Page 1

Páll M Skúlason - febrúar 2016 Halldór Páll Halldórsson

ML | 840 Laugarvatn


Inngangur Stærsta einstaka málið á þessu ári var undirbúningur fyrir innritun nemenda á nýjar námsbrautir í þriggja ára kerfi, innritunin sjálf og síðan framkvæmdin og mótun reglna í takti við nýja námskrá. Það hafði verið ákveðið að þeir nemendur sem skráðu sig til 4 ára náms til stúdentsprófs í samræmi við eldri námskrá, ljúki námi sínu þannig. Af þeim sökum er í reynd unnið eftir tveim námskrám í 3 ár, eða til vors 2018. Í kjölfar fremur fárra umsókna um skólavist í 1. bekk haustið 2014, átti sér stað allmikil skoðun á því hvað valdið gæti, án þess að nokkur áþreifanleg ástæða fyndist. Það var því nokkur léttir þegar umsóknafjöldi fyrir skólaárið 2015-16 reyndist talsvert umfram það sem skólinn gat tekið við.

Fjöldi nýnema 2002-2015 2002

2003

2004

2005

2006

2007

48

48

47

42

51

2008

2009

2010

2011

2012

2013

2014

2015

49

44

51

53

53

47

27

52

80 70 60 50 40 30 20 10

69

0 Mynd 1

2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015

1Í 23 10

1F(M) 22 23 24 28 23 28 26 21 25 27 26 26 16 26 Meðalfjöldi nýnema

1N 24 15 24 19 19 23 23 23 26 26 27 21 11 26

69 48 48 47 42 51 49 44 51 53 53 47 27 52 48,6

Tafla 1

Allt frá aldamótum voru nýnemar í kringum 50, sem er sem næst þeim fjölda sem skólinn getur tekið á tvær brautir 1. bekkjar á hverju ári. Viðmiðunartala um heildarfjölda nemenda á hverju skólaári er í kringum 160 en sá fjöldi náðist haustið 2010.


1. Fjöldi Það voru 135 nemendur sem gengust undir námsmat eftir vorönn og skiptingu þeirra milli bekkja má sjá í töflu 2. Frá hausti 2014 hafði nemendum því fækkað um 7. Greinargerð um brotthvarf var send Menntamálastofnun eftir vorönn. Það kom í ljós, strax við forinnritun vegna skólaársins 2015-16, að aðsókn yrði í samræmi við væntingar. Umsóknir um innritun í 1. bekk urðu nokkru fleiri en hægt var að verða við og var hámarksfjöldi, 26 nemendur innritaðir á hvora braut. Tveir nýnemar voru innritaðir í efri bekki. Fjöldi nemenda sem komu í 2F og 2N var óbreyttur. Í 3F var fækkun um sex, en þar kom einn nýr nemandi inn. Í 3N fjölgaði um tvo nemendur, annar kom nýr inn, en hinn sat þennan bekk aftur. Í 4F fjölgaði um einn, en það var nemandi sem kom aftur eftir hlé á námi. Í 4N fækkaði um tvo nemendur, annar féll um bekk, en hinn fór í annan skóla. 36 nýstúdentar voru útskrifaðir vorið 2015. Í lok haustannar hurfu 5 nemendur úr skólanum og tveir nýir komu inn í 1F of 1N. Fækkunin var mest í 1F: 4 nemendur. Gerð hefur verið grein fyrir ástæðum brotthvarfs nemenda úr skólanum til þar til bærrar stofnunar.

2. Aldurssamsetning Aldurssamsetningu nemenda má að mestu lesa út úr töflunni (tafla 2), en í langflestum tilvikum eru nemendur skólans á réttu róli miðað við aldur og ljúka þar með stúdentsprófi árið sem þeir verða tvítugir.

1F 1N 2F 2N 3MF 3N 4MF 4N

25 26 21 24 21 18 21 14

24 23 19 25 21 18 21 14

1F 1N 2F 2N 3F 3N 4MF 4N

27 26 23 20 14 22 19 16

27 26 24 19 14 22 17 15

167

164

1F 1N 2F 2N 3F 3N 4F 4N

26 27 27 25 21 18 14 22

25 25 20 21 21 16 14 22

180

164

1F 1N 2F 2N 3F 3N 4F 4N

170 165 Tafla 2

26 21 27 27 14 20 21 16

172

23 20 24 26 15 18 20 16

162

1F 1N 2F 2N 3F 3N 4F 4N

16 11 21 15 21 26 16 16

142

16 7 20 15 22 23 16 16

135

1F 1N 2F 2N 3F 3N 4F 4N

26 26 16 7 15 17 22 21

150

vor áætlun

haust

vor

haust

vor

haust

vor

haust

vor

haust

vor

haust

Í 1. bekk eru allir á venjulegum aldri við árslok 2015, fæddir 1999. Í 2. bekk er einn nemandi sem er fæddur 1997, aðrir eru fæddir 1998. Í 3. bekk eru allir fæddir 1997, nema 2 sem eru fæddir 1996 og 1 fæddur 1998. Í 4. bekk eru allir fæddir 1996 utan 4; 1 fæddur 1994 og þrír 1995.

25 25 17 6 14 16 23 21 147


3. Búseta Samsetning nemenda, ef skoðuð er búseta, hefur verið nánast óbreytt undanfarin ár. Við upphaf haustannar var hún til að mynda sú sem lesa má úr mynd 2.

Mynd 2

Langfjölmennastir eru Sunnlendingar eða 77% sem fyrr. Ef Sunnlendingar eru skoðaðir sérstaklega kemur í ljós að 42% þeirra koma úr uppsveitum Árnessýslu. Næst stærsti hópurinn, 18%, kemur úr Hveragerði, því næst úr Rangárvallasýslu, 18%, og Selfossi, 10%. Færri koma annarsstaðar frá.

4. Kyn Kynjahlutfall hefur verið nokkuð jafnt og við lok haustannar voru 76 piltar í skólanum og 74 stúlkur.

5. Brotthvarf Í fjöldatölunum í lið 1 hér fyrir ofan er gerð nokkur grein fyrir brotthvarfi skólaárið 2014-15 og á haustönn 2015. Þegar árið 2015 er skoðað má sjá að nemendum fjölgaði um 9 frá upphafi ársins til loka þess. Bekkur 1F 1N 2F 2N 3F 3N 4F 4N -

Hófu nám vor 2015 16 7 20 15 22 23 16 16 0 0

Gengust undir vorannarpróf 16 7 20 15 22 23 16 16 0 0

Bekkur næsta árs 2F 2N 3F 3N 4F 4N 1F 1N Tafla 3

Komu í næsta bekk haust 2015 16 7 15 17 22 21 0 0 26 26

Við árslok 16 7 15 17 23 21 0 0 26 26

Breyting á árinu 0 0 5 2 2 2 16 16 -26 -26 -9


6. Nýtingarhlutfall Nýtingarhlutfall áfanga á vorönn var 68% en nýtingarhlutfall haustannar var 77,8%. Skýringar vegna vorannar er fyrst og fremst að leita í fremur fámennum 1. bekk, eins og áður hefur komið fram. Nýtingin á haustönn er nokkru betri en haustið 2014.

II. Nám 1. Námsbrautir Það var lokið við skipulagningu 3 ára námsbrauta fljótlega eftir áramót. Áfangalýsingum vegna allra nauðsynlegra áfanga var lokið og allt skráð inn í vefinn namskra.is, svona eins og vera bar. Námsbrautirnar voru síðan samþykktar af þar til bærum aðilum og nýtt þriggja ára nám fór í kynningu fyrir væntanlega umsækjendur. Nýju námsbrautirnar eru bóknámsbrautir sem bera heitin; Félags- og hugvísindabraut (Mynd 3) og Náttúruvísindabraut (Mynd 4). Námi á þeim lýkur með stúdentsprófi eftir þriggja ára nám, að öllu jöfnu. Fyrstu stúdentarnir af hinum nýju brautum verða brautskráðir vorið 2018. Allt árið voru starfræktar tvær bóknámsbrautir við skólann í samræmi við eldri námskrá: Félagsfræðabraut og Náttúrufræðabraut, en nemendur á þeim ljúka stúdentsprófi á 4 árum að jafnaði. Ákveðið var að nemendur sem innrituðust á þessar brautir myndu ljúka námi sínu samkvæmt skipulagi þeirra og því munu síðustu stúdentar frá skólanum með 4 ára nám að baki verða brautskráðir vorið 2018.

Mynd 3


Mynd 4

Á myndum 3 og 4 má sjá skipulag hinna nýju námsbrauta. Þar má einnig sjá, að stór hluti þeirra áfanga sem í boði verða á þriðja ári, var ekki skilgreindur strax, en þar er gert ráð fyrir að nemendur hafi talsvert meira val en er skv. eldri námskrá. Það var ákveðið að bíða með að skilgreina umrædda áfanga þar til búið væri að keyra nýju námskrána í gegnum 1. árið. Á árinu 2016 er stefnt að því að ljúka skilgreiningu þeirra áfanga sem út af standa.

2. Skipting nemenda á námsbrautir. Braut Félags- og hugvísindabraut Félagsfræðabraut Náttúruvísindabraut Náttúrufræðabraut

Vorönn 2015 0 74 0 61 135

Haustönn 2015 26 54 26 45 151


3. Innleiðing aðalnámskrár (brautaframboð og almennur hluti skólanámskrár) Í lið 1 hér fyrir framan er gerð grein fyrir helstu breytingum sem farið var í, í tengslum við innleiðingu nýrrar námskrár á árinu. Auk þess að skipuleggja nýjar námsbrautir voru gerðar breytingar á reglum um námsframvindu, sem voru í raun ekki alveg frágengnar í lok ársins.

4. Þróunarstarf Það þróunarstarf sem átti sér stað á árinu tengdist að langmestu leyti innleiðingu nýrrar námskrár. a. Lokið var við að vinna námsbrautalýsingar, þær voru samþykktar af Mrn og skráðar á namskra.is. b. Unnið var að reglum um námsframvindu í umhverfi nýju námskrárinnar, en þar felast stærstu breytingarnar í því að lágmarkseinkunnir fyrir einstaka áfanga voru hækkaðar úr 4,0 í 5,0. Þá voru nokkrar breytingar gerðar á endurtökumöguleikum nemenda í nýja kerfinu. c. Sett var í skólasóknarreglur ákvæði um að raunmæting nemenda mætti ekki vera lægri en 76% í lok anna. d. Tímaskipulagi var breytt nokkuð, sérstaklega í því skyni að koma í veg fyrir að kennslu lyki of seint á daginn. Þetta þótti nauðsynleg þar sem 1. bekkur tekur einum áfanga (6 kst) meira en þeir bekkir sem eru enn í gamla kerfinu. Í stórum dráttum felst þessi breyting í því að hver 3 eininga/5 feininga áfangi er kenndur tvisvar í viku og þá 3 kst, samfellt. Þar er þá ekki gert ráð fyrir skipulögðum hléum, heldur ákveður kennari hlé eftir því hvernig stendur á í skipulagi kennslu og náms. Viðhorf nemenda og kennara til þessarar breytingar var kannað í síðari hluta nóvember. Kennarar reyndust, að stærstum hluta jákvæðir gagnvart breytingunni, skoðanir nemenda voru nokkuð skiptar, sérstaklega á tilteknum þáttum þeirra, og var ákveðið í framhaldinu að reyna að koma til móts við það sem mesta óánægjan var með.

III. Stjórnun og kennsla 1. Yfir- og millistjórn

Mynd 5

Yfirstjórn skólans er í höndum skólameistara. Millistjórnandahlutverki gegnir aðstoðarskólameistari í 1/1 stöðu, bryti (1/1 staða) og umsjónarmaður fasteigna og húsbóndi á heimavist (1/1 staða).


2. Kennarar a. Starfshlutfall - kynjaskipting Starfshlutfall við kennslu 80-100% 50-75% Minna en 50%

Fjöldi vor 15 10 3 4 17

kk

kvk

5 1 1 7

5 2 3 10

Fjöldi kk haust 15 9 4 5 2 4 1 18 7

kvk 5 3 3 11

Tafla 4

b. Starfsaldur Starfsaldur >15 ár 10-14 ár 5-9 ár 0-4 ár

Fjöldi vor 15 5 0 6 6

Fjöldi haust 15 6 2 3 7

Tafla 5

c. Menntun Menntun MA/MS/MPaed BA/BS120 BA/BS/BEd Annað

Fjöldi vor 15 10 5 0 2

Fjöldi haust 15 12 4 1 1

Tafla 6

d. Réttindi Á vorönn voru 14 af 17 kennurum með kennsluréttindi á framhaldsskólastigi. Af þeim þrem var einn í hálfri stöðu og stundaði á sama tíma kennsluréttindanám. Hinir tveir kenndu einn valáfanga hvor. Á haustönn voru 16 af 18 með réttindin. Annar þeirra sem ekki hafði kennsluréttindi, gegndi hálfri stöðu, hinn kenndi einn valáfanga. e. Annað kennarar Meðalaldur kennara á vorönn var 43,6 ár, en á haustönn 44,3. Á vorönn kenndu 3 kennarar meira en 24 kennslustundir á viku, en á haustönn voru þeir 2. Einn starfsmaður var í fæðingarorlofi á haustönn. f. Annað starfsfólk skólans Á skrifstofu skólans starfar, auk stjórnenda, ritari/fulltrúi í 80% starfi og námsráðgjafi sem er í 50% starfi. Þá sinnir kerfisstjóri í 50% starfi stoðþjónustu við starfsmenn og nemendur, en hann gegnir einnig verkefnastjórn. Á bókasafni er forstöðumaður í 80% starfi. Í mötuneyti starfa, auk bryta, fjórir aðstoðarmatráðar og gjaldkeri, sem jafnframt er bókari, í 80% starfi. Gjaldkeri mötuneytisins er einnig í 20% starfi sem fjármálastjóri við skólann. Það hlutfall mun hækka á haustönn 2016 og þá um leið lækkar hlutfall gjaldkerastarfsins við mötuneytið en innheimtukerfi skólans verður breytt frá og með næsta hausti.


Í þvottahúsi eru tveir starfsmenn, annar í 100% starfi, hinn í 73% starfi. Á heimavist starfa, auk húsbónda, húsfreyja í 50% starfi og tveir vistarverðir í 50% starfi hvor. Sjö starfsmenn vinna við ræstingu skólahúsnæðis og heimavista í tímamældri ákvæðisvinnu.

3. Kennsluhættir Skólastarfið ber þess talsverð merki, að kennsluhættir eru að breytast. Þetta endurspeglast ekki síst í því, að miklar breytingar áttu sér stað á námsmati á árinu. Æ meiri áhersla er lögð á kennsluhætti þar sem nemendur taka virkari þátt í námi sínu, með aukinni verkefnavinnu, bæði einstaklingsbundinni og hópavinnu. Þessi nálgun breytir starfi kennara auðvitað mikið. Breytingin er sannarlega misjöfn milli námsgreina og kennara, en er engu að síður áberandi og vaxandi. Smám saman, eins og óhjákvæmilegt er, hverfa eldri kennarar á braut og nýir koma í staðinn Að sjálfsögðu taka kennsla, kennsluhættir og nám mið af þeirri námsgrein sem um er að ræða hverju sinni, auk þess sem hver kennari hefur sinn kennslustíl, starfskenningu eða nálgun að verkefni sínu. Eins og fram kemur í lið 2b hér að ofan voru 6 kennarar með 15 ára starfsaldur eða meira, 4 með 5-10 ár og 7 með fjögurra ára starfsaldur eða minna. Í kennarahópnum er einn kennari með 11-14 ára starfsreynslu.

4. Námsmat Fyrirkomulag námsmats hefur breyst nokkuð undanfarin ár, til að byrja með í þá veru, að vægi lokaprófa minnkaði, en símat varð algengari og stærri námsmatsþáttur. Verulegar breytingar fóru síðan að gera vart við sig á fjölda lokaprófa á haustönn 2014 og sú breyting hélt síðan áfram 2015. Tafla sýnir fjölda lokaprófahópa frá vorinu 2010 til hausts 2015. Hún sýnir glöggt hve hratt lokaprófum fækkaði frá hausti 2014 til hausts 2015. vorönn fjöldi hópa haustönn fjöldi hópa 2010 56 2010 51 2011 55 2011 49 2012 46 2012 44 2013 45 2013 45 2014 45 2014 35 2015 29 2015 14 Tafla 7 Frá og með vori 2015 var ákveðin sú breyting, að í stað „prófatíma“ var ákveðið að síðasti hluti hverrar annar skyldi kallast „námsmatstími“, enda skyldu þar fara fram síðustu þættir námsmats í hverjum áfanga. Náms- og kennslutími hverrar annar lengdist en skilgreindur námsmatstími er ívið styttri en áðurnefndur prófatími. Það má segja að aðlögun að þessari nýju nálgun að annarlokum sé enn fyrir hendi og það má búast við að eftir eitt til tvö ár verði þessi tími kominn í nokkuð fastar skorður.


IV. Sjálfsmat / innra mat og tímabundin verkefni 1. Framkvæmd markmiða og tímabundinna verkefna í skólasamningi. a. Nemendur Meginmarkmið: Að nemendum líði vel í skólanum Á árinu var líðan nemenda ekki mæld með viðhorfskönnun, en í samtölum við nemendur, formlegum og óformleg, kom fram að það væri góður andi í nemendahópnum og meðal starfsmanna hefur ríkt mikil eindrægni umm langt skeið. Deilimarkmið: Efla félagslífið í samstarfi við Mími með því stefna að því að taka inn tvo nýja þætti á skólaárinu 2013-2014.

Minnka kynjamun í skólasókn og mætingu úr 2,8% (haust 2012) í 1,8% á skólaárunum 20132015.

Staða í lok ársins 2015 Jafnréttisfulltrúi fer með það hlutverk að vinna með nemendum að jafnrétti í félagslífi. Að öðru leyti hefur ekki verið unnið markvisst að því að innleiddir verði tveir nýir þættir í félagslíf nemenda, enda teljum við að skólinn þurfi að stíga varlega niður í þeim garði sem félagslíf nemenda er. Á reglulegum fundum stjórnar nemendafélagsins og stjórnenda skólans er hvatningu beitt til að ýta undir fjölbreyttara félagslíf. Kynjamunur í skólasókn var 1,4% við lok haustannar 2015. Fjarvistahlutfall pilta var 4,0% en stúlkna 2,6%. Þegar raunmæting er skoðuð reynist hún vera nánast sú sama hjá kynjunum (0,1% munur) Kynjamunur eftir bekkjum var svona: 1. bekkur 2. bekkur 3. bekkur 4. bekkur

Halda brotthvarfi á sömu slóðum og milli skólaáranna 2011-12 og 2012-13.

Skrá ástæður brottfalls með markvissum hætti og byrja skráningu á vorönn 2013.

Endurskoða reglur um skólasókn á vorönn 2013 með það að markmiði að þær skapi skýrari ramma um ástundun nemenda.

mæting 1,2% 2,9% 2,7% 5,7%

raunmæting 6,1% 10,5% 8,8% 11,8%

Brotthvarf milli skólaáranna 2014-15 og 2015-16 var 5 nemendur. Fækkun nemenda í skólanum frá upphafi árs til loka nam 11 nemendum. Þar er um að ræða brotthvarf á vorönn, á milli skólaára og á haustönn. Vorið 2015 voru 32 nýstúdentar brautskráðir. Haustið 2015 voru 52 nýnemar innritaðir. Ástæður brotthvarfs eru skráðar kerfisbundið og í þeirri skrá kemur fram kyn, fæðingarár, bekkur, helstu ástæður og dagsetning brotthvarfs. Niðurstöðum hefur verið skilað til ráðuneytis. Frá áramótum 2014-15 eru þessar upplýsingar sendar á Námsmatsstofnun. Breytingar sem gerðar voru á skólasóknarreglum tóku gildi haustið 2015. Stærsta breytingin felur í sér að gerð er krafa um 76% raunmætingu að lágmarki við lok annar. Þessu ákvæði var beitt að fullu gagnvart nýnemum og reyndust þrír þeirra


ekki fullnægja þessaum kröfum og í lok haustannar hurfu þeir úr skóla.

Nám og kennsla Meginmarkmið: Auka hlutfall nemenda sem standast alla þá áfanga sem þeir stunda nám í úr 78,7% á haustönn 2012 í 90% á haustönn 2015. Eftir haustönn 2015 stóðust nemendur námsmat í bóklegum greinum í 95% tilvika. Þetta hlutfall er reiknað af 799 einkunnum í 3ja eininga, bóklegum greinum hjá 2. – 4. bekk og 5 feininga, bóklegum greinum hjá 1. bekk. 42 einkunnir reyndust vera undir lágmarki. Afgerandi flestar einkunnir voru undir lágmarki í 1. bekk eða 34 af 299, eða 11,4%. Þess ber að geta, að lágmarkseinkunn í 1. bekk, sem stundar námið skv. nýrri námskrá, er 5 en ekki 4 eins og hjá nemendum í 2.-4. bekk. 8 af 34 falleinkunnum í bekknum eru til komnar vegna þess að gefin var einkunnin 4. Deilimarkmið: Gera úttekt á samningstímanum á breytingum á námsmatsaðferðum undanfarin ár með það að markmiði að meta áhrifin á námsárangur nemenda.

Staða í lok ársins 2015 Það var lögð allviðamikil könnun fyrir kennara í lok haustannar og gátu þeir tekið þátt fram undir miðjan janúar. Niðurstöðurnar leiddu í ljós talsvert mikla fjölbreytni og gerjun meðal kennara á þessum breytingatímum. Í könnuninni var spurt um eftirtalda þætti: samstarf kennara, kennsluaðferðir nú, kennsluaðferðir – breytingar, mat á kennslu – eigin og almennt, viðfangsefni nemenda, kennsluskipulag, námsmatsaðferðir, breytingar og mat á þeim, notkun upplýsingatækni. Í niðurlagi skýrslu um þessa könnun segir: Það má líklegast fagna því að niðurstöðurnar eru all fjölbreyttar og sýna fram á að það er gerjun í gangi innan skólans. Sú blanda kennara sem starfar við skólann er líklega til þess fallin að jákvæð þróun eigi sér stað þannig, að þeir ungu þrýsti á breytingar og þeir eldri haldi við og þannig náist æskileg niðurstaða eða málamiðlun um stefnuna sem valin verður.

Að hlutfall nemenda sem eru mjög ánægðir eða ánægðir með kennsluna fari úr 86% í 90% á á næstu þremur árum.

Að styðja við nemendur sem eru með annað móðurmál en íslensku í samræmi við móttökuáætlun í grein 1.5.2 Móttökuáætlun fyrir nemendur með annað móðurmál en íslensku í skólanámskrá, á samningstímanum. Að styðja áfram, svo sem kostur er, við nemendur sem eiga í vanda með einstakar námsgreinar á samningstímanum. Meginmarkmið:

Meðaleinkunn sem nemendur gáfu kennurum í áfangamati á vorönn 2014 var 7,23. Einkunn nemenda fyrir kennslu á vorönn 2015 var 7,91. Hæstu einkunnirnar gáfu nemendur 1N(8,5) og 2N (8,4). Lægstu einkunnir gáfu 3N og 4N (7,2) Móttökuáætlunin er í fullu gildi.

Fyrirkomulag þessa þáttar er óbreyttur.

Að nemendur verði teknir inn á námsbrautir í samræmi við aðalnámskrá 2011 frá hausti 2015.


Haustið 2015 voru nemendur teknir inn á tvær nýjar námsbrautir sem eru skipulagðar í samræmi við nýja námskrá. þær eru: Félags- og hugvísindabraut og Náttúruvísindabraut. Aðrir nemendur (2.-4. bekkur) munu ljúka námi í samræmi við eldri námskrá. Deilimarkmið: Staða í lok ársins 2015 Endurskoða brautaframboð og brautalýsingar á Vorið 2015 lauk vinnu við brautalýsingar skv vorönn 2013. nýrri námskrá. Búnar voru til áfangalýsingar vegna fyrri tveggja áranna, en síðasta árið verður unnið síðari hluta árs 2016. Setja 50% allra nýrra áfangalýsinga í Var gert í febrúar-mars 2015 námskrárgrunn á haustönn 2013. Setja 50% allra nýrra áfangalýsinga í Var gert í febrúar-mars 2015 námskrárgrunn á vorönn 2014. Setja allar brautalýsingar í námskrárgrunn á Var gert í apríl, 2015 skólaárinu 2014-2015.

Stjórnun Meginmarkmið: Að stjórnun sé lýðræðisleg. Deilimarkmið: Virkja kennara á samningstímanum til stefnumótunar um brauta- og áfangaframboð í samræmi við aðalnámskrá 2011. Fá umræðu og tillögur frá kennurum, starfsfólki og forráðamönnum um reglur um skólasókn í tengslum við endurskoðun reglanna á vorönn 2013.

Staða í lok ársins 2015 Þetta gekk eftir.

Á vorönn var lögð könnun fyrir foreldra og þar m.a. spurt um viðhorf til skólasóknarreglna. 88,8% lýstu sig mjög (56,3%) eða frekar (32,5%) ánægða. Í samsvarandi könnun frá 2009 voru 93% mjög (37%) eða frekar (56%) ánægðir með reglurnar. Reglurnar voru endurskoðaðar og inn í þær sett ákvæði um lágmarks raunmætingu, en um það er fjallað annarsstaðar í skýrslu þessari.

Meginmarkmið: Að líðan starfsmanna og ánægja í starfi sé góð. Ekki hefur verið gerð könnun á undanförnum árum á þessum þætti, en þar sem vinnustaðurinn er ekki fjölmennur er tiltölulega auðvelt að lesa í starfsandann og líðan starfsmanna, enda dagleg samskipti mikil. Það hefur ekki farið framhjá neinum að við stofnunina er starfsandi afar góður og hefur verið um langa hríð. Könnun á líðan starfsfólks er á dagskrá sjálfsmatsnefndar. Deilimarkmið: Staða í lok ársins 2015 Gera starfsmannaviðtöl að föstum lið í starfi Starfsmannasamtöl voru framkvæmd á vorönn stjórnenda frá og með haustönn 2013. 2014 og vorönn 2015. Þau eru síðan áætluð vorönn 2016. Gera starfendarannsóknir að reglubundum Starfendarannsóknir hafa ekki fest sig í sessi þætti í starfi kennara og að 50% kennara stundi sem reglubundinn þáttur í starfi kennara. Þar starfendarannsóknir við upphaf skólaárs 2014kemur margt til. 2015. Fá sérfræðing til að gera úttekt á Þetta gekk ekki eftir. vinnuaðstæðum á haustönn 2014 með það að markmiði að bæta aðstæðurnar.


Að 50% starfsmanna sæki sér endur- og/eða símenntun sem nýtist í starfi á hverri önn, frá og með haustönn 2013.

Þrír kennarar stunduðu formlegt nám á árinu með starfi eða með launalausu leyfi að hluta (minnkað starfshlutfall) og talsverður meirihluti kennara og allmargir aðrir starfsmenn sóttu námskeið af ýmsu tagi.

Meginmarkmið: Innleiða Office365, í samstarfi við TRS, í flesta þætti skólastarfs á samningstímanum. Unnið er að þessu m.a. með námskeiðum fyrir starfsmenn og nemendur.

Rekstur Meginmarkmið: Að rekstur sé innan fjárlaga á árunum 2013-2015. Rekstur skólans var á áætlun og innan fjárlaga á þessu tímabili.

Samstarf og tengsl Meginmarkmið: Viðhalda og koma á reglubundnu samstarfi við ákveðna aðila Deilimarkmið: Staða í lok ársins 2015 Semja um ML tíma í íþróttahúsinu á Laugarvatni Gengur eftir frá Háskóla Íslands svo sem verið hefur. Halda áfram á sömu braut með upplýsinga- og Gengur eftir fræðslufundi fyrir foreldra, á hverju skólaári, í samstarfi við foreldraráð. Halda áfram árlegum kynningum á skólanum í Kynningar voru með sama hætti og áður. grunnskólum á Suðurlandi og bjóða þeim á árlegan kynningardag. Senda á hverju vori, svo sem verið hefur, Könnunin var lögð fyrir sem fyrr, en þar fyrir könnun til 5 ára stúdenta frá skólanum. utan var lögð stutt könnun fyrir tveggja ára stúdenta, ekki síst til að afla fóðurs í stefnumótun.

Ársskýrsla ML 2015  
Read more
Read more
Similar to
Popular now
Just for you