Tímarit um lyfjafræði 2. tbl. 2013

Page 19

FÓLKIÐ í gegnum verslunina. Ennfremur bjóða apótekin upp á afgreiðslu og utanumhald á bleyjuafgreiðslum til sjúklinga en flóknar reglur gilda um greiðsluþátttöku í þeim og ýmislegt fleira. Í Þýskalandi er ekki haldin skrá yfir lyfjaafgreiðslur til einstakra sjúklinga. Hjá okkur er hinsvegar boðið upp á viðskiptakort sem langflestir fastakúnnar nýta sér. Kortið gildir sem afsláttarkort af almennum vörum en fyrst og fremst þjónar það þeim tilgangi að halda utan um lyfjanotkun. Þannig er hægt að sjá á hvaða lyfjum viðkomandi hefur verið í gegnum tíðina, prenta út lyfjasögu fyrir skattskýrslugerð eða vegna umsóknar um fríkort á lyf, nýta sér milliverkanaforrit sem tölvukerfið býður upp á og sjá frá hvaða framleiðanda viðkomandi hefur fengið sín lyf en mörgum er mjög í mun að breyta ekki þar á milli ef hægt er að koma því við. Þetta fyrirkomulag er mjög til hægðarauka fyrir viðskiptavininn sem og starfsmanninn og flýtir mjög afgreiðslutíma. Einnig er það svo að apótekslyfjafræðingar hafa engar heimildir til neyðarafgreiðslu á lyfjum. Þegar hinsvegar um fastan viðskiptavin er að ræða sem er sjúklingur læknis sem gott samstarf er við og hægt að sjá í viðskiptasögu að viðkomandi tekur ákveðið lyf að staðaldri er honum oft bjargað um spjald úr stærri pakkningu sem síðan er afhent þegar lyfseðillinn liggur fyrir. Þáttur smáskammtalyfja, náttúrulyfja og –vara ýmiss konar er mun stærri í þýskum apótekum en við þekkjum á Íslandi. Apótekin bjóða upp á öfluga ráðgjöf í þeim efnum og er það gjarnan svo að tilteknir starfsmenn hafa sérhæft sig á ákveðnum sviðum. Einnig er boðið upp á mikið úrval af hreinum þurrkuðum jurtum ýmiss konar til að útbúa te úr. Skammtar og blöndur eru sérútbúnar eftir óskum hvers og eins. Náttúrulyf eru oft uppáskrifuð af læknum en í þeim er ekki greiðsluþátttaka nema fyrir börn. Magistrel framleiðsla lyfja er umtalsverður þáttur í starfsemi apótekanna. Aðstaðan er misgóð á milli apóteka og því er dálítið um að eitt ákveðið apótek framleiði fyrir hin en einungis er heimilt að framleiða magistrel lyf í höfuðapóteki fyrir dótturapótekin en ekki víðar. Bæði getur verið um að ræða forskrift á lyfseðli eða að útbúa þarf aðra skammta eða lyfjaform en til er í lyfjum með markaðsleyfi, til að mynda ef um barn er að ræða. Þá sér eitt apótekanna um að útbúa skammta fyrir fíkla í stýrðri neyslu. Lyfjatæknar sjá nánast eingöngu um alla framleiðslu sem og gæðaprófanir á hráefnum og öðru sem til fellur í „receptúrnum“ en ábyrgð og yfirferð er á ábyrgð lyfjafræðinganna. Fyrir nokkrum árum hannaði Winterfeld fjölskyldan viðskiptamódel sem byggði á pöntun lyfja fyrir þýska viðskiptavini frá Hollandi en þar er

Eulen Apotheke rétt fyrir formlega opnun eftir að ráðist var í miklar endurbætur.

verð á lyfseðilsskyldum lyfjum ekki fast og póstverslun með lyf er heimil innan Evrópusambandsins að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Í framhaldi opnaði fjölskyldan eigið apótek í Hollandi sem hefur þann eina tilgang að senda lyf yfir til þýsku apótekanna. Þessi þjónusta náði fljótt mikilli útbreiðslu og voru nokkur hundruð apótek farin að bjóða upp á þessa þjónustu þegar best lét. Töluverður styr hefur þó staðið um hvort þjónusta sem þessi sé raunverulega heimil og málið farið fyrir dómstóla í Þýskalandi. Of langt mál er að rekja það frekar hér. Ég verð að viðurkenna að ég veit ekki nákvæmlega hvernig málin standa nú en að minnsta kosti er enn boðið upp á þjónustuna í apótekunum sem ég starfa fyrir og er hún veigamikill þáttur í daglegum verkefnum þeirra flestra. Afgreiðsla lyfseðla Afgreiðsla lyfseðla fer fram við afgreiðsluborðið hjá viðskiptavininum. Nafni uppáskrifaða lyfsins er slegið inn sem og númeri sjúkratryggingafélags viðkomandi. Birtist þá listi yfir þá framleiðendur sem afhenda má lyfið frá. Þegar réttu lyfin hafa verið valin er seðillinn prentaður. Hafi viðkomandi viðskiptakort birtast mögulegar milliverkanir út frá sögu hans jafnframt á skjánum séu slíkar til staðar. Lyfin eru svo tekin til og lesið yfir að allt sé rétt afgreitt. Útilokað er að eiga öll lyf frá öllum framleiðendum á lager. Því gerist það mjög oft að panta þarf lyfin sérstaklega. Apótekin fá sendingu fjórum sinnum á dag svo yfirleitt eru lyfin komin í síðasta lagi innan 12 klst. Engar merkingar eru settar á lyfjaumbúðirnar og lækni er ekki skylt að setja skammtastærðir á lyfseðil. Þó

Engar merkingar eru settar á lyfjaumbúðirnar og lækni er ekki skylt að setja skammtastærðir á lyfseðil. tölublað 2 - 2013

Glænýjar skömmtunargræjur í Damian Apotheke sem teknar voru í notkun síðastliðið haust í tengslum við opnun nýs hjúkrunarheimilis en tilkoma þeirra stórjók afköstin í skömmtuninni.

bjóðum við upp á að gera viðeigandi ráðstafanir til að tryggja öryggi sem best ef eitthvað er óljóst. Ég átti dálítið erfitt með að venjast þessu sem og því að lyfjunum er ekki pakkað í poka á bakvið heldur er allt gert á afgreiðsluborðinu þar sem aðrir viðskiptavinir sjá til. Endurmenntun Fjölmargir endurmenntunarmöguleikar standa lyfjafræðingum til boða. Samtök apótekslyfjafræðinga (Apothekerkammer) sjá að mestu um skipulagningu endurmenntunar og árlega er gefið út yfirlit yfir það sem í boði verður. Námskeiðin gefa punkta og er það framtíðarsýnin að hver lyfjafræðingur ljúki ákveðnum punktafjölda á ári. Einnig hafa yfirmenn mínir stundum skipulagt kvöldnámskeið þar sem einhverjir læknanna sem apótekin eiga samstarf við skerpa á mikilvægum atriðum við afgreiðslu til ákveðinna sjúklingahópa. Að lokum Ég lít á það sem mikið tækifæri að fá að starfa erlendis og kynnast því hvernig hlutirnir eru gerðir annarsstaðar. Svo er auðvitað bónus að búa í hjarta Evrópu og ég hef farið víða sem ég hefði ekki annars gert. Okkur líður mjög vel hér og margt í þýsku þjóðarsálinni sem maður skilur betur eftir að hafa verið hér. Við lyfjafræðingar búum að því að hafa eftirsótta menntun sem skortur er á í Evrópu og hvet ég alla sem áhuga hafa til að hika ekki við að nýta sér það og stökkva á þau tækifæri sem bjóðast.

Tímarit um lyfjafræði

19


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.