Ferjusiglingar bæklingur 2025_a

Page 1


Ferjusiglingar milli Íslands og Færeyja í 50 ár

Upphafið 1974-75

Það barst með sunnanvindinum til þeirra sem vildu heyra haustið 1974 að Færeyingar væru að skoða möguleika með að koma á föstum áætlunar siglingum með bíla og farþegaferju til Íslands sumarið 1975. Fór þetta nokkuð leynt enda vitað að fleiri en einn staður kom til greina sem áætlunarhöfn. Seyðfirðingar höfðu átt í góðu sambandi við Færeyinga er þeir stunduðu sjósókn úti fyrir Austfjörðum og höfðu m.a. bækistöðvar á Brimnesi yst að norðan verðu í firðinum á sínum tíma. Á síldarárunum 1960-69 voru margir Færeyingar í vinnu á síldarbátum og í landi. Færeyjatengdir Seyðisfirðingar bjuggu á þessum tíma í kaupstaðnum. Nefna má fjölskyldur Jóhönnu Sigurjónsson hjúkrunarkonu sem kom frá Hvannasundi, Hansa Clementsen frá Sandi og Þórshöfn og Hertu Tómasdóttir frá Sumba á Suðurey.

Bæjar- og hafnaryfirvöld á Seyðisfirði höfðu þá nýverið tekið ákvörðun um að taka í notkun nýjan viðlegukant sem hafði verið byggður í lok síldaráranna 196670.Hann var í botni fjarðarins að norðanverðu. Núverandi Bjólfsbakki. Hafði hann staðið ónotaður í 5-6 ár. Gott dýpi var við viðleguna og uppdælt allstórt athafnasvæði að baki. Vantaði bara verkefni til að nýta þetta nýja hafnarmannvirki. Nýráðinn bæjarstjóri var Jónas Hallgrimsson (markaskorari mikill hjá Þrótti R) siglfirskur fljótamaður áður bóndi og sölustjóri hjá Álafossi Sunnanvindurinn bar því fregnir þessar til Íslands á góðum tíma. Verkefnið fólst í því að grípa og ná því sem vindurinn hvíslaði og síðan raungerðist.

Þar sem vinna þurfti fljótt og ákveðið fólu Bæjaryfirvöld sínum bæjarstjóra að fara í verkefnið og það skyldi unnið sem mest í kyrrþey. Heitið var fullum stuðningi og sækja mætti fast til að ná settu marki. Bæjarstjórinn ungi lá ekki á liði sínu við að safna tengslum í Færeyjum og hjá Islenskum stjórnvöldum. Fyrir sunnan voru góðir bandamenn Tómas Árnason f.v. ráðherra og þingmaður

Bæjarstjórn Seyðisfjarðar 1974-1978.

Austurlands frá Eyrunum ( átti lengi Austurlandsmet í spjótkasti.) og Brynjólfur Ingólfsson ráðuneytistjóri í Samgönguráðuneytinu. Seyðfirðingur sem hafði m.a. unnið sér það til ágætis að hafa hlaupið 100.m. hraðast Austfirðinga á 11.3. Í heimsókn fulltrúa Færeyinga til Austurlands laust eftir áramót 74/75. var Fjarðarheiðin ófær með öllu á meðan rennifæri var landleiðina á Reyðarfjörð. Kaupfélag Hérðasbúa á Egilsstöðum og Reyðarfirði, öflugt samvinnufélag á þeim tíma, vann með hafnaryfirvöldum á Reyðarfirði enda þeirra heimahöfn. Þá var nokkuð ljóst orðið að þessar tvær austfjarðahafnir væru í samkeppni um að verða áætlunarhöfnin og veðjuðu margir á að Reyðarfjörður yrði Höfnin.

Þeir fiska sem róa

Færeyingarnir ásamt umboðsaðila flugu í Egilsstaði til að heimsækja báða þessa staði niður á fjörðum. Bæjarstjórinn frá Seyðisfirði rétt missti af sendinefndinni á Egilsstöðum sem þá var nýlega farin á Reyðarfjörð,, en hann tafðist á Fjarðarheiðinni í ófærðinni. Beið hann þeirra því á Egilsstöðum um kvöldið og skipulagði ferðalagið á Seyðisfjörð daginn eftir með sínu heimafólki. Í blíðu veðri um morguninn keyrði hann með sendinefndina á snjóbíl upp á norður brún Fjarðarheiðar.

Öllum, nema honum, kom á óvart þegar þangað kom beið þeirra þyrla á hvítri ábreiðunni, snjónum. Svo vildi til að Þyrla var staðsett á Seyðisfirði þennan vetur að frumkvæði Leifs Haraldssonar rafvirkjameistara sem var mikill áhugamaður um þyrlur sem samgöngutæki milli staða sem lokaðir voru að vetri til vegna snjóa

Aftari röð: Hjálmar Níelsson, Hallsteinn Friðþjófsson, Theodór Blöndal, Þorvaldur Jóhannsson, Þorleifur Dagbjartsson, Jón Guðmundsson. Fremri röð: Gunnþórunn Gunnlaugsdóttir, Jónas Hallgrímsson, Hörður Hjartarson og Þórdís Bergsdóttir. Þyrla Jóns Heiðbergs.

eins og Seyðisfjörður. Þyrluflugmaður og eigandi var Jón Heiðberg. Nú var svo sannarlega tækifæri til að láta á það reyna. Í tveimur ferðum tók þyrlan sendinefndina, flaug með hana í sól logni og fallegu veðri yfir drifhvíta Fjarðarheiðina, sem skartaði sínu fegursta, steypti sér fimlega niður í opinn faðm fjarðahringsins flaug út með honum að sunnan yfir bæinn út í fjörð og til baka norðan megin. Lenti síðan mjúklega á nýju

hafnaruppfyllingunni. Ægifögur sjón, ævintýri mikið og glæsileg móttaka sögðu félagarnir í sendinefndinni. Hvort þetta upphaf heimsóknarinnar hafi verið til að loka “gatinu“ ,skal ósagt látið . 19. apríl barst símskeyti frá Finnboga Ísakssyni Landsstýrimanni í Færeyjum með staðfestingu um að bílferjan Smyrill muni sigla á Seyðisfjörð sumarið 1975. Mönnum var létt. Skömmu áður eða 15. apríl hafði Bæjarstjórnarfundi verið lokað þegar bílferjumálið var tekið fyrir. Segir það eitthvað til um hve mikil leynd fylgdi um mörg atriði verkefnisins Ljóst var að naumur tími var til stefnu þar sem fyrsta ferðin átti að vera um miðjan júní. Hafist var handa á fullu heimafyrir við undirbúninginn.

Snemma árs hafði hafnaryfirvöldum borist bréf frá Samgönguráðuneytinu um úrskurð á vörugjaldi og af afla lönduðum um borð í verksmiðjuskipinu Nordglobal sem hafði legið úti í firði og tók á móti afla báta og vann um borð. LÍÚ hafði farið fram á að fá þetta gjald greitt. Úrskurðurinn hljóðaði upp á að gjald þetta skyldi renna óskipt til Hafnarsjóðs Seyðisfjarðar. Þessi úrskurður ráðuneytisins og ráðherra gladdi vel Hafnarsjóðinn sem nú stóð frammi fyrir stóru og miklu verkefni. Um miðjan mai barst bréf frá Tomasi Aarebo framkvæmdastjóra Færeyjum varðandi aðstöðu sem verði að vera til staðar fyrir bílferjuna. 1. dýpi hvergi minna en 5 metrar 2. bílarenna skal vera 8 metra breið, lengd 7 metrar 3. úrtak úr kanti skal vera 1 metri á hæð 4. Bryggjukantur vel varinn. 5. snyrtiaðstaða fyrir farþega. 6. tjald eða skýli á hafnarbakka fyrir farþega og farangur 7. Að síðustu: Séð verði til þess að Fjarðarheiði verði í góðu standi. Amen.

Drifið var í að dýpka vel hafnarrennuna, sprengja fyrir bílrennu og steypa. Í framhaldinu tók Hafnarmálastofnun framkvæmdina út og gaf út ný sjókort. Allt unnið á mettíma. Lions klúbburinn var að smíða vinnuhús fyrir eldra fólk, sem stóð við gamla Sjúkrahúsið rúmlega fokhelt. Samþykkt var að Hafnarsjóður keypti húsið á

kr.300.000 fyrir snyrtiaðastöðu á höfninni. Þetta hús varð frægt síðar er í óveðri miklu, NV hvelli, tókst það á loft og fauk á haf út. Eftir stóðu salernisskálarnar tvær einar og yfirgefnar á Hafnarbakkanum. En stóra stundin var framundan. Bréf var sent til nærliggjandi húseigenda og þeir beðnir um að taka til á lóðum sínum og lagfæra húsnæði. Lionsklúbburinn tók að sér að skipuleggja fyrsta tjaldstæðið sem átti að finna stað í eða við bæinn. Flaggstangir voru víðar settar upp í bænum. Kórinn Bjarmi æfði móttökusöngva. Hópsigling báta með börnum sem veifa áttu Íslenska og Færeyska fánanum

móti Smyrli þegar hann sigldi inn fjörðinn var skipulagður. Segja má að bærinn hafi iðað af lífi og sál við að undirbúa sem best mótttöku Smyrils. Vissulega var hér um að ræða merk tímamót í samgöngusögu Íslendinga. Fyrsta áætlunarsigling milli Íslands Færeyja Danmerkur og Noregs með bíla farþega og varning. Fyrsti Evrópuvegurinn. Mönnum var hugsað til ársins 1906 þegar sæsima strengurinn frá Færeyjum kom í land á Seyðisfirði. Sagt var að þá hefði nútiminn komið til Íslands. Beiðni barst fra Strandfararskip landsins Færeyjum um möguleika á undanþágu til afgreiðslu Smyril ef til verkfalls kemur. Verkamannafélagið

Smyrill við bryggju á Seyðisfirði 14. júní 1975.
Farfuglaheimilið bíður eftir gestum í fyrstu ferð.

Færeyjarvinurinn Árni Halldórsson lögmaður á sínu færeyska fleyi. Upp var runninn merkur dagur í samgöngusögu Íslands. Mikill fjöldi bæjarbúa og gesta ásamt fyrirfólki. Ráðherrar þingmanna og fleiri tóku á

eignaðist verulegan hlut í Smyril Line ásamt fjölda einstaklinga á Íslandi sem keyptu smærri hluti. Starfsemin stækkaði og dafnaði og 2003 lét Smyril Line smiða nýtt og stærra skip Fyrstu lúxusferju sérstaklega til að tengja Færeyjar við umheiminn. Nýja skipið var smíðað hjá Flender Werke í Lubeck. Það bar einnig nafnið Norröna og tók 1482 farþega og 800 bíla. Þar með hófust siglingar Smyril line til Seyðisfjarðar allt árið um kring og svo hefur verið síðan

Jónas Hallgrímsson bæjarstjóri og
Jónas Hallgrímsson kynnir Óla Hammer fyrir ferðamálafrömuðum á Austurlandi.
Steinn Lárusson afhendir blómvöndinn.

Síðastliðinn sunnudag opnaði Norræna ferðaskrifstofan i Reykjavik sem hefur að meginmarkmiði að hafa á hendi aðalumboð fyrir færeysku farþega- og bilferjuna Norröna. Ferðaskrifstofan er i eigu Austfars hf. á Seyðisfirði, ýmissa einstaklinga á landinu og Pf. Smyril Line í Færeyjum. Skrifstofan hefur aðsetur að Laugavegi 3,3ju hæð. Á myndinni skála aðstandendur fyrir opnuninni -f.v. Þorvaldur Jóhannsson, bæjarstjóri á Seyðisfirði, Óli Hammer frá Smyril Line, Emil Kristjánsson, framkvæmdastjóri Norrænu ferðaskrifstofunnar, Jónas Hallgrimsson, forstjóri Austfars og Tomas Arraboe, stjórnarformaður Smyril Line. DV 25. nóvember 1988.

Tómas Arabo.

Theodór, Jónas og Þorvaldur.

Form. hafnarnefndar tók að sér að safna saman heimildum og öðrum upplýsingum og setja saman. Skyldi það síðan borið undir hina félagana. Að lokum fór þó svo að hann varð að taka af skarið til að geta sett punktinn á eftir efninu. Hann þakkar félögum sínum fyrir skemmtilegan tíma og eru þeir sammála um að upphaf Ferjusiglinga til Seyðisfjarðar hafi verið Austurlandi og þjóðinni farsælt og samstarf við Færeyinga og Norðurlöndin gjöfult.

Bjart framundan hjá fyrirtækinu

Afkomandi afmælisbarnsins, P/F Smyril-Line, hefur þroskast vel og dafnað og rekur nú einnig Smyril Line Cargo. Það hefur skýr markmið með framhaldið eins og n.v. forstjóri fyrirtækisins Óskar Þ. Friðriksson segir m.a. í viðtali m.b.l. 9/4 sl. „Við erum rétt að byrja okkar íslensku vegferð.Við erum skuldlaust félag því það er ekki hægt að skulda á Íslandi. Nú fjárfestum við fyrir eigið fé í 3.000 fermetra vöru- og kæligeymslu á Þorláksshöfn, Erum að láta smíða tvö ný eikjuskip sem bera helmingi meira magn en núverandi skip. Ætlum að hefja siglingar til Vestamannaeyja í nóvenber. Rekstramódel okkar gengur út á hraða. Smyril- Line stefnir á 18. milljarða tekjur eftir 5 ár sl.ár var vel á 14 milljarða. Framundan eru merk tímamót í samgöngum 14.júni nk. en þá eru 50 ár frá upphafi ferjusiglinga frá Seyðisfirði til Færeyja og Danmerkur“. En auðvita þurfa Seyðfirðingar göng” segir forstjórinn.

Sagt og skrifað

Saga fyrirtækisins

Aðalstarfsemi Smyril Line er farþega- og fraktflutningar í Norður Atlantshafi.

Smyril Line var stofnað áður 1982 af skipstjórum sem unnu um borð í ferjunni M/F Smyril. Þeir keyptu ferjuna Gustav Vasa, nefndu hana M/S Norröna og árið 1983 byrjaði

Smyril Line að sigla leiðina sem gamli M/F Smyril sigldi.

Í dag er Smyri Line vel þekkt fyrirtæki í farþega- og fraktflutningum.

Núverandi M/S Norröna byrjaði að sigla í apríl 2003. Síðan hún kom í færeyska flotann, hefur hún fengið

yfirhalningu. Í lok árs 2020, byrjun 2021, voru miklar endurbætur gerðar á M/S Norrönu. Fjöldi klefa var aukinn um 50 talsins og á 10 þilfari var byggt nýtt kaffihús. Fjöldi klefa er nú 366, auk 30 klefa með svefnpokaplássi. Til viðbótar við þessar miklu endurbætur, þá voru einnig gerðar breytingar í gegnum allt skipið.

M/S Norröna er 36.976 brúttótonn, er 165,7 metrar að lengd, 30 metrar á vídd og getur siglt allt að 21 mílu per klukkutíma.

Smyril Line á og rekur einnig Smyril Line Cargo, sem á Þrír flutningaskip:

Við óskum félaginu áfram velfarnaði gæfu og vexti á komandi árum. Seyðfirðingum og vildarvinum óskum við til hamingju með áfangann Besta afmælisgjöfin þeim til handa er að rjúfa vetrareinangrun ,eftir langa 50 ára bið, með Fjarðarheiðargöngum. Það er vilji Alþingis með stuðningi SSA og sveitarfélaga. Í dag bíða Fjarðarheiðargöng fullhönnuð og tilbúin til útboðs. Þann vilja á að stafesta og raungera nú þegar ríkisvaldið tilkynnir ákveðið að kyrrstaðan verður rofin í jarðgangagerð á Íslandi.

Í upprifjun þessari er m.a. stuðst við minni þeirra félaga – Heimildir: Fundargerðir hafnarnefndar og bæjarstjórnar – Blöðin Austra og Austurland, SSA Samstarf á Austurlandi –MBL og DV. Sagan:Smyril-Line, Millumlandasiglingin SB 1975-2005, Ský 2002.

Myndir í greininni sem fylgja eru m.a. frá Haraldi Sigurðssyni, Sólveigu Sigurðardótttur og Ómari Bogasyni.

Þorvaldur Jóhannsson brattahlid10@simnet.is

Akranes, Mykines og Glyvursnes. Fyrir frekari upplýsingar um Smyril Line Cargo, vinsamlegast skoðið cargo.fo.

Að auki við skipin og skrifstofuna í Færeyjum þá á Smyril Line einnig Smyril Line Travel A/S í Danmörku. Það fyrirtæki rekur starfsemina í Kiel í Þýskalandi.

Aðaleigendur Smyril Line eru P/F 12.11.11 (59,5%), Føroya Landsstýri (16,2%) og Framtaksgrunnur Føroya (6,3%). Minni hluthafar eiga 18% til samans. Heildarhlutafé er 112.012.332 DKK.

Hafið, bláa hafið.

Hafið bláa hafið hugann dregur ,

Hvað er bak við ystu sjónarrönd ?

Þangað liggur beinn og breiður vegur

Bíða mín þar æskudrauma lönd .

Beggja skauta byr

bauðst mér aldrei fyrr,

bruna þú nú bátur minn

Svífðu seglum þöndum

Svifðu burt frá ströndum

Fyrir stafni er haf og himininn.

Lag /texti : Friðrik Björnsson / Örn Arnarsson ( Magnús stefánsson)

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.