Tímarit um lyfjafræði

Page 1

TÍMARIT UM

LYFJAFRÆÐI 1. tbl. - 52. árg. - 2020

MÁ VERA Á BIÐSTOFUM ENGAR AUGLÝSINGAR Á LYFSEÐILSSKYLDUM LYFJUM _____________________________________________________________________________________________________ Tímarit um lyfjafræði, 55. árgangur, 1. tölublað 2020


KÆRAR ÞAKKIR FYRIR STUÐNINGINN

_____________________________________________________________________________________________________ Tímarit um lyfjafræði, 55. árgangur, 1. tölublað 2020

2


EFNISYFIRLIT Formannsþankar …………………………………………………………………………………

5

FÉLAGIÐ

Forsíðumyndin …………………………………………………………………………………..

6

5, 9-14, 22-23

Frá Lyfjafræðisafninu ………………………………………………………………………….

8

Ráðstefna FIP í Abu Dhabi 2019 ………………………………………………………….

9

NFU fundurinn í Stokkhólmi 2019 ………………………………………………………

12

Að kynda undir faglegum metnaði ……………………………………………………..

15

ArcticMass í áratug …………………………………………………………………………….

18

Dagur lyfjafræðinnar 2019 ………………………………………………………………….

22

Norræna geðlæknaþingið 2018 ………………………………………………………….

24

Díhýdrópýridín afleiður …………………………………………………………………….

26

Própíónsýruafleiður ………………………………………………………………………….

28

Lokað lyfjaferli ………………………………………………………………………………….

29

Ráðstefnan 66th ASMS …………………………………………………………………….

31

Námskeið um lyfjafræðilega umsjá barna …………………………………………

32

Námskeiðið „Update in Medical Toxicology“ ……………………………………..

34

FRÆÐIN 6-8, 15-17, 24-32, 34

FÓLKIÐ 18-21

Frá ritstjóra Loksins hefur nýtt tölublað af Tímariti um lyfjafræði litið dagsins ljós, eftir erfiða fæðingu. Ritstjóri hafði óskað eftir greinum í blaðið frá lykilfólki í lyfjamálum á Íslandi og lagði metnað í að ná þeim greinum inn í blaðið. Af þeim sökum urðu nokkrar tafir. Þegar allar þær greinar voru komnar kom upp annað vandamál, sem líta má á sem lúxusvandamál. Efnið var orðið svo mikið að ekki var hægt að birta allt. Með því rættist að nokkru gamall ritrýningardraumur ritstjóra. En allt hefur sína ókosti. Ef ekki er hægt að taka með allt efni sem blaðinu berst þarf að flytja einhverjum þau tíðindi að efni nái ekki inn. Ritstjóri hefur að vísu áður hafnað efni vegna þess að það var utan þess efnisramma sem ritið fjallar um en að þessu sinni þurfti bæði að hafna innsendu efni og sleppa því að birta ágrip um nýútskrifaða. Þegar búið var að leysa úr þessum málum var kórónukreppa skollin á, með tilheyrandi auknu umstangi við að vera ritstjóri rits í öðru landi. En þetta hafðist og blaðið er smekkfullt af bitastæðu efni sem ritstjóri hefur haft virkilega ánægju af að lesa. Í þessu blaði eru tvær ritrýndar greinar um tiltekin lyf, eftir tvo kornunga lyfjafræðinga. Finna má ráðstefnugreinar, námskeiðslýsingar og greinargerðir um fundaferðir á vegum félagsins auk hins hefðbundna fróðleiks frá Lyfjafræðisafninu og frá Lyfjastofnun, sem og upplýsinganna um opnumyndina. Einnig er í blaðinu grein um fagdeildaraðild sem kyndir undir faglegum metnaði og grein um lokaða lyfjaferlið sem er að ryðja sér til rúms víða á sjúkrahúsum. Opnuviðtalið er um ArcticMass og er nokkurn veginn í opnu blaðsins. Ritnefnd hefur verið í yfirlestri og fleiru og um leið og hún er leyst upp eru henni færðar bestu þakkir. Bjarni Sigurðsson, Elvar Örn Viktorsson, Guðrún Indriðadóttir, Kristín Eiríksdóttir, Sigríður Pálína Arnardóttir og Vigfús Guðmundsson, án ykkar hefði þetta ekki verið hægt. Lyfjafræðingar, - ég vona að þið njótið þess jafn vel og ég hef gert að lesa ritið. Ingunn Björnsdóttir _____________________________________________________________________________________________________ Tímarit um lyfjafræði, 55. árgangur, 1. tölublað 2020

3


Auglýsing Omeprazol

_____________________________________________________________________________________________________ Tímarit um lyfjafræði, 55. árgangur, 1. tölublað 2020

4


FÉLAGIÐ

Formannsþankar Kæru félagsmenn Ég vil nota þetta tækifæri og þakka fyrir það traust sem mér var sýnt á aðalfundi í mars 2019 þegar ég var kjörin formaður LFÍ. Þegar ákveðinn félagi kom að máli við mig og spurði hvort ég væri ekki tilvalin til að taka þetta hlutverk að mér þá verð ég að viðurkenna að ég hafði ekki hugsað út í það áður. Eftir þó stutta umhugsun þá ákvað ég að henda mér út í djúpu laugina og bjóða mig fram. Ég bjó í Asíu í um 7 ár síðasta áratuginn og því fannst mér ég hafa misst aðeins tengingu við stéttina heima. Því þótti mér góð hugmynd að taka þessari áskorun, ekki eingöngu til að öðlast þessa tengingu aftur við stéttina á Íslandi heldur einnig til að deila minni reynslu frá öðrum menningarheimum. Þegar maður situr og veltir fyrir sér ástandinu í heiminum í dag þá er erfitt að hugsa um annað en það sem tengist Covid en mig langar samt að fara í fljótu bragði yfir það helsta sem á daga mína hefur drifið síðan ég tók við embætti. Fyrstu mánuðirnir einkenndust mikið til af umræðu um frumvarpið til nýrra lyfjalaga enda höfðu þau verið eitt það helsta á baugi heima. Við héldum félagsfund til að ræða nýja frumvarpið og kom þá bersýnilega í ljós að við lyfjafræðingar getum verið mjög sammála um margt en einnig mjög ósammála. Það er því ekki skrítið að það getur verið erfitt og tekið langan tíma að koma nýjum lögum til samþykktar þar sem taka þarf tillit til margra ólíkra sjónarmiða. Ég fór svo ásamt framkvæmdarstjóra LFÍ og hitti Velferðarnefnd Alþingis þar sem við ræddum helstu athugasemdir sem félagið hafði sent vegna frumvarpsins. Frumvarpið var samþykkt á Alþingi mánaðarmótin júní/ júlí 2020 og munu því ný lyfjalög taka gildi 1. janúar 2021. Vorið 2019 fór ég og hlustaði á nokkra lyfjafræðinema verja útskriftarverkefnin sín og fylltist ég þá af stolti yfir hversu flott unga fólkið er í dag og ég hef fulla trú á því að þau munu hafa áhrif á stéttina okkar og hvernig hún mun þróast í nánustu framtíð. Því miður var útskriftin 2020 „online“ og því gat ég ekki hlustað á meistaraverkefni þess árgangs. Ég sótti mína fyrstu FIP ráðstefnu í september 2019 og var hún einstaklega fróðleg. Þema ráðstefnunnar var „New horizons for pharmacy – Navigating winds of change” og sat ég marga fyrirlestra sem fjölluðu um hvert við viljum stefna sem stétt. Þetta heimfærist vel á Ísland enda sitjum við öll við sama borð. Við lifum á tímum þar sem hraðar breytingar eiga sér stað og er því nauðsynlegt að líta í eigin barm og skoða hvað við viljum fyrir stéttina okkar. 2 ungar dömur gerðu einmitt lokaverkefni um aukna ábyrgð lyfjafræðinga í apótekum og fengu þær fund með heilbrigðisráðherra til að ræða hið sama. Þetta er því rétti tíminn til að stökkva af stað og leggja línurnar fyrir framtíðina. FIP ráðstefnan 2020 verður öll á netinu og munum við því hringja inn til að hlusta á þá fyrirlestra sem enn verða haldnir. Eins og gefur að skilja þá hefur Covid-19 sett mark sitt á starfsemi félagsins þetta árið og við höfum þurft að finna nýjar leiðir til að halda áfram að sinna verkefnum félagsins. Stjórnin þurfti því að sitja Zoom fundi í stað venjulegra funda í nokkra mánuði og við gátum eingöngu haldið lokaðan aðalfund í mars, til að klára kosningar. Við náðum sem betur fer að halda opinn aðalfund í júní, til að klára öll mál, svona mitt á milli Covid bylgju 1 og 2. Hugur okkar hefur verið hjá félagsmönnum sem starfa á sjúkrahúsinu og í apótekunum þar sem þau eru vissulega í framlínu faraldursins. Heilbrigðisyfirvöld tóku vel í boð okkar um að lyfjafræðingar gætu skráð sig í bakvarðasveit og fylltumst við stolti yfir hversu margir skráðu sig. Nú þurfum við að standa bökum saman og komast í gegnum þennan heimsfaraldur þar til bóluefni kemst loks á markað. Næsta ár í embætti verður örugglega mjög lærdómsríkt enda eru aðstæður í þjóðfélaginu fordæmalausar. Þrátt fyrir alls kyns hömlur sem hafa verið settar þá höldum við í stjórn LFÍ ótrauð áfram og finnum leiðir til að vinna áfram að stefnumótun okkar félags og hlakka ég til að fá ykkur félagsmenn til liðs við okkur. Framtíðin er vissulega enn björt og nú er rétti tíminn til að móta hana. Inga Lilý Gunnarsdóttir Formaður LFÍ _____________________________________________________________________________________________________ Tímarit um lyfjafræði, 55. árgangur, 1. tölublað 2020

5


FRÆÐIN

Forsíðumyndin Elín Soffía Ólafsdóttir, prófessor

Myndin er birt með góðfúslegu leyfi höfunda, kafaranna og neðansjávarljósmyndaranna Scott og Jeanette Johnson, sem búa á Marshall eyjum og halda úti vefsíðunni http://www.underwaterkwaj.com/

Conus magus – Magician´s cone - keila töframannsins Forsíðumyndin að þessu sinni er Conus magus af Conidae ætt sjávarsnigla. Þessi snigill ásamt öðrum Conus tegundum (um 500 tegundir) er ránsnigill og stingur fórnarlambið með broddi sem gefur frá sér eitrið conotoxín. Conus sniglar lifa eingöngu á fiskitegundum og lama bráðina með eitrinu. Conotoxín er öflugt taugaeitur og þarf að gæta varúðar við handfjötlun snigla af þessari ættkvísl því stunga getur verið banvæn. C. magus lifir í hitabeltinu og á heima við strendur í Suðurhöfum. Þetta eru fallegir kuðungar og því freistandi að taka þá upp í fjörunni og skoða. Þeir halda sig í flæðarmálinu og eru algengir í VesturKyrrahafi t.d. við strendur Fillippseyja. Þar eru sniglahúsin seld á mörkuðum til skrauts og skartgripagerðar. Latneska orðið „Conus“ þýðir keila eða keilulaga og höfðar til forms sniglahússins. Seinna orðið „magus“ þýðir töframaður. Hér höfum við því keilu töframannsins. Sniglahúsið er aflangt frá ca. 1,5 upp í 10 cm að lengd, sívalningur sem mjókkar í annan endann. Litadýrð og munstur á sniglahúsinu er fjölbreytilegt, allt frá alveg hvítu í mismunandi munstur í gulum og brúnum tónum. Inn í sniglahúsinu er snigilinn sjáfur, en hann gægist út af og til og veiðir sér fiska til matar með eiturbroddi sínum. Upphaf áhuga vísindamanna á Conus sniglategundum má rekja til dauðsfalla meðal manna eftir að þeir komust í tæri við brodd þessara varasömu lífvera á 7. áratug síðustu aldar. Eitrið sem sniglarnir seyttu var kallað conotoxín og reyndist innihalda kokkteil af 100-400 mismunandi taugavirkum peptíðum í hverri Conus tegund. Er áætlað er að samanlagt allt að ein milljón mismunandi taugavirkra peptíð megi finna í þessum tegundum! Tveir háskólastúdentar við Háskólann í Utah í Bandaríkjunum hófu að rannsaka conotoxín og komust að því að mismunandi peptíð úr eiturblöndunni höfðu ólík áhrif ein og sér samanborið við blönduna og önnur peptíð í blöndunni. Í kjölfarið var ω-conotoxin MVIIA einangrað úr C. magus árið 1979 og sýnt fram á virkni þess gegn sársauka. Conotoxín eru auk þess mikilvæg rannsóknarverkfæri þar sem þau bindast sértækt og af mikilli sækni við mismunandi viðtaka í taugakerfinu og hjálpa okkur að skilja samspil og hlutverk þeirra. Ziconotide (Mynd 1) er smíðað peptíð sem er nákvæmlega eins og hið náttúrulega peptíð ω-conotoxin MVIIA, sem finnst í C. magus. Ziconotide er mjög skautað og vatnsleysanlegt peptíð með mólþyngd 2639 Da, samsett úr 25 amínósýrum. Það hefur þrjú dísúlfíðtengi sem halda þrívíddarbyggingunni stöðugri.

_____________________________________________________________________________________________________ Tímarit um lyfjafræði, 55. árgangur, 1. tölublað 2020

6


FRÆÐIN

Mynd 1. Efnabygging ω-conotoxin MVIIA eða ziconotide

Ziconotide er notað við erfiðum, krónískum verkjum sem önnur sterk verkjalyf ráða illa við. Það verkar með því að bindast N-gerð kalsíum ganga í sársaukataugum og hindrar þannig sáraukaboð. Það hefur því annan verkunarmáta en morfín og aðrir ópíóíðar. Ziconotide er skautað peptíð, kemst illa yfir blóðheilahemilinn og er því sprautað beint í mænuvökva. Markaðsetning ziconotide var samþykkt af FDA (Food and Drug Administration) Bandaríkjanna árið 2004 sem verkjalyf undir sérlyfjaheitinu Prialt. Ári seinna var það skráð í Evrópu af EMA (European Medicines Agency). Í Evrópu er Prialt nú í flokki „orphan“ lyfja og notkun þess takmarkast mjög af hvernig það er gefið og ýmsum aukaverkunum tengdum áhrifum á miðtaugakerfi. Þrálátir og slæmir verkir sem ópíóíðar bíta ekki á eru sem betur fer ekki algengir. En fyrir sjúklinga sem glíma við þá er mikilvægt að geta gripið til verkjastillandi lyfs með annan verkunarmáta en ópíóíðar hafa, sem getur linað þjáningar um stund. Enn á ný getum við þakkað hugvitsemi náttúrunnar fyrir mikilvæg efni í lyfjavopnabúrið okkar. Oft hafa mjög líffræðilega virk efni eða svokölluð eiturefni náttúrunnar vísað okkur veginn til nýrra lyfja, en einnig til aukins skilning á lífeðlisfræðilegum ferlum í líkamanum sem liggja að baki heilbrigði og sjúkdómum. Sniglaeiturpeptíðið ω-conotoxin MVIIA, öðru nafni ziconotide, er svo sannarlega eitt af þeim og hver veit nema fleiri lyf í þessum flokki eigi eftir að bætast í hópinn í framtíðinni. Heimildir: Drugs of Natural Origin, A Treatise of Pharmacognosy, 7th revised edition (2015), eds. G. Samuelsson & L. Bohlin. Swedish Pharmaceutical Press, Stockholm, Sweden. McGivern JG. (2007) Neuropsychiatr. Dis. Treat. 3(1): 69–85. Safavi-Hemami H, Brogan SE, Olivera BM (2019). Pain therapeutics from cone snail venoms: From Ziconotide to novel non-opioid pathways. J. Proeomics 190: 12-20. European Medicines Agency. Zinconotide. https://www.ema.europa.eu/en/medicines/human/orphan-designations/eu301048 ; Sótt 07.10.2019. European Medicines Agency. Prialt. https://www.ema.europa.eu/en/medicines/human/EPAR/prialt Sótt 07.10.2019. Fu Y et al (2018) Discovery Methodology of Novel Conotoxins from Conus Species. Mar. Drugs 16(11): 417. Conus magus. The IUCN Red List of Threatened Species 2013. https://www.iucnredlist.org/species/192549/2113422

_____________________________________________________________________________________________________

Tímarit um lyfjafræði, 55. árgangur, 1. tölublað 2020

7


FRÆÐIN

Frá Lyfjafræðisafninu — gamlar forskriftir Loks skal hér tilgreind forskrift að eilífðarpillum, sem hafa á sér nokkurn þjóðsagnablæ, en voru í forskriftabókum á 17. og 18. öld:

Pilulæ perpetuæ 7)

Pilulæ perpetuæ

Rcp. Reguli Antimonii, q. v.

Takið antimon eftir þörfum

Indatur crucibulo, fundatur igne,

setjið í deiglu, bræðið í eldi,

& ex materia fusa fingantur pilulæ

& mótið pillur úr bræddu efninu.

Í Pharmacopée Universelle 1717 7) er sagt að bráðið antimon skuli steypt járnmóti, samskonar og notað er til þess að steypa byssukúlur. Pillumar verða nokkuð stórar eða 1-2 g. Eftir að búkhreinsandi áhrifum var náð var pillan hirt, þrifin og geymd þar til næst þurfti á henni að halda. Menn trúðu mjög á antimon á þessum tíma og kölluðu panacea, eða lyf sem læknar allt. Ýmis sambönd þess voru í notkun og þótt hér sé málmurinn notaður og ætti ekki að leysast upp í meltingarveginum kann að vera að óhreinindi hafi orðið til að eitthvað antimon hafi losnað og verkað, Verkunin var hér hægðalosandi, en antimon orsakaði einnig uppsölu og allt fram til okkar daga hefir uppsöluvínsteinn, Kalii stibyli tartras, verið í dönsku lyfjaskránum og seinast í sarmorrænu lyfjaskránni 1963. Einnig má minna á slímlosandi áhrif og var rauð barnabrjóstsaft, Linctus expectorans, í danska forskriftasafninu Dispensatoricum Danicum 19388). Hrylli menn við eilífðarpillunni (eða margnotapillunni eins og hún myndi vera kölluð í dag) skal minnt á frásögn af fyrsta sjúklingnum sem gefið var penisillín, lauslega þýtt úr 9): „Í október 1940 var penisillín fyrst reynt á manni. Það var lögregluþjónn, sem lá á Radcliffe Hospital, Oxord, með útbreidda blóðeitrun, sem hann hafði fengið við að skera sig við rakstur. Súlfalyf höfðu engin áhrif, en eftir fimm daga meðferð með penisillíni hann hitalaus og á góðum batavegi. þá varð að hætta meðferð, vegna þess að meira penisillín var ekki til, seinustu skammtarnir voru endurunnir úr þvagi sjúklingsins. Sjúklingnum sló niður og hann dó, en þá höfðu menn fengið skýr skilaboð um notagildi penisillíns."

l

) Pharmacopœa Danica 1772, Hafniæ 1772.

2

) Pharmacopœa Danica 1840, Hafniæ 1840.

3 4 5

) Hager, Hermann: Handbuch der pharmaceutischen Praxis, Dritter unveränderter Abdruck, Berlin 1882. ) Bibliothek for Læger, 3. Række, 8. Bind, 1850, tekið upp úr 5). ) Bærentsen, Kurt; De uorganiske kemiskc monografirer i Pharmacopœa Danica 1772, København 1970,

6

) Fomler, udg. af Københavns

7

) Lemery, Nicolas: Pharmacopée Universelle. Troisiéme Ed. Amsterdam 1717, tekið upp úr 5)

8

) Dispensatorium Danicum 1938.

9

) Gottfredsen, Edv: Medicinens Historie, anden udgave, København 1864

Apotekerforening, København 1922.

_____________________________________________________________________________________________________ Tímarit um lyfjafræði, 55. árgangur, 1. tölublað 2020

8


FÉLAGIÐ

Ráðstefna FIP í Abu Dhabi 2019

Lóa María í pallborðsumræðum

Alþjóðasamtök lyfjafræðinnar (FIP, International pharmaceutical federation) héldu sína árlegu ráðstefnu í Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum dagana 22. til 26. september 2019. Yfirskrift ráðstefnunnar var „New horizons for pharmacy – navigating the winds of change“, sem á ástkæra ylhýra gæti útlagst „nýr sjóndeildarhringur fyrir lyfjafræði – svifið seglum þöndum á vindum breytinga“. Frá Lyfjafræðingafélagi Íslandi voru mættar Inga Lilý Gunnarsdóttir formaður og Guðrún Indriðadóttir blaðamaður. Ingunn Björnsdóttir ritstjóri var einnig á ráðstefnunni, en skráð frá Noregi og sem fyrirlesari. Lóa María Magnúsdóttir hélt einnig fyrirlestur á ráðstefnunni.

sem þeir þurfa, að allir hafi aðgengi að þeim upplýsingum um lyf og heilsu sem þeir þurfa, að allir hafi aðgengi að nýjum lyfjum, þjónustu og heilbrigðistækninýjungum, að lyfjafræðingar tryggi ábyrga og markvissa notkun lyfja, að heilbrigðisstéttir og sjúklingar vinni saman að því að tryggja öllum alhliða heilbrigðisþjónustu og FIP séu lifandi og vaxandi félagasamtök sem taki mið af þörfum og starfsemi sinna aðildarfélaga. Hann lagði áherslu á að allir lyfjafræðingar, lyfjavísindamenn og lyfjafræðikennarar hafi lykilhlutverk. Við séum hluti heilbrigðiskerfisins. Einnig kom hann inn á samstarf FIP og alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO). Hann taldi 21. öldina verða öld lyfjafræðingsins. Eitt skemmtiatriðið var sýnt á risaskjá, en það var gjörningur, teiknari sem teiknaði og skrifaði í sand og strokaði allt jafnóðum út aftur.

Ráðstefnan var haldin í ADNEC ráðstefnumiðstöðinni. Nóg var af hótelum þar í kring og dvöldu allir Íslendingarnir á hótelum í um það bil 5 mínútna göngufjarlægð frá ráðstefnumiðstöðinni, aðeins utan við miðbæinn, sem fólki virtist reyndar ekki bera allskostar saman um hvar væri. Opnunarhátíðin var á sunnudegi, 22. september. Eins og venja er til samanstóð hún af ræðum, skemmtiatriðum og afhendingum á ýmiskonar verðlaunum og viðurkenningum. Forseti FIP, Dominique Jordan, hélt ræðu sem lofar góðu um framhaldið hjá FIP næstu 4 árin. Segja má að einkunnarorð hans séu traust, raunsæi og aðgerðir. Meðal annars tók hann upp þá nýbreytni að kalla upp á svið allt það starfsfólk FIP sem unnið hafði hörðum höndum mánuðum saman að því að gera þessa ráðstefnu að veruleika. Ræða hans fjallaði annars um framtíðarsýnina „Eitt FIP“ sem leggur áherslu á að allir hafi aðgengi að þeim lyfjum _____________________________________________________________________________________________________ Tímarit um lyfjafræði, 55. árgangur, 1. tölublað 2020

9


FÉLAGIÐ Ekki verða taldir upp allir verðlaunahafarnir, enda ekki líklegt að margir íslenskir lyfjafræðingar þekki þá. Þó er rétt að geta þess hver fékk Høst Madsen heiðursorðuna. Í ár var það Meindert Danhof frá Hollandi, einkum þekktur fyrir rannsóknir sínar á áhrifum lyfja. Hann hélt svo fyrirlestur um rannsóknir sínar strax á mánudagsmorgninum. Í framhaldinu var svo talað um valdeflingu sjúklinga, og hvernig ná má valdeflingu með samstarfi og uppbyggingu trausts. Í hádeginu á mánudeginum var dagskrá um hvernig hafa megi áhrif með rannsóknum á lyfjafræðiþjónustu. Dæmi var nefnt um sparnað, að talið er að rannsóknir og vinna kanadíska lyfjafræðingsins Ross Tsuyuki varðandi lyfjafræðiþjónustu hafi sparað mera en 4,2 milljónir kanadadollara. Eftir hádegi var meðal annars dagskrá þar sem fjallað var um að vera skrefi á undan í vísindum, starfi og menntun. Talað var um að ný tækni gerði nú forspár mögulegar í stað eftiráskýringa í apóteksþjónustu og þjónustu við sjúklinga. Talað var um ýmis smáforrit og aðrar tækninýjungar. Úr stórmoskunni í Abu Dhabi María Magnúsdóttir flutti fyrirlestur um lyfjafræði á Íslandi og samstarf Lyfjafræðingafélags Íslands við konunglega breska lyfjafræðingafélagið. Sá fyrirlestur var í dagskrá sem bar yfirskriftina „vinnum saman að því að skora mörkin: hvernig eru markmið FIP um þróun vinnuafls innleidd í heiminum“. Þetta með markaskorunina hefði geta verið innblásið af íslenska karlalandsliðinu í fótbolta, en eigi að síður var meirihluti fyrirlesara konur. Ian Bates, íslenskum lyfjafræðingum að góðu kunnur, var þó meðal fyrirlesara. Fundarstjórn á þessum dagskrárlið var með þeim hætti að nokkuð var um að fyrirlesarar lentu fram úr tímaáætlun og því færðist erindi Lóu Maríu aftur fyrir kaffihlé og var þá farið að þynnast í salnum, þannig að margir misstu af þessu frábæra erindi. Gaman er að geta þess, að Lóa María var einnig með erindi á fyrstu svæðisráðstefnu FIP fyrir Evrópu, en sú ráðstefna var haldin í Ankara í Tyrklandi í október.

Lóa María heldur erindi

Fyrir hádegi þriðjudags var meðal annars á dagskrá um helstu áskoranir kvenna í lyfjafræði. Þar kom svo sem ekki mikið fram sem nýtast mætti konum á Íslandi eða í Noregi, enda bæði löndin þekkt fyrir að vera komin einkar langt í jafnréttismálum. Þar var meðal fyrirlesara Nadia Bukhari, pakistanskur lyfjafræðingur búsett í Bretlandi, sem barist hefur fyrir betri möguleikum pakistanskra kvenna til að afla sér menntunar. Það er líka strönd í Abu Dhabi Eftir hádegi var svo komið að hápunktinum fyrir Ísland. Lóa _____________________________________________________________________________________________________ Tímarit um lyfjafræði, 55. árgangur, 1. tölublað 2020

10


FÉLAGIÐ Stórmoskan í kvöldhúmi

væri lykilatriði til að þróa rafræna lyfjafræðilega umsjá. Hafa trúverðugleika og nota sér þau þægindi sem netið býður uppá. Þessi nýja tækni væri komin til að vera, og ef við tækjum henni með augun lokuð gæti nýr leikandi birst á sviðinu og gert eitthvað sem við hefðum ekki getað gert okkur í hugarlund. Eftir hádegi á miðvikudeginum var umfjöllun um hvernig hægt sé að búa sig undir byltingarkenndar nýjungar, og hvernig hátta mætti kennslu lyfjafræðinga framtíðarinnar. Þarna var töluvert fjallað um gervigreind, en einnig nokkuð um frumkvöðlastarfsemi. Í hádeginu á fimmtudeginum var dagskrá um siðfræðikennslu í lyfjafræði víða um heim. Ingunn Björnsdóttir hélt þar erindi um hvernig þeim málum væri háttað á Norðurlöndunum. Hún fjallaði einkum um kennslu og þjálfun í siðfræði við Óslóarháskóla en nefndi að siðfræði væri á dagskránni hjá öllum háskólum sem byðu upp á lyfjafræðinám á Norðurlöndunum. Aðrir fyrirlesarar voru frá Bandaríkjunum, Ástralíu, Líbanon, Hollandi og Bretlandi. Því má segja að veröldin hafi verið nokkuð vel dekkuð, en þó hefði verið gaman að sjá þarna fulltrúa frá Afríku og Suður-Ameríku. Allir fyrirlesararnir lýstu viðleitni til að fá nemendur til að hugleiða siðfræðileg álitaefni frá mörgum sjónarhornum.

Miðvikudagurinn var alþjóðadagur lyfjafræðinga, 25. september. Þá var ráðstefnugestum fagnað með glæsilegum kökum þegar þeir mættu til fyrirlestra um morguninn. Á miðvikudeginum var meðal annars hádegisdagskrá um útvegun lyfja í tímum tröllvaxins internets. Þar talaði meðal annars Michael van de Beek frá Swyft HealthCare í Hollandi. Hann lagði áherslu á að lyfjafræðingar ættu ekki að berjast á móti netvæðingu lyfjasölunnar heldur aðlaga sig henni. Það

Ætlunin var að næsta heimsráðstefna FIP yrði haldin í Sevilla á Spáni 13. til 17. september 2020. Áhugasömum er bent á að fylgjast með fréttum um ráðstefnur FIP á heimasíðu FIP, http://www.fip.org, undir flipanum ráðstefnur (Congresses). Ingunn Björnsdóttir og Guðrún Indriðadóttir (með hjálp frá Ingu Lily Gunnarsdóttur og Lóu Maríu Magnúsdóttur)

Íslenska sendinefndin Guðrún, Inga Lily, Lóa María, Ingunn _____________________________________________________________________________________________________ Tímarit um lyfjafræði, 55. árgangur, 1. tölublað 2020

11


FÉLAGIÐ

NFU fundurinn í Stokkhólmi 2019

NFU hópurinn 2019 ásamt lyfjafræðingum í Apotea Fundur Nordisk Farmaceut Union (NFU) á árinu 2019 var haldinn í Stokkhólmi. Þar bar hæst, í huga þeirrar sem þetta ritar, heimsókn í stærsta netapótek Norðurlandanna. Ljóst má vera að tilkoma viðskipta á netinu mun hafa varanleg áhrif á lyfjadreifingu um allan heim, og heimsóknin í netapótekið dró tjöldin frá varðandi það hvað gæti orðið í þeim efnum, líka á Íslandi.

beiningar um nám heilbrigðisstétta, þar með talið lyfjafræðinga. Nú er þeirri vinnu lokið og stendur til að innleiða árið 2021 þær breytingar sem samþykktar voru. Lyfjafræðingafélagið var meðal þeirra sem að þessari vinnu komu. Lyfjafræðingafélagið tók einnig þátt í gleðigöngunni í Ósló, en töluvert er um að félagasamtök taki þátt í þeim viðburði í Noregi.

Fundarsalir sænska lyfjafræðingafélagsins voru annars að mestu nýttir til fundahaldanna, og fundargestir gistu á nálægu hóteli, Freys hotel. Fulltrúarnir hittust rétt fyrir hádegi 28. ágúst, og ritstjóri Tímartis um Lyfjafræði gat því tekið lest að heiman eldsnemma morguns til að ná fundinum, næstum því frá byrjun. Eftir að fundargestir höfðu verið boðnir velkomnir var haldið til hádegisverðar á nærliggjandi veitingahús (Grand Central), og síðan var farið yfir það helsta sem hent hafði síðan síðast í löndunum fimm sem fulltrúa áttu á fundinum. Hér verður stiklað á stóru um það helsta sem hent hafði síðan síðast í löndunum fimm.

Í Finnlandi skipulögðu heilbrigðisstéttirnar saman tveggja daga ráðstefnu um öryggi sjúklinga. Sam er líklega merkari frétt þaðan að lyfjafræðileg málefni eru nægilega mikilvæg til að rata í finnska stjórnarsáttmála, á formi yfirlýsinga um markvissa lyfjameðferð. Verkáætlun um markvissa lyfjameðferð var fyrst kynnt 2018, og hefur greinilega slegið í gegn. Og Finnar útskrifuðu í vor fyrstu lyfjafræðingana sem hafa lyfjayfirferð á prófskírteininu.

Í Svíþjóð leggja yfirvöld aukna áherslu á apóteksþjónustu. Samkvæmt félagsmálaráðherra landsins er þessi aukna áhersla til þess ætlað að «hreinsa upp» eftir að lyfjasalan var gefin frjáls. Meðal þess sem yfirvöld vilja er að sjá auknar tryggingar fyrir því að lyf séu fáanleg og að lyfjafræðileg ráðgjöf í apótekunum sé styrkt. Samtök apótekseigenda eru nokkuð gagnrýnin á lýsingu stjórnvalda á því hvernig markaðurinn virki núna, en sænska lyfjafræðingafélagið lítur jákvætt á breytingatillögur yfirvalda. Í Noregi hefur verið í gangi vinna við að setja fram landsleið-

Ulf skiptir um skó. Á fundum sem þessum þarf að vera við öllu búinn hvað fatnað varðar.

_____________________________________________________________________________________________________ Tímarit um lyfjafræði, 55. árgangur, 1. tölublað 2020

12


FÉLAGIÐ Danskir lyfjafræðingar vilja stöðva lyfjasóun og eru með átak í gangi til að fylgja því eftir. En þeir líka undanfarið búnir að vinna ötullega að því að fá lyfjafræðinga viðurkennda sem heilbrigðisstétt. Það hafðist á árinu, og í kjölfarið fylgdi möguleikinn á að fá starfsleyfi sem ávísandi lyfjafræðingur. Ekki liggur fyrir enn hversu mikil eftirspurn er eftir slíkri þjónustu í dönskum apótekum, enda fréttin nokkuð ný þegar NFU fundurinn var haldinn. Að venju tóku önnur málefni en lyfjafræðileg mestu athyglina á Íslandi. Þannig komust Klausturdónarnir líka í skýrsluna sem Lyfjafræðingafélag Íslands flutti norrænum kollegum sínum á NFU fundi ársins 2019. En þar voru einnig upplýsingar um ferðamannafjölda og um lyfjamarkaðinn, framleiðslufyrirtæki og heildsölur og tölfræði sýnd um lyfjabúðir, auk þess sem sagt var frá því sem gerst hefur í lyfjamálum á Íslandi, endurskoðuninni á lyfjalögum sem enn er yfirstandandi og nýjum menntunarmöguleikum. Þar sem gera má ráð fyrir að íslenskum lyfjafræðingum sé kunnugt um helstu hræringar á íslenskum lyfjamarkaði verður þetta látið nægja af frásögnum um „athyglisvert á árinu“. Deginum lauk á framtíðarpælingum sem tóku mið af þróun í rafrænum heilsuÍslensk landkynning? lausnum, erindi sem haldið var af Mariu Bäcklund Hassel frá Swedish eHealth Agency. Sá dagskrárliður, sem haldinn var á Freys hotel, var mjög vel sóttur, enda opinn öllum félögum í sænska lyfjafræðingafélaginu. Kvöldinu var varið í heimsókn og snæðing á Fotografiska Museet. Þar sáum við Íslendingar m.a. mynd frá Íslandi, sem okkur er ekki fyllilega ljóst hvernig var tekin.

Stokkhólmur við sólsetur

Morguninn eftir var haldið út í sveit að loknum morgunverði. Byrjað var á að heimsækja Apotea netapotekið í Morgongåva. Óhætt er að segja að heimsóknin þangað hafi verið áhrifamikil. En ekki endilega róandi fyrir þá sem af ýmsum ástæðum eru

Upplýsingagjöf í sænsku netapóteki

uggandi um framtíð fagsins. Apótekið, sem er stærsta netapótek Norðurlanda, er í örum vexti, eða um 35% á ári að undanförnu. Þó er ekki að sjá að áhersla á samskipti við skjólstæðinga sé mikil. Þá má segja að vissa huggun sé að finna í auknum kröfum yfirvalda um samskipti við sjúklinga. En umfangið er gríðarlegt og vöxturinn mikill, og ef sjúklingar eru handvissir um að þetta sé það sem þeir vilja, þá verður þetta það sem þeir fá. Sænka netapotekið Apotea

_____________________________________________________________________________________________________ Tímarit um lyfjafræði, 55. árgangur, 1. tölublað 2020

13


FÉLAGIÐ

Formenn: Antti Kataja Finnlandi, Rikke Løvig Simonsen Danmörku, Rønnaug Larsen Noregi, Inga Lily Gunnarsdóttir Íslandi, Ulf Janzon Svíþjóð

Eftir snæðing á veitingastaðnum von Kramer, sem ekki er hægt að segja að hafi verið áberandi utan frá, var haldið í heimsókn í sænsku lyfjastofnunina. Þar fræddu Madeleine Wallding og Marit Nyström Collin okkur um lyfjastefnu Svía. Að því loknu var aftur ekið til höfuðstöðva sænska lyfjafræðingafélagsins, þar sem lokið var við umræðu um það sem gerst hafði síðan síðast, og stutt umræða var um framtíðina. Síðan buðu Finnar, næsta gestgjafaland, til móttöku, þar sem ýmsir finnskir réttir og drykkir voru í boði.

Tekið skal fram að lokum að blaðamaður valdi ekki lest og rútu til ferðalagsins vegna flugviskubits. Heldur vegna þess að eftir nokkurra ára setu í framkvæmdastjórastóli hjá Lyfjafræðingafélaginu var henni ljóst að fara þarf vel með hverja krónu félagsins. Þegar tíminn sem sparast við að fara með flugi er nánast enginn er því einboðið að nota heldur aðra og ódýrari ferðamáta. Fundurinn í Stokkhólmi var einkar vel lukkaður, en eitthvað var þó um að gamlar hefðir hefðu fengið að fjúka, vegna lítillar þekkingar nýs formanns og nýrra starfsmanna á þeim. Viðstaddir létu ekki í ljós átakanlegan söknuð, og því verður spennandi að vita hvernig hefðunum reiðir af á næsta NFU fundi. Ingunn Björnsdóttir

Bjallan skiptir um hendur

Finnska mótttakan Síðan var haldið á hinn fornfræga veitingastað Gondolen, þar sem snæddur var kvöldverður og formennirnir festir á filmu. Ekki var gert ráð fyrir öðru en sameiginlegum morgunverði síðasta daginn, þannig að sú sem þetta ritar eigraði um Stokkhólm í nokkra klukkutíma, og settist síðan upp í rútu og fór til baka á sínar heimaslóðir, Ósló. _____________________________________________________________________________________________________ Tímarit um lyfjafræði, 55. árgangur, 1. tölublað 2020

14


FRÆÐIN

Að kynda undir faglegum metnaði – reynsla af samvinnu við Royal Pharmaceutical Society Ólafur Ólafsson tekur við aðildarmerki úr hendi Ash Soni forseta Royal Pharmaceutical Society of Great Britain

Á FIP þinginu sem haldið var í Þýskalandi árið 2015 undirritaði LFÍ samkomulag við Royal Pharmaceutical Society (RPS) á Bretlandi um víðtækt faglegt samstarf. Samstarfið nær einnig til Háskóla Íslands og Landspítalans og er sérfræðinám í klínískri lyfjafræði angi af þessu samstarfi.

götur með það að þessari grein fylgir hvatning til íslenskra lyfjafræðinga um að láta reyna á umsókn í fagdeildina.

Tilgangur umsóknar um aðild að fagdeildinni

Hluti af samstarfinu er að íslenskir lyfjafræðingar geta sótt um Líta má á tilganginn frá ýmsum hliðum. Nefna má aðild að fagdeild (faculty) RPS á grundvelli ferilsskrár sem um- persónulegan faglegan metnað, ávinning í starfsumsóknum og sækjandi tekur saman um fagleg störf. Hópur íslenskra lyfja- í starfi almennt. Við mat á fagdeildarumsókn er litið til fjölfræðinga hefur þegar hlotið fagdeildaraðild. Í Tímariti um breytni í starfi og margskonar reynslu, þar sem lyfjafræðileg lyfjafræði, 1. tbl., 54. árg., 2019 rituðu þær Ingunn Björns- menntun og starf er hreyfiafl. Umsækjendur fá endurgjöf frá dóttir og Anne Gerd Granås grein þar sem sagt er frá fagdeild RPS sem getur gagnast við að greina þau lyfjafræðileg afhendingu aðildarmerkja fimm lyfjafræðinga og þar segja svið sem myndu enn frekar stuðla að víðtækri faglegri reynslu þeir frá reynslu sinni í stuttum viðtölum. Greinin ber heitið og hæfni. „FIP í Glasgow 2018. Íslenskt/breskt samstarf vekur athygli“. Í Bretlandi hefur fagdeildaraðild þegar veitt mörgum brautarUndirritaður hvetur lyfjafræðinga til að lesa greinina til þess gengi, enda er fagdeildin þekkt meðal breskra heilbrigðisstarfað fá fyllri skilning á því sem fjallað er um hér í þessari grein; smanna. Telja verður líklegt að eftir því sem fleiri íslenskir um umsóknarferlið, reynsluna af umsókninni og því sem telja lyfjafræðingar geta státað af aðild, þá verði hún þekktari hér á má ávinning af umsóknarferlinu. Undirritaður fer ekki í graf- landi og komi til með að skipta máli varðandi starfsframa. _____________________________________________________________________________________________________ Tímarit um lyfjafræði, 55. árgangur, 1. tölublað 2020

15


FRÆÐIN Sem stendur eru ekki í gildi á Íslandi ákvæði um endurnýjun starfsleyfis með reglulegu millibili á grundvelli þjálfunar og/ eða endurmenntunar. Umræðan hefur bent til þess að slík ákvæði muni taka gildi hér á landi hjá heilbrigðisstéttum. Ef slík ákvæði tækju gildi á Íslandi, líkt og hefur verið innleitt á Bretlandi og víðar, myndi faglegt mat á menntun og störfum aukast og fagdeildaraðild geta gagnast vel við endurútgáfu starfsleyfis.

Umsóknarferlið Í umsóknarferlinu er útbúin ferilskrá (e. portfolio), sem samanstendur af skýrslu (e. entry) umsækjandans um einstaka þætti lyfjafræðilegs starfs eða verkefni þar sem lyfjafræðilegur bakgrunnur (eða annar) er hreyfiafl. Í lok hverrar skýrslu er dregið saman hverju verkefnið kom til leiðar og rökstuðningur umsækjandans fyrir því. Umfjöllunarefni skýrslu geta m.a. verið rannsóknir og greinaskrif, nefndastörf og vinna í starfshópum, kennsla og sjúklingafræðsla í apóteki eða á öðrum vettvangi. Einnig vinna við gerð leiðbeininga eða vinnuferla, fyrirlestrar og samstarf við aðrar heilbrigðisstéttir og sjúklingasamtök. Á vefsíðu RPS er að finna handbók um áhersluatriði og leiðbeiningar um gerð ferilskrár. Áhersla er lögð á að fylgja leiðbeiningunum. Á vefsíðunni er einnig hægt að fá frekari leiðbeiningar, góð ráð og endurgjöf. Hver ferilskrá þarf að uppfylla ákveðna þætti og er gerð grein fyrir þeim í leiðbeiningum RPS. Þessum þáttum er skipt niður í 6 klasa (e. clusters) og í hverjum klasa er tekið á ákveðnum hæfnisþáttum (e. competencies). Þessir klasar eru: Sérfræðistörf (áhersla á 4 hæfnisþætti) Samvinna og teymisvinna (áhersla á 2 hæfnisþætti) Leiðtogahæfileikar (áhersla á 6 hæfnisþætti) Umsjón og stjórnun (áhersla á 9 hæfnisþætti) Menntun, þjálfun og þróun (áhersla á 6 hæfnisþætti) Rannsóknir og matsvinna (áhersla á 7 hæfnisþætti) Segja má að það þurfi að fylla í þessa alls 34 hæfnisþætti innan ofangreindra 6 klasa. Skýrslurnar geta verið mjög mismunandi að lengd og fer það eftir eðli málsins. Reynslan sýnir að venjulega þarf á bilinu 20 til 25 skýrslur (e. entries) til að ferilskráin teljist tilbúin. Síðan er hún lögð fram til mats hjá sérstakri nefnd á vegum RPS. Allt fer þetta fram á vefsíðu RPS.

Umfjöllunarefni hverrar skýrslu

áhrifin eru á fagið, nemendur, sjúklinga og samfélagið í heild. Samt er það deginum ljósara að til þess að hafa áhrif og koma einhverju til leiðar þarf menntun þína, framhaldsmenntun, þjálfun og reynslu til að byggja á. Áherslan er þannig á það hvernig þú starfar, frekar en á það hvað þú hefur lært. Það þarf ekki að bjarga heiminum, heldur aðeins að stíga eitt lítið skref í þá átt, þó að það gagnist ekki nema einni manneskju. Þannig getur þú í skýrslunni varpað ljósi á þann árangur sem þú telur að starf þitt hafi náð. Það ætti varla að þurfa að orða það augljósa: Hver og einn ætti að viðhalda starfsferilskrá sinni (CV) jöfnum höndum og líta á hana sem lifandi skjal. Við vinnslu umsóknar getur hún verið banki hugmynda um hvaða störf eða verkefni eru valin til þess að skrifa um í skýrslu. Til að gefa hugmyndir um nokkra þætti sem koma til greina má nefna eftirfarandi: Sérfræðistörf, svo sem ráðleggingar til sjúklinga og annarra heilbrigðisstarfsmanna, hvort sem var í apóteki, í heildsölu eða á sjúkrahúsi. Samstarf við aðrar heilbrigðisstéttir í nefndum, við skipulag ráðstefna og funda. Fyrirlestrar sem haldnir eru á ráðstefnum og fundum. Leiðbeiningar og starfsreglur til nota á vinnustað. Kennsla og skipulag náms, skipuleg ráðgjöf við nemendur. Rannsóknir (hvort sem gerðar eru í háskólanámi eða eftir útskrift) og eftirfylgni þeirra svo sem greinaskrif og kynningar. Nefndarstörf innan félags og í samstarfi við aðra. Störf í opinberum nefndum eða samskipti við þær. Samstarf við sjúklingasamtök. Verkefni þar sem reynt hefur á leiðtogahæfni og stjórnun. Þessi upptalning er alls ekki tæmandi og er sett fram til að gefa hugmyndir. Mín reynsla er að líklega þarf umfjöllunarefnið þó að hafa sín landamæri og skilgreiningar í tíma og rúmi, vera greinilega afmarkað, þó að hægt sé að skrifa um verkefni sem ennþá er unnið að og er ekki lokið.

Nytsamir punktar Í upphafi kann það að virðast yfirþyrmandi að byrja að skrifa ferilskrá sem síðan er send öðrum til umsagnar og flokka hana í klasa og hæfnisþætti. Mér fannst það gott og gagnlegt að vera í samfloti með hæfileikaríkum félögum í LFÍ. Við bárum saman bækur okkar og hvöttum hvort annað, einkum þegar kom að því að losna við hlekki hógværðar, sem greinilega er samgróin við marga lyfjafræðinga. Það kom fleira til greina en það sem í upphafi var augljóst og sem flokkaðist innan fleiri hæfnisþátta en við töldum í fyrstu. Það er mikilvægt að draga fram kjarna umfjöllunarefnisins á sannan og heiðarlegan hátt. Mikilvægt er að hlusta á það sem aðrir hafa sagt um störfin. Mikilvægt er að koma auga á það hverju umfjöllunarefnið kom til leiðar og að rökstuðningur umsækjandans sé á traustum grunni. Ef ferilskráin er rituð á sannan og heiðarlegan hátt, verður umfjöllunin sönn og heiðarleg og rituð af sjálfstrausti til þess að RPS geti lagt mat á hana.

Eitt er mkilvægt að taka fram og hafa í huga og var það fyrsta gagnlega, sem undirritaður lærði í ferlinu og skiptir höfuðmáli: Umsóknin snýst ekki fyrst og fremst um það sem þú hefur lært, ekki um framhaldsmenntun eða þjálfun eða reynslu þína, hendur um það hverju þetta allt hefur komið til leiðar og hver _____________________________________________________________________________________________________ Tímarit um lyfjafræði, 55. árgangur, 1. tölublað 2020

16


FRÆÐIN Til viðbótar eru hér nokkur ráð sem vert er að hafa í huga: Hafa starfsferilskrána alltaf uppfærða – lifandi skjal Halda utanum allar náms- og þátttökustaðfestingar Halda utanum allar birtar greinar, starfsreglur og álit sem skipta máli Tilgreina allar nefndir og samstarfsráð Tilgreina samstarf við aðrar heilbrigðisstéttir og sjúklingasamtök Tilgreina allt annað sem gæti skipt máli

Framlögn til RPS og endurgjöf Þegar ferilskráin er tilbúin er skýrslum hlaðið upp á vefsíðu RPS eftir leiðbeiningum sem fylgja. Hægt er að hlaða upp skýrslum eftir því sem þær eru tilbúnar. Ekki þarf að bíða eftir því að allt verði tibúið. Tölvukerfi RPS tekur við skýrslunum, raðar og flokkar. Þar er þá jafnan hægt að sjá hvort umfjöllunarefni í öllum klösum og með öllum hæfnisþáttum sé komið og hvað hugsanlega vanti. Loks þegar talið er að allt sé komið er ferilskráin lögð fram til mats. Með endurgjöf fylgja gagnlegir punktar og ábendingar, jafnvel um starfsþætti sem myndu styrkja umsækjandan faglega og gera hæfari. Þær ábendingar verða samt ekki til þess að umsókn verði hafnað, svo frami að ferilskráin snerti alla klasana og alla hæfnisþættina.

Ályktun Tilgangur umsóknar getur verið margs konar. Fyrir undirritaðan, þar sem starfslok voru nánast innan seilingar, var tilgangurinn að fá lagt mat á áratuga stafsferil, til að kanna hvort telja mætti líklegt að hugsanlega hafi einhverju verið komið til leiðar. Fyrir yngri lyfjafræðinga, sem eiga langan starfsfelil fyrir höndum, getur umsóknin og ekki síður endurgjöf RPS verið leiðbeinandi til að víkka enn frekar starfssvið, verða fjölhæfari og áhrifameiri lyfjafræðingur. Vinnsla umsóknar hefur einnig ákveðna hliðarverkun. Hún er sú að sjá starfið í einni heild, fá yfirsýn yfir öll þau málefni heilbrigðisþjónustu þar sem lyfjafræðin kemur við sögu og hverju ötult starf og metnaður getur komið til leiðar. Einnig að þegar allt kemur til alls, þá er það sjúklingurinn sem nýtur góðs af starfi lyfjafræðinga og að velferð hans situr í fyrirrúmi. Hér skal fullyrt að við sem höfum farið í gegnum umsóknarferlið og verið tekin í fagdeild RPS (Faculty Members) erum reiðubúin til að aðstoða og leiðbeina þeim sem hyggja á slíka vegferð. Að lokum skal umbúðalaust þeirri áskorun komið á framfæri við lyfjafræðinga að þeir láti á umsókn reyna. Bæði Royal Pharmaceutical Society og Lyfjafræðingafélag Ísland myndu taka því fagnandi. Ólafur Ólafsson, lyfjafræðingur MFRPSII ARPharmS* *Faculty Member (Advanced Stage II) of the RPS

_____________________________________________________________________________________________________ Tímarit um lyfjafræði, 55. árgangur, 1. tölublað 2020

17


FÓLKIÐ

ArcticMass í áratug Margrét og Finnur hjá ArcticMass

Fyrirtækið ArcticMass hefur nú starfað í rúman áratug. Á fallegum sólskinsdegi í júlílok í fyrra hitti blaðamaður að máli þau Margréti Þorsteinsdóttur og Finn Frey Eiríksson. Margrét sem gegnir stöðu prófessors hjá Lyfjafræðideild HÍ er stofnandi ArcticMass auk þess sem hún er rannsókna og þróunarstjóri fyrirtækisins. Finnur Freyr er tiltölulega nýbakaður doktor og starfar nú sem framkvæmdastjóri fyrirtækisins. ArcticMass er til húsa í stórhýsi Íslenskrar erfðagreiningar í Vatnsmýri og nýtur fyrirtækið þar góðs af aðstöðu ýmis konar. Blaðamaður fékk að líta á aðstöðu og tækjabúnað fyrirtækisins en varð svo sem ekki margs vísari eftir þá skoðun, enda líklega einungis fyrir innvígða að átta sig á virkni allra þeirra tækja og tóla sem þar er að finna. Samt sem áður var þetta áhrifamikil sjón en blaðamaður var einnig sérlega hrifinn af mötuneytinu – taldi sig enda skilja ágætlega hvernig það virkaði.

Margrét og Finnur Freyr í ArcticMass fást við. NordicPOP verkefnið hefur þræði inn í hvort tveggja. Margrét er þátttakandi í í einu af verkefnunum á vegum NordicPOP samstarfsins en auk þess hefur ArcticMass aflað álitlegra evrópskra styrkja sem gefa meðal annars doktorsnemum færi á að vinna að rannsóknarverkefnum hjá fyrirtækinu.

Margrét byrjaði á að útskýra tilurð ArcticMass en hún hafði byggt upp töluvert öfluga efnagreiningardeild fyrir lyfjaþróun á vegum deCODE. Umtöluð deild hafði stutt við lyfjaþróun fyrirtækisins alveg frá uppgötvun lyfjasprota yfir í bæði forklínískar- og klínískar rannsóknir og hafði meðal annars tekið þátt í umsóknum um forrannsóknir til að setja lyf á markað enda með öfluga massagreiningardeild. Síðar tók deCODE þá ákvörðun að hætta með lyfjaþróun og leggja það allt niður árið 2009 „þannig að ég fór á fund til Kára og spurði hvort að við gætum tekið yfir tækjabúnaðinn“ – sagði Margrét. Á meðan aðstaðan var skoðuð var spjallað og barst talið að ArcticLas, sem starfar með lyfjarannsóknir í dýrum var einnig NordicPOP samstarfinu á milli lyfjafræðideilda nokkurra með í þeim umræðum en niðurstaðan varð að skipta þessu háskóla á Norðurlöndunum. NordicPOP samstarfið er ekki upp í tvö sprotafyrirtæki og deCODE óskaði ekki eftir að vera eins poppað og nafnið bendir til heldur snýst um norrænt meðeigandi. ArcticMass fékk fékk hinsvegar hafa aðstöðu í samstarf um sérsniðin lyf að þörfum hvers sjúklings. Þarna húsinu og taka yfir öll tækin. Í byrjun var enginn hagnaður og kom í ljós að snertifletirnir eru nokkrir á milli „lyfjafræði- er varla enn í dag, en Arctic Mass hefur í það minnsta lifað í _____________________________________________________________________________________________________ samfélagsins“ og þeirrar flóknu efnagreiningartækni sem 10 ár. Tímarit um lyfjafræði, 55. árgangur, 1. tölublað 2020

18


FÓLKIÐ Í dag eru eigendurnir þrír en þau eru Margrét sem upphaflega var framkvæmdastjóri, Baldur Bragi Sigurðsson efnafræðingur sem nú sér um massagreinana á Borgarspítalanum og Finnur Freyr sem verið hefur hjá fyrirtækinu síðan hann gerði meistaraverkefni þar árið 2010. Hann tók sér frí sumarið eftir að lyfjafræðináminu lauk en endaði á að skrá sig í doktorsnám strax það sumar. Fyrsta sumarið var hann einnig með styrk frá Vinnumálastofnun til að vinna að verkefni sem gekk út á að sprotafyrirtæki fengju einstakling á atvinnuleysisskrá til að koma og vinna hjá sér. Finnur Freyr byrjaði formlega í doktorsnámi í janúar 2011. Hann vann alltaf með náminu og varð svo framkvæmdastjóri ArcticMass í lok árs 2012 þegar Baldur hélt til annarra starfa. Margrét ákvað þegar hún fékk stöðu við Háskólann að hún yrði yfir rannsóknadeildinni þar sem henni fannst þá ekki rétt að vera framkvæmdastjóri fyrirtækisins. ArcticMass hefur alltaf haft meistaranema, til dæmis þrjá frá Lyfjafræðideild sem útskrifuðust í fyrravor. Nokkrir nemar á vegum ArcticMass hafa farið til Uppsala og nú er þar í doktorsnámi stúlka sem upphaflega fór þangað á vegum ArcticMass. Þau eru nú með tvo iðnaðardoktorsnema. Annar er skráður í nám við háskólann í Lundi í Svíþjóð en hinn við DTU í Kaupmannahöfn. Þeir nemar eru báðir að leita að virkum efnum í ís-

lenskum mosa og eru á styrk frá H2020 styrkjaprógrammi Evrópusambandsins. Þar er skilyrði að vera 18 mánuði samfleytt í sprota-, smáu-, eða meðalstóru fyrirtæki. Þessi þátttaka ArcticMass í H2020 hefur skilað þeim töluvert miklu af gagnlegum samböndum. Einnig hefur Arctic Mass tekið þátt í tveimur Marie Curie verkefnum og er þeim báðum lokið. Annað snéri að svömpum úr sjó en Eydís Einarsdóttir er ein af þeim sem lært hafa köfun til að geta nálgast sjávarlífverur með von um að finna lyfjavirk náttúruefni. Hefur hún þá komið óbeint að því verkefni með því að leggja til hluta af því sem hún hefur safnað í gegnum tíðina. Í upphafi var samstarf við Sesselju Ómarsdóttur en Margrét og Sesselja voru aðalrannsakendur í þessu verkefni. Nú taka Margrét og félagar þátt í verkefni sem heitir cyanobacteria eða cyanoobesity í gegnum tækniþróunarsjóð. Einnig var tekið þátt í verkefninu MedPlant, sem Elín Soffía og Sesselja voru með í. Krafan frá Evrópusambandinu nú er að smá og meðalstór fyrirtæki séu með í háskólarannsóknum og þess vegna getur það farið vel saman að vera í starfi hjá háskóla samhliða því að vera með lítið eða meðalstórt fyrirtæki. ArcticMass nýtur góðs af að vera eitt af mjög fáum fyrirtækjum í massagreiningu sem telst til smárra fyrirtækja. Alltaf situr eftir þekking eftir svona verkefni en ekki á formi sem auðvelt er að skila til hluthafa.

Margrét við lítinn hluta tækjabúnaðarins

_____________________________________________________________________________________________________ Tímarit um lyfjafræði, 55. árgangur, 1. tölublað 2020

19


FÓLKIÐ Einnig hefur ArcticMass unnið mikið með Landspítala Háskólasjúkrahúsi. Þar er meðal annars doktorsnemi sem er að vinna að því að setja upp greiningaraðferð og fylgjast með lyfjagjöf þegar um nýrnasjúkdóma er að ræða en ArcticMass er í samstarfi við nokkra lækna á Landspítalanum. Eitt samstarfið snýr að áhrifum lakkríss á blóðþrýsting og annað gengur út á að leita leiða til efnagreininga á BRCA2 krabbameini í blóðsýnum frekar en vefjasýnum. Þetta er gert með því markmiði að geta greint sjúkdóminn fyrr. Metnaður þeirra Margrétar og Finns endurspeglast í að þróa aðferðir til að átta sig á betur á því hvernig sjúkdómurinn hagar sér og finna út frá því hvaða lyfjagjöf myndi henta best. Einnig er komið á samstarf við smitsjúkdómalækna sem miðar að því að minnka þörfina fyrir að sjúklingar með sýkingar þurfi að vera inniliggjandi – í stuttu máli að finna leiðir til að þeir geti legið heima með sýklalyfjadælur frekar en á sjúkrahúsi. Meðal áskorana er að finna út hvort sjúklingarnir séu að taka lyfin rétt, en einnig hversu lengi hægt sé að hafa slíkt lyfjaform í ísskápnum heima hjá sjúklingi með tilliti til fyrningar. Starfsemi fyrirtækisins stýrist þannig mikið af þörfum Landspítala Háskólasjúkrahúss og þörfum íslensks samfélags. Massagreiningartæki geta mælt mjög lágan styrk sýna, eru mjög sértæk og starfsemi fyrirtækisins hefur einnig mótast af því sem það hefur verið beðið um að gera hingað til. Sem dæmi hafa ýmis sprotafyrirtæki á Íslandi hafa leitað til ArcticMass þegar þau hafa þurft á mælingum að halda. Bæði fyrirtæki á sviði lyfjaframleiðslu og á sviði náttúruefna. Genís, Oculis, Coripharm og Florealis eru til dæmis á þessu sviði. Einnig hefur ArcticMass aðstoðað við ákveðnar mælingar sem Alvotech hefur ekki verið með innanhúss hjá sér og er nú að aðstoða deCODE við að þróa ákveðnar greiningar.

framt með tæki til vara ef tækið sem á Landspítalanum myndi bila en á Landspítalanum er svo mikil ásókn í greiningar að þar sjá menn ekki fyrir sér að geta þróað neinar nýjar aðferðir. Þar með sér ArcticMass fram á að geta séð um aðferðaþróun fyrir Landspítalann líka. Í framhaldinu eru aðferðirnar svo yfirfærðar og gildaðar á Landspítalanum en þessi starfsemi er hafin nú þegar. Landspítalinn vill færa ónæmismælingar yfir á massagreina og sú þróun er þegar byrjuð. Bæði er sú aðferð oft ódýrari en einnig jafnan mun nákvæmari. En draumurinn er að finna lyfjasprota sjálf.

Doktorsverkefni Finns Finnur sagði að lokum aðeins frá doktorsverkefni sínu sem fjallaði um fituefni í krabbameinsfrumum, þar sem skoðað var hvað gerðist þegar heilbrigð fruma yrði að krabbameinsfrumu með tilheyrandi breytingum á lípíðmetabólisma. Hugmyndin var að geta út frá mismunandi efnum í frumunni greint hvaða tegund krabbameins um væri að ræða. Ef hægt væri að sjá það væri mögulega hægt að greina fituefni í blóði til að vita hvaða undirtegund krabbameins um væri að ræða. Þetta myndi svo í framhaldinu auðvelda val á einstaklingsmiðaðri lyfjameðferð. Hugsjónin er því að eftir einhverja tugi ára sé búið að greina sjúklingana niður á vissar undirtegundir. Í dag fá yfirleitt krabbameinssjúklingar fyrst eitt lyf og ef það fæst ekki svörun er annað reynt og þannig koll af kolli. Að lokum sést hvaða lyf virkaði og með nægilega mikið af gögnum ætti að vera hægt að para saman undirtegund og lyf án þess að þurfa að prófa fjölda annarra lyfja fyrst.

Haldið verður áfram að rannsaka þetta og hefur fengist áframhaldandi styrkur til þess, m.a. í samstarfi við prófessor ArcticMass hefur viljað taka þátt í að setja upp öflugt efna- Zoltan Takats hjá Imperial College í London. Sem hluti af greiningarsetur innan Háskóla Íslands, en aðstæða til slíkra þessu verkefni verður Finnur í nýdoktorsverkefni í þessu greininga er dreifð eins og er. Nú er töluvert um að sýni séu ásamt örðum doktorsnema til viðbótar. Varðandi BRCA2 send til útlanda, sem hægt væri að greina á Íslandi. En hins greiningar mun Finnur vinna að því viku og viku í London þar vegar er ekki bolmagn til að stækka rekstur, nema langtíma- sem hann mun vinna úr gögnum, greina efni og umbrotsefni. samningar, til dæmis til fimm ára myndu styðja slíka stækkun. Ungverski prófessorinn sem þau eru í samstarfi við er með En þeim Margréti og Finni finnst gaman í vinnunni og halda aðgang að gagnabanka með möguleika á fjölþátta greiningu. því ótrauð áfram. Til að fá gæðavottun þyrfti að fá gæðastjóra Þau vona að Brexit setji ekki stórt strik í reikninginn með sem væri einhver annar en sá sem gerir rannsóknirnar og þar þetta verkefni og sjá jafnvel möguleika á að Brexit stuðli að auknum verkefnum. Finnur er þannig orðinn sérfróður um af leiðandi væri slík vottun töluverð stækkun. undirtegundir krabbameina en þörfin er augljós á frekari Aðspurð um framtíðarsýn ArcticMass svara þau því að nýjasta rannsóknum eins og Finnur segir: „við höfum ekki nægilega tækið sé nú 2 ára. Þau þurfi að bæta tækjakost, auka sjálfmikinn skilning í rauninni á hvað er það sem er eins milli virkni og stefna á að fá ákveðinn fjölda verkefna næstu 10 þeirra og hvað er það sem er ólíkt milli þeirra.“ Hans árin og átta sig betur á hvað aðrir vilja fá af þjónustu frá þeim. hugmynd er að orkunýting sé eitt af því sem frumurnar þurfi Samhliða þessu sinna þau rannsóknum. Þau eru í öflugri uppallar að gera nokkurn veginn á sama hátt – að þær þurfi allar byggingu á klínískri massagreiningu og taka virkan þátt í að hafa mikinn aðgang að glúkósa. rannsóknasamstarfi og ráðstefnum á því sviði. Þau eru jafn_____________________________________________________________________________________________________ Tímarit um lyfjafræði, 55. árgangur, 1. tölublað 2020

20


FÓLKIÐ

Finnur skoðar tölvugögn

Finnur og Margrét vilja einnig þróa kennslu í klínískum rannsóknum og bendir Margrét til dæmis á að taka þurfi sýnin á sama hátt, geyma þau eins, fastandi eða ekki fastandi þurfi að vera eins, sama mataræði, sama hreyfing o.s.frv. Tækin eru orðin það nákvæm í dag að þau sjá meira að segja mun eftir því hver tekur blóðsýnin. Ef sá sem tekur sýnin stressar ekki upp sjúklinginn þá sést annað lípíðmynstur en ef sjúklingurinn stressast. Meira að segja hefur það áhrif hvaða sótthreinsiefni er notað. Þess vegna er mikilvægi stöðlunar orðið enn mikilvægara en áður. Það má því segja að ArcticMass sé að byggja upp gagnagrunn á þessu sviði.

fræðideild Háskóla Íslands en hefur verið þar dósent síðan 2008 og þar til hún varð prófessor árið 2018. Arctic Mass reyndi að fá styrk frá tækniþróunarsjóði ásamt Dr. Skúla Skúlasyni til að mæla lyf í blóði íþróttamanna en öll eru þau sýni send úr landi. Ef sýni er mælt í massagreiningartæki er hægt að fara eftir á í gögnin og leita að því sem grunur vaknar um seinna. Slíkar rannsóknir mætti líka bjóða vinnustöðum. Sem dæmi gætu ferðaþjónustufyrirtæki haft mikið gagn af slíkum lyfjamælingum fyrir bílstjóra, flugfélög fyrir flugstjóra, en álverin eru líklega þau einu sem eru með lyfjamælingar í sínum samningum. Þessi möguleiki til að greina og jafnvel rýna í gögn og leita að einhverju sem grunur hefur vaknað um síðar, ætti raunar einnig að geta nýst nú á dögum nítrósamínmengunar í ýmsum lyfjum, sem getur verið til komin er vegna slælegrar hráefnaframleiðslu austur í Asíu. Það eru því ekki líkur á verkefnaskorti hjá ArcticMass á næstunni.

Margrét tók fyrri hluta náms á Íslandi en seinni hlutann í Uppsala. Hún lauk meistaraprófi í lyfjafræði frá Uppsalaháskóla 1989 og síðan doktorsprófi frá sama skóla 1998. Hún var einnig aðstoðarkennari allan tímann sem hún var í doktorsnámi. Að námi loknu vann hún fyrst hjá Scotia LipidTeknik og Delta í eitt ár hvoru fyrirtæki, áður en hún réði sig til Encode og síðar deCODE þar sem hún starfaði til 2008, en 2009 varð Ingunn Björnsdóttir Arctic Mass til. Frá 2003 var hún stundakennari við Lyfja_____________________________________________________________________________________________________ Tímarit um lyfjafræði, 55. árgangur, 1. tölublað 2020

21


FÉLAGIÐ

Dagur lyfjafræðinnar 2019 Verðlaunaðir lyfjafræðinemar ásamt Elínu Soffíu deildarforseta og Lóu Maríu framkvæmdastjóra

Dagur lyfjafræðinnar var haldinn 1. nóvember, og hófst ekki fyrr en kvöldsett var orðið, eða rétt fyrir klukkan sjö að kvöldi, með setningu formanns, Ingu Lilýar Gunnarsdóttur. Húsið hafði verið opnað korter yfir sex, þannig að viðstaddir voru þokkalega saddir og búið að hrista þá ögn saman þegar samkoman var sett. Að þessu sinni var byrjað á verðlaunaveitingum fyrir námsárangur í lyfjafræði. Öflugasti fyrsta árs nemi síðasta skólaárs, Ingimar Jónsson, fékk verðlaun, sem og sá öflugasti sem útskrifaðist með bakkalárgráðu, Selma Dögg Magnúsdóttir, og einnig sá öflugasti sem útskrifaðist með meistaragráðu, María Rún Gunnlaugsdóttir. Elín Soffía forseti lyfjafræðideildar afhenti verðlaunin og Lóa María Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Lyfjafræðingafélags Íslands afhenti verðlaunahöfunum blóm.

náð fyrir augum bandarísku matvæla og lyfjastofnunarinnar ( Food and Drug Administration, FDA). Fyrir þá sem ekki vita það, er Nayzilam nefúði við flogaveiki, og inniheldur lyfið midazolam. Það segir sig sjálft að framför er að geta notað nefúða fremur en töflur eða einhverjar enn meira krassandi inngjafaraðferðir þegar um flogaveiki er að ræða. Áhugasömum um ítarlegri umfjöllun er bent á að betra hefði verið að mæta á Dag lyfjafræðinnar, en sem sárabót geta þeir skoðað heimasíðu lyfsins: http://www.nayzilam.com

Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir var næstur, ekki þó til að sjúkdómsgreina, heldur til að segja lyfjafræðingum hvernig nálgast mætti líf án streitu. Ólafur var sjálfur ágætis sýnidæmi. Hann hafði dagana á undan staðið í ströngu vegna skammvinns starfs síns sem framkvæmdastjóri lækninga á Reykjalundi, en ekki var nein streitumerki Sveinbjörn að sjá á honum þrátt fyrir að hafa verið með storminn í fangið frá því að hann hóf störf á Reykjalundi. Erindið sem hann flutti minnti okkur einnig á að fyrir daga snjallsímanna var líka líf, og það ekki svo slæmt. Ólafur og samstarfsfólk hans hafði sem sé undanfarið gert eitthvað af því að senda fólk í 3G meðferð til Húsavíkur. Innlagnarhluti Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga er nokkuð vannýttur, enda Þingeyingar heilsuhraust fólk. Þess vegna hefur Ólafi og samstarfsfólki boðist að nýta pláss sem aðrir þurfa ekki, í að vinda ofan af stressuðum höfðuborgarbúum, sem jafnan verða spenntir þegar þeim er boðið upp á 3G meðferð á Húsavík. Þeir komast ekki að því fyrr en aðeins seinna að G-in þrjú standa fyrir göngutúra, gellur og grjónagraut. Og heldur ekki að þeir eru ekki búnir að vera lengi á Húsavík þegar blíðlegur hjúkrunarfræðingur kemur og spyr sjúklinginn hvort ekki megi bjóða honum að farsíminn verði læstur inni í lyfjaskápnum. Fyrir þá sem ekki vita hvað gellur þýðir, þá vísar heitið meðal annars til þríhyrnds vöðvar í höfði fisks, en sá hluti Sveinbjörn Gizurarson prófessor hélt síðan erindi um uppfinningu fisksins þykir hið mesta hnossgæti á Húsavík. Annar möguleiki er að _____________________________________________________________________________________________________ sína, Nayzilam, sem verið hefur 32 ár í smíðum en hefur nú hlotið gella gæti vísað til glæsilegrar stúlku eða konu þannig að vel gæti

Tímarit um lyfjafræði, 55. árgangur, 1. tölublað 2020

22


FÉLAGIÐ Ólafur Þór

blaðamaður Tímarits um lyfjafræði komst hvorki að til að skoða það veggspjaldið almennilega né sjá hitt veggspjaldið, sem Berglind Eva Benediktsdóttir var í forsvari fyrir.

Elvar Örn V sýnir veggspjald

höfuðborgarbúinn héldi að í hjúkrunarfræðingnum blíðlega hefði hann hitt fyrir miðhluta 3G meðferðarinnar. Erindi Ólafs var á fræðilegum nótum, en samt á léttum nótum, og nóg var þar af ráðum til að þekkja og fyrirbyggja streitu. Ekki verður upplýst meira um það hér, en áhugasömum bent á að betra hefði verið að mæta á Dag lyfjafræðinnar.

Árni Þorgrímur

Árni Þorgrímur Kristjánsson lyfjafræðingur hélt því næst hressandi erindi um hvað læra mætti af Norðmönnum varðandi apóteksþjónustu og apóteksrekstur. Hann taldi ýmislegt þurfa að gera á Íslandi, til að ná á þann stað í apóteksþjónustu sem Norðmenn eru núna á. Blaðamaður Tímarits um Lyfjafræði getur ekki annað en tekið undir hugmyndir Árna, byggt á 6 ára reynslu frá Noregi. Þeim verður þó ekki lýst nánar hér, en áhugasömum bent á að betra hefði verið að mæta.

Eftir hlé hélt Ingunn Björnsdóttir dósent við Óslóarháskóla erindi um þá siðfræðikennslu og -þjálfun sem lyfjafræðinemar við Óslóarháskóla fá. Þar eru fyrirlestrar siðfræðimenntaðs og -þjálfaðs fólks, og nemarnir skrifa ritgerð sem fer í jafningjamat og er síðan skilað inn og samþykkt eða hafnað. Þarna er áherslan á siðfræði fagstétta, en síðar er farið lítillega í siðfræði vísinda, bæði með dæmissögum um eitthvað sem verulega hefur farið úrskeiðis og um hvernig tölur

Ingunn geta verið notaðar á misvísandi hátt. Áhugasömum um meiri fróðleik er bent á að Ingunn sendi samsvarandi erindi, sem flutt var á FIP, í misgripum til forsvarsmanna Lyfjafræðingafélags Íslands, þegar hún ætlaði að senda þeim almenna umfjöllun um FIP. Ingunn Björnsdóttir

Í hléi fylltu menn á orkugeymana, bæði af föstu og fljótandi, og tóku spjall við kollegana. Einnig var veggspjaldasýning, og virtist áhugi _____________________________________________________________________________________________________ talsverður á veggspjaldi Elvars Arnar Viktorssonar, svo mikill að

Tímarit um lyfjafræði, 55. árgangur, 1. tölublað 2020

23


FRÆÐIN

Nordic Congress of Psychiatry (NCP) Norræna geðlæknaþingið, Reykjavík 13.-16. júní 2018 Bjarni Sigurðsson Psychiatry, shaping the future var yfirskrift 32. þings NCP sem var haldið í Hörpu í júnímánuði 2018 rétt áður en sumarrigningarnar hófust fyrir alvöru hér sunnanlands. Heimili okkar hjóna fylltist af sænskum gestum, læknum og börnum þeirra og þurfti að fara í sýningatúra með norrænu vinina að vanda. Erindi ráðstefnunar voru af ýmsum toga allt frá geðröskunum og kynlífsvandræðum sögupersóna í Íslendingasögunum upp í notkun tölvutækninnar (eHealth) við greiningu, einstaklingsmiðaða meðferð og samskipti við sjúklinga með geðsjúkdóma. Undirritaður hélt erindi sem bar yfirskriftina „SYMPTOMS OF MALE DEPRESSION IN AN ICELANDIC COMMUNITY STUDY, The Sudurnesjamenn Study“. Fyrirlesturinn fjallaði um frekari greiningu á þeim gögnum sem söfnuðust við rannsóknina á Suðurnesjum sem var undirstaða í doktorsverkefni undirritaðs. Kenningin um sérstakt þunglyndi karla byggir á því að dæmigerð einkenni þunglyndis þeirra séu yfirskyggð af streitueinkennum sem eru hins vegar ekki hluti hefðbundinnar þunglyndisgreiningar(1, 2). Skimaðir voru 534 karlar með tveimur sjálfsmatskvörðum ásamt því sem undirhópur fór í geðgreiningarviðtal. Niðurstöðurnar eru enn óbirtar svo ekki er unnt að fjalla ítarlega um þær hér en í grófum dráttum kom í ljós að algengustu einkenni þessa hóps voru svefntruflanir, þreyta og aukin streita. Einkennið sem reyndist hafa sterkasta forspárgildið fyrir greiningu þunglyndis var aukin árásargirni (aggression). Þetta er áhugavert því eins og áður sagði þá er árásargirni flokkuð sem streitueinkenni en ekki einkenni þunglyndis og styður því mögulega við kenninguna um þunglyndi karla. Það verður þó að segja frá því að það eru einnig vísbendingar um að konur sýni einkenni um ódæmigert þunglyndi með streitueinkennum (3). Margt er óútskýrt í meingerð þunglyndis og kvíða sem eru miklir systursjúkdómar og eru einkenni þeirra algengari í blöndum en ekki. Kenningin um lækkun mónóamína sem meginskýringu á þunglyndi og kvíða var að mörgu leyti hafnað þegar niðurstöðurnar úr STAR*D rannsókninni voru birtar(4, 5) . Í rannsókninni náði einn þriðji þátttakenda sjúkdómshléi á fyrsta þunglyndislyfinu sem þeir fengu og eftir eitt ár á meðferð með röð notkunar fjögurra þunglyndislyfja voru aðeins tveir þriðjuhlutar í sjúkdómshléi. Þetta styður þær hugmyndir að fleira ráði för í meingerð þunglyndis en lækkun á serótóníni, noraðrenalíni og dópamíni þó það spili greinilega rullu.

lyfin að verkun þeirra sé háð hversu alvarlegt þunglyndi einstaklingsins sé í upphafi meðferðar eða með öðrum orðum að lyfin verki bara á alvarlegt þunglyndi(6). Jafnframt að þessari gagnrýni sé ekki einungis haldið á lofti af þeim sem deili um árangur af lyfjameðferðinni heldur einnig víða af talsmönnum heilbrigðisyfirvalda. Sömu talsmenn hafi ekki mælt með lyfjameðferð í mildu til miðlungs þunglyndi heldur með hugrænni atferlismeðferð – HAM, lítandi fram hjá þeirri staðreynd að sjaldan hafi tekist í trúverðugri uppsetningu rannsókna að sýna fram á gagnsemi slíkrar meðferðar ólíkt þunglyndislyfjunum. HAM meðferðin hafi eingöngu í rannsóknum verið borin saman við að vera á biðlista, aðstæður þar sem jafnvel lyfleysa myndi gefa betri árangur. Greinarhöfundar benda á hversu órökrétt það sé að halda því fram að SSRI lyfin verki einungis á alvarlegt þunglyndi þegar við vitum að blóðþrýstingslyf verka ekki bara á mikla hækkun blóðþrýstings heldur einnig mildari tilfelli og sama má segja um verkjalyf. Eriksson og Hieronymus segja þó að einstaklingar geti svarað misvel SSRI meðferð og nefnt hafi verið að þeir svari betur meðferð sem hafi verið með dæmigerð þunglyndiseinkenni (endogenous) eins og andleg og líkamleg tregðueinkenni, þreytu, þyngslatilfinngu, vonleysi, sektarkennd og örvæntingu(6, 7). Þá hafi Furukawa og félagar sýnt fram á það í nýlegri rannsókn með fjölgreiningu á gögnum hvers þátttakanda að verkun lyfjanna væri óháð alvarleika þunglyndis í upphafi meðferðar(8). Á hinn bóginn birtu Jakobsen, Katakaman og meðhöfundar við Kaupmannarhafnarháskóla grein byggða á fjölgreiningu (metaanalysis) 131 slembiraðra rannsókna þar sem klínískt gildi (miðað við lækkun um þrjú stig á Hamilton þunglyndisskalanum) SSRI lyfjanna var dregið í efa þó þau hefðu marktæk áhrif til lækkunar þunglyndiseinkenna(9). Jafnframt var bent á það að SSRI lyfin ykju tíðni aukaverkana samanborið við lyfleysu. Niðurstaða greinarhöfunda var því sú að hinn mögulegi smávægilegi ávinningur félli því í skuggann af aukaverkunum. Ætla má að niðurstaða greiningarinnar hafi verið rækilega rýnd og gagnrýnd eftir birtingu því sama ár er birt leiðrétting þar sem fjöldi rannsóknanna sem fjölgreiningin byggði á höfðu verið mistaldar um eina í undirgreiningum(10).

Í júní 2017 birtu síðan Hieronymus, Lisinski, Näslund og Eriksson (hér eftir Eriksson og félagar) athugasemdir í netútgáfu Acta Neuropsychiatrica þar sem þeir segja að í snarlegri greiningu á gögnum rannsóknarinnar hafi bent til að greining höfunda á fjölda alvarlegra aukaverkana (serious adverse events, SAE) hafi verið mörkuð bæði af aðferðarfræðilegri ónákvæmni og blygðunarlausum villum(11). Eriksson og félagar segja jafnframt að eftir að hafa leiðrétt fyrir þessum augljósu mistökum hafi þeir gert sína eigin greiningu á aukaverkunum Á ráðstefnunni var einnig erindi um „The antidepressant controversy“ þar sem leiðrétt var fyrir aldri. Sú greining hafi staðfest það sem þegar eða þrætan um gagnsemi þunglyndislyfja, sem Elias Eriksson próvar vitað að það er aukin tíðni alvarlegra aukaverkana hjá öldruðum fessor í lyfjafræði við Gautaborgarháskóla hélt. Prófessor Elias hefur samanborið við þá sem yngri eru. Jafnframt þegar tillit er tekið til þess átt í svo kynngimögnuðum ritdeilum um gagnsemi sértækra serótónín að skilgreining aukaverkana inniheldur einnig saklaus fyrirbæri og endurupptökuhemla að hann hefði átt á hættu að verða nefndur meðan spurningunni um áhrif aukaverkana á verkun lyfjanna sé enn Eiríkur rauði eða þaðan af verra hefði hann verið sögupersóna í Ísósvarað og því sé fullyrðingin um verkunarleysi SSRI lyfjanna marklendingasögunum. Að öllu gamni slepptu þá hefur deilan verið áhugalaus. Auk þess nefna þeir að m.t.t. verkunar þá virðist greinarverð þar sem hún hefur tekið á þrautseigri umræðu um gagn eða höfundar sér ekki meðvitaðir um þá annmarka sem eru á greiningu á gagnleysi nýrri þunglyndislyfja eða selective serotonin reuptake inhihefðbundnum mælikvörðum á verkun lyfjanna, í öðru lagi hafi bitors - SSRI. Í ritstjórnargrein Eriksson og Hieronymus í Acta greiningin einnig innihaldið lyfjaskammta undir meðferðarmörkum og Psychiatrica Scandinavica lýsa þeir þeirri mítu eða goðsögn um SSRI _____________________________________________________________________________________________________ í þriðja lagi hafi greiningin ekki innihaldið nokkrar lykilrannsóknir.

Tímarit um lyfjafræði, 55. árgangur, 1. tölublað 2020

24


FRÆÐIN Katakaman, Jakobsen og félagar svöruðu í febrúar árið eftir og sögðust ekki vera sammála um fjölda þeirra villna sem þeim sé legið á hálsi fyrir(12). Þeir viðurkenni á hinn bóginn að þeir hafi gert nokkrar minniháttar villur og það hafi vantað rannsóknir í greininguna þeirra. Eftir að hafa leiðrétt fyrir þessum villum og bætt rannsóknunum inn í greininguna hafi niðurstaðan verið enn skýrari og staðfest fyrri niðurstöður. SSRI lyfin auki hættu á alvarlegum aukaverkunum bæði hjá þeim sem eldri og yngri eru með marktækum hætti. Jafnframt hafi þetta engu breytt um verkun SSRI lyfjanna metin á Hamilton skalanum og að síðustu þá höfðu skammtastærðir engin áhrif á verkun. Eriksson og félagar lágu ekki á gagnrýni sinni og birtu grein í Acta Psychiatrica Scandinavica október 2018(13). Í samantektinni benda þeir á að greinarhöfundar séu hluti danska teymisins Copenhagen Trial Unit (CTU) á ríkissjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn sem sé ekki einungis fjármagnað að danska ríkinu heldur sé þeim einnig ætlað að að koma með leiðbeiningar í heilsutengdum málefnum. Það geti því valdið umtalsverðum samfélagslegum skaða ef þeir leyfa greiningu að vera litaða af hlutdrægni og formdómum fremur en af strangri ögun og óhlutdrægni. Af þessum sökum töldu Eriksson og félagar sig knúna til að gera athugasemd við skýrslu CTU þar sem þeir töldu greinarhöfunda gera sig seka um greiningu byggða á fjölda villna og aðferðarfræðilegum mistökum til þess að halda því fram að sértækir serótónín endurupptökuhemlar séu skaðlegir og gagnslitlir. CTU hópurinn hafi nú þegar brugðist við athugasemdum þeirra með því birta ofannefnda leiðréttingu en hún sé sama marki brennd í hlutdrægni, rangtúlkunum og mistökum. Niðurstaða Eriksson og félaga er að orðspori CTU sé best borgið með því að greinarhöfundar dragi grein sína til baka. Ekki verður farið í að skera úr um það hér hvað er rétt og rangt í þessum deilum en velta má fyrir sér hvað má læra af þessu. Okkur er kennt að ekki er hægt að draga almennar ályktanir af einni, tveimur eða jafnvel þremur samhljóma rannsóknum. Að sama skapi höfum við haft sterka trú á fjölgreiningum eða meta-analýsum. Þær verða hins vegar aldrei betri en aðferðarfræðin sem beitt er og greinilega nauðsynlegt að hafa staðgóða þekkingu á fyrirbærinu sem mæla á – í þessu tilfelli þunglyndi, mælingu þess og meingerð. Lengi hefur verið deilt um gagnsemi eða gagnsleysi þunglyndislyfja enda mikið notuð lyf við sjúkdómum sem við höfum kannski enn mikla fordóma til. Þá má jafnvel halda því fram með nokkrum rökum að við höfum yfirfært þá fordóma á þunglyndislyfin. Það er því óneitanlega freistnivandi fyrir hendi til að sýna fram á gagnleysi lyfjanna sérstaklega meðan hinum megin borðsins situr öflugur iðnaður með augljósa hagsmuni. Þá gildir að pína ekki rannsóknargögnin til sagna eða beygja niðurstöður heldur hafa það sem sannara reynist eins og Ari hinn fróði ritaði um árið. Opinn hugur verður seint ofmetinn í rannsóknum og það að láta niðurstöðurnar koma sér á óvart. En aftur að körlunum og hvað er svona sérstakt við þá þegar kemur að þunglyndi og greiningu þess. Í okkar rannsókn á Suðurnesjum urðu við þess áskynja að karlar vildu síður kannast við þunglyndi en vildu frekar kannast við að vera stressaðir. Almennt eru karlar ólíklegri en konur til að sækja sér heilbrigðisþjónustu(14). Konur eru hins vegar líklegri til að vera greindar með þunglyndi og sennilega ekki af því að þær séu þunglyndari heldur af sömu ástæðu, þær eru líklegri til að sækja sér heilbrigðisþjónustu og því líklegri til að vera greindar(15). Í sænskri rannsókn þar sem skimunarskali var notaður til að greina þunglyndi í almennu þýði (n=7725) og þær niðurstöður síðan bornar saman við útskrift á þunglyndislyfjum á sömu kennitölum kom í ljós að fleiri karlar en konur glímdu við þunglyndi (12,3% vs. 11,2%) en hins vegar voru konur oftar á meðferð(14). Við missum fleiri karla en konur úr sjálfsvígum og algengasta ástæða sjálfsvíga er talin vera þunglyndi. Það er því ljóst ef við viljum jafna stöðu kynjanna þegar kemur að heilasjúkdómnum þunglyndi þarf greining og meðhöndlun að taka tillit til ólíkrar stöðu karla og kvenna í þessu tilliti.

þunglyndisrannsóknir, þeir fáu sem fá meðferð eru of stutt á meðferð og á of litlum skömmtum lyfja án góðrar eftirfylgdar(16). Þessar staðreyndir skipta meira máli en það sem Eriksson og Katakaman eru að deila um. Að lokum er vert að hafa í huga að í nýjustu leiðbeiningum um sjálfsvígforvarnir er lögð mikil áhersla á að hver meðferðareining búi til sína eigin meðferðaráætlun til að fækka þeim sem ekki fá viðeigandi þjónustu(17). Það byggist á betra sjálfsáhættumati, betri eftirfylgd og gera öryggisáætlun fyrir hvern sjúkling. Áður en sjúklingar eru orðnir svona andlega veikir er mikilvægt að finna einstakling þegar hann er að byrja þróa sitt þunglyndi og óyndi. Mikilvægt er að sjálfsmatsskalar eru til á íslensku þar sem hægt er að meta vanlíðan (WHO-FIVE Wellbeing Index, skimunarskali). Þeir sem eru háir á slíkum kvarða geta síðan verið metnir á sérstökum þunglyndisskölum t.d þunglyndisskali karla (Gotlandskvarði - GMDS) eða Beck Depression Inventory (BDI) í heilsugæslu(1). Því fyrr sem greining verður og inngrip því líklegra er að hægt sé að hindra alvarlegt þunglyndi með eða án sjálfsvíghættu. Heimildir: 1. Sigurdsson B, Palsson SP, Aevarsson O, Olafsdottir M, Johannsson M. Validity of Gotland Male Depression Scale for male depression in a community study: The Sudurnesjamenn study. Journal of affective disorders. 2015;173:81-9. 2. Walinder J, Rutzt W. Male depression and suicide. International clinical psychopharmacology. 2001;16 Suppl 2:S21-4. 3. Moller-Leimkuhler AM, Yucel M. Male depression in females? Journal of affective disorders. 2010;121(1-2):22-9. 4. Rush AJ, Trivedi MH, Wisniewski SR, Nierenberg AA, Stewart JW, Warden D, et al. Acute and longer-term outcomes in depressed outpatients requiring one or several treatment steps: a STAR*D report. Am J Psychiatry. 2006;163(11):1905-17. 5. Trivedi MH, Rush AJ, Wisniewski SR, Nierenberg AA, Warden D, Ritz L, et al. Evaluation of outcomes with citalopram for depression using measurement-based care in STAR*D: implications for clinical practice. Am J Psychiatry. 2006;163(1):28-40. 6. Eriksson E, Hieronymus F. The alleged lack of efficacy of antidepressants in non-severe depression: a myth debunked. Acta Psychiatr Scand. 2018;137(6):447-9. 7. Kuhn R. The treatment of depressive states with G 22355 (imipramine hydrochloride). Am J Psychiatry. 1958;115(5):459-64. 8. Furukawa TA, Maruo K, Noma H, Tanaka S, Imai H, Shinohara K, et al. Initial severity of major depression and efficacy of new generation antidepressants: individual participant data meta-analysis. Acta Psychiatr Scand. 2018;137(6):450-8. 9. Jakobsen JC, Katakam KK, Schou A, Hellmuth SG, Stallknecht SE, Leth-Moller K, et al. Selective serotonin reuptake inhibitors versus placebo in patients with major depressive disorder. A systematic review with meta-analysis and Trial Sequential Analysis. BMC Psychiatry. 2017;17(1):58. 10. Jakobsen JC, Katakam KK, Schou A, Hellmuth SG, Stallknecht SE, Leth-Moller K, et al. Erratum to: Selective serotonin reuptake inhibitors versus placebo in patients with major depressive disorder. A systematic review with meta-analysis and Trial Sequential Analysis. BMC Psychiatry. 2017;17(1):162. 11. Hieronymus F, Lisinski A, Naslund J, Eriksson E. Multiple possible inaccuracies cast doubt on a recent report suggesting selective serotonin reuptake inhibitors to be toxic and ineffective. Acta Neuropsychiatr. 2018;30(5):244-50. 12. Katakam KK, Sethi NJ, Jakobsen JC, Gluud C. Great boast, small roast on effects of selective serotonin reuptake inhibitors: response to a critique of our systematic review. Acta Neuropsychiatr. 2018;30(5):251-65. 13. Hieronymus F, Lisinski A, Naslund J, Eriksson E. Katakam and co-workers have not shown SSRIs to be harmful and ineffective and should stop claiming that they have. Acta Neuropsychiatr. 2018;30(5):266-74. 14. Thunander Sundbom L, Bingefors K, Hedborg K, Isacson D. Are men under-treated and women over-treated with antidepressants? Findings from a cross-sectional survey in Sweden. BJPsych Bull. 2017;41(3):145-50. 15. Kovess-Masfety V, Boyd A, van de Velde S, de Graaf R, Vilagut G, Haro JM, et al. Are there gender differences in service use for mental disorders across countries in the European Union? Results from the EU-World Mental Health survey. J Epidemiol Community Health. 2014;68(7):649-56. 16. Sigurdsson B. Diagnosis of male depression in the community and its correlation with cortisol and testosterone [Doctoral dissertation]. Reykjavik, Iceland 2015: University of Iceland; 2015.

Reynsla okkar og upplýsingar benda til tregðu karlmanna til að mæta í 17. Palsson SP. Sjálfsvígsáhættumat og viðeigandi meðferð. Geðvernd. 2018;47(1):6-17. _____________________________________________________________________________________________________

Tímarit um lyfjafræði, 55. árgangur, 1. tölublað 2020

25


FRÆÐIN

Díhýdrópýridín afleiður Daníel Ómar Guðmundsson

Hvað eru díhýdrópýridín afleiður?

hjartsláttartíðni helst stöðug og orkunotkun hjartans og súrefnisþörf minnka.

Díhýdrópýridín afleiður tilheyra flokki lyfja sem eru sértækir kalsíumganglokar með aðalverkun á æðar. Kalsíumgangalokar eru ætlaðir til meðferðar við háþrýstingi, hjartaöng, hjartsláttartruflunum og öðrum hjartakvillum. Þeir kalsíumgangalokar sem verka yfir langan tíma eru álitnir meðal fyrstu lyfja sem skal nota við háþrýstingi, annað hvort sem einlyfjameðferð eða sem hluti af samsettri meðferð. Áþreifanleg gögn sýna fram á að lyf í þessum lyfjaflokki dragi úr áhættu kvilla á hjarta- og æðakerfi. Enn fremur, hafa rannsóknir sýnt fram á að kalsíumgangalokar geti verið áhrifaríkari en önnur lyf til að draga úr áhættu hjartaáfalla.

Lyfin verka þannig gegn hjartaöng og blóðþurrð því komið er á jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar súrefnis í hjartanu. Jafnframt verður útvíkkun á meginkransæðum og kransæðlingum sem leiðir til þess að viðnám í kransæðum minnkar, blóðþrýstingur lækkar, blóðflæði um kransæðarnar eykst og súrefnisbirgðir hjartans aukast þar með. . Blóðþrýstingslækkunin af þessum sökum veldur í kjölfarið minnkuðu útfalli úr vinstri hluta hjartans sem einnig veldur minni eftirspurn hjartans eftir súrefni.

Hvaða lyf eru díhýdrópýridín afleiður? Lyfhrif Díhýdrópýridín afleiður valda æðavíkkun og hafa lítil sem engin neikvæð áhrif á samdráttarhæfni né rafleiðni hjartans. Lyfin í þessum flokki eru yfirleitt notuð til þess að meðhöndla háþrýsting eða langvarandi stöðuga hjartaöng. Lyf innan þessa flokks hafa mislanga verkun. En þau lyf sem hafa lengri verkunartíma eru álitin almennt öruggari þar sem minni hætta er á bráðum lágþrýstingi. Lyf í þessum flokki eru sögð æðasértæk og hindra þau innflæði kalsíumjóna um kalsíumgöng í frumuhimnu í hjarta og sléttum vöðvum æða. Þegar slaknar á sléttum vöðvum æða minnkar viðnám í æðum og blóðþrýstingur lækkar. Álagið minnkar því á hjartað,

Til eru sextán virk efni af díhýdrópýridínafleiðum en einungis fjögur þeirra eru með markaðsleyfi hérlendis, þ.e. amlodipin, felodipin, nifedipin og lerkanidipin. Síðastnefnda efnið er frábrugðið hinum lyfjunum að því leyti að lerkanidipin er sérstaklega ætlað til meðhöndlunar við vægum til meðalháum háþrýstingi. Amlodipín er dæmi um lyf innan flokksins sem hefur langan verkunartíma meðan nifedipín er dæmi um styttri verkunartíma. Mest notaða lyfið í þessum flokki er án efa amlodipin sem fæst í styrkleikunum 5 og 10 mg. Amlodipin er þekkt undir nöfnunum Norvasc, Amló og Amlodipin Bluefish. Frumlyfið Norvasc er dýrast en Amlodipin Bluefish ódýrast. Sjúkratryggingar Íslands taka þátt í að niðurgreiða öll lyfin að viðmiðunarverði.

Tafla 1: Algengar og mjög algengar aukaverkanir díhýdrópýridín afleiða Amlodipin Taugakerfi

Svefndrungi, sundl, höfuðverkur (einkum í upphafi meðferðar)

Hjarta

Hjartsláttarónot

Æðar

Roði

Meltingarfæri

Kviðverkir, ógleði

Stoðkerfi og stoðvefur

Bólgnir ökklar

Felodipin Höfuðverkur

Andlitsroði

Lerkanidipin

Nifedipin Höfuðverkur

Bjúgur, æðavíkkun

Almennar aukaBjúgur, þreyta Bjúgur í útlimum Vanlíðan verkanir og aukaverkanir á _____________________________________________________________________________________________________ íkomustað Tímarit um lyfjafræði, 55. árgangur, 1. tölublað 2020

26


FRÆÐIN Aukaverkanir Algengar aukaverkanir af völdum díhýdrópýridín afleiða eru höfuðverkur, svimi, roði í andliti og bjúgur í útlimum sem 20-30% sjúklinga upplifa. Bjúgur í útlimum verður vegna dreifingar á vökva frá æðakerfinu og inn í millivef. Æðaútvíkkandi áhrif af völdum kalsíumgangaloka valda auknum þrýstingi og þ.a.l. auknu gegndræpi í háræðum sem leiðir til þess að vökvi safnast fyrir í nærliggjandi vefjum. Hættan á vökvauppsöfnun og bjúg virðist vera meiri meðal dihýdrópýridín afleiða heldur en annarra flokka kalsíumgangaloka. Aukaverkunin er samt sem áður skammtaháð. Að því sögðu er hættan tvisvar til þrisvar sinnum meiri við háa skammta heldur en við lága skammta. Uppsöfnun bjúgs er ekki talin hjálpa til við þvagræsingu, en þvagræsing með lyfjum er talin ákjósanleg leið til að lækka blóðþrýsting þar sem hún minnkar rúmmál blóðsins. Hins vegar má draga úr þessari aukaverkun með samhliða meðferð með angiotensin breytiensími (e. ACE inhibitor) á borð við Daren eða angiotensin viðtakahemli (e. ARB inhibitor) t.d. Losartan. Lyf nefnd að ofan draga úr háræðaþrýstingi og þá um leið bjúgmyndun með því að valda útvíkkun bláæða. Að því sögðu þá má meðhöndla bjúg af völdum díhýdrópýridín afleiða með því að skipta yfir á aðra kalsíumgangaloka, með viðbótarmeðferð með angiotensin breytiensími eða angiotensin viðtakahemli. Almennt eru aukaverkanir af völdum díhýdrópýridín afleiða skammtaháðar og oftast nægir skammtaaðlögun til þess að sjúklingur þoli lyfið betur. En ef sjúklingar þola dýhýdrópýridína ekki þá er hægt að skipta yfir á aðra sértæka kalsíumgangaloka með aðalverkun á æðar og öfugt.

Notkun blóðfitulækkandi lyfsins simvastatíns skal takmarkast við 20 mg á sólarhring hjá sjúklingum sem taka amlodipín samhliða vegna milliverkunar sem leiðir til aukinnar blóðþéttni simvastatíns.

Frábendingar Ekki má taka díhýdrópýridín afleiður ef ofnæmi er fyrir þeim eða einhverju hjálparefna lyfjanna. Aðrar frábendingar eru alvarlegur lágþrýstingur, hjartalost, ósæðarþrengsli, óstöðug hjartabilun og brátt hjartadrep. Auk þess er alvarleg skert starfsemi nýrna eða lifrar frábending fyrir notkun lerkanidipíns. Ekki er mælt með notkun dihýdrópýridína á meðgöngu eða á meðan brjóstagjöf stendur en notkun amlodipíns og nifedipíns er aðeins ráðlögð ef klínískt ástand konu kallar á slíkt og ekki finnst annar öruggur meðferðarmöguleiki.

Heimildir 1.

Basile, J., Bloch, M.J. (2019). Major Side Effects and Safety of Calcium Channel Blockers. UpToDate. Sótt 12. apríl 2019 af https:// www.uptodate.com/contents/major-side-effects-and-safety-ofcalcium-channel-blockers?search=calcium%20channel% 20blockers&source=search_result&selectedTitle=1~150&usage_type=d efault&display_rank=1#H1

2.

IBM Micromedex. (2019). Amlodipine Besylate. Sótt 12. apríl 2019 af https://www.micromedexsolutions.com/micromedex2/librarian/ CS/7A4FAF/ND_PR/evidencexpert/ND_P/evidencexpert/ DUPLICATIONSHIELDSYNC/4FD945/ND_PG/evidencexpert/ND_B/ evidencexpert/ND_AppProduct/evidencexpert/ND_T/evidencexpert/ PFActionId/evidencexpert.IntermediateToDocumentLink? docId=025980&contentSetId=100&title=Amlodipine+Besylate&servic esTitle=Amlodipine+Besylate&topicId=null#

3.

Johannes, F.E. (2018). Choice of drug therapy in primary (essential) hypertension. UpToDate. Sótt 12. apríl 2019 af https:// www.uptodate.com/contents/choice-of-drug-therapy-in-primaryessential-hypertension?search=calcium%20channel% 20blockers&source=search_result&selectedTitle=2~150&usage_type=d efault&display_rank=2#H21

4.

Joseph, K. P. (2017). Calcium channel blockers in management of stable angina pectoris. UpToDate. Sótt 12. apríl 2019 af https:// www.uptodate.com/contents/calcium-channel-blockers-in-themanagement-of-stable-angina-pectoris?search=calcium%20channel% 20blockers&source=search_result&selectedTitle=5~150&usage_type=d efault&display_rank=5

5.

Lyfjastofnun (2017). Sérlyfjaskrá – SmPC: Adalat Oros. Sótt 12.apríl 2019 af https://www.serlyfjaskra.is/FileRepos/714a3a2f-2766-e71180d5-ce1550b700f3/AdalatOros-SmPC.pdf

6.

Lyfjastofnun (2018). Sérlyfjaskrá – SmPC: Amló. Sótt 12.apríl 2019 af https://www.serlyfjaskra.is/FileRepos/b41dcd09-1117-e811-80dc00155d15470c/Amlo_SmPC_21.2.2018.pdf

7.

Lyfjastofnun (2017). Sérlyfjaskrá – SmPC: Feldíl. Sótt 12.apríl 2019 af https://www.serlyfjaskra.is/FileRepos/2e1a3010-7391-e711-80d5ce1550b700f3/Feldil-SmPC.pdf

8.

Lyfjastofnun (2018). Sérlyfjaskrá – SmPC: Lerkanidipin Actavis. Sótt 12.apríl 2018 af https://www.serlyfjaskra.is/FileRepos/8ae8eb220a1a-e711-80d3-ce1550b700f3/Lerkanidipin_Actavis-SmPC.pdf

9.

Wilson, S.C. (2018). Calcium channel blockers in heart failure with reduced ejection fraction. UpToDate. Sótt 12. apríl 2019 af https:// www.uptodate.com/contents/calcium-channel-blockers-in-heartfailure-with-reduced-ejection-fraction?

Talið er að notkun langverkandi díhýdrópýridín afleiða á borð við amlodipín og felodipín sé að öllu jöfnu örugg í notkun hjá sjúklingum með hjartabilun og kransæðasjúkdóma.

Áhrif annarra lyfja og efna á dihýdrópýridínafleiður Dihýdrópýridín afleiður umbrotna í lifur fyrir tilstilli lifrarensímsins CYP3A4. Samhliða notkun annarra efna og lyfja sem hafa áhrif á sama ensímkerfi geta haft áhrif á blóðþéttni dihýdrópýridín afleiða. Slíkt getur annað hvort valdið minnkaðri virkni eða ofskömmtun og aukaverkunum eftir eðli milliverkunar. Efni sem geta aukið þéttni dihýdrópýridína eru HIV-lyf (próteasa hemlar), azól sveppalyf (t.d. ketókónazól), makrólíðar (t.d. erythromycin) og aðrir sértækir kalsíumgangalokar með aðalverkun á æðar (verapamil og diltiazem). Auk þess getur greipaldinsafi aukið þéttnina. Á hinn bóginn geta berklalyf (rifampisín), flogaveikilyf (fenytóín, karbamazepín), barbitúröt, lyf við HIV (efavírenz og nevirapín) og jóhannesarjurt dregið úr þéttni dihýdrópýridína. Ef marktækar aukaverkanir eða verkunarbrestur koma fram skal íhuga að aðlaga skammt dihýdrópýridína og/eða stöðva meðferð með lyfjum sem hafa áhrif á CYP3A4 ensímkerfið.

Áhrif dihýdrópýridínafleiða á önnur lyf Hafa skal í huga að blóðþrýstingslækkandi verkun dihýdrópýridína bætist við blóðþrýstingslækkandi áhrif annarra lyfja með svipaða verkun. Fylgjast þarf því náið með blóðþrýstingi ef slík lyf eru notuð samhliða. Dihýdrópýridínar geta aukið magn takrólímus í blóði en það er fyrirbyggjandi lyf við líffærahöfnun nýrna- og lifrarþega.

_____________________________________________________________________________________________________

Tímarit um lyfjafræði, 55. árgangur, 1. tölublað 2020

27


FRÆÐIN

Própíónsýruafleiður Bólgueyðandi lyf og gigtarlyf Davíð Þór Gunnarsson Própíónsýruafleiður eins og íbúprófen, naproxen og flúrbíprófen eru notuð sem bólgueyðandi lyf og gigtarlyf. Lyf sem innihalda ibúprófen eru Alvofen Express®, íbúfen®, Ibuxin®, Ibuxin rapid®, Ibuprofen Bril®, Deep Relief® og Nurofen® og lyf sem innihalda naproxen eru Naproxen E-Mylan® og Naproxen Mylan®. Aðeins Strefen® inniheldur flúrbíprófen. Öll hafa þau bólgueyðandi, verkjastillandi og væg hitalækkandi áhrif. Þau verka með því að draga úr myndun prostaglandína sem hafa hlutverk boðefna í líkamanum. Myndun prostaglandína er hluti af varnarviðbragði líkamans sem verður t.d. við högg, sýkingu og/eða önnur áföll. Með því að hemja myndun þessa boðefna er hægt að draga úr bólgumyndun, verkjum og hækkun hita sem er hluti af ónæmisviðbragði líkamans. Ibúprófen og naproxen eru aðallega notuð við liðagigt, slitgigt, tíðaverkjum, tannpínu, höfuðverk, mígreni og sem almenn verkjalyf. Strefen, sem fæst sem munnsogstöflur og munnholsúði, er notað til að draga úr bólgu og særindum í hálsi. Ibúprófen er til í töfluformi (200 mg, 400 mg og 600 mg), hylkjum (400 mg), mixtúru (40 mg/ml) og sem hlaup. Skammtastærð fer eftir aldri og þyngd sjúklings en sem verkjastillandi meðferð á hámarksskammtur á dag ekki að fara yfir 1200 mg. Mælt er með að skipta dagskammtinum í 3-4 jafna skammta á 4-6 klst fresti yfir daginn. Mælt er með að börn yngri en 12 ára (undir 40 kg) taki ekki meira en 800 mg á dag og börn 6-9 ára (undir 30 kg) taki ekki meira en 600 mg á dag en þá er kjörið að skipta 200 mg töflum í 1-3 skammta yfir daginn. Undantekningar á notkunarfyrirmælum eru fyrir bráða og alvarlega gigtarsjúkdóma hjá fullorðnum þar sem hámarksskammtur er 2400 mg á dag skipt í 3-4 skammta. Dagskammtur fyrir íbúfen mixtúrur er 20-30 mg/kg skipt í 3-4 skammta yfir daginn. Naproxen er til í töfluformi (250 mg og 500 mg) og sem magasýruþolnar töflur (250 mg og 500 mg). Venjulegur skammtur af naproxen töflum við gigt og verkjum er 250-500 mg morgna og kvölds, að hámarki 1.000 mg/sólarhring. Við mígrenikasti má taka 750 mg í einum skammti og bætt við 250 mg eftir þörfum þó að hámarki 1250 mg á sólahring. Við tíðaverkjum er ráðlagt að taka 250-500 mg eftir þörfum en þó að hámarki 1250 mg á sólahring. Hámarksskammtur af magasýruþolnum töfum er 1000 mg sem tekið í einum til tveimur skömmtum yfir daginn. Ekki er mælt með því að börn 5 ára og yngri noti naproxen eða íbúprófen á töfluformi. Nurofen mixtúran með appelsínubragði hentar börnum frá 6 mánaða aldri (yfir 7 kg). Strefen munnsogstöflur og munnholsúði er algeng viðbótarmeðferð við hálsbólgu og særindum í hálsi. Hámarksskammtur er 5 munnsogstöflur á sólarhring og miðað við að láta eina töflu leysast í munni á 3-6 klst fresti eftir þörfum. Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 12 ára. Munnholsúðinn sem er aðeins ætlaður fullorðnum, 18 ára og eldri og má að hámarki nota 5 skammta á dag (hver skammtur er 3 úðaskammtar). Viðmiðið er því 3 úðaskammtar á 3-6 klst fresti eftir þörfum. Bólgueyðandi lyf eru gagnleg lyf sem nýtast mörgum, en mikilvægt er að vera sér meðvitaður um þær aukaverkanir sem lyfin geta valdið. Þekktasta aukaverkun lyfjanna er óþægindi í maga en lyfin geta valdið blæðingum og sáramyndun í meltingarfærum. Það stafar af því að prostaglandín, boðefnið sem lyfin hamla myndun á, hefur verndandi áhrif í maga með því að örva myndun magaslímhúðar. Hættan á slíkri

aukaverkun eykst við hærri skammta og með aldri sjúklings. Samhliða notkun steralyfja og áfengisneysla eru aðrir þættir sem auka líkur á blæðingum í maga. Alltaf er mælt með því að taka ibúprófen og naproxen með mat til að minnka líkur á magaóþægindum. Naproxen-E eru sýruþolnar töflur sem innihalda lítil kyrni sem leysast ekki upp fyrr en þau hafa farið í gegnum maga og niður í skeifugörn. Þannig er hægt að draga úr líkum á magaóþægindum hjá einhverjum hluta þeirra sem nota Naproxen-E. Langtímanotkun íbúprófen og naproxen getur valdið blóðþurrð í nýrum og leitt þannig til uppsöfnunar á natríum og kalíum, aukið vökvasöfnun í blóði og valdið nýrnaskemmdum. Þess vegna er ekki mælt með notkun lyfjanna hjá sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi. Sama gildir um einstaklinga með sögu um háþrýsting eða væga hjartabilun, en aukin vökvasöfnun getur aukið á háþrýsting og bjúgmyndun. Lyfin skal nota með sérstakri varúð hjá öldruðum þar sem þeir eru viðkvæmari fyrir aukaverkunum og eru í meiri hættu á að fá lífshættulegar blæðingar í meltingarfærum. Sé meðferð nauðsynleg er mælt með að aldraðir noti minnsta mögulega skammt og í sem stystan tíma. Forðast skal samhliða notkun með blóðþynningarlyfjum t.d. warfarin (Kovar) og heparín vegna aukinnar blóðþynnandi áhrifa. Própíonsýruafleiður er mjög mikilvægur flokkur lyfja og hjálpar tugum milljóna einstaklinga um allan heim á degi hverjum. Á sama tíma er þetta einn af þeim flokkum sem veldur flestum lyfjatengdum innlögnum á Landsspítalann. Með því að þekkja hámarksskammta, frábendingar og helstu aukaverkanir er hægt að koma í veg fyrir stóran hluta þessara innlagna.

Heimildir Davis, A., Robson, J. (2016). The dangers of NSAIDs: look both ways. Sótt 29. mars 2019 af https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC4809680/ Lyfjastofnun (2018). SmPC - sérlyfjaskrá: Íbúfen. Sótt 29. mars 2019 af: https:// www.serlyfjaskra.is/FileRepos/015916d8-8215-e811-80dc-00155d15470c/% C3%8Db%C3%BAfen_400_mg_SmPC.pdf Lyfjastofnun (2019). SmPC - sérlyfjaskrá: Nurofen. Sótt 29. mars 2019 af: https://www.serlyfjaskra.is/FileRepos/7a04a051-1e35-e911-80ee00155d15472c/Nurofen_Junior_mixt_SmPC.pdf Lyfjastofnun (2018). SmPC - sérlyfjaskrá: Naproxen Mylan. Sótt 29. mars 2019 af https://www.serlyfjaskra.is/FileRepos/07a18a99-ed09-e911-80ec00155d15472c/Naproxen_Mylan_SmPC.pdf Lyfjastofnun (2011). SmPC - sérlyfjaskrá: Naproxen-E. Sótt 29. mars 2019 af: https://www.serlyfjaskra.is/FileRepos/5c08f428-c05a-e011-b077001e4f17a1f7/SPC-Naproxen-E%2520Mylan.doc.pdf Lyfjastofnun (2019). SmPC - sérlyfjaskrá: Strefen. Sótt 29. mars 2019 af: https://www.serlyfjaskra.is/FileRepos/52001a4a-3b29-e911-80ed00155d15472c/Strefen_SmPC.pdf NHS UK. (2018). Ibuprofen for adults. Sótt 29. mars 2019 af https:// www.nhs.uk/medicines/ibuprofen-for-adults/ Solomon, D.H. (2018). Nonselective NSAIDs: Overview of adverse effects. Sótt 29. mars af https://www.uptodate.com/contents/nonselective-nsaidsoverview-of-adverse-effects

_____________________________________________________________________________________________________

Tímarit um lyfjafræði, 55. árgangur, 1. tölublað 2020

28


FRÆÐIN

Lokað lyfjaferli Inga Jakobína Arnardóttir Lokað lyfjaferli (Closed Loop Medication Managemenet, CLMM) er heildarferli lyfja fyrir inniliggjandi sjúklinga á heilbrigðisstofnun þar sem til staðar er fullkominn rekjanleiki í hverju skrefi frá lyfjaávísun læknis til lyfjagjafar sjúklings. Notast er við heilbrigðisupplýsingatækni í hverju skrefi sem tryggir rekjanleika, skráningu og flæði upplýsinga á milli klínískra kerfa og

nauðsynlegt að vita hvar mistök verða og skilja af hverju þau verða. Líkan sem kallað er svissneski osturinn og var sett fram af James Reason árið 2000 útskýrir hvernig skoða má mismunandi skref í flóknu ferli (complex system) þar sem ýmislegt getur misfarist, því það er mannlegt að gera mistök. Hver sneið táknar eitt skref í ferlinu og götin í ostinum tákna hvar mistök geta orðið, en það er ekki fyrr en götin standast á í gegnum allt ferlið sem skaðinn verður. Þetta líkan er mikið notað í heilbrigðiskerfinu m.a. fyrir lyfjaatvik. Lyfjaferlið er flókið, með aðkomu margra aðila, skrefin eru lyfjaávísun, sannreynsla lyfjaávísunar, tiltekt lyfja og afhending og að lokum lyfjagjöfin sjálf. Mistök geta orðið í hverju skrefi en þau eru mis alvarleg allt frá því að vera lífhættuleg yfir í að hafa lítil sem engin áhrif, sum eru fyrirsjáanleg en önnur ekki. Mikilvægast er að koma í veg fyrir alvarlegu mistökin sem geta verið lífshættuleg eða banvæn, en lokamarkmiðið er að engin lyfjaatvik eigi sér stað. Samkvæmt rannsóknum verða flest mistökin við lyfjaávísun eða við lyfjagjöf. Til er fjöldi greina og rannsókna um lyfjatengd atvik og greiningu þeirra.

Svissneski osturinn, mismunandi skref í lyfjaferli sjúkrastofnunar heilbrigðisstarfsmanna. Ferlið hefst með lyfjaávísun læknis (prescribing), næsta skref er yfirferð lyfjafræðings (verifying) sem á sér stað áður en tiltekt eða framleiðsla og afhending lyfja (preparing/ dispensing) frá apóteki til sjúkradeildar getur átt sér stað. Lokaskrefið er þegar hjúkrunarfræðingur gefur tilteknum sjúklingi lyfið (administrating). Rafrænn stuðningur við ákvörðunartöku (Clinical Decision Support System) er einnig mikilvægur þáttur lokaðs lyfjaferils. Starfsfólk á ekki að þurfa að muna og/eða kunna allt t.d. í tengslum við auka- og milliverkanir. Í lokuðu lyfjaferli fer þannig fram rafræn staðfesting á R-unum fimm: réttur sjúklingur, rétt lyf, réttur skammtur, rétt lyfjaform og réttur gjafatími. Sums staðar er reyndar farið að tala um fleiri „R“ þá bætist við rétt skráning, rétt ábending og að eftirfylgni með meðferð sé tryggð (monitoring). Forsenda lokaðs lyfjaferlis er að til staðar sé rafrænt lyfjafyrirmælakerfi, rafrænt auðkenniskort starfsmanna, strikamerkt lyf/ lyfjaskammtur (stakskammtar eða fjölskammtar í poka) og strikamerktur sjúklingur. Síðan þarf að samþætta öll rafrænu kerfin sem tengjast heildar lyfjaferlinu á stofnuninni.

Lyfjaatvik Lyfjaatvik eða lyfjatengd atvik (medication error eða adverse drug reaction) geta haft alvarlegar afleiðingar og er innleiðing Lokaðs lyfjaferlis talin besta leiðin til að draga úr lyfjaatvikum og auka þannig öryggi sjúklinga. Til að draga úr fjölda lyfjatengdra atvika þá er

Staðan metin á Landspítala Árið 1999 kom út skýrsla á vegum US Institute of Medicine „To Err is Human: Building að Safer Health System“. Þessi skýrsla er sögð hafa komið af stað vitundarvakningu varðandi lyfjaöryggi og öryggi sjúklinga. Í skýrslunni var m.a. lögð áhersla á að byggja þurfi upp öryggismenningu innan heilbrigðiskerfisins þar sem áhersla er á öryggi sjúklinga og öryggi í starfsumhverfi heilbrigðisstarfsmanna. Nauðsynlegt er að skilgreina, einfalda og síðast en ekki síst staðla verkferla og tryggja að starfsfólk þurfi ekki að treysta á eigið minni til að forðast mistök. Áhersla var lögð á skráningu og greiningu lyfjaatvika og að nauðsynlegt sé að upplýsa sjúklinga betur um eigin lyfjameðferð og þekkingu á lyfjum sem þeir eru að taka. Árið 2014 lét Landspítalinn gera úttekt á stöðu rafrænna sjúkraskrárkerfa á spítalanum. Stofnunin sem gerði þessa úttekt heitir „Healthcare Information and Management System Society“ (HIMSS) og hefur þróað alþjóðlega viðurkennda aðferðarfræði sem notuð er við úttektir. Hér er um að ræða „non profit“ stofnun sem hefur m.a. það hlutverk að meta hvernig megi nýta upplýsingatækni sem best í heilbrigðiskerfinu. Það er gert með því að taka út skilvirkni helstu klínísku ferla á sjúkrahúsum og meta stöðu þeirra m.t.t. öryggis sjúklinga. Lokað lyfjaferli (Closed Loop Medication Management) er talið vera „best practice“ og leiðin til að tryggja sem best öryggi sjúklinga í tengslum við lyfjagjöf/lyfjameðferð. Samkvæmt upplýsingum frá deildarstjóra upplýsingatækni Landspítala var þessi sama úttekt endurtekin á haustmánuðum 2019 til að meta þróun síðustu ára og fá leiðsögn um hvernig innleiðingu verði best háttað.

_____________________________________________________________________________________________________ Tímarit um lyfjafræði, 55. árgangur, 1. tölublað 2020

29


FRÆÐIN Lokað lyfjaferli, nánari lýsing

Einnig þarf að ákveða hvaða fyrirkomulag á að nota á sjúkradeildum, annars vegar lyfjavagna þar sem hver sjúklingur á sína skúffu með sínum lyfjum eða hins vegar hvort nota eigi rafrænan lyfjaskáp þar sem hjúkrunarfræðingurinn tekur lyfin til inni á lyfjaherbergi samkvæmt rafrænum lyfjafyrirmælum sem samþætt eru lyfjaskápnum. Slíkir lyfjaskápar virka þannig að hvert lyf er í sérstöku hólfi sem opnast í samræmi við rafrænu lyfjafyrirmælin sem hjúkrunarfræðingurinn er að vinna með. Þannig opnast eingöngu hólfið með því lyfi sem verið er að taka til og ekki er hægt að opna önnur hólf.

Að lokum Lokað lyfjaferli skref fyrir skref. Á myndinni hér að ofan má sjá lokað lyfjaferli skref fyrir skref. Ávísun lyfja (prescribing): Læknir ávísar lyfjum fyrir tiltekinn sjúkling í rafrænt lyfjafyrirmælakerfi, kerfið er með innbyggðan stuðning við ákvarðanatöku „clinical decision support“ sem tengist milliverkunum, aukaverkunum, ofnæmi eða óeðlilegum ávísunum. Læknirinn fær ábendingu um að endurskoða/staðfesta lyfjaávísunina, ef eitthvað virðist ekki vera rétt. Yfirferð/sannreynsla/tiltekt/afhending (verifying, production, dispensing): Ávísunin fer rafrænt til skoðunar hjá lyfjafræðingi sem yfirfer og staðfestir áður en lyfin eru tekin til eða framleidd í apótekinu fyrir viðkomandi sjúkling. Lyfin eru afhent niður á minnstu afgreidda einingu (stakskömmtun eða fjölskömmtun) með einkvæmu stirkamerki, þannig er hægt að tengja þau lyfjaávísuninni. Önnur framleiðsla í apótekinu eins og ýmis innrennsli, áfylltar sprautur, mixtúrur og staðlaðir skammtar fá einnig strikamerki. Stórar einingar eru ekki endurpakkaðar, en tryggja þarf að hver eining sem afhent er frá apótekinu hafi strikamerki. Eftir að búið er að sannreyna lyfjaávísun fer tiltekt fyrir sjúklinga fram í apótekinu. Haldið er utan um lyfjalager apóteksins og allar afgreiðslur til deilda með rafrænum hætti. Lyfin eru send á tiltekna deild og starfsmaður apóteks sér um að setja lyfin á réttan stað. Haldið er utan um allar lyfjabirgðir deilda, aðföng og notkun, í rafrænu birgðakerfi deildarinnar. Lyfjagjöf (administrating): Við lyfjagjöf fer hjúkrunarfræðingur með lyfjavagn þar sem lyfin eru í skúffu merktri viðkomandi sjúklingi, að rúmi hans. Hjúkrunarfræðingurinn byrjar á að skanna sitt auðkenniskort til að opna aðgang að lyfjafyrirmælakerfinu, síðan skannar hann strikamerki sjúklingsins sem er á armbandi sem hann ber. Við þetta opnast lyfjafyrirmæli viðkomandi sjúklings og með því að skanna lyfin hverja einingu/skammt úr skúffunni þá staðfestist að réttur sjúklingur er að fá rétt lyf í réttum skammti í réttu formi og á réttum tíma m.v. lyfjaávísun læknisins. Þannig skráist einnig í sjúkraskrárkerfið hvaða lyf viðkomandi tekur og hvenær og ferlið lokast.

Aukið öryggi sjúklinga með færri lyfjaatvikum er augljós ávinningur af lokuðu lyfjaferli. Handvirkar yfirfærslur lyfjaávísana á milli blaða og ólæsileg skrift heyrir sögunni til, klínísk stuðningskerfi draga m.a. úr milliverkunum og aukaverkunum og aðkoma klínískra lyfjafræðinga styður mjög vel við ferlið með því að greina og fyrirbyggja lyfjatengd vandamál. Upplýsingaflæði á milli lækna, hjúkrunarfræðinga og lyfjafræðinga er tryggt þar sem kerfin eru samtengd og upplýsingar streyma á milli, skráning er sjálfvirk um leið og strikamerki eru skönnuð og allt er í rauntíma. Allir þessir þættir bæta öryggi sjúklinga og starfsumhverfi viðkomandi heilbrigðisstétta. Það er nauðsynlegt að nýta upplýsingatækni í öllum klínískum ferlum eins og hægt er en það má samt aldrei gleyma því að mannauðurinn skiptir ekki minna máli varðandi öryggi. Eins og fram hefur komið þá er mannlegt að gera mistök og það er eilífðarverkefni að innleiða og viðhalda öryggismenningu. Það er ekki nóg að hafa fullkomin tölvukerfi. Tryggja þarf góða nýliðaþjálfun og endurþjálfun starfsmanna og innleiða þarf slíka menningu að öll atvik séu skráð og rýnd eða rótargreind eftir þörfum til að tryggja að þau endurtaki sig ekki.

Heimildir Reason J. Human error: models and management. BMJ. 2000;320:768-70. Elliott R.A., Camacho E., Campbell F. et al. Prevalence and economic burden of medication errors in the NHS in England. Policy Research Unit in Economic Evaluation of Health & Care Interventions (EEPRU). Sótt 23. ágúst 2020 á http://www.eepru.org.uk/wp-content/uploads/2020/03/medication-errorreport-edited-27032020.pdf Connelly D. Medication errors: where do they happen? The Pharmaceutical Journal, 22nd February 2019. Sótt30. ágúst 2020 á https:// www.pharmaceutical-journal.com/news-and-analysis/infographics/ medication-errors-where-do-they-happen/20206204.article?firstPass=false Bates DW, Cullen DJ, Laird N, PhD et al. Incidence of Adverse Drug Events and Potential Adverse Drug Events—Implications for Prevention. JAMA 1995 Jul 5, 275(1):29-34 Institute of Medicine. To Err Is Human: Building a Safer Health System. Washington, DC: The National Academies Press, 2000.

Lokað lyfjaferli þarf að innleiða í nokkrum skrefum og það tekur tíma að fá allt ferlið til að virka. Eins og fram kom í inngangi þá þurfa ákveðin klínísk kerfi, rafræn auðkenni og strikamerktir lyfjaskammtar að vera til staðar og það þarf að samþætta öll kerfin. Auk þess þarf að liggja fyrir hvaða leið á að fara í skömmtun lyfja t.d. stakskömmtun eða fjölskömmtun en nauðsynlegt er að endurpakka flestum lyfjum úr upprunaumbúðum framleiðanda og strikamerkja hverja einingu.

_____________________________________________________________________________________________________

Tímarit um lyfjafræði, 55. árgangur, 1. tölublað 2020

30


FRÆÐIN

Ráðstefnan 66th American Society on Mass Spectrometry and Allied Topics (ASMS) Það var mikill heiður að taka þátt í sextugustu og sjöttu ráðstefnunni American Society for Mass Spectrometry and Allied Topics (66th ASMS) sem var haldin í San Diego, Kaliforníu dagana 3 til 7 júní 2018. Þetta var sérstaklega ánægjulegt þar sem fjórir aðilar frá mínum rannsóknahóp sóttu einnig ráðstefnuna. Það var metaðsókn á ASMS í ár yfir 7800 þátttakendur, þar af voru Bandaríkjamenn í meiri hluta en að þessu sinni voru yfir 25% af þáttakendum frá 70 löndum fyrir utan Bandaríkin og þar á meðal átta rannsakendur frá Íslandi. Ég sótti ráðstefnuna ásamt Finni Freyr Eiríkssyni, Unni Örnu Þorsteinsdóttir og Margarida Costa, doktorsnemum við Lyfjafræðideild, Háskóla Íslands. Ásamt okkur tók einnig Þorsteinn Hjörtur Bjarnason, meistaranemi við Lyfjafræðideild, Óttar Rolfsson, prófessor við Læknadeild, Freyr Jóhannesson, doktorsnemi við Læknadeild og Elva Friðjónsdóttir, doktorsnemi við Uppsala Háskóla í Svíþjóð. Unnur Arna kynnti veggspjald á ráðstefnunni með heitinu, “Developement of a UPLC-MS/MS assay for monitoring of pharmacotherpy in patients with APRT deficiency utilizing Design of Experiments” og Margarida kynnti veggspjaldið “Dereplication of Icelandic Sponge Natural Products by UPLC-QTOF-MS“. Bæði veggspjöldin vöktu mikinn áhuga meðal þátttakenda. Fyrrum meistaranemi minn við Lyfjafræðideild, Elva Friðjónsdóttir sem stundar í dag doktorsnám við Uppsala Háskóla í Svíþjóð hélt erindið „Tracing the Metabolism of lDopa in Experiemntal Parkinson´s Disease Brains by MALDI-MSI. Einnig kynnti Óttar Rolfsson veggspjaldið „Metablic Systems Analysis of Endothelial Dysfunction in Sepsis“ og doktorsnemi hans, Freyr Jóhannesson kynnti veggspjaldið „The impact of Pathogen inactiviation on the Platelet Metabolome During Blank Bank storage“. Framlög íslensku vísindamannana á ráðsefninni voru aðdáðunarverð. Ráðstefnan byrjaði með tveimur samhliða kynningum um fjögur mismunandi viðfangsefni. Prófessor M. Arthur Moseley við Duke University School of Medicine (Durham, North Carolina) hélt erindi um „Strategies for Quantitative Proteomics“ og prófessor Susan D. Richardson við University of South Carolina (Columbia, South Carolina) hélt erindið „Mass Spectrometry and the Enviorment“. Samhliða þessum erindum voru tvær kynningar, Gregory Eiden við Pacific Northwest National Laboratory (Richland, Washington) hélt fyrirlestur um „Mass spectrometry and Nuclear Forensics“ og Jack Beauchamp við California Institute of Technology (Pasadena, California) gaf erindið „From Laboratory to the Stars“. Var ráðstefnan síðan formlega opnuð með mjög áhugaverðum boðsfyrirlestri "Smart Trials: Moving from Site-centric to Patient-centric Clinical Trials" sem Lisa Shipley, Vice President of Pharmacokinetics, Pharmacodynamics, and Drug Metabolism, hjá Merck hélt. Á ráðstefnunni var fjölbreytt úrval fyrirlestra, hægt var að velja milli átta mismunandi samhliða viðfangsefna á hverjum degi, hagnýtra námskeiða og kynninga á rannsóknaverkefnum. Einnig kynntu yfir 200 fyrirtæki starfsemi sína tengd massagreiningum og voru um 3500 veggspjöld kynnt á ráðstefnunni. Mikil áhersla var lögð á „omics“ með massagreiningu, þá sérstaklega proteomics, en einnig var áhugaverð umræða um „Quantitative Glycomics and Glycoproteomics“ og þörfina á góðum „analytical“ stöðlum fyrir þessar greiningaaðferðir. Þörf fyrir staðla þegar kemur að „omics“ greiningum með massagreini hefur verið vanmetin síðustu ár og má greinilega sjá að aukin áhersla sé lögð á að vera með góða staðla við mælingar. Á hverju kvöldi var boðið upp á áhugaverða umræðuhópa og eitt af þeim umfjöllunarefnum sem vakti athygli okkar var umræða um

konur í massagreiningum. Þar var greinilegt að í Bandaríkjunum en jafnframt í Þýskalandi þurfa konur að velja rannsóknavinnu fram yfir að stofna fjölskyldu. Flestum ungum vísindakonum sem tóku þátt í umræðunni þótti óhugsandi að geta stundað rannsóknir samhliða því að stofna fjölskyldu og töldu það ekki vera í boði. Það var einnig greinilegt að flestar þær konur sem voru með námskeið um massagreiningar á ASMS eiga ekki börn.

Hópurinn frá Íslandi Við kynntum tvö af okkar rannsóknaverkefnum, annað sem fjallar um „Clinical Mass Spectrometry“ og var heiti verkefnisins “Developement of a UPLC-MS/MS assay for monitoring of pharmacotherpy in patients with APRT deficiency utilizing Design of Experiments”. Þetta er samvinnu verkefni við prófessor Runólf Pálsson og dósent Viðar Eðvarðsson hjá Landspítala háskólasjúkrahúsi og Rare Kidney Stone Consortium. Megin markmið þessa verkefnis er að þróa sértæka og hraðvirka massagreinaaðferð sem flýtir fyrir greiningu og bætir lyfjameðferð sjúklinga með sjaldgæfan erfðasjúkdóm, adenínfosfóríbósýltansferasaskort (APRT-skort) sem leiðir oft til langvinns nýrnasjúkdóms og jafnvel lokastigsnýrnabilunar. Við kynntum einnig rannsóknaverkefnið “Dereplication of Icelandic Sponge Natural Products by UPLC-QTOF-MS“. Markmið þessa verkefnis er að leita að sjávarnáttúruefnum úr svömpum og samlífsörverum þeirra. Lífrænir úrdrættir frá fimm íslenskum sjávarsvömpum voru rannsakaðir með háhraðavökvagreini tengdum massagreini (UPLC-QTOF-MS). Við hámörkuðum UPLC-QTOF-MS aðferð til að skima fyrir og fjarlægja (dereplication) þekkt náttúruefni til að auka skilvirkni við greiningu á skautuðum úrdráttum. Niðurstöður verkefnisins sýndu að hægt var að einangra fjölda þekktra og óþekktra annarra stigs lífefna úr sjávarsvömpum og eru þeir góð uppspretta lífvirka náttúruefna. 66th ASMS ráðstefnan var mjög áhugaverð og gaf okkur einstakt tækifæri til að fræðast um þá miklu þróun sem er í gangi varðandi notkun á massagreiningum. Frekari upplýsingar um ráðstefnuna má nálgast á heimasíðunni, www.asms.org. Við viljum þakka Vísindasjóði LFÍ kærlega fyrir veittan styrk. Margrét Þosteinsdóttir, prófessor í lyfjagreiningu við Lyfjafræðideild HÍ Finnur Freyr Eiríksson, lyfjafræðingur og doktor í líf- og læknavísindum

_____________________________________________________________________________________________________

Tímarit um lyfjafræði, 55. árgangur, 1. tölublað 2020

31


FRÆÐIN

Námskeið um lyfjafræðilega umsjá barna Þátttakendurnir

Ég sótti námskeið hjá Evelina barnaspítalanum á Guy’s and Thomas’ í London í október 2019. Námskeiðið var um lyfjafræðilega umsjá barna og var þetta í áttunda skipti sem spítalinn hélt slíkt námskeið. Aðeins nokkrir þátttakendur eru hverju sinni og því var námskeiðið bæði byggt upp á fyrirlestrum og verklegri þjálfun. Farið var yfir mjög yfirgripsmikið efni og má þar nefna eftirfarandi:

 Sýklalyfjagæsla barna: Mikilvægi þess að yfirfara sýkalyfjanotkun, m.a. í ljósi sýklalyfjaónæmis í heiminum. Skilgreining á tímalengd meðferðar, hvenær íhuga skal að skipta úr IV í PO, yfirferð á skömmtum og lyfjamælingum (therapeutic drug monitoring).

 Vökvi- og næring: Hvers vegna er vökvi mikilvægur, hvernig er vökvaþörf og næringarþörf reiknuð. Einnig var farið yfir æðaaðgengi og gjöf vökva og elektrólýta.

 Lífslokameðferðir: Einkennameðferðir, val á lyfjum og lyfjagjöf.  Krabbameinsmeðferðir: Farið var yfir algengustu tegundir krabbameina hjá börnum, einkenni, meðferð, aukaverkanir meðferðanna og stuðningsmeðferð vegna aukaverkana.

 Gjörgæslumeðferð barna: Skilgreiningar, lyfjameðferð í svæfingu, slævingu, vegna aukins öndunarstuðnings, vegna sepsis, áhrif á hjarta- og æðakerfi, meðhöndlun í nýrnaskerðingu, vökvajafnvægi, svo eitthvað sé nefnt.

 Nýburar: Skilgreining og meðhöndlun á helstu einkennum og sjúkdómsástandi sem getur komið upp hjá fyrirburum á fyrstu dögum lífs.

 Meðganga- og brjóstagjöf: Lyf á meðgöngu og hvað beri að varast. Einnig var farið yfir lyf og brjóstagjöf.

 Lyfjahvarfafræði: Yfirferð á lyfjahvörfum barna og hvað er öðruvísi en hjá fullorðnum einstaklingum.

 Aðgengi að lyfjum fyrir börn: Áskoranir og takmarkanir á lyfjum fyrir börn. Framleiðsla lyfja fyrir börn og breytileiki sem getur verið vegna magistrel framleiðslu sumra lyfja. Samhliða þessu voru tilfelli unnin, farið var á deildir spítalans og fylgst var með störfum lyfjafræðinga, Auk þess gafst þátttakendum tækifæri til að spreyta sig á áhugaverðum verkefnum.

Guy’s and Thomas’ er með um 1200 rúm. Í sjúkrahúsapótekinu eru 453 starfsmenn, þar af 190 lyfjafræðingar en af þeim eru 80 independent prescriber. Barnaspítalinn er með 150 legurými af heildarfjölda rúma spítalans. Þar starfa nú 15 klínískir lyfjafræðingar, en verið er að stækka spítalann um þessar mundir. Börn eru móttækilegri fyrir allt að þrefalt fleiri alvarlegum lyfjaatvikum samanborið við fullorðna. Ástæður þessa eru margvíslegar, m.a. stærð skammta og útreikningar, ásamt breyttum lyfjahvarfafræðilegum eiginleikum sem gera börnin einnig viðkvæmari fyrir. Hætta á að mistök eigi sér stað er einkum hjá börnum á gjörgæslueða vökudeild en þar er verið að gefa mjög potent lyf, oftast til inndælingar í æð, lyf sem oft krefjast talsverðra útreikninga og nákvæmrar blöndunar. Lyfjagjöfin sjálf getur einnig verið frekar krefjandi þar sem oft er þörf á að nota óskráð preparöt, ekki með ábendingu í börnum (off-label) og jafnvel án nokkurra rannsókna á virkni hjá börnum. Börn eru ekki bara litlir fullorðnir. Þau eru af öllum stærðum og gerðum, allt frá ca. 300 g upp í jafnvel 200 kg. Taka þarf því til greina mismun í frásogi, dreifingu, umbroti og útskilnaði lyfja hjá þessum fjölbreytta hópi. Þegar skoðaðar eru hefðbundnar barnadeildir í Evrópu þá er um 50% af ávísuðum lyfjum óskráð eða off-label og hátt í 70% barnanna fá a.m.k. eitt lyf sem er óskráð eða off-label. Þessa tölur eru mun hærri á vökudeildum eða um 65% lyfja sem eru óskráð eða off-label og um 90% barnanna fá a.m.k. eitt þessara lyfja. Vegna þessa þá er algengt að skammturinn sé um 1/10 eða 1/100 af ampúlu lyfsins sem krefst umreiknings og eykur um leið hættu á atvikum. Í upphafi árs 2019 hóf ég innleiðingu á klínískri þjónustu lyfjafræðinga á Barnaspítala Hringsins. Þátttaka á námskeiðinu var því mjög mikilvægt tækifæri til að efla þekkingu á sviði barnalyfjafræði og ekki síst til að styrkja tengslanetið við erlenda sérfræðinga sem nú þegar hefur nýst mjög vel við störf mín á Barnaspítala Hringsins. Í kjölfar námskeiðsins hefur m.a. skapast sterkt tengslanet við Bretland sem ég mun halda áfram að rækta. Þórunn Óskarsdóttir, lyfjafræðingur á Landspítala

_____________________________________________________________________________________________________ Tímarit um lyfjafræði, 55. árgangur, 1. tölublað 2020

32


KÆRAR ÞAKKIR FYRIR STUÐNINGINN

_____________________________________________________________________________________________________ Tímarit um lyfjafræði, 55. árgangur, 1. tölublað 2020

33


FRÆÐIN

Námskeiðið „Update in Medical Toxicology“

Á hverju ári stendur All Wales Therapeutics & Toxicology Centre (AWTTC), Cardiff University, National Poisons Information Service (NPIS/Public Health England), Welsh National Poisons Unit (WNPU) og University Hospital Llandough Cardiff fyrir námskeiði sem hefur hlotið nafnið “Update in Medical Toxicology ”. Háskólinn í Cardiff býður uppá eins árs nám (einnig hægt að stunda í fjarnámi á 2 árum með vinnu) post-diplóma í eiturefnafræði samtals 120 einingar. Update námskeiðið er bæði hluti af náminu og hugsað sem endurmenntun fyrir bráðalækna og annara sérfræðinga í eiturefnafræði. Námið miðar að því að: Kynna helstu meginreglur sem liggja að baki eitrana og notkunar Toxbase (gagnabanki) Fá skilning á hvernig lyf og önnur efni framkalla eitrunaráhrif og hvernig hægt er að spá fyrir um þau, meðhöndla þau og þegar unnt er, koma í veg fyrir þau. Á þessu námskeiði var fjallað um nýjustu fíkniefnin og ólögleg lyf sem fólk er að misnota í dag og tilfelli þar sem fólk hefur þurft að leita á bráðamóttöku vegna ofskömmtunar þeirra. En sífellt er að koma fram ný efni, og nýjar aðferðir til misnotkunar á eldri efnum, en flest

tilfelli sem rata inná bráðamóttöku eru meðhöndluð eftir klínískum einkennum. Sérstaklega var tekið fyrir efnið Spice sem m.a er misnotað með íblöndun í rafrettuvökva. Sérstaka athygli mína vakti fyrirlestur um mótefnið DigiFAB við digoxin eitrunum og mótefnið Cyanokit við reykeitrun. Mikil umræða spannst um hvort hægt væri að nota minna DigiFAB mótefni heldur en gert er í dag og spara þannig fyrir samfélagið. Einnig var rætt um notkun Cyanokit og þá sérstaklega hversu mikinn eða lítinn ávinning við erum að fá með notkuninni. Að lokum var fjallað um eitraða sveppi, krufningar, mótefni og aðgengi að þeim, eitranir vegna flogaveikilyfja,eitranir hjá börnum og eitranir vegna rangrar lyfjagjafa. Ég hef aðeins rakið brot af þeim fyrirlestrum sem ég hlýddi á á þessu námskeiði en þeir sem hafa áhuga á geta nálgast frekari upplýsingar um námskeiðið hjá undirritaðri. Ég vil að lokum þakka vísindasjóði Lyfjafræðingarfélags Íslands kærlega fyrir veittan styrk. Helena Líndal

_____________________________________________________________________________________________________ Tímarit um lyfjafræði, 55. árgangur, 1. tölublað 2020

34


Auglýsing Rizatriptan

_____________________________________________________________________________________________________ Tímarit um lyfjafræði, 55. árgangur, 1. tölublað 2020

35


Auglýsing Panodil Extra

_____________________________________________________________________________________________________ Tímarit um lyfjafræði, 55. árgangur, 1. tölublað 2020

36