Ljósmyndaskólablaðið-2012

Page 1

2012

Bo冒skort

Lj贸smyndask贸linn


Ljósmyndasýning nemenda fyrsta árs. þér er boðið á ljósmyndasýningu fyrsta árs nemenda, laugardaginn 26. maí, kl. 15.00 að Hólmaslóð 6. Sýningin stendur til 3. júní og er opin mán-fös 16-20, lau-sun 14-18.

Útgefandi

Nemendafélag Ljósmyndaskólans Fyrsta árs nemendur 2012 © Ljósmyndaskólinn Uppsetning/hönnun

Villi Warén Prentun

Landsprent Upplag

2500 eintök www.ljosmyndaskolinn.is info@ljosmyndaskolinn.is Hólmaslóð 6 101 Reykjavík 562 0623

Við þökkum eftirfarandi fyrirtækjum fyrir að styrkja útgáfu blaðsins í ár: Tölvuvirkni Sjóli ehf Ljósmyndavörur Mamma Mía Icelandair Technical Service Fönn ehf

GNLD Pixlar Salthúsið Grindavík Martak ehf Grindavík Kríunes Bryggjukaffi Grindavík Fótaaðgerðarstofa Ellu Siggu

Skóverslunin Iljaskinn Borgarlögmenn Hestheimar Grandakaffi Arctic Trucks Christopher Lund Gastec


Pistill Ljósmyndaskólinn sem í byrjun hét Ljósmyndaskóli Sissu hefur verið starfræktur síðan 1997 og er staðsettur að Hólmaslóð 6, Örfirisey, 101 Reykjavík. Skólinn hefur á þessum árum verið í stöðugri þróun og hlaut nám við skólann viðurkenningu Menntamálaráðuneytisins í byrjun árs 2009 til undirbúnings starfa í skapandi ljósmyndun og lánshæfi Lánasjóðs íslenskra námsmanna 2010. Skólinn fagnar nú15 ára afmæli með því að flytja í stærra og enn betur búið húsnæði til hagsbóta fyrir nemendur. Markmið skólans er að kenna ljósmyndun með sköpun að leiðarljósi. Námið sem er 5 annir skiptist í fjölda áfanga þar sem lögð er áhersla að jöfnu á að kenna tæknilegar hliðar ljósmyndunar og sköpun. Nemendum eru kynntar ýmsar leiðir í ljósmyndun svo sem portrett- tísku-, landslags-, auglýsinga-, blaðaljósmyndun og ekki síst ljósmyndun sem list. Margir af helstu ljósmyndurum, listamönnum og hönnuðum landsins kenna og leiðbeina við skólann auk þess sem enn fleiri koma að náminu með fyrirlestrum og vinnustofuheimsóknum. Má nefna m.a. Sissu, Leif Rögnvaldsson, Atla Má Hafsteinsson, Einar Fal Ingólfsson, Golla, Hrafnkel Sigurðsson, Pál Stefánsson, Sigurgeir Sigurjónsson, Rax, Gunnar Svanberg, Karl Peterson, Finnboga Pétursson, Börk Sigþórsson, Torfa Agnarsson, Jónu Þorvaldsdóttir, Pétur Thomsen, Áslaugu Snorradóttir, Ámunda Sigurðsson, Ara Magg og Spessa svo einhverjir séu nefndir. Í skólanum eru stúdíó, myrkraherbergi og tölvuver sem eru vel tækjum búin. Námið er þannig uppbyggt að haustönn fyrsta árs er að mestu leiti notuð til að ná tökum á grundvallartækni í hefðbundinni filmuljósmyndun. Skilning á áhrifum ljósops, hraða og ljósnæmni við myndsköpun. Þekkingu á ýmsum gerðum myndavéla, ljósmælingu, framköllun s/h filmu og stækkun. Skoðuð er litljósmyndun, stúdíólýsing og ljósmyndasaga. Á vorönn gefst nemendum síðan kostur á að kynnast ýmsum leiðum innan ljósmyndunar til að átta sig á breidd fagsins og hvaða tegund ljósmyndunar hentar hverjum og einum. Eins og fyrr sagði nýtur skólinn aðstoðar margra þekktustu ljósmyndara landsins á þessum sviðum. Þessir gestakennarar koma mismikið við sögu, allt frá því að sína verk sín og segja frá því hvernig viðkomandi hefur nálgast starf sitt

og nám, til þess að fylgja nemendum í nokkrar vikur og leiðbeina með verkefnum í þeirri tegund ljósmyndunar sem viðkomandi hefur getið sér góðs orðspors. Með þessum verkefnum er öll tækni þróuð áfram og nemendur æfa sig frekar í notkun stúdíólýsingar, að nota mismunandi myndavéla format o.s.fr.v. Fyrsta ári lýkur svo með lokasýningu sem er unnin í nánu samstarfi við aðalkennara skólans og eða þá kennara sem sterkust áhrif hafa haft á viðkomandi nemenda. Sýningin sem opnuð er í lok maí og stendur í u.þ.b. 10 daga er nokkurskonar lokapróf 1. árs. Á 3. og 4. önn er tæknileg áhersla lögð á stafræna ljósmyndun og myndvinnslu. Nemendur kynnast stafrænum myndavélum, skönnun og stafrænni myndvinnslu. Kafað er dýpra í stúdíólýsingu og skilningur á áhrif birtu aukinn. Kennd er prenttækni og undirbúningur mynda fyrir prentun í ýmsu formi. Tengsl við fagið eru aukin með aðkomu framúrskarandi ljósmyndara bæði hérlendis og erlendis frá. Áhersla er lögð á að finna styrk hvers og eins. Kennd er rekstrarfræði til að undirbúa nemendur fyrir eigin rekstur. Rík áhersla er einnig lögð á sköpun með aðkomu þjóðþekktra listamanna og hönnuða ásamt því að ljósmynda og listasaga er skoðuð frekar. Á 5. og síðustu önn vinna nemendur að eigin verkefni eða verkefnum undir handleiðslu kennara með það fyrir augum að brúa bilið milli skóla og atvinnulífsins. Einnig vinna nemendur myndmöppu, heimasíðu og viðskiptaáætlun sem er ætlað að vera þeirra helstu verkfæri við að koma sér á framfæri og við atvinnuleit. Sýningin sem nú opnar er afrakstur vinnu nemenda á fyrsta ári. Sýnendur höfðu flestir takmarkaða þekkingu á ljósmyndun þegar þeir hófu nám s.l. haust en skólinn hefur væntingar um að margir nemendana eigi eftir að halda áfram á þessari braut og marka spor í íslenskri ljósmyndun með myndum sínum í framtíðinni. Á heimasíðu skólans www.ljosmyndaskolinn.is er að finna nánari upplýsingar um skólann og námið. Þar er jafnframt hægt að skoða námskrá skólans sem á ítarlegan hátt útlistar nám við Ljósmyndaskólann.

Leifur Rögnvaldsson Yfirkennari


Alvin Zogu

1987 · Kosovo

Áhugamál

Fólk.

Stafrænt eða filma

Fer eftir verkefni. Uppáhalds ljósmyndari

Nick Knight, Steven Meisel, Tim Walker. Ertu búinn að borga kaffið?

Eitthvað af því.

„love Hate the sin the sinner“



Anna Vigdís Kristinsdóttir 1972 · Siglufjörður

Áhugamál

Allt milli himins og jarðar. Stafrænt eða filma

Stafrænt, stafrænt. Uppáhalds ljósmyndari

Er alltaf að uppgötva nýja, núna er það Martin Schoeller. Ertu búinn að borga kaffið?

Ég drekk ekki kaffi.

„Ifyou’re your pictures aren’t good enough, not close enough.“ - Robert Capa



Aron Reynisson 1964 · Mosó

Áhugamál

Að dvelja fleiri daga á fjöllum. Stafrænt eða filma

Bæði.

Uppáhalds ljósmyndari

Vantar sárlega idol - er að leita. Ertu búinn að borga kaffið?

Drekk ekki þann óþverra!

Victory awaits him who has everything in order luck, people call it. Defeat is certain for him who has neglected to take the necessary precautions in time; this is called bad luck.“ - from The South Pole, by Roald Amundsen



Berglind Ósk Svavarsdóttir 1987 · Hfj City

Áhugamál

Ljósmyndun, tíska, handbolti, og tónlist. Stafrænt eða filma

Ég er meira að mynda á digital núna en finnst alltaf gaman að taka á filmu líka :) Uppáhalds ljósmyndari

Úff þeir eru svo margir... Lillian Bassman, Richard Avedon, Tim Walker, Steven Meisel, Marco Tenaglia, Anton Corbijn, Eugenio Recuenco, Melissa Rodwell og svo er hún Sigríður Ella Frímannsdóttir alveg einstök! Ertu búinn að borga kaffið?

Hvaða kaffi?

„style Fashions fade, is eternal“



Díana Júlíusdóttir 1973 · Reykjavík

Áhugamál

Ganga á fjöll, hugleiðsla, leiklist, ferðalög, laxveiði, ljósmyndun og börnin mín. Stafrænt eða filma

Filma.

Uppáhalds ljósmyndari

Dorothea Lange.

Ertu búinn að borga kaffið?

Já.

„Ég get, ég vil, ég skal“



Erna Ýr Guðjónsdóttir 1986 · Reykjavík

Áhugamál

Söngur, tónsmíðar, ljósmyndun og vinir. Stafrænt eða filma

Bæði betra.

Uppáhalds ljósmyndari

Úff, þeir eru of margir en Richard Avedon er með þeim uppáhalds. Ertu búinn að borga kaffið?

Nei, ég drekk ekki kaffi.

„her I’m just a girl trying to find place in this world “



Sigríður Eygló Gísladóttir 1988 · Njarðvík

Áhugamál

Ljósmyndun, myndlist, útlönd, ferðalög og fleira. Stafrænt eða filma

Ómögulegt líf án beggja. Uppáhalds ljósmyndari

Alltaf sá nýjasti sem ég uppgötva. Ertu búinn að borga kaffið?

Eitur! Ég borga ekki fyrir svoleiðis.

„IInever read, just look at pictures“ – Andy Warhol



Gísli Hjálmar Svendsen

1959 · Noregur og Ísafjörður

Áhugamál

Ljósmyndun, og ekki síst frelsi til athafna. Stafrænt eða filma

Digital og filma (í þessari röð). Uppáhalds ljósmyndari

Dick Avedon, Eugene Smith, Peter Lindberg og RAXi. Ertu búinn að borga kaffið?

Já!

Ljósmynd hefur þann einstaka eiginleika að geta skrásett og geymt augnablik um ókomna framtíð. Augnablik sem að öðrum kosti hefði glatast fyrir utan (óljósa) minnningu í hugskotum þess sem upplifði það. Þess vegna er hver og ein ljósmynd einstakt fyrirbæri, sem ber engu að síður að meðhöndla með fullri virðingu fyrir myndefninu. Að því sögðu tel ég að allar ljósmyndir eigi rétt á sér sem slíkar; slæmar, góðar eða allt þar á milli; enda er það persónubundið smekksatriði sem hefur ekkert með framangreindar forsendur ljósmyndunar að gera ...“



Gunnar Ásgeir Ásgeirsson

1987 · Hef búið í Garðabæ frá blautu barnsbeini

Áhugamál

Að spila á píanóið er eitt af því allra besta, nú eða þá að hlusta á einhverja flennifína tóna af grammafóninum, svo yljar stangveiðin mér alltaf um hjartarætur, alltaf hugljúft að horfa á góða kvikmynd, og svo er ég að sjálfsögðu með ljósmyndadellu og því fylgir krónísk græjudella (ég þarf að eiga allt og nægjusemi er ekki til í minni orðabók). Stafrænt eða filma

Filma! En ég tek mjög mikið á digital líka þar sem sólahringurinn er bara 24 stundir og ég drulla ekki peningum. Uppáhalds ljósmyndari

Á alþjóðavísu er það Henri CartierBresson en á okkar litla Íslandi er það RAX. Ertu búinn að borga kaffið?

Nei, en það á sér líka fullkomlega eðlilegar skýringar, ég drekk ekki kaffi og hef aldrei gert og þá er skólinn engin undantekning.

„Your first 10,000 photographs are your worst.“ – Henri Cartier-Bresson



Hildur Ágústsdóttir 1977 · Frá Garði

Áhugamál

Náttúran, mannlífið, persónur og sögur þeirra. Ljósmyndun, ferðalög og svo margt fleira. Stafrænt eða filma

Bæði.

Uppáhalds ljósmyndari

Ansel Adams, Brassai, Robert Doisneau, Tim Walker. Ertu búinn að borga kaffið?

Jamm.

„Live a little“



Jón Heiðar Víðisson

1976 · Húsavík City

Áhugamál

Ljósmyndun, stangveiði, hundar og fjölskyldan. Stafrænt eða filma

Filma.

Uppáhalds ljósmyndari

Henri Cartier-Bresson. Ertu búinn að borga kaffið?

Já, þótt það sé sjaldnast til…

„Jón er sögu ríkari...“



Kaire Hjaltested 1973 · Eistland

Áhugamál

Ljósmyndir, bíómyndir, list og fleira… Stafrænt eða filma

Filma.

Uppáhalds ljósmyndari

Sally Mann, Edouard Boubat. Ertu búinn að borga kaffið?

Já.

„When you photograph people in color you photograph their clothes, but when you

photograph people in B&W, you photograph their souls.“ - Ted Grant



Ófeigur Lýðsson 1983 · Eyjar

Stafrænt eða filma

Stafrænt, en filma fyrir eigin verkefni. Uppáhalds ljósmyndari

Raxi, Golli og Einar Falur í íslensku deildinni. Mary Ellen Mark og Henri Cartier-Bresson í erlendu deildinni. Ertu búinn að borga kaffið?

Já. Ég vann fyrir kaffinu og borgaði það þannig ;)

„Photography is an immediate reaction, drawing is a meditation.“

- Henri Cartier-Bresson



Ragnheiður Diljá Hrafnkelsdóttir

1984 · Fædd og uppalin á pósthúsinu á Breiðdalsvík

Áhugamál

Tónlist, tíska, ljósmyndun og fólk. Stafrænt eða filma

Bæði, filman er samt alltaf eitthvað svo falleg. Uppáhalds ljósmyndari

Wendy Bevan, Paolo Roversi, Ellen Von Unwerth eru alltaf uppáhalds. Ertu búinn að borga kaffið?

Nei kallinn minn - ég á ekki pening fyrir kaffi :)

„Oft slettist upp á vínskápinn.“



Sigríður Ella Frímannsdóttir

1980 · Uppalin í miðbænum á Akureyri

Áhugamál

Ljósmyndun, tónlist, ferðalög, fjölskylda mín og fólk almennt. Stafrænt eða filma

Bæði.

Uppáhalds ljósmyndari

Mary Ellen Mark, Sally Mann, Paolo Roversi, Rax. Ertu búinn að borga kaffið?

Nei takk.

„Stay hungry. Stay foolish.“



Valdimar Thorlacius 1988 · Hveragerði

Áhugamál

Snjóbretti og brimbretti. Stafrænt eða filma

Get ekki gert upp á milli, bæði! Uppáhalds ljósmyndari

Richard Avedon.

Ertu búinn að borga kaffið?

Drekk ekki kaffi... svo nei.

„„How The student asks his teacher can I take more interesting pictures?“ And he answers back without hesitate „Become a more interesting person!“



Vigdís Heiðrún Viggósdóttir 1960 · Skagaströnd

„maður Það hættulegasta sem gerir er að lifa, það hefur ekki nokkur maður lifað það af. Brostu, það bætir:) “

Áhugamál

Garðyrkja, dans, ferðalög og ljósmyndun. Stafrænt eða filma

Bæði.

Uppáhalds ljósmyndari

Edward Weston.

Ertu búinn að borga kaffið?

Já, já : )



Þórarinn Örn Egilsson

1985 · Ættleiddur frá Chile til Íslands. Ólst upp á brekkunni á Akureyri.

„Ertu búinn að borga kaffið?“ Áhugamál

Ferðalög. Ljósmyndun. Fótbolti, Snjóbretti, Gera tónlist með konunni minni. Borðspil. Stafrænt eða filma

Filma og því stærri því betri. Uppáhalds ljósmyndari

Það er ekki neinn einn uppáhalds en ég get nefnt ljósmyndara eins og Paolo Roversi, Irving Penn, Sally Mann og Margaret M. de lange. Ertu búinn að borga kaffið?

Ég kýs að hunsa þessa spurningu eins og ég hef gert í allan vetur.



Þröstur Guðlaugsson BC · Eyjanesi

Áhugamál

Hannyrðir. Stafrænt eða filma

Bæði.

Uppáhalds ljósmyndari

Bresson.

Ertu búinn að borga kaffið?

Já og fyrir Jón líka.

„The thing about the photograph is there´s

no smell or sound and in a sense it tells the truth and yet it is a lie.“



Turninn | Smáratorgi 3 | 201 Kópavogi | sími 575 7500 | www.nitjanda.is | pantanir@veisluturninn.is


Brandenburg

AUGNABLIKSFANGARINN FRÁ

EOS 5D Mark III: þróun á goðsögn Nýherji hf.

Sími 569 7700

www.netverslun.is

Viðurkenndir Canon söluaðilar um land allt Reykjavík Verslun Nýherja, Borgartúni 37 & Kringlunni - ELKO Lindum, Skeifunni & Granda - Beco, Langholtsvegi 84 - Myndval, Mjódd - Fotoval, Skipholti 50b / Akureyri Pedromyndir - Byko / Húsavík Bókaverslun Þórarins / Ísafjörður Penninn / Sauðárkrókur Tengill / Hvammstangi Ráðbarður / Grundarfjörður Hrannarbúðin / Ólafsvík Söluskálinn / Stykkishólmur Skipavík / Borgarnes Framköllunarþjónustan - Omnis / Akranes Omnis / Reykjanesbær Omnis / Selfoss TRS / Höfn í Hornafirði Martölvan / Neskaupstaður Tónspil / Egilsstaðir Myndsmiðjan / Vestmannaeyjar Geisli / Netverslun Nýherja, www.netverslun.is / ELKO Flugstöð Leifs Eiríkssonar


#!' 5 5g5 ,,#&̓ & !!-%#*5 #!' 5' Ħ5jl5'#&&$ĉ(5*#2& 5'3( łČ!/

#!' 5&#(-/,5 3,#,5 #%)(65 ()(65 )(365 (. 25)!5 &3'*/-5'3( 0ï& ,


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.