Tímarit um lyfjafræði 2. tbl. 2013

Page 1

2. tbl - 2013

málþing LFÍ og Lyfjastofnunar

LYFJAFRAMBOÐ Á ÍSLANDI fáum við lyfin sem við þörfnumst? viðtal

ÁSA lyfjafræðingur BRYNJÓLFSDÓTTIR í Bláa lóninu NÝBURASKIMUN OG ARFGENGIR EFNASKIPTASJÚKDÓMAR Leifur Franzson


KÆRAR ÞAKKIR FYRIR STUÐNINGINN


EFNISYFIRLIT FÉLAGIÐ

FRÆÐIN 5 11 20

Formannsþankar Aðalfundur LFÍ 2013 Málþing um lyfjaframboð á Íslandi -fáum við lyfin sem við þörfnumst?

Um nýburaskimun og arfgenga efnaskiptasjúkdóma

6

Töflusláttur

8

Digitalis purpurea – foxglove - fingurbjargarblóm

9

Leifur Franzson

Fróðleikur frá Lyfjafræðisafninu Forsíðumyndin

Áhugaverð lesning

12

Velferðarráðuneytið

13

Lyfjagreiðslunefnd

13

Sjúkratryggingar Íslands

16

Berglind Eva Benediktsdóttir

22

Lokaverkefni nemenda 2013

23

Pharmageddon Trick or treatment

FÓLKIÐ

Medicrime Convention: Alþjóðlegur sáttmáli gegn lyfjaglæpum

Öflugt rannsóknastarf og vistvæn nálgun

Viðtal við Ásu Brynjólfsdóttur, rannsókna- og þróunarstjóra Bláa lónsins

14

Lyfjakostnaður sjúkratrygginga 2012

Lyfjafræðingur í þýskalandi

18

Nýja greiðsluþátttökukerfið

26

Vilborg Halldórsdóttir

Hanna María Siggeirsdóttir - Pistill félagsmanna

Ný eyðublöð fyrir umsóknir

Efnasmíði N-alkýl-fjórgildra kítósanafleiða og gegndræpisaukandi áhrif þeirra á berkjuþekju

FRÁ RITSTJÓRN Kæru félagar Áfram heldur tímaritið okkar að breytast og þróast til að koma betur til móts við öll svið lyfjafræðinnar. Unnið er að því í ritnefnd að geta birt í tímaritinu ritrýndar greinar frá háskólasamfélaginu, sem skapar hvata fyrir fólk í rannsóknum að skrifa greinar í það. Í framhaldi af því má benda á að það var afskaplega ánægjulegt að sjá þá grósku í grunnrannsóknum á Íslandi sem birtist í þætti sjónvarpsins „Fjársjóður framtíðar“ um daginn. Í þættinum voru tekin viðtöl við marga unga sem og reyndari vísindamenn og virðist sem uppspretta tækifæra á Íslandi sé óendanleg. Rannsóknir eru þungamiðja öflugs háskóla og hafa háskólar landsins alið af sér marga góða vísindamenn, sem starfa bæði hér á landi og erlendis. Mörg fyrirtæki hafa myndast út frá góðum hugmyndum sem verða til við háskólanám og virku starfi háskólanna en einnig er mikilvægt að efla samstarf háskólans við atvinnulífið. Samstarfið getur falist í grunnrannsóknum en einnig verið í formi starfsþróunar. Mikilvægt er að lyfjafræðingar séu í farabroddi þegar kemur að starfsþróun innan lyfjafræðinnar en láti ekki berast með straumnum. Það fylgir því ábyrgð að vera frumkvöðull í rannsóknum og eru lyfjafræðingar vel til þess fallnir að stíga það skref eins og kom svo skýrt fram í þætti sjónvarpsins. Höldum okkar frábæra árangri á lofti á öllum sviðum og hvetjum félagsmenn áfram til góðra verka. Með kveðju, Ritstjórn TUL Regína Hallgrímsdóttir, ritstjóri, Bessi Húnfjörð Jóhannesson, Brynhildur Briem, Hákon Steinsson, Ingunn Björnsdóttir

2. tölublað - 48. árgangur - 2013 Útgefandi: Lyfjafræðingafélag Íslands Lyfjafræðisafninu við Safnatröð Pósthólf 252 172 Seltjarnarnesi Sími 561 6166 lfi@lfi.is

Ritstjórn: Regína Hallgrímsdóttir, ritstjóri Bessi H. Jóhannesson Brynhildur Briem Hákon Steinsson Ingunn Björnsdóttir Uppsetning: Hákon Steinsson Prentun: Oddi

tölublað 2 - 2013

Forsíðumynd: Myndin sem prýðir forsíðuna að þessu sinni er af Digitalis purpurea eða fingurbjargarblómi. Ítarlegar upplýsingar má finna á blaðsíðu 9.

Tímarit um lyfjafræði

3


www.lyfja.is - Lifi› heil

Við stefnum að vellíðan Á hverjum degi leitar fólk til okkar til að auka vellíðan sína. Sérfræðingar okkar veita faglega ráðgjöf, hvort sem fólk stríðir við sjúkdóma, vill hugsa um heilsuna með bætiefnum, vítamínum og heilsuvörum eða lífga upp á tilveruna með snyrtivörum. Þótt leiðin sé misjafnlega greið þá höfum við öll sama takmark: Við stefnum að vellíðan.

Lágmúla Laugavegi Smáralind

4

Smáratorgi Borgarnesi Grundarfirði

Stykkishólmi Búðardal Patreksfirði

Ísafirði Blönduósi Hvammstanga

Neskaupstað Þórshöfn Skagaströnd Eskifirði Egilsstöðum Sauðárkróki 2 - 2013Reyðarfirði Seyðisfirði Húsavík tölublað

Tímarit um lyfjafræði

Höfn Laugarási Selfossi

Grindavík Keflavík


FÉLAGIÐ

Formannsþankar Vil byrja á að þakka fyrir traustið að vera kosinn til þessa embættis og svo vona ég að mér takist að standa undir væntingum félagsmanna til formanns. Þegar þetta er skrifað er nýlega lokið málþingi um lyfjaskort sem LFÍ stóð fyrir í samvinnu við Lyfjastofnun. Málþingið tókst mjög vel og þátttakan var mjög góð. Þakka ber þeim sem stóðu að skipulagningu. Eftir að hafa heyrt fyrirlestur sem Per Troein flutti er ljóst að þótt mörgum finnist ástandið hér bagalegt þá gæti það verið verra og margir hafa unnið þrekvirki til að koma í veg fyrir að staðan á Íslandi yrði mun verri.

notaðir í verkefni sem kæmi félagsmönnum að sem jöfnustum notum. Í kjölfarið voru ýmsar hugmyndir skoðaðar og á endanum samþykkt á aðalfundi 31. mars 2004 að kaupa þessa hóptryggingu. Þó svo að félagsmenn vilji ráðstafa þessu fé með öðrum hætti en í svona hóptryggingu þá er ekki víst að við séum alveg einráð um hvernig það er gert og mér sýnist að ekki verði gerð breyting á þessu fyrirkomulagi nema með samþykki aðalfundar. Þeir sem vilja breytingar verða oft að berjast fyrir þeim og LFÍ þarf að svara ábendingum og athugasemdum. Það er fátt sem er óbreytanlegt ef góð samstaða er um lausnina.

Sjúkrasjóður og hóptryggingin

Nýja greiðsluþátttökukerfið

Eins og fráfarandi formaður kom inn á í síðasta tölublaði eru ekki allir ánægðir með fyrirkomulag sjúkrasjóðs og hóptrygginguna. Sumum finnst að þeir ættu að fá úr þessum sjóði styrk til að kaupa gleraugu eða t.d. til að niðurgreiða líkamsrækt. Stjórnin mun klára að kanna hug félagsmanna í þessu máli. Undirritaður vill hvetja félagsmenn til að kynna sér hvort þeir geti fengið sambærilega tryggingu á betri kjörum og að kynna sér sögu þessa sjóðs sem er algjörlega fjármagnaður af atvinnurekendum sem hafa félagsmenn í vinnu. Það er nefnilega stundum þannig að menn þurfa að þekkja söguna til að skilja betur nútímann. Félagsgjöld lyfjafræðinga eru ekki notuð til að greiða hóptrygginguna eins og kom fram í síðasta tölublaði. Áður hét þessi sjóður fæðingarorlofssjóður og var notaður til að bæta lyfjafræðingum upp mismun sem var á milli launa þeirra og þess sem var þá greitt í fæðingarorlof frá ríkinu. Tilgangurinn var að koma í veg fyrir að lyfjafræðingar bæru verulegan fjárhagslegan skaða af því að fara í fæðingarorlof. Um eða uppúr síðustu aldamótum fjölgaði mjög lyfjafræðingum sem sóttu um úthlutun úr sjóðnum og á endanum varð hann í raun gjaldþrota. Þá var ljóst að fæðingarorlof frá ríkinu myndi hækka og þegar fæðingarorlofið frá ríkinu var hækkað hvarf þörfin fyrir þessa uppbót. Þá var gert samkomulag við vinnuveitendur um að þeir myndu greiða áfram í sjóðinn til að bæta LFÍ upp hallann og að þeir myndu áfram greiða þetta gjald eftir að tapið væri greitt upp. Skilyrt var að peningarnir yrðu

tölublað 2 - 2013

Nýja greiðsluþátttökukerfið er efst í huga margra lyfjafræðinga og almennings um þessar mundir. LFÍ fékk reglugerðina um nýja greiðsluþátttökukerfið aldrei til umsagnar þrátt fyrir að félagið óskaði eftir því þegar það fékk lagabreytinguna um kerfið til umsagnar. Meðgöngutíminn á þessari breytingu á greiðsluþátttökukerfinu var mjög langur og a.m.k tvisvar var gildistöku frestað. LFÍ studdi lagabreytinguna en gerði athugasemdir og varaði við hlutföllunum milli almennra greiðenda annars vegar og barna og lífeyrisþega hins vegar. LFÍ benti einnig á mikilvægi þess að nauðsynlegar ráðstafanir til að hjálpa fólki sem ekki hefði efni á að leysa út lyfin sín yrðu tilbúnar strax við gildistökuna. LFÍ telur hugsunina um að draga úr miklum lyfjakostnaði sumra hópa góða en útfærslan hefði mátt vera betri fyrir hina efnaminni. LFÍ benti líka endurtekið á að félagið teldi að „þakskírteinið“ ætti að koma sjálfkrafa. Við gildistöku kerfisins voru lungna- og astmalyfin tekin úr skilyrtri greiðsluþátttöku, sem ber að fagna, en jafnframt þarf að fylgja því eftir að skoðað verði hvort ekki sé tilefni til að fella niður skilyrta greiðsluþátttöku fyrir hina lyfjaflokkana sem voru settir í þá kistu eftir hrunið. Nú þegar síðustu orðin eru skrifuð í þennan pistil erum við komin með nýja ríkisstjórn og nýjan ráðherra í velferðarráðuneytið og félagið þarf að koma sínum sjónarmiðum í þessu máli sem öðrum á framfæri við nýju ráðherrana. Aðalsteinn Jens Loftsson, formaður LFÍ.

Tímarit um lyfjafræði

5


FRÆÐIN

styrkþegi

Um nýburaskimun og arfgenga efnaskiptasjúkdóma Leifur Franzson Í starfsemi hverrar frumu eiga sér stað ógrynni efnaferla, þar sem efnum er umbreytt á ýmsa vegu, til þess að viðhalda starfsemi frumunnar. Fruman tekur einnig upp fjölda efnasambanda oft með hjálp frumubundinna flutningspróteina. Hvert efnahvarf eða umbreyting efnis er stjórnað af ensímum, ásamt kófaktorum, sem fruman framleiðir yfirleitt sjálf eftir forskrift frá erfðaefni frumunnar. Í stuttu máli má segja að arfgengir efnaskiptasjúkdómar feli í sér truflun á efnaskiptaferlum. Sú truflun getur til að mynda verið vegna þess að nauðsynleg flutningsprótein eru ekki til staðar í frumuhimnunni, vegna galla í erfðaefni sem fyrirskipar myndun flutningspróteinsins. Það leiðir svo til uppsöfnun efnisins utan frumu, en skorts á efninu innan frumunnar. Truflunanir í umbreytingu efnanna getur einnig orðið vegna arfgengra galla í þáttum er varða myndun ensímsins á þann hátt að fruman framleiðir annað hvort ekki virkt ensím eða ensímið er með skerta eða enga virkni. Auðvelt er að gera sér í hugalund hvað gerist þegar svona gallar verða í efnaskiptunum, ójafnvægi verður í efnaskiptunum líkamans, efni sem eru líkamanum að öllu jöfnu óskaðleg geta safnast fyrir og orðið skaðleg á ýmsa vegu. Ágætt dæmi er t.d. amínósýran fenýlalanín, sem skimað hefur verið fyrir hér á Íslandi í blóði nýbura frá árinu 1972. Fenýlalanín umbreytist fyrir tilstuðlan fenýlalanín hydroxýlasa (FH) í amínósýruna týrósín. Í fenýlketonúríu (PKU) vantar FH sem veldur uppsöfnun á fenýlalaníni. Það getur leitt til þroskaskerðingar taugakerfisins og annarra alvarlegra vandamála ef ekki er brugðist við nægilega snemma á fyrstu vikum ævi nýburans. Á síðustu 20-30 árum hafa fjölmargir sjaldgæfir arfgengir efnaskiptasjúkdómar uppgötvast og hafa þeir fundist í nær öllum efnaferlum frumunnar. Hið klassíska lögmál Murphys á hér vel við: “Ef eitthvað getur farið úrskeiðis, mun það gera það” („Anything that can go wrong, will go wrong”). Einkenni arfgengra efnaskiptasjúkdóma eru fjölbreytt og misalvarleg og geta

6

verið allt frá því að vera meinlaus upp í það að valda skyndidauða. Jafnframt er misjafnt hvort og þá hvenær þau koma fram á lífsleiðinni, hvort sem er strax eftir fæðingu eða jafnvel aldrei. Einkennin geta verið frá ýmsum líffærakerfum, s.s. hjarta, lifur eða taugakerfi og valdið bæði andlegri og líkamlegri þroskaskerðingu. Ýmis lyf, sýkingar, fasta og slys geta komið einkennum af stað, en suma þessara sjúkdóma má meðhöndla með „einföldum” hætti. Til að mynda getur meðhöndlun falist í því að koma í veg fyrir að viðkomandi fasti, gefa ákveðin vítamín eða breyta mataræði. Um síðastnefnda úrræðið má vísa til meðhöndlunar PKU-sjúkdómsins, þar sem gefin eru eggjahvítuefni/ aminósýrur án amínósýrunnar fenýlalaníns. Oftar en ekki er um ævilanga meðferð að ræða. Við Erfða- og sameindalæknisfræðideild Landspítalans (ESD) fer fram svokölluð nýburaskimun þar sem skimað er fyrir nokkrum arfgengum sjúkdómaflokkum. Meginmarkmið nýburaskimunar er að greina arfgenga efnaskiptasjúkdóma sem fyrst, svo unnt sé að koma í veg fyrir frekari skaða af völdum sjúkdómsins.

Megimarkmið nýburaskimunar er að greina arfgenga efnaskiptasjúkdóma sem fyrst Með nýjum tækjabúnaði hafa orðið miklar framfarir í skimun fyrir arfgengum efnaskiptasjúkdómum í nýburum. Sem dæmi má nefna að á Íslandi var í upphafi einungis skimað fyrir fenýlketonúríu (PKU) og vanstarfsemi skjaldkirtils (CH). Með tilkomu raðmassagreinisins (e. Tandem Mass Spectrometry), er nú skimað fyrir um 30-40 mismunandi arfgengum efnaskiptasjúkdómum, sem er nokkuð svipaður fjöldi og skimað er fyrir í helstu nágrannalöndum okkar. Til þess að greina sjúkdóma í hópi FAO og OA eru mæld svokölluð acylkarnitín. Karnitín myndast í líkamanum út frá amínósýrunum lýsíni og meþíoníni,

Tímarit um lyfjafræði

tölublað 2 - 2013

en einnig er mikið af því í kjötmeti. Karnitín tekur þátt í flutningi fitusýra frá umfrymi inn í hvatberana þar sem þær eru brotnar niður. Verði ofmyndun af sýrum í líkamanum getur karnitín bundist þeim og gert þær minna skaðlegar. Nokkrir sjúkdómar þessara flokka eru algengir í Færeyjum. Mælingar á amínósýrum eru notaðar til þess að greina AA-sjúkdóma.

Helstu flokkar og dæmi um sjúkdóma sem nú er skimað fyrir með hinni nýju tækni: 1. Fitusýruoxunargallar (Fatty Acid Oxydation Defects, FAO), vegna m.a. skorts á ensímum er brjóta niður fitusýrur. Dæmi CUD, MCAD, VLCAD, LCHAD, CPT II (*) 2. Óeðlileg myndun lífrænna sýra (Organic acidemias, OA), vegna truflunar í niðurbroti greinóttra amínósýra. Dæmi: GAI, PA, MMA, HLCS, IVA (*) 3. Óeðlileg ummyndun amínósýra (Amino acidemias, AA), vegna galla í umbreytingum amínósýra. Dæmi: ASA, PKU, MSUD, CIT I, HCY, MET (*) (*) Nöfn sjúkdómanna eru oft mjög löng og plássfrek. Ef lesandi vill kynna sér heiti og eðli þeirra betur má setja skammstafanirnar í Google og bæta við „newborn”.

Nokkuð mismunandi er hvenær best er að greina þessa sjúkdóma í blóðþerripappírssýnunum hjá nýburum. Þannig er best að greina karnitínvísa fyrir FAO-sjúkdóma sem fyrst eftir fæðingu, vegna þess að þá er nýburinn að brjóta niður sína eigin fitu og eggjahvítuefni (katabólískt ástand). Eftir því sem lengra líður frá fæðingu aukast möguleikarnir á því að þeir vísar sem voru hækkaðir hafi lækkað, jafnvel innan viðmiðunarmarka og greinast sjúkdómarnir því síður. Hins vegar greinast AA-sjúkdómar betur eftir því sem nýburinn hefur innbyrt meira af eggjahvítuefnum úr fæðunni, þ.e. brjóstamjólkinni. OAsjúkdómar greinast yfirleitt betur eftir því sem lengra dregur frá fæðingu, en


FRÆÐIN breytingin er þó ekki eins áberandi og fyrir hina sjúkdómaflokkana. Algengi skimaðra sjúkdóma er ákaflega mismunandi, allt frá 1:7000 - 1:200.000. Hins vegar er samanlagt algengi þeirra 1:2-4000, sem þýðir að undir eðlilegum kringumstæðum ættu að finnast 1-2 nýburar á ári með þessa efnaskiptasjúkdóma hér á landi og hefur það verið reyndin. Þá hafa einnig fundist mæður nýbura með arfgenga efnaskiptasjúkdóma. Auk þeirra sjúkdómaflokka sem taldir eru upp hér að framan má nefna nokkra eftirfarandi flokka til þess að gefa vísbendingu um fjölbreytni þessara sjúkdóma: Sykurgeymslusjúkdómar (Glycogen Storage Diseases) og galaktósu- og frúktósusjúkdóma. Mítókondríuorkusjúkdómar og sjúkdómar vegna ýmissa galla í málmjóna-kófaktorum og taugaboðefnaferlum. Lýsósomal geymslusjúkdómar (Lysosomal Storage diseases). Peroxisómal sjúkdómar. Sykrunarsjúkdómar (Congenital Disorders of Glycosylation). Eins og fram kemur hér að framan eru margir þessara arfgengu efnaskiptasjúkdóma tiltölulega nýuppgötvaðir. Gefur það auga leið að töluvert skortir á að læknar hér heima og erlendis hafi arfgenga efnaskiptasjúkdóma í huga þegar sjúklingar hafa óljós einkenni, sem erfitt er að útskýra, rannsaka og meðhöndla.

Án efa er nokkur fjöldi sjúklinga á öllum aldri í þjóðfélaginu með ógreinda arfgenga efnaskiptasjúkdóma. Án efa er nokkur fjöldi sjúklinga á öllum aldri í þjóðfélaginu með ógreinda arfgenga efnaskiptasjúkdóma. Því til stuðnings mætti nefna einn sjúkdómaflokk sem nefnist lýsósomal geymslusjúkdómar (LSD), sem vísað var til hér framar. Til eru um 50 slíkir sjúkdómar, en einn þeirra er Fabry-sjúkdómurinn, sem hefur verið töluvert í umræðunni hér á landi að undanförnu. LSD-sjúkdómar lýsa sér á þann hátt að ákveðin ensím vantar í lýsósómin, sem brjóta niður ákveðin sykur-fitutengd efni. Veldur það uppsöfnun efnanna í lýsósómunum og jafnframt margvíslegum einkennum. Rannsóknastofa nýburaskimunar Washington-ríkis í BNA kannaði tíðni þriggja slíkra sjúkdóma (Fabry, Pompe og MPS-I) í hundrað þúsund nýfæddum börnum. Niðurstöðurnar voru þær að algengi þessara þriggja sjúkdóma er 1:7700, sem er 2-4 sinnum hærri

tíðni en greinist í dag út frá klínískum einkennum við læknisskoðun. Þessar tölur gefa vísbendingu um að nokkur fjöldi slíkra sjúklinga á Íslandi og öðrum löndum sé vangreindur. Það er enginn sérfræðingur í arfgengum efnaskiptasjúkdómum á Íslandi. Hins vegar koma greiningar sjaldgæfra arfgengra sjúkdóma oft inn á borð lækna ESD, Jóns Jóhannesar Jónssonar yfirlæknis og Reynis Arngrímssonar sérfræðings í klínískri erfðafræði. Þá er gott samstarf á milli ESD og sérfræðinga Barnaspítala Hringsins, en oft koma fyrstu einkenni þessara sjúkdóma fram á fyrstu æviárum einstaklingsins. Fyrir þá sem starfa á rannsóknastofu og leitast við að geta sinnt rannsóknum og ráðgjafastarfi á sviði arfgengra efnaskiptasjúkdóma er mikilvægt að afla sér þekkingar og síðast en ekki síst gagna, sem hægt er að nota til þess að aðstoða lækna við greiningu og rannsóknir á arfgengum efnaskiptasjúkdómum. Því var sótt um styrk til Vísindasjóðs Lyfjafræðingafélagsins til þess að sækja vandað 5 daga námskeið í þessum fræðum hjá Society for Inherited Metabolic Disorders North American Metabolic Academy (SIMDNAMA). Námskeiðið var haldið í Potomac, Marylandríki í BNA og að „hætti heimamanna”. Námskeiðið sóttu um 100 manns, aðallega frá ýmsum sjúkrahúsum BNA, en einnig nokkrir frá Evrópu og voru fyrirlestrar og vinnubúðir frá kl. 08-20, með „hléum eftir minni”. Jafnvel á kvöldin var spurningaleikurinn Jeopardy að sjálfsögðu einnig um arfgenga efnaskiptasjúkdóma. Fyrirlesarar voru helstu sérfræðingar BNA í faginu og hafði verið útbúið ákaflega vandað kennsluefni á tölvutæku formi, sem allir fengu og gátu fylgst með í sinni tölvu. Þessu kennsluefni hefur nú verið komið fyrir á ákveðnu drifi LSH sem er einkum aðgengilegt þeim sérfræðingum ESD og Barnaspítala Hringsins, sem sinna mest greiningu og ráðgjöf þessara sjúkdóma. Einn af skipuleggjendum og aðalfyrirlesurum þessa námskeiðs var Jean-Marie Saudubray, franskur barnalæknir og sérfræðingur í arfgengum efnaskiptasjúkdómum en hann er kominn á eftirlaun og sinnir nær eingöngu kennslu og þjálfun í þessari grein. Ég held að ég hafi sjaldan eða aldrei heyrt í fyrirlesara sem flytur sitt mál svo lifandi og skemmtilega. Eitt af því sem hann sagði mér á milli fyrirlestra var að eftir að hann fór á eftirlaun þá hefði hann verið beðinn um að taka þátt í stofnun sérstakrar efnaskiptadeildar við taugadeild Saltpéturssjúkrahússins í París í þeim tilgangi að greina arfgenga efnaskiptasjúkdóma í fullorðnum einstaklingum með taugaeinkenni.

tölublað 2 - 2013

Þegar ég kom heim þá hafði ég samband við skipuleggjendur Læknadaga og benti þeim á að þarna gæti verið ákaflega spennandi efni fyrir íslenska lækna. Skipuleggjendur Læknadaga brugðust við fljótt og vel og kom JeanMarie til landsins í janúar 2012 og flutti ákaflega áhugavert erindi á fundinum. Í september sl. hitti ég hann svo aftur og sagðist hann þá vera á ferð vestur um haf og hefði áhuga á að stoppa við og „sjá ljósið”. Var ekki alveg klár á hvað hann meinti, því aldrei hafði ég orðið var við neinn trúarhita hjá honum. Að sjálfsögðu átti hann við Norðurljósin og leitaði ég til Félags um klíníska lífefnafræði og lækningarannsóknir á Íslandi um styrk til þess að kosta dvöl hans hér. Gekk það greiðlega og dvaldi hann hér í tæpa 4 daga og flutti 3 fyrirlestra fyrir sérfræðinga Taugaog Hjartadeildar og Barnaspítala Hringsins, þ.e. þeirra deilda LSH sem margir fullorðnir sjúklingar með arfgenga efnaskiptasjúkdóma myndu helst leita til. Það var mikill fengur að fá Jean-Marie til þess að koma, öllum fyrirlestrum hans var dreift á neti LSH, en því miður sást ekki til Norðurljósanna meðan á dvöl hans stóð. Jean-Marie hóf mál sitt yfirleitt með þeim orðum að tilgangur hans fyrirlesturs væri að vekja athygli fundargesta á arfgengum efnaskiptasjúkdómum í yfirleitt fullorðnum einstaklingum og að hann vonaðist til þess að fyrirlesturinn vekti menn til umhugsunar, einkum hversu einkenni þessara sjúkdóma væru oft keimlík einkennum annarra sjúkdóma. Meðferðin væri hins vegar iðulega önnur og að það fengi lækna til að hugsa til sjúklinga, sem þeir höfðu verið með og meðhöndlað án þess að þeim möguleika hefði verið velt upp að um arfgengan efnaskiptasjúkdóm gæti verið að ræða. Ákaflega mikilvægt er að auka þekkingu, skilning og andvara heilbrigðiskerfisins á þessum sjúkdómum hér á Íslandi. Er það líklega best gert með að dreifa vönduðu ítarefni til þeirra sem þurfa á ráðleggingum að halda við rannsóknir og greiningu þessara sjúkdóma, ásamt því að bjóða erlendum sérfræðingum til landsins og greina frá þekkingu sinni og reynslu. Undanfarin ár hefur ESD staðið fyrir komu slíkra fræðimanna. Nú síðast um miðjan maímánuð var haldið málþing í arfgengum efnaskiptasjúkdómum í samvinnu við lyfjafyrirtæki á þessu sviði, með 5 erlendum sérfræðingum í efnaskiptasjúkdómum, hverjum á sínu sviði. Stefnt er að því að framhald verði á slíkum fyrirlestrum.

Tímarit um lyfjafræði

7


FRÆÐIN

Töflusláttur Fróðleikur frá Lyfjafræðisafninu Meðal hlutverka safna er að stuðla að rannsóknum og útgáfu. Nýlega ritaði fyrrum prófessor Þorkell Jóhannesson í samvinnu við pistilskrifara greinar í Læknablaðið. Á þessu ári hafa birst tvær ritsmíðar okkar, önnur um töflur en hin um skammta. Þar kemur fram að töfluframleiðsla var ótrúleg sein að taka við sér í danskri lögsögu. Fyrstu upplýsingar um töflur sjáum við í elstu verðskránni sem er í okkar fórum og er frá 1913. Þar ber hæst að aspiríntöflur voru þar nefndar og sennilega hafa þær verið frá vesturheimi en þar var töfluframleiðsla með miklum blóma um þær mundir. Ekki kemur þó fram í verðskránni hver er uppruni taflna sem þar eru nefndar. Næst sjáum við töflur í danskri lyfjaverðskrá er hefur verið notuð hér á landi samhliða þeirri íslensku og er frá 1916. Þar eru tveir danskir töfluframleiðendur nefndir. Eru það Alfred Benzon sem er íslenskum lyfjafræðingum vel kunnugt fyrirtæki og svo apoteker H. P. Madsen í Vesterbro Apotek. Þannig sjáum við

að þó ekki sé neitt að hafa í dönskum lyfjaforskriftasöfnum fyrr en í DD 1934 þá er samt byrjað að slá töflur í dönsku apóteki og selja í heildsölu þegar árið 1916. Elsta töfluvélin í safninu og sennilega sú fyrsta hér á landi er úr Hafnarfjarðar Apóteki og er talið að þar hafi töfluframleiðsla hafist um 1930. Um þær mundir er álitið að Laugavegs Apótek og Reykjavíkur Apótek hafi einnig hafið töfluslátt. Um 1960 er vitað að mjög mörg apótek, en þó ekki öll, hafi slegið töflur. Sjálfur sló ég töflur sem nemi í Holts Apóteki árið 1962. Eru mér einkum minnisstæð vandræði sem ég lenti í við slátt á mepróbamat töflum. Var það undir lok námstímans en mér til bjargar kom þá lyfjafræðingur sem var nýbyrjaður í apótekinu, Ólafur Ólafsson síðar lyfsali í Húsavíkur Apóteki, og lauk hann við töflusláttinn. Í dag er einungis eitt fyrirtæki í landinu er stundar töfluslátt. Jóhannes Skaftason tók saman

Ljósmynd: Þorkell Þorkelsson. Ljósmyndin birtist með grein í Læknablaðinu 2013/99 bls. 199. Ljósmyndarinn og Læknablaðið heimila notkun myndarinnar.

LYFJAFRÆÐISAFNIÐ tækifæriskort á 300 kr.

Lyfjafræðisafnið vill vekja athygli á tækifæriskortum safnsins. Upplagt að nota við hvaða tækifæri sem er. Hægt er að kaupa kortin á skrifstofu og heimasíðu LFÍ - www.lfi.is. Verð kortanna er einungis 300 krónur.

8

Lyfjafræðisafnið er opið almenningi yfir sumartímann. Á veturna geta hópar fengið að skoða safnið samkvæmt samkomulagi.

Tímarit um lyfjafræði

LYFJAFRÆÐISAFNIÐ

tölublað 2 - 2013

við Safnatröð, 170 Seltjarnarnesi pharmmus@internet.is


FRÆÐIN

Digitalis purpurea foxglove - fingurbjargarblóm Forsíðumyndin Myndin sem prýðir forsíðuna að þessu sinni er af Digitalis purpurea af Scrophulariaceae ætt. Hún er kölluð foxglove á ensku en fingurbjargarblóm á íslensku. „Digitus“ þýðir fingur á latínu og „purpurea“ höfðar til litsins á blómunum. Þessi planta vex villt í Evrópu allt norður til Noregs en á Íslandi finnst hún aðeins ræktuð í görðum. Hún er tvíær til fjölær og myndar þétta rósettu af stórum, hærðum blöðum við jörð fyrra árið, en seinna árið vex upp 1-2 m hár blómstöngull sem ber bleik blóm í röðum. Verkun Digitalis á hjartabilun varð almennt þekkt í lyfja- og læknisfræði eftir að skoski læknirinn William Withering lýsti verkun þess í frægri ritgerð: „An account of foxglove and some of its medical uses with practical remarks on dropsy and other diseases“ árið 1785. Hann hafði orðið vitni að því er dauðvona sjúklingur hans náði á stuttum tíma undraverðum bata eftir að hafa drukkið grasaseyðið hennar Mrs. Hutton. Hann sýndi fram á að verkunina mátti rekja til D. purpurea sem var að finna í seyðinu. Hann staðfesti einnig það sem var vel þekkt á þessum tíma að öll plantan er mjög eitruð, og varaði við því. Hjartabilun eða „dropsy“ eins og það var kallað á Englandi er sjúkdómur sem einkennist af minnkaðri afkastagetu hjartans. Afleiðingarnar eru m.a. lélegt blóðflæði um líkamann og minnkuð starfshæfni nýrnanna sem veldur mikilli bjúgsöfnun. Sjúkdómurinn getur verið banvænn ef hann er ómeðhöndlaður. Þurrkuð Digitalis laufblöð með staðlaða lífvirkni voru notuð áratugum saman við einkennum hjartabilunar. Tablette digitalis voru t.d. slegnar í gamla Reykjavíkurapóteki á horni Pósthússtrætis og Austurstrætis langt fram eftir síðustu öld. D. purpurea inniheldur fjölda hjartaglýkósíða, sem eru hin eiginlegu virku innihaldsefni og nú á dögum eru þau einangruð á hreinu formi úr plöntunni og notuð óbreytt eða örlítið breytt í lyf. Digitoxin og digoxin eru þekktastir hjartaglýkósíðanna og á Íslandi er digoxin skráð sérlyf á töfluformi og í mixtúru.

Digitoxín og digoxín (mynd 1) hafa mjög líka byggingu sem samanstendur af sterakjarna með áföstum fimmliðuðum laktonhring og þremur digitoxósasykrum. Munurinn á byggingu þeirra fellst í því að digitoxín hefur einum færri hýdroxýhóp á sterakjarnanum, sem veldur því að það umbrotnar og skilst út hægar en digoxín. Helmingunartími í blóði er 7 dagar fyrir digitoxín og 1,6 dagar fyrir digoxín. Verkunarmáti þeirra er sá sami, þau hamla natríum-kalíum flutningi um frumuhimnu hjartafruma, sem veldur auknum kalsíumstyrk innan frumu og þ.a.l. auknum samdráttarkrafti hjartavöðvans. Óbein áhrif miðluð um taugaboð valda einnig minnkuðum leiðnihraða í hjarta sem hægir á sleglatakti. Nýjustu rannsóknir benda til þess að líkaminn framleiði sjálfur svokallaða CTS (cardiotonic steroids), þar með talið ouain og digoxin og eru þeir taldir gegna margþættu hlutverki í líkamanum. Hjartaglýkósíðar eru mikilvægir í nútímalyfjameðferð við hjartabilun og hjartsláttaróreglu. Gallinn við þessi lyf er hversu þröngur lyfjastuðull þeirra er, þ.e.a.s. það er stutt á milli þeirra skammta sem þarf til verkunar og þeirra sem valda eiturverkunum, sem gerir þau varasöm og vandmeðfarin. Heimildir: • Hauptman PJ, Kelly RA. Digitalis. (1999) Circulation 99: 1265-1270. • Bagrov AY, Shapiro JI, Fedorova OV. Endogenous cardiotonic steroids: Physiology, pharmacology and novel therapeutic targets (2009) Pharmacological Reviews 61: 9 –38. • Sérlyfjaskrá 2013 (Lanoxin). Lyfjastofnun. www.serlyfjaskra.is • Drugs of Natural Origin, 6th edition (2009) Eds. Gunnar Samuelsson & Lars Bohlin. Swedish Pharmaceutical Press, Stockholm, Sweden. • Goodman og Gilman´s Pharmacological basis of therapeutics, 12th edition (2011) ed. Bruneton L. McGraw Hill Medical, New York, USA.

Elín Soffía Ólafsdóttir, prófessor

Mynd 1. Efnabygging hjartaglýkósíðsins digoxíns

tölublað 2 - 2013

Tímarit um lyfjafræði

9


FÉLAGIÐ

AUGL? H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A - A c t a v i s 3 1 3 0 6 2

Ertu með ofnæmi?

Lóritín®

– Kröftugt ofnæmislyf án lyfseðils Þekkir þú helstu einkenni ofnæmiskvefs? · · · ·

Kláði í augum og nefi Síendurteknir hnerrar Nefrennsli/stíflað nef Rauð, fljótandi augu

Einkennin geta líkst venjulegu kvefi og margir þjást af „kvefi” á hverju sumri áður en þeir átta sig á að um ofnæmiskvef er að ræða. Lóritín er ætlað til meðferðar á einkennum ofnæmiskvefs og langvarandi ofsakláða af óþekktum toga.

Notkun: Lóritín inniheldur virka efnið lóratadín 10 mg og er ætlað til meðferðar á einkennum ofnæmiskvefs og langvarandi ofsakláða af óþekktum toga. Skömmtun: Fullorðnir og börn yfir 12 ára aldri: 1 tafla á dag. Börn 2-12 ára: Með líkamsþyngd meiri en 30 kg: 1 tafla (10 mg) á dag. Börn með líkamsþyngd undir 30 kg: 1/2 tafla (5 mg) á dag. Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 2 ára. Töfluna má taka hvenær sem er, án tillits til matmálstíma. Hefja ætti meðferð hjá sjúklingum með verulega skerta lifrarstarfsemi með minni skammti. Frábendingar: Ofnæmi fyrir virka efninu eða hjálparefnum. Varúðarreglur: Gæta skal varúðar ef Lóritín er gefið sjúklingum með mikið skerta lifrarstarfsemi. Lyfið inniheldur laktósa. Langvarandi notkun getur leitt til aukinnar hættu á tannskemmdum vegna munnþurrks. Notkun Lóritíns á meðgöngu og við brjóstagjöf er ekki ráðlögð. Í einstaka tilfellum finnur fólk fyrir syfju sem getur haft áhrif á hæfni þeirra til aksturs eða notkunar véla. Aukaverkanir: Lóritín þolist almennt vel en algengustu aukaverkanirnar hjá börnum á aldrinum 2-12 ára eru höfuðverkur, taugaveiklun og þreyta. Algengustu aukaverkanirnar hjá 12 ára og eldri eru svefnhöfgi, höfuðverkur, aukin matarlyst og svefnleysi. Lesið vel leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. Texti síðast endurskoðaður í mars 2013.

10

Tímarit um lyfjafræði

tölublað 2 - 2013


FÉLAGIÐ

Aðalfundur LFÍ 2013 Aðalfundur Lyfjafræðingafélagsins var haldinn 20. mars sl. Hófst fundurinn með hefðbundnu sniði, formaður setti fundinn og gerði tillögu að fundarstjóra, Kristjáni Linnet, sem stýrði fundinum eins og hann hefur gert með prýði mörg undanfarin ár. Dagskrárliðir voru hefðbundnir að vanda, valdir voru tveir fundarmenn til að telja atkvæði úr kosningu félagsins og farið var yfir skýrslur og fundi frá síðastliðnu starfsári. Fækkun félagsmanna Sigríður Siemsen, framkvæmdastjóri LFÍ, ræddi um fækkun félagsmanna, sem aðallega er þó í lyfjaiðnaðinum. Helsta ástæða fækkunarinnar er að Actavis flutti höfuðstöðvar sínar úr landi en einnig hafa verið úrsagnir úr félaginu vegna ónægju félagsmanna með sjúkrasjóðsmálin. Ræddi hún einnig mikilvægi þess að lyfjafræðingar tilkynntu til félagsins ef þeir skiptu um vinnustað svo tryggt væri að þeim bærist póstur frá félaginu. Tímarit um lyfjafræði (TUL) Ritstjóri TUL, Regína Hallgrímsdóttir, sagði frá hverjir eru í ritnefnd og ákvörðuninni um að gefa TUL aftur út á pappír og að stefnt væri að því að gefa út þrjú blöð á ári. Fram kom í máli hennar að tekjur TUL voru umfram gjöld á síðasta ári. Lyfjafræðisafnið Formaður stjórnar Lyfjafræðisafnsins, Kristín Einarsdóttir, sagði frá því að reynt væri að reka Lyfjafræðisafnið á vöxtum af inneign sjóðsins og minntist á höfðinglega gjöf Áslaugar Hafliðadóttur lyfjafræðings en hún ánafnaði safninu 13 milljónir króna eftir sinn dag og munar um minna. Með auknum tekjum skilar Lyfjafræðisafnið hagnaði þrátt fyrir að það njóti engra opinberra styrkja. Fram kom í máli Kristínar að Seltjarnarnesbær muni hætta að reka lækningaminjasafnið og að Nesstofa muni ekki verða opin í sumar. Einnig kom fram að ekki er vitað hvað verður með vinnu við Urtagarðinn í sumar. Skýrsla gjaldkera Hulda Harðardóttir, gjaldkeri LFÍ, sagði frá stöðu sjóða félagsins. Félagssjóður var rekinn með hagnaði eftir hækkun félagsgjalda á síðasta aðalfundi og því gert ráð fyrir óbreyttum félagsgjöldum á þessu ári. Í sjúkrasjóði var gengið á höfuðstól en orlofsheimilasjóður var rekinn með hagnaði og mun sá hagnaður verða notaður til að kaupa nýjar dýnur í sumarbústað félagsmanna. Kjaradeilusjóður var rekinn með tapi sem skýrist af miklum lögfræðikostnaði vegna aðstoðar við félagsmenn sem eiga í deilum við sína vinnuveitendur. Fræðslusjóður var rekinn með hagnaði en Vísindasjóður með tapi.

Starfsáætlun Þá var rætt um starfsáætlun félagsins og fram kom í máli Ingunnar Björnsdóttur að nauðsynlegt væri að efla ímynd lyfjafræðinga og að það væri verkefni allra lyfjafræðinga. Kjaramálin væru ofarlega á baugi og nauðsynlegt að nýta vinnuna frá þjóðfundi lyfjafræðinga betur, stöðugt væri verið að skipta um ráðherra sem kallaði á það að stöðugt þarf að kynna félagið og áherslumálin fyrir nýjum aðila. Ræddi hún einnig um sjúkrasjóð og nauðsyn þess að kynna betur fyrir félagsmönnum kosti þess að vera í félaginu, þ.e. hvað félagið er að gera fyrir félagsmenn. Lagabreytingar og önnur mál Undir liðnum lagabreytingar kynnti Sigríður Siemsen tillögu að stofnun Vísindasjóðs lyfjafræðinga sem starfa hjá ríkinu ásamt reglugerð. Tillagan að reglugerðinni var samþykkt. Nokkur mál voru undir liðnum önnur mál. Regína Hallgrímsdóttir talaði fyrir tillögu þess efnis að aðilar í nefndum og stjórnum félagsins, sem vinna sjálfboðavinnu fyrir félagið, fengju einn punkt fyrir hvert skipað ár. Punktasöfnunin nýtist svo fyrir m.a. úthlutun orlofshúsa hjá félaginu og var tillagan samþykkt á fundinum. Greiðslur úr kjaradeilusjóði Aðalheiður Pálmadóttir, formaður, óskaði eftir endurnýjuðu umboði til að nýta Kjaradeilusjóð til að greiða lögfræðikostnað fyrir félagsmenn á sama hátt og gert var árin 2011 og 2012 og var það samþykkt. Bent var á mikilvægi þess að lyfjafræðingar hafi skriflegan og skýran ráðningarsamning í þessu sambandi.

Kristján Linnet, fundarstjóri

Sigríður Siemsen, framkvæmdastjóri LFÍ

Kristín Einarsdóttir, formaður stjórnar lyfjafræðisafnsins

Niðurstaða kosninga Í lokin var kynnt niðurstaða úr talningu vegna kjörs til stjórnar og nefnda félagsins og var mest um „rússneska“ kosningu að ræða en þó voru tveir aðilar í kjöri til formanns félagsins, þau Ingunn Björnsdóttir og Aðalsteinn Jens Loftsson. Var Aðalsteinn Jens kjörinn formaður félagsins til næstu tveggja ára og þakkaði hann traustið. Fráfarandi formaður félagsins þakkaði fyrir gott samstarf og gott starf félagsmanna undanfarin fjögur ár.

Ingunn Björnsdóttir

Frekar dræm mæting var á fundinn eða um 25 manns. Athygli vekur hversu fáir lyfjafræðingar telja sig hafa ástæðu til að mæta á aðalfund eigin félags þar sem ákvarðanir sem skipta þá og félagið máli eru teknar. Finna má fundargerð aðalfundar 2013 á innri vef LFÍ. Regína Hallgrímsdóttir, ritstjóri

tölublað 2 - 2013

Kristín Loftsdóttir

Tímarit um lyfjafræði

11


FRÆÐIN

Áhugaverð lesning Ritnefndin hvetur alla lyfjafræðinga með vitneskju um áhugavert lesefni fyrir lyfjafræðinga að senda þær upplýsingar á ritstjori@lfi.is, og reynt verður eftir föngum að koma þeim upplýsingum í blaðið. Gott væri að með fylgdu upplýsingar um hvar hægt er að nálgast efnið.

Pharmageddon Pharmageddon eftir David Healy var gefin út af University of California Press, Berkeley árið 2012 Titill bókarinnar Pharmageddon gefur nokkuð til kynna hvert efnið er, svona ef hugsað er um hliðstæðuna, Armageddon. Höfundurinn, sem er læknir og vísindamaður með meiru, tekur fyrir áhrif lyfjaiðnaðarins og tínir til talsvert af sjúkdómum sem ýmist hafa orðið til eða breytt um nöfn, að hans mati fyrir tilstilli lyfjaiðnaðarins. Hann nefnir sem dæmi ADHD og geðhvarfasýki (sem áður var kallað að vera maníódepressífur). Hann telur þetta gert í þeim tilgangi að fá fólk til að líta á það sem sjálfsagðan hlut að meðhöndla með lyfjum alls konar einkenni sem ef til vill væri betra að fást við á annan hátt. Hann telur reyndar lagaumhverfið hafa stuðlað að þessu, að regluverkið sem upphaflega var ætlað að vernda neytandann hafi snúist upp í andhverfu sína. Hann telur regluverkið sem sé hvetja til leitar að „blockbusters“, og erfitt er að andmæla því, vegna þess að þróun nýrra lyfja hefur gegnum árin orðið dýrara og dýrara verkefni. Hann fjallar einnig svolítið um þegar lyfjafyrirtæki eru að framlengja einkaleyfisverndina, með misjafnlega nýskapandi breytingum á þeim lyfjum sem þau hafa einkaleyfi á. David Healy hefur, ef marka má bókina, tekið þátt í ýmsum viðburðum sem haldnir hafa verið á vegum lyfjafyrirtækja, og þekkir því umhverfið af eigin raun. Einnig styður hann rök sín ítarlegum heimildum sem ekki er auðvelt að líta fram hjá. Hann tíundar hvernig ritrýndar greinar um klínískar prófanir á lyfjum, og klínískar prófanir yfirleitt, gefa ekki alltaf rétta mynd af áhrifum lyfjanna. Hann tíundar hvernig „tölfræðilega marktækt“ hefur orðið ráðandi, þrátt fyrir að vera stundum misvísandi. Nú sé prédikað um gagnreynda (evidence based) læknisfræði en ef til vill væri heppilegra að ástunda gagnastýrða (data based) læknisfræði. Þannig telur hann leiðbeiningar (guidelines) ekki alltaf af hinu góða. Hann telur nauðsynlegt að læknar kynni sér helstu aðferðir við markaðssetningu, til að geta horft á hana með gagnrýnum augum. Annars séu þeir hreinlega of móttækilegir fyrir óvandaðri markaðssetningu. Hann telur

12

Tímarit um lyfjafræði

raunar að til þess muni að lokum koma að við öllum blasi að þessi mikla lyfjanotkun sé ekki að skila þeim ávinningi sem vænta mætti ef horft er til þess fjármagns sem í hana fer. Hann telur að helst ætti að veita fjármagninu í lyf sem sannanlega bjarga lífi, en að nú sé miklu fjármagni varið í að niðurgreiða lyf með takmarkaðan ávinning, eins konar heilsuvernd og heilsugæslu. Hann telur einnig að í allri leitinni að sönnunum (evidence) fari minna fyrir kortlagningu á þeim skaða sem lyfjanotkunin kunni að valda, og að úr slíkri kortlagningu hafi dregið undanfarið. Hvort sem menn eru sammála Healy eða ekki, er vel þess virði að lesa bókina, því að hún er vel skrifuð, vel rökstudd og vel studd heimildum. Hvort sem menn eru sammála niðurstöðum Healys eða ekki, er bókin gagnleg. Þeir sem eru innihaldinu sammála munu fá heilmikinn efnivið til stuðnings sinni skoðun, og þeir sem eru ósammála, þurfa að lesa hana til að hafa rökin gegn henni tiltæk í vopnabúrinu. Hún hefur þegar vakið talsverða athygli, og líklegt er að áfram verði vitnað í hana í umræðunni um ávinning og áhættu af lyfjum, sem og í heilsuhagfræðilegri umræðu um lyf. Þeir sem áhuga hafa á að vita meira er bent á að panta bókina á t.d. Amazon, www.amazon.com, þar sem hún er einnig fáanleg fyrir lesbretti (Kindle). Ingunn Björnsdóttir, ritnefnd

Trick or treatment

Bók eftir Simon Singh og Edzard Ernst lækni. Edzard Ernst hefur helgað sig rannsóknum á óhefðbundnum lækningum og hélt fyrirlestur við Háskóla Íslands fyrr á þessu ári. Bókin er verðlaunabók sem ætluð er almenningi. Bókina má m.a. finna á Amazon, www.amazon.com. Ábending: Elín Soffía Ólafsdóttir, prófessor.

tölublað 2 - 2013


FRÆÐIN

VELFERÐARRÁÐUNEYTIÐ

Velferðarráðuneytið

Medicrime Convention: Alþjóðlegur sáttmáli gegn lyfjaglæpum Í október 2011 staðfestu Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra og Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra aðild Íslands að sáttmála Evrópuráðsins (svokölluðum Medicrime Convention) um alþjóðlegt samstarf til að sporna við lyfjaglæpum. Er þá einkum átt við fölsun lyfja og lækningatækja, sölu þeirra og dreifingu en einnig aðra glæpi tengda lyfjum sem geta skaðað heilsu fólks.

stofnunin og Evrópusambandið en tilskipun um fölsuð lyf (2011/62/EU) verður á næstunni innleidd hér á landi. Þá má nefna að ýmis samtök lyfjaiðnaðarins hafa á undanförnum árum varað við hættu sem stafar af fölsuðum lyfjum og Interpol hefur hafið baráttu gegn því skipulagða glæpastarfi sem tengist þessu (The Interpol Pharmaceutical Crime Programme).

Framleiðsla, dreifing og sala falsaðra lyfja hefur aukist í Evrópu á undanförnum árum, einkum í Austur- og SuðurEvrópu en vandinn er þó enn mestur í þróunarlöndunum. Fölsun lyfja og lækningatækja telst nú til alvarlegra afbrota sem ógna heilsu manna. Brotnar eru grundvallarreglur um gæði, virkni og öryggi lyfja og ýmsum aðferðum beitt til að blekkja sjúklinga og hafa af þeim fé. Netverslun og rafræn viðskipti hafa aukið á vandann og gert yfirvöldum erfitt að sporna við þessum afbrotum. Afbrot af þessum toga verða sífellt alþjóðlegri og þróaðri enda getur hagnaður af þessum glæpum verið gríðarlegur.

Nefnd Evrópuráðsins sem fjallar um stefnu í lyfjamálum (Committee on Pharmaceuticals and Pharmaceutical care) vann að gerð Medicrime-sáttmálans og voru lokadrög hans samþykkt af ráðherraráði Evrópuráðsins 9. desember 2010. Evrópuráðið hefur með ýmsum hætti unnið að framgangi þessa alþjóðlega sáttmála, meðal annars með námskeiðahaldi sem íslenskir lögreglumenn og tollverðir hafa sótt. Þá er unnið að alþjóðlegri rannsókn á afleiðingum falsaðra lyfja sem Einar S. Björnsson, prófessor og sérfræðingur í meltingarsjúkdómum, og Rannveig Einarsdóttir lyfjafræðingur taka þátt í.

Til að ná árangri í baráttunni gegn lyfjaglæpum er víðtækt samstarf þjóða mikilvægt og þess vegna réðst Evrópuráðið í gerð alþjóðlegs sáttmála um málið sem er sá fyrsti á þessu sviði. Auk Evrópuráðsins hafa ýmis önnur alþjóðasamtök látið málið sig varða, til dæmis Alþjóðaheilbrigðismála-

Nú hafa 21 ríki staðfest Medicrime-sáttmálann með undirskrift sinni en aðeins eitt land, Úkraína, lögfest hann. Stefnt er að lögfestingu Medicrime-sáttmálans hér á landi samhliða innleiðingu tilskipunar Evrópusambandsins um fölsuð lyf (2011/62/EU).

LYFJAGREIÐSLUNEFND

Lyfjagreiðslunefnd Ný eyðublöð fyrir umsóknir

Lyfjagreiðslunefnd hefur unnið að því um nokkurt skeið að útbúa og láta forrita rafræn eyðublöð fyrir verðumsóknir lyfja. Nú er komið á heimasíðu nefndarinnar vefsvæði þar sem hægt er að sækja rafrænt um hámarksverð í heildsölu. Lausnin er útfærð hjá fyrirtækinu Programm og samþættir vefviðmót og tvo gagnagrunna. Annars vegar gagnagrunn sem flett er upp í og er staðsettur hjá Lyfjastofnun, en hann inniheldur upplýsingar um öll lyf sem hafa gilt markaðsleyfi á Íslandi. Hins vegar er gagnagrunnur sem geymir vefviðmótið og upplýsingar sem settar eru inn í umsóknirnar.

Einnig hefur nefndin endurgert og einfaldað eyðublöð til að sækja um almenna greiðsluþátttöku á frumlyfi og eru þau nú til bæði á íslensku og ensku. Þessi eyðublöð er síðan hægt að láta fylgja sem viðhengi við rafræna umsókn um verð.

Hingað til hafa umsóknir verið á pappír á excel formi og starfsmenn nefndarinnar hafa þurft að yfirfara pappírsgögn og slá inn tölur og upplýsingar við yfirferð á umsóknum. Með rafrænni umsókn minnkar innsláttur bæði hjá umboðsmönnum og nefndinni, ásamt því að meiri stöðlun er á innsendum gögnum. Þetta leiðir til meira öryggis við meðhöndlun upplýsinga ásamt því að væntanlega styttist afgreiðslutími. Nefndin vonast til að sem flestir umboðsmenn lyfja taki þetta nýja rafræna viðmót í notkun.

Lyfjagreiðslunefnd hefur jafnframt útbúið eyðublöð vegna umsókna um að leyfisskylda lyf og birt á heimsíðunni undir liðum „Umsóknareyðublöð/Forms“ og eru þau einnig bæði á íslensku og ensku. Leyfisskyld lyf eru lyf sem eingöngu eru notuð í samræmi við klínískar leiðbeiningar og eru að jafnaði kostnaðarsöm og vandmeðfarin, sbr. 5. tölul. 2. mgr. 43. gr lyfjalaga.

Nýbreytni er að ekki er þörf á að fylla út umsókn um greiðsluþátttöku fyrir samheitalyf og samhliða innflutt lyf. Nægjanlegt er að óska eftir samskonar greiðsluþátttöku og frumlyfið er með í verðumsókn. Þetta er gert til að einfalda umsóknarferlið og flýta fyrir.

Allar nánari upplýsingar eða leiðbeiningar fást hjá starfsfólki lyfjagreiðslunefndar.

tölublað 2 - 2013

Tímarit um lyfjafræði

13


FÓLKIÐ

Öflugt rannsóknastarf og vistvæn nálgun

Ása Brynjólfsdóttir. „Allt frá stofnun fyrirtækisins hefur verið lögð rík áhersla á öflugt rannsókna- og þróunarstarf en rannsóknir á lækningamætti, lífríki, efnasamsetningu og lífvirkni jarðsjávarins er grunnurinn að þjónustu og vöruþróun fyrirtækisins.“

Viðtal við Ásu Brynjólfsdóttur, rannsókna- og þróunarstjóra Bláa lónsins Ása Brynjólfsdóttir lyfjafræðingur hefur unnið hjá Bláa Lóninu frá árinu 1993 þar sem hún starfar sem rannsóknaog þróunarstjóri. Lyfjafræðinámið hefur nýst vel í þessi 20 ár en á því tímabili hefur þróunin verið hröð. Bláa Lónið hefur þróað og markaðssett heildstæða línu af Blue Lagoon húðvörum og mikið rannsóknastarf hefur verið unnið á virkum efnum Bláa Lónsins. Nú er t.d. verið að gera rannsóknir á bláu litarefni úr þörungum. Ása ólst upp á Egilsstöðum og útskrifaðist af náttúrufræðibraut Menntaskólans á Egilsstöðum. Hún hafði áhuga á raungreinum og eftir góða umhugsun varð lyfjafræði fyrir valinu. „Mig langaði í heilbrigðisgeirann og vissi í sjálfu sér ekki mikið um lyfjafræði áður en ég hóf námið en mér fannst það heillandi. Háskólaárin voru skemmtilegur og mótandi tími. Ég kynntist góðu fólki auk þess sem námið var fjölbreytt og krefjandi. Háskóli Íslands hefur ávallt haft mikinn metnað á þessu sviði og kennarar og leiðbeinendur voru hæfir og veittu góða innsýn í greinina og möguleika hennar til framtíðar. Námið var víðtækara en ég átti von á og mér fannst spennandi að geta hugsað um starfsvettvang sem bauð upp á fjölbreytta atvinnumöguleika. Vinnan við lokaverkefnið var hvað mest spennandi og mér finnst hún standa upp úr þegar ég horfi til baka. Verkefnið var á sviði náttúruefna en ég gerði rannsókn á virkni fjallagrasa undir leiðsögn Kristínar Ingólfsdóttur, núverandi rektors Háskóla Íslands. Kristín var prófessor í lyfjafræði þegar ég stundaði nám við skólann. Það má

14

því segja að lokaverkefni mitt hafi tengst því sviði sem ég fæst við í dag sem eru náttúruefnin í Bláa lóninu.“ Frumkvöðlafyrirtækið Bláa Lónið hf. Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því Ása hóf störf í Bláa Lóninu sama ár og hún útskrifaðist sem var árið 1993. Hún var þá eini starfsmaðurinn fyrir utan frumkvöðulinn og stofnanda fyrirtækisins, Grím Sæmundsen, lækni og forstjóra. Starfsmenn í dag eru um 300. „Mikil uppbygging hefur átt sér stað hjá Bláa Lóninu á þessum 20 árum og metnaður lagður í alla uppbyggingu. Bláa Lónið er með þrjár starfs-stöðvar í Svartsengi: Bláa Lónið, Bláa Lónið Lækningalind og Bláa Lónið Rannsókna- og þróunarsetur. Við rekum meðferð fyrir psoriasissjúklinga í Bláa Lóninu Lækningalind sem og hótel fyrir sjúklinga og aðra gesti. Meðferðin er viðurkennd af íslenskum heilbrigðisyfirvöldum og greiðir Tryggingastofnun fyrir meðferð íslenskra sjúklinga. Auk Íslendinga fáum við sjúklinga víða að úr heiminum sem koma á eigin vegum til að nýta sér Blue Lagoon

Tímarit um lyfjafræði

tölublað 2 - 2013

psoriasismeðferðina. Við fengum til að mynda sjúklinga frá rúmlega 20 þjóðlöndum í fyrra. Margir þeirra koma langt að til að njóta lækningamáttarins m.a. frá Asíu.“ Ása er með starfsaðstöðu í Rannsóknaog þróunarsetri Bláa Lónsins þar sem virk efni Bláa Lónsins, kísill, sölt og þörungar eru framleidd en efnin eru grunnurinn í Blue Lagoon húðvörunum. Öflugt rannsókna- og þróunarstarf Fyrsta verkefni Ásu hjá Bláa Lóninu var að stýra þróun á Blue Lagoon húðvörum sem hluta af lækningameðferðum Bláa Lónsins við psoriasis. Blue Lagoon húðvörurnar byggja á Bláa Lóns jarðsjónum og virkum efnum hans, kísil, söltum og þörungum. Fyrstu vörurnar voru settar á markað 1995 og voru þær þróaðar með þarfir fólks með þurra og viðkvæma húð í huga. „Heildstæð vörulína er nú fáanleg með vörum fyrir andlit og líkama þ.á.m. andlitsvörur sem vinna gegn öldrun húðarinnar ásamt professional vörulínu til notkunar á snyrtistofum og í spa meðferðum Bláa Lónsins. Allt frá því að fyrstu vörurnar voru settar


FÓLKIÐ á markað höfum við lagt áherslu á að hlusta á þarfir markaðarins. Vörurnar eru ofnæmisprófaðar og framleiddar við vottaðar aðstæður. Bláa Lónið fylgir evrópskum stöðlum um framleiðslu snyrtivara. Lækningamáttur Blue Lagoon jarðsjávarins við psoriasis hafði verið staðfestur með klínískum rannsóknum en rannsóknir á lífríki og efnasamsetningu höfðu leitt í ljós að þarna var um einstakt vistkerfi að ræða. Einkenni jarðsjávarins var hátt kísilinnihald og þarna mátti finna nýjar þörungategundir.“ Ása segir að þessar rannsóknir hafi verið grunnurinn að því að hafin var þróun Blue Lagoon húðvara sem byggja á notkun jarðsjávarins og virkra efna hans, kísils, salta og þörunga. „Allt frá stofnun fyrirtækisins hefur verið lögð rík áhersla á öflugt rannsókna- og þróunarstarf en rannsóknir á lækningamætti, lífríki, efnasamsetningu og lífvirkni jarðsjávarins er grunnurinn að þjónustu og vöruþróun fyrirtækisins. Við höfum byggt upp Rannsóknaog þróunarsetur og hráefnavinnslu í Svartsengi þar sem fara fram rannsóknir á jarðsjónum og vinnsla á Blue Lagoon hráefnum. Við framleiðum kísil, salt og þörunga úr jarðsjónum og notum í Blue Lagoon húðvörur og meðferðir. Nýlegar in-vitro og in-vivo rannsóknir sem við unnum í samstarfi við Prófessor Jean Krutmann hjá Heinrich Hein University í Þýskalandi leiddu í ljós afar áhugaverða virkni Blue Lagoon kísils og þörunga gegn öldrun húðarinnar en rannsóknirnar eru grunnurinn að þróun Blue Lagoon húðvörulínu gegn öldrun húðarinnar sem var sett á markað árið 2008. Bláa lónið hefur sótt um tvö einkaleyfi sem byggja á þessum rannsóknarniðurstöðum.“ Samstarf við Háskóla Starfsmenn Bláa Lónsins hafa í rannsóknarstarfinu lagt áherslu á samstarf við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík. „Við höfum m.a. fengið til okkar meistaranema í lyfjafræði sem hafa unnið að lokaverkefnum sínum hjá okkur. Við höfum verið að vinna að nýjum psoriasisrannsóknum síðastliðin ár, bæði klínískum áhrifum böðunar í lóninu og ónæmisfræðilegum rannsóknum þar sem skoðað er sérstaklega hvaða áhrif bataferlið hefur á ákveðna þætti ónæmiskerfisins. Von okkar er að þessar rannsóknir auki enn frekar skilning okkar á því hvað það er í lóninu sem hefur þennan einstaka lækningamátt og geti þá leitt til þróunar sértækari lækningavara eða lyfja. Þessar rannsóknir eru unnar í samstarfi við Landspítalann og Háskóla Íslands og eru þær jafnframt doktorsverkefni Jennu Huldar Eysteinsdóttur læknis.

Þá er gaman að segja frá því af því að við erum að tala um lyfjafræðina að við erum að vinna með lyfjafræðideild Háskóla Íslands og Landspítalanum að rannsóknum á bólguhemjandi virkni Blue Lagoon þörunga og eru þær styrktar af Tækniþróunarsjóði.“ Þörungar ræktaðir á jarðgasi Einstök hráefnavinnsla hefur verið byggð upp í Rannsókna- og þróunarsetri Bláa Lónsins í Svartsengi þar sem framleidd eru lífvirku efnin í Blue Lagoon húðvörunar - kísill, sölt og þörungar. „Við byggjum framleiðslu okkar á jarðvarmanum og afurðum hans og höfum haft grænar og sjálfbærar vinnsluaðferðir að leiðarljósi við þróun vinnslunnar og nýtum hrakstrauma frá jarðvarmavirkjun HS-Orku í Svartsengi, jarðsjó, gufu og endurnýtanlega orku. Við tókum nýlega í gagnið gaslögn og ræktum Blue Lagoon þörunga á jarðgasi frá orkuvinnslunni. Þetta er að við best vitum í fyrsta skipti sem þörungar eru ræktaðir á iðnaðarskala á jarðgasi frá jarðvarmavirkjun. Aðstæður í Svartsengi eru með þeim hætti að jarðgasið frá orkuveri HS Orku inniheldur hátt hlutfall koldíoxíðs og er því nýtanlegt í slíka vinnslu.“ Um 30 vörutegundir Nýjungar í Blue Lagoon húðvörulínunni koma reglulega á markað. Þörungamaski, (e. algae mask), kom t.d. á markað í fyrra en hann vinnur gegn öldrunareinkennum húðarinnar og á þessu ári kom nýtt þörungakrem á markað. „Þessar vörur hafa fengið gríðarlega góðar viðtökur. Þá er ein elsta varan okkar, silica mud mask, alltaf jafnvinsæl en um er að ræða náttúrulegan maska sem hreinsar, endurnýjar og styrkir húðina.“ Ása segir að um 30 vörutegundir séu framleiddar í Blue Lagoon vörulínunni - húðhreinsivörur, serum, krem, baðvörur og meðferðarvörur. Þróun Blue Lagoon húðmeðferða og spameðferða er einnig mikilvægur þáttur starfseminnar. Meðferðirnar fara fram í Lóninu sjálfu og gegna

tölublað 2 - 2013

virku efnin og húðvörurnar lykilhlutverki í meðferðunum og er t.d. boðið upp á kísilskrúbb og þörungavafning sem njóta mikilla vinsælda og eru þær einnig einkennandi fyrir Bláa Lónið. Vöruþróun snýst um upplifun af vörunum og einnig að auka upplifun gesta Bláa Lónsins og er þörungamaski og eldfjallaskrúbb, sem gestir geta nálgast á Lagoon barnum sem er staðsettur í Lóninu sjálfu, dæmi um slíkar vörur. „Þörungamaskinn sem var fyrst eingöngu í boði fyrir gesti í Lóninu naut strax mikilla vinsælda og óskir gesta um að geta keypt hann í verslun okkar og tekið með heim urðu til þess að við þróuðum þörungamaska til sölu í verslunum. Hann er nú á meðal okkar vinsælustu vara. Við erum að gera tilraunir með að vinna blátt litarefni, phycocyanin, úr þörungum og sjáum fyrir okkur að nýta það bæði sem náttúrulegt litarefni í húðvörur og heilsuvörur svo sem drykki og/eða hylki til inntöku en litarefnið hefur mikla andoxunarvirkni.“ Ása segir að sér finnist það forréttindi að vinna í Bláa Lóninu þar sem nýsköpunarkrafturinn sé allsráðandi. „Markmiðið er að sjá fyrirtækið halda áfram að vaxa og dafna og vera leiðandi í heilsuferðaþjónustu. Ég er í draumastarfinu og námið í lyfjafræði hefur nýst mér mjög vel og reynst góður grunnur og ég hef átt gott samstarf við lyfjafræðideild Háskóla Íslands í tengslum við starfið.“ Hún fylgist vel með nýjungum í faginu. „Það er ríkur þáttur í starfi mínu að fylgjast vel með þróun og nýjungum í heilsu-, húðvöru- og ferðaþjónustugeiranum.“ Texti: Svava Jónsdóttir, blaðamaður

Tímarit um lyfjafræði

15


FRÆÐIN

Sjúkra-

Lyfjakostnaður sjúkratrygginga 2012

Lækkun kostnaðar milli ára skýrist fyrst og fremst af aukinni samkeppni á lyfjamarkaði en verð á mörgum lyfjum hefur lækkað mikið með tilkomu nýrra samheitalyfja á markaðinn. Kostnaður vegna meltingarfæra- og efnaskiptalyfja hefur lækkað um 209 milljónir kr. og kostnaður vegna hjartaog æðasjúkdómalyfja hefur lækkað um 117 milljónir kr. Kostnaður vegna tauga- og geðlyfja hefur lækkað um 91 milljón kr. Þó að kostnaður vegna ofvirknilyfja hafi aukist um 118 milljónir kr. vegur þyngra að kostnaður vegna flestra annarra tauga- og geðlyfja hefur lækkað. Til dæmis hefur kostnaður vegna flogaveikilyfja lækkað um 68 milljónir kr. og kostnaður vegna þunglyndislyfja hefur lækkað um 38 milljónir kr. Kostnaður vegna geðrofslyfja hefur lækkað um 76 milljónir kr. í kjölfar breytingar sem gerð var á greiðsluþátttöku geðrofslyfja 1. júní 2012. Þá er rétt að geta þess að bæði notendagjöld og smásöluálagning voru hækkuð í upphafi árs 2012.

Lyfjakostnaður sjúkratrygginga hækkaði mikið árin 2008 og 2009 í kjölfar gengisfalls krónunnar. Lyfjakostnaður hefur lækkað um 1.829 milljónir kr. frá árinu 2009 eða um 17% sem má að miklu leyti rekja til breytinga á greiðsluþátttöku sjúkratrygginga í nokkrum lyfjaflokkum og verðlækkana lyfja. Aðrir þættir hafa þó áhrif á lyfjakostnaðinn s.s. aukin notkun lyfja, breyting á smásöluálagningu, hækkun á greiðsluhluta sjúklings og hækkun virðisaukaskatts. 140 120 98

100 milljónir DDD

Lyfjakostnaður sjúkratrygginga (S-merkt lyf (sjúkrahúslyf) undanskilin) nam 8.911 milljónum kr. árið 2012. Kostnaðurinn lækkaði um 421 milljón kr. eða um 4,5% frá fyrra ári. Lyfjanotkun mæld í fjölda skilgreindra dagsskammta (DDD) jókst um 1% milli áranna 2011 og 2012. Gengi krónunnar gagnvart helstu myntum var að meðaltali nánast óbreytt á milli áranna 2011 og 2012 þótt vissulega hafi verið sveiflur milli mánaða.

105

107

2004

2005

119

112

126

127

2008

2009

136

137

2011

2012

131

80 60 40 20 0

2003

Mynd 2

2006

2007

2010

Lyfjanotkun mæld í fjölda DDD 2003-2012

Síðastliðin ár hefur lyfjanotkun aukist að meðaltali um 4,2% á ári, en milli áranna 2011 og 2012 hefur notkunin aðeins aukist um 1%.

4.000

Lyfjakostnaður sjúkratrygginga 2012, almennt yfirlit

3.500

12.000

10.741

10.000 8.000 milljónir kr.

9.594

9.281

5.940

6.422

6.079

6.702

9.333

8.911

7.050

milljónir kr.

3.000 2.500

2010

2.000

2011

1.500

2012

1.000

6.000

500

4.000

0

A

B

C

D

G

H

J

L

M

N

P

R

S

V

2.000 0

Mynd 1

2003

2004

2005

2006

2007

2008

2009

2010

2011

2012

Mynd 3. 2012

Lyfjakostnaður sjúkratrygginga eftir lyfjaflokkum (ATC) 2010-

Lyfjakostnaður sjúkratrygginga 2003-2012

16

Tímarit um lyfjafræði

tölublað 2 - 2013


FRÆÐIN

A B C D G H J L M N P R S V Tafla 1

Lyfjakostnaður SÍ: milljónir kr. 2010 2011 1.412 1.442 256 227 898 880 164 154 668 650 171 173 98 90 557 543 309 308 3.680 3.459 7 7 1.042 1.091 301 276 31 33 9.594 9.333

ATC ‐ flokkar Meltingarfæra‐ og efnaskiptalyf Blóðlyf Hjarta‐og æðasjúkdómalyf Húðlyf Þvagfæralyf, kvensjúkdómalyf og kynhormónar Hormónalyf, önnur en kynhormónar Sýkingalyf Æxlishemjandi lyf og lyf til ónæmistemprunar Vöðvasjúkdóma‐ og beinagrindarlyf Tauga‐ og geðlyf Sníklalyf (skordýraeitur og skordýrafælur) Öndunarfæralyf Augn‐og eyrnalyf Ýmis lyf Samtals:

2012 1.232 266 762 157 658 170 97 494 319 3.369 7 1.071 271 39 8.911

Breyting (2011‐2012) milljónir kr. ‐209 39 ‐117 3 8 ‐3 6 ‐49 10 ‐91 0 ‐19 ‐5 5 ‐421

% ‐14,5% 17,2% ‐13,4% 2,2% 1,2% ‐1,5% 7,2% ‐9,1% 3,3% ‐2,6% 1,7% ‐1,8% ‐1,9% 15,6% ‐4,5%

Lyfjakostnaður sjúkratrygginga 2010-2012, millj. kr.

Lyfjadeild Sjúkratrygginga Íslands, júní 2013

NÝJUNG Í LANDSLAGINU Verðtryggðir

Óverðtryggðir

innlánsvextir m.v. 36 mánaða bindingu

innlánsvextir m.v. 36 mánaða bindingu

6,3

Verðtryggðir innlánsreikningar með föstum vöxtum

Óverðtryggðir innlánsreikningar með föstum vöxtum

36 mánuðir 2,5% 60 mánuðir 2,75%

3 mánuðir 4,8% 12 mánuðir 5,2% 36 mánuðir 6,3% 6 mánuðir 5,0% 24 mánuðir 5,4% 60 mánuðir 6,4%

Miðað við útgefna vaxtatöflu MP banka 11. apríl 2013.

2,5

Fastir vextir á innlánsreikningum

Við bjóðum ölbreytt úrval innlánsreikninga með föstum vöxtum. Hafðu samband og kynntu þér málið.

tölublað 2 - 2013

17

Ármúli 13a / Borgartún 26 / 540 3200 / www.mp.is

Tímarit um lyfjafræði


FÓLKIÐ

LYFJAFRÆÐINGUR Í ÞÝSKALANDI Lyfjafræðingur í þýskalandi

Vilborg Halldórsdóttir

Upphafið að ævintýrinu Mig hafði lengi langað til að prófa að búa og starfa erlendis og við hjónin skoðað nokkra möguleika lauslega í tengslum við það en fram að þessu hafði ekkert af því gengið upp. Norðurlöndin heilluðu ekki nóg að okkur fannst. Haustið 2010 kom tölvupóstur frá LFÍ þess efnis að fjölskylda í nágrenni Kölnar leitaði að lyfjafræðingi. Eftir dags umhugsun ákvað ég að hringja, eiginlega meira til að sannfæra mig um að þetta væri ekki sniðugt. Mér var strax boðið að koma í heimsókn og leist bara vel á aðstæður og það sem í boði var. Okkur tókst að láta allt ganga upp og eftir þrjá mánuði vorum við á leiðinni til Þýskalands, aðra leiðina. Við tók viðburðaríkur en ansi strembinn tími. Auk þess að læra allt tengt nýja starfinu lagði ég mikla vinnu í þýskunámið og vinnudagarnir voru ansi langir. En það var jafnframt forsenda þess að innan nokkurra mánaða var starfsleyfi í höfn og ég farin að geta sinnt vinnunni nokkuð sjálfstætt. Almennt um þýsk apótek Í Þýskalandi er eignarhald á apótekum bundið við lyfjafræðinga og apótekskeðjur eru bannaðar. Ákveðin apótek starfa þó undir sama nafni en um er að ræða sjálfstæðar rekstrar-einingar. Hver lyfjafræðingur má eiga eitt aðalapótek og þrjú dótturapótek innan síns svæðis. Skilyrði er að hann stýri sjálfur aðalapótekinu en í hverju dótturapóteki er skylt að tilnefna lyfjafræðing sem leyfishafa sem þar starfar og er ábyrgur fyrir að apótekið vinni eftir settum reglum. Þeim við hlið starfa svo aðrir lyfjafræðingar, aðstoðarlyfjafræðingar (Pharmazieingenieur), en það er gráða sem ekki er veitt lengur, og lyfjatæknar. Engir aðrir mega selja og afhenda lyf (gildir einnig um lausasölulyf). Lyfjatæknum er heimilt að afhenda lyf án yfirlestrar lyfjafræðings en þeir síðarnefndu yfirfara þó alltaf

18

afgreiðslur á eftirritunarskyldum lyfjum fyrir afhendingu. Öll apótek hafa neyðarþjónustuskyldu. Gerð er áætlun fyrir árið þar sem kemur fram í hvaða apóteki neyðarvakt fer fram hverju sinni og hægt er að fá yfirlitið á handhægu formi til að hafa heima við. Landinu er skipt upp í þjónustusvæði og skiptast neyðarvaktirnar jafnt á apótekin innan hvers svæðis. Lyfjafræðingar sinna þessari þjónustu. Sérstakt starfsleyfi er gefið út til apótekslyfjafræðinga. Þegar erlendir lyfjafræðingar koma til starfa með menntun sem viðurkennd er í Þýskalandi þurfa þeir þó samt sem áður að skila inn skírteini um skilgreinda lágmarksgráðu í þýsku. Þegar það liggur fyrir er viðkomandi boðaður til viðtals við fagnefnd sem síðan samþykkir útgáfu starfsleyfis ef hún metur útkomuna úr viðtalinu viðunandi. Verðlagning á lyfseðilsskyldum lyfjum er föst en frjáls á lausasölulyfjum. Sjúkratryggingakerfið Um tvennskonar tryggingakerfi er að ræða, almannatryggingar og einkatryggingar. Byggir það að hluta til á vali og að hluta á ákveðnum reglum hvernig málum er háttað hjá hverjum og einum. Innan almannatryggingakerfisins starfa um 130 mismunandi „sjúkrakassar“ (Krankenkasse) sem hægt er að velja á milli og einnig er nokkur fjöldi tryggingafélaga í einkageiranum. Hvert tryggingafélag hefur síðan sína samninga við lyfjafyrirtækin og sínar reglur um greiðsluþátttöku. Þannig getur sjúklingur A fengið t.d. íbúfenpakkningu afgreidda með lyfseðli án þess að þurfa að borga á meðan sjúklingur B borgar 5 evrur. Ennfremur getur staðan verið sú að sjúklingur A má velja á milli nokkurra mismunandi framleiðenda af sínu lyfi á

Tímarit um lyfjafræði

tölublað 2 - 2013

meðan sjúklingi B stendur einungis lyf frá einum framleiðanda til boða. Komi þeir aftur á næsta fjórðungstímabili getur dæmið hafa snúist algjörlega við. Þó lítur lyfseðill beggja nákvæmlega eins út en upplýsingarnar eru geymdar í tölvukerfi apóteksins. Þetta getur verið erfitt fyrir fólk að skilja og margir verða mjög ósáttir. Læknar geta breytt þessu með R-merkingu (Aut idem) en við það getur fallið kostnaður á stofu þeirra vegna verðmismunar og því margir læknar sem gera þetta ógjarnan eða jafnvel alls ekki. Mikilvægt er fyrir apótekin að fylgja þessum reglum því að öðrum kosti hafnar tryggingafélagið lyfseðlinum og apótekið situr uppi með skaðann. Minn vinnustaður Vinnuveitendur mínir eru Winterfeld fjölskyldan. Um er að ræða fimm manna fjölskyldu og eru þau öll lyfjafræðingar. Foreldrarnir hafa rekið elstu apótekin, Adler- og Montanus Apotheke í bænum Burscheid, síðan á sjötta áratugnum og eftir að börnin luku námi hafa önnur apótek bæst við eitt af öðru og eru nú orðin átta talsins í Burshceid, Wermelskirchen, Leichlingen og Hückeswagen. Um er að ræða bæi sem telja á bilinu 15 -35 þúsund íbúa. Ég starfa ekki fast í einu apóteki heldur er gert vaktaplan um það bil mánuð í senn um hvar ég á vakt frá degi til dags eftir þörfum hvers apóteks. Apótekin bjóða upp á margvíslega þjónustu auk hefðbundinnar lyfjaafgreiðslu. Boðið er upp á lyfjaskömmtun, blóðþrýstings- og blóðsykurmælingar og leigu á hjálpartækjum ýmsum, s.s. rafmjólkur-pumpum, innöndunarbúnaði og ungbarnavogum. Þá er öflug hjálpartækjaverslun í eigu fjölskyldunnar (Sanitätshaus) og bjóða öll apótekin upp á ýmsar mælingar í tengslum við pöntun og afgreiðslu á slíkum búnaði sem svo er miðlað


FÓLKIÐ í gegnum verslunina. Ennfremur bjóða apótekin upp á afgreiðslu og utanumhald á bleyjuafgreiðslum til sjúklinga en flóknar reglur gilda um greiðsluþátttöku í þeim og ýmislegt fleira. Í Þýskalandi er ekki haldin skrá yfir lyfjaafgreiðslur til einstakra sjúklinga. Hjá okkur er hinsvegar boðið upp á viðskiptakort sem langflestir fastakúnnar nýta sér. Kortið gildir sem afsláttarkort af almennum vörum en fyrst og fremst þjónar það þeim tilgangi að halda utan um lyfjanotkun. Þannig er hægt að sjá á hvaða lyfjum viðkomandi hefur verið í gegnum tíðina, prenta út lyfjasögu fyrir skattskýrslugerð eða vegna umsóknar um fríkort á lyf, nýta sér milliverkanaforrit sem tölvukerfið býður upp á og sjá frá hvaða framleiðanda viðkomandi hefur fengið sín lyf en mörgum er mjög í mun að breyta ekki þar á milli ef hægt er að koma því við. Þetta fyrirkomulag er mjög til hægðarauka fyrir viðskiptavininn sem og starfsmanninn og flýtir mjög afgreiðslutíma. Einnig er það svo að apótekslyfjafræðingar hafa engar heimildir til neyðarafgreiðslu á lyfjum. Þegar hinsvegar um fastan viðskiptavin er að ræða sem er sjúklingur læknis sem gott samstarf er við og hægt að sjá í viðskiptasögu að viðkomandi tekur ákveðið lyf að staðaldri er honum oft bjargað um spjald úr stærri pakkningu sem síðan er afhent þegar lyfseðillinn liggur fyrir. Þáttur smáskammtalyfja, náttúrulyfja og –vara ýmiss konar er mun stærri í þýskum apótekum en við þekkjum á Íslandi. Apótekin bjóða upp á öfluga ráðgjöf í þeim efnum og er það gjarnan svo að tilteknir starfsmenn hafa sérhæft sig á ákveðnum sviðum. Einnig er boðið upp á mikið úrval af hreinum þurrkuðum jurtum ýmiss konar til að útbúa te úr. Skammtar og blöndur eru sérútbúnar eftir óskum hvers og eins. Náttúrulyf eru oft uppáskrifuð af læknum en í þeim er ekki greiðsluþátttaka nema fyrir börn. Magistrel framleiðsla lyfja er umtalsverður þáttur í starfsemi apótekanna. Aðstaðan er misgóð á milli apóteka og því er dálítið um að eitt ákveðið apótek framleiði fyrir hin en einungis er heimilt að framleiða magistrel lyf í höfuðapóteki fyrir dótturapótekin en ekki víðar. Bæði getur verið um að ræða forskrift á lyfseðli eða að útbúa þarf aðra skammta eða lyfjaform en til er í lyfjum með markaðsleyfi, til að mynda ef um barn er að ræða. Þá sér eitt apótekanna um að útbúa skammta fyrir fíkla í stýrðri neyslu. Lyfjatæknar sjá nánast eingöngu um alla framleiðslu sem og gæðaprófanir á hráefnum og öðru sem til fellur í „receptúrnum“ en ábyrgð og yfirferð er á ábyrgð lyfjafræðinganna. Fyrir nokkrum árum hannaði Winterfeld fjölskyldan viðskiptamódel sem byggði á pöntun lyfja fyrir þýska viðskiptavini frá Hollandi en þar er

Eulen Apotheke rétt fyrir formlega opnun eftir að ráðist var í miklar endurbætur.

verð á lyfseðilsskyldum lyfjum ekki fast og póstverslun með lyf er heimil innan Evrópusambandsins að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Í framhaldi opnaði fjölskyldan eigið apótek í Hollandi sem hefur þann eina tilgang að senda lyf yfir til þýsku apótekanna. Þessi þjónusta náði fljótt mikilli útbreiðslu og voru nokkur hundruð apótek farin að bjóða upp á þessa þjónustu þegar best lét. Töluverður styr hefur þó staðið um hvort þjónusta sem þessi sé raunverulega heimil og málið farið fyrir dómstóla í Þýskalandi. Of langt mál er að rekja það frekar hér. Ég verð að viðurkenna að ég veit ekki nákvæmlega hvernig málin standa nú en að minnsta kosti er enn boðið upp á þjónustuna í apótekunum sem ég starfa fyrir og er hún veigamikill þáttur í daglegum verkefnum þeirra flestra. Afgreiðsla lyfseðla Afgreiðsla lyfseðla fer fram við afgreiðsluborðið hjá viðskiptavininum. Nafni uppáskrifaða lyfsins er slegið inn sem og númeri sjúkratryggingafélags viðkomandi. Birtist þá listi yfir þá framleiðendur sem afhenda má lyfið frá. Þegar réttu lyfin hafa verið valin er seðillinn prentaður. Hafi viðkomandi viðskiptakort birtast mögulegar milliverkanir út frá sögu hans jafnframt á skjánum séu slíkar til staðar. Lyfin eru svo tekin til og lesið yfir að allt sé rétt afgreitt. Útilokað er að eiga öll lyf frá öllum framleiðendum á lager. Því gerist það mjög oft að panta þarf lyfin sérstaklega. Apótekin fá sendingu fjórum sinnum á dag svo yfirleitt eru lyfin komin í síðasta lagi innan 12 klst. Engar merkingar eru settar á lyfjaumbúðirnar og lækni er ekki skylt að setja skammtastærðir á lyfseðil. Þó

Engar merkingar eru settar á lyfjaumbúðirnar og lækni er ekki skylt að setja skammtastærðir á lyfseðil. tölublað 2 - 2013

Glænýjar skömmtunargræjur í Damian Apotheke sem teknar voru í notkun síðastliðið haust í tengslum við opnun nýs hjúkrunarheimilis en tilkoma þeirra stórjók afköstin í skömmtuninni.

bjóðum við upp á að gera viðeigandi ráðstafanir til að tryggja öryggi sem best ef eitthvað er óljóst. Ég átti dálítið erfitt með að venjast þessu sem og því að lyfjunum er ekki pakkað í poka á bakvið heldur er allt gert á afgreiðsluborðinu þar sem aðrir viðskiptavinir sjá til. Endurmenntun Fjölmargir endurmenntunarmöguleikar standa lyfjafræðingum til boða. Samtök apótekslyfjafræðinga (Apothekerkammer) sjá að mestu um skipulagningu endurmenntunar og árlega er gefið út yfirlit yfir það sem í boði verður. Námskeiðin gefa punkta og er það framtíðarsýnin að hver lyfjafræðingur ljúki ákveðnum punktafjölda á ári. Einnig hafa yfirmenn mínir stundum skipulagt kvöldnámskeið þar sem einhverjir læknanna sem apótekin eiga samstarf við skerpa á mikilvægum atriðum við afgreiðslu til ákveðinna sjúklingahópa. Að lokum Ég lít á það sem mikið tækifæri að fá að starfa erlendis og kynnast því hvernig hlutirnir eru gerðir annarsstaðar. Svo er auðvitað bónus að búa í hjarta Evrópu og ég hef farið víða sem ég hefði ekki annars gert. Okkur líður mjög vel hér og margt í þýsku þjóðarsálinni sem maður skilur betur eftir að hafa verið hér. Við lyfjafræðingar búum að því að hafa eftirsótta menntun sem skortur er á í Evrópu og hvet ég alla sem áhuga hafa til að hika ekki við að nýta sér það og stökkva á þau tækifæri sem bjóðast.

Tímarit um lyfjafræði

19


FÉLAGIÐ Málþing Lyfj afræðingafé lags Íslands í samstarfi við Lyfjastofnun 16. apríl 2013

Lyfjaframbo ð

- fáum við ly

á Íslandi

fin sem við þ

Hotel Nordica 16. apríl kl. 8:3 Skráning og morgunverðu 0 – 11:30 r frá kl. 8:00 Dagskráin he fst kl. 8.30

örfnumst? Skráð uþ lfi@lfi ig! .is

Dagskrá

Málþing um lyfjaframboð á Íslandi -fáum við lyfin sem við þörfnumst? Málþing var haldið á vegum LFÍ 16. apríl sl. í samstarfi við Lyfjastofnun undir yfirskriftinni „Lyfjaframboð á Íslandi – fáum við lyfin sem við þörfnumst?“. Lyfjaskortur Hver er skilgreiningin á lyfjaskorti? Fram kom að á ráðstefnunni var aðallega verið að tala um lyfjaskort sem algjöra vöntun á lyfinu á markað, en slíkt kemur sjaldan fyrir. Lyfjaskortur er alþjóðlegt vandamál og áður fólst vandinn í að lyfið var ekki til í apótekinu fyrr en daginn eftir, en vandinn er annar í dag. Nú birtist vandinn á forsíðum dagblaðanna sem „blame game“ fréttir þegar lyf er ófáanlegt. Vandi Íslands er vandi lítilla evrópskra markaðssvæða í hnotskurn, en erfitt er að fá upplýsingar um lyfjaskort á Íslandi. Upplýsingum um hann hefur ekki verið haldið til haga og því engar skráningar til á raunverulegum skortstilfellum á Íslandi. Margt hefur áhrif á lyfjamarkaðinn og framboð lyfja, ekki síst reglugerðarumhverfið þar í kring. Oft er svo að hugmyndir að lausnum til að leysa ákveðinn vanda ganga ekki upp frá lagalegu sjónarmiði. Bent var á að reglunum væri ætlað að hafa neytendavernd í fyrirrúmi, en lagaramminn tekur ekki á sjálfum lyfjaskortinum. Farið var yfir aðgerðir Lyfjastofnunar til að tryggja nauðsynleg lyf og bent á að samvinna væri lykilatriði. Fram kom að þegar upp kemur lyfjaskortur bregst Lyfjastofnun við með því að heimila undanþágur tímabundið vegna umbúða, auðvelda notkun lyfja á undanþágu og með undanþágulyfjum. Ástæður fyrir lyfjaskorti eru margar,

20

• Are there • Vantar lyf

Frumlyf fá markaðsleyfi gegnum miðlæga skráningu í EU og það er síðan ákvörðun markaðsleyfishafa hvort lyfið verður markaðssett á Íslandi. Slíkt er ekki sjálfgefið í dag heldur er þörfin fyrir lyfið skoðuð og möguleiki á sölu þess, en markaðsleyfishafar gera nú meiri greiningu á íslenskum markaði en áður var gert. Öryggisefni sem fylgir

tölublað 2 - 2013

Strategic Par tne

rs at IMS He

á íslenska ma

• Vandi lítilla

i

of the globa

rkaðinn? Hv aða lyf og hv son dósent í að er til ráða? barnalækni ngum við HÍ,

evrópskra ma

rkaðssvæða

Einar Magnúss

• Hvað gerir

the integrity

alth, Bretland

Ragnar Bjarna

on Velferðarrá

ðuneytinu

markaðsleyfis

yfirlæknir á

LSH

í hnotskurn

ha

óttir, Markaðss fi til þess að koma í ve g fyrir lyfjask tjóri Novartis á Íslandi ort?

Björg Árnad

Hvers vegna eru skráð lyf ekki fáanleg og hvað veldur því að lyf eru ekki skráð á Íslandi? Í skýrslu Ríkisendurskoðunar til Alþingis í nóvember 2011 kemur fram að framboð lyfja hérlendis sé lítið í samanburði við önnur Norðurlönd, samheitalyf færri og samkeppni milli lyfjafyrirtækja minni. Meginástæðan var talin smæð markaðarins en hagkvæmni innkaupa ræðast iðulega af magninu sem keypt er hverju sinni. Ákvörðun yfirvalda um greiðsluþátttöku í einu tilteknu lyfi í ákveðnum lyfjaflokki getur leitt til þess að önnur lyf hverfa af markaði. Einnig getur lyfjaútboð sjúkrahúsa leitt til þess að ekkert sé selt af samkeppnislyfi í eitt eða fleiri ár. Getur slíkt leitt til þess að lyf eru tekin af markaði og jafnvel afskráð.

mdastjóri Vis tor

any global so lutions to en sure

Per Troein, VP

• Hverjar eru

sem dæmi má nefna að gömul lyf eru seld milli framleiðenda en þá þarf að uppfæra öll skráningargögn og lyfin hverfa af markaði í marga mánuði. Nýja EU reglugerðin um vottun API framleiðenda mun skapa vandamál um tíma þar til lausn finnst, en slíkt tekur alltaf einhvern tíma. Annað dæmi er að gömul ódýr lyf eru tekin af litlum mörkuðum vegna minni sölu, þar sem ekki svarar kostnaði að halda þeim á markaði. Jafnvel er alveg hætt að framleiða ákveðin lyf vegna verðsins, þar sem fyrirtæki geta ekki framleitt lyf nema það borgi sig, framleiðandi getur ekki greitt með lyfjum.

Tímarit um lyfjafræði

• Aðalsteinn J. Loftsson for maður Lyfjafr æðingafélag • Lagarammi s Íslands set nn og skilgrein ur þingið ing á lyfjask við þörfnum orti. Af hverj st þeirra? u eru lyf ekki Helga Þórisd aðgengileg þe óttir settur for stjóri og Jóh gar ann Lenharðs son sérfræðin • Hvers vegn gur frá Lyfjast a eru skráð ofnun lyf ekki fáanle Íslandi? Er þa g og ð hvað veldur Gunnur Helga séríslenskt fyrirbæri? því að lyf er dóttir framk ekki skráð á væ

afleiðingar þe

Guðríður Óla ss að sjúkling fsdóttir, félags ar fá ekki lyfi málafulltrúi n sín? ÖBÍ

• Samantekt Fundarstjóri

Aðalheiður Pál

Þátttaka er óke ypis

madóttir lyfj

afræðingur

og öllum opi

n. Vinsamleg ast tilkynnið

þátttöku á lfi@ lfi.is

mörgum lyfjum í dag skapar mikinn auka kostnað fyrir markaðsleyfishafa. Færri lyf eru skráð hérlendis en í nágrannalöndunum, t.d. gömul lyf sem hafa aldrei verið skráð hérlendis. Fá samheitalyf eru á markaði á Íslandi samanborið við nágrannalöndin, sem getur leitt til fákeppni. Afskráning gamalla lyfja getur einnig verið „global“ ákvörðun. Oft er til fjöldi samheitalyfja í nágrannalöndunum en ekkert skráð hérlendis. Vandi lítilla markaðssvæða er einnig að lyfin eru ekki skráð á minni mörkuðum eða hætt er að útvega lyfin fyrir svo litla markaði og spila þar m.a. inn í kröfur sem auka kostnað, s.s. tungumál og fleira. Eru framleiðendur lyfja og innflytjendur vandamálið eða er það sjálft kerfið sem býr til vandamálið? Stundum felst lyfjaskorturinn ekki í nýju lyfjunum heldur í því að það vantar gömlu og góðu lyfin, lyfin sem komin er reynsla á, t.d. við meðhöndlun barna. Með nýjum lyfjum eiga eftir að koma fram nýjar aukaverkanirnar þegar farið er að nota þau og betra þykir að aukaverkanirnar

Stundum felst lyfjaskorturinn ekki í nýju lyfjunum heldur í því að það vantar gömlu og góðu lyfin

l supply chain

?


FÉLAGIÐ komi fyrst fram hjá fullorðnum en ekki hjá börnum. Einnig er oft ekki vitað hvaða áhrif nýju lyfin hafa á vöxt og þroska barna. Almennt eru ný lyf sem skráð eru lyfjaform fyrir fullorðna og öryggið orðið umdeilanlegt þegar gefa þarf 1/8 úr töflu. Hvað er gert ef lyfjaskortur skapast? Á litlum markaðssvæðum eins og Íslandi þar sem fákeppni er ekki óalgeng, t.d. sama lyf frá tveimur framleiðendum, kemur stundum fyrir að skortur verður hjá þeim sem mest selur. Algengt er að við það færist krafan um nægjanlegar lyfjabirgðir yfir á aðra sem geta tekið við keflinu, þ.e. innflytjanda hins lyfsins sem er á markaði, og getur jafnvel leitt til að fara þarf í sérstaka framleiðslu á lyfinu. Slík framleiðsla byggir þá jafnvel á óvissu um tímalengd lyfjaskorts og taka þarf ákvarðanir án upplýsinga um magn sem muni seljast áður en mest selda lyfið kemur aftur á markað. Hver er réttur þess sem tók við keflinu til að klára sínar birgðir? Það sem gerist er að; - Heilbrigðisyfirvöld sleppa við leiðindi - Apótekin sleppa við óþægindi - Sjúklingurinn fær sitt - Mest selda lyfið heldur sinni markaðshlutdeild En hvað verður um þann sem lagði í vinnu og kostnað til að koma í veg fyrir algeran skort á lyfinu á markaði? Sá tók á sig mikla fjárbindingu og dreifingarkostnað sem engin leið var að sjá fyrir hvernig myndi enda. Er réttlátt að sá sem „bjargar málum“ beri allt tjón/áhættu við að gera allt sem hægt er til að koma í veg fyrir lyfjaskort?

Er réttlátt að sá sem „bjargar málum“ beri allt tjón/áhættu? Hver eru áhrifin á einstaklinginn þegar lyfjaskortur skapast? Hvað gerist þegar fólk fer í apótekið og fær ekki lyfið sem það þarfnast? Það getur kostað nýja ferð til læknisins en einnig það sem alvarlegra er – vinnutap, þjáningu og vanlíðan. Sögð var saga sjúklings sem var á gömlu lyfi sem hafði reynst vel en svo var framleiðslu lyfsins hætt. Viðkomandi var settur á nýtt lyf í staðinn sem gaf ekki eins góðan árangur svo tveimur öðrum lyfjum var bætt við meðferðina – til að ná sama árangri og gamla lyfið hafði gefið eitt sér. En lyfjablandan endaði með magasári sem olli vinnutapi, þjáningu og vanlíðan fyrir einstaklinginn. Það þarf að skoða allt kerfið í heild sinni,

bæði viðskiptahlutann og mannlega hlutann. Lyfjum er ætlað að lækna og líkna og gera fólki kleift að taka þátt í samfélaginu, ekki öfugt, sjúklingurinn er sá sem skiptir mestu máli. Hvað er til ráða – hvaða lausnir eru í stöðunni? Heilbrigðiskostnaður hefur aukist jafnt og þétt, m.a. vegna þess að ef ekki er skilningur á málefninu þá velur einstaklingurinn lyfið sem er í dýrari kantinum, heldur að það sé betra vegna verðsins. Bent var á samanburð lyfjaverðs við verð á poka af sælgæti. Er eðlilegt að gera þá kröfu að verð lyfs sé sambærilegt við poka af sælgæti ef „gjaldið“ verður svo á endanum það að hætt er að framleiða lyfið eða að lyfið er tekið af litlum mörkuðum? Meðal þess sem talað var um sem lausnir voru samstarfshópar og aukin samvinna í hverju slíku máli. Nauðsynlegt væri að þekkja vandann til að finna lausnina og að einfalda þarf kerfið þar sem á þarf að halda til að koma í veg fyrir lyfjaskort. Tillögur að útbótum til viðbótar voru m.a.; - Einfalda undanþágukerfið - Aukinn skilningur frá yfirvöldum þar sem Ísland er örmarkaður í augum flestra framleiðenda – verðpressa og breytingar á greiðsluþátttöku eru ekki að hvetja til skráningu lyfja - Hafa lítið notuðu lyfin nógu dýr til að þau standi undir sér, leyfa það í ákveðnum tilfellum - Vinna markvisst að auknu úrvali samheitalyfja með samstarfi allra hlutaðeigandi aðila - Hafa umræðu um lyfjamál á faglegum nótum - Auðvelda kröfur sem gerðar eru vegna öryggisefnis lyfja - Skoða kröfur um tungumál - Fjöllandapakkningar - Einfaldari skráningarferlar - Skoða skráningargjöld og pakkninga-kröfur - Skrá og greina tilfelli algers lyfjaskorts

um að upplýsingar væru allt of seinar að berast. Stjórnsýslan væri ekki nógu dugleg við að upplýsa heilbrigðisstarfsmenn um breytingar sem þeir þurfa að vinna eftir. Skoða þarf hvernig stjórnsýsluákvarðanir eru teknar því það sé í raun ekki ásættanlegt hvernig við búum til vandann sjálf. Fölsuð lyf Fjallað var um fölsuð lyf og viðhorf fólks almennt til fölsunar en fölsun er vel þekkt og algeng í m.a. Indlandi og Kína. Velta þarf fyrir sér viðhorfi fólks til fölsunar almennt þar sem það er viðurkennt af mörgum. Fólk kaupir vörur á netinu, s.s. merkjavöru, jafnvel þó það sé vitað af þeim sem pantar að um falsaða vöru er að ræða. Velta þarf fyrir sér hvaða áhrif þetta hefur á viðhorf til falsaðra lyfja. Lausnin felst í að kaupa eingöngu af viðurkenndum framleiðendum og þekkja uppruna vörunnar. Mjög góð mæting var á málþingið en um 130 manns skráðu sig og ekki var á fundargestum annað að heyra en að mikil ánægja væri með efni þess. Unnið upp úr glærum fyrirlesara og glósum ritstjóra. Glærurnar má finna á innri vef LFÍ. Regína Hallgrímsdóttir Ritstjóri

Breytingar á reglum Til viðbótar var á málþinginu fjallað um sífelldar breytingar í stjórnsýslunni, s.s. nýtt greiðsluþátttökukerfi en þar var rætt

tölublað 2 - 2013

Tímarit um lyfjafræði

21


FRÆÐIN Doktorsvörn

Berglind Eva Benediktsdóttir Efnasmíði N-alkýl-fjórgildra kítósanafleiða og gegndræpisaukandi áhrif þeirra á berkjuþekju eftir þessari leið takmarkast af litlu gegndræpi lungnaþekjunnar. Það mætti bæta lyfjagjöf eftir þessari leið með frásogshvötum sem auka gegndræpi lungnaþekjunnar en þar eru vatnsleysanlegar afleiður kítósans mjög áhugaverður kostur. Markmið doktorsverkefnisins var að smíða fjórgildar kítósanafleiður með betur skilgreinda byggingu en áður hefur verið gert og ákvarða sambandið á milli lengdar N-alkýl keðju þeirra og gegndræpisaukandi áhrifa í berkjuþekjumódeli.

Í nóvember 2012 varði Berglind Eva Benediktsdóttir, lyfjafræðingur, doktorsritgerð sína “N-alkyl Quaternary Chitosan Derivatives for Permeation Enhancement in Bronchial Epithelia” (Efnasmíði N-alkýl-fjórgildra kítósanafleiða og gegndræpisaukandi áhrif þeirra á berkjuþekju). Andmælendur voru dr. Ben Forbes, dósent við King‘s College London, og dr. Jón Valgeirsson, framkvæmdastjóri þróunareiningar Actavis á Íslandi. Leiðbeinendur í verkefninu voru dr. Már Másson, prófessor við Lyfjafræðideild og dr. med. Ólafur Baldursson lungnalæknir og framkvæmdastjóri lækninga á Landspítala. Lyfjagjöf flestra líftæknilyfja takmarkast við stungulyfjaform sem oft fylgir sýkingarhætta og erting á stungustað. Lyfjagjöf með innöndun hefur því verið talinn álitlegur kostur en aðgengi lyfja

Með nýju efnasmíðaleiðinni tókst að smíða kítósanafleiður með hátt hlutfall fjórgildingar (N-alkýlN,N-dímetýl kítósan, 85-100%), án óæskilegra hliðarhvarfa sem einkenna oft afleiður af þessari gerð. Jafnframt tókst að ákvarða nákvæma byggingu afleiðanna. Fljúrljómandi hópur var tengdur sértækt inn á fjórgilda trímetýlkítósanafleiðu (TMC) og staðsetning hennar í VA10 berkjuþekjufrumulínunni ákvörðuð. VA10 reyndist líkja vel eftir þeim þekjuvefseiginleikum sem lungun hafa og var því notuð til að kanna gegndræpisaukandi virkni kítósanafleiðanna. Eftir því sem að N-alkýl keðjan á afleiðunum var lengri, því meiri varð gegndræpi, riðlun þéttitengja og minni lífvænleiki í röðinni: hexýl ≈ bútýl > própýl > metýl (TMC). TMC reyndist því vera sú afleiða sem jók gegndræpi í berkjuþekjunni án þess að hafa varanleg áhrif á lífvænleika hennar og er því vænlegur kostur í frekari þróun innöndunarlyfjaforma. Samantekið, þá hefur doktors-

verkefnið aukið skilning okkar á gegndræpnisvirkni kítósanafleiða og undirstrikar mikilvægi þess að nota vel skilgreindar kítósanafleiður og líffræðileg líkön til þess að niðurstöður þeirra lífvirkniprófananna in vitro geti spáð sem best fyrir um virkni in vivo. Rannsóknin var unnin við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands, við Rannsóknarstofu í stofnfrumufræðum, Lífvísindasetri Háskóla Íslands undir handleiðslu dr. Þórarins Guðjónssonar og hjá dr. Knud J. Jensen við Lífvísindadeild Kaupmannahafnarháskóla. Doktorsverkefnið og tengd rannsóknaverkefni voru fjármögnuð af Eimskipasjóði og Rannsóknasjóði Háskóla Íslands, Vísindasjóði og Tækniþróunarsjóði RANNÍS, Markáætlun um erfðafræði í þágu heilbrigðis og um örtækni, Lyfjafræðingafélagi Íslands, Verðlaunasjóði Bergþóru og Þorsteins Scheving Þorsteinssonar og Vísindasjóði Landspítala. Doktorsnefnd skipuðu, auk leiðbeinenda, Knud J. Jensen, prófessor við Lífvísindadeild Kaupmannahafnarháskóla, Sesselja Ómarsdóttir, dósent við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands og Þórarinn Guðjónsson, prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands. Berglind Eva Benediktsdóttir (f. 1982) lauk stúdentsprófi af náttúrufræðibraut I frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 2002 og MS gráðu í lyfjafræði við Háskóla Íslands árið 2007. Berglind starfar í dag sem sérfræðingur hjá Quality Affairs, Actavis Group PTC.

Mynd til hægri; Doktorsnefndin, doktorsefnið og andmælendur fyrir vörnina, frá vinstri: Ólafur Baldursson, Anna Birna Almarsdóttir, Már Másson, Ben Forbes, Berglind Eva Benediktsdóttir, Jón Valgeirsson, Þórarinn Guðjónsson, Sesselja Ómarsdóttir. Ljósmyndir: Gunnar Sverrisson.

22

Tímarit um lyfjafræði

tölublað 2 - 2013


FRÆÐIN

Lokaverkefni nemenda 2013 Borghildur Eiríksdóttir

Hlutsmíðar annotínafleiða og andkólínesterasavirkni þeirra in vitro Lyngjafni er jafnategund sem vex villt á Íslandi og inniheldur mismunandi byggingar lýkópódíum alkalóíða. Sumir lýkópódíum alkalóíðar hafa reynst vera öflugir hemlar á asetýlkólínesterasa og gætu þar af leiðandi verið notaðir til meðferðar á Alzheimer sjúkdómi, til dæmis Huperzín A. Huperzín A er af lýkódín gerð en stærsti hluti lýkópódíum alkalóíða í lyngjafna eru af lýkópódín gerð. Annótín, einn af alkalóíðum af lýkópódín gerð sem finnst í lyngjafna, hefur verið prófað gegn asetýlkólínesterasa ensíminu og sýnt mjög litla hamningu (IC50 860 μM). Markmið þessara rannsóknar var að hlutsmíða annótínafleiður sem búið var að hanna með sameindahermun (in silico), ákvarða byggingu þeirra með kjarnsegulgreiningu (NMR) og kanna virkni þeirra gegn aseýlkólínesterasa með svokallaðri Ellman aðferð í von um virkari afleiður. Annótín var einangrað úr lyngjafna og notað sem upphafsefni við efnasmíð á annótínóli, sem svo var notað sem upphafsefni fyrir þrjár afleiður. Bygging afleiðanna var svo ákvörðuð með NMR, bensóýl annótín, para-flúorbensóýl annótín og ortho-flúorbensóýl annótín. Asetýlkólínesterasa virkni afleiðanna var prófuð, en ekki var hægt að prófa paraflúorbensóýl annótín sökum lélegrar leysni. Virkni afleiðanna reyndist vera töluvert betri en fyrir annótín, bensóýl annótín var með 145 μM og ortho-flúorbensóýl annótín reyndist 248 μM. Samband byggingar og virkni (SAR) fyrir annótínafleiðurnar í þessari rannsókn er góð viðbót við fyrri þekkingu á SAR fyrir afleiður lýkópódín gerða af lýkópódíum alkalóíðum og hvetja einnig til frekari in silico rannsókna á lýkópódín tegund alkalóíða sem gætu orðið öflugir asetýlkólínesterasa hemlar. Leiðbeinendur: Elín Soffía Ólafsdóttir og Natalia M. Pich

Gunnbjört Þóra Sigmarsdóttir

SSRI þunglyndislyfjanotkun á meðgöngu, áhrif hennar á nýbura. Inngangur: Sérhæfðir serótónín endurupptöku hemlar (e. selective serotonin reuptake inhibitors, SSRI), hafa á undanförnum árum leyst eldri þunglyndislyf af hólmi sem fyrsta val við lyfjameðferð vegna þunglyndis. Þekkt er að SSRI lyf valdi aukaverkunum en talið er fátítt að inntaka móður á slíkum lyfjum hafi áhrif á börn þeirra á meðgöngu. Því er talið réttlætanlegt að nota lyfin til meðhöndlunar á þunglyndi meðan móðir gengur með barn. Engu að síður er þekkt að aukaverkanir, jafnvel lífshættulegar, komi fram hjá börnum mæðra sem nota SSRI lyf. Slíkir fylgikvillar, tengdir SSRI lyfjanotkun mæðra, eru

tölublað 2 - 2013

lág fæðingarþyngd, styttri meðgöngulengd og viðvarandi lungnaháþrýstingur á nýburaskeiði. Áhrif SSRI lyfja á blóðflögur nýbura hafa lítið verið rannsökuð, en vegna sjúkratilfella sem upp hafa komið hjá konum á SSRI lyfjum er ekki síður mikilvægt að rannsaka áhrif lyfjanna á blóðflögur barna þessara kvenna. Markmið: Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvort SSRI lyfjanotkun mæðra á meðgöngu hafi áhrif á nýbura. Kannað var hvort notkun lyfjanna valdi blóðflögufæð hjá nýburum og hvort þau hafi áhrif á ástand barns við fæðingu. Aðferðir: Blóðsýnum úr móður og naflastreng barns var safnað og blóðflögufjöldi mældur. Upplýsingum um lyfjasögu og meðgöngu móður, kyn og ástand barns eftir fæðingu var einnig safnað. Niðurstöður: Alls voru 15 konur í SSRI meðferðarhópi og 45 í viðmiðunarhópi. Meðaldagskammtur þeirra kvenna sem voru á SSRI lyfjum síðustu sex vikur meðgöngu var 0,60±0,16 mg/ kg fyrir sertralín, 0,30±0,10 mg/kg fyrir flúoxetín, og 0,48 mg/ kg fyrir cítalópram. Niðurstöður sýndu að ekki var marktækur munur á blóðflögufjölda barna milli rannsóknarhópa (p=0,60). Ekkert barnanna í viðmiðunarhópi og fjögur af 15 börnum (26,67%) í SSRI meðferðarhópi grétu ekki við fæðingu (p=0,003). Ekki var marktækur munur á APGAR stigun við eins og fimm mínútur milli rannsóknarhópa (p=0,54 og 0,59). Ályktun: SSRI lyfjanotkun móður virðist ekki auka hættu á blóðflögufæð hjá nýbura né hafa marktæk áhrif á ástand barns við fæðingu. Þörf er á frekari rannsóknum og stærra rannsóknarþýði til að staðfesta niðurstöður þessarar rannsóknar. Leiðbeinendur: Sveinbjörn Gizurarson, Hildur Harðardóttir og Þórður Þorkelsson

Hlynur Torfi Traustason

Staða lyfjagjafa á hjúkrunarheimilum Markmið: Markmið rannsóknarinnar var að kanna stöðu lyfjagjafa á hjúkrunarheimilum. Skoðað var hvaða lyf var verið að gefa á hjúkrunarheimilunum og fylgst var með því hvort að þau væru gefin í samræmi við fylgiseðilinn. Skráð var niður hvort að lyfin væru mulin eða hylki opnuð, hvort að þau væru gefin með mat og þá hvaða mat. Að lokum voru lyfin skoðuð með tilliti til þess hvort að það mætti mylja þau og hvaða aðrir valmöguleikar eru í boði. Aðferðir: Rannsóknin fór fram á tveimur hjúkrunarheimilum þar sem farið var á tvær deildir á hvoru hjúkrunarheimili fyrir sig í fjóra daga á hverri deild. Vistmenn deildanna voru flokkaðir eftir aldri í þrepum, kyni og hvort að þeir væru með vitræna skerðingu. Fylgst var með hjúkrunarfræðingunum taka lyfin til, undirbúa lyfjagjöfina og gefa vistmönnum deildanna lyfin. Skráð voru niður nöfn lyfjanna, fjöldi og hvort að þau væru brotin í skömmtunarpokanum. Einnig var skráð niður hvort að lyfin væru mulin eða hylkin opnuð og þá í hvaða íblöndunarfasa þau væru gefin. Niðurstöður: Niðurstöður rannsóknarinnar gáfu til kynna að mulningur á lyfjum er algeng verklagsaðferð hjá hjúkrunarfræðingum þegar um kyngingarörðugleika er

Tímarit um lyfjafræði

23


FRÆÐIN að ræða hjá vistmönnum og umtalsverðum fjárhæðum er eytt í lyf sem verða óvirk eða virkni þeirra skert við þessa verklagsaðferð. Heimildum um það hvort að mylja megi töflur og opna hylki er sömuleiðis ábótavant sem getur komið í veg fyrir rétta lyfjagjöf. Úr niðurstöðum rannsóknarinnar var unninn listi yfir þau lyf sem ekki má mylja ásamt því að bent er á viðeigandi lyfjaform eftir því sem við á. Listinn getur þjónað sem uppflettirit fyrir heilbrigðisstarfsfólk þegar gefa á lyf til einstaklinga með kyngingarörðugleika. Leiðbeinendur: Pétur Sigurður Gunnarsson, Aðalsteinn Guðmundsson, Jón Eyjólfur Jónsson og Ólafur Samúelsson

Hróðmar Jónsson

Augndropar úr sýklódextríni, fituefni og fjölliðu. Formúlering, eiginleikar og stöðugleiki Augun eru eitt af skynfærum líkamans sem gera daglegt líf auðveldara. Þrátt fyrir að vera talsvert vernduð frá náttúrunnar hendi eru augnsjúkdómar og aðrir kvillar algengir meðal einstaklinga og er augnþurrkur einna algengastur. Flest öll lyfjameðferð í dag gegn augnþurrki felur í sér skyndilausnir í stað þess að leiðrétta það bólguástand sem tengist honum. Sýnt hefur verið fram á að ω-3 fitusýrur, sem meðal annars er að finna í miklum magni í þorskalýsi, eru bólguhemjandi. Inntaka á þessum fitusýrum hefur meðal annars verið tengd við minni hættu á augnþurrki auk þess sem staðbundin notkun í augu músa dró úr mælikvörðum sem notaðir eru til að meta hann. Langar, fjölómettaðar fitusýrur á fríu formi hafa auk þess sýnt fram á bakteríu- og veiruhemjandi verkun. Sýklódextrín eru hringlaga fásykrur sem hafa þann eiginlega að mynda vatnsleysanlegur fléttur með torleysanlegum lyfjaefnum og um leið auka stöðugleika þeirra. Sýnt hefur verið fram á að sýklódextrín geta myndað fléttur með þessum fituefnum og aukið bæði leysanleika og stöðugleika þeirra. Markmið þessa verkefnis var að þróa augndropa sem innihéldu þorskalýsi sem og fríar fitusýrur, stöðgaðar með sýklódextríni. Áður hefur verið sýnt fram á að aðeins náttúrulegu α-, β- og γ-sýklódextrín gætu myndað fléttur með fituefnunum og að hlutföllin 10% w/v sýklódextrín og 10% v/v fituefni væru ákjósanlegust. Af þessum sýklódextrínum kom γ-sýklódextrín best út. Áhrif ýmissa fjölliða, með og án rotvarnarefna, á setmyndun, upphristanleika, yfirborðsvirkni, seigjustig og osmólastyrk var rannsakaður og var það lausn sem innihélt rotvarnarefni og 2,5% w/v poloxamer 407 ásamt lausn sem innihélt 5% poloxamer 407 sem komu best út. Kornastærðin uppfyllti kröfur Evrópsku lyfjaskrárinnar um kornastærð augndropa og peroxíð gildi gáfu til kynna að sýklódexdrínin vernduðu fituefnin að hluta fyrir oxun. Leiðbeinendur: Þorsteinn Loftsson og Sergey Kurkov

Ingólfur Birgisson

Þróun sýnameðhöndlunaraðferðar fyrir greiningu og auðkenningu kólesteróls í Parkinsons-líkani með MALDI-MSI Bakgrunnur: Uppgötvuð tengsl milli kólesteróls í heila og Parkinsonsveiki hafa kallað á frekari rannsóknir. Matrix-assisted laser desorption/ ionization mass spectrometry imaging (MALDI-MSI) tæknin hefur verið notuð til að skoða sameindir í sjúkum vefjum en hefur ákveðnar takmarkanir þegar kemur að greiningu á kólesteróli. Markmið: 1) Að þróa nýja aðferð fyrir sýnameðhöndlun sem auðveldar greiningu á hlutfallslegu magni og dreifingu kólesteróls í heilavef með notkun MALDI-MSI og gerir auðkenningu sameindarinnar á vef mögulega. 2) Að hagnýta

24

Tímarit um lyfjafræði

aðferðina í Parkinsons-líkani. Aðferðir: Krúnuheilasneiðar úr samanburðar og shamlöskuðum rottum voru notaðar fyrir aðferðarþróunina. Undirbúningsskref sem fólu í sér annars vegar þvott með ammóníumasetat stuðpúða og hins vegar afleiðumyndun með hjálp betaíne aldehýð voru metin bæði sitt í hvoru lagi og sameinuð. Einhliða 6-hydroxydopamine (6-OHDA)taugaeiturs-laskaðir Parkinsons-líkan rottuheilar voru notaðir til að meta tengsl milli kólesteróls og Parkinsonsveiki. Rannsóknin var framkvæmd með MALDI TOF-TOF massagreini. Niðurstöður: Nýja aðferðin var nýtileg til að meta hlutfallslegt magn og dreifingu kólesteróls í heilavef rottu. Samsetning þvottaskrefs og afleiðumyndunar jók merkið verulega samanborið við það að sleppa sýnameðhöndlun. Þegar aðferðin var notuð á Parkinsons-líkan sást enginn munur í hlutfallslegu magni og dreifingu kólesteróls milli vefs sprautuðum með 6-OHDA og heilbrigðs vefs. Ályktanir: Sýnameðhöndlunaraðferðin reyndist árangursrík í að auka merkjastyrk og bæta greiningu á hlutfallslegu magni og dreifingu kólesteróls í heilavef rottu með MALDIMSI. Enginn munur sást á hlutfallslegu magni kólesteróls í Parkinsons-módeli með hjálp aðferðarinnar, sem bendir til þess að eitrun með 6-OHDA hafi ekki áhrif á kólesterólstyrk í Parkinsons-rottumódeli. Leiðbeinendur: Margrét Þorsteinsdóttir, Per Andrén og Cecilia Eriksson Verkefni var unnið við Uppsalaháskóla Svíþjóð.

Karen Dröfn Jónsdóttir

Sýklalyfjanæmi Helicobacter pylori á Íslandi Bakteríunni Helicobacter pylori (H.pylori) var fyrst lýst árið 1982. Hún er viðkvæm fyrir fæðuskorti, háu hitastigi og súrefni og getur því reynst erfitt að rækta hana in vitro. Um helmingur mannkyns er sýktur af bakteríunni en aðeins um 30% sýktra manna hafa einkenni. Sýking veldur magabólgu og eykur áhættu á sárasjúkdómi í maga- og skeifugörn og magakrabbameini. Vaxandi ónæmi H.pylori fyrir sýklalyfjum á síðustu árum kallar á endurskoðun hefðbundnu fjöllyfjameðferðanna sem beitt hefur verið gegn sýkingunni. Því er mikilvægt að í hverju landi sé fylgst reglulega með lyfjaónæmi bakteríunnar. 15 ár eru síðan slík rannsókn var gerð hérlendis. Markmið rannsóknarinnar var að kanna sýklalyfjanæmi H.pylori á Íslandi. Einnig voru skoðuð tengsl milli lyfjanæmis og aldurs; kyns; niðurstöðu speglunar; áhrif notkunar sýkla- og sýruhemjandi lyfja fyrir speglun og fyrri upprætingarmeðferða. Næmispróf voru framkvæmd með E-test aðferð fyrir ampicillin, clarithromycin, levofloxacin, metronidazole og tetracycline. Næmið var lesið eftir þriggja daga ræktun við örloftháð skilyrði og 37°C hita. Næmispróf fyrir metronidazole voru ræktuð fyrst í sólarhring við loftfirrðar aðstæður en síðan í tvo sólarhringa örloftháð. Upplýsingum einstaklinga var safnað á gagnasöfnunarblöð og sótt úr sjúkraskrárkerfinu Sögu. Lyfjaónæmi 61 stofns reyndist 0% fyrir ampicillin og tetracycline, 13,1% fyrir clarithromycin og 1,6% fyrir levofloxacin og metronidazole. Séu þeir sem áður höfðu fengið upprætingarmeðferð útilokaðir var lyfjaónæmi 0% fyrir ampicillin, levofloxacin og tetracycline, 8,8% fyrir clarithromycin og 1,8% fyrir metronidazole. Hlutfall ónæmis hjá konum mældist hærra en hjá körlum fyrir clarithromycin (21,7% á móti 7,9%) en munurinn var ekki tölfræðilega marktækur. Þá var ónæmi 75% gegn clarithromycin hjá þeim sem áður höfðu fengið upprætingarmeðferð á móti 8,8% hjá þeim sem ekki höfðu fengið slíka meðferð (p=0,0001). Alþjóðlegar leiðbeiningar mæla með svokallaðri staðlaðri

tölublað 2 - 2013


FRÆÐIN þriggja lyfja meðferð með sýrudæluhemli, clarithromycin og amoxicillin eða metronidazole á svæðum þar sem ónæmi clarithromycins mælist minna en 20%. Niðurstöður þessarar rannsóknar benda til að sú leiðbeining hæfi Íslandi. Meint hækkandi lyfjaónæmi H.pylori gegn clarithromycin hérlendis er þó áhyggjuefni. Umsjónarkennari og leiðbeinandi: Anna Ingibjörg Gunnarsdóttir. Aðrir leiðbeinendur: Hallgrímur Guðjónsson, Hjördís Harðardóttir og Einar S. Björnsson

Signý Jóhannesdóttir

Áhrif prótólichesterínsýru á lípíðsamsetningu í ræktuðum krabbameinsfrumum Krabbamein einkennist af stjórnlausum frumuvexti ásamt fjölgun og lifun frumna. Þessu fylgja greinilegar breytingar á efnaskiptum frumunnar. Lípíð gegna mikilvægu hlutverki í stjórnun á ýmsum frumuboðum sem umbreytast í krabbameinsfrumum. Hydroxyeicosaenoic sýrur (HETEs) taka þátt í frumuboðum og frumuvexti og sýnt hefur verið fram á aukna myndun þeirra í krabbameinfrumum vegna aukinnar lipoxygenasa (LOX) virkni. Aukin tjáning á 5- og/eða 12-LOX hefur fundist í ýmsum tegundum krabbameina þ.á m. briskrabbameini. Annars stigs fléttuefnið prótólichesterínsýra (PS) hefur sýnt hemjandi virkni á 5- og 12-LOX. Vökvagreining með raðtengdum massagreini (LC-MS/MS) er ein af þeim aðferðum sem hefur hvað mesta sértækni og næmni við magngreiningu á lípíðum. Markmið þessa verkefnis var að þróa skilvirka sýnameðhöndlunar aðferð til að einangra lípíðin 5-HETE, 12HETE og LTB4 úr ræktuðum ASPC1 briskrabbameins frumum og að meðhöndla þær með PS og að magngreina lípíðin með LC-MS/MS eftir einangrun. Niðurstöður úr aðferðarþróuninni sýndu að próteinfelling með metanóli er ákjósanlegasta aðferðin til að einangra lípiðin sem frumurnar seyta í ætið. Vökva-vökva útdráttur með hexane:ethyl acetate (1:1, v/v) var ákjósanlegasta aðferðin til að einangra lípíðin úr frumunum. Acetonitril í vatni (1:1,v/v) var besti leysirinn til að enduruppleysa lípíðin eftir inngufun. Notast var við þær aðferðir sem þróaðar voru til að einangra lípíðin í ASPC1 frumum eftir meðferð með PS áður en þau voru magngreind með LC-MS/MS. Niðurstöður úr fyrstu tilraununum með 3 klukkustunda meðferð með PS sýndu svipaðan styrk á lípíðum eftir meðferð með PS borið saman við viðmiðunar sýni. Ein tilraun, þar sem frumur voru meðhöndlaðar með PS í 8 klukkustundir, gaf þó til kynna lækkun á styrk lípíðanna, bæði í ætinu og í frumunum sjálfum. Þörf er á frekari tilraunum til að staðfesta þessar niðurstöður. Leiðbeinendur: Margét Þorsteinsdóttir, Helga M. Ögmundsdóttir og Finnur Freyr Eiríksson

sýkingum í munnholi hjá þeim sem nota gervitennur. Fituefni svo sem fitusýrur og mónóglýseríð þeirra hafa lengi verið þekkt fyrir virkni gegn örverum, en mónóglýseríðið mónókaprín hefur reynst virkast gegn Candida. Markmið verkefnisins var að framkvæma klíníska rannsókn til þess að kanna hvort hægt sé að nota tannlím með 3% mónókapríni sem fyrirbyggjandi gegn eða til meðhöndlunar á candidasýkingum undir gervitönnum. Tannlím með og án mónókapríns var framleitt fyrir klíníska rannsókn. Sextán sjálfboðaliðar tóku þátt í rannsókninni, þar sem sex þátttakendur fengu tannlím án mónókapríns og tíu þátttakendur fengu tannlím með 3% mónókapríni. Meðferðartímabil var 28 dagar. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að mónókaprín í tannlími minnkar sveppafjölda á gervitönnum eftir 28 daga notkun þess. Vísbendingar eru um að tannlímið gæti einnig minnkað sveppafjölda á hörðum góm og tungu við langtíma notkun. Niðurstöður leiddu einnig í ljós að mikill fjöldi sveppa í munnholi gervitannanotenda er viðvarandi vandamál sem æskilegt væri að fyrirbyggja. Sveppafjöldi í munnholi gervitannanotenda virðist ekki hafa farið minnkandi á síðustu áratugum. Sveppasýking undir gervitönnum mun því líklega halda áfram að vera vandamál hjá þessum einstaklingum. Niðurstöðurnar benda til þess að með notkun mónókapríns í tannlími sé hægt að minnka sveppasýkingu í munnholi. Jafnvel væri sá kostur fyrir hendi að nota þetta lyfjaform sem fyrirbyggjandi meðferð við sveppasýkingu undir gervitönnum fremur en meðferðarúrræði eftir að Candida sveppir hafa náð bólfestu í munnholinu. Leiðbeinendur: Þórdís Kristmundsdóttir og W. Peter Holbrook

Sigríður Ásta Jónsdóttir Virkni mónókapríns í tannlími gegn sveppasýkingu undir gervitönnum Klínísk rannsókn Candidasýkingar undir gervitönnum er einn algengasti munnholssjúkdómurinn hjá einstaklingum með gervitennur. Sveppasýkingar í munnholi eru oftast meðhöndlaðar með staðbundnum sveppalyfjum, en meðferðin er oft ekki mjög áhrifarík. Auk þess getur tíð notkun sveppalyfja leitt til ónæmismyndunar. Þetta hefur aukið þörfina á nýjum meðhöndlunaraðferðum við candida-

Icepharma styður við almenna lýðheilsu

með það að markmiði að fyrirbyggja og meðhöndla sjúkdóma, lengja líf og efla heilsu með samstilltu átaki og upplýstu vali.

tölublað 2 - 2013

Tímarit um lyfjafræði

25


FÓLKIÐ

Nýja greiðsluþátttökukerfið Hanna María Siggeirsdóttir - Pistill félagsmanna Í síðasta tölublaði TUL er nýja sjúkratryggingakerfinu ágætlega lýst. En ég er ekki sammála öllu sem kemur fram í þeirri umfjöllun. Undirrituð hefur aldrei verið hrifin af byltingum og hefur þá trú að hægfara þróun, sem byggir á þroskaðri reynslu sé farsælust í lífinu. En ekki endalausar breytingar breytinganna vegna. Ég spyr sjálfa mig mjög oft: Til hvers? Hverjir eru kostirnir og hverjir eru gallarnir og hvort vegur þyngra, kostir eða gallar? Þetta var það sem kom upp í huga minn þegar ég fór að fylgjast með þróun og vinnslu þessa nýja greiðsluþátttökukerfis SÍ. Var ekki hægt að ná fram sama sparnaði (ef um sparnað er að ræða) með breytingum á því kerfi sem fyrir var? Í nýja kerfinu eru innleidd hugtökin lyfjaár og þakskírteini: Lyfjaárið byrjar þegar skjólstæðingur leysir fyrst út lyfseðil eftir 4. maí sl. og eitt ár þaðan í frá. Þetta hugtak er að mínu mati ónauðsynlegt. Flest fólk með langvinna sjúkdóma fær lyfin sín afgreidd á u.þ.b. þriggja mánaða fresti og ætti að borga afgreiðslugjöld þá. En nú þarf að borga mest í upphafi lyfjaársins og svo kannski ekki neitt það sem eftir er ársins. Þetta er afskaplega óþægilegt fyrir flesta sem hafa jafnar mánaðarlegar tekjur og mánaðarlega greiðsludreifingu á útgjöldum sínum. Þakskírteini er skírteini sem læknir getur sótt um fyrir skjólstæðing þegar skjólstæðingurinn hefur greitt ákveðna hámarksupphæð fyrir þau lyf sem SÍ tekur þátt í að greiða og eru G-merkt. Skírteinafjöldinn var gríðarlega mikill fyrir og hef ég á tilfinningunni að ekki sé verið að draga mikið úr því. Alltaf er verið að auka pappírsvinnu hjá læknum í stað þess að þeir eyði sínum vinnutíma í að lækna fólk. Svo ekki sé talað um pappírsvinnuna hjá hinu opinbera. Einföldustu hluti eins og G-merkingu var hægt að innleiða í eldra kerfi. Hafa bara tvær greiðslumerkingar: Annaðhvort greiðir SÍ eða ekki. (Engin ástæða til byltingar á kerfinu). Ef SÍ greiðir þá mátti innan ramma

26

gamla kerfisins láta alla borga við hverja afgreiðslu afgreiðslugjald, enginn fengi allt frítt (einfalt).

hverja afgreiðslu, engir fá neitt alveg frítt. Tökum sem dæmi: sykursjúkir greiði fyrir hverja afgreiðslu o.s.frv.

Í mörg ár hefur verið talað um að taka upp skandínavíska kerfið í greiðsluþátttöku SÍ. Ég er sannfærð um að þetta verkefni er búið að vera í vinnslu hjá Sjúkratryggingum í mjög, mörg ár og búið að kosta mjög mikið af peningum okkar skattgreiðandanna. Lokahnykkurinn á útfærslu og vinnslu kerfisins var ekki ódýr, hvorki fyrir apótekin né sjúkratryggingar (þ.e.a.s. ríkið og skattgreiðendur).

Vonandi kemur í ljós í framtíðinni hversu mikill kostnaður er við þetta kerfi umfram litlar breytingar á eldra kerfinu og hversu mikið sparast, fyrir ríkið. Við megum ekki gleyma því að lyfjakostnaður lækkar stöðugt með tilkomu ódýrra samheitalyfja inn á markaðinn, þó auðvitað fjölgi líka nýjum dýrum lyfjum.

Nú er komin tveggja mánaða reynsla á nýja greiðsluþátttökukerfi SÍ. Það vill svo til að kerfið hefur kosti og galla eins og allt annað. Enn er verið að stoppa í götin og enn eru að koma fram vandamál. Vinnan við þetta virðist vera endalaus. Helstu kostir eru einföldun, þ.e.a.s. það eru eingöngu tveir greiðsluflokkar, greiðsluþátttaka eða ekki greiðsluþátttaka. Ennfremur er kostur að vera í beintengingu og sjá strax hvort einstaklingur er sjúkratryggður eða ekki og hvort viðkomandi hafi einhver afsláttarskírteini í gildi. Þetta var líka hægt að gera í gamla kerfinu, við vorum beintengd. Enn ein auka vinnan í nýja kerfinu er greiðsludreifing hárra upphæða sem SÍ veitir skjólstæðingum sem ekki geta greitt upphafskostnað sinn. Því má spyrja sig; Var ekki hægt að ná þessum sparnaði á lyfjakostnaði ríkisins með einföldun á kerfinu sem var í gangi? Þannig að ekki yrði brjálæðislegur kostnaður og vinna fyrir alla sem að koma? Var ekki hægt að spara rándýra vinnu lækna (á kostnað skattborgara) með því að snúa sér beint til SÍ eða að lyfjafræðingar apótekanna geti sótt um þakskírteini fyrir skjólstæðinga sína? Þær breytingar sem hægt var að gera á eldra kerfi án mikils kostnaðar, en með miklum sparnaði fyrir ríkið, var að láta alla borga fyrir lyfin sín eitthvað fyrir

Tímarit um lyfjafræði

tölublað 2 - 2013

Ég er þó sannfærð um að þetta á allt eftir að jafna sig með reynslu og æfingu okkar allra. Mér finnist líklegt að einhverjir skjólstæðingar fari að hamstra þegar þeir eru komnir upp í greiðsluþakið og lyfjaárið þeirra er ekki liðið. Með því geta þeir seinkað eitthvað nýju lyfjaári. Það leiðir tíminn í ljós. Þetta nýja kerfi SÍ á að mismuna sjúklingum minna en hið eldra kerfi, en ekki er ég ennþá búin að sjá það virka. Kostnaður þeirra sem þurfa á mörgum og dýrum lyfjum að halda eða nota lyf að staðaldri var aðvitað nokkuð hár, en fólkið greiddi einungis afgreiðslugjaldið (sjúklingshlutann) við hverja afgreiðslu en ekki allt í upphafi lyfjaársins. Ekki hefur ennþá komið skýrt fram hver framkvæmdin verður á þakskírteinunum, fyrir þá sem nenna að „bögga“ læknana með því. Þeir eru ekki alltaf snöggir að bregðast við beiðni fólks. Mikill kostur er réttindagáttin sjúkra. is þar sem skjólstæðingar geta séð réttindastöðu sína og ennfremur geta apótek kannað réttindastöður þar. Þar eru tæki og tól svo fólk getur reiknað út kostnað sinn við lyfjakaup en reynslan er að það er þægilegra að hringja í apótekið og láta reikna verðið út fyrir sig. Að lokum vona ég að sparnaður náist í lyfjakostnaði landsmanna og að kostnaður við yfirbygginguna verði minnkaður til muna, þar má líka spara. Hanna María Siggeirsdóttir, eigandi og lyfsöluleyfishafi í Lyfjaborg sem er sjálfstætt apótek.


Við erum Mylan

eitt stærsta samheitalyfjafyrirtæki heims MYLAN færðist yfir til Icepharma 22. júní. Parlogis sér nú um dreifingu vara frá Mylan.

Pöntunarsími er 590-0200

MYL130701

Markaðsstjóri MYLAN hjá Icepharma Ingi Þór Ágústsson 821-8038 ingithor@icepharma.is

tölublað 2 - 2013

Tímarit um lyfjafræði

27


Er ofnæmið að trufla? Nú

100 tö flur án lyf seðils !

Cetirizin-ratiopharm

10 mg - 10 stk., 30 stk. og 100 stk.

Fljótt að virka Við einkennum frá augum og nefi Við einkennum langvarandi ofsakláða

Notkunarsvið: Cetirizin-ratiopharm inniheldur cetirizin tvíhýdróklóríð, ofnæmislyf fyrir fullorðna og börn frá 6 ára aldri; til að draga úr einkennum frá nefi og augum vegna árstíðabundins eða stöðugs ofnæmiskvefs; til að draga úr einkennum langvarandi ofsakláða. Frábendingar: alvarlegur nýrnasjúkdómur, ofnæmi fyrir virka efninu, einhverju öðru innihaldsefni Cetirizin-ratiopharm eða fyrir hydroxyzini eða píperazín afleiðum. Varúð: Einstaklingar með skerta nýrnastarfsemi, með flogaveiki eða sem eiga á hættu að fá krampa skulu láta lækninn vita áður en lyfið er notað. Hætta þarf töku lyfsins þremur dögum áður en farið er í ofnæmishúðpróf. Meðganga og brjóstagjöf: Forðast skal notkun lyfsins. Skömmtun: Fullorðnir og unglingar eldri en 12 ára: Ráðlagður skammtur er 10 mg, ein tafla, á dag. Börn 6 til 12 ára: Ráðlagður skammtur er 5 mg, hálf tafla, tvisvar á dag. Sjá frekari upplýsingar í fylgiseðli. Algengar aukaverkanir: Þreyta, munnþurrkur, ógleði, niðurgangur, svimi, höfuðverkur, syfja, kokbólga og nefkvef. Lesið vandlega fylgiseðilinn sem fylgir lyfinu. SmPC: Júlí 2012.

28

Tímarit um lyfjafræði

tölublað 2 - 2013


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.