Akratorgs- og miðbæjarreitur, gæði og notkun

Page 1

Styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna árið 2018

AKRATORGS- OG MIÐBÆJARREITUR GÆÐI OG NOTKUN ,,Maðurinn einn er ei nema hálfur, með öðrum er hann meiri en hann sjálfur” E.B. Unnið af Ásu Katrínu Bjarnadóttur, nema í umhverfisskipulagi

Umsjónarmenn: Helena Guttormsdóttir og Sindri BirgissonAKRATORGS- OG MIÐBÆJARREITUR GÆÐI OG NOTKUN ,,Maðurinn einn er ei nema hálfur, með öðrum er hann meiri en hann sjálfur” E.B. Rannsókn á tveimur ólíkum svæðum á Akranesi Akratorgsreit og Miðbæjarreit


Unnið af Ásu Katrínu Bjarnadóttur, nema í umhverfisskipulagi í Landbúnaðarháskóla Íslands Umsjónarmenn: Helena Guttormsdóttir, myndlistarkonar og lektor við Landbúnaðarháskóla Íslands

Sindri Birgisson, skipulagsfræðingur og umhverfisstjóri Akraneskaupstaðar

Unnið fyrir styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna, sumarið 2018. Umsækjendur voru Landbúnaðarháskóli Íslands og Akraneskaupstaður.


Útdráttur Sumarið 2018 hófst nýsköpunarrverkefnið ,,Akratorgs- og miðbæjar-

Niðurstaða rannsóknarinnar bendir til þess að gífurleg tækifæri liggja á

reitur, gæði og notkun“. Vinnan var unnin fyrir styrk frá Nýsköpunar-

Akranesi til þess að verða umhverfisvænni, sjálfbærari og samkeppnis-

sjóði námsmanna, af Ásu Katrínu Bjarnadóttur með aðstoð umsjónar-

hæfari. Landslag á Akranesi er t.d. kjörið fyrir hjólreiðar og að hjóla á

manna og í samstarfi við Akraneskaupstað og Landbúnaðarháskóla Íslands.

milli staða tekur alls ekki langan tíma. Með því að bæta samgöngur fyrir

Verkefnastjórn var í höndum Sindra Birgissonar, skipulagsfræðings og

gangandi og hjólandi vegfarendur og huga að upplifunargildi þeirra nýtir

umhverfisstjóra Akraneskaupstaðar og Helenu Guttormsdóttur, myndlistar-

fólk frekar vistvænari samgöngur og nýtur þess að ferðast á milli staða

konu og lektors við Umhverfisskipulagsbraut Landbúnaðarháskóla Íslands.

innan bæjarins. Í nútímasamfélagi er mikil vitundarvakning um vistvænar

Nýsköpunarverkefnið er hluti af stærra verkefni sem Akraneskaupstaður

samgöngur og ætti Akranes auðveldlega að geta nýtt sér þann meðbyr og

og Landbúnaðarháskóli Íslands taka nú þátt í á vegum Norrænu ráðherra-

orðið leiðandi bæjarfélag á Íslandi í hjólamenningu.

nefndarinnar sem ber heitið ,,Aðlaðandi bæir, umhverfisvæn endurnýjun og samkeppnishæfni í norrænum þéttbýlum. Bæir sem veita fólki góð

Miðbær bæjarfélaga er þar sem hjartað slær.

lífsskilyrði“.

Ef það er vilji bæjaryfirvalda að hafa miðbæjarreitinn á þeim stað sem hann

Markmið rannsóknarinnar fólst í því að greina hvað það er sem gerir

er í dag þurfa að verða einhverjar breytingar því með öflugum miðbæjar-

Akranes að aðlaðandi bæ til að búa í og/eða heimsækja. Til þess voru valin

kjarna myndast rými fyrir íbúa til að eiga samskipti og verða félagslega

tvö megin svæði, Akratorgsreitur og Miðbæjarreitur. Þessi tvö svæði hafa

sjálfbær. Á tíma tæknivæðingar erum við sífellt að færast fjær þeim grunn-

ólíka eiginleika, ríka sögu og hafa þróast í mismunandi áttir í gegnum árin.

þörfum að hittast og vera með öðru fólki. Margir litlir og meðalstórir

Við framkvæmd rannsóknarinnar var dregin fram mynd af þessum tveimur

bæir á Íslandi standa frammi fyrir því vandamáli að togstreita er á

svæðum, saga og þróun skipulags og notkunargildi.

milli gamla miðbæjarsvæðis og yngra svæðis sem skilgreint er sem

Unnið var með eftirfarandi þætti:

• Skrásett var notkun á svæðunum á tveggja vikna tímabili,

• Tekin viðtöl við starfsmenn verslana á svæðinu og

gangandi vegfarendur

• Innsetningar með leikföngum til að fá fólk til að staldra við

• Skoðanakönnun var send á tvö fyrirtæki til þess að

nýr miðbær en vantar oft þá innviði sem þarf til að verða slíkur. Verkefnið hefur yfirfærslugildi á önnur bæjarfélög í svipaðri stöðu á borð við Hveragerði, Borgarnes og Selfoss og getur nýst til að létta fólki skrefin í átt að betri og vistvænni framtíð og auki þannig lífsskilyrði fólks.

kanna ferðavenjur fólks um Akranes. • Unnið var með falda græna perlu á miðbæjarsvæði

1


Efnisyfirlit 1

Útdráttur

4

Inngangur

5

Aðferðir og framkvæmd

9

Aðlaðandi bæir - Opin svæði

13 Miðbæjargreining - undanfari núverandi skipulags 16 Akratorgsreitur 33 Miðbæjarreitur 58 Tenging milli bæjarhluta 69 Niðurstaða 72 Umræður og lokaorð 74 Heimildaskrá 75 Myndaskrá 76 Sérstakar þakkir 77 Viðauki

2


Sólþyrstir stúdentar, kappklæddir túristar, heilsast á vegi förnum. Nýkeyptir íspinnar svitna og örvænta og etast af þybbnum börnum. Móses Hightower Mynd 1. Reynir Pétur Ingavarsson 1985

3


Inngangur Hægt er að finna mikið af upplýsingum um það hvernig umhverfið

Niðurstöður rannsóknarinnar munu nýtast til að útvega upplýsingar

hefur áhrif á fólk með tilliti til sálfræði, félagsfræði, skipulagsfræði

um hvernig fólk nýtir svæðin, hvernig megi styrkja svæðin og hvaða

og lýðheilsu. Allt þetta má finna í aðferðafræðum Jan Gehl og er

þættir þarfnast eflingar. Þessar upplýsingar geta nýst fyrir Akranes-

því stuðst mikið við hans rannsóknarvinnu. Þessi fræði hafa verið

kaupstað þegar kemur að því að taka ákvarðanir um uppbyggingu á

vinsælt rannsóknarefni fyrir lokaritgerðir nemenda og því auðvelt

svæðunum og veitir innsýn inn í daglega notkun svæðanna.

að nálgast þetta efni. Svipuð rannsókn hefur verið unnin á öðrum opnum svæðum á Akranesi; í skógræktinni og á Langasandi. Þær

Skýrslan er byggð upp þannig að fyrst er farið yfir þær

greiningar sem hafa átt sér stað á þeim svæðum sem rannsóknin

rannsóknaraðferðir sem notast var við og þeim kenningum og

tekur tillit til eru hinsvegar komnar til ára sinna og/eða hafa jafn-

fræðum á bakvið rannsóknina lýst. Þar á eftir er svæðunum lýst, sögu

vel ekki innihaldið alla þá þætti sem farið er í þessari rannsókn.

þeirra og þróun gerð skil ásamt greiningu og síðan tækifæri skoðuð.

Ekki hafa verið gerðar athuganir á atferli fólks á þessum svæðum

Í lokin eru teknar saman niðurstöður innsetninga og viðtala og

áður og eru bæði svæðin tiltöllega ung þó að þau hafi áður verið í

kynnt endanleg niðurstaða rannsóknarinnar út frá fræðum Jan Gehl.

nýtingu, svo þetta er kjörinn tími til að staldra við og meta stöðuna.

Nýsköpunarverkefnið

Rannsókn þessi byggist á því að kanna þróun byggðar á Akranesi

Akraneskaupstaður og Landbúnaðarháskóli Íslands taka nú

og vita hvaðan við erum að koma í þeim tilgangi að vita hvert við

þátt í á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar sem ber heitið

eigum að fara og læra af reynslunni til þess að gera bæjarfélagið að

,,Aðlaðandi bæir, umhverfisvæn endurnýjun og samkeppnis-

aðlaðandi stað til að búa á eða heimsækja.

hæfni í norrænum þéttbýlum. Bæir sem veita fólki góð

er

hluti

af

stærra

verkefni

sem

lífsskilyrði“. Verkefnið á að varpa ljósi á gæði meðalstórra bæja Markmiðið er að nýta aðferðafræði Jan Gehl til þess að greina tvö

á Norðurlöndunum með sameiginlegri norrænni áætlun fyrir

svæði á Akranesi sem bæði teljast til miðbæjar og nálgast þannig

aðlaðandi

skipulagsmál út frá vísindalegum hætti og meta hvernig standa

norrænu bæja sem taka þátt í verkefninu munu deila þekkingu milli

megi betur að þeim. Annars vegar er það Miðbæjarreiturinn sam-

norrænna stjórnenda, stjórnsýslu og fræðasviða. Með Akranesi í

kvæmt núgildandi aðalskipulagi og hinsvegar hinn huglægi miðbær

verkefninu eru Vaxjö í Svíþjóð, Middelfart í Danmörku og Salo í

heimamanna, Akratorgsreitur.

Finnlandi.

og

heildrænt

þéttbýlisumhverfi.

Fulltrúar

þeirra

4


Aðferðir og framkvæmd Greiningarvinna Greiningarvinnan fólst í að grafast fyrir í gömlum skipulögum svæðanna og saga þeirra skoðuð til þess að skilja staðaranda og þróun svæðisins betur. Þetta var gert með því að skoða skjalasafn umhverfis- og skipulagssviðs Akraneskaupsstaðar, skoðaður var vefur Ljósmyndasafns Akraness, flett í bókum og rætt við starfsmenn á umhverfis- og skipulagssviði. Einnig var farið í vettvangsferðir til að meta núverandi útlit og ástand svæðanna.

Spurningalisti Sendur var út spurningalisti á tvær stofnanir, Bæjarskrifstofu Akraneskaupstaðar og Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Tilgangur spurningalistans var að athuga ferðamáta Akurnesinga til og frá vinnu.

Viðtöl Tekin voru viðtöl við gangandi vegfarendur og verslunareigendur á svæðunum og þeir spurðir hvernig þeirra upplifun væri af svæðinu, í hvaða tilgangi þeir sækja svæðið og hvernig mætti bæta það. Þessi viðtöl voru tekin til að fá mismunandi sjónarhorn og dýpka skilning á þörfum fólksins.

5


Athugun Veigamikill partur af rannsókninni fólst í því að fylgjast með atferli

Deginum var skipt niður í klukkutíma lotur og skipt um blað á

fólks á svæðunum og tengja við fræðilegt efni og því voru fram-

klukkutíma fresti til að auðvelda úrlausn. Skráningin fór þannig fram

kvæmdar skráningar á atferli fólks á svæðunum til þess að gera

að reynt var að fá góða yfirsýn yfir bæði svæðin. Á Miðbæjarreit var

greinarmun á því hvort að fólk væri að staldra við eða á ferð um

teljandi staðsettur á 3. hæð stjórnsýsluhússins með góða yfirsýn

svæðið. Skráningarblöð með loftmyndum af báðum svæðunum,

yfir svæðið. Á Akratorgsreit var teljandi staðsettur ýmist á bekk á

sem fengnar voru af síðu Akraneskaupsstaðar, voru útbúin og þau

torginu eða inni á kaffihúsinu. Teljendur merktu samviskusamlega

prófuð á vettvangi. Kortið þurfti að sýna helstu gönguleiðir um

við og voru mjög metnaðarfull að hafa skráninguna rétta. Skráður

svæðið og setaðstöðu og fram þurfti að koma nafn þess sem taldi,

var punktur fyrir þá sem stoppuðu á svæðinu og strik fyrir þá sem

tímasetningu, veðurfar og athugasemdir.

voru á ferð. Sérstaklega var skráð hvort vegfarendur ferðuðust

Skráningarblaðið var síðan uppsett á A4 blaðsíðu (sjá viðauka) og

hjólandi eða gangandi, með rauðum lit fyrir hjólandi vegfarendur

fjölfaldað. Útvöldum starfsmönnum Vinnuskóla Akraness var falið

og bláum fyrir gangandi. Skráningin af blöðunum var síðan færð yfir

að sjá um skrásetningarnar undir leiðsögn og handleiðslu

á tölvutækt form, yfirfarin og sett saman til að gera niðurstöðurnar

rannsakanda verkefnisins. Skrásetningarnar voru framkvæmdar á

auðlesnari og auðvelda birtingu þeirra.

virkum dögum frá 9:00-16:30 á tímabilinu 24. júlí til 10. ágúst.

6


Innsetningar Tvisvar yfir sumarið voru framkvæmdar innsetningar á Akratorgsreit og einu sinni á Miðbæjarreit. Innsetningarnar á Akratorgsreit fólust í að rannsakandi kom með allskyns dót sem bauð upp á mismunandi leiki. Leikföngin sem notast var við voru sippubönd, krítar, keilur, stultur, sápukúlur, kubb og frisbídiskur. Allir höfðu jafnan aðgang að leikföngunum og hvatti rannsakandi vegfarendur til að nota þau. Á Miðbæjarreit var eingöngu notast við krítar og sápukúlur. Tilgangur innsetningarinnar var að hvetja fólk til leiks, staldra við á svæðinu og taka þátt í að gera svæðið eftirsóknavert.

Maðurinn vs. Vélin Framkvæmd var stutt rannsókn á föstudeginum 24. ágúst þar sem sjálfboðaliðar voru fengnir til þess að ferðast frá stjórnsýsluhúsinu við Stillholt og niður á Akratorg á sitt hvorum fararskjótanum, annar á bíl en hinn á hjóli. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvort væri fljótlegra að ferðast á hjóli eða bíl.

Allar ljósmyndir í skýrslunni eru frá rannsakanda eða umsjónarmönnum nema annað sé tekið fram

7


8


Aðlaðandi bæir - Opin svæði Almenningsrými eru mikilvægur þáttur í lífsgæðum íbúa og

Ekki er hægt að skipuleggja veður en með skipulagi má hins vegar

aðdráttarafl bæjarins fyrir ferðamenn, fjárfesta og fyrirtæki. Samnýtt

mynda skjól (eða auka vind), skýla frá mikilli sól eða koma í veg

af öllum íbúahópum, þau stuðla að tilfinningunni ,,að tilheyra”

fyrir skuggamyndun. Alla þessa hluti þarf að hugsa út frá mannlega

og gefa bænum ákveðna ímynd (staðaranda). Þau tengja saman

þættinum og hver hvatinn er á hverjum stað fyrir sig.

staði og byggingar með skipulögðu gatna- og stígakerfi sem þjóna

Að hafa jafnt aðgengi fyrir alla er mikilvægur þáttur í að skapa

mörgum mismunandi hópum, allt frá gangandi vegfarendum, bílum,

umhverfi þar sem fjölbreytt flóra mannlífs þrífst. Þegar aðgengi fyrir

rútum eða reiðhjólum. Þau eru einnig miðstöðvar félagslegrar- og

hreyfihamlað fólk er tryggt batnar aðgengi fyrir alla. (Gehl, 2011)

efnahagslegrar starfsemi, allt frá því að ræða við nágranna yfir í

Fyrir hreyfihamlað fólk er mikilvægt að hafa gott aðgengi að vel

að versla í stórmörkuðum eða taka þátt í viðburðum utandyra.

skipulögðum útivistarsvæðum og að þau séu í nálægð við þeirra

Almenningsrými eru hvíldar- og tómstundarstaðir: sitjandi undir tré

heimahaga (Jón Ólafur Ólafsson, 2002).

eða á líflegu torgi, flatmaga í grasinu eða ganga meðfram grónum

Samkvæmt fræðum Jan Gehl (2011) er eitt af grunnskilyrðum

svæðum, árbökkum eða sjávarsíðunni. Að njóta bæjarumhverfisins,

góðra almenningsrýma að hafa aðstöðu til að sitja, bæði hefð-

bygginganna, menningar og náttúrulegra eiginleika eða fylgjast með

bundin sæti og/eða óhefðbundin með reglulegu millibili. Með hefð-

tómstundum/frístundum á leikvöllum eða í íþróttamannvirkjum.

bundnum sætum er átt við bekki eða stóla en óhefðbundin sæti

Almenningrými geta verið staðir fyrir fjölbreytileika í borgum og

geta verið blómaker, grjót, tröppur eða annað sem hefur einnig

bæjum, stuðlað að sjálfbærni og stutt við menningu með því að

annan tilgang.

hýsa tónlist, dans, leiklist og listatriði (Gehl, 2011).

Munurinn á hefðbundnum og óhefðbundnum sætum er sá að

Í bókinni ,,Life between buildings” fjallar Jahn Gehl (2011) um

hefðbundnu sætin s.s. bekkir sem ekki er setið á geta virkað

muninn á góðum og slæmum almenningsrýmum.

fráhrindandi fyrir svæðið þar sem einstaklingur upplifir að „þarna

Góð opin svæði: Einkennast fyrst og fremst af gangandi og

sé enginn“.

hjólandi vegfarendum. Nauðsynlegt er að þessi hópur hafi góð skilyrði til þess að komast leiðar sinnar og að leiðin eða svæðið sé aðlaðandi. Á svæðinu þarf einnig að vera möguleiki á að stoppa, njóta og upplifa. Góð veðurskilyrði, sól, skuggi og skjól frá vindi eru oft úrslitaþættir.

9


Svæðin þurfa að hafa ákveðin gæði. Það sem hægt er að komast upp með á svæðum sem einkennast fyrst og fremst af bílaumferð er ekki hægt á svæðum sem ætluð eru gangandi vegfarendum. Því þarf að skala allt niður í minni einingar. Gangandi vegfarendur taka eftir smáatriðum í hellulögn, bekkjum, ljósastaurum, heyra skvaldur, hlátur og vatnsnið og allt er þetta mikilægur þáttur í upplifun. Því er mikilvægt ef skapa á aðstæður þar sem fólki líður vel að hafðir séu í huga þessir þættir. (Gehl, 2011)

,,Eitthvað gerist af því eitthvað gerist af því eitthvað gerist” - F. van Klingeren

Fólk sækir í annað fólk. Þegar einhver byrjar að gera eitthvað er líklegt að aðrir taki þátt eða fylgist með og upplifi það sem aðrir eru að gera. Þannig geta einstaklingar og viðburðir haft áhrif á og örvað svæðið. Ef enginn eða ekkert er til staðar á svæðinu er fólk ólíklegt til að staldra við; börn vilja frekar leika sér inni því enginn er úti, eldra fólki finnst ekkert sérlega skemmtilegt að setjast á bekki þar sem er ekkert áhugavert til að horfa á þar af leiðandi eru færri sem nýta bekki, labba fram hjá og svæðið verður líflaust. Til að tryggja að svæðið tapi ekki lífi þarf umhverfið að vera þannig að fleiri nýti svæðið og staldri við.

10


Takmörkuð umferð bíla. Til þess að gangandi og hjólandi vegfarendur upplifi öruggi og njóti

Svæðið þarf að bjóða upp á einhversskonar afþreyingu, s.s.

sín þurfa bílar að koma sem gestir í þeirra rými en ekki sem aðal

gosbrunn, leiktæki eða tónlist og stuðla að félagslegum athöfnum,

númer. Með því að takmarka og/eða hægja á bílaumferð eykst gæði

t.d. með bekkjum. Einnig þurfa svæðin að bjóða upp á

umhverfisins fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Þetta skapar

nauðsynlegar athafnir eins og matvöruverslun eða apótek, ásamt

ekki eingöngu öruggara umhverfi heldur býr líka til aukið svigrúm

valfrjálsri starfsemi líkt og kaffihús eða gallerý. Sé allt þetta til

fyrir samskipti þar sem vegfarendur munu sjást lengur hvort sem

staðar getur svæðið blómstrað og orðið gæða svæði sem mikið af

um er að ræða í bíl, gangandi eða hjólandi.

fólki velur að eyða tíma á. Fjölbreyttir áfangastaðir í almenningsumhverfi virka sem hvatning

Ef hægt er að gera svæði aðlaðandi til að ganga, standa, sitja, sjá,

til að fara út og um leið skapast líf á götum sem eykur líkurnar á að

heyra og tala, þá er það í sjálfu sér merki um mikil gæði. Meðal

fólk hitti annað fólk (Gehl, 2011).

þess sem við sækjum í á almenningssvæðum er þörf fyrir tengingu, þörf fyrir þekkingu og þörf fyrir örvun. Þessar þarfir heyra undir sálfræðilegar þarfir og til að fullnægja þessum þörfum er sjaldan tekin vísvitandi ákvörðun eins og þegar við þurfum að fullnægja grunnþörfum, svo sem að borða, sofa, drekka og svo framvegis. Fullorðið fólk fer sjaldan úr húsi með það markmið að uppfylla þörf fyrir tengingu eða örvun. Við felum það í skynsamlegum ástæðum förum að versla, í göngutúr, fáum okkur ferskt loft og svo framvegis. Þess vegna er mikilvægt að svæði bjóða upp á blandaðar athafnir.

11


Gífurlega mikilvægt er að fólk finni fyrir öryggi á opnum svæðum. Ótti við að ganga einn á kvöldin getur haft áhrif á ákvarðanir sem fólk tekur varðandi hvar það vill búa og hvernig það eyðir frítíma sínum. Með því að svæðið sé vel upplýst og að fólk hafi yfirsýn er hægt að stuðla að aukinni öryggistilfinningu (Gehl, 2011). Arfleifð þéttbýla og byggingarlistar er mikilvægt mál fyrir sjálfbæra þéttbýlisþróun þar sem það eykur efnahagslegt og lýðfræðilegt aðdráttarafl bæjarins og hjálpar til við að skapa tengsl milli ólíkrar menningarhópa. Með því að standa fyrir fjölmenningararfleifð stuðlar það að umburðarlyndi og félagslegri þátttöku. Menning er stór þáttur í efnahagslegri seiglu þökk sé uppbyggingarverkefnum, nýjum spennandi viðburðum og ferðamannastarfsemi, sérstaklega fyrir lítil og meðalstór bæjarfélög. Arfleifð stuðlar líka að því að fólki finnst það ,,tilheyra” og vera partur af einhverju stærra og merkingabærara. Menningar- og tómstundastarfið er í auknum mæli uppspretta sköpunar, nýsköpunar og atvinnusköpunar (Gehl, 2011). Í slæmum almenningsrýmum er eingöngu nauðsynleg starfssemi til staðar, umferð getur verið of hröð og bíllinn í forgangi. Fólk velur ekki að fara á slík svæði og gerir það eingöngu af nauðsyn og skyldu. Slík svæði hvetja fólk ekki til þess að stoppa, upplifa né tengjast. Fólk reynir að eyða sem styðstum tíma á svæðinu; labbar hratt, styttir sér leið og upplifir óöryggi. (Gehl, 2011)

12


Mibæjargreining Teiknistofu Arkitekta Fyrir endurskoðun Aðalskipulags 2005-2017 var gerð greining á stöðu

Andstæða þessarar borgarmyndar er hin nútímalega eða

og uppbyggingarkostum á miðbæ Akraness. Markmiðið var að greina

fúnksjónalíska borg sem skipulögð er samkvæmt hugmyndafræði

stöðu, einkenni og eiginleika gamla miðbæjarins og leita leiða til að

fúnk-sjónalismans sem í einfaldaðri mynd byggist á flokkun og

styrkja hann. Á þessum tíma voru komnar upp hugmyndir um verslu-

aðgreiningu allra hluta. Í því felst að stofnanir, þjónustu-

narkjarna við Stillholt en reynt var að nálgast verkefnið án tillits til þe-

fyrirtæki og verslanir eru staðsettar við meginumferðaræðar án

irra framkvæmda. Þetta var gert þar sem mögulega væri ástæða til

þess að vera í samhengi við umhverfið. Byggingar standa sem

að breyta áherslum ef það samræmdist betur við markmið þáverandi

eyjur í miðju bílastæðahafi, götur eru eingöngu ætlaðar vélknúnum

bæjarstjórnar, sem var að ,,endurreisa gamla miðbæinn í samvinnu

faratækjum og torg verða að skreyttum flötum í stað þess að vera

við þá sem þar búa eða reka fyrirtæki” (Akraneskaupstaður, 2006).

rými fyrir fólk (Gehl, 2011).

Í greiningunni segir:

Með algjörri aðgreiningu íbúabyggðar og atvinnustarfssemi

,,Miðbærinn er þungamiðja mannlífsins. Þar eru helstu stofnanir,

mun ávalt fylgja mikil bílaumferð. Þessi borgarmynd er oft kölluð

þjónustufyrirtæki og verslanir bæjarins, þétt íbúðarbyggð, ys og

ameríska borgin eða bílaborgin og náði fótfestu hér á landi í

þys og fjölbreytt athafnastarfsemi. Miðbærinn er umgjörð um dag-

kjölfar Aðalskipulags Reykjavíkur 1963 (Teiknistofa Arkitekta, 2003).

legt líf fjölmargra íbúa og þar með eitt mikilvægasta útivistarsvæði

Í þessari týpu af borg/bæ er þéttleika byggðar náð með

hvers bæjar. Miðbær er samkomustaður og vettvangur hátíðahalda.

háhýsum

Miðbær hefur bæjarmynd með skýrum einkennum, götum, torgum,

umferðarmannvirki

görðum og kennileitum. Miðbærinn er andlit bæjarins og mikilvægur

Í niðurstöðu greinagerðarinnar fyrir Akranes eru nefndir tveir kostir.

þáttur í ímynd hans. Miðbærinn endurspeglar menningu samfélag-

þar

sem og

bílaumferð slík

kallar

mannvirki

á

þurfa

umfangsmikil mikið

pláss.

sins.” (Teiknistofa Arkitekta, 2003). Gatan og torgið gegna ákveðnu félagslegu hlutverki fyrir óformleg samskipti fólksins sem fer um miðbæinn, býr þar og starfar.

Í lifandi miðbæ kemur fólk bæði til þess að sinna nauðsynlegum erindum og dvelja án annars tilefnis en að sýna sig og sjá aðra. - Jan Gehl

13


1.

Að endurvekja gamla miðbæinn með því að t.d. byggja

Ekki virðist mikið mark hafa verið tekið á þessari greiningu þar sem

verslunarmiðstöð inn í gamla bænum, með viðgerðum og

hvorugur af fýsilegu valmöguleikunum virðist hafa verið valinn og

endurbótum á bæjarmynd og umhverfi og styrkja tengsl

teygir nú miðbærinn sig frá Stillholti, niður Kirkjubraut og á Akratorg.

milli gamla miðbæjarins og og stjórnsýslumiðjunnar á

Á Miðbæjarreitnum rýs um þessar mundir annar 10. hæða turn sem

Stillholti þannig að millisvæðið verði vistlegt

vissulega bíður upp á að fleiri geta búið miðsvæðis en samhliða

umhverfi með fallegri og öruggri göngu- og hjólaleið.

þessu eru nú um 276 bílastæði á þessu svæði og er þá ekki talið

2.

Að móta hefðbundið bæjarumhverfi á nýjum reit með eigin-

leika miðbæjar, þ.e. blandaðri byggð íbúða og verslunar

húsnæðis með skýrum bæjarrýmum, götum og torgum.

Bílastæði yrðu færð í bílakjallara og aftur er talað um

styrkingu milli gamla og nýja miðbæjarins með sömu

áherslur.

með svæðið í kringum gamla Skagaver sem ekki hefur sérstaklega merkt bílastæði. Svæðið einkennist því af malbiki, bílaumferð og háhýsum sem samkvæmt greinagerð Teiknistofu Arkitekta og fræðum Jan Gehl gefur svæðinu hvorki jákvæða eiginleika né sérstöðu.

Í henni kemur einnig fram: ,,Uppbygging nýs miðbæjar á Skagaverstúninu með ,,byggingum á bílastæðum” og íbúðarturnum mun hvorki gefa svæðinu jákvæða eiginlega né sérstöðu sem virkað gæti sem aðdráttarafl. Gæði bílastæðanna verður helsta aðdráttaraflið fyrir utan hina óhjákvæmilegu þörf fólks til að nálgast nauðsynjavörur. Felist slík uppbygging í flutningi verslunar úr gamla miðbænum í þann nýja glatast sérstaða bæjarins og þeir jákvæðu eiginleikar sem bæjarbúar njóta nú í lifandi miðbæ með sterkum bæjareinkennum sem auðvelt ætti að vera að gera enn sterkari og vistlegri.” (Teiknistofa Arkitekta, 2003).

14


Mynd 2. 17. júní 1964

Mynd 4. Öskudagur á Akratorgi 1989

Mynd 3. ÍA bikarmeistarar 1986

Mynd 5. Kveikt á jólatréinu á Akratorgi á.á.

Mynd 6. Sjómaðurinn afhjúpaður 1967

15


Akratorgsreitur Akratorg hefur frá upphafi verið miðpunktur mannlífs og menningarviðburða á Akranesi. Svæðið hefur ávalt verið samkomustaður íbúa á stórviðburðum eins og 17. júní, fótboltafögnuðir, Írskir dagar, tendrun jólaljósa, öskudagur o.f.l. Torgið í þeirri mynd sem það er í í dag er verðlaunatillaga úr samkeppni um framtíðarskipulag Akratorgs og næsta nágrennis frá árinu 2006. Ætlunin var að breytingar á torginu ásamt öðrum sem fylgdu í kjölfarið væri liður í að fegra ásýnd gamla miðbæjarins og skapa torg sem yrði akkeri menningar, viðburða og þjónustu á Akranesi. (Akraneskaupstaður, 2005) Torgið var tilbúið 2014 og virðast íbúar almennt séð mjög sáttir með útkomuna. Torgið er um það bil 30x40 m á stærð sem er hentug stærð á torgi og eru gönguleiðir og aðgengi til fyrirmyndar á torginu sjálfu en ábótavant í kringum það. Akratorg er helsta torg Akraness og skurðpunktur helstu gatna. Upphaf byggðar á Akranesi þróaðist fyrst og fremst eftir landslagi og

Miðbæjarmömmurnar dröslast með kerrurnar

staðháttum og mátti skipta byggðinni gróflega í tvö svæði, meðfram ströndinni, þar sem land er lægst yfir sjávarmáli eru atvinnusvæði; hafnarsvæði, fiskvinnslufyrirtæki og iðnaður en þegar hærra er farið

daglangt og dreypa á mokka.

í landið voru verslanir, íbúðarsvæði og þjónusta

Prúðbúnir mormónar,

(Guðmundur L. Hafsteinsson, 2009).

þræðandi göturnar, bjóða af sér góðan þokka.

Móses Hightower

16


Mynd 7. Horft yfir bæinn úr kirkjuturninum um 1900

Mynd 8. Fyrsti staðfesti skipulagsuppdráttur fyrir Akranes 1927

Saga skipulags á Akranesi er ekki löng. Fyrir 1870 skiptist landið undir jarðir bænda, tún, langt var á milli húsa og torfhús voru algengustu byggingarformin. Fyrsti staðfesti skipulagsuppdráttur fyrir Akranesi var samþykktur 1927 en á árunum 1925-1949 var mikil uppbyggingarsprengja. (Guðmundur L. Hafsteinsson, 2009)

Mynd 9. Skólabraut 1906

17


18

1990


1990 Fyrsta skipulagið sem gert var fyrir miðbæjarreitinn var samþykkt árið 1990. Gert var ráð fyrir að byggingar við Kirkjubraut væru íbúðir og þjónusta í bland og að eingöngu yrði einstefnuakstur áKirkjubraut frá Merkigerði, niður Skólabraut og að Vesturgötu.

19


20

2013

Verรฐlaunatillaga


2013 Helstu breytingar milli skipulaga eru þær að torgið hefur verið endurhannað, Akurgerði er nú klippt í tvennt og heimilt er nú að aka í báðar áttir frá Merkigerði, niður Kirkjubraut og Skólabraut að Vesturgötu.

21


Mynd 10. Valdasteinn sóttur í Krókalóni 1967

Mynd 13. Ómar á Skuld 1958

Mynd 11. Valdasteinn kominn á Akratorg 1967

Mynd 14. Akratorg í kringum 1960, Skuld hægra megin á myndinni

Mynd 12. Akratorg vor 1967

Mynd 15. Skuldartorg í kringum 1940, horft inn Kirkjubraut

Skuld hét bær sem áður stóð á Akratorg, þá Skuldartorg en húsið var rifið 1962. Árið 1967 var Valdasteinn sóttur í Krókalónið og komið fyrir á Akratorgi þar sem sjómaðurinn trónir í dag og Akratorg verður til. - Ljósmyndasafn Akraness 22


Mynd 17. Akratorg 2017

23

Mynd 16. Akratorg Ă­ kringum 2001


Athugun á Akratorgi Fylgst var með hvernig fólk nýtir svæðið á virkum dögum milli 9:00-16:15. Mikið af fólki virðist eiga leið um svæðið og er gosbrunnurinn nánast í sífelldri notkun. Nokkuð er um að fólk staldri við og spjalli, fái sér sæti og/eða njóti þess að vera á svæðinu. Athafnir fólks tengjast allra helst kaffihúsinu sem er starfandi á torginu og gosbrunnsins. Mikið er um að barnafólk mæti með börnin sín og leyfi þeim að sulla í vatninu. Dvalartími fólks á svæðinu virðist þó vera nátengdur veðurfari og ef veður var ekki ákjósanlegt til útivistar var fólk ekki að staldra við, heldur labbaði áfram og fór sínar leiðir. Lítið er um rekstur á svæðinu sem gæti talist nauðsynjaverslun og/eða þjónusta sem verður til þess að fólk „þarf“ ekki að fara um svæðið ef það nennir því ekki þannig að á dögum þar sem veður þykir óspennandi verður svæðið tómt.

----- Á ferð • Stopp

24


25. júlí 2018

26. júlí 2018

27. júlí 2018

30. júlí 2018

31. júlí 2018

8. ágúst 2018

9. ágúst 2018

10. ágúst 2018

9:00 - 10:00

24. júlí 2018

25


25. júlí 2018

26. júlí 2018

27. júlí 2018

30. júlí 2018

31. júlí 2018

8. ágúst 2018

9. ágúst 2018

10. ágúst 2018

10:00 - 11:00

24. júlí 2018

26


25. júlí 2018

26. júlí 2018

27. júlí 2018

30. júlí 2018

31. júlí 2018

8. ágúst 2018

9. ágúst 2018

10. ágúst 2018

11:00 - 12:00

24. júlí 2018

27


8. ágúst 2018

25. júlí 2018

26. júlí 2018

30. júlí 2018

31. júlí 2018

13:00 - 14:00

24. júlí 2018

9. ágúst 2018

28


8. ágúst 2018

25. júlí 2018

26. júlí 2018

30. júlí 2018

31. júlí 2018

14:00 - 15:00

24. júlí 2018

9. ágúst 2018

29


8. ágúst 2018

25. júlí 2018

26. júlí 2018

30. júlí 2018

31. júlí 2018

15:00 - 16:30

24. júlí 2018

9. ágúst 2018

30


Tækifæri Í miðbæ Akraness liggja tækifæri víða. Gamli miðbærin lítur mjög vel út og fólk tengir miklar tilfinningar og fortíðarþrá við svæðið. Svæðið fellur vel að fræðum Jan Gehl um að bjóða upp á svæði til að sitja, standa, sjá, hlusta og tala en ef auka á mannlíf á torginu þarf að styrkja verslun, þjónustu og atvinnu á svæðinu og setja gangandi og hjólandi vegfarendur í forgang. Þetta gefur aukinn kost á samskiptum, sem gerir svæðið eftirsóknavert til að heimsækja. Á Írskum dögum í sumar kom hópur af fjölbreyttum matvögnum á torgið og seldu þar mat. Þá helgi skapaðist gríðarlega skemmtileg stemming þar sem fólk sat í grasinu, gæddi sér á ,,fish and chips“, vöfflum eða humri og torgið fylltist af lífi. Ég tel liggja gríðarleg tækifæri í slíkri menningu þar sem vagnarnir eru ekki staðbundnir og geta því poppað upp öðru hvoru og spítt lífi inn í svæðið. Það sama á við um bændamarkaði, litla sölubása og aðra ,,pop-up“ uppákomur. Líkja má þessu við hvernig börn leika sér og finna leikfélaga. Þau sækja í svæði þar sem þau vita að er möguleiki á félagsskap. Sama á við um stofurými heima hjá okkur. Stofan er yfirleitt staður þar sem allir geta komið saman í mismunandi tilgangi en samt verið saman. Miðbærinn þarf því að vera einskonar „stofa“ bæjarins.

31


32


Úti sækir mannmergðin að mér

Miðbæjarreitur

rétt eins og háflóðið að auðri strönd. Og ég sé að eins og gengur

Rannsóknarsvæði á Miðbæjarreit er svokallað „Krónuplan“ sem

ferðast sumir einir,

áður hét „Skagaverstúnið“. Verslunarkjarninn sem stendur á Skaga-

aðrir hönd í hönd

verstúni hefur ýmsar verslanir eins og Krónuna, Eymundsson,

Móses Hightower

Lindex, Omnis og Subway ásamt Íslandsbanka, bókasafninu, skjalasafn og Tónberg (Tónlistarskóla Akraneskaupstaðar). Aðkoma að verslunarkjarnanum er ca 4800 m² bílaplan. Byggingin er L-laga og meðfram verslunarhliðum hennar eru breiðar gangstéttir. Ekki er gönguleið sitthvoru megin við bílastæðið, og þ.a.l. ekki gert ráð fyrir gangandi vegfarendum úr öllum áttum. Gönguleið er frá stjórnsýsluhúsi sem gæti tengt svæðið við verslun á Stillholti en sú gönguleið endar á bílaplaninu sem flestir velja að labba beint yfir í staðinn fyrir að taka krók og fara lengri leið í þá þjónustu sem það ætlar að sækja. Á svæðinu er einn bekkur, sem staðsettur er fyrir framan bókasafnið, og tveir stólar fyrir framan Eymundsson. Aðgengi fyrir hreyfihamlað fólk er einnig á undarlegum stað þar sem bílstjóri með hreyfihömlun fer út úr bílnum á umferðagötu og hefur ekkert rými til þess að athafna sig við bílinn. Girðing fyrir innkaupakerrur úr Krónunni er staðsett í annari röð bílastæða sem er hlægilega nálægt inngangi Krónunnar og er því enn verið að ýta undir að fólk leggi sem næst og eyði sem minnstum tíma á svæðinu. Ekki er gert ráð fyrir neinum gróðri á svæðinu að frátöldum tveimur blómakerum fyrir utan tónlistarskólann sem ekkert hefur verið gróðursett í og nýtast allra helst sem ruslatunna og stubbahús. Utan um húsið liggur grár trefill af bílastæðum og er þessi grái litur mjög einkennandi fyrir svæðið.

33


Mynd 20. Horft yfir Skagaverstún í átt að Esjuvöllu og Dalbraut

Mynd 18. Kartöflugarðar á Akranesi við Stillholt á sjötta áratugnum

Mynd 21. Framkvæmd við Dalbraut 1 hefst 2006

Mynd 19. Stillholt á írskum dögum 2004

34


Áður fyrr voru þarna kartöflugarðar, sem þóttu bestu kartöflugarðar

Skipulag svæðisins hefur þó ekki alltaf verið í þessum stíl. Fyrstu

bæjarfélagsins með gjöfulli mold og á veturna var þetta skautasvell

skipulög sem gerð voru fyrir Miðbæjarreitinn voru gerð með það að

barna á neðri Skaganum.

leiðarljósi að gangandi vegfarendur ættu að njóta þess að fara um

Við skoðun á þróun og sögu skipulags á svæðinu er ansi margt

svæðið sem þá var hugsað sem ráðhústorg með grænum svæðum

sem hefur farið úrskeiðis að mati rannsakanda. Þróunin hefur farið

og lifandi umhverfi. Þegar skipulög síðustu ára eru borin saman má

í öfuga átt miðað við öll þau fræði sem þessi rannsókn byggir á.

svo augljóslega sjá hverjar áherslur samfélagsins voru á þeim tíma

Mannlegi þátturinn, þar sem hugsað er um svæðið í meiri smá

og hvert sú þróun hefur farið með okkur.

atriðum sem gleðja augað, gera gangandi og hjólandi vegfarendum auðveldara með að komast á milli staða og uppfylla þarfir fólks til að sitja, standa, hlusta eða sjá hefur fengið að víkja fyrir þeim vélræna, þar sem bílaumferð er í forgrunni og er ekkert til staðar á svæðinu sem gæti lýst svæðinu sem hágæða svæði. Svæðið hefur verslun og þjónustu sem fólk þarf að sækja en hefur ekkert af öðrum áhrifaþáttum sem þurfa að vera til staðar til þess að fólk vilji dvelja þar.

Mynd 22. Skagaverstún í kringum 2000.

35


36

1977


1977 Gert er ráð fyrir ráðhúsi, hóteli (sem gæti einnig nýst sem heimavist), ráðhústorgi og verslunarkjarna. Bílastæði liggja í kringum svæðið og engin umferð kemst inn á aðalrýmið sem ætlað er gangandi og hjólandi vegfarendum.

37


38

1980


1980 Enn er gert ráð fyrir ráðhúsi, hóteli, ráðhústorgi og verslunarkjarna en ráðhús og hótel hafa skipt um stað og verslunarkjarni er meira dreifður. Bílastæði liggja í kringum svæðið og engin umferð kemst inn á aðalrýmið sem ætlað er gangandi og hjólandi vegfarendum.

39


40

1995


1995 Stjórnsýsluhúsi komið fyrir á Stillholti með dregli yfir á grænt svæði þar verslunarkjarni raðast meðfram jaðar svæðisins. Bílastæði liggja í kringum svæðið og engin umferð kemst inn á aðalrýmið sem ætlað er gangandi og hjólandi vegfarendum.

41


42

2000


2000 Aukin áhersla á smáatriði. Dregill liggur frá Stjórnsýsluhúsi yfir á torgið. Í miðju torgsins er nú komið listaverk, tvö leiksvæði og garður. Verslunarkjarninn raðast meðfram jaðar svæðisins með gler tengigöngum svo að svæðið nýtist sem best í öllum veðrum. Bílastæði liggja í kringum svæðið og engin umferð kemst inn á aðalrýmið sem ætlað er gangandi og hjólandi vegfarendum.

43


44

2004


2004 Helmingur torgsins er nú komin undir bílastæði og hinn helmingur er grænt svæði með tjörn og gróðri. Dregill liggur frá Stjórnsýsluhúsi yfir á græna svæðið. 10. hæða turnar bætast við útlit svæðisins og verslunarkjarni verður ein stór bygging í staðin fyrir margar minni. Bílastæði eru einnig við sitt hvora blokkina, á bakvið verslunarkjarna og dreifð á sitt hvora hliðina.

45


46

2006

NĂşverandi skipulag


2006 Bílastæði eru nú allsráðandi. Dregill frá Stjórnsýsluhúsinu endar á bílastæði. Verslunarkjarni er stærri en áður var gert ráð fyrir. Turnarnir eru hlið við hlið og leiksvæði við þá báða. Bílastæði eru við sitt hvora blokkina, á bakvið verslunarkjarna og nokkur á sitt hvorri hliðinni. Ekki er gert ráð fyrir neinu grænu svæði eða torgi.

47


Athugun á Miðbæjarreit Fylgst var með hvernig fólk nýtir svæðið á virkum dögum milli 8:30-16:15. Lítil umferð af fólki er fyrir hádegi. Krónan opnar 10:00 og eykst umferðin hægt en örugglega eftir það og eftir 13:00 er ansi mikið af fólki sem á leið um svæðið. Í undantekningartilvikum má sjá fólk stoppa á svæðinu. Veður hafði engin áhrif á fjölda fólks sem kom á svæðið og komu flestir á bíl og lögðu í fyrstu þremur röðum bílastæða frá verslununum. Fáir komu fótgangandi inn á svæðið en það var þó misjafnt, og fór mikið eftir veðri. Aukning var á gangandi vegfarendum í góðu veðri.

----- Á ferð • Stopp

48


25. júlí 2018

26. júlí 2018

27. júlí 2018

30. júlí 2018

31. júlí 2018

8. ágúst 2018

9. ágúst 2018

10. ágúst 2018

9:00 - 10:00

24. júlí 2018

49


25. júlí 2018

26. júlí 2018

27. júlí 2018

30. júlí 2018

31. júlí 2018

8. ágúst 2018

9. ágúst 2018

10. ágúst 2018

10:00 - 11:00

24. júlí 2018

50


25. júlí 2018

26. júlí 2018

27. júlí 2018

30. júlí 2018

31. júlí 2018

8. ágúst 2018

9. ágúst 2018

10. ágúst 2018

11:00 - 12:00

24. júlí 2018

51


8. ágúst 2018

25. júlí 2018

26. júlí 2018

30. júlí 2018

31. júlí 2018

9. ágúst 2018

10. ágúst 2018

13:00 - 14:00

24. júlí 2018

52


8. ágúst 2018

25. júlí 2018

26. júlí 2018

30. júlí 2018

31. júlí 2018

14:00 - 15:00

24. júlí 2018

9. ágúst 2018

53


8. ágúst 2018

25. júlí 2018

26. júlí 2018

30. júlí 2018

31. júlí 2018

15:00 - 16:30

24. júlí 2018

9. ágúst 2018

54


,,stundum situr fólk á gangstétttinni við hliðina á Krónuinnganginum“

55


Mynd tekin 3. ágúst kl 14:23, föstudegi fyrir Verslunarmannahelgi 56


Tækifæri Mikilvægt að skapa minna rými innan stærra rýmis, rými fyrir fólk. Tækifæri á þessu svæði felast einnar helst í því að bæta við náttúrulegri elementum líkt og að bjóða upp á grænni bílastæði, mögulega með einhversskonar ofanvatnslausnir og öruggum leiðum fyrir gangandi vegfarendur til þess að komast frá bílum sínum í verslun. Þó að bílastæðin séu stór þá þurfa þau ekki að vera óspennandi. Ákjósanlegast væri að brjóta upp bil á milli bílastæðaraða með gróðri og tengja gönguleið frá stjórnsýsluhúsi (dregilinn) við verslunarsvæðið á miðbæjarreit og skapa heildrænt rými sem býður upp á samskipti, dregur úr notkun bílsins og eykur vellíðan. Annar möguleiki væri að líta til fyrra skipulags og gera svæðið að grænu svæði og nýta frekar bílastæðin í jaðrinum. Hinsvegar til þess að þetta yrði möguleiki þyrftu verslanir að hafa inngang á báðum hliðum. Úrbætur á svæðinu gætu líka falist í að leggja meiri áherslu á lifandi framhliðar verslana, fjölga setaðstöðum, gróðursetja plöntur, bæta lýsingu og huga að smáatriðum sem kæta augað.

,,það upplifir enginn öryggi þegar labbað yfir bílaplan hvað þá með barnavagn eða göngugrind“ Myndir teknar á bílastæðum IKEA og Egilshöll

57


Hjáleiðin er tímafrek en það er breitt bil

á milli þess að lifa

Tenging milli bæjarhluta

og þess að vera bara til.

Kirkjubraut er í dag tenging á milli Miðbæjarreits og Akratorgsreits.

Móses Hightower

Segja má að gamli miðbærinn nái frá kirkjunni við Skólabraut að gatnamótum Kirkjubrautar og Merkigerðis þar sem Akratorg er á miðri leið. Norðan Merkigerðis er komið út úr hinu mótaða bæjarumhverfi og við taka stærri byggingar. Sjúkrahús Akraness stendur við gatnamót Merkigerðis og Kirkjubrautar. Byggingin stendur þó ekki við götuna og brýtur þar að leiðandi upp bæjarmyndina. Næstu tvær stærri byggingar eru Kirkjubraut 37, gamla pósthúsið, en þar er enginn starfsemi lengur, og Kirkjubraut 40 þar sem Vátryggingafélag Íslands starfar á 1.hæð. Önnur hús á þessu svæði eru einbýlishús sem fæst standa alveg við götu.

58


59


60


Að ganga er líkamlega krefjandi og það eru takmarkanir fyrir hversu

Frá gatnamótum Kirkjubrautar og Stillholts eru fimm akreinar sem

langt flestir geta eða vilja ganga. Talið er að viðunandi gönguleið

síðan fækkar í fjórar á gatnamótum Kirkjubrautar og Háholts og

fyrir flest fólk í daglegu amstri sé um 400 til 500 metra en fyrir börn,

fækkar svo aftur niður í tvær á gatnamótum Kirkjubrautar og Merki-

gamalt fólk og fatlað fólk er ásættanlegt göngulengd oft töluvert

gerðis. Gönguleiðir á þessu svæði eru hvorki spennandi né sérlega

minni. (Gehl, 2011)

notendavænar. Á gatnamótum Skagabrautar og Kirkjubrautar eru 4

Til að ákvarða viðunandi vegalengdir þarf ekki eingöngu að skoða

akreinar sem gangandi vegfarendur þurfa að komast yfir en ekki er

raunverulega fjarlægð heldur er einnig mikilvægt að meta upplifaða

gert ráð fyrir öruggri gönguleið.

fjarlægð. 500 metrar af beinni, einhæfri og óspennandi gönguleið

Forsendur núverandi skipulags voru þær að þetta var aðal gata

er nefnilega ekki það sama og 500 metrar af gönguleið þar sem

þungaflutninga í bænum og tengdi hafnarsvæðið, ferjusiglingar við

vegfarandi upplifir einhverskonar spennu eða eitthvað sem vekur

þjóðvegakerfið (Perla faxaflóa, 2009) Í dag er engin þörf á þessum

áhuga eða ánægju. Ásættanleg gönguleið er því ávallt samspil

akreinafjölda og mætti jafn vel segja að hann sé tímaskekkja sem

þessara tveggja þátta; lengd gönguleiðar og gæði (Gehl, 2011).

eigi ekkert erindi í miðbæ þar sem mannlíf á að þrífast.

Fólk reynir alltaf að velja styðstu og auðveldustu leiðina. Ef áfanga-

Tækifæri

staður er í sjónmáli þá beygja gangandi og hjólandi vegfarendur yfirleitt í áttina að því burt séð frá því hvort að um eiginlega gönguleið sé að ræða eða ekki. Þetta má oft sjá á illa förnu grasi meðfram gangstéttum eða stór svæði þar sem fólk vill komast yfir en göngustígar eru ekki til staðar eða staðsettir þannig að það skapar lengri vegalengd. Sveigðar gönguleiðir skapa ekki eingöngu spennu sem styttir upplifaða vegalengd heldur getur það líka komið í veg fyrir að mikill vindur myndist (Gehl, 2011). Því er afar mikilvægt við hönnun á stígum fyrir gangandi og hjólandi

Gríðarleg tækifæri felast í þessu svæði. Gera þarf mannlega þáttinn að höfuð máli með grænni lausnum sem gera svæðið aðlaðandi fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Setja þarf bílinn neðar í forgangsröðunina, minnka umferð bíla og lækka umferðarhraða. Miklar úrbætur á aðstöðu og öryggi vegfarenda þurfa að eiga sér stað á þessu svæði svo að fólk komist á einfaldan og öruggan hátt leiðar sinnar um miðbæinn.

vegfarendur að leiðin sé rétt staðsett og að hönnunin sé miðuð að þeim sem eiga að nota stígakerfin. Þessi millikafli milli gamla miðbæjarins og nýja er fyrst og fremst ætlaður akandi umferð.

61


4

2

Fjรถldi akbrauta รก Kirkjubraut

5

fjรณrar akbrautir รกn รถryggis fyrir vegfarendur 62


Horft úr kirkjuturninum á Akraneskirkju 2018

63

1934 - 2018

Breyttir tímar

Mynd 23. Horft úr kirkjuturninum á Akraneskirkju um 1934


Það er enginn vafi, eitthvað vantar. Ég held þú vitir hvað það er því þú veist að við eigum ekki heima úti í horni ein og sér.

Móses Hightower

64


65


Skrúðgarðurinn Á Kirkjubraut, innan gengt frá vel földum göngustíg má finna eina af perlum Akraneskaupstaðar. Skrúðgarðurinn er eitt af vannýttu svæðum bæjarins sem auðvelt væri að styrkja og gera eftirsóknarvert fyrir almenning. Garðurinn ber öll merki vanrækslu og áhugaleysis en á sama tíma ber fólk miklar tilfinningar gagnvart honum enda var hann vel sóttur á sínum tíma. Árið 1950 var samþykkt af bæjarstjórn að í útjaðri bæjarins skyldi ræktaður skrúðgarður. Skrúðgarðurinn skyldi skipulagður af Guðmundi Jónssyni, frumkvöðli í skógrækt á Akranesi og var hugsunin sú að Akurnesingar fengu loksins eitthvað prýði sem fjölskyldur gæti notið á frídögum og sem gaman væri að sýna gestum sem bera að garði. Árið Mynd 24. Bæjargarðurinn á Akranesi

1958 var listaverkið ,,Stúlka með löngu“ eftir Guðmund frá Miðdal (1895-1963) sett upp í gosbrunn skrúðgarðsins. Listaverkið er eitt af elstu og verðmætustu listaverkum Skagamanna (Jón Allansson, deildarstjóri við Byggðarsafnið á Görðum, munnleg heimild, 20. júní 2018). Því miður frostsprakk styttann og var henni naumlega bjargað frá förgun og komið fyrir í geymslu á safnasvæði Akraness (Helena Guttormsdóttir, munnleg heimild, 18. júní 2018). Við rannsókn á þessu verkefni var grennslast fyrir um styttuna og setti höfundur sig í samband við listamanninn Gerhard König sem hefur verið að gera upp styttur eftir Guðmund frá Miðdal eins og Hafmeyjuna í Skallagrímsgarði í Borgarnesi. Höfundur fékk tilboð í viðgerð á Stúlku með löngu og fór beiðni fyrir Bæjarráð um fjárveitingu upp á kr. 550.000. Þann 12. júlí 2018 samþykkti Bæjaráð og stendur nú til að styttan muni prýða garðinn á ný sumarið 2019. Það er einlæg von höfundar að bæjaryfirvöld láti ekki þar við sitja og að garðurinn verði endurvakinn til þess að hinn raunverulegi tilgangur hans

66


verði uppfylltur. Skrúðgarðurinn ætti að vera Austurvöllur Skagamanna þar sem börn geta leikið í gosbrunninum, foreldrar sleikt sólina í góðu skjóli og á sama tíma verði sögulegum stöðum bæjarins gert hátt undir höfði.

67


68 Mynd 25. Stúlka með löngu í Skrúðgarðinum


Niðurstöður

Innsetning á Akratorgi

Innsetning á Miðbæjarreit

Innsetningarnar á Akratorgsreit gengu vonum framar. Krakkar

Á Miðbæjarreitnum voru engin börn sem hægt var að fá með í leik. Ekki var

sóttu aðallega í leikföngin til að byrja með og drógu síðan fullorðna fólkið

talið öruggt að vera með öll leikföngin sem notuð voru á Akratorgi og því

nær og höfðu allir mjög gaman. Í bæði skiptin sem farið var á Akratorg

var eingöngu notað krítar og sápukúlur. Rannsakandi var á svæðinu í tvo

hófst leikurinn á upprunalegum tilgangi leikfangana en fór mjög fljótlega

klukkutíma en þurfti svo að bregða sér frá. Á þeim tíma kom enginn sem

að snúast um tilraunir með vatn í gosbrunninum. Aðal breytingin sem varð

sýndi innsetningunni áhuga heldur labbaði fólk einfaldlega fram hjá leik-

á svæðinu var að fullorðið fólk fór að sækja meira inn að miðju torgsins,

föngunum og staldraði ekki við. Tveimur tímum seinna snéri rannsakandi

setjast í grasið og/eða taka þátt í leik á torginu með börnunum. Mikið fjör

aftur og var þá búið að kríta nokkrar myndir fyrir framan bókasafnið og

skapaðist og fólk eyddi meiri tíma en það hefði annars gert. Eldra fólkið

Eymundsson. Ekki skapaðist mikið líf í kringum þessa innsetningu sem

sat á bekkjum og fylgdist áhugasamt með leik hinna og fólk settist frekar

hefði getað bætt svæðið að einhverju leiti.

við borð utandyra á kaffihúsinu Lesbókin.

69


Spurningalisti

Skrásetning

Sendur var út spurningalisti á tvær stofnanir, Bæjarskrifstofu

Aðal munurinn á notkun svæðanna var að á Miðbæjarreit stoppaði

Akraneskaupstaðar og Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Tilgangur

fólk ekki og þar var jafnari notkun milli daga, en á Akratorgsreitnum

spurningalistans var að athuga ferðamáta Akurnesinga til og frá

var notkun sveiflukenndari og mátti tengja sveiflurnar augljóslega

vinnu. Niðurstöður spurningalistans sýndu 70% þátttakenda

við veðurfar þar sem fleiri heimsóttu torgið í góðu veðri.

ferðuðust aðallega með bíl til og frá vinnu en að lang flestir áttu

Skrásetning á svæðunum var eingöngu á virkum dögum á mjög

samt sem áður hjól, eða 93,75% svarenda. Meirihluti svarenda

afmörkuðum tíma og gefur ekki fullkomlega skýra mynd af því

sögðu þó að ef samgöngur væru betri væru þau líklegri til að fara

hvernig svæðið er nýtt, heldur nýtist frekar sem vísbending um

hjólandi til og frá vinnu en niðurstaðan var ekki afgerandi. Áhugaverð

nýtingu og notagildi.

athugasemd kom frá einum svaranda að ef vinnustaðurinn biði

Skrásetningin var unnin yfir hásumartímann og var tíðarfar

upp á aðstöðu til þess að hafa sig til eins og búningsherbergi þá

einstaklega blautt og kalt sem hefur að öllum líkindum haft áhrif á

myndi viðkomandi tvímælalaust nýta hjólið meira. Þetta sýnir að hjóla-

niðurstöðurnar.

menning, eða vistvænar samgöngur yfir höfuð, mun ekki bara einn daginn birtast í bæjarfélaginu heldur er þetta samspil margra þátta

Viðtöl

og þurfa yfirvöld, atvinnurekendur og einstaklingar allir að vera til-

Viðmælendur í viðtölum voru nánast undantekningarlaust mjög

búnir að taka þátt.

ánægðir með Akratorg og endurbæturnar sem hafa átt sér stað þar.

Niðurstöðurnar gefa grófa mynd af tíðaranda og hugsunarhætti í samfélaginu sem mætti rannsaka betur.

Mörgum fannst bílaumferðin í kringum torgið of hröð en aðrir töluðu um að umferðin væri bara þægilegur partur af bæjarlífinu. Á Miðbæjarreitnum talaði fólk mikið um óspennandi umhverfi og voru margir ósáttir með aðkomuna að svæðinu og vildu meina að öll

,,ég væri ekki [á Akranesi] ef börnin mín væru ekki hérna“

þessi bílastæði væru óþörf. Fólk hafði orð á því að á svæðið vantaði allan gróður og aðstöðu til að setjast niður.

70


Maðurinn vs. Vélin Athugun sem gerð var á mun á ferðatíma bíls og reiðhjóls frá stjórnsýsluhúsi niður á Akratorg með Sævari Frey Þráinssyni, bæjarstjóra Akraneskaupstaðar og Steinari Adolfssyni, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs Akraneskaupstaðar var mjög skemmtileg athugun sem gekk vel. Markmið athugarinnar var að kanna hvort væri fljótlegra að ferðast á hjóli eða í bíl. Tímatakan hófst í anddyri stjórnsýsluhússins klukkan 15:50 og lauk við styttuna af sjómanninum á Akratorgi. Steinar kom í mark á hjólinu eftir 1,47 mín. en Sævar eftir 2,11 mín. Munurinn var því ansi lítill. Óformleg athugun, svipuð þessari var einnig gerð í sumar á milli rannsakanda og umhverfisstjóra Akraneskaupstaðar. Rannsakandi var á hjóli en umhverfisstjóri í bíl. Ekki var tekinn tími en lagt var

Samantekt

af stað á sama tíma frá Teigaseli og báðir aðillar fóru sömu leið; Upp Akurgerði, Kirkjubraut, Stillholt og endað í stjórnsýsluhúsinu.

Akranes er kjörið bæjarfélag til að vinna rannsókn sem þessa.

Umhverfisstjóri var fastur á gatnamótum Akurgerðis-Kirkjubrautar í

Bæjarfélagið er fjölmennt en jafnframt lítið í fermetrafjölda. Það er

dágóðann tíma og þegar hann komst leiðar sinnar var

mjög flatlent og því einstakt til að ganga og hjóla í án vandkvæða.

rannsakandi kominn langt á undan. Umhverfsstjóri tók fram úr við

Við samanburð á þessum tveimur helstu svæðum kemur í ljós að

gatnamót Stekkjarholts-Kirkjubrautar en lenti á rauðu ljósi og

Akratorgsreitur hefur það sem Miðbæjarreitur hefur ekki (gæði) og

rannsakandi komst fyrstur í mark.

Miðbæjarreitur hefur það sem Akratorg hefur ekki (nauðsynlegar

Niðurstaðan er mögulega ekki nógu afgerandi til þess að fólk

athafnir). Gífurleg togstreita er milli mannlega þáttarins og hins

velji frekar hjólið þar sem ávinningur í tíma er ekki alltaf mikill en

mekaníska og mögulega er þörf á meiri þéttleika í byggð til þess að

samgöngur á hjóli eru allavega ekki tímafrekari og hafa allskyns

sum dæmi gangi upp.

aðra kosti eins og útiveru, hreyfingu, umhverfisskynjun eins og hljóð og lykt, auk skemmtanagildis.

71


Umræður og lokaorð Undirbúningur, heimildaröflun, rafræn skráning gagna og skýrslugerð

einnig sóma sér vel sem einstefna þar sem lifandi hliðar

var unnin á tveimur mánuðum og samhliða þeirri vinnu var

verslana gætu notið sín, umferð myndi hægjast og mannlíf

skráningavinna á vettvangi. Stór partur af rannsókninni fólst í því

fengi að blómstra. Aðgerðir sem þessar eru ekki stórfenglar í

að fylgjast með atferli fólks á svæðunum og tengja við fræðilegt efni

framkvæmd en geta bætt ímynd og staðaranda bæjarins margfalt.

ásamt greiningu á svæðunum sjálfum. Að vinna svona rannsókn er gífurlega lærdómsríkt og mikil

Algengt viðhorf í viðtölum var að “bærinn geri ekki eitthvað” sem

vinna. Mikilvægt er að vera vel kunnug á svæðinu með því að

líklega má rekja til þess að bæjarumhverfið skapar ekki nægilega

dvelja þar til lengri tíma og kynnast andanum og upplifa svæðið.

tengingu milli svæða sem gæti leitt til meiri mannlegra samskipta,

Heimildaröflun er ávallt tímafrek en að þessu sinni var hún mjög

þú hittir fleiri, sem bíður upp á ófyrirhugaða skemmtun í staðinn

skemmtileg og hefði verið hægt að fara með þetta verkefni í

fyrir að það þurfi alltaf að vera eitthvað skipulagt. Ef fylgst er með

óteljandi áttir þar sem gríðarlegt magn af upplýsingum er til staðar

hvernig krakkar finna sér leikfélaga og skemmtun þá er alltaf

og möguleikarnir endalausir.

einhver staður sem er „akkeri“ þar sem er fullvíst að þú hittir einhvern. En þegar við eldumst og viljum vera partur af einhverju

Sóknarfæri á Akranesi eru gríðarleg og situr bærinn á gullkistu fullri

félagslegu rými þá nennum við ekki endilega að fara út um allan

af tækifærum. Ef áhugi, vilji og kjarkur er til staðar gæti Akranes

bæ til að leita að fólki. Við förum á staði þar sem við teljum líklegast

auðveldlega orðið fyrirmynd fyrir önnur bæjarfélög hvað varðar

að maður rekist á einhvern sem maður þekkir og ekki er alltaf ljóst

að skapa bæjarumhverfi sem setur fólk í fyrsta sæti og hvetur til

hvar „akkerið“ er ef svæðin eru mjög dreifð, mekanísk og jafnvel

sjálfbærari

misheppnað skipulag sem ekki var hugsað í stærra samhengi.

menningar.

Allt

þetta

stuðlar

heilnæmu

umhverfi og eykur heilbrigði og vellíðan íbúa sem gerir bæinn að eftirsóknaverðum stað til að búa á. Svæði eins og Kirkjubraut þar sem bílaumferð er í fyrsta sæti gæti auðveldlega orðið að grænni stofnæð fyrir hjólandi og gangandi vegfarendur með regnvatnslausnum og grænu umhverfi með því einu að hleypa eingöngu hjólandi vegfarendum inn á eina af akreinunum í báðar áttir. Kirkjubraut frá Merkigerði myndi

Eitt af því sem getur skapað aðdráttarafl fyrir svæði eru skapandi áhrifaþættir. Við Akratorg er vinnustofa listamannsins Bjarna Þórs þar sem húsið er listaverk og veggirnir notaðir sem strigi. Á sama tíma má tala um David Bowie vegginn eftir Björn Lúðvíksson við Kirkjubraut 10. Þetta skapar sérstöðu og kryddar upp á bæjarmyndina. Ekkert slíkt er að finna á Miðbæjarreitnum en

72


krítarteikningar barna á stétt geta líka glatt augað á sama hátt og

Fyrir bæjarfélög í dag sem vilja vekja athygli á sér snýst allt um að

vakið sömu tilfinningar.

skapa sér sérstöðu. Akranes ætti að geta orðið leiðandi bæjarfélag

Það gæti því verið sóknartækifæri á Akranesi í skapandi

á Íslandi í vistvænum lausnum og markaðsett sig sem ,,Hjólabæinn

greinum. Gefa listamönnum pláss og sjá hvað gerist því með skapandi

Akranes” út frá sérstöku flatlendi bæjarins. Og ef út í það er farið,

greinum fylgir fjölbreytileiki, nýsköpun og þ.a.l. sérstaða. En við

afhverju ekki að vera bæjarfélagið sem gerir vel við rafbílaeigendur

þurfum ekki alltaf að vera að finna upp hjólið og einfaldlega með því

og nýtir gróður í auknu mæli til að taka upp rigningarvatn?

að halda utan um það sem fyrir er á staðnum líkt og Skrúðgarðinn

Því þegar við horfum til framtíðar í dag þar sem hitastig á jörðinni fer

sem menningarleg arfleið bæjarins er verið að styrkja ræturnar, því

hækkandi með tilheyrandi áhrifum á umhverfið okkar verða allir

tré með lélegt rótarkerfi í ófrjóum jarðveg verður aldrei að stóru og

að leggja út árar og reyna að róa okkur út úr þessum stormi, líka

stæðilegu tré.

meðalstór bæjarfélög á Íslandi.

Áhugavert yrði að grafa dýpra í þá þætti sem þessi rannsókn snýr að. Meta mætti nánar áhrif bygginga á líðan fólks og bera saman miðbæjarsvæðið við sambærileg sveitarfélög líkt og Borgarnes, Selfoss eða Hveragerði. Þrátt fyrir að vera vel kunnug báðum svæðum var ýmislegt sem kom á óvart og varð til þess að höfundur horfir með öðrum augum á umhverfið og hefur aukinn skilning á hvað það er nauðsynlegt að þeir sem sjá um skipulagsmál séu meðvitaðir um áhrifin sem umhverfið hefur á okkur mennina og hafi það að leiðarljósi í sinni stefnumótun.

73


Heimildaskrá Akraneskaupstaður. (2005). Samkeppni um framtíðarskipulag Akratorgs og næsta nágrennis. Akranes: Akraneskaupstaður. Akraneskaupstaður. (2006). Aðalskipulag Akraness 2005-2017. Sótt af https://www. akranes.is/static/files/2014/thjonusta/ Skipulagsmal/Adalskipulag-2005-2017/ greinagerd-medadalskipulagi.pdf. Gehl. J. (2011). Life between buildings. Using public space (J. Koch þýð.). Kaupmannahöfn: Arkitektens Forlag. The Danish Architectural Press and Jan Gehl. (Frumútgáfa 1971). Guðmundur L. Hafsteinsson (2009). Perla Faxaflóa. Akranes: Akraneskaupstaður. Jón Ólafur Ólafsson, Sigurður Einarsson, Anne Grethe Hansen, Björk Pálsdóttir, Carl Brand, Ólöf Ríkarðsdóttir og Þorgeir Jónsson (2002). Handbók um umhverfi og byggingar. Reykjavík: Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins. Moses Hightower, Andri Ólafsson, Daníel Friðrik Böðvarsson, Magnús Tryggvason Eliassen, Steingrímur Karl Teague, & Magnús Árni Öder Kristinsson. (2012). Önnur Mósebók. Moses Hightower, Andri Ólafasson og Steingrímur Karl Teague. (2012). Búum til börn. Teiknistofa Arkitekta (2003). Miðbær Akraness - Greining á stöðu og uppbyggingarkostum. Akranes: Akraneskaupstaður.

74


Myndaskrá Forsíða: Árni S. Árnason (á.á). Frá vinstri: Sigríður Ólöf Sigurðardóttir (1915-2003), Ásdís M. Þórðardóttir (1908-2003), Herdís Ólafsdóttir (1911-2007) og Sigríður

Ólafsdóttir (1909-2007) njóta góða veðursins á Akratorgi nr. 48293. Ljósmyndasafn Akraness.

Mynd 1: Árni S. Árnason. (1985). Pétur Reynir Ingvarsson stendur við Sjómanninn á Akratorgi nr.6066. Ljósmyndasafn Akraness. Mynd 2: Ólafur Árnason. (1964). 20 ára afmæli lýðveldisins 17. júní 1964 á Akratorgi nr. 7123. Ljósmyndasafn Akraness. Mynd 3: Árni S. Árnason. (1986). Tekið á móti bikarmeisturum í knattspyrnu karla 1986 á Akratorgi nr. 54059. Ljósmyndasafn Akraness. Mynd 4: Arnardalur – starfsmenn. (1989). Kötturinn sleginn úr tunninni 1989 nr. 21964. Ljósmyndasafn Akraness. Mynd 5: Árni S. Árnason. (á.á.). Kveikt á jólatréinu á Akratorgi nr. 45748. Ljósmyndasafn Akraness. Mynd 6: Jóhannes Gunnarsson. (1967). Afhjúpun styttunnar á Akratorgi 1967 nr. 6318. Ljósmyndasafn Akraness. Mynd 7: Árni Þorsteinsson. (á.á.). Horft yfir bæinn úr kirkjuturninum um 1900. Þjms. Lpr. 1987:47. Mynd 8: Staðfestur skipulagsuppdráttur fyrir Akranes 1927. Skipulagsstofnun. Mynd 9: Óþekktur ljósmyndari. (á.á.). Akranes um 1906 nr. 29256. Ljósmyndasafn Akraness. Mynd 10: Óþekktur ljósmyndari. (1967). Valdasteinn í Krókalóni nr. 56956. Ljósmyndasafn Akraness. Mynd 11: Helgi Daníelsson. (1967). Steinninn kominn á Akratorg nr. 4370. Ljósmyndasafn Akraness. Mynd 12: Jósef Þorgeirsson. (1967). Akratorg vorið 1967 nr. 60017. Ljósmyndasafn Akraness. Mynd 13: Bjarni Árnason. (á.á.). Ómar Bergmann Lárusson stendur við fánastöng við Skuld á Akranesi nr. 52994. Ljósmyndasafn Akraness. Mynd 14: Ólafur Árnason. (á.á.). Akratorg nr. 32033. Ljósmyndasafn Akraness. Mynd 15: Óþekktur ljósmyndari. (á.á.). Skuld sem stóð á Skuldartorgi (Akratorgi) nr. 52570. Ljósmyndasafn Akraness. Mynd 16: Kristján Kristjánsson. (2001). Akratorg á Akranesi nr. 51837. Ljósmyndasafn Akraness. Mynd 17: Skessuhorn. (á.á.). Akratorg 2017. Sótt 16. september 2018 af https://skessuhorn.is/2017/06/19/haekka-laun-baejarfulltrua-og-fyrir-nefndarsetu-akranesi/ Mynd 18: Helgi Daníelsson. (á.á.). Kartöflugarðar Akurnesinga við Stillholt nr. 4304. Ljósmyndasafn Akraness. Mynd 19: Helgi Steindal. (2004). Stillholt á Írskum dögum nr. 17004. Ljósmyndasafn Akraness. Mynd 20: Nemendur úr Grundaskóla. (á.á.). Horft yfir Skagaverstún í átt að Esjuvöllum og Dalbraut nr. 38257. Ljósmyndasafn Akraness. Mynd 21: Helgi Steindal. (2006). Framkvæmdir við Dalbraut 1 hefjast nr. 40982. Ljósmyndasafn Akraness. Mynd 22: Friðþjófur Helgason. (á.á.). Skagaverstún í kringum 2000 nr. 13733. Ljósmyndasafn Akraness. Mynd 23: Guðjón Bjarnason. (á.á.) Akranes, mynd tekin úr kirkjuturninum í Akraneskirkju um 1934 nr. 45709. Ljósmyndavefur Akraness. Mynd 24: Sigurður Guðmundsson. (á.á.). Bæjargarðurinn á Akranesi nr. 58522. Ljósmyndasafn Akraness. Mynd 25: Ólafur Árnason. (á.á.). Skrúðgarðurinn (t.v. Sigurlaug Jóhannsdóttir og Jóhanna Ólöf Gestsdóttir) nr. 5349. Ljósmyndasafn Akraness.

75


Sérstakar þakkir

Sindri Birgisson Helena Guttormsdóttir Akraneskaupstaður Landbúnaðarháskóli Íslands

76


Viรฐaukar

77


78


79


Spurningalisti fyrir netkönnun 1. Aldur / Age 2. Kyn / Gender 3. Hver er helsti ferðamáti þinn til og frá vinnu? / What is your main mode of transportation to and from work? 4. Í frístundum hver er þinn helsti ferðamáti? / In leisure time what is your main mode of transport? 5. Hversu líklegt telur þú að ef stígar og samgöngur yrðu bættar að þú myndir breyta ferðavenjum þínum til og frá vinnu? / How likely do you think

that if walkways and cycle paths would improve that you would rather use ecological transport rather than driving?

6. Áttu eða hefur þú aðgang að hjóli? / Do you own or do you have access to a bike? 7. Áttu börn/barn hjá dagforeldri, í leikskóla eða grunnskóla sem þú keyrir á áfangastað? / Do you have child/children in daycare/kindergarten/

elementery school that you need to drive?

8. Vinnur þú vaktarvinnu eða dagvinnu? / Do you have a day job or do you work in shifts? 9. Hvað ertu lengi að ferðast til og frá vinnu? / How long does it take for you to travel to work from your home? 10. Er vinnustaðurinn þinn að stuðla að vistvænni ferðamátum með t.d hjólastyrk? / Does your workplace encourage ecological transport?

80


Landbúnaðarháskóli Íslands 20. september 2018

Ása Katrín Bjarnadóttir _______________________________________________________

Helena Guttormsdóttir _______________________________________________________


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.