Ljósmyndaskólablaðið-2010

Page 1

2010

LJÓSMYNDASKÓLINN

Boðskort

Ljósmyndasýning nemenda Fyrsta árs laugardaginn 29. maí kl. 15 – Hólmaslóð 6

mán–fös 16-20 / lau–sun 14-18 sýningin er opin til 6. júní


Útgefandi Nemendafélag Ljósmyndaskólans Fyrsta árs nemendur 2010 © Ljósmyndaskólinn Hönnuður Björgvin Friðgeirsson Prentun Landsprent Upplag 2000 eintök www.ljosmyndaskolinn.is info@ljosmyndaskolinn.is Hólmaslóð 6 101 Reykjavík 562 0623


pistill

Ljósmyndaskólinn sem áður hét Ljósmyndaskóli Sissu hefur verið starfræktur síðan 1997 og er staðsettur að Hólmaslóð 6 í Reykjavík. Markmið skólans er að kenna ljósmyndun með sköpun að leiðarljósi. Ljósmyndaskólinn hlaut viðurkenningu Menntamálaráðuneytisins á námi til undirbúnings starfa í skapandi ljósmyndun í byrjun árs 2009. Í fyrsta áfanga sem er 2 anna nám eru kennd undirstöðuatriði ljósmyndunar. Kennd er meðhöndlun ýmissa myndavéla, svart/hvít filmuframköllun og stækkun. Frágangur mynda, stúdíó-lýsing og hvernig nýta má birtu. Stafrænljósmyndun og litmyndavinnsla er skoðuð. Nemendum eru kynntar ýmsar leiðir í ljósmyndun svo sem portrett- tísku-, landslags-, auglýsinga-, blaðaljósmyndun og ljósmyndun sem list. Margir af helstu ljósmyndurum, listamönnum og hönnuðum landsins kenna og leiðbeina við skólann auk þess sem enn fleiri koma að náminu með fyrirlestrum og vinnustofuheimsóknum. Má nefna m.a. Atla Má Hafsteinsson, Einar Fal Ingólfsson,

Golla, Pál Stefánsson, Sigurgeir Sigurjónsson, Rax, Gunnar Svanberg, Karl Peterson, Finnboga Pétursson, Börk Sigþórsson, Torfa Agnarsson, Jónu Þorvaldsdóttir, Pétur Thomsen, Áslaugu Snorradóttir, Ámunda Sigurðsson, Ara Magg og Spessa svo einhverjir séu nefndir. Í skólanum eru stúdíó, myrkraherbergi og tölvuver sem eru vel tækjum búin. Ekki eru gerðar kröfur um þekkingu á ljósmyndun þegar valið er inn í skólann. Frá haustinu 2007 bíður skólinn upp á 3 anna framhaldsnám þar sem lögð er áhersla á frekari undirbúning bæði tæknilega og sköpunarlega fyrir starf innan skapandi ljósmyndunar í víðum skilningi. Sýningin sem nú opnar er 13. sýning nemenda skólans og er afrakstur tveggja anna fyrsta áfanga. Sýnendur höfðu flestir mjög takmarkaða þekkingu á ljósmyndun þegar þeir hófu nám s.l. haust en skólinn hefur væntingar um að margir nemendana eigi eftir að halda áfram á þessari braut og marka spor í íslenskri ljósmyndun með myndum sínum í framtíðinni.

Leifur Rögnvaldsson Yfirkennari


Daniel Claus

reuter

“Ultimately, everything is the same in terms of physical presence. What makes it valuable, or not, is our projection onto it, and that transformation interests me, how something suddenly, through emotional charge, becomes different.” — Wolfgang Tillmans “Life isn’t worth living unless there’s a camera around.” — Carmen Electra

© Rafael Pinho



Ásdís Eva Ólafsdóttir Það var einu sinni maður sem ákvað að rækta tómata. Tómatarnir uxu hratt og dreifðu vel úr sér og fljótlega átti maðurinn heilan akur af tómötum. Þrátt fyrir þetta lagði maðurinn aldrei neinn þeirra sér til munns. Þess í stað uxu tómatarnir þar til þeir voru orðnir of þungir fyrir greinarnar og féllu á jörðina. Þar lágu þeir þar til þeir sameinuðust moldu á ný. Dag einn kom nágranni tómatbóndans að honum og spurði. ,,Hví borðar þú ekki þessa lystugu tómata eða selur á markaðnum?.” Tómatbóndinn svarar og sagði að það væri vegna þess að þetta væru grænir tómatar og enginn hefði lyst á grænum tómötum, hversu safaríkir sem þeir væru! Nágranninn verður hissa og segir; ,,en kæri vinur, þessir tómatar hafa alltaf verið rauðir. Og eru það enn!” Tómatbóndinn kinkar kolli og segir, ,,fyrir þér eru þeir rauðir en þeir hafa alltaf verið grænir í mínum augum, og ég hef engan áhuga að láta frá mér græna tómata.”



Hekla Flókadóttir Þegar ég var barn langaði mig alltaf til þess að vinna í ísbúð þegar ég yrði stór. Ég var meira að segja búin að lofa mömmu minni miklum fríðindum. Sem betur fer breyttist stefnan með árunum og í menntaskóla kviknaði neistinn fyrir ljósmyndun. Eftir stúdentsprófið var ég svo heppin að fá vinnu í móttökunni hjá J&L auglýsingastofu þar sem ég kynntist mikið af skemmtilegu skapandi fólki sem að ýtti undir ljósmyndaáhugann. Núna eftir þetta ár í Ljósmyndaskólanum hef ég lært heilmikið, prófað mig áfram og orðin ennþá staðfastari í að læra meira. Ljósmyndun býður uppá svo margar spennandi leiðir sem að ég er spennt fyrir að kynnast. Stefnan hjá mér er framhaldsnám erlendis og ég hlakka til að sjá hvert það leiðir mig ! Þó að mér finnist ís ennþá ofsalega góður, sérstaklega með heitri súkkulaðisósu og hnetum, þá hef ég algerlega breytt um stefnu og er hæst ánægð með það.



Ragnheiður Arngrímsdóttir ég er kona það þykir mér gott ég er stelpa það þykir mér gott ég á pabba það þykir mér gott ég á mömmu það þykir mér gott ég á systkini það þykir mér gott ég á mann það þykir mér gott ég á vini það þykir mér gott ég á þrjá stráka það þykir mér best ég kann að fljúga það þykir mér gaman ég kann að farða það þykir mér fínt ég tek myndir það þykir mér skemmtilegt ég kann fleira ég les bækur það þykir mér gott ég mála myndir það þykir mér gaman ég tala áður en ég hugsa sem mér þykir ekki alltaf gott ég læri það er gott ég er íslendingur það þykir mér gott ég er ánægð með hvern dag sem ég lifi og þakklát fyrir það sem ég er og á



Þorleifur Steinþórsson Hugleiðingar um nýja heimsstyrjöld Nú baðar jörð í blóði, og barist er af móði, og þessu litla ljóði mun lítil áheyrn veitt. Og þótt ég eitthvað yrki um Englendinga og Tyrki, má telja víst það virki sem verra en ekki neitt. Ég ligg hér einn og lúinn, úr lífsins harki flúinn, og vilja og vopnum rúinn á vinsamlegum stað. Manns hug ei hátt skal flíka, ég hefi barist líka og átt við ofraun slíka. En ekki meira um það. Vort líf er mikil mæða og margt vill sárið blæða, og knappt til fæðu og klæða er kannske nú sem þá. En samt skal sorgum rýma, þótt sækist hægt vor glíma, því eflaust einhverntíma mun einhver sigri ná. Og berjist þeir og berjist og brotni sundur og merjist, og hasli völl og verjist í vopnabraki og gný. Þótt borgir standi í báli og beitt sé eitri og stáli, þá skiptir mestu máli að maður græði á því. Steinn Steinarr 1908 - 1958



Kristján Rúnar Egilsson “Photography is the power of observation, not the application of technology.” — Ken Rockwell “There are always two people in every picture: the photographer and the viewer.” — Ansel Adams



Brynjar Snær þrastarson

„Sá sem gerir ekki neitt hann gerir enga vitleysu.“



Sigríður KOLBEINSdóttir

Þegar þú venst því að iðka hugsýnir með áðurgreindum aðferðum kemstu að raun um að þú ferð smám saman að trúa myndunum sem þú skapaðir þér og öðrum og samþykkja þær. Þú áttar þig á að bæði tilfinningum þínum og skynsemi finnst þetta eðlilegt og rétt. Þá þarf maður aðeins að slaka á því að þegar hér er komið fara ótrúlegir hlutir að gerast... Myndir þínar verða að veruleika.



Einar Smárason

„Leiðin er löng, en ég er á leiðinni!“



Þakkir fá

LANDSPRENT

Byggt og Búið Boss & Sand dominos pizza Englabörnin Frostfiskur Bestir ehf Grindavík Flugsafnið Akureyri Pixlar Beco Ljósmyndavörur Christopher Lund Sjóli ehf


HEILSUBร TAR kafbรกtar meo

grรถmm af fitu eoa minna



Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.