Búfræðingurinn 2025

Page 1


BÚFRÆÐINGURINN

Kornþurrkstöð í Eyjafirði - Biobú

Glæstar vonir og væntingar - Kyngreining nautasæðis

Búfjárræktarferð - Nemendakynningar - Stúdentaráð

Hreðjar - Grani - Auður - Baula

Einstök tækni fyrir þig

DeLaval VMS V310

frá RITSTJÓRA

Það var þétt setið í stofum landbúnaðarháskólans þar sem fjölmennasti bekkur undanfarinna ára safnaðist saman til að hefja nám í búfræði að hausti 2023. Alls staðar að af landinu hafði búhuga fólk sett stefnuna á bændaskólann til að afla sér menntunar og sækja á félagslegan vettvang. Það þurfti ekki mikið til að úr þessu samansafni miskunnugra einstaklinga varð til sá samheldni hópur sem við erum í dag og verðum vonandi um ókomna tíð, þó að tími okkar á Hvanneyri sé að líða undir lok og leiðir að skilja.

Það er ekki fáheyrt að bekkur búi yfir öflugum félagsanda á Hvanneyri en rík hefð er fyrir líflegu félagslífi á meðal búfræðinga. Samofið náminu er skipulagt félagsstarf sem nemendurnir halda utan um og því fengum við að kynnast á fyrsta degi þegar nýnemadagurinn tók á móti hópnum og kynnti okkur fyrir skólanum sem og hvoru öðru, þó að flestir hefðu byrjað að blanda geði að eigin frumkvæði kvöldið áður. Framundan beið okkur fjölþætt dagskrá viðburða, ýmist í boði nemendafélagsins, Hrútavinafélagsins Hreðjars, Kúavinafélagasins Baulu, Hestamannafélagsins Grana og seinna meir hins nýstofnaða Geitavinafélags Auðar.

Námið var engin eftirbátur félagslífsins, það einkenndist af gríðarlegri fjölbreytni og veitti okkur breiðan grunn af þekkingu enda undirbúningur fyrir krefjandi starf. Fyrri veturinn var uppsettur til að byggja upp kunnáttu og skilning á undirstöðu atriðum er varða búskap, ríkara val var í boði seinni veturinn, þá fékk hver og einn frjálsar hendur til að sníða námsleiðina betur að sér. Svo víðfemt nám afhjúpar bæði styrkleika manns og veikleika en nú að námslokum upprunnum erum við bersýnilega betur í stakk búinn fyrir áraunar framtíðarinnar.

Við kvöddum skólann um sinn þegar verknámið bauð okkur inn í vorið. Góðar móttökur biðu okkar í öllum helstu sveitum landsins og einnig í nágrannalöndunum þar sem hluti bekkjarinns varði helming verknámsins. Það reyndist ómetanlegur partur af náminu að kynnast verklagi og vinnubrögðum hjá reyndum bændum sem bæði efldu og

ögruðu því sem við töldum okkur vita. Við héldum hvert á eftir öðru úr verknáminu inn í sumarið sem reyndist ekki vera mikið sumar þegar aftur er litið.

Vonin um veðursæld fór dvínandi og ljóst var að sumarið væri að enda komið þegar að bar annað skólaárið og haustið vofði yfir. Frá fyrsta degi annarinnar var skýrt að félagslífið væri á okkar ábyrgð, eða að miklu leyti. Nýnemadagurinn sem aðeins ári fyrr hafði vígt bekkinn inn í skólann, var nú í okkar höndum. Við tókum vel við nýliðunum með fjörugum degi og ekki leið að löngu áður en nýju nemarnir tíndust inn í félögin þar sem fulltrúar okkar undirbjuggu sig að halda uppi góðu starfi.

Ótal ferðir voru haldnar yfir skólagönguna, sú stærsta var búfjárræktarferðin sem leiddi okkur norður á land þar sem stór hluti bekkjarins var á heimavelli. Í sumar höldum við í síðustu ferðina saman, útskriftarferð til Frakklands. Við höfum unnið ótrauð að því að fjármagna ferðina og tekið að okkur hin ýmsu verk, skrautleg og skemmtileg, sem hafa sett sinn svip á búfræði upplifunina. Nú bíðum við ólm eftir Frakklandsförini þó með eilítinn ugg í brjósti að þessum kafla í lífi okkar sé að ljúka.

Í gegnum skólagönguna hafa allmargir einstaklingar og fyrirtæki gefið tíma sinn og orku til að gera dvöl okkar hér líflega og lærdómsríka, við þökkum öllum þeim sem komið hafa okkur til stuðnings á einn eða annan hátt. Sérstaklega ber að þakka starfsfólki LBHÍ, verknámsbændum og þeim sem hafa stutt okkur í fjáröflunni. Að lokum vil ég þakka samnemendum mínum fyrir samveruna og vinskapinn yfir árin og óska ykkur góðs gengis er þið haldið út í lífið.

BÚFRÆÐINGURINN 2025

Ritnefnd: Davíð Einarsson

Einar Pétursson

Eyjalín Harpa Eyjólfsdóttir

Helena Sól Elíasdóttir

Sigfríður Sóley Heiðarsdóttir

Myndir af nemendum: Rósa Björk Jónsdóttir

Prófarkalestur: Ritnefnd

Umbrot og hönnun: Þórunn Edda Bjarnadóttir

Prentun: Prentmet Oddi

Fjöldi eintaka prentuð: 3000

VISKUORÐ brautarstjóra

Helgi Eyleifur Þorvaldsson

Nám í landbúnaðarfræðum hefur líklega aldrei verið mikilvægara, áhugaverðara og meira krefjandi en nú á tímum þegar fólksfjölgun í heiminum er í veldisvexti á sama tíma og auðlindir þjóða eru takmarkaðar. Robert Saik heldur því fram í bók sinni Food 5.0 að þörf sé á að framleiða sama magn af mat á næstu 30 árum og framleiddur hefur verið samanlagt síðastliðin 10 þúsund ár. Fleiri heimildir taka í svipaðan streng og hafa gert lengi. Verkefnin framundan í matvælaframleiðslu eru því óþrjótandi og risavaxin, hvort sem horft er til starfa bænda eða vísindamanna.

Á næsta ári verður ritað undir nýja búvörusamninga. Að mínu viti er mikilvægt að grípa það tækifæri til að stokka spilin og hugsa hlutina upp á nýtt í þessu samhengi. Landbúnaður er í samkeppni um fólk. Í dag velur fólk sér að starfa við landbúnað, það fæðist ekki til þeirra starfa. Starfið hefur þó aldrei verið mikilvægara og því þarf starfsumhverfið að heilla. Það er eðlileg krafa bænda að kjör þeirra séu í samræmi við kjör annarra stétta samfélagsins. Við þurfum að tryggja rekstraröryggi þeirra landbúnaðargreina sem við stundum nú þegar, auðvelda nýliðun og auka fjárfestingastuðning, en jafnframt þarf að kortleggja markvisst alla möguleika til ræktunar hérlendis. Við þurfum að þróa fleiri greinar áfram og styrkja svo hægt sé að fjölga eggjunum í körfunni, fjölga bændum, fjölga fólki í sveitum, nýta jarðir sem ekki eru í ábúð o.s.frv. Þannig styrkjum við fæðuöryggi og styðjum við og eflum matvælaframleiðslu fyrir sístækkandi og kröfuharðari markað sem óskar eftir fjölbreyttari vörum. Þessum markmiðum verður ólíklega náð ef samdráttur verður á útgjöldum ríkisins til landbúnaðarmála, nema ef til vill ef kerfið verður hugsað frá grunni. Þó verður að teljast eðlilegt að nýir fjármunir fylgi nýjum greinum, og eins ef til stendur að auka framleiðslu verulega. Ræktun nýrra próteinríkra nytjaplantna, vinnsla próteins úr grasi og skordýrum, þróun á nýtingu fjölsykra o.fl. afurða úr þörungum, bláskeljarækt, aukin grænmetisrækt og kornrækt eru allt dæmi um vannýtta en spennandi möguleika sem þarf að kotleggja nánar og veita hvötum út í kerfið til þess að tækifæri séu gripin báðum höndum. Kæru nemendur. Spá mín er sú að fólk sem hefur menntun, þekkingu og reynslu úr landbúnaði verði verðmætara með ári hverju enda ákveðin vitundarvakning og viðsnúningur að eiga sér stað í þessum efnum. Það hefur verið einkar ánægjulegt að fá að fylgjast með ykkur

vaxa og þroskast síðustu ár. Þið eruð samheldinn hópur með mikla breidd og ólíka en ótal styrkleika. Þið munið vafalaust láta til ykkar taka hvort sem það verður í starfi bónda, í félagsmálum, sem vísindamenn, stofnendur fyrirtækja, stjórnmálamenn eða annað. Sama hvert valið verður, þá

hafið þið byggt undir ykkar stoðir til framtíðar með aukinni menntun og þekkingu. Slík eign rýrnar ekki, hún verður aldrei frá ykkur tekin. Til hamingju með útskriftina og gangi ykkur sem allra best í hverju sem þið takið ykkur fyrir hendur.

FLATATUNGA - 561

Ráð til verðandi hvanneyringa:

Þið verðið bara að finna út úr þessu

Hver er mesti stórbóndinn í bekknum? Ási er stórhugabóndinn

Hver er gullmoli bekkjarins? Óli og Óli, á sitthvorum endanum á gullskalanum

Afhverju búfræði? Búfræðimenntun er fjárfesting sem á aðeins eftir að ávaxtast

Hvert fórstu í verknám? Voss í Noregi og Lækjartún

Hvað var skemmtilegast, og/eða eftirminnilegast í verknáminu?

Þegar við fórum á hálendi Suðurlands og tókum út virkjanir og afréttinn

Hvað er planið eftir útskrift? Meira nám

Ef þú værir dýr, hvaða dýr værir þú og afhverju? Rjúpa, afar yfirvegaður

Hver er mesti afdalabóndinn í bekknum? Það búa allir miðsvæðis í

þessum bekk

Draumurinn er að búa með..? Rafmagnsbúskap, kindur, holdakýr og einhverja akuryrkju.

Hvað er versta atvikið á Hvanneyri? Það hafa aðeins verið góðar stundir

Hver er geitin í leiknum? Þú kæri lesandi, takk fyrir að glugga í þetta blað

Hvað voru skemmtilegustu tímarnir í skólanum? Hlunnindi og nýsköpun var spennandi og búsmíði járn var fjör. Annars voru margir aðrir mjög áhugaverðir.

Hver er uppáhalds kennarinn þinn? Haukur og Ólafur Haukur

Hvaða aðila í bekknum þínum myndir þú ekki leyfa að giftast dóttur/ syni þínum? Það er ekki nóg pláss á þessari síðu til að skrifa þá alla

Hvað var skemmtilegasti viðburður ársins? Búfjárræktarferðin norður

MÝRDAL - 871

Ráð til verðandi hvanneyringa:

Njótið vel, tvö ár eru fljót að líða

Hver er mesti stórbóndinn í bekknum? Ætli það sé ekki hann Matthías

Emil

Hver er sambandsstaða þín? Ekki alveg búin að ná að eyrnamerkja mér neinn ennþá

Afhverju búfræði? Langaði að læra meira um búskap og kynnast meira af fólki sem deilir sama áhugamáli

Hvert fórstu í verknám? Efri-Fitja í Vestur Húnavatnssýslu

Hvað er eftirminnilegast af tímanum á Hvanneyri?

Það er líklegast stjórnarferð Hreðjars 2024.. margt sem skeði þar sem gleymist seint (Hjólbörur…)

Hvað var skemmtilegast, og/eða eftirminnilegast í verknáminu?

Margt skemmtilegt úr verknáminu, afrekaði að rýja mína fyrstu kind, en held að heimsóknirnar á hina ýmsu bæi í nágrenninu séu eftirminnilegastar

Draumurinn er að búa með..? Kindur, karl og kartöflur

Hvað er versta atvikið á Hvanneyri? Ætli það sé ekki þegar Sævar og

Gústi ákváðu að taka eitt sirkusatriði í enda kvöldsins og hausinn á

Gústa endaði í jörðinni

Hvað voru skemmtilegustu tímarnir í skólanum? Það var Búsmíði-tré með honum Bjarna besta

Hvað lærðiru á Hvanneyri? Að gras er ekki það sama og gras

Var þetta þess virði? Heldur betur, frábært nám og forréttindi að eignast yndislega vini til framtíðar sem brenna fyrir því sama og maður sjálfur.

Hvað var skemmtilegasti viðburður ársins? Hrútauppboðið stendur uppúr en búfjárræktarferðin 2025 er í nálægu öðru sæti

GLÆSTAR vonir og væntingar

Steinþór Logi

Arnarsson

formaður Samtaka ungra bænda

Það hefur verið einkar ánægjulegt að finna fyrir þeim meðbyr og áhuga sem íslenskum landbúnaði hefur verið veittur á síðustu misserum. Þó tímarnir hafi breyst frá því sem áður var og í dag búi mikill meirihluti landsmanna í þéttbýli á suðvestur horni landsins tel ég að flest séu meðvituð um að við erum allflest komin af bændum, þó kynslóðabilið lengist óðum. Að minnsta kosti flykktust forsetaframbjóðendur síðasta árs á landbúnaðarvagninn og birtust myndir í röðum af þeim með lítil sæt lömb í fanginu til að heilla þjóðina með vísan í uppruna okkar. Landbúnaður, bændur og sveitin er sameiningartákn þjóðarinnar sem hefur líka að geyma margar af okkar dýrmætustu auðlindum, land, vatn, búfjárkyn og fleira. Það er meðal annars þess vegna sem velvild þjóðarinnar í garð landbúnaðar og bænda er jafnmikil og raun ber vitni, þjóðin er innst inni meðvituð um mikilvægi atvinnugreinarinnar á svo mörgum sviðum.

Miður skemmtilegir atburðir á síðustu árum hafa á sama tíma verið okkur áminning um það að því miður er ekkert öruggt í veröldinni. Auknir öfgar í veðurfari, stríð um landsvæði og auðlindir, tollastríð, efnahagskreppur og farsóttir eru meðal þess sem vekur okkur upp við að þegar á reynir er mikilvægt að búa vel. Við erum sem betur fer lánsöm á Íslandi að búa við frið og vera rík af auðlindum, sem þó eru ekki óþrjótandi. Í þeim ógnunum sem steðja að í heiminum verðum við og getum auðveldlega litið til allra þeirra tækifæra sem eru í stöðunni enda fátt annað í boði þegar verkefnið hefur líklega aldrei verið stærra. Við höfum enn gnægð landrýmis til að stunda landbúnað og ræktun til að mæta stöðugt aukinni þörf á matvælum hvort sem það er innanlands eða á alþjóðasviðinu. Landbúnaður og bændur geta líka og munu spila lykilhlutverk í vegferð að bættu loftslagi og aukinni orkuöflun sem eru mikilvæg þjóðþrifamál.

Það er því spennandi og kærkomið að færast nær nýjum búvörusamningum þar sem stuðningskerfi landbúnaðarins í heild sinni verður einnig tekið til endurskoðunar. Það hefur legið fyrir í nokkurn tíma að styrkja þarf umgjörðina um íslenskan landbúnað svo hann haldi stöðu sinni og haldi áfram að þróast og eflist. Þá kemur sér til góða hversu mikill samhljómur

er milli ólíkra aðila um mikilvægi íslensks landbúnaðar og þær áskoranir og tækifæri sem við honum blasa. Búvörusamningar eru nefnilega samkomulag þjóðarinnar um hvernig við högum og styðjum innlendan landbúnað og hvaða sess hann skuli skipa. Í ferlinu sem er fram undan er því mikilvægt að taka samtalið á meðal bænda, stjórnvalda og þjóðarinnar allrar, enda erum við öll neytendur.

Tilgangur samninganna er að landbúnaður sem atvinnugrein blómstri þannig að bændur búi við sanngjörn kjör og starfsöryggi á móti því að neytendur búi við gott aðgengi að heilnæmum afurðum, á viðráðanlegu verði enda sé innlendri framleiðslu tryggður samkeppnishæfur grundvöllur. Vissulega kemur þó margt fleira við sögu. Tilhlökkunin fyrir þessu samtali er ekki síst sú að ríkisstjórn Kristrúnar

Frostadóttur setti það á prent í stefnuyfirlýsingu sinni að auðvelda skyldi nýliðun og kynslóðaskipti í landbúnaði, það væri forgangsatriði. Vonin og væntingarnar um bjartari framtíð íslensks landbúnaðar er því ekki úr lausu lofti gripin.

Það er til mikils að vinna að áfram verði fjárfest til framtíðar í mannauð, innviðum og ræktunarstarfi. Allur sá árangur og framfarir sem hafa orðið í íslenskum landbúnaði í áranna rás hafa átt sér upphaf í menntuðu fólki sem leitar

nýrrar þekkingar og betri leiða til að leysa viðfangsefni. Aðlögunarhæfni og framsýni eru í því samhengi mikilvægir kostir og þarft að hugsa út fyrir boxið á hverjum degi við hvert verk því aðeins þannig verðum við betri í því sem við tökum okkur fyrir hendur. Góðir búvörusamningar munu vonandi greiða leiðina til þess að enginn muni velkjast í vafa um að það sé mikið varið í framtíð íslensks landbúnaðar og að hann sé starfsvettvangur sem sé metinn að verðleikum sínum. Ég óska Íslandi til hamingju með nýjasta hóp búfræðinga og færi þeim sjálfum árnaðaróskir með áfangann. Enn sem áður búum við sem þjóð við þá gæfu að eiga fólk sem með framsýni að vopni fetar veginn að því að leggja hönd á plóg, í orðsins fyllstu merkingu, við að afla matar fyrir landann. Sömu einstaklingar koma til með að búa um landið okkar og hlúa að auðlindum okkar til framtíðar þar til næsta kynslóð tekur við á ný, nokkuð sem veitir ákveðna hugarró. Fulla ferð áfram þann veg.

JÓN HJÁLMAR INGIMARSSON

FLUGUMÝRI - 561

Ráð til verðandi hvanneyringa:

Vera opin fyrir öllu nýju og sofa ekki mikið yfir sig

Hver er mesti stórbóndinn í bekknum? Matti mikli

Hver er gullmoli bekkjarins? Eyjalín Harpa

Afhverju búfræði? Staður og stund hentaði mjög vel

Hvert fórstu í verknám?

Svíþjóðar og Flatey á Mýrum í Hornafirði

Hvað var skemmtilegast, og/eða eftirminnilegast í verknáminu?

Náravolgur síður Thule!

Hvað er eftirminnilegast af tímanum á Hvanneyri? Allar ferðirnar og verknámið

Hvað er planið eftir útskrift? Láta reyna á hvað námið kenndi manni

Ef þú værir dýr, hvaða dýr værir þú og afhverju? Bleikálóttur, ósýndur fyrstu verðlauna graðhestur útaf Ófeigi 882

Draumurinn er að búa með..? Góðar kýr og beljur

Hvað er versta atvikið á Hvanneyri? Dellubingóið 2024

Hver er geitin í leiknum? Mikki, bestur að breka

Hvað voru skemmtilegustu tímarnir í skólanum? Búsmíði járn

Hver er uppáhalds kennarinn þinn? Haukur Þórðar eða Snorri

Hvar sérðu þig eftir 10-15ár? Á Flugumýri

Nefndu þrennt sem þarf að taka með sér á Hvanneyri: Hrausta lifur, redback skó og áhyggjuleysi

Hvað lærðiru á Hvanneyri? Engin leið til að setja það niður, það er svo

margt

Var þetta þess virði? Allan daginn

Hvað var skemmtilegasti viðburður ársins? Búfjárræktarferðin

ÓLAFUR AUÐUNN SIGVALDASON

HÆGINDI - 320

Ráð til verðandi hvanneyringa:

Reynið að njóta, þetta líður víst svoldið hratt, reynið líka að eyða ekki öllum peningnum í áfengi

Hver er mesti stórbóndinn í bekknum?

Matti, eða hann lætur allavega þannig

Hver er sambandsstaða þín? Mjög einhleypur

Afhverju búfræði? Áhugi á landbúnaði

Hvert fórstu í verknám? Keldudal í Skagafirði

Hvað var skemmtilegast, og/eða eftirminnilegast í verknáminu?

Allt skemmtilegt í þessu verknámi en sennilega eftirminnilegast þegar ég festi mig í flaginu með taðdreifarann og þegar haugsugan sökk.

Ef þú værir dýr, hvaða dýr værir þú og afhverju? Ætli maður væri ekki

bara hreinhvítur 96 stiga lambhrútur

Draumurinn er að búa með..?

500 kindur og 60 kýr sem hobbý

Hvað voru skemmtilegustu tímarnir í skólanum?

Suðutímar

Hver er uppáhalds kennarinn þinn? Haukur Þórðar

Hvar sérðu þig eftir 10-15ár?

Sennilega í einhverju búskapar basli

Hvað lærðiru á Hvanneyri? Margt og mikið en maður man ekki nema

brot af því

Hvað er planið eftir útskrift? Vinna, vinna, vinna og vinna

Hvað var skemmtilegasti viðburður ársins? Hrútaþuklið

HJÖRDÍS ÞÓRARINSDÓTTIR

Hver er mesti stórbóndinn í bekknum? Það eru allir stórir á sinn hátt

Hver er gullmoli bekkjarins? Við erum öll soddan gullmolar

Hver er sambandsstaða þín? Á lausu eins og laufin á trjánum á haustin

Afhverju búfræði? Bara til að hafa gaman af lífinu og læra um áhugamálið

Hvert fórstu í verknám? Bjarnarhöfn á Snæfellsnesi

Hvað er eftirminnilegast af tímanum á Hvanneyri? Það mun vera barinn og kynnast fólki um allt land

Hvað var skemmtilegast, og/eða eftirminnilegast í verknáminu? Prófa nýjar aðferðir og sjá hlutina frá öðru sjónarhorni

Hvað er planið eftir útskrift? Bara gera eitthvað klikkað

Ef þú værir dýr, hvaða dýr værir þú og afhverju? Sennilega hundur, flest skiptin er maður elskaður, maður er allavega ekki étinn af mönnum

Hver er harðasti djammarinn í bekknum? Ási

Draumurinn er að búa með..? Fjölbreyttan bústofn

Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Ennþá stærri

Ráð til verðandi hvanneyringa:

Njóta og hafa gaman!

BREIÐAVAÐ - 541 SIGFRÍÐUR SÓLEY HEIÐARSDÓTTIR

Hvað voru skemmtilegustu tímarnir í skólanum? Verklegu tímarnir

Hvar sérðu þig eftir 10-15ár? Vonandi með búskap

Hvað lærðiru á Hvanneyri? Hvernig á að drekka! Nei djók! Ég hef lært margt um kýr, áður en ég kom, vissi ég ekki neitt um þær

Var þetta þess virði? Algjörlega, mun aldrei sjá eftir þessum tíma

Hvað var skemmtilegasti viðburður ársins? Hrútauppboðið var skemmtilegast, en Geitaleikarnir komu sterkt inn

BÆR I Í HRÚTÓ - 530

Ráð til verðandi hvanneyringa:

Njótið á meðan þið getið og takið þátt í sem flestu, þetta er svo gaman og alltof fljótt að líða

Afhverju búfræði? Fannst þetta spennandi nám og félagslífið í kringum það víðfrægt

Hvert fórstu í verknám? Ég fór á bæinn Klaustursel í Jökuldal

Hvað er eftirminnilegast af tímanum á Hvanneyri? Hrútavinafélagið og viðburðirnir í heild sinni

Hvað var skemmtilegast, og/eða eftirminnilegast í verknáminu? Það var allt frábært en klárlega eftirminnilegt að þurfa að vakna klukkan 5 til að reka lambfé á milli túna vegna ofsækni túrista

Ef þú værir dýr, hvaða dýr værir þú og afhverju? Sjóskjaldbaka, það sagði prófið hennar Helenu allavega en afhverju veit ég ekki

Draumurinn er að búa með..? Allskonar klaufdýr og nógu stóran skáp í eldhúsinu fyrir glasasafnið

Hvað er versta atvikið á Hvanneyri? Smá steikt að koma heim um miðja nótt eftir hrútauppboðið og íbúðin mín á floti, endaði með því að allt innvolsið úr herberginu mínu gisti úti í garði þá nóttina.

Hvað voru skemmtilegustu tímarnir í skólanum? Búsmíði járn var klárlega í fyrsta sæti

Hver er uppáhalds kennarinn þinn? Haukur Þórðar og Helgi held ég en þau eru nú öll frábær

Hvar sérðu þig eftir 10-15ár? Ég veit ekki einu sinni hvað ég ætla að gera á eftir

Hvaða aðila í bekknum þínum myndir þú ekki leyfa að giftast dóttur/ syni þínum? Það er smá listi

Hver væri líklegastur til að fá 10 í lokaprófi?

Það eru alveg nokkrir sem koma til greina, en Stína er langlíklegust held ég

KYNGREINING nautasæðis

Sveinbjörn Eyjólfsson, forstöðumaður Nautastöðvar BÍ

Miklar framfarir hafa orðið í kynbótum húsdýra undanfarin ár. Þessar breytingar eru mikilvirkar og hafa flýtt framförum verulega. Mjög stór breyting varð þegar tókst að staðsetja og greina erfðavísa sem ráða þeim eiginleikum sem eftirsóknarverðir þykja. Áður var byggt á afkvæmarannsóknum en þá er kynslóðabilið langt og bið eftir niðurstöðum einnig. Við að erfðagreina þá er kynbótagildið, erfðamatið, þekkt upp að vissu marki, strax við unga aldur og kynslóðabilið styttist til muna.

Það er fyrst í framhaldi af erfðamati sem það varð spennandi að kyngreina sæði úr nautgripum. Þá fer á flug þróun tækni og tækja sem ráða við það að skilja að X og Y sæðisfrumur. Það eru einkum tvö fyrirtæki í USA sem hafa farið fyrir í þessari þróun og eiga einkarétt á notkun þessara aðferða.

Aðferðin sem notuð er byggir á að aðgreina X og Y sæðisfrumur eftir magni þeirra af erfðaefni (DNA). Sæðið er litað með flúorljómandi litarefni. Þá er hægt að rafhlaða frumurnar og flokka þær með nokkurskonar rafsviðs-skilvindu. Aðferðin er nokkuð nákvæm og rétt rúmlega 90% kálfa sem til verða með þessu sæði eru af „réttu“ kyni. Rétt er að taka fram að hægt er að kyngreina í báðar áttir, ef svo má segja. Lesa má frekar um þessa tækni og þróun kyngreiningar í ágætri úttekt Guðmundar Jóhannessonar sérfræðings hjá RML, sem gefin var út í febrúar2023. Grundvallar munur á kyngreindu sæði og venjulegu sæði er þéttleiki sæðis. Framleiðsla á kyngreindu sæði er bæði dýr og tímafrek og þess vegna er þéttleikinn mun minni. 2 til 4 milljónir sæðisfrumna eru í kyngreindu sæði á meðan hann er 12 til 25 milljónir frumna í venjulegum sæðisskammti. Þetta hefur alltaf leitt til heldur lægra metins fanghlutfalls, en sá munur er alltaf að minnka með betri tækni og „réttari“ tímasetningu sæðingar. Nauðsynlegt er að sæða kýrnar á „réttum tíma“ gangmáls. Hluti skýringar á hækkandi fanghlutfalli er án vafa betri greining bænda og frjótækna á því hvort kýrin/kvígan sé á réttum tíma.

En hvernig gengur þetta og er þetta sæði mikið notað? Notkun á þessu sæði eykst ár frá ári og mjög margir stórir mjólkur- og kjötframleiðendur víða í heiminum nota kyngreint sæði í sinni framleiðslu. Gerð er sæðingaráætlun fyrir búið þar sem allar kýr og kvígur eru settar í hópa eftir því hvernig sæði verður notað á þær. Stór hluti

Mynd / Ástvaldur Lárusson - Bændablaðið
Mynd / Ástvaldur Lárusson - Bændablaðið

kvígna og yngstu kúnna eru sæddar með kyngreindu sæði til að framleiða kvígur á meðan aðrar eru sæddar með kyngreindu holdasæði til að fá nautkálfa til kjötframleiðslu. Með þessu móti eru allar líkur á að kýrnar á búinu verði betri með hverju árinu og færri kýr og kvígur þurfi til endurnýjunar á kúastofninum. Samhliða fást mun verðmætari nautkálfar úr þeim kúm sem ekki þykja spennandi til framræktunar. Sem dæmi ná nefna að 50% af sæði sem breskir bændur nota er nú kyngreint og í Danmörku er yfir 80% af sæði úr Jersey nautum kyngreint. Undirbúningur fyrir kyngreiningu hér á landi hefur staðið yfir í nokkurn tíma. Nefnd bænda og starfsmanna starfaði árin 2022 til 2024 að þessu málefni og var ýmislegt kannað. Í fyrsta lagi var skoðað að koma þessari kyngreiningu upp hér á landi. Þar var skoðað að hafa samstarf við ýmsar stofnanir sem vinna að erfðatækni. En það var líka skoðað að setja upp tækjabúnað á Hesti til að vinna þetta hér. Það var í sjálfu sér ekki mikið mál að standsetja stofuna og kaupa tækin en ljóst að rekstrarkostnaður yrði mjög hár. Á svipuðum tíma var fyrirtækið STgenetics Europe B.V að byggja vagn með færanlegri rannsóknarstofu. Það var kannað hvort þeir vildu koma hingað og kyngreina sæði úr íslenskum nautum (og einu AA nauti) og það var gert. Samhliða var sett upp

JÓNA GUÐLAUG GUÐNADÓTTIR

Afhverju búfræði? Ég var í grunninn bara að leita mér að einhverju að gera. Elska nám og elska sveitina þannig þessi blanda hreinlega gat ekki klikkað

Hvert fórstu í verknám? Svalbarð, Svalbarðsströnd

Hvað var skemmtilegast, og/eða eftirminnilegast í verknáminu?

Verknámið í heild sinni var allt ótrúlega skemmtilegt en eftirminnilegast er án efa þegar ég fór á ísrúnt eitt kvöldið og kom til baka að læstum dyrum og allir farnir að sofa. Ég er þó heppin með það að eiga systur ekki langt frá svo ég laumaðist bara í sófann hjá henni.

Hvað er eftirminnilegast af tímanum á Hvanneyri? Dellubingóið á fyrsta ári

Hvað er planið eftir útskrift? Ætli ég haldi ekki áfram í viskusöfnuninni og taki búvísindin næst

Ef þú værir dýr, hvaða dýr værir þú og afhverju? Ég væri flóðhestur.

Við fyrstu sýn virka ég bara mjög róleg en þegar þú kynnist mér er ég í rauninni bandóð.

Draumurinn er að búa með..? Fullt af kúm og nokkrar rolluskjátur

Hvað er versta atvikið á Hvanneyri? Þegar ég, Beta og Hjördís vorum með fjósahelgi á Hvanneyri. Sú helgi tók á andlegu heilsuna.

Ráð til verðandi hvanneyringa:

Njótið hvers augnabliks því allt í einu er tíminn liðinn og þú ert að útskrifast

Hvað voru skemmtilegustu tímarnir í skólanum? Allir verklegir tímar

Hvar sérðu þig eftir 10-15ár? Í sveitinni

Hvað var skemmtilegasti viðburður ársins? Verð að taka hattinn ofan fyrir Geitavinafélaginu því geitaleikarnir var einn skemmtilegasti viðburður sem ég hef mætt á.

DRANGSHLÍÐARDAL - 861 EINAR PÉTURSSON

BREKKUKOTI, A-HÚN - 541

Ráð til verðandi hvanneyringa:

Reynið að hafa eins gaman af þessu og þið getið, án þess samt að falla í náminu

Hver er gullmoli bekkjarins? Ætli það sé ekki Stefán

Afhverju búfræði? Áhugi á búskap, svo er bara alveg ótrúlega gaman

hérna

Hvert fórstu í verknám? Butru í Fljótshlíð

Hvað er eftirminnilegast af tímanum á Hvanneyri? Ætli það séu ekki stjórnarferðirnar í Hreðjari, þó svo að ég muni takmarkað eftir þeim.

Hvað var skemmtilegast, og/eða eftirminnilegast í verknáminu?

Eftirminnilegast er líklega þegar að ég var að keyra skít fyrsta daginn í verknáminu og rappaði skít yfir bæjarhlaðið.

Ef þú værir dýr, hvaða dýr værir þú og afhverju? Ætli ég væri ekki stóðhestur sem rétt slefar í 1. verðlaun. Ágætis hestur en lítið notaður Draumurinn er að búa með..? Kindur og hross er mér efst í huga en opinn fyrir fleiru

Hvað er versta atvikið á Hvanneyri? Þegar við misstum Ripp, Rapp og Rupp úr bekknum

Hvað voru skemmtilegustu tímarnir í skólanum? Allir verklegir tímar

skora hátt hjá mér.

Nefndu þrennt sem þarf að taka með sér á Hvanneyri: Áfengi, lopapeysu og auðvitað góða skapið

Hvað lærðiru á Hvanneyri? Það er nú svo margt

Var þetta þess virði? Já, hefði alls ekki viljað sleppa þessu.

Hvað var skemmtilegasti viðburður ársins? Án efa Hrútauppboð

Hreðjars

INGIBERG DAÐI KJARTANSSON

Hver er mesti stórbóndinn í bekknum? Matti

Hver er gullmoli bekkjarins? Stebbi

Hver er sambandsstaða þín? Á föstu

Hvert fórstu í verknám? Skipholt 3 í Hrunamannahrepp

Hvað er eftirminnilegast af tímanum á Hvanneyri? Allt skrítna liðið

sem maður kynnist

Hvað var skemmtilegast, og/eða eftirminnilegast í verknáminu?

Langir dagar og mikið að gera

Hver er mesti afdalabóndinn í bekknum? Kristín Ólafs. Hún er alveg

ótrúlega langt í burtu frá alheiminum.. (Skagafirði)

Draumurinn er að búa með..? Tveggja róbota fjós, 200 kindur og hross

Hver er geitin í leiknum? Mikael Jens

Hvað voru skemmtilegustu tímarnir í skólanum? Vélar og tæki hjá

Hauki meistara

Nefndu þrennt sem þarf að taka með sér á Hvanneyri:

Redback skór, ullarpeysa og soundboks

Ráð til verðandi hvanneyringa:

Taktu þátt í öllu félagslífinu

TJÖRNUM, SLÉTTUHLÍÐ - 566 ÓLAFUR ÞÓRARINN JÓNSSON

Hvað lærðiru á Hvanneyri? Allt milli himins og jarðar

Var þetta þess virði? Klárlega

Hvar er mesta partýpleisið á Hvanneyri? Risið í 12-unni

Hvað var skemmtilegasti viðburður ársins? Búfjárræktarferðin –

norðurlandið

Hvað er planið eftir útskrift? Klára mitt síðasta ár í Búvísindum og

fara svo að meika það

SAUÐÁRKRÓKI - 550

Ráð til verðandi hvanneyringa:

Takið þátt í félagslífinu og tímum, þetta er fáránlega gaman

Hver er mesti stórbóndinn í bekknum? Sigurður Sævar Ásberg

Sigurjónsson

Hver er gullmoli bekkjarins? Sævar Örn

Afhverju búfræði? Landbúnaður er mitt aðal áhugamál, félagslífið í skólanum

Hvert fórstu í verknám? Á Hjartarstaði í Eiðaþinghá

Hvað var skemmtilegast, og/eða eftirminnilegast í verknáminu? Allt verknámið var eftirminnilegt og skemmtilegt

Hvað er planið eftir útskrift? Vinna og stefna að jarðakaupum

Hver er harðasti djammarinn í bekknum? Sigurður Sævar Ásberg

Sigurjónsson

Hver er mesti afdalabóndinn í bekknum? Ingiberg Daði

Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór?

Varð stór fyrir 12 árum síðan veit enn ekki svarið

Hver er uppáhalds kennarinn þinn? Snorri Þorsteins

Var þetta þess virði? Ójá það sér enginn eftir þessu

Hver er þinn go to drykkur á barnum? Kafteinn Klói

Hvað var skemmtilegasti viðburður ársins? Geitaleikarnir

Hvað lærðiru á Hvanneyri? Ótrúlega margt

Hvað voru skemmtilegustu tímarnir í skólanum?

Búsmíði tré

Draumurinn er að búa með…? Mjólkurkýr

Hvar sérðu þig eftir 10-15ár? Í búrekstri

KORNÞURRKUNARSTÖÐ risin í Eyjafirði

Hermann Ingi

Gunnarsson, bóndi í Klauf, Eyjafirði

Í nokkur ár hafa kúabúin í Klauf og Hrafnagil þurrkað sitt korn út á Hjalteyri. Að lokinni kornuppskeru haustið 2023, sem tók tvo mánuði meðfram öðrum haustverkum og skyldustörfum sagði Jón Elvar Hjörleifsson bóndi á Hrafnagili þá fleygu setningu ,,það er leiðinlega stutt í vorið”. Þó þetta hafi verið töluverður spotti að fara á traktor og kornið tekið tímann sinn í þurrkun þá er ein megin ástæða þess að við erum í kornrækt er lítill fóðuröflunarkostnaður. Hjá meðal kúabúi árið 2023 fóru 36 kr af hverjum mjólkurlíter í fóðuröflun meðan við erum að eyða helmingi minna en meðal bóndi í kjarnfóðurkaup.

En rekstargreining kúabúa hjá RML má sjá samkvæmt þeim að kornrækt er arðbær búgrein í flestum árum og rekstrargreinarnar þeirra séu að staðfesta það. Þetta skapar gríðarleg hagræðingar tækifæri í rekstri fyrir utan það að vera gjaldeyrissparandi, umhverfisvænni og hreinni vara ásamt því öryggi að eiga sitt fóður sjálfur. Eyjafjarðarsveit er kjörin staðsetningin til kornræktar og til vinnslu bæði út frá veðurfari og nálægðar við orkugjafa.  Einnig sé það stór þáttur hvað Bústólpi veitir bændum einstaka þjónustu en þeir taka við þurru korni frá bændum og full vinna það í kjarnfóður til þeirra m.a. út frá heysýnum.

Umræðan fór stax af stað að leita allra leiða til þess að þurfa ekki að endurtaka haustverkin út á Hjalteyri, skoða hvaða möguleikar gæfust hér heima fyrir með þurrkstöð nær ökrunum og nýta það sem til er. Verkefnið Bleikir akrar hjá Matvælaráðuneytinu var mikil innspýting í alla umræðu og ákvarðanatöku varðandi stærð, rekstrarform og orkugjafa. Áhugasamir bæir gáfu sig fram til þátttöku og bættust því við í verkefnið fjölskyldurnar í Grænuhlíð, Hólshúsum og Svertingsstöðum.

Fljótlega fóru menn að horfa lengra og stærra eins og við mátti búast af bændum í Eyjafjarðarsveit. Skoðaðar voru nokkrar tegundir af þurrkurum og eftir mikla umhugsun var þessi þurrkari valinn í gegnum Vélfang frá framleiðandanum Alvon Blanch. Ástæðan var sveigjanleiki í þurrkun, mikil afköst, möguleiki að þurrka aðrar tegundir og geta þurrkað fyrir alla bændur sem vilja, alveg sama hversu mörg tonn þeir koma með. Til þess að geta boðið

bændum upp á alvöru þjónustu í kornþurrkun var ákveðið að að fjárfesta einnig í 500 tonna útisilói til þess að geyma megnið af korninu þeirra sem standa að þessari stöð svo að innisilóin

5 sem taka 25 tonn hvert nýtist líka fyrir þá sem koma með korn og sækja það svo þurrt. Byggð var 500 fm skemma utan um þessa aðstöðu til þess að geta unnið meira úr korninu innan hennar. Þar kemur til greina að skoða í framtíðinni m.a. vinnslu á hálmi til undirburðar og kornflokkun til þess að geta tekið besta kornið frá sem sáðbygg og til manneldis. Stöðin afkastar um 6-8 tonnum á klukkutíma. Klukkustund í Kornskemmunni er því á við heilan sólahring út á Hjalteyri.

Vatnið er að koma 90 heitt inn á hitaelimentin og því er skilað til baka 70 gráðu heitu inn á kerfið, með þessu fyrirkomulagi erum við að ná út úr þessu 1,3 Mw á klukkustund.  Fyrsta skóflustungan var tekin 4.maí. Fjölskyldurnar fimm segjast hafa fundið fyrir ótrúlega mikilum velvilja í garð verkefnisins á framkvæmdatimabilinu. ,,Menn voru að lána vélar og vagna, breyta plönum og stökkva til, allt til þess að þetta yrði að veruleika í haust. Svo óhætt að segja að maður fann alveg fyrir gamla ungmennafélagsandanum allan timann, þar sem fjölskylda, vinir og ættingjar lögðust á eitt með okkur.” Stefnan var upphaflega að húsið kæmi um mitt sumar og reisingu lyki um miðjan ágúst. En vegna utankomandi aðstæðna tafðist koma tækjabúnaðar og húsins til loka ágústmánaðar. Þurrkarinn var settur í gang 10.október og þurrkaði 150 tonn í haust eftir kalt vor og leiðinlega sumarbyrjun en í venjulegu árferði hefðu þau orðið 500 tonn hjá þeim samanlagt. Húsinu var ekki lokað fyrr en 8.nóvember, rétt áður en leiðinda vetrarveður skall á. Verkefnið hefur fengið mikla athygli bæði meðal íbúa sveitafélagsins og utan

þess. ,,Á meðan framvkæmdum stóð var gestkvæmt og sumir komu nær daglega í lokin þangað til það var búið að setja í gang. Okkur þótti einna vænst um hvað Aðalbjörn Tryggvason fyrrum bóndi búsettur í Laugarholti fylgdist vel með okkur út um eldhúsgluggann og hringdi reglulega í okkur. Á þessu ári verður stefnt að þvi að klára uppbyggingu á útisilói og frágangi á lóðinni. Svo er bara að halda áfram að vinna verðmætin úr korninu. Aldrei að vita hvað okkur dettur svo í hug að gera við allan þennan lausan tima næsta haust eftir kornskurð.

BJARNI OLE APEL INGASON

NEÐRI SVERTINGSSTAÐIR - 531

Ráð til verðandi hvanneyringa: Hafa gaman

REYKJAVÍK - 108

Ráð til verðandi hvanneyringa: Upp, upp og áfram!

Hver er mesti stórbóndinn í bekknum? Matti

Hver er gullmoli bekkjarins? Ólafur Auðunn

Hver er sambandsstaða þín? Trúlofaður

Hvert fórstu í verknám? Klauf í Eyjafirði

Hvað var skemmtilegast, og/eða eftirminnilegast í verknáminu?

Festurnar

Hvað er eftirminnilegast af tímanum á Hvanneyri? Kollan

Hvað er planið eftir útskrift? Fátækur sauðfjárbóndi

Draumurinn er að búa með..? Konuna og dýrin

Hvað voru skemmtilegustu tímarnir í skólanum? Búsmíði

Hver er uppáhalds kennarinn þinn? Óli

Hvar sérðu þig eftir 10-15ár? Bóndi

Nefndu þrennt sem þarf að taka með sér á Hvanneyri: Lopapeysu,

svartan slots og pening

Hvað lærðiru á Hvanneyri? Drekka vín

Var þetta þess virði? Já

Hver er þinn go to drykkur á barnum? Nonni og Manni

Hvaða aðila í bekknum þínum myndir þú ekki leyfa að giftast dóttur/ syni þínum? Ása

Hvar er mesta partýpleisið á Hvanneyri? Risið í 12-unni

Hvað var skemmtilegasti viðburður ársins? Hrútauppboðið

Hver væri líklegastur til að fá 10 í lokaprófi? Davíð

Hver er mesti stórbóndinn í bekknum? Líklegast Matti

Afhverju búfræði? Mér finnst landbúnaður mjög heillandi

Hvert fórstu í verknám? Til Danmerkur og í Steinnes í A-hún

Hvað er eftirminnilegast af tímanum á Hvanneyri? Frábæra fólkið

Hvað var skemmtilegast, og/eða eftirminnilegast í verknáminu?

Sauðburður í Steinnesi

Hvað er planið eftir útskrift? Hugsa minn gang

Hver er mesti afdalabóndinn í bekknum? Eyjalín Harpa

Draumurinn er að búa með..? Rokk, snældu og nokkur reyfi

Hvað er versta atvikið á Hvanneyri? Þegar Gústi datt á hausinn, úfff

Hvar sérðu þig eftir 10-15ár? Á toppnum

Nefndu þrennt sem þarf að taka með sér á Hvanneyri: Góðan hest, einn til reiðar og góða skapið

Hvað lærðiru á Hvanneyri? Góða og slæma siði

Var þetta þess virði? Ég myndi vilja gera þetta aftur

Hvaða aðila í bekknum þínum myndir þú ekki leyfa að giftast dóttur/ syni þínum? Ég yrði heppin að eiga einhvern ú bekknum mínum fyrir tengdadóttur/son

Hvað var skemmtilegasti viðburður ársins? Búfjárræktarferðin var frábær

Hvað voru skemmtilegustu tímarnir í skólanum? Búsmíði hjá Bjarna besta

Hver er uppáhalds kennarinn þinn? Haukur Þórðar

Hver er gullmoli bekkjarins? Þeir eru fjölmargir og erfitt að nefna bara einn

MIKIÐ ÚRVAL AF RÚLLUPLASTI

Greiðslukjör til 15. október vaxtalaust

Heimkeyrsla á heilum brettum ef pantað er tímanlega

ARNÞÓR MÁNI BÖÐVARSSON

HEIÐARGARÐI Í AÐALDAL - 641

Ráð til verðandi hvanneyringa:

Hafðu gaman að þessu

MARGRÉT YLFA ÞORBERGSDÓTTIR

HVAMMSTANGA - 530

Ráð til verðandi hvanneyringa:

Læsið hurðunum á næturnar, það er hætta

á að það vanti hurðir eða að það birtist

jólatré og strætó skilti

Hver er mesti stórbóndinn í bekknum? Matthías

Hver er gullmoli bekkjarins? Jónas

Afhverju búfræði? Fannst það spennandi

Hvert fórstu í verknám? Syðri Hofdali

Hvað var skemmtilegast, og/eða eftirminnilegast í verknáminu? Það verður að vera folaldasteikurnar hennar Klöru

Hvað er eftirminnilegast af tímanum á Hvanneyri?

Búfjárræktarferðirnar

Ef þú værir dýr, hvaða dýr værir þú og afhverju? Ég væri nagdýrið bjór, eitthvað heillandi við þá

Hver er harðasti djammarinn í bekknum? Já, margir sem koma til greina en ég set þetta á Ása

Hvað er versta atvikið á Hvanneyri? Kannski þegar Ási fór aðeins of geyst í Baulubingóinu

Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Úff, ég hætti að stækka fyrir mörgum árum

Hver er geitin í leiknum? Birna.K.B

Hvað lærðiru á Hvanneyri? Muninn á Vallarfoxgrasi og Háliðagrasi

Hvað var skemmtilegasti viðburður ársins? Það á eftir að verða útskriftarferðin

Hver væri líklegastur til að fá 10 í lokaprófi? Davíð er líklegur

Hvað voru skemmtilegustu tímarnir í skólanum? Umhverfi og sjálfbær landnýting hjá Marinó

Hver er mesti stórbóndinn í bekknum? Matthías

Hver er sambandsstaða þín? Á föstu

Afhverju búfræði? Mér hefur alltaf langað til þess að verða bóndi og fannst best að byrja á því að sækjast í einhverja menntun

Hvert fórstu í verknám? Á Syðri-Fljóta, Skaftárhrepp

Hvað er eftirminnilegast af tímanum á Hvanneyri? Ferðin út til Frakklands að keppa í kúadómum í París með Matthíasi, Ingiberg, Karen og Eyfa Kidda

Hvað var skemmtilegast, og/eða eftirminnilegast í verknáminu? Það er erfitt að segja, það gerðist svo margt skemmtilegt í verknáminu en eitt sem stendur upp úr er þegar við Kristín fórum saman í fjórhjólatúr upp með Eldvatni og stoppuðum á Hnausum og Feðgum.

Ef þú værir dýr, hvaða dýr værir þú og afhverju? Skapill hryssa, hópdýr en vil helst vera látin í friði

Draumurinn er að búa með..? Kýr, hesta og kindur

Hvað voru skemmtilegustu tímarnir í skólanum? Búsmíði tré með

honum Bjarna kennara

Nefndu þrennt sem þarf að taka með sér á Hvanneyri:

Worktunes, ullarpeysu og góða skapið

Hvað lærðiru á Hvanneyri? Margt og mikið

Var þetta þess virði? Alveg 100%

Hvar er mesta partýpleisið á Hvanneyri? Risið

Hvað var skemmtilegasti viðburður ársins? Leðjuboltinn

Hver væri líklegastur til að fá 10 í lokaprófi? Kristín og Eyjalín

URÐUR BIRTA HELGADÓTTIR

Afhverju búfræði? Hef alltaf ætlað að fara og reið á vaðið

Hvert fórstu í verknám? Lyngbrekku í Dalasýslu

Hvað var skemmtilegast, og/eða eftirminnilegast í verknáminu?

Það er margt og mikið, en aðallega geggjaði maturinn hennar

Sigrúnar og misfyndnu brandararnir hans Ármanns

Hvað er eftirminnilegast af tímanum á Hvanneyri?

Hreðjarsfundirnir, gleðin, ljóðin sem voru samin og ófáu danssporin sem tekin voru á barnum

Ef þú værir dýr, hvaða dýr værir þú og afhverju? Ég væri háfætt, bollétt, leirljós hryssa sem líklegast væri aðeins erfitt að temja, á það til að fara mínar eigin leiðir.

Draumurinn er að búa með…? Kýr, kindur, hesta og vínkæli í

eldhúsinnréttingunni

Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Verð vonandi ekki mikið stærri

Hver er geitin í leiknum? Sigfríður Sóley og Kristín Ólafs

Hvað voru skemmtilegustu tímarnir í skólanum? Erfða og

kynbótafræði var áhugavert en suðan var skemmtileg þegar maður náði tökum á því

Ráð til verðandi hvanneyringa:

Muna að stilla fjórar vekjaraklukkur fyrir föstudagsmorgna

Hver er uppáhalds kennarinn þinn? Haukur Þórðar, Daníel og Eyfi Kiddi

Nefndu þrennt sem þarf að taka með sér á Hvanneyri:

Bjór, lopapeysu og góða skapið

Hvað var skemmtilegasti viðburður ársins? Klárlega stjórnarferðir

Hreðjars

DALVÍK - 620 EINAR ÁGÚST INGVARSSON

FJALL 1, SKEIÐ OG GNÚP. - 804

Ráð til verðandi hvanneyringa:

Forðist að vera með 3 drykkfelldum vinum ykkar í risinu, þið sofið ekki mikið

Hver er mesti stórbóndinn í bekknum? Ingiberg telur sig vera mjög stórann

Hver er gullmoli bekkjarins? Einar Pétursson

Afhverju búfræði? Til að auka þekkingu mína og sjá aðeins annað en túngarðinn heima hjá mér

Hvert fórstu í verknám? Úthlíð í Skaftártungu

Hvað var skemmtilegast, og/eða eftirminnilegast í verknáminu?

Þegar ég fór með Val og Gumma í bíltúr inná afrétt hjá þeim, og svo þegar ég keppti í fyrsta og eina skiptið á ævinni á körfuboltamóti á Klaustri

Hvað er eftirminnilegast af tímanum á Hvanneyri? Tíminn með vinum mínum

Ef þú værir dýr, hvaða dýr værir þú og afhverju? Forvitin forystukind

Hvað er versta atvikið á Hvanneyri? Þegar merin rauk með mig og ég lenti á veggnum inni i reiðhöll, það var ansi vont

Hvað voru skemmtilegustu tímarnir í skólanum? Verklegu tímarnir hjá

Eyfa Kidda voru ansi skemmtilegir

Hver er uppáhalds kennarinn þinn? Eyfi Kiddi og Jón Ottesen

Hvað lærðiru á Hvanneyri? Ég er búinn að læra helling, allt mjög gagnlegt

Hvað var skemmtilegasti viðburður ársins? Hrútaþuklið

Draumurinn er að búa með…? Kýr kindur hross og hunda

Stofnun BIOBÚS

Helgi Rafn Gunnarsson, framkvæmdastjóri

Biobú var stofnað í júlí 2002 af þeim hjónum Kristjáni og Dóru á Neðra Hálsi í Kjós, ástæðan fyrir stofnun þess var sú að það vantaði fyrirtæki á sviði mjólkurvinnslu sem væri viljugt til að vinna að og þróa markað fyrir lífrænar mjólkurvörur á Íslandi, fyrstu vörur Biobú voru þrjár bragðtegundir af lífrænni jógúrt sem fóru á markað 3 júní 2003.

Framleiðslan

Helstu vörur Biobús hafa verið sýrðar mjólkurafurðir svo sem jógúrt í ýmsum bragðtegundum og svo skyr, ostur og drykkjarmjólk. Biobú var einnig fyrst á markað með Gríska jógúrt sem hlotið hefur mikilla vinsælda.

Lífrænu vörur Biobús eru frábrugðnar hefðbundnum mjólkurvörum að því leyti að þær eru framleiddar úr ófitusprengdri lífrænni mjólk. Þegar talað er um lífrænt er átt við að ekki er notaður tilbúinn áburðir (kemískur) við ræktun og öflun fóðurs fyrir kýrnar sem gefa mjólkina né við ræktun ávaxta sem notaðir eru til framleiðslunnar. Engin eiturefni, s.s. illgresiseitur eða skordýraeitur, er notað við framleiðslu á fóðri fyrir kýrnar né ræktun ávaxta. Aðbúnaður dýra í lífrænum búskap er að jafnaði strangari og er þannig leiðandi afl um bættan aðbúnað húsdýra almennt. Við vinnslu á lífrænum matvælum er eingöngu notuð hjálparefni af lífrænum uppruna. Megin reglan er sú að vinna matvælin sem minnst og halda þeim eins náttúrulegum og kostur er. Fyrir nokkrum árum tóku eigendur þá ákvörðun að breyta vörumerki Biobú, stefnan var sett á að útvíkka starfsemi fyrirtækisins með það að markmiðið að bjóða neytendum upp á fleiri lífrænar vörur, s.s. fyrirtækið tekið að sér sölu og dreifingu á lífrænu nautakjöti. Biobú

kaupir nautgripi af bændunum sem framleiða mjólkina, gerður var samningur við sláturhúsið í Borgarnesi um slátrun og vinnslu á kjötinu sem Biobú svo dreifir og selur.

Það skiptir máli hvernig við stundum landbúnað Almennur landbúnaður annars vegar og lífrænn landbúnaður hins vegar hafa mismunandi afleiðingar fyrir umhverfi og fólk.

Almennur landbúnaður á heimsvísu veldur aukinni losun gróðurhúsalofttegunda, jarðvegseyðingu, vatnsmengun og ógnar heilsu manna og lífríkis. Venjulegur nútíma landbúnaður kemur einnig í veg fyrir eðlilega bindingu koltvísýrings úr andrúmslofti.

Lífrænn landbúnaður hefur hins vegar minna kolefnisspor, varðveitir og byggir jarðvegsheilbrigði, endurlífgar náttúruleg vistkerfi og stuðlar að hreinna vatni og lofti, allt án eitraðra varnarefnaleifa svo sem skordýra og illgresiseiturs. Lífrænn landbúnaður hefur jákvæð áhrif á eiginleika jarðvegs til að binda koltvísýring úr andrúmslofti. Þannig vinnur lífrænn

landbúnaður gegn aukinni hlýnun jarðar.

Á þeim tíma sem Biobú hefur starfað hefur neysla lífrænna mjólkurvara aukist jafnt og þétt, í fyrstu var eitt bú sem framleiddi lífræna mjólk fyrir Biobú en í dag eru búin fjögur.

NEÐRI HÁLS Í KJÓS

framleiðsla

ca. 220.000 ltr.

EYÐI SANDVÍK, SELFOSSI

framleiðsla ca. 500þ ltr.

BÚLAND, AUSTUR LANDEYJAR

framleiðsla ca 240.000 ltr.

BÓLSTAÐUR, AUSTUR LANDEYJAR

framleiðsla ca 200þ ltr.

Biobú tekur nærri alla mjólk frá bæjunum fjórum en sumir þeirra hafa aukið framleiðsluna umtalsvert síðustu misseri og vonandi halda þeir því áfram því sífellt fleiri neytendur gera auknar kröfur um heilnæmi og uppruna þeirra matvæla sem þeir leggja sér til munns og eru meðvitaðir um þær aðferðir sem notaðar eru við framleiðsluna.

Framtíðarsýn Halda áfram vöruþróun á lífrænum mjólkur- og kjötvörum.

SÆVAR ÖRN BJÖRGVINSSON

VORSABÆR, A LAND - 861

Ráð til verðandi hvanneyringa:

Betra er að fara á kostum en taugum

Hver er mesti stórbóndinn í bekknum? Það mun vera hann Matti

Afhverju búfræði? Finna sér konu og efla þekkingu mína til að hjálpa mér að standast markmiðin mín í búrekstri

Hvert fórstu í verknám? Til Kidda og nafna á Hamri í Skagafirði og til Danmörku á 1400 kúa bú

Hvað var skemmtilegast, og/eða eftirminnilegast í verknáminu?

Líklegast þessi svaka snjókoma sem kom 4. júní og hvað danirnir voru góðir með sig þótt að búið væri ekki til fyrirmyndar

Hvað er eftirminnilegast af tímanum á Hvanneyri? Öll prakkarastrikin hjá okkur strákunum sem almúginn þarf ekkert að vita af

Hvað er planið eftir útskrift? Taka við Vorsabæ

Ef þú værir dýr, hvaða dýr værir þú og afhverju? Geit líklegast.

Sjálfstæður, uppátækjasamur og þrjóskur

Draumurinn er að búa með..? Kýr aðallega en hef gaman af öllum dýrum

Hvað er versta atvikið á Hvanneyri? Dellubingóið sem fór aðeins úr böndunum

Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Ég verð bara valtur ef ég verð stærri

Hver er geitin í leiknum? Ætli það sé ekki ég fyrst að ég vann geitaleikana?

Hver er uppáhalds kennarinn þinn? Marinó Muggur

Hvar sérðu þig eftir 10-15ár? Verð komin með tveggja róbota fjós með heilfóðurkerfi, aukin kornrækt og fyrirmyndar nautakjötsframleiðslu Hvað var skemmtilegasti viðburður ársins? Bauluferðin

LAUFEY ÓSK GRÍMSDÓTTIR

ÁSATÚN Í HRUNA - 846

Ráð til verðandi hvanneyringa:

Mæta í tíma!!

... ekki að ég hafi fylgt því eftir

Hvert fórstu í verknám? Var á Stekkjarflötum, Eyjafirði

Hvað var skemmtilegast, og/eða eftirminnilegast í verknáminu?

Frumraun í pípulagningum, skildi líka vatnið eftir í gangi í kálfahúsinu og allt var á floti, endaði á að bera um 20 fötur af vatni sem ég skóflaði úr stíunni. Einnig var hann Sölvi skrautlegur.

Hvað er eftirminnilegast af tímanum á Hvanneyri? Kollan og læðast í tíma, og kynnast honum Mikka auðvitað Ef þú værir dýr, hvaða dýr værir þú og afhverju? Björn, leggst í dvala 7 mánuði á ári

Draumurinn er að búa með..? Hross, endur, rollur, eina geit og svo væri ekkert verra að hafa eina húsmæðra lærða Stínu á kantinum

Hvað er versta atvikið á Hvanneyri? Þegar Ási var nærri búinn að stúta sér á bitunum í fjósinu

Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Ætli markmiðið sé ekki að fylgja þessu námi og verða pizzasendill og bóndi, bruggverksmiðjan verður svo á hliðarlínunni

Hvað voru skemmtilegustu tímarnir í skólanum? Suðutímarnir og járnsmíði hjá Hauk… góðar stundir, svo kemur líka reiðmennska sterk inn

Hvar sérðu þig eftir 10-15ár? Út í rassgati með 400 rollur og Mikael mér við hönd.

Hvað lærðiru á Hvanneyri? Allt það helsta ásamt því að drekka, lærði samt aldrei á eftirköstin

Var þetta þess virði? Já! Myndi gera þetta allt aftur Hvað var skemmtilegasti viðburður ársins? Búfjárræktarferðin var ljúf

STÚDENTARÁÐ

Landbúnaðarháskóla Íslands

Jón Björn Blöndal, formaður

Stúdentaráð Landbúnaðarháskóla Íslands er hagsmunafélag nemenda sem stunda nám við skólann. Áður hét félagið nemendafélag Landbúnaðarháskóla Íslands en á aðalfundi félagsins sem var haldinn 12. febrúar síðastliðinn var samþykkt að breyta nafninu í stúdentaráð Landbúnaðarháskóla Íslands. Stúdentaráð skipuleggur ýmsa viðburði og stendur fyrir öflugu félagslífi við skólann. Fjögur undir félög eru virk við skólann sem skipuleggja viðburði og hjálpa okkur að halda uppi stuðinu á Hvanneyri.

Í vetur höfum við í stúdentaráðinu unnið gríðarlega mikið og skemmtilegt starf. Við héldum fjöldann allan af viðburðum en þar má nefna okkar árlegu viðburði, bjórbolta, nýnemasprell, leðjubolta, hrekkjavökuball, hrútauppboðsball og árshátíð. Stúdentaráðið var sérlega virkt þetta skólaárið en auk þessara árlegu viðburða, héldum við tvo nýja viðburði sem gætu orðið árlegir ef vilji er fyrir hjá næstu stjórn. Við héldum fræðandi og fjöruga vísindaferð í fóðurverksmiðju Líflands á grundartanga þar sem við fengum að skoða starfsemina en einnig fengum við frábærar veitingar. Í lok nóvember héldum við viðburð sem við nefndum litlu jólin okkar, í skemmunni á Hvanneyri. Þar var notaleg og jólaleg stemning þar sem við buðum upp á jólabjórsmakk, jólaglögg og smákökur. Einnig dönsuðum við í kringum jólatré og áttum dýrmæta samverustund rétt fyrir lokapróf.

Í aðdraganda kosninga héldum við opinn framboðsfund ásamt Samtökum ungra bænda og Landbúnaðarháskóla Íslands. Fulltrúar allra framboða sem buðu fram lista í alþingiskosningunum kynntu framtíðarsýn flokkanna í landbúnaðarmálum og sátu fyrir svörum en fundurinn var vel sóttur og hjálpaði vonandi mörgum að kjósa.

Í skólanum er gríðarlega öflugt félagslíf sem skiptir miklu máli fyrir nemendur sem búa á Hvanneyri. Það er mjög ánægjulegt að þetta öfluga félagslíf á Hvanneyri dragi að sér gesti sem sækja viðburði hjá okkur eins og hrútauppboðið sem er einn af stærstu viðburðum skólans. Skólastarfið gengur einnig vel og þess vegna er LBHÍ góður skóli, með vönduðu námi og góðu félagslífi. Við í stúdentaráðinu hvetjum því alla til að kynna sér námsframboð við skólann.

Við í stúdentaráði LBHÍ þökkum fyrir skólaárið sem nú er á enda og óskum nýrri stjórn góðrar skemmtunar og velfarnaðar. Megi næsta skólaár verða viðburðaríkt!

MARÍA ÁSGEIRSDÓTTIR

ÞORGAUTSSTAÐIR - 320

Ráð til verðandi hvanneyringa:

Betra er að fara á kostum en taugum

Hver er mesti stórbóndinn í bekknum? Ólafur Auðunn

Hver er sambandsstaða þín? Á föstu

Afhverju búfræði? Því ég er dýravinur dauðans

Hvert fórstu í verknám?

Sveinsstaði í Húnavatnssýslu

Hvað var skemmtilegast, og/eða eftirminnilegast í verknáminu?

Sauðburðurinn

Hvað er planið eftir útskrift?

Taka mér gott frí og finna mér vinnu

Ef þú værir dýr, hvaða dýr værir þú og afhverju?

Köttur því þá þyrfti ég ekki að hugsa um neitt

Draumurinn er að búa með…? Kindur

Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Bóndi

Hvað voru skemmtilegustu tímarnir í skólanum?

Reiðmennska

Hver er uppáhalds kennarinn þinn? Karen

Hvar sérðu þig eftir 10-15ár?

Bý á bóndabænum mínum, gift og með börn

Hvaða aðila í bekknum þínum myndir þú ekki leyfa að giftast dóttur/ syni þínum? Eiginlega bara allir

Hvar er mesta partýpleisið á Hvanneyri? Gæti ekki svarað því, örugglega einhversstaðar í tólfunni

Hver væri líklegastur til að fá 10 í lokaprófi? Kristín

Ráð til verðandi hvanneyringa:

Ekki gleyma þér í lærdómnum og hafðu gaman, þetta eru bara tvö ár

Hver er mesti stórbóndinn í bekknum? Ég er stærstur

Hver er gullmoli bekkjarins? Ætli það sé ekki Kristín hún er alltaf til í að hjálpa öllum með námið

Afhverju búfræði? Stefnan er sett í búskap þannig ég taldi búfræðina vera góða byrjun

Hvert fórstu í verknám? Ég fór á bæinn Húsavík á Ströndum

Hvað er eftirminnilegast af tímanum á Hvanneyri? Ætli það sé ekki þegar mér var skutlað heim með sjúkrabíl eftir dellubingóið

Ef þú værir dýr, hvaða dýr værir þú og afhverju? Gamall hrútur. Stend á mínu, get verið þver en er samt heilt yfir ljúfur og góður

Hver er mesti afdalabóndinn í bekknum? Skagfirðingarnir í heild sinni

Hvað er versta atvikið á Hvanneyri? Ætli það sé ekki dellubingóið á fyrsta ári

Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Ég ætla að verða stærri sauðfjárbóndi en Bragi

Hvar sérðu þig eftir 10-15ár? Líklegast í nýbyggðu fjárhúsunum að spekúlera í fénu

Hvað lærðiru á Hvanneyri? Allt sem ég vissi ekki áður, vitneskja um

landbúnaðinn á öðrum landshlutum

Var þetta þess virði? Já allt nám er gott nám

Hver er þinn go to drykkur á barnum? Krana bjór og tvöfaldur vodka í breezer

Hver væri líklegastur til að fá 10 í lokaprófi? Stína beib, Giljum

Hrútavinafélagið HREÐJAR

Sigfríður Sóley Heiðarsdóttir, formaður

Hrútavinafélagið Hreðjar var stofnað við hátíðlega athöfn haustið 2003 af nemendum Landbúnaðarháskóla Íslands með það að markmiði að auka þekkingu og áhuga fólks á íslensku sauðkindinni.

Í haust byrjuðum við árið á því að taka inn nýja stjórnarmeðlimi og í stjórn 2024-2025 sátu þau Sigfríður Sóley Heiðarsdóttir formaður, Einar Pétursson varaformaður, Kristín Ólafsdóttir gjaldkeri, Urður Birta Helgadóttir ritari og meðstjórnendur voru Stefán Páll Böðvarsson, Einar Ágúst Ingvarsson, Mikael Jens Halldórsson, Friðgeir Óli Eggertsson, Guðrún Jóna Stefánsdóttir, Hugrún Lilja Pétursdóttir, Ólöf Bogadóttir og Rökkvi Hljómur Kristjánsson.

Okkar fyrsti viðburður var Hrútaþuklið sem haldið var í fjárhúsunum á Hesti þann 3 október, það felur í sér að valdir eru nokkrir hrútar sem keppendur þukla á og raða í röð frá þeim besta til hins versta að þeirra mati, að loknu kvöldinu eru svo efstu þrem keppendunum gefið veglegir vinningar í boði

Hrútavinafélagsins og styrkjendum viðburðsins. Sigurvegari þuklsins í ár var Ólafur Auðunn Sigvaldsson en hann var sá eini sem raðaði hrútunum í fullkomna röð frá þeim besta til hins versta.

Næsti viðburður okkar var Hrútauppboðið en það er stærsti viðburður félagsins og með þeim stærstu í skólanum. Það var haldið hátíðlega í hlöðunni í Hvanneyrafjósinu þann 15. Nóvember og var vel sótt af nemendum sem og öðru fólki langt og stutt að. Hrútauppboðið gengur út á það að einstaklingar eða lið kaupa hlut í hrútnum Hreðjari og sá einstaklingur eða það lið sem stendur uppi í lok kvöldsins með stærstan hlut í hrútnum sigrar uppboðið. Það var mikil barátta í ár um sigur uppboðsins en að lokum vann liðið Goggi, í öðru sæti var liðið Búvísundar og í þriðja sæti var liðið Ferguson félagið.

Að uppboðinu loknu var komið að fatasölunni okkar, við seldum vinnuföt frá Sindra sem merkt eru Hreðjari og salan gekk frábærlega að vana.

Eftir áramót fórum við í tvær ferðir en það var annars vegar stjórnarferðin okkar og hins vegar árlega Hreðjarsferðin. Í ár var haldið á suðurlandið í stjórnarferðinni og þökkum við kærlega fyrir frábærar móttökur. Árlega Hreðjarsferðin var

einnig frábær en í hana var góð þátttaka og að þessu sinni var ferðinni heitið á Ystu-Garða og Lækjarbug og viljum við þakka innilega fyrir hlýlegar og skemmtilegar móttökur. Ferðinni lauk í hlöðunni í Hvanneyrafjósinu þar sem fjósameistarinn hann Bjössi tók vel á móti okkur og grillaði pylsur.

Við viljum þakka innilega öllum þeim sem komu að starfinu okkar í vetur og hjálpuðu okkur með þau ýmsu vandamál sem uppá komu, þá má sérstaklega minnast á Björn Inga í fjósinu, Eyjólf Kristinn, Loga og Heiðar á Hesti, Jón Ragnar rútubílstjóra, Gunnar húsvörð og mikið af öðru yndislegu fólki. Einnig þökkum við öllum þeim óteljandi fyrirtækjum sem styrktu okkur fyrir okkar viðburði í ár og þar má sérstaklega nefna Kaupfélag Borgfirðinga sem er dyggur styrkjandi allra okkar viðburða til margra ára.

Að lokum langar mér að þakka fráfarandi stjórn Hreðjars fyrir frábært og skemmtilegt samstarf ásamt því að þakka öllum þeim sem mættu á viðburði og skemmtu sér með okkur í ár. Við í fráfarandi stjórn þökkum kærlega fyrir okkur og óskum nýjum stjórnarmeðlimum frábærrar skemmtunar og velgengni á nýju skólaári. Við hlökkum til að sjá ykkur á Hrútauppboðinu góða!

EYJALÍN HARPA EYJÓLFSDÓTTIR

BJARNANESI - 781

Ráð til verðandi hvanneyringa:

Betri eru fimmtán ær aldar en tuttugu kvaldar

STEFÁN PÁLL BÖÐVARSSON

MÝRAR 2 - 531

Ráð til verðandi hvanneyringa:

Gangið hægt um gleðinnar dyr

Hver er gullmoli bekkjarins? Langar að segja Stína, væri til í að hún myndi ættleiða mig!

Afhverju búfræði? Hafði lengi langað og greip tækifærið þegar það loks gafst.

Hvert fórstu í verknám? Ég fór á Hönryds Gard í Svíþjóð og svo

Egilsstaðakot í Flóa.

Hvað var skemmtilegast, og/eða eftirminnilegast í verknáminu? Fyrst og fremst hvað ég hitti á gott fólk á báðum stöðum. Svo voru allar skoðunarferðirnar um sænsku sveitirnar eftirminnilegar, að vera hent út í traktor að plægja (aldrei plægt áður), prófa GPS-stýrða dráttavél og áburðardreifara, fara á bak erlendu hestakyni, ljúfu Holstein

kýrnar... að ógleymdu mómentinu þegar við Snorri kennari rétt náðum að brjótast út úr lestinni en taskan mín varð eftir og ferðaðist rúma 200 km upp á eigin spýtur. Sem betur fer skilaði hún sér samt nokkrum dögum síðar, það voru fagnaðarfundir!

Hvað er eftirminnilegast af tímanum á Hvanneyri? Allar ferðirnar og auðvitað verknámið.

Ef þú værir dýr, hvaða dýr værir þú og afhverju? Ætli ég væri ekki bara Border Collie tík, með mikið smalaeðli en komin á eldri ár, fer hægar yfir og orðin óörugg í klettum. Þægilegra að vera bara heima í hesthúsinu og fljóta með í einn og einn reiðtúr.

Hvað var skemmtilegasti viðburður ársins? Búfjárræktarferðin, nánar tiltekið partýið í Hofsstaðaseli (if you know, you know)! Sagan segir að stemmingin hafi verið töluvert meiri þar heldur en á þorrablótinu í

Miðgarði sama kvöld.

Hver er gullmoli bekkjarins? Þeir eru svo margir, ekki hægt að gera upp á milli

Hvert fórstu í verknám? Heydalsá

Hvað var skemmtilegast, og/eða eftirminnilegast í verknáminu?

Lambadómar stóðu uppúr

Hvað er eftirminnilegast af tímanum á Hvanneyri? Stjórnarferð

Hreðjars

Hvað er planið eftir útskrift? Líklegast reyna að vinna eitthvað

Ef þú værir dýr, hvaða dýr værir þú og afhverju? Eru menn ekki dýr?

Hver er mesti afdalabóndinn í bekknum? Einar P

Draumurinn er að búa með…? Hugrúnu

Hvað er versta atvikið á Hvanneyri? Það hefur ekkert að gera i þessu blaði

Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór?

Fátækur Sauðfjárbóndi

Hvað voru skemmtilegustu tímarnir í skólanum?

Vélar og tæki 3, eða málmsuða

Hvar sérðu þig eftir 10-15ár? Bóndi á Mýrum

Nefndu þrennt sem þarf að taka með sér á Hvanneyri:

Tölvu, síma og góða skapið

Hvað lærðiru á Hvanneyri? Að jarðvegurinn i fljótunum er svo mjúkur að það er plægt i hringi og plógurinn er aldrei tekinn upp

Kúavinafélagið BAULA

Jóna Guðlaug Guðnadóttir, formaður

Kúavinafélagið Baula er félag sem stofnað var í nóvember árið 2015 og var það stofnað með markmiði að efla félagslíf nemenda og auka áhuga og umræður um nautgriparækt á Íslandi. Þetta er gert með hinum ýmsu viðburðum sem félagið stendur fyrir.

Þetta árið byrjaði félagsstarfið með sameiginlegri óvissuferð

Baulu og Auðar þann 24. október. Ferðinni var heitið á Helgavatn, Háafell og Litla-Kropp þar sem ýmist voru skoðuð fjós og nautgripirnir sem í þeim standa eða geitur og híbýli þeirra. Bændurnir tóku vel á móti okkur og allir fóru sáttir heim á leið. Áður en heim var komið var þó stoppað í fjósinu á hvanneyri þar sem Björn Ingi fjósameistari beið okkar með grillaða hamborgara.

kollubar þar sem spurt var um allt milli himins og jarðar, þó áhersla hafi auðvitað verið sett á nautgripa tengdar spurningar, og gengu þrjú stigahæstu liðin út með veglega vinninga frá ýmsum fyrirtækjum í nágrenninu. Þá hélt

ÁGÚST ANDRI ARNARSON

BAKKI, V-HÚN - 531

Ráð til verðandi hvanneyringa:

Pliz ekki taka þetta of alvarlega

- 607

Ráð til verðandi hvanneyringa:

Eiga nóg af pening og koma með fullt af áfengi

Afhverju búfræði? Það var bara svona skyndi ákvörðun

Hvert fórstu í verknám? Móeiðarhvoll

Hvað var skemmtilegast, og/eða eftirminnilegast í verknáminu?

Sitja við matarborðið og tala um ýmislegt í samfélaginu, og þegar ég var í heyskap

Ef þú værir dýr, hvaða dýr værir þú og afhverju? Kameljón. Því ég er þarna en bara sést ekki

Draumurinn er að búa með..? Konu eða sjálfum mér, ég held það sé

jafn slæmt

Hvað er versta atvikið á Hvanneyri? Þegar ég rotaðist á kollunni

Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Hvalveiði maður

Hver er geitin í leiknum? Sævar, hann vann að minnsta kosti

geitaleikana

Hvað voru skemmtilegustu tímarnir í skólanum? Ætli það hafi ekki verið búsmíði

Hver er uppáhalds kennarinn þinn? Þeir eru nú allir ágætir

Nefndu þrennt sem þarf að taka með sér á Hvanneyri:

Kæruleysi, lopapeysu og kjöt að heiman

Hvað lærðiru á Hvanneyri? Sitt lítið af hverju

Var þetta þess virði? Já myndi gera þetta aftur

Hvað var skemmtilegasti viðburður ársins? Geitaleikarnir

Hver væri líklegastur til að fá 10 í lokaprófi? Davíð Einars

Hver er mesti stórbóndinn í bekknum? Matti

Hver er gullmoli bekkjarins? Ólafur Auðunn

Hver er sambandsstaða þín? Trúlofuð Bjarna mínum

Hvert fórstu í verknám? Stóra Dunhaga í Hörgársveit

Hvað er eftirminnilegast af tímanum á Hvanneyri? Kollan

Hvað var skemmtilegast, og/eða eftirminnilegast í verknáminu?

Kálfurinn Beta

Hvað er planið eftir útskrift? Fátækur sauðfjárbóndi

Ef þú værir dýr, hvaða dýr værir þú og afhverju? Gullfiskur, ég gleymi öllu strax

Draumurinn er að búa með..? Bjarna mínum og fullt af geitum

Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Ríkur bóndi

Hvað voru skemmtilegustu tímarnir í skólanum? Líffæra og

lífeðlisfræði hjá Toggu

Hver er uppáhalds kennarinn þinn? Togga og Snorri

Hvar sérðu þig eftir 10-15ár? Ríkur sauðfjár- og geitabóndi með fullt af hænum

Nefndu þrennt sem þarf að taka með sér á Hvanneyri:

Pening bjór og lopapeysu

Hvað lærðiru á Hvanneyri? Drekka bjór

Var þetta þess virði? Algjörlega

Hvað var skemmtilegasti viðburður ársins? Hrútauppboðið er alltaf skemmtilegast

Geitavinafélagið

AUÐUR

Ágúst Andri Arnarson, formaður

Geitavinafélagið Auður var stofnað árið 2024. Geitavinafélagið var stofnað til að efla áhuga á geitfjárrækt og efla enn fremur félagslífið í skólanum.

Fyrsta starfsár Geitvinafélagsins gekk mjög vel og vorum við ekkert síður en önnur félög á þessu skólaári. Á árinu var markmiðið að búa til beinagrind af félaginu svo það geti átt þá farsælu framtíð sem það á skilið. Fyrsta verkefni stjórnarinnar í haust var að finna öfluga nemendur til að taka inn í stjórn félagsins. Sem tókst heldur betur vel. Eftir það var haldið bingó. Voru þar glæsilegir vinningar í boði og aðsókn góð. Þá varð til eitthvað fjármagn til að halda þann stórskemmtilega viðburð sem við gáfum nafnið Geitaleikarnir og sló það heldur betur í gegn. Geitaleikarnir er krýning geitarinnar í skólanum og þarf maður að fara í gegnum þrautabraut á sem styðstum tíma og helst mistakalaust en gefin eru refsistig fyrir mistök. Þetta árið voru leikarnir haldnir í reiðhöllinni á Oddstöðum og var brautin sett upp svona: Fyrst þurfti maður að hoppa á milli nokkra bita af gúmmímottum, ganga yfir planka, finna Valla, stökkva yfir girðingu, skeifukast , blanda safa blindandi, klippa mark í leður og finna tappa í fullri kjarnfóðurfötu. Að því loknu var haldin brek-keppni. Fyrir þá sem ekki vita, þá er brek hljóðið sem geitur gefa frá sér. Það var einstaklega gaman að sjá viðburðinn verða að veruleika en hugmyndin hafði verið í bígerð um s.l. árið. Þátttakendur sem og áhorfendur voru hæstánægðir með þennan viðburð og verður hann, að ég held,

haldinn árlega um ókomna tíma.

Rétt fyrir páska ákváðum við að slá til félagsvistar og gekk það fremur vel. Þangað mættu bæði ungir sem aldnir og höfðu flestir gaman af hvort öðru. Þetta starfsár er búið að vera mjög skemmtilegt og áhrifaríkt fyrir félagið og má því segja að við höfum sett mark okkar á félagslífið í skólanum. Það var mjög gaman að búa til eitthvað nýtt og mikið frelsi í því að þurfa ekki að hugsa of mikið um hvers er ætlast til að félagið geri á skólaárinu. Nú þegar Geitavinafélagið Auður hefur bæst í skara af félögum skólans, má álykta að fátt verði um dauðar stundir í félagslífinu á Hvanneyri. Ég vill þakka öllum sem styrktu félagið þetta skólaárið. Einnig vill ég þakka fráfallandi stjórn Auðar og óska þeim góðs gengis í framtíðinni. Að lokum vil ég óska nýrri stjórn góðs gengis á komandi skólaári.

Hestamannafélagið GRANI

Eyjalín Harpa Eyjólfsdóttir, formaður

Hestamannafélagið Grani var stofnað á Hvanneyri árið 1954. Grani er hagsmunafélag hestamennskunemenda við Landbúnaðarháskólann, og er markmið þess að halda hestamennsku við skólann í hávegum, ýta undir fræðslu og félagslega þætti og vekja þannig áhuga og efla nemendur í greininni. Allir nemendur skólans teljast sem félagsmenn Grana og er því frjálst að taka þátt í því starfi sem boðið er uppá hverju sinni. Félagið stendur fyrir fjölbreyttum hestatengdum viðburðum á hverju skólaári, sem margir eru einnig opnir almenningi.

Líðandi skólaár hefur verið viðburðarríkt þó það hafi farið heldur rólega af stað hjá okkur. Það hófst á því að teknir voru inn í stjórn félagsins hvorki meira né minna en sjö nýjir og öflugir meðstjórnendur. Við héldum Grímutölt í lok október, á sjálfri Hrekkjavökunni, sem hefur fest sig í sessi sem árlegur viðburður innan skólans. Mikill metnaður var lagður í búninga þetta árið og mátti vart þekkja suma knapana sem riðu um völlinn á skreyttum hestum sínum. Að þessu sinni fengum við áhorfendur til að kjósa um sinn uppáhalds búning við góðar undirtektir, og vildum við með því gefa gestum kost á að taka virkan þátt í skemmtuninni. Í janúar héldum við annað fjörmót, svokallað Mjólkurtölt, þar sem markmiðið er að komast sem hraðast tvo hringi í höllinni með barmafullt

mjólkurglas við hönd. Hver mjólkurdropi sem skvettist úr glasinu bætti sekúndum við tímann og gerði keppnina bæði spennandi og skemmtilega. Mjólkina fengum við að sjálfsögðu úr Hvanneyrarfjósinu.

Febrúar var svo sannarlega annasamur. Mánuðurinn hófst á fatasöluna okkar, en í samstarfi við verslunina Lífland buðum við upp á vandaðan fatnað merktan Grana á frábæru verði. Þá stóðum fyrir beinni útsendingu af Slaktaumatölti í Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum á Kollubar, og skapaðist þar góð og skemmtileg stemning. Þann 11. febrúar var svo komið að hinni margrómuðu Óvissuferð Grana, þar sem förinni var heitið upp í Reykholtsdal. Um 50 nemendur við Landbúnaðarháskólann fengu þar fjölbreytta

innsýn í hestamennsku, ræktun og kynbótakerfið í heimsóknum til hestafólks á Hægindi, Skáney og Laugavöllum þar sem við enduðum ferðina á grilluðum pylsum og tómri gleði. Viljum við koma á framfæri kærum þökkum til allra þeirra sem tóku á móti okkur og gerðu ferðina eftirminnilega. Febrúarmánuður endaði svo á stórskemmtilegri stjórnarferð Grana þar sem við lögðum land undir fót og héldum suður í Ölfus, borðuðum góðan mat, horfðum á fimmganginn í Meistaradeildinni á Ingólfshvoli og virtum svo fyrir okkur næturlífið í miðbæ Selfoss.

Á vormánuðum héldum við tvö opin gæðingamót á Mið-Fossum og má með sanni segja að þáttakan á bæði mótin hafi farið fram úr okkar vonum. Á fjórða tug hesta og knapa voru skráðir til leiks í hvort skiptið, og öttu kappi annars vegar í B-flokki og hins vegar í Páska-gæðingatölti. Kaupfélag Borgfirðinga, Búvörur SS og Nettó styrktu mótin í formi vinninga.

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins 516-5000 | rml@rml.is | www.rml.is

Saman náum við árangri

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins er leiðandi í ráðgjöf og miðlun þekkingar í landbúnaði. Starfsemi okkar nær til alls landsins og starfsstöðvar okkar eru 12 talsins. Meðal þess sem við veitum ráðgjöf í er:

• Bú árrækt

• Búrekstur

• Bútækni

• Heyverkun

• Jarðrækt

• Landnýting

RML hefur umsjón með kynbótastar búgreinanna og þróun og þjónustu við skýrsluhaldsforrit. Hluti ræktunarstarfsins felst í því að dæma búfé. Við sjáum um:

• Kúaskoðanir

• Lambadóma

• Hrossadóma

Rúsínan í pylsuendanum var sjálfur Skeifudagurinn, sem á sér áratugalanga sögu innan skólans. Hefð er fyrir því að hann fari fram á sumardaginn fyrsta, sem hitti á 24. apríl í þetta skipti. Hátíðardagskráin á Mið-Fossum var fjölbreytt og skemmtileg; keppt var um Gunnarsbikarinn, góðir gestir frá Skipanesi og Hægindi sýndu gæðinga úr sínum ræktunum og nemendur í búfræði sýndu afrakstur vetrarins með tamningatryppi sín, svo fátt eitt sé nefnt. Útskriftarhópur búfræðinga stóð svo fyrir einni glæsilegustu kaffisölu og kökuhlaðborði sem sögur fara af við skólann, á meðan verðlaun og skírteini voru veitt og dregið var úr stóðhestahappdrættinu okkar. Skeifudagurinn tókst með miklum glæsibrag, veðrið lék við okkur og fjölmenni lagði leið sína á svæðið til að fylgjast með og fagna útskrift nemenda í reiðmennskuáföngum skólans.

Langar mig að nýta tækifærið og óska samnemendum mínum innilega til hamingju með áfangann og þakka kærlega fyrir allar þær ógleymanlegu stundir sem við höfum

átt saman í gegn um námið, einnig þakka ég öllum þeim sem komu að okkar starfi í vetur, bæði einstaklingum og fyrirtækjum. Að lokum vil ég fyrir hönd fráfarandi stjórnar Grana, þakka kærlega fyrir okkur, og óska nýrri stjórn gæfu og velfarnaðar í sínu starfi á komandi námsári.

BÚFJÁRRÆKTARFERÐ 2025

Helena Sól Elíasdóttir tók saman

Helgina 15.–17. febrúar héldu nemendur í Landbúnaðarháskóla Íslands í hina árlegu búfjárræktarferð, að þessu sinni um Norðurland þar sem margir ferðapésar voru á heimavelli. Þrátt fyrir langa rútuferð, var stemningin gríðarleg alla ferðina og hópurinn í einstaklega góðu skapi. Gist var í Sveitasetrinu á Hofstöðum í Skagafirði sem reyndist frábær bækistöð fyrir okkur ferðalanga.

Laugardagur 15. febrúar

Þegar allir höfðu komið sér og sínu hafurtaski í rútu var lagt af stað frá Hvanneyri á slaginu 8. Fyrsti áfangastaður ferðarinnar var á Mýrum II í Hrútafirði. Þar var tekið vel á móti okkur með veitingum, kaffi og bjór ásamt kynningu og innsýn í það öfluga sauðfjárbú. Því næst var haldið í Austur Húnavatnssýslu og í Vatnsdal. Þar tóku á móti okkur bændur á Kornsá sem höfðu einnig útbúið glæsilegar veitingar í fljótandi og föstu formi. Á Kornsá er stundaður sauðfjárbúskapur og fengum við flotta og fræðandi kynningu um búið og framtíðarhorfur þess.

Þegar fór að líða að hádegi var staldrað við á Blönduósi þar sem ferðalangar gátu fengið sér í gogginn. Fólk hentist þá aftur í rútuna sem var á leið á næsta bæ og var það Hólabær í Langadal. Þar má finna um 40 mjólkandi kýr, sem fer fjölgandi, í GEA mjaltaþjóna fjósi. Þá var ekki eftir öðru að bíða en að skreppa í Skagafjörð. Þar var bærinn Páfastaðir búin að raða drykkjum og góðgæti á borð fyrir okkur. Páfastaða bændur sögðu frá og sýndu okkur flotta

fjósið þeirra sem rúmar um 140 kýr, Lely mjaltaþjóna og Lely fóðurkerfi. Þar kynntu þau okkur einnig fyrir undirburðinum sem notaður er í básana en hann er framleiddur á bænum. Næsti bær á dagskrá voru Skúfstaðir þar sem myndarlegt fjós og hesthús var að finna. Bændur á Skúfstöðum sögðu okkur frá sinni starfsemi og leiddu okkur í gegnum fjósið og hesthúsið sitt. Klukkan var þá að ganga átta og tími til komin að fara huga að kvöldverð ofan í ferða fylkinguna. Við þurftum ekki að hafa miklar áhyggjur af því þar sem að næsti viðkomustaður var Hofstaðarsel þar sem við vorum kynnt fyrir því öfluga nautaeldi sem þar er að finna. Þá var okkur enn og aftur boðið upp á veitingar í föstu og fljótandi formi en þar á eftir fengum við að tilla okkur og borða kjötsúpu. Að máltíð lokinni var glatt á hjalla og hækkað var í tónlistinni fram eftir kvöldi á Hofstaðarseli. Þá var sólin gengin til viðar og ferðinni heitið á Sveitasetrið á Hofstöðum þar sem fólk gekk til náða.

Sunnudagur 16. febrúar

Við byrjuðum daginn snemma á Hofi á Höfðaströnd þar sem við fengum innsýn í þá flottu hrossarækt og tamningarstöð. Því næst heimsóttum við Brúnastaði í Fljótum, þar sem við vorum leidd í gegnum um búið og boðið upp á veitingar, þar á meðal geitakjöt. Við fengum að sjá aðstöðu geitana, fræðast aðeins um nauteldið og sauðfjárræktina hjá þeim. Þar stóð mest upp úr kynningin þeirra um geita osta framleiðsluna sem fer fram á bænum.

Hádeginu var varið á Siglufirði, þar sem matur var snæddur á Torginu og sumir kíktu á Segul 67 til að smakka bjórinn. Þegar hádegið var liðið lá leiðin í gegnum Ólafsfjörð og í átt að Dalvík. Í hesthúsunum á Dalvík var vel tekið á móti okkur farand-drykkjumönnum. Þá vorum við leidd í gegnum hið stóra hesthús og okkur sagt frá því öfluga starfi sem þar fer fram. Þá lá leið okkar að Laugarlandi í Eyjafirði þar sem nýlega var reist kornþurrkstöð. Þar fengum við góða kynningu og svör við spurningum ásamt veglegum veitingum.

Þegar leið á daginn var ferðinni heitið á næsta bæ, svínabúið Sölvastaði. Um helmingur hópsins fékk tækifæri á að sjá og heyra um starfsemina sem þar fer fram en þá varð babb í bátnum og rútubílstjórinn okkar búinn með keyrslutímana sína. Við neyddumst því miður til að yfirgefa Sölvastaði fyrr en ætlun var og halda á næsta bæ þar sem nýr bílstjóri beið okkar. Sá bær var síðasti áfangastaður dagsins og var

það bærinn Kúskerpi. Þar fengum við góða innsýn í kúabúið og starfsemi bæsins. Því næst voru grillaðir hamborgarar ofan í okkur öllsömul og héldum södd og sæl aftur á Hofstaði. Sumir héldu beint til hvílu, á meðan aðrir létu gleðina ráða för og nutu kvöldsins enn frekar.

Mánudagur 17. febrúar

Síðasti dagur ferðarinnar hófst á heimsókn í Kaupfélag Skagfirðinga á Sauðárkróki. Þar fengum við faglega og fróðlega kynningu um þá umfangsmiklu starfsemi fyrirtækisins ásamt frábærum veitingum. Eftir heimsóknina var haft hægt um sig á króknum um stund þar sem fólk fékk sér að borða og skoðaði höfuðstöðvar Skagafjörðs. Þá var haldið að reiðhöllinni á Blönduósi, þar sem við fengum að líta inn í heim smalahunda-tamninga. Þar fengum við að sjá nokkra vel tamda og efnilega smalahunda að störfum– sjón sem vakti mikla hrifningu meðal gesta. Næst var stefnan tekin á Steinnes í Húnavatnssýslu þar sem við fengum innsýn í sauðfjárbúskap, hrossarækt og stefnur þeirra bænda. Þar sköpuðust líflegar umræður um meðal annars sauðfjárrækt yfir glæsilegum veitingum. Að lokum var komið að síðasta áfangastað ferðarinnar –Sveinsstaðir. Þar vantaði enn síður upp á glæsilegar veitingar og fengum við að við að kynnast sauðfjárbúskapnum

á bænum og spjalla við bændur búsins. Þegar síðasta bæjarheimsóknin var að baki var ferðini heitið aftur á Hvanneyri. Þreyttir en afar sáttir ferðalangar eftir viðburðaríka helgi. Það var samdóma álit hópsins að ferðin hafi verið einstaklega vel heppnuð – bæði fræðandi og

Við viljum færa okkar innilegustu þakkir öllum þeim sem tóku á móti okkur með hlýju, veitingum og fróðleik. Það er ómetanlegt að fá að skyggnast inn í margbreytileika landbúnaðar á Íslandi, hitta fólk sem vinnur af ástríðu og elju og fá innsýn í ólíkar leiðir og hugsanir.

MATTHÍAS EMIL L. ÓTTARSSON

MIKLAHOLTI - 806

Ráð til verðandi hvanneyringa:

Læsið íbúðinni þegar þið farið á barinn

HELGI

MELUM 3 Í HRÚTÓ - 500

Ráð til verðandi hvanneyringa:

Láttu vaða!

Afhverju búfræði? Ég ætla að starfa sem bóndi

Hvert fórstu í verknám?

Mýrar 3

Hvað var skemmtilegast, og/eða eftirminnilegast í verknáminu?

Tína grjót upp úr flagi. Hver hefði haldið að það væri grátt á bæ sem

heitir Mýrar

Hvað voru skemmtilegustu tímarnir í skólanum?

Vélar og tæki 2 með Hauk

Hvar sérðu þig eftir 10-15ár?

Vonandi bóndi í Miklaholti

Hvaða aðila í bekknum þínum myndir þú ekki leyfa að giftast dóttur/ syni þínum?

Ekki einum einasta

Hver er mesti afdalabóndinn í bekknum?

Davíð

Hvar er mesta partýpleisið á Hvanneyri?

Kollan og risið

Hvað var skemmtilegasti viðburður ársins?

Árshátíðin

Hver væri líklegastur til að fá 10 í lokaprófi?

Kristín

Afhverju búfræði? Af því ég hef alltaf haft áhuga á búskap

Hver er mesti stórbóndinn í bekknum? Stebbi

Hvert fórstu í verknám? Noregs og Stóra-Vatnshorn

Hvað er eftirminnilegast af tímanum á Hvanneyri? Ætli það sé ekki bara plöntusafnið

Hvað var skemmtilegast, og/eða eftirminnilegast í verknáminu?

Sauðburðurinn í Noregi

Ef þú værir dýr, hvaða dýr værir þú og afhverju? Svartflekkóttur hyrntur hrútur, vel holdfylltur og gæfur

Hver er mesti afdalabóndinn í bekknum? Ingiberg

Draumurinn er að búa með..? Sauðfé og hross

Hvað er versta atvikið á Hvanneyri? Hugsa að það sé dellubingóið

Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Sauðfjárbóndi

Hvað voru skemmtilegustu tímarnir í skólanum? Rúningur

Hver er uppáhalds kennarinn þinn? Haukur

Hvar sérðu þig eftir 10-15ár? Á mínu heimabúi með sauðfjárbúskap

Nefndu þrennt sem þarf að taka með sér á Hvanneyri:

Egg, lambakjöt og góða skapið

Hvað var skemmtilegasti viðburður ársins? Búfjárræktarferðin

Hvað er planið eftir útskrift? Að taka við búi

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.