Sumarnám fyrir fullorðna nemendur
Stefnumótun
Annað sumarið í röð bauð ríkið upp á sumarnám fyrir fullorðna, nemendum nánast að kostnaðarlausu. Að þessu sinni sótti skólinn um fjármagn til að kenna fimm 8 eininga námskeið; í keramiki, málaralist, teikningu, textíl og undirstöðugreinum myndlistarinnar. Þegar skráning hófst var ljóst að aðsókn í keramik var það mikil að bætt var við hóp.. Fékkst viðbótarstyrkur til þess hjá ráðuneytinu og voru því sex hópar við nám í fjórar vikur sem lauk 9. júlí. Sumarnámið er frábær viðbót við aðra starfsemi skólans og vonandi er það komið til að vera með einhverjum hætti.
Stefna skólans er stöðugt í mótun. Í tengslum við endurnýjun á umsókn um aðild að Erasmus voru tekin nokkur skref í þeirri vinnu sem varða fyrst og fremst inngildingu eða aðgengi allra hópa að námi. Einnig var tekinn snúningur á umhverfisstefnu skólans í tengslum við viðurkenningu skólans. Á árinu hafa nokkrar nefndir haldið reglulega fundi, m.a. jafnréttisnefnd og umhverfisnefnd. Skólinn þarf að huga að vistun gagna í samræmi við kröfur Þjóðskjalasafns. Samningur var gerður við Microsoft um afnot af 365. Hætt var að nota póstforritið google um áramót en nokkru fyrr hafði hópur innan skólans hafist handa við að vinna málalykil fyrir skjalakerfið SharePoint. Sigurjón og Charlotta tóku að sér að leiða starfsfólk skólans inn í heim 365 en mjög hægðist á þeirri vinnu við brotthvarf Charlottu. Vinnu við innleiðinguna er ekki lokið en stefnt er að því að taka stór skref í þá átt á skólaárinu 2021-22.
Húsnæðismál Húsnæðismál skólans héldu áfram að vera í deiglunni. Umsókn um viðurkenningu skólans útheimti talsverðar endurbætur á skólanum en viðhaldi hefur að vissu leyti verið haldið í lágmarki um langt skeið vegna flutninga sem hafa vofað yfir um árabil án þess að af þeim verði. Í október var reyndar gengið frá samningum um húsnæðiskaup með fyrirvörum um að skólinn seldi sitt hús. Húsið sem keypt var er hús sem áður hýsti höfuðstöðvar Rafmagnsveitu Reykjavíkur en hefur gengið undir nafninu Orkuhúsið að undanförnu. Reyndar er húsið fyrst og fremst þekkt í dag fyrir að þar fara fram Covid-19 próf og bólusetningar. Þegar til átti að taka tókst kaupanda að hæðum skólans ekki að ljúka fjármögnun og því varð ekki af kaupunum og flutningum. Stóra húsnæðismálið heldur því áfram að malla og er líklegt að það haldi áfram þar til því lyktar með flutningum. JL-húsið er orðið of þröngt fyrir skólann. Svigrúm til þróunar er uppurið og staðsetningin er sérstaklega erfið þegar litið er til námskeiðaskólans en leiðir til og frá húsinu eru mjög erfiðar á álagstímum. Þjónusta strætó er ekki mikil á svæðinu.
Vefsíða og kynningarmál Þróun vefsíðu er eitt þeirra mála sem stöðugt þarf að huga að. Þetta árið var aðaláherslan lögð á að fínpússa námskeiðslistana og slípa umsóknarferlið, einkum og sér í lagi þá hlið sem snýr að umsækjendum um einstök námskeið. Viðmótið var flókið og umsækjendur gerðu of mikið af mistökum af þeim sökum. Starfsfólk Advania sem rekur vefinn inna.is hefur verið mjög samstarfsfúst og viljugt að laga það sem laga þarf og margt hefur batnað þótt áfram verði þörf á að gera endurbætur. Ágústa Sveinsdóttir flutti til Berlínar haustið 2020 og vann sín störf sem áfanga- og markaðsstjóri þaðan en það fyrirkomulag gengur alveg ótrúlega vel. Auglýsingar skólans hafa að miklu leyti færst yfir á samfélagsmiðla en sú leið er ódýrari og nær til fleiri.
Skólinn hélt áfram starfi sínu í frístundamiðstöðinni Miðbergi. Ennfremur rak skólinn útibú í kennslustofu sinni á Korpúlfsstöðum. Á vormánuðum sendi leigusalinn, SÍM, skólanum uppsögn sem skyldi taka gildi haustið 2021. Skóla- og frístundasvið borgarinnar lagði á það áherslu að skólinn héldi áfram að þjónusta austustu hverfi borgarinnar og fyrir orð sviðsstjóra var farið í viðræður við skátafélag í Grafarvogi sem á þokkalegt húsnæði. Þrátt fyrir góðan vilja gekk illa að ljúka samningum og þegar skólaárinu lauk formlega, í lok júní, var allt enn í uppnámi varðandi útibúsrekstur í Grafarvogi. Það átti þó allt eftir að leysast farsællega í lok ágúst þegar í ljós kom að SÍM hafði ekki þörf fyrir stofuna til annarra verkefna þannig að stofan á Korpúlfsstöðum er enn í notkun.
Framúrskarandi fyrirtæki Skólinn var í fimmta sinn í hópi framúrskarandi fyrirtækja en tilkynning þess efnis barst í tölvupósti í byrjun þessa mánaðar (október 2021). Þar segir m.a.: ,,Merkið stendur fyrir stöðug fyrirtæki sem byggja rekstur sinn á sterkum stoðum og efla hag allra.” Við erum stolt af því. Bókasafn Tölur úr gegni
Áfram var haldið við að bæta útbúnað skólans. Keyptir voru tíu nýir rennibekkir og nú hafa allir rennibekkirnir í leirrennslustofunni á Hringbraut verið endurnýjaðir. Nokkrir þeirra eldri fór upp á Korpúlfsstaði en á námskeið í leirmótun sem þar hafa verið kennd hafa nemendur átt kost á að spreyta sig í rennslu í litlum mæli. WSex tölvur voru keyptar með myndlistarnemendur með þroskahömlun í huga. Þær hafa jafnframt gagnast öðrum hópum. Smíðaður var sérútbúinn læstur hleðsluskápur fyrir fartölvur og spjaldtölvur.
2019-2020
2020-2021
Heildarfjöldi skráðra safngagna
8.273
8.504
Útlán alls
1.007
821
Heildarfjöldi lánþega
246
279
Ný aðföng (ekki tölur úr Gegni)
235
241
Gjafir (ekki tölur úr Gegni)
35
41
Safneign hefur aukist jafnt og þétt undanfarin skólaár. Því miður er eitthvað um að bækur hverfi af safninu án þess að þær hafi enn verið afskráðar úr Gegni og koma þær því fram í heildartalningu safngagna. Rauntala safngagna er því lægri en ofangreindar heildartölur sýna. Samdráttur í útlánum á milli skólaára skýrist að mestu leyti af því að verulega dró úr notkun safnsins vegna sóttvarnaaðgerða, takmarkaðs aðgengis að safninu og hólfaskiptingar skólans sem hafði áhrif á starfsemi safnsins, á báðum önnum skólaársins 2020-2021. Samdrátturinn er í samræmi við heildarsamdrátt í útlánum bókasafna á landsvísu á þessu tímabili. Safnið kaupir inn töluvert af nýjum aðföngum ár hvert og er
Listnámsbraut. Formfræði. 2021.
9