Hlutverk LbhÍ er að skapa og miðla þekkingu á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu á norðurslóðum. Framtíðarsýn skólans er að efla rannsóknir, nýsköpun og kennslu og stuðla að verðmætasköpun og fæðuöryggi til framtíðar með sjálfbærri nýtingu auðlinda. Gildi skólans eru sjálfbærni, hagsæld og framsækni.