
6 minute read
Aðalfundargerð
Aðalfundur Aðalfundur Myndlistaskólans í Reykjavík haldinn mánudaginn 26. október 2020.
• Fundarstjóri: Þórunn María Jónsdóttir • Ritari: Bjarni Hinriksson • Flutningsmaður skýrslu: Áslaug Thorlacius
Dagskrá 1. Skýrsla skólameistara og framkvæmdastjóra Myndlistaskólans í
Reykjavík ses yfir liðið starfsár. 2. Fjármálastjóri Myndlistaskólans í Reykjavík ses. gerir grein fyrir endurskoðuðum reikningum sjálfseignarstofnunarinnar. 3. Kosning stjórnar og skoðunarmanna reikninga Félags
Myndlistaskólans í Reykjavík samkvæmt 3. gr. félagslaga. 4. Kosning stjórnar Myndlistaskólans í Reykjavík ses. samkvæmt 7. gr. skipulagsskrár sjálfseignastofnunarinnar. 5. Lagabreytingar. 6. Önnur mál.
Þessi aðalfundur er óvenjulegur fyrir þær sakir að hann er fjarfundur og fer fram á Zoom. Vegna þess var nauðsynlegt að velja fundarstjóra og ritara áður en fundur hófst. Það val er samþykkt af fundarmönnum. Þórunn fundarstjóri fer yfir nokkur tækniatriði varðandi framkvæmd fundarins.
1. Skýrsla skólameistara Hér er yfirlit yfir helstu liði hennar og nokkrir áherslupunktar sem skólameistari ræddi á fundinum en annars vísað í prentaða skýrslu (sem einnig má nálgast í rafrænu formi á vef skólans). Skýrslan var send til fundarmanna á Issuu. Í byrjun getur Áslaug þess að skólinn hafi verið valinn framúrskarandi fyrirtæki af Creditinfo þriðja árið í röð.
• Skýrsla með breyttu sniði Hún er sett upp meira í töfluformi og talsvert lengri fyrir vikið. Þar með gefur hún vonandi betri sýn á þróun skólastarfsins. Skýrslan er fyrst og fremst gefin út á netinu, nokkur eintök eru prentuð handa helstu samstarfsaðilum. Í skýrslunni er fundargerð síðasta aðalfundar birt, sem er nýjung.
• Mannabreytingar Ragna Fróðadóttir, sem stýrði textíldeild, og Helga Björk Ottósdóttir, sem hafði áfangastjórn og markaðsmál á sinni könnu, fluttu af landi brott. Í stað þeirra komu Lilý Erla Adamsdóttir (textíldeild) og Ágústa Sveinsdóttir.
• Brautir Kennsla í skólanum var eftir sömu brautum og áður. Brautir og áfangar eru staðfestir í reglugerð en þó er alltaf svigrúm til að þróa starfið innan áfanganna.
• Covid Vegna farsóttarinnar var skólanum lokað í mars og hann síðan opnaður aftur í maí. Dagskólinn fór allur í fjarnám. Þetta tókst ótrúlega vel og ekkert brottfall er hægt að rekja beinlínis til Covid. Langflestir nemendur í dagskóla voru að ljúka námi og því að vinna lokaverkefni sitt. Það passaði nokkurn veginn að þegar allt skall í lás var fátt eftir annað en lokaverkefni. Vorsýningin var eingöngu sett upp á netinu. Var það mikil vinna en tókst vel. Útskrift fór fram undir beru lofti við Kjarvalsstaði. Námskeiðaskólinn riðlaðist hins vegar nokkuð og þurfti að gera hlé á námskeiðum. Margir voru óánægðir, sumir vildu fá endurgreitt en á endanum voru allir sáttir. Þegar aftur var farið af stað stóð kennsla fram í júní og tókst að kenna nánast hvern einasta tíma.
• Nýjungar Námsbraut í myndlist fyrir nemendur með þroskahömlun var sett saman sem eins árs braut. Skólinn fékk þriggja ára samning við ráðuneytið um að kenna námið en þegar til kom fékkst ekki staðfesting á brautinni. Það hefur með ytra form að gera, ekki innviðina en námið byggir á tveggja ára náminu sem var kennt árin 2015-17 og margra ára reynslu af vinnustofu sem skólinn hefur haldið úti í samstarfi við Fjölmennt í meira en áratug. Einn úr þessu námi er nú kominn í teiknideildina. Sumarskóli fyrir fólk í atvinnuleit var settur á laggirnar í boði stjórnvalda. Hann var þó í raun öllum opinn og nánast ókeypis. Námið stóð í sex vikur og boðið var upp á fornám, keramík og textíl. Þetta sló í gegn og fylltist strax. Gæti verið gott að gera áfram í framtíðinni. Covid olli fjárhagslegu tjóni en þetta rétti fjárhaginn af.
Skýrslan er borin upp og samþykkt einróma.
2. Ársreikningur* Björg Elín Pálsdóttir gerir grein fyrir ársreikningi. Engar verulegar breytingar á rekstrarreikningi. Á næsta ári verða öll laun felld undir sama lið, en launþegar og verktakar ekki hafðir aðskildir. Kennslustundir eru ríflega þúsund fleiri núna en síðast og vegur þar langmest sumarnámið og myndlist fyrir nemendur með þroskahömlun. Hækkun er í net- og símakostnaði. Einnig voru útgjöld vegna vorsýningar. Auglýsingakostnaður jókst. Hagnaður tímabilsins er nánast sá sami og síðast, um 10 milljónir. Viðskiptakröfur eru háar vegna fyrirframgerðra reikninga sem nú er búið að endurheimta, skil eru góð og fólk borgar.
Rekstur húsnæðis er nokkuð hár en margt er einskiptiskostnaður. Ýmis kostnaður myndi lækka við flutning í annað húsnæði. Innréttingar og tæki í efnahagsreikningi eru lágt áætlaðar vegna þess að skólinn kaupir notaða hluti, eignfærir margt og afskrifar.
Ársreikningur er borinn upp og samþykktur einróma.
* aðgengilegur í rafrænu formi á vef skólans
3. Félag Myndlistaskólans í Reykjavík Í stjórn félagsins eru núna: Elsa Dóróthea Gísladóttir, Eygló Harðardóttir, Haraldur Jónsson, Herdís Gunnarsdóttir, Kristín Reynisdóttir, Sólveig Aðalsteinsdóttir. Í stjórn eiga að vera sjö. Elsa, Herdís og Kristín gefa áfram kost á sér. Úr stjórn ganga Eygló, Haraldur og Sólveig. Í framboði eru Brynhildur Þorgeirsdóttir, Guðrún Vera Hjartardóttir, Logi Bjarnason og Sigtryggur Bjarni Baldvinsson.
Elsa Dóróthea Gísladóttir og Sigríður Melrós Ólafsdóttir verða áfram skoðunarmenn reikninga.
Ný stjórn félagsins er samþykkt einróma.
4. Stjórn Myndlistaskólans Í stjórn skólans eru: Ingibjörg Jóhannsdóttir, formaður, Guðjón Ketilsson og Brynhildur Pálsdóttir meðstjórnendur, Bjarni Hinriksson og Þórunn María Jónsdóttir, varamenn.
Allir í stjórn bjóða sig fram aftur. Brynhildur hefur setið lengur í stjórn en lög gera ráð fyrir en þar sem sérstakar aðstæður ríkja og stór mál eru á viðkvæmu stigi (húsnæðissala og -kaup; innra mat á starfsemi skólans) leggur Ingibjörg fram lagabreytingu um bráðabirgðaákvæði vegna sérstakra aðstæðna í sjálfseignarstofnun þess efnis að Brynhildur megi sitja ár í viðbót. Bráðabirgðaákvæðið falli úr gildi á næsta ári. Samkvæmt lögum félagsins má breyta lögum á aðalfundi ef 3/4 hluta fundarmanna samþykkja. Ekkert í lögunum segir að leggja þurfi fram tillöguna í fundarboði. Fundurinn samþykkir lagabreytinguna með 86% atkvæða. 14% sitja hjá. 5. Inntaka nýrra félaga Borin upp aðild nýrra félaga. Í ár eru færri en í fyrra: Andrea Magdalena Jónsdóttir, Anna Rún Tryggvadóttir, Arnar Ásgersson, Erna Elínbjörg Skúladóttir, Freyja Elíf Helgudóttir, Hye Yong Park, Íris Indriðadóttir, Kristbergur Pétursson, Ólöf Bóadóttir, Selma Hreggviðsdóttir og Örk Guðmundsdóttir.
Fundarmenn gera engar athugasemdir og aðild nýrra félaga er samþykkt.
6. Önnur mál • Húsnæðismál Búið er að samþykkja tilboð með fyrirvörum í Hringbraut sem átti að renna út um mánaðarmót. Kaupandi mun óska eftir nokkrum dögum í viðbót. Myndlistaskólinn gerði tilboð í Orkuhúsið við Suðurlandsbraut, með fyrirvörum. Nú er biðstaða og ekki rétt að gefa upp verð en við teljum þetta hagstætt. Húsnæðið við Suðurlandsbraut er í eigu Reita og 500 fm stærra (3.100 fm) en núverandi húsnæði. Í skipulagi borgarinnar er gert ráð fyrir menningartengdri starfsemi í Orkuhúsinu. Ef þetta gengur eftir verða ekki tekin lán fyrr en eftir tvö ár og miðað við núverandi forsendur ræður skólinn við þau. Nánari upplýsingar verða gefnar þegar meira er að frétta.
• Erasmus Sigurlína kynnir nýja áætlun Evrópusambandsins 2021-2017. Við höfum verið á vottun en nú sækjum við um aðild að starfsmenntunarhlutanum (diplómadeildir) og skólahlutanum (námskeið, kennaraskipti). Starfsmenntunin heldur áfram með svipuðu sniði og áður. Það er í höndum kennara að leita sér endurmenntunar og ákveða hvað og hvert. Umsóknarfrestur til Línu er 14. desember og síðan leggur hún fram heildarpakkann í mars.
• Vorsýning Ágústa Sveinsdóttir leiðir fundarmenn í gegnum sýninguna á heimasíðunni og tekur ýmis dæmi um notkun og framsetningu. Markmiðið er að setja í framtíðinni öll útskriftarverkefni á heimasíðuna. Mikilvægt er að eiga efni eftir nemendur, þetta verður gagnabanki og er gott kynningarefni.
• Jólaboð Vegna Covid verður ekkert jólaboð.
• Innra mat Nú stendur yfir innra mat á starfi skólans sem mannauðs- og ráðgjafafyrirtækið Attentus framkvæmir í umboði stjórnar. Líklega verður skýrsla tilbúin um miðjan nóvember. Útgjöld sem sparast vegna niðurfellingar jólaboðs fara í að greiða matið. Mat í stað matar.
Fundi slitið.
Á fundinn mættu 34:
Ágústa Sveinsdóttir, Áslaug Thorlacius, Anna Cindy Leplar, Anna Hallin, Anna Sigurðardóttir, Bjarni Hinriksson, Björg Elín Pálsdóttir, Brynhildur Pálsdóttir, Charlotta Magnúsdóttir, Einar Garibaldi Eiríksson, Elsa Dóróthea Gísladóttir, Eygló Harðardóttir, Guðjón Ketilsson, Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir, Guðrún Vera Hjartardóttir, Hafdís Helgadóttir, Halla Kjartansdóttir, Herdís Gunnarsdóttir, Ingibjörg Jóhannsdóttir, Jón B. K. Ransu, Karlotta Blöndal, Kristín Ísleifsdóttir, Kristín Ragna Gunnarsdóttir, Kristín Reynisdóttir, Logi Bjarnason, Margrét Birgisdóttir, Margrét M. Norðdahl, Ninna Þórarinsdóttir, Sigtryggur Bjarni Baldvinsson, Sigurjón Gunnarsson, Sigurlína Osuala, Sólveig Aðalsteinsdóttir, Una Magnúsdóttir og Þórunn María Jónsdóttir.