1
EFNISYFIRLIT I CONTENT UPPLÝSINGAR 3 10 12 14 16
Miðasala Ávarp Katrín Jakobsdóttir Viðtal við Lilju Alfreðsdóttur Viðtal við Dag B. Eggertsson Riffarar KVIKMYNDIR
2
21 25 28 31 35 39 40 42 44 47 53 61 65 69 72
Vitranir Fyrir opnu hafi Ísland og evrópsku kvikmyndaverðlaunin í gegnum tíðina Önnur framtíð Heimildarmyndir Innsýn í huga listamannsins Miðnæturhryllingur Norðurslóðir Samar og líf þeirra Ísland í brennidepli Íslenskar stuttmyndir Sérviðburðir Alþjóðlegar stuttmyndir EFA stuttmyndir Evrópu verðlaun ungra áhorfanda
73 80 83 86 87 88 89 90
Barna og unlingamyndir Mínútumyndir Bransadagar Verðlaun Starfsfólk Titlaskrá Leikstjórar Landaskrá
MIÐAVERÐ I MIÐASALA STAKUR BÍÓMIÐI 1.690 kr. Miði @bioparadis - www.riff.is RIFF HEIMA Í STOFU 1.190 kr. hver sýning - www.riff.is BILABÍÓ á Granda 3.000 kr. hver bíll www.riff.is er opið alla daga, alltaf. Miðar og pakkar sem eru keyptir á vefnum eru á lægra verði. Í ár fer stór hluti hátíðarinnar fram í gegnum netið og má finna allar upplýsingar um miða og pakka á riff.is, en takmarkaður miðafjöldi er í boði á allar sýningar. Frekari upplýsingar má finna á www.riff.is
MIÐASALA TICKETS www.riff.is
3
SÉRSTAKAR ÞAKKIR:
With the support of the Creative Europe programme of the European Union
4
UNDIRNIÐRI 19.09.2020–23.01.2021
LISTAMENN Nathalie Djurberg & Hans Berg Gabríela Friðriksdóttir Lene Berg Paarma Brandt Adam Christensen Emma Helle & Helena Sinervo Maria Pasenau 5
6
FOR THE LOVE OF MOVIES
RIFF 7
ÁVARP FRÁ KATRÍNU JAKOBSDÓTTUR
Fyrsta kvikmyndin sem ég man eftir að hafa séð í bíó var Stjörnustríð II. Það var í janúar 1982, ég var fimm ára, kvikmyndahúsið var Nýja bíó við Lækjargötu og með í för voru bræður mínir og pabbi. Ég hafði ekki séð sjálfa Stjörnustríð þannig að þetta voru fyrstu kynni mín af þessum epíska kvikmyndabálki. Ég varð hugfangin af bardaganum á snjóplánetunni í upphafi myndar og þar með stimplaði Stjörnustríðsbálkurinn sig inn í tilveru mína. Þarna var lagður grunnurinn að framtíðaráhuga á afþreyingarmenningu og vísindaskáldskap. Og að sjálfsögðu hef ég séð hverja einustu Stjörnustríðsmynd síðan í kvikmyndahúsi og leyft töfrunum að virka (þó að það hafi nú stundum verið krefjandi verkefni). Gott bíó gefur okkur svo margt. Meðal annars tækifæri til að gleyma stað og stund, spegla sig í nýjum aðstæðum og kynnast heiminum og um leið sjálfum sér upp á nýtt. Það getur afhjúpað ýmsa kima samfélagsins sem við þekkjum en líka sýnt okkur samfélög og heima sem við þekkjum ekki neitt. Að sitja í kvikmyndahúsi og horfa á bíómynd frá upphafi til enda er æfing í núvitund í samfélagi þar sem áreitið er slíkt að við erum sjaldnast að gera eitthvað eitt í einu. Hvaða önnum kafna manneskja kannast ekki við að horfa á sjónvarp á meðan gengið er frá þvotti, tölvupósti svarað og vafrað um netið?
8
Ég er svo heppin að eiga þrjá drengi. Bernska þeirra er lituð af þessu mikla áreiti og sjaldan er tími í þeirra lífi til að horfa út um gluggann og láta sér leiðast. Þá getur gott bíó verið einmitt ein af mörgum leiðum til að æfa einbeitingu. Við horfðum saman á kvikmyndir Alfreds Hitchcock í sumar og það er ótrúlegt að sjá hvernig góð kvikmynd getur lifað flest af – og töfrarnir virka alveg eins á börn í dag sem eru samt ýmsu öðru vön en börn fyrir hálfri öld eða svo. Kvikmyndahátíðin RIFF er mikilvægur vettvangur fyrir kvikmyndagerð þar sem við fáum að njóta þeirra forréttinda að kynnast framsæknum gæðamyndum frá öllum heimshornum. Hátíðin hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem metnaðarfullur vettvangur kvikmyndamenningar. Hún mun að sjálfsögðu bera þess merki í ár að enn geisar heimsfaraldur og væntanlega munum við því njóta kvikmynda með fjölbreyttari hætti en venjulega. Aðalatriðið er hins vegar að nú er kominn tími til að æfa núvitundina, sleppa takinu á verkefnum dagsins og njóta töfra kvikmyndanna!
9
VIÐTAL VIÐ LILJU ALFREÐSDÓTTUR
Ráðherra menningarmála er titill sem á einkar vel við Lilju Alfreðsdóttur. Hún er alin upp í kvikmyndahúsum og hefur mikinn áhuga á kvikmyndum, tónlist, bókmenntum og sögu. Þrátt fyrir að menntamál séu vissulega stór hluti hennar starfs er augljóst að menningin er þar ekki undanskilin. Lilja var viðmælandi í hlaðvarpi RIFF, popp og kók, og fjallaði þar um sínar uppáhalds kvikmyndir, íslensk kvikmynda- og menningarmál og hvers vegna RIFF er mikilvæg hátíð. „Mín fyrsta bíóminning er að fara í bíó með pabba og sjá Star Wars. Mig minnir að það hafi verið í Háskólabíó og mér fannst þetta ótrúleg upplifun,“ segir Lilja. Faðir hennar, Alfreð Þorsteinsson, fór mikið með dætur sínar tvær í bíó þegar móðir þeirra, Guðný Kristjánsdóttir prentsmiður, var útivinnandi í sinni vaktavinnu. „Ég veit ekki hvað ég hef farið á margar 5-7 bíómyndir í Háskólabíó, Regnboganum, Tónabíó og Stjörnubíó. Svo það má segja að ég sé svolítið alin upp í kvikmyndahúsum,“ segir Lilja og bætir við að enn þann dag í dag þyki henni bíóferðir með því skemmtilegra sem hún geri. En ráðherra hefur væntanlega ekki allan tíma í heiminum til að fara í bíó? „Nei, og ég sakna þess. Ég sakna þess að fara í bíó og myndi alveg vilja fara meira í bíó en ég geri.“ 10
Aðspurð segir Lilja sína uppáhalds íslensku kvikmynd vera Kona fer í stríð. Leikurinn sé einstaklega góður, handritið skemmtilegt, tónlistin yndisleg og svo hafi söguþráðurinn komið henni á óvart. „Það er mjög erfitt að koma mér á óvart svo mér fannst þetta æðislegt. Mér finnst þetta virkilega flott kvikmynd og ég myndi segja að þetta væri ein af mínum uppáhalds myndum,“ segir hún. Hennar uppáhalds erlenda kvikmynd er hins vegar Forrest Gump. „Hún er auðvitað eftirlætisbíómynd mjög margra, en hún er bara svo falleg,“ segir Lilja og bætir við að hún haldi það mikið upp á myndina að hún hafi farið til Savannah í Georgíuríki og sest á bekkinn sem kemur við sögu í myndinni. En hver myndi leika ráðherrann í kvikmynd um hennar líf? Spurningunni er ekki auðsvarað að sögn Lilju. „En það er gaman frá því að segja að ég dvaldi í Suður-Kóreu eins og margir vita og þá sögðu Suður-Kóreumenn við mig: „You Audrey Hepburn!”, svo mér hefur alltaf fundist það mjög skemmtilegt. Liturinn á hárinu er kannski ekki alveg sá sami, en mér var alveg sama.“ Lilja segir að líf hennar væri líklega samblanda af gaman- og dramamynd ef úr því yrði gerð kvikmynd. Heimildarmyndir eru þó í miklu uppáhaldi hjá henni, og þá sérstaklega af sagnfræðilegum toga. Mega landsmenn þá einn daginn eiga von á heimildarmynd frá ráðherranum um eitthvað sagnfræðilegt? „Já, ég er viss um það!“ segir Lilja og glottir. Á sérstökum tímum eins og þeim sem við upplifum núna telur Lilja mikilvægi kvikmynda, og lista almennt vera einstaklega mikið. „Við finnum auðvitað þegar við erum að gera vel við okkur þessa dagana að við gerum það með því að lesa bækur, horfa á kvikmyndir og hlusta á tónlist. Ég er mikil talskona þess að við drífum menninguna áfram og skipuleggjum hana út frá þessu umhverfi sem við lifum við í dag. Ég sé fyrir mér að við séum að fara áfram á tónleika og í kvikmyndahús en við þurfum bara að gera það með aðeins öðrum hætti en við erum vön. Ég held að það sé alveg afskaplega mikilvægt,“ segir hún og bætir við að sú staðreynd að RIFF fari fram með rafrænum hætti þetta árið beri þess merki að horft sé til nýrra og framsækinna leiða við að miðla efni til áhorfenda. Lilja segist vera einstaklega ánægð með gróskuna í íslenskri kvikmyndagerð, og hún fylli hana stolti. Segir hún RIFF hafa mikla þýðingu fyrir íslenskt menningarlíf. Mikill metnaður sé lagður í hátíðina og eftir því sé tekið. „Ég hvet alla til að fylgjast með því sem RIFF er að gera. Það er alltaf eitthvað nýtt og framsækið,“ segir Lilja að lokum. Viðtalið í heild sinni má finna í hlaðvarpi RIFF, popp og kók, sem er aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum.
11
VIÐTAL VIÐ DAG B. EGGERTSSON
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkurborgar, á ljóslifandi minningu um eina af sínu fyrstu bíóferðum. Myndin var honum ekki sérlega minnisstæð heldur miklu frekar það að honum tókst með naumindum að smygla litla bróður með inn á myndina. Norska kvikmyndaeftirlitið var nefnilega ekkert lamb að leika sér við og afar strangar reglur giltu um hver mætti sjá hvað. Myndir gátu því jafnvel verið bannaðar fyrir börn allt niður í leikskólaaldur. „Ég og Gauti bróðir fengum að fara einir í bíó með nágrannavinum okkar á ótrúlega spennandi mynd sem fjallaði um kappakstur niður hæð. Gauti er tveimur árum yngri en ég og við höfum ætíð verið óaðskiljanlegir í gegnum lífið. Nema hvað að við erum stoppaðir í dyrunum. Ég var eyðilagður yfir þessu og gat hvorki hugsað mér að skilja Gauta eftir né að við myndum báðir missa af myndinni. Ekki man ég nákvæmlega hvernig það atvikaðist en mér tókst að smygla Gauta bróður inn. Ég var reyndar í ágætis æfingu því hann var lengi á ungbarnadeildinni á leikskólanum þar sem við vorum og þegar hann var mjög leiður þá smyglaði ég honum yfir á leiksvæði stóru krakkanna með mér. Þessi kvíðahrollur er sterkari í minningunni en myndin sjálf þó ég geti komið fyrir hugskotstjónum einhverjum myndum úr henni. Þess ber að geta að Gauta bróður varð ekki meint af heldur var kvikmyndaeftirlitið í Noregi bara mjög strangt,“ segir Dagur. 12
Aðspurður svarar Dagur að bragði að vonandi yrði líf hans sem bíómynd ekki stuttmynd. Hann sjái helst fyrir sér sænskt fjölskyldudrama með borgarþróunarog spennuívafi. Þó sé hin raunverulega pólitík hvergi nærri jafn æsileg og t.a.m. House of Cards og slíkar þáttaraðir. Dagur er kvikmyndaunnandi og hefur sótt margar sýningar á RIFF í gegnum tíðina. Hann segir hátíðina hafa gjörbreytt því úrvali mynda sem hingað berast og aukið fjölbreytnina til muna. „Að fara í fyrsta skipti á RIFF var svolítið eins og að hafa alist upp við soðna ýsu en koma svo á kryddmarkað með alls konar lykt og bragði. Nú er RIFF haldin í 17. sinn og skilgreind sem borgarhátíð en þær hátíðir þykja hafa sannað sig og fest sig í sessi. Það hefur RIFF sannarlega gert og er nauðsynlegur hluti þess að Reykjavík geti talist kvikmyndaborg,“ segir Dagur. Dagur segir að hann telji skapandi greinar, og þá sérstaklega kvikmyndagerð, séu einn af lykilþáttunum sem eigi að byggja á í Reykjavík til þess að ryðja veginn áfram til framtíðar. „Við höfum á undanförnum árum sett fram skýra sýn hvað þetta varðar og fylgjumst náið með kvikmyndagerð og geiranum á Íslandi. Íslenskt kvikmyndagerðarfók hefur hleypt miklu lífi í þennan markað með því að sanna færni sína og vekja athygli. Við setjum nú markið á að skapa samkeppnishæft umhverfi á Íslandi í Gufunesi þar sem framsæknustu fyrirtækin í geiranum eru að koma sér fyrir. Í Gufunesi er þegar orðinn til klasi kvikmyndagerðarfólks og kvikmyndaborgin Reykjavík tekin að rísa,“ segir Dagur.
13
RIFFARAR Ísold Uggadóttir
við að skipuleggja kvikmyndamaraþonið sem maður átti í vændum.
Með hvaða hætti hefur þú tekið þátt í RIFF? Ég hef tekið þátt í RIFF fjölmörgum sinnum og hef eiginlega ekki á því tölu. Fyrsta stuttmynd mín, Góðir gestir var frumsýnd á hátíðinni haustið 2006 og svo sýndi ég hverja stuttmynd mína á fætur annarri þar og sú nýjasta, Útrás Reykjavík var sýnd haustið 2011. Svo hef ég auðvitað mætt á ótal “masterclassa”, séð mikið úrval listrænna kvikmynda og einnig stýrt hinu svonefnda Reykjavik Talent Lab, kvikmyndasmiðju fyrir upprennandi leikstjóra. Þá hef ég einnig setið í ýmsum dómnefndum. Hver er þín reynsla af hátíðinni? Ég hef notið þess að taka þátt í hátíðinni, bæði sem leikstjóri en ekki síður sem áhorfandi. Þar hef ég hlýtt á fyrirlestra frá kanónum á borð við Werner Herzog, Claire Denis, Olivier Assayas, Mike Leigh og Andreu Arnold. Það er ómetanlegt að fá að eiga stund með meisturum á sínu sviði, gefast kostur á að heyra þeirra vinnuaðferðir og sýn á heiminn. Á litla Íslandi fær maður þá, í smástund a.m.k., að líða eins og maður búi í alþjóðlegri stórborg. Á hverju hausti hlakka ég til að sjá hvað RIFF býður upp á og hér áður fyrr var það kærkominn haustboði að fá inn um lúguna til sín nýjasta RIFF-bæklinginn og hefjast handa 14
Hvers vegna er RIFF mikilvæg hátíð fyrir íslenska kvikmyndagerð? Kvikmyndahátíðir á borð við RIFF þjóna margvíslegum tilgangi, bæði gagnvart áhorfendum og gagnvart þeim sem við geirann starfa. Áhorfendum gefst kostur á að uppgötva ný verk og kvikmyndahöfunda sem hefðu hugsanlega aldrei annars ratað inn í líf þeirra, á meðan kvikmyndageiranum býðst tækifæri til að sækja sér innblástur, skiptast á hugmyndum og efla alþjóðlega tengslanetið. Íslenskt stuttmyndagerðarfólk hefur margt hvert kosið að frumsýna verk sín á hátíðinni og fyrir suma er þetta fyrsta tækifærið til sjá eigin verk á hvíta tjaldinu, með fullum sal áhorfenda. Það er alltaf stór stund í lífi nýrra leikstjóra, þekki ég af eigin reynslu. En að auki, gefst kvikmyndageiranum öllum ómetanlegt tækifæri til að skapa sér alþjóðlegar tengingar og kynnast virtum heiðursgestum hátíðarinnar. Hvernig stendur íslensk kvikmyndagerð í alþjóðlegu samhengi? Víða um heim hef ég verið spurð að því hvernig standi á því að Íslendingar hafi náð jafn langt í kvikmyndagerð og raun ber vitni. Myndir hafa náð miklum árangri á sterkum hátíðum, auk verðlauna á Norrænu kvikmyndaverðlaununum og svo nú síðast hlaut íslenskt tónskáld, Hildur Guðnadóttir, Óskarsverðlaun fyrir tónlist sína. Í alþjóðlegu samhengi verður þetta allt að teljast stórmerkilegt. Ég hef reynt að svara þessari spurningu og vísa þá gjarnan í hugarfar okkar Íslendinga sem einkennist af sterkri sjálfsmynd (sannarlega of sterkri á köflum),
hugrekki, og dugnaði. Auk þess metum við það svo að allt reddist, að lokum, og blessunarlega eru það ósjaldan orð að sönnu. Helga Rakel Rafnsdóttir
Með hvaða hætti hefur þú tekið þátt í RIFF? Ég hef tekið þátt í RIFF með ýmsum hætti í gegnum árin. Jafnt sem áhorfandi og fagmanneskja. Ég hef verið hluti af viðburðum þar sem íslenskir kvikmyndagerðarmenn kynna verk sín fyrir erlendum gestum auk þess sem ég hef setið í nokkrum dómnefndum. Þegar ég var formaður WIFT, alþjóðlegra samtaka kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi, á Íslandi stóðum við fyrir viðburðum og pallborðsumræðum í samstarfi við RIFF. Hver er þín reynsla af hátíðinni? RIFF er alþjóðleg hátíð af stærri gerðinni og fyrir utan allar góðu myndirnar þá hefur mikill fjöldi erlendra gesta komið hingað á hátíðina. Ég hef kynnst svo mikið af góðu fólki, alls staðar að úr heiminum. Og bara átt alls konar góðar stundir og spjall eftir kvikmyndasýningar og aðra viðburði. Hvers vegna er RIFF mikilvæg hátíð fyrir íslenska kvikmyndagerð? Eins og ég nefndi er RIFF stór alþjóðleg
hátíð og með því að flytja hingað til lands helling af góðum myndum og erlendum gestum nærir hún grasrótina og anda kvikmyndagerðarfólks. Hún er einnig mikilvæg fyrir tengslanetið en á hverri einustu hátíð kynnist maður nýju fólki úr ýmsum áttum innan fagsins. RIFF sýnir líka íslenskar myndir og hefur t.d. sinnt stuttmyndum sérstaklega vel. Það er mikilvægt fyrir unga og upprennandi kvikmyndagerðarmenn að fá að sýna myndir sínar á viðurkenndum hátíðum eins og RIFF. Að lokum má nefna að RIFF stendur fyrir smiðjum þar sem að upprennandi kvikmyndagerðarfólk fær að þróa verkefnin sín og þar hafa ungir íslenskir kvikmyndagerðarmenn líka verið á meðal þátttakenda. Hvernig stendur íslensk kvikmyndagerð í alþjóðlegu samhengi? Það er hásumar í íslenskri kvikmyndagerð. Gróskan er ótrúlega mikil og útrásin líka. Leiknar kvikmyndir komast á stærstu hátíðirnar, vinna til alþjóðlegra verðlauna og fá mikla dreifingu. Íslenskar sjónvarpsþáttaseríur eru að verða stærri biti af framleiðslukökunni hér heima og eru jafnframt sýndar um allan heim. Íslenskar heimildarmyndir hafa einnig verið að gera það gott á hátíðum og í sjónvarpi. Þannig að íslensk kvikmyndaverk eru bara mjög gildandi í alþjóðlegu samhengi!
Og að lokum - hversu mikilvægar eru kvikmyndir almennt á skrítnum tímum eins og þeim sem við lifum núna, þar sem við höfum þurft að halda okkur að mestu leyti heima? Kvikmyndir eru mikilvægur hluti af lýðræðislegri umræðu, með listinni má segja 15
allt. Við speglum okkur í henni og við tjáum okkur með henni. Vonandi hafa kvikmyndir gert akkúrat þetta nú á þessum skrýtnu tímum: verið spegill og minnt okkur á bæði sjálfstæða og gagnrýna hugsun. En ég verð að vera heiðarleg með það að ég hlakka fáránlega mikið til að við kvikmyndagerðarmenn getum farið að sýna verkin okkar aftur í kvikmyndahúsum. Það er fátt sem jafnast á við að fá að deila myndinni sinni með áhorfendum á stóra tjaldinu Dagur Kári Pétursson
Hver er þín reynsla af hátíðinni? Mjög góð og aðdáunarvert hvernig hefur tekist að fá til landsins stór alþjóðleg nöfn ár eftir ár. Hvers vegna er RIFF mikilvæg hátíð fyrir íslenska kvikmyndagerð? Kvikmyndahátíðir eru suðupottur og vítamínsprauta fyrir kvikmyndagerðarfólk. Bæði af því að þá gefst kostur á að detta í kvikmyndasukk og innbyrða fjölbreyttar kvikmyndir frá löndum sem almennt eru ekki áberandi í kvikmyndahúsaflórunni og svo gefst einnig kærkomið tækifæri til að hitta kvikmyndagerðarfólk frá öllum heimshornum. Hvernig stendur íslensk kvikmyndagerð í alþjóðlegu samhengi? Bara nokkuð vel að ég tel. Og að lokum - hversu mikilvægar eru kvikmyndir almennt á skrítnum tímum eins og þeim sem við lifum núna, þar sem við höfum þurft að halda okkur að mestu leyti heima? Það jákvæða við annars erfitt ástand er að ásókn í menningu og afþreyingu eykst og það er brýnna en nokkru sinni að viðhalda andlegri heilsu landsmanna með list.
Með hvaða hætti hefur þú tekið þátt í RIFF? Ég hef sótt hátíðina sem almennur gestur, verið viðstaddur viðburði, málþing og verðlaunaafhendingar. Tekið þátt í masterclass svo eitthvað sé nefnt.
16
MIÐASALA TICKETS www.riff.is
Sunnudagskvรถld รก Rร V
17
18
VITRANIR Í Vitrunum tefla átta nýir leikstjórar fram sinni fyrstu eða annarri mynd og keppa um aðalverðlaun hátíðarinnar, Gullna lundann. Þessar myndir ögra viðteknum gildum í k vikmyndagerð og vísa veg kvikmyndalistarinnar til framtíðar. 19
VITRANIR NORÐURLANDAFRUMSÝNING
BB
Ameen Nayfeh PAL, JÓR, KAT, íTA, SVÍ 2020 / 96 mín
Alejandro Telémaco Tarraf ARG, KAT, MEX BRE, 2020, 72 mín
200 METRAR
EINMANAKLETTUR
28.09 BÍÓ PARADÍS 20.00 OG Á RIFF.IS (Á MEÐAN MIÐAFJÖLDI LEYFIR)
30.09 BÍÓ PARADÍS 22.30 OG Á RIFF.IS (Á MEÐAN MIÐAFJÖLDI LEYFIR)
Mustafa og eiginkona hans Salwa búa 200 metra frá hvort öðru í sitthvoru þorpinu sem eru aðskilin með múr. Dag einn fær Mustafa símtalið sem hverju foreldri kvíðir fyrir: sonur hans hefur lent í slysi. Hann flýtir sér í átt að ísraelsku landamæraeftirlitsstöðinni en er meinaður aðgangur vegna formsatriðis. Föðurástin er hins vegar skrifræðinu yfirsterkari og Mustafa er tilbúinn að leggja allt í sölurnar til að komast til sonar síns. Myndin hlaut nýverið áhorfendaverðlaun á Venice Days-hluta kvikmyndahátíðarinnar í Feneyjum.
Lengst uppi á argentínska hálendinu, í litlu samfélagi sem er staðsett 4000 metra yfir sjávarmáli, býr lamadýrahirðirinn Fidel. Lífsviðurværi hans hefur verið ógnað ítrekað þar sem púma hefur verið að drepa búfénað. Hann heldur af stað í leiðangur til að leita uppi púmuna, þar sem ýmislegt undarlegt kemur í ljós um hann, forfeður hans og dýrið, sem reynist taka hamskiptum.
PIEDRA SOLA
200 METERS
NORÐURLANDAFRUMSÝNING
NORÐURLANDAFRUMSÝNING
BB
Isabel Lamberti HOL, SPÁ 2020 / 77 mín
Philippe Lacôte FRA, KAN, SEN, FÍL 2020 / 93 mín
SÍÐUSTU DAGAR VORS
NÓTT KONUNGANNA
01.10 BÍÓ PARADÍS 20:00 OG Á RIFF.IS (Á MEÐAN MIÐAFJÖLDI LEYFIR)
25.09 BÍÓ PARADÍS 22.30 OG Á RIFF.IS (Á MEÐAN MIÐAFJÖLDI LEYFIR)
Íbúarnir í fátækrahverfi nálægt Madrid eru neyddir til að yfirgefa heimili sín eftir að landið sem þeir búa á hefur verið selt. Á meðan ferlið vindur smám saman upp á sig þurfa meðlimir Gabarre Mendoza fjölskyldunnar að kljást við afleiðingarnar og breytingarnar á lífi sínu, hver á sinn hátt.
Ungur maður er sendur til La Maca, fangelsi í miðjum Fílabeinsskóginum þar sem fangarnir ráða ríkjum. Er rauður máni rís á himninum er hann útnefndur hinn nýi Roman og verður gerast sögumaður fyrir hina fangana. Er Roman fréttir hvaða örlög bíða hans samkvæmt reglum La Maca hefur hann engra annarra kosta völ en láta söguna sína endast til morguns.
LAST DAYS OF SPRING / LA ÚLTIMA PRIMAVERA
20
NIGHT OF THE KINGS / LA NUIT DES ROIS
NEW VISIONS NORÐURLANDAFRUMSÝNING
NORÐURLANDAFRUMSÝNING
Cooper Raiff BNA 2020 / 100 mín
Charlène Favier FRA 2020 / 92 mín
SKÍTAPLEIS
SVIG
SHITHOUSE
27.09 BÍÓ PARADÍS
SLALOM 18.00
24.09 BÍÓ PARADÍS 20.00 OG Á RIFF.IS (Á MEÐAN MIÐAFJÖLDI LEYFIR)
Alex er einmana fyrsta árs nemi í háskóla. Heimili hans er 1500 mílur í burtu og það eina sem hann getur hugsað um er að færa sig yfir í skóla nær fjölskyldu sinni. Allt breytist hins vegar nótt eina þegar Alex tekur stökkið og fer í partý í hið alræmda „Skítapleis“ háskólasvæðisins, þar sem hann myndar sterka tengingu við Maggie, nemendafulltrúa heimavistarinnar. Myndin hlaut nýverið aðalverðlaun sem besta leikna kvikmyndin á SXSW hátíðinni.
Lyz er 15 ára menntaskólanemi úr frönsku ölpunum sem hefur nýlega hlotið skólavist í eftirsóttum skíðaskóla sem hefur það að markmiði að ala upp framtíðaratvinnumenn skíðaíþróttarinnar. Fred, fyrrum skíðameistari sem hefur snúið sér að kennslu, ákveður að taka sjénsinn á þessum nýja liðsfélaga og reynir að gera stjörnu úr Lyz, þrátt fyrir reynsluleysi hennar. Fyrir tilstilli áhrifa hans mun Lyz þurfa að gangast undir meira en bara líkamlega og tilfinningalega pressu þjálfunarinnar.
Lemohang Jeremiah Mosese LES, SAF, ÍTA 2020 120 mín
Jeanette Nordahl DAN 2020 / 88 mín
ÞETTA ER EKKI JARÐARFÖR, ÞETTA ER UPPRISA
VILLT LAND
29.09 BÍÓ PARADÍS 20.15 OG Á RIFF.IS (Á MEÐAN MIÐAFJÖLDI LEYFIR)
03.10 BÍÓ PARADÍS
Þegar áttræða ekkjan Mantoa missir eina eftirlifandi son sinn í námuslysi, fer hún að undirbúa sinn eigin dauðdaga. Mantoa pakkar saman eigum sínum og finnur mann úr þorpinu til að grafa sér gröf. Áform hennar um friðsæl ævilok fara hins vegar á annan veg þegar hún kemst að því að byggja eigi uppistöðulón í þorpinu, sem mun setja kirkjugarðinn á flot. Myndin vann nýverið sérstök áhorfendaverðlaun á Sundance kvikmyndahátíðinni.
Eftir að móðir hennar deyr í bílslysi flytur hin sautján ára gamla Ida inn til frænku sinnar sem býr ásamt uppkomnum sonum sínum. Heimilið einkennist af blíðu og ást en utan heimilisins lifir fjölskyldan ofbeldisfullu glæpalífi. Þegar óvænt morð ógnar fjölskyldulífinu og hollustu þeirra við hvort annað myndast spenna sem veldur því að ómögulegt reynist að aðskilja ástina frá ofbeldinu. Ida stendur nú andspænis sömu spurningu og móðir hennar gerði áður: Hverju ertu tilbúin að fórna fyrir fjölskylduna þína?
BB
THIS IS NOT A BURIAL, IT’S A RESURRECTION
WILDLAND
20.30
21
Villibráðarmatseðill Wild Game Menu November & Desember Forréttarþrenna / Starter Heitreykt Önd með epla-compoti, grafin Gæs með hindberja-vinaigrette og reyktur Lundi með bláberjasósu Hot-smoked Duck with Apple-compot, marinated Goose with Raspberry vinaigrette and smoked Puffin with Blueberry sauce
Aðalréttur / Main Course Hreindýr og Dádýr með sykurhúðuðum kartöflum, Waldorf-salati og villibráðarsósu Icelandic Reindeer and Venison with sugarglazed Potatoes and Waldorf-salad
Eftirréttur / Dessert Rauðberja ostakaka Red berries cheesecake
Verð kr. 8.500
Laugarvegur 53b 101 Reykjavík 22
Sími 511 3350 www.hereford.is
FYRIR OPNU HAFI Á hverju ári þyrla sömu myndirnar upp ryki á kvikmyndahátíðum víða um heim. Þetta eru meistarastykki sem sum hver eru úr smiðju þekktra kvikmyndagerðarmanna en önnur koma áhorfendum algerlega í opna skjöldu.
23
FYRIR OPNU HAFI NORÐURLANDAFRUMSÝNING
Guillaume Brac FRA 2020 / 95 mín
Thomas Vinterberg DAN 2020 / 116 mín
VIÐ STJÓRNVÖLIN
EINN Í VIÐBÓT
26.09 BÍÓ PARADÍS 18.00 OG Á RIFF.IS (Á MEÐAN MIÐAFJÖLDI LEYFIR)
02.10 BÍÓ PARADÍS
Það er hlýtt sumarkvöld í París þegar Félix verður ástfanginn af Ölmu. Næsta morgun þarf Alma hins vegar að stökkva um borð í lest og halda af stað til fjölskyldu sinnar í Suður-Frakklandi. Félix er þó staðráðinn í því að elta sálufélaga sinn. Rómantísk gamanmynd um skrautlegt ferðalag Félix, besta vinar hans og bílstjóra þeirra, sem ætla sér að gera allt fyrir ástina.
Það er til kenning sem segir að við ættum öll að fæðast með dropa af alkóhóli í blóðinu og að sú hógværa ölvun myndi opna augu okkur gagnvart umheiminum, minnka vandamál okkar og auka sköpunargáfu okkar. Með þessa kenningu að leiðarljósi ákveða Martin og þrír vinir hans, allt lífsþreyttir menntaskólakennarar, að gera tilraun um að viðhalda stöðugu ölvunarástandi í gegnum vinnudaginn.
ALL HANDS ON DECK / À L’ABORDAGE
ANOTHER ROUND / DRUK 22:20
NORÐURLANDAFRUMSÝNING
Mina Mileva & Vesela Kazakova BÚL, BRE, FRA 2019 / 92 min
Amanda Kernell NOR 2019 / 94 mín
KÖTTURINN Í VEGGNUM
DVALARSTAÐUR
03.10 BÍÓ PARADÍS 22.15 OG Á RIFF.IS (Á MEÐAN MIÐAFJÖLDI LEYFIR)
26.09 BÍÓ PARADÍS 22.00 OG Á RIFF.IS (Á MEÐAN MIÐAFJÖLDI LEYFIR)
Í fjölþjóðlega hverfinu Peckham í Suð-Austur London lendir búlgörsk fjölskylda í miklum erjum við nágrannana í blokkinni sinni vegna villikattar sem þau taka upp á arma sína. Myndin var tilnefnd til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna 2020.
Alice hefur ekki séð börnin sín tvö svo mánuðum skiptir, þar sem fyrrverandi maðurinn hennar hefur haldið þeim frá henni á meðan þau bíða eftir niðurstöðu úr forræðisdeilunni. En þegar sonur Alice hringir í hana um miðja nótt hágrátandi getur hún ekki lengur beðið. Í örvæntingu reynir Alice að gera eina lokatilraun til að ná sáttum en þegar það gengur ekki gerir hún það eina sem hún sér í stöðunni: nemur börnin á brott.
CAT IN THE WALL / KOTKA V STENATA
24
CHARTER
OPEN SEAS NORÐURLANDAFRUMSÝNING
NORÐURLANDAFRUMSÝNING
Nir Bergman ÍSR, ÍTA 2020 / 94 mín
Chloé Zhao BNA 2020 / 108 mín
VIÐ ERUM HÉR
HIRÐINGJALAND
26.09 BÍÓ PARADÍS 20.00 OG Á RIFF.IS (Á MEÐAN MIÐAFJÖLDI LEYFIR)
28.09 BÍÓ PARADÍS
Aharon hefur helgað lífi sínu því að ala upp son sinn Uri. Líf þeirra samanstendur af þægilegri rútínu, aðskilin frá hinum raunverulega heimi. En Uri er einhverfur og nú þegar hann er kominn á fullorðinsár er ef til vill kominn tími til að hann flytji í þjónustuíbúð. Þegar feðgarnir eru á leiðinni yfir á nýja heimilið ákveður Aharon að flýja í burtu með son sinn sem hann telur að sé ekki reiðubúinn fyrir þennan aðskilnað. Eða er það kannski í raun og veru faðir hans sem er ekki tilbúinn?
Kona á sjötugsaldri heldur af stað í ferðalag um amerískra vestrið, eftir að hafa misst allt í fjármálakreppunni, og hefur hún líf í sendiferðabíl sem nútímahirðingi. Myndin vann nýverið aðalverðlaun kvikmyndahátíðarinnar í Feneyjum, Gullna ljónið
HERE WE ARE
NOMADLAND
22.00
NORÐURLANDAFRUMSÝNING
Susanna Nicchiarelli ÍTA, BEL 2020 / 107 mín
Magnus von Horn PÓL, SVÍ 2020 / 107 mín
UNGFRÚ MARX
SVITI
02.10 BÍÓ PARADÍS 18.00 OG Á RIFF.IS (Á MEÐAN MIÐAFJÖLDI LEYFIR)
30.09 BÍÓ PARADÍS 20.15 OG Á RIFF.IS (Á MEÐAN MIÐAFJÖLDI LEYFIR)
Hin frjálslega, ástríðufulla og klára Eleanor var yngsta dóttir Karl Marx. Eleanor var meðal þeirra forystukvenna sem fyrst leiddu saman femínisma og sósíalisma og tók þátt í baráttu verkafólks, barðist fyrir auknum réttindum kvenna og afnámi barnaþrælkunar. Árið 1883 hitti hún Edward Aveling og ástríðufull en tregablandin ást þeirra umturnaði lífi hennar.
Sviti fjallar um þrjá daga í lífi fitness áhrifavaldsins Sylwia Zajac sem hefur öðlast frægð og frama í gegnum samfélagsmiðlanotkun sína. Þrátt fyrir að hún hafi hundruðir þúsunda fylgjenda, sé umkringd dyggu starfsfólki og dáð af öllum sem hún þekkir þá er hún enn að leita að sannri nánd.
MISS MARX
SWEAT
25
ÍSLAND OG EFA Í GEGNUM TÍÐINA RIFF sýnir fjölda íslenskra mynda sem unnið hafa til verðlauna á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum í gegnum tíðina. Flokkurinn er hluti af brú RIFF yfir til EFA og fara sýningar myndanna fram á riff.is dagana 5.-11. október.
BÖRN NÁTTÚRUNNAR CHILDREN OF NATURE
TÓNSKÁLD ÁRSINS 1991
Friðrik Þór Friðriksson ICE 1991, 82 mín
Roskinn bóndi bregður búi og flyst til dóttur sinnar í Reykjavík. Aðstæður eru erfiðar; samskipti gamla mannsins og fjölskyldu dóttur hans eru stirð og úr verður að hann flytur á elliheimili þar sem hann fyrir tilviljun hittir æskuvinkonu. Saman rifja þau upp gamla og betri tíð og ákveða að strjúka saman á heimaslóðir. Tónlist kvikmyndarinnar er eftir Hilmar Örn Hilmarsson.
101 REYKJAVÍK
Baltasar Kormákur ÍSL 2000 / 88 mín
UPPGÖTVUN ÁRSINS Í EVRÓPU 2000
Mun hinn þrítugi Hlynur einhvern tímann flytja að heiman? Eftir að vinkona mömmu hans, Lola, sem er spænskur flamingókennari með lesbískar hvatir flytur inn fer fyrst að draga til tíðinda. 101 Reykjavík hefur hlotið fjöldann allan af verðlaunum á kvikmyndahátíðum víðsvegar um heiminn. Sérstök efnistök og óhefðbundin samskipti kynjanna undir dúndrandi tónlist eiga stóran þátt í velgengni kvikmyndarinnar.
DANSARI Í MYRKRINU DANCER IN THE DARK
Lars von Trier DAN 2000 / 140 mín
EVRÓPSKA LEIKKONA ÁRSINS 2000
Stúlka frá Austur-Evrópu ferðast til Bandaríkjanna ásamt ungum syni sínum og býst við því að líf þeirra verði eins og í Hollywoodmynd. Björk Guðmundsdóttir hlaut titilinn besta evrópska leikkona ársins 2000 fyrir hlutverk sitt.
ENGLAR ALHEIMSINS
ANGELS OF THE UNIVERSE
Friðrik Þór Friðriksson ÍSL 2000, 100 mín
LEIKARI ÁRSINS 2000
Páll er lífsglaður ungur maður sem á framtíðina fyrir sér. Þegar fer að bera á einkennum geðveiki missir Páll tökin á lífinu og ekkert blasir við nema innilokuð tilvera hins geðsjúka. Englar alheimsins er bæði átakanleg og meinfyndin mynd, angurværar tilfinningar og harður veruleikinn tvinnast saman við hið broslega. Ingvar E. Sigurðsson hlaut titilinn leikari ársins 2000 fyrir hlutverk sitt.
SMÁFUGLAR 2 BIRDS
Rúnar Rúnarsson ÍSL 2008 / 15 mín
STUTTMYND ÁRSINS 2008
Smáfuglar er þroskasaga sem gerist eina bjarta sumarnótt, þegar hópur unglinga ákveður að fara í fullorðinspartí með skelfilegum afleiðingum. Myndin var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes 2008 þar sem hún var tilnefnd til Gullpálmans, og sópaði í kjölfarið að sér verðlaunum á kvikmyndahátíðum um allan heim.
26
ÍSLAND OG EFA Í GEGNUM TÍÐINA DJÚPIÐ
HANDRITSHÖFUNDUR ÁRSINS 2013
THE DEEP
Baltasar Kormákur ÍSL, NOR 2012 / 95 mín
Eftir að bátur sekkur undan ströndum Vestmannaeyja reynir sjómaður að halda sér á lífi í ísköldum sjónum klukkutímum saman áður en hann kemst í land. Kvikmyndin er byggð á einstæðu þrekvirki Guðlaugs Friðþjófssonar, sem vakti heimsathygli og varð vísindamönnum ráðgáta. Handritshöfundar eru Jón Atli Jónasson og Baltasar Kormákur.
HVALFJÖRÐUR STUTTMYND ÁRSINS 2014
WHALE VALLEY
Guðmundur Arnar Guðmundsson ÍSL, DAN 2013 / 15 mín
Myndin sýnir sterkt samband tveggja bræðra, sem búa á litlum sveitabæ ásamt foreldrum sínum. Við skyggnumst inn í heim þeirra frá sjónarhorni yngri bróðurins og fylgjum honum í gegnum örlagaríka daga sem marka þáttaskil í lífi bræðranna.
ÞRESTIR
KVIKMYND ÁRSINS 2015
SPARROWS
Rúnar Rúnarsson ÍSL 2015 / 99 mín
Þrestir er ljóðrænt drama sem fjallar um Ara, 16 ára pilt, sem sendur er á æskustöðvarnar vestur á firði til að dvelja hjá föður sínum um tíma. Samband hans við föður sinn er erfitt og margt hefur breyst í plássinu þar sem hann ólst upp. Ari endurnýjar kynnin við Láru, æskuvinkonu sína og þau laðast að hvort öðru.
HRÚTAR KVIKMYND ÁRSINS 2015
RAMS
Grímur Hákonarson ÍSL, DAN, NOR, PÓL 2015 / 93 mín
Tveir bræður sem búa hlið við hlið í afskekktum dal en hafa ekki talast við í 40 ár neyðast til að koma saman til að reyna að bjarga því sem þeim er kærast - sauðfénu.
HVÍTUR, HVÍTUR DAGUR LEIKARI ÁRSINS 2019
A WHITE, WHITE DAY
Hlynur Pálmason ÍSL, DAN, SVÍ 2019 / 109 mín
Lögreglustjórinn Ingimundur hefur verið í starfsleyfi frá því að eiginkona hans lést í bílslysi. Í sorginni fer hann að gruna mann úr bænum um að hafa átt í ástarsambandi við konu sína. Fljótlega breytist grunur Ingimundar í þráhyggju og leiðir hann til róttækra gjörða sem óhjákvæmilega bitnar á þeim sem standa honum næst. Ingvar E. Sigurðsson hlaut titilinn leikari ársins 2019 fyrir hlutverk sitt.
27
28
ÖNNUR FRAMTÍÐ Getum við haldið í það lífsmynstur sem við erum vön eða er kominn tími til að breyta til? Ræður plánetan við ágang mannsins? Komum við vel fram hvert við annað? Í flokknum Önnur framtíð er að finna áhrifamiklar kvikmyndir um mannréttinda- og umhverfismál. Bíó getur breytt heiminum.
29
ÖNNUR FRAMTÍÐ NORÐURLANDAFRUMSÝNING
EVRÓPUFRUMSÝNING
Teboho Edkins FRA, SAF, HOL 2020 / 78 mín
Suzanne Crocker KAN 2020 / 101 mín
DAGAR MANNÁTS
FYRST SKULUM VIÐ BORÐA
EINUNGIS Á RIFF.IS (Á MEÐAN MIÐAFJÖLDI LEYFIR)
26.09 NORRÆNA HÚSIÐ 12:00 (+ Q&A) OG Á RIFF.IS (Á MEÐAN MIÐAFJÖLDI LEYFIR)
Jafnvel dýpst í afskekktum og strjálbýlum samfélögum Sunnanverðrar Afríku má finna fyrir óbeisluðum öflum kapítalismans er nýtt samfélagsskipulag byrjar að þróast. Lágstemmd augnablik og litlar vísbendingar afhjúpa áhrif fólksflutninga, persónulegra fórna, einveru, útskúfunar og upplifunarinnar að vera öðruvísi. Dulið ofbeldi vofir yfir og er við það að brjótast út. Á meðan gamalt skipulag byrjar að sundrast festir ein regla sig í sessi umfram allar aðrar: að éta eða vera étinn.
Suzanne Crocker, heimildarmyndagerðarmaður og fyrrum heimilislæknir, setti sér þá áskorun að bjóða fjölskyldu sinni einungis upp á heimaræktaðan mat í heilt ár. Markmið Suzanne, sem býr í Dawson City í Yukon - afskekktu samfélagi í Norður-Kanada á 64 gráðum norðlægrar breiddar, 300 km í suður frá Norðurheimskautinu - var að taka þátt í almenningsumræðunni um matarsjálfbærni og er myndin framlag hennar í þá umræðu.
DAYS OF CANNIBALISM / LE TEMPS DU CANNIBALISME
FIRST WE EAT
NORÐURLANDAFRUMSÝNING
Nathan Grossman SVÍ 2020 / 98 mín
Fredrik Gertten & Sylvia Vollenhoven SAF, NOR, SVÍ 2019 / 74 mín
ÉG ER GRÉTA
JÓHANNESARBORGARGULL
27.09 BÍLABÍÓ GRANDA 21:00 01.10 BÍÓ PARADÍS 18.00
EINUNGIS Á RIFF.IS (Á MEÐAN MIÐAFJÖLDI LEYFIR)
Saga aðgerðarsinnans Gretu Thunberg er sögð í þessari persónulegu heimildarmynd eftir sænska leikstjórann Nathan Grossman. Grossman fylgir Gretu - feimnum menntaskólanema með Asperger heilkenni - við hvert fótmál og skrásetur vegferð hennar, allt frá eins manns loftslagsverkfalli hennar fyrir utan sænska þingið sem hafði þau áhrif að sambærileg verkföll voru haldin í skólum um allan heim.
Amman og umhverfisaktívistinn Mariette Liefferink heyjar baráttu gegn ríkustu námufyrirtækjum í Afríku. Gullöldin hefur skilið 1,6 milljónir manna eftir á geislavirkri grundu og er markmið hennar að þvinga gulliðnaðinn til að hreinsa upp eftir sig.
I AM GRETA
30
JOZI GOLD
A DIFFERENT TOMORROW NORÐURLANDAFRUMSÝNING
BB
Francesca Mazzoleni ÍTA 2020 / 106 mín
Estephan Wagner & Marianne Hougen-Moraga DAN 2020 / 90 mín
HEILÖG ÁBENDING
KÚGUNARSÖNGVAR
EINUNGIS Á RIFF.IS (Á MEÐAN MIÐAFJÖLDI LEYFIR)
EINUNGIS Á RIFF.IS (Á MEÐAN MIÐAFJÖLDI LEYFIR)
Síðasta landskikinn af byggilegu svæði við mynni Tíber árinnar kalla íbúarnir Punta Sacra, Heilaga Punktinn. Hið raunsæja og hið ímyndaða samtvinnast í þessu úthverfi Rómarborgar, hvar Franca leiðir samfélag sem samanstendur eingöngu af konum. Fjölskylda togast á milli nostalgíu og nytjahyggju í baráttu milli fylgisemi við gamlar hefðir og skorti á tækifærum fyrir komandi kynslóðir. Myndin hlaut nýverið titilinn besta heimildamyndin á Nyon Visions du Réel.
Við rætur Andesfjalla í Síle liggur þýsk nýlenda sem kallast Villa Baviera eða Bæjaralandsþorp. Fegurð staðarins leynir þó ljótri fortíð. Í þessari kvikmynd er það skoðað hvernig nýlendan sem áður var kölluð Colonia Dignidad er enn að berjast við afleiðingar fortíðar hennar tengda ofbeldi gegn börnum, pyntingum og fjöldagröfum. Myndin var nýlega valin besta heimildamyndin og besta danska heimildamyndin á CHP:DOX hátíðinni.
Iryna Tsilyk ÚKR, LIT 2020 / 73 mín
Monica Lăzurean-Gorgan, Michaela Kirst AUS, RÚM, ÞÝS 2020/97 mín
JÖRÐIN ER BLÁ EINS OG APPELSÍNA
TIMBUR: AÐ BREYTA LEIKNUM LEYNILEGA
PUNTA SACRA
THE EARTH IS BLUE AS AN ORANGE
SONGS OF REPRESSION
WOOD: GAME-CHANGERS UNDERCOVER EINUNGIS Á RIFF.IS (Á MEÐAN MIÐAFJÖLDI LEYFIR)
EINUNGIS Á RIFF.IS (Á MEÐAN MIÐAFJÖLDI LEYFIR)
Einhleypa móðirin Anna og fjögur börn hennar búa í fremstu víglínu átakasvæðisins Donbas í Úkraínu. Á meðan umheimurinn er fullur af sprengjuárásum og ringulreið tekst fjölskyldunni að gera heimili sitt að griðarstað, fullu af birtu og lífi. Hver og einn fjölskyldumeðlimur hefur ástríðu fyrir kvikmyndum, og drífur það þau áfram í að taka upp kvikmynd um eigið líf á átakatímum. Myndin hlaut nýverið verðlaun fyrir bestu leikstjórn á Sundance kvikmyndahátíðinni.
Umhverfisnjósnari kemst með krókaleiðum inn í alþjóðlegan glæpahring um ólögleg timburviðskipti. Með falda myndavél að vopni tekst honum að skjalfesta keðju þessarar ólöglegu starfsemi, allt frá uppskeru viðarins til markaðssetningar hinnar „þvegnu“ vöru til verslana. Þessi atburðarás reynist verða mikilvægt afl fyrir pólitískar breytingar.
31
ร NNUR FRAMTร ร
HEIMSFRUMSร NING
ร Mร TI STRAUMNUM AGAINST THE CURRENT
ร skar Pรกll Sveinsson ร SL 2020 / 90 mรญn 03.10 Bร ร PARADร S 18.00 (+ Q&A) OG ร RIFF.IS (ร MEร AN MIร AFJร LDI LEYFIR)
Transkonan Veiga Grรฉtarsdรณttir siglir รก kajak รญ kringum ร sland rangsรฆlis, eรฐa รก mรณti straumnum, รญ รพrjรก mรกnuรฐi. Myndin er tรกknrรฆn og segir samtรญmis frรก ferรฐinni รญ kynleiรฐrรฉttingarferlinu og svo frรก ferรฐinni รก rรณรฐrinum รก kajak รพar sem glรญmt er viรฐ nรกttรบruna um hvor hefur betur. Myndin lรฝsir innri barรกttu Veigu um lรญf eรฐa dauรฐa hvort sem er รญ lรญfinu sjรกlfu eรฐa ein รบti รก kajak.
32
HEIMILDAMYNDIR Heimildarmyndadagskrá RIFF miðar að því að fræða og upplýsa áhorfendur, en ekki síður að miðla þekkingu með óheðfbundnum leiðum. Góð heimildarmynd kveikir í ímyndunaraflinu og getur haft sterk áhrif á áhorfendur og samfélagið með óvæntu sjónarhorni eða nýjum upplýsingum.
33
HEIMILDAMYNDIR EVRÓPUFRUMSÝNING
Katrine Philp DAN 2020 / 88 mín
Josiah Ng SIN, TAÍ 2019 / 104 mín
SVOLÍTIÐ FALLEGT SKILIÐ EFTIR
ANDRÉ OG ÓLÍFUTRÉÐ HANS
EINUNGIS Á RIFF.IS (Á MEÐAN MIÐAFJÖLDI LEYFIR)
EINUNGIS Á RIFF.IS (Á MEÐAN MIÐAFJÖLDI LEYFIR)
Í stuðningshópi hittast börn til að læra að takast á við dauða foreldris eða systkinis í gegnum leik. Þau gefa sig á vald reiðinnar í „eldfjallaherberginu“ og kveðja deyjandi bangsa í „spítalaherberginu. Við fylgjumst með Kimmy, Nicky, Peter, Nora, Nolan og Mikayla yfir eitt ár, kynnumst þeim og förunauti þeirra sorginni. Myndin hlaut nýverið titilinn besta heimildamyndin á SXSW hátíðinni.
Matreiðslumeistarinn André býr sig undir að loka veitingastað sínum á Valentínusardaginn 2018, og skila Michelin stjörnum sínum. Þetta skapar mikið uppþot í matreiðsluiðnaðnum, hjá starfsfólki hans og ástvinum. Matreiðslumeistarinn ástríðufulli ætlar skyndilega að leggja árar í bát. André afhjúpar í kvikmyndinni hvað tekur við, og veltir fyrir sér hvað fullkomnun þýðir í raun og veru.
BEAUTIFUL SOMETHING LEFT BEHIND
ANDRÉ AND HIS OLIVE TREE
NORÐURLANDAFRUMSÝNING
Nays Baghai AUS 2020 / 62 mín
Hubert Sauper AUS, FRA 2020 / 108 mín
NIÐURFÖR
SKJÁLFTAMIÐJA
EINUNGIS Á RIFF.IS (Á MEÐAN MIÐAFJÖLDI LEYFIR)
EINUNGIS Á RIFF.IS (Á MEÐAN MIÐAFJÖLDI LEYFIR)
Alla tíð frá því að hún uppgötvaði sæluna við ísköfun og sigraðist á djöflum sínum hefur Kiki ferðast víða um heim, ekki aðeins til að ögra sínum eigin líkamlegu og andlegu þolmörkum, heldur einnig til þess að hjálpa öðrum að læra að beisla krafta kuldans á sama hátt og hún. Myndin er að miklu leyti tekin upp á Íslandi.
Áhrifarík og táknræn mynd er dregin upp af útópískri Kúbu eftirnýlenduáranna þar sem eimir enn af sprengingunni á bandaríska herskipinu Maine. Hér rannsakar Sauper öld íhlutunarstefnu og goðsagnir með tilliti til heimsvaldastefnu, kvikmynda og tíma og rúms. Myndin hlaut nýverið titilinn besta heimildamyndin á Sundance kvikmyndahátíðinni.
DESCENT
34
EPICENTRO
DOCUMENTARIES NORÐURLANDAFRUMSÝNING
EVRÓPUFRUMSÝNING
BB
Gianfranco Rosi ÍTA 2020 / 100 mín
Stefan Zimmermann ÞÝS 2019 / 75 mín
NÆTURLJÓÐ
SWINGER - HINN DÁSAMLEGI HEIMUR LÍFSSTÍLSINS DIE WUNDERBARE WELT DES PARTNERTAUSCHS
NOTTURNO
04.10 BÍÓ PARADÍS
18.00
EINUNGIS Á RIFF.IS (Á MEÐAN MIÐAFJÖLDI LEYFIR)
Myndin skýrir frá hinu daglega lífi sem liggur að baki harmleikjum borgarstríða, grimmúðlegra einræðisstjórna, innrása og afskipta erlendra ríkja og blóðþyrstra grimmdarverka ISIS. Ólíkar sögur eru samtvinnaðar í eina heild sem yfirstígur mörk landamæra. Kvikmyndin vann nýverið verðlaun UNICEF á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum.
Angelika er á höttunum eftir nýjum eiginmanni í klám kvikmyndahúsi. Claudia nýtur þess að stunda kynlíf með vini sínum Attila og öðrum til. Þá er það Tom Kókáll sem elskar eiginkonu sína Juliu enn meira við að sjá hana taka þátt í hópmökum. Í þessari heimildamynd varpar leikstjórinn Stefan Zimmermann ljósi á kynlífssfíkn og ástríðu innan þýsku svingsenunnar.
Benjamin Ree NOR 2019 / 102 mín
David France BNA 2020 / 107 mín
THE PAINTER AND THE THIEF
WELCOME TO CHECHNYA
LISTAMAÐURINN OG ÞJÓFURINN
VELKOMIN TIL TSJETSJENÍU
EINUNGIS Á RIFF.IS (Á MEÐAN MIÐAFJÖLDI LEYFIR)
EINUNGIS Á RIFF.IS (Á MEÐAN MIÐAFJÖLDI LEYFIR)
Þegar tveimur málverkum er stolið verður það til þess að óvenjulegt vinasamband myndast. Listamaðurinn, sem er líka fórnarlambið, hefur uppi á þjófinum með hjálp öryggismyndavéla og í stað þess að krefja hann um skaðabætur biður hún hann um að sitja fyrir á málverki. Undarleg atburðarás fer af stað, og þjófurinn endar í fangelsi - en hlutverkin snúast við þegar hann sleppur þaðan.
Frá árinu 2017 hefur leiðtogi Tsjetsjeníu, Ramzan Kadyrov, háð gjörspillt stríð gegn LGBTQ Tsjetsjeníum undir því yfirskini að „hreinsa blóðið“. Kadyrov hefur haft yfirumsjón með herferð, studdri af ríkistjórninni, um að fangelsa, pynta og taka af lífi hinsegin fólk þar í landi. Kvikmyndin hefur unnið til ýmissa verðlauna á árinu, þar á meðal áhorfendaverðlauna á kvikmyndahátíðinni í Berlín.
35
HEIMILDAMYNDIR
NORÐURLANDAFRUMSÝNING
WINTOPIA Mia Burt-Wintonick KAN 2019 / 89 mín EINUNGIS Á RIFF.IS (Á MEÐAN MIÐAFJÖLDI LEYFIR)
Árið 2013 lést kanadíski kvikmyndagerðarmaðurinn Peter Wintonick eftir stutt veikindi. Dóttir hans, Mira, stóð eftir með fullt af spurningum og kassa fullan af myndbandsupptökum sem Wintonick hafði skotið fyrir mynd sem hann vann að og átti að bera nafnið Utopia. Mira ákvað að reyna að komast að því hvers konar kvikmynd hann sæi fyrir sér og klára hana fyrir hann. Myndin er í senn saga um sorgarferlið, tilraun dótturinnar til að skilja föðurinn sem hún missti of snemma og leit að betri heimi. Peter Wintonick var kær vinur og dagskrástjóri hjá RIFF í nokkur ár.
HLÝLEGT MENNINGARHÚS Í VATNSMÝRINNI Opið Þri–Sun 10–17 Viðburðadagatal á Nordichouse.is
36
Sæmundargötu 11, 102 Reykjavík — Sími 551 7030 — www.nordichouse.is
INNSÝN Í HUGA LISTAMANNSINS Í flokknum Innsýn í huga listamannsins fara áhorfendur í ferðalag um sköpun áhrifaríkra listamanna. Flokkurinn er hluti af brú RIFF yfir til EFA og fara sýningar myndanna fram á riff.is dagana 15.-18. október.
NORÐURLANDAFRUMSÝNING
Virpi Suutari FIN 2020 / 103 mín
Gregory Monro FRA, PÓL 2020 / 72 mín
AALTO
KUBRICK EFTIR KUBRICK KUBRICK BY KUBRICK
03.10 OG 04.10 NORRÆNA HÚSIÐ 17:00 15.10 – 18.10 Á RIFF.IS (Á MEÐAN MIÐAFJÖLDI LEYFIR)
15.10 – 18.10 Á RIFF.IS (Á MEÐAN MIÐAFJÖLDI LEYFIR)
Ástar- og listasaga þeirra Alvars og Aino Aalto, finnsku meistaranna í nútíma arkítektúr og hönnun. Myndin fer með áhorfendur í heillandi ferð um sköpun þeirra og áhrif um allan heim. Myndin er byggð á umfangsmikilli rannsóknarvinnu og sögð af helstu vísindamönnum á sviðinu um allan heim.
Áhrif Stanley Kubrick á arfleið kvikmyndagerðar eru ómetanleg og fáir sem fetað geta í hans spor. Nemendur jafnt og reyndir kvikmyndagerðarmenn hafa reynt að finna svör sem Kubrick var þekktur fyrir að vera mjög dulur með. Hann er meðal umdeildustu kvikmyndagerðarmanna sem uppi hefur verið en hér gefst einstakt tækifæri á að heyra hann segja eigin sögu með sínu nefi. NORÐURLANDAFRUMSÝNING
Gero von Boehm GER 2020 / 93 mín
Hannah Berryman BRE, BNA 90 mín
HELMUT NEWTON: HIN SLÆMU OG HIN FALLEGU HELMUT NEWTON: THE BAD AND THE BEAUTIFUL
ROCKFIELD: HLJÓÐVERIÐ Á BÓNDABÆNUM ROCKFIELD: THE STUDIO ON THE FARM
01.10 BÍÓ PARADÍS 22.00 15.10 – 18.10 Á RIFF.IS (Á MEÐAN MIÐAFJÖLDI LEYFIR)
02.10 HARD ROCK CAFE 20:30 15.10 – 18.10 Á RIFF.IS (Á MEÐAN MIÐAFJÖLDI LEYFIR)
Hann var einn af stóru meisturum ljósmyndalistarinnar, sannkölluð goðsögn. Glæsilegur, gáskafullur, hugvitssamur, ögrandi og hvetjandi. Í ár, sextán árum eftir dauða Helmuts Newtons í Los Angeles, hefði hann orðið 100 ára gamall. Líf sem var eins og kvikmynd birtist nú, í fyrsta sinn, á hvíta tjaldinu.
Óvenjuleg saga tveggja velskra bræðra sem breyttu mjólkurbúi sínu í eitt farsælasta upptökuver allra tíma. Black Sabbath, Queen, Robert Plant, Iggy Pop, Simple Minds, Oasis, The Stone Roses, Coldplay og fjölmargir til viðbótar tóku upp tónlist sína í Rockfield upptökuverinu í gegnum áratugina. Þetta er saga af draumum um rokk og ról, sem fléttast saman við baráttu fjölskyldufyrirtækisins við að lifa af.
37
MIÐNÆTURHRYLLINGUR Hrollvekjur og furðusögur hafa fyrir löngu fest sig í sessi sem hluti af kvikmyndahátíðum víða um veröld og slíkar kvikmyndir eru hér í sérstöku kastljósi. Flokkurinn er hluti af brú RIFF yfir til EFA og fara sýningar myndanna fram á riff.is dagana 22.-25. október. NORÐURLANDAFRUMSÝNING
NORÐURLANDAFRUMSÝNING
BB
BB
I-Fan Wang TAÍ 2020 / 96 mín
Sang-ho Yeon S-KÓ 2020 / 116 mín
HUNSKIST ÞIÐ ÚT GET THE HELL OUT / TAO CHU LI FA YUAN
SKAGINN
26.09 BÍLABÍÓ, GRANDI 21:00 22.10 – 25.10 Á RIFF.IS (Á MEÐAN MIÐAFJÖLDI LEYFIR)
24.09 BÍÓ PARADÍS 22.00 22.10 – 25.10 Á RIFF.IS (Á MEÐAN MIÐAFJÖLDI LEYFIR)
Wang Yo-wei starfar sem öryggisvörður, en er álitinn aumingi. Eftir slys sem kostar þingmanninn Xiong Ying-Ying sæti sitt á þinginu álpast Wang inn á þing. Fljótlega fer hins vegar af stað banvænn vírus í þinginu og breytast allir smitaðir þingmenn í uppvakninga. Öllum að óvörum reynist Wang vera sá eini sem er ónæmur fyrir vírusnum.
Fjórum árum eftir uppvakningafaraldurinn sem braust út í Train to Busan er Kóreuskaginn nú gjörsamlega í rústum. Hópur hermanna sem neyðast til að ferðast þangað aftur hitta fyrir tilviljun hóp ósmitaðra eftirlifenda sem reynast töluvert hættulegri en uppvakningarnir...
PENINSULA
NORÐURLANDAFRUMSÝNING
BB
Joachim Hedén SVÍ 2019 / 82 mín
VEIÐIN
UPP Á YFIRBORÐIÐ
27.09 BÍÓ PARADÍS 22.15 22.10 – 25.10 Á RIFF.IS (Á MEÐAN MIÐAFJÖLDI LEYFIR)
29.09 BÍÓ PARADÍS 22.30 22.10 – 25.10 Á RIFF.IS (Á MEÐAN MIÐAFJÖLDI LEYFIR)
Eftir að hafa verið gripin með elskhuga sínum, verður kona ofsótt af sínum eigin ættingjum, sem vilja drepa hana fyrir heiður fjölskyldunnar.
Hálfsysturnar Ida og Tuva halda í köfunarleiðangur við norsku strandlengjuna. Grjótskriða fellur sem veldur því að Tuva festist neðansjávar. Á meðan Ida berst við að bjarga systur sinni afhjúpast brestirnir í sambandi þeirra og þegar allt virðist tapað kemur í ljós að það er miklu meira í húfi.
AV: THE HUNT
38
BB
Emre Akay TYR 2020 / 87 mín
BREAKING SURFACE
NORÐURLANDAFRUMSÝNING
SPÚTNIK SPUTNIK Egor Abramenko RÚS 2020 / 107 mín 28.09 BÍLABÍÓ, GRANDI 21:00 OG Á RIFF.IS (Á MEÐAN MIÐAFJÖLDI LEYFIR)
Á hátindi kalda stríðsins brotlendir sovéskt geimskip eftir misheppnaðan leiðangur og er leiðangursstjórinn sá eini eftirlifandi af áhöfninni. Eftir að þekktur rússneskur sálfræðingur er fenginn til að meta andlega heilsu leiðangursstjórans verður ljóst að eitthvað hættulegt gæti hafa fylgt honum aftur til jarðar... BB
39
NORÐURSLÓÐIR Í flokknum Norðurslóðir eru áhorfendur teknir í ferðalag um svæði og samfélög þeirra sem búa á nyrstu svæðum plánetunnar okkar.
Johannes Lehmuskallio & Markku Lehmuskallio FIN 2020 / 87 mín
Kenneth Sorento DAN, GRÆ, NOR 2020 / 95 mín
ANERCA, LÍFSANDI
BARÁTTAN UM GRÆNLAND
26.09 NORRÆNA HÚSIÐ 15:30 OG Á RIFF.IS (Á MEÐAN MIÐAFJÖLDI LEYFIR)
25.09 NORRÆNA HÚSIÐ 18:00 OG Á RIFF.IS (Á MEÐAN MIÐAFJÖLDI LEYFIR)
Kvikmyndin fjallar um þá menningarhópa er búa á Norðurslóðum innan landamæra Finnlands, Svíþjóðar, Noregs, Grænlands, Kanada, Alaska og Rússlands. Sýnt er fram á að ólík menning skapaði ekki landamæri og þó að traðkað hafi verið á rétti fólks. Þó hefðir þess og lífsstíll hafi verið hafður að engu, hafa íbúar þó varðveitt sína innri heimssýn.
Hver er framtíð Grænlands? Ætti Grænland að verða fullvalda ríki, eða þvert á móti efla tengsl sín við Danmörku? Í myndinni er fylgt eftir fjórum ungum Grænlendingum sem vilja berjast fyrir betra Grænlandi en eru ósammála um hvaða leið eigi að fara að því. Myndin gefur einstaka innsýn inn í heita umræðu um sjálfstæði, tungumál og sjálfsmynd sem á sér stað í Grænlandi nútímans.
ANERCA, BREATH OF LIFE / ANERCA, ELÄMÄN HENGITYS
THE FIGHT FOR GREENLAND / KAMPEN OM GRØNLAND
World famous hot dogs
Our Locations
Bæjarins Beztu pylsur wishes the guests of RIFF a fantastic time 40
EVRÓPUFRUMSÝNING
NORÐURLANDAFRUMSÝNING
Suzanne Crocker KAN 2020 / 101 mín
Philipp Yuryev RÚS, PÓL, BEL 2020 / 94 mín
FYRST SKULUM VIÐ BORÐA
HVALVEIÐISTRÁKURINN
26.09 NORRÆNA HÚSIÐ 13:00 (+ Q&A) OG Á RIFF.IS (Á MEÐAN MIÐAFJÖLDI LEYFIR)
29.09 NORRÆNA HÚSIÐ 18:00 OG Á RIFF.IS (Á MEÐAN MIÐAFJÖLDI LEYFIR)
Suzanne Crocker, verðlaunaður heimildarmyndagerðarmaður og fyrrum heimilislæknir, setti sér þá áskorun að bjóða fjölskyldu sinni einungis upp á heimaræktaðan mat í heilt ár. Markmið Suzanne, sem býr í Dawson City í Yukon - afskekktu samfélagi í Norður-Kanada á 64 gráðum norðlægrar breiddar, 300 km í suður frá Norðurheimskautinu - var að taka þátt í almenningsumræðunni um matarsjálfbærni og er myndin framlag hennar í þá umræðu.
Allt breytist í lífi 15 ára veiðimannsins Leshka þegar hann hittir óvenjulega stúlku í tölvunni sem heillar hann upp úr skónum. Þetta ástand hetjunnar, að verða ástfanginn af fjarlægri ímynd, þokukenndum útlínum ókunnugs einstaklings, leiðir til þess að hann framkvæmir djörfustu athöfn lífs síns: að halda út í hættulega svaðilför yfir ólgusjó Beringssundsins inn í ókunnar lendur til þess að finna ástina sína. Hlaut nýverið verðlaun á Venice Days- hluta kvikmyndar hátíð.
FIRST WE EAT
THE WHALER BOY
41
SAMAR OG LÍF ÞEIRRA Samar eru þjóðflokkur sem byggir Samaland (Sámpi) sem spannar yfir norðurhluta Svíþjóðar, Noregs, Finnlands og hluta af Kólaskaga í Rússlandi. Kvikmyndir um þennan þjóðflokk verða gerð sérstök skil á RIFF þetta árið, bæði kvikmynd í fullri lengd sem og safn stuttmynda um sama
LÍKAMINN MAN ÞEGAR VERÖLDIN BROTNAÐI THE BODY REMEMBERS WHEN THE WORLD BROKE OPEN
Elle-Máijá Tailfeathers & Kathleen Hepburn KAN, NOR 2019 / 110 min 27.09 NORRÆNA HÚSIÐ 16:30 (+ Q&A)
Eftir stutt kynni á götum úti reynir kona að hvetja þungaða konu sem er þolandi heimilisofbeldis til að leita sér hjálpar.
Velkomin í Friðheima
Einstök matarupplifun í miðjarðarhafsloftslagi á Íslandi! 42
www.fridheimar.is
STUTTMYNDIR UM SAMA 27.09 NORRÆNA HÚSIÐ 15:00
ÚLFUR
WOLF / GUMPE Ken Are Bongo NOR 2018 / 4 mín
Í óbyggðum Samalands situr hreindýrahirðir með dóttur sinni í rólegheitum í tjaldi þeirra. Skyndilega heyra þau snjósleðahljóð úr fjarska, sem færist nær þeim. Faðirinn undirbýr dóttur sína undir það sem þau geta átt von á.
SAMAR EIGA RÉTTINDI
THE SÁMI HAVE RIGHTS / SÁMIIN LEAT RIEVTTIT Elle Márjá Eira & Mai-Lis Eira NOR 2019 / 11 mín
Samar eiga réttindi er stuttmynd sem samanstendur af þremur sögum; 6. febrúar 1981, Samar eiga réttindi og Ekki abbast upp á mig. Sögurnar mynda þríleik um skömm Noregs gagnvart Sömum.
SKJÓL SHELTER / SUODJI
Marja Helander NOR 2019 / 4 mín
Skjól er stuttmynd sem byggð er á gamalli sögu frá Utsjoki í Samalandi. Sagan er af ættingja leikstjórans, Ovllá-Ivvár Helander, sem plataði sjálfan dauðann þegar spænska veikin reið yfir árið 1918, og tók örlögin í eigin hendur.
AÐ TOGA Í BELTIÐ
PULLING IN THE BELT / RIBADIT Elle Sofe Sara NOR 2019 / 9 min
Að toga í beltið, eða „Ribadit“ var hefð í Samaþorpinu Guovdageaidnu. Í myndinni segja tveir eldri Samar frá sinni reynslu af þessu athæfi.
FISKABÚR
AQUARIUM / AKVARIUM
Yvonne Thomassen NOR 2016 / 13 mín
Strákurinn Amir er við það að frjósa í hel og neyðist til að leita sér skjóls frá ísköldu vetrarrokinu. Þetta leiðir til óvæntra samfunda fortíðarinnar og nútíðarinnar.
TUNGURNAR
THE TONGUES / NJUOKČAMAT
Marja Bål Nango & Ingir Bål NOR 2019 / 15 mín
Tungubroddur hreindýra geymir lygar og er ekki til átu, því hver sá sem borðar hann mun umsvifalaust breytast í lygara.
43
Hausttilboð Icelandair hótela
Njóttu haustlitanna kringum landið Verð frá 15.900 kr. ásamt morgunverði
Bókaðu dvölina á icelandairhotels.is 44
Akureyri
Reykjavík
Mývatnssveit
Borgarnesi
Egilsstöðum
Flúðum
Höfn í Hornafirði
ÍSLAND Í BRENNIDEPLI RIFF er skurðpunktur íslenskrar og erlendrar kvikmyndalistar. Hér eru sýndar nýjar myndir sem Íslendingar hafa komið að svo eftir er tekið.
45
OPNUNARMYND HÖGNI EGILSSON
ANNA TARA EDWARDS
FRUMSÝND 24.09.20 ELSKU RUT Í SAMVINNU VIÐ GROUND CONTROL PRODUCTIONS, RÚV & URSUS PARVUS KYNNA ÞRIÐJI PÓLLINN EFTIR ANDRA SNÆ MAGNASON & ANNÍ ÓLAFSDÓTTUR MEÐ STUÐNINGI FRÁ KVIKMYNDAMIÐSTÖÐ ÍSLANDS KVIKMYNDATAKA ANNÍ ÓLAFSDÓTTIR & EIRÍKUR INGI BÖÐVARSSON FRAMLEIÐENDUR ANDRI SNÆR MAGNASON, HLÍN JÓHANNESDÓTTIR, HALLDÓRA ÞORLÁKSDÓTTIR & SIGURÐUR GÍSLI PÁLMASON KLIPPING EVA LIND HÖSKULDSDÓTTIR, ANNÍ ÓLAFSDÓTTIR & DAVÍÐ ALEXANDER CORNO HLJÓÐ HULDAR FREYR ARNARSON TÓNLIST HÖGNI EGILSSON GEÐHJÁLP
ÞRIÐJI PÓLLINN HEIMSFRUMSÝNING THE HERO’S JOURNEY TO THE THIRD POLE Andri Snær Magnason & Anní Ólafsdóttir ÍSL 2020 / 80 mín 26.09 HÁSKÓLABÍÓ (LOKUÐ SÝNING) OG Á RIFF.IS (Á MEÐAN MIÐAFJÖLDI LEYFIR)
Þriðji Póllinn er saga um tvær manneskjur sem tengjast í gegnum sama sjúkdóm. Fílaprinsessan Anna Tara kallar til sín rokkstjörnuna Högna til að kveða niður skömmina sem fylgir geðhvörfum með því að halda stórtónleika í Katmandu.
46
LOKAMYND
HEIMSFRUMSÝNING
Á MÓTI STRAUMNUM AGAINST THE CURRENT
Óskar Páll Sveinsson ÍSL 2020 / 90 mín 03.10 BÍÓ PARADÍS 18:00 (+ Q&A) OG Á RIFF.IS (Á MEÐAN MIÐAFJÖLDI LEYFIR)
Transkonan Veiga Grétarsdóttir réri á kajak í kringum Ísland rangsælis, eða á móti straumnum, í þrjá mánuði. Myndin er táknræn og segir samtímis frá ferðinni í kynleiðréttingarferlinu og svo frá ferðinni á róðrinum á kajak þar sem glímt er við náttúruna um hvor hefur betur. Myndin lýsir innri baráttu Veigu um líf eða dauða hvort sem er í lífinu sjálfu eða ein úti á kajak.
47
ÍSLAND Í BRENNIDEPLI
Anna Hildur Hildibrandsdóttir ÍSL 2020 / 91 mín
Pepe Andreu & Rafael Molés SPÁ, ÍSL, LIT 2020 / 95 mín
HATRIÐ
HUMARSÚPA
A SONG CALLED HATE 25.09 BÍÓ PARADÍS
LOBSTER SOUP
17.45 (+Q&A)
03.10 BÍÓ PARADÍS 15.30 (+Q&A) OG Á RIFF.IS (Á MEÐAN MIÐAFJÖLDI LEYFIR)
Tvö hundruð milljón manns eru að horfa! Raunveruleiki sem blasti við íslensku Eurovison förunum árið 2019 sem voru ákveðnir í að gera hina ópólitísku söngvakeppni pólitíska. Söngur um hatur kortleggur ferðalag hljómsveitarinnar Hatara er þeir reyna að breyta heiminum og sýnir hvernig ferðalagið breytir þeim.
Á hverjum morgni tekur Krilli saman hin fjölmörgu hráefni sem þarf til að laga humarsúpuna á Bryggjunni, litlum matsölustað í Grindavík. Fólk kemur til Íslands frá öllum heimshornum til að sjá eldfjöllin, ísinn og sköpun jarðarinnar. En nú virðast túristarnir og hraunbreiðurnar vera í sívaxandi mæli að þrýsta öllu þorpinu á haf út.
EVRÓPUFRUMSÝNING
Najwa Najjar PAL, LÚX, ÍSL 2019 / 93 mín
Jón Einarsson Gústafson & Karolina Lewicka ÍSL, KAN 2020 / 86mín
MILLI HIMINS OG JARÐAR
SKUGGAHVERFIÐ
30.09 BÍÓ PARADÍS 18.00 (+Q&A) OG Á RIFF.IS (Á MEÐAN MIÐAFJÖLDI LEYFIR)
29.09 BÍÓ PARADÍS 18.00 (+Q&A) OG Á RIFF.IS (Á MEÐAN MIÐAFJÖLDI LEYFIR)
Stundum eru óvæntustu leiðir lífs þíns krókarnir sem þú ætlaðir þér ekki að taka. Átakanlegur harmleikur skekur samband hjóna nokkurra. Er þau hefja skilnaðarferli sitt skýtur leyndarmál úr fortíðinni upp kollinum sem gjörbreytir öllu.
Ung kona erfir hús ömmu sinnar sem hún hitti aldrei, í borg sem hún hefur aldrei séð. Í trássi við vilja móður sinnar leggur hún í ferðalag til að ná skilningi á sársauka fortíðarinnar, en með þeirri ákvörðun veldur hún uppnámi og róti sem hún kemst ekki lifandi frá nema með aðstoð látinna forfeðra og -mæðra.
BETWEEN HEAVEN AND EARTH / BAYN AL JANA WA AL ARD
48
HEIMSFRUMSÝNING
SHADOWTOWN
ICELANDIC PANORAMA
Titti Johnson & Helgi Felixson ÍSL, SVÍ 2020 / 75 mín
SIRKUSSTJÓRINN THE CIRCUS DIRECTOR / CIRKUSDIREKTÖREN 28.09 BÍÓ PARADÍS 18.00 (+Q&A) OG Á RIFF.IS (Á MEÐAN MIÐAFJÖLDI LEYFIR)
Sirkusstjórinn er mynd sem fjallar um sirkusstjórann Tilde Björfors sem horfðist í augu við ótta sinn og kastaði sér út í hið óþekkta. Hún kom með nútímasirkúslistina til Svíþjóðar fyrir tuttugu árum og hefur síðan þá gert sirkusflokk sinn Circus Cirkör að einum þekktasta sirkusflokki heims. Myndin er sýnd í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík.
NORÐURLANDAFRUMSÝNING
EVRÓPUFRUMSÝNING
Catherine Legault KAN 2019 / 86 mín
Stefanía Thors ÍSL 2020 / 75 mín
SYSTUR: DRAUMAR OG FJÖLBREYTILEIKI
HÚSMÆÐRASKÓLINN
EINUNGIS Á RIFF.IS (Á MEÐAN MIÐAFJÖLDI LEYFIR)
26.09 BÍÓ PARADÍS
Skemmtilegu og listrænu systurnar Tyr og Jasa eru heillaðar af upptökum langömmu sinnar af íslenskum þjóðlögum. Þær ferðast saman til Íslands í fyrsta sinn, og vinna saman að listagjörningi sem leiðir saman listræni þeirra og menningararfleið.
Myndin Húsmæðraskólinn fjallar um hinn horfna heim íslensku húsmóðurinnar og hvernig hlutverk skólans hefur breyst í áranna rás. Í myndinni er gamli tíminn endurspeglaður samhliða því sem fylgst er með nemendum við skólann í dag og það skoðað hversu mikil breyting hefur orðið á ímynd skólans.
THE SCHOOL OF HOUSEWIVES
SISTERS: DREAMS & VARIATIONS 16.00 (+Q&A)
49
NÝTTU FERÐAGJÖFINA
50
ÍSLENSKAR STUTTMYNDIR Í flokknum eru sýndar íslenskar stuttmyndir, en leikstjórar þeirra hafa margir hverjir vakið verðskuldaða athygli á kvikmyndahátíðum um heim allan.
51
Laugarnar í Reykjavík
Fyrir líkama og sál
www.itr.is
52
27.09 BÍÓ PARADÍS 12.45 (+Q&A) OG Á RIFF.IS (Á MEÐAN MIÐAFJÖLDI LEYFIR)
SELSHAMURINN SEALSKIN
Hin fimm ára gamla Sól býr með föður sínum í afskekktu húsi niður við sjó. Sól ver sínum einmanalegu dögum með eigin ímyndunarafli á meðan tónskáldið faðir hennar á í erfiðleikum með tónlist sína. Þegar Sól fær á tilfinninguna að faðir hennar sé þjakaður af sorg reynir hún að finna huggun í gamalli íslenskri þjóðsögu.
Ugla Hauksdóttir ÍSL 2020 / 13 mín
JÁ-FÓLKIÐ
YES-PEOPLE Íbúar í ónefndri blokk vakna einn vetrarmorgun og rútína hversdagsleikans tekur við - hvort sem það er vinnan, skólinn eða heimilislífið. Myndin fylgir fólkinu í einn sólahring en þegar líða tekur á daginn fer lífsmunstur hvers og eins að kristalla persónurnar. Gísli Darri Halldórsson ÍSL 2020 / 9 mín
ALLIR HUNDAR DEYJA ALL DOGS DIE
Um þokukennda helgi takast aldraður bóndi og hundurinn hans á upp á líf og dauða.
DALÍA
Ninna Pálmadóttir ÍSL, KRÓ, BNA 2020 / 17 mín
DALIA
Sex ára gamall drengur fer yfir helgi í sveit til pabba síns, sem hann hittir sjaldan. Faðirinn veit ekki hvernig hann á að tengjast syninum og kemur fram við drenginn eins og hvern annan vinnumann. Þegar feðgarnir finna slasaða meri þurfa þeir í sameiningu að aflífa slasaða meri verður til sterkara samband þeirra á milli.
Brúsi Ólason ÍSL, BNA 2020 / 16 mín
SÁL LANDANNA
SOUL OF THE LANDS Hópur fólks sem tekur í fyrsta sinn þátt í svetti á Íslandi, eftir að sú athöfn frumbyggja Ameríku kom fyrst hingað til lands fyrir 25 árum, skoðar reynslu sína í samhengi við nýtímasamfélag. Í Kaliforníu segir sjamaninn Some Noh Noh frá því hvað athöfnin þýði fyrir sig. Fabio Del Percio ÍSL 2020 / 15 mín
BJARNHÓLASTÍGUR BEAR HILL PATH
Þorbjörn er að verða fertugur. Þorbjörn, eða Tobbi eins og hann er kallaður, íhugar hvað þessi aldur þýði í raun og veru - og fer að snúast gegn afmælisáformum móður sinnar. Öllu heldur vill hann frekar fela sig en taka þátt í þeim.
Tatjana Moutchnik ÍSL, ÞÝS 2020 / 19 mín
XY Lísa er fimmtán ára og nokkuð frábrugðin öðrum stelpum á hennar aldri. Undanfarið hefur hún einangrað sig mikið þar sem hún gengur um með stórt leyndarmál um sjálfa sig. Þegar Bryndís æskuvinkona hennar hefur samband verða endurfundir með vinkonunum sem leiðir til þess að Lísa uppgötvar fleiri leyndarmál um líkama sinn og sjúkrasögu sína.
Anna Karín Lárusdóttir ÍSL 2019 / 16 mín
53
ÍSLENSKAR STUTTMYNDIR II
27.09 BÍÓ PARADÍS 15.15 (Q&A) OG Á RIFF.IS (Á MEÐAN MIÐAFJÖLDI LEYFIR)
LOKAVALS
LAST DANCE Það er vormorgunn í Reykjavík. Maður og kona vakna og átta sig á því að sambandi þeirra er lokið. Þau fara í ferðalag út fyrir borgarmörkin, í átt að endalokum ástarinnar, hugsanlega í átt að endalokum heimsins. Saga um ást, missi og dularfulla krafta náttúrunnar.
Ása Helga Hjörleifsdóttir ÍSL 2019 / 12 mín
ÓSKIN
THE WISH Hina níu ára gömlu Karen hefur alltaf dreymt um að hitta föður sinn, sem er leikari og býr í London, og þráir að kynnast þeim töfrandi heimi sem hún telur að hann búi við. Ósk hennar rætist þegar hún fer í heimsókn til hans, en við heimsóknina kemur í ljós að hann er kannski ekki nákvæmlega faðirinn sem hún hafði vonast eftir.
Inga Lisa Middleton ÍSL, BRE 2020 / 19 mín
ALLAR VERUR JARÐAR BEAST SLAYER
Árið er 2038 og heimurinn er í óreiðu. Mikil eyðilegging hefur átt sér stað eftir ofsafengin flóð af völdum bráðnandi jökla - og meginlandið hefur klofnað í eyjaklasa. Undir bráðnu jöklunum hafa allar verur úr þjóðsögum veraldar sameinast. Í loftslagshrjáðum heimi kemur ólíkleg hetja til bjargar, hin unga og huglitla Ormhildur.
Þórey Mjallhvít H. Ómarsdottir ÍSL, PÓL 2020 / 6 mín
ELDHÚS EFTIR MÁLI KITCHEN BY MEASURE
Ingólfur, hugvitssamur Íslendingur, verður heltekinn af hugmyndinni um að búa til hið fullkomna eldhús fyrir konuna sína. Myndin skoðar kynjahlutverk fyrri tíma og hvernig þau halda áfram að hafa áhrif á fólk til þessa dags. Hreyfistuttmynd byggð á smásögu eftir Svövu Jakobsdóttur. SólrúnIngimarsdóttir,AtliArnarssonÍSL2020/13mín
PERLUR PEARLS
Íslenskur sjómaður kemur í land. Það er mikil spenna heima fyrir, enda Þorláksmessa gengin í garð. Sjómaðurinn vaknar um miðja nótt, dáleiddur eftir hafa dreymt fallega konu með handfylli af perlum. Lagið úr draumnum tælir hann aftur út á sjó þar sem þokkadísin umbreytist í myrkt sæskrímsli. Um morguninn vaknar eiginkona sjómannsins í tómlegu herbergi. Það er aðfangadagur jóla og enn einn sjómaðurinn skilur eftir sig autt sæti við matarborðið.
Eyþór Jóvinsson ÍSL 2020 / 7 mín
RÁN Myndin fjallar um hinn tvítuga Gunnar sem býr í smábæ úti á landi. Þegar kærastan hans biður hann um að sækja sig í vinnuna í nærliggjandi þorp reynir Gunnar að fá glæsibifreið pabba síns lánaða. Pabbi hans neitar en Gunnar ákveður að stela bílnum með hjálp bróður síns. Þegar hann keyrir út úr bænum tekur hann puttaferðalang upp í bílinn, konu að nafni Rán, og þá fara hlutirnir að gerast...
54
Fjölnir Baldursson, Baldur Ólafsson ÍSL 2020 / 21 mín
ÍSLENSKAR STUTTMYNDIR II ANIMALIA Umkringdur leikfangadýrum tekst faðir á við missi og leitast eftir tengingu í síðasta sinn.
Rúnar Ingi ÍSL / 6 mín
LÍFIÐ Á EYJUNNI ISLAND LIVING
Í afskekktu þorpi á Austfjörðum býr hinn 12 ára gamli Bragi. Hann er orðinn þreyttur á einsleitu lífinu í bænum og langar að gera eitthvað nýtt og skapandi. Hann ákveður ásamt nýjum vini að skrá sig í hæfileikakeppni í þorpinu, í þeirri von að hrista upp í leiðinlegum skyldum hversdagsins.
Viktor Sigurjónsson ÍSL, BRE, DAN 2020 / 30 mín
Austurstræti 22
25 ár í hjarta Reykjavíkur
55
ÍSLENSKAR STUTTMYNDIR III Myndir eftir nemendur í kvikmyndagerð
27.09 BÍÓ PARADÍS 10.30 (+Q&A) OG Á RIFF.IS (Á MEÐAN MIÐAFJÖLDI LEYFIR)
RAUNIR BELLU
THE LIFE OF BELLA Bella er ungur rithöfundur sem á erfitt með að fóta sig. Hún fær starf við að aðstoða aldraða konu að nafni Hildur. Fljótlega kemur þó í ljós að Hildur þarf ekki jafn mikla hjálp og hún hafði látið uppi, og starfið reynist Bellu það erfiðasta sem hún hefur sinnt.
Andri Már Enoksson ÍSL 2020 / 16 mín
TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ HAPPY BIRTHDAY
Kötlu hafði alltaf liðið öðruvísi en aðrir. Þegar enginn mætir í afmælið hennar gefur móðir hennar henni kassa til að fjarlægja neikvæðar tilfinningar. Þegar hún verður þrítug fara alls konar tilfinningar að koma út úr kassanum. Ætlar hún að horfast í augu við tilfinningar sínar eða halda þeim áfram í kassanum?
Arnar Már Vignisson ÍSL 2020 / 19 mín
BORGARSINFÓNÍA
REYKJAVIK CITY SYMPHONY Stuttmynd sem sýnir Reykjavík að sumri til og er undir áhrifum frá borgarsinfóníum 4. og 3. áratugar síðustu aldar. Myndin er laus við hömlur og hefðir frásagnarformsins og er vandleg rannsókn á hverfulum augnablikum okkar daglega lífs.
Arína Vala Þórðardóttir ÍSL 2020 / 10 mín
Í BIÐSTÖÐU PARKED
Ung kona kona í stöðnuðu sambandi uppgötvar að einhver er búinn að vera að sofa í bílnum hennar að nóttu til. Í stað þess að hringja á lögregluna ákveður hún þó að leyfa viðkomandi bara að sofa þar.
MÁNUDAGUR
Atli Sigurjónsson ÍSL, BNA 2020 / 20 mín
MONDAY
Hinn sex ára gamli Úlfur á í erfiðleikum með að aðlagast skólanum. Ari, ungur kennari, á erfitt með að ná til áhugalausa 9. bekkjarins sem hann er að kenna. Matilda, erlendur skólastarfsmaður, hefur áhyggjur af því að dóttir hennar sé að fjarlægjast sig. Myndin fylgir þremur persónum í gegnum einn dag, skoðar hversdagslega erfiðleika þeirra og það hvernig líf þeirra fléttast saman í gegnum tilviljanakenndar uppákomur.
Bergur Árnason ÍSL 2019 / 19 mín
ÓRÆKT DIG
Hin aldraða og viðkvæma Rósa er í mesta basli við að sjá um úr sér vaxinn garðinn sinn og ákveður hún því að skrifa syni sínum sem situr í fangelsi bréf. Á sama tíma og hún les svarbréfið frá honum knýr lögreglan dyra, og upp hefst undarleg atburðarás. Agnes Wild ICE 2019 / 10 min
56
57
58
SÉRVIÐBURÐIR Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, snýst um upplifun og þó það jafnist fátt á við hefðbundna bíóferð þá finnst okkur mikilvægt að hrista upp í dagskrá hátíðarinnar með fjölbreyttum sérviðburðum. Á meðal sérviðburða á RIFF 2020 er bílabíó, sýningar bíóbílsins sem keyrir um landið, og sýningar og viðburðir í Norræna húsinu fyrir unga sem aldna. 59
MATUR OG BÍÓ Hvað er betra en að upplifa bíó og mat á sama tíma? Á meðal sérviðburða sem boðið verður upp á á RIFF þetta árið er skemmtilegt samspil bíós og matar í Norræna húsinu. Verður kvikmyndin Gestaboð Babette sýnd af þessu tilefni og matur borinn fram með myndinni.
GESTABOÐ BABETTE
BABETTE’S FEAST / BABETTES GÆSTEBUD 26.09 NORRÆNA HÚSIÐ 17:30 (+ KVÖLDVERÐUR)
Gabriel Axel DAN 1987 / 103 mín
Danskar systur taka á móti franska flóttamanninum Babette, sem samþykkir að vinna sem þjónustustúlka fyrir þær. Eftir að hún vinnur í lottóinu ákveður Babette að endurgjalda systrunum góðmennskuna með því að elda fyrir þær og vini hennar franska veislumáltíð á hundrað ára fæðingarafmæli föður þeirra. Gestaboðið reynist hin mesta upplifun fyrir alla viðstadda.
AALTO Í NORRÆNA HÚSINU Laugardaginn 3. október kl. 17:30 verður sérstök sýning á kvikmyndinni Aalto í Norræna húsinu, sem verður fylgt eftir með leiðsögn um húsið með arkítektúrnum Guju Dögg - en Alvar Aalto er hönnuður Norræna hússins. Myndin verður einnig sýnd sunnudaginn 4. október kl. 17:00 án leiðsagnar.
BÍÓ Á HARD ROCK CAFE RIFF heldur að þessu sinni bíósýningu á Hard Rock Cafe á Lækjargötu. Verður kvikmyndin Rockfield: Hljóðverið á bóndabænum sýnd þar föstudaginn 2. október kl. 20:30. Rokk og ról verður þar í forgrunni!
RIFF4FUTURE RIFF heldur vinnusmiðjuna RIFF4Future í gegnum netið að þessu sinni, fyrir ungmenni frá Norðurlöndunum. Verða þátttakendur þjálfaðir í því að nota kvikmyndagerð og nýja miðla til frásagnar um aðstæður í sínum heimalöndum þegar kemur að sjálfbærni. Sunnudaginn 4. október kl. 13:30 verða myndir ungmennana sýndar í Norræna húsinu.
60
BÍÓBÍLLINN 17. SEPTEMBER - HVAMMSTANGI 18. SEPTEMBER - DALVÍK 19. SEPTEMBER - RAUFARHÖFN 20. SEPTEMBER - EGILSSTAÐIR 21. SEPTEMBER - HÖFN 22. SEPTEMBER - REYKHOLT 23. SEPTEMBER - REYKJAVÍK
Á undarlegum tímum eins þeim sem við lifum nú, þar sem hefðbundið bíó er ekki alltaf á boðstólnum, leitum við óhefðbundinna leiða til að sýna myndirnar okkar. Ein þessara leiða er með bíósýningum í okkar svokölluðu bíórútu, sem mun ferðast um landið dagana 17.-24. september og vera með sýningar víðs vegar um landið. Á daginn verða þar sýndar stuttmyndir, sem gestir og gangandi geta séð inni í sjálfri rútunni. Á kvöldin verður svo sýning á kvikmyndinni Dansari í myrkrinu eða Dancer in the Dark, sem varpað verður á stóra veggi í hverju bæjarfélagi.
YOGA | YNDI RIFF kynnir með stolti YNDI jóga og hugleiðslu, sem er einstaklega jákvæð upplifun á tímum sem þessum. Við hvetjum kvikmyndaunnendur til að taka slökun fyrir góða bíómynd. YNDI sameinar listræna framsetningu á jóga og hugleiðslu, og skynörvandi upplifun. Jógakennarinn Lana Vogenstad tekur áhorfendur í vegferð um sjálfið í þeim tilgangi að bæta andlega og líkamlega líðan þáttakenda. YNDI AWAKEN FLOW YNDI RESTORE YNDI LAKE MEDITATION YNDI FUSION YNDI OCEAN MEDITATION
26.09 NORRÆNA HÚSIÐ 09:00 OG Á RIFF.IS Á MEÐAN HÁTÍÐ STENDUR
61
BÍLABÍÓ Þegar við þurfum að halda tveggja metra fjarlægð og tryggja allar sóttvarnir, er besta leiðin til að njóta hefðbundinna bíósýninga, úr bílnum sínum. RIFF kynnir í ár bílabíó á bílastæðinu á Granda, við hliðina á Krónunni, Elko og Byko. Við getum farið í bíó með þeim sem okkur þykir vænt um og notið góðra kvikmynda, án þess að hafa áhyggjur af því að brjóta reglur. 25.09 - HÁRIÐ / HAIR - GRANDI - 21:00 26.09 - HUNSKIST ÚT / GET THE HELL OUT - GRANDI - 21:00 27.09 - ÉG ER GRÉTA / I AM GRETA - GRANDI - 21:00 28.09 - SPÚTNIK / SPUTNIK - GRANDI 21:00
62
ALÞJÓÐLEGAR STUTTMYNDIR Sýnishorn af hugrökkum, listrænum og næmum röddum sem eru valdar af kostgæfni. Hér er á ferðinni hæfileikaríkt kvikmyndagerðarfólk sem með eldmóði sínum kemur okkur á ystu nöf, víkkar ímyndunarafl okkar og veitir ferska sýn á kvikmyndaformið með hverjum ramma.
63
ALÞJÓÐLEGAR STUTTMYNDIR I
29.09 LOFT 19:00 03.10 NORRÆNA HÚSIÐ 11:00 OG Á RIFF.IS
BRÉFASKIPTI
CORRESPONDENCE / CORRESPONDENCIA Í formi kvikmyndaðra bréfasamtala fjalla tveir ungir kvikmyndagerðarmenn um kvikmyndir, fjölskyldur, arfleið og móðurhlutverkið. Hugleiðingar þeirra eru persónulegar og djúpstæðar og birtast í mikilfenglegum myndum teknum dag frá degi - og bergmála skyndilega í pólitískri neyð heimalandsins.
DomingaSotomayor&CarlaSimónSPÁ,SÍL2020/19mín
HIMNARNIR TEYGJA SIG NIÐUR AÐ JÖRÐU HEAVEN REACHES DOWN TO EARTH
Staða hinsegin fólks í Afríku, hefðbundnar væntingar til karlmanna í afrískri menningu, og einangrunin sem mörg okkar finna tvinnast saman í myndinni. Hún veitir innsýn í reynsluheim þeirra Tau og Tumelo, en þegar Tau uppgötvar kynhneigð sína sendir það Tumelo í sína eigin sjálfsskoðunarvegferð.
Tebogo Malebogo SAF 2020 / 10 mín
ELDFJALL: HVAÐ DREYMIR LÆKINN? VOLCANO: WHAT DOES A LAKE DREAM?
Fagurfræðileg og myndræn framsetning í bland við vísindalegar frásagnir og hljóðverk. Áhorfandi fer inn í heim náttúrumynda sem breytast í áhugaverðan, óraunverulegan og stjórnlausan heim. Diana Vidrascu FRA, POR 2019 / 21 mín
Í BIÐ
ON HOLD / POIKIEN PUHELIN Vissirðu að kynþroskaskeiðið varir að eilífu? Í bið er tilraunastuttmynd sem skoðar bæði félagslega og erfðafræðilega þætti karlmennskunnar. Myndin er byggð á nafnlausum símtölum sem bárust hjálparsíma fyrir drengi og unga menn undir 20 ára.
Laura Rantanen FIN 2019 / 21 mín
ÉG ER HRÆDDUR UM AÐ GLEYMA ANDLITINU ÞÍNU I AM AFRAID TO FORGET YOUR FACE
Eftir að hafa verið aðskilin í 82 daga ferðast Adam um erfiðan veg til að verða sameinaður ástinni sinni, sama hvað það kostar. Sameh Alaa EGY, FRA, BEL, KAT 2020 / 15 mín
GERVI
DUMMY / ATKŪRIMAS Glæpamaður notar andlitslausa brúðu til að endurleika grimmilegan glæp. En að óvörum er hann ekki sá sem er dæmdur, þar sem svo virðist vera að einhver leiki tveimur skjöldum í rannsóknarhópunum. Laurynas Bareiša LIT 2020 / 13 mín
64
29.09 LOFT 19:00 03.10 NORRÆNA HÚSIÐ 13:00 OG Á RIFF.IS
ALÞJÓÐLEGAR STUTTMYNDIR II
MYNDIN HENNAR MÖMMU MOM’S MOVIE
Stolta móðirin Maria tekur upp myndband af tveggja ára gamalli dóttur sinni synda. Hún lendir þó í tæknilegum örðugleikum og þarf loks að ganga langt til að koma í veg fyrir martröð allra foreldra. Stella Kyriakopoulos GRÆ, SPÁ 2019 / 13 mín
SKÝJASKÓGUR CLOUD FOREST
Fimm stelpur fara með áhorfendur í ferðalag um reynslu foreldra sinna af stríðinu í fyrrum Júgóslavíu. Frásagnirnar eru samblanda af staðreyndum og hugmyndum, minningum og hughrifum og upplifunum sem foreldrarnir sögðu dætrum sínum. Á meðan stúlkurnar hlusta á sjálfar sig verður áhorfandinn hluti af nánum samskiptum fjölskyldnanna. Eliane Esther Bots HOL 2019 / 18 mín
REKI
DRIFTING Yan er ólöglegt annað barn foreldra sinna, þar sem hann fæddist í Kína þegar lög og reglur kváðu á um að hjón mættu aðeins eignast eitt barn. Til að forðast það að vera refsað af yfirvöldum sendu foreldrarnir eldri systur Yan í felur og ólu soninn upp sem stúlku. Hanxiong Bo KÍN, BNA 2019 / 16 mín
LAMB GUÐS
THE LAMB OF GOD / O CORDEIRO DE DEUS Sumarfögnuður í portúgölsku þorpi er fullur af tilfinningum og ofbeldi, eins og sjá má í þessari dularfullu mynd um samhenta fjölskyldu. David Pinheiro Vicente POR, FRA 2020 / 15 mín
GLEYMDU ALBERTO NÚNA FORGET ALBERTO FOR NOW
Flóttamaður sem er aðeins þekktur undir nafninu Alberto flýr frá Aþenu til Brussel á fölsuðu vegabréfi. Þremur árum síðar reynir lítið kvikmyndagerðarteymi frá Berlín að gera kvikmynd af ferðalagi hans. Hlutirnir fara hins vegar á allt annan veg.
Beina Xu ÞÝS 2020 / 19 mín
GULLNA GOÐSÖGNIN
THE GOLDEN LEGEND / LEYENDA DORADA Fólk á öllum aldri skemmtir sér við sundlaugina í Montánchez á Spáni. Þau njóta stundarinnar til fulls undir árvökulu augnliti hinnar heilögu guðsmóður. Átök og ósætti hverfa á braut og þorpsbúar fá verðskuldaða hvíld. C. Garcia Ibarra & I. De Sosa SPÁ 2019 / 11 mín
Á MILLI ÞÍN OG MILAGROS
BETWEEN YOU AND MILAGROS / ENTRE TÚ Y MILAGROS Milagros er fimmtán ára, og veröld hennar snýst enn í kringum móður hennar. Óvænt kynni við dauðann fá hana hins vegar til að efast um samband þeirra og sína eigin tilvist. Mariana Saffon COL 2020 / 20 min
65
ALÞJÓÐLEGAR STUTTMYNDIR III
29.09 LOFT 19:00 03.10 NORRÆNA HÚSIÐ 15:15 OG Á RIFF.IS
HJÖRTU OKKAR SLÁ EINS OG STRÍÐ
OUR HEARTS BEAT LIKE WAR / ZCHUHIT BAYAM Með augun límd við ævintýrabók og eyrun við hryllilega frásögn eritrísks flóttamanns, sofnar hinn níu ára gamli Sinai á skrifstofu móður sinnar og hugurinn fer á flug. Elinor Nechemya ÍSR 2020 / 15 mín
EINMANA FLJÓT LONELY RIVERS
Menn á ýmsum aldri koma saman til að slaka á, hafa gaman og syngja í karaoke. Klukkutímar og dagar líða án hlés og erfitt er að segja til um hvort það sé dagur eða nótt, hver hefur sofnað og hver er nývaknaður. Aðeins nokkrar vísbendingar leyfa áhorfendum að komast nær því að vita eitthvað um þetta undarlega umhverfi.
Mauro Herce FRA, SPÁ 2019 / 28 mín
ÞÖGN ÁRINNAR
THE SILENCE OF THE RIVER / EL SILENCIO DEL RIO Juan er 9 ára gamall strákur sem býr með pabba sínum á fljótandi húsi á Amazon ánni. Í gegnum ferðalag um frumskóginn mun hann uppgötva sannleikann um föður sinn. Francesca Canepa PER 2020 / 13 mín
EITTHVAÐ TIL AÐ MINNAST
SOMETHING TO REMEMBER / NÅGOT ATT MINNAS Vögguvísa fyrir heimsendi. Tvær dúfur heimsækja dýragarð án dýra, snigill fer til læknis til að láta mæla í sér blóðþrýstinginn, og á tilraunastofu CERN hefur eitthvað farið hræðilega úrskeiðis. Sex augnablik frá okkar tíma, eins og minningar þess heims sem við munum skilja eftir.
Niki Lindroth von Bahr SVÍ 2019 / 5 mín
SALSA Það er eftirmiðdagur í Buenos Aires og tónlist hljómar á dóminískri hárgreiðslustofu. Þar koma saman ýmsir karakterar með mismunandi bakgrunn og tengjast í gegnum tónlistina á stofunni. Allt frá dönsurum og tónlistarflytjendum til viðskiptavina hárgreiðslustofunnar. Igor Dimitri POR, ARG 2020 / 13 mín
ÉG ELSKA ÞIG ALLTAF
I LOVE YOU ALWAYS / NDAGUKUNDA DÉJÀ Eftir að hafa hitt rúandískan föður sinn í Montreal í fyrsta sinn 28 ára að aldri leggur blaðamaðurinn Sébastien Desrosiers af stað í ferðalag til forfeðralands síns í leit að svörum, 25 árum eftir þjóðarmorðin í landinu. SébastienDesrosiers&DavidFindlayKAN,RÚA/21mín
66
EFA STUTTMYNDIR EFA, Evrópsku kvikmyndaverðlaunin, verða afhent í desember næstkomandi. Hátíðin er haldin annað hvert ár í Berlín en þess á milli til skiptis í öðrum Evrópuborgum. Á RIFF verða sýndar stuttmyndir úr flokki þeirra sem keppa til verðlauna. Veitt verða sérstök verðlaun í flokki ungra áhorfenda . Þá verður evrópskum gæðakvikmyndum að vanda gert hátt undir höfði á dagskrá RIFF 2020.
67
EFA STUTTMYNDIR I HINAR ÓTRÚLEGU ÓFARIR STEINKONUNNAR
THE MARVELOUS MISADVENTURES OF THE STONE LADY / LES EXTRAORDINAIRES MÉSAVENTURES DE LA JEUNE FILLE DE PIERRE Þegar skúlptúr á Louvre-safninu í París þreytist á því að dúsa á listasafni og ákveður að flýja út á götur Parísar tekur á móti honum raunveruleikinn í allri sinni fjölbreytilegu mynd. Gabriel Abrantes FRA, POR 2019 / 20 mín
SVÖRT SÓL
BLACK SUN / SİYAH GÜNEŞ Það er hásumar og leiðin liggur til fjarlægrar eyju í útför þegar óveður nálgast skyndilega. Á leiðinni fer söguhetjan ýmsar krókaleiðir á ferðalaginu, á meðan hinn látni er grafinn í flýti. Við komuna liggur sorgin í loftinu. Lokaósk fellir skugga á útförina.
ENDURREISNIN
Arda Çiltepe TUR, ÞÝS 2019 / 20 mín
RECONSTRUCTION / REKONSTRUKCE Hinn 17 ára gamli Oda hefur verið ákærður og bíður réttarhalda í fangelsi fyrir ungmenni. Hið einsleita líf innan veggja fangelsisins fléttast saman við minningar hans um brotið og rannsókn þess. Það tók aðeins eina sumarnótt fyrir leiðinlegt frí til að breytast í óvægna skemmtun sem endaði með dauða. Jiří Havlíček & Ondřej Novák TÉK 2018 / 15 mín
HUNDAR GELTA Á FUGLA DOGS BARKING AT BIRDS / CÃES QUE LADRAM AOS PÁSSAROS Skólum hefur verið slitið og það er sumar í loftinu. Í Porto fylla ferðamenn göturnar og kaffihúsin. Vicente hjólar um borgina og fylgist með borgarlandslaginu breytast dag frá degi. Borgin er ekki lengur sú sama og hún var áður, og það sama á við um hann sjálfan. Umkringdur fjölskyldu og vinum bíður Vicente með eftirvæntingu eftir fyrstu dögum sumarsins og nýju lífi.
Leonor Teles POR 2020 / 20 mín
VATNSMELÓNUSAFI
WATERMELON JUICE / SUC DE SÍNDRIA Barbara og Pol verja nokkrum dögum saman í fríi með vinahópi í fallegu húsi umkringdu náttúrunni. Þau vilja hafa það notalegt á friðsælum stað og njóta nándar hvort við annað. Með stuðningi Pol, í miðri náttúrunni og í gegnum hlátur og grátur, tekst Barböru að græða gömul sár og finna sig sem kynveru á ný. Irene Moray SPÁ 2019 / 22 mín
68
EFA STUTTMYNDIR II VERÐUGUR MAÐUR
A WORTHY MAN / EN VÆRDIG MAND Kvöld eftir kvöld vinnur Erik einn í bakaríinu sínu, þar sem hans eini félagsskapur er kvöldþáttur í útvarpinu. Reynir hann stöðugt að ná í gegnum símalínu þáttarins til að vera sæmdur titilinum grínisti vikunnar. Erik hefur smám saman orðið fjarlægur fjölskyldu sinni, og allar tilraunir hans til að styrkja tengslin virðast misheppnast. Þunglyndi bítur Erik loks í skottið, sem endar á örvæntingarfullu hrópi hans á hjálp.
Kristian Håskjold DAN 2018 / 19 min
OSLÓ OSLO
Palestínski vinnumaðurinn Ziad fær synjun á inngöngu í Ísrael þar sem hann ætlar að kaupa kjöt handa dóttur sinni. Landamæraverðir gefa honum enga skýringu, en hann getur ekki hugsað sér að snúa tómhentur heim. Hann velur því óhefðbundna leið að takmarkinu sem reynist löng og ströng og reynir mjög á sæmdartilfinningu hans.
Shady Srour ÍSR, ÞÝS 2019 / 16 mín
JÓLAGJÖFIN
THE CHRISTMAS GIFT / CADOUL DE CRĂCIUN Aðeins nokkrir dagar eru liðnir frá blóðugum átökum á milli mótmælenda og öryggissveita einræðisherrans Nicolae Ceausescu í Rúmeníu. Rólegt kvöld fjölskylduföðurs umbreytist í hreina martröð þegar hann kemst að því að ungur sonur hans hefur sent jólasveininum óskalista með óskum allrar fjölskyldunnar. En skilningur barnsins var sá að faðirinn óskaði sér dauða einræðisherrans.
Bogdan Mureşanu RÚM, SPÁ 2018 / 23 mín
PATISION STRÆTI PATISION AVENUE
Móðir hins unga Yanni er á leið í áheyrnarprufur fyrir hlutverk Violu í leikriti Shakespeare, þegar hún kemst að því að Yanni hefur verið skilinn eftir einn heima. Nú reynir á að finna jafnvægi á milli mikilvægustu hlutverka lífsins um leið og hún gengur um umdeildasta svæði Aþenu, Patision Avenue.
Thanasis Neofotistos GRÍ 2018 / 12 mín
TJALDIÐ TELTET
Samskiptaörðugleikar koma fjögurra manna fjölskyldu í vandræði þegar þau halda í útilegu og reyna að setja upp flókið tjald. Börnin bregðast illa við óþægilegri spennu á milli foreldranna, sem eiga sífellt erfiðara með að fela undirliggjandi ósætti sín á milli. Loks kemur átakanlegt leyndarmál upp á yfirborðið. Rebecca Figenschau NOR 2019 / 17 mín
69
EFA VERÐLAUN UNGRA ÁHORFENDA Undirflokkur Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna eru hin evrópsku verðlaun ungra áhorfenda eða EFA Young Audience Awards. Auk dómnefndar horfir hópur evrópskra ungmenna á aldrinum 12-14 ára á þær þrjár myndir sem tilnefndar eru og velur verðlaunamyndina. Í ár voru allar myndirnar sýndar á rafrænu formi og var kvikmyndin My Brother Chases Dinosaurs (Mio Fratello Rincorre I Dinosauri á frummálinu) í leikstjórn Stefano Cipani valin besta myndin. 24.09 BÍÓ PARADÍS
11.00
ROCCA BREYTIR HEIMINUM
ROCCA CHANGES THE WORLD / ROCCA VERÄNDERT DIE WELT Hin 11 ára gamla Rocca lifir frekar óhefðbundnu lífi og býr ein með íkornanum sínum á meðan geimfarinn faðir hennar sinnir verkefnum í geimnum. Þegar hér er komið við sögu hefur hún nýhafið formlega skólagöngu og er óhrædd við að standa uppi í hárinu á föntum bekkjarins enda hefur hún ríka réttlætiskennd. Hún vingast við hinn heimilislausa Caspar og reynir að hjálpa honum á sama tíma og hún reynir að vinna hug og hjarta ömmu sinnar.
Katja Benrath ÞÝS 2019 / 101 mín
SIGURVERARI
24.09 BÍÓ PARADÍS
13.00
BRÓÐIR MINN ELTIST VIÐ RISAEÐLUR MY BROTHER CHASES DINOSAURS / MIO FRATELLO RINCORRE I DINOSAURI
Sem barn trúði Jack því að Gio, bróðir hans sem er með Downs heilkenni, væri ofurhetja. Hann trúir því nú ekki lengur og þvert á móti skammast hann sín fyrir bróður sinn. Þá sérstaklega eftir að hann kynntist Ariönnu, fyrstu ástinni sinni. En þú getur ekki verið elskaður af einhverjum ef þú getur ekki elskað þína nánustu þrátt fyrir galla þeirra. Stefano Cipani SPÁ, ITA 2019 / 102 mín
24.09 BÍÓ PARADÍS
09.00
MITT STÓRFENGLEGA SUMAR MEÐ TESS MY EXTRAORDINARY SUMMER WITH TESS /MIJN BIJZONDER RARE WEEK MET TESS
Steven Wouterlood HOL, ÞÝS 2019 / 83 mín
70
Sam er yngstur í fjölskyldu sinni og óttast að verða yfirgefinn. Í fjölskyldufríi á hollenskri eyju ákveður hann að æfa sig í einveru en hittir þá fyrir hina dularfullu Tess sem á sér stórt leyndarmál. Kynnin við Tess kollvarpa lífssýn Sam og fá hann til að meta fjölskyldu sína að verðleikum frekar en að flýja hana. Í framhaldinu tekur hann örlagaríka ákvörðun sem ógnar vináttu hans við Tess og breytir lífi hans að eilífu.
BARNA- & UNGLINGAMYNDIR Sérstakur flokkur á RIFF þetta árið eru barna- og unglingamyndir, þar sem finna má skemmtilegar og áhugaverðar myndir fyrir ungmenni á öllum aldri. RIFF býður skólum um allt land á þessar sýningar. Bókanir fara fram á skolar@riff.is
71
BARNA- & UNGLINGAMYNDIR 4+
25.09 NORRÆNA HÚSIÐ 09:30
PERLUKAFARINN PEARL DIVER
Þrjú pör standa frammi fyrir stórum áskorunum. Broddgöltur verður ástfanginn af blöðru, en á í erfiðleikum með að halda viðhalda feldinum sínum. Ísbjörn kemst loks undan uppáþrengjandi mörgæs og tvær ostrur þrá að hittast á botni Norðursjós.
Margrethe Danielsen NOR 2020 / 8 mín
HOLLY Á SUMAREYJU: KÖNNUNARFERÐIN HOLLY ON THE SUMMER ISLE: THE EXPLORATION
Holly leiðist hjá afa sínum. Hún vill fara í könnunarleiðangur en afi hennar segir að það sé ekkert sem hægt sé að kanna. Holly er þó ekki sannfærð. Síðar um kvöldið sér Holly svo glóandi stein fljúga yfir himininn og lenda hinum megin á eyjunni. Holly leggur því af stað í ótrúlegan leiðangur, ásamt skjaldbökunni Turtie, til að finna steininn.
Karla Nor Holmbäck DAN 2018 / 13 mín
REFURINN OG BÚÁLFURINN
THE TOMTEN AND THE FOX / REVEN OG NISSEN Svangur refur leitar ætis á köldu vetrarkvöldi og sætir færis þegar hann kemur að litlum bóndabæ. Hann færir sig nær til að næla sér í bita en er gripinn glóðvolgur í hænsnakofanum af búálfinum sem gætir bæjarins. Þegar búálfurinn sér hve svangur refurinn er býðst hann til að deila jólagrautnum sínum með honum svo lengi sem refurinn lætur dýrin á bænum í friði.
Morali & Austnes NOR, SVÍ, DAN 2019 / 9 mín
STEINSTEYPUFRUMSKÓGURINN
THE CONCRETE JUNGLE / BETONOVÁ DŽUNGLE Steinsteypufrumskógurinn er stutt teiknimynd sem fjallar um ímyndunarafl barna og hvernig það er takmarkalaust. Þegar nágranni borar í vegginn, hver veit hvað barnið sem eltir hljóðið mun halda að það sé að hlusta á?
Maria Urbánková TÉK 2019 / 8 min
ALDAN
TIDE / MARÉ Mikilfengleg sjávarvera finnur sinn stað í tilverunni þar sem fegurðin er allt umlykjandi og friður ríkir. Veran gerist verndari staðarins og eignast lítinn dreng fyrir vin en þau eiga sameiginlegt að vilja lifa í sátt og samlyndi við náttúruna. Einn daginn verður mikið umrót á lífi þeirra þegar stór alda ríður yfir og ógnar umhverfi þeirra.
Joana Rosa Bragança POR, 2019 / 14 mín
FYRIR BORÐ! OVERBOARD! / PŘES PALUBU! Jörðin mun brátt verða þakin vatni og hver sá sem ekki verður kominn um borð í Örkina mun verða eftir. Um borð er aðeins pláss fyrir ákveðin dýr og reglurnar á Örkinni eru strangar. Hvað mun þetta þýða fyrir tvo laumufarþega; rangeygt kamelljón og sjúskaðan kívífugl?
Pošivač & Valecká TÉK, SLO 2019 / 12 mín
KATTSJÓSTAÐUR CAT LAKE CITY Kötturinn Percy hlakkar til þess að eiga rólegan dag á Kattsjóstað draumastaðnum sínum. En paradísin virðist hins vegar ekki vera það sem hann hafði séð fyrir sér. Staðurinn fyrir handklæðið hans er ekki einu sinni jafn öruggur og hann hélt!
72
Antje Heyn ÞÝS 2019 / 7 mín
25.09 NORRÆNA HÚSIÐ 11:30
BARNA- & UNGLINGAMYNDIR 6+
LAUF
LEAF / LISTEK Risastór sjómaður fær haustlauf að gjöf frá lítilli stúlku. Það minnir hann á heimahagana og hversu lengi hann hefur verið í burtu þaðan. Hann hleypur til að hitta aldraða foreldra sína. En mun hann finna þau? Aliona Baranova TÉK 2020 / 6 mín
DALÍA DALIA
Sex ára gamall drengur fer yfir helgi í sveit til pabba síns, sem hann hittir sjaldan. Faðirinn veit ekki hvernig hann á að tengjast syninum og kemur fram við drenginn eins og hvern annan vinnumann. Þegar feðgarnir finna slasaða meri þurfa þeir í sameiningu að aflífa hana, en í gegnum þá lífsreynslu verður til sterkara samband þeirra á milli.
HVERSU ÞUNGT ER SKÝ?
HOW MUCH DOES A CLOUD WEIGH?
Brúsi Ólason ÍSL, BNA 2020 / 16 mín
NORÐURLANDAFRUMSÝNING
Vísindamaður einn er niðursokkinn í að rannsaka skýin. Hann telur fjölda þeirra, mælir hæð þeirra frá jörðu, vigtar vatnið sem þau eru búin til úr. Hann vinnur starf sitt vel, heiðarlega og af kostgæfni. En allt breytist hins vegar þegar hann finnur ský sem passar ekki inn í töflur hans og línurit. Nina Bisyarina RÚS 2020 / 6 mín
KARLA OG NORDAHL KARLA AND NORDAHL
Karla er sex ára gömul og á stóran bróður sem heitir Nordahl. En af hverju finnst henni eins og hann sé bæði stóri og litli bróðir hennar? Við fáum innsýn inn í líf Körlu og hvernig hún tekst á við það að eiga stóran bróður með námsörðugleika. Leikstjórinn fylgir sínum eigin börnum í gegnum einn vetur og sýnir hversdagslíf þeirra, í senum sem sýna krefjandi aðstæður jafnt sem innilegan kærleik.
NORÐURLANDAFRUMSÝNING
Elisabeth Aspelin NOR 2019 / 20 mín
Í FJARLÆGÐ
AWAY / AU LARGE Rémy lifir í eigin heimi sem byggður er upp af einfaldleika hins daglega lífs á Norðurslóðum en eltingaleikur dregur dilk á eftir sér í hinum svokallaða raunverulega heimi. Þar er lítill skilningur fyrir hendi á hugarfari hans sem þykir nærgöngult og jaðra við geðveiki.
Mathilde Pepinster BEL 2019 / 6 mín
HOLLY Á SUMAREYJU: KÖNNUNARFERÐIN HOLLY ON THE SUMMER ISLE: THE EXPLORATION
Holly leiðist hjá afa sínum. Hún vill fara í könnunarleiðangur en afi hennar segir að það sé ekkert sem hægt sé að kanna. Holly er þó ekki sannfærð. Síðar um kvöldið sér Holly svo glóandi stein fljúga yfir himininn og lenda hinum megin á eyjunni. Holly leggur því af stað í ótrúlegan leiðangur, ásamt skjaldbökunni Turtie, til að finna steininn.
Karla Nor Holmbäck DAN 2018 / 13 mín
73
BARNA- & UNGLINGAMYNDIR 9+
25.09 NORRÆNA HÚSIÐ 13:15
TEOFRASTUS Saga frelsis og samúðar í Sovétríkjunum, séð í gegnum augu kattar og sögð af eiganda hans. Teofrastus er heimilislaus köttur sem boðið er heimili af fjölskyldu á sveitabæ. Hið nýtilkomna hamingjuríka líf er þó skammlíft þegar farið er með Teofrastus inn í stórborgina og hann týnist á götum úti. Mun hann finna leiðina til baka að hinu hamingjuríka lífi?
KOLKRABBI
Sergei Kibus EIS 2019 / 15 mín NORÐURLANDAFRUMSÝNING
OCTOPUS / AHTAPOT Kolkrabbi er stuttmynd sem fjallar um átta og níu ára bestu vinina Ece og Efe og fylgir þeim á heitum og letilegum sumardegi við Eyjahafið. Ece og Efe hitta fyrir fjölmarga fullorðna sem ráðskast með þá, en að lokum fá þeir nóg og ákveða að nú verði þeir að sanna sig. En þeir gera sér ekki grein fyrir því hversu dýrkeypt það muni vera.
LÍFIÐ Á EYJUNNI
Engin Erden TYR 2019 / 12 mín
HEIMSFRUMSÝNING
ISLAND LIVING
Í afskekktu þorpi á Austfjörðum býr hinn 12 ára gamli Bragi. Hann er orðinn þreyttur á einsleitu lífinu í bænum og langar að gera eitthvað nýtt og skapandi. Hann ákveður ásamt nýjum vini að skrá sig í hæfileikakeppni í þorpinu, í þeirri von að hrista upp í leiðinlegum skyldum hversdagsins.
Viktor Sigurjónsson ÍSL, BRE, DAN 2020 / 30 mín
KIMYA Æskuheimili Josie hefur ávallt verið opið öllum sem þangað viljað koma og dyrnar aldrei verið læstar. Josie er hins vegar lítið gefin fyrir gestaganginn, og finnst hún jafnvel ekki vera hluti af fjölskyldunni. Þegar Josie fær loksins að vera ein heima í fyrsta sinn, er hún viss um að það verði besti dagur lífs hennar. Hún áttar sig þó fljótlega á því að heimilið er ekki samt þegar hún er þar ein.
Amira Duynhouwer HOL 2019 / 9 mín
LOLO Hinn 11 ára gamli Lolo og bestu vinir hans hefja vegferð sína að því að skilgreina sjálfa sig og kynhneigð sína. Goddinho & Menezes BRA, GER 2019 / 14 mín
BORG NR. 13 CITY NR. 13 / STAD NR. 13 Misheppnuð för geimfars leiðir til þess að það getur brotlent á jörðinni á hverri stundu. Í litlum sænskum bæ virðist daglega lífið ganga sinn vanagang. Augnablik úr lífinu í borginni eru samofin heimspekilegum pælingum ellefu ára gamla Omars.
EVRÓPUFRUMSÝNING
Salad Hilowle SVÍ 2020 / 8 mín
Á LEIÐINNI EN ROUTE Þegar hin 9 ára gamla Inay og litli bróðir hennar þurfa að fara með föður sínum í sérstakt ferðalag í gegnum borgina, ákveður hún að gera hvað sem er til að tefja ferðina. Hún veit að ef þau koma seint á áfangastað fær hún fullt af sætindum.
74
Marit Weerheijm HOL 2019 / 10 mín
28.09 NORRÆNA HÚSIÐ 09:30
BARNA- & UNGLINGAMYNDIR 12+
VETRARVATN
WINTER LAKE / TALVINEN JÄRVI Maður þarf að vera algjör vitleysingur til að fara í útilegu að vetri til, er það ekki? Alls ekki! Þrettán ára Emika og frænda hennar Antti finnst það alveg jafn gaman á veturna eins og á sumrin. Ógleymanleg upplifun í hinum fallegu og töfrandi óbyggðum Finnlands. Petteri Saario FIN 2019 / 15 mín
VATNSHRÆÐSLA
AQUAPHOBIA / VANNSKREKK Hin ellefu ára Vilja þarf að ögra sjálfri sér og berjast á móti eineltinu sem hún verður fyrir af hálfu stelpnanna í þorpinu sínu. Hún þarf að standa með sjálfri sér og vernda heiður afa síns sem sjálfur er nokkuð gamaldags. Kvikmynd um einveru og hugrekki. Vigdis Nielsen NOR 2020 / 17 mín
SKÍÐASLEÐAKÓRINN
THE KICKSLED CHOIR / SPARKEKORET Hinn tíu ára gamli Gabriel elskar að syngja og hans stærsti draumur er að fá að syngja með kórnum í heimabyggð hans. Kórinn ferðast um snæviþakið landslag Norður-Noregs á skíðasleðum og er þekktur fyrir góðvild sína og mannkærleik gagnvart flóttamönnum þorpsins. En þegar pabbi Gabriels lendir í slag við einn af flóttamönnunum flækir það málin fyrir inngöngu Gabriels í Skíðasleðakórinn.
Torfinn Iversen NOR 2020 / 18 mín
SAM OG KJARNORKUVERIÐ Í NÆSTA HÚSI SAM AND THE PLANT NEXT DOOR
Hinn 11 ára gamli Sam elst upp við hlið stærsta nýja kjarnorkuvers Bretlands og hefur verulegar áhyggjur af því hvaða áhrif það hafi á heiminn í kringum hann. Hann þarf að skoða sín siðferðislegu gildi og ákveða hvers konar manneskja hann vill vera. Myndin vann Ekko Shortlist verðlaun fyrir bestu heimildarmyndina.
Ömer Sami DAN 2019 / 23 mín
MAJA Maja, sex ára gömul serbnesk stúlka, á erfitt með samskipti við önnur börn og er oftar en ekki misskilin. Eftir langan og einmanalegan dag koma foreldrar hennar að sækja hana og þegar við höldum að dagurinn hennar sé að kveldi kominn áttum við okkur á því að hann er bara rétt að byrja.
Marijana Jankovic DAN 2018 / 22 mín
75
BARNA- & UNGLINGAMYNDIR 14+
28.09 NORRÆNA HÚSIÐ 12:00
XY Lísa er fimmtán ára og nokkuð frábrugðin öðrum stelpum á hennar aldri. Undanfarið hefur hún einangrað sig mikið þar sem hún gengur um með stórt leyndarmál um sjálfa sig. Þegar Bryndís æskuvinkona hennar hefur samband verða endurfundir með vinkonunum sem leiðir til þess að Lísa uppgötvar fleiri leyndarmál um líkama sinn og sjúkrasögu sína.
Anna Katrín Lárusdóttir ÍSL 2019 / 15 mín
SKEPNA
BEAST / HÆSTKUK Þrettán ára Dagne er einstaklega fær og sjálfstæð í vinnu sinni í hesthúsinu. Hún og hinar stelpurnar prófa færni sína með því að toga í taumana á sterkustu hestunum. Á meðal hópsins liggja væntingar um það sem bíður þeirra við upphaf fullorðinsáranna. En þegar 34 ára gamall járnsmiður kemur til starfa í hesthúsinu umbreytast óljósir æskudraumar yfir í vægðarlausan raunveruleika.
Aasne Vaa Greibrokk NOR 2019 / 14 mín
VINDAR DÝRALÍFSINS
GUSTS OF WILD LIFE / RÁFAGAS DE VIDA SALVAJE Þrír spænskir unglingar og hinn rúmenski Sül fylgjast hverjir með öðrum í gegnum girðingu. Sül býr í felum á auðlendi með föður sínum, en þráir félagsskap og dreymir um betra líf.
FISKURINN SEM GENGUR
Jorge Cantos SPÁ 2019 / 24 mín
THE WALKING FISH
Framagjarnt froskdýr sem lifir í sjónum þráir að halda inn í hinn mannlega heim. Draumur hennar um að þróast yfir í fullkomin einstakling er svo sterkur að hún yfirstígur náttúruleg takmörk líkama síns og umbreytist í mannveru. En jafnvel sem ung kona heldur hún áfram að vera eirðarlaus. Mun hún einhvern tímann verða sátt í eigin skinni?
LANDIÐ OKKAR OUR LAND / UTAN ER
Thessa Meijer HOL, JAP 2019 / 19 mín
Idris og Kojo eru síðustu eftirlifendur hóps afrískra flóttamanna sem hafa lifað sjálfstæðu lífi í sænskum skógi í hátt í tíu ár. Þegar þeir hitta fyrir unga drenginn Stellan upphefst með þeim varasamt vinasamband.
UNG LESBÍA BABYDYKE / BABYLEBBE
Jean-Luc Mwepu SVÍ 2020 / 13 mín
Frede fer í teknópartý með stóru systur sinni til að freista þess að fanga athygli fyrrverandi kærustu sinnar. Þegar það gengur ekki eftir fer hún að ráðum systur sinnar og leitar annara og minna rómantískra leiða til að jafna sig á ástarsorginni. En skildi hún í raun vilja sína fyrrverandi aftur þegar tækifærið gefst?
GOÐSÖGNIN THE LEGEND / LA LEGENDA
Tone Ottilie DAN 2019 / 20 mín
Tvær vinkonur njósna um myndarlegasta strákinn í hverfinu sem er kallaður Goðsögnin. Önnur þeirra undirbý sig undir að eyða með honum sinni fyrstu, ástríðufullu nótt. Manon Eyriey FRA 2019 / 11 mín
76
BUY DIRECTLY FROM THE PEOPLE WHO MAKE THEM • HANDKNITTED IN ICELAND •
...or knit your own.
All you need in one place.
Skólavörðustígur 19 • Borgartún 31 • S: +354 552 1890 • handknitted.is
77
MÍNÚTUMYNDIR Mínútumyndir (The One Minutes) er alþjóðlegt tengslanet helgað kvikmyndum. Frá árinu 1998 hafa The One Minutes framleitt og dreift yfir 17 þúsund vídeóverkum eftir listamenn frá yfir 120 löndum. RIFF er þakklátt fyrir hið skapandi samstarf sem það hefur átt við The One Minutes síðustu árin. Mínútumyndirnar verða sýndar á meðan RIFF hátíðin stendur yfir. Í ár bjóðum við upp á fjórar myndaseríur; Allt gerðist svo mikið: samansafn ljóða á tímum ævarandi vitnisburðar stýrt af Jesse Darling, Svo raunverulegt, svo núna stýrt af Misha de Ridder, Nýr normalismi stýrt af Aroud Holleman og loks Ímyndaðu þér að jörðin sé elskhugi þinn stýrt af Beth Stephens og Annie Sprinkle. Myndirnar verða sýndar víða um borgina á hátíðinni, sem og í bíóbílnum sem keyrir um landið.
ALLT GERÐIST SVO MIKIÐ: SAMANSAFN LJÓÐA Á TÍMUM ÆVARANDI VITNISBURÐAR MYNDASERÍA SEM ER STÝRT AF JESSE DARLING
SVO RAUNVERULEGT, SVO NÚNA MYNDASERÍA FRÁ HOLLANDI SEM ER STÝRT AF MISHA DE RIDDER
24.09 – 04.10 BORGARBÓKASAFNIÐ GRÓFINNI OG Í BÍÓBÍL RIFF Á MEÐAN HÁTÍÐ STENDUR
Misha de Ridder, Good Morning Shanghai, 2020 Jette Kelholt, Maan 2020 Jette Keltholt, okii, 2020 Sophie van den Berg, Metronome, 2020 Cristina Planas, 9.7 billion of us, 2020 Tycho Hupperets, COO44, 2020 Tycho Hupperets, Petit Battement, 2020 Luna Deckers, Holding strength, 2020 Marie Diamant, Water 1, 2020 Marie Diamant, Water 2, 2020 Jiyan Düyü, Listening, 2020 Alex Harris, TRAM THREADS, 2020 Andrea Bordoli, TREASUREISLAND, 2020 Andrea Bordoli, SHELLS, 2020 Josh Lee, c-a-m, 2020 Heleen Mineur, Evidence of non-harmonious being, 2020 Tobias Niemeyer, homely spirits, 2020
Toni Brell, Untitled, 2020 Lauren de Sa Naylor, Untitled, 2020 L’nique Noel, Without You, 2020 Sulaïman Majali, a dream for scheherazade, 2020 Francisca Khamis Giacoman and Levi van Gelder, i think if we show this immigration will immediately give us the visa, 2020 Cristina Planas, Academy street, 2020 Frank Wasser, Tue AM, 2020 Kamilya Kuspanova, and we’ll talk of strange dreams, 2020 Lin Li, Witnessing peace, 2020 Ibrahim kurt, poem, 2020 Samar Al Summary, Muffled Snapshots, 2020 Rozemarijn Jens, Untitled, 2020 Nestor Solano, i can be the one, 2020 Andro Eradze, Scratched Glass, 2020 Ghenwa Abou Fayad, Green Beirut, 2020 Anuka Ramischwili-Schäfer, corridors, highways, 2020 Torreya Cummings, Transect 1, 2020 Pernilla Manjula Philip, The Past, 2020 Stelios Markou Ilchuk, The Gaze, 2020 _monkii, Untitled, 2020 Callum Copley, Dihedral, 2020 Louise Gholam, Thawra by proxy, 2020 Flo Ray, LUBRICANTS REBRANDED AS ANTI-SLIP, 2020
78
28.09 - BRAGGINN BISTRO 13:00 29.09 - 4.10 - BRAGGINN BISTRO
ÍMYNDAÐU ÞÉR AÐ JÖRÐIN SÉ ELSKHUGI ÞINN MYNDASERÍA FRÁ BANDARÍKJUNUM, ÞÝSKALANDI, GRIKKLANDI, BRETLANDI, MEXÍKÓ, BELGÍU, SPÁNI, PORTÚGAL, BRASILÍU, ÁSTRALÍU, MÖLTU, FRAKKLANDI, HOLLANDI OG KANADA, SEM ER STÝRT AF BETH STEPHENS & ANNIE SPRINKLE. NÝR NORMALISMI: MYNDASERÍA FRÁ HOLLANDI, UNGVERJALANDI, BRETLANDI, BELGÍU, NÝJA SJÁLANDI OG ÞÝSKALANDI, SEM ER STÝRT AF ARNOUD HOLLEMAN 29.09 LOFT HOSTEL 18:00 01.10 LOFT HOSTEL 18:00 30.09 LOFT HOSTEL 18:00 OG Í BÍÓBÍL RIFF
Finn Borath & Laila Claessen, Wishing Well, 2020 Peter Vadocz, Mission COVID-19, 2020 Pedro Fonseca, Hang in There, 2020 Louisa Vergozisi, Basement No. 182, 2020 Ariela Bergman, I touched the future, 2020 Anuka Ramischwili-Schäfer, corridors, highways, 2020 Marnix van Uum, Untitled, 2020 Emanuele Dainotti, Smelten, 2020 Sonja van Kerkhoff, New Normal, 2020 Danielle Imara and Yolande Brener, Y&I go outside, 2020 Fabian Landewee, Spotless, 2020 Anet van de Elzen, Adem Telt, 2020 Jeroen ter Welle, Sky travelling, 2020 Alejandra Morote Peralta, Jurassic Park, 2020
28.09 – HIÐ ÍSLENZKA REÐASAFN 20:00 - FRUMSÝNING 29.09 - 4.10 HIÐ ÍSLENZKA REÐASAFN 16:00 - 18:00 2.10 - LOFT HOSTEL 20:00
Annie Sprinkle & Beth Stephens, Imagine The Earth Is Your Lover, 2020 Linda Montano, Beautiful, 2020 Felix Klee, The Deer Gift, 2020 Fenia Kotsopoulou, Ceci n’est pas une fleur, 2020 Federico Tello, Maria Maria, 2020 PornProcess (Aurore Morillon), Clematis (trailer), 2020 Graham Bell Tornado, Let’s get Ecosexy!, 2020 Lady Monster, Gardening Is Sexy, 2020 Sam Mountford, adrift, 2020 Kupalua, SelfPleasure Arid, 2020 Joseph Kramer & Scarlot Harlot, EcoTryst, 2020 Pony Express, Girls Grown Wild (Ecosexual Bath), 2020 Cyril Sancereau, Wave, 2020 Maria the Korean Bride, I Will Marry You, 2020 K-Haw and L-Haw, SheHaw Rope Tricks, 2020 Rosario Veneno, Tierra, 2020 Sura Hertzberg & Hailey Jelaire, sWAmP, 2020 Lina Bravo & Rowena Buur, Wet Flowers, 2020 Vinicius Davi, Overflown, 2020 Muza de la Luz, Feast of Flower, 2020 Nicolás Dumit Estévez Raful Espejo, Anna Recasens & Laia Solé, Encuentros (a Component of “On Art and Friendship”), 2020 Misha de Ridder, Untitled, 2020 moon wink, lips on water, 2020
79
10 ‘20 10 ár í Paradís!
Við opnum aftur á 10 ára afmælinu, sterkari og betri en nokkru sinni
fyrr. Kynntu þér frábæra dagskrá, klippikort og áskriftarleiðir á bioparadis.is
Heimili kvikmyndanna Art House Cinema & Café
80
BRANSADAGAR Bransadagar RIFF fara fram á meðan hátíðinni, en það er vettvangur fyrir íslenskt og erlent kvikmyndagerðarfólk til að komast í tengingu við alþjóðlega kvikmyndaheiminn. Þá koma fyrirlesarar úr kvikmyndaiðnaðinum og halda erindi um hin ýmsu mál sem brenna á fagfólki innan kvikmyndageirans. Bransadagarnir fara fram í Norræna húsinu. 81
BRANSADAGAR BRANSADAGAR RIFF 25.09 - 04.10 2020 Bransadagar RIFF fara fram meðfram hátíðinni, en það er vettvangur fyrir íslenskt og erlent kvikmyndagerðarfólk til að komast í tengingu við alþjóðlega kvikmyndaheiminn. Þá koma fyrirlesarar úr kvikmyndaiðnaðinum og halda erindi um hin ýmsu mál sem brenna á fagfólki innan kvikmyndageirans. Bransadagarnir fara fram í Norræna húsinu.
VERK Í VINNSLU FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER KL. 13:00 - 16:00 Í samstarfi við Kvikmyndamiðstöð Íslands býður RIFF kvikmyndagerðarfólki með verk í vinnslu að komast í tengsl við söluaðila, hátíðir, sjóði og dreifingaraðila. Frédéric Boyer, sem fer fyrir dagskrárnefnd RIFF þetta árið, stýrir viðburðinum. Aðeins skráðir meðlimir hafa aðgang að viðburðinum. Verkin sem taka þátt í viðburðinum eru Skjálfti, Wolka, Band, This Is Not a Band, Raising the Bar, Vegferðin, Systrabönd og Ófærð.
VOD Á ÍSLANDI PALLBORÐSUMRÆÐUR
FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER KL. 17:00 - 19:00 Með seinkun ýmissa kvikmyndafrumsýninga vegna heimsfaraldurs hefur orðið ákveðin upplausn í kvikmyndageiranum. Leysir VOD- ið slíka upplausn, eða munum við horfa fram á stríð á milli kvikmyndahúsa og streymisveita? Viðburðurinn er opinn, en gestir þurfa að skrá sig á RIFF.is fyrir aðgang.
FRAMSÖGUMENN:
Pálmi Guðmundsson, dagskrárstjóri Sjónvarps Símans Þóra Björg Clausen, rekstrarstjóri nýmiðla hjá Sýn Hörður Rúnarsson, framkvæmdastjóri Glassriver Anna Vigdís Gísladóttir, framleiðandi hjá Sagafilm
STJÓRNANDI: Ásgrímur Sverrisson,
leikstjóri og handritshöfundur
KVIKMYNDAGERÐ Á ÍSLANDI PALLBORÐSUMRÆÐUR FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER KL. 15:30 - 17:00 Þrátt fyrir heimsfaraldur síðustu mánuði hefur íslensk
82
kvikmyndagerð blómstrað, bæði í kvikmynda- og sjónvarpsþáttaframleiðslu. Farið verður yfir íslenska kvikmyndagerð og framleiðslu og áhorfendir leiddir í allan sannleik um það hvers vegna Ísland er staðurinn til að gera kvikmyndir á! Viðburðurinn er opinn, en gestir þurfa að skrá sig á RIFF.is fyrir aðgang.
FRAMSÖGUMENN:
Einar Hansen Tómasson, framkvæmdastjóri Film in Iceland. Leifur Dagfinnsson, framkvæmdastjóri TrueNorth. Baltasar Kormákur, leikstjóri og eigandi RVK Studios.
RIFF TALKS FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER KL. 18:00 - 20:30 Kvikmyndagerðarfólk og aðrir úr bransanum deila sinni reynslu með áhorfendum í anda “Ted Talks”. Er fyrirlestrunum ætlað að fræða, veita innblástur og ögra kvikmyndagerðarfólki til að hugsa út fyrir kassann. Viðburðurinn er opinn, en gestir þurfa að skrá sig á RIFF.is fyrir aðgang.
SUNNUDAGUR 27. SEPTEMBER KL. 10:30 - 13:30 Eric Reis er virtur leikaraþjálfari frá New York, sem hefur þjálfað leikara sem hafa meðal annars unnið til Emmy og Tony verðlauna. Aðeins skráðir meðlimir hafa aðgang að viðburðinum. Nánari upplýsingar um Bransadaga má finna á riff.is/industy-days/
DAGSKRÁ Í NORRÆNA HÚSINU FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER OG FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 09:30 – 11:00 Barna- og unglingamyndir fyrir 4 ára og eldri 11:30 – 13:00 Barna- og unglingamyndir fyrir 6 ára og eldri 13:15 – 15:00 Barna- og unglingamyndir fyrir 9 ára og eldri 18:00 – 19.45 Norðurslóðir - Baráttan um Grænland
LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 09:00 – 10:30 YNDI yoga 13:00 – 15:00 Norðurslóðir - Fyrst skulum við borða + LIVE Q/A 15:30 – 17:00 Norðurslóðir - Anerca, lífsandi 17:30 – 19:30 Matur og bíó - Gestaboð Babette
SUNNUDAGUR 27. SEPTEMBER 10:30 – 13:30 Leikaraþjálfun með Eric Reis 15:00 – 16:00 Stuttmyndir um Sama / Sami Shorts 16:30 – 19:00 Samar og líf þeirra - Líkaminn man þegar veröldin brotnaði +LIVE Q&A
MÁNUDAGUR 28. SEPTEMBER 09.30 – 11:30 12:00 – 14:00
Barna- og unglingamyndir fyrir 12 ára og eldri Barna- og unglingamyndir fyrir 14 ára og eldri
ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 18:00 – 19:30
Norðurslóðir - Hvaladrengurinn
FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 13:00 – 16:00 Verk í vinnslu - WIP@ MARKET FORUM 17:00 – 18:30 VOD á Íslandi – pallborðsumræður
FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 15:00 – 17:00 Kvikmyndagerð á Íslandi - pallborðsumræður 18:00 – 20:30 RIFF Talks
LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 11:00 – 12:30 Alþjóðlegar stuttmyndir I 13:00 – 14:30 Alþjóðlegar stuttmyndir II 15:15 – 16:45 Alþjóðlegar stuttmyndir III 17:30 – 19:30 Innsýn í huga listamannsins - Aalto
SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 13:30 – 15:30 17:00 – 18:30
RIFF4Future sýningar Innsýn í huga listamannsins - Aalto eftir Virpi Suukari
83
VERÐLAUN UPPGÖTVUN ÁRSINS: GULLNI LUNDINN Myndirnar í keppnisflokknum Vitranir eru allar fyrsta eða annað verk leikstjóra. Ein verður útnefnd Uppgötvun ársins og hlýtur að launum aðalverðlaun RIFF, Gullna lundann.
BESTA ÍSLENSKA STUTTMYNDIN OG STÚDENTAVERÐLAUN FYRIR BESTU ÍSLENSKU STUTTMYNDINA Keppt er um bestu íslensku stuttmyndina, auk þess sem dómnefnd veitir sérstök stúdentaverðlaun fyrir bestu suttmyndina.
DÓMNEFND
DÓMNEFND
Shahrbanoo Sadat er afganskur kvikmyndagerðarmaður.
Þóra Sigríður Ingólfsdóttir er forstöðumaður Kvikmyndasafns Íslands.
Jan Naszewski er framkvæmdastjóri New European Film Sales
Júlíus Kemp er íslenskur kvikmyndagerðarmaður.
Ísold Uggadóttir er íslensk kvikmyndagerðarkona.
Carlos Madrid er stjórnandi Cinema Jove kvikmyndahátíðarinnar.
VERÐLAUNUN ÖNNUR FRAMTÍÐ
BESTA ALÞJÓÐLEGA STUTTMYNDIN
DÓMNEFND
DÓMNEFND
Simon Brook er breskur kvikmyndagerðarmaður og framleiðandi.
Cristèle Alves Meira er frönsk-portúgölsk kvikmyndagerðarkona og handritshöfundur.
Sunna Nousuniemi er samísk kvikmyndagerðarkona.
José F. Rodriguez er kvikmyndagerðarmaður og yfirráðgjafi hjá Points North Institute.
Margrét Jónasdóttir er íslenskur kvikmyndaframleiðandi.
84
Christof Wehmeier er kynningarstjóri Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.
STARFSFÓLK Stjórnandi / Festival Director: Hrönn Marinósdóttir Heiðursformaður / Chairman: Helga Stephenson Dagskrárstjóri / Head of Programming: Frederic Boyer Verkefnastjóri dagskrár / Program coordinator: Ana Catalá Aðstoð / Assistant: Carolina Betancourt & Laura Müller Dagskrárstjóri heimildarmynda / Documentary Programmer: Guðrún Helga Jónasdóttir Dagskrárstjóri erlendra stuttmynda / Foreign Shorts Programmer: Ana Catalá Dagskrástjóri barnadagskrár / Children and Youth Programmer: Hilke Rönnfeldt Dagskrárstjórn / Program committee: Frederic Boyer, Hrönn Marinósdóttir, Ana Catalá, Guðrún Helga Jónasdóttir & Giorgio Gosetti Ritstjóri / Editor: Ingileif Friðriksdóttir Pennar / Writers: Ingileif Friðriksdóttir, María Ólafsdóttir & Þorvaldur Sigurbjörn Helgason Aðstoð við ritstjórn / Editorial assistant: Donald Garth Gíslason Prófarkalestur: Þorvaldur Sigurbjörn Helgason Framleiðandi / Festival Producer: Auður Elísabet Jóhannsdóttir Aðstoð / Producer assistants: Unnur Silfá Eyfells Umsjón með flutningi mynda / Print Traffic Coordinator: Jenn Raptor Aðstoð / Assistants: Lauren Wygant & Lola Leighton Markaðsmál / Marketing: Dóróthea Ármann Fjölmiðlafulltrúi / Press: María Ólafsdóttir Samfélagsmiðlar / Social Media: Jenn Raptor & Ingileif Friðriksdóttir Hönnun og uppsetning / Graphic Design: Stefán Hjálmtýr Stefánsson Vefhönnun / Web: Norbert Zohó Aðstoð / Assistant: Kurt Polidano Umsjón sérviðburða / Events Producer: Laurent Jégu Aðstoð / Assistant: Aaron Borda
Bransadagar / Industry Days: Carolina Salas Aðstoð / Assistant: Cassandra Ruiz Aðstoð við útgáfu / Press assist: Juliana Pezzoni Umsjón með sýningum í Bíó Paradís / Bíó Paradís Venue Manager: Jenn Raptor Tækni- og sýningarmál / Tech and Projection: Gunnar Anton Guðmundsson & Darri Sigurvin Magnússon Aðstoð / Assistant: Aaron Borda Umsjón með vefútgáfu hátíðarinnar / Virtual Festival and: Alexandra Thiele Aðstoð við vefútgáfu hátíðarinnar / Virtual Festival Assistant: Jenn Raptor Ljósmyndarar / Photographers: Thea Frímann, Jenn Raptor & Aaron Borda Upptökur / Videographer: Aaron Borda Framleiðandi RIFF4Future / Producer of RIFF4Future: Carolina Salas Umsjón / Coordinator: Sonja Kovacevic Aðstoð / Assistant: Cassandra Ruiz Umsjón RIFF stúdentasýninga / Coordinator of RIFF Student TV: Mawadda Abdel & Nadine Hazzouri Verkefnastjóri í Borgarholtsskóla / Project Manager at Borgarholtskóli: Hákon Oddsson Verkefnastjóri í Fjölbrautaskólanum við Ármúla / Project Manager at Fjölbraut við Ármúla: Þór Elís Pálsson
85
TITLASKRÁ ÞRIÐJI PÓLLINN Á MÓTI STRAUMNUM 200 METRAR SÍÐUSTU DAGAR VORS EINMANAKLETTUR NÓTT KONUNGANNA SKÍTAPLEIS SVIG ÞETTA ER EKKI JARÐARFÖR, ÞETTA ER UPPRISA VILLT LAND VIÐ STJÓRNVÖLIN EINN Í VIÐBÓT KÖTTURINN Í VEGGNUM DVALARSTAÐUR VIÐ ERUM HÉR HIRÐINGJALAND UNGFRÚ MARX SVITI MAGNÚS BÖRN NÁTTÚRUNNAR DANSARI Í MYRKRINU ENGLAR ALHEIMSINS SMÁFUGLAR 101 REYKJAVÍK DJÚPIÐ HVALFJÖRÐUR HRÚTAR ÞRESTIR HVÍTUR, HVÍTUR DAGUR DAGAR MANNÁTS FYRST SKULUM VIÐ BORÐA ÉG ER GRÉTA JÓHANNESARBORGARGULL HEILÖG ÁBENDING KÚGUNARSÖNGVAR JÖRÐIN ER BLÁ EINS OG APPELSÍNA TIMBUR: AÐ BREYTA LEIKNUM LEYNILEGA SVOLÍTIÐ FALLEGT SKILIÐ EFTIR ANDRÉ OG ÓLÍFUTRÉÐ HANS NIÐURFÖR SKJÁLFTAMIÐJA NÆTURLJÓÐ SWINGER - HINN DÁSAMLEGI HEIMUR LÍFSSTÍLSINS LISTAMAÐURINN OG ÞJÓFURINN VELKOMIN TIL TSJETSJENÍU AALTO HELMUT NEWTON: HIN SLÆMU OG HIN FALLEGU KUBRICK EFTIR KUBRICK ROCKFIELD: HLJÓÐVERIÐ Á SVEITABÆNUM VEIÐIN UPP Á YFIRBORÐIÐ HUNSKIST ÞIÐ ÚT SKAGINN SPÚTNIK ANERCA, LÍFSANDI FYRST SKULUM VIÐ BORÐA BARÁTTAN UM GRÆNLAND HVALVEIÐISTRÁKURINN LÍKAMINN MAN ÞEGAR VERÖLDIN BROTNAÐI ÚLFUR SAMAR EIGA RÉTTINDI SKJÓL AÐ TOGA Í BELTIÐ FISKABÚR TUNGURNAR SÖNGUR UM HATUR MILLI HIMINS OG JARÐAR HUMARSÚPA SKUGGAHVERFIÐ SYSTUR: DRAUMAR OG FJÖLBREYTILEIKI SIRKUSSTJÓRINN HÚSTSTJÓRNARSKÓLINN SELSHAMURINN JÁ-FÓLKIÐ ALLIR HUNDAR DEYJA DALÍA SÁL LANDANNA BJARNHÓLASTÍGUR XY LOKAVALS ÓSKIN ALLAR VERUR JARÐAR ELDHÚS EFTIR MÁLI PERLUR RÁN APINN LÍFIÐ Á EYJUNNI
86
RAUNIR BELLU TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ BORGARSINFÓNÍA Í BIÐSTÖÐU MÁNUDAGUR ÓRÆKT GESTABOÐ BABETTE DANSARI Í MYRKRINU SKULDBINDINGARNAR BRÉFASKIPTI HIMNARNIR TEYGJA SIG NIÐUR AÐ JÖRÐU ELDFJALL: HVAÐ DREYMIR LÆKINN? Í BIÐ ÉG ER HRÆDDUR UM AÐ GLEYMA ANDLITINU ÞÍNU GERVI MYNDIN HENNAR MÖMMU SKÝJASKÓGUR REKI LAMB GUÐS GLEYMDU ALBERTO NÚNA GULLNA GOÐSÖGNIN HJÖRTU OKKAR SLÁ EINS OG STRÍÐ EINMANA FLJÓT ÞÖGN ÁRINNAR EITTHVAÐ TIL AÐ MUNA EFTIR SALSA ÉG ELSKA ÞIG ALLTAF HINAR ÓTRÚLEGU ÓFARIR STEINKONUNNAR SVÖRT SÓL ENDURREISNIN HUNDAR GELTA Á FUGLA VATNSMELÓNUSAFI VERÐUGUR MAÐUR ÓSLÓ JÓLAGJÖFIN PATISION STRÆTI TJALDIÐ BRÓÐIR MINN ELTIST VIÐ RISAEÐLUR MITT STÓRFENGLEGA SUMAR MEÐ TESS ROCCA BREYTIR HEIMINUM PERLUKAFARINN HOLLY Á SUMAREYJU: KÖNNUNARFERÐIN REFURINN OG BÚÁLFURINN STEINSTEYPUFRUMSKÓGURINN ALDAN FYRIR BORÐ! KATTSJÓSTAÐUR LAUF HVE ÞUNGT ER SKÝ KARLA OG NORDAHL Í FJARLÆGÐ TEOFRASTUS KOLKRABBI KIMYA LOLO BORG NR. 13 Á LEIÐINNI VETRARVATN VANTSHRÆÐSLA SKÍÐASLEÐAKÓRINN SAM OG KJARNORKUVERKIÐ Í NÆSTA HÚSI MAJA SKEPNA VINDAR DÝRALÍFSINS FISKURINN SEM GENGUR LANDIÐ OKKAR UNG LESBÍA GOÐSÖGNIN
LEIKSTJÓRAR ANDRI SNÆR MAGNASON ANNÍ ÓLAFSDÓTTIR ÓSKAR PÁLL SVEINSSON AMEEN NAYFEH ISABEL LAMBERTI ALEJANDRO TELEMACO TARRAF PHILIPPE LACÔTE COOPER RAIFF CHARLÈNE FAVIER LEMOHANG JEREMIAH MOSESE JEANETTE NORDAHL GUILLAUME BRAC THOMAS VINTERBERG VESELA KAZAKOVA MINA MILEVA AMANDA KERNELL NIR BERGMAN CHLOE ZHAO SUSANNA NICCHIARELLI MAGNUS VON HORN ÞRÁINN BERTELSSON FRIÐRIK ÞÓR FRIÐRIKSSON LARS VON TRIER RÚNAR RÚNARSSON BALTASAR KORMÁKUR GUÐMUNDUR ARNAR GUÐMUNDSSON GRÍMUR HÁKONARSON HLYNUR PÁLMASON ÓSKAR PÁLL SVEINSSON TEBOHO EDKINS SUZANNE CROCKER NATHAN GROSSMAN FREDRIK GERTTEN SYLVIA VOLLENHAVEN FRANCESCA MAZZOLENI ESTEPHAN WAGNER MARIANNE HOUGEN-MORAGA IRYNA TSILYK MICHAELA KIRST MONICA LAZUGA- GORAN KATRINE PHILIP JOSIAH NG NAYS BAGHAI HUBERT SAUPER GIANFRANCO ROSI STEFAN ZIMMERMANN BENJAMIN REE DAVID FRANCE MIRA BURT-WINTONICK VIRPI SUUKARI GERO VON BOEHM GREGORY MUNROE HANNAH BERRYMAN EMRE AKAY JOACHIM HEDÉN I-FAN WANG SANG-HO YEON EGOR ABRAMENKO JOHANNES LEHMUSKALLIO MARKKU LEHMUSKALLIO SUZANNE CROCKER KENNETH SORENTO PHILIPP YURYEV ELLE-MÁIJÁ TAILFEATHERS KATHLEEN HEPBURN KEN ARE BONGO ELLE MÁRJÁ EIRA MAI-LIS EIRA MARJA HELANDER ELLE SOFE SARA YVONNE THOMASSEN MARJA BÅL NANGO ANNA HILDUR NAJWA NAJJAR PEPE ANDREU RAFAEL MOLÉS JON EINARSSON GUSTAFSON KAROLINA LEWICKA CATHERINE LEGAULT TITTI JOHNSON HELGI FELIXSON STEFANÍA THORS UGLA HAUKSDÓTTIR GÍSLI DARRI NINNA PÁLMADÓTTIR BRÚSI ÓLASON FABIO DEL PERCIO TATJANA MOUTCHNIK ANNA KARÍN LÁRUSDÓTTIR
ÁSA HELGA HJÖRLEIFSDÓTTIR INGA LÍSA ÞÓREY MJALLHVÍT H. ÓMARSDÓTTIR SÓLRÚN YLFA INGIMARSDÓTTIR ATLI ARNARSSON EYÞÓR JÓVINSSON FJOLNIR BALDURSSON BALDUR SMÁRI ÓLAFSSON RÚNAR INGI EINARSSON VIKTOR SIGURJÓNSSON ANDRI MÁR ENOKSSON ARNAR MÁR VIGNISSON ARÍNA VALA ÞÓRÐARDÓTTIR ATLI SIGURJONSSON BERGUR ÁRNASON AGNES WILD GABRIEL AXEL MILOS FORMAN I-FANWANG LANA VOGESTAD CARLA SIMÓN DOMINGA SOTOMAYOR TEBOGO MALEBOGO DIANA VIDRASCU LAURA RANTANEN SAMEH ALAA LAURYNAS BAREISA STELLA KYRIAKOPOULOS ELIANE ESTHER BOTS HANXIONG BO DAVID PINHEIRO VICENTE BEINA XU ION DE SOSA CHEMA GARCIA IBARRA MARIANA SAFFON ELINOR NECHEMNYA MAURO HERCE FRANCESCA CANEPA NIKI LINDROTH IGOR DIMITRI SÉBASTIEN DESROSIERS DAVID FINDLAY GABRIEL ABRANTES ARDA ÇILTEPE JIŘÍ HAVLÍČEK ONDŘEJ NOVÁK LEONOR TELES IRENE MORAY KRISTIAN HÅSKJOLD SHADY SROUR BOGDAN MUREŞANU THANASIS NEOFOTISTOS REBECCA FIGENSCHAU STEFANO CIPANI STEVEN WOUTERLOOD KATJA BENRATH MARGRETHE DANIELSEN KARLA NOR HOLMBÄCK YAPRAK MORALI, ARE AUSTNES MARIA URBANKOVA JOANA ROSA BRAGANCA FILIP POSIVAC ANTJE HEYN ALIONA BARANOVA KARLA NOR HOLMBÄK NINA BISYARINA ELISABETH ASPELIN MATHILDE PEPINSTER SERGEI KIBUS ENGIN ERDEN VIKTOR SIGURJÓNSSON AMIRA DUYNHOUWER LEANDRO GODDINHO PAULO MENEZES SALAD HILOWLE MARIT WEERHEIJM PETTERI SAARIO VIGDIS NIELSEN TORFINN IVERSEN ÖMER SAMI MARIJANA JANKOVIC ANNA KARÍN LÁRUSDÓTTIR AASNE VAAS JORGE CANTOS THESSA MEIJER JEAN-LUC MWEPU TONE OTILIE MANON EYRIEY
87
LANDASKRÁ ÍSLAND PALESTÍNA JÓRDANÍA KATAR ÍTALÍA SVÍÞJÓÐ HOLLAND SPÁNN ARGENTÍNA MEXÍKÓ BRETLAND FRAKKLAND KANADA SENEGAL BANDARÍKIN LESÓTÓ DANMÖRK BÚLGARÍA NOREGUR ÍSRAEL PÓLLAND SUÐUR-AFRÍKA ÚKRAÍNA LITHÁEN AUSTURRÍKI RÚMENÍA ÞÝSKALAND TAÍVAN ÁSTRALÍA FINNLAND TYRKLAND SUÐUR-KÓREA RÚSSLAND GRÆNLAND LÚXEMBORG EGYPTALAND GRIKKLAND KÓLUMBÍA PERÚ PORTÚGAL TÉKKLAND SLÓVAKÍA EISTLAND JAPAN UNGVERJALAND NÝJA-SJÁLAND MALTA
88
89
Reykjavík International Film Festival Tryggvagata 17, 101 Reykjavík riff@riff.is I www.riff.is 90