Sjáiði þetta:
4
Eða þetta:
Því neitar enginn: Fæðingardagur minn var sögulegur dagur. Mér var fagnað með grjótkasti og táragasi. Landsmenn og lögregla börðust. Rúður voru brotnar í þinghúsinu. Egg og grjót flugu um loftið. Einn þingmaður hruflaðist á hendi. Annar fékk glerbrot í augað. Þegar lögregla taldi sig ekki ráða við neitt, þrátt fyrir varalið og öflugar sveitir sjálfboðaliða, var táragasi varpað út á Austurvöll. Upp stigu reykmekkir einsog landnámsmaðurinn Ingólfur sá þegar hann skimaði eftir kennileitum til að gefa þessum stað nafn.