

13:00 Opnunaratriði
Opnunarávarp
B - Úrslit Gunnarsbikars
A - Úrslit Gunnarsbikars
Verðlaunaafhending
Sýningaratriði
Kynning nemenda í Reiðmennsku III í Búfræði á tamningatrippum
Sýningaratriði
Skrautreið nemenda LbhÍ
15:00 Dagskrá í Ásgarði á Hvanneyri
Kaffihlaðborð útskriftarnema í Búfræði
Verðlaunaafhending Skeifudagsins
Dregið í stóðhestahappdrætti Grana
Stjórn Grana vill færa öllum þeim sem hafa komið að þessum degi, innilegar þakkir fyrir aðstoðina við þennan hátíðlega dag sem er haldinn fyrir okkur nemendur.
Okkur langar að þakka sérstaklega eftirfarandi aðilum fyrir samstarfið:
Guðbjarti Þór Stefánssyni og Lindu Rún Pétursdóttur fyrir reiðkennslu og bóklega kennslu í reiðmennskuáföngum.
Guðbjarti Þór, Ragnheiði Ósk, öðru starfsfólki og velunnurum Mið-Fossa fyrir umsjón með hestum okkar, velvildina og hjálpsemina í einu og öllu.
Lindu Sif og Rósu Björk fyrir utanumhald og aðstoð í gegnum ferlið, Þórunni Eddu fyrir uppsetningu á Skeifublaðinu og Jósý fyrir prentun þess.
Einnig þökkum við eftirfarandi fyrirtækjum fyrir styrki í formi vinninga í vetur:
Bílaumboðið Askja, Borgarsport, Brúartorg, Búvörur SS, Dominos, Hótel Laugabakki, Hraunsnef, Kaffi Kyrrð, Kalksalt, Kaupfélag Borgfirðinga, Kidka, Lagður, Lífland, Ljómalind, Mjólkursamsalan, Nettó, Serrano og Tækniborg.
Innilegar þakkir til stóðhestseigenda sem styrktu okkur rausnarlega í formi tolla.
Að lokum viljum við þakka öllum þeim frábæru sjálfboðaliðum sem komu að okkar starfi í vetur. Gleðilegt sumar!
EYJALÍN HARPA EYJÓLFSDÓTTIR
Verið þið öll hjartanlega velkomin hingað að Mið-Fossum í dag, sumardaginn fyrsta. Upp er runninn Skeifudagur í 68. sinn – rótgróin útskriftar- og uppskeruhátíð nemenda sem stundað hafa nám í reiðmennskuáföngum við Landbúnaðarháskóla Íslands. Skeifudagurinn á sér áratugalanga sögu og telst með elstu heiðursviðburðum í sögu reiðkennslu og hestamennsku á Íslandi. Dregur hann nafn sitt af hinni svo kölluðu Morgunblaðsskeifu, sem fyrst var veitt þann 4. maí árið 1957 við hátíðlega athöfn. Með þessu framtaki vildi Morgunblaðið ,,sýna hug sinn til þessarar fornu og fögru íþróttar, hestamennskunnar‘‘.
Já, hestamennskan er í senn íþrótt og menningararfur þjóðarinnar að mörgu leyti. Greinin er einstök á þann hátt að hún sameinar hesta og menn á öllum aldri, úr ólíkum áttum, og á sér fjölmargar birtingarmyndir. Að mínu mati felst fegurðin einmitt þar – í fjölbreytileikanum, samspili hefða og sameiginlegri ástríðu fyrir náttúrunni og þessari mögnuðu skepnu sem íslenski hesturinn okkar er.
Hestamannafélagið Grani var stofnað á Hvanneyri árið 1954 fyrir tilstilli Gunnars Bjarnasonar. Grani er hagsmunafélag hestamennskunemenda við skólann, og er markmið þess að halda hestamennsku við skólann í hávegum, ýta undir fræðslu og félagslega þætti og vekja þannig áhuga og efla nemendur í greininni. Félagið stendur fyrir ýmsum hestatengdum viðburðum, sem margir eru einnig opnir almenningi. Að gegna formennsku Grana þetta skólaárið hefur verið lærdómsríkt, þroskandi og skemmtilegt. Ég geng sátt frá borði og er efst í huga þakklæti fyrir að hafa fengið tækifæri til að kynnast og vinna með aragrúa af frábæru fólki sem allt á það sameiginlegt að brenna fyrir íslenska hestinum. Í upphafi þessa skólaárs tókum við inn í stjórn félagsins hvorki meira né minna en sjö nýja meðstjórnendur sem hafa staðið sig með stakri prýði.
Árið hefur verið viðburðarríkt þó það hafi farið heldur rólega af stað hjá okkur. Við héldum Grímutölt í lok október, á sjálfri Hrekkjavökunni, sem hefur fest sig í sessi sem árlegur viðburður innan skólans. Mikill metnaður var lagður í búninga þetta árið og mátti vart þekkja suma knapana sem riðu um völlinn á skreyttum
hestum sínum. Að þessu sinni fengum við áhorfendur til að kjósa um sinn uppáhalds búning við góðar undirtektir, og vildum við með því gefa gestum kost á að taka virkan þátt í skemmtuninni. Í janúar héldum við annað fjörmót, svokallað Mjólkurtölt, þar sem markmiðið er að komast sem hraðast tvo hringi í höllinni með barmafullt mjólkurglas við hönd. Hver mjólkurdropi sem skvettist úr glasinu bætti sekúndum við tímann og gerði keppnina bæði spennandi og skemmtilega. Mjólkina fengum við að sjálfsögðu úr Hvanneyrarfjósinu.
Febrúar var svo sannarlega annasamur. Mánuðurinn hófst á fatasöluna okkar, en í samstarfi við verslunina Lífland buðum við upp á vandaðan fatnað merktan Grana á frábæru verði. Þá stóðum fyrir beinni útsendingu af Slaktaumatölti í Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum á Kollubar, og skapaðist þar góð og skemmtileg stemning. Þann 11. febrúar var svo komið að hinni margrómuðu Óvissuferð Grana, þar sem förinni var heitið upp í Reykholtsdal. Um 50 nemendur við Landbúnaðarháskólann fengu þar fjölbreytta innsýn í hestamennsku, ræktun og kynbótakerfið í heimsóknum til hestafólks á Hægindi, Skáney og Laugavöllum þar sem við enduðum ferðina á grilluðum pylsum og
ÚTGEFANDI:
Hestamannafélagið Grani á Hvanneyri, granilbhi@gmail.com
RITSTJÓRN OG ÁBYRGÐARMENN:
Eyjalín Harpa Eyjólfsdóttir, Helena Sól Elíasdóttir og Laufey Ósk Grímsdóttir
UPPSETNING Á BLAÐI:
Þórunn Edda Bjarnadóttir
FORSÍÐUMYND OG MYNDIR AF NEMENDUM:
Rósa Björk Jónsdóttir
PISTLAR UM NEMENDUR:
Nemendur í Reiðmennsku vor 2025
tómri gleði. Viljum við koma á framfæri kærum þökkum til allra þeirra sem tóku á móti okkur og gerðu ferðina eftirminnilega. Febrúarmánuður endaði svo á stórskemmtilegri stjórnarferð Grana þar sem við lögðum land undir fót og héldum suður í Ölfus, borðuðum góðan mat, horfðum á fimmganginn í Meistaradeildinni á Ingólfshvoli og virtum svo fyrir okkur næturlífið í miðbæ Selfoss.
Í mars héldum við opið gæðingamót og má með sanni segja að þáttakan á mótið hafi farið fram úr okkar vonum. Hvorki meira né minna en 40 hestar og knapar voru skráðir til leiks og kepptu í B-flokki sem skiptist niður í þrjá flokka eftir styrkleika og reynslu. Kaupfélag Borgfirðinga og
Búvörur SS styrktu mótið í formi vinninga.
Þá tókum við forskot á páskasæluna í byrjun apríl og héldum opið páskatölt sem einnig var mjög vel sótt, en þar öttu knapar og hestar kappi í gæðingatölti. Nettó í Borgarnesi sá til þess að allir keppendur í úrslitum fóru heim með dýrindis páskaegg.
Það var virkilega ánægjulegt hve góð mæting og þátttaka var á öllum viðburðum okkar í vetur, hvað opnu mótin okkar hlutu góðar undirtektir og að gleðin var við völd í hvert skipti. Það er
STJÓRN GRANA VETURINN 2024-2025:
Eyjalín Harpa Eyjólfsdóttir - formaður
Helena Sól Elíasdóttir - varaformaður
Sara Ægisdóttir - gjaldkeri
Laufey Ósk Grímsdóttir – ritari
Meðstjórnendur:
Guðrún Tinna Rúnarsdóttir
Hildur Kristín M. Gunnarsdóttir
Iðunn Klara Gestsdóttir
Ingiberg Daði Kjartansson
Linda Björg Kristjánsdóttir
Saga Björk Jónsdóttir
Janna-Malin Neumann
Valgerður Álfheiður Sigurðardóttir
Stjórn Grana veturinn 2024-2025
að ýmsu að hyggja við framkvæmd viðburða og móta, og viljum við í Grana þakka öllum þeim sjálfboðaliðum sem lögðu hönd á plóg, einnig viljum við þakka fyrirtækjum sem styrktu okkur á einn eða annan hátt, þakkir til þeirra sem buðu okkur heim í óvissuferðinni, og sérstakar þakkir fær starfsfólk hestamiðstöðvarinnar á MiðFossum fyrir alla velvildina, ráðleggingarnar og aðstoðina.
Nú er komið að okkar síðasta og jafnframt stærsta viðburði á þessu skólaári, sjálfum Skeifudeginum, að ógleymdu okkar geysivinsæla stóðhestahappdrætti. Í dag munu útskriftarnemendur úr reiðmennskuáföngum skólans taka hesta sína til kostanna og sýna
tamningar- og þjálfunarafrakstur vetrarins. Það hefur verið heiður að tilheyra þessum samheldna og góða hópi s.l. tvö skólaár, og langar mig að nýta tækifærið og óska samnemendum mínum innilega til hamingju með áfangann og þakka kærlega fyrir allar þær ógleymanlegu stundir sem við höfum átt saman í gegn um reiðmennskunámið.
Að lokum vil ég þakka ykkur, kæru gestir, fyrir að gefa ykkur tíma til að koma, uppskera og fagna með okkur.
Njótið dagsins og gleðilegt sumar!
HELGI EYLEIFUR ÞORVALDSSON, AÐJÚNKT
Kæru nemendur, kennarar og okkar góðu gestir. Til hamingju með daginn. Við komum hér saman til að fagna uppskeru í formi aukinnar þekkingar og leikni í reiðmennsku. Þetta er alltaf hátíðlegur og fallegur dagur.
Upphaf Skeifudagsins má rekja til stofnunar Hestamanna-félagsins Grana á Hvanneyri árið 1954, en Gunnar Bjarnason, þá kennari við skólann, stofnaði félagið ásamt nemendum við Bændaskólann á Hvanneyri sem áhuga höfðu á hestamennsku. Gunnar var árið 1951 upphafsmaður kennslu í reiðmennsku og tamningum við skólann. Mikill áhugi var meðal nemenda á þess háttar námi þó að aðstaða og húsakynni hefðu ekki verið upp á marga fiska í þá daga. Síðan þá hefur dropinn holað steininn og í dag hefur Grani aðgang að frábærri aðstöðu að Mið-Fossum í Andakíl, sem er nú í eigu Landbúnaðarháskóla Íslands. Tækifærin sem tengjast hestamennsku felast þó ekki bara í aukinni leikni í reiðmennsku og tamningum. Mikil þörf er á að auka rannsóknir og ráðgjöf í hestafræði enda fer hestamennska ört vaxandi, bæði sem áhuga- og atvinnugrein. Þörf er á að svara ýmsum rannsóknaspurningum til þess að tryggja áframhaldandi framþróun í greininni.
Skeifudagurinn er á vissan hátt sérstakur dagur. Dagurinn er uppskeruhátíð nemenda. Þetta er dagur sem markar lok vegferðar sem lifir í minningu þeirra og opnar oft dyr að nýjum heimi. Sjálfur naut ég þeirra forréttinda að nema af Reyni heitnum Aðalssteinssyni. Blessuð sé minning hans. Fram að þessum vetri einkenndist reiðsnilli mín einkum af því að geta stökkriðið fyrir búpening og um leið hangið á baki. Tækist það var björninn unninn. En þetta nám var mér framandi og ógleymanleg reynsla sem ég er ævinlega þakklátur fyrir að búa að. Ég efa ekki að nemendur í ár tengi við þessa lýsingu enda hafa þau notið handleiðslu okkar frábæru reiðkennara sem eru þau Guðbjartur Þór Stefánsson og Linda Rún Pétursdóttir.
Í skeifudagsblöðum Grana í gegnum árin má oft sjá skrautlegar lýsingar á glímu nemenda við ótemjur og ætla ég að enda orð mín á ferskeytlu sem ég fann í einu slíku blaði. Nafn höfundar fylgdi því miður ekki því blaði.
Þó margt sé hér á móti okkur
Og misjafnt teljist knapinn laginn
Þá er von að fríður flokkur
Fylki liði á Skeifudaginn
GUÐBJARTUR ÞÓR STEFÁNSSON, REIÐKENNARI Í BÚFRÆÐI
Upp er runninn hinn margrómaði skeifudagur sem haldinn hefur verið síðan 1956 hér við skólann. Auðvitað hefur dagurinn breyst og áherslurnar einnig í tamningum og þjálfun hrossa þó lokamarkmiðið haldi enn gildi sínu að ríða um á góðum hesti sér til ánægju og yndisauka.
Nemendurnir hér í dag eru að útskrifast úr reiðmennsku áfanga III þar sem áhersla er lögð á nákvæma reiðmennsku, þekkingu á gangtegundum og þjálfun þeirra. Nemendur koma með reiðhesta sína og þjálfa þá, ákveða fóðrun og undirbúa þá sem best fyrir átök Skeifudagsins og verkefni sumarsins. Í áfanganum koma þau með auk reiðhestsins, tryppi sem þau temja sjálf og er það oft mesti skólinn fyrir nemandann.
En afhveju er það? Jú auk þess sem nemandinn lærir vinnubrögðinn við tamningar þá þarf nemandinn að æfa sig í að lesa hestinn, skilja hvernig honum líður, finna á hvað augnabliki hann er tilbúinn að læra og meðtaka ábendingar frá knapanum þannig hann skilji og verði óhræddur við manninn og hugmyndir hans. Við sem höfum verið í tamningum vitum líka að samhliða því sem við temjum hestinn þá temjumst við helling sjálf. Við þurfum að spá í hvaða skilaboð við sendum til hestsins, hvernig við hreyfum okkur í návist hans og síðast en ekki síst að læra að hafa stjórn á tilfinningum okkar bæði þegar illa gengur og líka þegar vel gengur því eins og konan sagði ..oft er minna meira‘‘.
Veturinn í vetur hefur gengið stóráfallalaust fyrir sig þegar þetta er skrifað. Enginn hefur fallið af baki af tryppinu sínu sem er töluverður missir fyrir kaffistofuna af kræsingum. Ég vil nýta tækifærið og þakka nemendum fyrir góð kynni síðustu tvö ár og margar eftirminnilegar samverustundir í hesthúsinu og í reiðtímum. Ég er gríðarlega stoltur af því hvernig nemendunum hefur tekist að þróa og þroska sína hestamennsku hvert á sinn hátt en um leið verið góður og samheldinn hópur sem er alltaf tilbúinn að hjálpa hvert öðru í hinum ýmsu áskorum tamningana.
Takk fyrir mig - dagurinn er ykkar
Nemendur í búfræði sem velja reiðmennsku í náminu sínu taka þrjá áfanga:
REIM1RA04 Reiðmennska I (fyrsta námsár, haust)
Farið er m.a. yfir og æfðar helstu gerðir ásetu, rétt taumhald, helstu ábendingar og notkun þeirra. Ásamt því hvernig á að stjórna fótum hests við hendi með snúrumúl og vað. Í reiðlistarhlutanum er þjálfað tölt, kenndar æfingar við hendi og í reið til að bæta þjálni og mýkt sem er mikilvæg undirstaða góðs tölts. Einnig er farið í grunnþætti í atferli, eðli og hegðun hesta. Fjallað er um líkamsbygginguna og líkamshluta hesta ásamt gangtegundum íslenska hestsins.
REIM2RB04 Reiðmennska II - Fortamningar (annað námsár, haust) Byrjað er á að vinna við að fortemja trippi sem er mikilvægur þáttur til að skilja og meta eðli og geðslag hrossa. Unnið er með unghross 2-3 vetra, að venja þau manninum, að teymast og bregðast við áreiti. Kenndar eru aðferðir við að nota snúrumúl og vað til að bæta samskipti manns og hests ásamt því að gera hestinn þjálari og mýkri. Einnig er farið í að skoða stig þjálfunar með áherslu á orsakir og afleiðingar misstyrks hrossa. Að nota réttar aðferðir og æfingar til að leiðrétta misstyrk.
REIM1RC04 Reiðmennska III (annað námsár, vor)
Unnið er með taminn hest með því markmiði að bæta hann sem reiðhest. Farið er yfir uppbyggingu, þjálfunartíma og grundvallaratriði fimiæfinga. Hvernig má nýta slár, hindranir og aðrar þrautir til að auka fjölbreytni í þjálfun. Jafnframt koma nemendur með ótaminn hest sem þeir frumtemja og læra þar að beita aðferðum sem stuðla að heilbrigði, öryggis og velferð bæði manns og hests. Einnig er farið yfir stig þjálfunar, líkamsbeitingu og mun á réttri og rangri líkamsbeitingu reiðhrossa.
Skeiðamaðurinn og fulltrúi Brúnastaðaættarinnar, hann Einar Ágúst okkar allra, mætti galvaskur og pollrólegur í reiðmennsku I með hinn rauðblesótta Spón, frá heimahögum þeirra beggja í Fjalli. Báðir voru þeir frekar lítið gerðir en þróuðust vel saman og tömdu hvorn annan yfir veturinn. Blesi þótti síðan of góður til að halda áfram í námi á Hvanneyri og varð eftir heima í Fjalli þar sem hann er brúkaður í sunnudagsreiðtúra. Þá ákvað Einar að breyta um þema og tók með sér þrjá brúna gæðinga vestur á eyrina, þau Dimmu, Flóa og Ínu tamningatryppi. Dimmu notaði hann í reiðmennsku II, hún var næm, oft næmari en knapinn, sem braust stundum út í spennu. Kláruðu þau lokaprófið listavel en eftir áramót fékk Dimma í bakið og einn góðan veðurdag rauk hún stjórnlaus inni í höll svo Einar hékk eftir í vísunum á klukkunni sem er uppi á vegg í reiðhöllinni. Vankaðist hann við fallið, hélt hann sæi ljósið og sjálfan guð almáttugan, en áttaði sig fljótt á því að yfir honum stóð Edda Þorvalds. Eftir þetta atvik hefur Edda fylgt honum eins og verndarengill um hesthúsið og er mikið umhugað um að hann Einar sé aldrei eftirlitslaus inni í reiðhöll.
Ína frá Fjalli 2021
Brún
Móðir: Farfús frá Langsstöðum
Faðir: Dagfari frá Álfhólum
Ræktandi og eigandi: Einar Ágúst Ingvarsson
Flói frá Langsstöðum 2015
Brúnn
Móðir: Nótt frá Langsstöðum
Faðir: Mökkur frá Langsstöðum
Ræktendur og eigendur: Hjálmar
Ágústsson og Ingibjörg Einarsdóttir
Einar var fljótur að ná sér, en Dimma var send í orlof og endurhæfingu heim í Fjall. ,,Engin vandamál, bara lausnir,‘‘ er mottó sem á vel við Einar og kláraði hann því reiðmennsku III á Flóa með mikilli prýði.
Eftir áramót tamdi hann svo hana Ínu Dagfaradóttur, háfætta og myndarlega hryssu úr eigin ræktun. Það fór vel á með þeim í tamningunni. Ína var fljót að læra, opin í gang, ásetugóð, og með góðan reiðvilja og var Einar því skotfljótur að fara að ríða henni út um allar koppagrundir.
Einar Ágúst verður Fjall-myndarlegur og vel ríðandi um Flóa og Skeiðamannaafrétt í haust á honum blesa sínum með brúnu skytturnar þrjár til reiðar, og það eitt er víst að hann á ekki eftir að vera í vandræðum með að komast fyrir kindur á þeim snörpu fararskjótum.
Hún kom ríðandi að austan, yfir firnindi og fjöll, og kynnti fyrir okkur hornfirska hestinn. Eyjalín kom með fagurjörpu hryssuna Ósk frá Bjarnanesi á fyrsta árið og er hún eini nemandinn sem hefur verið með sama hestinn í gegn um alla reiðmennskuáfangana í búfræði.
Báðar eru þær Eyja og Ósk þekktar fyrir mikið skap en þó tekst þeim alltaf að semja sín á milli (svona yfirleitt) og hafa t.a.m. unnið öll
þau mót sem þær hafa komið fram á hér á Hvanneyri. Ósk er smávaxin hryssa með mikla hæfileika og fór í fyrstu verðlaun í fyrra sumar, hún er sérstök á margan hátt og er sem dæmi alls ekki sama hvort það sé Jón eða Séra Jón sem nálgast hana. Hún gerir sem sagt mikinn mannamun og segir Eyja að hross með sterkan karakter séu einfaldlega skemmtilegri.
Veðrið í janúar var erfitt viðureignar og gekk illa að ferja jarpan framtíðargæðing alla leið úr Hornafirði vestur í Borgarfjörð í tamningaáfangann. Það fór því svo að Eyja þurfti að sætta sig við það sem hendi var næst. Þau hjúin voru nefnilega komin með á Mið-Fossa litla,
Búbót frá Flugumýri 2021
Móálótt
Móðir: Mósa frá Flugumýri
Faðir: Aðalsteinn frá Íbishóli
Ræktandi og eigandi: Jón Hjálmar Ingimarsson
Ósk frá Bjarnanesi 2014 Jörp
Móðir: Pyngja frá Kolsholti II
Faðir: Klerkur frá Bjarnanesi
Ræktendur: Eyjólfur Kristjónsson og
Sigrún Harpa Eiðsdóttir
Eigendur: Eyjalín Harpa Eyjólfsdóttir og Sigrún Harpa Eiðsdóttir
móálótta hryssu frá Flugumýri sem Eyju fannst helst til ekki nógu merkileg til að nota í námið. Hún var lappastutt, með nuddaðan stert, og hvorki jörp né hornfirsk... en á endanum sætti Eyja sig við Skagfirðinginn, enda þaulreynd í að temja þá. Hún komst fljótt að því að Búbót litla, sem gengur undir vinnuheitinu Mósa, yrði nothæf í hin ýmsu verkefni. Hún var þæg og auðtamin og eftir fyrsta reiðtúrinn sagði Eyja að hér væri framtíðar barnahrossið á Flugumýri komið.
Það er því ekki ósennilegt að við munum mæta Eyju í nánustu framtíð ríðandi um Skagafjörðinn í fótaburði, með hrossastóð og krakkaskara á eftir sér.
Vegg brattur í boði Kaupfélags Skagfirðinga kom villikötturinn okkar Ingiberg Daði inn í reiðmennsku eftir áramót. “Hann kom í hlaðið á gráum hesti, hann kom með vor í augum sér”. Það var ekki fyrr en í febrúar að hann læddi sér inn í reiðmennsku III með gráa hryssu úr
eigin ræktun, aðeins þriggja mánaða tamda. Merin ber nafnið Stilla og er það í raun frekar kaldhæðnislegt þar sem aldrei er lognmolla
í kring um hana. Þau Ingiberg bera sig þó afskaplega vel þó að merin eigi það til að sjá ýmislegt sem aðrir sjá ekki, og má helst líkja því við að hún sé stöðugt að búast við að verða fyrir drónaárás. Stilla hefur þó staðið sig með stakri prýði í náminu og tamist mikið, hún er myndarleg efnismeri sem Ingiberg á ekki í nokkrum vandræðum með að ríða – enda maður sem er þekktur fyrir að kunna að stýra bæði hrossi og samtali á sama tíma.
Þá hafði hann með sér í taumi, ótamið gráskjótt tryppi, einnig að norðan úr Skagafirði. Sú meri heitir Mist frá Reykjavöllum og er algjör andstæða við gráu hryssuna þar sem það rennur varla í henni blóðið og varð hún nánast fulltamin eftir fyrsta tíma. Mist er einstaklega
Mist frá Reykjavöllum 2020
Gráskjótt
Móðir: Píla frá Kirkjuhóli
Faðir: Álmur frá Reykjavöllum
Ræktandi og eigandi: Ragnheiður Petra Óladóttir
Stilla frá Tjörnum 2020 Grá
Móðir: Sperra frá Tjörnum
Faðir: Magni frá Þúfum
Ræktandi og eigandi: Kjartan Þór Kjartansson
meðfærileg og traust, rúllar um á tölti, faxmikil og fríð. Ekki væri leiðinlegt að eiga eins og 10 slík hross. Ingiberg er þó heldur þekktur fyrir kúnstir sínar og fer iðulega sínar eigin leiðir í tamningunum, þar sem hann er ýmist með óhertan hnakk eða ekkert beisli. Tryppið er svo sannarlega hálfgert sirkusdýr orðið hjá Ingiberg, og hefur hann lagt mikið á sig að kenna henni ýmsar brellur líkt og að leggjast, sem enn er í vinnslu.
Það er ekki spurning að Ingiberg mun láta mikið fyrir sér fara hvar sem hann stingur niður fæti í framtíðinni. Með gráu gæðingana sína verður hann eins og íslenskur ,,Lorenzo the Flying Frenchman‘‘ – ef þið kannist ekki við kauða þá mælum við með að fletta honum upp á netinu, sjón er sögu ríkari!
Laufey Ósk, kennd við Ásatún í Hrunamannahrepp eða ,,gullhreppnum‘‘, eins og hún vill kalla hann, mætti hér með sína ljósu lokka og fagra fés á hinum rauðblesótta Forseta frá Ásatúni. Áttu þau á köflum spennuþrungið samstarf þó væntumþykjan skini alltaf í gegn. Forseta þótti nú ekki mikil þörf á að sýna brokk í fyrsta lokaprófinu, enda var hann fyrst og fremst eðal töltari. Hann átti það þó því miður til að kenna sér einhversstaðar meins í skrokknum sem lýsti sér þannig að blesi fór að ferðast full hratt yfir og lét ekki svo glatt undir stjórn. Það varð því svo að Laufey þurfti að skilja við hann Forseta sinn og í staðinn kom hin móálótta Irma beint inn í reiðmennsku II.
Irma er efnileg og stórættuð alhliða meri og var gaman að fylgjast með þeim stöllum þróast saman í vetur. Átti hryssan þó ekki alveg sjö dagana sæla fyrir áramót, en daginn eftir lokaprófið í nóvember varð hún fárveik svoleiðis að Laufey, dýralæknar og annað gott fólk vakti yfir henni daga og nætur í hátt í viku. Þegar hún loks fór að braggast lá við að slegið yrði til veislu á Mið-Fossum, svo mikill var léttirinn og var fallegt að sjá hve öllum var annt um hana Irmu. Komu þær svo báðar endurnærðar til baka eftir jólafrí með nýjan kandídat í móálótta teymið,
Dagur frá Ásatúni 2020
Móálóttur
Móðir: Sara frá Ásatúni
Faðir: Draupnir frá Stuðlum
Ræktendur og eigendur: Grímur Guðmundsson og Guðbjörg Jóhannsdóttir
Irma frá Ásatúni 2017
Móálótt
Móðir: Sara frá Ásatúni
Faðir: Arion frá Eystra-Fóðholti
Ræktendur og eigendur: Grímur Guðmundsson og Guðbjörg Jóhannsdóttir
tamningartryppið hann Dag sem er sammæðra Irmu. Eitthvað var hann að misskilja stöðu sína í lífinu og minnti helst á óstýrilátann hund með athyglisbrest. Já, fé er jafnan fóstra líkt, enda Laufey sjálf með bullandi athyglisbrest á köflum. Má segja að Dagur hafi reynst mest krefjandi af öllum tryppunum í tamningaáfanganum. Fyrst um sinn var móálótti hundurinn hennar Laufeyjar ekki alveg á því að hafa knapa á baki og gerði ítrekað heiðarlegar tilraunir til að losa sig við hann, en hreppaskvísan var sennilega með teppalím í hnakknum svo föst var hún í hann. Tamningunni miðaði hægt en örugglega þó stundum væri spurning um hver væri að temja hvern, en Laufey var farin að ríða honum mósa sínum um allt eins og herforingi áður en leið að prófi.
Ef þið eigið leið um gullhreppinn í sumar er ekki ólíklegt að þið verðið vör við ljósa flaktandi lokka þegar Laufey þeytist um í útreiðatúrum og hestaferðum á Ásatúns gæðingum.
LINDA RÚN PÉTURSDÓTTIR, REIÐKENNARI Í HESTAFRÆÐI BS
Nemendur á hestafræðibraut hafa nú lokið sínum síðasta áfanga í reiðmennsku sem er þá Reiðmennska III. Nemendur hafa unnið hörðum höndum að því að bæta sinn hest, bæta sig sem knapa og þjálfara og er uppskeran eftir því. Þegar byggja á upp góðan reiðhest eru margir hlutir sem þarf að huga að. Knapinn þarf að sýna hestinum virðingu, skapa traust og vinna saman sem tveir íþróttamenn til að árangurinn verði sem bestur. Veturinn hefur einkennst af jákvæðri uppbyggingu manns og hests og að takast á við þær áskoranir sem á vegi þeirra varð. Að þjálfa hest er ekki alltaf auðvelt og krefst þrautseigju og þolinmæði en þegar markmiðunum er náð er tími til að líta til baka með stolti og nýta lærdóminn inn í framtíðina.
Ég óska ykkur alls hins besta í framtíðinni. Nýtið þekkinguna og reynsluna sem þið hafið öðlast á þessari braut til að byggja upp sterka framtíð fyrir ykkur og hestana sem þið vinnið með í framtíðinni. Dagurinn í dag sýnir uppskeru vetrarins, haldið áfram að vinna að ykkar markmiðum og njótið dagsins í botn kæru nemendur.
Takk fyrir veturinn
KYNNING
Hestafræði BS er 3ja ára BS nám sem hefur það meginmarkmið að veita nemendum breiða grunnmenntun í hagnýtri líffræði ásamt sérþekkingu í grunngreinum búvísinda og í líffræði hesta, meðferð þeirra og þjálfun.
Nemendur fá grunn í raunvísindum sem byggt er ofan á með sérgreinum landbúnaðarfræða og sérhæfðum námsgreinum um hesta.
Að loknu námi við Hestafræðibraut eiga nemendur að hafa alhliða þekkingu og skilning á búfjárfræðum ásamt fræðilegri og hagnýtri þekkingu á helstu greinum hestafræða með áherslu á íslenska hesta.
Nemendur sem útskrifast af námsbrautinni eru undirbúnir fyrir fagleg störf sem tengjast hrossarækt, hrossabúskap, rekstri fyrirtækja í hestamennsku og hrossarækt sem og í fyrirtækjum sem þjóna greininni.
Jafnframt eiga nemendur að hafa fengið trausta vísindalega grunnþjálfun á sviði lífvísinda og landbúnaðar- og hestafræða sem nýtist til þátttöku í rannsóknaverkefnum, í framhaldsnámi og sjálfstæðri þekkingaröflun.
Kim er frá Svíþjóð og kom til Íslands til að vinna
í eitt sumar en það var fyrir 10 árum, ansi langt sumar. Hún var ekki lengi að komast inn í hestaheiminn og á nú þegar fimm hross, með eitt folald á leiðinni. Þrátt fyrir að hún sé ekki sú hæðsta í hópnum (frekar í lægri kantinum), passar hún fullkomlega við lágvaxna hestinn sinn sem hún hefur notast við í náminu – litlu, feitu og frekar ófríðu hryssuna
Freistingu frá Grenstanga. En eins og við vitum öll: útlitið segir ekki allt.
Kim kynntist Freistingu fyrst þegar hryssan var aðeins fimm vetra gömul og eignaðist hana stuttu eftir það. Leiðir þeirra voru aðskildar um tíma, en Kim gleymdi Freistingu aldrei og dreymdi alltaf um að fá hana aftur. Það varð ekki að veruleika fyrr en fyrir tveimur árum, þegar hún náði að eignast hana á ný.
Samband þeirra hefur þróast hægt og rólega síðan þá, og þær hafa lært mikið af hvor annarri. Þó Freisting sé kannski ekki sú glæsilegasta að utan, þá býr hún yfir miklum karakter.
Ástæðan fyrir því að Kim gat keypt Freistingu aftur var einfaldlega sú að merin var orðin ansi „klikkuð“. Hún hafði tilhneigingu til að vilja fara af stað á
Freisting frá Grenstanga 2010 Móbrún
Móðir: Frá frá Grenstanga
Faðir: Óttar frá Hvítarholti
Ræktandi: Ingjaldur Valdimarsson
Eigandi: Maria Kim Desirée Edman
ótrúlegum hraða og vissi varla hvað fet var! En síðan Kim eignaðist hana aftur hafa orðið miklar framfarir. Í dag er Freisting nánast orðin að algjöru barnahrossi – róleg, traust og með mikinn þroska.
Melkorka kemur úr Mosfellsbæ en býr í dag í Lundarreykjadal í Borgarfirði. Nemendahestur hennar í gegnum námið var Kolrós frá Hárlaugsstöðum (2018). Kolrós er mikill karakter og hafa þessar rauðhærðu stöllur lært margt af hvor annarri. Skapstór er hún og lætur sér ekki segjast ef það er eitthvað sem henni líkar ekki. Hún hefur skemmt knapa sínum og reiðkennara mikið í gegnum námið, en knapi og hestur einnig þurft að komast yfir marga lærdómsríka þröskulda. Í reiðmennsku hefur gengið á ýmsu hjá Melkorku og hún nokkrum sinnum þurft að skipta um hross. Um tveimur vikum fyrir próf í reiðmennsku III slasaðist Kolrós, þá voru góð ráð dýr en Guðbjartur reiðkennari lánaði henni þá fallega brúnskjótta meri, Skák frá Skipanesi. Leið þá að prófi og í gegnum prófið komust þær áfallalaust en þurftu að læra hvor á aðra á stuttum tíma.
Þá var næst á dagskrá sýning nokkurra nemenda sem hafði verið æfð samhliða náminu, á síðustu æfingu fyrir sýninguna slasaði Skák sig á kerru á leið í Borgarnes og þurfti þá að finna annað hross til þess að komast í gegnum sýninguna. Gott er að eiga gott fólk að en Sunna Lind vinkona Melkorku var svo almennileg að lána henni nemendahest sinn Kveik frá Efstu-Grund og runnu þau
Kolrós frá Hárlaugsstöðum 2018 Rauð
Móðir: Frigg frá Hárlaugsstöðum 2
Faðir: Glúmur frá Dallandi
Ræktendur: Guðmundur Gíslason og
Sigurlaug Steingrímsdóttir
Eigandi: Melkorka Gunnarsdóttir alveg óreynd í gegnum sýninguna áfallalaust. Það hefur því gengið á ýmsu í gegnum námið en „þetta reddast“ er mottó sem hefur svo sannarlega átt við í vetur.
Lindu Rún reiðkennara þakkar Melkorka sérstaklega fyrir skemmtilega, áhugaverða, lærdómsríka og fjölbreytta kennslu í gegnum námið!
Saga Björk er alvöru sveitastelpa sem kemur frá hrossaræktunarbúinu Bergi, staðsett á norðanverðu Snæfellsnesi. Hún mætti á MiðFossa með tryggan vin sinn hann Öngul frá Bergi, keppnisklár sem hefur fylgt henni í gegnum súrt og sætt undanfarin ár.
Öngull er sennilega sá hestur sem hefur tekið flest böð á Mið-Fossum í vetur. Ekki að ósk eiganda heldur er hann nokkuð lipur í að velta sér í óhreinindum við hvert tækifæri, eigandanum til mikils ama.
Með í för var líka Sæfari frá Bergi, glæsilegur brúnn hestur sem fékk að troða sér með í myndatökuna. Hann er sérstakur í hjarta Sögu, fyrsti hesturinn sem hún ræktaði sjálf og hefur verið að stíga fyrstu skref í frumtamningu þennan vetur.
Saga hefur verið á flakki milli Landbúnaðarháskólans og Háskólans á Hólum, en nú hefur hún fest rætur á Hvanneyri með það markmið að klára hestafræðina af krafti.
Öngull frá Bergi 2014 Rauðskjóttur
Móðir: Hrísla frá Naustum
Faðir: Lukku-Láki frá Stóra-Vatnsskarði
Ræktandi: Jón Bjarni Þorvarðarson
Eigandi: Saga Björk Jónsdóttir
MORGUNBLAÐSSKEIFAN
Var fyrst veitt við skólaslit Bændaskólans á Hvanneyri þann 4. maí 1957. Morgunblaðið vildi sýna virðingu fyrir þessari fornu og fögru íþróttar, hestamennskunnar. Morgunblaðskeifan er veitt þeim nemenda sem hefur náð bestum samanlögðum árangri í frumtamningarprófi og í reiðmennsku III.
GUNNARSBIKARINN
Hefur verið veittur síðan 2008 og er gefinn af Bændasamtökum Íslands til minningar um Gunnar Bjarnason, fyrrum hrossaræktarráðunaut og kennara á Hvanneyri.
Gunnar sýndi mikið frumkvæði í starfi sínu sem reiðkennari og var fyrstur til að kenna nemendum sínum að temja hesta sér til reiðar. Hefur slík kennsla haldist nær óslitin síðan.
Gunnarsbikarinn er veittur þeim nemenda sem hlýtur hæstu einkunn í fjórgangi en fara úrslit úr keppninni fram á Skeifudaginn. Þátttökurétt
í þessari keppni hafa allir nemendur reiðmennsku III í búfræði og háskóladeild LbhÍ.
EIÐFAXABIKARINN
Hefur verið veittur síðan 1978, hann er veittur þeim nemenda sem hlýtur bestu einkunn fyrir bóklegt í Reiðmennsku I-III í búfræði.
TAMNINGAMANNA
Hafa verið veitt frá árinu 1971 og hlýtur þau sá nemandi sem þykir sitja hest sinn sem best. Ásetan skal vera falleg og notuð til að stjórna hestinum.
FRAMFARABIKAR REYNIS
Hefur verið veittur síðan árið 2013 þeim nemenda sem hefur sýnt hvað mestan áhuga, ástundun og tekið sem mestum framförum í Reiðmennsku I – III í búfræði. Þessi verðlaun er gjöf frá Hestamannafélagi Grana til minningar um Reyni Aðalsteinsson og alla þá kunnáttu sem hann kom með og þá frábæru hluti sem hann gerði fyrir hestamennskuna á Hvanneyri og víðar.
2024: Sunna Lind Sigurjónsdóttir, Efstu-Grund
2023: Aníta Ýr Atladóttir, Syðri-Hofdölum
2022: Helgi Valdimar Sigurðsson, Skollagróf
2021: Laufey Rún Sveinsdóttir, Sauðárkróki
2020: Vildís Þrá Jónsdóttir, Hítarnesi
2019: Guðjón Örn Sigurðsson, Skollagróf
2018: Gunnhildur Birna Björnsdóttir, Bæjarsveit
2017: Harpa Björk Eiríksdóttir, Gríshóli
2016: Þorbjörg Helga Sigurðardóttir, Skollagróf
2015: Jón Óskar Jóhannesson, Brekku, Blásk.
2014: Elísabet Thorsteinsson, Króki
2013: Harpa Birgisdóttir, Kornsá
2012: Svala Guðmundsdóttir, Sauðárkróki
2011: Ditte Clausen, Sauðárkrókur
2010: Franziska Kopf, Lýsuhól, Snæf.
2009: Hlynur Guðmundsson, Ytri-Skógum, Rang.
2008: Ragnhildur Anna Ragnarsdóttir, Kópavogi
2007: Halla Kjartansdóttir, Ölvisholti, Flóa
2006: Þorsteinn Logi Einarsson, Egilsstaðakoti, Flóa
2005: Hallveig Guðmundsdóttir, Reykjavík
2004: Sigríður Ólafsdóttir, Víðidalstungu, V-Hún.
2003: Einar Atli Helgason, Snartarstöðum, N-Þing.
2002: Guðmundur Bjarni Jónsson, Hóli, N-Ís. (Bolungarvík)
2001: Erlendur Ingvarsson, Hvolsvelli (Skarð, Rang.)
2000: Hallfríður Ósk Ólafsdóttir, Víðidalstungu, V-Hún.
1999: Sigríður Kristín Sverrisdóttir, Skriðu, Hörgárdal
1998: Ísólfur Líndal Þórisson, Lækjarmóti, V-Hún (Hólar)
1997: Camilla Munk Sörensen, Danmörku (Fagranes, Skag.)
1996: Jón Kristinn Garðarsson, Brennu, Borg. (Mosfellsbær)
1995: Brynja S. Birgisdóttir, Hveragerði
1994: Hallgrímur Sveinn Sveinsson, Vatnshömrum
1993: Þórður Þorbergsson, Akranesi
1992: Jósep Guðjónsson, Strandhöfn, Vopnafirði
1991: Ragnhildur Guðrún Benediktsdóttir, Krossanesi, V-Hún.
1990: Friðrik H. Reynisson, Hlíðarbergi, A-Skaft.
1989: Guðlaugur V. Antonsson, Vík, V-Skaft. (Hvanneyri)
1988: Böðvar Baldursson, Ysta-Hvammi, S-Þing.
1987: Jóhann Þorvarður Ingimarsson, Eyrarlandi, S-Múl.
1986: Vignir Sigurðsson, Húsavík (Litla-Brekka, Eyjaf.)
1985: Þór Bjarnar Guðnason, Selfossi (Flúðir, Kópsvatn)
1984: Rúna Einarsdóttir, Mosfelli, A-Hún. (Þýskaland)
1983: Elín Rósa Bjarnadóttir, Reykjavík (Blönduós)
1982: Sverrir Möller, Reykjavík
1981: Sigurjón Bjarnason, Hvoli, Ölfusi
1980: Meyvant Lúter Guðmundsson, Reykjavík
1979: Hróðmar Bjarnason, Hvoli, Ölfusi
1978: Þórir Magnús Lárusson, Þórukoti, V-Hún. (Holtsmúli)
1977: Hreggviður Eyvindsson, Reykjavík (Svíþjóð)
1976: Óskar E. Sverrisson, Andakílsárvirkjun, Borg. (Borgarnes)
1975: Jón G. Halldórsson, Krossi, Borg. (Borgarnes)
1974: Guðmundur Jónsson, Reykjum, Mosfellssveit
1973: Benedikt Líndal Þorbjörnsson, Reykjavík (Staður, Borgarnes)
1972: Guðmundur S. Einarsson, Dalsmynni, Árn.
1971: Ragnar Hinriksson, Reykjavík (Borgarnes, nú Rvík)
1970: Guðni Vignir Jónsson, Götu, Rang.
1969: Karl Ölvirsson, Þjórsártúni, Rang.
1968: Agnar Kristjánsson, Norðurhlíð, S-Þing.
1967: Bjarni Kristjánsson, Reynivöllum, Kjós (Þorláksstaðir)
1966: Sigurbjörn Ómar Ragnarsson, Hvalgröfum, Dal. (Rvík.
1965: Þröstur Bjarkar Snorrason, Stardal, Stokkseyri (Tóftir)
1964: Reynir Aðalsteinsson, Rvík. (Sigmundarstaðir, Borg., Hvanneyri)
1963: Guðmundur Þór Gíslason, Reykjavík (Torfastaðir, Árn.)
1962: Guðmundur Hermansson, Reykjavík (Fjall, Skag., Reykjavík)
1961: Haraldur Sveinsson, Hrafnkelsst., Árn.
1960: Sigfús Guðmundsson, Reykjavík (Vestra-Geldinholt, Árn.)
1959: Jónas Jónsson, Norðurhjáleigu, V-Skaft. (Kálfholt, Rang.)
1958: Þórður Ólafsson, Hlíðarenda, Ölfusi (Þorlákshöfn)
1957: Örn Þorleifsson, Reykjavík (Húsey, N-Múl.)
1956: Sigurgeir Ísaksson (engin skeifa)
IS2018164069
VALÍANT FRÁ GARÐSHORNI
ÞELAMÖRK
F: Adrían frá Garðshorni
Þelamörk
M: Mánadís frá Hríshóli I
A.e. 8,66
IS2008187654
KRÓKUS FRÁ DALBÆ
F: Vilmundur frá Feti
M: Flauta frá Dalbæ
A.e. 8,62
IS2017187902
GLAMPI FRÁ SKEIÐHÁHOLTI
F: Draupnir frá Stuðlum
M: Hrefna frá Skeiðháholti
A.e. 8,60
IS2016184553
SÓLI FRÁ ÞÚFU Í LANDEYJUM
F: Sólon frá Skáney
M: Þöll frá Þúfu í Landeyjum
A.e. 8,53
IS2019156813
BYLUR FRÁ GEITASKARÐI
F: Adrían frá Garðshorni
Þelamörk
M: Rauðsey frá Feti
A.e. 8,46
IS2007187408
KOLBEINN FRÁ HRAFNSHOLTI
F: Stáli frá Kjarri
M: Fjöður frá Langholti
A.e. 8,42
IS2018187841
KÓR FRÁ KÁLFHÓLI
F: Viti frá Kagaðarhóli
M: Veröld frá Kálfhóli II
A.e. 8,34
IS2014181900
RÖKKVI FRÁ RAUÐALÆK
F: Hrímnir frá Ósi
M: Karitas frá Kommu
A.e. 8,32
IS2017188449
VIGUR FRÁ KJÓASTÖÐUM
F: Ómur frá Kvistum
M: Þingey frá Torfunesi
A.e. 8,32
IS2006136584
ABEL FRÁ ESKIHOLTI
F: Klettur frá Hvammi
M: Alda frá Úlfljótsvatni
A.e. 8,29
IS2017137486
HROLLUR FRÁ BERGI
F: Gaumur frá Auðsholtshjáleigu
M: Blesa frá Bergi
A.e. 8,27
IS2016188448
BLÁFELDUR FRÁ
KJÓASTÖÐUM
F: Kolskeggur frá Kjarnholtum
M: Diljá frá Fornusöndum
A.e. 8,24
IS2016101056
ÞÓR FRÁ HEKLUFLÖTUM
F: Stormur frá Herríðarhóli
M: Elding frá Árbæjarhjáleigu II
A.e. 8,24
IS2019155571
FRÁR FRÁ BESSASTÖÐUM
F: Óskasteinn frá Íbishóli
M: Fröken frá Bessastöðum
A.e. 8,23
IS2017186587
LAZARUS FRÁ
ÁSMUNDARSTÖÐUM
F: Organisti frá Horni I
M: Ömmustelpa frá
Ásmundarstöðum
A.e. 8,23
IS2019125109
ÓSMANN FRÁ DALLANDI
F: Sólon frá Þúfum
M: Gróska frá Dallandi
A.e. 8,22
IS2010186793
ERRÓ FRÁ ÁSI II
F: Þristur frá Feti
M: Skyssa frá Bergsstöðum
A.e. 8,22
IS2015157590
KJALAR FRÁ YTRA-VALLHOLTI
F: Spuni frá Vesturkoti
M: Gletta frá Ytra-Vallholti
A.e. 8,20
IS2020188560
SVARTSKEGGUR FRÁ
KJARNHOLTUM I
F: Adrían frá Garðshorni
Þelamörk
M: Hera frá Kjarnholtum I
A.e. 8,20
IS2008125426
ÁS FRÁ HOFSSTÖÐUM
GARÐABÆ
F: Álfur frá Selfossi
M: Brúnka frá Varmadal
A.e. 8,17
IS2016135403
YLUR FRÁ SKIPANESI
F: Skaginn frá Skipaskaga
M: Þoka frá Laxholti
A.e. 8,15
IS2019164301
ANDVARI FRÁ KERHÓLI
F: Bragi frá Skriðu
M: Ösp frá Ytri-Bægisá
A.e. 8,14
IS2020135086
STEINN FRÁ STEINSHOLTI
F: Stáli frá Kjarri
M: Sunna frá Skagaströnd
A.e. 8,13
IS2019165605
GILJAGAUR FRÁ HRAFNAGILI
F: Fenrir frá Feti
M: Bára Brá frá Litlu-Sandvík
A.e. 8,07
Glampi frá Skeiðháholti - IS2017187902
IS2017135814
ABEL FRÁ SKÁNEY
F: Forkur frá Breiðabólsstað
M: Sæld frá Skáney
A.e. 8,06
IS2013145100
STRAUMUR FRÁ HRÍSHÓLI
F: Þytur frá Skáney
M: Embla frá Hæringsstöðum
A.e. 8,02
IS2017188384
KRISTALL FRÁ FLÚÐUM
F: Skýr frá Skálakoti
M: Keila frá Fellskoti
A.e. 7,98
IS2017135403
JAKI FRÁ SKIPANESI
F: Nökkvi frá Syðra-Skörðugili
M: Þoka frá Laxholti
A.e. 7,90
IS2019187695
YLUR FRÁ KOLSHOLTI II
F: Kveikur frá Stangarlæk I
M: Lukka frá Bjarnastöðum
A.e. 7,90
IS2017166204
KINNUNGUR FRÁ TORFUNESI
F: Korgur frá Ingólfshvoli
M: Stefna frá Torfunesi
A.e. 7,88
IS2020184510
VÁKUR FRÁ SYÐRIÚLFSSTÖÐUM
F: Pensill frá Hvolsvelli
M: Saga frá Syðri-Úlfsstöðum (8,45 í byggingadóm)
IS2021135592
TINNI FRÁ ÁRDAL
F: Kveikur frá Stangarlæk I
M: Þruma frá Árdal
Ósýndur
IS2019135713
DREYRI FRÁ ODDSSTÖÐUM I
F: Hrannar frá Flugumýri II
M: Elding frá Oddsstöðum Ósýndur
IS2019135450
ÁBATI FRÁ MELALEITI
F: Lord frá Vatnsleysu
M: Árún frá Mosfelli Ósýndur
IS2021156464
KLASSI FRÁ HÆLI
F: Knár frá Ytra-Vallholti
M: Eyvör frá Hæli
Ósýndur
IS2020149705
DANS FRÁ SNARTARTUNGU
F: Gaumur frá Auðsholtshjáleigu
M: Kolbrá frá Söðulsholti Ósýndur
IS2022156301
DOFRI FRÁ
LEYSINGJASTÖÐUM II
F: Organisti frá Horni I
M: Gola frá Leysingjastöðum II Ósýndur
IS2019186968
ÍS FRÁ ÁRBÆ
F: Draupnir frá Stuðlum
M: Ofbirta frá Ásgeirsbrekku Ósýndur
Valíant frá Garðshorni Þelamörk - IS2018164069
IS2018156006
RÓMEÓ FRÁ RÖÐLI
F: Hagaljómi frá Nýjabæ
M: Móa frá Röðli Ósýndur
IS2020137490
FÁKUR FRÁ BERGI
F: Adrían frá Garðshorni
Þelamörk
M: Lukkudís frá Bergi Ósýndur
IS2022158711
LEIFTRI FRÁ
DÝRFINNUSTÖÐUM
F: Skýr frá Skálakoti
M: Stuna frá Dýrfinnustöðum Ósýndur
IS2020187354
SJARMUR FRÁ SÖLVHOLTI
F: Rúbín frá Sölvholti
M: Erika frá Sölvholti Ósýndur
IS2022186481
HRÍMFARI FRÁ HÁBÆ
F: Dagfari frá Álfhólum
M: Élhríma frá Hábæ
Ósýndur
IS2022188593
TVÍBURI FRÁ AUSTURHLÍÐ
F: Hreyfill frá Vorsabæ
M: Ör frá Langsstöðum Ósýndur
IS2022188626
SIGURVISS FRÁ EINHOLTI II
F: Róbert frá Kirkjufelli
M: Steffy frá Dísarstöðum II
Ósýndur
IS2021158464
ÞÓR FRÁ NARFASTÖÐUM
F: Ljómi frá Narfastöðum
M: Dimmbrá frá Sauðárkróki
Ósýndur
IS2020180610
GALSI FRÁ HEMLU II
F: Bassi frá Hemlu II
M: Gleði frá Hemlu II
Ósýndur
IS2021185070
PRESTUR FRÁ PRESTSBÆ
F: Skugga-Sveinn frá
Þjóðólfshaga I
M: Dögg frá Prestsbakka Ósýndur
IS2022182122
STÍGUR FRÁ STÍGHÚSI
F: Ljúfur frá Torfunesi
M: Álöf frá Ketilsstöðum Ósýndur
IS2021101035
KOLFAXI FRÁ
MARGRÉTARHOFI
F: Kveikur frá Stangarlæk I
M: Harpa frá Gunnarsstöðum
Ósýndur
Krókus frá Dalbæ - IS2008187654
IS2021188291
KALEÓ FRÁ REYKJADAL
F: Viðar frá Skör
M: Þyrla frá Strandarhjáleigu Ósýndur
IS2021165302
HÖRGUR FRÁ SKRIÐU
F: Hrannar frá Flugumýri II
M: Svás frá Skriðu Ósýndur
IS2020137855
HÁLFMÁNI FRÁ SÖÐULSHOLTI
F: Kiljan frá Steinnesi
M: Donna frá Króki
Ósýndur
IS2020135588
BLÆÞÓR FRÁ HÆGINDI
F: Adrían frá Garðshorni Þelamörk
M: Blæsa frá Hesti Ósýndur
UNGHESTUR FRÁ KERHÓLI AÐ EIGIN VALI
Kynntu þér spennandi námsmöguleika hjá okkur
á sviðum sem skipta máli í framtíðinni