Page 1

3. tbl - 2013

Guðbjörg Edda Eggertsdóttir

NÝR VERULEIKI ACTAVIS – þriðja stærsta samheitalyfjafyrirtæki í heimi viðtal

JAKOB KRISTINSSON

Rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði

Guðborg Auður Guðjónsdóttir, Eitrunarmiðstöð LSH

PARASETAMÓL OG EITRANIR


KÆRAR ÞAKKIR FYRIR STUÐNINGINN

Litróf umhverfisvottuð prentsmiðja


EFNISYFIRLIT FRÆÐIN

FÉLAGIÐ 5 14 15

Hugleiðingar um parasetamól Sjúkratryggingar Íslands

6 8

Taxus brevifolia – Pacific yew - Kyrrahafsíviður

9

FIP í Dublin 2013 NFU fundurinn

20 22

Forsíðumyndin

Kristín Einarsdóttir lyfjafræðingur heiðruð Frá Kjörnefnd LFÍ

25 25

Formannsþankar Urtagarður í Nesi Lyfjafræðisafnið

Sarpur: Rafrænt skráningarkerfi safngripa

Kolding, ágúst 2013

10 12 12

Velferðarráðuneytið

13

Nýr veruleiki Actavis

18

Upplýsingar sem sjúklingum eru veittar um lyf á sjúkrahúsi í London

26

Lokaverkefni nemenda 2013

29

Fréttir

– þriðja stærsta samheitalyfjafyrirtæki í heimi

Óvenjulegur starfsferill

16

Framtíðarþróun fylgiseðla

30

Regína Hallgrímsdóttir - Pistill félagsmanna

Ráðgjöf lyfjafræðinga Jakob L. Kristinsson lyfjafræðingur heiðraður Lyfjagreiðslunefnd Lyfjagreiðslukerfið einfaldað með aukinni sjálfvirkni Innleiðing nýrra lyfja byggir á faglegri stefnu þótt aðhalds sé gætt

FÓLKIÐ Viðtal við Jakob Kristinsson

Kostnaður sjúkratrygginga vegna metýlfenídat lyfja og notkun þeirra

Meistaraverkefni í klínískri lyfjafræði við UCL School of Pharmacy

FRÁ RITSTJÓRN Kæru félagar Í nóvember sl. sendi Lyfjafræðingafélagið beiðni á alla lyfjafræðinga um að koma með tillögur að verkefnum sem lyfjafræðingar geta tekið að sér til hagræðingar í samfélaginu. Þetta var ákall eftir ávarp Kristjáns Þ. Júlíussonar heilbrigðisráðherra sem hann flutti á Fræðadögum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þar ræddi hann síaukinn kostnað til heilbrigðismála og kallaði ráðherra eftir opinni umræðu um nýjar leiðir og lausnir til að takast á við þennan vanda. Einnig nefndi ráðherra möguleika aukinnar þjónustu lyfjafræðinga á Landsspítalanum sem nýja leið vegna manneklu sérfræðilækna og annarra lækna á deildum spítalans. Eru tækifæri fyrir lyfjafræðinga í dag að taka að sér ný verkefni eða er betra að aðrar fagstéttir taki frekar við keflinu og annist lyfjamál innan heilbrigðiskerfisins? Eru lyfjafræðingar e.t.v. ekki tilbúnir fyrir breytingar eða er þörf á endurmenntun fyrir lyfjafræðinga til að þeir geti brugðist við breyttu landslagi? Það eru mörg tækifæri í boði og mörg verkefni sem við lyfjafræðingar getum annast og verið mikilvægur hlekkur í meðferð sjúklinga. Í tilkynningu Lyfjafræðingafélagsins komu nokkrar mjög góðar tillögur, eins og að teymisvinnu innan heilsugæslunnar þar sem lyfjafræðingar sjá um lyfjamálin, ráðleggingar til annarra heilbrigðisstarfsmanna bæði innan Landsspítalans og heilsugæslunnar, og að lyfjafræðingar taki að sér fræðslu um lyf fyrir sjúklingana. Ritstjórnin hvetur alla lyfjafræðinga og stjórnendur apóteka og heilbrigðisstofnana að hafa frumkvöðlastarfið í huga og vinna að nýrri þjónustu lyfjafræðinga, sem stuðlar að bættri meðferð einstaklingsins og betri nýtingu lyfja. Með kveðju, Ritstjórn TUL Regína Hallgrímsdóttir, ritstjóri, Bessi Húnfjörð Jóhannesson, Brynhildur Briem, Hákon Steinsson, Ingunn Björnsdóttir

3. tölublað - desember 2013 48. árgangur Útgefandi: Lyfjafræðingafélag Íslands Lyfjafræðisafninu við Safnatröð Pósthólf 252 172 Seltjarnarnesi Sími 561 6166 lfi@lfi.is

Ritstjórn: Regína Hallgrímsdóttir, ritstjóri Bessi H. Jóhannesson Brynhildur Briem Hákon Steinsson Ingunn Björnsdóttir Uppsetning: Hákon Steinsson Prentun: Oddi

tölublað 3 - 2013

Forsíðumynd: Myndin sem prýðir forsíðuna að þessu sinni er af Taxus brevifolia eða Kyrrahafsívið (Pacific yew). Ítarlegar upplýsingar má finna á blaðsíðu 9.

Tímarit um lyfjafræði

3


FÉLAGIÐ www.lyfja.is - Lifi› heil

Við stefnum að vellíðan Á hverjum degi leitar fólk til okkar til að auka vellíðan sína. Sérfræðingar okkar veita faglega ráðgjöf, hvort sem fólk stríðir við sjúkdóma, vill hugsa um heilsuna með bætiefnum, vítamínum og heilsuvörum eða lífga upp á tilveruna með snyrtivörum. Þótt leiðin sé misjafnlega greið þá höfum við öll sama takmark: Við stefnum að vellíðan.

Lágmúla Laugavegi Smáralind

4

Smáratorgi Borgarnesi Grundarfirði

Stykkishólmi Búðardal Patreksfirði

Ísafirði Blönduósi Hvammstanga

Neskaupstað Þórshöfn Skagaströnd Eskifirði Egilsstöðum Sauðárkróki Seyðisfirði Húsavík tölublað 3 - 2013Reyðarfirði

Tímarit um lyfjafræði

Höfn Laugarási Selfossi

Grindavík Keflavík


FÉLAGIÐ

Formannsþankar Þá er sumarið búið. Skapast hefur hefð fyrir minnst þremur atburðum sem félagsmenn verða mis mikið varir við yfir sumarið, en þeir eru sumarhátíð LFÍ, NFU og FIP. Auk þess fóru formaður og framkvæmdastjóri á fund með ráðherra í júlí, framkvæmdastjóri fór á fund um mannaflaspá og fulltrúi úr laganefnd fór á fund í ráðuneytinu um tóbaksvarnir. Í júní var haldin sumarhátíð. Því miður var veður óhagstætt. Hvort um er að kenna veðri eða einhverju öðru var mæting mun lakari en verið hefur undanfarin ár. En þeir sem mættu skemmtu sér ágætlega.

Áhugavert væri að heyra frá félagsmönnum hvort þeir telja áhugavert að LFÍ beiti sér fyrir fleiri málum, svo sem að fækka lyfjaflokkum sem eru með skilyrta greiðsluþátttöku

Í ágúst fóru fulltrúar LFÍ á NFU og FIP. Nánar og ítarlegar er gerð grein fyrir þessum ferðum í blaðinu. Tilgangur með fundinum með Kristjáni Þór Júlíussyni heilbrigðisráðherra var einkum að kynna LFÍ fyrir nýjum ráðherra, óska eftir áframhaldandi góðu samstarfi og fylgja eftir málum sem LFÍ hefur reynt að fá framgengt. Aðaláherslan var lögð á að ýta á að þakskírteini í nýja greiðsluþátttökukerfinu kæmu sjálfkrafa, skilvirkara kerfi fyrir greiðsludreifingu, ásamt því að felldar yrðu brott greinar úr reglugerðum sem skylduðu lyfjabúðir til að senda starfsfólk í heilbrigðisskoðun árlega og líma merkimiða apóteks á umbúðir lausasölulyfja. Tekið var vel á móti okkur og öll þessi atriði nema greiðsludreifingin eru nú komin til framkvæmda. LFÍ þakkar fyrir skjót og góð viðbrögð og vonast til að samstarfið við ráðuneytið verði áfram gott. Mannaflaspá er nokkuð sem fáir hafa gefið gaum hér á landi en við verðum að skoða því á næstu 10-15 árum má búast við mikilli fjölgun lyfjafræðinga sem láta af störfum vegna aldurs og fara á eftirlaun. Þess vegna er mikilvægt að á þeim árum útskrifist nægilega margir lyfjafræðingar svo ekki komi upp sú staða að það vanti skyndilega lyfjafræðinga til að manna stöður. Ánægjulegt er að sjá hve vel hefur gengið í tóbaksvörnum og að ekki verður látið staðar numið í þeim efnum. Vonandi tekst smám saman að útrýma tóbaki, hvenær og hvernig sem það verður. Þegar þetta er skrifað er formaður nýkominn af fundi hjá nefnd um eitt greiðsluþátttökukerfi fyrir heilbrigðisþjónustu undir forystu Péturs Blöndal þar sem kynntar voru fyrstu hugmyndir að nýju greiðsluþátttökukerfi. Einnig var farið yfir kosti og galla nýja greiðsluþátttökukerfisins fyrir lyfin. Þetta var ágætur fundur og er ég vongóður um framhaldið. Áhugavert væri að heyra frá félagsmönnum hvort þeir telja áhugavert að LFÍ beiti sér fyrir fleiri málum, svo sem að fækka lyfjaflokkum sem eru með skilyrta greiðsluþátttöku. Aðalsteinn Jens Loftsson, formaður LFÍ.

tölublað 3 - 2013

Tímarit um lyfjafræði

5


FRÆÐIN

Hugleiðingar um parasetamól Parasetamól er eitt af mest notuðu verkjalyfjum á okkar tímum, það gagnast við ýmis konar verkjum og hefur fáar aukaverkanir. Parasetamól fæst í lausasölu í öllum apótekum og má því segja að aðgengi að því sé mjög gott. Parasetamól var fyrst samtengt árið 1878 og notað sem hitalækkandi lyf 1887 (1). Stuttu síðar leysti phenacetin parasetamól af hólmi þar sem talið var að það væri öruggara lyf. Síðar kom í ljós að phenacetin hafði eiturverkanir á nýru og á árunum milli 1950 og 1960 ruddi parasetamól til sér rúms að nýju á markaðnum sem verkjalyf. Árið 1966 birtust skýrslur þar sem áhyggjum var lýst af eituráhrifum parasetamóls á lifrina og á næsta áratug urðu miklar framfarir í þekkingu á eituráhrifum parasetamóls. Menn komust að því að eituráhrifin væru skammtaháð og hægt væri að nota niðurstöður úr parasetamól mælingum í blóði og hækkun lifrarensíma til að meta líkur á lifrarskemmdum. Í kjölfarið var þróað mótefni við parasetamóleitrun, N-acetylcystein, sem enn í dag er notað með góðum árangri. Parasetamóleitranir eru þannig læknanlegar, það er að segja ef sjúklingar fá meðferð með mótefni áður en eitrunin er of langt gengin. Mótefnið þarf að gefa innan 8 – 10 klst. frá inntöku ofskammts til að

hámarksárangur náist og eru þá líkur á lifrarskemmdum hverfandi. Parasetamól brotnar niður í lifrinni, að mestu í óeitruð efni en u.þ.b. 5% brotnar niður fyrir tilstuðlan P-450 ensíma í afar hvarfgjarnt eitrað efni (NAPQI), sem getur valdið lifrarskemmdum. Þegar parasetamól er notað í ráðlögðum skömmtum (< 4g á sólarhring) kemur þetta ekki að sök því flestir hafa nægilegar glútatíonbirgðir í lifrinni til að afeitra NAPQI þannig að ekki verði lifrarskemmdir. Ef hins vegar parasetamól er tekið í stærri skömmtum ræður lifrin ekki við afeitrunina og hætta á lifrarskemmdum eykst. Vegna þessa er mjög mikilvægt að ekki sé tekið meira en ráðlagður dagskammtur af parasetamóli. Alkóhólistar, illa nærðir einstaklingar og þeir sem hafa lifrarsjúkdóma eru í meiri hættu en aðrir. Parasetamóleitranir eru mjög algengar og eru algengasta ástæða bráðrar lifrarbilunar á Vesturlöndum (2, 3, 4). Rannsókn á eitrunum á Íslandi 20012002 sýndi að parasetamóleitranir voru 18,7% af öllum lyfjaeitrunum eða 151 eitrun á 12 mánuðum (5). Fyrstu tölur úr óbirtri nýrri rannsókn fyrir 2012 sýna að ekki hefur dregið úr parasetamóleitrunum á Íslandi á síðasta áratug. Algengastar eru bráðar eitranir

þar sem ofskammtur af parasetamóli hefur verið tekinn í sjálfsvígstilgangi eða vegna misnotkunar, en einnig fyrir slysni. Þegar um bráða inntöku er að ræða og allt lyfið tekið í einum skammti, hefur verið sýnt fram á með fjölda rannsókna að hætta á lifrarskemmdum eykst verulega við skammta sem eru 150 -200 mg/kg, sem jafngildir 20 parasetamól töflum (500 mg/töflu) fyrir 65 kg einstakling. Ef hins vegar skammturinn er ekki tekinn allur í einu flækjast málin og mun erfiðara er að segja til um eitrunarhættu. Athyglisvert er að rannsóknir hafa sýnt (6,7,8,9) að um 30% sjúklinga sem leggjast inn vegna parasetamóleitrunar eru sjúklingar sem hafa endurtekið tekið meira en ráðlagðan skammt á sólarhring (repeated supratherapeutic ingestions) en þó mun minna en 150 mg/kg á sólarhring. Þarna er t.d. um að ræða sjúklinga á verkjameðferð með parasetamóli sem taka aðeins meira en ráðlagðan skammt endurtekið vegna slæmra verkja. Sömu rannsóknir sýna einnig að horfur þessara sjúklinga eru verri en þeirra sem leggjast inn eftir að hafa tekið einn ofskammt þótt að í þeim tilfellum sé yfirleitt um mun stærri skammta að ræða.

<5%

Paracetamol

6

Tímarit um lyfjafræði

NAPQI, mjög hvarfgjarnt umbrotsefni, eyðileggur lifrarfrumur

tölublað 3 - 2013


FRÆÐIN

Eitrunarmiðstöð er starfrækt á Landspítala Háskólasjúkrahúsi. Eitt af aðalhlutverkum hennar er að veita ráðgjöf um viðbrögð og meðferð þegar eitranir verða. Ráðgjöfin er opin öllum í síma 543 2222 eða 112 í gegnum neyðarlínuna. Hvaða upplýsingar er gott að hafa þegar hringt er í Eitrunarmiðstöðina? • • • •

Heiti efnis eða lyfs, best er að hafa umbúðirnar við hendina Aldur og þyngd sjúklings Hvenær eitrunin átti sér stað Hvort/hvaða einkenni hafa komið fram

Heimasíðu Eitrunarmiðstöðvarinnar má finna á www.landspitali.is/eitrunarmidstod

Lyfjafræðingar, einkum þeir sem starfa í apótekum, gegna lykilhlutverki í að fræða sjúklinga um rétta notkun lyfja og þrátt fyrir að oftast sé að finna góðar upplýsingar í fylgiseðlum er nauðsynlegt að hnykkja á mikilvægum upplýsingum við afgreiðslu lyfja til sjúklinga. Þegar um parasetamól er að ræða er mikilvægt að fara vel yfir hvort sjúklingur er að taka fleiri lyf sem innihalda parasetamól. Parasetamól gengur undir mörgum nöfnum, mismunandi sérheitum og er oft innihaldsefni í hinum ýmsu samsetningum. Gæti verið að kvefmixtúran, ofnæmislyfið eða magamixtúran sem sjúklingurinn keypti í Ameríku innihaldi parasetamól eða kannski acetaminophen?

5.

Kristinsson, J., Gudjonsdottir, GA., Palsson R., Blondal M., Gudmundsson S., Snook CP.: Acute Poisonings in Iceland: A prospective nationwide study. Clinical Toxicology, (2008) 46(2), 126 – 132.

6.

Craig G.N., Bates C.M., Davidson J.S., Martin K.G., Hayes P.C., Simpson K.J. Staggered overdose pattern and delay to hospital presentation are associated with adverse outcomes following paracetamol induced hepatotoxicity British Journal of Clinical Pharmacology (2011) 73(2), 285-294.

7.

Schiodt FV, Rochling FA, Casey DL, et al. Acetaminophen toxicity in an urban county hospital. N Engl J Med. (1997) 337:1112-1117.

8. Bond GR, Hite LK. Population-based incidence and outcome of acetaminophen poisoning by type of ingestion. Acad Emerg Med. (1999) 6:1115-1120. 9. Stephen J. Wolf, Kennon Heard, Edward P. Sloan, Andy S. Jagoda Clinical Policy: Critical Issues in the Management of Patients Presenting to the Emergency Department With Acetaminophen Overdose. Ann Emerg Med. (2007) 50:292-313.

Guðborg Auður Guðjónsdóttir MSc Pharm Sérfræðingur í klínískri eiturefnafræði Klínískur lektor Eitrunarmiðstöð, LSH

Heimildaskrá: 1. Bateman D.N. and Dear J. Medicine, poison, and mystic potion: a personal perspective on paracetamol Louis Roche lecture, Stockholm, 2009. Clinical Toxicology (2010) 48, 97–103 2. Bernal W. Changing patterns of causation and the use of transplantation in the United Kingdom. Semin Liver Dis (2003) 23, 227–37.

Icepharma styður við

3. Larson AM et al. Acetaminophen-induced acute liver failure: results of a United States multicenter, prospective study. Hepatology ( 2005) 42, 1364–72. 4. Wei G. et al. Acute liver failure in Sweden: etiology and outcome. J Intern Med (2007) 262: 393–401.

almenna lýðheilsu

með það að markmiði að fyrirbyggja og meðhöndla sjúkdóma, lengja líf og efla heilsu með samstilltu átaki og upplýstu vali. tölublað 3 - 2013

Tímarit um lyfjafræði

7


FRÆÐIN

Sjúkratryggingar Íslands

Kostnaður sjúkratrygginga vegna metýlfenídat lyfja og notkun þeirra Kostnaður sjúkratrygginga vegna metýlfenídatlyfja (Ritalin, Ritalin Uno, Concerta og Methylphenidate Sandoz) stefnir í 678 milljónir kr. fyrir árið 2013 sem er kostnaðarsamasta lyfið hjá sjúkratryggingum (S-merkt lyf undanskilin). Aukning í kostnaði milli áranna 2012-2013 er hlutfallslega minni heldur en aukning í notkun, en ástæðuna má rekja til nýja greiðsluþátttökukerfisins sem tók gildi 4. maí sl. en sjúklingar greiða stærri hlut í lyfjakostnaði í upphafi árstímabils. 673

700 544

678

2.500 2.000

463

500 400

304

300

190

200

216

1.690

1.777

1.489

1.500 992

1.179

1.269

1.000 500

100 0

0

Kostnaður sjúkratrygginga vegna metýlfenídat lyfja 2006 - 2013.

Fjöldi einstaklinga sem fengu metýlfenídat lyf 2006 - 2012

3.000

8,0%

2.500

7,0%

2.000 1.500 1.000 500

20 ára og eldri 15‐19 ára 10‐14 ára 5‐9 ára 0‐4 ára

0

Hlutfall af íbúafjölda

Fjöldi einstaklinga

2.226 2.021

575 Fjöldi DDD (x 1000)

milljónir kr.

600

Heilbrigðisráðherra skipaði vinnuhóp haustið 2010 til að skipuleggja aðgerðir til að koma í veg fyrir ofnotkun og/eða misnotkun þessara lyfja. Vinnuhópurinn skilaði tillögu sem fól í sér aukið eftirlit með ávísunum þessara lyfja, bætta greiningu og breyttar reglur við útgáfu lyfjaskírteina sem tóku gildi 1. janúar 2011. Þrátt fyrir þessar aðgerðir hefur verið stöðug aukning í notkun og kostnaði þessara lyfja.

6,0% 5,0% 4,0%

Ísland

3,0%

Noregur

2,0% 1,0% 85+

80‐84

75‐79

70‐74

65‐69

60‐64

55‐59

50‐54

45‐49

40‐44

35‐39

30‐34

25‐29

20‐24

15‐19

5‐9

10‐14

1‐4

0,0%

Fjöldi einstaklinga sem fengu metýlfenídatlyf eftir aldurshópum.

Notkun metýlfenídat lyfja eftir aldurshópum sem hlutfall af íbúafjölda borið saman við Noreg. Í öllum aldurshópum er hlutfallsleg notkun á Íslandi a.m.k. tvöfalt meiri en í Noregi.

Upplýsingarnar eru fengnar úr tölfræðigagnagrunni Sjúkratrygginga Íslands. Í tölfræðigrunninum eru eingöngu upplýsingar um notkun lyfseðilsskyldra lyfja sem afgreidd eru úr apótekum en ekki lyf sem notuð eru á sjúkrahúsum eða öðrum stofnunum.

Upplýsingar um lyfjanotkun í Noregi: Reseptregisteret, Nasjonalt folkehelseinstitutt (www.reseptregisteret.no)

8

Tímarit um lyfjafræði

Desember 2013 Lyfjadeild, Sjúkratryggingar Íslands

tölublað 3 - 2013


FRÆÐIN

Taxus brevifolia – Pacific yew - Kyrrahafsíviður Forsíðumyndin Forsíðumyndin að þessu sinni er af íviðnum Taxus brevifolia af Taxaceae ætt. Þessi planta er kölluð pacific yew eða western yew á ensku en kyrrahafsíviður á íslensku. „Taxus“ á latínu þýðir íviður á íslensku og „brevifolia“ þýðir stuttblaða. Tréð vex villt í N-Ameríku meðfram Kyrrahafsströndinni allt frá Kaliforníu norður til suðurhluta Alaska, en er auk þess ræktað víða um heim í görðum m.a. á Íslandi. T. brevifolia er 10-15 m hátt barrtré sem vex afar hægt og er því viðkvæmt fyrir ágangi. Greinarnar bera sígræn smá og ílöng laufblöð og litla köngla sem innihalda eitt fræ hver. Könglarnir þroskast síðan í skærrauð ber. Tréð var áður nýtt af frumbyggjum N-Ameríku til að smíða m.a. boga og árar.

íviðartegunda, s.s. Taxus baccata. Hlutsmíðað paclitaxel varð því loks aðgengilegt á lyfjamarkaði árið 1992. Sífellt meiri eftirspurn eftir lyfinu þrýstir þó á kröfuna um að finna aðra og sjálfbærari leið til að framleiða paclitaxel sem ekki stefnir íviðartegundum heimsins í útrýmingarhættu. Paclitaxel og hlutsmíðuð afleiða þess, docetaxel, eru á markaði á Íslandi og eru notuð við ýmsum gerðum krabbameina, s.s. eggjastokka-, brjósta- og lungnakrabbameinum. Þau hindra frumuskiptingu í mítósuferlinu með því að hindra niðurbrot örpípla. Eins og flest krabbameinslyf hafa þessi lyf áhrif á heilbrigðar frumur líka og valda eiturverkunum í stærri skömmtum. Lyfin eru því vandmeðfarin og eingöngu ávísað af sérfræðingum í krabbameinslækningum.

Tilvist krabbameinslæknandi efna í T. brevifolia var uppgötvuð í skimunarátaki NCI (National Cancer Institute) í Bandaríkjunum á sjöunda áratugnum. Virka efnið reyndist vera Paclitaxel og docetaxel eru mikilvæg diterpen af taxan flokki og var kallað krabbameinslyf sem hafa bjargað taxól til að byrja með, en seinna nefnt þúsundum mannslífa um allan heim. paclitaxel (mynd 1). Áratugir liðu þar til Náttúran virðist endalaus uppspretta hægt var að framleiða nægilegt magn Mynd 1. Efnabygging paclitaxels. nýrra efnasambanda í lyfjavopnabúr af efninu til að bjóða það á almennum okkar mannanna þó ekki sé alltaf markaði. Vandamálið með paclitaxel auðvelt að hagnýta þekkinguna. Sagan var tvíþætt. Í fyrsta lagi hefur það flókna efnabyggingu og af taxóli er sannarlega ævintýri líkust og sýnir að leið ekki er arðbært að smíða það með efnasmíðum frá grunni. náttúruefnanna á lyfjamarkað getur verið bæði löng og Í öðru lagi getur T. brevifolia ekki verið sjálfbær uppspretta ströng. Mikilvægt er að sýna þrautseigju á þeirri vegferð og fyrir paclitaxel þar sem tréð vex hægt og það þarf að fella gefast ekki upp þótt móti blási. það og fletta berkinum af til að vinna efnið. Elín Soffía Ólafsdóttir, Börkur T. brevifolia inniheldur aðeins lítið magn af prófessor í lyfja- og efnafræði náttúruefna paclitaxeli eða u.þ.b. 0.02%. Efnabyggingu þess var fyrst Heimildir: lýst árið 1971. Sameindin, sem er stór og flókin með • Sadeghi-aliabadi H, Yegdaneh A. Taxol and related compounds. margar handhverfar miðjur, var greind með hjálp 1H-NMR In: K.G. Ramawat, J.M. Merillon (eds.), kjarnsegulgreiningar og röntgenkristallógrafíu (mynd 1). • Natural Products, DOI 10.1007/978-3-642-22144-6_91, # Eftir tveggja ára þrotlausa vinnu tókst að einangra 500 mg Springer-Verlag Berlin Heidelberg 2013 af hreinu paclitaxeli úr 12 kg af berki T. brevifolia en það • Sérlyfjaskrá 2013 (Paclitaxel, Taxotere). Lyfjastofnun. myndi varla duga fyrir meðferð á einum sjúklingi. Þá var ljóst www.serlyfjaskra.is að ekkert yrði úr umfangsmiklum klínískum rannsóknum • Wani MC, Taylor HL, Wall ME, Coggon P, McPhail AT (1971) eða markaðsetningu þessa merkilega lyfs nema tækist Plant antitumor agents. VI. • The isolation and structure of taxol, a novel antileukemic and að finna aðferð til að framleiða það í nægilegu magni á antitumor agent fromTaxus brevifolia. J Am Chem Soc 93:2325– arðbæran hátt. Til allrar hamingju tókst vísindamönnum að leysa þennan vanda og paclitaxel er nú framleitt með hlutsmíði út frá náttúrulega taxaninu 10-decacetylbaccatin (10-DAB) sem er hægt að einangra í miklu magni úr laufblöðum annarra

2327 • Goodman og Gilman´s Pharmacological basis of therapeutics, 12th edition (2011) ed. Bruneton L. McGraw Hill Medical, New York, USA.

tölublað 3 - 2013

Tímarit um lyfjafræði

9


FRÆÐIN

Ráðgjöf lyfjafræðinga Í pistli þessum er ætlunin að fjalla um áhugaverðar spurningar sem berast miðstöð lyfjaupplýsinga á Landspítala en þar fer fram ráðgjöf lyfjafræðinga til lækna og hjúkrunarfræðinga og er þetta hluti af klínískri þjónustu lyfjafræðinga spítalans. Þegar spurning berst er mikilvægt að lyfjafræðingurinn fái heildarmynd af ástandi og lyfjameðferð sjúklings til þess að geta nálgast viðfangsefnið og svarað á hnitmiðaðan hátt og í tæka tíð þannig að ráðgjöfin nýtist í meðferðinni. Sem dæmi má nefna að berist spurning um hvort tiltekið einkenni geti verið aukaverkun af lyfi er mikilvægt að skoða heildina; tímasetningu einkenna með tilliti til lyfjameðferðar, verkunarmáta, milliverkanir sem t.d. gætu leitt til aukinnar þéttni í blóði eða samlegðaráhrifa, aldur sjúklings, nýrna- og lifrarstarfsemi, undirliggjandi sjúkdóma o.fl. Þó aukaverkun sé ekki skráð í samantekt um eiginleika lyfs (SmPC) er ekki þar með sagt að ekki geti verið um sjaldgæfa og/ eða óvænta verkun lyfsins að ræða. Þegar farið er yfir lyf sjúklings með tilliti til lyfjatengdra vandamála eru það fyrst og fremst fjórar spurningar sem verið er að svara: • Eru ábendingar fyrir öllum lyfjunum? • Er markmiðum meðferðar náð? • Eru lyfjatengd vandamál (óþarft lyf, vantar lyf, of stór eða lítill skammtur, aukaverkanir, milliverkanir)? • Er sjúklingurinn að taka lyfið? Fyrir kemur að fólk

10

sem hefur haft lélega meðferðarfylgni heima leggst inn á sjúkrahús, fær þá lyfin sín reglulega og fær e.t.v. aukaverkanir þess vegna.

Þegar spurning berst er mikilvægt að lyfjafræðingurinn fái heildarmynd af ástandi og lyfjameðferð sjúklings til þess að geta nálgast viðfangsefnið og svarað á hnitmiðaðan hátt og í tæka tíð þannig að ráðgjöfin nýtist í meðferðinni TILFELLI Tæplega fimmtug kona leggst inn á deild vegna þess að líðan hennar hefur almennt hrakað. Hún þjáist af réttstöðuþrýstingsfalli, hjartsláttarónotum, munnþurrki, kláða, miklum svita, ógleði, lélegri matarlyst og hefur lést um 8 kg á fjórum mánuðum. Þá hefur blóðleysi og versnandi nýrnastarfsemi gert vart við sig og hún fundið fyrir þrálátum verkjum í hægri síðu. Heilsufarssaga Konan hefur sögu um þunglyndi, sykursýki af tegund II, háþrýsting, hækkað kólesteról, vanstarfsemi skjaldkirtils, brjósklos í baki og óljós einkenni sem gætu bent til gigtsjúkdóms. Hún hefur nýlega verið í eftirliti hjá sínum geðlækni. Lyfjafræðingi er falið að yfirfara lyfjameðferð konunnar með tilliti til þessara einkenna og möguleika á

Tímarit um lyfjafræði

einföldun lyfjameðferðar. Konan er með króníska nýrnabilun með minnkaðan gaukulssíunarhraða eða 37 ml/mín/1,73 m2 og hækkað kreatínín eða 132 µmól/L. Kólesteról er innan marka eða 5,5 mmól/L, TSH er mjög lágt en skjaldkirtilshormónin T3 og T4 eru innan eðlilegra marka. Hún er með aðeins rokkandi blóðþrýsting en ekki háþrýsting og eðlilegt þvag með tilliti til sykursýki. Þá mælist hún með D-vítamínskort. Konan er á 15 mismunandi lyfjum, þar af eftirfarandi geðlyfjum: • módafíníl 400 mg (eykur árvekni), • levómeprómasín 50 mg (til að bæta svefn), • methýlfenídat 54 mg (við athyglisbresti með ofvirkni), • sertralín 100 mg (við þunglyndi), • dúloxetín 30 mg (við þung-lyndi), • klómípramín 75 mg x 2 (við þunglyndi). Önnur lyf: metformín 500 mg (sykursýki), rabeprasól 20 mg (sýruhemjandi lyf), metoprolól 23,75 mg (blóðþrýstingslyf), atorvastatín 20 mg (blóðfitulækkandi), levótýroxín 150 mcg (skjaldkirtilshormón), magnesíum 250 mg, D-vítamín, paracetamól/kódein (verkjalyf) og tramadól (verkjalyf). Ástæða þykir að yfirfara geðlyfjameðferðina, ekki síst þar sem sertralín, levómeprómasín, dúloxetín, metýlfenídat, klómípramín og tramadól eru öll serótónínvirk lyf. Möguleg lyfjatengd vandamál • Sertralín, duloxetine og levómeprómasín hamla lifrarensíminu CYP2D6

tölublað 3 - 2013

• •

sem getur leitt til aukinnar blóðþéttni af klómípramín og aukið líkur á aukaverkunum þess, s.s. munnþurrki og hjartsláttarónótum. Auk þess er klómípramín í stórum skammti, 75 mg tvisvar á dag. Klómípramín og levómeprómasín geta valdið lengingu á QT bili, sem getur hugsanlega verið orsök réttstöðuþrýstingsfalls. Yfirleitt eru þó viðvaranir vegna milliverkana sem geta leitt til mögulegrar lengingar á QT-bili aðeins klínískt mikilvægar ef um undirliggjandi hjartsláttaróreglu er að ræða. Þá getur réttstöðuþrýstingsfall verið milliverkun levómeprómasín og duloxetin. Metýlfenídat hefur áhrif á matarlyst, þ.e. dregur verulega úr henni. Samlegðaráhrif lyfja á serótónínvirka kerfið geta aukið líkur á serótónín heilkenni. Fylgjast þarf með nýrnastarfsemi, sér í lagi vegna metformin og magnesíum meðferðar.

Ráðlegging Hluti af svari lyfjafræðings verður einnig að vera tillaga að því hvað skal gera í framhaldinu. Í þessu tilviki var stungið upp á því að minnka skammt af klómípramíni og endurskoða geðlyfjameðferðina í heild, sérstaklega með í huga fjölda serótónínvirkra lyfja. Þá var mælt með því að hætta meðferð með tramadóli og endurskoða verkjameðferð. Einnig var ástæða til að skoða hvort ábending væri í raun fyrir sýruhemjandi lyfi.


FRÆÐIN Ákvörðun læknis • Klómípramín skammtur var minnkaður og stefnt að því að hætta alveg kæmu engin fráhvarfseinkenni fram. • Sertralín skammtur var helmingaður og stefnt að því að hætta lyfjagjöf eftir 2 vikur. • Levómeprómasín skammtur var minnkaður úr 50 mg í 25 mg og stefnt að því að hætta alveg. • Módafíníl skammtur var minnkaður úr 400 mg í 100 mg.

(2,3). Í stórum dráttum er um að ræða ofvirkni í taugum og vöðvum, óstöðugleika í ósjálfráða taugakerfinu og breytingu á geðheilsu. Þessi þrenning einkenna kemur ekki endilega öll fyrir og geta einkenni verið væg en einnig lífshættuleg. Einkenni geta líka verið þanin ljósop, niðurgangur, mikil svitamyndun, roði, hraðsláttur og háþrýstingur eða lágþrýstingur, vöðvakippir og ofviðbrögð (hyperreflexia). Í mjög alvarlegum

tilvikum má nefna ofurhita, vöðva-niðurbrot, nýrnabilun og truflun í blóðstorknun. Í stórum dráttum má segja að vöðvakippir og ofviðbrögð hjá sjúklingum á serótónínvirkun lyfjum ættu að vekja grun um þetta heilkenni (1). Elín Jacobsen, lyfjafræðingur, verkefnastjóri Miðstöðvar lyfjaupplýsinga Landspítala

Heimildaskrá: 1. Thanacoody R, Serotonin syndrome. Adverse Drug Reaction Bulletin 2007;243:931934 2. Sun-Edelstein C, Tepper S, Shapiro R, Drug–induced serotonin syndrome: a review. Expert Opin, Drug Saf, 2008;7:587-596 3. Boyer E, Shannon M, The Serotonin Syndrome. N Engl J Med 2005;352:1112-1020.

Eftirfylgni Mánuði síðar var konan hætt á öllum geðlyfjum nema dúloxetíni og levómeprómasíni. Hjartsláttarónot, blóðþrýstingsvandamál, munnþurrkur, ógleði og svitaköst voru úr sögunni. Verkur í hægri síðu reyndist síðar vera vegna nýrnasteina. Miðstöð lyfjaupplýsinga fylgdi tilfellinu eftir svolítið lengur og í ljós kom að konunni fannst hún vera meyrari og heldur þyngri en áður en fann þó ekki mikinn mun á andlegri líðan sinni til hins verra og kvaðst sofa ágætlega. Umræða Þetta tilfelli vakti upp þá spurningu hvort einhver einkenni gætu verið vegna samhliða notkunar margra serótónínvirkra lyfja. Serótónín heilkenni er í raun serótónín eitrun með aukinni serótónín þéttni á taugamótum. Heilkennið stafar af oförvun á serótónín viðtökum í heilastofni og mænu og er skammtaháð. Ástæður geta verið aukin framleiðsla, hömlun á niðurbroti, aukin losun eða hömlun á endurupptöku serótóníns (2). Ofskömmtun serótónínvirkra lyfja, sérstaklega serótónín endurupptöku hemla (SSRI) og venlafaxine eða hömlun á niðurbroti serótónínvirkra lyfja, eykur hættu á serótónín eitrun. Þannig getur verið raunveruleg hætta á serótónín eitrun þegar tvö SSRI lyf eru gefin samtímis. Einnig er serótónín eitrun þekkt vegna klómípramíns (1). Alvarlegustu tilfellin eru þó þegar mónóamín endurupptökuhemill (MAO) er gefinn með SSRI, þríhringlaga geðlyfjum eða venlafaxine, en MAO hemlar hamla niðurbroti serótóníns. Serótónín heilkenni getur verið erfitt að greina og einkenni ekki alltaf augljós

Hefur þú kynnt þér vörulista Mylan?

MYL131002

Pöntunarsími er 590-0200

tölublað 3 - 2013

Markaðsstjóri MYLAN hjá Icepharma Ingi Þór Ágústsson 821-8038 ingithor@icepharma.is

Tímarit um lyfjafræði

11


FRÆÐIN

Jakob L. Kristinsson lyfjafræðingur heiðraður Jakob Líndal Kristinsson lyfjafræðingur og prófessor emeritus fagnaði starfslokum á árinu og í tilefni af því bauð rannsóknarstofa í lyfja- og eiturefnafræði til málþings honum til heiðurs 1. nóvember sl. Yfirskrift málþingsins var „Akstur undir áhrifum lyfja og fíkniefna“ en Jakob hélt fyrirlestur á málþinginu undir sama heiti. Auk Jakobs héldu Alain Verstraete, MD, professor, Ghent University Hospital og Ágúst Mogensen, rannsóknarstjóri hjá rannsóknarnefnd samgöngumála fyrirlestur um efni málþingsins. Fram kom í setningu málþingsins að Jakob væri mesti sérfræðingur á sviði réttarefnafræði hérlendis. Fjöldi skipta sem hann hefur þurft að mæta í réttarsal vegna mála væri líklega Íslandsmet. Sjá viðtal við Jakob í miðju blaði. Regína Hallgrímsdóttir, ritstjóri

LYFJAGREIÐSLUNEFND Lyfjagreiðslunefnd Fréttir Lyfjagreiðslunefnd er aðili að PPRI (Pharmaceutical Pricing and Reimbursement Information) – sem eru samtök sem láta sig varða upplýsingar um lyf, lyfjaverð og greiðsluþátttöku lyfja. Samtökin eru með 60 meðlimi frá 38 löndum, sem eru flestir hverjir yfirvöld sem ákvarða verð og greiðsluþátttöku lyfja í hverju landi fyrir sig. Það eru fulltrúar frá öllum 27 Evrópusambandsríkjunum auk fulltrúa frá Albaníu, Kanada, Króatíu, Íslandi, Makedóníu, Noregi, Serbíu, Sviss, SuðurAfríku, Suður-Kóreu og Tyrklandi. Auk þess hafa Evrópskar og alþjóðlegar stofnanir eins og Evrópska lyfjastofnunin, OECD, WHO og Word Bank tekið þátt í verkefnum samtakanna. Eitt af núverandi verkefnum samtakanna er að kanna lyfjaskort og viðbrögð við honum í hinum ýmsu löndum. Þetta verkefni er framhaldsverkefni sem unnið var af OECD árið 2011. Ábyrgð verkefnisins er í höndum Austurríkis og kveikjan af verkefninu var skýrsla sem Evrópusamtök lyfjafræðinga (PGEU) gerði, sjá nánar á: http://www.pgeu.eu/en/library/2-positionpapers/154-pgeu-statement-on-medicine-shortagesin-european-community-pharmacies.html.

12

Tímarit um lyfjafræði

Í skýrslunni kemur fram að lyfjafræðingar í Evrópu eyða að meðaltali 3-15 tímum á mánuði í vörustjórnun og viðbragða vegna lyfjaskorts. Kanadamenn hafa sýnt þessu vandamáli mikinn áhuga og yfirvöld þar í landi tilkynntu sérstaka viðbragðsáætlun sem tók gildi 13. september sl., sjá nánar á: http://www.drugshortages.ca/drugshortages.asp. Á fundi PPRI samtakanna í London í mars sl. kom fram að lyfjaskortur er eitthvað sem heilbrigðisyfirvöld fylgjast vel með í Bretlandi og eru með sértæka verkferla fyrir. Í vor var LFÍ með málþing um lyfjaskort en ljóst er að þetta er viðfangsefni sem fjölmargar þjóðir eru að fást við, bæði stórar og smáar. En eins og með annað er mikilvægt að greina vandamálið og setja upp ferla til lausnar. Allar nánari upplýsingar eða leiðbeiningar fást hjá starfsfólki lyfjagreiðslunefndar.

tölublað 3 - 2013


FRÆÐIN

Velferðarráðuneytið

VELFERÐARRÁÐUNEYTIÐ Lyfjagreiðslukerfið einfaldað með aukinni sjálfvirkni Þann 1. desember sl tók gildi breyting á nýja lyfjagreiðsluþátttökukerfinu með aukinni sjálfvirkni til einföldunar jafnt fyrir lyfjanotendur og lækna. Frá þeim tíma öðlast fólk sjálfkrafa rétt til fullrar greiðsluþátttöku sjúkratrygginga í lyfjakostnaði þegar það hefur náð þakinu sem skilgreinir hámarkskostnað einstaklings. Umsókn læknis sem nú er krafist verður þar með óþörf. Lyfjagreiðslukerfið sem tók gildi 4. maí síðastliðinn byggir á þrepaskiptri greiðsluþátttöku þar sem hver einstaklingur greiðir hlutfallslega minna eftir því sem lyfjakostnaður hans eykst innan tólf mánaða tímabils. Í fyrsta þrepi greiðir einstaklingurinn lyf að fullu, í öðru þrepi greiðir hann 15% af verði lyfja og í þriðja þrepi greiðir hann 7,5%. Þegar lyfjakostnaður hefur náð ákveðnu hámarki getur læknir sótt um að Sjúkratryggingar Íslands greiði lyf viðkomandi að fullu það sem eftir er tímabilsins.

Krafan um að læknir sæki sérstaklega um fulla greiðsluþátttöku til sjúkratrygginga hefur verið gagnrýnd frá upphafi og bent á að nýta bæri kosti rafræna kerfisins að fullu þannig að þetta gerðist sjálfkrafa. Fyrir þessu var þó sérstök ástæða þar sem markmiðið var að hafa eftirlit með fjöllyfjanotkun og grípa inn í ef þörf krefði. Með breyttu verklagi Sjúkratrygginga Íslands hefur verið tryggt að þetta markmið glatast ekki og stofnunin mun engu að síður fylgjast með fjöllyfjanotkun og bregðast við eftir þörfum, þrátt fyrir að ekki verði lengur þörf fyrir umsókn læknis eftir breytinguna sem tók gildi 1. desember 2013. Umrædd breyting mun leiða til aukins hagræðis og einföldunar á framkvæmd kerfisins. Hjá læknum sparast vinna við gerð umsókna og einstaklingarnir sem í hlut eiga þurfa hvorki að bíða eftir útgáfu skírteinis né greiða fyrir kostnað vegna umsóknar læknis.

Innleiðing nýrra lyfja byggir á faglegri stefnu þótt aðhalds sé gætt Ný sjúkrahúslyf eru innleidd í svipuðum mæli hér á landi og hjá nágrannaþjóðunum. Þótt þrengri skorður hafi verið settar hérlendis við notkun nýrra lyfja en voru fyrir nokkrum árum öðlast ný lyf markaðsleyfi hér á svipuðum tíma og í öðrum Evrópulöndum. Í fjölmiðlaumfjöllun hafa komið fram fullyrðingar um að við stöndumst ekki samanburð við aðrar Norðurlandaþjóðir þegar kemur að því að taka í notkun ný líftæknilyf og dýr krabbameinslyf og að læknisfræðin hér á landi sé því farin að dragast aftur úr því sem gerist hjá þjóðum sem við viljum bera okkur saman við. Vegna þessa vill ráðuneytið koma á framfæri eftirtöldum staðreyndum. • Fyrir hrun jókst lyfjakostnaður vegna S-merktra lyfja um og yfir 20% á ári í upphafi aldarinnar og fram að hruni. • Af augljósum ástæðum eftir hrun hefur þurft að beita meira aðhaldi vegna síaukins lyfjakostnaðar.

Ísland er því ekki lengur í fararbroddi þegar kemur að innleiðingu nýrra lyfja, heldur eru gerðar auknar kröfur um að lyfin hafi áður verið tekin í notkun annars staðar. Vegna ýmissa aðhaldsaðgerða hefur aðeins dregið úr kostnaðaraukningu vegna S-merktra lyfja en hún var að meðaltali um 13,4% á ári síðustu 6 ár. • Í dag er flestum nýjum lyfjum veitt markaðsleyfi með miðlægri skráningu á evrópska efnahagssvæðinu hjá Lyfjastofnun Evrópu. Ný lyf öðlast þannig markaðsleyfi á Íslandi á svipuðum tíma og í öðrum löndum EES. • Kostnaður vegna nýrra lyfja mun fyrirsjánlega halda áfram að vaxa á næstu árum. Hérlendis er, líkt og annars staðar, beitt ýmsum aðferðum til að stemma stigu við hraðvaxandi kostnaði. Í gildi eru strangar reglur og klínískar leiðbeiningar um notkun lyfjanna, þar sem miðað er meðal annars við niðurstöður National Institute for Health and Clinical Excellence (NICE) í Bretlandi.

tölublað 3 - 2013

Tímarit um lyfjafræði

13


FÉLAGIÐ Vígsla Urtagarðsins í ágúst 2010. Mynd: Lækningamynjasafnið.

Urtagarður í Nesi Merkingar í Urtagarðinum. Mynd: Lækningamynjasafnið.

Urtagarðurinn í Nesi var formlega opnaður 22. ágúst 2010. Í Urtagarðinum er safn jurta sem ýmist hafa gegnt hlutverki í lækningum eða verið nýttar til næringar og heilsubótar á tímabilinu 1760-1834. Stór hluti plantnanna tilheyrir íslenskri flóru og margar þeirra vaxa reyndar á Seltjarnarnesi og var safnað þar. Aðrar eru innfluttar en hafa verið ræktaðar í landinu um lengri eða skemmri tíma. Uppbygging Urtagarðs í Nesi hefur verið á stefnuskrá Lyfjafræðisafnsins frá stofnun þess en fljótlega var þó ljóst að það væri óvinnandi verk án utanaðkomandi aðstoðar. Því tóku forsvarsmenn fagnandi tillögu Garðyrkjufélags Íslands um að reistur yrði urtagarður í Nesi í tilefni af 250 ára afmæli Landlæknisembættisins og 125 ára afmæli Garðyrkjufélagsins. Sama á við um forsvarsmenn Seltjarnarnesbæjar en innan bæjarins hefur hugmynd um uppbyggingu Urtagarðs lengi verið haldið á lofti. Lækningaminjasafn Íslands, Landlæknisembættið, Læknafélag Íslands og Lyfjafræðingafélag Íslands studdu hugmyndina frá upphafi. Myndaður var starfshópur sem vann að þessu verkefni fram að opnun garðsins. Ekki hefði tekist að ljúka þessu verkefni án þeirra fjölmörgu sjálfboðaliða sem lagt hafa hönd á plóginn. Þar má sérstaklega þakka félagsmönnum Garðyrkjufélagsins sem hafa útvegað allar jurtir sem eru í garðinum. Einnig Grasagarðinum í Reykjavík, Lystigarðinum á Akureyri svo og mörgum gróðrarstöðvum. En hvers vegna beindist þessi áhugi að Nesi? Trúlega vegna þess að þar má telja að sé upphaf opinberrar heilbrigðisfræðslu og ræktunar. Þegar Bjarni Pálsson var skipaður fyrsti landlæknirinn árið 1760 var eitt hans fyrsta verk að velja sér búsetu. Talið er að hann hafi mátt velja úr þremur kostum og jörðin Nes við Seltjörn orðið fyrir valinu, ekki síst vegna landgæða og samgangna. Sumarið 1761 hófst „múrhússbygging í Nesi” en Bjarni flutti þangað á fardögum 1762.

14

Tímarit um lyfjafræði

Bjarni landlæknir var áhugasamur um ræktun, hann hvatti ráðamenn holdsveikraspítala til að rækta kál og kartöflur handa sjúklingum sínum. Skyldi gefa sjúklingum kál og ferskar jurtir úr íslenskri náttúru minnst tvisvar í viku, eins og fjallagrös, skarfakál og fleira. Bjarna var einum falið að annast alla heilsugæslu hér á landi en það varð fljótlega ljóst að það væri einum manni ofviða og hann yrði að fá aðstoð. Árið 1768 réði hann til sín lyfjafræðing, Björn Jónsson sem hafði verið sex ár í Danmörku við nám og störf. Í þá daga var það alsiða í dönskum apótekum að rækta lækningajurtir. Björn hófst því þegar handa við ræktunartilraunir eftir að hann kom í Nes. Hann lét m.a. hlaða mikla túngarða úr grjóti og sunnan við múrhúsið var hlaðið gerði úr torfi fyrir m.a. matjurtir. Björn var metnaðarfullur og hóf tilraunir með að rækta ýmislegt sem ekki hafði þekkst hér áður, þar á meðal korn. Vitað er að hann ræktaði um 20 mismunandi mat- og kryddjurtir, sem sumar eru reyndar lækningajurtir en enn hafa ekki fundist heimildir um hvaða aðrar lækningajurtir hann ræktaði eða reyndi að rækta. Árið 1771 sigldi Björn til Danmerkur og lauk kandídatsprófi í lyfjafræði og fékk í framhaldi af því leyfi til þess að stofna og reka fyrsta apótekið á Íslandi. Þá var Nesstofu og jörðinni skipt milli landlæknis og apótekarans og hélst sú skipting allar götur þar til bæði embættin voru flutt til Reykjavíkur 1834. Birni bar að starfa samkvæmt reglugerð um rekstur apóteka í Danaveldi frá 1672 en þar er tekið fram að apótekarar ættu að halda sína eigin jurtagarða þar sem það væri mögulegt. Honum bar einnig að framleiða lyfin samkvæmt stöðluðum forskriftum. Fyrsta lyfjaskráin, Pharmacopoea Danica sem kom út 1772, innihélt um 640 lyfjaforskriftir. Björn hefur ekki átt hráefni í öll lyf lyfjaskrárinnar, en leiða má að því líkum hvaða jurtir hann hefur reynt að rækta miðað við þau lyf sem til voru í Nesi þegar skipti milli embættanna fóru fram, en þá fór fram birgðatalning í apótekinu. Einungis

tölublað 3 - 2013


FÉLAGIÐ örfáar af þeim jurtum sem þar eru tilgreindar vaxa villtar hér, en á þessum birgðalistum eru ekki íslenskar jurtir. Þó er líklegt að hann hafi að minnsta kosti notað sortulyng og vallhumal. Íslenskar jurtir vaxa flestar einnig villtar á Norðurlöndunum, en þó er vitað að sumar innihalda ekki nákvæmlega sömu efni vegna annarra vaxtaskilyrða. Á þessum árum voru öll lyf framleidd úr jurtum eða steinefnum en með aukinni þekkingu í lyfjafræði og auknum kröfum um gæði lyfjanna fækkaði jurtalyfjum ört. Jurtalyf hurfu að mestu þegar lyfjaframleiðslu var hætt í íslenskum apótekum í lok síðustu aldar. Í Evrópsku lyfjaskránni eru þó enn í dag nokkur jurtalyf og hjálparefni í lyf unnin úr jurtum enda ríkari hefð fyrir jurtalyfjum í MiðEvrópu þar sem gróður er fjölbreyttari. Landsmenn höfðu um aldir notað villtar íslenskar jurtir til lækninga og heilsubótar en með komu Bjarna og Björns í Nes kom ný þekking um hvernig best væri að safna jurtum, meðhöndla þær og útbúa lyf. Vitað er að arftaki Björns Jónssonar apótekara, Magnús Ormsson, hélt áfram ræktun en hann starfaði til 1801. Lítið er vitað um ræktun eftir að embættin tvö flytjast til Reykjavíkur þar til Hans Georg Schierbeck tekur við embætti landlæknis. Hann sameinaði læknisstarfið og garðyrkjuáhugann með því að hafa forgöngu um eflingu og útbreiðslu garðyrkju og ræktun matjurta, almenningi til heilsubótar. Hann beitti sér fyrir stofnun og varð fyrsti formaður Garðyrkjufélags Íslands 1885. Brautryðjendastarf Björns Jónssonar lyfjafræðings og apótekara hefur nokkuð fallið í skugga Bjarna Pálssonar fyrsta landlæknisins og væri það verðugt verkefni fyrir lyfjafræðinga að halda á lofti nafni Björns. Tilkoma Urtagarðsins í Nesi var hugsuð sem lyftistöng fyrir söfnin þar og tengdi þau betur saman. Staðsetning hans varpar ljósi á sameiginlega sögu safnanna og tengir þau staðnum. Skipuð var stjórn Urtagarðsins og tóku allir sem voru í undirbúningshópnum, tilnefndir af stofnaðilum, sæti í stjórninni en að auki bættist framkvæmdastjóri LFÍ í hópinn. Ætlunin var að Urtagarðurinn yrði rekinn sem hluti af starfsemi safnanna og garðurinn yrði vettvangur fræðslu um nýtingu jurta til lækninga, næringar og heilsubóta fyrr á tímum og í dag. Sú breyting er varð um síðustu áramót, þegar Seltjarnarnesbær sagði upp samstarfssamningi um rekstur Lækningaminjasafnsins og starfslok starfsmanns safnsins, hefur óneitanlega haft áhrif og ríkir nú óvissa um framtíð safnasamstarfs á Nesinu. Val jurta í Urtagarðinn er aðeins tilgáta, byggð á ýmsum ósamstæðum heimildum og verður sjálfsagt gagnrýnd, en er vonandi einnig öðrum hvatning til þess að hefja rannsóknir á þeim mörgu sviðum sem tengjast þessu verkefni. Munurinn á tilgátugarði og tilgátuhúsi er sem betur fer sá að í garði er unnt að skipta út plöntum.

Lyfjafræðisafnið Sarpur: Rafrænt skráningarkerfi safngripa Lyfjafræðisafnið hefur um langt skeið safnað munum, myndum, bókum og skjölum sem tengjast sögu lyfjafræðinnar. Í safninu eru til sýnis helstu tæki sem notuð hafa verið til lyfjagerðar ásamt sýnishornum af apóteksinnréttingum frá fyrstu tugum síðustu aldar. Skráning safngripa er mikilvægur þáttur í góðu safnastarfi. Stjórnendur Lyfjafræðisafnsins ákváðu því snemma að taka í notkun rafrænt skráningarumhverfi, sem upphaflega var þróað af Þjóðminjasafni Íslands en er nú rekið af sjálfstæðu rekstarfélagi sem mörg söfn á Íslandi eru aðilar að. Skráningarkerfið gengur undir nafninu Sarpur. Í Sarpi eru varðveittar upplýsingar um listaverk, muni, myndir, fornleifar, hús, þjóðhætti og örnefnalýsingar ásamt öðru efni. Undanfarin ár hafa þau söfn og stofnanir, sem eru aðilar að Sarpi, skráð um eina milljón færslna í gagnasafnið. Þessar upplýsingar hafa nýlega verið gerðar aðgengilegar almenningi á ytri vef Sarps. Hingað til hefur Lyfjafræðisafnið lagt höfuðáherslu á að koma upp húsnæði fyrir safnið og koma safngripum fyrir í sýningarrýmum og geymslum safnsins. Ekki hefur unnist tími til að skrá nema lítinn hluta safngripa í Sarp. Til að skoða þær skráningar er best fara á heimasíðu Sarps (www.sarpur.is), velja „Aðildarsöfn“ og síðan „Lyfjafræðisafn“ og að lokum „Munir“. Fyrir liggur mikil vinna við öflun nákvæmra upplýsinga um safngripi, skráningu og textagerð. Stjórn safnsins þarf á aðstoð lyfjafræðinga að halda við þá vinnu.

Gefinn hefur verið út „Plöntuvísir“ þar sem fram koma upplýsingar um Urtagarðinn og stutt lýsing á öllum jurtunum sem plantað var í garðinn, ásamt upplýsingum um notkun þeirra samkvæmt gömlum heimildum. Plöntuvísirinn er seldur í Lyfjafræðisafninu og á skrifstofu LFÍ. Kristín Einarsdóttir, lyfjafræðingur Fulltrúi Lyfjafræðisafnsins í stjórn Urtagarðsins

Myndir frá safninu eru teknar af Kristínu Bogadóttur, ljósmyndara. LFÍ gaf safninu þessar myndir 2012.

tölublað 3 - 2013

Tímarit um lyfjafræði

15


FÓLKIÐ

Jakob Kristinsson. „Ég verð að segja að hann er að mörgu leyti óvenjulegur innan háskóla þar sem hann byggist meira á þjónusturannsóknum en grunnrannsóknum.“

Óvenjulegur starfsferill Viðtal við Jakob Kristinsson Jakob Kristinsson lærði lyfjafræði við Háskóla Íslands og Danmarks Farmaceutiske Højskole á sjöunda áratugnum. Hann segir að miðað við störf lyfjafræðings sé ferillinn að mörgu leyti óvenjulegur en hann vann í áratugi að réttarefnafræðilegum rannsóknum á Rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði við Háskóla Íslands. Jakob er kominn á eftirlaun en hann kemur reglulega á rannsóknastofuna og sinnir þar ýmsum rannsóknaverkefnum. Jakob ólst upp í Reykjavík, var í sveit á sumrin á æskuárunum og segir að á tímabili hafi sig dreymt um að verða bóndi, flugmaður eða sjómaður. Hann gekk í Laugarnesskóla og fór í Menntaskólann í Reykjavík eftir landspróf þar sem hann valdi stærðfræðibraut. „Ég hafði strax sem unglingur áhuga á efnafræði og eðlisfræði. Ég komst á þessum tíma í danska bók þar sem fjallað var um eðlis- og efnafræði en hún var örugglega frá því snemma á 20. öld. Það voru í henni skemmtilegar myndir, ýmis eðlisfræði- og efnafræðilögmál voru útskýrð og það var gaman að stúdera þetta. Svo var móðurbróðir minn efnaverkfræðingur og mér fannst það sem hann var að gera vera mjög áhugavert.“ Árin liðu í Menntaskólanum í Reykjavík og Jakob ákvað að læra efnaverkfræði. Hann sótti um inngöngu í University of Glasgow en komst ekki inn. „Ég var blankur og ákvað að vinna í eitt ár. Það skipti líka miklu máli að ég var trúlofaður Kristínu Gísladóttur sem síðar varð eiginkona mín en hún er árinu yngri og því á eftir mér í skóla.“ Jakob hafði unnið í nokkur sumur hjá Raforkumálastjóra sem var forveri Orkustofnunar og sá um allar virkjanarannsóknir á landinu. Hann vann

16

þar næsta árið við boranir auk þess sem hann vann við vatnamælingar. „Vinur minn var í lyfjafræði þennan vetur og leist mér ljómandi vel á það sem hann var að læra. Ég ákvað síðan að innritast í lyfjafræði.“ Það var haustið 1964 sem Jakob settist á skólabekk í Háskóla Íslands. Ferillinn Jakob segir að sér hafi þótt efnafræðin og hin líffræðilega tenging í náminu vera heillandi. „Mér þótti líflyfjafræði vera mjög áhugaverð en henni kynntist ég fyrst þegar ungur læknir, Þorkell Jóhannesson, sem þá var nýkominn frá Kaupmannahöfn hélt fyrirlestra um efnið fyrir íslenska lyfjafræðinga og lyfjafræðinema í Háskóla Íslands veturinn 1966. Það var hægt að ljúka þriggja ára námi í lyfjafræði hér heima en ég vildi ljúka námi með kandídatsprófi en til þess þurfti maður að fara eitthvert annað. Háskóli Íslands var þá með samning við Danmarks farmaceutiske Højskole í Kaupmannahöfn um framhaldsnám og flestir fóru því þangað. Á þessum árum var ekki mikið um að Íslendingar færu til útlanda, helst voru það námsmenn. Margir þeirra sigldu með Gullfossi enda var það lengi vel ódýrara en að fljúga.

Tímarit um lyfjafræði

tölublað 3 - 2013

Af einhverri ástæðu valdi ég þó að fara með flugvél en þetta var mín fyrsta ferð til útlanda.“ Jakob og fjölskylda fluttu heim að loknu námi árið 1969 eftir að hafa búið í Danmörku í þrjú ár. Hann vann í Holtsapóteki í rúm tvö ár og árið 1972 var hann ráðinn í tvær hlutastöður í rannsóknastofum í lyfjafræði og lyfjafræði lyfsala við Háskóla Íslands. Hann var síðan í fullu starfi í Rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði frá því snemma árs 1976. Hann var deildarstjóri réttarefnafræðideildar Rannsóknastofunnar frá 1974 og átti sæti í Eiturefnanefnd frá því í ársbyrjun 1989 þar til hún var lögð niður árið 1992. Jakob var ráðgjafi Eitrunarmiðstöðvar Landspítalans á árunum 1995-2012 og hann var í lyfjanefnd Lyfjastofnunar frá því í lok ársins 2004. Jakob hefur kennt eiturefnafræði og líflyfjafræði í læknadeild og lyfjafræðideild, líflyfjafræði í hjúkrunarfræðideild og tannlæknadeild og lyfjagreiningar-tækni í lyfjafræðideild. Hann varð prófessor um mitt ár 2009. Jakob átti þátt í námskeiðum í eiturefnafræði og réttarlæknisfræði á vegum Endurmenntunarstofnunar Háskóla Íslands 1991 og 1997 auk þess sem hann átti þátt í námskeiði í eiturefnafræði


FÓLKIÐ

Á síðustu árum hef ég í vaxandi mæli þurft að mæta í réttarsal. Þar situr maður andspænis sækjanda, dómara, verjanda og sakborningi og þarf oft að svara áleitnum spurningum. Hlutverk mitt er þá að útskýra niðurstöður okkar og sannfæra viðstadda um að þær séu fengnar með bestu vísindalegu aðferðum. Það er ekki alltaf átakalaust fyrir nemendur í raunvísindadeild HÍ árið 1991. Þá hefur hann kennt eiturefnafræði á námskeiðum fyrir garðyrkjumenn og meindýraeyða sem hafa verið haldin á vegum Hollustuverndar ríkisins og Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins. Hann kenndi lyfjafræði við Tækniskóla Íslands á árunum 2000-2003. Jakob hefur unnið að rannsóknarstörfum í gegnum tíðina og hafa rannsóknirnar einkum verið á sviði eiturefnafræði eða réttarefnafræði. Niðurstöður hafa birst í fagtímaritum og verið kynntar á ráðstefnum. Áhersla á réttarefnafræði „Ég kunni vel við mig í apótekinu en það var mannekla og töluvert vinnuálag; kvöldvaktir, næturvaktir og helgidagavaktir. Ég hef alltaf verið svolítill dellukall og áhugamaður um ýmislegt og mér fannst stundum fara fullmikill tími í vinnuna.“ Ljósmyndun var stórt áhugamál og tók Jakob m.a. þátt í sýningum erlendis. „Þá var mér boðin full staða hjá Háskóla Íslands þar sem var engin eftirvinna eða vaktir.“ Jakob byrjaði að fást við mælingar á flogaveikilyfjum í blóði flogaveikisjúklinga. „Mér var falið að setja upp mæliaðferð fyrir þrjú flogaveikilyf og skömmu síðar hið fjórða. Á rannsóknastofunni var þá í hlutastarfi Hrafnkell Stefánsson lyfjafræðingur en hann sá um að rannsaka sýni úr látnu fólki sem hafði hugsanlega orðið fyrir eitrun eða til að útiloka að eitrun hafi átt þátt í dauða þess. Hann sá líka um rannsóknir á efniasýnum og blóð- og þvagsýnum frá lögreglu. Mér var falið að taka við starfi hans þegar hann varð apótekari á Ísafirði á miðju ári 1973. Þannig hófst ferill minn í réttarefnafræði og er ég búinn að vera í því síðan.“

Mikill og góður árangur Jakob segist hafa fengist við mörg áhugaverð mál á ferlinum. „Þetta getur verið erfitt en oftast skemmtilegt. Á síðustu árum hef ég í vaxandi mæli þurft að mæta í réttarsal. Þar situr maður andspænis sækjanda, dómara, verjanda og sakborningi og þarf oft að svara áleitnum spurningum. Hlutverk mitt er þá að útskýra niðurstöður okkar og sannfæra viðstadda um að þær séu fengnar með bestu vísindalegu aðferðum. Það er ekki alltaf átakalaust.“ Jakob segir það standa upp úr á ferlinum hvað rannsóknastofan hafi náð miklum og góðum árangri á þessu flókna fræðasviði sem er alltaf að stækka. „Við höfum náð vel að fylgja þróuninni og getað nýtt okkur þá tækni sem best á við þær aðstæður sem við búum við hverju sinni. Undirstaðan að þessu er afburðagott starfsfólk og góður starfsandi. Þar höfum við verið ákaflega heppin. Þeir sem hafa byrjað að vinna hjá okkur vilja vera áfram. Hópurinn hefur sýnt mikla aðlögunarhæfni og ósérhlífni, eins og best kom í ljós þegar verkefnin okkar fjórfölduðust á árunum 20052008.“ Hugkvæmni og djörfung Áratugir á rannsóknarstofum og í hlutverki háskólakennara. Hvað hefur Jakob sjálfur lært á þessum tíma? „Það sem ég hef lært er að það er hægt að sigrast á öllum erfiðleikum þó þeir virðist óyfirstíganlegir í byrjun. Ég get nefnt sem dæmi þegar við vorum að kaupa rannsóknatæki á áttunda áratugnum. Við þurftum að kaupa tæki og það fleiri en eitt sem hvert um sig kostaði eins og lítil íbúð í blokk á þeim tíma. Þessar upphæðir voru hærri en áður höfðu heyrst innan veggja Háskóla Íslands. Allt gekk þetta samt upp. Nú eru tímar breyttir og nefna menn tölur allt

tölublað 3 - 2013

að 80-100 milljónir þegar tækjakaup eru annars vegar. Það þarf hugkvæmni og djörfung til þess að takast á við mikil verkefni. Þegar maður hefur sannfærst um að þau eigi rétt á sér þá er bara að kýla á það. Ævistarfið hefur gefið mér óendanlega mikið. Ég þekki ekkert annað. Þetta er bara mitt líf. Þegar ég lít til baka þá er ég ákaflega ánægður með ferilinn. Ég verð að segja að hann er að mörgu leyti óvenjulegur innan háskóla þar sem hann byggist meira á þjónusturannsóknum en grunnrannsóknum. Að mínu mati geta þjónusturannsóknir vel átt heima innan um grunnrannsóknir í háskóla svo lengi sem menn leitast við að vinna vísindalega úr þeim efniviði sem þeim er fenginn í hendur.“ Notalegt en svolítið skrýtið Hann er kominn á eftirlaun. Hvernig var að hætta störfum? „Það er að sumu leyti notalegt en svolítið skrýtið. Ég er í góðum tengslum við það fólk sem ég hef unnið með, ég fer öðru hvoru á rannsóknarstofuna og vinn ennþá að rannsóknum. Í svipinn er ég að vinna þar úr málum sem hafa legið lengi óbætt hjá garði ef svo má segja. Ég hef því nóg af verkefnum sem stendur. Einnig er ég, ásamt Sigurði Sigurðarsyni dýralækni, að vinna að rannsókn á meintri flúoreitrun í hrossum en það verkefni er á vegum atvinnu- og nýsköpunarráðuneytis.“ Þau voru þrjú sem fluttu til Kaupmannahafnar árið 1966; hann, Kristín og elsta dóttirin. Nú eiga þau hjónin tvær dætur, einn son og fjögur barnabörn. „Mikilvægast af öllu er hvað konan mín og börnin hafa alltaf staðið við bakið á mér í öllu sem ég hef tekið mér fyrir hendur.“ Texti: Svava Jónsdóttir, blaðamaður

Tímarit um lyfjafræði

17


FRÆÐIN

Nýr veruleiki Actavis – þriðja stærsta samheitalyfjafyrirtæki í heimi Eins og flestum lesendum Tímarits um lyfjafræði er kunnugt, keypti bandaríska lyfjafyrirtækið Watson Pharmaceuticals Actavis í lok október 2012. Starfsmönnum Actavis til mikillar ánægju tók hið sameinaða félag upp Actavis nafnið og hefur það nú verið innleitt hjá dótturfyrirtækjum um allan heim. Við þennan samruna varð til þriðja stærsta samheitalyfjafyrirtæki í heimi, með sölustarfsemi í yfir 60 löndum. Þann 1. október sl. var síðan tilkynnt enn á ný um fyrirtækjakaup – í þetta skiptið að Actavis hefði fest kaup á írska lyfjafyrirtækinu Warner Chilcott. Þau kaup eru einkum til að styrkja sérlyfjahluta Actavis, sem selur einkaleyfisvernduð lyf. Actavis er því nú orðið alhliða lyfjafyrirtæki með veltu upp á 11 milljarða Bandaríkjadala, þar af um þrjá milljarða í sérlyfjahlutanum. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru nú á Írlandi, en höfuðstöðvar framkvæmdastjórnar eru í New Jersey í Bandaríkjunum. Félagið er skráð í Kauphöllina í New York (NYSE: ACT). Samheitalyf – sérlyf – alþjóðleg framleiðsla Actavis skiptist í þrjú megin svið: samheitalyfjasvið – Actavis Pharma, sérlyfjasvið – Actavis Specialty Brands og öflugt framleiðslusvið, sem þjónar sölusviðunum tveimur. Auk Medis og sölustarfsemi undir eigin vörumerki um allan heim, heyrir þróun samheitalyfja undir Actavis Pharma, sem býður upp á lyf í nánast öllum lækningaflokkum og lyfjaformum. Á sama hátt heyrir þróun sérlyfja undir Actavis Specialty Brands, sem sérhæfir sig í heilsu kvenna, þvagfæralækningum, meltingarlækningum og húðlækningum. Meðal sérlyfja í þróun eru fimm líftæknilyf (biosimilars), þar af eru fjögur þróunarverkefni í samvinnu Actavis og Amgen, félags sem komst í fréttir á Íslandi fyrr á þessu ári sem nýr eigandi Íslenskrar erfðagreiningar. Öflugt alþjóðlegt framleiðslusvið Actavis er með meira en 30 verksmiðjur, víðs vegar um heiminn, sem framleiða flest lyfjaform í nánast öllum lækningaflokkum. Töflur og hylki eru framleidd á Íslandi, Bretlandi, Möltu, Grikklandi, Búlgaríu, Rúmeníu, Serbíu, Indlandi, Indónesíu, Kína, Singapore, Brasilíu, Bandaríkjunum og Kanada. Stungulyf eru framleidd í Rúmeníu og Ítalíu. Þá eru krem og smyrsli framleidd í Bandaríkjunum og Búlgaríu, auk þess sem plástrar eru framleiddir í Bandaríkjunum. Á hverju ári framleiðir fyrirtækið um 44 milljarða taflna, sem samsvarar rúmlega sex töflum á sérhvert mannsbarn í heiminum á hverju ári. Þriðjungur þessara verksmiðja eru í Bandaríkjunum og þjóna fyrst og fremst Bandaríkjamarkaði, meðan verksmiðjurnar í Evrópu þjóna flestar öllum öðrum mörkuðum. Breitt lyfjaval Lyfjaval Actavis er mjög breitt. Í Evrópu fer mjög eftir löndum hvaða lyf eru mest seld. Víðast hvar er Actavis þó með alhliða lyfjaúrval, en tauga- og geðlyf, hjartalyf, magalyf

18

Tímarit um lyfjafræði

og krabbameinslyf eru stærstu flokkarnir. Í Bandaríkjunum leggur félagið mikla áherslu á sterk verkjalyf, og er m.a. stærsti söluaðili morfín taflna í heiminum. Bandaríkin eru lang stærsti markaður félagsins – enda hefur Actavis nýlega náð þeim áfanga að verða stærsta samheitalyfjafyrirtækið á bandaríska markaðnum. Bretland er næst stærsti markaðurinn og þar á eftir koma Frakkland, Rússland og Kanada. Í sérlyfjahlutanum eru hormónalyf mest áberandi og hefur Actavis eftir samrunann við Warner Chilcott styrkt stöðu sína umtalsvert á sviði getnaðarvarnarlyfja, með um 33 tegundir í Bandaríkjunum. Tvær tegundir getnaðarvarnartaflna hafa nú þegar verið settar á markað hér á Íslandi og er von á fleiri tegundum á næsta ári. Actavis á Íslandi þjónar lykilhlutverki í alþjóðlegu samhengi Þrátt fyrir að höfuðstöðvar Actavis séu nú á Írlandi, er Ísland mikilvægur hlekkur í keðjunni, enda er mjög fjölbreytt starfsemi hjá félaginu á Íslandi. Hér á landi má í raun finna allar þær einingar sem nauðsynlegar eru til reksturs samheitalyfjafyrirtækis. Mikilvægasta þróunarsetrið utan Bandaríkjanna Hér á landi er starfrækt mikilvægasta og stærsta þróunarsetur og skráningareining Actavis samstæðunnar utan Bandaríkjanna en á þessum sviðum samanlagt starfa um 200 starfsmenn. Nánast öll lyf (hylki og töflur) sem þróuð eru fyrir Actavis fyrir Evrópu og aðra markaði utan Bandaríkjanna, eru þróuð hér á landi. Nýlega var lokið við verulega stækkun á rannsóknarstofum þróunardeildar lyfjaforma og hefur aðstaðan batnað til mikilla muna. Auk þess hefur þróunareiningin sína eigin verksmiðju (pilot plant) til umráða og getur því framleitt stærri lotur, án þess að þurfa að trufla starfsemi verksmiðjunnar sem sinnir mörkuðunum. Nýjasta fjöður í hatt þróunar á Íslandi er markaðsleyfi í Japan, sem er einn kröfuharðasti markaður í heimi. Þróunarsetrinu hér á landi er stýrt af Dr. Jóni Valgeirssyni lyfjafræðingi. Medis: Sala til þriðja aðila mikilvægur hlekkur Alþjóða gæðamálum, samstæðuuppgjöri og stefnumótandi verkefnum eins og kaupum og sölu á fyrirtækjum er einnig að hluta til stýrt frá Íslandi. Þá er hér á landi starfrækt fullkomin verksmiðja sem vakið hefur athygli erlendis þar sem hún er eina lyfjaverksmiðjan í heimi sem rekin er með 100% endurnýjanlegri orku. Verksmiðjan á Íslandi hefur framleiðslugetu upp á 1,5 milljarða taflna og er 95% af framleiðslunni flutt út. Framkvæmdastjóri verksmiðjunnar er Jón Gunnar Jónsson, verkfræðingur. Höfuðstöðvar Medis eru einnig staðsettar hér á Íslandi. Medis sérhæfir sig í sölu lyfja til annarra lyfjafyrirtækja og er stærsta fyrirtæki sinnar tegundar í heiminum. Pro-forma velta Medis á árinu 2012 var 250 milljónir evra. Hjá Medis starfa tæplega 100 manns en félagið hefur verið starfandi

tölublað 3 - 2013


FRÆÐIN

í 28 ár og þjónustar yfir 300 viðskiptavini út um allan heim. Þess má geta að Medis hefur m.a. fengið verðlaun sem „Framúrskarandi fyrirtæki ársins“ frá CreditInfo tvö ár í röð. Íslendingar áberandi á meðal æðstu stjórnenda Íslendingar eru áberandi meðal æðstu stjórnenda Actavis. Verður þar fyrstan að telja Sigurð Óla Ólafsson, lyfjafræðing og forstjóra Actavis Pharma, sem er lang stærsta svið Actavis, með starfsemi um allan heim. Auk þess að stýra sviðinu, tók Sigurður Óli nýlega sæti í stjórn fyrirtækisins, sem er mikil viðurkenning fyrir hans framlag til Actavis í gegnum tíðina. Undir Sigurð Óla heyra Dr. Hafrún Friðriksdóttir, lyfjafræðingur og yfirmaður samheitalyfjaþróunar á heimsvísu, Stefán Jökull Sveinsson, lyfjafræðingur og yfirmaður öndunarfæralyfja á heimsvísu, Valur Ragnarsson, lyfjafræðingur og forstjóri Medis, og Gunnar Ágúst Beinteinsson, viðskiptafræðingur og yfirmaður sölu- og markaðsmála (Commercial affairs). Á framleiðslusviði eru eftirtaldir Íslendingar meðal æðstu stjórnenda: Helga Guðlaugsdóttir, viðskipta-fræðingur og yfirmaður innkaupa fyrir alla Actavis samstæðuna, Páll Snæbjörnsson, lyfjafræðingur og yfirmaður gæðamála vegna þriðja aðila, Snorri Jósefsson, fisksjúkdómafræðingur, yfirmaður gæðakerfis Actavis samstæðunnar, og Svandís Kristjánsdóttir, lyfjafræðingur og yfirmaður gæðatryggingar klínískra rannsókna. Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, forstjóri Actavis á Íslandi, er lyfjafræðingur og hefur starfað hjá Actavis og forverum þess í meira en 30 ár. Hún stýrir einnig alþjóðlegum stefnumótandi verkefnum en að þeim málum starfa með henni Einar Geir Hreinsson, lyfjafræðingur og yfirmaður stefnumótandi verkefna og Matthías H. Johannessen, viðskiptafræðingur og yfirmaður fyrirtækjakaupa utan Bandaríkjanna. Sterk fótfesta á heimamarkaði Þrátt fyrir að mikið alþjóðlegt starf fari fram hjá Actavis á Íslandi er fótfestan hér á landi mjög sterk. Félagið er leiðandi á íslenskum markaði og er nánast þriðja hver lyfjapakkning sem seld er úr íslenskum apótekum frá Actavis. Kostir þess að starfa á Íslandi eru margir en hér hefur til dæmis verið góður aðgangur að vel menntuðu vinnuafli. Hjá Actavis á Íslandi starfa tæplega 800 manns og er menntunarstigið hátt, eins og við er að búast hjá þekkingarfyrirtæki, og starfsmannavelta meðal sérfræðinga lítil. Tæplega 60% starfsmanna hafa háskólapróf, þar af eru um 100 lyfjafræðingar. Þá hefur einkaleyfastaða hér á landi verið hagstæð og raforkuverð m.a. verið lægra á Íslandi en víðsvegar annarsstaðar í Evrópu og Bandaríkjunum. Actavis mikilvægt fyrir íslenskt efnahagslíf Actavis er einn af stærstu vinnuveitendum landsins og starfsmannafjöldi fyrirtækisins slagar hátt í starfsmannafjölda tveggja álvera. Laun og launatengd gjöld

eru 4,5 milljarðar króna á ári og útflutningsverðmæti um 12 milljarðar króna. Þá er félagið stolt af því að hafa með innleiðingu sinni á samheitalyfjum hér á landi átt stóran þátt í lækkuðu lyfjaverði til neytenda með því að bjóða ódýrari valkost en frumlyfið er. Actavis á Íslandi hefur sett sér það markmið að vera leiðandi í umhverfismálum á Íslandi. Starfsemin er byggð á alþjóðlegum ISO og OHSAS umhverfis- og stjórnunarstöðlum. Ýmsir áfangar hafa náðst í umhverfismálum, svo sem innleiðing á yfirgripsmiklu flokkunarkerfi á sorpi. Þá er starfræktur skógræktarhópur á meðal starfsmanna, auk þess sem Actavis hefur gefið starfsmönnum kost á að sækja um samgöngustyrk ef þeir velja umhverfisvænar samgönguleiðir til og frá vinnu. Þá leggur félagið mikið upp úr að taka þátt í ýmsum samfélagsverkefnum sem falla vel að stefnu félagsins og efla heilsu og lífsgæði fólks. Á því sviði hefur Actavis lagt áherslu á heilbrigðismál, velferð barna, íþróttir, forvarnir og þekkingarsköpun. Metnaðarfull áform um framtíðarvöxt Í kjölfar efnahagskreppunnar hefur vöxtur lyfjamarkaðarins á heimsvísu dregist mjög saman, einkum á Vesturlöndum. Er nú svo komið að enginn vöxtur er á heildar lyfjamarkaði í Vestur-Evrópu og Bandaríkjunum, en lítils háttar vöxtur (1-3%) á samheitalyfjamarkaðnum. Enn eru markaðir, þar sem verulegur vöxtur er á samheitalyfjamarkaði, einkum í Austur-Evrópu, Asíu og Suður Ameríku. Actavis hefur því ákveðið að leggja aukna áherslu á þessa markaði, enda lykilatriði fyrir félag sem skráð er á verðbréfamarkaði að sýna góðan vöxt á hverju ári.

tölublað 3 - 2013

Guðbjörg Edda Eggertsdóttir forstjóri Actavis á Íslandi

Tímarit um lyfjafræði

19


FÉLAGIÐ

FIP í Dublin 2013 Hin árlega ráðstefna FIP, alþjóðasamtaka lyfjafræðinga, var haldin í Dublin dagana 31. ágúst til 5. september 2013. Einungis tveir fulltrúar voru frá Íslandi á FIP ráðstefnu ársins, þær Elínborg Kristjánsdóttir varaformaður og Ingunn Björnsdóttir ritnefndarfulltrúi. Frá öðrum löndum var betur mætt, en þátttakendafjöldi alls var um 3.000 og þar af nálægt því 300 frá Nígeríu. Hér á eftir verður stiklað á stóru varðandi þá dagskrárliði sem sóttir voru, og einnig gerð grein fyrir aðalfundum þeim sem varaformaður félagsins mætti á. Ráðsfundurinn (aðalfundur) var haldinn 31. ágúst, og tókst á þeim eina degi að afgreiða öll þau mál sem undir aðalfund heyra. Var það óvenju rösklega að verki staðið. Ráðsfundurinn var tíðindalítill, enda lítið sem kjósa þurfti um, og engin áberandi ágreiningsefni uppi heldur. Tilkynnt var um staðsetningu fyrir komandi ráðstefnur en FIP ráðstefnan verður í Þýskalandi 2015 og svo í Argentínu 2016. Að fundi loknum var boðið til móttöku og síðan hátíðarkvöldverðar þar sem íslensku fulltrúarnir mættu galvaskir. Meðal annars var boðið upp á írskt lambakjöt og verður nú að segjast eins og er að íslenska sauðkindin stendur þeirri írsku framar þegar kemur að bragði og áferð.

Ráðstefnuhöllin (the Convention Centre Dublin).

20

Að morgni 1. september var boðið upp á dagskrá um lyfjafræði og lyfjamál á Írlandi. Eftir hádegið 1. september var hin formlega setning ráðstefnunnar. Þar var, venju samkvæmt, mikið um verðlaunaveitingar ýmis konar, enda þar verið að viðurkenna vel unnin störf, einkum þeirra sem tengst hafa sterkt við FIP í áranna rás. Einnig voru dansatriði og tónlist, á þann hátt sem Írum einum er lagið. Forseti FIP flutti ræðu, eins og vera ber við setningarathöfn og að þessu sinni sat ein setning sérstaklega eftir í huganum. Hún gæti útlagst, - snarað á ástkæra ylhýra: „Markmiðið er ekki að vera betri en ... heldur að vera betri. - punktur“. Í setningarathöfninni var nýr framkvæmdastjóri FIP kynntur til sögunnar. Hann heitir Luc Besancon, er franskur, einungis 34 ára gamall og hefur unnið í nokkur ár í höfuðstöðvum FIP, og getið sér þar gott orð. Fyrir hádegi þann 2. september var sjónum beint að „flóknum” sjúklingum, svo sem sjúklingum með krabbamein, skerta nýrnastarfsemi eða geðsjúkdóma. Skoðað var frá ýmsum sjónarhornum hvernig nálgast mætti fullkomnar úrlausnir flókinna mála. Einn fyrirlesarinn taldi sýndarsjúklinga mikilsvert framlag til lausnar slíkra mála. Hann kynnti til sögunnar sjúklingahermi, sem helst mætti líkja við

Michel Buchmann forseti FIP í góðum félagsskap, með Kristina Niemi frá Svíþjóð sér á hægri hönd og Kirsi Kvarnström frá Finnlandi sér á vinstri hönd.

Tímarit um lyfjafræði

flughermi. Ekki hefði manni fyrirfram þótt líklegt að slíkar lausnir gætu gagnast sjúklingum, en fyrirlesarinn var sannfærandi og ekki laust við að undirrituð (eða áheyrendur) öðlaðist trú á töfralausnirnar að málflutningi loknum. Annar fyrirlesari, sem mætti þarna sem fulltrúi sjúklingasamtaka, rakti hversu margt mætti leysa með því einu að komast að því hverjar óskir sjúklingsins væru. Þarna stigu einnig í pontu fyrirlesarar sem lýstu flóknum tilvikum sem þeir höfðu haft aðkomu að, og sýndu þeir fyrirlestrar að mjög mörg vandamál má leysa með vel slípaðri teymisvinnu. Eftir hádegið var meðal annars boðið upp á dagskrá um alþjóðavæðingu. Undir þeirri yfirskrift var fjallað um gagnkvæmar viðurkenningar starfsréttinda og um notkun netmiðla í háskólakennslu, þar sem meðal annars var lýst sýndarveruleikatölvuleik sem heitir Pharmville. Einnig var þar fjallað nokkuð um netapótek og hið eilífa og ört vaxandi vandamál sem lyfjafalsanir eru. Af þeim dagskrárhluta fóru þátttakendur nokkuð bjartsýnni en þeir komu, því að hægt var að álykta að nú hillti undir lausn á lyfjafölsunarvandanum, - í það minnsta að einhverju leyti. Um kvöldið var móttaka til að bjóða gesti velkomna, og var hún haldin í höfuðstöðvum Guinness bjórframleiðandans. Eins og vera ber

Setið fyrir svörum: forseti FIP, Michel Buchmann og framkvæmdastjóri FIP, Luc Besancon Mynd: Arjen Veldt.

tölublað 3 - 2013


FÉLAGIÐ

Fulltrúar Íslands á FIP, Ingunn Björnsdóttir blaðamaður og Elínborg Kristjánsdóttir varaformaður.

Ingunn blaðamaður á tali við tvo finnska kollega. Mynd: Arjen Veldt.

við slíkt tækifæri var smakkað á hinum hefðbundna Guinness bjór, og lagði barþjónninn sig fram um að ná fram glæsilegu útliti á froðunni, bæði hvað varðar þéttleika og jafnvel einnig myndrænt gildi.

Aðalfundur apótekslyfjafræðideildar FIP var haldinn 4. september og bar þar helst til tíðinda að kollegar frá SuðurKóreu tóku að dreifa boðskortum á FIP ráðstefnuna 2017, sem að þeirra sögn verður haldin í Suður-Kóreu. Það ku þó langt í frá vera ákveðið og virtist ekki vera mikil ánægja með þetta útspil Suður-Kóreumanna á meðal ráðamanna FIP. Einnig voru kosnir tveir nýir fulltrúar í stjórn apótekslyfjafræðideildarinnar, ungur maður frá Portúgal og svo sænskur fulltrúi. Annars var fundurinn heldur tíðindalítill.

Á FIP var líka fjallað um krabbameinsmeðferð og undir þeim dagskrárlið talaði meðal annars fyrrverandi krabbameinssjúklingur sem einnig er lyfjafræðingur. Hún lýsti mikilvægi þess að fagfólkið reyndi að skilja hvað það er sem skiptir sjúklingana mestu máli, og undirstrikaði að það væri ekki endilega alltaf það sem fagfólkið teldi. Hún talaði einnig talsvert um valdeflingu sjúklinga. Konan var ekki bara lyfjafræðingur og sjúklingur, heldur hafði hún einnig fengist við rannsóknir og hafði þannig nokkra innsýn í hvaða rannsóknaaðferðir gætu gefist vel, þegar skoða ætti raunheim krabbameinssjúkra. Að kvöldi þriðjudags var móttaka danska lyfjafræðingafélagsins og íslensku fulltrúarnir rétt litu þar inn. Þaðan fór svo hluti hópsins sem hittist á NFU fundum út að borða. Í borðhaldinu ákváðu NFU-liðar að verðlauna hver annan á svipaðan hátt og FIP fulltrúar hafa gert í áranna rás. Þetta var ákveðið, einkum til að halda í hefð þar að lútandi sem skapaðist við svipað tækifæri fyrir ári. EuroPharm Forum aðalfundur var haldinn seinnipart 4. september. Blaðamanni TUL var boðið að koma á fundinn með málfrelsi og tillögurétt, en án atkvæðisréttar. Á aðalfundinum kom fram að nokkuð innan við 20 Evrópulönd eru enn með félagsaðild, og að frá sjónarmiði FIP glímir EuroPharm Forum ekki bara við fjármálalegan vanda heldur einnig stjórnunarlegan. Ekki var þó farið mikið í að ræða það atriði, en fram kom að samtökin munu skrimta eitt ár enn, og framtíð þeirra verður ráðin næsta haust, ásamt framtíð annarra svæðisbundinna Forum-samtaka undir regnhlíf FIP.

Talsvert mikið var fjallað um kennslu í lyfjafræði á þinginu, og meðal annars kynnt sýndarapótek sem notað er við kennslu í Ástralíu. Sýndarapótekið heitir MyDispense, og minnti helst á tölvuleikinn SIMS eða eitthvað slíkt, nema þarna var ekki verið að klæða fólk í föt og hár, heldur verið að velja rétt lyf, prenta út áletrun og líma á pakkningar, - allt í sýndarheimum. Sami skóli er einnig með fínt sýndarveruleikaprógram um lyfjagerð. Það heitir Pharmatopia, og virtist virka ákaflega vel. Ennfremur er skólinn með tölvuleikinn Pharmville sem nefndur er hér að framan. Markmið skólans virðist vera að færa kennsluna að miklu leyti úr skólastofunni og fram í opnu rýmin þar sem nemendur sitja með tölvur sínar í hléum og skoða Facebook. Skólinn vonast auðvitað til að nemendurnir skoði ekki bara Facebook, heldur einnig Pharmville, Pharmatopia og MyDispense. Sem önnur dæmi um áhugaverðar kennsluaðferðir má nefna að í Kanada eru sjúklingar með geðræn vandamál fengnir til að koma í tíma og lýsa fyrir nemendum upplifun sinni af því af vera með geðsjúkdóm og því hverju þeim finnst mega betur fara í samskiptum sínum við lyfjafræðinga og annað heilbrigðisstarfsfólk. Síðasta ráðstefnudaginn var haldinn blaðamannafundur. Á honum kom fram að FIP stefnir að nánu samstarfi

tölublað 3 - 2013

Elínborg Kristjánsdóttir, fulltrúi Íslands á ráðsfundi FIP (Council Meeting).

við lyfjafræðingafélög einstakra landa og er tilbúið að hjálpa löndunum við að leita lausna vegna vandamála sem félögin kunna að glíma við. Slíkt verður þó einungis gert að frumkvæði félaganna. Einnig kom fram að FIP beinir nú í vaxandi mæli sjónum að lyfjaskorti. Einnig er áhersla á menntun lyfjafræðinga, sem og áfram áhersla á að berjast gegn lyfjafölsunum. Eins og sjá má hér að framan, voru íslensku fulltrúarnir heldur með hlédrægara móti í félagslegum hluta dagskrárinnar og mættu t.d. hvorki á deildakvöldverð (section dinner) né lokahóf. Óhætt er þó að segja að borgin hafi fallið í kramið hjá íslensku þátttakendunum. Til dæmis fór blaðamaður félagsins í síðdegisgöngu með leiðsögn á meðan varaformaðurinn sat ráðsfund. Síðdegisgangan sú var alveg þess virði að mæla með henni og er áhugasömum um síðdegisgöngur í Dublin bent á að afla nánari upplýsinga hjá blaðamanni. Varaformaðurinn ákvað að kynna sér írska heilbrigðiskerfið aðeins nánar, nældi sér í sýkingu í tá og þurfi að leita á heilsugæslustöð til að útvega lyfseðil fyrir sýklalyfi. Á óvart kom hversu snögg þjónustan var en biðtími eftir lækni var einungis um hálftími og ekki var þjónustan í apótekinu síðri. Lyfjafræðingurinn kom sjálfur fram og ræddi við varaformanninn um rétta notkun lyfsins og gaf síðan vænan afslátt þegar hann komst að því að um kollega væri að ræða, eitthvað sem ekki er leyfilegt að gera á Íslandi í dag. Ingunn Björnsdóttir, ritnefnd TUL Elínborg Kristjánsdóttir, varaformaður LFÍ

Tímarit um lyfjafræði

21


FÉLAGIÐ

NFU fundurinn Kolding, ágúst 2013

NFU fundurinn var haldinn dagana 15. – 17. ágúst 2013 í Kolding en Danir buðu heim að þessu sinni. Þátttakendur voru 14. Ísland og Finnland sendu tvo fulltrúa hvort land, Svíþjóð og Noregur þrjá og fjórir fulltrúar komu frá Danmörku. Gestgjafarnir settu fundinn og sáu um fundarstjórn.

Þátttakendur 2013: Edvin (NO), Nils (SE), Arne (DK), Mika (FI), Aðalsteinn (IS), Antje (DK), Kirsi (FI), Tove (NO), Kristin (SE), Regína (IS), Christina (DK), Thony (SE), Bente (DK) og Hanne (NO).

1) Síðan síðast. Undir þeim lið fer hvert lyfjafræðingafélag yfir það markverðasta sem gerst hefur í starfsemi félagsins frá síðasta fundi.

Svíþjóð: Formaður sænska lyfja-fræðingafélagsins, Thony Björk, hóf yfirferðina. Áherslan hjá þeim síðastliðið ár hefur verið rannsókn og skýrslugerð um mál sem tengjast breytingum á reglugerðum um lyfjamál í Svíþjóð undir

22

Tímarit um lyfjafræði

heitinu „Läkemmedelsoch apoteksudredningen“. Rannsókninni á að vera lokið 1. apríl 2014 en fyrstu tveimur hlutunum er þegar lokið. Skýrslan sem nefnist „En omreglerad apoteksmarknad“ sýnir bæði jákvæð og neikvæð áhrif reglugerðabreytinganna. Verkefnið framundan er aukin áhersla á öryggi sjúklinga og markvist samtal við sjúklinginn um notkun lyfs. Félagið hefur breytt nafni sínu í „Sveriges Farmaceuter“. Félagið hefur unnið að því að kynna sig og starfsemi sína fyrir lyfjafræðingum í Svíþjóð til að reyna að fjölga félagsmönnum. Kynningin hefur falist í því að sýna þeim hvað meðlimir fá fyrir félagsgjöldin. Í því skyni hefur verið komið upp nýrri heimasíðu félagsins, markvissari fréttabréfaútgáfu og tímariti með eigin heimasíðu. Gerðar hafa verið kannanir meðal lyfjafræðinga annars vegar um hversu mikill tími fer í apóteksvinnuna og hversu mikinn tíma þeir hafa til endurmenntunar og hins vegar um notkun lyfjaþjónustu. Félagið hefur reynt að auka sýnileika sinn með þátttöku í sýningum, ráðstefnum, námskynningum, alþjóðlega lyfjafræðingadeginum, umsögnum og fundahöldum með stjórnmálamönnum. Félögum hefur fækkað meðal annars vegna þess að margir hafa farið á eftirlaun og yngri lyfjafræðingar ganga ekki til liðs við félagið.

Finnland: Varaformaður finnska lyfjafræðingafélagsins, Kirsi Kvarnström, gerði grein fyrir því helsta hjá finnska félaginu. Kjarasamningar hafa ekki verið undirritaðir í Finnlandi og óvíst er hvort viðræður verða teknar upp að nýju. Búist er við því að launum verði haldið niðri og mikill þrýstingur er á að lækka þau enn frekar. Ríkisstjórnin vinnur að umbótum á uppbyggingu heilbrigðisþjónustu, sem á að hafa mikil áhrif á framtíð hennar. Finnska lyfjafræðingafélagið skilað inn umsögn vegna þessa. Félagið hefur gert könnun á afkomu apóteka í Finnlandi, þar sem í ljós kom að afkoma þeirra er stöðug og arðbær. Vinnuhópur sem skoðaði þróunina á endurgreiðslukerfinu skilaði af sér í janúar á þessu ári og gerðar hafa verið nokkrar minniháttar breytingar á finnska kerfinu í framhaldi af því, en finnska kerfið byggir sitt kerfi á sjúkdómum en ekki á kostnaði eins og það sænska til dæmis. Formaður félagsins tók þátt í vinnuhópi sem hefur verið að skoða þróun lyfjafyrirtækja í framtíðinni. Farmacia 2020 hófst árið 2012 í samvinnu við Finnish Pharmasists´ Society en það félag hefur nú dregið sig út úr samvinnunni. Lokaskýrsla verkefnisins, sem ber heitið „Kirkastu“ eða skýrleiki, var tilbúin á þessu ári en þar er sjónum beint að vinnuumhverfinu í apótekunum, hlutverki lyfjafræðinga árið 2020 og þeirri hæfni sem lyfjafræðingar munu þurfa að búa yfir árið 2020. Félagið hefur unnið að því að fjölga

tölublað 3 - 2013


FÉLAGIÐ

félagsmönnum, m.a. með kynningarkvöldi fyrir námsmenn og árlegri herferð til að fá núverandi félagsmenn til að útvega nýja félagsmenn. Gerð hefur verið breyting á uppbyggingu samtaka lyfjafræðinga þannig að nú verður bein aðild að félaginu en var áður skipt upp í svæði. Nýr formaður verður kjörinn í nóvember og nýr framkvæmdastjóri hefur verið ráðinn. Tímarit félagsins kemur nú út sex sinnum á ári en kom áður út 10 sinnum á ári.

Noregur: Formaður norska lyfjafræðingafélagsins, Tove Ytterbø, gerði grein fyrir því helsta hjá norska félaginu. Ný lýðheilsustefna hefur verið samþykkt í norska Stórþinginu. Í þeirri stefnu var tekið tillit til tillagna frá norska lyfjafræðingafélaginu. Umræða var í fjölmiðlum í vor um heilbrigðisþjónustu í apótekum – og einnig umræða innan félagsins. Markmið stjórnvalda er nú að hverjum einstaklingi fylgi alltaf sama sjúkraskráin. Breytingar hafa orðið hjá starfsfólki apóteka vegna breytinga á aldurssamsetningu íbúa, en öldruðum fjölgar og þeim yngri fækkar. Nú er unnið að því að breyta lögum um eftirlaun. Félagið fagnaði á árinu 100 ára afmæli samnings fyrir starfsmenn apóteka í Osló. Haldið var áfram vinnu við skráningu endurmenntunar félagsmanna – og þeim félögum fjölgar sem skrá námskeið sem þeir taka þátt í. Könnun meðal félagsmanna sýndi mikla ánægju meðal þeirra. Miklu máli skiptir að eiga samskipti við félagsmenn og upplýsa þá um kosti þess að vera í félaginu. Þetta á ekki síst við um yngstu félagana. Félagið leggur mikla áherslu á tímaritið en þriðjungur starfsmanna þess tengjast tímaritinu sem kemur út 11 sinnum á ári. Þetta er vísindalegt tímarit með ritrýndum greinum. Félagsmenn eru mjög ánægðir með tímaritið.

ár. Áætlað er að það kom út þrisvar á ári og hefur verið ánægja með það hjá félagsmönnum. Blaðið er fjármagnað með auglýsingum. Blaðið er m.a. sent til lyfjafræðinga, apóteka, heilbrigðisstofnana, fjölmiðla og þingmanna (upplagið er 800 eintök). Ritnefnd er í samvinnu við Háskóla Íslands að vinna að því að birta í blaðinu ritrýndar greinar.

Danmörk: Formaður danska lyfjafræðingafélagsins, Antje Marquardsen, gerði grein fyrir því helsta hjá danska félaginu. Apótekum fækkar stöðugt og lyfjafræðingum í apótekum fækkar. Beðið er eftir skýrslu um þróunina sem átt hefur sér stað en henni hefur seinkað um 10 mánuði. Klínísk lyfjafræði er í sókn og klínískum lyfjafræðingum hefur fjölgað um 25%. Lyfjaiðnaðurinn er í vexti, sem birtist í fjölda lyfjafræðinga sem starfar í þeim geira. Líftæknigeirinn sveiflast upp og niður en sjálfur lyfjaiðnaðurinn er í vexti. Á því sviði er búist við fjölgun lyfjafræðinga, meðal annars vegna aukinna eftirlitskrafna. Atvinnuleysi hefur aukist frá 2008 en atvinnuleysi lyfjafræðinga er aðallega hjá nýútskrifuðum og yngri lyfjafræðingum. Laun hafa hækkað í einkageiranum en aðeins um 2% hjá hinu opinbera. Nýr kjarasamningur við apótekarafélagið hefur ekki verið undirritaður svo eldri samningur er enn í gildi. Danska lyfjastofnunin og lýðheilsustofnunin hafa verið sameinaðar. Það hefur komið af stað umræðu um forgangsröðun í nýju stofnuninni, þ.e. að ekki sé lögð nægileg áhersla á lyfjamál. Félagið vinnur með ýmsum stofnunum og félögum að þróun á starfsleyfum fyrir lyfjafræðinga. Nemum hefur fjölgað í röðum félagsmanna og þeir leggja stund á margs konar nám. Því hefur verið komið á fót ýmsum viðburðum sem tengjast upphafi náms og félagið hefur unnið að því að mæta þessum hópi, meðal annars með sérstöku fréttabréfi. 2) Þróun náms í lyfjafræði. Ulf Madsen, skólastjóri Pharma School, við Kaupmannahafnarháskóla kynnti nám í lyfjafræði við skólann.

Ísland: Formaður Íslenska lyfjafræðingafélagsins, Aðalsteinn Jens Loftsson, gerði grein fyrir því helsta í starfsemi íslenska félagsins. Haldið var upp á 80 ára afmæli félagsins á árinu. Ný stjórn tók við á árinu og Aðalsteinn var kjörinn formaður. Atvinnuleysi á landinu stendur í stað og er nú það sama og á síðasta ári, eða 6,4% (margir lyfjafræðingar hafa farið til Noregs að vinna) og verðbólga er mikil (3,8%). Ný ríkisstjórn tók við völdum á Íslandi. Nýtt greiðsluþátttökukerfi lyfja tók gildi í maí síðastliðnum og tekur það mið af danska kerfinu en þó með smá breytingum. Félagsmönnum hefur fækkað um 25 manns á síðasta ári og eru nú 410 alls. Tímaritið var gefið aftur út á pappír, en hafði verið eingöngu rafrænt síðustu

Unnið er að nýrri námsskrá undir heitinu Pharma 2020. Þá er unnið að því að alþjóðavæða námið, meðal annars með því að bjóða upp á námskeið þar sem kennt er á ensku og breyttri uppbyggingu námsins sem eykur sveigjanleika og hreyfanleika stúdenta. 3) Lyfjafræðingafélög framtíðarinnar. Formaður sænska lyfjafræðingafélagsins, Thony Björk, hóf umræðu undir þessum lið og kynnti þá umræðu sem nú á sér stað innan sænska lyfjafræðingafélagsins. framhald á næstu opnu

tölublað 3 - 2013

Tímarit um lyfjafræði

23


FÉLAGIÐ

NFU fundurinn frh. Endurskoða gæti þurft þau viðmið sem nú gilda um tilgang félagsins og þá sem geta verið aðilar að því til að mæta breytingum sem átt hafa sér stað. Til dæmis útiloka tilteknir menntundarskilmálar aðild annarra félaga. Þá hefur þróunin einnig haft áhrif í þá veru að landfræðileg skipting aðildar á ekki endilega við lengur.

það að félagar skrái sig. Vönduð lögfræðileg ráðgjöf skiptir miklu. Önnur sérþjónusta er aðkeypt, svo sem handleiðsla og sálfræðiþjónusta. 4) Samantekt, FIP o.s.frv. Nýr framkvæmdastjóri FIP er Luc Besancon.

Breytingar / verkefni - Stórfyrirtæki, apótekakeðjur - Yngri kynslóðir samsama sig ekki eins með stéttarfélögum sínum þannig að virkni félagsmanna hefur breyst - Alþjóðlegur vinnumarkaður - Skortur á þekkingu á vinnurétti, hvorki atvinnurekendur né launafólk þekkir reglurnar - Einkafyrirtæki eru ekki aðilar að samningum aðila vinnumarkaðar Þetta leiðir til hugleiðinga um kosti og galla þess að vera í sérsambandi á móti því að vera aðili að stærri samtökum. Sömuleiðis má velta fyrir sér hvort rétt sé að opna fyrir aðild fleiri starfsstétta eins og Danir hafa gert í sínum samtökum. Sumt er betur framkvæmanlegt í stærri félögum vegna þess að starfsemi þeirra minni verður alltaf viðkvæmari. Hjá Pharmadanmark hefur skipt máli að önnur félög á sama sviði eru mun minna virk. Þeir halda fast í þá trú að sjálft fagið skipti mestu máli varðandi það hvort nýir félagar koma inn eða ekki. Ráðgjöf skiptir máli en hefur ekki úrslitaáhrif um það hvaða félag fólk velur að skrá sig í. Ánægjukönnun meðal félagsmanna í Pharmadanmark hefur sýnt að félagar telja sig fá faglega mikið út úr aðild. Trúverðugleiki og faglegt yfirbragð félagsins sker úr um

Áherslur í starfsemi: - Skoða yfirlýsingar, sumar þarf að endurskoða og aðrar að fella niður - FIPEd (FIP Education Initiative), áætlun sem þarf að leita fjárstuðnings við - FIP Foundation Í ár er ekki kosið til embætta. Það verður gert á næsta ári, þá verður kosinn formaður og tveir varaformenn. Tilnefningar verða birtar í febrúar næstkomandi. Búist er við stuttum stjórnarfundi í ár. Fjárhagsáætlun 2014: Stungið upp á að hækka félagsgjöld um 4,5%. Lars Åke Søderström var valinn ritari stjórnarnefndar. Næsti NFU-fundur Fundinum lauk að vanda með kvöldverði þar sem núverandi gestgjafar afhentu Svíum fundarbjölluna og gestabókina fyrir næsta fund en hann verður haldinn í Svíþjóð 14.-16. ágúst 2014. Regína Hallgrímsdóttir, ritstjóri

Arne Kurdal framkvæmdastjóri Danska lyfjafræðingafélagsins afhendir Thony Björk formanni Sænska lyfjafræðingafélagsins fundarbjölluna og gestabókina fyrir NFU fundinn 2014.

24

Tímarit um lyfjafræði

tölublað 3 - 2013


FÉLAGIÐ

Kristín Einarsdóttir lyfjafræðingur heiðruð Kristín Einarsdóttir lyfjafræðingur var útnefnd sem heiðursfélagi Lyfjafræðingafélags Íslands á 80 ára afmæli félagsins fyrir ötult og fórnfúst starf í þágu íslenskrar lyfjafræði og fyrir lyfjafræðisafnið. Í tilefni að því færði formaður Lyfjafræðingafélagsins, Aðalsteinn Jens Loftsson, Kristínu áritað skjal ásamt blómvendi frá félaginu þann 10. desember sl. og þakkaði henni það mikla og óeigingjarna starf sem hún hefur innt af hendi fyrir félagið í áratugi. Kristín hefur starfað fyrir Lyfjafræðingafélagið frá árinu 1975 í stjórn og nefndum, í minjanefnd lyfjafræðinga frá stofnun hennar 1978 til 1985, þegar minjanefnd varð að stjórn Lyfjafræðisafnsins. Kristín var kjörin fyrsti formaður stjórnar Lyfjafræðisafnsins og starfar enn sem slíkur. Við óskum Kristínu til hamingju með heiðursnafnbótina og teljum hana vel að henni komna enda leynir sér ekki að Lyfjafræðisafnið er í góðum höndum. Regína Hallgrímsdóttir, ritstjóri

Frá Kjörnefnd LFÍ Kæru félagar, Nú þegar sumarið sem aldrei kom hefur runnið sitt skeið er tímabært fyrir Kjörnefnd Lyfjafræðingafélags Íslands að hefja störf. Kosinn er formaður Kjörnefndar á aðalfundi ár hvert og fær viðkomandi með sér 4 félagsmenn til þess að starfa í nefndinni. Samkvæmt reglugerð LFÍ er hlutverk Kjörnefndar að leita eftir framboðum félagsmanna til að tryggja sem mesta þátttöku þeirra í störfum á vegum félagsins. Nær það til allra stjórna, nefnda og embætta sem kosið er til í tengslum við aðalfund LFÍ ár hvert. Það er von okkar sem erum í Kjörnefnd þetta starfsár að sem flestir félagsmenn velti fyrir sér hvar þeir geta lagt eitthvað af mörkum fyrir félagið og láti vita af áhuga sínum á lfi@lfi.is. Það er mikilvægt fyrir félagið að lyfjafræðingar af sem flestum sviðum og á öllum aldri vilji leggja sitt af mörkum Á aðalfundi ár hvert er kosið um sæti fyrir tvo til þrjá fulltrúa í nánast allar stjórnir og nefndir á vegum félagsins.

tölublað 3 - 2013

Næsti aðalfundur er þar engin undantekning og mun kjörnefnd sjá til þess að auglýst verði eftir framboðum á næstunni og fylgja því eftir gagnvart félagsmönnum. Nefndin vonast til þess að heyra frá sem flestum félagsmönnum á næstu mánuðum og reiknar að sjálfsögðu með að ekki verði erfitt að fá framboð í þau embætti sem losna á næsta aðalfundi. Í kjörnefnd starfsárið 2013-2014 eru: • Aðalheiður Pálmadóttir, formaður, Controlant, útskriftarár 1993 • Pétur Sigurður Gunnarsson, Landspítali, útskriftarár 1990 • Davíð Ólafsson, Actavis, útskriftarár 1998 • Anna Sólmundsdóttir, Lyfjalausnir, útskriftarár 2002 • Fanney Guðmundsdóttir, Garðsapótek, útskriftarár 2012 Formaður, 7/10 2013

Tímarit um lyfjafræði

25


FRÆÐIN

Upplýsingar sem sjúklingum eru veittar um lyf á sjúkrahúsi í London Meistaraverkefni í klínískri lyfjafræði við UCL School of Pharmacy Rannsóknin var unnin á St. George’s Healthcare NHS Trust í London á vormánuðum 2013. Markmiðið með rannsókninni var að kanna hversu miklar lyfjaupplýsingar lyfjafræðingar (og lyfjatæknar) veita sjúklingum og kanna hvaða upplýsingar voru veittar. Einnig var kannað hvaða áhrif vinnuálag hefði á upplýsingagjöfina og hvort munur væri á upplýsingagjöf eftir því hvort um væri að ræða nýjar lyfjaávísanir eða endurávísanir. Bakgrunnur Lyfjafræðingar í Bretlandi hafa síðastliðna tvo áratugi tekið sífellt virkari þátt í umönnun sjúklinga með því að fræða þá meira um lyfin sín. Árið 1995 var sett inn í staðla um vandaða vinnuhætti breskra lyfjafræðinga (Standards for Good Professional Practice), sem gefnir eru út af breska lyfjafræðingafélaginu (Royal Pharmaceutical Society), umfjöllun um hlutverk lyfjafræðinga við að veita sjúklingum ráðgjöf. Núna, árið 2013, hefur áherslan í stöðlunum færst enn nær sjúklingnum og kemur þar m.a. fram að lyfjafræðingar verði að hafa hagsmuni sjúklinga í fyrirrúmi og tryggja að sjúklingarnir, eða þeir sem annast sjúklingana, kunni að nota lyfin. Í dag eru lyfjafræðingar í Bretlandi viðkenndir og mikilvægir aðilar í þverfaglegu teymi heilbrigðisstarfsmanna sem veita sjúklingum upplýsingar um lyfin sem þeir eru að taka (General Pharmaceutical Council 2012, Royal Pharmaceutical Society 2011).

Hugleiðingar frá höfundi

Jafnvel þótt að rannsóknin hafi miðað að upplýsingagjöf í sjúkrahúsapóteki þá er apótekslyfjafræði í Englandi ekki ósvipuð þó ekki sé farið eins djúpt í upplýsingagjöf til sjúklinga. Geta íslenskir lyfjafræðingar lært eitthvað af Bretunum? - Getum við fært lyfjafræðinginn framar í apótekið og nær sjúklingnum? - Getum við opnað bréfpokana og við afhendingu veitt ráðgjöf til að gera sjúklinginn öruggari við lyfjatökuna (t.d. hvernig beri að taka lyfið, við hverju lyfinu er ávísað, hversu lengi skuli taka lyfið, hugsanlegar aukaverkanir) - Getum við stutt sjúklinginn eftir að hann yfirgefur apótekið með eftirfylgni eða upplýsingasíma? - Getum við spurt um önnur lyf sem sjúklingurinn tekur til að tryggja að við afhendum ekki lyf sem kunna að milliverka? - Getum við spurt um lyfjaofnæmi til að tryggja að við afhendum ekki lyf sem sjúklingurinn hefur ofnæmi fyrir?

26

Til er fjöldi rannsókna sem sýna fram á það að röng lyfjanotkun hefur í för með sér talsverða byrði á heilbrigðiskerfi og leiðir m.a. til ónauðsynlegra spítalainnlagna (Davies et al 2009, Kongkaew et al 2008, Leendertse et al 2011, Pirmohamed et al 2004, Wu et al 2010). Kannanir hafa einnig sýnt fram á það að aðkoma lyfjafræðinga, þ.m.t. með því að tryggja að sjúklingurinn skilji lyfjameðferðina og með því að fylgjast með og stuðla að réttri notkun lyfja,

Tímarit um lyfjafræði

getur haft jákvæð áhrif á heilsufar sjúklinga (Kaboli et al 2006, Nkansah et al 2010). Gæðavísar Að undanförnu hafa gæðavísar rutt sér til rúms sem mikilvægur mælikvarði á gæði veittrar heilbrigðisþjónustu. Nú er almennt viðurkennt að einn mælikvarði til að mæla gæði heilbrigðisþjónustu er ánægja sjúklinga og er sá mælikvarði talsvert notaður (Department of Health 2008). Breska heilbrigðiskerfið gerir nú árlega könnun á ánægju sjúklinga, með því að gera svokallaða Picker könnun á meðal sjúklinga sem miðar að því að meta hvort sjúkrahúsin standist þær kröfur sem gerðar eru til þeirra samkvæmt stöðlum (Care Quality Commission 2013). Tilgangurinn með könnuninni er m.a. sá að gera sjúkrahúsum kleift að nýta niðurstöðurnar til að bæta þjónustuna og til að bera saman sjúkrahúsin. Könnunin tekur á mörgum þáttum sjúkrahúsdvalarinnar, m.a. hvaða upplýsingar sjúklingarnir fengu um lyfin sín. Meðal annars var spurt að því hvort sjúklingum hefðu verið veittar upplýsingar um lyfin sín og hvers vegna lyfinu var ávísað. Enn fremur var spurt um hugsanlegar aukaverkanir, hvernig taka eigi lyfið og hvort veittar voru skrifaðar eða prentaðar upplýsingar. Rannsóknin Rannsóknin var gerð í tveimur skrefum. Fyrra skrefið var þátttökuathugun á starfsháttum í afgreiðsluapóteki sjúkrahússins en fylgst var með samtali lyfjafræðinga og sjúklinga þegar lyfseðilsskyld lyf voru afhent sjúklingum. Áhersla var lögð á að greina þær upplýsingar sem sjúklingnum voru veittar. Seinna skrefið var könnun á meðal lyfjafræðinga og lyfjatækna sem unnu á deildum eða í afgreiðsluapótekinu sem miðaði að því að kanna hversu miklar upplýsingar og hvaða upplýsingar þeir töldu sig veita sjúklingum. Við þróun á verkfæri til gagnaöflunar var gerð ítarleg heimildaröflun (literature review). Einnig var nýtt verklagsregla við afgreiðslu lyfseðilsskyldra lyfja í sjúkrahúsapótekinu. Samkvæmt verklagsreglu sjúkrahúsapóteksins ber lyfjafræðingum að veita eftirfarandi upplýsingar um hvert og eitt lyf sem afhent er: - Hvers vegna lyfinu er ávísað - Hvernig taka á lyfið - Mögulegar aukaverkanir - Meðferðarlengd - Hvernig sjúklingurinn getur nálgast frekari birgðir, þegar við á - Hvernig farga eigi lyfinu - Láta sjúklinginn vita af miðstöð lyfjaupplýsinga, ef hann kynni að þurfa á því að halda og afhenda upplýsingaspjald um miðstöð lyfjaupplýsinga

tölublað 3 - 2013


FRÆÐIN

Lyfjafræðingnum ber einnig að spyrja sjúklinginn hvort hann hafi einhverjar spurningar. Hlutverk lyfjafræðings í að veita upplýsingar við afhendingu lyfja er veigamikill þáttur í starfi sjúkrahúsapóteksins.

Information provided for medications (n=128)  100 90 80 70

Percent

60 50 40

Niðurstöður Í fyrra skrefinu var fylgst með afhendingu 128 lyfja. Lyfjafræðingar voru í yfirgnæfandi meirihluta tilvika þeir sem afhentu lyfin og veittu sjúklingum upplýsingar eða í 95% tilvika en aðstoðarlyfjafræðingar (preregistration pharmacists) önnuðust það í 3% tilvika og lyfjatæknar í 2% tilvika. Þetta endurspeglar almenna starfshætti í afgreiðsluapótekinu. Meirihluti sjúklinganna eða 69% voru að sækja nýjar lyfjaávísanir og 31% þeirra voru með endurávísanir.

30 20 10 new

0

repeat

Mynd 1. Hlutfall þátttakenda sem veittu munnlegar upplýsingar til sjúklinga. Scenarios (n=34)  0%

20%

40%

60%

80%

A patient starting on amoxycillin suspension A patient starting on isotretinoin capsules A patient getting a repeat of isotretionin capsules A patient starting on fluoxetine capsules A patient getting a repeat of fluoxetine capsules A patient starting on latanoprost eye drops A patient getting a repeat of latanoprost eye drops A patient starting on multi‐vitamins A patient getting a repeat of multi‐vitamins A patient starting on omeprazole A patient getting a repeat of omeprazole A patient starting on warfarin tablets A patient getting a repeat of warfarin tablets A patient starting on ibuprofen tablets A patient getting a repeat of ibuprofen tablets A patient starting on metformin tablets A patient getting a repeat of metformin tablets Highly likely

Likely

Don´t know

Unlikely

Highly unlikely

Mynd 2. Hlutfall þátttakenda sem myndu veita upplýsingar í ofangreindum dæmum.

Proportion of pharmacy staff who were highly likely to provide verbal  information based on different scenarios (n=34) 35 30

Percent

25

100%

Bæði athugunin og könnunin bentu til þess að sjúklingar væru líklegri til að fá upplýsingar um nýjar lyfjaávísanir samanborið við endurávísanir. Einnig var minni tíma varið í að veita upplýsingar fyrir endurávísanir lyfja. Auk þess sýndu niðurstöðurnar að sjúklingum voru veittar meiri upplýsingar um hvernig taka beri lyfið og við hverju það er notað heldur en upplýsingar sem lúta að öryggi, t.d. um aukaverkanir og upplýsingar um miðstöð lyfjaupplýsinga (mynd 1). Niðurstöðurnar sýndu einnig að þegar að vinnuálag jókst dró úr upplýsingargjöf. Í seinna skrefi rannsóknarinnar voru þátttakendur m.a. beðnir um að áætla hversu oft í tilbúnum dæmum þeir veittu upplýsingar. Niðurstöðurnar (mynd 2 og 3) sýna að þátttakendurnir voru líklegri til að veita upplýsingar í tengslum við nýjar lyfjaávísanir. Einnig mátti sjá töluverðan mun milli lyfja, þ.e. meiri upplýsingar voru veittar þegar um var að ræða lyf sem þekkt eru fyrir að geta valdið lyfjatengdum vandamálum eins og warfarin, metformin og ísótretínóin en minni upplýsingar veittar í tengslum við lyf eins og omeprazole og ibuprofen. Samantekt Það virðist vera rík tilhneiging í starfsgreininni til að álykta að sjúklingar þurfi minni upplýsingar þegar um endurávísanir er að ræða. Sú ályktun getur orkað tvímælis því lyf sem er endurávísað eru líklegri til að valda lyfjatengdum vandamálum. Sú staðreynd að það dragi úr upplýsingagjöfinni þegar álagið á apótekið eykst er einnig áhyggjuefni. Ef um nauðsynlegar upplýsingar er að ræða er mikilvægt að færa til mannafla þannig að hann hæfi vinnuálaginu.

20 15 10 5 0

Scenarios

Mynd 3. Hlutfall þátttakenda sem mjög líklegir til að veita upplýsingar fyrir ofangreind dæmi.

tölublað 3 - 2013

framhald á næstu opnu

Tímarit um lyfjafræði

27


FRÆÐIN

Greinanlegur munur var á upplýsingagjöfinni eftir því hvers konar lyf var um að ræða. Meiri upplýsingar voru veittar þegar um var að ræða lyf sem þekkt er að valdi lyfjatengdum vandamálum, eins og warfarin, metformin og isotretinoin. Hins vegar er einnig nauðsynlegt að huga að lyfjum eins og ibuprofeni, ásamt öðrum NSAID-lyfjum sem eru á meðal þeirra lyfja sem algengast er að valdi lyfjatengdum vandamálum.

Freyja Jónsdóttir klínískur lyfjafræðingur á Landspítalanum Heimildarskrá • Care Quality Commission. 2013. NHS Patient surveys, Care Quality Commission, London • Davies EC, Green CF, Taylor S, Williamson PR, Mottram DR, Pirmohamed M. 2009. Adverse drug reactions in hospital in-patients: a prospective analysis of 3695 patient-episodes. PLoS One 4: e4439 • Department of Health. 2008. High Quality Case for All - NHS Next stage Review Final Report., ed. Department of Health. London: Department of Health • GPC. 2012. Standards of Conduct, Ethics and Performance, General Pharmaceutical Council, London

• • • • • • •

Kaboli PJ, Hoth AB, McClimon BJ, Schnipper JL. 2006. Clinical pharmacists and inpatient medical care: a systematic review. Arch Intern Med 166: 955-64 Kongkaew C, Noyce PR, Ashcroft DM. 2008. Hospital admissions associated with adverse drug reactions: a systematic review of prospective observational studies. Ann Pharmacother 42: 1017-25 Leendertse AJ, Van Den Bemt PM, Poolman JB, Stoker LJ, Egberts AC, Postma MJ. 2011. Preventable hospital admissions related to medication (HARM): cost analysis of the HARM study. Value Health 14: 34-40 Nkansah N, Mostovetsky O, Yu C, Chheng T, Beney J, et al. 2010. Effect of outpatient pharmacists’ non-dispensing roles on patient outcomes and prescribing patterns. Cochrane Database Syst Rev: CD000336 Pirmohamed M, James S, Meakin S, Green C, Scott AK, et al. 2004. Adverse drug reactions as cause of admission to hospital: prospective analysis of 18 820 patients. Bmj 329: 15-9 RPS. 2011. Medicines, Ethics and Practice - The professional guide for pharmacists. ed. RP Society. London: Royal Pharmaceutical Society Wu TY, Jen MH, Bottle A, Molokhia M, Aylin P, et al. 2010. Ten-year trends in hospital admissions for adverse drug reactions in England 1999-2009. J R Soc Med 103: 239-50

LYFJAFRÆÐISAFNIÐ tækifæriskort á 300 kr.

Lyfjafræðisafnið vill vekja athygli á tækifæriskortum safnsins. Upplagt að nota við hvaða tækifæri sem er. Hægt er að kaupa kortin á skrifstofu og heimasíðu LFÍ - www.lfi.is. Verð kortanna er einungis 300 krónur.

28

Lyfjafræðisafnið er opið almenningi yfir sumartímann. Á veturna geta hópar fengið að skoða safnið samkvæmt samkomulagi.

Tímarit um lyfjafræði

LYFJAFRÆÐISAFNIÐ

tölublað 3 - 2013

við Safnatröð, 170 Seltjarnarnesi pharmmus@internet.is


FRÆÐIN

Lokaverkefni nemenda 2013 Sigrún Hauksdóttir

Áhrif lýkópódíum alkalóíða úr lyngjafna og skollafingri á angafrumur og getu þeirra til að virkja ósamgena CD4+ frumur in vitro Jafnar innihalda mikið magn af lýkópódíum alkalóíðum, en lýkópódíum alkalóíðar eru merkilegur flokkur náttúruefna vegna fjölbreytileika þeirra og lífvirkni. Angafrumur eru öflugustu sýnifrumur ónæmiskerfisins og eru mikilvægur hlekkur á milli ósérhæfða og sérhæfða ónæmiskerfisins. Þeirra hlutverk er að taka upp vaka og sýna óreyndum T frumum sem ræsast og bregðast við með sérhæfðu ónæmissvari. Markmiðið var að kanna áhrif lýkópódíum alkalóíða, flestum ættuðum úr íslenskum jöfnum, á þroskun angafrumna og getu þeirra til að ræsa ósamgena CD4+ T frumur in vitro. Angafrumur sem sérhæfst höfðu in vitro úr mónócýtum úr mönnum voru þroskaðar með eða án prófefnanna. Áhrif prófefnanna voru metin með því að mæla IL-10 og IL-12p40 boðefnaseytingu angafrumnanna með ELISA aðferð og tjáningu yfirborðssameinda þeirra í frumuflæðisjá. Ákveðið var að rannsaka áhrif annotíns nánar með því að kanna áhrif angafrumna þroskaðra með annotíni á ræsingu ósamgena CD4+ T frumna. Áhrifin voru metin með því að mæla tjáningu ýmissa yfirborðssameinda

með frumuflæðisjá og seytingu boðefna með ELISA aðferð. Annotín og húperzin A höfðu áhrif á þroska angafrumnanna. Angafrumur sem voru þroskaðar með húperzíni A seyttu minna af bæði IL-10 og IL-12p40, en angafrumur sem voru þroskaðar með annotíni seyttu minna af IL-10 án þess að hafa áhrif á IL-12p40 sem leiddi til hækkaðs IL-12p40/IL10 hlutfallsstuðuls. Þegar þessar angafrumur voru samræktaðar með ósamgena CD4+ T frumum leiddi það til hækkunar á IL-6 og IL-12p40 seytunar og hærra hlutfall af frumum tjáðu ýmsar ræsisameindir, s.s. HLA-DR og CD86. Samræktin leiddi einnig til hærra hlutfalls af T frumum sem tjáðu ræsisameindina CD69 og það var tilhneiging til hærri seytunar á IFN-γ og IL-13. Niðurstöður úr samrækt benda til þess að annotín geti leitt til aukinnar bólgusvörunar angafrumnanna. Þrátt fyrir það var sérhæfing T frumna yfir í Th1 frumur ekki afgerandi og er þörf á áframhaldandi rannsóknum til að staðfesta þessar niðurstöður. Leiðbeinendur: Elín Soffía Ólafsdóttir og Jóna Freysdóttir

Áhugaverð lesning Í nándinni - innlifun og umhyggja

Í nándinni – innlifun og umhyggja fjallar um kjölfestu hamingjunnar, nærandi og örugg tengsl við annað fólk. Hér útskýrir Guðbrandur Árni Ísberg sálfræðingur á aðgengilegan, frumlegan og skemmtilegan hátt hvernig bæta má samskipti og sambönd með því að rækta hæfni sína til innlifunar og leikni í að vera samvistum við aðra. Jafnframt er sýnt hvernig betri skilningur á öðru fólki færir manni vellíðan og aukna hamingju. Guðbrandur Árni Ísberg er sjálfstætt starfandi sálfræðingur hjá Sálfræðiráðgjöfinni og annar eigenda. Hann lauk framhaldsnámi í Danmörku þar sem hann sinnti bæði einstaklingsráðgjöf og fjölskyldumeðferð. Guðbrandur Árni hefur víða haldið námskeið og flutt fyrirlestra um efni er lúta að bættum samskiptum og aukinni nánd. Ábending: Ólafur Ólafsson.

Pure, White and Deadly

How sugar is killing us and what we can do to stop it

Bók eftir John Yudkin. Árið 1972, þegar vísindamaðurinn John Yudkin sýndi fyrstur manna fram á að sykur væri skaðlegur heilsu manna var hann hunsaður af vísindasamfélaginu og matvælaiðnaðinum. Skyldulesning fyrir þá sem hafa áhyggjur af því sykurmagni sem við neytum á degi hverjum. Ábending: Davíð Ingason.

tölublað 3 - 2013

Tímarit um lyfjafræði

29


FÓLKIÐ

Framtíðarþróun fylgiseðla

Regína Hallgrímsdóttir - Pistill félagsmanna

Eins og allir lyfjafræðingar þekkja kveða reglur á um að fylgiseðill á íslensku skuli fylgja öllum pakkningum lyfja á Íslandi. Er slíkt talið vera aðgengileg leið að nauðsynlegri upplýsingagjöf til notenda lyfjanna. Mismunandi skoðanir hafa þó verið uppi um nauðsyn fylgiseðlanna á pappír í pakkningunum. Sumir telja þetta nauðsynlegt fyrir öryggi notenda en aðrir telja þetta vera orðið úrelt form með rökum eins og að það lesi enginn þennan pappír, upplýsingarnar er að finna á netinu og því ekki ástæða til að hafa pappírinn í pökkunum, er ekki umhverfisvænt o.s.frv. Uppsetning fylgiseðla er stöðluð og skilgreint er hvaða upplýsingar skuli vera í þeim. Með árunum hafa verið gerðar auknar kröfur um magn upplýsinga í fylgiseðlum og með þeim hafa þeir orðið stærri og stærri, og um leið eðlilega gerð sú krafa að letrið sé af þeirri stærð að fylgiseðillinn sé einnig læsilegur fyrir notandann án stækkunarglers. Pakkar lyfjanna þurfa þá einnig að vera nægilega stórir til að fylgiseðillinn komist fyrir í þeim ásamt lyfinu. Reynt er að hanna hverja pakkningu lyfs fyrir fleiri en einn markað, svokallaðar fjöllandapakkningar, sérstaklega ef um lítinn markað er að ræða, eins og svo sannarlega gildir fyrir Ísland. Með auknum upplýsingum í fylgiseðlum verða þeir stærri sem getur gert það erfiðara að hanna fjöllandapakkningar. Ég er ein af þeim sem hef talið að nauðsynlegt sé að hafa upplýsingar um lyfið í fylgiseðli á pappír sem

30

fylgir hverri lyfjapakkningu, en hef undarnfarið velt því fyrir mér hvort kominn sé tími á að endurskoða hvaða upplýsingar eru í þeim. Ástæða þess er margþætt. Ég er af þeirri kynslóð sem enn les fylgiseðla og bækur á pappír en það fer samt ekki fram hjá mér að næsta kynslóð fer ekki í lyfjapakkann til að ná í fylgiseðilinn til að leita að upplýsingum heldur fer á netið og leitar að upplýsingunum þar. Í dag er auðvitað bæði hægt, að lesa fylgiseðilinn á pappír úr pökkunum en einnig finna hann á netinu hjá Lyfjastofnun svo þörfum beggja er mætt.

Læknar eða lyfjafræðingar sem fá spurningu um hvort ákveðin aukaverkun geti tengst ákveðnu virku efni eiga ekki að þurfa að lesa fylgiseðla allra sérlyfja með sama virka innihaldsefni til að geta svarað spurningunni, heldur ættu þeir að hafa aðgang að slíkum upplýsingum á einum stað. Eitt af því sem fylgiseðlinum er ætlað að upplýsa notendur um eru aukaverkanir lyfsins, virka efnisins og hjálparefnanna. Hjálparefnin eru almennt óvirk efni en geta kallað fram ofnæmi. Eftir standa allar aukaverkanirnar sem virka efnið getur valdið – en þá kemur að misræminu sem hefur vakið mig til umhugsunar. Aukaverkanir virka efnisins „geta verið mismunandi“ eftir því um hvaða sérlyf er að ræða þó svo virka efnið sé það sama í þeim

Tímarit um lyfjafræði

tölublað 3 - 2013

öllum. Við samanburð á fylgiseðlum lyfja með sama virka innihaldsefni sjáum við ólíkar aukaverkanir og ólíka tíðni þeirra. Hvernig kemur þetta út fyrir notandann, hann fær kannski aukaverkun sem hann tengir við lyfið en þá aukaverkun er ekki að finna í fylgiseðli viðkomandi lyfs en hana er að finna í fylgiseðli annars lyfs með sama virka efni? Hvernig á almennur notandi lyfs sem ekki þekkir reglur um uppfærslu fylgiseðla að skilja þetta? Í framhaldi af þessu hef ég velt fyrir mér hvort kominn sé tími til að breyta uppsetningu fylgiseðla, hafa í fylgiseðlinum í pakkningunni upplýsingar sem eingöngu eiga við um þetta ákveðna sérlyf, s.s. útlit lyfsins, öll innihaldsefni, upplýsingar um geymslu, markaðsleyfishafa og framleiðanda. Hafa svo á einum stað, t.d. á heimasíðu Lyfjastofnunar, allar upplýsingar sem tilheyra virka efninu sjálfu, s.s. upplýsingar um aukaverkanir virka efnisins, notkun á meðgöngu, við brjóstagjöf o.s.frv. Tel ég slíkt einfalda mjög aðgengi allra að öllum upplýsingum um virka efnið, heilbrigðisstarfsmanna ekki síður en notenda. Læknar eða lyfjafræðingar sem fá spurningu um hvort ákveðin aukaverkun geti tengst ákveðnu virku efni eiga ekki að þurfa að lesa fylgiseðla allra sérlyfja með sama virka innihaldsefni til að geta svarað spurningunni, heldur ættu þeir að hafa aðgang að slíkum upplýsingum á einum stað. Slíkt hið sama gildir einnig fyrir notendur lyfja. Í fylgiseðlinum með lyfinu gæti svo komið fram hvar finna má upplýsingarnar sem tilheyra virka efninu. Með þessu móti fá notendur allar praktísku upplýsingar með lyfinu í fylgiseðlinum í pakkningunni, notendur og aðrir fá allar upplýsingar um virka efnið á einum stað og fylgiseðlar verða af þeirri stærð að hægt verður að koma upplýsingum á fleiri en einu tungumáli í fylgiseðilinn með læsilegri stafastærð. Framangreint er ritað til umhugsunar um hvernig þróun fylgiseðla er möguleg til bóta fyrir notandann, heilbrigðisstarfsmenn og til uppfyllingar á kröfum.


H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A / A c t a v i s 3 1 7 0 1 0

Ræðst gegn verkjum

Paratabs®

– Öflugur verkjabani! Notkunarsvið: Paratabs inniheldur virka efnið parasetamól 500 mg. Paratabs er verkjastillandi og hitalækkandi lyf. Lyfið er m.a. notað við höfuðverk, tannverk, tíðaverk, vöðvaverk og hita. Skömmtun: Fullorðnir og unglingar sem eru 50 kg eða þyngri: 1 til 2 töflur á 4 til 6 klst.fresti eftir þörfum, að hámarki 6 töflur/3 g á dag. Börn og unglingar sem eru 43-50 kg að þyngd: 1 tafla á 4 klst. fresti eftir þörfum, að hámarki 5 töflur/2,5 g á dag. Börn sem eru 34-43 kg að þyngd: 1 tafla á 6 klst. fresti eftir þörfum, að hámarki 4 töflur/2 g á dag. Börn sem eru 26-34 kg að þyngd: ½ tafla á 4 klst. fresti eða 1 tafla á 6 klst.fresti eftir þörfum, að hámarki 3 töflur/1,5 g á dag. Paratabs 500 mg er ekki ætlað börnum sem eru innan við 26 kg. Varúðarreglur: Þeir sem hafa ofnæmi fyrir parasetamóli eða einhverju hjálparefnanna eiga ekki að nota lyfið. Gæta skal varúðar hjá sjúklingum með skerta lifrar- og nýrnastarfsemi, samhliða meðferð með lyfjum sem hafa áhrif á á lifrarstarfsemi, skort á glúkósa-6-fosfatdehýdrógenasa, rauðalosblóðleysi, ofnotkun áfengis, ofþornun og langavarandi vannæringu. Forðast skal samhliða notkun Paratabs og áfengis. Paratabs á ekki að nota samtímis öðrum lyfjum sem innihalda parasetamól. Ef teknir eru stærri skammtar en ráðlagðir hámarksskammtar á sólarhring er hætt við alvarlegum lifrarskemmdum. Langvarandi notkun getur valdið alvarlegum og tíðum höfuðverkjum. Gæta skal varúðar hjá sjúklingum með astma, sem eru næmir fyrir acetýlsalicýlsýru. Ef hár hiti eða einkenni sýkingar eru enn til staðar eftir meðferð í meira en 3 daga, eða ef verkur er enn til staðar eftir meðferð í meira en 5 daga, skal leita til læknis. Meðganga og brjóstagjöf: Nota má Paratabs í ráðlögðum skömmtum á meðgöngu eða samhliða brjóstagjöf. Aukaverkanir: Parasetamól þolist almennt vel, aukaverkanir eru sjaldgæfar ef ráðlögðum skömmtum er fylgt. Ekki taka meira en ráðlagðan skammt. Athugið að hærri skammtar en ráðlagðir eru geta valdið mjög alvarlegum lifrarskemmdum. Lesið vandlega leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Júlí 2013.

tölublað 3 - 2013

Tímarit um lyfjafræði

31


Lúsasjampó eyðir höfuðlús og nit

st í e f ð a t * s Virknim prófunum u klínísk Mjög auðvelt að skola úr hári!

Öflugt - fljótvirkt - auðvelt í notkun Virkar í einni meðferð Fljótvirkt: Virkar á 10 mínútum 100% virkni gegn höfuðlús og nit Náttúrulegt, án eiturefna FÆST Í ÖLLUM APÓTEKUM * Abdel-Ghaffar F et.al; Parasitol Res. 2012 Jan; 110(1):277-80. Epub 2011 Jun 11.

32

www.licener.com

Tímarit um lyfjafræði

tölublað 3 - 2013

Fyrir 2 ára og eldri

Tímarit um Lyfjafræði 3. tbl. 2013  

Tímarit gefið út af Lyfjafræðingafélagi Íslands

Read more
Read more
Similar to
Popular now
Just for you