Tímarit um lyfjafræði - 1. tbl. 53. árgangur 2018

Page 1

1. tbl - 53. árg. - 2018

Eva María Pálsdóttir og Hjalti Kristinsson

LYFJAFRÆÐINGAR Í ÚTLÖNDUM

R

GLÝSING AR AU

S

LY FJ UM

F LY

MÁ VERA Á OFUM T S IÐ B

ELSA STEINUNN HALLDÓRSDÓTTIR

Á

EN GA

Viðtal

IL S

S KYLDU

M

Ólafur Ólafsson

HAGNÝT SIÐFRÆÐI OG EFLING MEÐFERÐARHELDNI Tímarit um lyfjafræði

1


AkureyrarApótek merki fjórlitur Græni: 26 - 1 - 100 - 10 Grái: 80% svart Letur, svart/grátt: 100% svart

KÆRAR ÞAKKIR FYRIR STUÐNINGINN

Ef hægt er á að nota þessa útgáfu Fyrir 6cm breitt logo eða meira

Kaupangi v/Mýrarveg | Kt. 690610-1320 | S. 460 9999 | Fax 460 9991

Varaútgáfa 3 - 6 cm breitt

Kaupangi v/Mýrarveg | Kt. 690610-1320 S. 460 9999 | Fax 460 9991 Án upplýsinga

CMYK litir: Hjarta: Cyan: 10, Magenta: 100, Yellow: 100, Svart: 20 Letur: Cyan: 10, Magenta: 10, Yellow: 10, Svart: 60

Pantone litir: Hjarta: Rautt: 200C Letur: Grátt: 424C


EFNISYFIRLIT FÉLAGIÐ 5 16

Formannsþankar Aðalfundur LFÍ 2018

FÓLKIÐ

ESCP International Workshop 2018 Ráðstefna ESPEN (The European Society for Clinical Nutrition and Metabolism) 2017 Anna Friðriksdóttir Ráðstefna Mass Spectrometry: Applications to the Clinical Lab

13 14 20

Finnur Freyr Eiríksson

Lyfjafræðingar í útlöndum

10

Fundur kvenlyfjafræðinga í Evrópu í Vín

18

Baráttan við fíknivandann

Eva María Pálsdóttir og Hjalti Kristinsson

Er í draumastarfinu Viðtal við Elsu Steinunni Halldórsdóttur

21

Þórunn Kristín Guðmundsdóttir Hanna G. Sigurðardóttir

Innleiðing lyfjafræðilegrar umsjár í heilsugæslu á Íslandi

22 24

Anna Bryndís Blöndal

FRÆÐIN Lyfjafræðisafnið - Fornar forskriftir Penicillium chrysogenum - Penicillin mould Penisillínmyglusveppur Forsíðumyndin

Hagnýt siðfræði og efling meðferðarheldni Ólafur Ólafsson

6 7

Lokaverkefni nemenda við lyfjafræðideild Háskóla Íslands árið 2017 Skortur á tilkynningum alvarlegra aukaverkana lyfja til Lyfjastofnunar

27 30

Ásdís Björk Friðgeirsdóttir og Hrefna Guðmundsdóttir

8

Dánartíðni sjúklinga í tengslum við fjölsjúkleika og ávísun svefnlyfja og/eða kvíðastillandi lyfja - Fyrstu niðurstöður

32

Kristján Linnet

FRÁ RITSTJÓRN Ágætu félagar Ritstjórnin vill þakka öllum þeim sem stutt hafa við útgáfu blaðsins síðastliðin ár. Á aðalfundi LFÍ 2018 var Ingunn Björnsdóttir kjörin næsti ritstjóri TUL og er þetta því síðasta tölublað TUL sem fráfarandi ritstjórn sér um. Ritstjórnin hefur séð um blaðið síðastliðin 2 ár (eitt kjörtímabil) og á þeim tíma voru gefin út 4 tölublöð á prenti og rafrænt þar sem ritstjórnin sá um mest alla vinnu s.s. söfnun auglýsingastyrkja, uppsetningu, prófarkalestur og söfnun greina. Við minnum á að hægt er að senda inn ábendingar og fyrirspurnir á póstfangið ritstjori@lfi.is Að lokum viljum við óska Ingunni og hennar ritnefnd velfarnaðar í starfi við útgáfu næsta tölublaðs TUL. Við þökkum kærlega fyrir okkur. Með góðri kveðju Ritstjórn TUL, Heimir Jón Heimisson ritstjóri, Bryndís Jónsdóttir, Guðrún Þengilsdóttir, Íris Gunnarsdóttir

1. tölublað 2018 - 53. árg. Útgefandi: Lyfjafræðingafélag Íslands Lyfjafræðisafninu við Safnatröð Pósthólf 252 172 Seltjarnarnesi Sími 561 6166 lfi@lfi.is

Ritstjórn: Heimir Jón Heimisson Bryndís Jónsdóttir Guðrún Þengilsdóttir Íris Gunnarsdóttir Uppsetning: Jóhann Sindri Pétursson Prentun, pökkun og merking: Prenttækni

Forsíðumynd: Myndin sem prýðir forsíðuna að þessu sinni er af Penicillium chrysogenum– penicillin mould - penisillínmyglusveppur. Ítarlegar upplýsingar má finna á blaðsíðu 7. „IMG_5607 - Mold samples from students’ environments. 1 hour settle plates (PDA+strep) after about 1 wk incubation“ by Kathie Hodge is licensed under CC BY-NC-SA 2.0


ÖFLUG LAUSN VIÐ HÁLSBÓLGU! Bólgueyðandi og verkjastillandi munnsogstafla við særindum í hálsi HUNANGS OG SÍTRÓNUBRAGÐ

HUNANGS OG SÍTRÓNUBRAGÐ

Strefen 8,75 mg munnsogstöflur og Strefen Orange 8,75 mg Sukkerfri, munnsogstöflur. Innihalda flurbiprofen. Strefen er notað sem skammtímameðferð til að draga tímabundið úr særindum í hálsi hjá fullorðnum og börnum eldir en 12 ára. Sjúga skal eina munnsogstöflu rólega og láta leysast upp í munni á 3-6 klst. fresti eftir þörfum, mest 5 töflur á sólahring. Ekki er ráðlagt að nota lyfið lengur en í 3 sólarhringa. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.

APPEL BRA SYKUR

APPELSÍNUBRAGÐ SYKURLAUST


FÉLAGIÐ

Formannsþankar Á síðasta aðalfundi LFÍ var samþykkt að lyfjafræðinemar, sem hafa tímabundið leyfi til að gegna störfum aðstoðarlyfjafræðings eftir 4. námsár, geti orðið félagar í Lyfjafræðingafélagi Íslands og ég býð þennan hóp sérstaklega velkominn í félagið. Árlegt þing FIP (alþjóðasamtaka lyfjafræðinga) verður að þessu sinni haldið í Glasgow í Skotlandi og er því mjög stutt fyrir okkur Íslendinga að fara þetta árið. Fjöldi áhugaverðra fyrirlestra er í boði auk funda sem fulltrúar hvers lands taka þátt í. Ég hvet lyfjafræðinga á Íslandi til að sækja þing FIP í Glasgow í september 2018. Það er frábært tækifæri til að fræðast um fagið og í leiðinni að kynnast lyfjafræðingum hvaðanæva að, veita og þiggja ráð, fræðast og hafa gaman af og útvíkka tengslanetið. Fræðslunefnd LFÍ hefur undanfarna tvo vetur staðið fyrir mjög áhugaverðum fræðslufundum fyrir okkur félagsmenn sem hafa verið afar vel sóttir. Frábært starf og einstakt tækifæri fyrir okkur og ég hvet ykkur kæru félagsmenn til að sækja þessa fræðslufundi. Fyrir tilviljun heyrði ég á tal nokkurra lyfjafræðinga stuttu fyrir aðalfund LFÍ í mars s.l. Aðalumræðuefnið var að gera grín að aðalfundi LFÍ og tala um hann sem heimsins leiðinlegasta fund og að enginn nennti að mæta þangað. Mér fannst þessi umræða mjög áhugaverð, sérstaklega í ljósi þess að ég hef ekki séð neinn af þeim lyfjafræðingum sem tóku þátt, á aðalfundum undanfarinna ára. Mér fannst hún líka sorgleg því hún endurspeglar ákveðið viðhorf til félagsins. Viðhorf félagsmanna til félagsins er einmitt grundvallaratriði við að tryggja samstöðu meðal félagsmanna. Samstöðu um stöðu lyfjafræðinga í heilbrigðiskerfinu og annars staðar í samfélaginu og hvert á að stefna. Samstöðu hvað varðar kaup og kjör og samninga félagsins við vinnuveitendur. Samstöðu um að standa vörð um lyfjafræðifagið og skjólstæðinga okkar. Samstöðu okkar lyfjafræðinga sem stéttar hvar sem við störfum. Undanfarin ár hafa aðalfundir LFÍ verið málefnalegir og góðar og fjörugar umræður hafa skapast, bæði um fagið og félagið. Því miður mættu óvenju fáir á aðalfundinn þetta árið. Ég vona að umræður af því tagi sem ég heyrði séu ekki ástæðan fyrir því. Aðalfundur LFÍ er jafnáhugaverður og skemmtilegur og fólkið sem mætir á hann vill. Kæru félagsmenn, mætið endilega á aðalfundi félagsins og takið þátt í starfi þess. Mig langar alveg sérstaklega til að þakka þeim félagsmönnum, sem voru að ljúka sínum kjörtímabilum í stjórn og nefndum félagsins, kærlega fyrir gott og óeigingjarnt starf í þágu félagsins og okkar allra. Ég vil líka bjóða nýtt fólk í stjórn og nefndum félagsins velkomið til starfa. Ég hlakka til að vinna með ykkur. Lóa María Magnúsdóttir, formaður LFÍ

Tímarit um lyfjafræði

5


FRÆÐIN Lyfjafræðisafnið Fornar forskriftir Axel Sigurðsson Axel Sigurðsson lyfjafræðingur var einn af forvígismönnum þeirra er stofnuðu Lyfjafræðisafnið. Hann var sá er helst var leitað til varðandi sögu lyfjafræðinnar og var einn þriggja er tók saman Lyfjafræðingatalið. Hann var ritstjóri endurbættrar útgáfu talsins er hann lést 2002. Axel tók saman ýmsan fróðleik m.a. ýmsar gamlar forskriftir og hér á eftir er birt dæmi um eina slíka. Axel Sigurðsson Mynd úr safni

Úr Pharmacopæa danica 18402) og 1850: Pulcis cosmicus Ætsende pulver

Pulvis cosmicus Ætandi duft

Rc. Cinnaberis præparatæ Drachmas duas, Sanguinis Draconis pulverati Grana duodecim, Cinerum Soleæ calcei Grana octo, Arsenici albi pulverati Scrupulos duos.

Takið hreinsað zinnóber tvær drökmur, púlveriserað drekablóð tólf grön, ösku af skósólum átta grön, púlveriserað hvítt arsenik tvær skrúplur.

Bene commixta secundum leges de venenis constitutas serventur.

Blandið vel og geymið eins og lög um eiturefni segja fyrir um.

Zinnóber er rautt merkúrísúlfí, var mest notað sem litarefni í málningu. Drekablóð er dökkrauður harpix, fenginn úr ávöxtum drekablóðpálmanns, sem ræktaður er á Súmötru og Borneó. Það þótti vera blóðstoppandi og Þurrkandi. Innvortis var það notað við of miklu munnvatnsrennsli og uppgangi úr lungum, en mest var það notað til að búa til rauðgullið lakk. Um skósólaöskuna er erfitt að segja, en ef tekið er mið af heilli húð myndi askan innihalda kalíum- og natríumsölt, aðallega karbónöt og fosföt og hafa verið lútarkennd. Ekki verður heldur fullyrt hvaða önnur efni hafa fylgt með ef sólarnir hafa verið af notuðum skóm, sem telja verður líklegt. Hvítt arsenik er arsen tríoxíð, en arsenik var mikið notað í lyf á þessum tíma, bæði útvortis og innvortis, með ótrúlegustu ábendingum. Þessu dufti var stráð á krabbameinskýli eða -sár og var það að sögn mjög sársaukafullt3,5). 1850 furðar gagnrýnandi sig á því að ekki skuli vera hægt að nota aðra ösku en af brenndum skósólum4)

------------------------------------------------1)

6

Pharmacopæa Danica 1772, Hauniae 1772

2)

Pharmacopæa Danica 1840, Hafniæ 1840

3)

Hager: Handbuch der pharmaceutischen Praxis, Berlin 1882

4)

Bibliothek for Læger, 3. Række, 8. Bind, 1850, tekið upp úr 5)

5)

K. Berentsen, De uorganisk kemiske monografier í Pharmacopoea Danica 1772, København 1970

6)

Formler, udg. af København Apotekerforening, København 1992

Tímarit um lyfjafræði


FRÆÐIN

Penicillium chrysogenum Penicillin mould Penisillínmyglusveppur Forsíðumyndin

Á forsíðu blaðsins má sjá mynd af myglusvepp sem framleiðir hið mikilvæga lyf penisillín sem allir ættu að þekkja. Sveppir teljast ekki til plantna heldur flokkast þeir í sér svepparíki. Penicillinum chrysogenum (einnig kallaður P. notatum) er af ætt myglusveppa (Trichocomaceae) sem finnast í jarðvegi um allan heim og þrífast á lífrænu efni innan og utandyra. Fyrra nafnið í tegundaheitinu „penicillium“ er komið af latneska orðinu „penicillus“ sem er pensill á íslensku, og vísar til útlits sveppaþráðanna. Seinna nafnið „chrysogenum“ höfðar til gulgræns litar myglunnar en „chrysos“ þýðir gull á grísku. Það eru til a.m.k 300 tegundir af Penicillium ættkvíslinni og sumar valda myglu á matvælum og í húsakynnum, en aðrar eru mikilvægar í iðnaði s.s. ostagerð. P. chrysogenum hefur verið ræktaður í stórum tönkum til framleiðslu penisillíns með líftækni síðan um miðja síðustu öld. Framleiðslan hófst í kjölfar uppgötvunar skoska vísindamannsins Alexanders Fleming á getu myglusveppsins til þess að drepa sjúkdómsvaldandi bakteríur sem hann ræktaði í petriskálum á rannsóknastofu sinni árið 1929. Það voru svo félagarnir Florey og Chain sem fylgdu uppgötvuninni eftir og einangruðu penisillín og sönnuðu bakteríudrepandi virkni þess. Fleming, Florey og Chain deildu Nóbelsverðlaunum fyrir þessa uppgötvun árið 1945. Dorothy Hodgkin

Mynd 1. Almenn efnabygging penisillíns

í Oxford sýndi fyrst fram á byggingu penisillíns með röntgenkrystalógrafíu. Þegar menn náðu tökum á framleiðsluaðferðinni komst penisillín í almenna notkun í kjölfar síðari heimsstyrjaldarinnar. Þekkt er að Fornegyptar hafi lagt myglað brauð á sár til að draga úr sýkingum, en misjafn árangur hefur eflaust verið af slíkri meðferð. Fyrir daga penisillíns voru dauðsföll af völdum hinna skæðu gramjákvæðu baktería af stofni stafýlókokka og streptókokka algeng. Penisillín var því í fyrstu kallað „kraftaverkalyfið“. En hvað er penisillín? Penisillín er í raun samheiti yfir mörg efni sem hafa sameiginlega byggingu sem sjá má á mynd 1 þar sem R er mismunandi efnahópar. Það getur t.d. verið bensýlhópur eins og í bensýlpenisillíni (penisillín G) eða fenoxýmetýlhópur eins og í fenoxýmetýlpenisillíni (penisillín V), en þetta voru fyrstu penisillínin. Bæði eru mjög virk á gram-jákvæðar bakteríur. Penisillín V er hægt að taka um munn, en penisillín G er aðeins virkt gefið í æð þar sem það er viðkvæmt fyrir sýruhvöttu vatnsrofi í meltingarvegi. Fjöldi hlutsmíðaðra afleiða með ólíka R hópa og breiðara virknisvið hafa verið þróaðar í lyf. Verkunarmáti penisillína er að hindra ensím sem eru bakteríum nauðsynleg við uppbyggingu frumuveggs þeirra. Mannafrumur eru ekki með frumuvegg og því er þetta mjög sérhæfður verkunarmáti. Penisillínin hafa því litlar aukaverkanir en þær helstu eru magaóþægindi vegna áhrifa lyfjanna á bakteríur í magaflóru mannsins. Alvarlegt vandamál er þó að menn geta haft ofnæmi fyrir penisillínum og er það tiltölulega algengt. Ef slíkt lætur á sér kræla þá getur viðkomandi einstaklingur ekki notað penisillín aftur vegna hættu

á hastarlegum ofnæmisviðbrögðum og þarf því að notast við önnur lyf upp frá því. Framleiðsla myglusveppa á penisillíni sem drepur bakteríur og mótleikur baktería til að þola penisillínið er dæmi um efnahernað sem stöðugt geisar á milli lífvera í náttúrunni og er hluti af þróun lífs á jörðinni. Ónæmi baktería fyrir penisillíni og öðrum sýklalyfjum er vaxandi vandamál í heiminum í dag. Ónæmi myndast með tímanum við mikið og langvarandi samneyti sýkils og sýklalyfs og verða þá til afbrigði af bakteríunum sem penisillín og önnur sýklalyf bíta ekki lengur á. Það er því mikilvægt að nota sýklalyf af ábyrgð og einungis ef nauðsyn ber til. Þannig lengjum við þann tíma sem „kraftaverkalyfin“ geta haldið áfram að þjóna mannkyninu og bjarga mannslífum. Elín Soffía Ólafsdóttir, prófessor

Heimildir: Mary Bellis. “The History of Penicillin” https://www. thoughtco.com/history-of-penicillin-1992304 Sótt 15.06.2018 Gonzalez-Estrada A, Radojicic C (2015). “Penicillin allergy: A practical guide for clinicians”. Cleveland Clinic journal of medicine. 82 (5): 295–300. American Chemical Society International Historic Chemical Landmarks. Discovery and Development of Penicillin. http://www.acs.org/content/acs/en/education/ whatischemistry/landmarks/flemingpenicillin.html Sótt 13.06.2018. Foye‘s Principles of Medicinal Chemistry, 7th edition (2013), eds. TL Lemke & DA Williams. Lippincott Williams Wilkins: Walters Kluwer Buisness, Baltimore, USA.

Tímarit um lyfjafræði

7


FRÆÐIN

Ólafur Ólafsson Cand. Pharm. / MA Appl. Ethics MFRPSII ARPharmS

Hagnýt siðfræði og efling meðferðarheldni Inngangur Framfarir í lyfjaþróun hafa verið miklar á undanförnum áratugum og möguleikar hafa opnast til að veita einstaklingum betri meðferð en áður þekktist. Störf lyfjafræðinga og annarra heilbrigðisstarfsmanna hafa beinst að því að fullnýta þá möguleika meðferðar sem nú gætu staðið einstaklingum til boða. Stór hluti lyfjameðferðar er í höndum þeirra sem taka lyf sín í heimahúsum. Það leiðir hugann að hugtakinu meðferðarheldni. Fjölmargar rannsóknir hafa verið gerðar á meðferðarheldni sjúklinga. Á grundvelli þeirra er samt ekki unnt að fá einhverja eina tölu sem er rétta svarið um hvernig meðferðarheldni mælist í hundraðshlutum. Þó er ljóst að telja verður að meðferðarheldni sjúklinga sé ábótavant. Það hefur verið mér hugleikið um langan tíma með hvaða hætti mætti auka hana. Slæma meðferðarheldni mætti kalla heilbrigðisvandamál. Hvað segir það ef ég gef mér að hún gæti verið 50%? Gæti það sagt að einstaklingar fara á mis við hin 50% meðferðarinnar sem uppá vantar? Fengju aðeins að njóta helmings þeirrar þekkingar og reynslu sem heilbrigðisstarfsmenn búa yfir, helmings þeirrar velferðar sem þeim stæði til boða og helmings þess ávinnings sem lyfin gætu veitt þeim? Til að taka af öll tvímæli lít ég svo á að breytingar á lífsstíl (t.d. hollara mataræði, aukin hreyfing og reykleysi) séu hluti af meðferð.

8

Tímarit um lyfjafræði

Það er ekki tilgangur þessa greinarstúfs að fjalla um mismunandi skilgreiningar á hugtakinu, heldur ekki mismunandi sjúklingahópa, landsvæði eða þjóðfélagsstöðu sjúklinga eða aðgengi að lyfjum og kostnað. Tilgangurinn er að fjalla um hluta aðferðafræði sem kynnt hefur verið og leitt hefur verið líkum að gæti aukið meðferðarheldni. Allt beinist það að því að vinna ekki fyrir einstaklinginn, heldur með honum. Þáttur hagnýtrar siðfræði Mér lék forvitni á því að kanna hvort hagnýt siðfræði hefði einhver svör eða vísbendingar um leiðir til að auka meðferðarheldni. Ég vil leyfa mér að líta á hagnýta siðfræði sem verklega grein. Fræðilegan grunn hennar má nýta í samskiptum sjúklinga og fagfólks. Í meistaranámi mínu við Háskóla Íslands skrifaði ég ritgerð sem ber heitið Meðferðarheldni í ljósi samskipta sjúklinga og fagfólks1. Rannsóknarspurningin var þessi: Má telja líklegt að traust og skilningsrík samskipti sjúklinga/einstaklinga og heilbrigðisstarfsmanna/fagfólks geti leitt til bættrar meðferðarheldni? Til að gera langa sögu stutta var svar mitt þetta: „Með því að leggja grunn að góðum samskiptum sjúklinga og fagmanns með nálgun í anda samskiptalíkansins samráð byggt á samræðu* … og með hliðsjón af kenningum Gadamers3 má draga þá ályktun að slík nálgun í samskiptum

sjúklinga og fagfólks geti leitt til betri meðferðarheldni sjúklinga.“4 *Líkan um samskipti sjúklinga og fagfólks: Sjúklingur og fagmaður ræða saman til að ná gagnkvæmum skilningi og niðurstöðu.2

Þáttur Hans Georg Gadamer Þýski heimspekingurinn Hans Georg Gadamer (1900-2002) samdi höfuðrit sitt um túlkunarfræði, Truth and Method 3, um mikilvægi hins talaða orðs í samskiptum. Í verkum hans má finna gagnlega sýn og leiðbeinandi hugmyndir um samskipti sjúklinga og fagmanna. Þegar samtal sjúklings og fagmanns hefst, telur Gadamer það vera á ákveðnum þrenns konar forsendum beggja. Það eru menningarlegar forsendur, mótaðar af uppeldi og umhverfi, persónulegar forsendur, mótaðar af sögu okkar og reynsluheimi og fræðilegar forsendur, mótaðar af menntun og fræðigrein.5 Hvor aðilinn um sig á sér sinn sjóndeildarhring sem umlykur forsendurnar og mótar það hver hann er. Hugmyndin um sjóndeildarhring hvors aðilans um sig, sjúklingsins og fagmannsins, er ráðandi hjá Gadamer. Skilningur hvors um sig byggist á því sem er innan sjóndeildarhringsins og það sem er utan hans er framandi. Sjóndeildarhringurinn skilgreinir einstaklinginn sem persónu. Listin í samskiptunum er að láta sjóndeildarhringi hvors um sig sameinast að hluta til þess að skapa andrúmsloft þar sem þeir geta rætt um


FRÆÐIN

kjarna málsins, það er um sjúkdóma og meðferð. Hvorugur yfirtekur persónulegan sjóndeildarhring hins. Báðir hafa tækifæri til að tjá sig um vandamál og væntingar í samtali og af gagnkvæmri virðingu. Í túlkunarlegri reynslu Gadamers má greina á milli þriggja gerða eða þátta á því sem kallað er „reynslan af þér“. Þessar gerðir kallar hann „hlutgerving hins“; „ótímabær skilningur á hinum“ og „opnun til hins“. Greining þáttanna kemur fram í grein eftir Vilhjálm Árnason og verður stuðst við þá greiningu hér.5 Með því að skoða hvað felst í hverri gerð fyrir sig má sjá ýmsar vísbendingar Gadamers sem ég tel að hafi vægi í opnu heiðarlegu samtali sem byggist á gagnkvæmu trausti. Forðast ætti hlutgervingu hins Bæði sjúklingur og fagmaður ættu að forðast hlutgervingu hins. Með dæmum mætti lýsa því með orðalagi eins og; „næsta tilfelli er gigt“, þegar átt er við einstakling sem þarf hjálp. Sjúkdómurinn er aðalatriðið, ekki sjúklingurinn, eða þegar sagt er; „læknirinn hlustar aldrei á mig“, þegar talað er um einstakling sem ber hag sjúklingsins fyrir brjósti. Allir læknar settir undir sama hatt. Forðast ætti ótímabæran skilning á hinum Með ótímabærum skilningi halda báðir aðilar skoðunum og tilfinningum hins í

fjarlægð og hleypa þeim ekki að og slíkt ætti að forðast. Með dæmum mætti lýsa því með orðalagi læknis eins og; „ég veit nákvæmlega hvernig þér líður“, eða með orðalagi sjúklings eins og; „ég veit að læknirinn segir mér að hætta að reykja og léttast“. „Með því að skilja hinn, með því að segjast þekkja hann sviptir maður hann allri réttlætingu á því sem hann hefur tilkall til.“ 6

tækifæri fyrir fagstétt með faglegan metnað. Leiða má líkum að því að persónuleg tengsl og hið talaða orð, byggt á faglegri þekkingu og reynslu, gætu verið þættir sem stuðla að betri meðferðarheldni og þar með að velferð sjúklinga.

Leitast skal við að vera opinn gegnvart hinum

Heimildir

Líta má á það að „vera opinn“ á þrjá vegu; að vera opinn fyrir reynslu, fyrir kjarna málsins og fyrir venjum. Að vera opinn fyrir reynslu má líta á sem það að vera opinn fyrir nýrri þekkingu og hugmyndum sem víkka sjóndeildarhring beggja. Að vera opinn fyrir kjarna málsins sem verið er að ræða hverju sinni til að komast að kjarna málsins í samræðum sem einkennast af gagnkvæmri tillitssemi. Að vera opinn fyrir venjum kann að virðast vera hindrun á leiðinni til að nýta nýja þekkingu. Báðir aðilar eru háðir venjum en það að gera sér grein fyrir því gæti reynst hjálp til að komast að sameiginlegum skilningi og niðurstöðu um málefnið.

1. https://skemman.is/bitstream/1946/20889/1/MAritger%c3%b0.Olafur.Olafsson.010451-4349.pdf 2. Árnason V. „Towards authentic conversations. Authenticity in the patient professional relationship.“ Theoretical Medicine 3/15 (1994): 227-242. 3. Gadamer H G. Truth and Method. New York: The Seabury Press, 1975. 4. https://skemman.is/bitstream/1946/20889/1/MAritger%c3%b0.Olafur.Olafsson.010451-4349.pdf: 65. 5. Árnason V. „Gadamerian dialogue in the patient professional interaction.“ Medicine, Health Care and Philosophy 3 (2000): 17-23. 6. Gadamer H G. Über die Verborgenheit der Gesundheit. Framkfurt am Main: Suhrkamt Verlag, 1993: 161.

Niðurstöður Meðferðarheldni virðist vera ábótavant. Það kann að verða mikilvægara hlutverk lyfjafræðinga í framtíðinni að ræða við sjúklinga, hlusta eftir lyfjatengdum vandamálum og finna lausnir. Í því felast

Tímarit um lyfjafræði

9


FÓLKIÐ

Hjalti og Eva fyrir framan Fyrisána/Fyrisån sem rennur í gegnum miðbæ Uppsala.

Frá því að Hjalti varði doktorsritgerðina sína, maí 2017.

Lyfjafræðingar í útlöndum

Eva María Pálsdóttir og Hjalti Kristinsson Hjalti: Ég útskrifaðist úr lyfjafræðideild HÍ 2008 og Eva árið á eftir. Sumarið 2011 fluttum við hjónin ásamt tveggja ára dóttur okkar, Ölmu Júlíu, til Uppsala í Svíþjóð. Hugmyndin var að breyta til áður en við festumst um of í þægindarammanum, Eva hafði áhuga á að fara aftur til Svíþjóðar þar sem má næstum segja að hún hafi sænskan arf í blóðinu eftir að hafa alist upp í Gautaborg sem barn. Fyrir eilífðarstúdentinn í mér var það ævintýri að hefja nám í elsta háskóla Svíþjóðar, Uppsala Universitet sem stofnaður var árið 1477 og var það annað mastersnám sem heillaði. Námsbraut sem kallast biomedicine sem er mest miðuð inn á líftækni og lyfjaþróun. Ævintýrið byrjaði ljúflega og við nutum lífsins í sænsku sumri og ég hóf nám um haustið. Í nóvember sama ár fæddist önnur dóttir okkar, Agnes Ísabella, á Akademíska sjúkrahúsinu í Uppsölum. Eva var í fæðingarorlofi fram á sumar 2012, þá skiptust hlutverk og ég var í orlofi næstu mánuði. Eva byrjaði að vinna í apóteki í nágrenninu og hélt því síðan áfram þegar hún tók aftur við orlofinu um haustið, vann þá vaktir í apótekinu þegar það hentaði fjölskyldulífinu. Eva: ”Það var ómetanleg reynsla að fara þessa leið inn á vinnumarkaðinn hér í Svíþjóð því ég fékk góða kynningu á atvinnulífinu og þá sérstaklega apóteksgeiranum.” Hjalti: Ég komst í kynni við mjög

10

Tímarit um lyfjafræði

góðan rannsóknarhóp sem leiddur er af Prófessor Peter Bergsten og tilheyrir læknisfræðisviðinu og deildinni Medical Cell Biology. Þar gerði ég lokaverkefni mitt í biomedicine sem var lyfjasprotaverkefni og einnig samstarf vid AstraZeneca. Í framhaldi af lokaverkefninu bauðst mér að halda áfram og fara í doktorsnám. Það var aldrei beint markmiðið þegar við fluttum út en þetta var bara of skemmtilegt, gefandi og gekk upp fyrir fjölskyldulífið þannig að ég sló til og þáði stöðuna. Doktorsnám í Svíþjóð er að jafnaði 4-5 ár og lauk ég því í maí 2017. Rannsóknir hópsins okkar ganga að mestu út á að rannsaka hvernig offita leiðir til sykursýki af tegund 2 og þá sérstaklega hjá börnum og unglingum. Þetta var mjög lærdómsríkur og skemmtilegur tími þar sem mér gafst tækifæri til að vinna á fjölbreyttu sviði við rannsóknir á allt frá frumum og flóknum ”omics” greiningum á próteinum og efnaskiptum, til hormónamælinga úr blóðsýnum úr barnacohortinu (Uppsala Longitudinal Study of Childhood Obesity, ULSCO). Ég tók einnig virkan þátt í vinnu við klíníska rannsókn med lyfið exenadine í unglingum með offitu en rannsóknin fór fram í Uppsala og Austurríki. Þar kom fyrri reynsla mín frá Lyfjastofnun á Íslandi að góðum notum. Allt var þetta hluti af stærra Evrópuverkefni (BetaJUDO, FP7)

þar sem við störfuðum með öðrum rannsóknarhópum frá meðal annars Austurríki, Sviss, Lúxemborg og Þýskalandi. Mikið samstarf var á milli og við ferðuðumst oft til þessara landa og héldum fundi, minni ráðstefnur, skipulögðum og samræmdum rannsóknirnar. Við náðum að birta þónokkrar vísindagreinar á tímabilinu. Helstu uppgvötanirnar sem ég kom að og þar sem ég er fyrsti höfundur, eru greinar tengdar fría fitusýruviðtakanum FFAR1. FFAR1 er prótein sem situr á frumum Langerhanseyjanna í brisinu og skynjar sveiflur á fitusýrum í blóði og hefur áhrif á seytingu insúlíns og glúkagons. Meðan á doktorsnáminu stóð voru flest stóru lyfjafyrirtækin í heiminum með þetta prótein sem lyfjatarget og var virkilega skemmtilegt að vera að rannsaka eitthvað sem olli þessari eftirspurn eftir meiri þekkingu, en líka áhugavert að upplifa þessa samkeppni sem fyrirfinnst í vísindaheiminum. Það sýndi sig síðan að próteinið er mjög mikilvægt en finnst víða í líkamanum og því ekki svo augljóst hvaða áhrif maður fær með lyfjasprota. Í dag eru eitt eða tvö fyrirtæki enn með opin verkefni tengd þessu targeti á meðan önnur eru í biðstöðu. Það hafði stór áhrif að fyrirtækið Takeda var komið í fasa 3 með lyfið sitt og þurfti síðan að hætta við allt saman eftir að það leiddi til hækkaðra lifrargilda.


FÓLKIÐ

Hjónin við Uppsalahöll.

Eftir útskrift í maí 2017 fékk ég stöðu við deildina sem rannsakandi (researcher) og vinn ég að hluta með frumurannsóknir áfram og að hluta med blóðsýnamælingar úr cohortinu. Markmiðið með frumurannsóknunum er að skilja betur hvers vegna ákveðnar fenótýpur í börnum með offitu þróa hraðar með sér sykursýki af tegund 2 og hvernig hugsanlega væri hægt að koma í veg fyrir það. Eins og er hef ég ekkert ákveðið með næstu skref en það er harður heimur að sækja um styrki í þessum geira. Ég nýt þess að vinna við rannsóknir á meðan ég get þar sem það er virkilega skemmtilegt og gefandi. Þetta hefur verið áhugaverð reisa, að kynnast akademíska heiminum hér í Uppsölum. Skemmtilegt að hafa í leiðinni fengist við verkefni í náinni samvinnu við lyfjafyrirtæki sem var í senn hluti af lyfjaþróun og á sama tíma grunnrannsókn á virkni og áhrifum eins próteins. Eva: Þegar Agnes var tilbúin í leikskóla á vormánuðum 2013 fékk ég stöðu sem lyfsöluleyfishafi í nýopnuðu apóteki í Stokkhólmi. Haustið 2014 var ég tilbúin í aðra hluti og var himinlifandi yfir því að vera ein af tíu sem komust inn í klínískt lyfjafræðinám (Magisterprogram i klinisk farmaci) við Uppsala háskóla. Námið var þungt, krefjandi, lærdómsríkt og ótrúlega gefandi. Starfsnám var hluti af náminu þar sem ég vann í fleiri vikur á Danderyd spítala í Stokkhólmi undir handleiðslu klínísks lyfjafræðings. Ég lærði mikið í þessu námi meðal annars hvernig er að vinna náið með öðrum starfstéttum eins og læknum, hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum ásamt mikilvægi þess að ná góðu

Läkemedelsboken.

sambandi við sjúklingana sem maður er að taka viðtal við og lesa í aðstæður. Námið undirbjó okkur nemendur vel fyrir starfsnámið og í lokin gerðum við lokaverkefni á spítalanum. Lokaverkefni mitt var rannsókn þar sem ég bar saman lyfjasögu lyjafræðingsins við lyfjasögu hjúkrunarfræðingsins og niðurstöðurnar sýndu að hjúkrunarfræðingunum yfirsást mun fleiri villur í lyfjalista sjúklingsins en lyfjafræðingunum. Rútína sjúkrahússins var sú að sá hjúkrunarfræðingur sem skrifar inn sjúklinginn á deild á að skrifa niður lyfjasögu sjúklingsins í sjúkraskrána. Eftir námið fékk ég starf í Gävle sem er í u.þ.b. klukkustund norður frá Uppsala. Þar vann ég sem klínískur lyfjafræðingur á spítalanum í tæpt ár og einnig á elliheimilunum og heilsugæslum í bæjarfélaginu. Næst fékk ég stöðu hjá TLV, www.tlv.se, Lyfjagreiðslustofnun Svíþjóðar sbr. Lyfjagreiðslunefnd á Íslandi og hluti Sjúkratrygginga. Stofnunin er staðsett í Stokkhólmi með 140 starfsmenn sem meðal annars hefur það lögbundna hlutverk að taka ákvarðanir um hvort lyf fái greiðsluþátttöku eða ekki. Sem medicinsk utredare/medical assessor vann ég við að rannsaka læknisog lyfjafræðilega hluta umsókna um ný lyf. Lyfjafyrirtækin þurfa að sækja formlega um greiðsluþátttöku með því að senda inn umsókn með klínískri og hagfræðilegri skýrslu. Heilsuhagfræðingur, lyfjafræðingur eða starfsmaður með áþekka menntun og reynslu ásamt lögfræðingi mynda þá teymi sem vinnur úr umsókn lyfjafyrirtækisins. Skýrsla er sett

saman og niðurstaða teymisins um það hvort lyfið fái þátttöku eða ekki er kynnt fyrir nefnd TLV. Nefndin, sem er að mestu skipuð sérfræðilæknum og hagfræðingum hefur þá síðasta orðið, og annað hvort hafnar eða veitir þátttöku, eftir að hafa lesið skýrsluna og hlustað á erindi teymisins. Ég tók einnig þátt í öðrum verkefnum TLV, ég skrifaði m.a. svokallaðar forrannsóknir/skýrslur um möguleg lyf sem gætu haft stór áhrif á heilbrigðisþjónustu, sjúklinga eða samfélagið á einn eða annan hátt. Sjúkdómur með fá lyfjaúrræði, lítill sjúklingahópur, mjög dýrt lyf sem mun hafa stór kostnaðaráhrif eru dæmi. Þetta voru lyf sem enn gátu verið í klínísku rannsóknarferli, lyf sem ekki voru komin á markað eða óvissa um hvort lyfið kæmi inn á sænska markaðinn. TLV fylgist þá með þróun ákveðinna lyfja, svokallað ,,horizon scanning”, spyrst fyrir hjá m.a. lyfjafyrirtækjum um væntanleg markaðsleyfi og fleira. Þegar ég hafði tekið saman allar upplýsingarnar um lyfið, sjúkdóminn, sjúklingana, kostnað og væntanleg markaðsleyfi þá kynnti ég skýrsluna á fundi með ráðinu: Nýjar meðferðir (NT-rådet) http://www.janusinfo.se. Þá getur nefndin metið aðstæður, hvað eigi að gera varðandi ákveðið lyf og í framhaldi af því gefið út leiðbeiningar (rekommendationer). Þessar leiðbeiningar eru mjög ítarlegar og eiga fyrst og fremst að virka sem leiðarvísir fyrir sænsku bæjarfélögin og aðstoða þau við að gefa réttum sjúklingum lyfið þar sem í flestum tilfellum er um að ræða mjög dýr og sérhæfð lyf. Bæjarfélögin greiða þessi lyf úr eigin vasa vegna þess

Tímarit um lyfjafræði

11


FÓLKIÐ að þau hafa ekki fengið greiðsluþátttöku hjá TLV og hafa í sumum tilfellum komist að samkomulagi við lyfjafyrirtækið um niðurgreidd verð. Það var mjög áhugavert að fá að kynnast starfsemi TLV og ómetanleg reynsla í bakpokann. Að fá að kynnast þessari hlið á lyfjaferlinu var lærdómsríkt og einstaklega gefandi fyrir lyfjafræðing eins og mig. Þess vegna voru það blendnar tillfinningar þegar ég hætti störfum hjá TLV rétt fyrir jólin 2016 en þá tók við mikilvægt hlutverk því viku seinna fæddist okkur þriðja dóttirin, Embla Rakel. Við tók árs fæðingarorlof hjá mér og í byrjun árs 2018 var komið að Hjalta að vera heima með Emblu. Í janúar 2018 breytti ég um stefnu, byrjaði að vinna hjá sænsku Lyfjastofnuninni, www.mpa.se, sem staðsett er í Uppsölum. Í deildinni Lyfjanotkun erum við 25 talsins, flest lyfjafræðingar og læknar sem stuðlum að því að lyf notist á réttan hátt með því að veita upplýsingar út á við til almennings og sjúkrasamfélagsins. Þetta er gert með bæði verkefnum og rannsóknarvinnu sem unnin eru á deildinni og er margt unnið að beiðni

ríkisstjórnarinnar. Deildin er ábyrg fyrir því að skilgreina upplýsingaþörf samfélagsins sem varðar lyf og sjúkdóma og taka saman þekkingargrunn undir lög/skýrslur en dæmi um þetta eru mónógrafíur, klínískar leiðbeiningar (behandlingsrekommendationer) og L ä ke m e d e l s b o ke n (LB), www.lakemedelsboken.se. Ég er í teymi sem heldur utan um mónógrafíur sem skrifaðar eru og gefnar eru út af lyfjastofnuninni og er hluti af öðru teymi sem heldur utan um undirbúninginn fyrir nýjar klínískar leiðbeiningar um beinþynningu, ásamt því að vinna með biðlista lyfja. Verkefni mín snúast þó að mestu að Läkemedelsboken sem hefur verið gefin út sem bók frá árinu 1977 en er núna einungis uppfærð á netinu og er í dag undir umsjón lyfjastofnunarinnar. Läkemedelsboken er óháð vefrit sem hefur þann tillgang að veita sjálfstæðar upplýsingar um algenga sjúkdóma, lyfjameðferðir o.fl. sem kemur sjúkdómnum við. Upp á síðkastið hefur nýjum viðeigandi köflum verið bætt við, til dæmis um regluverk lyfja. Höfundar eru sérfræðingar í sínu fagi og eru ráðnir til þess að skrifa einstaka kafla og síðar meir þegar þess er þörf

eru þeir uppfærðir. Það er einstaklega skemmtilegt að vera í ritstjórn Läkemedelsboken, sérstaklega þar sem kaflarnir voru stór hluti af námsefni mínu í klíníska lyfjafræðináminu. Það er mjög gefandi þegar maður byrjar að vinna með eitthvað sem maður þekkir vel, ber virðingu fyrir og veit að menntun og atvinnureynsla kemur að góðum notum. Mig langar að benda á það að Läkemedelsboken er einnig til sem app til að hlaða niður í snjallsíma/spjaldtölvu. Tilvalið til þess að snöggt afla sér grunnupplýsinga um sjúkdóm eða lyf (á sænsku). Stærsti lesendahópurinn eru læknar sem vilja fá upplýsingar út fyrir sitt sérfræðisvið og nemar í læknis- og lyfjafræði. Okkur líður mjög vel í Uppsölum og þetta er sjöunda árið okkar hér og enn óljóst hvað framtíðin ber í skauti sér. Vísindagreinar Hjalta getur maður nálgast á: https://www.researchgate.net. Póstföngin okkar eru hjalti.kristinsson@gmail.com og evamaria.palsdottir@gmail.com og við erum að sjálfsögðu á Linkedin, ef einhverjar spurningar vakna.

Lyngonia — áhrifarík meðferð án sýklalyfja Lyngonia er notað við vægum endurteknum þvagfærasýkingum hjá konum og verkar m.a. á brunatilfinningu og aukin þvaglát.

Notkun Fullorðnar og aldraðar konur: 2 töflur 2–4 sinnum á dag. Ekki nota Lyngonia ef þú ert með einhverja truflun á nýrnastarfsemi. Hvorki ætlað þunguðum konum né konum með barn á brjósti, körlum eða börnum og unglingum yngri en 18 ára. Notið ekki lengur en í 1 viku. Ef einkenni eru viðvarandi í meira en 4 daga, eða versna við notkun Lyngonia,

Lyngonia er fyrsta skráða jurtalyfið á Íslandi og er unnið úr sortulyngslaufi. Fæst án lyfseðils í flestum apótekum.

Sjá meira á florealis.is

skal hafa samband við lækni. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.

Myndir úr einkasafni


FRÆÐIN

E CP

ESCP International Workshop 2018

European Society of Clinical Pharmacy

Vorráðstefna ESCP (the European Society of Clinical Pharmacists) undir yfirskriftinni „Útvíkkun á hlutverki og tækifærum fyrir lyfjafræðinginn til að ná fram sem bestri notkun krabbameinslyfja til inntöku“ var haldin 19. og 20. febrúar 2018 á Íslandi. Ráðstefnan var haldin við frábærar aðstæður á Grand Hótel í Reykjavík. Um 70 lyfjafræðingar tóku þátt í ráðstefnunni, þar af voru 20 íslenskir lyfjafræðingar. Ráðstefnan hófst sunnudaginn 18. febrúar með móttökudrykk á Grand Hótel þar sem lyfjafræðingar frá hinum ýmsu löndum komu saman og stilltu saman strengi fyrir næstu tvo daga. Ráðstefnan samanstóð af fyrirlestrum, kynningum og vinnustofum. Veggspjaldakynningin var í aðal-

fyrirlestrasalnum og öll matarhlé og kaffipásur fóru fram á sama svæði. Fyrirlestrarnir og kynningarnar snertu ýmis málefni tengd yfirskrift ráðstefnunnar sem voru mjög áhugaverð og fylgdu oft líflegar umræður. Fjórar mismunandi vinnustofur voru haldnar samhliða, með áherslu á mismunandi málefni og gat hver þátttakandi tekið þátt í tveimur vinnustofum. Í vinnustofunum gafst frábært tækifæri til að heyra hve mismunandi hlutirnir eru gerðir í hinum ýmsu löndum og koma á faglegum tengslum milli lyfjafræðinga. Formleg móttaka fór fram á mánudagskvöldinu í húsakynnum Lyfjafræðisafnsins á Íslandi þar sem skrifstofur Lyfjafræðingafélags Íslands eru til húsa. Lyfjafræðisafnið er staðsett í Nesi, en þar er fallegt náttúru- og

útivistarsvæði og norðurljósin geta sést mjög vel. Því miður var veðrið ekki hliðstætt norðurljósum, slagveðurs rigning. Andrúmsloftið innanhús var hins vegar mjög hlýtt og notalegt. Gestirnir gátu rölt í gegnum sýningarsvæði Lyfjafræðisafnsins og svo fengið veitingar í salnum uppi þegar því lauk en í þessum sal heldur Lyfjafræðingafélagið fundi sína. Nálægt 450 félagar eru í Lyfjafræðingafélagi Íslands og félagið átti 85 ára afmæli í desember 2017. Ráðstefnunni lauk síðan seinni part þriðjudagsins 19. febrúar með kveðjuhófi á Grand Hótel. Viðvaranir vegna veðurs næsta dags gerðu það að verkum að flestum flugáætlunum hafði verið flýtt og þess vegna voru margir að flýta sér, en allir komust heim heilu og höldnu.

Hér að neðan má sjá nokkrar ljósmyndir frá ráðstefnunni.

ies for the pharmacist

Tímarit um lyfjafræði

13


FRÆÐIN

Styrkþegi

Ráðstefna ESPEN (The European Society for Clinical Nutrition and Metabolism) 2017 Anna Friðriksdóttir Ég sótti ráðstefnu í klínískri næringarfræði í Haag dagana 9.-12. september 2017, hjá The European Society for Clinical Nutrition and Metabolism (ESPEN) en svo nefnast Evrópusamtök heilbrigðisstétta um klíníska næringarfræði. Ég hef starfað sem ráðgjafi um næringu í æð á deildum Landspítalans síðan 2010. Ég er bæði lyfjafræðingur og matvælafræðingur að mennt og hef sérhæft mig á þessu sviði. Ég lauk diplómanámi í klínískri næringarfræði frá ESPEN 2015, auk þess sem ég hef sótt sérhæfð námskeið, m.a. um næringu gjörgæslusjúklinga en í maí á seinasta ári fór ég á tveggja daga námskeið í Brussel sem ætlað var gjörgæslulæknum. Þetta er nýr starfsvettvangur lyfjafræðinga á Íslandi en víða annars staðar, m.a. í Bretlandi og Bandaríkjunum, hafa lyfjafræðingar veitt slíka ráðgjöf í áratugi. Það hefur verið vaxandi eftirspurn eftir slíkri ráðgjöf en ég byrjaði í hálfu starfi 2010 og fór í fullt starf 2014. Næring í æð er skráð lyf og fer öll framleiðsla og blöndun fram í apóteki LSH. Ráðgjöf á þessu sviði krefst þekkingar á annarri lyfjagjöf, svo sem gjöf vökva í æð og notkun lyfja sem hafa áhrif á efnaskipti og útskilnað. Því er eðlilegt að lyfjafræðingar sinni þessari ráðgjöf, auk þess sem lyfjafræðingur getur ráðlagt um gjöf elektrólýta, vítamína og annarra lyfja sem tengjast næringargjöfinni. Ráðstefnur ESPEN eru mjög fjölmennar og endurspegla vaxandi áhuga á næringu sjúkra hjá læknum og öðru fagfólki. Samtökin eru leiðandi á sviði fræðslu í klínískri næringarfræði og

14

Tímarit um lyfjafræði

nær fræðslustarfsemi þeirra um allan heim. Hún byggist á námskeiðum og klínískum leiðbeiningum um næringu einstakra sjúklingahópa. Læknar, lyfjafræðingar og annað fagfólk geta sótt þessi námskeið og í kjölfarið aflað sér réttinda sem kennarar á námskeiðum ESPEN í sínu heimalandi. Á ráðstefnu ESPEN í Haag í september síðastliðnum voru um 3300 þáttakendur frá rúmlega 95 löndum. Hægt er að stofna undirfélög ESPEN í einstökum löndum og eru 57 slík félög starfandi. Á ráðstefnunni fóru fram 19 fjögurra klukkustunda námskeið, haldnir voru hátt í 120 fyrirlestrar og sýnd yfir 700 veggspjöld. Þess má geta að Áróra Rós Ingadóttir næringarfræðingur fékk verðlaun fyrir veggspjald sem tengist hennar doktorsnámi á sviði vannæringar hjá inniliggjandi COPD-sjúklingum. Auk þess voru haldnir fundir um klínískar leiðbeiningar um næringu m.a. fyrir aldraða og gjörgæslusjúklinga

og umræðufundir um einstaka sjúklingahópa (e. case discussion). Vandaðist málið þegar ég þurfti að velja á milli fyrirlestra því venjulega voru þrír fyrirlestrar í gangi í einu. Tvö umfjöllunarefni vöktu mestan áhuga minn. Annars vegar næring krabbameinssjúkra en klínískar leiðbeiningar fyrir þennan sjúklingahóp voru gefnar út á árinu. Hins vegar næring hjá sjúklingum á gjörgæslu en það stendur mikill styr um hvenær eigi að hefja gjöf á næringu í æð hjá bráðveikum einstaklingum, hve mikið eigi að gefa sjúklingunum og hvort eigi að gefa þeim viðbótarnæringarefni meðan þeir eru á gjörgæslu. Eðli málsins samkvæmt er erfitt að gera næringarfræðilegar rannsóknir á svo veikum einstaklingum. Ég fór á tvær veggspjaldakynningar. Önnur var um rannsóknir sem tengjast mati á næringarástandi sjúklinga. Hin um gjöf á snefilefnum, meðal annars rannsókn á hvort einstaklingar á næringu í æð í heimahúsum fái nægilega


FRÆÐIN mikið af þeim og önnur rannsókn á brunasjúklingum þar sem kom fram umtalsvert tap á kopar í gegnum brunasár. Einnig sat ég námskeið um næringu í æð í heimahúsi en á því sviði tók ég próf árið 2011. Þar sem námskeið á vegum ESPEN eru endurtekin með nokkurra ára millibili gafst mér þarna kærkomið tækifæri til að endurnýja þekkinguna. Það eru að staðaldri 2-4 fullorðnir einstaklingar og 3-4 börn á næringu í æð í heimahúsi á Íslandi. Ég vinn í næringarteymum ásamt læknum, næringarráðgjöfum og hjúkrunarfræðingum, þar sem farið er reglulega yfir næringarástand og næringargjöf endurmetin en markmiðið er að tryggja að þessir einstaklingar, sem flestir nærast líka um meltingarveg, fái viðeigandi næringu. Ég hef hér aðeins rakið brot af þeim fyrirlestrum sem ég hlýddi á á þessari ráðstefnu en þeir sem hafa áhuga geta nálgast frekari upplýsingar um ráðstefnuna og starf ESPEN á www.espen.org

KO N TO R R E Y K J AV Í K / A LV-1 7 0 3 4

VALABLIS

Myndir úr einkasafni

TIL MEÐFERÐAR VIÐ FRUNSUM

INNIHELDUR VALACÍKLÓVÍR ÓÞARFI AÐ KOMA VIÐ SÝKT SVÆÐI TVEIR SKAMMTAR Á 12 TÍMUM FYRSTA LYFIÐ TIL INNTÖKU FÁANLEGT Í LAUSASÖLU EKKI SJÁANLEG MEÐFERÐ Á VÖRUM Valablis 500 mg filmuhúðaðar töflur. Ábendingar: Valablis er notað til að meðhöndla frunsur hjá heilbrigðum einstaklingum með eðlilega nýrnastarfsemi sem eru 18 ára og eldri og hafa áður verið greindir af lækni með áblástur (frunsur) og þurfa endurtekna meðferð vegna áblásturs. Lyfið virkar með því að drepa eða stöðva vöxt veira sem

kallast herpes simplex. Dagsetning endurskoðunar textans: 8. febrúar 2017. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.

FÆST ÁN LYFSEÐILS Í NÆSTA APÓTEKI | LESIÐ FYLGISEÐILINN FYRIR NOTKUN

alvogen.is

Tímarit um lyfjafræði

15


FÉLAGIÐ

Aðalfundur LFÍ 2018 Eftirfarandi samantekt er unnin úr fundargerð aðalfundar LFÍ. Fundagerðin í heild sinni ásamt ársskýrslu LFÍ fyrir 2017 er aðgengileg félagsmönnum á innri vef félagsins (www.lfi.is). Aðalfundur LFÍ 2018 var haldinn þann 14. mars. Formaður LFÍ, Lóa María Magnúsdóttir, setti fundinn og var Unnur Björgvinsdóttir tilnefnd sem fundarstjóri og samþykkt með lófataki. Valdir voru tveir fundarmenn til að telja atkvæði úr kosningu félagsins, þær Bryndís Jónsdóttir og Inga J. Arnardóttir. Síðan var farið yfir skýrslur og fundi frá síðasta starfsári. Um 20 félagsmenn mættu á fundinn. Skýrslur um störf félagsins á liðnu starfsári Lóa María kynnti stjórn LFÍ og fór yfir ársskýrsluna 2017-2018. Hún stiklaði einnig á helstu viðburðum starfsársins og þakkaði nefndum fyrir sín störf á árinu. Ritstjóri TUL, Heimir Jón Heimisson, sagði að ritstjórninni hafi gengið vel með útgáfu tveggja tölublaða TUL á árinu og þakkaði ritstjórn kærlega fyrir samstarfið. Ekkert erindi barst siðanefndinni á starfsárinu og vísaði Lóa María í ársskýrslu félagsins fyrir nánari upplýsingar. Lóa María fór yfir það helsta sem hafði verið á dagskrá hjá fræðslu- og skemmtinefnd. Nefndin stóð fyrir fimm vel heppnuðum fræðslufundum fyrir félagsmenn. Dagur lyfjafræðinnar tókst með eindæmum vel, en meira var lagt í daginn vegna afmælisárs LFÍ. Nefndin hvetur eindregið til þess að reglulegum fræðslufundum verði haldið áfram. Ólafur Ólafsson sagði frá laganefndinni og hennar starfi. Ólafur hvetur félagsmenn til að fylgjast með umsögnum og öðru sem kemur á vef Alþingis. Sigríður Siemsen minnir á að allar umsagnir félagsins megi finna á innra svæði heimasíðu LFÍ. Lóa María sagði frá því helsta sem gerðist á FIP ráðstefnunni og NFU fundinum 2017 og benti áhugasömum á að greinar um ráðstefnuna og fundinn birtust í TUL, tölublað 2. 2017. Torfi Pétursson formaður kjaranefndar fór yfir helstu störf nefndarinnar s.l. ár. Umræða myndaðist meðal fundarmanna um að reyna að útvíkka kjarakönnunina í framtíðinni. Þar sem enginn var mættur fyrir hönd orlofsheimilasjóðs né faghóps um sjúkrahúslyfjafræði þá vísaði Lóa María í skýrslur og reikninga fyrir 2017. Reikningaskil Lóa María fór yfir helstu atriði ársreiknings og sjóði félagsins.

16

Tímarit um lyfjafræði

Umræður fundarmanna sköpuðust um fræðslusjóð og vísindasjóð en báðir sjóðir skila verulegum afgangi sem ræðst aðallega af því hversu fáir sækja um úthlutun úr sjóðunum. Sigríður Siemsen telur hugsanlega skýringu vera þá að nú eftir að starfsmenntunarsjóður fyrir starfsfólk ríkisins er kominn í gagnið hafi lyfjafræðingar hjá ríkinu frekar sótt í þann sjóð en vísindasjóð LFÍ. Lóa María greindi frá því að við séum bundin reglugerðum varðandi úthlutun úr sjóðunum en vissulega megi taka reglugerðina til endurskoðunar til að nýta betur heimildir sjóðanna. Stungið var upp á því að kynna betur sjóðina og fá fleiri til að sækja um. E.t.v. megi einfalda ferlið. Lóa María minnti á að fræðslusjóður sé fyrir stór verkefni til hagsbóta fyrir lyfjafræðinga, lyfjafræði, almenning og lyfjamál o.þ.h. en vísindasjóður sé hugsaður fyrir einstaka lyfjafræðing til að bæta færni sína í starfi, sækja ráðstefnur o.þ.h. Aðeins má úthluta 90% af vöxtum fræðslusjóðs en þetta er gamli lyfsölusjóðurinn. Rætt var um að skoða reglur um fræðslusjóð til að afgangur verði ekki svo mikill. Lóa María sagði að næsta stjórn LFÍ muni koma þessari athugasemd til næstu sjóðastjórnar. Ársreikningar voru samþykktir með öllum greiddum atkvæðum. Starfs- og fjárhagsáætlun og ákvörðun félagsgjalda Lóa María fór yfir starfsáætlun LFÍ og kynnti helstu verkefni LFÍ fyrir 2018-2019. Rætt var um það hvernig stjórnin ætli að efla ímynd lyfjafræðinga og eru allir sammála um að þessi vinna sé sífellt í gangi. Samvinna við aðrar stéttir er ímyndarvinna sem og samskipti við aðrar heilbrigðisstéttir. Félagið leitast við að gefa álit, sé til þess leitað. Bent á að næsti vettvangur lyfjafræðinga sé heilsugæslan og eru fundarmenn sammála um að það sé mjög þarft verkefni að koma lyfjafræðingum inn á heilsugæslustöðvar. Lóa María benti á að allir þurfi að vera vakandi fyrir því hvar lyfjafræðingar nýtast best. Rætt var um mat og endurmenntun lyfjafræðinga en af þeim vettvangi er ekkert að frétta að sögn Lóu Maríu en það er á áætlun að skoða málið og má gjarnan vinnast með öðrum félögum. Á sumum Norðurlandanna þurfa lyfjafræðingar að sýna fram á endurmenntun til að halda lyfjafræðingsleyfi sínu. Talið er víst að þetta muni í framtíðinni vera á sama hátt hjá okkur en það krefst undirbúnings af okkar hálfu. Fundarmaður


FÉLAGIÐ benti á að lyfjafræðingur hefði haldið erindi um endurmenntun á Læknadögum í fyrra. Starfsáætlun var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Svanhildur Kristinsdóttir gjaldkeri fór yfir fjárhagsáætlun. Litlar breytingar frá fyrra ári og félagsgjöldin óbreytt. Spurt var um félagsgjald fyrir ellilífeyrisþega en það er í dag kr. 1.500,og gjald fyrir fagaðild er kr. 3.000,- en um 30 manns eru í LFÍ án kjaraaðildar. Tillaga um skiptingu sjúkrasjóðs var óbreytt frá árinu áður, 70% í tryggingar og 30% í sjúkradagpeninga og fæðingastyrki. Enginn mótmælti því að skiptingin væri óbreytt og var tillagan því samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

„4. liður FÆÐINGARSTYRKUR: Veittur er styrkur að fjárhæð kr. 125.000 til hvers sjóðfélaga vegna fæðingar barns/barna. Veittur er styrkur vegna andvana fæðingar barns eftir 22. viku meðgöngu. Sækja þarf um innan árs frá fæðingu eða ættleiðingu barns. Fæðingarstyrkur er veittur til foreldris gegn framvísun fæðingarvottorðs, staðfestingar á fæðingu eða vottorðs um skráningu barns í þjóðskrá.“ Fundarstjóri sleit fundinum með því að þakka félagsmönnum fyrir mætingu. Lóa María bauð nýja embættismenn velkomna og þakkaði fráfarandi embættismönnum. Sérstakar þakkir fékk Unnur Björgvinsdóttir fyrir fundarstjórn.

Kjör fastanefnda Fundarstjóri kynnti niðurstöðu úr talningu vegna kjörs til stjórna og nefnda félagsins. Sú óvenjulega staða kom upp í fyrsta sinn í sögu félagsins svo vitað sé að 12 félagsmenn voru tilgreindir á kjörseðli með eitt atkvæði hver. Þrjá aðila vantaði í stjórn en aðeins hafði eitt framboð borist fyrir aðalfund og því ályktun aðalfundar að draga skuli um röð stjórnarmanna, sjá upplýsingar um þá sem kjörnir voru í töflu 1. Kosnir voru skoðunarmenn ársreikninga og voru Sigurður Traustason og Örn Guðmundsson samþykktir með lófaklappi. Lagabreytingar Stjórn LFÍ lagði til tvær lagabreytingar á fundinum. Endanleg breytingartillaga á 4. grein í lögum félagsins er varðar félaga,var svohljóðandi: Allir sem lokið hafa háskólaprófi í lyfjafræði (MS eða sambærilegu) eða hafa hlotið starfsréttindi sem lyfjafræðingar eða aðstoðarlyfjafræðingar, eða lyfjafræðinemar sem hafa tímabundið leyfi til að gegna störfum aðstoðarlyfjafræðings eftir 4. námsár, geta orðið félagar í Lyfjafræðingafélagi Íslands, sbr. 9. grein. Breytingartillaga að 7. grein félagsins er varðar heiðursfélaga snérist um aðlögun að núverandi verklagi og er svohljóðandi: Stjórn félagsins getur útnefnt sérhvern þann heiðursfélaga, sem hún telur hafa leyst af hendi mikilvæg störf í þágu lyfjafræði og lyfjafræðinga. Til útnefningar heiðursfélaga þarf samhljóða atkvæði allra stjórnarmanna.

Tafla 1: Kjör stjórnar og nefndarmanna 2018

Eftirfarandi félagsmenn voru kosnir til starfa fyrir LFÍ á aðalfundi 2018. Stjórn LFÍ Birna J. Ólafsdóttir, Helena Líndal og Margrét Birgisdóttir Laganefnd Aðalheiður Pálmadóttir og Ólafur Ólafsson Siðanefnd Baldur Guðni Helgason og Gunnar Steinn Aðalsteinsson. Varamenn: Eva Ágústsdóttir og Pétur S. Gunnarsson. Sjóðastjórn Hákon Steinsson og Svanhildur Kristinsdóttir Fræðslu- og skemmtinefnd Ásta Friðriksdóttir Kjörnefnd

Stjórn Lyfjafræðingafélags Íslands getur veitt gullmerki fyrir vel unnin störf í þágu félagsins eða lyfjafræði.

Unnur Björgvinsdóttir

Lagabreytingarnar tvær og lögin í heild voru samþykkt með öllum greiddum atkvæðum aðalfundar.

Ingunn Björnsdóttir

Tímarit um lyfjafræði

Stjórn LFÍ lagði einnig til breytingu á reglugerð um sjúkrasjóð sem samþykkt var með öllum greiddum atkvæðum. 4 liður varðandi fæðingarstyrk er nú svohljóðandi:

Tímarit um lyfjafræði

17


FÓLKIÐ

Er í draumastarfinu Viðtal við Elsu Steinunni Halldórsdóttur Elsa Steinunn Halldórsdóttir, doktor í lyfja- og efnafræði náttúruefna, er framkvæmdastjóri rannsóknar og þróunar hjá Florealis. Elsa á þrjú börn og ætlar að gifta sig í garðinum heima hjá sér í sumar. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á efnafræði og man enn eftir fyrsta efnafræðitímanum í grunnskóla. Það var eitthvað við fagið sem heillaði mig strax. Ég sleit barnsskónum í Garðabæ, var í Hofstaðaskóla, Flataskóla og Garðaskóla og síðan lá leiðin í Fjölbrautarskólann í Garðabæ þaðan sem ég lauk stúdentsprófi. Þar var ég með frábæran efnafræðikennara, Gísla Ragnarsson sem síðar varð skólameistari. Hann innsiglaði áhugann enn frekar. Ástæðan fyrir því að ég valdi lyfjafræði er kannski sú að ég get verið dálítið þrjósk. Bróður mínum fannst ekki vit í að læra neitt annað en efnafræði en ég vildi sýna honum fram á að lyfjafræðin væri ekki síður spennandi fag,” segir Elsa brosandi þar sem við sitjum á kaffihúsi með útsýni yfir höfuðborgina á fallegum vordegi. Hún lauk námi í lyfjafræði árið 2003 og hóf störf hjá Actavis skömmu síðar, í geymsluþolsdeild á þróunarsviði. „Á þessum tíma var ekki hægt að taka BS-gráðu og síðan meistaragráðu heldur var námið fimm ára meistaranám. Ég hafði ekki planað sérstaklega að fara í doktorsnám þegar Elín Soffía Ólafsdóttir, leiðbeinandi minn í

18

Tímarit um lyfjafræði

meistaraverkefninu, hafði samband því hún var komin með styrk fyrir doktorsverkefni sem hún hvatti mig til að þiggja. Ég þurfti ekki að hugsa mig tvisvar um, ákvað að slá til og sé ekki eftir því,“ rifjar Elsa upp. Með fíkniefnalögregluna á hælunum Doktorsverkefnið snerist um íslenskar jafnategundir þar sem lyngjafni var í aðalhlutverki. „Mér finnast lágplöntur spennandi því þær eru minna rannsakaðar en margar af stóru háplöntunum. Verkefnið snerist fyrst um að efnagreina plöntuna til hlítar og kanna hvaða mögulega lyfjasprota hún hefði að geyma, auk þess að skoða virkni þessara efna á ákveðið ensím sem spilar hlutverk í Alzheimerssjúkdómnum. Næsta skref var að læra ákveðna tækni til að geta skoðað hvernig þessi efni bindast ensíminu. Lokaskrefið var að sjá hvort við gætum breytt efnunum, fengið meiri virkni úr þeim og efnasmíðað þau,“ upplýsir Elsa. Doktorsverkefnið byrjaði með látum því Elsa fékk sambýlismann sinn, Þröst Höskuldsson, með sér upp í fjallshlíð austur á landi að

leita að lyngjafna en ekki vildi betur til en að fíkniefnalögreglan kom að þeim og grunaði þau um græsku. „Á þessum tíma var stórt fíkniefnamál í gangi fyrir austan og fíkniefnalögreglan hélt að við værum að leita fíkniefna en svo var auðvitað ekki,“ rifjar Elsa hlæjandi upp. Doktorsnámið tók sjö ár og á þeim tíma eignuðust þau Elsa og Þröstur tvö börn, stelpu og strák og síðar bættist önnur stelpa í hópinn. „Ég var mikið á rannsóknarstofum innan um alls konar efni en varð að halda mér frá þeim bæði á meðgöngu og á meðan ég var með barn á brjósti,“ segir Elsa sem tók eitt ár af náminu í Danmörku. „Þar var ég hjá frábærum prófessor sem kenndi mér að það er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi. Ef við lentum á vegg var ekkert til sem hét uppgjöf heldur var fundin lausn og síðan haldið áfram að vinna. Í raun leiddist ég alltaf út í meiri efnafræði innan lyfjafræðinnar en ég gat líka sannað fyrir bróður mínum að náttúruefni eru með þeim flóknustu sem hægt er að finna,“ segir Elsa kankvíslega.


FÓLKIÐ Mynd til vinstri: Frá doktorsvörninni Mynd til hægri: Elsa og Þröstur

Vildi breyta til Eftir doktorsnámið sneri Elsa aftur til starfa hjá Actavis og þá sem hópstjóri á þróunarsviði en síðar fór hún yfir í klínísku deildina. Hún varð þá ófrísk að þriðja barninu og í kjölfarið tók lífið nýja stefnu. „Ég fór í gegnum heilmikla sjálfskoðun, sem er ofsalega holl. Slík skoðun þarf ekki endilega að leiða til breytinga heldur getur niðurstaðan verið sú að núverandi staða sé mjög góð. Mér fannst hins vegar doktorsnámið ekki nýtast mér í starfinu. Þótt mér finnist klínísk lyfjafræði mjög skemmtileg langaði mig að breyta til,“ segir Elsa. Hún ákvað því að venda sínu kvæði í kross og hóf störf hjá startup fyrirtækinu Florealis sem þróar og markaðssetur viðurkennd jurtalyf og lækningavörur. Fimm manns starfa hjá fyrirtækinu sem er í örum vexti. „Ég er í draumastarfinu og hefði ekki getað fundið vinnu sem hentaði mér betur. Bæði bakgrunnur minn og reynsla nýtist vel og ég er sífellt að læra eitthvað nýtt. Ég kom inn á skemmtilegum tíma þegar boltinn var að byrja að rúlla. Ég hef fengið tækifæri til að kynnast öllu því ferli sem felst í að koma lyfi á markað og finnst forréttindi að fá að vera í hópi þeirra sem að fyrirtækinu koma. Ég var t.d. með þegar byrjað var að hanna fyrstu pakkningarnar og skrá fyrstu jurtalyfin, auk þess að kynnast framleiðendum frá fyrstu hendi. Í stærri fyrirtækjum gefst ekki slíkt tækifæri þar sem margar deildir koma að þess háttar ferli. Starfið mitt er í sífelldri þróun og breytist frá ári til árs,“ segir Elsa. Florealis er með tvö jurtalyf á markaði, það þriðja bætist við með haustinu og þrjú til viðbótar eru í skráningu eins og er. „Einnig erum við með fimm lækningavörur á markaði. Þar sem Ísland er lítill markaður eru margir sem telja að startup fyrirtæki eigi erfitt uppdráttar en smæðin getur líka verið styrkur, það er t.d. auðvelt að taka upp tólið og hringja í fólk til skrafs og ráðagerða. Við mætum mjög jákvæðu viðhorfi og allir eru boðnir og búnir að aðstoða okkur. Við finnum að það er pláss fyrir okkur á markaðnum. Hins vegar finnst mér súrt að löggjöf um auglýsingar á óskráðum náttúruvörum er illa virt. Þar er víða pottur brotinn og ég vona að þau mál komist í lag sem fyrst,“ segir Elsa og bætir við að mikilvægt sé að fólk geri greinarmun

á jurtalyfjum og óskráðum náttúruvörum. „Mikil vinna og rannsóknir liggja að baki skráðum jurtalyfjum, uppfylla þarf strangar gæðakröfur, skammtar eru staðlaðir og neytendur geta verið vissir um að það stenst sem stendur á pakkanum.“ Spurð hvort hún hafi lengi haft áhuga á jurtalyfjum segist Elsa alltaf hafa haft áhuga á jurtum en þó ekki til lækninga. „Ég var frekar skeptísk gagnvart jurtalyfjum en hitt, en ég hef komist að því að náttúran er algjörlega mögnuð og heltók mig alveg bæði efna- og lyfjafræðilega,“ segir hún.

meðan krakkarnir voru í skólanum. Þegar húsið var komið í gott stand og garðurinn líka ákvað hann að byggja fimmtíu fermetra hús úti í garði. Við Þröstur ætlum að ganga í hjónaband í sumar. Athöfnin og veislan verða haldin heima í garðinum okkar. Við höfum fengið barnapíu eitt kvöld í viku í vetur og farið saman á kaffihús til að skipuleggja brúðkaupið sem gerir undirbúninginn enn skemmtilegri. Undanfarin ár hafa verið mjög annasöm og á tímabili fannst mér ég varla hafa tíma til að anda. Núna get ég loksins mætt á viðburði, sinnt vinum mínum betur og gef mér meira að segja tíma til að fara í ræktina,“ segir Elsa sem hlakkar til framtíðarinnar.

Brúðkaup og barnauppeldi Um tíma kenndi Elsa við lyfjafræðideild Háskóla Íslands en hún segist því miður ekki geta sinnt kennslu lengur vegna anna. Hins vegar tekur hún að sér að vera prófdómari í meistaravörnum í lyfjafræði og hefur leiðbeint nemendum með meistaraverkefni. „Börnin mín eru núna þriggja, sjö og níu ára og það er mikið að gera á stóru heimili. Þröstur fór af vinnumarkaði í rúmt ár og sá um börn og bú svo ég gæti sinnt mínu starfi og það var mikill léttir fyrir alla. Hann er tölvunarfræðingur að mennt og sneri aftur til vinnu í janúar sl. Margir voru undrandi á því að hann væri heimavinnandi en það hafði mikið að segja fyrir fjölskyldulífið. Hann notaði tímann til að gera upp húsið okkar á

Viðtal: Sigríður Inga Sigurðardóttir blaðamaður. Myndir: Úr einkasafni

Tímarit um lyfjafræði

19


FRÆÐIN

Styrkþegi þarmaflórunnar, í þeirri von um að skilja betur áhrif umhverfisþátta á sjúkdóma sem við þróum með okkur á lífsleiðinni. Einnig voru kynntar aðferðir, þar sem notast er við massagreina, til skimunar á efnaskiptum í þeim tilgangi að auka gæði faraldsfræðilegra rannsókna með mælingum á sértækum lífvísum við sjúkdómsgreiningu.

Ráðstefna Mass Spectrometry: Applications to the Clinical Lab Finnur Freyr Eiríksson, lyfjafræðingur og doktorsnemi við HÍ. Ráðstefna samtaka fyrir Mass Spectrometry: Applications to the Clinical Lab var haldin í Salzburg, Austurríki dagana 10. til 14. september 2017. Ráðstefnan hefst ávallt með eins eða tveggja daga námskeiðum, þar er bæði boðið upp á grunnnámskeið fyrir þá sem eru rétt að hefjast handa við notkun massagreina á klínískum rannsóknarstofum en einnig eru í boði námskeið fyrir lengra komna, þar er þá að finna námskeið sem gefa góða innsýn í ákveðin flókin viðfangsefni við notkun massagreina á klínískum rannsóknarstofum. Á síðustu árum hefur það færst í aukana að vökvagreinir tengdur massagreini (UPLC-MS) sé notaður við mælingar á próteinum til sjúkdómsgreininga. Próteinin hafa flókna efnasamsetningu og hafa rannsóknir sýnt að ónæmismælingar á próteinunum séu oft ekki nægilega sértækar og geta leitt til rangtúlkunar á s j ú kd ó m i . Áhugaverðasta námskeiðið þótti mér vera um klínískar próteinmælingar (Clinical Proteomics) þar sem klínískar mælingar á próteinum, hérlendis, eru nánast einungis framkvæmdar með ónæmismælingum og tel ég að á næstum árum muni það aukast til muna að ákveðin prótein verði mæld með massagreinum á Íslandi. Að þessu sinni voru 421 þátttakandi sem sótti ráðstefnuna og var helmingur þátttakenda frá iðnaðinum, en aðrir voru frá háskólum, ríkisstofnunum og nemar. Alls voru um 67 doktorsnemar sem sóttu ráðstefnuna sem þykir góð mæting enda hefur ráðstefnan lagt ríka áherslu á að hvetja og styrkja nema til að sækja hana. Fjölmörg fyrirtæki

20

Tímarit um lyfjafræði

kynntu starfsemi sína, hægt var að skoða nýjustu tæki og tól sem notuð eru á klínískum rannsóknarstofum. Vísindin eru ávallt höfð í fyrirrúmi og voru í boði á þessum þremur dögum alls 74 erindi og 104 veggspjöld, þar af var eitt erindi frá Íslandi. En alls voru fjórir aðilar sem sóttu ráðstefnuna frá Íslandi. Sjálfur flutti ég erindið „Lipidomic evaluation of cultured cell lines“. Ráðstefnan hófst með boðsfyrirlestri frá prófessor Rainer Bischoff, University of Groningen með titlinum “Quantification of Proteins in Complex Biological Samples by LC-MS”. Á ráðstefnunni mátti finna fjölbreytt rannsóknasvið um klínískar massagreiningar og var á hverjum degi hægt að velja milli sex samhliða viðfangsefna. Að þessu sinni var rík áhersla á prótein- og efnaskiptamælingar með massagreinum. Próteinmælingar sem kynntar voru á ráðstefnunni voru meðal annars greiningar á krabbameinum, sjálfsónæmissjúkdómum, hjartaog æðasjúkdómum en einnig greiningar á óhóflegri notkun áfengis. Efnaskiptamælingar með massagreinum eru mikið notaðar til svipgerðagreininga á einstaklingum og til að greina lífvísa fyrir margvíslega sjúkdóma á borð við alzheimers, hjartaog æðasjúkdóma. Þá voru einnig kynntar niðurstöður um þær breytingar sem eiga sér stað á kólesteróli þegar sjúklingar þróa með sér hjarta- og æðasjúkdoma. Á síðustu árum hefur einnig verið lögð mikil áhersla á rannsóknir um áhrif efnaskipta þarmaflórunnar á heilsu mannsins og hafa massagreinar komið verulega við sögu við greiningar á efnaskiptum

Það var mikil heiður að fá að kynna erindi mitt á ráðstefnunni í hluta sem fjallaði um aðferðir við efnaskiptagreiningu með massagreinum. Aðferðin sem ég kynnti er hluti af doktorsnámi mínum við lækna- og lyfjafræðideild Háskóla Íslands. Doktorsverkefnið snýr að því að greina breytingar sem verða á fituefnaskiptum í krabbameinsfrumum. Ég nota háhraðavökvagreini tengdan time-of-flight massagreini (UPLC-QToF) til að skima heildarlípíðsamsetningu í krabbameinsfrumum og greina hvort og þá hver munurinn sé á fituefnum milli ólíkra krabbameinsfrumna. Eitt af markmiðum doktorsverkefnis míns er að greina breytingar sem verða við myndun krabbameina á lípíðsamsetningu. Á ráðstefnunni kynnti ég niðurstöður tveggja rannsókna, sú fyrri snýr að því að greina mun á fituefnum meðal sex ólíkra krabbameinsfrumulína og einnar heilbrigðrar frumulínu, sú seinni byggir einnig á því að greina fituefni en að þessu sinni í brjóstaþekjufumum og frumulínu sem er upprunnin frá henni. Niðurstöður sýna svipgerðarbreytingu frá þekjufrumuhegðun í bandvefsfrumuhegðun (epithelial to mesenchymal transition) og greindum við marktækar breytingar á nokkrum hópum fituefna við svipgerðarbreytinguna. Aðferðin gerir okkur kleift að sjá mun á fituefnaskiptum frumulínanna og meta hvaða ensím kunni að vera undirliggjandi og þannig fá innsýn í þær breytingar sem eiga sér stað í frumulínunni við slíkar svipgerðarbreytingar sem geta hugsanlega nýst við mat á sýnum úr sjúklingum m.t.t. ífarandi eiginleika. Næstu skref rannsókna beinast að því að nota slíkar greiningaaðferðir á klínískum rannsóknarstofum t.d. með því að taka vefjasýni úr sjúklingum sem greinast með krabbamein og geta þannig sérhæft lyfjameðferð m.t.t. svipgerðar krabbameinsins. Ég vil þakka vísindasjóði LFÍ kærlega fyrir veittan styrk.


FRÆÐIN

Styrkþegi EUROPEAN WOMEN PHARMACISTS MEETING

VIENNA 30.9.2017

Fundur kvenlyfjafræðinga í Evrópu í Vín Þórunn Kristín Guðmundsdóttir Samtök kvenlyfjafræðinga í Evrópu samanstanda af konum úr öllum starfsgreinum lyfjafræðinnar. Tilgangur og markmið hópsins eru tengslamyndun („networking“), ásamt því að deila þekkingu og reynslu úr starfi („best practices“). Fyrirmynd samtakanna er m.a. sprottin út frá félagi kvenlyfjafræðinga í Bretlandi (UK) eða „The National Association of Women Pharmacists“ (NAWP) sem er sjálfstætt starfandi félag þar í landi og stofnað árið 1905 (www.nawp.org.uk). Tvö önnur öflug félög kvenlyfjafræðinga eru starfandi í Evrópu eða Deutscher Akademikerinnen Bund (DAB) í Þýskalandi og NOVA (Dutch Organisation of Women Pharmacists) í Hollandi. Tólfti fundur kvenlyfjafræðinga í Evrópu var haldinn þann 30. september 2017 í húsakynnum austurríska lyfjafræðingafélagsins „Apothekerhaus“ í Vín, Austurríki. Yfirskrift fundarins var “Women Pharmacists - Always One Step Ahead!” eða “Konur í lyfjafræði - Ávallt einu skrefi framar!”. Um sextíu konur víðsvegar að úr Evrópu tóku þátt, úr hópi lyfjafræðinema, starfandi lyfjafræðinga og lyfjafræðinga á eftirlaunum. Undirrituð var í undirbúningsnefnd fyrir hönd samtakanna, ásamt Anne Lewerenz frá Þýskalandi, Anita White frá Bretlandi, Elfriede Dolinar frá Austurríki og Martina Teichert frá Hollandi. Raimund Podroschko, formaður lyfjafræðingafélags Austurríkis, setti fundinn. Opnunarerindið hélt Dr. Martina Teichert, dósent við Leiden háskóla í Hollandi, þar sem hún fjallaði

um nýjar kennsluaðferðir við að mennta og þjálfa lyfjafræðinga framtíðarinnar, ásamt breytingum á námsskrá í Hollandi því tengdu.

Hópur 3 tók fyrir störf lyfjafræðinga í lyfjaiðnaði, með áherslu á kröfur um sérfræðimenntun og þekkingu, undir stjórn Virginia Watson.

Fundarlota um sí- og endurmenntun eða „Continuing professional development: keeping up to date“ var næst á dagskrá. Þar sagði Helen Kilminster, klínískur lyfjafræðingur hjá GP Pharmacists NHSE Pilot, Malvern í Bretlandi, frá starfi sínu á heilsugæslu og tilraunaverkefni sem hún tók þátt í því tengdu. Þá tók Joan Peppard, formaður EAHP, til máls og sagði frá verkefni sjúkrahúslyfjafræðinga eða „The European Common Training Framework“ (CTF), sem er samstarfsverkefni 36 Evrópulanda. Að lokum tók til máls Dr. Verena Plattner, lyfjafræðingur og eftirlitsaðili lyfja og lækningatækja hjá AGES (Austrian Agency for Health and Food Security Ltd.) og sagði frá því hvernig þjálfun GMP (GCP)-eftirlitsaðila væri háttað hjá þeim.

Hópur 4 tók fyrir störf lyfjafræðinga í opinberri stjórnsýslu, undir stjórn Dr. Verena Plattner og Dr. Anne Lewerenz.

Eftir hádegishlé var skipt í fjóra vinnuhópa, undir yfirskriftinni „Workshops on Career advancement: Developing specialist skills” eða „Vinnubúðir um starfsþróun: þróun sérfræðiþekkingar og hæfni“. Hópur 1 tók fyrir störf apótekslyfjafræðinga á heilsugæslu, undir stjórn Helen Kilminster, Hazel Baker og Anita White. Hópur 2 tók fyrir störf sjúkrahúslyfjafræðinga, með áherslu á ný hlutverk, menntunar- og hæfniskröfur, undir stjórn Joan Peppard, Elfriede Dolinar og Þórunnar K. Guðmundsdóttur.

Lokaerindi fundarins flutti Ukrike Mayer, formaður launasjóðs lyfjafræðinga í Austurríki. Hún fjallaði um skert eftirlaun kvenlyfjafræðinga þar í landi, en algengt er að konur séu mestan hluta starfsævinnar í hlutastörfum og/eða taki langt hlé frá störfum til þess að sinna fjölskyldu eftir barneignir. Í lok fundarins voru umræður úr vinnuhópunum og samantekt frá deginum. Fundurinn var einstaklega vel heppnaður, ný fræði og þekking bættust í reynslubankann, tengsl voru endurnýjuð og ný tengsl mynduð. Að sjálfsögðu voru félagstengslin einnig styrkt utan formlegs fundar, en hópurinn heimsótti vínekrur Feuerwehr Wagner sem hafa framleitt vín síðan 1683, þáði boð í ráðhúsið, snæddi kvöldverð í Rathauskeller, fór í gönguferð með leiðsögn um sögufrægar slóðir Vínarborgar og endaði í kaffi og Sacher-tertu á hinu sögufræga kaffihúsi K. u. K. Hofzuckerbäckerei Demel. Næsti fundur kvenlyfjafræðinga í Evrópu verður haldinn í Reykjavík, þann 15. september 2018. Hægt er að fylgjast með viðburðinum á Facebook hér: @womenpharmacistseurope Þakka LFÍ veittan styrk.

Tímarit um lyfjafræði

21


FRÆÐIN

Baráttan við fíknivandann Hanna G. Sigurðardóttir starfsmaður upplýsingadeildar Lyfjastofnunar Vaxandi áhyggjur eru nú á Vesturlöndum vegna misnotkunar sterkra verkjalyfja, einkum ópíóíða. Svo alvarlegt er ástandið í Bandaríkjunum að talað hefur verið um faraldur. Fram kom í grein á vef Landlæknis í lok mars, að dauðsföllum í Bandaríkjunum af þessum völdum hafi fjölgað um 170% frá árinu 1999. Talið er að nærri sextíu þúsund Bandaríkjamenn hafi látist vegna ofneyslu árið 2016. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur lýst yfir þjóðarátaki gegn neyslu ópíóíða þar í landi. Leiðarvísir Evrópusambandsins Víðar er reynt að bregðast við. Í lok október á síðasta ári kom út skýrsla á vegum Evrópusambandsins sem ætlað er að vera aðildarlöndunum leiðarvísir í baráttunni við fíkniefnaog fíknilyfjaneyslu. Skýrslan er gefin út af eftirlitsmiðstöð sambandsins með misnotkun lyfja, European Monitoring Centre for Drugs and Drug Addiction, EMCDDA í Lissabon. Um fyrstu heildarsamantekt miðstöðvarinnar er að ræða. Í skýrslunni er fjallað um að lengst af hafi fíknivandinn snúist um efni sem teljast ólögleg, en sífellt aukist misnotkun lyfseðilsskyldra lyfja. Þar valda ópíóíðar sem sprautað er í æð mestum áhyggjum. Áætlað er að Evrópubúar 15-64 ára sem haldnir eru alvarlegri ópíóíðafíkn séu 0,4% íbúafjöldans, eða um 1,3 milljónir manna. Viðbrögð við fíknivanda í Evrópu beindust áður fyrr fyrst og fremst að heróín-sprautufíklum vegna gríðarlegrar fjölgunar þeirra á tíunda áratugnum sem jafna má við faraldur. Baráttan við þann vágest skilaði sér í þekkingu sem nýtist víða ytra í tengslum við ópíóíðafíkn. Fram kemur í skýrslunni að þeir sem eiga við ópíóíðafíkn að stríða séu fjölmennasti hópurinn í fíknimeðferð í Evrópu. Þótt hlutfallslega sé minnst notað af þessari tegund fíkniefna,

er skaðinn sem þau valda meiri og afleiðingar alvarlegri. Dauðsföll vegna of stórra skammta í ríkjum ESB árið 2015 voru rúmlega 7.500, þar af um 80% vegna ópíóíða. Áætlað er að um helmingur ópíóíðfíkla fái einhvers konar meðferð, en á síðari árum hefur færst í vöxt að hjálpa þeim sem ekki hætta, til að halda neyslunni í skefjum og minnka skaða. Þá er í skýrslunni fjallað um heilsufarsvanda sem óbeint tengist fíkn, svo sem HIV-smit og lifrarbólgu. Ein megináherslan í leiðarvísi EMCDDA til Evrópuþjóða snýr einmitt að því að bregðast við lifrarbólgusmiti, þar sem sá fylgifiskur fíkniefnaneyslu er stór hluti vandans. Án sérstaks átaks gæti vandi vegna lifrarbólgu C vaxið mjög. Þess má geta að árið 2016 skuldbundu 194 ríki sig til að uppræta lifrarbólgu fyrir árslok 2030. Hér á landi hófst opinbert átak gegn lifrarbólgu C í ársbyrjun 2016 og hefur þegar náðst góður árangur. Staða mála á Íslandi Í samantekt Lyfjastofnunar um notkun ópíóíða á Norðurlöndum á árunum 2004-2015, sést að notkun þessara lyfja eykst verulega á Íslandi á þeim tíma. Reyndar er notkunin vaxandi hjá öllum nema Svíum framan af en á tímabilinu 200910 verður umtalsverð breyting hjá frændþjóðunum. Notkunin breytist þá á þann veg að hún ýmist stendur í stað eða dregst saman, nema á Íslandi. Þar stefnir í öfuga átt og notkunin heldur áfram að aukast; síðari hluta árs 2012 er hún orðin mest á Íslandi. Þetta er greint út frá sölutölum á heildsölustigi. Nýrri tölur til samanburðar eru ekki aðgengilegar sem stendur. Hvað varðar fjárhæðir var heildarkostnaður vegna lyfseðilsskyldra verkjalyfja á Íslandi 845 milljónir króna á árinu 2016. Af þessari upphæð fóru um 80% í lyf sem innihalda ópíóíða.

Ópíóíðar á Norðurlöndum 24

DDD/1000 íbúa/dag

22 20 18 16 14 12 10

2004

2005

2006 Danmörk

2007

2008 Finnland

2009

Ísland

Heimild: NOWBASE, norræni lyfjatölfræðigrunnurinn.

22

Tímarit um lyfjafræði

2010

2011 Noregur

2012

2013 Svíþjóð

2014

2015


FRÆÐIN Heildarkostnaður vegna þunglyndislyfja var um 700 milljónir króna og heildarkostnaður vegna svefnlyfja og slævandi lyfja var 260 milljónir króna. Heildarkostnaður vegna ADHD lyfja var um 970 milljónir króna. Samanlagt nemur þetta um 10% af öllum lyfjakostnaði landsmanna. Af lyfjum sem verka á taugakerfið (ATC-flokkur N) eru m.a. verkjalyf, svefnlyf, þunglyndislyf og lyf við athyglisbresti með ofvirkni. Af OECD löndum nota Íslendingar mest af þessum lyfjum. Síðla vetrar birtust á vef landlæknis upplýsingar af öðrum toga sem benda til að fíknivandi fari vaxandi. Þar kemur fram að samkvæmt bráðabirgðatölum úr dánarmeinaskrá hafi helmingur lyfjatengdra andláta ársins 2017 orðið á síðasta ársfjórðungi. Auk þess sem talið var að á fyrstu þremur mánuðum ársins 2018 mætti rekja níu andlát hér á landi til ofskömmtunar. Þetta bendi til þess að vandinn hér á landi sé ekki að minnka. Brugðist við Á vef landlæknis er vitnað til þess að í Bandaríkjunum sé hefð fyrir stórum skömmtum ávísaðra lyfja, sem geti leitt menn á brautir misnotkunar. Þótt munur sé á Íslandi og Bandaríkjunum hvað varðar reglur um lyfjaávísanir, er engu að síður talið mikilvægt að draga úr ávísunum tauga- og geðlyfja hér á landi. Til þess er ýmissa leiða leitað. Landlæknir hefur birt leiðbeiningar um góða starfshætti lækna við ávísun ávanabindandi lyfja. Þar eru læknar m.a. hvattir til að kynna sér vel lyfjasögu sjúklinga í rafrænum gagnagrunni Sögukerfisins, og hvað viðkomandi á af óútleystum lyfjum í gáttinni. Hjá Lyfjastofnun voru síðastliðinn vetur mótaðar reglur um takmörkun á afgreiðslu lyfja sem geta verið ávanabindandi, þannig að einungis mætti afgreiða tiltekin lyf sem næmi þörf til mest 30 daga í senn. Síðar varð ljóst að nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra um lyfjaávísanir og afhendingu lyfja yrði breytt í þá veru að fela í sér sambærilegt ákvæði. Þar með væri búið að skerpa á takmörkun á afgreiðslu lyfja með mun skýrari hætti og ekki þörf fyrir sérstakar reglur Lyfjastofnunar þar um. Nýja reglugerðin mun taka gildi 1. júlí næstkomandi. Auk vinnu við að breyta reglugerð um lyfjaávísanir, skipaði heilbrigðisráðherra starfshóp sem móta skyldi tillögur til þess að stemma stigu við mis- og ofnotkun geð- og verkjalyfja.

Birgir Jakobsson fyrrverandi landlæknir og aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra var formaður starfshópsins, en aðrir nefndarmenn Aðalsteinn Jens Loftsson, lyfjafræðingur hjá Lyfju, Áslaug Einarsdóttir, settur skrifstofustjóri í velferðaráðuneytinu, Einar Magnússon, lyfjamálastjóri í velferðarráðuneytinu, Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, Valgerður Rúnarsdóttir, framkvæmdastjóri SÁÁ, Þröstur Emilsson, formaður ADHD samtakanna, og Þórgunnur Ársælsdóttir, formaður Geðlæknafélags Íslands. Starfshópurinn skilaði tillögum sínum til ráðherra þann 24. maí sl. í skýrslu sem ber yfirskriftina Aðgerðir til að sporna við misnotkun lyfja sem geta valdið ávana og fíkn. Tillögur starfshópsins Tillögur starfshóps heilbrigðisráðherra lúta að ýmsum þáttum sem gætu orðið til að sporna gegn fíknivanda tengdum lyfseðilsskyldum lyfjum. M.a. fræðslu til fagstétta og almennings, aðgengi að ávanabindandi lyfjum, og eftirliti með ávísanavenjum lækna. Hvað varðar það sem snýr að útgáfu lyfseðla og afhendingu lyfja eru tillögurnar í nokkrum atriðum. Ein þeirra fjallar um góðar ávísanavenjur, en þar er mælt með því að Embætti landlæknis verði falið að gefa út leiðbeiningar um ávísanir á lyf sem valdið geta ávana og fíkn. Aðgengi verði sömuleiðis takmarkað, m.a. þannig að sterkum verkjalyfjum sé ávísað að hámarki í fimm daga á bráðamóttöku og læknavakt. Þá skuli ávanabindandi lyfjum ekki ávísað af læknanemum með tímabundið starfsleyfi. Auk þessa skuli meira lagt upp úr því að nýta rafrænt umhverfi til að auðvelda eftirlit og auka árvekni. Til dæmis með því að forritað verði fyrir því að læknar fái sjálfvirkar viðvaranir við ritun lyfseðils þegar lyfjanotkun í tilteknum flokkum nálgast skilgreind mörk. Tillögurnar eru allar settar fram með það í huga að taka tillit til og íþyngja ekki þeim sem nauðsynlega þurfa á þessum lyfjum að halda. Haft hefur verið á orði að tækifærið til að grípa í taumana hér heima varðandi misnotkun lyfja sé núna. Vandinn sé ekki orðinn jafn alvarlegur og sums staðar í nágrannalöndunum en viðvörunarljósin blikki. Síðustu aðgerðum stjórnvalda er ætlað að vera skref í þá átt að ná yfirhöndinni í baráttunni við fíknivandann.

400 350 300 250 200 150 100 50 0 Iceland Portugal Sweden Spain Denmark Finland Norway Luxembourg Australia Slovak Republic United Kingdom Italy Canada Czech Republic Belgium Slovenia Germany Austria Greece Israel Hungary Estonia Netherlands Korea Latvia

DDD/1000 íbúa/dag

Notkun lyfja með virkni á taugakerfið (N) 2015

Heimild: OECD stat tölfræðigrunnurinn.

Tímarit um lyfjafræði

23


FRÆÐIN

Innleiðing lyfjafræðilegrar umsjár í heilsugæslu á Íslandi Anna Bryndís Blöndal M.Sc.Pharm., Ph.D. Um doktorsefnið Anna Bryndís Blöndal er fædd á Akureyri árið 1978. Hún er gift Haraldi Líndal Péturssyni og saman eiga þau fjögur börn, Pétur Breka 17 ára, Köru Kristínu 14 ára, Hilmu Hrönn 9 ára og Gunnar Áka 6 ára. Anna Bryndís lauk kandídatsprófi í lyfjafræði frá Lyfjafræðideild Háskóla Íslands árið 2006 og diplómanámi í kennslufræðum frá Háskólanum í Reykjavík fimm árum síðar. Eftir útskrift árið 2006 hóf hún störf á Landspítalanum og starfaði þar fram að doktorsnáminu sem hófst við Lyfjafræðideild árið 2012. Samhliða doktorsnáminu hefur Anna Bryndís sinnt kennslu við sömu deild.

Upphafið “Af hverju vildi ég aftur verða lyfjafræðingur?” var spurning sem ég oft velti fyrir mér starfandi sem slíkur á Landspítalanum. Ég hafði unnið á spítalanum í nokkur ár og á þeim tíma var upplifun mín sú að lyfjafræðingar væru ekki mikilvæg heilbrigðisstétt. Jafnframt þá fannst mér að lyfjafræðingar væru vannýttir starfsmenn þegar kæmi að ummönnun sjúklinga. Þrátt fyrir það að ég hafði mikla þekkingu á lyfjameðferðum einstaklinga þá upplifði ég aðrar heilbrigðisstéttir eins og hjúkrunarfræðinga og lækna svo framar okkur í tengslum við sjúklinginn og hans þarfir. Þar sem lyfjafræðingar eru þriðja stærsta heilbrigðisstarfsstéttin í heiminum (Ibrahim, Jose, & Jegan, 2012) og lyfjaávísanir aukast ár frá ári (Kantor, Rehm, Haas, Chan, & Giovannucci, 2015) - af hverju eru lyfjafræðingar ekki metnir jafnmikið sem heilbrigisstarfsmenn eins og læknar og hjúkrunarfræðingar? Þetta var hugsun sem stöðugt sótti að mér. Ég átti erfitt með að skilja af hverju lyfjafræðingar væru að starfa inni á Landspítlanum en ekki á heilsugæslunni þar sem á Íslandi er gert ráð fyrir því að heilsugæslan sé fyrsti viðkomustaður sjúklinga innan heilbrigðiskerfisins (Sigurgeirsdóttir, Waagfjörð, & Maresso, 2014). Enn fremur voru mörg dæmi í kringum mig frá fjölskyldum, vinum, kollegum og á fréttaveitum sem leiddi mig að þeirri niðurstöðu að lyfjafræðingar gætu í miklu meira mæli notað sérhæfða þekkingu sína á lyfjum til að hjálpa sjúklingum og öðru heilbrigðisstarfsfólki í grunnþjónustu heilbrigiskerfisins, s.s. heilsugæslu og apótekum. Einhvern veginn fannst mér að lyfjafræðingar gætu gegnt stærra hlutverki í stóru myndinni. Á heimsvísu eru lyfjafræðingar í auknu mæli að einblína á sjúklinginn og hans þarfir (Mossialos et al., 2015). Jafnframt er bæði eldri aldurshópnum (United Natins., n.d.) og fjöllyfjanotendum (Sergi, Rui, Sarti, & Manzato, 2011) að fjölga ár frá ári. Ég hef alltaf talið sjálfa mig aðgerðasinna, þótt ég sé ekki dæmigerður “mótmælandi”. Ég nýt þess að nota tíma minn til að gera hluti sem skila árangri og þess vegna byrjaði ég

24

Tímarit um lyfjafræði

þetta ferðalag: Í fyrsta lagi að koma lyfjafræðingum inn á heilsugæslu með því að veita lyfjafræðilega umsjá og í öðru lagi að auka samstarf milli lyfjafræðinga og heimilislækna á Íslandi. Doktorsverkefnið Lyfjafræðileg umsjá er þjónusta sem stuðlar að því að skilgreina markmið lyfjameðferðar fyrir sjúkling og leita bestu leiða til að ná þeim markmiðum og felur það oftast í sér samvinnu milli lyfjafræðings, læknis og sjúklings. Á undanförnum áratugum hafa lyfjafræðingar erlendis verið að útvíkka starfssvið sitt með því að veita lyfjafræðilega umsjá í samstarfi við aðra heilbrigðisstarfsmenn en þó er misjafnt milli landa hversu mikið og útbreitt það er. Jafnframt er þátttaka lyfjafræðinga í grunnþjónustu heilbrigðiskerfisins mjög ólík á milli landa. Slík þróun hefur ekki átt sér stað hér á landi þar sem lyfjafræðileg umsjá er nánast einungis veitt innan veggja spítalans en ekki í grunnþjónustu heilbrigðiskerfisins, líkt og í heilsugæslu eða apótekum - þrátt fyrir að lög um starfsemi apóteka vísi í skyldur þeirra á þessu sviði. Þegar kemur að þróun á þjónustu lyfjafræðilegrar umsjár þarf að taka tillit til ólíkra þátta svo sem menningar, hefða og viðhorfa í hverju landi fyrir sig. Sérsníða þarf þjónustuna að umhverfinu þar sem hún er veitt og má því segja að engin ein forskrift sé fyrir því hvernig auka á þessa þjónustu með því markmiði að bæta lyfjameðferð og þar með lífsgæði sjúklinga. Markmið þessa verkefnis var því annars vegar að rannsaka viðhorf íslenskra heimilislækna til lyfjafræðinga og núverandi samstarf lyfjafræðinga og heimilislækna í umönnun sjúklinga og hins vegar að kynna fyrir þeim í hverju lyfjafræðileg umsjá felst. Auk þess að greina nánar þær athugasemdir sem rannsakandinn/lyfjafræðingurinn gerði þegar hann veitti þjónustuna. Notast var við aðferðafræði umbótarannsókna/ starfendarannsókna (e. Action Reseach) þar sem rannsakandinn sem er lyfjafræðingur var bæði rannsakandi og þátttakandi. Aðferðir sem notast var við voru hálfstöðluð einstaklingsviðtöl, lyfjafræðileg umsjáríhlutun (þar sem


FRÆÐIN

©Kristinn Ingvarsson - kri@hi.is

rannsakandi veitti lyfjafræðilega umsjá til skjólstæðinga heimilislækna), fundir og rannsóknarnótur á vettvangi. Ritgerðin byggir á þremur greinum birtum í ritrýndum vísindatímaritum. • Blondal, A. B., Jonsson, J. S., Sporrong, S. K., & Almarsdottir, A. B. (2017). General practitioners’ perceptions of the current status and pharmacists’ contribution to primary care in Iceland. International Journal of Clinical Pharmacy, 1–8. https://doi.org/10.1007/s11096-017-0478-7 • Blondal, A. B., Sporrong, S. K., & Almarsdottir, A. B. (2017). Introducing Pharmaceutical Care to Primary Care in Iceland— An Action Research Study. Pharmacy, 5(2), 23. https://doi.org/10.3390/pharmacy5020023 • Blondal, A.B., Almarsdottir, A.B., Jonsson, J.S., Gizurarson, S. (2017). Lyfjafræðileg umsjá í Heilsugæslunni í Garðabæ – greining á fjölda og eðli lyfjatengdra vandamála eldri einstaklinga [Pharmaceutical Care at the primary care clinic in Garðabær - number and type of drug therapy problems identified among elderly clients]. Laeknabladid, 103(11), 481486. https:// 10.17992/lbl.2017.11.159 Sú fyrsta (Grein I) snýr að hálfstöðluðum einstaklingsviðtölum við 20 heimilislækna frá 12 mismunandi heilsugæslustöðvum víðsvegar um Ísland. Markmið viðtalanna var að kanna þróun heilsugæslunnar, hvernig notkun og eftirlit með lyfjum sé háttað, viðhorf og samstarf heimilislækna við lyfjafræðinga og hvernig þeir sjá heilsugæsluna til framtíðar. Rannsókn þessi sýndi að heimilislæknar hafa almennt litla þekkingu á starfi lyfjafræðinga og lyfjafræðiþjónustu. Rannsóknin sýndi einnig að samskipti heimilislækna við lyfjafræðinga snúast einkum um praktíska hluti í gegnum apótek landsins. Í niðurstöðum rannsóknarinnar kom einnig fram að heimilislæknarnir töldu að ákveðin vöntun væri á gæðum og yfirsýn varðandi lyf og lyfjameðferðir. Höfðu þeir almennt jákvætt viðhorf til lyfjafræðinga og töldu að lyfjafræðingar gætu aukið gæði lyfjameðferðar sjúklinga í samstarfi við aðra heilbrigðisstarfsmenn í heilsugæslunni. Önnur greinin (Grein II) snéri síðan að því að kynna lyfjafræðilega umsjá fyrir heimilislæknunum í Garðabæ, markmiðið var að fá viðhorf þeirra til þess hvernig best sé að veita lyfjafræðilega umsjá í heilsugæslunni. Í það heila tóku 100

sjúklingar og fimm heimilislæknar í Garðabæ þátt og íhlutun fólst í því að rannsakandi/lyfjafræðingur veitti lyfjafræðilega umsjá í samvinnu við heimilislæknana. Þjónustan var tvíþætt; annars vegar fór hún fram í heimahúsum án aðgangs rannsakanda að sjúkra- og lyfjasögu (íhlutun eitt) og hins vegar í heilsugæslu Garðabæjar, þar sem rannsakandi hafði aðgang að sjúkra- og lyfjasögu (íhlutun tvö). Meðan á rannsókninni stóð voru tekin þrjú hálfstöðluð einstaklingsviðtöl við heimilislæknana sem tóku þátt í rannsókninni. Viðtölin voru tekin í upphafi rannsóknar, eftir fyrri íhlutun og svo eftir síðari íhlutun. Jafnframt var notast við aðrar aðferðir (fundi og vettvangsnótur) við greiningu gagna. Í upphafi rannsóknar sýndu heimilislæknarnir almennt jákvætt viðhorf í garð lyfjafræðinga og þegar leið á rannsóknina styrktist það viðhorf enn frekar. Niðurstöður sýndu að heimilislæknarnir uppgötvuðu að hlutverk lyfjafræðinga væri mun margþættara en þeir höfðu áður talið. Samkvæmt niðurstöðum töldu þeir að lyfjafræðileg umsjá myndi henta best þeim sjúklingum sem væru í lyfjaskömmtun, þar sem sjúklingar fá lyfin ávísuð eitt ár fram í tímann. Auk þess sem heimilislæknarnir upplifðu að þeir gætu ekki yfirfarið lyfjameðferð skömmtunarsjúklinga sökum tímaskorts. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu einnig að heimilislæknar töldu bein samskipti (augliti til auglits) vera mjög mikilvæg í samskiptum heimilislækna og lyfjafræðinga. Í niðurstöðum kom jafnframt fram að heimilislæknum þótti mun betra að vinna með lyfjafræðingum inni á heilsugæslunni og voru áhugasamir um að starfa með lyfjafræðingum þar í framtíðinni. Þriðja greinin (Grein III) fjallaði um að greina íhlutunina (lyfjafræðilega umsjá þjónustuna) og skoða helstu athugasemdir sem lyfjafræðingurinn gerði í ferlinu. Jafnframt voru skoðaðar helstu ábendingar fyrir lyfjameðferð og hversu margar athugasemdir heimilislæknirinn samþykkti að lokum. Samtals 100 sjúklingar tóku þátt í rannsókninni, 44 karlar og 56 konur. Helstu ábendingar fyrir lyfjameðferð voru háþrýstingur (82%), of hátt kólesteról (69%) og svefnvandi (66%). Lyfjafræðingur gerði að meðaltali tvær athugasendir fyrir hvern skjólstæðing um lyfjatengd vandamál. Algengasta lyfjatengda vandamálið var lág meðferðarheldni (30,1%), næst algengasta var aukaverkun (26,7%) og þriðja algengasta var óþörf lyfjameðferð (18,2%). Flestallar athugasemdirnar voru teknar til greina af heimilislæknunum (90,3%).

Tímarit um lyfjafræði

25


FRÆÐIN Af niðurstöðum þessarar ritgerðar má því draga ályktun að 1) heimilislæknar virðast almennt ekki þekkja til lyfjafræðinga né hæfni þeirra í umönnun sjúklinga, 2) þegar þjónustan lyfjafræðileg umsjá var kynnt fyrir heimilislæknum voru þeir ánægðir með samstarfið og afrakstur þess, 3) þeir samþykktu tilmæli og athugasemdir lyfjafræðingsins um lyfjameðferðir skjólstæðinga sinna að mestu leyti, 4) heimilislæknum fannst lyfjafræðingar eiga að vera hluti af teyminu sem starfar inni á heilsugæslunni í framtíðinni. Framtíðaráætlun fyrir Ísland Þegar slíkt doktorsverkefni er unnið, þá liggja margar klukkustundir í því að afla sér þekkingar á efninu og skoða rannsóknir sem framkvæmdar hafa verið hérlendis sem og erlendis. Mikilvægt er í öllu ferlinu að skoða hvað hefur gengið vel og hvað má betur fara. Í ljósi þess, þá langar mig að nýta þá þekkingu sem ég hef öðlast til að koma með tillögu í 7-liðum að framtíðaráætlun fyrir Ísland í tengslum við að auka samstarf lyfjafræðinga og lækna og jafnframt að auka sýnileika lyfjafræðinga í tengslum við umönnun sjúklinga. 1. Að heimilislæknar fái aðgang að Miðstöð lyfjaupplýsinga á Landspítalanum (LSH). Á LSH er starfrækt Miðstöð lyfjaupplýsinga þar sem læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk innan spítalans getur hringt og fengið upplýsingar frá lyfjafræðingum um lyf og lyfjameðferðir. Ef heimilislæknar myndu fá aðgang að Miðstöð lyfjaupplýsinga, þá myndu læknar kynnast lyfjafræðingum og hlutverki þeirra í ummönnun sjúklinga. Slíkt myndi auka traust á milli lyfjafræðinga og lækna. Í framhaldinu væri hægt að leyfa lyfjafræðingum í grunnþjónustu s.s. heilsugæslu og apótekum að hafa aðgang að Miðstöð lyfjaupplýsinga. Það myndi styrkja lyfjafræðinga við að takast á við þetta nýja hlutverk sem snýr að aukinni þjónustu við sjúklinginn og annað heilbrigðisstarfsfólk. 2. Gera lyfjafræðinga hluta af þverfaglega teyminu sem vinnur á heilsugæslustöðvum. Í dag þá starfa engir lyfjafræðingar inni á heilsugæslustöðvunum. Teymið er alltaf að verða fjölbreyttara, sbr. sálfræðingar og félagsráðgjafar, en lyfjafræðinga vantar enn. 3. Fá yfirvöld til að greiða fyrir þekkingar/klíníska þjónustu (e.cognitive services) sem veitt yrði í apótekum og heilsugæslustöðvum. Dæmi um slíka þjónustu væri t.d. að veita lyfjafræðilega umsjá, að fræða einstaklinga um ný lyf sem viðkomandi er að byrja á, hvernig nota eigi astmapústin og svo framvegis. Erlendis hefur þróunin verið sú að lyfjafræðingar fá greiðslu fyirir að veita slíka þjónustu og í meira en 70% tilfella er þjónustan greidd af hinu opinbera (Houle, Grindrod, Chatterley, & Tsuyuki, 2014). Á Norðurlöndunum, þ.e. í Danmörku og Noregi, greiðir hið opinbera fyrir slíka þjónustu. 4. Auka hlutverk lyfjafræðinga í apótekum. Þrátt fyrir að lyfjafræðingar séu sérfræðingar í lyfjum þá er hlutverk þeirra í apótekum frekar takmarkað. Dæmi um þjónustu væri t.d. endurnýjun lyfseðla, breyta lyfjum og skömmtun, aðstoða gagnvart krónískum sjúkdómum og svo framvegis. Eins og staðan er í dag þá er mikil vöntun á heilbrigðisstarfsfólki og væri því gott að nýta sérhæfða þekkingu þessarar stóru stéttar. 5. Að lyfjafræðingar fái aðgang að lyfjasögu einstaklinga í apótekum. Til þess að lyfjafræðingar geti veitt slíka þjónustu sbr. að ofan þá er mikilvægt að þeir fái aðgang að lyfjasögu sjúklinga. Má nefna að lyfjafræðingar í Bretlandi hafa aðgang að slíkum upplýsingum (NHS, 2015).

26

Tímarit um lyfjafræði

6. Koma á samtökum apótekslyfjafræðinga. Í dag eru engin slík samtök starfrækt. Þrátt fyrir að það sé alltaf samkeppni á milli apóteka, þá er mikilvægt að apótekin taki saman höndum til að þrýsta á hið opinbera um að koma á meiri þjónustu inn í apótekin, auka samfélagsleg gildi þeirra og hjálpa lyfjafræðingum að takast á við nýtt hlutverk. 7. Auka samvinnu milli Háskóla Íslands og Lyfjafræðingafélags Íslands í tengslum við endurmenntun lyfjafræðinga. Erlendar rannsóknir hafa sýnt að helstu hindranir fyrir því að lyfjafræðingar veiti ekki meiri klíníska þjónustu séu í fyrsta lagi að þeir fá ekki greitt fyrir og jafnframt óöryggi við að veita slíka þjónustu. Til þess að veita lyfjafræðilega umsjá þarftu ekki að vera lærður klínískur lyfjafræðingur. Hér á landi munu eftir 2019 eingöngu tveir klínískir lyfjafræðingar útskrifast á ári. Það er því mikilvægt að auka fræðslu til lyfjafræðinga með því að bjóða upp á námskeið í samstarfi milli Lyfjafræðingafélags Íslands, Endurmenntunar og Háskóla Íslands. Áhugasamir geta sent tölvupóst á abb26@hi.is vilji þeir fá doktorsritgerðina á tölvutæku formi.

Heiti doktorsritgerðar “Innleiðing lyfjafræðilegrar umsjár í heilsugæslu á Íslandi - Bringing pharmaceutical care to primary care in Iceland” Andmælendur voru dr. Helga Garðarsdóttir, dósent við Háskólann í Utrecht, og dr. Guðlaug Þórsdóttir, öldrunarlæknir við Landspítala Háskólasjúkrahús. Umsjónarkennari og aðalleiðbeinandi var dr. Sveinbjörn Gizurarson, prófessor við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands, og meðleiðbeinandi var dr. Anna Birna Almarsdóttir, prófessor við Kaupmannahafnarháskóla. Að auki sátu í doktorsnefnd Aðalsteinn Guðmundsson, lyf- og öldrunarlæknir, Jón Steinar Jónsson heimilislæknir, og dr. Sofia Kalvemark Sporrong, aðstoðarprófessor við Kaupmannahafnarháskóla.

Heimildaskrá: Houle, S. K. D., Grindrod, K. A., Chatterley, T., & Tsuyuki, R. T. (2014). Paying pharmacists for patient care: A systematic review of remunerated pharmacy clinical care services. Canadian Pharmacists Journal / Revue des Pharmaciens du Canada, 147(4), 209–232. Ibrahim, A. H., Jose, D., & Jegan, R. S. (2012). Pharmacists in the Wider Public Health Workforce – A Review. Archives of Pharmacy Practice, 3(2), 166. Kantor, E. D., Rehm, C. D., Haas, J. S., Chan, A. T., & Giovannucci, E. L. (2015). Trends in Prescription Drug Use Among Adults in the United States From 1999-2012. JAMA, 314(17), 1818–1830. Mossialos, E., Courtin, E., Naci, H., Benrimoj, S., Bouvy, M., Farris, K., Noyce, P., et al. (2015). From “retailers” to health care providers: Transforming the role of community pharmacists in chronic disease management. Health Policy, 119(5), 628–639. NHS. (2015). Summary Care Record Rolled Out to Community Pharmacists. Retrieved from http://content.digital.nhs.uk/article/6476/Summary-Care-Record-rolled-out-tocommunity-pharmacists Sergi, G., Rui, M. D., Sarti, S., & Manzato, E. (2011). Polypharmacy in the Elderly. Drugs & Aging, 28(7), 509–518. Sigurgeirsdóttir, S., Waagfjörð, J., & Maresso, A. (2014). Iceland: Health system review. Health Systems in Transition, 16(6), 1–182. United Nations. (n.d.). World population Aging 2015. Retrieved from http://www.un.org/ en/development/desa/population/publications/pdf/ageing/WPA2015_Report.pdf


FRÆÐIN

Lokaverkefni nemenda við lyfjafræðideild Háskóla Íslands árið 2017 Íris Erla Gísladóttir

Katla Sigurðardóttir

Ly f j a n o t k u n á göngudeild hjartabilunar á Landspítala - Eru sjúklinga meðhöndlaðir í samræmi við klínískar leiðbeiningar Evrópsku hjartalæknasamtakanna?

Áhrif lífefna á eiginleika bandvefsstofnfrumna í þrívíðu frumuræktunarlíkani

Inngangur: Hjartabilun er algeng og alvarleg gerð af hjarta- og æðasjúkdómum. Fjórir megin lyfjaflokkar eru notaðir í meðferð við hjartabilun, ACE- og ARB-hemlar, beta blokkar og saltstera/ aldósterón viðtaka blokkar. Markmið rannsóknarinnar var að athuga hver staða lyfjanotkunar hjá sjúklingum á göngudeild hjartabilunar á Landspítalanum er miðað við klínískar leiðbeiningar ESC. Aðferðir: Rannsóknin er afturskyggn og lýsandi þar sem gögnum var safnað úr rafrænu sjúkraskrárkerfi Landspítala fyrir alla sjúklinga, 18 ára eða eldri, miðað við síðustu heimsókn þeirra á göngudeild hjartabilunar LSH á árinu 2016. Notast var við viðmiðunarskammta sem gefnir eru upp í klínískum leiðbeiningum ESC. Niðurstöður: Í úrtakinu voru 253 sjúklingar sem komu í að minnsta kosti eina heimsókn á göngudeild hjartabilunar árið 2016. Meðalaldur sjúklinganna var 69 ár og meirihlutinn voru karlmenn (75.5%). Alls voru 219 sjúklingar á ACE- eða ARB hemlum, 227 sjúklingar á beta blokkum og 130 sjúklingar á saltstera/aldósterón viðtaka blokkum. Viðmiðunarskömmtum var náð hjá 14% sjúklinga á ACE- eða ARB hemlum, 12% sjúlinga á beta blokkum og 16% sjúklinga á saltstera/ aldósterón viðtaka blokkum. Alls voru 24,5% sjúklinga með kreatínín styrk í sermi yfir 150 μmól/L, 11% sjúklinga yngri en 80 ára voru með slagbilsþrýsting undir 100 mmHg og 15% sjúklinga 80 ára eða eldri með slagbilsþrýsting undir 120 mmHg. Einnig voru alls 14% sjúklinga með aðra aukaverkun skráða sem ástæðu þess að skammtur var minnkaður eða meðferð stöðvuð. Ályktanir: Helstu ályktanir eru þær að lágt hlutfall sjúklinga í úrtakinu er á viðmiðunarskömmtum sem gefnir eru upp í evrópsku klínísku leiðbeiningunum. Helstu ástæður fyrir því að sjúklingar voru ekki á viðmiðunarskömmtum voru skert nýrnastarfsemi, lágur blóðþrýstingur þegar skammtar voru hækkaðir eða skammtaaukning lyfs ekki fullreynd. Eru þessar niðurstöður í takt við sambærilegar rannsóknir sem hafa verið framkvæmdar í Evrópu. Leiðbeinendur: Pétur Sigurður Gunnarsson, Ingibjörg Gunnþórsdóttir, Inga Sigurrós Þráinsdóttir, Karl Konráð Andersen, Auður Ketilsdóttir og Guðbjörg Jóna Guðlaugsdóttir

Inngangur: Bandvefsstofnfrumur eru marghæfar frumur sem fjölga sér greiðlega í frumurækt og geta sérhæfst í margar mismunandi frumugerðir. Sýnt hefur verið fram á möguleg not þeirra í margskonar klínískum meðferðum. Ræktun frumna í þrívíddar- (3D) aðstæðum er talin henta vel m.a. í lyfjaprófanir og vefjaverkfræði (e. tissue engineering). Rannsókn á áhrifum 3D frumuræktunar á bandvefsstofnfrumur er því mikilvæg til að stuðla að framförum á sviðinu. Aðferðir: Áhrif kítósan og polyHEMA himna á bandvefsstofnfrumur í 3D ræktun voru rannsökuð. Formfræði frumna var athuguð með smásjáraðferðum. Breytingar í lífmerkjum (e. biomarkers) tengdum bandvefsstofnfrumum; CD73, CD90, CD105 og CD271, og fjölhæfi (e. pluripotency); SSEA-1, SSEA-4 og Oct-4, voru athugaðar með frumuflæðisjá. Einnig voru áhrif 3D ræktunar á tillæti (e. plasticity) bandvefsstofnfrumna rannsökuð með greiningu á hæfni þeirra til að sérhæfast í taugaslíðurfrumur (e. Schwann cells) eftir 3D ræktun. Niðurstöður: Í 3D ræktun á báðum himnum mynduðu bandvefsstofnfrumurnar frumuþyrpingar. Tjáning á CD90 minnkaði í frumum strax eftir 24 tíma í 3D ræktun á báðum himnum og tjáning á CD73 minnkaði eftir 72 og 96 tíma í 3D rækt á kítósan, ef borið var saman við bandvefsstofnfrumur í tvívídd (2D). Tjáning á Oct-4 og SSEA-1 sást einungis á frumulínu D60 eftir 96 tíma í 3D rækt. Tjáning á SSEA-4 var mismikil á milli frumulína og hún minnkaði með tíma í 3D rækt. Aukning á CD271 tjáningu var algeng eftir 24 tíma í 3D rækt. Ef bandvefsstofnfrumur voru í 3D ræktun í 24 tíma áður en þær voru sérhæfðar í taugaslíðurfrumur sást aukning á Krox20 og CD271 tjáningu og minnkun á NCAM og Integrin-4α tjáningu samanborið við genatjáningu sérhæfðra frumna án fyrirfram 3D ræktunar. Ályktanir: Ræktun bandvefsstofnfrumna í 3D aðstæðum veldur myndun á frumuþyrpingum og breytingum í genatjáningu samanborið við 2D aðstæður. 3D ræktun í 24 tíma virðist auka hæfni bandvefsstofnfrumna til að sérhæfast í taugaslíðurfrumur. Leiðbeinendur: Sveinbjörn Gizurarson (Ísland), Una Riekstina og Liga Saulite (Lettland)

Framhald á næstu síðu

Tímarit um lyfjafræði

27


FRÆÐIN

Margrét Guðmundsdóttir Áhrif innleiðingar staðlaðs lyfjafræðilegs viðtals í upphafi sjúkrahúsvistar á samfelldni lyfjanotkunar Lyfjamistök og óæskileg lyfjaáhrif eru vel þekkt vandamál í heilbrigðiskerfinu. Afstemming lyfjameðferðar hefur verið ráðlögð til að draga úr mistökum við lyfjagjöf meðan á sjúkrahúsvist stendur og eftir útskrift. Markmið þessarar rannsóknar var að ákvarða áhrif innleiðingar staðlaðs lyfjafræðilegs viðtals í upphafi sjúkrahúsvistar á samfelldni lyfjanotkunar. Tilfella-viðmiðarannsókn var framkvæmd á sjúklingum sem lagðir voru inn á háskólasjúkrahúsið í Utrecht á tímabilinu 2012-2015. Rannsóknarþýðinu var skipt í tvennt: Annars vegar tilfellahóp sem fékk staðlað lyfjafræðilegt viðtal (2014-2015) og hins vegar viðmiðunarhóp sem ekki fékk slíkt viðtal (2012-2013). Útkomur rannsóknarinnar voru áframhald, skipti og stöðvun á lyfjum eftir innlögn. Tvíkosta aðhvarfsgreining var notuð til að reikna út líkindahlutfall (odds ratio, OR) fyrir samfelldni lyfjanotkunar með 95% öryggismörkum (confidence interval, CI). Rannsóknin náði til 16.493 sjúklinga, þar af voru 8.474 í tilfellahópi og 8.019 í viðmiðunarhópi. 17,3% héldu áfram öllum lyfjum eftir innlögn, þar af 21,2% í tilfellahópi og 13,2% í viðmiðunarhópi. 2,7% héldu áfram öllum lyfjum, en skiptu að minnsta kosti einu, þar af 2,9% í tilfellahópi og 2,6% í viðmiðunarhópi. 80,0% hættu töku að minnsta kosti eins lyfs, þar af 75,9% í tilfellahópi og 84,2% í vimiðunarhópi. Eftir að hafa leiðrétt fyrir kyni, aldri og innlagnardeild voru líkur á skiptum og stöðvun lyfja í tilfellahópi 32% (leiðrétt OR 0,68; 95% CI 0,56-0,83) og 44% (leiðrétt OR 0,56; 95% CI 0,52-0,61) lægri en líkur á að halda öllum lyfjum áfram, samanborið við viðmiðunarhóp. Niðurstaðan er því sú að afstemming lyfjameðferðar með stöðluðu lyfjafræðilegu viðtali minnki líkur á lyfjamisræmi við innlögn á sjúkrahús. Leiðbeinendur: Lárus Steinþór Guðmundsson, Helga Garðarsdóttir og Mark de Groot

Sesselja Gróa Pálsdóttir Lyfjanotkun og meðferðarheldni sjúklinga með langvinnan nýrnasjúkdóm á stigi 4-5 á Íslandi Bakgrunnur: Sjúklingar með langvinnan nýrnasjúkdóm þurfa oft að taka mörg lyf með flóknum fyrirmælum, bæði vegna sjúkdómsins, fylgikvilla hans og annarra sjúkdóma. Markmið rannsóknarinnar var að kanna lyfjanotkun og meðferðarheldni sjúklinga með langvinnan nýrnasjúkdóm á stigi 4-5. Aðferð: Rannsóknin var þversniðsrannsókn. Að fengnu upplýstu samþykki var klínískra upplýsinga og upplýsinga um lyfjaávísanir og -notkun aflað úr sjúkraskrám og frá sjúklingum á blóðskilunardeild og göngudeild nýrnalækninga á LSH. Upplýsingar um útleyst lyf fengust úr lyfjagagnagrunni Embættis landlæknis. Meðferðarheldni var metin með huglægum (MMAS-8 spurningalisti) og hlutlægum (töflutalning og gögn úr lyfjagagnagrunni Embættis landlæknis) mælingum hjá sjúklingum 18 ára og eldri. Tengsl meðferðarheldni við meðferð, aldur, kyn og aðra þætti var metin með viðeigandi prófum. Niðurstöður: Alls samþykktu 58 sjúklingar þátttöku, 31 í blóðskilun og 27 af göngudeild nýrnalækninga. Sjúklingar í blóðskilun tóku marktækt fleiri lyf, miðgildi 9 (spönn 5-14) vs 7 (1-14), fleiri töflur/ hylki á dag, 19 (6-39) vs 9 (2-31) og voru með fleiri lyfjatíma á dag, 3 (2-5) vs 2 (1-4), samanborið við göngudeildarsjúklinga. Sjúklingar í blóðskilun voru marktækt fleiri í lyfjaskömmtun og með grunnvottorð nýrnabilunar. 34% þátttakenda voru með góða meðferðarheldni, 46,6% með meðalgóða meðferðarheldni og 18,9% með lélega meðferðarheldni samkvæmt MMAS-8. 27% þátttakenda voru meðferðarheldnir samkvæmt töflutalningu og gögnum úr lyfjagagnagrunni Embættis landlæknis. Ekki var munur á blóðskilunarsjúklingum og göngudeildarsjúklingum m.t.t. meðferðarheldni. Samanburður úr töflutalningu og MMAS-8 sýndi að eingöngu 41,7% þeirra sem voru með góða meðferðarheldni voru einnig meðferðarheldnir samkvæmt töflutalningu. Marktæk jákvæð fylgni var á milli meðferðarheldni og aldurs þátttakenda (r=0,325 og p=0,013). Ályktun: Sjúklingar með langvinnan nýrnasjúkdóm á Íslandi taka mikinn fjölda lyfja en meðferðarheldni þeirra er talsvert ábótavant. Þó er hún betri samanborið við önnur lönd þar sem meðferðarheldni hefur verið rannsökuð með MMAS-8 spurningalistanum og má e.t.v. þakka það mikilli notkun lyfjaskömmtunarþjónustu. Leiðbeinendur: Anna Ingibjörg Gunnarsdóttir og Ólafur Skúli Indriðason

28

Tímarit um lyfjafræði


FRÆÐIN

Sigurður Hrannar Sveinsson

Unnur Sverrisdóttir

Samanburður á lyfjameðferð, út frá STOPP/START skilmerkjum, við upphaf vistar á hjúkrunarheimili og eftir sex mánuði

Markmið: Markmið rannsóknarinnar var að kanna lyfjanotkun þungaðra kvenna fyrstu 20 vikur meðgöngu. Einnig að kanna notkun vítamína, steinefna, fitusýra og náttúruvara. Viðhorf kvennanna, lækna og ljósmæðra í tengslum við lyfjanotkun á meðgöngu var einnig skoðað ásamt upplýsingagjöf og upplýsingaöflun.

Íbúar hjúkrunarheimila eru gjarnan hrumir og hafa marga sjúkdóma sem krefjast notkunar margra lyfja en það getur aukið líkur á mögulega óviðeigandi ávísunum. Þróuð hafa verið STOPP/START skilmerki til að gera grein fyrir slíku. STOPP greinir mögulega óviðeigandi lyf (PIM) og START mögulega vanmeðhöndlun (PPO). Markmið rannsóknarinnar var að meta lyfjameðferð íbúa tveggja hjúkrunarheimila í Reykjavík, með útgáfu tvö af STOPP/ START skilmerkjum, við innlögn og eftir sex mánaða dvöl. Um er að ræða afturskyggna rannsókn þar sem þátttakendur voru íbúar sem lagðir voru inn á hjúkrunarheimili eftir 1. janúar 2013 og voru þar í a.m.k. sex mánuði. Meðal upplýsinga sem var safnað voru lyfjameðferð, sjúkdómsgreiningar, niðurstöður blóðrannsókna og upplýsingar um heilsufar íbúa úr RAI-mati. Á hjúkrunarheimili A voru 94,3% íbúa með eitt eða fleiri PIM á báðum tímapunktum en hlutfall PIM af heildarfjölda lyfja var 28,2% við innlögn og 27,3% eftir sex mánuði. Á hjúkrunarheimili B voru 90,9% íbúa með eitt eða fleiri PIM við innlögn en 96,4% eftir sex mánuði, og var hlutfall PIM af heildarfjölda lyfja 30,3% við innlögn og 36,8% eftir sex mánuði. Jákvæð fylgni var milli fjölda lyfja og fjölda PIM á hvorum tímapunkti beggja hjúkrunarheimila. Neikvæð fylgni reyndist milli vitrænnar skerðingar og fjölda PIM eftir sex mánaða dvöl á hjúkrunarheimili A og við innlögn á hjúkrunarheimili B. Á hjúkrunarheimili A voru 73,9% íbúa með eitt eða fleiri PPO við innlögn en 68,2% eftir sex mánuði. Á hjúkrunarheimili B voru 85,5% íbúa með eitt eða fleiri PPO við innlögn en 90,9% eftir sex mánuði. Niðurstöður gáfu því til kynna, út frá mati með STOPP/START skilmerkjum, að bæði PIM og PPO væru algeng við innlögn á hjúkrunarheimili og eftir sex mánaða dvöl. Kerfisbundnar lyfjayfirferðir gætu því reynst æskilegar og væri þar mögulega hægt að nota STOPP/START skilmerkin til að lágmarka mögulega óviðeigandi lyfjaávísanir. Leiðbeinendur: Pétur Sigurður Gunnarsson, Ólafur Samúelsson, Helga Hansdóttir og Aðalsteinn Guðmundsson

Lyfjanotkun á meðgöngu

Aðferðir: Rannsóknin var framkvæmd á Landspítalanum á tímabilinu janúar til apríl 2017. Spurningalisti var lagður fyrir þungaðar konur gengnar 20 vikur á leið í formi viðtals. Einnig var spurningalisti sendur rafrænt á lækna í Læknafélagi Íslands og ljósmæður í Ljósmæðrafélagi Íslands. Niðurstöður: Af 213 þátttakendum notuðu 90% lyf einhvern tíma á fyrstu 20 vikum meðgöngu. Um 80% lyfjanna falla í öryggisflokka A og B. Aðeins 14% kvennanna notaði ekki fólinsýru fyrstu 12 vikur og voru tengsl við ungan aldur (p = 0,019) og búsetu á landsbyggð (p = 0,03). Hlutfall kvenna sem notuðu náttúruvörur var 14% en upplýsinga skortir um notkun þeirra á meðgöngu. Mikill meirihluti kvennanna (81%) taldi sig hafa fengið fullnægjandi upplýsingar þegar lyfi var ávísað og 94% þeirra taldi sig hafa aðgengi að fullnægjandi upplýsingum um lyf á meðgöngu. Algengast var að leita á internetið (51%) eða til ljósmóður (44%). Um 40% lækna og ljósmæðra telja aðgengi að upplýsingum um lyf á meðgöngu ábótavant og 50% telja krefjandi að túlka þær upplýsingar sem til eru þannig að þær nýtist í klínísku starfi. Læknar og ljósmæður telja sig almennt hæf (61%) til að ávísa/ráðleggja lyfjum til þungaðra kvenna en ekki að veita ráðleggingar varðandi fósturskemmandi áhrif náttúruvara (24%). Meirihluti lækna og ljósmæðra (77%) vill fræðast meira um náttúruvörur. Ályktun: Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að lyfjanotkun og notkun bætiefna á meðgöngu sé algeng. Notkun flestra lyfjanna telst örugg á meðgöngu. Þungaðar konur hafa rökrétt og alla jafna jákvætt viðhorf til lyfjanotkunar á meðgöngu en þó mætti draga úr óþarfa áhyggjum hluta kvenna. Læknar og ljósmæður telja sig almennt hæf til að ávísa/ráðleggja lyfjameðferð á meðgöngu en tækifæri er til að bæta upplýsingaveitur fyrir fagaðila. Benda niðurstöðurnar til þess að bæta þurfi þekkingu lækna og ljósmæðra á náttúruvörum. Leiðbeinendur: Freyja Jónsdóttir, Anna Ingibjörg Gunnarsdóttir, Hildur Harðardóttir og Ragnheiður Ingibjörg Bjarnadóttir

Tímarit um lyfjafræði

29


FRÆÐIN

Skortur á tilkynningum alvarlegra aukaverkana lyfja til Lyfjastofnunar. Ásdís Björk Friðgeirsdóttir lyfjafræðingur og Hrefna Guðmundsdóttir læknir Inngangur Mikilvægt er að tilkynna allar alvarlegar aukaverkanir til Lyfjastofnunar eða til markaðsleyfishafa. Alvarlegar aukaverkanir teljast þær aukaverkanir sem leiða til dauða, sjúkrahúsvistar eða lengingar á sjúkrahúsvist, lífshættulegs ástands, fötlunar eða fósturskaða. Skráning slíkra tilkynninga í miðlægan gagnagrunn Lyfjastofnunar Evrópu (EMA), EudraVigilance, er mikilvæg því þær liggja m.a. til grundvallar uppfærðri samantekt um eiginleika lyfsins (SmPC) í Sérlyfjaskrá, auk bættra öryggisupplýsinga og klínískra leiðbeininga.

Tilkynntar aukaverkanir (fjöldi /100 þús. íbúa)

Nýleg samantekt á fjölda og eðli aukaverkanatilkynninga á Íslandi fyrir árin 2013-2016 sýndi að fjöldi tilkynntra aukaverkana, sem flokkast sem alvarlegar, voru umtalsvert færri á Íslandi borið saman við hin Norðurlöndin1. Þó er ekkert sem bendir til þess að alvarlegar aukaverkanir lyfja séu færri hér á landi en annars staðar. Hlutfall tilkynninga alvarlegra aukaverkana af heildarfjölda á hinum Norðurlöndunum var frá 38-64% á árunum 2013-2016 á meðan sama hlutfall var um 10% hér á landi1. Í kjölfar samantektarinnar hóf Lyfjastofnun samstarf við Landspítala Háskólasjúkrahús (LSH) en einstaklingar með alvarlegar aukaverkanir leita oft á móttökur sjúkrahúsa. Það er bundin von við að samstarf Lyfjastofnunar og LSH leiði til fjölgunar á tilkynningum um aukaverkun og þá

80 70 60 50 40 30 20 10 0

sérstaklega tilkynningum um alvarlegar aukaverkanir. Þannig fást betri upplýsingar sem minnka áhættu og auka ávinning af notkun lyfja. Niðurstöður Heildarfjöldi aukaverkanatilkynninga lyfja: Aukning hefur verið á aukaverkanatilkynningum lyfja, þ.m.t. vegna alvarlegra aukaverkana, til Lyfjastofnunar frá árinu 2015 (mynd 12,3). Árið 2017 var heildarfjöldi tilkynninga 252, þar af 30 vegna alvarlegra aukaverkana. Tilkynntar aukaverkanir eftir ATC flokkun lyfja: Fjöldi tilkynntra aukaverkana, m.t.t. mismunandi ATC-flokka, var mestur í ATC-flokki N (tauga- og geðlyf) eða 45% af heildarfjölda aukaverkanatilkynninga árið 2017. 75% þeirra tilkynninga var vegna gruns um aukaverkun/vanverkun í tengslum við lyf úr flokki N06BA04 (methylphenidatum). Tilkynningar um alvarlegar aukaverkanir dreifðust nokkuð jafnt yfir ATC-flokka lyfja og var enginn einn lyfjaflokkur mest áberandi.

2015

2016

2017

Ekki alvarlegar

29,5

41,5

65,6

Alvarlegar

2,43

6,62

8,87

Mynd 1. Samanburður á fjölda og alvarleika tilkynntra aukaverkana lyfja til Lyfjastofnunar fyrir hverja 100 þúsund íbúa, eftir árum.

30

Tímarit um lyfjafræði


FRÆÐIN

Tilkynntar aukaverkanir frá LSH (heildarfjöldi)

35 30 25 20 15 10 5 0

2016

2017

Ekki alvarlegar

14

11

Alvarlegar

12

22

Mynd 2. Fjöldi og alvarleiki tilkynntra aukaverkana lyfja frá LSH til Lyfjastofnunar eftir árum.

Tilkynntar aukaverkanir lyfja frá LSH: Á árinu 2017 bárust 33 tilkynningar um aukaverkanir lyfja til Lyfjastofnunar frá LSH og 22 af þeim lýstu alvarlegum aukaverkunum, (mynd 22), sem er 73% af heildarfjölda tilkynninga á alvarlegum aukaverkunum til Lyfjastofnunar. Dæmi um tilkynntar aukaverkanir lyfja frá Íslandi sem hafa áhrif á lyfjaupplýsingar Misoprostol: Á árunum 2015 og 2016 bárust 5 tilkynningar, þar af ein alvarleg, vegna gruns um aukaverkun í tengslum við notkun á Misodel í ATC-flokknum G (þvagfæralyf, kvensjúkdómalyf og kynhormónar) til Lyfjastofnunar. Sambærilegar tilkynningar bárust til EMA frá öðrum löndum sem leiddu til þess að algengi aukaverkana (óeðlilegir samdrættir í legi, óeðlilegar fæðingarhríðir sem hafa áhrif á fóstur, of mikil vöðvaspenna í legi) var aukið í SmPC og öryggisupplýsingar sendar til lækna. Nivolumab: Á árinu 2017 bárust 3 tilkynningar vegna gruns um heilabólgu (encephalitis) í tengslum við notkun á virka efninu nivolumabum í ATC-flokknum L (æxlishemjandi lyf og lyf til ónæmistemprunar) til Lyfjastofnunar. Í fyrstu tveimur tilfellanna leiddi aukaverkun til dauða sjúklings. Sambærileg einkenni hjá þriðja sjúklingnum leiddu til skjótrar uppvinnslu og meðferðar þannig að sjúklingur náði sér að fullu þrátt fyrir lífshættulegt ástand. Íslensku tilkynningarnar voru 30% allra tilkynninga sem bárust til EMA, lýstu breytingu á meðvitundarástandi og encephalitis (heilabólgu), og leiddu til þess að texti í SmPC var uppfærður.

Ályktun Söfnun upplýsinga um aukaverkanir og úrvinnslu þeirra er mikilvægur hlekkur í neytendavernd sem hefur það að markmiði að bæta notkun og auka öryggi lyfja. Fjöldi aukaverkanatilkynninga þarf að vera um 100/100 þús. íbúa og tilkynningar alvarlegra aukaverkana a.m.k. 35/100 þús. íbúa árlega til þess að fjöldinn sé sambærilegur og á hinum Norðurlöndunum. Lyfjastofnun hefur sett sér það markmið að tilkynningum um alvarlegar aukaverkanir fjölgi um 50% árið 2018 miðað við árið 2017, eða úr 30 í 45 tilkynningar. Á fyrri hluta þessa árs hafa 11 tilkynningar vegna alvarlegra aukaverkana skilað sér til Lyfjastofnunar og þar af 7 frá Landspítala Háskólasjúkrahúsi. Til þess að aukaverkanatilkynningum lyfja til Lyfjastofnunar fjölgi frá sl. ári er ljóst að mun fleiri tilkynningar þurfa að skila sér inn það sem eftir er árs. Aukaverkun er tilkynnt með því að fylla út vefeyðublað sem hægt er að nálgast á forsíðu Lyfjastofnunar, www.lyfjastofnun.is. Heimildir 1. Jónsdóttir SS, Ólafsdóttir S, Guðmundsdóttir H. Tilkynntar aukaverkanir lyfja á Íslandi á árunum 2013-2016. Samanburður við tilkynningar frá Norðurlöndum. Læknablaðið 2017/103: 319-323 2. Gagnagrunnur Lyfjastofnunar. 3. Mannfjöldatölur frá Hagstofu Íslands.

Pistillinn birtist fyrst í Læknablaðinu, sem hefur veitt góðfúslegt leyfi fyrir birtingunni hér.

Tímarit um lyfjafræði

31


FRÆÐIN

Styrkþegi Dánartíðni sjúklinga í tengslum við fjölsjúkleika og ávísun svefnlyfja og/eða kvíðastillandi lyfja Fyrstu niðurstöður Kristján Linnet

Rannsókn styrkt af vísindasjóði Lyfjafræðingafélags Íslands Rannsóknarteymi: Kristján Linnet, Lárus S. Guðmundsson, Emil L. Sigurðsson og Jóhann Ágúst Sigurðsson

Bakgrunnur Á undanförnum árum hafa verið birtar ýmsar faraldsfræðilegar rannsóknir sem sýna tengsl á milli notkunar benzodíazepín-svefnlyfja og/eða kvíðastillandi lyfja og aukinnar dánartíðni [1-4]. Ekki hefur þó verið sýnt fram á óyggjandi orsakasamband, og niðurstöður ýmissa annarra rannsókna hafa ekki stutt það að sterkt samband sé milli notkunar svefnlyfja og aukinnar dánartíðni [5, 6]. Í nýlega birtri framsýnni rannsókn kom í ljós að hætta á dauða var ekki marktækt tengd notkun nokkurra tegunda svefnlyfja, sama hvert þeirra var um að ræða eða hversu lengi sjúklingar höfðu tekið svefnlyf [7]. Aftur á móti sýndi baksýn rannsókn á þýði, þar sem einnig var leiðrétt fyrir ýmsum truflandi þáttum, að notendur svefnlyfja voru í marktækt aukinni hættu á dauða [8]. Í nýlega birtri rannsókn um tengsl sjúkdómsálags og notkunar svefnlyfja kom fram að notkun benzodíazepína jókst um 50% 24 mánuðum áður en sjúklingur lést. Höfundar drógu þá ályktun að tengsl milli notkunar þessara lyfja og dánartíðni mætti að minnsta kosti að hluta rekja til truflandi þátta [9]. Það er vel þekkt að notkun lyfja sem verka á miðtaugakerfið fylgir hætta á föllum og brotum, og í sænskri rannsókn sem nýlega birtist var sýnt fram á að meðal þeirra lyfja sem rannsökuð voru juku bæði kvíðastillandi lyf og svefnlyf hættu á mjaðmaliðabrotum hjá öldruðum þegar leiðrétt hafði verið

32

Tímarit um lyfjafræði

fyrir aldri, kyni og fjölsjúkleika [10]. Skilgreiningin á fjölsjúkleika er sú að sami sjúklingurinn hafi fengið greiningu um tvo eða fleiri langvinna sjúkdóma. Í faraldsfræðilegri yfirlitsrannsókn sem fjallaði um benzodíazepín og hættu á mjaðmaliðabrotum meðal aldraðra kom í ljós að notkun benzodíazepína leiddi til að minnsta kosti 50% fjölgunar mjaðmaliðabrota [11]. Mjaðmaliðabrot auka dánartíðni marktækt meðal aldraðra [12]. Um ýmis önnur óæskileg áhrif getur verið að ræða sem hugsanlega gætu leitt til fjölgunar dauðsfalla, eins og t.a.m. möguleg tengsl við aukna sjálfsvígshættu [3, 13], meiri hættu á umferðarslysum [14], elliglöpum [15] og Alzheimer-sjúkdómi [16]. Þá hefur verið sýnt fram á að notkun benzodíazepína jók líkur á að sjúklingar fengju lungnabólgu og að þeir dæju af hennar völdum [17]. Rannsókn meðal aldraðra Kanadamanna sýndi að komum á bráðamóttöku og sjúkrahúsinnlögnum vegna langvinnrar lungnateppu og lungnabólgu fjölgaði marktækt innan 30 daga frá ávísun á benzodíazepín-lyf [18]. Samband er milli fjölsjúkleika og aukinnar dánartíðni [19] og í fyrri rannsókn okkar könnuðum við tengsl fjölsjúkleika og notkunar svefnlyfja og kvíðastillandi lyfja, en 31% þeirra voru með benzodíazepínbyggingu og 66% voru Z-lyf, eða samanlagt 97% þessara lyfja [20]. Markmiðið með þessari rannsókn (VSN-16-151) er að freista þess að afla frekari þekkingar á því hvort munur sé á

dánartíðni fjölsjúkra sjúklinga sem ýmist nota svefnlyf/kvíðastillandi lyf með benzodíazepín-byggingu eða af flokki svonefndra Z-lyfja, eða nota ekki slík lyf. Sömuleiðis að kanna hvort dánartíðni sjúklinga sem ekki eru fjölsjúkir en nota þessi lyf sé önnur en í hinum hópunum tveimur. Með samanburði þessara hópa gefst kostur á því að fá betri skilning á hugsanlegri tengingu þessara breyta. Ennfremur að skoða hvort fjölsjúkleiki geti verið truflandi þáttur þegar meta skal aukna dánartíðni sjúklinga sem fá ávísað benzodíazepínum og skyldum lyfjum, hvort hugsanlegt sé að dánartíðnin sé fremur vegna sjúkdómanna en notkunar lyfjanna, eða þá á hinn bóginn að lyfin sjálf geti verið beinn orsakavaldur. Notkun svefnlyfja og kvíðastillandi lyfja með benzodíazepín-byggingu sem og benzodíazepínskyldra lyfja (Z-lyfja) er mikil á heimsvísu og er einnig svo hér á landi. Notkun Z-lyfja hefur verið umtalsvert meiri á Íslandi en annars staðar á Norðurlöndum [21]. Fram hafa komið vísbendingar um að tengsl geti verið milli notkunar þessara lyfja og aukinnar dánartíðni en ekki hefur verið sýnt óyggjandi fram á beint orsakasamband í því samhengi, nema þá slævandi áhrif á öndun sem geta magnast þegar önnur lyf með sams konar verkun á öndun eru tekin samtímis. Þó svo að benzodíazepín og skyld lyf séu ekki verulega öndunarslævandi ein sér þá


FRÆÐIN

geta áhrifin magnast þegar þau eru tekin með kröftugri öndunarslævandi lyfjum eins og ópíoíðum. Þannig aukast líkur á öndunarlömun og dauða [22]. Í bandarískri rannsókn þar sem þýðið var fyrrverandi hermenn kom fram að 27% þeirra sem fengu ópíoíð-lyf fengu líka benzodíazepín-lyf. Í helmingi dauðsfalla af völdum ofskömmtunar lyfja hafði benzodíazepínum og ópíoíðum verið ávísað samtímis [23]. En eins og áður greinir þá geta óbein áhrif einnig haft þessar afleiðingar í för með sér. Í fyrri rannsókn sýndum við fram á að mikil líkindi voru á að fjölsjúkir sjúklingar fengju þessum lyfjum ávísað [20]. Rannsóknir sýna að fjölsjúkleiki leiðir til fjölgunar andlátstilfella fyrir aldur fram [19]. Lítið er vitað um mun á dánartíðni fjölsjúkra sjúklinga eftir því hvort þeir nota þessi lyf eða ekki. Þetta gæti því verið mikilvægt framlag í þekkingargrunninn. Aðferðir Notast er við efnivið úr rannsókn á sjúkdómaklösum (fjölsjúkleika) og notkun svefnlyfja og/eða kvíðastillandi lyfja [20] sem var heimiluð af Vísindasiðanefnd (VSN-13-073). Í þá rannsókn voru sótt gögn um alla sjúklinga heilsugæslunnar sem skráðir voru í Sögu-gagnagrunninn hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og voru fjölsjúkir, og sömuleiðis alla þá sem fengu ávísað umræddum lyfjum á tímabilinu 1. janúar 2009 til 31. desember 2012. Þar var um að ræða 78.160 sjúklinga með fjölsjúkleika og

af þeim fengu 26.215 svefnlyf og/eða kvíðastillandi lyf, en 4.711 sjúklingar fengu ávísað umræddum lyfjum án þess að þeir væru fjölsjúkir, eða 30.926 sjúklingar alls. Gögnin taka því til 82.871 sjúklings. Þessi gögn hafa annars vegar verið samkeyrð eftir kennitölum við lyfjagagnagrunn Embættis landlæknis til að finna útleystar lyfjaávísanir, hins vegar við dánarmeinaskrá frá ársbyrjun 2009 til loka árs 2016 eða eins langt og gögnin ná, og þannig fengnar upplýsingar um alla þá sem létust allt að fjórum árum eftir að þeir fengu ávísað lyfjunum. Við samkeyrsluna hafa gögnin verið dulkóðuð til allrar frekar úrvinnslu, þannig að engar upplýsingar eru persónugreinanlegar. Cox-aðhvarfsgreining verður notuð til

að meta hlutfallslegar líkur á dauða eftir því hvort svefnlyf eru notuð eða ekki. Fyrstu niðurstöður Endanlegar niðurstöður liggja ekki fyrir þegar þessi grein er skrifuð en stefnt er að birtingu síðar. Alls höfðu 221.805 sjúklingar leitað með eitthvert erindi til heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu á árabilinu 2009-2012, en 2.004 þeirra voru útilokaðir úr þýðinu vegna galla í gögnum. Þá voru eftir 219.801 í heildarþýðinu. Af þessum sjúklingum voru 81.276 fjölsjúkir. Algengið reyndist þannig 37% (mynd 1) en það er örlítið hærra en í fyrri rannsókninni á sama þýði, þar sem ekki var þá hægt að útiloka gölluðu gögnin [20].

Hlutfall fjölsjúkra eftir aldri og kyni Meðaltal 37% 80,0% 70,0% 60,0% 50,0% 40,0% 30,0% 20,0% 10,0% 0,0%

<1-19

20-29

30-39 Karlar

40-49

50-59 Konur

60-69

70-79

80+

Allir

Mynd 1. Hlutfall fjölsjúkra af heildarþýðinu eftir aldri og kyni. Algengið var 37%.

Mynd 1. Hlutfall fjölsjúkra af heildarþýðinu eftir aldri og kyni. Algengið var 37%. Tímarit um lyfjafræði

33


FRÆÐIN Án svefnlyfja/kvíðastillandi lyfja - allir 70000 60000 50000 40000 30000 20000 10000 0

<1-19

20-29

30-39

40-49

Ekki fjölsjúkir

50-59

60-69

70-79

80+

Fjölsjúkir

Mynd 2. Aldursdreifing þeirra sem ekki fengu ávísað benzodíazepínum og/eða Z-lyfjum, en 27,5% þeirra voru fjölsjúkir og 8,9% þeirra voru 60 ára eða eldri.

Mynd 2. Aldursdreifing þeirra sem ekki fengu ávísað benzodíazepínum og/eða Z-lyfjum, en 27,5% - látnir þeirra voru fjölsjúkirÁn ogsvefnlyfja/kvíðastillandi 8,9% þeirra voru 60 ára lyfja eða eldri. 1000 900 800 700 600 500 400 300 200 100 0

<1-19

20-29

30-39

40-49

Ekki fjölsjúkir

50-59

60-69

70-79

80+

Fjölsjúkir

Mynd 3. Aldursdreifing látinna sem ekki fengu ávísað benzodíazepínum og/eða Z-lyfjum, en 46,8% þeirra voru fjölsjúkir og 81,4% þeirra voru 60 ára eða eldri.

Mynd 3. Aldursdreifing látinna sem ekki fengu ávísað benzodíazepínum og/eða Z-lyfjum, en 46,8% þeirra voru fjölsjúkir 81,4%fjölsjúkleika þeirra voru 60 ára eða eldri. algengi í hópnum því vera Fjöldi þeirra sem ekki fengu ávísað og benzodíazepínum eða Z-lyfjum var 72,4% (mynd 4). Dánartíðni sjúklinga í 172.840 og voru 47.514 þeirra fjölsjúkir, þessum hópi var 13,3%. Hlutfall látinna og algengi fjölsjúkleika meðal þeirra meðal þeirra sem ekki voru fjölsjúkir því 27,5%, en 8,9% þeirra sem ekki var 14,2% og meðal fjölsjúkra 12,9%, fengu ávísað benzodíazepínum eða en hlutfall fjölsjúkra í hópi látinna Z-lyfjum voru 60 ára eða eldri (mynd 2). sem höfðu fengið ávísað svefnlyfjum Dánartíðni þessa hóps reyndist 2,2% og/eða kvíðastillandi var 70,4%, og á eftirfylgnitímabilinu. Hlutfall látinna voru 85,9% 60 ára eða eldri (mynd meðal þeirra sem ekki voru fjölsjúkir 5). Algengi ávísana á benzodíazepín var 1,6% en meðal fjölsjúkra var það og/eða Z-lyf er hátt á Íslandi bæði í 3,8%. Fjölsjúkir voru 46,8% látinna sem norrænum samanburði [21, 24, 25] og ekki fengu ávísað benzodíazepínum öðrum [26] og í heildarþýðinu var það eða Z-lyfjum (mynd 3). Þegar litið 20,9% sem verður að teljast mjög hátt. er til fjölda þeirra sem fengu ávísað Í fyrri rannsókninni þar sem einungis var benzodíazepínum og/eða Z-lyfjum þá um að ræða lyfjaávísanir lækna innan reyndist hann 45.846 en það er talvert heilsugæslunnar var algengið 13,9%. umfram þá sem voru í fyrri rannsókninni [20] sem helgast af því að nú, þegar gögn um útleysta lyfseðla voru sótt í lyfjagagnagrunn Embættis landlæknis, fengust einnig lyfseðlar sem læknar utan heilsugæslunnar ávísuðu sem eðli málsins samkvæmt var ekki að finna í Sögu-gagnagrunni Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Í þessum hópi voru 33.210 fjölsjúkir og reyndist

34

Tímarit um lyfjafræði


FRÆÐIN Allir sem fengu svefnlyf/kvíðastillandi lyf 7000 6000 5000 4000 3000 2000 1000 0

<1-19

20-29

30-39

40-49

Ekki fjölsjúkir

50-59

60-69

70-79

80+

Fjölsjúkir

Mynd 4. Aldursdreifing þeirra sem fengu ávísað benzodíazepínum og/eða Z-lyfjum, en 72,4% þeirra voru fjölsjúkir og 39,2% þeirra voru 60 ára eða eldri.

Mynd 4. Aldursdreifing þeirra sem fengu ávísað benzodíazepínum og/eða Z-lyfjum, en 72,4% þeirra Látnir sem höfðu fengið svefnlyf og/eða Allir sem60 fengu svefnlyf/kvíðastillandi voru fjölsjúkir og 39,2% þeirra voru ára eða eldri. kvíðastillandi lyf 2000 1800 1600 1400 1200 1000

7000 6000 5000 4000

800

3000

600

2000

400 200 0

1000 0 <1-19

20-29 <1-19

30-39 20-29

40-49 30-39

50-59 40-49

60-69 50-59

70-79 60-69

80+ 70-79

80+

Ekki fjölsjúkir Fjölsjúkir Fjölsjúkir Ekki fjölsjúkir Mynd 5. Aldursdreifing látinna sem fengu ávísað benzodíazepínum og/eða Z-lyfjum, en 70,4% þeirra voru fjölsjúkir og 85,9% þeirra voru 60 ára eða eldri.

Heimildir

Mynd 5.Mynd Aldursdreifing látinna sem fengu og/eða Z-lyfjum, en 70,4% 4. Aldursdreifing þeirra semávísað fengu benzodíazepínum ávísað benzodíazepínum og/eða Z-lyfjum, en þeirra 72,4% þeirra voru fjölsjúkir og 85,9% þeirra voru 60 ára eða eldri. [10] Thorell K, Ranstad K, Midlöv P, Borgwuist L, Halling A. [18] Vozoris NT, Fischer HD. Wang X, Stephenson AL, voru fjölsjúkir og 39,2% þeirra voru 60 ára eða eldri.

[1] Kripke DF, Langer RD, Kline LE. Hypnotics´ association with mortality or cancer: a matched cohort study. BMJ Open 2012; 2: e000850. [2] Belleville G. Mortality hazard associated with anxiolytic and hypnotic drug use in the National Population Health Survey. Can J Psychiatry 2010; 55(9): 558-67.

Is use of fall risk-increasing drugs in an elderly population associated with an increased risk of hip fracture, after adjustment for multimorbidity level: a cohort study. BMC Geriatry 2014; 14:131

Gershon AS, Gruneir A, Austin PC, Anderson GM, Bell CM, Gill SS, Rochon PA. Benzodiazepine drug use and adverse respiratory outcomes among older adults with COPD. Eur Respir J 2014, 44; 332-340.

[11] Cumming RG, Le Couteur DG. Benzodiazepines and risk of hip fractures in older people. A review of the evidence. CNS Drugs 2003; 17(11): 825-837

[19] Gijsen R, Hoeymanns N, Schellevis FG, Ruwaard D, Satariano WA, van den Bos GAM. Causes and consequences of comorbidity: A review. J Clin Epidemiol 2001; 54(7): 661-674.

[3] Mallon L, Broman JE, Hetta J. Is usage of hypnotics associated with mortality? Sleep Med 2009; 10: 279-86.

[12] Katelaris AG, Cumming RG. Health status before and mortality after hip fracture. Am J Public Health 1996; 86(4): 557-60.

[4] Winkelmayer WC, Metha J, Wang PS. Benzodiazepine use and mortality of incident dialysis patients in the United States. Kidney International 2007; 72: 1388-93.

[13] Carlsten A, Waern M. Are sedatives and hypnotics associated with increased suicide risk of suicide in the elderly? BMC Geriatrics 2009; 9: 20.

[5] Hartz A, Ross JJ. Cohort study of the association of hypnotic use with mortality in postmenopausal women. BMJ Open 2012; 2: e001413.

[14] Gustavsen I, Bramness J, Skurtveit S, Engeland A, Neutel I, Mørland J. Road traffic accident risk related to prescriptions of the hypnotics zopiclone, zolpidem, flunitrazepam and nitrazepam. Sleep Med 2008; 9: 81822.

[21] http://norden.diva-portal.org/smash/get/ diva2:968736/FULLTEXT01.pdf Sótt 17.3.2018

[15] de Gage SB, Bégaud B, Bazin F, Verdoux H, Dartigues J-F, Pérès K, Kurth T, Pariente A. Benzodiazepine use and risk of dementia: prospective population based study. BMJ 2012; 345: e6231

[23] Park TW, Saitz R, Ganczy D, Ilgen MA, Bohnert ASB. Benzodiazepine prescribing patterns and deaths from drug overdose among US veterans receiving opioid analgesics: case-cohort study. BMJ 2015; 350: h2698.

[7] Jaussent I, Ancelin ML, Berr C, Pérès K, Scali J, Besset A, Ritchie K, Dauville Y. Hypnotics and mortality in an elderly general population: a 12-year prospective study. BMC Medicine 2013; 11: 212.

[16] de Gage SB, Moride Y, Ducruet T, Kurth T, Verdoux H, Tournier M, Pariente A, Bégaud B. Benzodiazepine use and risk of Alzheimer’s disease: case-control study. BMJ 2014; 349: g5205.

[24] Omvik S, Pallesen S, Bjorvatn B, Sivertsen B, Havik OE, Nordhus IH. Patient characteristics and predictors of sleep medication use, Int Clin Psychopharmacol 2010; 25(2): 91-100.

[8] Weich S, Pearce HL, Croft P, Singh S, Crome I, Bashford J, Fisher M. Effect of anxiolytic and hypnotic drug prescriptions on mortality hazards: retrospective cohort study. BMJ 2014; 348: g1996.

[17] Obiora E, Hubbard R, Sanders RD, Myles PR. The impact of benzodiazepines on occurrence of pneumonia and mortality from pneumonia: a nested case-control and survival analysis in a population-based cohort. Thorax 2013; 68(2): 163-170.

[25] Bjorvatn B, Meland E, Flo E, Mildestvedt T. High prevalence of insomnia and hypnotic use in patients visiting their general practitioner. Fam Pract 2017; 34(1): 20-24.

[6] Gisev N, Hartikainen S, Chen TF, Korhonen M, Bell JS. Mortality associated with benzodiazepines and benzodiazepine-related drugs among communitydwelling older people in Finland: a population-based retrospective cohort study. Can J Psychiatry 2011; 56(6): 377-81.

[9] Neutel CI, Johansen HL. Association between hypnotics use and increased mortality: causation or confounding? Eur J Clin Pharmacol 2015; 71(5): 637-42.

[20] Linnet K, Gudmundsson LS, Birgisdottir FG, Sigurdsson EL, Johannsson M, Tomasdottir MO, Sigurdsson JA. Multimorbidity and use of hypnotic and anxiolytic drugs: cross-sectional and follow-up study in primary healthcare in Iceland. BMC Fam Pract 2016; 17:69.

[22] White JM, Irvine RJ. Mechanism of fatal opioid overdose. Addiction 1999; 94(7): 961-972.

[26] Morin CM, LeBlanc M, Bélanger L, Ivers H, Mérette C, Savard J. Prevalence of insomnia and its treatment in Canada. Can J Psychiatry 2011; 56(9): 540-548.

Tímarit um lyfjafræði

35


Actavis 815020

Andaðu léttar í sumar

Kröftugt ofnæmislyf án lyfseðils Lóritín® Lóratadín 10 mg. Lóritín töflur innihalda virka efnið lóratadín 10 mg. Lóritín er ofnæmislyf sem dregur úr ofnæmis einkennum eins og nefrennsli, kláða í augum, ofsakláða og ofnæmiskvefi. Fyrir fullorðna og börn eldri en 12 ára: 1 tafla á dag. Vinsamlegast skoðið fylgiseðil lyfsins vegna skammta fyrir annan aldur. Töfluna má taka hvenær sem er, án tillits til matmálstíma. Fæst í 10, 30 og 100 stk. Pakkningum. Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki innan 7 daga. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.