Kökubæklingur Nóa Síríus 2021

Page 1

KÖKUBÆKLINGUR 2021

Síríus suðusúkkulaði

Meðalbragðsterkt súkkulaði með 45% kakóinnihaldi sem er löngu orðið klassískt. Síríus suðusúkkulaðið er vinsælt í bakstur og matargerð auk þess sem það hentar frábærlega í heitt súkkulaði.

Síríus 56% dökkt súkkulaði

Súkkulaði sem hefur einstaklega kröftugt súkkulaðibragð en er á sama tíma silkimjúkt og með ljúfu eftirbragði. Það er í uppáhaldi margra með kaffibollanum en er ekki síður tilvalið í bakstur og frábært í súkkulaðikrem.

Síríus 70% dökkt súkkulaði

Uppáhald þeirra sem vilja almennilegt súkkulaðibragð og ekkert annað. Bragðfyllingin er mikil en samt er súkkulaðið, sem er með 70% kakóinnihaldi, í góðu jafnvægi. Síríus 70% hentar vel í eftirrétti, bollakökur og súkkulaðitertur þar sem ætlunin er að ná fram miklu súkkulaðibragði og fá afgerandi súkkulaðilit.

Síríus rjómasúkkulaði

Hið milda og mjúka Síríus rjómasúkkulaði er vinsælasta súkkulaði Íslendinga og gjarnan borðað eins og það kemur fyrir, hreint eða með spennandi viðbótum. Það er unnið á sérstakan hátt til að það fái eins mjúka áferð og mögulegt er svo það bráðni þægilega í munni. Það er þó einnig vinsælt í bakstur þegar leitast er eftir mildum undirtóni frekar en sterku, afgerandi súkkulaðibragði.

Síríus hvítt súkkulaði

Hvítt súkkulaði er hvítt vegna þess að það inniheldur einungis

kakósmjör en engan kakómassa (sem gefur hefðbundnu súkkulaði brúna litinn). Síríus hvítt súkkulaði er milt á bragðið en með mikla fyllingu og hentar því vel í allan bakstur auk þess að vera einstaklega gómsætt beint úr pakkanum.

Köku bæklingu r

Nóa Síríus 2021

Nói Síríus hefur fylgt Íslendingum í yfir 100 ár og í gegnum árin hafa vörur fyrirtækisins verið

sérstaklega vinsælar í bakstur. Allir landsmenn

þekkja Síríus súkkulaðið og gæði þess en undanfarin

ár hefur einnig orðið æ vinsælla að nota sælgætið

frá Nóa Síríus í kökugerð og hvers kyns bakstur.

Kökubæklingur Nóa Síríus hefur því eðlilega notið

mikilla vinsælda og er fyrir löngu orðinn fastur liður í hátíðarundirbúningi margra Íslendinga. Sem fyrr erum

við stolt af kökubæklingnum og því að geta boðið upp

á úrvalshráefni í ómótstæðilegar freistingar.

Sjálfbærni og samfélagsábyrgð

Síríus súkkulaði er hluti af Cocoa Horizons verkefninu. Cocoa Horizons gerir kakóræktendum kleift að rækta og framleiða kakóið á sjálfbæran og ábyrgan hátt. Cocoa Horizons ferlið tryggir fræðslu til kakóbænda varðandi ræktunaraðferðir og aðbúnað starfsfólks auk þess sem það kemur að fræðslumálum, heilsugæslu og aðgengi að hreinu vatni. Þannig stuðlar Cocoa Horizons að betri lífsskilyrðum í kakóræktarsamfélögum.

Uppskriftir

Linda Ben sá um uppskriftirnar fyrir okkur

í ár. Hún einblínir á einfaldar og oftast

fljótlegar uppskriftir sem flestum þykir

þægilegt að fara eftir. Góða skemmtun!

Útlit og umbrot: VORAR Auglýsingastofa

Prentun: Ísafoldarprentsmiðja ehf.

Útgefandi: Nói Síríus, Hesthálsi 2-4, 110 Reykjavík, www.noi.is

Karamellufyllt ostakaka

1. Bræðið saman karamellutöggurnar ásamt 1 dl rjóma í potti.

fyrir 8 -10

Hráefni

2. Myljið hafrakexið í matvinnsluvél eða blandara þangað til það er orðið að fínu mjöli, blandið kakóinu saman við.

3. Bræðið smjörið og blandið því saman við kexblönduna.

4. Takið stórt smelluform, 24 cm í þvermál, og smyrjið hringinn með smjöri. Klippið renning af smjörpappír, jafn stóran og hliðar formsins, og leggið upp að hliðunum. Setjið formið á kökudisk (passið að diskurinn komist í frysti).

5. Þrýstið kexblöndunni á kökudiskinn með kökuforminu og setjið í frysti.

6. Hrærið rjómaostinn. Blandið flórsykrinum saman við.

7. Þeytið rjómann og blandið honum svo varlega saman við rjómaostablönduna með sleikju.

8. Hellið helmingnum af rjómaostablöndunni í formið, hellið karamellunni í mjórri bunu yfir alla kökuna og dreifið varlega úr henni með skeið. Hellið svo restinni af rjómaostablöndunni yfir, sléttið toppinn á kökunni og setjið í frystinn.

9. Takið kökuna úr frystinum 3-4 tímum áður en hún er borin fram og skreytið með karamellukurli.

150 g Síríus rjómatöggur

1 dl rjómi

250 g hafrakex

20 g Síríus kakóduft

80 g smjör

400 g rjómaostur

200 g flórsykur

500 ml rjómi, þeyttur

50 g Síríus karamellukurl

Marengsterta

1. Kveikið á ofninum og stillið á 140°C með undir- og yfirhita.

fyrir 8 -10

Hráefni

2. Setjið eggjahvítur í skál ásamt cream of tartar og salti, þeytið þar til byrjar að freyða. Bætið þá púðursykrinum og sykrinum saman við rólega og þeytið þar til eggjahvíturnar ná alveg stífum toppum. Bætið þá Rice Krispies út í og veltið því varlega saman við með sleikju.

3. Teiknið tvo 22 cm hringi á smjörpappír og snúið pennastrikinu niður áður en þið skiptið deiginu á milli hringanna, sléttið fallega úr botnunum. Bakið í 50 mínútur og slökkvið þá á ofninum en ekki taka botnana úr ofninum fyrr en þeir eru orðnir alveg kaldir. Hægt er að gera botnana með allt að viku fyrirvara.

4. Bræðið saman 150 g trompsúkkulaði og 100 ml rjóma. Leyfið blöndunni aðeins að kólna.

5. Þeytið 400 ml rjóma og blandið súkkulaðiblöndunni varlega saman við með sleikju.

6. Skerið 150 g trompsúkkulaði og blandið saman við rjómann.

7. Setjið neðri botninn á kökudisk, setjið helminginn af rjómanum á botninn, hindber og nóa kropp.

8. Setjið efri botninn yfir og setjið þá restina af rjómanum yfir. Skreytið með hindberjum, nóa kroppi og ferskri myntu.

4 eggjahvítur

1/4 tsk cream of tartar

1/4 tsk salt

60 g púðursykur

200 g sykur

50 g Rice Krispies

300 g Síríus rjómasúkkulaði með trompbitum

100 ml rjómi

400 ml rjómi, þeyttur

Nóa Kropp

200 g hindber

Fersk mynta (má sleppa)

Rice Krispies Brownie

1. Kveikið á ofninum og stillið á 200°C með undir- og yfirhita.

2. Bræðið smjörið og leyfið því að kólna.

15 stk

Hráefni

120 g smjör

2 egg

3. Þeytið saman egg og sykur í nokkrar mínútur þar til blandan er orðin létt og ljós og myndar borða. Hellið smjörinu út í ásamt vanilludropum og hrærið á meðan.

4. Sigtið hveiti og kakó út í og blandið öllu vel saman með sleikju.

5. Hellið deiginu ofan í smurt 25x35 cm form og bakið í um 15 mínútur.

6. Bræðið saman smjör og síróp, leyfið því að malla saman við vægan hita í örfáar mínútur. Slökkvið undir pottinum.

7. Brjótið súkkulaðið út í pottinn og bræðið saman við hægt og rólega (ætti ekki að þurfa að kveikja undir pottinum aftur, best að sleppa því).

8. Bætið Rice Krispies út í og blandið öllu varlega saman þar til allt Rice Krispies er þakið súkkulaði.

9. Hellið Rice Krispies blöndunni yfir brownie kökuna. Skerið í litla bita u.þ.b. 15 stk þegar kakan hefur kólnað og Rice Krispies toppurinn harðnað.

300 g sykur

1 tsk vanilludropar

100 g hveiti

30 g Síríus kakóduft

90 g smjör

90 ml síróp

300 g Síríus pralín súkkulaði með saltkaramellufyllingu

U.þ.b. 120 g Rice Krispies eða þar til áferðin er orðin góð.

1. Myljið kexið og blandið bræddu smjöri saman við.

2. Smyrjið hringinn á 20 cm smelluformi og klæðið með smjörpappír.

3. Setjið hringinn á kökudisk og þrýstið kexblöndunni ofan í formið. Setjið í frysti.

4. Setjið egg og sykur í hrærivélaskál og þeytið vel saman þar til létt og loftmikið, ca. 3 mín.

5. Setjið 250 ml rjóma í pott og hitið hann vel en ekki sjóða hann.

6. Hellið rjómanum út í eggjablönduna í mjórri bunu á meðan hrærivélin er í gangi á lágri stillingu.

7. Hellið blöndunni aftur í pottinn og hitið á meðalhita, passið að láta ekki sjóða, hrærið stanslaust í þar til blandan þykknar vel og verður gulari á litinn. Slökkvið þá undir og skiptið blöndunni jafnt í tvær skálar.

8. Bræðið 300 g af hvítu súkkulaði yfir vatnsbaði.

9. Bræðið 250 g af lakkríssúkkulaðinu yfir vatnsbaði (ath. geymið rest þar til síðar).

10. Setjið hvíta súkkulaðið í eina eggjablönduna og blandið varlega saman með sleikju. Setjið lakkríssúkkulaðið í hina eggjablönduna og blandið varlega saman með sleikju.

11. Setjið inn í ísskáp og kælið í 1-2 klst.

12. Þeytið rjóma og skiptið honum svo í tvennt, setjið hvítu súkkulaðiblönduna út í annan rjómann, hrærið saman með sleikju. Endurtakið fyrir lakkríssúkkulaðið.

13. Hellið hvítu músinni ofan í kökuformið og sléttið úr, takið því næst matskeið og setjið mjög varlega matskeið af lakkrísmúsinni allan hringinn ofan á hvítu músina, passið að gera ekki dæld í hvítu músina eða reka skeiðina ofan í hana. Sléttið úr lakkrísmúsinni.

14. Kælið í 4-5 klst inn í ísskáp.

15. Rífið restina af lakkríssúkkulaðinu yfir sem skraut. Gott að bera fram með rjóma.

Hráefni

250 g hafrakex

80 g smjör (brætt)

4 egg

60 g sykur

250 ml rjómi

300 g Síríus hvítir súkkulaðidropar

280 g Síríus rjómasúkkulaði með saltlakkrísflögum og sjávarsalti

250 ml rjómi, þeyttur

fyrir 8-10
Þriggja laga súkkulaðimús

Pippsúkkulaðiís

1. Þeytið rjómann.

fyrir 8-10

Hráefni

2. Þeytið eggjarauðurnar og púðursykurinn mjög vel saman í annarri skál þar til létt, ljóst og blandan myndar borða ef þeytarinn er tekinn upp og deigið lekur aftur í skálina.

3. Blandið rjómanum varlega saman við eggjarauðublönduna með sleikju.

4. Skerið pralín súkkulaðið niður og blandið því saman við.

5. Hellið ísnum í form, lokið því t.d. með plastfilmu og frystið yfir nótt (eða lengur).

500 ml rjómi

6 eggjarauður

170 g púðursykur

200 g Síríus pralín súkkulaði með pippfyllingu

Bangsasmákökur

1. Kveikið á ofninum og stillið á 175°C með undir- og yfirhita.

2. Hrærið smjörið og blandið púðursykrinum og sykrinum saman við, hrærið þar til blandan verður létt og ljós. Setjið eggin út í blönduna eitt í einu og þeytið á milli. Bætið vanilludropunum saman við.

3. Í aðra skál blandið saman hveiti, kanil, lyftidufti, matarsóda og salti. Blandið því varlega saman við sykurblönduna. Bætið haframjölinu saman við.

4. Saxið saltkringlusúkkulaðið niður og blandið út í deigið.

5. Skiptið deiginu í tvennt, búið til kúlur úr 1 msk af deigi úr einum helmingnum. Búið til kúlur úr 1 tsk af deigi úr hinum helmingnum (hlutföllin eiga að vera 1 stór kúla á móti 3 litlum).

6. Raðið saman tveimur stórum kúlum og pressið þær svolítið niður á smjörpappír sem er á ofnplötu. Setjið 6 litlar kúlur umhverfis, 2 uppi sem eyru og 4 í kringum neðri kúluna sem verða hendur og fætur.

7. Bakið í u.þ.b. 13-15 mínútur eða þar til endarnir eru byrjaðir að brúnast og harðna.

8. Bræðið hvíta súkkulaðið og setjið í sprautupoka (hægt að nota venjulegan poka og klippa pínulítið gat á hann). Gerið það líka við dökka súkkulaðið.

9. Byrjið á að sprauta hvíta súkkulaðinu, gerið augu, munnsvæði, magasvæði og lófaför, leyfið því að stirðna inni í ísskáp.

10. Teiknið augasteina á augun, nebba og munn á munnsvæðið og fyllið inn í eyrun með dökka súkkulaðinu.

Hráefni

240 g smjör

200 g púðursykur

100 g sykur

2 egg

1 tsk vanilludropar

200 g hveiti

1 tsk kanill

1/2 tsk lyftiduft

1/2 tsk matarsódi

1 tsk salt

250 g haframjöl

150 g Síríus rjómasúkkulaði með saltkringlum

100 g Síríus hvítir súkkulaðidropar

100 g Síríus suðusúkkulaðidropar

u.þ.b. 10 stk

Brownie smákökur fylltar með karamellu

1. Bræðið varlega saman smjör, rjómasúkkulaði og suðusúkkulaði í potti. Byrjið á að bræða smjörið, slökkvið undir og brjótið svo súkkulaðið út í, hrærið þar til bráðnað.

2. Þeytið saman egg og sykur þar til létt og ljóst, bætið vanilludropunum út í.

3. Bætið því næst súkkulaðiblöndunni varlega saman við með sleikju.

4. Blandið saman hveiti, kakó, matarsóda og salti. Blandið því varlega saman við eggjablönduna með sleikju.

5. Setjið deigið í ísskáp og kælið í 1-2 klst (eða yfir nótt).

6. Kveikið á ofninum og stillið á 175°C með undir- og yfirhita.

7. Takið deigið út úr ísskápnum og búið til 1 msk kúlur úr því, setjið á smjörpappírsklædda ofnplötu og setjið 1 rjómatöggu í miðjuna. Passið að hafa gott pláss á milli smákakanna á ofnplötunni þar sem þær fletjast mikið út.

8. Bakið í 10-14 mínútur eða þar til endarnir á kökunum eru byrjaðir að harðna.

Hráefni

85 g smjör

100 g Síríus hreint rjómasúkkulaði

300 g Síríus suðusúkkulaði

3 egg

100 g sykur

2 tsk vanilludropar

100 g hveiti

15 g Síríus kakóduft

1/2 tsk matarsódi

1/2 tsk salt

Síríus rjómatöggur

20 stk

Súkkulaðibollakökur með rjómakúlukremi

1. Kveikið á ofninum og stillið á 175°C með undir- og yfirhita.

2. Bræðið saman kúlur og rjóma. Leyfið því að kólna örlítið.

3. Hrærið saman olíu, egg og súrmjólk.

12-15 stk

Hráefni

150 g Nóa rjómakúlur

1 dl rjómi

100 ml bragðlítil olía

4. Blandið saman púðursykri, hveiti, kakó, matarsóda, lyftidufti og salti. Blandið því saman við eggjablönduna.

5. Raðið bollakökuformum í bollakökuálbakka og fyllið hvert form upp að 2/3, bakið i 15-20 mínútur eða þar til kökurnar eru bakaðar í gegn.

6. Þeytið smjörið þar til það verður ljóst og loftmikið, hellið þá flórsykrinum út í smjörið og þeytið.

7. Hellið kúlublöndunni út í kremið og þeytið.

8. Setjið í sprautupoka með stórum opnum stjörnustút og sprautið vel á hverja köku.

2 egg

150 ml súrmjólk

200 g púðursykur

170 g hveiti

50 g Síríus kakóduft

1 tsk matarsódi

1 tsk lyftiduft

1/2 tsk salt

250 g smjör

400 g flórsykur

Tromp marengsís

1. Þeytið rjómann.

2. Þeytið eggjarauðurnar og púðursykurinn mjög vel saman í annarri skál.

3. Blandið rjómanum varlega saman við eggjarauðublönduna með sleikju.

fyrir 10-12

Hráefni

500 ml rjómi, þeyttur

6 eggjarauður

1 dl púðursykur

4. Skerið lakkrís tromp perlurnar gróft niður og setjið saman við blönduna, geymið örlítið til skrauts.

5. Klæðið 20x30 cm form með smjörpappír, gott ráð er að bleyta pappírinn, hrista svo allt vatn vel af honum og leggja hann svo í formið, þá aðlagast hann alveg forminu. Hellið ísnum í formið og setjið í frysti í amk 4-5 klst. Bakið marengs á meðan.

6. Kveikið á ofninum og stillið á 175°C með undir- og yfirhita.

7. Setjið eggjahvítur í skál ásamt cream of tartar og salti, þeytið þar til byrjar að freyða. Bætið þá sykrinum saman við rólega og þeytið þar til eggjahvíturnar ná alveg stífum toppum.

8. Teiknið 20x30 cm ferhyrning á smjörpappír og snúið pennastrikinu niður áður en þið setjið marengsinn á pappírinn, sléttið fallega úr botninum. Bakið í 30 mínútur og leyfið botninum svo að kólna.

9. Þegar marengsinn hefur kólnað, setjið þá ísinn yfir hann. Skerið marengsinn sem er umfram í burtu og skerið svo ísinn í þrjá jafnstóra hluta (10x20 cm), raðið þeim ofan á hvorn annan svo hann verði þriggja hæða og setjið aftur í frysti, jafnvel yfir nótt.

10. Bræðið saman rjómakúlur og rjóma og leyfið sósunni að kólna.

11. Hellið sósunni yfir ísinn og dreifið restinni af tromp perlunum yfir.

250 g Nóa lakkrís tromp perlur

4 eggjahvítur

1/4 tsk cream of tartar

1/4 tsk salt

300 g sykur

150 g Nóa rjómakúlur

1 dl rjómi

1. skoða

Karamellusmákökur með hvítu súkkulaði

1. Kveikið á ofninum og stillið á 180°C með undir- og yfirhita.

2. Þeytið saman smjör, sykur og púðursykur þar til létt og ljóst.

3. Bætið eggjunum út í, einu í einu.

4. Bætið vanilludropunum út í.

5. Blandið saman hveiti, matarsóda og salti, bætið því svo út í eggjablönduna.

6. Bætið hvíta súkkulaðinu og karamellukurlinu saman við með sleikju.

7. Setjið deigið inn í ísskáp og kælið í 2 klst.

20 stk

Hráefni

230 g mjúkt smjör

100 g sykur

200 g púðursykur

2 egg

2 tsk vanilludropar

250 g hveiti

1/2 tsk matarsódi

8. Myndið kúlur úr 1 msk af deigi, setjið á smjörpappírsklædda ofnplötu með góðu millibili og bakið inni í ofni í u.þ.b. 10-13 mínútur eða þar til brúnirnar eru byrjaðar að dökkna.

1/2 tsk salt

150 g Síríus hvítir súkkulaðidropar

150 g Síríus karamellukurl

Karamellufyllt súkkulaðiterta með rjómaostakremi

fyrir 8-10

1. Kveikið á ofninum og stillið á 175°C með undir- og yfirhita.

2. Þeytið saman smjör (350 g) og sykur þar til létt og ljóst. Bætið þá eggjunum út í, einu í einu. Bætið þá vanilludropunum saman við og þeytið vel.

3. Blandið saman hveiti, kakó, salti og matarsóda. Bætið því út í eggjablönduna í litlum skömmtum til skiptis við súrmjólkina og kaffið.

4. Smyrjið þrjú 20 cm smelluform og skiptið deiginu á milli (mjög gott að vigta ofan í formin svo allir þrír botnarnir verði jafn stórir).

5. Bakið í u.þ.b. 35 mínútur eða þar til botnarnir eru bakaðir í gegn. Kælið botnana.

6. Bræðið saman rjómatöggur og rjóma, skiptið í 3 hluta. Leyfið karamellunni að kólna.

7. Þeytið smjörið (400 g) vel og lengi þar til það er orðið nánast alveg hvítt, mjög loftmikið og mjúkt. Bætið þá rjómaostinum og flórsykrinum saman við í nokkrum skömmtum. Þeytið þar til mjög loftmikið og silkimjúkt (u.þ.b. 4-5 mínútur), skiptið kreminu í 4 hluta.

8. Setjið fyrsta botninn á kökudisk (gott að setja smá krem undir til að festa kökuna) og setjið 1 hluta af kremi, passið að kremið sé aðeins hærra við brúnir kökunnar, setjið karamellusósuna ofan á kremið en ekki upp á krem kantana.

9. Endurtakið skref 8 fyrir næsta botn. Setjið svo efsta botninn á og hjúpið alla kökuna með restinni af kreminu.

10. Hellið restinni af karamellunni yfir kökuna og leyfið henni að leka örlítið meðfram hliðunum.

Hráefni

350 g smjör

450 g sykur

4 egg

1 msk vanilludropar

350 g hveiti

100 g Síríus kakóduft

1 1/2 tsk salt

2 tsk matarsódi

5 1/3 dl súrmjólk

1 dl sterkt kaffi

300 g Síríus rjómatöggur

1 1/2 dl rjómi

400 g smjör

100 g rjómaostur

1 kg flórsykur

Vegan brownie

1. Kveikið á ofninum og stillið á 180°C með blæstri.

2. Bræðið suðusúkkulaðið yfir vatnsbaði.

3. Blandið saman hveiti, kakói og sykri í skál.

fyrir u.þ.b. 12

Hráefni

250 g Síríus suðusúkkulaði

175 g hveiti

25 g Síríus kakóduft

4. Bætið út í olíu, vanilludropum, brædda suðusúkkulaðinu og möndlumjólkinni og hrærið saman.

5. Bætið því næst suðusúkkulaðidropunum saman við og hrærið.

6. Klæðið 20x30 cm kökuform (eða sambærilegt í stærð) með smjörpappír og hellið deiginu í formið. Bakið í u.þ.b. 35 mínútur eða þar til kakan er bökuð í gegn en ennþá svolítið klístruð.

250 g sykur

100 ml bragðlítil olía

1 tsk vanilludropar

250 ml möndlumjólk

150 g Síríus suðusúkkulaðidropar

Sælkerabakstur BAKAÐ

ÚR ÞVÍ BESTA

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.