Árskýrsla Myndlistaskólans í Reykjavík skólaárið 2020-2021

Page 8

Ársskýrsla Myndlistaskólans í Reykjavík 2020-2021

og 28 nemendur útskrifuðust úr árs fornámi, 6 nemendur með þroskahömlun luku eins árs myndlistarnámi og 3 nemendur luku tveggja ára keramikbraut. Samanlagt fengu alls 53 nemendur skírteini frá skólanum og hefðbundinn pensil með merki skólans að gjöf. Að þessu sinni voru allir leystir út með aukagjöf, andlitsgrímu með áprentuðu lógói skólans til minningar um andlitslausa skólavist. Þess að auki útskrifaðist einn nýstúdent af listnámsbraut á haustönninni á undan.

Stjórnarfundir Stjórnarfundir á tímabilinu frá miðju ári 2020 fram á mitt ár 2021 voru alls 11. Helstu viðfangsefni þeirra voru húsnæðismál, fjármál og starfsmannamál. Stjórn setti sér starfsreglur og starfsáætlun á árinu. Starfsmannahald Helga Björk Ottósdóttir tók að sér umsjón með námskeiðum fyrir fullorðna í 50% starfi frá áramótum 2021. Áður hafði Anna Cynthia Leplar deildarstjóri teiknibrautar annast þau í 30% starfi. Starfshlutfallið var aukið þar sem lengi hefur staðið til að gera ákveðnar breytingar á námskeiðum skólans en þar liggja vaxtarmöguleikar skólans. Einar Garibaldi tók að sér að stýra uppsetningu á sýningu á verkum Georgs Guðna í Listasafni Íslands. Þórunn María Jónsdóttir leysti hann af allan janúarmánuð. Í febrúarbyrjun flutti Þórunn sig milli herbergja en þá tók hún að sér tveggja mánaða hlutastarf við skólastjórn á móti Áslaugu sem fór til Stokkhólms þar sem hún átti von á barnabarni. Charlotta fór í samskonar erindum til Hollands í mars og vann sín störf í fjarvinnu. Heim komin fór hún í veikindaleyfi og var Guðrún Benónýsdóttir fengin til að skipuleggja leik- og grunnskólastarfið í afleysingum en Halla Kjartansdóttir tók að sér að ganga frá skipulagi sumarnámskeiða fyrir börn. Charlotta sagði síðan starfi sínu lausu í sumarbyrjun og þá var ráðningu Guðrúnar breytt úr afleysingu í ráðningu. Þuríður Ósk Smáradóttir sem áður sá um leirverkstæði skólans tók að sér umsjón með námskeiðum eftir sumarleyfi en áður hafði Halla lagt grunn að barnanámskeiðum haustsins. Á sama tíma breyttist hlutverk Ínu sem verður kennsluráðgjafi í mjög nánu sambandi við kennara barnadeildar. Við umsjón á leirverkstæði tók Hye Yong Park. Fyrir sumarfrí óskaði Ágústa eftir að minnka við sig og sjá eingöngu um kynningarmál skólans frá hausti. Auglýst var eftir verkefnastjóra til að annast gagnagrunna skólans og innleiðingu á 365. Sex umsækjendur sóttu um starfið, allir mjög vel hæfir. Eftir viðtöl var Yean Fee Quay ráðin og hóf hún störf strax að loknu sumarleyfi.

Útskriftarhátíð. Grasagarðurinn. 2021.

Samningar við ríki og borg Þriggja ára samningur skólans um myndlistarnám fyrir nemendur með þroskahömlun gildir til vors 2022 en aðrir samningar skólans við ríkið hafa ekki fengist endurskoðaðir heldur eru þeir framlengdir ár frá ári. Grunnsamningur skólans um listnámsbraut, fornám og námskeiðaskóla er frá ársbyrjun 2015 og viðauki við hann um viðbótarnám á framhaldsskólastigi er frá hausti 2017. Skv. þessum samningum eru verkefni skólans skýrt afmörkuð en fyrir þau fær skólinn greiðslu sem að stærstum hluta er bundin við fasta krónutölu og miðast við upphafsdag samnings. Skólastjóri, formaður stjórnar og lögmaður skólans áttu nokkra fundi með ráðuneytinu á árinu vegna málsins en samningsgerð strandar enn í fjármálaráðuneytinu sem vísar til þess að samkvæmt lögum um opinber fjármál og lögum um opinber innkaup sé óheimilt að gera samninga við einkarekna skóla án útboðs. Aðferðin við slíkt útboð vefst enn fyrir ráðuneytinu. Skólastjóri kvartaði við Umboðsmanns Alþingis sem tók málið þó ekki til meðferðar.

Hluti af föstum starfsmönnum skólans sendi stjórn skólans erindi haustið 2020 og óskaði eftir fundi til að ræða um líðan sína í vinnunni. Stjórn ákvað að fá mannauðsfyrirtækið Attentus til að gera úttekt á stjórnun og rekstri skólans. Tekin voru viðtöl við einstaklinga og hópa innan fasta starfsmannahópsins og einnig rýnihópa úr kennaraliðinu. Niðurstöðurnar bárust stjórn rétt fyrir jól og kynnti stjórn þær fyrir starfsfólki í ársbyrjun. Í framhaldi var ljóst að leita þyrfti frekari aðstoðar til að grafast fyrir um vandann innan skólans og var ráðgjafarfyrirtækið Gott og gilt ráðið til þess. Spurningalisti var lagður fyrir alla starfsmenn og sömuleiðis ræddi sálfræðingur frá fyrirtækinu einslega við nokkra starfsmenn. Hann kynnti niðurstöður könnunar sinnar á fundi með starfsfólki í nýliðnum október.

Báðir samningar skólans við skóla- og frístundasvið Reykjavíkur runnu út í lok skólaársins og báðir voru endurnýjaðir til næstu þriggja ára á vormisseri áður en þeir gömlu runnu út. Vegna þess að endurnýjaðir samningar voru samhljóða þeim sem runnu út, bæði hvað varðar verkefni skólans og fjárhæðir var skýrt tekið fram af hálfu borgarinnar að skólinn hefði heimild til að minnka sitt verkefni á móti en innan samningsins er ákveðið svigrúm sem gerir það kleift án þess að um samningsbrot sé að ræða.

Sýning og útskrift Formleg útskriftarsýning fór í annað sinn eingöngu fram á vefsíðu skólans en ólíkt vorinu áður var nú mögulegt að vinna útskriftarverkin í skólanum og jafnframt tókst öllum að setja þau upp eins og fyrir raunverulega sýningu væri. Nemendur fengu úthlutað tíma til að bjóða nánustu ættingjum og vinum að skoða lokaverksefni sín. Keramiknemendur gengu skrefinu lengra og tóku á leigu rými við Laugaveginn á eigin vegum þar sem þau héldu opna sýningu á sama tíma og HönnunarMars fór fram.

Umsókn skólans um viðurkenningu sem einkaskóli á framhaldsskólastigi sem skólastjóri skilaði inn haustið 2019 hafði strandað á lokametrunum þegar ljóst var að ekki væri hægt að kalla myndlistarnám fyrir nemendur með þroskahömlun námsbraut. Skilaboð um að umsóknin væri í uppnámi af þeim sökum fór fram hjá skólastjóra sem hefði þurft að leggja umsóknina aftur inn án viðkomandi brautar. Töfin sem af þessu hlaust hafði umtalsverð áhrif en kröfur til skóla jukust talsvert milli ára. Auknar kröfur vörðuðu bæði stefnu skólans, framsetningu upplýsinga í ársreikningi og húsnæði. Meðal annars þurfti að uppfæra teikningar af húsnæði skólans til nákvæms samræmis við raunveruleikann til þess að slökkviliðið gæti tekið húsnæðið út. Viðurkenningin var loks afgreidd í lok febrúar 2021 og gildir til 24. febrúar 2024.

Útskriftarhátíð skólans fór fram í Grasagarðinum í Laugardag föstudaginn 28. maí. Til stóð að halda hana á Klambratúni eins og árið áður og hafði boð þess efnis verið sent út til nemenda þegar veðurspár tóku að snúast skólanum í óhag. Vegna Covid var ekki hlaupið að því að færa hátíðina inn í hús. Því var gripið til þess ráðs að finna skjólbetra útisvæði og þá var Grasagarðurinn frábær kostur. Stjórnendur garðsins brugðust jákvæðir við fyrirvaralítilli beiðni skólans en í því naut skólinn þess að barnadeildin hefur átt í farsælu samstarfi við stofnanir borgarinnar í Laugardalnum, bæði Grasagarðinn og Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Þrátt fyrir óveður gekk hátíðin vel. 16 nýstúdentar útskrifuðust af listnámsbraut.

8


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Árskýrsla Myndlistaskólans í Reykjavík skólaárið 2020-2021 by Myndlistaskólinn Í Reykjavík - Issuu