Skólaskýrsla ársins 2011

Page 11

Menntaskólinn að Laugarvatni

Skólaskýrsla 2011

nemendur ekkert sjálfir af þeim kostnaði sem dvölin á heimavist hefur í för með sér. Ýmsa þeirra myndi þetta ekki skipta neinu máli – yrðu líklega bara glaðir að fá þarna einhvern til að taka herbergið í gegn við og við. Aðrir möguleikar til að takast á við slæma umgengni gætu falist í einhverju öðru en að foreldrar bæru kostnaðinn, eins og t.d. að skylda herbergisleigjendur sem ekki stæðu sig til að sækja námskeið í persónulegri umhirðu, bæði sjálfs sín og síns nánasta umhverfis. Jafnvel má segja að full þörf sé á að þjálfa allt ungt fólk í að þrífa í kringum sig. Umgengni nemenda almennt, er vel viðunandi, en þegar kemur að herbergunum er allt upp og ofan. Margir nemendur koma vel skólaðir úr foreldrahúsum, aðrir miður. Sama fyrirkomulag var á árinu og verið hefur undanfarin ár: forráðamenn ólögráða nemenda verða að hafa samband við húsbónda á heimavist, ef þeir veita barni sínu leyfi til að sækja skemmtanir utan Laugarvatns. Það hefur verið föst regla, undanfarin ár, að á fundi með foreldrum í skólabyrjun, hefur húsbóndi lagt á það áherslu að foreldrar veiti börnum sínum ekki leyfi til ferða af þessu tagi. Þetta hefur borið þann árangur, að mjög lítið er um það orðið, að nemendur í fyrsta bekk sæki skemmtanir af staðnum. Foreldrar eru hinsvegar talsvert viljugri að veita börnum sínum, sem komin eru í annan bekk, ólögráða, leyfi til að sækja skemmtanir af þessu tagi, en í langflestum tilvikum er um það að ræða að nemendur fara á vínveitingastað á Selfossi. Eins og allir mega vita þá er fólki sem er yngra en 18 ára óheimilt að sækja staði þar sem vínveitingar eru leyfðar. Þessu til staðfestingar bendum við á þessa grein á vefnum www.visindavefur.hi.is segir: Á Íslandi er til áfengislöggjöf, lög nr. 75 frá árinu 1998, og er þar í fyrstu grein talað um að tilgangur laganna sé að vinna gegn misnotkun á áfengi. Í 18. grein stendur: „Óheimilt er að selja, veita eða afhenda áfengi þeim sem er yngri en 20 ára.“ Í 2. mgr. sömu greinar er hinsvegar tekið fram: „Á veitingastað sem leyfi hefur til áfengisveitinga er ungmennum yngri en 18 ára óheimil dvöl eftir kl. 20 á kvöldin og fram til lokunar staðarins, nema í fylgd með foreldrum sínum eða maka.“ Má þá væntanlega gera ráð fyrir að makinn eigi að vera 18 ára eða eldri. - http://visindavefur.hi.is/svar.asp?id=1277

Það eru viðurlög við brotum á ákvæði um að óheimilt sé að hleypa ungmennum yngri en 18 ára inn á vínveitingastaði. Það virðist samt sem áður vera alsiða og verður þá væntanlega ekki til að efla virðingu ungs fólks fyrir lögum og reglu. Sem fyrr er meðferð mála sem upp koma á heimavistum og sem fela í sér brot á heimavistarreglum, er í samræmi við harla skýrar verklagsreglur, sem smám saman hafa verið að þróast innan skólans. Þessar reglur hafa verið kynntar nemendum og forráðamönnum og eru skráðar í skólanámskrá. Námsráðgjafi heldur saman upplýsingum um nemendur sem eru í brotthvarfshættu af ýmsum orsökum. Að öllu jöfnu ræðir námsráðgjafi við nemendur áður en ákvörðun um brotthvarf er tekin, þannig að ástæður liggja fyrir í flestum tilvikum, ekki síst ef nemendur hætta einhverntíma á skólaárinu. Algengast er að nemendur hverfi frá skólanum á milli skólaára. Forgangsröðun um innritun nemenda í framhaldsskóla, haustið 2011, sem ráðuneytið gaf út, var með þessum hætti: Nemendur sem flytjast milli anna/skólaára í núverandi skóla (þ.m.t. ólögráða nemendur með ófullnægjandi námsárangur sem hafa haldið skólareglur). Nemendur á starfsbrautum fatlaðra. Umsækjendur sem útskrifast úr grunnskóla vorið 2011 (nýnemar). ..........

Ólögráða nemendur með ófullnægjandi námsárangur sem hafa haldið skólareglur, eru, 11


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.