
1 minute read
LEIKHÓPUR Í HEIMSÓKN Í FÍV
Fr Ttahorn F V
Við fengum góða heimsókn Leikhópnum Stertabenda sem í samtarfi við Þjóðleikhúsið lagði í leikferð um landið með sýninguna Góðan daginn, faggi og nutum við góðs af því. Haldnar voru tvær sýningar í bæjarleikhúsinu í Vestmannaeyjum, annars vegar fyrir efstu bekki grunnskólans og hins vegar fyrir framhaldsskólann.
Advertisement
Leikritið „Góðan daginn, faggi“ er sjálfsævisögulegur heimildasöngleikur unnin upp úr dagbókum Bjarna Snæbjörnssonar frá yngri árum og fjallar á gamansaman en einlægan hátt um aðkallandi málefni tengd hinseginleika; skömm, öráreiti og drauminn um að tilheyra. Verkið hefur ríkt fræðslugildi og á brýnt erindi við íslenskt samfélag. Sýningin gekk fyrir fullu húsi allt síðasta leikár og hefur fengið fádæma góðar viðtökur meðal gagnrýnenda og áhorfenda á öllum aldri og hlaut tvær tilnefningar til Grímuverðlauna.
Nemendur og starfsfólk FÍV er sammála þeim viðtökum sem verkeið hefur fengið og fannst það mjög athyglisvert. Þeir Ísak Huginn, Benóný, Andri Snær og Gabríel Ari voru eins og flestir sammála um að sýningin væri áhugaverð, skemmtileg og einnig fannst þeim hún fræðandi og upplýsandi. Höfundar og aðstandendur sýningarinnar eru hinsegin sviðslistafólk sem öll ólust upp á landsbyggðinni, Bjarni Snæbjörnsson leikari frá Tálknafirði, Axel Ingi Árnason tónskáld úr Eyjafjarðarsveit og Gréta Kristín Ómarsdóttir leikstjóri frá Hrísey. Það hefur verið ásetningur þeirra frá upphafi ferlisins að ferðast um landið með sýninguna, eiga opið samtal við fólk á öllum aldri og vera fyrirmyndirnar sem þau sjálf hefðu þurft á að halda á yngri árum. Sýningin skapar umræður um hvernig er hægt að vinna gegn einangrun hinsegin unglinga, ofbeldi, fordómum og hatursorðræðu sem hefur sýnt sig að undanförnum að færist í aukana. Nemendur framhaldsskólans tóku sýningunni vel og urðu gagnlegar umræður að sýningu lokinni. Við færum leikhópnum og Þjóðleikhúsinu þakkir fyrir að koma með sýninguna til okkar og bindum vonir við að þær verði fleiri í framtíðinni.

SÁLMABÆKUR, SERVÍETTUR OG KERTI MEÐ ÁRITUN
Nú getur þú valið þína áletrun á servíetturnar, kertin, sálmabækurnar og heillaóskabækur á vefsíðu blómavals. www.blomaval.is Athugið að það getur tekið allt að 1 til 3 vikur að fá vöruna með áletruninni.



Allt fyrir
Ferminguna
Áletruð kerti, serviettur og sálmabækur Blómaskreytingar og blóm
Allt fyrir ferminguna
Áletruð kerti, servíettur og sálmabækur. Blómaskreytignar og blóm.
Hvetjum ykkur til að panta blóm tímanlega til að tryggja að við eigum réttu blómin FYRIR ÞIG.