landslagsgarkitektúr – Landslagsgreining

Page 1


ELLIÐAÁRDALUR

í faðmi dalsins

L A N D S L A G S G R E I N I N G

Landbúnaðarháskólinn á Íslandi

Landslagsgreining, LARK IV, vorönn 2025

Kennarar: Helena Guttormsdóttir, Ivan Juarez, Edda Ívarsdóttir og Hrafnkell Proppé.

Nemendur:

Einar Oddsson, nemandi í skógfræði

Agnes Björk Stefándóttir, nemandi í landslagsarkitektúr.

Sigurrós Hallgrímsdóttir, nemandi í landslagsarkitektúr.

Ólöf Dagmar Guðmundsdóttir, nemandi í landslagsarkitektúr.

EFNISYFIRLIT

Formáli

Inngangur

Aðferðarfræði og markmið

Elliðaárdalur

Tímalína Elliðaárdals

Þemagreining

Landmótun og vatnafar

Gróðurfar

Dýralíf

Veðurfar

Búseta og landnotkun

Menningarminjar

Fornleifar

Rými og fagurfræði

Svæðaskipting og upplifun

Yfirlitskort af svæðisskiptingu

Blásteinshólmi

Breiðholtshvarf

Gönguleið með fram Elliðaá Árhólminn

Ályktanir

Heimildir og myndaskrá

FORMÁLI

3

4

4

6-7

8

9

10

10

11

12

13

14

15

17

18 -19

20

21

22

23

24

25

Elliðaárdalur er eitt af mikilvægustu útivistar- og náttúrusvæðum Reykjavíkur, þar sem náttúra, saga og borgarumhverfi mætast. Dalurinn er einstakt svæði innan höfuðborgarinnar, mótað af Elliðaánum sem renna um hann og skapa fjölbreytt landslag með grónu umhverfi, opnum svæðum og gönguleiðum. Hann hefur lengi verið vinsæll áfangastaður fyrir útivist og afþreyingu, auk þess sem hann er græn tenging við Græna trefilinn sem umlykur allt höfuðborgarsvæðið.

Flest allir íbúar höfuðborgarsvæðisins hafa á einhverjum tímapunkti varið tíma í dalnum og nær allir hafa skoðun á því hverning hann þróast og breytist í tímans rás.

Landslagsgreining getur verið þarft tól í verkfærakistuna þegar hugað er að framtíðarskipulagi dalsins Niðurstöður slíkrar greiningar munu þá geta veitt yfirsýn yfir helstu eiginleika dalsins og stuðlað að því að þróun hans sé byggð á heildstæðri sýn sem tekur mið af bæði náttúruvernd og þörfum samfélagsins.

INNGANGUR AÐFERÐARFRÆÐI & MARKMIÐ

Bæklingurinn er afrakstur greiningarvinnu um Elliðaárdal í Reykjavík sem framkvæmd er af fjórum nemendum í áfanganum LARK IV, sem kenndur er við Landbúnaðarháskóla Íslands

Verkefnið fólst í að leggja mat á sérstöðu Elliðaárdals sem getur svo nýst í því að leggja grunn að vel ígrunduðum ákvöðunum um framtíðar uppbyggingu svæðisins, varðveitingu helstu sérkenna og styrkingu landslagsins

Vinnsla bæklingsins fór að mestu leiti eftir verkferlum landkosta og sérstöðugreiningar.

Landkostagreining (e land suitability analysis) felst í því að meta hversu hentugt ákveðið svæði er fyrir ákveðna notkun, t d byggð, landbúnað, skógrækt eða útivist.

Sérstöðugreining (e. character assessment) felst svo í því að greina hvað gerir ákveðið svæði sérstakt eða einstakt Þessi greining er oft notuð til að varpa ljósi á sérkenni svæðis í tengslum við menningarlandslag, samfélag og notkun þess á svæðinu sem og sjónræn og tilfinningaleg gildi.

Við greindum Elliðaárdalinn út frá 5 meginþemum

Þema 1: Landmótun og vatnafar

Þema 2: Gróðurfar, dýralíf og veður

Þema 3: Búseta og landnotkun

Þema 4: Menningarminjar

Þema 5: Rými og fagurfræði

Og í kjölfarið var dalnum skipt upp í 8 karakter svæði eftir því hvernig hópurinn upplifði hvert svæði fyrir sig með tilliti til veðurfars, ásjónu, rýmismynd og annarrar skynjunar, s s hljóð Kynntir eru upplifunarþættir hvers svæðis en farið er enn dýpra í fjögur þeirra.

Unnið var út frá eftirfarandi markmiðum

Að draga fram sérstöðu svæðisins bæði sem heildar og sem minni einkennissvæða.

Að safna saman gagnlegum upplýsingum um náttúrfar, menningarminjar og skynjun

Að ná sameiginlegri sýn verkefnateymis á sérstöðu svæðisins.

Að útbúa grunn fyrir frekari ákvarðanatöku um landmótun.

ELLIÐAÁRDALUR

Elliðaárdalur er grænt útivistarsvæði í miðri höfuðborginni Reykjavík. Liggur frá Breiðholtsbraut í suð-austri og niður að sjó að Geirsnefi.

Nærliggjandi hverfi eru Ártúnsholt, Árbær, Stekkjahverfi og Hólahverfi í Breiðholti.

TÍMALÍNA ELLIÐAÁRDALS

frá landmótun til dagsins í dag

Fyrir 12.000 árum Fyrir 4.500 árum Fyrir 1000 árum

Síðastijökullhörfar ogskilureftirsig U-lagadal Leitahraunrennur yfirdalinnogmótar landslagið

Flóðasvæðimótast ogárbakkarþróast

Beitarlandog nytjaskógar, gróðureyðinghefst

Uppbygginghjólaoggöngustíga 1600-1800 1950-2000 2010+

Skipulögðskógrækt ogstígagerðeykst

Ísöldhefst,jöklar mótalandið

Fyrir 2 milljónum árum Fyrir 10.000 árum Fyrir 4000 árum og í dag Landnámsmenn koma;nýtadalinntil beitarogveiða

Sjávarstaðahækkar tímabundið,malarhjallar ogsetlögmyndast

Elliðaárnargrafasig dýpraíhraunið,mynda farvegi

Árbæjarstíflareisttil raforkuframleiðslu, vatnasviðbreytist

Deiliskipulagsamþykkt fyrirElliðaárdal

ÞEMAGREINING

LANDMÓTUN & VATNAFAR

RÝMI OG FAGURFRÆÐI

GRÓÐURFAR, DÝRALÍF & VEÐUR

BÚSETA OG LANDNOTKUN

MENNINGARMINJAR

Þematengdir undirkaflar. Megin upplýsingar frá þemavinnu með helstu niðurstöðum.

LANDMÓTUR & VATNAFAR

Elliðaárnar

Elliðaárnar, Eystri og Vestri kvísl, renna frá Elliðavatni og niður í Elliðavog. Árnar hafa mótað landslag dalsins með tímanum, þær hafa myndað bugðótta farvegi og skapað fjölbreytt vistkerfi Elliðavatn er stærsta vatnasvæði svæðisins og er uppspretta Elliðaárna

Vatnasviðið hefur verið mótað af náttúrulegum rofferlum, en einnig af mannvirkjum eins og Árbæjarstíflunni, sem var reist árið 1921 til raforkuframleiðslu.

Landsslagsform

Elliðaárdalur er U-laga dalur, mótaður af jökulrofi á ísöld. Hann einkennist af aflíðandi brekkum, sléttum svæðum og áberandi hraunmyndunum.

Víða í dalnum má finna grágrýtisklappir með jökulrákum, ásamt malarhjöllum sem vitna um fyrri sjávarstöðu. Leitahraun, um 4.500 ára gamalt, þekur stóran hluta dalsins og myndar sérkennilegt landslag með óreglulegum hraunhólum og sprungum.

Jarðfræði og jarðvegur

Berggrunnur svæðisins er að mestu úr grágrýti frá hlýskeiðum ísaldar, en yfir það leggst yngra hraun frá Leitahrauni sem er um 4500 ára gamalt

Basalthraun á svæðinu er fremur vatnshelt og stuðlar að yfirborðsrennsli Elliðaárna. Í neðri hluta dalsins má finna setlög frá lokum ísaldar, sem benda til hárrar sjávarstöðu úr fortíðinni. Jarðvegur er fjölbreyttur, allt frá grýttum hraunmelum til frjósamra árbakka sem styðja við fjölbreytt gróðurfar

GRÓÐURFAR, DÝRALÍF & VEÐUR

Gróðurfar

Gróðurfarið í Elliðaárdal er fjölbreytt og þar finnast bæði innlendar og aðfluttar tegundir, sumar gróðursettar en aðrar hafa dreifst með sjálfsáningu. Þannig að segja má að þó dalurinn einkennist af mikilli náttúru og gróðri þá er hann ekki lýsandi fyrir náttúru og flóru Íslands.

Gróðurlendi dalsins einkennist af mýrum, mólendi og valllendi en einnig blómlendi og skóglendi Mólendi með lyng- og víðitegundum er ríkjandi í efri hluta dalsins en á undir högg að sækja vegna trjáræktar Helstu gróðursettu tegundirnar eru birki, reynir, ösp og barrtré, en á síðari árum hafa bæst við alaskavíðir, selja, sitkagreni, sitkaelri, stafafura og alaskaösp. Mesta og elsta skógræktin er í Árhólmanum og í

Sveinbjarnarlundi en í seinna var svo gróðurset af miklum móð i

Breiðholtshvarfi og Grænugróf Sjálfsáð birki og víðitegundir sjást víða, sérstaklega ofan Árbæjarstíflu.

Í Elliðaárdalnum hafa fundist um 320 plöntutegundir, þar af eru um helmingur talinn hafa borist úr görðum í nágrenninu. Sumar tegundir hafa orðið mjög útbreiddar, t d lúpína á melum og manngerðu landi og geithvönn finnst víða við árbakka, í niturríkum jarðvegi hafa svo sigurskúfur og skógarkerfill dreift úr sér. Gamlar gróðurleifar í dalnum, sem finnast í Elliðavogslögum, eru hundruð þúsunda ára gamlar og gefa til kynna að birkiskógar hafi þakið svæðið í upphafi hlýskeiða en gróðurfar hefur svo tekið miklum breytingum frá landnámi

Dýralíf

Fuglalíf í dalnum hefur breyst í takt við umhverfisbreytingar, svo sem skógrækt og stíflun Elliðaánna Bæði árnar og skógurinn skapa híbýli fyrir fugla, og um 30 tegundir verpa reglulega á svæðinu. Þar á meðal eru álftir, grágæsir, ýmsar andategundir og vaðfuglar eins og jaðrakan, hrossagaukur og lóuþræll. Skógarfuglar eins og skógarþröstur og svartþröstur eru einnig algengir. Helstu varpsvæði vatna- og votlendisfugla eru við árnar, sérstaklega í Hólmanum og Blásteinshólma

Breytingar á gróðurfari dalsins hefur áhrif á tegundasamsetningu hans og á síðustu árum hefur fjölgað í hópi skógarþrasta, starra, stokkanda, kría og hettumáfa, en mófuglum hefur á hinn boginn fækkað.

Elliðaárnar eru mikilvægasta vistkerfi dalsins, þar sem vatnið er næringarríkt og styður fjölbreytt lífríki Lax er ríkjandi fisktegund í ánum, en einnig finnast þar urriði, bleikja, hornsíli og áll. Mengunarvarnir hafa verið settar upp til að vernda árnar og lífríki þeirra.

Spendýr sem lifa villt í dalnum eru meðal annars húsamús, hagamús og minkur, en sá síðastnefndi hefur heilmikil neikvæð áhrif á fuglalíf Eitthvað finnst enn af kanínum í dalnum, sérstaklega neðan stíflu þó undanfarið hafi verið reynt að fækka þeim með markvissum aðgerðum.

Að lokum má nefna smádýralífð en það er einkar fjölbreytt og inniheldur margar tegundir skordýra, köngulóa og flugna sem lifa í og við árnar Og eins laðar trjágróðurinn að sér tegundir eins og tígulvefara, asparglyttu og birkisprotalús.

GRÓÐURFAR, DÝRALÍF & VEÐUR

Veðurfar

Veðurfar í Elliðaárdal er svipað og almennt gerist á höfuðborgarsvæðinu, en staðhættir, gróður og nálægðin við sjóinn geta haft áhrif á staðbundnar aðstæður.

Veðurfarið einkennist af mildu sjávarloftslagi, en Reykjavík hefur temprað hafrænt loftslag, sem þýðir að vetur eru mildari en innar í landi og sumur svalari Meðalhiti í Reykjavík yfir árið er um 4–5°C, janúar er kaldasti mánuðinn með meðalhita uppá -1°C og júlí hlýjasti mánuðinn með meðalhita í kring um 11°C. Úrkoma í Reykjavík er um 800–1100 mm á ári, sem er minna en í rigningasömum landshlutum eins og á

Suðausturlandi Elliðaárdalur getur verið rakari en nærliggjandi byggð vegna ánna og gróðurs, sem skapar smávegis staðbundið loftslag og mældist meðalársúrkoma áranna 1971 – 1980 við Elliðaárstöð um 931 mm .

Dæmigert vindafar í Reykjavík er suðvestanáttir, en vegna dalsins og lægðarinnar sem hann myndar geta myndast staðbundin vindakerfi Dalurinn sjálfur og skóglendið getur veitt nokkuð skjól gegn sterkum vindum, en á vissum stöðum, t.d. við opnari svæði nálægt ánum, getur vindur verið talsverður. Mikill gróður í dalnum dregur úr hitasveiflum og getur gert svæðið örlítið svalara á heitum dögum og mildara á köldum dögum og stöðuvötn og ár, eins og Elliðaárnar og Elliðavatn, hafa svipuð áhrif og hjálpa við að jafna hitastigið.

Haust
Vetur

BÚSETA OG LANDNOTKUN

Búskapur / landbúnaður

Elliðaárdalur hefur verið landbúnaðarsvæði um langt skeið en getið er búskapar á bænum Ártúni á 14. öld og Árbæ á 15. öld. Dalurinn var lengi vel notaður sem úthagi þar til hann var friðaður fyrir sauðfjár- og hrossabeit á sjöunda áratug tuttugustu aldar.

Í Ártúni var gisti- og veitingaþjónusta fyrir ferðafólk um langt skeið, allt fram á 19 öld

Sumarbústaðarbyggð var í dalnum, einkum norðan Elliðaáa undir Ártúnsholti, þar stunduðu eigendur garð- og trjáyrkju en lagðist niður að mestu á tímabilinu 1960-1990

Laxveiði

Laxveiði í Elliðaánum byrjuðu líklegast strax við landnám. Alveg fram á 20. öldina ganga veiðiréttindin á víxl milli ýmissa aðila, s.s. kirkju, konungs og einkaaðila Í dag er það í höndum Stangveiðifélags Reykjavíkur

Malarnám

Malarnám var stundað á nokkrum stöðum í dalnum og sjást þess vel merki enda olli það umtalsverðu jarðraski. Nokkuð stórar námur voru austan við Blesugróf og í Ártúnsholti.

Herkampar

Ullarvefnaðariðnaður

Ullarvefnaðariðnaður var í Elliðaárdal á 18 Öld en það var hluti af starfsemi Innréttinga Skúla Magnússonar landfógeta Vatnskraftur

Elliðaánna var nýttur við að þæfa og lita ullina. lliðaárdalur hefur verið landbúnaðarsvæði um langt skeið en getið er búskapar á bænum Ártúni á 14. öld og Árbæ á 15. Öld. Dalurinn var lengi vel notaður sem úthagi þar til hann var friðaður fyrir sauðfjár- og hrossabeit á sjöunda áratug tuttugustu aldar

Raforkuframleiðsla

Rafstöðin við Elliðaá var tekin í notkun árið 1921. Í fyrstu var raforkan aðallega notuð fyrir lýsingu í Reykjavík. Síðar voru stíflurnar tvær, Árbæjarstífla (1929) og Elliðavatnsstífla (1924-8) teknar í notkun, rafstöðvarhúsið reist og síðar Toppstöðin sem var vararafstöð. Við raforkuframleiðsluna í Elliðaárdal fengu Reykvíkingar loks raforku inn á heimili sín.

Skógrækt

Skógrækt hófst árið 1951 í Elliðaárhólma (Hólminn) þegar Rafmagnsveitur Reykjavíkur fagnaði 30 ára afmæli Skógræktarfélag

Reykjavíkur stundaði einnig skógrækt í Elliðaárdalnum um alllangt skeið í samstarfi við Vinnuskóla Reykjavíkur, t.d. í Breiðholtshvarfi (Hatturinn).

MENNINGARMINJAR

Menningarminjar - Mannlíf og saga í dalnum

Elliðaárdalur er eitt stærsta útivistarsvæði Reykjavíkur og jafnframt staður með ríka menningarsögu

Menningarminjar í Elliðaárdal eru fjölbreyttar og sýnilegar í landslaginu. Árhundraða búskapur og mannvirki hafa breytt gróðurfari dalsins og mótað dalinn.

Dæmi um það er með tilkomu rafstöðvarinnar við Elliðaár 1921, hófu starsmenn Rafmagnsveitu Reykjavíkur skipulagða skógrægt í dalnum og svæðið breyttist mikið í útliti. Elliðaárvirkjun og mannvirki voru friðuð árið 2012 og nær friðlýsingin einnig til Árbæjarstíflunnar (Heimild mbl), saman mynda þessi mannvirki merkilega tækni- og menningarsögu. Félagsleg nýting dalsins hefur einnig mikilvægt menningargildi - þar hófst

stangveiði á 19 öld auk þess sem hestamannafélagið Fákur tók þar til starfa árið 1922 (Heimild deiliskipulag 2.3).

Menningarminjar Elliðaárdalsins hafa þannig bæði sjónræn, söguleg og félagsleg áhrif á upplifun svæðisins í dag

Búsetuminjar - Merki um mannlíf og byggð

Elliðaárdalur var lengi vel mikilvægt landbúnaðarsvæði. Tvær jarðir stóðu inni í dalnum, Ártún og Árbær, þar sem búskapur er talinn hafa verið stundaður allt frá 14 og 15 öld (Heimild -DSK)

Í Árbæ var búið samfleytt í a.m.k. 500 ár og enn má greina vel gömul tún kringum bæjarstæðin. (Heimild DSK)

Bæjarhólar og grjóthleðslur geyma minningar um torfbæina sem þóttu harðbýlir, og dalurinn var nýttur sem afréttarland (útihagi) fyrir beit allt fram á 7. áratug 20. aldar (Heimild DSK)

Örnefni eins og Drekkjarhylur segir sögu; Drekkjarhylur minnir á dómsmorð og aftökur fyrri alda (fundur rvkborg)

Þannig má víða í Elliðaárdal sjá búsetuminjar sem vitna um mannvist og daglegt líf fyrri kynslóða í dalnum.

MENNINGARMINJAR

Fornleifar - Leifar eldri mannvirkja

Í Elliðaárdal hafa fundist fjöldamargar fornleifar, þ e mannvistarleifar 100 ára og eldri, sem njóta sjálfkrafa verndar samkvæmt lögum. Alls eru skráðar 147 minjastaðir í dalnum og af þeim teljast 54 vera fornleifar eldri en 100 ára (fundur rvkborg).

Elstu sýnilegu minjarnar eru rústir frá starfsemi Innréttinganna á 18 öld; í Árhólmanum við ána má enn sjá leifar af vatnsveitum og grunni Þófaramyllu (fullingarmillu) sem Skúli Magnússon lét reisa um 1750 (fundur rvkborg).

Í seinni heimsstyrjöld reistu hermenn braggahverfi í dalnum og má enn sjá leifar skotgrafna og fleiri stríðsminja við Ártún (Heimild DSK)

Fornleifar og minjar Elliðaárdalsins, allt frá verkfærum og keröldum til grónna rústaleifa, veita okkur þannig innsýn í liðna tíð. Með verndun og miðlun þessara minja er hægt að halda sögu dalsins lifandi fyrir komandi kynslóðir

CampBattleárið1943,herskálahverfisemvarnorðanviðbæjarstæðiÁrtúns 1 KristjánX.DanakonungurviðlaxveiðaríElliðaánum,líklegaíopinberriheimsóknárið 1921(eða1926) HægrameginviðhannstendurPéturIngimundarson slökkviliðsstjóri VinstrameginséstbýliðÁrtúnogþakiðáElliðaárstöðinni

RÝMI OG FAGURFRÆÐI

Rýmismyndun

Dalurinn hefur opið rými með breiðum sjónlínum, en einnig minni, afmörkuð svæði með trjágróðri sem skapa meira lokað rými.

Sýnileg mörk

Árbakkar Elliðaár mynda náttúruleg mörk með mjúkum, kúptum og íhvolfum formum eftir landslaginu Brýr, göngustígar og skógarjaðrar mynda einnig skýr mörk og kanta í landslaginu. Eldri varnargarða má einnig sjá við Elliðaárstöð sem og í Blásteinshólma.

Stefnumörkunarpunktar

Brýr, göngustígar, einstaka stór tré og fossar í ánni mynda kennileiti sem leiðbeina um svæðið. Áin er og hefur alltaf verið farartálmi hún beinir vegfarendum ákveðnar leiðir meðfram sér og yfir sig eftir atvikum.

Hljóð í náttúrunni og umhverfinu

Gegnumgangandi er niðurinn frá ánni nokkuð einkennandi fyrir svæðið en þegar nær dregur umferðarþunganum blandast umferðarhljóð við náttúrulegan óm árinnar og á tímum verða skilin óljós. Hvað er umferð og hvað er náttúra. Innar í skóglendinu eru mökunar- og viðvörunarsöngvar fuglanna allt um kring þó mismikið eftir árstíðum.

Náttúruundur og árstíðabreytingar, veður Dalurinn sýnir miklar árstíðabreytingar sem endurspeglast í gróðri, birtu og veðurskilyrðum. Að vori lifnar gróðurinn við, birki og víðir laufgast, og fyrstu blómin byrja að blómstra. Á sumrin er dalurinn grænn og gróskumikill, með björtu sólarljósi sem síast í gegnum laufþök trjánna og varpar fallegum skuggum á göngustíga. Haustlitir breyta ásýnd dalsins með hlýjum rauðum, appelsínugulum og gulum tónum áður en laufin falla Að vetri vefur snjórinn dalinn hvítum hjúp, skapar mjúkari form í landslaginu og dregur fram andstæður milli trjágróðurs og opinna svæða.

SVÆÐASKIPTING OG UPPLIFUN

Elliðaárdalurinn er stórt landsvæði með fjölbreytt

náttúrufar eins og greint hefur verið frá hér fyrr í bæklingnum. Hægt er upplifa svæðin á ólíka máta

frá einu svæði til annars. Allt frá skjólgóðum, rólegum svæðum að hraðari og opnari svæða

Upplifun getur einnig verið ólík milli manna, þar getur aldur skipt máli, sem og í hvaða tilgangi viðkomandi er í dalnum (t.d. vegna íþrótta) þar að auki er upplifun dýra sennilega ólík okkar mannfólksins.

Einnig er upplifun í dalnum mjög ólík milli árstíða Í upplifunargreiningu svæða er farið nokkuð almennt í greiningu á öllum svæðunum. Dregin eru sérstaklega fram fjögur svæði sem við viljum greina enn frekar.

YFIRLITSKORT AF SVÆÐASKIPTINGU

Elliðaárnar

Upplifun/skynjun:

Hreinleiki, hætta, lífleg, kraftur, straumur, lífleg, fegurð Farartálmi í nútíma og fortíð.

Árhólminn (Hólminn) og Breiðholtshvarf (Hatturinn)

Upplifun/skynjun:

Skjólgott, gróðursælt ævintýrasvæði Mikil náttúra, mjúkir náttúrustígar

Verndandi Útrýni frá Hattinum Gott að vera

Gróðurfar:

Fjölbreytt skóglendi, mólendi, hraun, votlendi nærri árbakka

Gönguleið norðan megin í dal

Upplifun/skynjun:

Nokkur umferðarniður nærri umferðargötum. Rólegra við byggð neðan

Árbæjarkirkju en kuldalegra og opnara nær Víðidal.

Gróðurfar:

Nokkrir trjálundir en frekar strjált sem austar dregur. Graslendi og votlendi við árbakka að gróa upp eftir að lónið var tæmt

Blásteinshólmi

Upplifun/skynjun:

Fallegt og rólegt náttúrusvæði sem er í dag eyja. Ekki mikið manngert nema gamall hlaðinn flóðgarður

Gróðurfar:

Votlendisgróður Einstakt, ekkert gróðursett af mönnum Eyjan í náttúrulegri endurheimt eftir að lónið var tæmt

Gönguleið sunnan megin í dal

Upplifun/skynjun:

Nokkuð hröð umferð á hjólastígum Rólegri svæði neðan stíflu Umliggjandi

náttúrufegurð frá Hatti og niður fyrir stíflu. Gott að setjast niður og horfa á umhverfið.

Gróðurfar:

Skóglendi neðan stíflu, graslendi, og votlendi við árbakka

Jaðarsvæði - við Geirsnef og Reykjanesbraut í neðri hluta dalsins en nærri

Breiðholtsbraut og Víðidal í efri hluta.

Upplifun/skynjun:

Nokkuð opin svæði og vindasöm, sérstaklega nærri Víðidal Erilsöm og hröð umferðarskynjun Eins konar tengisvæði inn í dal

Gróðurfar:

Efra svæði nokkuð strjált, mikið graslendi en þó trélundir inn á milli. Votlendi við árbakka.

Ártúnssvæðið - skíðabrekka

Upplifun/skynjun:

Opið svæði Umferðarniður frá Vesturlandsvegi,

Upplifunargarður - Rafstöðvarhús og fleira

Upplifun/skynjun:

Líf og fjör, ævintýrasvæði Nokkuð manngert en þó í tengslum við umhverfið

Endurnýting á gömlu iðnaðarsvæði.

Gróðurfar:

Skógarlundir með opnum rýmum

BLÁSTEINSHÓLMI

-við Árbæ, ofan stíflu

Blásteinshólmi er sérstæður í gróðurfari Elliðaárdals. Í hluta hólmans, sem og á bökkum kvísla beggja vegna hans, er að finna gróðursamfélög sem eru einstök á Íslandi og sjaldséð jafnvel víðar.

Eftir að stíflan var gerð ofan við Árbæ á árunum 19241928, fór landið undir vatn og var á kafi allt fram til 1960.

Við þessar aðstæður hafa myndast gróðurlendi þar sem fergin, hálmgresi, skriðsóley, tágamura, engjarós og mýra- og blástör eru ríkjandi. Gróðurinn hefur byrjað vöxt sinn undir vatni, er hávaxinn, teygður, með rýra stoðvefi og leggst útaf þegar vatninu er hleypt af. Þar vex einnig gulvíðir og einstaka loðvíðir, auk þess hefur dálítið af viðju einnig náð að festa rætur síðustu ár Þar má núorðið einnig finna stöku alaskaösp sem og birki en allur trjágróður í

Blásteinshólma er sjálfsáður

Blásteinshólmi sker sig úr í dalnum, þar sem landi hefur aldrei verið umbylt vegna mannvirkjagerðar. Eina mannvirkið eru leifar varnargarðs úr grjóti, líklega frá byrjun 20. aldar. Engar trjáplöntur hafa verið gróðursettar, né sést merki um ræktun.

Horft að

Blásteinshólma

Landslag í Blásteinshólma líkist því sem finnst í Árhólmnunum neðar í dalnum, því er ekki ólíklegt að svæðið þar hafi litið svipað út áður þeir voru friðaðir fyrir beit og farið var að rækta þar skóg

Efst í hólmanum er hraun, ýmist þakið slitróttum heiðargróðri, graslendi er í lægðum og mýrlendi þar sem jarðraki er nægur Eftir að friðun komst á hefur gróðurfarið tekið töluverðum framförum en framvindan er hæg og enn mikið af flögum og ógrónu landi Birki og Víðir hafa sest að í hálfgrónu landi, með tímanum gæti megnið af hólmanum verið þakinn skógi.

Leifar varnagarðs

BREIÐHOLTSHVARF - HATTURINN

-fyrir neðan Hólahverfi

Breiðholtshvarf

Oft nefndur Hatturinn í dagle Skógræktarfélag Reykjavíkur

Elliðaárdal og þar á meðal í Ha

Trjátegundir eru m.a. sitkagre einhverjar séu nefndar.

Skógarstígar eru um nánast a vinsælir fyrir göngu- hlaupa- o má finna þar reiðleiðir sem en stíflu

Víðsýnt útsýni er úr hlíðum Ha yfir borgina,að Esju og til Bláf

Horft upp eftir hlíðum Hattsin steinsteypunnar og svo gróð

Svæðið býður upp á mikla mö leikjar- eða kyrrðarsvæði. Nok svæðinu sem væru tilvaldar t

Því miður eru ekki margir sem ennþá og væri vel hægt að m upplýsingaskilti um leiðir, min

Víðsýnt er úr Hattinum
Séð í átt að Esju
Horft í átt að Hatti

GÖNGULEIÐ MEÐ FRAM ELLIÐAÁ

-nærri Stekkjahverfi, neðan stíflu

Gönguleið með fram Elliðaánni fyrir neðan stíflu ofan Stekkjarbakka

Svæðið var að mestu raskað land, sem hefur gróið upp

í gegnum árin og er nú orðið grænt og náttúrlegt en nær ánni svipar því um margt við árhólmann með gróðursettum trjátegundum líkt og stafafuru, birki, sitkagreni og alaskaösp. Við árbakkann sjálfann er mikið um geithvönn og þónokkuð um sjálfsáðan víði.

Á gönguleiðinni er einstaklega góður útsýnisstaður yfir

Kermóafoss í indíánagili sem þrátt fyrir nálægðina við borgina er tiltölulega lítt þekktur meðal ferðamanna, sem gerir hann að kyrrlátu og friðsælu athvarfi fyrir þá sem vilja njóta náttúrunnar án mikils mannfjölda Hér mætti byggja upp betri aðstöðu þar sem sér á gróðri við bestu útsýnisstaðina. Göngubrú liggur af göngustígunum yfir í Árhólmann.

Garðyrkjufélag Íslands er með vinsæla ræktunarreiti fyrir félagsmenn sína (sem kallast Smálönd) sunnan við göngustíginn í átt að Stekkjabakka.

Nokkur landhalli er á svæðinu en landinu hallar frá Stekkjarbakka niður í átt að Elliðaám og er mestur í ákveðnum bakka norðan núverandi garðlanda.

Sunnan við göngustíginn eru fyrirhugaðar breytingar m a stendur til að reisa þar yfirbyggðan borgargarð sem gengur undir nafninu Aldin Biodome

Kermóafoss í Indíánagili
Ísilagður göngustígur
Stíflan í haustlitum
Göngubrú yfir í Árhólmann

ÁRHÓLMINN - HÓLMINN

-milli Elliðaánna, neðan stíflu

Árhólminn

Oft nefndur Hólminn í daglegu tali.

Skógrækt hófst í Hólmanum árið 1951 þegar Rafmagnsveitur Reykjavíkur fagnaði 30 ára afmæli.

Trjátegundir eru: Birki, ilmreynir, alaskaösp, sitkagreni og stafafura, en meðfram árbökkum má finna sjálfsáðar víðitegundir eins og alaskavíði.

Skógarstígar eru margir í Hólmanum og eru þeir einkar vinsælir fyrir göngu- hlaupandi vegfarendur

Hólminn er sannkallað ævintýraland, þá sérstaklega fyrir börn. Upplifunin að vera umlukin háum trjám getur bæði verið verndandi en þó í senn spennandi og jafnvel ógnandi. Þetta svæði er því tilvalið fyrir skólahópa til að læra um umhverfið, gróður og láta ímyndunaraflið leika lausum hala.

Í dag eru nokkuð góðir stígar um svæðið en þó eru vandkvæði á þegar leysingar eru og á veturnar því þá verða stígar nokkuð blautir eða ísilagðir, það á sérstaklega um stíga nærri ánnum Það mætti reyna finna laus á þessu með því að leiða vatnið frá stígum

Nokkur ágangur er á vinsælum stöðum í Hólmanum eða þar nærri. Því mætti fara að huga að því að finna lausnir á því.

Búrfoss
Elliðaá norðan Hólmans
Skógarstígur í Hólmanum
Varnargarður og votlendi

ÁLYKTANIR

Mikil vakning hefur verið síðustu árin (áratugina) um ágæti og mikilvægi grænna svæða innan borga. Elliðaárdalur er í raun perla í borginni. Það eru ekki margar höfuðborgir sem geta státað sig af því að hafa grænt svæði með jafn fjölbreyttu landslagi, gróðurfari og dýralífi. Þar að auki er lífæðin í dalnum, sjálfar Elliðaárnar, fallegar laxveiðiár í miðri borg Auk þess að vera grænt svæði þá eru Elliðaárdalur mikilvæg samgöngutenging göngu- og hjólreiðastíga milli nærliggjandi hverfa.

Það sem við höfum verið að greina enn frekar er að þetta græna svæði er ekki bara einsleitt grænt svæði heldur er þar að finna mörg ólík svæði þar sem dýr og fólk geta upplifað á mismunandi hátt

Í dalnum hefur nú þegar verið unnið mikið starf í bætingu stíga og svæða. En við teljum hægt er að gera enn betur.

Hér eru nokkrar tillögur af bætingu í dalnum:

Lagfæring stíga - lausnir fyrir blauta og hála stíga.

Upplýsingaskilti - um minjar, gróður, dýr og ekki síst um svæðin sjálf

(skýrari línu þegar þú ert komin(n) á ákveðið svæði)

Útsýnispalla á svæðum sem náttúran á undir höggi að sækja vegna ágangs.

Frekari kynningu um óþekktari svæði dalsins eins og t.d. Hattsins og

möguleikum á því svæði.

Þrautabrautir fyrir yngstu vegfarendur.

Svæði með bekkjum til útikennslu

Grillaðstöðu.

HEIMILDIR OG MYNDASKRÁ

Ferlir (E D ) Elliðaárdalur I https://ferlir is/ellidaardalur/

Jóhann Pálsson. (2004). Flóra Elliðaárdals. Sótt af https://reykjavik.is/sites/default/files/ymis skjol/skjol utgefid efni/flora ellidardals.pdf

Orkuveitan (27 06 2021) Aldargömul Elliðaárstöð Sótt af https://orkuveitan.is/um-or/fyrir-fjolmidla/frettir/aldargomulellidaarstod/

Reykjavíkurborg (2016) Stefna Reykjavíkur um sjálfbæran Elliðaárdal –Skýrsla starfshóps Sótt af https://reykjavik.is/sites/default/files/stefna reykjavikur um sjalfbaera n ellidaardal - skyrsla starfhops.pdf

Reykjavíkurborg. (2020). Elliðaárdalur – Greinargerð um forsendur deiliskipulags Sótt af https://reykjavik.is/sites/default/files/ymis skjol/skipogbygg/skjol/ellida ardalur greinargerd um forsendur deiliskipulags.pdf

Reykjavíkurborg. (2021). Áætlun um menningamerkingar og verndun minja í Elliðaárdal Fundargerð frá 18 ágúst 2021 Sótt af https://fundur reykjavik is/sites/default/files/agendaitems/14. aaetlun um menningamerkingar og vendun minja i ellidaardal 18.08.2021.pdf

Trausti Jónsson (1986) Veðurfar á Íslandi Sótt af https://www vedur is/media/vedurstofan/utgafa/greinargerdir/1995/Ve durfar.pdf

Mynd á forsíðu sótt af: https://www.islandzauber.de/island/reiseziele/ellidaardalur/

Myndir á síðu 11 sóttar af: https://skraning.minjastofnun.is/Verkefni_2011.pdf

Aðrar myndir eru í einkaeigu hópmeðlima

ELLIÐAÁRDALUR LANDSLAGSGREINING

-ífaðmidalsins

Í SAMBÚÐ VIÐ Í SAMBÚÐ VIÐ

MÓÐUR MÓÐUR

NÁTTÚRU NÁTTÚRU

LARK IV - 2025 Höfundar

Kennarar: Helena Guttormsdóttir

Ivan Juarez

Leiðbeinendur: Edda Ívarsdóttir

Hrafnkell Á. Proppé

Bryndís Björgvinsdóttir

Helga Rán

Sigurðardóttir

Nína B. Sigtryggsdóttir

Kristján K. Ingólfsson

Runólfur Þorláksson

Inngangur og aðferðafræði

Þessi greining byggir á aðferðum í landslags- og staðargreiningu þar sem tekið er mið af náttúrufari, umhverfisáhrifum og mann-virkjagerð svæðis sem almennt er kallað Elliðaár eða Elliðaárdalur. Unnið var með vettvangsathuganir, raðsýnisgreiningu, greiningu á landnotkun og sögulegum gögnum.

Lagt var upp með að kortleggja sérkenni svæðisins út frá náttúrulegum og mann-gerðum þáttum. Leitast var við að meta sérstaklega samspil útivistar, náttúruverndar og samfélagslegra afnota. Með því að rýna í karaktersvæði voru kostir, áskoranir og tækifæri dregin fram, sem móta og einkenna hvert svæði fyrir sig. Sjálfbær þróun og verndun vistkerfa var höfð að leiðarljósi.

Greiningin veitir skýra mynd af eðli svæðisins og leggur grunn að framtíðarsýn sem byggir á sérstöðu þess, náttúrulegum eiginleikum og áframhaldandi möguleikum til þróunar í sátt við samfélag og umhverfi.

Rýnt var í áhersluþætti hvers svæðis og niðurstaða sett fram undir eftirfarandi táknum:

Lykilatriði svæðis. Staðarandinn.

Áhugaverð einkenni, atriði og kennileiti svæðis t.d. fossar, árhólmi, listaverk og tengistígar.

Helstu náttúru- og umhverfiseinkenni

t.d. gróður, melar, hraun, votlendi og byggingar.

Menningarlegar skírskotanir.

Tenging við ánna.

Stefnumótun. Samgöngur.

Áskoranir vegna þéttingu byggðar.

Stefnubreyting vegna nýtingu ár og vatnasvæðis.

Kjarnasvæði

Frítími

Sameining

Endurfæðing

Stefnumót

Tækifæri

Geirsnef

Óvissa

Aðhlynning

Aðgengi

Kerfi og innviðir

Sjálfbærni og hringrásarferlar

Menning

Miðlun

elliðaárdaluR

Afþreying

Framtíðarsýn

Upplausn

Krossgötur

Aukið jafnvægi

Aukin umgjörð

Samvinna

Stefnubreyting

Gróska

Árbær

Umhirða

Framsýni

Hraði

Víðfeðmi

Möguleikar

Kraftur

Víðidalur

Ójafnvægi

Mótun og óvissa

Uppbygging

Aukinn þroski

Umhirða

Hringrás

Samspil þriggja heima

Jafnvægi

Saga og reynsla

Móðurstöð

Elliðavatn

Framtíðarsýn

KOSTIR

Náttúruvernd

Viðhald vistkerfisþjónustu

Samspil manna og náttúru

Viðkvæmni

Samlífi manna, gróðurs og dýra

Ágengar tegundir og utanaðkomandi árif

Þroskasaga borgarnáttúru

Fyrir 20.öld

Reykjavík keypti

Elliðaárnar Byggð Elliðaárvirkjun

Árbæjarstífla fullgerð

Þéttbýlismyndun hefst

Rafmagnsveita Reykjavíkur hóf skógræktar- og uppgræðslustarf í Árhólmanum

Deiliskipulag gert fyrir Elliðaárdal Ný Elliðaárstöð opnar

Fyrsta Aðalskipulag fyrir Elliðaárdal

Fyrsta skipulag og greinargerð fyrir Elliðaárdal

Rafveitusafnið stofnað

Elliðaárdalur skilgreindur sem útivistarsvæði byggðar

Skógræktarfélag Reykjavíkur hóf gróðursetningu í dalnum

Borgarstjórn samþykkti aðgerðaráætlun um sjálfbæran Elliðaárdal

Flórulisti yfir 320 villtar plöntutegundir

Elliðaárdalur hefur verið nýttur af manninum allt frá landnámi. Þróun Elliðaárdals hefur verið í takt við þarfir, tækni og hugmyndasögu hvers tíma. Notkun manna á svæðinu hefur að mestu endurspeglað framsýni og tilraunagleði en einnig mannlegar þarfir gagnvart móður náttúru. Halda þarf áfram að skerpa á því samspili til aukins afraksturs og hagsældar fyrir allt í senn: menn, gróður og dýralíf.

Í dag er vel sýnilegt hversu mikið fólk nýtir dalinn til frístunda, afþreyfingar og útivistar. Elliðaárdalur sem náttúruperla leikur stærra hlutverk en nokkurn tímann fyrr. Á sama tíma hefur dalurinn aukið gildi sem tengilína fyrir umhverfisvænar samgöngur á borð við hjólreiðar. Sunnan megin við árnar er áberandi samgönguæð sem tengist ótal stígum inn í Breiðholt, Árbæ og Norðlingaholt. Í samstarfi við næsta sveitafélag, Kópavog, skapast tenging við Ögurhvarf og Vatnsenda. Uppbygging við neðri hluta ánna mun veita sambærilegar teningar inn á Voga, Höfða og Bryggjuhverfið. Þannig er Elliðaárdalur að skapa mikilvægan farveg ekki aðeins fyrir sjálfar Elliðaárnar heldur framtíð umhverfisvænna samgangna á höfuðborgarsvæðinu.

Elliðavatn er bæki- og uppeldissstöð nánast alls lífs sem þrífst í Elliðaánum og umhverfi þeirra. Hlutverk ánna gagnvart gróðri, dýralífi og mönnum

þarf ávallt að vera í forgangi þegar nýting er skipulögð umhverfis vatnið. Illa skipulögð byggð gæti ógnað þeim vistkerfisferlum sem vatnið viðheldur. Þannig má sjá vatnið sem móður- og bækistöð alls Elliðaádals.

Samspil náttúru og byggðar kallar á umhverfisvænar samgöngur þar sem útivist og ferðamennska þróast í sátt við umhverfi og jarðveg.

Svæðið hefur sterkan staðaranda, með hreinu vatni, líffræðilegri fjölbreytni, minjum, veiðinytjum og sem upphafsreitur Elliðaánna og þess dýralífs sem þar þrífst.

Saga og fornleifar veita svæðinu menningarlegt gildi sem vert er að vernda en áður var sveitabær við vatnið. Svæðið er samofið tækni-, samgöngu og hugmyndasögu Íslendinga sem og sögu byggðaþróunnar sem spannar frá nýtingu auðlinda allt til friðlýsingar og náttúruverndar.

Með sjálfbærri stefnu má tryggja að Elliðavatn haldi sérstöðu sinni sem náttúruperla í borgarumhverfinu út frá kennileitum: Rauðhólum, veiðinytjum og mannabyggðum.

Stefnugerð: Frekari varðveisla, umhirða og mögulega staða land- og minjavarðar. Aukin miðlun á sérkennum og sögu.

Á Víðidalssvæðinu

Þar er víðfemt landsvæði sem lagt er undir útivist og afþreyfingu. Hefð fyrir hestamennsku hefur verið á svæðinu eins lengi og menn muna. Svæðið er ómótað og viðkvæmt en hefur góðan stuðning af hverfunum beggja vegna við. Vöxtur Ögurhverfs býður upp á aukin tækifæri varðandi þjónustukjarna og tengileiðir upp í nágranna-byggðir.

Hér má móta aðstæður sem geta stutt ríkulega við lífsgæði Reykjavíkinga í samspili borgarumhverfis og fjölbreyttra áhugamála. Áin sjálf skapar hreina línu milli útivistarsvæðis og samganga, en þörf er á betri umhirðu og alúðar ef vel á að fara. Hér er þörf á festu varðandi stefnumótun og hlutverka minni svæða innan þessa efsta hluta Elliðaána.

Krökkunum finnst mun skemmtilegra að skoða náttúru á leið í skólann en sitja föst í umferð

Áskoranir

Samvinna ólíkra hagaðila. Öryggi á útivistarsvæði. Uppgræðsla lands og landmótun svæðisins. Gerð stíga.

Stefnugerðir

Endurvekja kappreiðar. Bæta aðgengi almennings sem ekki er endilega hestafólk. Draga fram teikningar og áætlanir Reynis Vilhjálmssonar landslagsarkitekts fyrir FÁK frá 1965. Stígagerð.

Náttúran

Mikið er af lágróðri á miðsvæði meðan tré liggja út í jaðra en aðalega einkennist landið af valllendi og reskigróðri. Áin er viðkvæm meðan laxinn gengur en annars er flæði hér nokkuð stöðugt og lítið um að það flæði yfir.

Nágrenni við Árbæjarlaug

Svæðið er líflegt með miklum umgangi, sérstaklega barna, sem njóta útivistar og leiksvæða.

Hávaði berst frá nálægum íþróttamannvirkjum og skólum, sem setur svip á upplifunina. Svæðið er opið með stakstæðum gróðri, sem veitir eitthvað útsýni en lítið skjól frá vindi og veðri.

Ég er að verða hraustari

Sunnan við ánna

Svæðið er vel gróið með þéttum og háum skógi sem veitir gott skjól og skapar hlýlegt umhverfi.

Beinar samgönguleiðir liggja um svæðið, þar á meðal hjóla-, göngu- og reiðstígar, sem tengja það við nærliggjandi borgarumhverfi. Þéttur gróður takmarkar sýn til fjarlægari staða, en eykur næmni fyrir umhverfi og smáatriðum í landslagi og náttúru, sérstaklega fyrir þá sem ferðast hægt um.

Það er frábært að geta labbað svona beina og greiða leið í vinnunna

Lifandi landslag – Flæði og kyrrð

Landslagið er síbreytilegt og mótast af flæði ánna, þar sem árfarvegir og fossar skapa fjölbreytta náttúruupplifun. Árbakkar eru grónir og bjóða upp á sérstaka upplifun af ánni.

Mólendi, votlendi, skóglendi og straumvötn mynda vistkerfi sem heldur sínum einkennum og styrkleikum. Skógar verða áberandi.

Árstíðirnar gefa svæðinu sterkan svip. Sumar og haust veita litadýrð en vetur dregur fram skjól skógarins og útivistarmöguleika. Þrátt fyrir nálægð við borgina ríkir hér ró – sérstaklega meðfram ánni og á grónum svæðum. Tími gefst til að staldra við og upplifa náin tengsl við náttúru.

Elliðaárdalurinn er hjarta náttúrulegs umhverfis svæðisins, þar sem þétt skóglendi býður upp á dýpri tengingu við náttúru. Stígar liggja um dalinn og leiða vegfarendur um gróskumikla bletti þar sem listskúlptúrar vekja forvitni og skapa leikvelli, samfélag og ævintýralegt andrúmsloft.

Elliðaárdalurinn – Brú milli borgar og náttúru

Svæðið er vinsælt útivistarsvæði þar sem gönguleiðir, hjólaleiðir og opið grænt svæði bjóða upp á fjölbreytta afþreyingu fyrir alla aldurshópa. Hundaeigendur, fjölskyldur og útivistarfólk njóta þess að koma hingað, þar sem borg og náttúra mætast á aðgengilegan hátt.

Svæðið býður upp á tækifæri til að styrkja útivist og bæta tengingar við borgarumhverfið, en krefst skýrrar stefnumótunar og vandaðrar umhirðu til að viðhalda jafnvægi milli náttúru, afþreyingar og samgangna.

Á ákveðnum svæðum má þó finna hávaða og sjónmengun frá samgöngumannvirkjum, sem minna á nálægð borgarinnar.

Elliðaárstöðin er lifandi minnisvarði um tækni- og hugmyndasögu og laðar að sér gesti með fræðslu, leiksvæði og kaffihúsi. Þar eru einnig gamlar steinbrúarhleðslur og stíflugarðar sem endurspegla nýtingu árinnar til orkuvinnslu fyrr á tímum.

Ónýtt tækifæri á mörkum náttúru og borgar

Geirsnef er bæði náttúrulegt og manngert svæði, þar sem uppfylling á óseyrum Elliðaáar myndaði grunninn að landinu.

Þó svæðið sé að miklu leiti landfylling eru umliggjandi landsvæði merk fyrir margar sakir. Þar eru fornleifar sem vitna um forna búsetu, sem krefjast verndar og að tillit sé tekið til þeirra við skipulagsbreytingar. Söguleg setlög finnast einnig neðst við voginn og má gera þeim hærra undir höfði.

Svæðið hefur lengi verið vannýtt, en með tilkomu Borgarlínu hefur aukin athygli beinst að möguleikum þess. Borgarlínan felur í sér tækifæri til að þróa svæðið í takt við þéttbýlið í kring án þess að vera ógn við náttúru. Hávaði og röskun af völdum Borgarlínu getur haft áhrif á lífríkið, þar með talið gróðurfar, vatnalíf og jarðmyndanir, sem þurfa sérstaka umhirðu og vernd í skipulagsvinnu framtíðar.

Skipulag Geirsnefs sem borgargarðs krefst vandaðrar nálgunar þar sem bæði náttúra og samfélagsleg notkun eru höfð í huga. Með markvissri gróðusetningu má bæta nýtingu svæðisins, skapa skjól og fjölbreyttari útivistarsvæði sem þjóna ólíkum hópum.

Plöntuval þarf að vera í samræmi við nærumhverfið, og blágrænar ofanvatnslausnir tryggja sjálfbæra vatnsstjórnun með náttúrulegu rennsli ofanjarðar. Jafnframt þarf að taka mið af hæðarmismun og aðlaga nýja innviði þannig að þeir falli eðlilega að landslaginu.

Að Geirsnefi hefur verið hundagarður frá árinu 2000 og hefur sú notkun gefið svæðinu líf í samfélagslegu samhengi. Hundasvæðið vitnar kannski til um visst skipulagsleysi sem hefur opnað fyrir annars konar möguleika. Með umbreytingu í borgargarð er tækifæri til að þróa Geirsnef áfram sem grænt og opið svæði sem styður við útivist, líffræðilega fjölbreytni og samfélagslega nýtingu manna, gróðurs og dýra.

Komst þú með Bátalínu eða Borgarlínunni

Brot af flóru Elliðaárdals

Flóra Elliðaárdals einkennist af innlendum tegundum en gæta þarf að samspili þeirra við ágengari tegundir, svo sem kerfils og hindberjarunna. Einkennisgróður eru víðitegundir, birki, reynir og lyng.

Sitkagreni (Picea sitchensis)

Ösp (Populus tremula)

Birki (Betula pubescens)

Blóðberg (Thymus praecox)

Stafafura (Pinus contorta)

Bláberjalyng (Vaccinium myrtillus)

Vallhumall (Achillea millefolium)

Geldingahnappur (Antennaria dioica)

Túnvingull (Festuca rubra)

Sortulyng (Calluna vulgaris)

Alaskavíðir (Salix alaxensis)

IlmReynir (Sorbus aucuparia)

Lúpína (Lupinus nootkatensis)

Hóffífill (Tussilago farfara)

Maríustakkur (Alchemilla vulgaris)

Brot af fánu Elliðaárdals

Fjölbreytt dýralíf er einkennismerki Elliðaárdals. Fágætari tegundir eiga þar sín búsvæði, svo sem lax, urriði og rauðhöfðaönd. Gæta þarf að samspili þeirra við menn, umhverfi og önnur dýr.

Húsamús (Mus musculus)

Urriði (Salmo trutta)

Stelkur (Tringa totanus)

Kanína (Oryctolagus cuniculus)

Rauðhöfðaönd (Aythya ferina)

Álft (Cygnus cygnus)

(Salmo salar)

Stokkönd (Anas platyrhynchos)

Hornsíli (Gasterosteus aculeatus)

Hrossagaukur (Gallinago gallinago)

Lax

Niðurlag

Elliðaár renna í gegnum misgróin og mismótuð svæði sem hvert og eitt ber með sér töfrandi sérkenni. Í ferlinu var ánum allt frá upptökum í

Elliðavatni líkt við æviskeið mannsins.

Elliðavatn hverfist þannig um það jafnvægi og reynslu sem þarf til sterks upptakts nýs lífs en strax og farið er niður með ánum er ljóst að efsta svæði ánna er viðkvæmt og útsett fyrir hvers konar breytingum – líkt og lífvera sem flýgur úr hreiðrinu. Á sama tíma býr þessi fyrsti hluti yfir krafti, leikgleði og víðsýni. Eftir

því sem neðar dregur verða svæðin mótaðri og þroskaðri – bæði þegar litið er til gróðurfars, byggðaþróunnar og innviða.

Á miðsvæðinu við Rafstöðina verður saga og reynsla áberandi við gróna árbakka og háan skóg. Athygli beinist skyndilega að fínni dráttum umhverfis og borgarsögu. Tími gefst til að nema staðar og horfa í kring og um öxl.

Þegar nær dregur sjó vakna spurningar um framtíðarskipulag og möguleika sem tækni og samfélagsgerð 21. aldar geta raungert. Umgjörð Borgarlínu er þar ofarlega á blaði. Neðsta svæðið við Geirssnef markar þannig bæði enda en einnig upphaf þess sem verða kann – þegar Elliðaár ganga í sjó og nýr kafli hefst.

Út frá þessum áhersluþáttum – sem einnig eru taldir upp á bls. 2 – er hægt að greina kosti og áskorarnir. Rauði þráðurinn er sambýli manns og kraftmikillar náttúru sem býr yfir hvað mestu tegundafjölbreytni sem fyrirfinnst á Íslandi. En hvernig má leyfa henni og viðkvæmni hennar að njóta sín í sambýli við manninn?

Orkan og krafturinn birtist ekki aðeins í sjálfu vatnsfallinu heldur því hversu áberandi hringrásaferlar náttúru verða á vatnasvæðum. Um leið gefa Elliðaárnar tækifæri til nýstárlegra lausna, fjölbreyttari náttúrutengsla og útivistar en flest önnur svæði. Hundagerði, hestamennska, fiskveiðar, skógargöngur og fleira bera vitni þessa nú þegar. Þess má geta að hesta- og hundahald – sem og skógrækt hærri trjáa – geta verið bitbein í borgarumhverfi en hér hefur samt sem áður myndast visst jafnvægi sem vert er að kanna og þroska áfram.

Með frekari greiningu og áherslu á umhirðu, upplýsingamiðlun og sérkenni hvers svæðis er ekki aðeins hægt að betrumbæta tengsl byggðar og náttúru heldur einnig hægt að draga fram mikilvægan fróðleik um Íslensk vistkerfi, tegundaauðgi, útivistarmöguleika og umhverfisvæna samgöngumáta sem auka á tengsl manna og dýra, manna og gróðurs og ekki síst mannfólks á milli. Slíkt má skerpa enn frekar á með þéttingu byggðar, áherslur á listir, menningu, afþreyingu, hönnun og arkitektúr í sambland við umhirðu og uppgræðslu. Þannig getur byggð við Elliðaár seinna meir vitnað um fyrirmyndar-samfélag sem á í góðri sambúð við móður náttúru.

Ágúst H. Bjarnason. 4. apríl 2013. Hóffífill –Tussilago farfara. Ágúst H. Bjarnason: Fróðleikur um flóru og gróður. https://www.ahb.is/hoffifill-tussilago-farfara/.

Árni Hjartarson. 1998. Elliðaárdalur: Land og saga. Mál og Mynd.

Árni Hjartarson og Helgi Máni Sigurðsson. 2016. Elliðaárdalur: Perla Reykjavíkur. Forlagið.

Borgarvefsjá. 2025. Reykjavík. https://borgarvefsja.reykjavik.is/skipulagssja/.

Borgþór Magnússon. Án dagsetningar. Lúpína viðhelst meðan spírunarskilyrði eru til staðar. Bændablaðið. www.bbl.is/frettir/lupinavidhelst-medan-spirunarskilyrdi-eru-til-stadar.

Björn Hjaltason. 8. jan. 2018. Sitkagreni. Flickr. www.flickr.com/photos/146231065@N03/3868 9030785.

Efstasund. Án dagsetningar. Árbæjarstífla. Flickr.

https://www.flickr.com/photos/efstasund/6654 871389

Elliðaárstöð. 2025. Velkomin í Elliðaárstöð. Elliðaárstöð. https://ellidaarstod.is/

Elma Ben. 2014. Álft. Flickr. https://www.flickr.com/photos/elmaben/15235 785450.

Erling Ólafsson. Án dagsetningar. Bláberjalyng. Plöntuvefurinn.

https://www1.mms.is/flora/blom.php? val=4&id=11

Fákur. 2022. Fundagerðir. Fákur. www. fakur.is.

Gróðrarstöðin Þöll. 2021. Alaskavíðir – Salix alexensis. Gróðrarstöð. https://grodrarstod.is/vara/alaskavidir-salixalaxensis-oddur-guli-toggur/

Guðrún Hálfdánardóttir. 23. mars 2020. Óttast að eitrað hafi verið fyrir kanínum. Morgunblaðið. www.mbl.is/frettir/innlent/2020/03/23/ottast_a d_eitrad_hafi_verid_fyrir_kaninunum/

Háskóli þriðja ævistigsins. Án dagsetningar. A nature train in Elliðaárdal. U3A Reykjavík. https://u3a.is/gengid-um-holavallagard-2/

Hrafn Óskarsson. 2009. Húsamús. Flickr. www.flickr.com/photos/hrafnoskarsson/34979 33217.

Jóhann Óli Hilmarsson. 2012. Stokkönd. Náttúruminjasafn Íslands. https://nmsi.is/molar/fugl_manadarins/stokko nd/.

Jóhann Óli Hilmarsson. Án dagsetningar. Stelkur. Náttúruminjasafn Íslands. https://nmsi.is/molar/fugl_manadarins/stelkur/ .

Jóhann Pálsson. 2004. Flóra Elliðaárdals. Unnið fyrir Umhverfis- og heilbrigðisstofu Reykjavíkur.

Jón Már Halldórsson. 2018. Af hvaða ætt er urriði, hvað getur hann orðið gamall og hvað étur hann? Vísindavefurinn. https://www.visindavefur.is/svar.php? id=76564#.

Jón Már Halldórsson. 2019. Eru hornsíli æt og þekkið þið eldunaraðferðir og uppskriftir? Vísindavefurinn. https://www.visindavefur.is/svar.php? id=77925.

Landsmót hestamanna. Án dagsetningar. Landsmót hestamanna 4.–10. July 2022 –preparation has Begun! Landsmót hestamanna 2026. www.landsmot.is/en/news/landsmothestamanna-4-10-july-2022-preparation-hasbegun.

María Björg Gunnarsdóttir. 2022. Rauðhöfðaendur. Veiðar. https://veidar.is/raudhofdaendur/.

Matís. 2025. Lax. Fiskbókin. https://fiskbokin.is/eldisfiskar/lax/.

Porse, Sten. 9. sept. 2006. Sortulyng. Wikipedia. https://is.wikipedia.org/wiki/Sortulyng#/media /Mynd:Arctostaphylos-uva-ursi.JPG

Rannveig. 2017. Alchemilla vulgaris –Maríustakkur. Garðaflóra. www.gardaflora.is/forum/fjolaerar-plontur1/alchemilla-vulgaris-mariustakkur.

Reykjavík. 2024. Deiliskipulag Borgarlínu: 1. lota. Ártúnshöfði 2 https://skipulagsgatt.is/files/4f64aff1-61184957-b786-a7431c45a6c1.

Reykjavík. 2024. Rammahluti Aðalskipulags Reykjavíkur 2024: Borgarlínan. https://skipulagsgatt.is/files/aff0885d-b2974ec2-b701-8e3d7e2a09d1.

Reykjavík. Án dagsetningar. Elliðaárdalur: Útivistarsvæði. Reykjavík. https://reykjavik.is/ellidaardalur

Sigmundur Guðbjarnason. 2001. Hvernig planta er vallhumall og hvernig hefur hún verið notuð? Vísindavefurinn. https://www.visindavefur.is/svar.php?id=1918.

Sindri Birgisson. 2012. Ströndin og skógurinn: Útivistarnotkun og sóknarfæri. Landbúnaðarháskóli íslands. www.umhverfisskipulag.com/_files/ugd/ab18af _fb3591ede90c4ea48a6fc73412f25917.pdf.

Skógrætkin. Án dagsetningar. Stafafura. SkógræKtin. https://www.skogur.is/is/moya/extras/furutegu ndir/stafafura.

Skógræktin. Án dagsetningar. Ösp. Skógræktin. https://www.skogur.is/is/moya/gallery/index/in dex/trjategundir/osp.

Sundlaugar. 2022. Árbæjarlaug. Sundlaugar.is. https://sundlaugar.is/en/sundlaugasafn/190/

Szczepanek, Marek. 2005. Gallinago gallinago. Wikipedia. https://is.wikipedia.org/wiki/Mynd:Gallinago_g allinago_1_(Marek_Szczepanek).jpg

Valli. 11. nóv. 2016. Sjálfbært útivistarsvæði Reykvíkinga. Borgarblöð. https://borgarblod.is/2016/11/11/sjalfbaertutivistarsvaedi-reykvikinga/

Örn Óskarsson. 2005. Geldingahnappur. Flickr. www.flickr.com/photos/raudkollur/261464247 0.

Teikningar: Margar teikninganna eru unnar af höfundum í forritinu ChatGTP: OpenAI. 2025. ChatGPT. OpenAI. http://openai.com. 20

FJÖLBREYTT FÓTSPOR

ELLIÐAÁRDALS

Ari Kristinn Gunnarsson, Edda Björg Eiríksdóttir

Ester Sveinsdóttir, Karl Trausti Bj Maríanna Ósk Mikaelsdót

LARK IV - Vekefni 5 Kennarar: Ivan Juarez, Helena Guttormsdóttir, Edda Ívarsdóttir og Hrafnkell Proppé

EFNISYFIRLIT

1 2 3 Inngangur

Aðferðafræði og markmið ............................................................

Skipting og túlkun í einkennissvæði..............................................

Þróun Elliðaárdals...............................................................

Dalurinn í dag

Fótspor fisksins

Fótspor fuglanna

Fótspor mannsins...............................................

Fótspor plantnanna............................................

Fótspor smádýranna

Fótspor hestsins.................................................

Fótspor hundsins................................................

5 6 Ályktanir.......................................................................................... Heimildir

INNGANGUR

Í Reykjavík er einstakt svæði sem einkennist af mikilli fjölbreytni þegar litið er til náttúrunnar. Þetta svæði er Elliðaárdalurinn. Út frá þessu var verkefni unnið að greiningu á sérstöðu svæðisins sem nýtist til frekari stefnumótunar Út frá því var unnið með áherslu „fótspor“ þeirra helstu lífvera sem fyrir finnast í Elliðaárdalnum.

Með þessari nálgun gefst kostur á því að horfa á svæðið, hvernig það þróaðist, hverjar afleiðingarnar og orsakir eru hverju sinni út frá þessum lífverum Með því að skoða áhrif mannsins á umhverfið má betur skilja þá þróun sem hefur verið. Með „Fótsporum“ dýra, plantna og fiska má leggja grunninn að frekari varðveislu og skipulagi Elliðaárdalsins.

AÐFERÐAFRÆÐI OG

MARKMIÐ

Landslag, náttúrufar og menning Elliðaárdalsins er meðal þess sem eflaust kæmi til huga margra ef spurt væri um sérstöðu hans Upplifun fólks á svæðinu getur verið eins fjölbreytt og Elliðaárdalurinn sjálfur. Frá Elliðaárstöðinni yfir í barrskóg, frá möl yfir á malbik, úr þögn yfir í hljóð árinnar eða umferðar gefur hugmynd um heildarlega sérstöðu dalsins Í þessum bæklingi verður leitast eftir því sem Elliðaárdalurinn hefur umfram aðra staði

Þegar svæði líkt og Elliðaárdalurinn er skoðað með slíkt að leiðarljósi geta niðurstöðurnar verið margs konar eftir því hvaðan upplýsingarnar koma

Til að byrja með skoðaði verkefnateymið þróun dalsins í gegnum aldirnar og þá sérstaklega 20. öldina til þess að fá tilfinningu fyrir “stóru myndinni” Næsta skref var að sjálfsögðu að skoða svæðið í heild sinni

Verkefnateymið skoðaði gróður- og vatnafar, landslag, hljóð og margt fleira sem einkennir Elliðaárdalinn.

Til frekari glöggvunar tók verkefnateymið góðan tíma í heimildaleit með bókum og gögnum á netinu Með því var komið að næsta skrefi en það fólst í því að vinna upp úr þeim upplýsingum. Sú aðferðafræði tryggði að bæklingur þessi byggðist á samræmdu mati sem nýtist til frekari stefnumótunar og ákvarðanatöku um landnotkun og umhverfisvernd Elliðaárdalsins.

Förum í smá leiðangur um Elliðaárdalinn

HVAÐ MÁ FINNA Í ELLIÐAÁRDALNUM?

GRÓÐURFAR

DÝRALÍF

VATNAFAR

MARGT FLEIRA!

SKIPING OG TÚLKUN Í

EINKENNISSVÆÐI

Eftir skoðun á fyrrnefndum atriðum er hægt að fara nánar út í hvert svæði með það að leiðarljósi sem minnst var á í byrjun. Hér verður þá næst farið í það að skoða hvernig hvernig ólík svæði gefa ólíkum lífverum kleift að þrífast Með þessu er að auki markmið að sjá hvernig samband þessara lífvera er og jafnvægi þeirra.

Einkennissvæðin sem tekin verða til skoðunar eru þau sem eru helst einkennandi fyrir þá tegund sem um ræðir hverju sinni. Áherslan er lögð á “fótspor” hverjar lífveru Þá eru teknar fyrir helstu dýrategundir sem þykir vert að nefna, gróðurfar, fótspor mannsins og áhrif þeirra á Elliðaárdalinn í gegnum tíðina.

HVAÐA FÓTSPOR VORU FYRST Í

ELLIÐARÁRDALNUM?

ÞRÓUN ELLIÐAÁRDALS

HVAÐA FÓTSPOR VORU MEST ÁBRANDI?

Útlínur dalsins dag

DREIFÐIR SVEITA BÆJIR OG TÚNLENDI RÍKJANDI

ÞRÓUN

DALSINS

KRINGUM 1880

Svæðið hefur mótast af jöklum og vatnsföllum sem hafa flutt með sér mikið magn af sandi, aur og möl Á síðasta jökulskeiði voru stórir jöklar sem skriðu yfir svæðið, en við hop jöklanna mynduðust ár, s.s. Elliðaárnar. Sjávarklettar á svæðinu sýna fyrri sjávarstöðu, sem bendir til þess að land hafi áður verið neðansjávar en hafi risið eftir jökulhop Elliðaárnar renna um svæðið og falla um 75 metra frá vatni til sjávar, sem skapar kjöraðstæður fyrir laxveiði og aðra vatnatengda starfsemi.

Á svæðinu hafa fundist minjar sem tengjast landbúnaði, iðnaði og sjósókn.Þar á meðal eru leifar gamalla bygginga sem voru notaðar fyrir útgerð, málmvinnslu og viðarvinnslu. Stríðsminjar: Eftirmerki frá hernámsárunum sjást á svæðinu, s s leifar skotbyrgi og skýla

Tilvitnanir í heimildir sem fjalla um svæðið, s.s. Laxdælu eða aðrar fornsögur Sögur um einstaklinga sem bjuggu á svæðinu og hvernig þeir nýttu landið.

SMÁDÝR

KLAUFDÝR

GRÓÐUR -TRÉ

á þessum vötn

HESTAR

HUNDAR

FISKAR

MAÐURINN

Fyrstu tréin

gróðursett 1951

Stíflan 1920

ÞRÓUN DALSINS

KRINGUM 1950

Búskapur og beit:

Landnotkun var að mestu tengd landbúnaði, þar sem fé og hestar voru beitt

Gróður og Tré:

Trjágróður hófst að mestu leyti eftir skipulagða skógrækt á síðustu öld. Innfluttar plöntutegundir hafa einnig fest rætur Svæðið er mikilvægt fyrir fuglalíf, þar sem margar tegundir fugla verpa við árnar og vötnin. Laxveiði hefur lengi verið stunduð í Elliðaánum, og er árlega sleppt út seiðum til að viðhalda stofninum Ýmsar smádýrategundir lifa í vatninu og mynda hluta af vistkerfi árinnar.

SMÁDÝR

ÓÐUR -TRÉ

FUGLALÍF

Landfyllingar 1960-1980

ÞRÓUN DALSINS

KRINGUM 2024

Mannvirki og skipulag:

Svæðið hefur verið nýtt á mismunandi vegu í gegnum tíðina, frá landbúnaði til íbúðabyggðar og útivistarsvæða Skipulag hefur tekið mið af náttúru svæðisins, þar sem reynt er að samræma byggð og grænt svæði.

Í dag eru beitarlönd að miklu leyti horfin, en spor af þeim sjást enn í gróðri svæðisins.

SMÁDÝR KLAUFDÝR

ÓÐUR -TRÉ

GRÓFIR LANDSLAGSÞÆTTIR

FYRSTI SKÓGURINN

SKÓGLENDI

STRJÁBÍLL SKÓGUR “VILLT” FLATLENDI

VOTLENDI

DALURINN Í DAG

LANDSLAGSÞÆTTIR OG STAÐSETNING FÓTSPORANA

Landslag dalsins í dag skiptist gróflega niður eftir því hver tilgangur svæðisins er og myndast þar bein tenging milli náttúrulegra þátta í landslaginu og þeira fótspora sem einkenna svæðið.

Sem dæmi er skóglendið þéttast þar sem skógræktin hófst árið 1951 og veitir í dag mesta skjól sem finna má í dalnum enda því ekki að furða að það svæði sé vinsælt meðal smádýra en einnig mannfólks fyrir útivist og uppbyggingu samkomusvæða eins og Elliðaárstöðvar og skíðabrekkunnar á meðan stórt autt Geirsnefið hentar útivist hunda mögulega betur.

HVAR FALLA FÓTSPORIN Í MUNADNI LANDSLAGSÞÆTTI?

GRASLENDI

KLAPPIR HRAUN

FÓTSPOR FISKSINS

Það eru nokkrar tegundir af fiskum í Elliðaánum, þá aðallega laxinn en líka til dæmis urriði og bleikja. Fiskarnir þrífast vel á svæðinu enda fjölskrúðugt botndýralíf og mikið rek lífrænna efna úr Elliðavatni sem gerir kjöraðstæður fyrir laxaseiði sem dæmi.

Tölur úr rannsóknum sýna að um 2500 laxar ganga upp ánna á hverju sumri en sérstakir teljarar eru í ánum og mikilvægt að fylgjast með heilbrigði fiskistofna þar sem þeir geta verið bein vísbending um heilbrigði vistkerfa í vatni.

Svo er smádýralíf í ánni auðugt og uppistaða fæðu laxins, sem dæmi hafa rannsóknir sýnt að þarna er lirfur rykmýs og bitmýs algengar í botndýralífi ánna.

Laxinn ferðast niður ánna á mismunandi lífsskeiðum og gegnir því lykilhlutverki í næringarhringrás svæðisins.

Fiskarnir nærast til dæmis á öðrum minni fiskum en eru einnig mikilvæg fæða fyrir suma fugla eins máfa þegar þeir eru minni.

FÁNÝTUR

FRÓÐLEIKUR

Elliðará er ein af mjög fáum ám í heiminum sem er í borg sem er notuð sem Laxveiðiá

Lax
Urriði
Sjóbirtingur
Hornsíli
Áll
Bleikja

FÓTSPOR FUGLANNA

Það eru margar fuglategundir sem eru á svæðinu. Kjörsvæði

fuglanna í dalnum er að mestu manngert áður fyrr var á svæðinu urðir og melar Við Árbæjarstífluna er fuglalífið einstaklega blómlegt og fjölbreytt sem hefur þróast vegna kjöraðstæðna sem árnar mynda

Fuglategundirnar á svæðinu eru í kringum 30 sem verpa árlega.

Hrossagaukur

dreifa fræjum og nærast á skordýrum.

Fuglategundirnar eru flestar viðkvæmar

fyrir áhrifum annarra á vistkerfið En þau áhrif geta verið jákvæð og neikvæð.

SKÓGLENDI

BLÁSTEINSHÓLMI

Vinsælt varpsvæði

Kría

FÓTSPOR MANNSINS

Erfitt er að finna svæði í dalnum þar sem fótspor mannsins sést ekki greinilega eftir árhundruð af mismunandi notkun. En þau svæði sem einkennast í dag sérstaklega af nærveru manneskjunnar eru til dæmis skíðasvæðið í ártúnsbrekku, uppbygging svæðisins í kringum gömlu rafstöðina og árbæjarsafnið.

Ýmis merki má sjá í dalnum sem benda til áhrifa mannsins þó sum þeirra séu ekki eins augljós og sú uppbygging innviða og bygginga svæðisins. Gróðurfarið hefur til að mynda tekið breytingum auk þeirra áhrifa sem maðurinn hefur haft á rennsli ánnar við Árbæjarstíflu. Þetta hefur í för með sér ýmis áhrif á náttúruferla og lífríki

Elliðaárdalurinn væri þar með allt annar, líkt og höfuðborgarsvæðið í heild sinni ef ekki væri fyrir tilstilli mannsins. Með það í huga, þá er mikilvægt að nýta sögu sambands mannsins og Elliðaárdalsins til þess að hægt sé að stíga réttu skrefin inn í framtíðina

Innviðir mannsins hafa mótað nær allt svæðið eins og við

þekkjum það í dag Stíflur, stígar, brýr og landfyllingar hafa breytt vistkerfinu og í raun ekki hægt að tala um nein svæði sem eru ósnortin af manninum

Afþreyingar móta hvert svæði á áþreifanlegan hátt, skíði, hlaup, hestamennska og fiskveiðar sem dæmi setja svip sinn hvert með sínum hætti.

Menning og saga dalsins er eftirtektarverð, sérstaklega með uppbyggingu Elliðaárstöðvar og nærveru við árbæjarsafn.

FÓTSPOR PLANTNANNA

Það hafa fundist um 320 tegundir af plöntum í Elliðaárdal, þar af var um helmingur gróðursett tré eða slæðingar úr görðum í nágrenninu. Fyrsta trjáræktin í Elliðarárdalnum byrjaði um 1920, en síðan þá hafa tré sett mikinn svip á dalinn Það eru svæði með þéttum skógi sem að skapa nærviðri sem að geta stuðlað að uppvexti viðkvæmra tegunda svo sem beyki, bergfléttu og lífviði.

Tré ársins 2019 var rauðgreni í Elliðaárhólma, það var valið vegna einstakrar fegurðar og það var því umhverfi sem gróðurinn á svæðinu var búinn að mynda að þakka. Elliðaárhólminn var áður hraunlendi, en eftir að það var farið að gróðursetja þar tré þá hefur jarðvegurinn auðgast og er orðinn mjög frjór.

Stefna umhirðu skógarins í dag er að viðhalda og auka fjölbreytni trjá- og plöntu tegunda í dalnum Mest er um birki, reyni, ösp, víði og ýmiss barrtré, sérstaklega grenitegundir. Þar sem að er mólendi er notast við birki og víði, íslenskar tegundir, til þess að gæta að vistkerfunum þar

Trjágróður myndar búsvæði fyrir smádýr, fugla og skordýr sem er grundvallaratriði fyrir líffræðilegum fjölbreytileika svæðisins.

Tré draga í sig koltvíoxíð úr loftinu sem dempar neikvæð áhrif nærliggjandi umferðar og byggðar

Trjábreiður mynda líka ákveðið nærumhverfi með meira skjóli og mildara loftslagi sem getur verið þægilegt fyrir gesti og auðveldað minni plöntum að vaxa.

FÓTSPOR SMÁDÝRANNA

Öll ræktuð afbrigði kanína koma frá sömu tegund:

Evrópukanína (Oryctolagus cuniculus) en þær eru þrautseig dýr sem geta aðlagað sig að umhverfi sínu með því að breyta

fæðuvali eftir aðstæðum.

Útbreiðsla þeirra er enn sem komið er mestmegnis í grennd við byggð og svæði sem bjóða upp á skjól. Þéttir runnar, tré og jarðvegur þar sem auðvelt er að grafa holur.

Kanínur borða mikinn gróður og fjölga sér

hratt og geta því haft mikil áhrif á gróður og fæðuframboð fyrir aðrar jurtaætur

Minkurinn er rándýr sem herjar á fugla og egg í grennd við ár og vötn, nærvera hans getur fælt frá önnur dýr og gert fuglum erfitt fyrir að fjölga sér.

SKÓGLENDI
ÁRBAKKI

FÓTSPOR

HESTSINS

Hestamenningin í dalnum færðist austur þegar

Vesturlandsvegur var lagður og einkennist nú svæðið austan árbæjarstíflu af hestastígum Hestamenningin og innviði á þessu svæði eru mjög mikil, hesthúsa hverfið, reiðhöll og fjöldi hestvagna sjáanlegur öllum sem eiga leið hjá.

Skipulögð hesthúsabyggð var reist í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að mengun bærist frá hesthúsunum í Elliðaárdal.

Hestamannafélagið Fákur var stofnað árið 1922 og hefur þetta

Hestar eru þung dýr sem hafa mikil áhrif á umhverfi og jarðveg þegar þau ferðast Mikilvægt er að umferð haldist við stíga og fylgst sé með því að stígar breikki ekki og eyði nærliggjandi gróðri

Fjöldi hesta á svæðinu þýðir að áhrif úrgangs á nærliggjandi vatnafar er möguleiki sem þarf að fylgjast með og hafa í huga við skipulagningu frárennslis.

Menningartengsl íslenska hestsins við íslensku þjóðina eru gríðarleg og þykir mörgum ómetanlegt að hafa gott aðgengi að hestamennsku í miðri byggð

HESTAMANNAFÉLAGIÐ

FÁKUR

Stofnað 1922

FÓTSPOR HUNDSINS

Við Elliðaárdalinn má finna eitt helsta lausagöngu- / og

æfingasvæði fyrir hunda. Þetta svæði heitir Geirsnef sem er eyri vestan við Gelgjutanga og austan við Ártúnsholt.

Svæðið er um 600 fermetra landfylling og áinn afgirðir

svæðið. Sem gerir það að verkum að hundarnir eru alveg

frjálsir innan þess ramma.

Alls staðar má finna staði mikilla ævintýra fyrir hunda í

Elliðaárdalnum. En er þó lausaganga bönnuð á öðrum

stöðum en Geirsnefi í dalnum. Þessi mikla nærvera hunda í

Elliðaárdalnum getur haft áhrif á náttúruferla á minni

mælikvarða til að mynda þegar kemur að smærri dýrum

Útivistarmenning Elliðaárdalsins felst að stórum hluta í

hundahaldi og samfélag hundaeigenda hefur að góðri

ástæðu verið á þessum fjölbreytta stað

Hundar geta verið hávær og truflandi fyrir annað

dýralíf á svæðinu, regluleg nærvera þeirra er líklega til að fæla frá til dæmis fugla.

Úrgangur hunda sem verður eftir á svæðinu getur

valdið ónæði eða truflunum á lífríki og þurfa gestir

því að passa að tína upp eftir hundana

Félagslegt gildi hunda er mikið og setja aðgengileg

hundasvæði lit á samfélagið sem dregur fólk saman

EINKENNIS SVÆÐI

FISKAR GRÓÐUR FUGLAR

ÁLYKTANIR

Líkt og minnst var á í upphafi, þá nýtist þessi nálgun til þess að skoða heildrænt yfir Elliðaárdalinn og sambönd náttúrulegra fyrirbæra og áhrif mannsins Niðurstöðurnar hafa leitt það í ljós hvernig hinar ýmsu lífverur á hverju svæði skilja eftir „fótspor“ á einn eða annan hátt. Það hefur gefið skýra sýn á það hvers konar jafnvægi milli náttúrulegra ferla og lífvera má finna í Elliðaárdalnum.

Ýmsar lífverur hafa verið nefndar s.s. þær fiskitegundir sem stuðla að náttúrulegum hringrásum Elliðaárnar. Að sjálfsögðu eru fótspor mannsins sýnileg yfir öllum dalnum eftir aldarlanga nýtingu. Það sést á best á gróðrinum, uppbyggingu innviða og breytingu ýmissa ferla. Hestastígar sem undirstrika nærveru hestsins við dalinn, kanínur í skjóli þétts gróðurs og afrán minka á fuglalíf dalsins eru meðal dæma um lífverur sem allar eru hluti af Elliðaárdalnum

Lykilatriði í öllum framtíðar áformum dalsins er því, að okkar mati, að gera fyllilega grein fyrir mikilvægum hvers svæðis fyrir sig með íterlegri úttekt á áhrifum mögulegra framkvæmda og sérstaklega með tilliti til samspils og jafnvægis ólíkra þátta.

Sérstaða dalsins felst að mörgu leyti í fjölbreytileika sem er sjaldgæfur í hjarta stórborga og við viljum leggja áherslu á að viðhalda honum svo svæðið haldi áfram að þjónusta sem flesta

MAÐURINN

HUNDAR HESTAR

HEIMILDIR

HEIMILDA- OG MYNDASKRÁ

Árni Hjartarson og Helgi Máni Sigurðsson. (2016) ElliðaárdalurPerla Reykjavíkur. Nýhöfn

Elliðaárdalur. (e.d.). Reykjavík. www.reykjavik.is/ellidaardalur Sólmundur Örn Jónsson. (2022). Kanína (Oryctolagus cluniculus) Náttúrufræðistofnun Íslands www.ni.is/is/biota/animalia/chordata/mammalia/lagomorpha/ kanina-oryctolagus-cluniculus

Elliðaárdalur I. (e.d.). Ferlir. www.ferlir.is/ellidaardalur/ Landslag. (2020). Reykjavíkurborg - Elliðaádalur. http://skipulagsaaetlanir.skipulagsstofnun.is/skipulagvefur/Dis playDoc aspx?itemid=18637516631222686562

Reykjavíkurborg. (2016, 31. ágúst). Sjálfbær Elliðaárdalur –

Stefna Reykjavíkur Reykjavík www.reykjavik.is/sites/default/files/stefna reykjavikur um sjal fbaeran ellidaardal - skyrsla starfhops pdf

ELLIÐAÁRDALUR

FRÁ RÓTUM TIL RÝMIS

Anna Lind Friðriksdóttir

Anna Sólrún Kolbeinsdóttir

Ingibjörg Huld Þórðardóttir

Salka Einarsdóttir

LARK IV - Verkefni 5

Kennarar: Edda Ívarsdóttir, Helena Guttormsdóttir, Hrafnkell Proppé og Ivan Juarez

LBHÍ 2025

EFNISYFIRLIT

Aðferðafræði

Staðsetning

Greining

Skógurinn

Karaktersvæði

Hvar liggja tækifærin?

Að lokum

Heimildaskrá

Myndaskrá

LEIÐIN LIGGUR Í GEGNUM SKÓGINN

Frá rótum til rýmis er titill verkefnis okkar og vísar til þess hvert sérstöðugreining

Elliðaárdals leiddi okkur og hvar okkar

áhersla liggur hvað landkosti dalsins varðar

Eitt aðalsmerki Elliðaárdalsins er skógurinn sem veitir skjól og gefur einstaka upplifun og hefur mikla möguleika hvað útivist og náttúrutengingu varðar.

Okkar greining er því dýpri þegar kemur að greiningu og tilurð skóglendis dalsins en annarra landkosta, sem eru þó margir Þéttleiki gróðurs, ljós, hljóð og áferð myndar samspil sem mótar upplifun skógarumhverfisins og það ætlum við að skoða nánar.

Göngu-, hjóla- og reiðleiðir leiða okkur um skóginn og draga fram verkefnið, því þar eru óþrjótandi möguleikar til að tengja og kalla fram karaktersvæði dalsins og skynja skóginn á ólíkan hátt með skynfærum okkar

Stutt er síðan Íslendingar byrjuðu að fara út í skóg til að vera og njóta, vegna þess hve ungir okkar skógar eru Upplifunin að fara inn í þéttan og dimman skóg getur kallað fram mismunandi tilfinningar hjá fólki. Að koma aftur út úr skóginum og sjá birta til og glitta í himininn gefur svo aðrar tilfinningar og upplifanir

Frá rótum til rýmis er skynjunar ferðalag í gegnum skóginn, frá rótum trjáa að rými himins.

AÐFERÐAFRÆÐI

Frá rótum til rýmis er afrakstur ferlis sem hófst með vettvangsferð í Elliðaárdal, með leiðsögn. Kraftganga út í náttúrunni, náttúruupplifun sem dró okkur inn í skóg og fékk skynfæri okkar til að taka betur eftir umhverfinu.

Að greina umhverfið á eigin skinni, áður en heimildavinna tekur við og nánari greining hefst, er þekkt aðferðafræði og nauðsynleg. Að raða gögnum upp í Mural gaf okkur ákveðna yfirsýn og hjálpaði okkur að koma skipulagi á hugsanir okkar og að flokka gögnin eftir viðeigandi þemum.

Við tók söfnun grunnupplýsinga og helstu landupplýsinga sem greining okkar byggir á. Að rýna í kort og skýrslur gaf svo þær staðreyndir sem við þurftum til að styðja við okkar mál í textagerð eða með myndmáli.

Í fyrstu var unnin almenn greining á landkostum svæðisins út frá skilgreiningu um landslagseinkenni eins og meðfylgjandi mynd sýnir. En skógurinn varð fljótlega okkar miðja og fékk dýpri greiningu og meiri athygli ásamt skynjunar hlutanum sem er nokkuð fyrirferðamikill á myndinni, sem sýnir landslag samsett úr mörgum þáttum er tengjast náttúru, menningu, skynjun og fagurfræði.

MARKMIÐ

Eitt af meginmarkmiðunum í hönnun skógarumhverfis er að skapa flæði á milli opinna og lokaðra rýma, þar sem vegfarandinn upplifir ólíkar tilfinningar fyrir veru innan og utan skógarins. Nokkuð sem við vildum skoða og greina í þessu verkefni.

Einnig vildum við skoða hvað þurfi til svo fólk dvelji lengur í skóginum og nái þannig að skynja skógarumhverfið á sem breiðastan hátt. Frá mjúkum og opnum rýmum þar sem ljós streymir niður á skógarbotninn, yfir í þéttari svæði þar sem skuggaspil og hljóðeinangrun veitir ýmist öryggi eða skapar ótta.

Okkar skynjun og upplifun fékk gott vægi í verkefninu og fyrir vikið varð það persónulegra fyrir okkur. Að nýta ólíka styrkleika og færni allra í hópnum var í sjálfu sér einnig markmið og gerði verkefnið enn betra og skilaði loks þessari niðurstöðu.

ELLIÐAÁRDALUR Tímalína

870-874

Landnám - birkiskógur og náttúrlegt kjarrlendi

1920

Trjárækt hófst í dalnum með sumarhúsabyggð

1929

Árbæjarstífla fullbyggð

1962

Elliðaárdalur fyrst skilgreindur sem útivistarsvæði

2010

Fyrsta aðalskipulag gert fyrir Elliðaárdal

2022

Ný Elliðaárstöð opnuð

FYRIR 20. ÖLD

Landbúnaður á svæðinu, samgönguæð fyrir höfuðborgarsvæðið

1921

Elliðaárstöðin byggð

1951

Rafmagnsveita Reykjavíkur hóf skipulagða skógrækt í árhólmanum - árlegar gróðursetningar til 1970

1976

Skógræktarfélag Reykjavíkur hóf gróðursetningu í dalnum

2020

Deiliskipulag gert fyrir Elliðaárdal

GREINING

ELLIÐAÁRNAR – LÍFÆÐ

DALSINS

Elliðaárnar eru meðal vatnsmestu laxveiðiáa landsins og hafa alla tíð verið mikilvægur hluti af náttúru og nýtingu dalsins.

UPPRUNI OG VATNSBÚSKAPUR

Árnar eru lindár og eiga upptök sín í Elliðavatni sem er lífauðugt. Árnar renna úr víðfeðmu vatnasviði í Heiðmörk. Rennslið er stöðugt og vatnið er mjög tært.

VATNSORKA

Árið 1906 var fyrsta rafstöð Reykjavíkur reist, en hún veitti borginni rafmagn. Stöðin var starfrækt í rúmlega 60 ár. Enn má sjá leifar mannvirkja og rústir sem segja sögu upphafs raforkuframleiðslu á Íslandi.

LAXASTOFNINN Í ÁNUM

Elliðaárnar eru einu laxveiðiárnar á Íslandi sem renna í gegnum miðja borg og veita því einstaka upplifun fyrir veiðimenn.

Mikilvægt er að tryggja lágmarksrennsli eftir farvegum ánna allan ársins hring, til að varðveita gönguseiði og laxveiði.

GRÓÐURFAR

Birkiskógar voru ríkjandi í dalnum við landnám en í kjölfarið breyttist landnýting og tegundasamsetning svæðisins. Slæðingar sem bárust beint eða óbeint með manninum eru einkennandi fyrir gróðurfarið í dag. Dalurinn er að miklu leyti manngerður, einkum vegna landbúnaðar og skógræktar en einnig áhrifa stíflunnar og nálægðar við íbúabyggð Hins vegar eru afmörkuð svæði þar sem villt náttúra er ríkjandi, eins og í Blásteinshólma og með bökkum Dimmu. Algengustu gróðurlendi á svæðinu eru mýrar, mólendi, valllendi, blómlendi og skóglendi Allt að 315 plöntutegundir eru taldar vaxa villtar í Elliðaárdal og af þeim eru innlendar tegundir um 57%.

SAMGÖNGUR

Þétt kerfi malbikaðra stíga, malarstíga og reiðstíga liggur um dalinn Elliðárdalur er samgönguæð fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur Göngu- og hjólastígar tengjast við Fossvogsdal og Heiðmörk sem og nálæg íbúðahverfi Dalurinn er einn af fáum stöðum innan borgarinnar þar sem merktar reiðleiðir fyrir hesta eru til staðar.

STÍGAKERFI

ÚTIVIST OG UPPLIFUN

Elliðaárdalur er eitt vinsælasta

útivistarsvæði Reykjavíkur og hefur verið skipulagt með tilliti til umhverfisvænna samgangna. Einnig hefur verið mikið lagt upp úr barnvænum svæðum og áhersla lögð á að skapa umgjörð fyrir mannlíf og efla möguleika á útivist og upplifun í dalnum.

LEIK- OG ÆFINGASVÆÐI

Á nokkrum stöðum í dalnum eru útileiktæki fyrir börn og æfingastöðvar fyrir fólk sem vill nýta náttúruna til hreyfingar og heilsubótar.

LANDSLAG OG

JARÐFRÆÐI

Dalurinn er grunnur og nær frá stíflu við

Elliðavatn, meðfram jökulsorfnum grágrýtisholtum, ásum og árhólmum, til móts við árósa í Elliðaárvogi. Breytingar á landslaginu hafa bæði orðið af mannavöldum og náttúrulegum orsökum. Bygging Árbæjarstíflu hafði til dæmis mikil áhrif á vatnsrennsli og þar með landslagið og vistkerfið. Uppbygging stíga og gróðursetningar hafa breytt ásýnd dalsins. Jarðrask eftir malarnám sem stundað var á nokkrum stöðum í dalnum er orðið vel gróið og lítt áberandi. Engu að síður eru breytingar á landslagi vegna malarnáms greinilegar.

NÁTTÚRUVERND OG SÖGULEGT

GILDI

Elliðaárdalur er verndað grænt svæði innan borgarinnar og hefur sögulegt og vistfræðilegt gildi.

Dalurinn er friðaður sem grænt svæði í borginni og því haldið fyrir utan umfangsmikla byggðaþróun. Áhersla er lögð á sjálfbæra uppbyggingu og nýtingu svæðisins. Saga og menningarlegt gildi:

Dalurinn hefur verið nýttur í aldanna rás, fyrst sem beitiland, síðar fyrir vatnsafl og á síðustu áratugum sem skógræktar- og útivistarsvæði.

MINJAR OG FORNMINJAR

Á tímum síðari heimsstyrjaldarinnar (1940–1945) reisti herinn umfangsmikla braggabyggð víðsvegar um borgarlandið. Elliðaárdalur var engin undantekning.

Stríðsminjar finnast í dalnum, en fimm herbúðir voru á túni Ártúns á stríðsárunum og eru ummerki um þær á túninu við bæinn. Á stríðsárunum var Elliðaárstöðin máluð í felulitunum. Einu ummerkin um hernaðarmannvirki eru í Ártúnsbrekkunni.

Í Breiðholtshvarfi, ofan við Árbæjarlón, stendur steypt skotbyrgi af þeirri tegund sem var algeng á stríðsárunum. Byrgið er ferkantaður steinkassi með skotrauf að framan. Þakið er steypt og hefur reynst vel gegn ágangi tímans, en veggirnir, sem eru hlaðnir úr holsteini, eru farnir að láta á sjá og hafa molnað smám saman.

Letursteinn í Elliðaárdal

ÁHUGAVERÐ NÁTTÚRUFYRIRBÆRI

Í Elliðaárdalnum má finna fjölmörg áhugaverð náttúrufyrirbæri og er það ærið verk að telja þau öll upp. Hér verður þó stiklað á stóru og nefnd nokkur af þeim helstu.

NORÐUHLUTI

SVÆÐINSINS

Skötufoss,Drekkjarhylurog

Skessukatlarífyrrumárfarvegi

GróinmýrarsundíÁrhólmum

SkógræktarreituríÁrhólmum

KermóafossíVesturál

TúnogbrekkurviðÁrtún

MIÐHLUTI

Á Árbæjarsvæði skal sérstaklega bent á:

Breiðholtshvarf, holt, nýskóg og náttúrulegur gróður.

Hvarfsmýri, með fífuengi

Flæðiland, grösugt, með víðibrúskum á víð og dreif sem hálft árið eru undir ís og vatni.

Blásteinshólmi. Alfriðuð hrauneyja á milli árfarveganna. Athvarf fugla.

Eddubær, fagurt umhverfi og fjölbreytt gróðurfar

SUÐURHLUTI

Fagurt umhverfi og fjölbreytt gróðurfar.

Suðurhluti: Hefur sérstakt aðdráttarafl.

Vinalegt, gróið og mishæðótt landslag. Eitt af fáum svæðum þar sem Elliðaárnar renna í lygnum straumi.

SKÓGURINN

Aldur, þéttleiki, tegundir fjölbreytni, sjálfsáning, nýskógrækt

Skipulögð skógrækt hefur verið stunduð í Elliðaárdal frá árinu 1951, þó gróðursetning trjágróðurs hafi hafist um 1920 meðfram sumarhúsabyggð á svæðinu. Árlegar gróðursetningar voru í hólmanum til ársins 1970. Síðan þá hefur trjágróður vaxið umtalsvert og í dag er skógurinn víða hár og þéttur, þó mis þéttur eftir svæðum. Skógurinn er bæði fjölbreyttur og misaldra, sem þýðir að til staðar eru fleiri en ein tegund af fleiri en einni kynslóð trjágróðurs, sem eru ýmist sjálfsáðar eða gróðursettar. Sjálfsánar plöntur af birki og víði eru mest áberandi í dalnum, en sitkagreni, stafafura og alaskaösp hafa einnig dreift sér, bæði innan skógarins og í jöðrum hans.

Algengustu tegundir í skóginum eru sitkagreni, stafafura, ilmbjörk, ilmreynir, víðir og alaskaösp. Víða er þó einnig að finna rauðgreni, garðahlyn, álm og elri. Á síðustu árum hefur skógræktardeild Reykjavíkurborgar, haft umsjón með svæðinu og unnið að endurnýjun skógarins með grisjun og gróðursetningum. Tegundir á borð við eik, beyki, lindifuru, degli, fjallaþin og lífvið hafa verið gróðursettar í viðleitni til að auka fjölbreytni trjágróðurs á svæðinu.

SKÓGURINN

Skynjun

-

SJÓN

Sumar – Gróskumikill mosagróinn skógarbotn, ljósgræn birkilaufblöð og djúpgrænn mosi.

Haust – Þegar haustið nálgast leggjast rauðar og gular laufþekjur eins og breiður yfir skógarbotninn sem fallið hafa af trjánum.

Vetur – Veturinn hefur sinn sjarma, þegar snjóbreiður leggjast yfir og hylja skógarbotninn.

Vor – Með vorinu lifnar allt við og laufgun trjánna heftst á ný. Vorið er upphaf nýs lífs og uppsprettu.

ILMUR SKÓGARINS

Moldarlykt blandast við angan af rökum mosa.

Léttur keimur af sveppum og nærandi jarðvegi.

Vorið ber með sér ferskan ilm af nýjum sprotum og blómum.

Á haustin má finna lykt af rotnandi laufum og vægan viðarkeim úr fjarlægð

ÁFERÐ SKÓGARBOTNSINS

Mosi – Líkist mjúkum svampi undir fingrunum.

Fölnuð lauf – Eru skrjáfandi og mjúk undir skónum

Votur jarðvegur – Léttur, blautur, kaldur og iðar af lífi.

Greninálar – Fíngerðar en beittar, stingast varlega í lófa

– HVAÐ HEYRIST?

Skrjáf þegar smádýr og fuglar skjótast milli greina eða um skógarbotninn.

Hljóðið í vindinum sem hvín á milli trjáa.

Fuglasöngur.

Árniður.

Umferðarniður og veghljóð.

SKÓGURINN

Upplifun

ÆVINTÝRAHEIMUR

BARNS Í SKÓGINUM

Barnið tekur lítil skref, augun stækka af undrun af öllu því óvænta sem þar er. Skógurinn er eins og ævintýraheimur fullur af litlum leyndarmálum.

Börn skapa sér sinn eigin heim í þessu umhverfi. Þau klifra og búa sér til sína eigin leiki. Börn upplifa allskyns tilfinningar inn í skóginum, hræðslu, gleði og hljóð. Snerta á öllu því sem þar er og upplifa mismunandi áferðir með snertingu sinni. Kíkja á milli trjána og velta fyrir sér birtunni og skugganum sem kemur inn á milli trjána.

UPPLIFUN FÓLKS Í

SKÓGINUM

Fætur sökkva mjúklega í jarðveginn með hverju skrefi og maður finnur fyrir mismunandi undirlagi, hart, mjúkt eða rakt. Skynjun á litbrigðum, skugga og birtu. Andrúmsloftið er svalt og ferskt

– lykt af röku grasi eða trjáberki

Fuglar tísta í trjákrónunni fyrir ofan, og lengra í burtu heyrist niður frá vatni og jafnvel bílaumferð. Inn í miðjum skógi kemur tilfinning um öryggi, hlýju og kyrrð og tilfinningu um frelsi. Oft nefnt núvitund

HIÐ ÓVÆNTA Í SKÓGINUMHÓLMINN

Margt leynist í skóginum sem kemur á

óvart og veitir gleði og undrun

“Maðurinn og skógurinn” , nefnist gönguleiðin frá Elliðaárstöðinni, yfir litla trébrú og inn í árhólmann. Þar í skógarrjóðrinu er að finna hönnunarinnsetningar eða listaverk sem öll hafa tengingu við skóginn þrátt fyrir að skera sig úr umhverfinu. Þrjú hönnunarteymi voru fengin til að skapa óvænta áfangastaði, með hönnunarinnsetningum sínum, í tilefni 70 ára afmæli Skógræktar í Elliðaárdal

Markmiðið var að vekja fólk til umhugsunar um tengsl manns og skógar og nýtingu náttúruauðlinda

Þar er að finna Ómsveppi eftir Kristínu

Maríu Sigþórsdóttir og Friðrik Steinn

Friðriksson, álsveppi sem mynda fallegan óm með tengingu við sveppatínslu út í skógi

Rótarrör eftir Stúdíó Fléttu eða bekkir úr stálrörum eru í hólmanum, sem vísa til rótarkerfa trjánna en eru einnig með tengingu við rör veitukerfanna á svæðinu.

Tími og efni er verk eftir Sóleyju Þráinsdóttir sem segir sögu hólmans og myndar einskonar tímalínu og nýtist sem leik- og setsvæði.

Allt verkefni sem gera skóginn meira spennandi fyrir þá sem hann heimsækja

SKÓGARBOTN

FJALLDALAFÍFILL

Geum rivale

HÁLÍNGRESI

Agrostis capillaris

BLÁGRESI

Geranium sylvaticum

SKÓGARKERFILL

Anthriscus sylvestris

SIGURSKÚFUR

Chamerion angustifolium

KLÓELFTING

Equisetum arvense

HÁRDEPLA

Veronica officinalis

GARÐAMARÍUSTAKKUR

Alchemilla mollis

HRÚTABER

Rubus saxatilis

STIKILSBER

Ribes uva-crispa

GRÓÐUR OG VISTKERFI

Helstu trjátegundir

SITKAGRENI

Picea sitchensis

Sígræn tegund

RAUÐGRENI

Picea abies

Sígræn tegund

STAFAFURA

Pinus contorta

Sígræn tegund

DEGLI

Pseudotsuga menziesii

Sígræn tegund

LINDIFURA

Pinus sibirica

Sígræn tegund

GARÐAHLYNUR

Acer pseudoplatanus Lauffellandi tegund

ALASAKAÖSP

Populus trichocarpa Lauffellandi

BEYKI

Fagus sylvatica Lauffellandi tegund

ILMREYNIR

Sorbus aucuparia Innlend, lauffellandi

ALASKAVÍÐIR

Salix alaxensis Lauffellandi tegund

ILMBJÖRK

Betula pubescens Innlend, lauffellandi

ÁLMUR

Ulmus glabra Lauffellandi

GRÓÐUR OG VISTKERFI

Árstíðir

VOR

Fyrstu sprotar birtast (holtasóley, blágresi)

Birkitré byrja að laufgast í apríl-maí.

Fyrstu blómin blómstra (fíflar, sóleyjar).

HAUST

Laufblöð gulna og falla (birkiskógar verða gylltir).

Sveppatími hefst (fjölbreyttir skógarog mýrasveppir)

Plöntur undirbúa sig fyrir veturinn, fræ dreifast.

SUMAR

Vöxtur í hámarki, lauftré græn og gróskumikil Ber byrja að myndast (aðalbláber, krækiber, hrútaber).

Fjölbreytt blóm í hámarki, t.d. baldursbrá og lyfjagras.

VETUR

Sígrænar plöntur (fjalldrapi, greni, fura) halda sér grænum.

Lauftré lauflaus, undirbúningur fyrir næsta vaxtarskeið Mosi og lyng lifa af undir snjó

ÁRSTÍÐIR Í ELLIÐAÁRDAL

SUMAR VOR

VETUR HAUST

FUGLA OG DÝRALÍF

Fuglalíf í Elliðaárdal er fjölbreytt og hefur þróast í takt við breytingar á umhverfi dalsins. Þættir eins og skógrækt, stíflun Elliðaánna, uppfyllingar í Elliðavogi og aukin byggð hafa haft áhrif á fuglastofna svæðisins. Um 30 tegundir fugla verpa á svæðinu. Bæði árnar og skógurinn skapa kjöraðstæður fyrir búsetu og varp.

Þó spendýr séu sjaldgæf í borgarumhverfi er samt sem áður hægt að koma auga á minka, hagamýs og kanínur á ýmsum stöðum í dalnum. Skordýralíf er einnig fjölbreytt og gegnir mikilvægu hlutverki í vistkerfinu. Í ánum er að finna lax, sjóbirting og urriða.

SKÓGARÞRÖSTUR

LAX

SJÓBIRTINGUR URRIÐI

KANÍNUR

STELKUR

HAGAMÚS

ÁLFT

STOKKÖND

LÓUÞRÆLL

GRÁGÆS

JAÐRAKAN

HROSSAGAUKUR

HETTUMÁVUR

MINKUR

KARAKTERSVÆÐI

ELSTI SKÓGURINN

Elsti skógurinn er jafnframt hæsti skógurinn. Hann er staðsettur innst í miðjum í árhólmanum.

Það sem einkennir skóginn er hversu þéttgróinn hann er en einnig dimmur og veitir gott skjól.

Lítið ljós berst inn og hljóðin dempast, myndast eins og annar heimur þegar inn í hann er komið.

YNGSTI SKÓGURINN

Yngsti skógurinn er gisnari, öfugt við elsta skóginn, ekki eins hávaxinn og talsvert bjartari.

Hann er staðsettur fyrir utan og á milli þéttasta hluta skógarins, oft nálægt jöðrum. Veitir enn skjól fyrir vindi án þess að loka fyrir útsýni.

Hljóðið berst lengra og ekki eins dimmt.

Tilfinningin ekki eins og að koma í annan heim.

SKÓGARJAÐAR

Í skógarjaðrinum er mikið bjartara og víðsýnna.

Þar er gróðurinn lægri og heyrist víðast hvar vel í árniðnum. Þar er minnsta skjólið og tilfinningin fyrir veðri og vindum því meiri og upplifunin því önnur en inn í þéttum skógi.

KARAKTERSVÆÐI

KROSSGÖTUR

Krossgötur myndast þar sem gangandi, hjólandi og ríðandi vegfarendur mætast.

Hér verða öll dýrin í skóginum að vera vinir, bera virðingu fyrir hvort öðru og þörfum hvors annars.

Ólíkt yfirborð (og undirlag) eru á stígunum.

UPPLIFUN

Á ýmsum stöðum í skóginum, einkum nálægt göngustígum er búið að koma fyrir listaverkum og upplifunar fyrirbærum. Þar eru til að mynda ómsveppir sem vekja mikla lukku.

Hægt er að slá í þá með trjágrein t.d. og fá þannig mismunandi hljóm úr hverjum og einum.

ÁNINGASTAÐIR

Á víð og dreif eru áningastaðir.

Bekkir og ruslatunnur eru við þá flesta en víðsvegar má einnig finna upplýsingaskilti og fræðsluskilti, þar sem ýmist er sagt frá göngu/hjólaleiðum, fugla/dýralífi og trjágróðri.

KARAKTERSVÆÐI

HVAR LIGGJA TÆKIFÆRIN

Fjölbreytileiki Elliðaárdals felur í sér heilmikil tækifæri. Í skóginum sjálfum, sem er fjölbreyttur í aldri og trjátegundum, eru tækifæri til aukinnar nýtingar, sem felast í því að opna þéttasta hlutann og grisja góðar gönguleiðir inn í kyrrðina sem er að finna í eldri skógum Einnig þarf að halda áfram að gróðursetja skuggþolnar tegundir inn á milli eldri og stærri trjá. Bæði til að endurnýja skóginn og lífga upp á hann með nýjum gróðri, botngróðri og trjám. Huga þarf að elstu trjánum því þau gefa skógi karakter og ævintýraupplifun og eru þeir skógarhlutar mest sóttir Börn vilja upplifa ævintýri út í skógi.

Fjölga mætti áningastöðum og minni dvalarsvæðum inn í skóginum. Merkja fallega útsýnisstaði og gera aðgengilega sem “Photo Spots” Fjölga mætti bekkjum og setsvæðum og gera skóginn aðgengilegri. Fuglaskoðunarhús, grillskálar og skjólhýsi fá fólk til að dvelja lengur í skóginum Nokkuð sem Íslendingar eru að byrja að læra, falleg lýsing hjálpar líka til, sérstaklega að vetrarlagi

Bæta þarf merkingar um svæðið, sérstaklega þegar leiða á vegfarandann um þéttan skóginn og inn á svæði utan helstu dvalarsvæða Merkingar veita ákveðna öryggistilfinningu. Setja mætti upp einskonar skógarhlið sem segja til um í hvaða hluta skógarins viðkomandi er staddur Því auðvelt er að missa yfirsýninga

Einnig mætti merkja inn skynjunarsvæði skógarins og svæðisins í heild. Hvar finna má helst fugla og dýralíf eða kyrrðina, árniðinn eða vindinn í hæstu trjánum eða leiðina að bestu lautunum fyrir lautarferðir fjölskyldunnar. Hvar upplifa megi vatnið, fossa og hyli, jafnvel baða sig í ánni.

Markmiðið ætti alltaf að vera að mynda tengingu fólks við náttúruna, vekja forvitni og skapa dulúð en um leið ró, vellíðan og öryggi í íslensku skógarumhverfi.

AÐ LOKUM

Elliðaárdalur er sannarlega einstakur staður sem sameinar fjölbreytta náttúru, ríka sögu og fjölnota útivistarsvæði. Dalurinn er ein helsta náttúruperla Reykjavíkur og dregur að sér bæði borgarbúa og ferðamenn sem vilja upplifa friðsælt græntsvæði innan höfuðborgarinnar.

Sérstaða svæðisins felst í einstöku vatnasvæði dalsins en ekki síður í fallegu skógarumhverfi, sem við höfum nálgast verkefnið okkar út frá. Þessir landkostir, ár og skógar hafa mikið aðdráttarafl

Tækifærin til að efla svæðið enn frekar eru til staðar og munu eflaust fleiri finna þessa náttúruperlu með auknu kynningarsstarfi og viðburðastjórnun

Saga svæðisins bíður upp á mikið safna- og fræðslustarf sem auðveldlega má samtvinna með útivist og náttúruupplifun.

Að skynja skóginn lærist með aukinni meðvitund um skynfærin Það reyndum við á eigin skinni í vettvangsferð okkar um Elliðaárdalinn nýverið sem varð til að verkefnið tók þessa stefnu inn í skóginn

HEIMILDASKRÁ

Árni Hjartarson. (1998). Elliðaárdalur: land og saga. Mál og Mynd, Reykjavík.

Christine Tudor. (2014). What is landscape? [þýdd og staðfærð mynd úr námsefni]. An Approach to Landscape Character Assessment. Natural England.

Elliðaárdalur I. (e.d.). Ferlir. https://ferlir.is/ellidaardalur/

Elliðaárdalur II. (e.d.). Ferlir. https://ferlir.is/34411-2/

Jóhann Pálsson. (2004). Flóra Elliðaárdals: uppruni og útbreiðsla tegunda. Unnið fyrir Umhverfis- og heilbrigðisstofu Reykjavíkur.

Maðurinn og skógurinn: Gönguleið með hljóðleiðsögn. (e.d.). Elliðaárstöð. https://ellidaarstod.is/gongu-og-hlaupaleidir/madurinn-og-skogurinn-gonguleid-medhljodleidsogn/

Reykjavíkurborg - Elliðaárdalur: Forsendur deiliskipulags – tillaga [greinargerð]. (2020). https://reykjavik.is/sites/default/files/ymis_skjol/skipogbygg/skjol/ellidaardalur_greinargerd_um_f orsendur_deiliskipulags.pdf

MYNDASKRÁ

Andreas Trepte. (e.d.). Common Redshank Tringa totanus [mynd]. Wikipedia. https://is wikipedia org/wiki/Stelkur

Bill Welch (2011) Cow Parsley [mynd] Vísindavefurinn https://www visindavefur is/svar php?id=65689

Erling Ólafsson (e d ) Blágresi [mynd] Plöntuvefurinn https://www1 mms is/flora/blom php?val=4&id=12

Erling Ólafsson (e d ) Hrútaber [mynd] Plöntuvefurinn https://www1 mms is/flora/blom php?val=4&id=52

Flétta Hönnunarstofa (2021) Rætur [mynd] Stúdíó Flétta https://www studiofletta is/work/roots? fbclid=IwY2xjawI33CtleHRuA2FlbQIxMAABHVU4lppFsq2zfjOICjPGdBTMQSFnyls2QUZNwcMKkbVsGbJKYsN5ewtkA aem DQ9d4BsKl8CuA6YxPdMuRg

Geum rivale 'Leonard's Variety' [mynd]. (e.d.). Pinterest. https://www pinterest com/pin/436919601326600039/

Gooseberry spring [mynd] (2006) Wikipedia https://commons wikimedia org/wiki/File:Gooseberryspring.jpg

Graham Calow. (2008). Common Bent - Agrostis capillaris [mynd]. Naturespot. https://www naturespot org/species/common-bent

Hans-Roland Müller (e d ) Douglas fir (Pseudotsuga menziesii) [mynd] Botanikfoto https://www botanikfoto com/en/images/douglas-fir-pseudotsuga-menziesii-635143

Hólmahringur í Elliðaárdal gönguleið [mynd] (e d ) Ferðamálastofa https://www.ferdamalastofa.is/is/moya/routes/iframe/holmahringur-ellidaardal

Jeremy Early. (e.d.). [Ótitluð mynd af hettumávi]. Nature Conservation Imaging. http://www natureconservationimaging com/Pages/nature conservation imaging wetlands marginal birds php

Irina Kazanskaya. (2007). Ripe cones and foliage on a tree in the Ural Mountains [mynd]. The Gymnosperm Database https://www conifers org/pi/Pinus sibirica php

Jóhann Óli Hilmarsson (e d ) Álft [mynd] Fuglavefurinn https://fuglavefur is/birdinfo php?val=1&id=29

Jóhann Óli Hilmarsson (e d ) Grágæs [mynd] Fuglavefurinn https://fuglavefur is/birdinfo php?val=7&id=30

Jóhann Óli Hilmarsson (e d ) Hrossagaukur [mynd] Fuglavefurinn https://fuglavefur is/birdinfo php? val=6&id=7

Jóhann Óli Hilmarsson (e d ) Jaðrakan [mynd] Fuglavefurinn https://fuglavefur is/birdinfo php? val=6&id=11

Jóhann Óli Hilmarsson. (e.d.). Kría [mynd]. Fuglavefurinn. https://fuglavefur.is/birdinfo.php?val=1&id=14

Jóhann Óli Hilmarsson. (e.d.). Lóuþræll [mynd]. Fuglavefurinn. https://fuglavefur.is/birdinfo.php?val=1&id=4

Jóhann Óli Hilmarsson. (e.d.). Skógarþröstur [mynd]. Fuglavefurinn. https://fuglavefur.is/birdinfo.php? val=5&id=3

Jóhann Óli Hilmarsson (e d ) Stokkönd [mynd] Fuglavefurinn https://fuglavefur is/birdinfo php? val=7&id=32

Jón Ásgeir Jónsson (e d ) Fjölbreyttur gróður [mynd] Skógargátt https://www skogargatt is/ellidaardalur

Larry D Moore (2008) A rabbit [mynd] Wikipedia https://en wikipedia org/wiki/File:Rabbit in montana jpg

Myndasafn Verkís (2020) Árbæjarstífla [mynd] Orkuveitan

https://orkuveitan is/documents/1448/Saga Arbaejarstiflu pdf

Patrick Reijnders (2009) American Mink Wikipedia https://is wikipedia org/wiki/Minkur

Pétur Halldórsson (e d ) Alaskaösp [mynd] Skógræktin

https://www.skogur.is/is/nyskograekt/trjategundir-og-trjaheilsa/lauftre/aspartegundir/alaskaosp

Pétur Halldórsson. (e.d.). Garðahlynur [mynd]. Skógræktin.

https://www skogur is/is/nyskograekt/trjategundir-og-trjaheilsa/lauftre/hlyntegundir/gardahlynur

Pétur Halldórsson (e d ) Ilmbjörk [mynd] Skógræktin https://www skogur is/is/nyskograekt/trjategundirog-trjaheilsa/lauftre/birkitegundir/ilmbjork

Pétur Halldórsson. (e.d.). Rauðgreni [mynd]. Skógræktin. https://www skogur is/is/nyskograekt/trjategundir-og-trjaheilsa/barrtre/grenitegundir/raudgreni

Pétur Halldórsson (e d ) Sitkagreni [mynd] Skógræktin https://www skogur is/is/nyskograekt/trjategundir-og-trjaheilsa/barrtre/grenitegundir/sitkagreni

Rasbak (2007) Alchemilla Mollis [mynd] Wikipedia https://commons.wikimedia.org/wiki/File:Alchemilla mollis (Fraaie vrouwenmantel bloeiwijze)1.jpg

Rolv Hjelmstad. (e.d.). GEITRAMS. Chamaenerion angustifolium [mynd]. Urtekildens planteleksikon. https://www rolv no/urtemedisin/medisinplanter/epil ang htm

Róbert Reynisson (2024) Haustlitirnir skarta sínu fegursta í Elliðaárdal þessa dagana [mynd] Facebook síða Reykjavíkurborgar. https://www.facebook.com/photo.php? fbid=963812642456917&set=a 452244176947102&type=3&locale=is IS

Veronica officinalis [mynd] (e d ) Lystigarður Akureyrar https://www lystigardur akureyri is/is/plontur/flora-islands/veronica-officinalis

Willow (e d ) Ulmus glabra [mynd] Wikipedia https://is wikipedia org/wiki/%C3%81lmur Þröstur Eysteinsson. (e.d.). Beyki [mynd]. Skógræktin. https://www.skogur.is/is/nyskograekt/trjategundirog-trjaheilsa/lauftre/beykitegundir/beyki

Þór Játvarður Jakobsson (2020) Elliðaárhólmi [mynd] Wikiloc https://hu wikiloc com/gyaloglasnyomvonalak/ellidaarholmi-th-og-j-16-2-2020-46773825

[Ótitluð mynd af ilmreyni] [mynd]. (e.d.). Gróðrastöðin Þöll. https://grodrarstod.is/vara/reynividur-ilmreynirsorbus-aucuparia/

[Ótitluð mynd af klóelftingu] [mynd] (e d ) Environet https://www environetuk com/invasivespecies/horsetail/identification

[Ótitluð mynd af Elliðaárdal að vetri til] [mynd] (e d ) Ferlir https://ferlir is/34411-2/

[Ótitluð mynd af börnum við leik] [mynd] (e d ) Elliðaárstöð https://ellidaarstod is/

ÞAR SEM NÁTTÚRA OG BORG MÆTAST

LANDSLAGSGREINING Í ELLIÐAÁRDAL

Kennarar: Edda Ívarsdóttir, Hrafnkell Proppé, Helena Guttormsdóttir, Ivan Juarez

LARK IV

INNGANGUR

AÐFERÐAFRÆÐI OG MARKMIÐ

HELSTU UPPLÝSINGAR UM SVÆÐIÐ

SKIPTING OG TÚLKUN Í EINKENNISSVÆÐI

Höfuðborgarsvæðið

INNGANGUR

Elliðaárdalur er einstaklega fallegt svæði í hjarta borgarinnar. Í gegnum dalinn liggur

Elliðaár Margir hafa nýtt sér dalinn til útivistar undanfarin ár Elliðaárdalur var á árum

áður landbúnaðarsvæði og hafði áhrif á samfélag og atvinnulíf á þeim tíma. Dalurinn hefur mikla sögu að geyma

Í þessu verkefni kynnum við okkur allt það sem Elliðaárdalur hefur upp á bjóða, bæði frá náttúrulegum og borgarlegum sjónarmiðum. Farið verður yfir hversu mikilvægur

dalurinn er fyrir fjölbreytt dýralíf og einnig hvernig hann hjálpar til við að halda í fjölbreyttu plöntuframboði. Við kynnum okkur hvernig íbúar hafa haft áhrif á mótun

dalsins Auk þess skoðum við breytingar á nýtingu dalsins með tímanum

Borgin mætir grænum svæðum dalsins með ýmsum háttum Borgin er mis nálægt

dalnum. Það hugtak sem við vinnum með í þessu verkefni er “þar sem náttúra og borg mætast”

AÐFERÐAFRÆÐI OG MARKMIÐ

Verkefnið byggir á norskum leiðbeiningum um landkosta- og sérstöðugreiningu.

Aðferðafræðin miðar að því að greina og skilja sérstöðu svæðisins út frá náttúrulegum og menningarlegum einkennum. Nemendur fóru í vettvangsferð um svæðið til að greina og skynja landslagið. Gagnasöfnunin og greining á svæðinu var byggð á 6 þemum; landmótun og vatnafar, gróðurfar og búseta, landnotkun og búseta, menningarminjar, menningarleg tengsl og að lokum fagurfræði og rýmiskennd.

Svæðinu skipt gróflega upp í karaktersvæði, eftir einkennum og eigin túlkunum á svæðinu. Að lokum var greiningin sett saman í þennan rafbókling sem sýnir niðurstöðurnar á myndrænan hátt.

Markmið verkefnisins:

Að draga fram sérstöðu svæðisins, bæði fyrir heildarsvæðið og minni einkennissvæði

Að safna saman gagnlegum upplýsingum um náttúrufar, menningarminjar og skynjun

Að ná sameiginlegri sýn verkefnateymis á sérstöðu svæðisins

Að útbúa grunn fyrir frekari ákvarðanatöku um landmótun

HELSTU UPPLÝSINGAR UM SVÆÐIÐ

Elliðaárdalur er eitt stærsta og mikilvægasta útivistarsvæði höfuðborgarsvæðisins, þar sem nátttúran og borgarlíf mætast. Svæðið einkennist af Elliðaánum og grónu landslagi. Dalurinn er vinsæll meðal útivistarfólks og gegnir mikilvægu hlutverki í lífsgæðum íbúa borgarinnar í þessum rafbókling er svæðið skoðað út frá sex þemum, sem varpa ljósi á mismunandi þætti dalsins sem eru; landmótun og vatnafar, gróður og dýralíf, landnotkun og búseta, menningarminjar, menningartengsl og fagurfræði

ELLIÐAÁRDALUR

Mynd 2 Loftmynd af Elliðaárdal

TÍMALÍNA ELLIÐAÁRDALS

Mynd 3 Tímalína Elliðaárdals

LANDSKIPTINGIN

Svæðið er í grunnin vel gróinn dalur sem nær að stíflu við Elliðárvatn meðfram jökulsorfnum grágrýtisholtum, ásum og árhólmum. Elliðaárnar renna eftir dalnum, og falla 75 metra frá vatni til sjávar Hægt er að lesa í landslagið þar sem við sjáum ummerki um fyrri aldir

Töluverð hæðaraukning verður þegar ferðast er um dalinn milli enda eða um

105 metra hækkun, sem mótar þá landslagið en einnig veðurfar og lífríki Það má sjá mynd hér við hliðiná þar sem litirnir lýsa hæðaraukningunni (Landslag, 2020).

LANDSKIPTINGIN

Dalurinn sjálfur: Þar renna

Elliðaárnar, og dalsbotninn

er að mestu gróinn, með

blöndu af náttúrulegum

gróðri og gömlum

ræktunarsvæðum

Hæðir og hálendi: Svæði ofan við dalinn, þar sem

landið hækkar upp í átt að

Heiðmörk og Rauðhólum

Sléttlendi: Grónar flatlendar breiður nálægt árbökkunum og við stífluna, þar sem auðvelt er að ganga og hjóla

Stök fjöll eða hæðir: Þó ekki séu há fjöll í dalnum, má nefna einstaka hæðir og kletta sem marka landslagið, eins og við Rauðhóla.

BERGGRUNNURINN

Elliðaárdalur er jarðfræðilega fjölbreytt svæði með berggrunni úr grágrýti, sem myndaðist í eldsumbrotum á hlýskeiðum síðustu ísaldar Í dalnum má finna setlög frá lokum ísaldar, þar á meðal strandset frá tímum þegar sjávarstaða var hærri En henni lauk fyrir um 10 þúsund árum Neðarlega í dalnum eru áberandi strandhjallar.

Vissirþúaðþegar jökullinhvarfvar sjávarstaðantillítils tímamunhærrienhún erídag

Já,envissiruað malareyjarnarsemnefndar vorustrandhjallarogóseyrar bendatilþessaðsjávarmál hafiveriðum40metra hærraenerídag?

BERGGRUNNURINN

Leitahraun, sem er um 4 500 ára gamalt, hefur mótað landslagið í

dalnum. Hraunið rann úr gígnum Leiti á Bláfjallasvæðinu, niður

Sandskeið og um Elliðavatn (Skógargátt, e d )

Rauðhólar mynduðust þegar leitarhraunið rann yfir mýri.

Leitarhraun er að mestu leiti helluhraun og myndar það skemmtilegar hraunmyndanir víða í Elliðárdal (Reykjavíkurborg, e d )

Mynd 5: Rauðhólar

VATNAFAR

Elliðaár falla úr Elliðavatni í norður og vestur milli Breiðholts og Selás- og Ártúnsholts í tveimur kvíslum. Má þá segja að þær skipti borginni í tvennt.

Stærsta vatnsvið í Reykjavík er í Elliðárnum, en þær eru upprunalega lindár. Vatnafar er mjög breytilegt vegna umhverfisáhrifa sem hafa áhrif

á rennslið í ánnum, en það eru þættir eins og úrkoma og hitastig. Þetta er óvenjulegt fyrir lindár, en samt sem áður er rennslið nokkuð jafnt. Það eru ekki einungis náttúrulegir þættir sem eru að hafa áhrif á rennslið í Elliðaránnum, heldur eru það líka þættir eins og áhrif manna. Þar er hægt að nefna dæmi eins og raforkuframleiðslu Elliðárstöðvarinnar, en stýring á útrennsli hefur áhrif á rennslishætti ánna (Reykjavíkurborg, e.d. ).

Stærð u.þ.b 280 km2

Stærstufossanir eruSelfossog Stórifoss,skammt fyrirneðan árbæjarstífluna

VATNAFAR

Eins og var nefnt hérna áður mynduðust skemmtilegar hraunmyndanir víða í dalnum. Með tímanum hafa Elliðaárnar rofið hraunið og árnar þá í kjölfarið fallið í fossum um miðjan og neðanverðan dalinn (Reykjavíkurborg, e d )

Mynd 6: Foss í Elliðaárdal

GRÓÐURFAR

Gróðurfarið í dalnum á sér langa sögu og eru merki um að elstu leifar af gróðri séu um nokkur hundruð

þúsund ára gamlar, þessar leifar er að finna í Elliðavoglögunum.

Meiri hluti þess gróðurs sem nú er að finna í dalnum

hefur borist með mannfólki þangað bæði beint eða óbeint.

Áhrif búsetu manna, landbúnaðar og skógræktar

hefur haft mikil áhrif á gróðurfarið.

Gömul tún sem áður voru notuð til beitar hafa nú breyst í gróðursæl blómlendi.

Mynd 7 Lúpína
Mynd 8 Gróður í Elliðaárdal
Mynd 9. Skógarkerfill

GRÓÐURFAR

Síðan um miðja 20. öld hafa Rafmagnsveita Reykjavíkur og

Skógræktarfélag Reykjavíkur plantað fjölda trjáa í dalnum og þá aðalega

um dalinn miðjan og neðanverðan Meðal algengustu trjátegunda sem er að finna í dalnum er birki, reyniviður, viðja, lerki, alaskavíðir, sitkagreni og stafafura

Um 320 tegundir plantna hafa fundist í dalnum og er um helmingur þeirra tegundir sem dreifst hafa úr nálægðum einkagörðum.

Helstu gróðurlendi í dalnum

Mýrar

Mólendi, Valllendi

Blómlendi

Skóglendi

Mynd 11 Blágresi

Í Elliðaárdal er fjölbreytt dýralíf, hvort sem það er í ánni sjálfri, á landi eða fljúgandi yfir okkur. Misjafnt er eftir árstíðum hvaða dýrategundir eru mest áberandi.

Margar fuglategundir eru sjáanlegar og hafa um 25 tegundir fugla verpt í dalnum má þar nefna andategundir, vaðfugla, skógartegundir, vatna -og votlendisfuglategundir

Fuglalífið hefur breyst og mótast mikið af þeim breytingum sem hafa átt sér stað í gegnum tíðina í dalnum, t.d. með komu stíflunnar, skógræktinni, uppfyllingum í Elliðavog og aukinni byggð

Mynd 13 Mikilvæg fuglasvæði í Elliðaárdal

Ýmis smádýr eru í Elliðaár en áin er mikilvægasta vistkerfið í dalnum því þar er eitt stærsta og mikilvægasta ferksvatnssvæði á höfuðborgarsvæðinu. Á lyngsvæðum í ánni er að finna mikið af svif og botndýrum, krabbaflóum og vatnamaur Þessi dýr eru undirstöðufæða fyrir vatnafugla og fiskana í ánni Í Elliðaár er lax ríkjandi fisktegund. Laxveiði hefur verið stunduð í ánni í mörg ár, frá júní fram í september má veiða laxinn. Laxastofninn minkaði mikið í kringum 1997 og þurfti þá að grípa til aðgerða Í dag hefur stofninn rétt úr sér og sér um að endurnýja sig sjálur

Minkur heldur sig mikið við Elliðavatn, og hefur verið að valda fuglalífinu miklum ama Mikið af húsamúsum koma í dalinn en þær berast þangað úr hesthúsahverfinu. Kanínur hafa einnig verið sjáanlegar á svæðinu

Mynd 14 Lax
Mynd 16. Húsamús
Mynd 17 Minkur
Mynd 15 Kanína

VEÐURFAR

Kaldasti mánuðurinn

Janúar

Meðalhiti

5,2*c

Ársúrkoma

827,7 mm

Hlýjasti mánuðurinn

Júlí

VEÐURFAR

Eins og á öðrum stöðum á Íslandi

þá getur verið vindasamt. Meiri

vindur er á veturna en á sumrin

Landslag hefur mikið um vind að

segja og verður því oft mjög gott

veður í Elliðaárdal.

Elliðaárdalur liggur inn á milli

þéttbýliskjarna sem hjálpar til við að gera veðrið mjög milt, þau tré

sem standa í dalnum hjálpa einnig til. Yfir sumartímann sækir mikið af fólki í dalinn útaf góðu veðri

Oftast er mikið logn inn í skóginum

Mynd 18 Vindrós

Vindrós sem sýnir vindátt í kringum Elliðaárdal

Samkvæmt þessari vindrós er suðaustan átt ríkjandi vindátt

á staðnum

BÚSETA OG LANDNOTKUN

Á 20. öld voru Ártún, Árbær og Breiðholt

keypt af Reykjavíkurborg til þess að nýta fyrir

vatnsveitu og byggingarefni. Malarnámur voru á nokkrum stöðum í dalnum sem hafði þær

afleiðingar að það urðu skemmdir á jörðinni Í

Víðidalnum var grjótnáma þar sem Reiðhöllin stendur í dag

Orkuveita Reykjavíkur sér um hitaveituna í

Elliðaárdalnum og er ein borhola þar í dag fyrir

jarðhita á svæðinu. Veiði í Elliðaánum hefur

verið síðan um landnám Í dag sér Orkuveita

Reykjavíkur alfarið um veiðileyfin í ánni en Stangaveiðifélag Reykjavíkur gefur einnig

einhver leyfi Rafstöðin var mikilvæg og gerði mikið fyrir Íslendinga þangað til hún hætti árið 2014

Elliðaárstöðin byrjaði árið 1921 og hefur verið mikilvægur hluti af höfuðborgarsvæðinu síðan þá. Árið 2022 var opnuð ný Elliðaárstöð eftir hugmyndasamkeppni sem fór fram árið 2019

Í dag er hún notuð sem afþreyingarsvæði fyrir fjölskyldur og börn þar sem lögð er áhersla á að virkja nýsköpun, hugvit og fólk.

Fyrir 1960 voru sumarbústaðir og lítil hús í

Elliðaárdalnum. Búskapur var lengi á svæðinu eða í um 500 ár. Síðan kom ferðaþjónusta sem varði í dalnum þangað til á 19.öld. Við dalinn eru Ártúnsskóli, Árbæjarskóli og leikskólinn Rofaborg. Þessir skólar nýta dalinn

í m.a. útivist og hreyfingu. Íþróttafélagið Fylkir er við jaðar Elliðaárdals og nýtist dalurinn þeim til æfingar o.fl.

Mynd 19. Stíflan í Elliðaárdal
Mynd 20 Braggar í dalnum

BÚSETA OG LANDNOTKUN

Nokkrar umferðargötur liggja við

Elliðaárdal m.a. Vesturlandsvegur, Miklabraut, Reykjanesbraut og

Breiðholtsbraut Lítil umferð er í dalnum sjálfum en hægt er að keyra að Rafstöðvarveginum og þar í kring.

Í dalnum liggja raflínur en hluti þeirra

hafa verið færðar neðanjarðar til þess að bæta öryggi. Gönguleiðir

hafa verið gerðar um allan dalinn

sem tengja nokkur hverfi saman m.a.

Breiðholt, Árbær, Norðlingaholt,

Fossvogur og Laugardalinn

Reiðleiðir liggja austan megin við dalinn þar sem Hestamannafélagið

Fákur nýtir þær.

íbúar svæðisins nota dalinn á marga vegu t.d. gönguleiðirnar og hjólastígarnir eru góðar

samgönguæðar í og úr vinnu og

skóla. Hundasvæði eru á Geirsnefi

þar sem íbúar geta farið með hunda

á bæði lokað og opið svæði. Einnig er dalurinn sjálfur tilvalinn í göngu

með hunda.

Dýralífið er fjölbreytt og sumir íbúar fara í Elliðaárdal og skoða fuglalífið og plöntulífið sem þar er að finna.

Þeir sem eiga heima í nágrenninu og eru með hesta í hesthúsunum í

dalnum nýta reiðleiðirnar á svæðinu.

Skólar í nágrenni dalsins nýta hann

m.a. í útikennslu og leiki.

Áður en byggð í Breiðholti, Árbæ og

Fossvogi þéttist þá var meira af náttúrulegum svæðum en þau hafa minnkað töluvert eftir uppbyggingu

þessa svæða. Í dag er flest land við jaðar dalsins undir náttúruvernd og

ekki má byggja á þeim stöðum.

Byggðin hefur haft gríðarleg áhrif á gróðurinn á svæðinu en samt sem

áður hefur verið gróðursett mörg tré um svæðið. Brýr hafa verið gerðar á nokkrum stöðum yfir ánna til þess að gera vistvænar samgöngur aðgengilegri. Það hefur góð áhrif á fólk sem notar svæðið en slæm áhrif fyrir náttúruna að einhverju leiti.

BÚSETA OG LANDNOTKUN

Mynd 21. Gönguleiðir í Elliðaárdal

BÚSETA OG LANDNOTKUN

Notendur svæðisins eru krakkar sem ganga í skóla og leikskóla á svæðinu, íþróttafólk m.a. frá íþróttafélaginu Fylki, fólk í hestamennsku, hlaupahópar, frístund og íbúar svæðisins. Þar sem dalurinn hefur upp á margt að bjóða þá eru margir sem nýta hann í göngur, til þess að skoða plöntur og dýralífið og margt fleira. Veiði hefur verið stunduð í ánum en það þarf leyfi til þess Eftir að gert var upp veitutorgið þá hafa fjölskyldur komið þegar veður er gott og slakað á og börnin leikið sér með vatnið sem þar rennur.

Ártún

Innan Elliðaárdals svæðisins eru nokkur mannvirki sem eru friðlýst Þessi friðlýstu svæði eru Rafstöðvarvegur 6,8,10,12,14, árbæjarstífla og þrýstivatnspípa Íbúðarhúsið Ártún á Rafstöðvarvegi 11 er einnig friðað vegna aldurs. Orkuveita Reykjavíkur hefur unnið verkefni þar sem markmið er að endurheimta náttúrugæði í Elliðaárdal Sýnt hefur fram á að stöðvun rennslis

í Árbæjarlón hefur bætt endurheimt gróðurs í lóninu og bætt lífríkið.

Mynd 22 Leiksvæði
Mynd 23 Húsið

MENNINGARMINJAR

Elliðaárdalur geymir fjölbreyttar

menningarminjar og fornleifar sem endurspegla sögu svæðisins.

Örnefni í Elliðaárdal endurspegla bæði náttúrufar og sögu svæðisins, þar á meðal bæjarnöfn, ferðaleiðir og búskaparhætti. Flest þeirra tengjast sérstaklega veiðistöðum árinnar.

(Reykjavíkurborg, 2021)

Mynd 25 Yfirlitskort sem sýnir minjar í Elliðaárdal og helstu verndarsvæði á skráningarsvæðinu

Mynd 24 Sögulegar minjar í Elliðaárdal

Skilgreind hafa verið tíu verndarsvæði í Elliðaárdal Innan þeirra eru bæði friðaðar fornleifar og yngri minjar:

Innréttingaminjar

Bæjarhóll Ártúns

Herminjar norðan við Ártún (Camp Hickman)

Elliðaárvirkjun

Fornleifar í Hólmstá

Vatnsveituvegur

Vatnsveitubrú og Ensku veiðihúsin

Skotbyrgi í Norðurhvarfi

Minjar við Brennuhól

Herminjar á Árbæjarhólma (Camp Baldurshagi) (Reykjavíkurborg, 2021)

MENNINGARMINJAR

Innréttingaminjar: Á 18 öld voru verksmiðjur tengdar

Innréttingunum við Elliðaárnar, þar á meðal Þófaramylla, litunarhús og sútunarverkstæði

Bæjarhóll Ártúns: Leifar eru af gamla bæjarstæðinu Ártún, sem gefur innsýn í búsetusögu svæðisins.

Herminjar: Í seinni heimsstyrjöldinni voru herstöðvar á svæðinu, svo sem Camp Hickman norðan við Ártún og Camp Baldurshagi á Árbæjarhólma. Enn má sjá leifar af þessum herstöðvum í dag.

Rafstöðin í Elliðaárdal: Fyrsta rafstöð Reykjavíkur, tekin í notkun 1921, sem markaði tímamót í rafvæðingu borgarinnar Rafstöðvarhúsin eru minnisvarði um mikilvæga þróun í orkumálum borgarinnar.

Vatnsveitubrúin og Ensku veiðihúsin: Byggingar og mannvirki tengd vatnsveitu og veiði

Þessar menningarminjar eru mikilvægar fyrir skilning á sögu og þróun Elliðaárdals, áhersla er lögð á varðveislu þeirra og miðlun til komandi kynslóða

(Reykjavíkurborg, 2021)

29 Rafstöðin í Elliðaárdal

Mynd 26 Þófaramylla
Mynd 27 Camp Baldurshagi
Mynd 28 Camp Ártún
Mynd

MENNINGARTENGSL

Elliðaárdalur er einstakt náttúrusvæði innan Reykjavíkur og svipar til Öskjuhlíðar eða Laugardalsins. Landslagið í dalnum er þekkt á landsvísu. Árfarvegurinn og gróðurinn skapa sérstöðu með hlýlegum skóg meðfram

áni Dalurinn tengir saman náttúruna og mannlífið á fallegan hátt

Í Elliðaárdal eru margir staðir í landslaginu sem tengjast sögulegum viðburðum. Elliðaár eru mikið notaðar til laxveiða. Svæðið var á árum áður notað sem beitarland og var mikilvægt í þeim tilgangi.

Svæðið hefur verið mikilvægt fyrir vatnsnýtingu. Gömul stíflumannvirki og vatnsleiðslur má enn sjá í dalnum, sem segja sögu um hvernig auðlindir voru nýttar.

MENNINGARTENGSL

Elliðaárdalur kemur reglulega fyrir í íslenskum ljóðum og sögum. Listamenn

hafa fengið innblástur frá dalnum í ljósmyndum, málverkum og tónlist

Sögulegir atburðir í Elliðaárdal: Rafstöðin við Elliðaár, landbúnaður, búskapur og laxveiði.

Ýmiskonar samkomusvæði eru í Elliðaárdal, sem sem leikvöllur, kaffihús, göngu- og hjólaleiðir, reiðleiðir, Elliðaárstöð og Árbæjarsafn. Á síðustu árum hefur aðsókn hjólafólk aukist til muna um dalinn

RÝMI OG FAGURFRÆÐI

Á stóra mælikvarðanum þá er Elliðaárdalur með opið og mjög víðsýnt

landslag Ef staðið er efst í dalnum er hægt að horfa yfir árnar og dalinn sjáfan. Þétt gróðurþekja og mikið skóglendi skapar minni rými, inn í skóginum er hægt að finna mörg svoleiðis

Árfarvegir og gróður mynda falleg náttúruleg mynstur. Dalurinn er fallega skipulagður og sérst það með góðu stígakerfi sem umlykur dalinn Nokkrar brýr eru í dalnum og hefur verið hugsað út í staðsetningu fyrir hverja og eina þeirra.

Skógarrými, opin svæði, árfarvegur og gönguleiðir tengjast og skapa upplifun spennandi upplifanir bæði fyrir börn og fullorðna

Elliðaárnar er miðpunktur svæðisins og einnig stærsta kennileytið Elliðaárstíflan og rafstöðvarhúsin eru söguleg mannvirki.

Hægt er að sjá ýmislegt sem afmarkar svæðið, hvort sem það er náttúrulegt eða manngert

Náttúruleg mörk - árbakkar Elliðaáa, gróðurþekja, tré og brekkur afmarka svæðið

Manngerð mörk - göngustígar, brýr, rafmagnsmannvirki afmarka einnig svæðið

RÝMI OG FAGURFRÆÐI

Það er yfir höfuð milt veður í dalnum. Á sumrin er grænn gróður, bjart og blóm Á haustinn eru haustlitirnir og á veturna er snjóþekja

Plöntulíf - blómstrun og lauffall

Grasið grænkar, trén fulllaufguð á sumrin

Haustlitir á trjám, laufin falla á haustin.

Sprotar og brum á vorin

Snjóþekja á veturna.

Ef gengið er um Elliðaárdal finnst mismunandi lykt á sumum stöðum. Lyktin

frá sundlauginni í Árbæ berst niður á göngustíg þegar gengið er þar framhjá

Inní skóginum er mikil lykt af gróðri, sú lykt er mismunandi eftir árstíðum.

Hljóð í náttúrunni

Vatnsniður í ánni

Fuglasöngur

Laufin á trjánum

Vindurinn - rok

Borgarhljóð í fjarska

Viðgerð á brúnni

Tónsveppir

Skannaðu

SKIPTING OG TÚLKUN Í

EINKENNISSVÆÐI

Elliðaárdalurinn skiptist upp í

þrjá hluta, neðri, mið og efri

hluta Neðri hlutinn er þar sem hjarta dalsins leiðir fólk

saman í gegnum sögu, leik og samverusvæði. Þar eru tengingar við Laugardalinn, Fossvoginn og Árbæ

Miðhluti dalsins er svæði þar sem fornleifar og söguleg mannvirki standa. Einnig er þar mikill og þéttur gróður meðfram göngu og hjólastígum

Efri hluti dalsins er tileinkaður náttúru og útivistarsvæðum, ósnortinni náttúru og skógræktarsvæði Gulu svæðin á kortinu merkja þau svæði þar sem stunduð er einhversskonar íþróttir eða afþreying.

Mynd

SKIPTING OG TÚLKUN Í

EINKENNISSVÆÐI

Mynd 30 Elliðaárstöð
Mynd 31 Árbæjarsafn
Mynd 32 Árbæjarlaug

ÞAR SEM NÁTTÚRA OG BORG MÆTAST

Þar sem náttúra og borg mætast lýsir samspili milli mannlegra og náttúrulegra þátta innan borga. Hugmyndafræðin um sjálfbæra þróun, líffræðilega fjölbreytni og heilnæmt borgarumhverfi. Í samhengi við Elliðaárdal þá er dalurinn grænt svæði innan Reykjavíkur sem tengir saman borgarlandslag og ósnortna náttúru. Þar fléttast saman göngu- og hjólaleiðir, útivistarsvæði og menningarminjar og Elliðaárnar sem renna í gegnum höfuðborgarsvæðið

Elliðaárdalur er gott dæmi um það hvernig náttúran mætir borginni, með borgarskipulagi sem stuðlar að betri lífsgæðum með því að skapa svæði þar sem fólk getur upplifað kyrrð náttúrunnar án þess að fara langt frá heimili sínu

Elliðaárdalur - náttúran innan borgarinnar

ÁLYKTANIR

Elliðárdalurinn er einstakt svæði sem sameinar ólíka hluti innan borgarinnar. Þar má nefna sögu, náttúrufegurð, borgarlandslag og fjölbreytta útivistarmöguleika.

Saga svæðisins er hluti af þróun Reykjavíkur, allt frá nýtingu Elliðaánna til raforkuframleiðslu til þess að verða eitt helsta útivistarsvæði borgarbúa. Í dag er þetta líka gott umhverfi sem veitir frið í amstri dagsins og er mjög dýrmæt auðlind.

Mynd 34: Tengingar við Elliðaárdalinn

HEIMILDASKRÁ

Landslag (2020) Reykjavíkurborg - Elliðárdalur Reykjavíkurborg

Orkuveita Reykjavíkur. (e.d .). Endurheimt náttúrugæða í Elliðaárdal. https://arsskyrsla2022 or is/umhverfismal/endurheimtn%C3%A1tt%C3%BArug%C3%A6%C3%B0a-%C3%ADelli%C3%B0a%C3%A1rdal/?utm

Rafstöðin í Elliðaárdal. (e.d. ). Saga og menning. https://ellidaarstod.is/saga-ogmenning/hver-hannadi-rafstodina-i-ellidaardal/

Reykjavíkurborg. (2021, 18. ágúst). Áætlun um menningarmerkingar og verndun minja í Elliðaárdal https://fundur reykjavik is/sites/default/files/agendaitems/14. aaetlun um menningamerkingar og vendun minja i ellidaardal 1 8.08.2021.pdf

Reykjavíkurborg.(e.d). Elliðaárdalur, stefnumörkun og skilmálar. ellidaardalur greinargerd um stefnumorkun og skilmala

Reykjavíkurborg. (e.d. ). Elliðárdalur, útivistarsvæði. https://reykjavik.is/ellidaardalur

Skógargátt. (e.d. ). Elliðárdalur. https://www.skogargatt.is/ellidaardalur

MYNDASKRÁ

Mynd 1 Þar sem náttúra og borg mætast https://www.pinterest.com/pin/25614291624738994/

Mynd 2. Loftmynd af Elliðaárdal.

Mynd 3 Tímalína Elliðaárdals

Mynd 4 Hæðalíkan í Elliðaárdal Forsendur

Mynd 5. Rauðhólar. https://www.pinterest.com/pin/120823202488802592/

Mynd 6. Foss í Elliðaárdal. Forsendur

Mynd 7. Lúpína. https://www.lystigardur.akureyri.is/is/plontur/flora-islands/lupinusnootkatensis-1

Mynd 8 Gróður í Elliðaárdal https://www.skogargatt.is/ellidaardalur

Mynd 9 Skógarkerfill https://en.wiktionary.org/wiki/sk%C3%B3garkerfill

Mynd 10. Garðarifs. https://www.lystigardur.akureyri.is/is/plontur/gardaflora/ribes-rubrum-3

Mynd 11. Blágresi. https://www1 mms is/flora/blom php?val=4&id=12

MYNDASKRÁ

Mynd 12. Geithvönn. http://www.floraislands.is/angelsyl.html

Mynd 13. Mikilvæg fuglasvæði í Elliðaárdal. https://reykjavik.is/sites/default/files/ymis skjol/skipogbygg/skjol/ellidaardalur greinargerd um forsendur deiliskipulags pdf

Mynd 14. Lax. https://nattura.kopavogur.is/stadir/ellidavatn/fiskar/

Mynd 15. Kanína. https://www.visindavefur.is/svar.php?id=10877

Mynd 16 Húsmús https://is wiktionary org/wiki/h%C3%BAsam%C3%BAs

Mynd 17. Minkur. https://www.visir.is/g/2014787466d/minkur-i-bilakjallarahorpu-thetta-var-faranleg-upplifun-

Mynd 18. Vindrós. https://vindatlas.vedur.is/pdf.php? pdf=true&id=3279&src=1&hl=1&dir=0

Mynd 19. Stíflan í Elliðaárdal. https://ellidaarstod.is/saga-ogmenning/ellidaardalur-sem-fjordur-yfir-ad-lita/

Mynd 20. Braggar í dalnum. https://ferlir.is/ellidaardalur/

Mynd 21. Gönguleiðir í Elliðaárdal. https://umhverfis.is/ellidadalur-fraedandiutivistarparadis-borgarbua/

MYNDASKRÁ

Mynd 22 Leiksvæði https://ellidaarstod is/stadur/sullo/

Mynd 23 Húsið Ártún https://www sarpur is/Adfang aspx?AdfangID=576728

Mynd 24 Sögulegar minjar í Elliðaárdal Deiliskipulag

Mynd 25 Þófaramylla við Elliðaár https://ferlir is/ellidaardalur/

Mynd 26 Camp Baldurshagi https://ferlir is/ellidaardalur/

Mynd 27 Camp Ártún https://ferlir is/ellidaardalur/

Mynd 29 Rafstöðin í Elliðaárdal https://ellidaarstod is/saga-og-menning/hverhannadi-rafstodina-i-ellidaardal/

Mynd 30. Elliðaárstöð. https://byggingar.is/archives/24492

Mynd 31. Árbæjarsafn. https://reykjavik.is/arbaejarsafn

Mynd 32. Árbæjarlaug. https://visitreykjavik.is/service/arbaejarlaug-pool

Mynd 33. Hestamannafélagið Fákur. https://fakur.is/8790-2/

Mynd 34: Tengingar við Elliðaárdalinn. https://reykjavik is/sites/default/files/ymis skjol/skipogbygg/skjol/ellidaardalur greina rgerd um stefnumorkun og skilmala.pdf

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.