Ársskýrsla Myndlistaskólans í Reykjavík 2020-2021
hafi verið valinn framúrskarandi fyrirtæki af Creditinfo þriðja árið í röð.
Aðalfundur Aðalfundur Myndlistaskólans í Reykjavík haldinn mánudaginn 26. október 2020. • • •
• Skýrsla með breyttu sniði Hún er sett upp meira í töfluformi og talsvert lengri fyrir vikið. Þar með gefur hún vonandi betri sýn á þróun skólastarfsins. Skýrslan er fyrst og fremst gefin út á netinu, nokkur eintök eru prentuð handa helstu samstarfsaðilum. Í skýrslunni er fundargerð síðasta aðalfundar birt, sem er nýjung.
Fundarstjóri: Þórunn María Jónsdóttir Ritari: Bjarni Hinriksson Flutningsmaður skýrslu: Áslaug Thorlacius
Dagskrá 1. 2. 3. 4. 5. 6.
• Mannabreytingar Ragna Fróðadóttir, sem stýrði textíldeild, og Helga Björk Ottósdóttir, sem hafði áfangastjórn og markaðsmál á sinni könnu, fluttu af landi brott. Í stað þeirra komu Lilý Erla Adamsdóttir (textíldeild) og Ágústa Sveinsdóttir.
Skýrsla skólameistara og framkvæmdastjóra Myndlistaskólans í Reykjavík ses yfir liðið starfsár. Fjármálastjóri Myndlistaskólans í Reykjavík ses. gerir grein fyrir endurskoðuðum reikningum sjálfseignarstofnunarinnar. Kosning stjórnar og skoðunarmanna reikninga Félags Myndlistaskólans í Reykjavík samkvæmt 3. gr. félagslaga. Kosning stjórnar Myndlistaskólans í Reykjavík ses. samkvæmt 7. gr. skipulagsskrár sjálfseignastofnunarinnar. Lagabreytingar. Önnur mál.
• Brautir Kennsla í skólanum var eftir sömu brautum og áður. Brautir og áfangar eru staðfestir í reglugerð en þó er alltaf svigrúm til að þróa starfið innan áfanganna. • Covid Vegna farsóttarinnar var skólanum lokað í mars og hann síðan opnaður aftur í maí. Dagskólinn fór allur í fjarnám. Þetta tókst ótrúlega vel og ekkert brottfall er hægt að rekja beinlínis til Covid. Langflestir nemendur í dagskóla voru að ljúka námi og því að vinna lokaverkefni sitt. Það passaði nokkurn veginn að þegar allt skall í lás var fátt eftir annað en lokaverkefni. Vorsýningin var eingöngu sett upp á netinu. Var það mikil vinna en tókst vel. Útskrift fór fram undir beru lofti við Kjarvalsstaði. Námskeiðaskólinn riðlaðist hins vegar nokkuð og þurfti að gera hlé á námskeiðum. Margir voru óánægðir, sumir vildu fá endurgreitt en á endanum voru allir sáttir. Þegar aftur var farið af stað stóð kennsla fram í júní og tókst að kenna nánast hvern einasta tíma.
Þessi aðalfundur er óvenjulegur fyrir þær sakir að hann er fjarfundur og fer fram á Zoom. Vegna þess var nauðsynlegt að velja fundarstjóra og ritara áður en fundur hófst. Það val er samþykkt af fundarmönnum. Þórunn fundarstjóri fer yfir nokkur tækniatriði varðandi framkvæmd fundarins. 1. Skýrsla skólameistara Hér er yfirlit yfir helstu liði hennar og nokkrir áherslupunktar sem skólameistari ræddi á fundinum en annars vísað í prentaða skýrslu (sem einnig má nálgast í rafrænu formi á vef skólans). Skýrslan var send til fundarmanna á Issuu. Í byrjun getur Áslaug þess að skólinn
6