Tímarit Hinsegin daga 2024

Page 1


Um útgáfuna

Útgefandi: Hinsegin dagar í Reykjavík / Reykjavík Pride, Suðurgata 3 – 101 Reykjavík Útgáfuár: Júlí 2024

Ritstjóri: Bjarndís Helga Tómasdóttir Ábyrgðaraðili: Helga Haraldsdóttir, formaður Hinsegin daga

Textar: Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir, Andreas Tinni Waage, Anna Kristjánsdóttir, Anni G. Haugen, Aron Daði Ichihashi Jónsson, Bjarndís Helga Tómasdóttir, Böðvar Björnsson, Daníel E. Arnarsson, Egill Andrason, Einar Örn Einarsson, Einar Þór Jónsson, Einar Þorsteinsson, Eir Önnu Ólafsbur, Elíott Þorsteinsson, Ellý Hönnu Sigurðar, Guðrún Úlfarsdóttir, Hafdís Erla Hafsteinsdóttir, Hanna María Karlsdóttir, Heimir Már Pétursson, Hel Ada, Helga Haraldsdóttir, Hilmar Hildar Magnúsar, Hjalti Vigfússon, Hólmar Hólm, Hörður Torfason, Hrefna Þórarinsdóttir, Inga Auðbjörg K. Straumland, Kristmundur Pétursson, Lana Kolbrún Eddudóttir, Lucie Samcová­Hall Allen, Nikola Maljković, Nóam Óli Stefánsson, Ragnhildur Sverrisdóttir, Rakel Adolphsdóttir, Robin L. Lübbers, Salka Snæbrá Hrannarsdóttir, Siggi Gunnars, Sigríður Jónsdóttir, Sigtýr Ægir Kárason, Silja Sól Ernudóttir, Svanhvít Ada Sif Björnsdóttir, Sveinn Snær Kristjánsson, Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, Valtýr Helgason, Vera Illugadóttir, Viðar Eggertsson, Villi Ósk Vilhjálms, Þórarinn Snorri Sigurgeirsson, Þorbjörg Þorvaldsdóttir, Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir, Þorvaldur Kristinsson Sérstök aðstoð við útgáfu: Hólmar Hólm Útdrættir á ensku aðrir en höfundar: Hólmar Hólm, Ólöf Bjarki Antons, Æsa Strand Viðarsdóttir Umsjón sögukorts: Hilmar Hildar Magnúsar Umsjón og texti PrEP: Villi Ósk Vilhjálms

Prófarkalestur: Aðalbjörg Rós Óskarsdóttir, Díana Rós Rivera, Hólmar Hólm, Þorbjörg Þorvaldsdóttir Prófarkalestur á ensku: Hólmar Hólm

Auglýsingar: Bjarndís Helga Tómasdóttir, Leifur Örn Gunnarsson

Ljósmyndir: Anton Brink, Ásta Kristjánsdóttir, Elísabet Blöndal, Guðmundur Davíð Terrazas, Jabob Hermannsson, Juliette Rowland, Linnea Premmert, Magdalena Lukasiak, Nikola Maljković, Ólafur Alex Kúld

Kápa: Alda Lilja

Myndlýsingar: Alda Lilja, Elías Rúni, Hafsteinn Himinljómi, Sigtýr Ægir Kárason, Sveinn Snær Kristjánsson, Klara Rosatti

Krossgáta: Ásdís Bergþórsdóttir

Merki Hinsegin daga: Aðalbjörg Þórðardóttir Hönnun og umbrot: Sveinn Snær Kristjánsson

Prentvinnsla: Prentmet Oddi

Stjórn Hinsegin daga: Helga Haraldsdóttir, formaður, Leifur Örn Gunnarsson, gjaldkeri, Sandra Ósk Eysteinsdóttir, ritari, og meðstjórnendurnir Alexander Aron Guðjónsson, Margrét Ágústa Þorvaldsdóttir, Ragnheiður Ásta Þorvarðardóttir og Sigríður Ásdís Þórhallsdóttir Verkefnastjóri hátíðar: Inga Auðbjörg K. Straumland Göngustjórn: Anna Eir Guðfinnudóttir, Jóna Kolbrún Sigurjónsdóttir og Róberta Andersen

Upplýsingar í tímariti þessu eru birtar með fyrirvara um villur og breytingar sem kunna að verða, m.a. hvað varðar staðsetningu viðburða, miðaverð og fleira. Réttar upplýsingar eru ávallt aðgengilegar á vef Hinsegin daga, www.hinsegindagar.is

Information, such as event locations, ticket price, etc., published in this magazine may include errors or may have changed. Correct information is always available on our website. www.reykjavikpride.is

Sjálfboðaliðar og samstarfsaðilar Fjölmörg önnur en hér eru nefnd með nafni leggja hönd á plóg til að gera hátíð Hinsegin daga að veruleika á hverju ári. Gríðarstór hópur sjálfboðaliða vinnur ómetanlegt starf í þágu Hinsegin daga, bæði við undirbúning og meðan á hátíðinni stendur. Þá skipta samstarfs­ og stuðningsaðilar sköpum fyrir hátíðarhöld Hinsegin daga. Þessum stóra hópi sjálfboðaliða og samstarfsaðila eru færðar bestu þakkir en nánari upplýsingar má finna á vef Hinsegin daga.

Aðgengi //Accessibility Hinsegin dagar leggja áherslu á að þau sem taka þátt í hátíðinni hafi góðan og greiðan aðgang að viðburðum. Leitast er við að húsnæði þar sem viðburðir fara fram sé aðgengilegt en sérstakur aðgengispallur verður til staðar á útihátíðinni í Hljómskálagarðinum. Það verða táknmálstúlkar á bæði opnunarhátíð og útihátíð. Ef þörf er á táknmálstúlk á viðburðum sem skipulagðir eru af Hinsegin dögum er hægt að panta hann beint frá Samskiptamiðstöð heyrnalausra og heyrnaskertra island.is/s/shh.

Hafir þú sértækar aðgengisþarfir eða vilt fá frekari upplýsingar, getur þú haft samband við pride@hinsegindagar. is. Nánari upplýsingar má finna á hinsegindagar.is. Sendinefnd Evrópusambandsins á Íslandi er sérstakur styrktaraðili aðgengismála á Hinsegin dögum í Reykjavík.

At Reykjavík Pride, we want to emphasise accessibility for all. Where possible, events are held at accessible venues, in addition to a special access platform at our outdoor concert in Hljómskálagarður Park and sign language interpretation at various events. Further information available at reykjavikpride.is and pride@ reykjavikpride.is. The Delegation of the European Union to Iceland is a proud Pride partner and a special sponsor of accessibility at Reykjavík Pride.

Efnisyfirlit

Stolt er styrkur: Ávarp formanns

Hinsegin daga

Helga Haraldsdóttir 7

Kveðja frá borgarstjóra

Einar Þorsteinsson 9

Kveðja sendiherra ESB

Lucie Samcová­Hall Allen

11

Í áratug í hurðinni: Passar upp á okkur —

Viðtal við Eddu Vigdísi

Inga Auðbjörg K. Straumland

14

Hin heterónormatífa linsa sögunnar

og mikilvægi þess að gera sig sýnileg

Hólmar Hólm 16

Vinurnar: Gunnþórunn Halldórsdóttir

og Guðrún Jónasson

Rakel Adolphsdóttir og Sigríður Jónsdóttir

20

Arfleifð James Baldwins — Viðtal við Þorvald Kristinsson

Guðrún Úlfarsdóttir

23 Hvað er PrEP?

24

Ást á prenti — hinsegin ástarsögur

Villi Ósk Vilhjálms og Þorbjörg Þorvaldsdóttir

27 Huldufólk samtímans: Pistill formanns Ása á Íslandi

Ellý Hönnu Sigurðar

28 „Hvernig myndi Eden líta út fyrir okkur ef allt væri næs?“ — Viðtal við Emblu og Nínu Hjálmars

Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir

32 Þar sem þau hafa frelsi til að vera þau sjálf — Hinsegin félagsmiðstöð S‘78 og Tjarnarinnar Hrefna Þórarinsdóttir

34 Þjóðbúningar fyrir öll — Viðtal við Fredy Clue

Guðrún Úlfarsdóttir

36 Ekkert stolt í þjóðarmorði — eða þjóðernishyggju

Hjalti Vigfússon

41 Hinsegin píku-unaður Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir

42 Hinn frelsandi sýnileiki: Vegferð tvíkynhneigðs Bowie-aðdáanda Þórarinn Snorri Sigurgeirsson

46 Ísland — næstbest í Evrópu… í bili

Daníel E. Arnarsson

48

Trúum fólki og staðreyndum, ekki áróðri

Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir

52 Ekki allar lesbíur þurfa réttindi

Nikola Maljković

54 Hinsegin sögukort

57 Við höfum nógan tíma, ekkert liggur á — hugleiðingar um efri árin

60 Section 28 og siðfárið gegn samkynhneigð

í Bretlandi

Vera Illugadóttir

64 Af kynslóðum Ragnhildur Sverrisdóttir

66 Segjum eitthvað! Gagnræða Þorbjörg Þorvaldsdóttir

68

Hvernig verða börn (hinsegin fólks) til?

Kristmundur Pétursson

70 Hinsegin á hjara veraldar: Hinsegin hátíðir

hingað og þangað

Vera Illugadóttir

73 Stjörnuspeki

Hel Ada

76

Hamraborg Festival: Tilraun til að hinsegja

Hamraborg — Viðtal við Joönnu „Jo“

Pawłowska

Sveinn Snær Kristjánsson

79 Krossgátan

80

Hugleiðing um fjölbreytileika og inngildingu

Sigtýr Ægir Kárason

83 Stolt hinsegin manneskja sem ætlar aldrei að hætta að vera sýnileg — Viðtal við

Margréti Rán

Siggi Gunnars

85 Lag Hinsegin daga 2024

88 Allt um dagskrá Hinsegin daga 2024

Stolt er styrkur

Pride Is Power

Ávarp formanns Hinsegin daga Árið 1999 söfnuðust 1.500 manns saman á Ingólfstorgi til að minnast þess að 30 ár voru liðinn frá Stonewall­uppþotunum. Í ár eru Hinsegin dagar því 25 ára og sömuleiðis er þetta í 25. sinn sem að Gleðiganga er gengin. Í þetta skiptið gerum við ráð fyrir að hópurinn verði nokkuð stærri en hann var á Ingólfstorgi fyrir kvartöld en síðustu ár hafa um hundrað þúsund manns fylgst með og tekið þátt í Gleðigöngunni.

Upprunalega átti Gleðigangan hvorki að vera skrúðganga né mótmælaganga heldur var lögð áhersla á gleði og er nafnið augljós tilvísun í þann tilgang. Gangan hefur þróast og breyst með tímanum og er í dag mögulega allt í senn: gleðiganga, mótmælaganga og kröfuganga. Hátíð sem endurspeglar samfélagið eins og það er hverju sinni.

Hinsegin samfélagið fer stöðugt stækkandi við erum bæði að eldast og yngjast. Við erum ólík og alls konar. Til þess að framþróun eigi sér stað í samfélagi okkar þurfum við að sýna samstöðu. En samstaðan þurrkar ekki út ólíkan bakgrunn okkar og áskoranir, þar sem mismunandi hópar innan hinsegin samfélagsins mæta mismunandi og misalvarlegri mismunun og mótlæti. Rithöfundurinn og trans aktívistinn Leslie Feinberg, sem er ein af mínum helstu fyrirmyndum, komst þannig eitt sinn að orði: „Við þurfum að finna leiðir til að tjá samstöðu, án þess að grafa niður þá staðreynd að einstaklingar innan þessa samfélags eru að fást við mismunandi byrðir og eru kúguð á mismunandi máta. Því betur sem við áttum okkur á þeirri staðreynd, því betur getum við stutt hvert annað, frætt okkur sjálf um hvert annað og fundið leiðir til að byggja bandalag sem mætir öllum okkar kröfum.“ Jafnt í samstöðu og fjölbreytileika getum við fundið styrk til að berjast gegn jaðarsetningunni sem við upplifum öll á mismunandi máta en sú samstaða verður að grundvallast á því að við séum tilbúin að mæta hvert öðru með opnum huga og af virðingu. Hreyfingin okkar er ekki fyrir sum. Hún er fyrir okkur öll.

Yfirskrift hátíðarinnar í ár er Stolt er styrkur og megináhersla í dagskrárgerð er hinsegin menning. Sem samfélag megum við vera stolt yfir menningunni okkar sem er ríkuleg, fjölbreytt og róttæk menning sem hefur rými fyrir okkur öll. Hátíðin er að langmestu leyti skipulögð og framkvæmd af sjálfboðaliðum, sem leggja nótt við nýtan dag til að búa til fjölbreytta hátíð fyrir okkur öll. En hún má aldrei afmarkast af heimsmynd þeirra sem standa í stafni. Þetta er hátíðin okkar allra og það er á ábyrgð okkar allra að dagskráin endurspegli fjölbreytileika samfélagsins okkar. Grasrót hinsegin samfélagsins hefur verið öflug í því að koma með hugmyndir að dagskrárliðum, skipuleggja viðburði og leggja sitt af mörkum til hátíðarinnar. Því að Hinsegin dagar eru bara rammi og innan hans málum við öll í sameiningu með regnbogans litum.

Stolt er styrkur: Verum stolt saman. Verum sterk saman. Gleðilega Hinsegin daga!

Helga Haraldsdóttir, formaður Hinsegin daga

Reykjavík Pride’s President’s Address

In 1999, 1500 people gathered at Ingólfstorg to commemorate the 30th anniversary of the Stonewall riots. This year we celebrate 25 years of Reykjavík Pride, which also means that this will be the 25th time we march in the Reykjavík Pride Parade. We, however, expect a somewhat greater number of attendees this year than at Ingólfstorg a quarter of a century ago, as up to and over a hundred thousand people have participated in, or cheered on, the Pride Parade these last few years.

Originally, the Icelandic Pride Parade was not supposed to be a protest march or parade per se, but rather its emphasis was on joy, as its name, Gleðigangan, the Walk or March of Joy, clearly references. Over time, the parade has evolved and changed, and today one might say it’s all of these things: a march of joy, a protest march and a demonstration. A festival which reflects the community at any given moment.

The queer community is constantly growing we are both getting older and younger. We are different and of all sorts. In order for our community to progress we need to be united. But being united does not erase our diverse backgrounds or challenges, as the discrimination and adversity, which each group within the queer community faces, varies. One of my main role models, writer and trans activist Leslie Feinberg, put it this way: “There’s got to be a way to express unity, that says we don’t have to bury the fact that people in this movement are shouldering and bearing different burdens and different ways of oppression. And that the more we recognize that, the more we support each other, self­educate about each other’s oppression, find ways to build a coalition that bring in all our demands.” We can find strength in both our unity and diversity, in order to fight the marginalisation that we all experience in some way or another, but we must base our solidarity on a readiness to accept each other with an open mind and respect. Our movement is not just for some. It is for all of us.

This year, our theme is Pride Is Power, with queer culture being the programme’s main focus. As a community, we can pride ourselves on contributing to a rich, diverse and radical culture a culture that provides space for everyone. The festival is largely planned and brought forward by volunteers who work around the clock to create a diverse Pride for us all. Indeed, the festival must never be confined by the worldview of those in charge. This festival belongs to all of us and it is on all of us to make sure that the programme reflects the diversity of our community. The grassroots of the queer community have vigorously put forward ideas for the programme, organised events and contributed to the festival. Because Reykjavík Pride is just a frame within which we all paint with our rainbow colours, together.

Pride is power: Let’s be proud together. Let’s be powerful together. Happy Reykjavík Pride!

Gleðilega Hinsegin daga

Við erum betri saman

Kveðja frá borgarstjóra

Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Einar Þorsteinsson, mayor of Reykjavík

Ástin er að mínu mati sterkasta aflið í litrófi tilfinninganna. Hún tekur á sig ýmiskonar form og er hreyfiafl til góðs hvort sem maður elskar maka sinn og börn, fjölskyldu, vini eða aðra. Mikilvægast er að elska sjálfan sig eins og maður er. Ástin er það sem gerir okkur að manneskjum og það eru mannréttindi að fá að elska í friði. Það er óskiljanlegt að hinsegin fólk hafi þurft að berjast fyrir rétti sínum til að elska. Í Hávamálum segir:

Hrörnar þöll

sú er stendur þorpi á.

Hlýr-at henni börkur né barr.

Svo er maður sá er manngi ann. Hvað skal hann lengi lifa?

Þetta þýðir í stuttu máli að enginn þrífist án ástar.

Fyrir mér er hinsegin baráttan mannréttindabarátta sem við öll njótum góðs af og ég er þakklátur þeim sem standa þar í stafni.

Hinsegin dagar hafa fest sig í sessi sem mikilvægur hluti af borgarmenningu Reykjavíkur á þeim aldarfjórðungi sem liðinn er frá fyrstu hátíðinni 1999. Hátíðin fyllir borgina af lífi og lit og óneitanlega er hápunkturinn sjálf Gleðigangan — þegar um þriðjungur íbúa landsins safnast saman í miðborginni til að fagna fjölbreytileikanum í allri sinni dýrð.

Hinsegin dagar gegna óneitanlega stóru hlutverki í réttindabaráttu á Íslandi — réttindabaráttu sem sannarlega hefur borið árangur. Á þessu ári fögnuðum við góðum árangri í málefnum hinsegin fólks þegar Ísland náði öðru sæti á Regnbogakortinu. Þó er ljóst að enn er verk að vinna við að berjast gegn fordómum og fyrir fullum réttindum hinsegin fólks í samfélaginu. Baráttunni er ekki lokið og við öll þurfum að vera á varðbergi þegar bakslags verður vart í samfélaginu.

Hinsegin dagar eru einstök menningarhátíð með glæsilegum dragsýningum og glitrandi tónleikum ásamt fjölda annarra fjölbreyttra lista­ og menningarviðburða sem glæða borgina lit. Í ár er það einmitt hinsegin menning sem er þema Hinsegin daga 2024. Þá fimm daga sem hátíðin stendur yfir gefst okkur öllum tækifæri til að fagna saman og njóta hinsegin menningar á margvíslegum viðburðum.

Fyrir hönd Reykjavíkurborgar óska ég ykkur til hamingju með farsæla réttindabaráttu og glæsilega hátíð og menningu sem við öll megum vera þakklát fyrir.

Gleðilega Hinsegin daga 2024!

In short, what is life without love?

Also — love is love. This is a value I hold deeply, and I strongly believe that the campaign for equality and human rights for all is for the benefit of everyone.

Reykjavík Pride has had an important role in Reykjavik City culture ever since the first festival was held 25 years ago, in 1999. Reykjavík Pride transforms the city with vibrant colors and an abundance of joy each year and the festivities culminate with the very special Pride parade — when a third of the population of our island nation gathers in the capital city to celebrate diversity in all its hues.

It is important to recognize the large role Reykjavík Pride has had in the campaign to secure the rights we all deserve. We have many reasons to celebrate the achievements of the trailblazers who fought for recognition and civil rights. This year Iceland is proud of the recognition that accompanies reaching 2nd place on the Rainbow Map. Nevertheless, there is still important work to be done to ensure civil rights for all and to combat the rise of prejudice and discrimination. It is as important, if not more important than ever for all of us to show up and be vigilant to any relapses in society.

We should also remember that Reykjavik Pride is a fabulous cultural festival in its own right, with amazing drag shows and glittery concerts amongst other diverse art and cultural events. This year, the theme of Reykjavik Pride is LGBTQ+ culture.

On behalf of the City of Reykjavik I congratulate you for the resilience, beauty and joy you have brought to the celebration of LGBTQ+ culture and for the hard­won battles to secure equal rights for all.

Happy Reykjavík Pride 2024!

The pine tree wastes which is perched on the hill,

Evrópusambandsins á Íslandi Delegation Of The European Union To Iceland

Nú þegar Hinsegin dagar eru gengnir í garð langar mig að byrja á því að óska hinsegin samfélaginu hjartanlega til hamingju. Það er þökk þeim mörgu kynslóðum baráttufólks fyrir mannréttindum hve margt hefur breyst og áunnist síðan fyrstu frelsisgöngurnar voru haldnar í Reykjavík árin 1993 og 1994. Í dag er Ísland í 2. sæti Regnbogakorts ILGA­Europe samtakanna sem er viðurkenning á hinni miklu skuldbindingu Íslands til jafnréttis, inngildingar og réttarverndar fyrir hið fjölbreytta hinsegin samfélag.

Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna hefst á eftirfarandi orðum:

„Sérhver manneskja er borin frjáls og jöfn öðrum að virðingu og réttindum.“

Þessi orð eru ekki einungis yfirlýsing heldur eru þau ákall eftir aðgerðum. Evrópusambandið tekur þetta ákall alvarlega. Við höfum fest grunngildi um jafnrétti og jafnræði í stofnsáttmála okkar og erum stolt af því að vera meðal fremstu stuðningsaðila og verndara mannréttinda á heimsvísu og tala fyrir jafnrétti, mannlegri reisn og virðingu fyrir hverri manneskju. Evrópusambandið styður dyggilega við bakið á baráttufólki sem berst fyrir jafnrétti í sínum heimalöndum og aðstoðar það í baráttunni fyrir aukinni réttarvernd hinsegin fólks og betri jafnréttislögum við hvert tækifæri, hvar sem er og hvenær sem er.

Þó að Evrópusambandið samanstandi af samfélögum sem mörg hver mælast einna hæst á heimsvísu hvað jafnrétti varðar, þá vitum við að það er alltaf meira verk að vinna. Frelsi, jafnrétti, öryggi og mannréttindi ættu að vera óumdeilanleg réttindi hverrar manneskju og mynda grundvöllinn að hverju velmegandi samfélagi. Þess vegna hefur Evrópusambandið skuldbundið sig til þess að stofna Jafnréttissambandið (e. Union of Equality) sem er umfangsmikill stefnupakki sem ætlað er að taka á þeim hindrunum sem standa í vegi fyrir jafnrétti og inngildingu. Aðgerðaáætlun okkar í málefnum hinsegin fólks 2020­2025 eflir aðgerðir Evrópusambandsins gegn mismunun og hatursorðræðu með hertri löggjöf og aukinni fjárveitingu þar á meðal til verkefna sem miða að því að styrkja raddir hinsegin fólks innan sem utan Evrópu.

Okkur er umhugað um inngildingu og aðgengismál og þess vegna ætlar Evrópusambandið og aðildarríki þess að veita Hinsegin dögum í Reykjavík aftur fjárstyrk til þess að tryggja hjólastólaaðgengi og túlkaþjónustu fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta svo að sem flestir geti notið hátíðarinnar sem best.

Gleðilega Hinsegin daga!

As we enter Pride season here in Reykjavík, let me start by offering and 1994. Today, Iceland ranks second in the ILGA of commitment to equality, inclusion, and legal protection for

The Universal Declaration of Human Rights starts with the

“All human beings are born free and equal in dignity and rights.”

These words are more than a declaration; they are a call to action. The European Union takes this call to heart. We have enshrined the core values of equality and non­discrimination in our foundational treaties, and we are proud to be a top promoter and defender of human rights globally, advocating for the equality, dignity and respect of all human beings. The European Union supports human rights activists championing equality in their own countries, aiding their pursuit of greater LGBTQI+ protection and advocating for equality­strengthening laws whenever and wherever possible

While the European Union is home to some of the most equal societies in the world, we recognise that there is always more work to do. Freedom, equality, safety and human rights for all should be undisputable and are key to any prosperous society. That is why the European Union is committed to the creation of a real Union of Equality through multiple policies aimed at addressing barriers to equality and inclusion. Our LGBTQI+ Equality Strategy 2020­25 steps up the European Union’s actions against discrimination and hate speech through tougher legislation and increased funding to projects aimed at amplifying the voices of LGBTQI+ persons — both within and outside Europe.

Inclusion and accessibility matters to us. That is why again this year, the European Union and our Member States are providing financial support to Pride accessibility measures ­ such as signlanguage interpretation and wheelchair access ­ to make sure the event can be enjoyed by as many as possible.

Happy Pride!

Í áratug í hurðinni Passar upp á okkur

Skemmtistaðurinn Kiki hefur löngum verið helsti samkomustaður hinsegin fólks á Íslandi og því vakti það athygli margra þegar tilkynnt var um nýja forystu staðarins fyrr í sumar. Að vonum var hinsegin samfélagið forvitið um það hvað það yrði sem myndi breytast með nýjum áherslum, en jafnframt var fólki hugleikið hvort þeir þættir starfseminnar sem fólki þykir vænt um myndu halda sér. Eitt af því sem hvað mest var spurt um, var hvort Edda dyravörður yrði ekki örugglega í hurðinni. Og svarið er:

Engar áhyggjur. Edda er ekki að fara neitt.

Edda Vigdís hefur verið í hurðinni á Kiki í áratug. Raunar á hún tíu ára dyragæsluafmæli á Landleguballinu á Hinsegin dögum í ár, en þá er nákvæmlega áratugur síðan að henni bauðst starf við dyrasgæslu á þessum álagspunkti, en þá starfaði Edda á næturvöktum á bensínstöð. Hún sló til, og núna, tíu árum síðar, hefur hún ekki aðeins staðið í hurðinni og gætt öryggi staðarins, heldur stýrir hún gæslunni á Kiki og fleiri stöðum í miðborg Reykjavíkur.

Úr einu karaoke í annað

Edda Vigdís var nýkomin heim úr skiptinámi í Japan þegar hún fékk þetta tækifæri sem átti heldur betur eftir að hafa áhrif á líf hennar. „Ég útskrifaðist úr MR og fékk mesta námsleiða í heimi,“ segir Edda og útskýrir að hún hafi alltaf haft gaman af tungumálum. Hún átti litla frasaorðabók á japönsku, enda hefur hún áhuga á japanskri menningu: bardagaíþróttum, tölvuleikjum og japönskum bíómyndum. „Svo sá ég að það var verið að bjóða upp á japönskunám í háskólanum og sló til,“ segir Edda, sem var í eitt ár í Kyoto og hefur farið reglulega til Japan síðan þá. „Á tímabili var planið að vinna úti í Japan, en svo tekur lífið mann í furðulegar áttir.“ Edda lýsir því að hún hafi eiginlega festst í dyragæslunni og lagt drauminn um fasta búsetu í Japan á hilluna. „Japan er samt alltaf einhvers staðar þarna á bakvið,“ segir hún og bætir við að hún tali ennþá japönsku, þó 12 ár séu liðin frá því hún bjó þar.

Órjúfanleg tengsl Kiki-fjölskyldunnar Eins og áður segir var Eddu boðið hlutastarf við gæslu á Kiki, sem svo síðar varð hennar aðalstarf. Það var fyrst og fremst þetta hinsegin umhverfi sem Edda varð ástfangin af og olli því að hún hefur enst svona lengi í þessu starfi. „Það er Kiki­fjölskyldan sem heldur mér í starfinu,“ segir Edda og listar upp þau sem tilheyra þessari fjölbreyttu fjölskyldu: fastakúnnar, dyraverðir og starfsfólk. „Það eru órjúfanleg tengsl sem myndast hjá þeim sem vinna saman í þessu ruglaða umhverfi sem skemmtanalífið í Reykjavík er,“ segir Edda og lýsir því hvernig þessi tengsl haldist að eilífu. „Við skiljum hvert annað og vitum

hvaðan við erum að koma,“ útskýrir Edda og lýsir því hvernig þetta starf sé svolítið eins og að vinna á leikskóla: „Seint um nótt er fólk komið svolítið aftur í frumþarfirnar og þá er það okkar að passa upp á að fólk fari sér ekki að voða, að þau skemmi ekki neitt og að þau komist heim.“ Hún bætir við að það sé ekki algilt og að fólk skemmti sér á mismunandi vegu, en að hún viti aldrei að hverju hún gangi þegar hún mæti á vakt. „Það kemur margt upp og það má ekki láta það stoppa sig. Það þarf að ganga í hlutina strax.“

Einkennisklædd í eigin samfélagi

Dyravörðurinn Edda er sjálf partur af hinsegin samfélaginu, en er samt reglulega spurð hvort hún eigi kærasta. „Ég verð alltaf jafn hissa — mér finnst eins og það sé stimplað á ennið á mér að ég sé hinsegin — en það er náttúrulega alls konar fólk sem sækir staðinn og ekki öll eru hinsegin,“ segir Edda og bætir við að eitt af því mest heillandi við

„Það er ekki oft sem ég tek þátt í hinsegin viðburðum án þess að vera í einkennisklæðnaði,“ segir Edda og hlær og bætir við að hún nenni hvort sem er lítið niður í bæ þegar hún á frí. „Ég nenni ekki miðbænum. Frekar vil ég bara spila með vinum mínum. Ég get bara dansað þegar ég er í vinnunni,“ bætir hún við og lýsir því hvernig það eru forréttindi að fá að vera hluti af stemmingunni og á vakt samtímis. „En auðvitað væri gaman líka að geta tekið þátt án þess að vera alltaf að hugsa um öryggi og gæslu,“ segir Edda og bendir á að fyrirtækið hennar sé bókað nánast allan sólarhringinn yfir Hinsegin daga.

„Við erum bókuð á nánast öll giggin yfir Pride. Ég þarf bara að fara að klóna mig.“

Metnaðarfull forysta

Eins og fyrr segir hefur ný forysta tekið við rekstrinum á Kiki og það leggst bara vel í Eddu. „Eldmóðurinn hefur aðeins farið úr rekstrinum eftir heimsfaraldur, sem er kannski eðlilegt. Það var erfitt fyrir alla rekstraraðila miðbæjarins,“ útskýrir Edda og segist hlakka til að sjá hvaða hugmyndir nýir aðilar komi inn með. „Ég er rosa ánægð með að það sé komið nýtt blóð inn sem hefur mikinn metnað fyrir því að gera staðinn

aftur að þessum miðpunkti í djammlífinu sem hann var fyrir faraldur, þrátt fyrir að við munum loka fyrr,“ segir Edda og bætir glottandi við: „Það gerist hvort sem er ekkert gott eftir þrjú.“ Hún segir að fastir liðir muni halda sér, eins og Kikioki á fimmtudagskvöldum og dragsýningin á föstudagskvöldum, en að fjölbreyttir viðburðir séu í pípunum.

Dansar í vinnunni

Það hefur margt breyst síðan Edda hóf störf við dyravörslu. „Ég vann í heil átta ár án þess að fara í stunguvesti,“ segir hún og lýsir því að atvikum hafi ekki endilega fjölgað, en alvarleiki þeirra hafi aukist. „Fólk er ekki að slást bara með hnefum, heldur hnífum,“ útskýrir Edda en þvertekur fyrir það að miðbærinn sé hættulegri: „Við sem stöndum í gæslunni þurfum bara að vera viðbúnari fjölbreyttari atvikum.“ Edda segist hafa séð ýmislegt í þessu starfi, bæði gott og vont. „Ég hef komið að stunguárás,“ segir hún og tekur fram að það hafi ekki verið á Kiki, „og það var ekki falleg sjón. En svo er svo fallegt að sjá fólk hjálpa öðru fólki sem er í vanda. Fólki er ekki sama um aðra.“ Edda segir þetta skemmtilegt vinnuumhverfi, þó það sé mjög krefjandi.

„Sum kvöld eru erfiðari en önnur. En sum kvöld eru þannig að þú getur leyft þér að fara út á dansgólfið og taka snúning með vinum þínum. Það eru forréttindi.“

Mætir fólki með gæsku Það er fleira sem hefur breyst á umliðnum áratug en öryggismenningin. Vitundarvakning hefur orðið í samfélaginu varðandi ýmis hinsegin málefni og til að mynda eru komin kynhlutlaus klósett á Kiki, sem Edda segir hafa gengið snurðulaust fyrir sig. „Það átta sig samt ekki öll á því að þau séu á hinsegin stað,“ segir Edda og bætir við að stundum komi fólk út sem furði sig á því að hafa séð tvo menn að kyssast á dansgólfinu. Aðspurð hvort dyraverðir fari í sérstaka hinseginþjálfun segir Edda að það gildi alveg önnur viðmið á Kiki en á öðrum stöðum og það þurfi að fara yfir það sérstaklega með nýju starfsfólki gæslunnar. „Kiki er til dæmis eini staðurinn þar sem öll mega dansa ber að ofan,“ útskýrir Edda og bætir við að viðmót gæslunnar sé líka mýkra á Kiki en á mörgum öðrum stöðum.

„Það er svolítið macho fílingur í þessum geira, sem er óþarfur. Kill them við kindness er mitt leiðarljós,“

segir Edda og bætir við að allir dyraverðir ættu að horfa á myndina Roadhouse sem fjallar einmitt um dyraverði. Þar útskýrir Patrick Swayze í hlutverki heimspekings með svarta beltið í karate, sem tekur upp dyravörslu, hvernig best sé að koma fram við fólk í þessu starfi: Be nice. Until it’s time not to be nice.

Finnur stuðning samfélagsins

Edda lagði flöskuna á hilluna fyrir fjórum árum, en segir það ekki há henni að vinna starf þar sem áfengið flæðir um gólfin. „Fólk vill stundum bjóða mér skot og ég fæ mér þá bara skot af Red Bull,“ útskýrir Edda og segist kunna vel að meta það þegar fastakúnnar sýna þakklæti sitt með þessum hætti. „Ég finn mikinn stuðning frá hinsegin samfélaginu í þessu starfi og það var gott að heyra það hversu mörg hafa spurt hvort ég verði áfram í hurðinni þó nýtt fólk sé tekið við. Það er staðfesting á því að ég hafi verið að vinna gott starf.“ Hún segir það reglulega gerast að fólk komi upp að henni og þakki henni fyrir aðstoð þegar þau lentu í einhverjum atvikum. „Það að fólk taki sér tíma og komi og þakki fyrir sig er svolítið gott í hjartað.“

Passar upp á okkur

Oft eiga sér stað erfið atvik þar sem gæslan þarf að bregðast hratt við og þá sé mikilvægt að hafa ákveðnar vinnureglur til staðar. „Fólki verður á og þá þarf oft að taka ákvörðun á sekúndubroti. Þetta er bara vinnan okkar og við gerum okkar besta til að taka ákvarðanir út frá stöðunni og öryggi fólks. Þetta er ekkert persónulegt.“ Hún segir að stundum þurfi að grípa til harkalegra aðgerða þegar fólk bregst illa við fyrirmælum eða fer yfir mörk. „Oft fýkur í fólk, sem er í alls konar ástandi. En svo kemur þetta sama fólk til mín seinna og biðst afsökunar. Og það verður oft til þess að á milli okkar myndast vinskapur sem var ekki endilega til staðar áður. Það færir okkur nær hvert öðru.“ Hún segir að hún hefði ekki enst lengi í þessari vinnu ef hún tæki allt inn á sig sem upp kemur í þessum aðstæðum. „Auðvitað kemur fyrir að ég þurfi að tuska til vini eða kunningja,“ útskýrir Edda og lýsir því hversu lítið hinsegin samfélagið á Íslandi sé. „Þú ferð ekki yfir ákveðna línu, sama hver þú ert,“ staðhæfir Edda og segist enn hafa gaman af þessu starfi eftir öll þessi ár: „Það hafa verið góðir tímar og það hafa verið erfiðir tímar. En fyrst og fremst er ég að gæta hinsegin samfélagsins. Það er vinnan mín, en líka persónulegt. Ég er að passa upp á okkur.“

A Decade at the Door Edda Vigdís has been a staple figure in Reykjavík’s night life for a decade, having worked as a bouncer for Kiki and other venues for 10 years. Edda says that it’s an honour to get to work for the queer community in this way, ensuring the safety of LGBTQIA+ people in those queer spaces and supporting those who find themselves in situations where they need assistance. Edda admits that this means that she’s almost always in uniform at queer events, but sees this as a privilege too — to have the chance to dance along with friends from the community, even though she’s at work.

HVER SEM HUGMYNDIN ER ÞÁ GERUM VIÐ ÞETTA SAMAN

BYKO er stoltur stuðningsaðili Hinsegin daga

Hin heterónormatífa linsa sögunnar og mikilvægi þess að gera sig sýnileg

Tilvist hinsegin fólks einkennist að mörgu leyti af þversagnakenndri þrá eftir því að tilheyra og að frelsa sig undan væntingum samfélagsins. Á mótunarárum leita mörg okkar því að einhverjum samastað, af óljósri innri þörf fyrir að finna einstaklinga til að samsama sig við. Hinsegin fólk lærir snemma að lesa sig inn í aðstæður vegna yfirþyrmandi tilfinningar um að vera öðruvísi — að lesa sig inn í framandi samhengi og reyna að sjá eða spegla sig í því sem fyrir ber því að lengst af hefur það ekki þótt þess virði að minnast á tilvist hinsegin einstaklinga og hvað þá að fagna slíkum fjölbreytileika mannlífsins. Í hinum umburðarlyndustu samfélögum heyrist jafnvel enn í fólki sem notar rödd sína til þess að gera lítið úr mikilvægi þess að fjalla um persónulega hagi þeirra sem eru hinsegin þar sem sú hlið skipti ekki raunverulegu máli heldur séu afrek þeirra og gjörðir aðalatriðið og það sem verðskuldi athygli á kostnað annarra þátta.

„Hvaða máli skiptir eiginlega að hann sé hinsegin?“

Í grunninn viljum við vitanlega flest vera dæmd út frá gjörðum okkar og verkum og metin að verðleikum en það verður þó ekki undan því skotist að hinseginleikinn er órjúfanlegur hluti af sjálfsmynd hvers einstaklings sem tilheyrir þessu litríka samfélagi þar sem kynverundin hefur ómæld áhrif á það hvernig við sjáum og upplifum heiminn í kringum okkur. Enn fremur ber að hafa í huga að linsa sögunnar er í eðli sínu heterónormatíf og dregur dul á allan þann fjölbreytileika sem hefur ekki verið skýrt yrtur af hálfu einstaklingsins. En þegar upplýsingar um líf og sjálf hinsegin fólks falla í glatkistu sögunnar verða slíkar tengingar að eilífu þrætuepli fólks sem kýs helst að afneita hinseginleikanum þrátt fyrir sterkar vísbendingar um annað, svo sem augljós merki um samkynja ástarsambönd eða annars konar kyntjáningu en samfélagið væntir.

„Þeir voru bara nánir vinir“ Þá kannast hinsegin fólk vel við eiginlegar gaslýsingar af hálfu umheimsins þar sem samfélagið virðist einfaldlega neita að horfast í augu við möguleikann á því að sögufrægir einstaklingar hafi verið hinsegin, líkt og um sé að ræða smánarlegar aðdróttanir sé slíkum spurningum varpað fram. Sýnir þetta hversu rótgróin

hómófóbía er í samfélagsgerð okkar, því að jafnvel þótt við viljum trúa því að við séum komin lengra á veg í jafnréttisbaráttunni er staðreyndin sú að það er enn litið á það sem einhvers konar móðgun við minningu fólks ef einhver leyfir sér að velta því fyrir sér hvort manneskja sem gekk í berhögg við væntingar samfélagsins hafi mögulega verið hinsegin. Þá er jafnan keppst við að segja að aðeins hafi verið um að ræða náin vináttusambönd, þrátt fyrir heimildir um pör karlmanna eða kvenmanna sem deildu um árabil sama rúmi, voru í langri sambúð eða sendu hvort öðru fjöldamörg bréf með funheitum ástarjátningum.

„Það er ekki hægt að segja að hann hafi verið hinsegin“ Í þessum efnum gætum við velt því fyrir okkur hvaða áhrif slík sambönd og tilfinningar, á rófi hinseginleikans, hafi haft á listsköpun manna eins og Michelangelos, Leonardos da Vincis og Sandros Botticellis, þriggja af frægustu listamönnum mannkynssögunnar, sem samkvæmt heimildum áttu í samkynja samböndum. Sá orðaforði sem við búum yfir núna til að lýsa sjálfsmynd okkar og kynvitund var vissulega ekki til staðar þegar þeir voru uppi en á sama tíma hafa fræðimenn um aldir notað um þá orð eða hugtök sem þeir þekktu sjálfir ekki og voru ekki notuð í þeirra tíð.“1 Þetta er auðvitað mjög takmarkað dæmi sem ég vel að taka hér en það verður seint hægt að ná utan um það hversu margar hinsegin sögur hafa verið þaggaðar í hel í tímans rás. Það eina sem við getum leyft okkur er að spyrja spurninga og líta á hlutina út frá ólíkum sjónarhornum þar sem við endurskoðum söguna og endurskilgreinum fortíð okkar með tilkomu nýrra rannsókna.

„Þarf að vera að skilgreina sig svona?“ Andspænis þrýstingi samfélagsins um að það eigi ekki að skipta máli hvernig einstaklingurinn skilgreinir sig tel ég mikilvægt að átta sig á því að það leiðir að öllum líkindum aðeins til þess að ómetanlegar heimildir og frásagnir af bakgrunni og reynsluheimi fólks glatist þegar fram líða stundir. Ef við ávörpum ekki fjölbreytileikann og temjum okkur að tala um hann á opinn og hispurslausan hátt mun margt gleymast sem var ekki haldið á lofti heldur látið liggja á milli hluta. Í þessu felst því ákall frá mér um að við — hvort sem er innan skapandi greina eða á öðru sviði — gerum tilkall til hinseginleikans og forðumst ekki að taka okkur stöðu sem hinsegin fólk því að það viðhorf að hinsegin­

leikinn skipti ekki máli, t.d. þegar kemur að listsköpun, er til marks um þöggunartilburði hinnar ríkjandi, heterónormatífu samfélagsgerðar sem vill ekki horfast í augu við slíkan mun eða fjölbreytileika.

„Við erum, vorum og verðum hér“ Í þessu felst jafnframt ábyrgð gagnvart samfélaginu — okkar eigin hinsegin samfélagi sem og hinum stóra heimi, komandi kynslóðum og sögunni. Þá lifum við á tímum þar sem við njótum fordæmalauss frelsis á sama tíma og við upplifum ógnir og bakslag á heimsvísu. Í þessu samhengi er mikilvægt að taka ekki þeim réttindum sem við nú höfum sem gefnum og halda baráttunni áfram, halda áfram að gera okkur og okkar málefni sýnileg og gæta þess að við gleymumst ekki þegar kemur að því að rita söguna, því að gloppur fortíðarinnar eru þungbærar og minna okkur á sögulega mismunun, þöggun og útilokun. En það er ætíð erfitt að tala um það sem fólk kýs eða kaus sjálft að tala ekki um og þess vegna þurfum við fyrirmyndir á öllum sviðum, þ.e. fólk sem er tilbúið að nota rödd sína til að fjalla um eigin hinseginleika. Við þurfum öll einstaklinga sem við getum samsamað okkur með.

1. Hugtakið „endurreisnarmaður“ hefði til dæmis verið þeim fullkomlega framandi, líkt og fjallað er um í grein Margaret Middleton (2020), „Queer Possibility“, Journal of Museum Education, 45:4, bls. 426-436.

The Heteronormative Lens of History and the Importance of Representing the Community

Throughout history, countless stories of queer life have been lost, as the lens of history is fundamentally heteronormative and leaves out any LGBTQ+ narratives that are not communicated clearly and unambiguously. As a result, we are often limited to making speculations about the past, for we will never be able to recover the stories that have been swept under the carpet. This is therefore a plea for everyone who identifies as queer in one way or another, having a voice and a platform, to claim their own queerness openly and refuse to be silenced or forced to diminish themselves. For the benefit of the community and future generations.

David in a Tutu, collage og silkiþrykk
á pappír eftir Svein Snæ

Vinurnar Gunnþórunn Halldórsdóttir

og Guðrún Jónasson

Rakel Adolphsdóttir og Sigríður Jónsdóttir

Gunnþórunn Halldórsdóttir og Guðrún Jónasson voru uppi á umbrotatímum í íslensku samfélagi þegar Reykjavík var að þróast úr þorpi í bæ. Þær voru skráðar saman til heimilis á Amtmannsstíg 5 í hálfa öld frá árinu 1908. Hér eru dregin saman nokkur brot og fróðleiksmolar um ævi og samlíf þeirra í ljósi gagna sem finna má meðal annars á Kvennasögusafni, Leikminjasafni og skjala­ og upplýsingasöfnum á Landsbókasafni Íslands.

Hafa ber í huga að ekki fer vel á því að nota skilgreiningar nútímans til að lýsa samböndum fortíðarinnar, aðstæður voru allt aðrar og forsendur ólíkar því sem nú er. En hvernig sem sambandi Guðrúnar og Gunnþórunnar var háttað er fullvíst að þær voru nánar enda spannaði sambúð þeirra rúma hálfa öld og telst einstakt dæmi um það hvernig konur tóku höndum saman, ráku saman heimili, stofnuðu fjölskyldu og fyrirtæki og endursköpuðu á sinn hátt það íslenska samfélag sem þær hrærðust í.

Gunnþórunn Halldórsdóttir — leikkona og kaupkona

Gunnþórunn Halldórsdóttir fæddist í Reykjavík árið 1872. Foreldrar hennar voru Halldór Jónatansson, söðlasmiður, og Helga Jónsdóttir, húsfreyja. Hún bjó við Amtmannsstíg 5 nær alla ævi þar sem móðir hennar seldi fæði til svokallaðra kostgangara, þar á meðal pilta í Menntaskólanum handan við götuna. Á Herranótt, kynntist Gunnþórunn leiklistinni og steig hún sín fyrstu skref á leiksviði með skólapiltum. Hún varð síðan einn af stofnendum Leikfélags Reykjavíkur, 11. janúar 1897, og lék í fyrsta sinn undir merkjum félagsins í lok sama árs.

Fyrsta opinbera umfjöllunin um þennan hæfileika Gunnþórunnar birtist í tímaritinu Nýja öldin árið 1897:

„Ungfrú Gunnþórunn Halldórsdóttir tekur sig mjög vel út á leiksviði, hefir fallega söngrödd og ýmsa góða hæfileika.“

Gunnþórunn varð snemma þekkt skapgerðarleikkona en fyrstu árin lék hún einnig nokkur karlmannshlutverk. Gagnrýnendur töluðu nánast undantekningarlaust vel um frammistöðu hennar á leiksviði, frá upphafi ferils til enda.

Haustið 1905 sagði Gunnþórunn skilið við Leikfélagið og lék ekki aftur með félaginu næstu tuttugu árin. Hún sneri aftur til Leikfélagsins rúmlega fimmtug og við tók annað blómaskeið í Iðnó. Í millitíðinni sat Gunnþórunn síður en svo auðum höndum heldur stofnaði hún verslun og tók að sér hvers kyns skemmtanir í borginni þar sem hún lék stutta gamanleiki og fór með gamanvísur. Oftar en ekki rann ágóði af þessum skemmtunum til góðgerðarmála. Þess má geta að hún var fyrsti leiðbeinandi eða leikstjóri Leikfélags Hafnarfjarðar árið 1908 þegar það setti Apaköttinn og Hættulegt umboð á svið, og lék hún þar líka sjálf.

Í tilefni af 65 ára afmæli Gunnþórunnar skrifaði Lárus Sigurbjörnsson, skjala­ og minjavörður Reykjavíkurborgar, eftirfarandi í Vísi: „Gunnþórunn hefir ausið til beggja handa af óvenjulegri listhæfni gáfna sinna og einstæðu glaðlyndi og góðvild til alls lifandi.“ Það var svo á áttræðisafmæli hennar, sem haldið var með viðhöfn í Þjóðleikhúsinu, að Gunnþórunn lék sitt síðasta hlutverk á sviði sem einnig var eitt hennar frægasta, Vilborgu grasakonu í Gullna hliði Davíðs Stefánssonar.

Guðrún Jónasson — bæjarfulltrúi og kaupkona

Guðrún Jónasson, fædd Pétursdóttir árið 1877, fluttist ung með fjölskyldu sinni til Vesturheims og settist síðar að í Winnipeg. Þar giftist hún Jónasi Jónassyni (1867­1941), leikhús­ og verslunareiganda, árið 1898 og tók upp eftirnafn hans, líkt og tíðkaðist þar.

Eftir að móðir Guðrúnar lést, upp úr aldamótum 1900, undi faðir hennar sér ekki lengur í Kanada og vildi snúa aftur heim til Íslands. Guðrún fylgdi föður sínum heim og fengu þau inni hjá Gunnþórunni og móður hennar á Amtmannsstíg 5. Guðrún ætlaði sér að snúa aftur til Vesturheims en svo fór að hún settist að hjá Gunnþórunni á Amtmannsstíg. Hún skildi aldrei formlega við Jónas og fram til ársins 1933 er einstaka sinnum minnst á hana sem eiginkonu Jónasar, einkum þegar hún sigldi til Vesturheims.

Guðrún varð síðar mikilvirkur bæjarfulltrúi og náði kjöri sem slíkur árið 1928 fyrir Íhaldsflokkinn, síðar Sjálfstæðisflokkinn, og gegndi því hlutverki í áratugi. Hennar helstu málefni snerust um að bæta kjör barna, ungmenna og mæðra þeirra svo og ýmissa kvennastétta, til dæmis ljósmæðra. Þá vann Guðrún að því að hækka styrki borgarinnar til ýmissa félagasamtaka kvenna sem starfrækt voru í Reykjavík. Á sextugsafmæli Guðrúnar birtist þetta í Vísi:

„Hefir hún verið góður liðsmaður, reynst einbeitt og fylgin sér, örugg í vörn og djörf í sókn. … Eftir frú Guðrúnu Jónasson liggur mikið starf … [hún] er hjálpsöm kona og trygglynd og munu margir verða til þess að óska henni til hamingju í dag, á þessum tímamótum í lífi hennar.“

Skjalasöfn Guðrúnar og Gunnþórunnar Einkaskjalasöfn eru í eðli sínu brotakennd, samtíningur úr tilvist einnar manneskju eða fleiri sem oftar en ekki getur reynst erfitt að púsla saman og skilja. Árið 2008 voru Kvennasögusafni færð gögn sem tilheyrðu Guðrúnu og Gunnþórunni og bárust frá tengdadóttur þeirra. Gögnin voru ekki mikil að tölu; nokkur heiðursskjöl, eitt vegabréf, tvö jólakort, sex ljósmyndir, fjölmargar handskrifaðar gamanvísur Gunnþórunnar og, rúsínan í pylsuendanum, hárflétta Guðrúnar í stálboxi utan af sígarettum. Engin bréf fylgdu, hvorki ræður né minnisblöð, ekkert tengt rekstri þeirra heldur.

Árið 2021 barst önnur lítil, en ekki síður dýrmæt, sending: tvö bréf, ein orðsending með ljósmynd, eitt heiðursskjal, ættartala og, það besta, fjölskyldumyndband frá árinu 1956 sem kemur við sögu síðar í þessari grein. Í árslok 2023 afhenti Ragnheiður Steindórsdóttir, leikkona, Leikminjasafni gögn foreldra sinna, leikaranna Margrétar Ólafsdóttur og Steindórs Hjörleifssonar. Þar leyndust óvænt tveir munir frá Gunnþórunni. Annars vegar kristalsskál sem vegur 1,5 kg og hinsvegar fislétt pyngja. Þetta var hinn svokallaði „Gunnþórunnarnautur“ sem Gunnþórunn bar á hestbaki yfir fjöll og firnindi til að færa vinkonu sinni og hins vegar „Pungur Gunnþórunnar Halldórsdóttur“ en þar er á ferðinni pyngjan sem Gunnþórunn bar þegar hún lék Vilborgu grasakonu í síðasta sinn.

Hughrif

Nú er ágætis augnablik til að taka kúnstpásu. Gömul skjöl og ryk, ljósmyndir af löngu látnu fólki og leikskrár. Skjalavarsla og skjalasöfnun virðast við fyrstu sýn kannski óspennandi og fremur óaðlaðandi dægrastytting eða ævistarf. En því fer fjarri, skjalasöfn anda og lifa líkt og einstaklingarnir sem áttu gögnin. Manneskjur sem voru uppi á fyrri hluta tuttugustu aldar virðast órafjarri samtímanum en birtast ljóslifandi í gegnum munina og skjölin sem þær skildu eftir, nánast eins og vofur fortíðarinnar.

Gunnþórunn og Guðrún hafa ásótt okkur síðastliðin ár á góðlátan en ákveðinn máta. Þær berja reglulega að dyrum á skrifstofum okkar, stundum þegar við eigum síst von á heimsókn, alltaf með nýjum svipi og með nýjar upplýsingar. Að setja saman líf fólks, byggt á örfáum gögnum, er eins og að púsla án þess að hafa fyrirmynd eða vita hversu stór myndin verður að lokum eða af hverju. Að halda á „Gunnþórunnarnaut“ vekur upp fjölmargar spurningar sem verður líklega aldrei svarað. Hvar var skálin keypt? Af hverju þessi skál? Hvenær ferðaðist Gunnþórunn með gjöfina til vinkonu sinnar? En skálin vekur líka upp tilfinningar. Þú finnur þyngdina og veist að það hefur verið þrautin þyngri að bera skálina á hestbaki. Þú sérð litlu brotin og veist að skálin hefur verið handfjötluð oft. Þú horfir á blómaskreytingarnar og veist að skálin var valin af smekkmanneskju.

Hughrifin einskorðast ekki við hluti heldur líka staði, byggingar og jafnvel heilu hverfin. Þær bjuggu langa ævi í Þingholtunum og voru þekktar í hverfinu. Amtmannsstígur 5 stendur enn, minnisvarði um ævi þeirra og störf.

Amtmannsstígur 5 og jörðin á Nesjum

Amtmannsstígur 5 var fasti í lífi Guðrúnar og Gunnþórunnar. Líf þeirra og reiturinn í kringum húsið átti eftir að þróast

„Skömmu eftir aldamótin rifu þær mæðgur [Gunnþórunn og móðir hennar] litla húsið, sem verið hafði æskuheimili Gunnþórunnar, og byggðu annað stærra í þess stað. Það var einlyft í fyrstu, en nokkru eftir að frú Guðrún Jónasson gekk í félag við Gunnþórunni, byggðu þær stöllur aðra hæð ofan á húsið og reistu síðar steinhúsið á horni Amtmannsstígs og Þingholtsstrætis, sem nú er heimili þeirra.“

Gunnþórunn og Guðrún ráku heimilið í nær 50 ár þar sem þær önnuðust aldraða foreldra sína og ólu upp þrjú fósturbörn. Mikill gestagangur var hjá þeim sambýliskonum sem Steinunn kallar „vinurnar“ í sömu grein og voru vinnukonur hjá þeim hverju sinni. Ekki var gestagangurinn minni á Nesjum í Grafningi þar sem þær áttu jörð. Þar héldu þær ráðsmann og leigðu skika til bænda í nágrenninu og börðust líka við veiði­ og berjaþjófa eins og til dæmis má sjá í auglýsingu sem birtist í Morgunblaðinu 1923.

Á Nesjum áttu þær ánægjulegar stundir með fósturbörnum sínum og barnabörnum, Gunnþórunn var þekkt fyrir að sitja alltaf á sama kassa og dorga í Þingvallavatni. Frá þessum stundum hefur varðveist fallegt sönnunargagn, áðurnefnt fjölskyldumyndband, varðveitt á Kvennasögusafni, þar sem Guðrún og Gunnþórunn sjást standa saman á svölum bústaðarins og horfa yfir landareign sína.

Fyrirmyndarborgarar

Guðrún og Gunnþórunn voru atkvæðamiklar í íslensku samfélagi á fyrri hluta liðinnar aldar og tóku virkan þátt í félagasamtökum ásamt því að reka hagnaðarsöm fyrirtæki. Guðrún rak verslun í Austurstræti og Gunnþórunn í Eimskipafélagsshúsinu og þær áttu útibú á Ísafirði og í Hafnarfirði. Báðar voru meðlimir í Kvenréttindafélagi Íslands þar sem þær töluðu fyrir kosningarétti kvenna. Guðrún náði formannssætinu af Bríeti Bjarnhéðinsdóttur um stund og Gunnþórunn sat einnig í stjórn. Þá var Guðrún lengi formaður fjáröflunarnefndar Kvennaheimilisins Hallveigarstaða.

Umfjallanir um þær í blöðum og tímaritum eru fjölmargar, yfirleitt jákvæðar en þó er ekki öll sagan sögð. Guðrún var alltaf titluð „frú“ í íslenskum dagblöðum og Gunnþórunn ávallt titluð „fröken“, „ungfrú“ eða „jungfrú“. Tilkynnt var í dagblöðum um ferðalög þeirra, eins og annarra einstaklinga sem töldust fyrirfólk þeirra tíma. Þannig má rekja ferðir þeirra, hvorrar í sínu lagi og saman, innan lands og utan. En eins og gildir um aðra opinbera einstaklinga voru þær ekki óumdeildar. Þar má nefna brotthvarf Gunnþórunnar úr Leikfélagi Reykjavíkur snemma á öldinni og pólitísk átök Guðrúnar við vinstri vænginn þar sem hún talaði á móti jafnaðarstefnunni.

Guðrún og Gunnþórunn voru greinilega mikilvirkar og flokkaðar með efri stéttum í íslensku samfélagi á fyrri hluta aldarinnar. Báðar voru félagar og stjórnarmeðlimir í Góðtemplarareglunni og komu fram á skemmtikvöldum félagsins. Guðrún var formaður og stofnandi kvennadeildar Slysavarnafélags Íslands frá stofnun 1930 til dauðadags svo og Sjálfstæðiskvennafélagsins Hvatar frá stofnun 1937 til 1955. Gunnþórunn var kjörin heiðursfélagi Leikfélags Reykjavíkur árið 1938 og vann töluvert fyrir Ríkisútvarpið sem leikkona og við upplestra, þar á meðal í barnatíma útvarpsins. Báðar voru sæmdar stórriddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu, Gunnþórunn árið 1945 fyrir leiklistarstörf og Guðrún fyrir störf í þágu slysavarna árið 1955.

„…svo að stutt varð á milli þeirra…“ Guðrún Jónasson andaðist 5. október 1958, 81 árs að aldri. Tilkynning um jarðarför Guðrúnar frá Dómkirkjunni birtist á forsíðu Morgunblaðsins og var athöfninni útvarpað. Borgarstjórinn í Reykjavík var á meðal þeirra sem báru kistuna. Tilkynningin var undirrituð: „Gunnþ. Halldórsdóttir og fósturbörn“. Tæplega fjórum mánuðum síðar, 15. febrúar 1959, lést Gunnþórunn, þá 87 ára. Minningargreinar bera þess merki að merkar konur hafi kvatt þennan heim. Daginn sem jarðarför Gunnþórunnar fór fram, 24. Morgunblaðinu

Heimildir

KSS 77. Guðrún Jónasson. KSS 78. Gunnþórunn Halldórsdóttir. KSS 2021/19. Guðrún Jónasson og Gunnþórunn Halldórsdóttir.

LMÍ 2023/14. Margrét Ólafsdóttir og Steindór Hjörleifsson. Ljósmyndasafn Íslands. Skjalasafn Ríkisútvarpsins. www.kvennasogusafn.is www.leikminjasafn.is www.timarit.is www.huldukonur.is

Höfundar þakka Þorvaldi Kristinssyni fyrir ómetanlega aðstoð.

„Í hóp kostgangara í matsölu móður hennar [Helgu] bættist veturinn 1905 ung stúlka frá Ameríku, sem snúið hafði aftur til Íslands með föður sínum. Það var frú Guðrún Jónasson, og þar sem Gunnþórunn varð einmitt um þetta leyti viðskila við félaga sína í Leikvíkur, sem stofnað var 1897, sló Guðrún upp á því við Gunnþórunni, að þær gerðu félag með sér um verzlunarrekstur. Verzlun þeirra óx og dafnaði frá fyrsta stíginn, og þær stöllur fylgdust að ævilangt, alla tíð búsettar við holtunum. Frú Guðrún lézt fyrir skömmu, svo að stutt varð á milli þeirra, en Þingholtin sýnu fátækari, er báðar hinar merku konur eru á braut horfnar, mönnum en þó börnum, sem þær tóku að sér

Samlífi Guðrúnar og Gunnþórunnar var lýst á marga vegu á opinberum vettvangi í 50 ára sambúð. Þær voru kallaðar vinur, stöllur, stallsystur, vinkonur… Hér fer þó best á því að leyfa þessum merkilegu konum að eiga síðasta orðið og skilgreina sig sjálfar: Í bréfi barni sínu skrifa

Hinsegin skjalasafn

Hinsegin skjalasöfn eiga sér langa sögu og eiga rætur að rekja til einstaklinga og grasrótarfélaga. Sérsöfn og sérfræðiþekking eru nauðsynleg til að varðveita, rannsaka og miðla jaðarsögum.

Höfundar hvetja til stofnunar hinsegin skjalasafns á Íslandi.

Myndatextar

1. Stórmerkileg mynd af „vinunum“ haldast í hendur.

2. Pungur Gunnþórunnar Halldórsdóttur.

3. Hárflétta Guðrúnar og sígarettukassinn.

4. Skjáskot af Guðrúnu og Gunnþórunni á svölunum á Nesjum, kannski að dást að jarðareigninni eða líta eftir veiðiþjófum.

5. Guðrún og Gunnþórunn verja jörð sína. Þessi auglýsing birtist á forsíðu Morgunblaðsins árið 1923.

6. Gunnþórunnarnautur. Gunnþórunn bar skálina á hestbaki norður í land og gaf Herdísi Pétursdóttur, prestsfrú.

7. Auglýsingar sem birtust í kvennatímaritinu Brautin árið 1928. Sitthvor auglýsingin en þó saman. Lýsandi fyrir þeirra samlíf.

8. Bréfið frá „ömmunum“. Ártal vantar.

Besties

Actress Gunnþórunn Halldórsdóttir and city councilor Guðrún Jónasson lived in Reykjavík, Iceland, during turbulent times in the late 19th and early 20th century when the village was turning into a town. For more than 50 years they shared a home at Amtmannsstígur 5 and were prominent members of Icelandic society. They also owned farmland by Þingvellir, ran multiple businesses and raised three foster children.

Arfleifð James Baldwins –

100 árum fagnað

Giovanni’s Room í íslenskri þýðingu

Guðrún Úlfarsdóttir

„Það er hægt að vera fyrirlitlegur á svo margan hátt að það er til að æra mann. En raunveruleg fyrirlitning felst í því að fyrirlíta sársauka annarra.“ – James Baldwin

James Baldwin fæddist í Harlem í New York 2. ágúst 1924. Hann var bókhneigður drengur, gefinn fyrir skrif og skáldskap og almenningsbókasöfnin tvö í Harlem voru hans athvarf. Kennarar sáu að drengurinn bjó yfir ríkri athyglisgáfu og næmi, að þar væri mikið efni í skáld og rithöfund, og hvöttu hann áfram. Til Parísar fluttist hann 24 ára, bjó þar næsta áratug og Herbergi Giovanni byggir hann að miklu leyti á reynslu sinni í borginni. Þar varð hann ástfanginn af svissneskum pilti og sú ást gaf honum kjark til að takast á við söguna um David, Hellu og Giovanni. Áratug síðar kallaði mannréttindabarátta svartra hann aftur heim til Bandaríkjanna en síðustu ár ævinnar bjó hann lengstum í Suður­Frakklandi og lést þar árið 1987. Með blaðagreinum sínum og ritgerðum varð James Baldwin einn beittasti og dáðasti baráttumaður fyrir mannréttindum og mannvirðingu svartra Bandaríkjamanna fyrr og síðar. Hann varð eftirsóttur ræðumaður á fjöldafundum og í háskólum og birti fjölmargar ritgerðir í blöðum og tímaritum sem skömmu seinna rötuðu á bækur. Þá sendi hann alls frá sér sex skáldsögur um dagana. Á samfélagsmiðlum gengur arfleifð hans einnig í endurnýjun lífdaga en með gáfum sínum, mælsku og innsæi snertir hann enn hug og hjörtu nýrra kynslóða.

Öld er liðin frá fæðingu rithöfundarins James Baldwins og af því tilefni kemur í fyrsta sinn út þýðing á skáldverki eftir hann á íslensku. Herbergi Giovanni kom fyrst út í Bandaríkjunum árið 1956 og segir frá David, Bandaríkjamanni í París. Söguhetjan verður ástfangin af ítalska barþjóninum Giovanni og flytur inn til hans í agnarsmátt leiguherbergi í París. Þetta litla og táknræna rými færir þeim ómælt frelsi en þar takast þeir líka á við ómælda skömm og sjálfshatur. Sagan er öðrum þræði ómetanleg heimild um samkynhneigðar ástir á öndverðri 20. öld og er nú talin til merkustu skáldverka heimsbókmenntanna.

rita fyrir eina þeirra. Við spurðum Þorvald hvenær hann hefði fyrst kynnst ritverkum James Baldwins.

„Ég settist í háskóla í Bandaríkjunum haustið 1970 og bæði þar og eftir heimkomuna urðu ýmsir kunningjar til að vekja athygli mína á ritgerðum hans, enda var mannréttindabarátta svartra í Bandaríkjunum í voldugri sveiflu á þessum árum. En Herbergi Giovanni las ég fyrst í Kaupmannahöfn, þá þrítugur, rétt eftir að ég horfðist í augu við það hvar ástríðan lá, og það var fyrir hvatningu fyrstu vinanna sem ég eignaðist í hópi danskra homma. Síðar las ég svo eitt og annað eftir

Baldwin, tvær af skáldsögum hans sem frægastar eru og margar af eldri ritgerðum

Undir lok aldarinnar fann ég skýrt til þess að skáldverk Baldwins nutu ekki sömu athygli og áður. Það var hljótt um hann utan hins heims síðustu árin sem hann lifði og eftir að hann lést, 1987. Þetta átti síðan eftir að breytast á nýrri öld, ekki síst þegar hreyfingin Black Lives Matter varð að veruleika árið 2013. Þá reis hann upp frá dauðum ef svo má segja, andlegur leiðtogi í baráttu okkar fyrir mannréttindum og mannvirðingu.“

Þetta er átakamikil bók og dramatísk, ekki síst lýsingar skáldsins á skömm. Hvernig leið þér eftir fyrsta lestur, hvernig var að lesa þessa sögu í samfélagi sem var statt á allt öðrum stað og svo við núverandi aðstæður?

James Baldwin, 1974

„Jú, það tók á. Ef ég man rétt þá felldi ég tár þegar lestri var lokið og ég fór aftur að blaða í gegnum söguna. En það eru engin tíðindi, ég klökkna svo oft yfir bókmenntum og tónlist sem hittir á réttar taugar! Auðvitað stóð ég í allt öðrum heimi en sögupersónan David, því að um 1980 bjó ég í Danmörku en þar var allt á fleygiferð í lífi samkynhneigðra og mikill uppreisnarandi í lofti. En ef ég man rétt þá skildi ég kjarna sögunnar nokkuð vel á þessum árum. Hún fjallar fyrst og fremst um það að taka ábyrgð á eigin lífi, forðast sjálfsblekkinguna, ánetjast ekki skömminni og óttanum við það hvað heimurinn kunni að segja og hvað heiminum finnist um mig og mín systkini.

Eiginlega orðar James Baldwin þetta miklu betur en ég þegar hann kom sögunni til varnar eftir að hafa heyrt út undan sér raddir sem töldu hana „úrelta“. Herbergi Giovanni, sagði hann, fjallar fyrst og fremst „um það sem gerist ef við verðum svo hrædd að við verðum ófær um að elska nokkra manneskju“

Hvað varð til þess að þú þýddir bókina? Varstu beðinn um það eða tókstu upp á þessu hjá sjálfum þér?

„Enginn bað mig um þetta en mánuði fyrir Covid, um áramótin 2019­2020, kom ungur vinur minn í heimsókn (ég laga sterkt og gott kaffi) og var eins og uppnuminn, hafði verið að ljúka við Giovanni’s Room á frummálinu. „Aha“, hugsaði ég, svo hún á ennþá erindi við heiminn. Nema hvað! Hún hefur allt þetta sem gerir eina sögu að klassíker. Svo ég þýddi hana meðfram öðrum verkum á næstu árum, leitaði að útgefanda og Forlagið tók mér opnum örmum.

Það var líka eitt og annað til að heilla þegar ég fór að rýna í söguna og lesa mér til um ævi Baldwins, til dæmis þessi svellandi áfergja sem litar textann þegar hann lýsir París þar sem hann bjó árum saman. Til dæmis nær hann að miðla vel þessari merkilegu blöndu sýnileika og feluleiks sem einkenndi líf samkynhneigðra í borginni um miðja 20. öld. Líka það hvernig staðhættir í sögunni ríma við minnstu smáatriði í sjálfri borginni.“

Eins og þú nefnir er prósi Baldwins mjög þéttur og maður hefur á tilfinningunni að engu orði sé ofaukið. Hann dregur upp óvenjuskarpar myndir og skapar ríkt andrúmsloft. Hvernig var það að þýða svona kröftugan texta?

„Auðvitað var þetta heilmikil áskorun en ég er henni þakklátur. Því það var þessu heimasmíðaða verkefni að þakka að ég hélt ró minni meðan Covid var að ganga yfir í stað þess að vorkenna sjálfum mér í einangrun daganna. En þýðingar fagurbókmennta eru vissulega snúið mál. Ég naut þess þó að hafa ritstýrt fjölmörgum þýðingum annarra í 40 ár, svo að ég þykist vita eitt og annað um gildrurnar.

Eins og fleiri lít ég auðvitað svo á að fyrst verði að koma réttri merkingu, hrynjandi og helstu stíleinkennum til skila. En það erfiðasta að mínu viti, og um leið það sem gerir þetta svona spennandi, er að reyna að skynja andblæ hvers verks, hvaða andrúmslofti er verið að miðla, heyra suðið og kliðinn á bakvið verkið, og það kostar langa leit.“

James Baldwin var og er mikill áhrifamaður í réttindabaráttu svartra í Bandaríkjunum og það birtist í öðrum skáldsögum hans sem fjalla að mestu um tilveru svartra. Herbergi Giovanni er raunar eina bók hans þar sem allar persónur eru hvítar. Hvers vegna? Hvaða máli skiptir það fyrir söguna?

„Skáldið sjálft svaraði þessu reyndar manna best. Eitt sinn sagði Jimmy, eins og Baldwin var oft kallaður, um það hvers vegna hann valdi þá leið að sneiða hjá eigin kynþætti í sögu sinni, þá rétt að verða þrítugur: „Víst er að mér var hreinlega ofviða, þar sem ég var þá staddur í lífinu, að takast líka á við hinn þungann sem á mér hvíldi, „negravandamálið“. Hið kynferðislega og sið­

ferðislega var mér nógu erfið glíma. Ég gat ekki mætt báðum þessum áskorunum í sömu bók.“

Með því að velja sér hvítar sögupersónur var hann kannski líka í uppreisn gegn því að leyfa öðrum að draga sig í dilk. Það fór óbærilega í taugarnar á Baldwin að láta aðra skilgreina sig sem eitt eða annað. Þegar hann færði útgefanda sínum, Alfred A. Knopf, handrit að sögunni árið 1955 hafnaði þetta volduga forlag henni, taldi unga manninn á villigötum, sagði að hann væri „Negro writer“ og ætti að rækta það hlutverk. Jimmy fann fljótt annan útgefanda sem hrósaði happi, bókin seldist ágætlega og hlaut jákvæðari dóma í Bandaríkjunum og Bretlandi en mann hefði grunað á þeim tímum. Hispursleysi skáldsins og einlægni hittu einfaldlega í mark.“

efri: Þorvaldur Kristinsson, þýðandi neðri: París, sögusvið bókarinnar

Herbergi Giovanni eftir James Baldwin í þýðingu Þorvalds Kristinssonar kemur út hjá Forlaginu á aldarafmæli höfundar þann 2. ágúst. Þriðjudaginn 6. ágúst kl. 16 verður boðið til veislu í Iðnó til heiðurs James Baldwin. Herbergi Giovanni verður þar til umræðu og lesnir stuttir kaflar úr íslensku þýðingunni. Viðar Eggertsson, leikstjóri, ræðir við þýðandann um Baldwin og verk hans.

Svo ég tali beint frá hjartanu — að mínu viti eru hinsegin skáldsögur og endurminningar líklega hvað besta tólið til að hvetja til samtals og skilnings milli ólíkra kynslóða í samfélagi hinsegin fólks. Geturðu mælt með fleiri eldri skáldverkum fyrir unga lestrarhestra sem vilja kynna sér fyrri tíma?

„Það er ekki svo létt því að mín kynslóð hafði úr ofboðslega litlu að moða þegar við vorum að reyna að takast á við sjálf okkur og heiminn. Ég man þó að ég las mér til dæmis til sálubótar minningar Danans Christians Kampmanns sem ritaði trílógíu um það að vakna til vitundar um eigin kynhneigð, eignast konu og börn og rata loks aftur til kynbræðra sinna með hjálp róttækra hreyfinga á áttunda áratug aldarinnar. Þessar þrjár sögur hans eru meistaraverk, sú fyrsta, Fornemmelser, reyndar best, en allt var þetta hollt ungum homma. Upp í hugann kemur líka trílógía Svíans Jonasar Gardells frá þessari öld, Torka aldrig tårar utan handskar, sem þýdd hefur verið á íslensku að hluta, en til að njóta þessara verka þarf maður helst að lesa dönsku og sænsku sér til ánægju og það virðist vefjast fyrir mörgum nú orðið. Hvað vini mína í hópi lesbía og trans fólks snertir verða aðrir mér fróðari að botna þessa þulu! En upp á síðkastið hafa birst nokkrar frábærar skáldsögur sem lýsa löngu liðinni tíð, til dæmis In Memoriam eftir Alice Winn og Swimming in the Dark eftir Tomasz Jedrowski.

Þá sjaldan ég finn til öfundar gagnvart ungu fólki er það helst þegar ég rása gegnum tilboð daganna á streymisveitunum, til dæmis Young Royals og Heartstopper, á köflum sápa á sápu ofan og á köflum sönn viska og tær heiðarleiki. Hefði mín kynslóð bara átt kost á svona nokkru! Því að aldur skáldverka, endurminningabóka og kvikmynda er kannski ekki mál málanna, heldur gæðin, trúverðugleikinn og heiðarleikinn sem leynist í listaverki ef það stendur undir nafni.“

Herbergi Giovanni er sannarlega öllum þessum kostum búin og hefur því hlotið verðskuldað pláss á listum yfir áhrifamestu skáldverk heims. Og áhrifamikil er hún, tilfinningaflækjurnar sem hrærðust í David og Giovanni eru eitthvað sem flest hinsegin fólk getur speglað sig í. David finnur fyrir eitruðum sting skammarinnar en þó birtist inni á milli gullslegin von um heitar og ljúfar samkynja ástir. Styrkur skáldsögunnar er enda hvað hún er mannleg og einlæg — hún sýnir dýptina svo vel. Persónurnar fá að koma til dyranna eins og þær eru klæddar, breyskar, jafnvel asnalegar en alltaf heillandi sem sín sönnu sjálf. Herbergi Giovanni er því sígild, hún á erindi við okkur öll og ef að líkum lætur skilur hún engin eftir ósnortin.

The Legacy of James Baldwin

A century has passed from the birth of James Baldwin, an American writer and a social critic. He is best known for his essays and novels and his activism during the civil rights movement in the United States. Baldwin moved to Paris as a young man and his short love affair with a Swiss boy inspired one of his novels, Giovanni's Room. The novel, first published in 1956, tells the story of an American living in Paris as he falls in love with an Italian bartender called Giovanni. In Giovanni's tiny rental room, they explore the intensity, beauty and shame of homosexual love. To celebrate his centenary, Þorvaldur Kristinsson, one of the pioneers of the queer movement in Iceland, has translated Giovanni's Room into Icelandic.

James Baldwin við Albert Memorial í Lundúnum

Hvað er PrEP?

Fyrirbyggjandi lyfjameðferð sem ætlað er að hindra HIV-smit með því að koma í veg fyrir að veiran taki sér bólfestu í líkamanum og fjölgi sér.

Með réttri notkun lyfsins minnka líkurnar á HIV-smiti um allt að 99%.

Fyrir hver er PrEP?

PrEP er fyrir allt fólk sem stundar kynlíf, sér í lagi þau sem eiga það til að sleppa því að nota smokkinn.

Stærsti hópurinn sem hingað til hefur notað PrEP eru hommar og tvíkynhneigðir karlmenn.

Hvernig er PrEP notað?

Daglega – Ein tafla er tekin á hverjum degi, án þess að taka hlé. Gera má ráð fyrir að hámarksvörn sé náð í endaþarmsslímhúð eftir 7 daga notkun og í leggangaslímhúð eftir 21 dag.

Eftir þörfum – Fyrir einstaklinga sem stunda ekki kynlíf reglulega eða njóta þess að opna sambandið við einstaka tilefni er möguleiki á að taka PrEP eftir þörfum.

2 töflur af PrEP 2-24 klst. fyrir kynmök.

1 tafla af PrEP 24 klst. eftir kynmök.

1 tafla af PrEP 48 klst. eftir kynmök.

Athugið að ef PrEP er tekið eftir þörfum þá þarf að hafa í huga að ekki má taka fleiri en 7 töflur á viku!

Hvernig nálgast þú PrEP?

Einfalt mál! Til að fá PrEP þarf að panta tíma hjá hjúkrunarfræðingi á göngudeild smitsjúkdóma (A3) í Fossvogi. Það er gert í síma 543-6040.

Athugið

PrEP er ekki vörn gegn öðrum kynsjúkdómum!

Ekki er mælt með óreglulegri notkun, eða að taka PrEP eftir þörfum, fyrir einstaklinga sem taka kynstaðfestandi hormóna (estrógen), og/eða fyrir einstaklinga með píku sem stunda kynlíf um leggöng.

Frekari upplýsingar fást hjá hjúkrunarfræðingi á göngudeild smitsjúkdóma (A3) í Fossvogi. Hægt er að hafa samband í síma 543-6040.

Teikning: Alda Lilja

Ást á prenti

Orðið rómantík er í orðabók skilgreint sem það sem varðar ástir. Við hinsegin fólk eigum það mörg sameiginlegt að hafa fundið fyrir skömm á svipuðum slóðum og við finnum fyrir ást eða hrifningu. Þess vegna dýrka undirrituð bækur sem styrkja og fagna ást (og þrá og kynlífi) hinsegin fólks. Á dögunum kom út íslensk skáldsaga sem tilheyrir þessum flokki, Ljósbrot eftir Ingileif Friðriksdóttur, og við vonum að gullöld íslenskra hinsegin ástarsagna sé nú hafin. Við hvetjum lesendur Tímarits Hinsegin daga því eindregið til þess að gleyma sér í undraheimi ástarsögunnar — og setjast svo við skriftir! Við þurfum ekki alltaf raunsæi og fagurbókmenntir, við eigum það líka skilið að lesa bækur sem gleðja okkur einfaldlega og þar sem allt endar vel.*

*Hér vildi Villi Ósk koma með happy ending brandara en Þorbjörg stöðvaði hán með harðri hendi.

Alexis Hall

Við, höfundar þessa bókahorns, erum haldin (algjörlega venjulegu og alls ekki þráhyggjukenndu) æði fyrir breskum höfundi sem skrifar undir skáldanafninu Alexis Hall. Það er óhætt að segja að hann sé gríðarlega fjölhæfur penni, en við urðum ástfangin af skrifum hennar þegar við lásum bókaflokkinn Spires. Flokknum má lýsa best sem könnun á því hvað tengir og sameinar tvo einstaklinga, hvenær hægt er að brúa bilið á milli þeirra og hvenær bilið er einfaldlega of stórt. Það sem einkennir rómantískar bækur Alexis Hall fyrst og fremst eru frábærar lýsingar á nánd, sérstaklega góð persónusköpun og húmor sem fær mann til þess að hlæja upphátt. Hér eru þrjár uppáhaldsbækurnar okkar eftir hán:

A Lady for a Duke I cannot meet him as a stranger. But he has never known me as myself.

Hvað þarf trans kona á 19. öld að gera til þess að geta lifað sínu rétta lífi? Árið er 1815. Viola nýtir sér glundroðann í orrustunni við Waterloo, yfirgefur besta vin sinn, lætur sig týnast og skapar sér nýtt líf sem kona — án allra titla og auðæfa. Nokkrum árum síðar krefst húsfreyja hennar að hún fari með henni á setur hertogans Gracewood, til þess eins að uppgötva að hann er fullkomlega niðurbrotinn yfir andláti besta vinar síns. Getur hún sagt honum sannleikann? Mun Gracewood þekkja hana aftur? Trans aðalpersóna, heitur hertogi, neysla, þunglyndi og sjóðheit ást — allt í 19. aldar búningi.

For Real

I want to give him everything, and the things I can't give, I want him to take.

Laurie er bráðalæknir á fertugsaldri sem er orðinn langþreyttur á kink­senunni í London. Hann hefur fyrir löngu gefist upp á því að finna ástina aftur, enda hefur hann verið í sex ára samfelldri ástarsorg. Toby er ungur og algjörlega óreyndur á senunni en veit nákvæmlega hvað hann vill. Við tekur ástarsaga þar sem BDSM spilar stórt hlutverk í því að sýna nándina sem verður til á milli þessara ólíku einstaklinga.* Bókin er troðfull af angist, kynlífi og ást sem brúar bil sem virðast allt of stór í fyrstu, enda er hún hluti Spires­seríunnar. Hinar bækurnar í þessari laustengdu seríu heita Pansies, Waiting for the Flood og Glitterland. Við mælum með þeim öllum.

*Varúð, þessi bók er hot as hell.

Queer Love in Print

We hope that we are witnessing the dawn of a golden era of romance novels, written by Icelandic authors and focusing on queer love. Presented here is a selection of queer romance novels for readers to check out and perhaps even get inspired to pick up the pen.

Boyfriend Material

I think what you're underestimating here is how much better I can get and still be a complete disaster

Lucien O’Donnell er sonur tveggja rokkstjarna frá níunda áratugnum og eilíft viðfang bresku slúðurpressunnar. Eftir birtingu enn annarrar óheppilegrar myndar af honum þar sem hann liggur eins og dauðadrukkinn á götunni með kanínueyru er hann á barmi þess að missa vinnuna. Eina leiðin sem hann sér út úr því er að kynnast manni sem nýtur virðingar og reyna með því að bæta ímynd sína. Úr verður að hinn kaótíski Luc og strangi lögmaðurinn Oliver Blackwood, sem Luc hefur raunar aldrei þolað, þykjast vera saman. En hvenær eru þeir að þykjast og hvenær er tengingin raunveruleg? Frábærlega skemmtileg bók með frekar ótrúverðugum en óendanlega fyndnum aukapersónum, hinsegin vinahóp sem við viljum vera í og ástarsögu sem er jafn fyndin og hún er hjartnæm.

Já, við lesum alveg eftir annað fólk

Legends and Lattes — Travis Baldree

It was like drinking the feeling of being peaceful. Being peaceful in your mind. Well, not if you have too much, then it’s something else.

Þið hélduð kannski að Helga Haraldsdóttir, formaður Hinsegin daga, væri mesta butch sem hægt væri að finna. En nei, elsku börn, við þurfum að hryggja ykkur með því að það er hún Viv. Viv er nefnilega orki, hávaxin og herða vígtennur fyrir allan pen fengið nóg af ævi og skrím sverðið sitt, Nátt opna kaffihús. Er eitthvað krútt orki að hella upp á kaffi? Hvað þá þegar ástin bankar upp á og biður um einn bolla. Fortíðin á það þó til að flækja málin og ekki er allt sem sýnist þegar alda Ekki missa af þessum latte leit hennar að hinum fullkomna kaffi hinu friðsæla lífi!

You Made a Fool of Death with Your Beauty —

To hell with what trouble this would bring, she was alive.

Feyi Adekola er nígerísk myndlistarkona sem er enn í sorgar eftir svip er ekki til þó að stíga lítil skref í þá áttina. Þegar hún fær tæki karabískri eyju kynnist hún Alim. Bókin er ástarsaga tvíkyn hneigðs karls, þar sem 19 ára aldurs sameigin siðferðileg álitaefni (Alim er faðir næstum því­kærasta Feyi, jæks) leika lykil Úr verður þessi óvenju sem er bæði átakan

One Last Stop — Jane is spun sugar. A switchblade girl with a cotton candy heart.

Það eru til margir róman neðanjarðarlestir New York og svo oft áður spyr ástin hvorki um stað né stund. Hinni 23 ára gömlu August Landry finnst ástin vera til trafala og gefur ennþá minna fyrir hið yfirnáttúrulega. Svo hittir hún Jane Su. Jane á leðurjakka, Jane er fyndin, Jane er lesbía. Jane er með öðrum orðum allt það sem hin tvíkynhneigða August þarf í líf sitt. En þegar August kemst að því að Jane hefur verið föst í sömu neðanjarðarlestinni frá því á áttunda áratugnum eru góð ráð dýr. Stórskemmtileg og seiðandi ástarsaga með yfirnáttúrulegu ívafi, stútfull af fjölbreyttum hinsegin persónum og hinsegin menningu.

Við mælum líka með Red, White & Royal Blue og The Pairing (sem kemur út 4. ágúst) frá sama höfundi!

Verum stolt af fjölbreytileikanum og höldum áfram baráttunni fyrir opnara samfélagi. Gleðilega hátíð!

Huldufólk samtímans

Pistill formanns Ása á Íslandi

Eirómantík: Að laðast lítið eða ekkert að öðrum á rómantískan hátt.

Eikynhneigð: Að laðast lítið eða ekkert að öðrum á kynferðislegan hátt.

Kynvöt, hrifning og kynlöngun eru þrjú hugtök sem haldast ekkert alltaf í hendur. Ást birtist í mörgum myndum og þarf ekki að vera kynferðisleg eða rómantísk til að skipta máli.

Í Samtökunum ‘78 hittist lítill hópur einu sinni í mánuði og smjattar á köku. Þetta er viðburður á vegum félagsins Ása á Íslandi (Félags eikynhneigðra og eirómantískra, sem í daglegu tali eru oft kallaðir ásar og óróar). Það fer almennt lítið fyrir okkur og þar sem það er mikil skörun við aðra hópa undir regnhlífinni eiga félagar okkar það til að tvístrast á Hinsegin dögum og hópurinn virðist mun minni en hann er. En við erum samt hér og okkur vantar smá athygli.

Þegar ég tók við stöðu formanns Ása á Íslandi 2022 var það ekki vegna brennandi áhuga á málefninu, heldur frekar tilkomið vegna þess að ég mætti á fund, nennti að vera í stjórn og hafði tíma til að taka þetta að mér. Ég grínaðist með það að félag fyrir fólk sem tekur ekki þátt í rómantískum og kynferðislegum hefðum samfélagsins væri svolítið eins og fótboltaklúbbur fyrir fólk sem hefur ekki áhuga á fótbolta — pínu tilgangslaus en samt skemmtilegur vettvangur til að hitta fólk sem er á svipuðu róli. Eftir að ég gerðist formaður þurfti ég að endurskoða þetta viðhorf mitt því að mér fóru að berast sögur frá fólki, bæði hér heima og erlendis, sem sýndu mér hversu mikilvægt félagið okkar er í raun. Það kom mér algjörlega í opna skjöldu hversu miklum fordómum eikynhneigðir verða fyrir erlendis því að þrátt fyrir að eikynhneigð og eirómantík sé mjög ósýnileg á Íslandi er hinsegin samfélagið mjög opið og yndislegt. Ósýnileiki okkar kristallast helst í því að mörg sem ég hef rætt við, sem fundu Ása á Íslandi af einskærri slysni, áttuðu sig í fyrsta sinn á ævinni á því að það amaði kannski ekkert að þeim.

Þessi ósýnileiki veldur ekki eingöngu óvissu og einangrun eikynhneigðs fólks heldur ýtir hann einnig undir fordóma í samfélaginu. Íslendingar eru almennt víðsýnir en það eru enn ýmsar væntingar í samfélaginu sem við eigum öll að standa undir og enn er mikill misskilningur tengdur eikynhneigð. Heil­

brigðisstarfsmenn eru oft fljótir til að sjúkdómsvæða eikynhneigð og benda á hormónagjafir og sálfræðimeðferðir. Þá skiptir litlu máli hvort manneskjan er hamingjusöm með sína eikynhneigð eða ekki. Eikynhneigð er oft tekið sem lélegum brandara, athyglissýki, minnihlutahópablæti eða tilraun til þátttöku í því sem stundum er kallað kúgunarólympíuleikar.

Kaldhæðni fordómanna

Pride­gangan í London var í fyrsta sinn leidd af eikynhneigðri manneskju nú í ár, ungri og hugrakkri konu að nafni Yasmin Benoit. Umræðan um hana á samfélagsmiðlum var mjög fordómafull og staðhæfði fólk t.a.m. að eikynhneigðir yrðu ekki fyrir fordómum — sem er ákveðin kaldhæðni. Þá var mikið talað um hvað hún var klædd í kynæsandi föt og dró fólk þá ályktun að klæðaburður hennar væri til marks um að hún væri að ljúga til um að vera eikynhneigð. Konur sem lýstu sér sem femínistum töluðu um að hún klæddi sig í ögrandi föt til að ganga í augun á karlmönnum og virtust ekki sjá tvískinnunginn í því. Margir kölluðu hana geðveika, aðrir sökuðu hana um aðför að samkynhneigðum konum og enn aðrir náðu að blanda inn í málið umræðu um trans fólk og „skelfileg áhrif“ kynleiðréttandi meðferða sem yllu þessari afskræmingu á mannlegu eðli.

Eikynhneigðir verða fyrir sömu áhrifum af gagnkynhneigðarhyggjunni og aðrir hinsegin einstaklingar. Samfélagið segir að þau sem upplifa kynhneigð á annan hátt [en gagnkynhneigð] séu veik, úrkynjuð og þurfi að leita sér hjálpar. — Yasmin Benoit, 2024.

Þið eruð ekki ein Við lifum öll í heimi sem er sniðinn fyrir gagnkynhneigt fólk. Það eru reglur í gildi sem óæskilegt er að beygja og mjög illa séð að þær séu brotnar. Kynlífsbyltingin var frábær að mörgu leyti en í kjölfarið er eins og allir eigi að vera kynæsandi og duglegir að stunda kynlíf. Yasmin Benoit lenti í mjög ákveðinni gerð af fordómum þar sem hún er kynþokkafull, ung kona. Ef hún hefði ekki verið það hefðu ummælin eflaust verið önnur, en örugglega ekki af hinu góða.

Það er erfitt að skrifa stutta grein um eikynhneigð því að hún tengist öðrum veigamiklum málum svo sem kynjamisrétti, kynþáttafordómum, fötlunarfordómum, gagnkynhneigðarhyggju, tilætlunarsemi forréttindahópa um hegðun annarra, fegurðarstöðlum, femínisma og, furðulegt nokk, transfóbíu.

Viðhorf til eikynhneigðra innan hinsegin samfélagsins er mjög jákvætt á Íslandi og það væri óskandi að svo væri víðar. Við erum fullviss um að með aukinni fræðslu og sýnileika muni þetta viðhorf einnig skila sér út í allt þjóðfélagið og inn í heilbrigðiskerfið. Við þurfum bara að ná til allra þeirra eikynhneigðu einstaklinga sem eru þarna úti, fólks sem heldur að eitthvað sé að því, fólks sem er að bugast undan oki tilætlunarsemi samfélagsins og hreinlega veit ekki að það getur kíkt í Samtökin ‘78 og fengið hughreystingu og köku — eða bara kíkt á heimasíðuna okkar og haft samband við okkur í gegnum vefsíðu okkar asaraislandi.is

Present-Day Hidden People

Even though aro and ace people are included and accepted within the Icelandic queer community, there is a lot of prejudice against aro and ace people around the world, both within and outside the LGBTQ+ community. The Chairman of Aro & Ace Iceland calls for more visibility and attention to the group.

„Hvernig myndi Eden líta út fyrir okkur ef allt væri næs?“

Viðtal við Emblu og Nínu Hjálmars

Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir

Myndir eftir Juliette Rowland

Sviðlistaverkið Eden var sett upp í Tjarnarbíói sem hluti af Listahátíð í Reykjavík 2024, í júní síðastliðnum. Eden er hugarfóstur sviðlistafólksins Emblu Guðrúnar Ágústsdóttur og Nínu Hjálmars, sem spurðu sig einfaldlega „Hvernig myndi Eden líta út fyrir okkur ef allt væri næs?“. Svarið er þeirra eigið Eden, hinsegin fötlunarparadís.

Embla og Nína hafa fjölbreyttan bakgrunn á sviði lista og fræða. Embla (33) er aktívisti og menntaður félagsfræðingur sem hefur undanfarið eina og hálfa árið snúið sér sífellt meira að listsköpuninni og fundið þar sameiginlegan farveg fyrir aktívismann og fræðin. Rauði þráðurinn í aktívisma hennar og fræðivinnu hefur verið fatlað fólk og kynverund og hverfist list hennar að miklu leyti um það viðfangsefni. Embla var tilnefnd til Grímuverðlaunanna árið 2023 sem dansari ársins fyrir frammistöðu sína í sýningunni Góða ferð inn í gömul sár, sýningu um HIV­faraldurinn á Íslandi sem sýnd var í Borgarleikhúsinu í leikstjórn Evu Rúnar Snorradóttur.

Nína (32) er sviðshöfundur sem hefur starfað við sviðslistir í um áratug. Hún starfar sem fagstjóri fræða og kennari við sviðslistadeild Listaháskóla Íslands, pródúserar ýmsa listaviðburði og hefur starfað sem menningarrýnir. Þá hefur Nína sett upp eigin verk með listakollektívunni Sálufélögum og er einn stofnenda Sleiks, hinsegin klúbbakvölda.

Embla og Nína kynntust einhvers staðar á leið sinni í gegnum listina og aktívismann.

„Við vorum alltaf að tala um unað og hvernig jaðarsett fólk finnur sig innan kerfis sem gerir ekki ráð fyrir því,“ segir Nína. Embla sá síðan tækifæri fyrir þær til að færa þá umræðu inn á annað plan þegar Listahátíð í Reykjavík auglýsti eftir verkum. Þá ákváðu þær að slá til og skapa eitthvað saman í tengslum við sameiginlegar upplifanir sínar af kerfinu sem einstaklingar úr jaðarsettum hópum. Afurð þess ferlis varð sviðslistaverkið Eden.

Sköpunarsagan endursögð Eden þýðir paradís eða sælustaður og er þekkt fyrirbæri úr kristinni trú. Í Eden var aldingarðurinn þar sem Adam og Eva bjuggu saman og höggormurinn tældi Evu til að borða ávexti af skilningstré góðs og ills sem leiddi til þess að þeim var hent út úr garðinum. Emblu og Nínu fannst sköpunarsagan vera spennandi verkfæri og efniviður til að vinna með út frá reynsluheimi jaðarsettra hópa: „Það er svo ógeðslega djúsí að finna eitthvað sameiginlegt með okkur og fyrstu sögu Biblíunnar sem hefur haft svo mikil áhrif á allar formgerðirnar og öll handritin í kringum okkur og líka valdið svo miklum sársauka,“ segir Nína. Að nota Biblíuna á þann hátt sé ákveðin róttækni þar sem fólk sé jafnvel hrætt við að nota hana á annan hátt en hefur tíðkast hingað til. Sérstaklega þegar jaðarsettir hópar fólks taka sögur úr Biblíunni til eigin nota eins og Embla segir: „Það er ákveðinn ótti alltaf við Biblíuna, fólk þorir ekki að nota hana nema til að gera grín að henni eða prédika hana … en af hverju ættum við ekki að fá að nota hana eins og hver annar? Fá að taka þetta eignarhald, við eigum öll þessa sögu saman og megum öll nota hana, nýta þetta sögusvið.“

Teymið vann ekki aðeins með sköpunarsöguna úr Biblíunni heldur einnig aðrar sköpunarsögur, þekktar sem óþekktar. „Adam og Eva úr Paradísarmissi eftir John Milton, Askur og Embla úr norrænni goðafræði og svo auðvitað okkar eigin sköpunarsögur eru allt hluti af sýningunni,“ segir Nína og heldur svo áfram: „Við erum samt ekki að taka neina ákveðna túlkun á sköpunarsögunni inn í sýninguna, heldur erum við að leyfa alls konar mögulegum túlkunum að lifa.“ Þannig getur fólk túlkað sýninguna hvert á sinn hátt og eflaust ólíkir hlutir í verkinu sem tala til hvers og eins, út frá þeirra reynsluheimi.

Það sem er gott

Innblásturinn að Eden og efniviður verksins var margvíslegur. Nína og Embla nefna báðar fræðikonuna Audre Lorde sem mótandi afl á sköpunarferli þeirra og að skrif hennar hafi verið ákveðið leiðarstef í vinnu þeirra. „Hún skrifaði mikið um unað og hið erótíska og þá í því samhengi hvernig jaðarsettir hópar gætu nálgast eða unnið með unað í heimi sem gerir ekki ráð fyrir þeim eða þar sem þau eru jafnvel bara álitin vera fyrir,“ segir Nína. Við sköpun sýningarinnar Eden eltu Nína og

Embla unaðinn og sögðu ákveðna róttækni í því. „Guð var alltaf að skapa eitthvað sem er gott […] og í byrjuninni á ferlinu hugsaði ég hvað það væri áhugavert ef ég væri bara að gera það sem er gott. Því að sem fötluð hinsegin kona er það ekki eitthvað sem ég má gera,“ segir Embla.

Það getur hins vegar verið hægara sagt en gert að ímynda sér hinsegin fötlunarparadís líkt og Embla kemur inn á: „Það er ótrúlega erfitt að velta fyrir sér og hugsa um hvað sé næs fyrir mig í þessum heimi sem jaðarsetur mann svona mikið.“ Og Nína bætir við: „Þetta var því krefjandi og flókið enda ekki sjálfsagt að eltast við unað og það sem er gott þegar þú hefur alist upp hinsegin í heterónormatífu handriti þar sem þér dettur ekki einu sinni í hug að spyrja þig hver þú sért og hvað þér finnist gott.“

Önnur leið til að skapa og upplifa list Nína og Embla lögðu áherslu á það frá upphafi að verkið væri skapað fyrir jaðarsetta hópa, út frá þeirra veruleika. „Sýningin okkar er ekki ‚inclusive‘. Hún er ekki þannig að við ætlum að opna normið svo að hinsegin fólk og fatlað fólk komist fyrir inni í því, hún byrjar á þeim,“ segir Nína og Embla tekur undir: „Við vildum búa til þetta verk fyrir okkar hópa. Við erum ekki að búa þetta verk til fyrir sískynja gagnkynhneigt ófatlað fólk.“ Þær horfðu þannig út fyrir hefðir og venjur

leikhússins á öllum stigum verksins og veltu upplifun áhorfenda fyrir sér frá upphafi.

„Við spurðum okkur hvernig við gætum afmiðjað áhorfendur svo að við værum ekki með fasta áhorfendabekki og fatlað fólk þyrfti að sitja á hornunum, heldur þannig að fatlað fólk fengi bestu sætin,“ segir Nína. Í Eden sitja áhorfendur inni í sviðsmyndinni, eru með í heiminum, og lögð var áhersla á að fólk ætti að geta valið sér stað eða sæti sjálft, eftir því sem því hentaði. Hægt var að liggja eða sitja á og við þúfur sem voru hluti af sviðsmynd verksins. Tanja Levý og Sean Patrick O’Brien hönnuðu sviðsmynd verksins og að sögn Emblu og Nínu tóku þau hugmyndir þeirra og margfölduðu þær og gerðu úr þeim í stórkostlegan draumaheim og veislu fyrir skynfærin. Tónskáldið Ronja Jóhannsdóttir lék lifandi tónlist á sviðinu sem gerði stemninguna bæði ógnvekjandi en líka hjartnæma. Rósa Ómarsdóttir, danshöfundur, og Gréta Kristín Ómarsdóttir, dramatúrg, eiga líka stóran þátt í verkinu.

Öðruvísi uppsetning á verkinu Eden fól í sér nýjar áskoranir og flækjustig og Nína leggur sérstaka áherslu á hversu miklu máli það skipti að þær fengu stuðning frá Listahátíð, listrænum stjórnenda hennar, Vigdísi Jakobsdóttur, framleiðandanum sínum, Davíð Frey Þórarinssyni, og MurMur Productions.

Þær fengu þannig að skapa verkið fyrir sína hópa, fólkið sitt, og gefa því tækifæri til að upplifa leikhús sem er skapað frá grunni fyrir það. „Það er svo margt í verkinu sem hinsegin eða fatlað fólk skilur kannski öðruvísi en annað fólk og með því að skapa verkið fyrir okkur og okkar hópa þá fylgir því líka svona ákveðið frelsi til að þurfa ekki alltaf að vera að útskýra allt,“ segir Embla.

Beðið verður með að setja Eden upp aftur þar til í apríl 2025. Embla ætlar einbeita sér að öðru verkefni fram að því en hún gengur með annað barn sitt og konunnar sinnar, Valgerðar Bláklukku Fjölnisdóttur, og er settur dagur í ágúst. Það verður líka áfram nóg að gera hjá Nínu en hún vinnur meðal annars að því að skipuleggja næsta hinsegin klúbbakvöld Sleiks sem verður haldið laugardaginn 10. ágúst á Hinsegin dögum.

“What Would Eden Look Like if Everything Could Just Be Nice?”

The stage play Eden debuted last June at The Reykjavík City Theatre, as part of the programme of the Reykjavík Arts Festival 2024. The piece came to be when Embla Guðrúnar Ágústsdóttir and Nína Hjálmars asked themselves the above question. The result was the creation of a queer paradise on the terms of disabled people, a particularly marginalised group within the LGBTQ+ community. This group now takes centre stage, but the play will be staged again in April 2025.

Þar sem þau hafa frelsi til að vera þau sjálf

Hinsegin félagsmiðstöð S‘78 og Tjarnarinnar

Hrefna Þórarinsdóttir, forstöðukona Hinsegin félagsmiðstöðvar

Á hverjum þriðjudegi gerast töfrandi hlutir í húsi einu við Barónsstíg 32a. Húsið sem alla jafna hýsir félagsmiðstöðina 100og1 breytist í hjarta samfélags hinsegin ungmenna, Hinsegin félagsmiðstöð S‘78 og Tjarnarinnar. Hinsegin félagsmiðstöðin byrjaði sem tilraunaverkefni árið 2016 þegar Samtökin ‘78 og Reykjavíkurborg tóku höndum saman til að skapa öruggan stað fyrir hinsegin ungmenni til að þroskast, vaxa og dafna.

Félagsmiðstöðin er nú opin öll þriðjudagskvöld frá klukkan 19:30­21:45 en í henni starfa bæði starfsfólk og sjálfboðaliðar sem taka ungmennunum opnum örmum og leggja allt í sölurnar til að búa þeim þetta örugga athvarf með gleði, stuðning og hlýju að leiðarljósi. Í félagsmiðstöðina leita um 100 ungmenni í hverri viku — og þörfin fer ekki minnkandi.

Í félagsmiðstöðinni gerast kraftaverk Höfundur hefur orðið vitni að ótal kraftaverkum í starfi sínu sem forstöðukona Hinsegin félagsmiðstöðvarinnar síðustu átta ár. Ég hef séð ungmenni sem læðast inn í fyrstu heimsókn, hvísla nafn sitt og þora ekki að taka pláss. Ég hef fylgst með þessum sömu ungmennum taka umbreytingum, opna sig og verða ungt fólk sem hleypur um með sinn eigin fána bundinn um hálsinn eins og ofurhetjuskikkju og standa stolt með öðrum hinsegin ungmennum á vagni í Gleðigöngunni. Sögur sem þessar eru orðnar ótalmargar á síðustu átta árum og það er ekki óalgengt að ég rekist á ungt fólk á förnum vegi sem segir mér hversu djúpstæð áhrif félagsmiðstöðin hafði á líf þeirra á sínum tíma.

Rannsóknir sýna að hinsegin ungmenni upplifa verri líðan en gagnkynhneigðir jafnaldrar þeirra og lífsánægja þeirra mælist almennt verri en annarra ungmenna, sem er eitt og sér verulegt áhyggjuefni. Þá eru þau í aukinni hættu á að leiðast út í ýmiss konar áhættuhegðun og eru líklegri til að fremja sjálfsvíg og eins eru sjálfsvígshugsanir og ­tilraunir algengari meðal þeirra sem tilheyra þessum hópi en jafnaldra þeirra. Að hafa öruggt aðgengi að fullorðnum fyrirmyndum líkt og í Hinsegin félagsmiðstöðinni getur, og hefur, dregið úr áhættuhegðun, bætt líðan og sjálfsmynd ungmennanna og því

er mikilvægt að þau hafi þennan stað til að þroskast með jafnöldrum sínum undir vökulum augum fagfólks á sínu sviði.

Nauðsyn þess að tryggja reksturinn til frambúðar Það er dýrmætara en hægt er að færa í orð að geta boðið hinsegin ungmennum upp á það örugga athvarf sem Hinsegin félagsmiðstöðin er og það ætti í raun að vera sjálfsagt — en það er því miður ekki svo. Það er nefnilega sorgleg staðreynd að Hinsegin félagsmiðstöðin er rekin á verulega litlu fjármagni ár frá ári.

Svo litlu að það er í raun kraftaverk að starfið hafi vaxið og dafnað eins vel og raun ber vitni. Það sem hófst fyrir átta árum sem metnaðarfullt tilraunaverkefni hefur fyrir löngu sannað sig en er þrátt fyrir það enn fjármagnað sem slíkt.

Reykjavíkurborg hefur staðið undir rekstri félagsmiðstöðvarinnar að mestu leyti en ungmenni af öllu höfuðborgarsvæðinu sækja hana. Það fjármagn sem Reykjavík leggur til nægir hins vegar ekki til að tryggja rekstur hennar eða að hún geti raunverulega staðið undir þeirri starfsemi sem hinsegin ungmenni þurfa og eiga skilið. Undanfarin ár hafa styrkir einstaklinga og þróunarstyrkir brúað bilið, oft á síðustu stundu, en á það fjármagn verður ekki treyst til lengri tíma. Það skiptir verulegu máli að jafnt fjármögnun og rekstur hinsegin félagsmiðstöðvar verði tryggð til frambúðar, hvort sem það verður gert með auknu fjárframlagi Reykjavíkurborgar, þátttöku nágrannasveitarfélaga í rekstrinum eða varanlegu framlagi barna­ og menntamálaráðuneytis.

Það er flókið að vera hinsegin ungmenni Það er krefjandi að vera ungmenni og við sem eldri erum vitum hvað það tímabil getur verið pínlegt, vandræðalegt og erfitt. Þrátt fyrir þær miklu samfélagslegu breytingar sem hafa orðið á síðustu árum og áratugum verður hinsegin fólk enn fyrir áreiti og ofbeldi, auk þess sem það er oft erfitt að horfast í augum við eigin hinseginleika. Það er í sjálfu sér flókið að vera unglingur og það verður enn flóknara þegar þú finnur að þú ert

að einhverju leyti öðruvísi. Þá býður hinsegin félagsmiðstöð upp á öruggt athvarf þar sem ungmenni geta verið þau sjálf án fordóma, ofbeldis og áreitis. Þar eiga þau athvarf þar sem þau geta verið 100% þau sjálf án þess að þurfa að fela sig, afsaka sig eða minnka sig. Mörg ungmenni finna í fyrsta sinn stað þar sem þau tilheyra og hitta önnur ungmenni í sömu stöðu, geta speglað sig í öðrum og með því skilið sig sjálf og heiminn betur.

Á meðan við búum ennþá í samfélagi þar sem fordómar, ofbeldi og áreiti gagnvart hinsegin fólki er daglegt brauð, skiptir máli að ungmenni sem eru enn að átta sig á hinseginleika sínum og heiminum í kringum sig eigi öruggt skjól og hafi aðgang að fullorðnum fyrirmyndum sem eru tilbúnar að standa með þeim í einu og öllu og styðja þau um þá grýttu slóð sem blasir við þeim. Því verðum við að taka höndum saman um að tryggja hinsegin ungmennum öruggt rými þar sem þau hafa frelsi til að vera þau sjálf og fá að þroskast á eigin forsendum.

Where They Are Free to Be Themselves Every week, on Tuesday nights, around 100 teens visit the Queer Youth Center in downtown Reykjavík. A magical place where young queer people find a safe space to be themselves in the company of their peers. The center has been open for the past eight years, welcoming individuals that often have a hard time finding their footing, having few people to relate to in their immediate surroundings. Because of societal stigma, queer youth is a vulnerable group, for example being more likely to consider or attempt suicide than others in their age group. In view of this, it is critical that more funding for the Queer Youth Center be secured, so that this service can be guaranteed for many many years to come. Young queer people and their parents also share stories about their experience of the Queer Youth Center.

Ég byrjaði að fara í Hinsegin félagsmiðstöðina september 2016 og missti bara af tveimur þriðjudögum á þeim ca. 6 árum sem ég mætti. Sem eina manneskjan í grunnskólanum mínum sem var komin út úr skápnum svona snemma, hjálpaði Hinsegin félagsmiðstöðin mér rosalega mikið að finna tengingu í hinsegin félagsskap sem hjálpaði mér að vaxa og dafna sem hinsegin einstaklingur. Ég eignaðist marga af mínu bestu vinum þar og vingaðist við æðislega starfsfólkið sem ég er endalaust þakklát fyrir. Hinsegin félagsmiðstöðin hreinlega bjargaði mér.

– Silja Sól Ernudóttir

Þegar ég var í áttunda bekk kom ég út úr skápnum. Hálfu ári seinna keyrði pabbi mig niður á Suðurgötu 3 og beið með mér í bílnum eftir því að ég þyrði að fara inn. Ég fór á endanum inn en það var það erfiðasta sem ég hafði gert. Hjartað ætlaði út úr bringunni, það sló svo fast. Þetta breytti öllu fyrir mig. Það sem öðrum fannst um mig hætti að skipta máli því að ég vissi að það var fólk sem samþykkti mig eins og ég er. Hinsegin félagsmiðstöðin bjargaði litlu Sölku sem fannst hún ekki eiga sér stað í þessum heimi og fyrir það er ég ævinlega þakklát.

– Salka Snæbrá Hrannarsdóttir

Hinsegin félagsmiðstöðin á stóran stað í hjarta mínu. Starfsfólkið sýndi mér endalausan stuðning þegar ég þurfti á honum að halda og ég kynntist frábærum vinum þar vitandi að ég myndi ekki vera vera dæmdur fyrir að vera sú manneskja sem ég er. Að sækja Hinsegin félagsmiðstöðina hélt mér gangandi í gegnum erfiða tíma og án stuðn ég mögulega ekki lært að njóta lífsins í dag. – Aron Daði Ichihashi Jónsson

Táningar þurfa félagsskap annarra táninga sem þeir geta speglað sig í, borið saman upplifanir og prófað sig áfram í mannlegum samskiptum. Hinsegin félagsmiðstöðin gefur hinsegin táningum rými til að finna að þau séu ekki álitin öðruvísi af jafnöldrum sínum og það er ótrúlega dýrmætt, jafnvel ef það er aðeins mögulegt eitt kvöld í viku.

– Nóam Óli Stefánsson

Þegar ég var yngri passaði ég ekki inn í hóp jafnaldra minna og upplifði mig sem frábrigði við normið. Í Hinsegin félagsmiðstöðinni var enginn að krefjast þess að ég útskýrði sjálfan mig. Ég fékk að vera og upplifa mig sem eðlilegan ungling.

– Andreas Tinni Waage

Hinsegin félagsmiðstöðin fyrir mér er fyrst og fremst öruggt rými fyrir öll hinsegin ungmenni. Það er svo frábært að fá að tilheyra hópnum einhvers staðar og fá að skemmta sér eins og aðrir unglingar án þess að þurfa að hafa áhyggjur!

– Valtýr Helgason

Hinsegin félagsmiðstöðin fyrir mér var algjör bjargvættur þar sem ég átti mjög erfitt með að finna sjálfan mig síðan ég man eftir mér. Þetta rými lét mig upplifa mikil þægindi og leiddi til þess að ég kynntist fullt af frábæru fólki sem ég átti mjög mikið sameiginlegt með. Þau hjálpuðu mér með að finna rétta skilgreiningu fyrir sjálfan mig og ég er enn afar þakklátur fyrir það í dag. Það er sjaldgæft að finna stað á þessum aldri þar sem manni líður svo vel. – Elíott Þorsteinsson

Unglingurinn minn byrjaði að mæta í Hinsegin félagsmiðstöðina fyrir tveimur árum. Nú er hann útskrifaður úr grunnskóla og það verður skrítið fyrir hann að mæta ekki lengur þangað. Fyrstu skiptin var hann mjög feiminn að fara, stóð á lóðinni áður en hann þorði inn. Starfsfólkið tók svo vel á móti honum að hann mætti reglulega eftir það. Hann fann sig vel í hópi hinna ungmennanna, varð öruggari með sig og naut sín vel. Starfsfólkið var að hans sögn frábært og þau hvöttu unglingana áfram í spennandi verkefnum. Við foreldrarnir erum afar þakklát fyrir þeirra góða starf.

– Móðir þátttakanda í starfi Hinsegin félagsmiðstöðvarinnar

Hinsegin félagsmiðstöðin er yndislegur staður. Staður þar sem dætur mínar finna fyrir öryggi og finna að þær eru ekki dæmdar. Mér sem foreldri líður líka vel þegar þær eru þar því að ég veit að þar eru þær í öruggum höndum. Starfsfólkið þarna er frábært og mætir öllum börnum eins og þau eru og sýnir þeim auðsjáanlega umhyggju. Þær hlakka til að mæta í Hinsegin félagsmiðstöðina á hverjum þriðjudegi. Ég er mjög þakklát fyrir Hinsegin félagsmiðstöðina.

– Móðir þátttakenda í starfi Hinsegin félagsmiðstöðvarinnar

Þjóðbúningar fyrir öll

Viðtal við Fredy Clue

Þýðir tónar frá sænskri lykilhörpu berast úr fyrirlestrasalnum í Þjóðminjasafninu. Á einum af fyrstu sólardögum vorsins var haldið hinsegin þjóðbúningaþing og Fredy Clue (þau/þeirra) var eitt fyrirlesara. Fredy er sænskt þjóðlagatónlistarkvár en þau eru líka frumkvöðlar á sviði þjóðbúninga. Þau gripu salinn um leið með sinni ljúfu nærveru, klædd í nýjan, sænskan þjóðbúning sem þau hönnuðu, Bäckadräkten. Markmiðið var að hanna kynhlutlausan búning svo öll hafi frelsi til að finna rætur sínar í þjóðlegum klæðnaði, einnig þau með óhefðbundna kyntjáningu. Fredy leiddi gesti í gegnum söguna af tilurð Bäckadräkten og tókst á einhvern undraverðan hátt að kveikja samtímis brennandi áhuga og veita djúpa kyrrð með einlægri frásögn og frumsaminni þjóðlagatónlist á lykilhörpuna.

„Áhugi minn á því að eignast þjóðbúning kviknaði á þjóðháttahátíðinni Bingsjöstämman. Þar var samankominn ótrúlegur fjöldi fólks í alls kyns þjóðbúningum og ég þráði að vera hluti af hópnum, þó á eigin forsendum. Það er lítil hefð fyrir þjóðbúningum í minni fjölskyldu svo ég kom alveg ferskt inn í senuna og til að byrja með leið mér smá eins og ég væri að þröngva mér inn í menninguna. En það var líka kostur út af fyrir sig, ég vissi svo lítið um þjóðbúninga og þekkti engan sem gat sagt mér til og því fannst mér svolítið eins og ég gæti gert það sem ég vildi.“

Þjóðbúningar eru bundnir þeim samfélagslegu viðmiðum sem eru ríkjandi á hverjum tíma, flestir evrópskir þjóðbúningar þróuðust því undir regluverki þar sem allt miðaðist við hin gagnkynhneigðu kynjahlutverk sem smugu inn í nær öll horn menningarinnar, þar með talinn klæðnað. Það gildir jafnt um sænsku og íslensku þjóðbúningana, við höfum skýrt mótaða karl­ og kvenbúninga og strangar reglur um hver má nota hvaða búning og hvernig. Þar með verður þessi menningararfur að vettvangi þar sem kynjatvíhyggjan varðveitist. En Fredy fannst vera kominn tími á þjóðlegan kynusla.

„Ég sá fyrir mér að steypa saman hinu kvenlega og karllega og lét mig dreyma um að sauma einhvers konar buxnapils, eitthvað sem var ekki til fyrir. Það var samt eitthvað sem truflaði mig. Var þetta mögulegt? Er hægt að búa til nýja hefð, eitthvað alveg nýtt í þjóðlegu samhengi? Ég leitaði ráða hjá vinum mínum sem öll hvöttu mig áfram og smátt

Guðrún Úlfarsdóttir

Myndir eftir Linneu Premmert

og smátt dofnaði efinn og verkefnið varð að hálfgerðri þörf. Ég þurfti að borða, ég þurfti að sofa og ég þurfti að búa til þjóðbúning!“

Fredy svaf á hugmyndinni í nokkur ár en alltaf skaut hún upp kollinum aftur. Helsta fyrirstaðan var kostnaður en sænski þjóðbúningurinn, eins og sá íslenski, er afar dýr. Svo kunnu þau heldur ekki að sauma! Um 2018 fór boltinn að rúlla, þau sóttu um styrki og hófu samstarf við textílsafn í Gautaborg sem tengdi þau við fata sem saumaði mestallan búninginn.

„Í hönnunarferlinu byrjaði ég að líta inn á við og hlusta á allar litlu vísbendingarnar um mig sjálft, mig langaði til að mála mig og mig langaði að ganga í kjólum. Á meðan á hönnunarvinnunni stóð fann ég sjálft mig sem kynsegin og skyndilega passaði allt saman, ég vildi sameina hið kvenlega og karllega og búa til nýjan þjóðbúning, búning sem passaði inn í arfleifðina en næði líka utan um mína kynsegin sjálfsvitund. Þannig kom búningurinn eiginlega á undan uppgötvuninni um að ég væri trans. Mitt innra sjálf vinnur í gegnum hugmyndir og ég þurfti bara að hlusta. Svo fékk ég aðra kynsegin álitsgjafa í lið með mér og við leyfðum

okkur að ímynda okkur og skissa draumaþjóðbúninga og unnum síðan úr þeim með Idu Björs sem tengdi hugmyndirnar við sænsku búningaarfleifðina.“

Útlit Bäckadräkten er að mestu innblásið af búningum frá miðhluta Svíþjóðar en trans tákn eru þéttofin í búninginn — bókstaflega! Vestið er ofið úr litum trans fánans, hvítum, bleikum og bláum. Hattinn sem fylgir með búningnum mætti líka sjá í hýru ljósi. Í upphafi höfðu Fredy og teymið kafað ofan í gögn textílsafnsins og hatturinn var með því mest hinsegin sem þau fundu.

„Í næsta nágrenni við safnið var til kvenþjóðbúningur með einslags karlahatti. Hatturinn var agnarsmár og var komið fyrir yfir snúð í hári, snoturt höfuðfat sem leit eiginlega meira út eins og kóróna en hattur. En það sem einkenndi konurnar á þessu svæði var hvað þær voru sjálfstæðar, karlarnir voru flestir kaupmenn og voru mikið fjarverandi, jafnvel hálft árið. Konurnar sátu því eftir og voru engum háðar, þær gátu hagað lífi sínu eftir eigin höfði. Þar með fengu þær mikið frelsi til að þróa eigin klæðaburð og það er talið líklegt að konurnar hafi ákveðið í sameiningu að taka upp þennan fína karlahatt og brjóta þannig hefðbundnar kynjareglur í klæðaburði. Svo getur auðvitað líka verið að einhver karlanna hafi komið heim færandi hendi með hatt úr annarri sýslu. En fyrri skýringin er svo góð feminísk saga að ég kýs að trúa henni,“ segir Fredy og brosir.

Tilgangur Bäckadräkten, og annarra kynhlutlausra þjóðbúninga, er að veita öllum frelsi til að finna rætur sínar í þjóðlegri búningaarfleifð án þess að það þurfi að vera bundið ákveðnu kyngervi. Þó er ekki vandalaust að eignast slíkan búning, bæði er það dýrt og tímafrekt en svo leynast í þjóðbúningasenunni einstaklingar sem hafa fest sig

í þeirri meiningu að ekki megi hrófla við búningunum í þeirri mynd sem þeir eru núna, jafnvel þó það dragi ekkert úr gildi eða fegurð þeirra þjóðbúninga sem fyrir eru að búa til eitthvað nýtt. Það er mikilvægt að setja þjóðbúningana í samhengi við söguna og stöðu hinsegin fólks á þeim tíma sem þeir þróuðust. Búningarnir endurspegla samfélag þar sem talið var að kynin væru eingöngu tvö og að hefta þróun kynhlutlauss þjóðbúnings á grundvelli virðingar við eldri búningana mætti túlka sem áframhaldandi útilokun á hinsegin tilveru. Undirrituð vill því hvetja áhugasöm um kynhlutlausan þjóðbúning að slá til, víst er að það er ómæld þörf á þjóðlegum kynusla í íslensku þjóðbúningasenunni!

Folk Costumes for Everybody

Fredy Clue is a Swedish folk musician that created Sweden’s first gender­neutral folk costume, Bäckadräkten. European folk costumes developed mostly along the lines of the gender binary, leaving little room for gender nonconformity. Fredy's mission was to fill in that gap, giving queer people an opportunity to express their national identity through clothing while celebrating their gender expression. The costume was made in collaboration with Swedish clothing designer Ida Björs and a focus group of nonbinary people. Their vision came together in Bäckadräkten where the male and the female were merged in a sort of pants­skirt and the trans identity celebrated by weaving the colours of the trans flag into the vest.

Ekkert stolt í þjóðarmorði eða þjóðernishyggju

Hjalti Vigfússon

Myndir eftir Nikola Maljković

„Veit þetta fólk hvað er gert við þeirra líka í Palestínu?“

Virkur í athugasemdum

Eurovision 2024 verður minnst fyrir allt annað en glimmer, gleði og fögnuð fjölbreytileikans. Keppnin hefur hingað til reynst gríðarlega mikilvæg fyrir hinsegin fólk víðs vegar um álfuna, og þá sérstaklega í löndum þar sem sýnileiki okkar er skertur dagsdaglega. Það fylgdi því ákveðinn tregi að fylgjast með forsvarsfólki Eurovision réttlæta þátttöku Ísraels í keppninni, ári eftir að Rússum var meinuð þátttaka. Reiðin, óréttlætið og átökin í kringum ákvörðunina litaði keppnina varanlega og erfitt að sjá hvernig hún muni endurheimta traust og trúverðugleika gagnvart stórum hópi listafólks og almennings.

Hinsegin Palestínufólk hefur lengi bent á notkun Ísraels á Eurovision til að bleikþvo daglegt og viðstöðulaust ofbeldi gegn palestínsku þjóðinni. Ofbeldi sem staðið hefur yfir í 76 ár.1 Bleikþvottur vísar til þess að nota hinsegin tákn og réttindabaráttu hinsegin fólks til að dreifa athygli frá glæpum og mannréttindabrotum gagnvart palestínsku þjóðinni. Eurovision skiptir miklu máli fyrir ímynd Ísraels að þessu leyti. Forseti landsins hefur látið hafa eftir sér að það sé mikilvægt fyrir Ísrael að koma fram í keppninni.2 Með Eurovision getur Ísrael samsamað sig Evrópuþjóðunum þó að hin svokölluðu „evrópsku gildi mannréttinda“ séu víðsfjarri í aðskilnaðarríkinu Ísrael.

Bleikþvottur Ísraels nær líka langt út fyrir Eurovision. Mörg hafa t.d. séð myndir af ísraelskum hermönnum veifa regnbogafánum þar sem þeir standa á rústum palestínskra heimila sem þeir hafa nýlokið við að jafna við jörðu. Opinberir samfélagsmiðlar Ísraels hafa m.a. dreift slíkum áróðri (sjá mynd). Með því að reisa alþjóðlegan fána hinsegin fólks yfir gröfum palestínskra borgara er reynt að draga upp mynd af þjóðarmorðinu sem nauðsynlegri og frelsandi gjörð fyrir hin frjálslyndu Vesturlönd. Samtímis reyna síonistar og bandamenn þeirra að mála Palestínumenn sem ógn við hinsegin fólk með orðræðu sem skrímslavæðir múslima og íslam sem sjálfkrafa and­hinsegin. Helsta ógnin við hinsegin fólk í Palestínu er þó ekki hatur gegn hinsegin fólki í Palestínu,

heldur hernámið og sprengjuregn ísraelska hersins. Hinsegin fólk í Palestínu getur ekki barist fyrir réttindum sínum og inngildingu á meðan hernám Ísraels ríkir og þjóðarmorð er framið á Gaza. Enn fremur hefur ísraelski herinn markvisst beint spjótum sínum að hinsegin fólki í Palestínu og þvingað það með hótunum til njósna og annarra verka.3

Yfirtaka umræðunnar Á Íslandi urðum við greinilega vör við það hversu mikilvæg Eurovison­keppnin er Ísraelum þegar Facebook­hópurinn IsraeliIcelandic conversation var stofnaður í aðdraganda Söngvakeppninnar. Þar hvatti stjórnandi hópsins, sem starfaði fyrir ísraelska ríkissjónvarpið KAN, fólk til að kjósa Heru Björk í Söngvakeppninni til að koma í veg fyrir sigur Bashar Murad, sem hefði að hans mati neikvæðar pólitískar afleiðingar fyrir Ísrael.4 Á KAN voru einnig sýndir sketsar þar sem Bashar og íslenska þjóðin var gagnrýnd.5 Í umræðum á samfélagsmiðlum mátti svo sjá hvernig áróður síonista hefur náð inn í íslenska umræðu. Reglulega mátti sjá því fleygt í umræðuþráðum á netinu að í Palestínu væri hinsegin fólk drepið eða því fleygt fram af húsþökum sem einhvers konar réttlætingu á sprengingum og hernámi ísraelska hersins — og þar með réttlætingu á þátttöku Ísraels í Eurovision. Ísrael væri líka eina lýðræðisríkið í Mið­Austurlöndum. Sannleikurinn er sá að Ísrael er aðskilnaðarríki þar sem mismunandi lög gilda fyrir mismunandi þjóðfélagshópa.6 Það er ekki lýðræði. En áróðurinn, með hjálp bleikþvottarins, hafði greinilega náð til hluta

íslensks almennings. Skipti þar engu máli að Bashar er sjálfur samkynhneigður og augljóslega betur til þess fallinn að tala máli hinsegin fólks í Palestínu heldur en virkir í athugasemdum.

Á meðan þau virku fantaseruðu á grafískan máta um það hvað yrði gert við okkur í Palestínu stóð uppi svokallað samstöðutjald á Austurvelli. Flóttafólk frá Palestínu reisti það til að vekja athygli á málstað Palestínu og krefjast þess að yfirvöld beittu sér fyrir því að aðstoða fjölskyldur þeirra, sem voru með samþykkta fjölskyldusameiningu, við að komast burt af Gaza. Í tjaldinu sat jafnan saman hópur Palestínufólks og hinsegin fólks, án nokkurs ofbeldis eða þeirra árekstra sem hinsegin fólk skyldi óttast samkvæmt athugasemdunum.

Ekkert stolt í þjóðernishyggju En það er ekki bara í kommentakerfunum sem orðræðan og áróðurinn hefur harðnað. Á Alþingi má einnig sjá hvernig orðræða þjóðernispópúlista hefur færst nær meginstraumnum og er nú svo komið að við erum ekki lengur stikkfrí frá áhrifum öfga­hægrisins. Áhrifum sem við höfum talið okkur blessunarlega laus við lengi, þótt uppgangurinn hafi verið mikill annars staðar í Evrópu. Áhrifanna gætir frá vinstri til hægri, í ríkisstjórn og í stjórnarandstöðu. Eftir að hafa lokið síðasta þingvetri með því að herða útlendingalög verulega hefur dómsmálaráðherra boðað að hún muni koma frumvarpi sínu um „lokað búsetuúrræði“ fyrir flóttafólk í gegnum þingið í haust. Lokuð búsetuúrræði eru fangelsi og ber að tala um þau sem slík. Í frumvarpinu stendur meira að segja skýrum stöfum að meðal starfsfólks „úrræðisins“ verði fangaverðir með heimildir til valdbeitingar, líkamsleitar o.fl. Í raun eru þessir fimleikar dómsmálaráðherra með tungumálið ansi afhjúpandi eins og Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus, hefur skrifað um og kallað pólitíska misnotkun tungumálsins.7

Þrátt fyrir að mannréttindasamtök hafi lýst yfir áhyggjum sínum af þessum áformum hafa þau mætt sáralitlum mótbárum flestra flokka á Alþingi og formaður Samfylkingarinnar m.a. sagst sýna áformunum skilning.8 Í takt við harðari stefnu stjórnmálafólks sjáum við umræðuna harðna. Fyrrverandi

þingmaður Sjálfstæðisflokksins hrósaði nýverið stefnu ungverska þjóðernispópúlistans Viktors Orbáns í viðtali og bætti við að sumt fólk frá öðrum heimshlutum fyrirliti vestrænt lýðræði og mundi aldrei passa inn í evrópsk samfélög.9 Innviðum landsins er því ekki aðeins ógnað, líkt og sumt stjórnmálafólk heldur fram, heldur hreinlega lýðræðinu og samfélagsgerðinni allri. Stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola hefur svo bent á hvernig umræða um kynferðisbrot í fjölmiðlum hefur að undanförnu miðað að því að skrímslavæða erlenda karlmenn og mála þá upp sem ógn við konur.10

Þegar við sjáum orðræðuna harðna og flóttafólki stillt upp sem andstæðingum lýðræðis og frjálsra samfélaga verðum við að vera á varðbergi gagnvart orðræðu sem notar hinsegin fólk, táknin okkar og réttindabaráttu til að greiða leið þjóðernishyggju og afmennska fólk frá öðrum heimshlutum. Það er alls ekki ólíklegt að orðræðan sem við sáum fyrir Eurovision muni láta aftur á sér kræla og færast nær meginstraumnum. Tákn okkar og réttindabarátta mega ekki veita stjórnmálafólki skjól meðan það brýtur á réttindum annarra hópa. Fyrir því verðum við að vera vakandi og veita slíkum tilburðum öflugt viðnám. Samfélagi okkar og réttindum stafar engin sjálfkrafa ógn af flóttafólki og innflytjendum. Hræðslupólitík og afmennskun sem keyrir nú þvert yfir hið pólitíska svið á Íslandi er hin raunverulega ógn við lýðræðið og mannréttindi okkar allra. Hér eins og annars staðar. Við getum sýnt bleikþvottinum viðnám og palestínsku þjóðinni samstöðu með því að mæta í Gleðigönguna með fána eða tákn palestínsku frelsishreyfingarinnar.

Myndir

1. Ljósmynd tekin í Reykjavík á mótmælum Íslands–Palestínu.

2. Skjáskot af X (áður Twitter) reikningi Ísrael með yfirskriftinni „Fyrsti pride fáninn í Gaza“

3. Ljósmynd tekin í Reykjavík á mótmælum Íslands–Palestínu.

Heimildir

1 „No Pride with Genocide“, Queers in Palestine (NoBlogs), sótt 12. júlí, 2024 https://queersinpalestine.noblogs.org/post/2023/11/19/no-pride-withgenocide/.

2 „President Says He's Working to Solve Eurovision Spat, ‘It’s Important That Israel Appear’“, The Times of Israel, 10. júlí, 2023, https://www. timesofisrael.com/liveblog_entry/president-sayshes-working-to-solve-eurovision-spat-its-importantthat-israel-appear/.

3 „Gay Palestinians Are Being Blackmailed Into Working as Informants“, Vice, 19. febrúar, 2013, https://www.vice.com/en/article/av8b5j/gay-palestinians-are-being-blackmailed-into-working-as-informants

4 „Gerum þetta hljóðlega: Ísraeli skipuleggur herferð svo Hera Björk sigri Bashar“, Samstöðin, 2. febrúar, 2024, https://samstodin.is/2024/02/gerum-thetta-hljodlega-israeli-skipuleggur-herferd-svo-herabjork-sigri-bashar/.

5 „Hæðst að Bashar, Björk og Íslandi í ísraelsku sjónvarpi“, Vísir, 10. júlí, 2024, https://www.visir. is/g/20242523257d/haedst-ad-bashar-bjork-og-islandi-i-israelsku-sjonvarpi.

6 „Israel’s System of Apartheid“, Amnesty International, 1. febrúar, 2022, https://www.amnesty.org/en/latest/ campaigns/2022/02/israels-system-of-apartheid/.

7 „Búsetuúrræði og lokuð búsetuúrræði“, Eiríkur Rögnvaldsson (uni.hi.is), 22. febrúar 2024, https:// uni.hi.is/eirikur/2024/02/22/busetuurraedi-og-lokud-busetuurraedi/.

8 „Vill ekki að Ísland skeri sig úr í hælisleitenda málum“, Vísir, 14. febrúar, 2024, https://www.visir. is/g/20242529369d/vill-ekki-ad-is-land-skeri-sigur-i-haelis-leit-enda-malum.

9 „Ég mun ekki taka þátt í prófkjöri aftur“, Vísir, 30. júní 2024, https://www.visir.is/g/20242591265d/eg-mun-ekki-taka-thatt-i-prof-kjori-aftur. 10„Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi?“, Vísir, 11. júlí, 2024, https://www.visir. is/g/20242595632d/mega-bara-islenskir-karlmenn-naudga-konum-a-islandi-.

No Pride in Genocide — or Nationalism

Queer Palestinians and activists have criticised the apparent pinkwashing efforts of the Israeli government and how they use LGBTQ+ matters to justify the genocide currently taking place in Gaza. The same applies to Israel’s participation in Eurovision, which is heavily politicised and became a huge topic both in Iceland and abroad leading up to this year’s contest. Many have argued that their participation could be seen as a form of weaponising culture or using the world stage to spread propaganda, as was seen in the context of social media when a special Facebook group was created to thwart Palestinian singer Bashar Murad in the Icelandic National Selection for Eurovision. The reality is that feigning to care about the status of queer rights in Palestine is not a viable argument against genocide, as homophobia is not the main danger for queer Palestinians: occupation and bombing by the Israeli military is.

Tryggjum hinsegin tilveru

SHINE, YOU CRAZY NOMMER.

Put your Om where your Nom is.

HINSEGIN DAGAR

Hinsegin píku-unaður

Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir, sálfræðingur og kynlífsráðgjafi

Myndlýsingar eftir Öldu Lilju

Hver hefur ekki heyrt mýtur um kynlíf hinsegin fólks? Og kannski sérstaklega kynlíf hinsegin kvenna og fólks með píku? Stóra mýtan felur í sér þá hugmynd að allar hinsegin konur séu með píku eða að öll með píku séu konur. Hér verða mýtur skoðaðar sem tengjast fyrst og fremst kynlífi tveggja einstaklinga með píku.

Mýturnar eru alls konar! Allt frá því að hinsegin konur og fólk með píku stundi ekki kynlíf eða stundi bara munnmök eða skærist aldrei eða séu stöðugt að skærast. Kíkjum nánar á málið!

Munnmök

Mýtan segir að hinsegin fólk með píku stundi eingöngu munnmök.

Munngælur einskorðast sjaldnast eingöngu við píkuna heldur er það skemmtilega við þær að allur líkaminn er leiksvæðið. Munnmök geta verið lykilþáttur í kynlífinu en sum hafa ekki áhuga á því að veita eða þiggja munnmök. Margt annað getur verið stærri eða mikilvægari þáttur í kynlífi parsins/ leikfélaganna.

Strap-on

Mýtan segir að aðallega fólk með masc eða butch (karllæga) kyntjáningu hafi áhuga á því að nota strap­on.

Strap­on eru kynlífstæki, titrarar eða dildóar, sem haldið er uppi með ýmist buxum eða böndum og eru ætluð fyrir innsetningu í leggöng eða endaþarm. Að hafa áhuga á því að nota strap­on á maka eða leikfélaga hefur ekkert með kyntjáningu að gera. Sum hafa ekki áhuga á því að nota strapon, hvorki til að veita unað né þiggja. Fyrir önnur er kynlíf með strap­on heldur betur þeirra tebolli.

Mýtan segir að hinsegin fólk með píku skærist aldrei eða séu stöðugt að skærast!

Þegar talað er um að skæra þá er verið að lýsa því þegar tvö með píku nudda píkum sínum saman. Til eru tæki sem geta aukið enn við unaðinn þegar verið að skærast, t.d. sleipiefni, titrarar og margt fleira. Sum pör hafa ekki áhuga á því að skærast og stunda það sjaldan eða aldrei. Fyrir önnur pör/ leikfélaga er þetta lykilþáttur í þeirra kynlífi.

Rassaleikir

Mýtan segir að hinsegin fólk með píku hafi ekki áhuga á rassaleikjum.

Endaþarmurinn er stútfullur af næmum taugaendum sem hægt er að örva á marga ólíka vegu. Sum hafa engan áhuga á rassaleikjum á meðan önnur hafa áhuga á því að örva, nudda eða putta sinn eigin rass eða annarra. Áhugi á rassaleikjum hefur ekkert með kyn, kynvitund eða kynhneigð að gera.

Cuntilicious Queer Sex

Aldís the psychologist and sex therapist goes over some common myths when it comes to sex between queer women and people with vaginas. There are no simple dos and don’ts when it comes to vaginal pleasure. It is all up to personal preference.

Hinn frelsandi sýnileiki

Vegferð tvíkynhneigðs Bowie-aðdáanda

Þórarinn Snorri Sigurgeirsson

Myndir eftir Guðmund Davíð Terrazas

Tvíkynhneigð er oft sögð vera algengasti hinsegin— leikinn. Ég, sem tvíkynhneigður sís karlmaður, ætti því að tilheyra einum stærsta einstaka hópnum innan hinsegin samfélagsins. Eitthvað fer nú lítið fyrir því. Upplifunin er þvert á móti stundum eins og að vera eini bi­arinn í bænum.

Opinberlega tvíkynhneigðir karlmenn á Íslandi eru ekki margir. Ég hvet þig, lesandi góður, til að staldra við og telja upp í huganum þá þjóðþekktu tvíkynhneigðu karlmenn sem þú manst eftir. Ég gæti trúað að það sé fljótgert. Eitthvað veldur því að íslenskt tvíkynhneigt fólk, og sérstaklega tvíkynhneigðir karlmenn, hafa ekki flykkst út úr skápnum, og alls ekki í þeim fjölda sem tölfræðin segir okkur að þessi hópur eigi inni. Þetta er hópur sem er einstaklega ósýnilegur.

En ég læt þennan skort á sýnileika ekki blekkja mig. Þvert á móti hef ég síðan ég kom út gert ráð fyrir að allt fólk sé tvíkynhneigt — enda miklu eðlilegra að sönnunarbyrðin liggi hjá þeim sem útiloka heilu og hálfu kynin frá hrifningu sinni.

Og ég hef svolítið verið að kanna hvort að þessi að­því­er­virðist 100% straightismi flestra kynbræðra minna standist skoðun. Er að vinna dálítið með spurninguna:

„Ef að sprelllifandi, ungur David Bowie myndi birtast hálfnakinn í rúminu þínu — myndirðu sparka honum út úr?“

Og þannig fellur hvert gagnkynhneigða vígið á fætur öðru, málstað bi­agendunnar til heilla!

Þokast út úr skápnum

Mér er afar minnisstæð frétt frá árinu 2015 um skoðanakönnun sem sýndi að helmingur breskra ungmenna skilgreindu sig sem eitthvað annað en 100% gagnkynhneigð eða 100% samkynhneigð. Fréttin er mér minnisstæð ekki síst vegna þess að ég var staddur heima hjá foreldrum mínum að borða með þeim kvöldmat þegar þessi frétt var lesin. Fréttin gaf mér tilefni, sem ég hafði þá ekki fundið áður, til að mjaka mér út úr skápnum gagnvart foreldrum mínum — með því að segja eitthvað á þá vegu að ég væri nú einmitt þarna einhvers staðar á milli ásamt helmingnum af bresku ungmennunum.

En eins og mörg þeirra sem eru tvíkynhneigð kannast við — þá þarf maður að koma aftur og aftur út úr skápnum með tvíkynhneigð sína og þessi „játning“ náði ekki alveg í gegn hjá foreldrum mínum. En mér tókst nú að koma þessum skilaboðum á framfæri í nokkrum álíka samræðum næstu misserin og árin þar til að þetta komst farsællega til skila. Það varð samt aldrei neitt sérstakt „móment“ úr þessu og ég skil fyrir vikið aðeins betur hann Daffyd, eina hommann í welska bænum í Little Britain, sem fann sig knúinn til að koma mjög hátíðlega og hávært út úr skápnum fyrir foreldrum sínum — á meðan móðir hans straujaði leðurgadda­lendaskýluna hans.

Það hefur reyndar komið mér dálítið á óvart að ég þyrfti yfir höfuð að hafa fyrir því að koma út úr skápnum. Hélt ég pingaði á einhverjum radörum. Ég hef alltaf verið diskóelskandi snyrtipinni með sérlegan áhuga á kóngafólki og enskum ávaxtaskonsum. En allt kom fyrir ekki. Ósýnileiki tvíkynhneigðra (en. bi­erasure) lætur ekki að sér hæða.

Leiðin út úr skápnum reyndist því nokkuð torfær — en hófst að lokum. Og mig langar í þessari grein aðeins að útskýra af hverju ég opnaði skápinn og segja frá reynslu minni af því að koma út sem tví skrefið er auðvitað alltaf að koma út úr skápnum fyrir sjálfum sér.

Mikilvægi fyrirmynda

Ég man fyrst eftir að hafa heyrt um tvíkyn að David Bowie væri tvíkyn setti þessa kyn mis og fjöl passa svo vel og fara honum svo vel, að vera leitandi, marg félagsins — allt á hans sérlega aðlaðandi hátt.

Og eins mögnuð fyrirmynd og Bowie var og er — blessuð sé minning meistarans — þá var hann ein til að þessi renglu sjálfum Bowie svo nokkuð gagn væri að. Að deila kynhneigð með David Bowie var álíka fjarlægt og að deila hæfileikum hans.

Þegar kynþroskinn gekk seint og um síðir um garð, fór ég að bögglast svolítið með kynhneigð mína, hélt að hrifning mín á strákum þýddi að ég væri samkynhneigður þrátt fyrir að finna einnig fyrir hrifningu gagnvart stelpum.

Átján ára varð ég hins vegar þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast nýjum vinahóp. Í þeim hópi var ein vinkona mín out­and­proud tvíkynhneigð. Bingó! Auðvitað! Það er engu logið um hve fyrirmyndir geta skipt miklu máli. Með því að kynnast manneskju á mínu reki, í minni samfélagskreðsu, sem skilgreindi sig bi, opnuðust augu mín fyrir þeim möguleika að vera tvíkynhneigður.

Stuttu síðar byrjaði ég svo með annarri vinkonu úr þessum sama vinahóp. Ég kom nánast strax út sem bi fyrir kærustunni minni og hún sýndi því 100% skilning og stuðning, jafnt þá sem nú. Fleiri í vinahópnum voru á þessum tíma að koma út úr skápnum sem alls konar hinsegin og höfðum við mikinn stuðning hvert af öðru, beint og óbeint.

Skápurinn opnaður Eftir því sem leið á þrítugsaldurinn fór ég að finna fyrir löngun til að opna mig um tvíkynhneigð mína við fleiri en bara kærustuna mína og allra nánustu vini. Ég var búinn að skrifa Facebook­færslu árið 2015, ætlaði að koma út úr skápnum opinberlega þá, en endaði á að stroka færsluna út. Af hverju að vera að básúna svona á Facebook? Hverjum kemur þetta við? Við tvö hamingjusöm í okkar sambandi og hvað myndi fólk nú halda ef ég færi að blaðra eitthvað um tvíkynhneigð mína á samfélagsmiðlum? Mig langaði til þess að opna upp á gátt, en hætti við. Löngunin hvarf þó ekki.

Aftur koma góðar fyrirmyndir við sögu. Árið 2018 ákvað góður vinur minn, Jóhannes Þór, að skrifa Facebook­færslu og koma þannig út úr skápnum sem tvíkynhneigður. Hann, eins og ég, er hamingjusamlega giftur tvíkynhneigður maður í gagnkynja langtímasambandi. Hann ruddi þannig ákveðna braut. Um þessa reynslu sína skrifaði Jóhannes tímamótagrein í þetta sama rit fyrir tveimur árum síðan.

Kynhneigð fólks er almennt ekki leyndarmál, heldur bara einhver hversdagslegur hluti af sjálfsmynd hvers og eins. Og þannig á það líka að vera um tvíkynhneigð, þótt hún sé eðli málsins samkvæmt oft ósýnilegri en gagn­ og samkynhneigð. En þetta er hluti af sjálfsmynd minni og þess vegna langar mig að það sé opinbert, rétt eins og ég fer ekki leynt með að ég sé royalisti, forfallinn Hafnfirðingur, hobbiti að eðlisfari og Bowieaðdáandi.

Það var svo fyrir ári síðan, 2023, að ég ákvað að koma opinberlega út úr skápnum. Ég gekk í Gleðigöngunni undir fána tvíkynhneigðra og skrifaði færslu á Facebook á degi tvíkynhneigðra nokkrum vikum síðar, þar

sem ég tilkynnti þetta vinum og fjölskyldu, vinnufélögum og bara hverjum þeim sem algóriþmum Facebook þóknaðist að láta vita.

Bæjarar allra landa, sameinumst!

Það skiptir mig meira máli en ég hefði haldið að vera opinn með hinseginleika minn. Í þessu felst einhver lífsfylling sem erfitt er að koma í orð. Hinseginleikinn er hluti af sjálfsmynd minni — hluti sem mér þykir vænt um. Ég á hann sameiginlegan með öllu regnbogasamfélaginu okkar, þótt reynsla okkar allra sé ólík.

Í upphafi þessarar greinar vakti ég athygli á þeirri staðreynd að tvíkynhneigðir íslenskir karlmenn — sem við vitum að er stór hópur, líkindafræðin lýgur ekki — virðast öðrum fremur halda sig inni í skápnum, í stað þess að ljúka honum upp og njóta þess að finna lífsfyllinguna í hinseginleikanum. Getur verið að ein af ástæðunum fyrir því að bi strákar eru ekki að koma út úr skápnum, sé að fáir bi strákar eru að koma út úr skápnum?

Að þá skorti þær fyrirmyndir sem ég var svo lánsamur að hafa í mínu nærumhverfi?

Öll þurfum við að vega og meta hvort og hvenær og hvernig við komum út úr skápnum — vonandi geta sem allra flest okkar gert það á eigin forsendum, þegar við erum tilbúin til þess.

En tökum með í reikninginn að með því að stíga skrefið, getum við aukið sýnileikann og þannig stuðlað að samfélagi sem er fjölbreyttara og fallegra.

Tví-/pan-/omni-kynhneigð Í þessari grein nota ég skilgreininguna „tvíkynhneigð“. Í mínu tilfelli gæti ég allt eins notað „pankynhneigð“ eða „omnikynhneigð“. Á fjölmennu málþingi um tvíkynhneigð á nýliðnum landsfundi Samtakanna ‘78 var mikill samhljómur gesta um að í orðinu „tvíkynhneigð“ felist ekki sá skilningur að það þýði að maður hrífist bara af tveimur kynjum eða að það sé einhver útilokun falin í því. Miklu heldur þýði tvíkynhneigð að hrífast af eigin kyni og öðrum kynjum. Fólk getur að sjálfsögðu lagt persónubundinn skilning eða merkingarmun á þessi þrjú hugtök en í stórum dráttum eru þetta mjög skyldar skilgreiningar.

The Freeing Feeling of Visibility

Bisexuals probably represent the largest group within the LGBTQ+ umbrella, but where are all the bi men? Bisexual people are overall not very visible within Icelandic society and bi men may be some of the least visible, often never coming out of the closet. This bi man remembers coming out again and again, as bi­erasure is a well­known phenomenon. However, the freeing feeling of being oneself, openly and honestly, cannot be put into words. Perhaps we just need more role models, for more men to feel comfortable enough to come out as bi. There certainly are a lot more of us out there and I will continue to ask my brothers: “If you suddenly found David Bowie, young and vivacious, lying in your bed — would you kick him out?”

Ísland – næstbest

í Evrópu… í bili

Daníel E. Arnarsson, fyrrum framkvæmdastjóri Samtakanna ‘78

Mynd eftir Ólaf Alex Kúld

Lagaleg réttindi hinsegin fólks eru mikilvægur þáttur í því að skapa samfélag þar sem allt fólk hefur frelsi til þess að vera það sjálft. Flest hinsegin fólk á Íslandi kannast líklega við Regnbogakort ILGA­Europe, sem gefið er út árlega. Kortið er mikilvægt tæki til að bera saman lagalega réttarstöðu hinsegin fólks í löndum Evrópu og Mið­Asíu en ILGAEurope eru regnhlífarsamtök hinsegin félaga á svæðinu. Þá mælir Regnbogakortið lagalega stöðu hinsegin fólks í 49 löndum.

Ferlið á bakvið kortið Samtökin ‘78 ásamt Trans Ísland og Intersex Ísland bera ábyrgð á upplýsingagjöf til ILGAEurope og uppfæra því íslenska kaflann, bregðast við gagnrýni og rökstyðja hvern einasta þátt kortsins sem snýr að samfélaginu hér á landi. Það getur þó vissulega verið snúið að bera lönd saman á þennan hátt, þar sem það felur í sér samanburð á ólíkri löggjöf og lagatextum. Því þarf að vanda vel til verka og reiða sig á þau viðmið og skilyrði sem sett eru af ILGA­Europe.

Skilyrði og viðmið Regnbogakortsins eru breytileg og hafa þróast ár frá ári. Þá hefur kortið reynst mjög gagnlegt þar sem það hefur hjálpað við að koma jákvæðum breytingum til leiðar um alla Evrópu og MiðAsíu með því að halda hinsegin hreyfingunni á tánum. Fyrir tilstilli kortsins hafa

Samtökin ‘78 jafnframt getað fylgst náið með þróuninni í nágrannalöndum okkar og þessi samanburður hefur gert okkur kleift að finna dæmum um jákvæða löggjöf annars staðar frá farveg á Íslandi.

Ekkert gerist þó í tómarúmi og því hafa

Samtökin ‘78 lagt mikla áherslu á að vera í nánum samskiptum við hlutaðeigandi aðila, t.a.m. ríki, sveitarfélög, stjórnmálafólk og félög hinsegin fólks í Evrópu. Með vönduðu samstarfi og opnu samtali aukast líkurnar á því að sú löggjöf sem smíðuð er á Íslandi verði til þess að tryggja sem best réttindi alls hinsegin fólks. Á síðustu sjö árum hefur Ísland enda farið úr 17. sæti, að uppfylltum 47% þáverandi viðmiða, í 2. sæti kortsins. Þá er það fagnaðarefni að Ísland uppfyllir nú 83% viðmiða ILGA­Europe.

þörf fyrir grundvallist ekki á þeirri hugsun að um veikindi eða sjúkdóm sé að ræða, og hafa Samtökin unnið náið með Landspítala og BUGL á þeirri vegferð.

Hvert er framhaldið?

Á sama tíma og við getum leyft okkur að fagna eftirtektarverðum árangri, þá skulum við líka gæta þess að horfa fram á veginn, því að Samtökin ‘78 eru vissulega hvergi nærri hætt. Ef við lítum til dæmis til landsins sem trónir á toppi Regnbogakortsins, Möltu, og berum löggjöf okkar saman við þeirra þá eru nokkur atriði sem við þurfum að huga að. Þar ber fyrst að nefna breytingar á stjórnarskrá en á Möltu eru hinsegin réttindi sérstaklega nefnd í stjórnarskránni. Því er aftur á móti

betrumbæta og klára löggjöf sem ætlað er að vernda intersex fólk fyrir hættunni á óþarfa skurðaðgerðum, ásamt því að klára allt regluverk og eftirlit með málaflokknum. Eins þyrfti að breyta lögum svo intersex fólk sem hefur verið brotið á, skv. núgildandi lögum, geti sótt rétt sinn.

Fleiri atriði sem enn hafa ekki ratað inn í viðmið Regnbogakorts ILGA­Europe — en sem þarf engu að síður að ráðast í að laga — er til dæmis réttur barna til lagalegra tengsla við fleiri en tvo foreldra. Hinsegin fjölskyldur eru oft þannig samsettar frá fyrstu stundu og á Íslandi er nú þegar fjöldi barna sem býr við skert réttindi að þessu leyti (t.d. börn sem eiga tvo feður og eina móður frá upphafi).

Samtökin halda alltaf áfram Ég, persónulega, er gríðarlega stoltur af Samtökunum ‘78 og öllu því starfsfólki, stjórnarmeðlimum, hagsmunafélögum og, síðast en alls ekki síst, þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum sem hafa gert okkur kleift að hækka jafnmikið á Regnbogakortinu og raun ber vitni. Á tímabilinu sem hér er rætt, undanförnum sjö árum, hafa Samtökin ‘78 sjöfaldað þjónustuhluta sinn en á sama tíma hafa þau ekki gefið millimetra eftir þegar kemur að viðstöðulausri hagsmuna­ og mannréttindabaráttu sinni. Samtökin ‘78 eru að sönnu meira en einstaklingar og stöðugildi — þau eru fjöldahreyfing sem heldur alltaf áfram og mun aldrei láta undan síga þegar kemur að réttindum og frelsi hinsegin fólks.

Iceland —

Second Best in Europe… for Now Iceland is currently in second place on ILGA­Europe’s Rainbow Map, reflecting the status of laws and policies that have a direct impact on LGBTQIA+ people’s human rights in 49 countries in Europe and Central Asia. However, just seven years ago we were in 17th place and great strides have necessarily been made to reach this milestone. For example,

the Bodily Autonomy Act, which passed into law five years ago now, is one of the things that helped push us up in the rankings. Yet there is still a number of rights that need to be fought for and Samtökin ‘78 will continue to work on that, requiring a combined and sustained effort, as always.

ÚRVAL HINSEGIN BÓKA

Trúum fólki

og staðreyndum, ekki áróðri

Það hefur aldrei verið skortur á rangfærslum um hinsegin fólk í samfélaginu. Hinsegin fólk hefur verið talið smitberar sjúkdóma, hættulegt öðrum í kynjuðum rýmum, fólk sem vill grafa undan helgi hjónabands, sem vill heilaþvo börn og jafnvel kennt um náttúruhamfarir fyrir það eitt að elska og vera til.

Á undanförnum árum hefur orðið bakslag í réttindabaráttunni sem hefur einna helst beinst að trans fólki. Þessi orðræða hefur einnig teygt anga sína til Íslands, en í þessari grein verður tekið á helstu álitamálum sem hafa komið upp, þau könnuð og sett í íslensku samhengi.

Collage listaverk eftir Svein Snæ

Trans fólk og kynjuð rými

Að sjálfsögðu hefur trans fólk alla tíð notað kynjuð rými á borð við sundklefa og búningsklefa eins og annað fólk – en mörg veigra sér þó við að nýta þau af ótta við fordóma og áreiti, enda full ástæða til. Réttur okkar til að nýta rými í samræmi við kynskráningu og kynvitund var færður í lög árið 2012, þegar lög um réttindi einstaklinga með kynáttunarvanda, eins og þau voru og hétu, tóku gildi. Ekki hafa komið upp nein vandamál í tengslum við inngildingu trans fólks í kynjuðum rýmum. Þrátt fyrir að engin fordæmi séu til staðar hafa reglulega komið upp fordómafullar gagnrýnisraddir sem telja trans konur vera ógn við aðrar konur, eða að sís karlar þykist vera konur til að gera innrás í rýmin. Ekki hafa komið upp nein dæmi þar sem sískynja karlmaður hefur þóst vera kona og gert innrás í kvennarými í þeim tilgangi að áreita konur, hvorki hér á landi né annars staðar.

Einu dæmin sem við vitum um þar sem fólk hefur gert einhvers konar innrás í kynjuð rými sem þau eiga ekki erindi í er frá Bandaríkjunum. Þar reyndu nokkrir karlkyns repúblikanar að „sanna“ hvað það væri í raun auðvelt að labba inn í hvaða rými sem er með því að fara inn á kvennaklósett. Það er augljóst að ef þú þarft að búa til dæmi sjálft til að styðja mál þitt þá er það á veikum grunni byggt. Í raun hafa þessir karlar eingöngu grafið undan eigin málstað, en þetta sýnir einmitt svart á hvítu að það getur hver sem er gengið inn í kynjuð rými ef þau ætla sér það. Slíkt er því hægt burtséð frá inngildingu trans fólks og rennir stoðum undir það að inngilding trans fólks sé ekki vandamálið.

Karlar hafa aldrei þurft að þykjast vera konur til að áreita þær. Kannanir sýna að langflestar konur eru áreittar af karlmönnum sem þær þekkja. Slíkt gerist nær oftast á heimili fólks, frekar en í handahófskenndum árásum á klósettum eða í búningsklefum. Þess má geta að Kvenréttindafélag Íslands, Kvennaathvarfið, Bjarkarhlíð, Stígamót og önnur helstu samtök kvennahreyfingarinnar studdu lög um kynrænt sjálfræði og inngildingu trans fólks og eiga í góðu samstarfi við hagsmunafélög hinsegin fólks. Sama má segja um Fangelsismálastofnun, Íþróttaog Ólympíusamband Íslands og aðrar viðeigandi stofnanir og félög. Þessar stofnanir og félög telja ekki ástæðu til að óttast trans fólk og inngildingu þeirra.

Trans fólk og íþróttir

Trans fólk hefur tekið þátt í íþróttum alla tíð og fyrsta trans konan keppti opinberlega í kvennaflokki árið 1977 þegar Renée Richards keppti í kvennaflokki í tennis. Þar komst hún hæst í 20. sæti í alþjóðasamanburði áður en hún lagði skóna á hilluna 1981.

Síðan þá hafa nokkrar trans manneskjur náð árangri á sviði afreksíþrótta og má þar helst nefna Laurel Hubbard sem keppti á Ólympíuleikunum 2020 í kraftlyftingum, þar sem hún lenti í neðsta sæti í sínum flokki. Sömuleiðis má nefna sundkonuna Liu Thomas, en hún keppti á háskólamóti NCCA í sundi árið 2022. Þar vann hún 500 metra sund með frjálsri aðferð, lenti í 5. sæti í 200 metra sundi og 8. sæti í 100 metra sundi. Þrátt fyrir að hafa staðið sig vel, sló hún engin met. Á sama móti sló sundkonan Kate Douglass hins vegar 18 hraðamet. Hún er ekki trans kona.

Þrátt fyrir að hægt sé að telja á fingrum annarar handar þær trans konur og annað trans fólk sem hefur keppt í afreksíþróttum hafa ýmis íþróttasambönd bannað trans konum að keppa í kvennaflokki. Svo mikil er hræðslan að Alþjóðlega skáksambandið (FIDE) bannaði trans konum að keppa í kvennaflokki í skák – en ekki hefur enn fengist á hreint nákvæmlega hvaða yfirburði trans konur eiga að hafa fram yfir aðrar konur þegar það kemur að þessari vinsælu hugaríþrótt. Nýverið var breskri trans konu einnig bannað að keppa með öðrum konum í pílukasti, en rök þeirrar ákvörðunar eru einnig mjög óskýr þar sem íþróttin snýst um tækni frekar en líkamlegan styrk.

Bönn sem snúa að þátttöku trans kvenna hafa víða verið gagnrýnd fyrir að byggja ekki á nægilega sterkum grunni, en rannsóknir hafa ekki sýnt fram á með afgerandi hætti að trans konur hafi einhverja yfirburði fram yfir aðrar konur eftir að þær hafa verið á hormónum í tiltekinn tíma. Þetta kemur m.a. fram í skýrslu Canadian Centre for Ethics in Sport sem kom út árið 2022. Reglur Alþjóða Ólympíunefndarinnar frá 2004 kveða sömuleiðis á um að trans konur megi keppa að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, sem mörg önnur sambönd styðjast við, m.a. Íþrótta­ og Ólympíusamband Íslands.

Þessi hræðsla virðist því oftar en ekki eiga rætur sínar að rekja til mjög einfeldingslegs hugsunarháttar sem er litaður af kvenfyrirlitningu, þ.e. að allir karlar séu betri en allar konur í íþróttum, og þar sem trans konur fengu úthlutað karlkyni við fæðingu þá hljóti þær að hafa sömu yfirburði. Slíkt tekur auðvitað ekki tillit til áhrifa hormónagjafar á líkama trans kvenna, en mikilvægt er að trans konur fái að njóta vafans og að frekari rannsóknir séu gerðar.

Rannsóknir benda til þess að trans konur hafi ekki mælanlega yfirburði yfir aðrar konur, enda krefjast mismunandi íþróttir mismunandi þátta til að ná árangri. Heildstæð bönn eru því ekki nein lausn á flóknu viðfangsefni og eingöngu til þess fallin að ýta undir fordóma og útilokun trans fólks úr grasrótaríþróttastarfi, sem hefur neikvæð áhrif á lýðheilsu trans fólks.

Heilbrigðisþjónusta fyrir trans fólk Heilbrigðisþjónusta fyrir trans fólk er lífsnauðsynleg og eykur velferð trans fólks til muna. Þó svo að Íslandi standi framar mörgum öðrum löndum á ýmsum sviðum, megum við ekki gera lítið úr þeim fordómum og ofbeldi sem trans fólk upplifir enn í íslensku samfélagi. Þó að kynstaðfestandi ferli hjálpi fólki að líða vel í eigin skinni hafa fordómar og ofbeldi enn mjög neikvæð áhrif á geðheilsu og öryggi trans fólks.

Trans ungmenni

Hjá transteymi BUGL er ungmennum og fjölskyldum þeirra veitt sú þjónusta sem þau þurfa. Ungmennin sem þangað koma fara í gegnum greiningarferli ef talin er þörf á. Það er gert í samræmi við fremstu alþjóðlegu verklagsreglur og sjá sérfræðingar á þessu sviði um greiningarnar. Þjónustan felur í sér viðtöl þar sem farið er yfir þarfir ungmennisins og á fyrstu stigum er fyrst og fremst um stuðning og viðurkenningu að ræða, og að hlustað sé t.d. á óskir barns um að nota nýtt fornafn og kenninafn.

Þegar ungmenni eru komin á ákveðið stig kynþroska og hafa verið í þjónustu teymisins í ákveðinn tíma, geta þau fengið aðgang að hormónablokkerum. Hormónablokkerar setja áhrif kynþroska á pásu, sem gefur ungmennum svigrúm til að taka ákvarðanir síðar meir um hvort þau vilji halda áfram í meðferð og fá krosshormóna þegar þau hafa aldur til. Hormónablokkerar eru lyf sem hafa verið notuð í meira en þrjá áratugi og hafa reynst vel, en lyfin voru upprunalega framleidd til að hægja á kynþroska fyrir bráðþroska börn.

Mikilvægt er að vita að hormónablokkerar hafa engin óafturkræf áhrif á líkama ungmenna. Eins og með öll önnur lyf þá geta hormónablokkerar haft aukaverkanir í einstaka tilfellum og þess vegna er fylgst vel með heilsu og velferð ungmenna í kjölfar lyfjagjafar. En að öllu eðlilegu virka hormónablokkerar vel og eru góð lausn til að koma í veg fyrir líkamlegar breytingar sem valda þeim djúpstæðri vanlíðan og ama. Lyfin eru því í raun gefin til að varðveita geðheilsu og velferð ungmenna.

Þegar ungmenni verða 16 ára fá þau rétt til að taka ákvarðanir um eigin heilbrigðisþjónustu samkvæmt lögum um réttindi sjúklinga og geta þá sótt um að byrja á krosshormónum og aðgerðum eftir 18 ára aldur, en engar aðgerðir eru framkvæmdar fyrir þann aldur. Rannsóknir sýna að ungmenni sem byrja á hormónablokkerum fara í langflestum tilfellum á krosshormóna og lifa lífi sínu í samræmi við kynvitund sína.

Hin stórlega ýkta eftirsjá Umræða um eftirsjá trans fólks þegar kemur að kynstaðfestandi þjónustu, þá sér í lagi ungs trans fólks, er gjarnan fyrirferðamikil. Ef horft er til rannsókna sýna þær svart á hvítu að kynstaðfestandi ferli eykur ánægju og velferð flest allra sem nýta sér hana og hefur eitt hæsta ánægjugildi í heimi í samanburði við aðra heilbrigðisþjónustu. Rannsóknir sem skoða eftirsjá sérstaklega hafa sýnt að einungis 1–2% sjá eftir sínu ferli, en þar með er ekki öll sagan sögð. Þegar skoðað er hvað það er nákvæmlega sem fólk sér eftir þá er það sjaldan vegna þess að þau hafi ekki verið trans, heldur vegna annarra þátta.

Eftirsjá getur t.d. þýtt að fólk sá eftir aðgerð vegna þess að hún misheppnaðist, vegna þess að þeir fordómar og mismunun sem þau upplifðu í samfélaginu bar þau ofurliði sem þýddi að þau hörfuðu aftur inn í skápinn,

eða að þau vildu tengjast aftur fjölskyldu og vinum sem afneituðu þeim. Það er því ekki nema lítið brot af þeim sem upplifa eftirsjá sem telja að það hafi verið mistök að fara í kynstaðfestandi ferli. Að því sögðu er auðvitað mikilvægt að þau fái líka viðeigandi stuðning og þjónustu – en varhugavert er að nota þeirra sögu eða reynslu til að grafa undan mikilvægi heilbrigðisþjónustu sem hundruð þúsunda fólks víðs vegar um heim hefur notið góðs af. Það gefur því auga leið að svar við slíku er ekki að draga úr eða banna þjónustu, heldur að hún sé bætt enn meira til að koma í veg fyrir eftirsjá og svo að fólk geti fengið viðeigandi stuðning. Fullorðið fólk þarf sömuleiðis að bera ábyrgð á eigin gjörðum, í stað þess að kenna öðrum um rangar ákvarðanir sem þau tóku.

Í stærra samhenginu er einnig mikilvægt að nefna að í allri heilbrigðisþjónustu er einhver eftirsjá hjá fólki og eru margar aðgerðir og meðferðir ennþá framkvæmdar án mótmæla þó að tíðni eftirsjár sé mun hærri en í þjónustu fyrir trans fólk. Sem dæmi má nefna að tíðni eftirsjár eftir hnéaðgerðir er á bilinu 6–30% – en fólk fer ekki í viðtöl eða mætir með mótmælaskilti við hin ýmsu tilefni til að mótmæla hnéaðgerðum.

Verum vakandi og gagnrýnin í hugsun Það hefur í raun aldrei verið mikilvægara að vera gagnrýnin á það efni sem við lesum á netinu eða í fjölmiðlum. Tíminn líður hratt á gervihnattaöld, eins og skáldið sagði, og upplýsingaóreiða, áróður og fordómar hafa sjaldan verið jafn mikil og nú. Við megum því aldrei sofna á verðinum og láta glepjast af hræðsluáróðri og fordómafnyki – og öllu heldur taka höndum saman og kveða burt þau viðhorf sem grafa undan tjáningarfrelsi, almennri skynsemi og mannlegri samkennd.

Aðeins þannig sköpum við samfélag þar sem við getum öll fengið að vera við sjálf.

Believe People and Facts, Not Propaganda

In recent years, there has been a noticeable increase in misinformation and myths surrounding trans people and their lives –from toilets, to prisons, to sport, to health care. This type of rhetoric is something that the wider queer community has seen before, and needs to be denounced as the misinformation and bigotry it truly is. It’s more important than ever that people don’t fall for this, instead combatting it effectively so it does not grow and fester. It has never been more important to defend the liberties and freedom of those most vulnerable.

Við störfum í sátt við þjóðina og stefnum að sjálfbærum heimi knúnum endurnýjanlegri orku

Ekki allar lesbíur

þurfa réttindi

Það er áhugaverð tenging á milli heimalands míns, Serbíu, og Íslands, þar sem ég bý. Þetta eru einu löndin í heiminum þar sem forsætisráðherra hefur opinberlega verið lesbía.

Ana Brnabić var forsætisráðherra Serbíu frá 2017 til 2024. Hún gegndi embættinu í sjö ár, lengur en nokkur annar í sögu Serbíu og var fyrsta hinsegin manneskjan til að leiða ríkisstjórn á Balkanskaganum. Þó skipun hennar væri söguleg einkenndust viðbrögð hinsegin samfélagsins í Serbíu við skipun hennar, yfirlýsingum og embættisverkum af reiði og vonbrigðum.

Nikola Maljković

Þýðandi Hjalti Vigfússon

Þegar Brnabić tók við forystu ríkisstjórnarinnar lýsti hún því yfir að réttindi hinsegin fólks væru ekki á meðal hennar helstu stefnumála, þar sem það væru ekki forgangsmál þjóðarinnar. Sú yfirlýsing mætti mikilli reiði hinsegin samfélagsins þar sem lagaleg staða hinsegin fólks í Serbíu er afar slæm og hinsegin fólk sætir enn daglegu ofbeldi. Gagnrýnin varð háværari eftir að hún og kærasta hennar eignuðust barn saman árið 2019 með aðstoð tæknifrjóvgunar erlendis, leið sem er óaðgengileg flestum konum í Serbíu. Þegar hún var gagnrýnd fyrir að beita sér ekki fyrir lagabreytingum þess efnis að tvær konur gætu verið skráðir foreldrar barns sagði hún: „Ég þarf engin lög til að segja mér að þetta sé barnið mitt.“ Þannig var réttindabarátta hinsegin foreldra í Serbíu kveðin niður og Brnabić beinlínis farin að beita sér gegn baráttu hinsegin fólks. Sjálf þarf hún eflaust að hafa litlar áhyggjur af takmörkuðum réttindum enda bæði rík og valdamikil. En eftir situr hinsegin samfélagið réttindalaust.

frelsi. Hinsegin samfélagið í Serbíu hefur einnig sakað hann og Brnabić um bleikþvott með því að nota Brnabić til að svara gagnrýni um hvernig ríkisstjórn hans hefur komið fram við hinsegin fólk og aðra jaðarsetta hópa. Ímynd framsækni er búin til með því að skipa hinsegin manneskju forsætisráðherra en engar raunverulegar framfarir eiga sér þó stað í réttindabaráttu hinsegin fólks.

Spurningar um hvert raunverulegt stuðningsfólk Brnabić sé hafa löngum verið háværar. Sérstaklega innan hinsegin samfélagsins sem sá engar framfarir í réttindabaráttu sinni í stjórnartíð hennar. Kenningar hafa verið uppi um að framgangur hennar í serbneskum stjórnmálum hafi verið strategísk ákvörðun popúlísks forseta landsins, Aleksandars Vučić. Með því að skipa Brnabić forsætisráðherra gat hann sett fram ímynd framfara gagnvart Evrópuríkjum sem lengi hafa haft áhyggjur af stöðu mannréttinda í Serbíu og gagnrýnt hann fyrir ólýðræðislega tilburði, m.a. fyrir að skerða tjáningar­ og fjölmiðla­

Það er auðvelt að sjá andstæður milli stjórnartíðar Önu Brnabić og Jóhönnu Sigurðardóttur á Íslandi þar sem stórir sigrar unnust í réttindabaráttu hinsegin fólks, m.a. með lagasetningu sem lögleiddi samkynja hjónabönd. Serbía er enn langt frá því að lögleiða samkynja hjónabönd, staðfesta samvist, erfðarétt samkynja para eða réttindi hinsegin foreldra. Það sem hinsegin samfélagið í Serbíu hefur lært er það að hinsegin fólk í valdamiklum stöðum er engin ávísun á aukin réttindi. Þau geta jafnvel unnið réttindabaráttunni skaða með því að veita stjórnvöldum skjól frá gagnrýni, samtímis því að bleikþvo þjóðernissinnuð markmið. Hinsegin fólk á heimsvísu getur jafnframt dregið lærdóm af því.

Not All Lesbians Need Rights

Serbia’s last Prime Minister was the lesbian Ana Brnabić, the first openly queer person to act as head of government in the Balkan Region, having been in office from 2017 until 2024, which is also the longest time that one person has held the office. Instead of being seen as a positive representation for Serbia’s LGBTQ+ community, she however sparked rage and disappointment among queer people, as she declared that queer rights would not be on her agenda. This raises questions about the illusion of progress, as the appointment could be seen as a form of pinkwashing of the government, considering that indeed no effort was made to improve queer rights during Brnabić’s time in office, in stark contrast to Jóhanna Sigurðardóttir’s accomplishments as Iceland’s Prime Minister

Mynd af Brnabić og kærustu hennar, Milicu Đurđić.

Hinsegin sögukort

Á kortinu má sjá staði og lesa frásagnir af tilveru hinsegin fólks í Reykjavík á nokkrum tímabilum í sögunni. Frásagnirnar gefa örlitla innsýn inn í það sýnilega og ósýnilega rými sem hinsegin fólk hefur skapað sér í borgarumhverfinu í gegnum tíðina. Molarnir sem birtast hér eru vonandi einungis þeir fyrstu í stærri kortlagningu sem verður aðgengileg á netinu með tíð og tíma – með fleiri og fjölbreyttari sögum úr hinsegin rýminu.

Garðastræti 2 (Samtökin ‘78)

„Staðurinn þar sem margir hittu Guðna Baldursson fyrst lét ekki mikið yfir sér, gluggalaust kjallaraherbergi í Garðastræti 2, en í hugum þeirra sem komu þangað var það samt bjartasta herbergið í bænum, griðastaður fullur af björtum vonum og baráttuþreki. Þetta var fyrsta húsnæði Samtakanna 78 og þar tók Guðni á móti félögum með alúð og vinsemd og baráttuandinn var ekki síst honum að þakka.”

Úr minningargrein Böðvars Björnssonar um Guðna Baldursson, fyrsta formann Samtakanna ‘78, á vef samtakanna 2017.

Hótel Vík og Íslensk-lesbíska (við Ingólfstorg) „Fundarherbergi Íslensk­lesbíska [Hótel Vík árið 1986] var stundum notað undir fundi stjórnmálasamtakanna og einhverjar óprúttnar lesbíur gerðu sér það að leik að láta liggja frammi lesbísk klámblöð sem höfðu borist félaginu frá Bandaríkjunum meira í gamni en alvöru. „Það voru einhverjar kvennalistakonur ósáttar við þetta en ég svaraði bara sem svo að þær hefðu innst inni bara gaman af því að fletta þessum blöðum,” segir Stella Hauksdóttir, einn stofnenda Íslensk­lesbíska.”

Úr grein Þóru Kristínar Ásgeirsdóttur, Þrjátíu ára stríðið, í afmælisriti Samtakanna ‘78 frá 2008.

Lærði skólinn

„Skelfing þykir mér vænt um Geir. Hann er líka allra laglegasti piltur og virðist vera vel viti borinn. Hann er unnustan mín. Ég kyssi hann og læt dátt að honum, hreint eins og hann væri ungmey. Hann hefur líka leitt okkur Gísla saman. Hann er líka unnusta Gísla. (Ég þori samt ekki að ábyrgjast það). Við gengum oft með unnustum vorum, og með því vér áttum báðir sömu unnustu þá urðum vér að ganga saman.“

Um ástir menntaskólapilta, úr dagbókum Ólafs Davíðssonar frá 1882.

Amtmannsstígur 5

„Verzlun þeirra óx og dafnaði frá fyrsta vísi við Amtmannsstíginn, og þær stöllur fylgdust að ævilangt, alla tíð búsettar við stíginn sinn í Þingholtunum. Frú Guðrún [Jónasson] lézt fyrir skömmu, svo að stutt varð milli þeirra, en Þingholtin sýnu fátækari, er báðar hinar merku konur eru á braut horfnar, tregaðar af fjölmörgum bæjarmönnum en þó einkum fósturbörnum, sem þær tóku að sér og önnuðust með móðurlegri umhyggju.“

Úr minningargrein Lárusar Sigurbjörnssonar um Gunnþórunni Halldórsdóttur

í Morgunblaðinu 1958, af vefnum huldukonur.is.

Laugavegur 22

„Ýmis nýmæli fylgja staðnum [við opnun haustið 1989]. Þar á meðal eru lítil VIP­plastkort með íslenska fánanum, bleikum þríhyrningi og áletruninni Gay 22 sem er ætlað að veita hinsegin viðskiptavinum forgang. Hundrað kort eru gefin út og seljast nær öll. „Já, rúsínan var svo sett í pylsuendann með skiltinu „Gay 22“ fyrir ofan innganginn. Það var algjört breikþrú.””

Ingi Rafn Hauksson fyrrum rekstrarstjóri á 22 í grein Hilmars Hildar Magnúsar, Drottningar á djamminu, í afmælisriti Samtakanna ‘78 frá 2008.

Lindargata 49

„En þegar neyðin er stærst er hjálpin næst. Sjúkdómurinn [AIDS] kom á tengslum milli talsmanna Samtakanna og ýmissa embættismanna. Til að mynda gekk Ólafur Ólafsson landlæknir í það verk að greiða fyrir húsnæðismálum Samtakanna ‘78. Því lyktaði þannig að Davíð Oddsson borgarstjóri lét félagið hafa Lindargötu 49, sextíu fermetra bárujárnshús, til afnota árið 1987.”

Úr grein Þóru Kristínar Ásgeirsdóttur, Þrjátíu ára stríðið, í afmælisriti Samtakanna ‘78 frá 2008.

Center Hotels styrkir með stolti Hinsegin daga og Samtökin '78. Við fögnum fjölbreytileikanum með alls kyns skemmtilegum viðburðum á hótelunum okkar.

07

ÁGÚST

queer pub quiz

Ský Lounge & Bar Byrjar kl. 20:00

Late Night Happy Hour

Glæsilegir vinningar!

Ingólfsstræti 1

ÁGÚST

08 09

ÁGÚST

drag bingó

Center Hotels Plaza

Byrjar kl. 18:00

Til styrktar Samtakanna ´78

Michy verður bingóstýra

Aðalstræti 4-6

queeraoke

Ský Lounge & Bar Byrjar kl. 20:00

Late Night Happy Hour

Komdu að syngja!

Ingólfsstræti 1

Við höfum nógan tíma, ekkert liggur á

Efri árin — hvað merkja þau? Kvíðum við því sem í vændum er eða sjáum við fyrir okkur fjör og frelsandi möguleika sem engan óraði fyrir hér um árið þegar við vorum „í blóma lífsins“? Elsku bestu, hvar er þennan blessaða „blóma“ að finna? Er lífið ekki allt ein löng Íslandsglíma? Kannski hafa mörg okkar komist að því að sérhver áratugur ævinnar býður upp á nýjar áskoranir, sársauka og sælu sem engan grunaði hér um árið. Hér íhuga nokkrir félagar okkar þessar áskoranir.

fig. 1
fig. 2
fig. 4
fig. 3

Böðvar Björnsson (f. 1956) Þegar við eldumst eru margir merkimiðar rifnir af okkur, til dæmis um stöðu og kynhneigð. Við erum á vissan hátt sett til hliðar í nýjan hóp sem er merktur með gráa háralitnum. Þá skiptir minna máli hvort maður er hommi eða gagnkynhneigður, maður er fyrst og fremst gamall. Hvenær fólk verður gamalt fer að hluta til eftir aldri og að hluta til viðhorfinu til tilverunnar. Fyrir homma sem hafa náð að skapa sér viðunandi lífsskilyrði og eru við góða heilsu fylgir elliárunum aukið frelsi. Að losna undan vinnuoki opnar dyr að ótal möguleikum. Hommar hafa það fram yfir marga gagnkynhneigða bræður sína að hafa flestir kynnst fleiri hliðum mannlífsins en þeir, ferðast meira og tekið fleiri snúninga á tilverunni. Þetta nýtist þeim vel á efri árum, að þekkja fleiri leiðir til að ná gleði og hamingju í hús. Ekki má svo gleyma rúsínunni í pylsuendanum við það að eldast, en það er að geta gefið skít í svo margt og sagt meiningu sína umbúðalaust. Það er ómetanlegt.

Heimir Már Pétursson (f. 1962)

Reykjavík þykist á margan hátt vera borg en er í raun og veru bara íturvaxið þorp. Hér þrífst í raun eingöngu streit­menning þegar kemur að félags­ og næturlífi. Sveitamenning. Maður hafði vonað að einhver homminn tæki það að sér að opna hommabar, þar sem við sem viljum koma saman án truflunar, að bara við hommarnir gætum komið saman, en nei. Það getur engin höfuðborg talist borg meðal borga nema í henni sé að finna að minnsta kosti einn eða nokkra hommabari. Og nú þegar maður er farinn að ganga sjötugt er sú von úti, sýnist mér. Maður þarf enn að skreppa á Centralhornið í Köben eða staði í öðrum borgum Evrópu og Ameríku til að komast í skjól frá streit­menningu.

Einar Örn Einarsson (f. 1963) Við sem teljumst til fyrstu kynslóðar þeirra sem kom úr felum í árdaga Samtakanna ‘78 höfum lifað tímana tvenna. Mörg okkar komu út úr þeim hildarleik bogin og önnur brotnuðu. Alnæmið tók sinn dýra toll. Margir eldri hommar hafa einangrast og eiga erfitt međ að fóta sig á efri árum. Sumir hafa jafnvel orðið fyrir fordómum úr hinsegin samfélaginu. Hinsegin dagar voru mér erfiðir um langa hríð. Sorgin og hugsunin um þau öll sem ekki eru lengur á meðal okkar var mér um megn. Í dag hef ég unnið á því, og fagna með fjöldanum, á sama tíma og ég er þakklátur fyrir þau sem á undan gengu. Ekkert er sjálfgefið. Gleymum ekki hvaðan við komum. Fjölbreytileikinn sem við fögnum og viljum standa fyrir rúmar einnig gamla homma og lesbíur.

Anna Kristjánsdóttir (f. 1951)

Eitt það erfiðasta við að eldast sem hinsegin manneskja er oft skorturinn á lífsförunaut eða nánum vinum og sá einmanaleiki sem fylgir slíkum aðstæðum. Þegar ég hætti að vinna og flutti til Tenerife gerði ég mér litla grein fyrir því að um leið væri ég að yfirgefa gamla vinahópinn og þyrfti að kynnast nýju fólki. Þó Íslendingunum hafi fjölgað mikið hér síðustu árin er það mestallt gagnkynhneigt fólk. Ég reyndi að stunda skemmtistaðina og ég prófaði Tinder en árangurinn var verri en enginn, með einni ánægjulegri undantekningu þó en hún býr of langt í burtu og kærir sig ekkert um að flytja til Tene. Um leið verð ég að játa að síðan ég flutti hingað fyrir nærri fimm árum síðan hef ég aldrei fundið fyrir fóbíu gagnvart hinsegin fólki, hvorki trans­ né hómófóbíu. Eitt sinn var þekkt pikkupplína á skemmtistöðum Reykjavíkur að ungir menn buðu stúlkum heim að skoða frímerkjasafnið sitt. Hvort menn ættu frímerki skipti minna máli, enda tilgangurinn ekki sá að rýna í gömul frímerkjaalbúm. Kannski ætti ég að láta reyna á þetta ráð. Ég er samt ekki viss um að slíkt gengi í dag, en það má alltaf lifa í voninni.

Anni G. Haugen (f. 1950)

Ég horfi á hana úti í garði þar sem hún ræðst á fíflana sem hóta því að taka yfir grasflötina. Sjálf dunda ég mér inni, hita te og bíð þess að við setjumst niður, spjöllum um barnabörn og ýmis verkefni eða byrjum að undirbúa enn eitt ferðalagið. Við höfum nógan tíma, ekkert liggur á. Ekki grunaði okkur að svona tilvera biði okkar að lokinni starfsævi þegar við stigum okkar fyrstu skref saman fyrir meira en 35 árum síðan — þegar óttinn við viðbrögð umhverfisins hindruðu okkur í að lifa lífinu saman.

Hanna María Karlsdóttir (f. 1948)

Það er gott að eldast hinsegin, kvíðinn og skömmin sem fylgdu mér langt fram eftir aldri eru horfin. Við eldri lesbíur og hommar þekkjum fordóma. Ljót orð voru notuð um okkur og orð svíða og löðrungar gera það líka. Svo risum við upp, mótmæltum óréttlætinu með fræðslu og samræðum, innan fárra ára eignuðumst við stórt bakland sem birtist í Gleðigöngunni og jókst með hverju árinu. Lagalegur réttur okkar var tryggður. Ég giftist konunni minni 1997 í kirkju með presti, allir samglöddust okkur innilega og það fór ekki á milli mála að samfélagið stóð og stendur með hinsegin fólki. Eldra fólk er lífsreynt og veit að vænta má bakslags í öllum réttarbótum og bakslagið kom. Nú beinast fordómarnir að ungu fólki, það er jú veikara fyrir. Geltið svíður rétt eins og orðin sviðu forðum, en við skulum vera áfram hnarreist og beita sömu aðferð og virkaði fyrir 40­50 árum, fræða og ræða saman. Fordómarnir gegn hinsegin fólki í

dag ná ekki til eldri kynslóðarinnar, heldur njótum við þvert á móti sömu virðingar og hver annar samborgari. Ég held að gleði mín sem fullorðin lesbía hafi náð hámarki þegar þáverandi forsætisráðherra hringdi í mig og óskaði eftir því að ég yrði Fjallkonan árið 2021. Aldrei hefði mér dottið í hug að lesbía á áttræðisaldri myndi brýna æðstu ráðamenn þjóðarinnar og landsmenn alla til að ganga vel um náttúruna og virða fjölbreytnina með flutningi á dásamlegu ljóði Antons Helga Jónssonar um íslenska mosann og hinseginleikann sem Fjallkonan á Austurvelli.

Verum sátt hvert við annað, við jörðina, við gróskuna, við umhverfið sæla, við fjölbreytnina

Viðar Eggertsson (f. 1954)

„Sá sem er einmana einn með sjálfum sér, er ekki í góðum félagsskap,“ sagði franski heimspekingurinn Jean Paul Sartre eitt sinn. Á dögunum las ég viðtal við áttræðan mann sem þjáðist af einmanaleika því systkini hans öll voru dáin. Hans helsti vinur hafði verið bróðir hans sem var tíu árum eldri og hann hafði átt mikil og góð samskipti við alla ævi, en nú var hann horfinn yfir móðuna miklu. Hann átti að vísu börn sem hann var í samskiptum við en það nægði honum ekki. Hann þráði vin eins og hann fann í bróður sínum, jafningja sem hann gat deilt með hugsunum sínum, gleði og sorg, því fæstir njóta sín til fulls í eigin félagsskap. Jafnvel heldur ekki með yngri ættingjum. Það sem skiptir máli er að hitta fyrir sína líka, fólk sem deilir lífsreynslu með manni. Margt hinsegin fólk kvíðir ellinni, kvíðir því að verða einangrað í „elligettóum“ fjarri sínum líkum, ofurselt annarra manna stjórnsemi og viðhorfum og sem deila ekki sömu reynslu og lífsviðhorfum. Verður jafnvel fyrir fordómum — aftur. Ef fólk fær ekki næringu af samskiptum við annað fólk visnar það og deyr. Verum á varðbergi svo enginn þurfi að þola þau örlög. Styðjum hvert annað.

Hörður Torfason (f. 1945)

Staða mín sem samkynhneigður eldri borgari á Íslandi er harla góð. Vafalaust vegna þess að ég hef haft mikið fyrir því að svo yrði. Annars væri ég örugglega búsettur erlendis þar sem kjör mín hefðu verið betri. Við eldumst öll misjafnlega og ástæðurnar eru jafn margar og við erum mörg. Ég er andlega og líkamlega hress og hraustur og það hefur heldur ekki komið af sjálfu sér. Það skemmtilega við tilveruna, svona þegar ég lít til baka, er einmitt afrakstur fyrirhafnarinnar. Að hafa fyrir heilsu sinni og réttindum sínum. Hreyfa sig mikið og borða vandaðan og góðan mat eftir því sem hægt er. Það er að segja vanda sig við lífið. Vera með í samfélagi okkar með þá stefnu að bæta það. Rækta með sér kærleika til manna og dýra og láta þrældóminn ekki yfirtaka sig. Líf er ekki hlutir.

Lana Kolbrún Eddudóttir (f. 1965) Ég verð sextug næst. Hætt að vinna af heilsufarsástæðum og konan mín er dáin. Allt í einu er ég einmana. Ég vann í áratugi á Rás 1. Þar myndaðist sterk vinátta milli fólks. Við hittumst ennþá reglulega á pöbb, nokkrar vinkonur þaðan. Bara til að spjalla og njóta samveru svolitla stund. Manneskjan er félagsvera og þarf hlátur og faðmlag. En hvar finn ég fólkið mitt úr Samtökunum '78? „Hina fjölskylduna” mína? Ég sakna félagsheimilisins á Lindargötu 49 og langar að hitta gamla félaga úr baráttunni. Kæra vini sem ég sé sjaldan eða aldrei núorðið. Sjonna, Donna, Reyni, Glóbó, Elísu, Kötu, Boggu „dýru” og Boggu „rándýru”. Einhversstaðar verðum við af eldri kynslóðinni að eiga athvarf. Getur Suðurgatan orðið pöbbinn okkar? Ég er alla vega búin að ákveða að prófa bókaklúbb S78. Bók ágústmánaðar er nefnilega Left Hand of Darkness eftir Ursulu LeGuin, sem var ein af fyrstu bókunum sem Eysteinn lánaði mér á bókasafni S78 fyrir meira en 35 árum síðan. Það hlýtur að vera góðs viti!

Einar Þór Jónsson (f. 1959)

Sænski eiginmaðurinn var 19 árum eldri en ég. Hann var grátt leikinn af heilabilun þegar hann fluttist á Hjúkrunarheimilið Grund. Stig minn þekkti mig samt alltaf. Hann sagði glaður og stoltur „Einar, mannen min,” þegar ég kom. Okkur var ekki tekið illa á Grund. Samt var verkefnið að brjóta niður múra, útskýra, sýna viðhorfum annara þolinmæði. Við vorum ekkert venjulegt par. Gamla fólkið hélt stundum Stig vera pabba minn en ekki eiginmann. Starfsfólk frá ólíkum menningarheimum í umönnun. HIV í ofanálag. Einn daginn var búið að hengja upp regnbogafánann yfir litla matsalnum á heilabilunardeildinni Vegamótum þar sem Stig dvaldi. Mér þótti einkennilega vænt um það. Það sýndi mildi og vilja um samstöðu. Það sama og gerir gleðigöngudaginn svo æðislegan. Stig fékk friðsælt andlát tæpum þremur árum eftir að hann flutti á Grund. Ég var hjá honum og við vorum báðir tilbúnir. Við kvöddumst eftir 30 ára farsæla samfylgd, baráttu og sigra.

Eir Önnu Ólafsbur (f. 2002)

Ég sé fyrir mér að eiga fjölskyldu í vinum mínum, en ekki endilega afkomendur og maka. Að vera gamall furðufugl úti á landi sem nýtir efri árin í grúsk og nördaskap. Ég hef trú á því að hinsegin baráttan muni komast langt á næstu áratugum, og að ungu kynslóðirnar þá muni gapa yfir hremmingum nútímans, alveg eins og ég á erfitt með að skilja hatrið sem viðgekkst fyrir nokkrum áratugum.

Robin L. Lübbers (f. 2004)

Ég hugsa ekki oft út í það hvernig líf mitt verði sem eldri hinsegin manneskja. Ekki bara vegna þess að mestalla æsku mína gat ég ekki einu sinni ímyndað mér að verða eldri, heldur líka vegna andrúmsloftsins í stjórnmálum í dag. Verður einhver leið fyrir okkur að lifa eins og við erum ef heimurinn heldur áfram á þessari braut? En ef framtíð hinsegin fólks verður góð, þá sé ég fyrir mér að hún verði afslappaðri og sjálfsagðari. Það getur auðvitað verið spennandi að „koma út“, en líka mjög þreytandi. Ég vil vera ég sjálft án þess að þurfa alltaf að útskýra hinseginleika minn eða berjast fyrir réttindum mínum.

Egill Andrason (f. 2001) Ég vonast eftir 250 km bringusundsferð klukkan 8 alla virka, fara svo nokkrum sinnum í rennibrautina þrátt fyrir að vera litinn hornauga af viðstöddum og setjast loks í pottinn í einkasætið mitt. Ég vonast eftir litlum reit úti í firði þar sem hægt er að stunda skógrækt og gefa fuglunum afganga úr matarboði gærdagsins. Ég vonast eftir því að fá Playstation 85 í 85 ára afmælisgjöf. Ég vonast eftir stofnun afabands sem giggar af og til á hjúkrunarheimilinu og tekur gömlu góðu lögin frá þriðja áratugnum, Chappell Roan og Beyonce og svona. Heitast vonast ég eftir því að elska og vera elskaður og að á endanum gufi sálin upp og verði að dropum sem aðeins falli er sólin skín og máli regnboga í tárvot augu.

Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir (f. 2000)

Þegar ég verð gömul hinsegin kona ætla ég fyrst og fremst að vera glöð. Ég hef engar sérstakar væntingar um bætt samfélag þegar ég er komin á efri árin, en vona að hinsegin gleðin nái að fylgja mér út ævina. Gleðin sem fólgin er í því að fá að vera ég sjálf og gleðin sem fólgin er í því að fá að elska. Gleðin sem fólgin er í því að fá að kynnast öðru hinsegin fólk og gleðin að fá að þekkja þau áfram. Hinsegin gleðin þeirra smitar mig og eykur mína gleði. Við sem erum hluti af þessu samfélagi vitum að í gleðinni leynast kraftar, enda höldum við gleðigöngur árlega og dreifum þannig fallegu gleðinni okkar áfram. Ég trúi að þessi gleði verði áfram hluti af mínu lífi um ókomna tíð, hvort sem ég verð 25, 50 eða 100 ára gömul. Ég veit ekkert hvar ég er á minni lífsleið, en ég veit af gleðinni og ætla mér að halda fast í hana.

60+ hópur Samtakanna ‘78

60+ hittingar eru mánaðarlegir happy hourviðburðir sem eru jafnan haldnir á öldurhúsum í miðborg Reykjavíkur á virkum degi milli kl. 17 og 19. Þar getur fólk komið saman og spjallað, endurnýjað gömul kynni eða kynnst nýju fólki. Haldnir hafa verið sex hittingar á árinu og eru þeir alltaf auglýstir á Facebook­síðu Samtakanna ‘78. Einnig er starfandi spjallhópur á Facebook, sem ber nafnið 60+ hópur og telur nú um hundrað manns. Næsti hittingur verður fimmtudaginn 12. september – takið daginn frá!

Queer 60+

Every month, the group Queer 60+ meets up for happy hour at a rotating location in downtown Reykjavík, creating a space where the older generation can meet up, make new friends or see old ones. You can find more information about the group on the Facebook page of Samtökin ‘78.

Myndir

1. Hrafnhildur Gunnarsdóttir og Sandra Björk í Oakland, Kalíforníu, 1987

2. Hörður Torfason og Rolv Magne Larssen, veturinn 1977­78

3. Ragnhildur Sverrisdóttir, 1984

4. Árni Glóbó Kristjánsson, Reynir Már Einarsson og Brynjar Kristinsson á diskóteki á skemmtistaðnum Manhattan í Kópavogi, 27. desember 1981

No Stress, We Still Have Plenty of Time

What does it mean to become old as a queer person? Can we expect anxiety and loneliness or do new adventures replace the old ones? What do our senior queer people say and how does the young people imagine their future?

Section 28 og siðfárið

gegn samkynhneigð í Bretlandi

„Þetta er Mette. Hún er fimm ára. Þetta er pabbi hennar Mette. Hann heitir Morten. Þetta er Erik. Hann býr með pabba Mette. Mette, Morten og Erik búa saman í litlu húsi.“

Þegar danskur barnabókahöfundur, Susanne Bösche, gaf út árið 1981 litla, svarthvíta myndabók um stúlkuna Mette og feður hennar tvo, Morten og Erik, gerði hún sér enga grein fyrir því að bók hennar ætti eftir að valda hreinasta siðfári mörgum árum síðar og í öðru landi. Markmið Bösche var fyrst og fremst að sýna barnungum lesendum sínum þau fjölbreytilegu fjölskylduform sem tíðkuðust í dönsku nútímasamfélagi. Sumir krakkar áttu einstæðar mæður, sumir krakkar áttu stjúpmömmur og stjúppabba, og sumir krakkar áttu tvær mömmur eða tvo pabba og það var líka allt í lagi.

Bókin um Mette litlu, Morten og Erik og fjölskyldulíf þeirra vakti ekki svo mikla athygli í Danmörku þegar hún kom út árið 1981 þó að vissulega væri hún ein af fyrstu dönsku barnabókunum sem fjallaði opinskátt um hinseginleika. Ensk þýðing, þar sem Mette hét Jenny og Morten var kallaður Martin, kom svo út í Bretlandi hjá litlu hinsegin bókaforlagi, Gay Men's Press, árið 1983. Upplag þýðingarinnar var ekki stórt og hún vakti heldur enga sérstaka athygli. Allavega ekki fyrst um sinn.

Árin og áratugirnir á undan

Hinsegin fólk í Bretlandi hafði þarna unnið nokkra mikilvæga sigra áratugina á undan. Árið 1967 hafði bann við kynferðislegu samneyti tveggja fullorðinna einstaklinga af sama kyni loks verið þurrkað út úr breskum lagabókum, harðneskjuleg lög sem ófáir samog tvíkynhneigðir Bretar af öllum stigum þjóðfélagsins höfðu orðið illa fyrir barðinu á í áranna rás. Fyrsta Pride­gangan í Bretlandi var gengin í Lundúnum 1972 og víðs vegar um landið voru hommar, lesbíur og annað hinsegin fólk farið að stofna með sér félög og samtök til að krefjast réttinda fyrir sig og sína.

En víða í bresku samfélagi grasseruðu líka enn gífurlegir fordómar í garð hinsegin fólks, sem minnkuðu ekki endilega með auknum sýnileika. Samkvæmt skoðanakönnunum leit meirihluti bresks almennings enn á samkynhneigð sem eitthvað „rangt“. Svo í byrjun níunda áratugar 20. aldar, þegar fréttir fóru að berast af skæðum sjúkdómi sem virtist leggjast helst á samkynhneigða og tvíkynhneigða karla, varð það einnig vatn á myllu þeirra sem hötuðust út í eða óttuðust hinsegin fólk. Breska götupressan fór mikinn um hommapláguna og hættuna sem hinum almenna og siðvanda Breta stafaði af þessu óeðli. Og eitt það mikilvægasta var auðvitað að vernda börnin.

Íhaldsflokkur Margaret Thatcher hafði verið við völd í landsmálunum frá 1979 og voru forystumenn flokksins alls engir vinir hinsegin fólks (vissulega sumir, en það var svona meira prívat). En sums staðar í Bretlandi stjórnuðu vinstrimenn bæjar­ og sveitarstjórnum og höfðu styrkt og unnið með samtökum hinsegin fólks í réttinda­, heilbrigðis­ og fræðslumálum — samvinna sem var algjört eitur í beinum íhaldsmanna. Sú var raunin til dæmis í Lundúnum, þar sem andaði ísköldu milli Íhaldsflokksins og borgarráðs vinstrimannsins Ken „rauða“ Livingstone sem stutt hafði heilmikið við hinsegin málefni.

Bannað að hampa samkynhneigð Það var í þessu andrúmslofti sem litla, danska barnabókin um Jenny, fimm ára, og feðurna tvo, varð skyndilega að einu helsta hitamálinu í bresku samfélagi.

„VIÐBJÓÐSLEG

BÓK Í SKÓLA“

var æpandi forsíðufyrirsögn götublaðsins The Sun dag einn í maí 1986. „Nemendur sjá myndir af samkynhneigðum elskendum!“ Einhver hafði fundið eintak af bókinni um Jenny, Martin og Eric á skólabókasafni einmitt í vinstrimannabælinu Lundúnum. Eitt einasta eintak á einu bókasafni, og það þótti forsíðufrétt þótt það sé í raun fátt sem talist getur virkilega viðbjóðslegt í bók

fig. 1

Susanne Bösche. Jenny, fimm ára, birtist lesendum sem hraust og glöð stúlka. Með feðrum sínum borðar hún morgunmat og setur í þvottavél, þau gera við reiðhjól og setja niður kartöflur og spila á spil fyrir svefninn. Tekið er sérstaklega fram að móðir Jennyar, Karen, búi ekki langt frá og komi reglulega í heimsókn.

En bara það að stúlkan ætti tvo pabba þótti siðapostulum slúðursnepilsins The Sun næg ástæða til að kynda mikið hatursbál yfir þessari einu bók. Í framhaldinu höfðu götublöðin, hvert á fætur öðru, uppi á ýmsum bókum og bæklingum á bókasöfnum þar sem fjallað var um samkynhneigð og hinseginleika á hátt sem þótti ekki nægilega neikvæður og fordæmandi. Áköll íhaldsmanna og umvandara um að grípa yrði til aðgerða til að vernda börnin fyrir innrætingu og óeðli urðu sífellt háværari.

„Verið er að kenna börnum að þau hafi óafsalanlegan rétt á að vera samkynhneigð,“

sagði sjálf Margaret Thatcher hneyksluð í ræðu á landsþingi íhaldsmanna í október 1987 og uppskar standandi lófatak flokkssystkina.

Eitthvað varð til bragðs að taka. Í árslok 1987 lögðu þingmenn Íhaldsflokksins því fram tillögu til breytingar á lögum um sveitarstjórnir sem bannaði þeim að „hampa samkynhneigð“ (e. promote homosexuality) eins og það var orðað, bannaði útgáfu á efni sem hefði það að markmiði að hampa

samkynhneigð og kennslu í skólum um að samkynhneigð væri ásættanlegt fjölskylduform (e. acceptability of homosexuality as a pretended family relationship)

Hvað þýddi þetta eiginlega? Þingmenn ræddu orðalag tillögunnar lengi, fram og aftur og með orðabækur við hönd. Svona varð lokaniðurstaðan en þó er alls ekki víst að nokkur viðstaddur hafi í raun og veru náð utan um það hvað þetta átti að þýða, hvernig ætti að framfylgja tillögunni og nákvæmlega hvar. En samþykkt var hún þó og varð formlega að lögum í maí 1988 sem liður nr. 28 í lögum um sveitarstjórnir, æ síðan þekkt sem Section 28. Sönn tímamót því þetta voru fyrstu nýju lögin gegn réttindum hinsegin fólks í Bretlandi í meira en öld.

Ekki er vitað til þess að nokkur hafi verið sóttur til saka á grundvelli Section 28 þau fimmtán ár sem lögin voru svo við lýði. En þau höfðu víðtæk áhrif mjög fljótlega. Alls kyns samtök og félög hinsegin fólks lögðu til dæmis upp laupana í stað þess að hætta á að verða fyrir barðinu á nýju lögunum. Hinsegin félög sem byrjuð voru að dúkka upp í skólum og félagsmiðstöðvum heyrðu snarlega sögunni til. Bæjar­ og sveitarstjórnir drógu til baka alla styrki til hinsegin­tengdra málefna og menningarstarfs. Hinsegin leikhópar leystust upp, hætt var við listasýningar og viðburði, bóka­ og blaðaútgáfu hinsegin fólks. Kennarar þorðu ekki lengur að anda orði um kynhneigð sína í vinnunni og enn síður að reyna að tala máli hinsegin nemenda í sífellt hatursfyllra umhverfi

skólakerfisins, af ótta við að það teldist að „hampa samkynhneigð“ og þar með lögbrot. Heil kynslóð Breta fékk þannig litla sem enga fræðslu um hinseginleikann og ætla má að ansi mörg hafi hörfað dýpra inn í skápinn

Lög sem varla voru notuð en höfðu mikil áhrif

En þrátt fyrir allt þetta varð Section 28 líka vitundarvakning sem styrkti mjög hinsegin baráttu í Bretlandi. Aktívistar sem áður höfðu verið tvístraðir — í alls kyns félögum með alls kyns áherslur, hommarnir kannski í einu horni og lesbíurnar í öðru — öll tóku nú höndum saman með það sameiginlega markmið að kollvarpa Section 28. Tuttugu þúsund manns mótmæltu lögunum á götum Manchester 20. febrúar 1988, fjölmennasti fjöldafundur hinsegin fólks í sögu Bretlands til þessa. Kvöldið áður en Section 28 tók formlega gildi, 23. maí 1988, réðust lesbískir aðgerðasinnar inn í sjónvarpsstúdíó BBC í miðjum kvöldfréttatíma klukkan sex og hrópuðu slagorð gegn lögunum þar til þær voru fluttar burt af lögreglu. Breskur almenningur skyldi ekki fá að hunsa þær. Hópur baráttufólks stofnaði svo samtökin Stonewall til að berjast gegn Section 28 vorið 1989. Stonewall færðu síðar út kvíarnar og eru í dag stærstu baráttusamtök hinsegin fólks ekki bara í Bretlandi heldur í allri Evrópu.

Fleiri bresk samtök sem starfa enn í dag rekja ættir sínar til baráttunnar gegn Section 28. Hreyfing hinsegin fólks í Bretlandi efldist bara og efldist mikið næstu árin og þegar

Verkamannaflokkurinn komst til valda í Bretlandi 1997 bjuggust mörg við því að Section 28 yrði snarlega felld úr gildi. Þótt fyrr hefði verið. Það leið þó og beið með það, meðal annars vegna harðrar andstöðu aldurhniginna íhaldsmanna og ­kvenna í lávarðadeild breska þingsins sem enn vildu sem minnst heyra á samkynhneigð minnst. Nýtt skoskt þjóðþing reið loks á vaðið og felldi lögin úr gildi Skotlandsmegin árið 2000 en breska þinginu í Westminster tókst ekki að fylgja fordæmi þess fyrr en loks í september 2003.

Haustið 2023 gat breskt hinsegin fólk því haldið upp á það að tuttugu ár voru liðin frá því að lögin alræmdu voru felld úr gildi. Mörgum þótti þó ekki endilega mikil ástæða til að fagna. Sagan endurtekur sig vissulega og auðvelt er að sjá líkindin með siðfárinu sem leiddi af sér Section 28 á níunda áratug síðustu aldar og þeirrar hatursfullu fjölmiðlaog þjóðfélagsumræðu í garð hinsegin fólks, sér í lagi trans fólks, sem sjá má í Bretlandi í dag. Í Rússlandi og fleiri löndum eru svo lög við lýði sem banna „hinsegin áróður“ og ríma á vissan hátt við Section 28 — og í Bandaríkjunum eru yfirvöld í óða önn að banna ótal bækur um hinseginleikann, undir því yfirskini að það þurfi að „vernda börnin“, og samþykkja lög sem setja miklar hömlur á hvers konar hinsegin fræðslu í skólakerfinu, alls ekki ósvipuð Section 28 í Bretlandi. En sagan af Section 28 kennir okkur líka að hægt er að taka höndum saman, streitast á móti og kveða slíka vitleysu í kútinn.

fig. 5

Myndir

1. Ian McKellen var 49 ára þegar Section 28 tók gildi 1988 og löngu orðinn þekktur leikari í leikhúsi og á hvíta tjaldinu. Hann ræddi áhrif Section 28 á breskan listaheim í útvarpsþætti á BBC í ársbyrjun 1988 og í viðtalinu minntist hann á það að hann væri sjálfur hommi. Það rann upp fyrir honum að viðtali loknu að þarna hafði hann greint opinberlega frá kynhneigð sinni í fyrsta sinn á ferlinum. Ian McKellen varð svo með ötulustu baráttumönnum gegn Section 28 og einn af stofnendum Stonewall-samtakanna 1989.

2. Skjáskot úr bók

3. Skjáskot úr bók

5. Lesbíur á BBC : https://ichef.bbci.co.uk/images/ ic/1200x675/p067w8r7.jpg

4. Lítil bók um kynfræðslu fyrir krakka, The Playbook for Kids about Sex, gefin út í Bandaríkjunum 1980, varð einnig alræmd í Bretlandi í siðfárinu um miðbik níunda áratugarins. Þingkona Íhaldsflokksins lýsti bókinni sem „hræðilegu áróðursriti“ sem kenndi börnum „allt um samkynhneigð og hvernig ætti að iðka hana“. Í bókinni eru í raun bara sakleysislegar teikningar af fullklæddum pörum, tvíkynhneigðum sportistum, lesbíum með flugdreka og hommum að bardúsa með pottaplöntur (vissulega mjög hinsegin athæfi).

6. Samstarf hinsegin baráttufólks og verkalýðshreyfingarinnar var annað horn í síðu breska Íhaldsflokksins. Fræg var til dæmis fjársöfnun homma og lesbía í Lundúnum í verkfallssjóð námuverkamanna í Wales 1984. Námumenn launuðu greiðann og fjölmenntu í Pride-gönguna í Lundúnum 1985, verkalýðsfélög námumanna urðu öflugur bakhjarl hinsegin fólks innan Verkamannaflokksins og lögðu líka baráttunni gegn Section 28 lið. Stórskemmtileg kvikmynd Pride frá 2014 fjallar um þetta merkilega bandalag.

Section 28 and Moral Panic

Who would have thought a Danish children’s book about same sex parents would result in moral panic in the UK in 1986, five years after being published. But that is exactly what happened with Susanne Bösche’s book, Jenny Lives with Eric and Martin, as Thatcher’s conservative party used the book as a fearmongering tool to introduce Section 28, the legislation that prohibited “the promotion of homosexuality”, which was in effect from 1988 to 2003.

4

fig.

Af kynslóðum

Hinsegin samfélagið er merkilegt að því leyti að þar finn ég minna fyrir kynslóðabili en í öðrum hópum. Það er eins og þessi sameiginlegi hinsegin strengur bindi okkur saman á þann hátt að við erum eitt. Ég á ekki sams konar samtöl, vináttu og samskipti við mér yngra fólk úr heimi gagnkynhneigðra, þar virðast öll bundin sinni kynslóð með skýrari hætti.

Því er hins vegar fjarri að þetta sé alltaf raunin. Stundum verða skil kynslóðanna æpandi og þá er erfitt að sjá að við eigum nokkuð sameiginlegt.

Byrjum á okkur gamlingjunum. Í okkar hópi er því miður algengt að heyra fólk býsnast yfir hvernig allt hafi nú breyst. Það sé búið að eyðileggja Samtökin ‘78 með alls konar vitleysu sem þekktist ekki í gamla daga og

og hommarnir, séum nánast útlæg úr furðuheimi þeirra. Var það til þessa sem var barist? Til þess að þessir krakkar gætu bara gert allt sem þeim dettur í hug?

Til þess var barist

Stutta svarið er auðvitað: Já! Já, það var nákvæmlega þess vegna sem við börðumst, til þess að við fengjum réttindi og til að þau réttindi yrðu sjálfsagður og órjúfanlegur hluti af réttindum þess hinsegin fólks sem á eftir okkur kemur. Í hvert skipti sem við sjáum unga hinsegin manneskju skilgreina sig nákvæmlega eins og hún vill og biðjast ekki afsökunar á neinu þá eigum við að fyllast stolti:

„Sjáðu bara hverju barátta mín skilaði! Hán hefur frelsi til að vera hán sjálft!“

gömlu, „góðu“ daga. Sá tími er af einhverjum ástæðum sveipaður rósrauðum bjarma. Auðvitað var samheldnin og vináttan undurfögur og svo gríðarlega mikilvæg þegar okkur leið ekki bara eins og heimurinn væri allur á móti okkur heldur var hann það í raun, með örfáum undantekningum. En vill einhver skipta og fara aftur til þessara ára? Áranna þar sem við þorðum ekki að vera við sjálf af ótta við að missa vinnuna, íbúðina, vinina, fjölskylduna? Auðvitað vill það enginn. Kannski hafa einhverjir gleymt hversu ömurlegt þetta var? Það fólk getur bara kynnt sér stöðu trans fólks í dag, það ætti að nægja til að kippa þeim áratugi aftur í tímann. Það er barið á trans fólki með öllum gömlu fordómunum sem nú eru endurnýttir, enda er ungt trans fólk yfirleitt mun meðvitaðra

Greinarhöfundur eldist eins og aðrir og er hér með fjörutíu ára millibili. Fyrri myndin er tekin 1984 en seinni myndin 2024.

Breyttir tímar

Við gamlingjarnir þurfum að tileinka okkur meira örlæti og þakklæti yfir að hafa átt þátt í að skapa betri heim fyrir okkur öll, líka þau sem við skiljum ekki. Það er í fínu lagi, óskiljanlegt fólk hefur ekkert minni tilverurétt. Breytt Samtök eru barn síns tíma, það blasir við að Samtökin sem við þekktum fyrir áratugum væru undarleg tímaskekkja í dag. Þar er einfaldast að benda aftur á trans fólk sem dæmi, það sást hvergi á upphafsárum Samtakanna. Ætlum við, með alla okkar reynslu, að reyna að halda því fram að það hafi ekki verið til?

Þau sem yngri eru mega þá á móti hætta að pirra sig á einsleitni okkar sem eldri erum. Við, þessar sís lesbíur og hommar, erum alveg ágætlega sátt í okkar skinni og fæst finna hjá sér þörf til að breyta einhverju. Hommar og lesbíur. Lesbíur og hommar. Virkar kannski einfalt núna en samt gríðarlegt átak fyrir okkur mörg að komast þangað á sínum tíma.

Sýnileiki umfram allt

Við þurfum ekki að lesa lengi í sögu okkar til að fá það staðfest hversu mikið átak þetta var. Þess vegna er undarlegt þegar hluti hins–egin samfélagsins áttar sig ekki á mikilvægi þess að halda baráttunni áfram og tryggja sýnileikann sem allra mest. Þetta á því miður bæði við um eldra og yngra hinsegin fólk, enda aldurinn einn og sér ekki trygging fyrir því að fólk skilji mikilvægi sögunnar og sýnileikans.

Þetta var sérstaklega áberandi í nýliðinni kosningabaráttu fyrir forsetakosningar. Sú staðreynd, að þarna gætum við fyrst þjóða kosið okkur samkynhneigðan forseta, skipti sumt hinsegin fólk allt í einu litlu eða engu máli. Sýnileikinn, þessi grundvallarforsenda tilveru okkar og réttinda, var allt í einu bara lítill hluti af stóru pælingunum um valdsvið forsetans — sem var auðvitað blásið svo út að ætla mætti að við værum að kjósa okkur einvald til næstu aldar.

Skiptir reynsluheimur og sýnileiki hommans okkur ekki máli? Erum við þar stödd, hinsegin fólk? Bara á sama stað og „jákvæða“, „frjálslynda“ og „umburðarlynda“ gagnkynhneigða fólkið, sem segist engan mun sjá á fólki, hver sem kynhneigð þess er? Auðvitað er fólki frjálst að velja sér frambjóðanda en þau rök sem margt hinsegin fólk dró fram fyrir því að kjósa ekki hommann gengu þvert

á mikilvægi sýnileikans. Fyrir 44 árum kaus margt fólk Vigdísi þrátt fyrir að vera ekki sammála hverju orði sem frá henni kom því að það áttaði sig á mikilvægi þess að kjósa konu. Ég hef sjaldan orðið meira hissa í síðari tíð eins og nú fyrir síðustu forsetakosningar en kenni um meðvitundarleysi fólks um söguna. Hefur markmið okkar verið að verða eins og allir aðrir eða er það að fá fulla viðurkenningu mannréttinda þrátt fyrir að við séum hinsegin?

Við verðum, hverrar kynslóðar sem við erum, að halda vöku okkar gagnvart þeim sem reyna að sannfæra okkur um að við höfum náð fullum réttindum sem aldrei verða af okkur tekin. Þær raddir eiga ekki að hljóma í okkar hópi, við eigum að vita manna best að réttindi geta verið skert, þau geta horfið. Þess vegna er sýnileikinn áfram okkar sterkasta vopn. Og þess vegna eru Hinsegin dagar svo mikilvægir — fyrir allar kynslóðir.

Of Generations

One often feels that there is less of a generational gap within the queer community than in the straight world. Still, a little tension can sometimes be felt. And sometimes a lot. This may take the form of bickering about how the times have changed, how things have become unrecognisable, or how much better things were back in the “good” old days. On the other hand, the younger generation may think that those of us that are older are somewhat out of touch with the way things are now. But we don’t have to understand one another completely in order to support one another, having more compassion and gratitude, as we celebrate how far we have come. Instead of being perplexed at how much the landscape for queer people has changed, we should be proud: because this is precisely what we fought for.

HAPPY HOUR 16-19

Segjum eitthvað!

Þorbjörg Þorvaldsdóttir, verkefnastjóri hjá Samtökunum ‘78 Teikningar eftir Elías Rúna

Hefur þú setið í skrítnu partíi og hlustað á fólk segja steikta hluti um hinsegin fólk?

Finnst þér óþægilegt að gera mál úr því þegar einhver sem þér þykir vænt um segir vanhugsaða og jafnvel ljóta hluti? Skrollar þú alltaf fram hjá hatursfullum þráðum á netinu?

Værirðu til í að taka þátt í því að kveða niður fordóma? Þá er gagnræða eitthvað fyrir þig!

Áhrif gagnræðu á eldfima og hatursfulla umræðu

→ Færri sannfærast af fordómafullum hugmyndum

→ Færri tjá fordómafullar skoðanir

→ Færri lesa eða heyra ummæli sem ýta undir fordóma

Hér á eftir fara nokkrar aðferðir fyrir þau sem treysta sér til að beita þeim og í þeim aðstæðum þar sem það er hægt. Við setjum öryggi okkar og velferð alltaf í fyrsta sæti.

Svara beint

Þú getur svarað beint, hvort sem það er í raunheimum eða á netinu.

Svara óbeint

Þú getur svarað óbeint með því að koma með innlegg í umræðuna.

Ég treysti mér ekki til að svara Þegar við treystum okkur ekki til þess að svara, hvorki beint né óbeint, er líka hægt að biðja annað fólk um að stíga inn í. Mikilvægi samstöðu þvert á hópa hefur því aldrei verið meira. Það sem skiptir mestu máli er að við látum okkur umræðuna varða og gerum ekki ráð fyrir því að hún lagist af sjálfu sér.

Best er ef …

→ Þú þekkir manneskjuna

→ Þú ert í góðu jafnvægi

→ Þú notar jákvæðni markvisst

→ Þú hefur trú á fólki

→ Þú notar góðar heimildir

→ Þú forðast fórnarlambsvæðingu

Gagnræða (e. counterspeech) er aðferð sem hægt er að nota til að takast á við skaðlega orðræðu án þess að beita ritskoðun. Í raun felst hún í því að taka þátt í umræðunni á meðvitaðan og yfirvegaðan hátt. Tilgangurinn er fyrst og fremst að minnka skaðann af hættulegri orðræðu og koma í veg fyrir stigmögnun hennar. Þessa aðferð má nota hvar og hvenær sem er, þegar við metum það öruggt, hvort sem það er á netinu eða í súru samkvæmi.

Hefurðu áhuga?

Árangursrík gagnræða krefst æfingar. Samtökin ‘78 munu í haust bjóða upp á mánaðarlegar vinnustofur í gagnræðu, þar sem fjallað er um birtingarmyndir hættulegrar orðræðu og farið í gegnum æfingar í því að svara henni. Skráning á samtokin78.is/gagnraeda

Trú á fólki

Ég held að þú hafir ekki hugsað þetta alveg til enda…

Með því að gera ráð fyrir því að fólk sé almennt gott og vilji vel vinnur þú gegn skautun á milli hópa í umræðunni.

Spyrja spurninga

Hvaðan koma þessar upplýsingar? Hverju hefurðu helst áhyggjur af?

Með því að spyrja spurninga færð þú fólk til að rökstyðja mál sitt eða útskýra afstöðu sína. Hægt er að fylgja því eftir með annars konar svari.

Manneskjuvæðing

Ég þekki fólk sem hefur persónulega reynslu af þessu og …

Með því að manneskjuvæða fólkið sem ráðist er á vinnur þú gegn afmennskun þess í umræðunni.

Hvernig verða börn (hinsegin fólks) til?

Eflaust höfum við flest á einhverjum tímapunkti fengið útskýringu á því hvernig börnin verða til. Misjafnlega vandaða eða vandræðalega útskýringu kannski, eftir því hver útskýrandinn var. Útskýringin á þó til að takmarkast við það hvernig sískynja gagnkynhneigð pör búa til börn. Hinsegin fólk eignast samt líka börn en með örlítið öðrum hætti stundum.

Flest fólk er með líkama sem framleiðir annað hvort sáðfrumur eða líkama sem framleiðir eggfrumur og er oft með leg. Sumt fólk myndi einfaldlega tala um karla og konur en raunveruleikinn er mun flóknari en það. Ekki allar konur eru með leg og eggfrumur eða allir karlar með sáðfrumur. Auk þess getur kynsegin fólk eignast börn og þau eru líka með alls konar líkama. Þess vegna verður talað hér um sáð­ og eggfrumumanneskjur þótt það kunni að hljóma undarlega — en samt skemmtilega. Til að búa til barn þurfa nefnilega sáðfruma og eggfruma að mætast og verða að einni stórri frumu. Ég ætla ekki að fara í saumana á því hvernig það mót á sér stað en stundum er um að ræða heimatilbúinn gjörning en stundum er þetta framkvæmt með aðstoð læknis (tæknisæðingar og glasafrjóvganir).

Þetta er augljóslega mikil einföldun því að mannfólk er af alveg rosalega mörgum gerðum — og það eru fjölskyldur svo sannarlega líka. Það er hægt að fara hefðbundnar eða óhefðbundnar leiðir til þess að eignast börn.

Þegar sáðfrumumanneskja og eggfrumumanneskja vilja búa til barn saman er dæmið oftast nokkuð einfalt — hráefnin eru til staðar. Það er þó mikilvægt að muna að foreldrar af þessu tagi geta verið í alls konar samböndum. Hjá þessu fólki getur það gerst að barn verði til án ásetnings. Það verður ekki fjallað nánar um það hér. Svo getur það líka gerst að þessar manneskjur vilji verða foreldrar saman enda þótt þau vilji ekki eiga í hefðbundnu sambandi.

Ef tvær sáðfrumumanneskjur vilja búa til barn saman vantar þau bæði eggfrumu og leg. Hægt er að kaupa eggfrumur á Íslandi frá gjafa eða þiggja að gjöf frá maka. En það breytir litlu fyrir þessa samsetningu af fólki því að skortur á legi er ekki auðleyst vandamál. Í sumum löndum er hægt að fá leg að láni hjá staðgöngumæðrum en það hefur ekki verið heimilað hérlendis og er auk þess mjög umdeilt viðfangsefni. Þá er einnig hægt að verða foreldri án beinnar aðkomu að tilbúningi barnsins.

Á Íslandi eru til börn sem vantar fósturheimili, sum til skamms tíma en önnur leita að varanlegu fóstri. Barna­ og fjölskyldustofa heldur reglulega námskeið fyrir verðandi fósturforeldra. Stundum fara ættleiðingar í gegnum fósturkerfið en ættleiðingar á milli landa eru bæði sjaldgæfari og mjög kostnaðarsamar. Þær hafa auk þess verið óaðgengilegur kostur fyrir hinsegin fólk þar sem langflest lönd gera enn kröfu um að ættleiðingarforeldrarnir séu í gagnkynja samböndum og hingað til hefur engum foreldrum í samkynja samböndum á Íslandi tekist að ættleiða barn frá öðru landi.

Þegar tvær eggfrumumanneskjur vilja búa til barn vantar bara sáðfrumur. Þær er til dæmis hægt að kaupa í gegnum Evrópska sæðisbankann sem er með höfuðstöðvar í Danmörku en getur sent sæði (stundum kallað strá) á frjósemisklínik á Íslandi. Í dag er bara ein slík starfrækt en þeim gæti fjölgað í framtíðinni. Tæknifrjóvgunarferli með gjafasæði er kostnaðarsamt ferli en ýmis stéttarfélög bjóða sínu félagsfólki upp á niðurgreiðslu á því sem nemur hluta kostnaðar.

Börn verða til með alls konar leiðum, hefðbundnum eða óhefðbundnum, ókeypis eða rándýrum, flóknum eða einföldum, með eða án ásetnings — og þá geta þau átt eitt foreldri eða nokkur. Til að gera þetta ennþá einfaldara er hér flæðirit til útskýringar. Þið sem viljið verða foreldrar saman getið farið eftir því til að komast að því hvernig það gæti gerst.

Making Babies — the Queer Edition

How do queer people make babies? In essence, it’s the old tale of the birds and the bees, but also the bees and the bees, as well as the birds and the birds. Some babies are made using DIY techniques that aren’t attainable for all hopeful future parents. In queer relationships, that can often be the case. The conceivable (pun intended) methods to become parents depend largely on the (hopefully) expectant parents’ bodies and their production of gametes (that means sperm or egg cells in simple terms). This isn’t simple, but being human rarely is. A flow chart on the baby­making process is included for readers to navigate the possibilities for them to go about it.

Hinsegin á hjara veraldar

Hinsegin hátíðir hingað og þangað

Það er gaman að fara á stórar hinsegin hátíðir í stórborgum eins og San Francisco, Berlín og Reykjavík eins og margir lesendur þekkja. En víða um heim kemur hinsegin fólk saman og gengur í gleði­ og/eða kröfugöngum. Það er ekki síður ástæða til að gefa gaum að minni hinsegin hátíðum á stöðum þar sem hinseginleikinn er kannski ekki litinn alveg jafn hýru auga. Það er ansi ólík tilfinning að vera umkringd tugþúsundum samherja sinna í borg undirlagðri af litríkum fánum og að ganga með örfáum tugum fólks í smábæ þar sem regnbogar sjást kannski sjaldan. Hér eru teknar saman upplýsingar um nokkrar áhugaverðar minni hinsegin hátíðir nær og fjær okkur.

Þórshöfn, Færeyjum

Fyrsta Pride­gangan í höfuðborg Færeyja, Þórshöfn, var gengin árið 2005. Þá þótti það umdeilt uppátæki og gangan ekki fjölmenn, enda fordómar í garð hinsegin fólks lengi verið mikið vandamál í Færeyjum. En hinsegin frændfólk okkar í Færeyjum hefur náð umtalsverðum árangri á allra síðustu árum, bæði í réttarbótum og sýnileika, og á velgengni Pride­göngunnar í Þórshöfn þar eflaust allnokkurn hlut að máli. Á allra síðustu árum hafa þúsundir eyjaskeggja, allt að tíu prósent færeysku þjóðarinnar, mætt í bæinn og tekið þátt í Pride á ári hverju. Öldin er önnur síðan þingmaðurinn umdeildi Jenis av Rana neitaði að sitja til borðs með forsætisráðherra Íslands og eiginkonu hennar hér

áhrifamikill og að valda usla í færeyskum stjórnmálum, sem sýnir kannski hve brothættur hinn nýi árangur hinsegin fólks í Færeyjum er. En ekki skemmir fyrir gleðinni á Þórshöfn Pride að hátíðin er í lok júlí, rétt á undan hinni óviðjafnanlegu Ólafsvöku, þjóðhátíð Færeyinga. Það er því gleðileg stemning í Þórshöfn dögum saman. Undanfarin ár hafa líka sífellt fleiri Íslendingar sést á Pride í Þórshöfn, bæði hefur íslenskt listafólk komið fram, ráðherrar ávarpað gesti og óbreyttir þátttakendur og túristar tekið þátt í gleðinni. Spurning hvort ekki er ástæða til að efna til hópferðar frá Íslandi?

Nuuk, Grænlandi

Fyrsta Pride gangan í Nuuk, höfuðborg

lensku sumarveðri, í lítilli en áhrifamikilli göngu. Að lokinni göngu var svo stærðarinnar fögnuður með dragdrottningu, lifandi tónlist og fleiri skemmtiatriðum í helsta menningarhúsi borgarinnar. Þangað mætti fjöldi fólks og því ljóst að íbúa Nuuk þyrstir í meiri hinsegin menningu og skemmtun.

Hrísey, Íslandi

Það hefur varla farið framhjá lesendum að á síðustu árum hefur orðið sprenging í fjölda hinsegin bæjarhátíða víðs vegar um Ísland. Þó svo að fjölsóttir Hinsegin dagar í Reykjavík sýni samstöðu íslensku þjóðarinnar með hinsegin fólki megum við ekki gleyma að landið er stórt, hinsegin fólk býr ekki aðeins í Reykjavík heldur um allt land. Líka í pínu­

Vera Illugadóttir
Nuuk
Færeyjar

Suðurskautslandið

Hinsegin fólk er alls staðar — líka á Suðurpólnum! Samtökin Pride in Polar Research voru stofnuð 2018 til að vinna að hagsmunum hinsegin vísindafólks sem stundar rannsóknir á heimskautasvæðunum. Kveikjan að stofnun samtakanna var ekki síst að margt hinsegin fólk sem vinnur við vísindastörf á Suðurskautslandinu upplifir sig sérstaklega einangrað, ekki aðeins innilokað á rannsóknarstöðvum sínum í fimbulkulda á hjara veraldar — heldur þar að auki með eintómum streit kollegum! Og það er því miður sáralítið um hinsegin félagslíf við Suðurpólinn. Árið 2021 útnefndu samtökin svo 18. nóvember sem sérstakan hinsegin heimskautadag, Polar Pride Day, en sú dagsetning hefur líka verið tileinkuð hinsegin fólki í raunvísindum. Það er engin sérstök skipulögð dagskrá þann dag, enn sem komið er, enda félagsfólk Pride in Polar Research bókstaflega staðsett á sitthvorum enda heimsins. En hinsegin fólk sem af einhverjum ástæðum er statt nálægt heimskautunum á þessum degi er hvatt til að flagga regnbogafána og vera sýnilegt og stolt, og fjölmörg hafa

svarað kallinu undanfarin ár eins og sjá má á myndum á samfélagsmiðlum 18. nóvember á ári hverju. Á meðylgjandi mynd má sjá starfsmenn nokkurra helstu rannsóknarstöðva Suðurskautslandsins flagga á sjálfum Suðurpólnum á fyrsta hinsegin heimskautadeginum 2021. Hér skal upplýst að greinarhöfundur hefur verið á Pride í Þórshöfn, Nuuk og Hrísey en aldrei á Suðurskautslandinu! Auglýsi ég hér með eftir styrk til ferðar þangað fyrir næsta Polar Pride Day.

Pride in Remote Corners of the World

Going to large Pride events is always a special experience, but what about the smaller ones, Pride in more humble places? In small communities across the world, where rainbows may only make a rare appearance, less extravagant Pride celebrations take place, such as in The Faroe Islands, Greenland and towns around Iceland, or even in places where hardly any (queer) people live, like the Polar regions. This just goes to show that Pride may rear its head in the most unlikely places.

Suðurskautslandið

HAPPY HOUR 15-18

saetasvinid.is

Hrísey

Stjörnuspeki

Líf okkar eru ótal mörg og í gegnum hundruð lífa tökum við hverju andliti og persónu eins og hlutverki í leikriti. Þótt sál okkar sé alltaf sú sama þá getur tjáning okkar verið jafn mismunandi og stjörnurnar og hvert líf er sitt eigið leikrit með sína eigin karaktera. Þú getur reynst hetja í einu lífi en fól í því næsta.

Það getur samt reynst erfitt að taka að sér nýtt hlutverk. Þegar við höfum eytt ótal mörgum lífum í sama hlutverki getur nýtt hlutverk í næsta lífi reynst erfitt fyrst um sinn. Þess vegna hef ég ritað hér örstuttan pistil um hvernig þú

því að vera táningur. Það er fullkominn tími til að prófa sig áfram og uppgötva hvaða manneskju þú hefur að geyma. Þú þarft bara að gefa sjálfu þér frelsi. Þú þarft að stíga upp á svið og ráðast á næsta hól og ekki hætta fyrr en þú hefur fengið fylli þína. Því þú hefur gífurlega þörf fyrir að lemja frá þér á alla vegu og prófa þolmörk veruleikans. Þú munt eignast karmíska óvini með þessari aðferðafræði en það er seinni tíma vandamál eða eins og við Íslendingar segjum: „þetta reddast“. Það sem skiptir máli er að þú finnir út hver þú ert og hvað kveikir í þér og reyna svo á þau þolmörk þangað til þau slitna næstum. Það er á mörkum þessa heims sem þú uppgötvar hvert þú ert og hvaðan þú kemur. Það er þitt hlutverk þessu lífi að sjá hversu langt þú getur stokkið með djöfulinn í eftirdragi. Því í sakleysi þínu trúir þú því að þú sért söguhetjan og munir alltaf sigrast á þeim drekum sem standa í vegi fyrir þér. Mundu bara að bólfélagar þínir eru bara ekki nærri eins æstir í einhvern „slag“ og þú.

því þér finnst heimurinn vera til að þjóna þér og þínum (en fyrst og fremst þér). Því lystisemdir heimsins eru margar og þér eruð eins og konungur á stærsta hlaðborði heims. Hvort sem það er matur, fólk eða nýjar upplifanir, þá er það eitthvað fyrir þig að prófa. Þú ert áhorfandinn í dragleik veruleikans og þú elskar það.

Hvernig veistu annars hvað þú vilt ef þú leyfir þér ekki að prófa allt? Hvernig veistu hvaða blæti, fólk og matur höfðar til þín ef þú hefur ekki leyft þér að „smakka“ bara smá? Jú, jú, stundum áttu til að vera aðeins of mikið „vanilla“ til að byrja með og fylgja „prógramminu“ en svo áttar þú þig á því að „prógrammið“ er bara gildra. Þægileg gildra en samt gildra.

Leyfðu þér þess vegna að njóta. Við lifum í svo bölvuðu samfélagi, svo uppfullu af alls konar skömm að við gleymum stundum að það er allt í lagi að setjast niður og njóta. Því líf okkar er bara augnablik í eilífðinni.

Þannig að njóttu. Njóttu eins og þetta sé þinn síðasti dagur og þegar næsti dagur kemur þá nýtur þú þess bara aftur.

Tvíburi

Land: Ítalía

Þú ert Skilaboðaskjóðan. Því eðli tvíburans er að vera sendiboði sem þarf að tjá sig á eins fjölbreyttan hátt og hægt er. Það er þitt karma í þessu lífi, að tjá þig og læra hvernig þú getur nýtt þá hæfileika til fulls sama hvort það er í vinnu eða einkalífinu. Þökk sé þessu áttu eftir að skapa alls konar karma sem þú bjóst ekki við, enda ekki sjálfgefið að fólk skilji alltaf hvað þú átt við. Það er samt seinni tíma vandamál og þangað til þarftu að tjá þig og læra af mistökum þínum. Áður en þú lærir að ganga þarftu að læra að standa og á meðan þú lærir að standa þá muntu detta oft og mikið. Hins vegar, með þrautseigjuna að vopni, muntu finna röddina og orð þín munu svífa með vindinum eins og lauf að hausti. Þannig að talaðu við kvárið sem þú hefur verið að spá í á Kiki. Farðu í keilu með breska parinu sem leist svona vel á þig meðan þú sötraðir samósur í fríinu þínu. Vegna þess að tjáning er alls konar, bæði orð og verk. Mundu bara að láta aldrei tjóðra þig við jörðu og dreifðu hjarta þínu eins og hýrflugan sem flýgur á milli regnbogablóma.

börnum, og kannski ketti eða hundi, í einhverju góðu og hýru hverfi. Manneskjan sem greip athygli þína sér það ekki en það sem skiptir máli er að þú sérð það. Því innst inni ertu svo full af væmni og ást sem fær þig til að sjá fyrir þér alls konar líf og veruleika með fólki. Ég myndi jafnvel segja að þú hafir átt hundruð líf með þínum núverandi (eða verðandi) maka í huga þínum áður en þið fóruð að vera saman. Sumir myndu kalla það þráhyggju, en ég kalla það

Hel Ada

í þínu fínasta pússi. Jafnvel þegar þú hagar þér eins og feimin skólastúlka þá reynir þú að sýna hæfileika því innst inni viltu að fólk taki eftir þér og þú vilt njóta birtunnar hvaðan sem hún kemur.

Það er nota bene ekkert að því að njóta sviðsljóssins. Þar er heitt og gott eins og á sólríkum degi á Benidorm. Þannig leyfðu fólki að sjá þig og njóttu hins andlega D­vítamíns sem þú færð út úr þessu. Lífið er þitt og þetta er allt stór söngleikur saminn fyrir þig. Strunsaðu því eins og Frank­N­Furter yfir allt sviðið og láttu heyrast í þessum risaháu hælum sem halda þér uppi.

Í venjulegum heimi myndi það teljast fyrirtak hæfileiki en þetta er ekki venjulegur heimur. Samt, þú þarft að læra af mistökum þínum og því ætla ég frekar að styðja atferlið þitt.

Nýttu þessa kurt

Því þú ert erki­slöttið og þar er engin skömm. Bara njóttu birtunnar meðan þú færð tækifæri til þess. Hræddur við skömmina? Út með hana eins og hvert annað sorp og baðaðu þig í sólinni.

Meyja

Land: Grikkland Í gegnum árin þá hef ég gert grín að þér, elsku Meyja. Það er samt meira út af því að mér þykir svo rosalega vænt um þig jafnvel þó þú kvartir yfir öllu og að ekkert sé nógu gott fyrir þig. Því innst inni veit ég að þú ert allt af vilja gert og vilt að allar Excelséu réttar svo að þú fáir ekki magasár. Ástæðan fyrir því að mörg okkar elskum þig er út af því að þú ert jafn fastur í þínu eigin rassgati og versti klepri. Það breytir ekkert þinni skoðun og fólk lærir annaðhvort að elska það eða vill ekkert með þig hafa. Það er þinn styrkur því með því að vera bara þú í gegnum súrt og sætt þá tryggir þú að annað fólk sem hefur svipaða sannfæringu. Þú ert eins og klettur í brimsjó hinsegin samfélagsins: óhreyfanlegt Svo er það bara þitt karma að sjá um skriffinskuna núna. Hélstu virkilega að þú gætir brotið og allt og bramlað í þínu fyrra lífi sem hrútur án þess að þurfa að borga fyrir það? Núna er komið að skuldadögum og sjáðu til að þetta stemmi allt. Mundu bara að skilja þessa andfélagslegu hegðun eftir heima og þetta verður allt glimrandi.

býrð yfir og byggðu brýr. Tengdu saman ólíkt fólk og ólíka heima og sjáðu til þess að heimurinn verði betri en hann var áður. Þetta er eitthvað sem ég treysti þér nefnilega alveg til að gera og það eina sem þú þarft að gera er að byrja verk þitt. Jú, jú, Stein þurfa að fram burði til að koma þeim saman.

Hins vegar mæli ég með að þú leyfir þér að finna fyrir til reiðinni og erfiðum til þú getur því annars munu þær tvístra hjarta þínu. Því eins og eitt uppá skrifaði eitt sinn á japönsku og ég þýði illa: „Jafnvel þó við gerum okkar besta í að setja aftur saman það sem áður glataðist þá mun það aldrei verða eins og það var.“

breytast og rísa úr öskunni af því sem þú varst. Það sem eitt sinn einkenndi þína persónu er að brenna í burtu og það sem rís mun vera þitt sanna sjálf. Gallinn er sá að það tekur bara tíma.

Leyfðu þér að taka þann tíma sem þú þarft. Leyfðu þér að finna allar þær tilfinningar sem bærast í huga þínum þangað til storminum slotar og þú finnur jafnvægið aftur. Það er nefnilega ekkert að því að finnast eins og þú sért á ólgusjó, eina sem skiptir máli er að þú umberir hann um sinn.

Bogmaður

Land: Ísland

Ég veit að það er klisja en enginn ferðast eins mikið og þú. Munurinn er bara sá að fólk hefur svo einhliða skoðanir á hvað „ferðast“ þýðir. Flestir hugsa um að hoppa upp í næstu flugvél og leggja af stað til fjarlægra landa en að ferðast er svo miklu meira en það. Það er nefnilega hægt að ferðast um alls konar heima, hvort sem það er þessi raunheimur, bækur og sögur, einhver fræði eða jafnvel andleg málefni. Þar erum við eins og geimfarar í villta vestrinu á fjarlægri plánetu að uppgötva ný lönd, einungis til að deila því með fólkinu í kringum okkur.

Innst inni þarftu að breiða úr þér. Þú þarft að sigrast á ókunnugum slóðum og öðlast visku og þekkingu, því eins og gaman það er að fara á Kiki þá er heimurinn bara svo miklu stærri. Leyfðu þér að uppgötva heiminn og vertu boðberi hins fjarlæga því þessi þörf er

Lífið er súrrealískt leikrit sem virðist engan endi ætla að taka þar til skyndilega dag einn þá endar þetta allt. Þú veist þetta og ert því eins og lauf í vindi á ferð um veruleikann. Eins og Sir Richard Attenborough þá sérð þú hversu hjákátlegt leikritið er og þú nennir varla að pæla í því. Öll lönd hafa þegar verið numin og það er lítið annað hægt að gera en að skemmta sér smá á elliárunum.

Ég vil bara segja þér að það er í lagi að njóta sín og það er í lagi að brjóta upp formið, hvort sem það er að innan eða utan. Það halda þér engin bönd og fólkið sem vill binda þig niður getur það einungis ef þú leyfir það. Valdið hefur alltaf verið í þínum höndum þó

upplifað hið sama frá öðrum. Eins og vel nýttur og dáður nálapúði þá situr þú hér í lok tímans og horfir á sólarlagið verða rautt og fjólublátt þegar það kastar léttum skugga yfir líf þitt.

Störfum þínum er ekki lokið enn því eins og margar gamlar sálir þá hefur þú svo mikið að gefa. Þú hefur þekkingu og visku sem þú getur gefið næstu kynslóðum og þar af leiðandi byggt betri heim. Ekki fyrir þig, heldur fyrir öll hinsegin ungmennin sem eru að stíga sín fyrstu skref í hinum stóra heimi. Þú ert eins og eldra kvár sem situr í ruggustól á veröndinni sinni. Þú situr þar og segir sögur af drekum sem þú hefur barist við og veislum sem þú hefur notið. Þú situr þarna á síðasta skeiði ævinnar og segir sögu sem verður aldrei sögð aftur í þeirri einlægu von að fólkið sem þú elskar læri af mistökum

sem getur skapað þér óþarfa óvini. Mundu að temja þér hætti Vogarinnar og allar dyr eru þér opnar, hvort sem það er Kiki eða forsetaembættið.

Það eru fá merki jafn dugleg og þú og það er alveg rík ástæða fyrir að þú telur þig oft betri en aðra. Því á meðan aðra dreymir þá framkvæmir þú. Leyfðu þér að framkvæma, byggðu eitthvað fyrir þig og þína nánustu, hvort sem það er betri heimur eða betra hús. Mundu bara að ekki öll tól þurfa að vera oddhvöss og stundum er betra að nýta sér mjúkar hliðar.

Þótt margt sé byggt á sterkum grunni þá endist það með mýkt tímans. Þess vegna þarft þú að temja þér þetta tvennt svo það endist.

Hamraborg Festival Tilraun til að hinsegja Hamraborg

Viðtal við Joönnu „Jo“ Pawlowska

Hamraborg Festival er lifandi listahátíð sem haldin er árlega í lok ágústmánaðar mitt í hjarta Kópavogs. Hátíðin fer nú fram í fjórða sinn, frá 29. ágúst til 5. september, en á dagskránni verður fjöldi viðburða, sýninga og listasmiðja á vegum hinsegin listafólks sem fæst við hinseginleikann á eigin forsendum. Þá taka þátttakendur yfir verslunar­ og skrifstofurými, veitingastaði, menningarhús og almannarými á Hamraborgarsvæðinu, þar sem listin leikur lausum hala og öll eru hjartanlega velkomin!

Upphaf hátíðarinnar má rekja til listamannarekna rýmisins Midpunkt, sýningarrýmis í Hamraborg, en Midpunkt var stofnað og rekið af þeim Ragnheiði Sigurðardóttur Bjarnason og Snæbirni Brynjarssyni frá árinu 2018 til 2021. Þá var Hamraborg Festival fyrst haldið árið 2021 en þrátt fyrir að hátíðin sé runnin undan rifjum sýningarrýmisins var eitt meginmarkmiðið að breikka svið þess og möguleika til sýningarhalds með því að búa til vettvang fyrir fleiri listamenn og enn fjölbreyttari verkefni, ásamt því að auðga menningarflóruna utan Reykjavíkur. Nú er hátíðinni svo stýrt af hópi hinsegin listafólks, þeirra Agnesar Ársælsdóttur, Joönnu Pawłowska og Sveins Snæs Kristjánssonar.

Frá því að hátíðin hóf göngu sína hefur markmiðið verið að fagna mannlífi og menningu Hamraborgar, sérkennum hennar, sögu og arkitektúr, auk þess að efla tengsl við nærsamfélagið og íbúa svæðisins. Þá hefur frá upphafi verið lögð áhersla á að bjóða fjölbreyttum hópi listafólks tækifæri til að taka þátt, ekki síst með tilliti til þess að svæðið sjálft einkennist af miklum fjölbreytileika, en þannig er jafnframt leitast við að styðja við listafólk sem hefur mögulega átt erfitt uppdráttar innan senunnar og tryggja á þann veg að öllum líði vel á Hamraborg Festival. Eins er þetta í samræmi við stefnu hátíðarinnar um að sýna verk hinsegin listafólks og gera tilraun til að hinsegja ólík rými.

Í ár eru leiðarstef hátíðarinnar samvinna, samtakamáttur og sameiginlegir draumar — stef sem gera okkur kleift að byggja brýr og sjá fyrir okkur mismunandi framtíðarmöguleika sem rúma hinseginleikann. Listafólk sem tilheyrir hinsegin samfélaginu setur því sinn lit á dagskrá hátíðarinnar með fjölda viðburða og sýninga. Að sama skapi munu

ýmsir listahópar eða listamannatvíeyki taka þátt í hátíðinni, auk þess sem þar má sjá samstarfsgjörninga. Meðal hinsegin þátttakenda í hátíðinni eru: Kamil Wesołowski, Sadie Cook, Ynda Eldborg, Rakel Andrésdóttir, Birkir Mar Hjeltested, Veðurvinir (Logn og Regn Sólmundur), Emil Gunnarsson og Sigtýr Ægir Kárason.

Joanna Pawłowska, sem er einnig þekkt sem Jo, segir um möguleika hátíðarinnar: „Þegar við komum saman og lítum til framtíðar höldum við mikilvægu samtali um sögu og sérkenni Hamraborgar gangandi. Með þetta í huga vildum við búa til vettvang fyrir áframhaldandi samtal, sem er jafnt til þess fallið að varpa ljósi á drauma okkar og hvaðan við komum — á töfrana sem við búum yfir hérna mitt í hjarta Kópavogs.“

„Hamraborg er full af sköpunarkrafti og við njótum mikils stuðnings frá Kópavogsbæ, sem skiptir sköpum. Við erum einnig svo lánsöm að eiga sterkt bakland, þ.e. öflugan hóp af fólki og samstarfsaðilum sem telja það mikilvægt að styðja við hátíðina, að sýna stuðning við listræna tjáningu í ótal myndum, og hafa trú á gildi samtakamáttarins og getunnar til að láta sig dreyma,“ segir Jo.

Fyrir sitt leyti bætir Jo einnig við: „Ég flutti hingað til lands frá Póllandi en ég tilheyri hópi þeirra sem eru hinsegin og kynsegin, auk þess sem ég er listamaður. Mín helsta ósk um að skapa, taka virkan þátt og virkja aðra listamenn og þenkjandi fólk grundvallast á vissu um það að ef við gerum eitthvað saman og styrkjum hvert annað, þá muni það gagnast okkur öllum á svo marga vegu og blási lífi í nýjar hugmyndir. Enn sem fyrr er hátíðin því rekin í því markmiði að styðja við ólíka listamenn og efla samstarf.“

Varðandi það hvernig sjá má hinseginleikann í almannarýminu á Hamraborg Festival hefur Jo þetta að segja: „Hinseginleikinn birtist í alls konar myndum. Þegar við virkjum almannarýmið sem sýningarrými verður listin aðgengileg öllum án takmarkana, þar sem við fáum öll að njóta hennar, óháð aldri, kynvitund, samfélagsstöðu, eigin bakgrunni eða lífsreynslu. Þegar við virkjum hversdagsleg rými — verslanir, skrifstofur, veitingastaði — ýtum við undir þá hugmynd að þessi rými

tilheyri okkur öllum og séu staðir fyrir öll til að koma saman. Með því að hinsegja rýmin brjótum við í bága við hefðina og litum út fyrir línurnar, sem er alltaf spennandi.

Jo bætir við að lokum: „Það sem mér hefur alltaf þótt áhugavert er að skoða hvernig við notum eiginlega almannarými. Hvað er eiginlega rými? Hvernig getum við nálgast og notað almannarými á nýjan hátt sem listamenn? Hvernig getum við stofnað til samtals og búið til nýjar tengingar þar sem við bjóðum öðrum að fást við þetta samhengi og kanna sögu Hamraborgar? Með því að bjóða fjölbreyttum hópi listamanna að takast á við almannarýmin í Hamraborg fáum við að fylgjast með því hvernig þau nálgast rýmin og endurtúlka þau út frá eigin aðferðafræði, þar sem það eru óteljandi möguleikar til að vera skapandi og vinna saman.“

Hægt er að kynna sér Hamraborg Festival á heimasíðu hátíðarinnar hamraborgfestival.is.

Hamraborg Festival: An Attempt at Queering Hamraborg

Hamraborg Festival is an annual celebration of arts and togetherness in the heart of Kópavogur. The fourth edition, taking place between August 29th and September 5th, will showcase a variety of queer artists and workshops that deal directly with being queer and the act of queering as transgressive practice. The festival’s artists show their works in local shops, offices, restaurants, culture houses and public spaces located in Hamraborg, where art is everywhere and everyone is welcome!

For more information about Hamraborg Festival, please visit hamraborgfestival.is.

FRELSI FJÖLBREYTNI

Lárétt

1. Leikföng sem halda sérstaka hátíð á haustin í Reykjavík. (7)

3. Heimsþekkt vísindaskáldsögukvikmynd gerð af trans systrum. (3,6)

8. Enskt heiti á undirhópi eikynhneigðra sem vilja stunda eða njóta kynlífs en fá óbeit á því eftir stuttan tíma. (Vísbending: blóm.) (10)

11. Íslenskt orð yfir þann miðil sem lög komu út á á síðustu öld. (5)

12. Enskt heiti yfir það sem hommar og farþegar skemmtiferðaskipa stunda(8)

13. Það sem smásmugulegur hommi er? (4)

15. Frægur þýskur samkynhneigður tískuhönnuður. (4,9)

19. Líkamshluti sem maður finnur stundum geirvörtuhring í. (6)

20. Uppáhaldssjónvarpsþáttur „Bronies“. (2,6,4)

24. Poppstjarna sem segist ekki hafa neina kynhneigð heldur vera „humasexual“. (8)

26. Eftirnafn Scarlett í „Gone with the Wind“. (5)

27. Kona sem studdi alnæmissmitaða mikið á síðustu öld. (5)

28. Þegar talað var um „Samtökin“ á síðustu öld héldu margir að það væru Karonsamtökin og meðlimirnir væru _____ (5)

30. „He's just a little brought down because when you knocked he thought you were the _____ man.“ (The Rocky Horror Picture Show.) (5)

32. „__________ á sér stað, á sér stund, á sér tísku“ úr samnefndum söngleik í þýðingu Veturliða Guðnasonar. (6)

33. Smokkur eða gúmmíklæðnaður. (5)

35. _____ orð yfir mann sem er aktífi aðilinn í samkynhneigðu sambandi, er „erastes“. (6)

36. Gælunafn Eurydice Colette Clytemnestra Dido Bathsheba Rabelais Patricia Cocteau Stone. (5)

37. Eftirnafn konu sem lék í kvikmyndinni Orlando. (7)

Krossgátan

Lóðrétt

1. Borgin þar sem 5 lóðrétt gerðist. (6)

2. Uppáhalds skemmtistaður Páls Óskars. (4)

4. Í fána intersex fólks er fjólublár _____. (7)

5. Kynnirinn í Carbaret segir: „Meine Damen und Herren, _____ ...“. (8)

6. Land sem lögleiddi samkynja hjónabönd í júní á þessu ári. (7)

7. ______ Ball (1911-89), bandarísk sjónvarpsleikkona sem studdi opinberlega réttindi samkynhneigðra. (7)

9. Frönsk lýsing á kampavíni sem þýðir þurrt, en er samt sætara en brut. (3)

10 Enskt orð, fengið að láni úr havaíísku, fyrir blómsveiga sem eru vinsælir á Hinsegin dögum. (3)

14. Óvinsælt húsgagn hjá hinsegin fólki? (6)

16. „Bohemian ___________“. (8)

17. Gælunafn íslensks samkynhneigðs manns (1931-2009) sem var opinberlega samkynhneigður og áberandi í þjóðlífinu í Reykjavík. (5,6)

18. Það sem við sjáum á Hinsegin dögum og það sem við náum vonandi líka að gera. (5)

19 . Enginn sigraði í Júróvisjón. (4)

20. Söngleikur eftir Lerner og Loewe. (2,4,4)

21 Ein frægasta diskóhljómsveitin sem samanstóð af þremur bræðrum. (3,3,4)

22. Páfi (1475-1521) sem oft hefur verið talinn samkynhneigður. (Seinni hluti nafns hans er líka sú lágmarkssamsetning kynlitninga sem einstaklingur þarf að hafa til að geta lifað.) (3,1)

23. Tegund af sambandi sem margir einkynhneigðir treysta sér í. (10)

25. Nafnið sem Mystique (móðir Graydon Creed og faðir Nightcrawler) notar í mannheimum. (5)

29. „Káta _____“, óperetta og slangur yfir homma sem misst hefur maka sinn. (6)

30. „La ____ aux Folles“, frægt leikrit og kvikmynd sem gerist í drag næturklúbbi.(4)

31. Það sem Saffó var fræg fyrir að gera. (5)

34. Mörg fjölkær eru ósátt við að mega lagalega bara eiga einn svona. (4)

um fjölbreytileika og inngildingu Hugleiðing

Því meira sem hinsegin samfélaginu er ógnað því meiri verður þörfin fyrir öruggar og fallegar stundir og staði, fyrir upplifanir og list sem veita okkur innblástur og þrótt. List hefur gegnt mikilvægu hlutverki fyrir hinsegin fólk í gegnum tíðina. Listin hefur hjálpað okkur að tjá eigin tilveru, sem og að finna hvert annað og að sjá okkur sjálf í öðrum. List er græðandi og styrkjandi og við eigum öll skilið að upplifa þá fjölbreyttu fegurð sem fyrirfinnst innan sviðs hinsegin listsköpunar þegar við virkjum fjölbreyttan hóp listafólks og skipuleggjenda.

Einsleitir hópar eiga það aftur á móti til að skipuleggja hluti fyrir einsleita hópa — stundum viljandi en, líklega, oftar óviljandi. Ákvarðanir sem virðast á yfirborðinu vera meinlausar geta þó verið útilokandi og fráhrindandi. Þetta á líka við innan hinsegin samfélagsins. Þetta sjáum við þegar gleymt er að gera ráð fyrir okkur sem stöndum til

En hvar finnum við þessar fjölbreyttu raddir?

Ein leið er að tengja okkur við þau mörgu grasrótarsamtök sem blessunarlega hafa sprottið upp á síðustu misserum. Solaris hjálparsamtök, Tabú, Rauða Regnhlífin, Matthildur skaðaminnkun og R.E.C. Arts Reykjavík beita sér til að mynda fyrir aukinni vitundarvakningu í garð samfélagshópa sem við gleymum oft að eru alveg jafn hinsegin og Ísland er sjálft. Með því að ráðfæra okkur við slík samtök má koma í veg fyrir að þau hinsegin systkina okkar, sem upplifa margþætta mismunun, gleymist þegar við komum saman til að fagna, njóta og dáðst hvert að öðru.

Það er jafnframt mikilvægt að við sýnum okkur mildi á meðan við fræðumst um fjölbreytileikann og munum að við sem einstaklingar — og hinsegin samfélagið í heild — styrkjumst þegar við þorum að leita, læra og vaxa. Við þurfum ekki öll að vera sérfræðingar en við skulum vita hverjir sérarnir eru og vera óhrædd við að leita til þeirra. Tökum líka verulegt mark á þeim vel í þeim tilfellum sem svör þeirra við veltum okkar koma

ráðgjöf, geta einnig veitt okkur jafningjastuðning.

breytt listafólk, fjölbreytt viðog

gerð, sem gerir okkur aftur kleift að sjá okkur sjálf og mennsku þeirra sem við gleymum of oft að við deilum hinsegin sam­

Þrátt fyrir fámennið á þessu landi eigum við þetta kröftuga hinsegin samfélag saman. Það spannar landið og teygir anga sína enn lengra. Það nær yfir okkur sem þekkjumst og þau sem við þekkjum ekki. Okkur sem erum mis­djörf, mis­feimin, mis­meðvituð, missýnileg og mis­örugg. En í þessu fjölbreytta samfélagi eigum við það öll sameiginlegt að við getum auðvitað ekki lesið hugsanir og þess vegna þurfum við að hlusta hvert á annað. Þannig á það að vera staðallinn en ekki sérdæmi að fjölbreyttar raddir séu fengnar inn í samtalið: til þess að veita traust og faglega, jafnvel óvænta, innsýn í hin ólíkustu verkefni, viðburði og verk.

On Inclusion and Diversity

The more the queer community comes under attach, the more we need safe and welcoming spaces, where we can enjoy precious moments together, experiencing art and community. Art has certainly been a source of great comfort for queer people through the ages. It has helped us to express ourselves and relate to one another, knowing that we are not alone. Art is thus a healing power and we all deserve to be able to share in this beauty, of art that is both accessible to all and made by all, as we strive for more inclusivity within our already marginalised community, defined by intersectionality.

Stolt hinsegin manneskja

sem ætlar aldrei að hætta að vera sýnileg

Tónlistarkonan Margrét Rán Magnúsdóttir semur lag Hinsegin daga í ár. Margrét er yfirleitt kennd við hljómsveitina Vök en hún stofnaði hana árið 2013 og hefur sagt að hún líti á sveitina sem barnið sitt. Vök bar sigur úr býtum í Músíktilraunum árið 2013 og hefur Margrét verið á fullu í tónlistarbransanum síðan þá en í dag er hún einnig meðlimur í hljómsveitinni GusGus ásamt því að semja tónlist fyrir kvikmyndir og auglýsingar. Hún er einnig í þann mund að hefja langþráðan sólóferil.

Fór til baka um 17 ár í huganum „Þegar hann Alexander Aron, stjórnarmeðlimur í Hinsegin dögum, heyrði í mér með að gera lagið fyrir hátíðina í ár fór hausinn minn strax til baka um svona 17 ár þegar ég var að fara á mitt fyrsta Pride,“ segir Margrét um tilfinninguna þegar hún var beðin um að semja lagið í ár. „Ég man það svo skýrt hvað ég fann fyrir þessari sterku tilfinningu að tilheyra.“ Þetta var um það leyti sem Páll Óskar hafði slegið í gegn með laginu „International“ og talaði Margrét um að í minningunni hafi það lag hljómað út um allt þetta fyrsta skipti hennar í Gleðigöngunni. „Það má segja að þetta sé mitt útkomulag þannig að ég varð eiginlega að fá Palla til liðs við mig í þessu lagi,“ segir Margrét. „Ég fæ alltaf fiðrildi í magann við að hugsa um þessa tíma, þetta var svo spennandi og maður upplifði algjöra gleðivímu. Fyrir mér hefur Pride einkennst af gleðivímu síðan og þess vegna fannst mér „Gleðivíma“ fullkominn titill fyrir lagið“, segir hún og bætir við að Hinsegin dagar hafi ætíð verið henni mikilvægir: „Ég get ekki sett það í orð hversu mikilvægt það var fyrir mig að Pride var til á þessu tímabili í mínu lífi.“

Siggi Gunnars

Sýnileiki hinsegin fólks mikilvægur

Það var því mikill heiður fyrir Margréti að vera beðin um að gera lag hátíðarinnar í ár.

„Pride­hátíðin á svo djúpstæðan part af mér og bara hinseginleikinn að ég gæti ekki verið montnari og glaðari að fá að gera lag fyrir hátíðina og fyrir sjálfa mig,“ segir hún og bætir við að hún sé stolt hinsegin manneskja sem vilji halda sýnileika hinsegin fólks á lofti. „Ég ætla aldrei að hætta að vera sýnileg og hvet aðra til hins sama.“ Margrét fjallar einmitt um það í laginu hversu erfitt það er að vera í felum: „Það er svo tætandi að þurfa að fela sig á bakvið einhverja grímu sem samfélagið segir þér stundum að setja upp en kannski ef þú kemur á Pride og sérð fólk eins og þig, færðu kjarkinn til að taka hana niður.“

Einvalalið kom að laginu

Eins og kom fram hér að ofan hefur Margrét verið viðloðandi tónlistarbransann í rúman áratug og því þekkir hún fjöldann allan af hæfileikafólki sem hún fékk til liðs við sig við vinnslu lagsins. „Lagið er pródúserað og samið af mér en ég fékk mörg hæfileikabúnt til liðs við mig til að hjálpa mér við að klára það. Það er einfaldlega skemmtilegra að gera tónlist með öðrum þannig að ég fékk Röggu Holm, Reykjavíkurdóttur, og Ólaf Alexander, bassaleikara Hipsumhaps og fyrrum Vökmeðlim, með mér í textagerð,“ segir hún og bætir við að tónlistarmennirnir Arnar Ingi, eða Young Nazareth, og Þormóður Eiríksson hafi einnig komið að lokavinnslu lagsins með henni. „Minn besti maður, Friðfinnur Oculus, sá um að mastera lagið. Svo kemur auðvitað Páll Óskar með guðdómlegu röddina sína og tekur þetta lag í hæstu hæðir. Þvílík gleði þegar hann Páll Óskar sagði já við að vera með í laginu,“ segir Margrét brosandi út að eyrum og bætir við: „Oh, my god!“

Að hefja langþráðan sólóferil

Það má segja að það að gera lag Hinsegin daga í ár hafi haft töluverð áhrif á feril Margrétar því það veitti henni innblástur til þess að hefja sólóferil. „Þetta fallega samstarf milli mín og hátíðarinnar gerði það að verkum að ég er að láta langþráðan sólóferil verða að veruleika og þar mun ég koma fram undir nafninu RÁN,“ segir Margrét en henni fannst of persónulegt að notast við fullt nafn og vildi skapa annað sjálf fyrir sólóferilinn. „RÁN fannst mér spennandi valkostur og nafnið táknar sjávargyðja en mér fannst of persónulegt að vera Margrét Rán svo að RÁN fær að vera svona mitt annað sjálf.“ Með því að fara af stað í þetta verkefni sé hún að fullnægja sköpunarþörf sinni. „Það er yndislegt að fá að vera í Vök og GusGus og þar er nóg framundan en ég þarf að fá að fullnægja sköpunarþörfinni í mér. Þannig að ég ætla að gefa út meiri tónlist í haust og vetur og ég hlakka mikið til að sjá hvert RÁN tekur mig.“ Aðdáendur GusGus þurfa þó ekkert að óttast en Margrét er einnig að vinna að nýrri

plötu með félögum sínum þar. „Það stefnir í þrusugóða plötu. Þess á milli erum við svo að skreppa í tónleikaferðalög. Við hlökkum mikið til að troða upp í Hörpu í vetur og spila Arabian Horse­plötuna. Ég á vissulega ekki neitt í þeirri plötu og var ekki í bandinu þegar hún kom út en guð minn góður hvað hún hafði mótandi áhrif á mig og ég hlakka mikið til að vera með á þeim tónleikum.“

Hinsegin dagar hafa mótað vinahópinn Margrét á marga hinsegin vini og segir að Hinsegin dagar hafi mótað vinahópinn sinn að vissu leyti: „Ég er svo heppin að eiga risa vinahóp sem er um það bil 90% hinsegin þannig að það hafa verið ófá Pride­partý sem við höfum haldið saman og við höfum alltaf hópað okkur saman í göngunni eða í Hljómskálagarði til að fagna fjölbreytileikanum saman,“ segir Margrét og bætir við að hátíðin hafi mikla þýðingu fyrir hópinn.

„Pride svona eiginlega mótaði vinahópinn minn þannig að hátíðin hefur mikla þýðingu fyrir okkur,“ segir hún. Það er þó ljóst að hátíðin í ár verður með breyttu sniði fyrir hana þar sem hún mun flytja lagið í Hljómskálagarðinum í lok göngunnar. Hún vonar að fólki finnist jafn gaman að hlusta á lagið og henni fannst að gera það og vildi koma þessum skilaboðum á framfæri undir lokin: „Gríptu fánann, syngdu með og dansaðu!“

Proud, Queer and Determined to Be Vocal About It

Margrét Rán Magnúsdóttir, or RÁN as her stage name as a solo artist is, is the writer and the performer of this year's Reykjavík Pride Anthem, “Gleðivíma”, which can be translated as “Euphoria”. The song also features Páll Óskar and will be performed in Hljómskálagarðurinn following the Pride Parade, but the song itself is inspired by Margrét’s experience of her first Pride 17 years ago. Margrét has been an active and prominent member of the Icelandic music scene since 2013, for example being the founder of the band Vök and a member of the legendary GusGus.

Gleðivíma ft. Páll Óskar

Árin þau líða Ég man svo vel Gleðivíma Ég fann mig hér

Fór niðrí bæ og hristi mig vel

Með Palla og pride og fólki eins og mér

Tilfinning sem ég geymi

Enn

Árin þau liðu Á bak við grímu faldir allt

Braust þig niður

En þú þráðir heitt að verða frjáls

Fórst niðrí bæ og hristir þig vel

Með Palla og Pride og fólki eins og þér

Litadýrðin hún er hér

Kannski sérðu það í dag

Meðan þú dansar og syngur þetta lag

Hleyptu nýjum heimi að

Meðan þú veifar fánanum í takt

Fór niðrí bæ og hristi mig vel

Hristir þig vel

Hristir þig vel

Með Palla og Pride og fólki eins og mér

Fólki eins og þér

Fórst niðrí bæ og hristir þig vel

Hristir þig vel

Litadýrðin hún er hér

Kannski sérðu það í dag

Meðan þú dansar og syngur þetta lag

Hleyptu nýjum heimi að

Meðan þú veifar fánanum í takt

Meðan þú veifar fánanum í takt

Kannski sérðu það í dag

Meðan þú dansar og syngur þetta lag

Hleyptu nýjum heimi að

Meðan þú veifar fánunum í takt

Meðan þú veifar fánunum í takt

Lag: Margrét Rán Magnúsdóttir

Texti: Margrét Rán Magnúsdóttir, Ragnhildur Holm Magnúsdóttir, Ólafur Alexander Ólafsson

Being your amazing, beautiful, authentic, unapologetic, resilient, free-spirited, marvellous, extraordinary, stereotype-shattering, one-of-a-kind, dazzling, creative, fabulous, binary-breaking, true self :

ástarbréfum, dagbókum, ljósmyndum, fundargerðum, greinaskrifum, barmmerkjum, skiltum, skúffuljóðum, plakötum sem tengjast sögu hinsegin fólks á Íslandi?

Við vitum öll að sagan okkar er mikilvæg — en það er undir okkur sjálfum komið að varðveita hana. Innan Samtakanna ‘78 starfar nú sjálfstæður hópur áhugafólks um varðveislu persónulegra gagna sem varða hinsegin líf og tilveru frá öllum tímaskeiðum. Markmið hópsins er að aðstoða fólk við að ganga frá persónulegum munum til afhendingar og vinna að varanlegri lausn varðandi aðgengi og varðveislu. Það er flókið að gefa persónulega hluti, sér í lagi þá sem fjalla um efni sem snerta hinar dýpstu hjartarætur, en eins og við vitum er sýnileiki eitt beittasta vopnið okkar í baráttunni fyrir bætum heimi og því er mikilvægt að verða ekki sögulegri gleymsku að bráð. Okkur er umhugað um að vandað sé til verka hvað varðar persónuvernd, varðveislu og aðgengi og því er þetta hægfara verkefni sem unnið verður með fagfólki á sviði skjalasafna og varðveislu.

Allar sögur eru mikilvægar!

Hinsegin samfélagið er margradda kór og okkur er umhugað um að fanga fjölbreytileikann innan hópsins. Við viljum varðveita sögur þeirra sem voru virk í pólitískri baráttu, þeirra sem sátu á hliðarlínunni, þeirra sem ekki áttu samleið með hreyfingunni, þeirra sem komu seint eða aldrei út úr skápnum, þeirra sem hrökkluðust aftur inn í skápinn og þeirra sem aldrei voru í neinum skáp.

Nánari upplýsingar veitir Hafdís Erla Hafsteinsdóttir (heh@hi.is) og svo má senda fyrirspurnir á netfangið vardveisla@samtokin78.is

Gróska, Bjargargata 1, 101 Reykjavík

Þriðjudaginn 6. ágúst kl. 20:00 Tuesday August 6th at 8:00 pm

Miðaverð: 3.900 kr. Ticket Price: 3,900 ISK

Opnunarhátíð

Reykjavík Pride Opening Ceremony

Keyrum Hinsegin daga 2024 í gang með trompi og njótum dýrmætrar samveru með hinsegin stórfjölskyldunni!

Gróska og Eiríksdóttir opna kl. 18:00 og verður hægt að koma sér fyrir á Eiríksdóttur og gæða sér á góðum mat og drykkjum. Dagskráin hefst kl. 20:00 með fjölbreyttum atriðum sem hita okkur upp fyrir frábæra viku og við klárum kvöldið á dansgólfinu með DJ Alexander.

It’s time for our annual queer family reunion, a pure beauty of freedom! Gróska and Eiríksdóttir open at 6:00 pm for dinner and drinks. At 8:00 pm, we officially start the festivities followed by performances from some of our fantastic local entertainers as well as distinguished guests.

Come meet the family and partake in the festivities.

Miðastefna Hinsegin daga Hinsegin dagar bjóða upp á fjölmarga ókeypis viðburði. Í öðrum tilvikum er aðgangseyri stillt í hóf. Við viljum ekki að aðgangseyrir á opnunarhátíð eða lokahóf sé útilokandi fyrir neitt okkar, svo að ef þú treystir þér ekki til að greiða fyrir miða getur þú óskað eftir frímiða í gegnum hinsegindagar.is/frimidi (fyrir 5. ágúst).

Admission Policy

Reykjavík Pride offers many free events during the festival. At other events, we try to keep the ticket cost moderately low. We don’t want anyone to miss the Opening Ceremony or Official Closing Party due to ticket cost, so if you are not able to pay the entrance fee you can request a free ticket via https:// hinsegindagar.is/en/free­ticket/ (before August 5th). Please respect that this option is only intended for members of the queer community.

Fram koma: Bashar Murad, Söngleikjakórinn Viðlag, RÁN, Crisartista, House of Heart, Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, TORFI, Bjarni Snæbjörnsson, Bára Halldórsdóttir, Friðrik Agni Árnason og fleiri.

Hátíðarræðu að þessu sinni flytur Hanna Katrín Friðriksson, þingkona.

Stjórnendur opnunarhátíðar eru Bjarni Snæbjörnsson og Gréta Kristín Ómarsdóttir.

Iðnó, Vonarstræti 3, 101 Reykjavík

Laugardaginn 10. ágúst kl. 22:00 – 03:00

Saturday August 6th at 10:00 pm – 03:00 am

Við hurð: 3.000 kr.

Tickets at the door: 3,000 ISK

Online early­bird tickets: 2,000 ISK

Lokahóf

The Official Reykjavík Pride Closing Party

Komið og verið með á lokahófi Hinsegin daga. Sunna Ben mun hefja kvöldið og rífa upp stemninguna. Frá kl. 23:00 til miðnættis munu Sigga Beinteins og Grétar Örvarsson svo spila öll sín allra bestu lög. Eftir miðnætti tekur Sunna Ben aftur við og heldur uppi stuðinu fram á nóttina. Athugið að í fyrra komust færri að en vildu.

Á lokahófi Hinsegin daga verður umfram allt rými til að sleppa sér aðeins, njóta samverunnar á dansgólfinu og ljúka Hinsegin dögum með stæl.

Miðasala og nánari upplýsingar á hinsegindagar.is. Escape to the dance floor with the community at Reykjavík Pride’s closing party. DJ Sunna Ben will keep us on the dancefloor all night. From 11:00 pm until midnight, Sigga Beinteins and Grétar Örvarsson will also play all of their best songs.

This is a festive closing party, a space to let loose and enjoy being with community on the dance floor.

Tickets and more info at reykjavikpride.is.

Við siglum stolt frá gömlu höfninni í Reykjavík föstudagskvöldið 9. ágúst. Báturinn vaggar í takt við alla hýrustu poppsmellina og ef til vill nokkra sjómannavalsa. Klukkustundarlöng sigling í kringum eyjarnar á Faxaflóa þar sem við sjáum borgina frá nýju sjónarhorni. Fordrykkur og huggulegheit frá kl. 17:00. Vinsamlega mætið tímanlega því að skipið leggur úr höfn á slaginu kl. 18:00 og skipstjórinn líður engar tafir! Við bendum á að miðaframboð er takmarkað — síðustu ár hefur selst upp snemma.

Ævintýri á sjó

Hvalaskoðunarferðir Eldingar eru á áætlun allt að sex sinnum á dag á sumrin og tekur hver ferð um þrjár klukkustundir. Einnig eru áætlunarferðir í sjóstöng og lundaskoðun daglega ásamt ferjusiglingum til Viðeyjar. Frítt fyrir farþega Eldingar í Hvalasetrið þar sem gestir geta fræðst um lífríki hafsins í máli og myndum.

Frá Gömlu höfninni, Ægisgarði Föstudaginn 9. ágúst kl. 18:00

Miðaverð: 4.900 kr.

From the Old Harbour, Ægisgarður Friday August 9th at 6:00 pm

Ticket price: 4.900 ISK

Reykjavík Pride invites you on a Queer Cruise… Icelandic style! Sailing around the small islands off the coast of Reykjavík, this cruise is a unique opportunity to view the city from a different perspective. The cruise will feature fantastic music, as well as special offers at the bar. Pre­drinks and queer vibes from 5:00 pm before the ship sets sail at 6:00 pm from the Old Harbour in Reykjavík. The captain won’t tolerate any delays, so don’t be late! Limited availability — very likely to sell out fast.

Adventures at Sea

Ever since its foundation in 2000, Elding has been an actively LGBTQ+ friendly company, emphasising warm welcomes and a friendly approach. The company offers whale watching tours up to six times a day during the summer and each tour is approximately three hours long. Other tours are scheduled daily, including sea angling, puffin tours and a ferry to Viðey Island. Access to the Whale Watching Center is free for Elding passengers.

Gleðigangan

The Pride Parade

Frá Hallgrímskirkju,

Laugardaginn 10. ágúst kl. 14:00

From Hallgrímskirkja church, Saturday August 10th at 2:00 pm

Gleðigangan er hápunktur Hinsegin daga. Í henni sameinast hinsegin fjölskyldan, ásamt stuðningsfólki, í ákalli um sýnileika, kröfu um meiri réttindi og áminningu um þau baráttumál sem skipta hvað mestu máli hverju sinni. Gleðigangan dregur nafn sitt af þeirri gleði sem við upplifum yfir áunnum réttindum og liðsheild hinsegin fjölskyldunnar en gangan er þó ekki síður kröfuganga þar sem barist er fyrir hagsmunum hinsegin fólks.

Hinsegin dagar skipuleggja Gleðigönguna en atriðin sjálf eru sprottin úr grasrótinni og einstaklingar og hópar geta skipulagt atriði og skráð sig til þátttöku í göngunni. Skilyrði fyrir þátttöku er að atriðin miðli skilaboðum

sem varða veruleika hinsegin fólks á einn eða annan hátt og að atriði samræmist stefnu hátíðarinnar um þátttöku og öryggi.

Athugið að ekki er hægt að veita atriðum aðgang að göngunni nema rafræn umsókn hafi verið send inn og skilmálar samþykktir.

Hinsegin dagar leggja áherslu á að þau sem vilja ganga með en hafa ekki sótt um þátttöku og eru ekki með sérstakt atriði bíði með að slást í hópinn þar til síðasti vagninn hefur farið framhjá.

Gönguleið

Gangan leggur af stað frá Hallgrímskirkju stundvíslega kl. 14:00 og bíður ekki eftir neinum. Gengið verður niður Skólavörðustíg, Bankastræti, Lækjargötu, Fríkirkjuveg og endað á Sóleyjargötu við Hljómskálagarðinn þar sem við tekur glæsileg útihátíð að göngu lokinni.

The Pride Parade

Groups that wish to participate in the parade must apply to Reykjavík Pride before August 1st by filling out a form on the website, reykjavikpride.is. For further information about the parade, please contact the parade managers via gongustjorn@hinsegindagar. is. The parade starts at 2:00 pm sharp and goes from Hallgrímskirkja Church, down Skólavörðustígur, Bankastræti, Lækjargata and Fríkirkjuvegur. The parade concludes at Sóleyjargata, near Hljómskálagarður Park, where an outdoor concert takes place.

Að gefnu tilefni minnum við á að ófiðraðir steggir og fjaðralausar gæsir eru ekki velkomin í Gleðigöngu Hinsegin daga. Við göngum í þágu mannréttinda og mannvirðingar og biðjum gæsa­ og steggjapartí vinsamlega að finna sér annan vettvang.

Útihátíð í Hljómskálagarði

Outdoor Concert at Hljómskálagarður Park

Laugardaginn 10. ágúst, eftir Gleðigönguna

Saturday August 10th, after the Pride Parade

Að lokinni Gleðigöngu bjóða Hinsegin dagar til útihátíðar í Hljómskálagarðinum, þar sem fram kemur fjöldi frábærra skemmtikrafta af ýmsum toga sem eiga það öll sameiginlegt að fagna fjölbreytileikanum. Um er að ræða eina fjölsóttustu útiskemmtun á Íslandi þar sem öll eru velkomin og hvött til að syngja með!

Gestum í hjólastólum er bent á að nýta sér sérstakan aðgengispall fyrir framan sviðið.

Einnig er bent á að Gleðigöngunni og kynningum atriða verður streymt á skjá í Hljómskálagarðinum frá kl. 14:00.

Once the Pride Parade has run its course, we invite everyone to an outdoor concert in Hljómskálagarður Park. Performers include well­known Icelandic and international singers, dancers and entertainers.

An accessibility platform for wheelchair users will be located in front of the outdoor stage.

The Pride Parade and introduction to its participants will be live streamed on a screen in Hljómskálagarður Park from 2:00 pm. Join us for an afternoon of music and spectacle!

Að gefnu tilefni minnum við á að ófiðraðir steggir og fjaðralausar gæsir eru ekki velkomin í Gleðigöngu Hinsegin daga. Við göngum í þágu mannréttinda og mannvirðingar og biðjum gæsa­ og steggjapartí vinsamlega að finna sér annan vettvang.

P // Chardonnay

18:00 // Meet & Greet

19:00 // Húsið opnar fyrir almenna gesti 20:00 // Sýning

Miðaverð, standandi: 9.900 kr.

Miðaverð, sitjandi: 13.900 kr.

Meet & Greet­verð*: 5.900 kr.

*Athugið að miði á Meet & Greet gildir ekki sem miði á sýningu.

20 ára aldurstakmark

Miðasala og nánari upplýsingar á hinsegindagar.is.

Gamla bíó, Ingólfsstræti 2a

Föstudaginn 9. ágúst kl. 20:00 Friday August 9th at 8:00 pm

Danshöfundur: Rebecca „Ondina“ Hidalgo

Dansarar: Carl Angelo Bituin, Erlen Isabella, Gabriel Marling Rideout, Karen Sif, Olivia

Teresa Due Pyszko, Rebecca „Ondina“ Hidalgo

Kynnir: Siggi Gunnars

Í samstarfi við Center Hotels

6:00 pm // Meet & Greet

7:00 pm // Doors open

8:00 pm // The Show Starts

Floor ticket, standing: 9,900 ISK

Balcony ticket, seated: 13,900 ISK

Meet & Greet*: 5,900 ISK

*Please note that a Meet & Greet ticket is not a valid ticket for the show.

Age limit: 20+

Tickets and more information on reykjavikpride.is.

Agatha
Bublée // Crisartista // Gógó Starr // Faye Knús // Lola Von Heart // Smokey Quartz The First

#YouthPride Barna- og ungmennadagskrá Hinsegin daga

Viðburðir fyrir börn og ungmenni hafa vakið mikla lukku undanfarin ár. Mikilvægt er að einstaklingar á öllum aldri og fjölskyldur finni einnig eitthvað við sitt hæfi. Hinsegin dagar leggja áherslu á að fjölskyldur upplifi sig velkomnar á hátíðarhöldunum. Sömuleiðis er áhersla lögð á að unglingar og ungt fólk finni sinn stað á hátíðinni, þar sem þessi hópur fer hratt stækkandi. Vinsælir viðburðir verða endurteknir auk nokkurra nýrra sem verða hluti af dagskránni. Fjölskyldur og ungmenni ættu því auðveldlega að finna eitthvað við sitt hæfi á Hinsegin dögum í ár.

Unga fólkið á bak við tjöldin

Stjórn Hinsegin daga er í góðu samstarfi við unglinga og ungt fólk sem hefur brennandi áhuga á að skapa, skipuleggja og koma með hugmyndir að viðburðum og leiðum til að auka sýnileika ungs hinsegin fólks á Hinsegin dögum. Mikilvægt er að viðburðir höfði til sem flestra og því nauðsynlegt að vera í samstarfi við unga metnaðarfulla einstaklinga. Í ár var starfandi ungmennaráð sem kom með hugmyndir og sá um framkvæmd á nokkrum viðburðum fyrir ungmenni og unglinga. Þetta samstarf er mikilvægt til að geta boðið upp á fjölbreytta og áhugaverða ungmennadagskrá.

Helstu viðburðir ungmennadagskrár

Hinsegin handverk

Pride Centre (Iðnó) — Sunnusalur

Mánudaginn 5. ágúst kl. 13:00­15:00

Pride vikan byrjar á notalegum nótum þar sem hinsegin fjölskyldum er boðið að koma í Pride Centre og búa til armbönd og listaverk úr perlum og öðru efni. Skemmtilegur viðburður til að koma saman, spjalla, hlæja og föndra.

Kósýkvöld á Loft (18-30 ára)

Loft, Bankastræti 7

Mánudaginn 5. ágúst kl. 18:00­23:00

Notaleg stund á Lofti í upphafi Pridevikunnar. Spjall, spil og öll velkomin!

Nú og þá

Pride Centre (Iðnó) — Sunnusalur

Þriðjudaginn 6. ágúst kl. 14:00

Nú og þá er verkefni sem snýst um að skapa samtal milli ólíkra kynslóða hinsegin fólks í gegnum gamlar ljósmyndir úr hinsegin samfélaginu sem hinsegin ungmenni á aldrinum 15­25 ára hafa valið og endurgert.

Einn, tveir og DRAG!

Pride Centre (Iðnó)

Miðvikudaginn 7. ágúst kl.14:00

Dragsýning fyrir allan aldur og vinnustofur fyrir 12­17 ára. Glæsileg dagskrá fyrir dragaðdáendur á öllum aldri. Litríkar uppákomur fyrir alla, m.a. bókalestur með dragdrottningunni Starínu, húllahringir með Bobbie Michelle og andlitsmálning. Hápunkturinn verður dragsýning á sviði Iðnó en í aðdraganda viðburðarins verður boðið upp á vinnustofur fyrir ungmenni sem eru að stíga sín fyrstu skref í dragheiminum.

Ungar hinsegin raddir

Pride Centre (Iðnó)

Miðvikudaginn 7. ágúst kl. 18:00

Tónlistarviðburður þar sem raddir hinsegin ungmenna fá að heyrast. Fjölbreytt atriði og frábær skemmtun.

Regnbogahátíð fjölskyldunnar

Elliðaárdalur, leikvöllur

Miðvikudaginn 7. ágúst kl. 16:30 Hinsegin fjölskyldur ásamt Hinsegin dögum bjóða upp á skemmtilega dagskrá fyrir börn á öllum aldri. Leikhópurinn Lotta sýnir Bangsímon á Lottutúni í dalnum kl. 18:00 og fá gestir Regnbogahátíðarinnar 1000 kr. afslátt af miðaverði. Frítt er fyrir börn 2 ára og yngri. Vonumst til að sjá sem flestar regnbogafjölskyldur koma saman, leika sér og eiga gleðilega stund saman.

Hjólaskautapartý

Hjólaskautahöllin, Sævarhöfða 33 Miðvikudaginn 7. ágúst kl. 20:00–23:00 Tónlist, ljós og góð stemning, fullkominn endir á deginum. Aldrei skautað áður? Engar áhyggjur, öll eru velkomin að koma og prófa og sjálfboðaliðar okkar munu vera til staðar til að hjálpa þér!

Regnbogakökukeppni ungmenna

Pride Centre (Iðnó) — Sunnusalur Föstudaginn 9. ágúst kl. 13:00

Leynist bakari í þér? Sætt, súrt, smátt, stórt, hátt og lágt. Komið með alls konar kökur eða góðgæti í þessa skemmtilegu regnbogakökukeppni. Vinningar í boði! Veitt verða verðlaun fyrir frumlegustu kökuna, metnaðarfyllstu kökuna og mest hinsegin kökuna. Þegar verðlaunin hafa verið veitt verður að sjálfsögðu kökusmakk.

Grillpartý ungmenna

Samtökin ´78, Suðurgötu 3 Laugardaginn 10. ágúst kl. 16:00 Eftir geggjaða göngu og skemmtiatriði í Hljómskálagarðinum fögnum við áfram og hittumst hjá húsnæði Samtakanna ‘78. Þar verður grillað og boðið upp á alls konar góðgæti. Tónlist, grill og gleði verður aðalmálið og frábært tækifæri til að fagna flottri göngu.

Fleiri viðburði er að finna á hinsegindagar.is/youthpride

Youth Pride

In past years, events designed for kids, teenagers and young adults have been very successful. It is one of Reykjavík Pride´s goals that everyone should be able to find an event that suits their age and interests, as well as making families feel welcome. Teenagers and young adults are of course an increasingly large part of the queer community, so it is important that they are offered a space at Reykjavík Pride. A few popular events from recent years will be on the programme, as well as some new ones. The programme includes events such as a baking competition, handicrafts, BBQ and concert. More information can be found at hinsegindagar. is/youthpride. Families, teenagers and young adults should easily find something interesting at Reykjavík Pride this year.

GLEÐILEGA HÁTÍÐ

Fögnum fjölbreytileikanum og ástinni skylagoon.is

Ein saga – eitt skref

„Hluti af faðir vorinu var að ég væri ekki hommi. Bænin endaði alltaf á „Og eigi leið þú oss í freistni, heldur frelsa oss frá öllu illu, því að þitt er ríkið, EKKI LÁTA MIG VERA HOMMI, að eilífu. Amen“

Ein saga eitt skref er samvinnuverkefni Samtakanna ‘78 og þjóðkirkjunnar undir forystu Samtakanna. Fyrsta skrefið var að safna persónulegum reynslusögum af fordómum og andstöðu kirkjunnar við réttindi hinsegin fólks í gegnum árin.

Á síðu verkefnisins má finna brot af þeim frásögnum sem safnað var. Skannaðu QRkóðann og hlustaðu á frásagnirnar.

Teikning í skissubók frá Regnbogaráðstefnu Hinsegin daga 2023 – Alda Lilja teiknaði

Regnbogaráðstefna Reykjavík Pride’s Rainbow Conference

IÐNÓ // 8. ágúst // 9:00-15:00

Hinsegin dagar eru að mörgu leyti mjög stefnumótandi viðburður innan hinsegin samfélagsins en þá gefum við okkur tíma til að setjast niður og ræða mörg þeirra málefna sem brenna á hinsegin fólki, fræða hvert annað og setja umræðuefni á dagskrá sem ekki hafa fengið athygli hingað til. Þriðja árið í röð verður haldin sérstök Regnbogaráðstefna en í ár verður hún með sama fyrirkomulagi og í fyrra.

Á Regnbogaráðstefnu Hinsegin daga í ár er stefnt á að hafa helming erindanna á íslensku og helming á ensku.

Nánari upplýsingar um fjölbreytta dagskrárliði ráðstefnunnar má finna á: hinsegindagar.is/radstefna

IÐNÓ // August 8th // 9 am –3 pm

For many years, Reykjavík Pride has hosted various educational events on issues related to LGBTQIA+ people, their visibility and rights. In 2024, these important events take place at our Rainbow Conference on Thursday August 8th at our PRIDE CENTRE. Further information on the conference's agenda can be found at hinsegindagar.is/en/ conference.

SEGIN DAGAR

Allir

Við hjá Icelandair óskum skipuleggjendum og þátttakendum Hinsegin daga til hamingju með þennan merka áfanga.

Hátíðin er mikilvægur vettvangur fyrir jafnréttisbaráttu hinsegin fólks og fyrir vitundarvakningu þjóðarinnar. Á 25 árum hefur margt breyst til hins betra og því ber að fagna fólkinu sem hefur látið til sín heyra og þeim sem halda baráttunni gangandi í dag.

Við fögnum fólkinu, framförum, frelsinu, sýnileikanum, jafnréttinu, samfélaginu, samheldninni, fjölskyldum, ástinni, söngnum, dönsunum, hlátrinum, lífinu, kraftinum og gleðinni! Við fögnum ykkur!

Fljúgum með stolti!

Dagskrá

Mánudagur 5. ágúst

Regnbogaföndur

Iðnó – 13:00­15:00

Fataskiptimarkaður og endurnýting fatnaðar

Iðnó – 13:00­16:00

Kósýkvöld á Loft (18-30 ára)

Loft, Bankastræti 7 – 18:00­23:00

Dagskráin er í stöðugri mótun

Að vanda verða Hinsegin dagar 2024 sex daga veisla! Dagskráin er í stöðugri mótun og nýjasta útgáfan er alltaf aðgengileg á vefnum okkar og samfélagsmiðlum. Fylgstu með!

Ert þú að skipuleggja viðburð á Hinsegin dögum?

Ætlar þú að standa fyrir litríkum viðburði í tilefni Hinsegin daga? Láttu okkur þá endilega vita í gegnum skráningarformið á hinsegindagar.is/vidburdaskraning. Upplýsingar um óopinbera Pride­viðburði sem falla að markmiðum Hinsegin daga birtast svo, ásamt allri okkar formlegu dagskrá, á hinsegindagar.is/dagskra. hinsegindagar.is reykjavikpride.is Facebook: Hinsegin dagar – Reykjavík Pride Instagram: @reykjavikpride

Fylgist með daglegum opnunartíma Pride Centre í Iðnó á samfélagsmiðlum Hinsegin daga

Þriðjudagur 6. ágúst

Setning Hinsegin daga

Hinsegin félagsmiðstöð

Barónsstígur 32a – 12:00

Nú og þá – ljósmyndasýning

Iðnó – 13:30­14:30

James Baldwin 100 ára – útgáfuhóf

Iðnó, Hátíðarsalur – 16:00­18:00

Opnunarhátíð Hinsegin daga

Gróska – húsið opnar kl 18:00 en hátíðin byrjar kl

20:00

Miðaverð: 3.900 kr.

Miðvikudagur 7. ágúst

Einn, tveir og DRAG!

Iðnó – 14:00­17:00

Regnbogahátíð fjölskyldunnar

Elliðarárdalur – 16:30­18:00

Ungar hinsegin raddir

Iðnó – 18:00­20:00

Hjólaskautapartý (18-30 ára)

Hjólaskautahöllin, Sævarhöfða 33 – 20:00­23:00

Fimmtudagur 8. ágúst

Regnbogaráðstefna Hinsegin daga

Iðnó – 9:45­15:00

Fræðandi erindi og fjölbreyttar umræður sjá nánar á hinsegindagar.is/radstefna

Hýrir húslestrar

Iðnó – 17:00

Hýrt barsvar

Iðnó – 19:00

Eva Karlotta mætir með gítarinn

Iðnó – 20:00

Spil og kósý

Iðnó – 19:00­22:00

Föstudagur 9. ágúst

Hinsegin listamarkaður

Iðnó – 12:00­16:00

Regnbogakökukeppni ungmenna

Iðnó – 13:00­15:00

Stefnumót við fortíðina!

Iðnó – 17:00­19:00

Höldum samtalinu áfram

Iðnó – 19:00

Drag Me to Pride – Meet & Greet

Gamla bíó – 18:00

Miðaverð: 5.900 kr.

Ath: Miði á Meet & Greet gildir ekki

á sýningu

Drag Me to Pride

Gamla bíó – 20:00 (húsið opnar 19:00)

Miðaverð: 9.900 kr. / 13.900 kr.

Stolt siglir fleyið mitt

Frá gömlu höfninni, Ægisgarði – 17:00, báturinn

leggur úr höfn kl. 18:00

Miðaverð: 4.900 kr.

Laugardagur 10. ágúst

Gleðigangan

Frá Hallgrímskirkju – 14:00

Útihátíð

Hljómskálagarðinum – eftir Gleðigönguna

Grillpartý ungmenna

Samtökin 78, Suðurgata 3 – 16:00­18:00

Lokahóf Hinsegin daga

Iðnó – 22:00

Miðaverð: 2.000 kr. / 3.000 kr.

Upplýsingar um viðburði, staðsetningu þeirra, miðaverð og fleira eru birtar með fyrirvara um villur og mögulegar breytingar. Réttar upplýsingar eru ávallt aðgengilegar á vef Hinsegin daga.

Programme

Monday August 5th

Queer Craft

Iðnó – 1:00­3:00 pm

Clothes Exchange Market and Recycle Workshop

Iðnó – 1:00­4:00 pm

Cozy Night at Loft (18-30 years)

Loft, Bankastræti 7 – 6:00­11:00 pm

Tuesday August 6th

Opening of Reykjavík Pride

Barónstígur 32a – 12:00 pm

Now and Then – Photo Exhibition

Iðnó – 1:30­2:30 pm

James Baldwin – Centennial

Iðnó, Hátíðarsalur – 4:00­6:00 pm

Reykjavík Pride Opening Ceremony

Gróska – the house opens at 6:00 pm and the show starts at 8:00 pm

Ticket price: 3,900 ISK

Wednesday August 7th

One, Two, DRAG!

Iðnó – 2:00­5:00 pm

Family Rainbow Festival

Elliðarárdalur – 4:30­6:00 pm

Young Queer Voices

Iðnó – 6:00­8:00 pm

Roller Skating Party (18-30 years)

Roller Skating Hall, Sævarhöfði 33 – 8:00­11:00 pm

Thursday August 8th

Reykjavík Pride’s Rainbow Conference

Iðnó – 9:45 am­3:00 pm

Variety of lectures and lively discussions more information at hinsegindagar.is/en/ conference

Queer Reads

Iðnó – 5:00 pm

Queer Quiz

Iðnó – 7:00 pm

Eva Karlotta Brings Her Guitar on Stage – Singalong

Iðnó – 8:00 pm

Board Game Night

Iðnó – 7:00­10:00 pm

Friday August 9th

Queer Art Market

Iðnó – 12:00­4:00 pm

The Ultimate Rainbow Bake-Off (13-16 years old)

Iðnó – 1:00­3:00 pm

A Date with the Past!

Iðnó – 5:00­7:00 pm

Let's Continue the Conversation

Iðnó – 7:00 pm

Drag Me to Pride – Meet & Greet

Gamla bíó – 6:00 pm

Ticket price: 5,900 ISK

Please note: Meet & Greet ticket is not a valid show ticket

Drag Me to Pride

Gamla bíó – 8:00 pm (House opens at 7:00 pm)

Ticket price: 9,900 ISK / 13,900 ISK

Reykjavík Pride Queer Cruise

From the Old Harbour, Ægisgarður – 5:00 pm, the boat leaves the harbour at 6:00 pm

Ticket price: 4,900 ISK

Saturday 10 August

Reykjavík Pride Parade

From Hallgrímskirkja Church – 2:00 pm

Outdoor Concert

Hljómskálagarður Park – after the Pride Parade

Youth Pride BBQ

Samtökin 78, Suðurgata 3 – 4:00­6:00 pm

Official Reykjavík Pride Closing Party

Iðnó – 10:00 pm

Ticket price: 2,000 ISK / 3,000 ISK

Event details, locations, ticket price, etc. can include errors or may have changed. Correct information is always available on our website.

Our programme is a work in progress Our programme is a work in progress, but the current version can always be found on our website and social media. Stay tuned!

Are you planning an event during Pride?

Are you planning a colourful event to celebrate Reykjavík Pride? Let us know through the event registration form at hinsegindagar.is/en/event­registration. We publish various unofficial Pride events that conform to our guidelines, along with all our official Pride events, at our website hinsegindagar.is/en/programme. hinsegindagar.is reykjavikpride.is

Facebook: Hinsegin dagar – Reykjavík Pride Instagram: @reykjavikpride

hinsegin fólks á Hinsegin dögum Félagsheimili

Hringiða hátíðarhalda Hinsegin daga verður í IÐNÓ alla vikuna, þar sem svokallað PRIDE CENTRE verður starfrækt annað árið í röð. Eins og í fyrra þá mun þar fara fram fjölbreytt flóra viðburða á sviði fræðslu, menningar og skemmtunar. Einnig verður Kaupfélag Hinsegin daga starfrækt í húsinu, ásamt því sem gestir og gangandi geta keypt sér veitingar, sest niður og spjallað um hinseginleikann og baráttuna. Húsnæðið er

Litríkasta kaupfélag landsins

Enn á ný opna Hinsegin dagar litríkasta kaupfélag landsins þar sem seldar verða ýmiss konar regnbogavörur, meðal annars fánar, fatnaður, nælur og skraut. Þá verða vörur frá íslenskum hönnuðum til sölu, til dæmis regnbogakerti frá Hjartastað, handgerðar sápur í regnbogalitum frá TitanWorks, regnbogavettlingar og skotthúfur frá Tíru.

Í samstarfi við Sky Lagoon

Pride Centre — Our Home For a Week

This year’s PRIDE CENTRE will be located at IÐNÓ, Vonarstræti 3, by Tjörnin, and will be filled with educational events, concerts, drag shows and other cultural events. In addition, the PRIDE CENTRE will house our information centre and PRIDE STORE, where we offer a wide selection of rainbow merchandise for sale, such as flags, pins and handmade design items. PRIDE CENTRE will be open daily from August 5th to August 10th.

Hinsegin dagar þakka eftir töldum aðilum stuðninginn

Finnska sendiráðið

Franska sendiráðið

Félagsstofnun stúdenta

Garðabær

Kjarval – vinnustofa

Kópavogur

Rafha

Sænska sendiráðið

Vínbúðin

Wasteland Íslandsapótek Íslensk erfðagreining

Hinsegin dagar eru borgarhátíð Reykjavíkur 2023­2025. Við þökkum Reykjavíkurborg fyrir ómetanlegan stuðning.

Reykjavík Pride is an official City Festival during 2023­2025. We are grateful for the invaluable support from Reykjavík City.

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.