HILMA - Kafli 1 - 5 - Islenska

Page 7

skraufþurran barkann af öllu afli. Hann gerði árangurslausa tilraun til að hrækja blóðbragðinu sem honum fannst fylla munnholið. Hvað varð af þeim? Höfðu þeir gefist upp? Fjórir saman höfðu þeir elt hann og hann vissi hvað myndi gerast ef þeir næðu honum. Þeir myndu drepa hann. Engin spurning. Drepa hann. Og nú heyrði hann ópið aftur innan úr myrkrinu. Áttaði sig reyndar á því að þetta var í rauninni ekkert óp. Þetta var öskur. Og hann heyrði högg, líkt og barið væri í sandpoka. Drengurinn stóð rólega upp og hlustaði. Gekk rólega í áttina að óhljóðunum og kom að afgirtum húsgarði. Hann brölti yfir girðinguna, mjakaði sér eins hljóðlega og hann gat í gegnum lauflaust hekkið og læddist inn í húsgarðinn. Það er á stundum sem þessum sem heilinn sendir úr tvennskonar skilaboð til að meta stöðuna. Önnur benda á kosti. Hin á galla. Af hverju fer ég ekki heim? Það er í hina áttina. Hvað hafði kennarinn aftur sagt í gær? Að mannskepnan byggi yfir sjö frumþörfum. Var það ekki rétt? Frumþörfum? Jú. Hann hafði þulið þær upp og ein af þeim var forvitnin. Átti hann að láta hana lönd og leið eða svala henni? Hann rýndi inn í myrkrið. Hann hugsaði til baka. Það munaði svo litlu, fannst honum. Að þeir hefðu náð honum þarna rétt áðan. Hann heyrði þegar hrímið og frosið grasið hafði brostið eins og ísnálar undan hröðum skrefum þeirra. Hann hafði dottið. Snúið sig á fæti. Lá á maganum og ný hljóð bættust við. Úlpuþytur í trjágreinum, andardráttur þeirra – másið. Ef ekki hefði verið fyrir myrkrið, hefðu þeir ekki þurft annað en að fylgja sporum hans. Þá hefðu þeir fundið hann. Stæðu yfir honum líkt og hungraðir, biksvartir hrafnar og hann lesið úr augum þeirra: Nú deyrðu, tittur. En þess í stað fjaraði úlpuþyturinn út. Og másið líka. Hann slapp. Sneri sér yfir á bakið og horfði upp í stjörnubjarta glufu á himninum. Hvernig ætli það sé að vera laminn

7


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.