Dagsljós í stækkandi borgarlandslagi á 64°N

Page 1


Dagsljós í stækkandi borgarlandslagi á 64°N

Jóna G. Kristins.

Dagsljós í stækkandi borgarlandslagi á 64°N

Jóna G. Kristins.

10 eininga lokaverkefni sem hluti af

Bachelor of Science-prófi í Landslagsarkitektúr

Leiðbeinandi: Ásta Logadóttir og Samaneh Sadat Nickayin

Heiti deildar: Skipulag & hönnun

Landbúnaðarháskóli Íslands

Hvanneyri, maí 2023

Íslenskur titill: Dagsljós í stækkandi borgarlandslagi á 64°N

Enskur titill: Daylight in an expanding urban landscape at 64°N

10 eininga lokaverkefni sem hluti af Bachelor of Science

Höfundarréttur © 2023 Jóna G. Kristins.

Öll réttindi áskilin

Landslagsarkitektúr

Skipulag & hönnun

Landbúnaðarháskóli Íslands

Hvanneyri

311 Borgarnes

Sími: 433 5000

Skráningarupplýsingar:

Jóna G. Kristins., 2023, Dagsljós í stækkandi borgarlandslagi á 64°N BS ritgerð, Landslagsarkitektúr, Landbúnaðarháskóli Íslands, 72 bls.

Yfirlýsing

Hér með lýsi ég því yfir að verkefni þetta er byggt á mínum eigin

athugunum, ersamiðafmérogaðþaðhefurhvorkiaðhlutanéíheild verið lagt fram áður til hærri prófgráðu.

Jóna G. Kristins.

Ágrip

Í vaxandi borg kasta hærri byggingar af sér lengri skuggum og það er

staðreynd að samhliða þéttingu byggðar fara stærri svæði af borgarlandslaginu undir skugga. Hvað þýðir það fyrir virkni útirýma

við íslenskar aðstæður með tilliti til mannlífs, lýðheilsu og gróðurs?

Rannsóknir sýna að dagsljós hafi mikil áhrif á vellíðan og mannlíf í

borg, því er nauðsynlegt að leggja áherslu á dagsljós við mótun

umhverfisins og hönnun göturýma. Borgir heimshorna á milli hafa

sífellt svipaðri byggingarstíl og skipulag en aðstæður við miðbaug og

á norðurhveli jarðar eru um margt ólíkar, hvaða aðstæður erum við að

skapa í borgarlandslaginu með því að yfirfæra þyrpingu háhýsa á 64°N?

Lykilorð:

Dagsljós, borgarlandslag, lífsgæði í borgarumhverfi, göturými, lýðheilsa, markviss nýting dagsljóss, vistvæn lýsing, skipulag, hönnun, umhverfisvitund, þétting byggðar.

Þakkir

Ástu Logadóttur og Samaneh Sadat Nickayin, leiðbeinendum mínum,

þakka ég fyrir góða leiðsögn, uppbyggilega gagnrýni og hvatningu.

Einnig vil ég þakka öllum þeim sem gáfu sér tíma til að ræða við mig

um málefni ritgerðarinnar og veittu mér innblástur, Helena

Guttormsdóttir, Hermann Georg Gunnlaugsson, Anna Sigríður

Jóhannsdóttir, Páll Líndal, Halldór Björnsson, Emmanuel Pierre

Pagneux, Steinunn Garðarsdóttir, Hjördís Sigurðardóttir, Ludvig

Guðmundsson, Magnea Þ. Guðmundsdóttir, Trausti Valsson, Guðríður Helgadóttir og Borghildur Sölvey Sturludóttir.

Samnemendum mínum þakka ég kærlega fyrir samfylgdina í gegnum

námið og virkilega góðar stundir. Það er ekki nema viðeigandi að

þakka einnig sólinni fyrir að skína reglulega skært fyrir utan gluggann

hjá mér á meðan á ritgerðarskrifum stóð.

Síðast en ekki síst vil ég þakka fjölskyldu minni fyrir ómælda

þolinmæði fyrir skólagöngu minni á Hvanneyri. Sérstakar þakkir fær

Eyjólfur E. Jónsson fyrir að skælast með heimilishaldið út fyrir

borgarmörkin og upp í sveit. Þessa ritgerð tileinka ég strákunum

mínum Kristni Nóa og Jóni Gunnari með þá von að framtíðin sé björt í borginni.

Blessuð sólin elskar allt allt með kossi vekur; haginn grænn og hjarnið kalt hennar ástum tekur

Geislar hennar út um allt eitt og sama skrifa, á hagann grænan, hjarnið kalt: Himneskt er að lifa.

Hannes Hafstein

1. Inngangur

1.1 Tilurð

Höfundur þessarar ritgerðar flutti í fyrsta sinn úr höfuðborginni til

Hvanneyrar sumarið 2020 þar sem aðstæður eru um margt ólíkar þeim

sem eiga sér stað í Reykjavík. Eftir fjarveru frá borgarlandslaginu

gafsthöfundiannaðsjónarhornárýmiðmillibyggingasemvirtisttaka

hröðum breytingum með hverri heimsókn í bæinn. Áhugi skapaðist

fyrir framtíð götumynda við þéttingu byggðar og tengslum þess við

landslagshönnun. Fyrsta hugmynd að rannsóknarspurningu var: Er

hægt að breyta skuggasundi í mannvistarvænt umhverfi? Eftir samtöl

við landslagsarkitekta og hönnuði varð stefna verkefnisins að komast

að því hvert hlutverk dagsljóss er í almannarýmum.

1.2 Markmið og rannsóknarspurningar

Markmið ritgerðarinnar er að draga fram vægi dagsljóss í borgarlandslagi á Íslandi. Athugað verður hvaða hlutverki dagsljós gegnir í virkni útirýma og hvernig við stuðlum að gæðum dagsljóss við mótun umhverfisins og hönnun göturýma. Einnig verður dagsljós og þróun þess í borgarrýminu skoðuð samhliða þéttingu byggðar, einna helst vegna sérstöðu Íslandshvað varðar sólskin. Kannaðverður hvernig dagsljósstuðlaraðbetra umhverfioghvaða áhrif skuggi hefur

á virkni göturýma við 64°N. Auk þess sem rannsakað verður hvernig við njótum dagsljóss í hinu byggða umhverfi og viðmið um slíkt skoðuð. Tengsl dagsljóss við lífsgæði í borgarlandslagi á norðurhveli jarðar verða könnuð og tekin verður saman þekking á viðfangsefninu á Íslandi og erlendis. Ritrýndar fræðigreinar um viðfangsefnið skoðaðar og viðhorf sérfræðinga og almennings kannað. Þar að auki verður Leiðbeiningarit Hverfisskipulags Reykjavíkur og reglugerðir tekin til skoðunar. Í eftirfarandi umfjöllun verður því leitast við að svara rannsóknarspurningunni:

Hvaða hlutverki gegnir dagsljós í virkni göturýma við Íslenskar aðstæður?

Til þess að svara þeirri spurningu voru eftirfarandi þættir skoðaðir:

- Tengsl dagsljóss við lýðheilsu og lífsgæði manna.

- Hvernig við gætum að dagsljósi við mótun umhverfisins og hönnun göturýma.

- Tengsl dagsljóss og líffræðilegrar fjölbreytni.

2. Efni og aðferðir

2.1 Uppbygging verkefnis

Verkefniðskiptistuppíáttakafla.Fyrstikaflinnerinngangur,þarsem

farið er yfir tilurð ritgerðarinnar, markmið hennar og

rannsóknarspurningar. Kafli tvö fjallar um efni og aðferðir, uppbyggingu verkefnisins ásamt upplýsingum um hvernig vinnuferli

var háttað. Í þriðja kafla er svo fjallað um nærveður og skipulag, þ.e.

hvernig við gætum að dagsljósi við mótun umhverfisins, tengsl

dagsljóss við lýðheilsu og lífsgæði manna ásamt tengslin milli

dagsljóss og líffræðilegrar fjölbreytni. Þar á eftir snertir fjórði kafli á

því hvaða hlutverki dagsljós gegnir í virkni göturýma við Íslenskar

aðstæður og sérstöðu Íslands í birtuskilyrðum. Þar verður einnig

fjallað um dagsljós í skipulagi á Íslandi og samfélagslega umræðu um

dagsljós í borginni. Í fimmta kafla er farið yfir regluverk viðkomandi

dagsljósi í New York, Toronto og Aarhus í Danmörku. Sjötti kafli

segir frá sólskinsrannsókn á göturýmum í nútímaþéttingu byggðar til

samanburðar við skipulag Einars Sveinssonar frá 1934 og hönnun

Guðjóns Samúelssonar frá 1930 í samræmi við skipulagshugmyndir

Guðmundar Hannessonar. Sjöundi kafli tekur svo til greiningu á

skuggavarpi í göngugötu Hafnartorgs ásamt könnun á högum fólks í rýminu. Að lokum eru umræður og lokaorð í áttunda kafla.

Mynd 1: Uppbygging verkefnisins.

2.2 Vinnuferlið og gögn

Viðfangsefni ritgerðarinnar kom til sumarið 2022 eftir umfjöllun í

fjölmiðlum um skuggavarp samhliða þéttingu byggðar og með

samtölum við breiðan hóp fólks með þverfaglega þekkingu á

landslagsarkitektúr,skipulagi,arkitektúr,gróðrioghönnun.Hafistvar handa við að taka myndir af skuggavarpi á útvöldum stöðum í

Reykjavíkurborg á hádegi þann 21.júní árið 2022 á sumarsólstöðum.

Þessar sömu staðsetningar voru síðan myndaðar á hádegi við

vetrarsólstöður sama ár, þann 21. desember og síðan á vorjafndægri

21. mars 2023. Höfundur sótti einnig málþing sumarið 2022 á vegum

HMS er bar heitið Ljósvist, hvað felst í henni og hvaða hlutverki

gegnir hún? og kynningarfund um veturinn í Ráðhúsi Reykjavíkur

Hvernig byggjum við lífsgæðaborg? sem veitti mikla innsýn í efnið

og vitneskju sem nýttist við gerð ritgerðarinnar. Innlendra og erlendra

heimilda var aflað og ritgerðin unnin undir handleiðslu leiðbeinanda.

ForritiðMicrosoftWordvarnotaðviðskriftirogtextivarsíðanfærður yfir í uppsetningarforritið Adobe Indesign. Gögn frá Strava (2023)

voru samanlögð af höfundi með skuggavarpi úr forritinu ArcGIS Pro

og útreikningur á lengd skuggavarps var fenginn með aðstoð

SunCalc.org og Sketchup Pro. Hluti skipulags Hafnartorgs var teiknaður upp í þrívíddarforritinu Sketchup Pro. Photoshop

myndvinnslu- og hönnunarforrit var notað við uppsetningu mynda og við teikningu greininga á skuggavarpi í göturýmum.

3. Nærveður og skipulag

Nærveður, eða örloftslag, er loftslag á litlu eða afmörkuðu svæði sem gjarnan er frábrugðið loftslagi nærliggjandi umhverfis (Erell o.fl, 1950). Aðstæður örloftslags geta verið tilkomnar af náttúrulegum ástæðum eða með tilbúnum hætti, en við skipulag umhverfis er hægt

að nota þekkingu á örloftslagi til þess að skapa þægilegri aðstæður utandyra (Erell o.fl., 2012; Starke og Simonds, 2013). Margir þættir hafa áhrif á örloftslag, þar á meðal staðsetning og einkenni staðar, afstaða til sólar, landslag, jarðvegsgerð, þéttleiki byggðar, hæð bygginga og vindafar (Ragheb o.fl., 2016).

Einniggeturstaðsetningbygginga haftmikiláhrifá örloftslagoggæði þess. Skuggavarp af mannvirkjum hefur kælandi áhrif á tiltekin svæði en fyrirkomulag á byggingum sem skapar skjól fyrir ríkjandi vindáttum ýtir undir hlýrri aðstæður. Þannig er hægt að draga úr áhrifum kulda og hita með hönnun sem tekur tillit til hreyfingar á lofti og sólargangs, sjá mynd 2-3. (Starke og Simonds, 2013; Ragheb o.fl., 2016). Varmaþægindi eru mikilvæg til dvalar utandyra en þar er aðgangur dagsljóss niður í borgarlandslagið lykilatriði (Elnabawi og

Mynd 2: Byggingar hafa áhrif á hitastig með staðsetningu sinni, formi og eðli (Starke og Simonds, 2013)

Mynd 3: Yfirborðshiti: Á heitum sumardegi getur hitastigið verið mjög mismunandi á hverjum stað fyrir sig (Starke og Simonds, 2013).

Hamza, 2019). Hver sá sem dvalið hefur utandyra á norðlægum slóðumhefureflaustfundiðáeiginskinniþannmiklamismunávarma

í beinni sólgeislun og í skugga.

Þekking á skipulagi útfrá nærveðri hefur verið til staðar í meira en

þrettán hundruð ár og hafa margar rannsóknir verið gerðar á nærveðurshönnun við mismunandi aðstæður í heiminum (Erell o.fl.,

2012;Howard,1818;Krishan,1996;MazouzogZerouala,1998;Meir o.fl., 1995; Naguib og Talaat, 2018). Í þessu sambandi má nefna að íslamskir byggingareiginleikar eru eitt mikilvægasta dæmið um

hönnun út frá örloftslagi, sem byggja á skilningi á

umhverfisaðstæðum og tryggja þægileg lífsskilyrði með því að veita

m.a. náttúrulega kælingu og dagsbirtu (Naguib og Talaat, 2018).

Við hverjar aðstæður örloftslags fyrir sig eru nokkur atriði sem nauðsynlegt er að hafa vitneskju um, sem dæmi er mikilvægt á Íslandi

að þekkja til skilyrða dagsljóss og vindáttar (Guðmundur Hannesson, 2016; Reykjavíkurborg, 2023). Í þessari ritgerð verður einmitt lögð

áhersla á aðgang dagsljóss í íslensku samhengi.

Mótun hins byggða umhverfis og lífið innan þess er í eðli sínu þverfaglegt viðfangsefni (Bjarni Reynarsson, 2014).

Gerð svæðis-1, aðal-2 og deiliskipulagsáætlana3 er í höndum

sveitastjórnar og henni til stuðnings er skipulagsnefnd, skipulagsfulltrúi og skipulagsráðgjafar, (skipulagsreglugerð nr.

90/2013) en reglugerðir í dag tryggja ekki aðkomu landslagsarkitekta, fagaðila, við mótun rýmis á milli húsa, eins og sjá má á 25. grein laga um mannvirki4 (nr. 160/2010).

Guðmundur Hannesson læknir var fyrstur á Íslandi til að vekja athygli

á því að gott skipulag ætti ekki að vera munaður hátekju hópa heldur

skyldu allir eiga kost á heilsusamlegu umhverfi og vönduðu húsnæði

(MinjastofnunÍslands,e.d.).Íritinu Umskipulagbæja frá1916skrifar

Guðmundur um mikilvægi vandaðs skipulags á borgarlandslagi og

hvernig við gætum að dagsljósi við mótun umhverfisins og hönnun

göturýma. Þar telur hann fram ákveðin meginatriði í þessu sambandi,

þ.á.m. fjarlægð á milli húsa sem þarf að vera ríflegri hér á landi vegna

lágrar stöðu sólar og hæð mannvirkja en eftir því sem húsin hækka

þarf meiri breidd í göturými, sjá mynd 4. Breidd á milli húsa má ekki

1 Svæðisskipulag: „Skipulagsáætlun tveggja eða fleiri sveitarfélaga þar sem sett er fram sameiginleg stefna um byggðaþróun og þá þætti landnotkunar sem talin er þörf á að samræma vegna sameiginlegra hagsmuna hlutaðeigandi sveitarfélaga.“ (skipulagsreglugerð nr. 90/2013).

2 Aðalskipulag: „Skipulagsáætlun fyrir tiltekið sveitarfélag þar sem fram kemur stefna sveitarstjórnar um landnotkun, byggðarþróun, byggðamynstur, samgönguog þjónustu­kerfi og umhverfismál í sveitarfélaginu.“ (skipulagsreglugerð nr. 90/2013).

vera mikið mjórri en hæð byggingar.

Eigi sól að nást að austur og vesturhlið húsa yfir helming ársins má fjarlægð milli húsa ekki vera minni en tvöföld hæð byggingar (Guðmundur Hannesson, 2016).

Mynd 4: Bil milli húsa og stefna sólargeisla við byggingu kl.12.00, kl.10.00 fyrir hádegi og kl.14.00 eftir hádegi þann: 21.febrúar og október, á jafndægri í mars og september, 21.apríl og ágúst, 21.maí og júlí og á sumarsólstöðum í júní

(Guðmundur Hannesson, 2016).

Þess má geta að sól er hæst á lofti kl.13.30 á Íslandi.

3 Deiliskipulag: „Skipulagsáætlun fyrir afmarkað svæði eða reiti innan sveitarfélags sem byggð er á aðalskipulagi og kveður nánar á um útfærslu þess. Ákvæði um deiliskipulag eiga jafnt við um þéttbýli og dreifbýli.“ (skipulagsreglugerð nr. 90/2013).

4 Löggilding hönnuða: „Arkitektar og byggingarfræðingar geta fengið löggildingu til að gera aðaluppdrætti, uppdrætti að skipulagi lóða og tilheyrandi deiliuppdrætti.“ (lög um mannvirki nr. 160/2010, 25.gr.).

Mynd 5: Hagnýting lóða. Til vinstri er dæmi um góða hönnun með tilliti til sólar, auk þess sem lóðin er heillegri og nýtist betur heldur en á fyrirkomulaginu til hægri (Guðmundur Hannesson, 2016).

Guðmundur útlistar einnig hvernig best er að staðsetja byggingar í

norðaustur eða norðvestur hluta lóðar til þess að skapa sólríkt og

skjólgott dvalarsvæði á móti suðri eins og sjá má á mynd 5

(Guðmundur Hannesson, 2016).

Byggingarfélag alþýðunnar var stofnað árið 1929 (Kristín

Ástgeirsdóttir, 1983) en félagið hafði það að leiðarljósi að

almenningur hefði aðgang að vönduðu umhverfi og heilsusamlegu húsnæði. Á Hringbraut, Bræðraborgarstíg, Ásvallagötu og

HofsvallagötumáfinnahönnunGuðjóns Samúelssonarí samræmi við

skipulagshugmyndir Guðmundar Hannessonar sem byggt var af

félaginu (Minjastofnun Íslands, e.d.). Í kafla. 6 hér á eftir má finna

samanburð á gæðum sólarljóss á Hofsvallagötu og í nútímaþéttingu byggðar.

Árið 1934 var íbúðarhverfi í Norðurmýri hannað í anda

funkisstefnunnar5 með megináherslu á afstöðu húsa og lóða gagnvart sól þar sem stefna gatna og dýpt húsa var ákvörðuð með hliðsjón af gangi sólar. Þetta skipulag var unnið af Einari Sveinssyni arkitekt og

Valgeiri Björnssyni, (Minjasafn Reykjavíkur, 2013) en í kafla. 6 má

einnig finna samanburð á gæðum sólarljóss í Norðurmýri og í nútíma þéttingu byggðar.

Byggingarfélag alþýðunnar var lagt af um 1970 eftir að hafa byggt 1748 íbúðir víða um land og á höfuðborgarsvæðinu meðal annars í

Fossvogi og Holtunum (Ívar H. Jónsson, 1970; ASÍ, e.d.). Ýmis byggingarsamvinnufélög voru mikilvirk í byggingu húsnæðis fyrir

félagsmenn sína (ASÍ, e.d.) og var byggingarlóðum úthlutað til fjölskyldna sem byggðu sjálft upp húsnæði sitt (Einar E. Sæmundsen, 2018, bls. 253). Þannig mótaði alþýðan nær umhverfið eins og best var tilfallið, meðal annars með tilliti til nærveðurs (Margrét

Harðardóttir, 2022).

5 Funkisstefnan: „Stefna í byggingarlist og hönnun sem fram kom snemma á 20. öld þar sem áhersla er lögð á hagnýtt gildi bygginga og búshluta og stílhreint

fremur en skrautlegt útlit.“ (Halldóra Jónsdóttir og Þórdís Úlfarsdóttir (ritstj.), 2020).

Um aldamótin 2000 fór byggingarmarkaður einstaklinga svo yfir í hendur fjárfesta og verktaka (Bjarni Reynarsson, 2014).

Nútímafyrirkomulag á uppbyggingu borgarlandslagsins hefur leitt til hnignunar á formun umhverfis með þarfir manneskjunnar í fyrirrúmi

fyrirarðsemifárrafjárfesta,einsogMargrétHarðardóttirarkitektkom inn á í máli sínu á kynningarfundi Reykjavíkurborgar sem bar

yfirskriftina: Hvernig byggjum við lífsgæðaborg?, þann 4. Nóvember 2022 (Reykjavík, 2022).

3.1 Dagsljós og lífsgæði

Sólarljóseralltumlykjandináttúrulegtfyrirbæriogersólinuppspretta þess og okkar öflugasti ljósgjafi sem geislar hita og gerir lífið á jörðinni mögulegt (Dumke, 2023).

Grunneiginleikar dagsljóss eru beint sólarljós og himinljós. Beint sólarljós er á stöðugri hreyfingu og hefur mikinn styrkleika, eða allt yfir 100.000 lux við yfirborð jarðar. Staðsetning á jörðinni, lofthjúpurinn, árstíð og tími dags hefur áhrif á birtustig beins sólarljóss. Himinljós er mjúk og dreifð birta sólarljóss sem sundrað er af skýjum og andrúmslofti. Skýjaður himinn nær allt að um 30.000 lux í birtustigi að sumarlagi en á veturnar um 10.000 lux (Velux, e.d.) en mælingar utandyra á birtustigi á íslenskum vetrardegi hafa mælst

allt niður í 2000 lux (Ásta Logadóttir, munnleg heimild, 24. apríl 2023).

Sólarljós og dagsljós er ljós sem aðskilið er frá raflýsingu, þ.e. ljós sem er ekki afurð sólarinnar. Endurkast á ljósi frá byggingum og

öðrum yfirborðum flokkast ekki undir sólarljós en í þéttri byggð getur ljósið sem endurkastast frá umhverfinu verið stór þáttur dagsljóss í

göturýminu (Velux, e.d.). Dagsljós er flokkur ljóss sem nær yfir beina sólgeislun, dreift himinljós sem og endurkast á ljósi frá byggingum og

öðrum flötum, sjá mynd 6. Góð hönnun út frá dagsljósi tryggir nægilega birtu yfir daginn en slíkt skipulag þarf að taka mið af

Mynd 6: Íhlutir dagsljóss (Velux, e.d.).

eiginleikum umhverfisins, afstöðu gagnvart sólu, skuggavarpi, rúmfræði flata, endurkasti yfirborða og staðsetningu og stærð bygginga (Velux, e.d.).Borgarlandslag sem uppbyggt er á þennan hátt

með tilliti til dagsljóss sparar raforku, skapar aðlaðandi sjónrænt

umhverfi og veitir ljós sem nauðsynlegt er fyrir líffræðilegar þarfir

okkar (Lam og Ripman 1977).

Hver eru tengsl dagsljóss við lýðheilsu og lífsgæði manna? Dagsljós

teygir anga sína víða þegar kemur að heilsufari og vellíðan þar sem

það gegnir lykilhlutverki (WorldMeteorologicalOrganization,2022), en dagsdagleg tenging okkar við dagsljós hefur áhrif á fjölmarga þætti andlegrar og líkamlegarar heilsu (Allada og Bass, 2021; Boubekri o.fl., 2014; Brainard o.fl., 2015).

Dagsljós eykur vellíðan (Boyce o.fl., 2003), ýtir undir framleiðslu Dvítamíns (World Meteorological Organization, 2022; Wirz-Justice o.fl., 2021), hefur jákvæð áhrif á ónæmiskerfið (Aranow, 2011) og stuðlar þar með að bættri beinheilsu (Wirz-Justice o.fl., 2021). Einnig

örvar dagsljós gleðihormón (Wirz-Justice o.fl., 2021), bætir svefn, dregur úr streitu, eykur batahorfur (Walch o.fl., 2005) og styrkir

árvekni(Velux, e.d.).

Rannsóknir hafa sýnt að útsetning fyrir náttúrulegu ljósi getur dregið úr einkennum þunglyndis og kvíða (Wirz-Justice o.fl., 2021). Þannig

hefur samband fundist á milli skorts á sólarljósi og auknum líkum á skerðingu á vitrænni virkni hjá einstaklingum sem haldnir eru þunglyndi (Kent o.fl., 2009).

Fjölmargar rannsóknir á dagsljósi hafa sýnt fram á mikilvægi þess

fyrir líkamlega heilsu, afkastagetu og frammistöðu í bæði námi og starfi (Heschong, 2002; Boubekri o.fl., 2014; Thayer, 1995).

Nemendur í kennslustofum sem innihéldu betri gæði dagsljóss sýndu framábetriárangurínámienþeirsemhöfðustviðístofummeðminni gæðum lýsingar (Heschong, 2002). Einnig benda rannsóknir til þess að starfsmenn sem hafa aðgang að náttúrulegri lýsingu séu

afkastameiri og taka færri veikindadaga en þeir sem gera það ekki, sem þýðir að þeir sem vinna í illa upplýstu umhverfi búa við ákveðið óhagræði og skert lífsgæði (Boubekri, 2014).

Skil ljóss og myrkurs hafa áhrif á dægursveiflu lífvera (Roenneberg o.fl., 2013). Sólin var okkar helsti ljósgjafi í mörg þúsund ár og mannleg hegðun fylgdi náttúrulegri hringrás dags og nætur. Með uppfinningu ljósaperunnar fyrir um 150 árum tók þetta umhverfi að breytast og hafa nýlegar rannsóknir sýnt fram á aukningu á truflun á dægursveiflu (Allada og Bass, 2021; Brainard o.fl., 2015).

Í þessu samhengi má benda á rannsókn Nagare o.fl. (2021), en niðurstöður þeirra sýndu að dagsljósið gegnir lykilhlutverki þegar

kemur að líkamsklukkunni. Þeir sem bjuggu við dagsljós og eðlileg

skil milli birtu og myrkurs fengu betri svefn en aðrir, upplifðu meiri

lífsánægju ásamt því að dagsljósið hafði jákvæð áhrif á andlega heilsu

þeirra. Niðurstöður rannsóknarinnar staðfestu mikilvægi þess að

hugað sé aðdagsljósi ogaðgengi þessað rýmum við hönnun bygginga (Nagare o.fl., 2021).

Við skipulagningu á umhverfi sem mótað er utan um líf mannsins þarf

að huga að fjölmörgum þáttum, en í því samhengi vega þættir sem

snúa að andlegri og líkamlegri heilsu þungt. Huga þarf að aðgengi að dagsljósi í dagsdaglegum aðstæðum í borgarlandslaginu, þar sem

kostnaðarsamt getur verið fyrir samfélagið þegar til lengri tíma er litið að taka ekki tillit til dagsljóss við hönnun umhverfisins.

Kringumstæður sem ýta undir þunglyndi, draga úr virkni og líkamlegri heilsu leiða af sér skert lífsgæði, fleiri veikindi með auknu

álagi á heilbrigðiskerfið og minni afköstum í þjóðfélaginu (Velux, e.d.).

Lýðheilsa í nútímasamfélagi er því orðið viðfangsefni bæði heilbrigðisstarfsfólks og arkitekta, en með aukinni áherslu á grænu

skipulagi er dagsljós orðið sérstakt umhugsunarefni í hönnun (Boubekri, 2014).

3.2 Dagsljós og líffræðileg fjölbreytni

Tré og annar gróður er mikilvægur þáttur í vistkerfum borga

(McPherson o.fl., 1997) en flestir grænir innviðir þurfa dagsljós til þess að vaxa og dafna við Íslenskar aðstæður. En hverjar eru þá

afleiðingar skuggavarps á líffræðilega fjölbreytni í borginni?

Skuggasvæði takmarkar talsvert hvaða gróður er hægt að nota í göturýmum og þar með flóruna sem fylgir gróðri en Guðmundur

Hannesson segir eftirfarandi í riti sínu Um skipulag bæja frá árinu

1916:

Þó íbúar heimskautalandanna og sólskinslausu stórborganna

sýni það, að lengi geta menn lifað, þó sjaldan sjái þeir sól, þá

dylst það engum manni, hve máttug áhrif sólarljóssins eru.

Best sjest þetta á jurtunum. Þær geta fæstar lifað til langframa

án birtu og sólskins (Guðmundur Hannesson, 2016, bls. 62).

Þrátt fyrir að 107 ár séu liðin frá því þessi orð voru rituð er það enn þá svo að sólarljós knýr áfram vistkerfi jarðarinnar. Sólskin er nauðsynleg orka fyrir ljóstillífun plantna en framleiðni vistkerfis er stjórnað af þeirri orku sem tiltæk er (Cleanet, 2023), sem skýrir tengsl

dagsljóss og líffræðilegrar fjölbreytni. Nánar til tekið er sólarljós uppspretta orku lífríkisins og framboð af því helst þannig í hendur

við líffræðilega fjölbreytni6 .

Þéttbýlistré bæta gæði umhverfisins með því að hafa jákvæð áhrif á

loftgæði, ásamt því að auka gegndræpi yfirborðs, styðja við staðbundnaseigluogtempravatnsrennsliíjarðveginum (Becketto.fl., 2000; Livesley o.fl., 2016; McPherson o.fl., 1997; Nowak o.fl., 2006; Nowak o.fl., 2007).

Tré varpa einnig frá sér skugga en lauftré hindra ekki aðkomu

dagsljóss meiri hluta ársins á Íslandi þegar laufskrúðann vantar á trén,

mynd 7 (Burkhard og Maes, 2017). Þær tegundir trjáa sem henta sem götutré við Íslenskar aðstæður samkvæmt Yndisgróðri eru einmitt

lauftré (Landbúnaðarháskóli Íslands, e.d.), sem fjallað verður meira

um í lok þessa kafla á bls. 13­14. Sígrænn gróður varpar hins vegar frá sér skugga bæði vetur og sumar.

Gróður færir líf inn í borgarlandslagið, speglar árstíðirnar og veitir

okkur tengingu við náttúruna (McPherson o.fl., 1997). Samkvæmt

tölum Allan B. Jacobs frá 1997 taka götur um 25­35% af öllu þróuðu þéttbýlislandi og er þetta töluvert hærra hlutfall en sem tileinkað er almenningsgörðum og öðrum almenningsrýmum (Jacobs, 1997,

Mynd 7: Kortlagning vistkerfaþjónustu lauftrés innan árs (Burkhard og Maes, 2017). Ath.: Tré bera þó lauf sín í skemmri tíma á Íslandi en hér er teiknað upp.

bls.5). Vönduð græn svæði í þéttbýli hafa langvarandi jákvæð áhrif á lýðheilsu íbúa (White o.fl., 2013;Brown og Grant, 2005). Sömuleiðis hefur magn gróðurs í götumynd áhrif á andlega líðan fólks. Því fleiri götutré og blóm, því meiri líkur eru á vellíðan (Páll J. Lindal og Hartig, 2015).

6 „Líffræðileg fjölbreytni nær yfir allar tegundir dýra, plantna, sveppa og annarra lífvera s.s. bakteríur og veirur sem finnast á jörðinni og þann breytileika sem er

milli einstaklinga sömu tegundar og allt erfðaefni þeirra.“ (Stjórnarráð Íslands, 2022)

Þetta leiðir okkur að mikilvægi þess að skapa umhverfi sem veitir

dagsljósiaðgangniðuríalmannarýmiðsvoaðgróðurfáiþrifistíokkar

dagsdaglega umhverfi en dæmi eru um að gróður stórlega vanti í

uppbyggingu nýrra íbúahverfa eins og sjá má á mynd 8.

Mynd 8: Nýtt íbúahverfi í Sunnusmára í Kópavogi þar sem götutré fá ekki þrifist og tengist því sem komið var inná í umræðu kafla 3. um hnignun á hönnun umhverfis með þarfir fólks í fyrirrúmi.

Tré í þéttbýli styðja við sjálfbærari samfélög og líffræðilegan

fjölbreytileika, sjá mynd 9, á heimsvísu en samtengt net grænna

innviðafrádreifbýliinníþéttbýlihjálpartilviðaðviðhaldaheilbrigðu

borgarvistkerfi sem veitir mikilvægt búsvæði fyrir líffræðilegan

fjölbreytileika í borgum. Borgir og borgartré eru talin mikilvægur

þáttur fyrir líffræðilega fjölbreytni en eitt tré getur verið heimili fyrir

fjölda tegunda fugla, skordýra, sveppa og mosa (UNECE, 2020). Tré

eru einnig hluti af kennileitum götumynda, almenningsgarða og

Mynd 9: Kostir trjáa í þéttbýli (Washington nature, 2021).

opinna svæða og veita börnum, sem dæmi, tækifæri til leiks og

snertingu við náttúru innan borgarlandsins, eins og sjá má á mynd 10.

Takmarkaða snertingu er að hafa við fjölbreytta örveru í þéttbýli

(Parajuli o.fl., 2018) en rannsókn Roslund og fleiri frá árinu 2020 sýnir að fjölbreytt náttúra hefur jákvæð áhrif á ónæmiskerfið og

náttúrulegar varnir líkamans. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að börn sem komust í snertingu við fjölbreyttan gróður á náttúrulegum

Mynd 10: Tré eru hluti af kennileitum götumynda, almenningsgarða og opinna svæða ásamt því að snerting við fjölbreyttan gróður hefur jákvæð áhrif á líkamlega heilsu. Kristinn Nói og Jón Gunnar að leik á Austurvelli í byrjun ágústmánaðar 2022.

líffræðilegum fjölbreytileika (Seto o.fl., 2012). Það gerir þörfina fyrir að skilja vistkerfisþjónustu gróðurs sífellt mikilvægari og hvernig við byggjum mannvirki með tilliti til dagsljóss og gróðurs, en í kafla 5.1

má finna dæmi um byggingu sem hönnuð var útfrá gangi sólar og

lífvænleika gróðurs.

Efnahagsnefnd Sameinuðu þjóðanna fyrir Evrópu (UNECE) leggur

áherslu á mikilvægi skógræktar í þéttbýli til þess að snúa við tapi á

líffræðilegum fjölbreytileika. Enn fremur þar fram að tré í þéttbýli gleymist oft sem mikilvægt búsvæði fyrir líffræðilegan fjölbreytileika, liður í heilsu og vellíðan manna, verkfæri í

loftslagsaðgerðum og partur af hagkerfinu (United Nations Economic Commission for Europe, 2022).

leiksvæðum hafa sterkara ónæmiskerfi en börn sem leika sér á malarlóðum og í sandkössum (Roslund, o.fl., 2020), sem rennir stoðum undir mikilvægi líffræðilegs fjölbreytileika í skipulagi.

Þéttbýlismyndun ógnar grænum innviðum borga (McPherson o.fl., 1997) og hefur í för með sér óafturkræf áhrif á lífríkið með tapi á

Ísland undirritaði samning Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni (e. Convention on Biological Diversity, CBD) á heimsráðstefnu um umhverfi og þróun árið 1992 (Stjórnarráð Íslands, 2022). Reykjavíkurborg er einnig aðili að International Council for Local Environmental Initatives (ICLEI) alþjóðlegum félagasamtökum sem stuðla að sjálfbærri þróun (ICLEI – Local Governments for Sustainability, 2014) en UNECE gekk til liðs við vettvang ICLEI um borgir með náttúru til að tryggja samræmda skuldbindingu borga í að samþætta tré og græn svæði inn í

borgarlandslagið (United Nations Economic Commission for Europe, 2022).Því er mikilvægt að huga að aðgangi dagsljóss í þéttbýlinu sem

einni af grunnstoð gróðurs, þar sem stefna Reykjavíkurborgar er að tryggja líffræðilega fjölbreytni með verndunaraðgerðum, rannsóknum, fræðslu og vöktun (Borgarráð, 2022).

Líf trjáa í borgum er þó ákveðnum vandkvæðum bundið. Umgjörð

borgarinnar skapar víða erfiðar aðstæður fyrir tré á Íslandi vegna lítils rótarrýmis, mengunar og salts af götum (Samson Bjarnar Harðarson

og Steinunn Garðarsdóttir, 2016) ásamt veðurskilyrðum og framboði á dagsljósi (Crosby o.fl., 2021). Jarðvegur götutrjáa er í mörgum

tilfellum rýr en kröfurnar sem gerðar eru til trjánna eru oft miklar í

samanburði við aðstæður. Götutré þurfa að þola mengun, salt og vind

ásamt því að hafa þétt rótarkerfi og vera þeim eiginleikum gædd að

geta staðið í bæði blautum og þurrum súrefnissnauðum jarðvegi

(Samson Bjarnar Harðarson og Steinunn Garðarsdóttir, 2016).

Listi Yndisgróðurs yfir garð­ og landslagsplöntur varpar ljósi á hvaða

tegundir gróðurs ganga upp fyrir íslenskar aðstæður en verkefnið er framlag á vegum Norðurslóðaáætlunar í New Plants for the Northern Periphery Market (NPNP). Þær tegundir, yrki og kvæmi plantna sem gefnar eru upp eru listaðar vegna góðrar reynslu í ræktun hér á landi, ásamt því að vera harðgerðar og nytsamar (Landbúnaðarháskóli

Íslands, e.d.). Við samanburð á skrá Yndisgróðurs yfir skuggþolnar tegundir sem þrifist geta í borgarumhverfi hérlendis fást upp níu tegundir, sjá mynd 11. Þetta eru lágvaxnar til hávaxnar runnategundir, jarðlægar til meðalháar fjölærar jurtir og ein hávaxin trjátegund sem á

þó ekki erindi sem götutré (Landbúnaðarháskóli Íslands, e.d.).

Mynd 11: Skuggþolnar tegundir og gróður sem þrifist getur í borgarumhverfi. (Landbúnaðarháskóli Íslands, e.d.)

Tegundarauðgin eykst eftir því sem meira dagsljós er fáanlegt niður í borgarrýmið eins og sjá má á mynd 13 sem inniheldur lista yfir hálfskuggþolnar tegundir. Ekkert götutré þolir að vera í algjörum skugga við íslenskar aðstæður enAlaskaöspin (Populusthrichocarpa)

er eina tréð sem kemur til greina á svæði þar sem er hálfskuggi samkvæmt upplýsingum Yndisgróðurs (Landbúnaðarháskóli Íslands, e.d.), sjá samanburð á myndum 12 og 13 á bls. 14.

Skuggavarp takmarkar þar með líffræðilegan fjölbreytileika trjáa og

tegundir fugla, skordýra, plantna, sveppa og mosa sem fylgir trjám

(UNECE, 2020). Ítarlegri upplýsingar um götutré í þéttbýli og

tegundaval má finna í skýrslu Samsons Bjarnar Harðarsonar og

Steinunnar Garðarsdóttur (2016).

Samkvæmt ráðleggingum Santamour frá 1990, skal engin trjátegund

í borg fara yfir meira en 10% af heildarstofni trjáa með tilliti til fjölbreytileika (Elevitch, 2004). Því er varhugavert að steypa of

stórum hluta borgarlandsins undir skugga eða hálfskugga þar sem

engin eða aðeins ein tegund götutrés getur lifað við þær aðstæður hér

á landi, samkvæmt niðurstöðum um tegundaval Yndisgróðurs

(Landbúnaðarháskóli Íslands, e.d.).

Alaskaöspin (Populusthrichocarpa), sjá mynd 14 á bls. 15, er innflutt trjátegund frá Norður­Ameríku og tilheyrir því ekki náttúrulegri flóru

Íslands (Hörður Kristinsson, 2007). Hún samræmist því ekki yfirlýstum tilgangi með verndun líffræðilegrar fjölbreytni hér á landi

sem snýr að því að styrkja og varðveita þær tegundir sem hafa frá upphafi skapað íslenska náttúru (Stjórnarráð Íslands, 2022). Hugleiða

má hvaða gróður vex ííslenskri náttúru í skugga eða hálfskugga, t.d. í hraungjótumeðaígiljum,eigivalágötugróðriaðtakamiðafíslenskri flóru.

Mynd 12: Listi yfir tegundir götutrjáa fyrir íslenskar aðstæður (Landbúnaðarháskóli Íslands, e.d.).

Mynd 13: Hálfskuggþolnar tegundir og gróður sem þrifist getur í borgarumhverfi. (Landbúnaðarháskóli Íslands, e.d.)

Mynd 14: Sjálfsáð Alaskaösp (Populus thrichocarpa) á horni Háaleitisbrautar. Ágæti Asparinnar sem götutrés er umdeilt, eins og sjá má í skýrslu Samson Bjarnar Harðarsonar og Steinunnar Garðarsdóttur (2016).

Reykjavík sem 33,5% trjátegunda. Fjölbreytileiki trjáa í Reykjavík mældist minni en í öðrum norrænum borgum þrátt fyrir að þéttleikinn væri meiri, en89% gatnasem rannsakaðar voru innihéldugötutré með eitt tré fyrir um það bil hverja fimm íbúa í miðbænum. 42,5% trjáa voru metin of nærri byggingum (Crosby o.fl., 2021).

3.3 Samantekt

Á Íslandi er mikilvægt að þekkja til skilyrða dagsljóss og vindáttar við hönnunútfránærveðri,semhægteraðnotatilþessaðskapaþægilegri

aðstæður utandyra. Meginatriði í því hvernig við gætum að dagsljósi

við mótun umhverfisins og hönnun göturýma er fjarlægð á milli húsa

FjölbreytniogdreifingþéttbýlistrjáaítíustórborgumáNorðurlöndum

var rannsökuð árið 2012, þ.á.m. í Aarhus og Kaupmannahöfn í

Danmörku, Espoo, Helsinki, Tampere og Turku í Finnlandi og

Gothenburg, Malmö og Stockholm í Svíþjóð, ásamt Oslo í Noregi.

Fjöldi tegunda var mjög mismunandi milli borganna en aðeins Malmö

uppfyllti tilmæli um að engin trjátegund færi yfir 10% af heildarstofni (Sjöman o.fl., 2012).

Götutré í miðbæ Reykjavíkur voru tekin til rannsóknar árið 2021.

Ellefu trjátegundir voru greindar á tilviljunarkenndum reitum og

reyndist Alaskaöspin (Populus thrichocarpa) algengasta tréð í

og hæð mannvirkja, en eftir því sem húsin hækka þarf meiri breidd í göturými. Góð hönnun út frá dagsljósi tryggir nægilega birtu yfir

daginn en slíkt skipulag þarf að taka mið af eiginleikum umhverfisins, afstöðu gagnvart sólu, skuggavarpi, rúmfræði flata, endurkasti yfirborða og staðsetningu og stærð bygginga. Borgarlandslag sem uppbyggt er með tilliti til dagsljóss skapar aðlaðandi sjónrænt umhverfi og veitir ljós sem nauðsynlegt er fyrir líffræðilegar þarfir okkar. Dagsljós hefur áhrif á fjölmarga þætti andlegrar og líkamlegrar heilsu okkar en þeir sem lifa í illa upplýstu umhverfi búa

við skert lífsgæði. Mikilvægt er að skapa umhverfi sem hleypir

dagsljósi niður í almannarýmið svo að grænir innviðir fái þrifist í

okkar dagsdaglega umhverfi þar sem tré og annar gróður er stór þáttur

í vistkerfum borga og lýðheilsu manna. Skuggasvæði takmarkar

talsvert hvaða gróður er hægt að nota í göturýmum og þar með

líffræðilega fjölbreytni sem fylgir gróðri. Tegundarauðgin eykst eftir

því sem meira dagsljós er fáanlegt niður í borgarrýmið.

4. Dagsljós og lífvænleiki svæða

Samfélagsþróun síðustu ára hefur ekki dregið úr vægi þess að fólk

komi saman í almannarými og er viljinn til þess að styrkja mannlíf í

borgum fyrir hendi samhliða áhuga á gæðum byggða og

sameiginlegra rýma. Mótun bygginga hefur mikil áhrif á mannlíf milli

húsa. Samfélagið kann að taka breytingum í tímanna rás en þau gæði

sem liggja til grundvallar mannlífs í opinberu rými breytast lítið (Gehl, 2018).

Til þess að skilja hvaða hlutverki dagsljós gegnir í virkni göturýma

þarf fyrst að líta á hverskonar virkni á sér stað utandyra á opinberum

stöðum. Samkvæmt Jan Gehl má skipta athöfnum utandyra í almannarými í þrjá flokka; nauðsynlegar athafnir, valkvæðar athafnir

ogfélagslegarathafnir.Mismunandikröfurerugerðartilumhverfisins

eftir athöfnum og hefur viðmót aðstæðna aðeins lítil áhrif á umfang

nauðsynlegra athafna, þ.e. hversdagslegra athafna á borð við að fara

Mynd 15: Samhengið á milli athafna í útirými og gæða útirýmis. Valkvæðar athafnir aukast eftir því sem gæði umhverfisins eru meiri sem eykur á félagslegar athafnir (Gehl, 2018, bls.13).

til vinnu eða í skóla og versla í matinn. Valkvæðar athafnir eiga sér

aftur á móti aðeins stað ef gæði útirýmis eru þó nokkur, sjá mynd 15, og þurfa veðuraðstæður og staðir að bjóða upp á skilyrði til þess að t.d. nema staðar og njóta sólar (Gehl, 2018). Að dvelja utandyra er afþreying sem er sérstaklega háð viðmóti umhverfisins og skiptir mótun aðstæðna því miklu máli í því samhengi (Appleyard og Lintell, 1972; Gehl, 2018). Aðeins allra nauðsynlegustu athafnir eiga sér stað ef gæði útirýmis eru lítil og fólk hraðar sér frekar í gegnum slík svæði. Nauðsynlegar athafnir eru álíka algengar þegar gæði útirýmis eru

mikil og þegar gæðin eru lítil en þær hafa hins vegar tilhneigingu til þess að standa lengur yfir ef viðmót umhverfisins er betra. Valkvæðar

athafnir bætast við þær nauðsynlegu ef rýmið býður upp á það að staldra við. Í borgarlandslagi þar semgæði aðstæðna eru lítil gerist því aðeinsþaðnauðsynlegasta,aukingæðiumhverfisinsýtaundirmannlíf og félagslegar athafnir. Á borð við samskipti, kveðjur og leik barna sem er oftar en ekki afleiðing af nauðsynlegri eða valkvæðri athöfn (Gehl, 2018). Mótun umhverfisins getur þannig haft óbein áhrif á tækifæri til samskipta. Samvera er forsenda félagslegra athafna og sé umhverfisviðmót almenningsrýmis bætt styður það við félagsleg samskipti og tengslamyndun (Appleyard og Lintell, 1972; Gehl, 2018).

Í víðu samhengi eru aðalathafnir í almannarými að ganga, standa, sitja og leika (Gehl og Svarre, 2013) en sterk fylgni er á milli gæða útirýma

og athafna sem eiga sér stað í þeim rýmum (Appleyard og Lintell, 1972). Sæti sem staðsett eru í sól með yfirsýn yfir rýmið eru alltaf vinsælli en dvalarsvæði sem ekki eru þessum kostum gædd.

„Veðurfarið í Norður-Evrópu veldur sérstökum vandkvæðum varðandi stærð og lögun rýma.“ (Gehl, 2018).

Háar byggingar og smá rými skapa um leið sólarlausar og dimmar aðstæður. Í Suður-Evrópu er leitast við að draga úr birtu og auka þægindi með því að skapa skugga en í norðri er sólin og birtan frá

Mynd 16: Kortlagning yfir vetrartímann á ferðum fólks utandyra í Fossvogsdal

sýnir meiri umferð fólks sólarmegin í dalnum sem rennir stoðum undir kenningar

Gehl, Whyte og Bosselmann – Gögn frá Strava (2023), samanlögð af höfundi með skuggavarpi þann 21.október kl.13.30 úr ArcGIS Pro.

henni verðmæti sem alþýðan vill ekki fara á mis við í dvöl utandyra, eins og sjá má á mynd 16, en aðrir þættir gætu einnig spilað inn í meiri

umferð fólks sólar megin í dalnum. Geislar sólar færa með sér hita en varmaþægindi á útisvæðum ýta undir að borgarbúar eyði meiri tíma

úti við (Elnabawi og Hamza, 2019). Einstaklingur sem tekur sér sæti

í almenningsrými gerir það nær undantekningalaust til þess að njóta

þeirra gæða sem umhverfið býr yfir, svo sem eins og sólarljóss

(Whyte, 1980; Bosselmann o.fl., 1984). Tækifæri til þess að sjá og

skynja það sem á sér stað virðist einnig vera ráðandi þáttur í vali á sæti

Mynd 17: Lifandi borgarlíf í sól (Anna Sigríður Jóhannsdóttir, e.d.)

en sólarljós og vindátt skipta miklu máli (Gehl, 2018). Forsendur notalegrar útivistar á Íslandi eru sól og skjól en lifandi borgarlíf veltur

á dvöl fólks utandyra (Gehl, 2018). Reynslan hefur sýnt að mannlíf í borg gerist ekki að sjálfu sér, en sem dæmi vill fólk í köldu loftslagi

Norður-Evrópu frekar staðsetja sig í sólarljósi til viðveru úti við (Gehl og Svarre, 2013), eins og sjá má á mynd 17.

Samband Íslendinga við sólina leiðir til þess að á þeim stutta tíma sem hennar nýtur við þarf að tryggja aðgengi að sólskini og góðum aðstæðum til að njóta veðurs, ásamt vörnum gegn slæmum

veðurskilyrðum. Iðandi mannlíf í borgarlandslaginu er einungis

fengið með því að móta umhverfið út frá þörfum fólks (Gehl, 2018).

„Það eru engin rökfræði sem hægt er að þröngva á borgina; fólkið býr

hana til, og það er gagnvart þeim, ekki byggingum, sem við verðum að sníða áætlanir okkar.“ (Jacobs, 1958, bls. 127).

Valkvæðarogfélagslegarathafnireigaséryfirleitteinungisstaðþegar

skilyrði til þess að fara um og dvelja eru góð. Rannsókn frá árinu 1968

á athöfnum á göngugötum í Kaupmannahöfn frá janúar til júní sýnir

samband milli veðráttu og eðlis og umfangs athafna þar sem fjöldi gangandi vegfarenda tvöfaldaðist með breytingu á veðri frá vetri til sumars. Fjöldi fólks sem stóð kyrrt þrefaldaðist vegna tíðari og lengri

viðveru. Hægt er að verjast kulda með sólskini, óháð hitastigi, sé ekki

hvassvirðri eða úrkoma (Gehl, 2018). Rannsóknir sýna að fólk hefur

tilhneigingu til þess að ganga hægar við hlýrri aðstæður, sjá mynd 18,

Mynd 18: Meðalhraði yfir

100 metra á gangandi vegfarendum sem valdir voru af handahófi í janúar, mars, maí og júlí. Gönguhraðinn er mestur í janúar þegar kalt er í veðri og svo smá dregur úr hraðanum með hækkandi hitastigi (Gehl og Svarre, 2013).

en gönguhraði og lengd viðveru getur gefið upplýsingar um gæði

útisvæða (Gehl og Svarre, 2013).

William H. Whyte lagði áherslu á mikilvægi sólarljóss í því að skapa

jákvætt félagslegt umhverfi í borgarrýmum. Hann fylgdist með

hegðunfólksáSeagramtorginuíNewYorkímaímánuði1971.Stuttu

fyrir hádegi náði sólarljós inn á torgið og um leið og birtan steig inn í

rýmið mætti fólk til þess að setjast í sólina en þar sem geislar hennar

náðu ekki til sat enginn. Eftir því sem dagsljósið færðist til í rýminu

færðist fólkið með sem undirstrikar mikilvægi þess að rými séu opin

til suðurs. „Aðgang að sólinni verður að vernda.“ (Whyte, 1980, bls.

42).Í köldu veðri leitar fólkuppsæti í sólinni þarsem geislarnir skipta

öllu máli svo hægt sé að dvelja í rýminu, því norðlægari sem

breiddargráðan er því ákafari er þessi hegðun. Fólk leitar uppi „sólarvasa“ í skjóli fyrir vind og dragsúg. Whyte taldi innleiðingu á

sólarljósi í borgarhönnun mikilvæga í því að efla gæði á umhverfinu og skapa lifandi, lífvænleg samfélög (Whyte, 1980).

Rannsóknir Peter Bosselmann og félaga í San Francisco sýndu að vindur ogaðgangur að beinni sólgeislun eru lykilatriði í matiágæðum

almenningsrýma, sem skýrir hlutverk dagsljóss í virkni göturýma við Íslenskaraðstæður, en þessir tveir þættir hafa báðir áhrif á tilfinningu

fólks fyrir hita eða kulda. Geislar sólar í San Francisco eru oftast

nægilega sterkir til þess að tryggja þægilegt hitastig úti við fyrir gangandi vegfarendur, svo lengi sem vindstyrkur er innan marka.

Þetta sést vel á því að almenningsgarðar og torg í San Francisco sem eru í skugga og illa varin gegn vindi eru nánast yfirgefin svæði á meðan þeir garðar sem sólin nær til og standa í skjóli fyrir vindi eru mikið notaðir. Bosselmann kemst að þeirri niðurstöðu að þörf sé á reglugerðum til þess að vernda aðgang fólks að dagsljósi í almannarými. Varðveisla á sólarljósi á þannig einnig að ná til útisvæða í einkaeigu sem aðgengileg eru almenningi. Staðlar skulu

því vera fyrir hendi sem vernda aðgengi að dagsljósi og ná yfir þann tíma sem útisvæði eru helst í notkun. Niðurstöðurnar benda að auki til þess að þörf er á að því að sólarljós nái niður á gangstéttir þar sem gangandi vegfarendur eru á ferð sem og í almenn húsasund á svæðum þar sem lítið er um opin rými (Bosselmann o.fl., 1984).

Sameina má þörf fyrir dagsljós og þörfina fyrir að rými séu ekki of víðáttumikil með því að stalla byggingar eða með því að byggja upp smærri rými inni í stærri rýmum. Íbúðahverfið Galgebakken í nágrenni Kaupmannahafnar, sjá mynd 19 á bls. 20, er gott dæmi um hvernig byggja má upp smærra rými inni í stærra rými með birtu og skala í samræmi við skilningarvit mannsins (Gehl, 2018).

Mynd 19: Galgebakken. Birta og skali í samræmi við skilningarvit mannsins (Masu planning, e.d.).

Lág byggð með litlum útirýmum sem snúa að sólu heldur betur hita en háreist byggð og haldast veðurskilyrði því lengur ásættanlegri til útiveru (Rosenfeld, 1972). Lykilatriði fyrir dvöl utan við byggingar

eru: Góð tengsl milli inni­ og útirýmis, að beint fyrir framan húsin séu

góðir staðir til að dvelja á og að eitthvað sé fyrir hendi til að fást við

(Gehl, 2018). Eftir því sem fólk er búsett ofar í háhýsum eru tengsl

þess við það sem á sér stað á götum úti minni eins og sjá má á mynd

20 (Place makers, 2011). Dregið er úr dvöl utandyra ef erfitt er að fara

inn og út úr byggingu eins og um stiga eða í lyftu (Morville, 1969).

Margir íbúar búa í háhýsum en mannlíf utan við blokkir er samt sem

áður takmarkað. Þetta stafar af því að of mikil fyrirhöfn er fólgin í því

að fara niður og út sem verður til þess að sjálfsprottnar athafnir sem

Mynd 20: Eftir því sem fólk er búsett ofar í háhýsum því minni eru tengsl þess við það sem á sér stað á götum úti (Place makers, 2011).

standa stutt yfir hverfa að miklu leyti (Gehl, 2018).

Í lágreistum húsum með góðu útgengi er aftur á móti minni fyrirhöfn

fólgin í því að borða hádegisverðinn utanhúss, láti sólin skyndilega á

sér kræla, og krefst slíkt ekki sérlegs undirbúnings andstætt við

aðstæður í háhýsum. Rannsókn á raðhúsagötu í Melbourne í Ástralíu

þar sem garðar eru götumegin við húsin sýnir að 46% allrar dvalar úti

við stóð yfir skemur en í eina mínútu(Gehl o.fl., 1977).Auðvelt flæði

íbúa inn og út úr íbúðum á þarna í hlut þar sem allar gerðir dvalar í

útirými eiga sér betri skilyrði til þess að þróast (Gehl, 2018).

4.1 Sérstaða Íslands í birtuskilyrðum 64,14°N

Hnattstaða Íslands skapar ákveðna sérstöðu í birtuskilyrðum og eru

aðstæður gjörólíkar því sem gerist til dæmis við miðbaug þar sem nánast enginn munur er á lengd dagsins yfir árið, sjá mynd 21.

Breiddargráða staðsetningar skiptir öllu máli þegar kemur að hæð sólar yfir sjóndeildarhringnum m.t.t. breytinga milli daga ársins en

lengdargráða þarf að vera þekkt við útreikning á dægursveiflu (Halldór Björnsson, 2022). Reykjavík er staðsett á 64,14° norður

(Time.is, e.d.) sem næst á sömu breiddargráðu og Alaska, Rússland, Þrándheimur í Noregi og Umeå í Svíþjóð. Hádegi, þ.e. þegar sólin er

hæst á lofti, ber við um kl.13.30 dag hvern allan ársins hring. Lengsti

Mynd 21: Samanburður á lengd dags yfir árið, munurinn vex þegar nær dregur heimskautabaugunum (Halldór Björnsson, 2022)

dagur ársins er um 21 klukkustund á sumarsólstöðum sem er á

tímabilinu 20.-22.júní. Þetta er hápunktur sumarsins og er sólin þá

hæst á loftií 49.3°á norðurhveli jarðar. Stysti dagur ársins kemur fyrir

á bilinu 20.-23. desember en þá er sólin á lofti í aðeins um 4 klukkustundir (Time and Date, e.d.). Enginn munur er á sólargangi

tvisvar á ári þegar miðbaugshornið er í núll gráðum og kallast það

jafndægur, sem ber við um vor og haust sirka 22. mars og 20.

September, sjá mynd 22 á bls. 22 (Halldór Björnsson, 2022).

Mynd 22: Sólargraf sem sýnir lengd dags yfir árið í Reykjavík (Time and Date, e.d.)

lengd skuggavarps svo þegar sól er lágt á lofti eru skuggar langir og þegar sól er hátt á lofti eru skuggar styttri.

Þann 21. júní á hádegi kl.13.30 í Reykjavík er skuggavarp af 4 metra háu einnar hæðar húsi 3,44 metrar að lengd. Þar sem sólin verður ekki

hærra á lofti en þetta og mannvirki ekki lægri en ein hæð eru 3,44 metrar stysta mögulega skuggavarp af byggingu sem fáanlegt er.

Aftur á móti er skuggavarp af 4 metra háu einnar hæðar húsi í

Reykjavík 85,94 metrar að lengd, þann 21.desember á hádegi

kl.13.30. Til samanburðar má nefna að 21.júní kl.13.11 á hádegi í

Róm á Ítalíu er skuggavarp af sambærilegu húsi 1,34 metrar að lengd

Hæð sólar er lítil að vetri til og er minnst í 2.7° yfir

sjóndeildarhringnum á vetrarsólstöðum, þetta leiðir af sér langt

skuggavarpog forsælu norðanmeginbygginga og mishæða yfir stóran

hluta ársins (Time and Date, e.d.).

Á norðlægum slóðum er því sérstaklega mikilvægt að huga að

sólarljósi í manngerðu umhverfi þar sem það er af skornum skammti

stóran hluta ársins. Eiginleiki dagsbirtunnar er sérstakur með lágri

sólstöðu á sumrin og veikum styrkleika á veturna, þessar aðstæður

krefjast því athygli og vandaðs skipulags (Dubois o.fl., 2019). Út frá

þessu má spyrja hvort það að yfirfæra byggingarstíl háhýsa þvert á

breiddarbauga sé sniðug hugmynd. Staða sólar á himni hefur áhrif á

og þann 21.desember, á hádegi kl.12.07, 8.70 metrar að lengd. Á

vorjafndægri 21.mars er skuggavarp í Reykjavík því um það bil það

sama og 21.desember í Róm, eða 8.15 metrar af 4 metra húsi á hádegi.

Þegar sólin er hæst á lofti eru skuggar í Reykjavík því um það bil

helmingi lengri en í Róm og um 10 sinnum lengri þegar sólin er sem lægst á lofti. Útreikningar þessir eru gerðir af höfundi með aðstoð

SunCalc.org vefsíðu Torsten Hoffmann (e.d). Myndræna framsetningu á samanburði á skuggavarpi í Róm og í Reykjavík má

finna í viðauka 11.1.

Frekari samanburð á hæð sólar í Reykjavík við aðrar borgir, sem eru til ýtarlegri umfjöllunar í 5 kafla, má sjá á mynd 24 á bls.23.

Muninn á lengd skuggavarps á tuttugu- eða þriggja hæða byggingu

sést vel í samanburði á loftmyndum af þéttingu byggðar í

Skuggahverfinu annars vegar og á byggð í Norðurmýri hins vegar, þar

sem finna má sambýlishús eftir skipulagi Einars Sveinssonar (Bjarni Reynarsson, 2014), sjá myndir 23.

Markmið Aðalskipulags Reykjavíkur 2040 er að skapa heildstæðari

og þéttari byggð þar sem gert er ráð fyrir að 90% allra nýrra íbúða rísi

innannúverandiþéttbýlismarkameðbetrinýtinguálandi(Umhverfis-

og skipulagssvið Reykjavíkurborgar, 2021).

Mynd 23: Skuggavarp í hádeginu 20.júlí 2022. Samanburður á skuggavarpi tuttuguhæða byggingu (til vinstri) og á byggð sem hönnuð var með tilliti til sólar, eins og rætt var um í kafla 3 (Loftmyndir ehf., 2022).

Mynd 24: Afstöðumynd með samanburði á hæð sólar í Reykjavík við aðrar borgir, Kaupmannahöfn, New York og Toronto á vetrarsólstöðum, jafndægri og sumarsólstöðum.

Mynd 25: Fullgerðar íbúðir á höfuðborgarsvæðinu á árunum 1983-2021 (Hagstofa Íslands, e.d.).

útreikningi höfundar. Lengdarmetrar af skugga gefa einungis óljósa myndafumfangiskuggavarpseneinsogstaðanerídagverðurskýrari mynd af stöðunni ekki fengin í fljótu bragði með þeim gögnum sem tiltæk eru. Greining á sólskini og skuggavarpi eins og gerð hefur verið

á borgarlandi í miðbæ Toronto, sjá kafla 5.2 á mynd 39, er ekki fengin

nema með forriti á borð við ENVI-met sem líkir eftir

Byggðar voru 2.215 fullgerðar íbúðir á höfuðborgarsvæðinu árið

2021, sjá mynd 25 (Hagstofa Íslands, e.d.) en lágmarks skuggavarp

sem því fylgir nemur 7.619 lengdarmetrum þegar sól er eins hátt á

lofti og gerist á Íslandi, en á vorjafndægri í hádegi nemur skugginn

18.052 lengdarmetrum, samkvæmt útreikningi höfundar. Fjöldi íbúða á fasteignaskrá á höfuðborgarsvæðinu eru 99.928 talsins árið 2023 (HMS, e.d.), sem framkallar að lágmarki 343.752 lengdarmetra af skugga í borgarlandslaginu. Í húsnæðisáætlun Reykjavíkurborgar er gert ráð fyrir uppbyggingu á 16.000 íbúðum á næstu 10 árum (Reykjavíkurborg, 2022). Þar með munu 55.040 lengdarmetrar að lágmarki bætast við undir skuggavarp mannvirkja, samkvæmt

örloftslagsáhrifum bygginga og gróðurs en til þess þarf teikningu af borginni í þrívíddarforriti. Landupplýsingadeild Reykjavíkurborgar vinnur nú að því að teikna upp mannvirki í borginni í þrívídd en þau gögn eru ekki fullunnin (Þórarinn Jóhannsson, munnleg heimild, 19.apríl 2023).

4.2 Dagsljós í skipulagi á Íslandi

Hvernig endurspeglast mikilvægi dagsljóss í skipulagsregluverki? Í

Reykjavík er miðað við að meira en helmings hlutfall af leiksvæði

barna og annarra dvalarsvæða utandyra geti notið sólar að lágmarki í

5 klukkustundir á dag að vori til, n.tt. þann 1.maí milli kl. 9-17 samkvæmt núgildandi aðalskipulagi Reykjavíkur. Ákvæðinu er ætlað að renna stoðum undir gæði íbúðarbyggðar, barnvænt umhverfi og sólrík útisvæði en sambærilega reglu er ekki að finna hjá öðrum sveitarfélögum á Íslandi (Umhverfis- og skipulagssvið

Reykjavíkurborgar, 2021).

Mynd 26: Dæmi um gæði sólskinstíma á dvalarsvæði úr leiðbeiningum um útreikninga og framsetningu í deiliskipulagsgögnum frá Reykjavíkurborg (Reykjavíkurborg, 2023, bls.7).

Reykjavíkurborg er eina sveitarfélagið sem nýverið hefur sett fram leiðbeiningar um útreikninga og framsetninguí deiliskipulagsgögnum

varðandi dvalarsvæði og sól, sjá mynd 28 bls. 26. Borgin biður nú um

að skilað sé inn sólarljóssútreikningum, ásýndarmyndum sem sýna

sólskinstíma á dvalarsvæðum, sjá mynd 26, og grafi af skuggavarpi á

ákveðnum dögum og á ákveðnum tíma dags, þ.e. 21.janúar, 21.mars og 21.júní klukkan 7:00, 10:00, 13:00, 16:00, 19:00 og 22:00, sjá

mynd 27. Til þess að fyllilega sé hægt að meta áhrif skuggavarpsins

er tekið fram að sýna skuli skuggavörp á fasöðum ásamt því að

ásýndin á að innihalda umhverfið. ,,Í þéttri byggð þar sem erfitt er að

greina mun á skuggavarpi, skal skila inn skuggavarpi bæði fyrir og

eftir fyrirhugað verk.“ (Reykjavíkurborg, 2023, bls. 9).

Mynd 27: Dæmi um uppsetningu á skuggavarpi eftir breytingar úr leiðbeiningum um útreikninga og framsetningu í deiliskipulagsgögnum frá Rvk.borg (Reykjavíkurborg, 2023, bls.9)

Mynd 28: Leiðbeiningar um útreikninga og framsetningu í deiliskipulagsgögnum frá Reykjavíkurborg (Reykjavíkurborg, 2023, bls. 2).

Dagsljós er einn mikilvægasti gæðaþáttur dvalarsvæða en slík svæði

eru skilgreind sem ýmist sameiginleg dvalarsvæði á borð við

garðsvæði eða dvalarsvæði innan sérrýma, t.d. svalir. ,,Dvalarsvæði

eru rýmisleg heild sem ná utanum manngerð útirými og snertifleti

þeirra við byggingar, bílastæði og náttúrulega staðhætti.“

(Reykjavíkurborg, 2023, bls. 4). Akfærar götur teljast ekki til dvalarsvæða, né heldur bílastæði, svæði undir sorp eða vindasöm og

hávaðamikil svæði eins og t.d. við hraðbrautir (Reykjavíkurborg, 2023).

Í núgildandi skipulagsreglugerð er kveðið á um að við ákvörðun á

fjarlægð milli byggingarreita skuli taka tillit til sólarhæðar og

skuggavarps, vindstrengja o.fl. Þar segir einnig að heimilt sé að sýna

skýringaruppdrætti svo sem götumyndir, skuggavarpsteikningar og

sniðmyndir í greinargerð deiliskipulags en að skýringargögnin séu

ekki bindandi (skipulagsreglugerð nr. 90/2013).

Ekkert regluverk eða staðlað form er þó að finna á því hvernig á að

skila skuggavarpi. Hvergi er tilgreint að sýna skuli skuggavarp á

ákveðnum dagsetningum yfir tilsettan tíma dags, sem leiðir af sér

ákveðna óreiðu í þeim gögnum sem þó er skilað inn.

Á nýlegum breytingum Reykjavíkurborgar, með tilkomu viðmiða á

dagsljósi á dvalarsvæðum í samræmi við það sem Aðalskipulagið

2040 hjá borginni kallar eftir, má sjá að þétting byggðar á síðustu árum hefur verið lærdómsferli (Umhverfis- og skipulagssvið

Reykjavíkurborgar, 2021, bls. 44).

Svo virðist sem þekking á staðháttum á Íslandi hafi að einhverju leiti

gleymst þar sem í Aðalskipulagi Reykjavíkur frá árinu 1962-83 má

finna þó nokkra umfjöllun um forsendur frá náttúrunnar hendi hvað

varðar birtuskilyrði og skuggavarp bæði með tilliti til legu í landinu,

fjalla og við sjálft skipulag byggðarinnar, sjá mynd 29 (Aðalskipulag

Reykjavíkur 1962-83: Master plan for Reykjavík, 1966).

Mynd 29: Fjallskuggar kl.12.00 21.desember úr Aðalskipulagi Reykjavíkur 196283 (1966, bls.30). Þéttstrikað: skuggar á jörð. Gleiðstrikað: fletir sem sólargeislar snerta.

Skipulagið kveður á um að eðlilegast sé að íbúðarbyggð borgarinnar

muni framvegis vera allþétt með 1-2 tveggja hæða húsum með þriggja hæðafjölbýlishúsumí ÁrbæogSelás ogað leiksvæðibarna njóti sólar

alla daga ársins (Aðalskipulag Reykjavíkur 1962-83: Master plan for Reykjavík, 1966, bls. 127). Dæmi um hámarks húshæðir samkvæmt

skipulaginu 1962 má sjá á mynd 30, en fyrstu háhýsin í borginni rísa

í anda Le Corbusier7 í Sólheimum og á Laugarási eftir árið 1950

(Bjarni Reynarsson, 2014).

,,Hrapallegar afleiðingar gætu hlotizt af því fyrir útlit borgarinnar, ef

tilviljunarkenndatvikfengjuaðráðahæðhúsa,oghefurþvíveriðtalið

óhjákvæmilegt að ákveða hámarkshæð húsa á tilteknum svæðum.“

(Aðalskipulag Reykjavíkur 1962-83: Master plan for Reykjavík, 1966, bls. 147).

Í Aðalskipulagi Reykjavíkur 1984-2004 virðast áherslur á dagsljós í

borgarlandslaginu vera mikið til horfnar. Kafli 2.1 Forsendur frá

náttúrunnar hendi í Aðalskipulaginu 1962-83 „samsvarar“ kafla 13.1

Náttúrufar í Aðalskipulagi 1984-2004 en hvergi er þar minnst á hæð

sólar á Íslandi, birtuskilyrði né skuggavarp (Aðalskipulag

Reykjavíkur 1984-2004, 1988).

7 Le Corbusier (f. 1887-d.1965) var brautryðjandi módernismans í byggingarlist og einkenndist hönnun hans m.a. af: súlum, þakgörðum, opnu gólfplani, löngum gluggum og opnum framhliðum (Les Couleurs, 2020).

Mynd 30: Hámarks húshæðir samkvæmt skipulaginu 1962-83 í í Miðbænum og

Austurbænum. Gulur: 1-2 hæðir. Appelsínugulur: 3 hæðir. Rauðbrúnn: 4-5 hæðir. Svartur: yfir 5 hæðir (Aðalskipulag Reykjavíkur 1962-83: Master plan for Reykjavík, 1966, bls.150).

Þróun á byggð í lok 19. aldar einkenndist af 1-2 hæða bárujárnsklæddum timburhúsum sem skilgreind eru sem hófleg húshæð sem gefur yfirlætislausan og vinalegan heildarsvip á bæinn (Aðalskipulag

Reykjavíkur 1962-83: Master plan for Reykjavík, 1966, bls. 39).

Skipulagstillagan frá 1927 var byggð á hugmyndafræðinni um fyrirmyndarborgina með lokuðum götumyndum, randbyggðum og

samfelldum byggingarreitum en upp úr 1930 varð viðsnúningur sem

miðaði að því að hafa byggðina sundurlausa með sérstæðum

fjölbýlishúsum sem staðsett voru reglubundið m.a. með tilliti til sólar

(Aðalskipulag Reykjavíkur 1962-83: Master plan for Reykjavík, 1966, bls. 41). Dreifing byggðarinnar sem hófst um 1940 leiddi til

þess að sólar naut betur í og við mannvirki sem veitti betri aðstöðu

barna til útileikja. Við tilhögun framtíðarbyggðar í Aðalskipulagi

Reykjavíkur frá 1962-83 (1966) er samt ljóst að útbreiðsla byggðar er ekki hagkvæm að öllu leiti þar sem til dæmis vegalengdir í skóla, búðir og á vinnustað verða meiri ásamt því að gatnagerð verður dýrari

(Aðalskipulag Reykjavíkur 1962-83: Master plan for Reykjavík, 1966, bls. 115). Takmarka skal byggðardreifingu og huga að nýtingu þess landsvæðis sem maðurinn brýtur undir sig í jafnvægi við þarfir okkar þar sem rúmgóð og sólrík opin svæði á tímum stakstæðu blokkarinnar, eins og finna má í Gnoðavogi, voru ekki sjálfkrafa góð almenningsrými. Finna þarf út hversu há húsin í borginni megi vera, hvaða viðmið séu rétt í þéttleika mannvirkja og hversu samfelld byggðin á að vera (Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar, 2021).

Með tillögu að Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040 (2021) eru sett markmið og viðmið við hönnun nýrrar íbúðarbyggðar með áherslu á gæði borgarlandslagsins með tilliti til sólar.

Drög að breytingu á byggingarreglugerð liggja fyrir hvað varðar dagsbirtuskilyrði í byggð. Á fundi Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar þann 15.júní 2022 sem bar yfirskriftina Ljósvist, hvað felst í henni og hvaðahlutverkigegnirhún? kom skýrtfram að horfa verðurheildrænt á skipulags- og byggingarreglugerð þegar kemur að ljósvist.

Rökstuðningur fyrir breytingu á reglugerðum (byggingar og skipulagslöggjöf) er heilsa og vellíðan notenda bygginga. Sameina á

ákvarðanatökur er varða mannvirki undir sama ráðuneyti til samræmingar í málaflokknum þar sem skortur hefur verið á

samþættingu milli skipulags og bygginga. Skipulagsstofnun hefur nú verið færð undir sama ráðuneyti og mannvirkjamálin (Skipulagsstofnun, 2021).

Reglugerðir hafa verið settar fyrir aðstæður innanhúss, þar á meðal fyrir dagsljós og lýsingu (Reglur um húsnæði vinnustaða nr. 581/1995). Í reglum um húsnæði vinnustaða skal vera svo mikið

dagsljóssemkosturer.Vinnurýmiskalþanniggertaðdagsljósdreifist sem best um það og sé sem jafnast. ,,Ljósop glugga á veggjum skal að

jafnaði vera minnst 10% af gólffleti en á þaki 7%.“ (Reglur um húsnæði vinnustaða nr. 581/1995, bls. 3).

Þörf er á reglugerðum fyrir aðstæður utanhúss, líkt og eru til fyrir aðstæður innanhúss, eigi borgalandslagið að styðja við lýðheilsu og

efla almenning til útiveru en nútímamanneskjan eyðir um 90% ævi

sinnar innandyra (Jensen, e.d.). Ef aðstæður innandyra eru hannaðar

tilþessaðmætaþörfumokkar,ogekkihugaðaðþvíutandyra,erhætta

á því að borgarbúar fjarlægist náttúruna enn frekar, en þegar tengingin

við náttúruna er lítil erum við ólíklegri til þess að vilja breyta henni í hag (Evans o.fl., 2018; Wells og Lekies, 2006).

Eins og framgangur hefur verið í þéttingu byggðar verður sífellt

erfiðara að hleypa nægjanlegu magni af dagsljósi niður í

borgarlandslagið við norrænar aðstæður, sérstaklega á veturna. Þörf

er á greiningum til að spá fyrir um gæði sólskinstíma og aðlaga þarf

hönnunámannvirkjumísamræmiviðþað.Dagsljóssemaðalljósgjafi í umhverfinu undir norrænum himni krefst því þekkingar við skipulag

byggða (Dubois o.fl., 2019). Greiningu á sólskini í götumyndum á höfuðborgarsvæðinu má finna í kafla. 6.

4.3 Umræðan í samfélaginu

Skynja má vaxandi óánægju með skilyrði til dagsljóss í borginni

samhliða þéttingu byggðar ef marka má umræðu í fjölmiðlum. Sem dæmi hafa verið birtar fyrirsagnir á borð við: „Ákvæði um birtuskilyrði hornreka í regluverki bygginga“ (Þórdís Arnljótsdóttir, 2022), „Þétting byggðar- lýðheilsuvandi framtíðar“ (Una María Óskarsdóttir, 2020), „Dagsbirtan hefur gleymst á undanförnum árum“ (Þórdís G., 2022), „Lýsa áhyggjum af „skuggasundum“ og dimmum íbúðum á Heklureit“ (Arnar Þór Ingólfsson, 2021) og „Varar fólk við dimmum íbúðum í nýjum hverfum“ (Jón Trausti Reynisson, 2022).

Margvísleg áhrif dagsbirtu eru nú einnig til skoðunar í verkefni Önnu Sigríðar Jóhannsdóttur sem ber heitið Áhrif dagsbirtu í íbúðabyggð, allt frá skipulagi til innri íverurýma (Anna Sigríður Jóhannsdóttir, 2022). Í viðtali við RÚV segir Ásta Logadóttir verkfræðingur að skipulags- eða byggingareglugerð innihaldi ekki reglugerðir varðandi skilyrði til birtu og skugga og því sé allt opið fyrir hræðileg skilyrði til mannlífs á nýbyggingasvæðum (Þórdís Arnljótsdóttir, 2022).

En spyrja má hverju skipulagsleysið í skipulagsreglugerð hefur skilað af sér. Í könnun sem gerð var árið 2011 um skipulagsmál á höfuðborgarsvæðinu var spurt: Hvaða framkvæmd eða framkvæmdir

á höfuðborgarsvæðinu koma fyrst upp í hugann þegar þú heyrir

minnst á orðin skipulagsslys, skipulagsklúður eða skipulagsmistök? Í

úrtaki svarenda voru félagar í Félagi íslenskra landslagsarkitekta,

Skipulagsfræðingafélagi Íslands og Arkitektafélagi Íslands.

Niðurstaða könnunarinnar var afdráttarlaus, háhýsið við Höfðatorg í

Borgartúni þykir mesta skipulagsslysið. Ummæli þátttakenda um

Höfðatorg voru meðal annars: „í mælikvarða sem mátast ekki af skynsemi inn í umhverfið, kaldur og fráhrindandi arkitektúr, sviptivindar, óaðlaðandi umhverfi, grátt kalt og gróðursnautt“

(Ríkisútvarpið, 2011). Skuggahverfið, Háskólinn í Reykjavík og

Borgartún voru í öðru til fjórða sæti yfir slæmt skipulag en fast á eftir komu Smáralind og Grand hótel (Bjarni Reynarsson, 2014).

Arkitektarnir Jóhannes Þórðarson og Sigbjörn Kjartansson segja í

umsögn sinni um breytingar sem verið er að gera á aðalskipulagi

Reykjavíkur 2040 að gallar séu í uppbyggingu fjölbýlishúsa á

þéttingarreitum víða í borginni þar sem vöntun er á sólarljósi og dagsbirtu. Íbúðirnar sem eru með verstu skilyrðin til dagsljóss fari til

þeirra sem minnst hafa á milli handanna og að slíkt ýti undir félagslegan ójöfnuð. Enn fremur segja arkitektarnir að göturými á

milli bygginga séu mikið til í skugga þar sem sólarljós nær illa að

(Arnar Þór Ingólfsson, 2021).

Árið 2007 var gerð könnun þar sem spurt var: Í hvernig umhverfi eða hverfi vilt þú helst búa? Gefnir voru upp 10 kostir með tilvísun til hverfa í borginni og mismunandi húsagerð. Flestir svarenda kusu Fossvoginn þar sem eru blandaðar húsagerðir og vegna nálægðar við stór útivistarvæði komu þar á eftir Þingholtin, Smáíbúðarhverfið og Grafarholtið. Fáir þátttakenda völdu þéttingarsvæði í miðborginni (Bjarni Reynarsson, 2014).

4.4 Samantekt

Lifandi borgarlíf veltur á dvöl fólks utandyra sem er einungis fengið með því að móta umhverfið út frá þörfum fólks en forsendur notalegrarútivistaráÍslandierusólogskjól. Hlutverkdagsljósívirkni göturýma við Íslenskar aðstæður er því til grundvallar fyrir iðandi mannlíf. Í köldu veðri leitar fólk uppi sæti í sólinni, þar hægt er að verjast kulda með sólskini óháð hitastigi, því norðlægari sem breiddargráðan er því ákafari er þessi hegðun. William H. Whyte taldi innleiðingu á sólarljósi í borgarhönnun mikilvæga í því að efla gæði á umhverfinuogskapalifandi,lífvænlegsamfélögogPeterBosselmann kemst aukinheldur að þeirri niðurstöðu að þörf sé á reglugerðum til þess að vernda aðgang fólks að dagsljósi í almannarými. Hnattstaða Íslands skapar ákveðna sérstöðu í birtuskilyrðum þar sem hæð sólar er minnst í 2.7° yfir sjóndeildarhringnum að vetri til sem leiðir af sér

langt skuggavarp. Það að yfirfæra byggingarstíl háhýsa þvert á breiddarbauga er því ekki sniðug hugmynd þar sem skuggar á Íslandi,

þegar sólin er hæst á lofti, eru um það bil helmingi lengri en í Róm og um 10 sinnum lengri þegar sólin er sem lægst á lofti. Að lágmarki

343.752 lengdarmetrar fara undir skuggavarp mannvirkja í

borgarlandslaginu í dag en gera má ráð fyrir að 55.040 lengdarmetrar að lágmarki muni bætast þar við samhliða uppbyggingu á næstu 10

árum, samkvæmt útreikningi höfundar. Ekkert regluverk er til utanum dagsljós eða lágmarks fjölda sólarstunda í borgarlandslaginu á Íslandi

en með tillögu að Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040 eru sett markmið og viðmið við hönnun nýrrar íbúðarbyggðar með áherslu á gæði

borgarlandslagsins með tilliti til sólar. Viðmið eru til staðar hjá

Reykjavíkurborg fyrir leiksvæði barna og önnur dvalarsvæði utandyra

og eiga þau að geta notið sólar að lágmarki í 5 klukkustundir á dag að

vori til á meira en helmings hlutfalli svæðisins. Reykjavíkurborg er jafnframt eina sveitarfélagið sem sett hefur fram leiðbeiningar um útreikninga og framsetningu í deiliskipulagsgögnum varðandi dvalarsvæði og sól. Svo virðist sem þekking á staðháttum á Íslandi, út

frá náttúrunnar hendi hvað varðar birtuskilyrði og skuggavarp, hafi að einhverju leiti gleymst frá fyrri árum en skynja má vaxandi óánægju með skilyrði til dagsljós í borginni samhliða þéttingu byggðar ef marka má umræðu í fjölmiðlum, umsögnum og niðurstöður kannana.

5. Regluverk annarra borga

5.1 New York 40,71°N

Í byrjun árs 2019 fór af stað hreyfing í New York borg, sem staðsett er í Norður­Ameríku á 40,71° norður (Time.is, e.d.), af frumkvæði

The Municipal Art Society of New York (MAS) og New Yorkers for Parks (NY4P) sem sameinuðust um að hefja víðtæka herferð fyrir

dagsljósi í borginni undir heitinu Fight for Light (The Municipal Art Society of New York, 2023). Eitt af lykilatriðum hreyfingarinnar eru

áhyggjur af vöntun á aðgengi að dagsljósi sem hefur verið tengt neikvæðum heilsufarslegum afleiðingum (The Municipal Art Society of New York, 2023), líkt og greint var frá hér fyrir ofan í kafla 3.1.

Hópurinn lítur leiðsagnar alþjóðlegra sérfræðinga í borgarhönnun,

arkitektúr, verkfræði, skipulagsmálum, lýðheilsu, lögum, umhverfisréttindum og fasteignum sem koma að greiningum samtakanna á aðgengi að dagsljósi í borginni, sjá mynd 31, og mótun

á tilskipunum um framtíðarstefnu. (New York City's Fight for Light, 2019, bls. 53). Markmið samtakanna er að bæta lýðheilsu, heilbrigði umhverfisins og efnahagslega­ og félagslega heilsu New York­búa með því að auka aðgengi að náttúrulegri birtu. Hópurinn spratt fram úr óánægju vegna skorts á regluverki utan um skuggavarp í borginni

og er ætlunin að bregðast við ýmsum vandamálum sem New York

Mynd 31: Úr greiningu Fight for light á aðgengi að dagsljósi að veturlagi í miðbæ Brooklyn (The Municipal Art Society of New York, 2023)

hæðarkvóta mannvirkja (The city ofNew York, 2023). Aðgengi að sólarljósi var einn helsti drifkraftur fyrsta svæðisskipulags New York (New York City's Fight for Light, 2019, bls. 1) en þrátt fyrir þennan upphaflega tilgang laganna er ekki að finna neitt um sólarljós og dagsljós né aðrar tegundir ljóss undir kafla svæðisskipulagsins um „Tungumál og skilgreiningar“ né heldur hugtakið örloftslag. Almenningsgarðar og torg eru hins vegar skilgreind í reglugerðinni (The city of New York, 2018).

íbúar standa frammi fyrir, sérstaklega þeir sem búa í lágtekjusamfélögum (The MunicipalArt Society of NewYork, 2023). New York borg stjórnar aðgangi að dagsljósi aðallega í gegnum svæðisskipulagið sem inniheldur sérstakar kröfur um inndregnar byggingar, sjá mynd 32, sem og strangari staðla fyrir dagsljós á ákveðnum svæðum eins og í miðbænum. Svæðisskipulag New York felur í sér reglugerðir um landnotkun og uppbyggingu á skipulagssvæðum borgarinnar, ásamt reglum um umfang og

Mynd 32: Til vinstri: Kröfur um inndregni/stöllun fyrir háar byggingar Til hægri: Kröfur um inndregni fyrir háar byggingar í lág þenslu hverfum úr Svæðisskipulagi NY (Up codes, e.d.).

Kröfur eru um greiningu á dagsljósi fyrir miðbæinn eða „Special Midtown“ svæðið en ekki fyrir þéttbyggð hverfi eins og í

fjármálahverfinu eða við sjávarsíðuna. Svæðisskipulagið mælir með

því að hámarka nýtingu sólarljóss við uppbyggingu nýrra bygginga en bara þegar viðkemur torgum sem þróuð voru fyrir árið 2007.

Dagsbirtuákvæði eru ekki í til staðar fyrir göturými, leikvelli né almenningsgarða (City planning commission, 2023).

Svokölluð loftréttindi eða „Air Rights“ eru til staðar í regluverki New

York og vísa þau til réttinda til að nota ónotað rými fyrir ofan byggingu eða einfaldlega óbyggða lóð til frekari uppbyggingar.

Loftréttindi eru m.ö.o ónýtt réttindi til uppbyggingar á mannvirki sem mæld eru í einingum af hlutfalli gólfflatar. ,,Hlutfall gólfflatar er grundvallar regla umfangs sem stjórnar stærð bygginga.“ (NYC

Department of City Planning, e.d.). Eigandi lóðar með loftréttindi

getur bætt við hæðum á byggingu sína upp að mörkum réttindanna

eða selt „ónotað loftrými“ til samliggjandi byggingar sem hefur þá

leyfi til þess að hækka mannvirkið sem því nemur, sjá mynd 33 (NYC

Department of City Planning, e.d.).

Loftrýmið fyrir ofan byggingar gengur kaupum og sölum sem gerir framkvæmdaraðilum kleift að byggja hærri byggingar (Finn, 2013; Nesbit, 2022).

Mynd 33: Tvær helstu tegundir af flutningi á gólfflatar-hlutfalli sem leyfð er úr skýringum á svæðis-skipulagsreglum NYC (NYC Department of City Planning, e.d.).

Í sambandi við umræðu á uppbyggingu háhýsa tengdum dagsljósi í

borgarlandslagi er vert að draga fram þá framvindu og

vitundarvakningu sem orðið hefur og raungerist í verðlaunuðu

skrifstofuháhýsi sem reis árið 2019 á götu nr. 40 í New York borg.

Vegna einstakrar lögunar sinnar ber byggingin heitið Solar Carve eða

Sólskurðurinn.Aðgangur að dagsljósi var settur í forgang við hönnun

mannvirkisins, sjá mynd 34, sem staðsett er við jaðar Manhattan milli

High Line garðsins og Hudson árinnar (Studio Gang, e.d.).

High Line garðurinn er upphækkaður almenningsgarður sem byggður

var á gamalli járnbraut og liggur yfir vesturhliðManhattan (The High

Line, e.d.). Þar sem garðurinn er á hærra plani en götur borgarinnar

ætti dagsljós að eiga þar greiðari leið að, en aðgangur að geislum

sólarinnar þar er ekki tryggður. Leið garðsins liggur í gegnum miðja

borgina þar sem hröð uppbygging mannvirkja í kring hefur tekið að

skyggja á gróðurinn í garðinum (Stinson, 2019).

Bakhlið byggingarinnar Solar Carve snýr í austur beint að High Line garðinum. Myndi byggingin hafa verið byggð samkvæmt tilskildum leyfum skipulagsins hefði það haft í för með sér verulegt skuggavarp

á gróður garðsins, sjá mynd 35 á bls. 36, sem háður er sólskininu, með tilskildum afleiðingum fyrir flóruna (Fight for Light, 2021), líkt og

rætt var um í kafla 3.2 hér fyrir ofan.

Mynd 34: Skýringarmynd um gang sólar við Solar Carve bygginguna (Studio Gang, e.d.)

„Við erum nokkuð viss um að allar plönturnar þarna hefðu dáið ef við

hefðum byggt samkvæmt leyfum skipulagsins,“ segir Weston Walker, hönnunarstjóri og meðeigandi arkitektastofunar Studio Gang sem hannaði bygginguna (Stinson, 2019).

Til þess að forðast þessa útkomu rannsakaði Studio Gang margvíslegar hæðar­ og umfangs breytur á háhýsi miðað við þar til gerða staðsetningu og er skurðurinn í lögun hússins mótaður samhliða hornum geislum sólar (Studio Gang, e.d.). Formunin á mannvirkinu

tekur mót af hornum sólarinnar og þeirri rúmfræðilegu umgjörð sem leyfileg er (Studio Gang, e.d.).

Framkvæmdaraðili leggur þarna í vinnu sem er almenningi NewYork

í hagen bætir viðkostnaðverkefnisins oglengirframkvæmdar tímann

þar sem núverandi reglugerðir borgarinnar gera ekki ráð fyrir slíkri byggingarhönnun. Lokaniðurstaðan er mannvirki sem gerir sólinni

kleift að ná niður til gróðursins í garðinum þar sem útveggir byggingarinnar beygja sig aftur undan geislum sólar, sjá mynd 36 (Stinson, 2019).

Mynd 35: Greiningin sýnir að sólarskorið byggingarform (vinstra megin) hleypir meira sólarljósi niður í garðinn en leyfilegt umfang samkvæmt skipulagi gerir (hægra megin) (Studio Gang, e.d.).

Mynd 36: Solar Carve byggingin séð frá High Line garðinum (Studio Gang, e.d.).

5.2 Toronto 43,7°N

Baráttan fyrir dagsljósi í New York horfir mikið til dagsbirtuákvæða

í regluverki Toronto, höfuðborgar Ontario fylkis í Kanada sem staðsett er á 43,7 breiddargráðu norður (Fight for Light, 2021).

Skipulagsákvæði fyrir miðbæ Toronto og Mississauga, sem er borg í

grennd Toronto við stöðuvatnið Ontario, kveða á um staðla dagsljóss

fyrir mismunandi gerðir gatna (The City of Toronto, 2018). Stefna

Toronto var mótuð undir áhrifum af rannsókn sem gerð var árið 1991

á þægindum gangandi vegfarenda með tilliti til sólar og vinds sem

framkvæmd var af Peter Bosselmann og fleirum, eins og rætt var um

hér í 4. kafla (Fight for Light, 2021; Bosselmann o.fl., 1990).

Leiðbeiningarrit Toronto fyrir hönnun háhýsa frá árinu 2013 er ætlað

að aðstoða við framkvæmd opinberrar áætlunarstefnu sem

hönnunarvísir fyrir háar byggingar í borginni. Með því að veita

nákvæmar og mælanlegar leiðbeiningar varðandi umfang bygginga, staðsetningu og efnisnotkun sýna viðmiðunarreglurnar fyrst og fremst

hvernig hægt er að ná fram stefnumarkmiðum borgarskipulagsins.

Leiðbeiningarnar aðstoða við að tryggja að háar byggingar, þar sem

þær eru leyfðar, passi innan samhengis umhverfisins þar sem leitast er við að lágmarka staðbundin áhrif þeirra. Tilskipanir og framkvæmdaaðgerðir Toronto ná yfir göturými, garða, opin rými almennings og einkaaðila og miða að því að lágmarka skugga og áhrif

af vindi ásamt því að vernda sólarljós og útsýni yfir himininn, sjá mynd 37 (City of Toronto, 2013). Ný lög yfir skuggavarp í

miðbæjaráætlun borgarinnar (nr. 811/2022) innihalda sérstaka garða og opin svæði þar sem vernda á sólarljós, sjá mynd 38 á bls.38, en ýtarleg greining hefur verið framkvæmd á sólskini og skuggavarpi í miðbæ Toronto sem gefur góðar upplýsingar um aðstæður í borgarlandinu, eins og sjá má á mynd 39 (TOcore, e.d.). Fullyrt er að aðgangur að beinu sólarljósi í almenningsgörðum í loftslagi Toronto geti lengt tímabil þægilegra aðstæðna um nokkra mánuði (The City of Toronto, 2018), en á mynd 40 á bls.39 má sjá hvernig lagskipting ýmissa reglna sem gilda um miðbæinn geta auðkennt svæði sem krefjast frekari greiningar á varmaþægindum eða vernd (TOcore, e.d.).

Mynd 37: Myndræn framsetning á skrefum í prófunarferlinu fyrir verndun á sólarljósi í Toronto borg (TOcore, e.d., bls. 57).

Mynd 38: Úr Miðbæjarskipulagi Toronto. Garðar og opin svæði þar sem vernda á sólarljós (Tocore, e.d., bls. 84).

Mynd 39: Greining á uppsöfnuðum klukkustundum sólar og skuggavarps í Toronto borg 21.september (TOcore, e.d., bls. 55).

Mynd 40: Lagskipting ýmissa reglna sem gilda um miðbæinn geta auðkennt svæði sem krefjast frekari greiningar á varmaþægindum eða vernd. Ramminn til að greina hitaþægindi krefst skoðunar á ýmsum stefnum, landnotkunarmerkingum, almenningsgörðum og opnum rýmum og svæðum sem miða að framtíðarvexti. Þetta undirstrikar bæði núverandi og framtíðar aðstæður þar sem varmaþægindi ætti að vernda (TOcore, e.d., bls. 50).

5.3 Aarhus 56,16°N

Tilmæli um útreikninga og framsetningu í deiliskipulagsgögnum frá

Reykjavíkurborg varðandi dvalarsvæði og sól eru mikið til fegnar að fyrirmynd frá Aarhus í Danmörku (Borghildur Sölvey Sturludóttir, munnleg heimild, 28.mars 2023) sem staðsett er á 56,16° norður (Time.is, e.d.).

Leiðbeiningar Aarhus fyrir útisvæði tilgreina að sameiginleg dvalarsvæði skuli að lágmarki hafa minnst 50% hlutfall af sól í 3 tíma

á jafndægri, en viðmið fyrir sérvistarsvæði á svölum eru 2 tímar af sól við jafndægur. Hönnun svæðis þarf að miða við að sérstaða þess sé

virt. Umsækjandi um framkvæmd þarf að geta sýnt fram á með gögnum að hönnun dvalarsvæðis sé nægilega vönduð og henti til útiveru.

Framkvæmdaraðili skal skrásetja hefðbundið skuggavarp ásamt skilyrðum til sólar með skýringarmyndum yfir sólarstundir sem segir til um fjölda klukkustunda sólar á sumarsólstöðum, vetrarsólstöðum og á jafndægri (Teknik og Miljø: Aarhus Kommune, 2020). Nánar til tekiðskulu skýringarmyndir á skuggavarpisýnaallar fjórar árstíðirnar

á tilteknum dagsetningum: 21. mars á vorjafndægri, 21. júní á sumarsólstöðum, 21. september á haustjafndægri og 21. desember á

vetrarsólstöðum, klukkan 09:00, 12:00, 15:00, 18:00 og 21:00, eins

og sjá má á mynd 41. Í þéttri byggð þar sem erfitt er að greina mun á skuggavarpi skal skila inn myndum sem sýna stöðuna bæði fyrir og eftir fyrirhugað verk (Teknik og Miljø: Aarhus Kommune, 2021), líkt og kveðið er á um í leiðbeiningum Reykjavíkurborgar sem fjallað var um hér í kafla 4.2.

Varðandi framlag til aukinna borgargæða er lagt til að byggingar séu dregnar að hluta til eða að öllu leiti um 0,5-5 metra til baka frá

gangstétt þannig að stærra svæði myndist á milli hússins sjálfs og gangstéttar. Aðalskipulag Aarhus frá 2017 gerir kröfur til umfangs, fjölhæfni og gæða útivistarsvæða við gerð nýs íbúðar- og

atvinnuhúsnæðis en tryggja skal góðar vistarverur utandyra til þess að

auka vellíðan íbúa og gera borgina grænni og viðburðarríkari.

Á tímum mikils vaxtar í borginni á að tryggja skynsamlega nýtingu

lands, með tilliti til bygginga, bílastæða og afþreyingarsvæða.

Aðalskipulagið 2017 leggur höfuðáherslu á góðar vistarverur

utandyra með tilheyrandi leiðbeiningum. Hlutfall byggingar skal vera

þannig úr garði gengin að kröfur um skipulag og gæði, utan við, uppfylli skilyrði til dvalar. Lækka skal byggingarprósentuna til þess

að uppfylla kröfur um gæði dvalarsvæða, sé þess þörf (Teknik og

Miljø: Aarhus Kommune, 2020).

Mynd 41: Dæmi um skýringarmynd á skuggavarpi sem framkvæmdaraðili skal skila inn (Teknik og Miljø: Aarhus Kommune, 2021).

Deiliskipulag má gera kröfur um stærð, staðsetningu og skipulag vistarvera en reglur aðalskipulagsins eru forsendur deiliskipulags. Í

afgreiðslu byggingarmála ber sveitarfélögum, samkvæmt byggingarreglugerð, að sjá um skipulag opinna rýma og að þau séu

fullnægjandi í samræmi við leiðbeiningar fyrir útisvæði sem skulu

hafðar til leiðsagnar við einstaka málsmeðferðir (Teknik og Miljø:

Aarhus Kommune, 2020).

Markmið leiðbeininga Aarhus fyrir útsvæði eru að tryggja íbúum og

notendum vistlega afþreyingaraðstöðu þegar um ný heimili og fyrirtæki er að ræða. Skrásetning framkvæmdaraðila á skilyrðum til sólar með skýringarmyndum yfir sólarstundir, eins og sjá má á mynd

42, er verkfæri til þess að stuðla að gerð vandaðra dvalarrýma með velferð íbúa og grænni borg að leiðarljósi.

Stefnumið aðalskipulagsins um kröfur fyrir dvalarsvæði eiga að tryggja að dvalarrými séureiknuð útá samræmdumgrunni ogað skýrt sé til hvaða málamiðlana skal grípa ef þörf krefur. Staðlar hafa verið

settir um umfang dvalarsvæða, í nýjum íbúðahverfum og blönduðu

þéttbýli þar sem byggt er nýtt húsnæði, í samræmi við hlutfall af gólffleti mannvirkis. Rými dvalarsvæða utandyra skal vera um 30% af gólfflatarmáli byggingar í miðbænum og utan miðbæjar um 50%.

Dvalarsvæði við atvinnuhúsnæði þarf að lágmarki að samsvara 5% af gólffleti byggingar. Viðbygging við húsnæði á einni eða fleiri hæðum

Mynd 42: Dæmi um greiningu á sólarstundum á Sonnesgade. Skýringarmyndirnar sýna að bæta þarf sólarskilyrði í götunni (Teknik og Miljø: Aarhus Kommune, 2020)

er flokkuð sem nýbygging og þarf að uppfylla kröfur um tilkomu 30% hlutfalls dvalarsvæðis (Teknik og Miljø: Aarhus Kommune, 2020).

Eftirfarandi svæði teljast ekki til dvalarsvæða: Vegir, bílastæði, sorpsvæði, gróðurbelti, svæði í miklum halla, náttúruverndarsvæði

sem takmarka nýtingu svæðisins sem dvalarsvæði, svæði sem eru nærrivegum/járnbrautum/fyrirtækjumsemfarayfirviðmiðunarmörk

hávaða eða umhverfismengunar, svæði nýtt undir ofanvatnslausnir og önnur „afgangssvæði“. Ef svæði sem notuð eru undir regnvatnsbeð

eru aðeins á reglubundnu flóði og henta að öðru leyti til viðveru geta

þau talist til dvalarsvæðis. Lítið gróðurhús getur talist til dvalarsvæðis

sé það staðsett við hlið annarra vistarvera utandyra.

Varðandi staðsetningu vistarvera skal fyrst og fremst leitast við að

koma dvalarsvæðum að á jörðu niðri eða í formi svala sem staðsettar

eru garðsmegin við byggingu. Kröfur um dvalarsvæði má einnig

reyna að leysa með upphækkuðum vistarverum eins og þakverönd

sem dæmi. Dvalarsvæði skulu jafnframt vera samliggjandi, vistleg

svæði með fjölbreytt grænt umhverfi og vandaðan líffræðilegan fjölbreytileika (Teknik og Miljø: Aarhus Kommune, 2020).

„Sameiginlegar vistarverur og samkomustaðir verða að vera þannig

úrgarðigerðiraðþargefistgóðtækifæritilviðveruogleiksfyrirbörn,

ungmenni, fullorðna og aldraða og styðji um leið nærsamfélagið þvert á aldurshópa.“ (Teknik og Miljø: Aarhus Kommune, 2020, bls. 8)

5.4 Samantekt

SkortureráregluverkiutanumskuggavarpíNewYorksemleitthefur

tilstofnunarhreyfihópssemberstfyriraðgangiaðdagsljósiíborginni.

Hópurinn horfir til skipulagsákvæða og laga sem Toronto hefur sett

til verndunar á dagsljósi í borgarumhverfinu en þar í borg hefur verið framkvæmd ýtarleg greining á sólskini og skuggavarpi sem gefur

skýra mynd af stöðunni í borginni. Tilmæli um útreikninga og framsetningu í deiliskipulagsgögnum frá Reykjavíkurborg varðandi

dvalarsvæði og sól eru mikið til fegnar að fyrirmynd frá Aarhus í

Danmörku þar sem ákvæði um dagsljós á dvalarsvæðum er verkfæri

til þess að mæta kröfum um gæði vistarvera.

Forrit á borð við loftslagslíkanaforritið ENVI-met sem líkir eftir

örloftslagsáhrifum bygginga, gróðurs og annarra hluta á sviði borgarhönnunarogskipulags,ermikilvægtverkfæritilþessaðtryggja

góðar aðstæður við mótun umhverfis, líkt og notað var í greiningu á

aðstæðum í N.Y., Toronto og Aarhus, sjá myndir 31, 35, 39 og 42.

6. Sólskinsrannsókn í göturýmum

Í greiningu á skuggavarpi í göturýmum á höfuðborgarsvæðinu,

myndir 44-49, má sjá þróun sólarljóss í nútímaþéttingu byggðar

samanborið við skipulag Einars Sveinssonar frá 1934 og Guðjóns

Samúelssonar frá 1930 sem hannað var með áherslu á afstöðu húsa og

lóða gagnvart sólu í samræmi við skipulagshugmyndir Guðmundar

Hannessonar, sem rætt var um hér í byrjun þessarar ritgerðar í kafla 3.

Myndataka fór fram á hádegi þann 21. júní 2022 á sumarsólstöðum,

21. desember í hádeginu á vetrarsólstöðum sama ár og síðan á

vorjafndægri21.mars2023.Bornarerusamangötumyndirsemteknar

eru úr sambærilegri átt gagnvart sólu.

NiðurstöðurrannsóknarinnarsýnaaðíþéttingubyggðaríSunnusmára

í Kópavogi og á Hlíðarenda í Reykjavík veldur lítið bil á milli bygginga, ásamt hæð þeirra, því að skuggi liggur yfir mestum hluta göturýmisins vel meiri hluta ársins, eftir sólarupprás. Þetta hefur neikvæð áhrif á gæði rýmisins til dvalar, heilsu íbúa og líffræðilegan fjölbreytileika eins og áður hefur verið rætt um. Göturnar eru líflausar og rýrar gæðum fyrir gesti og gangandi.

Betri skilyrði til sólarljóss er að finna á Gunnarsbraut í Norðurmýri,

Hofsvallagötu og Ásvallagötu við Hringbraut sem hannað var um

1930 með áherslu á afstöðu húsa og lóða gagnvart sólu. Tilvist

sólskinsins í göturýminu hefur jákvæð áhrif á heilsu íbúa og styður

við möguleikann á því að dvelja í rýminu. Götutré lifa góðu lífi í

þessum eldri götum Reykjavíkur sem styður við líffræðilegan

fjölbreytileika svæðisins.

Mynd 43: Svæði til athugunar merkt rauðum punktum (Google Earth pro, 2022).

Vetrarsólstöður Jafndægur Sumarsólstöður Samanlagt skuggavarp

Mynd 44: Sunnusmári í Kópavogi á hádegi. Samanlagt skuggavarp sýnir að nærri allt göturýmið er í skugga á hádegi meiri hluta ársins, nema um há sumar. Á sumarsólstöðum nær sólarljós yfir meira en helming rýmisins.

Mynd 45: Gunnarsbraut í Norðurmýri. Samanlagt skuggavarp sýnir að nærri allt göturýmið nýtur sólar á hádegi meiri hluta ársins, nema um há vetur. Laufgun trjáa veldur meiri skugga í rýminu um sumar.

Skuggvarp einungis á vetrarsólstöðum

Skuggi á vetrarsólstöðum og á jafndægri

Skuggavarp á vetrar- og sumarsólstöðum sem og á jafndægri.

Vetrarsólstöður

Jafndægur

Sumarsólstöður

Samanlagt skuggavarp

Mynd 46: Sunnusmári í Kópavogi á hádegi. Samanlagt skuggavarp sýnir að allt göturýmið er í skugga á hádegi vel meiri hluta ársins, nema um há sumar nær sólarljós rétt niður á gangstéttina á móti suðri. Sólarljós nær ekki niður í rýmið á vetrarsólstöðum og mest megnið ekki á jafndægri þar sem sólarvasi myndast við inngang hússins til hægri á jafndægri.

Mynd 47: Hofsvallagata við Hringbraut í Reykjavík á hádegi. Samanlagt skuggavarp sýnir að á hádegi á jafndægri nær skuggi yfir meira en helming rýmisins. Um há sumar nær sólarljós vel niður í rýmið og einnig að nokkru leyti niður á gangstéttina sem snýr undan sól.

Skuggvarp einungis á vetrarsólstöðum

Skuggi á vetrarsólstöðum og á jafndægri

Skuggavarp á vetrar- og sumarsólstöðum sem og á jafndægri.

Vetrarsólstöður

Jafndægur

Sumarsólstöður

Samanlagt skuggavarp

Mynd 48: Smyrilshlíð á Hlíðarenda í Reykjavík á hádegi. Samanlagt skuggavarp sýnir að allt göturýmið er í skugga á hádegi meiri hluta ársins, nema um há sumar nær sólarljós niður á gangstéttina á móti suðri en skuggi fyllir meira en helming rýmisins á sumarsólstöðum.

Mynd 49: Ásvallagata við Hringbraut í Reykjavík á hádegi. Samanlagt skuggavarp sýnir að á hádegi á jafndægri nær skuggi yfir meira en helming rýmisins en geislar sólar ná vel niður á gangstétt á móti suðri. Sólarljós fyllir meira en helming rýmisins á sumarsólstöðum.

Skuggvarp einungis á vetrarsólstöðum

Skuggi á vetrarsólstöðum og á jafndægri

Skuggavarp á vetrar- og sumarsólstöðum sem og á jafndægri.

7. Hafnartorg

Greining á skuggavarpi í göngugötu Hafnartorgs, sem sjá má á mynd

50, sýnir að lítið bil á milli bygginga ásamt hæð þeirra veldur því að

skuggiligguryfirgöturýminumeirihlutaársinseftirsólarupprás. Eftir

sólarupprás í janúar skyggir nánasta umhverfi einnig á svæðið. Við

jafndægur er göturýmið að mestu leyti skuggalagt yfir allan daginn.

Skuggavarp bygginganna hafa áhrif langt út í almannarýmið eins og

sést vel á myndum frá jafndægri kl. 13.00 og 16.00, en einnig á mynd

frá sumarsólstöðum kl. 19.00. Á sumarsólstöðum er göngugatan að

einhverju leyti skuggalögð yfir allan daginn. Sólskin nær inn á torgið

þar sem opnun er til suðurs og suðausturs á sumarsólstöðum milli

kl.13.00 og 16.00. Sólarljós nær einnig niður í rýmið á

sumarsólstöðum kl.10.00 milli bygginganna sem næstar eru

Kolaportinu þar sem opnun er til norðvesturs og austsuðausturs.

Mynd 50: Skuggavarp Hafnartorgs uppsett samkvæmt leiðbeiningum um útreikninga og framsetningu í deiliskipulagsgögnum frá Rvk.borg

Könnun á hegðun fólks í göngugötunni var gerð sumardaginn fyrsta

þann 20. apríl 2023 milli kl. 14.00 og 15.00, í samræmi við aðferðir

Gehl og Svarre sem lýst er í bókinni How to study public life (2013)

og hafa verið viðurkenndar víðsvegar um heim (New York City. (e.d.). Könnunin var gerð til athugunar á gæðum svæðisins til útiveru.

Veðurskilyrði voru nánast eins góð og þau gerast með hægum vindi

og sól, hitastig var um 10°C, en sólskin er ein forsenda þess að hægt

sé að framkvæma könnun sem þessa. Höfundur var staðsettur í miðju

torgsins með góða yfirsýn yfir svæðið út um glugga á annarri hæð, sjá mynd 52.

Um 520 manns lögðu leið sína í gengum torgið, stór hluti vegfarenda

voru ferðamenn en þó nokkuð var af Íslendingum þar sem umræddur

dagur er frídagur frá bæði vinnu og skóla, sem gefur könnuninni

marktætari niðurstöður þar sem fleiri voru á ferli en venjulega.

Eins og greint er fráí kafla 4. tekur mælikvarði ágæðum rýmis til þess

hvort fólk fái sér þar sæti, hversu lengi er staldrað þar við og hver gönguhraði í gegnum svæðið er. Einstaklingur sem fær sér sæti í almenningsrými gerir það til þess að njóta þeirra gæða sem umhverfið

býr yfir svo sem veðurs og útsýnis. Valkvæðar athafnir eiga sér aðeins

stað ef gæðiútirýmis eru mikil og veðuraðstæðurog staðsetning bjóða

upp á skilyrði til þess að t.d. nema staðar og njóta sólar. Viðmót

Mynd 51: Lýsing á staðsetningu svæðis. Hafnartorg afmarkað með rauðum lit. Unnið af höfundi á mynd frá Loftmyndum ehf. (2022).

Mynd 52: Svæði til athugunar rauðlitað: Hafnartorg. Rauður punktur: staðsetning höfundar.

aðstæðna hafa aðeins lítil áhrif á umfang nauðsynlegra athafna en aðeins allra nauðsynlegustu athafnir eiga sér stað ef gæði útirýmis eru lítil, fólk hraðar sér þá þar í gegn. Nauðsynlegar athafnir eru álíka algengar þegar gæði útirýmis eru mikil og þegar þau eru lítil en þær

hafahinsvegartilhneigingutilþessaðstandalenguryfirþegarviðmót umhverfisins er betra.

Sólarljós náði niður í rýmið þar sem opið er til suðurs en skuggi fyllti upp í plássið á milli bygginga og vel upp á fasöður þar sem opnun er

til norðvesturs, austsuðausturs og suðausturs, eins og sjá má á mynd 53. Viðbótarupplýsingar um skuggavarp þann 20.apríl er að finna í viðauka 11.2. En eins og áður hefur verið rætt hefur mótun bygginga, skuggavarp og tilvist gróðurs eða götutrjáa mikil áhrif á mannlíf milli húsa.

Götutré eru ekki til staðar í rýminu en reynt hefur verið að færa gróður

inn á torgið með blómakerjum. Enginn gróður var á lífi þegar könnunin fór fram enda veturinn rétt á undanhaldi.

Mynd 53: Greining á skuggavarpi í göngugötu Hafnartorgs á sumardaginn fyrsta 20.apríl kl.14.00 og 15.00.

Aðstæður á Hafnartorgi bjóða upp á setuaðstöðu en einungis tvær

manneskjur af þessum 520 sem áttu leið um svæðið tylltu sér á bekk

þar sem geislar sólar náðu niður á torgið og stöldruðu aðeins við í

stutta stund, eða í um þrjár mínútur, sjá mynd 61 á bls. 51. Enginn

settist á þá bekki sem staðsettir voru í skugga, eins og sjá má á mynd

55 í skráningu á stöðum þar sem fólk staldraði við. Mest umferð var á

fólki þar sem sólskin náði niður í rýmið, sjá mynd 54, en aðrir þættir

gætu einnig legið að baki því að fólk velur að ganga þessa leið. Meðal gönguhraði gangandi vegfarenda sem valdir voru af handahófi

Mynd 54: Skráning á umferð fólks um torgið. Mest umferð var á fólki til og frá Geirsgötu að Tryggvagötu. Skuggavarp á mynd frá kl.14.30.

mældist vera 50 sekúndur yfir 60 metra lengd torgsins frá Geirsgötu að Tryggvagötu sem er heldur röskur gönguhraði.

Niðurstöður könnunarinnar sýna að gæði rýmisins eru ekki nægileg til dvalar og styðja ekki við valkvæðar athafnir þar sem streymi fólks rann hratt í gegn og miðað við þann fjölda manns sem áttu leið um stöldruðu fáir við í stutta stund. Langmest umferð fólks lá um svæðið

þar sem geislar sólar naut við, hvort sem það er vegna sólskinsins eða af öðrum ástæðum.

Mynd 55: Rauðir punktar: staðir þar sem fólk staldraði við í stutta stund til þess að kíkja í búðarglugga eða bíða eftir meðlimi hópsins, sólargeislar ná til þessara sömu svæða. Söfnun á fólki átti sér stað við gangbrautina á Geirsgötu.

Mynd 56: Langmesta umferð fólks lá í gegnum torgið úr norðri til suðurs og úr suðri til norðurs. Flest söfnun á fólki var við enda gangbrautarinnar við Geirsgötu þar sem beðið var eftir grænum kalli.

Mynd 59: Stúlka lærir að hjóla og fer nokkra hringi um svæðið, með henni er kona á miðjum aldri sem virðist vera starfsmaður í verslun á svæðinu. Álykta má að stúlkan hafi komið með móður sinni til vinnu þennan dag vegna frís frá skóla.

Mynd 57: Talsvert minni umferð var í gegnum torgið frá norðvestri til austurs og öfugt. Enginn settist á bekkina sem voru í skugga en sjá mátti fólk sitja í sólinni við enda torgsins á Lækjargötu.

Mynd 60: Tveir einstaklingar tylltu sér í augnablik á blómapotta sem staðsettir voru í sól á meðan beðið var eftir samferðamanni sem staddur var innan í verslun.

Mynd 58: Einstaklingur staldrar stutt við staur og lítur í símann sinn. Hann velur að stoppa sólarmegin við staurinn.

Mynd 61: Unglingar taka sér sæti á bekk í sól en dvelja einungis í 3 mínútur.

8. Umræður og lokaorð

Hér á landi er mikilvægt að þekkja til skilyrða dagsljóss við hönnun á

borgarlandslagi þar sem hnattstaða Íslands skapar ákveðna sérstöðu í

birtuskilyrðum með löngu skuggavarpi yfir stóran hluta ársins. Að

lágmarki 343.752 lengdarmetrar fara undir skuggavarp mannvirkja í

borgarlandslaginu í dag en gera má ráð fyrir að 55.040 lengdarmetrar

muni bætast að lágmarki þar við samhliða uppbyggingu á næstu 10

árum. Sú tilhneiging að yfirfæra byggingarstíl háhýsa þvert á

breiddarbauga er ekki ráðlögð hugmynd þar sem skuggar á Íslandi,

þegar sólin er hæst á lofti, eru til dæmis um það bil helmingi lengri en í Róm og um 10 sinnum lengri þegar sólin er sem lægst á lofti.

Lifandi borgarlíf byggir á dvöl fólks utandyra sem veltur á því að

umhverfið sé mótað út frá þörfum fólks og ljóst er að forsendur notalegrarútivistaráÍslandierusólogskjól. Hlutverkdagsljósívirkni göturýma við Íslenskar aðstæður er því til grundvallar fyrir iðandi mannlíf. Fólk leitar uppi sæti í sólinni, þar sem hægt er að verjast kulda með sólskini óháð hitastigi. William H. Whyte taldi innleiðingu á sólarljósi í borgarhönnun mikilvæga í því að efla gæði á umhverfinu og skapa lifandi, lífvænleg samfélög og Peter Bosselmann kemst aukinheldur að þeirri niðurstöðu að þörf sé á reglugerðum til þess að vernda aðgang fólks að dagsljósi í almannarýmum.

Ein meginniðurstaða þessarar ritgerðar er að verja þurfi hagsmuni almennings fram yfir hagsmuni fjárfesta við mótun hins byggða umhverfisogerustaðlareðareglugerðirlíklegastnauðsynlegverkfæri til þess að tryggja gæði í borgarlandslaginu.

Engin regluverk eru til utan um dagsljós eða lágmarks fjölda sólarstunda í borgarlandslaginu á Íslandi en með tillögu að

Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040 eru sett markmið og viðmið við hönnun nýrrar íbúðarbyggðar með áherslu á gæði byggðarinnar með

tilliti til sólar. Viðmið eru til staðar hjá Reykjavíkurborg fyrir leiksvæði barna og önnur dvalarsvæði utandyra og að vori til eiga þau að geta notið sólar í að lágmarki 5 klukkustundir á dag á meira en helmings hlutfalli svæðisins. Reykjavíkurborg er jafnframt eina sveitarfélagið sem sett hefur fram leiðbeiningar um útreikninga og framsetningu í deiliskipulagsgögnum varðandi dvalarsvæði og sól. Tilmæli um útreikninga og framsetningu í deiliskipulagsgögnum frá Reykjavíkurborg varðandi dvalarsvæði og sól eru mikið til fegnar að fyrirmynd frá Aarhus í Danmörku þar sem ákvæði um dagsljós á dvalarsvæðum er verkfæri til þess að mæta kröfum um gæði vistarvera.

Meginatriði í því hvernig við gætum að dagsljósi við mótun umhverfisins og hönnun göturýma er fjarlægð á milli húsa og hæð

mannvirkja,eneftirþvísemhúsinhækkaþarfmeiribreiddígöturými.

Góð hönnun út frá dagsljósi tryggir nægilega birtu yfir daginn en slíkt

skipulag þarf að taka mið af eiginleikum umhverfisins, afstöðu gagnvart sólu, skuggavarpi, rúmfræði flata, endurkasti yfirborða og

staðsetninguogstærðbygginga.Borgarlandslagsemuppbyggtermeð

tilliti til dagsljóss skapar aðlaðandi sjónrænt umhverfi og veitir ljós

sem nauðsynlegt er fyrir líffræðilegar þarfir okkar.

Tengsl dagsljóss við lýðheilsuoglífsgæði manna eru veruleg þar sem dagsljós hefur áhrif á fjölmarga þætti andlegrar og líkamlegrar heilsu

okkar en þeir sem lifa í illa upplýstu umhverfi búa við ákveðið

óhagræði og skert lífsgæði.

Tengsl dagsljóss og líffræðilegrar fjölbreytni, eru sterk þar sem

skuggi takmarkar talsvert hvaða gróður er hægt að nota í göturýmum

og þar með flóruna sem fylgir gróðri. Tegundarauðgin eykst eftir því

sem meira dagsljós er fáanlegt og er því mikilvægt að skapa umhverfi

sem veitir dagsljósi niður í almannarýmið svo að grænir innviðir fái

þrifist í okkar dagsdaglega umhverfi, þar sem tré og annar gróður er stór þáttur í vistkerfum borga og lýðheilsu manna.

Svo virðist sem þekking á staðháttum á Íslandi, út frá náttúrunnar

hendi hvað varðar birtuskilyrði og skuggavarp, hafi að einhverju leyti

gleymst frá fyrri árum en skynja má vaxandi óánægju með skilyrði til

dagsljóssíborginnisamhliðaþéttingubyggðarefmarkamáumfjöllun

í fjölmiðlum, umsögnum og niðurstöður kannana.

Umræður eiga sér einnig stað erlendis um mikilvægi dagsljóss í

þéttbýli sem leitt hafa til skipulagsákvæða og lagasetningar eins og í

Toronto, ásamt sérstakrar mótunar á mannvirki út frá aðgangi

dagsljóss niður í almannarými líkt og í tilfelli Solar Carve í New York.

Forrit á borð við loftslagslíkanaforritið ENVI-met sem líkir eftir

örloftslagsáhrifum bygginga, gróðurs og annarra hluta á sviði

borgarhönnunar og skipulags, er mikilvægt til þess að tryggja góðar

aðstæður við mótun umhverfis, líkt og notað var í greiningu á aðstæðum í New York, Toronto og Aarhus. Þrívíddar líkan af höfuðborgarsvæðinu, sem hægt væri að nota til útreikninga á heildar skuggavarpi í borginni, er í vinnslu hjá Landupplýsingadeild Reykjavíkurborgar.

Sólskinsrannsókn í göturýmum sýndi að í þéttingu byggðar í

Sunnusmára í Kópavogi og á Hlíðarenda í Reykjavík veldur lítið bil á milli bygginga, ásamt hæð þeirra, því að skuggi liggur yfir mestum hluta göturýmisins vel meiri hluta ársins, eftir sólarupprás.

Niðurstöður rannsóknarinnar sýna enn fremur að betri skilyrði eru til sólarljóss í eldri hverfum Reykjavíkurborgar sem hönnuð voru um

1930 með áherslu á afstöðu húsa og lóða gagnvart sólu í samræmi við

skipulagshugmyndir Guðmundar Hannessonar.

Greining á skuggavarpi í göngugötu Hafnartorgs sýnir að lítið bil á

milli bygginga ásamt hæð þeirra veldur því að skuggi liggur yfir

göturýminu vel meiri hluta ársins eftir sólarupprás og hefur sýnilega

neikvæð áhrif á gæði rýmisins til dvalar, samkvæmt könnun á hegðun

fólks á torginu, sem rennir stoðum undir mikilvægi dagsljós fyrir lífvænleika svæða.

9. Heimildaskrá

Aðalskipulag Reykjavíkur 1962-83: Master plan for Reykjavík. (1966). Reykjavíkurborg.

Aðalskipulag Reykjavíkur 1984-2004. (1988). Borgarskipulag Reykjavíkur.

Allada, R. og Bass, J. (2021). Circadian mechanisms in medicine. New England Journal of Medicine, 384(6), 550561.

Anna Sigríður Jóhannsdóttir. (2022, 16. maí). „Með hækkandi sól“. Kjarninn. https://kjarninn.is/skodun/med-haekkandi-sol/

Appleyard, D. og Lintell, M. (1972). The environmental quality of city streets: the residents' viewpoint. Journal of the American institute of planners, 38(2), 84-101.

Aranow C. (2011). Vitamin D and the immune system. Journal of investigative medicine: the official publication of the American Federation for Clinical Research, 59(6), 881–886. https://doi.org/10.2310/JIM.0b013e31821b8755

Arnar Þór Ingólfsson. (2021, 4. október). Lýsa áhyggjum af „skuggasundum“ og dimmum íbúðum á Heklureit. Kjarninn. https://kjarninn.is/frettir/lysa-ahyggjum-af-skuggasundumog-dimmum-ibudum-aheklureit/?utm_content=buffer8b383&utm_medium=social& utm_source=facebook.com&utm_campaign=buffer&fbclid=I wAR0GdBzP2IvSL__WR5AhnU4jvdRjRywBagYytr4pF9xP WcJEMrvqYc7pyIg

ASÍ. (e.d.). Félagsleg réttindamál. https://asisagan.is/bok-1-felagsleg-rettindamal

Beckett, K. P., Freer Smith, P. H. og Taylor, G. (2000). Effective tree species for local air quality management. Arboricultural Journal, 26(1), 12-19.

Bjarni Reynarsson. (2014). Borgir og borgarskipulag. Skrudda.

Borgarráð. (2022, 5. desember). Yfirlýsing til stuðnings við líffjölbreytileika. Reykjavíkurborg.

Bosselmaellsn, P., Arens, E. A., Dunker, K. og Wright, R. (1990). Sun, wind, and pedestrian comfort: a study of Toronto's Central Area.

https://escholarship.org/content/qt0165c77h/qt0165c77h.pdf

Bosselmann, P., Flores, J., Gray, W., Priestley, T., Anderson, R., Arens, E., ...Kim, J. J. (1984). Sun, Wind, and Comfort A Study of Open Spaces and Sidewalks in Four Downtown Areas.

Boubekri, M., Cheung, I. N., Reid, K. J., Wang, C. H. og Zee, P. C. (2014). Impact of windows and daylight exposure on overall health and sleep quality of office workers: a case-control pilot study. Journal of clinical sleep medicine, 10(6), 603611. https://jcsm.aasm.org/doi/full/10.5664/jcsm.3780

Boyce, P., Hunter, C. og Howlett, O. (2003). The benefits of daylight through windows. Troy, New York: Rensselaer Polytechnic Institute.

Brainard, J., Gobel, M., Scott, B., Koeppen, M. og Eckle, T. (2015). Health implications of disrupted circadian rhythms and the potential for daylight as therapy. Anesthesiology, 122(5), 1170-1175.

Brown, C. og Grant, M. (2005). Biodiversity and human health: What role for nature in healthy urban planning?. Built Environment, 31(4), 326-338.

Burkhard, B. og Maes, J. (2017). Mapping ecosystem services. Advanced books, 1, e12837. https://doi.org/10.3897/ab.e12837

City of Toronto. (2013). Tall building design guidelines. https://www.toronto.ca/wp-content/uploads/2018/01/96eacityplanning-tall-buildings- may2013-final-AODA.pdf

Cleanet. (2023, 5. apríl). Energy in Biological Processes. https://cleanet.org/clean/literacy/energy3.html

Crosby, M. K., McConnell, T. E., Holderieath, J. J., Bjarki Þ. Kjartansson, Björn Traustason, Þorbergur H. Jónsson, ...Edda S. Oddsdóttir. (2021). Urban street tree characteristics and benefits in city centre, Reykjavik, Iceland. Trees, Forests and People, 4, 100066.

Dubois, M. C., Gentile, N., Laike, T., Bournas, I. og Alenius, M. (2019). Daylighting and lighting under a Nordic sky (Vol. 1). Studentlitteratur AB.

Dumke, K. (2023, 10. april). The Power of the Sun. National Geographic. https://education.nationalgeographic.org/resource/power-sun/

Einar E. Sæmundsen. (2018). Að búa til ofurlítinn skemmtigarð. Hið ísl. bókmenntafélag.

Elevitch, C. R. (2004). The overstory book: cultivating connections with trees. PAR.

Elnabawi, M. H. og Hamza, N. (2019). Behavioural perspectives of outdoor thermal comfort in urban areas: a critical review. Atmosphere, 11(1), 51.

Erell, E., David, P. og Williamson, T. (1950). City weathers: meteorology and urban design. Climate Science and Urban Design–a historical and comparative study funded by the ESRC under grant RES, 62(23), 2134.

Erell, E., Pearlmutter, D. og Williamson, T. (2012). Urban microclimate: designing the spaces between buildings. Routledge.

Evans, G. W., Otto, S. og Kaiser, F. G. (2018). Childhood origins of young adult environmental behavior. Psychological science, 29(5), 679-687. https://journals.sagepub.com/doi/10.1177/095679761774189

4

Fight for Light. (2021). Policy brief: A Framework for a City Built for Sunlight. https://www.mas.org/wpcontent/uploads/2021/05/ffl-policy-brief-city-build-forsunlight.pdf

Finn, R. (2013, 22. febrúar). The Great Air Race. The New York Times. https://www.nytimes.com/2013/02/24/realestate/thegreat-race-for-manhattan-air-rights.html

Gehl, J. og Svarre, B. (2013). How to study public life. Island Press.

Gehl, J. (2018). Mannlíf milli húsa (Steinunn Stefánsdóttir þýddi). Úrbanistan (frumútgáfa 1971).

Gehl, J., Thornton, S. og Brack, F. (1977). The interface between public and private territories in residential areas: a study by students of Architecture at Melbourne University. Gehl.

Compiled and edited by S. Thornton and F. Brack. Melbourne: Melbourne University, Department of Architecture and Building.

GoogleEarthpro.(2022,4.júní). 64°07´39.05N:21°56´02.44W,elev 11 m, eve.alt 13.83 km.

Guðmundur Hannesson. (2016). Um skipulag bæja. Skipulagsstofnun og Hið íslenska bókmenntafélag.

Hagstofa Íslands. (e.d.). Bygging íbúðahúsa á höfuðborgarsvæðinu 1983-2021.

https://px.hagstofa.is/pxis/pxweb/is/Atvinnuvegir/Atvinnuve gir__idnadur__byggingar/IDN03002.px/table/tableViewLayo ut1/?rxid=95f78333-93ea-4d05-995e-641b238394c0

Halldór Björnsson. (2022. 21.desember). Lengd dags.

Halldóra Jónsdóttir og Þórdís Úlfarsdóttir (ritstj.). (2020). Íslensk nútímamálsorðabók. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. http://islenskordabok.is/

Heschong, L. (2002). Daylighting and human performance. ASHRAE journal, 44(6), 65-67.

HMS. (e.d.). Gögn: Fjöldi íbúða. Fasteignaskrá.

https://fasteignaskra.is/gogn/fasteignagattin/fjoldatolur-urfasteignaskra/fjoldi-ibuda/

Howard, L. (1818). The climate of London: deduced from meteorological observations, made at different places in the neighbourhood of the metropolis (Vol. 1). W. Phillips,

George Yard, Lombard Street, sold also by J. and A. Arch, Cornhill; Baldwin, Cradock, and Joy, and W. Bent, Paternoster Row; and J. Hatchard, Picadilly.

Hörður Kristinsson. (2007). Alaskaösp (Populus trichocarpa). Náttúrufræðistofnun Íslands.

https://www.ni.is/is/biota/plantae/tracheophyta/magnoliopsid a/salicaceae/alaskaosp-populus-trichocarpa

ICLEI – Local Governments for Sustainability. (2014, 2. desember). Reykjavik wins Nordic Council Nature and Environment Prize 2014. https://icleieurope.org/news/?Reykjavik_wins_Nordic_Council_Nature_ and_Environment_Prize_2014_&newsID=09ab5621

Ívar H. Jónsson. (1970, 15. október). Byggingarfélag verkamanna í Reykjavík: Hefur byggt 526 íbúðir fimmtán byggingarflokkum. Þjóðviljinn.

https://timarit.is/page/2825495#page/n3/mode/2up

Jacobs, A. B. (1997). Keynote: Looking, Learning, Making [Streets: Old Paradigm, New Investment]. Places, 11(2).

https://escholarship.org/content/qt1wg0v57c/qt1wg0v57c.pdf

Jacobs, J. (1958). Downtown is for People. The exploding metropolis, 168, 124-131.

http://innovationecosystem.pbworks.com/w/file/fetch/633492 51/DowntownisforPeople.pdf

Jensen, G.K. (ritstjóri). (e.d.). Healthy buildings, healthier people. Health and Environment Alliance (HEAL). https://www.envhealth.org/wp-content/uploads/2018/05/Healthy-BuildingsBriefing.pdf

Jón Trausti Reynisson. (2022, 30. maí). Varar fólk við dimmum íbúðum í nýjum hverfum. Heimildin. https://heimildin.is/grein/15318/

Kent, S. T., McClure, L. A., Crosson, W. L., Arnett, D. K., Wadley, V. G. og Sathiakumar, N. (2009). Effect of sunlight exposure on cognitive function among depressed and non-depressed participants: a REGARDS cross-sectional study. Environmental health: a global access science source, 8, 34. https://doi.org/10.1186/1476-069X-8-34

Krishan, A. (1996). The habitat of two deserts in India: hot-dry desert of Jaisalmer (Rajasthan) and the cold-dry high altitude

mountainous desert of Leh (Ladakh). Energy and buildings, 23(3), 217-229.

Kristín Ástgeirsdóttir. (1983, 27. október). Verkamannabústaðir –fyrir hverja?. Helgar pósturinn. 20-21.

https://timarit.is/page/980352#page/n19/mode/2up

Lam, W. M. og Ripman, C. H. (1977). Perception and lighting as formgivers for architecture (pp. 10-12). New York: McGrawHill.

Landbúnaðarháskóli Íslands. (e.d.). Um Yndisgróður. Yndisgróður.

http://yndisgrodur.lbhi.is/um-yndisgrodur/

Landbúnaðarháskóli Íslands. (e.d.). Þol / kröfur um harðgerði. Yndisgróður.

http://landbunadur2.lbhi.is/yndisgrodur/Vaxtarstadur.aspx

Law nr. 811/2022. https://www.toronto.ca/legdocs/bylaws/2022/law0811.pdf

Les Couleurs. (2020). Le Corbusier – a unique personality. https://www.lescouleurs.ch/en/the-colours/le-corbusier

Livesley, S. J., McPherson, E. G. og Calfapietra, C. (2016). The urban forest and ecosystem services: impacts on urban water,

heat, and pollution cycles at the tree, street, and city scale. Journal of environmental quality, 45(1), 119-124.

Loftmyndir ehf. (2022, 20. júlí). Ísland – HöfuðborgarsvæðiðReykjavík. Map.is. https://map.is/base/

Lög um mannvirki nr. 160/2010. https://www.althingi.is/lagas/nuna/2010160.html

Margrét Harðardóttir. (2022, 1. nóvember). Eftir sem áður. Youtube. https://www.youtube.com/watch?v=5WgTKuYqsog

Masu planning. (e.d.). Solrækkerne housing area: Hedehusene DK. https://www.masuplanning.com/project/naerheden/

Mazouz, S. og Zerouala, M. S. (1998). Shading as a modulator for the design of urban layouts based on vernacular experiences. Energy and buildings, 29(1), 11-15.

McPherson, E. G., Nowak, D., Heisler, G., Grimmond, S., Souch, C., Grant, R. og Rowntree, R. (1997). Quantifying urban forest structure, function, and value: the Chicago Urban Forest Climate Project. Urban ecosystems, 1, 49-61.

Meir, I. A., Pearlmutter, D. og Etzion, Y. (1995). On the microclimatic behavior of two semi-enclosed attached

courtyards in a hot dry region. Building and Environment, 30(4), 563-572.

Minjasafn Reykjavíkur. (2013). Byggðakönnun: Borgarhluti 3 –Hlíðar. https://www.minjastofnun.is/media/ husakannanir/skyrsla_163.pdf

Minjastofnun Íslands. (e.d.). Reykjavík Verkamannabústaðirnir við Hringbraut. https://www.minjastofnun.is/hus-ogmannvirki/fridlyst-hus-og-mannvirki/reykjavik/nr/767

Morville, J. (1969). Planlægning af børns udemiljø i etageboligområder. SBI forlag. SBI­byplanlægning No. 11

Nagare, R., Woo, M., MacNaughton, P., Plitnick, B., Tinianov, B. og Figueiro, M. (2021). Access to Daylight at Home Improves Circadian Alignment, Sleep, and Mental Health in Healthy Adults: A Crossover Study. International journal of environmental research and public health, 18(19), 9980. https://doi.org/10.3390/ijerph18199980

Naguib, I. M. og Talaat, N. A. (2018, april). Historic Buildings Given Tools for Green Architecture–A Case Study “Islamic Architecture Features”. In Proceedings of the 4th Biennial of Architectural and Urban Restoration, BRAU4 host of the

Itinerant Congress Hidden Cultural Heritage: Under Water, Under Ground And Within Buildings (pp. 15-30).

Nesbit, J. (2022, 19. apríl). The Ins and Outs of Air Rights. U.S. News & World Report. https://realestate.usnews.com/realestate/articles/the-ins-and-outs-of-air-rights

NewYork City. (e.d.). WorldClassStreets:RemakingNewYorkCity’s Public Realm. https://www.nyc.gov/html/dot/downloads/pdf/World_Class_S treets_Gehl_08.pdf

New York City's Fight for Light. (2019). Bright Ideas. https://www.mas.org/wp­content/uploads/2019/10/Bright­

Ideas­Report_FINAL_10.21.pdf

Nowak, D. J., Crane, D. E. og Stevens, J. C. (2006). Air pollution

removal by urban trees and shrubs in the United States. Urban forestry & urban greening, 4(3-4), 115-123.

Nowak, D. J., Hoehn, R. og Crane, D. E. (2007). Oxygen production by urban trees in the United States. Arboriculture and Urban Forestry, 33(3), 220.

NYC Department of City Planning. (e.d.). Glossary of Zoning

Terms. https://www.nyc.gov/site/planning/zoning/glossary.page#

Páll J. Lindal og Hartig, T. (2015). Effects of urban street vegetation on judgments of restoration likelihood. Urban Forestry & Urban Greening, 14(2), 200-209.

Parajuli, A., Grönroos, M., Siter, N., Puhakka, R., Vari, H. K., Roslund, M. I., ...Sinkkonen, A. (2018). Urbanization reduces transfer of diverse environmental microbiota indoors. Frontiers in microbiology, 9, 84.

Place makers. (2011, 29. desember). Jan Gehl – Cities for People. http://www.placemakers.com/wpcontent/uploads/2011/12/jan-gehl1.jpg

Ragheb, A. A., El-Darwish, I. I. og Ahmed, S. (2016). Microclimate and human comfort considerations in planning a historic urban quarter. International Journal of Sustainable Built Environment, 5(1), 156-167.

Reglur um húsnæði vinnustaða nr. 581/1995. https://wp.vinnueftirlitid.is/wpcontent/uploads/2021/09/581_1995.pdf

Reykjavík. (2022, 1. nóvember). Hvernig byggjum við lífsgæðaborg?. https://reykjavik.is/frettir/hvernig-byggjumvid-lifsgaedaborg

Reykjavíkurborg. (2022). Húsnæðisáætlun Reykjavíkur. https://reykjavik.is/sites/default/files/202211/Husnaedisaetlun_ReykjavikurUppfaerd_november_2022.pdf

Reykjavíkurborg. (2023. 12. janúar). Leiðbeiningar um útreikninga og framsetningu í deiliskipulagsgögnum.

Ríkisútvarpið. (2011, 9. nóvember). Höfðatorg er skipulagsslys. https://www.ruv.is/frettir/innlent/hofdatorg-er-skipulagsslys

Roenneberg, T., Kantermann, T., Juda, M., Vetter, C. og Allebrandt, K. V. (2013). Light and the human circadian clock. Circadian clocks, 311-331.

Rosenfeld, I. S. (1972). Klima og boligområder: Climate and urban design. Norsk institutt for by- og regionforskning.

Roslund, M. I., Puhakka, R., Grönroos, M., Nurminen, N., Oikarinen, S., Gazali, A. M., ...ADELE Research Group. (2020). Biodiversity intervention enhances immune

regulation and health-associated commensal microbiota among daycare children. Science advances, 6(42), eaba2578.

Samson Bjarnar Harðarson og Steinunn Garðarsdóttir. (2016). Ræktun götutrjáa í þéttbýli og val á tegundum.

https://www.lbhi.is/images/pdf/utgefid%20efni/fjolrit%20ran nsoknastofnunar%20landbunadarins/rit_lbhi_nr_64_raektun_ gotutrjaa_i_thettbyli_og_val_a_tegundum_sbh_og _sg.pdf

Seto, K. C., Güneralp, B. og Hutyra, L. R. (2012). Global forecasts of urban expansion to 2030 and direct impacts on biodiversity and carbon pools. Proceedings of the National Academy of Sciences, 109(40), 16083-16088.

Sjöman, H., Östberg, J. og Bühler, O. (2012). Diversity and distribution of the urban tree population in ten major Nordic cities. Urban Forestry & Urban Greening, 11(1), 31-39.

Skipulagsreglugerð nr. 90/2013.

https://www.reglugerd.is/reglugerdir/eftirraduneytum/umhverfisraduneyti/nr/18558

Skipulagsstofnun. (2021, 1. desember). Skipulagsmál færast frá umhverfis- til innviðaráðherra.

https://www.skipulag.is/skipulagsstofnun/frettir/skipulagsmal -faerast-fra-umhverfis-til-innvidaradherra

Starke, B. W. og Simonds, J. O. (2013). Landscape architecture: A manual of environmental planning and design. New York, NY, USA: McGraw-Hill Education.

Stinson, L. (2019, 8. september). Tall buildings are leaving cities in darkness. These architects have a radical fix. Fast Company. https://www.fastcompany.com/90387045/this­building­castsno­shadow­and­it­may­be­the­future­of­skyscrapers

Stjórnarráð Íslands. (2022, 10. nóvember). Líffræðileg fjölbreytni. https://www.stjornarradid.is/verkefni/umhverfi-ognatturuvernd/natturuvernd/liffraedileg-fjolbreytni/

Strava. (2023). Hot/winter. https://www.strava.com/heatmap

Studio Gang. (e.d.). Solar Carve. https://studiogang.com/project/40­tenth­ave

Teknik og Miljø: Aarhus Kommune. (2020). Udendørs Opholdsarealer: Vejledning.

https://www.aarhus.dk/media/68910/administrationsgrundlag -om-opholdsarealer_060720.pdf

Teknik og Miljø: Aarhus Kommune. (2021). Bygherrevejledning: Vejledning for bygherrer og deres rådgivere om lokalplanprocessen i Aarhus Kommune:Grundlag for det gode samarbejde. https://www.aarhus.dk/media/66022/bygherrevejledning_202 1_v2.pdf

Thayer, B. (1995). Daylighting and productivity at Lockheed. Solar Today, 9(3), 26-29.

The city of New York. (2018, 8. ágúst). Chapter 2 - Construction of Language and Definitions. NYC planning Zoning Resolution. https://zr.planning.nyc.gov/article-i/chapter2#12-10

The city of New York. (2023, 16. mars). Zoning Resolution. NYC planning Zoning Resolution. https://zr.planning.nyc.gov/

The City of Toronto. (2018). Downtown tall buildings: Vision and Supplementary Design Guidelines. https://www.toronto.ca/wp-content/uploads/2018/03/9712City-Planning-Downtown-Tall-Building-Web.pdf

The High Line. (e.d.). Visitor info. https://www.thehighline.org/visit/

The Municipal Art Society of New York. (2023). Fight for Light: For the economic, environmental, social, and public health of New York. https://www.mas.org/initiatives/fight-for-light/

Time and Date. (e.d.). Reykjavík, Höfuðborgarsvæði, IcelandSunrise, Sunset, and Daylength. https://www.timeanddate.com/sun/@3413829?month=2&yea r=2023

Time.is. (e.d.). Klukkan í Árósar, Danmörk núna. https://time.is/is/Aarhus

Time.is. (e.d.). Klukkan í New York borg, Bandaríki NorðurAmeríku núna. https://time.is/is/New_York

Time.is. (e.d.). Klukkan í Reykjavík, Ísland núna. https://time.is/is/Reykjavik

Time.is. (e.d.). Klukkan í Toronto, Ontario, Kanada núna. https://time.is/is/Toronto

TOcore. (e.d). Attachment 1- Schedule 5: Downtown Plan OPQ - 41. (bls.84)

https://www.toronto.ca/legdocs/mmis/2018/pg/bgrd/backgrou ndfile-114237.pdf

Tocore. (e.d.). Building for liveability.

https://www.toronto.ca/wp-content/uploads/2018/04/8e8dcity-planning-tocore-blg-for-livability-2.pdf

Torsten Hoffmann. (e.d). Computation path of the sun for: Vonarstræti 8-12, 101, Reykjavík, Reykjavíkurborg, Höfuðborgarsvæðið, ISL. SunCalc.org.

https://www.suncalc.org/#/64.1466,21.9426,3/2023.06.21/18:37/5/3

Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar. (2021).

Aðalskipulag Reykjavíkur 2040.

http://skipulagsaaetlanir.skipulagsstofnun.is/skipulagvefur/Di splayDoc.aspx?itemid=136377768221452201691

Una María Óskarsdóttir. (2020, 16. desember). Þétting byggðar-

lýðheilsuvandi framtíðar. Vísir. https://www.visir.is/g/20202050256d

UNECE. (2020). Urban trees are key to global biodiversity: Sustainable urban and peri-urban forestry contributes to ecosystem restoration and helps halt and reverse the loss of biodiversity.

United Nations Economic Commission for Europe. (2022, 16. desember). Urban trees support global biodiversity and sustainable societies. https://unece.org/media/press/374340

Up codes. (e.d.). 24-552 Required Rear Setbacks for Tall Buildings. https://up.codes/s/required­rear­setbacks­for­tall­buildings

Velux. (e.d.). Benefits of daylight. https://www.velux.com/what-we-do/research-andknowledge/deic-basic-book/daylight/benefits-of-daylight

Velux. (e.d.). Daylighting. https://www.velux.com/what-we-do/research-andknowledge/deic-basic-book/daylight/daylighting

Walch, J. M., Rabin, B. S., Day, R., Williams, J. N., Choi, K. og Kang, J. D. (2005). The effect of sunlight on postoperative analgesic medication use: a prospective study of patients undergoing spinal surgery. Psychosomatic medicine, 67(1), 156-163.

Washington nature. (2021, 9. apríl). City trees bring joy and other benefits. https://www.washingtonnature.org/fieldnotes/2021/4/8/citytrees-bring-joy-and-other-benefits

Wells, N. M. og Lekies, K. S. (2006). Nature and the life course: Pathways from childhood nature experiences to adult environmentalism. Children Youth and Environments, 16(1), 1-24. https://www.jstor.org/stable/10.7721/chilyoutenvi.16.1.0001

White, M. P., Alcock, I., Wheeler, B. W. og Depledge, M. H. (2013). Would you be happier living in a greener urban area? A fixed-effects analysis of panel data. Psychological science, 24(6), 920–928. https://doi.org/10.1177/0956797612464659

Whyte, W.H. (1980). The social life of small urban spaces. Conservation Foundation. https://streetlifestudies.files.wordpress.com/2017/06/1980_w hyte_small_spaces_book.pdf

Wirz-Justice, A., Skene, D. J. og Münch, M. (2021). The relevance of daylight for humans. Biochemical pharmacology, 191, 114304.

World Meteorological Organization. (2022). The Sun, our well-being and health. https://public.wmo.int/en/sun-our-well-beingand-health

Þórdís Arnljótsdóttir. (2022, 29. maí). Ákvæði um birtuskilyrði hornreka í regluverki bygginga. RUV.

https://www.ruv.is/frettir/innlent/2022-05-29-akvaedi-umbirtuskilyrdi-hornreka-i-regluverki-bygginga

Þórdís G. (2022, 13. maí). Dagsbirtan hefur gleymst á undanförnum árum. Fréttablaðið.

https://frettabladid.overcastcdn.com/documents/SD220513.p df

10. Myndaskrá

Myndir eru unnar og/eða teknar af höfundi nema annað sé tekið fram.

Mynd 1: Uppbygging verkefnisins....................................................2

Mynd2: Byggingar hafaáhrif á hitastigmeð staðsetningu sinni, formi og eðli (Starke og Simonds, 2013).....................................................4

Mynd 3: Yfirborðshiti: Á heitum sumardegi getur hitastigið verið mjög mismunandi á hverjum stað fyrir sig (Starke og Simonds, 2013). ............................................................................................................4

Mynd 4: Bil milli húsa og stefna sólargeisla við byggingu kl.12.00, kl.10.00 fyrir hádegi og kl.14.00 eftir hádegi þann: 21.febrúar og október, á jafndægri í mars og september, 21.apríl og ágúst, 21.maí og júlí og á sumarsólstöðum í júní (Guðmundur Hannesson, 2016). Þess

má geta að sól er hæst á lofti kl.13.30 á Íslandi................................. 5

Mynd 5: Hagnýting lóða. Til vinstri er dæmi um góða hönnun með tilliti til sólar, auk þess sem lóðin er heillegri og nýtist betur heldur en á fyrirkomulaginu til hægri (Guðmundur Hannesson, 2016). ........... 6

Mynd 6: Íhlutir dagsljóss. (Velux, e.d.)............................................ 7

Mynd 7: Kortlagning vistkerfaþjónustu lauftrés innan árs (Burkhard og Maes, 2017). Ath.: Tré bera þó lauf sín í skemmri tíma á Íslandi en

hér er teiknað upp. ........................................................................... 10

Mynd 8: Nýtt íbúahverfi í Sunnusmára í Kópavogi þar sem götutré fá ekki þrifist og tengist því sem komið var inná í umræðu kafla 3. um hnignun á hönnun umhverfis með þarfir fólks í fyrirrúmi............... 11

Mynd 9: Kostir trjáa í þéttbýli. (Washington nature, 2021)............ 11

Mynd 10: Tré eru hluti af kennileitum götumynda, almenningsgarða og opinna svæða ásamt því að snerting við fjölbreyttan gróður hefur jákvæð áhrif á líkamlega heilsu. Kristinn Nói og Jón Gunnar að leik á Austurvelli í byrjun ágústmánaðar 2022.......................................... 12

Mynd 11: Skuggþolnar tegundir og gróður sem þrifist getur í borgarumhverfi. (Landbúnaðarháskóli Íslands, e.d.)....................... 13

Mynd 12: Listi yfir tegundir götutrjáa fyrir íslenskar aðstæður.

(Landbúnaðarháskóli Íslands, e.d.) ..................................................14

Mynd 13: Hálfskuggþolnar tegundir og gróður sem þrifist getur í borgarumhverfi. (Landbúnaðarháskóli Íslands, e.d.) .......................14

Mynd 14: Sjálfsáð Alaskaösp (Populus thrichocarpa) á horni

Háaleitisbrautar. Ágæti Asparinnar sem götutrés er umdeilt, eins og

sjá má í skýrslu Samson Bjarnar Harðarsonar og Steinunnar

Garðarsdóttur. (2016).......................................................................15

Mynd 15: Samhengið á milli athafna í útirými og gæða útirýmis.

Valkvæðar athafnir aukast eftir því sem gæði umhverfisins eru meiri

sem eykur á félagslegar athafnir (Gehl, 2018, bls.13). ....................16

Mynd 16: Kortlagning yfir vetrartímann á ferðum fólks utandyra í

Fossvogsdal sýnir meiri umferð fólks sólarmegin í dalnum sem rennir

stoðum undir kenningar Gehl, Whyte og Bosselmann – Gögn frá

Strava (2023), samanlögð af höfundi með skuggavarpi þann 21.október kl.13.30 úr ArcGIS Pro..................................................17

Mynd 17: Lifandi borgarlíf í sól (Anna Sigríður Jóhannsdóttir, e.d.).

..........................................................................................................18

Mynd 18: Meðalhraði yfir 100 metra á gangandi vegfarendum sem valdir voru af handahófi í janúar, mars, maí og júlí. Gönguhraðinn er mestur í janúar þegar kalt er í veðri og svo smá dregur úr hraðanum með hækkandi hitastigi (Gehl og Svarre, 2013)...............................18

Mynd 19: Galgebakken. Birta og skali í samræmi við skilningarvit mannsins (Masu planning, e.d.)....................................................... 20

Mynd 20: Eftir því sem fólk er búsett ofar í háhýsum því minni eru tengsl þess við það sem á sér stað á götum úti (Place makers, 2011).

20

Mynd 21: Samanburður á lengd dags yfir árið, munurinn vex þegar nær dregur heimskautabaugunum (Halldór Björnsson, 2022)......... 21

Mynd 22: Sólargraf sem sýnir lengd dags yfir árið í Reykjavík (Time and Date, e.d.).................................................................................. 22

Mynd 23: Skuggavarp í hádeginu 20.júlí 2022. Samanburður á skuggavarpi tuttuguhæða byggingu (til vinstri) og á byggð sem hönnuð var með tilliti til sólar, eins og rætt var um í kafla 3 (Loftmyndir ehf., 2022)................................................................... 23

Mynd 24: Afstöðumynd með samanburði á hæð sólar í Reykjavík við aðrar borgir, Kaupmannahöfn, New York og Toronto á vetrarsólstöðum, jafndægri og sumarsólstöðum.............................. 23

Mynd 25: Fullgerðar íbúðir á höfuðborgarsvæðinu á árunum 19832021 (Hagstofa Íslands, e.d.)........................................................... 24

Mynd 26: Dæmi um gæði sólskinstíma á dvalarsvæði úr leiðbeiningum um útreikninga og framsetningu í deiliskipulagsgögnum frá Reykjavíkurborg (Reykjavíkurborg, 2023, bls.7)................................................................................................ 25

Mynd 27: Dæmi um uppsetningu á skuggavarpi eftir breytingar úr

leiðbeiningum um útreikninga og framsetningu í

deiliskipulagsgögnum frá Rvk.borg (Reykjavíkurborg, 2023, bls.9). ..........................................................................................................25

Mynd 28: Leiðbeiningar um útreikninga og framsetningu í

deiliskipulagsgögnum frá Reykjavíkurborg (Reykjavíkurborg, 2023, bls. 2)................................................................................................26

Mynd 29: Fjallskuggar kl.12.00 21.desember úr Aðalskipulagi

Reykjavíkur 1962-83 (1966, bls.30). Þéttstrikað: skuggar á jörð.

Gleiðstrikað: fletir sem sólargeislar snerta.......................................27

Mynd 30: Hámarks húshæðir samkvæmt skipulaginu 1962-83 í í

Miðbænum og Austurbænum. Gulur: 1-2 hæðir. Appelsínugulur: 3

hæðir. Rauðbrúnn: 4-5 hæðir. Svartur: yfir 5 hæðir (Aðalskipulag

Reykjavíkur 1962-83: Master plan for Reykjavík, 1966, bls.150)...28

Mynd 31: Úr greiningu Fight for light á aðgengi að dagsljósi að veturlagi ímiðbæ Brooklyn (The Municipal Art Society of NewYork, 2023).................................................................................................33

Mynd 32: Til vinstri: Kröfur um inndregni/stöllun fyrir háar byggingar. Til hægri: Kröfur um inndregni fyrir háar byggingar í lág þenslu hverfum úr Svæðisskipulagi NY (Up codes, e.d.)................33

Mynd 33: Tvær helstu tegundir af flutningi á gólfflatar-hlutfalli sem leyfð er úr skýringum á svæðis-skipulagsreglum NYC (NYC

Department of City Planning, e.d.).................................................. 34

Mynd 34: Skýringarmynd um gang sólar við Solar Carve bygginguna (Studio Gang, e.d.)........................................................................... 35

Mynd 35: Greiningin sýnir að sólarskorið byggingarform (vinstra megin) hleypir meira sólarljósi niður í garðinn en leyfilegt umfang samkvæmt skipulagi gerir (hægra megin) (Studio Gang, e.d.)........ 36

Mynd 36: Solar Carve byggingin séð frá High Line garðinum (Studio Gang, e.d.)........................................................................................ 36

Mynd 37: Myndræn framsetning á skrefum í prófunarferlinu fyrir verndun á sólarljósi í Toronto borg (TOcore, e.d., bls. 57)............. 37

Mynd 38: Úr Miðbæjarskipulagi Toronto. Garðar og opin svæði þar sem vernda á sólarljós (Tocore, e.d., bls. 84)..................................

38

Mynd 39: Greining á uppsöfnuðum klukkustundum sólar og skuggavarps í Toronto borg 21.september (TOcore, e.d., bls. 55).. 38

Mynd 40: Lagskipting ýmissa reglna sem gilda um miðbæinn geta auðkennt svæði sem krefjast frekari greiningar á varmaþægindum eða vernd. Ramminn til að greina hitaþægindi krefst skoðunar á ýmsum stefnum, landnotkunarmerkingum, almenningsgörðum og opnum rýmum og svæðum sem miða að framtíðarvexti. Þetta undirstrikar

bæði núverandi og framtíðar aðstæður þar sem varmaþægindi ætti að vernda (TOcore, e.d., bls. 50)...........................................................39

Mynd 41: Dæmi um skýringarmynd á skuggavarpi sem framkvæmdaraðiliskalskilainn(TeknikogMiljø:AarhusKommune, 2021).................................................................................................40

Mynd 42: Dæmi um greiningu á sólarstundum á Sonnesgade.

Skýringar-myndirnar sýna að bæta þarf sólarskilyrði í götunni (Teknik og Miljø: Aarhus Kommune, 2020). ..................................41

Mynd 43: Svæði til athugunar merkt rauðum punktum (Google Earth pro, 2022)....................................................................................... 43

Mynd 44: Sunnusmári í Kópavogi á hádegi. Samanlagt skuggavarp

Samanlagt skuggavarp sýnir að á hádegi á jafndægri nær skuggi yfir meira en helming rýmisins. Um há sumar nær sólarljós vel niður í rýmið og einnig að nokkru leyti niður á gangstéttina sem snýr undan sól.

Mynd 48: Smyrilshlíð á Hlíðarenda í Reykjavík á hádegi. Samanlagt skuggavarp sýnir að allt göturýmið er í skugga á hádegi meiri hluta ársins, nema um há sumar nær sólarljós niður á gangstéttina á móti suðri en skuggi fyllir meira en helming rýmisins

Mynd 49: Ásvallagata við Hringbraut í Reykjavík á hádegi.

Samanlagt skuggavarp sýnir að á hádegi á jafndægri nær skuggi yfir meira en helming rýmisins en geislar sólar ná vel niður á gangstétt á móti suðri.

44

sýnir að nærri allt göturýmið er í skugga á hádegi meiri hluta ársins, nema um há sumar

Mynd 45: Gunnarsbraut í Norðurmýri. Samanlagt skuggavarp sýnir að nærri allt göturýmið nýtur sólar á hádegi meiri hluta ársins, nema um há vetur. Laufgun trjáa veldur meiri skugga í rýminu um sumar.

Mynd 50: Skuggavarp Hafnartorgs uppsett samkvæmt leiðbeiningum umútreikningaogframsetninguídeiliskipulagsgögnumfráRvk.borg.

Mynd 46: Sunnusmári í Kópavogi á hádegi. Samanlagt skuggavarp

sýnir að allt göturýmið er í skugga á hádegi vel meiri hluta ársins, nema um há sumar nær sólarljós rétt niður á gangstéttina á móti suðri.

Mynd 51: Lýsing á staðsetningu svæðis. Hafnartorg afmarkað með rauðum lit. Unnið af höfundi á mynd frá Loftmyndum ehf. (2022).

Mynd 53: Greining á skuggavarpi í göngugötu Hafnartorgs á sumardaginn fyrsta 20.apríl kl.14.00 og 15.00

Mynd 47: Hofsvallagata við Hringbraut í Reykjavík á hádegi.

Mynd 54: Skráning á umferð fólks um torgið. Mest umferð var á fólki til og frá Geirsgötu að Tryggvagötu …………………………………………. 50

Mynd 55: Rauðir punktar: staðir þar sem fólk staldraði við í stutta stund til þess að kíkja í búðarglugga eða bíða eftir meðlimi hópsins, sólargeislar ná til þessara sömu svæða. Söfnun á fólki átti sér stað við gangbrautina á Geirsgötu ………………………………….……………….………. 50

Mynd 56: Langmesta umferð fólks lá í gegnum torgið úr norðri til suðurs og úr suðri til norðurs. Flest söfnun á fólki var við enda gangbrautarinnar við Geirsgötu þar sem beðið var eftir grænum kalli.

51

Mynd 57: Talsvert minni umferð var í gegnum torgið frá norðvestri til austurs og öfugt. Enginn settist á bekkina sem voru í skugga en sjá

mátti fólk sitja í sólinni við enda torgsins á Lækjargötu.…………..…. 51

Mynd 58: Einstaklingur staldrar stutt við staur og lítur í símann sinn.

Hann velur að stoppa sólarmegin við staurinn …………………….……… 51

Mynd 59: Stúlka lærir að hjóla og fer nokkra hringi um svæðið, með

henni er kona á miðjum aldri sem virðist vera starfsmaður í verslun á svæðinu ………………………………………………………………………..……………. 51

Mynd 60: Tveir einstaklingar tylltu sér í augnablik á blómapotta sem staðsettir voru í sól á meðan beðið var eftir samferðamanni sem staddur var innan í verslun …………………………………….…………………… 51

Mynd 61: Unglingar taka sér sæti á bekk í sól en dvelja einungis í 3 mínútur ……………………………………………………………………………………….

11. Viðaukar

11.1 Viðauki

Skuggavarp í Reykjavík samanborið við skuggavarp í Róm á 4 metra

eins hæða húsi á hádegi.

Þann 21. júní á hádegi kl.13.30 í Reykjavík er skuggavarp af 4 metra

háu einnar hæðar húsi 3,44 metrar að lengd. Þar sem sólin verður ekki

hærra á lofti en þetta og mannvirki ekki lægri en ein hæð eru 3,44

metrar stysta mögulega skuggavarp af byggingu sem fáanlegt er.

Aftur á móti er skuggavarp af 4 metra háu einnar hæðar húsi í

Reykjavík 85,94 metrar að lengd, þann 21.desember á hádegi

kl.13.30.

Til samanburðar má nefna að 21.júní kl.13.11 á hádegi í Róm á Ítalíu

er skuggavarp af sambærilegu húsi 1,34 metrar að lengd og þann

21.desember, á hádegi kl.12.07, 8.70 metrar að lengd. Á vorjafndægri

21.mars er skuggavarp í Reykjavík því um það bil það sama og

21.desember í Róm, eða 8.15 metrar af 4 metra húsi á hádegi.

Þegar sólin er hæst á lofti eru skuggar á Íslandi því um það bil

helmingi lengri en í Róm og um 10 sinnum lengri þegar sólin er sem

lægst á lofti.

Útreikningar þessir eru gerðir af höfundi með forritinu Sketchup og

með aðstoð SunCalc.org vefsíðu Torsten Hoffmann (e.d).

REYKJAVÍK

11.2 Viðauki

Ítarupplýsingar um skuggavarp á sumardaginn fyrsta þann 20.apríl

kl.14.30 frá sjónarhorni gangandi vegfarenda.

Sólarljós náði niður í rýmið þar sem opið er til suðurs milli Geirsgötu

og Tryggvagötu, sjá mynd 3. Skuggi fyllti upp í plássið á milli bygginga og margar mannhæðir upp á fasöður þar sem opnun er til

norðvesturs, austsuðausturs og suðausturs, séð frá Lækjargötu og

Steinbryggjunni, myndir 1 og 2.

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.