Skólaskýrsla ársins 2011

Page 1

Menntaskólinn að Laugarvatni Skólaskýrsla fyrir árið 2011

Halldór Páll Halldórsson, skólameistari Páll M Skúlason, aðstoðarskólameistari - mars 2012 –


Menntaskólinn að Laugarvatni

Skólaskýrsla 2011

Efnisyfirlit 1 Inngangur ................................................................................................................................ 3 2 Nemendur ................................................................................................................................ 3 a.

Kynning á skólanum........................................................................................................ 3

b. Innritun ............................................................................................................................ 3 c.

Nemendafjöldi ................................................................................................................. 4

d. Haldið utan um hópinn .................................................................................................... 6 e. Nám og skólasókn .............................................................................................................. 9 f. Heimavistir og félagslíf..................................................................................................... 10 g. Foreldrastarf ..................................................................................................................... 12 3 Nám ....................................................................................................................................... 12 a.

Námsbrautir ................................................................................................................... 12

4 Kennsla .................................................................................................................................. 13 a.

Menntun kennara ........................................................................................................... 13

b. Fjöldi, starfshlutfall og starfsaldur ................................................................................ 13 c.

Aðbúnaður kennara ....................................................................................................... 14

d. Þróun kennsluhátta ........................................................................................................ 14 e.

Námsmat........................................................................................................................ 14

5 Stjórnun ................................................................................................................................. 14 a.

Verksvið og ábyrgðarsvið starfsmanna ......................................................................... 14

b. Mat á skólastarfi ............................................................................................................ 14 6 Stjórnunarhættir ..................................................................................................................... 15 7 Samstarf ................................................................................................................................. 16 a.

Laugarvatn sveitarfélög, menntastofnanir ..................................................................... 16

b. Íþróttamál ...................................................................................................................... 16 c.

Landsbjörg og Björgunarsveitin Ingunn ....................................................................... 16

8 Sérverkefni ........................................................................................................................... 17 9 Fjármögnun ........................................................................................................................... 17 a.

Rekstur og laun .............................................................................................................. 17

b. Viðhald húsnæðis .......................................................................................................... 18 10 Vangaveltur ......................................................................................................................... 19 11 Samantekt ............................................................................................................................ 19

2


Menntaskólinn að Laugarvatni

Skólaskýrsla 2011

1 Inngangur Vinna við skýrslu þessa hófst upp úr miðjum janúar, 2012 og meginmarkmiðið við skrifin var að gefa sem gleggsta mynd af skólanum og skólastarfinu á árinu 2011. Skólaskýrsla síðasta árs var sú fyrsta sem tók mið af markmiðakafla skólasamnings með beinum hætti. Þar var fjallað allítarlega um starfsemi skólans, bæði þá þætti sem eru óbreyttir frá ári til árs, í stórum dráttum, og því ekki ástæða til að fjölyrða um árlega, og einnig ýmislegt það sem breytist milli ára, sem þarf þá auðvitað að gera grein fyrir. Stýrihópur um stefnumótun starfaði hluta úr ári, eða þar til ákveðið var að beina starfinu inn á vettvang kennarahópsins alls, að því er varðar nám og kennslu. Það var mat hópsins að lengra yrði ekki komist innan hans og því rétt að fara þessa leið. Stefnumótunarvinnan kom nokkrum sinnum til umræðu á sérstökum fundum á árinu, en þó ekki sé langt í land þá er þar um að ræða atriði sem ekki hefur náðst full samstaða um enn, og sem lúta fyrst og fremst að mikilvægi einstakra námsgreina innan brautaskipulags. Í skólaskýrslu fyrir árið 2010 var gerð grein fyrir einkunnarorðum skólans svo og aðalmarkmiðum hans. Þessir þættir eru óbreytttir og er því ekki fjölyrt um þá hér, en þess í stað vísað í skýrslu síðasta árs.

2 Nemendur a. Kynning á skólanum - Kynning á skólanum var með óbreyttu sniði, en allrækilega var gerð grein fyrir henni í skýrslu fyrir 2010 og því ekki fjallað nákvæmlega um hana hér. Sem fyrr var svokallaður ML-dagur haldinn í nóvember. Í framhaldi hans er enn rætt um að breyta fyrirkomulagi, og þá helst í þá átt að draga draga úr eða fella jafnvel út, íþróttakeppnina, en hefja heimsóknina þess í stað seinna á deginum. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um þetta. - Hinn megin þátturinn í kynningu á skólanum var með óbreyttu sniði á vorönn. Námsráðgjafi hélt utan um heimsóknir í alla grunnskóla á Suðurlandi, nánast. Það fyrirkomulag sem virðist henta best, er þegar kynningar eru sameiginlegar með Fsu á fundum þar sem foreldrar eru einnig. - Enn sem fyrr er það staðföst trú okkar, að öflugasta kynningin á skólanum sé það orð sem fer af honum á upptökusvæði hans. Ef nemendur og fjölskyldur þeirra eru ánægð með skólann, þá teljum við að ekki þurfi að hafa stórkostlegar áhyggjur af aðsókn. b. Innritun Lágmarkskröfur vegna innritunar á fyrsta ár voru þessar: Félagsfræða- Náttúrufræðabraut braut 6 6 Íslenska 5 5 Enska Danska 6 Samfélagsgreinar 5 6 Stærðfræði 6 Náttúrufræði Grein

Einnig verður við mat á umsóknum horft til búsetu, annarra einkunna, skólasóknar sem og annarra gagna og upplýsinga sem fylgja umsækjanda.

tafla 1

3


Menntaskólinn að Laugarvatni

Skólaskýrsla 2011

Í skýrslu síðasta árs var fjallað nokkuð um mikilvægi þess að samræmd próf væru lögð fyrir nemendur við lok grunnskóla. Aftur hefur komið í ljós umtalsverður munur á nemendum eftir því frá hvaða skólum þeir koma, þó svo einkunnir þeirra, eins og þær birtast við innritun, séu á sama róli. Sérstaklega er þetta áberandi í stærðfræði, sem fyrr. Því er ekki að neita að í huga skýrsluhöfunda kemur sú hugsun að rekja megi jafnvel ástæður fyrir þessum mun milli skóla að einhverju leyti til skorts á fagþekkingu grunnskólakennara, sérstaklega í raunvísindum og stærðfræði. Stundum vantar hreinlega kennara í raunvísindum í grunnskólana og vísbendingu teljum við vera um að fjöldi stærðfræðikennara í grunnskólum sé með litla grunnmenntun í stærðfræði. Hér þarf rannsóknir og átak á landsvísu. Það átak þarf að vera að frumkvæði Mmrn. og teljum við æskilegt að ekki sé beðið með það til að gera megi áætlun um úrbætur, ef niðurstöður slíkrar rannsóknar kalla á það. Horft á heildarmyndina snýst þetta um samkeppnishæfni Íslands í alþjóðlegu samhengi. Í bekkjarkerfisskólum, en í þeim hefur aðsókn að jafnaði verið meiri hin síðustu ár en þeir hafa getað annað, þarf að fara af stað umræða um þörf og réttmæti þess að taka upp inntökupróf s.s. í stærðfræði og íslensku til að tryggja hlutlægan matskvarða við inntöku nýnema inn á fyrsta ár. Við teljum það bagalegt að ekki skuli vera fyrir hendi ótvíræðar heimildir til upplýsingagjafar milli skólastiga. Hér er t.d. átt við upplýsingar um ýmsar sérþarfir, greiningar, eða aðra „bakpoka“. Það er engum til góðs, ekki nemandanum, fjölskyldu hans, grunnskólanum, framhaldsskólanum og starfsfólki hans (já svo og væntanlegum samnemendum nýinnritaðs nemanda) að réttur framhaldsskólans til að fá upplýsingar skuli vera skertur. Að öðru leyti vísast í umfjöllun um þetta málefni í skýrslu síðasta árs.

c. Nemendafjöldi Áætlaður nemendafjöldi skólaárinu 2012-13. Áætlun um nemendafjölda eftir brautum og bekkjum árum haustið 2012. Sú breyting verður haustið 2012, að ekki verða lengur nemendur í skólanum, sem stunda nám á málabraut. Síðurstu málabrautarstúdentarnir, þrír að tölu, stefna á útskrift vorið 2011. Áætlaður fjöldi nemenda er sem sér segir á hinum tveim námsbrautum skólans,: félagsfræðibraut (FÉL) og náttúrufræðibraut (NÁT)

1. ár 2. ár 3. ár 4. ár

FÉL

NÁT

Alls

26 24 22 13

26 24 18 21 Alls:

52 48 40 34 174

4


Menntaskólinn að Laugarvatni

Skólaskýrsla 2011

Þróun nemendafjölda í skólanum

Fjöldi nemenda ML 2000-2011 180 170

Fjöldi

160 150 140 130 120 110 fjöldi

2001

2002

2003

2004

2005

2006

2007

2008

2009

2010

2011

122

176

134

134

136

130

129

147

152

170

167

tafla 3

18 22 25 18 22 15

13 12 14 14 151 146

24 23 19 25 21 18 21 14

170 165

tafla 4

5

vor

21 23 25 18 22 15

25 26 21 24 21 18 21 14

1F 1N 2F 2N 3F 3N 4MF 4N

haust

haust

1F 1N 2MF 2N 3MF 3N 4MF 4N

1F 1N 2F 2N 3MF 3N 4MF 4N

2011-12

vor

2010-11

vor

2009-10 haust

Nemendafjöldinn milli skólaára var óbreyttur að kalla, enda rúmar skólinn ekki nema 52 í 1. bekk og rétt um 160 á heimavist, miðað við núverandi vistarými (það sem er umfram það eru nemendur sem ekki eru á heimavist). Af þeim 170 nemendum sem hófu nám haustið 2010 gengust 165 undir vorannarpróf 2011. 18 þeirra 130 nemenda (- 35 nýstúdentar) sem hefðu að óbreyttu á að setjast í næsta bekk að hausti, komu ekki. Þeir komu að mestu úr tveim bekkjum, Nemendafjöldinn við skólabyrjun 2011 var því: 110 eldri nemar, 53 í 1. bekk (þar af 2 sem settust í bekkinn aftur), og 4 sem komu nýir inn í 2. og 3. bekk. Alls 167 nemendur. Í september reyndist nauðsynlegt að víkja þrem nemendum 4. bekkjar úr skóla vegna alvarlegra brota á reglum. Því voru nemendur skólans í lok árs, 164.

27 26 23 20 14 22 19 16 167

27 26 24 19 14 22 17 15 (164)


Menntaskólinn að Laugarvatni

Skólaskýrsla 2011

Samsetning nemendahópsins eftir landssvæðum

Samsetning nemenda ML 2000-2011 70

hlutfall nemenda (%)

60 50 40 30 20 10 0

2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011

Árn

41

39

31

48

45

40

41

56

56

58

54

54

Rang

17

11

10

11

15

14

15

12

13

15

19

19

V.-Skaft

3

2

4

7

7

8

7

7

4

5

7

7

Aðrir

39

48

55

34

33

38

37

25

27

22

20

20

tafla 5 Eins og sjá má á töflu 5, er samsetning nemenda eftir landshlutum óbreytt frá síðasta ári. Sunnlendingar halda sínum 80% hlut. 20% nemenda koma annarsstaðar frá. Nemendafjöldi eftir árum og brautum, haustið 2011 FÉL

MÁL

NÁT

Alls

1. ÁR

27

26

2. ÁR

23

20

3. ÁR

14

22

4. ÁR

16

3

16

53 43 36 35

80

3 tafla 6

84

167

Á komandi vori stefna, sem fyrr segir, þrír nemendur á að ljúka stúdentsprófi af málabraut skólans. Þar með lýkur tæpleg 60 ára sögu málabrautar (máladeildar) í þessum skóla. Því verður ekki neitað, að nokkur eftirsjá er að þessari braut, en með því að hún er lögð af minnkar framboð tungumálum í skólanum umtalsvert, sem þýðir það t.d. að ekki verður nema 50% starfshlutfall í þýsku eða frönsku og því mögulega talsvert erfiðara að manna þær stöður með öflugum kennurum. Frá því Rauðka (Námskrá handa framhaldsskólum, sem tók gildi 1990) var lögð af og ný námskrá tekin upp 1999, hefur málabraut verið að jöfnum og stöðugu undanhaldi, ekki bara við þennan skóla. Hverjar ástæður þessa eru má velta fyrir sér, en það verður ekki gert hér. d. Haldið utan um hópinn Í skólaskýrslu fyrir árið 2010 var gerð talsvert ítarleg grein fyrir ýmsum þeim þáttum í skólastarfinu sem eiga að veita nemendum aðhald og stuðning, með það að markmiði 6


Menntaskólinn að Laugarvatni

Skólaskýrsla 2011

að lágmarka brottfall og stuðla að því að nám og þroski þeirra nemenda sem skólann sendir frá sér, myndi öflugan grunn að framhaldinu, bæði hvað varðar frekara nám og lífið almennt. 1. Stuðningur við nemendur með annað móðurmál Stuðningur við nemendur sem eiga í vanda vegna þess að móðurmál þeirra er annað en íslenska fólst í aðstoð eins og gerð er grein fyrir í kafla 1.5.2. í skólanámskrá, en hana er að finna á vef skólans. Annar tveggja nemenda á árinu 2011, sem hafði annað móðurmál en íslensku, lauk stúdentsprófi s.l. vor, eftir 5 ára dvöl. Hinn stefnir á að ljúka stúdentsprófi vorið 2012. Á haustönn var því einn nemandi í skólanum sem á annað móðurmál en íslensku. Hann hefur þó það gott á vald á málinu að það hefur ekki áhrif á námsframvindu. Um annan nemanda má reyndar segja að móðurmál hans sé annað en íslenska, en hann er hálf íslenskur og eftir tveggja ára dvöl í skólanum, með aðstoð, er hann kominn á 3ja ár og telst hafa náð sér það vel á strik að hann nýtur ekki neinnar sérstakrar umönnunar að þessu leyti lengur. 2. Stuðningur við nemendur sem eiga í vanda með einstakar námsgreinar Undanfarin ár hefur skólinn staðið að nokkurskonar jafningjaaðstoð, með því að nemendur í 4. bekk náttúrufræðibrautar hafa aðstoðað nemendur neðri bekkja í stærðfræði. Fyrir þetta hefur þeim verið greidd tiltekin upphæð í ferðasjóð. Þetta fyrirkomulag var óbreytt á árinu. Auk þessarar aðstoðar var síðan sá stuðningur sem skólinn veitti nemendum með annað móðurmál og þá sem áttu verulega á brattann að sækja vegna lesörðugleika og annarra slíkra þátta. Þarna var um að ræða að starfsmaður hitti tiltekinn hóp nemenda einusinni í viku. Frá hausti var aðstoðinni háttað sem hér segir: i.

Jafningjaaðstoð nemenda úr 4. bekk

ii.

Námsaðstoð var í boði, við nemendur í 1N, 2N, 3N og 3F, einu sinni í viku fyrir hvern hóp, í stærðfræði. Þessir tímar voru inni í stundatöflu og voru kallaðir Námsaðstoð (Stæ-stoð). Nemendur þessara bekkja bauðst að sækja sér þangað viðbótaraðstoð til stærðfræðikennara.

iii.

Í stundatöflu voru settir tvær kennslustundir á viku, sem voru hugsaðar sem námsaðstoð við nemendur í 1. bekk. Kennari var ráðinn til að halda utan um þessa tíma og bauðst nemendum að koma þangað og sinna heimanámi sínu og leita þá til kennarans eftir því sem þörf væri á. Það hefur ekki verið tekin saman skýrsla um nýtingu á þessum tímum, en þeir kennarar sem sáu um þá voru á einu máli um, að það þyrfti skýrari ramma um þá svo þeir nýttust eins og til var ætlast: sem aðstoð við nemendur sem síður réðu við námsefnið og sem þyrftu meira aðhald í námi sínu. Að jafnaði voru það „miðjunemendur og upp úr“ sem nýttu sér þessa frjálsu stuðningstíma og því varð það ljóst að þarna þarf að koma til ákveðin forsjárhyggja. Í lok haustannar var ákveðið að á vorönn 2012 yrði þetta framkvæmt með öðrum hætti:

7


Menntaskólinn að Laugarvatni

Skólaskýrsla 2011

i.

Námsaðstoðin, önnur en jafningjaaðstoðin, skyldi sett inn í stundaskrá og mæting skráð.

ii.

Í samráði við stærðfræðikennara væri ákveðið hvaða nemendur kæmu í tímana og þeir fengju síðan skráða mætingu.

iii.

Ákveðið skyldi, í ljósi haustannarprófa, hvaða nemendum bæri að mæta í námsaðstoð 1. bekkjar, en um hana yrði stofnaður sérstakur hópur sem nemendur yrðu skráðir í eins og í hvern annan áfanga og skólasókn skráð.

3. Líðan nemenda í skólanum Í skýrslu síðasta árs var fjallað allmikið um það hvernig unnið er að því að skapa þann ramma um skólastarf og heimavistarlíf, að nemendum geti liðið sem best, þeir upplifi öryggi innan veggja stofnunarinnar og finnist þeir vita til hvers er ætlast af þeim og hvaða kröfur þeir geta gert til skólans og starfsmanna hans. Í skýrslunni var sú skoðun látin í ljós, að ekki væri hægt annað, miðað við hvernig starfið hefði gengið, en gera ráð fyrir að nemendum líði almennt vel. Rétt er það, að skoðanir teljast ekki fullnægjandi þegar um er að ræða mat á þáttum eins og líðan nemenda. Sjálfsmatsnefnd leggur könnun fyrir nemendur, á vorönn 2012, þar sem leitast verður við að kanna líðan nemenda innan stofnunarinnar. Sem fyrr er það stefna skólans að vinna eftir fáum en skýrum reglum þar sem nemendur eru annars vegar, svo enginn vafi leiki á því, hverju sinni hverjar reglurnar eru og hvernig beitingu þeirra er háttað. Um nánari útlistun þessu er vísað í umfjöllun um þetta í skýrslu fyrir 2010. 4. Brotthvarf úr skóla Þegar nemandi hættir í einhverjum skóla, þá er það ekki endilega eitthvað slæmt. Það má meira að segja halda því fram að það sé hið besta mál, eins og sagt er. Vissulega getur verið um það að ræða að nemandi hætti í skólanum vegna þess að skólinn hefur ekki staðið sig í stykkinu að einhverju leyti eða þá að ytri aðstæður knýja hann til þess t.d. ef nemandinn hefur upplifað vanlíðan á heimavistinni, annaðhvort vegna þess sem þar gerist innan dyra, t.d vegna áreksta við aðra vistarbúa, eða vegna t.d. þrár eftir meiri samskiptum við fjölskyldu sína. Þá getur verið um að ræða að nemandinn neyðist til að hætta vegna fjárhagsaðstæðna fjölskyldunnar eða annarra ástæðna. Það er ekki algengt að nemandi hverfi úr skólanum vegna aðstæðna af þessu tagi, þó vissulega hafi það átt sér stað. Það er miklu algengara, að nemendur hverfi úr skólanum af einhverjum ástæðum sem fela jafnframt í sér von um að hann sé að finna hentugri farveg fyrir líf sitt: - hann áttar sig á því að námið hentar honum ekki, enda er nám í skólanum bundið við tvær bóknámsbrautir, félagsfræðibraut og náttúrufræðibraut. - hann fær áhuga á námi sem hann langar að leggja stund á. - hann stenst ekki kröfur um flutning milli bekkja, sem er oftar en ekki áminning til hans um að námið og aðstæðurnar henti honum ekki og þannig verður hann að endurskoða einhverja stefnu sem reyndist röng. Svona má lengi velta þessu fyrir sér, en almennt má halda því fram, að hið svokallaða brotthvarf þarf ekki að vera neitt slæmt eða óæskilegt, heldur þvert á móti. Skólinn notar ýmsar aðferðir við að koma í veg fyrir að nemendur í brotthvarfshættu 8


Menntaskólinn að Laugarvatni

Skólaskýrsla 2011

gufi upp úr skólanum og leitar stöðugt nýrra aðferða við að taka á því verkefni. Það má segja að vegna stærðar skólans, bekkjakerfisins og umhverfis þess sem heimavistin skapar, séu aðgerðir að mörgu leyti auðframkvæmanlegri en í stærri skólum. Í síðustu skýrslu var lítilsháttar yfirlit yfir brotthvarf nemenda úr skólanum undanfarin ár, annarsvegar brotthvarf milli haustannar og vorannar og hinsvegar milli vorannar og haustannar. Þar kom fram að brotthvarf milli hausts og vors er, að jafnaði afar lítið, ekki síst vegna þess, að það er ekki um að ræða að nemendur „falli“ milli þessara anna, augljóslega vegna þess að það er skólaárið í heild sem ákvarðar hvort nemandi fullnægir kröfum til að flytjast í næsta bekk. Undanfarin 4 ára hefur brotthvarfið verið með þessum hætti: 2008-9 – 2 nem. 2009-10 – 5 nem. 2010-11 – 4 nem 2011-12 – 3 nem (sjá c. lið hér að ofan) Brotthvarf milli skólaára (vors og hausts) hefur verið með þessum hætti undanfarin þrjú ár. 2008 - 2 nem 2009 - 10 nem 2010 - 1 nem 2011 – 18 nem Brotthvarf nemenda milli vors og haust var í meira lagi, en á sér auðvitað sínar skýringar: 5 nemendur stóðust ekki kröfur um flutning milli bekkja og ákváðu að róa á önnur mið, 6 nemendur áttuðu sig á að námið hentaði þeim ekki og fóru í aðra skóla sem höfðu meira viðeigandi námsframboð, 6 hættu af persónulegum ástæðum, en þar má t.d. til taka að heimavistardvölin hentaði ekki, eða þá að viðkomandi fann sig ekki félagslega. þá gerðist einn nemandi skiptinemi í eitt ár og hyggst koma til baka haustið 2012.

e. Nám og skólasókn Í síðustu skýrslu var gerð ítarleg grein fyrir fyrirkomulagi sem beitt er í skólanum, að því er varðar skólasókn og verður því ekki fjölyrt um það hér, utan að geta þess að tilraunin sem farið var af stað með haustið 2009 hefur gengið það vel að hún hefur fest sig í sessi. Þá velja æ fleiri lögráða nemendur þá leið að veita aðstandendum sínum umboð til að sjá um veikindatilkynningar sín vegna. Við lok árs var hér um að ræða 32 af 71 lögráða nemanda, eða tæpan helming. Þessi aðgerð hefur margvíslega aðra, jákvæða þætti í för með sér, því þar opnast gátt fyrir samskipti við aðstandendur eins og um ólögráða nemendur væri að ræða. Sem fyrr nýtist miðannarmat á hverri önn vel til að kanna stöðuna nægilega snemma til að geta brugðist við ef ekki er allt á þeirri braut sem æskilegust telst. Bæði samráðsfundir kennara og upplýsingagjöfin til forráðamanna í tengslum við matið, eru til þess fallin að veita nemendum nauðsynlegt aðhald. Fyrirkomulag, að því er varðar umsýslu í kringum skólasókn er með óbreyttum hætti frá því sem verið hefur um alllangan tíma. Sömu skólasóknarreglur hafa verið í gildi, nánast óbreyttar í um það bil 15 ár og teljast þær ekki gagnast síður en reglur sem aðrir, sambærilegir framhaldsskólar, vinna eftir. Í skýrslu fyrir árið 2010 var gerð allnákvæm grein fyrir því vinnulagi sem við er haft við að framfylgja reglunum og því 9


Menntaskólinn að Laugarvatni

Skólaskýrsla 2011

ekki ástæða til að fjölyrða um það. Sú breyting, sem varðar skólasókn, sem einna síst hugnast okkur sem störfum við skólann, hefur verið að þróast á síðustu árum. Hún felur það í sér, að smám saman hefur orðið erfiðara að framfylgja viðurlögum gagnvart nemendum sem sækja skóla slælega. Þetta helgast aðallega af þrennu, að okkar mati: - Í fyrsta lagi hefur umönnun foreldra verið að aukast jafn og þétt, jafnvel allt upp í tvítugt. Það þarf líklega ekki að hafa um það mörg orð, en foreldrar sem, í langflestum tilvikum, greiða fyrir dvöl barna sinna í skólanum, verða stöðugt meira vakandi fyrir einhverju sem þeir telja vera ábyrgð sína á börnum sínum, umfram það sem ætla má að komi þeim vel. - Í öðru lagi hefur fjöldi greininga af ýmsu tagi vaxið stig af stig, undanfarin ár, nemendur eiga það til að skáka í skjóli þeirra, umfram það sem eðlilegt má teljast; hlífa sjálfum sér við að takast á við það sem dvöl í heimavistarskóla hefur í för með sér. Það má auðvitað ekki taka þessi orð sem svo, að hér sé verið að draga í efa að allar greiningar eigi jafn mikinn rétt á sér. Því er hinsvegar erfitt að neita, að í mörgum tilvikum eru þær nýttar sem afsökun fyrir slælegri skólasókn, og reyndar ýmsu fleiru. - Í þriðja lagi er um það að ræða, að þegar nemandi er kominn upp í horn að því er varðar skólasókn, þá tilkynnir hann að hann sé að berjast við þunglyndi (oftast er þunglyndi nefnt, en einnig ýmsir aðrir sálrænir kvillar). f. Heimavistir og félagslíf Í skýrslu fyrir skólaárið 2010 var fjallað rækilega um fyrirkomulag að því er varðar utanumhald með heimavistum. Sú vinna er með sama sniði í stórum dráttum og ekki þörf á að endurtaka þá umfjöllun hér. Í síðustu skýrslu var þó ekki gerð grein fyrir því sem hér kallast herbergjaskoðun. Undanfarin ár hefur húsfreyja á heimavist skoðað herbergi nemenda reglulega og metið ástand þeirra, m.t.t. þrifnaðar og umgengni. Ef ástand herbergja hefur ekki verið sómasamlegt, hafa verið gerðar athugasemdir við íbúana, og allt upp í að þeim hefur, með nokkrum hætti, verið stillt upp við vegg, þó svo ekki feli neinar skráðar verklagsreglur slíkt í sér. Þar til vorið 2011 fór herbergjaskoðun fram á tveggja vikna fresti og var á fyrirfram ákveðnum tímum, sem voru auglýstir þannig að tiltekt og þrifnaður herbergja gæti farið fram. Frá síðastliðnu hausti var bætt í að þessu leyti og nú fer herbergjaskoðun fram vikulega. Hver heimavistarhluti hefur sinn skoðunardag. Þegar nýnemar koma í skólann er þeim úthlutað herbergjum í heimavistarhúsinu Kös, en þar eru nýlega endurnýjaðar, sameiginlegar snyrtingar og böð á hverjum heimavistargangi. Umgengni og þrif á herbergjum hafa síðan áhrif á það, hverskonar herbergi viðkomandi fær á öðru ári; þeir sem standa sig vel eru líklegri til að fá herbergi með baði og jafnvel að velja sér herbergi sjálfir, að ári. Þessi möguleiki er, í raun, eina gulrótin og þá jafnframt einu viðurlögin sem herbergjaskoðun hefur í för með sér. Talsvert hefur verið rætt um, hvernig skuli taka á þeim sem ekki sinna eðlilegum þrifnaði á herbergjum sínum og þar hefur margt borið á góma og flest það sem rætt hefur verið, hefur í för með sér aukin fjárútlát, þar sem slíkt virðist yfirleitt verka best til að stýra hegðun fólks. Þarna gæti t.d. verið um að ræða, að ráðin yrði einhver aðili á kostnað íbúanna, til að þrífa og taka til í herbergjum þar sem umgengni er óboðleg, eða þá að leiga verði hækkuð umtalsvert. Vandinn við þessar aðgerðir er sá, eins og skýrsluhöfundur benti á í síðustu skýrslu og víðar, að í flestum tilvikum greiða 10


Menntaskólinn að Laugarvatni

Skólaskýrsla 2011

nemendur ekkert sjálfir af þeim kostnaði sem dvölin á heimavist hefur í för með sér. Ýmsa þeirra myndi þetta ekki skipta neinu máli – yrðu líklega bara glaðir að fá þarna einhvern til að taka herbergið í gegn við og við. Aðrir möguleikar til að takast á við slæma umgengni gætu falist í einhverju öðru en að foreldrar bæru kostnaðinn, eins og t.d. að skylda herbergisleigjendur sem ekki stæðu sig til að sækja námskeið í persónulegri umhirðu, bæði sjálfs sín og síns nánasta umhverfis. Jafnvel má segja að full þörf sé á að þjálfa allt ungt fólk í að þrífa í kringum sig. Umgengni nemenda almennt, er vel viðunandi, en þegar kemur að herbergunum er allt upp og ofan. Margir nemendur koma vel skólaðir úr foreldrahúsum, aðrir miður. Sama fyrirkomulag var á árinu og verið hefur undanfarin ár: forráðamenn ólögráða nemenda verða að hafa samband við húsbónda á heimavist, ef þeir veita barni sínu leyfi til að sækja skemmtanir utan Laugarvatns. Það hefur verið föst regla, undanfarin ár, að á fundi með foreldrum í skólabyrjun, hefur húsbóndi lagt á það áherslu að foreldrar veiti börnum sínum ekki leyfi til ferða af þessu tagi. Þetta hefur borið þann árangur, að mjög lítið er um það orðið, að nemendur í fyrsta bekk sæki skemmtanir af staðnum. Foreldrar eru hinsvegar talsvert viljugri að veita börnum sínum, sem komin eru í annan bekk, ólögráða, leyfi til að sækja skemmtanir af þessu tagi, en í langflestum tilvikum er um það að ræða að nemendur fara á vínveitingastað á Selfossi. Eins og allir mega vita þá er fólki sem er yngra en 18 ára óheimilt að sækja staði þar sem vínveitingar eru leyfðar. Þessu til staðfestingar bendum við á þessa grein á vefnum www.visindavefur.hi.is segir: Á Íslandi er til áfengislöggjöf, lög nr. 75 frá árinu 1998, og er þar í fyrstu grein talað um að tilgangur laganna sé að vinna gegn misnotkun á áfengi. Í 18. grein stendur: „Óheimilt er að selja, veita eða afhenda áfengi þeim sem er yngri en 20 ára.“ Í 2. mgr. sömu greinar er hinsvegar tekið fram: „Á veitingastað sem leyfi hefur til áfengisveitinga er ungmennum yngri en 18 ára óheimil dvöl eftir kl. 20 á kvöldin og fram til lokunar staðarins, nema í fylgd með foreldrum sínum eða maka.“ Má þá væntanlega gera ráð fyrir að makinn eigi að vera 18 ára eða eldri. - http://visindavefur.hi.is/svar.asp?id=1277

Það eru viðurlög við brotum á ákvæði um að óheimilt sé að hleypa ungmennum yngri en 18 ára inn á vínveitingastaði. Það virðist samt sem áður vera alsiða og verður þá væntanlega ekki til að efla virðingu ungs fólks fyrir lögum og reglu. Sem fyrr er meðferð mála sem upp koma á heimavistum og sem fela í sér brot á heimavistarreglum, er í samræmi við harla skýrar verklagsreglur, sem smám saman hafa verið að þróast innan skólans. Þessar reglur hafa verið kynntar nemendum og forráðamönnum og eru skráðar í skólanámskrá. Námsráðgjafi heldur saman upplýsingum um nemendur sem eru í brotthvarfshættu af ýmsum orsökum. Að öllu jöfnu ræðir námsráðgjafi við nemendur áður en ákvörðun um brotthvarf er tekin, þannig að ástæður liggja fyrir í flestum tilvikum, ekki síst ef nemendur hætta einhverntíma á skólaárinu. Algengast er að nemendur hverfi frá skólanum á milli skólaára. Forgangsröðun um innritun nemenda í framhaldsskóla, haustið 2011, sem ráðuneytið gaf út, var með þessum hætti: Nemendur sem flytjast milli anna/skólaára í núverandi skóla (þ.m.t. ólögráða nemendur með ófullnægjandi námsárangur sem hafa haldið skólareglur). Nemendur á starfsbrautum fatlaðra. Umsækjendur sem útskrifast úr grunnskóla vorið 2011 (nýnemar). ..........

Ólögráða nemendur með ófullnægjandi námsárangur sem hafa haldið skólareglur, eru, 11


Menntaskólinn að Laugarvatni

Skólaskýrsla 2011

með öðrum orðum, þeir nemendur við þennan skóla, sem ekki hafa staðist lágmarkskröfur um flutning í annan bekk að hausti. Sannarlega er hér oftar en ekki á ferðinni hinir ágætustu einstaklingar, en langoftast er raunin sú með þá, að þeir hafa ekki áhuga á námi af því tagi sem skólinn hefur í skipulagi sínu. Það getur verið að meginástæður þess að þessir nemendur sækja um skólavist hér eru líklega þrennskonar: 1. einhver úr fjölskyldunni hefur verið hér við nám, 2. félagar og vinir úr grunnskóla fara hingað, eða 3. foreldrar senda barnið í þennan skóla, annað hvort vegna þess að þetta er heimavistarskóli eða það er markmið þeirra að barnið ljúki stúdentsprófi úr bóknámsskóla. Hvað sem líður ástæðunum að baki umsókn um að koma í þennan skóla, þá verður fall á bekk að vori að teljast vísbending um að annaðhvort sé ekki áhugi fyrir hendi á námi af þessu tagi eða þá að sá grunnur sem þarf að vera fyrir hendi til að byggja námið á er veikur, í besta falli. Samkvæmt reglum ráðuneytisins er hér hins vegar um að ræða þá nemendur sem fyrst bera að veita vist í 1. bekk. Það má velta fyrir sér hversu skynsamlegt það er, frá ýmsum sjónarhornum: 1. að falla á bekk er talsvert tap fyrir einstaklinginn. Að setjast aftur í sama bekk þýðir að hann er kominn á eftir þeim sem hann telur vera bekkjarfélaga sína. 2. það má teljast fremur ólíklegt að, ef frá er talinn einu ári meiri þroski, auknar líkur séu á að endurtekið efni í heilt skólaár skili endilega því sem að er stefnt. 3. þó svo einstaklingur hafi fallið um bekk og setjist aftur í sama bekkinn, nú með nýjum bekkjarfélögum, þá er ekki sjálfgefið að hann búi, út á við í það minnsta, yfir þeirri auðmýkt og lítillæti sem búast mætti við. Þvert á móti er reynslan því miður sú, í afar mörgum tilvikum, að þeir sem eru að endurtaka bekki sýna af sér talsvert meiri hroka gagnvart verkefninu en þeir eiga inni fyrir, og hafa þannig neikvæð áhrif á bekkjarfélaga sína. „Ég er nú búin(n) að læra þetta allt – þarf nú ekki að fara að gera það aftur!“

g. Foreldrastarf Foreldrafélag skólans (FOMEL) var stofnað 14. apríl 2011, en þá höfðu fulltrúar í foreldraráði unnið að undirbúningi, m.a. með því að vinna tillögur að samþykktum fyrir félagið. Reynslan af samskiptum við fulltrúa í foreldraráðinu á því rúma ári sem það hefur starfað, er afar jákvæð, en auðvitað gengur samstarf skóla og foreldra því aðeins vel að báðir aðilar líti á það sem hlutverk sitt, að vinna að málefnum nemenda og skólans saman, fremur en líta á þessa tvo aðila sem andstæðinga. FOMEL hefur áheyrnarfulltrúa í skólanefnd og unnið er að því að fá fulltrúa þessa mikilvæga hóps inn í fleiri nefndir, auk þess sem stefnt er að því að þeir komi með einhverjum hætti við sögu í tengslum við dansleiki á vegum nemendafélagsins.

3 Nám a. Námsbrautir Á árinu stunduðu nemendur nám til stúdentsprófs á 3 námsbrautum: félagsfræðabraut, málabraut og náttúrufræðabraut. Um nemendafjölda og námsbrautir er fjallað í kafla 2c, hér að ofan. Vinna við stefnumótun fyrir skólann gekk rólega á árinu, en hún var flutt úr því að vera umfjöllunarefni stýrihóps yfir á vettvang kennarafunda, enda talið að framhaldið 12


Menntaskólinn að Laugarvatni

Skólaskýrsla 2011

ætti jafn mikið erindi til allra kennara. Sú umbreyting sem ný námskrá felur í sér getur varla talist möguleg nema einhversstaðar eigi sér stað titringur, enda hefur raunin orðið sú, að kennarar eru í talsverður mæli tilbúnir til að halda merki sinnar námsgreinar á lofti og þá auðvitað á kostnað annarra þar sem augljóst er að ekki er pláss fyrir allt það sem menn vilja innan þess ramma sem gefinn er í tíma og/eða rúmi. Það verkefni sem við blasir, augljóslega, er að meta það, í ljósi þess sem skólinn vill standa fyrir, hvert námsframboðið verður. Stóru línurnar eru orðnar nokkuð skýrar, megin vinnan sem framundan er, er að ljúka námsbrautalýsingum. Vilji er til að skólinn reki tvær námsbrautir sem bera vinnuheitin Félags- og hugvísindabraut og Náttúruvísindabraut. Það er gert ráð fyrir að fyrstu tvö ár þessara brauta verði talsvert bundin, eins og bekkjakerfið gerir ráð fyrir, en á síðari tveim árum verði nemendum gert kleyft, að svo miklu leyti sem skólanum er unnt, að velja sér greinar/áfanga í samræmi við áhuga sinn. Þetta hefur verið kallað krosstengsl hér innanhúss. Skipulag og stærð skólans hefur vissulega ekki veitt mikið svigrúm til að halda úti frjálsum valgreinum, en nokkrar hafa þó áunnið sér fastan sess undanfarin allmörg ár, en þær eru þessar: matreiðsla (MAT173), fatagerð (FAG173 og FAG273) og ´fjórir tveggja eininga útivistaráfangar (ÚTV172/272/372/472). Haustið 2011 var stofnaður kór við skólann og bætist hann við þær valgreinar sem eru í boði. Á haustönn voru 56 nemendur skráðir í kórinn, en það er þriðjungur nemenda. Valgreinin kór er sett upp sem 2ein á hverju skólaári. Þá er það almenn skoðun þeirra sem um fjalla, að eðlilegt sé, að skólinn leiti í smiðju þeirra skóla sem notið hafa þróunarstyrkja til að móta áfanga og áfangalýsingar samkvæmt nýrri námskrá.

4 Kennsla a. Menntun kennara Á vorönn höfðu allir kennarar skólans, utan einn valgreinakennari, tilskilin réttindi. 7 voru með meistarapróf, 3 með 120 ein háskólapróf, 5 höfðu fyrsta háskólapróf (BA/BS/BEd), 1 kennari var með hússtjórnarkennarapróf og 1 með óformlega menntun og reynslu. Á haustönn höfðu allir kennarar skólans, utan 1, valgreinakennari, tilskilin réttindi. 9 voru með meistarapróf, 4 með 120 ein háskólapróf, 5 höfðu fyrsta háskólapróf (BA/BS/BEd), 1 með óformlega menntun og reynslu. b. Fjöldi, starfshlutfall og starfsaldur 12 kennarar voru í fullu starfi við skólann á vorönn, en 11 á haustönn Starfshlutfall við kennslu 80-100% 50-75% Minna en 50%

Starfsaldur >15 ár

10-14 ár

Fjöldi vor 11 13 2 2 17 tafla 7 Fjöldi vor 11 6 3 13

Fjöldi haust 11 13 2 4 19

Fjöldi haust 11 7 2


Menntaskólinn að Laugarvatni 5-9 ár 0-4 ár

Skólaskýrsla 2011 2 6 tafla 8

6 4

c. Aðbúnaður kennara Í skólanum var á vorönn vinnuaðstaða fyrir 13 kennara á svokölluðum kennaragangi, með aðgangi að tölvum og ljósritun, en 3 kennarar höfðu aðstöðu á skrifstofum sínum, enda sinntu þeir störfum námsráðgjafa og stjórnenda. Sú breyting varð í byrjun haustannar, að hluti vinnuaðstöðu kennara á kennaragangi var tekin undir aðstöðu fyrir tölvuþjónustu skólans, en þetta hafði þó ekki teljandi áhrif á aðstöðuna þar sem 1-2 kennara hafa ekki nýtt sér aðstöðuna sem er fyrir hendi. Áfram er hugað að því að bæta aðstöðuna og á árinu var tölvukostur á vinnustöðvunum endurnýjaður. Kennarar eiga kost á máltíðum í mötuneyti með þeim kjörum að þeir greiða fyrir hráefni. Að jafnaði snæða 10-12 kennarar í mötuneytinu í hádegi. Færri nýta sér aðrar máltíðir dagsins.

d. Þróun kennsluhátta Starfendarannsóknum, sem var ýtt úr vör haustið 2010, og var framhaldið á vorönn. Undir vor skiluðu þátttakendur skýrslum um það sem þeir höfðu verið að bardúsa við. Meirihluti kennara hélt áfram þátttöku í verkefninu á haustönn, en það hefur verið markmið með þessari vinnu að þátttakendur leggi hóflega mikið á sig. e. Námsmat Í skýrslu vegna 2010 var fjallað lítillega um námsmat og þar greint frá því, að það væri í farvatninu að gefa kennurum frjálsari hendur við námsmat en verið hafði. S.l. haust var gefin út sú stefna að það væri í valdi kennara hvort námsmat í áföngum þeirra fælist að einhverju leyti í lokaprófi. Það reyndi þó ekki á þetta í haustannarprófum í desember, en ljóst er að einhverjir áfangar verða lokaprófslausir við þessa breytingu.

5 Stjórnun a. Verksvið og ábyrgðarsvið starfsmanna Öll störf hafa skilgreint verk- og ábyrgðarsvið, annað hvort í reglugerðum s.s. fyrir stjórnendur, náms- og starfsráðgjafa, bókasafns- og upplýsingafræðing og kennara eða með starfslýsingum sem mótaðar hafa verið. Þar er um að ræða skólaritara/fulltrúa, húsbónda, húsfreyju, vistarvörð, umsjónamann fasteigna, forvarnarfulltrúa og verkefnastjóra. Ræstitæknar eru á tímamældri ákvæðisvinnu og starfsfólk í þvottahúsi og mötuneyti sem og gjaldkeri/bókari mötuneytisins er starfsfólk Mötuneytis ML sem er sjálfseignarstofnun. Starfslýsing þeirra er í kjarasamningum. Nefna má að umsjónarmaður fasteigna er jafnframt húsbóndi á heimavist og forvarnarfulltrúi. Skólinn státar af afskaplega hæfu fólki í störfum.

b. Mat á skólastarfi Í sjálfsmatsnefnd eiga sæti, sem fyrr, fimm, auk aðstoðarskólameistara, sem er formaður nefndarinnar. Þetta eru 2 fltr. nemenda, 1 fltr. kennara, 1 fltr annars starfsfólks og 1 fltr. foreldra. Sjálfsmatsáætlun fyrir 2011-2013 gerir ráð fyrir föstum liðum, svo sem verið hefur: Áfangamati á haustönn og vorönn og könnun meðal 5 ára stúdenta í maí. Að öðru leyti var gert ráð fyrir eftirfarandi á árinu: a. Könnun meðal starfsfólks á starfsaðstöðu, líðan í starfi, stefnu skólans o.þ.u.l. 14


Menntaskólinn að Laugarvatni

Skólaskýrsla 2011

b. Samantekt á fjölda útskrifaðra stúdenta frá skólanum frá 1954-2010 c. Fjarvistahlutfall nemenda veturinn 2010-2011 d. Samantekt á þróun nemendafjölda 2001-2010 e. Lokið við skýrslu vegna b. liðar vor 2011 f. Lokið skýrslu um sjálfsmat 2010 g. Undirbúningur könnunar meðal nemenda á vorönn 2012.

Framkvæmd áætlunarinnar á árinu var sem hér segir: a. Könnun meðal starfsfólks á starfsaðstöðu, líðan í starfi, stefnu skólans o.þ.u.l. Á vorönn var þessi könnun lögð fyrir starfsfólk og síðan var lokið við að taka saman niðurstöður úr henni á haustönn. Hún er nú á vef skólans, www.ml.is (skólinn/nefndir og ráð/sjálfsmatsnefnd). b. Samantekt á fjölda útskrifaðra stúdenta frá skólanum frá 1954-2011 Listi yfir útskrifaða nemendur frá skólanum frá upphafi liggur fyrir á vefnum (hlekkur á forsíðu: Útskrifaðir stúdentar) Hér má sjá mynd með samantekt á stúdentum frá skólanum, frá ári til árs frá 1954-2011.

c.

d. e. f.

tafla 9 Fjarvistahlutfall nemenda veturinn 2010-2011 Þessari samantekt er lokið og hana er að finna á vef skólans. www.ml.is ( skólinn/nefndir og ráð/sjálfsmatsnefnd) . Samantekt á þróun nemendafjölda 2001-2010 Í töflum 3-5 hér að ofan sést þessi samantekt. Lokið við skýrslu vegna b. liðar vor 2011 Vísað á töflu 9 hér fyrir ofan. Lokið skýrslu um sjálfsmat 2010 Þessi skýrsla er á vef skólans. www.ml.is (skólinn/nefndir og ráð/sjálfsmatsnefnd)

6 Stjórnunarhættir Haustið 2006 var síðast kannað viðhorf nemenda til stjórnunar skólans. Auðvitað kann það viðhorf sem þar kom fram að hafa breyst eitthvað, en þar sem sömu einstaklingar gegna helstu stjórnunarstöðum enn, er ekki líklegt að mikil breyting hafi orðið á. Niðurstöður könnunarinnar frá 2006 eru ekki birtar opinberlega í heild sinni, enda má segja að vart verði skilið milli einstaklinga og starfsheita. Þess má þó geta að á heildina litið voru þátttakendur harla jákvæðir í garð stjórnenda skólans í flestum þáttum. Á sama tíma var gerð könnun meðal starfsmanna á stjórnun skólans. Niðurstöður hennar leiddu einnig í ljós talsverða ánægju með hvernig á málum var haldið. Vissulega eru nú liðin 5 ár síðan þessar kannanir voru gerðar og því ekki úr vegi að 15


Menntaskólinn að Laugarvatni

Skólaskýrsla 2011

leggja samsvarandi kannanir aftur fyrir nemendur og starfsfólk. Loks má nefna, að í könnun (www.ml.is (skólinn/nefndir og ráð/sjálfsmatsnefnd- starfsaðstaða og líðan í starfi)), sem var lögð fyrir starfsmenn á árinu kom fram að 81% þátttakenda gáfu samskiptum sínum við skólastjórnendur/yfirmenn sína einkunn á bilinu 8-10 (62% einkunnina 9-10). Sama niðurstaða er um starfsanda á vinnustaðnun, en honum gefa 81% starfsmanna einunnina 8-10. Á heildina litið má líta á niðurstöður þessarar könnunar sem vísbendingu um stjórnunarhættir og þeir sem stjórnunarstörfum gegna séu í tiltölulega góðu lagi.

7 Samstarf a. Laugarvatn sveitarfélög, menntastofnanir Skólinn á ávallt í talsverðum samskiptum við ýmsa aðila, hvort sem er á Laugarvatni, í Bláskógabyggð eða Suðurlandi, að öðru leyti. Þessi samskipti eru flest ekki í neinum formlegum farvegi enn sem komið er, enda þess eðlis að þau kalla ekki á slíkt. Í gildi eru þó þjónustusamningar vegna eftirfarandi: i.

ii.

iii.

iv.

v. vi. vii.

Mötuneyti ML selur hádegisfæði til nemenda og starfsmanna Grunnskóla og Leikskóla Bláskógabyggðar á Laugarvatni, fæði sem er sótt í þar til gerðum varma- og flutningsbökkum. Eins eiga nemendur Íþróttafræðaseturs Háskóla Íslands á Laugarvatni kost á að kaupa fæði í Mötuneyti ML og gera það í auknum mæli, koma þá sérstaklega til hádegisverðar í mötuneytið. Bókasafn ML þjónustar grunnskólann, leikskólann og íbúa Bláskógabyggðar m.a. með vikulegri heimsókn í skólana. Eins er safnið opið fyrir nemendur þessara skólastiga og íbúa á opnunartíma þess. Menntaskólinn leigir íþróttaaðstöðu af Íþróttafræðasetri Háskóla Íslands á staðnum vegna íþróttakennslu og vegna frjálsra tíma nemendafélagsins Mímis (sjá neðar). Sem fyrr er í gildi leigusamningur milli ML og Flugleiðahótela hf. sem reka Hótel Eddu keðjuna. Hér á Laugarvatni reka þau Hótel Eddu ML á sumrin og hafa gert í 50 ár. Eins er hér á Laugarvatni Hótel Edda HÍ. Í gildi er samningur við Tölvu- og rafeindaþjónustu Suðurlands (TRS) um rekstur tölvukerfis skólans. Aðalframkvæmdaraðili í viðhaldi á fasteignum skólans er, sem fyrr, T.T.trésmíði á Laugarvatni. Í gildi er samningur við fyrirtæki Ráðtak ehf. í Reykjavík um meindýravarnir.

b. Íþróttamál Nemendur skólans sækja íþróttatíma samkvæmt stundaskrá, í Íþróttahús íþróttafræðaseturs Háskóla Íslands. Þar fyrir utan greiðir skólinn fyrir frjálsa íþróttatíma sem nemendafélagið Mímir sér um að skipuleggja. Loks ber að geta þess að nemendur skólans sækja æfingar körfuknattleiksliðs ungmennafélags Laugdæla og eru máttarstólpar í keppnisliði þess. c. Landsbjörg og Björgunarsveitin Ingunn Fyrir nokkrum árum var gerður samningur við Landsbjörgu, sem fól í sér að nemendur sem lokið höfðu 8 eininga vali í Útivist, gátu öðlast réttindi sem kallast Björgunarmaður 1 með viðbótarnámskeiði á vegum Landsbjargar. Samningur þessi er fallinn úr gildi og hefur ekki verið endurnýjaður. Verið er að skoða framhaldið í ljósi reynslunnar. 16


Menntaskólinn að Laugarvatni

Skólaskýrsla 2011

8 Sérverkefni Rekstur heimavistar er sérverkefni skólans samkvæmt skólasamningi. Mikil áhersla er lögð á skipulag og jákvæðan aga í heimavistarmálum. Aðbúnaður á heimavistum er í framfaraátt þó ekki sé búið að ljúka öllum þeim framkvæmdum sem stefnt er að. Störf vistarfólks sem eftirlitsaðila, félaga og stuðningsaðila eru afar mikilvæg og ómetanleg. Nú eru þar starfandi þrír starfsmenn í 2,25 stöðugildum. Nemendafjöldi skólans á haustönn 2011 var 167. Þar af voru 160 nemendur á heimavistum hans. Rúmafjöldi á heimavistum er 162 en nauðsyn er, m.a. vegna kynjaskiptingar, mögulegra samskiptaörðugleika herbergisfélaga og annars af þeim toga, að 5-7 rúm séu laus á hverjum tíma. Því hefur eitt starfsmannahús verið nýtt sem heimavist í vetur; húsnæði sem er tímabundið ekki í notkun fyrir starfsmenn. Spá skólans er að haustið 2012 verði nemendafjöldinn kominn í 174 nemendur. Ef það gengur eftir verður nauðsyn á auknu vistarrými. Horft er til þess að gamalt heimavistar- og starfsmannahús gamla Héraðsskólann á Laugarvatni (HL), Hlíð, verði gert upp til bráðabirgða til notkunar sem „yfirfalls“-heimavistarhús næsta vetrar. Það má setja fram þá spurningu hvort nú skuli huga að byggingu nýrrar heimavistar. Ef þeirri spurningu er svarað játandi kemur næsta spurning; þarf þá ekki eins að stækka skólahúsið? Í skólaskýrslu ársins 2010 er nefnt með rökum að tæplega sé skynsamlegt að stækka og auka við húsnæði ML í ljósi fjölda framhaldsskóla landsins. Staðreyndin er þó sú að ef aðsókn verður áfram jafnvaxandi að skólanum og verið hefur eykst þörfin á að bregðast við því með einhverjum hætti. Eðlilega kemur þá upp í huga manna möguleiki til stækkunar, möguleg viðbygging. Má vera að í framtíðinni verði hér eingöngu þriggja ára nám til stúdentsprófs og þá myndist svigrúm til að taka fleiri nemendur inn á fyrsta ár með óbreyttu húsnæði. Hugrenningar sem þessar eru þó til alls fyrst.

9 Fjármögnun a. Rekstur og laun Vísað er einnig í skólaskýrslur liðinna ára vegna þessa liðar. Nemendafjöldinn á haustönn 2011 var 167 og reikna má með að hann verði 174 næsta haust sem fyrr sagði, sem er ánægjuefni. Forsenda stöðugleika í fjölda nemenda er, að námsleg staða þeirra sem í skólann sækja sé viðunandi. (Sjá kafla 2b um námslega stöðu nýnema.) Skólinn mun áfram vera bóknámsmenntaskóli með bekkjarkerfi, með það að markmiði að búa nemendur sem best undir framhaldsnám. Því er það enn sem fyrr og verður aðalsmerki skólans í framtíðinni að vera með eðlilega kröfumikið nám til að ná því markmiði, en um leið eins fjölþætt og hann ræður við innan þess fjárhagsramma sem honum er skapaður. Skólinn er fyrst og fremst bóknámsskóli með hátt þjónustustig.

17


Menntaskólinn að Laugarvatni

Skólaskýrsla 2011

b. Viðhald húsnæðis Í þessum kafla er margt endurtekið úr fyrri skólaskýrslum. Á vorönn 2011 voru innréttingar á herbergjum í álmu IV Kös endurnýjaðar. Um leið var tölvu- og sjónvarpstenging lögð í hvert herbergi. Áður var búið að taka álmu III Kös með sama hætti. Lyfta hefur verið sett upp skólahúsinu fyrir hreyfihamlaða sem einnig nýtist sem vörulyfta. Var í því verki horft til reglugerða sem og þarfa skólans og hótelrekstrar á sumrum. Þessa önn, vorönn 2012, er verið að endurnýja salerni á annarri hæð í skólahúsinu en áður var samskonar aðgerð á salernum fyrstu hæðar en þar er einnig komin aðstaða fyrir hreyfihamlaða og fólk með ungabörn. Framundan er að endurnýja anddyri heimavistarhússins Kasar í samræmi við anddyri Nasar, snjóbræðslulögn verður sett í útitröppur að heimavistinni Fjarvist og dyraumbúnaður þar endurnýjaður, hugað verður að lagfæringum á Hlíð (sjá kafla 8) með það huga að vera með viðbótarvistarrými þar næsta vetur og eins verður unnið að hönnun á endurbótum á húsinu Björk, sem er gamalt vistarrými HL, með það í huga að það hús nýtist sem heimavist á vetrum og til útleigu til Hótel Eddu á sumrin. Hönnun hússins miðast við að þar verði fimm litlar stúdíóíbúðir. Á árinu 2011 endurnýjaði skólinn kennsluborð og stóla í flestum kennslustofum skólans. Mörgu er lokið en margt er eftir við endurnýjun á skólahúsnæðinu, heimavistum og ekki síður umhverfi. Skipta þarf út ónýtum tússtöflum frá því upp úr 1980. Lagfæra þarf dren kringum starfsmannahúsnæðið Bala ásamt öðru þar. Huga þarf að viðhaldi á starfsmannahúsinu Tröð. Sturtuklefar á Nös eru að gefa sig, þeir þarfnast endurnýjunar. Endurnýja þarf tengigrindur lagnakerfis nokkurra húsa skólans og tengigrindur bræðslukerfa. Svona mætti lengi telja. Gömul hús þarfnast stöðugs viðhalds og endurnýjunar. Endurnýja þarf álmu II Nös með sama hætti og álma I Nös var endurnýjuð árið 2002. Breyta þarf tveggja manna herbergjum í eins og tveggja manna herbergi með baði. Að þessu þarf að vinna á næstu árum. Slíka breytingu þarf að framkvæma að vetri til, á skólatíma, vegna rekstrar Hótel Eddu á sumrin. Möguleiki verður að semja við einkaaðila með heimavist til handa þeim nemendum sem í þeirri álmu væru ella á framkvæmdartíma. Endurnýja þarf svonefndan kennaragang, gamla heimavist í skólahúsinu sem nýtt er sem vinnuaðstaða, skrifstofur, geymslur, ljósritun, kennarastofa o.fl. Leggja þarf upphitaðan göngustíg milli gamla Héraðsskólans og aðalbyggingar Menntaskólans og með því ljúka við það sem komið er við endurbætur héraðsskólahússins. Það þarf að leggja slitlag á bílastæði ofan við Garð, endurnýja hellulagðan göngustíg milli Nasar og Kasar og endurbyggja og stækka bílastæði við heimavistarhúsin Nös og Kös. Þá er orðið aðkallandi að setja upp eftirlitsmyndavélakerfi í kringum húsnæði skólans með öryggissjónarmið í huga. Það er fagnaðarefni hve vel endurbætur á húsi gamla Héraðsskólans hafa tekist. Óskandi er að það hús fái verðugt hlutverk sem fyrst. Mikilvægt er að sú starfsemi 18


Menntaskólinn að Laugarvatni

Skólaskýrsla 2011

sem héraðsskólahúsið fær hæfi staðsetningu þess, byggingarstíl og sögu og hafi margfeldisáhrif inn í samfélagið og sýsluna, sem og landið allt. Að starfsemin sé lifandi og húsið þá lifandi. Þetta er sögufrægt hús og merkisberi byggingarstíls þess. Eins má líta á húsið sem fánabera gömlu héraðsskólanna.

10 Vangaveltur Ekki viljum við láta vera að fjalla lítillega um breytta lífshætti unglinga, en þar er um að ræða mikla aukningu á afþreyingu sem á rætur í tölvunotkun. Það má kannski segja sem svo, að tölvurnar séu að verða eða orðnar „ópíum fjöldans“. Þessi þróun er að mörgu leyti áhyggjuefni, þó svo segja megi að blessaðir unglingarnir séu þá ekkert að gera af sér á meðan þeir sökkva sér í samfélagsmiðlana, svokölluðu. Kannski er óvarlegt eða óábyrgt að halda því fram, að með takmarkalitlum eða takmarkalausum aðgangi að afþreyingu, hljóti áhersla ungs fólks á að sökkva sér í námið, að minnka frekar en hitt. Það er margt sem bendir til þess í umhverfinu, að nám hafi tilhneigingu til að verða stöðugt yfirborðskenndara. Ekki höfum við rannsóknaniðurstöður sem staðfesta þetta, en höfum heyrt af áhyggjum innan Háskóla Íslands yfir því hver óvirkir margir háskólanemar virðast vera orðnir. Það er sannarlega, sem fyrr, einlæg ætlun okkar að skapa umhverfi þar sem nemendur fá tækifæri til að efla sig á sem flestum sviðum, ekki síður félagslega en sem námsmenn. Við spyrjum okkur stöðugt hvort við séum á réttri leið í þessum efnum: erum við að veita nemendum of mikla þjónustu og of mikið utanumhald? Eru foreldrar orðnir of vakandi yfir velferð barna sinna, þannig að þau komi sér hjá ábyrgð á sjálfum sér of lengi og umfram það sem þjóðfélagið telur við hæfi? Þær eru margar spurningarnar, en svörin færri. Það er ef til vill ekki rétt að hafa orð á því, að þegar þjóðfélagið er á hverfanda hveli, eins og það hefur verið nú í nokkur ár, og þegar daglegt umhverfi barna og unglinga breytist hratt vegna tækniframfara, sé rétt að flýta sér hægt þegar kemur að innleiðingu nýrrar námskrár. Þar er margt óljóst enn og skólar virðast vera komnir afar mislangt á veg með stefnumótun í tengslum við hana. Það má jafnvel lýsa viðhorfum margra þannig að þeir séu að bíða eftir því hvað aðrir gera.

11 Samantekt Eins og lesa má út úr þessari skýrslu var árið 2011 skólanum hagfellt að mörgu leyti, ekki síst því að aðsókn var góð og starfið með nemendum gekk að mestu eins og upp var lagt með. Það heyrir orðið til undantekninga ef grípa þarf til refsinga af einhverju tagi vegna agabrota. Vísast má leita ástæðna fyrir því víða, en við viljum halda því fram að vinna innan skólans á undanförnum rúmumáratug, sem hefur miðað að því að setja skýran ramma utan um vistalífið, hafi smám saman verið að skila sér og þannig hafi sannast, enn einu sinni, að dropinn holar steininn. Sem fyrr, er það eitt mikilvægasta markmið skólans, að starfsmenn hans sinni störfum sínum af fagmennsku og metnaði. Menntunarstig kennara hefur verið að hækka, en þróun í þá átt tekur tíma hjá stofnun þar sem starfsmannavelta er eins lítil og raun ber vitni. Sem fyrr verður það játað, að starfsmannalög ríkisins eru nokkur þröskuldur, sem og kjarasamningar KÍ við ríkið. Húsnæðismál skólans eru ávallt til umræðu. Endurnýjun húsbúnaðar og viðhald húsnæðisins að öðru leyti er stöðugt baráttumál. Gott viðhald og hlýlegt umhverfi skiptir afar miklu í skólastarfi og því mikilvægt að sinna þeim þáttum af kostgæfni í samræmi við áætlanir þar um. 19


Menntaskólinn að Laugarvatni

Skólaskýrsla 2011

Skólinn hefur nú verið fullsetinn um tveggja skólaára skeið. Ekki eru merki um annað en að á komandi árum verði það sama uppi á teningnum. Við, sem hér störfum, erum sannfærð um að skóli af þessu tagi sé nauðsynlegur í flóru framhaldsskóla og mun jafnvel verða enn eftirsóttari á næstu árum. Við slíka þróun er þörf á að huga alvarlega að því að auka við húsnæði skólans, sem nú er fullnýtt. Laugarvatni, 7. mars 2012,

Halldór Páll Halldórsson skólameistari

Páll M. Skúlason aðstoðarskólameistari

20


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.