
1 minute read
EINSTÆÐUR ATBURÐUR Í SKÁLHOLTSKIRKJU
FYRIR 50 ÁRUM, 103 BÖRN FRÁ EYJUM FERMD

Advertisement

Jónssyni og séra Karli Sigurbjörns syni, Eiríki Guðnasyni kennara og fleirum. Geysilegt fjölmenni var í Skálholti við ferminguna, sem var mjög hátíðleg. Margir einstæðir atburðir hafa átt sér stað á hinum forna kirkjustað og þarna bættist einn við. Kirkjukór Vestmannaeyja söng við ferminguna en með honum söng einnig fólk úr Eddukórnum og hljóðfæraleikarar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands léku með.
fermingarveizla í félagsheimilinu á Flúðum og komu um 1000 manns í þá veizlu. Vestmannaeyjabörnin létu mjög vel af dvölinni á Flúðum og kváðust glöð yfir að hitta vini og kunningja. Þá létu þau sérlega vel of öllum aðbúnaði á Flúðum. Öll framkvæmd fermingarinnar tókst mjög vel og gekk vel þrátt fyrir mun meiri mannfjölda, en búizt hafði verið við. Fermingarveizlan á Flúðum stóð yfir frá kl. 3 á sunnudag og fram eftir sunnudagskvöldi.
fermingarinnar frá öllum landshlutum þar sem þau dvelja um sinn meðan byggð er óbýl í Eyjum. Börnin voru fermd í 2 hópum. Fyrri fermingin hófst kl. 13 og sú síðari kl. 15. Hárgreiðslufólk úr Vestmannaeyjum kom að Flúðum sl. laugardag og greiddi hár stúlknanna. Voru þær allar með mjög látlausa og eðlilega hárgreiðslu. Í Skálholti hittu fermingarbörnin foreldra sína og aðra aðstandendur og var kirkjan þétt setin við báðar fermingarnar.“