Reykjavík. Meðal annars í Gróðurhúsinu Lækjartorgi og á Borgarbókasöfnum Reykjavíkur; Kringlunni, Spönginni, Gerðubergi, Árbæ og Úlfarsárdal. Allir grunnskólar á landinu munu fá sendar til sín stuttmyndir til sýninga í kennslustofum. Þá verður kvikmyndin Land og synir eftir Ágúst Guðmundsson sýnd á Hrafnistu.

RIFF will offer free screenings of a selection of films at various locations in Reykjavik. Venues include the Lækjartorg Greenhouse and the Reykjavik city libraries in Kringlan, Spöngin, Gerðuberg, Árbær and Úlfarsárdalur. All primary schools in the country will be sent short films to be shown in classrooms. In Hrafnista we will show the film Land og synir by Ágúst Guðmundsson.

AROUND THE COUNTRY RIFF UM LANDIÐ

RIFF verður á faraldsfæti og býður upp á ókeypis sýningar á vel völdum myndum víða um land, þar á meðal í Borgarnesi, Ísafirði, Patreksfirði, Bíldudal, Sauðárkróki, Akureyri og Seyðisfirði. Á meðal sýningarstaða eru Ísafjarðarbíó, Smiðjan í Edinborgarhúsinu, Skjaldborgarbíó á Patreksfirði, Króksbíó Sauðárkróki, Amtsbókasafnið á Akureyri og Herðubíó Seyðisfirði.

RIFF goes on the road and will offer free screenings of selected short films around Ice land, including Akureyri, Borgarnes, Hvera gerði and Selfoss. Among the places we will offer screening are Akureyri Swimming Pool, Library of Akureyri, Árborg Library, Hveragerði Library, Skógar museum, Borgarnes museum and many more!

SPECIAL EVENTS SÉRVIÐBURÐIR 105
Frítt inn / Free entry RIFF AROUND TOWN RIFF UM BÆINN RIFF

The One Minutes stofnunin framleiðir og dreifir mínútumyndum út frá listrænu sjónarmiði og býður upp á alþjóðlegan vettvang til að skapa og tengjast. Á tveggja mánaða fresti kemur út ný sería á þeirra vegum.

Taktu þátt á theoneminutes.org.

The One Minutes Foundation produces and distributes one-minute videos from an artistic point of view, offering an international stage for people to create and connect. Every two months a new series is released.

Participate at theoneminutes.org.

HÖRÐ HVÍLD: GJÖRÐIN AÐ GERA EKKI NEITT Í ÖRUGGUM FÉLAGSSKAP

REST HARD: AN ACT OF DOING NOTHING IN A SAFE COMPANY

Sería valin af Party Office.

„Við fullyrðum að jaðarsettir líkamar sinna mikilvægu starfi þegar kemur að því að lifa af. Nálægð slíkra róttækra einstaklinga ræktar hinsegin sambönd og umhyggju.“

- Party Office

Lengd Duration 22 min

28.9. @ Nordic House - 18:40

A series curated by Party Office.

“We assert that marginalized bodies perform a pivotal form of labor in the very act of survival. Such radical figures in proximity perform the nurturance of queer kinships and care.”

- Party Office

i can be the one

Nestor Solanco, US lucha canaria

Aimar Morales & Nati Pajasgratis, ES

close your eyes have no fear

Yuxiu Xiong, DE

Dancing Life Alone

Tanja Nabben, NL

Tutto a posto

Eva Michiels, BE rest.fire.work.

Pedra Costa, DE

Thawra By Proxy

Louise Gholam, UK

Mimos

Aimar Lomo & Sen, ES

Peacefully Disturbed

Eve, US

Untitled

FILTH AVE, IN

It’s Giving Tsohil, US

Taking A Break From Everything

Aderemi Adegbite, NG

Housedress Stairs Jazz Waltz in F

RM Vaughan, CA

DOUBLE EXPOSURE

HommAges, UK

Nothing Passes From Motion to Rest

Unless You Move It In Hidden Ways

Shaunak Mahbubani, IN

Before i lay my soul to rest, I ask the queers my soul to keep Abdul Dube, DK

deep state sukoon

Nanna Maria Wibholm & Mira Iranpour, IN

Safe Place

Viktoria Gudnadottir, NL

Untitled FILTH AVE, IN

Pralines

Bart Sweens, BE

Overflown

Vincius Davi, BR

The Gate

Mohammadreza Gholami, IR

MÍNÚTUMYNDIR THE ONE MINUTES 106
MÍNÚTUMYNDIR THE ONE MINUTES

SKÝLI ER EKKI HEIMILI A SHELTER IS NOT A HOME

Hvernig er að alast upp í stærstu flóttamannabúðum heims? Að búa í skjóli, ekki á heimili? The One Minutes

Jr. fóru til Kutupalong flóttamannabúða 17 í Bangladesh og héldu vinnustofu með ungum Rohingya­flóttamönnum til að fá svör við þessum spurningum.

Með UNICEF Bangladesh

28.9. @ Nordic House - 18:20

What is it like to grow up in the world’s largest refugee camp? To live in a shelter, not in a home? The One Minutes Jr. traveled to Kutupalong Camp 17 in Bangladesh for a workshop with young Rohingya refugees to find answers to these questions.

With UNICEF Bangladesh

Ayesha Siddika, What Do You Think?

Ayesha Siddika, BD

Cross Camp Traffic

Azizu Rahman, BD

If I Could Say ‘No’

Jannatul Bushara, BD

Jamil’s Dream

Md. Jamil, BD

Elephants Are Friends

Md. Rafique, BD

IKKIBAWIKRRR

Human Ambulance

Md. Refat, BD

No space to study

Md. Riaz, BD

Too young to be a wife

Minara, BD

Accident

Nur Faisal, BD

I Love Flowers

Nur Fatema, BD

Home

Nur Kolima, BD

Preserving Our Tradition

Omme Solima, BD

My School

Rahmatulla, BD

No Study, No Fun

Sofa Akter, BD

Come Back

Taslima, BD

28.9. @ Nordic House - 18:00

Sería sem viðurkennir plöntur sem líkama guða og sem kóreska sjónræna hljómsveitin ikkibawiKrrr hefur umsjón með. Serían saman stendur af 14 mínútumyndum frá Þýskalandi, Írlandi, Hollandi, Rúanda, Serbíu, Suður­ Kóreu, Taívan, Bretlandi og Bandaríkjunum.

A series recognizing plants as the bodies of gods, curated by Korean visual research band ikkibawiKrrr. The series consists of 14 One Minutes from Germany, Ireland, Netherlands, Rwanda, Serbia, South Korea, Taiwan, United Kingdom and United States.

Untitled

ikkibawiKrr, KR

The Clearing

Misha de Ridder, NL

Sphere to Plane

Margarita Maximova, DE Forest Wide Time

Margarita Maximova, DE

L’amFou

Erin E. Adams, US

The Alignment Problem

Hilary Yip, UK

Crann na Beatha (Tree of Life)

20230014_Alan Power, IE

In the Bush

Chris Furby, UK

Treeman

Chris Furby, UK

How

Miljana Nikovic, RS

A Method for Gathering Leaves

Adam Knight, UK

Pink LED

Tianyi Zheng

The murmurings of Aja

Remy Ryumugabe, RW

thigmo-memory

Thea Josepha Konatsu, TW

Lengd Duration 14 min
Lengd Duration 15 min
THE ONE MINUTES MÍNÚTUMYNDIR 107

VERÐLAUN OG DÓMNEFNDIR AWARDS AND JURIES

NEW VISIONS VITRANIR

Fabien Lemercier

Fréttaritari Frakklands fyrir Cineuropa. French correspondent for Cineuropa.

Susana Santos Rodrigues

Meðstjórnandi IndieLisboa kvikmyndahátíðarinnar í Portúgal. Co-director of IndieLisboa

International Film Festival in Portugal.

Ísold Uggadóttir

Kvikmyndaleikstjóri og handritshöfundur. Film director and screenwriter.

ALÞJÓÐLEGAR STUTTMYNDIR INTERNATIONAL SHORTS

Una Lorenzen

Leikstjóri og listamaður, þekkt fyrir stuttmynd sína Chasing Birds. Film director and artist, known for her short film Chasing Birds.

Jason Gorber

Kvikmyndablaðamaður og gagnrýnandi. Film journalist and critic.

Kristín Ómarsdóttir Rithöfundur og skáld. Writer and poet.

ÍSLENSKAR STUTTMYNDIR ICELANDIC SHORTS

Marek Hovorka

Stofnandi og stjórnandi Ji.hlava alþjóðlegu heimildarmyndahátíðarinnar.

Founder and director of Ji.hlava International Documentary Film Festival

Tatiana Hallgrímsdóttir

Forstöðumaður menningarmála hjá The Reykjavik Edition.

Director of Culture at The Reykjavik Edition.

Búi Dam

Leikstjóri, leikari og tónlistarmaður. Director, actor and musician

A DIFFERENT TOMORROW ÖNNUR FRAMTÍÐ

Christian Jeune

Stjórnandi kvikmyndadeildar Cannes kvikmyndahátíðarinnar.

Director of the Film department of Cannes Film Festival.

Alessandro Raja

Forstjóri og meðstofnandi Festival Scope og Festival Scope Pro.

CEO and Co-founder of Festival Scope & Festival Scope Pro.

Hrafnhildur Gunnarsdóttir

Heimildarmyndagerðarmaður og aktívísti, þekkt fyrir þættina Svona fólk.

Documentary filmmaker and activist, known for the series People Like That.

Svandís Dóra Einarsdóttir Leikkona. Actress.

Nanna Kristín Magnúsdóttir Leikstjóri, handritshöfundur, leikkona og framleiðandi. Director, writer, actor, producer.

Andrean Sigurgeirsson

Dansari, danshöfundur og leikkari. Dancer, Choreographer, Actor.

RÚV og Trickshot munu verðlauna bestu íslensku stuttmyndina á RIFF 2023. RÚV mun kaupa stuttmyndina til sýningar og svo mun Trickshot gefa sigurvegara 300.000 kr. gjafabréf.

RÚV and Trickshot will award the best Icelandic short film at RIFF 2023. RÚV will buy the short film for screening and Trickshot will present the winner with a ISK 300,000 gift certificate.

GULLNA EGGIÐ THE GOLDEN EGG
VERÐLAUN OG DÓMNEFNDIR AWARDS AND JURIES 108

Luc Jacquet Masterclass & Panel

3.10. @ Ráðhús Reykjavíkur / Reykjavik City Hall + 16:00+18:00

Frítt inn / Free entry

Luc Jacquet fær umhverfisverðlaun RIFF, Græna lundann, afhend við hátíðlega athöfn af umhverfisráðherra, Guðlaugi Þór Þórðarsyni. Í kjölfarið hefst málþing þar sem fjallað er um áhrifamátt kvikmynda í tengslum við loftslagsbreytingar og líffræðilega fjölbreytni. Málþingið er unnið í samstarfi við BIODICE, tengslanet þeirra sem efla vilja þekkingu á mikilvægi líffræðilegrar fjölbreytni.

Luc Jacquet will receive RIFF’s environmental award, The Green Puffin, from the Minister of Environment, Guðlaugur Þór Þórðarson, at RIFF and BIODICE’s symposium on the influence of film and biodiversity. BIODICE is a network of organizations and individuals who want to promote greater awareness of the importance of biodiversity.

Meistaraspjall Masterclass

4.10. @ Ráðhús / City Hall + 15:30

Verð / Price: 2.090 ISK or RIFF Pass

Ítarlegar umræður Extended Talk

Eftir After Phantom Thread

4.10. @ Háskólabíó 1 + 17:30-21:00

Verð / Price: 2.090 ISK or RIFF Pass

Isabelle Huppert

Meistaraspjall Masterclass

5.10. @ Nordic House + 17:00

Verð / Price: 2.090 ISK or RIFF Pass

Ítarlegar umræður Extended Talk

Eftir After Sidonie in Japan

6.10. @ Háskólabíó 1 + 17:00-19:30

Verð / Price: 2.090 ISK or RIFF Pass

Catherine Breillat

Ítarlegar umræður Extended Talk

Eftir After Last Summer

1.10. @ Háskólabíó 1 + 16:00-19:00

Verð / Price: 2.090 ISK or RIFF Pass

Meistaraspjall Masterclass

6.10. @ Ráðhús / City Hall + 14:00

Verð / Price: 2.090 ISK or RIFF Pass

Ítarlegar umræður Extended Talk

Eftir After Call Me By Your Name

5.10. @Háskólabíó 2 + 17:00-20:30

Verð / Price: 2.090 ISK or RIFF Pass

Nicolas Philibert

Meistaraspjall Masterclass

29.9. @ Nordic House + 10:30-12:00

Verð / Price: 2.090 ISK or RIFF Pass

Ítarlegar umræður Extended Talk

Eftir After On the Adamant

29.9. @ Háskólabíó 1 + 17:00-20:00

Verð / Price: 2.090 ISK or RIFF Pass

Vicky Krieps Luca Guadagnino
MASTER TALKS MEISTARASPJALL 109 MASTER TALKS MEISTARASPJALL

STARFSFÓLK STAFF

Stjórnandi Festival Director

Hrönn Marinósdóttir

Framleiðandi Producer

Sunna Axels

Framleiðsla Production Management

Juliana Pezzoni

Maria Lea Ævarsdóttir

Dagskrárstjóri Head of Programming

Fredéric Boyer

Umsjón með dagskrá

Program Management

Pedro Emilio Segura Bernal

Ana Catalá

Aðstoð Assistant

Dora Ormuš

Dagskrárráð Selection Committee

Frédéric Boyer

Hrönn Marinósdóttir

Pedro Emilio Segura Bernal

Pétur Benedikt Pétursson

Ana Catalá

Ritstjóri Editor

Þorvaldur S. Helgason

Prófarkalestur Proofreading

Laufey S. Sigurðardóttir

Listamaður hátíðar Festival Artist

Hugleikur Dagsson

Grafísk hönnun og uppsetning

Graphic Design

Margrét Weisshappel

Aðstoð Assistants

Emilia Skwarska

Barbora Hlavicová

Adéla Hašková

Listræn hönnun Creative Design

Kristjana Margrét Guðmundsdóttir

Umsjón með sýningareintökum

Print Traffic Coordinator

Jenn Raptor

Sölu­ og markaðsstjóri

Sales and Marketing Coordinator

Martin Sörensen

Kynningarstjóri Press

Ragnar Jón Hrólfsson

Samfélagsmiðlar Social Media Ragnheiður Theodórsdóttir

Helena Kousi

Emilia Skwarska

Umsjón sérviðburða Events Coordinator

Ágúst Bent Sigbertsson

Jess LoMonaco

Bransadagar Industry Days Program

Anna Sæunn Ólafsdóttir

Aðstoð Assistant

Maria Vika Laschouli

Umsjón gestastofu Guest Office Coordinator

Paula Gozalvez Jimenez

Aðstoð Assistant

Saulė Savanevičiūtė

Umsjón með Háskólabíói

Venue Manager in Háskólabíó

Kolbeinn Rastrick

Umsjón með Norræna húsinu/Slippbíói

Venue Manager in Nordic House & Slippbíó

María Lea Ævarsdóttir

Tækni­ og sýningarmál Tech and Projection

Edvard Wølner Bjørnson

Cassandra Ruiz

Miðasala Ticketing

Juliana Pezzoni

Vefumsjón Webmaster

Carlos Bergen

Óli Valur Pétursson

Umsjón með barna­ og unglingadag­

skrá Children and Youth Program

Óli Valur Pétursson

Listræn umsjón Talent Lab

Artistic Director for Talent Lab

Eva Sigurðardóttir

Umsjón Project Coordinator

Sol Berruezo Pichon­Rivière

Samstarfsskólar

Participating Schools

Borgarholtsskóli

Fjölbrautaskólinn við Ármúla

Tækniskólinn / Stúdíó Sýrland

Bílstjóri og „hlaupari“ Runner

Garðar Breki Eiríksson

Klippari Video Editor

Águst Bent Sigbertsson

Anna Crotti

Ljósmyndarar Photographers

Viktorie Melicherová

Estelle Marečková

Julie Petříková

Maria Kekelakova

Blómaskreytingar Flower Decorations

Erla Ósk Sævarsdóttir og Melkorka Bjartmarz

Stjórn RIFF 2023 RIFF Board 2023

Baltasar Kormákur

Elísabet Ronaldsdóttir

Hrönn Marinósdóttir

Pétur Einarsson

Að auki starfa á hátíðinni fjöldi sjálfboðaliða og erum við þeim ævinlega þakklát fyrir þeirra framlag.

There are many volunteers that work at the festival. We are forever thankful for their contribution.

110

Adamov, Ayaal

Alda Lóa Leifsdóttir

Alluna, Lin

Alonso, Lisandro

Anderson, Paul Thomas

Aris, Cyril

Arnattaujuq, Germaine

Álfrún Örnólfsdóttir

Badziaka, Hanna

Baginskaite, Milda

Balboni, Raphaël

Barbier, Ekiem

Benchimol, Martín

Bergur Árnason

Bing, Wang

Birna Ketilsdóttir Schram

Bizzarri, Eric

Blondy, Sophie*

Bonello, Bertrand

Bozon, Serge

Breillat, Catherine

Brinkmanis, Māris

Brynja Valdís Gísladóttir

Brygo, Alice

Burovs, Arnolds

Bushell, Jack

Butler, Daniel

Causse, Guilhem

Christopher, Neil

Churro, Telmo

Cifuentes, Luis Esguerra

Comagic, Gana

Commaret, Anaïs

Costa, Pedro

Coubia, Manon

Cussó, Ricard

Damborg, Jonathan

Danielson, Axel de la Chica, Fany

Devos, Bas

Ebel, Ren

Elsa María Jakobsdóttir

Erlendur Sveinsson

Eva Sigurðardóttir

Faezi, Daniel Asadi

Flaherty, Louise

Fredriksson, Maria

Gad, Urban

Galdanova, Agniia

Gálvez, Felipe

Giaever,

Gustafson, Mika

Gústav Geir Bollason

Halldór Frank Hafsteinsson Haneke, Michael

Harvey, Dustin

Haukur Hallsson

Haynes, Todd

Hellström, SaraKlara

Herz, Alex

Herzog, Werner

Hlynur Pálmason

Hogan, Pamela

Huang, Ran

Hörður Freyr Brynjarsson

Ilić, Corina

Ísak

Jonuzi, Kreshnik

Jón Ásgeir Karlsson

Jude, Radu

Jørgensen, Pipaluk K.

Kahn, Cédric

Kashyap, Anurag

Katla Gunnlaugsdóttir

Katla Sólnes

Kavtaradzė, Marija

Kaye, Michèle

Keserwany, Michelle

Keserwany, Noel

Kijak, Stephen

Koch, Leandro

Kocur, Damian

Koefoed, Andreas*

Kouvo, Tia*

Kowalski, Julia

Kreutzer, Marie

Lanthimos, Yorgos

Leschiov, Vladimir

Lertxundi, Laida

Leth, Jørgen

L’Helgouac’h, Quentin

Li, Monade

Magdalena Ólafsdóttir

Mamaisur, Daryna

Maragou, Souzanna

Marakatt, Inga Elin

Marques, Tomás Paula

Marshall, Frank

Matzke, Curtis

Medina, Tahiel Jimenez

Menzel, Astrid

Mesa, Rocío*

Mihăilescu, Sebastian*

Mihalkovich, Alexander

Misek, Richard

Mostafa, Morad

Nanna Kristín Magnúsdóttir

Nguyen­Chi, Thuy­Han

Nieminen, Arttu

Ninna Pálmadóttir

O´Hara, Maddie

Oddur S. Hilmarsson

Ostenfeld, Lars

Ouayda, Nour

Óskar Kristinn Vignisson

Parfan, Nadia

Parmar, Surita

Pawlus, Piotr

Pearce, Stroud Rohde

Pedersen, Egil

Peetoom, Sven

Pham, Thien An

Philibert, Nicolas

Pieski, Hans

Plante, Pascal

Pollard, Sam

Porterfield, Matthew

Preciado, Paul B.

Rīdūze, Dace

Rivas, Manuel Muñoz

Rizzo, Clara

Ruiz, Hugo

Ruiz, Nicolasa

Schachmann, Paloma

Schanelec, Angela

Seltzer, Alexander

Shapiro, Ben

Simmons, Joe

Sirot, Ann

Sofiyanti, Devina

Solaguren, Estibaliz Urresola

Stock, Nicole

Sudano, Brooklyn

Suonpää, Juha

Sævar Guðmundsson

Tafakory, Maryam

Teles, Leonor

Thalien, Aliha

Tran, Anh Hùng

Una Lorenzen

Urbaitė, Austėja

Van Aertryck, Maximilien

Vaz, Ana

Verrier, Virginie*

Vincent, Tania

Walker, Molly Manning

Walter, Andres

Wenders, Wim

Wenger, Bernhard

Williams, Roger Ross

Williams, Sean Price

Wiseman, Frederick

Wolski, Tomasz

Zhluktenko, Mila

111
LEIKSTJÓRAR
DIRECTORS
Ole Girard, Élise Gísli Darri Halldórsson Glob, Lea Griniute, Greta Gríma Irmudóttir Guadagnino, Luca Guðmundur Arnar Guðmundsson 76 68 34 28 55 39 76 99 34 91 51 35 39 69 35 69 90 43 51 61 66 81 70 86 81 73 91 35 76 46 87 91 52 85 52 95 70 38 90 35 87 73 69 72 44 76 39 100 34 24 76 60 73 38 90 70 57 72 25 47 71 61 101 70 28 90 73 34 72 68 83 69 86 69 46 65 68 72 29 76 50 83 71 71 24 90 52 52 38 43 46 42 24 52 55 30 80 87 42 35 101 71 87 91 77 87 95 91 91 35 46 47 34 86 85 73 86 77 25 73 70 94 85 73 86 90 44 69 77 70 24 51, 63 77 83 42 86 50 81 85 87 83 86 43 28 90 42 70 51 90 29 73 42 38 68 87 25 52 29 73 47 38 85 50 95 29 76 39 86 42 25 28 44 44
Schwingruber
Hinriksson
Spiros
Jacovides,
Jacquet, Luc
*
Attending the festival

TITLASKRÁ FILM INDEX

20,000 Species of Bees

20.000 tegundir býflugna

3PM Thursdays

8

A History of the World

According to Getty Images

A Painter

Acheron

Acorn Boy

Að elta fugla

Að tilheyra

Að vakna í þögn

Að vera og að eiga

Akkeron

Alein saman

All Around

Allt um kring

Alone Together

Alright, Alright…

And the King Said, What a Fantastic Machine

Anselm ­ das rauschen der Zeit

Anselm - Kliður tímans

Antarctica Calling

Apolonia, Apolonia

Apolónía, Apolónía

Arachnophobia

Arctic Song

Ardent Other

Atelier

Á Adamant

Á nálægu engi

Ástríðukokkurinn

Átta

Baan

Band

Been There

Belonging

Biðin eftir nýári

Black Stone

Blár himinn hvít ský

Blue Sky White Clouds

Bookswapping (Late summer in Reykjavík)

Bókaskipti (Síðsumar í Reykjavík)

Brauð og salt

Bread and Salt

Bromance

Brómans

Bunnies Big Day

Call Me by Your Name

Chasing Birds

Comeback

Corsage

Crispy

Crying Applause

Cubs

Dagur rafvirkjans

Dagurinn sem Ísland stöðvaðist

Dancing on the Edge of a Volcano

Dansað á brún eldfjalls

Dildotectonics

Dildójarðfræði

Do Not Expect Too Much

From the End of the World

Docyoumentory

Draugaþráðurinn

Draumur ömmu minnar

Drottningarríki

Dætur eldsins

Ein nótt með Adelu

Ekki búast við of miklu

frá endalokum heimsins

Electrician’s Day

Elska að elska þig, Donna Summer

Endurheimt hinna föllnu

Endurkoma

Erfðagripir

Eureka

Extinction of the Species

Eyja Knits

Eyjarnar okkar

Ég er ástin

Ég lofa þér paradís

Ég sá andlit djöfulsins

Family Time

Feelblock

Ferðalag keisaramörgæsanna

Filomena - Experimental diptych

Filomena - Gjörningakvikmynd

Fílblokk

Fjöskyldustund

Forest Guards

Fólk sem brennur

Free Men

Frjálsir menn

Frumeðli

Frú Hyde

Full Night

Gamlar glæður

Gaupumaðurinn

Goldman réttarhöldin

Grandad’s Honey

Grátandi lófaklapp

Greyin

Gullspång kraftaverkið

Heimildaminnd

Heimskautasöngurinn

Heirlooms

Here

Hermaðurinn sem hvarf

Hevreka

Hérna

Hjarta okkar

Hnetustrákur

How to Have Sex

Hunangið hans afa

Hunger

Hungur

Hvalfjörður

Hvarf Ivalu

Hvers óskar þú þér Benóný?

Hyldýpið

Hægt

Hættuleg tegund

I Am Love

I Do

I Promise You Paradise

I Saw The Face of The Devil

Illska hinna áköfu

In a Nearby Field

In Ukraine

India

Indigenous Police

Indland

Inn í ísinn

Inn í magann fjólubláa

Inside the Yellow Cocoon Shell

Into the Ice

Into The Violet Belly

It’s A Date

Ivalu

Í gula hýðinu Í Úkraínu

Já­fólkið

Jörmundur

Kastalinn

Kennedy

Ki Ke Ri Gu

Ki­ke­ri­gū

Klezmer verkefnið

Klukkan 3 á fimmtudegi

Knit’s Island

Komið þangað

Kynlíf fyrir byrjendur

Lady in Black

Land hinna hvíslandi stjarna

Landnemarnir

Last Night at Paris Blues

Last Summer

Leifarnar

Leikhús hugans

Let the River Flow

Leyfðu ánni að streyma

Leynigarðurinn 29 29 90 52 86 72 85 81 73 68 44 63 85 101 69 69 101 87 38 39 39 65 38 38 95 76 86 73 51 87 29 52 25 99 86 68 80 46 35 35 69 69 46 46 90 90 81 57 73 80 55 81 91 73 80 68 39 39 87 87 29 72 55 91 34 85 83 29 80 42 91 80 90 28 86 35 52 57 85 52 24 71 65 101 101 71 24 81 71 73 73 70 61 52 51 38 50 80 91 30 39 72 76 90 35 25 28 35 87 81 29 80 71 71 72 76 71 100 24 95 57 90 85 52 86 87 44 46 77 46 94 86 24 94 86 86 76 24 44 73 73 39 83 81 81 43 90 35 86 29 91 76 24 90 50 83 34 76 76 85 112

Lia í eigin persónu

Litli rauði Rudy

Little Rudy

Lífsstykkið

Ljótastelpa

Ljúfa austrið

Lost in Snow

Love to Love You, Donna Summer

Lynx Man

Lögregla innfæddra

Maðkarnir

Maí Desember

Make a Wish, Benóný!

Mamma, ég er ástfanginn

af Pamelu Anderson

Mammalia

Mannvirki

March of the Penguins

Marinette

Mast­del

Max Roach: The Drum

Also Waltzes

Max Roach: Tromman dansar líka

May December

Málarinn

Mea Culpa

Menus Plaisirs - Les Troisgros

Moon Pie Vanilla

Motherland

Móðurland

Mrs. Hyde

Mum, I’m in Love

With Pamela Anderson

Mundu að blikka

Music

Music for Black Pigeons

My Grandmother’s Dream

Nature Bonds

Náttúrubönd

Nefndu mig nafni þínu

Niðdimm nótt

Nú er tíminn

Og kóngurinn sagði,

Hversu frábær vél

On the Adamant One Night With Adela

Orlando, My Political Biography

Orlandó, mín pólitíska ævisaga

Our Islands

Ófædda Biru

Ókei, ókei…

People on Fire

Phantom Thread

Píanókennarinn

Poor Things

Primal Instinct

Queendom

Rainbow Party

Rainy Days

Rauð herbergi

Recordings of a Weather Camera

Recovery of the Fallen

Red Rooms

Regnbogapartý

Remember to Blink

Reykur eldsins

Rigningardagar

Rock Hudson: All That

Heaven Allowed

Rock Hudson: Rödd hjartans

Saga heimsins frá sjónarhorni

Getty Images

Scarygirl

Segðu mér Iggy

Segulmagnaða heimsálfan

Seiðkona

Sidonie in Japan

Sidonie í Japan

Síðasta kvöldið á Paris Blues

Síðasta sumar

Sjoppa

Skepnan

Skógarverðirnir

Slow

Smakkseðill - Les Troisgros

Smoke of the Fire

Snjókoma

Snowfall

Solitude

Sorg etur hjarta

Sorgarstig

Sorrow Eats the Heart

Stages

Stóri dagur kanínanna

Strandglöp

Structure

Stökkur

Svarti steinn

Svartklædda konan

Sökin er mín

Tell Me Iggy

That Time at the Beach

The (Ex)perience of Love

The Abyss

The Beast

The Castle

The Caterpillars

The Daughters of Fire

The Day Iceland Stood Still

The Goldman Case

The Gullspång Miracle

The Klezmer Project

The Land of Whispering Stars

The Piano Teacher

The Secret Garden

The Settlers

The Sweet East

The Taste of Things

The Tree

The Vanishing Soldier

Theater of Thought

This Is Ours

Tilverur

To Be and to Have

Tobacco Barns

Together

Togolisa

Tóbakshlöður

Tógólísa

Tónlist

Tónlist fyrir svartar dúfur

Tréð

Tvínýlenduvædd

Týnd í snjónum

Twice Colonized

Ummerki

Unborn Biru

Ungar

Upptökur úr veðurmyndavél Útrýming tegundarinnar

Vestige

Viltu giftast mér

Vængir og árar

Waiting for the New Year

Waking Up In Silence

Whale Valley

What Remains

Wings and Oars

Wise Woman

Yes­People

You Made Me See the Sky

You’re Smart

Youth (Spring)

Þetta er okkar

Þú ert klár

Þú lést mig sjá himininn

Æska (Vor)

IRL
Lia
91 91 81 81 55 95 25 80 42 38 77 52 28 71 90 47 47 65 50 87 42 42 28 72 90 28 69 34 34 61 90 47 28 42 91 70 70 57 52 86 38 51 83 50 50 52 77 87 71 55 61 30 70 34 72 80 83 86 91 83 72 47 87 80 38 38 86 95 43 65 91 60 60 90 50 69 51 81 24 28 87 77 77 25 70 69 70 69 81 70 47 81 46 91 90 43 70 51 100 51 39 52 85 68 50 39 43 76 61 85 24 25 29 85 25 34 91 25 63 46 69 68 46 68 28 42 85 34 80 34 70 77 73 86 86 70 90 80 80 44 72 83 80 91 73 87 90 35 91 90 87 35 113

Icelandic Hair & Skincare

Empowered by Nature

Experience Icelandic Bathing Culture Use the code RIFF2023 for a 15% festival discount Minutes from the City Center skylagoon.com
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.