Samfélagsmiðlar - Tækifæri fyrir aðdráttarafl svæða

Page 1

SUMAR 2021 STYRKT AF NÝSKÖPUNARSJÓÐI NÁMSMANNA

SAMFÉLAGSMIÐLAR

TÆKIFÆRI FYRIR AÐDRÁTTARAFL SVÆÐA

ANNA KRISTÍN GUÐMUNDSDÓTTIR

UMSJÓN HELENA GUTTORMSDÓTTIR LEKTOR LANDSLAGSARKITEKTÚR BS | LANDBÚNAÐARHÁSKÓLI ÍSLANDS


Höfundur:

Anna Kristín Guðmundsdóttir | annakgudmunds@gmail.com M.Sc. Landscape Architecture for Sustainable Urbanisation SLU Swedish University of Agricultural Sciences

Umsjón: Helena Guttormsdóttir Lektor landslagsarkitektúr BS Landbúnaðarháskóli Íslands Unnið sumarið 2021 fyrir styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna


EFNISYFIRLIT

ÁGRIP

IN NGA NGUR 6 MARKMIÐ 7 AÐFERÐIR 8 HVERNIG VIRKAR INSTAGRAM? 8

BA KG RUN N UR 12 STAÐARANDI OG GÆÐI UMHVERFIS MÖRKUN STAÐAR MÖRKUN OG SAMFÉLAGSMIÐLAR UPPLIFUNARHÖNNUN

12 13 14 22

K ÖN N UN 2 6 FOR D Æ M I 4 8 UM ALLAN HEIM 48 UM LAND ALLT - VARANLEG HÖNNUN 56 UM LAND ALLT - TÍMABUNDIN HÖNNUN 66

VE R KF Æ R A KI STA N 72 L OK AO R Ð 78 HEIMILDASKRÁ MYNDASKRÁÁGRIP

Verkefnið Samfélagsmiðlar - tækifæri fyrir aðdráttarafl svæða var unnið sumarið 2021 fyrir styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna. Höfundur er Anna Kristín Guðmundsdóttir, meistaranemi í landslagsarkitektúr við Landbúnaðarháskóla Svíþjóðar í Uppsala (SLU). Verkefnið var unnið í samstarfi með námsbrautinni landslagsarkitektúr við Landbúnaðarháskóla Íslands og var umsjónarmaður verkefnisins Helena Guttormsdóttir, lektor. Markmið verkefnisins er að greina þátt samfélagsmiðilsins Instagram í að auka aðdráttarafl að ákveðnum svæðum í hinu byggða umhverfi. Um er að ræða greining á manngerðum áfangastöðum í byggð þar sem tímabundin eða ótímabundin umhverfishönnun er áberandi hluti af myndefni á Instagram. Gestir og íbúar eru sögumennirnir á Instagram og getur miðillinn verið verkfæri í ímyndarsköpun áfangastaða. Notendur samfélagsmiðla deila myndefni fyrir vini og aðra til að sjá og geta myndirnar jafnvel haft áhrif á vinsældir ákveðinna svæða. Þannig er myndefnið hluti af ímynd áfangastaðar sem getur haft áhrif á ákvörðun notenda um að heimsækja staðinn. Í verkefninu er skoðað hvernig samfélagsmiðlar hafa áhrif á aðdráttarafl svæða og hvernig sveitarfélög geta nýtt umhverfishönnun til að styrkja ímynd staðar. Skoðuð eru innlend og erlend dæmi þar sem umhverfishönnun er einkennandi vinsælt myndefni á Instagram. Rafræn spurningakönnun var gerð til að rýna í áhrif notenda miðilsins á aðdráttarafl svæða og þá eru niðurstöður verkefnisins settar fram í verkfærakistu um hönnunarþætti sem sveitarfélög geta nýtt við tímabundna eða varanlega hönnun á myndrænum bæjarrýmum.

Efnisorð landslagsarkitektúr staðarandi mörkun staðar aðdráttaröfl umhverfishönnun


1

INNGANGUR

“Það getur hvað a u mhverfi sem er or ðið i nsta- vænt.” Svar úr könnun verkefnisins

Heimur samfélagsmiðla er áhrifamikið fyrirbæri þar sem notendur fylgjast með og deila frá lífi sínu og umhverfi. Myndefni sem notendur deila getur orðið vinsælt og varpað þannig ljósi á ákveðin svæði um allan heim og land allt. Hér innanlands má nefna regnbogagötuna í miðbæ Seyðisfjarðar sem hefur verið vinsælt myndefni á Instagram og orðið að helsta aðdráttarafli bæjarins. Til eru fjölmörg dæmi um allan heim af borgarrýmum sem hafa orðið að vinsælum áfangastöðum eftir myndbirtingar á samfélagsmiðlum. Tækifæri samfélagsmiðla fyrir aðdráttarafl svæða tengist þannig upplifun fólks af umhverfinu og vilja til að deila henni með öðrum í gegnum miðlana. Notendur miðlanna deila og skoða myndir frá öðrum og geta þannig orðið fyrir áhrifum og leitað sér upplýsinga þar. Þannig getur Instagram nýst í markaðssetningu fyrir til dæmis sveitarfélög til að auka aðdráttarafl sitt. Aðgengi að markhópum er gott og notendur nýta miðlana til afþreyingar og upplýsingar. Myndefni sem notendur deila geta verið staðir, upplifanir og kennileiti sem aðrir notendur vissu ekki af áður. Myndir ferðast hratt á netinu og vekja athygli þannig að fólk gerir sér jafnvel ferð til að upplifa það sem aðrir hafa séð og upplifað, eftir að hafa séð myndir á miðlunum.

6


M ARK M IÐ Markmið verkefnisins er að skoða hvaða tækifæri felast í samfélagsmiðlum fyrir aðdráttarafl svæða. Skoðað er hvernig umhverfishönnun birtist á samfélagsmiðlinum Instagram. Rýnt er í hvaða hönnunarþættir eru vinsælt myndefni og þannig gerð greining á ákveðnum verkfærum í umhverfishönnun sem geta nýst við ímyndarsköpun. Skoðað er hvaða hönnunarþættir hafa möguleg áhrif á vinsældir svæða í þéttbýlum um land allt. Verkefnið greinir einungis myndræna staði í byggðu umhverfi en ekki náttúrunni en þó má benda á að náttúrustaðir eru mjög vinsælt myndefni á samfélagsmiðlinum Instagram og tilefni í frekari rannsóknir. Nýsköpunargildi verkefnisins felst í að það sýnir umhverfishönnun á nýjan máta með því að skoða hvernig samfélagsmiðlar geta styrkt vinsældir áfangastaða í byggð. Telja mætti að samfélagsmiðlar séu tilvalin verkfæri fyrir sveitarfélög til að koma ímynd staðar á framfæri og þannig styrkja aðdráttarafl fyrir gesti eða jafnvel auka áhuga á búsetu í sveitarfélaginu. Hagnýtingargildi verkefnisins felst í verkfærakistu sem sveitarfélög og hönnuðir geta nýtt sér við umhverfishönnun til að styrkja aðdráttarafl svæða. Verkefnið nýtist til lengri tíma þar sem að afurð þess er Instagram reikningur með samantekt og þessi skýrsla í rafrænu formi. Þannig getur almenningur nýtt sér verkefnið til að kynnast nýjum áfangastöðum og nýtist námsmönnum fyrir frekari rannsóknir á þessu fræðisviði. Jafnframt getur verkefnið nýst svæðisbundnum markaðsstofum á landsbyggðinni. En fyrst og fremst er tilgangur verkefnisins að opna fyrir umræðu um þau tækifæri sem felast í myndrænum almenningsrýmum og hvetja til frekari rannsókna á viðfangsefninu.

7


A Ð FE RÐ IR Verkefninu er skipt í sex kafla. Fyrsti kafli er inngangur að verkefninu þar sem helstu markmið og aðferðir eru kynntar. Annar kafli er bakgrunnur þar sem rýnt er í viðfangsefni verkefnisins og gerð samantekt á viðtali við borgarhönnuð hjá Reykjavíkurborg. Í þriðja kafla er rýnt í niðurstöður könnunar sem framkvæmd var fyrir verkefnið og í fjórða kafla eru dregin fram fordæmi um bæjarrými innanlands og erlendis sem eru áberandi á Instagram. Í fimmta kafla er sett fram tillaga að verkfærakistu og að lokum eru niðurstöður verkefnisins dregnar saman með lokaorðum og settar fram hugmyndir fyrir frekari rannsóknir á efninu. Notast var við eigindlega aðferðarfræði við gerð verkefnisins. Framkvæmd var rafræn skoðanakönnun til að greina persónulega upplifun og rýnt var í myndefni á samfélagsmiðlinum Instagram. Markmið könnunarinnar var að fá almennt yfirlit yfir hvað fólki finnst mikilvægt að staður hafi uppá að bjóða til að heimsækja hann. Spurningar snerust um að draga fram hvaða hönnunarþættir laða að sér mannlíf. Skoðað var hvers vegna fólk velur að heimsækja tiltekna staði og hvort samfélagsmiðlar eigi þátt í þeirri ákvarðanatöku. Í forritinu Instagram er hægt að skoða myndir frá notendum eftir staðsetningu og í verkefninu var rýnt í myndir merktar eftir staðsetningum í þéttbýlisstöðum um land allt. Skoðað var hvort ákveðin svæði í hinu byggða umhverfi voru meira áberandi en annað. Rýnt var í hvað einkennir myndirnar svo sem útsýni, efnisnotkun, rýmismyndun, lýsing, litir og form. Sett var fram samantekt með fordæmum um bæjarrými með varanlegri og tímabundinni hönnun um land allt. Niðurstöður úr bakgrunni verkefnisins, könnun og greiningu eru settar fram í verkfærakistu um aðlaðandi bæjarrými sem getur nýst hönnuðum og sveitarfélögum við hönnun á myndrænu umhverfi ætluðu til að styrkja ímynd svæðis á samfélagsmiðlum. Við vinnslu verkefnisins var einnig útbúinn Instagram reikningur þar sem hægt er að skoða dæmi um myndræn bæjarrými. Markmið reikningsins er að gera verkefnið aðgengilegt almenningi, hönnuðum og sveitarfélögum og opna umræðu um tækifæri samfélagsmiðla fyrir aðdráttarafl svæða. Hægt er að skoða síðuna hér: www.instagram.com/instavaent

8


INNGANGUR

MARKMIÐ

BAKGRUNNUR

KÖNNUN

RESEARCH

RESEARCH

SITE VISITS

PROPOSAL

Mynd 1

AÐFERÐIR

SITE VISITS

VERKFÆRAKISTAN

INTERVIEW RESEARCH ANALYSIS SITE VISITS

LOKAORÐ

PROPOSAL REVISION INTERVIEW RESEARCH ANALYSIS SITE VISITS

REVISION

Uppbygging verkefnisins.

FORDÆMI

FINAL

PROPOSAL

INTERVIEW

FINAL PROPOSAL REVISION INTERVIEW ANALYSIS

REVISION

ANALYSIS

FINAL

FINAL

9


HVERNIG VIRKAR

IN STAGRAM ?

Í verkefninu er lögð áhersla á notkun og myndefni á samfélagsmiðlinum Instagram, forriti sem er hannað fyrir snjallsíma. Síðan Instagram hóf göngu sína árið 2010 hefur forritið orðið vinsælt um allan heim og er heildarfjöldi virkra notenda um 1 milljarður (Omnicore, 2021). Einkunnarorð Instagram eru að að færa þig nær fólki og hlutum sem þú elskar (Instagram, á.d.). Í forritinu geta notendur fylgt öðrum notendum og átt sjálfir fylgjendur (e. followers). Notendur fylgjast ýmist með vinum og fjölskyldu en einnig er hægt að fylgjast með Instagram reikningum (e. accounts) hjá áhrifavöldum (e. influencers), tónlistarfólki, leikurum, stjórnmálamönnum, fyrirtækjum og svo framvegis. Borgir og sveitarfélög geta einnig verið með reikning á Instagram og sýnt myndir úr samfélaginu. Instagram er í raun myndræn dagbók sem er aðgengileg þeim sem vilja skoða. Forritið gengur út á að notendur deila myndum á prófílinn sinn eða í sögur(e. story) sem hægt er að skoða í um sólarhring. Fylgjendur geta því fylgst með frá lífi vina eða skoðað myndir sem tengjast áhugamálum sínum. Hægt er jafnframt að leita að myndum eftir staðsetningu eða myllumerkjum (e. hashtags). Notendur geta átt samskipti ýmist í einkaskilaboðum eða með því að gefa endurgjöf í formi athugasemda (e. comment) eða ýta á hjarta-tákn sem merkir að þér líki við myndina (e. like). Með forritinu hefur orðið til enska nýyrðið instagrammable sem var samþykkt árið 2018 sem lýsingarorð í orðabókinni Merriam-Webster (Time, 2018). Instagrammable merkir í raun að eitthvað sé það sjónrænt aðlaðandi að það henti til að taka mynd og birta á Instagram. Sé orðinu instagrammable flett upp í leitarvél Google koma upp yfir 5 milljón niðurstöður og fjölmargar ábendingar um síður sem fjalla um ,,most instagrammable places” út um allan heim. Á íslensku mætti tala um myndræna eða myndvæna staði og hluti en þó hefur skapast ákveðin hefð í fjölmiðlum að tala um að eitthvað sé Instagram-vænt. Sé orðinu instagram-vænn flett upp í leitarvél Google koma upp um 261 niðurstöður. Talað er um instagramvæna staði, sjóböð, haustkransa, kökur, augnablik, morgunverði, sýningar og húðvörur. Ríki Vatnajökuls (2021), markaðsfélag ferðaþjónustuaðila í þjóðgarðinum, birtu til dæmis greinina ,,fimm Instagramvænustu staðir ríkis Vatnajökuls” á heimasíðu sinni. Þá birtist frétt í maí 2020 um nýjan veitingastað í miðborg Reykjavíkur en hönnun staðarins átti að vera myndvæn svo staðurinn yrði Instagram-væn kokteilaparadís (DV, 2020). Því mætti telja að nokkur hefð er að skapast í umræðunni um áhrif Instagram á hönnun og aðdráttarafl. Síðasta spurning könnunarinnar sem gerð var fyrir verkefnið spurði þátttakendur hvernig umhverfi þeir telja vera Instagram-vænt. Svörin voru fjölbreytt og lýsandi um þetta nýja hugtak en á blaðsíðum 46-47 má lesa hluta þeirra svara sem bárust.

10


instagrammable

/

“at t r act ive or i nteresti n g enou gh to be suita ble for photograph i n g a nd p o st i n g on the social media s er v ic e Instagram” Cambridge Dictionary

FYLGJENDUR

FJÖLDI MYNDA

FORSÍÐUMYND

NOTENDANAFN

SÖGUR

LÍKA VIÐ MYND

SKRIFA ATHUGASEMD MYNDIR DEILA ÁFRAM

VISTA MYND

SKOÐA AÐRA NOTENDUR

TILKYNNINGAR

BÆTA VIÐ MYND

Mynd 2

Instagram forritið.

11


2

BAKGRUNNUR

STAÐARANDI OG GÆÐI UMHVERFIS Bæjarrými eru götur, torg og almenningssvæði sem eru vettvangur daglegs lífs heimamanna og áfangastaðir ferðamanna (Skipulagsstofnun, 2015) Lifandi bæjarrými sem búa yfir aðdráttarafli laða að sér fólk og athafnir en ímynd staðar, mannlíf og umhverfi geta styrkt vinsældir ferðamannastaða í byggð. “Aðdráttarafl bæjarrýma felst í samspili rýmismyndunar, efnisvals og þeirri sögu og fjölbreytileika sem einkenna hið byggða umhverfi og mannlífið á svæðinu. Tilfinningu um að þangað sé gott að koma og eitthvað áhugavert að finna.” (Skipulagsstofnun, 2015:14) Staðarandi (lat. Genius Locci) eða staðarvitund endurspeglar þann skilning að hvert svæði í byggðu umhverfi og náttúru býr yfir sérstöðu (Auður Sveinsdóttir, 2014). Sérstaða svæðisins eru ákveðin einkenni sem eru óáþreifanleg og byggir hugtakið á upplifun og skynjun notenda á umhverfinu. Við hönnun umhverfis og skipulagsgerð er hægt að vinna markvisst með staðaranda þar sem gerð er grein fyrir sérstöðu hvers svæðis (Skipulagsstofnun, 2015). Þannig er hægt að vinna með ímynd staðar og stuðla að bættri upplifun fyrir íbúa og ferðamenn og auka gæði byggðar fyrir búsetu, atvinnulíf og ferðaþjónustu. Staðarandi og ímynd svæðis byggist á sérkennum sem einkenna hvern stað. Staður er skilgreindur sem „(lítið) svæði með óákveðnum mörkum, blettur (stór eða smár), oftast með tilliti til að eitthvað eða einhver er þar, kemur þangað, eða eitthvað gerist þar.“ (Matthildur Kr. Elmarsdóttir, 2015). En hvað er það sem gerir stað góðan og eftirsóknarverðan? Góð bæjarrými eru aðgengileg, örugg og notaleg og þar gefst fólki tækifæri á að staldra við enda eru þau sviðsmynd mannlífsins (Project for Public Spaces, á.á.). Vel hönnuð bæjarrými undirstrika staðaranda og hvetja til fjölbreyttra athafna og félagslegra samskipta. Skýringarmyndin hér á næstu síðu sýnir fjögur aðalatriði sem gera stað áhugaverðan og aðlaðandi og þá þætti sem einkennir hvern flokk.

12


Mynd 3

Þýdd skýringarmynd samtakanna Project for Public Spaces um gæði bæjarrýma (Anna Kristín Guðmundsdóttir, 2016)

13


“S omet h i ng happ ens bec ause s omet h i ng happ ens bec ause s ometh i n g happ ens” Jan Gehl

Hugmyndafræði danska arkitektsins Jan Gehl (2018) fjallar um samband daglegra athafna fólks og gæði umhverfisins. Hversdagslegar athafnir líkt og að fara út í búð og versla í matinn lýsir Gehl sem nauðsynlegum athöfnum en þær gerast að mestu leyti óháð því hvernig umhverfið lítur út. Á móti þá eru valkvæðar athafnir háðar gæðum umhverfisins, líkt og að fara út í göngutúr í gróðursælum almenningsgarði til að njóta ferska loftsins og útsýnisins. Í bæjarrýmum þar sem umhverfið er óspennandi og gæðin lítil gerast einungis nauðsynlegar athafnir. Hönnun umhverfisins getur jafnframt haft áhrif á félagslegar athafnir með því að skapa tækifæri fyrir fólk til að mætast. Almenningsrými af góðum gæðum skapa rými fyrir mannlíf þar sem atferli og nærvera fólks laðar að sér fólk. Gehl fjallar um að til þess að almenningsrými laði að sér fólk þurfi leiðin að rýminu að vera opin og viðráðanleg, fólk geti séð það sem á sér stað, hafi erindi þangað og eitthvað að gera. “Tækifæri til þess að sjá það sem á sér stað í almenningsrýminu er einnig liður í því að gera það aðlaðandi. Ef börn sjá götu eða leiksvæði frá heimili sínu ná þau líka að fylgjast með því sem þar fer fram og sjá hverjir eru úti að leika sér. Það verður þeim hvatning til þess að fara sjálf út að leika sér...” (Gehl, 2018:117) Aðlaðandi umhverfi þarf fyrst og fremst að gefa fólki tækifæri á að staldra við með góðri hönnun og skjólmyndun. Til að hvetja fólk til að dvelja í almenningsrýmum þarf umhverfið að vera vel skipulagt og bjóða upp á góða möguleika fyrir grundvallarathafnirnar að ganga um rýmin, standa, sitja ásamt því að upplifa rýmin með því að sjá, heyra og tala (Gehl, 2018). “Það sem skiptir sköpum er þó hvers konar athafnir hafa tækifæri til að þróast í rýminu, þ.e. að ekki sé aðeins hægt að ferðast til og frá rýminu heldur einnig fara þar um og dvelja í því til þess að taka þátt í fjölbreytilegum félagslegum og afþreyingartengdum athöfnum” (Gehl, 2018:133)

14


AÐ GANGA Að ganga er leið til að ferðast um og fara á milli staða en gefur einnig tækifæri á að vera í almenningsrými. Aðgengi allra er mikilvægt og vörn gegn veðri. Gönguleiðir leiða vegfarendur að áfangastað og því þarf skipulag þeirra að miða við stystu vegalengdina þar sem áfangastaður er í sjónmáli. AÐ STANDA Tækifæri til að standa í almenningsrými er lykilatriði fyrir fólk til að dvelja til dæmis þegar fólk mætist, stendur og talar við einhvern en einnig ef fólk stendur og virðir fyrir sér útsýni. Fólk sækist í að standa við jaðar svæðis, með góða yfirsýn. Þá er gott að geta hallað sér að einhverju.

AÐ SITJA Að eiga möguleika á að sitja í almenningsrými getur lengt tímann sem fólk dvelur á svæðinu og opnar fyrir fjölda athafna eins og að borða, lesa, prjóna, spjalla o.s.frv. Ef ekki er hægt að setjast niður gæti fólk gengið framhjá og misst af tækifærinu að sjá eitthvað áhugavert í umhverfinu. AÐ SJÁ, HEYRA OG TALA Að sjá og upplifa mannlíf krefst þess að almenningsrými sé opið en ekki of stórt, þannig að fólk hafi yfirsýn yfir rýmið. Mikilvægt er að rýmin hafi góða lýsingu til að hægt sé að dvelja þar þegar dimmt er úti. Hluti af upplifun þess að dvelja á stað er að heyra án þess að verða fyrir truflun af umferðarhávaða. Bekkir skapa til dæmis tækifæri fyrir fólk til að sitja og horfa, hlusta og tala í almenningsrýminu. AÐ ÖÐRU LEYTI NOTALEGT Almenningsrými sem hvetur fólk til að dvelja felur í sér tækifæri til að ganga, standa, sitja og upplifa. Rýmið er á allan hátt notalegt og gefur skjól frá veðri og umferð til dæmis með gróðri.

Mynd 4

Grunnforsendur fyrir dvöl í almenningsrými (byggt á Gehl, 2018)

15


MÖRKUN STAÐAR Matthildur Elmarsdóttir (2015) skipulagsfræðingur ritaði bæklinginn Stefnumótandi skipulagsgerð og mörkun svæða en þar er fjallað um hvernig nýta má skipulagsgerð til að styrkja ímynd svæða og auka aðdráttarafl þeirra. Sú aðferð kallast á ensku place branding sem hefur verið þýtt á íslensku sem mörkun eða ímyndarsköpun svæða og nýtist við gerð stefnumótandi skipulagsáætlana. Aðferðinni hefur verið beitt við markaðssetningu ferðamannastaða en er nú einnig nýtt við byggðaþróun. Í raun mætti bera mörkun svæðis við persónu sem hefur sín einkenni og talar sinni röddu. Persónan gæti verið ferðamannastaður, miðbær, hverfi, sveitarfélag eða landssvæði. Til dæmis mætti segja að miðborg Reykjavíkur sé ein persóna og Snæfellsnes önnur. Ímyndarsköpun eða mörkun svæðis byggist á þessari persónu sem er vörumerki svæðisins og er hægt að þróa vörumerkið áfram í markaðssetningu til að auka aðdráttarafl svæðisins. Mörkun svæðis felst í því að skilgreina sérstöðu svæðis og marka framtíðarsýn og stefnur (Matthildur Elmarsdóttir, 2015). Gerðar eru áætlanir um hvernig eigi að koma ímynd staðar á framfæri með því að hanna vörumerki og vinna að sameiginlegum markmiðum fyrir svæðið. Mikilvægt er að hagsmunaaðilar vinni saman í sátt um grunngildi vörumerkisins og fyrir hvað áfangastaðurinn stendur fyrir (Trausti Þór Karlsson, 2013). Þá er hægt að auka virði vörumerkisins með því að markaðssetja áfangastaðinn og styrkja jákvæða ímynd af áfangastaðnum í huga neytenda. Ímyndarsköpun áfangastaða þarf að draga athygli að sérstöðu svæðisins og þeirri upplifun sem hann býr yfir (Margret Herdís Einarsdóttir, 2011). Ímynd staðarins hefur áhrif á ákvarðanartöku ferðamanna varðandi val á áfangastað og skiptir hún enn meira máli á jaðarsvæðum til að laða að ferðamenn og íbúa. Með aukinni samkeppni um athygli ferðamannsins verður ímyndarsköpun enn mikilvægari við markaðssetningu áfangastaðar. Áfangastaðaáætlanir allra landshluta taka á skipulagi, þróun og markaðssetningu þeirra þátta sem geta haft áhrif á upplifun ferðamanna á viðkomandi svæði með þarfir gesta, heimamanna, fyrirtækja og umhverfis í fyrirrúmi (Ferðamálastofa, á,á). Í áætlununum eru sett fram markmið um landshlutana sem áfangastaði, þar sem landssvæðin eru

16


skilgreind sem vörumerki sem bjóða upp á ákveðna upplifun. Sem dæmi má nefna Norðurstrandarleiðina sem er vörumerki fyrir leið sem tengir saman náttúru og byggð á um 900 km kafla meðfram strandlengju Norðurlands (Markaðsstofa Norðurlands, 2021). Leiðin myndar samband um lífshætti tengda hafi og norðlægri búsetu og beinir ferðamönnum um norðurströnd Íslands. Í Landsskipulagsstefnu 2015-2026 eru sett fram markmið og stefnur í skipulagsmálum fyrir landið allt um þróun byggðar og landnýtingar. Lagt er til grundvallar að skipulag byggðar stuðli að lífsgæðum fólks og samkeppnishæfni landsins alls. “Skipulag byggðar getur stuðlað að samkeppnishæfni með ýmsum hætti. Með því að beina vexti á tiltekin svæði í skipulagi og styrkja innviði er unnt að stuðla að hagkvæmari uppbyggingu og efla slagkraft viðkomandi svæðis í samkeppni við önnur um íbúa, fyrirtæki og ferðamenn. Einnig má nýta skipulag til að vinna út frá sérkennum og staðaranda viðkomandi staðar og styrkja þannig viðkomandi stað sem álitlegan kost fyrir búsetu og atvinnurekstur.” (Landsskipulagsstefna, bls. 10). Markmið númer 3.3 í stefnunni segir að skipulag byggðar og bæjarhönnun skuli stuðla að gæðum í hinu byggða umhverfi og yfirbragð nýrrar byggðar falli að bæjarmynd viðkomandi staðar. “Einnig verði sérstaklega hugað að almenningsrýmum og útivistarsvæðum með það að markmiði að hvetja til útiveru og hreyfingar, matjurtaræktunar og náttúruupplifunar og varðveita verðmæt náttúrusvæði. Jafnframt verði tekið tillit til sögulegs samhengis í þróun byggðar og menningararfurinn nýttur til að styrkja sérkenni og staðaranda.” (Landsskipulagsstefna, bls. 59).

17


MÖRKUN OG SAMFÉLAGSMIÐLAR Í raun mætti segja Instagram sé nokkurs konar sjónræn persónuleg dagbók sem opin er fyrir alla til að skoða. Myndir sem notendur deila er af hverju sem er; umhverfi þeirra, þeim sjálfum, dýrunum þeirra, matnum þeirra, fötunum þeirra og svo framvegis. Notandinn birtir það efni sem honum finnst áhugavert og getur skoðað efni frá öðrum sem honum finnst áhugavert. Fyrirtæki hafa í auknu mæli nýtt samfélagsmiðilinn til að auglýsa vöru sína, ýmist með keyptri auglýsingu sem birtist á efnisveitu notenda eða með keyptri umfjöllun í formi samstarfs við áhrifavalda. Áhrifavaldar eru eins fjölbreyttir og þeir eru margir en það sem þeir eiga sameiginlegt er að vera persónur á samfélagsmiðlum sem notendur þeirra fylgja og jafnvel líta upp til og hlusta á líkt og um raunverulegan vin væri að ræða. Þannig verða notendur samfélagsmiðla oft fyrir áhrifum af myndum og umfjöllun sem aðrir notendur og áhrifavaldar birta þar. Vörur hafa selst upp eftir umfjöllun á samfélagsmiðlum, veitingastaðir orðið skyndilega vinsælir og fólk hefur jafnvel farið í ferðalög á staði eftir að hafa séð myndir annarra notenda af þeim. Telja mætti því samfélagsmiðlar séu tilvalin verkfæri fyrir aðila eins og sveitarstjórnir til að koma ímynd sinni á framfæri og þannig styrkja aðdráttarafl ákveðinna svæða eða jafnvel auka áhuga á búsetu í sveitarfélaginu. Eitt sterkasta dæmi um markaðssetningu áfangastaðar á Íslandi er Inspired by Iceland verkefnið sem hófst árið 2010 til þess að draga úr neikvæðum áhrifum vegna eldgossins í Eyjafjallajökli (Ferðamálastofa, 2010). Markaðsátakið átti að styrkja ímynd Íslands sem vænlegan áfangastað fyrir ferðamenn og skapa tækifæri úr fjölmiðlastorminum í kjölfar gossins. Stefna verkefnisins var að birta auglýsingar um Ísland og kynna landið allt með mikilli áherslu á nýtingu samfélagsmiðla. Fyrirtæki voru ekki kynnt sérstaklega heldur Ísland sem heild,

18


“Um hver fið er i nstagram vænt ef þ ú nær ð að fan ga andrú msloftið o g t i l fi n n i ngu na sem þú uppli fi r s em ge stur í u mhverfi nu og sp egla ha na í my ndi n n i .” Svar úr könnun verkefnisins

í raun vörumerkið Ísland og það sem landið hefur uppá að bjóða í menningu, náttúru, mat og afþreyingu. Um þjóðarátak var að ræða þar sem allir voru beðnir um að leggja sitt af mörkum við að kynna landið. Ætli flestir Íslendingar hafi ekki séð fyrsta myndbandið sem birt var á samfélagsmiðlum þar sem landsmenn dönsuðu í náttúrunni við lagið Jungle Drum. Til eru dæmi hér á Íslandi um áfangastaði líkt og heitar laugar sem verða óvænt vinsælar vegna samfélagsmiðla. Sem dæmi má nefna að heitir pottar í þorpunum Hjalteyri og Hauganesi í Eyjafirði hafa orðið áberandi á samfélagsmiðlum þar sem fólk deilir myndum af sér í pottinum með útsýni út á haf. Þegar ferðamenn velta fyrir sér hvert á að fara næst, þá geta samfélagsmiðlar svo sannarlega gefið ákveðna ímynd af hvað er á hverjum stað. Færst hefur jafnframt í aukanna að heilu hverfin séu markaðssett á samfélagsmiðlum sem vænlegur búsetukostur. Þetta er spennandi vettvangur og virðist vera það sem koma skal til að ná til yngri kynslóða sem hafa alist upp með tækninni og eru að kaupa sínu fyrstu eignir. Vörumerki sem er áberandi á samfélagsmiðlum virðist heilla ákveðna markhópa og því kjörið að nýta þá til markaðssetningar og ímyndarsköpunar, hvort sem um er að ræða áfangastaði fyrir ferðamenn eða búsetuvalkosti fyrir íbúa. Með aukinni notkun samfélagsmiðla eru þeir orðnir ákveðið verkfæri í markaðssetningu áfangastaða. Aðgengi að markhópum er gott og notendur nýta miðlana til afþreyingar og upplýsingar. Sveitarfélög geta líkt og fyrirtæki nýtt miðlana til þess að markaðssetja sig og sitt vörumerki sem getur ýmist verið staður, svæði, hverfi, kennileiti, miðbær og svo framvegis. Þannig er hægt að markaðssetja áfangastaði eða byggðir fyrir ákveðna markhópa með markvissri ímyndarsköpun.

19


“I nsta g r a m has i n fact bec ome one of t he most i n fluential forc es i n t he way ou r envi ron ments are b ei n g shap ed.” O l i v e r Wa i n w r i g h t

Fiocco og Pistone (2019) telja að samfélagsmiðlar séu að breyta hvernig við horfum á skipulag borga og bæja. Í grein þeirra benda þær á að hið byggða umhverfi er að breytast í aðdráttarafl þar sem áherslan er meiri á sviðsmyndir fyrir skapandi efnismiðlun en á notagildi hönnunarinnar. Fiocco og Pistone benda á að arkitektastofur um allan heim vinni nú markvisst að því hönnun á almenningsrýmum sé „Instagram-væn“. Wainwright (2018) segir í grein sinni að Instagram hafi vaxið í eitt áhrifamesta aflið í því hvernig umhverfi okkar er mótað. Hann telur að drifkraftur hönnuða og framkvæmdaaðila hafi snúist upp í að vinna að því að hanna myndrænt umhverfi. Wainwright tekur þó fram að með því að leggja megináherslu á að almenningsrými séu sviðsmyndir fyrir myndræn augnablik, þá megi ekki gleyma hlutverki og notagildi svæðisins. Myndræn almenningsrými gætu gengið vel til að byrja með og laðað að ferðamenn en ef ekki er hugað að notagildi svæðisins gæti svæðið fljótt hætt að vera spennandi. Tilhneiging fólks til að taka myndir og deila upplifunum sínum á samfélagsmiðlum er tækifæri fyrir nýsköpun að mati Wainwright. Hann telur að arkitektar ættu að nýta þetta tækifæri þar sem Instagram er vettvangur sem hvetur fólk til að horfa betur í kringum sig og sitt umhverfi. Instagram er orðinn stór áhrifaþáttur í daglegu lífi fólks og virðist æ meir hafa áhrif á mótun hins byggða umhverfis. Fiocco og Pistone (2019) lýsa því hvernig Instagram getur haft áhrif á hvernig við skipuleggjum dagana okkar og hvernig við horfum á nærumhverfi okkar. Tómas Þorgeir Hafsteinsson (2020) greinir í námsritgerð sinni frá túlkunarhring Jenkins (e. circle of representation) sem lýsir hvernig ljósmynd getur haft áhrif á vilja fólks til að heimsækja stað. Túlkunarhringurinn sýnir hringrásina þegar myndir af áfangastað birtast einstaklingum á ýmsum miðlum og hver

20


MARKAÐSAÐILAR

SAMFÉLAG

BIRT ING mynd af áfangastað birt á samfélagsmiðli

EINSTAKLINGUR

LJ Ó SMYND UN

S KYNJUN

einstaklingur tekur mynd af áfangastað

einstaklingur skoðar myndir af áfangastað

H E IMS Ó K N einstaklingur heimsækir áfangastað

Mynd 5

Hringrás myndbirtingar (byggt á Jenkins 2003).

einstaklingur meðtekur myndirnar á sinn hátt. Hugsanlega kveikja myndirnar löngun einstaklings til að heimsækja staðinn til að upplifa með sínum eigin augum. Þegar á áfangastað er komið gæti einstaklingurinn viljað taka sjálfur myndir af staðnum og sýna öðrum myndina, en þá hefst hringrásin á ný. Þessi hringrás lýsir á einfaldan hátt raunveruleikanum á samfélagsmiðlum þar sem einstaklingar deila frá lífi sínu og fylgjast með lífi annarra. Tómas Þorgeir kannaði áhrif samfélagsmiðla á ferðahegðun háskólanemenda og voru niðurstöður í samræmi við túlkunarhring Jenkins en meirihluti þátttakenda heimsóttu áfangastað eftir að hafa séð fallegar myndir frá staðnum á samfélagsmiðlum. Manneskjan upplifir og skynjar umhverfi sitt með skilningarvitum sínum. Við horfum á umhverfið, finnum lyktina af sjónum og gróðrinum, heyrum í fuglunum og kliður í mannlífinu og umferðinni. Við snertum og finnum áferðir af náttúrulegum og manngerðum hlutum. Upplifum tilfinningar, gleði, sorg, og eigum minningar. Manneskjan nýtur ýmist þess að vera ein með umhverfinu eða meðal annarra og á félagsleg samskipti. Börnin leika sér, efla hreyfiþroska og upplifa heiminn. Ljósmyndir sem við tökum fanga augnablik í lífi okkar, minningar til að geyma áfram sjónrænar upplifanir af umhverfinu. Ljósmyndirnar geyma minningar um lykt, hljóð, samskipti og upplifanir. Rýmin milli húsa eru rými þar sem við upplifum eitthvað í lífi okkar. Rýmin eru sérstök á sinn máta og bakgrunnur fyrir líf manneskjunnar. Manneskja sem býr til minningar og upplifir tilfinningar í almenningsrými vill jafnvel deila því áfram með vinum sínum. Aðrir sjá myndina og heillast jafnvel af umhverfinu og vilja fara á staðinn til að upplifa rýmið á sinn hátt. Rýmið býr yfir ákveðinni ímynd eftir því hvernig yfirbragð þess er og hvað er hægt að gera þar.

21


UPPLIFUNARHÖNNUN Í lok sumars 2021 tók höfundur viðtal um viðfangsefni verkefnisins við Rebekku Guðmundsdóttur, deildarstjóra borgarhönnunar hjá Reykjavíkurborg sem vinnur að fjölbreyttum verkefnum í miðborg Reykjavíkur. Sumarborgin er eitt af verkefnum þeirra sem sett var af stað sem viðspyrna við Covid til að styðja við rekstur og mannlíf í borginni. Sett var aukið fjármagn í að gera miðborgina fegurri og blómlegri og voru heilu bílastæðin tekin yfir til að stækka svæði rekstraraðila svo fólk gæti setið úti. Það var gert til að búa til lífið á götunni og að sögn Rebekku skipti það miklu máli þegar fólk og sérstaklega Íslendingar tóku myndir af mannlífinu fyrir Instagram. Rebekka nefnir að mannlífið hefði jafnvel ekki verið svo auðugt nema af því að borgin bauð upp á rými fyrir fólkið. Undanfarið hefur verið áhersla hjá borginni að skapa upplifunarrými þar sem fólk upplifir eitthvað sem það myndi ekki upplifa annars staðar.

“ Við viljum f lugeldasý ningu en þurfum samt líka að ver a á j ö r ðin n i o g hugsa um fagurfræðina. Hvernig æt la r þú að s kapa upplifun, hvernig ætlar þ ú að skap a að þega r þú gen gur eftir götunni þ á gerist eitthvað spen na ndi þega r þú lítur til hægri eftir þ essari götu. Ba r a leikur o g uppl ifun. Það er bara orðið held ég m iklu m ikilvæga r a en bara aðgengi og setuaðstaða. Þet ta s n ýst líka um að v ið v iljum að fólkið dvelji í r ým inu, að það st r unsi ekki b ara í gegn og hafi ekki á huga - heldur að þú allt í einu stoppir. Eitthvað sem s kapa r ef t ir vænt in gu. “

22


“ Við þur f um ba r a alltaf eitthvað svona element, eit t hvað s em dr egur fólk að og langar að leika. Og leikur n úmer eit t , tvö og þrjú. “

Þegar Rebekka var spurð hvort að hönnunarteymi sem vinni að hönnun almenningsrýma í miðborginni hugsi um að hanna myndrænt umhverfi fyrir Instagram segir hún að það sé ekki gert, nema mögulega sé það eitthvað í undirmeðvitundinni. Hún telur ekki að hönnuðir setji niður á blað að ákveðin svæði eigi að verða “Instagram rammi”. Hins vegar sé oft hugsað í þá átt í tímabundnum og árstíðarbundnum verkefnum. Jólin 2020 voru til dæmis heybaggar settir víða um miðborgina til að mýkja rýmin og gefa jólaanda. Á Óðinstorgi var sett upp jólatré neðst á torginu og var markmiðið að skapa rými en líka búa til upplifunina að sjónarhornið væri “geggjuð mynd”. Rebekka telur að tímabundið inngrip inn í borgarlandið líkt og jólakisan og gróðurhúsið á Lækjartorgi og sólstólarnir á Austurvelli hafi þau áhrif að skapa myndrænt umhverfi. Hún nefnir að torg og önnur svæði sem fara í gegnum hönnunarferli þurfi tíma til að verða aðdráttarafl: “Þá ertu komin með eitthvað sem er staðbundið, komin með betri efnivið og þurfi kannski eitthvað annað til að það verði instagramvænt.”

23


“ Ómægo d það er u bara fjórir jakkafatakallar í kappi á h la upa br a ut in n i. Svo voru bara mamma, pabbi, afi og a m ma að hoppa þennan risaparís. Maður fær bara: okei þet ta er að virka. Og þ etta v iljum v ið gera. Ég meina , það vor u ba r a allar mömmur að pósta my ndum a f kr ö kkunum í pa rís eða v inirnir á djamminu að h la upa . Þet ta ver ður b ara leikv öllur og þ að v ilja allir leika , þú byr j a r ba ra óvænt að leika, ú ég ætla að hoppa h ér.“

Rebekka var beðin að benda á svæði í Reykjavík sem hún hefur tekið eftir að séu vinsæl á samfélagsmiðlum. Hún bendir á að málaða hlaupabrautin og parísinn á Laugaveginum hafi verið mjög áberandi og það sem einkennir þau svæði eru að það er tímabundin hönnun sem býr til uppbrot í hið dagsdaglega umhverfi. Markmiðið var að búa til rými fyrir upplifanir hjá fólki og að hvetja fólk til að ganga á göngugötunni. Að mati Rebekku þá þurfa aðlaðandi bæjarrými að hafa ákveðin element sem dregur fólk að og hvetji fólk til að leika sér. Umhverfið megi ekki vera of einfalt heldur þarf það að bjóða upp á upplifun, eitthvað sem rífur upp umhverfið og fær fólk til að stoppa og langa að skoða. “Það þarf einhvern lit og eitthvað sem poppar upp. Eitthvað sem er ekki týpískt torg.” Sem dæmi nefnir Rebekka regnbogagötuna á Skólavörðustíg en þar er að hennar sögn alltaf mikið af fólki að taka myndir. Það er áhugavert hvernig tímabundin inngrip líkt og Rebekka nefnir dæmi um geta haft áhrif á mannlíf og aðdráttarafl. Regnbogagatan á Skólavörðustíg og hlaupabrautin á Laugavegi eru dæmi um tímabundna hönnun sem býr til litrík almenningsrými og hvetur til leiks. Tímabundna hönnunin gerir það að verkum að fólk staldrar aðeins lengur við sem hefur keðjuverkandi áhrif á mannlíf og gæti skapað þörf fyrir varanlegri hönnun. Umhverfið er litríkt og myndrænt sem dregur að. Borgin býr til rými og upplifun, einhver tekur mynd og deilir sinni upplifun sem aðrir sjá svo og þannig verður til hringrás sem býr til aðdráttarafl. Hægt væri að útfæra svæði víða um landið sem bjóða uppá upplifun og leik og þannig styrkja ímynd og aðdráttarafl.

24


Mynd 6

Skjáskot af Instagram, myndir merktar með staðsetningunni „Skólavörðustígur“.

25


3

KÖNNUN

Áhersla verkefnisins var að rýna í áhrif og upplifun notenda samfélagsmiðilsins Instagram á aðdráttarafl svæða. Rafræn skoðanakönnun var því mikilvægur þáttur í verkefninu til að greina upplifun fólks á öllum aldri um land allt. Notast var við vefsíðuna www.typeform.com til að setja upp spurningakönnun með 17 spurningum. Vefsíðan býður upp á myndræna framsetningu með viðmóti fyrir tölvur og farsíma. Könnunin var aðgengileg í 10 daga, frá 25. ágúst til 5. september 2021. Henni var dreift með kostuðum auglýsingum á Facebook með skilgreindan markhóp 18 ára og eldri á landinu öllu til að ná sem fjölbreyttustum niðurstöðum. Könnuninni var einnig dreift á persónulegum Facebook reikningi höfundar, í gegnum tengslanet vina og á síðu námsbrautar landslagsarkitektúrs í Landbúnaðarháskóla Íslands. Þá var linkur á könnunina jafnframt settur inn í Facebook hópinn Landið mitt Ísland sem hefur um 65 þúsund meðlimi. Dreifingin var því víð enda mikilvægt að fá upplifun og skoðanir fólks á öllum aldri og með mismunandi áhugamál. Þátttakendum var ekki skylt að ljúka við könnunina en af þeim 563 aðilum sem tóku þátt luku 304 þátttöku og var svarhlutfall því 54%. Fyrstu spurningar könnunarinnar voru almennar en eftir fjórðu spurningu miðaði könnunin við notkun á samfélagsmiðlinum Instagram. Á næstu blaðsíðum eru niðurstöður úr könnuninni birtar.

26


Mynd 7

Skjáskot af kynningarbréfi til þátttakenda.

27


Meirihluti svarenda var á aldursbilinu 30-39 ára og 20-29 ára eða 50,7%. Þátttakendur 40 ára og eldri voru 46% en fæst svör komu frá aldurshóp yngri en 20 ára.

1

Á hvaða aldri ertu?

Mynd 8

28

Aldursdreifing þátttakenda.


52,1% svarenda búa á landsbyggðinni og 46,7% búa á Höfuðborgarsvæðinu.

2

Hvar á landinu býrðu?

Mynd 9

Búseta þátttakenda.

29


Nær allir þátttakendur eru notendur á samfélagsmiðlinum Facebook og 79,3% nota Instagram í sínu daglega lífi.

3

Hvaða samfélagsmiðla notar þú í þínu daglega lífi?

Mynd 10 Notkun samfélagsmiðla.

30

Hægt var að velja um fleiri en einn valmöguleika.


Meirihluti svarenda nota Instagram á hverjum degi en 40 þátttakendur í könnuninni segjast ekki nota Instagram.

4

Hversu oft í viku notar þú samfélagsmiðilinn Instagram?

Mynd 11 Dagleg notkun á Instagram.

31


Meirihluti svarenda eða 68,1% segjast nota Instagram mjög oft eða stundum þegar þeir eru á ferðalagi en 31,9% nota miðilinn sjaldan eða aldrei eða notkunin á ekki við.

5

Notar þú Instagram þegar þú ert á ferðalagi?

Mynd 12 Notkun Instagram á ferðalögum.

32


60,2% þátttakenda deila myndum frá ferðalögum á Instagram stundum eða mjög oft meðan 39,8% svara neitandi eða á ekki við.

6

Deilir þú myndum frá ferðalögum þínum á Instagram?

Mynd 13 Deiling mynda á Instagram á ferðalögum.

33


Þátttakendur gátu valið um nokkra möguleika yfir tegund mynda sem þeir deila á Instagram. Svarendur segja flestir deila myndum af landslagi og náttúru eða fjölskyldumyndum.

7

Hvernig myndum deilir þú helst á Instagram?

Mynd 14 Tegund mynda sem þátttakendur deila.

34

Hægt var að velja um fleiri en einn valmöguleika.


Flestum þátttakendum finnst áhugaverðast að skoða myndir af landslagi og náttúru frá öðrum notendum á Instagram. Nokkuð jafnt er á milli næstu valmöguleika.

8

Hvernig myndir finnst þér áhugaverðast að skoða frá öðrum notendum á Instagram?

Mynd 15 Tegund mynda sem þátttakendur skoða.

Hægt var að velja um fleiri en einn valmöguleika.

35


Meirihluti svarenda eða 64,2% segjast aldrei eða sjaldan skoða Instagram til að velja sér áfangastað og leita upplýsinga en 28,6% segjast gera það stundum eða mjög oft.

9

Þegar þú ert að fara í ferðalag, skoðar þú Instagram til að velja þér áfangastaði og leita upplýsinga?

Mynd 16 Notkun Instagram fyrir upplýsingaleit.

36


Svör þátttakenda um hvernig áfangastað þeir leita eftir á Instagram voru nokkuð jöfn en 127 þátttakendur segja að það eigi ekki við um sig.

10

Hvernig áfangastöðum leitar þú helst eftir á Instagram?

Mynd 17 Tegund áfangastaða sem þátttakendur leita eftir.

Hægt var að velja um fleiri en einn valmöguleika.

37


Spurning 11 gaf möguleika á að þátttakendur gátu skrifað niður sínar skoðanir. Hér eru dæmi um svör þar sem svarendur útskýra hvers vegna það kviknar löngun hjá þeim að heimsækja stað sem þeir hafa séð á Instagram.

11

Ef þú sérð mynd af áhugaverðum stað á Instagram, kviknar þá löngun hjá þér til að heimsækja staðinn og upplifa það sama og myndin sýnir? Útskýrðu endilega hvers vegna / eða hvers vegna ekki.

nei og hvers vegna ekki:

já og hvers vegna:

Nei, finnst þetta vera hype og gefur ekki til kynna hvort umhverfið býður upp á turisma

Já, myndirnar gera það að verkum að ég get séð sjálfa mig fyrir mér á staðnum - eins og staðurinn verði aðgengilegri án þess að ég hafi komið þangað

Sjaldan, en stundum þegar maður sér sama hlutinn aftur og aftur og hann er flottur fer manni að langa líka að upplifa það sama Já og nei. Eins og með gosið var það mjög hvetjandi að sjá það en svo heyrir maður af fólki sem nennir ekki að fara af því að því finnst það hafa séð of oft myndir Nei er ekki svo áhrifagjörn Nei því ég vil frekar fara ókunnar slóðir og uppgvöta sjálfur og vera í fámenni

Já, en ekki endilega eins og myndin. Nota bara Instagram svo lítið, en ef eitthvað poppar upp þá já. Hinsvegar hef ég aldrei gert það

Ég skoða aðallega myndir af IG þegar ég veit af áhugaverðum stað. Þá get ég lagt mat á hvort staðurinn sé þess virði með því að miðaðst við fleiri mydnir og meira “non-professional” myndatöku (því yfirleitt eru myndir sem sýndar á vefsíðum eða listum teknar af atvinnuljósmyndurum og búið að vinna mikið)

Misjafnt - fer eftir hvaðan efnið kemur/frá hverjum Nei, nota Instagram aðallega til að eiga í samskiptum við fjölskyldu og vini. Nei. Þarf ekki instagram til að velja stað fyrir mig nema jú kannski að finna þann sem enginn fer á til að fá frið Stundum, stundum ekki. Ef myndin er falleg eða textinn við er góður þá laðar það að Já en á sama tíma nei, vil ekki vera hluti af hjarðhegðun Nota Instagram bara til að fylgjast með fjölskyldunni Nei, fæ mótþróa þegar allir pósta einhverjum stað á insta og langar ekki að fara þangað. Ástæðan fyrir að ég fór ekki í Stuðlagil þrátt fyrir mörg ferðalög austur síðasta sumar Ekkert frekar. En maður getur dáðst að myndunum og umhverfinu þrátt fyrir það

Já en það getur líka oft virkað fràhrindandi ef eina sem þú sérð eru myndir frá sama staðnum. Líkt og skylagoon og blessaða eldgosið eru nú orðin eins og omagio vasi sem 90% af þjóðinni á. Sé kannski fallegan stað og langar að fara þangað en bara til að skapa mínar eigin minningar.

Já að einhverju leyti. Það gefur mér amk hugmyndir að stöðum sem gaman væri að heimsækja og jafnframt hvað viðkomandi staður býður uppá. Já. Ef ég hef ekki séð myndir frá staðnum áður eða vissi ekki af honum Já það getur alveg gerst, oftast hafa það verið staðir sem mig langar að fara á, t.d. fjöll, fossar eða gönguleiðir Já ef það er fallegt langar mig að sjá það með mínum augum Já, langar að vera sjálf á svæðinu og upplifa sjálf Já til að sjá þetta með eigin augum já gæti hæglega gert það, spyr jafvel hvar þessi staður er já, áhugavert vekur hja mér hvöt að skoða líka Stundum, en ekkert endilega þann stað heldur frekar ferðast almennt þegar ,,allir” eru að ferðast á instagram. Frekar tengt því ef matur er girnilegur að fara á þann stað til að prófa.

Já fallegt umhverfi er alltaf aðlaðandi. Oft gaman að sjá líka sjónarhorn annara á stað sem maður hefur sjálfur skoðað. Svo mismunandi oft hvað snertir fólk eða í hverju fólk sér fegurð. Að tveir einstaklingar geti upplifað sama staðinn á mjög ólíkan hátt.

Já það getur gerst ef það er einhver sérstakur “andi” yfir myndinni. Einhver tilfinning sem mig langar að upplifa eða komast nálægt.

Já, mig langar að eiga mynd af mér og mínum á þessum stað, sjá hvort þessi staður er eins og á Instagram og líka gaman að fá hugmyndir af nýjum stöðum til að skoða og upplifa

Já, klárlega. Flottar myndir geta haft mikið aðdráttarafl

Já ef að myndin vekur áhuga minn þá er ég líkleg til þess að stopp þar við og skoða þegar ég hef tækifæri. Ég fer samt ekki úr leið minni til að skoða.

Já, sérstaklega ef um er að ræða manngert umhverfi

Kannski ekki upplifa það sama og myndin sýnir en ef ég sé myndir af flottum fossun, gljúfrum eða fjöllum þá fer ég á netið og finn út hvar það er og stundum reyni að gera mér ferð að skoða staðinn já ég fæ oft hugmyndir af því að fara á nýja staði þegar ég skoða myndir

ekki endilega upplifa það sama og myndin sýnir en mér finnst gaman að skoða nýtt umhverfi og landslag, þetta bætir við í bucket-list

Mögulega ef það leiðir mig á upplýsingar um hvernig ég kemst þangað

Já ef það sýnir fram á áhugaverða afþreyingu

Nei ekki endilega, það þarf ekki að gera eins og allir aðrir

Já virkar allt svo fallegt á Instagram

Já, hugsa yfirleitt “þetta væri gaman að skoða næst þegar maður á leið þarna um”

Nei yfirleiitt ekki. Það á það til að offa mig að sjá margar myndir af einum stað. Bæði blöskrar mér oft umhverfisáhrifin en líka þetta með að “allir” hafi farið...

Ef staðurinn er áhugaverður, t.d. útsýni eða mat, þá langar mig að upplifa staðinn. Og á líka við um vörur, t.d. snyrtivörur eða föt

stundum, ef mér finnst staðurinn áhugaverður, ekki af því að aðrir eru að fara þangað

Stundum, ef þetta er staður sem ég vissi ekki af áður og er á slóðum sem mig hefur langað til að heimsækja

38

Já stundum. Ef eitthvað lítur út fyrir að vera gaman.

Já ég hugsa oft að þarna langar mig að koma þó ég taki ekki endilega sjálfu af mér þar, en það gerist stundum.


“J á , my ndi rnar gera það að verkum að ég get séð sjálfa mi g fy r i r m é r á staðnu m - ei ns og staður i n n verði að gen gi legri án þ e s s að é g hafi komið þan gað.” Svar úr könnun verkefnisins

já ef ég sé fallega/áhugaverða staði þá langar mig oftast að fara þangað sjálf til að bera staðinn augum Já, ef það lítur út eins og það væri góð upplifun að fara þangað.

Já, það lítur líka allt svo vel út á Insta. Manni dreymir bara um að gera eins og aðrir Já stundum, en langar minna og minna að fara eftir því sem fleiri birta myndir. Stuðlagil sem dæmi, mjög töff en það eru allir þarna, þá langar mig minna. Já, mér finnst ég oft sjá áhugaverða staði hjá venjulegu fòlki eins og mér sem flokkast ekki undir stöðluðu staðina sem ferðaskrifstofur/flugfélög nota Já oft eru þetta staðir sem eg vissi ekki af

Það getur vakið athygli á stað sem ég þekki ekki en aldrei að ég búist við að upplifa sama og annar póstar

Já ef ég hef ekki komið þangað. Ég plana ferð á staðin ef ég er að ferðast á svæðinu. Ég geri mér ekki spes ferð

Já oft ef það er mikil gleði og upplifun sem skín í gegn, ég þarf samt ekki að fara og sjá steina eins og Stonehege. Fannst nóg að lesa um upplifun annara og hver sagan þeirra er. Fannst það allavega pínu peningasóun þegar ég fór Já, langar til að ná góðri mynd af viðkomandi stað eða mynd af mér/fjölskyldu á staðnum Það getur vakið athygli á stað sem ég þekki ekki en aldrei að ég búist við að upplifa sama og annar póstar Já ef staðurinn er sérstakur þá myndi ég vilja skoða hann. En ekki bara af því það væri vinsælt.

Já, getur gripið augað og sérstaklega ef ferðinni er heitið á þann stað.

Já - vegna náttúrufegurðar / kyrrðar. Já stundum, en ef allir eru að fara þangað þá missi ég oft áhugann á að fara Til að upplifa einstaka náttúru sem myndir fanga ekki en gefa vísun til

stundum, ef um er að ræða einstakt eða öðruvísi landslag eða náttúru sem ég hef ekki séð

Já, sérstaklega ef náttúan er extra falleg eða ef staðurinn býður upp á skemmtilega upplifun :) Stundum,gaman að upplifa nýja staði. Já, því þau sem settu myndina inn, fannst örugglega gaman á staðnum og þess vegna væri gaman að upplifa það sama Ja stundum ef þetta er virkilega áhugaverður eða fallegur staður og eða góður matur eða afþreying

Já ef umhverfið heillar mig Já klárlega! Ef mér finnst staðurinn sem ég sé mynd af á instagram áhugaverður og spennandi þá auðveldar það manni að velja áfangastaði t.d. í ferðalaginu. Þá þarf maður síður að fletta upp áhugaverðum stöðum annars staðar á netinu eða jafnvel í bókum. Myndirnar á instagram eru aðgengilegar, líflegar og áhugaverðari en myndir í bókum o.þ.h. Notkun myllumerkisins auðveldar leitina að áhugaverðum stöðum og hjálpar manni að mynda sér skoðun hvort staðurinn sé áhugaverður eða ekki. Maður fær mun betri yfirsýn heldur en ein mynd í bók :D

Já, instagram opnar augun fyrir stöðum sem maður myndi kannski ekki endilega vita af

Skoða staðinn betur t.d. Googla hann en ekki endilega til að upplifa nákvæmlega það sama og kemur fram á Instagram. Gaman að heimsækja staðinn og upplifa sjálf. Margoft kemur það fyrir að maður sér áhugaverða staði á instagram bæði fallagt umhverfi og ef það er afþreying sem þú hefur áhuga á

Já þegar ég sé fallegt umhverfi eða skemmtilega staði eða sé e-ð einkennandi fyrir bæjarfélagið/óbyggðina sem mér finnst heillandi þá langar mig að sjá þetta og upplifa. Já stundum. Ef þetta er t.d staður sem ég hef áhuga á, matur sem væri til í að prófa. Eitthvað sem gæti hentað minni fjölskyldu (börnin).

Já algjörlega, allt fyrir flotta mynd

Ef það lúkkar skemmtilegt eða fallegt það sem ég sé á myndinni og það er eitthvað aem ég hef ekki profað áður þá langar mig allveg að fara þangað.

Já stundum, oft staðir sem maður veit ekki af fyrr en maður sér myndir á instagram

Já mögulega, mynd af aðlaðandi svæði og upplifun eða meðmæli annarra hefur áhrif

Já, ef staðurinn er fallegur og hefur þessa ró yfir sér sem ég vil helst finna þegar ég fer útí náttúruna

Já oft t.d. fallegar náttúrumyndir þá langar mig að heimsækja þá staði. Fallegir bæir sem bjóða upp á eitthvað skemmtilegt. Einnig veitingahús og fleira. já stundum. Hef fengið hugmyndir af stöðum/ svæðum til að heimsækja sem ég vissi ekki af Já ef ég sé áhugaverðan og/eða fallega stað kviknar löngun í að fara þangað

Já stundum, en langar minna og minna að fara eftir því sem fleiri birta myndir. Stuðlagil sem dæmi, mjög töff en það eru allir þarna, þá langar mig minna.

Já. Það gefur manni hugmyndir af skemmtilegum stöðum til að heimsækja að sjá myndir/video frá öðrum. Hef farið einhvert út frá story á instagram

Til að sjá staðinn kannski ekki endilega til að fá sömu upplifun

Já - þegar það sem maður sér á insta höfðar til manns þá langar mann að upplifa það sjálfur

39


Spurning 12 gaf möguleika á að þátttakendur gátu skrifað niður staði sem þeir hafa heimsótt. Hér eru dæmi um staði sem komu oftast fram í svörunum. 106 svarenda svöruðu játandi en 112 neitandi. Flestir nefndu staði í náttúru Íslands og baðstaði. 33 aðilar minntust á að hafa farið í Stuðlagil eftir að hafa séð myndir á Instagram. Regnbogagatan í miðbæ Seyðisfjarðar var það bæjarrými sem nefnt var oftast.

12

Hefur þú heimsótt einhvern stað eftir að hafa séð myndir frá honum á Instagram? Ef já, skrifaðu þá endilega dæmi um staði.

Jarðböðin Mývatni Laugarvatn fontana Sjóböðin Húsavík Gamla Laugin Flúðum Sky Lagoon Hauganes Sundlaugin Hofsósi Heydalir Grjótagjá Guðlaug Akranesi Giljaböðin Krosslaug Vök

40


Sigló hótel Regnbogagata Seyðisfirði Nýr miðbær á Selfossi Akureyri Hafnarfjörður

Stuðlagil Flatey Skriðuklaustur Ásbyrgi Löngufjörur Fjarðárgljúfur Bolafjall Eldgosið Geldingadölum Stóruurð Jökulsárlón Paradísarlaut Gljúfrabúi Svartifoss Goðafoss

41


31,9% svarenda finnst skipta máli að finna myndræn svæði á ferðalögum. Meirihluti svarar þó neitandi.

13

Skiptir það þig máli þegar þú ferðast að finna áhugaverð svæði til að taka myndir fyrir samfélagsmiðla?

Mynd 18 Vilji til að finna áhugaverð svæði fyrir myndatöku.

42


Meirihluti svarenda eða 58% telur að samfélagsmiðlar hafi áhrif á upplifun á ímynd svæða en 42% svara neitandi eða á ekki við.

14

Telur þú að samfélagsmiðlar hafi áhrif á þína upplifun á ímynd svæða?

Mynd 19 Áhrif samfélagsmiðla á ímynd svæðis.

43


Nær öllum þátttakendum eða 92,7% finnst útlit umhverfisins skipta máli í daglegu lífi sínu.

15

Finnst þér útlit umhverfisins skipta þig máli í daglegu lífi?

Mynd 20 Mikilvægi ásýndar umhverfisins.

44


16

Hvað finnst þér mikilvægt að sé til staðar á almenningssvæðum í byggð þannig að þú viljir heimsækja staðinn og dvelja þar um stund?

Mynd 21 Atriði sem þátttakendum þykir mikilvægt að staður hafi.

Hægt var að velja um fleiri en einn valmöguleika.

45


Spurning 17 gaf möguleika á að þátttakendur gátu skrifað niður sína túlkun á hvernig umhverfi er instagram-vænt sem er nýtt hugtak og byggist á nýyrðinu “instagrammable” á enskri tungu. 89 svarenda voru ekki vissir, sögðust ekki hafa hugmynd eða spurningin átti ekki við um þá. Orðið fallegt kom fram í svörum 48 aðila og 90 svör innihéldu orðið náttúra. Þá kom orðið litríkt fram í 24 svörum.

17

Að lokum, hvernig umhverfi finnst þér helst vera “instagram-vænt”?

Umhverfið er instagram vænt ef þú nærð að fanga andrúmsloftið og tilfinninguna sem þú upplifir sem gestur í umhverfinu og spegla hana í myndinni.

Litríkt, form, eitthvað kúl í bakgrunn eða hlutur sem hægt er að nýta í myndatöku

Falleg náttúra eða eitthvað sem er skemmtilegt að gera

Líflegt sem grípur augað

Þar sem náttúran eða falleg sambönd (vina, fjölskyldu) fá að njóta sín

Falleg náttúra og fallegt mannlíf Náttúra, útilist, mannvirki Fallegt umhverfi/útsýni og næði til að taka myndir þar sem ekki eru endilega margir ókunnugir inná, gott veður og birta.

Eitthvað sem lookar vel á mynd Umhverfi sem eru einstök í sjálfu sér. Einnig finnst mer litaval skipta máli sem og tíðarandinn Eitthvað stórbrotið sem grípur mann strax

Umhverfi sem er nærandi og áhugavert, allt sem tengist fagurfræði í sínu náttúrulga formi, ósnortið, manngert en með náttúrulegu efnisvali, nærandi umhverfi fyrir sál og líkama. Finnst helst allt geta verið instagram vænt en oftast sér maður náttúru myndir Umhverfi með fallegum bakgrunn, góðri aðstæðu bjart, hreint, útsýni Artí og litríkt, hönnun og fansí stuff Náttúrulegt umhverfi Íslensk náttúra, litríkar byggingar og náttúrulegur efniviður oft þarf ekki umhverfi heldur eitt sjónarhorn, hins vegar finnst mér það einfaldasta og ónafngreindasta vera mest spennandi - lækurinn á gönguleiðinni þar sem skórnir fuku af og allir fengu sér að drekka eða þokan við fjallið sem skapaði stemningu Helst ef það er snyrtilegt og hefur eitthvað einstakt Þar sem eru andstæður (litir, form...) og fallegir litir í umhverfi. Náttúra og torg Það nær í raun yfir allt. E.t.v frekar yngra fólk sem notar það Fallegt, vel hirt, vel um gengið og sem segir einhverja sögu I raun allt ... er samt orðin þreytt á photoshoppuðum nyndum

46

Falleg náttúra, gott útsýni, dýpt í bæjarlandslagi, skúlptúrar, útilistaverk ef ég upplifi tilfinningar við að sjá eitthvað þá vil ég reyna að fanga þá upplifun á mynd til að geta leyft einhverjum öðrum að upplifa líka

Áhugaverðar byggingar og skemmtileg náttúra Það umhverfi sem veitir mér hughrif hverju sinni, kveikir tilfinningar og hlýjar hjartanu. Upplifun sem skilar sér á mynd Litríkt eða litsnautt, friðsælt eða busy... andstæður. Ýkt. Eiginlega bara hvaða umhverfi sem er ef augnablikið er rétt Litríkt og svona “outstanding” eitthvað sem er langt frá hversdagsleikanum Umhverfi þar sem maður og náttúra tóna vel saman, hvort sem það er úti í náttúrunni eða í borg/bæ Fallegt umhverfi og falleg birta falleg náttúra / skemmtileg borgarrými

Fallega mismunandi máluð hús í þröngum húsasundum, fallegir garðar, og falleg náttúra!

Vatn, sjór, gróður fallegar byggingar Falleg náttúra, fjölbreytt veður, vel hirt umhverfi og eitthvað litríkt eins og allt þetta regnbogadót allstaðar. Landslag og svo borgir Lítt snortin náttúra Umhverfi sem hefur góða stemmningu Náttúran í allri sinni mynd Það er svo misjafnt. Getur verið fólk og náttúra. Litrík falleg náttúra

Iðandi mannlíf eða stórfengleg náttúrufegurð

Ósnortin náttúra eða huggulegt bæjarlandslag sem sýnir menningu og fyrri sögu

það er svo fjölbreytilegt að ég get ómögulega svarað því

Ómenguð náttúra.

Náttúra annars vegar og síðan áhugavert manngert umhverfi hins vegar (listaverk, litrík hús, vel hannaðar veitingar ofl)

Skemmtilegt sjónarhorn, náttúra, útsýni

Landslag, fossar, nàttúrulaugar Borgarrými eða náttúra Borgarmenning

Hreinlegt, sterkir litir, nóg af stöðum til að taka Instagram væna mynd Staðir með fallegri og stílhreint umhverfi, og náttúra.

Þétt byggð eða náttúra og víðátta

Alls konar, birtustig skiptir miklu máli

Það getur verið allskonar, litir, form, náttúra, flott ljós, eitthvað sem vekur athygli. En svo getur grár hversdagsleikinn verið fallegur á instagram :)

Bjart og grænt (gróður!), náttúra


“A llt s em gefu r frá sér gleði , s ems a g t l itadý rð, skemmtu n og flei ra.” Svar úr könnun verkefnisins

Einstakir staðir, eitthvað sem þú sérð eða upplifir ekki annars staðar Fallegar laugar náttúra í fallegri/réttri/áhugverðri birtu náttúra, laugar, vötn, gróður... Mikilfenglegt, náttúruundur, eitthvað með jákvæð félagsleg skilaboð. Spái ekki í umhverfi út frá instagram Erfitt að segja, svo mismunandi eftir stöðum Þar sem fólki líður vel á Vandað yfirborðsefni. Stílhreint. Falleg náttúra og góð leiksvæði fyrir börn Það getur hvaða umhverfi sem er orðið insta-vænt Litlir bætir með náttúru og gott veður Fallegir staðir með karakter. Það getur verið mjög fjölbreytt frá flottum borgum yfir í flottastaði út í óbyggðunum og leynast náttúruperlurnar víða Náttúran og útilist. Eitthvað sem grípur augað, getur verið hvað sem er Litríkt, eitthvað sem skapar hughrif

Bjart, einstakt, litríkt, t.d.

Góð lýsing

Náttúra, litríkar byggingar, gróður

Umhverfi sem er jafn fallegt með augum og á mynd

falleg litrikt öðruvisi

Að það sé líf og fjör og fallegt umhverfi.

Eitthvað stórfenglegt eða litríkt. það er svo alls konar, td einfalt, skírt, bjart, og dulúðlegt Fallegt eins og t. d Seyðisfjörður og gatan þar fyrir framan kirkjuna Allt umhverfi, ég spái meira í liti og birtustig og hvernig það harmonerar saman Nesti út í náttúrunni, helst á bekk við foss eða vatn/sjó eða háa kletta Manngert umhverfi, dýr, smátt í náttúrunni

Fallegt landslag Falleg umhverfi þar sem litir spila vel saman. Náttúrulaugar Gróður, náttúra og vatn hvort sem er manngert eða náttúrulegt Litríkir viðburðir og náttúra Wow faktor Fallegir og snyrtilegir staðir sem hafa einhverja sérstöðu

Fallegar byggingar eða fallegt, notalegt umhvefi og náttúra

Náttúrulegt

myndefni, lýsing, litir og eitthvað um að vera, hreyfing, atburður eða viðburður

Allt getur verið instagramvænt með góðu ljósmyndaauga :) Finnst samt geggjað þegar það er hægt að tengja náttúruna saman við afþreyingu og fær fylgjandanum upplifunina í gegnum mynd/reel/story :)

Falleg náttúra í bland við afþreyingu og mannlíf eins og sjóböð t.d. Náttúra ein og sér eru yfirleitt ekki mjög spennandi myndefni nema mynirnar séu listrænar, öðruvísi að mínu mati. Held að það sè öðruvísi hjá 50+ fólki. Allt sem gefur frá sér gleði, semsagt litadýrð, skemmtun og fl.

Allt - fjölbreytni og hugmyndaflug þeirra sem pósta það er hægt að láta allt líta vel út á instagram Útilistaverk

Umhverfi sem sýnir dæmi um lúxus líferni, mikil náttúrufegurð og gott veður.

Útsýni, að sjá eitthvað fallegt jafnvel í fjarska, sjónlínur mjög mikilvægar beina fólki til að horfa á e-h áhugavert

litríkt bæjarsvæði, náttúra Upplifunin tengist ekki instagram þo hugmyndir um staði kvikna oft þar Snyrtilegt svæði sem er öðruvísi en það sem þú hefur séð áður

Auðvelt aðgengi en stundum erfitt aðgengi líka, ókeypis jafnvel, áhugavert, þar sem hægt er að njóta með öðrum. Veitingastaðir, viðkomustaðir á dreifbýli, mjög stíliseruð heimili, spes staðir með sérstökum uppákomum eins og listasöfn eða aðrir álíka gjörningar

Allskonar!! Byggingar, gamlir staðir, kraftmikil náttúra, Litríkt og lifandi - eða stórbrotið Falleg almennigsrými og gott útsýni

47


4

F O R DÆ M I UM A LLAN HE IM

Lýsing:

Einkenni:

KUNGSTRÄDGÅRDEN | STOKKHÓLMUR Gönguleið meðfram torginu Kungsträdgården í miðbæ Stokkhólms. Kirsuberjatré mynda trjágöng sem veita einstaka upplifun á vorin þegar bleik blómin blómstra. Gróður, litir, sjónás

Mynd 22 Skjáskot af Instagram, myndir merktar með staðsetningunni „Kungsträdgården“.

48


Lýsing:

Einkenni:

HIGH LINE | NEW YORK Lestarteinar endurnýttir sem upphækkaður almenningsgarður í New York. Garðurinn er í raun um 2 km gönguleið eftir gömlum lestarteinum. Fjölærar grastegundir einkenna svæðið sem er hannað af Piet Oudolf. Arkitektúr, gróður, kennileiti, sjónás

Mynd 23 Skjáskot af Instagram, myndir merktar með staðsetningunni „The High Line“.

49


Lýsing:

Einkenni:

KINGS CROSS TUNNEL | LONDON Undirgöng við Kings Cross lestarstöðina í London. Veggirnir eru gagnvirkir og lýsa upp rýmið á litríkan hátt. Undirgöng eru yfirleitt ekki aðlaðandi almenningsrými en Kings Cross Tunnel bjóða uppá upplifun sem skapar aðdráttarafl. Lýsing, litir, arkitektúr

Mynd 24 Skjáskot af Instagram, myndir merktar með staðsetningunni „Kings Cross Tunnel“.

50


Lýsing:

Einkenni :

SUPERKILEN | KAUPMANNAHÖFN Almenningsgarðurinn Superkilen í Kaupmannahöfn er hannaður á einstakan hátt. Þar var haft samráð við íbúa hverfisins til að skapa almenningssvæði með skírskotun í fjölbreytta menningarheima. Litríkt yfirborð, neon skilti og fjölbreytt götugögn skapa einstakt almenningsrými. Áferðir, litríkt yfirborð, kennileiti, götugögn, lýsing

Mynd 25 Skjáskot af Instagram, myndir merktar með staðsetningunni „Superkilen“.

51


“It’ s l iv i n g proof of what pu blic a r t ca n do, tu rn i n g a plac e that nobo dy t h i n ks about i nto a plac e ever yone wants to see.“ Howard Chai

Lýsing:

Einkenni:

ALLEY OOP | VANCOUVER Litríkt umhverfi í 100 metra sundi milli bygginga í miðbæ Vancouver. Á svæðinu eru körfur svo vegfarendur geta leikið sér eða tekið myndir af sér við litríka veggina. Eftir að götunni var breytt varð kynjahlutfall vegfarenda jafnara og fólk fór að dvelja lengur í rýminu. Litadýrðin breytti því notkun og upplifun fólks á borgarrýminu. Áferðir, litríkt yfirborð, kennileiti, götugögn

Mynd 26 Skjáskot af Instagram, myndir merktar með staðsetningunni „Alley Oop“.

52


Lýsing:

Einkenni:

PEGGY PORCHEN | LONDON Útisvæði kaffihússins Peggy Porchen í London er blómlegt og litríkt. Staðsetningin kemur fram á fjölmörgum vefsíðum um bestu instagram staðina í London. Litir, blóm, kennileiti

Mynd 27 Skjáskot af Instagram, myndir merktar með staðsetningunni „Peggy Porchen Cakes“.

53


Lýsing:

Einkenni:

BERNAL HEIGHTS | SAN FRANSISCO Rólan hangir í tré í Bernal Heights garðinum í San Fransisco. Garðurinn er ekki miðsvæðis og því þarf fólk að gera sér leið til þess að komast þangað. Þar er mikið útsýni yfir borgina og Golden Gate brúnna og hægt að róla og njóta útsýnisins. Götugögn, gróður, leikur, útsýni

Mynd 28 Skjáskot af Instagram, myndir merktar með staðsetningunni „Bernal Heights Swing“.

54


Lýsing:

Einkenni:

CLOUD GATE | CHICAGO Skúlptúrinn sem oft er kallaður baunin er eitt helsta kennileiti Chicago borgar. Borgarrýmið endurspeglast í skúlptúrnum og vegfarendur geta leikið sér að spegilmynd sinni. Kennileiti, arkitektúr, efnisval, útilistaverk

Mynd 29 Skjáskot af Instagram, myndir merktar með staðsetningunni „Cloud Gate“.

55


F O R DÆ M I UM LA N D A LLT VARANLEG HÖNNUN

Lýsing:

Einkenni:

AKRANESVITI | AKRANES Akranesviti og Breið á Akranesi. Umhverfi hannað af landslagsarkitektastofunni Landslag. Efnisval með tilvísun í anda staðarins. Kennileiti, efnisval, sjónás, arkitektúr

Mynd 30 Skjáskot af Instagram, myndir merktar með staðsetningunni „Akranesviti“.

56


Lýsing:

Einkenni:

FRANSKA BRYGGJAN | FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR Á Fáskrúðsfirði stendur hótel við sjóinn í húsi sem endurreist var að fyrirmynd franska spítalans sem stóð þar árum áður. Frá dvalarsvæði hótelsins stendur bryggja út í sjóinn með miklu útsýni út í fjörðinn. Arkitektúr, kennileiti, útsýni

Mynd 31 Skjáskot af Instagram, myndir merktar með staðsetningunni „Fáskrúðsfjörður“.

57


Lýsing:

Einkenni:

GUÐLAUG | AKRANES Guðlaug við Langasand á Akranesi er baðstaður og útsýnispallur hannaður af Basalt arkitektum. Langisandur er vinsælt útivistarsvæði þar sem fólk getur leikið sér í fjörunni og stundað sjósund. Arkitektúr, vatn, útsýni

Mynd 32 Skjáskot af Instagram, myndir merktar með staðsetningunni „Guðlaug Langisandur“.


Lýsing:

Einkenni:

KIRKJUTRÖPPURNAR | AKUREYRI Akureyrarkirkja og kirkjutröppurnar eru helsta kennileiti bæjarmynd Akureyrar. Algengt er að ferðamenn geri sér ferð upp tröppurnar til að telja hversu margar þær eru. Við göngugötuna er búið að koma upp rauðu hjarta skilti sem rammar inn Akureyrarkirkju. Arkitektúr, götugögn, kennileiti, sjónlína

Mynd 33 Skjáskot af Instagram, myndir merktar með staðsetningunni „Akureyrarkirkja“.

59


“Þarna er þ et ta uppbrot í h ið dag sdag leg a umhverfi . Ei ns og skrú fu h r i n g u ri n n sem er ek k i t í mabu ndi n n en þ arna dettu r han n niðu r á mit t tor g o g ver ðu r að aðdr áttar afl i og verður i nsta g ramvæn n . Við þu r fu m bar a alltaf eit t hvað svona element, eitthvað sem dregu r fólk að o g lan g ar að lei ka. O g lei ku r númer eitt tvö og þrj ú . ” Rebekka Guðmundsdóttir

Lýsing:

Einkenni:

KVOSIN | REYKJAVÍK Gula skrúfan stendur á nýju torgi í Kvosinni þar sem hún býr til nýtt kennileiti. Hringurinn rammar inn nærumhverfið og úr verður myndrænt tækifæri sem hvetur til leiks. Útsýni, torg, götugögn

Mynd 34 Skjáskot af Instagram, myndir merktar með staðsetningunni „Exeter Hótel og LeKock“.


Lýsing:

Einkenni:

LYSTIGARÐURINN | AKUREYRI Lystigarður Akureyrar er grasagarður og almenningsgarður sem er opinn allt árið um kring. Blómadýrðin býr til myndrænt og litríkt umhverfi. Gróður, vatn

Mynd 35 Skjáskot af Instagram, myndir merktar með staðsetningunni „Lystigarður Akureyrar“.

61


Lýsing:

Einkenni:

MJÓLKURBÚIÐ | SELFOSS Nýr miðbær Selfoss opnaði sumarið 2021 en þar er bæjarmyndin með byggingum sem vísa í eldri byggingarstíla og miðbæjartorg. Við miðbæjartorgið er endurbyggt Mjólkurbú Flóamanna sem hannað var af Guðjóni Samúelssyni. Arkitektúr, efnisval, torg

Mynd 36 Skjáskot af Instagram, myndir merktar með staðsetningunni „Selfoss“.


Lýsing:

Einkenni:

ÓÐINSTORG | REYKJAVÍK Óðinstorg er nýtt endurgert torg í miðborg Reykjavíkur. Settröppur setja einstakan svip á torgið og skapa tækifæri fyrir mikið mannlíf til að dvelja á svæðinu. Færanleg götugögn bjóða upp á fjölbreytta notkun og nálæg kaffihús teygja sig út á torgið. Byggingarnar umhverfis torgið mynda skjólsælt borgarrými. Arkitektúr, efnisval, torg, lýsing, götugögn

Mynd 37 Skjáskot af Instagram, myndir merktar með staðsetningunni „Óðinstorg“.

63


Lýsing:

Einkenni:

ÚTGERÐARMINJASAFNIÐ | GRENIVÍK Umhverfi Útgerðarminjasafnsins á Grenivík myndar nokkurs konar hafnartorg bæjarins sem er í anda staðarins. Þar er fjörugrjót, rekaviður og tjörn við gömlu bryggjuna. Mikið útsýni er út Eyjafjörðinn. Útsýni, torg, efnisval, vatn, staðarandi

Mynd 38 Skjáskot af Instagram, myndir merktar með staðsetningunni „Grenivík“.


Lýsing:

Einkenni:

SIGLÓ HÓTEL | SIGLUFJÖRÐUR Dvalarsvæði og bryggjuumhverfi við hótel í miðbæ Siglufjarðar. Aðkoman myndar sjónlínu í átt að inngangi hótelsins. Hönnun svæðisins skapar sviðsmynd í takt við anda staðarins. Bryggjur, timburpallar og fjörugrjót mynda dvalarsvæði Staðarandi, arkitektúr, kennileiti, vatn, sjónlína

Mynd 39 Skjáskot af Instagram, myndir merktar með staðsetningunni „Siglufjörður“.


F O R DÆ M I UM LA N D A LLT TÍMABUNDIN HÖNNUN / UPPLIFUNARHÖNNUN

Lýsing:

Einkenni:

HELLISGERÐI | HAFNARFJÖRÐUR Hellisgerði er almenningsgarður í hrauninu í Hafnarfirði. Garðurinn er gróðursæll og hraunmyndanir áberandi. Fyrir jólin 2020 var garðurinn skreyttur með ljósaseríum í trjám og úr varð ævintýraland til að njóta í dimmasta skammdeginu. Útilýsing, gróður

Mynd 40 Skjáskot af Instagram, myndir merktar með staðsetningunni „Hellisgerði“.


Lýsing:

Einkenni:

HRÚTEY | BLÖNDUÓS Myndlistarkonan Hrafnhildur Arnardóttir (Shoplifter) opnaði sýningu sumarið 2021 í eyjunni Hrútey þar sem hún hefur sett upp stórt útilistaverk. Verkið heitir Boðflenna og er há súla þakin gervihári í skærum litum sem stendur á opnu grassvæði við árbakkann. Áin Blanda og reisuleg bygging Heilbrigðisstofnunar á Blönduósi er í bakgrunni. Útilistaverk, áferð, litir, kennileiti, útsýni

Mynd 41 Skjáskot af Instagram, myndir merktar með staðsetningunni „Blönduós“.

67


Lýsing:

Einkenni:

RAMMINN | HJALTEYRI Við fjöruna á Hjalteyri er búið að koma upp stórum myndaramma sem er merktur með myllumerkinu #Hjalteyri. Þar er útsýni út Eyjafjörðinn í bakgrunni sem einkennir þorpið á Hjalteyri. Götugögn, útsýni

Mynd 42 Skjáskot af Instagram, myndir merktar með staðsetningunni „Hjalteyri“.


Lýsing:

Einkenni:

REGNBOGAGATA | SEYÐISFJÖRÐUR Hellulögn í Norðurgötu í miðbæ Seyðisfjarðar hefur verið máluð í regnbogans litum. Einkennandi sjónlínuás í átt að Seyðisfjarðarkirkju. Bæjarmyndin umhverfis er litrík og skemmtileg. Litað yfirborð, sjónlína, kennileiti

Mynd 43 Skjáskot af Instagram, myndir merktar með staðsetningunni „Seyðisfjörður“.

69


Lýsing:

Einkenni:

VEGGLISTAVERK | HELLISSANDUR Víða um Hellissand hafa listamenn fengið að skreyta húsveggi með listaverkum sínum.

Útilistaverk, kennileiti, litrík yfirborð

Mynd 44 Skjáskot af Instagram, myndir merktar með staðsetningunni „Hellissandur“.


Lýsing:

Einkenni:

ÆGISÍÐA | REYKJAVÍK Gönguleið meðfram Ægisíðu í Vesturbæ Reykjavíkur. Mikið útsýni á svæðinu og hægt að horfa á sólina setjast við hafflötinn. Þar hefur Reykjavíkurborg nú komið upp rólu sem allir aldurshópar geta nýtt og rólað út í sjóndeildarhringinn. Götugögn, leikur, útsýni

Mynd 45 Skjáskot af Instagram, myndir merktar með staðsetningunni „Ægisíða“.

71


LÝSING

LÝSING SJÓNÁS / ÚTSÝNI

LÝSING LÝSING SJÓNÁS / ÚTSÝNI

5

arkitektúr

SJÓNÁS / ÚTSÝNI

V E R K FÆ R A K I S T A N

SJÓNÁS / ÚTSÝNI

ÁFERÐIR / AÐDRÁTTARAFL

SJÓNÁS / ÚTSÝNI

LÝSING

flokkar

LÝSING

arkitektúr

arkitektúr

arkitektúr

SJÓNÁS / ÚTSÝNI

LÝSING

VARANLEG & TÍMABUNDIN HÖNNUN GRÓÐUR

ÁFERÐIR /

ÁFERÐIR / arkitektúr

arkitektúr

ÁFERÐIR /

SJÓNÁS / ÚTSÝNI

ARKITEKTÚR

ÁFERÐIR / EFNISVAL

GRÓÐUR GRÓÐUR

LEIKIR arkitektúr

ÁFERÐIR /

GRÓÐUR

ÁFERÐIR / GRÓÐUR LEIKIR

ÚTILISTAVERK / kennileiti

GÖTUGÖGN

KENNILEITI / ÁFERÐIR / ÚTILISTAVERK

LEIKIR GRÓÐUR

LITRÍKT YFIRBORÐ / VEGGIR

GRÓÐUR LEIKIR

ÚTILISTAVERK / kennileiti Götugögn GRÓÐUR

ÚTILISTAVERK / kennileiti

LEIKIR

LEIKIR ÚTILISTAVERK / kennileiti

LÝSING

SJÓNÁS / Vatn ÚTSÝNI LEIKIR

LÝSING

LÝSING

VATN

Götugögn

ÚTILISTAVERK / kennileiti

ÚTILISTAVERK / kennileiti

Götugögn

SJÓNÁS / ÚTSÝNI Vatn

ÚTILISTAVERK / kennileiti

LEIKUR

SJÓNÁS / ÚTSÝNI

Götugögn

Götugögn

Vatn

Götugögn Vatn

arkitektúr

Vatn Götugögn

Vatn

arkitektúr

ÁFERÐIR /

Mynd 46 Verkfærakistan.

72

Vatn ÁFERÐIR /

GRÓÐUR


LÝSING

LÝSING SJÓNÁS / ÚTSÝNI

LÝSING ARKITEKTÚR SJÓNÁS / ÚTSÝNI a r k ieða t e k t úmannvirki r Byggingar verða að kennileiti svæðis. Framhliðar bygginga geta verið fjölbreyttar og styrkja götumyndina. Mismunandi byggingarstílar, áferðir, litir. Byggingarnar geta haldið utanum rými, myndað torg og búið til skjól. SJÓNÁS / ÚTSÝNI arkitektúr

ÁFERÐIR / arkitektúr ÁFERÐIR / EFNISVAL Áferðir ÁFERÐIR og efnisval á torgum getur haft áhrif á upplifun svæðis. / EfnisvalGRÓÐUR getur haft skírskotun í nærumhverfið eða sögu svæðis líkt og við gömlu steinbryggjuna í Reykjavík og hótelsvæðið á Siglufirði. Efnisval getur verið til dæmis náttúrulegt eða stílhreint og þannig skapað ákveðna stemningu og bakgrunn ÁFERÐIR / GRÓÐUR fyrir svæði.

LEIKIR

GRÓÐUR Gróður GRÓÐUR styrkir upplifun af svæði, er rýmismyndandi og skapar skjól. Gróðurinn sýnir árstíðarbreytingar og gefur lit LEIKIR í umhverfið. ÚTILISTAVERK / kennileiti LEIKIR ÚTILISTAVERK / kennileiti

LÝSING Götugögn Í dimmasta skammdeginu þá fara daglegar athafnir í LÝSING almenningsrýmum fram í myrkri. Þá er lýsing mikilvægur þáttur svo fólk sjái umhverfi sitt og hafi áhuga á að dvelja ÚTILISTAVERK / kennileiti þar. Lýsing getur verið almenn, til að lýsa upp umhverfið en Götugögn einnig getur lýsing skapað upplifanir og stemningu með litum Vatn og formum. SJÓNÁS / ÚTSÝNI Götugögn Vatn arkitektúr

Vatn

73 ÁFERÐIR /


arkitektúr

ÁFERÐIR / LÝSING

GRÓÐUR SJÓNÁS / ÚTSÝNI

LÝSING LEIKIR arkitektúr

SJÓNÁS / ÚTSÝNI Sjónás í átt að ákveðnu kennileiti getur skapað spennandi bæjarrými og dregið fólk að. Svæði þar sem er útsýni yfir SJÓNÁS / ÚTSÝNI byggð eða náttúru getur verið aðlaðandi fyrir fólk til að ÚTILISTAVERK / kennileiti ÁFERÐIR / staldra við og hugleiða. arkitektúr

Götugögn GRÓÐUR

VATN ÁFERÐIR / Vatn í bæjarrýmum bíður upp á leik allra aldurshópa. Vatnið Vatn endurspeglar einnig umhverfið og býr til sterka rýmismyndun. LEIKIR Á torgum geta verið gosbrunnar sem hægt er að leika sér í og í görðum eru tjarnir náttúruleg svæði með ríku fuglalífi. GRÓÐUR

ÚTILISTAVERK / kennileiti LEIKIR

GÖTUGÖGN Eitt það mikilvægasta sem bæjarrými þurfa að hafa eru tækifæriGötugögn til að setjast niður en það skapar betri tækifæri fyrir fólk til að dvelja utandyra. Bekkir og óformleg sæti bjóða fólki að dvelja en einnig er mikilvægt að hafa eitthvað til að ÚTILISTAVERK / kennileiti horfa á, hvort sem er mannlíf eða útsýni. Götugögn geta einnig gert almenningsrými áhugaverð og litrík og hvatt Vatn til leiks. Götugögn geta rammað inn ákveðið útsýni líkt og myndaramminn á Hjalteyri, gula skrúfan í Kvosinni og rauða hjartað í göngugötu Akureyrar. Götugögn

Vatn

74


ÁFERÐIR / LÝSING

GRÓÐUR

SJÓNÁS / ÚTSÝNI

LEIKIR arkitektúr

KENNILEITI / ÚTILISTAVERK Útilistaverk eins og skúlptúrar eða veggjalist geta orðið / kennileiti kennileitiÚTILISTAVERK sem vekja skemmtilega athygli og aðdráttarafl fyrir / svæði. ÁFERÐIR Rýmið í kringum verkið skiptir máli og bakgrunnurinn. Þá er gott ef vegfarendur geta sest niður á bekk og virt listaverkið fyrir sér. Listaverk geta myndað fallegan bakgrunn fyrir myndir af fólki, hvatt til leiks og vakið undrun og Götugögn tilfinningar hjá vegfarendum. GRÓÐUR

LITRÍKT VatnYFIRBORÐ Litríkt yfirborð eins og vegglistaverk eða málað malbik er LEIKIR dæmi um tímabundna upplifunarhönnun sem getur hvatt til leiks og gerir umhverfið litríkt. Þannig er hægt að breyta notkun á almenningsrýmum líkt og gert var við aðlögun göngugötunnar á Laugavegi. ÚTILISTAVERK / kennileiti

LEIKUR Götugögn Mikilvægast af öllu þegar hanna á myndrænt og aðlaðandi umhverfi er að þar geti fólk af öllum aldri leikið sér og upplifað svæðið. Vatn

75


ARKITEKTÚR

E F N I S VA L GÖTUGÖGN

GRÓÐUR

KENNILEITI

76


LITRÍKT

LÝ S I N G

VA T N

ÚTSÝNI

LEIKUR

Mynd 47 Myndrænir hönnunarþættir.

77


6

LO K AO R Ð

Við þekkjum það mörg að fara til Parísar og taka myndir af Eiffelturninum, og að skoða Colosseum í Róm, Central Park í New York, Skakka turninn í Pisa, Strikið í Kaupmannahöfn. Alls staðar í kringum okkur eru kennileiti og þegar við ferðumst sækjast margir í að skoða kennileiti hvers staðar. Það er hluti af ferðalaginu að skoða og kynnast menningu hverrar þjóðar í gegnum arkitektúr og umhverfi. En það þarf ekki bara stóra járnturna og fornaldar hringleikhús til að laða að nútímakynslóðir. Í dag snýst þetta kannski meira um hið hversdagslega umhverfi. Umhverfi sem við getum heimsótt á förnum vegi í okkar daglega lífi. Bakgrunnur fyrir upplifanir okkar, sviðsmyndir daglegs lífs. Víða á vefnum má finna greinar með samantekt um Instagram-vænar staðsetningar um allan heim sem bjóða uppá einstök myndatækifæri. Í borgunum eru einkennandi kennileiti frá fyrri tímum svo sem brýr, byggingar, torg og styttur sem segja menningarsöguna. En hver eru kennileiti nútímans? Sviðsmynd fyrir sögu okkar tíma, ímynd staðar og þetta myndræna, fagurfræðilega tákn um hvað þú munt upplifa á staðnum. Umhverfi sem þú getur dvalið í, umhverfi sem heldur utan um þínar upplifanir og stundir með vinum og fjölskyldu. Almenningsrýmin milli húsa sem halda utan um okkur í daglegum erindum, skemmtanir, gönguferðir, tónleikar, mannlíf, menning og núvitund. Að vera manneskja í hinu byggða umhverfi, hvar er staðurinn til að hugsa og eiga sína rútínu? Hvert viljum við fara þegar við ferðumst? Heimsækjum við stað því þar býr fjölskyldan okkar eða þar er eitthvað sem við viljum sjá og upplifa, skoða, finna, vera? Hvað er í umhverfinu sem fær okkur til að stoppa og staldra við? Hvað tekur við okkur, hvað upplifum við sem lætur okkur vilja koma þangað aftur og segja vinum frá eða jafnvel búa þar?

78


“As we place i ncreas e d i mp or tanc e on ‘ I nstag r amable moments’, it’s i mpor tant to remem ber that plac e s are not just two- di mensional visual i mage s, but sp ac e s to explore and exper ienc e and enj oy. Nex t ti me you’ r e posi ng i n front of a qu i rky bit of ar ch ite ctu re , fe el fre e to get a good pic for the ‘ g ram. B ut also be su r e to experience where you are th rou g h you r ow n eye s, rat her t han just th r ou g h you r phone scr e en . ” M a u d We b s t e r

Það er áhugavert að skoða þau áhrif sem samfélagsmiðlar hafa á aðsókn á áfangastöðum og er í raun efni í stærri rannsókn. Samfélagsmiðlar geta nefnilega oft sýnt okkur staði, einstakar upplifanir og kennileiti sem við annars hefðum ekki vitað af. Myndir ferðast hratt á netinu og vekja athygli. Fólk gerir sér ferð úr alfaraleið til að upplifa það sem aðrir hafa séð og upplifað, eftir að hafa séð myndir á miðlunum. Sumir notendur samfélagsmiðla treysta jafnvel ráðleggingum annarra notenda líkt og um vin væri að ræða. Ef vinur mælir með ákveðinni bíómynd, eru þá ekki miklar líkur á að við viljum líka horfa á myndina? Ef vinur á samfélagsmiðli mælir með náttúrulaug úti á landi, eru þá ekki einhverjar líkur á að okkur langi þangað ef við eigum til dæmis leið hjá? Vægi samfélagsmiðla fyrir ímynd svæða verður sífellt umfangsmeiri án þess að mikið sé vitað um eiginleg áhrif notenda miðlanna á aðdráttarafl svæða. Samfélagsmiðlar gefa fólki tækifæri á að sjá hvað á sér stað í almenningsrýminu, án þess að hafa jafnvel heimsótt staðinn. Líkt og barn sem sér leiksvæði frá heimili sínu og langar að fara þangað og leika, þá sjá notendur Instagram svæði á myndum frá notendum sem þeim langar jafnvel að heimsækja. Í bakgrunnskafla verkefnisins var túlkunarhringur Jenkins kynntur sem lýsir hvernig ein ljósmynd af upplifun af stað getur myndað hringrás. Niðurstöður úr könnuninni sýndu að einhver hluti fólks leitast eftir að heimsækja staði eftir að hafa séð myndir af honum á Instagram. Það sem skiptir þó mestu máli er hvernig fólk upplifir almenningsrýmin og hvaða athafnir rýmið býður uppá fyrir fólk að upplifa. Þannig verða til minningar sem fólk vill deila frá, sem laðar jafnvel aðra að rýminu. Þótt að áhersla sé farin að vera á að skapa myndræn bæjarrými má þó ekki gleyma

79


“E f é g uppl i fi ti lfi n n i n gar við að sj á eit t hvað þá vi l ég rey na að fa n g a þ á uppli fu n á my nd ti l að geta ley ft ei n hverju m öðru m að uppli fa lí ka.” Svar úr könnun verkefnisins

notagildi hönnunarinnar. Það sem gerir stað myndrænan er fyrst og fremst það sem staðurinn býður uppá, hvernig hann heldur utanum manneskjurnar í rýminu og hvaða möguleika hann býr yfir fyrir fólk til að dvelja. Gróður og byggingar sem skapa skjól, bekkir til að sitja, eitthvað litríkt til að dást að eða einhver upplifun til að taka þátt í rýminu. Staðir sem skapa tækifæri fyrir upplifanir og leik eru líklegri til að laða að sér mannlíf. Líkt og kom fram í viðtali við Rebekku borgarhönnuð þurfa aðlaðandi bæjarrými að hafa sérstöðu sem dregur fólk að og hvetur til leiks, eitthvað sem gefur uppbrot í hversdagsleikann er líklegra til að verða að myndrænu umhverfi. Ímynd staðar skiptir miklu máli og hvað þá í samkeppni um búsetuvalkosti. Sveitarfélög á landsbyggðinni gætu laðað að sér ákveðna markhópa af fólki með markvissri ímyndarsköpun. Nú eru að koma fram kynslóðir sem hafa alist upp með samfélagsmiðlum og leita sér upplýsinga og mynda sér skoðun um hluti miðað við hvernig þeir eru kynntir á internetinu. Því eru þessir miðlar mikilvæg verkfæri fyrir sveitarfélög til að auka aðdráttarafl sitt með markaðssetningu. Mörkun staðar og stefnumótandi skipulagsáætlanir eru stór og mikilvæg verkfæri fyrir sveitarfélög en þeim þarf þó að fylgja eftir til að tryggja gæðin og trúverðugleika. Hönnun almenningsrýma getur átt stóran þátt í upplifun á ímynd svæðis en þá skiptir miklu máli hvað staðurinn býður upp á sem er frábrugðin upplifunum af öðrum stöðum. Hönnunin þarf að styrkja ímynd sem dregur athygli að sérstöðu svæðis og upplifun sem staðurinn býr yfir. Fyrir sveitarfélög á landsbyggðinni og þá sérstaklega jaðarsvæðum eru þetta mikilvægir þættir til að laða að ferðamenn og íbúa. Könnunin sem framkvæmd var í tengslum við verkefnið gaf til kynna

80


ákveðið samband milli notkun á Instagram og aðdráttarafli umhverfisins. Nær öllum þátttakendum eða 92,7% þótti útlit umhverfisins skipta máli í daglegu lífi sínu og meirihluti þátttakenda eða 58% telja að samfélagsmiðlar hafi áhrif á þeirra upplifun af ímynd svæða. Myndir af landslagi, náttúru, byggingum og umhverfi eru vinsælt myndefni sem þátttakendur sögðust ýmist deila eða skoða á Instagram samkvæmt könnuninni. Þá sögðust þátttakendur leita helst eftir upplýsingum og myndum af afþreyingu, upplifunum og áhugaverðu umhverfi á miðlinum. Niðurstöður verkefnisins voru dregnar saman í flokka yfir hönnunarþætti sem hægt er að tvinna saman við hönnun á myndrænum almenningsrýmum. Flokkarnir eru nokkurs konar verkfæri sem geta nýst hönnuðum og sveitarfélögum til að skapa „instagram-vænt“ umhverfi hvort sem er um varanlega eða tímabundna hönnun að ræða. Áhugavert væri að grafa enn dýpra inn í viðfangsefni verkefnisins með frekari rannsóknum, vettvangsferðum og viðtölum. Meta mætti nánar áhrif notenda samfélagsmiðla á aðdráttarafl svæða og þá sérstaklega með áherslu á þá ímyndarsköpun sem sveitarfélög geta unnið með samspili umhverfishönnunar. Hægt væri að taka fyrir fordæmi í ákveðnu bæjarfélagi þar sem unnið væri með tímabundna upplifunarhönnun og rýna í aðsókn og birtingu á samfélagsmiðlum. Jafnframt væri áhugavert að rýna í atferli vegfarenda í almenningsrýmum sem eru vinsæl á samfélagsmiðlum. Að lokum, þá felast mikil tækifæri í samfélagsmiðlum fyrir aðdráttarafl svæða og verður spennandi að fylgjast með þróuninni næstu árin í hönnun myndrænna almenningsrýma.

81


HEIMILDASKRÁ

Auður Sveinsdóttir (2014). Landslagsgreining - staðareinkenni, verkfæri til byggða- og atvinnuþróunar. Sótt af vef Skipulagsstofnunar: http://www.skipulag.is/media/pdf-skjol/ Audur-Sv.-Landslagsgreining,-Stadarvitund-8.okt.pdf DV. (2020). Myndvænasta veitingahús landsins opnar í vikulok. Sótt af: https://www.dv.is/ matur/2020/05/25/myndvaenasta-veitingahus-landsins-opnar-fimmtudag/ Ferðamálastofa. (á.á). Áfangastaðaáætlanir. Sótt af https://www.ferdamalastofa.is/is/trounog-samstarf/afangastadaaaetlanir Ferðamálastofa. (2010). Markaðsátakið Inspired by Iceland kynnt. Sótt af https://www.ferdamalastofa.is/is/um-ferdamalastofu/frettir/markadsatakid-inspired-byiceland-kynnt Fiocco, F. og Pistone, G. (2019). Good content vs. good architecture: Where does “instagrammability” take us? Sótt af https://strelkamag.com/en/article/good-content-vsgood-architecture Gehl, J. (2018). Mannlíf milli húsa. Reykjavík: Úrbanistan Instagram. (á.d). About. Sótt af: https://about.instagram.com/ Jenkins, O. (2003). Photography and travel brochures: The circle of representation. Tourism Geographies, 5(3), 305-328. doi: 10.1080/14616680309715 Landsskipulagsstefna 2015-2026 Markaðsstofa Norðurlands. (2021). Um Norðurstrandarleið. Sótt af https://www.arcticcoastway. is/is/um-okkur/um-leidina Margret Herdís Einarsdóttir. (2011). Ímyndarsköpun ferðaþjónustu á jaðarsvæðum: Strandir sem áfangastaður ferðamanna. Sótt af https://skemman.is/handle/1946/8632 Matthildur Kr. Elmarsdóttir (2015). Stefnumótandi skipulagsgerð og mörkun svæða. Reykjavík: Alta.


Omnicore. (2021). Instagram by the Numbers: Stats, Demographics & Fun Facts. Sótt af: https:// www.omnicoreagency.com/instagram-statistics/ Project for Public Spaces. (á.á.). What makes a successful place? Sótt af http://www.pps.org/ reference/grplacefeat/ Ríki Vatnajökuls. (2021). Fimm Instagramvænustu staðir Ríkis Vatnajökuls. Sótt af: https:// visitvatnajokull.is/is/fimm-instagramvaenustu-stadir-rikis-vatnajokuls/ Skipulagsstofnun (2015). Skipulag og ferðamál [bæklingur]. Reykjavík: Skipulagsstofnun. Time. (2018). ‘Instagram’ Is Officially a Verb, According to Merriam-Webster. Sótt af: https://time. com/5386603/instagram-verb-merriam-webster/ Tómas Þorgeir Hafsteinsson. (2020). Áhrif samfélagsmiðla á ferðahegðun háskólanema (bachelor ritgerð). Sótt af https://skemman.is/handle/1946/37107 Trausti Þór Karlsson. (2013). Mörkun áfangastaða: Reykjavík sem vörumerki. Sótt af https:// skemman.is/handle/1946/17470 Webster, M. (2021). Now part of architectural briefs: Instagrammable architecture, for the people or the platform? Candid Orange. Sótt af https://candidorangemagazine. com/2021/01/25/now-part-of-architectural-briefs-instagrammable-architecture-for-thepeople-or-the-platform/ Wainwright, O. (2018). Snapping point: how the world’s leading architects fell under the Instagram spell. Sótt af https://www.theguardian.com/artanddesign/2018/nov/23/ snapping-point-how-the-worlds-leading-architects-fell-under-the-instagram-spell Munnleg heimild: Rebekka Guðmundsdóttir, borgarhönnuður. Viðtal 2. september 2021.

83


MYNDASKRÁ

Forsíðumynd: Myndir 1-2 Mynd 3 Mynd 4 Mynd 5 Mynd 6 Mynd 7-21 Mynd 22-45 Mynd 46 Mynd 47

84

Anna Kristín Guðmundsdóttir. Skýringarmyndir, útfærsla höfundar. Anna Kristín Guðmundsdóttir (2016). Sótt af https://skemman.is/handle/1946/25070 Anna Kristín Guðmundsdóttir (2021). Sótt af https://stud.epsilon.slu.se/16796/ Skýringarmynd, útfærsla höfundar. Skjáskot úr forritinu Instagram, útfærsla höfundar. Niðurstöður úr könnun verkefnisins, útfærsla höfundar. Skjáskot úr forritinu Instagram, útfærsla höfundar. Skýringarmyndir, útfærsla höfundar Anna Kristín GuðmundsdóttirSTYRKT AF NÝSKÖPUNARSJÓÐI NÁMSMANNA


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.