Ríkidæmi náttúrulegra stranda og tækifæri til aukinnar lýðheilsu The riches of natural beaches and an opportunity to increase public health
Margrét Helga Guðmundsdóttir umsjónarmenn: Helena Guttormsdóttir
Góð útivistarsvæði og snerting við náttúruna, er talin lykilatriði þegar kemur að heilsu og vellíðan. Hugmyndin um að viðvera við sjávarsíðuna sé heilsubætandi, er ekki ný af nálinni. Hippocrates (460–377 f.Kr.) lýsti læknandi áhrifum af sjávar- eða saltvatni og fjölmargar rannsóknir sýna jákvæð áhrif nálægð sjávar á fólk s.s. lækkun á blóðþrýsting. Fáar náttúrulega strendur eru á stórhöfuðborgarsvæðinu þar sem landfyllingar eru mjög víða. Akranes er einstaklega ríkt af mismunandi fjörugerðum sem almenningur er alveg ómeðvitaður um. Þó hefur tilkoma Guðlaugar og bláfánaviðurkenning fyrir Langasand hvatt til aukinna tækifæra. Verkefninu er ætlað að draga saman upplýsingar um fjörunar setja fram með upplýsingahönnun og byggja þannig grunn til heildstæðs stígakerfis um ólíkar fjörugerðir.
Þó að myrkrið virðist endalaust vetur, sumar, vor og haust, skaltu minnast þess að lífið er ýmist fjara eða flóð.
Stefán Hilmarsson
Inngangur Norræna ráðherranefndin undir forustu Íslands leggur á Ungt fólk, sjálfbæra ferðamennsku og málefni hafsins. Þá er hækkun sjávar, líffræðilegur fjölbreytileiki, heilbrigði strandsvæða og möguleiki almennings að aðgengi gríðarlega mikilvæg málefni í samtímanum. Akranes býr yfir einstöku ríkidæmi hvað varðar fjörugerðir. Íslenskar fjörur eru flokkaðar í 24 misjafnlega víðtækar vistgerðir þar sem segja má að fjaran sjálf sé fyrsta stig flokkunarinnar. Á öðru stigi eru fjörur flokkaðar sem grýttar fjörur eða setfjörur, sem síðan skiptast frekar í enn fleiri undirflokka. Við Akranes er að finna einstakan fjölbreytileika fjörugerða. T.d. Líflitlar sandfjörur -Grýttar fjörur - Þangfjörur –Þangklungur -Setfjörur leirur og fjörupolla. Yfirleitt eru fjörupollar tegundaríkir af plöntum og dýrum og er þetta því mjög fjölbreytilegt fjörusvæði með hátt verndargildi þær má til dæmis finna á Elínarhöfða. Dæmi um Líflitlar sandfjörur með svörtum sandi er t.d. Langisandur. Leirur má finna við Blautós, en leirur eru meðal mikilvægustu fæðusvæða vaðfugla hér á landi. Afar lítil meðvitund er um þessi gæði en tilkoma baðsvæðisins Guðlaugar hefur þó gjörbreytt hegðun og viðhorfi fólks til aukinna tækifæra strandarinnar sem upplifunar, andlegrar Lýsing á verkefni í Lýsing á verkefninu endurheimtar og lýðheilsusvæðis. Verkefninu er ætlað að lyfta þessum gæðum, gera þau sýnileg almenningi og auka meðvitund um líffræðilegan fjölbreytileika sem mikil lífsgæði, fyrir alla. Nýsköpunargildi verkefnis Nýsköpunargildi verkefnis felst í að varpa ljósi á einstaka sérstöðu fjörugerða við Akranes sem hingað til hefur lítill gaumur verið gefin, nema hjá sérfræðingum og f fagfólki. Við það náttúrulegum gæðum gefið vægi,
þau tengd við lýðheilsu og niðurstöður rannsókna á því sviði. –Með því að tengja saman þverfaglegar upplýsingar og setja fram á nýjan og myndrænan hátt og sýna fram á möguleika aukinnar uplifunar með auknu aðgengi að ólíkum fjörugerðum er sannarlega nýmæli að almenningur fái auka meðvitund að fjara er ekki bara fjara eða sólbaðsstaður heldur einstakt tækifæri til að uppgötva náttúruna samhliða andlegriog líkamlegri endurheimt. Markmið verkefnisins að varpa ljósi á fjörugerðir tengsl við lýðheilsu og náttúruskynjun. Það mun hafa hagnýtt gildi í að styðja við jákvæðar ákvarðanir umhverfisstefnu bæjarins sem er í vinnslu. Með verkefninu ættu sjálfbærnimarkmiðin og áherslur um hafsvæði að tala saman á heildrænan hátt sem gefi bænum grunn til að byrja að heildrænu stígakerfi sem tengir fjörurnar. Það væri einstakt verkefni á landsvísu.
Akranes
landfræðin og sagan Hér á árum áður þóttu það mikil hlunnindi að eiga land að sjó og fjörur voru vel nýttar, m.a. til fjörubeitar á vetrum og kræklingur tekinn til beitu, selur og fugl veiddir til matar og víða voru hrognkelsamið uppvið landsteina. Allt frá landnámi hafa fjörurnar verið notaðar til að auka fæðuúrval og nýmeti síðla vetrar. Landnámsmenn Akranes, Bresasynir, skiptu landinu þannig á milli sína að báðir höfðu þeir aðgang að sjó. Í Hauksbók segir: ,,Þormóður hinn gamli og Ketill Bresasynir fóru frá Írlandi til Íslands og námu Akranes, frá Aurriðaá til Kalmansáar. Þeir bræður skiptu landinu þannig með sér að Þormóður átti fyrir sunnan Reyni og til Kalmansáar og bjó á Hólmi hinum innra, en Ketill bróðir hans átti fyrir vestan Reyni og fyrir norðan Akrafell til Aurriðarár.“ Svo það má segja að þegar land var numið á Akranesi hafi fyrsta fjöruferðin átt sér stað og Skagamenn hafa sótt fjörurnar allar götur síðan til að efla og auka lífsgæði sín. Það munar ekki nema fjórum kílómetrum, í beinni loftlínu, að Akranes sé eyja umlukin hafi. Það var því af nægu að taka við gerð rannsóknarinnar en ég ákvað að halda mig innan landamerkja Akraneskaupstaðar og rannsaka þær fjöru sem þar eru en þó með einni undantekningu sem er Blautós. Blautósinn er að hálfu innan sveitafélagsmarka Hvalfjarðarsveitar en Berjadalsá sem rennur í Blautós eru sveitarfélagsmörkin. Við síðasta yfirlestur ákvað ég að taka Blautósinn ekki með í þetta sinn vegna þess hve mikið ósinn sker sig úr öðrum fjörum hvað varðar gerð og lífríki. Einnig er Blautósinn ekki enn mikið notaður til að efla lýðheilsu. Blautósinn er mjög merkilegt landsvæði og er á náttúruminjaskrá vegna fjöruvistgerða og fuglalífs. Um Blautósinn þarf að gera sér rannsóknarskýrslu og mögulega gæti hún komið síðar. Fjörurnar kringum Skagann hafa alla sitt nafn og sína sérstöðu. Hér kemur listi yfir þær fjörur sem rannsakaðar voru frá þeirri syðstu til þeirrar nyrstu.
Leynir Sólmundarhöfði Langisandur Steinvör Skarfavör Breiðin Réttavík Suðurvík Öðuvík Vesturvík Bakkasandur Krókalón Norðurvaralón
Presthúsavör Kalmansvík Mjóasund Höfðavík Miðvogur Innstivogur Instavogsnes
Fjörugerðir Akranes er kjörin staður til að rannska fjörur því þar eru níu mismunandi fjörugerðir. Við flokkun og kortlagningu fjöruvistgerða er tekið mið af EUNIS-flokkunarkerfinu eins og kostur er og sömuleiðis af gögnum og flokkun Dr. Agnars Ingólfssonar. Efstu flokkar EUNIS-kerfisins miðast við gerð fjörubeðs (undirlags), brimasemi, hitastig sjávar, seltu og loftslag en þegar komið er dýpra í flokkunina er tekið mið af tegundasamsetningu lífríkisins, þ.e. ríkjandi gróðri og dýralífi. Íslenskar fjörur eru flokkaðar í 24 misjafnlega víðtækar vistgerðir þar sem segja má að fjaran sjálf sé fyrsta stig flokkunarinnar. Á öðru stigi eru fjörur flokkaðar sem grýttar fjörur eða setfjörur, sem síðan skiptast frekar í enn fleiri undirflokka.
Grýttar fjörur:
Þangfjörur:
Bóluþangfjörur:
Fjörubeður einkennist af hörðum klöppum og stórgrýti. Hann, ásamt brimasemi, ræður miklu um lífsskilyrði og hvernig vistgerðin skiptist í undirflokka. Aðrir eðlisþættir sem móta lífríkið eru halli fjörunnar, munur flóðs og fjöru, sjávarhiti og selta.
Stórir brúnþörungar af ættbálknum Fucales eru ríkjandi og þangþekjan er yfir 50%. Greint er á milli vistgerða eftir því hvaða þangtegund er ríkjandi og er þá miðað við að hún þeki um þriðjung fjörunnar samkvæmt sjónmati. Tegundirnar sem um ræðir eru klóþang, bóluþang, skúfþang og sagþang. Engin skörp skil eru milli vistgerða og ekki er vitað að nein dýrategund sé bundin við eina gerð umfram aðra.
Þangfjörur þar sem bóluþang er ríkjandi með yfir 30% þekju. Oft er mikið um skúfþang en klóþang er yfirleitt ekki til staðar. Bóluþang er tiltölulega skammær en hraðvaxta tegund sem þolir brim og smá hreyfingu á fjörubeðinum betur en klóþang. Það er fljótt að dreifa sér við heppileg skilyrði, en þar sem undirlag er stöðugt og skjólsælt er fyrir brimi, getur bóluþangið hörfað undan klóþangi
Setfjörur:
Líflitlar sandfjörur:
Sérstæð fjörugerð:
Gróðurlaus fjara að mestu leyti. Á stöðum þar sem fjörubeður er grófgerður kemur brimasemi í veg fyrir að gróður nái festu og á skjólsælum leirum er undirlagið of mjúkt fyrir fjörugróður. Tegundasamsetning fjörulífríkisins ræðst af brimasemi og grófleika fjörusets; því grófara sem fjörusetið er og halli fjörunnar meiri, þeim mun betur rennur sjórinn úr setinu þegar fjarar út.
Gróðurlausar sandfjörur, einkum þar sem árframburðar gætir umtalsvert. Sums staðar eru stöku steinar áberandi. Í hallalitlum fjörum getur sandyfirborðið orðið gárótt vegna ölduhreyfinga. Fjörusandurinn þornar misvel milli sjávarfalla og fer það eftir halla og grófleika setsins hversu langan tíma það tekur.
Þangklungur:
Klóþangsklungur:
Leirur:
Þangklungur er að hluta til í raun blanda af tveimur vistgerðum, þangfjörum og setfjörum. Um er að ræða fremur skjólsælar fjörur þar sem skiptast á þangi vaxnar klappir, stórgrýti, hnullungar eða steinvölur, með áberandi setflákum inn á milli. Þang þekur um 50–70% af flatarmáli fjörunnar en annað yfirborð er setflákar sem oftast eru leir, sandur eða möl eða blanda af þessum efnisgerðum.
Klóþang er ríkjandi á föstu undirlagi en umhverfis eða inn á milli eru allstórir flákar af fíngerðara seti, oftast leir, þar sem sandmaðkur er algengur. Hlutfallið milli klappa og sets getur verið breytilegt en skiptist oft til helminga. Yfirleitt frekar lítil brimasemi þar sem klóþang þrífst best í skjóli ásamt því að leir safnast frekar fyrir í stilltum aðstæðum.
Leirur eru ein gerð setfjara. Þær eru yfirleitt mjög flatar og breiðar spildur sem virðast oft snauðar af lífi við fyrstu sýn. Breytilegt er hvað leirinn nær hátt upp í fjöruna; stundum er hann bundinn við neðri hluta fjörunnar og þá er efri hlutinn oft grýttur. Á öðrum stöðum nær leirinn hærra upp, allt að efstu flóðamörkum. Leiran samanstendur af fínkornóttu seti, eða blöndu af misgrófum sandi og eðju.
Kort 1 - fjörukort
Kort 2 - Gríttarfjörur
Kort 3 - Setfjörur
Sérstæð fjörusvæði afmarkast af einkennum sem ganga þvert á flokkunarkerfi fjöruvistgerða en eru þó nægilega afgerandi til marka fjörusvæðunum ákveðna sérstöðu. Dæmi um slíkt eru sjávarlón, fjörupollar og árósar.
Kort 4 - Sérstakar fjörugerðir
Leynir N 64° 18’ 43’’ E 22° 2’ 47’’ Grýttar fjörur - Þangfjörur - Bóluþangsfjörur
Aðgengi
Framtíðarhorfur
Eina leiðin ofaní Leynisfjöru er að klifra niður varnargarðin eða ganga frá aðliggjandi fjörum á stórstreymsfjöru.
Eins og fram hefur komið er Leynirsfjaran lítið notuð og vegna vistkerfanna sem hún hefur að geyma ætti gjarnan að halda henni áfram þannig. Vegna þess hve lítið hún er heimsótt þá væri hún kjörin hugleiðslustaður. Einnig vegna þess að sjóvarnargarðurinn og lögun fjörunnar hefur hljóðeinangrandi áhrif. Nálægð við íbúðabyggð og fjölfarinn veg í næsta nágreni virðist ekki skila sér í hávaðamengun. Það er því lítil truflun af umferð og öðrum hljóðum sem gætu spillt þeirri notkun að gera þar aðstöðu til að hvíla hugann og jafnvel stunda íhugun. Lífríkið í Leynisfjöru gæti líka verið gott námsefni fyrir grunn- og framhaldskólanemendur.
Notkun til aukinnar lýðheilsu Við fyrstu sýn gætum við freistast til að kalla þessa fjöru ,,litla Langasand”. En þegar nánar er skoðað reynist fjaran í Leynir vera með aðrar vistgerðir og fjölbreyttara lífríki. Það kemur sér einkar vel þar sem fjaran í Leynir er töluvert minna notuð af almenningi en Langisandur. Enginn af viðmælendum mínum nefndi Leynirinn sem fjöru sem þau heimsækja en margir töluðu um að Leynirinn væri fallegt myndefni. Þaðan fengist gott, fallegt og oft stórbrotið sjónarhorn yfir Leynirinn og með Akrafjallið í baksýn. Eða eins og einn viðmælandi minn orðaði það: ,,Útsýnið við Leynirinn vekur upp ,,ég er komin heim” tilfinninguna þegar ég heimsæki Akranes. Brimið er oft mikið við klettana sem umlykja Leynirinn.
Sólmundarhöfði N 64° 18’ 48’’ E 22° 3’ 3’’ Grýttar fjörur - Þangfjörur - Bóluþangfjörur
Aðgengi
Framtíðarhorfur
Gott aðgengi er við enda Langasandsins vestan megin höfðans og eftir göngustíg austan megin höfðans. Greiðar leiðir eru einnig frá Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Höfða sem staðsett er norðanmeginn við Sólmundarhöfða.
Sólmundarhöfði hefur lykilhlutverki að gegna fyrir útivist íbúanna á Hjúkrunarheimilinu Höfða og einnig fyrir byggðakjarnann sem þar er í næsta nágrenni, en þar búa íbúar sem eru 60 ára og eldri í par- og raðhúsum. Það má bæta aðstöðuna enn frekar ef stígarnir verða tengdir saman og set lástemmd lýsing sem gerði gönguleiðina öruggari í skammdeginu. Þá gæti gönguleið um Sólmundarhöfðann verið enn vinsælli af eldriborgurum sem búa við höfðann. Einnig væri hægt að nýta uppistandandi eldri byggingar, t.d. sem kaffihús eða í annað til að efla flélagslíf eldri kynslóðarinnar. Á höfðanum og í sjónum kringum höfðann er fjölbreytt lífríki dýra og planta. Það væri hægt að nýta til útikennslu fyrir leik- og grunnskóla.
Notkun til aukinnar lýðheilsu Sólmundarhöfði býr yfir mörgum möguleikum til aukinnar lýðheilsu. Sérstaklega hentar höfðinn vel til útivistar fyrir eldriborgarana sem búa í næsta nágreni. Sólmundarhöfðinn er staðsettur við lóðarmörk Hjúkrunar- og dvalaheimilisins Höfða og er mikið notaður sem útivistarsvæði fyrir íbúa heimilisins. Um Sólmundarhöfða liggur malbikaður stígur út á ystu nöf höfðans. Á miðri þeirri leið eru bekkir umluktir sjólveggjum og þar hefur verið sett upp upplýsingaskilti um svæðið bæði í máli og myndum. Sú aðstaða gefur tækifæri til að njóta útivistar, þ.e. sólar og hreina, loftsins í góðu skjóli og hlusta á öldunið og njóta útsýnisins og fagurs fjallahringsins.
Langisandur N 64° 18’ 57’’ E 22° 3’ 24’’ Setfjörur - Líflitlar sandfjörur - Grýttar fjörur
Aðgengi Mjög gott aðgengi er við Langasand. Þrír steyptir stigar með handriði eru með reglulegu millibili. Við sitthvorn endann eru sandrampar sem hægt er að keyra niður bæði fyrir neyðarbíla og einnig önnur farartæki. En mjög mikilvægt er að koma tækjum niður á sandi ef þjónusta þarf sturtuaðstöðuna eða Guðlaugu. Einnig er það öryggisatriði varðandi ófyrirséða atburði s.s. slys á fólki eða varðandi menngunarslys sem gæti borist að sandinum frá sjó.
Notkun til aukinnar lýðheilsu Langisandur er ekki bara mikið sóttur af heimamönnum heldur er fjöldinn allur af fólki sem leggur leið sína þangað til útivistar og nú í seinni tíð til að njóta heitu laugarinnar ”Guðlaugu” sem hefur gjörbreytt mannlífinu á sandinum. Áður en Guðlaug var byggð, var stundað sjósund í litlum mæli við Langasand. En eftir opnun hennar hefur fjöldinn margfaldast sem reynir fyrir sér í sjósundi. Sjósund, sem og aðrar kuldameðferðir (cryotherapy), hafa reynst heilsueflandi, bæði fyrir líkama og sál. Rannóknir hafa sýnt að kuldinn getur bæði verið verkjastillandi og hjálpað til við kvíða og þunglyndi. Knattspyrna hefur lengi verið mikið iðkuð á sandinum. Knattspyrnufélögin nota sandinn til æfinga á vorin og sumrin. Einnig hefur Grundaskóli nýtt fjöruna í útiíþróttatímum þegar vel viðrar og til útikennslu. Þrjár heitar sturtur, í mismunandi hæðum, eru á sandinu.
Um þær flæðir heitt vatn stöðugt, en vatnið er affallsvatn frá hitaveitulögn bæjarins. Sturturnar eru mikið notaðar á sumrin og minnka álagið á Guðlaugu þegar iðandi mannllíf er á sandinum. Sturturnar nýtast þeim vel sem aðeins ætla að ylja sér eftir sjóbað eða sjósund. Einnig nýta þeir sé sturturnar sem þurfa að skola af sér mesta sandinn eftir sólböð. Krökkum finnst notalegt að standa undir volgri bununni og nýta sturturnar mikið. Fólk sem stundar sjósport nýtir Langasandinn í æ ríkari mæli. Þar má nefna kayakræðarar og margskonar brettasiglingar. Á vindasömum dögum má oft sjá brettasiglingarmenn drifna áfram með vindvæng þjóta eftir sjónum við Langasand.
Framtíðarhorfur Langisandurinn er í mikilli sókn sem ferðamannastaður og tel ég lítið muni breytast þar um nema til aukningar vinsældanna. Það sem mætti þó gjarnan bæta er aðgengi fyrir vatnasport, svo sem fyrir kayaka og bretti, því erfitt er að koma þess konar græjum niður á sandinn frá bílastæðum við Jaðarsbraut. Það er ljóst að að mörg tækifæri eru með notkun á Langasandinum fyrir Akranes og ferðaþjónustuna. Möguleikarnir eru nánast óteljandi. Með tilkomu Guðlaugar og nýtingar hennar hefur opnast gríðarlega mörg tækifæri sem vanda þarf vinnu við að velja úr.
Steinsvör N 64° 18’ 46’’ E 22° 5’ 16’’ Grýttar fjörur - Þangfjörur
Aðgengi
Framtíðarhorfur
Hægt að er að koma gangandi eða akandi að varnargarðunum sem umlykur hana en aðeins er hægt að fara í fjöruna sjálfa á fjöru og með því að klifra niður varnargarðinn.
Þessi fjöru væri hægt að nýta með því, t.d. að tengja hana við vinnusvæðin í kring og nota sem útisvæði eða afslöppunarsvæði. Sá orðrómur hefur gengið á Akranesi að hópur eldri manna hafi misst útsýnisstaðinn sinn yfir hafið þegar Breiðin við nýrri vitann var gerð að göngusvæði. Einnig hafa áhugamenn um trillusjómennsku misst aðgengilegt svæði til að fylgjast með bátaumferðinni. Þessi staður við Steinsvörina er kjörinn staður til að setja upp plan og jafnvel lítið útsýnishús eða skjólvegg með bekki fyrir þennan hóp, því mjög gott útsýni er yfir bátaumferð til og frá höfninni þaðan.
Notkun til aukinnar lýðheilsu Hér er að finna eina af ,,földum perlum” Akraness. Vestan við aðalhafnargarðinn er lítil vík og innan hennar var fyrr á öldum lending. Voru lendingarnar nefndar eftir bæjunum í kring s.s. Heimaskagavör, Miðteigsvör, Háteigsvör/Réttarhúsavör og loks Steinsvör. Í víkinni reisti Thor Jensen trébryggju 1895, sem var um aldamótin 1900 færð í Lambhúsasund. Árið 1908 var gerð ný bryggja í Steinsvör á steinsteyptum stöplum og enn má greina leyfar af stöplunum í sjónum í sjávarbotninum. Upplýsingaskilti sem greinir frá sögu víkurinnar er uppi á bakkanum. Áður stóðu beitningaskúrar á bakkanum þar sem núna liggur steypt gatan. Mikið og fallegt útsýni er hér yfir Faxaflóann. Enginn af viðmælendum mínum höfðu heimsótt þessa fjöru. Sumir þeirra vissu ekki að fjara væri á bakvið varnargarðinn. Steinsvörin er ekki stór fjara. Upp af fjörunni liggur Breiðargata sem eitt sinn var aðal gatan á Akranesi.
Skarfavör
N 64° 18’ 36’’ E 22° 5’ 28’’ Setfjörur - Líflitlar sandfjörur - Grýttar fjörur - Þangfjörur
Aðgengi
Framtíðarhorfur
Gott aðgengi er í fjöruna. Bílastæðið á Breiðinni er þar alveg við op á sjónvarnargarðinum og hægt er að ganga beint útá sandinn. Engir varnagarðar eða klettar þarf að klífa til að komast í fjöruna.
Skarfavörin er klárlega ein af lykilstöðum til markaðssetningar fyrir Akranes og væri auðveldlega hægt að nota þennan stað mikið meira sem aðdráttarafl fyrir ferðamenn til Akranes. Staðinn má nýta á margan hátt og nánast engu þarf að breyta, heldur leyfa náttúrulegu umhverfi og ósnortinni fjörunni að njóta sín.
Notkun til aukinnar lýðheilsu
Þá mætti segja að þegar skarð var sagað í steyptan sjávarvarnargarðinn við Skarfavör hafi opnast glænýr útivistastaður fyrir Akranes. Góð upplýsingaskilti taka á móti manni við bílastæðin með sögulegum heimildum bæði í máli og mynd. Skeljasandurinn, grænblár sjórinn og Akrafjallið í bakrgrunn er mjög eftirsótt myndefni heimamanna sem og gesta. Fjaran er ekki stór en þarna er hægt að gleyma sér tímunum saman í að finna fallegar skeljar, horfa á fjallið eða renna út á kayak. Fjaran er sendin og hentar vel til leikja fyrir börn með skóflur og fötur. Gott skjól skapast af fiskvinnsluhúsunum fyrir norðanáttinni og á sólríkum dögum getur verið góður hiti í sandinum. Einnig skapa húsin og skjólveggurinn ákveðið skjól fyrir hávaða og umferð. Gott næði er því í fjörunni til leikja, sjóbaða, leikfimiæfinga eða myndatöku með einstæðum bakgrunni af Akrafjalli og Esjunni. Skarfavörin hefur ekki aðeins verið mikið notuð til ljósmyndunar heldur hafa einnig farið þar fram nokkrar giftingarathafnir.
Breiðin N 64° 18’ 34’’ E 22° 5’ 35’’ Grýttar fjörur - Þangfjörur - Sérstæð fjörusvæði - Fjörupollar
Aðgengi
Framtíðarhorfur
Akvegur liggur niður að Breiðinni og síðan tekur við fallega hannaður göngustígur sem liggja niður að nýrri vitanum.
Breiðin er og verður einn af vinsælustu útivistarstöðum Akraness. Þar er bæði merkileg saga sjávarútvegs og búsetu. Þar var um aldir þurrkun saltfisks og þurrkun skreiðar. Eins og áður hefur komið fram hafa miklar endurbætur verið gerðar á svæðinu og það hjálpa til við að fanga staðarandann og gefur tækifæri til að bjóða uppá enn frekari viðburði sem er og verður aðdráttarafl fyrir bæði heimamenn og gesti.
Notkun til aukinnar lýðheilsu Miklar endurbætur hafa verið gerðar á Breiðinni síðustu ár og hefur ásýnd staðarins tekið stakkaskiptum, frá því að vera hálfgerður ruslahaugur yfir í að verða einn af fallegustu stöðum bæjarins. Á Breiðinni er mikið að skoða og þar má helst nefna vitana tvo sem bjóða uppá stórkostlegt útsýni. Nýrri vitinn er talinn hafa einstakan hljómburð að innan og er mikið notaður af tónlistarmönnum bæði til upptöku og tónleikahalds. Náttúran hringinn í kringum Breiðina er engri lík að fjölbreytni og fegurð. Einnig er Breiðin sá staður sem hægt er að finna hvað mest fyrir krafti brimsins en einnig fegurðinni í spegilsléttum sjó.
Réttarvík, Suðurvík, Öðuvík og Vesturvík N 64° 18’ 38’’ E 22° 5’ 47’’
Grýttar fjörur - Þangfjörur - Þangklungur - Klóþangklungur Sérstæð fjörusvæði - Fjörupollar
Aðgengi
Framtíðarhorfur
Eina leiðin niður í fjörurnar eru niður grjótvarnagarða en hægt er að ganga ofaná honum og horfa yfir víkurnar. Einungis er hægt að fara á fjöru niður á sandinn við Vesturvík og Öðuvík.
Gönguleið þyrfti að gera á bakkanum meðfram víkunum og tengja saman Lambhúsasund og Breiðina. Stórfenglegt brimið gæti verið aðdráttarafl. Fuglaskoðunarhús mætti gjarnan gera á bakkanum til að skapa aðstöðu fyrir fuglaáhugamenn.
Notkun til aukinnar lýðheilsu Milli Suðurflasar og Lambhúsasunds liggja litlar víkur milli klapparlaga sem ganga í vestur út í sjó. Víkurnar liggja fyrir opnum Faxaflóanum og hér verður brimið í vestanátt mjög stórfenglegt. Sandur er efst í víkunum en pollar og lón þegar utar kemur. Þari og þang er í rotnandi hrúgum og skapa fæðu fyrir fugla. Æðarfugl og ýmsir vaðfuglar er hér algengir. Gönguleið á bakkanum gæfi færi á hressandi göngu í stórkostlegt brim á aðra hönd. Fuglaskoðunarhús mætti gjarnan gera á bakkanum til að skapa aðstöðu fyrir fuglaáhugamenn. Enginn af viðmælendum sótti þessar fjörur heim en höfðu þó sé þær ofanúr vitanum.
Bakkasandur N 64° 18’ 38’’ E 22° 5’ 47’’ Setfjörur - Líflitlar sandfjörur
Aðgengi
Framtíðarhorfur
Bakkasandur liggur við steypta götu með góðri gönguleið. Næg bílastæði eru við Bíóhöllina sem hægt væri að nýta utan sýningartíma. Við endan á bílastæði Bíóhallrinar er járnstigi niður á sandinn.
Lítið þarf að gera til að hægt sé að nota fjöruna í meira mæli fyrir hverskonar siglingar. Eina fyrirstaðan er að koma bátum og brettum niður í fjöruna. Það væri einfalt að leysa því norðan við grjótvarnargarðinn er bryggja þar sem hægt væri að koma fyrir búnaði til að sjósetja báta. Framlengja mætti gönguleiðinni í norðurátt meðfram athafnarsvæði Þorgeirs og Ellerts út að Vesturflösinni. Á þessum stað er sólarlagiðeinstaklega fallegt með Snæfellsnesfjallgarðinn í norðri og logandi jökullinn ber tignalegur við himininn.
Notkun til aukinnar lýðheilsu Fjaran er ekki mikið notuð í dag en það er þó alltaf að aukast. Viðmælendur mínir sögðust vita af henni og margir ætluðu að leggja leið sína þangað en voru ekki búnir að því. Fjaran er mjög skjólsæl enda hár varnargarður umhverfis hana á þrjá vegu. Bekkur og borð eru við tröpurnar niður í fjöruna og þar er einnig gott upplýsingaskilti um sögu Lambhúsasundsins. Fjaran hefur lítilega verið notuð til sjósundsiðkunar og einnig nota íbúar úr næsta nágreni hana til kayaksiglinga.
Krókalón N 64° 19’ 10’’ E 22° 5’ 29’’ Grýttar fjörur - Þangfjörur - Setfjörur - Líflitlar sandfjörur
Aðgengi Ágæt gönguleið er á grjótgarði og bakka fjörunnar. Grjótvörnin er víðast há og illfær niður í fjöruna. Stálstigi hefur verið settur niður grjótgarðinn vestast. Stöðug stækkun á landfyllingu frá atvinnusvæði vestast hefur skapað háan grjótgarð sem liggur út í sjó með nokkru dýpi, þar er ófært. Aðgengi fyrir ökutæki og möguleika á að koma bátakerrum í fjöruna er ekki til staðar. Bæta þarf merkingar að lóninu fyrir gangandi umferð, en aðkoman er ekki auðfundin.
Forvaðasteinninn var notaður sem viðmið um hvort reiðfært væri yfir Blautós en Grásteinn var notaður sem merki á landamerkjum Skaga og Garða. Landamerkin lágu frá Grásteini og að Leirgróf sunnan megin. Sandfjaran er góð til útivistar; göngu og leikja. Sjósund og bátasport væri tilvalið að stunda í Krókalóninu. Það var áberandi að flestir sem ég spurði hvort þau nýttu sér Krókalónið til útivistar svöruðu því neitandi og tengdu umhverfið við skólpmengun þó svo að skolplögnin liggi ekki lengur út í lóni.
Notkun til aukinnar lýðheilsu Krókalónið er allstórt lón sem vel er varið fyrir úthafsöldunni af klettabeltum og skerjum. Oftast er sjórinn sléttur og lygn innan lónsins. Líflítil sandfjara er vestast en stórgrýti og klettar að austanverðu og þar er lífríkið fjölbreyttara með kuðungum, hrúðurkörlum og kræklingum næst sjónum. Fuglalíf er líka fjölbreyttara í austurenda fjörunnar. Áður fyrr voru lendingar í Krókalóninu sem kenndar voru við bæina við lónið, s.s. Króksvör, Sandavör og Bjargsvör. Í fjörunni eru tveir merkir steinar, Forvaðasteinn og Grásteinn.
Framtíðarhorfur Krókalónið býður uppá mikla möguleika í útivist t.d. með litla báta og kayaka. Lónið er lyngt og náttúrulegar hættur fáar. Það gæti boðið uppá möguleika til köfunaræfingar eða sjósunds. Síðustu áratugi var úthlaup skólplagnar í lóninu og kom upp á stórstreymsfjöru. Með endurbótum á skolplögnum bæjarins var sú lögn aflögð. Við það hefur ásýnd svæðisins breyst til batnaðar og möguleiki að skapast til margskonar útivistar. Upplýsingaskilti um sögu og hlutverk Krókalónsins mætti gjarnan setja upp, útivistarfólki til fróðleiks.
Norðurvararlón N 64° 19’ 26’’ E 22° 5’ 2’’ - Grýttar fjörur - Þangfjörur -
Aðgengi
Framtíðarhorfur
Engin sérstök gönguleið er niður að lóninu en hægt er að ganga eftir nokkuð sléttum klettum frá göngustígnum fyrir ofan Krókalón. Einnig er hægt að komast frá Presthúsavör og ganga eftir sjávarkambinum, þar er hægt að leggja bílum á malarplani.
Í framtíðinni mætti gjarnan gera betra aðgengi að lóninu og bæta stíga á sjávarkambinum en þar hefur myndast slóði í grasinu.
Notkun til aukinnar lýðheilsu Áður fyrr var lónið vinsælt staður fyrir börn að leik. Þar var auðvelt að stunda hornsílaveiðar í krukkur og krúsir. Lónið býður enn uppá þá möguleika til útivistar fyrir fjölskyldur. Kamburinn er vinsæl staður til að taka myndir af Snæfelsjökli og þá einkum við sólarlag. Brimið sem brýtur á klettunum er líka vinsælt ljósmyndarefni. Fáir af þeim sem ég ræddi við höfðu fari í fjöruna sjálfa en nokkrir höfðu gengið eftir sjávarkambinum.
Presthúsavör N 64° 19’ 37’’ E 22° 4’ 27’’ Grýttar fjörur - Þangfjörur
Aðgengi
Framtíðarhorfur
Fjaran í Presthúsavör er mjög aðgengileg og þar hefur verið gerður sandrampur svo auðvelt er að koma bátakerrum niður á sandinn. Þar er líka grjótgarður sem myndar skjól fyrir báta þegar siglt er að eða frá rampinum. Stórt malarplan er fyrir ofan fjöruna þar sem hægt er að leggja bifreiðum. Góður göngustígur liggur meðfram vörinni og út að Kalmansvík.
Svæðið er einstaklega fallegt og mætti nýta mikið meira til útivistar. Það mætti koma fyrir upplýsingaskiltum með gönguleiðum og sögu svæðisins.
Notkun til aukinnar lýðheilsu Í Presthúsavör er lítil sendin fjara og mikið af þangi á klettum og steinum. Undir þanginu er mikið lífríki marflóa og smádýra sem draga til sín fugla.Gönguleiðin frá Ægisbrautinni og í austurátt að Kalmansvík er stórbrotin gönguleið með miklu og fögru útsýni til klettanna sem afmarka Kalmannsvíkina að austanverðu og fjallasýn frá Hafnarfjalli til Esjunnar. Við presthúsavör eru grásleppusjómenn með trillur sínar, enda örstutt á hrognkelsamiðin. Rampurinn hefur mikið verið notaður af kayakræðurum enda gott aðgengi til sjósetningar.
Kalmansvík N 64° 19’ 38’’ E 22° 4’ 6’’ Grýttar fjörur - Þangfjörur
Aðgengi
Framtíðarhorfur
Aðgengi að fjörunni er gott. Bæði er hægt að komast frá tjaldsvæðinu sem stendur á bökkum Kalmansvíkur og einnig er góð gönguleið frá Presthúsavör. Járnstigi er niður á sandin.
Kalmannsvíkin er náttúruperla og góður griðastaður í dagsins önn. Snæfellsjökull og fjöllin í Snæfellsnesfjallgarðinum sjást vel frá Kalmansvíkinni og sólsetrið er einstakt við Kalmansvíkina þar sem jökullinn logar í rauðum bjarma hnígandi sólar. Nálægð við íbúðabyggð og fjölfarinn veg í næsta nágreni virðist ekki skila sér í hávaðamengun. Það er því lítil truflun af umferð og öðrum hljóðum og því tilvalið að gera þar aðstöðu til íhugunar.
Notkun til aukinnar lýðheilsu Kalmannsvíkurfjaran er mjög fjölbreytt að gerð. Niður í fjöruna rennur afrennslisvatn sem gerir seltustig í pollum mjög breytilegt. Vestast er fjaran sandfjara þar sem jafnvel má finna steingerfinga í ísaldarleir. Grófari steinar og björg eru þegar nær dregur Skútaklettunum. En þeir marka austarienda Kalmansvíkurinnar. Fjaran er tilvalinn til skoðunar á lífríki og til útikennslu í lífræði, bæði í Fjölbrautarskólanum og grunnskólunum. Fjaran er einnig tilvalinn til leikja og gönguferða. Margir af viðmælendum mínu höfðu lagt leið sína í Kalmansvík og fara þangað reglulega. Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi hefur einnig nýtt fjöruna til náttúrufræðikennslu.
Mjósund N 64° 19’ 52’’ E 22° 3’ 56’’ Grýttar fjörur - Þangfjörur
Aðgengi
Framtíðarhorfur
Engin afmörkuð gönguleið er meðfram Mjósundi en þar hefur myndast slóði í grasinu enda vinsæl gönguleið. Hægt er að koma beggjavegna við sundið anarsvegar frá Kalmansvík og hinsvegar frá Höfðavík.
Svæði er eins og áður hefur komið fram mikið notað til útivistar og mætti bæta gönguleiðir til að beina gangandi umferð og vernda gróðurinn fyrir traðki. hægt væri að koma upp upplýsingaskiltu um skipskaðan á Force.
Notkun til aukinnar lýðheilsu Eins og fram hefur komið er er vinsæl gönguleið á eftir bökkum Mjósunds og margir af viðmælendum mínum ganga þar oft í viku. Þar eru tvö listaverki og upplýsingaskilti um þau. Tálbeita eftir Bjarna Þór sem stendur á efst á klettahrygg og oft myndast þar fallegt sjónarspil sólsetursins sem skýn í gegnum listaverki. Við Elínarhöfna er listaverkið Elínarsæti eftir Guttorm Jónsson en það vísar til þjóðsögunar um systurnar Elínu, sem bjó á Elínarhöfða, og Höllu sem bjó í Straumfirði á Mýrum. Sagan segir að þær hafi verið fjölkunnugar og geta kallast á yfir flóan. Í Elínarsæti er hægt að njóta útsýnisins og margir af viðmælendum mínum sögðust nota það fyrir hugleiðslu til að draga sig úr annríki hversdagsins. Flak af ,,furðuskipinu Force” sem strandaði við Löngusker 1913, færðist til í átt að Fuglaskeri og sprakk síðan í loft upp. Leifarnar af því hafa vakið áhuga kafara. Klifurfélag Akranes hefur notað klettana við Mjósund til æfinga í grótglímu sem og línuklifri.
Höfðavík N 64° 19’ 58’’ E 22° 3’ 19’’ Setfjörur - Líflitlar sandfjörur
Aðgengi
Framtíðarhorfur
Malarvegur liggur frá Akranesvegi að Höfðavík. Við Höfðavík og Elínarhöfða er lítið malarbílaplan. Frá bílaplaninu er göngu- og reiðleið sem liggur alla leiðina að Æðarodda. Malarrampur er frá göngustignum niður í fjöruna.
Höfðavíkin er algjör útivistarperla og hefur mikla möguleika í eflingu lýðheilsu bæði Skagamanna sem og gesta. Ekki er þörf á miklum breytingum og einungis þarf að halda því við sem fyrr er og jafnvel kynna svæðið betur og þá helst gestum tjaldsvæðisins við Kalmansvík.
Notkun til aukinnar lýðheilsu Höfðavíkin er mikið notuð til útivistar og kayaksiglinga. Þar er einnig fjölbreytt fuglalíf og oft má sjá seli synda um víkina. Á sumrin má sjá fjöldan allan af æðarfugli en stórt æðarvarp er í hólmum og eyjum rétt fyrir utan víkina. Víkin er ekki mjög djúp og sjórinn tær svo hægt er að snorkla meðfram strandlengjunni.
Miðvogur N 64° 19’ 56’’ E 22° 3’ 1’’ Setfjörur - Leirur
Aðgengi
Framtíðarhorfur
Göngu-og reiðleiðir liggja að Miðvoginu en ekki er hægt að komast að honum akandi en hægt er að leggja bílnum á ,,gamla þjóðveginum”.
Það er ekki svo langt síðan að Íslendingar áttuðu sig á þeirri dýrmætu auðlind sem heitavatnið okkar er. Í Miðvoginum rennur heitt vatn í tonnatali sem ekkert er nýtt og væri því kjörið að nýta það til að gera heitarlaugar líkt og Vök á Egilsstöðum eða Geosea við Húsavík. Það væri ekki aðeins nýting á náttúruauðlind heldur líka styrking á lýðheilsueflingu Akranes.
Notkun til aukinnar lýðheilsu Í Miðvoginn rennur Miðvogslækur sem er að mestu mýrarvatn af stóru svæði en hluti vatnsins er affall úr hitaveitutönkum sem eru birgðartankar fyrir Akranes. Þarna hafa eflaust öll börn á Akranesi einhverntíma leikið sér í volgum læknum. Vegna hita vatnsins frýs Miðvogurinn ekki. Vistkerfið í og við Miðvogslækinn er sérstakt vegna hitans og vegna lítils landshalla gætir sjávarfalla í læknum og á flóði nær sjórinn að flæða upp að gamla þjóðvegi.
Innstivogur N 64° 20’ 11’’ E 22° 2’ 30’’ Grýttar fjörur - Þangfjörur - Þangklingur
Aðgengi
Framtíðarhorfur
hægt er að keyra að bílastæði við Innstavog og við tekur göngustígur sem leiðir mann út að Innstavogsnesi.
Innstivogur hefur mikið lýðheilsugildi fyrir Skagamenn sem og alla sem heimsækja svæðið. Svæðið er þess eðlis að ekki má raska þeirri einstöku náttúru sem þar er.
Notkun til aukinnar lýðheilsu Innstivogur er sannkölluð útivistarparadís. Allir viðmælendur mínir höfðu gengið þar um og notið náttúrunar og sum þeirra fóru reglulega í göngutúra um svæðið. Mikið æðavarp er þar á vorin og þá er fólk beðið að sína aðgætni. Mikið fuglalíf og fjölskrúðugt plönturíki einkenir svæðið. Hægt er að róa á kayak frá Höfðavík og fara meðfram strandlengju Innstavogs þar sem útsýnið er ólýsanlegt. Það tekur ekki nema 10 mínútur að keyra þangað frá Akranesi og komast í ósnortna náttúru og njóta kyrðarinar, hlusta á ölduna og fulgana og ,,hlaða batteríin”.
Ályktanir Allir, sem ég ræddi við, voru sammála um að gott aðgengi að fjöru væri lykilþáttur í því að fólk nýtti sér fjöruna til lýðheilsuauka og þess vegna lagði ég mikla áherslu á að kanna aðgengið. Það er ekki hægt að segja að allar fjörurnar í kringum Akranes hafi gott aðgengi. En þó hefur aðgengið batnaði mikið hin síðari ár. Og ekki má gleyma að í sumum tilvikum er það partur af upplifuninni að klifra niður grjótvarnargarðinn og komast í fjöru þar sem ríkir ró og friður. Það sem helst vantar uppá er gönguleið meðfram ströndinni sem tengir fjörurnar saman. Í framtíðinni væri gaman að hafa göngustíg sem næði frá Leynir og að Innstavogsnesi, sem rammaði inn Akranes og auðveldaði heimamönnum og gestum að kynnast þeim miklu náttúruperlum, við sjávarsíðuna, sem Akranes hefur uppá að bjóða. Einnig höfðu margir orð á að aðgengi til siglinga, hvort sem það er á brettum, kayökum eða litlum bátum, mætti bæta og um leið myndi öruggi sjófarenda aukast þar sem að björgunaraðilar gætu sjósett tæki sín á fleiri stöðum en við höfnina. Mikil aukning var á heimsóknum fólks á Langasand sumarið 2020 og það er tímabært að velta því fyrir sér hvort hægt er að dreifa álaginu af fólksfjöldanum meira, bæði með tilliti til umhverfisverndar og upplifunar gesta. En þá þyrfti að vera önnur fjara eða staður sem býður uppá aðgang að sjó, heitalaug og eða heitar sturtur. Þar kæmi Miðvogurinn sterklega til greina, því þar er fyrir nóg af heitu vatni og aðgangur að fersku vatni og hreinum, tærum sjó. Aðeins á einum stað á strandlengju Akraness þarf að huga sérstaklega að aðgát við dýralífið en það er í Innstavogsnesinu á varptíma æðarfuglsins, frá maíbyrjun fram í júlí.
niður með fjöru, ég á minn frið, þar sem enginn talar, nema við, við hvíslum, hlæjum eigum grið, því það er enginn þar, sem svíkur mig. Farár 1986 -
Heimildaskrá Gunnlaugur Haraldsson. (2011). Saga Akraness, 1. bindi, frá landnámstíð til 1700. Akranes. Uppheimar ehf. Ólafur B. Björnsson. (1957). Saga Akranes, fyrra bindi. Fyrstu jarðir á Skaga. Akranes. Akranesútgáfna. Akraneskaupstaður. (2020). Gönguleiðir og opin svæði. Útivist. Sótt þann 5.7.2020 á vefinn: https://www.skagalif.is/is/utivist Inga Dagmar Karlsdóttir. (2000). Skráning og flokkun fjörugerða og fjöruvista. Náttúrustofa Austurlands. Náttúrufræðistofnun Íslands. (2020). Fjara.Sótt þann 6.6.2020 á vefinn: https://www. ni.is/grodur/vistgerdir/fjara Jónas Ingólfur Lövedal (2020) Sólmundarhöfði Samtal menningar og náttúru – Landslagsgreining. Landbúnaðarháskóli Íslands, Hvanneyri Myndir: Kort 1: https://www.ni.is/grodur/vistkerfi/fjara Kort 2: https://www.ni.is/grodur/vistkerfi/fjara kort 3: https://www.ni.is/grodur/vistkerfi/fjara Kort 4: https://www.ni.is/grodur/vistkerfi/fjara Allar aðrar myndir eru teknar af höfundi og eign hennar.