1 minute read

PERSÓNULEG FERMINGARKORT

Fyrir jólin sögðum við frá persónulegum jólakúlum sem Marta María

Vídó var að útbúa. Fengu þær að prýða ófá jólatrén síðustu jól. En Marta bíður uppá ýmislegt fleira í þessu föndri sínu. Til að mynda persónuleg fermingarkort.

Advertisement

„Já, persónulegu fermingarkortin hafa verið mjög vinsæl. Ég hef verið að gera þau persónuleg bæði eftir áhugamáli viðkomandi og einnig með nafni eða það sem fólk vill fá,“ sagði Marta í spjalli við Tígul. „ Mér hefur alltaf fundist gaman að föndra, alveg frá því ég var lítil. Ég byrjaði svo að útbúa kort fyrir aðra í kringum árið 2017, ef ég man rétt. Síðan þá hef ég boðið uppá allskonar, þá aðallega úr pappír. Ég hef mikið gert af kortum, afmælis-, fermingar-, stúdent-, skírnar- og við öll hugsanleg tilefni. Einnig hef ég gert allskyns gjafabox, nafnspjöld, veifur, kassa undir peningagjafir, fermingarkerti, kökutoppa, barmblóm og brúðarvönd. Svo það er margt hægt að gera. Ef fólk dettur eitthvað í hug þá bara reynum við að búa það til.“ En fermingarkortin eru alltaf vinsælust að sögn Mörtu. „Það fylgja með þeim umslög og einnig get ég sett umslag inní kortið ef um peningagjöf er að ræða,“ bætti Marta við.

Aðspurð um afgreiðslufrestinn segist Marta gefa sér fimm til sjö daga í kortin þannig að það er alltaf best að panta með góðum fyrirvara. „Það er hægt að senda mér skilaboð bæði á facebook og instagram, M. Vídó Kort. Einnig er ég með emailið: mvidokort@gmail.com og í síma 823-7711.“

This article is from: