Page 1

Veisluborð

MENNINGARFÉLAGS AKUREYRAR

i d n a r æ n & t g u r ö j F

2017–2018


VEISLA Í VETUR Velkomin að menningarveislu Menningarfélags Akureyrar veturinn 2017-2018. Framundan er fjörugur og skapandi vetur þar sem flestir angar menningar og lista fá notið sín. Gestir geta valið úr afþreyingu í hæsta gæðaflokki og er áhersla lögð á gleði og fjölbreytni. Menningarfélag Akureyrar er þungamiðja öflugs menningarstarfs sem skapar ný samfélagsleg verðmæti með því að hlúa að frumsköpun ásamt þeim rótum sem MAk sækir í sögu Leikfélags Akureyrar, Hofs og Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands.

Í vor var unnin ný stefna Menningarfélagsins til næstu þriggja ára. Þar er megináhersla lögð á að efla atvinnustarfsemi í sviðslist og sinfónískri tónlist á Akureyri ásamt því að ýta frekar undir aðdráttarafl Hofs og Samkomuhússins fyrir listviðburði, fundi og ráðstefnur. Rauði þráðurinn er ekki einungis stóraukinn listrænn og samfélagslegur ávinningur, heldur einnig rekstur í sátt við umhverfi og samfélag. Menningarsamningurinn við Akureyrarbæ gerir okkur þetta kleift. Sá stuðningur ásamt framlagi bakhjarla og samstarfsaðila er mikils virði. Þuríður Helga Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri

FJÖRUGT, SKEMMTILEGT OG FRÓÐLEGT LEIKÁR! Framundan er  metnaðarfull og fjörug dagskrá sem gleður og nærir andann. Leiðarljósið er frumsköpun leikskálda af svæðinu og að nýta krafta þess sviðslistafólks sem hér er búsett ásamt því að taka á móti gestasýningum sem auka fjölbreytni og dýpka leikhúsupplifun áhorfenda á öllum aldri.    Leikfélag Akureyrar, sá 100 ára öldungur, er algerlega samofið því samfélagi sem það sprettur úr og er einn af nauðsynlegum innviðum samfélagsins. Hlutverk leikhússins er óumdeilanlegt og jákvæð áhrif margföld.    

1

Leikfélagið mun rækta hæfileika ungs listafólks í Leiklistarskóla LA. Við erum gróðurhús fyrir hugmyndir þar sem draumar rætast. Rödd ungs fólks er mikilvæg og ungu fólki er gefið tækifæri til að eiga stefnumót við áhorfendur. Spurningum og rannsóknum borgaranna verður gefinn listrænn farvegur á Borgarasviðinu í samstarfi við fjölda listamanna af Norðurlandi.     Meira líf, meiri gleði. Sjáumst í leikhúsinu!  Jón Páll Eyjólfsson, leikhússtjóri


MENNINGARBORG VIÐ HEIMSKAUTSBAUG Mig langar að sýna ykkur inn í heim strengjaleikara Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands fyrstu átta vikurnar veturinn 2017-2018: Vetrardagskráin hefst með þátttöku í einu stærsta sinfóníska verkefni síðustu áratuga „Lord of the Rings“ í Eldborgarsal Hörpu. Í kjölfarið er æft fyrir meistaraverkið Stg. Pepper’s Lonely Heart Club Band eftir Bítlana, tónleikar sem verða bæði í Hörpu og Hofi. Í millitíðinni kemur strengjakvartett SN fram við opnun á nýju hóteli við Mývatn. Í þriðju vikunni hefst formlega ný starfsemi í Hofi þegar SN leikur inn tónlistina við kvikmyndina „Lói þú flýgur aldrei einn“. Tónleikar í tilefni aldarafmælis Leikfélags Akureyrar verða í Hofi þann 23. september. Sígild tónlist verður höfð í hávegum í

október, þegar finnski hljómsveitarstjórinn Petri Sakari mun stjórna hlómsveitinni. Þar verður frumflutt nýtt íslenskt sinfónískt verk eftir Áskel Másson. Þetta eru átta viðburðir á fyrstu átta vikum dagskrárársins. Í nóvember koma ballettdansarar St. Petersburgs Festival Ballet í Hof og flytja ballettinn Þyrnirós við tónlist Tchaikovskys við undirleik sinfóníuhljómsveitarinnar. Hljómar eins og lygasaga, en þetta er veruleiki í menningarlífi Akureyrar. Framsýni þeirra sem stóðu að byggingu Hofs gerir þetta mögulegt. Nú þarf að standa vörð um og tryggja menningunni næga næringu til þess að geta haldið áfram að vaxa og dafna. Það er forsenda þess að Akureyri verði áfram menningarborg við heimskautið. Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, tónlistarstjóri

FJÖLBREYTT VEISLUBORÐ Hnallþórur, randalínur og smákökur má finna á veisluborði nýs starfsárs. Menningarlegt uppeldi er veigamikið hráefni veislufanganna og rík áhersla lögð á að nýta sem flesta anga lista- og menningarlífsins. Samstarf við listafólk, aðrar menningarstofnanir og grasrótina er uppistaða veitinganna. Þannig verður samsetning þess sem fram er borið fjölbreytt og aðlaðandi svo flestir finni eitthvað við sitt hæfi. Aríur og söngljóð, brúðuleikhús, brúðugerð, dans og gönguferð á vit ævintýranna fyrir yngstu kynslóðina eru hluti af dagskrá viðburðasviðs. Við stígum líka dans til að

hita upp fyrir nýársdansleik Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands. Já, komdu að dansa zumba, salsa og samkvæmisdansa – þó þeir síðasttöldu séu nú kannski mest við hæfi þar. Ýmiskonar annað góðgæti verður á boðstólum enda gestagangur listafólks mikill í húsakynnum Menningarfélagsins. Brot þess má sjá aftast í bæklingnum en vel hlaðnir bakkar bíða þess að verða bornir fram. Komdu og njóttu með okkur. Kristín Sóley Björnsdóttir, viðburðastjóri

2


Fjörugt og fjölbreytt veislukort Söngljóð & aríur

FÖRUSVEINAR & KONUNGAR

Kristinn Sigmundsson bassi og Daníel Þorsteinsson píanóleikari

Fylgstu með okkur á /MenningarfelagAkureyrar

3

Menningarfelag


Tryggðu þér sæti í veislunni VEISLUKORT Veislukort fyrir alla! Þú velur þér fjóra viðburði sem MAk framleiðir með 30% afslætti af miðaverði og tryggir þér öruggt sæti í vetur. Þú færð einnig 15% afslátt af öðrum viðburðum MAk.

Ungmennakort, 25 ára og yngri býðst veislukort með tveimur til fjórum viðburðum MAk á 30% afslætti.

Eldri borgurum og öryrkjum býðst veislukort með tveimur til fjórum viðburðum MAk á 30% afslætti.

Öll ungmenni fá 15% afslátt allt árið af viðburðum MAk gegn framvísun skólaskírteinis.

Eldri borgarar og öryrkjar fá 15% afslátt af viðburðum MAk allt árið.

Sölu veislukorta lýkur 30. september

GJAFAKORT

Ge fðu upplifun

Gjafakortið er einstök gjöf sem gildir á alla viðburði MAk, í versluninni Kistu og á veitingastaðnum 1862 Nordic Bistro.

Veislu- og gjafakort MAk fást í miðasölunni í Hofi, í síma 450-1000 og á mak.is Miðasala er opin virka daga kl. 12-18 og þremur tímum fyrir viðburð

4


LA PERLUR

REVÍUSKOTNIR SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Í LÉTTUM DÚR

23. SEPT. KL. 20 Í HOFI

Í HOFI

Sinfóníuhljómsveit Norðurlands hyllir afmælisbarnið‟

SAMKOMUHÚSINU Í SAMKOMUHÚSINU Þau SelmaÍ Björnsdóttir, Bjarni Snæbjörnsson, Andrea Gylfadóttir, Jónína Björt Gunnarsdóttir, Greta Salóme Stefánsdóttir og ljóti hálfvitinn séra Oddur Bjarni Þorkelsson verða í broddi fylkingar listamanna þegar Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, ásamt góðum gestum, hyllir afmælisbarnið Leikfélag Akureyrar í tónum og tali á léttu nótunum. Flutt verða söngleikjalög, revíulög, farsakennd lög, popplög, rokklög og aríur sem ómað hafa einhvern tíma í Samkomuhúsinu síðustu öldina. Stiklað verður á stóru í sögu LA og ekki ólíklegt að farið verði með gamanmál.

Í áranna rás hafa leikhúsgestir af öllu landinu upplifað ógleymanlegar stundir í áður stóra en nú litla leikhúsinu með stóra hjartað á Akureyri. Það gengur undir nafninu Samkomuhúsið. Stundum hafa sönglögin úr leikritunum eða söngleikjunum verið uppspretta þessara góðu minninga. Þar má nefna lögin úr Fiðlaranum á þakinu, Óliver, Delerium bubonis, Þið munið hann Jörund, Gulleyjunni, Söngvaseiði, Kysstu mig Kata og fleiri verkum. Á tónleikunum rifjum við upp þessar töfrastundir.

Listrænn stjórnandi: Greta Salóme Stefánsdóttir Heiðursgestir: Saga Jónsdóttir, Sunna Borg og Gestur Einar Jónasson Tónskáld og textahöfundar: Ýmsir Útsetningar: Kjartan Valdemarsson og Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson

LANDSBANKINN er styrktaraðili LA Perlna.

6.900 4.830

Almennt miðaverð: Veislukortsverð:

mak.is 5


Í HOFI

KVENFÓLK

Í HOFI

SÝNT Í OKT. & NÓV. Í SAMKOMUHÚSINU

Í SAMKOMUHÚSINU

Drepfyndin sagnfræði með söngvum! HUNDUR Í ÓSKILUM er margrómaður og verðlaunaður dúett sem er leikhúsgestum hér og sunnan heiða að góðu kunnur fyrir leiksýningar sínar Sögu þjóðar sem hlaut Grímuverðlaun árið 2012 og Öldina okkar sem gekk fyrir fullu húsi í Samkomuhúsinu og svo í Borgarleikhúsinu í kjölfarið. Hér leiða þeir aftur saman hunda sína undir stjórn Ágústu Skúladóttur leikstjóra. HUNDUR Í ÓSKILUM heldur áfram að varpa óvæntu ljósi á Íslandssöguna með húmorinn að vopni. Nú er komið að sögu kvenna og kvennabaráttu. Frá því að konan kom til landsins í lok nítjándu aldar hafa íslenskir karlmenn gert sitt besta til að laga sig að breyttum aðstæðum. En hefur okkur tekist sem skyldi? Sagan greinir frá örfáum konum – raunar svo fáum að það er búið að nefna rakettur eftir þeim öllum. HUNDUR Í ÓSKILUM veltir við hverjum steini og grefur upp ýmislegt óvænt og skemmtilegt í sögu jafnréttisbaráttunnar.

Úr gagnrýni um Öldina okkar „Sum þessara atriða voru svo fyndin að ég fékk magakrampa.“ – SA.Tmm „Áhorfendur eiga eftir að veltast um af hlátri. Stórskemmtileg sýning þar sem hugmyndaauðgi, einlægni og beittur húmor ráða ríkjum.“ – SJ.Fbl

Höfundar og flytjendur: Eiríkur G. Stephensen og Hjörleifur Hjartarson Leikstjórn: Ágústa Skúladóttir Ljósahönnun: Lárus Heiðar Sveinsson Leikmynd, búningar og leikmunir: Íris Eggertsdóttir Tónlist: Eiríkur G. Stephensen og Hjörleifur Hjartarson Hljóðhönnun: Gunnar Sigurbjörnsson

ALDURS

HÓPUR

Kvenfólk er 323. sviðsetning LA 6

12+

5.400 3.780

Almennt miðaverð: Veislukortsverð:


FINLANDIA & FRÓN FINNSKIR DAGAR OG FRUMFLUTNINGUR

22. OKT. KL. 16 Í HOFI

Í HOFI

Tvö lýðveldi – Þrír meistarar Petri Sakari stjórnar Sibeliusi og Áskeli Mássyni. Í SAMKOMUHÚSINU

Í SAMKOMUHÚSINU

Í tilefni aldarafmælis finnska lýðveldisins verður finnsk þemavika í Hofi í október sem nær hámarki þegar finnski snillingurinn Petri Sakari stjórnar flutningi Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands á verkum Sibeliusar og Áskels Mássonar á stórtónleikum. Enn eina ferðina frumflytur hljómsveitin nýtt íslenskt verk en það er slagverkskonsertinn Capriccio eftir Áskel Másson. Áskell er Íslendingum að góðu kunnur fyrir tónsmíðar sínar. Færri vita að Áskell er slagverksmeistari mikill og mun höfundurinn sjálfur vera einleikarinn þegar konsertinn Capriccio fyrir sinfóníuhljómsveit og darabuku verður frumfluttur á tónleikunum.

Almennt miðaverð: Veislukortsverð:

Tónskáld: Jean Sibelius og Áskell Másson Hljómsveitarstjóri: Petri Sakari Einleikari: Áskell Másson

5.900

4.130

mak.is 7


FÖRUSVEINAR & KONUNGAR 23. NÓV. KL. 20 Í HOFI

Í HOFI

Söngljóð og aríur Kristinn Sigmundsson bassi og Daníel Þorsteinsson píanóleikari flytja fjölbreytta efnisskrá með söngljóðum Í SAMKOMUHÚSINU Í SAMKOMUHÚSINU og aríum eftir íslensk og erlend tónskáld. Á efnisskránni verður m.a. Sverrir konungur eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson, lagaflokkurinn An die ferne Geliebte eftir Beethoven, hið dramatíska söngljóð Der Wanderer eftir Schubert, aría Gremins úr óperunni Evgeni Onegin eftir Tchaikovsky og hin kómíska aría La Calunnia úr Rakaranum frá Sevilla eftir Rossini. Tónleikarnir eru samstarfsverkefni Menningarfélags Akureyrar og 1862 Nordic Bistro.

Flytjendur: Kristinn Sigmundsson og Daníel Þorsteinsson

5.400 3.780

Almennt miðaverð: Veislukortsverð:

8


ÞYRNIRÓS

RÚSSNESKI BALLETTINN SNÝR AFTUR TIL AKUREYRAR JÓLAVIÐBURÐURINN Í ÁR

26. & 27. NÓV. KL. 19.30 Í HOFI

Í HOFI

St. Petersburg Festival Ballet og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands flytja ballettinn Þyrnirós við tónlist eftir Tchaikovsky.

„Ó, vakna þú mín Þyrnirós, Þyrnirós“ Í SAMKOMUHÚSINU

Í SAMKOMUHÚSINU

Í fyrra var Hnotubrjóturinn fluttur á jólatónleikum SN en í ár er það Þyrnirós. Þegar ballettinn Þyrnirós var fyrst fluttur á sviði í St. Petersburg árið 1890 voru undirtektirnar fremur dræmar. Rússneskir áhorfendur höfðu vanist því að formföst og einföld tónlist hljómaði undir ballettum en það átti svo sannarlega ekki við um tóna Tchaikovskys. Hins vegar hafði litrík tónlistin áhrif á mikilmenni á borð Stravinsky, Balanche og Pavlova sem allir höfðu verkið í hávegum. Fjölmargir listamenn hafa tekið verkið upp á sína arma síðan og Þyrnirós er talin vera einn stórkostlegasti ballett allra tíma. Í verkinu er farið með áhorfendur inn í töfrum gæddan heim prinsessa, álfadísa, töfra og álaga. St. Petersburg Festival Ballet var stofnaður til að endurspegla bestu hefðir og anda Pétursborgarballettsins í sýningarferðum um allan heim. Glæsileiki, þokki og léttleiki einkennir Hátíðarballett Pétursborgar enda hafa aðaldansararnir unnið til fjölda alþjóðlegra verðlauna. Tónskáld: Pyotr Ilyich Tchaikovsky  Hljómsveitarstjóri: Vadim Nikitin  Danshöfundur: Marius Petipa  Meðhöfundar: Frederick Ashton, Anthony Dowell og Christopher Wheeldon

Koma rússneska ballettsins til Akureyrar er gerð möguleg með menningarbrú Hofs og Hörpu sem reist var í september 2015. Markmið hennar er að auka tækifæri listamanna til að sýna list sína fyrir sunnan og norðan og fjölga viðburðum á vegum menningarhúsanna. Þyrnirós verður sýnd í Hörpu í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Íslands.

7.900 Veislukortsverð: 5.530 Börn 6-16 ára: 3.950 Almennt miðaverð:

mak.is 9

ALDURS

HÓPUR

12+


STÚFUR SNÝR AFTUR Í HOFI

Í HOFI

SÝNT Í DESEMBER Í SAMKOMUHÚSINU

Í SAMKOMUHÚSINU

Ljúf, spriklandi og spre llfjörug jólasýning!

Um síðustu jól hélt Stúfur jólasýningu sína við frábærar viðtökur og snýr nú aftur í Samkomuhúsið með nýja leiksýningu. Hann hefur notað tímann vel eftir síðustu jólavertíð og meðal annars æft sig að spila á hljóðfæri, stundað þrotlausa líkamsrækt og smurt raddböndin. „Ég er ljúfur, hrjúfur, spriklandi og sprellfjörugur,“ segir Stúfur. Hann ætlar að segja sannar sögur af sjálfum sér og samferða„fólki.“ Gefa alls kyns jólaráð sem ættu að gleðja jafnt börn, unglinga, foreldra, afa og ömmur – og jafnvel hina geðvondu og sípirruðu móður listamannsins, sjálfa Grýlu. Hér sýnir og sannar jólasveinninn Stúfur enn og aftur að hann er enginn venjulegur jólasveinn. Hann er himinlifandi yfir að hafa verið boðið að vera aftur í Samkomuhúsinu. Stúfur er jólaleg jólasýning fyrir rollinga, gamlingja og allt þar á milli, samt mest fyrir snillinga. Norðurorka er bakhjarl sýningarinnar og gerir okkur kleift að sviðsetja þessa bráðhressandi sýningu. Stúfur er einn af mörgum viðburðum í metnaðarfullri dagskrá MAk fyrir ungt fólk og börn. Höfundur og leikari: Stúfur Leikstjórn, meðhöfundar og sérstakir uppalendur: Margrét Sverrisdóttir og Oddur Bjarni Þorkelsson

„Ég elska leikhúsið því það er svona staður sem barasta allt getur gerst!“ – Stúfur

Stúfur snýr aftur er samstarfsverkefni Stúfs og Leikfélagsins og er 324. sviðsetning LA

Miðaverð, fullorðnir: ALDURS

HÓPUR

10

6+

Veislukortsverð: Börn 6-16 ára:

3.800 2.660 1.900


NÝÁRSFÖGNUÐUR VEISLA ÁRSINS

6. JAN. KL. 18 Í HOFI

Í HOFI

Tónleikar, kvöldver ður og dansleikur Nýárstónleikar og dansleikur Sinfóníuhljómsveitar Í SAMKOMUHÚSINU SAMKOMUHÚSINU Norðurlands í Hamraborg Íundir stjórn Daníels Þorsteinssonar. Veislan hefst með hátíðarfordrykk í Hamragilinu. Þaðan er haldið í Hamraborgina á stutta en stórglæsilega hátíðartónleika sinfóníunnar þar sem tónlist valsakóngsins Johanns Strauss ræður ríkjum. Forleikurinn að Leðurblökunni og glæsilegur Dónárvalsinn munu heyrast sem og aðrir fagrir valsar og polkar að ógleymdum þekktum óperettuaríum og dúettum eftir ýmsa höfunda. Eftir tónleikana er hátíðarkvöldverður á báðum hæðum 1862 Nordic Bistro. Hápunktur kvöldsins er nýársdansleikur fram á nótt þar sem sinfónían flytur m.a. vínarvalsa fyrir dansi. Prinsar og prinsessur, kóngar og drottningar, álfar og menn, líða í ljúfum dansi um sali Hofs, ævintýrakastalans á Norðurlandi.

Tónskáld: Johann Strauss og aðrir höfundar sem hæfa tilefninu Hljómsveitarstjóri: Daníel Þorsteinsson Stórstjörnur úr íslenska óperuheiminum á borð við Hönnu Dóru Sturludóttur. Gissur Pál Gissurarson, Ágúst Ólafsson o.fl. munu sameinast Sinfóníuhljómsveitinni á hátíðlegustu tónleikum ársins

mak.is 11


SJEIKSPÍR EINS OG HANN LEGGUR SIG Í HOFI

Í HOFI

SÝNT Í MARS & APRÍL Í SAMKOMUHÚSINU

Í SAMKOMUHÚSINU

Frábærle ga fyndinn, hraður og mar gróm aður gam anleikur

Sjeikspír eins og hann leggur sig er gamanleikrit á heimsmælikvarða. Hið nýstofnaða Sjeikfélag Akureyrar hefur meira af kappi en listrænu innsæi, eða staðgóðri þekkingu á verkum og ævi William Shakespeare, ákveðið að flytja öll verk skáldsins, alls 37 talsins, á 97 mínútum. Það er næsta víst að allt gengur ekki eins og það á að ganga og niðurstaðan er hlátursprengjur og frussandi fyndin kvöldstund með tónlist og gleði. Sjeikspír eins og hann leggur sig fór sigurför um heiminn í kjölfar þess að hafa verið sýndur í 9 ár í röð á West End í London. Verkið var geysivinsælt í sviðsetningu Leikfélags Íslands fyrir 17 árum í Iðnó og síðar í Loftkastalanum. Vandræðaskáldið Vilhjálmur Bergmann Bragason hefur þýtt verkið og aðlagað fyrir Leikfélag Akureyrar og nýstofnaðan leikhóp: Sjeikfélag Akureyrar. Hinn frábæri dúett Vandræðaskáld hefur samið nýja tónlist fyrir verkið en hann hefur slegið rækilega í gegn með skemmtilegri tónlist og bráðhressandi sviðsframkomu. Sláist í för með þeim og upplifið öll verk Sjeikspírs á ævintýralegum hraða eða afturábak með galsa, leikhúsbrellum, söng og tónum!

Leikarar: Benedikt Karl Gröndal, Jóhann Axel Ingólfsson og Sesselía Ólafsdóttir Leikstjórn: Jón Páll Eyjólfsson Aðlögun og þýðing: Vilhjálmur Bergmann Bragason Tónlist: Vandræðaskáld

„Stupendous, anchorless joy!“ – The Times of London „Rollicking, fast-moving and hilarious!“ – The Guardian

Sjeikspír eins og hann leggur sig er 325. sviðsetning LA

ALDURS

HÓPUR

12

12+

5.400 3.780

Almennt miðaverð: Veislukortsverð:


MATTEUSARPASSÍA SKÍRDAG

29. MARS Í KL. 16 HOFI

Í HOFI

„ Guð minn, Guð minn, hví hefur þú yfirgefið mig?“ Hörður Áskelsson stjórnar ÍMatteusarpassíu SAMKOMUHÚSINU Í SAMKOMUHÚSINU Jóhanns Sebastians Bachs. Matteusarpassía Bachs, sem er stundum kölluð drottning allra tónverka, verður flutt af Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, Kammerkór Norðurlands, Hymnodiu, Stúlknakór Akureyrarkirkju og einsöngvurum í Dymbilvikunni. Það var stór dagur í mannkynssögunni þegar hinn tvítugi Felix Mendelssohn stjórnaði flutningi Söngakademíunnar í Berlín á Matteusarpassíunni þann 11. mars 1829. Tónlist Bachs er um þessar mundir þekkt um allan heim og snilligáfa tónskáldsins almennt viðurkennd. Árið 1829 hafði nafn Bachs hins vegar að mestu legið í rökkri gleymskunnar í um áttatíu ár. Nemendur Bachs og synir reyndu án árangurs að halda nafni hans á lofti en það var ekki fyrr en Mendelssohn dró verkið fram að áhugi manna á Bach vaknaði á ný, sem betur fer fyrir okkur sem lifum í dag. Matteusarpassía J.S. Bachs verður einnig flutt í Hallgrímskirkju föstudaginn langa, þann 30. mars 2018.

Tónskáld: Jóhann Sebastian Bach Stjórnandi: Hörður Áskelsson Einsöngvarar: Kristinn Sigmundsson, Oddur Arnþór Jónsson, Hannah Morrison, Elmar Gilbertsson, Hildigunnur Einarsdóttir og Helena Guðlaug Bjarnadóttir Kórar: Kammerkór Norðurlands og Hymnodia

7.900 5.530

Almennt miðaverð: Veislukortsverð:

mak.is 13


SINFÓNÍSKAR KONUR FRUMFLUTNINGUR Á STÓRVIRKINU ÓLAFUR LILJURÓS Í TILEFNI ÞESS AÐ 100 ÁR ERU LIÐIN FRÁ FÆÐINGU JÓRUNNAR VIÐAR.

29. APRÍL KL. 16 Í HOFI

Í HOFI

„ Konur hafa verið í farar broddi á heimsvísu við kynningu á íslenskri tónlist “ Í SAMKOMUHÚSINU

Í SAMKOMUHÚSINU

Sinfóníuhljómsveit Norðurlands ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur þegar frumflutt verður hljómsveitarverkið Ólafur Liljurós eftir eitt af höfuðtónskáldum Íslendinga, Jórunni Viðar, undir stjórn tónskáldsins og hljómsveitarstjórans Hallfríðar Ólafsdóttur. Jórunn var frumkvöðull á sviði ballett- og kvikmyndatónlistar hér á landi auk þess sem hún samdi fjölmörg þjóðþekkt sönglög. Hún samdi t.d. fyrstu íslensku kvikmyndatónlistina við myndina „Síðasti bærinn í dalnum“. Einnig verður frumflutt nýtt tónverk eftir konsertmeistara SN, Láru Sóleyju Jóhannsdóttur, og Forleikur í C dúr eftir Fanny Mendelssohn.

Höfundar: Jórunn Viðar, Lára Sóley Jóhannsdóttir og Fanny Mendelssohn Hljómsveitarstjóri: Hallfríður Ólafsdóttir Einleikari: Lára Sóley Jóhannsdóttir

5.900 4.130

Almennt miðaverð: Veislukortsverð:

14


BORGARASVIÐIÐ Í HOFI

Í HOFI

SEPT - MAÍ Í SAMKOMUHÚSINU

Í SAMKOMUHÚSINU Í HOFI

Í HOFI

Sögurnar sem við segjum um okkur sjálf Um mitt ár 2015 setti Leikfélag Akureyrar verkefnið BorgaraÍ SAMKOMUHÚSINU Í SAMKOMUHÚSINU sviðið á laggirnar sem stað fyrir þá sem hafa eitthvað að segja um sitt samfélag og vilja taka áskorun hins listræna ferlis. Þannig vill leikfélagið skapa rými til uppgötvunar, rannsókna og könnunarleiðangra.

Mennska, forvitni og fjölbreytileiki Forvitni og löngun til þess að leika sér, deila og uppgötva er meginmarkmið hins listræna ferlis og sviðsetninga Borgarasviðsins. Leiklistarreynsla eða reynsla af textalærdómi er ekki nauðsynleg.

Lýðræðislegt rými Leikfélag Akureyrar vill með Borgarasviðinu gefa borgurum Akureyrar tækifæri til að upplifa leikhúsið sem rými þar sem fólk hittist, hefur samskipti og tengist skapandi, þvert á aldur, kyn og félagslegan bakgrunn. Leikhússtjóri mun leiða vinnu Borgarasviðsins 2017-2018. Fyrsti kynningarfundur verður á Fundi fólksins 8. september. Í kjölfarið verða örnámskeið og vinnustofur með fjölda listamanna til innblásturs og hvatningar. Borgarasviðinu lýkur svo með sýningu árið 2018.

Kynning 8. september í Hofi.

Forvitni, leikur og uppgötvun mak.is 15


Samstar fsverkefni

SINFÓNÍUHLJÓMSVEITAR NORÐURLANDS 2017–2018

25., 26. & 27. ÁGÚST Í ELDBORGARSAL HÖRPU

2. SEPT. Í ELDBORGARSAL HÖRPU

3. SEPT. KL. 20 Í HOFI

Í HOFI

Í SAMKOMUHÚSINU

Í SAMKOMUHÚSINU

16

17. FEB. Í ELDBORGARSAL HÖRPU DAGSETNING AUGLÝSTÍ SÍÐAR HOFI

Í SAMKOMUHÚSINU

Í HOFI

Í SAMKOMUHÚSINU


LEIKLISTARSKÓLI LA

FYRIR BÖRN & UNGLINGA Í 4.–10. BEKK

gle ÐI, AGI & HUGR E K K I Leiklistarskóli Leikfélags Akureyrar er með góðan hóp fagmenntaðra kennara og frábæra aðstöðu í Samkomuhúsinu og Hofi. Námið í LLA miðar að því að nemendur byggi upp sjálfstraust, hugrekki og frumsköpun ásamt aga og tækni. LLA er fyrir börn og unglinga í 4. - 10. bekk grunnskóla og skiptist í haustönn 2017 og vorönn 2018. Skólinn er bekkjarskiptur í yngsta, mið- og efsta stig. Hver önn er 12 vikur og lýkur með sýningu í Samkomuhúsinu eða Hofi. Skráning hefst í ágúst fyrir haustönn og í janúar fyrir vorönn. Skráning og nánari upplýsingar má finna á mak.is

mak.is

Í HOFI

Í HOFI

Í SAMKOMUHÚSINU

Í SAMKOMUHÚSINU Í HOFI

17

Í HOFI


r a n g r o m í hofi bar na

KRAKKA ZUMBA

BÚKOLLA

með Evu Reykjalín

leikhúsi u ð rú b i d en b d n a H eð m

Dönsum og leikum okkur í takt við skemmtilega tónlist. Sunnudaginn 21. jan. kl. 11.00 Ekkert þátttökugjald ALDURS

HÓPUR

Á VIT ÆVINTÝRANNA

Brúðuleikhússýning og vinnusmiðja fyrir börn með Handbendi – atvinnubrúðuleikhúsinu frá Hvammstanga Sunnudaginn 5. nóv. kl. 10.30 Sunnudaginn 5. nóv. kl. 14.00 Ekkert þátttökugjald

ALDURS

3-6 ára

ALDURS

7-12 ára

HÓPUR HÓPUR

4-10 ára

konu ik le ts a v h ig S tu s Á eð m & vinum hennar Börn og fullorðnir mæta í uppáhaldsbúningunum sínum, leysa þrautir og ævintýraleg tónlist skapar réttu stemninguna. Sunnudaginn 11. mars kl. 11.00 Ekkert þátttökugjald ALDURS

NORÐURORKA er styrktaraðili Barnamorgna

HÓPUR

Menningarfélags Akureyrar Í HOFI

18

2-8 ára


Lífle gt Menningar fé lag

Menningarfélag Akureyrar er þungamiðja öflugs menningarstarfs sem skapar ný samfélagsleg verðmæti með því að hlúa að frumsköpun ásamt þeim rótum sem MAk sækir í sögu Leikfélags Akureyrar, Hofs og Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands.

mak.is 19


a s n a d ð a u d Kom í Hofi Viðburðasvið

Zumba

með Evu Reykjalín

Fimmtudaginn

21. sept.

kl. 20 – 22.30

Aðgangseyrir kr. 1.500,-

Salsa

með Önnu Richards

Fimmtudaginn

19. okt.

kl. 20 – 22.30

Aðgangseyrir kr. 1.500,-

s i m æ v k m a S dans með Önnu Breiðfjörð

Fimmtudaginn

30. nóv.

kl. 20 – 22.30

Aðgangseyrir kr. 1.500,-

Í HOFI

20

Í HOFI


Ráðste fnur, fundir, d l ö h u l is e v & ir ð r u b við Fyrirmyndaraðstaða í húsakynnum Menningarfélagsins í hjarta Akureyrar

Menningarhúsið Hof

Samkomuhúsið

Í Samkomuhúsinu er hlýleg aðstaða fyrir fundi, móttökur og viðburði í einu elsta og virðulegasta húsi bæjarins.

Í Hofi eru glæsileg fundaherbergi og salir sem henta vel fyrir minni og stærri fundi, menningarviðburði, veislur, móttökur og ráðstefnur.

Fundir

Veislur & m ótt ökur Ráðste fnur

Hefur þú áhuga á að leigja rými fyrir þinn viðburð? Hafðu samband við okkur á mak@mak.is eða við viðburðastjóra á kristinsoley@mak.is

Menningarviðburðir

1862 Nordic Bistro býður upp á úrval veitinga fyrir alla viðburði, fundi, ráðstefnur, veislur og móttökur í húsakynnum Menningarfélagsins.

21


fi o H í r u g n a g a t Ges Hér má sjá hluta af því listafólki sem heimsækir Menningarhúsið Hof í vetur og fleiri gestir taka á okkur hús.

10. september kl.17

Brahms og blóðheitur tangó, tríótónle

ikar

9. desember kl.14

„White Raven" söngtríó sem syngur írsk þjóðlög og ensk „christmas carols"

Nánari upplýsingar á mak.is

Eftir jól verður haldið upp á 75. afmælisá r Tónlistarfélagsins. Nánar auglýst síðar.

NORÐLENSKAR KONUR Í TÓNLIST

Ljós in ljóman di s kær

JÓLATÓNLEIKAR Í HAMRABORG

LAUGARDAGINN 2. DESEMBER KL. 20.00

T´ónlist

Sjónlist 22

S viðslist

Ve lkomin!


a n u l s i e v í in m o k l e V

Menningarfélag Akureyrar Strandgata 12 600 Akureyri Sími 450-1000

www.mak.is

Útgefandi: Menningarfélag Akureyrar Ábyrgðarmaður: Þuríður Helga Kristjánsdóttir Ritstjóri: Silja Dögg Baldursdóttir Hönnun og umbrot: Blek | blekhonnun.is Myndvinnsla forsíðu: arnartr.com Prentun: Ásprent

Menningarfélag 2017- 18 vefur  

Framundan er fjörugur og skapandi vetur þar sem flestir angar menningar og lista fá notið sín og gestir geta valið úr afþreyingu í hæsta gæð...

Menningarfélag 2017- 18 vefur  

Framundan er fjörugur og skapandi vetur þar sem flestir angar menningar og lista fá notið sín og gestir geta valið úr afþreyingu í hæsta gæð...

Advertisement