Listin að lifa - sumar 2018

Page 1

ISTIN LAÐ LIFA

Tímarit Landssambands eldri borgara á Íslandi

SUMAR 2018

le

b.

is


Við vörpum ljósi á lífeyrismálin Skylduiðgjald í lífeyrissjóð, sjóðfélagalán, viðbótarlífeyrissparnaður, ellilífeyrir, kaup á fyrstu íbúð, tilgreind séreign, flutningur milli landa, örorkulífeyrir, maka- og barnalífeyrir. Þetta og miklu fleira er allt um kring í þjóðmálaumræðunni og varðar flest okkar að einhverju leyti. Spurningar vakna en hvar eru svör? Lífeyrismál.is er upplýsingatorg um lífeyrismál í víðum skilningi; aðgengilegar upplýsingar, fréttir og áhugaverðar greinar eða viðtöl við fólk í leik og starfi. Lífeyrismál.is er líflegur vefur sem fræðir, stækkar sjóndeildarhringinn og svarar spurningum!

Kíktu á Lífeyrismál.is


Meðal efnis Eldri borgara ferðir með GJ Travel................... 4 Ekki sama Jón og séra Jón.................................. 6 Styrkir til LEB frá Velferðarráðuneyti til verkefna............................................................. 6 Kjarnefnd LEB endurvakin með nýju fólki..... 6 Næringarástand og fæðuöryggi aldraðra í sjálfstæðri búsetu................................................ 8 Nýjar reglur um ökuskírteini í Danmörku........ 9 Fjölþætt heilsurækt 65+ ...................................10 Þurfum að halda við félagslegri samfellu kynslóða............................12 Viðtöl við formenn aðildarfélaga....................16 Styrktarþjálfun lykill að bættum lífsgæðum....19 Kemur á óvart hve öflugur félagsskapur LEB er...........................................20 Duvalay heilsudýnur í ferðavagninn................21 Hvað er aldursvæn borg?..................................22 Búseta í öðru landi og hvað svo?.....................22 Skór fyrir fólk með mismunandi vandamál....23 Næringarástand aldraðra, í heimahúsi, stofnunum og sjúkrahúsum.......................................24 KROSSGÁTA....................................................25 Vísnaskrínið........................................................26 „Frábært að sjá fólk vakna til lífsins“..............27 Áskorun fyrir lífeyrissjóði og lífeyriskerfi.......29

Útgáfustjórn: Erna Indriðadóttir, ernai@lifdununa.is Eyjólfur Eysteinsson, eye@simnet.is Jóna Valgerður Kristjánsd. jvalgerdur@gmail.com Sigurður Jónsson, asta.ar@simnet.is Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir, leb@leb.is Ritstjóri: Kjartan Jónsson, kjartan@dot.is Forsíðumynd: Stykkishólmskirkja og bátur í landi, ljósmynd: Shutterstock / Roel Slootweg. Auglýsingar: Sökkólfur ehf., lal@dot.is Umbrot & útlit: Sökkólfur ehf., kjartan@dot.is Prentun: Ísafoldarprentsmiðja. Útgefandi: Landssamband eldri borgara, Sigtúni 42, 105 Reykjavík, leb@leb.is

Leiðari Merkilegt er að taka við starfi sem er afar sérstakt á margan hátt. Að vera fáliðuð við að koma málefnum LEB vel áfram er mikill ókostur. Hvers vegna voru forverar okkar með innsýn t.d. var þeim boðin aðild að Lotto peningum en trú þeirra náði ekki svo langt. Mikil pappírsvinna er óumflýjanleg og oft alltof mikil. Mesti tími á skrifstofu LEB fer í að sinna erindum og svara allskonar fyrirspurnum. Hinsvegar hefur verulega aukist eftirspurn eftir að formaður komi á allskonar viðburði og flytji erindi um okkar málefni. Það er mikilvægt til að koma okkar áherslumálum áfram. Forystan hefur átt fundi með ráðherrum og fleiri fundir eru framundan Þar mætum við skilningi en síðan liggja flest málin í biðstöðu. Það er afleitt. Þess vegna bindum við líka miklar vonir við nýja kjaranefnd LEB um að vinna undirbúning sem styrkir okkar kjarabaráttu.

Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, LEB

Það eru jafnframt mikil vonbrigði að ekki hafi verið hlustað á okkur í sambandi við það að við fylgjum launaþróun eins og annað fólk í landinu. Það af hálfu stjórnvalda að velja verri leiðina með því að miða við verðlagsþróun er til skammar fyrir þessa ríkisstjórn. Síðan hafa bæst við málin að t.d. tók tillagan um 300 þúsundin engum hækkunum þótt hún hafi verið lögð fram fyrir meira en ári. Mismunur milli þeirra sem búa einir og hjónafólks er orðinn alltof mikil og honum verður að breyta. Skerðingar t.d. gagnvart lífeyrissjóðstekjum eru komnar úr böndunum. Of hár fjármagnsskattur er líka alvarlegt mál því hér er um margsköttun að ræða. Það þarf því að taka til hendinni og leiðbeina stjórnmálamönum á rétta braut svo ekki fari verr. Við eigum við þá samtöl og munum halda því áfram. Öll þau fjölmörgu réttindi sem hafa verið fótum troðin eru svo mörg, tannlækningar, heyrnartæki, margsköttun á fjármagnstekur, afnám grunnlífeyris, fólk ekki fjárráða á hjúkrunarheimlum; það er of langt gengið við að skerða á mögum sviðum og er sennilega brot á mannréttindum. Hvað gerum við þá? Leitum við í lögin og förum þá leið? Til þess þarf fjármagn. Lögfræðin er dýr. Er hægt að una við að gengið sé á mörg mannréttindi eldra fólks. Nei, ekki að mínu mati. Þurfum því að finna réttu leiðina til að verja okkur. Allir verða að standa saman sem einn maður. Barátta okkar fyrir mannréttindum er svo víðtæk og snertir svo marga þætti mannlífsins. Þar verður LEB að standa vaktina og láta öll mál eldri borgara sig varða. Stöndum öll saman í því verkefni.

3


Eldri borgara ferðir með GJ Travel

– LEB í samstarfi við ferðaskrifstofu Guðmundar Jónassonar um eldir borgara ferðir

Ferð LEB um Skotland 17. - 22. október 2018

Flogið er til Glasgow þann 17. október 2018. Ekið til norðurs með Loch Lomond, sem er stærsta stöðuvatn á Bretlandi og síðan eftir vesturströnd Skotlands með viðkomu í Glen Coe (Táradal) til bæjarins Fort William, sem stendur við rætur Ben Nevis, hæsta fjalls Bretlands. Þaðan er svo ekið meðfram stöðuvatninu fræga Loch Ness til Inverness þar sem við munum gista næstu 3 nætur. Daginn eftir er frjáls dagur í Inverness. Síðdegis er ekið að Loch Ness og farið í siglingu á vatninu. Þar reynum við að koma auga á vatnaskrímslið „Nessie“ sem sást síðast árið 1996, svo vitað sé. Lent við rústir Urquhart kastala og ekið þaðan um sveitir áður en haldið er aftur til Inverness. Þá verðru farið í dagsferð um svæðið sem kennt er við ána Spey. Þar er að finna litrík þorp og bæi og fagurt landslag en ekki síst er Speyside þekkt fyrir viskíframleiðslu. Á leið þangað lítum við við á vígvellinum á Culloden-heiði, þar sem uppreisnarher Hálendinga beið afhroð gegn her konungs árið 1746 í síðustu stórorrustu sem háð hefur verið á brezkri grundu. Þaðan er haldið til Elgin, sem er sögufræg borg og hefur oft verið nefnd „minnsta borg Skotlands“ og einnig „viskí-höfuðborg veraldar“. Síðan er haldið til Fochabers en þar eru höfuðstöðvar skozka matvæla fyrirtækisins Baxter’s og þar er hægt er að kynnast framleiðslu þeirra. Síðdegis er síðan ekið um Rothes og til Dufftown. Sagt hefur verið að „Róm sé byggð á hæðum sjö en Dufftown standi á kötlum sjö“. Reyndar er það svo að í dag eru viskí-eimingarstöðvarnar í Dufftown níu talsins. Við stönzum í þessum áhugaverða bæ og heimsækjum eitt eimingarhúsanna, kynnumst framleiðslunni og brögðum á veigunum. Þá er tekinn dagur í að aka frá Inverness um hálandabæ4

inn Pitlochry og borgina Stirling til Edinbogar. Við skoðum Stirling kastala, sem áður var konungsaðsetur. Á völlunum þar fyrir neðan er Stirling brú þar sem her William Wallace sigraði her Englendinga í fyrstu frelsisstríði Skota og er yrkisefni stórmyndarinnar „Braveheart“. Þegar til Edinborgar kemur förum við í stutta skoðunarferð og höldum síðan að Hótel þar sem við gistum næstu tvær nætur. Sameiginlegur kvöldverður. Upplýsingar um ferðina og verð er að finna á ferd.is

Aðventuferð LEB til Heidelberg 28. nóvember - 02. desember 2018

Á þessum árstíma eru margar þýzkar borgir baðaðar jólaljósum og jólastemmningin einstök. Fjöldi Þjóðverja dvelur löngum stundum á jólamörkuðum landsins þar til hátíðin sjálf gengur í garð. Jólamarkaður Heidelberg nær frá Bismarcktorgi þar sem gamli bærinn byrjar og breiðir úr sér á önnur torg gamla bæjarins(Altstadt). Litadýrð jólaljósanna í miðbænum og göngugötunni er eins og í ævintýri og einnig gefur að líta fallega skreytt jólahús þar sem hægt er að kaupa jólaskraut og handunna jólamuni. Glöggið, á þýsku Glühwein, er á sínum stað og ómissandi þáttur í jólastemmningunni. Flogið er með Icelandair til Frankfurt, ekið til Heidelberg. Gist á vel staðsettu hóteli í miðbæ Heidelberg þar sem gist verður fjórar nætur. Farið í dagsferð til borgarinnar Speyer, sem er ein af elztu borgum Þýzkalands. Þar er m.a. að finna fallegan miðbæ, dómkirkju frá 11. öld, þar sem sumir þýzku keisaranna voru grafnir og skemmtilegan jólamarkað. Upplýsingar um ferðina og verð er að finna hjá GJ travel. Sími 5295230.


O SU RM N O N P A U IÐ SM D Ö Á Á GU RA M TO Í RG I D

BUFFALO rafmagnslyftistóll Þessi hallar til baka, skemill fram og lyftir þér á fætur.

Stillanlegur hægindastóll. Svart, brúnt og grátt leður á slitflötum. Stærð: 85x90 H:106 cm.

16% AFSLÁTTUR

Fullt verð: 179.900 kr.

Aðeins 149.900 kr.

20%

AFSLÁTTUR

10.000

AFSLÁTTUR

KRÓNUR

KOLDING hægindastóll

Stillanlegur hægindastóll. með skemli. Rautt eða grátt slitsterkt áklæði.

BOGGIE hægindastóll

Fullt verð: 89.900 kr.

Aðeins 79.900 kr. Afgreiðslutími Rvk Mánudaga til föstudaga kl. 10–18 Laugardaga kl. 11–17 Sunnudaga kl. 13–17 (Smáratorg) www.dorma.is

Holtagörðum, Reykjavík 512 6800 Smáratorgi, Kópavogi 512 6800

Blátt slitsterkt áklæði og svartir fætur. Fullt verð: 49.900 kr.

Aðeins 39.920 kr. Dalsbraut 1, Akureyri 558 1100 Skeiði 1, Ísafirði 456 4566


Styrkir til LEB frá Velferðarráðuneyti

Sótt var um styrki til verkefna í lok nóvember en þá var ljóst að styrkur sem verið hafði fellur nú í slíkan ramma. Sótt var um fjölmörg verkefni en þau sem komust áfram eru: „Meira en 50 þús litbrigði af gráu“ verkefni með Gráa hernum, Heimasíða LEB, Starfslokanámskeið, Samstarf við VEL um málefni aldraðra/ akstur á efri árum, Aldraðir og tölvuheimurinn, Þróun öldungaráða. Samtals fékk LEB 11,3 milljónir en stóri styrkurinn er í Meira en 50 þúsund litbrigði af gráu sem verður mikil vinna við að koma í búning í myndum og upptökum. Það hefur nú þegar verið hafist handa við nokkur þessara verkefna. Þau verða enn betur kynnt í pósti til félagsmanna og hugsanlega á auka landsfundinum. Afhending skjals um styrkina fór fram í Hannesarholti og var þar mikið fjölmenni frá mörgum félagasamtökum að taka við gögnum um framlag!

Kjarnefnd LEB endurvakin

Landssamband eldri borgara og Félag eldri borgara í Reykjavík hafa tekið höndum saman um nýja kjaranefnd. Mikilvægi kjaranefndar er öllum ljós. Engin kjaranefnd hefur verið hjá LEB í um 2 ár. Í allri þeirri miklu umræðu sem er um kjör okkar fólks er mikilvæg þessi samstaða um kjaraumræðuna og því var skipuð ný nefnd. Nú er fullskipað í þessa nefnd sem við bindum miklar vonir við. Þau sem skipuð eru: • Ásgerður Pálsdóttir, • Gísli Jafetsson, • Haukur Halldórsson, • Hrafn Magnússon og • Stefanía Magnúsdóttir. Við óskum þeim til hamingju með sætin í nefndinni og hlökkum til að sjá starfið fara í gang af fullum þunga.

Ekki sama Jón og séra Jón – Sigurður Jónsson, varaformaður LEB skrifar Margir eldri borgarar binda miklar vonir við að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna vinni að því að bæta kjör þeirra eldri borgara sem verst eru settir. Það vantaði ekki stóru orðin fyrir kosningar hjá öllum stjórnmálaflokkum. Allir eldri borgarar eiga það skilið að geta lifað með reisn. Nú reynir á stóru loforðin. Nýja ríkisstjórnin hefur aðeins sýnt á spilin. Þar er vissulega stigið skref til leiðréttingar á frítekjumarki atvinnutekna úr 25 þúsund krónum á mánuði í 100 þús. kr. á mánuði. Gott og jákvætt skref fyrir þá eldri borgara sem geta og vilja vinna sér inn nokkrar krónur. Það eru þó ekki nærri því allir eldri borgarar sem geta nýtt sér þetta. Rétt er einnig að benda á að frítekjumarkið var 109 þús. kr. á mánuði og ætti að vera 195 þús. kr. á mánuði hefði það fylgt launaþróun. Takmarkið hlýtur svo að vera að hafa ekkert frítekjumark. Það mun hvetja til atvinnuþátttöku eldri borgara og þar með skapa ríkissjóði skatttekjur. Heilbrigðisráðherra boðar stórt átak í byggingu hjúkrunarheimila ásamt aukinni þjónustu við eldri borgara til að þeir geti lengur búið á sínu heimili. Falleg orð, en nú reynir á efndirnar. 6

Ríkisstjórnin hefur einnig stigið skref til að leiðrétta tannlæknakostnað eldri borgara. Það þarf á næstunni að gera enn betur og takmarkið hlýtur að vera gjaldfrjást fyrir eldri borgara að nota tannlæknaþjónustu. Margir eldri borgarar þurfa að nota heyrnartæki. Eins og staðan er núna eru margir sem hafa alls ekki efni á því. Þúsundir eldri borgara eru án heyrnartækja en þyrftu á þeim að halda. Góð heyrnartæki eru mjög dýr og kosta frá 300-500 þúsund krónur. Styrkur er 50 þúsund krónur til kaupa á heyrnartækjum. Þurfir þú heyrnartæki eingöngu í annað eyrað færðu engan styrk. Hér er á ferðinni baráttumál eldri borgara, sem stjórnvöld þurfa að taka tillit til.

Með öllu óþolandi fyrir eldri borgara

Um áramótin verður hækkun á greiðslum frá Tryggingastofnun ríkisins um 4,7%. Stjórn Landssambands eldri borgara hefur sent frá sér ályktun þar sem segir að þetta sé óásættanlegt að hækka lífeyri almannatrygginga aðeins um 4,7%. Þessi hækkun er ekki í samræmi við launaþróun í landinu. Væri launaþróun fylgt ætti hækkunin að vera 7,2%.

Svo er það með öllu óþolandi fyrir þá eldri borgara sem verst hafa kjörin að horfa uppá að Kjararáð úrskurðar hækkun til þingmanna, ráðherra og æðstu embættismanna upp í allt að 45% hækkun með margra mánuða afturvirkni. Á sama tíma og 4,7% hækkun er ákveðin til eldri borgara fá prestar og biskup tugi prósenta hækkun með margra mánaða afturvirkni. Já, það sannast að það er ekki sama að vera Jón eða séra Jón. Framundan eru tugir nýrra kjarasamninga sem munu örugglega leiða til kjarabóta fyrir marga. Eldri borgarar munu sitja áfram á sömu kjörum. Engin leiðrétting út allt árið 2018. Auðvitað gengur það ekki. Það er eðlilegt að greiðslur frá almannatryggingum séu að minnsta kosti endurskoðaðar tvisvar á ári. Þetta útspil nýrrar ríkisstjórnar veldur vissulega miklum vonbrigðum. En það eru tækifæri til að líta enn frekar á spilin. Á næstu vikum á að leggja fram frekari fjármálaáætlun til næstu ára. Þar mun stefna stjórnvalda koma fram í málefnum eldri borgara. Ríkisstjórn og alþingi verður að standa við stóru orðin að allir eldri borgarar landsins eigi það skilið að geta lifað með reisn.


Viltu hágæðabón ? Engar tímapantanir - skildu bílinn eftir að morgni og hann er tilbúinn samdægurs

20% afsláttur til eldri borgara

% 517 9005 Viðarhöfða 2b Stórhöfðamegin, 110 Reykjavík

7


Næringarástand og fæðuöryggi aldraðra í sjálfstæðri búsetu – Rannsókn í næringarfræðum er varðar eldri borgara Gott næringarástand og fæðuöryggi er nauðsynlegt svo aldraðir geti haldið góðri líkamlegri og andlegri heilsu. Með góðu næringarástandi er átt við að inntaka orku og allra næringar- og hollefna sé uppfyllt. Má hér benda á að orku- og próteinþörf aldraðra einstaklinga er aukin og enn frekar hjá þeim sem hafa króníska sjúkdóma. Lág orku- og próteininntaka, hreyfingarleysi og hækkaður aldur leiðir af sér vöðvarýrnun sem svo leiðir af sér hreyfiskerðingu. Þetta er hringrás sem erfitt er að stöðva, en fyrsta skrefið er að tryggja nægjanlega orku- og próteininntöku. Vannæring er ekki einungis einstaklingsvandi heldur leiðir slæmt næringarástand til meiri kostnaðar fyrir sjúklinga, heilbrigðiskerfið og samfélagið í heild. Næringarástand aldraðra hefur aðallega verið rannsakað hjá þeim sem eru inniliggjandi á spítala eða búa á öldrunarheimilum. Samkvæmt þeim rannsóknum er algengi vannæringar hjá öldruðum á Íslandi og erlendis á bilinu 20-60%. Aðeins örfáar rannsóknir hafa verið framkvæmdar um áhrif næringarstuðnings á aldraðra eftir útskrift af spítala og engin á Íslandi.

Forrannsókn: Næringarástand og fæðuöryggi aldraðra eftir útskrift af öldrunardeild

Í meistaranámi sínu rannsakaði greinarhöfundur, í samstarfi við bráðaöldrunarlækningadeild Landspítalans, næringarástand og fæðuöryggi aldraðra eftir útskrift af spítala. Rannsóknin fólst í því að fara í tvær heimsóknir til þátttakenda eftir að þeir höfðu verið útskrifaðir af bráðadeildinni og leggja fyrir þá spurningar, meta næringarástand þeirra og aðstæður heima fyrir. Í fyrri heimsókninni voru framkvæmdar eftirfarandi líkamsmælingar til að meta hættu á vannæringu: mittisummál, líkamsþyngd og líkamssam8

Berglind Soffía Blöndal, næringarfræðingur og doktorsnemi í næringarfræði við matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands og við rannsóknarstofu Háskóla Íslands og Landspítala í öldrunarfræðum (RHLÖ)

setning sem byggðist á leiðnimælingu. Þá voru lagðir fyrir þátttakendur spurningalistar um bakgrunn, fæðuvenjur og tannheilsu. Loks voru þeir beðnir um að rifja upp fæðuinntöku síðasta sólarhringinn og skimað fyrir hættu á vannæringu Seinni heimsóknin var tveimur vikum síðar. Eins og fyrr voru framkvæmdar líkamsmælingar og þátttakendur beðnir að rifja upp sólarhringsfæðuinntöku og skimað var fyrir hættu á vannæringu. Þá var lagður fyrir þátttakendur spurningalisti um heilsutengd lífsgæði og lagt mat á heimilisaðstæður með tilliti til fæðuframboðs. Skoðað var hvaða matvörur voru til, ástand þeirra metið sem og aðgengi og hreinlæti í eldhúsi.

Helstu niðurstöður

Við útskrift voru rúmlega 90% þátttakenda með ákveðnar (54%) eða sterkar (39%) líkur á vannæringu. Við fyrstu heimsókn voru 100% þátttakenda með ákveðnar eða sterkar líkur á vannæringu og tveimur vikum frá útskrift voru 92% þeirra með sterkar líkur á vannæringu. Meðalorkuinntaka þátttakenda var tæpar 760 hitaeiningar á dag. Hún fór niður í 203 hitaeiningar en hæsta orku-

inntaka úr öllum sólarhringsupprifjunum sem teknar voru, var aðeins 1280 hitaeiningar á dag. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) miðast svelti við 900 kkal/dag. Enginn náði að uppfylla lágmarks orku- eða próteinþörf. Í mörgum tilfellum voru aðstæður í eldhúsi óviðunandi og í flestum tilfellum var matur ekki nægjanlegur til að uppfylla orkuþörf. Í ofan á lag var hann oft útrunnin og/eða myglaður. Þátttakendur höfðu oft dottið og einungis einn þeirra hafði ekki dottið síðustu 12 mánuði á undan. Einungis einn þátttakandi stundaði reglubundna hreyfingu og næstum fjórðungur þátttakenda var greindur með kyngingartregðu sem gerir fólki erfiðara að nærast með viðunandi hætti. Allir þátttakendur léttust eftir útskrift (2,6 kg að meðaltali á tveimur vikum), mittismál minnkaði og fitufrír massi minnkaði í samræmi við það.

Samantekt

Þessar niðurstöður gætu gagnast þegar meta á næringarástand aldraðra í heimahúsum. Þær benda til þess að eftir útskrift af spítölum fari næringarástand aldraðra sjúklinga hrakandi. Lágar tekjur, lélegur og ónógur matur, einmannaleiki og óviðunandi eldunaraðstæður einkenndi aðstæður hópsins. Þörf er á fleiri rannsóknum á þessum hópi þar sem lagt væri heildrænt mat á aðstæður hans og leitað ráða til að bæta næringu og fæðuöryggi hans. Í doktorsverkefni greinarhöfundar er rannsakað hvort íhlutandi aðgerðir sem felast í næringarmeðferð og orku- og próteinbættum mat fyrir þá sem eru að útskrifast heim af spítala skili sér í bættum hag þessa hóps, en verkefnið hefur hlotið styrk frá Rannís. Samfélagið þarf að hlúa að viðkvæmum hópum og sér í lagi þeim sem er hætt við vannnæringu. Engin ætti að þurfa að svelta á Íslandi!


Nýjar reglur um ökuskírteini í Danmörku Á miðju síðasta ári breyttu danir sínum reglum um aldur við endurnýjun ökuskírteina. Frá 1. júlí gilda öll ökuskírteini sem eru búin til í 15 ár án aldurstakmarkana. Með nýju reglunum þarf fólk ekki að skila læknisvottorði nema vera haldið einhverjum þeim sjúkdómi sem alltaf hefur haft áhrif á hæfni til aksturs. Þá þarf fólk að koma með læknisvottorð. Þessar reglur gilda bara fyrir almennt ökuskírteini fyrir einkabílinn, motorhjól og vespur. Aðrar geglur gilda um rútu og vörubílakstur. Nýjungin felst líka í því að sveitafélögin eru ábyrg fyrir að finna það fólk sem er að missa heilsu til aksturs. Það er gert með svokallaðri „fyrirbyggjandi heimsókn“ við 75 ára aldur. Ef fólk er í áhættuhóp þá getur verið að fólk þurfi slíka heimsókn frá 65 ára aldri. Velferðarráðuneytið bjó til gátlista til að leita að þeim sem eru í áhættu.

* Í einni flösku (125 ml) eru 300 hitaeiningar og 18 grömm prótein

Í veikindum eða þegar matarlystin er lítil

· Prótein- og orkuríkur næringardrykkur*

Nutridrink Compact Protein er næringardrykkur sem getur hjálpað til við að bæta næringarástand í veikindum eða þegar matarlystin er lítil.

Nánari upplýsingar veita hjúkrunarfræðingar í Lyfju Lágmúla og Smáratorgi.

· Lítið magn, auðvelt að drekka · Fjölbreytt úrval af bragðtegundum

9


Einstakur árangur hefur náðst í heilsueflingu eldri íbúa í Reykjanesbæ:

Fjölþætt heilsurækt 65+ Fyrir nokkrum mánuðum hófst samstarf Reykjanesbæjar og Dr. Janusar Guðlaugssonar um heilsueflandi átak. Haldnir voru kynningarfundir og var strax ljóst að mikill áhugi var meðal eldri borgara að hefjast handa til að bæta sína líkamlegu og andlegu heilsu. Um 120 manns tók þátt í átakinu og flestir héldu ótrauðir áfram við að byggja sig upp. Nýir þátttakendur hafa skráð sig til leiks í heilsueflingarverkefni Dr. Janusar Guðlaugssonar fyrir íbúa í Reykjanesbæ 65 ára og eldri. Niðurstöður athugana á þeim þátttakendum sem hafa verið með frá upphafi sýna að árangur heilsueflingar er einstaklega góður. Full ástæða er til að ná til stærri hóps eldri íbúa í bænum. Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti á fundi sínum 11. janúar sl. að styrkja verkefnið áfram. Verkefnið fellur vel að verkefni embættis landlæknis Heilsueflandi samfélag sem Reykjanesbær er aðili að. Verkefnið „Fjölþætt heilsurækt í Reykjanesbæ – Heilsuefling fyrir eldri aldurshópa 65+“ hófst um miðjan maí 2017. Mikill áhugi var hjá eldri borgurum að hefja átak,enda spurst út meðal þeirra sem hafa verið síðustu mánuðina að þetta er gaman og skilar góðum árangri. Rannsóknir sem gerðar voru á þátttakendum í maí og nóvember sýna umtalsverða bætingu á ýmsum heilsufarsbreytum sem kannaðar voru. Sú mæling sem vakið hefur hvað mestan áhuga í kjölfar aukinnar daglegrar hreyfingar og styrktarþjálfunar eru breytingar á blóðgildum þátttakenda sem snúa að efnaskiptavillu eða áhættuþáttum hjarta og æðasjúkdóma. Starfsfólk á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, sem er einn samstarfsaðila, sá um blóðmælingar. Við greiningu á efnaskiptavillu kom í ljós að 34 einstaklingar voru í aukinni áhættu við upphaf mælinga. Við endurteknar mælingar kom í ljós að 14 einstaklingar af þeim 34 eru nú lausir við þessa áhættu. Gildin hafa færst til betri vegar í kjölfar æfinga og breytts lífsstíls. Hér er um 41% bætingu að ræða á milli mælinga í maí og nóvember. Flestir 10

Dr. Janus Guðlaugsson.

aðrir eru að færa sín gildi til betri vegar. Efnaskiptavilla lýsir ákveðnu líkamsástandi þar sem áhættan á hjarta- og æðasjúkdómum auk sykursýki 2 eykst nær áttfalt greinist þeir í þessu ástandi.

Hreyfing og styrktarþjálfun aukist

Ástæðuna segir Janus einkum tvær. Daglega hreyfingu þátttakenda sem jókst úr tæplega 12 mínútum á dag í rúmlega 25 mínútur að meðaltali og reglulega styrktarþjálfun sem jókst um rúmlega 1 skipti á viku. Áður voru aðeins um 10 einstaklingar sem stunduðu slíka þjálfun. Hann segir þetta frábært en þó þurfi að gera enn betur með áframhaldandi þjálfun og bættu mataræði. „Þetta ástand verður ekki til á

nokkrum mánuðum. Þetta er uppsafnaður vandi í kjölfar kyrrsetu lífsstíls sem við erum að reyna að breyta. Ekki má gleyma þeirri frábæru menningu sem á sér stað í Reykjaneshöll hjá hinum eldri sem hittast þar nær daglega og ganga.“ Fyrirmynd verkefnisins er sótt í doktorsverkefni Janusar og er samstarfsverkefni Janus heilsueflingar, Reykjanesbæjar, Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og Sóknaráætlun Suðurnesja. Markmið verkefnisins er að bæta heilsu og lífsgæði fólks með daglegri hreyfingu og bættri matarmenningu. Með því má seinka innlögnum inn á dvalar- og hjúkrunarheimili. „Að seinka 100 eldri einstaklingum á landinu öllu um eitt ár jafngildir ávinningi sem nemur um 1.3 milljörðum króna,“ segir Janus. Sú góða reynsla sem náðst hefur í Reykjanesbæ hefur orðið til þess að Hafnarfjarðarbær er að hefja sambærilegt verkefni. Þá hafa fyrirspurnir um verkefnið verið algengar. Félag eldri borgara á Suðurnesjum er mjög ánægt með þetta framtak. Það skiptir svo miklu máli að byggja upp gott forvarnarstarf. Það tryggir betri líðan okkar félagsmanna. Ríki og sveitarfélög eiga að hafa það sem forgangsmál að styðja vel við bakið á góðu forvarnarstarfi, það skilar sér margfalt til baka.


Matur og grunnmatreiðsla Út var að koma falleg bók eftir Bryndísi Steinþórsdóttur og Önnu Gísladóttur, en báðar eru komnar yfir 90 ára aldur. Bókin er um grunn í matreiðslu og næringarfræði. Bókin hefur að geyma fjölbreytt úrval hefðbundinna og nýrra uppskrifta sem hægt er að grípa til bæði hversdags og á hátíðarstundum. Leitast er við að hafa réttina einfalda og fljótlega en jafnframt lögð rík áhersla á næringargildi og hollustu. Aðferðir við eldamennsku eru settar fram á skýran og aðgengilegan hátt þannig að bókin nýtist bæði byrjendum í matreiðslu sem og þeim sem lengra

eru komnir en vantar nýjar hugmyndir að góðum réttum. Þá eru í bókinni ýmsar hagnýtar upplýsingar, svo sem leiðbeiningar um mál og vog, um geymslu og merkingar matvæla, næringarefnatöflur, töflur um suðuog steikingatíma og orðskýringar. Þetta er endurskoðuð útgáfa bókarinnar, en hún kom fyrst út árið 1976 og hefur alla tíð notið fádæma vinsælda. Við þekkjum öll frábær skrif Bryndísar fyrir „Listina að lifa“ undanfarin ár. Nú hefur hún sagt sig frá þeim kafla og þökkum við henni af alhug fyrir hennar góðu störf.

Lesum saman Gott sjálfboðaliðaverkefni !

Eitt það mikilvægasta sem við getum skilað til ungu kynslóðarinnar er áhugi okkar á lestri. Margir eldri borgarar lesa með börnum og sumsstaðar í skólum landsins eru sjálboðaliðar að aðstoða börn sem þurfa þess með að fá aukna lestrarþjálfun. Læsi barna er lykillinn að frekara námi og því eitt mikilvægasta nesti út í lífið sem hugsast getur. Skólar hafa oft leitað til félaga eldri borgara eftir að fá sjálfboðaliða og hefur það víða gengið mjög vel. Nokkuð margir eru að lesa með börnum sem eru að læra íslensku sem annað mál og þurfa því þjálfun og örvun. Svo er oft þörf fyrir stuðning þar sem börn eru misjöfn og sum þurfa meiri örvun en önnur. Við hjá LEB hvetjum félög um allt land til að hafa samband við grunnskólann á svæðinu ef áhugi er fyrir að vera til taks fyrir okkar ungu kynslóð. Kynslóðir vinna saman hefur verið verkefni sem enn er mikilvægt og mun halda áfram.

11


Þurfum að halda við félagslegri samfellu kynslóða – Viðtal við nýjan heilbrigðisráðherra, Svandísi Svavarsdóttur. Svandís Svavarsdóttir er Reykvísk stelpa úr vesturbænum, er þó fædd á Selfossi og á þaðan sínar fyrstu æskuminningar en þar bjuggu móðurafi og -amma hennar sem Svandís var mikið hjá á sumrin en þau bjuggu fyrir utan á eins og kallað er, þ.e. Reykjavíkurmegin við Ölfusána, en þau voru sín síðustu ár á Ási í Hveragerði og náði amma hennar 99 ára aldri á hjúkrunarheimilinu þar. Þau voru þó ekki þaðan, fluttust þangað til að vinna við mjólkurbúið, ættuð af Ströndum og úr Breiðafirði. Breiðafjörðurinn er því mikill segull í huga Svandísar en fjölskyldan á hlut í húsi í Flatey þar sem þau reyna að fara einhverja daga á hverju sumri. Föðurfjölskylda Svandísar er úr Dalasýslu og Borgarfirði þannig að hún er að nánast öllu leyti ættuð af Vesturlandi. Föðurafi var frá Grund á Fellsströnd í Dölum, en amman úr Reykholtsdalnum, frá Kjarvalsstöðum og bjó sem stúlka á Guðnabakka í Stafholtstungum. Sú amma dó fyrir ári þá 93ja ára að aldri. Svandís segist þó vera hefðbundinn vesturbæingur en hafi þó ekki farið í MR heldur í MH á sínum tíma, lærði Íslensku og málfræði í Háskóla Íslands og heillaðist svo af íslenska táknmálinu og vann við það í allmörg ár, við rannsóknir og kennslu og miðlun á því, táknmálið lærði hún af því að umgangast heyrnarlausa og vinna á Samskiptamiðstöð heyrnarlausra, lærðum meðan við gerðum og heimsótti bæði Norðurlöndin og Bandaríkin til að læra hvernig hlutirnir eru gerðir annarsstaðar. Kenndi táknmálsfræði við Háskóla Íslands, byggði það nám upp með öðrum. Kenndi svo táknmálstúlkun í nokkur ár frá árinu 1994 og voru fyrstu túlkar útskrifaðir árið 1997. Svo var dróst hún inn í stjórnmál, byrjaði í borgarstjórn árið 2006 þá 42ja ára og byrjaði því frekar seint miðað við marga aðra í þeim geiranum þó hún væri alin upp í pólitík verandi dóttir Svavars Gestssonar fyrrverandi ráðherra, í borgarstjórn starfaði hún til ársins 2009. 12

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra

En hvernig byrjaði ferill þinn á Alþingi? „Það var árið 2009 í kosningum eftir hrun að ég fór beint inn í ráðuneyti sem er frekar óvenjulegt. Yfirleitt byrja þingmenn á alþingi og svo síðar í ráðherrastól. Ég er svo ráðherra í þessari dramatísku ríkisstjórn árin 2009 til 2013 sem var ótrúlegur tími, það var ofboðslega krefjandi tími fyrir samfélagið, þar sem allir tóku á sig höggið af hruninu og kannski ekki síst velferðakerfið, heilbrigðiskerfið, öryrkjar og aldraðir, menntakerfið, allir þurftu að skera niður, allir þurftu að hlaupa hraðar fyrir minni pening.“ Segir Svandís en hún var umhverfisráðherra frá 10. maí 2009 til 1. september 2012. Fór með menntamálaráðuneytið í fæðingarorlofi Katrínar Jakobsdóttur 31. maí til 31. október 2011. Umhverfis- og auðlindaráðherra 1. september 2012, lausn 28. apríl 2013 en gegndi störfum til 23. maí 2013. Heilbrigðisráðherra síðan 30. nóvember 2017. Svandís er því orðin mörgum hnútum kunnug í íslenskri stjórnsýslu en hvernig líst henni á nýjasta verkefnið? „Mér finnst mjög spennandi að vera nú komin í heilbrigðisráðuneytið,

þetta er gríðarlega stór málaflokkur er varðar útgjöld, mjög stór hluti af heildarútgjöldum ríkisins fer til heilbrigðismála í gegnum þetta ráðuneyti en þetta er líka stór málaflokkur að því leytinu til að hann snertir nánast hvern einasta mann í daglegu lífi, einhverntímann á lífsleiðinni að minnsta kosti. Yfirleitt við nærþjónustu eins og heilsugæslu en stundum fjær okkur eins og á Háskólasjúkrahúsinu þegar aðrir þættir eru ekki nægilegir. Þess vegna er þetta málaflokkur sem kemur öllum við og allir hafa skoðanir á honum. Sem betur fer eru til rannsóknir á því hvað það er sem fólk metur mest við heilbrigðiskerfið og Íslendingar eru langflestir sammála um það að vilja félagslega rekið heilbrigðiskerfi á forsendum jöfnuðar, þá erum við uppteknust af jöfnuði óháð efnahag svo enginn þurfi að neita sér um þjónustu vegna þess að hann eigi ekki fyrir henni. Þannig að það er líka einhver óskrifaður samfélagssáttmáli um sterkt heilbrigðiskerfi sem byggir á jöfnuði.“ Er eitthvað sem þú sérð er varðar eldri borgara og þig langar að breyta? „Já, mig langar helst að þjónustan sé þannig það sé skýrt hvað fólki stendur til boða. Það sem ég hef verið mest hugsi yfir núna er það hvað er á hendi Félagsþjónustunnar, hvað er á hendi heilsugæslunnar og hvað er á hendi sveitafélaganna o.s.frv. Þetta er oft á svolítið óljósum skilum og fyrst og fremst þannig að það er óljóst fyrir fólkið sem vill njóta þjónustunnar hvert það á að leita til að ná sér í hana. Ég hef aðeins náð að ræða þessi mál við borgarstjórann í Reykjavík og eins við Heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu og Landspítalann. Það sem mig langar að sjá er að við náum að samþætta þjón­ustuna betur. Svo finnst mér eins og við þurfum að horfa til þess um allt land að það séu fleiri valkostir í boði, við séum ekki bara með möguleika á


heimaþjónustu og svo hjúkrunarheimili á hinum endanum, heldur séum við með fjölþættari möguleika á einhverskonar millistigi. Sem betur fer er það þannig að fólk eru eldri borgarar sífellt lengur á Íslandi og það er ekki eitthvað eitt sem hentar öllum hópnum, einhver sem er sjötugur í fullu fjöri á ekki endilega neitt sameiginlegt við einstakling kominn yfir nírætt og við slæma heilsu. Kannski á þessi sjötugi meira sameiginlegt við fimmtugan einstakling í mörgum efnum. Eldri borgarar eru fjölbreytt fólk eins og við hin, maður breytist ekki í einhverja tegund af fólki þegar maður verður sjötugur. Þetta er auðvitað í þeim anda sem við höfum unnið að undanfarin ár, að það séu fleiri valkostir í boði og fólk geti haldið áfram eins lengi að vera það sjálft í því samhengi sem það er vant að vera og hefur mótað sitt líf.“ Rekstur hjúkrunarheimila, sérðu fram á breytingar þar? „Það sem er fyrst og fremst mikilvægt þar og við höfum horft til er að byggja fleiri hjúkrunarheimili og koma til móts við þörfina sem þar er, en það verður

ekki gert á einni nóttu. Um leið erum við að sjá að útskriftarvandi Landspítalans á að hluta til rætur að rekja til þess að við eigum ekki úrræði fyrir það fólk sem þyrfti að fá innlögn á hjúkrunarheimilum. Þar er kannski mesti vandinn hér á höfuðborgarsvæðinu hvað þetta varðar, þar þarf verulega að bæta úr. Þessi málaflokkur verður samt ekki eingöngu leystur með steinsteypu, heldur þarf að treysta rekstrargrundvöllinn og það er nefnt í stjórnarsáttmálanum að það þurfi að gera, þar er líka talað um fjölbreyttari þjónustuúrræði, heimaþjónustu, heimahjúkrun, dagþjónustu og aðra þjónustu sem hentar fólki á mismunandi stigi ævinnar. Mér finnst það mikilvægast af öllu að horfa á þetta út frá þeim sjónarmiðum að fólk er fjölbreytt og á að vera það alla ævi. Varðandi Framkvæmdasjóð aldraðra sem settur var á fót fyrir hjúkrunarheimilin þá hefur hann verið notaður um árabil allt upp í 70% í rekstur heimilanna sem er ekki það sem sjóðurinn var settur á stofn fyrir. Í stjórnarsáttmálanum er talað um að nýta svokallaðan Þjóðarsjóð til að byggja upp heimilin og leysa

þannig þann vanda, en Þjóðarsjóður gæti verið fjármagnaður af einskiptis fjármagni úr bönkunum, eða jafnvel arðgreiðslum úr Landsvirkjun, hvort tveggja hefur verið rætt, þannig að það er fyrir því séð að hægt er að gera þetta öðru vísi en með beinum framlögum úr ríkissjóði, ég hef sjálf verið þeirrar skoðunar að framkvæmdasjóður aldraðra eigi að fá að sinna því verkefni sem honum var ætlað í byrjun. Þegar til lengri tíma litið er auðvitað aðalmálið að þetta verði fjármagnað, að við gerum áætlun og hún standist.“ Hvernig sérðu fyrir þér dagþjálfun og aðra slíka þjónustu? „Það held ég að sé þáttur sem við þurfum almennt að horfa til í heilbrigðiskerfinu, ekki bara þegar við ræðum um málefni eldri borgara, heldur allra. Það er mikilvægi þess að vera þátttakandi í lífinu og samfélaginu og njóta sín til fulls. Til þess þarf endurhæfingu, dagþjálfun og viðhorf til mikilvægis þess að hver og einn fái að njóta sín. Mín afstaða er mjög skýr, eftir því sem þessu er tryggar fyrir komið þeim mun meira

fastus.is

HJÁLPARTÆKI OG HEILSUTENGDAR VÖRUR

FASTUS LÉTTIR ÞÉR LÍFIÐ

Heilbrigðissvið Fastus býður upp á heildarlausnir í endurhæfingar-, hjúkrunar- og hjálpartækjum. Í verslun okkar að Síðumúla 16 er að finna gott úrval af heilbrigðisvörum og þar leggur sérhæft fagfólk metnað sinn í að finna lausnir og aðstoða þig við val á vörum. Komdu og skoðaðu úrvalið. Við tökum vel á móti þér og finnum réttu lausnina fyrir þig.

GÖNGUGRINDUR

RAFSKUTLUR

NÆRINGARDRYKKIR

STAFIR OG HÆKJUR

STUÐNINGSSTÖNG

Verið velkomin í verslun okkar Opið virka daga kl. 8:30–17:00 Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is

13


erum við að spara á hinum endanum vegna þess að ef fólk drabbast niður og nýtir ekki sína krafta fram á síðasta dag erum við að leggja meira á aðra hluta þjónustunnar sem er mögulega dýrari hluti hennar. Það er mitt mat að búið sé að sjá fyrir rekstrargrundvelli Heilsuhælisins í Hveragerði núna með afgreiðslu fjárlaga og nú standa yfir samningar við Hveragerði um áframhald. Það er mikilvægt að við gerum okkur grein fyrir hvaða þjónustu við erum að veita, hvaða kröfur gerir ríkið um endurhæfingu o.s.frv. Það er hlutur sem við þurfum að horfa meira til í öllum okkar heilbrigðisútgjöldum, þegar við erum ekki að sinna verkefnunum sjálf þurfum við að vinna skýrar í því að meta hvað við teljum vera fullnægjandi þjónustu og hvernig við ætlum að mæla árangurinn af henni. Einnig þurfum við að huga að þessu í opinbera kerfinu að við séum með gæða- og árangursviðmið og hugmyndir að því hvernig við ætlum að þróa okkar kerfi sem best. Ef við erum bara að horfa á útgjaldahliðina en ekki hver gæði þjónustunnar eru þá getum við misst sjónar á því að þróa hana til góðs.“

Tannlækningar eldri borgara, er eitthvað í vændum þar? „Já þar höfum við gert ráð fyrir 500 milljónum á þessu ári, sem eru eyrnamerktar þessum þætti í fjárlögum yfirstandandi árs. Þar erum við að horfa til þess að hluta að uppfæra gjaldskrána og einnig að við séum að efla tannhirðu og tannheilsu á hjúkrunarheimilum og sambýlum. Það hefur okkur ítrekað verið bent á að þurfi að gera og það held ég að allir aðstandendur þekki, að þeir hafi áhyggjur af tannhirðunni og passað sé upp á þann þátt. Þar þarf fræðslu og þjálfun starfsfólks og það sem við erum að gera núna er að við erum að hefja vinnu á vegum ráðuneytisins þar sem Félag eldri borgara, öryrkjar og tannlæknar koma saman að því að þessi ráðstöfun verði sem best. Svo fylgjum við því verkefni eftir með auknu fé á næstu árum.“ Segir Svandis og að lokum bætir hún við; „Mér finnst það áskorun fyrir samfélag eins og okkar að forðast það eins og við getum að hólfa fólk niður eftir tegundum, alveg sama hvað það er. Við þurfum að finna leiðir til þess að fólk njóti samvista hvert við annað, að ungt fólk geti lært af eldra fólki, að við höldum áfram sögulegri og félags-

legri samfellu í samfélaginu og sköpum ekki óbrúanleg bil á milli kynslóða. Það er ekki síst áskorun núna eftir því sem hraðinn eykst í samfélaginu og meira áreiti að njóta þess að vera saman, eins og amma mín sem dó í fyrra hafði mest gaman af að syngja Það er svo gaman að vera saman og ég hef oft hugsað um það síðan, það er alveg hárrétt, sérstaklega þegar fólk er farið að missa þráðinn og kannski farið að tala oft um það sama þá er samveran dýrmæt og við þurfum að hafa æðruleysi og þolinmæði gagnvart því að samveran þarf ekki endilega að hafa mikið inntak, heldur bara vera þarna. Ég held að það sé áminning til okkar allra að passa að krakkar fái að þekkja eldri kynslóðirnar og þau eldri að hitta krakkana og halda þessu lími í samfélaginu að kynslóðirnar hittist. Ég er svo heppin að vera sjálf fjórföld amma og það voru á tímabili fimm kynslóðir og ég í miðjunni, þá finnst manni eftir sem maður eldist að maður sé nánast jafnaldri foreldra sinna og barna þar sem það var tiltölulega stutt á milli kynslóða. Þetta er mitt heimspekilega niðurlag.“ Segir Svandís að lokum og þökkum við henni fyrir að taka á móti blaðamanni Listarinnar að lifa.

ULTRA MACULAR Sannreynd meðferð á aldursbundinni augnbotnahrörnun. Samsetning Ultra Macular er byggð á niðurstöðum rannsóknar á þessu sviði, AREDS 2. Ultra Macular er bæði augnvítamín og fjölvítamín og er því heildarvítamínlausn fyrir líkamann. • Fullkomin samsetning 16 vítamína og steinefna (100% RDS) • Inniheldur andoxunarefnið lycopene • Aðalbláber sem styðja við nætursjón • B12 vítamín • Ráðlagt af augnlæknum • Hylki sem er auðvelt að kyngja

Fæst í öllum helstu apótekum landsins

LITLAR SYKURLAUSAR TÖFLUR 14


O SU RM N O N P A U IÐ SM D Ö Á Á GU RA M TO Í RG I D

STILLANLEGT HEILSURÚM

Stærð cm

með Shape heilsudýnu SHAPE B Y N AT U R E ’ S B E D D I N G

Verð með C&J silver stillanlegum botni

2x80x200 2x90x200 2x90x210 2x100x200 120x200 140x200

319.900 339.900 365.900 365.900 187.900 214.900

C&J stillanleg rúm:

• Inndraganlegur botn • 2x450 kg lyftimótorar • Mótor þarfnast ekki viðhalds • Tvíhert stál í burðargrind • Hliðar- og endastopparar • Hljóðlátur mótor

Frábært DORMA verð Afgreiðslutími Rvk Mánudaga til föstudaga kl. 10–18 Laugardaga kl. 11–17 Sunnudaga kl. 13–17 (Smáratorg) www.dorma.is

Holtagörðum, Reykjavík 512 6800 Smáratorgi, Kópavogi 512 6800

Dalsbraut 1, Akureyri 558 1100 Skeiði 1, Ísafirði 456 4566


Viðtöl við formenn aðildarfélaga Það er mikil gróska í félagsstarfi aðildarfélaga LEB um allt land og drífandi og áhugasamt fólk sem situr í stjórnum félaganna. Jóna Valgerður sló á þráðinn til nokkurra formanna í félögum eldri borgara til að forvitnast um starfið og hvað væri helst á döfinni hjá þeim. Hér á síðunum á eftir fer stutt samantekt úr þessu spjalli hennar við þessa forystumenn eldri borgara í fjórum sveitarfélögum landsins. Viðtal við Ingibjörgu Sigurðardóttur formann Félags eldri borgara í Bolungarvík

Margt er gert fyrir eldri borgara í Bolungarvík. Þar er formaður Ingibjörg Sigurðardóttir og hefur verið s.l. 3 ár. Hún er á fullu að sinna félagsstarfi eldri borgara, bæði sem formaður félagsins og einnig sem starfsmaður sveitarfélagsins. Það er sveitarfélagið sem sér um daglegt tómstundastarf fyrir eldri borgara alla virka daga yfir veturinn. Ingibjörg segir að þau hafi aðstöðu í Árborg sem þau kalla Hvíta húsið, Aðalstræti 22. Allir fundir eru í safnaðarheimilinu í sama húsi á 3ju hæð og þau eru þar alveg frítt. Alltaf er eitthvað um að vera á hverjum degi s.s. handavinna sem er tvisvar í viku og boccia einu sinni í viku. Einnig er spiluð vist tvisvar í viku. En síðan er Félag eldri borgara með stærri viðburði. Gefum Ingibjörgu orðið: „Mér finnst það ákaflega gefandi starf að vinna með eldri borgurum. Það hefur fjölgað verulega í félaginu hjá okkur af yngri eldri borgurum og starfið er öflugt. Núna eru um 75 meðlimir í félaginu. Við höldum haustfund, jólafund, aðalfund og þorrablót þar sem eru fínar veitingar fram bornar og sitthvað til skemmtunar. Síðan eru haldin svokölluð töðugjöld í september og það er haft sameiginlega með öðrum félögum eldri borgara á orðanverðum Vestfjörðum. Á sumrin

hefur verið farið í ferðir um landið, og voru það þá yfirleitt 3ja daga ferðir, t.d. var farið um Norðurland fyrir nokkrum árum, en síðustu árin höfum við farið í leikhúsferðir með rútu til Reykjavíkur og gist á Grand hóteli í 2 nætur. Við sáum t.d. bæði Ellý og Mamma Mia. Þessar ferðir njóta mikilla vinsælda. En þá höfum við ekki haft efni á að fara líka í sumarferðir.“ Ingibjörg er greinilega mjög virk í sínum störfum og má nánast finna kraftinn frá henni í gegnum símann þegar viðtalið er tekið. Ég óska þeim til hamingju í félaginu að hafa svona öflugan formann. SAGAPRO

Við tíðum þvaglátum

SÆKTU STYRK Í

ÍSLENSKA NÁTTÚRU www.sagamedica.is 16

SAGA MEMO

Viðheldur góðu minni

SAGAVITA

Vinnur gegn kvefpestum


Formaður Kópavogi

fengið nýjan vettvang til að koma okkar málum á framfæri. Öldungaráðið er Félag eldri borgara í Kópavogi var skipað þremur fulltrúum úr bæjarstjórn stofnað 26. Nóvember 1988 og var Kópavogsbæjar og þremur frá FEBK einn af stofnaðilum Landssambands og einum til vara sem einnig mætir á eldri borgara. Þetta er kraftmikið félag fundi ráðsins. Í umræðum kom fram að og þar er margskonar starfsemi í gangi í Íþróttahúsinu Fífunni getur fólk gengá þremur stöðum í bænum, þ.e. í Gullið á morgnana og kostar það ekkert, smára Gjábakka og Boðanum. Skrifen ef þjálfari er með hefur það kostað stofa er í Gullsmára 9 og þar er opið 3000.- kr pr. mánuð. Nú er fyrirhugað tvisvar í viku frá kl 10-11:30. Síminn að hækka það gjald um 20% og það er 5541226 og eitthvað er í gangi alla fynnst fólki óviðunandi. Þetta kom fullvirka daga. Þessa aðstöðu leggur bærtrúum Kópavogs á óvart og ætla þeir að inn félaginu til þeim að kostnaðarlausu. skoða það mál. Einnig var kvartað undFélagið er opið öllum sem eru 60 ára an því að í hálkunni undanfarið væri of og eldri. Félagið stendur fyrir margslítið um að sanda eða salta á gangstéttkonar hagsmunamálum eldri borgara, um og götum, sem væri auðvitað stórskemmtunum, og ferðum, og þeir sem eru félagar í FEBK fá afslátt af ýmisÞegar ég sló á þráðinn til Baldurs var hættulegt. Ég spjallaði við fundarmenn og voru menn afar SóltúnFélagið Heimarekur geturhonum komiðefst til íaðstoðar heimilinu athafnir daglegs lífsánægðir með konar vöru og þjónustu. huga að núá væri búið að viðá eftir fundinn og eins og áður sagði, fólk er vefsíðu febk.is og þar má finna upplýs- skipa Öldungaráð í Kópavogi og féingar um hin ýmsu málefni sem félag- lagsfundur með nýju öldungaráði hafði að átta sig á því að þarna væri kominn ið lætur sig varða. Einnig má þar finna verið haldinn laugardaginn 27. Janúar góður vettvangur til að hafa beint samdagskrá yfir alla daglega starfsemi fé- í Gullsmára. En gefum Baldri orðið: band við bæjarstjórnina vegna málefna lagsins. Formaður er Baldur Þór Bald- „ Þetta var fjölmennur fundur um 120 eldri borgara. „ Baldur taldi það skipta vinsson og hann er einnig varamaður í manns mættu og umræður urðu bæði öllu máli að í ráðinu væru fulltrúar úr stjórn LEB. Félögum er sífellt að fjölga fjörugar og skemmtilegar og margir sveitarstjórn, þannig hefðum við beint og eru nú rúmlega 2000. tóku til máls. Menn voru að átta sig á samband við þá sem málum ráða, og er því að með Öldungaráði hefðum við ég honum innilega sammála um það.

Sími 5631400 / www.soltunheima.is

17


Formaður Raufarhöfn

og vinna eitthvað þegar tími er til“ Ég spurði um annað starf s.s. þorrablót eða árshátíðir. En félagið stendur ekki fyrir slíku en mætir á þorrablót sem haldið er árlega og fólk úr sveitarfélaginu sér um. En svo bætti Helgi við: „Þegar félagið var ársgamalt heimsóttu okkur eldri borgarar frá Húsavík og Kópaskeri, síðan eldri borgarar frá Dalvík og nærsveitum. Einnig félagar frá Reyðarfirði, VesturHún og Fljótsdalshéraði. Ekki má gleyma heimsókn forseta Íslands. Í öllum þessum heimsóknum vorum einhverjar veitingar fyrir gestina, kaffi og meðlæti.“ Ég kvaddi svo þennan kraftmikla formann sem lofaði að endingu að senda myndir úr starfinu, sem fylgja hér með.

Formaður Félags eldri borgara á Raufarhöfn er Helgi Ólafsson, sem er rafvirki 88 ára gamall en eldhress og sinnir ennþá neyðarútköllum þegar vantar rafvirkja í vinnu. Þegar ég hringdi til hans snemma morguns og spurði varlega hvort ég ætti að hringja seinna til að fá viðtalið þá var það alveg óþarfi. Ég vissi að félagið þeirra væri ekki mjög gamalt sem kom á daginn. Það var stofnað 21. mars 2013. Helgi hefur verið formaður í þrjú ár. Í félaginu eru 22 meðlimir og þau hittast á þriðjudögum og þá mæta á milli 15 og 20 manns í „hittinginn“. Ég spurði hvað væri gert þá og svarið var: „Það er tekið í spil, eða konurnar eru með handavinnu, svo er verið að búa til mosaik-myndir, já eða vinna í húsnæðinu okkar. Við fengum hús hjá sveitarfélaginu sem átti að fara að rífa og höfum verið að gera það upp. Við fáum allt efni frá sveitarfélaginu en leggjum fram vinnu. Erum búin að skipta um alla glugga t.d. og glerja þá. Það er alltaf verið eitthvað að smíða. Allir félagar hafa lykil og menn fara inn

Viðtal við Auði Böðvarsdóttur formann Félags eldri borgara í Snæfellsbæ

Það er aldeilis nóg að gera hjá félaginu í Snæfellsbæ og starfsemin gengur vel. Félagið var stofnað 5. apríl árið 2000. Jafnframt er alltaf að fjölga og fólk eftir sextugt að ganga til liðs við félagið. Segja má að starfið sé í gangi allt árið. Félagið nýtur mikillar velvildar hjá sveitarstjórn og þau hafa aðgang að mörgum húsum á svæðinu til sinnar starfsemi s.s. íþróttahúsi, sundlaug og félagsheimilum og fá aðgang að þeim algjörlega frítt. Einnig er félagið styrkt með fjárframlagi sveitarstjórnar árlega. Auður formaður fór lauslega yfir það helsta í félagslífinu þegar ég sló á þráðinn til hennar: „Við erum með starf reglulega yfir veturinn fjóra daga vikunnar s.s. boccia, sundleikfimi, minigolf, og göngutúra, og við hittumst líka í „Hreiðrinu“ til að vinna vörur á basarinn sem við höldum alltaf í byrjun aðventu. Ágóðinn af honum fer í að niðurgreiða ferðir sem við förum á vegum félagsins. Farið er í vorferð í 2-3 daga um landið og á haustin er alltaf 18

farið í leikhúsferð. Þá er einnig efnt til ferðar til Kanarí á haustin og hefur verið góð þátttaka í þeim ferðum. Einnig höfum við farið á Sparidaga í Hveragerði og Unaðsdaga í Stykkishólmi. Ekki má gleyma því að það er alltaf haldin einskonar árshátíð á haustin þar sem er matur, skemmtiatriði og ball og það er haldið til skiptis í Stykkishólmi, Snæfellsbæ og Grundarfirði og félögin á hverjum stað sjá um það. Þetta eykur kynni og samkennd milli félaganna og alltaf er gaman að hittast því maður er manns gaman. Síðan er kúttmagakvöld

sem Lions, leikfélagið og fleiri félög sjá um á Hellissandi í lok janúar. Félögin sjá alfarið um að útbúa matinn, fá fisk og fiskafurðir og matreiða það og halda þannig við gamalli matarhefð. Félög eldri borgara á svæðinu sækja þessa veislu mjög vel.“ Það er greinilegt að það er nóg um að vera hjá félögum eldri borgara á Nesinu og enginn þarf að láta sér leiðast. Mér sýnist að starfið hafi blómgast og dafnað vel síðan félagið í Snæfellsbæ var stofnað fyrir tæpum 18 árum.


Nýjar leiðir í boði fyrir eldri borgara

Styrktarþjálfun lykill að bættum lífsgæðum Í kjölfar veikinda er sérstaklega mikilvægt að stunda styrktaræfingar til að byggja upp vöðvastyrk í neðri hluta líkamans en ef aldraður einstaklingur er rúmliggjandi í tvær vikur, þá missir hann 7% af vöðvastyrk. Það getur verið nóg til þess að þurfa hjálpartæki eins og staf eða göngugrind. Það er samt aldrei of seint að byggja upp styrk aftur og í raun er mælt með því að allir stundi styrktarþjálfun að minnsta kosti tvisvar í viku í 20 mínútur í senn, og sérstaklega eldri borgarar. Sóltún Heimahreyfing er sérsniðin styrktarþjálfun þar sem leiðbeinandi frá Sóltúni Heima kemur heim tvisvar í viku í 20 mínútur í senn. Markmiðið með þjálfuninni er að stuðla að sjálfstæði við athafnir daglegs lífs og auka lífsgæði í sjálfstæðri búsetu. Margir finna mikinn mun á sér í auknum styrk eftir nokkrar vikur, sérstaklega þeir sem hafa ekki stundað æfingar af neinu ráði. Þeir geta átt von á að eiga auðveldara

með að standa upp úr stól eða wc, komast fram úr rúmi og ganga tröppur. 85 ára fyrrum læknir gat í fyrstu heimsókn staðið upp þrisvar með því að halda

sér í stól, eftir 8 vikur gat hann staðið auðveldlega 10 sinnum. Hægt er að fá frekari upplýsingar í síma 5631400 eða á www.soltunheima.is.

19


Kemur á óvart hve öflugur félagsskapur LEB er – Viðtal við Þórunni Sveinbjörnsdóttur, nýjan formann LEB Þórunn Svinbjörnsdóttir er fædd á Hofsstöðum í Miklaholtshreppi árið 1945. Þegar hún var ársgömul fluttu foreldrar hennar til Reykjavíkur á Vegamótastíginn, rétt fyrir ofan Mál og menningu. Faðir hennar var lögreglumaður og tók þátt í kjarabaráttunni. Hann var í Byggingafélagi lögreglumanna sem byggði íbúðir fyrir félaga sína á Miklubraut 80-90 og þangað flutti fjölskyldan nokkrum árum síðar. Þórunn kynntist mannsefni sínu, Þórhalli Runólfssyni, í Gaggó Aust árið 1959. „Við dönsuðum saman á lokaballinu þetta vor og það var upphafið að okkar sambandi sem hefur ekki slitnað síðan. Við vorum 14 og 15 ára“. Aðspurð segir hún að þetta sé góð ending, enda eigi þau dóttur sem er orðin 54 ára. Þórhallur er íslenskukennari og íþróttakennari sem er núna kominn á eftirlaun. Þau eiga þrjú börn, átta barnabörn og þrjú langömmubörn. „Við höfum átt sömu áhugamál, það er fjölskyldan og skógræktin sem við höfum stundað í 25 ár. Hún hófst í Gunnarsholti, þar sem við plöntuðum ásamt fjölskyldu Þórhalls, 26.000 plöntum í minningarreit um foreldra hans. Við festum svo kaup á landi vestur í Dölum árið 2000, þar sem við erum með skógrækt. Þar er búið að planta yfir 40.000 plöntum og erum komin með hús þar og getum látið fara vel um okkur“, segir Þórunn, „þar að auki eigum við eitt sameiginlegt áhugamál í viðbót sem er menntun á öllum sviðum, má segja að lífshlaup okkar hafi einkennst af því yfir starfsævi okkar beggja“. Þórhallur og Þórunn hófu búskap árið 1967. Síðar fór hún að vinna úti, á leikskóla. Hún var valin trúnaðarmaður á vinnustaðnum, fór á námskeið hjá Sókn fyrir trúnaðarmenn og var komin í samninganefnd félagsins árið 1981. Þannig má segja að hennar réttindabarátta hafi byrjað. Réttur til að vera heima hjá veikum börnum varð fyrst að veruleika í kjarasamningum Sóknar og voru í byrjun 7 dagar en lengdist síðar í 10 daga. „Þetta brann á konum og einn20

Bjarnfreðsdóttir sem var formaður Sóknar og síðar Þórunn og stjórn félagsins, höfðu þá staðföstu stefnu að leysa samningana á heimavelli og samningafundir voru ævinlega haldnir í Sóknarhúsinu, Þórunn segir Aðalheiði hafa verið sinn kennara, fyrst og fremst, í stéttarfélagsmálum og þegar maður Aðalheiðar veiktist og hún dró sig til hlés lofaði hún Þórunni að vera henni innan handar ef eitthvað var og Þórunn tók við stjórn Sóknar. Síðar var félagið sameinað í Eflingu og þá voru teknar upp nýjar aðferðir.

Þarf að ýta á stjórnvöld ig að fá húsmóðurreynsluna metna sem starfsreynslu, að auki var mikil barátta fyrir aukinni starfsmenntun fyrir þessa hópa, og voru sett upp ýmis námskeið sem voru metin til launaflokkahækkunar, oftast starfstengd námskeið sem gáfu fólk aukið sjálfstraust og hvatti marga til frekara náms“, segir Þórunn.

Fóru aldrei til sáttasemjara

Hún segir að menntamál hafi frá upphafi verið eitt helsta áherslumál Sóknar. Hún tók þátt í kjarasamningum Sóknar í ein fjórtán ár og á þeim tíma fóru þær aldrei til sáttasemjara. Aðalheiður

Þórunn var formaður Félags eldri borgara í Reykjavík í fjögur ár, hún segir að félagið anni ekki öllu því sem þarf að gera, en samkvæmt lögum þess, á það að standa vörð um velferð eldra fólks, félagsmál og vera málsvari hópsins útá við og við borgaryfirvöld. Nú hefur hún hins vegar tekið við formennsku í Landssambandi eldri borgara og segir það koma sér verulega á óvart hve umfangsmikill og öflugur félagsskapur það er. „Starfið í Landssambandinu er þó verulega ólíkt starfinu inni í félögunum þar sem við erum ekki að vinna í félagsstarfi með fólkinu, heldur einungis að málefnum félaganna gagnvart stjórnvöldum og það er nú aldeilis ærið starf“.

Þórunn tekur við starfsmenntaverðlaunum frá Ólafi Ragnari Grímssyni árið.


„Helstu baráttumál nýrrar stjórnar verður fyrst og fremst að standa vörð um fjárhag Landssambandsins, en styrkir frá Ríkinu eru þess eðlis að ekki má nota þá til reksturs heldur einungis til ákveðinna verkefna. Landssambandið þarf að standa vörð um kjör fólks og sum mál þarf hugsanlega að fara með þau fyrir dómstóla. Aldraðir hafa ekki fengið að fylgja launaþróun meðan aðrir hækka í takt við það. Læknishjálp og sjúkraþjálfun hækkar á aldraða meðan aðrir fá ekki slíka hækkun á sig. Svo eru réttindi eldri borgara með erlent ríkisfang, það vantar að halda betur utan um þann hóp þar sem lítið er um réttindi þar. Auðvitað eru lífeyrismálin okkur ofarlega í huga, skerðingar og þessi endalausa varnarbarátta. Þetta er kannski það sem hefur komið okkur hve mest á óvart, hve breitt verkefnasviðið er á borði Landssambandins.“ Segir Þórunn og bætir við, „Við höfum lagt áherslu á fyrirbyggjandi heilbrigðismál, það eru margar rannsóknir sem sýna að það er hægt að lengja og viðhalda góðu lífi með réttri hreyfingu. Margir sem fara að hreyfa sig geta minnkað við sig lyf og fólk verður hraustara. Vöðvarýrnun

minnkar til muna og fólk getur byggt upp vöðvastyrk að nýju sem er mikilvægt til að eiga góð efri ár. Heilsa og vinna haldast oft í hendur ef fólk fer að sitja í sófanum aðgerðarlaust, fer heilsan. Við þurfum að sporna gegn þessu.“ Þórunn segist hafa fullan hug á að halda áfram með heilsueflingu fyrir eldra fólk. Mörgum finnst sem hægt gangi í rétt-

indabaráttunni og stjórnmálamenn hafi ekki mikinn hug á að bæta kjör eldra fólks svo nokkru nemi. Þórunn segir að það þurfi að breyta baráttuaðferðum í takt við nýja tíma. Hún segist nota samfélagsmiðla til að hafa samband við pólitíkusa og það virki oft ágætlega því hún komist nokkuð hratt í viðtöl.

Duvalay heilsudýnur í ferðavagninn – nú styttist í sumarið og við drögum fram húsbílinn eða ferðavagninn Margir eldri borgarar eiga húsbíl eða ferðavagn og hafa gaman af að ferðast um landið, eða jafnvel eyða sumrinu á ferðalagi um Evrópu í húsbílnum. Þá skiptir ekki síður máli að hafa gott rúm í húsbílnum eins og heima. Fyrir nokkrum árum tók Sökkólfur ehf. við umboði á heilsudýnum sem hannaðar eru í ferðavagna og fást ýmist sem yfirdýnur eða sérsniðnar dýnur í bílana. Þeir sem þetta hafa reynt eru sammála um að það gerbreytir notagildi vagnsins að hafa góða dýnu. Dýnurnar fást í bæði 15cm og 20cm þykkt og þá er hægt að fá 5cm þykka yfir­ dýnu. Dýnurnar eru breskar og verðið því orðið hagstætt eftir að gengi pundsins varð hagstæðara. Fyrirækið er þekktast í Bretlandi fyrir svokallað svefnsett, en það er yfirdýna og sæng saman í setti og eru þær vörur til á lager hérlendis. Aðrar vörur eru sérpantaðar

og tekur nokkrar vikur að fá þær framleiddar og sendar til landsins, það er því ráð að fara að huga að þessum hlutum fyrir komandi sumar.

Hægt er að hafa samband við söluaðila með tölvupósti, kjartan@dot.is eða í síma 824 8070.

21


Hvað er aldursvæn borg?

Reykjavíkurborg ákvað að sækja um aðild að verkefni á vegum Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar sem hefir hlotið nafnið “Aldursvæn borg”. Markmiðið með þátttökunni er að meta stöðu Reykjavíkurborgar með tilliti til aðgengis og umhverfisþátta, móta stefnu til framtíðar og að framfylgja aðgerðum sem miða að því að gera borgir aðgengilegar, aðlaðandi og hentugar fyrir eldri íbúa. Þátttaka Reykjavíkurborgar var samþykkt í kjölfar víðtæks samstarf og þátttöku eldri borgara á árinu 2015. Margir lesendur sem búa í Reykjavík, munu kannast við að hafa verið kallaðir til verka. Áhersla er lögð á átta málaflokka, sem eru: 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8.

Útisvæði og byggingar Samgöngur Húsnæði Félagsleg þátttaka Virðing og samfélagsþátttaka Menntun Fjarskipti og upplýsingar Samfélags- og heilbrigðisþjónusta

Í lokaskýrslu starfshóps um aldurs­ vænar borgir eru fjölmargar tillögur til úrbóta og er nú unnið að því að hrinda þeim í framkvæmd. Á sama tíma starfaði starfshópur um heilsueflingu aldraðra og er nú unnið að framkvæmd þeirra tillagna einnig. Öll þessi vinna miðar að því að treysta forvarnir í málefnum eldri borgara því þannig sé unnt að auka lífsgæði og stuðla að virkni og heilbrigði borgarbúa. Hjá Alþjóða heilbrigðisstofnuninni er einmitt lögð áhersla á að eldra fólk sé sýnilegt í samfélaginu, að hugað sé að skertri hreyfigetu fólks á útisvæðum og í almenningssamgöngum, að eldri borgurum bjóðist atvinna við hæfi, búsetuúrræðum sé fjölgað og að þeir sem eldri eru komi að öllum mikilvægustu ákvörðunum í samfélaginu. Einkunarorð verkefnisins er: Virðing, virkni og vinátta.

22

Virðing

Virðing fyrir þekkingu, reynslu, skoðunum, sjálfsákvöðunarrétti og ólíkum aðgengisþörfum þeirra sem eldri eru.

Virkni

Hver og einn geti verið virkur samfélagsþegn þrátt fyrir hækkandi aldur.

Vinátta

Aldraðir hafi möguleika á að rækta fjölskyldu- og vinatengsl, njóta samveru við aðra og tækifæri til að taka þátt í félagsstarfi og tómstundum. Svo þurfum við öll að taka höndum saman og útrýma aldursfordómum. Guðrún Ágústsdóttir formaður öldungaráðs Reykjavíkur

Búseta í öðru landi og hvað svo? Ótrúlegur fjöldi Íslendinga býr um alla Evrópu og víðar. Hvers vegna og hvað er svona mikið betra? Við þekkjum dæmi þess að fólk flytji til Norðurlandanna en þar eru mismunandi áherslur hjá fólki. Í sumum landanna er nám barnanna frítt alla leið og jafnvel með góðum styrkjum til að búa á háskólasvæðinu. En öll fjölskyldan. Hvað með hana? Það er mjög misjafnt en t.d. fólk sem býr á Jótlandi eða við landamæri Svíþjóðar ferðast á milli og kaupa matvöru á allt öðru verði sem er frá 10- 25% lægra en í heimalandinu. Öll heilsugæsla er á allt öðru verði en hér á landi. En ef farið er sunnar í Evrópu lækkar verðið enn frekar og eru heimildir um helmings mun á við Ísland. Það er stór ákvörðun að búa langt frá ættingjum en enn minnkar það bil með öllum netmöguleikum nútímans. En hvaða reglur gilda um búsetu erlendis. Er allt opið? Svo er ekki, því milliríkjasamningar eru mismunandi svo fólk getur t.d. ekki valið að búa í Afríku en þangað ná engir samningar um skattamálin og að geta tekið lífeyririnn þangað. En skert búseta er að þegar fólk flytur til Íslands og hefur búið erlendis í einhver ár þá kemur það út sem skert búseta gagnvart almanntryggingum. Fólk

þarf að búa hér á landi á árum 16 ára til 67 ára til að ná fullum 40 árum en þá er fólk með fulla búsetu. En t.d. erlent starfsfólk sem kemur til að vinna á Íslandi og ákveður síðan að flytja alveg á þá hluta réttindi í heimalandi sínu en þau geta verið lág vegna þess að lífeyriskerfin í Evrópu t.d. eru mjög misjöfn. Ef hins vegar fólk hefur fengið eldri foreldra sína til sín sem byggist á rétti til fjölskyldusameiningar þá getur hinn aldraði verið alveg réttindalaus gagnvart almannatryggingum og á þá helst einhvern tímabundinn rétt hjá sínu sveitafélagi, ábyrgðin á framfærslu er hjá börnum hins eldri nýbúa hér á landi. Fyrir marga er þetta flókið kerfi og mikilvægt að upplýsa fólk vel um þessa stöðu sem mun í mörgum tilfellum leiða til fátæktar. Norðurlöndin öll eru að ræða þessi mál sérstaklega vegna fjölgunar innflytjenda á undanförnum árum. Í Noregi hefur vanda þessa fólks verið vísað til þess að ríkið stofni sjóð fyrir þau. Við höfum fjarlægst „Norræna velferðarmódelið“ sem þeir Olaf Palme og sonur hans Jokum Palme hafa predikað um að við öll höldum jafnvægi í velferðinni og mismunum ekki fólki.


Skór fyrir fólk með mismunandi vandamál Það er þannig að fólk hefur mismunandi fætur og þá skiptir máli að fótabúnaðurinn passi hverjum og einum. Þegar aldurinn færist yfir þá koma fram aldursbreytingar s.s. gliðnun beina í lágrist. Þá hafa margir viðkvæma fætur vegna sjúkdóma s.s. gigtar eða sykursýki. Margir hafa af þeim sökum þurft að fara í aðgerð eða leita annara lausna. Þegar beðið er eftir lausn er skóbúnaður eitt af því sem getur breytt lífi fólks. Nú eru að koma á markaðinn skór með mýkra viðmóti við þessar aðstæður. Skórnir nefnast New Feet Medical skór og eru þeir hannaðir af sérfræðingum. Skórnir eru gerðir úr mjúku skinni og hafa enga innanverða sauma sem geta stundum sært fótinn. Þá eru þeir breiðari að framan en flestir skór. Öll módelin hafa 6 mm innri sóla með höggdeyfi. Sólarnir eru gerðir úr PPT®, sem er með besta fáanlega efni sem til er. New Feet eru með einkaleyfi á að nota þetta efni í skó. Fóðrið er gert úr efni sem nefnist

OnSteam®. Það líkist leðri mjög mikið en hefur 6 sinnum betri vökvadrægni. Það gerir það að verkum að mögulegur raki frásogast um leið þannig að fæturnir eru alltaf þurrir. Til að skórnir passi hverjum og einum sem best eru innbyggðar velcro-reimar, sem gefur möguleika á að aðlaga skóinn

Að eldast með reisn er ósk okkar flestra. Snyrtistofunnar Hafblik á að baki margra ára sérhæfingu í háræðaslitsmeðferðum og demantshúðslípun. Þessar aðferðir eru náttúrulegar leiðir til að gera við húðina, án stórra inngripa eða skurðaðgerða.

OKKAR SÉRSVIÐ ER

Háræðaslitsmeðferðir HENDUR – ANDLIT – HÁLS – BRINGA

Fyrir

Eftir

Fyrir

Eftir

Eldri borgarar fá 10% afslátt af öllum meðferðum (tilboðsverð undanskilin) ATHUGIÐ ! Erum flutt í Hlíðasmára 9

fætinum. Sumar skótegundirnar hafa jafnframt innbyggt OrthoStretch™, sem vinnur gegn mari. Það gefur einnig aukin þægindi og er sérstaklega gott fyrir fólk sem hefur bólgna fætur. Skórnir eru rúmgóðir og því gott pláss fyrir innlegg ef þörf krefur. www.new-feet.com

Supreme Hollywood meðferðarkúr

- náttúruleg og þægileg meðferð til að geisla af heilbrigði og innri ljómandi fegurð Þessi náttúrulega og kröftuga viðgerðarmeðferð á andliti er raunhæf leið til að eldast með fullri reisn. Það tekur okkur mörg ár að mynda djúpar hrukkur og aðrar skemmdir í húð. Þær hverfa ekki á einni nóttu. Það er engin skyndilausn til. Supreme Hollywoodmeðferðarkúr er langtímaferli og þ.a.l. raunveruleg viðgerð sem vinnur á ótímabærri öldrun húðar, vinnur á litabreytingum og öldrunarblettum og styrkir og stinnir húðvefinn. Starfsemi húðar verður sterkari, heilbrigðari og virkari. Eftir

PANTAÐU FRÍAN TÍMA Í SKOÐUN STRAX Í SÍMA 893-0098

Snyrtistofan Hafblik

Hlíðasmára 8 • Kópavogi • S. 893 0098 • snyrt@snyrt.is • www.snyrt.is

23


Grein sem er byggð á erindi sem flutt var á MNÍ daginn 2017

Næringarástand aldraðra, í heimahúsi, stofnunum og sjúkrahúsum Gott næringarástand,það er jafnvægi á milli næringarefna sem við borðum og næringarefnaþörf líkamans, er mikilvægt hjá öllum aldurshópum og er einna viðkvæmast hjá öldruðum og ungum börnum. Auðvelt er að sjá mikilvægi þess að tryggja góða næringu hjá ungu barni sem er að vaxa og þroskast. Hins vegar vill oft gleymast að aldraðir eru í töluverðri áhættu að nærast illa. Áhætta á vannæringu hjá öldruðum er vegna þess að tíð veikindi og mörg lyf draga úr matarlyst, aldraðir geta verið félagslega illa staddir auk þess sem dregur oft úr líkamlegriog andlegri færni með auknum aldri sem veldur því að erfitt getur verið að sjá um máltíðir. Breytingar sem verða með auknum aldri eru margskonar eins og nýting næringarefna frá fæðunni verður minni með auknum aldri, orkuþörf er minnkuð hjá öldruðum en þeir hafa nánast sömu næringarefnaþarfir fyrir flest næringarefni samanborið við ungt fólk. Vefir líkamans brotna hraðar niður, bæði andleg- og líkamleg færni getur minnkað og líkur á sjúkdómum aukast hjá öldruðum. Slæmt næringarástand er ekki eðlilegur fylgifiskur öldrunar heldur vísbending um að eitthvað sé ekki í lagi.

Slæmt næringarástand er ekki eðlilegur fylgifiskur öldrunar

Rannsóknir hafa sýnt að vannæring er mjög kostnaðarsöm fyrir heilbrigðiskerfið því þetta eru þeir einstaklingar sem liggja lengur inni á sjúkrastofnunum, endurinnlagnir á sjúkrastofnanir eru algengari hjá þessum hópi, sýkingar eru algengari, sár gróa verr auk þess sem lélegt næringarástand dregur úr andlegri getu einstaklingsins. Því eru afleiðingar vannæringar á einstaklinginn sjálfann mjög alvarlegar, þar sem bæði andlegog líkamleg færni hrakar og þetta eru þeir einstaklingar sem deyja fyrr. Mikilvægast er að koma í veg fyrir vannæringu og meðhöndla alla sem eru í áhættu á vannæringu því afar erfitt getur verið að byggja upp aldraðan og vannærðan 24

Ólöf Guðný Geirsdóttir, dósent við matvælaog næringarfræðideild HÍ auk þess að vera verkefnastjóri Rannsóknarstofu HÍ og LSH í öldrunarfræðum einstakling. Forvarnir gegn vannæringu eru afar mikilvægar fyrir hinn aldraða einstakling, aðstandendur og heilbrigðiskerfið allt enda eru aldraðir stækkandi þjóðfélagshópur.

Forvarnir gegn vannæringu eru afar mikilvægar

Íhlutandi erlendar rannsóknir, þar sem næringarráðgjafi fylgir eftir öldruðum einstaklingum og veitir næringarmeðferð bæði innan og utan sjúkrastofnana hafa sýnt að þess konar eftirfylgni með öldruðum sparar sjúkrahúsakostnað. Sparnaðurinn felst í styttri sjúkrahúslegu, endurinnlagnir voru færri hjá þeim einstaklingum sem fengu þessa þjónustu. Auk þess var hægt að sýna fram á aukin lífsgæði aldraðra einstaklinga sem fengu heimsókn næringarráðgjafa og bættu næringarástand sitt sem ekki er hægt að meta til fjár. Þessi þjónusta næringarráðgjafa var unnin í nánu samstarfi við heimaþjónustu einstaklingsins til að tryggja heildræna þjónustu til að bæta eða að viðhalda heilbrigðu næringarástandi eftir að einstaklingurinn var útskrifaður heim af sjúkradeild .

Bætt næringarástand getur aukið lífsgæði aldraða

Hér á landi eru litlar upplýsingar um

næringarástand aldraða. Rannsóknir hafa þó sýnt að næringarástand er oft frekar slæmt en 50-60% inniliggjandi sjúklinga á öldrunardeildum eru vannærðir. Engar upplýsingar eru til á Íslandi um næringarástand aldraða sem eru heima eða á öldrunarheimilum en vísbendingar eru um að næringarástand margra veikra aldraðra utan sjúkrastofnana sé ekki gott. Mikilvægt er því að rannsaka næringarástand aldraðra íslendinga og þörf fyrir þjónustu næringarráðgjafa samhliða heimaþjónustu.

Næringarástand aldraðra á Íslandi er lítið rannsakað

Fagfólk sem vinnur með öldruðum, hvort sem það er í heimaþjónustu, dagvistun eða ber ábyrgð á framleiðslu matar til aldraðra kallar eftir leiðbeiningum og úrræðum fyrir þennan viðkvæma hóp sem aldraðar eru til að geta veitt sem bestu þjónustu. Úrræðin sem leitað er eftir eru leiðbeiningar til að finna þá sem eru í áhættu að vera vannærðir, ráðleggingar um fæðuval og næringu fyrir aldraða og jafnvel matvörur sem auðvelt væri að neyta en myndi fullnægja betur næringarþörf aldraðra þá sérstaklega þeirra sem eru veikir eða nærast illa. Auk þess er þverfræðileg samvinna allra fagstétta sem koma að veikum öldruðum einstaklingi og fjölskyldu hans mikilvæg, bæði innan heilbrigðiskerfisins og úti í samfélaginu en enginn næringarráðgjafi er í heilsugæslunni, heimahjúkrun eða á öldrunarheimilum.

Úrræði fyrir viðkvæman hóp aldraða eru ekki til

Öldrun kemur okkur öllum við! Við þurfum að hafa stefnu í málefnum aldraða sem stuðlar að farsælli öldun en þar hefur matur og næring stóran hlut. Auk þess þurfum að tryggja að grunnþörfum sem matur og næring er, viðkvæms hóps aldraða sé sinnt eftir okkar bestu þekkingu og fagmennsku.


KROSSGÁTA

Lausnarorðið felst í númeruðum reitum í gátunni. Dregið verður úr réttum lausnum. Sendið lausnir til skrifstofu LEB fyrir 1. ágúst 2017. LEB, Sigtúni 42, - 105 Reykjavik. Vinningshafi síðustu krossgátu var: Gunnlaug B. Jónsdóttir og hlýtur hún kr. 10.000 í verðlaun. Lausnarorð síðustu gátu var: Öllum er ófalt lífið

Stutt stund

Tanna Gæfa Háð

18 Samhljóðar

Verk Hérað Lögur

Þanki Röð Hrönn

Ákafar Ásýnd

Lærði Bragðskyn

Hroki Hróp Gruna

Líka Grípa Læti

2

Veggur Óhljóð Hanki Glens

7

Megn Lítil Rétt Dans Haf Afar Endir

Sterk Spurn Haka Stafninn Brölta Önug Vafi Þreyta

Ýkjur Tilgerð Spil

Rúða Nákvæm Rölt

3

Pjatla Taka Kona

1

5

9

Grípa Gæði Hnoðað Hlóðir Samhlj.

Band Kæpa Depla Fljótur Bæli Takmörk Vigtaði Sérhlj. Flík Vissa

6

Föskur Duft Bura

Asi Fæði Flýtir

Usli Óhæfa

Korn

Á skipi Sögn Sund

8

Tölur

Flan Jurtaseyði

Blað Elskaði

Reim Efni Bára

Dreitill Fimm

Anga Keyrðum

Kjáni Villt Heil

Tré Rösk Öslaði

Fen

Lítinn bor

4

Taskan 2 x 50

1

Rödd Snemma 1000

Tal ´Væl

2

3

4

5

6

7

8

9

25


Vísnaskrínið

Grétar Snær Hjartarson tók saman Um mánaðarmótin jan/feb sendi ég boð á FEB félögin og óskaði eftir uppfærðri límmiðaskrá vegna LAL. „Kontaktaðili“ minn hjá Félagi eldri Mývetninga, Finnur Baldursson, svaraði fljótt og vel og gríp ég hér niður í svarboð hans (stytt): „Hér kemur ný límmiðaskrá frá 1. febrúar 2018. Þórunn (Tóta) formaður flutti til Danmerkur 26. ágúst sl. en ætlar að vera áfram félagi. Læt fylgja með 2 vísur frá flutningi Tótu“ Framtíð við þér frábær skín frænka á danskri heiði Guð og lukkan gæti þín góða um framtíð leiði. Á Jóskar heiðar jó sinn rak og jafnan upp frá þessu, í fínu pússi fer á bak og finnur leið til messu.

Gísli Ólafsson frá Eiríksstöðum í Svartárdal í Austur-Húnavatnssýslu, fæddur 1885, var lipur hagyrðingur. Finnst mér hæfa að hlægja dátt helst það svæfir trega þó að gæfan gefi smátt gullið ævinlega. Flest í leyni fellir mann. Fátt vill meinum bægja. Lífsins eina ánægjan er að reyna að hlægja.

Gísli hafði sótt um skáldastyrk til Alþingis eftir að bók hans, Heiman úr dölum, kom út 1933, en við fjárlagagerð 1934 hafnaði fjárveitingarnefnd beiðni hans. Lítils virði ljóð mitt er, lifir hinna fremdin enda fór hún fram hjá mér fjárveitinganefndin.

Benedikt Axelsson gekk um götur miðbæjar Reykjavíkur 17. júní á síðasta ári. Vart var þverfótað fyrir sölutjöldum. Frelsi voru fögnum við í dag sem færði oss án vafa nýjan brag og frelsinu við fögnum keik og kát við kókakóladrykkju og pylsuát. 26

Hjálmari Freysteinsyni fannst stundum að viðmælendur hans í síma væru full langorðir og jafnvel með kjaftbrúk Það getur tekið tíma að tala við þá í síma, sem eru með kjaft og haf ekki haft hugsun á því að lím‘ann

Andrés Magnússon frá Arnþórsholti var um tíma búsettur í Reykjavík og þurfti þá að selja bifreið og auglýsti á þessa leið. Bíll til sölu á Baugsvegi býsna gamalt helvíti, er í slæmu ástandi og eyðir feikn af bensíni.

Bjarni Jónsson frá Gröf orti einhverju sinni þegar honum þótti ekki bjart framundan. Misjafnt lán við manni skín minn vill grána hagur. Ekki skánar ævin mín enn er mánudagur.

Björn S. Blöndal orti um hin misjöfnu kjör mannanna. Einn þó pretti auðnan veik óláns settan fjöðrum, sólskinsbletti í lífsins leik lánið rétti öðrum.

Um kunningja, sem seinn var til vinnu en þótti nokkur sögusmetta, einskonar „Gróa á Leiti“ orti Bragi Björnsson. Sjaldan varstu viðbragðsfljótur, var þín leti héraðsspurð. En þér var aldrei þungur fótur þyrfti mann í söguburð. ´

Stundum hafa hagyrðingar gaman af því að láta vísur enda óvænt. Gott dæmi um það er kvæði eftir Hákon Aðalsteinsson, en fyrsta erindið í kvæðinu er svo sem nógu fallegt, eða þannig sko. Glitra daggir, glampa vogar, gullnum bjarma slær á hafið, í mildum skýjum morgunn logar merlar fagurt litatrafið.

Grétar Snær Hjartarson Sólin dreifir ljúfu ljósi logagyllir fjallakórinn, aleinn staddur úti í fjósi er ég nú að moka flórinn.

Guðmundur E. Geirdal orti við þann þekkta hagyrðing Jón S. Bergmann. Þérer tungan þeygi treg. -Þúsund sálnum hlýnar, þar sem frjálsar fara um veg ferskeytlurnar þínar.

Valgeir Runólfsson var beðinn um að gera við gamla ritvél á skrifstofu Þorgeirs & Ellert og var að bauka við það þegar aðrir fóru heim að kvöldi. Þegar menn komu til vinnu daginn eftir var blað í ritvélinni með þessum orðum. Varla telst nú vélin góð en verður ekki betri. Á hana má þó yrkja ljóð með eðlilegu letri.

Eftir ferð sem Stefán Sveinsson og þeir vegagerðar félagar af Vatnsskarð gerðu í Stafnsrétt eitt haustið, kvað Stefán. Það vita flestir vegamenn að vín á best við sönginn. Ég á nesti óeytt enn þó aðra bresti föngin.

Af því farið er að minnast á áfengi er ekki úr vegi að birta stöku sem Sigurður Haralz ritaði á blaðsnepil eftir að hafa drukkið kunningja sinn undir borðið. Vínleysið þó vegi tálmi verð ég aldrei nokkurs þræll. Ort með blýanti elsku Palmi. Útúrfullur. Vertu sæll.

Með þessum kveðjuorðum Sigurðar Haralz lýkur Vísnaskríninu að þessu sinni, alveg blá edrú. Góðar stundir.


„Frábært að sjá fólk vakna til lífsins“ – Landsmót UMFÍ 50+

Flemming Jessen hefur verið viðloðandi íþróttir og hreyfingu frá unga aldri. Hann hefur þjálfað sund og frjálsar um áratuga skeið og verið framkvæmdastjóri bæði Ungmennasambands Borgarfjarðar (UMSB) og Ungmennasambands Vestur-Húnvetninga (USVH). Flemming hefur frá upphafi komið að undirbúningi og skipulagningu Landsmóta UMFÍ 50+ sem eru fyrir fimmtíu ára og eldri. Mótið hefur verið haldið árlega frá árinu 2011 og verður nú haldið með Landsmótinu á Sauðárkróki dagana 12. – 15. júlí. Gert er ráð fyrir gríðarlegum fjölda gesta á mótið og mikilli skemmtun. „Það er alltaf mikið fjör á Landsmótum UMFÍ 50+. Nú hef ég mætt svo oft að þátttakendur eru orðnir eins

Flemming Jessen glaðbeittur á golfmóti FÁÍA.

Mikið úrval hjólhýsa og húsbíla frá Hobby. Sýningarbíll og sýningarvagnar í salnum okkar. Meiri búnaður - Lægra verð.

VÍKURVERK EHF • VÍKURHVARF 6 • 203 KÓPAVOGUR • SÍMI 557 7720 • WWW.VIKURVERK.IS

27


og fjölskylda mín og góðir vinir,“ segir Flemming Jessen. Hann er eldhress enda búinn að stunda mikla hreyfingu sér til heilsubótar frá unga aldri – og reyndar haft lifibrauð af því að hreyfa sig og hvetja aðra til að hreyfa sig um áratuga skeið. Flemming hefur komið að skipulagningu Landsmóta UMFÍ 50+ frá fyrstu tíð. Hann segir langt í frá að mótið hafi verið hrist fram úr erminni. Þvert á móti. Rætt hafi verið um nauðsyn þess lengi innan raða UMFÍ og Félags áhugafólks um íþróttir aldraðra (FÁÍA) að halda sérstök mót fyrir eldri borgara. Áður hafði fólk á þessum góða aldri nefnilega tekið þátt í Landsmótum UMFÍ sem haldin eru á 3-4 ára fresti. Flemming rifjar upp að á vordögum 2011 var ákveðið að halda mót um Jónsmessuhelgina sama ár og var gefið í. Flemming setti sig strax í samband við Guðmund Hauk Sigurðsson, framkvæmdastjóra USVH, og hvatti hann til að senda UMFÍ umsókn um að halda mótið á Hvammstanga. Það gekk eftir og var Flemming gerður að verkefnastjóra mótsins. „Þetta var miklu meira en full vinna í tvo og hálfan mánuð,“ segir hann og bætir við að á mótunum er framkvæmdaraðila settar fáar ef nokkrar skyldur á herðar. „Við notum alltaf það sem til er á hverjum stað og sníðum mótið að aðstæðum,“ segir Flemming.

Frábærar kvöldskemmtanir

Á Landsmóti UMFÍ 50+ er boðið upp á mikinn fjölda greina. Alltaf er

Bræðurnir Pétur Ingi og Jón Frantzssynir kepptu á Landsmóti UMFÍ 50+ í Hveragerði. Þar rættist draumur Jóns um að vera á undan bróður sínum í 100 m spretthlaupi. Draumurinn kostaði sitt því Jón, sem hér er í miðjunni, fékk krampa í fótinn og gat ekki keppt í fleiri greinum. þó keppt í ákveðnum grunngreinum á borð við boccía, frjálsum íþróttum, bridds, í pútti, skák og stígvélakasti, sem er ómissandi hluti af mótinu. Þá er ónefndur pönnukökubaksturinn sem er með vinsælli greinum og flykkjast áhorfendur að til að sjá keppnina. Þar trekkir ekki síður lykt og bragð keppendur að því smakka má á pönnukökunum að keppni lokinni.

Margir bíða spenntir eftir keppni í pönnukökubakstri. 28

Flemming hefur sjálfur stjórnað boccía á flestum mótum, verið dómari margsinnis og komið að skipulagningu margra greina með heimamönnum á hverjum stað þar sem Landsmót UMFÍ 50+ hefur verið haldið. Flemming segir ekki margt hafa breyst í mótahaldinu frá upphafi. Þótt hafi kvöldskemmtun verið bætt við á Ísafirði árið 2016. „Hún sló í gegn og var líka góð í fyrra,“ segir hann. Á kvöldskemmtuninni á Sauðárkróki verður sérstaklega gaman. Á meðal þeirra sem þar stíga á stokk er enginn annar en skagfirski sveiflukóngurinn Geirmundur Valtýsson. Flemming ætlar að sjálfsögðu að mæta á Landsmót UMFÍ 50+ +á Sauðárkróki í júlí og hlakkar til að sjá sem flesta þar sem hafa gaman af því að hreyfa sig. „Það er bæði gott og nauðsynlegt að hreyfa sig á öllum aldri. Á mótum fyrir 50 ára og eldri gefst frábært tækifæri til að hreyfa sig og líka þá sem hafa hreyft sig lítið. Það gerir öllum gott. Það er alveg frábært að sjá fólk vakna til lífsins á mótunum,“ segir hann. Skráning á Landsmótið hefst 1. apríl.


Áskorun fyrir lífeyrissjóði og lífeyriskerfi Íslenska lífeyriskerfið er með þeim sterkustu sem til eru meðal lífeyriskerfa sem byggja á sparnaði. Um þar síðustu áramót námu eignir lífeyrissjóðanna um 144% af landsframleiðslu. Stærð kerfisins er nokkuð einstök og af vestrænum löndum eru það einungis Hollendingar og Danir sem eru á svipuðum stað og við. Þrátt fyrir þessa einstöku stöðu hvað stærð kerfisins varðar finnst mörgum pottur brotinn í stöðu lífeyrismála hér á landi, t.d. hvað varðar samhengið á milli eigin lífeyriseignar og lífeyris frá hinu opinbera. Lífeyriskerfi í hinum vestræna heimi eiga almennt undir högg að sækja um þessar mundir. Fjármálakreppa, lítill hagvöxtur og lítil ávöxtun á mörkuðum hafa torveldað ávöxtun lífeyriseigna. Fyrirtæki sem hafa séð sjálf um lífeyrismál starfsmanna sinna hafa átt erfitt með það og lífeyrisbyrði hins opinbera eykst stöðugt. Óvissa um skerðingar, lífeyrisgreiðslur og lífeyriskjör hefur því aukist mikið á síðustu árum þannig að framtíðarhorfur eru ekki jafn góðar fyrir alla. Í Evrópu, þar sem hið opinbera greiðir út mest af lífeyrinum, snýst umræðan um lífeyrismál um „baráttu“ á milli kynslóða. Þeir yngri, sem eru á vinnualdri, eru í raun að greiða fyrir þá sem eru eldri og þegar þeim eldri fjölgar hlutfallslega meira þyngist byrði hinna ungu. Með lengingu vinnualdurs mætti minnka byrðina, öllum til góða. Þetta vandamál er sérstaklega stórt í löndum Mið og Suður-Evrópu, t.d. í Þýskalandi, á Spáni og Grikklandi. Því hefur verið haldið fram að með því að fresta lífeyristökualdrinum um tvö til tvö og hálft ár megi jafna áhrifin sem hækkandi aldur hefur á lífeyriskerfin. Víða í Evrópu er byrði hins opinbera vegna eftirlauna veruleg, allt upp í 1015% af landsframleiðslu þar sem mest er. Hér á landi var þessi byrði einungis um 2% af VLF á árinu 2011 á meðan hún var um 16% á Ítalíu. Hér er það lífeyriskerfi fólksins sjálfs sem greiðir út mest af lífeyrinum. Óvissa um framtíðina verður oft til þess að eldra fólk eyðir minna en það gæti í raun og veru sem dregur úr áhrifum á neyslu og hagvöxt. Margir eru í þeirri stöðu að lífeyriseign þeirra er að

Ari Skúlason hagfræðingur hjá Landsbankanum miklu leyti bundin í fasteign og tekjur eru ekki sérstaklega miklar. Töluverð

umræða hefur verið um að fjármála- og tryggingakerfin gætu staðið sig betur við að bjóða upp á lausnir þar sem eldra fólk gæti notað eignir sínar betur til þess að viðhalda neyslustigi sínu. Þetta mál er flókið að mörgu leyti. T.d. má líta þannig á að fram til þessa hafi margir sparað of lítið á meðan á starfsævinni stendur og fari svo að spara of mikið þegar starfsævinni lýkur. Of lítill sparnaður á starfsævinni þýðir að lífeyrissparnaður er minni en ella, sem aftur skapar þrýsting á opinber útgjöld til lífeyrismála. Of mikill sparnaður á elliárum gæti þýtt að fólk skilur of mikið eftir sig án þess að hafa notið lífsins til fulls.

29


Kúnstin felst í því að ná jafnvægi í þessu öllu til þess að geta notið eigna sinna og tekna sem best. Sá hugsanagangur að fólk komi fram á bjargbrún við 67 ára aldur og lifi eftir það á eignum sínum á væntanlega síður við nú en áður. Bilið á milli starfsloka og „gamalsaldurs“ hefur aukist og mun halda áfram að aukast. Sífellt fleiri munu vilja eða þurfa að vinna lengur og þar að auki verða þessi skil óskýrari vegna þess að fólk mun vilja meiri sveigjanleika, t.d. að geta notað eitthvað af sparnaði sínum fyrr á lífsleiðinni. Notkun séreignarlífeyris til þess að greiða inn á húsnæðislán hér á landi er vísir að sveigjanleika af þessu tagi. Með þessu hefur hinu hefðbundna hlutverki lífeyrissjóðanna verið breytt, hugsanlega til langframa. Það getur falið í sér hættu að vanmeta ævilengd, eins og lífeyriskerfi fyrirtækja og einstakra landa hafa upplifað. Tímarnir voru aðrir og betri þegar loforð um góðan lífeyri voru gefin og sums staðar hefur reynst erfitt að uppfylla þau loforð. Opinber lífeyrir er meginuppistaða tekna eldra fólks í mörgum löndum innan OECD en það er mikill munur á milli landa. Lífeyrir sem hlutfall af fyrri tekjum er líka mjög mismunandi milli landa. Hlutfallið er t.d. undir 30% í Bretlandi og í kringum 40% í Bandaríkjunum, en getur náð um og yfir 80% í öðrum löndum. Samkvæmt tölum frá OECD var hlutfallið um 77% hér á landi árið 2014, sem er með því hærra sem gerist og hæsta hlutfall meðal Norðurlandanna. 30

Hér á landi hafa ráðstöfunartekjur elstu aldurshópanna hækkað meira en meðalráðstöfunartekjur allra á tímabilinu 1990-2016. Þar af hafa ráðstöfunartekjur 65-69 ára hækkað um 18% umfram meðaltalið og ráðstöfunartekjur 70-74 ára um 12% umfram meðaltal. Þarna skiptir styrking lífeyriskerfisins eflaust miklu máli. Sé litið á ráðstöfunartekjur elstu hópanna miðað við meðaltal allra kemur í ljós að aldurshópurinn 65-69 ára hafði 19% ráðstöfunartekjur umfram meðaltal allra á árinu 2016. Tekjurnar fara síðan nokkuð lækkandi eftir aldri og þeir sem eru 85 ára og eldri eru með ráðstöfunartekjur sem nema 72% af meðaltali allra. Lífeyriskerfin hafa líka mjög víða verið að breytast úr kerfum þar sem eldra fólki er lofað að það fái ákveðnar tekjur eftir að vinnualdri lýkur (einstök fyrirtæki eða hið opinbera) yfir í kerfi þar sem fólk sparar og leggur fyrir til þess

að tryggja lífeyrinn og ábyrgðin á ávöxtun er í höndum fólksins sjálfs eða sjóða í þeirra eigu. Svona er einmitt kerfið sem við þekkjum hér á landi. Í sumum löndum hefur ábyrgðin á lífeyrisgreiðslum þannig færst frá fyrirtækjum yfir á fólkið sjálft. Það gagnast fyrirtækjunum vel en setur miklar skyldur á fólk sem þarf að skipuleggja sig vel fyrir öll æviárin. Eins og áður segir eru margir á því að fjármálafyrirtæki og tryggingarfélög mættu bjóða upp á mun fleiri og betri lausnir til þess að auðvelda fólki að átta sig á þessari stöðu og vinna sem hagkvæmast úr henni. Hér á landi höfum við lífeyrissjóði sem taka við lífeyrisgreiðslum fólks alla starfsævina, ávaxta inneignina eftir bestu getu og greiða fólki síðan lífeyri. Kerfið hér á landi hefur verið starfrækt það lengi að það er um það bil að vera sjálfbært, þ.e. þeim fjölgar sem hafa náð að greiða inn í kerfið alla starfsævina. Kerfið hér á landi er nokkuð einstakt, t.d. hvernig það tengist vinnumarkaðnum og kjarasamningum, og svo er það mjög stórt á alþjóðlegan mælikvarða. Tilvera lífeyriskerfisins hér hefur orðið til þess að létta byrði hins opinbera af lífeyrisgreiðslum og sumir telja reyndar að hið opinbera sleppi allt of létt í þessu sambandi. Hægt er að lesa þessa og fleiri greinar Ara Skúlasonar, hagfræðings hjá Landsbankanum, um lengra líf og samfélagið á Umræðunni á vef Landsbankans. umraedan.landsbankinn.is.


Við getum aðstoðað með lyfjaskömmtun Pakkningar sem innihalda ýmislegt til bóta. Eins og lífið, það er best að lifa því og njóta.

Kynntu þér lyfjaskömmtun okkar í öllum verslunum Lyfju á lyfja.is.


Hvaða áhrif hefur aukið langlífi á samfélagið? Fjölgun eldra fólks verður ein mesta áskorun samfélagsins næstu áratugi. Eldra fólk er sífellt stækkandi hluti þjóðarinnar og auk þess kröfuharður neysluhópur, við betri heilsu og fært um að vinna lengur. Lestu nýja greinaröð Ara Skúlasonar, hagfræðings hjá Landsbankanum, um lengra líf og samfélagið á Umræðunni á vef Landsbankans. umraedan.landsbankinn.is

Landsbankinn

landsbankinn.is

410 4000


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.