Page 1

Ljósm yn daskó l in n The School of photography

Drög að:

Námskrá Skólaárið 2013-2014


Efnisyfirlit

2

Efnisyfirlit ..........................................................................................................................

2

Formáli ...............................................................................................................................

4

Um skólann ............................................................................................................................

4

Inntökuskilyrði ......................................................................................................................

4

Markmið náms ......................................................................................................................

4

Fyrirkomulag náms ...............................................................................................................

5

Ástundun náms .....................................................................................................................

6

Námsmat og einkunnir .........................................................................................................

6

Kennarar og fyrirlesarar .......................................................................................................

7

Aðstaða ..................................................................................................................................

8

Meðferð ágreiningsmála .......................................................................................................

8

Skólafundur ...........................................................................................................................

8

Almennar skólareglur ...........................................................................................................

9

Skólagjöld ..............................................................................................................................

9

Stjórnun ................................................................................................................................. 10 Námslýsing ......................................................................................................................... 12 1. önn

30 Fein

12

LJHR 4LM104

Ljósop, hraði og myndsköpun, 4 Fein .............................................. 12

FRST 4LM110

Svarthvít filmuframköllun og stækkun, 10 Fein ............................. 12

MYMB 4LM105 Myndatökur, mynduppbygging og formfræði, 5 Fein ..................... 13

STFR 4LM102

Stafræn ljósmyndun, -myndvinnsla og -umsýsla, 1. hluti, 2 Fein .. 13

LJSS 4LM103

Ljósmyndasaga, 3 Fein ..................................................................... 14

STUD LM103

Að lesa í og skapa ljós, vinna í myndveri, 1. hluti, 3 Fein ............... 14

HUGM 4LM103 Hugmyndavinna, vinnubók (portfólíó), 1. hluti, 3 Fein .................. 15 2. önn

30 Fein

15

STUD 4LM204

Að lesa í og skapa ljós, vinna í myndveri, 2. hluti, 4 Fein ............... 15

LMLI 4LM202

Ljósmyndun sem listform, 2 Fein .................................................... 16

STFR 4LM205

Stafræn ljósmyndun, -myndvinnsla og -umsýsla, 2. hluti, 5 Fein .. 16

SMMY 4LM202 Að segja sögur með myndum, 2 Fein ............................................... 16

PRTR 4LM202

Portrettljósmyndun, 2 Fein .............................................................. 17

HESK 4LM202

Hefðbundnar leiðir í listljósmyndun, 2 Fein ................................... 17

EVRK 4LM202

Þróun eigin verkefna, 2 Fein ............................................................ 17


Efnisyfirlit

Lj ósm y n das kó l i nn Námskrá

3

HEIM 4LM202 Persónuleg heimildaljósmyndun, 2 Fein ......................................... 18

LISS 4LM202

LOKV 4LM207 Lokaverkefni, 7 Fein ......................................................................... 19 3. önn

Listasaga-listfræði, 1. hluti, 2 Fein ................................................... 18

30 Fein

19

STFR 4LM307

Stafræn ljósmyndun, stafræn myndvinnsla, 3. hluti, 7 Fein .......... 19

STUD 4LM303

Að lesa í og skapa ljós, vinna í myndveri, 3. hluti, 3 Fein ............... 20

VSTN 4LM306

Vinnustaðanám hjá ljósmyndara, 6 Fein ......................................... 20

LISS 4LM303

Listasaga-listfræði, 2. hluti, 3 Fein ................................................... 20

PRTT 4LM302

Prenttækni, 2 Fein ............................................................................ 21

FJLM 4LM305

Fjölmiðla ljósmyndun, 5 Fein ........................................................... 21

HUGM 4LM303 Hugmyndavinna, vinnubók (portfólíó), 3 Fein ............................... 21

EVRK 4LM301

4. önn

Þróun eigin verkefna, 2. hluti, 1 Fein .............................................. 22 30 Fein

22

Stafræn ljósmyndun, stafræn myndvinnsla, 4. hluti, 7 Fein ......

22

STFR 4LM407

MNDS 4LM401 Myndsala, 1 Fein ............................................................................... 22

STUD 4LM403

Að lesa í og skapa ljós, vinna í myndveri, 4. hluti, 3 Fein ............... 23

LJSS 4LM403

Ljósmyndasaga, 2. Hluti, 3 Fein ....................................................... 23

LIST 4LM410

Ljósmyndun sem list, sköpun, 10 Fein ............................................. 24

HUGM 4LM403 Hugmyndavinna, vinnubók (portfólíó), 3 Fein ............................... 24

EVRK 4LM401

MRKF 4LM402 Markaðsfræði, eigin rekstur, 1. hluti, 2 Fein ................................... 25 5. önn

Þróun eigin verkefna, 2. hluti, 1 Fein .............................................. 24

30 Fein

25

SJST 4LM526

Sjálfstæð verkefnavinna, 26 Fein ..................................................... 25

VEFS 4LM502

Heimasíðugerð, 2 Fein ...................................................................... 26

RKST 4LM502

Markaðsfræði, eigin rekstur, 2. hluti, 2 Fein ................................... 26

Viðauki 1 – Kennaraskrá .................................................................................................... 28 Viðauki 2 – Námsyfirlit ...................................................................................................... 32 Viðauki 3 – Myndir af aðstöðu ................................................................................................. 38


Formáli

4

Um skólann Ljósmyndaskólinn starfar með viðurkenningu Menntamálaráðuneytisins frá byrjun árs 2009 sem sérskóli á framhaldsskólastigi skv. Lögum um framhaldsskóla nr. 92/2008. Skólinn sem áður hét Ljósmyndaskóli Sissu hefur verið starfræktur síðan 1997. Í upphafi bauð skólinn upp á styttri námskeið en síðar tveggja anna nám. Frá og með skólaárinu 2007-2008 hefur verið boðið upp á fimm anna fullt nám í skapandi ljósmyndun. Með því móti er hægt að taka 150 Fein einingar í skapandi ljósmyndun við skólann. Markmið skólans er að kenna ljósmyndun, að auka veg ljósmyndunar á Íslandi og valmöguleika í menntun ljósmyndara með listsköpun að leiðarljósi. Það er ennfremur stefna skólans að standast fyllilega samanburð við skóla erlendis og vera þar í fremstu röð. Skólinn er í einkaeigu og standa skólastjóri og framkvæmdastjóri að rekstrinum.

Inntökuskilyrði Til að fá inntöku í Ljósmyndaskólann þarf umsækjandi að hafa lokið námi í framhaldsskóla eða öðru sambærilegu námi. Hægt er að sækja um undanþágu frá þessum skilyrðum til skólastjóra sem tekur afstöðu til umsóknar eftir aðstæðum hverju sinni. Er þá sérstaklega horft til aldurs, starfsreynslu og þekkingar í ljósmyndun við slíka undanþágu. Einnig er gerð krafa um grundvallarþekkingu í ljósmyndun og tölvunotkun. Umsóknum skal fylgja myndamappa þessu til staðfestingar. Myndirnar ásamt ferilskrá, texta um það hvers vegna sótt er um skólagöngu og viðtal við umsækjendur liggja til grundvallar inntöku. Gerð er krafa um að nemendur hafi til umráða eigin filmumyndavél við upphaf náms. Þegar líður á námið er gerð krafa um að nemendur eigi harða diska til varðveislu gagna og ákjósanlegt er að þeir hafi aðgang að stafrænni myndavél. Jafnframt eru nemendur hvattir til að hafa til ráðstöfunar ýmsan perónulegan aukabúnað s.s. þrífót, ljósmæli, synksnúru/senda.

Markmið náms Ljósmyndaskólinn hefur það markmið að kenna skapandi ljósmyndun og að undirbúa nemendur til starfa á ólíkum sviðum ljósmyndunar sem og til frekara náms. Lögð er áhersla á að nemendur finni listsköpun sinni farveg með því að öðlast þekkingu á ljósmyndatækni og að þjálfast í beitingu hennar bæði við hefðbundna filmuljósmyndun og nýjustu stafræna


Formáli

Lj ósm y n das kó l i nn Námskrá

5

tækni. Nemendur kynnast ýmsum sviðum innan skapandi ljósmyndunar og annarra listgreina með aðkomu framúrskarandi fagfólks, listamanna og útgefenda (sjá meðfylgjandi kennaralista). Sérstaða skólans byggir á þessum sterku tengslum skólans við atvinnulífið sem gefur nemendum tækifæri á að kynnast og tengjast heimi fagljósmyndunar. Lögð er áhersla á að eftir því sem líður á námið öðlist nemendur æ meira sjálfstæði í sköpun og úrvinnslu verkefna. Við námslok er gert ráð fyrir: – Að nemendur hafi öðlast góða þekkingu í tæknilegri framkvæmd hverskyns skapandi ljósmyndunar svo að þeir geti starfað sjálfstætt á því sviði sem þeir kjósa. – Að nemendur þekki til helstu stefna og tjáningarleiða innan fagljósmyndunar. – Að nemendur hafi yfirsýn yfir menningarlegt, sögulegt og pólitískt hlutverk ljósmyndunar og geti tjáð sig um það af þekkingu og á gagnrýninn hátt. – Að nemendur þekki vel til íslenskrar og alþjóðlegrar ljósmyndunar, samtímastefnur og sögulegt samhengi ljósmyndunar og skilji tengsl hennar við samfélagsþróun með tilvísunum í listasöguna. – Að nemendur skilji og geti skýrt áhrif og siðferðilega ábyrgð ljósmyndasköpunar í fjölmiðlun nútímasamfélagsins og hvernig henni er beitt.

Fyrirkomulag náms Skólinn starfar í tvær annir, ár hvert, og er hvor þeirra 19 vikur, frá síðustu viku ágúst og út maí ef undan er skilið hefðbundið jóla- og páskafrí nemenda. Námið er fimm annir og skiptist í afmarkaða námsþætti eða áfanga. Hver áfangi bætir við það sem á undan er komið og sífellt er byggt ofan á þann grunn sem lagður er í upphafi. Kennt er á þau verkfæri og þá tækni sem notuð er í ljósmyndun ásamt myndbyggingu, listasögu, ljósmyndasögu, hugmyndavinnu og sköpun. Nemendur eru þannig þjálfaðir í vinnulagi sem nýtist þeim til frekari vinnu og þekkingaröflunar í náminu. Á 4. og 5. önn eru nemendur orðnir sjálfstæðari í námi og hafa aukið val um að velja sér leiðir í náminu eftir áhuga en undir handleiðslu kennara. Verkefnavinna er mjög stór hluti af náminu á öllum stigum og hverjum námsþætti lýkur með verkefni eða verkefnum. Nemendur sýna fram á með verkefnum sínum að þeir hafi náð settum markmiðum. Námsmat er unnið við verkefnaskil nemenda. Kennsla fer fram með fyrirlestrum, sýnikennslu, handleiðslu kennara og vettvangsferðum en auk þess fer verkleg kennsla og þjálfun fram í hóptímum eða í einkatímum. Gildir þetta einkum um námið á 1. til 3. önn. Á 4. og 5. önn er aukin áhersla á sjálfstæða vinnu nemenda undir handleiðslu kennarana. Sá tími sem gefinn er upp í námslýsingu fyrir verkefnavinnu miðast við lágmarks tímafjölda.


Formáli

6

Ljósmyndaskólinn starfar eftir Fein einingakerfinu en hefur jafnframt ECTS (European Credit Transfer System) einingakerfi Evrópusambandsins að leiðarljósi og regluverk þess. Á Íslandi er þó einungis námi á viðurkenndu háskólastigi heimilt að notast við ECTS. Við útreikning á einingafjölda hvers áfanga er lagt til grundvallar að þriggja daga námsframlag samsvari einni einingu. Kennt er án hlés. Til viðbótar fyrirlestrum kemur vinna nemenda undir handleiðslu kennara sem og ákveðinn tímafjöldi að baki hverri einingu sem varið er í sjálfstæða vinnu og heimildaöflun nemenda. Meginreglan er að nemandi skuli hafa lokið 30 einingum til að flytjast á milli anna. Veikindi eða viðurkennd forföll geta þó skapað undanþágu frá þeirri reglu. Liggi fyrir sérstakar ástæður leitast skólinn eftir að aðstoða nemanda við að vinna upp þær einingar sem upp á vantar. Til að útskrifast skal nemandi hafa lokið að fullu 150 einingum. Í námslýsingu kemur fram heiti námskeiðsins og auðkenni, lýsing á inntaki námskeiðsins og námsmat. Áhersla er lögð á að lýsing á námskeiði sé sem ítarlegust og að samræmi sé á milli lýsingar og þeirrar kennslu sem fer fram. Sú námskrá sem er í gildi þegar nemandi hefur nám við skólann gildir út allt námið, þrátt fyrir að breytingar verði á námskrá á námstímanum. Sé vikið frá þeirri reglu skal það vera í fullu samráði við nemendur og yfivöld menntamála.

Ástundun náms Ljósmyndaskólinn gerir kröfu um fulla mætingu í alla tíma og fullnægjandi skil allra verkefna. Séu fjarvistir, þar með talin vegna veikinda umfram 20% af heildarfjölda kennslutíma, telst nemandi ekki hafa staðist námskeiðið. Sé um að ræða sérstakar og óviðráðanlegar aðstæður getur nemandi sótt um undanþágu frá þessari reglu til skólastjóra og skulu skólastjóri og yfirkennari afgreiða erindið. Í beiðni nemanda skal koma fram haldbær skýring á fjarvistum hans og tillögur um hvernig hann hyggst uppfylla kröfur námskeiðsins. Þurfi kennari að gera sérstakt verkefni eða bæta nemanda upp kennslu með einhverjum hætti skal nemandi greiða fyrir það sérstaklega.

Námsmat og einkunnir Frammistöðumat er uppfært stöðugt og á 1. til 3. önn þurfa nemendur að sýna að þeir hafi náð viðfangsefni hvers áfanga fyrir sig áður en næsti áfangi er tekinn fyrir. Námsmat er framkvæmt við verkefnaskil nemenda og í lok áfanga. Eru verkefni nemenda þá metin fullnægjandi eða ólokið. Nái nemandi ekki fullnægjandi árangri fær hann tækifæri til að endurgera verkefni og er þá boðið upp á viðbótarleiðsögn í þeim námsþætti eftir föngum.


Formáli

Lj ósm y n das kó l i nn Námskrá

7

2. önn lýkur með sýningu á verkum nemenda sem unnin er í nánu samstarfi við kennara skólans. 4. önn lýkur með skýrslu nemandans þar sem hann leggur einnig fram hugmyndir að vinnuferli sínu fyrir 5. önnina. 5. önn lýkur líkt og 2. önn með lokasýningu nemenda ásamt því sem þeir skila inn myndamöppu (portfólíu) með verkum sínum. Fyrir þessi lokaskil og vinnu hvers námsárs eru gefnar einkunnir. Einkunnir eru tilgreindar með bókstöfunum A, B, C, L og F en þá telst áfanga ólokið. Í vissum tilvikum er niðurstaða úr áfanga skilgreint með L þegar nemandi hefur lokið honum. Forsendur einkunnagjafar eru: Forsendur einkunnagjafar eru: Einkunn

Viðmiðun

Vísar til þess að:

A

85 – 100%

markmiða sé náð

B

70 – 84%

markmiða sé náð

C

50 – 69%

markmiða sé náð

Ólokið

0 – 49%

markmiða sé náð

F L

Áfanga lokið

M

Áfangi metinn

Í lok 2. og 5. annar fá nemendur skriflega umsögn þar sem kemur fram mat á vinnulagi nemanda. Það sem lagt er til grundvallar slíku mati er:

– Þekking á námsefninu

– Úrvinnsla og hagnýting þekkingarinnar

– Vinnuhraði og fagmennska

– Ástundun

– Frumleiki

– Listfengi

– Vinnubækur

Hyggist nemandi halda áfram námi á 2. og 3. ári skal hann óska eftir því við skólastjóra á vorönn. Til að eiga rétt á áframhaldandi námi við skólann þarf hann að hafa lokið tilskyldum lágmarksárangri á yfirstandandi skólaári.

Kennarar og fyrirlesarar Auk skólastjóra og yfirkennara kennir stór hópur helstu ljósmyndara landsins við skólann en einnig grafískir hönnuðir, myndlistarmenn og fagfólk í ýmsum tengdum greinum sem getið hafa sér gott orð fyrir störf sín hér heima og erlendis. Þær kröfur eru gerðar til allra kennara og fyrirlesara skólans að þeir séu með nám og/eða mikla starfsreynslu að baki í þeirri grein sem þeir kenna við skólann. (Sjá skrá yfir kennara í viðauka 1.)


Formáli

8

Aðstaða Það er stefna skólans að bjóða upp á besta mögulega tækjakost í vel útbúnu og sérhönnuðu húsnæði (sjá myndir í viðauka 3). Nemendur hafa afnot af góðri vinnuaðstöðu í rúmgóðu húsnæði. Þar er fyrirlestrasalur, framköllunarherbergi með aðstöðu fyrir svarthvíta filmuframköllun, stórt myrkra-/stækkunarherbergi með sjö stækkurum og aðstöðu til að stækka filmur frá 35mm og upp í 4x5” blaðfilmu. Til staðar er rúmgott myndvinnslusvæði með skurðarhnífum, ljósaborð til skoðunar á filmum og annar slíkur nauðsynlegur búnaður til fullnaðarfrágangs á myndefni. Myndver (stúdíó) nemenda eru tvö 35m2 og 40m2 rými, þar er hátt til lofts og hentugt að vinna með margskonar gerðir lýsinga. Tölvuver nemenda er vel búið tölvum til myndvinnslu ásamt skanna, prentara og öðrum tilheyrandi tölvubúnaði. Að auki fylgir aðstöðu nemenda bókasafn, setustofa, tækjageymsla og kaffiaðstaða. Nemendur hafa aðgang að vinnuaðstöðunni hvenær sem þeim hentar á meðan þeir stunda nám við skólann. Nemendum stendur til boða að fá lánaðar ýmsar gerðir myndavéla og annan tækjabúnað sem nýtist þeim við úrlausnir verkefna. Ennfremur hafa þeir aðgang að góðu bókasafni um ljósmyndara og ljósmyndun sem nýtist þeim við hverskonar verkefnavinnu. Yfirkennari eða staðgengill hans er til staðar samkvæmt stundatöflu til að aðstoða nemendur við verkefnavinnu.

Meðferð ágreiningsmála Telji nemandi brotið á rétti sínum varðandi kennslu, námsmat eða annað sem lýtur að námsframvindu hans skal hann beina skriflegu erindi til skólastjóra. Þar skal tilgreint hvert álitaefnið er, krafa nemanda um úrbætur og rökstuðningur fyrir þeim. Skal skólastjóri tilkynna nemanda um úrlausn erindisins innan tveggja vikna eða gera honum viðvart ef erindið er þess eðlis að úrlausn þess taki lengri tíma.

Skólafundur Skólastjóri Ljósmyndaskólans skal boða til skólafundar einu sinni á hverju skólaári. Þar skal starfsemi Ljósmyndaskólans kynnt og boðið upp á umræður um þróun hans. Á skólafundum sitja, auk skólastjóra, framkvæmdastjóra og fagráðs, fulltrúi nemenda. Skólafundur er vettvangur fyrir umræðu um fagleg málefni innan Ljósmyndaskólans og fræðilega stefnumótun.


Formáli

Lj ósm y n das kó l i nn Námskrá

9

Almennar skólareglur 1.

Ljósmyndaskólinn er einkarekinn skóli sem byggir afkomu sína á skólagjöldum

nemenda. Nemendur skuldbinda sig til að greiða skólagjöld fyrir eitt skólaár í senn.

Skólagjöld skulu vera fullgreidd við upphaf hverrar annar.

2.

Gagnkvæm virðing, kurteisi og heiðarleiki skal höfð að leiðarljósi í samskiptum

nemenda og starfsfólks og alls staðar þar sem komið er fram í nafni skólans. Virða

skal markmið skólans, stefnu hans og reglur og gæta í hvívetna að varpa ekki rýrð á

heiður hans.

3.

Nemendur skulu sýna góða ástundun í kennslustundum, koma stundvíslega til

kennslu og tilkynna forföll á innraneti skólans ef þau koma upp.

4.

Nemendur skulu sýna góða umgengni í húsnæði skólans, einkum í vinnuaðstöðu og

við notkun á tækjabúnaði hans.

5.

Reykingar eru óheimilar í húsnæði skólans. Öll meðferð og neysla áfengis og annarra

vímuefna er stranglega bönnuð í húsakynnum skólans.

6.

Óheimilt er að neyta matar og drykkjar í framköllunaraðstöðu, myndveri, bókasafni

og tölvuveri skólans.

7.

Nemendur bera sjálfir ábyrgð á eigin verðmætum.

8.

Nemendur bera fulla ábyrgð á tjóni sem þeir kunna að vinna á húsnæði skólans eða

eigum hans.

9.

Brot á reglum skólans getur leitt til brottvísunar úr skóla.

Skólagjöld Nemendur greiða skólagjöld fyrir setu í Ljósmyndaskólanum. Stjórn skólans ákveður fjárhæð skólagjalda og greiðslufyrirkomulag. Eftirfarandi meginreglur gilda um skólagjöld: –

Í skólagjöldunum er innifalinn kostnaður vegna kennslu og aðstöðu nemenda til að

stunda nám við skólann, þ.m.t. lán á myndavélum skólans, stúdíói, stúdíóbúnaði,

aðgangur að myrkraherbergi, tölvuveri og öðrum búnaði. Flest skólagögn eru

jafnframt innifalin að undanskildum kostnaði vegna harðra diska til vistunar eigin

gagna, filmukaupa/vinnslu, prentunar, stækkunar mynda, gerð sýningarefnis og

ýmislegs smálegs sem eðlilega fellur til.

Nemendur hefja ekki nám á önn fyrr en gengið hefur verið frá greiðslu skólagjalda.

Skólagjöld fást ekki endurgreidd eftir að nám er hafið.

Þegar nemandi hefur nám á 1. og 3. önn skuldbindur hann sig til að greiða fyrir nám

á 2. og 4. önn, eða eins skólaárs í senn þótt hann kjósi af einhverjum ástæðum að

hætta námi.

Viðskipti milli nemanda og Ljósmyndaskólans vegna skólagjalda eru ekki á ábyrgð

annarra en viðkomandi nemanda og Ljósmyndaskólans.


Formáli

10

Lendi nemandi Ljósmyndaskólans í stórfelldu áfalli, slysi eða sjúkdómum, þannig að hann neyðist til að hætta námi getur hann sótt um endurgreiðslu skólagjalda. Slík erindi skal senda stjórn skólans þar sem kynntar eru ástæður brotthvarfs úr námi. Erindinu skal fylgja lækisvottorð. Komi til endurgreiðslu skal dregið frá gjald fyrir þann námstíma sem liðinn er af önninni.

Stjórnun Dagleg stjórnun skólans er á ábyrgð skólastjóra og framkvæmdastjóra sem jafnframt eru eigendur Ljósmyndaskólans ehf. Framkvæmdastjóri og skólstjóri lúta ákvörðunum stjórnar Ljósmyndaskólans ehf.

Stjórn Stjórn Ljósmyndaskólans ehf. er skipuð 2 stjórnarmönnum. Þröstur Ólafsson, formaður Jón Scheving Thorsteinsson, stjórnarmaður

Fagráð Fagráð skólans er ráðgefandi ráð sem fjallar um þróun námsins og leiðbeinir skólastjóra, yfirkennara og stjórn skólans við faglega stefnumótun. Fagráðið skipa: Einar Falur Ingólfsson Pétur Thomsen Sigríður Ólafsdóttir Leifur Rögnvaldsson Fulltrúi nemenda

Skólastjóri Sigríður Ólafsdóttir

Framkvæmdastjóri/Yfirkennari Leifur Rögnvaldsson


Lj 贸sm y n das k贸 l i nn N谩mskr谩

11


Námslýsing 1. önn

12

30 Fein

750 námsstundir. Fyrirlestrar/málstofa, sýnikennsla, einkatímar, hóptímar og sjálfstæð verkefnavinna undir handleiðslu 465 stundir. Eigin vinna 285 stundir.

LJHR 4LM104

Ljósop, hraði og myndsköpun, 4 Fein

Markmið áfangans er að kenna á linsur, ljósop og hraða og samspil þeirra þátta við myndatökur og myndsköpun. Kennt er á ljósmæla og notkun þeirra. Einnig er skoðað mismunandi ljósnæmi filma og möguleikarnir sem í því felast. Í lok áfangans eiga nemendur að kunna skil á því hvernig á að nýta sér ljósop og hraða við myndsköpun og að kunna að nota ljósmæla. Námsmat: verkefni. Fyrirlestrar/málstofa, vinna undir handleiðslu: 70 stundir. Eigin verkefnavinna: 30 stundir

FRST 4LM110

Svarthvít filmuframköllun og stækkun, 10 Fein

Markmið áfangans er að nemendur læri hvernig þeir framkalla svarthvítar filmur, æfa sig í að lesa í filmur, gera kontakta og hvernig frágangi er best háttað svo og skipulagi og geymslu á filmum. Farið er yfir stækkara og annan búnað myrkraherbergis og umgengni við tæki og aðstöðu. Nemendur velja myndir og stækka þær, fyrst undir handleiðslu og síðar einir. Nemendur fá aðstoð við að leysa þau vandamál sem upp koma í myrkraherberginu. Ennfremur læra þeir að ganga frá verkum sínum á mismunandi hátt. Kennt er hvernig myndir eru skornar, settar upp á karton, í ramma o.fl. Einnig er kennt hvernig myndir eru blettaðar og tónaðar. Í lok áfangans eiga nemendur að kunna að meðhöndla og framkalla filmur. Þeir þurfa að hafa náð tökum á að stækka svart hvítar myndir, lagfæra þær og að setja þær upp. Námsmat: verkefni Fyrirlestrar, hóptímar einkatímar, vinna undir handleiðslu: 150 stundir Eigin verkefnavinna: 100 stundir


Námslýsing

Lj ósm y n das kó l i nn Námskrá

13

MYMB 4LM105 Myndatökur, mynduppbygging, formfræði, 5 Fein Markmið áfangans er að kenna hvernig val myndefnis, myndataka og sjónarhorn við töku hefur áhrif á merkingu ljósmyndar og frásagnarmáta hennar. Hvernig hægt er að túlka sama viðfangsefnið á ólíka vegu með því að breyta sjónarhorni og hvernig myndflöturinn er mótaður við myndatökuna. Velt er upp hvort einhverjar reglur séu um form og hlutföll í tvívíðum myndverkum, ljósmyndum sem öðrum. Og hverjar þær séu þá. Nemendur kynnast helstu hugmyndum og kenningum um myndbyggingu, svo sem um gullinsnið, hlutföll, styrkleika og staðsetningu aðalatriða á myndfleti. Skoðað er hvort ekki þurfi að ná tökum á hugmyndum/lögmálum um myndbyggingu til að geta brotið þær. Í fyrirlestrum eru tekin margvísleg dæmi úr listasögunni, frá miðöldum til okkar daga, um meðvitaða notkun á myndrænni uppbyggingu, og hvernig myndhöfundar öðlast tök á myndmáli með aukinni meðvitund um form og byggingu. Bent er á mismunandi nálgun við grunnhugmyndir og hvernig listamenn fara ólíkar leiðir í formrænni uppbyggingu. Í áfanganum leysa nemendur verkefni og kynna þau; velja myndir og skýra byggingu þeirra úr frá kenningum og aðferðum sem þeir hafa lært. Þetta er námsþáttur sem er hafður að leiðarljósi í öllu náminu og er stöðugt til skoðunar á öllum stigum. Nemendur eru hvattir til að þróa með sér þekkingu á mismunandi aðferðum við mynduppbyggingu og úrvinnslu verkefna ásamt því að þróa með sér sinn stíl eftir því sem líður á námið. Námsmat: verkefni Fyrirlestrar/málstofa, vinna undir handleiðslu: 80 stundir Eigin verkefnavinna: 45 stundir

STFR 4LM102

Stafræn ljósmyndun, -myndvinnsla og -umsýsla, 1. hluti, 2 Fein

Markmið áfangans er að nemendur fái innsýn í stafræna ljósmyndun og stafræna myndvinnslu. Nemendur kynnist helstu stillingum, hugtökum og eiginleikum stafræna umhverfisins. Farið er í umsýslu, geymslu, litstýringar og myndvinnslu. Í lok áfangans eiga nemendur að kunna á grunnstillingar stafrænna myndavéla og grundvallaratriði í myndatökum með stafrænum vélum. Þeir eiga að kunna að geyma og flokka stafrænar myndir með skipulögðum hætti. Námsmat: verkefni Fyrirlestrar, vinna undir handleiðslu: 30 stundir Eigin verkefnavinna: 20 stundir


Námslýsing

14

LJSS 4LM103

Ljósmyndasaga, 3 Fein

Markmið áfangans er að fara yfir sögu ljósmyndunar frá upphafi og fram yfir miðja 20. öld, bæði á Íslandi og í alþjóðlegu samhengi. Nemendur kynnist ólíkum straumum og stefnum í ljósmyndun og hvernig þær tengjast hræringum í listheimi, tækniveröld og samfélagi á hverjum tíma. Í lok áfangans eiga nemendur að kunna skil á helstu áhrifavöldum í ljósmyndasögunni og geta nefnt mismunandi áherslur eða stefnur á ólíkum tímabilum. Nemendur velja sér ljósmyndara sem fyrirmynd, vinna ritgerð og kynna efni hennar fyrir samnemendum í málstofu. Til að dýpka skilning sinn vinna nemendur verkefni í anda valins ljósmyndara úr ljósmyndasögunni. Námsmat: Ritgerð/fyrirlestur, verkefni Fyrirlestrar, málstofa, vinna undir handleiðslu: 35 stundir Eigin verkefnavinna, gagnaöflun og ritgerð: 40 stundir

STUD LM103

Að lesa í og skapa ljós. Vinna í myndveri, 1. hluti, 3 Fein

Markmið áfangans er að skoða eitt megin viðfangsefni ljósmyndarans - ljósið. Hvernig ljós virkar og hvernig lýsing getur breytt afstöðu til myndefnisins eða verkefnisins og haft mikil áhrif á túlkun ljósmyndarinnar og þau áhrif sem hún vekur. Nemendur fá æfingu í að lesa í ljós og hvernig þeir geta nýtt það til mismunandi mynduppbyggingar og til að ná fram ólíkum áhrifum í myndsköpun sinni. Stúdíólýsing og stúdíótækni: Nemendur eru kynntir fyrir umgengni og vinnu-brögðum í myndveri (stúdíói), mismunandi aðferðum við lýsingu, helstu tækjum og búnaði sem þar er notaður. Í lok áfangans eiga nemendur að kunna að notfæra sér ljósið til myndsköpunar. Þeir eiga að hafa náð valdi á því að vinna í myndveri, að lýsa mismunandi viðfangsefni og því að meðhöndla tilheyrandi tækjabúnað. Námsmat: verkefni Fyrirlestrar, hóptímar, vinna undir handleiðslu: 55 stundir Eigin verkefnavinna: 20 stundir


Námslýsing

Lj ósm y n das kó l i nn Námskrá

15

HUGM 4LM103 Hugmyndavinna, 3 Fein Markmið áfangans er að nemendur læri að skipuleggja hugmyndavinnu og safna efniviði til að skilgreina og leggja fram fyrirhuguð verkefni. Leitað er eftir tilvísunum í listheiminn og listasöguna sem og það sem hæst ber á hverju sviði í nútímaljósmyndun. Nemendur gera vinnubækur (portfólíó). Í lok áfangans eiga nemendur að kunna að safna hugmyndaefni og setja það í samhengi við eigin áform og útbúa hugmyndabanka í formi hugmyndabókar. Námsmat: Vinnubækur, verkefni Fyrirlestrar, vinna undir handleiðslu: 45 stundir Eigin verkefnavinna: 30 stundir

2. önn

30 Fein

750 námsstundir. Fyrirlestrar/málstofa, vettvangsferðir, hóptímar, einkatímar og sjálfstæð verkefnavinna ásamt undirbúningi sýningar undir handleiðslu 410 stundir. Sjálfstæð vinna 340 stundir.

STUD 4LM204 Að lesa í og skapa ljós. Vinna í myndveri, 2. hluti, 4 Fein Markmið áfangans er framhaldsþjálfun í mismunandi aðferðum við vinnu í myndveri (stúdíói) og skipulag þeirrar vinnu. Farið er yfir mismunandi aðferðir við lýsingu. Unnið er með lýsingu með einu til þremur ljósum. Lýst frá mismunandi sjónarhornum og með mismunandi aðferðum. Nemendur takast á við ólíkar uppstillingar og viðfangsefni: portrett af fólki, ljósmyndir af vörum eða hlutum. Nemendur kynnist mismunandi tegundum myndavéla og þar með auknum möguleikunum til fjölbreyttrar myndsköpunar og úrlausnar verkefna. Nemendur læra að blanda saman ljósgjöfum við myndatökur jafnt úti sem inni og öðlast færni við að beita náttúrulegu ljósi og rafljóskösturum saman til að ná fram tilteknum áhrifum. Í lok áfangans eiga nemendur að hafa náð tökum á því að taka myndir af ólíkum viðfangsefnum og nota til þess mismunandi tækni. Einnig eiga þeir að geta nýtt sér marga og ólíka ljósgjafa við myndsköpun. Námsmat: verkefni Fyrirlestrar/málstofa, hóptímar, vinna undir handleiðslu: 60 stundir Eigin verkefnavinna: 40 stundir


Námslýsing

16

LMLI 4LM202 Ljósmyndun sem listform, 2 Fein Markmið áfangans er að kenna hvernig ljósmyndun er notuð til listsköpunar. Mismunandi áhrifamáttur skapandi myndbyggingar er skoðaður og hvernig táknfræði og túlkun myndmáls er hluti samfélags okkar og menningar. Í lok áfangans eiga nemendur að hafa kynnst og hlotið æfingu í skapandi myndbeitingu og túlkun myndmáls. Námsmat: verkefni Fyrirlestrar, vinna undir handleiðslu: 30 stundir Sjálfstæð verkefni: 20 stundir

STFR 4LM205

Stafræn ljósmyndun, -myndvinnsla og -umsýsla, 2. hluti, 5 Fein

Markmið áfangans er að nemendur fái nánari innsýn í stafræna ljósmyndun og stafræna myndvinnslu. Nemendur kynnist helstu stillingum, hugtökum og eiginleikum stafræna umhverfisins. Farið er í umsýslu, geymslu, litstýringar og myndvinnslu. Jafnframt fá þeir innsýn og æfingu í filmuskönnun og stafrænni útprentun. Í lok áfangans eiga nemendur að hafa gott vald á grunnstillingum stafrænna myndavéla og kunna grundvallaratriði í myndatökum með stafrænum vélum. Þeir eiga að kunna að geyma og flokka stafrænar myndir með skipulögðum hætti, helstu atriði litstýringar, að skanna filmur og stafræna útprentun. Námsmat: verkefni Fyrirlestrar, hóptímar, vinna undir handleiðslu: 75 stundir Eigin verkefnavinna: 50 stundir

SMMY 4LM202 Að segja sögur með myndum, 2 Fein Markmið áfangans er að nemendur æfist í að búa til frásagnir með myndum sínum. Lagður er grunnur að hugmyndavinnu áður en farið er í myndatöku. Nemendur skili inn uppkasti eða skissum af fyrirhuguðu verki áður en farið er í myndatöku. Í lok áfangans eiga nemendur að hafa tileinkað sér aðferð eða aðferðir við að segja sögu með verkum sínum og lært að móta vinnuhandrit.


Námslýsing

Lj ósm y n das kó l i nn Námskrá

17

Námsmat: verkefni Fyrirlestrar, vinna undir handleiðslu: 30 stundir Eigin vinna: 20 stundir

PRTR 4LM202 Portrettljósmyndun, 2 Fein Markmið áfangans er að nemendur kynnist ýmsum aðferðum við það að taka góða portrettmynd. Þeir öðlist æfingu í að taka ljósmyndir af fólki við ólíkar aðstæður. Í lok áfangans eiga nemendur að kunna að vinna portrett ljósmyndir . Námsmat: verkefni, vinnubók Fyrirlestrar, vinna undir handleiðslu: 30 stundir Eigin verkefnavinna: 20 stundir

HESK 4LM202 Hefðbundnar leiðir í listljósmyndun, 2 Fein Markmið áfangans er að nemendur kynnist klassískum leiðum til sköpunar í filmuljósmyndun. Farið er yfir skapandi myrkraherbergisvinnu (Fine Art Printing), fíberpappírsstækkun og tónun. Gerð pinhole myndavéla og skoðaðar eru ýmsar eldri myndavélar og aðferðir við myndbrenglun á markvissan hátt. Í lok áfangans eiga nemendur að hafa víðtækari þekkingu til að getað haft áhrif á myndefni sitt á skapani hátt. Námsmat: verkefni, vinnubók Fyrirlestrar, hóptímar: 25 stundir Eigin verkefnavinna: 25 stundir

EVRK 4LM202 Þróun eigin verkefna, 2 Fein Markmið áfangans er að nemendur læri að skipuleggja eigin verkefni á markvissan hátt. Eigin verkefni eru iðulega forsenda eða fyrirmynd fjölmiðla, -auglýsinga og sérlega listtengdra verkefna og eru þannig lykill að starfsumhverfi verðandi ljósmyndara. Námsmat: verkefni Fyrirlestrar, málstofa: 15 stundir Eigin verkefnavinna: 35 stundir


Námslýsing

18

HEIM 4LM202 Persónuleg heimildaljósmyndun, 2 Fein Markmið áfangans er að kynna nemendum ólíkar leiðir til að skoða og skrá nánasta umhverfi sitt í ljósmyndum. Skoðuð eru verk merkra ljósmyndara sem hafa unnið að persónulegri heimildaskráningu, á huglægan og hlutlægan hátt, í sínu nánasta umhverfi. Rætt er um aðferðir við nálgun og hugmyndir á borð við heiðarleika við sjálfan sig, hvað má sýna og hvernig, frásagnartækni í heimildaljósmyndum og endurspeglun samfélags út frá sjálfsmiðaðri ljósmyndun. Nemendur vinna ítarlegt verkefni, myndröð úr umhverfi sínu í samráði við kennara. Verkin setja þeir upp eða kynna á markvissan hátt. Auk þessa er unnið með sjálfsmyndir. Í lok áfangans eiga nemendur að hafa öðlast innsýn í ólík verk ljósmyndara sem skrá persónulega dagbók í ljósmyndum eða vinna með nærumhverfi sitt á annan persónulegan hátt. Þeir hafa leyst verkefni og tekist á við spurningar sem snúast um það hvernig ljósmyndari sýnir sinn eigin heim og líf á raunsannan hátt. Námsmat: verkefni Fyrirlestrar/málstofa, vinna undir handleiðslu: 25 stundir Eigin verkefnavinna: 25 stundir

LISS 4LM202

Listasaga, 2 Fein

Markmið áfangans er að nemendur kynnist helstu þáttum og stefnum listasögunnar. Þeir læri að setja ljósmyndun í samhengi við sögu hugmyndaþróunar, listsköpunar og samtímalistar. Í lok áfangans eiga nemendur að þekkja til helstu stefna í ljósmyndun og áhrifavalda og geta sett fagið í sögulegt samhengi við listasöguna og samfélagsþróun. Námsmat: Ritgerð Fyrirlestrar: 15 stundir. Eigin vinna gagnaöflun: 35 stundir


Námslýsing

Lj ósm y n das kó l i nn Námskrá

19

LOKV 4LM207 Lokaverkefni, 7 Fein Markmið áfangans er að nemendur velji lokaverkefni, eitt til þrjú eftir umfangi, í samstarfi við kennara skólans og vinni það/þau undir handleiðslu. Í þeirri vinnu felst hugmyndavinna og úrvinnsla frá hugmynd til fullbúins verks sem tilbúið er fyrir sýningu. Nemendur koma að öllum þáttum sýningarhalds: Setja upp sýningu, kynna hana fjölmiðlum og öðrum, útbúa boðskort og annað sem sýningarhald krefst. Námsárinu lýkur með sýningu á þessum verkum nemendanna. Í lok áfangans eiga nemendur að hafa hlotið þjálfun í að móta, velja og fullvinna verk fyrir sýningu. Ennfremur að setja upp sýningu og að kynna hana. Námsmat: Nemendur fá einkunn og skriflega umsögn í lok námsársins Fyrirlestrar, hóptímar, einkatímar: 50 stundir Undirbúningur lokasýningar undir handleiðslu: 55 stundir Eigin verkefnavinna: 70 stundir

3. önn

30 Fein

750 námsstundir. Fyrirlestrar, sýnikennsla, hóptímar, einkatímar og sjálfstæð vinna undir handleiðslu, 405 stundir. Eigin vinna 345 stundir.

STFR 4LM307

Stafræn ljósmyndun, stafræn myndvinnsla, 3. hluti, 7 Fein

Markmið áfangans er að kafa dýpra í stafræna ljósmyndun og myndvinnslu. Nemendur halda áfram að læra á hið stafræna myrkraherbergi: vinnslu myndefnis, skönnun, vistun, flokkun og geymslu á stafrænu myndefni, litstýringu, litgreiningu og lagfæringu myndefnis ásamt því að læra notkun þess hugbúnaðar og vélbúnaðar sem til þarf. Í lok áfangans eiga nemendur að hafa gott vald á stafrænni tækni til ljósmyndunar og stafræna myrkraherberginu. Námsmat: verkefni Fyrirlestrar, hóptímar, einkatímar, vinna undir handleiðslu: 100 stundir. Eigin vinna: 75 stundir


Námslýsing

20

STUD 4LM303 Að lesa í og skapa ljós. Vinna í myndveri, 3. hluti, 3 Fein Markmið áfangans er að nemendur skilji eðli ljóss og aðferðir við að lesa í ljós. Farið er yfir mismunandi aðferðir við lýsingu og vinnulag í myndveri með tilliti til stafrænnar tækni. Í lok áfangans eiga nemendur að hafa tileinkað sér vinnubrögð við stafrænar myndatökur í myndveri og æft enn frekar margs konar ljósanotkun. Námsmat: verkefni Fyrirlestrar, vinna undir handleiðslu: 35 stundir Eigin verkefnavinna: 40 stundir

VSTN 4LM306 Vinnustaðanám hjá ljósmyndara, 6 Fein Markmið áfangans er að nemendur kynnist og fylgist með framúrskarandi fagljósmyndurum við störf og vinni að því loknu verkefni í anda og undir handleiðslu þessara ljósmyndara. Nemandinn fær þannig að kynnast starfi, starfsumhverfi og lausnum ljósmyndara á vettvangi. Leiðbeinendur meta niðurstöðu nemenda í samráði við yfirkennara. Í lok áfangans hafa nemendur kynnst störfum og starfsumhverfi framúrskarandi ljósmyndara á ólíkum sviðum. Námsmat: verkefni Sýnikennsla, málstofa, vinna undir handleiðslu: 75 stundir Eigin verkefnavinna: 75 stundir

LISS 4LM303

Listasaga, 2. hluti, 3 Fein

Markmið áfangans er að nemendur kynnist helstu þáttum og stefnum listasögunnar. Þeir læri að setja ljósmyndun í samhengi við sögu hugmyndaþróunar, listsköpunar og samtímalistar. Í lok áfangans eiga nemendur að þekkja til helstu stefna í ljósmyndun og áhrifavalda og geta sett fagið í sögulegt samhengi við listasöguna og samfélagsþróun. Námsmat: Ritgerð Fyrirlestrar: 20 stundir Eigin vinna gagnaöflun: 55 stundir


Námslýsing

Lj ósm y n das kó l i nn Námskrá

21

PRTT 4LM302

Prenttækni, 2 Fein

Markmið áfangans er að nemendur öðlist þjálfun í að vinna hverskyns myndefni fyrir prentun og í frágangi stafrænna gagna fyrir prentvinnslu sem og til vefnotkunar. Farið er í vettvangsferðir á ólíka staði er tengjast þemanu og gestafyrirlesarar útskýra og sýna mismunandi aðferðir við prentun hverskonar miðlunar. Í lok áfangans eiga nemendur að kunna að ganga frá myndum sínum til birtingar í margskonar prent og vefmiðlum. Námsmat: verkefni Fyrirlestrar, vettvangsferð, vinna undir handleiðslu: 50 stundir

FJLM 4LM305

Fjölmiðlaljósmyndun, 5 Fein

Markmið áfangans er að nemendur kynnist helstu sviðum innan fjölmiðlaljósmyndunar. Skoðað er blaða-, tímarita-, bóka-, hreyfi- og auglýsingaljósmyndun og helstu áherslur innan þessara greina rýndar. Nemendur velja sér síðan svið sem sem þeir vinna verkefni í og nýta þá tækni sem við á. Í lok áfangans eiga nemendur að hafa almenna þekkingu á mismunandi sviðum fjölmiðlaljósmyndunar og öðlast dýpri þekkingu og reynslu á sviði að eigin vali. Námsmat: Verkefni Fyrirlestrar, málstofa, vinna undir handleiðslu: 75 stundir Eigin verkefnavinna: 50 stundir

HUGM 4LM303 Hugmyndavinna, 3 Fein Markmið áfangans er að halda áfram að þróa hugmyndavinnu. Nemendur eru þjálfaðir í því að skipuleggja á skýran og markvissan hátt verkefni með gagnaöflun, skissuvinnu, rituðum texta og framsetningu fyrirhugaðra verkefna. Vinna að eigin “potfólíó” heldur áfram. Í lok áfangans eiga nemendur að getað skýrt áform og vinnuferli við lausn verkefna og við eigin sköpun. Námsmat: Hugmyndabók, verkefni Fyrirlestrar, vinna undir handleiðslu: 40 stundir Eigin verkefnavinna: 35 stundir


Námslýsing

22

EVRK 4LM301 Þróun eigin verkefna, 1 Fein Markmið áfangans er að nemendur læri að skipuleggja eigin verkefni á markvissan hátt. Eigin verkefni eru iðulega forsenda eða fyrirmynd fjölmiðla, -auglýsinga og sérlega listtengdra verkefna og eru þannig lykill að starfsumhverfi verðandi ljósmyndara. Námsmat: verkefni Fyrirlestrar, málstofa: 10 stundir Eigin verkefnavinna: 15 stundir

4. önn

30 Fein

750 námsstundir. Fyrirlestrar/málstofa, vettvangsferðir, sjálfstæð vinna undir handleiðslu 350 stundir. Eigin verkefnavinna 400 stundir.

STFR 4LM407

Stafræn ljósmyndun, stafræn myndvinnsla, 4. hluti, 7 Fein

Markmið áfangans er að nemendur fái áframhaldandi þjálfun í stafrænni ljósmyndun og möguleikum hennar. Hnykkt er á vinnubrögðum og skilningi á úrlausnarefnum í stafrænni ljósmyndun, hvernig nýta má stafræna tækni til að ná fram tilætluðum áhrifum í úrlausn verkefna og ítrustu möguleikar stafrænu myndavélarinnar eru kannaðir. Lögð er áhersla á áframhaldandi vinnu í hinu stafræna myrkraherbergi. Frekari möguleikar hugbúnaðar eru nýttir. Kynnt er val á hug- og vélbúnaði, vinnubrögð, stillingar og tæki til litstýringar frá uppsprettu til birtingarmiðils og notkun sniðmáta (prófíla) í litstýringu. Í lok áfangans eiga nemendur að kunna skil á ítrustu möguleikum stafrænna myndavéla og að kunna skil á stillingum og tækni við stafrænar litljósmyndir í tölvum. Námsmat: verkefni, próf Fyrirlestrar, vinna undir handleiðslu: 100 stundir Eigin verkefnavinna: 75 stundir

MNDS 4LM401 Myndsala, 1 Fein Markmið áfangans er að kynna mismunandi aðferðir við að koma eigin verkum á framfæri. Hvað beri að hafa í huga og hvernig myndir eru unnar á mismunandi hátt fyrir fyrirhugaða notkun eða sölu. Nemendur kynnast ólíkum myndkaupendum, sýningaraðilum,


Námslýsing

Lj ósm y n das kó l i nn Námskrá

23

myndabönkum, tímaritum og dagblöðum. Myndkaupendur og ýmsir gestafyrirlesarar kynna starfsemi sína. Í lok áfangans eiga nemendur að hafa kynnst ýmsum möguleikum á að koma myndum sínum á framfæri ennfremur samvinnu og verklagi myndmiðla. Námsmat: verkefni, vinnubók Fyrirlestrar, vettvangsferðir: 25 stundir

STUD 4LM403 Að lesa í og skapa ljós. Vinna í myndveri, 4. hluti, 3 Fein Markmið áfangans er að nemendur fái þjálfun í að skapa hverskonar lýsingu sem við á í hverju viðfangsefni sem ber við, líkja eftir flóknum stúdíólýsingum þar sem margvíslegum ljósgjöfum og búnaði er beitt. Í lok áfangans eiga nemendur að hafa fullt vald á öllum helsta ljósabúnaði og getað skapað hverskyns lýsingu sem hentar hverju verkefni. Námsmat: verkefni Fyrirlestrar/málstofa, vinna undir handleiðslu: 35 stundir. Eigin verkefnavinna: 40 stundir.

LJSS 4LM403

Ljósmyndasaga, 2. hluti, 3 Fein

Markmið áfangans er að fara ítarlegar í ljósmyndasöguna og rýna í strauma og stefnur í samtímaljósmyndun í tengslum við almenna listasögu. Breytileg birtingarform, túlkun og notkun ljósmyndarinnar er skoðuð í samræmi við tíðaranda og markmið ljósmyndaranna. Nemendur kynnast ekki aðeins sögu ljósmyndunar heldur einnig stöðu hennar og notkun ljósmynda og ljósmyndatækni í tæknivæddu samfélagi nútímans. Nemendur vinna verkefni og kynna þau fyrir samnemendum sínum. Í lok áfangans eiga nemendur að hafa hlotið öðlast skilning á helstu straumum skapandi samtímaljósmyndunar sem og þjálfun við að lesa í myndmál, kynnst víðtækri notkun þess og kannað stöðu ljósmyndarinnar í samtímanum. Námsmat: Ritgerð Fyrirlestrar, málstofa: 20 stundir Sjálfstæð vinna við gagnaöflun og ritgerð: 55 stundir


Námslýsing

24

LIST 4LM410

Ljósmyndun sem list, sköpun, 10, Fein

Markmið áfangans er að nemendur þrói listsköpun sína nánar og fara yfir vinnuferlið frá góðri hugmynd að fullbúnu verki. Skoðað er hvernig ólíkar listgreinar geta komið saman í ljósmyndun. Lögð er áhersla á hugmyndavinnu og skilgreiningu verkefna og hugtaka; ljósmyndir rýndar og nemendur öðlast æfingu og færni við að rökstyðja samhengi og markmið verkefna (konsepts). Þjóðþekktir listamenn og listljósmyndarar halda vinnustofur með nemendum. Í lok áfangans eiga nemendur að hafa betri þekkingu á nútímalist og sköpunar innan ljósmyndunar. Námsmat: verkefni, vinnubók Fyrirlestrar, vinnustofa: 100 stundir Eigin verkefnavinna: 150 stundir

HUGM 4LM403 Hugmyndavinna, 3 Fein Markmið áfangans er að halda áfram að þróa hugmyndavinnu. Nemendur eru þjálfaðir í því að skipuleggja á skýran og markvissan hátt verkefni með gagnaöflun, skissuvinnu, rituðum texta og framsetningu fyrirhugaðra verkefna. Vinna að eigin “potfólíó” heldur áfram. Í lok áfangans eiga nemendur að getað skýrt áform og vinnuferli við lausn verkefna og við eigin sköpun. Vinna við “potfólíó” á að vera á lokastigi. Námsmat: Hugmyndabók, verkefni, portfólía Fyrirlestrar, vinna undir handleiðslu: 40 stundir Eigin verkefnavinna: 35 stundir

EVRK 4LM401 Þróun eigin verkefna, frh., 1 Fein Markmið áfangans er að nemendur læri að skipuleggja eigin verkefni á markvissan hátt. Eigin verkefni eru iðulega forsenda eða fyrirmynd fjölmiðla, -auglýsinga og sérlega listtengdra verkefna og eru þannig lykill að starfsumhverfi verðandi ljósmyndara. Námsmat: verkefni Fyrirlestrar, málstofa: 10 stundir Eigin verkefnavinna: 15 stundir


Námslýsing

Lj ósm y n das kó l i nn Námskrá

25

MRKF 4LM402 Markaðsfræði, eigin rekstur, 1. hluti, 2 Fein Markmið áfangans er að kynna hagnýt atriði við stofnun, kynningu og rekstur lítilla fyrirtækja; hvernig ljósmyndarar þurfa að kunna að skilgreina sérstöðu sína og finna henni farveg í atvinnulífi. Áhersla er lögð á mikilvægi viðskipta- og markaðsáætlana, kynningu, fjármögnun, verðlagningu verkefna og vinnubrögð í sjálfsmennsku. Í lok áfangans eiga nemendur að kunna skil á því hvað felst í eigin rekstri. Námsmat: verkefni Fyrirlestrar: 20 stundir Eigin verkefnavinna: 30 stundir

4. önn lýkur með því að nemandinn leggur fram drög að fyrirhuguðu vinnuferli sínu á 5. önn.

5. önn

30 Fein

750 námsstundir. Sjálfstæð verkefnavinna undir handleiðslu og með samráðsfundum. Fyrirlestrar 40 stundir.

SJST 4LM526

Sjálfstæð verkefnavinna, 26 Fein

Á önninni er megináhersla á sjálfstæða vinnu nemandans undir handleiðslu kennara og leiðbeinanda. Nemendum gefst kostur á að velja sér leið innan ljósmyndagreinarinnar eftir áhuga svo sem blaðaljósmyndun, auglýsingaljósmyndun eða ljósmyndun sem list. Nemandinn vinnur eitt eða fleiri viðamikil verkefni og fær stuðning frá kennara og leiðbeinanda sem hefur sérhæft sig á því sviði sem nemandinn leggur fyrir sig. Ekki er um eiginlega tímasókn að ræða en þó verða sameiginlegir vinnufundir vikulega. Þess utan kemur fagfólk og heldur fyrirlestra sem tengdir eru vinnu nemenda. Mánuði fyrir annarlok eiga nemendur að leggja fram skriflega greinargerð um útskriftarverk sitt. Námsmat: lokasýning, skipulag og uppsetning sýningar, kynning á eigin verkum.


Námslýsing

26

VEFS 4LM502

Heimasíðugerð, 2 Fein

Kynntir eru helstu þættir við hönnun og viðhald heimasíða; hvaða möguleikar eru fyrir hendi og hvaða leiðir hægt er að fara. Jafnframt er kynnt forritun til undirbúnings myndum, texta og uppsetningu eigin heimasíðu. Í lok áfangans eiga nemendur að hafa sett upp eigin heimasíðu. Námsmat: heimasíða Fyrirlestrar, vinna undir handleiðslu: 30 stundir Eigin verkefnavinna: 20 stundir

RKST 4LM502 Markaðsfræði, eigin rekstur, 2. hluti, 2 Fein Nemendur búa til eigin viðskiptaáætlun í samvinnu við markaðsfræðikennara. Í lok áfangans eiga nemendur að hafa útbúið raunhæfa viðskiptaáætlun sem er í samræmi við áformaða starfsbraut viðkomandi. Námsmat: Viðskiptaáætlun Einkatímar Eigin vinna/gagnaöflun.

Í lok annarinnar þurfa nemendur að skila vinnubók (portfólíó) með verkum sínum, útbúa heimasíðu, skila viðskiptaáætlun og verki eða verkum til sýningar á útskriftarsýningu. Námsmat: Lokasýning, vinnubók (portfólíó), viðskiptaáætlun, heimasíða.


Lj 贸sm y n das k贸 l i nn N谩mskr谩

27


Viðauki 1:

Kennaraskrá Kennarar Sigríður Ólafsdóttir (Sissa) Ljósmyndari og skólastjóri – BA, Brooks Institute of Photography, Santa Barbara – Þroskaþjálfaskóli Íslands Leifur Rögnvaldsson Ljósmyndari og yfirkennari – Sven Winquist Gymnasium, Gautaborg Karl Petersson Ljósmyndari – Fotoskolan, Gautaborg – BA London College of Printing

Stundakennarar: Einar Falur Ingólfsson Ljósmyndari og umsjónarmaður Lesbókar Morgunblaðsins – MFA, School of Visual Arts, New York – BA, Bókmenntafræði, Háskóli Íslands Kjartan Þorbjörnsson (Golli) Ljósmyndari hjá Morgunblaðinu – Wasavuxen Gymnasium, Gautaborg Sigurþór Hallbjörnsson (Spessi) Ljósmyndari og listamaður – BA, AKI Enschede, Hollandi Pétur Thomsen Ljósmyndari og listamaður – MFA, École National Supérieur de la Photographie – ENSP, Arles Ámundi Sigurðsson Grafískur hönnuður – BA, OCAD, Ontario, Kanada

28


Viðauki 1: Kennaraskrá

Lj ósm y n das kó l i nn Námskrá

29

Finnbogi Pétursson Myndlistamaður – Myndlista og handíðaskóli Íslands – Jan van Eyck Akademie, Hollandi Ari Magg Auglýsingaljósmyndari Kristinn Ingvarsson Ljósmyndari hjá Morgunblaðinu – BA Harrow Collage of Higher Education (University of Westminister), London Christofer Lund Ljósmyndari – Medieskolen, Viborg Saga Sigurðardóttir Ljósmyndari – BA, London College of Fashion Valgeir Magnússon Viðskiptafræðingur og framkvæmdastjóri Pipar/TBWA Auglýsingastofu – Háskóli Íslands Silja Dögg Ósvaldsdóttir Endurskoðandi og viðskiptaráðgjafi hjá Fastland Hrafnkell Sigurðsson Myndlistamaður, stundakennari við Listaháskóla Íslands og Myndlistaskóla Reykjavíkur – MFA Goldsmiths College, London Börkur Sigþórsson Leikstjóri – USC California


Viðauki 1: Kennaraskrá

30

Fyrirlesarar Páll Stefánsson Ljósmyndari, aðstoðarritstjóri Iceland Review og bókahöfundur – Sven Winquist Gymnasium, Gautaborg Sigurgeir Sigurjónsson Ljósmyndari og bókahöfundur – Iðnskólinn í Reykjavík – Christer Strömholms Fotoskola, Stokkhólmi Ragnar Axelsson (RAX) Ljósmyndari hjá Morgunblaðinu og bókahöfundur Gunnar Svanberg Skúlason Ljósmyndari og grafískur hönnuður – MA Domus Akademie, Milano / Wales University – I.D.E.P. Barcelona Einar Snorri Einarsson Leikstjóri og klippari Áslaug Snorradóttir Ljósmyndari Jóna Þorvaldsdóttir Listljósmyndari – European Institute of Photography, Póllandi Mary Ellen Mark Ljósmyndari og bókahöfundur – M.A. Photojournalism, Annenberg School for Communication, University of Pennsylvania – B.F.A. Painting and Art History, University of Pennsylvania Mattias Klum Ljósmyndari og bókahöfundur

Auk þessara koma fleiri gestafyrirlesarar að skólanum með ýmsum hætti.


Lj 贸sm y n das k贸 l i nn N谩mskr谩

31


Viðauki 2:

Námsyfirlit

32

1. önn Námslýsing Fein Lýsing

LJHR

Ljósop, hraði og

4LM104

myndsköpun

FRST

Svarthvít filmuframköllun

4LM110

og stækkun

MYMB

Myndatökur,

4LM105

mynduppbygging,

og val myndefnis hefur áhrif

formfræði

á merkingu og frásagnarmáta.

4

Áhrif ljósops, hraða og brennivíddar á myndsköpun.

10

Framköllun svarthvítra filma og stækkun á svarthvítan pappír.

5

Hvernig myndataka, sjónarhorn

Hugmyndir, lögmál og kenningar um myndbyggingu skoðaðar. LISH

Stafræn ljósmyndun,

4LM102

-myndvinnsla og -umsýsla,

ljósmyndun, myndvinnslu,

1. hluti

flokkun og umsýslu stafrænna

2

Helstu aðferðir við stafræna

mynda. STFR

Ljósmyndasaga

3

4LM103

Kennd er saga ljósmyndunar og helstu áhrifavaldar.

STUD

Að lesa í og að skapa ljós.

4LM103

Vinna í myndveri. 1. hluti

HUGM

Hugmyndavinna, vinnubók

4LM103

(portfólíó)

3

Grunntækni í myndveri og það að skapa og nýta ljós.

3

Nemendur læra skipulag við hugmyndavinnu og að vinna að “portfólíó”.

Samtals

30


Viðauki 2: Námsyfirlit

Lj ósm y n das kó l i nn Námskrá

33

2. önn Námslýsing Fein Lýsing

STUD

Að lesa í og skapa ljós.

4LM204

Vinna í myndveri. 2. hluti

4

Áframhaldandi þjálfun á mismunandi aðferðum við vinnu í myndveri og skilningur á áhrifum ljóss við myndatökur aukinn.

Ljósmyndun sem listform

2

Listsköpun með ljósmyndun.

STFR

Stafræn ljósmyndun,

5

Helstu aðferðir við stafræna

4LM205

-myndvinnsla og -umsýsla,

ljósmyndun, myndvinnslu,

2. hluti

flokkun og umsýsla stafrænna

LMLI 4LM202

mynda. SMMY

Að segja sögur með

4LM202

myndum

PRTR

Portrettljósmyndun

2

Þjálfun við að búa til frásagnir með myndum.

2

4LM 202

Listin og færnin á bak við góða portrettmynd.

HESK

Hefðbundnar leiðir í

4LM202

listljósmyndun

2

Skapandi myrkraherbergisvinna og klassísk tækni í filmuljósmyndun.

EVRK

Þróun eigin verkefna,

4LM202

1. hluti

HEIM

Persónuleg

4LM202

heimildaljósmyndun

LISS

Listasaga-listfræði, 1. hluti

2

markvissan hátt. 2

Ólíkar leiðir til að skoða og skrá sitt nánasta umhverfi.

2

4LM202 LOKV

Þjálfun í að þróa eigin verkefni á

Listasaga og þróun ljósmyndunar í tengslum við sögu listsköpunar.

Lokaverkefni 1. árs

7

4LM207

Lokaverkefni valið og unnið í samstarfi við og undir handleiðslu kennara.

Samtals

30


Viðauki 2: Námsyfirlit

34

3. önn Námslýsing Fein Lýsing

STFR

Stafræn ljósmyndun,

4LM307

stafræn myndvinnsla,

stafræn myndvinnsla - verklag og

3. hluti

búnaður.

STUD

Að lesa í og skapa ljós.

4LM303

Vinna í myndveri, 3. hluti

VSTN

Vinnustaðanám hjá

4LM306

ljósmyndurum

LISS

Listasaga-listfræði, 2. áfangi

7

3

Vinna í myndveri og nýting ljóss með tilliti til stafrænnar tækni.

6

Nemendur fylgjast og vinna með þjóðþekktum ljósmyndurum.

3

4LM303 PRTT

Stafrænar myndavélar og

Listasaga og þróun ljósmyndunar í tengslum við sögu listsköpunar.

Prenttækni

2

4LM302

Þjálfun í að vinna hverskyns myndefni fyrir prentun og lært um staðla prentiðnaðar.

FJLM

Fjölmiðlaljósmyndun

5

4LM305

Hverskyns fjölmiðlaljósmyndun kynnt, nemendur velja sér svið til að vinna innan.

HUGM

Hugmyndavinna, vinnubók

4LM303

(portfólíó)

3

Nemendur læra skipulag við hugmyndavinnu og að vinna að “portfólíó”.

EVRK

Þróun eigin verkefna

1

4LM301

Þjálfun í að þróa eigin verkefni á markvissan hátt.

Samtals

30


Viðauki 2: Námsyfirlit

Lj ósm y n das kó l i nn Námskrá

35

4. önn Námslýsing Fein Lýsing

STFR

Stafræn ljósmyndun,

4LM407

stafræn myndvinnsla,

ljósmyndun og möguleikum

4.hluti

hennar.

MNDS

Myndsala

7

1

4LM401

Áframhaldandi þjálfun í stafrænni

Mismunandi aðferðir við að koma ljósmyndaverkum á framfæri.

STUD

Að lesa í og skapa ljós.

4LM403

Vinna í myndveri, 4. hluti

LJSS

Ljósmyndasaga

3

Vinna í myndveri. Flókin lýsing kennd.

3

4LM403

Þróun ljósmyndasögunnar sett í samhengi við listasögu gegnum tíðina.

LIST

Ljósmyndun sem listform,

4LM410

sköpun

10

Listsköpun með ljósmyndun. Vinnuferlið: frá góðri hugmynd að fullbúnu verki. Vinnustofa með listamönnum og listljósmyndurum.

HUGM

Hugmyndavinna, vinnubók

4LM403

(portfólíó)

3

Nemendur læra skipulag við hugmyndavinnu og að vinna að “portfólíó”.

EVRK

Þróun eigin verkefna,

4LM401

2. hluti

MRKF

Markaðsfræði, eigin

4LM402

rekstur, 1. hluti

1

Þjálfun í að þróa eigin verkefni á markvissan hátt.

2

Hagnýt atriði við stofnun, kynningu og rekstur lítilla fyrirtækja.

Samtals

30


Viðauki 2: Námsyfirlit

36

5. önn Námslýsing Fein Lýsing

SJST

Sjálfstæð vinna undir

4LM526

handleiðslu kennara.

VEFS

Heimasíðugerð

26

Sjálfstæð verkefni. Skila möppu, heimasíðu, og halda lokasýningu.

2

4LM502

Kynntir eru helstu hættir við hönnun og viðhald heimasíða. Nemendur gera eigin heimasíðu.

RKST

Markaðsfræði, eigin

4LM502

rekstur, 2. hluti

2

Nemendur búa til eigin viðskiptaáætlun í samvinnu við markaðsfræðikennara.

Samtals

30


Lj 贸sm y n das k贸 l i nn N谩mskr谩

37


Ljósm yn das kó l in n The School of photography Heimilisfang: Hólmaslóð 6 101 Reykjavík Sími:

562 0623

Netfang: info@ljosmyndaskolinn.is Veffang: www.ljosmyndaskolinn.is

Drög að Námskrá | Ljósmyndaskólinn | 2013-2014  

Drög að námskrá Ljósmyndaskólans, skólaárið 2013-2014.

Read more
Read more
Similar to
Popular now
Just for you